Greinar fimmtudaginn 22. ágúst 1996

Forsíða

22. ágúst 1996 | Forsíða | 61 orð

Bjöllur uppræta sólböðin

SEGJA má að maríubjöllur hafi lagt undir sig vinsæla baðströnd við Sheerness á suðurströnd Englands. Allavega hafa þær stökkt sóldýrkendum á braut en þeir þekja ströndina venjulega eins og mý á mykjuskán á þessum árstíma. Bjöllubreiðurnar eru um allan sandinn og nágrenni, en á myndinni, sem tekin var í gær, hafa þær gert sig heimakomnar á rimlagirðingu. Meira
22. ágúst 1996 | Forsíða | 341 orð

Fórnarlömb beðin fyrirgefningar

F.W. DE KLERK, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, harmaði í gær að svo margir hefðu þjáðst vegna aðskilnaðarstefnunnar, apartheid, í valdatíð Þjóðarflokksins. Iðrunin væri einlæg, "við höfum kropið og beðið almáttugan Guð um fyrirgefningu". Meira
22. ágúst 1996 | Forsíða | 346 orð

Lebed lofar að hindra gereyðingu Grosní

RÚSSNESKI herinn gerði loft- og sprengjuárásir á Grosní í nokkrar klukkustundir í gær en mikil óvissa ríkti enn um stefnu stjórnvalda í Rússlandi í málefnum héraðsins. Árásunum linnti er Alexander Lebed, formaður rússneska öryggisráðsins, kom til Grosní og síðdegis samdi hann um vopnahlé við Aslan Maskhadov, formann tsjetsjenska herráðsins. Mun hann funda að nýju í dag með leiðtogum Tsjetsjena. Meira
22. ágúst 1996 | Forsíða | 136 orð

Óperan við Bastillutorg að hrynja?

VANDRÆÐI óperuhússins við Bastillutorg, stolts Frakka, virðist engan enda ætla að taka. Til viðbótar fyrri hremmingum bætist nú við, að framhlið hússins rándýra er farin að molna. Óperuhúsið hefur verið sveipað öryggisneti til að múrbrot úr hvítum útveggjum hátæknihússins falli ekki ofan á vegfarendur. Meira
22. ágúst 1996 | Forsíða | 71 orð

Þota fram af flugbrautinni

Reuter Þota fram af flugbrautinni BOEING-707 farþegaþota flugfélagsins EgyptAir eyðilagðist í lendingu í Istanbúl í gær en 120 farþegar, sem um borð voru, sluppu vel, aðeins 20 slösuðust lítillega. Meira

Fréttir

22. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 148 orð

200 plöntur gróðursettar

Barðaströnd-Það má með sanni segja að Barðstrendingar sem og reyndar aðrir landsmenn hafi verið óvenju heppnir með veðurfar í sumar. Er óhætt að fullyrða að sumarið sé með þeim hlýjari sem við höfum fengið um árabil. Ekki er endilega hægt að státa af mjög sólríku sumri en það hefur ekki rignt eins mikið og undanfarin sumur. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 292 orð

Aðeins 8,4% lána erutil 15 eða 40 ára

BÚIÐ er að afgreiða eða veita lánsloforð vegna húsbréfalána fyrir tæpa 8,9 milljarða króna hjá húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá áramótum, skv. upplýsingum sem fengust hjá stofnuninni í gær. Meira
22. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 430 orð

Afgreiðslutími aukinn og útlánasal breytt

TÖLUVERÐAR breytingar eru í vændum hjá Amtsbókasafninu á Akureyri á næstunni, afgreiðslutími verður lengdur, starfsfólki fjölgað, útlánasal verður breytt og tekin upp tölvuvæðing útlána. Þá vænta forsvarsmenn safnsins þess að ekki líði á löngu að hafist verði handa við viðbótarbyggingu. Meira
22. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 345 orð

Arafat hafnar kröfum Ísraela

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hafnaði í gær þeirri kröfu Ísraela að brotthvarf ísraelskra hermanna frá borginni Hebron yrði að tengjast því að Frelsissamtök Palestínumanna (PLO) hættu starfsemi sinni í Austur-Jerúsalem. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 96 orð

Atferlismeðferð einhverfa

R.S. Fillete sálfræðingur heldur fræðslufund um atferlismeðferð einhverfra á vegum Umsjónarfélags einhverfra fimmtudaginn 22. ágúst klukkan 20.30 á barna- og unglingageðdeild Landsspítalans. Í fréttatilkynningu segir: "R.S. Fillete sem er með masterpróf í sálfræði hefur sl. 3 ár unnið samkvæmt aðferðum Dr. Loovas með einvherf börn. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 746 orð

Árangur nemenda stórbatnaði eftir breytingu

Árangur nemenda Skiljeboskólans í Vesterås í Svíþjóð í samræmdum prófum í stærðfræði og ensku hefur tekið stökk upp á við eftir að áfangakerfi hefur verið við lýði þar sl. tvö ár. Ráðgjafi við skólann á fyrstu skrefum þess til áfangakerfis var Þorlákur Helgason, sem nú er búsettur í Svíþjóð. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 156 orð

Átelja seinagang í viðræðum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun félagsfundar Læknafélags Vestfjarða sem samþykkt var einróma 20. ágúst sl.: "Fundur í Læknafélagi Vestfjarða haldinn á Ísafirði þriðjudaginn 20. ágúst 1996 átelur harðlega þann seinagang sem er í viðræðum milli samninganefndar Læknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 200 orð

Átján arnarungar að verða fleygir

FUGLAFRÆÐINGAR eru ekki ánægðir með arnarvarpið á þessu ári þrátt fyrir að jafnmörg pör hafi ekki orpið í tugi ára. Kristinn Skarphéðinsson fuglafræðingur sagði að frést hefði af fimmtán pörum sem hefðu náð að koma upp ungum og væru átján ungar að verða fleygir þessa dagana. Meira
22. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 307 orð

Betri horfur í Kína

Reuter Betri horfur í Kína ÁSTAND á flóðasvæðunum í suðausturhluta Kína hefur heldur færst í betra horf og ekki lengur talin hætta á að flóðvarnargarðar við Dongting-vatn í Hunanhéraði bresti. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 284 orð

Bíla má hvíla

HVÍLDARDAGUR einkabílsins er í dag í Reykjavík. Kjörorð dagsins eru "Bíla má hvíla". Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif bílaumferðar á umhverfi, heilsu og efnahag og hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum hennar með því að taka strætó, ganga, hjóla eða vera samferða öðrum í bíl. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð

Bjartviðri sunnanlands

GERT er ráð fyrir norðan- og norðaustanátt um helgina og þar með þurru og björtu veðri sunnanlands. Því ætti að viðra til málningarvinnu í þeim landshluta. Hins vegar býst Veðurstofan við rigningu eða súld um norðanvert landið. Veður fer heldur kólnandi. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 708 orð

Björgunarvestin sönnuðu gildi sitt

GÓÐUR fatnaður, björgunarvesti og hárrétt viðbrögð björguðu lífi tveggja manna um fimmtugt sem voru hætt komnir þegar báti þeirra hvolfdi á Kvíslavatni sunnan Hofsjökuls í fyrrakvöld. Mennirnir tveir, Gylfi Gunnarsson og Björgúlfur Þorvarðarson, voru við netaveiðar á þessum slóðum en þriðji félaginn, Guðjón Valdimarsson, beið þeirra í landi. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 96 orð

Brottför undirbúin

VARÐSKIPIÐ Óðinn siglir í dag í Smuguna til að þjónusta íslensk skip sem þar eru á veiðum, en þau eru nú tæplega 50 talsins. Mikið annríki var við skipið í gær, þegar vistir fyrir úthaldið voru fluttar um borð en það verður að minnsta kosti um sex vikna langt. Að sögn Kristjáns Þ. Meira
22. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Djass í Deiglunni

TÚBORGDJASS Listasumars og Café Karolínu er nú á lokaspretti. Aðsókn hefur verið einkar góð í sumar sem og undirtektir, enda valinkunnir djassarar sem fram hafa komið. Í kvöld leiða saman hesta sína Stokkhólmsbúarnir Ari Haraldsson á tenórsaxafón og Sebastian Notini á trommur, en með þeim spila Tómas R. Einarsson á bassa og Ómar Einarsson á gítar. Þeir byrja að spila kl. 21. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 573 orð

Einstakar ár mögu- lega ofveiddar

Á HEILDINA litið verður laxveiðisumarið 1996 ekki í minnum haft fyrir mikil og góð aflabrögð. Undantekningar eru þó fyrir hendi, sérstaklega suðvestan- og vestanlands. Norðanlands hefur verið aflabrestur í smálaxi og veiði byggst upp á stórlaxagöngunum sem voru í meðallagi að margra mati. Meira
22. ágúst 1996 | Miðopna | 422 orð

Erfiðara verður að selja lóðir

"EINS og aðrir landeigendur myndum við auðvitað hagnast á því að hagnaður af gjallnáminu færi í að byggja upp vatnsveitu fyrir sumarbústaðina enda myndu sumarbústaðalóðirnar væntanlega hækka í verði. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 252 orð

Fágætum bókum stolið

FÁGÆTUM bókum sem metnar eru á allt að eina milljón króna var stolið af heimili Valdimars Tómassonar, 25 ára gamals bókasafnara í Reykjavík, um síðustu helgi. Valdimar hefur í mörg ár safnað fyrstu útgáfu ljóðabóka eftir íslensk skáld. Meira
22. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Fjórða ársþingið

FJÓRÐA ársþing Sambands sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra verður haldið að Löngumýri í Skagafirði og hefst það á morgun, föstudaginn 23. ágúst. Málefni grunnskólans og atvinnumál verða í öndvegi, Sigurjón Pétursson hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, flytur framsögu um tekjutilfærslu frá ríki til sveitarfélaga vegna yfirfærslu grunnskólans, Meira
22. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 172 orð

Fyrsta áfanga að ljúka

Í þessari viku lýkur fyrsta áfanga í stóru verkefni í fornleifarannsóknum í landi Hofsstaða í Mývatnssveit. Frá því í byrjun mánaðarins hefur hópur fornleifafræðinga, innlendra og erlendra, unnið við rannsóknir við fornbæ, sem þar fannst og talinn er vera frá 10. og 11. öld. Mikið af mannvistar-leifum fundist Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 369 orð

