Greinar laugardaginn 15. mars 1997

Forsíða

15. mars 1997 | Forsíða | 212 orð

Bann við brottkasti á fiski kemur til greina

RÍKIN, sem eiga lögsögu að Norðursjó, hafa ákveðið að taka á gífurlegri ofveiði þar, en flestir mikilvægustu fiskistofnar í hafinu eru ofveiddir og sumir nálægt hruni. Talið er að jafnmiklu af fiski sé kastað í sjóinn og berst á land, en Evrópusambandið (ESB) hefur fremur hvatt til þess að fiski sé fleygt en komið sé að landi með "óæskilegan afla". Meira
15. mars 1997 | Forsíða | 94 orð

Clinton slasaður

BILL Clinton Bandaríkjaforseti var skorinn upp í gærkvöldi eftir að liðbönd í hné rifnuðu í fyrrinótt. Forsetinn var á leið frá vini sínum, golfleikaranum Greg Norman á Flórída, er hann missteig sig. Var haft eftir forsetanum að hann hafi heyrt "mikinn smell" í hægra fæti. Voru þegar kallaðir út læknar hersins, sem létu flytja forsetann á sjúkrahús. Meira
15. mars 1997 | Forsíða | 103 orð

Hert á andstöðuRússa

BORÍS Jeltsín, Rússlandsforseti, býst við því, að leiðtogafundur þeirra Bills Clintons, Bandaríkjaforseta, í Helsinki í næstu viku verði sá erfiðasti frá því hann var kjörinn Rússlandsforseti 1991. Herti Jeltsín á andstöðu Rússa gagnvart stækkun Atlantshafsbandalagsins (NATO) til austurs og sagði það ófrávíkjanlega kröfu, að fyrrverandi ríki Sovétríkjanna fengju ekki aðild, þ.m.t. Meira
15. mars 1997 | Forsíða | 572 orð

Skotið á erlenda ríkisborgara er þeir flýðu land

SKOTIÐ var á erlenda hermenn og skelfingu lostna Vesturlandabúa, er verið var að koma þeim síðarnefndu frá Albaníu í gær. Algert upplausnarástand ríkir um mestallt landið og hafa hundruð manna reynt að komast úr landi, flestir til Ítalíu. Meira

Fréttir

15. mars 1997 | Erlendar fréttir | 221 orð

11% án atvinnu í ESB

ATVINNULEYSI innan Evrópusambandsins mældist að meðaltali nærri 11% í janúar síðastliðnum, samkvæmt samantekt Eurostat, og hefur atvinnuleysi mælst nær óbreytt innan sambandsins undanfarin tvö ár. Þetta samsvarar því að um 18 milljónir manna séu án atvinnu í aðildarríkum Evrópusambandsins. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð

16 milljónir höfðu safnast

LANDSMENN höfðu gefið um 16 milljónir króna um kl. 22 í gærkvöldi í landssöfnuninni Gefum þeim von, sem Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, stóð fyrir í gær í samstarfi við Íslenska útvarpsfélagið, SPRON, Gulu línuna og fleiri. Að sögn umsjónarmanna söfnunarinnar var þessi árangur framar björtustu vonum. Söfnunin stóð yfir frá kl. 9 til 23.30. Meira
15. mars 1997 | Erlendar fréttir | 286 orð

86 farast í fluslysi ÍRÖNSK herflugvél hrapaði í fjallendi í norðausturhluta Írans í gær. 86 manns voru um borð og samkvæmt

JIANG Zemin, forseti Kína, fer til Rússlands í apríl til að undirrita samkomulag um fækkun í hersveitum þeim, sem gæta landamæra Kína við Rússland og Mið-Asíulýðveldin Kasakstan, Kirgistan og Tadjíkistan, sem áður voru hluti Sovétríkjanna. Frá þessu greindi Li Peng forsætisráðherra í gær. 1.000 hermenn handsamaðir Meira
15. mars 1997 | Erlendar fréttir | 603 orð

Athyglin beinist að ráðaleysi Evrópuríkja

BEIÐNI Salis Berisha, forseta Albaníu, um aðstoð vestrænna ríkja við að koma á lögum og reglu í landinu hefur beint athyglinni að ráðaleysi Evrópuríkja þegar alvarleg öryggisvandamál koma upp í álfunni, að sögn fréttaskýrenda í gær. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 536 orð

Aukin áhersla á norrænt samstarf á Evrópuvettvangi

UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðildarríkja Norðurlandaráðs komu saman til fundar í Brussel á miðvikudag til að ræða aukið samstarf á Evrópuvettvangi auk þess sem þeir áttu fundi með starfsbræðrum sínum frá Eystrasaltsríkjunum þremur um aukið samstarf á milli þessara aðila. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 240 orð

Bankinn sækist eftir þátttöku í lífeyristryggingum

LANDSBANKI Íslands gekk í gær til samninga við Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands um kaup og kauprétt á eignarhlut þess í Vátryggingafélagi Íslands (VÍS) og Líftryggingafélagi Íslands (LÍFÍS). Um er að ræða 44,2% eignarhlut í VÍS og 44,4% eignarhlut í LÍFÍS, en vegna eignarhluta hvors félags í hinu er í reynd um að ræða kaup á 50% eignarhlut í hvoru félagi. Meira
15. mars 1997 | Erlendar fréttir | 360 orð

Blair og Thatcher dást hvort að öðru

FRÉTTIR eru um, að Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hafi mikið álit á Tony Blair, leiðtoga Verkamannaflokksins. Er þessi orðrómur mikið vandræðamál fyrir Íhaldsflokkinn og ekki síst vegna þess, að margir telja, að í raun standi hún nær Blair en John Major forsætisráðherra. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Dagur harmonikunnar

Dagur harmonikunnar HARMONIKUFÉLAG Reykjavíkur stendur fyrir fjölskylduskemmtun í Danshúsinu í Glæsibæ við Álfheima nk. sunnudag, 16. mars, kl. 15. Leikin verður létt tónlist úr ýmsum áttum. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 281 orð

Djöflaeyjan lofuð í hástert

NORSKIR gagnrýnendur hlaða mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, "Djöflaeyjuna", sem frumsýnd var í Ósló á fimmtudagskvöld, lofi í gagnrýni sem birtist í nokkrum stærstu blöðum landsins í gær. "Frábær, einstök, vitræn" voru á meðal þeirra lýsingarorða sem gripið var til. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 226 orð

Dæmdir fyrir smygl á amfetamíni

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tvo menn, Kristján Hauksson, 34 ára, og Gísla Valgeirsson, 39 ára, í fjögurra og þriggja ára fangelsi fyrir stórfelldan innflutning á amfetamíni. Þriðji maðurinn, 32 ára, var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Hann var "burðardýr" í innflutningnum. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 472 orð

Eldgos á Íslandi efni í forsíðugrein í GEO

ÞÝSKA landa-, mann- og jarðfræðitímaritið GEO gerir nýafstaðin eldsumbrot í Vatnajökli að forsíðugrein í tölublaði sínu. Á 30 blaðsíðum er fjallað um eldgosið og afleiðingar þess í máli og myndum. Erwin Lausch ritar dagbók umbrotanna og hefur frásögnina á áhrifamikilli lýsingu á Skeiðarárhlaupinu og vitnar í þá dr. Meira
15. mars 1997 | Landsbyggðin | 122 orð

Fjölmenni á menningardegi Framhaldsskólans á Laugum

Laxamýri-Um helgina stóð Framhaldsskólinn á Laugum fyrir menningardagskrá í íþróttahúsinu að viðstöddu fjölmenni. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari, setti samkomuna og ræddi um stöðu skólans í fortíð og nútíð og mikilvægi þess fyrir héraðið að eiga öflugan framhaldsskóla. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

Fundur um Grósku

Fundur um Grósku FÉLAG frjálslyndra jafnaðarmanna og Birting-Framsýn efna til opins fundar á Kornhlöðuloftinu næstkomandi þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

Fyrsti farmur frá Helguvík

FYRSTA mjölfarminum, 750 tonnum, var skipað út frá nýrri loðnuverksmiðju SR-mjöls í Helguvík í gær. Mjölinu var skipað út í Njarðvíkurhöfn. Verksmiðjan hefur tekið á móti 10 þúsund tonnum af hráefni frá því hún var gangsett fyrir tveimur vikum. Meira
15. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Góð aflabrögð við Grímsey

BÁTARNIR hafa verið að moka inn þokkalegum þorski við Grímsey. Aflabrögðin hafa verið góð frá áramótum þegar gefur á sjó, en á köflum hefur tíðin verið rysjótt og á tímabili heyrði til undantekninga að hægt væri að róa tvo daga í röð. Hannes Guðmundsson gerir út netabátinn Sæbjörgu EA með sonum sínum og verka þeir allan aflann sjálfir. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Gullfoss í klakaböndum

Í DAGSFERÐ Útivistar sunnudaginn 16. mars verður farið austur í Grímsnes og Biskupstungur og Strokkur og Gullfoss skoðaðir í vetrarskrúða. Ef færð leyfir verður gengið með gljúfrum að Brattholti. Í lokin verður sýruker Bergþórs skoðað og boðið upp á sýrudrykk. Brottför er kl. 10.30 frá Umferðarmiðstöðinni. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 673 orð

Háskólinn er risafyrirtæki

Opið hús verður verður í Háskóla Íslands á morgun kl. 14­17, þar sem raunvísindadeild, verkfræðideildir og nokkrar fleiri stofnanir sýna hluta af starfsemi sinni. Dagskrá Háskóladags hefst kl. 13 í Háskólabíói þar sem Sveinbjörn Björnsson rektor býður fólk velkomið. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flytur síðan píanókonsert nr. 1 op. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 274 orð

Hefði getað brotnað fyrir handtöku

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað ríkið af kröfum manns, sem krafðist bóta vegna meiðsla sem hann hefði orðið fyrir við handtöku í mars 1993. Maðurinn sakaði lögreglumann um að hafa fellt sig í gólfið og sett hné á bringspalir sér, svo tvö rifbein brustu. Meira
15. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Hermannsmót

HERMANNSMÓT, sem er bikarmót í flokki 15 til 16 ára og fullorðinna, verður í Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina. Keppt verður í stórsvigi og svigi. Í dag, laugardag, verður stórsvig karla og svig kvenna. Á morgun, sunnudag, verður stórsvig kvenna og svig karla. Verðlaunaafhending verður kl. 16 að Skíðastöðum. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Hermes í Ævintýra-Kringlunni

TÓNSMIÐURINN Hermes kemur í dag kl. 14.30 í Ævintýra-Kringluna og skemmtir börnum með hljóðfæraleik og söng. Guðni Franzson klarínettleikari leikur Hermes en hefur sér til aðstoðar Einar Kristján Einarsson gítarleikara. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Hestamót á Reykjavíkurtjörn

TJÖRNINNI í Reykjavík verður breytt í skeiðvöll þegar keppt verður þar í tölti og skeiði í dag. Keppnin er í tengslum við sýningu sem Félag tamningamanna heldur um næstu helgi. Í gær var rudd keppnisbraut í snjóinn á Tjörninni og nokkrir knapar æfðu sig fyrir átökin í dag. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Hestar fyrir bílum

EKIÐ hefur verið á nokkra hesta á þjóðvegum í nágrenni Stykkishólms að næturlagi að undanförnu en mikil snjóalög eru yfir girðingum og á vegum. Var ekið tvívegis á hross á síðasta sólarhring og þurfti að aflífa skepnurnar í báðum tilvikum skv. upplýsingum lögreglu. Ekki urðu miklar skemmdir á bílum. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 315 orð

Horfið fimmtán ár aftur í tímann

GUNNLAUGUR M. Sigmundsson, þingmaður Framsóknarflokks, lýsir andstöðu við stofnun Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og segir að með honum sé horfið fimmtán ár aftur í tímann og að í engu öðru ríki hefði verið farin sama leið. Hann spáir því að bankinn muni halda velli í 5­7 ár, en sitja svo uppi með erfiðustu viðskiptavinina eina eftir. Pétur H. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 239 orð

Hreinsun hefst líklega eftir helgi

EFTIR helgina verður ljóst hvernig staðið verður að hreinsun í fjörunni þar sem flutningaskipið Víkartindur strandaði, og þá mun væntanlega einnig liggja fyrir hvernig staðið verður að því að bjarga farminum sem eftir er í skipinu. Meira
15. mars 1997 | Erlendar fréttir | 310 orð

