Greinar þriðjudaginn 6. maí 1997

Forsíða

6. maí 1997 | Forsíða | 379 orð | ókeypis

Boða nýja byrjun í Evrópusamstarfinu

DOUG Henderson, Evrópumálaráðherra í nýrri stjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi, sagði á fundi í Brussel í gær, að hér eftir yrði unnið með öðrum Evrópusambandsríkjum en ekki gegn þeim. Breska stjórnin hefur einnig ákveðið að undirrita félagsmálakafla Maastricht-samningsins en stjórn Íhaldsflokksins var honum andvíg. Búist er við, að íhaldsmenn kjósi sér nýjan leiðtoga í júlí. Meira
6. maí 1997 | Forsíða | 131 orð | ókeypis

Helfarar minnst

ÍSRAELAR minntust í gær þeirra sem létu lífið í helförinni af völdum nasista í heimsstyrjöldinni síðari, sem kostaði sex milljónir gyðinga lífið. Lögðu landsmenn niður vinnu í tvær mínútur og minntust fórnarlambanna í þögn, sem rofin var af sírenuvæli er annars varar fólk við yfirvofandi loftárás. Meira
6. maí 1997 | Forsíða | 219 orð | ókeypis

Hnífjöfn kosningabarátta í Frakklandi

SKOÐANAKÖNNUN, sem birt var í Frakklandi í gær, bendir til þess að stuðningurinn við frönsku vinstriflokkana hafi aukist og þeir séu nú með jafnmikið fylgi og bandalag hægriflokkanna. 38% ætla að kjósa mið- og hægriflokkana, sem eru við völd í Frakklandi, og fylgi sósíalista og kommúnista er jafnmikið, ef marka má könnun LCI-sjónvarpsins. Meira
6. maí 1997 | Forsíða | 85 orð | ókeypis

Nýr og algildur blóðflokkur

VÍSINDAMENN skýrðu frá því í gær, að þeim hefði tekist að breyta yfirborði rauðra blóðkorna þannig, að unnt yrði að búa til einn blóðflokk, sem gengi hjá öllum án tillits til blóðflokkagreiningar. Meira
6. maí 1997 | Forsíða | 111 orð | ókeypis

Valdataka skæruliða yfirvofandi

BILL Richardson, sendimaður Bandaríkjastjórnar í Zaire, sagðist í gær vera að vinna að því, að ekki kæmi til blóðsúthellinga þegar uppreisnarmenn næðu Kinshasa, höfuðborg landsins, á sitt vald. Enginn árangur var af viðræðum Mobutu Sese Sekos, forseta landsins, og Laurent Kabila, leiðtoga uppreisnarmanna. Meira
6. maí 1997 | Forsíða | 173 orð | ókeypis

Viðbúnaður í Winnipeg

MIKILL viðbúnaður var við flóðgarðana í Rauðárdal í Manitoba í gær en þá var þar versta veður og verulegur öldugangur. Var óttast, að garðarnir brystu en þeir hafa staðist álagið hingað til og komið í veg fyrir tjón í Winnipegborg. Meira

Fréttir

6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð | ókeypis

320 sækja um 400 milljóna styrki

STJÓRN Byggðastofnunar fjallar á fundi sínum í dag um umsóknir um styrki vegna þróunar atvinnulífs á landsbyggðinni. Stofnunin fékk umsóknir um styrki að fjárhæð alls um 400 milljónir kr. frá 320 aðilum en hefur um 50 milljónir til ráðstöfunar í þessu skyni. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 456 orð | ókeypis

33% færri foreldrar í námi en 1991

BARNAFÓLKI í lánshæfu námi á Íslandi hefur fækkað um 33% frá því að lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna tóku gildi. Þar af fækkaði um 600 manns milli áranna 1994 og 1995 að því er fram kemur í blaði um lánasjóðsmál sem gefið hefur verið út af Stúdentaráði HÍ. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð | ókeypis

58% aukning í sölu á bílum

SALA á nýjum fólksbílum jókst um 58,1% í apríl síðastliðnum miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum um bifreiðainnflutning frá Bílgreinasambandi Íslands. Í fyrra voru seldir 669 nýir fólksbílar í aprílmánuði en voru 1.058 talsins nú. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 374 orð | ókeypis

80% vilja valfrelsi um lífeyrissjóð

TÆPLEGA 26% svarenda sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun ÍM Gallup eru fylgjandi skylduaðild að ákveðnum lífeyrissjóðum en meirihlutinn eða um 62% er henni andvígur. Samkvæmt könnuninni vilja rúmlega 80% fá að velja í hvaða lífeyrissjóð iðgjöld þeirra eru greidd, en tæplega 20% telja það ekki skipta máli. Meira
6. maí 1997 | Erlendar fréttir | 416 orð | ókeypis

91 hútúi ferst í troðningi í lest

FLÓTTAMANNAHJÁLP Sameinuðu þjóðanna skýrði frá því í gær að 91 rúandískur hútúi hefði beðið bana í troðningi í lest, sem flutti þúsundir flóttamanna úr búðum í frumskógi í norðausturhluta Zaire á sunnudag. Stofnunin hvatti til þess að lestaflutningunum yrði hætt. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 49 orð | ókeypis

Afhenti skilríki í Strassborg

Sveinn Björnsson sendiherra afhenti á þriðjudag Daniel Tarschys, aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins í Strassborg, skilríki sín sem fastafulltrúi Íslands hjá stofnuninni. Ísland tekur við formennsku í ráðherraráði Evrópuráðsins árið 1999. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að setja á stofn fastanefnd hjá ráðinu í Strassborg, a.m.k. tímabundið. Meira
6. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 187 orð | ókeypis

A-flokkarnir fram saman

Stofnfundur Grósku á Norðurlandi A-flokkarnir fram saman GRÓSKA á Norðurlandi hvetur til þess að A-flokkarnir á Akureyri bjóði fram sameiginlega í næstu bæjarstjórnarkosningum. Stofnfundur Grósku á Norðurlandi var haldinn 1. maí og sóttu hann um 100 manns. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 466 orð | ókeypis

Almennu sjóðirnir fái að opna séreignadeildir

ALLIR lífeyrissjóðir fá heimild til að opna séreignadeildir að tilteknum skilyrðum uppfylltum og núverandi séreignasjóðir geta starfað áfram og opnað samtryggingardeildir ef þeir óska, samkvæmt breytingartillögum sem unnar hafa verið við frumvarp fjármálaráðherra um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Meira
6. maí 1997 | Miðopna | 1865 orð | ókeypis