Geitungabú upprætt Skordýralíf almennt blómlegt í sumar

AÐALGEITUNGATÍMINN er í ágústmánuði og fram í byrjun september en sökum góðs tíðarfars í sumar hafa geitungarnir verið heldur fyrr á ferðinni en venjulega, að sögn Erlings Ólafssonar skordýrafræðings, sem stendur á þessum árstíma í ströngu við að uppræta geitungabú. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 281 orð

Grímsneshreppur fengi um 200 milljónir í sinn hlut

GAGNRÝNISVERT er að mati Valdórs Bóassonar, talsmanns sumarbústaðaeigenda í Grímsnesinu, að hvergi í nýlegum úrskurði umhverfisráðherra skuli vera nákvæmlega tilgreint hversu mikið magn af gjalli Selfosskaupstaður og Grímsneshreppur hafi leyfi til að taka úr námu í Seyðishólum í Grímsnesi. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Gæsaveiðitíminn hafinn

BYRJA mátti að veiða gæs á þriðjudaginn. Hefur Náttúrufræðistofnun Íslands hvatt veiðimenn til að senda stofnuninni vængi af veiddum fuglum og merki sem þeir kunna að finna. Leiðangur fór á vegum stofnunarinnar og bresku stofnunarinnar Wildfowl & Wetland Trust um Norðurland til að merkja gæsir. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 346 orð

Helmingur rækjuverksmiðja hyggur á lokun

NÁLÆGT helmingur rækjuverksmiðja í landinu hyggur á stöðvun reksturs í ótiltekinn tíma í von um að það megi verða til þess að hafa hagstæð áhrif á ástandið á rækjumörkuðum. Töluverð birgðasöfnun hefur orðið vegna sölusamdráttar auk þess sem framleiðendur hafa orðið fyrir verulegri verðlækkun á mörkuðum. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð

KR-ingar áfram

NAFN KR verður í hattinum þegar dregið verður í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa á morgun, en KR lagði Mozyr frá Hvíta­Rússlandi 1:0 á Laugardalsvellinum í gær. Það var Einar Þór Daníelsson, sem hér sést, sem skoraði undir lok leiksins, en fyrri leik liðanna lauk með 2:2 jafntefli. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 137 orð

LEIÐRÉTT Nöfn féllu niður Lína féll nið

Lína féll niður í vinnslu fréttar um umsóknir um stöðu framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga í blaðinu í gær. Meðal tíu umsækjenda voru Kristinn Jón Jónsson, rekstrarstjóri á Ísafirði, og Kristján Jón Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri Flateyrarhepps. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 105 orð

Leikgarður í Garðabæ

LEIKGARÐUR var opnaður í gær á opnu svæði nálægt Vífilsstaðalæk, milli Smáraflatar og Lindaflatar í Garðabæ. Kostnaður við verkið nemur um ellefu milljónum króna, en unnið hefur verið að garðinum frá 1993. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 221 orð

Meirihluti vill aðskilnað ríkis og kirkju

MEIRIHLUTI fólks vill aðskilnað ríkis og kirkju, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Gallup. Af þeim sem tóku afstöðu kváðust rúmlega 58% vera hlynnt aðskilnaði en tæplega 42% andvíg. Hlutfallslega fleiri höfuðborgarbúar eru hlynntir aðskilnaði en landsbyggðarbúar en fylgi við aðskilnað minnkar með hækkandi aldri annars vegar og lækkandi tekjum hins vegar. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 570 orð

Miklar líkur á opnun laxastiga í Elliðavatni

MIKLAR líkur eru á því að laxastiginn við stífluna í Elliðavatni verði opnaður í september. Fisksjúkdómanefnd fundar um málið upp úr næstu mánaðamótum og Gísli Jónsson fisksjúkdómafræðingur, ráðgjafi nefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að miðað við núverandi forsendur væri ekkert því til fyrirstöðu að stiginn yrði opnaður. Meira
22. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 497 orð

Norrænt samstarf nýtt til áhrifa á ESB-löggjöf

DÓMSMÁLARÁÐHERRAR Norðurlandanna samþykktu á fundi sínum í Naantali í Finnlandi á mánudag nýja samstarfsáætlun um löggjafarsamstarf Norðurlandanna. Í áætluninni kemur meðal annars fram að nýta skuli norrænt samstarf til að Ísland og Noregur fái upplýsingar um nýja löggjöf Evrópusambandsins strax á undirbúningsstigi og geti haft áhrif á mótun hennar. Meira
22. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 155 orð

Nýr grasvöllur í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Í sumar hafa verið miklar framkvæmdir við íþróttavöllinn í Stykkishólmi. Völlurinn var malarvöllur og hefur verið erfitt að halda honum í viðunandi ástandi og eins þykja slíkir vellir ekki heppilegir til íþróttaiðkana. Því var ráðist í það verk að breyta malarvellinum í grasvöll. Meira
22. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 376 orð

Powell eflir Dole en forskot Clintons eykst

COLIN Powell, fyrrverandi forseti bandaríska herráðsins, kom óvænt fram á kosningafundi Bobs Doles, forsetaefnis repúblikana, með fyrrverandi hermönnum í fyrrakvöld. Powell nýtur mikillar virðingar og vinsælda meðal Bandaríkjamanna vegna þáttar hans í Persaflóastyrjöldinni og þátttaka hans í kosningabaráttunni þykir þýðingarmikil fyrir Dole. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 195 orð

Ráðstefna um dyslexíu

ÍSLENSKA dyslexíufélagið ásamt Námsráðgjöf HÍ og Endurmenntunardeild KHÍ stendur fyrir ráðstefnu um dyslexíu dagana 23.­25. ágúst. Ráðstefnan verður haldin í stofu 101 í Odda og er þegar orðið fullbókað. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 201 orð

"Sannar réttmæti veiðiheimilda"

NÝLEG talning á hreindýrum á Austurlandi sýnir að þau eru tæplega 400 fleiri en kom í ljós við talningu í byrjun júlí, en þá fundust 704 dýr. Alls fundust nú 1.097 dýr en í júlí í fyrra fannst 1.031 dýr. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 321 orð

Segir ástandið koma verst niður á öldruðum

ÓLAFUR Ólafsson landlæknir kveðst hafa sérstakar áhyggjur af öldruðu fólki vegna þess ástands sem skapast hefur í heilbrigðisþjónustunni eftir uppsagnir heilsugæslulækna. Hann segir að aldraðir bíði fremur en aðrir með vandamál sín sem hugsanlega geti haft alvarlegar afleiðingar. Landlæknir segir að ekki megi lengur bíða eftir lausn kjaradeilunnar. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 180 orð

Seldi bílinnog fór að hjóla

TÓMAS Maríusson steig skrefið til fulls fyrir tveimur árum, en þá ákvað hann ekki aðeins að hvíla bílinn, heldur að selja hann. Síðan hefur Tómas farið allra sinna ferða hjólandi og oftar en ekki má sjá hann með syni sína tvo í kerru aftan í ­ eða að þeir hjóla á sínum eigin hjólum við hlið föður síns. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Síðsumarferð Árbæjarsafnaðar

ÁRBÆJARSÖFNUÐUR fer í sína árlegu síðsumarferð sunnudaginn 25. ágúst. Lagt verður af stað frá Árbæjarkirkju kl. 9 og haldið austur til Víkur í Mýrdal. Á leiðinni verður ekið upp að Sólheimajökli ef veður leyfir. Guðsþjónusta verður í Víkurkirkju kl. 14 þar sem staðarprestur, sr. Haraldur M. Kristjánsson, predikar en sóknarpestur Árbæjarsafnaðar þjónar fyrir altari. Meira
22. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 323 orð

Sprakk eldsneytistankur þotu TWA?

HVELLURINN, síðasta hljóðið sem heyrist á hljóðrita TWA-þotunnar, sem fórst við Long Island í New York 17. júlí sl., svipar fremur til eldsneytissprengingar en til skerandi hljóðs frá sprengjunni sem grandaði breiðþotu Pan American yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988. Meira
22. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 424 orð

Steinullarverksmiðjan sigraði

Sauðárkróki-Skemmtileg keppni í raftsiglingum niður Jökulsá vestari í Skagafirði fór fram á dögunum og var það fyrirtækið Hestasport ­ Ævintýraferðir ásamt Áningu, ferðaþjónustu á Sauðárkróki, sem voru aðalframkvæmdaaðilar keppninnar. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Sveppatínslu- og skógarferð í Heiðmörk

HIÐ íslenska náttúrufræðifélag og Ferðafélag Íslands efna til sveppatínslu og skógarskoðunarferðar í Heiðmörk. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni (austanveðri) kl. 13 laugardaginn 24. ágúst og ekið upp í Heiðmörk með viðkomu í Mörkinni 6. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Tillagna að vænta

VIÐSKIPTARÁÐHERRA mun á næstunni leggja frumvarp fyrir ríkisstjórn þar sem kveðið er á um að ríkisbönkunum, Landsbanka og Búnaðarbanka, verði breytt í hlutafélög. Samráðsnefnd sem viðskiptaráðherra skipaði skilaði tillögum sínum um formbreytingu ríkisbankanna í frumvarpsformi til ráðherra í maí og hafa þær verið til skoðunar í viðskiptaráðuneytinu síðan. Meira
22. ágúst 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Tvö hundruð manns heimsóttu Klaustursel

Vaðbrekka, Jökuldal-BÆNDUR á fimmtíu og fimm bæjum á landinu buðu gestum til sín sl. sunnudag. Hér á Austurlandi, á svæðinu frá Vopnafirði til Hornafjarðar voru sjö bændur er buðu til sín gestum af þessu tilefni. Klaustursel á Jökuldal var einn þessara bæja en þar búa hjónin Ólavía Sigmarsdóttir og Aðalsteinn I. Jónsson. Meira
22. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 135 orð

Umferðarfræðsla fyrir þau yngstu

UMFERÐARRÁÐ, skipulagsnefnd Akureyrar og lögreglan, efndu til umferðarfræðslu í vikunni fyrir börn fædd árin 1990 og '91, í samvinnu við leikskóla og grunnskóla Akureyrar. Fjölmörg börn sóttu umferðarfræðsluna, svo og fjöldi foreldra. Meira
22. ágúst 1996 | Miðopna | 1653 orð

Umhverfisslys eða eðlileg nýting?

