Greinar fimmtudaginn 24. apríl 1997

Forsíða

24. apríl 1997 | Forsíða | 349 orð

Forseti Perú varar við að afskrifa Tupac Amaru

ALBERTO Fujimori, forseti Perú, var sigurreifur í gær eftir áhlaupið á bústað sendiherra Japans, þar sem 70 gíslar Tupac Amaru-hreyfingarinnar voru frelsaðir. Gætti Fujimori þess þó að afskrifa ekki skæruliðahreyfinguna, sagði að "verið gæti að hryðjuverkasamtökin hefðu ekki verið sigruð. Enn eru nokkrir starfandi, en Perú getur ekki látið undan hryðjuverkamönnum," sagði forsetinn. Meira
24. apríl 1997 | Forsíða | 86 orð

Ofurlax eftir 10 ár?

PRÓFESSOR við dýralæknaháskólann í Ósló uppskar litla hrifningu í gær er hann kynnti hugmyndir sínar um erfðabreyttan lax, sem á að vera ónæmur fyrir flestum sjúkdómum sem herjað hafa á norska laxastofninn. Segir hann þennan "ofurlax" geta litið dagsins ljós eftir áratug. Meira
24. apríl 1997 | Forsíða | 82 orð

Palme óttaðist um líf sitt

OLOF Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, að hann óttaðist banatilræði, aðeins mánuði áður en hann var myrtur. Brundtland sagði frá þessu í sjónvarpsviðtali við Monu Sahlin, fyrrv. aðstoðarforsætisráðherra Svíþjóðar, í gær. Meira
24. apríl 1997 | Forsíða | 197 orð

Snúa bökum saman gegn Bandaríkjunum

FORSETAR Rússlands og Kína sneru bökum saman í gær í andstöðu við drottnunarstöðu eins stórveldis í heiminum að loknu kalda stríðinu, með því að undirrita sameiginlega yfirlýsingu sem stjórnvöld í Moskvu segja marka tímamót fyrir stefnu þeirra gagnvart Asíu. Þá gagnrýndu þeir stækkun Atlantshafsbandalagsins, NATO. Rússlandsforseti mun endurgjalda heimsókn forseta Kína í haust. Meira
24. apríl 1997 | Forsíða | 170 orð

Þingið fjalli um mál Netanyahus

ÞRÍR fulltrúar hjá ríkissaksóknara Ísraels, sem töldu að ákæra ætti Benjamin Netanyahu forsætisráðherra vegna spillingar, voru settir til hliðar í rannsókn málsins er þeir lýstu þessari skoðun sinni. Hefur stjórnarandstaðan krafist þess að ísraelska þingið komi saman til að fjalla um aðild Netanyahus að málinu, auk þess sem farið er að hitna undir dómsmálaráðherranum, Tzachi Hanegbi, vegna þess. Meira

Fréttir

24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 3047 orð

3% eigna lífeyrissjóða liggja í hlutabréfum

BANKAEFTIRLITI Seðlabankans var með lögum árið 1990 falið það hlutverk að hafa eftirlit með fjárreiðum lífeyrissjóðanna. Vald bankaeftirlitsins til að grípa inn í starfsemi sjóðanna er hins vegar mjög takmarkað í lögunum. Meira
24. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 453 orð

Aðeins Ítalía og Grikkland með of mikinn halla

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins er bjartsýn á hæfni aðildarríkjanna til að taka þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) árið 1999. Ríkin verða metin á grundvelli frammistöðu sinnar í efnahagsmálum á þessu ári og spáir framkvæmdastjórnin því að þau muni öll nema tvö, Ítalía og Grikkland, uppfylla mikilvægasta skilyrði Maastricht-sáttmálans, þ.e. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 1537 orð

Aðilar vinnumarkaðarins stjórna lífeyrissjóðunum

Uppbygging og rekstur almennu lífeyrissjóðanna Aðilar vinnumarkaðarins stjórna lífeyrissjóðunum Möguleikar almennra sjóðfélaga til að hafa áhrif á stjórn eða rekstur lífeyrissjóðanna eru takmarkaðir. Fulltrúar í stjórn sjóðanna eru skipaðir af samtökum atvinnurekenda og launamanna. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 260 orð

Afgreiðslu flýtt þegar málið berst

GEIR H. Haarde, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að þingið muni hraða afgreiðslu efnavopnasamningsins um leið og það fái hann í hendur. Utanríkisráðuneytið hafi hins vegar enn ekki skilað samningnum af sér til þingsins. Fram hefur komið að íslenzk fyrirtæki í efnaiðnaði geti orðið fyrir óþægindum, dragist staðfesting samningsins. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Annar hópur Júgóslava í sumar

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra mun innan skamms leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur um móttöku á hópi flóttamanna frá Júgóslavíu en málið hefur verið í undirbúningi í félagsmálaráðuneytinu. Fjöldi flóttamannanna verður svipaður og síðast, eða 25­30 manns. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 92 orð

Á línuskautum frá Þingvöllum til Reykjavíkur

ÁTTA manna hópur frá Björgunarsveit Ingólfs ætlar sunnudaginn 27. apríl að fara á Rollerblade línuskautum frá Þingvöllum til Reykjavíkur eða um 40 km leið. Lagt verður af stað frá Þingvöllum kl. 8 á sunnudagsmorgun og áætlaður komutími er kl. 14 að Gróubúð. Björgunarsveitin ætlar með þessu að safna fé til tækjakaupa og vekja athygli á merkjasölu sveitarinnar sem er nú um helgina. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 201 orð

Bannað að brenna sinu

AÐ marggefnu tilefni er fólki bent á að í lögum um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi segir að bannað sé að kveikja í sinu og brenna sinu innan kaupstaða eða kauptúna eða í þéttbýli er jafna má til kauptúna, segir í tilkynningu frá lögreglunni. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

Bók og rós á degi bókarinnar

DAGUR bókarinnar var haldinn hátíðlegur í gær og í tilefni dagsins gáfu bókabúðir Máls og menningar hverjum bókakaupanda rós. Það er að tilstuðlan UNESCO sem þessi dagur er helgaður bókinni í annað sinn um allan heim. Fólk gerði sér dagamun á margan hátt. Fjölmargir gestir sóttu til að mynda upplestur rithöfunda á Kjarvalsstöðum sem stóð frá kl. 15 til 22. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 325 orð

Breytt form á spilliefnagjaldi

GERÐAR hafa verið breytingar á tilhögun á innheimtu gjalds vegna skila á spilliefnum, í samræmi við lög sem tóku gildi 15. apríl síðastliðinn. Einar B. Gunnlaugsson sem er yfir efnamóttöku hjá Sorpu, segir að fyrir mánuði hafi breyting þessi náð til rafgeyma og til framköllunarvökva fyrir viku. Meira
24. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 58 orð

Brimbrot í Borgarbíói

KVIKMYNDAKLÚBBUR Akureyrar sýnir kvikmyndina Brimbrot (Breaking the Waves) í dag fimmtudag, og næstkomandi sunnudag, 27. apríl, kl. 17. Sýnt verður í Borgarbíói. Kvikmyndin er eftir Lars von Trier og hefur fengið mikið lof um allan heim og hlaut m.a. nokkrar óskarsverðlaunatilnefningar. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 812 orð

Brýnt að efla rafræna útgáfu á lestrarefni

Ragnar R. Magnússon, sem hefur verið formaður Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi, í tíu ár, hættir formennsku í dag. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður í dag, verður kosinn nýr formaður og eru þrír menn í framboði, Halldór S. Guðbergsson, Helgi Hjörvar og Ómar Stefánsson. Meira
24. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 119 orð

Clinton "lítur inn" á Dalai Lama

BENJAMIN Gilman, formaður utanríkismálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, býður hér hinn útlæga leiðtoga Tíbets velkominn til Bandaríkjanna. Þvert á aðvaranir Kínverja lét Bill Clinton Bandaríkjaforseti verða af því í gær að "líta inn" á fund hans með varaforsetanum Al Gore í Hvíta húsinu. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 67 orð

Dansað á peysufatadegi

NEMENDUR fjórða bekkjar Verslunarskóla Íslands brugðu sér í betri fötin í gær þegar þeir héldu peysufatadaginn hátíðlegan í blíðskaparveðri. Sú hefð hefur lengi verið í heiðri höfð í Verslunarskólanum áður en fjórðubekkingar taka verslunarpróf að piltarnir fari í kjól og hvítt og stúlkurnar í íslenskan búning eða peysuföt, Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Dregur úr skjálftavirkni

SKJÁLFTAVIRKNI er enn norðvestan við Hveragerði en þó hefur dregið úr henni. Í gær mældust aðeins um tveir til fimm skjálftar á klukkustund, flestir innan við 1 stig á Richter, og sá stærsti mældist 2,5 stig um hálfþrjúleytið í fyrrinótt í Fremstadal suðaustan við Hengil. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

Einkaklúbbur um heilsurækt

HEILSULINDIN Planet pulse verður opnuð á Hótel Esju hinn 14. maí næstkomandi. Að sögn Jónínu Benediktsdóttur íþróttafræðings er um að ræða einkaklúbb og hann er ætlaður fólki sem hefur lítinn tíma og kann að meta góða þjónustu. Starfsemin verður ekki auglýst en hefur verið kynnt væntanlegum viðskiptavinum undanfarna daga með boðsbréfi og viðtali. Klúbbfélagar eru nú 60­70. Meira
24. apríl 1997 | Miðopna | 374 orð

Ekki gefinn fyrir málamiðlanir

ALBERTO Fujimori, forseti Perús, er ekki vanur því að láta neinn segja sér fyrir verkum og því kom það ekki á óvart, að hann skyldi skipa fyrir um árásina á japanska sendiherrabústaðinn í Lima. Tókst aðgerðin betur en nokkur þorði að vona og er vafalaust einn mesti sigur forsetans í þau sjö viðburðaríku ár, sem hann hefur setið á valdastóli. Meira
24. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Erna syngur með Djasstríói

DJASSTRÍÓ Birgis Karlssonar leikur á Café Olsen við Ráðhústorg annað kvöld, föstudagskvöldið 25. apríl, kl. 20.30. Sérstakur gestur tríósins að þessu sinni verður Erna H. Gunnarsdóttir söngkona. Djasstríó Birgis Karlssonar skipa auk Birgis, sem leikur á gítar, þeir Stefán Ingólfsson á rafbassa og Karl Petersen á trommur. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 272 orð

Fast gjald fyrir unninn ref í stað tímakaups

BÚIÐ er að ákvarða verðlaun fyrir unna refi og minka og hefur sú breyting verið gerð milli ára að fast gjald er nú greitt fyrir refi og yrðlinga í stað tímakaups og ferðakostnaðar. Minkabanar fá tímakaup sem fyrr, eða 650 krónur á klukkustund, auk greiðslu vegna aksturs og 1.450 króna á dag vegna hestaleigu. Þá fá þeir 1.200 krónur fyrir hvert unnið dýr. Refabanar fá 7. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Félag til stuðnings stríðsárasafninu

HOLLVINASAMTÖK Íslenska stríðsárasafnsins á Reyðarfirði verða stofnuð 8. maí nk. Markmið samtakanna verður að aðstoða Íslenska stríðsárasafnið við söfnun, varðveislu og skráningu muna, mynda og minninga tengdum stríðsárunum 1939­1945. Að stofnun samtakanna standa nokkrir áhugamenn um varðveislu muna frá þessum tíma hvar sem er á landinu. Meira
24. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 54 orð

Fiskimenn hindra flutninga

VÖRUBÍLAR sjást hér í biðröð, sem myndaðist á M20-hraðbrautinni nærri Ashford á suðurströnd Englands í gær eftir að franskir fiskimenn gripu til þess ráðs að hindra siglingar ferja yfir Ermarsund. Fiskimennirnir eru að mótmæla nýjum reglum Evrópusambandsins (ESB) um stærri möskva í netum sem má nota til veiða í fiskveiðilögsögu ESB. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 368 orð

Fjallgöngumaður lést

SORG ríkti í grunnbúðum fjallgöngumannanna á Everest fjalli í gær, en í fyrrinótt lést Mal Duff, leiðangursstjóri í alþjóðlegum leiðangri, sem er að reyna að komast á topp fjallsins. Duff, sem var 45 ára gamall, fannst látinn í tjaldi sínu í gærmorgun. Talið er að hjartabilun hafi átt þátt í dauða láti hans. Meira
24. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 241 orð

Fjölmenni á fróðlegri ráðstefnu

RÁNDÝR í Mývatnssveit var heiti á ráðstefnu er haldin var í Skjólbrekku föstudaginn 18. apríl sl. Árni Einarsson, Náttúrurannsóknarstöðinni við Mývatn setti ráðstefnuna. Fyrsti ræðumaður var Páll Hersteinsson, prófessor við Háskóla Íslands. Hann talaði um íslenska refastofninn. Karl Skírnisson, Tilraunastöðinni á Keldum, ræddi um íslenska minkastofninn. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Fréttaflutningur til skaða í rektorskjöri

VÉSTEINN Ólason prófessor telur að fréttaflutningur Sjónvarpsins og Stöðvar 2 dagana 13.-15. apríl af gagnrýni umboðsmanns Alþingis á það hvernig staðið var að uppsögn dr. Aitors Yraola úr starfi lektors við heimspekideild Háskóla Íslands, hafi haft það að markmiði að skaða sig í rektorskosningum. "Engin leið er að meta hvaða árangur það bar, enda skiptir það nú ekki máli. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Fréttamannastyrkir Norðurlandaráðs

NORÐURLANDARÁÐ veitir í ár nokkra fréttamannastyrki sem norrænir fréttamenn geta sótt um. Styrkjunum er ætlað að auka áhuga fréttamanna á og möguleika til að skrifa um málefni annarra Norðurlanda svo og um norræna samvinnu. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 501 orð

Friðarskylda komst á við undirritun samnings

FÉLAGSDÓMUR féllst í gær á kröfur Vinnuveitendasambands Íslands um að ólöglega hefði verið boðað til verkfalls sem Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis boðaði með bréfi sem barst VSÍ daginn eftir að kjarasamningur sem VMSÍ gerði fyrir hönd félagsins hafði verið undirritaður. Þórarinn V. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Fræðslufundur um mæliaðferðir í mjöl- og fóðurframleiðslu

FTC Framleiðslutækni efnir til fræðslufunda um harðvirkar mæliaðferðir í mjöl- og fóðurframleiðslu á Egilsstöðum og í Reykjavík. Fundirnir eru ætlaðir fyrir fóðurframleiðendur og tæknilega ráðgjafa þeirra og verða á Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum, 29. apríl og á Grand Hótel Reykjavík 30. apríl frá kl. 14­17 báða dagana. Þátttökugjald er 3.500 kr. með vsk. Meira
24. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

Fyrirlestur um heilagan Martein

ÓLAFUR Torfason flytur fyrirlestur um dýrlinga og táknmál miðalda í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju að kvöldi sumardagsins fyrsta en hann hefst kl. 20.30. Ólafur hefur skrifað þrjú verk sem tengjast íslenskri miðaldasögu og fjallar eitt þeirra um heilagan Martein frá Tours, en á Kirkjulistaviku sýnir Þorgerður Sigurðardóttir tréristur sem lýsa ævi dýrlingsins, "postula" Frakklands, Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Fyrirlestur um löður

REYNIR Axelsson, dósent í stærðfræði, flytur laugardaginn 26. apríl fyrirlesturinn Löður: Sápukúlur og stærðfræði. Fyrirlesturinn er sá sjöundi í fyrirlestraröðinni Undur veraldar sem haldin er á vegum Raunvísindadeildar Háskólans og Hollvinafélags hennar. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 31 orð

