Greinar sunnudaginn 6. október 1996

Forsíða

6. október 1996 | Forsíða | 82 orð

Arafat ræðirvið Mubarak

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, ræddi í gær við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, til undirbúnings friðarviðræðnanna sem hefjast eiga við Ísraela í dag. Til umræðu var niðurstaða skyndifundarins, sem Arafat, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Hussein Jórdaníukonungur áttu við Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Washington í síðustu viku. Meira
6. október 1996 | Forsíða | 133 orð

Clinton og Dole draga úr væntingum

BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Bob Dole, forsetaframbjóðandi repúblikana, reyndu báðir að draga úr væntingum almennings fyrir kappræður þeirra í sjónvarpi í kvöld. "Ég er orðinn mjög ryðgaður í þessu, en ég er að reyna að bæta mig," sagði Clinton á föstudag. Meira
6. október 1996 | Forsíða | 55 orð

Í felum

ÞESSI litla hnáta hafði leitað skjóls undir tröppu á gæsluvelli við Vesturgötu, en stóðst ekki freistinguna að gægjast fram þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Nú er farið að hausta og þurfa börnin þá að búa sig vel. Einnig verður að muna endurskinsmerkin vegna þess að rökkrið færist fyrr yfir með hverjum deginum. Meira
6. október 1996 | Forsíða | 76 orð

Lebed gagnrýnir NATO

ALEXANDER Lebed, yfirmaður öryggismála í Rússlandi, sakaði Atlantshafsbandalagið um að hafa ekki aðlagast stöðu mála að kalda stríðinu loknu. "Ógnin, sem stafa átti af Sovétríkjunum og Varsjárbandalaginu fyrir fimm eða tíu árum, er ekki til lengur," sagði Lebed í viðtali við þýska vikuritið Der Spiegel sem kemur út á morgun. Meira
6. október 1996 | Forsíða | 361 orð

Taleban gerir áhlaup á vígi andstæðinga

LIÐSMENN Taleban-hreyfingarinnar, sem tók völdin í Afganistan fyrir rúmri viku, gerðu í gær árás á vígi herstjórnanda fyrri stjórnar, Ahmads Shahs Mass Masoods, að því er haft var eftir vitnum. Samtök sjálfstæðra ríkja (CIS) lýstu í gær yfir því að þau mundu ekki hlutast til um átökin í Afganistan, en svæði, sem liggja að Afganistan, yrðu varin af hörku. Meira

Fréttir

6. október 1996 | Smáfréttir | 82 orð

Á VEGUM Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands hefst mánudaginn 7. o

Á VEGUM Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands hefst mánudaginn 7. október námskeið um nokkur lykilhugtök heimspeki stjórnmálanna. Sérstaklega verður fjallað um réttlæti, lýðræði, frelsi og jöfnuð. Hugað verður að ólíkum kenningum um hvernig skilja ber þessar hugsjónir og um innbyrðis tengsl þeirra. Meira
6. október 1996 | Smáfréttir | 120 orð

BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg heldur námskeið um kristniboð nútímans og

BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg heldur námskeið um kristniboð nútímans og hefst það nk. mánudag. Leiðbeinandi verður Kjartan Jónsson, kristniboði. Fjallað verður m.a. um biblíulegan grundvöll kristniboðsins. Hvað sé efst á baugi í kristniboðsmálum í víðri veröld í dag. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Dagbók Háskóla Íslands Raunvísindastofnun Háskól

Raunvísindastofnun Háskólans heldur málþing um grunnrannsóknir í raunvísindum í Odda kl. 13.15 til 17. Tilefnið er að 30 ár eru frá því Raunvísindastofnun tók til starfa. Að loknum stuttum inngangserindum verða pallborðsumræður. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð

Eigendaskipti á Tískuversluninni Gala

NÝVERIÐ urðu eigendaskipti á Tískuversluninin Gala við Laugaveg 101. Nýir eigendur eru Einar H. Bridde feldskeri og Alda Sigurbrandsdóttir pelsasaumakona. Gala Tískuhús selur áfram franskar vörur frá Ester Ken, Agatha, Electre og peysur frá Damour ennfremur fást í Gala leðurbelti og slæður frá Frakklandi. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Ferðamenn eyða minna

GJALDEYRISTEKJUR af ferðaþjónustunni eru 800 milljónum króna minni fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Tekjurnar eru tæplega 6,9 milljarðar króna núna en voru 7,7 milljarðar fyrri helming ársins 1995, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Féll af svölum

FIMMTÁN ára gömul stúlka slasaðist alvarlega eftir að hún féll af þriðju hæð á svölum fjölbýlishúss við Torfufell í Breiðholti. Stúlkan var stödd þar í gleðskap unglinga þar sem áfengi var meðal annars haft um hönd. Foreldrar gestgjafans komu heim um miðnætti og mun þá stúlkan hafa stokkið út á svalir og á einhvern óskiljanlegan hátt fallið niður af þeim. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 220 orð

Fjárreiðufrumvarp lagt fram án breytinga

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum á föstudag að leggja fram frumvarp að fjárreiðum ríkisins. Þingflokkar stjórnarflokkanna fjalla um frumvarpið á mánudag og ráðgert er að leggja það fyrir Alþingi um miðja næstu viku. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 200 orð

Forsetinn opnar norræna sýningu

ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti Íslands opnaði á föstudag norrænu landkönnuðasýninguna í Haag. Sýningin er samstarfsverkefni Norðurlanda og mun á næstu árum fara víða um Evrópu. Í ræðu sinni við opnunina minnti forsetinn á ferðir íslenskra sæfara fyrr á öldum og þá sérstaklega á ferðir Leifs Eiríkssonar, Guðríðar Þorbjarnardóttur og Þorfinns Karlsefnis til Vesturheims. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 48 orð

Fyrirlestur um hjónabandið

MÁNUDAGINN 7. október klukkan 20.30 heldur Sigríður Anna Einarsdóttir félagsráðgjafi fyrirlestur í kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík um hjónabandið. Fyrirlesturinn nefist "Gerum gott hjónaband betra". Hann er ókeypis og öllum opinn. Sigríður Anna er sérmenntuð í fjölskylduráðgjöf og hefur haldið námskeið fyrir hjón og rekur ráðgjafarstofu. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

Hár- og fatatíska í Loftkastalanum

INTERCOIFFURE á Íslandi heldur sýningu mánudaginn 7. október í Loftkastalanum ásamt Spakmannsspjörum undir stjórn Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur. Er þetta sameiginlegt átak til að kynna íslenska hönnun. Húsið verður opnað kl. 19.30 með fordrykk og ilmvatnskynningu. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Heyskapur í október

JÓN Bjarnason, bóndi á Dufþaksholti í Hvolshreppi, var við heyannir fyrir helgi. "Við vorum að snúa í dag og þetta er fínasta hey sem ég hef verið að hirða undanfarið, sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. Óþurrkur hefur verið í hátt á fimmtu viku og því hafa nokkrir bændur notað undanfarna daga í heyslátt, að sögn Jóns. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 607 orð

Hænsnaskít oftast hent í sjóinn

LOSUN úrgangs frá hænsna- og svínabúum er vandamál víða um land vegna sterkrar lyktar af úrganginum. Kvartað hefur verið yfir því að Nesbúið á Vatnsleysuströnd aki miklu magni af hænsnaskít niður í fjöru sem auk þess sé á náttúruminjaskrá. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 432 orð

ÍSLENDINGAR lentu í 8.­12. sæti á Ólympíusk

ÍSLENDINGAR lentu í 8.­12. sæti á Ólympíuskákmótinu í Jerevan í Armeníu sem lauk á þriðjudag. Rússar unnu mótið en íslenzka liðið taðaði fyrir því rússneska í síðustu umferð mótsins með minnsta mun, 1 vinningi gegn 2. Alls hlutu Íslendingar 33 vinninga, 5 vinningum færri en sigurliðið. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 260 orð

Ísstífla við Grímsvötn heldur aftur af hlaupi

YFIR Grímsvötnum liggur fljótandi um 250 metra þykk íshella (sjá mynd 1). Hún lyftist og sígur eftir því hvort vatn er að safnast fyrir í vötnunum eða að renna úr þeim. Að jafnaði hefur hlaupið úr Grímsvötnum á 4­6 ára fresti sl. hálfa öld (sjá mynd 2). Síðast gerðist það í apríl á þessu ári. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 236 orð

Kallar á aukin þrif og gæslu

ÁRLEGA koma um 70 þúsund gestir í Perluna í Öskjuhlíð og eru það mun fleiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þar af koma milli 70 og 80% eingöngu til að njóta útsýnisins. Leigusamningur milli Hitaveitu Reykjavíkur og leigutaka Perlunnar hefur verið endurskoðaður og sagði Gunnar L. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 294 orð