Áfram óvissa um hvenær hvalveiðar hefjast

Árið 1982 samþykkti Alþjóðahvalveiðiráðið að banna hvalveiðar frá og með árinu 1986. Þjóðir sem voru andsnúnar samþykktinni áttu þann kost að mótmæla banninu. Norðmenn, Sovétmenn, Perúmenn og Japanir mótmæltu banninu og héldu áfram veiðum um hríð þrátt fyrir hávær mótmæli ýmissa verndunarssamtaka víða um heim. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 235 orð | ókeypis

Ánægðir með framkvæmd varnarsamnings

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra átti fund með William Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og starfsliði hans í Washington sl. miðvikudag. "Á fundinum lýstu báðir aðilar ánægju sinni með framkvæmd varnarsamnings þjóðanna frá 1951 og voru sammála um mikilvægi Íslands sem hlekks í þeirri keðju sem tengir Bandaríkin og Kanada við Evrópu. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 181 orð | ókeypis

Bíljöfur í nýtt og rúmbetra húsnæði

BÍLJÖFUR ehf. hefur flutt bílaverkstæði sitt frá Nýbýlavegi 2 í nýtt húsnæði að Smiðjuvegi 70 (hús Sólningar hf.), Kópavogi, þar sem viðskiptavinum verður boðið upp á víðtæka viðgerðaþjónustu. Á sama stað er til húsa SHELL-smurstöð sem starfrækt er í samvinnu við Skeljung hf. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð | ókeypis

Bjargað af Vatnajökli

TVEIMUR Þjóðverjum, sem lögðu upp í göngu á Vatnajökli á sunnudagsmorgun, var bjargað ofan af jöklinum í gær. Þeir sendu út neyðarkall eftir hádegi í gær. Þeir höfðu áður óskað eftir að vera sóttir, en mjög hvasst var á þessum slóðum og skafrenningur. Starfsmenn Jöklaferða á Höfn voru komnir áleiðis til mannanna þegar neyðarkallið barst og fundu þá fljótlega. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 166 orð | ókeypis

Borgarráð fjallar um umsóknir í dag

BORGARRÁÐ fjallar væntanlega í dag um umsóknir um lóðir í Staðahverfi við Korpúlfsstaði, en frá því byrjað var að taka við umsóknum um lóðirnar síðastliðinn föstudag hefur verið sótt um rúmlega 30 af 53 einbýlishúsalóðum í hverfinu. Þá er um að ræða 20 raðhúsalóðir og 7 fjölbýlishúsalóðir og að sögn Ágústs Jónssonar, skrifstofustjóra borgarverkfræðings, hafa borist umsóknir um þær allar. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð | ókeypis

Börðu mann með kylfum

TVEIR menn vopnaðir hafnaboltakylfum brutu upp dyr í húsi í Austurborginni, eftir að hafa barið húsið utan, skömmu eftir klukkan eitt aðfaranótt sunnudags. Húsráðendur vöknuðu við gauraganginn og skömmu síðar brutu mennirnir rúðu í útihurð og réðust að húsráðanda og syni hans. Meira
6. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 142 orð | ókeypis

Börnin fengu hjálma og veifur

Börnin fengu hjálma og veifur MARGT var um manninn í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð á laugardag, en í tengslum við Vordaga miðstöðvarinnar afhentu fulltrúar í Kiwanisklúbbunum Kaldbaki börnum, sem fædd eru árið 1990, að gjöf reiðhjólahjálma og öryggisveifur á reiðhjól. Meira
6. maí 1997 | Erlendar fréttir | 126 orð | ókeypis

Deilt um matvælaaðstoð

VIÐRÆÐUR fulltrúa norður- og suður-kóreska Rauða krossins, um hvernig koma megi sársoltnu fólki í Norðu-Kóreu til hjálpar, fóru út um þúfur í gær. Viðræðunum verður haldið áfram að nokkrum dögum liðnum og munu þær fara fram í síma í bænum Panmujon sem er á landamærum ríkjanna. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð | ókeypis

Eiturlyf fundust í Eyjum

LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum lagði hald á þrjú grömm af amfetamíni um miðjan dag á sunnudag, eftir að ábendingar höfðu borist um að fíkniefni kynnu að verða send til viðtakanda þar. Lögreglumenn höfðu eftirlit með flugvellinum í kjölfarið og þegar þangað kom maður til að sækja pakka sem grunur lék á innihéldi fíkniefnin, var hann handtekinn. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 491 orð | ókeypis

Ekki hægt að svara spurningu um aðild í eitt skipti fyrir öll

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í ræðu sinni um utanríkismál á fundi Samtaka um vestræna samvinnu á laugardag að ekki væri hægt að svara spurningu um aðild Íslands að Evrópusambandinu í eitt skipti fyrir öll. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 729 orð | ókeypis

Eykur aðgengi heyrnarskertra að íslenskri menningu

Ídag, 6. maí, gefst um 26.000 Íslendingum í fyrsta skipti tækifæri til að njóta íslenskrar kvikmyndar til fulls. Ástæðan er sú að í dag verður íslensk kvikmynd sýnd með íslenskum texta í fyrsta sinn. Myndin er Djöflaeyja Friðriks Þórs Friðrikssonar og fer sýningin fram í Háskólabíói. Meira
6. maí 1997 | Erlendar fréttir | 167 orð | ókeypis

FBI telur vélarbilun líklega

LOUIS Freeh, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, sagði á sunnudag að vélarbilun hefði líklega valdið sprengingunni í Boeing 747-þotu flugfélagsins TWA, sem fórst nálægt New York í júlí í fyrra. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 546 orð | ókeypis

Fróðleg heimsókn og hlýjar móttökur

HEIMSÓKN forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, og eiginkonu hans, Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur, til Suður-Þingeyjarsýslu lauk við Goðafoss síðdegis á sunnudag. Okkur hjónum fannst heimsóknin afar fróðleg, margt lærdómsríkt og hvarvetna frábærar móttökur og hlýjar og gestrisnin einstök," sagði forseti í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð | ókeypis

Fundur félagsmálaráðherra um jafnréttismál

NÚGILDANDI þingsályktun um framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna var samþykkt á Alþingi 7. maí 1993 og gildir hún til ársloka 1997. Unnið er að gerð nýrrar framkvæmdaáætlunar til fjögurra ára sem taka mun gildi um næstu áramót. Meira
6. maí 1997 | Landsbyggðin | 191 orð | ókeypis

Fyrsta síldin til Raufarhafnar

Raufarhöfn-Háberg GK 299 kom á mánudagsmorgun til Raufarhafnar með fyrstu síldina sem hér verður landað á þessari vertíð en farmurinn er um 650 tonn. Ekki var hægt að hefja löndun á honum strax vegna þess að hér var verið að skipa á land áburði úr Írafossi. Meira
6. maí 1997 | Erlendar fréttir | 66 orð | ókeypis

Giftusamleg björgun

TÆLENSKA ferjan "King Cruiser" sigldi á sker og sökk skammt frá Phi Phi- eyju í Andaman-hafi á sunnudag. Er það um 870 km fyrir sunnan Bangkok. 600 manns, aðallega ferðafólk, var með ferjunni, sem er 2.000 tonn, og tókst að bjarga öllum frá borði í fiskibáta á svæðinu. Hlutu sumir nokkra áverka en enginn alvarlega. Hér er einn fiskbátanna að flytja burt síðustu farþegana. Meira
6. maí 1997 | Erlendar fréttir | 584 orð | ókeypis

Gullfundur aldarinnar svik og prettir?

