Greinar þriðjudaginn 11. mars 1997

Forsíða

11. mars 1997 | Forsíða | 534 orð | ókeypis

"Eins og almættið kæmi og rétti okkur hjálparhönd"

Á SEX dögum hefur 39 sjómönnum verið bjargað úr sjávarháska í björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF. Í gær var 10 mönnum bjargað af Þorsteini GK, sem rak vélarvana upp í Krísuvíkurberg. Á sunnudagsmorgun bjargaði áhöfn þyrlunnar 10 mönnum af Dísarfelli eftir að skipið fórst 100 sjómílur suðsuðaustur af Hornafirði. Tveir menn fórust í slysinu. Meira

Fréttir

11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 799 orð | ókeypis

39 sjómönnum bjargað úr lífsháska á fjórum dögum

ENN einu sinni hefur TF-LÍF, Super Puma þyrla Landhelgisgæslunnar, sannað tilverurétt sinn við björgunarstörf þegar hún á örfáum dögum hefur í þremur ferðum bjargað alls 39 sjómönnum úr lífsháska. Þyrlan kom til landsins í júní 1995 og var tekin í notkun í ágúst sama ár. Til ársloka 1996 hefur hún alls farið í 39 sjúkraflug og 11 leitar- og björgunarflug. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 523 orð | ókeypis

4.100 tonn af sjávarafurðum hurfu í hafið með Dísarfelli

UM 4.100 tonn af sjávarafurðum voru um borð í Dísarfelli sem skipið átti að flytja til hafna í Evrópu, og er áætlað verðmæti þeirra um 800 milljónir króna. Um helmingur farmsins var framleiðsla Íslenskra sjávarafurða, þar af um um 1.400 tonn af frystri loðnu á leið á markað í Japan en alls voru um 1.850 tonn af frystri loðnu um borð í skipinu. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 173 orð | ókeypis

50 skammtar af LSD og amfetamín

VIÐ leit á ökumanni, sem stöðvaður var á föstudag á Laugavegi, fannst eitt gramm af ætluðu amfetamíni. Hann var færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Um nóttina voru 5 aðilar færðir á stöð eftir að lítilsháttar af ætluðu hassi fannst í fórum þeirra. Fólkið hafði verið stöðvað á bifreið á Grandagarði. Ónæði leiddi til fundar Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 678 orð | ókeypis

90 ökutæki skemmdust

UM HELGINA var tilkynnt um 44 umferðaróhöpp til lögreglunnar í Reykjavík. Í þessum óhöppum skemmdust u.þ.b. 90 ökutæki meira og minna, auk þess sem 4 ökumann hlutu meiðsli. Af 345 bókunum á tímabilinu eru 6 líkamsmeiðingar, 17 innbrot, 13 þjófnaðir, 1 nauðgun og fíkniefni komu við sögu í 4 tilvikum sem lögreglumenn þurftu að hafa afskipti af. Fáir í miðbæ Meira
11. mars 1997 | Erlendar fréttir | 231 orð | ókeypis

Aðalsamningamaður PLO segir af sér

ÖLL spjót standa á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, vegna ákvörðunar hans í síðustu viku um að afhenda Palestínumönnum 9% landssvæðis á Vesturbakkanum. Hægrimenn í Ísrael eru æfir vegna þessa og hóta að fella ríkisstjórn Netanyahus og Palestínumenn hafa sakað hann um að svíkja gerða samninga og sagði aðalsamningamaður Palestínumanna, Mahmoud Abbas, Meira
11. mars 1997 | Erlendar fréttir | 439 orð | ókeypis

Allt að 100.000 flóttamenn í hættu í Zaire

ALLT AÐ 100.000 rúandískir flóttamenn streymdu til bæjarins Ubundu í Zaire um helgina vegna sóknar uppreisnarmanna í austurhluta landsins, að sögn Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) í gær. Franski ráðherrann Xavier Emmanuelli, sem var á svæðinu um helgina, Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 1145 orð | ókeypis

Almennar hækkanir 12­14% á samningstíma

KJARASAMNINGAR sem samkomulag náðist um hjá ríkissáttasemjara í fyrrinótt og í gærmorgun fela að jafnaði í sér rúmlega 12­14% almenna hækkun launa á samningstímanum, ásamt sérstökum krónutöluhækkunum lægstu taxta, auk áherslu sem lögð er á að færa launataxta nær greiddu kaupi. Sú breyting á þó ekki að leiða til hækkunar á launum sem eru hærri en nýju taxtarnir. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð | ókeypis

Áhöfn Þorsteins bjargað

SKIPSHÖFNIN á Þorsteini GK komin heilu og höldnu í stöðvar Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Skipstjóri er Ásgeir Magnússon, Sveinn Arnarsson fyrsti stýrimaður, Gunnar Einarsson yfirvélstjóri, Helgi Hrafnsson 2. vélstjóri, Árni Helgason matsveinn og hásetarnir Daníel Eyjólfsson, Þórarinn Sigvaldason, Vilhelm Arason, Kristján Ásgeirsson og Ólafur Vilberg Sveinsson. Meira
11. mars 1997 | Miðopna | 348 orð | ókeypis

Ákvað að áhöfnin færi í galla

ÞETTA byrjaði með því að Helgi Hallvarðsson hringdi í mig út á flugvöll og sagði að Þorsteinn ætti í vélarbilun um 0,8 mílur undan Krísuvíkurbergi. Ég ákvað í ljósi atburða síðustu daga að öll áhöfnin færi í galla, gerðum okkur klára og færum út í vél. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð | ókeypis

Átak gegn innbrotum í bíla

Á SÍÐASTA ári var tilkynnt um innbrot í rúmlega eitt þúsund bifreiðir á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. að meðaltali þrjú innbrot hvern dag ársins. Í þessum innbrotum handtóku lögreglumenn u.þ.b. 60 manns. Lögreglan hefur unnið úr upplýsingum varðandi innbrot í bifreiðir og annað á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við RLR. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 151 orð | ókeypis

Beinvernd stofnuð

STOFNFUNDUR Beinverndar verður haldinn í Norræna húsinu miðvikudaginn 12. mars nk. kl. 16­17.30. Beinvernd verður félag áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra, og starfar á landsvísu. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 219 orð | ókeypis

Bíll kastaðist á lögreglumann

LÖGREGLUMAÐUR varð fyrir bifreið á Kringlumýrarbraut um klukkan níu í gærmorgun með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka á baki, hálsi og mjöðm. Hann er þó ekki talinn alvarlega slasaður. Lögreglumaðurinn gekk að bifreið, sem stöðvuð hafði verið á hægri akrein á norðanverðri Kringlumýrarbraut, Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 692 orð | ókeypis

Byggist á traustum mannskap og góðum tækjum

FYRSTU upplýsingar um að Dísarfellið ætti í vandræðum bárust Landhelgisgæslunni kl. 3.45 aðfaranótt sunnudagsins en þá var skipið komið með 20-30 halla og voru skipverjar þá að dæla olíu á milli tanka í skipinu til að reyna að rétta það af. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 573 orð | ókeypis

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 11. til 15. mars. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Þriðjudagurinn 11. mars: Ársæll Arnarsson flytur erindi um meistarapófsverkefni sitt í stofu 101 í Odda kl. 16:15. Erindið nefnist: "Eru tvískautafrumur einráðar í myndun sjónhimnurits" Rannsókn á áhrifum GABA, glýsín og glútamat-afleiða. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 257 orð | ókeypis

Dagsbrún þegar hafnað samningi af þessu tagi

FORMAÐUR verkamannafélagsins Dagsbrúnar segir að félagið geti ekki skrifað undir kjarasamning á borð við þann sem Iðja gekk frá á mánudagsmorgun. "Samningurinn hjá Iðju er nánast með sama hætti og samningurinn sem við höfnuðum, en búið að fella út yfirvinnuskerðingu. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð | ókeypis

Dælingu olíu úr Vikartindi frestað

Dælingu olíu úr Vikartindi frestað EKKI tókst að hefja dælingu olíu úr Vikartindi í gær eins og til stóð en veður var mjög slæmt á strandstað í gær og töldu þeir sem fóru um borð til að kanna aðstæður lífshættulegt að heimila björgunarmönnum að fara um borð og fulltrúum útgerðar og Siglingastofnunar að sækja vélardagbækur s Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 291 orð | ókeypis

Eignatjón um 1.650 milljónir

UM BORÐ í Dísarfelli voru um 420 gámaeiningar, en skipið gat borið alls 592 gámaeiningar. Farmurinn var 4.100 tonn af sjávarafurðum af ýmsu tagi og er verðmæti hans lauslega áætlað 800 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Samskipum hf. Húftryggingarverðmæti skipsins sjálfs er rúmlega 600 milljónir og verðmæti gámanna um 250 milljónir, en í skipinu voru aðallega frystigámar. Meira
11. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 146 orð | ókeypis

Einkavæðing á fjármagnsmarkaði og atvinnulífið

EINKAVÆÐING á fjármagnsmarkaði ­ verður atvinnulífinu betur þjónað, er yfirskrift morgunverðarfundar Verslunarráðs Íslands sem haldinn verður á Hótel KEA á morgun, miðvikudaginn 12. mars. Fundurinn stendur frá kl. 8 til 9.30 en þar verður fjallað um ríkisbankana og fjárfestingalánasjóði. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 556 orð | ókeypis

Ekki hægt að ná mönnunum af skipi

HEGRANES SK kom á staðinn þar sem Dísarfellið sökk þegar áhöfnin á TF-LÍF átti eftir að hífa tvo skipbrotsmannanna úr sjónum og að sögn Sverris Kjartanssonar, skipstjóra á Hegranesinu, var stórhættulegt að sigla um svæðið vegna braks úr Dísarfellinu. Hann segir að sennilega hefði reynst ógjörningur að ná áhöfn Dísarfellsins um borð í skip vegna hættunnar sem stafaði af gámum og öðru braki. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð | ókeypis

Eyjólfs Konráðs Jónssonar minnst

EYJÓLFS Konráðs Jónssonar, alþingismanns og fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem andaðst 6. mars síðastliðinn, var minnst á Alþingi í gær. Í ræðu Ólafs G. Einarssonar þingforseta var rakinn æviferill hans og helstu störf. Í ræðu þingforseta um Eyjólf sagði m.a.: "Eyjólfur Konráð Jónsson hóf ungur að árum afskipti af stjórnmálum. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð | ókeypis

Falsaður seðill fannst

FALSAÐUR 2000 króna seðill fannst hjá söluturni á höfuðborgarsvæðinu á laugardag, og hafði hann verið litljósritaður beggja megin þannig að erfitt var að greina að um fölsun væri að ræða nema grannt væri skoðað. Meira
11. mars 1997 | Erlendar fréttir | 179 orð | ókeypis

Farið á bak við Clinton?

FBI, bandaríska alríkislögreglan, skýrði tveimur mönnum í bandaríska þjóðaröryggisráðinu frá því í júní á síðasta ári, að grunur léki á, að Kínverjar væru að reyna að kaupa sér áhrif með kosningaframlögum. Var þeim sagt að láta það ekki fara lengra þannig að þessar upplýsingar komust aldrei til Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 355 orð | ókeypis

Farið eftir íslenskum öryggiskröfum

DÍSARFELL komst í eigu Samskipa hf. í ársbyrjun 1996 og var keypt frá Þýskalandi. Skipið var með íslenskri áhöfn en sigldi undir fána Antigua og Barbuda, heimahöfn þess var í St. John's. Trygging skipsins var samsett og skipið tryggt í Noregi og Englandi. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 707 orð | ókeypis

Fimmtíu þúsund króna flotgallar skipta sköpum

ALLT frá árinu 1987 hefur fiskiskipum og farskipum stærri en 12 tonn verið skylt að hafa um borð flotbúninga fyrir alla áhöfnina. Tilgangur þeirra er annars vegar að halda mönnum á floti og hins vegar heitum ef þeir lenda í sjónum. Áhafnir eiga að æfa reglulega notkun búninganna og eru mörg dæmi þess að íslenskir sjómenn hafi þurft að grípa til þeirra. Meira
11. mars 1997 | Erlendar fréttir | 153 orð | ókeypis

Fjöldaárekstur í þoku

FJÓRIR létu lífið og að minnsta kosti sextíu slösuðust í geysistórum árekstri sem rekja má til dimmrar þoku, skammt frá Birmingham á Englandi. Að sögn lögreglu lentu um fjörtíu bílar í árekstrinum á M42-hraðbrautinni en litlu mátti muna að olíuflutningabíll yrði einn þeirra. Meira
11. mars 1997 | Miðopna | 345 orð | ókeypis

Flaug í hug hvort ég væri að gera rétt eða rang

ÁSGEIR Magnússon, skipstjóri á Þorsteini GK, sagði að þegar seinni akkerisfestin gaf sig hefði ekki verið aftur snúið og ekki verjandi að vera lengur í bátnum. Hann kvaðst hafa neitað því hálfpartinn að yfirgefa bátinn enda mikið í mun að reyna að bjarga honum. Það hefði flogið um í huga sér hvort hann væri að gera rétt eða rangt með því að yfirgefa skipið. Meira
11. mars 1997 | Erlendar fréttir | 112 orð | ókeypis

Flugrán í Tæwan

BOEING 757-þotu flugfélagsins Far East Air Transport, sem var í áætlunarflugi frá Kaohsiung á Suður-Tævan áleiðis til höfuðborgarinnar Taipei, var rænt í gærmorgun, með um 160 manns innanborðs. Ungur Tæwan-búi, sem starfað hefur sem blaðamaður þar í landi, þvingaði áhöfn vélarinnar til að fljúga henni til suður-kínversku borgarinnar Xiamen með því að hóta að kveikja í sér, Meira
11. mars 1997 | Erlendar fréttir | 141 orð | ókeypis

Frétt um einræktun borin til baka

FRÉTT í breska blaðinu The Sunday Times um að belgískur læknir gæti fyrir slysni hafa orðið fyrstur til að einrækta mann er algjör tilbúningur og tómur hugarburður, að sögn yfirmanns frjóvgunardeildar sjúkrahússins þar sem sagt var að einræktunin hefði átt sér stað. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 139 orð | ókeypis

Fundur með rektorsefnum í Háskólanum

STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands og Félag háskólakennara standa fyrir fundi miðvikudaginn 12. mars kl. 12 í sal 3 í Háskólabíói. Tilefni fundarins er rektorskjör í Háskóla Íslands en á fundinum flytja þeir prófessorar sem hafa opinberlega lýst yfir áhuga á starfinu stuttar framsögur og svara spurningum fundargesta. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 154 orð | ókeypis

Fundur um menntamál í Hveragerði

FORELDRAR, nemendur og kennarar í Grunnskólanum í Hveragerði hafa undirbúið almennan borgarafund þar sem borin verður fram spurningin: "Erum við afskiptalaus um menntun barnanna okkar?" Fundað verður í Hótel Hveragerði miðvikudaginn 12. mars kl. 20. Meira
11. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 77 orð | ókeypis

Færri umferðarslys

Í skýrslu fyrir árið 1996 sem lögreglan í Ólafsfirði hefur tekið saman kemur fram að mikil fækkun umferðarslysa er milli áranna 1995 og 1996 eða úr 29 í 16. Þakkar lögregla það einkum góðu veðri. Á árinu voru alls skráð hjá lögreglunni 342 mál, umferðarlagabrot voru 142 og þá voru 22 færðir í fangageymslur, 66 sinnum þurfti að hafa afskipti vegna ölvunar og 20 þjófnaðir voru á árinu. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 191 orð | ókeypis

