Greinar laugardaginn 19. apríl 1997

Forsíða

19. apríl 1997 | Forsíða | 184 orð | ókeypis

Ávítur í stað ákæru?

RÍKISSJÓNVARPIÐ í Ísrael sagði í gær að Benjamin Netanyahu forsætisráðherra yrði að öllum líkindum ekki ákærður fyrir spillingu eins og lögreglan hefur lagt til. Norska dagblaðið Aftenposten hafði eftir sjónvarpinu að ríkissaksóknarinn, Edna Arbel, hygðist láta nægja að ávíta forsætisráðherrann fyrir þátt hans í spillingarmálinu. Meira
19. apríl 1997 | Forsíða | 46 orð | ókeypis

Handritin um borð í Vædderen

FIMMTÁN sjóliðar báru í gær jafnmarga kassa með síðustu handritasendingunni úr Árnasafni um borð í danska strandgæsluskipið Vædderen. Tvö allra síðustu handritin verða svo afhent Íslendingum 19. júní til að hnýta endahnútinn á afhendingu íslenskra handrita úr dönskum söfnum. Meira
19. apríl 1997 | Forsíða | 189 orð | ókeypis

Undirbýr árás á höfuðborg Zaire

SKÆRULIÐALEIÐTOGINN Laurent Kabila sagði í gær að ekki kæmi til greina að hefja friðarviðræður við Mobutu Sese Seko, forseta Zaire, en í fyrradag var sagt frá því að þeir hefðu báðir fallist á að eiga með sér fund í Suður-Afríku þar sem rætt yrði um kosningar í landinu. Meira
19. apríl 1997 | Forsíða | 142 orð | ókeypis

Þjóðaratkvæði um konung í Albaníu

LEKA, útlægur konungur Albaníu, sagði í gær að stjórn og forseti landsins hefðu lofað að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort landið ætti að verða konungdæmi að nýju. Leka sagði þetta eftir fund með Sali Berisha forseta í Tirana og bætti við að stjórnin myndi ákveða hvenær atkvæðagreiðslan færi fram. Meira
19. apríl 1997 | Forsíða | 248 orð | ókeypis

Þjóðverjar vongóðir um samkomulag við Rússa

ÞJÓÐVERJAR sögðust í gær vera bjartsýnir á að Atlantshafsbandalagið (NATO) næði samkomulagi við Rússa um stækkun bandalagsins til austurs fyrir leiðtogafund NATO og Rússa í París 27. maí. Bandaríkjamenn létu hins vegar í ljós efasemdir um að samkomulag væri í nánd. Meira

Fréttir

19. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 189 orð | ókeypis

2000. fundur ráðherraráðs Evrópusambandsins

RÁÐHERRARÁÐ Evrópusambandsins (ESB) mun halda 2000. fund sinn frá upphafi á mánudag er landbúnaðarráðherrar ESB koma saman til fundar í Lúxemborg. Fyrsti fundurinn var haldinn þann 1. júlí 1967, er ráðherraráð og framkvæmdastjórn Efnahagsbandalags Evrópu, fyrirrennara ESB, voru sett á fót. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð | ókeypis

54 óku of hratt

LÖGREGLAN í Reykjavík kærði 54 ökumenn fyrir of hraðan akstur seinasta sólarhring og voru þar af sjö sviptir ökuréttindum á staðnum. Þeir ökumenn sem fóru svo frjálslega með hraðatakmörkin óku flestir um 30­40 km yfir lögbundnum hraða á þeim götum sem þeir voru stöðvaðir á, og mældust þeir sem hraðast fóru á 111 kílómetra hraða. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð | ókeypis

Afmælisferð á Reykjanes

FERÐAFÉLAG Íslands efnir á sunnudaginn 20. apríl kl. 13 til ferðar út á Reykjanes í tilefni 70 ára afmælis FÍ og fyrstu ferðar Ferðafélagsins sem farin var á Reykjanes hinn 21. apríl árið 1929. Ferðin er ein af mörgum afmælisferðum ársins og er kjörin fjölskylduferð. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 763 orð | ókeypis

Alvarleg viðvörun Ný landgræðsluáætlun sem kynnt var á ráðstefnu á Akureyri í gær hefur að geyma tillögur um forgangsröðun

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í ávarpi sínu við upphaf ráðstefnunnar Landgræðsla á tímamótum, að niðurstöður heildarathugana Landgræðslu ríkisins og Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins af jarðvegsrofi á Íslandi sýndu að við værum búin að Meira
19. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 245 orð | ókeypis

Ákæra eða dómur ráði afsögn

MEIRIHLUTI Ísraela telur, að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra landsins, eigi að segja af sér embætti verði hann ákærður eða dæmdur fyrir spillingu. Netanyahu lýsti yfir í fyrradag, að hann hygðist ekki láta af embætti. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 252 orð | ókeypis

Belgarnir dönsuðu af gleði

"OKKUR þótti stórkostlegt að fá að sjá steypireyðina og fannst ótrúlegt hvað hún var stór. Það var eins og skrokkurinn á henni væri endalaus þegar hann sveiflaðist áfram í sjónum," sagði Karólína Geirsdóttir, leiðsögumaður belgísku bankamannanna sem voru svo heppnir að sjá steypireyði, stærsta dýr jarðarinnar, úti á Skjálfanda í gær. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 306 orð | ókeypis

Brýnt að hefja nýja landvörn

"SKÝRSLA Landgræðslu ríkisins og Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins um aðför okkar Íslendinga að eigin ættjörð var einhver alvarlegasta viðvörun sem þjóðinni hefur borist um langa hríð," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ávarpi við setningu landgræðsluráðstefnu sem haldin var á Akureyri í gær. Var hann að vísa til skýrslu um mikið jarðvegsrof á Íslandi sem kynnt var fyrr í vetur. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 303 orð | ókeypis

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 21. til 22. apríl. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is Mánudagurinn 21. Meira
19. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 212 orð | ókeypis

Dalbotninn verði grænn að nýju árið 2000

Í TILEFNI af ráðstefnunni "Landgræðsla á tímamótum" á Akureyri í gær, var undirrituð yfirlýsing um samstarf Landgræðslunnar, OLÍS og Akureyrarbæjar um uppgræðsluátak á Glerárdal. Áætlað er að uppgræðsluverkefninu á Glerárdal ljúki fyrir aldamótaárið 2000. Meira
19. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 299 orð | ókeypis

Deilt um sænskan kvenbiskup

HÓPUR sænskra presta hyggst ekki taka því þegjandi og hljóðalaust að Svíar fengu í gær fyrsta kvenbiskupinn, þegar Christina Odenberg var kosinn biskup Lundarstiftis með knöppum meirihluta. Það kemur reyndar í hlut Maritu Ulvskog menntamálaráðherra að útnefna biskupinn, en hún hefur þegar sagst hlynnt kvenbiskup. Meira
19. apríl 1997 | Landsbyggðin | -1 orð | ókeypis

Eigendaskipti hjá Bílaþjónustunni

Blönduósi-Eigendaskipti hafa átt sér stað á Bílaþjónustunni við Efstubraut á Blönduósi. Lárus Helgason sem rekið hefur fyrirtækið til langs tíma snýr sér að öðrum verkefnum en við taka þrír ungir menn, Andrés I. Leifsson, Eysteinn Jóhannsson og Vilhjálmur Stefánsson. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 271 orð | ókeypis

Embætti Ríkislögreglustjóra hluthafi í Neyðarlínunni

SAMSTARFSSAMNINGUR á milli embættis ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar var undirritaður í gær, en þar er kveðið á um aukið samstarf þessara aðila. Embætti ríkislögreglustjóra verður um leið hluthafi í hlutafélaginu Neyðarlínan hf. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð | ókeypis

Evita frumsýnd í júní

SÖNGLEIKURINN Evita eftir Andrew Lloyd Webber verður frumsýndur í Íslensku óperunni í byrjun júní. Leikstjóri söngleiksins er Andrés Sigurvinsson og kynnti hann þá leikara og söngvara sem valdir voru úr hópi 170 umsækjenda sem tóku þátt í áheyrnarprófum. Meira
19. apríl 1997 | Landsbyggðin | 268 orð | ókeypis

Fékk 10 fyrir brúðarvönd

Hveragerði-Björg Jóna Sigtryggsdóttir, 23 ára nemi á blómaskreytinga- og markaðsbraut Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum, fékk nýlega hæstu einkunn sem gefin hefur verið fyrir blómaskreytingu á brautinni til þessa. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 78 orð | ókeypis

Fjársöfnun heldur áfram

FJÁRSÖFNUN til styrktar Kristínu G. Gísladóttur og tveim ungum börnum hennar, Guðjóni Arnari, 3 ára, og Kristjönu Dögg, 2 ára, vegna fráfalls Elíasar Arnars Kristjánssonar, bátsmanns á varðskipinu Ægi, en hann lést við björgunarstörf 5. mars sl., hófst 11. apríl sl. Reikningsnúmer söfnunarinnar er hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Skeifunni 11, Reykjavík: 1154-05-440 000. Meira
19. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 121 orð | ókeypis

Fleiri líkamshlutar finnast

SAKSÓKNARI í Belgíu skýrði frá því í gær að lögreglan, sem leitar að raðmorðingja, hafi fundið þrjá plastpoka með líkamshlutum nálægt borginni Mons. Pokarnir fundust í þorpinu Havre. Áður hafði lögreglan fundið plastpoka með líkamshlutum að minnsta kosti fjögurra kvenna í grennd við Mons. Höfuð og fótur konu fundust í tveimur plastpokum við veg í Havre á laugardag. Meira
19. apríl 1997 | Landsbyggðin | 92 orð | ókeypis

Gamall draumur rættist Eg

Egilsstöðum-Þessar tvær gínur á myndinni eiga það sameiginlegt að íklæðast fötum frá versluninni Okkar á milli á Egilsstöðum. Ekkert fleira er þeim sameiginlegt því önnur er manneskja en hin bara venjuleg gína. Af sérstökum áhuga falaðist þessi ungi maður eftir því að fá að "leika" eða "vera" útstillingargína fyrir ofangreinda verslun. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð | ókeypis

Grímseyingargjafmildir

ÖLL heimili í Grímsey, 20 talsins, gáfu samtals 60 þúsund krónur í söfnunina sem nú stendur yfir til styrktar sambýliskonu Elíasar Arnar Kristjánssonar, skipverja á Ægi, sem fórst við björgunarstörf 5. mars síðastliðinn. Í gær höfðu safnast samtals rúmlega 1,5 milljónir króna og þar af gaf útgerðarmaður á Ísafirði 200 þúsund krónur nú í vikunni. Meira
19. apríl 1997 | Miðopna | 1434 orð | ókeypis

Grundvallaratriði að greiða lágmarksiðgjald Nokkuð á annan tug þingmanna tjáðu sig um lagafrumvarp um skyldutryggingu

Fjármálaráðherra um samtrygginguna í lífeyrisfrumvarpinu á Alþingi í gær Grundvallaratriði að greiða lágmarksiðgjald Nokkuð á annan tug þingmanna tjáðu sig um lagafrumvarp um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og fylgdist Jóhannes Tómasson með umræðunni. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 152 orð | ókeypis

Grunnskólakennarar samþykktu samning

GRUNNSKÓLAKENNARAR hafa samþykkt kjarasamning, sem gerður var við launanefnd sveitarfélaga 20. mars sl. og gildir til júlíloka. Alls greiddu 3.183 grunnskólakennarar af 3.575 í Kennarasambandi Íslands atkvæði um samninginn, eða 89%. Þar af sögðu 2.645 já, eða 83,1% og 427 nei, eða 13,41%. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð | ókeypis

Gæsluvarðhald framlengt

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur samþykkti í gær framlengingu gæsluvarðhalds til 30. maí yfir þremur manneskjum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi frá því um áramót vegna rannsóknar á innflutningi á miklu magni fíkniefna, aðallega hass og amfetamíns. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð | ókeypis

Hagnaður Samskipa 36 milljónir

HAGNAÐUR Samskipa varð 36 milljónir króna á síðasta ári sem er lakari afkoma en varð á fyrirtækinu árið áður. Hins vegar jukust rekstrartekjur fyrirtækisins um 25% milli ára og numu 5.768 milljón króna á árinu 1996. Þetta er þriðja árið í röð sem tekjur fyrirtækisins aukast umtalsvert. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 967 orð | ókeypis

Handritin eru akkeri samband Íslands og Danmerkur

FIMMTÁN sjóliðar báru í gær jafnmarga kassa með síðustu handritasendingunni úr Árnasafni um borð í danska strandgæsluskipið Vædderen, en tvö allra síðustu handritin verða svo afhent Íslendingum 19. júní til að hnýta endahnútinn á afhendingu íslenskra handrita úr dönskum söfnum. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð | ókeypis

Hátt í milljarður í skattaafslátt

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að í ljósi mikilla viðskipta með hlutabréf fyrir áramót megi búast við að skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa í fyrra verði líklega hátt í milljarð króna, en í fjárlögum hafði verið gert ráð fyrir 650 milljóna króna afslætti. Meira
19. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 193 orð | ókeypis

Herzog kvaddur

CHAIM Herzog, fyrrverandi forseti Ísraels, var borinn til grafar í gær í Jerúsalem en hann lést sl. fimmtudag 78 ára að aldri. Hann var fæddur á Írlandi og kom víða við um dagana. Hann barðist með breska hernum, tók þátt í innrásinni í Normandí og var meðal fyrstu hermannanna, sem sóttu yfir Rín. Meira
19. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 139 orð | ókeypis

Hótuðu Þjóðverjar Svíum innrás?

