Greinar þriðjudaginn 8. apríl 1997

Forsíða

8. apríl 1997 | Forsíða | 123 orð | ókeypis

Amnesty gagnrýnir réttarhöld

FLEST réttarhöld yfir þeim sem grunaðir eru um fjöldamorðin í Rúanda 1994 eru dæmi um óréttláta dómsmeðferð, þar sem gengið er út frá því sem vísu að sakborningar séu sekir, þar til tekist hefur að sanna sakleysi þeirra, segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International. Meira
8. apríl 1997 | Forsíða | 326 orð | ókeypis

Árangurslítill fundur Netanyahu og Clintons

LÍTILL árangur varð af fundi Bill Clintons Bandaríkjaforseta og Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, í Washington í gær en boðað var til hans í skyndi í síðustu viku, vegna þess hversu ófriðlega horfir í samskiptum Ísraela og Palestínumanna. Sagði Clinton þá hafa átt "hreinskilnar og einlægar" viðræður en lét annars fátt uppi um þær. Meira
8. apríl 1997 | Forsíða | 206 orð | ókeypis

Danir greiða líklega þjóðaratkvæði um ESB

DANIR munu að öllum líkindum ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu snemma á næsta ári um niðurstöður ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins (ESB), vegna máls sem nú er rekið fyrir dómstólum um lögmæti ESB-aðildar Dana. Meira
8. apríl 1997 | Forsíða | 91 orð | ókeypis

Leitað á veðreiðarförum

GÍFURLEG öryggisvarsla var viðhöfð við Aintree-kappreiðavöllinn skammt frá Liverpool í gær er þar fór fram ein helsta árlega íþróttakeppni á Bretlandseyjum, Grand National- hindrunarhlaupið. Var það nú háð í 150. sinn. Leitað var á öllum áhorfendum og var myndin tekin við það tækifæri. Fylgdust 20.000 manns með hlaupinu og meðal þeirra voru John Major forsætisráðherra og Anna prinsessa. Meira
8. apríl 1997 | Forsíða | 89 orð | ókeypis

Ryðdallur til Færeyja?

NOTAÐ skip, sem Færeyingar keyptu í Frakklandi til að nota sem eftirlits- og björgunarskip, hefur reynst þarfnast meiri viðgerða en gert var ráð fyrir, að því er segir í Politiken. Þegar rætt var á færeyska lögþinginu hvort veita ætti 300 milljónir til viðgerða á skipinu lýsti John Petersen, sem sæti á í landstjórninni, Meira
8. apríl 1997 | Forsíða | 183 orð | ókeypis

Spenna eykst í Zaire

Reuter Spenna eykst í Zaire NÁMSMENN í Kinshasa, höfuðborg Zaire, efndu í gær til mótmæla gegn stjórn Mobutus Sese Sekos en námsmennirnir styðja forsætisráðherrann, Etienne Tshisekedi. Meira

Fréttir

8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð | ókeypis

329 semja um meðlagsskuldir

FIMM hundruð einstaklingar hafa leitað eftir heimild til samninga um niðurfellingu á meðlagsskuldum, að hluta eða að öllu leyti eða lækkun á mánaðarlegum greiðslum, samkvæmt því sem fram kemur í upplýsingum frá félagsmálaráðherra. Meira
8. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 62 orð | ókeypis

Albright boðið til fundar í Ósló

NORÐMENN sögðust í gær hafa boðið Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til fundar við utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Ósló í september. Markmið fundarins er að auka öryggi á Eystrasaltssvæðinu. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 312 orð | ókeypis

Atvinnulausir greiða ekki félagsgjald

FÓLK án atvinnu þarf ekki að greiða félagsgjöld af atvinnuleysisbótum frá og með 1. júlí nk., en þá taka gildi ný lög um atvinnuleysistryggingar. Það er á valdi stéttarfélaga hvort þau innheimta félagsgjöld af atvinnuleysibótum og segir Margrét Tómasdóttir, framkvæmdarstjóri Atvinnuleyistryggingasjóðs, að meirihluti félaganna geri það í dag. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð | ókeypis

Auglýst eftir 11 námsráðgjöfum

FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Reykjavíkur auglýsti nýlega lausar ellefu hálfs starfs stöður við grunnskóla Reykjavíkur þar sem óskað var eftir fólki með viðbótarmenntun í námsráðgjöf og kennslureynslu. Þetta er gert í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um að efla til muna námsráðgjöf við grunnskóla borgarinnar á þessu ári, að því er segir í fréttatilkynningu frá Fræðslumiðstöðinni. Meira
8. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 91 orð | ókeypis

Á 147 km hraða

ÖKUMAÐUR bifreiðar sem ekið var eftir Hringvegi í Kræklingahlíð var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á sunnudagskvöld. Bíllinn mældist á 147 kílómetra hraða, en á þessum stað er leyfður hámarkshraði 90 kílómetrar á klukkustund. Meira
8. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 386 orð | ókeypis

Ákvörðun um refsitolla frestað

ENGIN ákvörðun var tekin um álagningu refsitolla á norskan lax í undirboðsnefnd ráðherraráðs Evrópusambandsins (ESB) á fundi hennar í gær. Var ákvörðun frestað um viku til viðbótar svo einstök aðildarríki geti kynnt sér frekari gögn um málið. Nefndin fundaði um málið í tæpar þrjár klukkustundir í gær og voru mjög skiptar skoðanir um það, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins í Brussel. Meira
8. apríl 1997 | Miðopna | 1254 orð | ókeypis

Berklarnir sem "gleymdust" Alþjóðlegi heilbrigðisdaginn í gær var tileinkaður smitsjúkdómum og viðbrögðum við þeim.

Alþjóðlegi heilbrigðisdagurinn tileinkaður smitsjúkdómum Berklarnir sem "gleymdust" Alþjóðlegi heilbrigðisdaginn í gær var tileinkaður smitsjúkdómum og viðbrögðum við þeim. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin notaði daginn til þess að hvetja þjóðir heims til að efla sóttvarnastarf sitt. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 90 orð | ókeypis

Borgaraleg ferming í Ráðhúsinu

BORGARALEG ferming fór fram sunnudaginn 6. apríl í Ráðhúsi Reykjavíkur. Haldnar voru hátíðlega athafnir að lokinni 3ja mánaða fræðslu um siðfræði, mannleg samskipti, fjölskylduna og mannréttindi. Fimmtíu ungmenni og foreldrar þeirra tóku þátt í athöfnunum, fluttu ávörp, lásu ljóð og spiluðu á hljóðfæri. Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður var ræðumaður við báðar athafnirnar. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 336 orð | ókeypis

Bók er barna gaman

Barnabókavika Félags íslenskra bókaútgefenda Bók er barna gaman BARNABÓKAVIKA Félags íslenskra bókaútgefenda hófst í gær með því að Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, forsetafrú, Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð | ókeypis

Bólusett gegn heilahimnubólgu

BÓLUSETNING gegn heilahimnubólgu hófst í gær á Sauðárkróki á íbúum á aldrinum tveggja til átján ára til þess að koma í veg fyrir faraldur. Nýlega hafa þrjú tilfelli veikinnar komið upp þar með skömmu millibili. Heilahimnubólga af völdum meningókokkabakteríu hefur verið landlæg hér og hætta á farsótt verið yfirvofandi undanfarin ár en síðast varð faraldur árið 1976. Meira
8. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 187 orð | ókeypis

Brundtland vill veita WHO forstöðu

GRO Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, gaf til kynna á sunnudag að hún væri reiðubúin að taka við stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, ef samstaða næðist um það. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð | ókeypis

"Bættur rekstur" á Vestfjörðum

"BÆTTUR rekstur" er námskeið- og ráðgjafarverkefni þar sem unnið er að því að gera þátttakendur meðvitaðri um hlutverk sitt sem stjórnendur og þær stjórnunaraðferðir sem þeir geta nýtt sér til að ná betri árangir í rekstri fyrirtækja sinna. Verkefnið verður haldið á Ísafirði og hefst 13. apríl, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 595 orð | ókeypis

Deilt um ágæti Dagsbrúnarfundar

Á FJÓRÐA hundrað manns sótti fund verkalýðsfélaganna Dagsbrúnar og Framsóknar í Bíóborginni á sunnudag, en til hans var efnt að kröfu um fimm hundrað félagsmanna til að fá skýringar á nýgerðum kjarasamningum. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 211 orð | ókeypis

Dæmi um að börn og útigangsmenn fari í sorpgáma

SORPU og Gámaþjónustunni hf. hafa borizt ábendingar frá almenningi um að þess séu dæmi að útigangsmenn sofi í sorpgámum á höfuðborgarsvæðinu og að börn fari inn í gámana. Fyrirtækin hyggjast fara yfir verklagsreglur sínar vegna slyss í Svíþjóð, þar sem ungir bræður krömdust til bana er sorpgámur var tæmdur. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 242 orð | ókeypis

Ekki híft úr lestum vegna stórstraums

35 GÁMAR sem stóðu á þilfari Víikartinds voru hífðir frá borði um helgina og síðan dregnir með jarðýtum í var á fjörukambinn í Háfsfjöru. Vegna stórstraums var ekki híft úr fremri lestum skipsins í gær eins og til hafði staðið. Gámarnir sem hífðir voru á land um helgina voru innsiglaðir og verður væntanlega farið að flytja þá til höfuðborgarsvæðisins upp úr hádegi í dag. Meira
8. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 711 orð | ókeypis

Eldar loga í Ramallah Nýlega héldu Palestínumenn fyrsta alþjóðlega rithöfundaþing sitt í Birzeit-háskólanum nálægt borginni

ARAFAT kom ekki eins og fyrirhugað var til Jeríkó 22. mars að bjóða rithöfunda velkomna til fyrsta alþjóðlega rithöfundaþingsins í Palestínu. En það voru fluttar frá honum kveðjur til þingsins þar sem sagði að rithöfundar hefðu verið í fararbroddi við frelsun Palestínu. Ísraelsmenn aðhylltust einangrunarstefnu og hefðu sýnt valdbeitingu í Jerúsalem og svikið gerða samninga. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 329 orð | ókeypis

Engir fundir boðaðir hjá RSÍ og RARIK

HLÉ er nú á viðræðum fulltrúa rafiðnaðarmanna og RARIK um nýjan kjarasamning. Síðasti fundur var á sunnudag og ekki hefur verið kallað til nýs fundar. Verkfall hófst síðasta föstudag og segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, að þess muni gæta strax og bilanir komi fram í dreifikerfinu. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 372 orð | ókeypis

Enn ágreiningur um aðildarákvæði lífeyrisfrumvarps

FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða var lagt fram á Alþingi í gær. Með frumvarpinu er stefnt að því að setja í fyrsta skipti heildarlöggjöf um starfsemi lífeyrissjóða á Íslandi. Forystumenn ASÍ og VSÍ eru ósáttir við 2. grein frumvarpsins sem kveður á um að hægt sé að semja um aðild að lífeyrissjóðum. Meira
8. apríl 1997 | Landsbyggðin | 110 orð | ókeypis

Eyrarbakkahreppur 100 ára

Eyrarbakka-Hinn 18. maí næstkomandi verða liðin 100 ár síðan landshöfðingi gaf út bréf um skiptingu Stokkseyrarhrepps og þar með stofnun Eyrarbakkahrepps. Í þá daga var Eyrarbakki miðstöð viðskipta á Suðurlandi. Árið 1897 nam inn og útfluttningur samtals 584.271 krónu og var þá "Bakkinn" í 6. sæti kauptúna að þessu leyti, þar með talin Reykjavík. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 375 orð | ókeypis

Fatasöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar

HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar hefur ákveðið að standa fyrir fatasöfnun í fjórum bæjum landsins, á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og í Reykjavík, dagana 10.­12. apríl 1997. Gámum verður komið fyrir við kirkjur á viðkomandi stöðum og starfsfólk kirknanna tekur við fötunum. Þeim verður svo vélpakkað í Reykjavík til þess að minnka rúmmál og spara sendingarkostnað. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð | ókeypis

FÍS og verslunarmenn semja

FÉLAG íslenskra stórkaupmanna, FÍS, og Landssamband íslenskra verslunarmanna undirrituðu nýjan kjarasamning í gær. Samningurinn er í öllum aðalatriðum eins og þeir samningar sem FÍS hefur áður gert, bæði við VR og RSÍ. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 202 orð | ókeypis

Flak flugvélarinnar fannst á 30 m dýpi

FLAK flugvélarinnar TF-CCP, sem fórst síðastliðinn laugardag, fannst á rúmlega 30 metra dýpi um tvo km norður af álverinu í Straumsvík í gærkvöldi. Vélarinnar hafði þá verið leitað frá því um klukkan 14 á laugardag. Lík mannanna sem fórust með vélinni voru í flaki hennar. Unnið var að því í gærkvöldi að setja festingar á flakið og var ráðgert að reyna að hífa það upp í nótt. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 794 orð | ókeypis

Flugleiðir safna gögnum og kanna málsókn

FLUGLEIÐIR eru að láta lögfræðinga sína í Þýskalandi kanna hvort efni sé til höfðunar máls á þýska blaðið Bild-Zeitung eftir frétt þess sl. föstudag um að fyrirtækið væri á svörtum lista vegna flugöryggis. Fréttinni skaut víða upp í Þýskalandi en henni fylgdi að þýsk loftferðayfirvöld hefðu borið hana til baka. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 46 orð | ókeypis