Umhverfisráðherra hefur heimilað Grímsneshreppi og Selfosskaupstað takmarkað gjallnám í Seyðishólum í Grímsnesi. Anna G. Ólafsdóttir komst að því að sumarbústaðaeigendur telja úrskurð umhverfisráðherra meingallaðan enda komi ekki fram í honum hversu mikið gjall megi taka úr hólunum. Oddviti Grímsneshrepps nefnir 5 til 6 milljónir rúmmetra. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Unnið að hönnun

VEGAGERÐIN hefur skipað hönnunarhóp um Suðurstrandarveg, það er veginn með ströndinni milli Grindavíkur og Þorlákshafnar. Inn í athugunina á að taka þá tvo ófullgerðu vegi sem honum tengjast, Krýsuvíkurveg og Nesveg. Hönnunarhópurinn er skipaður í framhaldi af breytingu þessa vegar í stofnveg. Meira
22. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 443 orð

Uppvísir að klúðri

REIÐI almennings í Belgíu beindist í gær að lögreglunni, þegar útdrættir úr skýrslum voru birtir í blöðum, sem sýndu fram á röð mistaka, klúðurs og tapaðra tækifæra í vinnubrögðum lögreglunnar við rannsókn barnarána á undanförnum misserum. Meira
22. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 95 orð

Veitingar í fjósinu

Laxamýri-MJÖG gestkvæmt var í Aðaldal um helgina þegar bændur buðu gestum og gangandi heim, en þrír bæir hér tóku þátt í þessu verkefni að þessu sinni. Í Fagranesi sýndi Stefanía Guðmundsdóttir mjaltir og bauð auk þess upp á veitingar í fjósinu. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 203 orð

Vilja tilsjónarmann

STJÓRN heilsugæslunnar á Patreksfirði hefur ákveðið að óska eftir því við heilbrigðisráðherra að tilsjónarmaður verði skipaður með stofnuninni. Óskin er þó skilyrðum háð, að sögn Steindórs Ögmundssonar, formanns stjórnar. Jafnframt var tekin sú ákvörðun að víkja framkvæmdastjóra heilsugæslunnar úr starfi. Meira
22. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 355 orð

Vinnur Karpov heiminn? ANATÓLÍ Karpov, heimsme

ANATÓLÍ Karpov, heimsmeistari í skák, hyggst tefla gegn heimsbyggðinni á alnetinu (Internet) og hefst viðureignin nk. mánudag. Eftir hvern leik Karpovs hefur heimsbyggðin 10 mínútur til að finna mótleik. Tölva finnsks miðlunarfyrirtækis finnur þann leik sem flestir stinga upp á hverju sinni og leikur honum. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Þegar verði gengið til samninga

Á FUNDI sem Héraðslæknirinn á Suðurlandi boðaði til með stjórnendum heilbrigðisstofnana, fulltrúum sveitarfélaga og þingmönnum kjördæmisins, vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í heilsugæslunni við uppsagnir heimilislækna, var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: Meira
22. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 166 orð

Þjóðverji í Gallerí+

GALLERÍ+ í Brekkugötu 35 á Akureyri verður opnað aftur eftir sumarleyfi, næstkomandi sunnudag kl. 16 með sýningu þjóðverjans Knut Eckstein. Hann stundaði nám í skipasmíðum og myndlistarnám í Hochschule für Künste í Bremen í Þýskalandi. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og haldið sjö einkasýningar í Frakklandi og Þýskalandi. Meira
22. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 146 orð

Þrifnaðarátak í Húsavík

Húsavík-Þó Húsavík eigi ekkert sérstakt afmæli á þessu ári gangast heilbrigðisfulltrúinn, lögreglan og Umhverfismálaráð Húsavíkur fyrir sérstöku umhverfisátaki vikuna 19.­26. þessa mánaðar. Meira
22. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 29 orð

(fyrirsögn vantar)

SAMFELLDAR aðalleiðir eru merktar með grænu á kortinuog tengileiðir með rauðu. Þær helstu eru leiðin frá Ægisíðuupp í Árbæ, sem stundum hefur verið nefnd Fossvogsstígur,leiðin meðfram Miklubraut og Laugardalsstígurinn meðframSuðurlandsbraut. Meira

Ritstjórnargreinar

22. ágúst 1996 | Staksteinar | 328 orð

»Menningarnótt TVÖ dagblöð fjölluðu í leiðurum sl. þriðjudag um menningarnótt

TVÖ dagblöð fjölluðu í leiðurum sl. þriðjudag um menningarnótt höfuðborgarinnar og eru sammála um, að hún hafi sett betri svip á borgarlífið en drykkjuskapurinn, sem setur oft blett á miðbæinn um helgar. Tónninn Meira
22. ágúst 1996 | Leiðarar | 492 orð

NÓG KOMIÐ AF RÍKISSTYRKJUM ALA á íslenzku lambakjöti í Ban

NÓG KOMIÐ AF RÍKISSTYRKJUM ALA á íslenzku lambakjöti í Bandaríkjunum hefur ekki gengið sem skyldi. Fram hefur komið að forsvarsmenn Áforma, verkefnis um útflutning á gæðavörum, hyggist draga verulega úr stuðningi við markaðsstarfið vestra. Meira

Menning

22. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 216 orð

1.000 gáfnaljós hittast í London

EITT þúsund félagsmenn í Mensa, félagi fólks með háa greindarvísitölu, hittust í London í vikunni í tilefni 50 ára afmælis þess. Á meðal félagsmanna er bandaríska óskarsverðlaunaleikkonan Geena Davis og Benjamin Wood, þriggja ára, sem þegar er farinn að kynna sér heimsbókmenntirnar Einungis fólk með greindarvísitölu upp á 148 stig eða hærri fær inngöngu. Meira
22. ágúst 1996 | Tónlist | 284 orð

Að halda tónleika?

Arnhildur Valgarðsdóttir hélt sína aðra tónleika og lék verk eftir Chopin, Rautavaara og einnig var frumflutt stutt verk eftir Arnhildi. Þriðjudagurinn 20. ágúst, 1996. Á FYRRI hluta tónleikanna lék Arnhildur allar ballöðurnar eftir Chopin en þessi glæsiverk hafa af mörgum verið talin mestu píanóskáldverk Chopins. Meira
22. ágúst 1996 | Menningarlíf | 117 orð

Agatha sýnir á Stokkseyri

NÚ STENDUR yfir 15. einkasýning Agöthu Kristjánsdóttur í kaffihúsinu Við fjöruborðið á Stokkseyri. Agatha er Reykvíkingur fædd 1935. "Hugur henar hefur hneigst til myndlistar hin síðari ár og hefur hún starfað í rúman áratug að henni. Hún hefur aflað sér þekkingar í gegnum sjálfsnám og sótt hin ýmsu námskeið sem í boði hafa verið. Meira
22. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 93 orð

Berir Hollywood magar

NÝJASTA sumartískan í Hollywood er að skarta berum maga þannig að í naflann sést og eru það einkum konur sem láta sjá sig þannig útlítandi. PAMELA Andersson íbyggin á svip með magann beranog fráhneppta efstu tölunaá stuttbuxunum. Meira
22. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 65 orð

Burt hrifinn af Pandoru

Á ÞESSARI mynd sést bandaríski leikarinn Burt Reynolds ásamt unnustu sinni, Pam Seals, á tali við Pandoru Peaks við frumsýningu myndarinnar "Striptease" þar sem Burt leikur aðalhlutverk á móti Demi Moore. Burt hefur löngum rennt hýru auga til íturvaxins líkama Pandoru sem státar af stærstu brjóstum í heimi. "Hún hefur flottasta líkama sem ég hef séð á ævi minni," segir Burt. Meira
22. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 110 orð

Einstein teiknar skopmyndir í Vogue

ÖISTEIN Kristiansen frá Noregi, sem hefur tekið sér listamannsnafnið Einstein, teiknar skopmyndir af frægu fólki sem birtast reglulega í tískublöðum eins og Vogue og Elle. Fyrir sex árum ákvað hann að fara í heimsreisu og til að vinna fyrir sér tók hann sér penna í hönd og teiknaði myndir af fólki á götunum. Meira
22. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 109 orð

Feit fegurðardrottning áfram drottning

UNGFRÚ Alheimur, Alicia Machado frá Venesúela, sem svipta átti titlinum vegna 12 aukakílóa sem hún ber, mun halda titilinum þrátt fyrir aukakílóin, að sögn stjórnarmanns keppninnar í Venesúela. "Hún á augljóslega við offituvandamál að stríða sem hefur áhrif á gerða fyrirsætusamninga, en það þýðir ekki að hún verði svipt titlinum," sagði háttsettur stjórnarmaður keppninnar. Meira
22. ágúst 1996 | Menningarlíf | 81 orð

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

Í DAG, fimmtudag leikur Árni Arinbjarnarson, organisti í Grensárskirkju á hádegistónleikum Hallgrímskirkju. Á efnisskránni verður Prelúdía og fúga í c-moll eftir Bach, Sónata í A-dúr op. 65 nr. 3 við sálminn Aus tichter Not schrei ich zu dir eftir Mendelssohn og Tokkötu og fúgu í D-dúr eftir Max Reger. Meira
22. ágúst 1996 | Menningarlíf | 136 orð

Konur íVínarfílharmóníuna

FÍLHARMÓNÍUHLJÓMSVEIT Vínarborgar mun ráða konur til vinnu vegna þess að ekki er völ á nógu mörgum, hæfum, karlkyns hljóðfæraleikurum, að því er stjórnandi hljómsveitarinnar greindi frá á þriðjudagskvöld. Hljómsveitin hefur verið eitt síðasta vígi karlmanna í Austurríki. Meira
22. ágúst 1996 | Menningarlíf | 110 orð

Kristinn G. sýnir í Den Haag

SÝNING á verkum Kristins G. Jóhannssonar var opnuð í Den Haag í Hollandi 9. ágúst síðastliðinn. Sýningin er í Galerie Anton Gidding við Mauritskarte. "Að þessu sinni sýnir Kristinn 18 olíumálverk sem öll eru unnin síðustu tvö ár og hafa tilvísanir til íslenskrar náttúru með þeim hætti sem listamaðurinn hefur tamið sér undanfarinn áratug eða svo. Meira
22. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 68 orð

Listunnandinn lánar höfuð sitt

Listunnandinn lánar höfuð sitt TENNISKAPPINN orðljóti John McEnroe hefur róast eitthvað í seinni tíð en hann var þekktur fyrir það á tennisvöllunum að bölva meðal annars dómurum og mótshöldurum í sand og ösku. Meira
22. ágúst 1996 | Menningarlíf | 56 orð

Margrét Hug rún sýnir í Kaupmannahöfn

UNG listakona Margrét Hugrún Gústafsdóttir opnar einkasýningu í Gallerí Eat me, á Sortedam Dossering númer 5 við Dronning Lousies brú í Kaupmannahöfn föstudaginn 23. ágúst frá kl. 18-22. Yfirskrift sýningarinnar er "Dressed?". Á sýningunni koma fram tíu einstaklingar klæddir í nekt, segir í kynningu. Sýningin stendur yfir í þrjár vikur. Meira
22. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 58 orð