ÞJÓÐVERJAR hótuðu því að gera innrás í Svíþjóð í heimsstyrjöldinni síðari ef sænska stjórnin féllist ekki á að greitt yrði fyrir málm með gulli sem tekið hafði verið af gyðingum. Þetta kemur fram í skjölum bankastjórans Mats Lemne, sem lést fyrir skemmstu, en sagt var frá málinu í fréttatíma sænska sjónvarpsins í fyrrakvöld. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð | ókeypis

Hönnunardagar húsgagna og innréttinga

FYRIRTÆKI sem selja húsgögn og innréttingar hönnuð á Íslandi verða með opið hús í dag frá kl. 10 til 17 og á morgun frá kl. 13 til 17 í tilefni af Hönnunardögum húsgagna og innréttinga. Verður kastljósinu beint að nýjungum en alls munu 33 hönnuðir kynna um sextíu nýja hluti. Meira
19. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 75 orð | ókeypis

Írska stjórnin missir fylgi

ÍRSKA stjórnin varð fyrir áfalli í vikunni þegar birt var skoðanakönnun sem bendir til þess að fylgi eins stjórnarflokkanna, Verkamannaflokksins, hafi minnkað um tæpan helming í Dublin. Fréttaskýrendur segja að kjósendur í höfuðborginni geti ráðið úrslitum um hvort stjórn Fine Gael, Verkamannaflokksins, og Lýðræðislegra vinstrimanna haldi velli í þingkosningunum sem verða síðar á árinu. Meira
19. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 51 orð | ókeypis

Ískalt vorbað í Pétursborg

ÞAÐ vorar seint í Pétursborg í Rússlandi, þar sem þessi hrausti Rússi lét ekki klakahrönglið í ánni Nevu á sig fá, og skellti sér út í. Vetrarböð eru vinsæl þar í landi og enn er hægt að stunda þau þótt að það eigi að heita komið vor. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð | ókeypis

Íslandsmeistaramót barþjóna á morgun

ÍSLANDSMEISTARAMÓT barþjóna í blöndun þurra kokteila verður haldið sunnudaginn 20. apríl í Súlnasal Hótels Sögu og hefst kl. 18 og stendur til kl. 3. Dagskrá kvöldsins hefst með vörukynningu, að henni lokinni hefst borðhald og kokteilkeppnin strax á eftir. Spaugstofumenn skemmta gestum. Verðlaunaafhending er áætluð um miðnætti. Meira
19. apríl 1997 | Landsbyggðin | 193 orð | ókeypis

Íslendingar við flugvallargerð á Grænlandi

Vogum-Hópur Íslendinga er farinn til Grænlands til að starfa við flugvallargerð við bæinn Aasiaat sem stendur á eyju í Diskóflóa við vesturströnd Grænlands, langt norðan heimskautsbaugs. Það er fyrirtækið Grønland Prime Contraktor sem sér um framkvæmdina og fara átta Íslendingar utan í dag. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð | ókeypis

Játaði á sig 19 innbrot

LÖGREGLAN handtók ungan mann fyrir skömmu vegna innbrots í fyrirtæki á Seltjarnarnesi og upplýsti í kjölfarið fjöldamörg önnur afbrotamál af sama meiði. Pilturinn er sextán ára gamall og þegar mál hans voru rannsökuð kom í ljós að hann bar ábyrgð á átján öðrum innbrotum á sama svæði og hann var handtekinn á. Mikið þýfi á heimilinu Meira
19. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 282 orð | ókeypis

Kasparov vill mæta Karpov

GARRÍ Kasparov, heimsmeistari skáksambands atvinnumanna (PCA) sagðist í gær tilbúinn að mæta til einvígis við Anatólí Karpov, heimsmeistara FIDE. Sagði hann að samið hefði verið um alla þætti slíkrar viðureignar nema verðlaunaféð. Sagt er að Kasparov sé ekki til viðræðu að tefla nema verðlaunin nemi a.m.k. einni milljón dollara. Meira
19. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 79 orð | ókeypis

KÍNVERJAR aflýstu í gær heimsókn

KÍNVERJAR aflýstu í gær heimsókn varaforsætisráðherra Kína, Zhu Ronggji, til fjögurra Evrópusambandslanda. Að sögn Jyllandsposten er ástæðan reiði Kínverja vegna stuðnings landanna við tillögu sem lögð var fyrir Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf í síðustu viku, um að lýsa yfir áhyggjum af ástandi mannréttindamála í Kína. Meira
19. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 80 orð | ókeypis

"Kona verður til"

DR. DAGNÝ Kristjánsdóttir, lektor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur í Deiglunni á Akureyri í dag, laugardaginn 19. apríl kl. 14.00. Fyrirlesturinn nefnist "Kona verður til" en það er einnig heiti doktorsritgerðar Dagnýjar sem hún varði nýverið. Fyrirlesturinn er í boði Gilfélagsins, Háskólans á Akureyri og Amtsbókasafnsins. Meira
19. apríl 1997 | Landsbyggðin | 115 orð | ókeypis

Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands með vortónleika í Vík í Mýrdal

KÓR Fjölbrautaskóla Suðurlands heldur vortónleika sína þessa dagana. Fyrstu tónleikarnir voru í gær á Selfossi og í kvöld, laugardaginn 19. apríl, heldur kórinn tónleika að Leikskálum í Vík í Mýrdal klukkan 20.30. Meira
19. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 57 orð | ókeypis

Krefjast afsagnar forsetans

ÓEIRÐALÖGREGLA í Suður- Kóreu ræðst gegn mótmælendum með kylfum og stálrörum við Hanyang-háskólann í höfuðborginni Seoul í gær. Til átakanna kom er námsmenn efndu til mótmæla til að krefjast afsagnar Kim Young-sam, forseta landsins og handtöku sonar hans. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 205 orð | ókeypis

Langt gengið að krefjast 10% án tillits til fjárhæðar

FJÁRMÁLARÁÐHERRA segir það mikla breytingu og langt gengið að þeim, sem hingað til hafi getað fullnægt lagaskyldu sinni með aðild að séreignasjóði, verði nú gert að greiða 10% í samtryggingarsjóð algjörlega án tillits til fjárhæðar. Kom þetta fram í máli hans á Alþingi í gær þegar hann mælti fyrir frumvarpi um skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Meira
19. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 131 orð | ókeypis

Lá við árekstri yfir Los Angeles

LITLU munaði að tvær breiðþotur skyllu saman við Los Angeles síðdegis á miðvikudag að staðartíma, samkvæmt upplýsingum bandaríska loftferðaeftirlitsins, sem rannsakar atvikið. Þoturnar voru báðar á leið til Los Angeles með um 350 manns innanborðs. Um var að ræða MD-11 þotu frá brasilíska flugfélaginu VASP og Boeing-747 þotu hollenska flugfélagsins KLM. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 90 orð | ókeypis

LEIÐRÉTT

Ranghermt var í myndlistarumsögn í Morgunblaðinu í gær um sýningu Sólveigar Eggertsdóttur, að þar kæmi vatn við sögu í innsetningu í neðri sal. Þá urðu þau mistök við vinnslu blaðsins að mynd af verki Sólveigar snéri öfugt og birtist hún því aftur hér með. Beðizt er afsökunar á þessum mistökum. Besti hvolpurinn Í frétt í Mbl. sl. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 739 orð | ókeypis

Lærdómar Surtseyjargoss

SURTSEYJARGOSIÐ gaf jarðvísindamönnum ómetanlegt tækifæri til rannsókna. Það staðfesti og kollvarpaði vísindakenningum og varpaði einnig ljósi á ýmisleg fyrirbæri í jarðfræðinni. Í dag, laugardag, mun Sigurður Steinþórsson jarðfræðiprófessor, rekja nokkra lærdóma Surtseyjargossins í fyrirlestri sem hann nefnir "Surtur fer sunnan" og verður í Háskólabíói kl. 14. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð | ókeypis

Mary Cohr ­ ný snyrtistofa tekur til starfa

SNYRTISTOFAN Mary Cohr var opnuð sl. fimmtudag í nýjum húsakynnum á Skúlagötu 10 í Reykavík að viðstöddum ýmsum gestum, þ.ám. fulltrúum samtaka snyrtifræðinga, fótaaðgerðafræðinga og snyrtifræðideildar við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Meira
19. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 222 orð | ókeypis

Messur

AKUREYRARKIRKJA: "Samræða um sjálfsmynd." Fræðsludagskrá í safnaðarheimilinu í dag, laugardag. Sérfræðingar, hver á sínu sviði, fjalla í stuttum erindum um sjálfsímyndina í tengslum við fíkniefnavandann, sjálfsvíg og samkynhneigð. Dagskráin hefst kl. 11 með orgelleik í kirkjunni en eftir það verða erindin flutt. Ferðalag æskulýðsfélagsins á Hólavatn, lagt af stað frá kirkjunni kl. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 239 orð | ókeypis

Mikið álag vegna endurmats

Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að álagið hefði verið gífurlegt, mikið hefði verið hringt til þess að leita upplýsinga og margir hefðu komið til þess að skila inn gögnum. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 230 orð | ókeypis

Munu sjálf annast samningsgerðina

ÞAU 12 félög innan Verkamannasambandsins sem felldu nýgerða kjarasamninga munu að líkindum öll afturkalla samningsumboð VMSÍ og sjá um samningsgerðina upp á eigin spýtur. Að sögn Aðalsteins Baldurssonar, formanns Verkalýðsfélags Húsavíkur, Meira
19. apríl 1997 | Landsbyggðin | 110 orð | ókeypis

Námskeið fyrir skólasafnakennara

Reyðarfirði-Á vegum Skólaskrifstofu Austurlands er nýlokið fyrri hluta námskeiðs fyrir skólasafnakennara. Tíu manns af svæðinu frá Breiðdalsvík til Borgarfjarðar eystri tóku þátt í námskeiðinu undir stjórn Laufeyjar Eiríksdóttur, skólasafnafulltrúa. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 40 orð | ókeypis

Nemendasýning Dansskóla Auðar Haralds

HIN árlega nemendasýning Dansskóla Auðar Haralds verður haldin á morgun í Tónabæ kl. 15. Þar munu á annað hundrað nemendur sýna hina ýmsu dansa. Kaffisala verður á staðnum. Yngstu nemendurnir sem sýna eru frá þriggja ára aldri. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð | ókeypis

Opel Frontera jeppi kynntur um helgina

NÝ tegund Opel bifreiða verður kynnt nú um helgina í Bílheimum við Sævarhöfða 2a. Það er jeppi sem heitir Opel Frontera. Bílasýningin verður opin kl. 14­17 laugardag og sunnudag. Verður sami bíll einnig kynntur í Keflavík hjá Bílasölu Reykjaness og í Vestmannaeyjum í íþróttahúsi Týs. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð | ókeypis

Opið hús í dag

FJÖLBRAUTASKÓLINN við Ármúla verður opinn almenningi í dag, laugardag, milli klukkan 11 og 15. Skólinn verður til sýnis, kennari, námsráðgjafi og stjórnendur verða til viðtals, og margvísleg dagskrá verður í boði fyrir þá sem líta inn. Heitt verður á könnunni og léttar veitingar á boðstólum fyrir gesti. Eru allir velkomnir sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemi skólans. Meira
19. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 197 orð | ókeypis