Fórust með TF-CCP

TVEIR menn fórust með flugvélinni TF-CCP í Straumsvík á laugardag. Þeir voru: Þorgeir Logi Árnason, 50 ára, prentari. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Fannar Sverrisson, 28 ára, framleiðslustjóri hjá plastgerðinni Polyto. Hann var ókvæntur og barnlaus. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 191 orð | ókeypis

Fyrsta skóflustungan að nýjum verslunarháskóla

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra tók fyrstu skóflustungu að nýrri háskólabyggingu fyrir væntanlegan verslunarháskóla sem rísa mun á lóð nr. 2 við Ofanleiti, við hátíðlega athöfn í gærdag. Húsið er teiknað af arkitektunum Ormari Þór Guðmundssyni og Örnólfi Hall. Það verður 4.070 fermetrar og á fimm hæðum. Í því verður kennsluaðstaða fyrir 500 nemendur og kennara þeirra. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 189 orð | ókeypis

Fæðingarorlof fyrir feður á kjörtímabilinu

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs verði tryggður á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í máli Davíðs á fundi Sjálfstæðra kvenna í Valhöll á föstudagskvöld. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 165 orð | ókeypis

Göngu frá Fonti til Táar lokið

FJÖGUR ungmenni úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ gengu síðastliðna 17 daga frá Fonti á Langanesi yfir landið og lauk ferðinni á Reykjanestá síðdegis í gær, en þá höfðu þau lagt að baki hátt í 700 kílómetra. Upphaflega voru göngugarparnir fimm, fjórir piltar og ein stúlka, en gömul meiðsl tóku sig upp í hné hjá einum piltanna svo hann varð að hætta göngunni. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 34 orð | ókeypis

Hald lagt á brugg

LÖGREGLUMENN lögðu hald á 120 lítra af heimalöguðu áfengi og bruggtæki í iðnaðarhúsnæði við Kænuvog aðfaranótt mánudags. Eigandinn var á staðnum þegar lögreglumenn komu á vettvang og gerðu viðeigandi ráðstafanir. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 236 orð | ókeypis

Harmar viðbrögð SHÍ við frumvarpi um LÍN

RÁÐSTEFNA forystumanna Sambands ungra sjálfstæðismanna fór fram á Selfossi laugardaginn 5. apríl. Í ályktun frá fundinum furðar forystan sig á ummælum forystumanna Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að ekki hafi verið gengið nægilega í átt til óska námsmannna. Meira
8. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 148 orð | ókeypis

Herforingjadóttir beið bana

DÓTTIR næstæðsta manns herforingjastjórnarinnar í Búrma, Tin Oo, beið bana í sprengjutilræði á heimili foreldra sinna á sunnudag, að því er stjórn landsins staðfesti í gær. Orðrómur var á kreiki um að Tin Oo hefði sjálfur slasast og verið fluttur á sjúkrahús en það hafði ekki fengist staðfest í gær hvort rétt væri. Dóttir Tins Oo, Cho Lei Oo, var 34 ára tveggja barna móðir. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 232 orð | ókeypis

Hreifst af ungum baritón

FJÖLDI ungra íslenskra söngvara naut leiðsagnar hollensku söngkonunnar, Elly Ameling, á námskeiði hennar (masterclass) í ljóðasöng sem Schubert-hátíðin stóð fyrir í samvinnu við menningarmiðstöðina Gerðuberg. Í samtali við Morgunblaðið að loknu námskeiðinu sagði Ameling að margir mjög góðir söngvarar hefðu komið til sín þessa daga en einn þeirra hefði þó skarað fram úr. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð | ókeypis

Í lífshættu eftir fall af hestbaki

TUTTUGU og eins árs gömul stúlka varð fyrir alvarlegum höfuðáverka þegar hún féll af hestbaki skammt frá Knarrarósvita í Stokkseyrarhreppi laust eftir klukkan 18 á laugardagskvöld. Hún er talin í lífshættu. Meira
8. apríl 1997 | Landsbyggðin | 162 orð | ókeypis

Íslandsmótið í Svarta Pétri haldið á Sólheimum

Selfossi-Íslandsmeistaramótið í Svarta Pétri fór fram á Sólheimum í Grímsnesi síðastliðin sunnudag. Mótið hefur verið haldið í fjölda ára og er orðið fastur liður í lífi samfélagsins á Sólheimum. Þátttakendur voru fjölmargir að þessu sinni eða nálægt 70 talsins og komu þeir allstaðar af landinu. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 1284 orð | ókeypis

Í snjókomu og 20 stiga frosti í 5.300 metra hæð

EVERESTFARARNIR notuðu helgina í að koma sér fyrir í grunnbúðunum í hlíðum Everest. Talsverð snjómugga hefur verið í fjallinu síðustu daga og á nóttunni er 20 stiga frost. Leiðangursmenn bera sig vel, en eftir u.þ.b. Meira
8. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 242 orð | ókeypis

Jóhannes Geir endurkjörinn formaður

JÓHANNES Geir Sigurgeirsson, bóndi og varaþingmaður Framsóknarflokksins, var endurkjörinn formaður stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar eftir aðalfund félagsins sl. laugardag. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, var endurkjörin varaformaður stjórnar. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 658 orð | ókeypis

Klæðskerasaumað "Átak til athafna"

SÍMENNT er samband þrennra félagasamtaka, Bændasamtaka Íslands, Ungmennafélags Íslands og Kvenfélagasambands Íslands. Markmið Símenntar er að vinna að fullorðinsfræðslu um land allt, eins og stendur í fréttatilkynningu frá sambandinu þar sem m.a. er greint frá ráðningu Ingibjargar, sem segir nú aðeins nánar frá Símennt og hvað helst sé á döfinni. Meira
8. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 115 orð | ókeypis

Kosið um nýjan samning Iðju

BREYTINGAR á kjarasamningi Iðju, félags verksmiðjufólks og vinnuveitenda, voru kynntar á félagsfundi á sunnudag og segir Þorsteinn E. Arnórsson formaður Iðju að hljóðið í fundarmönnum hafi verið þokkalega gott. Félagsmenn í Iðju felldu kjarasamninga fyrir helgi, en nú hafa verið gerðir á þeim breytingar, m.a. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 447 orð | ókeypis

Kostnaði jafnað niður á eigendur farms

SAMNINGAR voru á lokastigi í gær milli útgerðar Víkartinds og sýslumannsins í Rangárvallasýslu um að útgerð og tryggingafélag Vikartinds yfirtaki ábyrgð á björgunarstarfinu gegn því að setja 30 m.kr. tryggingu fyrir greiðslu kostnaðar íslenskra stjórnvalda og gera grein fyrir því hvernig skipsflakið verður fjarlægt af strandstað. Þetta er til viðbótar við þá 50 m.kr. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð | ókeypis

Laminn með flösku

MAÐUR var laminn í andlitið með flösku í Hafnarstræti aðfaranótt sunnudags. Hann var illa skorinn í andliti. Þá var annar maður laminn í andlitið í Hafnarstræti. Hann hlaut nefbrot. Í báðum tilvikum voru árásaraðilar handteknir og viðkomandi færðir á slysadeild. Á föstudagskvöldið stöðvuðu lögreglumenn bifreið á Laugavegi. Í framhaldi af því var gerð leit í húsi við Seljaveg. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð | ókeypis

LEIÐRÉTT Ekki í Framsóknarflokknum Í FRÉT

Í FRÉTT í Morgunblaðinu á laugardag af umræðum á Alþingi um tillögu um slit á Brunabótafélagi Íslands var ranglega sagt að Sturla Böðvarsson væri í Framsóknarflokknum. Þetta er vitaskuld ekki rétt, Sturla Böðvarsson er í Sjjálfstæðisflokknum og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð | ókeypis

Ljósmyndir úr Víkartindi

Ljósmyndir úr Víkartindi LJÓSMYNDIR, sem ætla má að séu úr búslóðum þeim sem voru um borð í Víkartindi, hafa fundist í Háfsfjöru undanfarna daga. Guðjón Sveinsson, eigandi Vökvavéla og undirverktaki við hreinsun fjörunnar, sagði að hreinsunarmenn hefðu haldið til haga öllum ljósmyndum sem fundist hefðu í fjörunni. Meira
8. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 201 orð | ókeypis

Myrti "Raoul" Martin Luther King?

DEXTER King, sonur bandaríska blökkumannaleiðtogans Martins Luthers Kings, segist sannfærður um að James Earl Ray, sem var dæmdur fyrir morðið á föður hans, hafi ekki ráðið hann af dögum. Ray hefur haldið því fram að vopnasmyglari, sem hefur verið nefndur "Raoul", hafi framið morðið og Dexter King kveðst hafa komist að því hver hann sé. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 199 orð | ókeypis

Ofanbyggðarvegur eina lausnin?

LÍFLEGAR og á köflum heitar umræður urðu á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gærkvöld með íbúum í Setbergshverfi þar sem kynntar voru hugmyndir Vegagerðar ríkisins um tvöföldun á Reykjanesbraut á kafla í bænum. Frestur til að gera athugasemdir við þessar hugmyndir rennur út föstudaginn 11. apríl. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 156 orð | ókeypis

Opnar ráðstefnu um jafnrétti í Eistlandi

FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Páll Pétursson, heldur miðvikudaginn 9. apríl til Tallin í Eistlandi þar sem hann mun opna þriggja daga ráðstefnu um jafnrétti kynjanna, sem Norræna ráðherranefndin og Baltneska ráðherraráðið efna til. Meira
8. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 66 orð | ókeypis

Pyntingar á A-Tímor

JOSE Ramos Horta, friðarverðlaunahafi Nóbels og útlægur leiðtogi sjálfstæðishreyfingar Austur-Tímors, lagði í gær fyrir Sameinuðu þjóðirnar nýjar sannanir fyrir pyntingum, sem indónesískir hermenn stunda í landinu. Hér sýnir Horta Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf myndbandsupptöku, sem sýnir blóði drifinn úlnlið fanga nokkurs, sem hefur verið negldur við fangelsisbekkinn. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð | ókeypis

Reyndi að stinga dyravörð

MAÐUR gerði tilraun til að stinga dyravörð á veitingastað í Reykjavík með hnífi aðfaranótt laugardags. Dyravörðurinn náði að taka hnífinn af manninum án þess að skaðast. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu. Meira
8. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 81 orð | ókeypis

Samherji á Opna tilboðsmarkaðinn

SAMHERJI hf. fær auðkenni á Opna tilboðsmarkaðnum í dag, þriðjudag, sem þýðir að hægt verður gera þar viðskipti með hlutabréf í fyrirtækinu í fyrsta skipti. Hægt verður að leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf í Samherja en viðskiptin á Opna tilboðsmarkaðnum fara fram í gegnum viðskiptakerfi Verðbréfaþings Íslands. Meira
8. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 145 orð | ókeypis

Samið um aukin lífeyrisréttindi

SAMNINGAR tókust í gær í Noregi með alþýðusambandinu og vinnuveitendum og því varð ekkert af boðuðu verkfalli 200.000 launþega. Gáfu vinnuveitendur eftir í lífeyrismálunum og samdist um, að sumir gætu farið á eftirlaun 62 eða 63 ára gamlir. Boðað verkfall hefði náð til 12% vinnuaflsins og lamað norskt þjóðlíf að mörgu leyti, meðal annars samgöngur og olíuiðnaðinn. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 331 orð | ókeypis

Sautján refir lágu eftir nóttina

HERMANN Stefánsson tófuskytta á Laugarbakka í Miðfirði skaut sautján refi á einni nóttu á dögunum. Kunnugir telja að þetta sé landsmet. Sjálfur segist Hermann ekki vita til þess að svo margir refir hafi náðst á einni nóttu, hann veiddi ellefu refi á einni nóttu fyrir allmörgum árum og það var þá talið Íslandsmet. Meira
8. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 344 orð | ókeypis

Sjö ár frá ferjubruna SJÖ ár eru liðin frá því að 15

SJÖ ár eru liðin frá því að 158 manns fórust í eldsvoða í ferjunni Scandinavian Star á leið frá Osló til Fredrikshavn í Danmörku. Blaðamenn frá Jyllands-Posten og Bergens Tidende hafa í hálft ár rannsakað slysið og komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir réttarhöld, þar sem þrír menn voru dæmdir í sex mánaða fangelsi, Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 508 orð | ókeypis

Sjö sviptir ökuréttindum

UM helgina voru 96 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á starfssvæði lögreglunnar í Reykjavík. Ástæða þótti til að svipta 7 þeirra ökuréttindum á staðnum. Allnokkrir ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki bílbelti, tíu ökumenn, sem stöðvaðir voru, eru grunaðir um ölvunarakstur, 16 voru kærðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og 5 ökumenn voru kærðir fyrir að aka gegn rauðu ljósi, auk þeirra, Meira
8. apríl 1997 | Miðopna | 459 orð | ókeypis

Skiptingu í eignarlönd og þjóðlendur ljúki 2005

FORSÆTISRÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að eignarhaldi á landi verði skipt í tvo flokka; eignarlönd og þjóðlendur. Sérstök óbyggðanefnd ljúki skiptingu landsins í eignarlönd og þjóðlendur fyrir árið 2005. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 485 orð | ókeypis

