Greinar laugardaginn 17. ágúst 1996

Forsíða

17. ágúst 1996 | Forsíða | 133 orð

Dole hefur kosningabaráttuna

BOB DOLE tókst í fyrrakvöld formlega á hendur forsetaframboð fyrir bandaríska Repúblikanaflokkinn og í gær hóf hann kosningabaráttuna fyrir alvöru. Dole varði það heit sitt að minnka skatta og sagðist ekki hafa lofað slíku ef hann væri ekki viss um að það mætti nást án þess að það kæmi niður á almannatryggingakerfinu og heilsugæslunni. Meira
17. ágúst 1996 | Forsíða | 129 orð

Hart mætir hörðu í Seoul

RÓTTÆKIR námsmenn í stúdentagörðum við Yonsei-háskóla í Seoul í Suður-Kóreu veitti fjölmennu lögregluliði harða mótspyrnu, er það gerði í gær tilraun til að handtaka þá. Þeir bera andlitsgrímur til að verjast táragasi. Námsmennirnir hafa staðið fyrir kröfugöngum í nafni sameiningar Norður- og Suður- Kóreu. Meira
17. ágúst 1996 | Forsíða | 194 orð

Kýpur- Grikkir syrgja

MIKIL spenna var í loftinu, þegar þúsundir syrgjandi Kýpur-Grikkja fylgdu til grafar unga manninum, sem tyrkneskir hermenn skutu til bana fyrr í vikunni. Útförin fór fram eftir að skuggsýnt var orðið, þó það samrýmist ekki hefðum grísku rétttrúnaðarkirkjunnar. Var það liður í viðleitni stjórnvalda til að hindra að til enn frekari árekstra kæmi. Meira
17. ágúst 1996 | Forsíða | 448 orð

Lebed krefst þess að Kúlíkov verði vikið frá

ALEXANDER Lebed, yfirmaður rússneska öryggisráðsins, sakaði í gær Anatolí Kúlíkov, innanríkisráðherra, um að eiga sök á óförum rússneska hersins í Tsjetsjníju og krafðist þess að honum yrði vikið frá. Meira

Fréttir

17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

25 bruggmál á þessu ári

FRÁ áramótum fram til 15. ágúst sl. komu til kasta lögreglunnar 25 mál vegna ólöglegrar framleiðslu og dreifingar á landa. Á þessu tímabili var lagt hald á rúmlega 1.000 lítra af landa, 8.300 lítra af gambra og 14 suðutæki. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 264 orð

450 manns á landsmóti votta Jehóva

VOTTAR Jehóva héldu um síðustu helgi landsmót í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Mótsgestir komu víða að og voru um 450 viðstaddir. Á mótinu var opinbert boðunarstarf safnaðarins til umræðu og voru gefin út nokkur ný rit sem söfnuðurinn hér á landi hyggst nota í starfseminni á næstunni. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 576 orð

Aðkoma gerð að fjórum stofnunum

FRAMKVÆMDIR við aðkomu að fyrirhuguðum nýbyggingum við Efstaleiti 3, 5, 7 og 9 eru hafnar. Kynning á breyttri afmörkun lóðanna stendur yfir í sýningarsal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa til 27. ágúst nk. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, segir ónauðsynlegt að bíða eftir að kynningunni ljúki því ekki sé um breytingu á deiliskipulagi að ræða. Meira
17. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 492 orð

Áhyggjur af heilsufari og ríkisfjármálum

BRESKA tímaritið The Economist gerir norræna áfengisneyslu að umtalsefni í nýjasta hefti sínu. Tímaritið segir evrópsku bindindishreyfinguna hafa unnið stærsta sigur sinn á þessari öld er áfengisbanni var komið á í Finnlandi, Noregi og Íslandi á þriðja áratugnum. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

Áhyggjur af þróun heilbrigðismála

MIÐSTJÓRN ASÍ hefur samþykkt ályktun þar sem lýst er þungum áhyggjum af stöðu og þróun heilbrigðismála hér á landi. Í ályktuninni segir að harkalegur niðurskurður stjórnvalda á framlögum til heilbrigðismála hafi leitt til þess að heilbrigðiskerfið veiti ekki lengur nauðsynlega þjónustu. Afleiðingar þessarar stefnu blasi hvarvetna við. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Árekstur í Kömbum

ÁREKSTUR tveggja bíla varð í Kömbunum á Suðurlandsvegi skömmu eftir hádegi í gær. Ekki urðu slys á fólki. Áreksturinn varð með þeim hætti að báðum bílunum var ekið í sömu átt og var annar að taka fram úr hinum. Sá sem hægar fór lenti úti í lausamöl og missti ökumaðurinn stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann snerist og lenti á hinum bílnum. Meira
17. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 93 orð

Á sjósleðum í höfninni

Skagaströnd-Meðal sýningaratriða á nýliðinni Kántrýhátíð var akstur á snjósleða í höfninni. Gunnar Hafdal, fyrrum Íslandsmeistari í torfæruakstri, ók á sleðanum sínum um 1,5 km leið á sjónum við mikinn fögnuð áhorfenda. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 68 orð

Barnadeild fær "huggara"

BARNADEILD Landspítalans fékk fyrir skömmu að gjöf tvær brúður, sem eru ætlaðar til að útskýra og sýna börnum væntanlega meðferð sem þau þurfa að ganga í gegnum. Það var Austurbakki hf. sem gaf brúðurnar og þær fengu nöfnin Hjördís og Hjalti eftir börnunum sem afhentu gjöfina fyrir hönd Austurbakka. Meira
17. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 674 orð

Boðar tengsl við eldri gildi

BOB DOLE tókst formlega á hendur forsetaframboð fyrir bandaríska Repúblikanaflokkinn í fyrrinótt, og í ræðu sem hann hélt við það tækifæri hét hann því að hefja til vegs og virðingar Guð, fjölskylduna, drengskap, skyldu og landið. Gildi sem hann sagði Bill Clinton forseta ekki hafa nokkurn skilning á. Meira
17. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 396 orð

Bóluskáld og Blönduhlíð böndum sterkum hnýtast

Sauðárkróki- "Upp er runnin önnur tíð, engin þörf að bítast. Bóluskáld og Blönduhlíð, böndum sterkum hnýtast." sagði Hjálmar Jónsson alþingismaður, er hann bauð niðja Hjálmars Jónssonar frá Bólu forföður síns og alnafna, velkomna til hátíðar, Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 201 orð

Dregur fjölskylduna í skokkið

"ÞAÐ geta allir tekið þátt og það skiptir engu máli í hvernig formi þátttakendur eru, heldur að vera með," segir Ingibjörg Tómasdóttir, en hún ætlar að taka þátt í skemmtiskokkinu í Reykjavíkurmaraþoni á morgun með manni sínum Þórarni Kjartanssyni og tveimur börnum, Ólöfu Katrínu, níu ára og Tómasi Aroni, tíu mánaða. Meira
17. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 41 orð

Ferskjubændur reiðir

VIÐSKIPTAVINIR stórverslunar í bænum Montauban í suðvesturhluta Frakklands komust vart út úr húsinu í gær en franskir ferskjubændur sturtuðu nokkrum tonnum af framleiðslu sinni við aðaldyrnar í mótmælaskyni við lágt ferskjuverð og það sem þeir kölluðu annars flokks innflutning. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 81 orð

Fékk lík í trollið

Fékk lík í trollið LÖGREGLUNNI í Keflavík var síðdegis á fimmtudag tilkynnt að báturinn Haförn hefði fengið lík í trollið, 1,8 sjómílur norður af Garðsskaga. Báturinn kom með líkið til Keflavíkur þar sem strax var hafist handa við að reyna að bera á það kennsl. Í gær var það flutt til Reykjavíkur til krufningar. Meira
17. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 407 orð

Fimmti skáli félagsins á þessum slóðum

FERÐAFÉLAG Akureyrar hefur sett upp skála rétt ofan Suðurárbotna í Ódáðahrauni og er þetta fimmti skálinn sem félagið setur upp á gönguleiðinni frá Herðubreiðarlindum í Svartárkot í Bárðardal. Nýi skálinn er um 26 fermetrar og í honum er gistirými fyrir 16 manns. Meira
17. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 140 orð

Fjórði hreyfillinn fundinn

FJÓRÐI og síðasti hreyfill TWA- þotunnar sem fórst 17. júlí sl. skömmu eftir flugtak í New York er fundinn. Er hann illa farinn og vantar í hann nokkur túrbínublöð. Talið er að hreyfillinn geti varpað einhverju nýju ljósi á orsakir þess að þotan fórst en með henni fórust allir sem um borð voru, 230 manns. Lík tveggja sem um borð voru fundust í gær og hafa þá fundist 201 lík. Meira
17. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 511 orð

Flestir sammála um að halda áfram með hátíðina

Opinn borgarafundur um fjölskylduhátíðina Halló Akureyri Flestir sammála um að halda áfram með hátíðina HAGSMUNAAÐILAR í ferðaþjónustu, er stóðu fyrir fjölskylduhátíðinni Halló Akureyri um verslunarmannahelgina, boðuðu til almenns borgarafundar á Hótel KEA sl. fimmtudagskvöld. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 104 orð

Flóttafólki á Ísafirði gengur vel

LÍF fjölskyldnanna sex frá fyrrum Júgóslavíu er farið að komast í fastar skorður eftir tæplega þriggja vikna búsetu hér á landi. Ísfirðingar hafa tekið vel á móti fólkinu, sem hefur komið sér ágætlega fyrir og eru fjórir þeirra þegar komnir í vinnu. Allir nýju Íslendingarnir hófu íslenskunám í síðustu viku, bæði börn og fullorðnir og að sögn kennaranna eru þeir mjög áhugasamir. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 742 orð

"Fólk bíður með sína krankleika"

ÁSTAND í heilbrigðisþjónustunni er víða á landinu orðið mjög alvarlegt að sögn hjúkrunarfólks. Gætir orðið mikils öryggisleysis meðal íbúa í læknislausum héruðum. Nokkur bráðatilfelli hafa komið upp á stöðum þar sem hefur verið læknislaust. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 216 orð

Fyllt upp í skurði í Hestmýri

ÁKVEÐIÐ hefur verið að fylla upp í skurði í Hestmýri í Borgarfirði í sumar. Er framkvæmdin liður í áætlun um endurheimt votlendis á ríkisjörðum. Af þessu tilefni hafa verið gerðar ýmsar rannsóknar í Hestmýri í sumar. Að ósk Fuglaverndarfélagsins fór landbúnaðarráðuneytið að huga að því í fyrravetur hvort mögulegt væri að breyta framræstu landi á ríkisjörðum aftur í votlendi. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 225 orð

Fyrsta marghliða æfingin með þátttöku Rússa

RÚSSNESK stjórnvöld hafa, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, tilkynnt Atlantshafsbandalaginu (NATO) og íslenzkum stjórnvöldum að Rússland muni taka þátt í almannavarnaæfingu á vegum Friðarsamstarfs NATO, sem haldin verður hér á landi næsta sumar. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 228 orð