Peningagjöf til handknattleiksdeildar KA

SVERRIR Leósson, útgerðarmaður á Akureyri, afhenti í gær handknattleiksdeild KA styrk að upphæð 800 þúsund krónur. Alfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður KA, tók við peningagjöfinni á Bautanum en þangað hafði meistaraflokki félagsins verið boðið í mat, eftir glæsilegan sigur á Íslandsmótinu um síðustu helgi. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð | ókeypis

Rannsókn ólokið

NIÐURSTÖÐU úr rannsókn Flugslysanefndar á orsökum þess að flugvélin TF-CCP fórst út af Álftanesi með tveimur mönnum 5. apríl sl. er ekki að vænta fyrr en eftir nokkrar vikur. Skúli Jón Sigurðsson, formaður Rannsóknarnefndar flugslysa, segir að unnið sé að rannsókninni og engar upplýsingar um rannsóknina verði gefnar á næstu vikum. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 49 orð | ókeypis

Ráðstefna um velferð fjölskyldunnar

SAMBAND ungra framsóknarmanna efnir til ráðstefnu um velferð fjölskyldunnar í Borgartúni 6 í dag, 19. apríl, kl. 9:30-12:45. Guðný Rún Sigurðardóttir formaður FUF á Akranesi setur ráðstefnuna og Páll Pétursson félagsmálaráðherra flytur ávarp. Flutt verða sex erindi um efni ráðstefnunnar og síðan verða umræður og fyrirspurnir. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 162 orð | ókeypis

Ráðstefna um þróun byggðar á Íslandi

RÁÐSTEFNA um þróun byggðar á Íslandi og framtíðarsýn verður haldin á Akureyri dagana 22. til 23. apríl nk. Fjallað verður um framtíðarsýn og hvernig sátt geti náðst um hana hvort sem um er að ræða byggðastefnu, menntastefnu eða landnýtingu. Ráðstefnan er á vegum landshlutasamtaka sveitarfélaga, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Byggðastofnunar. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð | ókeypis

Reykur í húsi Morgunblaðsins

HÚSVÖRÐUR í húsi Morgunblaðsins tilkynnti um mikinn reyk innandyra um klukkan 5 í fyrrinótt og kom slökkvilið og lögregla á staðinn. Þegar að var gáð kom í ljós að mökkur var í einu herbergi hússins. Hann var rakinn til vélarbilunar í vélaverkstæði í prentsmiðju, en ekki er talið að tjón hafi hlotist af. Meira
19. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 510 orð | ókeypis

Saka Íhaldsflokkinn um skítkast

AUGLÝSING eða kosningaáróður, sem breski Íhaldsflokkurinn hefur birt í blöðum, hefur vakið hörð viðbrögð hjá stjórnarandstöðunni, einkum Verkamannaflokknum, enda beinist áróðurinn gegn honum. Sýnir hún Tony Blair, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem búktalarabrúðu í kjöltunni á Helmut Kohl, kanslara Þýskalands. Yfirskriftin er: "Afstaða Verkamannaflokksins til Evrópu." Meira
19. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 144 orð | ókeypis

Samgöngur lamast vegna sprenginga

TVÆR sprengingar og fjöldi viðvarana um yfirvofandi sprengjutilræði af hálfu Írska lýðveldishersins (IRA) varð til þess að bifreiða- og járnbrautasamgöngur lömuðust í norðurhluta Englands í gær. Virðist sem um sé að ræða enn eina tilraun IRA til þess að valda usla fyrir þingkosningarnar í Bretlandi 1. maí nk. Meira
19. apríl 1997 | Miðopna | 638 orð | ókeypis

Segja ríkissjóð borga kjarabæturnar

FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um breytingar á tekju- og eignarskatti var harðlega gagnrýnt við fyrstu umræðu á Alþingi í gær. Stjórnarandstæðingar töldu að með því væri ríkissjóður að greiða kostnaðinn af kjarabótum fyrir vinnuveitendur, sem þó væru vel aflögufærir, og að tekjuhátt og barnlaust fólk fengi mestar hækkanir, Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 149 orð | ókeypis

Skemmdarverk á Grundarfirði

Grundarfirði-Landfestar tíu báta og eins togara sem lágu við bryggju í Grundarfirði voru skornar í sundur í nótt. Fremri festar voru skornar af fimm bátum, aftari festar af öðrum fimm og tvær af þremur framlínum togarans Hrings SH 335. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð | ókeypis

Skemmtiferðasiglingar frá Reykjavík

EYJAFERÐIR bjóða upp á 2 klst. siglingar um Skerjafjörð og Kollafjörð á nýja skemmtiferðaskipinu Brimrúnu næstu laugardaga og sunnudaga. Brimrún, sem er hraðgengt tveggja skrokka skip, 193 tonn og tekur 130 farþega í sæti, mun fara í nokkrar slíkar kynnisferðir áður en skipið fer í reglubundnar skoðunarferðir frá Stykkishólmi. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð | ókeypis

Steypireyður á Skjálfanda

UM 20 metra steypireyður lék listir sínar fyrir tæplega níutíu belgíska ferðamenn vestarlega á Skjálfandadýpi í gær, en þar voru þeir í hvalaskoðunarferð. Í samtali við Morgunblaðið sögðust Belgarnir hafa orðið yfir sig glaðir og dansað hringdans um borð til að fagna því að hafa séð stærsta dýr jarðar. Meira
19. apríl 1997 | Miðopna | 605 orð | ókeypis

Stjórn sameinaðs sjóðs kosin á aðalfundi

ÁFORM hafa verið uppi um að sameina Lífeyrissjóð tæknifræðinga og Lífeyrissjóð arkitekta í einn sameiginlegan lífeyrissjóð með blönduðu sameignar- og séreignarfyrirkomulagi. Áform þessi eru nú í uppnámi vegna frumvarps um lífeyrissjóðsmáls sem nú er fyrir Alþingi. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð | ókeypis

Stolið úr líkamsræktarstöðvum

TILKYNNING um innbrot í líkamsræktarstöð við Frostaskjól barst lögreglu á fimmtudagsmorgun, en þar höfðu óprúttnir náungar haft á brott með hljómtæki að verðmæti um ein milljón króna. Einnig var brotist inn í líkamsræktarstöð við Suðurströnd og þar stolið geislaspilurum, hátölurum og öðrum tækjum, ásamt skiptimynt. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð | ókeypis

Stuttur sáttafundur

STUTTUR fundur var í gær í kjaradeilu Rafiðnaðarsambandsins og Pósts og síma og nýr fundur var boðaður á þriðjudag. Atkvæðagreiðsla stendur yfir meðal rafiðnaðarmanna um að hefja verkfall hjá P&S 25. þessa mánaðar. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð | ókeypis

Styrkur til kvenna

BORGARSTJÓRN Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu vatnsveitustjóra um að Vatnsveita Reykjavíkur veiti árlega í framtíðinni 300 þús. króna styrk til konu til náms í raun- og eða tæknigreinum. Gert er ráð fyrir að styrkurinn verði veittur í fyrsta sinn vorið 1997. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð | ókeypis

Stærri skjálfta beðið

NÚNA mælast 250-300 skjálftar á sólarhring við Ölkelduháls NNV af Hveragerði í jarðskjálftahrinunni sem hófst í Henglinum fyrir viku. Reiknað er með öflugri skjálftum á næstu dögum. Barði Þorkelsson jarðfræðingur á Veðurstofunni sagði að í gær hefði virknin verið óbreytt á þessum slóðum og stærstu skjálftarnir verið 1-1,3 á Richterkvarðanum. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 98 orð | ókeypis

Tveggja ára barn hætt komið

LÖGREGLUMENN brugðust skjótt við þegar tveggja ára barn veiktist snögglega í Breiðholti í gær og má ætla að viðbragðsflýtir þeirra hafi orðið barninu til lífs. Málavextir voru þeir að barnið sem á heimili í Vesturbergi lenti í andnauð, eftir að hafa fengið ABIDEC-Multivítamíndropa ásamt mjólk að drekka. Skipti engum togum að það tók að kasta upp og vit þess fylltust af slími. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 418 orð | ókeypis

Um 20 metra steypireyður á Skjálfanda

STÆRSTA dýr í heimi, steypireyðurin, lék listir sínar fyrir tæplega níutíu belgíska bankamenn vestarlega á Skjálfandadýpi í gær. Hörður Sigurbjarnarson, skipstjóri á Knerrinum, segir stórkostlegt að sjá steypireyðina athafna sig og telur að hún hafi verið um 20 metra löng. Gísli A. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð | ókeypis

Veiðibráðir stöðvaðir

LÖGREGLUMENN höfðu afskipti af tveimur mönnum við Hólsá við Vesturlandsveg síðdegis í gær, en tvímenningarnir höfðu þjófstartað veiði í ánni. Mennirnir voru stöðvaðir við veiðar sínar og veittu lögreglumennirnir þeim tilhlýðanlegt tiltal og gættu þess að þeir héldu á brott án frekari tilrauna til að renna fyrir fisk. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 68 orð | ókeypis

Veiðimenn í Síberíu í MÍR

VEIÐIMENN í Síberíu nefnist rússneska kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 20. apríl kl. 16. Mynd þessi var gerð í Sovétríkjunum á sjötta áratugnum og segir frá því er veiðimenn voru sendir út af örkinni til að fanga lifandi Síberíu- tígra fyrir dýragarða. Í þeirri veiðiferð gerist ýmislegt óvænt. Myndin er með enskum texta. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 347 orð | ókeypis

Verkfall hafið en viðræðum haldið áfram

FUNDUR samninganefnda flugmanna og Flugleiðamanna hjá ríkissáttasemjara hafði um miðnætti í gær staðið í 29 klukkustundir án þess að samningar næðust. Verkfall flugmanna hjá Flugleiðum hófst klukkan 20 í gærkvöldi og höfðu þotur félagsins þegar stöðvast vestan hafs, en vélar á leið frá Evrópu náðu að fara á loft fyrir kl. 20 og lentu á Keflavíkurflugvelli á tíunda tímanum í gærkvöldi. Meira
19. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 145 orð | ókeypis

Viðræðum kóresku ríkjanna seinkar

KRAFA Norður-Kóreumanna um matvælaaðstoð frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu kom í veg fyrir að samkomulag næðist um þátttöku Norður-Kóreu í friðarviðræðum, að sögn suður-kóreskra embættismanna í gær. Viðræðurnar áttu að halda áfram í gær en var seinkað um óákveðinn tíma að beiðni Norður-Kóreumanna. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 282 orð | ókeypis

Vinna við Vesturlandsveg hafin

VINNA við þriðja áfanga framkvæmda við Vesturlandsveg frá Elliðaám að Skeiðarvogi í Reykjavík er að hefjast og verktakinn byrjaður að grafa fyrir brúarstöplum. Verkið skiptist í meginatriðum í eftirfarandi hluta: Breikkun Vesturlandsvegar með þeim slaufum og römpum sem honum fylgja, breikkun Miklubrautar inn í miðeyju sína að Skeiðarvogi ásamt breytingum á Sæbraut og Reykjanesbraut. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð | ókeypis

Vígalegar grágæsir

GRÁGÆSIR og aðrir fuglar við Tjörnina í Reykjavík ættu ekki að geta kvartað undan áhugaleysi borgarbúa þessa dagana, enda streyma börn og fullorðnir niður að Tjörn til að gefa þeim brauð að bíta í. Þessi drengur sást bregða á leik við tvær grágæsir í gær þrátt fyrir að þær virðist heldur vígalegri á að líta. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð | ókeypis

VÍS með 307 milljóna hagnað

HAGNAÐUR Vátryggingafélags Íslands nam alls um 306,8 milljónum króna á síðastliðnu ári og er það besti árangur félagsins frá stofnun þess. Árið 1995 nam hagnaðurinn 226 milljónum króna. Aukinn hagnaður félagsins skýrist nær einvörðungu af lægri tekju- og eignarsköttum, en þeir námu 4,5 milljónum í fyrra borið saman við 84 milljónir árið áður. Meira
19. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 939 orð | ókeypis

Vörn snúið í sókn

Í FRAMKVÆMDAÁÆTLUN eru skýrðar leiðir að settum markmiðum í landgræðsluáætlun og gerð grein fyrir helstu verkefnum á árunum 1997-2000 ásamt kostnaðaráætlun fyrir fyrsta árið. "Til að ná tökum á þeim vanda sem við er að etja er nauðsynlegt að veita auknu fjármagni til fjölþættra aðgerða. Áætlunin miðast við að snúa vörn í sókn um aldamótin," segir í skýrslu um landgræðsluáætlunina. Meira