Skólatöskur eineltisbarna settar í gámana

"OKKUR hefur brugðið í brún þegar við höfum heyrt sögur um að krakkar hafi verið að fara í gámana í óvitaskap eða ævintýraleit og jafnvel að í eineltistilfellum í skólum séu skólatöskur settar í gámana," sagði Elías Ólafsson, skrifstofustjóri Gámaþjónustunnar, fyrirtækisins sem á og þjónustar fyrir Sorpu söfnunargáma fyrir dagblaðapappír á höfuðborgarsvæðinu. Meira
8. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 419 orð | ókeypis

Stríðsfréttaritari í kosningaslaginn

ÍHALDSFLOKKURINN í Bretlandi varð fyrir enn einu áfallinu í gær þegar Martin Bell, einn af virtustu sjónvarpsfréttamönnum landsins, tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram gegn Neil Hamilton, fyrrverandi ráðherra, ef hann yrði í framboði fyrir stjórnarflokkinn í þingkosningunum 1. maí. Meira
8. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 41 orð | ókeypis

Svefnvenjur barna

PÁLL Tryggvason barnageðlæknir fjallar um svefnvenjur barna á opnu húsi fyrir foreldra, mömmumorgni, í Safnaðrheimili Akureyrarkirkju á morgun, miðvikudaginn 9. apríl frá kl. 10 til 12. Bækur og leikföng eru á staðnum fyrir börnin. Gengið er inn um Kapelludyr. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð | ókeypis

SVFÍ varar ferðamenn við Skeiðarársandi

SLSAVARNAFÉLAG Íslands varar þann fjölda fólks sem leggur leið sína á Skeiðarársand að skoða ummerki náttúruhamfaranna síðastliðið haust við hættum sem leynast á Skeiðarársandi. SVFÍ biður allt ferðafólk að fara með gát um svæðið, sleppa börnum aldrei lausum og vera ekki eitt á ferð. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð | ókeypis

SVFÍ vill skýringar á drætti útkalls

SLYSAVARNAFÉLAG Íslands (SVFÍ) hefur gert athugasemdir við það hve seint var haft samband við stjórnstöð þess eftir flugslysið í Straumsvík á laugardag og mun óska eftir skýringu á því frá Neyðarlínunni, lögreglunni í Hafnarfirði, Landhelgisgæslunni og Flugmálastjórn, að sögn Kristbjörns Óla Guðmundssonar varaforseta félagsins. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 383 orð | ókeypis

Synti eftir dreng út í Eiðsvík

ÞÓREY Gylfadóttir, kennari í Hamraskóla í Grafarvogi, sýndi mikið snarræði þegar hún synti eftir tíu ára gömlum dreng sem farið hafði út á plötu úr einangrunarplasti og borist fyrir straumi um 50 metra frá landi í Eiðsvík í gær. Tveir vinir drengsins horfðu ráðalausir á hann í fjörunni og var þeim brugðið. Meira
8. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 210 orð | ókeypis

Sýknaður af manndrápi af gáleysi

RÚMLEGA tvítugur piltur var í gær sýknaður í Hérðasdómi Norðurlands eystra, en hann hafði verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot í Danmörku. Atburðurinn varð snemma morguns aðfaranótt 16. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 237 orð | ókeypis

Söfnunargámur var dauðagildra

LÍK tveggja ungra bræðra í bænum Norberg í Mið-Svíþjóð fundust í söfnunargámi fyrir notaðan pappír síðdegis á laugardag, en þeirra hafði verið ákaft leitað í sólarhring. Drengirnir höfðu skriðið inn í gáminn þegar hann var sóttur og krömdust til bana er söfnunarbíllinn þjappaði innihaldinu saman. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð | ókeypis

Tölvan sem hjálpartæki

OPINN fræðslufundur Félags íslenskra sérkennara verður haldinn í Kennarahúsinu við Laufásveg miðvikudaginn 9. apríl kl. 20.30­22. Efni fundarins verður "tölvan" sem hjálpartæki fyrir börn með námserfiðleika, heima og í skólum. Fyrirlesari verður Ólöf Guðmundsdóttir, sérkennari við Kársnesskóla. Meira
8. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 347 orð | ókeypis

Umfangsmiklar breytingar á rekstrinum

MATTHÍAS Jakobsson lét af starfi stjórnarformanns Sæplasts hf. á aðalfundi félagsins sl. laugardag en því embætti hefur hann gegnt frá því félagið hóf starfsemi á Dalvík fyrir 13 árum. Við stjórnarformennsku tók Valdimar Snorrason. Í ræðu sinni á aðalfundinum sagði Matthías m.a. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 380 orð | ókeypis

Útigangsmenn sofa í gámum í Reykjavík

FUNDAHÖLD voru hjá Sorpu í gær í framhaldi af fréttum um banaslysið í Svíþjóð þar sem tveir drengir voru kramdir til bana eftir að hafa skriðið inn í blaðagám. Magnús Stephensen, deildarstjóri þróunar- og tæknisviðs hjá Sorpu, segir að um leið og starfsmenn fyrirtækisins hefðu frétt af slysinu í Svíþjóð hefðu þeir séð að þetta gæti tengst þeirra starfi og ekki aðeins vegna blaðapappírsgáma. Meira
8. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 234 orð | ókeypis

Vara Dani við afleiðingunum

ÍSLENDINGAR verða að öllu óbreyttu meðflutningsmenn að tillögu Dana um að mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf fordæmi mannréttindabrot Kínverja. Stjórnvöld í Kína vöruðu í gær stjórn Danmerkur við því að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagsleg og pólitísk samskipti ríkjanna ef Danir hættu ekki við að beita sér fyrir málinu. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð | ókeypis

Versta afkoma ÚA í tvo áratugi

TAP af reglulegri starfsemi Útgerðarfélags Akureyringa hf. nam alls 395 milljónum króna á síðasta ári. Þetta er um 206 milljónum króna lakari afkoma en árið 1995, en þá nam tap af reglulegri starfsemi 189 milljónum. Þegar tekið hefur verið tillit til annarra tekna og gjalda, t.d. söluhagnaðar eigna og skatta, nam heildartap félagsins 124 milljónum. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð | ókeypis

Viðgerð hafin á Skeiðarárbrú

FRAMKVÆMDIR eru hafnar á fullum krafti við viðgerð á brúnni yfir Skeiðará sem skemmdist töluvert í hlaupinu stóra sl. haust. Það er brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar undir stjórn Jóns Valdimarssonar sem þarna er að störfum. Þeirra fyrsta verk er að reka niður steypta staura og steypa síðan stöpul undir brúnni nálægt vesturenda hennar en þar hafa verið bráðabirgðaundirstöður í vetur. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 192 orð | ókeypis

Vinna Ístaks við endurnýjun flugskýlis hafin

ÍSTAK hf. hefur hafið framkvæmdir við endurnýjun eins stærsta flugskýlis bandaríska flotans á Keflavíkurflugvelli, en þar er um að ræða fyrsta stóra verkefnið á vegum varnarliðsins, sem verktakafyrirtæki fær í frjálsu samkeppnisútboði samkvæmt reglum Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins. Meira
8. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 268 orð | ókeypis

Waigel segir 3% hlutfallið ekki ófrávíkjanlegt

BREZK dagblöð greindu frá því í gær að Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýzkalands, hefði breytt þeirri afstöðu sinni að aðildarríki Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) verði að uppfylla nákvæmlega það skilyrði Maastricht- sáttmálans að fjárlagahalli sé ekki meiri en 3% af vergri landsframleiðslu. Meira
8. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð | ókeypis

Þjóðkirkja á tímamótum

FÉLAG guðfræðinema stendur fyrir hádegisfundi í Odda, stofu 101, miðvikudaginn 9. apríl. Yfirskrift fundarins er: Þjóðkirkjan á tímamótum: Nýr biskup Íslands. Framsögur flytja: Hjalti Hugason, prófessor, Kristín Ástgeirsdóttir, alþingismaður, Geir Waage, formaður PÍ, og Guðrún Karlsdóttir, guðfræðinemi. Að framsögum loknum verða umræður og leyfðar fyrirspurnir. Fundurinn hefst kl. Meira
8. apríl 1997 | Miðopna | 989 orð | ókeypis

Þunglyndislyf geta auðveldað reykbindindi Rannsóknir geðlækna hafa sýnt að þunglyndiseinkenni, t.d. leiði, eru miklu algengari

ÞORSTEINN Blöndal sagði það vel þekkt, að lyf gegn þynglyndi ynnu gegn slíkum einkennum. "Í fyrri rannsóknum við lungnadeildina höfum við skoðað áhrifamátt nikótíntyggigúmmís, plásturs og nefúða þegar hætt er að Meira

Ritstjórnargreinar

8. apríl 1997 | Leiðarar | 580 orð | ókeypis

GAGNLEGAR SAMRÆÐUR AÐ ERU góðar fréttir að norskir og í

GAGNLEGAR SAMRÆÐUR AÐ ERU góðar fréttir að norskir og íslenzkir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hyggist halda sameiginlegt málþing hér á landi síðar á árinu. Málþingið er ætlað til að ræða sameiginlega hagsmuni Íslands og Noregs í sjávarútvegsmálum og hugsanlega lausn á deilum þessara tveggja fiskveiðiríkja. Meira
8. apríl 1997 | Staksteinar | 314 orð | ókeypis

»Geðheilbrigðisþjónusta við unglinga Í NOREGI, Svíþjóð og Bandaríkjunum er g

Í NOREGI, Svíþjóð og Bandaríkjunum er gert ráð fyrir því að 1,0% til 2,0% barna þurfi á sérhæfðri barnageðheilbrigðisþjónustu að halda. Hér á landi er um 0,4% til 0,5% barna veitt slík þjónusta á vegum heilbrigðiskerfisins. Fíkniefni ­ hegðunarvandamál Meira
8. apríl 1997 | Leiðarar | 1877 orð | ókeypis

leiðari UTLENDINGUR, SEM þekkir vel til ákveðinna þátta í menninga

UTLENDINGUR, SEM þekkir vel til ákveðinna þátta í menningarlífi okkar Íslendinga hafði orð á því fyrir skömmu, að athygli vekti, hve margir íslenzkir óperusöngvarar væru að hasla sér völl á erlendri grund. Ein skýringin á því að svo margir góðir listamenn á þessu sviði kæmu frá svo fámennri þjóð væri sú, að þjóðin væri einstaklega vel menntuð og vel upplýst. Meira

Menning

8. apríl 1997 | Kvikmyndir | 431 orð | ókeypis

Allt lagt undir

VERÐLAUN og gróði eru mælikvarðinn á velgengni í kvikmyndaheiminum. Vikulega er skráð í Bandaríkjunum hvaða myndir draga flesta í bíó og það auglýst sem gæðastimpill. Bandarísk tímarit eins og "Variety" og "Film Comment" gera einnig upp hvert ár fyrir sig. Árið 1996 lítur svona út! "Megagróði" Meira
8. apríl 1997 | Kvikmyndir | 558 orð | ókeypis

Ástin og frelsið

Leikstjóri Jane Campion. Handritshöfundur Laura Jones, byggt á skáldsögu Henry James. Kvikmyndatökustjóri Stuart Dryburgh. Tónlist Voyciech Kilar. Aðalleikendur Nicole Kidman, John Malkovich, Barbara Hershey, Mary-Louise Parker, Martin Donovan, Shelley Winters, Richard E. Grant, Sir John Gielgud, Shelley Duvall, Viggo Mortensen. 144 mín. Bandarísk. Gramercy/Polygram/Propaganda Films 1996. Meira
8. apríl 1997 | Kvikmyndir | -1 orð | ókeypis

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna

101 Dalmatíuhundur Glenn Close fer á kostum sem Disney- nornin Grimmhildur Grámann í ágætlega gerðri lifandi útgáfu af teiknimyndinni. Kostuleg kvikindi Fjórmenningaklíkunni úr "Fiskinum Vöndu" tekst að gera prýðilega gamanmynd þótt hún sé hvergi nærri jafn snjöll og "Fiskurinn". Meira
8. apríl 1997 | Kvikmyndir | 73 orð | ókeypis

Bullock leikstýrir McConaughey

SANDRA Bullock hefur leikstýrt sinni fyrstu kvikmynd "Making Sandwiches". Bullock leikur einnig aðalhlutverkið í myndinni á móti engum öðrum en sambýlismanni sínum, Matthew McConaughey. Bullock og McConaughey leika par sem rekur samlokustað í litlum bæ. Lífsafkoma þeirra raskast þegar nýtt og glæsilegt veitingahús er opnað í bænum. Meira
8. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 66 orð | ókeypis

Dalmatíuhundar í Bíóhöllinni

Í TILEFNI af frumsýningu myndarinnar 101 Dalmatíuhundur í Sam-bíóunum kom hópur af Dalmatíuhundum saman ásamt eigendum sínum fyrir utan Bíóhöllina í Álfabakka um helgina. Í myndinni eiga hundar af þessari tegund í höggi við hina skelfilegu Grimmhildi sem girnist Dalmatíuhvolpana. Ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessar myndir. Meira
8. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 42 orð | ókeypis

Dýrlingsleikarar á frumsýningu

AÐALLEIKARAR myndarinnar "The Saint", eða Dýrlingurinn, þau Elizabeth Shue, Valery Nikolaev, Val Kilmer og Rade Serbedzija, sjást hér við frumsýningu myndarinnar í Los Angeles um helgina. Myndin er byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum og var meðal annars kvikmynduð í Moskvu. Meira
8. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 146 orð | ókeypis

Ellen viðurkennir samkynhneigð

GAMANLEIKKONAN Ellen DeGeneres, sem leikur titilhlutverkið í sjónvarpsþáttunum "Ellen", sagði í tímaritsviðtali um helgina að hún hefði ákveðið að koma út úr skápnum og viðurkenna samkynhneigð sína. Hún segist nú vera frjáls og líða stórkostlega vel, en fyrr í vetur var tilkynnt að persóna hennar í þáttunum myndi koma út úr skápnum í þætti 30. apríl næstkomandi. Meira
8. apríl 1997 | Menningarlíf | 188 orð | ókeypis

Endurbætur á Kennedy Center

MIKLAR endurbætur standa fyrir dyrum á tónleikasalnum í Kennedy Center í Washington, sem verður gerður upp fyrir sem nemur um 700 milljónum ísl. króna. Ætlunin með þessu er að bæta úr hljómburðinum í salnum, sem tónlistarmenn og áheyrendur hafa kvartað yfir. Meira
8. apríl 1997 | Menningarlíf | 108 orð | ókeypis

Fágæt koparstunga á uppboð hjá Christie's Berlín. Reuter.