Gámar færðust til í lest skipsins

FRYSTIGÁMAR í lest þýsks leiguskips Eimskips, St. Pauli, skemmdust í veltingi skipsins á svipuðum slóðum og tíma og Dísarfellið fórst aðfaranótt sunnudags. Hjörleifur Jakobsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips, segir að engum skipverja hafi orðið meint af. Skipið liggur nú í Þórshöfn í Færeyjum og tefst för þess til meginlands Evrópu um sólarhring, á meðan skipt er um gáma. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 803 orð | ókeypis

"Gámar, olía og brak um allan sjó"

ÁHÖFN TF-LÍF, þyrlu Landhelgsisgæslunnar, bjargaði 10 skipverjum Dísarfellsins og náði einum látnum skipverja við mjög erfiðar aðstæður eftir að skipið sökk snemma á sunnudagsmorguninn. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 722 orð | ókeypis

Gefum þeim von "Gefum þeim von ­ styrkjum hjartveik börn" er yfirskrift landssöfnunar á Stöð 2 og Bylgjunni til styrktar

ÁRLEGA greinast 40-50 börn með hjartasjúkdóma á Íslandi. Um það bil helmingur þeirra þarf að gangast undir aðgerð og er píslarganga margra þeirra löng og ströng. Frá og með síðustu áramótum er unnt að gera 18-20 umræddra aðgerða hér á landi og enn stendur til bóta á því sviði. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 1078 orð | ókeypis

Hefðum farist ef við hefðum reynt að fara í björgunarbáta

VALDIMAR Sigþórsson, háseti á Dísafelli, sagðist efast um að nokkur hefði bjargast af Dísarfellinu ef skipverjarnir hefðu reynt að komast um borð í björgunarbáta. Bátarnir hefðu verið innan um gáma og annað brak úr skipinu og af því hefði stafað mikil hætta. Hann sagðist alla tíð hafa verið sannfærður um að skipverjunum yrði bjargað. Meira
11. mars 1997 | Erlendar fréttir | 315 orð | ókeypis

Heyrnarskertir fá nánast fulla heyrn

VÍSINDAMENN við Háskólann í Malaga á Suður-Spáni hafa þróað nýja tegund örgjörva, sem vonast er til að geti valdið byltingu í smíði heyrnartækja. Líkur eru taldar á að ný stafræn heyrnartæki búin örgjörvanum góða geti tryggt heyrnarskertum nánast fulla heyrn. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 223 orð | ókeypis

Hlýtur að hafa umtalsverð áhrif

FORUSTA Landssambands verslunarmanna var síðdegis í gær að fara yfir kjarasamning Verslunarmannafélags Reykjavíkur og vinnuveitenda en hafði ekki tekið afstöðu til hans. "Ég veit ekki hvaða áhrif þetta hefur á okkar samningamál en þau hljóta að verða umtalsverð," sagði Ingibjörg R. Guðmundsdóttir formaður LV. Hún sagðist ekki sjá annað en samningur VR færi mjög nærri kröfum félagsins. Meira
11. mars 1997 | Erlendar fréttir | 133 orð | ókeypis

Hægrimenn vinna á

FLOKKUR austurrískra jafnaðarmanna, SPÖ, beið á sunnudaginn allnokkurn fylgishnekki í sveitarstjórnarkosningum í K¨arnten, einu sambandslanda Sambandslýðveldisins Austurríkis. Flokkur frjálslyndra, FPÖ, sem er frekar langt til hægri, vann aftur á móti á og er nú annar stærsti flokkur í héraðinu. Meira
11. mars 1997 | Smáfréttir | 35 orð | ókeypis

ITC DEILDIN Melkorka heldur upp á 15 ára afmæli sitt miðvikudaginn 12

ITC DEILDIN Melkorka heldur upp á 15 ára afmæli sitt miðvikudaginn 12. mars í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, kl. 20 stundvíslega. Allir eru velkomnir, sérstaklega fyrrverandi aðilar. Stef fundar verður Flest verður glöðum að gamni. Skemmtidagskrá og kaffiveitingar. Meira
11. mars 1997 | Erlendar fréttir | 379 orð | ókeypis

Íhaldsmenn ætla að einkavæða elliheimilin

BRESKA stjórnin hyggst stíga nýtt skref í þessari viku í átt til þess að umbylta félagslegri þjónustu er kynnt verða áform um einkavæðingu öldrunarþjónustunnar. Sveitarfélög verða samkvæmt því neydd til að selja elliheimili og kaupa í staðinn þjónustu af einkareknum hjúkrunarheimilum. Tilgangurinn er að draga úr opinberum umsvifum og útgjöldum. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 152 orð | ókeypis

Jeppaleiðangur yfir hálendið

FÉLAGSMENN í ferðaklúbbnum Fjórir sinnum fjórir lögðu af stað í jeppaleiðangur síðastliðinn föstudag, þar sem ekið var á 115 jeppum gömlu Sprengisandsleiðina. Jeppaferðin var farin frá Reykjavík og þaðan ekið að Sigöldu og síðan norður Sprengisand, niður í Bárðardal og komið til Akureyrar á laugardagskvöld, þar sem haldin var sýning á jeppunum á sunnudag. Meira
11. mars 1997 | Miðopna | 187 orð | ókeypis

Kallað á hjálp þegar akkerið slitnaði

"VIÐ vorum eina eða tvær mílur frá landi þegar eitthvað kom í skrúfuna og vélin gekk ekki þegar gírnum var kúplað inn. Akkeri voru sett niður og þau héldu skipinu framan af en þegar annað slitnaði var kallað eftir aðstoð," sagði Vilhelm Arason, einn hásetanna á Þorsteini í samtali við Morgunblaðið, en hann er úr Grindavík. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 188 orð | ókeypis

Kjarastefna ASÍ þverbrotin

BJÖRN Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, segir að með kjarasamningum þeim sem VR, Rafiðnaðarsambandið og Iðja annars vegar og vinnuveitendur hins vegar undirrituðu í gær sé þverbrotin sú kjarastefna sem lögð var upp á síðasta þingi Alþýðusambands Íslands. Meira
11. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 74 orð | ókeypis

Leikskólinn fékk burstabæ

KVENFÉLAGIÐ Æskan í Ólafsfirði verður 80 ára á þessu ári, eða 17. júní næstkomandi. Félagið mun minnast þessara tímamót með margvíslegum hætti. Nýlega var gefin út uppskriftarbók og var hún seld í bænum. Þá gaf félagið á dögunum leikskólanum Leikhólum lítinn burstabæ sem Hilmar Tryggvason þúsundþjalasmiður smíðaði. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 404 orð | ókeypis

Lengra verður ekki hægt að ganga í samningum

VINNUVEITENDUR telja að teflt sé á tæpasta vað í launahækkunum í nýgerðum samningum en áætlað er að launakostnaðarauki verði 13­15% á þriggja ára samningstíma, eða þriðjungi meiri en í samkeppnislöndunum. Hins vegar vegi öryggi og svigrúm til langtímaskipulagningar sem af samningum leiðir þar á móti, að því er segir í ályktun sambandsstjórnar VSÍ sem kom saman í gær. Meira
11. mars 1997 | Erlendar fréttir | 294 orð | ókeypis

Leysist deilan um Hwang senn?

SUÐUR-kóreskir embættismenn sögðust í gær vongóðir um að nú í vikunni leystist deilan um norður-kóreska hugmyndafræðinginn Hwang Jang-yop, sem leitaði hælis í sendiráði S-Kóreu í Peking. Gert er ráð fyrir að hann fái að fara til Seoul eins og hann hefur óskað. Hægir á fjölgun í Kína Meira
11. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 191 orð | ókeypis

Lítið hægt að fljúga um helgina vegna veðurs

ERFIÐLEGA gekk að halda uppi flugsamgöngum um helgina og lentu margir sem ætluðu sér að vera á ferð og flugi í óþægindum. Ókyrrð í lofti, ísing og leiðinlegt veður um land allt gerðu að sögn Bergþórs Erlingssonar umdæmisstjóra Flugleiða á Akureyri að verkum að lítið var hægt að fljúga. Meira
11. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 60 orð | ókeypis

Margir aka of hratt

ÓVENJU margir ökumenn hafa verið kærðir fyrir að aka of hratt síðustu daga, eða um tuttugu manns. Lögregla hvetur ökumenn til að fylgjast betur með hraðamæli bifreiða sinna, en aðstæður til aksturs eru fremur slæmar í bænum um þessar mundir, hálka, ísing og háir snjóruðningar sem byrgja mönnum sýn og því rík ástæða til að fara varlega. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð | ókeypis

Menningarvika sérskólanema

BANDALAG íslenskra sérskólanema halda hina árlegu Menningarviku sína dagana 8.­15. mars. Þessa viku mun verða skipulögð dagskrá alla vikuna. Dagskráin er sem hér segir: Dagskráin hófst á laugardag með opnunarhátíð í Kennaraháskóla Íslands og í dag kl. 13 verður farin skíðaferð á Hengilsvæðið þar sem verður ódýrt í lyftur og rútu. Á miðvikudag kl. 20. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 718 orð | ókeypis

Miklar breytingar á áratug

Miklar breytingar á áratug HRÓÐMAR Helgason hefur sinnt "börnum með hjartavandamál" síðan hann kom frá Bandaríkjunum fyrir ellefu árum. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð | ókeypis

Morgunblaðið/Golli TVEIR gámar og stór björgunarbátur úr Dísarfel

Morgunblaðið/Golli TVEIR gámar og stór björgunarbátur úr Dísarfellinu á floti í sjónum um hádegisbil á sunnudag. Morgunblaðið/Óskar Einarsson SÍÐUSTU andartökin. Stefni Dísarfellsins sígur í hafið. Meira
11. mars 1997 | Erlendar fréttir | 356 orð | ókeypis

Nálgast samkomulag um stækkun NATO

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ og Rússar hafa lagt drög að samkomulagi um stækkun bandalagsins í austur en ýmis deilumál eru þó enn óleyst, að sögn stjórnarerindreka í Brussel í gær. Heimildarmennirnir sögðu að Rússar vildu ekki falla frá þeirri kröfu sinni að bandalagið reisti ekki hernaðarmannvirki í ríkjunum sem fengju aðild að bandalaginu. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð | ókeypis

Námskeið í skóg- og trjárækt fyrir sumarbústaðaeigendur

GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins í samvinnu við Landgræðslu- og skógrækt ríkisins býður upp á tvö námskeið um skóg- og trjárækt fyrir sumarbústaðaeigendur laugardaginn 15. mars og laugardaginn 22. mars nk. Það er orðið fullt á námskeiðið 15. mars en nokkur sæti laus þann 22. Námskeiðin eru haldin í Garðyrkjuskólanum og standa frá kl. 10­16. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 1282 orð | ókeypis

Nokkrar bátslengdir í fyrsta björgunarskip

NETABÁTURINN Þorsteinn GK- 16 frá Grindavík fékk net í skrúfuna og varð vélarvana þegar skipverjarnir tíu voru að leggja netin skammt undan Krísuvíkurbergi um miðjan dag í gær. Skipstjórinn hafði samband við Loftskeytastöðina í Reykjavík um klukkan 14. Meira
11. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 193 orð | ókeypis

Ný stjórn Samherja

NÝ stjórn hefur verið kjörinn fyrir Samherja hf. á Akureyri og kom hún saman til fyrsta fundar sl. laugardag. Jafnframt hefur verið gengið frá nýju stjórnskipuriti fyrir félagið, þar sem starfseminni er skipt í fimm meginsvið. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 730 orð | ókeypis

Nýtt taxtakerfi en engar tryggingar

"ÉG er tiltölulega ánægður miðað við aðstæður. Þessi samningur er í stórum dráttum í takt við samning sem við undirrituðum fyrir rúmri viku við Félag íslenskra stórkaupmanna," segir Magnús L. Sveinsson, formaður VR, um samning félagsins og vinnuveitenda, sem náðist í fyrrinótt en hann var formlega undirritaður eftir hádegi í gær. Meira
11. mars 1997 | Miðopna | 165 orð | ókeypis

Of stutt upp í klettana

KRISTJÁN Ásgeirsson háseti sagði að margar tilraunir hefðu verið gerðar til þess að koma vél Þorsteins GK í gang eftir að drapst á henni. Þegar enginn árangur varð af því voru sett út akkeri. 8­9 vindstig voru á staðnum og sagði hann að báturinn hefði strax tekið afar sterkt í akkerin. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 223 orð | ókeypis

Opið hús í Fósturskóla Íslands

OPIÐ hús verður í Fósturskóla Íslands fimmtudagskvöldið 13. mars. Þar munu nemendur og kennarar kynna það nám sem fram fer í skólanum. Sett verður upp kaffihús og boðið upp á fjölbreytta dagskrá, m.a. verða flutt frumsamin skemmtiatriði og lifandi tónlist. Kynning verður á ýmsum verkefnum sem nemendur hafa unnið og sagt verður frá tilraunum sem börn hafa gert í skólanum. Meira
11. mars 1997 | Erlendar fréttir | 90 orð | ókeypis

Prinsinn fermdur

ÞAÐ þótti tíðindum sæta að Karl Bretaprins og Díana prinsessa hittust við fermingu eldri sonar þeirra, Vilhjálms, á sunnudag. Vilhjálmur var ekki fermdur með jafnöldrum sínum, og fór athöfnin fram í kirkju heilags Georgs í Windsor. Auk foreldranna voru Elísabet Englandsdrottning og um fjörutíu aðrir gestir, flestir úr konungsfjölskyldunni, viðstaddir athöfnina. Meira
11. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 27 orð | ókeypis

Punkturinn kynntur

KRISTBJÖRG Magnadóttir kynnir tómstundamiðstöðina Punktinn á mömmumorgni í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, miðvikudaginn 12. mars frá kl. 10 til 12. Leikföng og bækur eru fyrir börnin. Meira
11. mars 1997 | Miðopna | 124 orð | ókeypis

Rak á land á 23 mínútum

AÐEINS liðu 23 mínútur frá því Hjálmar Jónsson sigmaður TF- LÍF var hífður upp í þyrluna úr Þorsteini GK þar til bátinn hafði rekið upp í Krísuvíkurberg. Á myndinni má sjá Hjálmar síga niður úr þyrlunni til að sækja Ásgeir Magnússon skipstjóra. Var þetta uppúr klukkan 16. Meira
11. mars 1997 | Miðopna | 145 orð | ókeypis

Rak hratt upp að klettunum

SVEINN Arnarson, 1. stýrimaður á Þorsteini GK, sagði að veiðarfæri hefðu fest í skrúfunni og bátinn hefði rekið hratt upp að klettunum þrátt fyrir að akkeri hefðu verið látin falla. "Þegar seinna akkerið slitnaði fórum við í þyrluna. Það var mikil alda og hvasst og okkur rak hratt upp að landi. Meira
11. mars 1997 | Miðopna | 207 orð | ókeypis

Reyndi að sjá hvað var í skrúfunni

"ÉG var aftur á og reyndi að sjá hvað var í skrúfunni en við höfðum fírað niður akkerum og það gekk mikið á þarna," sagði Helgi Hrafnsson annar vélstjóri á Þorsteini. Hann sagði að hinn vélstjórinn hefði verið í vélarrúminu og reynt að koma vélinni í gang en hún hefði ekki gengið þegar kúplað var. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 401 orð | ókeypis

Rockville ratsjárstöðin herminjasafn?