Fær 2 vikur til að skila sparnaðartillögum

HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ, fjármálaráðuneytið og borgarstjórinn í Reykjavík hafa skipað starfshóp um samhæfingu og verkaskiptingu milli Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítalanna. Starfshópinn skipa Kristján Erlendsson, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Magnús Pétursson, lögfræðingur í fjármálaráðuneyti og Hjörleifur Kvaran, borgarlögmaður. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Fæst útlán í desember

ÚTLÁN úr Borgarbókasafni Reykjavíkur árið 1995 voru fæst í desembermánuði, rúmlega 58 þúsund. Næstfæst útlán voru í júlí, um 65 þúsund, en flest voru útlánin í mars, rúmlega 89 þúsund. Alls voru útlán úr Borgarbókasafninu 880.082 árið 1995, að því er fram kemur í ársskýrslu safnsins, og er það rúmlega 4% aukning frá árinu áður. Útgefin bókasafnsskírteini á árinu voru 18. Meira
17. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 387 orð

Getur kveikt ófriðarbál við Miðjarðarhaf

KÝPURDEILAN er eitt af þeim vandamálum, sem erfiðlegast hefur gengið að leysa á alþjóðlegum vettvangi, en nú eru 22 ár síðan tyrkneskt herlið lagði þriðjung eyjarinnar undir sig. Deilan getur líka haft erfiðleika í för með sér innan Evrópusambandsins, ESB, og hún er ekki síður mikið áhyggjuefni fyrir Atlantshafsbandalagið, NATO, en jafnt Tyrkir sem Grikkir eru aðilar að því. Meira
17. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Halda á sumarmót á Grænlandi

Nemendur í Barnaskóla Akureyrar Halda á sumarmót á Grænlandi Í DAG heldur hópur nemenda í Barnaskóla Akureyrar í heimsókn til Narsaq, vinabæjar Akureyrar á Grænlandi. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 46 orð

Hjálmur bjargaði barni

SJÖ ára gamalt barn slasaðist lítillega á höfði þegar það hjólaði í veg fyrir bíl á Selfossi í gær. Óhappið varð á gatnamótum Engjavegar og Sigtúns um hálftvöleytið. Lögregla telur að hjálmur, sem barnið var með, hafi bjargað því að ekki fór verr. Meira
17. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 55 orð

Hrefnu rak á fjöru

Litlu-Árvík-Hefnu rak á fjöruna fyrir neðan bæinn í Stóru-Árvík í Árneshreppi 15. ágúst sl. Guðmundur Jónsson, bóndi í Stóru-Árvík, segir þetta örugglega vera hrefnu og er hún aðeins rifin og virðist löngu dauð. Ekki var hægt að mæla hana á flóðinu en hún reyndist svo vera 8 metrar. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 220 orð

Hundar taldir hafa bitið fé

FIMM lömb hafa fundist bitin af vargi í Seljadal á Mosfellsheiði. Talið er að lömbin hafi verið bitin af hundi eða hundum. Fimmta lambið fannst bitið sl. fimmtudag og var því lógað. Vön grenjaskytta verður látin vakta svæðið yfir helgina. Margir sumarbústaðir eru á þessu svæði, en ekki er talin hætta á því að hundurinn eða hundarnir séu hættulegir fólki. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 29 orð

Jass á Sólon

TRÍÓ Gunnlaugs Guðmundssonar leikur í kvöld, laugardagskvöld, á Café Sólon Íslandus. Með honum leika þeir Ólafur Jónsson, saxafónleikari og Eðvarð Lárusson, gítarleikari. Tónleikarnir hefjast kl. 22.30. Meira
17. ágúst 1996 | Smáfréttir | 128 orð

JASSTÓNLEIKAR Jómfrúarinar verða í dag laugardag

verður í Grundarfirði á sunnudag í tilefni af því að 210 ár eru liðin frá því Grundarfjörður fékk kaupstaðarréttindi. Staðurinn missti síðar þessi réttindi er bæjarbúar ætla samt að gera sér dagamun í tilefni afmælisins. Lagt verður af stað kl. 13 frá skrifstofu Eyrarhrepps og gengið á Grundarkamb. Áætlað er að vera þar klukkan 13.30. Meira
17. ágúst 1996 | Miðopna | 917 orð

Kartöflur hækkuðu um 52 prósent á einum mánuði Hagstofan hefur gefið út að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 0,6% frá því í

Hagstofan hefur gefið út að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 0,6% frá því í júlí þangað til í ágúst. Verðhækkanir á grænmeti hafa haft talsverð áhrif til hækkunar vísitölunnar. Innlend framleiðsla á mörgum algengum tegundum grænmetis er í hámarki og nýtur fullrar tollaverndar gagnvart innflutningi. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 263 orð

Kaupir húseignir Ragnaborgar

KAUPFÉLAG Fáskrúðsfirðinga hefur keypt húseignir Ragnaborgar á Fáskrúðsfirði. Félagið hefur hafið vinnu við að tvöfalda frystigetu í húsunum og uppsetningu frystiklefa með það í huga að stórauka vinnslu á síld og loðnu. Frosti hf. á Súðavík keypti hlutabréfin í Ragnaborg hf. sem er eigandi meirihluta þeirra húseigna sem Goðaborg hf. á Fáskrúðsfirði hafði starfsemi sína í fyrir gjaldþrot. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 222 orð

Kaupmáttur hefur aukist um 4,7%

GREITT tímakaup landverkafólks innan ASÍ hækkaði um 6,4% frá fyrsta ársfjórðungi 1995 til fyrsta ársfjórðungs 1996 en á þessu tímabili var gengið frá nýjum kjarasamningum á vinnumarkaði. Neysluverðsvísitala hækkaði um 1,9% á sama tímabili, þannig að kaupmáttur greidds tímakaups í dagvinnu jókst um 4,4%, að því er kemur fram í launakönnun Kjararannsóknarnefndar. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Kryddkofinn í nýtt húsnæði

VERZLUNIN Kryddkofinn hefur flutt í nýtt húsnæði við Skeifuna 8. Kryddkofinn var áður til húsa við Hverfisgötu og var sérhæfður í sölu austurlenzkra matvæla og krydds. Gilbert Khoo, eigandi verzlunarinnar, segir að áfram verði kappkostað að veita góða þjónustu með fjölbreyttu úrvali austurlenzks krydds og matvæla. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 159 orð

Lyklum að lögreglustöð stolið

BROTIST var inn í sýningarskáp í Árbæjarsafni fyrir skömmu og stolið þaðan munum, sem voru á sýningu Lögreglufélags Reykjavíkur, sem þar hefur staðið í sumar. Um er að ræða fimm pör af handjárnum, fjögur erlend, bæði gömul og nýleg, og ein sérsmíðuð íslensk; þrjá lykla að gömlu lögreglustöðinni í Vestmannaeyjum, Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 410 orð

Margir styrkja baráttu Orra

UMHVERFISSAMTÖK, fyrirtæki, einstaklingar, veiðiréttareigendur og fleiri aðilar hafa styrkt baráttu Orra Vigfússonar til verndunar Atlantshafslaxinum. Undanfarið hefur verið talsverð umræða um þessi mál í Bretlandi og vaklti athygli á dögunum þegar Ted Hughes, lárviðarskáldið enska, Jackie Charlton, fyrrverandi landsliðsmaður Englendinga í knattspyrnu og þjálfari norður- írska landsliðsins, Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 702 orð

Menningin selur fiskinn best

Prof. Gert Kreutzer var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu síðastliðinn fimmtudag. Um árabil hefur hann stundað fræðistörf um íslenskar bókmenntir, fornar jafnt sem nýjar en áhuginn á Íslandi vaknaði þegar hann 8 ára gamall skóladrengur las bækur Jóns Sveinssonar um Nonna. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Opið til miðnættis í miðbænum

Í TILEFNI af 210 ára afmæli Reykjavíkurborgar verða margar verslanir við Laugaveg, Bankastræti, Skólavörðustíg og í Kvos opnar til miðnættis. Er þetta innlegg kaupmanna í menningarvöku sem Reykjavíkurborg stendur að vegna afmælis borgarinnar. Í tilefni dagsins munu verslanir færa vörur sínar út á götu og skapa þannig markaðsstemmningu í bænum. Ýmis tilboð og afslættir verða í gangi. Meira
17. ágúst 1996 | Miðopna | 780 orð

Ósæðaskipti örugg með nýrri tækni

ÓSÆÐIN er meginslagæð líkamans. Hjartað dælir blóði í æðina sem liggur úr vinstra hjartahvolfi í boga upp og síðan niður framanvert við hrygginn. Úr ósæðinni greinast síðan fjölmargar slagæðar sem flytja blóðið í öll líffæri og vefi líkamans. En líkt og annað í líkamanum getur ósæðin brugðist með þeim afleiðingum að menn deyja. Meira
17. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 310 orð

Ótti við aðgerðir öfgahópa fyrir kosningar

ROBERT Frowick, sérlegur sendimaður Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Bosníu, hvatti í gær til þess að staðið yrði við framkvæmd kosninganna í Bosníu, sem fara eiga fram þann 14. september næstkomandi, þrátt fyrir margvíslegan vanda sem að undanförnu hefur stefnt undirbúningi kosninganna í hættu. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 896 orð

Ótækt eða eðlilegt? Er eðlilegt að nota Almannagjá til auglýsingagerðar? Um þetta eru skiptar skoðanir eins og Helgi

Í VIKUNNI var Almannagjá lokað í 1 dag vegna töku auglýsingakvikmyndar og segir Þórarna Jónasdóttir, formaður Félags leiðsögumanna, það ótækt að Almannagjá hafi verið lokað á miklum ferðamannatíma. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 190 orð

Óöryggið afleitt

SEXTUG kona á Þórshöfn, Guðný María Jóhannsdóttir, slasaðist illa á fæti er hún lenti með fótinn í garðsláttuvél sl. miðvikudagskvöld. Guðný María missti strax eina tá af hægri fæti og óvíst er með tvær aðrar tær. Guðný María segir afleitt að búa við það óöryggi sem hefur skapast víða á landsbyggðinni eftir uppsagnir heilsugæslulækna. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 86 orð

Rjúpur í túnfætinum

"ÞESSA sjón hef ég ekki séð í meira en 30 ár," sagði Friðjón Guðmundsson, bóndi í Aðaldal, þegar hann taldi milli 20 og 30 rjúpur í túnfætinum hjá sér. "Það mun hafa verið með meira móti af rjúpu hérna í Hrauninu í sumar. Við landeigendur höfum ekki leyft skotveiðar í Aðaldalshrauni undanfarin ár, það hefur máske haft einhver áhrif. Meira
17. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 305 orð