Innri markaðurinn fullkomnaður 1999

RÁÐHERRAR Evrópusambandslandanna, sem hafa málefni viðskipta á innri markaði Evrópu á sinni könnu, lýstu á fundi sínum í Brussel á fimmtudag yfir stuðningi við fyrirhugaða verkefnaáætlun framkvæmdastjórnar ESB um aðgerðir til að koma innri markaðnum í endanlegt horf árið 1999. Ísland er ásamt EFTA-ríkjunum Noregi og Liechtenstein með EES- samningnum þátttakandi í innri markaðnum. Meira
15. mars 1997 | Erlendar fréttir | 119 orð

Ísraelar hundsa áskorun SÞ

ÍSRAELSKA stjórnin sagðist í gær myndu hafa að engu áskorun Sameinuðu þjóðanna um að hætta við byggingu 6.500 húsa á svæðinu milli austurhluta Jerúsalem og Betlehems. Allsherjarþingið samþykkti síðdegis í fyrradag áskorun á Ísraela um að hætta við landnámið fyrirhugaða með 130 atkvæðum gegn tveimur og tvö ríki sátu hjá. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 1011 orð

Jafnrétti sterkara en kjarasamningar

Dómi Hæstaréttar Íslands í deilu um misjöfn laun konu og karls misjafnlega tekið Jafnrétti sterkara en kjarasamningar Meira
15. mars 1997 | Erlendar fréttir | 427 orð

Jeltsín býst við erfiðum fundi með Clinton

BORÍS Jeltsín, Rússlandsforseti, sagðist í gær telja, að leiðtogafundur þeirra Bills Clintons Bandaríkjaforseta í Helsinki næstkomandi miðvikudag og fimmtudag yrði sá erfiðasti frá því hann var kjörinn Rússlandsforseti 1991. Meira
15. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Jón Bergmann sýnir í Galleríi + Akureyri

Jón Bergmann sýnir í Galleríi + Akureyri JÓN Bergmann Kjartansson opnar myndlistarsýnginu í Galleríi+ í Brekkugötu 35 á Akureyri laugardaginn 14. mars. Sýningin er opin um helgar, laugar- og sunnudaga, frá kl. 14 til 18 og stendur til 31. mars. Jón Bergmann fæddist í Reykjavík 1967 og er búsettur þar. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

Jón Torfi efstur í prófkjöri

JÓN Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, fékk hlutfallslega flest atkvæði í prófkjöri starfsmanna og stúdenta sem fór fram í gær vegna væntanlegs rektorskjörs við Háskóla Íslands. Vésteinn Ólason, prófessor í íslenskum bókmenntum, og Páll Skúlason, prófessor í heimspeki, lentu í öðru og þriðja sæti. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð

Kaffidagur Dýrfirðingafélagsins

DÝRFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur sinn árlega kaffidag sunnudaginn 16. mars í Bústaðakirkju. Hefst hann með guðsþjónustu kl. 14 en þegar henni lýkur hefst kaffisalan í safnaðarheimilinu. Prestur verður sr. Pálmi Matthíasson. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Kaffisala Dómkirkjukvenna

HIN árlega kaffisala Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar verður á morgun, sunnudaginn 16. mars, í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar í gamla Iðnskólanum í Lækjargötu 14a. Kaffisalan hefst að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 14 og en þar prédikar sr. Hjálmar Jónsson alþingismaður. Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona syngur einsöng og Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Keppni í dansi

ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI í dansi á vegum keppnisráðs DÍ og DÍSÍ fer fram nú um helgina. Á laugardaginn fer fram keppni í 4&4, og 5&5 dönsum með frjálsri aðferð. Keppt verður í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði og hefst keppni klukkan 15 báða dagana. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 90 orð

Kvikmynd um vináttu í MÍR

Kvikmynd um vináttu í MÍR NK. SUNNUDAG, 16. mars kl. 16, verður kvikmyndin "Hvíti Bim Eyrnablakkur" sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Myndin var gerð í Gorkí-kvikmyndaverinu í Moskvu 1977 og byggð á sögu rithöfundarins G. Trojepolskís um hundinn Bim, samband hans og tryggð við eigandann og margvíslegar raunir sem dýrið lenti í. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð

Kynning á rannsóknum í raunvísindum og verkfræði

HÁSKÓLI Íslands mun standa fyrir kynningu á rannsóknum í raunvísindadeild, verkfræðideild, á Raunvísindastofnun, Líffræðistofnun og Verkfræðistofnun á morgun, sunnudag, og af því tilefni verður viðamikil dagskrá í Háskólabíói og í Tæknigarði, VR II og VR III. Auk þess verða Endurmenntunarstofnun og Rannsóknaþjónusta Háskóla Íslands með sérstaka kynningu í Tæknigarði. Meira
15. mars 1997 | Erlendar fréttir | 676 orð

Köld sumur sögð hafa bundið enda á norrænu byggðina

NOKKRIR þeirra vísindamanna, sem hafa tekið þátt í rannsóknum á borkjörnum úr Grænslandsjökli kynna í nýjasta hefti vísindaritsins Science nýjar tilgátur um hvað batt enda á norrænu miðaldabyggðina þar. Segja þeir tuttugu óvenjuköld sumur í röð hafa orðið þess valdandi, að byggðin lagðist af, og tímasetja endalokin á efri hluta 14. aldar. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

LEIÐRÉTT Björgunarbátar í kaupskipum OFSAGT var

OFSAGT var í frétt blaðsins síðastliðinn miðvikudag að svokallaðir frífallsbátar væru í skut á flestum skipum Eimskips. Hið rétta er að Einar Hermannsson, starfsmaður Félags íslenskra kaupskipaútgerða, sagði í samtali við blaðið að lokaðir björgunarbátar væru í flestum skipum félagsins og einhver þeirra væru líka með báta á skutnum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
15. mars 1997 | Landsbyggðin | 114 orð

Lionsklúbbur Stykkishólms 30 ára

Stykkishólmi-Lionsklúbbur Stykkishólms hélt upp á 30 ára afmæli sitt nýverið. Starfsemi félagsins hefur verið öflug og hefur klúbburinn styrkt líknarfélög og einstaklinga sem hafa þurft fjárhagslegan stuðning. Stærsta einstaka verkefni félagsins á fyrstu árum þess var þegar klúbburinn fékk gömlu símstöðina og flutti hana og endurbyggði. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 519 orð

Læknir sýkn af ákæru um ólögmæta fóstureyðingu

LÆKNIR, sem var ákærður fyrir að hafa framkvæmt fóstureyðingu í trássi við úrskurðarnefnd sem hafði tvívegis synjað beiðni konu, var sýknaður í héraðsdómi á fimmtudag. Í dóminum er m.a. vísað til þess, að þrátt fyrir að ýmis rök hnígi í þá þátt að synjun úrskurðarnefndarinnar eigi að hafa þau réttaráhrif, að fóstureyðing sé þar með óheimil, verði slík regla ekki leidd af lögum. Meira
15. mars 1997 | Miðopna | 1510 orð

Markar tímamót á fjármagnsmarkaði Kaup Landsbankans á helmingi hlutafjár í VÍS markar upphaf að mikilli endurskipulagningu á

Landsbankinn semur um kaup og kauprétt á helmingshlut Brunabótar í VÍS Markar tímamót á fjármagnsmarkaði Kaup Landsbankans á helmingi hlutafjár í VÍS markar upphaf að mikilli endurskipulagningu á fjármagnsmarkaði, að mati forráðamanna bankans. Meira
15. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 160 orð

Málverk á veggjum

SAMKOMULAG var nýlega gert milli 11 myndlistarmanna á Akureyri og sýslumannsembættisins og Héraðsdóms Norðurlands eystra um að listamennirnir legðu til málverk á veggi hússins sem hýsir embættin gegn ákveðnu gjaldi. Meira
15. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 363 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA:Sunnudagaskóli í safnaðarheimili kl. 11. Öll börn hjartanlega velkomin. Fimm ára börn og foreldrar þeirra sérstaklega boðuð til kirkjunnar. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Æskulýðsfundur í kapellu kl. 17. Biblíulestur í safnaðarheimilinu kl. 20.30. Mömmumorgun, miðvikudag frá kl. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 299 orð

Mikil kynning á landi og þjóð

BANDARÍSKI sjónvarpsþátturinn Good Morning America verður sendur út beint frá Norðurlöndunum fimm daga í maí í vor, tvær klukkustundir frá hverju landanna. Samkvæmt könnunum horfa um 23 milljónir Bandaríkjamanna á þáttinn og er þetta því eitt stærsta tækifæri sem boðist hefur til kynningar á Íslandi, atvinnuvegum, menningu og útflutningsvörum í Bandaríkjunum. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Minnsti fjöldi síðan 1968

EINSTAKLINGAR sem létust í umferðarslysum í fyrra voru tíu og hafa þeir ekki verið færri síðan árið 1968. Fjöldi alvarlega slasaðra og látinna var samtals 231 og eru það færri en gert var ráð fyrir í umferðaröryggisáætlun sem sett var fram í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu dómsmálaráðherra til Alþingis um stöðu umferðaröryggismála sem lögð var fram á miðvikudag. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 318 orð

Minnst þeirra sem fórust og björgunarmönnum þakkað

ÁHÖFN og forráðamenn Samskipa heiðruðu í gær áhöfnina á TF-LÍF, björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar, fyrir björgun skipshafnar Dísarfells síðastliðinn sunnudagsmorgun. Jafnframt var minnst þeirra sem fórust, Óskars Svavars Guðjónssonar og Páls Garðars Andréssonar. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð

Notkun GPS- staðsetningartækja

Notkun GPS- staðsetningartækja BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélags Íslands í samvinnu við Ferðafélag Íslands standa fyrir námskeiði fyrir almenning um notkun GPS-staðsetningartækja. Námskeiðið fer fram dagana 17. og 20. mars og hefst kl. 20 báða dagana. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 39 orð

Prófíll í Nelly's Café

FYRSTA kynning Nelly's Café á listamanni verður sunnudaginn 16. mars kl. 17, nefnist hún "Prófíll". Listakonan Sóla les upp úr eigin verkum og fremur gjörning í formi gjafa. Sóla byrjar að lesa á slaginu kl. 17. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Ráðstefna á Sauðárkróki

KAUPFÉLAG Skagfirðinga og Afmælisnefnd Sauðárkróks gangast fyrir ráðstefnu um Samvinnuhreyfinguna og Krókinn laugardaginn 15. mars kl. 16 á Kaffi Krók. Frummælendur verða: Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, Anna Kristín Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, Björn Björnsson, bæjarfulltrúi, Jón Bjarnason, skólameistari Hólum og Rögnvaldur Guðmundsson, forstöðumaður RKS. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 406 orð

Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu

RÍKISSÁTTASEMJARI lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu bankamanna og bankanna í gærkvöldi. Atkvæði um hana verða greidd í næstu viku og stefnt er að því að telja þau 24. mars. Ríkissáttasemjari hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann frestar verkfalli í 15 daga eins og hann hefur heimild til að gera, en bankamenn höfðu boðað verkfall frá 20. mars. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 321 orð

Samstarfsnefnd um sameiningu komið á

Reykjavíkurborg og Kjalarneshreppur Samstarfsnefnd um sameiningu komið á BORGARSTJÓRN Reykjavíkur og hreppsnefnd Kjalarness hafa ákveðið að kanna með formlegum hætti möguleika á sameiningu sveitarfélaganna og í gær var samkomulag þar að lútandi undirritað af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og P Meira
15. mars 1997 | Landsbyggðin | 775 orð

Sálmar og syrpur á Húsavík

HÓLMFRÍÐUR Benediktsdóttir söngkona stofnaði Stúlknakór Húsavíkur fyrir fjórum árum. Í honum eru 30 stúlkur á aldrinum 13­21 árs, allar nemendur við Tónlistarskóla Húsavíkur. "Flestar þessara stelpna hafa sungið í kór hjá mér frá níu ára aldri og um helmingur þeirra hefur verið í söngnámi hjá mér, Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 170 orð

Séra Karl gefur kost á sér

SÉRA Karl Sigurbjörnsson hefur tilkynnt að hann muni gefa kost á sér til biskupskjörs. Þrír aðrir prestar hafa áður gefið kost á sér, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, séra Gunnar Kristjánsson og séra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup. Meira
15. mars 1997 | Erlendar fréttir | 53 orð