BRESKI uppboðshaldarinn Christie's mun í júní bjóða upp koparstungu eftir hollenska málarann Rembrandt, sem uppgötvaðist fyrir skemmstu en hún var fest á bakhlið ónefnds olíumálverks. Þar til verður hún til sýnis í salarkynnum umboðsins í Lundúnum. Eigandi myndarinnar hafði keypt hana og koparstunguna fyrir um 6.000 ísl. kr. Meira
8. apríl 1997 | Tónlist | 501 orð | ókeypis

Frá Gerðubergi til Gerðarsafns

Flytjendur Guðrún Sigríður Birgisdóttir, flauta, og Peter Máté, píanó. 2. apríl kl. 20.30. ÞAÐ TEKUR u.þ.b. 12 mínútur að keyra frá Gerðubergi til Gerðarsafns, eða nokkurn veginn þann sama tíma og tekur (líklega) að flytja Rómönsuna op. 37 eftir Camille Saint-Sa¨ens. Meira
8. apríl 1997 | Menningarlíf | 88 orð | ókeypis

Frönsku skáldin hjá Alliance Française

SIGURÐUR Pálsson spjallar um frönsku skáldin Jacques Prévert og Paul Éluard, verk þeirra og tengsl við ýmsa sem voru þeim nákomnir, svo sem súrrelalistana. Erindið verður miðvikudaginn 9. apríl kl. 20.30 í húsnæði Alliane Française, Austurstræti 3, gengið inn frá Ingólfstorgi. Meira
8. apríl 1997 | Menningarlíf | 322 orð | ókeypis

Furðuveröld Jóa litla

Leikstjóri: Henry Selick. Framleiðendur: Tim Burton og Denise Di Novi. Kvikmyndataka: Pete Kozachik og Hiro Narita. Aðalhlutverk: Paul Terry, Joanna Lumley, Miriam Margoly og Pete Postlewaite. Leikraddir: Susan Sarandon, Richard Dreyfuss, David Thewlis, Simon Callow, Jane Leeves og Miriam Margoly. Tónlist: Randy Newman. 80 mín. Bandarísk. Walt Disney Pictures. 1996. Meira
8. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 83 orð | ókeypis

Fyrirsætur á snjóbrettum

STÚLKURNAR sem taka þátt í Ford-fyrirsætukeppninni, sem fer fram 10. apríl næstkomandi, brugðu sér nýlega í Skálafell þar sem Rúnar Ómarsson snjóbrettakennari frá versluninni Týnda hlekknum kenndi þeim undirstöðuatriðin í snjóbrettaskriði. Stúlkurnar voru misfljótar að komast upp á lagið og á meðfylgjandi myndum sjást nokkrar laglegar æfingar. Meira
8. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 161 orð | ókeypis

Gallagher og Kensit gifta sig

SÖNGVARI rokkhljómsveitarinnar Oasis, Liam Gallagher, 24 ára, og unnusta hans, leikkonan Patsy Kensit, 28 ára, gengu í hjónaband í gærmorgun. Athöfnin fór fram hjá fógeta við Marylebone Road í miðborg Lundúna. Fjölmiðlar fengu engar fregnir af giftingunni fyrirfram og viðstaddir voru einungis tveir vinir hjónannna sem vottuðu ráðahaginn. Meira
8. apríl 1997 | Kvikmyndir | 198 orð | ókeypis

Kemur á óvart Englabarn (Angel Baby)

Framleiðandi: Stamen/Meridian. Leikstjóri og handritshöfundur: Michael Rymer. Kvikmyndataka: Ellery Ryan, A.C.S. Tónlist: John Clifford White. Aðalhlutverk: John Lynch, Jacquline McKenzie og Colin Friels. 100 mín. Ástralía. Polygram/Myndform 1995. Útgáfudagur: 24. mars. Myndin er bönnuð börnum yngri en 12 ára. Meira
8. apríl 1997 | Menningarlíf | 213 orð | ókeypis

Leikfélagið í Eyjum setur upp revíu

LEIKFÉLAG Vestmannaeyja sýnir um þessar mundir revíuna Fjölgun eftir fjögur, sem samin er af fjórum félögum í Leikfélaginu. Í revíunni er fjallað um bæjarlífið í Eyjum og ýmislegt sem þar hefur komið upp en þema verksins er fólksfækkunin sem orðið hefur í Vestmannaeyjum síðustu ár. Þetta er 135. verkið sem Leikfélag Vestmannaeyja setur á svið. Meira
8. apríl 1997 | Tónlist | 644 orð | ókeypis

Líðandi línur úr landsuðri

Verk eftir Mozart, Cherubini, Schubert, Crusell, Schumann, færeyska höfunda og Eyþór Stefánsson. Kammertríó Þórshafnar (Berghild Poulsen sópran, Árni Hansen, píanó, og Bjarni Berg, klarínett). Norræna húsinu, sunnudaginn 5. apríl kl. 20.30. Meira
8. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 28 orð | ókeypis

Moss í haustflík

Moss í haustflík BRESKA fyrirsætan Kate Moss sést hér í nýrri flík eftir tískuhönnuðinn Versace á tískusýningu í New York um helgina. Flíkin er hluti af hausttískulínu hönnuðarins. Meira
8. apríl 1997 | Kvikmyndir | 83 orð | ókeypis

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKU

Ást og skuggar (Of Love and Shadows) Stolt Celtic - liðsins (Celtic Pride) Töfrandi fegurð (Stealing Beauty) Eyja Dr. Moreau (The Island of Dr. Meira
8. apríl 1997 | Kvikmyndir | 149 orð | ókeypis

Nicholas Cage sem Ofurmenni

NICHOLAS Cage í hlutverki Ofurmennis í bláa gallanum með rauðu slána? Leikarinn sem vann Óskar fyrir hlutverk sitt sem angistarfullur drykkjumaður virðist leita æ meira í spennu- og hasarmyndir. Warner Bros. kvikmyndafyrirtækið hefur á prjónunum að gera enn eina kvikmyndina um Ofurmennið og hefur Cage verið ráðinn til þess að túlka hetjuna sjálfa, Clark Kent. Meira
8. apríl 1997 | Menningarlíf | 347 orð | ókeypis

Rússnesk og íslensk málverk á uppboði

UPPBOÐ verður haldið á vegum Svarthamars á rússneskum og íslenskum málverkum á Hótel Sögu fimmtudaginn 10. apríl. Bárður Halldórsson hjá Svarthamri sagði í samtali við Morgunblaðið að um átta rússneskar myndir væri að ræða eftir ýmsa málara. "Merkilegastar eru þrjár myndir eftir málarana A.P. Polénov, Sergei Grígórévitsj Bleze og Koryn G. Meira
8. apríl 1997 | Menningarlíf | 290 orð | ókeypis

Sigrún Hjálmtýsdóttir heillar Ítali

"NAFN Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, þó sérstaklega föðurnafnið, er ómögulegt á sópransöngkonu með jafn tápmikla rödd." Eitthvað í þessa veru hljóðaði fyrirsögn í ítalska blaðinu L'Arena í febrúar, þar sem tónleikar Sigrúnar Hjálmtýsdóttur voru til umfjöllunar. Sigrún söng á tónleikum í Castelvecchio í borginni Veróna 23. Meira
8. apríl 1997 | Menningarlíf | 68 orð | ókeypis

Sjötugasta sýning Ormstungu

SJÖTUGASTA sýning á Ormstungu þeirra Benedikts Erlingssonar og Halldóru Geirharðsdóttur verður á morgun, miðvikudag, í Skemmtihúsinu við Laufásveg 22. Sökum anna leikaranna á öðrum vígstöðvum er takmarkaður sýningafjöldi í Skemmtihúsinu. Meira
8. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 68 orð | ókeypis

Stórhátíð Borgfirðinga og Mýramanna

STÓRHÁTÍÐ Borgfirðinga og Mýramanna fór fram á Hótel Íslandi um síðustu helgi að viðstöddu fjölmenni. Ýmislegt var til skemmtunar, kórsöngur, hagyrðingar, söngdúett og þjóðdansar auk þess sem karoke-meistarinn Sonja Lind Eyglóardóttir kom fram og tók lagið. Meira
8. apríl 1997 | Menningarlíf | 372 orð | ókeypis

Stórsveit í góðu formi

Flutt voru þekkt djasslög í stórsveitarútsetningum. Sérstakir gestir: Andrea Gylfadóttir, Ragnar Bjarnason og Stefán S. Stefánsson. Stjórnandi: Sæbjörn Jónsson. Laugardaginn 5. apríl 1997. STÓRSVEIT Reykjavíkur fagnaði fimm ára afmæli sínu með góðum tónleikum í Loftkastalanum síðastliðinn laugardag. Meira
8. apríl 1997 | Menningarlíf | 701 orð | ókeypis

SÖNGSVEITIN AÐ EFLAST

Söngsveitin Fílharmónía, einsöngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Hulda Guðrún Geirsdóttir, Elsa Waage, Snorri Wium og Loftur Erlingsson, og hljómsveit, með Rut Ingólfsdóttur sem konsertmeistara, undir stjórn Berhards Wilkinson. Laugardagurinn 5. apríl, 1997. Meira
8. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 109 orð | ókeypis

Um 3.000 unglingar tóku þátt í tómstundastarfi

TÓMSTUNDASTARF Íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkur í grunnskólum borgarinnar hefur verið fjölbreytt í vetur og afar vel sótt af nemendum en áætlað er að á yfirstandandi önn hafi um 3.000 börn og unglingar tekið þátt í starfinu. Vinsælustu viðfangsefnin eru leiklist, tölvur, skák, borðtennis, blokkflauta og fleira. Meira
8. apríl 1997 | Menningarlíf | 143 orð | ókeypis

Þorgeir Ólafsson stjórnandi verkefnisins

STJÓRN "Reykjavíkur ­ menningarborgar Evrópu árið 2000" hefur ráðið Þorgeir Ólafsson, deildarsérfræðing í lista­ og safndeild menntamálaráðuneytisins, sem stjórnanda verkefnisins. Þorgeir Ólafsson er fæddur 1956. Hann lauk fil. cand. Meira
8. apríl 1997 | Menningarlíf | 149 orð | ókeypis

Æfingar hafnar á leikritinu "Hús Hillebrandts"

Blönduósi-Hafnar eru hjá Leikfélagi Blönduóss æfingar á nýju leikriti eftir Ragnar Arnalds, "Hús Hillebrandts", undir leikstjórn Sigrúnar Valbergsdóttur. Frumsýna á verkið í lok apríl. Meira
8. apríl 1997 | Menningarlíf | 145 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Í RÁÐHÚSI Vínarborgar verður haldin sýning á vatns-, olíu- og vaxlitamyndum eftir listamenn sem hafa málað þær með munni eða fótum. Sýningin verður opnuð þann 9. apríl en henni lýkur þann 20. sama mánaðar. FRÖNSKU Montblanc-menningarverðlaunin eru veitt árlega þeim sem þykja hafa lagt menningu og listum mikið lið. Meira

Umræðan

8. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 380 orð | ókeypis

Eftirminnileg Íslandsferð

Á árunum 1957-'58 var ég vinnumaður á Korpúlfsstöðum en þá var rekið þar mikið myndarbýli með 75 kúm í fjósi og 11 manns í vinnu. Á þessum árum gafst mér kostur á að fara nokkuð um landið og síðan hefur það ávallt átt sinn sérstaka sess í hjarta mínu. Í júlí í fyrra endurnýjaði ég þessi kynni mín og að þessu sinni með konu minni. Meira
8. apríl 1997 | Aðsent efni | 1044 orð | ókeypis