AÐALSKIPULAG Sandgerðisbæjar var kynnt á miðvikudagskvöld fyrir bæjarbúum en það mun gilda til ársins 2017. Í greinargerð sem lögð var fram jafnhliða skipulagshugmyndum er gert ráð fyrir að Sandgerðisbær fái svæði og byggingar við Rockville ratsjárstöðina til ráðstöfunar í lok ársins og bent á að þetta svæði og byggingar þess þurfi að skoða gaumgæfilega vegna ákvörðunar um framtíðarnotkun. Meira
11. mars 1997 | Erlendar fréttir | 717 orð | ókeypis

Sagður hafa þrýst á um endurnýjun Keflavíkursamningsins

OLOF Palme, forsætisráðherra Svía til margra ára, á haustið 1973 að hafa ráðlagt Ólafi Jóhannessyni, þáverandi forsætisráðherra, að Keflavíkursamningurinn skyldi endurnýjaður, jafnvel þótt hann vissi að kjarnorkuvopn yrðu flutt um völlinn ef til stríðsátaka kæmi milli risaveldanna. Fór þetta forsætisráðherrunum í milli á Norðurlandaráðsþingi í Stokkhólmi í lok október 1973. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð | ókeypis

Sakaði dyravörð um nauðgun

TVÍTUG stúlka kom inn á veitingastað við Lækjargötu aðfaranótt sunnudags og kvað dyravörð nálægs veitingastaðar hafa nauðgað sér þar skömmu áður. Lögreglumenn færðu stúlkuna á neyðarmóttöku slysadeildar fyrir fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis og sneru sér síðan að rannsókn málsins í samvinnu við Rannsóknarlögreglu ríkisins. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 807 orð | ókeypis

Samhæfa leit á sleðum og bílum

Næsta laugardag verða Björgunarsveitir á suðvesturlandi með æfingu í leit á vélsleðum og snjóbílum við Langjökul. Það eru sveitir frá Hellu í austri til og með Borgarnesi í vestri sem eiga snjóbíla, vélsleða og menn á þessari æfingu. Á þessu svæði eru 27 sveitir Slysavarnarfélagsins og 12 frá Landsbjörgu. Alls taka þátt í kringum 200 einstaklinga á 11 snjóbílum og 80 vélsleðum. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð | ókeypis

Samningar undirritaðir

FORSVARSMENN Verkalýðsfélags Vestmannaeyja (VFV) og viðsemjendur þeirra undirrituðu nýjan kjarasamning seinnipart laugardags og nær hann til 40 verkamanna í báðum fiskimjölsverksmiðjunum í Vestmannaeyjum. Atkvæðagreiðsla fór fram um samninginn á sunnudag og var hann samþykktur með öllum greiddum atkvæðum nema einu, en 32 mættu á kjörstað. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 222 orð | ókeypis

Samúðarkveðjur og þakkir á Alþingi

VIÐ upphaf þingfundar í gær minntist forseti Alþingis, Ólafur G. Einarsson, á þau tvö áföll sem orðið hafa síðustu daga á siglingaleiðum Íslendinga. Flutti hann björgunarliði þakkir og aðdáun og aðstandendum þeirra þriggja sjómanna sem fórust samúðarkveðjur. Í ávarpi sínu sagði forseti Alþingis meðal annars: Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 671 orð | ókeypis

Sé lífið í nýju ljósi

"ÉG HEF annað mat á lífinu eftir svona lífsreynslu. Maður sér lífið í nýju ljósi," sagði Gunnar Bragi Kjartansson, háseti á Dísarfelli, en honum var bjargað eftir tæplega tveggja tíma veru í sjónum. Gunnar Bragi sagði að ef lokaður björgunarbátur hefði verið á skipinu, eins og er á nýrri skipum, væru miklar líkur á að allir úr áhöfn hefðu bjargast. Meira
11. mars 1997 | Miðopna | 305 orð | ókeypis

Skipið í landsteinum er sá síðasti yfirgaf það

HJÁLMAR Jónsson sigmaður í TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, seig niður um borð í Þorstein GK þar sem hann átti skammt ófarið upp í Krísuvíkurberg. Þegar Hjálmar yfirgaf skipið síðastur manna var það um 150 metra frá landi. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð | ókeypis

Skip leigð vegna skiptapa

EIMSKIP er búið að leigja flutningaskipið Serrina í stað Vikartinds sem strandaði í liðinni viku. Serrina ber 7-800 gámaeiningar og mun byrja að lesta í þessari viku, að sögn Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eimskips. Skipið er væntanlegt til landsins í byrjun næstu viku. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð | ókeypis

Skipstjóri í farbanni

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði á sunnudag, að skipstjóri þýska flutningaskipsins Vikartinds skyldi sæta farbanni til 2. apríl. RLR fór fram á farbannið, en hún rannsakar nú meint brot skipstjórans, á almennum hegningarlögum, siglingalögum og lögum um verndun gegn mengun sjávar. Meira
11. mars 1997 | Erlendar fréttir | 180 orð | ókeypis

Stasimenn dæmdir

TVEGGJA ára skilorðsbundnir fangelsisdómar voru á föstudag kveðnir upp yfir þremur fyrrverandi yfirmönnum austur-þýzku leyniþjónustunnar, STASI, fyrir að hafa komið tíu eftirlýstum hryðjuverkamönnum "Rauðu herdeildarinnar" (RAF) undan armi laganna og fengið þeim öruggt skjól í Austur-Þýzkalandi. Meira
11. mars 1997 | Erlendar fréttir | 243 orð | ókeypis

Stjórnarhermenn flúnir frá suðurhluta landsins

MESTÖLL Suður-Albanía er á valdi uppreisnarmanna í landinu og stjórnarherinn er flúinn burt úr landshlutanum. Talsmenn uppreisnarmanna kváðust hlynntir samkomulagi Salis Berisha, forseta landsins, og stjórnarandstöðunnar um þjóðstjórn og kosningar innan skamms en almennt kváðust þeir ekki mundu leggja niður vopn fyrr en hann hefði sagt af sér. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 257 orð | ókeypis

Stjórnin boðar skattalækkun

TEKJUSKATTUR lækkar á næstu fjórum árum um 4% samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar og dregið verður úr jaðaráhrifum barnabóta og vaxtabóta. Þessar ráðstafanir voru kynntar í gær eftir að Verslunarmannafélag Reykjavíkur, Iðja og Rafiðnaðarsambandið gengu frá kjarasamningi við vinnuveitendur í gærmorgun. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð | ókeypis

Stofna félag um verndun hálendis eystra

STOFNFUNDUR félags um verndun hálendis Austurlands verður haldinn í Golfskálanum Ekkjufelli, Fellahreppi, sunnudaginn 16. mars kl. 15. Að félaginu stendur áhugafólk sem hefur á annað ár fjallað um möguleika á verndun þessa svæðis einkum með áherslu á vatnasvið Jökulsár á Fjöllum, Jökulsár á Dal og Jökulsár í Fljótsdal. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð | ókeypis

Sænska sendiráðið kynnir land sitt og þjóð

SENDIRÁÐ Svíþjóðar við Lágmúla 7 í Reykjavík er með opið hús í dag til klukkan 15, þar sem almenningi gefst kostur á að skoða sig um og bera fram spurningar til sendiherrans og annars starfsfólks sendiráðsins. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 886 orð | ókeypis

Tekjuskattur lækkar um 4% til ársins 2000

Ríkisstjórnin kynnti forystu Alþýðusambands Íslands í gær skattalækkanir sem fyrirhugaðar eru á næstu fjórum árum. Jafnframt boðaði ríkisstjórnin að bætur til ellilífeyrisþega og öryrkja muni hækka í samræmi við launahækkanir kjarasamninga. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 318 orð | ókeypis

Tíu manna áhöfn bjargað með þyrlu

ÁHÖFN björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar bjargaði tíu manna áhöfn netabátsins Þorsteins GK áður en skipið strandaði, fylltist af sjó og valt á hliðina undir Krísuvíkurbergi í slæmu veðri um miðjan dag í gær. Fyrstu skip komu á staðinn um það bil sem síðustu mennirnir voru hífðir frá borði og horfðu áhafnir þeirra á skipið reka upp í klettana. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 175 orð | ókeypis

TÓMAS KARLSSON

TÓMAS Karlsson, fyrrverandi deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu, er látinn, 59 ára að aldri. Tómas fæddist 20. mars 1937, sonur hjónanna Karls Guðmundssonar rafvélameistara og Margrétar Tómasdóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1958 og hóf nám í lögfræði við Háskóla Íslands en hætti. Meira
11. mars 1997 | Miðopna | 304 orð | ókeypis

Vandræði með annað akkerið

ÓLAFUR Vilberg Sveinsson háseti segir að skipverjar hafi verið að leggja net þegar eitthvað festist í skrúfunni. "Við vissum því ekki hvort það var net frá okkur eða einhverjum öðrum. Við reyndum síðan að hreinsa úr skrúfunni með því að kúpla frá en við sáum ekki neina lausa enda á floti. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð | ókeypis

Venus vélarvana

FRYSTITOGARINN Venus frá Hafnarfirði fékk veiðarfæri í skrúfuna á Boðagrunni um 40 sjómílur frá Garðskaga um miðnætti í fyrrinótt. Frystitogarinn Rán tók skipið í tog um kl. 9 í gærmorgun, en þá var þokkalegt veður á svæðinu. Veðrið versnaði hins vegar mikið þegar skipin voru á leið í land og um tíma gekk á með 9-10 vindstigum, að sögn Gests Breiðdals Sigurðssonar, skipstjóra á Rán. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 1411 orð | ókeypis

Vikartindur var fallinn á tíma

Sjólag versnaði skyndilega eins og bensíni væri hellt á eld og brotin riðu yfir Ægi Vikartindur var fallinn á tíma BÁTSMANNINN á Ægi, Elías Örn Kristjánsson, tók út í broti sem reið yfir skipið við björgunartilraunir og yfirstýrimaðurinn fótbrotnaði. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 163 orð | ókeypis

Vínþjónn ársins valinn í kvöld

VÍNÞJÓNN ársins verður útnefndur á galakvöldverði sem haldinn verður í Grillinu á Hótel Sögu í kvöld. Keppnin hófst í gær með því að keppendur fengu afhentan spurningalista um frönsk vín. Þessum lista þurfa þeir að svara innan sólarhrings. Þá fór einnig fram í gær blindsmökkun á tveimur vínum. Klukkan 17 í dag tilkynnir dómnefnd úrslitin og velur 5 keppendur í úrslitakeppni. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð | ókeypis

Yfir 8 vindstig á slysstað

VEÐUR var mjög vont suður af landinu þegar Dísarfellið fórst. Samkvæmt veðurskeyti, sem skipið sendi Veðurstofu Íslands kl. 21 á laugardagskvöld, var þar suðvestan átta vindstig og skúrir. Það gaf ekki upp ölduhæð, en talið er að hún hafi verið a.m.k. 8­10 metrar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segist engu hafa við þessa veðurlýsingu að bæta. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 68 orð | ókeypis

Þeir fórust með Dísarfellinu

SKIPVERJARNIR tveir sem fórust þegar Dísarfell sökk síðastliðinn sunnudagsmorgun hétu Páll Andrésson, 38 ára, og Óskar Guðjónsson, 59 ára. Páll Andrésson var 1. stýrimaður á Dísarfelli. Hann var fæddur 22. desember 1958 og lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Óskar Guðjónsson var matsveinn á Dísarfelli. Hann var fæddur 1. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð | ókeypis

Þeir sem björguðust af Dísarfellinu

Þeir sem björguðust af Dísarfellinu TÓLF manns voru í áhöfn Dísarfellsins og komust tíu þeirra lífs af en tveir skipverjar fórust. Þegar á sunnudag er ljóst var um afdrif skips og skipverja sendu Samskip frá sér tilkynningu þar sem aðstandendum þeirra sem létust er vottuð samúð og áhöfn Dísarfells eru þökkuð frábær störf við afar e Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 1679 orð | ókeypis

Þetta er pakkinn Elín Viðarsdóttir röntgentæknir er formaður Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Í febrúar 1990

Þetta er pakkinn Elín Viðarsdóttir röntgentæknir er formaður Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Í febrúar 1990 eignuðust hún og maður hennar Gunnar Andrésson listmálari dreng. Hann var þeirra fyrsta barn og gleðin var við völd. Aðeins fimm dögum síðar hófst sú atburðarás sem enn stendur og ekki sér fyrir endann á. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð | ókeypis

ÞjóðsögurV-Íslendinga

FUNDUR á vegum Vináttufélags Íslands og Kanada verður haldinn miðvikudagskvöldið 12. mars kl. 20.30 í stofu 201 í Árnagarði, HÍ. Á fundinum mun dr. Guðrún Pétursdóttir, lífeðlisfræðingur, ræða um "Sjö eyja verkefnið", víðtækt samstarf eyþjóða í Norður- Atlantshafi, þar á meðal Kanada. Síðan mun Hallfreður Örn Eiríksson, þjóðsagnafræðingur, rabba um söfnun Vestur-íslenskra þjóðsagna. Meira
11. mars 1997 | Innlendar fréttir | 905 orð | ókeypis

Þvermóðska skipstjórans tómt rugl

Hleðslustjórinn um borð í Vikartindi taldi skipið alls ekki öruggt þótt það lægi við akkeri Þvermóðska skipstjórans tómt rugl Meira
11. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 100 orð | ókeypis

Ölvaður á ferð með barnavagn

UM kl. 5 aðfaranótt sunnudags vakti maður ýtandi barnavagni á undan sér athygli lögreglumanna á eftirlitsferð um Þingvallastræti. Var maðurinn greinilega vel við skál og þótti lögreglu því ekki annað fært en að kanna innihald vagnsins og athuga hvort maður í þessu ástandi væri virkilega að viðra hvítvoðung um miðja nótt. Meira

Ritstjórnargreinar

11. mars 1997 | Staksteinar | 303 orð | ókeypis

»Jafnvægi að nást ATVINNULEYSI í janúarmánuði sl. var 5,2% í stað 6% á s

ATVINNULEYSI í janúarmánuði sl. var 5,2% í stað 6% á sama tíma í fyrra. Þjóðhagsstofnun segir "gott jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar eftir vinnuafli þegar á heildina er litið..." Könnun á atvinnuástandi Meira
11. mars 1997 | Leiðarar | 557 orð | ókeypis

LANDHELGISGÆZLAN OG SJÓSLYSIN

leiðari LANDHELGISGÆZLAN OG SJÓSLYSIN JÓSLYSIN síðustu daga og giftusamleg björgunarstörf Landhelgisgæzlunnar beina sjónum manna óhjákvæmilega að starfsaðstöðu hennar og búnaði. Meira

Menning

11. mars 1997 | Menningarlíf | 160 orð | ókeypis

Abegg- tríóið

ÞÝSKA Abegg-tríóið heldur tónleika í Gerðarsafni þriðjudaginn 11. mars kl. 20.30. Þetta eru lokatónleikar á ferð tríósins um Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin. Abegg-tríóið var stofnað árið 1976 og er nafnið dregið af Abegg tilbrigðum ópus 1 eftir Robert Schumann. Tríóið hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. Meira
11. mars 1997 | Bókmenntir | 734 orð | ókeypis

Að týna aldrei tilgangi sínum

eftir Viktor E. Frankl. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir þýddi. Háskólaútgáfan og Siðfræðistofnun. Rvík 1996. 138 síður. VIKTOR E. Frankl var ungur geðlæknir í Vín í heimsstyrjöldinni síðari og einn af mörgum milljónum sem fluttar voru í útrýmingarbúðir nasista. Meira
11. mars 1997 | Kvikmyndir | 600 orð | ókeypis

BÍÓIN Í BORGINNIArnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson SBÍÓBORGIN

Að lifa Picasso Höfundar nokkurra bestu mynda síðari ára skortir eldmóð í kvikmyndagerð um meistara Picasso, en Hopkins kemur til bjargar með enn einum stórleik (á köflum). Lausnargjaldið Gibson leikur auðkýfing sem lendir í því að syni hans er rænt. Snýr dæminu við og leggur lausnarféð til höfuðs skálkunum. Meira
11. mars 1997 | Fólk í fréttum | 34 orð | ókeypis

Cindy kynnir svissnesk úr

BANDARÍSKA fyrirsætan Cindy Crawford stillir sér hér upp fyrir ljósmyndara í Barselóna á Spáni í gær þar sem verið var að hrinda nýrri auglýsingaherferð fyrir svissneskt úrafyrirtæki af stað. Meira
11. mars 1997 | Tónlist | 727 orð | ókeypis

Dáið þér Beethoven?