Sígaunar með feng sinn

BÚLGARSKIR sígaunar flytja flakið af rússneskum ZAZ-bíl í brotajárn á hestvagni í höfuðborginni Sofíu til að verða sér úti um aura í efnahagskreppunni, sem Búlgarar eiga nú við að stríða. Hundruð bílflaka liggja nú meðfram vegum og götum borga í Búlgaríu, en mikill skortur er á bílakirkjugörðum í landinu. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 725 orð

Sjómennska er alltaf lífshætta

NEI, það er ekkert því til fyrirstöðu að fara aftur á sjóinn ­ nema ef vera skyldi skipspláss ­ en það er víst í gerjun hjá útgerðinni," sagði Eiríkur Eiríksson, einn skipverja á Dísarfelli, í samtali við Morgunblaðið í gær. Eiríkur hefur verið til sjós frá árinu 1961 og byrjaði að sigla hjá Skipadeild SÍS árið 1964 og hélt síðan áfram hjá Samskipum. Meira
15. mars 1997 | Miðopna | 453 orð

Skiptar skoðanir um áhrifin

Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, segir að þessi tíðindi hafi komið sér á óvart. "Reyndar er þetta þróun sem hefur átt sér stað erlendis að bankar hafi eignast tryggingafélög og öfugt. Það var því ekki óhugsandi að þetta gerðist hérlendis og það á eftir að koma í ljós hve mikil áhrif þetta hefur á samkeppnina og starfsemina á tryggingamarkaðnum. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Spjallað á netinu

Spjallað á netinu "TÆKNIVAL hefur staðið fyrir námskeiðum í vetur undir heitinu Lært á laugardögum. Tæknival hyggst halda uppteknum hætti og býður upp á kennslu nk. laugardag í því hvernig alneetsnotandi kemst inn á spjallrásir veraldarvefsins "irkið". Meira
15. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 127 orð

Steingrímur opnar málverkasýningu

STEINGRÍMUR St. Th. Sigurðsson, myndlistarmaður opnar málverkasýningu á Sal Menntaskólans á Akureyri mánudaginn 17. mars kl. 15.00. Steingrímur fagnar 30 ára afmæli sínu sem atvinnulistarmaður um þessar mundir og sýnir af því tilefni 30 myndir í MA. Myndirnar eru af ýmsum gerðum og eru allar nýjar nema myndin af móður Steingríms, Halldóru Ólafsdóttur, sem er á öllum hans sýningum. Meira
15. mars 1997 | Miðopna | 545 orð

Styrkir stöðu bankans í breyttu starfsumhverfi

Jákvæð viðbrögð forustumanna stjórnmálaflokka Styrkir stöðu bankans í breyttu starfsumhverfi DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa fylgst með undirbúningi Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna Á MORGUN munu um 35 nemendur taka þátt í úrslitum stærðfræðikeppni framhaldsskólanema, en eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna er lokið. Verðlaunaafhendingin fer fram sunnudaginn 16. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

Sumarbæklingur Samvinnuferða-Landsýnar á Netinu

FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnuferðir-Landsýn hefur látið gera heimasíðu á Veraldarvefnum. Þar verður m.a. að finna sértilboð í ferðir sem afgreiddar verða í tímaröð. Sumar ferðir verða á mjög lágu verði, t.d. ferðir sem bjóðast á síðustu stundu vegna forfalla. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

Tónleikar á Ísafirði

Tónleikar á Ísafirði GUÐRÚN Jónsdóttir sópransöngkona heldur tónleika í sal frímúrara á Ísafirði sunnudaginn 16. mars kl. 16. Meðleikari hennar á píanó verður Ólafur Vignir Albertsson. Á efnisskránni eru sönglög eftir Karl O. Runólfsson, Atla Heimi Sveinsson og Hjálmar H. Ragnarsson, og óperuaríur eftir Mozart, Verdi og Donizetti. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Tónlistarguðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju

HALDIN verður tónlistarguðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 16. mars og hefst hún kl. 20.30. Strengjakvartett, skipaður kennurum sem allir kenna við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, leikur. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 154 orð

Umhverfismál í alþjóðlegu samhengi

Ritt Bjerregaardheldur fyrirlestur Umhverfismál í alþjóðlegu samhengi RITT Bjerregaard fulltrúi Danmerkur í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heldur fyrirlestur í fundarsal Norræna hússins, sunnudaginn 16. mars kl. 16.00, um umhverfismál í alþjóðlegu samhengi. Meira
15. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 336 orð

Umtalsverð veltuaukning

HAGNAÐUR af rekstri Kælismiðjunnar Frosts hf. nam um 17,5 milljónum króna á liðnu ári. Félagið er rekið bæði í Reykjavík og á Akureyri og var aðalfundur þess haldinn á Akureyri í gær. Fram kom í skýrslu Jónatans S. Svavarssonar framkvæmdastjóra að liðið ár var Kælismiðjunni Frosti á flestum sviðum hagstætt. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Útför Eyjólfs Konráðs Jónssonar

Morgunblaðið/Árni Sæberg ÚTFÖR Eyjólfs Konráðs Jónssonar, fyrrverandi alþingismanns og ritstjóra Morgunblaðsins, var gerð frá Dómkirkjunni í gær að viðstöddu fjölmenni. Prestur var sr. Halldór Gröndal og organisti Jón Stefánsson. Kammerkór Langholtskirkju söng og Sigrún Hjálmtýsdóttir söng einsöng. Kistu hins látna báru Matthías Johannessen, Ólafur G. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 226 orð

Vaxtahækkun gagnrýnd

SVAVAR Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags, segir að með hækkun vaxta á lánum til bænda úr tveimur prósentum í þrjú, sem tiltekin er í frumvarpi um stofnun Lánasjóðs landbúnaðarins, séu mestar byrðar lagðar á skuldugustu bændurna. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 45 orð

Versló vann ræðukeppni

Morgunblaðið/Ásdís VERSLUNARSKÓLI Íslands bar sigur úr býtum í ræðukeppni framhaldsskólanna, MORFÍS. Lokastaðan í úrslitakeppninni var sú að lið Verslunarskólans hlaut 1.300 stig og Menntaskólans í Reykjavík 1.217 stig. Nemendur skólanna hvöttu sína menn ákaft til dáða í troðfullum sal Háskólabíós í gærkvöldi. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 256 orð

Vilja breyta vaxtabótum

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra útilokar ekki að horfið verði frá tillögum ríkistjórnarinnar um breytingar á vaxtabótakerfinu en forystumenn ASÍ áttu viðræður við forsætisráðherra vegna málsins í gær. "Stærsti fleinn í þeirra holdi í þessum efnum núna er vaxtabótakerfið, Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 194 orð

"Vona að Íslendingar hætti Smuguveiðum"

"ÉG vonast til þess að Íslendingar hætti veiðum í Smugunni og skip frá þeim komi ekki þangað á þessu ári. Ég er þó ekki bjartsýnn á að mér verði að þeirri ósk minni," segir Karl Eirik Schjött-Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, í samtali við Morgunblaðið í gær. Schjött-Pedersen og Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra Íslendinga, ræddu Smugudeiluna m.a. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 231 orð

Þremur leiðbeinendum var sagt upp störfum

ÞREMUR leiðbeinendum á leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði hefur verið vikið úr starfi fyrir fullt og allt eftir að einn þeirra var staðinn að því að hafa límt fyrir munn tveggja ára drengs með breiðu límbandi og hinir tveir fylgdust með án þess að aðhafast nokkuð í málinu. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 256 orð

Þrír ættliðir á vélarvana bát

ÞRÍR skipverjar á Gauja gamla VE, 15 tonna fiskibáti frá Vestmannaeyjum, voru hætt komnir í gærdag þegar báturinn varð vélarvana og rak í átt að Hellisey. Skipverjarnir eru Guðjón Björnsson, 89 ára, sonur hans, Jón Ingi, og sonur Jóns Inga, Hlynur Már, 16 ára. Meira
15. mars 1997 | Innlendar fréttir | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

15. mars 1997 | Staksteinar | 386 orð

Óvænt endalok

FRJÁLS verslun segir í leiðara, sem ber fyrirsögnina "Óvænt endalok", að kaup Stöðvar 2 á Stöð 3 sé áfall fyrir samkeppni á Íslandi. "Það verður að teljast með ólíkindum að Stöð 3, sem á sér mikla hrakfallasögu, en var að undirbúa mikla sókn með trausta hluthafa, skyldi bresta viljann til að keppa, hvað þá að hún skyldi fara undir hatt Stöðvar 2 með aðeins 10 prósenta hlut þar". Meira
15. mars 1997 | Leiðarar | 613 orð

SAMIÐ VIÐ ELKEM

leiðari SAMIÐ VIÐ ELKEM AÐ ER FAGNAÐAREFNI, að ákveðið hefur verið að bæta þriðja ofninum við í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Það mun auka framleiðslugetu hennar úr 70 þúsund tonnum á ári í 110 þúsund tonn. Stækkunin þykir einkar hagkvæm og mun styrkja mjög rekstrargrundvöllinn og þar með starfsöryggi. Meira

Menning

15. mars 1997 | Fólk í fréttum | 85 orð

Árshátíð Loftkastalans

ÁRSHÁTÍÐ Loftkastalans var haldin í vikunni á veitingastaðnum Amigos. Þar voru flestir listamennirnir, sem hafa tekið þátt í uppfærslum leikhússins frá stofnun þess, saman komnir og stigu margir þeirra á stokk og skemmtu sér og öðrum. Árshátíðin er ólík öðrum árshátíðum að því leyti að hún er haldin á fimm ára fresti. Meira
15. mars 1997 | Kvikmyndir | -1 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Anna Sve

BÍÓIN Í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Anna Sveinbjarnardóttir/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Í fjötrum Space Jam Að lifa Picasso SAMBÍÓIN, Meira
15. mars 1997 | Kvikmyndir | 325 orð

Heiladauð hraustmenni Bardagakempan 2 (Shootfighter 2)

Framleiðandi: Alan Amiel. Leikstjóri: Paul Ziller. Handritshöfundur: Greg Mellot og Pete Shaner. Kvikmyndataka: Hanian Baer. Tónlist: K. Alexander Wilkinson. Aðalhlutverk: Bolo Yeung og William Zabka. 83 mín. Bandaríkin. MPD Worldwide, Myndform 1997. Útgáfudagur: 13. mars. Gjörningurinn er bannaður börnum innan 16 ára. Meira
15. mars 1997 | Fólk í fréttum | 54 orð

Heimabruggaður bjór í Bjórkjallaranum

Í GÆR var fyrstu dropunum af heimabruggaða British Ale og Canadian Amber bjórnum dælt úr krönunum í Íslenska bjórkjallaranum en kjallarinn bruggar bjórinn sjálfur í stórum geymum sem sjá má inni á staðnum. Á myndinni sést barþjónninn Hjalti Nielsen við kranann og Benedikt Ólafsson veitingastjóri stoltir með nýja mjöðinn. Meira
15. mars 1997 | Fólk í fréttum | 81 orð

Kínversk áhrif hjá Galliano

BRESKI fatahönnuðurinn John Galliano, 36 ára, sem hannar fyrir tískuhús Christian Dior, kynnti nýja ready-to-wear tískuhönnun sína, fyrir næstkomandi haust og vetur, í París í vikunni. Sýningin þótti vel heppnuð en kínversk áhrif voru áberandi í fötum hans að þessu sinni. Meira
15. mars 1997 | Fólk í fréttum | 64 orð

Loftsjómaður baksviðs

POPPSÖNGKONAN Sheryl Crow, til hægri, sýndi að hún er með krafta í kögglum þegar hún ákvað að fara í loftsjómann við kollega sinn, söngkonuna Joan Osborne, eftir tónleika sína á Manhattan nýlega. Vinir hennar og félagar mættu baksviðs eftir tónleikana og heilsuðu upp á hana, þar á meðal, rokksöngvarinn Bruce Springsteen. Meira
15. mars 1997 | Fólk í fréttum | 96 orð

Með Tiger í Svíþjóð

PAULA Yates, 36 ára, fylgdi bónda sínum, Michael Hutchence, og hljómsveit hans, INXS, í tónleikaferð til Svíþjóðar nýlega. Með í för samkvæmt venju var dóttir þeirra, Tiger, og hélt hún sig þétt upp að móður sinni hvert sem hún fór. Meira
15. mars 1997 | Kvikmyndir | 257 orð