Roswell- farið var jarðneskt GEIMFAR, sem ætlað v

GEIMFAR, sem ætlað var að hefði lent skammt frá Roswell í Nýju Mexíkó 4. júlí 1947 og talið var hafa komið utan úr geimnum, reyndist jarðneskt að uppruna, að því er staðfest hefur verið með rannsóknum. Geimfarið kemur við sögu í kvikmyndinni Independence Day og bjargar þar jörðinni frá tortímingu. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 144 orð

Samningur um æðri menntun

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur fengið heimild ríkisstjórnarinnar til að undirrita Norðurlandasamning um aðgang að æðri menntun. Að því er stefnt að samningurinn, er gildir í þrjú ár, verði undirritaður í Kaupmannahöfn 3. september nk. og að hann komi til framkvæmda 1. janúar nk. Samningur þessi kemur í stað fyrri samnings um sama efni er gerður var til tveggja ára 1994. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 315 orð

Sáttatilraunir í heilsugæsludeilu bera engan árangur

SAMNINGANEFNDIR heilsugæslulækna og ríkisins voru kallaðar á fund hjá ríkissáttasemjara kl. 13 í gær. Enginn árangur varð af fundinum og kom ekkert nýtt fram sem gefur vonir um að viðræður geti hafist á ný, að sögn Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 95 orð

Sigurður G. endurráðinn

HEIMIR Steinsson útvarpsstjóri tók í gær þá ákvörðun að Sigurður G. Tómasson sem gegnt hefur stöðu dagskrárstjóra Rásar 2, verði endurráðinn til næstu fjögurra ára. Meirihluti útvarpsráðs studdi ráðningu Lilju Á. Guðmundsdóttur í starfið, en 13 sóttu um stöðuna. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Sjóprófum vegna Æsu frestað

SJÓPRÓF hófust í Héraðsdómi Vestfjarða á fimmtudag vegna kúfiskveiðiskipsins Æsu ÍS-87, sem sökk í Arnarfirði í lok síðasta mánaðar. Að sögn Sonju Hreiðarsdóttur, setts héraðsdómara, komu þrjú vitni fyrir réttinn á fimmtudag. Enn er eftir að leiða tvö vitni fyrir dómara, eitt á Ísafirði og eitt í Reykjavík, og var sjóprófum því frestað. Meira
17. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 147 orð

Staðráðnir í að uppfylla skilyrðin

PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, segist vera fullviss um að Finnland verði meðal fyrstu aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) til að uppfylla skilyrðin fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU), sem áætlað er að verði að veruleika árið 1999. Lipponen lét þessa bjartsýni í ljósi þegar hann kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar sinnar í gær. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 169 orð

Stofnfundur boðaður í haust

STOFNFUNDUR Norðurheimskautsráðsins hefur nú verið boðaður með formlegum hætti af hálfu ríkisstjórnar Kanada. Að sögn Jóns Egils Egilssonar, skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, verður ráðið stofnað í New York hinn 19. september næstkomandi, í tengslum við setningu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 560 orð

Stórurriðar áberandi í Laxá

GÓÐ veiði er nú á urriðasvæðunum í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal eftir fremur rólegt tímabil í lok júlí og byrjun ágúst. Mikið slý var þá í ánni og smásilungur fór á kreik. Að sögn Hólmfríðar Jónsdóttur á Arnarvatni og Bjargar Jónsdóttur í Rauðhólum, er nú stórsilungur að ná sér á strik í veiðinni á nýjan leik. Meira
17. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 218 orð

Tveimur stúlkum bjargað úr klóm barnaklámhrings

BELGÍSKA lögreglan fann seint í fyrrakvöld tvær stúlkur sem verið höfðu í klóm fólks sem talið er að tilheyri samtökum er framleitt hafa barnaklám. Annarri þeirra var rænt í síðustu viku og hinni í lok maí. Meira
17. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 149 orð

Um 35 manns heim í mánuð

Rækjuvinnsla liggur niðri hjá Strýtu hf. Um 35 manns heim í mánuð ENGIN rækjuvinnsla er nú í gangi hjá Strýtu hf. á Akureyri og mun hún liggja niðri í um einn mánuð. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 109 orð

Uppselt í stúku á tónleika Blur

MIÐASALA á tónleika bresku hljómsveitarinnar Blur sem haldnir verða í Laugardalshöll 8. september hefur gengið vel, að sögn Birgis Sigfússonar í Skífunni. Uppselt er í stúku og miðasölu í stæði miðar vel áfram. Birgir segir að búast megi við því að uppselt verði á tónleikana um miðja næstu viku og að um helgina muni miðasalan að öllum líkindum taka kipp. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 454 orð

Útgáfa hafin á ritröð um varðveislu gamalla húsa

HÚSAFRIÐUNARNEFND ríkisins kynnti í gær útgáfu á fyrsta riti í væntanlegri ritröð um varðveislu, viðgerðir og endurbætur gamalla timburhúsa, og eru trégluggar viðfangsefni fyrsta ritsins. Þorsteinn Gunnarsson formaður Húsafriðunarnefndar segir að allt frá að nefndin var skipuð árið 1970, hafi verið margsinnis rætt, innan hennar og utan, Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Útideild 20 ára

ÚTIDEILD unglinga í Reykjavík á 20 ára afmæli á þessu ári og verður hadið upp á það með afmælistónleikum sem hefjast kl. 18 í Hafnarhúsportinu sunnudaginn 18. ágúst. Sautján hljómsveitir koma fram og hátíðinni lýkur á miðnætti. Meira
17. ágúst 1996 | Miðopna | 687 orð

Vilja bæta lífið ekki síður en að lengja það Norrænu þingi hjartaskurðlækna og hjarta- og lungnavélafræðinga lauk í gær.

DÁNARTÍÐNI fólks sem gengist hefur undir hjartaaðgerðir á Íslandi er með því lægsta í Evrópu. Um 260 hjartaaðgerðir voru gerðar hér á landi á síðasta ári, þar af um 200 kransæðaaðgerðir og 50-60 sérhæfðar aðgerðir sem ýmist fela í sér skipti á hjartalokum eða viðgerð á meðfæddum göllum. Meira
17. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 223 orð

Vill draga úr ESBframlögum Þjóðverja

WOLFGANG Gerhardt, leiðtogi Frjálsra demókrata (FDP) í Þýskalandi, vill að stefnt sé að því að stokka upp fjármál Evrópusambandsins, ESB, þannig að draga megi úr fjárframlögum Þjóðverja til ESB. Gerhardt sagði í viðtali við dagblaðið Die Welt, sem birtist í gær, að Þjóðverjar gætu ekki greitt jafnmikið til Evrópusambandsins og þeir gera í dag. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 30 orð

Vitni óskast

Vitni óskast EKIÐ var á vínrauðan Opel Astra skutbíl, ZA-610, á bílastæði við Hamraborg 11 á bilinu 14.30-18 fimmtudaginn 15. ágúst. Vitni eru beðin að hafa samband við Lögregluna í Kópavogi. Meira
17. ágúst 1996 | Smáfréttir | 240 orð

ÞINGVALLAGANGA verður á laugardag klukkan 14. Farið verður frá Þingvallakirkju

ÞINGVALLAGANGA verður á laugardag klukkan 14. Farið verður frá Þingvallakirkju og tekur gangan um eina og hálfa klukkustund. Á sunnudag verður gönguferð að eyðibýlinu Skógarkoti í Þingvallahrauni. Gangan hefst klukkan 13.30 og tekur um 3 klukkustundir. Klukkan 17 verður guðsþjónusta í Þingvallakirkju. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 286 orð

Þjónusta skerðist ekki

BÆJARSTJÓRN Vesturbyggðar og hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps áttu fund með Ingibjörgu Pálmadóttur, heilbrigðisráðherra, vegna fjárhagsvanda Sjúkrahúss og Heilsugæslustöðvar Patreksfjarðar, í gær. Gísli Ólafsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að sameiginleg niðurstaða fundarins hafi verið að þjónusta stofnananna yrði ekki skert en taka þyrfti á almennum rekstrarvanda. Davíð Á. Meira
17. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð

Ökumaður lést

ÖKUMAÐUR bíls, sem lenti á ljósastaur á Bústaðavegi síðdegis á fimmtudag, er látinn. Bílnum var ekið inn á aðrein á Bústaðaveg þegar hann hafnaði á ljósastaur. Talið er að hann hafi lent í svokallaðri ökufleytingu, þ.e. þegar bílar fljóta í vatni í hjólförum. Meira
17. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 10 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

17. ágúst 1996 | Leiðarar | 613 orð

LeiðariUMHVERFISMÁL Í ÓLESTRI SLENDINGAR gefa gjarnan þá m

LeiðariUMHVERFISMÁL Í ÓLESTRI SLENDINGAR gefa gjarnan þá mynd af landi sínu að náttúra þess sé hrein og óspjölluð. Ísland sé þar af leiðandi ferðamannaparadís og þaðan komi einhverjar hreinustu og hollustu afurðir í heimi, ekki sízt sjávarafurðir. Veruleikinn, sem við blasir, er oft annar. Meira
17. ágúst 1996 | Staksteinar | 394 orð

»Munurinn á Bob og Bill ALÞÝÐUBLAÐIÐ fjallar um kosningabaráttuna fyrir band

ALÞÝÐUBLAÐIÐ fjallar um kosningabaráttuna fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nóvember í forystugrein í fyrradag. Ekkert nýtt Í LEIÐARA blaðsins segir að ólíklegt sé að Dole nái að vinna upp forskot Bills Clintons forseta í skoðanakönnunum nema að hann fái stóraukinn byr í seglin eða að hneykslismál rýri til muna álit Bandaríkjamanna á Clinton. Meira

Menning

17. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 40 orð

Ástfangin og æst

HJÓNIN ástföngnu Rod Stewart og Rachel Hunter áttu erfitt með að hemja æsing sinn í hvort annað þegar þau voru í teiti, sem haldið var eftir Wimbledon- tenniskeppnina, í London nýlega. Ekki fylgir sögunni hvernig aðfarirnar enduðu. Meira
17. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 148 orð

Fiðla Paganinis strokin á ný

LEIKIÐ verður á fiðlu fiðlusnillingsins og tónskáldsins Niccolos Paganinis, sem var svo leikinn að margir töldu hann hafa gert samning við djöfulinn, í fyrsta sinn síðan eigandi hennar lést árið 1840, á tónleikum þann 29. ágúst næstkomandi. Meira
17. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 267 orð

Giftu sig í Árbæjarsafnskirkju

SÓL skein í heiði þegar Warren og Jennifer Harman gengu í það heilaga í Árbæjarsafnskirkju í byrjun ágúst. Þau hafa eytt hveitibrauðsdögunum á ferðalagi um Ísland, og segjast vera afar hrifin af landi og þjóð. Meira
17. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 66 orð