Ritstjórnargreinar

19. apríl 1997 | Staksteinar | 305 orð | ókeypis

»Tímamótasamningar VR-BLAÐIÐ segir: "Með þeim samningum sem VR gerði við FÍS

VR-BLAÐIÐ segir: "Með þeim samningum sem VR gerði við FÍS og einstök fyrirtæki í kjölfar þess var brotist út úr þeirri einhæfu miðstýringu sem lengst af hefur ríkt við samningagerð hér á landi og á stóran þátt í því að launakerfið á Íslandi er hrunið og í litlu samræmi við raunverulegar launagreiðslur fyrirtækja." Meginmarkmið náðust Meira
19. apríl 1997 | Leiðarar | 571 orð | ókeypis

VAXANDI HAGSÆLD TREIKNINGAR Þjóðhagsstofnunar á helztu

VAXANDI HAGSÆLD TREIKNINGAR Þjóðhagsstofnunar á helztu hagstærðum í kjölfar almennra kjarasamninga sýna, að markmið þeirra um kaupmáttaraukningu næstu þrjú árin munu standast að öllu óbreyttu. Þeir fela í sér 10­12% kaupmáttaraukningu án þess að verðbólga fari úr böndunum. Spáð er, að hún verði 2,5-3% að meðaltali á þessu tímabili. Meira

Menning

19. apríl 1997 | Kvikmyndir | -1 orð | ókeypis

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur I

Lesið í snjóinn 101 Dalmatíuhundur Kostuleg kvikindi Málið gegn Larry Flynt SAMBÍÓIN, Meira
19. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 152 orð | ókeypis

Dogg kaupir brynvarinn bófatrukk

NÚ ÞÝÐIR lítið fyrir hina svokölluðu bófarappara að keyra um í opnum lúxusbílum um stræti Los Angeles borgar. Morðin á rapptónlistarmönnunum Biggie Smalls og Tupac Shakur, sem báðir voru skotnir í bílum sínum, hafa skotið mönnum skelk í bringu og nú er lausnin á farartækjavandamálinu leyst. Nú dugir ekkert minna en bófatrukkur til að komast á milli staða. Meira
19. apríl 1997 | Leiklist | 723 orð | ókeypis

Fátækt og dæturnar fimm

Höfundur tónlistar: Jerry Bock. Höfundur leiktexta Joseph Stein sem byggði á sögum Sholem Aleikhem (Shalom Rabinovitz). Höfundur söngtexta: Sheldon Harnick. Þýðandi: Þórarinn Hjartarson. Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir. Útsetning tónlistar og hljómsveitarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson. Hljóðstjórn: Sveinn Kjartansson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Meira
19. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 67 orð | ókeypis

Juliette heilsar Óskari

FRANSKA leikkonan Juliette Binoche hlaut sem kunnugt er Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í bresku stórmyndinni "The English Patient" eigi alls fyrir löngu. Þar lék hún á móti Ralph Fiennes, en í Sjávarheimi, "Sea World" í Bandaríkjunum, sem hún heimsótti ásamt syni sínum á dögunum, var hún í fylgd með mörgæsinni Óskari. Meira
19. apríl 1997 | Kvikmyndir | 702 orð | ókeypis

Kvikmyndarölt á Manhattan

ÚTLÍNUR háhýsanna á Manhattan eru líklega með þekktari sjónarhornum í bandarískum kvikmyndum. New York-borg hefur verið sögusvið fjölmargra kvikmynda og oftar en ekki getur ferðamaður á röltinu séð kvikmyndatökulið að störfum, sérstaklega á Manhattan. Meira
19. apríl 1997 | Kvikmyndir | 447 orð | ókeypis

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Sjónvarpið22.05 Öldungar úr úrvalsdeildinni prýða gamanmyndina Að eldast með reisn (Going In Style, 1979) ­ grínistarnir George Burns og Art Carney og svo leiklistarfrömuðurinn Lee Strasberg. Þeir fara allir á kostum í hlutverkum eldri borgara sem grípa til bankaráns til að snúa á þjóðfélag sem hunsar þá. Meira
19. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 209 orð | ókeypis

Leikarateiti á Laufásvegi

LEIKARAHJÓNIN Erlingur Gíslason og Brynja Benediktsdóttir buðu leiklistarfólki úr fimm leiksýningum inn á heimili sitt á Laufásvegi 22 nýlega. Teitið hófst eftir miðnætti þegar allir leikararnir höfðu lokið störfum í leikhúsinu. Meira
19. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 115 orð | ókeypis

Ljósmyndasprettur ÍTR

NÝLEGA fóru keppnirnar Ljósmyndasprettur og Ljósmyndakeppni svarthvítra mynda fram en það er Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sem stendur fyrir keppnunum í samvinnu við Ljósmyndavörur hf. og Beco. Þátttakendur tóku myndir sem áttu að lýsa ákveðnu þema, eins og til dæmis spilling og fjölskylda. Meira
19. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 204 orð | ókeypis

Mamma hlær aldrei

NÝJASTA mynd leikarans gamansama, Mikes Myers, sem þekktur er fyrir leik sinn í myndunum "Waynes World" 1 og 2 og "So I Married an Axe Murderer", "Austin Powers: International Man of Mystery", sem er skopstæling á James Bond myndunum, Meira
19. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 94 orð | ókeypis

Shakespírur útskrifast úr Kramhúsi

SHAKESPÍRUNAR, sem er hópur unglinga sem stundað hefur leiklist í Kramhúsinu undanfarin ár undir leiðsögn Hörpu Arnardóttur, hélt útskriftarsýningu í Kramhúsinu um síðustu helgi. Á sýningunni var sýndur leikspuni sem unninn var upp úr verkum Shakespeare. Áhorfendabekkir voru þéttskipaðir á sýningunni sem heppnaðist vel. Meira
19. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 82 orð | ókeypis

Slöngur á nýju ári

HÉR sést thailenskur ofurhugi í slag við hættulega kóbraslöngu í þorpinu Khon Kaen í norðaustur Thailandi fyrr í vikunni, en slagurinn er hluti af slöngusýningu þar í bæ. Sýningin er liður í hátíðarhöldum í tilefni af því að Thailendingar fagna nú nýju ári. Meira
19. apríl 1997 | Kvikmyndir | 393 orð | ókeypis

Tignarleg og afslöppuð Einstirni (Lone Star)

Framleiðandi: Rio Dulce. Leikstjóri og handritshöfundur: John Sayles. Kvikmyndataka: Stuart Dryburgh. Tónlist: Mason Daring. Aðalhlutverk: Ron Canada, Chris Cooper, Clifton James, Kris Kristofferson, Frances McDormand, Joe Morton og Elizabeth Pe~na. 130 mín. Bandaríkin. Castle Rock International/ Skífan 1996. Útgáfudagur 9. apríl. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Meira

Umræðan

19. apríl 1997 | Aðsent efni | 755 orð | ókeypis

Er maðkur í mysunni? Þörf þjóðfélagsins fyrir tæknimenntað starfsfólk, segir Jónas Frímannsson, fer sívaxandi.

ATHYGLI vekur að tilboð í verklegar framkvæmdir eru stundum miklu lægri en kostnaðaráætlun, jafnvel aðeins tveir þriðju eða helmingur af áætluninni. Von er að spurt sé: Hvað er að gerast. Er maðkur í mysunni? Starfsemi óháðra verktaka við framkvæmdir á Íslandi á sér ekki mjög langa sögu. Meira
19. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 711 orð | ókeypis

Forfeðurnir I.

UNDANFARIÐ hefur talsvert verið talað um múhameðstrú, eða íslam sem er hið rétta nafn á trú þeirra múslíma. Jafnframt hefur komið fram að lítið sem ekkert er til á prenti, sem getur upplýst fróðleiksfúsa um þessa trú. Það er ef til vill ekki svo undarlegt, þar sem trúarrit múslíma - Kóraninn er aðeins skrifaður á arabísku, en þó viðurkenndur á tyrknesku að mér skilst. Meira
19. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 378 orð | ókeypis

Heilt baðkar af Fresca!

GRÍÐARLEG þjóðarsorg yrði á Íslandi ef flugvél með 300 Íslendingum færist og allir með tölu týndu lífi. Ég minnist þess ekki að sagt hafi verið frá því í fréttum eða á síðum dagblaðanna að einhver hafi dáið langt fyrir aldur fram vegna reykinga. Það er staðreynd að árlega deyja um 300 Íslendingar langt um aldur fram, vegna reykinga, og síðustu æviárin hafa í flestum tilfellum verið hreinasta kvöl. Meira
19. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 236 orð | ókeypis

Húsaleigubætur renna að hluta til í ríkissjóð!

ÉG VAR svo óheppinn að verða meira en 75% öryrki fyrir nokkrum árum. Ég var í basli með húsnæði, hafði leitað fyrir nokkrum árum eftir aðstoð Öryrkjabandalagsins þar sem ég hafði verið félagi alllengi. Eftir nokkra ára bið var ég svo heppinn að fá íbúð hjá Öryrkjabandalaginu, þökk sé því. Um svipað leyti hóf Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar að borga fyrir mig og aðra hluta af húsaleigunni. Meira
19. apríl 1997 | Aðsent efni | 1144 orð | ókeypis

"Sérstakar samþykktir borgarráðs" og útboð á Evrópska efnahagssvæðinu

Á FUNDI borgarráðs Reykjavíkur þriðjudaginn 15. apríl 1997 var lagt fram bréf fjármálaráðherra frá 10. þ.m. og álitsgerð kærunefndar útboðsmála vegna kæru Bræðranna Ormsson ehf. f.h. Sumitomo Corporation gegn Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Er þetta vegna kaupa á gufuhverflum fyrir Hitaveitu Reykjavíkur eins og alkunna er. Meira
19. apríl 1997 | Aðsent efni | 367 orð | ókeypis

Sjómaður ferst

ÉG ER sonur sjómanns sem lifði af Halaveðrið á togaranum Ara gamla og sigldi síðan á skipum Eimskips í 30 ár, þar með talin öll stríðsárin, og átti þá fyrir níu börnum að sjá. Mig rekur því minni til þeirrar vitneskju að hefði faðir okkar farist bar móður minni í dánarbætur sex mánaða laun hans. Það var allt og sumt. En þá var Ísland fátækt, í dag er það sagt ríkt. Meira
19. apríl 1997 | Aðsent efni | 1130 orð | ókeypis

Verkfræðingafélag Íslands 85 ára Frá stofnun VFÍ, segir Pétur Stefánsson, hefur meira ævintýri átt sér stað hér en annars staðar

IÐNBYLTINGIN og sigurför tækninnar hófst í Norðurálfu upp úr miðri 18. öld. Næstu mannsaldrana rak hvert tækniundrið annað, skipaskurðir, járnbrautir, sporvagnar, loftför, rafljós, loftskeyti og þannig án enda. Fátt virtist mönnum um megn. Alla 19. öldina var véltæknin óðum að breyta gamla heiminum í nýjan heim framfara og velmegunar. Ísland í byrjun aldar Meira

Minningargreinar

19. apríl 1997 | Minningargreinar | 174 orð | ókeypis

Birkir Huginsson

Það voru blendnar tilfinningar sem bærðust mér í brjósti þegar hringt var í mig og mér tilkynnt um lát vinar míns Birkis Huginssonar saxófónleikara. Fyrst vantrú, því næst viss léttir, að þrautagöngu þinni væri nú loks lokið, en svo kom nístandi söknuður. Leiðir okkar lágu saman um haustið '85 þegar við ásamt fleirum stofnuðum hljómsveitina 7-und. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 415 orð | ókeypis

Birkir Huginsson

Birkir Huginsson frændi minn og besti vinur minn er nú látinn langt um aldur fram eftir hetjulega baráttu við hinn illvíga MS-sjúkdóm. Hann var aðeins unglingur þegar sjúkdómurinn gerði fyrst vart við sig. Birkir vann þá sem málari með föður sínum. Við áttum margar góðar stundir saman enda höfðum við sama áhugamál en það var tónlistin. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 237 orð | ókeypis

Birkir Huginsson

Elsku Birkir. Það voru sorglegar fréttir sem ég fékk þann 7. apríl, ég trúði því varla að þú værir farinn frá okkur. Innst inni vissum við að það átti eftir að koma að þessu, en alltaf héldum við í vonina um að tími þinn yrði lengri með okkur. Þó að ég hafi ekki þekkt Birki nema í tæp þrjú ár á ég alltaf eftir að muna þann tíma sem við þekktumst. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 218 orð | ókeypis