Ópólitískur gamanþáttur um stjórnmálamenn

Ó, RÁÐHÚS! (Spin City) nýr gamanþáttur með bandaríska gamanleikaranum Michael J. Fox í aðalhlutverki hefur göngu sína á Stöð 2 kl. 20.30 í kvöld. [660] Fox, sem náði fyrst vinsældum í persónu Alex P. Meira
15. mars 1997 | Fólk í fréttum | 105 orð

Rakari myrtur vegna klippingar

ROMEO Adrales, frá Manila á Filipseyjum, var orðinn svo leiður á því að vera strítt út af hárinu á sér að hann fór og stakk rakarann sinn í bakið með stórum kjöthnífi og myrti hann. "Ég varð brjálaður vegna þess að allir voru að spyrja mig hvar ég hefði látið klippa mig og hvort rakarinn væri enn á lífi, Meira
15. mars 1997 | Fólk í fréttum | 99 orð

Sade ákærð fyrir glæfraakstur

POPPSÖNGKONAN Sade þurfti að mæta fyrir dómara í Kingston á Jamaica í vikunni vegna ákæru um glæfraakstur, óhlýðni við lögreglumann og slæma hegðun. Ákveðið var að réttað yrði í máli hennar 25. júní næstkomandi. Meira
15. mars 1997 | Kvikmyndir | 133 orð

Toy Story II gefin út á myndbandi

WALT Disney fyrirtækið og Pixar Animation Studios segjast ætla að gefa framhald teiknimyndarinnar vinsælu "Toy Story" beint út á myndbandi. Framleiðsla myndarinnar nýtur góðs af tæknivinnu við fyrri myndina líkt og þegar myndirnar "Aladdin and the King of Thieves" og "Honey We Shrunk Ourselves" voru gerðar en þær fóru báðar beint á myndbandamarkað. Meira
15. mars 1997 | Kvikmyndir | 175 orð

Vitrænar slímklessur Prótevs (Proteus)

Framleiðandi: Metrodome Film. Leikstjóri: Bob Keen. Handritshöfundur: John Brosnan eftir bókinni "Slimer" eftir Harry Adam Night. Kvikmyndataka: Adam Rodgers. Tónlist: David A. Hughes og John Murphy. Aðalhlutverk: Tony Barry, William March, Jenifer Calvert og Robert Firth. 94 mín. Bandaríkin. Colombia Tristar Home Video/ Skífan 1997. Útgáfudagur: 5. mars. Meira
15. mars 1997 | Kvikmyndir | 277 orð

Vændiskona í vanda Svaka skvísa 2 (Red blooded 2)

Framleiðandi: S Entertainment. Leikstjóri: David Blyth. Handritshöfundur: Nicholas Stiliadis. Kvikmyndataka: Edgar Egger. Tónlist: Paul J. Zaza. Aðalhlutverk: Karin Salin, Burt Young og Kristoffer Ryan Winters. 90 mín. Bandaríkin. Myndform 1997. Útgáfudagur: 13. mars. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
15. mars 1997 | Kvikmyndir | 78 orð

Williams í rómantískri mynd

BANDARÍSKI gamanleikarinn Robin Williams hefur tekið að sér að leika aðalhlutverkið í rómantísku myndinni "What Dreams May Come", sem hlaðin verður tæknibrellum, en áætlaður kostnaður við hana er 65­70 milljónir dala. "Williams, er sem stendur að leika í Disneymyndinni "Flubber". Meira

Umræðan

15. mars 1997 | Aðsent efni | 376 orð

Alþjóðadagur neytendaréttar helgaður umhverfismálum

ALÞJÓÐADAGUR neytendaréttar er í dag 15. mars. Víða um heim er á þessum degi vakin athygli á málum sem sérstaklega snerta neytendur og rétt þeirra. Dagur neytendaréttar er í ár helgaður umhverfismálum, með sérstakri áherslu á samhengið milli neyslu og ástands umhverfis. Meira
15. mars 1997 | Aðsent efni | 425 orð

Álögur á útivistarfólk

UNDANFARIÐ hefur verið í gangi umræða um miklar opinberar álögur á skotveiðimenn, sem taldar eru miklu meiri en annað útivistarfólki þarf að þola. Undir þessa gagnrýni tek ég, enda stunda ég skotveiðar í frístundum og þekki þetta af eigin raun. Ég stunda einnig aðra útivist og allt þetta hefur fært mér mikla lífsfyllingu og ættjarðarást. Hvergi vil ég búa annars staðar en á Íslandi. Meira
15. mars 1997 | Aðsent efni | 1018 orð

Biðlisti eftir hjartaskurðaðgerðum

Í FRÉTTUM Ríkisútvarpsins þriðjudaginn 4. mars var sagt frá ófremdarástandi í biðlistamálum sjúkrahúsanna. Sagt var frá fólki sem mánuðum, jafnvel árum, saman biði sárkvalið og óvinnufært eftir bæklunaraðgerðum, augnaðgerðum og eftir plássum á geðdeildum fyrir fullorðna, börn og unglinga. Meira
15. mars 1997 | Aðsent efni | 706 orð

Fatlaðir nemendur í grunnskóla

ÁHYGGJUR foreldra af því hvernig fötluðu barni sínu muni reiða af í skólanum gera snemma vart við sig. Margir hafa sagt frá því að skólinn sé eitt af því fyrsta sem komið hafi upp í huga þeirra við fæðingu fatlaðs barns. Meira
15. mars 1997 | Aðsent efni | 1272 orð

Heimilisofbeldi

NÝLEGA birtust niðurstöður könnunar um ofbeldi á Íslandi og voru þar meðal annars birtar niðurstöður um heimilisofbeldi. Virtust niðurstöður þessarar könnunar vekja undrun fólks og í kjölfar þeirra hefur umræðan um heimilisofbeldi skotist upp á yfirborðið. Meira
15. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 292 orð

Hvað er að málinu?

HÉR Á eftir blaða ég í dagblöðum frá áramótunum síðustu. Hér er fyrst og fremst leitað að vissri málnotkun, sem mér geðjast ekki að: ofnotkun fornafnsins það, sem ég hefi reyndar áður fjallað um. Mun ég jafnframt því að birta, að mínum dómi, ranga málnotkun, koma með mínar athugasemdir. Og hefst þá bréfið: "Það var voða skemmtilegt atriðið með símanúmerinu... Meira
15. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 132 orð

Innflutningur á atvinnuleysi frá Noregi

TÖLUR Hagstofunnar um milliríkjaviðstkipti sýna okkur að víðar þarf aðgát í skiptum við Norsa en á hafinu. Í matvörubúðum okkar eru margskonar fiskafurðir í dósum og túpum, sósur og súpur í pökkum, þar á meðal íslenzk kjötsúpa. Ullarfatnaður og vinnuföt fylla hillur verzlana. Meira
15. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 339 orð

Innflutningur á fósturvísum af norskum kúastofni er varasamur

ÉG TEL nokkra smithættu geta stafað af fyrirhuguðum innflutningi fósturvísa úr kúm frá Noregi. Þá hættu er erfitt eða jafnvel útilokað að fyrirbyggja að mínum dómi, þótt varlega sé farið, öllum þekktum prófum sé beitt og afkvæmin einangruð í fyrstu. Meira
15. mars 1997 | Aðsent efni | 454 orð

Kattalaus íbúðarhverfi

Í DEGI-TÍMANUM þann 27. febrúar sl. var á bls. 5 grein eftir bæjarstjóra Hafnarfjarðar, Ingvar Viktorsson, sem bar heitið "Kattalaus íbúðahverfi". Þar ræðir bæjarstjórinn um nýbyggingarsvæði við Ástjörn, þar sem komin sé ný staða, að hugsanlega yrði kötturinn, félagi manna frá örófi alda, bannaður í þessu hverfi. Ástæða þessa banns er fuglaparadís og fjölskrúðugt náttúrulíf, m.a. Meira
15. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 285 orð

Lifandi vinnustaður fyrir dugmikið fólk

Í NÝBIRTRI skýrslu Verslunarmannafélags Reykjavíkur er að finna sérstaka kjaravísitölu. Samkvæmt henni fá vinnustaðir félagsmanna VR sérstakan gæðastimpil félagsins. Þessi kjaravísitala er þannig útbúin að þjónustufyrirtæki með dýra og sérhæfða starfskrafta tróna á toppnum. Meira
15. mars 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Orð og athöfn eigi samleið

FYRIR nokkrum dögum var sýnd merkileg heimildarmynd í sjónvarpinu um millistríðsárin. Sagt var frá tilraunum ríkisstjórnar Roosewelts Bandaríkjaforseta til þess að örva atvinnulífið með það að meginmarkmiði að skapa störf fyrir alla. Talað var um "að gefa upp á nýtt": New Deal. Meira
15. mars 1997 | Aðsent efni | 1220 orð

Ríkið skattleggur fætur fatlaðra

AÐ VERA fatlaður og bundinn við hjólastól finnst varla neinum eftirsóknarvert hlutverk. Fólk sem þannig er ástatt fyrir hefur það sameiginlegt að vilja "standa á eigin fótum" ef svo mætti að orði kveða og vera eins lítið háður miskunn annarra og hægt er. Þetta hafa nokkrir reynt en þá komið í ljós að þær byrðar sem hið opinbera leggur á þá hafa reynst of þungar. Meira
15. mars 1997 | Aðsent efni | 759 orð

Það eru þrír biskupar

EF FRUMVARP það sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi um stjórn þjóðkirkjunnar verður samþykkt þá kemur það til með að marka tímamót í kirkjusögu Íslands. Framkvæmdavald færist frá kirkjumálaráðuneyti til biskupsembættisins og ljöggjafarvald í kirkjumálum færist frá Alþingi til kirkjuþings. Ríkið tekur yfir kirkjueignir en greiðir í staðin 138 prestum og 18 starfsmönnum biskupsstofu laun. Meira

Minningargreinar

15. mars 1997 | Minningargreinar | 263 orð

Anna Sigurbjörg Lárusdóttir

Það dimmdi yfir er við heyrðum að þú, elsku amma, varst farin yfir móðuna miklu. Elsku amma, þetta verða fátækleg orð því það er svo margt sem kemur upp í hugann. Margar góðar minningar brjótast fram því þú varst okkur svo mikið, þar sem heimilið ykkar afa var okkar heimili líka þegar þú bjóst á Suðurlandsbrautinni. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 34 orð

ANNA SIGURBJÖRG LÁRUSDÓTTIR Anna Sigurbjörg Lárusdóttir fæddist á Vaðli á Barðaströnd 11. september 1914. Hún lést á heimili

ANNA SIGURBJÖRG LÁRUSDÓTTIR Anna Sigurbjörg Lárusdóttir fæddist á Vaðli á Barðaströnd 11. september 1914. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 3. mars síðastliðinn. Útför Önnu fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 101 orð

Anna Sigurbjörg Lárusdóttir Hvað varðar þó að verk þín öll ei verði metin neins. Þitt daglegt stríð, þín duldu tár? Hin djúpa

Hvað varðar þó að verk þín öll ei verði metin neins. Þitt daglegt stríð, þín duldu tár? Hin djúpa þögn fær stillt þau sár, er blæða mest til meins. Því, hvað er jarðar lán og laun hjá ljósi því, sem skín í samviskunnar hreinu höll? Þar himinn geymir tárin öll og vegur verkin þín. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 127 orð

Eyjólfur Konráð Jónsson

Eyjólfur Konráð Jónsson Halur ertu farinn fríði, fallinn í valinn vinur kær. Voða lokið vondu stríði vertu ætíð guði nær. Góða ferð til himinhæða, halur trausti óska þér. Harmur ríkir, mikil mæða en minning góð í huga mér. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 31 orð

EYJÓLFUR KONRÁÐ JÓNSSON Eyjólfur Konráð Jónsson fæddist í Stykkishólmi 13. júní 1928. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. mars

EYJÓLFUR KONRÁÐ JÓNSSON Eyjólfur Konráð Jónsson fæddist í Stykkishólmi 13. júní 1928. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 14. mars. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 407 orð