Hjón í góðu sambandi

SUSAN Sarandon og maður hennar Tim Robbins voru glaðleg þegar þau fóru út að skemmta sér í New York nýlega og greinilegt er að samband þeirra er ekki síðra í einkalífinu en í vinnunni. Síðasta mynd þeirra, "Dead Men Walking", sem Tim leikstýrði og Susan lék aðalhlutverkið í á móti Sean Penn, gekk ljómandi vel og Susan fékk Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína. Meira
17. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 42 orð

Hversdagsklæddar turtildúfur

TURTILDÚFURNAR Brad Pitt og Gwyneth Paltrow eru ekki alltaf í sparifötunum þegar þær bregða sér út á götu. Þessi mynd, af þeim í hversdagsklæðum, var tekin nýlega í nágrenni Greenwich Village í New York þar sem þau eiga íbúð. Meira
17. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 188 orð

Jackson eignast loftkældan jakka

POPPTÓNLISTARMAÐURINN Michael Jackson verður fyrsti maðurinn til að eiga loftkældan jakka sem er búinn eigin rafkerfi. Hönnuðurinn Gianni Vivé Sulman er að leggja lokahönd á gerð jakkans og mun Michael reiða af hendi tæpar fjórar milljónir króna fyrir flíkina. Nýi jakkinn heitir A/C7. Unnið er að gerð hans á ónefndum stað og verður afhentur Jackson þegar hann kemur til Prag þann 7. Meira
17. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 257 orð

Kvikmyndin ID-4 sýnd í fimm kvikmyndahúsum

STÓRMYNDIN ID-4 eða "Independence Day" eins og hún heitir á frummálinu var frumsýnd í gær, föstudaginn 16. ágúst. Myndin er sýnd í fimm kvikmyndahúsum sem eru: Regnboginn, Háskólabíó, Laugarásbíó, Stjörnubíó og Borgarbíó Akureyri. Meira
17. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 103 orð

Ódýrir Burns vindlar til sölu

VINDLAR úr fórum bandaríska skemmtikraftsins George Burns sem lést fyrr á þessu ári, sjö vikum eftir að hann fagnaði 100 ára afmæli sínu, verða boðnir upp hjá uppboðsfyrirtækinu Sothebys í Los Angeles innan skamms. Meira
17. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 102 orð

Paulina sagði já í júní

GAMANLEIKKONAN Pauline Quirk, sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum Sækjast sér um líkir sem sýndir hafa verið í sjónvarpi hér á landi, giftist æskuástinni sinni Steve Sheen nýlega. "Ég er svo hamingjusöm," sagði leikkonan sem nú er 37 ára gömul. Parið hefur þekkst frá 12 ára aldri þegar þau bjuggu í nágrenni hvort við annað í Islington-hverfi í London. Meira
17. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 152 orð

Þúsundir minnast kóngsins

ÞÚSUNDIR aðdáenda rokkkóngsins Elvis Presley eru á heimili hans Graceland í Memphis í Tennessee til að heiðra minningu hans en í gær voru nítján ár liðin frá dauða hans. Á myndinni sést garður þar sem menn lúta höfði og minnast kóngsins en daginn fyrir andlátsdaginn er ávallt kveikt á kertum og vakað. Kertaljósavakan byrjar 15. ágúst og þá hópast 10. Meira

Umræðan

17. ágúst 1996 | Aðsent efni | 652 orð

Aldraðir eru fyrir

ALLT þetta ár höfum við gagnrýnt stjórnvöld, einkum fjármálaráðherra fyrir að svíkja aldraða um endurgreiðslu á tvísköttuðum lífeyri, sem var endurgreitt að hluta með 15% afslætti af skattstofni árið 1995, en stöðvað um síðustu áramót. ­ Ómótmælt er að þessi endurgreiðsla hefði átt að standa í a.m.k. 5 ár. Meira
17. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 371 orð

Á öðrum hnöttum

STÓRAR fyrirsagnir í öllum fjölmiðlum um líf á Mars hafa naumast farið framhjá neinum, né heldur það, að Clinton Bandaríkjaforseti hefur tekið undir þau mál. Einhverjir segjast jafnvel hafa vitað þetta áður, og hefur slíkt löngum viljað við brenna, allt frá dögum Kólumbusar-eggsins. Meira
17. ágúst 1996 | Aðsent efni | 596 orð

Boðskapur Sjálfstæðra kvenna

Grímur Hákonarson nemi, skrifaði grein 3. ágúst sl. í Morgunblaðið þar sem fram kom hörð gagnrýni á Sjálfstæðar konur. Grímur hefur eins og aðrir frelsi til að tjá sig um menn og málefni. Frelsi fylgir hilsvegar ábyrgð, gæta verður þess að láta tilfinningar og reiði ekki firra sig þeirri ábyrgð að fara rétt með. Meira
17. ágúst 1996 | Aðsent efni | 569 orð

Eftir höfðinu dansa limirnir

VARLA þarf að fara mörgum orðum um gildi þess að sýna gott fordæmi. Nærtækast er að nefna ábyrgð foreldra og annarra uppalenda í því sambandi. En fyrirmyndirnar birtast víða í samfélaginu; fólk sem komist hefur til áhrifa og valda; fólk sem setur lög og reglur sem það ætlast til að aðrir hlýði; En máltækið segir að eftir höfðinu dansi limirnir og því hljótum við að gera þær kröfur til boðbera Meira
17. ágúst 1996 | Aðsent efni | 426 orð

Er þekking, reynsla og dygg þjónusta rusl?

Hvað er mannauður? Hvers virði er verkþekking, reynsla, þekking á þörfum viðskiptavinarins og þjónustulipurð? Ég spyr vegna þess að á undanförnum árum hefur mjög færst í vöxt hjá fyrirtækjum í Evrópu, m.a. hér á Íslandi, að starfsmönnum, fimmtíu ára og eldri, sé boðinn starfslokasamningur. Meira
17. ágúst 1996 | Aðsent efni | 662 orð

Fjármögnun háskólanáms

Fjármögnun háskólanáms "Þessi tilhögun gerir skólum reknum af einkaaðilum kleift, segirÁrni Árnason, að starfa í samkeppni við skóla í eigu ríkisins." Í fréttum undanfarið hefur komið fram, að líkur séu á 50 til 60 milljóna króna halla á rekstri Háskóla Íslands í ár. Meira
17. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 419 orð

Halló Akureyri ­ halló Akureyringar!

AKUREYRINGAR buðu gestum heim um verslunarmannahelgina og voru rausnarlegir, því hingað komu um tíu þúsund manns. En hvernig stóðu heimamenn að móttökunni? Aðstandendur "Halló Akureyri" höfðu samband við fulltrúa foreldravaktar bæjarins og fóru þess á leit að þeir skipuleggðu "vakt" um þessa helgi í miðbænum. Meira
17. ágúst 1996 | Aðsent efni | 494 orð

Rislágt ritfang

GREIN undirritaðs um fyrirhugaða innsetningarathöfn forseta Íslands, sem birtist hér í blaði 31. f.m., átti m.a. rætur að rekja til þess, að sem fyrrverandi forsetaritari átti ég hugsanlega erfiðara með en fjöldinn að hugsa til þess, að embætti forseta lýðveldisins Íslands yrði ekki sýnd viðeigandi virðing, jafnt að því er tæki til klæðnaðar sem annarra formsatriða. Greinin vakti nokkra athygli. Meira

Minningargreinar

17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 511 orð

Ársæll Jónsson

Snæfellingurinn Ársæll Jónsson frá Viðvík á Hellissandi er látinn. Hann ólst upp á Arnarstapa, hóf sitt heimilishald með konu sinni Önnu Jóhannsdóttur í Ólafsvík og starfaði svo lengstan hluta ævi sinnar fyrir utan Enni og þau Anna komu þar upp sínum myndarlega barnahópi. Lengst áttu þau heima í Viðvík á Hellissandi og við þann stað hafa þau verið kennd. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 33 orð

ÁRSÆLL JÓNSSON Ársæll Jónsson fæddist í Pétursbúð á Arnarstapa 25. september 1918. Hann lést á heimili sínu á Höfðagrund 9,

ÁRSÆLL JÓNSSON Ársæll Jónsson fæddist í Pétursbúð á Arnarstapa 25. september 1918. Hann lést á heimili sínu á Höfðagrund 9, Akranesi, 12. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirju 16. ágúst. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 186 orð

Björg Ásgeirsdóttir

Elsku amma mín, núna sit ég í Öskjuhlíðinni og horfi á fagurt sólarlagið. Þá leitar hugur minn til þín og hjartað mitt fyllist söknuði, kvöldið fyrir jarðarförina. Ég mun aldrei gleyma hve hlýtt var að koma að heimsækja ykkur afa. Þú komst brosandi fram á gang og tókst á móti okkur með innilegum kossi. Áhugi þinn á því sem við vorum að gera var alltaf einlægur. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 28 orð

BJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR Björg Ásgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 22. febrúar 1925. Hún lést í Reykjavík 7. ágúst síðastliðinn og fór

BJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR Björg Ásgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 22. febrúar 1925. Hún lést í Reykjavík 7. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju í Reykjavík 15. ágúst. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 130 orð

Björg Ásgeirsdóttir Ég kynntist Björgu um 1965 og alla tíð síðan hefi ég velt fyrir mér hvað konan Björg var vel gerð, því

Ég kynntist Björgu um 1965 og alla tíð síðan hefi ég velt fyrir mér hvað konan Björg var vel gerð, því eftir það kom ég oft á heimili hennar á öllum tímum dags, ætíð var hún í góðu skapi, hjálpleg og öllum velviljuð. Björg hafði góða kímnigáfu og átti sérlega auðvelt með að setja sig í aðstæður annarra og atburði líðandi stundar og sá ætíð skemmtilegu hliðarnar á mönnum og málefnum. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 1114 orð

Elín Guðmundsson Hansen

Elskuleg föðursystir mín, Elín Guðmundsson Hansen sem jafnan var kölluð Mússí, lést á heimili sínu í Danmörku 27. júní s.l. Hún var fædd í Kaupmannahöfn. Foreldrar Elínar dvöldu í Kaupmannahöfn fyrstu hjúskaparár sín þar sem Júlíus vann við verslanir Örum og Wulff's og þar fæddust börn þeirra, öll nema það yngsta. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 429 orð

ELÍN GUÐMUNDSSON HANSEN

ELÍN GUÐMUNDSSON HANSEN Elín Guðmundsson Hansen, sem jafnan var kölluð Mússí, var fædd í Kaupmannahöfn 20. nóvember 1916. Hún lést 27. júní síðastliðinn. Elín var dóttir Elínar Stephensen og Júlíusar Guðmundssonar stórkaupmanns og útgerðarmanns. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 302 orð