Verk eftir Beethoven. Sigurður Halldórsson, selló; Daníel Þorsteinsson, píanó. Gerðubergi, sunnudaginn 9. marz kl. 17. "DÁIÐ þér Beethoven?" stóð kankvíslega slegið upp á vegg í menningarmiðstöðinni Gerðubergi, og var greinilega höfðað til Aimez- vous Brahms? með Ingrid Bergman og Anthony Perkins. Meira
11. mars 1997 | Fólk í fréttum | 129 orð | ókeypis

Dillidagar á Húsavík

NÝLEGA voru svokallaðir Dillidagar í Framhaldsskólanum á Húsavík en þá er breytt út af hefðbundinni kennsluskrá. Nemendur hlustuðu á fræðsluerindi, kepptu í ýmsum greinum innbyrðis og við kennara, bæjarbúum var boðið á kvöldvöku, auk þess sem ýmis skemmtiatriði voru sýnd hvern dag vikunnar. Eitt mestsótta atriði Dillidaganna var söngvakeppni sem fram fór á Hótel Húsavík. Meira
11. mars 1997 | Fólk í fréttum | 154 orð | ókeypis

Dion fékk fjórar Juno

EINS og búist var við þá var kanadíska söngkonan Celine Dion, 28 ára, sigursælust þegar kanadísku Juno tónlistarverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hamilton í Kanada um helgina. Dion sem nýtur mikilla vinsælda, einkum í Englandi og Frakklandi auk heimalandsins, fékk fjórar Juno styttur þar á meðal fyrir að vera besta söngkona ársins og að eiga mest seldu plötu ársins, Meira
11. mars 1997 | Fólk í fréttum | 211 orð | ókeypis

Dylan gerir hlé á kvikmyndaleik

KVIKMYNDALEIKARINN Dylan McDermott hefur nú söðlað um og snúið sér að leik í sjónvarpsþáttum, nokkuð sem heyrir til undantekninga í Hollywood. Hann þáði nýlega hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni "The Practice", sem er skrifuð af David E. Kelley, þeim hinum sama og skrifar handritið að Chicago- sjúkrahúsinu. Meira
11. mars 1997 | Leiklist | 541 orð | ókeypis

Fjölskylduhrollvekja

eftir Börk Gunnarsson. Leikarar: Davíð Jón Fuller, Haraldur Jóhannsson, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Hjálmar Arinbjarnarson, Jón Ingi Hákonarson, Mats Jonsson, Rannveig Kristjánsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Þórhallur Ágústsson, Þórunn Erna Clausen og Þórunn Geirsdóttir. Leikstjóri: Ari Matthíasson. Ljósamaður: Gunnar B. Guðmundsson. Tónlist: Örlygur Smári. Meira
11. mars 1997 | Tónlist | 569 orð | ókeypis

Glæsileg frumraun

Auður Gunnarsdóttir og Carl Davis fluttu söngverk eftir Sarti, Mozart, Schumann, Sibelius, Turina, Bizet, Nicolai og Jón Þórarinsson. Sunnudagurinn 9. mars, 1997. ÞAÐ ERU varla meira en þrjátíu ár síðan tónlistarskólarnir tóku að sinna söngkennslu og með stofnun Söngskólans í Reykjavík og síðar Íslensku óperunnar urðu straumhvörf í þjálfun söngvara hér á landi. Meira
11. mars 1997 | Leiklist | -1 orð | ókeypis

Gyðingur verður til

Eftir Max Frisch. Íslensk þýðing eftir Þorvarð Helgason. Leikarar: Sveinn Kjarval, Sunna Mímisdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Hulda Dögg Proppé, Esther Talía Casey, Finnur Þór Vilhjálmsson, Baldvin Þór Bergsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Hlynur Páll Pálsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Þorsteinn B. Meira
11. mars 1997 | Menningarlíf | 99 orð | ókeypis

Háskólatónleikar í Norræna húsinu

ÓLÖF Sesselja Óskarsdóttir (Viola da Gamba) og Snorri Örn Snorrason (Theorba) leika tónlist frá barokk-tímanum á Háskólatónleikum í Norræna húsinu miðvikudaginn 12. mars kl. 12.30. Tónleikarnir eru um hálftími að lengd. Á efnisskrá er verk eftir Marin Marais, Robert De Visée, Tobias Hume og Marin Marais. Meira
11. mars 1997 | Kvikmyndir | 177 orð | ókeypis

Hinar ýmsu myndir ástarinnar

NÝJASTA mynd indverska leikstjórans Miru Nair, "Kama Sutra: A Tale of Love", hefur valdið miklu fjaðrafoki í heimalandi sínu þó að enn hafi hún ekki verið frumsýnd þar. Eins og titill myndarinnar gefur til kynna er viðfangsefnið ást og kynlíf en ritskoðun í Indlandi er sérstaklega hörð þegar kemur að því síðarnefnda. Nair, sem hefur leikstýrt m.a. Meira
11. mars 1997 | Fólk í fréttum | 277 orð | ókeypis

Hógvær og jarðbundin Dion

"ÉG GERI eins vel og ég get og er látlaust í samkeppni við sjálfa mig. Líf mitt er eins og lítið ævintýr en ef draumurinn er búinn á morgun þá nær það ekki lengra," segir söngkonan vinsæla, Celine Dion, sem þrátt fyrir ótrúlega velgengni stendur föstum fótum á jörðinni og lætur ekki frægðina stíga sér til höfuðs. Meira
11. mars 1997 | Fólk í fréttum | 46 orð | ókeypis

Justin var bestur

OSMAN Samela frá Battersea í London sýnir hér með stolti hund sinn Justin, sem er af Yorkshire Terrier kyni, eftir að hann var valinn besti hundur á Crufts hundasýningunni í Birmingham um síðustu helgi. Alls kepptu um 18.000 hundar til verðlauna á sýningunni. Meira
11. mars 1997 | Fólk í fréttum | 87 orð | ókeypis

Kafarar í afmælisveislu

SPORTKAFARAFÉLAG Íslands hélt upp á 15 ára afmæli sitt um síðustu helgi í víkingaveislu í Fjörukránni í Hafnarfirði. Eftir veisluna var haldið í félagsheimili kafaranna og skemmtuninni haldið áfram fram á nótt. Ljósmyndari Morgunblaðsins setti á sig kútana og kafaði í veisluna. Meira
11. mars 1997 | Fólk í fréttum | 38 orð | ókeypis

King syngur í Prag

BLÚSGÍTARLEIKARINN B.B. King sést hér syngja á opnunartónleikum alþjóðlegrar Djass- og blústónlistarhátíðar í ráðstefnuhöllinni í Prag í síðustu viku. King, sem hefur verið í fararbroddi blústónlistarmanna um árabil, er nú á tónleikaferð um Evrópu. Meira
11. mars 1997 | Menningarlíf | 187 orð | ókeypis

Knattspyrnumenn Sigurjóns sennilega tilDanmerkur aftur

STYTTA Sigurjóns Ólafssonar, Knattspyrnumenn, seldist ekki á listmunauppboði Gallerí Borgar sem haldið var síðastliðið sunnudagskvöld en búist er við því að hún seljist einhvern næstu daga. Að sögn Péturs Þórs Gunnarssonar hjá Gallerí Borg kom tveggja milljóna króna boð í styttuna en matsverð hennar er 2,5 til 3,5 milljónir og var hún því ekki seld. Meira
11. mars 1997 | Fólk í fréttum | 115 orð | ókeypis

Kúbverjar í maraþonsalsa

HUNDRUÐ kúbverskra dansunnenda þustu á Havana Salon Rosado dansstaðinn um síðustu helgi þegar þekktasta salsa- hljómsveit Kúbverja, Los Van Van, hóf leik sinn á tónleikum sem aðstandendur vonast til að verði lengstu salsa-tónleikar sögunnar. Tónleikarnir hófust klukkan 22 síðastliðið laugardagskvöld og áætlað er að þeir standi án afláts til klukkan 22 á miðvikudagskvöld. Meira
11. mars 1997 | Kvikmyndir | 362 orð | ókeypis

Köld eru kvennaráð

Leikstjórar og handritshöfundar Andy og Larry Wachowski. Kvikmyndatökustjóri Bill Pope. Tónlist John Davis. Aðalleikendur Jennifer Tilly, Gina Gershon, Joe Pantoliano, John P. Ryan, Richard C. Sarafian. 108 mín. Bandarísk. Gramarcy 1996. Meira
11. mars 1997 | Fólk í fréttum | 41 orð | ókeypis

Marsbúi í Kringlubíói

KVIKMYNDIN Innrásin frá Mars var frumsýnd í Kringlubíói um helgina. Í hléi birtist ein af persónum myndarinnar, Marsbúi, og heilsaði upp á sýningargesti. Ljósmyndari Morgunblaðsins var á staðnum. Morgunblaðið/Halldór GEIMVERAN vakti kátínu gesta Kringlubíós. Meira
11. mars 1997 | Kvikmyndir | 169 orð | ókeypis

Mel Gibson í fótspor Francois Truffaut

MEL Gibson hefur í huga að endurgera hina klassísku kvikmynd franska leikstjórans Francois Truffaut "Fahrenheit 451". Gibson ætlar bæði að leikstýra og leika aðalhlutverkið. Ray Bradbury sem skrifaði upprunalegu skáldsöguna og vinnur nú að framhaldi, hefur verið fenginn til að skrifa kvikmyndahandritið fyrir Icon Productions, fyrirtæki Gibsons. Meira
11. mars 1997 | Fólk í fréttum | 70 orð | ókeypis

Monkeys í tónleikaferð

GÖMLU refirnir í hljómsveitinni The Monkeys, sem vinsæl var á sjöunda áratugnum, Mike Nesmith, Micky Dolenz, Davy Jones og Peter Tork, ganga inn á sviðið á Newcastle-leikvanginum í Newcastle í síðustu viku þar sem þeir léku á fyrstu tónleikunum í tónleikaferð sinni um England. Meira
11. mars 1997 | Kvikmyndir | 91 orð | ókeypis

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKU

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKU Dauði og djöfull (Diabolique) Barnsgrátur (The Crying Child) Riddarinn á þakinu (Horseman on the Roof) Nær og n Meira
11. mars 1997 | Menningarlíf | 75 orð | ókeypis

Nýr kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins

ANNA Sveinbjarnardóttir er nýr kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins. Anna var kvikmyndagagnrýnandi í sjónvarpsþættinum Taka tvö á Stöð 2 allt síðastliðið ár. Hún hefur auk þess unnið sem blaðamaður og fengist við kennslu í tungumálum og kvikmyndafræðum. Meira
11. mars 1997 | Menningarlíf | 26 orð | ókeypis

Opin æfing á Völundarhúsi

Opin æfing á Völundarhúsi OPIN æfing verður á nýju leikriti, Völundarhúsi, eftir Sigurð Pálsson í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 12. mars kl. 20. Aðgangseyrir er kr. 900. Allir velkomnir. Meira
11. mars 1997 | Fólk í fréttum | 333 orð | ókeypis

Rapparinn B.I.G. myrtur um helgina

RAPPSÖNGVARINN Biggie Smalls, 24 ára, eða The Notorious B.I.G., var myrtur þar sem hann sat í GMC Suburban bíl sínum fyrir utan teiti í Los Angeles um helgina. Morðinginn stökk út úr bíl, skaut fimm skotum í Smalls og hraðaði sér síðan á braut. Meira
11. mars 1997 | Menningarlíf | 58 orð | ókeypis

Skjálist í Hinu húsinu

HÓPUR myndlistarnema í Fjöltæknideild við Myndlista- og handíðaskóla Íslands opnuðu sýningu laugardaginn 8. mars sl. í Gallerí Geysi, Hinu húsinu. Viðfangsefnið er skjálist (videolist) sem unnin hefur verið á síðata misseri. Meira
11. mars 1997 | Kvikmyndir | 416 orð | ókeypis

Skrautlegur og ögrandi Shakespeare

Leikstjóri: Baz Luhrman. Handrit: Baz Luhrman og Craig Pearce. Byggt á leikriti William Shakespeares. Aðalhlutverk: Leonardo DiCaprio, Claire Danes, Harold Perrineau, John Leguizamo, Peter Postelwaite, Miriam Margolyes, Paul Sorvino og Diane Venora. 20th Century Fox. 1996. Meira
11. mars 1997 | Menningarlíf | 156 orð | ókeypis

"Skært lúðrar hljóma"

Hljómskálakvintettinn byrjar tónleikasyrpu í Reykjanesbæ árdegis í Holtaskóla í Keflavík á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla. Í kynningu segir, að kvintettinn muni flytja um 2.500 grunn- og framhaldsskólanemendum fjölbreytta efnisskrá og kynna þeim um leið hljóðfæri málmblásarakvintettsins. Meira
11. mars 1997 | Kvikmyndir | 270 orð | ókeypis

Stefnulaus mynd Dagbók morðingja (Killer: A Journal of Murder

Framleiðandi: Ixtlan. Leikstjóri og handritshöfundur: Tim Metcalfe eftir sannsögulegri bók Thomas E. Gaddis og James O. Long. Kvikmyndataka: Ken Kelsch. Tónlist: Graeme Revell. Aðalhlutverk: James Woods og Robert Sean Leonard. 106 mín. Bandaríkin. Spelling Films International/Skífan 1997. Útgáfudagur: 3. mars. Meira
11. mars 1997 | Myndlist | -1 orð | ókeypis

Stólar sólar og þæginda

Opið kl. 10­19 virka daga og kl. 12­18 um helgar til 23. mars; aðgangur ókeypis. MEÐ VISSUM fyrirvara má segja að það sé nöturleg staðreynd að vel hannaður hlutur, einkum á sviði húsgagna, veki enn í dag sérstaka ánægju og eftirtekt. Meira
11. mars 1997 | Menningarlíf | 188 orð | ókeypis

Stríðsgóss á sýningum í París

UM 900 listaverk, sem nasistar tóku traustataki í Frakklandi í heimsstyrjöldinni síðari, verða sýnd á fjórum söfnum í París í næsta mánuði, í von um að eigendurnir geri kröfu til þeirra, að sögn safnstjóranna. Verkin eru af ýmsum toga, m.a. eftir Picasso og Matisse, Cezanne, Utrillo, Leger og Courbert. Meira
11. mars 1997 | Fólk í fréttum | 99 orð | ókeypis

Tenórar syngja fyrir 45.000

TENÓRARNIR þrír, Luciano Pavarotti, Placido Domingo og Jose Carreras hófu upp raustir sínar á Pro Player leikvanginum í Miami í Bandaríkjunum um helgina og sungu valdar óperuaríur fyrir 45.000 manns. Amerískt yfirbragð var á tónleikunum. Meira
11. mars 1997 | Fólk í fréttum | 145 orð | ókeypis

The Spice Girls á toppinn í fjórða sinn

BRESKA popphljómsveitin The Spice Girls steig nýtt skref í sögu poppsins í gær þegar þær urðu fyrsta hljómsveitin til að ná toppi breska vinsældalistans með fjórar fyrstu smáskífur sínar. Hljómsveitin, sem skipuð er fimm stúlkum, fór í gær beint á toppinn með lag af fjórðu smáskífu sinni "Mama/Who Do You Think You Are?" en ágóðinn af sölu skífunnar rennur til góðgerðarmála. Meira
11. mars 1997 | Menningarlíf | 557 orð | ókeypis