Halldór Andrésson

Hér kvað ég þig vinur ­ því komin er nóttin með kyrrð eftir strangan dag, hún breiðir út faðminn í blíðu og mildi og boðar þér nýjan hag. Leiðir þig frjálsan til ljóssins sala svo langt frá angri og sorg, og ferðalúnum finnur þér hæli í friðarins helgu borg. (Kristján Hjartarson. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 414 orð

Halldór Ingólfur Andrésson

Ég fel í forsjá þína, guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börn þín svo blundi rótt. (M. Joch.) Góður drengur er genginn á vit feðra sinna langt um aldur fram. Ekki ætla ég að rekja ættir Halldórs frekar, það gera þeir sem betur þekkja. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 1392 orð

Halldór Ingólfur Andrésson

Oft er vitnað til þessa snjalla kvæðis þjóðskáldsins góða, Tómasar Guðmundssonar, í minningargreinum um konur og menn. Svo verður enn í dag á útfarardegi vinar okkar, frænda og fyrrverandi nágranna Halldórs Andréssonar. Halldór kvaddi þennan heim skyndilega, óvænt og að allra dómi allt of snemma mánudaginn 3. mars. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 109 orð

HALLDÓR INGÓLFUR ANDRÉSSON Halldór Ingólfur Andrésson, bílasmiður, fæddist í Grímsfjósum á Stokkseyri 22. júní 1941. Hann lést í

HALLDÓR INGÓLFUR ANDRÉSSON Halldór Ingólfur Andrésson, bílasmiður, fæddist í Grímsfjósum á Stokkseyri 22. júní 1941. Hann lést í sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Kristjánsdóttir, húsmóðir, f. 21.2. 1898, d. 5.8. 1985, og Andrés Markússon, bóndi, f. 21.7. 1905, d. 27.11. 1984. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 269 orð

Helga Kjartansdóttir

Elsku yndislega amma mín, í þessum fáu orðum vil ég minnast þín. Ég gleymi aldrei hvað það var gaman að renna upp að Reynisstað til þín, afa og Nonna. Þá sá maður ykkur gægjast í eldhúsglugganum svo spennt og ánægð að hitta mig. Á Reynisstað ríkti gleði og hlátur, það var alltaf stutt í hláturinn og hlýja fallega brosið þitt. Í minningu minni lifir þessi fallega mynd. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 25 orð

HELGA KJARTANSDÓTTIR Helga Kjartansdóttir fæddist á Fáskrúðsfirði 5. janúar 1922. Hún lést á Landspítalanum 21. febrúar

HELGA KJARTANSDÓTTIR Helga Kjartansdóttir fæddist á Fáskrúðsfirði 5. janúar 1922. Hún lést á Landspítalanum 21. febrúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju 28. febrúar. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 888 orð

Jónína Auðunsdóttir

Þegar ég horfi yfir farinn veg til að minnast góðrar mágkonu er mér efst í huga hve alltaf var bjart yfir henni. Það er svo ótrúlega mikil birta yfir minningunum um Jónínu þrátt fyrir að síðustu átta ár lifði hún við ógn krabbameinsins. Fæstir gera sér grein fyrir hve gífurlegt álag það er bæði fyrir þann sem í hlut á en líka fyrir makann og börnin. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 449 orð

Jónína Auðunsdóttir

Okkur langar í fáeinum orðum að minnast kærrar skólasystur og vinkonu sem kvatt hefur langt um aldur fram. Þegar við lítum til baka finnst okkur ekki langt síðan við sátum allar saman í gluggaröðinni í gamla skólanum okkar þó árin séu orðin nokkuð mörg. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 592 orð

Jónína Auðunsdóttir

Mig langar að kveðja hana Jónínu mágkonu mína með nokkrum orðum. Hún var úr stórri barnafjölskyldu eins og ég, reyndar sami barnafjöldi eða átta systkini. Hún var yngst þeirra og sú sem fer fyrst. Ég held að við höfum líka verið nokkuð líkt aldar upp, þar sem áhersla var lögð á heiðarleika, samviskusemi og það að standa undir sjálfum sér. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 193 orð

Jónína Auðunsdóttir

Jónína heitin hóf störf hjá Almennum tryggingum hf., síðar Sjóvá-Almennum, við fjármálaþjónustu um mitt ár 1988 og þá fyrst sem gjaldkeri. Okkur samstarfsmönnum hennar varð fljótlega ljóst að hér fór ákveðin og greind kona, sem stóð fyrir sínu. En skjótt skipast veður í lofti. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 503 orð

Jónína Auðunsdóttir

23. Davíðssálmur var Jónínu, móðursystur minni, kær og nú þegar ótímabært lát hennar er óumflýjanleg staðreynd sem ástvinir hennar standa frammi fyrir getum jafnvel við sem ekki eigum hennar óbifandi trúarsannfæringu huggað okkur við þessi fallegu orð og trúað því að nú dvelji hún í næði við vötnin og hvílist á grundunum grænu í eilífu samfélagi við þann Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 728 orð

Jónína Auðunsdóttir

Jónína Auðunsdóttir, mágkona mín, hefur kvatt þennan heim langt fyrir aldur fram. Það eru þrjátíu og fimm ár síðan ég kom fyrst á heimili foreldra hennar, Soffíu Gísladóttur og Auðuns Pálssonar að Bjargi, Selfossi, sem stendur utan Ölfusár. Við Gísli bróðir hennar vorum þá að byrja tilhugalífið eins og það var oft kallað í þá daga. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 412 orð

JÓNÍNA AUÐUNSDÓTTIR

JÓNÍNA AUÐUNSDÓTTIR Jónína Auðunsdóttir fæddist í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð 14. ágúst 1945. Hún lést á Landspítalanum 9. mars síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Soffíu Gísladóttur, húsmóður, og Auðuns Pálssonar, bónda þar og að Bakka í Ölfusi, og síðar verkamanns á Selfossi. Soffía fæddist 25. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 418 orð

Sigríður Jónsdóttir

Það er margt sem sækir á hugann þegar náinn ættingi kveður í hinsta sinn. Þannig fór mér er ég frétti lát systur minnar, Sigríðar í Garði. Þó að hún væri elsta systir mín kynntist ég henni ekki fyrr en hún var orðin fullorðin kona og margra barna móðir. Hafði aðeins séð hana er ég dvaldi dagstund í Garði vorið 1941, þá í náms- og kynnisferð um Norðurland með námssveinum Hólaskóla. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 497 orð

Sigríður Jónsdóttir

Ég vil með nokkrum orðum minnast ömmu minnar, sem í daglegu tali var kölluð Sigríður í Garði. Hún lést á heimili sínu 1. mars, 90 ára gömul að árum töldum, þó síung hún væri. Sem barn og unglingur átti ég því láni að fagna að dvelja sumarlangt á heimili hennar og afa. Ég kynntist henni og þessari undurfögru sveit því vel. Hún var fríð kona, smávaxin með fíngert andlit og sítt hár. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 335 orð

SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Sigríður Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 1.6. 1906. Hún lést á heimili sínu, Garði í Mývatnssveit, 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Kristvinsson og Guðný Anna Jónsdóttir og hjá þeim ólst Sigríður upp, í Blöndudalshólum til 1913, í Mýrarkoti, Laxárdal, A-Hún. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 101 orð

Sigríður Jónsdóttir Um leið og við kveðjum þig í þetta sinn langar okkur að þakka það sem liðið er. Við þökkum fyrir öll

Um leið og við kveðjum þig í þetta sinn langar okkur að þakka það sem liðið er. Við þökkum fyrir öll símtölin og alla bjartsýnina sem þú breiddir út. Nú ert þú komin til afa. Þangað stefndir þú hin síðari ár ánægð með þitt dagsverk. Sem var gott, að koma upp sex börnum, fimm stúlkum og einum dreng sem þykir allnokkuð og okkur ungu konunum í dag finnst hreint kraftaverk. Takk fyrir allt. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 134 orð

Steinar Pálsson

Sumarið 1953 mun ég hafa komið að Hlíð til minnar fyrstu sumardvalar á heimili Steinars og Katrínar móðursystur minnar, þá 7 ára gamall. Sumrin urðu ellefu, þar af tvö í vesturbænum hjá Guðbjörgu og Lýð, bróður Steinars. Steinar var góður húsbóndi. Það var alltaf stutt í glettni og hlátur. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 1801 orð

Steinar Pálsson

Við lát Steinars Pálssonar fyrrum bónda og hreppstjóra í Hlíð í Gnúpverjahreppi kemur upp í hugann löng saga um góðan dreng, sem gegnt hefur merku lífsstarfi án þess að misstíga sig eða villast á þeirri leið sem skyldan hefur boðið honum að fara. Þó að Steinar sé nú sárt syrgður af fjölskyldu, vinum og sveitungum, þá er ekki ástæða til að útför Steinars sé einhver sorgarathöfn. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 448 orð

Steinar Pálsson

Steinar í Hlíð er allur. Engum sem til þekkti kom þessi frétt á óvart, en samt sem áður bregður manni í brún og minningar um góðan dreng leita á hugann. Mig langar í fáum orðum að minnast á örfáar sem mér finnst ákveðnast leita á við leiðarlok. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 452 orð

Steinar Pálsson

Steinar Pálsson lést á heimili sínu í Hlíð í Gnúpverjahreppi aðfaranótt laugardagsins 8. mars. Hann fæddist í Hlíð, ólst þar upp, ræktaði þar garðinn sinn af mikilli einlægni og samviskusemi og kaus að fara þangað til að kveðja sína nánustu og deyja, þegar honum var tjáð fyrir nokkrum vikum að hann ætti skammt eftir ólifað. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 699 orð

Steinar Pálsson

Þegar Steinar móðurbróðir minn er allur, vefst fyrir mér hvers geta skal í stuttri kveðjugrein. Að baki er sextíu ára samvistartími en þó fátt munað fyrstu árin. Ég man hann skemmtilegan og góðviljaðan frænda þá ókvæntan en margt átti síðar eftir að skýrast. Rétt eins og þegar ég ungur að árum hugðist klífa Hlíðarfjall. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 704 orð

Steinar Pálsson

Vinur minn Steinar Pálsson í Hlíð er látinn. Hann auðgaði líf mitt og áreiðanlega allra, sem áttu með honum samleið um lengri eða skemmri veg. Leiðir okkar lágu fyrst saman, þegar ég vígðist til Stóra-Núpsprestakalls. Ég er ekki frá því, að Steinar hafi verið einn örfárra væntanlegra sóknarbarna minna viðstaddur á vígsludegi mínum í Skálholti sumarið 1974. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 381 orð

Steinar Pálsson

Mér er það minnisstætt í bernsku minni þegar ég og félagar mínir vorum burstaklipptir að vori til og sendir með samgöngutæki þeirra tíma, mjólkurbílnum, í sveitina þar sem þriggja eða fjögurra mánaða dvöl leið hratt, bæði í leik og starfi. Við börnin á Hæli áttum mikil samskipti við frændur okkar og vini í Hlíð á næsta bæ og það áttu þau fullorðnu einnig enda lágu jarðirnar saman. Meira
15. mars 1997 | Minningargreinar | 211 orð

STEINAR PÁLSSON

STEINAR PÁLSSON Steinar Pálsson fæddist í Hlíð í Gnúpverjahreppi 8. janúar 1910. Hann lést á heimili sínu hinn 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Lýðsson, bóndi og hreppstjóri í Hlíð, f. 23. janúar 1869, d. 15. mars 1943, og Ragnhildur Einarsdóttir frá Hæli, f. 10. janúar 1879, d. 7. júní 1954. Steinar giftist hinn 8. Meira

Viðskipti

15. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 306 orð

Afkoman hérlendis er slök vegna mikilla tjóna

SIGMAR Ármannsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga, segir að vegna mikils tjónakostnaðar hér á landi, sé heildarafkoma íslenskra vátryggingafélaga slök í samanburði við evrópsk tryggingafélög. Hins vegar staðfesti samanburður frá Hagstofu Evrópusambandsins, EUROSTAT, að rekstrarkostnaður tryggingarfélaga sé lægri hér en almennt gerist í ríkjum Evópska efnahagssvæðisins. Meira
15. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 274 orð

Hagnaður um 178,5 millj. kr.