Meistaralið Ármanns

Á ÞESSARI mynd er lið 1. flokks Ármanns í kvennahandbolta en hann varð Íslands- og Reykjavíkurmeistari í ár. Í aftari röð frá vinstri eru Ingibjörg Jónsdóttir, Guðbjörg Ágústsdóttir, Unnur Sæmundsdóttir, Íris Ingadóttir, Elísabet Albertsdóttir og Margrét Hafsteinsdóttir. Meira
22. ágúst 1996 | Menningarlíf | 91 orð

Miðnætursýning á Stone Free

VEGNA mikillar aðsóknar hefur verið efnt til aukasýningar á leikritinu Stone Free eftir Jim Cartwright annað kvöld kl. 23.30. Stone Free hefur verið sýnt í Borgarleikhúsinu frá 12. júlí og hafa þegar verið 14 sýningar og uppselt á þær allar. Meira
22. ágúst 1996 | Menningarlíf | 98 orð

Rúna sýnir í Þrastalundi

RÚNA Gísladóttir heldur nú sýningu í Þrastalundi í Grímsnesi og munu myndir hennar verða þar til sýnis fram í september. Rúna stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann 1978-82 og einnig í Noregi um tíma. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar auk þess sem hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði hér á landi og erlendis. Meira
22. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 983 orð

Safnfréttir, 105,7

CASABLANCA er heiti á nýjum skemmtistað í miðborginni í Lækjargötu 2 (við hliðina á Tunglinu). Staðurinn verður opnaður á miðnætti föstudagskvöld og ber hið forna nafn Casablanca. Aldurstakmark staðarins er 22 ára og snyrtilegur klæðnaður. Meira
22. ágúst 1996 | Menningarlíf | 102 orð

Samsýning í Úmbru

Í DAG kl. 17-19 verður opnuð sýning í Gallerí Úmbru á Bernhöftstorfu á verkum Gests Þorgrímssonar, Rúnu Sigrúnar Guðjónsdóttur og Guðnýjar Magnúsdóttur. Á árunum 1976-1980 vann Guðný með Gesti og Rúnu á vinnustofu þeirra í Reykjavík og á því tímabili héldu þau nokkrar sameiginlegar sýningar, þar á meðal "vinnustofusýningar" á Laugarásveginum. Meira
22. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 69 orð

Síams skjaldbökur

SÍAMSSKJALDBÖKUR skriðu nýlega úr eggi í rannsóknarstofu Hebron háskólans í Ísrael. Mjög sjaldgæft er að samfastir skjaldbökutvíburar fæðist á lífi. Þeim er reyndar ekki hugað langt líf því þeir deila með sér innri líffærum sem gerir það einnig að verkum að ekki er mögulegt að skilja þá að. Starfsmenn háskólans ætla að sjá til þess að tvíburunum líði eins vel og kostur er á meðan líf þeirra varir. Meira
22. ágúst 1996 | Menningarlíf | 76 orð

Síðasti sýningardagur á Blómaskreytingum

SÍÐASTI sýningardagur á Blómaskreytingum eftir Jón Arnar Sverrisson blómaskreytingafræðing í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, er í dag, fimmtudag. Þar sýnir hann skreytingar og skúlptúra úr náttúruefnum. Sögusýning Meira
22. ágúst 1996 | Menningarlíf | 164 orð

Skáldskapur eftir ungar skáldkonur

Í OPNU húsi í Norræna húsinu fimmtudaginn 22. ágúst kl. 20 verður dagskrá í Norræna húsinu í umsjá Þóreyjar Sigþórsdóttur, leikkonu, þar sem kynntur verður skáldskapur eftir nokkrar efnilegustu ungu skáldkonur Íslands. Þetta er seinasta uppfærsla Þóreyjar á þessari dagskrá í Norræna húsinu þetta sumarið. Meira
22. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 104 orð

Stjörnur mála grímur

STJÖRNURNAR eru margar viljugar að leggja góðum málefnum lið. 450 kvikmyndastjörnur, poppstjörnur og aðrar stjörnur brugðust vel við þegar leitað var til þeirra um að taka sér pensil í hönd og skreyta leirgrímur sem selja á í þeim tilgangi að að safna fé fyrir bágstatt ungt fólk. Vonast er til að 100 milljónir króna safnist með sölunni. Meira
22. ágúst 1996 | Menningarlíf | 256 orð

Sumarsöngvar á Hellissandi

SUMARSÖNGVAR nefnast tónleikar sem haldnir verða í félagsheimilinu Röst, Hellissandi, laugardaginn 24. ágúst kl. 20.30. Þar koma fram þrír ungir einsöngvarar, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Íris Erlingsdóttir og Hjörtur Hreinsson og syngja þekkt íslensk einsöngslög og erlend ljóð og óperuaríur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Meira
22. ágúst 1996 | Menningarlíf | 265 orð

Sýning á ljósmyndum Jóns Kaldal

SÝNING á ljósmyndum Jóns Kaldals (1896-1981), Kaldal ­ Aldarminning, verður opnuð í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b, laugardaginn 24. ágúst. Á sýningunni verða á annað hundrað myndir, sem skiptast í þrjá meginhluta: Uppistaða sýningarinnar eru frumeintök mynda Jóns Kaldals, 82 talsins, en stór hluti af þeim myndum var sýndur á sýningu ljósmyndarans, "Svart og hvítt", Meira
22. ágúst 1996 | Leiklist | 391 orð

Við, um okkur, frá Barbie,til okkar!

Dansleikhús með ekka sýndi "Og hún þurrkaði sér í framan eða Leó, ó Leó." Aino Freyja og Kolbrún Anna Björnsdóttir leiklistarnemar, Karen María Jónsdóttir og Erna Ómarsdóttir nútímadansnemar voru með tæplega klukkustundar langa sýningu á sunnudagskvöldið á litla sviði Borgarleikhússins. Þar fengu áhorfendur að sjá svokallað dansleikhús, blöndu af nútímadansi, leik og textaflutningi. Meira
22. ágúst 1996 | Menningarlíf | 121 orð

Yo Yo Ma spilar kántrí

HINN heimskunni sellóleikari Yo Yo Ma mun senda frá sér disk á hausti komanda, en á honum verða ekki sígild verk, heldur amerísk sveitatónlist. Ma hefur gengið til samstarfs við tvo tónlistarmenn í Nashville í Tennessee, höfuðvígi sveitatónlistarinnar, fiðluleikarann Mark O'Connor og bassaleikarann og lagasmiðinn Edgar Meyer. Meira
22. ágúst 1996 | Tónlist | 446 orð

"Það er leikur að læra"

Yip's children's choir og þrír barnakórar í Grensáskirkju þriðjudaginn 20. ágúst kl. 20.30. ÓHÆTT er að segja að sönggleði hafi ríkt í hinni nýju kirkju Grensássafnaðar síðastliðið þriðjudagskvöld þar sem 150 börn voru saman komin til tónleikahalds. Meira

Umræðan

22. ágúst 1996 | Aðsent efni | 387 orð

Dreifibréf prófessorsins

UNDANFARIÐ hefur starfsfólk innan heilsugæslunnar bent undirrituðum á dreifibréf Jóhanns Ágústs Sigurðssonar, prófessors, dags. 02.08. 1996, sem sent var til hjúkrunarfræðinga, starfsfólks í afgreiðslu og annars starfsfólks heilsugæslustöðva. Einnig var vitnað til þessa bréfs í fréttum 19.8. sl. Meira
22. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 365 orð

Ekki við eina fjölina felldur

HINAR góðu ábendingar um íslenzka málnotkun og fróðleiksglefsur um orðtök, sem Mjólkursamsalan lætur prenta á mjólkurfernur, vekja athygli og glæða vafalaust áhuga margra á tungumálinu og notkun orðtaka, rétt eins og á þjóðminjum sem fjallað var um á sama hátt fyrir fáum misserum. Skýring á orðtakinu að einhver sé ekki við eina fjölina felldur sýnist mér þó að geti orkað tvímælis. Meira
22. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 149 orð

Fréttahaukar og hrossagaukar

VIT MÍN hnutu um skrítna frétt á skjánum sl. sunnudagskvöld. Þar sáust á hlaupum útum þúfur glaðbeitt athafnatröll í fylgd sinna vina og kammerata af ýmsu hundakyni. Þau æfðu hrossagauksveiðar. Glaðbeitt andlitin og áfergjan reyndust hluti af æfingunni, því hér á landi eru hrossagaukur friðaður og því engum afla ekið í hlað þann daginn. Fréttamanni tókst að króa af forsvarsmann liðsins. Meira
22. ágúst 1996 | Aðsent efni | -1 orð

Frídagur fyrir bílinn Í Reykjavík, segir Stefán Haraldsson, er 1,1 milljón fermetra af bílastæðum.

NÚ Á að gefa bílnum sumarfrí. Í dag er mælst til þess að Reykvíkingar skilji bílinn eftir heima, gefi honum frí einn dag. Með þessu er meiningin að hvetja fólk til að prófa aðra ferðamáta og skapa umræðu um neikvæð áhrif bílsins og umferðarinnar á umhverfi okkar og heilsu og er næsta víst að skoðanir verði skiptar í þeirri umræðu. Meira
22. ágúst 1996 | Aðsent efni | 1227 orð

Hraðamælingar og lögreglan

MIÐVIKUDAGINN 14. ágúst skrifar Mats Wibe Lund grein í Morgunblaðið, "Mannaveiðar í Reykjavík", og er tilgangurinn, að hans sögn, að vekja meðal annars áhuga og almenna umræðu um umferðarmál, þ.e.a.s. umferðarhraða og hraðamælingar lögreglunnar. Með þessum skrifum sínum vakti hann svo sannarlega áhuga minn. Meira
22. ágúst 1996 | Aðsent efni | 1099 orð

Hver er framtíð réttargeðdeildarinnar?