"Tiltekt" í Nýlistasafninu

NÝLISTASAFNIÐ í Reykjavík á stærsta safn af nútímalist hér á landi en vegna lélegs aðbúnaðar og fjárskorts hefur það lítið verið rannsakað og engin skrá er til sem nær yfir allt sem þar er að finna. Nú er að hefjast allsherjarátak í málefnum safndeildar Nýlistasafnsins og klukkan 14 miðvikudaginn 12. mars verður með óformlegum hætti opnuð óvenjuleg sýning í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Meira
11. mars 1997 | Menningarlíf | 116 orð | ókeypis

Tónleikar til heiðurs Þuríði Pálsdóttur

Í TILEFNI af 70 ára afmæli Þuríðar Pálsdóttur óperusöngkonu, munu Söngskólinn í Reykjavík og Þjóðleikhúsið efna til hátíðartónleika í Þjóðleikhúsinu á afmælisdegi Þuríðar 11. mars nk. kl. 20. Samstarfsfólk Þuríðar í Söngskólanum og Þjóðleikhúsinu munu heiðra hana með söng og "óvæntum uppákomum", segir í kynningu. Meira
11. mars 1997 | Menningarlíf | 136 orð | ókeypis

Vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur

KARLAKÓR Reykjavíkur heldur árlega vortónleika sína dagana 15.­22. mars nk. Kórinn mun flumflytja tvö lög eftir Fjölni Stefánsson og Pál Pampichler Pálsson, fyrrum stjórnanda kórsins. Lag Páls nefnist "Vor í borg" og er við ljóð Guðmundar Böðvarssonar, lag Fjölnis nefnist "Í júní" við ljóð Þorsteins Valdimarssonar. Meira
11. mars 1997 | Fólk í fréttum | 106 orð | ókeypis

Þemadagar í Breiðholtsskóla

Í SÍÐUSTU viku voru þemadagar í Breiðholtsskóla en á þeim er hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendur vinna að sameiginlegum verkefnum. Mannleg samskipti voru í brennidepli á dögunum og markmiðið var að styrkja nemendur og starfsfólk í samskiptum og stuðla að jákvæðri samvinnu og efla félagsleg tengsl manna á milli. Meira
11. mars 1997 | Menningarlíf | 76 orð | ókeypis

Þrek og tár

Þrek og tár SÍÐUSTU sýningar á leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, Þrek og tár verða fimmtudaginn 13. mars og sunnudaginn 23. mars. Þrek og tár hefur gengið fyrir fullu húsi síðan í september 1995. Sýningar eru nú orðnar 85 talsins. Meira

Umræðan

11. mars 1997 | Aðsent efni | 953 orð | ókeypis

Hverfjall við Mývatn

SIGFÚS Illugason frá Bjargi í Mývatnssveit ritar grein í Lesbók Morgunblaðsins 18. janúar sl. Nefnir hann grein sína Hverfell við Mývatn. Það er ekki í fyrsta skipti sem Sigfús ritar ranglega nafn þessa fjalls. Búið er að fá Hverfjalls-nafnið staðfest og á Sigfúsi að vera það kunnugt. Hann hefur undanfarin ár unnið að nafnbreytingu á Hverfjalli. Meira
11. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 414 orð | ókeypis

Kastljós í kreppu

MIÐVIKUDAGINN 5. mars var Kastljósþáttur í sjónvarpinu, þar sem segja má að sáð hafi verið nokkurri tortryggni í garð "Íslenskrar erfðagreiningar" sem nýlega hefur tekið til starfa hér á landi. Reyndar hefur það væntanlega ekki verið ætlunin, en þörf fréttamanna á að fylla kvóta sinn í starfi leiðir oft til óþarfa málalenginga. Meira
11. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 400 orð | ókeypis

Klám á alnetinu

MARGIR virðast hræðast dreifingu kláms á alnetinu,og kemur mér þá í hug viðtal við konu í sjónvarpsfréttum nýlega, með fjórum skipunum var hún og hennar heimili komið í beint samband við argasta barnaklámefni. Meira
11. mars 1997 | Aðsent efni | 959 orð | ókeypis

Minningaröldur Sjómannadagsráðs um drukknaða og týnda sæfarendur

Á ÚTMÁNUÐUM fyrir 56 árum gerðust þeir atburðir á Norður-Atlantshafi sem markað hafa djúp spor í íslenska sjóslysasögu en þá hófust mikil styrjaldarátök hér í kring um landið. Íslendingar hafa orðið að horfa á eftir mörgu góðu skipinu og heilu áhöfnunum í hafið í glímunni við Ægi konung. Meira
11. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 398 orð | ókeypis

Þjónusta friðar og sáttargjörðar

ÞVÍ fer fjarri að ég væri að vega að þér í mannlífsspjalli okkar Illuga Jökulssonar á dögunum, né að dæma nokkurn einstakling annan. Ég var að andmæla þeirri skoðun sem gjarnan var á lofti haldið að kirkjan væri lömuð af illvígum flokkadráttum. Ég lagði áherslu á að þrátt fyrir deilur og andstæðar skoðanir þá sé þar mikið líf og víðtæk samstaða um grundvallaratriði. Meira

Minningar- og afmælisgreinar

11. mars 1997 | Minningargreinar | 1372 orð | ókeypis

Ágúst Sigmundsson

Í aðventulok árið 1977 fluttist ég búferlum í hornstofuna á efri hæð hússins nr. 30 við Hringbraut, þaðan sem er fagurt útsýni til fjarlægra tinda, svo manni finnst sem maður sitji í Hliðskjálf. Þetta var og er gamalt og virðulegt hús og hafði þegar hér var komið sögu verið um árabil kennt við Framsókn, sem hafði haft þar sína bækistöð um skeið. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 189 orð | ókeypis

ÁGÚST SIGMUNDSSON

ÁGÚST SIGMUNDSSON Ágúst Sigmundsson fæddist í Reykjavík 16. nóvember 1937. Hann lézt 3. marz síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Magnea Bjarnadóttir, f. 11. nóv. 1900, d. 9. febr. 1980, og Sigmundur Ágústsson, kaupmaður, f. 7. nóv. 1905, d. 9. des. 1972. Ágúst kvæntist ungur Fríði Guðnadóttur, f. 4. ág. 1938, d. 13. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 1738 orð | ókeypis

ÁRNI GUNNLAUGSSON

Lífsbrautarganga er mæld á tímans kvarða í áranna röð og þegar sjö tugir ára eru að baki er talið við hæfi að líta yfir farinn veg og raða upp minningabrotum sem eftir standa líkt og væru þau vörður við vegarbrún. Í dag er Árni Gunnlaugsson, einn fjölvirkasti athafnamaður í Hafnarfirði á liðnum fjórum áratugum, sjötugur. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 215 orð | ókeypis

Guðný Ragna Guðnadóttir

Kallið gerir ekki alltaf boð á undan sér, og þannig var það hjá Rögnu. Þetta er svo ótrúlegt, ég trúi því ekki enn að hún Ragna sé farin frá okkur. Hún sem var svo létt á fæti og hress kona. Daglega hittumst við á kaffistofunni á Hreyfli og sátum oftast smástund saman yfir kaffibolla og spjölluðum saman. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 130 orð | ókeypis

GUÐNÝ RAGNA GUÐNADÓTTIR

GUÐNÝ RAGNA GUÐNADÓTTIR Guðný Ragna Guðnadóttir fæddist í Ólafsvík 18. nóvember 1932. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðni Gíslason og Ásta Vigfúsdóttir, en hann lést áður en hún fæddist. Systkini Rögnu voru Bergur sem lést sl. sumar, eftirlifandi eru Guðrún og Sævar. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 418 orð | ókeypis

Hallgrímur Kristjánsson

Elsku besti pabbi minn. Þá ertu farinn frá okkur, farinn til mömmu. Þú fórst skyndilega, enginn átti von á þessu þótt þú hefðir verið lasinn í nokkrar vikur. Það var erfitt að taka þessum fréttum hingað til Danmerkur. Ég verð sjálfsagt lengi að átta mig á því að nú fæ ég ekki lengur bréf og símhringingar frá þér, en því miður ræður enginn sínum næturstað. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 309 orð | ókeypis

HALLGRÍMUR KRISTJÁNSSON

HALLGRÍMUR KRISTJÁNSSON Hallgrímur Kristjánsson fæddist á Ísafirði 20. ágúst 1923. Hann lést á Borgarspítalanum 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Herdís Samúelsdóttir frá Skjaldarbjarnarvík á Ströndum, f. 30.9. 1895, d. 5.9. 1957, og Kristján Albertsson frá Ísafirði, f. 20.10. 1892, d. 25.2. 1925. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 250 orð | ókeypis

HERDÍS BIRNA

Elsku Herdís Birna. Það er ekki í mannlegu valdi að skilja hvers vegna þú ferð úr þessum heimi aðeins 33 ára. Við vonuðum öll svo heitt og innilega að þú myndir sigrast á krabbameininu. Þess eru ótal dæmi vegna þess hve læknavísindin eru burðug. Fyrst í stað voru allir bjartsýnir. Ég man að pabbi þinn sagði við mig að þú værir ung og hraust og myndir geta sigrast á þessu. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 327 orð | ókeypis

Herdís Birna Arnardóttir

Þegar náinn vinur er kvaddur hinstu kveðju getur ekki hjá því farið að strengur bresti og verði aldrei samur. Til þess fundum við glöggt þegar við vinir hennar og ættingjar vorum viðstödd húskveðju og bænastund á heimili foreldra hennar þar sem hún hafði þá um morguninn kvatt þetta líf. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 302 orð | ókeypis

Herdís Birna Arnardóttir

Í birtingu dags kvaddir þú þennan heim. Eilífðin tók þig í mjúkan faðm sinn og nú er þjáningum þínum lokið. Við þökkum þér fyrir hlutdeildina í lífi okkar, samverustundirnar, hláturinn, grátinn - gleðina, sorgina. Hlýja þelið, sem yljaði okkur svo mjög, þess verður sárt saknað. Ekkert vildum við frekar en að heyra góðu ráðin, skammirnar og fallegu orðin, þó ekki væri nema einu sinni enn. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 289 orð | ókeypis

Herdís Birna Arnardóttir

Það er auðvelt að heilsa, einkum góðu fólki, sem gefur af sér glaðværð og góðan hug. Það er þeim mun erfiðara að kveðja og vart hægt um vini, sem víkja ekki úr minni, þó kallið komi. Það kom alltof fljótt og það var óréttlátt og það var sárt. Dísa deildi með okkur vinnustað um átta ára skeið. Hún var hlýjan á þeim stað og hún var gleðin. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 150 orð | ókeypis

Herdís Birna Arnardóttir

Mín ástkæra vinkona, Herdís Birna, er látin eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Það er erfitt að sætta sig við þessa staðreynd því Dísa er búin að vera svo stór hluti af lífi mínu svo lengi. Reyndar mun það ekki breytast því minningarnar getur enginn tekið frá mér. Ég mun alltaf eiga minningarnar um fallega brosið, hlýju röddina og hennar yndislegu nærveru sem alltaf lét mér líða vel. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 264 orð | ókeypis

Herdís Birna Arnardóttir

Elsku Dísa. Það er skrýtið að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að tala við þig aftur, að eiga aldrei eftir að sjá þig aftur. Mér finnst eins og þú hafir aðeins brugðið þér frá og hljótir að koma aftur rétt strax. En svo er ekki. Það verður erfitt að venjast þessari hugsun. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 167 orð | ókeypis

Herdís Birna Arnardóttir

Þegar ég kynntist Dísu bjuggu hún og Arna Ösp í lítilli íbúð á Stúdentagörðunum. Ég dáðist að því hversu fallegt og hlýlegt heimili hennar var og hversu auðvelt hún átti með að verða glæsilegust allra með "einhverju sem hún kippti úr fataskápnum". Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 217 orð | ókeypis

Herdís Birna Arnardóttir

Hún barðist hetjulega en það dugði ekki til. Herdís Birna Arnardóttir lést 3. mars sl. eftir harða baráttu við hinn illvæga sjúkdóm krabbameinið. Herdísi Birnu (oftast kölluð Dísa) kynntist ég í byrjun unglingsáranna og fórum við samferða í gegnum þau í blíðu og stríðu eins og unglingar gera. Það var margt sem við brölluðum saman ásamt vinkonum okkar sem ljúft er að geyma í minningunni. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 424 orð | ókeypis

Herdís Birna Arnardóttir

Traust og einlæg vinkona hefur kvatt þennan heim eftir ramma og hetjulega baráttu við illvígan óvin. Baráttan var ójöfn. Óvinurinn lá í leyni og gerði árásir sem ekki var hægt að verjast eða segja fyrir um. Á liðnum mánuðum lærðist okkur sem þekktum þessa blíðlyndu og góðu manneskju að hún var líka kjarkmikil og djörf. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 176 orð | ókeypis

HERDÍS BIRNA ARNARDÓTTIR

HERDÍS BIRNA ARNARDÓTTIR Herdís Birna Arnardóttir fæddist í Reykjavík hinn 15. apríl 1963. Hún lést á heimili sínu 3. mars sl. Foreldrar hennar eru Áslaug Guðbrandsdóttir húsmóðir og Örn Bjarnason yfirlæknir. Herdís Birna eignaðist eina dóttur, Örnu Ösp Magnúsardóttur, 25. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 73 orð | ókeypis

Herdís Birna Arnardóttir Kveðja frá foreldrum. "Langt í burtu ljúf og blíð líkt og barn hún sefur. Yndisþokka ár og síð ástin

"Langt í burtu ljúf og blíð líkt og barn hún sefur. Yndisþokka ár og síð ástin henni gefur. ­ Ekur hún svo æskufríð út um draumalöndin víð og um háls mér handleggjunum vefur. Englar guðs með augu blá yfir henni vaka, svo að höfug húmsins brá hana skuli ei saka. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 366 orð | ókeypis

Herdís Birna Arnardóttir Kveðja frá mági. Með fáeinum orðum

Kveðja frá mági. Með fáeinum orðum vil ég minnast mágkonu minnar sem nú hefur lokið stríði sínu við illvígan sjúkdóm. Allir sem fylgdust með baráttu hennar dáðust að kjarki hennar og æðruleysi þennan stutta tíma sem sjúkdómurinn herjaði. Annað var ekki hægt. Kynni mín af Dísu hófust 1974 þegar ég kynntist Eddu systur hennar. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 80 orð | ókeypis

Herdís Birna Arnardóttir Kveðja frá systkinum Með þessum fallegu orðum frænda okkar viljum við minnast þín, kæra systir. "Gott

Kveðja frá systkinum Með þessum fallegu orðum frænda okkar viljum við minnast þín, kæra systir. "Gott er ein með guði að vaka, gráta hjótt og minnast þín, þegar annar ylur dvín, ­ seiða liðið líf til baka, og láta huggast, systir mín! Við skulum leiðast eilífð alla, ­ aldrei sigur lífsins dvín. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 27 orð | ókeypis

Herdís Birna Arnardóttir Kveðja til Dísu. Í auga þér var kyrrðin og hugur þinn var ljós orð þín tárin englanna og sál þín hugsun

Herdís Birna Arnardóttir Kveðja til Dísu. Í auga þér var kyrrðin og hugur þinn var ljós orð þín tárin englanna og sál þín hugsun Guðs Hallvarður E. Þórsson. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 50 orð | ókeypis

Herdís Birna Arnardóttir Til Dísu frænku. Dísa var góð og glaðlynd, skemmtileg og fyndin og ég mun alltaf sakna hennar. Ég vona