Birkir Huginsson

Elsku pabbi minn. Ég sakna þín og finnst svo sárt að þú sért dáinn. En mér finnst gott að þú skulir vera kominn til Guðs, því að þú varst svo mikið veikur. Ég veit að núna líður þér vel og getur gengið á skýjunum og séð stjörnurnar betur og það er alltaf sól hjá þér. Nú ert þú búinn að hitta Samma, Tinnu Perlu og langafa og líka Elínu, systur Jónu vinkonu minnar. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 398 orð | ókeypis

Birkir Huginsson

Elsku drengurinn okkar, nú ertu farinn frá okkur, farinn á þann stað sem hjólastóll og kvalafull veikindi hefta ekki för þína. Minningin um þig mun ylja okkur alla ævi. Við munum minnast þín sem ungs, gáskafulls drengs í leikjum með systkinum og vinum, við minnumst þín sem ungs manns með glæsta framtíð og hugsjónir sem erfið veikindi bundu enda á. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 509 orð | ókeypis

Birkir Huginsson

Alltaf kemur dauðinn okkur á óvart, þó að í þessu tilfelli hefðum við átt að vera viðbúin þar sem Birkir var búinn að vera svo mikið veikur lengi. Við vonum að nú séu kvalir þínar á enda og biðjum algóðan Guð að taka þig í sinn náðarfaðm, elsku vinur. Birkir var sambýlismaður Þóru, dóttur okkar, um árabil. Kynni okkar af honum voru mjög góð og man ég aldrei að okkur hafi orðið sundurorða. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 783 orð | ókeypis

Birkir Huginsson

Það var að kvöldi 7. apríl sl., ég var nýkominn heim úr vinnu, að síminn hringdi. Á leið minni að símanum leit ég upp og sá regndropana renna niður rúður eldhúsgluggans. "Hann Birkir var að skilja við fyrir nokkrum mínútum. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 277 orð | ókeypis

Birkir Huginsson

Stundum kemur örvæntingin til mín eins og refsinorn og öskrar í eyru mín: Þú getur ekki gengið, þú getur ekki notað hendur þínar. Þegar sorgin sker hjartað mitt heyri ég hlýja rödd hvísla: Hugur þinn skynjar heiminn í sárustu sorg og dýpstu gleði. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 412 orð | ókeypis

Birkir Huginsson

Nú er langri og strangri baráttu lokið. Eftir að hafa greinst með MS á unglingsaldri var lífið ekki alltaf dans á rósum. Birkir var aldrei á því að gefast upp eða hengja haus. Við Birkir vorum jafnaldrar en þrátt fyrir það náðum við aldrei að vera í sama bekk og náðist aldrei upp kunningsskapur fyrr en ég kynntist systur hans er við vorum báðir uppkomnir. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 119 orð | ókeypis

BIRKIR HUGINSSON

BIRKIR HUGINSSON Birgir Huginsson fæddist í Vestmannaeyjum hinn 12. mars 1964. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja hinn 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Albína Elísa Óskarsdóttir, f. 25.6. 1945, og Huginn Sveinbjörnsson, f. 16.10. 1941, málarameistari í Vestmannaeyjum. Systkini Birkis eru Oddný, 25.9. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 81 orð | ókeypis

Birkir Huginsson Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festing færist nær og faðmi

Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festing færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 369 orð | ókeypis

Björg Bjarnadóttir

Kynni okkar Bjargar hófust haustið 1959, þegar 40 ungar stúlkur hófu nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Við komum víðs vegar að, en ein þó sínu lengst, eða alla leið frá annarri heimsálfu, þaðan sem hún hefur nú lagt af stað í sína hinstu ferð. Á þessum árum urðu allar námsmeyjar að dveljast á heimavist skólans, jafnvel þó þær ættu heimili í Reykjavík. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 27 orð | ókeypis

BJÖRG BJARNADÓTTIR

BJÖRG BJARNADÓTTIR Björg Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1939. Hún lést í Bandaríkjunum hinn 29. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 14. apríl. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 969 orð | ókeypis

Eyjólfur Ágústsson

Hringaðir hálsar hljóðar taka dýfur árvakur skarinn öldufallinn klýfur. Andi Guðs friðar, yfir vötnum svífur. (Jóhannes út Kötlum.) Fyrir nærri fjórum áratugum bauð Eyjólfur Ágústsson, góðbóndi að Hvammi í Landsveit, okkur nokkrum kunningjum sínum og vinum að koma með sér inn í Veiðivötn. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 34 orð | ókeypis

EYJÓLFUR ÁGÚSTSSON Eyjólfur Ágústsson, bóndi í Hvammi á Landi, var fæddur í Hvammi 9. janúar 1918. Hann lést á Hellu 30. mars

EYJÓLFUR ÁGÚSTSSON Eyjólfur Ágústsson, bóndi í Hvammi á Landi, var fæddur í Hvammi 9. janúar 1918. Hann lést á Hellu 30. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skarðskirkju í Landsveit 14. apríl. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 539 orð | ókeypis

Kristborg Stefanía Snjólfsdóttir

Það er margs að minnast, en smágrein í blaði nær skammt. Skírdagur 27. mars var stór dagur hjá börnunum sem voru fermd í Djúpavogskirkju þennan dag, þar á meðal barnabörnum Kristborgar, þríburunum Ásdísi, Bryndísi og Njáli. Það voru allflestir sammála um að athöfnin hafi verið sú fallegasta sem þeir hefðu farið í. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 101 orð | ókeypis

Kristborg STEFANÍA SNJÓLFSDÓTTIR

Kristborg STEFANÍA SNJÓLFSDÓTTIR Kristborg Stefanía Snjólfsdóttir fæddist í Veturhúsum í Hamarsdal 25. september 1916. Hún lést 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásdís Sigurðardóttir og Snjólfur Stefánsson er bjuggu í Veturhúsum í 37 ár. Systur Kristborgar voru Sigurbjörg, Málfríður Halldóra og Steinunn Dagmar. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 360 orð | ókeypis

Kristján Vilhjálmsson

Ó, fagra lífsins ljós, er skín og lýsir mér í gleði og þraut, mitt veika skar það deyr og dvín, ó, Drottinn minn, ég flý til þín, í dagsins skæra skaut. Ó, gleði', er skín á götu manns í gegnum lífsins sorgarský. Hinn skúradimmi skýjafans er skreyttur litum regnbogans og sólin sest á ný. (Þýð. Sbj. Sv. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 421 orð | ókeypis

Kristján Vilhjálmsson

Kristján Vilhjálmsson kom til Norðfjarðar fyrir fimmtán árum. Hann kom til þess að innrétta nýtt íbúðarhús fyrir Bergljótu Hólmgrímsdóttur og Einar Sigfússon í Skálateigi. Það var vegna tengsla hans við fjölskyldu Bergljótar á Akureyri, en Magnús bróðir hans var giftur Kristínu systur Bergljótar. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 291 orð | ókeypis

Kristján Vilhjálmsson

Nú að leiðarlokum leitar hugurinn yfir liðin ár, að bernskustöðvum í Heiðardalnum, við veiði og venjuleg sveitastörf. Ekki síst glaðan systkinahóp. Oft var glatt á hjalla í litla bænum á Stóru-Heiði. Þó húsrými væri ekki mikið, var lundin létt. Kristján flytur til Reykjavíkur með foreldrum sínum árið 1960, lærir húsasmíði og vann við það alla ævi. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 243 orð | ókeypis

Kristján Vilhjálmsson

Vorið er í nánd og með vorkomunni fyllumst við bjartsýni með hækkandi sól en ekki getur þú glaðst með okkur, Kristján minn, því þú varst kallaður svo fljótt, svo snöggt. Ekki liðu nema nokkrar vikur frá því að þú greindist með þennan illvíga sjúkdóm, þar til þú varst allur. En þú varst alltaf svo bjartsýnn allan tímann. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 436 orð | ókeypis

Kristján Vilhjálmsson

Mig langar að minnast Kristjáns frænda í fáum orðum. Hann kom oft á heimili foreldra minna og dvaldi þá oftast í nokkra daga. Ég leit upp til Kristjáns og þegar ég var lítill strákur vildi ég líkjast honum, ég ætlaði að verða smiður og piparsveinn eins og frændi. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 112 orð | ókeypis

KRISTJÁN VILHJÁLMSSON

KRISTJÁN VILHJÁLMSSON Kristján Vilhjálmsson fæddist á Stóru-Heiði í Mýrdal 14. júlí 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Á. Magnússon, f. 11. maí 1889, d. 7. nóv. 1970, og Arndís Kristjánsdóttir, f. 25. júlí 1897, d. 19. júní 1973. Systkini hans eru Magnús, f. 9. des. 1927, d. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 330 orð | ókeypis

Margar eru minningarnar sem komu upp í hugann þegar okkur hjónunum barst s

Margar eru minningarnar sem komu upp í hugann þegar okkur hjónunum barst sú frétt að Birkir væri dáinn. Hann þurfti að lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómi sem hrjáði hann í mörg ár. Oft fengum við þær fréttir að Birkir lægi þungt haldinn og nú vissi enginn hvernig færi, en síðan komu fréttir tveimur til þremur dögum seinna um að hann hefði rifið sig upp og liði betur. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 598 orð | ókeypis

Okkur langar að minnast með fáum orðum Kristjáns Vilhjálmssonar. Fyrst lág

Okkur langar að minnast með fáum orðum Kristjáns Vilhjálmssonar. Fyrst lágu leiðir okkar Kristjáns saman í barnaskólanum við Deildará, þegar ég hóf þar skólagöngu tíu ára gamall, en Kristján var þá í síðasta bekk barnaskólans. Þar sem ég átti engan jafnaldra í skólanum, kom það af sjálfu sér að ég hafði félagsskap af eldri skólasystkinum mínum. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 1106 orð | ókeypis

Ólöf Ingibjörg Ólafsdóttir

Í dag, laugardaginn 19. apríl, verður amma mín, Ólöf Ingibjörg Ólafsdóttir, jarðsungin. Hún verður lögð til hinstu hvíldar í Kirkjuhvammskirkjugarði, við hliðina á afa, sem hún giftist á nýársdag árið 1924, í litlu timburkirkjunni sem í garðinum stendur. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 550 orð | ókeypis

Ólöf Ingibjörg Ólafsdóttir

Það var árið 1960 sem ég kom í fyrsta sinn að Ánastöðum í fylgd með tilvonandi eiginmanni mínum, Jóni Þór, syni þeirra hjóna. Þá bjuggu þar einnig Ólafur, elsti sonur þeirra, og kona hans Halldóra Kristinsdóttir ásamt börnum sínum. Það er skemmst frá því að segja, að frá því fyrsta til hins síðasta var mér alltaf tekið opnum örmum. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 228 orð | ókeypis

Ólöf Ingibjörg Ólafsdóttir

Elsku besta langamma okkar er dáin. En enginn getur trúað því, af því að hún var alltaf svo ung og góð, vildi öllum gott og allt fyrir alla gera. Hún sagði okkur sögur og söng lítil kvæði, hún gaf okkur kökur og kandísmola. Hún prjónaði líka ullarsokka og vettlinga og vildi passa að okkur yrði ekki kalt. En núna er hún farin frá okkur úr þessum heimi og komin í nýjan og betri heim. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 291 orð | ókeypis

Ólöf Ingibjörg Ólafsdóttir

Mig langar að minnast hennar langömmu með fáeinum orðum. Um hana á ég fjöldamargar minningar og allar góðar. Þær elstu eru frá ferðalögum norður í land þegar ferðinni var jafnan heitið til Ánastaða. Slíkar ferðir voru alltaf mikið tilhlökkunarefni. Á Ánastöðum var jafnan líf og fjör, þar var mjög gestkvæmt og miðpunkturinn í öllu saman var langamma. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 151 orð | ókeypis

Ólöf Ingibjörg Ólafsdóttir Elsku amma, sem varst mér svo góð. Þú ert loks búin að fá hvíldina og komin til afa Þórhalls og

Elsku amma, sem varst mér svo góð. Þú ert loks búin að fá hvíldina og komin til afa Þórhalls og pabba Steinars. Við áttum góðar stundir með þér síðastliðið sumar á ættarmóti á Ánastöðum. Þú varst svo ánægð með að svo margir gætu komið að hitta þig. Þetta var yndisleg helgi sem leið svo hratt. Ég minnist þess þegar ég var lítil telpa í sveit hjá þér, að þú kenndir mér að prjóna, sauma og hekla. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 102 orð | ókeypis

ÓLÖF INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR Ólöf Ingibjörg Ólafsdóttir fæddist á Ánastöðum 21. júlí 1903. Hún lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga 11.

