Greinar þriðjudaginn 20. ágúst 1996

Forsíða

20. ágúst 1996 | Forsíða | 122 orð

Bílarnir skutlaðir

FINNSKA lögreglan hyggst taka í notkun nokkurs konar skutul til þess að ná ökumönnum sem reyna að komast undan laganna vörðum. Skutulbyssa verður fest við framstuðara lögreglubíla og gera á tilraun með búnaðinn í borginni Oulu í norðurhluta landsins. Meira
20. ágúst 1996 | Forsíða | 88 orð

Innflytjendur verndaðir

HUNDRUÐ manna hafa slegið skjaldborg um 300 afríska innflytjendur í kirkju í París síðustu þrjá daga til að hindra að lögreglan geti framfylgt þeirri ákvörðun frönsku stjórnarinnar að flytja þá úr landi. Jean-Louis Debre innanríkisráðherra hunsaði kröfur um samningaviðræður við Afríkumennina, sem vilja fá dvalarleyfi í Frakklandi. Meira
20. ágúst 1996 | Forsíða | 223 orð

Lýst yfir friði á Filippseyjum

"Við höfum samþykkt að binda enda á stríðið og koma á friði," sagði Misuari, formaður Þjóðfrelsisfylkingar Moro (MNLF). Stríðið hefur staðið í rúma tvo áratugi og kostað 120.000 manns lífið. Ramos og Misuari fluttu ávörp á útifundi í bænum Malabang á eyjunni Mindanao, þar sem hundrað skæruliðar úr MNLF báru friðarspjöld í stað riffla eins og sést á myndinni. Meira
20. ágúst 1996 | Forsíða | 391 orð

Rússnesku hersveitirnar hóta stórsókn í Grosní

YFIRMAÐUR rússnesku hersveitanna í Tsjetsjníju, Konstantín Púlíkovskí hershöfðingi, sagði í gær að herinn myndi hefja umfangsmiklar árásir á Grosní á fimmtudag og borgarbúar fengju tvo daga til að flýja, að sögn rússnesku fréttastofunnar Interfax. Meira
20. ágúst 1996 | Forsíða | 262 orð

Stjórnin hafnar afsögn

STJÓRN Jórdaníu neitaði í gær að segja af sér vegna harðra átaka sem geisuðu um helgina í borginni Karak og fleiri stöðum í suðurhluta landsins milli fátækra Jórdana og lögreglu. Fólkið var að mótmæla tvöföldun brauðverðs, sem er liður í viðleitni stjórnvalda til að skera niður ríkisútgjöld, m.a. með því að minnka niðurgreiðslur. Meira

Fréttir

20. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 188 orð

12 Rússar fórust við Belgrad

TALIÐ er að tólf manns, allir Rússar, hafi farist með rússneskri flutningavél af gerðinni Iljúshín-76 er hún brotlenti skammt frá flugvellinum Belgrad í Serbíu í gærmorgun. Tíu voru í áhöfn vélarinnar en auk þeirra voru tveir menn um borð. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 124 orð

16 ára piltur beið bana

BANASLYS varð þegar bifreið valt á svokölluðum Hitaveituvegi frá Grafningsvegi að Þingvallavatni nærri Nesjavöllum á laugardagskvöld. Sextán ára farþegi í framsæti beið bana eftir að hann kastaðist út úr bílnum. Ökumaðurinn, sem er jafnaldri hans, var í belti og slasaðist ekki. Meira
20. ágúst 1996 | Smáfréttir | 27 orð

Á FUNDI sem Stuðnings- og sjálfshjálparhópur hálshnykkssjúklinga

sem Stuðnings- og sjálfshjálparhópur hálshnykkssjúklinga hélt nýlega var einróma samþykkt að skora á stjórnvöld að leysa læknadeiluna hið bráðasta. Jafnframt var fyrirhugaðri lokun Grensásdeildar harðlega mótmælt. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Álagið dreifist

Á BIÐSTOFU heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi sat slangur af fólki í gærmorgun þegar Morgunblaðið leit þar inn. Tveir læknar skiptast á að sinna læknisþjónustu og var annar þeirra veikur sjálfur. Guðný Halldórsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri segir ástandið þó ekki mjög slæmt á Selfossi, þar sem einnig séu starfandi læknar í Þorlákshöfn og Hveragerði og þannig dreifist álagið. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 138 orð

Bautasteinn á 50 ára afmæli

SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavíkur varð hálfrar aldar gamalt á dögunum, og bautasteinn til að minnast afmælisins var afhjúpaður sl. sunnudag við stöðvarhús félagsins í Fossvogi. Við þetta tækifæri var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, gerð að heiðursfélaga Skógræktarfélagsins og sæmd gullmerki þess. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 236 orð

Bíllinn hvíldur á fimmtudag

REYKJAVÍKURBORG stendur nk. fimmtudag fyrir átaki til að draga úr einkabílaumferð í borginni í einn dag, undir kjörorðunum "Bíla má hvíla". Markmiðið er að vekja almenning til umhugsunar um neikvæð áhrif umferðar á heilsu, efnahag og umhverfi og hvernig draga megi úr þeim með því að ferðast með strætisvögnum, ganga, hjóla, fækka ökuferðum og samnýta ferðir, t.d. í vinnu. Meira
20. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 397 orð

Björk afhenti Vigdísi afreksverðlaun

Hellu-Óvæntur gestur skaut upp kollinum á Töðugjaldahátíðinni á Hellu á laugardag þegar kom að því að veita svokallað Heimshorn. Þessa viðurkenningu hlaut Vigdís Finnbogadóttir og það þótti við hæfi að fá aðra heimsfræga konu til að afhenda Vigdísi verðlaunin. Meira
20. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 261 orð

Bretadrottning gaumgæfir breytingar

ELÍSABET Bretadrottning gaumgæfir um þessar mundir breytingar á reglum hirðarinnar til að undirbúa hana undir næstu öld. Íhugar hún meðal annars að varpa fyrir róða fornum reglum sem mismuna konum varðandi ríkiserfðir og banna þjóðhöfðingjanum að ganga að eiga kaþólikka. Meira
20. ágúst 1996 | Smáfréttir | 92 orð

BRETTAFÉLAG Reykjavíkur (BFR) og Týndi hlekkurinn st

BRETTAFÉLAG Reykjavíkur (BFR) og Týndi hlekkurinn standa fyrir stærsta hjólabrettamóti sem haldið hefur verið á Íslandi á Ingólfstorgi miðvikudaginn 21. ágúst kl. 19, segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir: "Keppt verður í tveimur flokkum; yngri en 16 ára og 16 ára og eldri. Meira
20. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 211 orð

Clinton fimmtugur

Reuter Clinton fimmtugur BILL CLINTON Bandaríkjaforseti varð fimmtugur í gær. Af því tilefni var haldin veisla í New York á sunnudagskvöldið þar sem forsetinn blés á kertin á þessari miklu hnallþóru, sem á eru rituð nöfn allra sambandsríkjanna fimmtíu. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Deild í FÍ á Austfjörðum

STOFNUÐ var deild í Ferðafélagi Íslands á Mið-Austfjörðum 15. ágúst sl. og ber hún heitið Ferðafélag Fjarðamanna á Austfjörðum. Hópur áhugafólks frá Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði hefur unnið að undirbúningi félagsstofnun arinnar í sumar og m.a. af því tilefni efnt til stuttra gönguferða. Stofnfundurinn var haldinn í Skíðamiðstöðinni í Oddsskarði og var vel sóttur. Meira
20. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Ekkert upp í almennar kröfur

SKIPTUM er lokið í þrotabúi skóverksmiðjunnar Striksins, en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í júlí árið 1992. Alls greiddust tæplega 24 milljónir króna upp í samþykktar veðkröfur, en þær námu alls 51,5 milljónum króna. Ekkert greiddist upp í almennar kröfur sem námu alls um 64,5 milljónum auk áfallandi vaxta og kostnaðar. Meira
20. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 1068 orð

Ég var bara fædd á röngum tíma og stað Valgerður Þorsteinsson er brautryðjandi kvenna í flugi á Íslandi. Kristján Kristjánsson

VALGERÐUR Þorsteinsson er fyrsta konan til að taka flugmannspróf en það gerði hún fyrir rúmum 50 árum, 17. ágúst 1946. Af því tilefni var hún stödd á Akureyri í síðustu viku til að heilsa upp á gamlan vin, sem hún getur aldrei gleymt og hún kynntist fyrir 50 árum og hélt að væri týndur og tröllum gefinn. Meira
20. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 371 orð

Framleiðsla verksmiðjunnar hefur aukist um 82% á tveimur árum

KÍSILIÐJAN við Mývatn tók til starfa 13. ágúst 1966. Í þrjátíu ár er því búið að framleiða kísilgúr úr botnleðju Mývatns. Þessara tímamóta var minnst með veglegum afmælisfagnaði sunnudaginn 18. ágúst. Þann dag var opið hús frá hádegi fyrir almenning og var verksmiðjan í gangi. Grillað var fyrir gesti og skemmtun fyrir yngstu kynslóðina. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 223 orð

Geri greinarmun á merkingum á kuldagöllum

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur beint eindregnum tilmælum til Max ehf., sem m.a. framleiðir kuldagalla, að fyrirtækið geri skýran greinarmun á merkingum þess á innlendri og erlendri framleiðslu. Lögmaður fyrirtækisins Hexa ehf., sem flytur inn sænska kuldagalla, sendi erindi til Samkeppnisstofnunar þar sem kvartað var yfir því að hluti kuldagalla Max ehf. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 721 orð

Góður undirbúningur skilað sér í framkvæmdinni

Nýtt leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur, sem er grundvallarskipulag almenningssamgangna í höfuðborginni, tók gildi eftir grundvallarendurskoðun sl. fimmtudag. Þetta eru róttækustu breytingar sem ráðizt hefur verið í á leiðakerfinu í aldarfjórðung, en þetta er í fyrsta sinn sem það er endurskoðað í heild frá árinu 1970. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð

Harður árekstur í Hvalfirði

HARÐUR árekstur varð er bifreið með kerru aftan í keyrði inn á bílaplan við söluskálann Þyril og í veg fyrir bifreið sem kom úr Reykjavík. Engin slys urðu á fólki en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Borgarnesi eru báðir bílarnir óökufærir. Bifreiðin sem ekið var í veg fyrir lenti út af þjóðveginum en mildi þótti að hún valt ekki. Óvenju margir teknir Meira
20. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Hátt í 9 þúsund manns á sýninguna

HÁTT í 9 þúsund manns sóttu sýninguna Handverk '96 sem haldin var í íþróttahúsinu við Hrafnagil um liðna helgi. Það er heldur meiri aðsókn en var á sýninguna fyrir ári. Reynir Adolfsson hjá Ferðaþjónustu Akureyrar, sem sá um skipulagningu sýningarinnar, Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 391 orð

Hefur ræktun á íslenskum jarðarberjum

FYRSTU jarðarberin frá garðyrkjustöðinni Silfurtúni á Flúðum koma á markaðinn næstu daga, undir vörumerkinu Silfurber. Jarðarberjaræktun hefur verið stunduð hér á landi í smáum stíl en í Silfurtúni var í vor byggð stór gróðurhúsasamstæða til framleiðslunnar. "Markaðurinn er fyrir löngu orðinn mettur fyrir grænmeti í hefðbundnu framleiðslugreinunum. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 157 orð

Heiðnaberg fegursta gatan

REYKJAVÍKURBORG veitti sl. sunnudag viðurkenningar til íbúa, stofnana og fyrirtækja sem lagt hafa sig sérstaklega fram um að fegra umhverfi sitt. Heiðnaberg í Breiðholti var valin fegursta gata borgarinnar. Í umsögn Umhverfismálaráðs Reykjavíkur segir að vel hafi tekist til við að skapa umhverfi þar sem samspil húsa og götu sé í jafnvægi. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 252 orð

Hólastaður skartaði að venju sínu fegursta

EINS og alltaf þegar Hólahátíð er haldin, skartaði Hjaltadalur og Hólastaður sínu fegursta síðastliðinn sunnudag, en það er mál manna að blítt veður sé þar hluti af hátíðarhöldunum, svo og í hvert eitt sinn þegar einhverskonar kirkjulegar samkomur eru þar haldnar. Meira
20. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 486 orð

Hvatt til lýðræðis og friðar í Kambódíu

IENG Sary, sem var fyrrum annar æðsti maður skæruliðahreyfingar Rauðu khmeranna í Kambódíu, hefur skorað á landsmenn að gleyma fortíðinni og sameinast um að koma á friði í landinu. Sary er einn þeirra, sem taldir eru bera mesta ábyrgð á grimmdarverkum hreyfingarinnar á áttunda áratugnum en þá lét hún myrða að minnsta kosti milljón Kambódíumenn og líklega miklu fleiri. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 207 orð