Komið er að uppskeruhátíð

"ÞAÐ ríkir góðæri í íslenskum sjávarútvegi og því er sóknartækifæri fyrir fiskverkafólk í komandi kjarasamningum. Hugmyndin með þjóðarsáttarsamningunum 1990, þegar mikill vandi steðjaði að íslensku þjóðarbúi, var að allir tækju á sig sameiginlegar byrðar. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 54 orð

Laxós gjaldþrota

LAXÓS hf. í Ólafsfirði var úrskurðaður gjaldþrota á föstudag. Fyrirtækið rak hafbeitarstöð og var á sínum tíma stofnað á rústum forvera síns Laxóss þegar það félag varð gjaldþrota. Engin starfsemi hefur verið á vegum Laxóss síðustu misseri, en einstaklingar í Ólafsfirði keyptu fyrir um einu og hálfu ári eignir þess og starfrækja bleikjueldi. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

LEIÐRÉTTGrímsvötn ekki hærri en 1938 ÞAÐ VAR ran

ÞAÐ VAR rangt sem fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær að yfirborð Grímsvatna væri tuttugu metrum hærra en það var fyrir hlaupið 1938. Misskilningur varð milli blaðamanns og Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings. Hið rétta er að yfirborð Grímsvatna var í fyrradag tuttugu metrum hærra en í síðasta Skeiðarárhlaupi, en það var í apríl á þessu ári. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 163 orð

Leikskólinn Hlaðhamrar 20 ára

TUTTUGU ár eru liðin þriðjudaginn 8. október síðan leikskólinn Hlaðhamrar tók til starfa og verður af því tilefni opið hús fyrir alla bæjarbúa og velunnara skólans sunnudaginn 6. október kl. 14­16. Fyrrverandi nemendur og starfsmenn leikskólans eru sérstaklega boðnir velkomnir. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 405 orð

Málum miðlaðí Washington

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, héldu til Washington fyrir milligöngu Bills Clintons Bandaríkjaforseta og komust að samkomulagi um að hefja friðarsamninga á ný. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 261 orð

Menntamál í öndvegi á menntaþingi

MENNTAÞING var haldið í gær í boði menntamálaráðuneytisins í Háskólabíói og Þjóðarbókhlöðu. Í ávarpi sínu við þingsetninguna sagði menntamálaráðherra m.a., að við forgangsröðun verkefna af hálfu ríkisins eigi að setja menntamál í öndvegi og menntun yrði að vera metin til fjár í launaumslagi fólks. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 156 orð

Mikill áhugi er á gosinu

ERLENDAR fréttastofur og dagblöð hafa sýnt gosinu á Vatnajökli mikinn áhuga og eru margir erlendir ljósmyndarar og fréttamenn þegar komnir til landsins. Efni hefur verið dreift um fréttastofurnar Reuter, WTN og Associated Press og margar erlendar fréttastofur hafa leitað til Morgunblaðsins og Sjónvarpsins eftir upplýsingum og myndum. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð

Opinn fyrirlestur í HÍ

DR. SABINA De Geest, hjúkrunarfræðingur, sem starfar við kaþólska háskólann og sjúkrahúsið í Leuven, Belgíu, flytur fyrirlesturinn Meðferðarheldni sjúklinga sem hafa gengist undir hjartaígræðslu þriðjudaginn 8. október kl. 12. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34, og er öllum opinn. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 147 orð

Skjálftar á Bárðabungu en gýs við Grímsvötn

MEÐ þessum skýringamyndum er reynt að skýra út frá jarðskjálftamælingum atburðarásina sem hófst með stórum jarðskjálfta í Bárðarbungu sunnudaginn 29. september sl. Stuðst er bæði við það hvernig upptök jarðskjálftanna breytast á þessu tímabili en einnig við bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á brotaeðli jarðskjálftanna. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 164 orð

Slæmum efnahag kennt um

FERÐASKRIFSTOFAN Ratvís, sem kynnti fyrir skömmu ferðir til Írlands frá ýmsum áfangastöðum hérlendis, hefur ákveðið að fella niður ferðir sem voru fyrirhugaðar frá Vestfjörðum sökum lítillar eftirspurnar íbúa þar. Af þeim sökum hefst flug á vegum félagsins til Írlands um tveimur vikum síðar en ætlað var, eða 24. október. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 402 orð

Talið mögulegt að ísstíflan fljóti upp

HELGI Björnsson jöklafræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans segir að renni svipað magn af vatni frá gosstöðvunum í Grímsvötn og verið hefur síðustu daga án þess að hlaup hefjist, verði vatnshæðin það mikil um miðja næstu viku að ísstíflan, sem varnar því að hlaup hefjist, fljóti upp. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 33 orð

Tónleikar í Víkurkirkju

TÓNLEIKAR verða í Víkurkirkju, Vík í Mýrdal, í kvöld, sunnudaginn 6. október, kl. 20.30. Tónlistarmennirnir Gunnar Kvaran sellóleikari, Hilmar Örn Agnarsson organisti og Loftur Erlingsson barítonsöngvari flytja kirkjutónlist. Aðgangur er ókeypis. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 184 orð

Úrklippusafn afhent Pósti og síma

SIGURÐUR H. Þorsteinsson afhenti 24. september sl. Pósti og síma úrklippusafn með blaðagreinum sem hann hefur skrifað frá árinu 1964 til dagsins í dag. Safnið er í 14 bindum. Sigurður afhenti Ólafi Tómassyni póst- og símamálastjóra safnið og fól hann Þorgeiri K. Þorgeirssyni, framkvæmdastjóra og formanni safnanefndar stofnunarinnar, að færa það bókasafni Pósts og síma til varðveislu. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 752 orð

Vantar hvers kyns kennslugögn

STÚDENTARÁÐ, í samvinnu við stúdentaskiptafélögin í Háskóla Íslands ætla að standa fyrir söfnun fyrir stúdenta við háskólann í Sarajevo dagana 10. og 11. október nk. Einar Skúlason er framkvæmdastjóri Stúdentaráðs HÍ. Hann var spurður hvers vegna væri farið af stað með þessa söfnun núna. ­Fulltrúar SHÍ fóru á fund evrópsku stúdentasamtakanna í Búdapest í vor. Meira
6. október 1996 | Erlendar fréttir | 135 orð

Verða Finnar í kjarna ESB?

SAMKVÆMT svonefndri framtíðarskýrslu finnsku ríkisstjórnarinnar eiga Finnar að vera í hinum harða kjarna sem nú er að myndast í Evrópusambandinu. Í raun þýðir þetta að talið er nauðsynlegt að Finnar séu aðilar að myntbandalagi Evrópu (EMU) frá upphafi, Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 350 orð

Virkjanir eiga að þola stórflóð

VERKFRÆÐINGAR Landsvirkjunar kanna nú hugsanleg áhrif þess að gosið undir Vatnajökli færist í Bárðarbungu. Eins og fram hefur komið gæti gos þar hugsanlega valdið hlaupi í ýmsar áttir, í Jökulsá á Fjöllum, Skjálfandafljót, Köldukvísl og jafnvel Skaftá. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 247 orð

VÍS með forvarnir

VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands mun í vetur gangast fyrir forvarnadagskrá fyrir eldri borgara í samstarfi við Félag eldri borgara og Landssamband slökkviliðsmanna. Fjallað verður um slys og slysavarnir ­ heima og að heiman, umferðarmál, vatnstjón og varnir gegn þeim, brunatjón og brunavarnir, þjófavarnir og nauðsynlega vátryggingavernd. Meira
6. október 1996 | Innlendar fréttir | 294 orð

Þrjár fólskulegar árásir

ÞRJÁR alvarlegar líkamsárásir voru framdar aðfaranótt laugardags í Reykjavík og Hafnarfirði og þykja þær fólskulegar að sögn lögreglu. Lögreglunni í Reykjavík var um klukkan 2.20 í fyrrinótt tilkynnt um árás þriggja ungra manna á leigubílstjóra á bílastæði við Kringluna. Manninum voru veittir áverkar í andliti og var hann fluttur á slysadeild. Meira

Ritstjórnargreinar

6. október 1996 | Leiðarar | 565 orð

HVAÐ LÍÐUR ENDURSKOÐUN KOSNINGALAGA?

leiðariHVAÐ LÍÐUR ENDURSKOÐUN KOSNINGALAGA? NGLIÐAHREYFINGAR allra stjórnmálaflokkanna afhentu formönnum flokkanna fyrr í vikunni áskorun um að Alþingi hefjist nú þegar handa við endurskoðun kosningalaga lýðveldisins, þannig að tryggt sé að henni verði lokið áður en gengið verður til kosninga að nýju. Meira
6. október 1996 | Leiðarar | 2188 orð