Fjármálaráðherra og lífeyrismál

Í TENGSLUM við kjarasamninga hafa átt sér stað miklar umræður um lífeyrismál. Mér er ljóst að í því felast miklir hagsmunir hvernig þessum málum er háttað. Mikilvægt er að gera greinarmun á þeim ólíku hagsmunum sem um er að ræða hjá þeim aðilum, er að þessari umræðu hafa komið og munu koma. Meira
8. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 334 orð | ókeypis

Sameining Kjalarness og Reykjavíkur

HINN 4. apríl kom bréf inn um lúguna hjá mér. Þar birtust sjónarmið Kjalnesinga sem vilja "standa á eigin fótum". Þetta framtak er mjög gott en eftir að hafa lesið bréfið þá er ég mjög ráðvillt. Þannig er að ég er aðeins 25 ára gömul og er búin að búa hér á Kjalarnesinu í rúmt ár. Ég og maðurinn minn byggðum hús í dreifbýlinu og fluttum í það með tveggja ára gömlum syni okkar. Meira
8. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 225 orð | ókeypis

Tónleikahús í áföngum Valdimar Kristinssyni: LENGI hefur verið rætt

LENGI hefur verið rætt og ritað um þörfina á tónlistarhúsi. Þykir mörgum sem tónlistin hafi orðið útundan í þeirri miklu byggingaröldu sem riðið hefur yfir þjóðina síðustu áratugi. Uppi hafa verið hugmyndir um að reisa alhliða tónleika- og óperuhús, fyrst í Laugardal en síðar var miðað við lóð við Reykjavíkurhöfn. Enn hefur þó ekkert orðið úr framkvæmdum, enda um stórvirki að ræða. Meira
8. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 451 orð | ókeypis

Upplýsingar um alnetstengingu við Morgunblaðið

Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Meira

Minningargreinar

8. apríl 1997 | Minningargreinar | 1297 orð | ókeypis

Brynjólfur Ketilsson

Látinn er í hárri elli öðlingurinn Brynjólfur Ketilsson frá Álfsstöðum. Þar með er genginn mikill og góður fulltrúi aldamótakynslóðarinnar. Hún lagði grunninn að þeirri velmegun sem nú ríkir með þessari þjóð og Brynjólfur og hans líkar voru hið sterka afl sem þurfti til að gera drauminn um mannsæmandi líf að veruleika. Hann þekkti ekki orðin vonleysi og uppgjöf. Meira
8. apríl 1997 | Minningargreinar | 111 orð | ókeypis

Brynjólfur Ketilsson

Elsku Binni afi! Þú gætir ekki ímyndað þér hvað við söknum þín mikið. Þú varst alltaf svo góður og skemmtilegur og gerðir allt til að gleðja okkur. Það var gott að búa í sama húsi og þú, því við gátum alltaf leitað til þín. Og við munum þegar við vorum yngri og vorum í pössun hjá þér. Við héldum alltaf svo upp á þig og þú kenndir okkur svo margt. Meira
8. apríl 1997 | Minningargreinar | 314 orð | ókeypis

BRYNJÓLFUR KETILSSON

BRYNJÓLFUR KETILSSON Brynjólfur Ketilsson var fæddur á Álfsstöðum, Skeiðahreppi í Árnessýslu, 26. september 1901. Hann lést 31. mars síðastliðinn á Hrafnistu í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ketill Helgason, bóndi á Álfsstöðum, og eiginkona hans, Kristín Hafliðadóttir frá Birnustöðum í sömu sveit. Brynjólfur var elstur tíu systkina. Meira
8. apríl 1997 | Minningargreinar | 286 orð | ókeypis

Eiríkur Eyleifsson

Eiríkur ólst upp í foreldrahúsum í Hólakoti og keypti hann síðar jörðina Nýlendu og þar bjuggu foreldrar hans hjá honum um tíma. Eiríkur stundaði sjómennsku á yngri árum og almenna verkamannavinnu. Eiríkur og Jóna hófu búskap 1946 í Reykjavík. Fluttu þau að Stafnesi 1948 og síðan í Nýlendu 1950, þá nýbyggt hús, og hófu kúabúskap sem þau hættu 1976. Meira
8. apríl 1997 | Minningargreinar | 180 orð | ókeypis

Eiríkur Eyleifsson

Já, elsku afi er farinn til annars heims. Okkur finnst versin úr Passíusálmum Hallgríms eiga vel við núna. Afi heyrðist aldrei kvarta eða biðja um eitthvað. Nei, ekki fyrir sig, kannski fyrir aðra. Við sem áttum því láni að fagna að alast upp í nálægð afa viljum þakka honum að leiðarlokum. Hann, sem þrátt fyrir að væri oft lasinn, taldi ekki eftir sér að leika sér við okkur. Meira
8. apríl 1997 | Minningargreinar | 207 orð | ókeypis

EIRÍKUR EYLEIFSSON

EIRÍKUR EYLEIFSSON Eiríkur Eyleifsson, bóndi á Nýlendu 2 á Stafnesi í Sandgerði, fæddist í Hólakoti á Stafnesi 28. september 1914. Hann lést á Vífilsstöðum að morgni 1. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eyleifur Ólafsson, f. 25. feb. 1873, d. 28. Meira
8. apríl 1997 | Minningargreinar | 532 orð | ókeypis

Sigurður Sigurðsson

Kynni okkar Sigurðar hófust á unglingsárum mínum eftir að við Jóhannes byrjuðum samband okkar. Tengdamóðir mín, Edda, tók mér strax opnum örmum sem nýjum fjölskyldumeðlim. Það tók hins vegar aðeins lengri tíma að kynnast Sigurði enda eðlilegt að hann vildi sjá hvort eitthvað yrði úr sambandi okkar Jóhannesar. Meira
8. apríl 1997 | Minningargreinar | 828 orð | ókeypis

Sigurður Sigurðsson

Látinn er mágur minn og vinur, Sigurður Sigurðsson, sjómaður. Hann greindist fyrir rúmu ári með krabbamein, sem ekki tókst að lækna. Það varð ekki aftur snúið, því sjúkdómurinn hafði náð yfirhöndinni og þrátt fyrir tækni nútímans gátu læknavísindin ekki stöðvað framgang sjúkdómsins. Meira
8. apríl 1997 | Minningargreinar | 139 orð | ókeypis

Sigurður Sigurðsson

Elsku afi, við söknum þín mikið. Þú varst okkur alltaf svo góður og sýndir okkur ást þína við svo mörg tækifæri og fyrir hana munum við alltaf minnast þín. Að lifa er að elska, allt hitt er dauði, og allt sem lifir er fætt af ástinni, því að veröldin er sköpun hennar. Meira
8. apríl 1997 | Minningargreinar | 235 orð | ókeypis

SIGURÐUR SIGURÐSSON

SIGURÐUR SIGURÐSSON Sigurður Sigurðsson fæddist í Reykjavík 8. nóvember 1925. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Friðrik Jóhannesson, f. 10.7. 1898, d. 22.12. 1980, og Bjarnína Kristrún Sigmundsdóttir, f. 29.6. 1895, d. 3.11. 1932. Systur Sigurðar eru Anna Ósk, f. 8.8. 1921, og Unnur, f. Meira
8. apríl 1997 | Minningargreinar | 60 orð | ókeypis

Sigurður Sigurðsson Kveðja frá eiginkonu Elsku Diddi minn, með eftirfarandi kvæði sendi ég þér hjartans kveðjur og þakkir fyrir

Elsku Diddi minn, með eftirfarandi kvæði sendi ég þér hjartans kveðjur og þakkir fyrir allt sem við áttum saman. Svo af kærri konu þinni kvaddur ertu að lyktum hér: Ástúð fyrir alla þína er jafnan þú sýndir mér, drottins helgu líknarlindir launi þinni tryggu sál, þar sem gegnum geislaraðir guðlegt hljómar friðarmál. (Svbj. Meira
8. apríl 1997 | Minningargreinar | 381 orð | ókeypis

Stefanía Sveinsdóttir

Hin hljómmikla rödd hennar er þögnuð. Stefanía nágrannakona okkar til margra ára er látin eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Stefanía Sveinsdóttir var uppalin á stóru heimili við Hvítá austur, þar sem vorið syngur hæst og laxinn strikar á móti leysingavatninu. Alla tíð bar hún uppruna sínum merki, hraustbyggð, hrifnæm og sívakandi yfir öllu sem lífsandann dró. Meira
8. apríl 1997 | Minningargreinar | 265 orð | ókeypis

Stefanía Sveinsdóttir

Nú ert þú flutt í aðrar vistarverur, vinkona mín, sem ég eignaðist fyrir rúmum 20 árum. Ekki virtist það skipta máli þó að um 30 ára aldursmunur væri á okkur. Eins og gengur leið mislangur tími milli þess sem við hittumst, en það kom ekki að sök. Mér fannst þú í raun vera sú sem ekkert breyttist, þótt allt um kring væri á fleygiferð og breytingum háð. Alltaf sama trausta Stebba. Meira
8. apríl 1997 | Minningargreinar | 75 orð | ókeypis

STEFANÍA SVEINSDÓTTIR

STEFANÍA SVEINSDÓTTIR Stefanía Sveinsdóttir fæddist í Arnarbæli í Grímsnesi 22. nóvember 1914. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þóra Jónsdóttir og Sveinn Jónsson. Hún átti fimm hálfsystkini og eina alsystur, Guðbjörgu, sem búsett er á Selfossi. Hinn 31. Meira
8. apríl 1997 | Minningargreinar | 428 orð | ókeypis

Stefanía Sveinsdóttur

Það hefði ekki átt að koma mér á óvart þegar ég frétti að Stebba hefði yfirgefið þennan heim að morgni skírdags eftir erfiða sjúkrahúslegu frá miðju síðasta sumri, en gerði það samt. Hún sem alltaf var svo full af lífsorku og gleði og aldrei að heyra á henni að komið væri að leiðarlokum, en duldist þó engum að hverju dró. Eftir situr söknuður en umfram allt góðar minningar. Meira

Viðskipti

8. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 685 orð | ókeypis

Afkoman sú versta síðustu tvo áratugi

TAP af reglulegri starfsemi Útgerðarfélags Akureyringa hf. og dótturfélaga nam alls 395 milljónum króna á síðasta ári. Þetta er um 206 milljónum króna lakari afkoma en árið 1995, en þá nam tap af reglulegri starfsemi 189 milljónum. Þegar tekið hefur verið tillit til annarra tekna og gjalda, t.d. söluhagnaðar og skatta, nam heildartap félagsins 124 milljónum. Meira
8. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 565 orð | ókeypis

Ábyrgð byggð á hugmynd

Lánatryggingasjóður kvenna stofnaður Ábyrgð byggð á hugmynd FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík hafa undirritað samkomulag um að stofna lánatryggingasjóð kvenna. Meira
8. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 336 orð | ókeypis

Besta rekstrarárið til þessa

HEILDARTEKJUR Íslandsflugs jukust um 37% og voru tæpar 600 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaður varð 25,7 milljónir og varð aukning í öllum helstu þáttum starfseminnar, áætlunarflugi, leiguflugi og vöruflugi til Evrópu, en síðasta ár var besta rekstrarár í sögu félagsins til þessa. Meira
8. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 55 orð | ókeypis

British Midland pantar Airbus

FLUGFÉLAGIÐ British Midland hefur pantað 20 flugvélar frá evrópsku flugiðnaðarsamsteypunni Airbus Industrie fyrir 1 milljarð dollara. Talsmaður Airbus kvað pöntunina mjög mikilvæga" og sýna að Airbus A320 fjölskyldan væri velheppnuð. Meira
8. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 132 orð | ókeypis

Japanir vongóðir í filmustríði

JAPANIR hafa sagt þriggja manna sáttanefnd Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO að ásakanir Bandaríkjamanna um að Japanir reyni að takmarka sölu á erlendum ljósmyndafilmum á heimamarkaði hafi ekki við rök að styðjast. Meira

Daglegt líf

8. apríl 1997 | Neytendur | 908 orð | ókeypis

Forræktun grænmetis

NÆSTU vikurnar fara garðeigendur og grænmetisframleiðendur að huga að forræktun grænmetis. Gunnþór Guðfinnsson, garðyrkjufræðingur hjá Garðyrkjuskóla ríkisins, segir fyrsta skrefið að velja góðan stað fyrir matjurtagarðinn, skjólgóðan og best láta hann snúa í suður eða suðvestur. Jarðvinnsla og áburður Meira
8. apríl 1997 | Neytendur | 702 orð | ókeypis

Léttmjólkin líka í eins og hálfs lítra umbúðum

NEYTENDUR á suður og suðvesturlandi geta innan fárra daga keypt léttmjólk í eins og hálfs lítra umbúðum en einnig fengið hana áfram í gömlu eins lítra fernunum. Þá er von á fitusnauðu engjaþykkni og askaskyr er komið í verslanir en það minnir á skyrið sem selt var fyrir mörgum árum í smjörpappír. "Þessar nýju mjólkurumbúðir verða valkostur til frambúðar ef neytendum líka þær vel. Meira