Hætta útgáfu Borgfirðings

HÉRAÐSFRÉTTABLAÐIÐ Borgfirðingur kemur í dag út í síðasta sinn í höndum núverandi eigenda. Ungmennasamband Borgarfjarðar og Verkalýðsfélag Borgarness hafa gefið blaðið út frá upphafi en hafa nú ákveðið að hætta því og auglýsa reksturinn til sölu. Borgfirðingur hefur komið reglulega út frá því á árunum 1987-88. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Ísland í sjötta sæti

SKÁKSVEIT Íslands sigraði í níundu og síðustu umferð í Ólympíumóti skákmanna sextán ára og yngri í Svartfjallalandi. Teflt var gegn b-sveit Úkraínu og hlutu Íslendingar þrjá vinninga í umferðinni á móti einum vinningi Úkraínumanna. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Íslendingur seglum þöndum

VÍKINGASKIPIÐ Íslendingur í reynslusiglingu um sundin blá í blíðunni síðastliðinn laugardag. Gunnar Marel Eggertsson skipasmíðameistari á veg og vanda af smíði skipsins, sem tók tæp tvö ár. Íslendingur var sjósettur í mars sl., en tafir urðu á afhendingu masturs og reiða, og því var skipið ekki fullbúið fyrr en í sumar. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 194 orð

Jarðskjálfta mælum sökkt á Reykjaneshrygg

VÍSINDAMENN frá Japan, Cambridge og Raunvísindastofnun Háskólans vinna nú að rannsóknum á jarðskorpunni á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg, en þar liggja flekaskil, þar sem ný jarðskorpa verður til við eldsumbrot og kvikuvirkni. Í þessum tilgangi hafa verið settir niður 27 jarðskjálftamælar og var það gert frá varðskipinu Tý. Jarðskorpan gegnumlýst Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 208 orð

Júlí metmánuður hjá SR-mjöli á Siglufirði

Júlí metmánuður hjá SR-mjöli á Siglufirði Siglufirði. Morgunblaðið. FRÁ því að Síldarverksmiðjur ríkisins hófu bræðslu á Siglufirði árið 1930 hefur aldrei verið brætt jafnmikið magn af loðnu eins og sl. júlímánuð, en þá voru brædd um 35 þúsund tonn. Fyrri metmánuður var einnig júlí árið 1994, en þá voru brædd 31.600 tonn. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Konur mótmæla herskipakomu

FRAM hafa komið mótmæli vegna væntanlegrar heimsóknar herskipa til Reykjavíkur. Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna hafa sent Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra, mótmæli vegna komu herskipanna. Segja þær í bréfi til utanríkisráðherra, að það sé ekki vilji almennings að hér liggi floti herskipa og að 4.800 sjóliðar hafi höfuðborgina að leikvangi, dag og nótt, á aðra viku. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 36 orð

Lést eftir slys á Bústaðavegi

ÖKUMAÐUR bifreiðar sem lést í umferðarslysi á Bústaðavegi síðastliðinn fimmtudag hét Skúli Friðriksson, til heimilis í Byggðarholti 11 í Mosfellsbæ.Skúli hefði orðið 28 ára í september næstkomandi. Hann var ókvæntur og barnlaus. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 188 orð

Lífeyrisskuldbindingar 15 milljarðar umfram eignir

LÍFEYRISSKULDBINDINGAR sveitarfélaganna umfram eignir viðkomandi lífeyrissjóða nema nú um 15-20 milljörðum króna, að því er fram kemur í samantekt Hagtalna mánaðarins. Þessar skuldbindingar eru ekki teknar inn í yfirlit yfir skuldastöðu sveitarfélaganna en sé það gert er áætlað að hreinar skuldir þeirra í lok þessa árs muni nema um 40-45 milljörðum króna, Meira
20. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 533 orð

Líkin fundust í húsagarði

BELGÍSKIR lögreglumenn leita nú að tveimur unglingsstúlkum sem talið er að hafi verið misnotaðar kynferðislega af manni sem grunaður er um að bera ábyrgð á hvarfi þeirra. Um helgina fundust lík tveggja átta ára gamalla stúlkna, sem sultu í hel í haldi sama manns. Meira
20. ágúst 1996 | Miðopna | 1011 orð

Lítil sala vestra en birgðir minnka Markaðssetning á íslensku lambakjöti í New York og nágrenni hefur ekki gengið sem skyldi.

Markaðssetning á íslensku lamabakjöti í Bandaríkjunum Lítil sala vestra en birgðir minnka Markaðssetning á íslensku lambakjöti í New York og nágrenni hefur ekki gengið sem skyldi. Skiptar skoðanir eru hversu mikið eigi að selja og hvernig. Birgðir innanlands hafa farið minnkandi. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 257 orð

Ljósmyndamaraþon

HANS Petersen hf. gekkst fyrir ljósmyndamaraþoni í tengslum við menningarnótt í miðbænum 17.-18. ágúst síðastliðinn. Keppt var í tólf flokkum sem báru heitin Götulíf, Næturlíf, Heitt, Landnám, Listaverk, Á sundi, Í gamla daga, Andstæður, Nautn, Nýtilegt, Klukka og Fundarstaður. Alls hófu 63 lið keppni, u.þ.b. 120 manns en 54 filmur skiluðu sér. Af þeim voru 53 áteknar. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð

Loðnuveiðin er dræm

LOÐNUVEIÐIN hefur verið heldur dræm undanfarið. Júpíter og Júlli Dan lönduðu þó fullfermi af loðnu á Þórshöfn í gær og einnig lönduðu þrír norskir bátar þar nýlega. Að sögn Jóhanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, tók það líka sinn tíma að fylla. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 347 orð

Læknar telja framhald viðræðna ráðast í dag

GUNNAR Ingi Gunnarsson, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands, telur að framhald samningaviðræðna lækna og ríkis ráðist á samningafundi sem boðaður hefur verið í dag. "Mér finnst að það ráðist á morgun [í dag] hvort það sé einhver flötur fyrir áframhaldandi viðræður," sagði Gunnar að loknum árangurslausum fundi í gær. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 53 orð

Meint nauðgun kærð í Keflavík

RANNSÓKNARDEILD lögreglunnar í Reykjanesbæ hefur til rannsóknar kæru tvítugrar stúlku vegna meintrar nauðgunar á skemmtistað í Keflavík aðfaranótt laugardags. Stúlkan var flutt á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og gaf hún skýrslu morguninn eftir. Hinn kærði var handtekinn um helgina en var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Meira
20. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Mósaeikverk úr klaka

MYNDLISTARKONAN Jónbjörg Sigurðardóttir, Jonna, lagði sitt af mörkum til að lífga upp á miðbæjarlífið á Akureyri sl. föstudag. Hún mætti með klakasneiðar í alls kyns litum á Ráðhústorgið og bjó þar til mósaikverk. Verkið hafði hins vegar ekki langan líftíma og það var orðið að vatni fáum klukkustundum síðar. Meira
20. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 340 orð

NATO eyðir vopnum

HERSVEITIR Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Bosníu hófu í gær að sprengja í loft upp hluta þeirra hundruða tonna af smygluðum hernaðarvarningi, aðallega skotfærum, sem Bosníu-Serbar höfðu falið í leynilegri stríðsbirgðastöð í skólabyggingu í Margetici, nærri Sarajevo. Eyðingin fer fram í samræmi við ákvæði friðarsamkomulagsins fyrir Bosníu. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Nefnd endurskoðar skaðabótalögin

DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað nefnd til þess að endurskoða skaðabótalögin í samræmi við ákvæði til bráðabirgða í lögum um breytingu á skaðabótalögum sem samþykkt voru á Alþingi í apríl í vor. Nefndin á að vinna að heildarendurskoðun skaðabótalaganna og skila tillögum þannig að ráðherra geti lagt fram frumvarp til breytinga á skaðabótalögum eigi síðar en í október 1997. Meira
20. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 101 orð

Norræn verkaskipting

DÓMSMÁLARÁÐHERRAR Norðurlanda ræddu um það í gær á fundi sínum í Naantali (Nådendal) í Finnlandi að norrænu ríkin skiptu með sér verkum í samningaviðræðum við aðildarríki Schengen-vegabréfasamkomulagsins. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Ný samtök á sviði fíkniefnaforvarna

NÝ samtök á sviði fíkniefnaforvarna voru stofnuð í júlí sl. og hlutu þau nafnið Forvarnarsamtökin. Megin tilgangur samtakanna er fjölbreytt forvarnarstarf sérstaklega á landsbyggðinni, áhersla verður lögð á stöðugar forvarnir með útgáfu ritefnis og auglýsinga. Meira
20. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 440 orð

Orðrómur um væntanlega aðgerð vegna kransæðastíflu

BANDARÍSKA vikuritið Time hefur eftir heimildarmönnum sínum í Moskvu að heilsa Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta sé miklu verri en látið hefur í veðri vaka af hálfu talsmanna stjórnvalda í Kreml. Í grein ritsins á sunnudag sagði m.a. að ráðamenn veltu fyrir sér að láta forsetann fara til Sviss þar sem gerð yrði á honum skurðaðgerð vegna kransæðastíflu. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 212 orð

Ók óskráðu bifhjóli á húsvegg

TÆPLEGA fimmtán ára gamall piltur missti í gærkvöldi stjórn á mótorhjóli sem hann ók með þeim afleiðingum að hjólið skall á húsvegg af afli og braut hann. Pilturinn slasaðist ekki mjög illa. Lögreglunni í Kópavogi barst skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi tilkynning um atburðinn sem átti sér stað við Hafnarbraut, Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Óviðunandi ástand

HJÚKRUNARFORSTJÓRAR á heilsugæslustöðvum í Reykjavík telja það ástand sem hefur skapast í heilsugæslumálum borgarbúa algjörlega óviðunandi, segir í fréttatilkynningu. Einnig segir: "Með brotthvarfi heimilislækna er öll heilsugæsla í molum og teljum við að skjólstæðingar okkar fái engan veginn þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Meira
20. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 558 orð

Perot hyggst ekki kosta framboð sitt

BANDARÍSKI milljarðamæringurinn Ross Perot var á laugardag útnefndur forsetaframbjóðandi Umbótaflokksins, sem Perot stofnaði og kostaði sjálfur. Bar Perot sigurorð af Richard Lamm, fyrrum ríkisstjóra í Colorado, og hlaut 65,2% atkvæða en Lamm 34,8 af hundraði. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum 5. nóvember. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 186 orð

Ráðstefna um málefni Sameinuðu þjóðanna

NÍTJÁNDA nóvember nk. eru 50 ár liðin frá því að Ísland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum. Af því tilefni hefur ríkisstjórnin ákveðið að fela Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi í samvinnu við utanríkisráðuneytið að hafa umsjón með því að afmælisins verði minnst með viðeigandi hætti, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 177 orð

Reynt að bera kennsl á hvalinn

Hnúfubakur fannst rekinn við ósa Lagarfljóts á Héraðssandi Reynt að bera kennsl á hvalinn Egilsstöðum. Morgunblaðið. HVALUR fannst nýlega á Héraðssandi austan við ósa Lagarfljóts og Jökulsár. Skarphéðinn Þórisson líffræðingur skoðaði rekann og sagði hann vera hnúfubak. Meira
20. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 191 orð

Reynt að bjarga samningi

INDVERJAR sögðust á föstudag myndu berjast gegn því að drög samnings um bann við kjarnorkuvopnatilraunum yrðu send allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til umfjöllunar en drögin hlutu stuðning á afvopnunarráðstefnunni í Genf. Indverjar og nokkrar aðrar þjóðir krefjast breytinga og vilja Indverjar m.a. að núverandi kjarnorkuveldi heiti því að eyða vopnum sínum innan ákveðins tímaramma. Meira
20. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 463 orð

Samevrópsk skilríki bitbein í Bretlandi

Samevrópsk skilríki bitbein í Bretlandi London. The Daily Telegraph. NÝ DEILA um Evrópumál er komin upp í brezka Íhaldsflokknum, að þessu sinni um hönnun nýrra, samevrópskra ökuskírteina, sem jafnframt á að vera hægt að nota sem almenn persónuskilríki. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 204 orð

Seldu fyrir 12 milljónir

Á MILLI 11 og 12 þúsund pítsur seldust í síðustu viku á sérstöku tilboðsverði þegar Dominos Pizza á Íslandi fögnuðu þriggja ára afmæli sínu. Allt að tveggja klukkutíma bið var eftir flatbökum og eingöngu voru afgreiddar stórar bökur. Eitt verð var fyrir hverja pítsu óháð stærð og fjölda áleggstegunda, 1.000 kr. og innkoma fyrirtækisins því 11 til 12 milljónir kr. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 64 orð