Magnús Hákonarson

Elsku afi, nú ertu dáinn. Þú varst mér svo góður vinur. Stóðst alltaf með mér og skildir mig svo vel. Þú varst alltaf til staðar þegar mér leið illa og hughreystir mig. Þú komst fram við mig sem jafningja. Það var alltaf svo gaman að fara með þér eitthvað eins og t.d. að ná í spæni fyrir hestana, ég hlakkaði alltaf svo til að fara með þér í þessar ferðir þar sem við vorum bara tveir. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 477 orð

Magnús Hákonarson

Magnús vinur minn Hákonarson á Selfossi er fallinn í valinn. Hann fór eins og hann sjálfur vildi á hestbaki staddur með vinum sínum fjórfættum inn á milli fjalla. Þegar ég var á Þjótanda hérna um daginn og var að hjálpa Magnúsi að járna klárana fyrir ferðina, tók ég sérstaklega eftir því hve sáttur hann var við allt og alla. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 293 orð

Magnús Hákonarson

Vinur okkar og félagi Magnús Hákonarson, rafvirkjameistari og hestamaður, er látinn. Því er erfitt að kyngja en hugurinn leitar til baka og góðar minningar hrannast upp. Magnús var einn af stofnendum Lionsklúbbs Selfoss og var virkur félagi í klúbbnum frá upphafi. Hann gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn í gegnum árin og leysti þau vel af hendi. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 395 orð

Magnús Hákonarson

Á sjötta áratugnum varð bylting í sveitum á Suðurlandi. Rafmagnið var lagt á flesta bæi sem kallaði á nýja þjónustu, lagningu og viðhald. Þá var ráðinn ungur, vel menntaður maður til Kaupfélags Árnesinga, sem yfirmaður á rafmagnsverkstæði. Þegar fór orð af honum sem einstökum fagmanni, hálfgerðum galdrakarli sem kom öllu í lag, hversu gjörónýtt sem það virtist vera. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 354 orð

Magnús Hákonarson

Einn var þér fljótari fjörs þíns á leið, hann var það ­ hann var það, sem heljarfáknum reið. Gleymið ei, fjörmenn, sem fleygist um grund að fara fram úr öllum þarf feigðin litla stund. Þessar ljóðlínur Matthíasar Jochumssonar komu upp í huga mér þegar ég fregnaði andlát vinar míns Magnúsar Hákonarsonar hestamanns. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 635 orð

Magnús Hákonarson

Magnús Hákonarson vinur okkar og félagi lést föstudaginn 2. ágúst sl. Hann átti sínar síðustu stundir hér á hestbaki í faðmi íslenskrar náttúru. Hann kvaddi með reisn eins og honum var líkt. Milli, eins og við kölluðum hann, var einn þeirra ungu manna, sem héldu hópinn í leik og starfi í skíðadeild KR á sjötta áratugnum. Skíðadeildin var þá, eins og reyndar oftar, vettvangur mikilla athafna. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 346 orð

Magnús Hákonarson

Hann Magnús er látinn. Okkur hnykkti við. Þessi sporlétti maður sem geislaði af lífsgleði og glettni alla daga. Kynni okkar hófust er leiðir barna okkar lágu saman, þeirra Svanhvítar og Einars. Strax varð vinskapur okkar Magnúsar sterkur því mörg áhugamál áttum við sameiginleg, aldrei leið vika svo við hefðum ekki samband hver við annan. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 548 orð

Magnús Hákonarson

Á örskammri stundu barst hestamönnum um land allt mikil harmafregn: Maggi Hákonar var dáinn. Hann hafði verið á hestaferð í óbyggðum í góðra vina hóp. Hraðinn á fréttinni var í anda Magga, engin lognmolla, hún fylgdi lífstílnum hans. Ég kynntist Magga sem ungur drengur, báðir fullir af eldmóði í íþróttum okkar hestamanna. Maggi var í framvarðasveit forystu hestamanna á Selfossi og nágrenni. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 352 orð

Magnús Hákonarson

Nágranni minn Magnús Hákonarson er látinn. Komið er að kveðjustund og minningar líða gegnum hugann. Efst í huga mér er þakklæti til þín fyrir þá hvatningu og þann áhuga er þú sýndir hestamennsku minni. Halló, hvað segir þú gott! Þetta var tíð setning hjá okkur þegar leiðir okkar lágu saman hér á hlaðinu er Magnús var á leið til vinnu eða út í hesthús. Við höfðum alltaf um nóg að ræða. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 772 orð

Magnús Hákonarson

Mér kom þetta meitlaða erindi í hug þegar ég frétti að nátturubarnið, hestamaðurinn og vinur okkar hjóna til margra ára hann Magnús Hákonarson væri látinn og það hafði gerst meðal hestanna og góðra vina hans. Ótímabært kall. Magnús fór til náms í Iðnskólann í Reykjavík, nam þar rafvélavirkjun og var eftirsóttur til þeirra starfa. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 395 orð

Magnús Hákonarson

Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. ­ Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn ekki. (Einar Ben. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 229 orð

Magnús Hákonarson

Í dag kveðjum við hestamenn góðan félaga okkar, Magnús Hákonarson. Ég kynntist Magga fyrir tólf árum, þá smápatti fyrir vestan, en allt frá fyrstu kynnum reyndist hann ógleymanlegur félagi. Maggi hafði sérstakt lag á að umgangast fólk, var fljótur að kynnast því, alltaf léttur og kátur við alla. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 331 orð

Magnús Hákonarson

Mér varð heldur betur hverft við er ég kom við á bæ einum í Skagafirði seinni part mánudagsins 5. ágúst er mér var sagt að vinur minn Magnús Hákonarson væri allur. Kynni okkar Magnúsar hófust fyrir alvöru veturinn 1992 er ég hóf störf hjá Einari syni hans. Við Magnús náðum strax vel saman þrátt fyrir aldursmuninn, enda áttum við margar góðar samverustundir. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 230 orð

MAGNÚS HÁKONARSON

MAGNÚS HÁKONARSON Magnús Hákonarson fæddist í Vík í Mýrdal 30. desember 1931. Hann lést 2. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hákon Einar Einarsson, f. 9.7. 1898, d. 1.12. 1987, og Karolína Magnúsdóttir, f. 9.11. 1906, d. 30.8. 1950. Magnús átti eina systur, Hrefnu Sigurbjörgu (Ebbu), f. 13.9. 1927, búsett í Vík. Hinn 17. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 169 orð

Nikulás Halldórsson

Elsku Nikki. Nú ert þú horfinn á braut yfir móðuna miklu. Ég trúði þessu ekki fyrst. Hver gat trúað því að þú færir svona snemma. Ég er í rauninni ekki búin að átta mig á þessu enn. Þín verður sárt saknað. Það var mjög gaman að kynnast þér, kæri bekkjarbróðir. Þú varst alltaf hress og skemmtilegur strákur sem áttir framtíðina fyrir þér. Þú komst svo mörgum til að brosa. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 26 orð

NIKULÁS HALLDÓRSSON Nikulás Halldórsson fæddist á Akureyri 22. júní 1979. Hann lést 21. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram

NIKULÁS HALLDÓRSSON Nikulás Halldórsson fæddist á Akureyri 22. júní 1979. Hann lést 21. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðaneskirkju á Langanesi 27. júlí. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 656 orð

Sesselja Andrésdóttir

Einn er sá staður á landi hér sem skipar sérstakan sess í huga mér, það er Öxnafell í Eyjafirði. Sú sem þar hefur mest um valdið er föðursystir mín Sesselja Andrésdóttir, Ella. Til hennar var ég sendur 7 ára patti í sveit á sumrin og svo vel líkaði mér dvölin að komið var að framhaldsskólanámi þegar ég lét af þeim sið að fara í sveitina á sumrin. Meira
17. ágúst 1996 | Minningargreinar | 129 orð

SESSELJA ANDRÉSDÓTTIR

SESSELJA ANDRÉSDÓTTIR Sesselja Andrésdóttir var fædd að Bæ í Kjós 21. maí 1911. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Andrés Ólafsson bóndi, Neðra Hálsi í Kjós, f. 1868, d. 1931, og Ólöf Gestsdóttir, f. 1883, d. 1966. Meira

Viðskipti

17. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 494 orð

Ávöxtunarkrafan hækkaði lítillega

SKAMMTÍMAVEXTIR hækkuðu nokkuð í útboði Lánasýslu ríkisins á ríkisvíxlum, sem fram fór í gær. Mikil eftirspurn var eftir víxlunum, því alls bárust tilboð að fjárhæð rösklega fimm milljarðar króna en alls var tekið tilboðum að fjárhæð 3.211 milljónir, þar af 1.070 milljónum króna frá Seðlabanka Íslands. Meira
17. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Finnar lækka tekjuskattana

FINNSKA samsteypustjórnin hefur ákveðið að lækka almenna tekjuskatta á landsmönnum auk þess sem ríkisútgjöldin verða skorin niður um 2%. Verður niðurskurðinum mætt að nokkru leyti með hærri orkusköttum. Meira
17. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 216 orð

Hlutabréfin aftur á uppleið

HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI voru áfram með líflegra móti í gær og námu heildarviðskipti dagsins á Verðbréfaþingi og Opna tilboðsmarkaðnum rúmum 60 milljónum króna. Þingvísitala hlutabréfa hækkaði á nýjan leik eftir að hafa lækkað um 1,2% í fyrradag í kjölfar umtalsverðra lækkana á gengi hlutabréfa í HB og Þormóði ramma auk fleiri fyrirtækja. Hækkaði vísitalan um 1,23%. Meira
17. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 173 orð

Hætta á viðskiptastríði

TVEGGJA daga viðræður Japana og Bandaríkjamanna um aukinn markaðsaðgang flugfélaga hafa engan árangur borið og því hafa líkur á gagnkvæmum refsiaðgerðum eða viðskiptastríði aukist verulega. Viðræður ríkjanna í sumar um þessi mál hafa engu skilað en þau snúast aðallega um þá kröfu tveggja bandarískra flugfélaga, Federal Express og United Airlines, Meira
17. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Of eitruð auglýsing

ÞÝZKT fyrirtæki hefur dregið til baka auglýsingu í Guatemala þar sem skordýraeitur þess var kallað bráðabani." Fyrirtækið tilheyrði eitt sinn IG Farben, framleiðanda zyklon- gass sem nazistar notuðu til að útrýma Gyðingum. Í auglýsingunni var skordýraeitrið "Baygon" tengt hæfni þýzka knattspyrnufélagsins Bayer AG til að sigra í knattspyrnu með því að skora bráðabana. Meira
17. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 178 orð

Oktavía hannar gjafaöskjur til útflutnings

LISTIÐNAÐARFYRIRTÆKIÐ Oktavía ehf. hefur verið fengið til að hanna gjafaöskjur úr pappír fyrir þýska auglýsingastofu. Sýnishorn hafa þegar verið send og lítist mönnum ytra vel á þau gætu samningar náðst um framleiðslu á þeim fyrir lyfjafyrirtæki í Munchen. Oktavía hóf fyrr á þessu ári útflutning á handunnum gjafakortum og gjafaöskjum úr endurunnum pappír til nokkurra landa, m.a. Meira
17. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 158 orð