RÉTTARGEÐDEILDIN að Sogni hefur nú starfað í tæp fjögur ár. Erfiðlega gekk að koma starfseminni í gang m.a. vegna ágreinings um markmið og ekki tókst strax að ráða réttargeðlækni til starfa. Því var gripið á það ráð að á meðan sérmenntaður geðlæknir á þessu sviði fengist ekki til starfa á Sogni skyldi stofnunin kallast meðferðarheimili í stað réttargeðdeildar. Meira
22. ágúst 1996 | Aðsent efni | 857 orð

Sjúkrahúsin í Reykjavík og framtíð þeirra Starfsemi spítalanna í Reykjavík, segir Sighvatur Björgvinsson í síðari grein sinni,

ÞAÐ er stórt orð, Hákot. Lang mestur hluti starfsemi bæði Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landsspítala er almennur sjúkrahússrekstur. "Hátæknin" kemur ekki við sögu nema hvað mjög takmarkaða rekstrarþætti varðar í starfsemi spítalanna. Auk þess eru flestir þeir þættir í starfsemi spítalanna, sem "hátækni" varðar, nú þegar í verkaskiptingu þeirra á milli. Meira
22. ágúst 1996 | Aðsent efni | 321 orð

Spörum bílinn

Á HVÍLDARDEGI bílsins í Reykjavík er gott að staldra við og athuga hvað hægt sé að gera til að draga úr notkun einkabílsins. Einkabíllinn er stærsti útgjaldaliður íslenskra heimila og rannsóknir hafa sýnt að rekstur bílsins er sá liður sem fjölskyldur eiga einna erfiðast með að skera niður. Meira

Minningargreinar

22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 257 orð

Ásta Bjarnadóttir

Elsku amma! Við fengum áríðandi skilaboð um að hringja í föður okkar, sunnudaginn 21. júlí sl. Við þorðum ekki að hugsa um það að eitthvað hefði komið fyrir, en komumst varla hjá því. Amma ykkar er dáin voru skilaboðin. Þú ert dáin, farin yfir móðuna miklu. Hugurinn reikar aftur í tímann: Páskarnir voru okkar tími, en þá komum við í heimsókn suður. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 31 orð

ÁSTA BJARNADÓTTIR Ásta Bjarnadóttir var fædd í Hafnarfirði 27. febrúar 1918. Hún lést á heimili sínu að Dísarstöðum,

ÁSTA BJARNADÓTTIR Ásta Bjarnadóttir var fædd í Hafnarfirði 27. febrúar 1918. Hún lést á heimili sínu að Dísarstöðum, Sandvíkurhreppi, 20. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 27. júlí. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 429 orð

Bjarni Birgir Hermundarson

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Mig langar með fáum orðum að kveðja vin minn Bjarna Hermundarson sem lést á heimili sínu 11. ágúst á 61. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 39 orð

BJARNI BIRGIR HERMUNDARSON Bjarni Birgir Hermundarson fæddist 11. ágúst 1935 á heimili sínu á Norðurbraut 21 í Hafnarfirði. Hann

BJARNI BIRGIR HERMUNDARSON Bjarni Birgir Hermundarson fæddist 11. ágúst 1935 á heimili sínu á Norðurbraut 21 í Hafnarfirði. Hann lést á heimili sínu, Sævangi 30 í Hafnarfirði, 11. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 20. ágúst. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 195 orð

Erna Arnardóttir

Þegar komið er að kveðjustund langar mig að minnast Ernu frænku minnar með nokkrum orðum. Erna var stöðugt að gefa öðrum gjafir og hugsa um að þeim sem henni þótti vænt um liði vel. Alltaf mundi hún eftir afmælum okkar. Þá mætti hún með gjafir þó að ekki væri haldið uppá afmælið. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 187 orð

Erna Arnardóttir

Erna hefur gefið okkur margar ánægjustundir sem okkur þykir gott að minnast. Hún hafði sérstaklega gaman af því að gleðja sína nánustu með gjöfum, hressilegri framkomu, listilega skreyttum tertum, hnyttnum orðatiltækjum, töfrandi brosi, smitandi hlátri og þannig mætti lengi telja. Börnunum hefur Erna reynst sérlega vel alla tíð. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 686 orð

Erna Arnardóttir

Það er svo mikilvægt í lífinu að heilsast og kveðjast. Ég heilsaði þér í fyrstu bernskuminningu minni, ég hafði eignast litla systur. Þú komst eins og lítill engill inn í okkar systkinahóp með blágræn augu og ljósgullið hár en við hin svo dökk á brún og brá. Það var ekki svo sjaldan haft á orði við okkur hve miklar andstæður við værum í útliti. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 191 orð

Erna Arnardóttir

Ég vil með fáum orðum minnast frænku minnar Ernu Arnardóttur. Lífið er eins og við vitum öll, að við fæðumst til þess að deyja. Þó erum við aldrei tilbúin að taka dauðanum, eins og nú þegar kær frænka mín hefur kvatt þennan heim alltof fljótt. Hún Erna mín var glæsileg og falleg kona, alltaf svo hrein og fín og með vel snyrtar hendur og fallegt hár. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 367 orð

Erna Arnardóttir

Með þessum orðum langar mig að kveðja þig, kæra vinkona, og þakka þér fyrir samverustundirnar á liðnum árum. Margar hafa þær verið gleðilegar en einnig þrungnar annars konar tilfinningum. Við slógum á marga strengi tilfinninganna saman. Einhvern veginn tókst þér alltaf að sjá skemmtilegar hliðar á öllum málum, hvort sem um var að ræða gráan hversdagsleikann eða stóru stundirnar í lífinu. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 92 orð

ERNA ARNARDÓTTIR

ERNA ARNARDÓTTIR Erna Arnardóttir fæddist í Reykjavík 7. apríl 1960. Hún lést 6. desember síðastliðinn í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Örn Gunnarson, kennari, f. 4.3. 1920, og Anna E. Elíasdóttir, f. 18.4. 1928. Erna var yngst fimm systkina, en þau eru Elsa Karen, f. 8.6. 1947, Ómar, f. 31.8. 1950, Ingigerður, f. 6.4. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 136 orð

Erna Arnardóttir Erna frænka mín var mjög glaðlynd að eðlisfari og hafði gaman af því að gleðja aðra. Hún var mjög félagslynd

Erna frænka mín var mjög glaðlynd að eðlisfari og hafði gaman af því að gleðja aðra. Hún var mjög félagslynd og hafði gaman af því að hafa fólk í kringum sig. Fólk fann fyrir þessum góðu áhrifum frá henni og það voru iðulega margir gestir sem heimsóttu hana í sjoppuna til þess að setjast niður og spjalla. Hún hafði gaman af því að segja sögur og sagði skemmtilega frá. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 85 orð

Erna Arnardóttir Til frænku okkar Ernu: Þú hefur verið okkur öllum svo góð. Ég vildi að þetta hefði aldrei gerst. Þegar við

Til frænku okkar Ernu: Þú hefur verið okkur öllum svo góð. Ég vildi að þetta hefði aldrei gerst. Þegar við komum í sjoppuna til þín þá varst þú svo glöð og góð við okkur. En kannski langaði þig að hverfa langt í burtu, vera ein. Kannski situr þú og horfir til okkar. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 315 orð

Guðmunda Jónasdóttir

Hún amma er dáin! Já ­ hversu erfitt er ekki að trúa þessum orðum og enn frekar að venjast tilhugsuninni um að lífið haldi áfram þrátt fyrir allt. En eitt er víst, eftir lifir minningin um konu sem hafði svo stórt hjarta og hlýjan faðm að allir sem til hennar leituðu fundu þar mikla ást og gleði. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 221 orð

Guðmunda Jónasdóttir

23. júlí síðastliðinn var sorgardagur í lífi allra þeirra sem þekktu hana ömmu á Setbergi og það er víst að þó ég sé ekki nema að verða sautján ára þá var þetta sorglegasti dagur lífs míns. En ég veit að nú líður henni vel og þá er ég ánægð. Ég á margar góðar minningar um hana ömmu og tel ég mig vera ríka að hafa átt hana svona lengi. Þegar ég hugsa til baka þá sé ég að ég hef lært mikið af henni. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 26 orð

GUÐMUNDA JÓNASDÓTTIR Guðmunda Jónasdóttir fæddist í Tröð í Súðavík 29. janúar 1919. Hún lést 23. júlí síðastliðinn og fór útför

GUÐMUNDA JÓNASDÓTTIR Guðmunda Jónasdóttir fæddist í Tröð í Súðavík 29. janúar 1919. Hún lést 23. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hvalsneskirkju 31. júlí. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 417 orð

Ingibjörg H. Jónsdóttir

Hólmfríður Ingibjörg, en það var hún skírð var fædd að Húsey í Skagafirði. Árið 1925 var Ingibjörg tekin í fóstur af læknishjónunum á Sauðárkróki, Jónasi Kristjánssyni og Hansínu Benediktsdóttur, en föður sinn hafði hún misst árið 1916 en móðir hennar lést árið 1926, en áður hafði hún beðið læknishjónin fyrir Ingibjörgu. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 134 orð

INGIBJÖRG H. JÓNSDÓTTIR

INGIBJÖRG H. JÓNSDÓTTIR Hólmfríður Ingibjörg Jónsdóttir fæddist í Húsey í Skagafirði 21. apríl 1917. Hún lést á Landakoti 12. ágúst síðastliðinn. Hún var yngst sjö barna hjónanna Jóns Ásgrímssonar og Guðlaugar Sveinsdóttur, en aðeins þrjú þeira náðu fullorðinsaldri, Hallgrímur, Páll og Ingibjörg. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 232 orð

Magnús Þorbjörnsson

Fallinn er frá kær frændi, Magnús Þorbjörnsson, eftir erfið veikindi, og langar mig að minnast hans með örfáum orðum. Mín fyrstu kynni af frænda voru þau þegar hann var að koma á sínar æskuslóðir í Ölfusið að heimsækja foreldra mína, þá fullorðinn maður, en þar hafði hann verið í sveit á sumrin í nokkur ár sem unglingur. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 35 orð

MAGNÚS ÞORBJÖRNSSON Magnús Þorbjörnsson var fæddur á Grímsstaðaholtinu í Reykjavík 17. febrúar 1924. Hann lést á heimili sínu á

MAGNÚS ÞORBJÖRNSSON Magnús Þorbjörnsson var fæddur á Grímsstaðaholtinu í Reykjavík 17. febrúar 1924. Hann lést á heimili sínu á Kleppsvegi 62 í Reykjavík 12. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 21. ágúst. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 442 orð

Sólveig Baldvinsdóttir

Hún elsku amma mín er dáin. Ég er ekki enn farin að gera mér grein fyrir þessu því minningin um hana er mér svo ljóslifandi. Hún gæti allt eins verið hérna hjá mér. Nú bý ég heima hjá ömmu þar sem ég er að lesa undir próf. Þó að hún sé ekki lengur á meðal vor þá get ég ekki losnað við þá tilfinningu að hún hafi bara rétt aðeins skroppið út og komi hvað úr hverju. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 28 orð