Sigri fagnað í Atlanta

ÓLAFUR Eiríksson fagnarsigri í 100 metra flugsundi áÓlympíumóti fatlaðra íþróttamanna í Atlanta. Ólafur varðititil sinn frá því í Barcelonafyrir fjórum árum og kræktisér einnig í bronsverðlaun í200 m fjórsundi fyrsta dagkeppninnar. Meira
20. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Sjóstangaveiðimót

SJÓSTANGAVEIÐIMÓT, sem Sjóstangaveiðifélag Akureyrar, SJÓAK stendur fyrir verður sett næstkomandi fimmtudagskvöld, 22. ágúst kl. 20.30 á Hótel KEA. Farið verður með rútu frá bílastæðinu við Skipagötu til Dalvíkur kl. 6 að morgni föstudags og leggja bátar frá landi klukkustund síðar. Síðdegis, eftir að bátar hafa komið að landi verður grillveisla, en haldið af stað til Akureyrar kl. 18. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 164 orð

Sjö hross drápust

SJÖ hross drápust þegar jeppabifreið ók á hrossastóð rétt austan við Varmahlíð í Skagafirði í fyrranótt. Áreksturinn var harður en ökumaður og þrír farþegar slösuðust ekki. Fjögur hross dóu samstundis en önnur tvö þurfti að aflífa á staðnum. Þriðja hrossið var svo aflífað í gærmorgun. Meira
20. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 120 orð

Skagfirskir hestamenn á ferð

Skagaströnd-Þeir voru vel ríðandi hestamennirnir úr hestamannafélaginu Léttfeta á Sauðárkróki sem gistu á Skagaströnd í þriggja daga útreiðartúr sínum. Um 60 manns voru í ferðinni með 274 hross. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 181 orð

Spánverjar á ferð

HÓPUR Spánverja á hringferð um landið kom við í Grindavík á dögunum og vakti talsverða athygli bæjarbúa. Þetta var 22 manna hópur á aldrinum fjögurra til rúmlega 60 ára og tengjast þeir allir fjölskylduböndum. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 510 orð

Starfsfólki fjölgað á slysadeild vegna álags

STARFSFÓLKI á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur verður fjölgað og starfsemi hennar endurskipulögð vegna mikils og aukins álags. Jón Baldursson, yfirlæknir slysadeildar, segir að aðsókn á deildina hafi aukist um 20-50% og áberandi sé að fyrirspurnum í síma hafi fjölgað verulega. Hann segir að undirbúningur sé hafinn að endurskipulagningu deildarinnar sem felur m.a. Meira
20. ágúst 1996 | Miðopna | -1 orð

Styrkir samband sveitar og þéttbýlis

BÆNDUR SÓTTIR HEIM Styrkir samband sveitar og þéttbýlis Bændur á 55 sveitabæjum víðs vegar um landið buðu almenningi í heimsókn á sunnudag til að kynnast sveitalífinu. Meðal gesta á sveitabæjum þennan dag voru fréttaritarar Morgunblaðsins, Theodór Kr. Meira
20. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Subway opnar á Akureyri

SUBWAY hefur opnað skyndibitastað í nýju húsnæði að Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Þetta er fjórði Subway-staðurinn hérlendis en fyrir eru tveir staðir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði. Staðurinn sérhæfir sig í sölu á svokölluðum brauðkafbátum, með alls kyns kjöti og grænmeti og smákökum og eru brauðin og smákökurnar bökuð á staðnum. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 536 orð

Tiltölulega friðsöm menningarnótt í miðbænum

UM HELGINA var tilkynnt um 11 innbrot, 17 þjófnaði, 15 eignarspjöll og minniháttar líkamsmeiðingar. Afskipti þurfti að hafa af u.þ.b. 60 manns vegn ölvunar. Þá voru 53 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt, níu ökumenn eru grunaðir um ölvunarkastur og 35 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 105 orð

Tökur á "Maríu" hafnar

TÖKUR á kvikmyndinni Maríu hófust á Snæfellsnesi í gær. Kvikmyndin er framleidd af Íslensku kvikmyndasamsteypunni, fyrirtæki Friðriks Þórs Friðrikssonar, í samvinnu við þýska kvikmyndafyrirtækið Blue Screen Film. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 211 orð

Úr kjaradeilu í Smuguna

JÓN Ívar Einarsson hefur verið ráðinn læknir á varðskipið Óðin sem áætlað er að haldi á morgun áleiðis í Smuguna til aðstoðar við íslenska sjómenn þar. Jón Ívar kveðst ekki hafa stundað læknisverk á sjó, en til þessa hefur hann starfað að mestu á Landspítalanum, auk starfa í heilsugæslu, en hann hefur almennt lækningaleyfi. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 369 orð

Verður aðeins lokið fyrir EFTA-dómstólnum

BJÖRN Friðfinnsson, eftirlitsfulltrúi í Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir að máli stofnunarinnar á hendur íslenzka ríkinu, sem höfðað hefur verið fyrir EFTA-dómstólnum í Genf, verði haldið til streitu. Því verði ekki lokið með öðrum hætti en í réttarhaldi fyrir dómnum, annað hvort með dómi eða sátt. Málið varðar álagningu og innheimtu vörugjalds hér á landi. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 246 orð

Verksvið hjúkrunarfræðinga óbreytt

MÆÐRAVERND er engin og ungbarnaeftirlit takmarkað á heilsugæslustöðinni í Fossvogi, að sögn Guðbjargar Guðbergsdóttur, hjúkrunarforstjóra. Þar eru að öllu jöfnu starfandi þrír læknar og fjórir hjúkrunarfræðingar, en eftir að læknarnir gengu út er stöðin ekki nema að hluta til starfhæf. Á biðstofunni var ekki sálu að sjá þegar Morgunblaðið kom þar við eftir hádegið í gær. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 269 orð

Viðræður um lægra matvælaverð að hefjast á ný

VIÐRÆÐUR stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins um leiðir til að stuðla að lægra verðlagi á grænmeti og afurðum svína og alifugla hafa legið niðri í sumar en verða von bráðar teknar upp á nýjan leik, að sögn Ólafs Davíðssonar, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 89 orð

Virkjanir kostuðu 20 milljarða

KOSTNAÐUR vegna nýrra virkjana til þess að anna orkuþörf vegna hugsanlegrar stækkunar járnblendiverksmiðjunnar og reksturs álvers Columbia Ventures á Grundartanga er gróflega áætlaður 20 milljarðar króna. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 132 orð

Þekktir kvikmyndagerðarmenn við tökur hér á landi

HÓPUR þekktra erlendra kvikmyndagerðarmanna er nú staddur hér á landi til að gera auglýsingamynd fyrir enskt greiðslukortafyrirtæki. Kvikmyndatökumaður er Sven Nykvist, tvöfaldur óskarsverðlaunahafi sem tók margar mynda Ingmars Bergman. Í myndinni leikur Bill Connolly, einn kunnasti gamanleikari Breta. Leikstjórinn, John Lloyd, var upphafsmaður Spitting Image þáttanna í Bretlandi. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 138 orð

Þriðjudagsganga í Viðey

HEFÐBUNDIN þriðjudagsganga verður farin í kvöld, þriðjudagskvöld, um Viðey. Að þessu sinni verður farið kl. 20 frá Viðeyjarbryggju. Birtutíminn er oðinn skemmri og því er tímanum breytt. Með tíu gönguferðum er búið að ljúka tveimur raðgöngum sem hvor um sig hefur sýnt þátttakendum allt það helsta á þessari stóru eyju. Meira
20. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð

Þyrlan sótti sjúkan mann Hveravalla

MAÐUR var í gær fluttur með TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, frá Hveravöllum að Sjúkrahúsi Reykjavíkur með innvortis blæðingar. Landvörður á Hveravöllum hafði samband við Landhelgisgæsluna kl. 13.30 í gær og fór þess á leit að maðurinn yrði sóttur. Spánskur læknir var á staðnum og taldi hann að maðurinn væri alvarlega veikur og var því ákveðið að senda þyrluna eftir manninum. Meira

Ritstjórnargreinar

20. ágúst 1996 | Leiðarar | 645 orð

CLINTON OG DOLE

leiðari CLINTON OG DOLE EGAR rúmar tíu vikur eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum eru línur smám saman að skýrast um þau málefni, sem efst verða á baugi í kosningabaráttunni. Það er ljóst, að baráttan mun að miklu leyti snúast um ólík viðhorf kynslóða til Bandaríkjanna og þeirra gilda, sem bandarískt þjóðfélag státar af. Meira
20. ágúst 1996 | Staksteinar | 337 orð

»Samstaða ­ samstöðuleysi Í LEIÐARA Dags á Akureyri síðastliðinn þriðjudag

Í LEIÐARA Dags á Akureyri síðastliðinn þriðjudag eru vandamál ferðaþjónustunnar á Akureyri gerð að umtalsefni. Gömul gagnrýni Í LEIÐARANUM segir m.a.: "Auðunn Benediktsson útgerðarmaður á Kópaskeri, sem undanfarin sumur hefur gert út bát frá Akureyri til skoðunarferða fyrir ferðamenn, Meira

Menning

20. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 74 orð

Afmæli í Árbæ

Í TILEFNI af 210 ára afmæli Reykjavíkurborgar um helgina var ýmislegt um að vera í Árbæjarsafni. Meðal annars var farið í gamla leiki og teymt undir börnum auk þess gafst gestum færi á að skoða uppbyggingu hússins Lækjargötu 4. Smíðaverkstæði var opið og sýning var á torfhleðslu. Meira
20. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 55 orð

Bobby Brown slasast í umferðarslysi

BANDARÍSKI söngvarinn Bobby Brown, eiginmaður söngkonunnar Whitney Houston, slasaðist lítillega þegar hann klessukeyrði Porsche bíl konu sinnar um helgina. Sjónarvottar segja Brown hafa ekið á þónokkrum hraða í gegnum bæinn Hollywood, nálægt Fort Lauderdale í Flórída, rétt fyrir slysið. Hlúð var að Brown á nærliggjandi sjúkrahúsi og hann útskrifaður samdægurs. Meira
20. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 120 orð

Bundin og hýdd en ekki nakin

Í NÝJUSTU mynd sinni "Time to Kill", sem gerð er eftir sögu rithöfundarins Johns Grishams, leikur bandaríska leikkonan Sandra Bullock gáfaðan, kynþokka- og ástríðufullan laganema. "Það vilja allir að ég festist í sætum hlutverkum," segir Sandra, "en það er önnur hlið á mér sem enn á eftir að koma fram í dagsljósið," segir hún. Meira
20. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 124 orð

Clooney sér Monu Lisu

HJARTAKNÚSARINN George Clooney sem þekktur er fyrir leik sinn í Bráðavaktinni á annríkt en fékk fimm daga frí nýlega sem hann notaði til að fara til Parísar. "Þetta var fyrsta fríið mitt í marga mánuði og fyrsta ferðin mín til Parísar. Ég fór á kaffihús og drakk þar til það lokaði og fór næsta dag og drakk svart kaffi þar til rann af mér aftur að fullu. Meira
20. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 80 orð

Dansað með ekka

DANSLEIKHÚS með ekka, sem skipað er dönsurunum Aino Freyju, Ernu, Kareni Maríu og Kolbrúnu Önnu, flutti danssýninguna "Og hún þurrkaði sér í framan" eða "Leó, ó Leó" í Borgarleikhúsinu á sunnudagskvöldið. Tónlist sýningarinnar var úr ýmsum áttum og dansarnir með gamansömum blæ en alvarlegum undirtóni. Ljósmyndari Morgunblaðsins brá sér í dansskóna og myndaði gesti. Meira
20. ágúst 1996 | Menningarlíf | 48 orð

Edda og Kjartan á Sóloni

EDDA Borg söngkona og Kjartan Valdemarsson píanóleikari leiða saman hesta sína á Sóloni Íslandusi í kvöld kl. 22. Þriðjudagskvöldin á Sóloni eru helguð djassinum og er efnisskráin uppfull af ýmsum djasslögum. Edda og Kjartan eru að koma saman á ný eftir nokkurt hlé. Meira
20. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 51 orð

Ég er mestur

"ÉG LÍT í spegilinn á hverjum morgni og segi við sjálfan mig: ég er mesti íþróttamaður í heimi," segir tugþrautarmaðurinn Dan O'Brian sem varð fyrsti Bandaríkjamaðurinn í tuttugu ár til að vinna tugþrautarkeppni Ólympíuleikanna. Hér sést hann sigri hrósandi með gullpeninginn um hálsinn ásamt kærustu sinni Lelani Sang. Meira
20. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 118 orð