Reykjavíkurbréf STEFNURÆÐUR forsætisráðherra hverju sinni má lesa með

STEFNURÆÐUR forsætisráðherra hverju sinni má lesa með ýmsum hætti. Þær má lesa eins og Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, kaus að gera í umræðum um stefnuræðuna sl. miðvikudagskvöld, með því að veita því eftirtekt, sem ekki er sagt. Meira

Menning

6. október 1996 | Fólk í fréttum | 62 orð

Ástarjátningar á steinum

AÐ GRUNDARTANGABRYGGJU koma að meðaltali 75­80 skip á ári og áhafnir þeirra eru oft fjölmennar. Einstaka áhafnarmeðlimir vilja minna á komu sína til Íslands og skilja eftir ummerki á steinunum við höfnina. Þeir eru margir orðnir skrautlegir og gjarnan er ástarjátning til kvenna í öðrum heimshlutum máluð á með hvítri málningu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Meira
6. október 1996 | Fólk í fréttum | 241 orð

Best og verst hjá frægum og fallegum

ÞÁ er komið að því. Dómarar bandaríska vikuritsins People Weekly hafa kveðið upp dóm sinn um hverjir þeirra frægu og fallegu klæða sig best og verst. Á meðfylgjandi myndum sést úrskurðurinn. BEST. Vanessa Williams er örugg með sig og kynþokkafull að sama skapi. Vindillinn er ómissandi við þennan kjól sem hún klæddist við frumsýningu kvikmyndarinnar "Eraser". Meira
6. október 1996 | Fólk í fréttum | 53 orð

Dansað í Sjallanum

HLJÓMSVEITIN Greifarnir lék á dansleik í Sjallanum á Akureyri um síðustu helgi. Akureyringar og nærsveitarmenn fjölmenntu á staðinn og dilluðu sér á dansgólfinu og að sögn viðstaddra var heitt í kolunum. Morgunblaðið/Hilmar Þór ERLA Björg Guðmundsdóttir og Anna Lea Stefánsdóttir voruvinalegar í fasi. Meira
6. október 1996 | Fólk í fréttum | 63 orð

Dolly fær sveitasöngvaverðlaun

SVEITASÖNGKONAN sívinsæla, Dolly Parton, mundar hér verðlaunagrip sem hún fékk þegar árleg sveitasöngvaverðlaunaafhending fór fram í Nashville í Tennessee í vikunni. Verðlaunin sem Dolly hlaut voru fyrir túlkun hennar á laginu "I Will Always Love You", sem hún söng með sveitasöngvaranum Vince Gill. Meira
6. október 1996 | Fólk í fréttum | 53 orð

Dunawaystjarna

ENN bætast stjörnur í frægðargötuna svokölluðu í Hollywood. Óskarsverðlaunaleikkonan Faye Dunaway, sem þekktust er fyrir leik sinn í myndunum "Network" og "Bonnie and Clyde" sést hér við stjörnu með nafni hennar sem lögð var í götuna nýlega við hátíðlega athöfn. Nýjasta mynd leikkonunnar heitir "The Chamber" og fer hún þar með aðalhlutverk. Meira
6. október 1996 | Menningarlíf | 795 orð

Féll á svipstundu fyrir rödd hennar

"MASTER Class er ekki heimildaverk heldur leikrit, þar sem ég set fram túlkun mína á því hvernig manneskja María Callas var. Þótt verkið sé byggt á sönnum atburðum, söngnámskeiðum hennar í Julliard, fléttast sitthvað fleira inn í það, svo sem eintal söngkonunnar sem kallar vitaskuld á huglæg vinnubrögð af hálfu höfundarins. Meira
6. október 1996 | Fólk í fréttum | 133 orð

Fimmtugsafmæli á Egilsstöðum

SIGURJÓN Bjarnason frá Hænuvík við Patreksfjörð hélt nýlega upp á fimmtugsafmæli sitt í Hótel Valaskjálf. Haldin var sérstök skemmtidagskrá sem afmælisbarnið skipulagði ásamt vinum og vandamönnum. Sigurjón hefur starfað mikið að sveitarstjórnamálum og sat um árabil í bæjarstjórn Egilsstaða. Meira
6. október 1996 | Myndlist | -1 orð

FLÓKI OG VATN

Ingunn Lára Brynjólfsdóttir, Sandra Laxdal, Björg Pétursdóttir, Anna Þóra Karlsdóttir. Opið þriðjudaga­ föstudaga 15­18, laugardaga 13­18, sunnudaga 14­18. Til 9. október. Aðgangur ókeypis. Í LISTHÚSINU Úmbru hefur undanfarið staðið yfir kynning á flókateppum, verkum þriggja listnema og kennara þeirra í þessari ævafornu aðferð við gerð klæðis. Meira
6. október 1996 | Fólk í fréttum | 51 orð

Hanks aftan myndavélar

KVIKMYND Óskarsverðlaunaleikarans Toms Hanks, "That Thing You Do", var frumsýnd í fyrradag í Bandaríkjunum. Hér sést hann í nýrri og óvenjulegri aðstöðu, aftan við myndavélina, en hann er leikstjóri myndarinnar og kemur einnig fram í henni sem aukaleikari. Myndin fjallar um hljómsveit á sjöunda áratugnum sem nær miklum vinsældum. Meira
6. október 1996 | Fólk í fréttum | 58 orð

Iðnskólanemar í sátt og samlyndi

IÐNSKÓLINN í Reykjavík hélt busaball í Ingólfskaffi í vikunni. Viðstaddir skemmtu sér í sátt og samlyndi eftir undangengna busavígslu, við undirleik hljómsveitarinnar Skítamórals. Morgunblaðið/Jón Svavarsson VÍÐIR Jónsson, Rósa Björk Gunnarsdóttir og Ásdís Jónsdóttir. Meira
6. október 1996 | Menningarlíf | 178 orð

Lauren Piperno heldur fyrirlestur

BANDARÍSKI ljósmyndarinn Lauren Piperno mun fjalla um verk sín í Ljósmyndamiðstöðinni Myndás, Laugarásvegi 1, þriðjudaginn 8. október kl. 20.30. Hún hefur síðustu tvö árin myndað íslenskar konur og er nú að vinna að gerð ljósmyndabókarinnar "Dætur sögueyjarinnar". Til þessa verkefnis hefur hún m.a. fengið styrk frá "The American- Scandinavian Foundation" í New York. Meira
6. október 1996 | Menningarlíf | 66 orð

Miki 3

DANSKA teiknimyndin Miki 3 verður sýnd í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 14. Í myndinni er sagt frá stráknum Mika sem er þriggja ára og leiðist sjaldan, því hann finnur alltaf upp á einhverju skemmtilegu að gera. Myndin er full af glensi og gríni og tekur um 30 mín. í flutningi. Myndin er með dönsku tali. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Meira
6. október 1996 | Fólk í fréttum | 111 orð

Neil kallaði áheyrendur sveitalúða

VINCE Neil fyrrverandi söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Mötley Crue sannaði það á tónleikum nýlega að fyrrverandi félagar hans gerðu rétt í að reka hann úr hljómsveitinni á sínum tíma. Meira
6. október 1996 | Menningarlíf | 174 orð

Nýjar bækur

ÍSLENSKI kiljuklúbburinn hefur sent frá sér þrjár bækur; Híbýli vindanna ­ skáldsaga um vesturfara eftir Böðvar Guðmundsson. Sagan kom út í fyrra og hlaut góðar móttökur. Meira
6. október 1996 | Menningarlíf | 128 orð

Rússneskar mánudagsmyndir í bíósal MÍR

FÉLAGIÐ MÍR tekur upp þá nýbreytni í félagsstarfinu í vetur að sýna til jafnaðar tvisvar í mánuði hverjum valdar kvikmyndir úr safni félagsins sem eru ótextaðar en með rússnesku tali. Eru þessar kvikmyndasýningar einkum hugsaðar fyrir þá sem hafa nokkurt vald á rússneskri tungu, eru að læra málið eða vilja rifja upp kunnáttuna, Meira
6. október 1996 | Fólk í fréttum | 52 orð

Steini spilá Feitadvergnum

TÓNLISTARMAÐURINN Steini spil frá Selfossi tróð upp í fyrsta skipti opinberlega í langan tíma þegar hann lék á veitingastaðnum Feita dvergnum við Gullinbrú í síðasta mánuði. Aðdáendur hans, sem og aðrir, fjölmenntu á staðinn og ljósmyndari Morgunblaðsins myndaði gesti. Meira
6. október 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Sterkir litir, heillandi tónar og tölvutengsl Listahátíð norrænna ungmenna stendur nú yfir í Kaupmannahöfn. Sigrún