Glaðst yfir rektorskjöri

PÁLL Skúlason, nýkjörinn háskólarektor, í glöðum hópistuðningsmanna á Sólon Íslandusi í gærkvöldi. Páll bar sigurorð af Jóni Torfa Jónassyni í síðari umferð rektorskjörs Háskóla Íslands í gær. Meira
24. apríl 1997 | Miðopna | 482 orð

"Gott að komast til fjölskyldunnar"

GÍSLARNIR, sem bjargað var eftir fjögurra mánaða vist í japanska sendiherrabústaðnum í Lima, fögnuðu frelsi sínu í fyrradag, örmagna en himinlifandi. Eftir að hafa skriðið, haltrað og verið bornir á börum út úr bústaðnum þökkuðu gíslarnir hermönnunum, föðmuðu hver annan og réttu hendurnar upp í loftið. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Grundvöllur búsetu kortlagður

GRUNDVÖLLUR búsetu er traustur á svæðinu frá Snæfellsnesi, suður um land og langleiðina austur fyrir Almannaskarð, einnig á miðju Austurlandi og miðju Norðurlandi. Byggð er hins vegar í hættu á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og á Norðausturhluta landsins. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

GUNNAR M. GUÐMUNDSSON

GUNNAR M. Guðmundsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, lést á heimili sínu í gærmorgun, 69 ára að aldri. Gunnar Magnús fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1928. Foreldrar hans voru Guðmundur Helgi Guðmundsson, húsgagnasmíðameistari og bæjarfulltrúi í Reykjavík, og Magdalena Helga Runólfsdóttir húsfreyja. Gunnar varð stúdent frá MR 1948 og cand. juris frá Háskóla Íslands 1954. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 429 orð

Harma þetta mál því samstaða skilar mestum árangri

GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ, segist vonast til að ekki komi til þess að Verzlunarmannafélag Reykjavíkur segi skilið við Landssamband íslenskra verslunarmanna, en úrsögn félagsins úr LÍV hefði í för með sér að VR gengi jafnframt úr ASÍ. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 866 orð

Hátíðahöldin sumardaginn fyrsta í Garðabæ

SKÁTAR úr Skátafélaginu Vífli sér um dagskrá í Garðabæ eins og undanfarin ár. Sumardagurinn fyrsti er afmælisdagur félagsins og í ár verður haldið upp á 30 ára afmæli þess. Klukkan 11 verður fánaathöfn við Garðakirkju og strax að henni lokinni verður skátamessa í Garðakirkju. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

Hátíðardagskrá hjá bahá'íum

ÍSLENSKA bahá'í-samfélagið býður til hátíðardagskrár föstudagskvöldið 25. apríl í tilefni af 25 ára afmæli Andlegs þjóðráðs bahá'ía á Íslandi. Allir eru velkomnir til hátíðardagskrárinnar sem mun fara fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi föstudagskvöldið 25. apríl kl.20. Þar verða flutt tónlist, ávörp, dansatriði og fleira. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Hugsanlega kosið um saminingu 14. júní

HJÖRLEIFUR Kvaran borgarlögmaður segir að 14. júní komi til greina sem kjördagur leggi nefnd um sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness til við viðkomandi sveitarstjórnir að sveitarfélögin tvö verði sameinuð. Meira
24. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 121 orð

Kennsl borin á eitt fórnarlamb

LÖGREGLU í Belgíu hefur tekizt að bera kennsl á eitt fórnarlamba raðmorðingja, sem hefur fyllt bæjarbúa Mons skelfingu á undanförnum vikum með því að skilja eftir plastpoka með líkamspörtum allt að sex fórnarlamba sinna á ýmsum stöðum í bænum. Meira
24. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Kveikt í sinu

KVEIKT var í sinu í brekkunni ofan við skautasvellið um hádegisbil í gær. Slökkvilið Akureyrar var kallað á vettvang og gekk greiðlega að slökkva í sinunni. Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri sagði að bannað væri að kveikja í sinu innan bæjarmarka, en undanþágur væri hægt að fá vegna lögbýla. Það hefði enda sýnt sig að sinubrunar hefðu ekki jákvæð áhrif á gróður. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð

Kvikmyndasýning hjá Alliance Française

ALLIANCE Française sýnir á morgun í húsakynnum sínum, Austurstræti 3 (við Ingólfstorg), kl. 20.30 frönsku myndina "Le maitre des éléphants". "Myndina gerði Patrick Granperret árið 1995 og er hún nær eingöngu tekin í Afríku og þykir raunsönn lýsing á lífi fólks þar. Gaaroubier (Jacques Dutronc) er vörður á friðlandi fíla. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Kynning á háskólanum í Skövde

FULLTRÚAR frá tölvu- og tæknideild háskólans í Skövde í Svíþjóð verða á Íslandi frá 24. apríl til 29. apríl nk. Þeir munu kynna tölvu- og tækninám skólans. Fulltrúar háskólans í Skövde verða til staðar í upplýsingastofu um nám erlendis að Neshaga 16 sem hér segir; föstudag 25. apríl klukkan 13­16, og þriðjudag 29. apríl klukkan 13­17. Mánudaginn 28. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

LEIÐRÉTT

MISSKILNINGS gætti í gær í frétt um úthlutun úr sjóði Euromages til nýrrar kvikmyndar er byggðist á máli Sophiu Hansen og Halims Als. Markús Örn Antonsson er skipaður af menntamálaráðherra sem fulltrúi Íslands í Euromages, en er þar ekki sem fulltrúi Ríkisútvarpsins. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 63 orð

Lengra gæsluvarðhald

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur samþykkti í gær kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir þremur mönnum sem handteknir voru í tengslum við rán á peningum 10-11 búðarinnar í seinustu viku. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Listsköpun leikskólabarna í Perlunni

ÁTTA leikskólar í Reykjavík halda sýningu á listaverkum barna í Perlunni laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. apríl. Sýningin verður opin frá klukkan 10-18 báða dagana. Leikskólarnir sem í hlut eiga eru Múlaborg, Stakkaborg, Efrihlíð, Hlíðaborg, Nóaborg, Hamraborg, Sólborg og Álftaborg. Öll börn sem eru í vistun á leikskólunum eiga myndir á sýningunni. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 138 orð

Lundinn sestur upp

LUNDINN er sestur upp. Vanalega gerist þetta milli 15. og 20. apríl og fuglinn brá ekki út af venjunni í ár. Fyrstu fuglarnir tóku að sjást á landi rétt fyrir helgina. Lundinn flytur af hafinu í holur sínar til að hreinsa þær og hefja undirbúning varpsins. Má segja að tilhugalífið hafi staðið hæst að undanförnu en varp hefst um 20. maí. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 170 orð

Lýsi hf. undirritar mikilvægan samning í Kína

FULLTRÚAR Lýsis hf. undirrita sölu- og dreifingarsamning á neytendavörum fyrirtækisins í Kína á morgun, föstudaginn 25. apríl, að viðstöddum heilbrigðismálaráðherra Íslands og aðstoðar heilbrigðismálaráðherra Kínverja. Fjölda ráðamanna frá kínverska heilbrigðisráðuneytinu, ráðuneyti utanríkisviðskipta og lyfjaeftirliti Kína verða viðstaddir undirritunina. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 271 orð

Lögregluskipulagi breytt

UNDIRBÚNINGI fyrir stofnun embættis ríkislögreglustjóra miðar vel og er reiknað með að flest verði frágengið áður en breytingin verður 1. júlí næstkomandi, að sögn Boga Nilssonar ríkislögreglustjóra. Meira
24. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 212 orð

Major herðir róðurinn gegn Blair

MIKIL spenna hefur hlaupið í kosningabaráttuna í Bretlandi vegna skoðanakönnunar, sem sýnir, að verulega hefur dregið saman með Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum. John Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú öðlast nýja von um að sigra í kosningunum og fylgdi því eftir í gær með hörðum árásum á Tony Blair og Verkamannaflokkinn. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 78 orð

Ma-Uri dansnudd

NORSK kona, Anne Marie Olafsen, verður dagana 23.­27. apríl í heimsókn hér á landi í því skyni að kynna Íslendingum nýstárlega tegund af nuddi; dansnudd, sem upprunnið er meðal maóría í Pólýnesíu. Hún mun halda fyrirlestur og bjóða upp á nudd. Meira
24. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 44 orð

Merki aðskilnaðarstefnu hverfa

BRJÓSTMYND af Hendrik Verwoed, upphafsmanni aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku, var í gær fjarlægð af sjúkrahúsi í Pretoríu, sem nefnt var eftir honum en sjúkrahúsinu verður gefið nýtt nafn. Er þetta til marks um það að sýnileg ummerki aðskilnaðarstefnunnar eru smám saman að hverfa. Meira
24. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Messur

GLERÁRKIRKJA: Skátaguðsþjónusta verður í kirkjunni sumardaginn fyrsta og hefst hún kl. 11. Bjarni Guðleifsson flytur hugleiðingu. Skátar ganga til kirkju frá Sunnuhlíð. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálparflokkur kl. 20.30 á fimmtudagskvöld. Við bjóðum allar konur velkomnar. Fögnum sumri saman. Flóamarkaður frá kl. 10 til 17 á föstudag, 25. apríl. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 220 orð

Mikið af hnísu í netunum

MIKIÐ er af hnísu í Skjálfandaflóa og hafa smábátasjómenn á grásleppuveiðum ekki farið varhluta af því. Töluvert af hnísu flækist í grásleppunetin og veldur skemmdum á þeim. Verst er ástandið vestan megin í flóanum, undir Kinnafjöllum. Loðna hefur komið inn á Skjálfandaflóa í töluverðum mæli og fyrir vikið hefur hnísan fylgt í kjölfarið í ætisleit. Meira
24. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 154 orð

My Fair Lady í Samkomuhúsinu

KÓR Leikfélags Akureyrar flytur söngleikinn My Fair Lady, sem byggður er á leikritinu Pygmalion, eftir Bernard Shaw, í Samkomuhúsinu á Akureyri næstkomandi laugardag kl. 17 og á sama tíma á sunnudag, 27. apríl. Kór Leikfélags Akureyrar hefur nú starfað í þrjú ár og fer starfsemi hans ört vaxandi. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Námskeið í tónunartækni

TVÖ helgarnámskeið um tónunartækni og hreyfingu verða helgin 25.­27. apríl og 16.­19. maí. Fyrra námskeiðið verður haldið í húsakynnum Söngsmiðjunnar en það seinna í Nesvík, Kjalarnesi. "Þessi námskeið eru fyrir alla sem eru tilbúnir til að gera breytingu á lífi sínu á skemmtilegan hátt," segir í fréttatilkynningu frá Söngsmiðjunni. Meira
24. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 60 orð

Námskeið um misþroska/ofvirk börn

ÞROSKAHJÁLP á Norðurlandi eystra heldur námskeið um misþroska/ofvirk börn næstkomandi laugardag, 26. apríl Námskeiðið verður haldið að Iðjulundi við Hrísalund 1b og hefst það kl. 10 og stendur til kl. 15. Leiðbeinandi er Kristján Magnússon sálfræðingur. Námskeiðið er ætlað foreldrum, kennurum, starfsmönnum dagvista og öðrum sem hafa með þessi börn að gera. Þátttökugjald er 1. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Náttúruöflin á sýningu

NEMENDUR í Fossvogsskóla í Reykjavík hafa í vetur unnið að þemaverkefni þar sem fjallað er um náttúruna frá ýmsum hliðum. Yngstu börnin settu upp sýningu um náttúruöflin en eldri nemendur skiptu sér í hópa sem fjölluðu m.a. um fjöll, lækningajurtir í náttúru Íslands, óbyggðir, örnefni og tröll, ströndina, náttúrusögur, landnytjar, vatn og náttúruhamfarir. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 51 orð

Nissan hvarf á laugardag

Nissan hvarf á laugardag LÝST er eftir bifreið sem hvarf sl. laugardag frá Skeifunni. Bíllinn er af gerðinni Nissan Bluebird, árgerð 1987, vínrauður að lit. Skráningarnúmer bílsins er R- 57905. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bílinn er að finna eru beðnir um að hafa samband við rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 342 orð

Nokkur óvissa um áhrif á sumarvinnu

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra stefnir að því að frumvarp um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum verði afgreitt sem lög fyrir þinglok en með frumvarpinu er lögfest tilskipun Evrópusambandsins um vinnu barna og ungmenna yngri en 18 ára. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 418 orð

Ný flugvél til Íslandsflugs

NÝ ATR flugvél Íslandsflugs, TF- ELK kom til landsins í gærmorgun og er það önnur vélin af þeirri gerð sem félagið tekur í þjónustu sína. Vélarnar má jöfnum höndum nota til farþega- og fraktflutninga en þær taka 46 farþega eða bera allt að 3,5 tonn af frakt. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 157 orð

Opið hús Tölvuháskóla VÍ

TÖLVUHÁSKÓLI VÍ verður með opið hús í Verzlunarskólanum, Ofanleiti 1, laugardaginn 26. apríl nk. kl. 14­18. Kennarar verða til viðtals við væntanlega umsækjendur og nemendur skólans kynna námið, verkefnavinnu og búnað skólans. Til sýnis verður líkan af framtíðarhúsnæði Tölvuháskólans við Ofanleiti 2. Áætlað er að taka nýja húsnæðið í notkun haustið 1998. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 229 orð

Páll Skúlason kosinn rektor HÍ

PÁLL Skúlason, prófessor í heimspeki, var kjörinn rektor Háskóla Íslands í gær með 54,5% atkvæða en mótframbjóðandi hans í seinni umferð kjörsins, Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, hlaut 43,4% atkvæða. Er Páll því réttkjörinn rektor HÍ til þriggja ára, frá næsta hausti að telja. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 612 orð

Pólitísk átök urðu um aðild LÍV að ASÍ

Mikil pólitísk átök urðu um aðild Landssambands verslunarmanna að ASÍ fyrir 35 árum en þeir atburðir eru taldir upphafið að því "þjóðstjórnarfyrirkomulagi" og valdahlutföllum stjórnmálaflokkanna, sem einkennt hafa forystu verkalýðshreyfingarinnar. Ómar Friðriksson rifjar upp þessi átök. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Ráðstefna um skóg- og trjárækt

SKÓGRÆKTARFÉLAG Hafnarfjarðar efnir til ráðstefnu um skóg- og trjárækt á laugardaginn, 26. apríl, í Álfafelli eða Íþróttahúsinu við Strandgötu. Hefst hún klukkan 9.00 að morgni og lýkur klukkan 12.40. Meira
24. apríl 1997 | Smáfréttir | 63 orð

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp má

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp mánudaginn 29. apríl nk. kl. 19­23. Aðrir kennsludagar eru 30. apríl og 6. maí. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir og verður haldið í Ármúla 34, 3. hæð. Námskeiðið er opið öllum 15 ára og eldri. Meira
24. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 308 orð

Réttarhöld hafin yfir McVeigh

RÉTTARHÖLD í málinu gegn Timothy McVeigh, sem ákærður er fyrir að hafa sprengt stjórnsýslubygginguna í Oklahoma-borg fyrir tveimur árum, hefjast í dag. Miklar öryggisráðstafanir eru vegna réttarhaldanna, sem fara fram í Denver í Colorado-ríki, og er þess ennfremur vandlega gætt að blaðamenn komist ekki í tæri við kviðdómendur. Meira
24. apríl 1997 | Miðopna | 1072 orð

Sagt að fleygja sér á gólfið er sprenging kvæði við

TÍU uppreisnarmenn Tupac Amaru-samtakanna (MRTA) voru í fótbolta í móttökusal bústaðar japanska sendiherrans er perúskir sérsveitarmenn sprengdu gólfið undan þeim og bundu enda á töku bústaðarins. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 226 orð