Fjórfaldur Keaton í Margfaldur

MICHAEL Keaton leikur stressaða byggingarverktakann Doug Kinney í nýjustu gamanmynd leikstjórans Harold Ramis, Margfaldur. Í myndinni er byggingarverktakinn störfum hlaðinn og hann ákveður að margfalda sjálfan sig til að geta sinnt öllu sem hann þarf að gera. Alls leikur Keaton því fjögur hlutverk í myndinni en öll afbrigði persónunnar, Kinneys, eru ólík að innra byrði. Meira
20. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 67 orð

Geimveruinnrásin byrjuð

GEIMVERUINNRÁSARMYNDIN "Independence Day" var frumsýnd síðastliðinn föstudag í fimm kvikmyndahúsum samtímis. Myndin hefur þegar slegið aðsóknarmet í Bandaríkjunum og Bretlandi. Myndin var forsýnd á miðnætti á fimmtudag en fyrir forsýningu var boðið til teitis á veitingastaðnum Astro. UNNAR Jónsson, Magnús Ríkharðsson og Karl Ólafsson voru áAstro. Meira
20. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 93 orð

Gould fastur í dauðagildru

BANDARÍSKI leikstjórinn Woody Allen bauð Elliott Gould aðalhlutverkið í nýjustu mynd sinni sem verður byrjað að taka í haust. Elliott, sem langaði mikið til að taka að sér hlutverkið en er nýbúinn að skrifa undir átta mánaða samning um að leika í leikritinu Dauðagildra sem á ferðast verður með um Bandaríkin, Meira
20. ágúst 1996 | Kvikmyndir | 374 orð

Hefndartryllir í anda Bronsons

Leikstjóri: John Schlesinger. Aðalhlutverk: Sally Field, Kiefer Sutherland, Ed Harris, Joe Mantegna. Paramount. 1996. BANDARÍSKA spennumyndin Auga fyrir auga er ekkert sérstaklega vel dulbúinn Charles Bronson ­ hefndartryllir. Hún er byggð upp eins og Dauðaóskir Bronsons en í stað hins hörkulega granítandlits Bronsons er komin húsmóðurleg Sally Field í hlutverk hefnandans. Meira
20. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 47 orð

Hjálmvæn greiðsla

LEIKARINN Daniel Day-Lewis sést hér nýstiginn af vélfák sínum sem hann vill helst fara allra sinna ferða á. Athygli vekur ný hárgreiðsla leikarans sem sjálfsagt er hentug þeim sem klæðast mótorhjólahjálmum. Lewis hefur nýlokið við myndina "The Crucible" sem væntanleg er í bíó í haust. Meira
20. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 408 orð

Hurley þekkir svörin

"ÉG ER elt allan sólarhringinn og ég get átt von á því að þegar ég fer á klósettið sitji ljósmyndari í kílómeters fjarlægð með stóra linsu og myndi mig þar," segir leikkonan og fyrirsætan Elizabeth Hurley sem er best þekkt fyrir að vera unnusta leikarans og hjartaknúsarans Hughs Grants. Meira
20. ágúst 1996 | Menningarlíf | 127 orð

Í erli dægranna

Út er komin ljóðabókin Í erli dægranna eftir Pétur Sumarliðason kennara. Pétur var fæddur 1916 og lést 1981. Hann kenndi m.a. í Fróðárhreppi, á Drangsnesi, undir Vestur- Eyjafjöllum og í Reykjavík. Hann var skólastjóri í Fljótshlíð og á Búðum við Fáskrúðsfjörð. Lengst af kenndi hann við Austurbæjarskólann í Reykjavík en síðast við Seljaskóla. Meira
20. ágúst 1996 | Menningarlíf | 155 orð

Japönsk tréþrykk gefin Íslendingum

Á FÖSTUDAGINN veitti Björn Bjarnason menntamálaráðherra viðtöku gjöf frá Utagawa-félaginu í Japan í Listasafni Kópavogs. Þetta félag hefur að markmiði að kynna hefðbundna japanska menningu. Formaður þess, Tadashi Goino, er staddur hér á landi og afhenti gjöfina. Gjöfin tengist sýningu á japanskri þrykklist sem stendur yfir í Listasafni Kópavogs. Meira
20. ágúst 1996 | Menningarlíf | 114 orð

Karl Júlíusson hlaut sérstök verðlaun

KARL Júlíusson leikmynda- og búningahönnuður hlaut sérstök verðlaun fyrir verk sín, þegar norrænu Amandaverðlaunin voru afhent á laugardag, þar á meðal í verðlaunamyndinni "Breaking the Waves". Meira
20. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 149 orð

Kiss málaðir á tónleikaferð um heiminn

ÍSLANDSVINIRNIR í hljómsveitinni Kiss eru á tónleikaferðalagi um heiminn með alla stofnfélaga sveitarinnar innanborðs, þá Gene Simmons söngvara og bassaleikara, Paul Stanley söngvara og gítarleikara, Ace Frehley gítarleikara og Peter Kriss trommuleikara. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnfélagarnir koma saman síðan árið 1979. Meira
20. ágúst 1996 | Skólar/Menntun | 208 orð

Lágmarkskennsla tvær aukastundir á viku

NEMENDUR í grunnskóla sem hafa annað móðurmál en íslensku og hafa fasta búsetu hér á landi eiga rétt á tveggja stunda sérstakri íslenskukennslu á viku meðan þeir eru að ná tökum á íslensku máli, að því er fram kemur í nýrri reglugerð, sem gefin var út í sumar af menntamálaráðuneytinu og tók gildi 1. ágúst sl. Meira
20. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 33 orð

Maraþonverðlaun

REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ fór fram síðastliðinn sunnudag í skínandi veðri og fór verðlaunaafhending í aldursflokkum og sveitakeppni fram í Leikhúskjallaranum um kvöldið. Morgunblaðið/Jón Svavarsson HLAUPARAR fjölmenntu í kjallarann og hvíldu lúin bein eftir átök dagsins. Meira
20. ágúst 1996 | Menningarlíf | 128 orð

Menningin heldur vöku fyrir borgarbúum

MENNINGARNÓTT í miðborginni var haldin í fyrsta sinn aðfaranótt sunnudags í tengslum við 210 ára afmæli Reykjavíkur. Talið er að 15.000 manns hafi komið á menningarnóttina og fylgst með fjölmörgum dagskráratriðum, notið í senn listar og veðurblíðu. Menningarnóttin þótti vel heppnuð og til marks um fjölbreytilega menningarstarfsemi í Reykjavík. Meira
20. ágúst 1996 | Skólar/Menntun | 206 orð

Móðurmálskennsla íslenskra nemenda skert

GRUNNSKÓLAR í Uppsölum í Svíþjóð hafa dregið verulega úr fjármagni til móðurmálskennslu íslenskra nemenda, að sögn Grettis Engilbertssonar móðurmálskennara í íslensku í Uppsölum. "Einn skóli, Högdalsskólinn, hefur neitað að kosta móðurmálskennslu fyrir þrjá íslenska nemendur og tveir aðrir skólar hafa enn ekki áætlað neina kennslu fyrir íslenska nemendur. Meira
20. ágúst 1996 | Menningarlíf | 153 orð

Nýjar bækur

LJÓSMYNDA- og kynningarbók um Ísland á ensku með ljósmyndum Páls Stefánssonar er komin út. Nefnist hún Visions of Iceland ­ Scenes and Surprises from Land and Sea. Í bókinni er fjallað um landið og síbreytilega náttúru þess, en einnig lífið í borg og bæ og fjölmargt fleira sem veitir innsýn í íslenskt þjóðfélag. Meira
20. ágúst 1996 | Skólar/Menntun | 74 orð

Ný tímarit

Þriðja ritið í Ritröð uppeldis og menntunar, Börn og skilnaðurer nýkomið út. Höfundur er Benedikt Jóhannsson sálfræðingur. Er þar fjallað um fjölgun hjónaskilnaða og stöðu fjölskyldunnar, viðbrögð barna og um stofnun stjúpfjölskyldu, svo dæmi séu nefnd. Meira
20. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 140 orð

Of feit fegurðardrottning

ALICIU Machado fegurðardrottningu, handhafa titilsins "Miss Universe", hefur verið skipað að fara í megrun. Alica hefur bætt nokkrum kílóum utan á sig síðan hún hreppti titilinn og nú er svo komið að stjórnarmenn keppninnar í Venesúela hafa gefið henni tveggja vikna frest til að losa sig við 12 kíló. Meira
20. ágúst 1996 | Skólar/Menntun | 1093 orð

Skortur á skólasálfræðingum vegna kjaramála

MEGINÁSTÆÐA þess að erfiðlega gengur að ráða í stöður sálfræðinga sem þjóna skólum er ekki sú að þeir séu margir á biðlaunum og því að hugsa sinn gang heldur er aðalorsökin léleg laun, að sögn sálfræðinganna Kolbrúnar Baldursdóttur varaformanns Stéttarfélags sálfræðinga og Elísabetar Halldórsdóttur sem starfar á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og stjórnarmanns í stéttarfélaginu. Meira
20. ágúst 1996 | Menningarlíf | 387 orð

Slóvenskt verk frumflutt á Íslandi

Á NÆSTU þriðjudagstónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, í kvöld þann 20. ágúst klukkan 20.30, koma fram þau Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari. Á efnisskrá tónleikanna eru eftirtalin verk: Gömbusónata nr. 2 í D-dúr eftir J.S. Bach, Sónata fyrir einleiksvíólu opus 25 nr. Meira
20. ágúst 1996 | Myndlist | 303 orð

Starf sem hrópar á athygli

Opið virka daga frá 13­18. Til 21 ágúst. Aðgangur ókeypis. ENN er Ullarselið á Hvanneyri á ferðinni með kynningu á peysum í Hornstofu á mótum Laufásvegar og Bókhlöðustígs og er rétt að vekja athygli á framtakinu, þótt sýningin standi einungis yfir í fjóra daga. Meira
20. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 58 orð

Vöðvahnykillinn Damme

BELGÍSKI kvikmyndaleikarinn og bardagalistamaðurinn Jean - Claude van Damme notar hvert tækifæri sem gefst til að hnykla vöðvana framan í nærstadda ljósmyndara. Þessi mynd var tekin af honum í sólarfríi í St. Tropez í Suður-Frakklandi þar sem hann hvíldi sig fyrir næstu kvikmynd sína "Maximum Risk". Í henni leikur hann bæði aðalhlutverkin, eineggja tvíbura. Meira

Umræðan

20. ágúst 1996 | Aðsent efni | 563 orð

Bíll er dýr regnhlíf!

ÞVÍ hefur verið haldið fram að Íslendingar noti bílinn sinn eins og regnhlíf. Er þá átt við þann vana margra að ganga helst aldrei þegar rignir og þá staðreynd að við ökum mun styttri vegalengdir en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Meira
20. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 626 orð

Námskeið söngmálastjóra

ÞAÐ er þoka og súld á Suðurlandi. Hellisheiðin grá og skyggnið lélegt. En mér liggur á að komast austur, engan tíma má missa. Til Skálholts er ég komin um kl. 9.30 laugardaginn 15. júní sl. Ég hraða mér inn í skólann, geng á hljóðið og auðvitað var þar allt komið í fullan gang. Ingveldur Hjaltested þegar byrjuð að raddæfa hóp af áhugasömu fólki hvaðanæva af landinu. Meira
20. ágúst 1996 | Aðsent efni | 634 orð

Um "cinematek" og yfirlýsingu Bandalags íslenskra listamanna

EKKI er til viðurkennt íslenskt orð yfir hugtakið "cinematek", og væri fróðlegt að fá fram tillögur um íslenskun þess. Stungið hefur verið upp á sýnitek (samanber apótek) eða bíóver eða sýniver eða kviksýn. Engin af þessum tillögum hefur orðið ofan á. Meira

Minningargreinar

20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 676 orð

Árni Guðmundsson

Mér datt ekki í hug að ég hefði verið að tala við Árna vin minn og nágranna í hinsta sinn þegar við sáumst síðast. Ég var nýkominn heim af sjúkrahúsi vegna krankleika sem ég hafði áunnið mér og skrapp því út í garð til að líta á gróðurinn þegar Árni heitinn kom út. Það urðu fagnaðarfundir að venju því ég hafði ekki séð Árna í allnokkurn tíma. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 28 orð

ÁRNI GUÐMUNDSSON Árni Guðmundsson fæddist á Núpi undir Vestur-Eyjafjöllum 23. september 1929. Hann lést í Landspítalanum 25.