ÞORMÓÐUR rammi hf. á Siglufirði skilaði 178,5 milljónum króna í hagnað á árinu 1996 og nam hagnaðurinn 9,3% af veltu. Hagnaður nam 206,1 milljón króna árið á undan. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 121,7 milljónum króna sem er 39,2% minni hagnaður en árið á undan þegar hann var 200,2 milljónir. Meira
15. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 154 orð

»Minni ótti við vaxtahækkun

MIKIL umskipti urðu í evrópskum kauphöllum í gær, þar sem bandarískar hagtölur drógu úr ugg um vaxtahækkun. Eftir slæma byrjun í kjölfar 160 punkta lækkunar í Wall Street jókst bjartsýni á ný í Lundúnum, París og Frankfurt og verð hækkaði. Þegar viðskiptum vikunnar lauk í Evrópu hafði Dow Jones hækkað um tæplega 1% eða 70 punkta. Meira
15. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 411 orð

Sameining við Féfang jók hagræði og umsvifin um þriðjung

REKSTUR Glitnis hf. á sl. ári gekk vel og skilaði félagið 87,4 milljóna hagnaði. Á árinu 1995 nam hagnaðurinn 105 milljónum, en þá naut félagið 44 milljóna króna lækkunar á tekjuskattsskuldbindingu sem rekja má til sameiningar Glitnis og Féfangs. Rekstrarafkoma félagsins batnaði því verulega í fyrra, þar sem hagnaður fyrir skatta nam þá 92 milljónum í samanburði við 66 milljónir árið 1995. Meira
15. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 314 orð

Tap Hólmadrangs rúmar 50 milljónir

TAP Hólmadrangs hf. árið 1996 var rúmar 50 milljónir króna en árið á undan var rúmlega 57 milljóna króna hagnaðar. Í skýrslu stjórnar félagsins kemur fram að tap ársins skýrist nær eingöngu af taprekstri í rækjuvinnslu. Þar segir ennfremur að rækjuvinnslur hafi átt almennt í miklum erfiðleikum á árinu 1996 og þar hafi Hólmadrangur ekki verið nein undantekning. Meira
15. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 210 orð

Þrjú tilboð í Skýrr

ÞRJÚ tilboð bárust í 51% eignarhlut í Skýrr hf. en tilboðsfresti í fyrri hluta kaupanna lauk í gær. Tilboðin eru öll frá innlendum fyrirtækjum og eru á bilinu 60 til rúmlega 81 milljón króna. Hæsta tilboðið áttu Opin kerfi hf. 81,6 milljónir króna. Næsthæsta tilboðið, 75,1 milljón, áttu þrjú fyrirtæki í sameiningu, Kögun hf., Nýherji hf. og Olíufélagið hf. Meira

Daglegt líf

15. mars 1997 | Neytendur | 100 orð

Dömubindi og buxnahlífar

SKIPHOLTS apótek hefur hafið sölu á Natracare dömubindum, buxnahlífum og tíðatöppum frá Bodywise Ltd. á Bretlandi. Í fréttatilkynningu frá Bergfelli ehf. segir að tíðatapparnir séu rayonfríir og framleiddir úr 100% súrefnisbleiktri bómull. Meira
15. mars 1997 | Neytendur | 28 orð

Mentadent í pumpum

NýttMentadent í pumpum MENTADENT tannkreminu er ætlað að vinna gegn tannholdsbólgu, tannsteini og tannskemmdum. Nú er tannkremið fáanlegt í pumpum en það hefur verið á markaðnum í venjulegum túpum. Meira
15. mars 1997 | Neytendur | 798 orð

Neytendasamtökin kynna leiðir til lausnar deilum við seljendur

Í dag, laugardag, er alþjóðadagur neytendaréttar. Í tilefni dagsins halda Neytendasamtökin daginn hátíðlegan með ýmsum hætti. Verða í verslunum og kynna samtökin "Við ætlum að nýta daginn til að koma þeim málum að sem við teljum að skipti máli fyrir íslenska neytendur", segir Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Meira
15. mars 1997 | Neytendur | 67 orð

Ný lína frá Vaseline

KOMIN er á markað ný lína frá framleiðendum Vaseline. Hér er um þrenns konar krem að ræða, eitt til verndar höndum og nöglum, annað sem mýkir og nærir allan líkamann og það þriðja sem á að vernda húðina í dagsins önn, nokkurs konar forvarnarkrem. Það er Ásgeir Sigurðsson ehf. sem flytur vörurnar til landsins en þær eru fáanlegar í flestum apótekum og matvöruverslunum. Meira
15. mars 1997 | Neytendur | 302 orð

Pönnukökur og karrí

SYSTKININ Shabana og Nashir Zaman ætla að elda saman í dag, laugardag, á veitingastaðnum Á næstu grösum og kynna matreiðslu eins og tíðkast í Pakistan. Shabana hefur verið búsett hér um árabil, er gift Íslendingi og hefur haldið mörg matreiðslunámskeið. Nashir bróðir hennar hefur verið búsettur hér í um ár. Meira
15. mars 1997 | Neytendur | 45 orð

Sykurpúðar

FARIÐ er að selja sykurpúða frá fyrirtækinu Taveners. Sykurpúðarnir eru notaðir í bakstur, kakó og á grillið. Þá eru þeir þræddir á spjót og brúnaðir yfir eldinum. Sykurpúðarnir fást í hvítu og bleiku og Ásgeir Sigurðsson ehf. flytur þá inn. Þeir fást í mörgum matvöruverslunum. Meira

Fastir þættir

15. mars 1997 | Í dag | 436 orð

AÐ uppátæki breskrar auglýsingastofu að greiða leigubílstjórum í Lun

AÐ uppátæki breskrar auglýsingastofu að greiða leigubílstjórum í Lundúnum fé fyrir að masa um Siemens-bílasíma við farþega ber því vitni hve langt menn eru reiðubúnir að ganga til að koma vöru sinni á framfæri. Meira
15. mars 1997 | Dagbók | 2887 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 14.­20. mars eru Borgarapótek, Álftamýri 1­5 og Grafarvogsapótek, Hverafold 1­5, opin til kl. 22. Auk þess er Borgarapótek opið allan sólarhringinn. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19. Meira
15. mars 1997 | Í dag | 80 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Áttræður er í d

Árnað heilla ÁRA afmæli. Áttræður er í dag, laugardaginn 15. mars, Haukur Pjetursson, mælingarverkfræðingur, Sólvallagötu 22, Reykjavík. Eiginkona hans er Jytte Lis Östrup. Þau hjónin taka á móti gestum á heimili sínu, mánudaginn 17. mars kl. 16­19. ÁRA afmæli. Meira
15. mars 1997 | Fastir þættir | 645 orð

Barnagaman frá Disney

EKKERT fyrirtæki er eins vel í stakk búið að framleiða tölvuleiki fyrir börn og Disney risinn, með allt sitt kvik- og teiknimyndasafn. Það getur því vart komið á óvart að fyrirtækið skuli halda út á þennan markað, sem getur gefið vel af sér ef rétt er að málum staðið. Meira
15. mars 1997 | Fastir þættir | 380 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

AV Guðmundur M. Jónsson ­ Hans Óskar Isebarn243Dúa Ólafsdóttir ­ Ólína Kjartansdóttir241Guðbrandur Guðjohnsen ­ Magnús Þorkelsson240 14 pör tóku þátt í Verðlaunapottinum og skiptist hann síðan á 2 efstu pörin sem tóku þátt í honum. Meira
15. mars 1997 | Fastir þættir | 156 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hornafja

NÝLOKIÐ er æsispennandi aðalsveitakeppni Bridsfélags Hornafjarðar. Þar sem hver yfirslagur skipti sköpum um sæti. Fjórar sveitir áttu möguleika á fyrsta sæti. Sparisjóður spilaði við Gunnar Pál og tapaði 8:22 og átti ekki möguleika á að vinna. Sveit Hafdísar átti þá möguleika með því að vinna stórt en sá aldrei til sólar. Meira
15. mars 1997 | Fastir þættir | 550 orð

FERMINGAR SUNNUDAGINN 16. MARS

Fermingarbörn í Keflavíkurkirkju 16. mars 1997 kl. 10.30. Andri Freyr Stefánsson, Heiðarbóli 21. Arnar Bjarki Arnoddsson, Freyjuvöllum 15. Bergur Örn Gunnarsson, Kirkjuteigi 3. Brynjar Ólafsson, Skólavegi 36. Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir, Kirkjuteig 5. Daníel Freyr Rögnvaldsson, Melteigi 20. Meira
15. mars 1997 | Fastir þættir | 569 orð

Getur nikótín valdið krabbameini?

Nikótín Spurning: Getur nikótín eitt og sér valdið krabbameini? Eru nikótínplástrar og nikótíntyggjó á einhvern hátt skaðlegt heilsu manna, er t.d. hugsanlegt að menn geti fengið krabbamein af því að nota það? Svar: Ekki er talin hætta á að nikótín valdi krabbameini. Meira
15. mars 1997 | Fastir þættir | 974 orð

Guðspjall dagsins: Hví trúið þér ekki? (Jóh. 8

Guðspjall dagsins: Hví trúið þér ekki? (Jóh. 8.) »ÁSKIRKJA: Kirkjudagur Safnaðarfélags Ásprestakalls. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sigurður Skagfjörð syngur einsöng. Kirkjukór Áskirkju syngur undir stjórn Kristjáns Sigtryggssonar organista. Kaffisala Safnaðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Meira
15. mars 1997 | Fastir þættir | 735 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 892. þáttur

892. þáttur FERSKEYTLUÆTT VII, gagaraljóð, er fram úr hófi skemmtilegur rímnaháttur. Er þó hrynjandinni í engu breytt frá venjulegri ferskeytlu, nema hvað einu atkvæði er aukið við síðlínurnar. Hrynjandin verður þá hin sama og í stafhendu (sjá síðar), en endarímsetningin önnur. Meira
15. mars 1997 | Fastir þættir | 663 orð

Keppt í mat og þjónustu

HIN árlega keppni um matreiðslumann ársins var haldin í fjórða sinn um síðustu helgi og í byrjun vikunnar var síðan haldin í fyrsta skipti keppni um vínþjón ársins. Sigurvegarar í báðum keppnunum komu frá Hótel Holti, matreiðslumaðurinn Hákon Grétar Örvarsson og yfirþjónninn Haraldur Halldórsson. Meira
15. mars 1997 | Fastir þættir | 1005 orð

Mario snýr aftur

LÍKLEGA eru fyrstu kynni flestra af tölvum í gegnum leikjatölvur og nægir að nefna Nintendo-æðið sælla minninga og síðan Sega Megadrive sem fylgdi í kjölfarið. Sega-tölvurnar voru 16 bita eins og það kallast, en 16 bita Nintendo- tölvur, sem kölluðust SNES, náðu ekki viðlíka hylli. Meira
15. mars 1997 | Dagbók | 380 orð

Reykjavíkurhöfn:

dagbok nr. 62,7------- Meira
15. mars 1997 | Fastir þættir | 659 orð

Slitinn strengur

Músíktilraunir, hljómsveitakeppni Tónabæjar. Tíu hljómsveitir kepptu um sæti í úrslitum næstkomandi föstudag. Fram komu Andhéri, Animosity, Anus, Fungus, Triumphant Warrior, Gaur, Drákon, Lady Umbrella, Urðhurðhurðauga og Stórbruni. Annað undanúrslitakvöld, haldið 13. mars. Meira
15. mars 1997 | Dagbók | 320 orð

Spurt er...