KANADÍSKA gullleitarfyrirtækið Bre-X Minerals, sem um skeið var talið að hefði fundið mikla gullæð í Busang í Indónesíu, tilkynnti á sunnudag að fyrirtæki, sem ráðið var til að kanna málið, hefði komist að þeirri niðurstöðu að fölsuð sýni hefðu legið hinum meinta gullfundi til grundvallar. Meira
6. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 83 orð | ókeypis

Hemlarnir virkuðu ekki

TVEIR voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir umferðaróhapp á Höfðahlíð, skammt austan við gatnamót Háuhlíðar og Lönguhlíðar. Bifreiðin fór út af veginum og hafnaði á ljósastraur. Ökumaður sagði lögreglu að hemlar bifreiðarinnar hefðu ekki virkað strax þegar á þeim þurfti að halda og því hafi bifreiðin farið út af veginum og lent á ljósastaurnum. Meira
6. maí 1997 | Landsbyggðin | 57 orð | ókeypis

Hlutu verðlaun fyrir úrvalsmjólk

VERÐLAUNAAFHENDING fyrir úrvalsmjólk á samlagssvæði Kaupfélags Þingeyinga fór fram á Hótel Húsavík fyrir nokkru og fengu að þessu sinni þrjátíu framleiðendur verðlaun. Veitt voru viðurkenningarskjöl fyrir úrvalsmjólk á sl. ári og áletraðir diskar og brúsar fyrir framleiðslu úrvalsmjólkur mörg ár í röð. Myndin var tekin við þetta tækifæri og sýnir verðlaunahafana. Meira
6. maí 1997 | Landsbyggðin | 173 orð | ókeypis

Hvítárskáli brenndur

Grund-Hvítárskáli hefur lokið hlutverki sínu eftir 60 ára þjónustu við Borgfirðinga og vegfarendur í Borgarfirði. Slökkvilið Borgarfjarðar fékk skálann til að æfa slökkvistarf og reykköfun en síðan var hann látinn brenna til grunna. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð | ókeypis

KAFFI Puccini er ekki eingöngu kaffihús heldur einnig sérverslun með

KAFFI Puccini er ekki eingöngu kaffihús heldur einnig sérverslun með kaffi. Fyrir nokkrum vikum setti Barnie's fyrirtækið á markað enn eina kaffitegundina, Cool Café Blues, sem kynnt verður á blúskvöldi þriðjudagskvöldið 6. maí. Meira
6. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 86 orð | ókeypis

Karlmennska og kynlíf

"KARLMENNSKA og kynlíf" er heiti á erindi sem Arnar Sverrisson sálfræðingur flytur á fyrstu samræðustund með körlum sem Reynir-ráðgjafarstofa efnir til í Deiglunni í kvöld, þriðjudagskvöldið 6. maí, kl. 21. Yfirskrif samræðukvöldanna er Karlar um karla og verða þau haldin fjögur kvöld nú í maímánuði. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð | ókeypis

Kosið 21. júní

ÁKVEÐIÐ hefur verið að kosið verði um sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkur 21. júní næstkomandi. Samstarfsnefnd um sameininguna skilar tillögum sínum um næstu helgi, að sögn Péturs Friðrikssonar, oddvita Kjalarneshrepps. Að því loknu verða þær ræddar í sveitarstjórnunum. Pétur sagði að ákveðið yrði fljótlega hvenær tillögurnar yrðu kynntar og yrði a.m.k. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 438 orð | ókeypis

Lánardrottnar íhuga að leysa til sín eignirnar

HELSTU lánardrottnar Fáfnis hf. á Þingeyri og Byggðastofnun eru að kanna möguleika á að leysa til sín helstu eignir félagsins. Hugmyndin er að reyna að selja þær sem fyrst en að öðrum kosti að leigja þær til að koma starfsemi aftur af stað. Fáfnir hefur verið helsti vinnuveitandinn á Þingeyri, var stofnaður upp úr frystihúsi Kaupfélags Dýrfirðinga fyrir nokkrum árum. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð | ókeypis

LEIÐRÉTTSýning Hallsteins í Ásmundarsafni

RÖNG mynd birtist með myndlistardómi um sýningu Hallsteins Sigurðssonar í blaðinu síðastliðinn sunnudag. Myndin var frá sýningu í Ásmundarsal en átti vitaskuld að vera frá sýningu Hallsteins í Ásmundarsafni. Beðist er velvirðingar á mistökunum og rétt mynd birt. Skautbúningur, ekki peysuföt Meira
6. maí 1997 | Erlendar fréttir | 123 orð | ókeypis

Leiðtogafundur í Noordwijk

HANS van Mierlo, utanríkisráðherra Hollands, sem nú er í forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins, hefur tilkynnt að aukaleiðtogafundur sambandsins verði haldinn í hollenzka bænum Noordwijk hinn 23. þessa mánaðar. Tilgangurinn er að leysa sem flest deilumál á ríkjaráðstefnu ESB fyrir leiðtogafundinn í Amsterdam í júní, en þá á ráðstefnunni að ljúka. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð | ókeypis

Leit enn árangurlaus

FORMLEG leit hefur nú staðið yfir að fertugum Akurnesingi, Ottó Sveinssyni, frá því 2. maí, en ekkert hefur til hans spurst síðan aðfaranótt mánudagsins 28. apríl. Enn sem komið er hefur leitin engan árangur borið. Meira
6. maí 1997 | Erlendar fréttir | 58 orð | ókeypis

Lipponen í Brussel

PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, er tíður gestur í Brussel, þar sem hann ræðir gjarnan Evrópumál við forystumenn í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Lipponen kom í gær í eins dags heimsókn til framkvæmdastjórnarinnar og ræddi þar um Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) við Yves-Thibault Silguy, sem fer með peningamál í framkvæmdastjórninni. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 478 orð | ókeypis