ÓLÖF INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR Ólöf Ingibjörg Ólafsdóttir fæddist á Ánastöðum 21. júlí 1903. Hún lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga 11. apríl síðastliðinn. Hún var dóttir Ingibjargar Eggertsdóttur á Ánastöðum og Ólafs Guðmundssonar frá Önundarfirði. Hann drukknaði í Ísafjarðardjúpi 8. desember 1902. Ólöf var einkabarn. Ólöf giftist 1. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 204 orð | ókeypis

Vilhjálmur Kristján Halldórsson

Með fáeinum orðum langar mig að minnast Villa og þakka honum fyrir allt það sem hann gerði fyrir mig og allar þær stundir sem við áttum við sameiginlegt áhugamál okkar, knattspyrnuna. Oft var spjallað og glaðst þegar vel gekk hjá uppáhaldsliðinu okkar, Víði í Garði. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 513 orð | ókeypis

Vilhjálmur Kristján Halldórsson

Mig langar að minnast elsku bróður míns, Vilhjálms Halldórssonar. Hann var mér meira en bróðir, hann var besti vinur minn. Það er margs að minnast frá okkar æskuárum. Þú varst alltaf svo mikill grínisti. Það var mikið hlegið. Þú varst driffjöðrin í öllu nálægt þér. Meira
19. apríl 1997 | Minningargreinar | 28 orð | ókeypis

VILHJÁLMUR KRISTJÁN HALLDÓRSSON

VILHJÁLMUR KRISTJÁN HALLDÓRSSON Vilhjálmur Kristján Halldórsson fæddist í Vörum í Garði 5. júlí 1913. Hann lést 1. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Útskálakirkju 12. apríl. Meira

Viðskipti

19. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 331 orð | ókeypis

2,9% verðbólga frá upphafi til loka árs

SAMKVÆMT verðbólguspá Seðlabankans, sem gerð er í kjölfar nýrra kjarasamninga verður verðbólga 2,1% milli áranna 1996 og 1997 en 2,9% frá upphafi til loka ársins. Lauslegt mat á verðlagshorfum 1998 og 1999 bendir til að verðbólga geti að óbreyttu orðið á bilinu 3­3% fyrra árið en um 2% seinna árið. Meira
19. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 312 orð | ókeypis

Afkoman batnaði um rúm 30%

Samvinnuferðir-Landsýn stefna að skráningu á VÞÍ Afkoman batnaði um rúm 30% REKSTRARHAGNAÐUR Samvinnuferða-Landsýnar, þ.e. hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og skatta, nam 60,1 milljón króna á síðasta ári og jókst um 30,5% frá árinu 1995, en þá nam rekstrarhagnaðurinn 46,5 milljónum króna. Meira
19. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 160 orð | ókeypis

Betri sætanýting Flugleiða

FARÞEGAR í alþjóðaflugi Flugleiða voru 30% fleiri fyrstu tvo mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra, sem er ívið meiri aukning en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fyrstu vísbendingar vegna marsmánaðar benda til að framhald hafi orðið á þessari þróun. Meira
19. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 265 orð | ókeypis

Hagnaður nam 36 milljónum króna

HAGNAÐUR Samskipa varð 36 milljónir króna á síðasta ári sem er lakari afkoma en varð á fyrirtækinu árið áður. Hins vegar jukust rekstrartekjur fyrirtækisins um 25% milli ára og numu 5.768 milljón króna á árinu 1996. Þetta er þriðja árið í röð sem tekjur fyrirtækisins aukast umtalsvert. Meira
19. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 325 orð | ókeypis

Hagnaður nam alls tæplega 307 milljónum

HAGNAÐUR Vátryggingafélags Íslands hf. (VÍS) nam alls um 306,8 milljónum króna á síðastliðnu ári og er það besti árangurinn frá stofnun félagsins. Árið 1995 nam hagnaðurinn um 226 milljónum. Aukinn hagnaður félagsins skýrist nær einvörðungu af lægri tekju- og eignarsköttum, en þeir námu 4,5 milljónum í fyrra borið saman við 84 milljónir árið áður. Meira
19. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 120 orð | ókeypis

»Mikil lækkun á frönskum markaði

MIKLAR lækkanir voru á frönskum hlutabréfamarkaði í gær í kjölfar ásakana sósíallista á forseta landsins, Jacques Chirac, um að ætla að flýta kosningum um eitt ár. Annars staðar í Evrópu var um miklar hækkanir að ræða eftir góða opnun í Wall Street. Í London hækkaði FTSE-100 vísitalan um 11,6 punkta og endaði í 4.310,5 stigum. Meira
19. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 861 orð | ókeypis

Sparisjóðirnir með meira eigið fé en Landsbankinn

ÁRIÐ 1996 var annað metárið í röð hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrenni og árangur varð betri en áætlanir gerðu ráð fyrir á flestum sviðum starfseminnar. Hagnaður ársins nam 121 milljón króna á móti 116 milljónum árið áður. Arðsemi eigin fjár sparisjóðsins varð 12,6% sem er heldur betri árangur en áætlanir gerðu ráð fyrir, en í þeim var stefnt að 12% arðsemi. Meira
19. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 85 orð | ókeypis

Útboð á ríkisvíxlum

ÚTBOÐI á þriggja, sex og tólf mánaða ríkisvíxlum lauk með opnun tilboða hjá Lánasýslu ríkisins á miðvikudag. Með útboðinu skuldbatt ríkissjóður sig að taka tilboðum á bilinu 300 til u.þ.b. 4.000 milljónir króna. Alls bárust 14 gild tilboð í ríkisvíxla að fjárhæð 5.749 milljónir króna. Heildarfjárhæð tekinna tilboða er 1.739 milljónir króna. Meira

Daglegt líf

19. apríl 1997 | Neytendur | 193 orð | ókeypis

Allt að 73% verðmunur milli bakaría

VERÐMUNUR er mikill milli bakaría og nam allt að 73% í lauslegri verðkönnun sem Morgunblaðið gerði síðastliðinn fimmtudag. Mestur var verðmunurinn á tebollum en minnstur á kókoskúlum. Farið var í ellefu bakarí í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ og verð kannað á ýmsum vörum sem algengt er að neytendur kaupi þar dags daglega. Meira
19. apríl 1997 | Neytendur | 637 orð | ókeypis

Brauð og kökur hafa hækkað um 5-10%

UNDANFARIÐ hafa bakarí hækkað brauð og kaffimeðlæti við dræmar undirtektir neytenda. Stefán Sandholt formaður Landssambands bakarameistara segist ekki hafa nákvæmar tölur um hækkunina almennt en telur ekki ólíklegt að hún nemi frá 4-5% og upp í 10%. "Sumir bakarar hafa ekki hækkað framleiðslu sína undanfarin tvö ár og láta núna til skarar skríða. Meira

Fastir þættir

19. apríl 1997 | Dagbók | 2895 orð | ókeypis

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 17.­24. apríl: Ingólfs Apótek, Kringlunni, er opið allan sólarhringinn en Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. S: 577-2600. Meira
19. apríl 1997 | Í dag | 39 orð | ókeypis

Árnað heillaÁRA afmæli. Fimmtug er á morgun, sunn

Árnað heillaÁRA afmæli. Fimmtug er á morgun, sunnudaginn 20. aprílHelga R. Höskuldsdóttir, ljósmóðir, Deildartúni 9, Akranesi. Hún og eiginmaður hennar, Guðmundur Sigurðsson, ætla að taka á móti gestum á afmælisdaginn milli kl. 15 og 18 í sal ÍA við Jaðarsbakka. Meira
19. apríl 1997 | Fastir þættir | 57 orð | ókeypis

Bassi í gólf

SOLID Solution-hátalaralínan frá B&W þykir gefa góðan hljóm, auk þess að vera augnayndi. Hluti af línunni er þessi PB100-hátalari, sem er sérstakur að því leyti að bassinn berst niður í gólfið jafnt sem út í loftið. Allmiklar drunur skapast við þetta, sem fólk í fjölbýlishúsum ætti að hugsa um áður en gripurinn er keyptur. Meira
19. apríl 1997 | Fastir þættir | 86 orð | ókeypis

BRIDS Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reyðarfjarðar o

DAGANA 8. og 15. apríl fór fram hin árlega firmakeppni BRE og var spilaður barómeter. Þátttaka var góð, 28 fyrirtæki á Eskifirði og Reyðarfirði tóku þátt í keppninni og er þeim hér með þakkaður stuðningurinn. Fyrirkomulagið var þannig að keppendur drógu sér fyrirtæki til að spila fyrir. Úrslit urðu á þessa leið: Meira
19. apríl 1997 | Fastir þættir | 113 orð | ókeypis

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna MÁNUDAGINN

MÁNUDAGINN 14. apríl sl. var spilaður eins kvölds tvímenningur Mitchell. 24 pör. Bestu skor í N/S. Meðalskor 270. Valdimar Sveinsson / Gunnar B. Kjartanss.338Þórir Leifsson / Dúa Ólafsdóttir305Eyvindur Magnússon / Þórður Ingólfsson286 Bestu skor í A/V. Arnína Guðlaugsdóttir /Sigrún Pétursd. Meira
19. apríl 1997 | Fastir þættir | 73 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. RagnarssonBridsdeild Barðstren

Af sérstökum ástæðum verðum við að fresta um eina viku parakeppninni sem átti að hefjast þ. 21. apríl nk. Mánudaginn 21. apríl nk. verður spilaður eins kvölds tvímenningur, Mitchel. Verðlaun fyrir bestu skor bæði í N/S og A/V. Skráning á spilastað, Þönglabakka 1. Mætið tímanlega fyrir kl. 19.30. Parakeppnin fer svo af stað mánudaginn 28. apríl nk. Upplýsingar í síma 587 9360 hjá BSÍ. Meira
19. apríl 1997 | Fastir þættir | 85 orð | ókeypis

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsfélag Akraness

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsfélag Akraness NÝLOKIÐ er 5 kvölda Akranesmóti í tvímenningi með þátttöku 18 para. Akranesmeistarar urðu Ingi Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Grétar Ólafsson. Keppnisstjóri var Eiríkur Hjaltason frá Reykjavík og er honum hér með þakkað gott starf. Annars varð röð efstu para þannig: Ingi St. Meira
19. apríl 1997 | Fastir þættir | 44 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

Ágúst Benediktsson og Rósant Hjörleifsson hafa nú örugga forystu í Butler-tv+imenningnum en þeir hafa skorað 202 yfir meðalskor. Næstu pör: Thorvald Imsland - Rúnar Guðmundsson130Anna G. Nielsen - Guðlaugur Nielsen120Daníel Halldórsson - Sigurjón Tryggvason104Kári Sigurjónsson - Guðm. Meira
19. apríl 1997 | Fastir þættir | 93 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja

Meistaramót félagsins í tvímenningi stendur nú sem hæst og eru Karl Hermannsson og Arnór Ragnarsson í forystu þessa stundina en lokið er 8 umferðum af 21. Staða efstu para er nú þessi: Karl Hermannss. - Arnór Ragnarsson91Sigurður Davíðsson - Þorvaldur Finnsson75Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson70Sigurður Albertss. - Jóhann Benediktss. Meira
19. apríl 1997 | Fastir þættir | 61 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Síðsumarsmót á Krók

STÓRMÓT verður haldið dagana 22.­24. ágúst í tilefni afmælisárs Sauðarkróksbæjar. Spilað verður um silfurstig og vegleg peningaverðlaun. Boðið verður upp á svefnpokapláss alla helgina en einnig er gott hótel á Sauðárkróki. Nákvæm dagskrá liggur þegar fyrir og er hægt að fá upplýsingar hjá Bridssambandinu í síma 587­9360 eða hjá Kristjáni Blöndal í síma 453­6146. Meira
19. apríl 1997 | Fastir þættir | 72 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór Ragnarsson Silfurstigamót B

SILFURSTIGAMÓT Bridsfélags Reykjavíkur til að fagna sumarkomunni verður haldið sumardaginn þriðja, laugardaginn 26. apríl. Spilað verður í Þönglabakka 1, mótið hefst klukkan 11 og keppnisstjóri verður Sveinn Rúnar Eiríksson. Spiluð verða 45 forgefin spil eftir Monrad-kerfi. Keppnisgjöld 1.500 kr. á spilara. 1. verðlaun kr. 18.000, 2. verðlaun kr. 12.000, 3. verðlaun kr. 8.000, 4. verðlaun kr. Meira
19. apríl 1997 | Í dag | 25 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júlí 1996 í Selfosskirkju af sr. Þóri Jökli Þorsteinssyni Guðbjörg H. Sigurdórsdóttir og Lárus H. Helgason.Þau eru búsett á Selfossi. Meira
19. apríl 1997 | Dagbók | 442 orð | ókeypis

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
19. apríl 1997 | Fastir þættir | 442 orð | ókeypis

Endur fyrir löngu, í fjarlægri stjörnuþoku... Með máttinn að vopni

VIGGÓ og blaðamaður mæta í Háskólabíó upp úr hálf níu. Þegar í sælgætissöluna kemur þiggur Viggó popp og kók. Hann er spurður hvort hann vilji ekki borga tíkalli meira fyrir þrennuna, sem er tilboð á poppi, kóki og súkkulaðistykki. Viggó lítur spurnaraugum á blaðamann, sem kinkar kolli. Jú, Morgunblaðið hefur efni á því. Meira
19. apríl 1997 | Fastir þættir | 506 orð | ókeypis

Er hægt að losna við húðflúr og hrukkur?