ÁRNI GUÐMUNDSSON Árni Guðmundsson fæddist á Núpi undir Vestur-Eyjafjöllum 23. september 1929. Hann lést í Landspítalanum 25. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 7. ágúst. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 310 orð

BJARNI BIRGIR HERMUNDARSON

BJARNI BIRGIR HERMUNDARSON Bjarni Birgir Hermundarsson fæddist 11. ágúst 1935 á heimili sínu á Norðurbraut 21 í Hafnarfirði. Hann lést á heimili sínu Sævangi 30 í Hafnarfirði 11. ágúst síðastliðinn. Hann var sonur Hermundar Þórðasonar, f. 12. ágúst 1903, d. 4. apríl 1992, og Sólveigar Sigurjónsdóttur, f. 2. ágúst 1912, d. 8. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 246 orð

Bjarni Hermundarson

Bjarni Hermundarson Kveðja frá dóttur. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum og stjarna hver, sem lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 157 orð

Bjarni Hermundarson

Elsku afi minn. Ég þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þegar ég fékk að sofa hjá ykkur og skreið uppí til þín á morgnana og þú hlýjaðir mér á tánum. Síðan læddumst við fram á undan ömmu og Bjarna Birgi og fengum okkur morgunmat og við töluðum saman um allt milli himins og jarðar og þú talaðir við mig eins og fullorðinn mann. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 517 orð

Bjarni Hermundarson

Í dag er til moldar borinn Bjarni Hermundarson langt um aldur fram, aðeins 61 árs að aldri. Hann andaðist á heimili sínu í Hafnarfirði á afmælisdaginn sinn, 11. þessa mánaðar. Mér er mjög ljúft að minnast Bjarna Hermundarsonar. Hann var einn af þessum traustu mönnum, sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 134 orð

Bjarni Hermundarson

Nú kveð ég þig með sárum trega, ástkær vinur minn, og þakka þér allar þær góðu og fallegu stundir sem við áttum saman og ég mun varðveita í hjarta mínu. Ég vil láta fylgja þetta fallega ljóð sem faðir þinn orti til þín á fjörutíu ára afmæli þínu. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 228 orð

Bjarni Hermundarson

Farinn er góður vinur og félagi. Þótt dauðinn sé eitt það fáa í lífinu sem við mennirnir göngum að sem vísu er alltaf jafn sárt að kveðja. Bajrni Birgir Hermundarson var fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og átti þar farsæla ævidaga. Hann og eiginkona hans Ester Hurle voru mjög samhent hjón og áttu sér ýmis sameiginleg hugðarefni. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 85 orð

Bjarni Hermundarson Elsku besti afi minn, nú eru stundir þínar liðnar. Ég vildi að okkar tími hér hefði verið lengri. Það var

Elsku besti afi minn, nú eru stundir þínar liðnar. Ég vildi að okkar tími hér hefði verið lengri. Það var svo gaman þegar við fórum í bíó og út að borða, og öll ferðalögin sem við fórum í saman. Það var svo gott að hafa þig hjá sér og tala við þig. Það var svo sárt þegar þú fórst að verða lasinn og gast ekki gert allt sem þú vildir gera. Ég sakna þín elsku afi minn. Takk fyrir allt. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 357 orð

Bjarni Hermundarson Látinn er vinur okkar Bjarni Hermundarson e

Látinn er vinur okkar Bjarni Hermundarson eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Við kynntumst Bjarna fyrst þegar við vorum öll að byggja við Sævanginn og myndaðist góður og traustur vinskapur með okkur hjónunum. Það kom fljótt í ljós að við áttum hauk í horni þar sem Bjarni var, man ég m.a. eftir því að eitt sinn þegar ég var erlendis vegna starfa minna gekk óveðurslægð yfir landið. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 56 orð

Bjarni Hermundarson "Þar sem jökulinn ber við loft, hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar

"Þar sem jökulinn ber við loft, hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir, og þess vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu." (Úr Fegurð himinsins eftir Halldór Laxness.) Lífið er áskorun, og jafnvel hetjurnar gráta. Vertu sæll vinur. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 354 orð

Guðmundur Óskar Sigurðsson

Með þakklæti í huga langar okkur að minnast þín með fáeinum orðum. Þær voru margar og algerlega ógleymanlegar þær góðu stundir sem við áttum með þér og ömmu á Ívarseli. Þökk fyrir hvað viðmót ykkar ömmu var gott og elskulegt, ástinni og umhyggjunni var fyrst og fremst lýst með kærleika ykkar hjóna, sem voruð svo samrýmd og full af ást og umhyggju fyrir börnum ykkar og lífinu. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 97 orð

GUÐMUNDUR ÓSKAR SIGURÐSSON Guðmundur Óskar Sigurðsson fæddist í Unuhúsi í Reykjavík 28. apríl 1919. Hann lést á Borgarspítalanum

GUÐMUNDUR ÓSKAR SIGURÐSSON Guðmundur Óskar Sigurðsson fæddist í Unuhúsi í Reykjavík 28. apríl 1919. Hann lést á Borgarspítalanum 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Ármannsdóttir og Sigurður Jónsson, en hann féll frá er Guðmundur var tveggja ára gamall. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 478 orð

Jón Björnsson

Í dag, þriðjudaginn 20. ágúst, verður til moldar borinn móðurbróðir minn Jón Björnsson skipstjóri. Jón frændi minn var stór og myndarlegur maður sem sópaði af hvar sem hann fór. Hann hóf ungur sjómennsku, fyrst með föður sínum og síðar sem stýrimaður og skipstjóri m.a. á Birni Jónssyni sem hann átti og gerði út um árabil. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 273 orð

Jón Björnsson

Látinn er vinur minn, lærifaðir og frændi. Það flaug margt í gegnum huga minn þegar ég heimsótti Jón frænda á dánarbeð hans fyrir hálfum mánuði. Ég stóð hjá honum og hélt í hans stóru og tryggu hönd og þakkaði fyrir það sem hann kenndi mér í sjómennsku fyrir tæpum 50 árum er ég var skipverji hjá honum á Birni Jónssyni. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 238 orð

Jón Björnsson

Elsku afi. Nú er lokið þessum erfiðu veikindum þínum sem þó stóðu ekki lengi og perlur minninganna streyma fram. Á Sólvallagötunni þar sem margt var brallað, hvort sem var úti í bílskúr, niðri í kjallara eða uppi í "stóra-herbergi". Kennslustundirnar í landafræði, þar sem fáfræði mín kom þér oft á óvart. Samræður við eldhúsborðið á Bakkavörinni með ykkur ömmu. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 210 orð

JÓN BJÖRNSSON

JÓN BJÖRNSSON Jón Björnsson fæddist í Reykjavík 28. júlí 1910. Hann lést 13. ágúst síðastliðinn á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Foreldrar hans voru Björn Jónsson skipstjóri frá Árnanaustum og kona hans Anna Pálsdóttir frá Neðra-Dal í Biskupstungum. Jón var næstelstur þrettán systkina. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 488 orð

Magnús Hákonarson

Við starfsmenn Hótel Selfoss viljum í stuttu máli minnast Magnúsar Hákonarsonar sem starfaði sem umsjónarmaður með húseigninni Ársölum sem m.a. hýsir Hótel Selfoss. Magnús vann þar að ýmiskonar viðhaldi og eftirliti með húsinu, m.a. með rafmagns- og loftræstikerfi auk ýmissa verkefna utan húss og innan sem tengjast eðlilegu viðhaldi og viðgerðum ef eitthvað fór úrskeiðis. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 26 orð

MAGNÚS HÁKONARSON Magnús Hákonarson fæddist í Vík í Mýrdal 30. desember 1931. Hann lést 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hans

MAGNÚS HÁKONARSON Magnús Hákonarson fæddist í Vík í Mýrdal 30. desember 1931. Hann lést 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 17. ágúst. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 425 orð

Þórarinn Jónsson

Veðrið þessa ágústdaga hefur minnt okkur á að blíðviðrið, sem hefur leikið við menn og skepnur hér við Breiðafjörð undanfarna mánuði, er gjöf sem við vitum aldrei hve lengi við fáum að njóta. Svört regnskýin hafa hryssingslegir vindar nú hrakið yfir fjallgarðinn og fram á sjóinn, ekki lífgandi og nærandi skúrir heldur lemjandi rigning sem gróður og menn beygja sig undan og reyna að forðast. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 451 orð

Þórarinn Jónsson

Kæri vinur. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að þú skulir horfinn. Góður og traustur vinur okkar hjóna. Það skarð sem þú skilur eftir verður aldrei fyllt en í sameiningu munum við varðveita minninguna um góðan dreng. Það er af mörgu ljúfu að taka þegar litið er til liðinna ára þó það dýrmætasta verði aldrei fært í orð svo vel sé. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 501 orð

Þórarinn Jónsson

Óvænt helfregn frostköld, kom á öldum farsímakerfisins að vestan. Þórarinn Jónsson var látinn, okkur setti hljóða, við spyrjum en sættum okkur ekki við svörin. Hann sem var svo sterkur. Nístandi stef úr ljóðinu Systurlát eftir Hannes Hafstein, komu í huga. Við hlustir mér helfregnin lætur höfug og grimm. Meira
20. ágúst 1996 | Minningargreinar | 190 orð

ÞÓRARINN JÓNSSON

ÞÓRARINN JÓNSSON Þórarinn Jónsson fæddist í Reykjavík 14. júlí 1952. Hann lést í Stykkishólmi 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Þórarins eru Jón Kr. Sverrisson, f. 24.11. 1911, og Jórunn Guðrún Rósmundsdóttir, f. 17.12. 1928. Systkini sammæðra: Jón Bjarni Jónsson, f. 7.8. Meira

Viðskipti

20. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 252 orð

Árið 1996 þegar orðið metár

Mikil hlutabréfaviðskipti á Verðbréfaþingi Íslands það sem af er þessu ári Árið 1996 þegar orðið metár HEILDARVELTA hlutabréfaviðskipta á Verðbréfaþingi Íslands það sem af er þessu ári er þegar orðin meiri en á öllu síðasta ári. Meira
20. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 264 orð

Hagkvæmniathugun lokið í janúar

HLUTAFJÁRAUKNINGU þeirri sem Íslenska magnesíumfélagið hf. réðst í vegna síðari hluta hagkvæmniathugunar á byggingu magnesíumverksmiðju hér á landi er nú nánast lokið. Að sögn Júlusar Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suðurnesja, á enn eftir að ganga formlega frá nokkrum hlutafjárloforðum, Meira
20. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 126 orð

Kortanotkun eykst en tékkum fækkar

HEILDARVELTA kreditkorta fyrstu sex mánuði ársins nam tæpum 36 milljörðum og er það 13,6% hækkun frá sama tímabili í fyrra. Færslufjöldi jókst á sama tíma um 7,3%. Heildarvelta debetkorta nam tæpum 68 milljörðum og er það 37,7% aukning. Fjöldi debetkortafærslna jókst um tæplega 50% frá sama tímabili í fyrra. Meira
20. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 177 orð

Lloyd's í málaferlum

MIKIÐ var í húfi fyrir Lloyd's tryggingamarkaðinn þegar bandarískur dómstóll tók í gær fyrir kæru 100 bandarískra fjárfesta, aðeins 9 dögum áður en frestur rann út fyrir fjárfesta að samþykkja áætlun um endurskipulagningu hins 300 ára gamla tryggingamarkaðar. Meira
20. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 281 orð

Miðlun og Tölvumyndir verðlaunuð

MIÐLUN ehf. og Tölvumyndir hf. hafa unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir Símakrók, gagnakerfi krókaleyfishafa. Kerfið fékk verðlaun fyrir hönnun gagnvirkrar símaþjónustu á ársþingi Interactive Service Association (ISA), sem haldin var í San Diego fyrir skömmu. ISA eru alþjóðleg samtök fyrirtækja, sem fást við gagnvirka margmiðlun. Meira
20. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 526 orð

Stefnt að 100 milljóna halla í ár

ÁÆTLAÐ er að halli af rekstri 13 af 14 stærstu sveitarfélaga landsins verði um 100 milljónir króna á þessu ári, samanborið við um 1.700 milljóna króna halla á síðasta ári og rösklega 6 milljarða króna halla árið 1994. Ekki er þó gert ráð fyrir því að rekstrar- og þjónustugjöld þessara sveitarfélaga minnki neitt að ráði heldur er fyrst og fremst reiknað með minni fjárfestingu. Meira
20. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 74 orð