SÝN ungu kynslóðarinnar á framtíðina er öldungis ekki mörkuð ótta eða kvíða, eins og eldra fólkið vill gjarnan vera láta, ef marka má norræna listasýningu krakka, sem stendur nú yfir í Øksnehallen á Vesturbrú, skammt frá aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn. Skemman sem hýsir sýninguna skelfur af sköpunargleði, litum og krafti. Meira
6. október 1996 | Tónlist | 641 orð

Svo mælti Zaraþústra

Flutt voru verk eftir Carl Nielsen, Beethoven og Richard Strauss. Einleikari: Anna Guðný Guðmundsdóttir Stjórnandi: Thomas Dausgård. Fimmtudagurinn 3. október, 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á Helios forleiknum eftir Carl Nielsen. Forleikurinn er glæsileg tónsmíð í klassískum anda, óður til sólarinnar eða öllu heldur sólguðsins Helíosar. Meira

Umræðan

6. október 1996 | Bréf til blaðsins | 381 orð

Barnakór Grensáskirkju

BARNAKÓR Grensáskirkju er sex ára um þessar mundir. Það var mikið lán og gleði, þegar við fengum frú Margréti Pálmadóttur söngkonu og kórstjóra til starfa við kirkjuna. Frú Margrét Pálmadóttir er mikill listamaður, forkunnardugleg, bjartsýn og hefur þá eiginleika að geta hrifið fólk með sér til stórræða. Meira
6. október 1996 | Bréf til blaðsins | 305 orð

Fiskurinn og kvótinn

TOGARI hefur klárað þorskkvóta sinn og hættir þar með að veiða hann, enda sýnir veiðibók sem færð er á öllum togurum engan þorsk í afla hans. Nú er verið að veiða karfa, sem togarinn á. Besta verð fæst nú fyrir 800­1000 gramma karfa, vegna hagræðingar. Eitt flak passar á einn disk á veitingahúsunum. Meira
6. október 1996 | Bréf til blaðsins | 226 orð

Grensásdeildin lengi lifi!

NÝLIÐIÐ sumar hefur einkennst af miklum hremmingum í heilbrigðiskerfinu, bæði vegna fjárhagsvanda sjúkrahúsa og ekki síður vegna ástandsins innan heilsugæslunnar vegna uppsagna heilsugæslulækna. Þessar hremmingar eru nú að mestu yfirstaðnar. Meira
6. október 1996 | Bréf til blaðsins | 486 orð

Jafnvel fölsku tennurnar eru í hættu!

GÍSLI Eiríksson, fyrirliði Vestfirðinga í vegamálum, lýsir ástandi vega í umdæmi sínu sem óvenju slæmu þessa dagana, í viðtali í Mbl. nýlega. Gísli segir þar meðal annars að vegirnir þurfi að fá að þorna áður en hægt verði að hefla og vegakerfið sé veikt. Þetta er alveg rétt hjá Gísla. Vegakerfið er svo veikt á vissum hluta Vestfjarða, að stundum liggur við að neyðarástand skapist. Meira

Minningargreinar

6. október 1996 | Minningargreinar | 323 orð

Auður Snorradóttir

Ekki eru mörg ár liðin frá því við eignuðumst nýtt sambýlisfólk hér á Langholtsvegi 178. Slíkir atburðir væru varla í frásögur færandi, nema fyrir þær hlýju og sterku minningar sem við eigum. Ung kona, Auður Snorradóttir, með þrjú lítil börn, Brynjar, Berglindi og Birgi, var búin að kaupa neðri hæðina. Hún hugðist búa börnunum sínum nýtt heimili á nýjum stað. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 160 orð

Auður Snorradóttir

Við viljum kveðja þig, elsku Auður, með þessum örfáum orðum. Þegar við hittumst síðast óraði okkur ekki fyrir að þetta væri okkar síðasta stund saman. Þú varst að fara í fyrsta sinn til útlanda að hitta systur þína og fjölskyldu hennar. Þú varst glöð og við ánægðar fyrir þína hönd. En þú kemur ekki aftur. Elsku Auður. Þú varst sterk í veikindum þínum og kvartaðir aldrei. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 29 orð

AUÐUR SNORRADÓTTIR

AUÐUR SNORRADÓTTIR Auður Snorradóttir fæddist í Reykjavík hinn 24. febrúar 1955. Hún lést á Herlev-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn 19. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 30. september. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 902 orð

Hermann Þorsteinsson

Hermann Þorsteinsson, fyrrum framkvæmdastjóri, er sjötíu og fimm ára á morgun, 7. október. Þremur vikum síðar, hinn 26. s.m., eru tíu ár liðin frá vígslu hins volduga þjóðarhelgidóms á Skólavörðuhæð. Nöfn Hallgrímskirkju og Hermanns Þorsteinssonar eru órofa tengd. Leiðtogafundurinn í Höfða var ný afstaðinn og teikn voru á lofti sem boðuðu endalok hins kalda stríðs og nýja friðartíma. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 649 orð

HERMANN ÞORSTEINSSON

Hann er ekki hér á landi, hann Hermann, á 75 ára afmælisdegi sínum 7. október, hann fór vestur um haf til þess að sitja afmælisþing Sameinuðu Biblíufélaganna, en hann hefur lengi verið virkur áhugamaður á vettvangi þeirra alþjóðasamtaka. Í leiðinni sinnir hann einhverjum öðrum góðum erindum þar vestra. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 243 orð

Jón Egilsson

Tengdafðir minn, Jón Egilsson, er látinn. Þegar ég með sorg í hjarta lít til baka minnist ég Jóns með þakklæti og virðingu. Ég er þakklátur fyrir þann hlýhug sem hann ávallt sýndi mér. Við áttum margar rabbstundir saman um hin margvíslegustu mál. Ég fékk þá tækifæri til að kynnast Jóni náið. Hann var áhugasamur um margt og var í raun leitandi sál. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 213 orð

Jón Egilsson

Það er varla að maður skilji það að afi sé dáinn. Það var einkennilegt að koma í Goðabyggðina án þess að afi tæki á móti okkur með bros á vör og hlýjum faðmi. Það er varla að maður skilji að við fáum ekki lengur að njóta frásagna hans af öllum þeim ævintýrum sem hann lenti í um ævina. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 120 orð

Jón Egilsson

Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Áður en við fljúgum frá Íslandi viljum við kveðja þig með þessum orðum úr bókinni Spámaðurinn. Þér þótti gaman þegar lesið var úr þeirri bók. Elsku mamma, guð veri með þér í sorg þinni. "Í heimi hér er meira af gleði en sorg," og aðrir segja: "Nei, sorgirnar eru fleiri. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 28 orð

JÓN EGILSSON

JÓN EGILSSON Jón Egilsson fæddist í Stokkhólma í Skagafirði 16. september 1917. Hann lést á Akureyri 24. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 30. september. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 640 orð

Pétur Hjaltested

Jesús sagði: "Sá sem elskar mig, varðveitir mitt orð, og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gjöra okkur bústað hjá honum". (Jh. 14:23) Á morgun er kvaddur hinstu kveðju Georg Pétur Hjaltested. Hugur okkar dvelur hjá honum og minning hans lifir meðal okkar. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 279 orð

Pétur Hjaltested

Leiðir okkar Péturs lágu fyrst saman fyrir rúmum 30 árum með þeim hætti að ég varð tengdasonur hans. Hann sagði fljótlega og hefur gert það oft síðan að ég væri hans besti tengdasonur. Að sjálfsögðu vissu menn að hann átti aðeins eina dóttur. Hann hafði einstakt lag á því að finna skoplegar hliðar á öllum hlutum og láta fólk hlæja og hafa alla káta og hressa sem í kringum hann voru. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 415 orð

Pétur Hjaltested

Mér brá í brún, þegar ég kom að sjúkrabeði vinar míns Péturs Hjaltested hinn 21. sept. sl. Við hjónin vorum á leið til útlanda og ætluðum að kasta á hann kveðju og óska honum góðs bata, en sáum að hann var sýnu veikari en við höfðum gert okkur í hugarlund og nokkrum dögum síðar barst okkur andlátsfregnin. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 228 orð

Pétur Hjaltested

Kveðjustundin er komin. Þó að það sé víst að að henni komi, veit maður aldrei hvernig það verður þegar hún rennur upp. Óvænt. Eru þakklæti og gleði þær tilfinningar sem ég finn helst fyrir núna. Ég er þakklát fyrir að einhvern veginn atvikaðist það svo að þetta árið hef ég búið undir sama þaki og afi og amma og því umgengist þau meira en oft áður. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 415 orð