Sameiginlegt þing launþegasamtaka um skipulagsmál

MEÐAL stærstu mála sem fjallað verður um á 38. þingi BSRB, sem hefst í dag, er tillaga frá stjórn bandalagsins um að verkalýðshreyfingin í landinu hefji sameiginlega vinnu við skipulagsmál sín en nokkur umræða hefur verið að undanförnu um hugsanlega sameiningu BSRB og ASÍ. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 1055 orð

Samkeppni innbyrðis og við útlönd

BREYTT alþjóðaumhverfi, nýir möguleikar og úrslitaatriði í samkeppnisstöðu Íslands um fólkið var yfirskrift umræðna á síðari degi ráðstefnu um þróun byggðar á Íslandi sem lauk á Akureyri í gær. Meira
24. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 138 orð

Sáning korns hafin í Eyjafirði

KORNRÆKT vex nú hröðum skrefum í Eyjafirði og fjölgar þeim bændum ört sem stunda þessa búgrein. Hafa þeir nýlega stofnað félag kornbænda við Eyjafjörð og hlaut það nafnið Akur. Í hlýindunum fyrr í mánuðinum tók upp allan snjó á láglendi og náði jörð að þiðna það vel að nú eru um 25 sentimetrar niður á klakann. Meira
24. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 350 orð

Segir Norður-Kóreu búa yfir kjarnavopnum

NORÐUR-Kóreumenn búa yfir kjarnorkuvopnum og gætu breytt Suður-Kóreu í "eldhaf" í kjarnorkuárás, að því er Hwang Jang- yop segir en hann var einn helsti hugmyndafræðingur Norður-Kóreu og sótti um hæli í suður-kóreska sendiráðiðnu í Peking í febrúar. Dagblaðið Chosun Ilbo sagði þetta koma fram í skýrslu sem Hwang skrifaði áður en hann flýði heimalandið. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Sjaldgæfir blendingar

MIKIÐ hefur verið af flækingsfuglum í Austur-Skaftafellssýslu. Á Höfn við Óslandsbryggju hefur verið mjög stór æðarhópur 3.­4.000 fuglar. 25. mars sl. sást einn æðarkóngur í hópnum, en tveimur dögum síðar voru þeir orðnir þrír. Á sama tíma var einn kynblendingur æðarfugls og æðarkóngs. Meira
24. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 337 orð

Sjónarvottar lýsa hrottalegri árás á þorp í Alsír

SJÓNARVOTTAR að hrikalegasta fjöldamorði, sem framið hefur verið í Alsír á undanförnum fimm árum, lýstu í gær hvernig múslimskir uppreisnarmenn skáru og skutu 93 menn til bana aðfaranótt þriðjudags. Meira
24. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 298 orð

Skattaviðræður út um þúfur VIÐRÆÐUR leiðtoga þýzku ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um endurbætur á skatta- og

LÝÐRÆÐISBANDALAG búlgarskra umbótasinna, UDF, fékk 52,26% atkvæða í þingkosningunum, sem fram fóru síðastliðinn laugardag. Þetta kom fram í gær, er endanlegar opinberar tölur um niðurstöðu kosninganna voru birtar. Þessi hreini meirihluti atkvæða gefur flokknum 137 þingsæti af 240. Meira
24. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 190 orð

Skæruliðar í Zaire sakaðir um fjöldamorð

FRÉTTIR bárust í gær af því að skæruliðar hefðu myrt hunduð flóttamanna frá Rúanda, Hútúa, í hefndarskyni fyrir sex Zairemenn sem fullyrt er að flóttamennirnir hafi drepið. Laurent Kabila, leiðtogi skæruliða vísaði fréttum þessa efnis á bug í gær, sagði þær "algera vitleysu". Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Sumarbúðir þjóðkirkjunnar á Núpi í Dýrafirði

SUMARBÚÐIR þjóðkirkjunnar verða starfræktar á Núpi í Dýrafirði í sumar á vegum Æskulýðssambands vestfirskra safnaða, ÆSK VEST. Tveir flokkar verða í boði fyrir börn á aldrinum 7­12 ára og standa þeir sex daga í senn. Fyrri flokkurinn hefst sunnudaginn 29. júní og sá síðari hefst sunnudaginn 6. júlí. Svæðið í grennd við Núp býður upp á fjölbreytta útiveru. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 456 orð

Talið að riðusmit hafi borist með kálfi

GRUNUR leikur á að riðusmit hafi borist með kálfi til bæjarins Hesjuvalla við Akureyri, en þar þurfti nýlega að skera niður allan fjárstofninn vegna riðu. Alls hefur þurft að skera niður fé á fjórum bæjum vegna riðu sem komið hefur upp það sem af er þessu ári, en auk Hesjuvalla hefur riða fundist á Brú á Jökuldal, Þverhamri í Breiðdal og síðast á Ósi á Borgarfirði eystra. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Tískusýning í Kolaportinu

RUT Hermannasdóttir sýnir fatnað með blönduðum áhrifum úr nútímatísku og allt aftur til aldamóta. Markaðstorg Kolaportsins verður opið sumardaginn fyrsta kl. 11­17 og þar verða að venju hátt í 200 seljendur með varning. Í tilefni fyrsta dags sumars kemur í heimsókn Rut Hermannsdóttir fatastílisti en hún tók þátt í Facette fatahönnunarkeppninni sem haldin var 8. febrúar sl. Meira
24. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

Tónleikar Alþýðutónlistardeildar

ALÞÝÐUTÓNLISTARDEILD Tónlistarskólans á Akureyri efnir til tónleika í Deiglunni í kvöld og hefjast þeir kl. 20.30. Á tónleikunum koma fram djasssveitir deildarinnar sem æft hafa í vetur undir stjórn Jóns Rafnssonar og leika þær lög eftir alla helstu meistarana. Einnig kemur fram í fyrsta sinn latin-sveit undir stjórn Karls Petersen og leikur eldheita suðræna sveiflu. Meira
24. apríl 1997 | Miðopna | 291 orð

Treystu ekki Japönum

RYUTARU Hashimoto, forsætisráðherra Japans, harmaði að hafa ekki verið látinn vita af fyrirætlunum perúska hersins um að ráðast til atlögu við skæruliða Tupac Amaru-samtakanna í japanska sendiherrabústaðnum í Lima. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 342 orð

Ungir framsóknarmenn vilja láta draga lífeyrissjóðafrumvarpið til baka

Á FUNDI framkvæmdastjórnar Sambands ungra framsóknarmanna 17. apríl sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt: "Ungir framsóknarmenn skora á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að draga þegar í stað til baka frumvarp um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Uppselt á Skunk Anansie

UPPSELT er á tónleika bresku rokkhljómsveitarinnar Skunk Anansie sem haldnir verða í Laugardalshöllinni 10. maí nk. Ingvar Þórðarson, einn af aðstandendum tónleikanna, segir að ekki hafi selst jafnhratt upp á nokkra tónleika síðan Led Zeppelin kom hingað til lands fyrir um aldarfjórðungi. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 287 orð

Verða að framvísa gögnum frá listaskólum

FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur kveðið upp úr um meðferð umsókna um atvinnuleyfi hérlendis fyrir einstaklinga sem dansa svokallaðan listdans, og er talið að úrskurðurinn muni takmarka mjög möguleika þessara aðila á að starfa hérlendis. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Verðlaun í þýskuþraut

AFHENT hafa verið verðlaun í Þýskuþraut 1997 í Goethe-Institut, Tryggvagötu 26. Fulltrúi frá þýska sendiráðinu afhenti verðlaunin og fengu nemendur í 3.­12. sæti bókaverðlaun. Þýskuþrautin fór fram hinn 9. febrúar meðal framhaldsskólanema í öllum framhaldsskólum landsins. Meira
24. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 60 orð

Vesper-aftansöngur

VESPER-aftansöngur verður í Akureyrarkirkju kl. 18 á morgun, föstudaginn 25. apríl. Aftansöngur er fastur liður í hátíðahaldi Kirkjulistaviku. Hann er sunginn um miðaftan og er uppistaða slíkra bænastunda söngur Davíðssálma og lofsöngvar Maríu, Sakaría og Símeons og Te Deum, en einnig eru sungnir hymnar og víxlsöngvar og lesið úr ritningunni. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Vélin lenti í ókyrrð

FRANS Hilbert Pind, danskur flugmaður vélarinnar sem brotlenti vestan við Reykjavíkurflugvöll á þriðjudag, hefur komið því á framfæri í gegnum Flugmálastjórn að hann hafi verið í eðlilegu aðflugi að flugbrautinni skömmu áður en vélin brotlenti. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 472 orð

Vísbendingar um tengsl við Vítisengla ytra

LÖGREGLUNNI í Reykjavík bárust í gær upplýsingar frá lögreglunni í Kanada vegna rannsóknar á rekstri nektardansstaða í Reykjavík og tengslum þeirra við aðila erlendis, sem sýna fram á meint samband við kanadísk fyrirtæki í slagtogi við bifhjólasamtökin Hell's Angels þar í landi. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 982 orð

VW í Bandaríkjunum spyr um Audi A6

VOLKSWAGEN í Bandaríkjunum hefur sent Heklu hf., umboðsaðila VW og Audi, bréf þar sem sagt er frá Audi A6-bíl sem fluttur var inn til Íslands eftir að hann hafði lent í árekstri úti. Samkvæmt bréfinu var bíllinn afar illa farinn, hægri hliðin var öll skemmd og bíllinn "leit út eins og banani", eins og segir í bréfinu. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 233 orð

Yfirlýsing frá sjálfstæðismönnum í Garðabæ

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: "Í fréttatíma Stöðvar 2 þriðjudaginn 22. apríl sl. var haft eftir bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Garðabæ, Einari Sveinbjörnssyni, að flokksvél Sjálfstæðisflokksins hafi staðið fyrir því að knýja fram kosningar í Garðaprestakalli. Meira
24. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

Á laugardag verður rætt við talsmenn þingflokka, sameignarsjóða, séreignasjóða og tryggingafélaga um fyrirhugaðar breytingar á lögum um lífeyrissjóði. Meira

Ritstjórnargreinar

24. apríl 1997 | Staksteinar | 292 orð

KYNJAMISVÆGI Í KÍNA

STJÓRNVÖLD í alþýðulýðveldinu Kína hafa vaxandi áhyggjur af því, hversu miklu færri stúlkubörn en sveinbörn fæðast í landinu. Í Kína eru ungir karlmenn til stöðugt aukinna vandræða, að mati stjórnvalda. Þetta kemur fram í nýlegu tölublaði brezka fréttaritsins "Intelligence Digest". Ómskoðun Meira
24. apríl 1997 | Leiðarar | 530 orð

LEIÐARI SIGUR Á HRYÐJUVERKAMÖNNUM ER og lögregla í Perú ná

LEIÐARI SIGUR Á HRYÐJUVERKAMÖNNUM ER og lögregla í Perú náðu þeim markmiðum, sem að var stefnt með áhlaupinu á japanska sendiráðið í Lima, þar sem skæruliðar Tupac Amaru höfðu haldið tugum gísla allt frá í desember. Meira

Menning

24. apríl 1997 | Menningarlíf | 347 orð

Að fá sér sundsprett í speglum

SÓLVEIG Eggertsdóttir myndlistarmaður sýnir verk sín í neðri sölum Nýlistasafnsins við Vatnsstíg til 27. apríl næstkomandi. Speglar eru í aðalhlutverki á sýningunni, speglar huldir ólíkum efnum, svo sem vaxi, málningu og plastfilmu, og svartmálað gler sem þekur gólf í gryfjunni, neðsta salnum, og endurspegla sýningarsalinn sjálfan og umhverfið að utan í gegnum gluggann á salnum. Meira
24. apríl 1997 | Kvikmyndir | 328 orð

Af englum og mönnum

Leikstjórn og handrit: Nora Ephron. Aðalhlutverk: John Travolta, John Hurt, Andie MacDowell, Bob Hoskins. Turner Pictures/Warner Bros. 1996. ENGLAR hafa löngum verið áberandi í bíómyndum hvort sem þeir grúfa sig yfir grámóskulegri Berlín í Himninum yfir Berlín eftir Wim Wenders eða bjarga góðum manni frá því að fyrirfara sér í It's a Wonderful Life" eftir Frank Capra. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 46 orð

Afmæli Suðurgötu 7 ­ Undir pari

SÍÐASTA uppákoman Undir pari verður laugardagskvöldið 26. apríl og hefst hún kl. 20, en sýningaraðstöðunni verður lokað. Sýndar verða myndir frá öllum sýningum sem haldnar hafa verið í sýningaraðstöðunni í afmælisveislu Suðurgötu 7, en staðurinn er 20 ára um þessar mundir. Meira
24. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 62 orð

Beethoven í Gerðubergi

SIGURÐUR Halldórsson sellóleikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari fluttu verk eftir Beethoven á tónleikum í Gerðubergi um síðustu helgi. Yfirskrift tónleikanna var Dáið þér Beethoven? Ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn í Gerðubergi og tók þessar myndir af tónleikagestum. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 309 orð

Bókin fékk góðar undirtektir

DAGUR bókarinnar var haldinn hátíðlegur í annað sinn í gær. Það var ekki að sjá að íslenska þjóðin hefði misst áhugann á bókmenntum eins og niðurstöður úr nýjum rannsóknum á lestri þjóðarinnar gefa til kynna, því að þátttakan í dagskrárliðum dagsins var góð. Rithöfundar lásu úr verkum sínum á Kjarvalsstöðum allt frá kl. 15 til 22 um kvöldið og voru gestir fjölmargir. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 37 orð

Burtfarartónleikar Hauks Gröndals

BURTFARARTÓNLEIKAR Hauks Gröndals saxafónleikara frá Tónlistarskóla FÍH verða sunnudaginn 27. apríl kl. 20 í sal skólans, Rauðagerði 27. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir J. Coltrane, O. Colemann auk frumsaminna verka eftir Hauk. Meira
24. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 94 orð

Chevy á bláum gúmmískóm

Chevy á bláum gúmmískóm CHEVY Chase komst áfallalaust í gegnum sumarfríið með fjölskyldunni á dögunum, öfugt við það sem hann á venjast í hlutverkum sínum í kvikmyndum þar sem yfirleitt allt gengur á afturfótunum. Meira
24. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 81 orð

Cindy sveiflar kylfum

FYRIRSÆTAN Cindy Crawford er þekkt fyrir flest annað en að sveifla golfkylfum. Hún brá þó út af vananum nýlega þegar hún skundaði út á Venice Beach-golfvöllinn í Kaliforníu þar sem þekkt fólk úr skemmtanabransanum lék golf í góðgerðarskyni og safnaði peningum til styrktar heilsugæslustöð í nágrenninu. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 109 orð

Dagskrá um Halldór Laxness

A-Eyjafjöllum-Leikfélag A- Eyfellinga hefur tekið saman dagskrá um ævi og verk Halldórs Laxness og eru fyrirhugaðar þrjár sýningar á henni strax eftir helgi. Lesin verða ljóð úr Vefaranum mikla frá Kasmír auk þess sem leikin verða valin atriði úr Dúfnaveislunni og Kristnihaldi undir Jökli. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 84 orð

Djass á Jómfrúnni

DJASSTÓNLEIKAR á Jómfrúnni, Lækjargötu 4, á vegum djassklúbbsins Múlans, verða föstudaginn 25. apríl. Þá stígur á sviðið hljómsveit, skipuð þeim Tenu Palmer söngkonu, Þórði Högnasyni bassaleikara, Hilmari Jenssyni gítarleikara og Pétri Grétarssyni slagverksleikara. Meira
24. apríl 1997 | Myndlist | 632 orð

Draumurinn

Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjuaga. Til 28. apríl. Aðgangur ókeypis. FYRIR þrem árum var málarinn Jón Thor Gíslason, sem undanfarin ár hefur starfað að list sinni í Þýskalandi, með viðamikla sýningu í aðalsölum Hafnarborgar, sem drjúga athygli vakti. Meira
24. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 46 orð