Fastir þættir

8. apríl 1997 | Í dag | 267 orð | ókeypis

AÐ LEGGJA veg upp á Heklu, eins og Guðni Ágústsson, al

AÐ LEGGJA veg upp á Heklu, eins og Guðni Ágústsson, alþingismaður Framsóknarflokksins, leggur til í grein í Morgunblaðinu sl. föstudag? Á að leggja veg upp á Esju? Herðubreið? Skjaldbreið? Hvað segir fólk um svona hugmyndir? Á hverju byggist aðdráttarafl Íslands fyrir erlenda ferðamenn? Það byggist á hreinni, fagurri og óspilltri náttúru. Meira
8. apríl 1997 | Dagbók | 2875 orð | ókeypis

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 4. - 10. apríl: Laugavegs Apótek, Laugavegi 16, er opið allan sólarhringinn en Holts Apótek, Glæsibæ, Álfheimum 74, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. Meira
8. apríl 1997 | Dagbók | 618 orð | ókeypis

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
8. apríl 1997 | Í dag | 60 orð | ókeypis

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Meira
8. apríl 1997 | Í dag | 156 orð | ókeypis

NÝSJÁLENSK 59 ára kona, vill skrifast á við

NÝSJÁLENSK 59 ára kona, vill skrifast á við karla og konur. Hefur unnið á stórum búgarði, safnar frímerkjum og símkokrtum, fer allra ferða sinna á hjóli og nýtur útivistar: B.P. McPherson, Klondyke R D 8, Asburton, South Island 8300, New Zealand. Meira
8. apríl 1997 | Í dag | 407 orð | ókeypis

Þóroddsstaða-braggahverfis-krakkarBALDVIN Elías Aalen

BALDVIN Elías Aalen Albertsson leitaði til Velvakanda í því skyni að reyna að smala saman öllum þeim krökkum sem ólust upp í Þóroddsstaða-kampinum á árunum 1946­ 1960. Ætlunin er að hittast og gera sér glaðan dag. Látið heyra í ykkur, verið óhrædd við að hringja hið fyrsta, segir Baldvin og bendir á vinnusíma 565-1854 og heimasíma 555-1084. Meira

Íþróttir

8. apríl 1997 | Íþróttir | 284 orð | ókeypis

Afturelding - KA27:25

Varmá í Mosfellsbæ, fyrsti leikur í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitlinn, sunnudag 6. apríl 1997. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 2:2, 4:2, 5:4, 7:4, 10:6, 10:8, 12:9, 12:10, 14:10, 14:12, 16:12, 16:13, 17:15, 18:16, 22:16, 24:18, 25:19, 25:22, 26:23, 26:25, 27:25. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 219 orð | ókeypis

Albert hættur hjá Keflavík ALBERT Óska

ALBERT Óskarsson, varnarjaxl í Keflavíkurliðinu, lék sinn síðasta leik með liðinu á sunnudaginn, alténd um nokkurt skeið. Albert fer til Bandaríkjanna í nám næsta vetur og verður því ekki í liði Íslandsmeiestaranna í haust. Albert hyggur á flugvirkjanám og segist ætla að reyna að leika körfuknattleik með náminu í Bandaríkjunum. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 26 orð | ókeypis

Alþjóðlegt mót

Hlíðarfjall við Akureyri: Svig kvenna: Brynja Þorsteinsdóttir, Ísl.1.26,11 Theodóra Mathiesen, Ísl.1.26,62 Anna Kracilik, Póll.1.28,09 Svig karla: Kristinn Björnsson, Ísl.1.27,71 Hermann Schiestl, Austurr.1.27,91 Arnór Gunnarsson, Ísl.1. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 120 orð | ókeypis

Ánægður með veturinn

"VIÐ vissum að þetta var síðasta tækifærið fyrir Grindvíkinga og byrjuðum því rólega. Það tókst sem við ætluðum okkur, að láta boltann ganga vel og fara varlega," sagði Keflvíkingurinn Albert Óskarsson sæll með sigurinn. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 678 orð | ókeypis

Barcelona á enn von

NÚ þegar aðeins tíu umferðir eru eftir af keppnistímabilinu á Spáni virðist ljóst að einungis Barcelona getur veitt Real Madrid einhverja keppni um spænska meistaratitilinn í knattspyrnu. Lið Real Betis, sem er í þriðja sæti, kastaði frá sér sigri á heimavelli sínum á sunnudag og er nú níu stigum á eftir Real Madrid sem gerði aðeins markalaust jafntefli á heimavelli gegn Compostela í gærkvöldi. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 632 orð | ókeypis

Besta lið sem Keflavík hefur haft

"ÞETTA lið sem við erum með er það besta sem Keflavík hefur haft," sagði Guðjón Skúlason, sigurreifur fyrirliði Keflvíkinga, eftir að hann hafði tekið við Íslandsbikarnum. Það var eins og það væri eitthvert spennufall hjá leikmönnum liðanna í upphafi, eins og allir biðu eftir því að annaðhvort liðið færi almennilega í gang. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 768 orð | ókeypis

Bjarki sem "indíáni" með eitraðar örvar

BJARKI Sigurðsson var í aðalhlutverkinu þegar Afturelding lagði KA að velli í fyrsta leik liðanna í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Bjarki var svo sannarlega í hlutverki "indíánahöfðingjans" ­ hann lék fremstur í vörn Aftureldingar, fyrir utan punktalínu til að trufla sóknaraðgerðir KA- manna. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 260 orð | ókeypis

Deildarbikarkeppnin

A-riðill: Afturelding - Þróttur R.0:8 - Vignir Sverrisson 3, Gunnar Gunnarsson 2, Páll Einarsson 2, Einar Örn Birgis 1. Fylkir - Stjarnan3:1 Erlendur Gunnarsson, Gylfi Einarsson, Ásgeir Freyr Ásgeirsson - Helgi Björgvinsson. Fylkir - Þróttur R.1:1 Kristinn Tómasson ­ Páll Einarsson. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 35 orð | ókeypis

Dómari myrtur BRASILÍSKI dómarinn Valmir

BRASILÍSKI dómarinn Valmir da Silva var skotinn til bana, eftir neðrideildarleik í bænum Parana. Da Silva rak einn leikmann af velli og eftir leikinn skaut leikmaðurinn, sem þoldi ekki mótlætið, dómarann með fyrrgreindum afleiðingum. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 215 orð | ókeypis

Duranona eins og eldflaug ÞEG

ÞEGAR Sebastian Alexandersson, markvörður Aftureldingar, varði vítakast frá Sergei Zisa, spyrnti hann knettinum upp í loft, þannig að úr varð dómarakast. Julian Róbert Duranona og Einar Gunnar Sigurðsson kepptu um knöttinn þegar Stefán Arnaldsson kastaði honum upp á miðjum velli. Í fyrstu virtist Einar Gunnar sterkari, að hann næði að slá knöttinn. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 229 orð | ókeypis

Ekki hægt að gera betur

"ÞETTA er mjög ljúft," var það fyrsta sem Falur Harðarson, leikstjórnandi Keflvíkinga, sagði eftir sigurinn á sunnudaginn. Falur lék mjög vel í úrslitaleikjunum og skoraði grimmt. "Ég veit ekki hvað skal segja. Mér finnst rosalega gaman að spila svona leiki og ég náði mér vel á strik. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 622 orð | ókeypis

Endurtekið efni?

STJÖRNUSTÚLKUR sýndu Ólafi Lárussyni þjálfara sínum að staðhæfing hans um að stríðið væri búið eftir tap í fyrsta leik gegn Haukum í úrslitakeppninni, ætti sér enga stoð. Þeim tókst, með mikilli baráttu, að svara fyrir sig og sigra Hauka tvívegis, sem tryggir þeim oddaleik. Fjórði leikurinn fór fram í Hafnarfirði í gærkvöldi og eftir mikinn darraðardans kom til framlengingar. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 942 orð | ókeypis

England Deildarbikarinn: Úrslitaleikur á Wembley: Leicester - Middlesbrough1:1 Heskey (117.) - Ravanelli (95.) 76.757.

Deildarbikarinn: Úrslitaleikur á Wembley: Leicester - Middlesbrough1:1 Heskey (117.) - Ravanelli (95.) 76.757. Úrvalsdeildin: Liverpool - Coventry1:2 Fowler (52.) - Whelan (65.), Dublin (90.). 40.079. Aston Villa - Everton3:1 Milosevic (41.), Staunton (50.), Yorke (54. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 188 orð | ókeypis

Er í framför RÚNAR Ale

RÚNAR Alexandersson var raunsær þrátt fyrir að hafa sigrað í öllum mögulegum greinum á Íslandsmótinu. "Ég bjóst alveg við þessu, en ég er ekki alveg sáttur við árangur minn á mótinu. Ég hefði viljað gera betur á gólfinu. Ég er samt í framför og það eru keppinautar mínir hér á Íslandi líka. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 83 orð | ókeypis

FIFA vill að dómar- ar verði atvinnumenn

SEPP Blatter, framkvæmdastjóri Alþjóða knattspyrnusambandsins, segir tíma til kominn að dómarar yrðu atvinnumenn og greindi frá átaki í þá átt vegna HM í Frakklandi. Blatter sagði að nóg væri til af peningum til að greiða dómurum og áréttaði að dómarar hefðu ekki vísvitandi rangt við. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 554 orð | ókeypis

Fullkomið

KEFLVÍKINGAR tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli sínum á sunnudaginn er þeir tóku á móti Grindvíkingum. Keflavík sigraði, 106:92, og sigraði því Grindvíkinga í þremur leikjum. Frammistaða Keflvíkinga í vetur hefur verið einstaklega glæsileg, liðið tapaði aðeins þremur leikjum í deildarkeppninni og síðan einum í undanúrslitunum. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 116 orð | ókeypis

Fullkominn vetur hjá Keflvík-ingum

KEFLVÍKINGAR urðu á sunnudaginn Íslandsmeistarar í körfuknattleik karla er þeir lögðu Grindvíkinga, 106:92, í þriðja úrslitaleiknum. Keflvíkingar höfðu nokkra yfirburði í körfunni í vetur og töpuðu aðeins fjórum leikjum og er árangur þeirra því sérlega glæsilegur. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 342 orð | ókeypis

Glæsimark Rúnars og óvæntur sigur Elfsborg

Landsliðsmennirnir Rúnar Kristinsson og Sigurður Jónsson skoruðu fyrir lið sín í 1. deild í Svíþjóð en deildarkeppnin hófst í gærkvöldi. Óvæntustu úrslitin urðu í Elfsborg þar sem Kristján Jónsson og samherjar tóku Svíþjóðarmeistara Gautaborgar í kennslustund og unnu 3:0. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 97 orð | ókeypis

Guðni og félagar öruggir upp BOLTON Wan

BOLTON Wanderers gulltryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu næsta vetur með sigri, 2:1, á QPR um helgina. Bolton féll úr hópi þeirra bestu síðasta vor þannig að dvölin í 1. deild var aðeins einn vetur. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 777 orð | ókeypis

Handritið sem draumur Arsenal-aðdáenda

HALDA mætti að harður stuðningsmaður Arsenal hefði skrifað handritið að leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um helgina. Liðið sigraði Chelsea örugglega á laugardagsmorgun, 3:0, Manchester United tapaði fyrir Derby á heimavelli í eftirmiðdaginn, 2:3, og á sunnudaginn urðu leikmenn Liverpool ­ sem áttu möguleika á að komast í efsta sætið ­ að sætta sig við tap, 1:2, Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 131 orð | ókeypis

Haukar - Stjarnan19:21

Íþróttahúsið við Strandgötu, Íslandsmótið í handknattleik, úrslitakeppni kvenna - fjórði leikur, mánudaginn 7. apríl 1997. Gangur leiksins: 0:3, 2:5, 5:7, 9:7, 10:8, 10:10, 10:11, 12:11, 12:13, 14:13, 14:14, 17:14, 17:18, 18:18, 18:20, 19:21, 19:21. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 51 orð | ókeypis

Heimslið gegn Dönum

HEIMSLIÐ í handknattleik mætir Dönum 3. ágúst næstkomandi í Nyborg. Tilefnið er 100 ára afmæli íþróttarinnar ­ en hún var fyrst leikin í þessari dönsku borg árið 1897, með sama sniði og enn er leikið í dag. Heimsliðið verður valið strax að loknu heimsmeistaramótinu í Japan í næsta mánuði. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 233 orð | ókeypis

Hertha í efsta sætið

Eyjólfur Sverrisson og samherjar í Herthu stigu stórt skref í átt að efstu deild þýsku knattspyrnunnar þegar þeir unnu Kaiserslautern 2:0 við mikinn fögnuð 75.000 áhorfenda á Ólympíuleikvanginum í Berlín í gærkvöldi. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 198 orð | ókeypis

Hlutverkaskipti Haukar gátu tryggt sér Íslandsmei

Hlutverkaskipti Haukar gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þriðja leik liðanna í Garðabænum á laugardaginn en tókst ekki og má segja að liðin hafi haft hlutverkaskipti. Nú voru það Garðbæingar sem héldu haus svo til allan leikinn en Hafnfirðingum fataðist flugið um tíma, sem dugði Stjörnustúlkum til eins marks sigurs, 23:22. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 90 orð | ókeypis

HM kvenna 1999 haldin í Noregi

NORÐMENN halda úrslitakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik árið 1999. Stjórn alþjóða handknattleikssambandsins ákvað þetta á dögunum en valið stóð á milli Noregs og Rúmeníu. Danir og Svíar taka þátt í framkvæmd keppninnar með Norðmönnum og verður einn riðill leikinn í hvoru landi í fyrsta hluta keppninnar en tveir í Noregi og framhaldið verður svo allt þar. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 535 orð | ókeypis