Líkamsmeiðingar og innbrot

UM HELGINA var tilkynnt um 7 líkamsmeiðingar, 10 innbrot, 10 þjófnaði og 19 eignarspjöll. Tilkynnt var um stuld á 5 ökutækjum og í tveimur málum komu fíkniefni við sögu. Í tveimur bílþjófnaðanna voru bifreiðar fengnar að láni eftirlitslaust á bílasölum. Afskipti þurfti að hafa af 50 manns vegna ósæmilegrar ölvunarháttsemi á almannafæri. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 190 orð | ókeypis

Löndun úr togaranum Orra ekki stöðvuð

LANDAÐ var úr frystitogaranum Orra frá Ísafirði í Hafnarfirði í gær þrátt fyrir ósk Alþýðusambands Vestfjarða að verkamannafélög gripu ekki inn í verk sem væru unnin vestra meðan verkfall félaga innan ASV stendur á Vestfjörðum. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð | ókeypis

Markaður verður að vera fyrir hendi

Forsætisráðherra um hvalveiðar Markaður verður að vera fyrir hendi DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að álit þingnefndar sem fjallað hefur um möguleika á hvalveiðum verði afgreitt úr ríkisstjórn á morgun, en ekki verði tekin ákvörðun þá um hvort gengið verði í Alþjóðahvalveiðiráðið. Meira
6. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 143 orð | ókeypis

Meira atvinnuleysi en í fyrra

MUN meira atvinnuleysi er nú á Akureyri en var á sama tíma á liðnu ári, en 437 manns eru á atvinnuleysisskrá í bænum en þeir voru í lok apríl í fyrra 374. Nákvæmlega jafnmargir voru skráðir atvinnulausir um nýliðin mánaðamót og var um mánaðamótin þar á undan, en nokkrar breytingar hafa orðið á milli kynja, þannig hefur körlum á atvinnuleysisskrá heldur fækkað milli mánaðamóta. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð | ókeypis

Námskeið um kirkjuna og lífsskrefin

Á VEGUM safnaðaruppbyggingarnefndar Biskupsstofu verður haldið mánudaginn 12. maí málþing um fræðslu kirkjunnar og hvernig hún tengist æviferli einstaklinganna. Málþingið verður í Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, Akureyri og hefst kl. 17 og lýkur um kl. 23. Málþingið er opið öllum. Það er m.a. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð | ókeypis

Ný verksmiðja Delta fyrir 800 milljónir

LYFJAFYRIRTÆKIÐ Delta hf. hefur hafið byggingu nýrrar 5.000 fermetra verksmiðju á lóð sinni í Hafnarfirði. Áætlaður kostnaður við þessa fjárfestingu er 800 milljónir króna, að því er fram kemur í grein í nýjasta hefti Lyfjatíðinda. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 286 orð | ókeypis

Nægileg rök til að dæma prófið ógilt

TÆPLEGA 50 stærðfræðikennarar í 10. bekkjum á höfuðborgarsvæðinu leggja til að lokamat í stærðfræði vorið 1997 verði í höndum skólanna sjálfra. Kennararnir hittust á fundi í Hagaskóla í gærkvöldi og komust að þeirri niðurstöðu, að samræmt prófi í stærðfræði hafi verið of viðamikið. Auk þess hafi ýmislegt athugavert verið við framsetningu verkefna á prófinu. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 243 orð | ókeypis

Óku að gosgjánni á Vatnajökli

NOKKRIR félagar úr ferðaklúbbnum 4X4 fóru í árlega ferð sína upp á Vatnajökul í lok síðustu viku og óku þeir meðal annars að gosgjánni þar sem þeir fóru fótgangandi síðasta spölinn að gjánni. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem farið er á jeppum að gosstöðvunum eftir gosið síðastliðið haust. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 138 orð | ókeypis

Óvíst að veiðireynsla myndi fastan kvóta

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um það hvort veiðireynsla úr norsk-íslenska síldarstofninum myndi fasta aflahlutdeild. Hann sagði ljóst að núverandi fyrirkomulag veiða leiddi ekki til góðrar nýtingar stofnsins, en aðrar leiðir hefðu ekki verið færar. Meira
6. maí 1997 | Erlendar fréttir | 199 orð | ókeypis

Radujev lýsir ábyrgð á tilræðum

YFIRVÖLD í Tsjetsjníu gáfu í gær út handtökuskipun á skæruliðaleiðtogann Salman Radujev eftir að hann lýsti yfir ábyrgð á tveimur sprengjutilræðum í suðurhluta Rússlands í síðasta mánuði, að því er segir í frétt Itar-Tass fréttastofunnar. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 157 orð | ókeypis

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði formlega opnuð

RANNSÓKNASTOFNUN í hjúkrunarfræði verður formlega opnuð miðvikudaginn 7. maí kl. 17 með athöfn í húsnæði námsbrautarinnar í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Megintilgangur með stofnun Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði er að efla rannsóknir kennara námsbrautarinnar og þar með að renna styrkari stoðum undir fræðimennsku í hjúkrun á Íslandi. Meira
6. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 179 orð | ókeypis

Reykskynjarinn bjargaði íbúunum

Tilkynnt var um eldinn skömmu fyrir kl. 3 aðfaranótt mánudag og segir Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar, að þegar að var komið hafi mikill og þykkur reykur verið um allt húsið, vatn flætt um gólf en eldur ekki verið mikill. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 185 orð | ókeypis

Réttur feðra og barna í forsjármálum

FEÐRUM á Íslandi og börnum þeirra er tryggður réttur samkvæmt íslensku barnalögunum og barnasáttmála þjóðanna um umgengnisrétt ef þeir hafa ekki forsjá barns síns. Þrátt fyrir þennan rétt hafa margir feður fengið mjög ósanngjarna meðferð og úrskurði hjá þartilbærum yfirvöldum. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð | ókeypis

Rætt um bresku kosningarnar

FÉLAG stjórnmálafræðinga boðar til opins hádegisverðarfundar í dag, þriðjudag 6. maí, kl. 12.00 á efri hæð Lækjarbrekku. Karl Blöndal, stjórnmálafræðingur og starfandi fréttastjóri erlendra frétta á Morgunblaðinu, mun ræða um úrslit bresku kosninganna 1. maí. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð | ókeypis

Samið við Ístak

NORÐURÁL hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við Ístak um fyrstu steypuframkvæmdir við fyrirhugað álver á Grundartanga. Fyrirtækið hefur tekið þessa ákvörðun í framhaldi af lokuðu útboði í síðasta mánuði. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 235 orð | ókeypis