Dýrlingsmæðgin á frumsýningu

LEIKARINN Val Kilmer, sem leikur dýrlinginn í myndinni "The Saint", bauð móður sinni, Gladys Leach, á frumsýningu myndarinnar í Los Angeles nýlega. Það er ekki að sjá annað en svipur sé með þeim mæðginum á meðfylgjandi mynd sem tekin var við þetta tækifæri. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 67 orð

Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur í Seljakirkju

VORTÓNLEIKAR Karlakórs Reykjavíkur, eldri félagar, verða í Seljakirkju sunnudaginn 27. apríl kl. 17. Á efnisskrá eru lög eftir íslenska og erlenda höfunda. Einsöngvarar með kórnum verða Friðbjörn G. Jónsson, Ragnar Þjóðólfsson og Hreiðar Pálsson. Píanóundirleik annast Bjarni Þór Jónatansson. Harmonikkuleik annast Bogi Sigurðsson. Stjórnandi er Kjartan Sigurjónsson. Meira
24. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 33 orð

Ennþá góðir vinir

MICK Jagger og fyrrverandi eiginkona hans, Bianca, voru viðstödd opnun nýs gallerís í Los Angeles nýlega. Athygli vakti hversu vel fór á með gömlu elskendunum sem skoðuðu húsakynnin "arm í arm". Meira
24. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 176 orð

Franskar ljóðaperlur í MH

SAMKEPPNI í flutningi ljóða á frönsku var haldin í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð um síðustu helgi að viðstöddu fjölmenni. Að keppninni stóðu Félag frönskukennara og franska sendiráðið á Íslandi. Meira
24. apríl 1997 | Kvikmyndir | 420 orð

FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Sjónvarpið21.15 Kanadíska gamanmyndin Claude (1992) finnst ekki í handbókum en hún segir frá hrakföllum manns sem er yfirgefinn af kærustunni, sakaður um þjófnað og rekinn af yfirmanni, kveikir í húsinu sínu og guðmávitahvað. Leikstjóri er Cindy Lou Johnson en í aðalhlutverkum eru Mark Evan Jacobs og Irene Jacob. Stöð 213. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 69 orð

Grímur Marinó í Safnhúsi Borgarfjarðar

SÝNING á verkum Gríms Marinós í Safnhúsi Borgarfjarðar við Bjarnarbraut, Borgarnesi, verður opnuð laugardaginn 26. apríl kl. 15. Við opnunina les Hrafn Harðarson úr ljóðum sínum og Birna Þorsteinsdóttir og Anna S. Þorvaldsdóttir leika nokkur lög á píanó og selló. Sýningin ber heitið Þat mælti mín móðir og sýnir Grímur þar glerverk, höggmyndir og málverk. Meira
24. apríl 1997 | Kvikmyndir | 45 orð

Hallestrøm með nýja mynd

SÆNSKI kvikmyndaleikstjórinn Lasse Hallestrøm ætlar að kvikmynda Pulitzer-verðlaunabókina "The Shipping News". Sagan, sem er eftir Anne E. Prolux, fjallar um blaðamann sem snýr aftur á heimaslóðir á Nýfundnalandi til þess að vinna við lítið dagblað, og greiða úr flækjum lífs síns. Meira
24. apríl 1997 | Kvikmyndir | 209 orð

Heiðursverðlaun fyrir Ingmar Bergman

INGMAR Bergman á að fá sérstök heiðursverðlaun á Cannes kvikmyndahátíðinni sem verður haldin í fimmtugasta skipti í maí. Bergman sjálfur hefur sýnt því lítinn áhuga að veita verðlaununum viðtöku. Sænsk blöð hafa sagt frá því að kvikmyndaleikstjórinn hafi tvisvar hafnað boði Gilles Jacob, stjórnanda hátíðarinnar, um að mæta þó hann hafi í fyrstu gefið vilyrði sitt. Meira
24. apríl 1997 | Kvikmyndir | 209 orð

Hryllingsmynd fyrir konur og karla

SNÁKURINN langi og skelfilegi í myndinni "Anaconda" heldur áfram að tæla bandarískan almenning í bíó því myndin situr í fyrsta sæti listans yfir aðsóknarmestu myndir í Bandaríkjunum aðra vikuna í röð. Alls var greiddur aðgangseyrir á myndina 852 milljónir króna. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 490 orð

"Illa komið fyrir þjóð sem ekki passar bækur sínar"

UPPBOÐSFYRIRTÆKIÐ Svarthamar gengst fyrir bókauppboði á Sólóni Íslandusi næstkomandi sunnudag kl. 13. Boðin verða upp skáldrit, blöð og tímarit, ýmsir bæklingar, fræðirit og fornrit. Allt íslensk rit eða rit tengd Íslandi sem eru löngu horfin af markaði, alls 160 titlar. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 88 orð

"Íslenskir draumórar" í Þýskalandi

"ÍSLENSKIR draumórar" er yfirskrift sýningar Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur í Eckernförde í Þýskalandi. Sýningin, 22 grafíkverk, stóð frá 13. febrúar til 19. mars sl., og var í umsjón þýskra hjóna, Maren og Michael Siewert, er hafa undanfarin ár komið á sýningar Íslendinga á hinum ýmsu stöðum umhverfis og í Kappeln í Norður-Þýskalandi þar sem þau búa. Meira
24. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 316 orð

Lag Tryggva á alþjóðlega safnplötu

LAG af plötu tónlistarmannsins Tryggva Hübner hefur verið valið á plötu sem framleidd er í 5.000 eintökum og verður dreift á útvarps- og sjónvarpsstöðvar um allan heim. Lagið er tekið af plötunni Betri tíð sem Tryggvi gaf út árið 1995 en hún var tileinkuð baráttu Sævars Ciesielski fyrir endurupptöku á Geirfinns- og Guðmundarmálinu svokallaða. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 100 orð

Leiklist og myndlist í Sólheimum í Grímsnesi

LEIKFÉLAG Sólheima frumsýnir spunaleikritið Draumalandið í leikstjórn Sigrúnar Sólar Ólafsdóttur, í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 15. Önnur leiksýning verður laugardaginn 26. apríl kl. 17. Leikritið verður sýnt í Íþróttahúsi Sólheima. Í Sólheimahúsinu verður myndlistasýning með yfirskriftinni Vorið er komið... Meira
24. apríl 1997 | Leiklist | 698 orð

Listin að eiga vini

Íslensk þýðing: Pétur Gunnarsson. Leikarar: Baltasar Kormákur, Hilmir Snær Guðnason og Ingvar E. Sigurðsson. Leikstjóri: Guðjón Pedersen. Leikmynd og búningar: Guðjón Ketilsson. Lýsing: Guðbrandur Ægir. Dramatúrg: Bjarni Jónsson. Litla sviðið, miðvikudagur 23. apríl. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 81 orð

Myndlistarsýning á Eyrarbakka

OPNUÐ verður myndlistarsýning í dag, fimmtudag, í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í tilefni af 100 ára afmæli Eyrarbakkahrepps. Á sýningunni verða verk eftir Rut Magnúsdóttur í Sólvangi á Eyrarbakka. Á sýningunni eru sýndar 39 vatnslitamyndir og vatnslitaðar pennateikningar Rutar ásamt þremur klippimyndabókum og fjórum eldri skissubókum. Sýningin verður opnuð kl. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 91 orð

Námstefna fyrir þýðendur

NÁMSTEFNA fyrir þýðendur verður haldin laugardaginn 26. apríl og hefst kl. 10 til. 15.45 í þingsal A, Hótel Sögu. Ari Páll Kristinsson setur námstefnuna. Dóra Hafsteinsdóttir ræðir um orðabanka á Netinu. Lars H. Andersen talar um einyrkjann sem vinnur þýðingarmikil störf. Veturliði Óskarsson ræðir um málfar á sjónvarpsþýðingum. Frá Babel til bandalagsins, Aldís Guðmundsdóttir. Meira
24. apríl 1997 | Kvikmyndir | 133 orð

Of ótrúverðugt Framandi þjóð (Alien Nation)

Framleiðandi: Twentieth Television. Leikstjóri og handritshöfundur: Kenneth Johnson. Tónlist: David Kurtz. Aðalhlutverk: Gary Graham, Eric Pierpoint og Michelle Scarabelli. 91 mín. Bandaríkin. 20th Century Fox Home Video/Skífan 1997. Útgáfudagur: 23. apríl. Myndin er bönnuð börnum yngri en 12 ára. Meira
24. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 831 orð

Safnfréttir, 105,7

EINKAKLÚBBURINN heldur upp á útgáfu nýs fréttabréfs á laugardagskvöld á Café Amsterdam frá kl. 22­23. Hljómsveitin Hunang leikur. Félagsmenn eru minntir á að taka með sér skírteinin. Meira
24. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 189 orð

Sambíóin kynna myndina 2 dagar í dalnum

BÍÓBORGIN hefur hafið sýningar á kvikmyndinni 2 dagar í dalnum eða "2 Days in the Valley". Með aðalhlutverk fara Danny Aiello, Jeff Daniels, Teri Hatcher og James Spader. Leikstjóri er John Herzfeld. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 85 orð

Samkór Vopnafjarðar á Húsavík

Húsavík. Morgunblaðið. SAMKÓR Vopnafjarðar, skipaður rúmlega 30 söngvurum, söng á Húsavík um síðustu helgi við góðar undirtektir tilheyrenda. Stjórnandi var Marcus Glanville og undirleikari Indra James. Söngskráin var fjölbreytt, 18 lög eftir íslenska og erlenda höfunda svo sem Björgvin Guðmundsson, Sigvalda Kaldalóns, Þorkel Sigurbjörnsson, Schubert og Verdi. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 80 orð

Schubert­tónleikar í Mosfellsbæ

TÓNLEIKAR verða haldnir í Hlégarði í Mosfellsbæ á morgun, föstudag, kl. 20.30. Á efnisskránni er tónlist eftir Franz Schubert, en í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu tónskáldsins. Tónleikarnir eru jafnframt liður í hátíðarhöldum í tilefni 10 ára afmælis Mosfellsbæjar, sem er 9. ágúst nk. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 64 orð

Seljur og Kveldúlfskórinn

KVENNAKÓRINN Seljur og Kveldúlfskórinn verða með söngskemmtun í Seljakirkju laugardaginn 26. apríl kl. 16.30. Stjórnandi Selja er Kristín Pjétursdóttir, undirleikarar Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Bragi Hlíðberg harmonikkuleikari og Þorvaldur Steingrímsson fiðluleikari. Kveldúlfskórinn er blandaður kór sem kemur úr Borgarnesi. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 103 orð

Skáldaherbergi á Hótel Loftleiðum

Á Hótel Loftleiðum hafa verið gerð fimm skáldaherbergi sem tekin verða í notkun sumardaginn fyrsta. Að sögn Magneu Hjálmarsdóttur aðstoðarhótelstjóra verða fimm önnur skáldaherbergi tekin í noktun fljótlega. Herbergin eru kennd við skáldin og í þeim verða myndir af skáldunum, upplýsingar um þau og útdrættir úr verkum þeirra á íslenzku og ensku. Meira
24. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 148 orð

Stjörnustríð 3 frumsýnd

SKÍFAN ehf. kynnir endurgerð þriðju og síðustu myndina í Stjörnustríðsþrennunni "Return of the Jedi" eða Stjörnustríð 3. Myndin er sýnd í Regnboganum og Háskólabíói. Í þessari þriðju og síðustu endurgerð eftir leikstjórann George Lucas er komið að uppgjöri Loga geimengils og Svarthöfða. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 70 orð

Sumarfagnaður Barnabókaráðs Íslands

ÁRLEGUR sumarfagnaður sem Barnabókaráð Íslands, Íslandsdeild IBBY, stendur fyrir verður haldinn í Norræna húsinu í dag, fimmtudag, kl. 14. 22 börn á aldrinum 10­13 ára, sem hafa farið á leiklistarnámskeið Námsflokka Reykjavíkur, frumflytja leikþáttinn Sumarleyfisbæklingurinn eftir Elísabetu Brekkan. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 104 orð

Sýning á skartgripum

ELÍSABET Ásberg opnar sína fyrstu einkasýningu á skartgripum hér á landi laugardaginn 26. apríl í gallerí Handverk & hönnun, Amtmannsstíg 1. Elísabet notar einkum silfurvír í skartgripi sína en sækir jafnframt efni úr náttúrunni, segir í kynningu. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 28 orð

Sýningu Þorvaldar Þorsteinssonar að ljúka

SÝNINGU Þorvaldar Þorsteinssonar, Íslensk myndlist, í Galleríi Ingólfsstræti 8, lýkur sunnudaginn 27. apríl. Gallerí Ingólfsstræti 8 er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14­18. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 80 orð

Tjarnarkvartettinn í Borgarnesi og í Grundarfirði

TJARNARKVARTETTINN úr Svarfaðardal heldur tónleika í Borgarnesi og í Grundarfirði á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla. Í Borgarnesi verða tónleikarnir haldnir í Borgarneskirkju sunnudaginn 27. apríl kl. 21 og í Grunnskóla Eyrarsveitar mánudagsmorguninn 28. apríl og í Grundarfjarðarkirkju um kvöldið kl. 20.30. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 59 orð

Tónleikar Frændkórsins í Félagslundi

TÓNLEIKAR Frændkórsins verða í Félagslundi í Gaulverjabæjarhreppi laugardaginn 26. apríl nk. Tónleikarnir hefjast kl. 15. Á efnisskrá eru einkum vorleg íslensk og erlend þjóðlög. Stjórnandi kórsins nú er Sigrún Þorgeirsdóttir. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 38 orð

Trúnaðarmál í Tehúsinu

HARALDUR Jónsson opnaði sýningu í Tehúsinu hjá Hlaðvarpanum í gær, síðasta vetrardag og í dag, sumardaginn fyrsta. Verkið heitir Trúnaðarmál og er unnið með blandaðri tækni. Sýningin er opin öll kvöld og stendur næstu þrjár vikurnar. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 265 orð

Tveir styrkir til arkitekta

STJÓRN Minningarsjóðs Guðjóns Samúelssonar veitir tvo styrki úr sjóðnum sumardaginn fyrsta. Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar var stofnaður 24. nóvember 1990 í samræði við erfðaskrá Guðjóns. Þetta er í annað sinn sem veittir eru styrkir úr sjóðnum, það var gert í fyrsta sinn sumardaginn fyrsta 1995. Auglýst var eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum í annað sinn nú í vor. Meira
24. apríl 1997 | Myndlist | 426 orð

"Út úr skápnum"

Opið alla daga frá 10­18. Laugardaga og sunnudaga 12­18. "SNERTIÐ munina fyrir alla muni"(!), eru fyrirmæli til gesta á frumraun Einars Unnsteinssonar á sýningavettvangi. Einar er húsasmiður með drjúga menntun í farteskinu, meðal annars sótta alla leið til Kaliforníu. Sýningin kemur í opna skjöldu, síður fyrir lúmsku sendinguna sem línumenn í listinni fá. Meira
24. apríl 1997 | Menningarlíf | 121 orð

Vinnudagar í Gallerí Listakoti

Í GALLERÍ Listakoti, Laugavegi 70, standa nú yfir "vinnudagar" í litla salnum (2. hæð). Á vinnudögum verða listakonurnar í galleríinu við vinnu sína. María Valsdóttir textílhönnuður býr til handgerðan pappír, Hrönn Vilhelmsdóttir og Jóhanna Sveinsdóttir vinna í dúk- og tréristu og þrykkja á pappír, Dröfn Guðmundsdóttir myndhöggvari vinnur með bein, Charlotta R. Meira
24. apríl 1997 | Kvikmyndir | 101 orð

(fyrirsögn vantar)

MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKUStóra blöffið (The Great White Hype) Hin fullkomna dóttir (The Perfect daughter) Englabarn (Angel Baby) Fatafellan Meira

Umræðan

24. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 571 orð

Eitt er mikilvægt ... Um sólina, landbúnaðinn og framtíðina

UNDANFARIÐ hefur mikið verið rætt um orkuvinnslu og orkunýtingu. Hvort og hvernig eigi að binda orku fallvatna, sem ál, járnblendi, vetni eða götuljós í Amsterdam. Þessar umræður eru hinar merkustu en þó er önnur orkunýting mér hugleiknari því ég held að hún sé afdrifaríkari en öll önnur orkunýting í heiminum. Hér á ég við umbreytingu sólarorku í mat. Meira
24. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 619 orð

Enn um húmor Guðs sonar

KYNGJUM við því skömmustuleg og sem syndugar og útskúfaðar manneskjur úr Guðsríki, að við skyldum hlæja með grínurum landsins að spaugi þeirra um svo háleitar verur, eins og Krist og lærisveina hans á sjálfri páskahátíðinni. Ætli Guði sé betur þjónað með því, að við högum okkur öðruvísi um jól og páska en aðra daga ársins. Og á kirkjan að setja þær reglur? Ef hr. Meira
24. apríl 1997 | Aðsent efni | 1991 orð

Fréttastofa Sjónvarps ­ ginningarfífl eða handbendi?