Verkefnamiðlun í matvælaiðnaði

ALÞJÓÐLEG verkefnamiðlun í matvælaiðnaði hefst í dag á Scandic Hótel Loftleiðum. Þátttakendur eru 140 talsins og koma frá 18 þjóðum Evrópu. Tilgangur þessa er að koma á samstarfi á milli íslenskra og erlendra fyrirtækja í matvælaframleiðslu og tengdum greinum. Unnt er að fá styrki frá Evrópusambandinu, EVREKA og Norræna iðnaðarsjóðnum til slíkra verkefna. Meira

Fastir þættir

20. ágúst 1996 | Dagbók | 2672 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 16.-22. ágúst eru Ingólfs Apótek, Kringlunni og Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, opin til kl. 22. Auk þess er Ingólfs Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
20. ágúst 1996 | Í dag | 36 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 20

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 20. ágúst, er sjötíu og fimm ára Svavar Vémundsson, múrari, Meðalbraut 6, Kópavogi. Hann tekur á móti vinum og vandamönnu á heimili sínu sunnudaginn 25. ágúst nk. eftir kl. 16. Meira
20. ágúst 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Rut BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júlí í Háteigskirkju af sr. Jakobi Ágústi Hjálmarssyni Soffía Eydís Björgvinsdóttir og Bergþór Júlíusson. Heimili þeirra er í Hólmgarði 43, Reykjavík. Meira
20. ágúst 1996 | Fastir þættir | 721 orð

Hannes sigraði á Borgarskákmótinu

HANNES Hlífar Stefánsson stórmeistari vann allar skákir sínar á Borgarskákmótinu, sem haldið var á 210 ára afmæli Reykjavíkurborgar, sunnudaginn 18. ágúst sl. FYRSTA Borgarskákmótið var haldið á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar árið 1986. Það hefur verið haldið á hverju ári síðan og er þetta því í 11. skipti sem mótið fer fram. Meira
20. ágúst 1996 | Í dag | 23 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til sty

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 1.670 krónur. Þær heita Brynja Guðmundsdóttir og Sigurlaug Ása Pálmadóttir. Meira
20. ágúst 1996 | Fastir þættir | 531 orð

Hæsta hæfileikaeinkunn fjögurra vetra hrossa

Eitt hundrað og níu kynbótahross fengu fullnaðardóm á sýningunni, þar af voru fimm stóðhestar. Tveir þeirra náðu yfir gömlu ættbókarmörkin, 7,75, en af hryssum náðu sjötíu og tvær yfir 7,50 og sjö af þeim náðu yfir 8,0. Meira
20. ágúst 1996 | Í dag | 524 orð

ÍKVERJI fór á dögunum hringveginn með fjölskyldunni,

ÍKVERJI fór á dögunum hringveginn með fjölskyldunni, en einn fjölskyldumeðlimurinn er kornungur og þarfnast skiptiaðstöðu, barnastóla og þess háttar hjálpartækja. Það kom Víkverja á óvart hve aðstaða fyrir börn er misjöfn á veitingastöðum á landinu. Meira
20. ágúst 1996 | Fastir þættir | 970 orð

Opinn flokkur: Tölt:

Opinn flokkur: Tölt: 1.Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Oddi frá Blönduósi 8,03/7,90. 2.Fríða H. Steinarsdóttir, Fáki, á Hirti frá Hjarðarhaga, 7,33/6,87. 3.Þórður Þorgeirsson, Geysi, á Blökk frá Flugumýri, 7,33/6,77. 4.Bjarni Sigurðsson, Gusti, á Eldi frá Hóli, 7,18/6,93. 5. Meira
20. ágúst 1996 | Dagbók | 712 orð

Reykjavíkurhöfn:

dagbok nr. 62,7------- Meira
20. ágúst 1996 | Fastir þættir | 623 orð

Sigurbjörn hirti allt gullið

Í fimmta sinn héldu Dreyramenn á Akranesi opið íþróttamót. Ágæt þátttaka var í opnum flokki en athygli vekur hversu fáir heimamenn tóku þátt í mótinu. Af 36 þátttakendum í tölti voru aðeins 4 frá Dreyra. Þrír keppendur voru inn á velli í senn í forkeppni sem flýtti mjög fyrir framkvæmd. Meira
20. ágúst 1996 | Í dag | 320 orð

Steinkudys LEIFUR Guðlaugsson, Yrsufelli 7, Reykjavík, 73 ára, kom a

LEIFUR Guðlaugsson, Yrsufelli 7, Reykjavík, 73 ára, kom að máli við Velvakanda til að leiðrétta misskilning varðandi Steinkudys sem fram kom í Velvakanda sl. laugardag. Leifur flutti ársgamall í efsta húsið á Frakkastíg 26. Sem lítill drengur var hann mikið í kringum mann sem kallaður var Bensi í Holti, en hann vann m.a. Meira
20. ágúst 1996 | Í dag | 202 orð

STÖÐUMYND A HVÍTUR á leik og nær vinningsstöðu Staðan kom upp á s

STÖÐUMYND A HVÍTUR á leik og nær vinningsstöðu Staðan kom upp á stórmótinu í Vín nú í ágúst. Rússinn Vladímir Kramnik(2.765), hafði hvítt og átti leik, en Eistinn Jan Ehlvest(2.660) var með svart. 15. Rxe5! ­ Bxg2 16. Rg4! (Nú verður svartur að gefa manninn til baka, því hann er óverjandi mát eftir 16. ­ Bxf1 17. Meira

Íþróttir

20. ágúst 1996 | Íþróttir | 24 orð

Aðalfundur FH

Aðalfundur FH Aðalfundur FH verður haldinn í Kaplakrika miðvikudaginn 21. ágúst kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Að auki verður m.a. rætt um nýja frjálsíþróttaaðstöðu og fleira. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 47 orð

Auður á sjúkrahús

AUÐUR Skúladóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, meiddist nokkuð illa í leik Íslands og Rússlands í Moskvu á laugardaginn þegar hún fékk spark í andlitið seint í fyrri hálfleik. Flytja þurfti Auði á nærliggjandi sjúkrahús þar sem saumuð voru nokkur spor í aðra vör hennar. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 63 orð

Á 41. mínútu tók Kjartan Antonsson aukspyrnu vinstramegin

Á 41. mínútu tók Kjartan Antonsson aukspyrnu vinstramegin á miðjum vallarhelmingi KR og sendi knöttinn rakleitt með vinstri fæti upp á hægri kantinn á móts við miðjan vítateig hægra megin þar sem Arnar Grétarsson tók við knettinum og spyrnti í átt að markinu. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 534 orð

Baráttan færði Blikum þjú stig

BREIÐABLIK fékk þrjú dýrmæt stig í botnbaráttunni er félagið tók á móti KR á laugardaginn og sigraði 1:0 í tilþrifalitlum leik. Blikar náðu þar með að komast í tíu stig og fylgja Keflavík. Með sigrinum misstu KR- ingar af möguleikanum á að endurheimta efsta sætið eftir að Skagamenn höfðu náð því daginn áður með sigri á Val. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 222 orð

Barkley til Houston

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Charles Barkley er á förum frá Phoenix Suns til Houston Rockets í skiptum fyrir þá Robert Horry, Sam Cassell, Mark Bryant og Chucky Brown. Forráðamenn Rockets hafa ekkert viljað tjá sig um leikmannaskiptin en þeir hafa haft augastað á Barkley í allt sumar og kom það því þeim Horry, Cassell, Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 226 orð

Bibercic á föru

Mihajlo Bibercic, knattspyrnumaður úr ÍA, hefur lýst því yfir að hann ætli að hætta að leika með Íslandsmeisturunum og segir ástæðuna vera ósætti við Guðjón Þórðarson þjálfara. "Það er alveg öruggt að þetta er síðasta tímabilið mitt með Skagamönnum en ég er samningsbundinn hjá félaginu til 31. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 364 orð

Breiðablik - KR1:0

Kópavogsvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild karla, 13. umferð laugardaginn 17. ágúst 1996. Aðstæður: Andvari, ekki sást skýhnoðri á himni, 14 gráðu hiti. Völlurinn í ágætur. Mark Breiðabliks: Ívar Sigurjónsson (41.). Gult spjald: Blikarnir Kjartan Einarsson (25.) - brot, Arnar Grétarsson (59. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 1279 orð

England

Úrvalsdeildin Leikið í gærkvöldi: Liverpool - Arsenal2:0 (McManaman 68., 74.) Arsenal - West Ham2:0 (Hartson 27., Bergkamp 40.,víti). 38.056. Blackburn - Tottenham0:2 (Armstrong 33., 67.). 26.960. Coventry - Nottingham Forest0:3 (Campbell 13., 36., 47.). 19. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 591 orð

Er hlaupadrottninginMARTHA ERNSTDÓTTIRhvergi af baki dottin? Stefni á maraþonið í Sydney

HLAUPADROTTNINGIN Martha Ernstdóttir tók á sunnudaginn þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ellefta sinn og gerði hún sér lítið fyrir og setti glæsilegt Íslandsmet í hálfmaraþoni, hljóp á einni klukkustund, ellefu mínútum og 40 sekúndum, en fyrra metið átti Martha sjálf. Martha er á 32. aldursári, fædd þann 22. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 245 orð

Framarar feta sig fram

Framarar héldu sínu striki í toppbaráttu 2. deildar á sunnudagskvöld þegar þeir báru sigurorð af ÍR-ingum í Mjóddinni, 3:0. Leikurinn var nokkuð fjörugur í fyrstu þó að mörkin hafi látið á sér standa, en drengirnir úr Safamýri sköpuðu sér fleiri marktækifæri og gerði það gæfumuninn. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 276 orð

Golf

Sveitakeppni GSÍ 1. deild karla: Golfklúbbur Suðurnesja, A-sveit4 Keilir, A-sveit4 Leynir4 GS sigraði vegna þess að þeir fengu fleiri vinninga í leikjum sínum. Innbyrðis viðureign milli Keilis og Leynis skar úr um 2. og 3. sætið. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 813 orð

Gunnar og Hrafnhildur unnu þrefalt

HRAFNHILDUR Hannesdóttir, Fjölni, og Gunnar Einarsson, TFK, urðu um helgina þrefaldir Íslandsmeistarar í tennis, en mótinu lauk á sunnudaginn. Þau vörðu titla sína í einliðaleik, léku saman í tvenndarleik og sigruðu. Loks bar Gunnar sigur úr býtum í tvíliðaleik karla ásamt Stefáni Pálssyni á sama tíma og Hrafnhildur lék með Stefaníu Stefánsdóttur til sigurs í tvíliðaleik kvenna. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | -1 orð

Helgi Björgvinsson tók aukaspyrnu fyrir Stjörnuna á 19. mínú

Helgi Björgvinsson tók aukaspyrnu fyrir Stjörnuna á 19. mínútu og sendi boltann fyrir markið. Þar skallaði varnarmaður frá en beint fyrir fætur Valdimars Kristóferssonar á miðjum vítateig og viðstöðulaust skot hans rataði rakleitt í vinstra markhorn Grindavíkurmarksins. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 464 orð

HÚRRA! »Loks hillir undirað knattspyrnuhúsverði byggt á Íslandi

Sú merkilega frétt birtist á Akureyrarsíðu Morgunblaðsins á föstudaginn að Íþrótta- og tómstundaráð þar í bæ hefði samþykkt á fundi í vikunni að mæla með því að gerður yrði samningur við Íþróttafélagið Þór um byggingu og rekstur knattspyrnuhúss. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 323 orð

Húsvíkingar höfðu betur í botnslagnum

Völsungar frá Húsavík kræktu sér í þrjú afar dýrmæt stig í botnbaráttu 2. deildar þeir lögðu Víkinga að velli 2:0 í Fossvoginum á sunnudag og skutust þeir þar með úr fallsæti deildarinnar á ný. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 26 orð

Í kvöld

Knattspyrna 1. deild kvenna: Akureyri:ÍBA - Valur19 KR-völlur:KR - Breiðablik19 Garðabær:Stjarnan - ÍA19 Mosfellsbær:UMFA - ÍBV19 Úrslitakeppni 4. deildar: Sauðárkr.:Tindastóll - Bol. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 59 orð

Íslendingar í 7. sæti ÍSLENSKA l

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 16 ára og yngri hafnaði í sjötta sæti á Norðurlandamótinu sem lauk um fyrri helgi í Noregi. Í síðasta leik liðsins bar það sigurorð af Færeyjum 5:1, eftir að hafa verið 1:0 yfir í leikhléi. Mörk Íslands gerðu þeir Ólafur Snorrason, Benedikt Árnason, Þórarinn Kristjánsson, Indriði Sigurðsson og Emil Sigurðsson. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 437 orð