Sex verðlaun afhent í nýsköpunarkeppni

VERÐLAUN voru afhent í nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda síðastliðinn laugardag. Keppninni var skipt í tvo flokka, uppfinningar annars vegar og formhönnun hins vegar, og fengu þrír nemendur í hvorum flokki um sig verðlaun. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 169 orð | ókeypis

Síðustu handritin koma

Síðustu handritin koma SÍÐASTA meginsending íslenskra handrita frá Danmörku er væntanleg hingað til lands með danska varðskipinu Vædderen í dag en skipið ber sama nafn og það varðskip sem kom með Flateyjarbók og Konungsbók eddukvæða, síðasta dag vetrar árið 1971. Meira
6. maí 1997 | Miðopna | 835 orð | ókeypis

Síldin stygg og stríðin

Fyrstu síldinni úr norsk-íslenska stofninum á þessari vertíð landað í gær Síldin stygg og stríðin Um leið og reglur leyfðu voru fyrstu íslensku síldveiðiskipin byrjuð veiðar hátt í 200 mílur norður af Færeyjum. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 218 orð | ókeypis

Símasambandslaus fyrirtæki vegna verkfalls

VERKFALL rafiðnaðarmanna hjá Pósti og síma olli vandræðum hjá fyrirtækjum í miðbæ Reykjavíkur og í Hafnarfirði á ellefta degi verkfallsins í gær. Nokkur fyrirtæki og stofnanir í miðborg Reykjavíkur voru símasambandslaus vegna bilunar sem kom upp í fjölsíma í Landssímahúsinu. Þessi fyrirtæki voru m.a. Samvinnuferðir-Landsýn, Ríkistollstjóri, Tryggingamiðstöðin og Landsbankinn Laugavegi 77. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 388 orð | ókeypis

Skerðing á lífeyri var ekki ólögmæt

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Eftirlaunasjóð Félags íslenskra atvinnuflugmanna af kröfu flugmanns um bætur vegna skerðingar lífeyris. Flugmaðurinn taldi skerðinguna brjóta gegn jafnræðis- og jafnréttissjónarmiðum íslensks réttar og að rétti hans hefði verið raskað umfram aðra sjóðsfélaga. Meira
6. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 98 orð | ókeypis

Skiptistöðin sýnd í grunnskólunum

STOPP-leikhópurinn er á leikferð á Akureyri með leikritið "Skiptistöðin" eftir Valgeir Skagfjörð. Sýningar leikhópsins eru sérstaklega ætlaðar nemendum í 10. bekk í grunnskólum bæjarins, auk þess sem haldnar eru tvær sýningar fyrir foreldra. Nemendur í 10. bekk í Gagnfræðaskóla Akureyrar sáu sýninguna í gærdag og í gærkvöldi var foreldrasýning í skólanum. Meira
6. maí 1997 | Erlendar fréttir | 303 orð | ókeypis

Sprengjur kosta 1.700 Kúveita lífið JARÐSPRENGJUR, sem

JARÐSPRENGJUR, sem Írakar komu fyrir í Kúveit þegar þeir hernámu landið árið 1990, hafa orðið 1.700 óbreyttum borgurum að bana og sært 2.300. Um 70% þeirra, sem hafa særst, eru börn, að sögn Rauða hálfmánans í Kúveit. 84 sprengjusérfræðingar hafa einnig beðið bana og 200 særst af völdum sprengnanna. Meira
6. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 61 orð | ókeypis

Stakfélagar samþykkja

ATKVÆÐAGREIÐSLA um nýjan kjarasamning Starfsmannafélags Akureyrarbæjar, STAK, við launanefnd sveitarfélaga fyrir hönd Akureyrarbæjar fór fram í síðustu viku. Niðurstaðan var sú að samningurinn var samþykktur með 69% atkvæða, nei sögu 31% og ógildir seðlar voru engir. Alls greiddu 147 atkvæði af 299 sem voru á kjörskrá, sem er 49% kjörsókn. Samningurinn gildir frá 1. mars 1997 til 1. Meira
6. maí 1997 | Landsbyggðin | -1 orð | ókeypis

Starfsnám í ferðaþjónustu

Egilsstöðum-Menntaskólinn á Egilsstöðum býður upp á nýjan valkost fyrir þá sem vilja stunda nám í ferðaþjónustu á framhaldsskólastigi. Það er ferðaþjónustubraut og tekur nám þar fjórar annir eða tvö ár. Starfsnám hefst á annarri önn en þá eru teknir 25 tímar. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 346 orð | ókeypis

Stefna að því að vera á toppnum á sunnudag

ÍSLENSKU Everestfararnir stefna að því að leggja af stað í lokaáfangann á fimmtudag og er markmið þeirra að standa á toppi Everest nk. sunnudag. Hallgrímur Magnússon segir að þessi ferðaáætlun kunni að raskast. Veðrið við topp fjallsins sé slæmt og ekki verði hægt að fara þangað upp nema að það lagist. Meira
6. maí 1997 | Erlendar fréttir | 473 orð | ókeypis

"Stefnum áfram inn að miðju"

JOSE Maria Aznar, leiðtogi Þjóðarflokksins (PP) á Spáni og forsætisráðherra landsins, segir að flokkur hans muni áfram stefna inn að miðju spænskra stjórnmála. Aznar lét þessi orð falla um helgina en þá var ár liðið frá því að hann tók við embætti forsætisráðherra minnihlutastjórnar hægri manna. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 348 orð | ókeypis

Stækkandi hópur stundar nám án lána

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir að könnun Hagstofunnar sýni svo ekki verði um villst að hlutfall nemenda með börn hefur lítið sveiflast undanfarin ár. "Á árunum 1992­1994 voru rétt rúmlega 30% nemenda með börn sem er svipuð tala og árið 1988. Meira
6. maí 1997 | Erlendar fréttir | 283 orð | ókeypis

Tefldi "eins og maður" og sigraði heimsmeistarann

OFURTÖLVAN Dimmblá tefldi nú "eins og maður" og bar sigurorð af Garrí Kasparov, heimsmeistaranum í skák, í annarri skákinni í sex skáka einvígi þeirra. Hafa þau nú hvort sinn vinninginn en þriðja skákin verður tefld í dag. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 391 orð | ókeypis

Tekið með kostum og kynjum

ÍSLENSKA lagið "Minn hinsti dans" í flutningi Páls Óskars Hjálmtýssonar lenti í 20. sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór í Dyflinni síðastliðið laugardagsköld en það fékk alls 18 stig. Breska lagið "Love Shine a Light" varð í fyrsta sæti keppninnar með alls 227 stig. Portúgal og Noregur lentu í neðstu sætunum og fengu hvorugt stig fyrir sitt framlag. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 290 orð | ókeypis