FYRIR nokkru varð ég þess heiðurs aðnjótandi að tvær sjónvarpsstöðvar gerðu embættisfærslu mína að umtalsefni, en umtalið var þó ekki ætlað mér til heiðurs. Með því að blanda saman óskyldum þáttum máls tókst þeim í samhljómi að láta líta svo út sem umboðsmaður alþingis hefði sakfellt mig sem vondan embættismann og þar að auki vondan mann sem hefði níðst á saklausum útlendingi og fjölskyldu hans. Meira
24. apríl 1997 | Aðsent efni | 448 orð

Saklaust ofríki

MIKIÐ fjaðrafok hefur orðið útaf ummælum mínum í blaðaviðtali fyrir skömmu, þar sem ég benti á að það væri óeðlilegt að Þjóðleikhúsið hefði tögl og hagldir um úthlutun fjár til meginþorra frjálsrar leiklistarstarfsemi, þ.e.a.s. leikhópa sem eru í samkeppni við hinar opinberu leiklistarstofnanir um áhorfendurna. Meira
24. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 174 orð

Samherji ­ einsdæmi

HLUTAFJÁRÚTBOÐ Samherja á dögunum vakti athygli mína líkt og annarra landsmanna. Hinn mikli uppgangur og hagnaður þess fyrirtækis er aðdáunarverður en ekki öfundsverður. Þar sem stjórnendur þess fyrirtækis fara, fara greinilega menn sem kunna að reka útgerð. Meira
24. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 340 orð

Sundrung í íslenskum meðferðarmálum

ÍSLENDINGAR standa öðrum þjóðum feti framar í meðferðarmálum og umræða um alkóhólisma og meðferðarmál er ekki lengur feimnismál. Hundruð Íslendinga hafa gefist upp fyrir Bakkusi og þar með stigið fyrsta skrefið í átt til nýs lífs, uppfull af nýjum og jákvæðari viðhorfum. En þó svo að íslensk meðferðarmál séu í traustum höndum þykir mér þau vera í kannski of mörgum höndum. Meira

Minningargreinar

24. apríl 1997 | Minningargreinar | 158 orð

Andrés Ástvaldur Magnús Guðmundur Blomsterberg

Vinur minn Andrés Blomsterberg er fallinn í valinn eftir langt veikindastríð. Kynni okkar voru orðin löng, næstum 50 ár. Ég kynntist honum þegar ég var 15 ára, og hann tók mig undir sinn verndarvæng þegar við vorum saman í flokki manna við að rífa olíuskipið Clam, sem hafði strandað á Reykjanesi. Alltaf síðan var hann veitandinn í okkar vinskap. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 354 orð

Andrés Ástvaldur Magnús Guðmundur Blomsterberg

Nú ertu búinn að fá hvíldina, elsku Addi minn, eftir meira en árs baráttu við einn af þeim verstu sjúkdómum sem leggst á okkur mennina. Eins og við var að búast af þér þá barstu þig undir lokin með slíkri hugprýði að aðdáunarvert var og fáum hef ég kynnst sem búið hafa yfir jafnmiklu jafnaðargeði og hlýleika. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 164 orð

ANDRÉS ÁSTVALDUR MAGNÚS GUÐMUNDUR BLOMSTERBERG

ANDRÉS ÁSTVALDUR MAGNÚS GUÐMUNDUR BLOMSTERBERG Andrés Ástvaldur Magnús Guðmundur Blomsterberg vélvirki fæddist í Reykjavík 25. júní 1918. Hann lést á heimili sínu Björtuhlíð 11, Mosfellsbæ, 16. apríl síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Frederik A. Hans Blomsterberg, kjötiðnaðarmanns, sem ættaður var frá Helsingør, fæddur 6. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 601 orð

Arna Rún Haraldsdóttir

Í dag, sumardaginn fyrsta, hefði sparifrænkan mín, hún Arna Rún, orðið 22 ára gömul. Það er erfitt að setjast niður og reyna að skrifa minningarorð um manneskju sem er mér svo kær. Laugardagskvöldið hinn 5. apríl fengum við mamma upphringingu og okkur var sagt að Arna Rún hefði lent í slysi. Í fyrstu trúði ég ekki að þetta væri eins alvarlegt og raun bar vitni. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 297 orð

Arna Rún Haraldsdóttir

Það er erfiðara en nokkur orð fá lýst að þurfa að kveðja ástvin í blóma lífsins, ástvin sem átti allt lífið framundan. Manneskju sem var alheilbrigð, lífsglöð og óvenju hæfileikarík. Maður fyllist máttleysi og reiði því svona lagað á ekki að gerast. En atvik sem þetta minnir okkur óþyrmilega á að lífið er hverfult og alls ekki eins sjálfsagt og við höldum. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 454 orð

Arna Rún Haraldsdóttir

Elsku Arna mín. Það er ómögulegt að trúa því að þú sért farin yfir móðuna miklu. Þegar ég hélt að lífið væri rétt að byrja þá er þínu hlutverki lokið meðal okkar. Við vinkonurnar vorum farnar svolítið í sitthvora áttina. Sumar voru erlendis, aðrar að vinna eða í skóla og enn aðrar að skapa nýtt líf. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 113 orð

Arna Rún Haraldsdóttir

Í dag hefðir þú orðið 22 ára og í dag minnist ég þín, kæra vinkona. Þær eru margar minningarnar og mun ég hlúa vel að þeim í brjósti mínu. Tilgangur lífsins er okkur mannfólkinu torskilinn og hvers vegna svona ung og glæsileg stúlka eins og þú ert numin á brott er mér óskiljanlegt. Mannkosti hafðir þú fram yfir marga og huggun mín felst í því að þá hafi þurft að nota annars staðar. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 31 orð

ARNA RÚN HARALDSDÓTTIR Arna Rún Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 24. apríl 1975. Hún lést af slysförum 8. apríl síðastliðinn á

ARNA RÚN HARALDSDÓTTIR Arna Rún Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 24. apríl 1975. Hún lést af slysförum 8. apríl síðastliðinn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 18. apríl. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 69 orð

Guðmunda Laufey Haraldsdóttir

Elsku amma, með þessari bæn kveðjum við þig og viljum þakka þér fyrir allt. Einnig biðjum við algóðan Guð að styrkja og blessa Jóa afa og fjölskylduna alla. Blessuð sé minning þín, elsku amma. Laufey, Elías og Jóhann. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 278 orð

GUÐMUNDA LAUFEY HARALDSDÓTTIR

GUÐMUNDA LAUFEY HARALDSDÓTTIR Guðmunda Laufey Haraldsdóttir var fædd á Hellissandi 7. júlí 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. apríl síðastliðinn. Hún ólst upp í foreldrahúsum á Hellissandi til 10 ára aldurs en þá fer hún suður og er hjá Sveinsínu Oddsdóttur og Lúter Salómesyni sem reyndust henni sem foreldrar. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 391 orð

Guðrún Ingibjörg Sólveig Stefánsdóttir

Ég var aðeins átta ára þegar amma og afi fluttu frá Hofteigi á Jökuldal til Reykjavíkur. Ég á því fáar minningar þaðan. Þó er skýrt í huga mér hve afa og ömmu var annt um velferð okkar barnabarnanna og vorum við ætíð hlaðin gjöfum. Einnig er mér minnisstæður góði sveitamaturinn hennar ömmu og hvernig hún síaði mjólkina úr kúnni Búbót á frumstæðan hátt gegnum viskustykki. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 284 orð

GUÐRÚN INGIBJÖRG SÓLVEIG STEFÁNSDÓTTIR

GUÐRÚN INGIBJÖRG SÓLVEIG STEFÁNSDÓTTIR Guðrún Ingibjörg Sólveig Stefánsdóttir fæddist á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð 14. júní 1913. Hún lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björg Sigmundsdóttir húsfreyja og Stefán Sigurðsson, hreppstjóri og bóndi á Sleðbrjót. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 487 orð

Ingibjörg Friðriksdóttir

Maðurinn með ljáinn vægir engu og gleymir engum. Hann hefur nú enn einu sinni sýnt mátt sinn á svo ótvíræðan hátt, að við sem eftir stöndum og bíðum enn um stund eftir ferjunni, eigum erfitt með að sætta okkur við hið óvægna miskunnarleysi. Ingibjörg, mín kæra mágkona, var frá okkur tekin að morgni þess 18. apríl sl. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 302 orð

Ingibjörg Friðriksdóttir

Elsku amma Ingi. Þú hafðir gott lag á drengjunum og mikið var dýrmætt fyrir þá að tengjast þér tryggðaböndum, þrátt fyrir fjarlægðina á milli okkar síðan við fluttumst til Ameríku fyrir fjórum árum. Sumarbústaðarferðin síðastliðið sumar verður okkur ógleymanleg og ber þar minningarnar um pönnukökurnar þínar og hestaferðina hæst. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 151 orð

Ingibjörg Friðriksdóttir

Vér köllumst brott. Hið hvíta lín oss klæðir, fyrr en veit. Og jörðin býr um börnin sín og blómgar hinsta reit. (Friðrik Hansen) Hér eru örfá kveðjuorð um elskulega vinkonu mína og samstarfsmann til margra ára. Þótt Ingibjörg gengi ekki heil til skógar árum saman, kom hið skyndilega áfall öllum í opna skjöldu. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 141 orð

Ingibjörg Friðriksdóttir

Fyrir hönd Kennarafélags Kennaraháskóla Íslands vil ég minnast starfsfélaga okkar, Ingibjargar Friðriksdóttur, með nokkrum orðum. Ingibjörg var alltaf hlý og notaleg í viðmóti, brosmild og glettin. Hún var afar greiðvikin og reyndi að leysa hvers manns vanda. Starf sitt leysti Ingibjörg af hendi með stakri prýði, enda vel látin í starfi. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 548 orð

Ingibjörg Friðriksdóttir

Elsku Ingibjörg mín. Það er með sárum söknuði að ég sest niður til að minnast þín. Það er svo margt sem brennur á mér, enda hefur þú verið stór þáttur í lífi mínu hálfa ævina. Ég kom fyrst í heimsókn í Glæsibæinn, á annan jóladag fyrir 16 árum, þá 16 ára sjálf. Ég dáðist að Hafsteini fyrir að hafa kjark til að bjóða mér heim til sín á hátíðisdegi, á fyrsta stefnumóti okkar. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 200 orð

Ingibjörg Friðriksdóttir

Laugardaginn 19. apríl hringdi Þórunn Elva vinkona mín og tilkynnti að tengdamóðir hennar, Ingibjörg Friðriksdóttir, væri dáin. Þetta var mikil sorgarfregn. Ég hafði hringt til Ingibjargar á annan í páskum, en fékk þær fréttir að hún væri á sjúkrahóteli. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 138 orð

Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég elskaði ömmu svo mikið. Mér finnst svo vænt um hana. Ég vildi að hún hefði lifað alltaf, því mig langaði að vera alltaf hjá henni. Ég vildi að ég gæti alltaf haft hana við hlið mína svo að ég sjái hana en hún sé ekki bara í hjarta mínu og huga mínum. Hún var mjög góð og hún gerði mjög mikið fyrir mig. Hún gladdi mig og kom mér til að hlæja. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 316 orð

Ingibjörg Friðriksdóttir

Hún Ingibjörg, ein af okkur saumaklúbbsstelpunum, sem hafa hist óslitið í meira en 45 ár, er látin. Þetta hefur gerst svo snöggt að erfitt er að átta sig. Skarð er höggvið í saumaklúbbinn okkar. Það eru aðeins tveir mánuðir síðan við hittumst allar síðast og engan grunaði hvað framundan var. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 58 orð

Ingibjörg Friðriksdóttir

Amma Ingi var rosa góð við mig, Eggert og Ingibjörgu. Henni fannst svo gaman að sjá litla dalmatíu- hundinn minn og gaf mér peninga til að fara og fá annan vin handa honum. Amma Ingi var skemmtileg og falleg. Mér fannst svo gaman að sjá hvað hún var glöð þegar ég gaf henni blóm. Stefán Árni Hafsteinsson. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 519 orð

Ingibjörg Friðriksdóttir

Í árslok 1980 tengdust tvær fjölskyldur sterkum böndum þegar Þórunn systir og Hafsteinn, miðsonur Ingibjargar og Eggerts, felldu hugi saman. Þá var ég aðeins fjórtán ára gömul og Hafsteinn varð mér sem bróðir, frekar en mágur. Fljótt myndaðist góð vinátta milli fjölskyldnanna sem aldrei bar skugga á. Þórunn systir var strax boðin velkomin í Glæsibæinn af Ingibjörgu, Eggerti og bræðrum Hafsteins. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 100 orð

Ingibjörg Friðriksdóttir

Elsku amma nafna mín. Takk fyrir hvað þú varst alltaf góð við mig. Mér fannst svo gaman að leika við þig. Þú varst svo dugleg að leika við mig á spítalanum. Mér fannst svampurinn sem þú notaðir til að væta munninn svo skemmtilegur og góð tilbreyting frá duddunni minni. Ég er svo rík að hafa fengið að kynnast þér og eiga myndir af okkur saman. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 288 orð

INGIBJÖRG FRIÐRIKSDÓTTIR

INGIBJÖRG FRIÐRIKSDÓTTIR Ingibjörg Friðriksdóttir fæddist í Reykjavík 10. janúar 1935. Hún lést á Landspítalanum 18. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Friðrik Þorsteinsson, húsgagnasmíðameistari, f. 3.7. 1896 á Þorleifsstöðum í Svarfaðardal, d. 4.11. 1980, og kona hans Ragnheiður Jóhannsdóttir, f. 22.7. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 487 orð

Magnea Dagmar Gunnlaugsdóttir

Elsku Dagmar, það er svo margs að minnast þegar komið er að kveðjustund. Ég var aðeins 16 ára er ég kom inn á heimilið þitt sem kærasta Eyjólfs, sonar þíns, og síðan eru liðin 25 ár og ég orðin eiginkona hans. Ég vil þakka þér svo margt, elsku tengdamanna, fyrst og fremst það að hafa gefið mér Eyjólf son þinn, þann yndislega mann. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 383 orð