SÓLVEIG BALDVINSDÓTTIR Sólveig Baldvinsdóttir fæddist að Hrauntúni í Biskupstungum 23. júlí 1913. Hún lést 9. ágúst síðastliðinn

SÓLVEIG BALDVINSDÓTTIR Sólveig Baldvinsdóttir fæddist að Hrauntúni í Biskupstungum 23. júlí 1913. Hún lést 9. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 16. ágúst. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 181 orð

Sveinn Ólafsson

Mér var brugðið, eins og svo mörgum öðrum, er ég las um andlát þitt í Morgunblaðinu, þar sem ég vissi ekki annað en að þú værir við góða heilsu. Síðast sáumst við á fundi hjá frímúrurum þar sem þú hélst erindi. Það gerðir þú með slíkri prýði að sérstaklega var eftir tekið, blaðlaust af yfirvegun, orðsnilld og rökvísi, enda hafðir þú kynnt þér til hlítar frímúrarafræðin. Meira
22. ágúst 1996 | Minningargreinar | 26 orð

SVEINN ÓLAFSSON Sveinn Ólafsson fæddist í Reykjavík 5. desember 1917. Hann lést 3. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá

SVEINN ÓLAFSSON Sveinn Ólafsson fæddist í Reykjavík 5. desember 1917. Hann lést 3. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 12. ágúst. Meira

Daglegt líf

22. ágúst 1996 | Neytendur | 218 orð

'Arekstrar algengt deiluefni

UMFERÐARÓHÖPP eru algengustu ágreiningsmál tryggingataka og vátryggingafélaga í þeim málum sem Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hefur tekið til meðferðar frá því hún hóf störf í september 1994. Rúnar Guðmundsson formaður úrskurðarnefndarinnar segir, að um 80% þeirra mála sem berast nefndinni varði bótaskyldu vegna árekstra. Meira
22. ágúst 1996 | Ferðalög | 247 orð

Ávallt viðbúinn!

"TAKTU aðeins helming þess farangurs sem þú telur þig þurfa. Þú þarft að burðast með farangurinn." Robert Swan heimskautakönnuður. "Hleyptu aldrei ókunnugu fólki með þér í krefjandi ferðir, hvaða meðmæli sem það hefur." Sir Ranulf Fiennes ævintýramaður. "Ferðastu alltaf með mynd af heimaslóðum þínum. Meira
22. ágúst 1996 | Neytendur | 95 orð

Haust- og vetrarlisti H&M

ÚT ER kominn haust- og vetrarlisti H&M Rowells. Að venju er í pöntunarlistanum fatnaður á bæði herra, dömur og börn meðal annars skólaföt. Að þessu sinni er um tæplega þrjú hundruð síðna lista að ræða sem kostar 350 krónur. Meira
22. ágúst 1996 | Neytendur | 280 orð

Hvaða gertegund hentar best?

LESANDI hringdi og spurði hver væri munurinn á að nota pressuger í kubbaformi, perluger í dós eða þurrger í bréfi? Steinunn Óskarsdóttir hjá Leiðbeiningarstöð heimilanna segir vinsældir þurrgers hafa aukist á undanförnum árum því það er þægilegra og fljótlegra í notkun en pressugerið. "Þurrgerinu er sáldrað beint út í hveitið en pressugerið þarf að leysa upp í volgum vökva. Meira
22. ágúst 1996 | Neytendur | 93 orð

íslensk jurtasmyrsl

ÍSLENSK lyfjagrös ehf. framleiða nú jurtasmyrsl og handáburð. Varan er unnin er úr íslensku laufi, rótum og jurtum úr náttúrunni. Framleiðslan byggir á arfleifð sem þróast hefur mann fram af manni sömu ættar á Íslandi og reis hæst með Erlingi Filipussyni grasalækni sem starfaði fram til ársins 1967. Meira
22. ágúst 1996 | Neytendur | 65 orð

Náttúrulegar vörur fyrir börn

KOMNAR eru á markað náttúrulegar vörur sem heita Green baby og eru fyrir börn. Þetta eru danskar vörur og í þeim eru m.a. kjarni úr morgunfrú, aloe vera, kamilla, kókosolía, og fleira. Um er að ræða sjampó, olíu, kælandi og milt gel, baðsápu og næringu, krem fyrir þurra húð og púður. Það er verslunin Mitt í náttúrunni sem flytur vörurnar inn. Meira
22. ágúst 1996 | Ferðalög | 1099 orð

Tímalaust landsvæði

"ÞETTA er eins og í Smugunni, bara meiri hreyfing" kveður Halldór Ingólfsson við um leið og hann beitir Blika ÍS 879 í hvítfyssandi öldudalinn. Síðan snýr hann sér að mér og með hluttekningarsvip og spyr hvernig mér líki. Litlu get ég stunið upp úr mér en reyni þó að svara þegar á mig er yrt. "Bara nokkuð vel. Meira

Fastir þættir

22. ágúst 1996 | Dagbók | 2676 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 16.-22. ágúst eru Ingólfs Apótek, Kringlunni og Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, opin til kl. 22. Auk þess er Ingólfs Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
22. ágúst 1996 | Fastir þættir | 443 orð

AV

Mánudaginn 12. ágúst spiluðu 24 pör Mitchell tvímenning með forgefnum spilum. Spilaðar voru 10 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 270 og efstu pör í hvora átt voru: NS Guðni Ingvarsson ­ Erla Sigurjónsd. Meira
22. ágúst 1996 | Í dag | 107 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 22. ágús

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 22. ágúst, er sjötíu og fimm ára Ármann Ólafur Sigurðsson, Hringbraut 7, Hafnarfirði. Hann verður staddur í húsi Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar við Hlíðarvatn, Selvogi, eftir kl. 15 með heitt á könnunni. ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 22. Meira
22. ágúst 1996 | Fastir þættir | 84 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni BSÍ 199

Garðar Garðarsson ­ Landsbréf Sparisj. Þingeyinga ­ Hrafnhildur Skúladóttir Búlki hf. ­ Jón Ág. Guðmundsson Samvinnuferðir-Landsýn ­ VÍB Fjórðu umferð skal lokið sunnudaginn 8. september. Undanúrslit og úrslit verða spiluð helgina 21. og 22. september. Bikarkeppni BSÍ 1996 Úrslit úr 3. umferð: Stefán G. Stefánsson ­ Búlki hf. Meira
22. ágúst 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Rut BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júní af bróður brúðinnar, sýslumanninum í Reykjavík hr. Rúnari Guðjónssyni, Margrét Guðjónsdóttir ogKjartan Óskarsson. Heimili þeirra er í Hagalandi 1, Mosfellsbæ. Meira
22. ágúst 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. maí sl. í í Landakotskirkju af sr. Patrick Brain Bragi Reynisson og Eulogia Meglido. Heimili þeirra er á Þorfinnsgötu 12, Reykjavík. Meira
22. ágúst 1996 | Dagbók | 715 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
22. ágúst 1996 | Í dag | 548 orð

Góð þjónusta Vesturferða SIGURBJÖRG skrifar: "Ég vil koma á fra

SIGURBJÖRG skrifar: "Ég vil koma á framfæri þakklæti til Vesturferða á Ísafirði fyrir frábæra þjónustu. Sigling út í Vigur með fleyi Vesturferða Halldóri Sigurðssyni ÍS 14 verður fjörutíu konum sem voru á ferðalagi á vegum Kvenfélagasambands Kópavogs um Vestfirði dagana 16.-18. ágúst ógleymanleg. Meira
22. ágúst 1996 | Í dag | 151 orð

STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og vinnur.

STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp í landskeppni Þjóðverja og Armena í Baden Baden í ágúst. Artashes Minasjan (2.540) var með hvítt og átti leik gegn Gerald Hertneck (2.565). 20. Rxh7! ­ Hd8 (20. ­ Kxh7 21. Dh5+ ­ Kg8 22. Bc4+ er vonlaust með öllu) 21. Meira
22. ágúst 1996 | Í dag | 476 orð

UNNINGI Víkverja var á ferð í Borgarfirði á dögunum og

UNNINGI Víkverja var á ferð í Borgarfirði á dögunum og ætlaði þá að virða fyrir sér náttúruna frá Svignaskarði. Á Fróðhúsaborg við Svignaskarð hafði Ferðafélag Íslands sett upp útsýnisskífu fyrir mörgum árum, en þegar Víkverji kom að stöplinum, var þar engin skífa. Meira

Íþróttir

22. ágúst 1996 | Íþróttir | 462 orð

Ajax er í vandræðum

Nú þegar keppnistímabilið í Hollandi er að hefjast virðist vera sem meistarar síðustu ára og Evrópumeistararnir í fyrra, Ajax eigi í vandræðum með koma saman eins sterku liðið og undanfarin ár. Í síðustu fimm æfingaleikjum hafa þeir fengið á sig 16 mörk án þess að hafa geta svarað fyrir sig í eitt einasta skipti. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 322 orð

Bröndby slegið út

Sænsku meistararnir IFK Gautaborg komust auðveldlega inn í Meistaradeild Evrópukeppninnar í knattspyrnu í gær, er seinni leikir undankeppninnar fóru fram en dönsku meistararnir í Bröndby voru hins vegar slegnir úr leik. Svíarnir gerðu 1:1 jafntefli gegn Ferencvaros í Ungverjalandi og sigruðu þar af leiðandi 4:1 samanlagt. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 145 orð

Dalglish hætturKENNY Dalglish er hættur störfum hjá

KENNY Dalglish er hættur störfum hjá Blackburn Rovers. Hann tók við knattspyrnustjórn félagsins 1991 og gerði það að enskum meistara vorið 1995, en hætti þjálfun í fyrra og tók sæti í stjórn félagsins. Átti að hafa yfirumsjón með liðinu en skipti sér mest orðið af því að "njósna" um unga, efnilega menn og af unglingaliðinu. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 65 orð

Eftir mikla sókn á lokamínútum leiksins tókst KR-ingum loks

Eftir mikla sókn á lokamínútum leiksins tókst KR-ingum loks að brjóta ísinn. Markvörðurinn hafði varið vel frá Guðmundi Benediktssyni en boltinn barst út fyrir teiginn og Heimir Guðjónsson byggði upp nýja sókn. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 247 orð