Pétur Hjaltested

Elsku afi. Nú þegar þú hefur yfirgefið þessa jarðvist og haldið á aðrar slóðir fyllumst við bræðurnir söknuði. Það er sárt að sjá þig fara, svona einstakan mann eins og þú varst, en við huggum okkur við það að við áttum margar góðar stundir með þér sem seint gleymast. Okkur langar að segja nokkur orð í þína minningu. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 174 orð

Pétur Hjaltested

Það var sáttur maður sem skildi við jarðvistina og er í dag jarðsunginn frá Dómkirkjunni. Mér er ávallt minnisstætt heilræði Péturs sem hann samdi og notaði við hin ýmsu tækifæri: "Það er betra að vera skræfa í fimm mínútur en lík alla sína ævi." Pétur var hæglætis maður eins og maður kynntist honum á efri árum. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 270 orð

PÉTUR HJALTESTED

PÉTUR HJALTESTED Pétur Hjaltested var fæddur á Sunnuhvoli í Reykjavík 11. apríl 1918. Hann lést á Landspítalanum 26. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Guðný Jónsdóttir, f. 6. janúar 1896, d. 12. febrúar 1980, og Lárus Hjaltested bóndi á Vatnsenda við Elliðavatn, f. 22. febrúar 1892, d. 8. júní 1956. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 106 orð

Pétur Hjaltested Elsku Pétur, að leiðarlokum langar mig að kveðja þig og þakka þér alla þá hlýju og vinsemd sem þú hefur sýnt

Elsku Pétur, að leiðarlokum langar mig að kveðja þig og þakka þér alla þá hlýju og vinsemd sem þú hefur sýnt mér og börnum mínum. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 80 orð

Pétur Hjaltested Elsku Pétur afi, ég þakka þér fyrir þær góðu stundir sem ég átti með þér og alla þá hlýju sem þú sýndir mér.

Elsku Pétur afi, ég þakka þér fyrir þær góðu stundir sem ég átti með þér og alla þá hlýju sem þú sýndir mér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 361 orð

Rútur Óskarsson

Það er erfitt að vera víðsfjarri þegar frétt berst um að náinn vinur hafi kvatt þessa jörð og við náðum ekki að segja "bless á meðan". Við eigum svo sannarlega eftir að sjást aftur heima hjá Jesú. Rútur var sannur vinur vina sinna, það fengum við hjónin að reyna. Reyndar er eiginlega ekki hægt að tala um Rút án þess að tala um Siggu hans Rúts. Þau voru eitt, það var auðvelt að sjá. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 32 orð

RÚTUR ÓSKARSSON Rútur Óskarsson fæddist í Berjanesi í A-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu 3. mars 1930. Hann lést á

RÚTUR ÓSKARSSON Rútur Óskarsson fæddist í Berjanesi í A-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu 3. mars 1930. Hann lést á Landspítalanum 24. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fíladelfíukirkjunni í Hátúni 3. október. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 347 orð

Svava Gísladóttir

Á leið okkar í gegnum lífið söfnum við minningarperlum um ánægjulegar stundir liðinna ára. Hún Svava frænka okkar er ein af þessum perlum sem við munum varðveita í minningunni um ókomna framtíð. Hún var stóra systir hennar mömmu og að mörgu leyti eins og mamma okkar líka. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 216 orð

Svava Gísladóttir

Látin er eftir erfið veikindi föðursystir mín, Svava Gísladóttir. Hún var jafnan kölluð frænka í Reykholti af okkur systkinunum, en húsið sem hún bjó í mestan hluta ævi sinnar heitir Reykholt við Laufásveg. Ég minnist frænku minnar sem ljúfrar og góðrar konu sem ekkert mátti aumt sjá. Hún var mikill dýravinur og hændust dýrin því mjög að henni. Meira
6. október 1996 | Minningargreinar | 121 orð

SVAVA GÍSLADÓTTIR

SVAVA GÍSLADÓTTIR Svava Gísladóttir fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1921. Hún lést á öldrunardeild Landspítalans í Hátúni 10b 25. september síðastliðinn. Foreldrar Svövu voru Kristbjörg Herdís Helgadóttir húsmóðir og Gísli H. Gíslason smiður í Reykholti við Laufásveg í Reykjavík. Meira

Daglegt líf

6. október 1996 | Ferðalög | 115 orð

Aukaferð hjá bændum

BÆNDAFERÐIR verða með auka haustferð 2.-9. nóvember vegna mikillar eftirspurnar í áður auglýstar ferðir 26. október til 2. nóvember og 17.-22. nóvember. Leiðin liggur til Lúxemborgar þar sem gist verður á sama stað allan tímann, hjá vínbændum í litlu þorpi sem heitir Leiwen og er við Mosel. Á meðan á dvölinni stendur verður farið í skoðunarferðir, m.a. Meira
6. október 1996 | Ferðalög | 337 orð

Edinborg er rómuð fyrir fegurð Edinborg, höfuðborg Skotlands, hefur löngum verið vinsæll áfangastaður Íslendinga. Ljósmyndari

EDINBORG er forn borg, stofnuð árið 626 af Edvin af Norðurimbra. Hún hefur mátt þola eyðileggingu í ótal orrustum, en hefur alltaf risið upp aftur og er nú ein af fegurstu borgum veraldar. Edinborg er byggð í fögru Meira
6. október 1996 | Bílar | 471 orð

Falin loftnet

EIN af stærstu nýjungunum á varahluta- og bílbúnaðarsýningunni Automechanika í Frankfurt var falið loftnet. Á næsta ári kemur ný Volkswagen Bjalla á markaðinn með loftneti sem er innbyggt í vinstri framfelguna. Framleiðandinn er Richard Hirschmann GmbH í Esslingen í Þýskalandi. Meira
6. október 1996 | Ferðalög | 115 orð

Ferðir í haust

FERÐASKRIFSTOFAN Úrval-Útsýn býður ferðir til Edinborgar í haust. Flogið er með Flugleiðum, allt að fjórum sinnum í viku í október og allt að fimm sinnum í viku í nóvember. Yfirleitt er flogið beint til Edinborgar, en stundum þó til Glasgow þaðan sem einn og hálfan klukkutíma tekur að aka á hótel í Edinborg. Um er að ræða ferðir allt frá einni nóttu uppí 7 nætur. Meira
6. október 1996 | Ferðalög | 678 orð

Frumleg uppákoma í ferðaþjónustu

MIKLAR vonir eru bundnar við að víkingasiglingin frá Noregi til Íslands verði að veruleika næsta sumar. Á undirbúningsfundi fyrir siglinguna sem haldinn var um síðustu helgi í Floro í Noregi sagði Ole Stenbakk, formaður skipulagsnefndar víkingasiglingarinnar, meðal annars: "Ef forfeður okkar voru færir um að sigla til Íslands er ég sannfærður um að við getum það. Meira
6. október 1996 | Ferðalög | 272 orð

Hundrað skip til Íslands í víking

VÍKINGASIGLING með hundrað skipum og bátum og að minnsta kosti þúsund þátttakendum verður farin til Íslands frá Noregi næsta sumar, með þeim fyrirvara þó að ekkert bregði út af fram að því og veður verði viðráðanlegt. Byrjað verður á að halda tveggja daga víkingahátíð í Floro sem hefst 27. júní. Síðan verður lagt af stað til Hjaltlandseyja 29. júní. Meira
6. október 1996 | Ferðalög | 177 orð

JÓL Á KANARÍ

JÓL Á KANARÍ ÞAÐ komast færri en vilja til Kanaríeyja um jólin á vegum Flugleiða. Þrjár vélar fara utan, 20. og 21. desember. Um síðustu jól fóru tvær vélar með 378 farþega til Kanaríeyja. Þá komust færri en vildu, og því er bætt við þriðju vélinni við nú. Meira
6. október 1996 | Bílar | 87 orð

Margt nýtt á bílasýningunni í París

NÝIR bílar frá Skoda, Volvo, Peugeot, Renault og Ford voru meðal þeirra sem helst vöktu athygli á bílasýningunni í París sem nú stendur yfir, ekki síst Octavia frá Skoda sem er framhjóladrifinn bíll í millistærðarflokki. Sérstöku rými var nú í fyrsta sinn varið til sýninga á jeppum en þar voru nýjungar ekki margar enda jeppamarkaður ekki burðugur í Frakklandi. Nánar um sýninguna í opnu. Meira
6. október 1996 | Bílar | 394 orð