Magnea Dagmar Gunnlaugsdóttir

Elsku hjartans Dagmar. Þetta er hinsta kveðja mín til þín. Ég sit í rökkrinu og horfi í kertaljósið. Hugurinn reikar aftur til haustsins þegar við hittumst fyrst. Já. Það var í Sálarrannsóknarskólanum. Við höfðum reyndar báðar ætlað að koma miklu fyrr í skólann en ekkert orðið af fyrr en í haust að við settumst í laugardagsbekkinn. Þarna vorum við fólk á öllum aldri, en náðum samt svo vel saman. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 540 orð

Magnea Dagmar Gunnlaugsdóttir

Þegar okkur verður orðs vant, seilumst við gjarnan í annarra orð og ljóð til að tjá hug okkar á gleði- eða sorgarstundum, eins og nú. Þegar við frumbyggjakonur í Bústaðasókn stofnuðum kvenfélagið okkar 1953, vorum við svo sannarlega fáar og lítils megnugar, þó hugarflugið væri nægt og beindist til ýmissa átta. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 144 orð

Magnea Dagmar Gunnlaugsdóttir

Okkur langar til að kveðja þig, elsku Dagmar, með nokkrum fátæklegum orðum. Okkur hefur alltaf fundist þú eiga svolítið í okkur og elsta syni okkar, sem ber seinna nafn sitt Pálmi í höfuðið á Óla Pálma heitnum sem þú misstir fyrir 16 árum, um það leyti sem Hrafnkell Pálmi fæddist. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 490 orð

Magnea Dagmar Gunnlaugsdóttir

Mig langar til að minnast móðursystur minnar, Dagmarar Gunnlaugsdóttur, sem lést 16. apríl sl. Fyrst og fremst minnist ég hennar sem atorkukonu sem gustaði af hvert sem hún fór. Alltaf á hraðferð og með mörg járn í eldinum. Full af orku glaðværð og jákvæðni. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 903 orð

Magnea Dagmar Gunnlaugsdóttir

Orð megna ekki að tjá allt það, sem innra fyrir býr. Það þekkjum við á upphöfnum gleðistundum, þegar bros nægir til þess að túlka hamingju. En ekki er okkur það síður kunnugt, þegar að syrtir og handtak með viðbótarþrýstingi tengir einn við annan og þannig sýnir samstöðu. Það var hátíðarstund í kærri Bústaðakirkju sunnudaginn 13. apríl sl. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 188 orð

MAGNEA DAGMAR GUNNLAUGSDÓTTIR

MAGNEA DAGMAR GUNNLAUGSDÓTTIR Magnea Dagmar Gunnlaugsdóttir fæddist í Reykjavík 25. júní 1930. Hún lést 16. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sesselja Sigríður Þorkelsdóttir, f. 2.10. 1909, d. 26.9. 1950, og Gunnlaugur O. Vilhjálmur Eyjólfsson, f. 14.8. 1909, d. 17.2. 1951. Systkini Dagmarar voru Gunnlaugur, f. 17.9. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 485 orð

Ragna Jónsdóttir

Mig langar hér að minnast í fáum orðum Rögnu Jónsdóttur. Kunningsskapur fjölskyldu minnar og Rögnu hófst á árinu 1940. Þá hafði móðurbróðir minn, Einar G.E. Sæmundsen og kona hans Sigríður Vilhjálmsdóttir flutt norður að Vöglum í Fnjóskadal. Einar var þar skógarvörður og móðir mín og Ragna unnu saman í gróðrarstöðinni. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 278 orð

Ragna Jónsdóttir

Nú er hún elsku Ragna amma dáin. Ég veit nú ekki alveg hvað það þýðir en mamma segir að þá sé hún komin til Guðs þar sem henni líði vel og nú finni hún ekki lengur til. Ég veit að Guð er góður við alla og þá hlýtur hann líka að vera það við ömmu Rögnu, hún sem alltaf var svo elskuleg og góð. Meira
24. apríl 1997 | Minningargreinar | 193 orð

RAGNA JÓNSDÓTTIR

RAGNA JÓNSDÓTTIR Ragna Jónsdóttir var fædd 25. nóvember 1919. Hún lést 14. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Jónsdóttir, f. 9. nóvember 1892 á Fornastöðum í Fnjóskadal, og Jón Ferdínantsson, f. 9. ágúst 1892 í Svarfaðardal, síðar bóndi á Birningsstöðum í Ljósavatnsskarði. Systkini: Kristín, fædd 3. jan. Meira

Daglegt líf

24. apríl 1997 | Neytendur | 305 orð

Fuji-filmur hafa lækkað í verði

VEGNA viðtals við Jóhannes Gunnarsson framkvæmdastjóra Neytendasamatakanna hér á neytendasíðu sl. þriðjudag um vörugjaldsbreytingar og áhrif þeirra á vöruverð vill Bergur G. Gíslason hjá Ljósmyndavörum ehf. taka fram eftirfarandi: "Haft er eftir Jóhannesi Gunnarssyni framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna "að verð á filmum sé óbreytt frá því sem verið hefur". Meira
24. apríl 1997 | Neytendur | 41 orð

Golfvörur í Bónus í Holtagörðum

UM þessar mundir eru til sölu ýmsar golfvörur í Bónus í Holtagörðum. Þar er til dæmis fáanlegt Diadlo- golfsett, 16 stykkja byrjendasett, á 19.900 krónur, Ambassador-golfvagn kostar 4.900 krónur og 36 innslegnar golfkúlur eru á 2.990 krónur. Meira
24. apríl 1997 | Neytendur | 64 orð

Sturtuhausar með nuddburstum

FÁANLEGIR eru nú sturtuhausar með þremur nuddburstum úr svínshárum sem eru knúnir áfram af vatnsorku. Burstarnir hreinsa dauðar húðfrumur, örva blóðrásina, hægja á öldrun húðarinnar og vinna á appelsínuhúð ásamt því að gera húðina stinna og fallega og veita nudd. Í fréttatilkynningu frá Evrís hf. segir að Aquatrim nuddsturtuhausnum fylgi líka venjulegur sturtuhaus. Meira

Fastir þættir

24. apríl 1997 | Dagbók | 2895 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 17.­24. apríl: Ingólfs Apótek, Kringlunni, er opið allan sólarhringinn en Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. S: 577-2600. Meira
24. apríl 1997 | Í dag | 102 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Þriðjudaginn 29. apríl nk

Árnað heillaÁRA afmæli. Þriðjudaginn 29. apríl nk. verður sjötíu og fimm ára Magnea Guðbjörg (Guðnadóttir) Edvardsson, fædd á Uxahrygg á Rangárvöllum, búsett í V¨anersborg í Svíþjóð. Eiginmaður hennar erBengt Rune Edvardsson, rafvélavirki. Meira
24. apríl 1997 | Í dag | 452 orð

Barnabæturhækki við 12 áraaldur?VELVAKANDA barst efti

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Við þær umræður sem verið hafa undanfarna daga í fjölmiðlum vegna barnabóta datt mér í hug hvort ekki væri kominn tími á að barnabótum væri breytt. Ég er þriggja barna móðir og hef fengið barnabætur í nokkur ár. Eins og allir vita lækka barnabætur við sjö ára aldur barns og þá erum við komin að því sem ég vildi fjalla um. Meira
24. apríl 1997 | Fastir þættir | 631 orð

Blóm vikunnar 351. þáttur Vetrargosi, fyrsti boðberi sumarsins

GLEÐILEGT sumar, lesandi góður. Nú hefur Blóm vikunnar göngu sína 12. árið í röð. Reyndar "spíraði" það fyrst vorið 1975 og óx vel í 7 sumur, en eins og stundum vill verða bólaði ekkert á Blómi vikunnar í nokkur ár. Það vaknaði hins vegar til lífsins vorið 1986 og síðan hefur það vaknað af vetrardvala á hverju vori og sölnað í skammdeginu. Þessi pistill ber númerið 351. Meira
24. apríl 1997 | Í dag | 22 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaLjósmyndastofa Reykjavíkur BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. mars sl. í Háteigskirkju af sr. Jóni Þór Eyjólfssyni Margrét Jakobsdóttir og Bjarki Þór Clausen. Meira
24. apríl 1997 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaBRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. apríl sl. í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Linda Gústafsson ogSigurður Gústafsson. Þau eru búsett í Ástralíu. Meira
24. apríl 1997 | Dagbók | 628 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
24. apríl 1997 | Fastir þættir | 579 orð

FERMINGAR SUMARDAGINN FYRSTA

Fermingar í Langholtskirkju kl. 11. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. Fermd verða: Anton Kristjánsson, Ofanleiti 11. Arnbjörg Magnea Jónsdóttir, Reynigrund 53. Edda Hlíf Björnsdóttir, Bragagötu 21. Halldór Steinn Halldórsson, Blönduhlíð 6. Halldóra Jónsdóttir, Blesugróf 16. Hilmar Már Jónsson, Lautarsmára 25. Meira
24. apríl 1997 | Í dag | 27 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu strákar héldu hlutaveltu nýlega til sty

HlutaveltaÞESSIR duglegu strákar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 2.480 krónur. Þeir heita Hrafn Hrafnsson, Andri Árnason, Einar Karl Júlíusson og Örn Erlendsson. Meira
24. apríl 1997 | Fastir þættir | 409 orð

MESSUR Á SUMARDAGINN FYRSTA

MESSUR Á SUMARDAGINN FYRSTA Guðspjall dagsins: Biðjið og þér munuð öðlast (Jóh. 16.) »ÁSPRESTAKALL: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í Áskirkju með þátttöku TTT-starfsins. Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. Meira
24. apríl 1997 | Í dag | 262 orð

unningi Víkverja sagðist dauðleiður á sífri roskinna tónlistarunnen

unningi Víkverja sagðist dauðleiður á sífri roskinna tónlistarunnenda um það hve allt hafi verið betra í "gamla daga". Hann segir að svo virðist sem þeir sem hlustað hafi á sígilda tónlist í áraraðir séu þeirrar skoðunar að fyrir einhver afglöp þróunarinnar fæðist ekki lengur listamenn sem standist samjöfnuð við menn fyrri tíma. Meira
24. apríl 1997 | Í dag | 250 orð

ÚTSPIL vesturs gegn þremur gröndum er undarlegt. En hvaða sögu segir það? Suður

ÚTSPIL vesturs gegn þremur gröndum er undarlegt. En hvaða sögu segir það? Suður gefur; NS á hættu. K73 G98 ÁD6542 10 ÁD106 ÁKD 83 K962 -- -- -- 1 laufPass 1 tígull Pass 2 gröndPass 3 grönd Allir pass Hjartatía. Meira

Íþróttir

24. apríl 1997 | Íþróttir | 47 orð

Bikarmeistarar 4. flokks í

BIKARMEISTARAR 4. flokks karla í handbolta, lið FH. Efriröð f.v.: Sveinbjörn Sigurðsson, þjálfari, Einar Einarsson,Steingrímur Valgarðsson, Ingólfur Pálmason, Stefán Sigtryggsson, Orri Gunnarsson, Arnar Theódórsson, SlavkoHelgi Bambir, Jón Auðunn Jónsson, stjórnarmaður. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 55 orð

Bikarmeistarar FHBIKARMEISTARAR í 3. flokki kvenna

BIKARMEISTARAR í 3. flokki kvenna í handknattleik, lið FH. Efri röð f.v.: Jón Auðunn Jónsson, stjórnarmaður, Viðar Símonarson, þjálfari, Linda Guðmundsdóttir, Gunnur Ingimarsdóttir, Drífa Skúladóttir, Karen Guðmundsdóttir, Þórdís Brynjólfsdóttir, Dagný Skúladóttir, Guðrún Hólmgeirsdóttir, Hafdís Hinriksdóttir, Helga Magnúsdóttir, stjórnarmaður. Fremri röð f.v.: Sigurður M. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 173 orð

Birgir Leifur líklega áfram BIRGIR

BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi, tekur þátt í úrtökumóti fyrir sænsku mótaröðina og í gær lék hann á fjórum höggum yfir pari. "Þetta var í raun ágætt skor miðað við hvað ég klúðraði oft klaufalega ­ hitti ekki nógu margar flatir. Það var rok og kalt þannig að ég er nokkuð sáttur við skorið," sagði Birgir Leifur í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 371 orð

Endurtekið efni

Endurtekið efni Meistarar Chicago ólíklegir að láta titilinn af hendi Úrslitakeppni bandarísku NBA deildarinnar í körfuknattleik hefst næstu nótt, aðfararnótt föstudagsins. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 106 orð

Enn bætir Örn í safniðÖrn Arnarson sundmaður ú

Örn Arnarson sundmaður úr SH slær ekki slöku við þessa dagana. Um síðustu helgi bætti hann eigið piltamet í 100 m flugsundi á unglingameistaramóti Hafnarfjarðar í sundi. Synti hann vegalengdina á 57,82 sekúndum. Gamla metið var 59,17 sett í Sundhöll Reykjavíkur 22. febrúar sl. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 132 orð

Ferill Hills sem atvinnumanns Tímabil

Tímabil leikir stig fráköst stoðsendingar þrennur 94-95 70 1394 445 353 1 95-96 80 1618 783 548 10 96-97 79 1672 714 576 13 Hill hefur náð flestum þrennum ("triple doubles") í Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 158 orð

FIMLEIKARGerpla meist

GERPLA varð nýlega Íslandsmeistari í trompfimleikum. Mótið var haldið í íþróttahúsi Fylkis í Árbæ. Níu lið tóku þátt í mótinu sem var í umsjón fimleikadeildar Ármanns. Gerpla sendi fjögur lið til keppni og sigraði liðið Gerpla P1 sem hlaut 25,15 stig. Félagið átti einnig liðið í öðru sæti, Gerpla P2, sem hlaut 24,05 stig og síðan var Stjarnan í þriðja sæti með 22,35 stig. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 211 orð

Gísli varð sjöundi á Opna breska

Gísli Magnússon úr Ármanni varð um helgina í 7. sæti í þungavigt á Opna breska mótinu í júdó, en í hans flokki voru 18 keppendur frá 8 þjóðum. Auk Gísla tóku fimm íslenskir júdómenn þátt en keppendur voru alls um 500 á mótinu frá 20 þjóðum. Allir íslensku keppendurnir voru að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn en það er eitt sterkasta júdómót sem haldið er í Evrópu ár hvert. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 1969 orð

Gleymi ekki að íþróttin er leikur

Skærasta stjarna Detroit Pistons, og maðurinn sem margir segja að sé á góðri leið með að verða einn besti leikmaðurinn NBA-deildarinnar í körfuknattleik, er Grant Hill, 24 ára framherji. Björn Malmquist náði tali af Hill, daginn sem Pistons tók á móti Miami Heat. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 57 orð

Golf á Spáni

Golfferðaklúbbur Samvinnuferða-Landsýnar fer í sérstaka golfferð til Spánar 14. maí og kemur heim aftur hinn 26. maí. Dvalið verður á Villamartin íbúðarhótelinu sem er skammt sunnan við flugvöllinn í Alicante. Ferðin kostar 53.340 krónur og er þá miðað við að tveir gisti saman í íbúð með einu svefnherbergi. Fararstjóri í ferðinni verður Kjartan L. Pálsson. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 25 orð

Grant Hill Fæddur: 10. maí, 1

Fæddur: 10. maí, 1972, íDallas, Texas. Hæð: sex fet, átta tommur(203,2 sentímetrar) Staða: framherji. Háskólalið: Duke University. Valinn af Pistons í fyrstuumferð háskólavals, 1994. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 134 orð

Í dag Knattspyrna Deildabikarinn Leiknisvöllur:Leiknir - HK11 Ásvellir:Ægir - ÍBV12 Ásvellir:Skallagrímur - Fjölnir 14

Deildabikarinn Leiknisvöllur:Leiknir - HK11 Ásvellir:Ægir - ÍBV12 Ásvellir:Skallagrímur - Fjölnir 14 ÍR-völlur:ÍR - Grindavík14 Keflavík:Keflavík - Njarðvík14 Kópavogi:Breiðablik - Víkingur R14 Sandgerði:Fram - Reynir Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 48 orð