Tíu baráttumál og opið prófkjör

SIGHVATUR Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, sagði í ræðu á félagsfundi Jafnaðarmannafélags Eyjafjarðar sl. sunnudag að jafnaðarmannaflokkarnir ættu að hefja undirbúning að sameiginlegu framboði við næstu alþingiskosningar. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 205 orð | ókeypis

Undirbúningur sveitarstjórnakosninga hefjist nú þegar

KVENNALISTINN hélt árlegt vorþing að Heimum á Hvalfjarðarströnd 3.­4. maí sl. Þar voru ræddar nýjar hugmyndir og nálgun í kvennabaráttu og leiðir til að koma þeim á framfæri og í framkvæmd. Mikill vilji kom fram til að halda áfram að bjóða fram til Alþingis og sveitastjórna eftir þeim leiðum sem tryggja best framgang kvennabaráttu og kvenfrelsissjónarmiða. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 223 orð | ókeypis

Ung stúlka lést í Bláa lóninu

STÚLKA á 18. ári lést í Bláa lóninu snemma á sunnudagsmorgun af slysförum. Stúlkan hafði komið um klukkan fimm um nóttina á svæðið ásamt þremur ungmennum öðrum og ætluðu þau að synda í lóninu. Svo virðist sem stúlkan hafi orðið viðskila við félaga sína, en svalt var í veðri og mikil gufa yfir lóninu samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Voru ungmennin í mjög heitu vatni. Meira
6. maí 1997 | Landsbyggðin | 159 orð | ókeypis

Vatnasvæði Tungufljóts ofan Faxa leigt út

Selfossi-Veiðifélagið Lækjarmenn hefur tekið á leigu til 10 ára vatnasvæði veiðifélagsins Faxa sem nær yfir Tungufljót ofan fossins Faxa og allar ár sem renna í fljótið. Nú á vormánuðum verður svæðið kannað og kortlagðir nýir veiðistaðir og þeir staðir sem þegar eru þekktir. Lækjarmenn munu selja veiðileyfi á svæðið í sumar og mun dagurinn kosta 1. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 142 orð | ókeypis

Vegagerðin skoðar Suðurstrandarveg

VEGAGERÐIN er að kanna hvert væri heppilegasta stæði fyrir veg milli Grindavíkur og Þorlákshafnar, svokallaðan Suðurstrandarveg. Jón Rögnvaldsson, aðstoðarvegamálastjóri, segir málið komið skammt á veg. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 264 orð | ókeypis

Verðlaun afhent í ljósmyndasamkeppni

VERÐLAUN og viðurkenningar fyrir bestu myndir fréttaritara Morgunblaðsins voru afhent við sérstaka athöfn sem haldin var í tengslum við aðalfund fréttaritaranna í Morgunblaðshúsinu síðastliðinn laugardag. Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, efndi til samkeppni meðal félagsmanna sinna á bestu myndum þeirra frá árunum 1995 og 1996. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 487 orð | ókeypis

Verkið talið taka fimm daga

VARÐSKIPIÐ Óðinn hélt úr höfn síðdegis í gær áleiðis til Arnarfjarðar þar sem kafa á niður að skelfiskbátnum Æsu sem sökk þar síðastliðið sumar með tvo menn innanborðs. Sex breskir kafarar komu hingað til lands í fyrradag ásamt miklum búnaði og munu þeir kafa að flakinu, reyna að bjarga líkamsleifum skipverjanna af Æsu og gera athuganir fyrir Rannsóknanefnd sjóslysa. Meira
6. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 110 orð | ókeypis

Viðræður um sameiginlegt framboð

Á FÉLAGSFUNDI í Jafnaðarmannafélagi Eyjafjarðar, sem haldinn var á sunnudag, var jákvætt tekið í erindi frá Alþýðubandalaginu á Akureyri um hugsanlegt samstarf flokkanna við bæjarstjórnarkosningar á næsta ári. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð | ókeypis

Vitna að árás leitað

RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins óskar eftir vitnum að líkamsárásinni sem varð aðfaranótt sunnudags á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis, þegar ríflega fertugum karlmanni var misþyrmt. Tveir piltar sæta nú gæsluvarðhaldi vegna málsins, annar 22 ára og hinn 21 árs, og rennur gæsluvarðhaldið út á föstudag. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð | ókeypis

Vín og tóbak hækkar

ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins gaf í gær út nýja verðskrá og samkvæmt henni hækkar áfengi að meðaltali um 0,54% miðað við sölu síðustu 12 mánaða og tóbak hækkar í heildsölu um 1,25% að meðaltali miðað við selt magn frá apríl 1996 til mars 1997. Þá hófst í gær sala á bjór í dósum í stykkjatali hjá ÁTVR. Meira
6. maí 1997 | Erlendar fréttir | 355 orð | ókeypis

WHO spáir tvöfalt fleiri tilfellum á næstu 25 árum

WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, spáir því að krabbameinstilfelli í heiminum verði orðin tvöfalt fleiri eftir aldarfjórðung. Telur stofnunin að mesta aukningin verði í lungna- og brjóstakrabbameini hjá konum, auk þess sem sjúkdómar sem tengjast blóðrásinni; hjartasjúkdómar og heilablóðfall, verði algengari. Meira
6. maí 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð | ókeypis

Yfirbugaðir með mace-gasi

LÖGREGLAN í Reykjavík þurfti að beita svokölluðu mace-gasi í tveimur tilvikum á föstudag og laugardag til að yfirbuga menn sem verið var að handtaka. Í fyrra tilvikinu á föstudagsmorgun var gripið til þessa ráðs til að hemja mann sem staðinn var að innbrotum í bifreiðar. Meira
6. maí 1997 | Erlendar fréttir | 102 orð | ókeypis

Þjóðvarðliði myrtur

SPÆNSKUR lögreglumaður var skotinn til bana á veitingastað í bæ nærri Bilbao á Norður-Spáni á laugardag. Enginn vafi þykir leika á því að þar hafi ETA, hryðjuverksamtök þjóðernissinnaðra Baska, verið að verki og er þetta níunda fórnarlamb samtakanna á þessu ári. Meira

Ritstjórnargreinar

6. maí 1997 | Staksteinar | 347 orð | ókeypis

Aðild VR að LÍV

ÁKVÖRÐUN aðalfundar Verzlunarmannafélags Reykjavíkur að fela sjórn félagsins að taka til endurskoðunar aðild félagsins að Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna er gerð að umræðuefni í nýjasta VR-blaðinu og þar segir, að hún eigi sér langan aðdraganda. Þess hafi margítrekað orðið vart að verzlunarmannafélög úti á landi séu ósátt við skipulag LÍV í núverandi mynd og aðild VR að samtökunum. Meira
6. maí 1997 | Leiðarar | 741 orð | ókeypis