Til Dísu frænku. Dísa var góð og glaðlynd, skemmtileg og fyndin og ég mun alltaf sakna hennar. Ég vona að henni líði vel, ég veit að henni mun líða vel hjá Guði og öllum englunum. Nú getur hún fylgst vel með okkur ofan úr himnum. Bjarni Davíð Guðmundsson. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 1769 orð | ókeypis

Ingólfur Möller

Það var skrið á Drangajökli í hafnarmynninu, engin boðaföll, en ferðin meiri, að sumra mati, en góðu hófi gegndi. Við stóðum nokkrir vinnufélagar á hafnarbakkanum með hendur í vösum og horfðum á einkennilega einbeitt stefnið kljúfa hafflötinn og nálgast hratt: "Ferð er á'onum," sagði sá, er næstur mér stóð og spýtti í sjóinn, "auðséð að kallinn er í brúnni". Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 213 orð | ókeypis

Ingólfur Möller

Komið er að kveðjustund. Oft hef ég velt því fyrir mér, pabbi minn, síðustu 14 mánuði, eða frá því mamma dó, hvað yrði langt þangað til að þú færir líka. Það var mjög gaman að sjá hvað þér tókst að gera á þessum tíma, hluti sem þú vildir svo gjarnan gera, en við héldum að þú ættir e.t.v. ekki eftir, það var að fara upp í Borgarfjörð, fram að Húsafelli og að fara yfir Kaldadal. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 387 orð | ókeypis

Ingólfur Möller

Elsku afi. Þá ert þú farinn í þína síðustu ferð. Ferð sem þú ert búinn að bíða eftir að komast í allt frá því að amma dó fyrir rúmu ári. Þið hafið nú náð saman á ný á himnum. Þótt ég viti að þetta hafi verið þín ósk er söknuðurinn mikill. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 117 orð | ókeypis

Ingólfur Möller

Elsku afi. Nú ertu farinn frá okkur. Við viljum þakka þér fyrir alla þá hlýju, hvatningu og þann stuðning sem þú hefur veitt okkur. Þín verður sárt saknað og það verður skrýtið að geta ekki heimsótt þig á Dalbrautina, en þó gleðjumst við yfir því að þú og hún amma eruð sameinuð á ný. Við vitum að þið munuð vaka yfir okkur hinum. Minningin um þig mun fylgja okkur alla tíð. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 445 orð | ókeypis

Ingólfur Möller

Þegar Skúli Möller sonur Ingólfs hringdi í mig og tilkynnti mér lát föður síns, kom mér það ekki á óvart, þar sem ég hafði fylgst með heilsu hans, en í huga minn streymdu 75 ára gamlar æskuminningar, eða allt frá því er vinátta okkar hófst, og haldist hefur fram á síðasta dag. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 551 orð | ókeypis

INGÓLFUR MÖLLER

INGÓLFUR MÖLLER Ingólfur Möller var fæddur í Reykjavík 13. febrúar 1913. Hann lézt hér laugardaginn 1. marz 1997. Hann var næstelztur fjögurra sona hjónanna Jakobs Möllers, f. 12. júlí 1880, d. 5. nóvember 1955 síðar ráðherra og sendiherra, og Þóru Guðrúnar Guðjohnsen, f. 9. nóvember 1887, d. 25. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 326 orð | ókeypis

Kristjana Jakobsdóttir

Í dag kveðjum við hinstu kveðju Kristjönu Jakobsdóttur. Kynni okkar hófust fyrir rúmum fjörutíu árum og sú vinátta sem þá myndaðist hefur aldrei síðan slitnað. Kristjana var með eindæmum greiðvikin og taldi ekki eftir sér að gera öðrum greiða á meðan heilsa og aldur leyfðu. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 375 orð | ókeypis

Kristjana Jakobsdóttir

Hún Kristjana okkar, eins og hún var kölluð í okkar hóp, hefur nú lagt af stað í sína hinstu för. Eftir langa og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm hefur hún kvatt þessa jarðvist. Allar viljum við trúa því að vel hafi verið tekið á móti henni "hinum megin" og að þar hafi Einar með sitt yfirvegaða og hlýja viðmót beðið komu hennar. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 109 orð | ókeypis

KRISTJANA JAKOBSDÓTTIR

KRISTJANA JAKOBSDÓTTIR Kristjana Jakobsdóttir var fædd í Hringveri á Tjörnesi 21. júní 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Inga Guðmundsdóttir ættuð úr Grímsey, og Jakob Egilsson ættaður úr Kelduhverfi. Kristjana var tvígift. Seinni maður hennar var Einar Stefánsson, f. 13.7. 1920, d. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 500 orð | ókeypis

Minningargrein um Herdísi Birnu Arnardóttur

Með nokkrum orðum langar mig að minnast elskulegrar vinkonu minnar Herdísar Birnu Arnardóttur. Við kynntumst haustið 1989 er við hófum nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Ekki fór mikið fyrir Dísu, en ég tók strax eftir þessari fallegu og gáfulegu skólasystur minni, með gullnu húðina og þykka ljósa hárið sem ásamt tveimur vinkonum sínum Ásthildi og Telmu, var sest á skólabekk á ný. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 240 orð | ókeypis

Ólafur Árnason

Ólafur Árnason Ólafur Árnason fæddist í Vestmannaeyjum 31. júlí 1917. Hann lést í Vestmannaeyjum 26. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni Jónsson verslunarmaður, f. 12.4. 1889 á Helgusöndum, d. 21.6. 1963 í Vestmannaeyjum, og kona hans Soffía Katrín Þorsteinsdóttir, húsmóðir og verkakona, f. 31.7. 1895 í Vallarhjáleigu, d. 21.5. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 1167 orð | ókeypis

Ólafur Árnason

Nú er komið að vistaskiptum hjá honum tengdaföður mínum eftir farsæla jarðvist í nær átta áratugi. Eftir sitja syrgjendur og trega ástvin, félaga, nágranna og góðan Eyjamann. Huggun syrgjenda er vitneskja um góðar móttökur í nýju vistinni og ylurinn af góðum minningum um ljúfan dreng. Ólafur, eða Óli eins og hann jafnan var kallaður, var Vestmannaeyingur í húð og hár ­ sál og líkama. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 1136 orð | ókeypis

ÞURÍÐUR PÁLSDÓTTIR

Á sólbjörtu síðdegi árið 1943 eru tvær konur í gönguferð um bæinn í veðurblíðunni. Hamingjukenndin sem bærist með þeim báðum er undrunarblandin, því að þótt þær séu mæðgur, eru þær að uppgötva hvor aðra. Móðirin sér dóttur sína í fyrsta skipti sem konu og talar við hana eins og ein kona við aðra. Dóttirin er sextán ára gömul, hefur verið að vinna úti á landi, en er í nokkurra daga leyfi í bænum. Meira
11. mars 1997 | Minningargreinar | 16 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Viðskipti

11. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 356 orð | ókeypis

40 millj. hlutafjáraukning heimiluð

Afkoma Marels hf. á síðasta ári lakari en stefnt var að 40 millj. hlutafjáraukning heimiluð REKSTRARTEKJUR Marels hf. og dótturfyrirtækja voru 1.873 milljónir á síðasta ári sem er 68% aukning frá árinu 1995. Meira
11. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 341 orð | ókeypis

53 millj. kr. minni hagnaður Granda

GRANDI hf. og dótturfélag þess, Faxamjöl hf., skiluðu 180 milljóna króna hagnaði á árinu 1996 en árið 1995 var hagnaður félagsins 223 milljónir króna eða 53 milljónum króna hærri. Rekstrartekjur félagsins námu 3.831 milljón króna og er það um 2% aukning frá árinu áður. Hagnaður var tæplega 5% af veltu en var tæplega 6% árið áður. Meira
11. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 182 orð | ókeypis

BSkyB og Kirch hætta við þýzkt stafrænt sjónvarp

BREZKA gervihnattasjónvarpið BSkyB og þýzka fjölmiðlafyrirtækið Kirch Gruppe hafa orðið ásátt um að hætta við fyrirhugað samkomulag um að DF1 fyrirtæki bæverska fjölmiðlajöfursins Leo Kirchs komi á fót stafrænu sjónvarpi. Meira
11. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 62 orð | ókeypis

Furðuskjót umskipti hjá Benz

DAIMLER-BENZ AG skilar eftur verulegum hagnaði aðeins einu ári eftir mesta tap í sögu þýzkra fyrirtækja og þessi furðusnöggu umskipti koma fjárfestum á óvart. Að því er Eckard Cordes úr stjórn Daimler-Benz tjáði fréttamönnum á bílasýningunni í Genf mun Daimler tilkynna rúmlega 2 milljarða marka nettóhagnað á síðasta reikningsári samanborið við 5.7 milljarða marka tap í fyrra. Meira
11. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 508 orð | ókeypis

Hafna ber breytingum á reglugerðum sjóðanna

SAMBAND íslenskra tryggingafélaga hefur lýst yfir andstöðu við áform nokkurra lífeyrissjóða um stofnun séreignadeilda sem reknar verði samhliða sameignardeildum sjóðanna. Bendir sambandið á að hér ætli lífeyrissjóðirnir sér greinilega að láta til sín taka á hinum frjálsa sparifjármarkaði. Meira
11. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 213 orð | ókeypis

Hagnaður Fiskmarkaðs Suðurnesja jókst um 22%

REKSTUR Fiskmarkaðs Suðurnesja hf. (FMS) og dótturfélagsins Reiknistofu fiskmarkaða hf. gekk vel á síðasta ári. Hagnaður FMS að teknu tilliti til hlutdeildar í hagnaði Reikistofunnar var 29 milljónir króna eða um 22% meiri en árið á undan. Meira
11. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 56 orð | ókeypis

Kynning á hugbúnaði

VERKFRÆÐISTOFAN Vista heldur 5. kynningu sína á hugbúnaði fyrir skjámyndakerfi og sjálfvirk mælikerfi á Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 12. mars kl. 15.30­17. Fjallað verður um LabVIEW hugbúnaðarkerfið og sýnd dæmi um lausnir. Gestafyrirlesari verður Björn Björnsson, yfirmaður tæknideildar Íslenskrar getspár. Meira
11. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 91 orð | ókeypis

Mosaic vill komast yfir Bolton

BREZKT fjárfestingarfyrirtæki, Mosaic Investments Plc, kveðst eiga í viðræðum við fyrstu deildar liðið Bolton Wanderers um kaup á félaginu. Verð hlutabréfa í Mosaic hækkaði um 5 1/2 pens í 51-1/2 pens áður en viðskiptum með þau var hætt að ósk fyrirtækisins. Meira
11. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 243 orð | ókeypis

»Nýjar methækkanir

HLUABRÉF seldust á nýju metverði í þremur helztu kauphöllum Evrópu í gær eftir nýjar hækkanir í Wall Street í kjölfar hækkana í síðustu viku, en dollar lét undan síga. Dow Jones, sem hækkaði um 56 punkta á föstudag, hafði hækkað um 24 punkta í 7024.75 skömmu áður en viðskiptum lauk í London, París og Frankfurt. Meira
11. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 95 orð | ókeypis

Samið um rekstrarvörur

RÍKISKAUP og J. Ástvaldsson hf. gengu nýverið frá rammasamningi til 2ja ára um kaup á rekstrarvörum fyrir tölvur og prentara fyrir ríkisfyrirtæki og stofnanir. Ríkiskaup leituðu tilboða í rekstarvörur sl. haust og þegar útboðsgögn voru opnuð í desember lágu fyrir tilboð frá 11 aðilum. Í kjölfarið var ákveðið að ganga til samaninga við fjögur af þessum fyrirtækjum og var J. Meira
11. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 99 orð | ókeypis

Verðhjöðnun milli febrúar og mars

VÍSTITALA neysluverðs miðað við verðlag í marsbyrjun 1997 reyndist vera 178,4 stig og lækkaði um 0,1% frá febrúarmánuði. Þessi vísitala gildir einnig til verðtryggingar. Lækkun á markaðsverði á húsnæði um 1,3% olli 0,11% vísitölulækkun. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,7% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 1,4%. Meira

Daglegt líf

11. mars 1997 | Neytendur | 128 orð | ókeypis

Hákon Már Örvarsson hlaut titilinn í ár

KEPPNI um matreiðslumann ársins fór fram um helgina en forkeppnin fór fram nokkrum dögum fyrir úrslitakeppnina. Keppnisrétt höfðu þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu og greitt keppnisgjald. Að þessu sinni var grunnhráefni í forkeppni lambahryggur, lambanýru, couscous og eggaldin. Meira
11. mars 1997 | Neytendur | 54 orð | ókeypis

Herragarðurinn flytur á Laugaveg

VERSLUNIN Herragarðurinn verður opnuð í maí í 170 fermetra húsnæði þar sem Habitat var áður til húsa að Laugavegi 13. Sigurjón Þórsson eigandi Herragarðsins segir að auk úrvals af hefðbundnum herrafatnaði verði einnig herraskór á boðstólum. Þá verður veitingastaðurinn Mirabelle í bakhúsinu og verslunin Virgin verður einnig þarna til húsa. Meira
11. mars 1997 | Neytendur | 166 orð | ókeypis

Kvenfataverslunin OASIS í Kringlunni

FIMMTUDAGINN 13. mars verður kvenfataverslunin OASIS opnuð í suður Kringlu. OASIS-verslanir voru fyrst opnaðar árið 1991 í Bretlandi og hefur síðan fjölgað hratt. Að sögn Þorbjörns Stefánssonar, framkvæmdastjóra Álfheima ehf., sem er rekstraraðili OASIS, hafa verslanirnar verið kjörnar tískuverslanir ársins í Bretlandi bæði 1995 og 1996. Meira
11. mars 1997 | Neytendur | 521 orð | ókeypis

Selur íslenskt bútasaumsblað til Bandaríkjanna

ÍSLENSKA bútasaumsblaðið hefur nú verið þýtt á ensku og ber nafnið The Icelandic Patchwork Magazine. Stendur til að selja það í Bandaríkjunum og víðar. "Til að byrja með læt ég prenta blaðið á ensku í um 5.000 eintökum. Það verður prentað hjá Gutenberg og flutt út til New York þar sem dreifingu annast Melissa Bishop. Meira
11. mars 1997 | Neytendur | 130 orð | ókeypis

Uppþvottavélar og tölvukaup

FYRSTA tölublað Neytendablaðsins á þessu ári er komið út. Þar er meðal annars að finna úttekt á þeim uppþvottavélum sem seldar eru hérlendis og ráðleggingar fyrir byrjendur í tölvuheiminum. Þá er að finna í blaðinu niðurstöður gæðakönnunar á tölvuprenturum. Það er International testing, sem er samstarfsvettvangur neytendasamtaka um gæðakannanir á vörum, sem stendur að könnuninni. Meira

Fastir þættir

11. mars 1997 | Dagbók | 2887 orð | ókeypis

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 7.­13. mars eru Laugarnesapótek, Kirkjuteigi 21 og Árbæjarapótek, Hraunbæ 102b, opin til kl. 22. Auk þess er Laugarnesapótek opið allan sólarhringinn. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19. Meira
11. mars 1997 | Í dag | 30 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. desember 1996 í Fella- og Hólakirkju af sr. Hreini Hjartarsyni, föður brúðgumans, Þórhildur Pálmadóttir og Hjörtur Hreinsson. Heimili þeirra er erlendis. Meira
11. mars 1997 | Dagbók | 605 orð | ókeypis

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
11. mars 1997 | Í dag | 356 orð | ókeypis

Ú ER allt á tilboðum. Ferðalög til útlanda eru á tilboðum

Ú ER allt á tilboðum. Ferðalög til útlanda eru á tilboðum. Matvörur eru á tilboðum. Alls kyns heimilistæki eru á tilboðum. Bækur eru á tilboðum. Það vantar bara, að peningar séu á tilboðum. Svo eru afmælisafslættir. Gildir þá einu hvort fyrirtækið á 1 árs afmæli, 5 ára afmæli eða 50 ára afmæli. Viðskiptavinum stendur til boða afmælisafsláttur. Meira
11. mars 1997 | Fastir þættir | 669 orð | ókeypis