ÍVAR Sigurjónsson

THEÓDÓR Hervarsson lék sinn síðasta leik í bili með Blikum á laugardaginn en hann er farinn til Noregs til að halda áfram námi í veðurfræði. Hann gæti þó komið í einhverja leiki haust. KJARTAN Antonsson hefur einnig haldið út í heim til náms. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 71 orð

Knattspyrna

2. deild Víkingur R. - Völsungur0:2 Guðni Rúnar Helgason 2 (52., 85.). ÍR - Fram0:3 Ágúst Ólafsson (40.) Hólmsteinn Jónasson (53.), Þorbjörn Atli Sveinsson (74.). Skallagr. - Þór3:1 Sindri Grétarsson (21.), Hilmar Hákonarson (37.), Valdimar Sigurðsson (44.) - Hreinn Hringsson (87.). Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 302 orð

Konur 16 til 39 ára

Röð Tími Nafn LandHálfmaraþon Konur 16 til 39 ára 1 1:11,40 Martha Ernstsdóttir 2 1:34,12 Daniel Newell Bandar.3 1:36,09 Ingibj. Kjartansdóttir 4 1:39,56 Valgerður D. Heimisd. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | -1 orð

Landsliðsþjálfarinn til Grindavíkur

KÖRFUKNATTLEIKURLandsliðsþjálfarinn til Grindavíkur Grindvíkingar hafa gengið frá samningi við Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfara um að hann leiki með Íslandsmeisturum Grindvíkinga næsta keppnistímabil. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 933 orð

Mair setti glæsilegt brautarmet

Þrettánda Reykjavíkurmaraþonið fór fram í blíðskaparveðri á sunnudag. Sigurvegari í maraþoni karla var sá sami og í fyrra, Bretinn Hugh Jones og í kvennaflokki var welska stúlkan Angharad Mair fyrst í mark. Hún keppti fyrir Bretland að þessu sinni, í fyrsta sinn, og hélt upp á daginn með sigri og því að stórbæta brautarmetið. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 569 orð

Maraþon Röð Tími N

Röð Tími Nafn LandKonur 18 til 39 ára 1 2:38,47 Angaharad Mair Bretl.2 3:22,03 Nancy Drach Bandar.3 3:56,03 Beate Richter Þýskal.4 3:58,18 Lisetta Luzzana Ítal.5 4:28,44 Bonnie Covell Bandar. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 118 orð

Margrét til Hjörring

MARGRÉT Ólafsdóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki, er á förum til Álaborgar þar sem hún mun ganga til liðs við dönsku meistarana Fortuna frá Hjörring. Margrét heldur til Danmerkur þann 4. september og mun því missa af tveimur síðustu leikjum Breiðabliks í 1. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 269 orð

Meistararnir töpuðu í Leverkuse

Borussia Dortmund hóf titilvörn sína í þýsku knattspyrnunni í Leverkusen á laugardag og þurftu meistararnir að bíta í það súra epli að bíða 2:4 ósigur fyrir heimamönnum úr Bayer. Eftir einungis sjö mínútna leik höfðu þeir Paulo Sergio og Ulf Kirsten komið Leverkusen í 2:0 en Dortmund, sem lék án þeirra Matthias Sammers, Steffen Freunds, Rene Schneiders, Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 843 orð

Meistaravagninum strax skellt í fluggír

MEISTARAR Manchester United fóru á kostum er þeir hófu titilvörnina með 3:0 sigri á Wimbledon á útivelli á laugardag. Stjörnum prýtt lið Newcastle galt hins vegar afhroð, tapaði fyrir Everton á útivelli, 0:2. Mikið fjör var í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar, mikið gert af fallegum mörkum og nýju útlendingarnir í deildinni vöktu margir hverjir geysilega athygli. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 418 orð

Metin falla hjá fötluðum í Atlanta

Ólafur Eiríksson varði ólympíumeistaratitil sinn í 100 m flugsundi á sunnudaginn er hann kom fyrstur í mark á 1.05,02 mín. Þar með fylgdi hann eftir góðri byrjun sinni á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fer þessa dagan í Atlanta í Bandaríkjunum. Fyrsta daginn kom hann á óvart er hann náði þriðja sæti í 200 m fjórsundi á 2.32,89 mín. og setti um leið Íslandsmet. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 375 orð

Ottó Karl gerði fjögur mörk

KA bauð upp á bragðmikla markasúpu þegar liðið tók á móti Leikni í gærkvöldi og þegar upp var staðið hafði KA gert sjö mörk gegn einu marki gestanna. KA lék vel og var götótt vörn Leiknis sprækum framherjum KA lítil hindrun og hefðu mörk KA hæglega getað orðið fleiri. Ottó Karl Ottósson var iðinn við kolann og gerði hann fjögur af mörkum KA. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 238 orð

Rússarnir of sterkir

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætti stöllum sínum frá Rússlandi í undanriðli Evrópukeppninnar í Moskvu á laugardag og fóru þær rússnesku með sigur af hólmi 4:0. "Við ætluðum okkur að reyna að láta leikinn þróast okkur í hag en svo lentum við undir strax á fyrstu mínútunni og þurftum því aðeins að snúa við blaðinu. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 538 orð

Röð Tími Nafn

Röð Tími Nafn LandKarlar 16 til 39 ára 1 1:05,36 Kevin McCluskey Bretl.2 1:07,20 Åke Eriksson 3 1:09,36 Toby Tanser Bretl.4 1:14,15 Sveinn Ernstsson 5 1:15,26 Daníel S. Guðm. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 223 orð

Röð Tími Nafn

Röð Tími Nafn LandKarlar 50 til 59 ára 1 40,37 Orville G Utley 2 40,40 Kristinn F. Jónsson 3 42,16 John Petersen 4 43,30 Páll Ólafsson 5 45,41 Sigurjón Marinósson 6 46, Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 324 orð

Röð Tími Nafn Land

Röð Tími Nafn LandKonur 60 ára og eldri 1 1:19,31 Lóa Konráðsdóttir 2 1:25,56 Margaretha Nyberg Svíþj. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 686 orð

Röð Tími Nafn Land

Röð Tími Nafn LandKarlar 40 til 49 ára 1 37,41 Jóhannes Guðjónsson 2 38,48 Þórhallur Jóhannesson 3 40,33 Fred Schalk Holl.4 40,45 Jón Guðmar Jónsson 5 41,48 Magnús Jóhannsson 6 42,43 Sigurður Á. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 964 orð

Röð Tími Nafn Land

Röð Tími Nafn LandKarlar 18 til 39 ára 1 32,12 Sigmar Gunnarsson 3112 33,04 Josy Burggraff 3 33,51 Jóhann Ingibergsson 4 34,06 Halldór B. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 607 orð

Röð Tími Nafn Land

Röð Tími Nafn LandKonur 40 til 49 ára 1 43,51 Bryndís Magnúsdóttir 2 49,22 Guðrún B. Eggertsd. 3 50,07 Gyða S. Haraldsd. 4 50,09 Kristín Jóna Vigfúsd. 5 50,33 Anne Bäckström Svíþj. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 620 orð

Röð Tími Nafn Land

Röð Tími Nafn LandKarlar 40 til 49 ára 1 1:21,23 Daði Garðarsson 2 1:22,16 Jón Diðriksson 3 1:23,12 Sighv. D. Guðmundss. 4 1:23,30 Brynj. H. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 268 orð

Sigurður skaut Þrótti á toppinn

Þróttarar þrengdu heldur betur að FH-ingum þegar liðin mættust á Valbjarnarvelli í gærkvöldi, en leiknum lauk með sigri Þróttara, 1:0. Tölurnar segja þó ekki alla söguna því leikmenn Þróttar voru mun betri heldur en gestir þeirra úr Hafnarfirði og hefði sigurinn getað verið stærri. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 431 orð

Sleppum við fjárhagsskaða

JÚLÍUS Hafstein, formaður Ólympíunefndar Íslands, er bjartsýnn á að nefndin sleppi við að greiða til baka styrk sem Ólympíusamhjálpin veitti Mörthu Ernstdóttur. Eins og Morgunblaðið greindi frá á laugardag krafðist framkvæmdastjóri Ólympíusamhjálparinnar þess í bréfi til ÓÍ að nefndin endurgreiddi 880.000 krónur sem Martha fékk, þar sem hún hefði ekki keppt á Ólympíuleikunum í Atlanta. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | -1 orð

Stjörnuskin í Grindavík

ÞAÐ er óhætt að segja að Stjarnan hafi skinið í Grindvík eftir góðan og sanngjarnan sigur á heimamönnum, 3:0, í 13. umferð 1. deildar. Þar með eru Stjörnumenn komnir af hættusvæði fallbaráttunnar en Grindvíkinga bíður ekkert annað en botnlaus barátta fyrir sætinu í deildinni og ljóst að liðið verður að taka sig saman í andlitinu ef ekki á illa að fara. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 825 orð

Stúlkur 14 ára og yngri:

Röð Tími Nafn Land10 kílómetrar Stúlkur 14 ára og yngri: 1 42,55 Eyg. I. Hafþórsdóttir 2 43,52 Margrét A. Markúsd. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 996 orð

Suðurnesjamenn stálust á toppinn

MJÓTT var á mununum í Sveitakeppni GSÍ á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði um helgina. Í karlaflokki luku þrjár sveitir keppni jafnar að stigum, en A-sveit Golfklúbbs Suðurnesja var úrskurðaður sigurvegari vegna þess að sveit hans fékk fleiri vinninga í leikjum sínum. Í kvennaflokki hafði A-sveit Keilis betur í hreinum úrslitaleik gegn A-sveit Golfklúbbs Reykjavíkur. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 194 orð

Tveir EnglendingarAÐEINS tveir Englendingar

AÐEINS tveir Englendingar voru í liði Chelsea gegn Southampton, miðvallarleikmennirnir Dennis Wise og Andy Myers. Aðrir voru frá Ítalíu, Frakklandi, Rúmeníu, Wales, Írlandi og Skotlandi. Mabbutt óheppinn GARY Mabbutt, fyrirliði Tottenham, fótbrotnaði í leiknum gegn Blackburn á laugardag eftir samstuð við Graham Fenton. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 194 orð

"Vorum betri" Þetta var hörkulei

"Vorum betri" Þetta var hörkuleikur, við vorum miklu betri allan leikinn. Nú reynir á framhaldið," sagði Sindri Grétarsson, leikmaður Skallagríms eftir öruggan 3:1 sigur Skallagríms á Þórsurum í Borgarnesi. Fyrsta mark leiksins kom á 21. mín. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 103 orð

ÞREYTTIR EN ÁKVEÐNIR REYKJAVÍKURMARAÞON fór fram

REYKJAVÍKURMARAÞON fór fram í 13. sinn á sunnudaginn, á 210. afmælisdegi borgarinnar. Blíðskaparveður var, sólin skein og nokkur vindur blés, en hlaupararnir voru golunni fegnir. Heilt maraþon eru 42,2 kílómetrar og því mikil þrekraun að fara alla leið. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 610 orð

Æsispennandi lokasprettur

Íslenskir ökumenn háðu harða keppni um sigurlaunin í fyrsta heimsbikarmótinu í torfæru sem fram fór í Jósepsdal á laugardaginn. Í flokki sérútbúinna jeppa réðust úrslitin bókstaflega á síðustu metrunum og sekúndunum í tímabraut. Sigurður Axelsson hékk á sigrinum, þó Gísli G. Jónsson næði fjórum sekúndum betri tíma í lokaþrautinni. Meira
20. ágúst 1996 | Íþróttir | 185 orð

(fyrirsögn vantar)

SVÍARNIR sem mættu í heimsbikarmótið sögðu að það væri ekki nóg með að Íslendingar hefðu veitt grimmt og selt síld úr Smugunni.Íslenskir torfæruökumenn hefðu selt úr sér heilann. Svo glæfralegir fannst Svíum íslenskir ökumenn undir stýri. Meira

Fasteignablað

20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 30 orð

Blóm í fyrirrúmi

Blóm í fyrirrúmi BLÓM skipta miklu máli á heimilum fólks. Hér er það líklega tannhvöss tengdamamma eða einhver ættingi hennar sem leikur aðalhlutverkið og ber í fagurrauðan vegginn og sófann baksviðs. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 142 orð

Endaraðhús við Granaskjól

ENDARAÐHÚS við Granaskjól í Reykjavík er til sölu hjá Kjöreign. Húsið er tæpir 200 fermetrar að stærð og með 20 fermetra innbyggðum bílskúr og sólstofu.Verðhugmynd er 17,5 milljónir króna. Húsið er úr steini, á tveimur hæðum og var byggt árið 1982. Á neðri hæð eru forstofa, hol, borðstofa og innaf henni sólstofa, eldhús en þaðan má komast út á verönd, þvottahús og bókaherbergi. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 181 orð