VEIÐILEYFAGJALD OG SKATTBYRÐI

VEIÐILEYFAGJALD OG SKATTBYRÐI DAG EFNIR sjávarútvegsráðuneytið til ráðstefnu á Akureyri þar sem fjallað verður um "veiðigjald og skattbyrði byggðarlaga", en það er heiti greinargerðar, sem sjávarútvegsráðuneytið hefur látið taka saman um þetta efni. Meira

Menning

6. maí 1997 | Skólar/Menntun | 99 orð | ókeypis

6 m.kr. frá Þróunarsjóði

ÞRÓUNARSJÓÐUR grunnskóla Reykjavíkur hefur samþykkt úthlutun 23 styrkja að upphæð sex m.kr. til eflingar náttúruvísindum, stærðfræði, tækni, einsetins skóla, lengri skóladags, lífsleikni og vímuvarna o.fl. Hæsta styrkinn, eina m.kr., hlaut Engjaskóli vegna einsetins skóla og lengri skóladags. Meira
6. maí 1997 | Skólar/Menntun | 470 orð | ókeypis

Atvinnuleysi nær óþekkt

VERKMENNTASKÓLINN á Akureyri útskrifar fyrstu vélfræðingana af 4. stigi í vor. Árni Árnason deildarstjóri vélstjóranámsins segir það mikinn feng að hafa fengið 4. stigs nám til Akureyrar, þar sem bærinn sé að verða einn mesti útgerðarbær á landinu. "Nýju togararnir eru orðnir stórir og með það flókinn búnað að 3. stigið dugar ekki til. Lítið er orðið um fragtskip. Meira
6. maí 1997 | Fólk í fréttum | 70 orð | ókeypis

Árshátíð Skjöldólfsstaðaskóla

NEMENDUR Skjöldólfsstaðaskóla héldu árshátíð sína nýlega. Þar var margt til skemmtunar leikur og söngur ásamt gamanmálum. Krakkarnir léku nokkur atriði úr verkum Halldórs Laxness í tilefni afmælis nóbelsskáldsins. HAFRÚN Brynja Einarsdóttir og Elsa Guðný Björgvinsdóttir fluttu annál ársins úrskólastarfinu. Meira
6. maí 1997 | Kvikmyndir | 103 orð | ókeypis

Bílar og ofurhetjur

DÝRLINGNUM er greinilega annt um umferðaröruggismál. Hann ekur eingöngu um á Volvo og engu öðru. Í nýjustu kvikmynd Philip Noyce "The Saint" ekur Simon Templar (Val Kilmer) um á Volvo C70 Coupe. Fyrir 30 árum síðan þegar Roger Moore lék Dýrlinginn í vinsælum sjónvarpsþáttum þá ók hann um á Volvo P1800 Coupe. Meira
6. maí 1997 | Menningarlíf | 104 orð | ókeypis

Brú til friðar

SÝNINGIN Ísland: Brú til friðar hefur veri opnuð opnuð í San Fransisco. Eftirfarandi listamenn frá Íslandi, Rússlandi og Bandaríkjunum sýna: Sigrún Jónsdóttir, Gunnar Gunnarsson, John Hermannsson, Mats Wibe Lund, Thiet Pham-Gia, Rabby Ragnarsson, Peter Shapiro og Hallsteinn Sigurðsson. Erla Gunnarsdóttir, Birna Hreiðarsdóttir og Peggy Olsen hafa skipulagt sýninguna. Meira
6. maí 1997 | Menningarlíf | 85 orð | ókeypis

Einsöngvarapróf í Norræna húsinu

Einsöngvarapróf í Norræna húsinu TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Norræna húsinu þriðjudaginn 6. maí kl. 20.30. Tónleikarnir eru síðari hluti einsöngvaraprófs Xu Wen, sópran, frá skólanum. Píanóleikari er Anna Guðný Guðmundsdóttir. Meira
6. maí 1997 | Tónlist | 551 orð | ókeypis

Elsti karlakórinn

Karlakórinn Þrestir flutti innlend og erlend söngverk undir stjórn Sólveigar S. Einarsdóttur. Einsöngvarar voru Trausti Gunnarsson, Jóhannes Baldursson, Helgi Þórðarson og Örn Árnason. Undirleikari var Daniel Þorsteinsson. Fimmtudagurinn 1. maí 1997. FRIÐRIK Bjarnason, tónskáld, stofnaði Karlakórinn Þresti 19. Meira
6. maí 1997 | Menningarlíf | 1140 orð | ókeypis

FRUMLEG OG KRAFTMIKIL

ANNA-Eva Bergmann var smávaxin kona, fríð og fíngerð og lífleg í framkomu. Hún var greind kona sem hafði mikla þörf fyrir að vera sjálfstæð og að finna sinn eigin tjáningarmáta", segir Ole Henrik Moe sem var persónulega kunnur listakonunni. Meira
6. maí 1997 | Kvikmyndir | 455 orð | ókeypis

Góð ljóð Kvikmyndafélagið Nýja Bíó hefur tekið upp fimmtíu ljóð eftir íslenska höfunda og nefnt Brotabrot. Þau eru flutt af

"ALLT byrjaði þetta á því að ég var með einþáttung í Norræna húsinu, en þurfti að bæta við dagskrána. Mér datt í hug að hafa ljóðalestur, og fann þá upp á þessu formi; að fara með ljóðið inn á heimilið og taka myndir af fólki í hversdagslegum athöfnum sem ljóðin verða oft til við", segir Þórey Sigþórsdóttir, aðalleikkona og leikstjóri ljóðanna ásamt Kristínu Bogadóttur ljósmyndara. Meira
6. maí 1997 | Myndlist | 374 orð | ókeypis

Himinn og jörð

Opið kl. 10­18 virka daga og á laugardögum kl. 10­14 til 7. maí; aðgangur ókeypis. ÓHLUTBUNDIN tjáning listamanna á óræðum hughrifum sem vakna með þeim við upplifun á náttúrunni hefur verið afar sterkur þáttur í íslenskri myndlist um langt árabil. Meira
6. maí 1997 | Fólk í fréttum | 86 orð | ókeypis

Hjólað 1. maí

HJÓLREIÐADAGUR reiðhjólaverslunarinnar Hvells og sælgætisgerðarinnar Freyju var að venju 1. maí. Á sjötta hundrað manns tóku þátt í hjólreiðaferð frá höfuðstöðvum Hvells við Smiðjuveg að húsnæði Freyju við Kársnesbraut. Þaðan var haldið á Vallargerðisvöll, en þar fór fram vítaspyrnukeppni. Ferðin endaði svo í íþróttahúsinu í Smára. Meira
6. maí 1997 | Fólk í fréttum | 284 orð | ókeypis