England

Úrvalsdeildin Aston Villa - Blackburn1:0 (Southgate 64.). 32.457. Chelsea - Middlesbrough1:0 (Matteo 86.). 28.272. Leicester - Southampton2:1 (Heskey 6., 42.) - (Le Tissier 68. vítasp.). 17.652. Manchester United - Everton2:2 (Cruyff 70., Unsworth 82.,sjálfsm.) - (Ferguson 35. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 308 orð

Fjölnir og Leiknir urðu Íslandsmeistarar

»ÚRSLITAKEPPNI yngri flokkanna í knattspyrnu er hafin og fara leikirnir fram víða um land. Á Fjölnisvelli í Grafarvogi fór fram úrslitakeppni 4. flokks kvenna og fóru heimamenn Fjölnis með sigur af hólmi, en stúlkurnar úr Grafarvoginum sigruðu lið Þórs frá Akureyri, 5:1, í úrslitaleik. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 590 orð

Forseti Íslands heimsótti mótsgesti á Tungubökkum

Hið árlega kvennaknattspyrnumót Aftureldingar fór fram dagana 10. til 11. ágúst. Mótið var nú haldið í fimmta sinn og fór það fram á Tungubökkum, íþróttasvæði Aftureldingar í Mosfellsbæ. Keppt var í 5. og 6. flokki A- og B-liða. Alls tóku 17 lið þátt í mótinu. Ekki var aðeins leikin knattspyrna því samhliða leikjunum fór fram keppni í knattþrautum og reiptogi. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 360 orð

FRANKFURT

FRANKFURT gerði í fyrrakvöld góða ferð til Mannheim í fyrrakvöld og sigraði 2:1 í leik sem þótti mjög góður og vel leikinn af leikmönnum beggja liða. JUNIOR Baiano var á mánudaginn dæmdur í tíu leikja bann í þýsku 1. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 264 orð

Frjálsíþróttir

Grand Prix í Linz 400 metra grindahlaup karla: 1. Eric Thomas (Bandar.)48,95 2. Dusan Kovacs (Ungv.)49,05 3. Ken Harnden (Zimbabwe)49,12 100 metra hlaup karla: 1. Davidson Ezinwa (Nígeríu)10,01 2. Dennis Mitchell (Bandar.)10,06 3. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 326 orð

Frjálsíþróttir

Bikarkeppni 16 ára og yngri Mótið fór fram á Vorboðavelli skammt frá Blönduósi laugardaginn 17. ágúst. Helstu úrslit: 100 m hlaup sveina:sek.1. Elías Ágúst Högnason, HSK11,7Sigurður Arnar Björnsson, UMSS11,8Svanur Vilbergsson, UÍA12,3Logi Tryggvason, FH12,5Gunnar Högnason, HSH12, Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 86 orð

Gerið hreint!ENSKA knattspyrnusambandið

ENSKA knattspyrnusambandið hefur varað nokkur félög við að þau verði að taka til hjá sér og koma meir aga á leikmenn. Voru tvö lið sektuð vegna þess að leikmenn þeirra höfðu látið reka sig oft út af á síðasta ári. QPR þarf að greiða 2,5 milljónir króna í sekt og Wimbledon eina milljón. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 180 orð

Harford í veiðihug

ÍTALSKA knattspyrnuliðið Fiorentina hefur afþakkað 10 milljóna punda boð enska félgsins Blackburn í argentíska knattspyrnumanninn Gabriel Batistuta. Ray Harford knattspyrnustjóri hjá Blackburn hafði gert sér vonir um að freistandi tilboði hans yrði tekið og Batistuta myndi koma í fremstu víglínu liðsins í stað Alans Shearer sem seldur var til Newcastle á dögunum, fyrir metupphæð, Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 193 orð

HELGARGOLFIÐHornafjörður Opna Hor

Hornafjörður Opna Hornafjarðarmótið verður á Höfn í Hornafirði um helgina. 36 holu höggleikur með og án forgjafar. Hafnarfjörður Opna Sparisjóðsmótið verður hjá Keili á laugardaginn og er þetta eitt af svonefndum viðmiðunarmótum GSÍ. 18 holur með og án forgjafar. Garðabær Opið mót verður hjá GKG á laugardag. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 270 orð

HSK hlutskarpast á Vorboðavelli

Laugardaginn 17. ágúst síðastliðinn fór fram Bikarkeppni 16 ára og yngri á Vorboðavellinum skammt frá Blönduósi. Ungmennasamband Austur-Húnvetninga sá um framkvæmd mótsins og tóku alls 140 unglingar þátt í mótinu. Þeir komu frá ellefu félögum, en það er talsverð fjölgun frá því í fyrra. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 802 orð

Knattspyrna

Yngri flokkar Úrslit leikja sem fram fóru dagana 10.­18. ágúst. Laugardagur 10. ágúst: 5.fl.ka. A-lið B:ÍBV - Afturelding3:3 5.fl.ka. B-lið B:ÍBV - Afturelding7:1 5.fl.ka. A-lið C: UMFB - Víkingur Ó.4:0 2.fl.ka. C:HK - Grótta1:2 5.fl.ka. A-lið A:Leiknir R. - Þróttur R.6:0 2.fl.ka. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 263 orð

KNATTSPYRNAStórsigur meistara Dor

LEIKMENN þýska meistaraliðsins Borussia Dortmund, sem töpuðu í fyrstu umferð deildarkeppninnar um helgina, tóku sig saman í andlitinu í gærkvöldi og burstuðu Fortuna D¨usseldorf á heimavelli, 4:0. Fyrirliðinn Michael Zorc kom Dortmund á bragðið með marki á 35. mínútu. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 292 orð

Knattspyrnumót stúlkna hjá Aftureldingu Mótið fór fram á Tungubökkum helgina 10. - 11. ágúst. 5. flokkur A: 1. sæti:Valur Rvk.

Knattspyrnumót stúlkna hjá Aftureldingu Mótið fór fram á Tungubökkum helgina 10. - 11. ágúst. 5. flokkur A: 1. sæti:Valur Rvk. 2. sæti:Afturelding 3. sæti:Haukar 4. sæti:FJölnir 5. sæti:Fylkir 6. sæti:Breiðablik 7. sæti:Þróttur Besti leikm.:Dóra Stefánsdóttir, Val 5. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 574 orð

KR-ingar ekki í vandræðum með Hvít­Rússa

KR er eitt íslenskra liða sem komið er áfram í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Vesturbæingar lögðu MPCC Mozyr frá Hvíta­Rússlandi að velli, 1:0, í síðari leik liðanna á Laugardalsvelli í gærkvöldi með marki Einars Þórs Daníelssonar mínútu fyrir leikslok. Fyrri leik liðanna lauk með 2:2 jafntefli og nafn KR verður því í hattinum þegar dregið verður í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa á morgun. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 322 orð

Kristín vann annað gull

Baksundið er mín uppáhaldsgrein og ég er að sjálfsöðu mjög glöð með sigurinn. Það var virkilega gaman að standa á efsta þrepi og taka á móti gullverðlaununum og heyra þjóðsönginn leikinn," sagði Kristín Rós Hákonardóttir. Hún vann í gærkvöldi önnur gullverðlaun sín á Ólympíumóti fatlaðra í Atlanta er hún kom fyrst í mark á nýju heimsmeti 1.26,41 mínútu. Ísland er nú 22. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 141 orð

KR - Mozyr1:0

Laugardalsvöllur, undankeppni Evrópukeppni bikarhafa, síðari leikur, miðvikudaginn 21. ágúst. Aðstæður: Logn og hlýtt, frábært knattspyrnuveður og völlurinn góður. Mark KR: Einar Þór Daníelsson (89.). Gult spjald: Andrej Lukachevitch (47.), fyrir brot, Sergej Gomonov (66.), fyrir kjaftbrúk og Vladimir Konovalov (79.), fyrir brot. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 166 orð

Leynist snillingur á bak við rimlana

TOLMEZZO, áhugamannalið í knattspyrnu á norðurhluta Ítalíu, hefur farið þess á leit við fangelsisyfirvöld í sínu héraði að þau sleppi Marokkómanni úr svartholinu á þeim dögum sem félagið leikur til þess að það megi njóta krafta hans. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 195 orð

Sauðkrækingar voru sigursælir

KNATTSPYRNUFÉLAG Siglufjarðar stóð fyrir Pæjumóti dagana 9. til 11. ágúst og er það í sjötta sinn sem mótið er haldið. Alls 2 lið mættu til keppni, en þau komu frá tíu félögum víðs vegar af landinu. "Óvenjumargt var af foreldrum og fylgdarfólki og er það af hinu góða," sagði Friðfinnur Hauksson, framkvæmdastjóri mótsins. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 494 orð

Sá dýrasti féll í skugga ítalska silfurrefsins

Augu margra knattspyrnuáhugamanna beindust að dýrasta knattspyrnumanni heims, leikmanni Newcastle Alan Shearer, er keppni í ensku knattspyrnunni hófst um síðustu helgi. Stuðningsmönnum félagsins til mikilla vonbrigða tókst honum ekki að skora og félag hans varð að sætta sig við að tapa fyrir Everton á Goodison Park. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 193 orð

Scala til Stuttgart? ORÐRÓMUR er n

ORÐRÓMUR er nú á kreiki í Þýskalandi þess efnis að ítalski þjálfarinn kunni, Nevio Scala, taki við þjálfun VfB Stuttgart. Svisslendingurinn Rolf Fringer, sem var við stjórnvölinn, hætti sem kunnugt er á dögunum og gerðist landsliðsþjálfari í heimalandinu eftir að Artur Jorge lét af störfum og tók við portúgalska landsliðinu. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 652 orð

Shearer með glæsimark

ALAN Shearer, dýrasti knattspyrnumaður heims, gerði fyrsta deildarmark sitt fyrir Newcastle í gærkvöldi er liðið fékk Wimbledon í heimsókn. Newcastle sigraði 2:0 og Shearer skoraði undir lok leiksins. Markið þótti sérlega fallegt, glæsilegt skot beint úr aukaspyrnu. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 269 orð

Sigur okkar var verðskuldaður

Ég held að sigur okkar hafi verið verðskuldaður því við áttum í raun mun meira í leiknum og fengum fleiri tækifæri til þess að klára þetta en þeir," sagði Hilmar Björnsson, besti leikmaður KR-inga, þegar liðið lagði Mozyr frá Hvíta-Rússlandi að velli í gær. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 394 orð

Skuldaði eitt mark

Ég er mjög ánægður með sigurinn því við vorum að leika gegn nokkuð öflugu liði, sem hafði á að skipa stórum og sterkum leikmönnum," sagði Lúkas Kostic þjálfari KR-inga, eftir 1:0 sigur Vesturbæjarliðsins á Mozyr frá Hvíta- Rússlandi í síðari leik liðanna í undankeppni að Evrópukeppni bikarhafa í gærkvöldi. Með sigrinum eru KR-ingar komnir í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 312 orð