Spurning: Er einhver möguleiki að ná húðflúri af húðinni? Ef svo er, hvernig er það gert, hvar er það gert og er það dýrt? Svar: Það er bara til eitt gott ráð við húðflúri eða tattóveringu; að láta aldrei setja svoleiðis á sig. Meira
19. apríl 1997 | Fastir þættir | 778 orð | ókeypis

FERMINGAR 20. APRÍL

Fermingar í Árbæjarkirkju kl. 11.00. Prestar: sr. Guðmundur Þorsteinsson og sr. Þór Hauksson. Fermd verða: Andrea Ida Jónsdóttir, Hraunbæ 44. Elín Edda Alexandersdóttir, Eyktarási 8. Elva Dögg Mahaney, Hraunbæ 182. Jónína Guðrún Reynisdóttir, Viðarási 20. Lára Kristín Lárusdóttir, Þverási 33. Meira
19. apríl 1997 | Fastir þættir | 92 orð | ókeypis

Flugleiðir vörðuEvróputitilinn

BRIDSSVEIT Flugleiða varði um helgina meistaratitil sinn í keppni evrópskra flugfélaga, sem fram fer árlega. Keppnin fór fram í Vínarborg og kepptu lið frá átta flugfélögum. Sveit Flugleiða vann með yfirburðum, þeim mestu síðan móti þessu var hleypt af stokkunum árið 1972. Sveitin vann alla leiki sína nema einn, sem tapaðist með minnsta mun, 14-16, fyrir British Airways. Meira
19. apríl 1997 | Fastir þættir | 1016 orð | ókeypis

Guðspjall dagsins: Ég mun sjá yður aftur. (Jóh. 16.)

Guðspjall dagsins: Ég mun sjá yður aftur. (Jóh. 16.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. Meira
19. apríl 1997 | Fastir þættir | 284 orð | ókeypis

Í bláum galla með blátt bindi Tískan er síbreytileg, hverful og lokkandi. Duttlungar hennar flestum óútreiknanlegir, en þó ekki

Tískan er síbreytileg, hverful og lokkandi. Duttlungar hennar flestum óútreiknanlegir, en þó ekki Áslaugu Snorradóttur, sem uppgötvaði að í sumar verða blái liturinn, gallabuxur, gallaskyrtur, gallajakkar, gallapils, þunnt gagnsætt efni, bindi og blúndur ofarlega á vinsældalistum tískunnar, er hún stiklaði á stóru í fataverslunum borgarinnar. Meira
19. apríl 1997 | Í dag | 499 orð | ókeypis

íkverji hafði um það nokkur orð fyrir skömmu, að karlme

íkverji hafði um það nokkur orð fyrir skömmu, að karlmenn ættu erfitt með að fá nógu stóra gúmmíhanska fyrir uppþvottinn og ekki bætti úr skák að hanskarnir væru helst bleikir, þó liturinn væri að vísu aukaatriði í umfjöllun þessari. Víkverja hefur nú borist bréf frá jafnréttissinnuðum Íslendingi í Danmörku, Pétri Gauti Svavarssyni. Meira
19. apríl 1997 | Fastir þættir | 777 orð | ókeypis

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 897. þáttur

897. þáttur UMSJÓNARMAÐUR á að þakka eftirfarandi bréf Kristni V. Jóhannssyni í Neskaupstað: "Sæll og blessaður Gísli. Ég skrifa (reyndar vélrita) þessar línur með tvennt í huga. Meira
19. apríl 1997 | Fastir þættir | 1066 orð | ókeypis

Í svefnhúsi

ÞEGAR við skoðum draumahúsið nánar, líkt og um raunverulegt draumahús væri að ræða sem við værum að festa kaup á, mundum við væntanlega skoða vel ástand þess og viðhald áður en skrifað væri undir kaupsamning. Hvort raka væri að finna í húsinu eða merki um leka, í hvaða standi gluggar væru, einangrun, gólfefni, veggir, ofnar, hiti og rafmagn. Meira
19. apríl 1997 | Í dag | 294 orð | ókeypis

Reyklausakaffistofu áReykjavíkur-flugvelli

AF hverju púar þú eða þið eitri á mig og mína? Ég er búin að sitja í marga tíma og bíða eftir flugi á Reykjavíkurflugvalli, en vegna þoku er bið eftir flugi. Ég get ekki fengið mér kaffi í kaffistofunni, því þar situr fólk og reykir, heldur verð ég að bera kaffið fram í biðstofu til að geta setið í reyklausu umhverfi. Meira
19. apríl 1997 | Fastir þættir | 109 orð | ókeypis

Skákknöttur

TIL undantekninga heyrir að skákmeistarar séu einnig keppnismenn í íþróttum sem reyna á líkamann. Þó má nefna Norðmanninn og Íslandsvininn Simen Agdestein, sem var í norska landsliðinu í knattspyrnu um leið og hann keppti á stórmótum skákarinnar. Meira
19. apríl 1997 | Fastir þættir | 361 orð | ókeypis

SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Bragi Þorfinnsson sigr

Bragi Þorfinnsson sigraði á hraðmóti sem Taflfélagið Hellir og Taflfélag Kópavogs stóðu fyrir sunnudaginn 13.4.1997. Bragi hlaut 8 vinninga í 9 skákum eins og Benedikt Jónasson, en Bragi sigraði í úrslitaskák um efsta sætið. Alls voru 18 þátttakendur skráðir til leiks, en ýmsir urðu að hætta við þátttöku af tæknilegum ástæðum og 10 skákmenn tefldu í mótinu. Meira
19. apríl 1997 | Dagbók | 306 orð | ókeypis

SPURT ER...»Maðurinn á m

»Maðurinn á myndinni er aðeins 21 árs gamall og vann það afrek fyrir viku að verða yngsti kylfingurinn til að sigra í bandarísku meistarakeppninni í golfi, sem haldin var í Augusta. Aldrei hefur nokkur maður sigrað með jafn fáum höggum og jafn miklu forskoti á næstu keppendur í þessu móti. Meira

Íþróttir

19. apríl 1997 | Íþróttir | 30 orð | ókeypis

Fjölskyldan íWuppertal Viggó Sigurð

Viggó Sigurðsson Eva Haraldsdóttir Börn: Rakel Margrét Fædd 25. ágúst 1981 Jón Gunnlaugur (Gulli) 8. nóvember 1982 Haraldur Stefán (Lalli) 5. febrúar 1990 Tómas Aron (Tommi) 23. Meira
19. apríl 1997 | Íþróttir | 236 orð | ókeypis

GHEORGHE Popescu

GHEORGHE Popescu miðvallarleikmaður Barcelona og búlgarska landsliðsins í knattspyrnu efast um að hann leiki með gegn Írum í undankepnni HM 30. apríl vegna meiðsla í fótlegg. Meira
19. apríl 1997 | Íþróttir | 177 orð | ókeypis

Gróttu og KR sameinast

Drög að sameiningu meistaraflokks, 2. og 3. flokks KR og Gróttu í handknattleik kvenna voru kynnt á fundi með leikmönnum í gærkvöldi. Stefnt er að samvinnu í þrjú ár og síðan fullum samruna en sameiningin er háð samþykki viðkomandi handknattleiksdeilda og aðalstjórna. Meira
19. apríl 1997 | Íþróttir | 152 orð | ókeypis

Harðjaxlar ÞEGAR Ólafur Stefánsson me

Harðjaxlar ÞEGAR Ólafur Stefánsson meiddist í leik með Wuppertal á dögunum, var Viggó spurður um meiðslin á fundi með fréttamönnum og stuðningsmönnum liðsins ­ hvort hann væri ekki áhyggjufullur, sagði hann: "Heima á Íslandi segjum við, að þegar menn eru með tvo jafnlanga fætur er ekkert að þeim. Meira
19. apríl 1997 | Íþróttir | 1964 orð | ókeypis

Höfum verð lánsöm "Lífið sem við lifum nú

Höfum verð lánsöm "Lífið sem við lifum nú, er skemmtilegt. Við höfum verið lánsöm með krakkana, hvað þeim hefur gengið vel. Það er fyrir öllu," segir Eva Haraldsdóttir þegar Sigmundur Ó. Steinarsson ræddi við hana um lífið og tilveruna í Wuppertal. Meira
19. apríl 1997 | Íþróttir | 345 orð | ókeypis

Íslandsmet hjá Elínu

Elín Sigurðardóttir gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet sitt í 50 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í Gautaborg í gær. Hún synti á 26,17 sekúndum en gamla metið var 26,33 sekúndur, sett í Hafnarfirði 11. maí í fyrra. Elín varð önnur í sínum riðli en náði ekki að komast áfram í keppninni, hafnaði í 23. sæti af 41 keppanda. Hún átti 25. Meira
19. apríl 1997 | Íþróttir | 2198 orð | ókeypis

Íslendingar leita alltaf aftur heim

Íslendingar leita alltaf aftur heim "Það vekur athygli Þjóðverja að allir Íslendingar fara aftur heim til sín, meðan fólk frá öðrum þjóðum ílengist í Þýskalandi," segir Viggó Sigurðsson í spalli við Sigmund Ó. Steinarsson. Meira
19. apríl 1997 | Íþróttir | 31 orð | ókeypis

Knattspyrna Deildabikarinn Fylkir - Afturelding1:0 ÍR - HK2:3 KR - FH3:1 Stjarnan - Þróttur2:1

Deildabikarinn Fylkir - Afturelding1:0 ÍR - HK2:3 KR - FH3:1 Stjarnan - Þróttur2:1 Danmörk Undanúrslit bikarkeppninnar Silkeborg - FC Kaupamannahöfn1:2 Bröndby - Ikast0:1 Kaupmannahöfn og Ikast mætast í úrslitum 8. maí. Meira
19. apríl 1997 | Íþróttir | 121 orð | ókeypis

Leið yfir Elínu

ELÍN Sigurðardóttir sundkona og varð að hætta sem fánaberi íslenska liðsins í miðri setningarathöfn heimsmeistaramótsins í sundi á fimmtudagskvöldið. "Ég byrjaði að svitna, varð óbærilega heitt, fékk aðsvif og varð að láta fánann frá mér," sagði hún í samtali við Morgunblaðið. Meira
19. apríl 1997 | Íþróttir | 87 orð | ókeypis

Sigurður og Arnór skoruðu

ÍSLENDINGALIÐIN Örebro og Örgryte komust bæði áfram úr 16-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í fyrrakvöld. Örgryte vann 1. deildarliðið Mj¨allby örugglega, 2:0, en Örebro þurfti vítaspyrnukeppni til að leggja Umeå. Eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var staðan 0:0, en í vítaspyrnukeppninni voru leikmenn Örebro sparkvissari og unnu 5:3. Meira
19. apríl 1997 | Íþróttir | 152 orð | ókeypis

"Stormsentir í Ármanni" VIGGÓ h

"Stormsentir í Ármanni" VIGGÓ hefur ekki eingöngu stundað handknattleik, hann var "stormsentir" í Ármanni og hrellti markverði á knattspyrnuvellinum, eins og í handknattleik. "Ég lék með Ármannsliðinu í fimm ár. Meira
19. apríl 1997 | Íþróttir | 96 orð | ókeypis

Tekst Stjörnunni að sigra?