Nýtt umboð býður Lotus sportbíla á Íslandi

FERRARI, Lamborghini og Lotus. Þrjú nöfn sem bílaáhugamenn þekkja gjörla. Allt merki sem njóta virðingar í bílaheiminum. Lotus sportbíllinn breski hefur nú fengið íslenska umboðsaðila sem hyggjast markaðssetja bílinn hérlendis og kanna sölumöguleikana á þessu sögufræga merki. Meira
6. október 1996 | Bílar | 650 orð

Octavia og C70 stálu senunni Allir stærstu bílaframleiðendur heims taka þátt í alþjóðlegu bílasýningunni í París. Guðjón

TALIÐ er að vel yfir ein milljón manns sæki alþjóðlegu bílasýninguna í París, Mondial de l'automobile, sem nú stendur yfir. Fjöldi bíla er frumsýndur í París, ýmist spánnýir bílar eða breyttir. Volvo afhjúpaði C70, Peugeot nýjan 406 Coupé, Toyota Picnic fjölnotabíl, Ford breyttan Mondeo og smábílinn Ka. Meira
6. október 1996 | Bílar | 961 orð

SEndurbættur og röskur Nissan Primera NISSAN Primera er nú k

NISSAN Primera er nú kominn í nýrri og breyttri mynd en hann kom fyrst hingað til lands haustið 1991. Á nýju gerðinni er bæði að finna útlitsbreytingar og tæknilegar endurbætur. Primera er fáanleg með 1,6 tveggja lítra bensínvélum, tveggja lítra dísilvél, fjögurra eða fimm hurða og er útgáfan með aflmeiri bensínvélinni einnig fáanleg með sjálfskiptingu. Meira
6. október 1996 | Bílar | 721 orð

SNýr langbakur í C-línunni frá Mercedes Benz NÝR langbakur er nú í b

NÝR langbakur er nú í boði í C-línunni frá Mercedes Benz en hann var kynntur á bílasýningu í Genf á liðnu vori. Nú getur að líta þennan grip hjá Ræsi í Reykjavík, umboðinu fyrir Mercedes Benz. Langbakurinn í C-línunni er virðulegur bíll og stílhreinn, fáanlegur með ýmsar dísil- og bensínvélastærðir og er grunngerðin nokkuð vel búin. Síðan má lengi vel bæta ýmsum þægindum við. Meira
6. október 1996 | Bílar | 170 orð

SZ5 frá BMW frumsýndur í mars NÚ standa yfir lokaprófanir hjá BMW verksmið

NÚ standa yfir lokaprófanir hjá BMW verksmiðjunum þýsku á Z5 bílnum en hann byggir á Z3 sportbílnum sem framleiddur er í Spartanburg í Suður Karólínufylki í Bandaríkjunum. Nýi Z5 bíllinn verður einnig framleiddur þar en ráðgert er að frumsýna hann í Genf í mars á næsta ári. Meira
6. október 1996 | Ferðalög | 1767 orð

Sögu og samtíð lýstur saman í borginni eilífu Löngu áður en hugtakið ferðamaður varð almenningseign var Róm orðin vinsæll

RÓM var ekki byggð á einum degi ... og hún verður heldur ekki skoðuð á einum degi. Borgin er þrungin sögu fyrir þá sem hafa auga fyrir því, en hún er einnig nútíma stórborg með öllu tilheyrandi. Hið versta er umferðin, sem er yfirþyrmandi og óskaplega þreytandi. Meira

Fastir þættir

6. október 1996 | Í dag | 18 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 7. októ

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 7. október, verður sextugur Hallgrímur Viðar Árnason, húsasmiðameistari, Sogavegi 127a.Hann verður að heiman. Meira
6. október 1996 | Fastir þættir | 105 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Breiðfir

Fimmtudaginn 3. október byrjaði 1. kvöldið í þriggja kvölda Haust- Berómeter félagsins. Spilaðar voru 5 umferðir og efstu pör voru: Albert Þorsteinsson ­ Þórarinn Sófusson+40 Ragnheiður Nielsen ­ Hjördís Sigurjónsd.+36 Björgvin Sigurðsson ­ Rúnar Einarsson+31 Jón St. Kristinss. ­ Guðmundur Sigurjónss. Meira
6. október 1996 | Fastir þættir | 279 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfjarðar

Mánudaginn 30. september var spilað fyrsta kvöldið af 3 í Minningarmóti félagsins um Þórarin Andrewsson og Þorstein Kristmundsson. Spilaður var Mitchell-tvímenningur með þátttöku 20 para. Spilaðar voru 9 umferðir með 3 spilum á milli para og meðalskor var 216. Meira
6. október 1996 | Fastir þættir | 94 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

Fimmtudaginn 3. október var spilað síðasta kvöldið í hausttvímenning hjá félaginu Skor kvöldsins: N/S-riðill Sturla Snæbjörnss. ­ Cecil Haraldss.264 Sigurður Sigurjónss. ­ Ragnar Björnss.242 Ármann J. Láruss. ­ Jón P. Sigurjónss.239 A/V-riðill Þorsteinn Ólafss. ­ Haraldur Árnas.244 Guðrún Hinriksd. Meira
6. október 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. september í Skálholtskirkju af sr. Magnúsi Björnssyni Kolbrún Berglind Grétarsdóttir og Ágúst Valgarð Ólafsson. Heimili þeirra er í Rofabæ 31, Reykjavík. Meira
6. október 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. ágúst í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Hulda Ólafsdóttir og Árni Jón Eggertsson.Heimili þeirra er á Ránargötu 46, Reykjavík. Meira
6. október 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. júní í Bjarnaneskirkju af sr. Sigurði Kr. Sigurðssyni Hulda Valdís Gunnarsdóttir og Jón Garðar Bjarnason.Heimili þeirra er á Bjarnarhól 7, Höfn. Meira
6. október 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. ágúst í Garðakirkju af sr. Arnaldi Bárðarsyni Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir og Karl Jóhann Jóhannsson. Þau eru búsett í Kaupmannahöfn. Meira
6. október 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. ágúst í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Cecil Haraldssyni Sigurbjörg Sigurðardóttir og Þórir Jónsson. Heimili þeirra er í Gilsárstekk 6, Reykjavík. Meira
6. október 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júlí í Neskirkju af sr. Frank M. Halldórssyni Gíslína Kr. Gísladóttir ogRögnvaldur Ólafsson. Heimili þeirra er í Sundstræti 31, ísafirði. Meira
6. október 1996 | Dagbók | 647 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
6. október 1996 | Í dag | 127 orð

Fiskveiðideilan HVAÐA afstöðu mun landsfundur Sjálfstæðisfl

HVAÐA afstöðu mun landsfundur Sjálfstæðisflokksins taka til þess máls, sem óhætt er að segja að sé mál málanna í dag? Þar á ég við hið svokallaða fiskveiðiheimildamál. Nú er það komið í ljós, sem svo margir óttuðust, að heimild til fiskveiða hefur safnast á fárra hendur og er orðin slík verslunarvara að veltan mun skipta milljörðum. Og bankakerfið er í rauninni með veð í fiskveiðiheimildum. Meira
6. október 1996 | Fastir þættir | 388 orð

KVISTIR

KVISTIR eru vinsælir og blómsælir skrautrunnar. Þeir eru auðveldir í ræktun og gera ekki miklar kröfur til jarðvegs, þó þeir vilji gjarnan vera sólarmegin í lífinu. Þeirra sem blómstra hvítum blómum njótum við fyrri hluta sumars en nú eru þeir síðblómstrandi upp á sitt besta. Meira
6. október 1996 | Í dag | 586 orð

R ekki fulllangt gengið," spyr Árni Brynjólfsson í bréfi

R ekki fulllangt gengið," spyr Árni Brynjólfsson í bréfi til Víkverja, "að ætlast til þess að við leggjum til rannsókna svipað hlutfall fjármuna og stórveldi á sviði tækni og vísinda? Áður en við förum að gera meiri kröfur til fjármuna í rannsóknir væri hollt að athuga, hve miklu þessar rannsóknir hafa skilað okkur. Meira

Íþróttir

6. október 1996 | Íþróttir | 205 orð

Hefðum getað hjálpað honum miklu meira

CIRO Ferrara, varnarmaður hjá Juventus á Ítalíu og samherji Maradonas hjá Napolí í sjö ár, segist sjá eftir því að hann og aðrir hjá félaginu skyldu ekki reyna að hjálpa Maradona enn frekar en þeir gerðu í að leita sér hjálpar vegna eiturlyfjanotkunar. Meira
6. október 1996 | Íþróttir | 655 orð

Maradona jafnvel sagðurí lífshættu vegna lang-varandi eiturlyfjaneyslu

LÆKNIR í Argentínu hélt því fram í tímaritsviðtali í vikunni að knattspyrnustjarnan Diego Maradona væri jafnvel dauðans matur vegna mikillar eiturlyfjaneyslu mörg undanfarin ár. Læknir knattspyrnuliðsins Boca Juniors, sem Maradona lék síðast með, dregur hins vegar mjög í efa sannleiksgildi þessa. Meira