Varasveitirnar og Borgnesingar í úrslitin

Yfir 200 þátttakendur ­Aðgangur ókeypis EITT skemmtilegasta mót vetrarins, undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni, fór fram um helgina. Þar mættust sterkustu sveitir landsins, en 40 sveitir spiluðu um 10 sæti í úrslitunum, sem fram fara um bænadagana. Meira
11. mars 1997 | Í dag | 200 orð | ókeypis

Þakkir fyrirblaðagreinGUÐRÚN hringdi og vildi hún senda S

GUÐRÚN hringdi og vildi hún senda Sveini Indriðasyni þakkir fyrir grein sem hann skrifaði í Mbl. 6. mars, um Jón H. Björnsson í Alaska. Hún tekur undir það sem Sveinn skrifar. Jón kenndi henni grasafræði í unglingaskóla og áhugasamari og meira lifandi kennara hefur hún aldrei haft. Sá áhugi sem hann vakti með henni á gróðri dafnar enn á 1000 fm húsalóð og 3 hektara skógrækt. Meira

Íþróttir

11. mars 1997 | Íþróttir | 356 orð | ókeypis

Alþjóðlegt mót

Kvennalandsliðið tekur þátt í alþjóðlegu móti í Algarve í Portúgal. Danmörk - Ísland4:1 - Sigrún Óttarsdóttir. Noregur - Finnland5:1 Reykjavíkurmótið Fylkir - Valur0:0KR - Víkingur1:1Sigþór Júlíusson - Marteinn Guðgeirsson Spánn Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 223 orð | ókeypis

ANIER Garcia

ANIER Garcia frá Kúbu hélt upp á 21 árs afmælið sitt á laugardaginn með því að verða heimsmeistari í 60 metra grindahlaupi. Hann hljóp á 7,48 sek. sem er persónulegt met. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 404 orð | ókeypis

Baráttan fleytti ÍR alla leið

Við munum ekki hversu langt er um liðið síðan við lögðum Valsmenn hér í Seljaskóla, en eflaust er langur tími síðan, svo við vorum staðráðnir í að berjast af hörku fyrir sigri," sagði Frosti Guðlaugsson, fyrirliði ÍR að loknum 19:17 sigri ÍR á Val í Seljaskóla á sunnudagskvöldið. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 420 orð | ókeypis

BCJ Hamburg

BCJ Hamburg, lið Guðmundar Bragasonar í þýsku 2. deildinni, er komið í úrslitakeppnina fyrir laus sæti í 1. deild að ári. Guðmundur og félagar unnu Quakenbr¨uck94:89 um helgina og sigruðu með sex stiga mun í norðurriðli deildarinnar. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

Botninn eftir í Borgarfirði

ÞAÐ er óhætt að segja að Borgnesingar hafi skilið botninn eftir í Borgarfirði þegar þeir sóttu Grindvíkinga heim á sunnudagskvöld því Íslandsmeistararnir sýndu þeim enga gestrisni og burstuðu þá 111:68 í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Grindvíkingar fara því fullir sjálfstraust í annan leikinn sem verður háður í Borgarnesi í kvöld. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 438 orð | ókeypis

BRONS »Stuðningur skilar sérí verðugum fulltrúumog góðum afrekum

Um árabil var fyrsta leiks Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu beðið með mikilli eftirvæntingu. Á þessu hefur orðið mikil breyting og um helgina féll mótið algerlega í skuggann af heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss í París. Íslenska afreksfólkið var í sviðsljósinu ytra á meðan fáir gerðu sér grein fyrir að boltinn var byrjaður að rúlla heima. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 209 orð | ókeypis

Bæti mig í fimm greinum en fæ ekkert borgað! CHRIS H

CHRIS Huffins frá Bandaríkjunum var að keppa í sjöþraut innanhúss í fyrsta skipti á HM í París. Hann hefur þó tekið þátt í slíkri þraut úti, en bætti sig verulega nú. "Ég bætti mig í fimm greinum, en fæ samt ekkert borgað," sagði hann við Morgunblaðið í París og brosti góðlátlega. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 462 orð | ókeypis

"Einfaldlega okkar leikur"

"ÞETTA var einfaldlega okkar leikur. Við ætluðum alltaf að vinna þennan leik og hver einasti maður vann markvisst að því. Nú erum við öruggir í úrslitakeppnina og komum okkur þangað sjálfir. Þar eigum við örugglega eftir að koma mörgum á óvart. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 177 orð | ókeypis

EM-unglinga Belgrad í Júgóslavíu: Ísland - Júgóslavía0:21 Heimamenn sigruðu með miklum yfirburðum í öllum sínum leikjum, lögðu

EM-unglinga Belgrad í Júgóslavíu: Ísland - Júgóslavía0:21 Heimamenn sigruðu með miklum yfirburðum í öllum sínum leikjum, lögðu t.d. Tyrki 52:1. Ísland - Tyrkland4:2 Haraldur Vilhjálmsson 2, Jón B. Gíslason 1, Ingólfur Ólsen 1. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 343 orð | ókeypis

Eyjamenn á uppleið Eyjamenn st

Eyjamenn á uppleið Eyjamenn stefna á gott sæti í úrslitakeppninni, heimavallarsæti. Mikilvægur áfangi á þeirri leið náðist í KA- heimilinu sl. sunnudagskvöld þegar ÍBV gjörsigraði slaka KA-menn sem virðast heillum horfnir. Eyjamenn sigruðu með 9 marka mun, 26:17. Góð markvarsla Sigmars Þrastar í seinni hálfleik lagði grunninn að sigrinum. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 452 orð | ókeypis

Flestir veðja á Chelsea

Chelsea, sem mætir Wimbledon í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar, er efst á blaði hjá veðbönkum í London ­ flestir veðja að liðið tryggi sér bikarinn, sem það vann síðast 1970. Í öðru sæti hjá veðbönkum er Middlesbrough, sem mætir Chesterfield. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 128 orð | ókeypis

Framhaldið skýrist fljótlega

Bjarni Guðjónsson, knattspyrnumaður hjá ÍA, er hættur við að fara til Glasgow Rangers og fer sennilega heldur ekki til Leeds. Hann sagði við Morgunblaðið í gær að næsta skref væri að kanna möguleika á samningi við eitt þeirra félaga sem hafa sýnt áhuga á að fá sig. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 297 orð | ókeypis

FRJÁLSÍÞRÓTTIR/HM Í PARÍSMeir

JÓN Arnar Magnússon segist vita að gullið hafi verið innan seilingar í sjöþrautarkeppni heimsmeistaramótsins í frjálsíþróttum í París, "en það væri samt rangt af mér að vera óánægður með þriðja sætið og bronsið. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 388 orð | ókeypis

Fyrsta tap Bochum heima

Bochum, lið Þórðar Guðjónssonar, tapaði 1:0 á heimavelli fyrir Schalke um helgina og var þetta fyrsta tap Bochum á heimavelli í vetur. Þórður kom inná er 20 mínútur voru til leiksloka. Schalke hefur nú leikið átta leiki í röð án þess að tapa og hefur ekki fengið á sig mark í 10 klukkustundir og 14 mínútum betur. Hertha Berlín er á hraðri leið upp í 1. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 224 orð | ókeypis

Guðni gerði 100. mark Bolton á tímabilinu

Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton, var með tvö mörk þegar liðið vann Swindon 7:0 í 1. deild ensku knattspyrnunnar um helgina. Þetta var stærsti sigur Bolton í 13 ár og virðist fátt geta komið í veg fyrir að það endurheimti sæti í úrvalsdeildinni. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 354 orð | ókeypis

Ha, setti ég mótsmet? JÓN Arnar kastaði kúlu 16,27

JÓN Arnar kastaði kúlu 16,27 metra á laugardaginn og bætti þar með árangur sinn í greininni í sjöþrautarkeppni. En það var ekki það eina sem hann bætti: Jón gerði sér lítið fyrir og setti heimsmeistaramótsmet í greininni. Gamla metið átti Spánverjinn Antonio Penalver (16,15 m) frá því á HM fyrir tveimur árum í Barcelona. Tomas Dvorak kastaði reyndar 16,25 á laugardaginn og Jón bætti síðan hans Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 333 orð | ókeypis

Haukar sterkariá endasprettinum

Haukar heimsóttu Framara í Safamýrina á sunnudagskvöld og höfðu sigur, 27:24. Leikmenn lögðu allt í sölurnar, enda hafa liðin nokkurra hagsmuna að gæta í deildarkeppninni þessa dagana. Með sigrinum eiga Haukar enn möguleika á að hreppa deildarmeistaratitilinn, en möguleikar Framara á að njóta heimaleikjaréttar í úrslitakeppninni hafa minnkað verulega. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 179 orð | ókeypis

Haukar - UMFN83:88 Íþróttahúsið við Strandgötu, fyrsti eða fyrri leikur liðanna í 8-liða úrslitum, mánudaginn 10. mars 1997.

Íþróttahúsið við Strandgötu, fyrsti eða fyrri leikur liðanna í 8-liða úrslitum, mánudaginn 10. mars 1997. Gangur leiksins: 0:5, 11:11, 13:20, 27:30, 39:33, 43:42, 45:49, 46:58, 59:66, 65:75, 78:82, 83:84, 83:88. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 205 orð | ókeypis

Heimsbikarkeppnin

KONURMammoth Lakes í Kaliforníu: Risasvig: 1. Katja Seizinger (Þýskal.)1.16,08 2. Hilde Gerg (Þýskal.)1.17,67 3. Pernilla Wiberg (Svíþjóð)1.17,72 4. Isolde Kostner (Ítalíu)1.17,86 5. Katharina Gutensohn (Þýskal.)1.18,17 Staðan í risasvigskeppninni: 1. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 568 orð | ókeypis

HM innanhúss

Bercy-höllin í París: KARLARSjöþraut: Hástökk: Sebastian Chmara, Póllandi2,10 Christian Plaziat, Frakkl.2,04 Chris Huffins, Bandar.2,04 JÓN ARNAR MAGNÚSSON2,04 Steve Fritz, Bandar.2,01 Robert Zmelik, Tékklandi2,01 Erki Nool, Eistlandi1,95 Sebastien Levicq, Frakkl. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 185 orð | ókeypis

ÍA - KR67:79 Íþróttahúsið Akranesi, fyrsti eða fyrri leikur

Íþróttahúsið Akranesi, fyrsti eða fyrri leikur liðanna í 8-liða úrslitum, sunnudaginn 9. mars 1997. Gangur leiksins: 0:2, 6:15, 12:26, 20:29, 25:33, 30:39 38:39, 42:47, 52:55, 56:61, 58:67, 65:73, 67:81. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 26 orð | ókeypis

Í kvöld Körfuknattleikur 8-liða úrslit - annar leikur: Borgarnes:UMFS - UMFG20 Seltj.nes:KR - ÍA20

Körfuknattleikur 8-liða úrslit - annar leikur: Borgarnes:UMFS - UMFG20 Seltj.nes:KR - ÍA20 Handknattleikur Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 1595 orð | ókeypis

Jón Arnar Magnússon hlaut 6.145 stig í sjöþraut heimsmeistaramó

Jón Arnar var með forystu eftir fyrri keppnisdaginn í sjöþrautinni og ekki var óraunhæft að reikna hreinlega með því að hann yrði heimsmeistari. Svo fór þó ekki, því slök frammistaða hans í stangarstökkinu ­ grein sem hann hefur einmitt lengi átt í vandræðum með ­ varð til þess að vonir um fyrsta sætið og heimsmeistaratign urðu að engu. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

Keflvíkingar óstöðvandi

Keflvíkingar eru ekki árennilegir þessa dagana og það fengu ÍR-ingar að finna þegar liðin mættust í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Heimamenn sigruðu með miklum yfirburðum, 107:69, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 53:32. Bandaríkjamaðurinn í liði heimamanna, Damond Johnson, átti stórleik og setti 38 stig þó svo að hann léki ekki síðustu 8 mínútur leiksins. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 992 orð | ókeypis

Kipketer frábær

Mikið var um skemmtilega keppni á HM. Skapti Hallgrímsson sá Wilson Kipketer setja tvö heimsmet, "gömlu" konurnar berjast í 1.500 metrunum og Mutolu sigra í 800 m hlaupi í minningu föður síns sem er nýlátinn. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 99 orð | ókeypis

Konur í tugþraut? STACEY Dragila, sem

STACEY Dragila, sem varð fyrst kvenna heimsmeistari í stangarstökki, hefur lengi lagt stund á frjálsíþróttir en reyndar verið í sjöþraut. Hún sagðist fara rakleiðis eftir HM heim til Bandaríkjanna, til Suður Kaliforníu, þar sem hún ætlaði að taka þátt í tugþrautarmóti. "Tugþraut?" spurði einn bandarísku blaðamannanna sem var að rabba við hana eftir sigurinn ásamt Morgunblaðinu. "Já. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 320 orð | ókeypis

Kætin vó þungt

FRAMSTÚLKUR tryggðu sér sæti í undanúrslitum í handknattleik kvenna á laugardaginn með því að leggja Víkingsstúlkur 22:20 í þriðja leik liðanna. Stúlkurnar úr Safamýrinni komu kátar til leiks, virtust yfirvegaðar og höfðu gaman af því sem þær voru að gera. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 377 orð | ókeypis

Lífróður Selfyssingaheldur þeim á floti

Atgangurinn var harður á Seltjarnarnesi á sunnudagskvöldið þegar Grótta og Selfoss réru lífróður fyrir tilveru sinni í 1. deild. Selfyssingar, sem sátu á botni deildarinnar, Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 45 orð | ókeypis

Morgunblaðið/Ásdís FRAKKINN Christian Plaziat fyrst

Morgunblaðið/Ásdís FRAKKINN Christian Plaziat fyrstur eftir einn hring í 100metra hlaupinu. Jón Arnar er annar, Erki Nool fyrir aftanhann og Robert Zmelik lengst til hægri. Aftast til vinstri séstí Chris Huffins, fyrir framan hann er Frakkinn Levicq og aftastur fyrir miðju er Bandaríkjamaðurinn Stve Fritz. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 277 orð | ókeypis

Ofboðslega ánægður

Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars, fór ekki leynt með hvað honum fannst um árangur piltsins. "Ég er ofboðslega ánægður. Ég hugsa auðvitað alltaf um ef-in, hvað hefði getað gerst ef..., en það eru bara dagdraumar og þýðir ekkert að vera að hugsa svoleiðis. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 335 orð | ókeypis

Ótrúlegur lokakafli HK-inga Það var öðru

Ótrúlegur lokakafli HK-inga Það var öðru fremur ótrúleg barátta og sigurvilji sem gerðu sigur HK-manna á Stjörnunni í Digranesi á sunnudagskvöldið mögulegan. HK-menn hafa þá ennþá möguleika á að halda sér í fyrstu deild ef þeir ná hagstæðum úrslitum á fimmtudaginn, en þá þurfa þeir að sækja Eyjamenn heim. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 503 orð | ókeypis

Óttast blakmaður ársinsÁKI THORODDSEN

ÁKI Thoroddsen var um helgina valinn besti leikmaðurinn í 1. deild karla í lokahófi Blaksambands Íslands. Áki er 22 ára gamall og hefur stundað blak frá því hann var fjórtán ára. Hann kynntist blakíþróttinni fyrst á Dalvík þar sem hann steig sín fyrstu skref með Rimum, sem er öldungalið staðarins. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 236 orð | ókeypis