Óvæntur afgangur

LÁNSFJÁRÞÖRF bresku ríkisstjórnarinnar var engin í júlí sl. en þá var ríkissjóður rekinn með 170 milljarða ísl. kr. hagnaði. Kom það flestum á óvart en ástæðan er tekjur af sölu ríkisorkufyrirtækja og auknar skatttekjur. Meira

Daglegt líf

17. ágúst 1996 | Neytendur | 41 orð

Fjórar nýjar tegundir af kökudropum

KATLA hefur sett á markaðinn fjórar nýjar tegundir af kökudropum; koníaks-, romm-, banana-, og piparmyntudropa. Ekki er notað áfengi í koníaks-, og rommdropana heldur er grunnurinn monopropylene glycol og síðan er bætt saman við vatni og bragðefnum. Meira
17. ágúst 1996 | Neytendur | 104 orð

Götumarkaðsstemmning í Kringlunni

Götumarkaðsstemmning í Kringlunni EIGENDUR verslana í Kringlunni slá botninn í útsölurnar þessa dagana og bera fram á gangana útsöluvörur sem eru á enn lægra verði en áður. Í gær þegar kíkt var í Kringluna var þröng á þingi. Meira
17. ágúst 1996 | Neytendur | -1 orð

Mozzarella ostur þeirra Di Sarra bræðra Mozzarella er ostur, sem setur svip sinn á ítalska matarmenningu. Sigrún

GÚMMÍGULUR, seigur, þurr og plastpakkaður ostur að nafni mozzarella á ekkert sameiginlegt nema nafnið með hinni einu og sönnu drifhvítu, hnöttóttu og bragðmildu mozzarellu. Á Ítalíu er ostagerð enn víða handverk líkt og hún er stunduð hjá Di Sarra bræðrunum á mozzarella-svæðinu í kringum Napolí. Meira

Fastir þættir

17. ágúst 1996 | Fastir þættir | 607 orð

AF LÚSUM

339. þáttur AF LÚSUM Í HLÝJUNNI og veðurblíðunni undanfarið hefur allur gróður vaxið og dafnað einstaklega vel. Plöntur sem venjulega blómstra síðla sumars hafa aldeilis tekið forskot á sæluna og skörtuðu sínu fegursta snemma í júlí. Gróska plantnanna hefur þó í för með sér aðrar hliðar sem þykja miður skemmtilegar. Meira
17. ágúst 1996 | Dagbók | 2672 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 16.-22. ágúst eru Ingólfs Apótek, Kringlunni og Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, opin til kl. 22. Auk þess er Ingólfs Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
17. ágúst 1996 | Í dag | 93 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 18.

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 18. ágúst, verður níræður Óskar Jensen, prentari, Þinghólsbraut 28, Kópavogi. Eiginkona hans var Hansína Hannibalsdóttir, en hún lést sl. haust. Óskar tekur á móti gestum í Perlunni milli kl. 15-18 á morgun, afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Meira
17. ágúst 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí í Garðakirkju af sr. Braga Friðrikssyni Eygló Ásmundsdóttir og Reynir Snædal Magnússon. Heimili þeirra er á Ásbraut 15, Kópavogi. Meira
17. ágúst 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndastofa Reykjavíkur BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. maí í Hallgrímskirkju af sr. Karli Sigurbjörnssyni Linda Hængsdóttir ogGunnar Már Sigurfinnsson. Heimili þeirra er í Hraunbæ 102E, Reykjavík. Meira
17. ágúst 1996 | Dagbók | 513 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
17. ágúst 1996 | Í dag | 433 orð

ENN geta ráðið því sjálfir hvað þeir kalla sig í símaskránni, Pó

ENN geta ráðið því sjálfir hvað þeir kalla sig í símaskránni, Póstur og sími gerir ekki athugasemdir við það starfsheiti, sem menn kjósa að láta setja við nafnið sitt. Meira
17. ágúst 1996 | Fastir þættir | 21 orð

Ferming í Neskirkju FERMING verður í Neskirkju sunnudag k

Ferming í Neskirkju FERMING verður í Neskirkju sunnudag kl. 11. Prestur sr. Halldór Reynisson. Fermd verður: Rakel Hlín Bergsdóttir, Skildinganesi 54, Reykjavík. Meira
17. ágúst 1996 | Fastir þættir | 566 orð

Guðspjall dagsins: Farísei og tollheimtumaður. (Lúk. 18

Guðspjall dagsins: Farísei og tollheimtumaður. (Lúk. 18.) »ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks kirkjunnar er minnt á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Meira
17. ágúst 1996 | Fastir þættir | 689 orð

Hvað er eirðarleysi í fótleggjum?

Eirðarleysi í fótleggjum Spurning: Undanfarin ár hef ég orðið var við þreytu, eða eins konar pirring, í fótum, þegar ég leggst til svefns. Þetta hefur aukist með árunum og nú er svo komið að ég sef stundum ekki heilu og hálfu næturnar. Meira
17. ágúst 1996 | Fastir þættir | 703 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 862. þáttur

862. þáttur Halldór Laxness var hátt á áttræðisaldri, þegar hann lauk við Grikklandsárið. Leitun er á texta sem er gerður af jafn-samfelldri og hnökralausri snilld. Mér þykir stundum sem síðustu bækur H.L. hafi ómaklega fallið í skugga, að ég ekki segi gleymsku. Þær eru hver annarri meira listaverk. Meira
17. ágúst 1996 | Fastir þættir | 1855 orð

Komnir til að vera Leikritið "Á sama tíma að ári", eftir Bernard Slade, hefur að undanförnu verið sýnt í Loftkastalanum við

"ÞAÐ þjónar í rauninni engum tilgangi að ég sé að þvælast hérna fyrir í kvöld," segir Hallur þar sem við klöngrumst í hálfmyrkri yfir planka og rafmagnssnúrur á bak við leiktjöldin. "Leikstjóri getur lítil áhrif haft á framvindu sýningarinnar eftir að frumsýningu lýkur. Meira
17. ágúst 1996 | Dagbók | 348 orð

SPURT ER ... »Hann var arkitekt og fæddist í

»Hann var arkitekt og fæddist í Finnlandi árið 1910, en var búsettur í Bandaríkjunum frá árinu 1923 þar til hann lést árið 1961. Hann gerði ýmsar tilraunir með form og minna verk hans á skúlptúra. Meðal þekktustu bygginga hans eru Trans World Airlines (TWA) flugstöðin í New York og bogahliðið í St. Louis. Hvað heitir maðurinn? »Hver orti? Urð og grjót. Upp í mót. Meira
17. ágúst 1996 | Í dag | 585 orð

Þakkar góða grein GUÐNÝ Bergsdóttir hringdi til að lýsa

GUÐNÝ Bergsdóttir hringdi til að lýsa ánægju sinni með grein sem birtist í Morgunblaðinu nýlega eftir Árna Björnsson. Hún sagðist ekki búast við því að stjórnmálamenn væru svo klárir í kollinum að þeir skildu háðið í greininni, en skemmtilegra og hnitmiðaðra háð sagðist hún ekki hafa lesið í háa herrans tíð. Gamla fólkið er ekki duglegt við að skrifa í blöð og kvarta um sinn hag. Meira

Íþróttir

17. ágúst 1996 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA ÍA 13 10 1 2 32 11 31KR 12 9 2 1 32 9 29LEIFTUR 13 5 5 3 23 21 20VALUR 13 5 2 6 12 16 17ÍBV 11 5 0 6 19 23 15STJARNAN 12 4 3 5 12 20 1 Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | -1 orð

3. DEILD

3. DEILD REYNIR S. 14 8 4 2 40 23 28DALVÍK 14 8 3 3 38 27 27VÍÐIR 14 8 2 4 32 22 26ÞRÓTTUR N. Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 347 orð

Athugasemd frá Júlíusi Hafstein

"ÞEIR Francois Carrard forstjóri Alþjóðaólympíunefndarinnar og Jacques Rogge, forseti Evrópusambands ólympíunefnda lögðu ekki blessun sína yfir neina drög að lögum um sameiningu ÓÍ og ÍSÍ. Við skýrðum þeim ekki neitt frá þeim, við vorum aftur á móti með spurningar varðandi sameininguna sem þeir gáfu okkur eins skýr svör við og þeir gátu, Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 168 orð

Á 31. mínútu vann Sigþór Júlíusson knöttinn rétt

Á 31. mínútu vann Sigþór Júlíusson knöttinn rétt untan vítateigs ÍA vinstra megin og renndi boltanum með jörðinni inn í teiginn á Arnljót Davíðsson og hann sendi knöttinn snöggt út fyrir teiginn á ný þar sem Ívar Ingimarsson kom aðvífandi og þrumaði viðstöðulaust með hægri fæti efst í markhornið vinstra megin, glæsilegt mark. Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 181 orð

Á 3. mínútu fengu Eyjamenn hornspyrnu frá hægri og hana tók

Á 3. mínútu fengu Eyjamenn hornspyrnu frá hægri og hana tók Ingi Sigurðsson. Ingi sendi hátt inn á vítateig Fylkismanna þar sem Leifur Geir Hafsteinssonvar einn og óvaldaður og skallaði örugglega í netið. Á 32. mínútu sendi Ásgeir Már Ásgeirsson laglega sendingu frá vinstri kanti inn á vítateig Eyjamanna. Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 655 orð

Bailey kom fram hefndum með góðu hlaupi í Köln

DONOVAN Bailey, kanadíski ólympíumeistarinn í 100 metra hlaupi, tapaði í greininni á gullmótinu í Z¨urich á miðvikudag en hefndi sín í Köln í Þýskalandi í gærkvöldi er hann kom fyrstur í mark eftir 10,03 sekúndur. Lék á als oddi á eftir og brosti sínu breiðasta. Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 102 orð

Bayern sigrað

BAYERN M¨unchen hóf þýsku deildarkeppnina í gær með sigri. Liðið sótti St. Pauli heim í Hamborg og fórk heim með þrjú stig eftir 2:1 sigur. Leikurinn var erfiður fyrir stórliðið. Martin Driller kom heimamönnum yfir á 19. mín. en nýju mennirnir Ruggiero Rizzitelli, sem kom frá Ítalíu, og Mario Basler, sem keyptur var frá Bremen, gerðu mörk Bayern á þriggja mín. kafla skömmu fyrir leikhlé. Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 329 orð

Dýrmæt stig Eyjamanna

Eftir heldur misjafnt gengi Eyjamanna í 1. deildinni það sem af er sumri snerist gæfan loks þeim í hag þegar þeir sóttu Fylkismenn heim í Árbæinn í gærkvöldi og höfðu sigur, 3:2. Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 157 orð