Hverju þakkar uppspilarinnVALUR GUÐJÓN VALSSONgóðan árangur Þróttara?Spila meðan þyngdin leyfir

VALUR Guðjón Valsson er af nýrri kynslóð uppspilara í íslensku blaki. Hann er Reykvíkingur í húð og hár en tvö síðustu árin hefur hann alið manninn í Hafnarfirði. Hann hóf að æfa blak með liði Þróttar í Reykjavík 1985 þá aðeins 10 ára gamall. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 13 orð | ókeypis

Í kvöld Handknattleikur Úrslitakeppni karla: KA-heimili:KA - UMFA20.15

Úrslitakeppni karla: KA-heimili:KA - UMFA20.15 Blak Úrslitakeppni kvenna: Víkin:Víkingur - Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 144 orð | ókeypis

Ísland byrjar heima í EM

ÍSLAND, sem er í öðrum riðli ásamt Júgóslavíu, Litháen og Sviss í Evrópukeppni landsliða í handknattleik, á fyrst heimaleik við Sviss. Fyrri leikurinn við Svisslendinga á að fara fram á tímabilinu 24. til 26. september nk. en seinni leikurinn 27. eða 28. september. Fyrri viðureignin við Litháa skal leikin ytra 28. til 31. október en sú seinni heima 1. eða 2. nóvember. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 183 orð | ókeypis

Íslandsmóti

Íslandsmótið í ólympískum lyftingum var haldið á sunnudaginn. Karlar: +108 kg flokkur: Stefán R. Jónsson, ÍR120 (snörun: 90 kg, jafnhöttun: 120 kg)108 kg flokkur: Gísli Kristjánsson, ÍR295 (130 - 165)99 kg flokkur: Ingvar J. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 425 orð | ókeypis

JASON Dozzell

JASON Dozzell gerði eina markið með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu á 81. mín. þegar Tottenham sigraði Wimbledon. Leikurinn þótti hins vegar afar slakur. FJÓRA fastamenn vantaði í lið Chelsea gegn Arsenal vegna leikbanna. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 188 orð | ókeypis

Jason með 14 mörk, Dagur 5

"VIÐ áttum í erfiðleikum með Altenholz, sem er í þriðja neðsta sætinu, en náðum að tryggja okkur sigur á lokasprettinum, 22:17," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Wuppertal, sem heldur eins stigs forskoti á Bad Schwartau, þegar tvær umferðir eru eftir í norðurriðli 2. deildar þýska handknattleiksins. Viggó sagði að Dagur Sigurðsson hafi leikið vel og verið markahæstur með fimm mörk. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 637 orð | ókeypis

Juve niðurlægir Milan

JUVENTUS gjörsigraði AC Milan á San Siro leikvanginum í Mílanó á sunnudagskvöldið, 6:1, og er það mesti ósigur Milan á heimavelli í sögu félagsins. Parma er öruggt í öðru sæti, sigraði Sampdoria, 3:0. Fiorentina og Inter, sem eiga Evrópuleiki í vikunni, gerðu markalaust jafntefli. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 433 orð | ókeypis

KEFLAVÍK »Árangur karlaliðsKeflvíkinga í veturer stórglæsilegur

Það fór eins og margir höfðu óttast, að Keflvíkingar sigruðu Grindvíkinga í þremur leikjum í úrslitarimmu félaganna í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Ég segi óttast því auðvitað hefðu menn viljað fá fimm leiki í stað þriggja, en Keflvíkingar voru einfaldlega of góðir til að sú von rættist. Það er ekki við þá að sakast að úrslitakeppnin varð ekki lengri. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 94 orð | ókeypis

Keflavík ­ UMFG106:92

Íþróttahúsið í Keflavík, þriðji úrslitaleikur úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, sunnudaginn 6. apríl 1997. Gangur leiksins: 0:1, 4:1, 11:5, 11:13, 14:18, 21:18, 33:22, 41:31, 41:39, 49:46, 57:46, 57:51, 62:56, 64:66, 70:77, 77:79, 81:86, 93:86, 100:88, 106:92. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 325 orð | ókeypis

Keflvíkingar eru bestir

Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, var að vonum ekki ánægður með að tapa fyrir Keflvíkingum en hann var ekki sammála því að leikurinn hefði verið daufur. "Ég er ekki alveg sammála því að leikurinn hafi verið daufur. Mér fannst þessi leikur og leikurinn í Grindavík á fimmtudaginn virkilega góðir og sigurinn gat lent hvorum megin sem var í þeim báðum. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 29 orð | ókeypis

Kínverjar töpuðu í Þýskalandi

KÍNVERSKA landsliðið í handknattleik lék tvo landsleiki í Þýskalandi um helgina, tapaði báðum. Þjóðverjar unnu stórt í fyrri leiknum, 42:22, en á sunnudag unnu þeir 28:19. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 101 orð | ókeypis

Kluivert ekki meira með Ajax

PATRICK Kluivert, hinn tvítugi sóknarmaður Ajax leikur varla meira með því félagi. Hann meiddist í landsleik með Hollendingum gegn Tyrkjum á miðvikudaginn í síðustu viku og verður að gangast undir uppskurð. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 351 orð | ókeypis

MARIO Zagallo,

MARIO Zagallo, landsliðsþjálfari Brasilíu, skrifaði á sunnudaginn undir nýjan samning við brasilíska knattspyrnusambandið, samning sem gildir fram yfir HM í Frakklandi. Zagallo fær 7,84 millj. ísl. kr. í laun á mánuði. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 343 orð | ókeypis

Matth¨aus tók á sprett og fagnaði Klinsmann

ÞEGAR lætin eru hvað mest í kringum leikmannahóp Bayern M¨unchen gengur liðinu best á knattspyrnuvellinum. Það vann sinn fjórða sigur í röð um helgina, 3:0, í Hamborg. "Leikmenn mínir þurfa ekki að vera ellefu vinir, heldur er mikilvægara að þeir leiki sem liðsheild inni á vellinum eins og þeir gerðu í Hamborg," sagði Giovanni Trappatoni, þjálfari Bayern. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 45 orð | ókeypis

Meistararnir sigruðu REDBERGSL

REDBERGSLID sem á titil að vera í 1. deild í handknattleik Svíþjóð vann GUIF 27:21 í fyrsta leik liðanna í úrslitum um sænska meistaratitilinn. Sama fyrirkomulag er á keppninni og hér á landi ­ það lið sem sigrar í þremur leikjum verður meistari. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 393 orð | ókeypis

Minnesota í úrslit

Meistararnir í Chicago Bulls tryggðu um helgina að liðið fær fyrst heimaleik alla úrslitakeppnina. Bulls vann Orlando aðfaranótt mánudagsins og þó svo Utha Jazz geti jafnað árangur Chicago munu meistararnir ávallt fá heimaleikinn fyrst. Jordan var með 37 stig gegn Orlando og Scottie Pippen 21. Penny Hardaway og Rony Seikaly gerðu 23 stig hvor fyrir Orlando. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 262 orð | ókeypis

"Mínir menn andlausir"

Það var dauðaþögn í búningsklefa KA-manna eftir leikinn, menn voru niðurlútir og Alfreð Gíslason var óhress. Þegar hann var spurður hvort að varnaraðgerðir Aftureldingar hefðu komið honum á óvart - og hvers vegna leikmenn hefðu ekki nýtt sér veikleika þannig varnar, sagði hann: "Ég vissi það fyrirfram, Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 74 orð | ókeypis

Morgunblaðið/Golli Spennandi úrslitaleikur framundan

STJÖRNUSTÚLKUR fögnuðu innilega eftir 21:19 sigur á Haukum í framlengdum leik í úrslitakeppni Íslandsmótsins í handknattleik í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þær töpuðu tveimur fyrstu leikjunum en hafa nú sigrað í tveimur og úrslitin ráðast í Garðabæ annað kvöld. Á síðasta ári kepptu sömu lið til úrslita. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 115 orð | ókeypis

Möller og Kohler meiddir

ÞÝSKU meistararnir í Dortmund urðu fyrir miklu áfalli í gær þegar í ljós kom að tveir af bestu mönnum þess ­ J¨urgen Kohler og Andreas Möller ­ eru meiddir og óvíst er hvort þeir geta verið með í fyrri leiknum gegn Manchester United í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða á morgun. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 596 orð | ókeypis

Rúnar og Elva Rut í fararbroddi

RÚNAR Alexandersson úr Gerplu og Elva Rut Jónsdóttir, Björk, voru sigursæl á Íslandsmótinu í fimleikum um helgina. Þau urðu bæði Íslandsmeistarar í fjölþraut, en að auki sigraði Rúnar á öllum áhöldum og Elva Rut á tveimur af fjórum mögulegum. Íslandsmótið fór fram í Laugardalshöll. Á föstudag fór fram liðakeppni, en einstaklingskeppni var haldin á laugardag og sunnudag. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 222 orð | ókeypis

Slakt á Wembley

Middlesbrough og Leicester áttust við í úrslitaleik deildarbikarkeppninnar á Wembley leikvanginum í London á sunnudag. Liðin skildu jöfn, 1:1, eftir framlengdan leik og mætast að nýju á miðvikudag í næstu viku, á Hillsborough í Sheffield. Leikurinn á Wembley olli miklum vonbrigðum. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 44 orð | ókeypis

Stórleikur í Frakklandi FRAKKAR undirbúa nú heimsmei

FRAKKAR undirbúa nú heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu, sem verður í Frakklandi 1998 af fullum krafti. Þeir ætla að koma á leik Evrópuúrvalsins og heimsliðsins, sem verða valið frá flestum af þeim þjóðum, sem ná að tryggja sér rétt til að leika í HM. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 315 orð | ókeypis

Tveir snjallir nýliðar TVEIR leikmenn voru með Derb

TVEIR leikmenn voru með Derby í fyrsta skipti um helgina, þegar liðið sigraði Man. Utd. Markvörðurinn Mart Poom sem félagið keypti frá Flora Tallinn, sem Teitur Þórðarson þjálfari í Eistlandi, og Paulo Cesar Wanchope frá Costa Rica. Báðir stóðu sig afbragðsvel. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 183 orð | ókeypis

Viktor stal senunni á tvíslánni

Þrátt fyrir að Rúnar Alexandersson hafi sigrað á tvíslá á sunnudag, vakti Viktor Kristmannsson úr Gerplu mesta athygli í þeirri grein. Hann er aðeins á þrettánda aldursári og komst í úrslit eftir góðan árangur á föstudag, en þá fékk hann hæstu einkunn allra keppenda fyrir æfingar sínar á tvíslánni, eða 8 stig. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 66 orð | ókeypis

Þannig vörðu þeir Bergsveinn

Bergsveinn Bergsveinsson, Aftureldingu: 14(Þar af sex skot sem knötturinn fór aftur tilmótherja). 7 (2) langskot, 4 (1) úr horni, 2 (1)eftir gegnumbrot, 1 af línu. Sebastian Alexandersson, Aftureldingu: 1/1. 1(1) vítakast. Guðmundur A. Jónsson, KA: 7 (þar af þrjú semknötturinn fór aftur til mótherja). Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 198 orð | ókeypis

Þjóðverjar eiga þrjú lið í úrslitum

Þjóðverjar eiga möguleika á að hampa þremur titlum í Evrópumótum félagsliða kvenna í handbolta og Danir eiga tvö lið í úrslitum en seinni undanúrslitaleikirnir fóru fram um helgina. Danska liðið Viborg sló Ferencvaros frá Ungverjalandi út úr meistarakeppninni, vann 23:19 í Búdapest og 50:43 samanlagt. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 484 orð | ókeypis

Þróttur frá Reykjavík Íslandsmeistari

LIÐ Þróttar frá Reykjavík fullkomnaði ætlunarverkið í íþróttahúsinu í Austurbergi á sunnudaginn þegar liðið lagði Þrótt úr Neskaupstað í þremur hrinum í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Meistararnir fóru glæsilega í gegnum úrslitakeppnina og töpuðu ekki hrinu í þremur leikjum. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 239 orð | ókeypis

Örn og Kolbrún Ýr söfnuðu gulli í Lúxemborg

Örn Arnarson og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir voru með sanni sundmenn alþjóðlega unglingamótsins í Lúxemborg um helgina. Þau stungu sér til sunds fjórum sinnum í úrslitasundi, hvort í sínum flokki, Örn í 1981 og Kolbrún í 1982, og urðu sigurvegarar. Árangur þeirra var spegilmynd af glæsilegum árangri sem íslensku unglingarnir náðu á mótinu. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 124 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Karlar: 8-manna úrslit: Jansher Khan - Chris Walker3:0 15:5 15:9 15:12Peter Nicol - Brett Martin3:1 15:10 15:11 13:15 15:12Rodney Eyles - Jonathon Power3:2 15:13 5:15 9:15 15:12 15:11Ahmed Barada - Dan Jenson3:2 14:15 12:15 15:13 Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 90 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