Strákarnir fjölmenntu á

KNATTSPYRNUFÉLAG ÍA hélt knattspyrnumót fyrir 6. flokk karla um síðustu helgi. Tólf félög sendu lið sín til keppni að þessu sinni og voru þau 38 talsins, en í þeim léku alls 330 leikmenn. Á föstudag slógu mótshaldarar upp hraðmóti þar sem leiknar voru 2 × 7 mínútur, en í aðalmótinu voru leiknar 2 × 15 mínútur. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 234 orð

THOMAS Brolin,

THOMAS Brolin, sænski landsliðsmaðurinn knái sem verið hefur á mála á enska félaginu Leeds síðustu mánuði, var í gær lánaður til FC Z¨urich í Sviss. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 1235 orð

Við þurftum enga undanþágu

5. Morgunblaðið 24. júlí 1996. (Júlíus Hafstein) "Málið er afgreitt af hálfu Ólympíunefndar og viðmiðunarnefndar og verður ekki tekið upp aftur hér." ... "það verður ekki gerð undanþága fyrir tvo íþróttamenn. Það þurfa allir að sitja við sama borð." Þessi ummæli Júlíusar sanna fáfræði hans og gefa jafnvel til kynna að Ólympíunefndin hafi ekki haft allar upplýsingar sem til þarf. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 235 orð

Þær íslensku í framför á EM

TVÆR íslenskar stúlkur, Lára Hrund Bjargardóttir og Halldóra Þorgeirsdóttir, kepptu á Evrópumeistaramóti unglinga í sundi í Danmörku um þarsíðustu helgi. Lára Hrund keppti í fjórum greinum; 400 og 200 metra fjórsundi, 200 metra flugsundi og 100 metra bringusundi. Besta árangrinum náði hún í 100 metra bringusundinu - synti á 1.15,93 og hafnaði í 15. sæti af 27 keppendum. Meira
22. ágúst 1996 | Íþróttir | 104 orð

(fyrirsögn vantar)

Evrópukeppni meistaraliða Undankeppni, síðari leikir: Kiev (Úkr.) - Rapid Vín (Austurr.)2:4 Rapid Vín vann samanlagt 6:2. Vladikavkaz (Rúss.) - Rangers2:7 Rangers vann samanlagt 10:3. Fenerbahce(Tyrkl. Meira

Úr verinu

22. ágúst 1996 | Úr verinu | 384 orð

Draga þarf úr framleiðslu

FÉLAGSFUNDUR í Félagi rækju- og hörpudisksframleiðenda var haldinn á Hótel Sögu í gær. Á fundinum voru m.a. rædd hráefnismál rækjuiðnaðarins og afurða- og sölumál. Pétur Bjarnason, formaður félagsins, segir rækjuiðnaðinn í kreppu og á næstu tveimur mánuðum muni rækjuframleiðendur grípa til aðgerða til að minnka afurðabirgðir. Dregið verði úr framleiðslu og hún aðlöguð markaðsaðstæðum. Meira
22. ágúst 1996 | Úr verinu | 160 orð

Krókabátar fá um 26 þús. þorsktonn

ÞORSKAFLAHEIMILDIR krókabáta á fiskveiðiárinu 1996/1997 sem hefst þann 1. september nk. miðast við 25.854 lestir, en inni í þeirri tölu eru 500 lestir sem Byggðastofnun hefur til ráðstöfunar til þorskaflahámarksbáta. Auk þess hafa krókabátar fengið úthlutað 2.200 lestum af ýsu, 1.900 lestum af ufsa og 2.500 lestum af steinbít, en nýlunda er að steinbítur sé bundinn aflahámarki. Meira

Viðskiptablað

22. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 619 orð

Áhersla lögð á umhverfisþáttinn Það verður sífellt algengara að fyrirtæki taki tillit til umhverfisins þegar ný tækni er tekin í

PRENTSMIÐJAN Steindórsprent- Gutenberg ehf. hefur tekið í notkun nýja filmuútkeyrsluvél með þurrfilmu og er eitt af fyrstu prentfyrirtækjum í heiminum til að taka þessa tækni í þjónustu sína. Engin framköllunar- eða festingarefni þarf við filmugerðina en Linotype-Hell og Polaroid fyrirtækin þróuðu Meira
22. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 144 orð

BSkyB eykur hagnaðinn um 66% í ár

STÆRSTA fyrirtækið á einkareknum sjónvarpsmarkaði í Bretlandi, BSkyB, tilkynnti í gær, að árlegur hagnaður þess myndi aukast um 66% á þessu ári og fara upp í 257,4 milljónir punda, eða um 26,5 milljarða króna. Meira
22. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 759 orð

Einkavæðing ríkis og sveitarfélaga

SKULDASÖFNUN sveitarfélaga hér á landi hefur verið áhyggjuefni um nokkurra ára skeið. Sveitarfélögin hafa aukið mjög lántökur, m.a. til þess að halda uppi framkvæmdum á þeim erfiðleikatímum sem eru nýafstaðnir. Meira
22. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 124 orð

EJS sinnir upplýsingavæðingu fyrirtækja

EJS hf. hefur sett á laggirnar sérstaka deild, MSF Lausnir, sem ætlað er að aðstoða fyrirtæki í upplýsingavæðingu sinni. Deild þessari er ætlað að leiðbeina fyrirtækjum um hvernig standa beri að upplýsingavæðingu þeirra og að setja saman og aðstoða við aðlögun þess hugbúnaðar sem fyrirtækið þarf, að því er segir í frétt frá EJS. Meira
22. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 1134 orð

Fargjaldastríð í háloftunum Ákveðið hefur verið að koma á algerlega frjálsri samkeppni í flugsamgöngum Evrópusambandsins í apríl

ÞÝSKA flugfélagið Lufthansa greip í lok júlí til aðgerða sem mörgum þóttu vera ógnvekjandi teikn um það sem koma skal hjá öðrum, stórum ríkisflugfélögum í Evrópu. Ný og harðskeytt félög hafa veitt Lufthansa harða samkeppni að undanförnu, boðið mun lægri fargjöld og náð farþegum frá ríkisflugfélaginu sem skýrði frá því að dregið yrði úr umsvifum á Evrópuleiðum í haust. Meira
22. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 175 orð

Fundað um viðskiptatækifæri í Tékklandi

ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslandsefnir til fundar mánudaginn 26. ágúst kl. 14-15:30 um viðskiptatækifæri í Tékklandi. Gestur fundarins verður viðskiptafulltrúi tékkneska sendiráðsins í Ósló, hr.Lubomir Mazouch. Meira
22. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 325 orð

Góðir möguleikar á vistrænum byggðakjörnum

Góðir möguleikar á vistrænum byggðakjörnum BRESKI sérfræðingurinn, Patrick Gribbin, telur Ísland eiga mikla möguleika á uppbyggingu vistrænna svæða. Á umræðufundi á Sólheimum í Grímsnesi í gær kynnti hann aðstandendum átaksverkefnis um vistræna byggðakjarna drög að skýrslu um stöðu valinna byggðarlaga á þessu sviði. Meira
22. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 421 orð

Hagnaður jókst um 82%

HAGNAÐUR Sjóvá-Almennra trygginga hf. á fyrri hluta þessa árs nam 169 milljónum króna og jókst um 82% miðað við sama tímabil í fyrra. Iðgjaldatekjur félagsins jukust lítillega en hins vegar jukust hreinar fjármunatekjur félagsins um 24,5% miðað við fyrri hluta síðasta árs. Ólafur B. Meira
22. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 111 orð

Hlutabréf

Hlutabréf í SR-mjöli hækkuðu um 6,8% í gær og skiptu bréf að markaðsvirði rúmlega 10 milljónir króna um hendur. Þetta var rúmlega þriðjungur allra viðskipta á hlutabréfamarkaði í gær. Hlutabréf í Sæplasti hækkuðu um 4,5% en umfang viðskipta var lítið. Stjórnarformaður Sigurður B. Sigurðsson, forstjóri Cooking Excellence Ltd. Meira
22. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 940 orð

Java eða JavaScript Netscape og Microsoft berast nú á banaspjót í glímunni um rápforritamarkaðinn. Árni Matthíasson kynnti sér

SLAGURINN á milli Netscape og Microsoft harðnar enn og hnúturnar ganga á víxl. Fyrir tveimur vikum sendi Microsoft frá sér nýjustu útgáfu af rápforriti sínu, Explorer, útgáfu 3.0, og Netscape svaraði um hæl með útgáfu 3.0 af Navigator. Bæði hafa forritin verið fáanleg á netinu sem beta-útgáfur og því hægur leikur að bera þau saman. Meira
22. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 271 orð

Kína vegur þyngst í viðskiptahalla Bandaríkjanna

KÍNA hefur nú í fyrsta sinn í sögunni náð því að eiga mestan hlut í viðskiptahalla Bandaríkjanna. Þar með hefur Kína tekið við hlutverki, sem um langt árabil hafði verið á höndum útflutningsstórveldisins Japans. Meira
22. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 135 orð

Ný verslun með skrifstofuhúsgögn

NÝ VERSLUN, EG skrifstofubúnaður, hefur verið opnuð að Ármúla 20. Þar eru á boðstólum skrifstofu- og fundarhúsgögn og segir eigandi verslunarinnar, Einar Gylfason, að markmiðið sé að bjóða ávallt gæðahúsgögn á góðu verði. "Við leggjum sérstaka áherslu á að hafa ávallt gott úrval af skrifborðum, stólum, skjalaskápum og fundarhúsgögnum. Meira
22. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 60 orð

Pearson kemur á óvart

BREZKA fjölmiðlafyrirtækið Pearson Plc hefur komið fjárfestum á óvart með betri afkomu á fyrri árshelmingi en búizt hafði verið við og selt dótturfyrirtækið Westminster Press, sem gefur út landshlutablöð. Meira
22. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 453 orð

Viðskiptaráðherra með þrjár leiðir til skoðunar

VIÐSKIPTARÁÐHERRA mun á næstunni leggja frumvarp fyrir ríkisstjórn þar sem kveðið er á um að ríkisbönkunum, Landsbanka og Búnaðarbanka, verði breytt í hlutafélög. Viðskiptaráðherra skipaði samráðsnefnd viðskiptaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Seðlabanka fyrr á þessu ári til að semja frumvarp um slíkar formbreytingar á bönkunum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.