Sunnudagsblað

6. október 1996 | Sunnudagsblað | 95 orð

21.000 höfðu séð Storm

Alls höfðu um 21.000 manns séð spennutryllinn Storm í Háskólabíói og Sambíóunum eftir síðustu helgi. Þá höfðu tæp 10.000 séð gamantryllinn Fargó í Háskólabíói, tæp 5.000 Hunangsflugurnar og 4.500 Jerúsalem eftir Bille August. Um þessa helgi byrjaði The Arrival" með Charlie Sheen í Háskólabíói en næstu myndir þar eru m.a. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 743 orð

Aftur á flótta

ESCAPE from LA er nýjasta myndin sem John Carpenter leikstýrir og er hún framhald myndar hans Escape from New York sem hann gerði 1981. Carpenter skrifar sjálfur handrit myndarinnar og nýtur við það aðstoðar Kurts Russell, sem fer með aðalhlutverkið, og Debra Hill sem framleiðir myndina. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 420 orð

»Á kvikmyndahátíð KVIKMYNDAHÁTÍÐ Reykjavíkur verður haldin í nokkrum kvi

KVIKMYNDAHÁTÍÐ Reykjavíkur verður haldin í nokkrum kvikmyndahúsum í Reykjavík dagana 24. okt. til 3. nóv. og er hún arftaki Kvikmyndahátíðar Listahátíðar, sem ekki er lengur meðal vor. Kvikmyndahátíð Reykjavíkur er sjálfseignarstofnun studd af ríki og borg og mun ætlunin að halda hana árlega, en sem kunnugt er var Kvikmyndahátíðin fyrri á tveggja ára fresti. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 145 orð

Áttunda trekkamyndin

Áttunda myndin í flokki Star Trek"-mynda er ein af haustmyndunum í Bandaríkjunum. Hún heitir First Contact" eða Fyrstu kynni og Trekkar bíða hennar með óþreyju. Samkvæmt þjóðtrú þeirra eru myndir með sléttri tölu í seríunni bestar. Allt liðið úr fyrri Star Trek"-myndunum er nú horfið, þ.m.t. William Shatner og Leonard Nimoy. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 52 orð

BRAGGADAGAR

Djöflaeyjan eftir Friðrik Þór Friðriksson var frumsýnd á fimmtudaginn. Arnaldur Indriðason hitti leikstjórann að máli, sem sagði að hún gæti verið síðasta stóra myndin gerð á íslensku, og ræddi við leikara í myndinni, sem ýmist höfðu áður leikið hlutverk sín á sviði, leituðu fyrirmynda í Brando eða bara í vinum og ættingjum. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 3546 orð

BRAGGADAGAR

Djöflaeyjan eftir Friðrik Þór Friðriksson var frumsýnd á fimmtudaginn. Arnaldur Indriðason hitti leikstjórann að máli, sem sagði að hún gæti verið síðasta stóra myndin gerð á íslensku, og ræddi við leikara í myndinni, sem ýmist höfðu áður leikið hlutverk sín á sviði, leituðu fyrirmynda í Brando eða bara í vinum og ættingjum. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 1770 orð

Börnin í Búkarest Þúsundir heimilislausra barna eru á vergangi í Rúmeníu og sjá fyrir sér með betli, hnupli eða vændi. Ástandið

HEIMILISLAUS börn í Rúmeníu vöktu heimsathygli snemma árs 1990, skömmu eftir að Nicolae Ceausescu, alræðisherra landsins hafði verið steypt af stóli og drepinn. Landið var opnað upp á gátt fyrir vestrænum blaðamönnum og blasti þá nokkur önnur mynd við en sú, sem opinberum gestum hafði verið sýnd fram að því. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 162 orð

Du Pont ekki sakhæfur

DÓMARI í Pennsylvaniu úrskurðaði á þriðjudag að milljarðamæringurinn John Du Pont væri ekki sakhæfur vegna þess að fjórir læknar, tilnefndir af yfirvöldum, segja að hann sé geðsjúkur. Læknarnir segja að Du Pont sé haldinn geðklofa og þjáist af vænissýki. Hann telji m.a. að hann sé Dalai Lama, Jesús Kristur og væntanlegur leiðtogi Þriðja ríkisins. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 187 orð

Enn Nirvana

ÞÓ NOKKUÐ sé um liðið síðan Kurt Cobain, leiðtogi rokksveitarinnar Nirvana, svipti sig lífi er sveitin enn vinsæl víða um heim. Síðasta plata Nirvana var tónleikaskífa, lítt rafmögnuð, en forðum félögum Cobains fannst ástæða til að sýna á sveitinni aðra hlið. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 1253 orð

Fangar Djöflaeyjunnar PERSÓNURNAR í bíómyndinni Djöflaeyjunni eru margar og fjölbreytilegar. Einar Kárason höfundur bókanna um

PERSÓNURNAR í bíómyndinni Djöflaeyjunni eru margar og fjölbreytilegar. Einar Kárason höfundur bókanna um fólkið í Thulekampinum segir frá tilurð þeirra og tilvist ÉG VEIT nú ekki hvað ég get verið að lýsa þessu liði mikið," segir Einar Kárason rithöfundur um braggafólkið sitt. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 179 orð

Fólk

Þýski leikstjórinn Wolfgang Petersen er leikstjóri nýjustu spennumyndar Harrison Fords, Air Force One". Hún er gerð eftir metsölubók Tom Clancy. Allir vilja leika í myndum Woody Allens, enda eru þær yfirfullar af góðum leikurum. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 315 orð

FRIÐRIK ÞÓR OG MYNDIRNAR HRINGURINN

HRINGURINN Praktíkal jók en nær þessari hugmynd þegar maður kom sem strákur heim úr sveitinni og sá ljósin í bænum. Nær þeirri tilhlökkun að hitta fólkið sem býr í þessum ljósum." ROKK Í REYKJAVÍK Mér finnst hún mjög merkileg heimildarmynd sem við gerðum fyrir litla peninga og án allra styrkja. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 2199 orð

Fundinn skipsstiginn af Pourqoui pas? Nú sextíu árum eftir harmleikinn við Mýrar þegar franska skipið Pourqoui pas? fórst og með

RANNSÓKNASKIPIÐ franska Pourquoi pas? fórst við Mýrar 16. september 1936 og með því hinn frægi heimskautafari dr. Jean Babtiste Charcot. Þá starfaði hér hjá franska ræðismanninum ungur maður að nafni Henri Voillery, Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 2319 orð

Gott að eiga hlutina með öðrum

ÍBYRJUN september 1971 létu fjórir félagar gamlan draum rætast og stofnuðu fyrirtæki, sem fékk heitið XCO og var ætlunin að hasla sér völl í inn- og útflutningi, Reksturinn fór hægt af stað, en árið 1974 byrjuðu hjólin að snúast og framkvæmdastjórinn, Sigtryggur R. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 503 orð

»GusGus á siglingu GUSGUS-flokkurinn hefur vakið mikla og verðskuldaða

GUSGUS-flokkurinn hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli ytra fyrir tónlist sína; þó eiginleg útgáfa sé ekki hafin var kynningarerintak með fyrsta lagi sveitarinnar valið lag mánaðarins í Muzik. Skammt er svo í að fyrsta smáskífan komi út, aukinheldur sem stuttmynd verður væntanlega sýnd um allan heim í kjölfarið. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 100 orð

Í BÍÓ

Blossi/810551 eftir Júlíus Kemp verður ekki frumsýnd á þessu ári heldur því næsta og þá um haustið. Það þýðir að aðeins tvær íslenskar bíómyndir eru frumsýndar á þessu ári, Draumadísir eftir Ásdísi Thoroddsen og Djöflaeyja Friðriks Þórs Friðrikssonar. Mikil viðbrigði eru það frá síðasta ári þegar frumsýndar voru sjö íslenskar bíómyndir, þ.ám. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 311 orð

Komið til umboðsmanns barna

"Starfsmenn útideildar hafa unnið rosalega gott starf og hjálpað mörgum. Þetta starf er ekki hægt að vinna úti í hverfum," segir einn skjólstæðingur útideildar í samtali við Morgunblaðið. Hún er að verða 16 ára og byrjaði að venja komur sínar þangað fyrir 1 ári. Í útideildina mætir hún þrisvar til fjórum sinnum í viku að jafnaði. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 163 orð