NHL-deildin: Leikið aðfaranótt laugardags: Buffalo - NY Rangers5:1 New Jersey - Tampa Bay3:0 Vancouver - Calgary3:3 Anaheim - Dallas3:2 San Jose - Colorado7:6 Eftir framlengingu. Meira
8. apríl 1997 | Íþróttir | 143 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Leikið aðfaranótt laugardags: Boston - LA Clippers102:117 Atlanta - Detroit103:89 Philadelphia - Indiana103:114 Minnesota - Washington97:95 New York - Orlando84:93 Chicago - Cleveland84:71 Denver - Phoenix113:122 Utah - Vancouver106:79 Portland - Milwaukee108:93 LA Lakers - San Antonio83:94 Sacramento - Meira

Fasteignablað

8. apríl 1997 | Fasteignablað | 909 orð | ókeypis

Aðalfundir húsfélaga

Í ÖLLUM fjöleignarhúsum eru til húsfélög, sem eigendur eru sjálfkrafa og ófrávíkjanlega félagsmenn í og þarf ekki að stofna þau með formlegum hætti. Ákvarðanir um málefni húsfélaga skal taka fyrir á sameiginlegum fundi eigenda, húsfundi. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 163 orð | ókeypis

Atvinnuhúsnæði í Laugardal

HJÁ fasteignasölunni Fróni er til sölu 68 ferm. atvinnuhúsnæði í Listhúsinu að Engjateig 17 í Laugardal. Húsnæðið er á 1. hæð hússins og í enda þess. Þessu húsnæði fylgir að auki 22 ferm. aðstaða í kjallara, sem tengist húsnæðinu á fyrstu hæðinni með hringstiga," sagði Viðar Örn Hauksson hjá Fróni. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 61 orð | ókeypis

Auðugur Arabaprins kaupir sex hótel

SAUDI-ARABÍSKI milljarðamæringurinn og prinsinn al-Waleed bin Talal mun bráðlega undirrita samning um kaup á sex hótelum í hinni kunnu Princess-keðju samkvæmt fjármálaheimildum í Riyadh, höfuðborg Saudi-Arabíu. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 29 orð | ókeypis

Baðkar með sturtu frá gömlum tíma

Baðkar með sturtu frá gömlum tíma ÞETTA baðkar með áfastri sturtu er frá árinu 1880 og er nú selt rándýrt sem antík, enda er það afskaplega skemmtilega hannað og frumlegt. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 621 orð | ókeypis

Betri staða en haldið var

EINS og við var að búast hafa fasteignaviðskipti verið með minna móti að undanförnu. Þetta er eðlilegt og í fullu samræmi við þá óvissu sem verið hefur á vinnumarkaði. Sú óvissa hefur að sjálfsögðu áhrif á möguleika fólks til íbúðarkaupa. Hins vegar má gera ráð fyrir að fasteignaviðskipti aukist þegar um hægist aftur og kjarasamningar verða afstaðnir. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 580 orð | ókeypis

ÐLoftræstikerfi þurfa hreinsun og viðhald ALDREI hefur f

ALDREI hefur fólk verið næmara gagnvart umhverfi sínu en einmitt nú, enda ótal margt í umhverfinu, sem mengar. Öflug loftræstikerfi í byggingum eiga að tryggja betra loft. Gallinn er hins vegar sá, að oft er viðhald þeirra vanrækt, þannig að þau ná ekki að gegna því mikilvæga hlutverki, sem þeim er ætlað. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 176 orð | ókeypis

Einbýli eða tvíbýli við Nýlendugötu

HJÁ fasteignasölunni Hóli er til sölu einbýlishús að Nýlendugötu 39. Þetta er steinsteypt hús, byggt árið 1927 og 159 ferm. að flatarmáli. Fylgieign við húsið var byggð árið 1945. Að sögn Franz Jezorski hjá Hóli er þetta skemmtilegt einbýlishús á þremur hæðum með byggingarrétti fyrir bílskúr og viðbyggingu. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 27 orð | ókeypis

Flísalagt borð

Flísalagt borð ÞAÐ eru ekki margir sem eiga flísalögð borð í stíl við þetta hér. Ef fólk á gömul borð sem þarfnast andlitslyftingar gæti þetta verið athyglisverð hugmynd. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 1749 orð | ókeypis

Framboð er mikið og markaðurinn hagstæður fyrir kaupendur

MEÐ hækkandi sól eykst áhugi fólks á sumarhúsum. En veðráttan hefur verið köld og víða eru heimkeyrslur enn fullar af snjó. Síðustu daga hefur þó mátt finna fyrir vaxandi áhuga fólks, enda veturinn senn að baki. Framboð á sumarhúsum er nú töluvert og verð á notuðum bústöðum hagstætt fyrir kaupendur. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 42 orð | ókeypis

Hekluðu teppin eru alltaf vinsæl

HEKLUÐ teppi hafa lengi notið vinsælda. Það er hægt að nota þau ýmist sem heilar rúmábreiður eða til þess að skreyta önnur teppi og svo auðvitað til þess að hlýja sér undir þegar horft er t.d. á sjónvarpið. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 224 orð | ókeypis

Hús með þremur íbúðum við Sörlaskjól

HJÁ fasteignasölunni Bifröst er nú til sölu öll húseignin að Sörlaskjóli 22 í Reykjavík. Húsið er alls um 243 ferm. að stærð og byggt 1956, en það er steinsteypt. Bílskúrinn er 37 ferm. og stakstæður. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 1122 orð | ókeypis

Hver fær félagslega íbúð?

SAMANBURÐUR á milli rauntekna og leyfilegra tekna umsækjenda við kaup á félagslegri íbúð. Hjá félagsíbúðadeild Húsnæðisstofnunar hefur verið gerður samanburður á milli raunverulegra tekna umsækjenda um félagslega íbúð og leyfilegra tekna. Annarsvegar voru skoðaðir 360 aðilar frá 1. janúar 1995 til 1. ágúst 1995 * og gerður samanburður við hámark leyfilegra tekna það árið. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 172 orð | ókeypis

Hækkandi verð vegna mikils hagvaxtar

EKKI eru nema fáein ár, síðan fasteignamarkaðurinn í Bretlandi tók einhverja mestu dífu, sem um getur. Bæði fasteignaverð og húsaleiga snarlækkuðu. En nú fer verð á fasteignum ört hækkandi og húsaleiga um leið. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 940 orð | ókeypis

Meira fyrir Jón og Gunnu

ÞAÐ ER að sjálfsögðu lang einfaldast, bæði fyrir hönnuðinn og pípulagningamanninn, að allar lagnir í húsið og lagnaleiðir verði "hefðbundnar" sem þýðir í raun, að þá er valið það lagnaefni sem nánast alltaf hefur verið notað undanfarin ár. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 39 orð | ókeypis

Minni vanskil

HÚSBREFAKERFIÐ hefur ekki sligað heimilin í landinu, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Skil af lánum Húsnæðisstofnunar hafa farið batnandi, enda þótt fjöldi þeirra, sem eiga í erfiðleikum, sé engu að síður allt of mikill. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 28 orð | ókeypis

Norskt sumarhús

Norskt sumarhús EINU sinni voru torfþök vinsæl á Íslandi. Þetta hús er hins vegar norskur sumarbústaður, en í Noregi eru enn í dag stundum höfð torfþök á lítil sumarhús. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 43 orð | ókeypis

Ný eldhústíska

ALLT er breytingum undirorpið í þessum heimi. Eldhús eru t.d. í sífelldri endurnýjun og stundum er nánast farið í hringi. Nú er t.d. aftur komið í tísku hið gamla og einfalda hvítmálaða sveitaeldhús. Þetta eldhús er t.d. í hinum sænska gustavianska" stíl. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 281 orð | ókeypis

Nýjar íbúðir á góðu verði

HJÁ Fasteignamiðlun Sverris Kristjánssonar eru til sölu íbúðir í nýju fjölbýlishúsi að Fífulind 1-3 í Kópavogi. Þær eru þriggja og fjögra herbergja og allar með sér inngangi. Afhending íbúðanna fer fram í júlí nk. Byggingaraðili er Mótel ehf., en húsið er hannað á teiknistofu Leifs Sveinssonar. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 369 orð | ókeypis

Nýr stúdentagarður við Suðurgötu

Á FÖSTUDAGINN var tók Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, fyrstu skóflustunguna að nýjum stúdentagarði sem Félagsstofnun stúdenta mun reisa fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. Garðurinn mun rísa við Suðurgötu 121, sunnan Hjónagarða. Garðurinn á að heita Skerjagarður og var nafnið valið úr 819 tillögum að nafni, sem fram komu í samkeppni, er haldin var meðal háskólastúdenta. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 43 orð | ókeypis

Stúdenta garður

Í síðustu viku var tekin fyrsta skóflustungan að nýjum stúdentagarði, sem rísa á við Suðurgötu, sunnan Hjónagarða. Í byggingunni verða 76 íbúðir, ætlaðar fyrir einstaklinga. Henni hefur verið gefið nafnið Skerjagarður, en bygginguna á að taka í notkun haustið 1998. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 239 orð | ókeypis

Sumarbú- staðir

SUMARHÚSAMARKAÐURINN hefur tekið seinna við sér að þessu sinni en oft áður, sennilega út af kaldri tíð að undanförnu. En framboð á notuðum sumarhúsum er nú töluvert og markaðurinn hagstæður fyrir kaupendur. Húsin eru mjög mismunandi að gerð og stærð og misjafnt, hvað í þau er borið, enda fer verð þeirra eftir því. Góð og gróin lóð á eftirsóttum stað skiptir líka máli. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 903 orð | ókeypis

Sundlaug fyrir einni öld

Sundiðkun er almenn hér á landi og hefur raunar aukist mjög mikið hér á síðari helmingi þessarar aldar. Fjölgun volgra sundlauga víðsvegar um landið á vafalaust mikinn þátt í því hve margir stunda sund. Önnur ástæða aukinnar sundiðkunar mun einnig vera sú að sund var gert að skyldunámsgrein í skólum. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 137 orð | ókeypis

Sænskt hótel í Khöfn

Í fyrsta sinn í 18 ár verður reist nýtt hótel í Kaupmannahöfn og á það að standa við Vesterbrogade, þar sem Saga-kvikmyndahúsið stendur nú. Það hefur staðið autt í sjö ár og verður nú rifið. Skýrði danska viðskiptablaðið Børsen frá þessu fyrir skömmu. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 148 orð | ókeypis

Vandað einbýlishús í Breiðholti

HJÁ fasteignasölunni Kjöreign er til sölu einbýlishús á einni og hálfri hæð að Stuðlaseli 28. Húsið er alls 246 ferm. að stærð með innbyggðum bílskúr, sem er 70 ferm. Það var byggt 1978 og er steinsteypt. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 354 orð | ókeypis

Verð á íbúðarhúsnæði leitar upp á við

AÐ undanförnu hefur fasteignaverð leitað upp á við og í febrúar var það 2% hærra en í lok síðasta árs. Þó er of snemmt að draga þá ályktun, að fasteignaverð muni hækka að marki á næstunni. Kemur þetta fram í nýútkomunum Hagvísum, sem gefnir eru út af Þjóðhagsstofnun. Það þarf ekki að koma á óvart, þó að verð á íbúðarhúsnæði fari hækkandi. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 199 orð | ókeypis

Þýskir risar sameinast í byggingariðnaði

FYRIRÆTLANIR tveggja stærstu byggingarfyrirtækja Þýskalands um að sameina krafta sína kunna að leiða til nýrrar deilu framkvæmdastjórnar Evrópusbandsins og Þjóðverja um eftirlit með samruna fyrirtækja. Meira
8. apríl 1997 | Fasteignablað | 26 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

8. apríl 1997 | Fasteignablað | 23 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

8. apríl 1997 | Fasteignablað | 17 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

8. apríl 1997 | Úr verinu | 249 orð | ókeypis

"Hrygningarstoppið" hefur lítil áhrif

HRYGNINGARSTOPPIÐ svokallaða hófst í dag og stendur til 25. apríl nk. samkvæmt reglugerð um friðun hrygningarþorks á vetrarvertíð. Þá eru allar veiðar óheimilar innan þriggja sjómílna frá fjörumarki frá Horni austur um að Stokksnesi. Fyrir Suður- og Vesturlandi markast svæðið af línu sem dregin er austur frá Stokksnesi og vestan að línu sem dregin er í 250 gráður frá Skorarvita. Meira
8. apríl 1997 | Úr verinu | 176 orð | ókeypis

Norðmenn juku aflaverðmætið

Í NOREGI var allt árið í fyrra, 1996, landað samtals 2,63 milljónum tonna sem er 5% meira en landað var þar árið 1995. Að sama skapi jókst verðmæti sjávaraflans um 5% milli áranna eða um 382 milljónir norskra króna, en verðmætið nam í fyrra 8,55 milljörðum norskra króna. Útlend skip lönduðu í Noregi 301 þús. tonni í fyrra fyrir 1,44 milljarð norskra króna, skv. Meira
8. apríl 1997 | Úr verinu | 131 orð | ókeypis

Þorskur um allan sjó

Ágætis veiði hefur verið við Eyjar undanfarna daga, bæði í troll, net og snurvoð. Gullborg VE tvisvar sama daginn í síðustu viku. Fyrri löndunin var um hádegið en þá lönduðu þeir 21 tonni sem þeir fengu í tvær trossur á Sandagrunni. Um kvöldið lönduðu þeir svo 16 tonnum sem þeir fengu í fimm trossur innan við Eyjar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.