Íshokkí

Úrslitakeppni NHL: Austurdeildin: Montreal - New Jersey4:6 New Jersey er 3:0 yfir. NY Rangers - Florida4:3 Eftir framlengingu. Rangers er yfir, 2:1. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 90 orð

Íshokkí

Unglingamót Reykjavíkur 1. flokkur: Björnin - SR11:1 2. flokkur: Björnin - SR3:0 3. flokkur: Björninn - SR11:1 Mörk, stoðsendingar í úrslitum 1. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 109 orð

Ísland - Króatía16:22

Víkin, undankeppni Evrópumótsins kvenna í handknattleik, fyrri viðureign þjóðanna, miðvikudaginn 23. apríl 1997. Gangur leiksins: 1:0, 4:2, 4:4, 6:4, 6:6,7:7, 7:11, 11:12, 12:13, 12:15, 14:18, 16:22. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 36 orð

Íslandsmeistari í snókerMorgunblaðið/Ásdís

BERNHARÐ Bernharðsson sigraði á Íslandsmótinu í snóker 21 árs og yngri nýlegar. Í úrslitaleik lagði hann Örvar Guðmundsson 5:4 eftir að hafa verið 4:2 undir um tíma í viðureigninni. Jakob Hrafnsson hreppti þriðja sætið. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 113 orð

Jordan kjörinn bestur? MICHAEL Jordan verður

MICHAEL Jordan verður að öllum líkindum kjörinn leikmaður ársins í NBA-deildinni í vetur. Chicago vann flesta leiki allra liða, þrátt fyrir mikil meiðsli leikmanna þess og án Jordans væri Chicago aðeins í hópi bestu liða í Austurdeild ­ ekki það besta. Karl Malone hjá Utah hefur einnig leikið frábærlega í vetur og talið er að slagurinn um nafnbótina standi á milli þeirra. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 632 orð

Juve vann af miklu öryggi

ÞAÐ fór eins og marga grunaði, að Juventus yrði ekki í teljandi erfiðleikum með að leggja Ajax í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Juventus sigraði 2:1 í fyrri leiknum í Amsterdam og því ef til vill eðlilegt að búast við að Juve kæmist áfram. Og sú varð rauninn. Evrópu- og heimsmeistararnir frá Tórinó unnu 4:1. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 257 orð

Knattspyrna

Meistaradeild Evrópu Seinni leikir í undanúrslitum Old Trafford, Manchester: Manchester United - Dortmund0:1 - Lars Ricken (8.). Manchester United: Peter Schmeichel; Gary Neville, Gary Pallister, David May (Paul Scholes 87. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 53 orð

Kolbeinn alþjóðlegur júdódómari

KOLBEINN Gíslason, fyrrum formaður Júdósambandsins, varð um liðna helgi fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur alþjóðlegt dómarapróf í júdói. Prófið tók Kolbeinn í tengslum við Opna breska mótið og stóðst það með prýði. Með skírteinið upp á vasann hefur Kolbeinn réttindi til að dæma á öllum alþjóðamótum að undanskildum Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 155 orð

Kristín Elsa sigraði á sterku móti

Kristín Elsa Erlendsdóttir, 14 ára kylfingur frá Akureyri, gerði sér lítið fyrir á sunnudaginn og sigraði á sterku móti á Jótlandi. Kristín Elsa lék fyrri hringinn á sunnudaginn á 80 höggum og þann síðari á 76 höggum, en erfiðleikastuðull vallarins er 73. Flestar sterkustu stúlkur Danmerkur voru meðal keppenda og því er árangur Kristínar Elsu mjög góður. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 293 orð

Met þátttaka í Framleikunum

Skíðadeild Fram hélt Framleikana í alpagreinum, sem er skíðamót barna 8 ára og yngri, í fjórða sinn á skíðasvæði sínu í Eldborgargili um síðustu helgi. Fyrst þegar mótið var haldið 1994 voru þátttakendur 80 talsins en voru 140 um helgina og er það met. Yngsti þátttakandinn heitir Hjalti Einarsson úr Fram, sem er aðeins þriggja ára gamall. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 251 orð

Of mörg mistök í síðari hálfleik "EINS o

"EINS og leikurinn þróaðist þá er ég nokkuð sáttur við úrslit leiksins, þetta eru atvinnumenn í handknattleik sem við vorum að eiga við," sagði Theodór Guðfinnsson landsliðsþjálfari Íslands að leikslokum. "Segja má að það hafi komið okkur á óvart að hafa í fullu tré við þær í upphafi og sú staðreynd gaf okkur byr í seglin í fyrri hálfleik, þá lékum af skynsemi og vörnin var góð. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 461 orð

Olympiakos og Barcelona mætast í úrslitum

Olympiakos frá Grikklandi og Barcelona frá Spáni leika í dag til úrslita um Evrópumeistaratitilinn í körfuknattleik. Olympiakos tryggði sér sæti í úrslitum keppninnar í þriðja sinn á fjórum árum með því að vinna Ljubljana frá Slóveníu 74:65 í undanúrslitum í Róm í fyrrakvöld. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 185 orð

Opið mót í Leirunni Hard Rock Cafe mótið var haldið í Leirunni um helgina. Þátttakendur voru 123 og var keppt með

BANDARÍKJAMAÐURINN Tom Lehman komst um helgina í efsta sæti heimslistans í golfi og varð þar með áttudi kylfingurinn til að verma það sæti en 11 ár eru liðin síðan listinn var fyrst byrtur. Greg Norman frá Ástralíu hefur verið í efsta sæti listans í 96 vikur samfellt og það hefur enginn leikið eftir. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 143 orð

Riley besti þjálfarinn? PAT Riley, þjálfari

PAT Riley, þjálfari Miami, verður líklega valinn þjálfari ársins. Liðið sigraði í 61 leik undir stjórn þessa gamalkunna, frábæra þjálfara, sem er mun meira en það hefur í raun burði til. Hann yrði því vel að titlinum kominn. Iversen líklega nýliði ársins ALLEN Iverson hjá Philadelphia er líklegastur til að hreppa titilinn nýliði ársins. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 70 orð

Sjö Íslendingar á HM í borðtennis HEIM

HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í borðtennis hefst í Manchester á Englandi í dag og eru Íslendingar á meðal þátttakenda en liðið er skipað Guðmundi Stephensen, Kjartani Briem, Adam Harðarsyni, Ingólfi Ingólfssyni, Evu Jósteinsdóttur, Lilju Rós Jóhannesdóttur og Líneyju Árnadóttur. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 355 orð

Skíði

Fjörmjólkurmótið Haldið á vegum skíðadeildar Fram í Eldborgargili 19. apríl. Svig 12 ára stúlkna: 1. Ásdís J. Sigurjónsdóttir, KR49,91 2. Arnfríður Árnadóttir, Ármanni52,65 3. Kristrún Lind Helgadóttir, Haukum57,55 4. Guðrún Benediktsdóttir, Árm57,53 5. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 182 orð

STACEY Gragila

STACEY Gragila heimsmeistari kvenna í stangarstökki innanhúss setti um síðustu helgi bandarískt met í greininni utanhúss er hún lyfti sér yfir 4,24 m, gamla metið sem var í hennar eigu var 4,22 m. Íslandsmet Völu Flosadóttur utanhúss er 4,17 m. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 316 orð

Stoichkov játar sig sigraðan

HRISTO Stoichkov, hinn búlgarski framherji spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, segir ljóst að liðið geti engar vonir gert sér lengur um að standa uppi sem Spánarmeistari þegar keppnistímabilinu lýkur í júni. Barcelona er nú tíu stigum á eftir Real Madrid þegar átta umferðir eru eftir. Við erum búnir að tapa deildinni og leikmenn Madrid hljóta nú að hlæja að okkur. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 306 orð

Tap í fyrstu tveimur en...

Íslenska skvasslandsliðið náði ekki, þrátt fyrir góða viðleitni, að vinna lotu í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu sem fram fer í Óðinsvéum í Danmörku, enda mótherjarnir mun hærra skrifaðir í skvassheiminum. Ísland er í riðli með Belgíu, Írlandi og Portúgal og lék í gær við tvö fyrstnefndu löndin. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 151 orð

Trúfan ráðinn til Víkings ALEXEI Trúf

ALEXEI Trúfan hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Víkingi. Frá samningi var gengið í gær og nær hann til þriggja ára en er uppsegjanlegur af beggja hálfu. "Við stefnum að því að eiga samstarf við Trúfan næstu þrjú árin," sagði Sigurður Björnsson, formaður handknattleiksdeildar Víkings, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 571 orð

Trú og útsjónarsemi skorti

ÍSLENSKA kvennalandsliðið vantaði meiri trú á eigin getu og aukna útsjónarsemi til aðgerða er það mætti Króatíu, einu sterkasta landsliði heims, í gærkvöldi. Eftir að hafa tekist að halda í við gestina í mistækum fyrri hálfleik urðu mistök í upphafi síðari hálfleiks þess valdandi að gestirnir náðu undirtökunum sem þeir héldu allt til loka. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 191 orð

Tvö unglingalandslið valin

TILKYNNT hafa verið tvö unglingalandslið pilta í handknattleik sem eiga að taka þátt í verkefnum sem framundan eru í sumar. Annars vegar er hópur sem verður valið úr til þátttöku á Ólympíudögum Evrópuæskunnar í Portúgal 18. til 24. júlí og hins vegar lið sem keppir á Opna Norðurlandamótinu 19 ára yngri sem fram fer í Svíþjóð 28. júní til 3. júlí. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 445 orð

United óð í færum en skoraði ekki á Old Trafford

MANCHESTER United sótti án afláts á móti Dortmund á Old Trafford í gærkvöldi, átti vel á annan tug góðra marktækifæra en Englandsmeisturunum var fyrirmunað að skora. Þjóðverjarnir, sem unnu fyrri leikinn 1:0, gerðu óvænt mark snemma leiks og þar við sat. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 173 orð

Úrslitakeppni EM að hefjast

Íslenska unglingalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 16 ára og yngri heldur á laugardaginn til Þýskalands þar sem það tekur þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Alls leika 16 þjóðir í keppninni og keppt verður í fjórum riðlum. Íslenska liðið er í riðli með Tyrkjum, Slóveníu og Slóvakíu. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 78 orð

Veisla í Manchester

STUÐNINGSMANNAKLÚBBUR Manchester United á Íslandi og ÍT ferðir hafa skipulagt ferð á leik Manchester United og West Ham í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Farið verður frá Íslandi á föstudegi, horft á leikinn á Old Trafford laugardaginn 11. maí og komið heim á mánudegi. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 144 orð

Vernharð með Noregi á NM?

VERNHARÐ Þorleifsson, júdómaður, vonast til þess að keppa fyrir hönd Noregs á Norðurlandamótinu sem fram fer síðari hluta maí. Norska júdósambandið hefur óskað eftir leyfi Júdósambands Íslands (JSÍ), en hefur ekki enn fengið svar. "Norska sambandið er búið að faxa til Íslands og biðja Júdósambandið um leyfi fyrir því að ég fái að keppa fyrir Noreg á Norðurlandamótinu. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 339 orð

Þórir Norðurlanda- meistari á bogahesti

Þórir Arnar Garðarssson, fimleikamaður úr Ármanni, varð um síðustu helgi Norðurlandameistari unglinga á æfingum á bogahesti og hreppti bronsverðlaun fyrir æfingar í hringjum. Mótið fór fram í Óðinsvéum í Danmörku. Dýri Kristjánsson, Gerplu, komst í úrslit á svifrá og varð í 6. sæti. Tvær stúlkur, Eva Þrastardóttir, Björk, og Lilja Erlendsdóttir úr Gerplu náðu í úrslit í æfingum á slá. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 57 orð

(fyrirsögn vantar)

»Reuter Juventus sigraði örugglegaJUVENTUS sigraði Ajax örugglega 4:1 er liðin mættust öðru sinni í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópuí knattspyrnu í gærkvöldi. Frakkinn Zinedine Zidane átti frábæran leik og fangar hér, annar frá hægri,ásamt félögum sínum. Meira
24. apríl 1997 | Íþróttir | 58 orð

(fyrirsögn vantar)

Þýskaland Nettelstedt - Essen26:26Fredenbeck - Kiel22:27Magdeburg - Niederw¨urzbach19:30Schutterwald - Gummersbach33:29Flensburg - Dormagen22:20Lemgo - Minden26:26Hameln - Grosswallstadt30:31Rheinhausen - Wallau20:28Ein umferð er eftir og er Lemgo efst sem fyrr með 51 stig, Meira

Sunnudagsblað

24. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 231 orð

KEPPNIN UM ELITE FYRIRSÆTUNA 1997

KEPPNIN um Elite fyrirsætuna 1997 verður haldin sunnudaginn 27. apríl nk. í Borgarleikhúsinu. Það er skóli John Casablanca sem hefur umsjón með keppninni. Húsið verður opnað kl. 15 en keppnin hefst kl. 16. Þriggja manna dómnefnd mun velja Elite sigurvegarann í ár og koma dómararnir frá Elite fyrirsætuskrifstofunum í New York, Mílanó og London. Meira

Úr verinu

24. apríl 1997 | Úr verinu | 745 orð

Ákjósanleg skilyrði og nýliðun mjög góð

ÞORSKVEIÐI við Færeyjar er nú með bezta móti, hefur ekki verið meiri síðan á síðasta áratug. Á síðasta ári veiddust um 40.000 tonn af þorski við eyjarnar, en um 23.000 tonn árið áður og mun minni 1994. Minnst hefur þorskveiðin orðið innan við 10.000 tonn. Heildarþorskveiðin varð hins vegar um 56.500 tonn á síðasta ári og er þá meðtalinn þorskafli þeira á fjarlægum miðum. Meira

Viðskiptablað

24. apríl 1997 | Viðskiptablað | 311 orð

1,4 milljarða eignarhlutur

LANDSBANKI Íslands og Búnaðarbanki Íslands áttu hluti í öðrum félögum fyrir rúma 1,4 milljarða króna að bókfærðu verði á síðasta ári. Eignarhluti Landsbankans nam 1.012 milljónum króna í sjö félögum og eignarhluti Búnaðarbankans nam tæpum 427 milljónum króna í tólf félögum. Meira
24. apríl 1997 | Viðskiptablað | 279 orð

Ábyrgðartrygging fyrir stjórnendur fyrirtækja

SJÓVÁ­Almennar tryggingar hafa hafið sölu á ábyrgðartrygging fyrir stjórnarmenn og framkvæmdastjóra hlutafélaga. Fram kemur í frétt frá félaginu að samkvæmt gildandi hlutafélagalögum og lögum um einkahlutafélög frá árunum 1994 og 1995 geta stjórnarmenn og framkvæmdastjórar orðið persónulega skaðabótaskyldir gagnvart hlutafélaginu vegna þess fjárhagslega tjóns sem þeir kunna að valda því í Meira
24. apríl 1997 | Viðskiptablað | 865 orð

Áhugi á að gera Samskip að almenningshlutafélagi

STJÓRN Samskipa telur eðlilegt að fara með fyrirtækið út á almennan hlutabréfamarkað og telur það eðlilega þróun í áframhaldandi uppbyggingu félagsins. Hafa eigendur félagsins mikinn áhuga á því að gera það að almenningshlutafélagi. Meira
24. apríl 1997 | Viðskiptablað | 191 orð

Flugleiðir mismuna umboðsaðilum

VERULEGUR munur er á upphæð umboðslauna fyrir sölu á farmiðum í áætlunarflugi fyrir Flugleiðir. Þannig fengu innlendir söluaðilar 8­10% þóknun en erlendis virðist tíðkast að Flugleiðir greiði a.m.k. 15% sölulaun eða hærri. Þetta kom m.a. fram í máli Helga Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Samvinnuferða-Landsýnar hf., á aðalfundi félagsins sl. þriðjudag. Meira
24. apríl 1997 | Viðskiptablað | 569 orð

Hagnaður um 101 millj.