Parma sækir að Juve Mikilvægasti

Mikilvægasti leikur tímabilsins, sögðu ítölsku blöðin um viðureign Inter og Juventus á San Siro á sunnudaginn. Síðarnefnda liðið hefur haft trausta forystu lengi en Parma og Inter hafa sótt á undanfarnar vikur og með sigri hefði Inter fært spennu í toppbaráttuna. Markverðir liðanna, þeir Peruzzi og Pagliuca, voru bestu menn vallarins. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 176 orð | ókeypis

Pernilla í fótspor Stenmarks

PERNILLA Wiberg frá Svíþjóð tryggði sér um helgina sigur í stigakeppni heimsbikarsins í alpagreinum skíðaíþrótta og varð um leið fyrst sænskra kvenna til að ná því markmiði. Hún fetar þar með í fótspor landa síns, Ingemars Stenmarks, sem vann heimsbikarinn þrjú ár í röð, 1976, 1977 og 1978. Konurnar kepptu í risasvigi og svigi í Mammoth Lakes í Californiu á laugardaginn. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 430 orð | ókeypis

Skagamenn réðu ekki við Eford

KR-ingar komu á Akranes staðráðnir í að sigra heimamenn í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Með Roney Eford í miklum ham náðu þeir því takmarkinu, unnu 81:67. hafsmínútunum og náðu fljótlega fjórtán stiga forskoti. Þeir spiluðu mjög góða vörn, pressuðu þegar það átti við en féllu svo niður þess á milli. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 1080 orð | ókeypis

Spánn Valencia - Sevilla4:2 Jose Gal

Valencia - Sevilla4:2 Jose Galvez (4.), Ariel Ortega (45., 90. vsp.), Leandro (90.) - Varsilis Tsartas (29.), Jesus Galvan (68.) Rautt spjald: Vicente Engonga (Valencia 59.) 41.000 Sporting Gijon - Logrones2:0 Tcherisev (40.), Marcos Vales (57.) 18.000 Barcelona - Compostela3:0 Laurent Blanc (5. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 332 orð | ókeypis

Stangassinger bestur í ólympíubrautinni

Thomas Stangassinger frá Austurríki, sem hefur þurft að vera í skugga landa síns Thomasar Sykora í sviginu í vetur, náði loks að sigra á heimsbikarmóti sem fram fór í ólympíubrautinni í Shiga Kogen í Japan um helgina. Þetta var fyrsti sigur hans í þrjú ár og sá fimmti á ferlinum. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 165 orð | ókeypis

Stjarnan áfram veginn

Loks tókst að setja leik ÍBV og Stjörnunnar í 8 liða úrslitum kvenna á dagkskrá á sunnudagskvöldið, en upphaflega stóð til að hann yrði sl. fimmtudagskvöld. Stjörnustúlkur sóttu nokkuð auðveldan sigur í hendur Eyjastúlkna og tryggðu sér um leið sæti í fjögurra liða úrslitum, en þetta var annar sigur Garðbæinga, lokatölur 30:24. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 705 orð | ókeypis

Vantaði meiri hraða í atrennuna

VALA Flosadóttir náði ekki að stökkva nema 4,00 metra í stangarstökkskeppninni í París á sunnudaginn og varð í áttunda sæti. Þetta er 20 sentímetrum lægra en hún gerði í Laugardalshöll á dögunum þegar hún setti heimsmet unglinga. Óvænt úrslit urðu í keppninni því Emma George, heimsmethafi frá Ástralíu, sem talin var nánast örugg með gullverðlaun, varð að sætta sig við silfur. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 254 orð | ókeypis

Þrjú mörk á þremur mínútum

Gífurleg spenna var á síðustu mínútum leiks Liverpool og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í gærkvöldi. Heimamenn komust í 3:0 fyrir hlé með mörkum frá McManaman, Berger og Fowler. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 37 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Árni Sæberg PÉTUR Ingvarsson og félagar hans í Haukum urðu að sætta sig við tap á heimavelli fyrir Njarðvíkingum í gærkvöldi. Hér stekkur hann upp á milli Jóhannesar Kristbjörnssonar og TorreyJohn og reynir skot úr erfiðu færi. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 169 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

NBA-deildin: Leikið aðfaranótt laugardags: Boston - New York102:113 Toronto - San Antonio103:106 Atlanta - Milwaukee90:80 Washington - Miami105:108 Eftir framlengingu. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 234 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Njarðvíkingar ættu að eiga nokkuð greiða leið í undanúrslit Íslandsmótsins í körfuknattleik karla eftir að hafa unnið Hauka í Hafnarfirði, 88:83, í fyrsta eða fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum í gærkvöldi. Njarðvík var með yfirhöndina lengst af og var staðan í hálfleik 49:45 fyrir Suðurnesjamenn. Meira
11. mars 1997 | Íþróttir | 1025 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Grótta - Selfoss26:27 Íþróttahúsið Seltjarnarnesi, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla - 21. umferð, sunnudaginn 9. mars 1997. Gangur leiksins: 1:0, 2:1, 2:3, 4:4, 5:9, 10:9, 10:12, 11:13, 13:13, 14:14, 14:16, 16:19, 17:21, 21:22, 23:24, 23:25, 25:25, 25:26, 26:26, 26:27. Meira

Fasteignablað

11. mars 1997 | Fasteignablað | 68 orð | ókeypis

Byggingariðnaður í kreppu

ENDALOK erfiðrar og kvalafullrar niðursveiflu í þýskum byggingariðnaði eru greinilega ekki í nánd. Ólíklegt er að úr muni rætast svo að heitið geti fyrir árið 2006 að því er segir í skýrslu frá Ifo, hinni virtu efnahagsrannsóknarstofnun í München. Meira
11. mars 1997 | Fasteignablað | 1370 orð | ókeypis

Eftirspurn eftir lóðum eykst

Stórframkvæmdir á Egilsstöðum hafa aukið fólki bjartsýni. Fleiri framkvæmdir koma í kjölfarið og nú er mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsalóðum eftir nokkra lægð. Helgi Bjarnason kynnti sér fasteignamarkaðinn, helstu framkvæmdir og skipulagsmál. Meira
11. mars 1997 | Fasteignablað | 187 orð | ókeypis

Egils- staðir

MIKIL eftirspurn er nú eftir íbúðarhúsalóðum á Egilsstöðum, en stórframkvæmdir þar hafa aukið fólki bjartsýni. Kemur þetta fram í grein eftir Helga Bjarnason hér í blaðinu í dag, þar sem fjallað er um fasteignamarkaðinn, framkvæmdir og skipulagsmál á Egilsstöðum. Meira
11. mars 1997 | Fasteignablað | 272 orð | ókeypis

Einbýlishús á hraun- lóð í Hafnarfirði

GÓÐ hús á hraunlóðum í Hafnarfirði hafa mikið aðdráttararafl fyrir marga. Hjá fasteignasölunni Hóli, Hafnarfirði er nú til sölu gott einbýlishús við Sléttahraun 16. Húsið er 232 ferm., pallbyggt og með 35 ferm. innbyggðum bílskúr. Ásett verð er 14,5 millj. kr. Meira
11. mars 1997 | Fasteignablað | 183 orð | ókeypis

Einbýlishús í hjarta borgarinnar

LÍTIÐ er um, að einbýlishús í hjarta borgarinnar komi í sölu. Hjá Fasteignamarkaðinum er nú til sölu einbýlishús við Kirkjugarðsstíg 8. Húsið er tvær hæðir og ris, alls um 120 ferm. Húsið er allt endurbyggt, en það var upphaflega reist árið 1923. Meira
11. mars 1997 | Fasteignablað | 170 orð | ókeypis

Fallegt endarað- hús í Fossvogi

HJÁ fasteignasölunni Borgum er til sölu fallegt endaraðhús að Geitlandi 31 í Fossvogi. Húsið er um 190 ferm. með 21 ferm. bílskúr. Húsið er byggt 1968. Húsið er mjög glæsilega innréttað," sagði Ægir Breiðfjörð hjá Borgum. Á miðpalli er gengið inn í eldhús með fallegum sérsmíðuðum innréttingum. Þar er geymsla og búr inn af og gestasnyrting. Meira
11. mars 1997 | Fasteignablað | 42 orð | ókeypis

Föngulegur og frægur

SOFT Big Easy heitir þessi föngulegi stóll og þess má geta að hann er heimsfrægur" síðan Michael Jackson notað hann í tónlistarmyndband. Hann er hannaður af hinum ísraelska Ron Arad og þarf gott pláss ef hann á að njóta sín. Meira
11. mars 1997 | Fasteignablað | 430 orð | ókeypis

Gagnrýni á nútíma loftræstikerfi

ARINELDUR og kolaofn verða aldrei eldstæði sem fá hrós fyrir góða varmanýtingu, meirihluti varmans rýkur upp um reykháfinn engum til gagns nema kannske hrafninum ef hann hefur vit eða löngun til að nýta sér hann. Meira
11. mars 1997 | Fasteignablað | 252 orð | ókeypis

Glæsihús við Silungakvísl

HJÁ Eignamiðluninni er til sölu glæsilegt einbýlishús við Silungakvísl 4. Húsið er 288 ferm., á tveimur hæðum, með 44 ferm. tvöföldum, innbyggðum bílskúr og stendur á mjög góðum stað. Ásett verð er 21 millj. kr. Meira
11. mars 1997 | Fasteignablað | 203 orð | ókeypis

Gott parhús í Smáíbúðahverfi

HJÁ fasteignasölunni Laufási er til sölu parhús á tveimur hæðum að Akurgerði 52 í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Húsið er alls 135 ferm. ásamt 26 ferm. bílskúr. Það var upphaflega reist 1954, en byggt var við það 1974. Meira
11. mars 1997 | Fasteignablað | 487 orð | ókeypis

Íbúðarhús með stálgrind ryðja sér til rúms

STÁLGRINDARHÚS sem íbúðarhús hafa verið næsta fágæt hér á landi. Þau eiga aftur á móti langa hefð að baki sér víða erlendis, ekki hvað sízt í Bandaríkjunum. Þar hefur stálið stöðugt verið að sækja á sem byggingarefni vegna hækkandi verðs á timbri. Meira
11. mars 1997 | Fasteignablað | 194 orð | ókeypis

Kostnaði við Berlínar flutninga haldið í skefjum

FLUTNINGAR þýzkra stjórnvalda til Berlínar frá Bonn verða 288 milljónum marka ódýrari en áætlað hefur verið að sögn Klaus Töpfers byggingamálaráðherra. Að sögn Töpfers ætti heildarkostnaður flutninganna ekki að fara fram úr 20 milljörðum marka. Meira
11. mars 1997 | Fasteignablað | 209 orð | ókeypis

Lélegar bruna- varnir

YFIR 300.000 íbúðir í Noregi eru byggðar án brunagafls úr steinsteypu, sem á að koma í veg fyrir, að eldur breiðist út frá einni íbúð til annarar, ef eldur verður laus. Norska blaðið Aftenposten skýrði frá þessu fyrir skömmu í kjölfar mikils bruna í bænum Asker. Meira
11. mars 1997 | Fasteignablað | 43 orð | ókeypis

Loft- ræsting

AÐ þessu sinni fjallar Sigurður Grétar Guðmundsson um loftræstingu í þættinum Lagnafréttir, en Lagnafélagið stendur fyrir ráðstefnu nk. föstudag um loftræstingu í skólum. Allir viðurkenna, að víða sé pottur brotinn, en það virðist vefjast fyrir mönnum að skilgreina, hvað sé að. Meira
11. mars 1997 | Fasteignablað | 47 orð | ókeypis

Nýr en ellilegur

ÞESSI ísskápur er mjög gamaldags í útliti en það er ekki allt sem sýnist, því að hann er alveg nýr. Hann hefur aðeins þegið svipmót frá gömlu ísskápunum sem voru alls ráðandi fyrir fjörutíu árum eða svo. Hann er þó heldur litglaðari en frumherjarnir voru. Meira
11. mars 1997 | Fasteignablað | 47 orð | ókeypis

Stálgrind- arhús

BYGGINGAFYRIRTÆKIÐ Krosshamrar hefur nú tekið stálgrindina í þjónustu sína við smíði íbúðarhúsa. Fyrsta húsið stendur á Seltjarnarnesi og seldist strax, á meðan það var í smíðum. Ætlunin er að reisa fjögur íbúðarhús af þessari gerð við Dofraborgir í Borgahverfi og eru framkvæmdir þegar hafnar. Meira
11. mars 1997 | Fasteignablað | 33 orð | ókeypis

Svartir gluggar

Svartir gluggar SVART og hvítt er mjög fallegt saman og stílhreint. Það fer greinilega vel á að hafa gluggapósta svarta við hvíta veggi og húsgögn, ekki síst ef engar gardínur eru með í spilinu. Meira
11. mars 1997 | Fasteignablað | 280 orð | ókeypis

Um 60% heildar- viðhalds unnið af húseigendum

MARGIR hús- og íbúðareigendur hafa ekki sinnt viðgerðum og viðhaldi eigna sinna sem skyldi. Ástæðan er ekki sízt sú, að íslenzk hús eru tiltölulega ný, en um helmingur þeirra er 25 ára eða yngri. Viðhaldsþörf þeirra hefur því ekki verið eins aðkallandi og ella. Nú má hins vegar gera ráð fyrir, að viðhaldsþörfin fari að segja til sín fyrir alvöru. Meira
11. mars 1997 | Fasteignablað | 203 orð | ókeypis

Vönduð íbúð í Vesturbænum

VESTURBÆRINN hefur ávallt mikið aðdráttarafl fyrir marga. Hjá fasteignasölunni Fold er til sölu íbúð að Hringbraut 119. Íbúðin er í JL húsalengjunni og er aðalinngangur frá Lágholtsvegi. Íbúðin er á fjórðu hæð og er gólfflötur hennar um 100 ferm. Hús þetta var reist 1985. Meira
11. mars 1997 | Fasteignablað | 14 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

11. mars 1997 | Fasteignablað | 12 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

11. mars 1997 | Úr verinu | 103 orð | ókeypis

Laxeldi í vanda

FRANSKA fyrirtækið Salmor tilkynnti í febrúar sl. að það hefði hætt laxeldi undan ströndum Brittaníu en þar hefur fyrirtækið alið lax síðastliðin tíu ár. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið leggi endanlega upp laupana eftir þrjá mánuði og þar með er talið að franskt laxeldi leggist af á einu bretti. Þegar Salmor hóf rekstur var gert ráð fyrir að 77 frankar fengjust fyrir kílóið af laxi. Meira
11. mars 1997 | Úr verinu | 391 orð | ókeypis

Skelvertíð að ljúka en illa gengur með beitukónginn

LÍTILL kraftur er í útgerð vertíðarbáta frá Stykkishólmi um þessar mundir, en þaðan eru gerðir út 6 bátar 100­160 tonn á stærð. Þorskkvóti þessara báta er mjög takmarkaður. Þeir hafa litla úthlutun í þroskkvóta sem setur sitt mark á útgerð þeirra. Þrír bátar stunda netaveiðar, en þeir mega lítið fiska vegna þess hve þorskkvóti þeirra er takmarkaður. Þeir eru með fá net í sjó, u.þ.b. Meira
11. mars 1997 | Úr verinu | 352 orð | ókeypis

Vilja að Ísland gangi á ný í Alþjóðahvalveiðiráðið

ÞRÍR Þingmenn jafnaðarmanna, þau Svanfríður Jónasdóttir, Jón Baldvin Hannialsson og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, leggja til í þingsályktunartillögu á Alþingi að fela ríkisstjórninni að gera ráðstafanir til að Ísland verði aftur aðili að Alþjóðahvalveiðiráðinu. Mótmæli Alþingis við banni við hvalveiðum verði hluti þeirra ráðstafana. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.