Laglínudans

HLJÓMSVEITIN geðþekka Cardigans heimsótti Ísland fyrr á árinu og eru mörgum eftirminnilegir tónleikar sveitarinnar. Þá var hún með eina prýðisskífu í farteskinu, og heggur í sama knérunn, því breiðskífa númer tvö, First Band on the Moon, kom út fyrir skemmstu. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 133 orð

Loforð von Trotta

Þýski leikstjórinn Margrét von Trotta var gestur hér á síðustu Kvikmyndahátíð Listahátíðar en hún er einn af þekktustu leikstjórum Þjóðverja. Nýjasta myndin hennar heitir Loforðið og er með Meret Becker í aðalhlutverki. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 210 orð

MAGNÚS Þór Jónsson, sem kallar sig Meg

MAGNÚS Þór Jónsson, sem kallar sig Megas, hefur lítið látið á sér kræla á undanförnum misserum. Hann hefur þó verið iðinn við að semja lög og ljóð og á næstunni kemur út með honum breiðskífa með nýjum lögum. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 635 orð

Perlusaumur og pallíettur

UM DAGINN var ég í kvennahópi þar sem talið barst að barnadansi. Flestar voru konurnar sammála um að það væri bæði skemmtilegt og gagnlegt fyrir börn að læra að dansa en sumar settu spurningarmerki við vissa þætti sem snerta keppnisdansa. Ekki síst var klæðaburður ungra telpna sem æfa og keppa í samkvæmisdönsum óspart gagnrýndur. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 786 orð

Reiknað menningargengi lækkar

MENNING er það orð sem gjarnan tútnar út á þessum árstíma, enda allir að kynna þá menningarrétti sem framreiða á nýhafinn skammdegisvetur. Ekki að furða því fjölbreytileikinn og magnið er ótrúlega mikið með vorri þjóð af því sem nefnist menning. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 321 orð

Robuchon hættur ­ Ducasse tekur við

FRÆGASTI kokkur Frakklands og að margra mati besti kokkur heims, Joel Robuchon, hefur hætt rekstri samnefnds veitingahús í París. Robuchon hefur ítrekað lýst því yfir á síðustu árum að hann hygðist draga sig út úr daglegum rekstri og einbeita sér að öðrum verkefnum. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 1784 orð

Skógi plantað, seiðum sleppt

Skógi plantað, seiðum sleppt Þverá í Rangárvallasýslu bætist væntanlega í hóp laxveiðiáa landsins næsta sumar. Búið er að gera ána fiskgenga, sleppa í hana ógrynni laxaseiða auk þess sem unnið er að umfangsmikilli skógrækt og landgræðslu á bökkum árinnar. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 144 orð

Sonur John Wayne vill banna auglýsingu

ERFINGJAR bandaríska kvikmyndaleikarans John Wayne hyggjast stöðva sýningu á sjónvarpsauglýsingu finnska Miðflokksins en flokkurinn byggir auglýsingaherferð sína á tilvitnunum í heim kúrekakvikmynda. Er John Wayne sýndur sem liðsmaður Miðflokksins í baráttunni gegn stjórnarflokkunum. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 655 orð

SPJALLAÐ Í STEININN

Ítíbrá Grænlandsjökuls titrar landið, þessi stærsta eyja í heimi, svo aflmikil og mikilúðleg, en samt svo blíð og mild fólkinu sínu á góðu dögunum þegar sólin leikur við fjörð, fjall og lyngmó öndvert við fannir og storma vetursins þegar allt kvikt verður svo óendanlega stórt í víðáttunni og harðbýlinu. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 556 orð

Stjörnukokkur, villibráð og Chapoutier

VILLIBRÁÐARKVÖLD verða á veitingahúsunum Perlunni og Óðinsvéum á fimmtudegi til sunnudags fram til 20. október. Sett verður upp stórt og mikið villibráðarhlaðborð, sem á verður að finna flest það er ætilegt er í íslenskri náttúru. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 3180 orð

Svo nærri, en þó svo fjarri Svíar eiga nú náið samstarf við Atlantshafsbandalagið, sem fáir hefðu búizt við fyrir nokkrum árum.

Þátttaka Svíþjóðar í varnar- og öryggismálasamstarfi vestrænna ríkja Svo nærri, en þó svo fjarri Svíar eiga nú náið samstarf við Atlantshafsbandalagið, sem fáir hefðu búizt við fyrir nokkrum árum. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 599 orð

Tilraun til að ná fyrri hylli

JOHN Carpenter leikstjóri Escape from L.A. er afar fjölhæfur kvikmyndagerðarmaður en auk þess að hafa leikstýrt 18 kvikmyndum hefur hann skrifað handrit og samið tónlistina við flestar þeirra, framleitt myndir og klippt, og auk þess hefur hann leikið í einum átta myndum. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | -1 orð

UPPGRÆÐSLA Á TÍMAMÓTUM?

MIKIL umræða hefur farið fram um uppgræðslumál hér á landi undanfarin ár og er þetta sumar sem nú er að líða engin undantekning þar á. Umræða þessi hefur ekki verið mjög málefnaleg og hafa fréttir og umfjöllun fjölmiðla ekki bætt þar úr. Að okkar mati hefur umfjöllun þeirra oft verið mjög hlutdræg og fréttir borið keim af æsifréttastíl. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 3863 orð

Velferð Íslendinga

Velferð Íslendinga UM MAT Á LÍFSGÆÐUM Velferð Íslendinga Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | -1 orð

Venstre stærstidanski flokkurinn

VENSTRE, flokkur Uffe Ellemann-Jensens, fyrrum utanríkisráðherra, er nú stærsti danski stjórnmálaflokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum og fengju hægriflokkarnir nú meirihluta ef kosið væri. Ellemann-Jensen segir flokkinn hljóta náð fyrir augum kjósenda, því hann þori að hafa skoðanir á hlutunum. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 780 orð

Verður EMU-deilan stjórn Majors að falli?

MARGT bendir til þess að deilan innan breska Íhaldsflokksins um sameiginlega mynt ríkja Evrópusambandsins (ESB) torveldi tilraunir Johns Majors forsætisráðherra til að sameina íhaldsmenn á síðasta flokksþingi þeirra fyrir næstu þingkosningar sem hefst í Bournemouth á þriðjudag. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 478 orð

Viskíveldi Grant-fjölskyldunnar Viskíframleiðandinn William Grant & Sons hefur sérstöðu að því leyti í hópi stóru fyrirtækjanna

MEST selda maltviskí í heiminum heitir Glenfiddich og er framleitt í Dufftown í norðausturhluta Skotlands af fyrirtækinu William Grant. Á svipuðum slóðum er hið tólf ára gamla Valvenay framleitt. Viskí Grants, sem ber nafn fjölskyldunnar, er sömuleiðis fjórða mest selda viskí veraldar. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 300 orð

Þegar vinirnir eru félagsráðgjafar

"MANNI er alltaf tekið vel hérna og við lítum á starfsmennina sem vini okkar. Það er ekki verra þegar vinir manns eru félagsráðgjafar," segir annar skjólstæðingur útideildar. Sá er 17 ára og hefur sótt útideildina síðan hann var 14 ára. Hann segist hafa verið í rugli þegar hann var í 9. bekk en nú er hann kominn yfir það og segist vera á móti eiturlyfjum. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 716 orð

ÞEGARÞórbergur var hálfníræður, 12. marz 1974, skrifaði

ÞEGARÞórbergur var hálfníræður, 12. marz 1974, skrifaði ég nokkur orð um hann í Morgunblaðið og sá það gladdi meistarann, ekkisízt vegna kaflans úr Kompaníinu sem fylgdi með. Hann fjallaði um æsku og elli og er dagsettur föstudaginn 13. febrúar, klukkan 8.35­11.30. Meira
6. október 1996 | Sunnudagsblað | 574 orð

Öld liðin frá uppgötvun geislavirkninnar

ÁRIÐ 1896 í febrúar uppgötvaði franski eðlisfræðingurinn Antoine-Henri Becqurel geislavirknina, ­ að því er virðist fyrir tilviljun. Það er skammt stórra högga á milli hvað varðar eðlisfræðiuppgötvanir á síðustu árum aldarinnar sem leið. Árið áður hafði Þjóðverjinn Röntgen fundið dularfulla geisla sem smugu í gegnum mannshold og voru er tímar liðu nefndir eftir honum. Meira

Fasteignablað

6. október 1996 | Fasteignablað | 203 orð

Rúmgott hús á Seltjarnarnesi

GLÆSILEG hús á góðum stöðum á Seltjarnarnesi hafa ávallt verið óskadraumur margra. Hjá Fasteignamarkaðinum er nú til sölu húseignin Selbraut 5, sem er á tveimur hæðum, samtals 302 ferm. og með innbyggðum bílskúr, sem er 47 ferm. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.