HAGNAÐUR Sparisjóðs Hafnarfjarðar nam samtals 101,3 milljónum króna eftir skatta á síðasta ári. Hagnaður ársins 1995 var 100,7 milljónir króna. Eigið fé sparisjóðsins var 1.199,3 milljarðar króna í árslok og nam hækkunin 123,5 milljónum króna milli ára eða 11,5%. Arðsemi eigin fjár nam 9,2% á árinu 1996 en var 10,3% árið áður. Meira
24. apríl 1997 | Viðskiptablað | 293 orð

Hekla með Caterpillar í 50 ár

HEKLA hf. hefur fengið afhentan sérstakan viðurkenningarskjöld Caterpillar til vitnis um þakklæti fyrir 50 ára heilladrjúgt samstarf. Hekla gerðist umboðsaðili Caterpillar á Íslandi árið 1947 og var þá meðal fyrstu umboðsaðila þeirra utan Bandaríkjanna. Meira
24. apríl 1997 | Viðskiptablað | 129 orð

Hlutabréf hækka um 1,6%

ÁFRAMHALDANDI hækkanir urðu á gengi hlutabréfa á Verðbréfaþingi og Opna tilboðsmarkaðnum í gær og hækkaði þingvísitala hlutabréfa um tæplega 1,6%. Miklar hækkanir urðu sömuleiðis á þriðjudag og hækkaði þingvísitalan þá um 1,7%. Samtals hefur því vísitalan hækkað í verði um tæplega 30% frá áramótum. Meira
24. apríl 1997 | Viðskiptablað | 114 orð

Ísval-Borga ehf. með umboð fyrir CEDO-bílskúrshurðir

FYRIRTÆKIÐ Ísval-Borga ehf. Höfðabakka 9 í Reykjavík, sem m.a. flytur inn stálbita, þak- og veggklæðningur auk iðnaðarhurða ýmiskonar, hefur nýlega hafið innflutning á bílskúrs- og iðnaðarhurðum frá fyrirtækinu Cedomatec í Kanada. 0,6 mm þykkum. Einangrun í þessum hurðum er úr polyurethani sem sprautað er í flekana á þann hátt, að ekki myndast loftpollar í þeim. Meira
24. apríl 1997 | Viðskiptablað | 1399 orð

Kaup ársins ... eða hvað? Því miður virðast litlar líkur á því að Landsbankinn hafi átt viðskipti ársins með kaupum á

EF LITIÐ er til reynslu banka og fjármálafyrirtækja í Evrópu eru yfirgnæfandi líkur á því að hvorki Landsbankinn né VÍS muni hagnast á samtvinnaðri eignaraðild (eða hugsanlegum samruna). Meira
24. apríl 1997 | Viðskiptablað | 204 orð

»Léleg opnun í Wall Street

LÆKKUN varð á flestum evrópskum hlutabréfum síðdegis í gær eftir lélega opnun í Wall Street. Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði fyrst eftir opnun í Wall Street en lækkaði strax aftur eftir að hafa hækkað um 173,38 stig á þriðjudag sem er næst mesta hækkun Dow Jones-vísitölunnar í sögu Wall Street. Meira
24. apríl 1997 | Viðskiptablað | 317 orð

Milljarður í hlutafé nýsköpunarfyrirtækja

TILLAGA um að skerða eigið fé Fjárfestingarbanka atvinnulífsins um 1 milljarð króna, sem fram hefur komið á Alþingi, gerir ráð fyrir að þessum fjármunum verði ráðstafað með sérstökum hætti gegnum Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. Lagt er til að milljarðinum verði varið til hlutafjárkaupa í fyrirtækjum í nýsköpun og þróun, einkum á sviði upplýsinga- og hátækni og með áherslu á landsbyggðina. Meira
24. apríl 1997 | Viðskiptablað | 446 orð

Ráðstefna um upplýsingatækni í sjávarútvegi

UPPLÝSINGATÆKNI í sjávarútvegi og fiskveiðum er málefni fjölþjóðlegrar ráðstefnu sem haldin verður hér á Hótel sögu þriðjudaginn 29. apríl. Annars vegar verður kynnt stefna Evrópusambandsins í stuðningsaðgerðum á þessu sviði og hins vegar verða kynntar fjölmargar nýjungar og niðurstöður úr rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið víðsvegar um Evrópu. Meira
24. apríl 1997 | Viðskiptablað | 422 orð

Ríkisábyrgðin íþyngir ríkisbankanum

ÍSLANDSBANKI hf. og Búnaðarbankinn hafa nýverið lokið við töluverðar lántökur á bankamarkaði í London. Þannig undirritaði Íslandsbanki sl. fimmtudag lánasamning við 18 erlenda banka að fjárhæð 60 milljónir dollara sem jafngildir tæplega 4,3 milljörðum króna. Búnaðarbankinn hugðist taka 50 milljónir dollara láni, en fékk tilboð um 100 milljóna dollara lánveitingu. Meira
24. apríl 1997 | Viðskiptablað | 1147 orð

Sparisjóðirnir í tryggingasölu Sparisjóðirnir og Kaupþing hófu nýverið að selja áhættulíftryggingar Alþjóða

SPARISJÓÐIRNIR og Kaupþing hf. keyptu í desember sl. allt hlutafé í Alþjóða líftryggingafélaginu en félagið var áður í eigu Sigurðar Njálssonar og fjölskyldu. Í kjölfar kaupanna hafa sparisjóðirnir og Kaupþing hafið sölu á Meira
24. apríl 1997 | Viðskiptablað | 84 orð

Umslag flytur í nýtt húsnæði

UMSLAG hf. flutti nýlega starfsemi sína frá Veghúsastíg 7 í Lágmúla 5. Hið nýja húsnæði er um 700 fermetrar eða meira en tvöfalt stærra en eldra húsnæði fyrirtækisins þannig að öll aðstaða batnar til muna. Umslag hefur sérhæft sig í ísetningu gagna og prentun umslaga ásamt annarri prentun. Það annast einkum verkefni fyrir opinbera aðila, tryggingarfélög o.fl. Meira
24. apríl 1997 | Viðskiptablað | 526 orð

Upplýsingabanki um Ísland á netinu

MARCOM er nýtt fyrirtæki sem hefur sett upp upplýsingabanka um Ísland á alnetinu. Eigendur MarCom, sem starfar í Köln í Þýskalandi, eru þeir Snorri P. Sigurðsson og Carsten Mennenöh. Að sögn Snorra koma fram ýmsar hagnýtar upplýsingar um land og þjóð í upplýsingabankanum. Meira
24. apríl 1997 | Viðskiptablað | 160 orð

Útflutningsverðlaun forseta Íslands

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir í dag, sumardaginn fyrsta, Útflutningsverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Þetta er í níunda sinn sem verðlaunin verða afhent en þau eru veitt í samráði og samvinnu við Útflutningsráð Íslands. Á síðasta ári hlaut Eimskipafélag Íslands hf. Meira
24. apríl 1997 | Viðskiptablað | 126 orð

Verðbólga í ESB 2% minni í febrúar

SAMKVÆMT nýjum aðferðum til að mæla verðbólgu minnkaði verðbólga í ESB-löndum í 2% í febrúar úr 2,2% mánuðinn á undan að sögn tölfræðiskrifstofunnar Eurostat. Í 10 aðildarlöndum af 15 var verðbólga innan við 2%. Minnst var verðbólga í Finnlandi, aðeins 0,6%, en mest í Grikklandi, 6,5%. Meira
24. apríl 1997 | Viðskiptablað | 189 orð

Verulegur sparnaður

SPARNAÐUR atvinnulífsins myndi nema 556 milljónum króna á ári ef helmingur þeirra, sem ferðast á almennu fargjaldi í viðskiptaerindum, ákvæði að ferðast á viðskiptafargjaldi og stytta ferðatímann um tvo daga að jafnaði, að því er fram kemur í úttekt sem Hagvangur hefur unnið fyrir Flugleiðir á hagkvæmni þess að ferðast á viðskiptafarrými. Meira
24. apríl 1997 | Viðskiptablað | 722 orð

Viðskiptahagsmunir í húfi

Í DESEMBER sl. samþykkti ríkisstjórnin að utanríkisráðuneytið muni veita skilgreinda viðskiptaþjónustu á öllum þeim stöðum þar sem sendiráð Íslands eru starfrækt. Hlutverk viðskiptaþjónustunnar verður m.a. að útvega upplýsingar, koma á samböndum og miðla upplýsingum til fyrirtækja sem stunda alþjóðaviðskipti. Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stóð fyrir ráðstefnu sl. Meira

Ýmis aukablöð

24. apríl 1997 | Blaðaukar | 843 orð

Fræðslafyriralmenning

EITT meginmarkmið skógræktarfélaganna hefur frá öndverðu verið að koma á framfæri fræðslu og leiðbeiningum til almennings, en ekki þarf að tíunda mikilvægi þess fyrir ræktunarstarfið í landinu. Einstök skógræktarfélög hafa um áratuga skeið gegnt lykilhlutverki í þessu sambandi með öflugu félags- og leiðbeiningarstarfi á sínum starfssvæðum. Meira
24. apríl 1997 | Blaðaukar | 436 orð

Geirþjófsfjörður Ævintýra- og sagnaheimur sem fáir þekkjaÞótt þangað liggi enginn vegur þekkir Björn Árnason staðinn og sögu

SUÐURFIRÐI Arnarfjarðar þekkja menn almennt, einkum ef þeir hafa farið leiðina ofan af Dynjandisheiði vestur til Bíldudals og byggðanna þar fyrir vestan og sunnan. Einn er þó sá fjörður, sem fæstir þekkja, þó frægur sé á sinn hátt, en það er Geirþjófsfjörður, sem er nyrstur Suðurfjarðanna. Til hans sést þó frá þjóðveginum, sem liggur eftir fjallsbrúninni vestan hans. Meira
24. apríl 1997 | Blaðaukar | 392 orð

Gróður fyrir fólk

MARKMIÐ samtakanna er að vinna að stöðvun gróður- og jarðvegseyðingar í Landnámi Ingólfs, auka og bæta gróður og styrkja vistkerfi svæðisins, í þeim tilgangi að endurheimta glötuð landgæði og skapa vistlegra umhverfi fyrir þann stóra hluta þjóðarinnar sem þar býr. Landnám Ingólfs er um 3.000 ferkílómetrar að stærð, eða um 3% af Íslandi öllu. Þar búa hins vegar um 180. Meira
24. apríl 1997 | Blaðaukar | 1542 orð

Jarðvegsrof á Íslandi

JARÐVEGSROF á Íslandi er með því mesta sem þekkist utan eyðimerkursvæða jarðar. Nýlega lauk kortlagningu á jarðvegsrofi á landinu öllu. Þar með er fenginn nýr grunnur til að takast á við þennan mesta umhverfisvanda landsins. Lengi hefur verið deilt um eðli, umfang og ástæður jarðvegsrofs á Íslandi. Meira
24. apríl 1997 | Blaðaukar | 1145 orð

Landnemar

MEÐ landnemum er átt við félagasamtök, hópa eða einstaklinga sem taka að sér að græða upp og rækta skóg á afmörkuðum spildum á löndum sem eru í umsjón skógræktarfélaganna. Landnemar hafa verið að verki um langt skeið hjá skógræktarfélögunum og mikilvægur hluti af sjálfboðaliðastarfi þeirra hefur verið og er unninn af landnemum. Meira
24. apríl 1997 | Blaðaukar | 451 orð

NÝ LANDVÖRN

Ávarp forseta Íslands NÝ LANDVÖRN ÞEGAR Íslendingar fögnuðu hálfrar aldar afmæli lýðveldis með þjóðhátíð á Þingvöllum 17. júní 1994 samþykktu fulltrúar ríkja heims á vettvangi Sameinuðu þjóðanna Sáttmála gegn eyðimerkurmyndun, aðgerðaskrá til að verjast gróðureyðingu og jarðvegsrofi. Meira
24. apríl 1997 | Blaðaukar | 1147 orð

Skjólskógar Markmið verkefnisins er að bæta búsetuskilyrði í Önundarfirði og Dýrafirði með skjólbeltagerð og skógrækt

SKJÓLSKÓGAR er nafn sem valið var á verkefni sem skógræktarfélögin í Önundarfirði og Dýrafirði hafa verið að undirbúa á undanförnum árum, og er nú komið á framkvæmdastig. Verkefnið gengur í stuttu máli út á að bæta umhverfi samfélagsins í þessum tveim fjörðum með umfangsmikilli skjólbeltagerð og skógrækt. Meira
24. apríl 1997 | Blaðaukar | 229 orð

Skógrækt með Skeljungi

FRÁ árinu 1994 hefur Skógrækt með Skeljungi, sem er samstarfsverkefni Skógræktar ríkisins og Skeljungs hf., styrkt aðildarfélög Skógræktarfélags Íslands með vænum fjárframlögum. Fyrsta árið var styrkurinn tæpur 2 millj. kr., skipt á milli skógræktarfélaganna, en þau eru um 50 talsins og fengu þá öll félögin úthlutað einhverjum fjármunum. Ári síðar var 1,7 millj. kr. Meira
24. apríl 1997 | Blaðaukar | 223 orð

Styrkur úr Umhverfissjóði verslunarinnar

UMHVERFISSJÓÐUR verslunarinnar er sjóður sem kaupmenn hér á landi hafa stofnað og stuðla á að bættu umhverfi, fegrun og uppgræðslu. Eins og menn vita er mikil þörf á fjármagni til náttúruverndar og með stofnun sjóðsins vilja kaupmenn, með hjálp viðskiptavina, leggja sitt af mörkum til að vernda nánasta umhverfi. Meira
24. apríl 1997 | Blaðaukar | 648 orð

Tímamót Yfirlýsing um aukiðsamstarf sveitar- ogskógræktarfélaga

UNDANFARIN ár hefur skógrækt og uppgræðsla í nágrenni þéttbýlis vaxið stórum. Þetta er ekki síst að þakka Landgræðsluskógaverkefninu sem hófst árið 1990 og unnið hefur verið sleitulaust að síðan. Aukin og umfangsmikil verkefni hafa kallað á umfjöllun um samstarf skógærktarfélaga og sveitarfélaga. Meira
24. apríl 1997 | Blaðaukar | 47 orð

Vor

VorÍ dumbungnum eru tveir menn í dökkbláum peysum að setja niður kartöflur Sjórinn dunar við sandinn skammt fyrir neðan Hestur hneggjar í hólfi og á bak við mennina er gamli kartöflukofinn torfhlaðni, Meira
24. apríl 1997 | Blaðaukar | 366 orð

Yrkja Helmingur allragrunnskólaí verkefninu

STJÓRN Yrkju, sjóðs æskunnar til ræktunar landsins, samþykkti á stjórnarfundi sínum þann 16. apríl sl. að úthluta 37 þúsund trjáplöntum, samkvæmt markmiðum sjóðsins, til 8500 nemenda í 113 grunnskólum víðsvegar um land. Meira
24. apríl 1997 | Blaðaukar | 112 orð

(fyrirsögn vantar)

Nafn svæðis Umsjón Stærð spildna Fjöldi spildna LandnemarHeiðmörk í Reykjavík Skf. Reykjavíkur 1 ha 127 Félagasamtök, starfs- mannahópar og stofnanirFellsmörk í Mýrdalshreppi Skf. Reykjavíkur 1 ha 60 EinstaklingarUpplönd Hafnarfjarðar Skf. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.