1 Nýtt íslenskt leikrit, Völundarhús, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Hvað heitir höfundur þess? 2 Íslendingur vann til verðlauna á heimsmeistaramótinu innanhúss í frjálsum íþróttum, sem haldið var í París fyrir viku. Meira
15. mars 1997 | Fastir þættir | 768 orð

Tvöfaldur íslenskur sigur

ÞEIR Jón Garðar Viðarsson og Þröstur Þórhallsson urðu jafnir og efstir. Jón Garðar náði sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Að þessu sinni lét hann engan bilbug á sér finna á lokasprettinun og gerði jafntefli við stórmeistarana Mikhail Ivanov, Rússlandi, og Þröst Þórhallsson. Skák þeirra Jóns Garðars og Þrastar í síðustu umferð var hrein úrslitaskák um efsta sætið. Meira

Íþróttir

15. mars 1997 | Íþróttir | 123 orð

Allir geta leikið vörn

VALLEJO segir að ekki sé öllum í blóð borið að leika sóknarleik, en allir ættu að geta leikið vörn ef þeir hljóta leiðsögn. "Ef leiðbeinandi tekur að sýna tuttugu krökkum helstu handtökin í sóknarleik, munu aðeins þrír þeirra nýta sér kennsluna og verða þess vegna góðir sóknarmenn. Til þess að verða góður sóknarmaður verður viðkomandi að vera ákveðinn að eðlisfari. Öðru gildir um varnarleik. Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 87 orð

Boban til Man. Utd? ZVONIMIR Boban, fyrirliði króa

ZVONIMIR Boban, fyrirliði króatíska landsliðsins í knattspyrnu, sem leikur með AC Milan, er nú enn einu sinni orðaður við ensku meistarana í Manchester United. "Stjóri" liðsins, Alex Ferguson, er sagður tilbúinn að greiða 5 miljónir punda fyrir þennan 28 ára miðvallarleikmann. Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 93 orð

Breiðablik í 1. deild Breiðablik úr Kóp

Breiðablik úr Kópavogi sigraði Þór á Akureyri, 26:25, í 2. deild karla í gærkvöldi. Með sigrinum tryggðu Kópavogsbúar sér sæti í 1. deild að ári eins og Víkingar gerðu fyrir skömmu. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en í hálfleik hafði Breiðablik eins marks forskot, 11:10. Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 81 orð

Christie með á HM? LINFORD Christie, fyrrum ó

LINFORD Christie, fyrrum ólympíumeistari í 100 m hlaupi, verður e.t.v. með á heimsmeistaramótinu í Aþenu í sumar. Christie hefur sagst hættur, nema hvað hann ætli að vera með breska liðinu í Evrópubikarkeppninni. Tony Jarrett segir Christie hins vegar í svo frábærri æfingu að hann hljóti að skipta um skoðun. Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 58 orð

FÉLAGSLÍFHerrakvöld Stjörnunnar

Hið árlega herrakvöls Stjörnunnar verður haldið í samkomuhúsinu Garðaholti föstudagskvöldið 21. mars. Miðar eru seldir í Stjörnuheimilinu alla virka daga kl. 13 til 19 en ekki við innganginn. Aðalfundur Fjölnis Ungmennafélagið Fjölnir í Grafarvogi heldur aðalfund sinn, laugardaginn 22. mars kl. 13.30 að Dalhúsum 2. Venjuleg aðalfundarstörf. Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 1484 orð

Gott að eiga svona menn

Afturelding braut blað í sögu félagsins þegar liðið varð deildarmeistari í 1. deild karla í handknattleik í fyrrakvöld. Þetta er stærsti sigur félagsins í Mosfellsbæ og af því tilefni ræddi Steinþór Guðbjartsson við Einar Þorvarðarson, þjálfara liðsins síðustu tvö ár. Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 62 orð

Handknattleikur

2. deild karla: Þór ­ Breiðablik25:26 Mörk Þórs: Atli Már Rúnarsson 7, Samúel Árnason 6/1, Atli Þór Samúelsson 5/1, Arnar Gunnarsson 3, Andrés Magnússon 2, Þorvaldur Sigurðsson 2. Varin skot: Sævar Kristjánsson 12 skot. Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 487 orð

Handknattleikur Laugardagur: Undankeppni HM kvenna: Seltjarnarn.:Ísland ­ Svisskl. 16.30 2. deild karla: Seltjarnarn.:KR ­ HMkl.

Handknattleikur Laugardagur: Undankeppni HM kvenna: Seltjarnarn.:Ísland ­ Svisskl. 16.30 2. deild karla: Seltjarnarn.:KR ­ HMkl. 18.30 Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 185 orð

Haukar kæra úrskurð aganefndar í máli Arons

HANDKNATTLEIKSDEILD Hauka hefur lagt inn kæru til dómstóls HSÍ vegn ákvörðunar aganefndar HSÍ frá 13. mars sl. um að úrskurða Aron Kristjánsson í þriggja leikja bann. Haukar telja að ekki hafi verið staðið löglega að afgreiðslu málsins og því beri að ógilda niðurstöðu aganefndar HSÍ. Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 93 orð

Knattspyrna Alþjóðlegt kvennamót í Portúgal Finnland - Ísland2:0 Noregur - Danmörk3:0 Þetta var þriðji leikur íslenska liðsins á

Alþjóðlegt kvennamót í Portúgal Finnland - Ísland2:0 Noregur - Danmörk3:0 Þetta var þriðji leikur íslenska liðsins á mótinu og töpuðust hinir tveir líka Ísland leikur við Portúgal um 7. sætið á morgun. Holland 1. deild: Ajax - Roda JC3:1 Þýskaland Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 140 orð

Körfuknattleikur

Undanúrslit 1. deildar karla: Valur - Leiknir85:79 Leiknismenn voru yfir nær allan leikinn og mest 15 stig og staðan í hálfleik var 46:37 fyrir Leikni. Þegar fjórar mínútur voru eftir höfðu Leiknismenn misst fjóra af lykilmönnum sínum útaf með fimm villur og það nýttu Valsmenn sér og tóku framúr. Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 265 orð

Metaregn á fyrsta keppnisdegi

Sprettsundskóngurinn Ríkarður Ríkarðsson úr Ægi byrjaði meistaramótið innanhúss í Vestmannaeyjum af krafti með því að bæta eigið Íslandsmet í 50 metra skriðsundi um 0,04 sekúndur. Hann synti á 23,47 sekúndum og var það eina Íslandsmetið sem sett var á fyrsta keppnisdegi mótsins í gær. Auk þess voru sett sex aldursflokkamet. Örn Arnarson, SH, setti tvö þeirra. Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 302 orð

Níu útlendingar á Skíðalandsmótinu

Skíðamót Íslands verður haldið um páskana á Dalvík og Ólafsfirði. Undirbúningur mótsins hefur staðið lengi og er nú á lokastigi. Mótið að þessu sinni verður jafnframt stigamót í alpagreinum, sem gefur alþjóðleg styrkstig (punkta). Nú þegar er ákveðið að níu erlendir keppendur taka þátt í mótinu. Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 156 orð

Rangers í vandræðum vegna meið

MARK Hately, fyrrum miðherji enska landsliðsinsí knattspyrnu, er kominn aftur til Glasgow Rangers. Hann fór þaðan til QPR í fyrra fyrir einamilljón punda, en Walter Smith "stjóri" Rangerskeypti hann aftur í gær á 400 þúsund pund. Hately, sem er 35 ára, verður í fremstu víglínu gegnCeltic á morgun. Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 54 orð

Sigurður og Lilja meistarar

SIGURÐUR Jónsson og Lilja Rós Jóhannesdóttir úr Víkingi urðu í gærkvöldi Íslandsmeistarar í tvenndarleik í borðtennis. Þau unnu Íslandsmeistarana frá í fyrra, Guðmund E. Stephensen og Evu Jósteinsdóttur, í úrslitaleik 21:19, 15:21 og 21:12. Alls tóku átta pör þátt í mótinu, sem verður framhaldið í TBR-húsinu í dag og á morgun. Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 56 orð

Skíði

Bikarmót SKÍ Mótið var haldið á Ólafsfirði í gær. Svig karla: 1. Haukur Arnórsson, Ármanni1.27,73 2. Gunnlaugur Magnússon, Ak.1.30,76 3. Pálmar Pétursson, Ármanni1.32,08 4. Eggert Þór Óskarsson, Ólafsf.1.33,44 5. Kristinn Magnússon, Akureyri1.34,09 Svig kvenna: 1. Dagný L. Kristjánsdóttir, Ak. Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 1398 orð

Sókn vinnur leiki en vörn titla

Kanadamaðurinn Antonio Vallejo hefur þjálfað körfuknattleikslið ÍR í vetur. Edwin Rögnvaldsson ræddi við þjálfarann og komst að því að skoðun hans á íslenskum varnarleik er áhugaverð. Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 200 orð

Stærsta stund í sögu Aftureldingar

AFTURELDING fagnaði fyrsta meistaratitli sínum í 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld, er félagið gulltryggði sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Val, 20:19, að Hlíðaraenda. Fyrirliði liðsins, Alexej Trúfan, hampar bikarnum á myndinni að ofan skælbrosandi og félagar hans eru augljóslega ekki síður ánægður með árangurinn. Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 134 orð

Sund

Meistaramót Íslands innanhúss Vestmannaeyjar: 200 m fjórsund karla: 1. Örn Arnarson, SH2.06,53 2. Magnús Konráðsson, Keflavík2.06,89 3. Marteinn Friðriksson, Ármanni2.12,55 200 m fjórsund kvenna: 1. Eydís Konráðsdóttir, Keflavík2.21,67 2. Lára Hrund Bjargardóttir, Þór2.23,78 3. Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 101 orð

Úrvalsdeildin að sumu leyti lík þeirri kanadísku

ANTONIO Vallejo er alinn upp í Toronto í Kanada. Þar starfaði hann sem aðstoðarþjálfari hjá háskólaliði, sem lék í helstu körfuknattleiksdeildinni þar í landi. Hann segir að sú deild sé að sumu leyti mjög lík íslensku úrvalsdeildinni, "Enginn íþróttamaður í Kanada fær skólastyrki vegna góðrar frammistöðu í íþróttum og leikmennirnir í deildinni fá ekkert borgað fyrir leik sinn, Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 98 orð

Þróttur N. í úrslit

Þróttar frá Neskaupstað er komið í fyrsta skipti í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla. Liðið lagði ÍS 3:0 í Hagaskólanum í gærkvöldi. Hrinurnar enduðu 15:9, 15:6 og 16:14. Móttakan var skelfileg hjá ÍS og Demirev og Óskar Hauksson, sem hafa borið þungann af henni í vetur, skiluðu þeim þætti illa. Meira
15. mars 1997 | Íþróttir | 25 orð

(fyrirsögn vantar)

Sunnudagsblað

15. mars 1997 | Sunnudagsblað | 223 orð

Live kemur á óvart

BANDARÍSKA rokksveitin Live tók sér góðan tíma til að komast á toppinn, kannski með það í huga að þeir sem fara hraðast upp eru yfirleitt skemmst á toppnum. Þannig eyddi sveitin fimm árum í að undirbúa fyrstu breiðskífuna, þá þremur í aðra skífuna, sem seldist í milljónaupplagi, og fyrir skemmstu kom út svo þriðja skífan eftir þriggja ára bið og kallast Secret Samadhi. Meira
15. mars 1997 | Sunnudagsblað | 179 orð

Pottþétt safn

POTTÞÉTT safnplöturöðin heldur áfram af fullum krafti, enda eru plötur í röðinn jafnan með söluhæstu skífum ársins. Fyrir skemmstu kom út sjöundi skammtur. ÁPottþétt-plötunum er jafnan sitthvað um innlenda tónlist í bland við erlend lög, en að þessu sinni er aðeins eitt lag íslenskra flytjenda á boðstólum, enda lítið að gerast á þeim slóðum um þessar mundir. Meira
15. mars 1997 | Sunnudagsblað | 590 orð

»Tónlistartímarit á geisladiskum BRESKA útgáfan Volume hefur unnið sér

BRESKA útgáfan Volume hefur unnið sér orð fyrir vandaðar og sérstæðar útgáfur, því fyrirtækið hefur gefið út einskonar tónlistartímarit; með disk eða diskum með safni ýmissa laga hefur fylgt ítarlegur bæklingur með myndum og upplýsingum um flytjendur. Meira

Úr verinu

15. mars 1997 | Úr verinu | 234 orð

Góð loðnuveiði í Faxaflóa

LOÐNUVEIÐAR ganga nú vel eftir óveðurskaflann í síðustu viku og keppast skipin við að bera loðnu á land til hrognavinnslu áður en loðnan hrygnir. Mokveiði var hjá loðnuskipunum norðarlega í Faxaflóa í blíðunni í gær. Viðar Karlsson, skipstjóri á Víkingi AK, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær vera búinn að taka tvö köst, alls um 800 tonn. Meira
15. mars 1997 | Úr verinu | 463 orð

Vinnuaðstaða til leitar og skráningar gjörbreytist

BÓKASAFNI Sjómannaskólans fékk fyrir skömmu afhentan tölvubúnað að gjöf sem safninu sárvantaði, en það voru fyrirtækin Olís, Samskip, Kælismiðjan Frost og Hampiðjan sem sameinuðust um gjöfina. Meira

Lesbók

15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2026 orð

Á VIT INNSÆIS

Í óræk spor þín féll ímynduð birta míns ullhvíta draums. Ég sá andlit þitt speglast í innhverfri bylgju hins öfuga straums. Og svipur þinn rann eins og svalkaldur skuggi milli svefns míns og draums. Steinn Steinarr Tíminn og vatnið Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1151 orð