ÚRSLIT ráðast ráðast í dag í bikarkeppni Blaksambands Íslands í karlaflokki er Þróttur Reykjavík og Stjarnan mætast. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu við Austurberg og hefst klukkan 16. Leikurinn er hápunktur blaktímabilsins og jafnframt sá síðasti og er forvitnilegur fyrir þær sakir að þar eigast við reynslumikið lið Þróttar annars vegar og ungt lið Stjörnunnar hinsvegar sem er nú í Meira
19. apríl 1997 | Íþróttir | 76 orð | ókeypis

Viggó + Dagur = Rautt VIGGÓ Sigurðsso

Viggó + Dagur = Rautt VIGGÓ Sigurðsson og Dagur Sigurðsson voru iðnir við að þrasa í dómurum á Íslandi. Eru þeir við sama heygarðshornið í Þýskalandi? "Dagur hefur látið dómara eiga sig, ég hef haldið uppi merki okkar í þeim efnum. Meira
19. apríl 1997 | Íþróttir | 221 orð | ókeypis

Þrjú heimsmet

Þrjú heimsmet og eitt Evrópumet hefur verið sett á fyrstu tveimur keppnisdögum heimsmeistaramótsins í sundi í 25 m laug í Gautaborg. Í gær bætti Caludia Poll frá Costa Rica eigið heimsmet í 200 m skriðsundi er hún tryggði sér heimsmeitaratitilinn í greininni á tímanum 1.54,17 mínútur. Kínversku stúlkurnar Wang Luna, Nian Yin, Chen Yan og Shan Ying syntu 4×200 m skriðsund á 7. Meira

Úr verinu

19. apríl 1997 | Úr verinu | 212 orð | ókeypis

Kynna saltfiskinn

SALTFISKDAGAR standa nú yfir á Hótel Sögu. Þá er boðið upp á 20 til 30 saltfiskrétti af fjölbreyttu tagi á hlaðborði í Skrúð, en þetta er í fjórða skipti, sem saltfiskdagar eru haldnir á hótelinu. Ragnar Wessmann, matreiðslumeistari, stendur að kynningunni ásamt Þorbergi Aðalsteinssyni frá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, sem leggur til saltfiskinn undir vörumerkinu 200 mílur. Meira
19. apríl 1997 | Úr verinu | 435 orð | ókeypis

Vill ekki löndunar bann á Rússa

VERKAMANNAFÉLAGIÐ Hlíf í Hafnarfirði hefur beint þeim eindregnu tilmælum til sjávarútvegsráðherra, að ekki verði á ný sett löndunarbann hér á rússnesk veiðiskip vegna veiða þeirra á karfa á Reykjaneshrygg. Sjávarútvegsráðherra segir að unnið sé að því að bæta samvinnu okkar og Rússa, en ljóst sé að fara verði að lögum. Meira

Lesbók

19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 268 orð | ókeypis

15. TÖLUBLAÐ ­ 72. ÁRGANGUR EFNI

eru í dag frá stofnun Leikfélags Akureyrar og er tímamótanna minnst með hátíðarsýningu á Vefaranum mikla frá Kasmír. Reyndar má rekja upphaf sjónleikja á Akureyri allt aftur til 1860 en leikfélag var stofnað 1917. Ein merkustu tímamót í sögu Leikfélags Akureyrar urðu árið 1973 þegar atvinnuleikhús var stofnað á Akureyri. Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1106 orð | ókeypis

ATVINNULEIKHÚSIÐ VAR HEIMSMET

UPPHAF sjónleikja á Akureyri má rekja allt aftur til ársins 1860 að því er fram kemur í bókinni Saga leiklistar á Akureyri eftir Harald Sigurðsson. Danir settu þá mark sitt á bæinn og þótti leiklistin nærtæk upplyfting í fásinninu uppi á Íslandi. Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 54 orð | ókeypis

ÁKALL

Sjálfstæður reyni að binda mín bönd barátta yfir mig gengur Kenndu mér ráð og réttu mér hönd ég ræð varla við þetta lengur Hjálpin er nærri það fljótlega finn feginn ég fer að þeim ráðum sem trúin mér veitir, úr traustinu vinn tryggðin mun gagnast oss báðum. Höfundur er fyrrverandi yfirlögregluþjónn. Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 171 orð | ókeypis

Á SUMARDAGINN FYRSTA

Þökk sé þér, Guð! fyrir þenna blund, er þá ég um síðstu vetrarstund; hann hressti mig, og huga minn huggaði fyrir máttinn þinn; nú hefir sumarsólin skær sofnaðan þínum fótum nær vakið mig, svo að vakni þín vegsemdin upp á tungu mín. Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2106 orð | ókeypis

EINHVERFIR

Sjaldgæfari en þeir samkynhneigðu eru einhverfir menn og þeir eru enn sérlegri í háttum, sérþarfirnar svo miklar að þeir þrífast varla nema í vernduðu umhverfi þrátt fyrir fjölþætt og frjálslegt nútímaþjóðfélag. Einhverfir eru ófélagslyndari en aðrir menn. Ófélagslyndir menn eiga sér yfirleitt fáeina nákomna, vini og vandamenn, sem þeir láta sér annt um. Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1053 orð | ókeypis

HAFFRÆÐI EYJAFJARÐAR

Íslenska ströndin er frekar vogskorin ef frá er talin suðurströndin. Inn í hana ganga flóar, firðir, víkur og vogar. Nokkurs ósamræmis gætir í nafngiftum á slíkum svæðum en almennt er talað um firði þegar um er að ræða tiltölulega mjótt og langt svæði sem afmarkast af landi á þrjá vegu en er opið fyrir hafi á einn veg. Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 89 orð | ókeypis

HRINGURINN

Í daufu skini lampans, lágum rómi lesin útvarpssagan, glitrar hringur, mynd af ungri konu, krepptir fingur, klukkan tifar, slær með dimmum hljómi. Lygnir aftur augum, regn á glugga, úti hvíslar golan, manstu forðum? Hugsun sem var aldrei tjáð í orðum, ellilúnir fætur stólnum rugga. Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2548 orð | ókeypis

KÍNVERJUM FJÖLGAR UM 15 MILLJÓNIR Á ÁRI

IMANNÞRÖNGINNI inni í miðborginni í hita og raka hásumarsins stóð athafnasamur maður með sveðju á lofti. Á gangstéttinni fyrir framan hann lágu þrír svínsskrokkar ­ til hliðar stóð vog. Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 615 orð | ókeypis

LISTIN LÖGÐ Á BORÐ

HVERNIG koma listmálarar, myndhöggvarar og nýlistamenn listhugmyndum sínum til skila á borðbúnaði? Svar við því fæst á samsýningu tólf íslenskra myndlistarmanna sem opnuð verður í Hafnarborg í dag. Á sýningunni, sem ber yfirskriftina Sparistellið, verður listin í orðsins fyllstu merkingu lögð á borð. Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 140 orð | ókeypis

LOSUN SKIPPERS BREHMS (MARVERK) Gauti Kristmannsson þýddi

tilkynna lesa richterskalann pung frá tak beygjuna köldu­ kúrfuna losaðu hana; sé svefn; sé skatan titrar áll með augunum dagurinn dregst í gegnum þangið; sé svefnsýki; skipper brehm rýkur upp skelkur úr skógarfenjum (martröð tse­tse) fluga á öxlinni; hans marfingur stingur í: skipper b losar hans vísi fingur við háhita celsíus losar sín upplagsorka sitt Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 134 orð | ókeypis

MEÐ VORINU

Með hækkandi sól kallar auður vegur eflist löngun að stinga hnífnum í stígvél og fara að höggva tré fleyta timbur reisa brú fara á síld leggjast í víking komast í framandi borgir rata á ótroðnum slóðum sigla þar sem sjókortin gefa aðeins vísbendingu tala útlensku án þess að kunna fara eitthvað gera Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 762 orð | ókeypis

MENN SEM BURRA

Eftirfarandi frétt birtist fyrir skömmu í Dagblaðinu og skaut mörgum kennaranum skelk í bringu og er þó sú stétt flestu vön. Foreldrarnir sviptu sig lífi Það hafa verið myrkir kaflar í ævi Lobos. Faðir hans, sem var prestur rétttrúnaðarkirkjunnar í Svartfjallalandi, fyrirfór sér er Slobo var 21 árs. Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 572 orð | ókeypis

MYNDLIST Ásmundarsafn ­ Sigtúni

Ásmundarsafn ­ Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar Kjarvalsstaðir ­ Flókagötu Sýn. verkum eftir Larry Bell, einnig sýn. á verkum eftir Kjarval til 11. maí. Sýn. Hallsteins Sigurðssonar til 5. maí. ASÍ - Ásmundarsalur - Freyjugötu 41 Aðalsteinn Svanur Sigfússon til 4. maí. Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1417 orð | ókeypis

ÓKEYPIS TIL KAUPMANNAHAFNAR

ÍSLENDINGAR máttu fara ókeypis með skipum einokunarverslunarinnar á milli Íslands og Kaupmannahafnar frá 1684 til 1787. Þessi staðreynd hefur látið lítið yfir sér í baráttusögu þjóðarinnar. "Einangrun Íslands hefur verið rofin!" Hversu oft hafa landsfeður og -mæður ekki haft þetta heróp á vörum þegar ný eimskip eða flugvélar hafa verið tekin í notkun nú á 20. Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2943 orð | ókeypis

"REIÐIN ER STERKUST TILFINNINGA"

Flestir hafa einhverntímann spurt sjálfa sig: "Er ég að verða vitlaus?" Oftast í gríni en stundum í alvöru. Í harmleik Strindbergs, Föðurnum, er þetta lykilspurningin. Faðirinn er stuttur og einfaldur með afgerandi persónum þar sem "ástin er stríð á milli kynjanna". Vopnin eru afbrýði, öfund og margt, margt fleira, en þó mest áberandi, efinn. Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1737 orð | ókeypis

RITSKOÐUN SJÓNVARPSSTÖÐVA OG VANDI HEIMILDARMYNDAGERÐARMANNA

NORRÆNA kvikmyndahátíðin í Rúðuborg var nú haldin í tíunda sinn og í tilefni afmælisins var ákveðið að hafa hátíðina veglegri en venjulega með því að bjóða tæplega tuttugu kvikmyndagerðarkonum frá öllum Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum á hátíðina til að taka þátt í hringborðsumræðum laugardaginn 15. mars. Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1024 orð | ókeypis

SMÁBLÓM GUÐS

Þegar heilög Teresa frá Lisieux lést árið 1897, aðeins tuttugu og fjögurra ára að aldri, var hún gjörsamlega óþekkt umheiminum. Átján árum síðar, þegar hún var opinberlega tekin í helgra manna tölu, voru saman komnir á Péturstorginu í Róm hátt í ein miljón pílagríma af öllum þjóðernum til að votta henni virðingu sína. Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1136 orð | ókeypis

SVANASÖNGUR

AÐ MARGRA mati er hálf öld langur tími. Öðru máli gegnir um Gísla Ferdinandsson skósmið og flautuleikara sem lýkur í dag fimmtíu ára starfi með Lúðrasveitinni Svani á vortónleikum í Tjarnarbíói. "Mér finnst eins og ég hafi byrjað í gær. Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð | ókeypis

UPPHAFIÐ VIÐ ÓS BLÖNDU

NÝTT íslenskt leikrit, Hús Hillebrandts eftir Ragnar Arnalds, verður frumsýnt á Blönduósi 23. apríl næstkomandi. Jón Sigurðsson hitti höfundinn að máli. LEIKRITIÐ fjallar um landnemana á Blönduósi, frumherjana sem hófu verslunarrekstur við ósa Blöndu fyrir rúmum hundrað og tuttugu árum. Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1035 orð | ókeypis

VÍSINDI EÐA VILLUTRÚ?

Fyrir þúsundum ára, þegar menn fóru að veita því athygli að börn sem fæddust um vetur voru frábrugðin þeim sem fæddust að sumri til, fóru þeir að velta ástæðunni fyrir sér. Aldirnar liðu hver af annarri en smám saman rann það upp fyrir ýmsum spekingum að kannski hefðu himintunglin áhrif á persónuleika fólks þegar við fæðingu, Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1481 orð | ókeypis

"VONDI KARLINN" KRISTINN

ÉG ER ýmist vondi karlinn, skrítni karlinn eða pabbinn," segir Kristinn Sigmundsson söngvari þegar ég þrengi að honum með spurningum og borðinu milli okkar á frönsku kaffihúsi. Þar er ekki miðað við stórvaxna Wagnersöngvara, eins og Kristinn er orðinn. Meira
19. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 765 orð | ókeypis

ÞAÐ ER KALT, DIMMT OG DJÖFULLEGT

ANTTI Linnovaara segir að sýning sín fjalli fyrst og fremst um upplifanir á landslagi og jafnvel arkítektúr og minningar um það. "Sama andrúmið býr á bak við allar myndirnar þótt þær séu allt frá árinu 1988. Þær segja allar frá upplifunum, frá því sem gerist í undirmeðvitundinni þegar maður kemur á einhvern stað eða sér einhvern hlut. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.