Eftir fimm mínútna leik fékk Adolf Sveinss

sem lagði sig á hliðina og negldi í markið. Heimamenn minnkuðu muninn á 38. mínútu. Eftir hornspyrnu frá vinstri barst boltinn út á hægra vítateigshornið og þaðan var sent í átt að stönginni fjær, Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 100 orð

Forsala Forsala aðgöngumiða er hafin á úrslitaleik

Forsala aðgöngumiða er hafin á úrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu, milli ÍBV og KR, sem verður 25. ágúst. Hún á eftirtöldum bensínstöðvum Esso; við Lækjargötu Hafnarfirði, í Ártúnsbrekku og við Geirsgötu. Miði í stúku kostar 1.100 kr., 700 í stæði, barnamiði 300 kr. Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 535 orð

Frjálsíþróttir Stigamót Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins í Köln

Stigamót Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins í Köln í Þýskalandi í gærkvöldi. 400 m grindahlaup karla: 1. Samuel Matete (Zambíu)48,02 2. Derrick Adkins (Bandaríkj.)48,12 3. Calvin Davis (Bandaríkj.)48,21 4. Torrance Zellner (Bandaríkj.)48,42 5. Sven Nylander (Svíþjóð)49,06 6. Dusan Kovacs (Ungverjal.)49,08 7. Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 515 orð

Fylkir - ÍBV2:3

Fylkisvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu, 13. umferð í 1. deild karla, föstudaginn 16. ágúst 1996. Aðstæður: Nokkuð napurt en aðstæður annars ágætar, völlurinn góður. Mörk Fylkis: Bjarki Pétusson 2 (32., 44.). Mörk ÍBV: Leifur Geir Hafsteinsson (3.), Bjarnólfur Lárusson (34.), Hermann Hreiðarsson (73.). Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 230 orð

GOLFMjög hörð barátta ÞRJÁR

ÞRJÁR sveitir hafa tekið afgerandi forystu, bæði í karla- og kvennaflokki, eftir fyrsta dag Sveitakeppni GSÍ, með því að sigra í báðum leikjum sínum. Keppnin hófst í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði með tveimur umferðum í 1. deild karla og kvenna. Í karlaflokki skipa heimamenn úr A-sveit Keilis efsta sætið ásamt Leynismönnum frá Akranesi og A-sveit GS. Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 126 orð

HARALDUR Ingólfsson

HARALDUR Ingólfsson var ekki í byrjunarliði ÍA í gærkvöldi gegn Val en kom inn á þegar tíu mínútur voru eftir. Að sögn Guðjóns Þórðarsonar þjálfara ÍA var ástæðan fyrir því að Haraldur var ekki í byrjunarliðinu sú að hann var lasinn í vikunni. Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 143 orð

Heimsbikarmót haldið í Jósepsdal FY

FYRSTA heimsbikarmótið í torfæru fer fram í Jósepsdal kl. 13 í dag. Meðal keppenda eru ökumenn frá Svíþjóð og Noregi, en 23 keppendur taka þátt í mótinu. Meðal keppnda verður fyrsta amman í íslenskri torfæru, Sæunn Lúðvíksdóttir frá Selfossi. Hún er með rásnúmer eitt og á eftir henni aka 14 karlkyns keppendur. Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 553 orð

Keflvíkingar miklu betri

ÞAÐ er skammt stórra högga á milli hjá Leiftursmönnum. Eftir að hafa sigrað KR í síðasta heimaleik sínum og gert jafntefli við Skagamenn í síðasta útileiknum, en þessi tvö lið eru í efstu sætum deildarinnar, urðu þeir að bíta í það súra epli að tapa 2:1 fyrir Keflvíkingum, en þeir eru í næstneðsta sæti deildarinnar. Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 21 orð

Knattspyrna 3. deild HK - Dalvík5:2 Fjölnir - Ægir1:2 Þróttur N. - Víðir0:1 Reynir - Grótta4:2

Knattspyrna 3. deild HK - Dalvík5:2 Fjölnir - Ægir1:2 Þróttur N. - Víðir0:1 Reynir - Grótta4:2 4. deild Úrslitakeppni: Bolungarvík - T Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 109 orð

KNATTSPYRNAMorgunblaðið/Golli

KNATTSPYRNAMorgunblaðið/Golli Meistararnir aftur á toppinnÞAÐ var í mörg horn að lítahjá Skagamanninum ÓlafiÞórðarsyni og KristjániHalldórssyni úr Val, sem hérberjast um knöttinn, á Valsvelli í gærkvöldi. Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 284 orð

Krefst endurgreiðslu á styrk vegna Mörthu

Framkvæmdastjóri Ólympíusamhjálparinnar er ósáttur við vinnubrögð Ólympíunefndar Íslands (ÓÍ) í tengslum við leikana í Atlanta og hefur, skv. heimildum Morgunblaðsins, krafið ÓÍ um endurgreiðslu styrks frá janúar og fram í júní upp á tæplega 880 þúsund krónur, vegna Mörthu Ernstsdóttur vegna þess að hún keppti ekki í Atlanta. Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 450 orð

Stefán notaði tækifærið vel

STEFÁN Þórðarson Skagamaður notaði tækifærið vel sem hann fékk í gærkvöldi í byrjunarliði ÍA gegn Valsmönnum á Hlíðarenda. Hann gerði mikinn usla í Valsvörninni og skoraði tvö mörk með rúmlega mínútu millibili snemma í síðari hálfleik og lagði þar með grunninn að 3:1 sigri Íslandsmeistaranna, sem kom þeim á topp deildarinnar í bili. Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 240 orð

Stúlkurnar í úrslitakeppni EM?

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld síðasta leik sinn í riðlakeppni Evrópumótsins er það mætir landsliði Rússlands í Moskvu. Leikurinn er mikilvægur báðum liðum því sigur þýðir sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í lok júní á næsta ári en þangað komast átta þjóðir. Jafntefli veitir þátttökurétt í keppni um sæti í aðalkeppninni og líklegir mótherjar þar eru Þjóðverjar. Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 175 orð

UM HELGINAKnattspyrna Laugardagur:

Knattspyrna Laugardagur: 1. deild karla: Kópavogur:Breiðablik - KR14 3. deild: Selfoss:Selfoss - Höttur14 4. deild, V-riðill: Hólmavík:Geislinn - Reynir16 4. deild - úrslitakeppni: Ásvellir:Haukar - BÍ14 2. Meira
17. ágúst 1996 | Íþróttir | 281 orð

Vala ekki með á sænska meistaram

"ÉG mátti ekki vera með á sænska meistaramótinu að þessu sinni, en á þeim hef ég fengið að keppa hingað til. Ástæðan er eflaust sú að þeir vilja beina kastljósinu að sínum stangarstökkvurum," sagði Vala Flosadóttir, Norðurlanda- og Íslandsmeistari í stangarstökki kvenna í samtali við Morgunblaðið en sænska meistaramótið fór fram um síðustu helgi. Meira

Úr verinu

17. ágúst 1996 | Úr verinu | 132 orð

Frystigeymslur Rússa eru gamlar og úreltar

KÆLI- og frystigeymslur í Rússlandi eru bæði orðnar úr sér gegnar og illa nýttar. Flestar þeirra ná ekki að halda hitastigi lægra en 12 til 15ì, en það er ekki nægjanlegt geymslu sjávarafurða til langs tíma. Þá er meðal nýting þeirra aðeins um 70%. Meira
17. ágúst 1996 | Úr verinu | 547 orð

"Horft fram á við"

BYRJENDANÁMSKEIÐ í fiskvinnslu fyrir atvinnulausa verður haldið í Fiskvinnsluskóla Hafnarfjarðar í næstu viku. Námskeiðið heitir "Horft fram á við" og er markmið þess að auka þekkingu og hæfni þátttakenda í atvinnulífinu og búa þá undir að sækja um störf í fiskvinnslu hvar sem er á landinu Meira

Lesbók

17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1429 orð

ANNA OG MARGRÉT

Anna er komið úr hebresku, er af sama stofni og Jóhannes og merkir náð. Nafn þetta er stundum Hanna, enda skilst mér að bæði í hebresku og grísku hafi heitið verið skrifað með einhvers konar h-tákni bæði í bak og fyrir. Þessi orðstofn, hann, sést víða í mannanöfnum, t. d. í föníska eða púnverska nafninu Hannibal. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 127 orð

Aska

Gráttu ekki litla blóm þó að hausti, þó að kveldi, þú lifðir þinn dag, er þú baðaðir falleg blöðum brostir saklaus við norðangarra þeim, er heltók þig og svæfði. Vertu sæl fagra fljóla, þú munt ætíð lifa mér í minni hvern dag er þú brostir. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 762 orð

Á HVERJU KVÖLDI SAGAÐI HANN KONUNA SÍNA Í TVENNT

FYRSTA tölublað Bjarts og frú Emilíu í ár var sérritið Himnaríki en þar leggja tólf lærisveinar út af heilögum orðum. Gerður var orðalisti upp úr Jóhannesarguðspjalli og voru tólf skáld fengin til að útskýra nokkur orð hvert á sinn hátt. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 55 orð

BARNAKÓR FRÁ HONG KONG

"UNDIR sömu sólu" er heiti á samvinnu barnakóra Grensáskirkju og barnakórs frá Hong Kong, Yip's children choir. Kórarnir syngja á afmælishátíð Reykjavíkur og syngja á morgun, sunnudag, við messu í Grensáskirkju kl. 11 og á Ingólfstorgi kl. 16. Gestirnir halda sína aðaltónleika í nýrri byggingu Grensáskirkju, þriðjudagin 20. ágúst kl. 20.30. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 420 orð

efni 17. ágúst

er í brennidepli á þremur sýningum sem opnaðar verða í dag í Norræna húsinu og Listasafni Kópavogs. Á sýningunni Austan vindar og norðan í Norræna húsinu má líta verk eftir fjóra japanska listamenn og fimm íslenska. Sýningin er afar fjölbreytt enda koma listamennirnir úr ýmsum greinum, svo sem glerlist, leirlist og skúlptúr. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 694 orð

Einangrunin er versti óvinur listarinnar

MÁLVERKASÝNING Kozönu Lucca verður opnuð kl 17. í dag í Listhúsi 39 í Hafnarfirði, en sýninguna tileinkar hún lífsförunauti sínum Jérom`e Heim, sem lést af völdum krabbameins. "Það var mikið áfall að sjá alheilbrigðan mann deyja úr krabbameini, en ég kaus að umbreyta þeirri reynslu með sköpunargáfunni," segir Kozana. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 890 orð

ENGINN BILBUGUR Á PUCCINI

FJÁRHAGSVANDI og eldar hafa hrjáð óperuhús á Ítalíu að undanförnu, en vinsælasta óperuskáld landsins fyrr og síðar, Giacomo Puccini, hefur ennþá mikið aðdráttarafl og fólkið hópast í óperuna til þess að njóta óviðjafnanlegrar snilldar meistarans. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 3156 orð