Fallegt timburhús í Reykjavík

HJÁ Eignamiðluninni er til sölu húseignin Smiðjustígur 12 í Reykjavík. Þetta er timburhús á tveimur hæðum reist árið 1905. Það er alls með viðbyggingu 120 fermetrar að flatarmáli, samkvæmt upplýsingum eiganda. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 23 orð

Frumlegir kertastjakar

Frumlegir kertastjakar NOTA má ýmislegt til þess að skreyta heimili sitt. Hér hafa mjólkurflöskur fengið hlutverk kertastjaka, ekki fordæmalaus hugmynd en stendur fyrir sínu. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 34 orð

Frumleg ljósakróna

Þessi ljósakróna er hönnuð með neðansjávardýr í huga. Þetta er bæði frumleg og vafalaust þægileg lýsing en fæst hins vegar varla á Íslandi, enda framleiðslan kynnt í aprílhefti ítalska blaðsins La Mia Casa. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 50 orð

Gamalt og nýtt

HJARTA hjarta heimilisins er eldhúsið og það er því sjálfsagt að vanda til gerðar þess eftir föngum. Hér er falleg og nýtískuleg innrétting, hún er í góðu samhengi við borðstofuborðið, sem er eins gamalt að sjá eins og innréttingin er nýleg en samt talsvert lokuð af frá stofunni. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 315 orð

Hótelfrú losnar frá skilorði

LEONA HELMSLEY, kunn hóteldrottning í Bandaríkjunum, var staðin að því í fyrra að fá starfsfólk sitt til að leysa af hendi hluta þegnskylduvinnu, sem hún hafði verið dæmd í. Það varð til þess að skilorðsbundinn dómur hennar var lengdur, en nú hefur hann verið felldur niður. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 26 orð

Hvítt umhverfi

Hvítt umhverfi ÞEIR eru margir sem una sér vel í ljósu og hreinlegu umhverfi. Hér eru hvíti liturinn allsráðandi og myndar hann fagurt mótvægi við brúnar gólffjalirnar. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 144 orð

Íbúð við Laugaveg með útsýni að Esju

ÞRIGGJA herbergja íbúð á annarri hæð við Laugaveg í Reykjavík er til sölu hjá fasteignasölunni Fold. Er þetta 91,5 fermetra íbúð að meðtöldum 15 fermetra garðskála. Útsýni þaðan er til norðurs, í átt að Esjunni. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 34 orð

Klifurjurtir eru fallegt veggskraut

KLIFURJURTIR eru fallegt veggskraut sem geta gert gamla og ljóta veggi að rómantísku umhverfi. Hér á landi eru klifurjurtir fremur fáséðar á veggjum en mættu að skaðlausu verða algengari, t.d. bergfléttan. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 247 orð

Kúba fær hjálp á sviði fasteigna

FIDEL CASTRO Kúbuleiðtogi hefur opnað byggingu, sem hefur verið endurreist með fyrsta sameiginlega framtaki Kúbverja og útlendinga í fasteignageiranum. Sögufrægt hús í Havana, Verslunarbyggingin, hefur verið endurreist með samvinnu spænska bankans Argentaria og kúbverska ríksins. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | -1 orð

Lagnafréttir

HÚN er lífseig fullyrðingin sem oft er kastað fram í ræðu og riti að á Íslandi sé heimsins tærasta, besta og hollasta vatn. Vissulega er víða afbragðsgott drykkjarvatn hérlendis, tært og hreint, en sums staðar er mengað vatn notað til drykkjar og matvælaiðnaðar vegna þess að á betra er ekki völ. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 24 orð

Málaðar tröppur

Málaðar tröppur TRÖPPUR er hægt að fegra með ýmsu móti. Hér hefur framtaksamur húseigandi málað tröppur sínar með blómamunstri og það kemur bara vel út. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 44 orð

Máluð arinhlíf

MARGIR hér á landi eru með arinn í stofunni sinni en vilja ekki hafa eld í honum nema hluta af árinu. Hér er mynd af eins konar arinhlíf, sem er máluð og sem sýnir aldur arinsins. Aðrar myndir gætu auðvitað verið eins góðar. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 105 orð

Myndarleg endurnýjun á einbýlishúsi

HÚSIÐ Ennisbraut 6 í Ólafsvík, áður nefnt Svarfhóll, á sér langa sögu, allt frá því að vera eitt glæsilegasta húsið í byggðarlaginu til sárustu niðurlægingar. Var svo komið að húsið var bundið niður með köðlum. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 34 orð

Myndarlegir púðar

Myndarlegir púðar ÞESSIR púðar myndu sóma sér vel í hvaða sófa sem er og raunar víðar. Einkum er athyglisvert hve myndarlega er gengið frá koddagatinu, það ætti ekki að vera erfitt að þrífa svona púðaver. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 36 orð

Óbyrgt útsýni

ÞAÐ færist æ meira í vöxt að fólk hefur ekki gluggatjöld nema þar sem þau eru nauðsynleg. Hér er borðstofuborðið haft beint fyrir framan stóran glugga svo hægt sé að njóta útsýnisins meðan borðað er. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 47 orð

Sumarbústaðasalerni

ÞETTA snyrtilega litla salerni var auglýst í norsku sumarbústaðablaði í sumar. það fæst í Hytte Butikken t.d. í Sandvika og raunar í ýmsum öðrum norskum bæjum. Það er sagt álíka einfalt í notkun og önnur salerni og taka lítið pláss. Það krefst ekki vatns eða niðurfalls. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 169 orð

Tvílyft parhús við Berjarima

PARHÚS við Berjarima í Grafarvogi í Reykjavík er til sölu hjá fasteignasölunni Bifröst. Hér er um að ræða 164,3 fermetra hús á tveimur hæðum ásamt bílskúr sem er 25,5 fermetrar. Þetta er svo gott sem nýtt hús, það var flutt í það á síðasta ári," segir Pálmi B. Almarsson hjá Bifröst í samtali við Morgunblaðið. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 118 orð

Tvær einbýlishúsalóðir við Einimel

TVÆR lóðir fyrir einbýlishús eru nú til sölu við Einimel í Reykjavík. Eru þær 700 fermetrar hvor og nálægt enda götunnar sem snýr til norðurs. Ekki er sett ákveðið verð á lóðirnar en óskað eftir tilboðum að sögn Ólafs Stefánssonar hjá Fasteignamarkaðnum sem hefur lóðirnar til sölu. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 175 orð

Vel staðsett hús í Mosfellsdal

HÚSEIGN í Mosfellsdal er til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni. Um er að ræða einbýlishúsið Breiðafit, sem er á einni hæð, 155 fermetrar að stærð ásamt bílskúr. Að sögn Bjarkar Valsdóttur hjá Fasteignamiðstöðinni er þetta timburhús, byggt árið 1974. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 234 orð

Verslunarhúsnæði með byggingarrétti

HJÁ fasteignasölunni Þingholti er til sölu verslunar- og skrifstofu húsnæði að Hverfisgötu 33 í Reykjavík. Húsið er 930 fermetrar alls að flatarmáli. Leyfilegt er að stækka húsið í átt að Klapparstíg. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 1300 orð

Vistlegri hverfi með minni umferð og minnkandi slysahættu

Í TVEIMUR hverfum í Reykjavík standa nú yfir aðgerðir til þess að lækka umferðarhraðann og verður leyfilegur hámarkshraði þar 30 km á klukkustund. Með því á að freista þess að draga úr slysum, beina óþarfa umferð frá hverfunum og gera þau vistlegri og vænlegri til íbúðar. Þessi hverfi eru hluti af Hlíðunum og Laugarneshverfi. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 189 orð

Vistlegri hverfi og færri slys

YFIRVÖLD Reykjavíkurborgar hafa ákveðið að merkja sérstaklega tvö til þrjú íbúðahverfi borgarinnar á ári til aldamóta sem 30 km hverfi. Með því er annars vegar verið að draga úr mengun og hávaða og beina gegnumumferð frá hverfunum auk þess sem slysahætta er talin minnka verulega við slíkar aðgerðir. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 661 orð

Yfir 60 lóðum úthlutað á tveimur árum

LÓÐUM fyrir meira en 60 íbúðir hefur verið úthlutað á Selfossi frá því árið 1994 og til dagsins í dag. Alls hefur á þessum tíma verið úthlutað 29 lóðum fyrir einbýlishús og 32 í parhúsuum. Í ár hefur af þessum fjölda verið úthlutað lóðum undir 11 einbýlishús og 8 parhús. Meira
20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

20. ágúst 1996 | Fasteignablað | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

20. ágúst 1996 | Úr verinu | 361 orð

Aflaverðmæti nemur um 70 milljónum

RÆKJUFRYSTITOGARINN Pétur Jónsson RE 69 kom til hafnar sl. laugardagskvöld með einn mesta rækjuafla, sem vitað er til að fengist hafi í einni veiðiferð. Skipið var með fullfermi, alls 403 tonn, sem veiddust á hefðbundinni rækjuslóð norður af landinu. Togarinn var fjórar vikur í túrnum og nemur aflaverðmæti um 70 milljónum kr. Skipstjóri var Bjarni Sveinsson. Meira
20. ágúst 1996 | Úr verinu | 284 orð

Haukur GK á makrílveiðar

HAUKUR GK úr Sandgerði hélt í síðustu viku til makrílveiða í Síldarsmugunni en fregnir hafa borist af góðri makrílveiði rússneskra togara þar í sumar. Að sögn Eyþórs Jónssonar, hjá Jóni Erlingssyni hf., hefur veiði verið léleg sem af er. Jóna Eðvalds SF, sem verið hefur á makrílveiðum í færeysku lögsögunni, er komin til Hafnar í Hornafirði en leyfið til makrílveiðanna þar rann út 15. Meira

Ýmis aukablöð

20. ágúst 1996 | Dagskrárblað | 153 orð

17.00 Spítalalíf (MASH)

17.00 Spítalalíf (MASH) 17.30 Taumlaus tónlist 20.00 Lögmál Burkes (Burke's Law) Sakamálamyndaflokkur um rannsóknarlögreglumanninn Amos Burke 21. Meira
20. ágúst 1996 | Dagskrárblað | 130 orð

17.50Táknmálsfréttir

17.50Táknmálsfréttir 18.00Fréttir 18.02Leiðarljós (457) 18.45Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan 19.00Barnagull Sá hlær best sem síðast hlær Rúmenskur teiknimyndaflokkur. (9:21) Hlunkur Breskur teiknimyndaflokkur. (25:26) Meira
20. ágúst 1996 | Dagskrárblað | 677 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Arnaldur Bárðarson flytur. 7.00 Morgunþáttur Rásar 1. 7.30 Fréttayfirlit. 7.31 Fréttir á ensku. 7.50 Daglegt mál. Þórður Helgason flytur þáttinn. 8. Meira
20. ágúst 1996 | Dagskrárblað | 128 orð

Taggart og engilsaugun

22.00Framhaldsmynd Í kvöld hefst í Sjónvarpinu syrpa þriggja þátta í skoskum sakamálamyndaflokki sem kenndur er við Taggart og nefnist Engilsaugu (Angel Eyes) Þótt hinn geðstirði en jafnframt úrræðagóði rannsóknarlögregluforingi Taggart sé nú horfinn af sjónarsviðinu halda félagar hans á lögreglustöðinni í Glasgow áfram að glíma við morðmál sem Meira
20. ágúst 1996 | Dagskrárblað | 755 orð

ÞRIÐJUDAGUR 20.8. BBC PRIME 3.00

ÞRIÐJUDAGUR 20.8. BBC PRIME 3.00 When in Italy 4.30 Rcn Nursing Update Unit 43 5.00 BBC Newsday 5.30 Melvin & Maureen 5.45 The Lowdown 6.05 Five Children and It 6.30 Turnabout 7.00 Dr Who 7. Meira
20. ágúst 1996 | Dagskrárblað | 119 orð

ö12.00Hádegisfréttir 12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.0

12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00Sesam opnist þú 13.30Trúðurinn Bósó 13.35Umhverfis jörðina í 80 draumum 14.00Berserkurinn (Demolition Man) Hasarmynd sem gerist í framtíðinni en hefst árið 1996. Meira
20. ágúst 1996 | Dagskrárblað | 176 orð

ö17.00Læknamiðstöðin 17.25Borgar

17.25Borgarbragur (The City) 17.50Á tímamótum (Hollyoaks) (2:38) (e) 18.15Barnastund Orri og Ólafía. Mörgæsirnar. 19.00Fótbolti um víða veröld (Futbol Mundial) Fróðlegur þáttur um allt það helsta sem er að gerast í knattspyrnunni. 19. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.