BORIS CHRISTOFF Á HEIMAVELLI

Modest Mussorgsky: Sönglög og sönglagaflokkar ­ heildarsafn. Einsöngur: Boris Christoff. Meðleikarar: Alexandre Labinsky og Gerald Moore (píanó). Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveit franska ríkisútvarpsins. Hljómsveitarstjóri: Georges Tzipine. Útgáfa: EMI Références CHS 7 63025 2 ­ mono (3 diskar). Verð: 3.499 ­ Skífan. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 179 orð

BRESKIR LEIKLISTARNEMAR Í ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANUM

VON er á hópi leiklistarnema frá The Bristol Old Vic Theatre School á Englandi til landsins að setja upp leikrit í Þjóðleikhúskjallaranum sem nefnist Northern Lights eftir Frederick Harrison. Leikritið gefur innsýn í líf þriggja ungra farandverkamanna frá Bretlandi á Tálknafirði. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1600 orð

BRÉF FRÁ SLÓVAKÍU

Ég var búinn að ganga um aðalgötuna í Kosice allan eftirmiðdaginn. Steikjandi hiti var um allt landið, yfir þrjátíu gráður og dúnalogn. Erindi mitt var að finna einfaldan myndaramma. Ég var búinn að fara í margar verslanir og reyndi að gera mig skiljanlegan á fágaðri ensku. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 968 orð

Efnafræðilegar vinnslurannsóknir jarðhita Eftir Hrefnu Kristmannsdóttur og Halldór Ármannsson Efnafræðilegar rannsóknir á

UM 45% af orkunotkun Íslendinga er úr jarðvarma, mest til húshitunar. Þótt um 86% íslensku þjóðarinnar búi við jarðvarmahitaveitur og flest auðvirkjanleg jarðhitasvæða nálægt þéttbýli séu virkjuð er rannsókna enn þörf. Vinnanlegur jarðhiti mun finnast með áframhaldandi könnun. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 293 orð

EFNI

Hagavatn við Langjökul er sérkennilegt náttúrufyrirbæri í þá veru, að það er sjaldnast til lengdar á sama stað og hefur síðan á síðustu öld margoft flutzt til og frá. Tilefnið er nýr úrskurður umhverfisráðherrans um að sandurinn við Hagavatn, sem eytt hefur gróðri á stórum svæðum, eigi að fá að gera það áfram. Graham Swift Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1089 orð

EINKAVÆÐING LISTARINNAR

ÁUNDANFÖRNUM tíu til tólf árum hafa svokallaðir listfræðingar tekið yfir alla sýningarsali og listasöfn á Íslandi og með því orðið leiðandi afl í myndlist," fullyrðir Einar Hákonarson myndlistarmaður sem þessa dagana er að reisa menningarmiðstöð, Listaskálann í Hveragerði, Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 456 orð

ENGLAR OG DJÖFLAR

DICTIONARuY of Deities and Demons in the Bible ­ DDD. Editors: Karel van der Toorn ­ Bob Becking ­ Pieter W. van der Horst. E.J. Brill ­ Leiden, New York, Köln. 1995. ÞAÐ SEM þú hefur í hendinni er ekki bók, það er "bókin" ­ Upphaf ritgerðar Georges Steiners um Biblíuna. "Biblía þýðir bók. Fyrsti "texti" í vestrænum menningarheimi, þ.e. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2352 orð

HAGAVATN VATN Á FARALDSFÆTI EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Hagavatn er nú aðeins þriðjipartur þess sem það var fyrir 1939 og fyrr á

VONIR sem stóðu til þess að Landgræðslan gæti hafið stíflugerð við Hagavatn og bætt með því gróðurskilyrði og stöðvað landeyðinu, hafa í bili orðið að engu með nýjum og afar umdeilanlegum úrskurði umhverfisráðherra. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 88 orð

HRINGURINN

Í daufu skini lampans, lágum rómi lesin útvarpssagan, glitrar hringur, mynd af ungri konu, krepptir fingur, klukkan tifar, slær með dimmum hljómi. Lygnir aftur augum, regn á glugga, úti hvíslar golan, manstu forðum? Hugsun sem var aldrei tjáð í orðum, ellilúnir fætur stólnum rugga. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 132 orð

HUGGUN

Síðasti dagur ársins rennur upp og ég heimsæki kirkjugarðinn í rigningu get ekki kveikt á kertinu og hugsa um hvort það sé hættulegt að vera ein á ferli í myrkri hjá hinum látnu. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

LANDSLAG HUGANS

HANN BEIÐ mín á brautarpalli í Suður-London, sannur Breti, augljóslega ákveðinn í því að firra mig öllum vandræðum við að komast leiðar minnar í ókunnu hverfi borgarinnar. Við gengum saman í hægðum okkar að notalegri krá í nágrenni við heimili hans, þangað sem hann venur komur sínar. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 121 orð

Leiðréttingar

Í Lesbók 8. marz sl. birtist grein undir fyrirsögninni Bugtarróðrar eftir Einar S.Friðriksson, útvegsbónda á Hafranesi við Reyðarfjörð, svo sem fram kom í inngangi. Undir mynd og í höfundarkynningu stóð hinsvegar ranglega Einar S. Einarsson. Í smásögunni Draumurinn eftir Björgu Elínu Sveinsdóttur féll niður hluti úr setningu og breytir merkingu hennar. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2061 orð

LEITIN AÐ FEGURSTU HÚSUM Á ÍSLANDI

Í30 ár hef ég öðru hverju haldið úti pistlum um byggingarlist í Lesbókinni, og fjallað bæði um erlendan og innlendan arkitektúr. Oft hef ég reynt að gera mér grein fyrir því, hvaða hús landsins væri best teiknuð, eða með öðrum orðum, í hvaða byggingu íslenzkur arkitektúr risti hæst. Í framhaldi af því hófst leit að þeim næstbeztu, allt niður í 10. sæti. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1959 orð

LISTAMENN TAKI AFSTÖÐU TIL LISTSKÖPUNAR SINNAR

EKKI ERU mörg ár síðan olíumálverkið hlaut uppreisn æru í listheiminum með tilkomu hreyfingar sem nefndist Nýja málverkið. Hingað til lands barst bylgja nýrra viðhorfa gagnvart málverkinu í upphafi níunda áratugarins. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 473 orð

MARÍA OG KROSSINN

MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju og Schola Cantorum flytja verk eftir Palestrina, Gesualdo, Arvo P¨art og Hjálmar H. Ragnarsson í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17.00. Stjórnandi beggja kóra er Hörður Áskelsson. Yfirskrift tónleikanna er María og krossinn. Þá ber upp á boðunardag Maríu sem birtist sem ljós í skammdegi föstunnar. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 774 orð

MYNDLIST Ásmundarsafn ­ Sigtúni

Ásmundarsafn ­ Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar Kjarvalsstaðir ­ Flókagötu Vatnslitamyndir Barböru Westman sýn. til 31. marz, og sýn. á nýjum verkum eftir Jacques Monroy, einnig sýn. á verkum eftir Kjarval til 11. maí. ASÍ ­ Ásmundarsalur ­ Freyjugötu 41 Sólveig Aðalsteinsdóttir sýn. til 22. marz. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 122 orð

ÓLÍK HJÖRTU

Hinn vondapri af tápleysi talar og finnur til kvíða og kvalar: Haustmyrkrið þunga seitlar í sál mína inn, svartnætti þess ég finn. Regnkaldur himinn í hjartanu í mér hellir úr sér tárum frá sárum og tómleikinn sker tilgangslaus hérvistin er! Hinn vonglaði mælir í mót með hugann við blessun og bót: Þó styttist nú dagur, Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2256 orð

RÆKARLS KJAFTUR EFTIR DAVÍÐ ERLINGSSON

Menning, kúltúr, er m.a. rækt og ræktun og beinist og hlýtur að beinast að einhverju takmarki sem er í einhverja skynjaða stefnu. Þangað verður hræring. Í merkingu þessa samhengis er hræringaráttin höfuðátt eða meginstraumur og stefna og vilji manna og mannfélaga. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1612 orð

SILFUR

Dökkir litir, og djúpir. Daman lagði dulurnar í bunka við bringu þína, fletti þeim, grandskoðaði þig í speglinum, íhugaði litina og þig, skráði hjá sér og masaði. -Jú, þú ert pottþétt sumar. Sérðu ekki hvernig litirnir lífga upp á þig? Þeir kalla fram fegurðina í þér. Hárið, það er skollitað. Hún brosti, -Svolítið skemmtileg, blæbrigðin í því. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 269 orð

Sígandi lukka er best EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON

Mér hefur verið bent á að stundum er farið rangt með málsháttinn Sígandi lukka er best (19. öld) þannig að í stað sígandi er notað ?stígandi. Þar með er sú viska sem að baki liggur fyrir borð borin þar sem merking málsháttarins vísar ekki til "vaxandi (stígandi) gæfu eða láns" heldur "hamingju, láns" sem kemur "jafnt og þétt (sígandi)". Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 989 orð

SKAMMDEGISSÓL Í LEIFSBÚÐUM

Meira var þar jafndægri en á Grænlandi eða á Íslandi. Sól hafði þar eyktarstað og dagmálastað um skammdegi. Í þessum tveimur gagnorðu setningum Grænlendingasögu er fólgin gáta sem menn hafa árangurslaust brotið heilann um í 800 ár. Þarna er verið að lýsa sólargangi í vetursetu Leifs heppna Eiríkssonar þegar hann fann Vínland hið góða fyrir tíu öldum. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 106 orð

SNJÓFLÓÐ Magnús Ásgeirsson þýddi

Sjá, hve á vorin falla niður fjöll í flaumi hröðum, vafin geisladýrð, sólvakin snjóflóð ­ samanþjöppuð mjöll í sáldi stormsins hreinsuð, vígð og skírð, sem hlóðst þar efra í lög með tíma og tíð: Á tinda andans, sem við himin ber, svo frjáls og djarfleg hugsun hleðst um síð á hugsun, unz úr skorðum bylta sér þau miklu sannindi öll, Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 289 orð

TILTEKTARGJÖRNINGUR Í NÝLISTASAFNINU

Í NÝLISTASAFNINU við Vatnsstíg er nú allsérstæð sýning sem nefnist Tiltekt. Listaverkageymsla safnsins hefur verið rýmd og verkunum komið fyrir í öllu safninu. Safnið er þannig orðið umgjörð um tiltektargerning þar sem þrír fagmenn mæla og meta, mynda, skrá og spá í verkin sem koma út úr geymslunni. Í lok sýningarinnar verða myndirnar fluttar í aðra geymslu. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 139 orð

VOGUR

1. DAGUR Hér sit ég bregst sjálfum mér öllum, alltaf sífellt fangi eigin hugsana 3.DAGUR Hugsun þú veitir mér frelsi, vinur síðar hneppir þú mig í fangelsi, óvinur 5.DAGUR Ég reyni drekk kaffið sársaukinn nístir mig enn er pláss fyrir von? 7. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 49 orð

VONSVIKIÐ HJARTA

Vonir mínar reyndust skýjaborgir, sem hrundu. Mér finnst Drottinn hafi brugðist mér að fullu. Þó leitast ég við að vona á ljósglætu. Myrkur í huganum og vonsviknu hjarta, sem grætur. Það erfiðasta við að fylgja Drottni er að bíða. Höfundurinn er skáld í Hveragerði. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 62 orð

YFIRGEFNA HÚSIÐ

Stiginn labbar upp sigsjálfan veggirnir strjúka sig gluggarnir stara hissa þar sem speglarnir spegla sig Ég flutti þar inn með fimm poka þá lifnuðu ljósin við ég gekk upp stigann til hálfs leit við. Hann var að elta mig. EKKERT Það er ekkert sem viðheldur ilmi þínum þótt ég finni hann enn. Meira
15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 57 orð

ÆFT FYRIR KÍNAFERÐ

TUTTUGU manna hópur heldur til Peking á mánudag, þar sem haldin verður íslensk menningarvika. Þar verður meðal annars sýnd ný ópera eftir Atla Heimi Sveinsson, Tunglskinseyjan, við söngtexta Sigurðar Pálssonar. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Emilsson leikstjóri Kristín Jóhannesdóttir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.