"FESTI-VALÍUM" FÓLKSINS

Ég sat í rútu að kvöldi fimmtudagsins 14. júní og var á ferð í Bonn. Sessunautur minn var listænn ráðunautur frá Helsinki. Hann var þreytulegur, hafði séð í kringum tuttugu leikrit á tíu dögum og var búinn að setja upp sólgleraugu. Við höfðum verið á leiksýningu í austurhluta borgarinnar, en ókum nú yfir Rínarfljót, áleiðis til borgarleikhússins í Bad Godesberg. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 3191 orð

GENGIN GÖMUL ÞJÓÐLEIÐ EFTIR HELGA HANNESSON Frá Strjúgsstöðum í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu að Tungu í Gönguskörðum í

LEIÐIN er þægileg gönguleið og engum ofraun, lítið um brattar brekkur og víðast er gengið á jafnsléttu. Til marks um það er að samsetning hópsins var frá börnum til fólks á "besta aldri". Rétt er þó að benda á að gott er að vera vel skóaður á þessari leið því sums staðar þarf að fara yfir votlendi. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 105 orð

GUÐMUNDUR STEINSSON ­ minning ­

Að lifa er að vaka og vera til og vinna þörfu máli nokkurt gagn. Styðja þá sem vantar vaxtarmagn og veita nýjum sprotum kraft og yl. Að vaka er að lifa af lífi og ást svo lúnir fái hvíld og sárir grið að gefa í hverju stríði stundarfrið og stakkaskifti þeim sem lífið brást. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 657 orð

Halló Ísland

Fyrir um aldarfjórðungi var helsta hneykslunarmálið leit unglinga að vettvangi fyrir villt skemmtanahald um hvítasunnuna. Og fjölmiðlar voru uppfullir af fréttum af ofurölvuðum unglingum og lögreglan var löðursveitt við að bjarga hinu og þessu og ég veit ekki hvað. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 278 orð

HÉR DRÝPUR SMJÖR AF HVERJU STRÁI

ÍLandnámu er sagt frá því að Hrafna- Flóki tók land í Vatnsfirði. Landkostir voru góðir og fjörðurinn fullur af veiðiskap og því gættu Flóki og félagar þess ekki að afla heyja fyrir veturinn og dó allt kvikfé þeirra um veturinn. Hrafna-Flóki gekk upp á hátt fjall og sá fjörð fullan af hafísum; því kölluðu þeir landið Ísland. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 564 orð

Innblástur úr mörgum þáttum mannlífsins

DANSLEIKHÚS er tiltölulega ný grein í íslensku listalífi, en hefur átt vinsældum að fagna erlendis um alllangt skeið. Á sunnudag kl. 20:30 verður sýning í anda þessarar stefnu á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu og eru það fjórar stúlkur á aldrinum 20-23 ára, sem allar eiga það sameiginlegt að hafa stundað nám í Listdansskóla Íslands, Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 253 orð

Í FYRSTA SKIPTI Á ÍSLANDI FJÓRHENT OG FJÓRFÆTT Á ORGEL

DAVID Pizarro, organleikari frá New York og Ragnar Björnsson organleikari, ætla að ferðast um landið og leika fjórhent og fjórfætt á orgel, en auk þess munu þeir leika hvor í sínu lagi á hljóðfærið, svo sem venjulega er gert. David Pizarro var dómorganisti í New York en var sagt upp störfum við kirkjuna vegna þess að hann réði litað fólk í kór kirkjunnar. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1325 orð

JAPANSKIR OG ÍSLENSKIR LEYNDARDÓMAR

MÉR FANNST íslensku listamennirnir sem komu að heimsækja okkur í Tókýó svo líflegir að það greip mig mikil löngun til að fara til þessa lands, Íslands, og sjá við hvers konar aðstæður þeir byggju og störfuðu. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 97 orð

Leiðrétting og lagfæring

Í KAFLANUM um nafnið Guðmundur í greinaflokknum Íslensk mannanöfn hefur föðurnafn Guðmundar gríss á Þingvöllum misfarist. Hann var Ámundason (Ámundaætt), ekki "Ásmundsson". Þá mælti höfundur ógætilega um tíðni karlanafna í Sturlungu. Að vísu er rétt það sem sagt er, en villandi vegna þess sem vansagt er. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 123 orð

LIST ÚR LÆÐINGI

LIST ÚR læðingi heitir nýstárleg sýning sem opnuð verður á Mokka laugardaginn 17. ágúst. Þar verða sýndar ljósmyndir af húðflúri eftir Fjölni Bragason myndlistarmann. Myndirnar tók Jón Páll Halldórsson, ljósmyndari. Tattúveringar eru eflaust eitt elsta listform sem maðurinn hefur stundað og örugglega það vandmeðfarnasta. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 127 orð

Ljósmyndasafn kaupir verk RAX

ÞRÍR íslenskir ljósmyndarar sýndu verk sín á norrænni ljósmyndasýningu í Lillehammer í Noregi, sem nú er nýlokið. Sýningin hét Nordisk kunstnerisk fotografi 1996 og gaf þar að líta myndir af flestum sviðum ljósmyndunar í dag, eins og portrettmyndir, fréttamyndir, landslagsmyndir, auglýsingamyndir og listrænar myndir. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 496 orð

MENNINGARNÓTT Í MIÐBORGINNI

MENNINGARNÓTT í Reykjavík verður formlega sett með dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 22.30. Nokkrir atburðir hefjast þó fyrr um kvöldið. Menningarnóttin sem stendur fram eftir nóttu er haldin í fyrsta sinn í tengslum við 210 ára afmæli borgarinnar. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 486 orð

MYNDLIST Ásmundarsafn Mótunarárin

Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Náttúrusýn í íslenskri myndlist til 31. ágúst. Þjóðminjasafnið Sýning á silfri til septemberloka. Safn Ásgríms Jónssonar Sýning á úrvali verka Ásgríms til 31. ágúst. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 170 orð

Óháða Listhátíðin sett í dag

ÓHÁÐA listahátíðin verður sett í dag kl. 16 með opnun myndlistarsýningar sænskra og íslenskra listamanna í Galleríi Fishersundi. Listamennirnir eru Anna Brag, Thomas Elovsson, Árni Guðmundsson og Per H¨uttner. Í Galleríi Suðurgötu 7 opna svo Lína Rut, Jóhann Valdimarsson og Myndasöguhópurinn sýningu kl. 16.30. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 974 orð

RABB LANDIÐ Á OKKUR

FYRIR fáum árum átti ég þess kost að ferðast dálítið um Lettland, nýfrelsað undan 50 ára áþján Sovétsins. Á leið til Liepaja, hafnarborgar og fyrrum herskipahafnar, ókum við um svæði, sem áður var lokað öllum óviðkomandi, þ.e. Lettum. Í fjarska sá ég risavaxin mannvirki, sem líktust helst íbúðablokkum fyrir tröll. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 132 orð

SONNETTA

Æ ljúfast var að vaka, best að dreyma í víðiloðnum hvammi, er brekkur geyma, og horfa á gullhvít sumarskýin sveima, um sund og mýrar bláa skugga teyma. Í silfurbláum bugðum árnar streyma, og blæsins kliður vefst í þeirra hreima. Þær syngja sóldag yfir alla heima, sem ekkert hjarta framar kann að gleyma. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 91 orð

SONUR DALSINS Ort við fráfall Hrings Jóhannessonar listmálara frá Haga í Aðaldal

Drjúpir höfði dalur, dauf er rökkurskíma, heiðin mjúka hljóð. Áin langar leiðir lygn út faðminn breiðir. Grætur kvöldsins glóð. Í hrauni gjóta hímir, hás nú syngur lóa, á sefi tregatár. Grösin höfði halla, hnípin fífa í mýri. Í hjarta svíða sár. Hólar hnuggnir standa, heiðalyngið tregar, fossar syngja sorg. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1142 orð

SVIPMYNDIR ANDARTAKSINS

ÁTÆPLEGA þrjú hundruð ára tímabili, edo-tímanum (1603-1868), iðkuðu Japanir þrykklist sem þeir kölluðu ukiyo-e en ukiyo þýðir síkvik veröld og viðskeytið mynd. Ukiyo-e sótti kjarna sinn í andartakið; verkin eru svipmyndir hraðfleygra andartaka í síbreytilegri veröld, Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 964 orð

TANGÓVEISLA

Hernan Lugano píanó, Marcelo Nissinmann bandoneon, Roberto Tormo bassi, Viktor Hugo Diaz söngur. Dansararnir; Hector Falcón og Susana Rojo. 15. ágúst 1996. TANGÓINN er upprunninn frá Argentínu fyrir síðustu aldamót og tengist innflytjendum í Buenos Aires. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 443 orð

TENGSL TUNGUMÁLS OG MYNDAR

LJÓSMYNDASÝNING Ívars Brynjólfssonar að Ingólfsstræti 8 hefur nú staðið gestum opin í rúma viku. Ber sýningin heitiðMyndir frá forsetaframboði 1996.Eins og flestir Íslendingar fylgdist Ívar grannt með forsetaframboðinu og var ötull við að heimsækja kosningaskrifstofur frambjóðenda og upplifði á einstakan hátt þann andblæ er þar ríkti. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 458 orð

"TJÁI ÁST Á TÓNLISTINNI"

ARNHILDUR Valgarðsdóttir, píanóleikari heldur sína aðra einkatónleika hér á landi þriðjudagskvöldið 20. ágúst í Norræna húsinu. Áheyrendur fá að heyra rómantíska tónlist eftir Chopin og nútímatónlist eftir finnska tónskáldið Rautavaara. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 70 orð

Upprisa

Hylur moldin þig, elur mig, ávöxt þinn á ávöxtum sínum. Hlúir að þér í hinstu hvílu. Andinn floginn, sem fegursti fuglinn upp í gróskunnar tré og himininn bláan á sólríkum degi og söngurinn hljómar um grundirnar grænar ofar moldu ofar jörð Við gröf Horfin, eins og jörðin hafi gleypt þig. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1418 orð

"ÞAR SITJA SYSTUR"

Herdís og Ólína Andrésdætur fæddust í Flatey á Breiðafirði 13. júní 1858 og létust með fárra ára millibili í Reykjavík um áttrætt, Ólína lést 19. júlí 1935, Herdís 21. apríl 1939. Þær gáfu út Ljóðmæli saman, fyrst árið 1924 en aftur 1930 og heildarsafn ljóða þeirra kom út í litlu upplagi árið 1976, endurútgefið 1980 og 1982. Meira
17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 43 orð

ÞRÚGAÐAR DROTTNINGAR

Þrúgaðar drottningar, klettar, bíða eftir norðanvindinum. Fjólublátt hraun, streymir, gleypir í sig hrátt móbergið. Reykurinn dansar við vatnið, neistar fljúga úr ræsinu, falla, á næturborg. Þögnin yfirgnæfir rödd viskunnar kæfð og vanmátta, stynur síðasta orðið... Höfundur er nemi í Reykjavík. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.