Íslendingar dæmdir

ÍSLENSKIR tónlistarmenn hafa staðið í stórræðum á erlendri grund að undanförnu. Hljómsveitin Gus Gus sendi nýlega frá sér geislaplötuna "Polydistortion" og Ragga and the Jack Magic Orchestra samnefnda plötu. Hljómsveitina Ragga and the Jack Magic Orchestra skipa Ragnhildur Gísladóttir og Jakob Frímann Magnússon. Upp á síðkastið hafa birst fjölmargir dómar um þessar plötur. Meira
6. maí 1997 | Fólk í fréttum | 81 orð | ókeypis

Ítalskir gestir

Í SÍÐASTA mánuði kom hópur á vegum ítalska GB Petrini fataframleiðandans til landsins til að taka myndir í 50 blaðsíðna auglýsingabækling. Umboðs- og fyrirsætuskrifstofan Módel 79 skipulagði ferðina, sem stóð yfir í eina viku. Meðfylgjandi myndir voru teknar í kveðjuhófinu sem haldið var á Caruso. Meira
6. maí 1997 | Fólk í fréttum | 167 orð | ókeypis

Kátar yfir kvennakrafti

FÍTONSFLJÓÐIN í kvennasveitinni Spice Girls eru ánægðar með hlut kvenna í bresku þingkosningunum sem fram fóru á fimmtudaginn. Aldrei hafa fleiri konur komist á breska þingið og þykir það merki um að kvennakrafturinn ("Girl Power") fari vaxandi þar í landi. Kryddstúlkurnar hafa einmitt lagt áherslu á kvennakraftinn í viðtölum. Meira
6. maí 1997 | Kvikmyndir | 298 orð | ókeypis

Kraftaverkamaðurinn

Leikstjórn og handrit: Marcus De Leon. Aðalhlutverk: Lara Flynn Boyle, Peter Dobson, Danny Nucci og Luca Bercovici. First Look Pictures. 1996. Í GAMANMYNDINNI Svindlinu mikla setur ómerkilegur svikahrappur ansi merkilegt ráðabrugg í gang til þess að aðstoða eiginkonu strangtrúaðs kaþólikka við að ná peningafúlgu af eiginmanni sínum. Meira
6. maí 1997 | Skólar/Menntun | 120 orð | ókeypis

Kynning á námi

KENNARAR og nemendur Þroskaþjálfaskóla Íslands ætla að kynna starfsemi skólans í kvöld, þriðjudaginn 6. maí, kl. 20-22 í húsnæði skólans, Skipholti 31. Nemendur munu kynna í hverju námið felst, svara fyrirspurnum og fylgja gestum um húsnæðið, auk þess sem námsgögn verða til sýnis. Þroskaþjálfar starfa að uppeldi, kennslu, þjálfun og umönnun einstaklinga með sérþarfir. Meira
6. maí 1997 | Kvikmyndir | 164 orð | ókeypis

Leigumorðinginn Alec Baldwin

ALEC Baldwin og Bruce Willis ætla að leika saman í kvikmyndinni "Simple Simon". Myndin er byggð á skáldsögu Ryne Douglas Pearson og segir frá ungum einhverfum tölvusnillingi sem kemst inn í leyniskjöl ríkisstjórnarinnar og verður skotmark leigumorðingja fyrir vikið. Meira
6. maí 1997 | Menningarlíf | 388 orð | ókeypis

Límónaði með stúlkum

Leikfélag Mosfellssveitar. Samtal í garðinum eftir Alain Aikbourn. Leikstj.: Herdís Þorgeirsdóttir. Leikendur: Frímann Sigurðsson, Arndís Ólafsdóttir, Birgir Sigurðsson, Guðrún Árnadóttir, Hilmar Óskarsson. Því miður frú eftir Jökul Jakobsson. Leikstj.: Birgir Sigurðsson. Leikendur: Böðvar Sveinsson, María Guðmundsdóttir. Hvíslararnir eftir Dino Buzzatti. Leikstj.: Guðný Jónsdóttir. Meira
6. maí 1997 | Menningarlíf | 252 orð | ókeypis

Margmiðlunardiskur um norræna kvikmyndagerð

Margmiðlunardiskur um norræna kvikmyndagerð UPPLÝSINGADISKURINN Nordick Film Finder CD­ROM er kominn út. Á þessum nýja margmiðlunardiski er að finna alhliða upplýsingar um kvikmyndagerð á Norðurlöndum, t.d. Meira
6. maí 1997 | Menningarlíf | 549 orð | ókeypis

Með beinan tenórsaxófón á burtfarartónleikum

BURTFARARTÓNLEIKAR Óskars Guðjónssonar saxófónleikara frá Tónlistarskóla FÍH verða annað kvöld, miðvikudag, kl. 20.30 í sal skólans, Rauðagerði 27. Á efnisskránni eru eingöngu tónverk eftir Óskar sjálfan en á tónleikunum mun hann meðal annars leika á sjaldgæft hljóðfæri, beinan tenórsaxófón, sem hann fékk á dögunum frá Þýskalandi. Meira
6. maí 1997 | Menningarlíf | 181 orð | ókeypis

Missti sjónar á anda verksins

SÝNING Parísaróperunnar á Parsifal, óperu Wagners, sem Kristinn Sigmundsson syngur í, fær blendinn dóm í Financial Times fyrir skemmstu. Segir gagnrýnandi blaðsins að leikstjórinn, Bretinn Graham Vick, missi sjónar á anda verksins, eins og svo margir sem reynt hafi við það. Meira
6. maí 1997 | Kvikmyndir | 74 orð | ókeypis

MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKUStaðge

Staðgengillinn (The Substitute) Lækjargata (River Street) Svarti sauðurinn (Black Sheep) Snert af hinu illa (Touch by Evil) Undur og stórmerki Meira
6. maí 1997 | Fólk í fréttum | 137 orð | ókeypis

Níutíu ár í myndum

HANS Petersen hf. hélt upp á 90 ára afmæli sitt í Íslensku óperunni fyrir skemmstu. Svo sem við hæfi er í afmælisveislum var "afmælisbarnið" ávarpað, en að auki söng Óperukórinn ásamt Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur nokkur lög. Ljósmyndari Morgunblaðsins komst í hátíðarskap þegar hann myndaði fögnuðinn. Meira
6. maí 1997 | Menningarlíf | 243 orð | ókeypis

Pólýfónkórinn 40 ára

Pólýfónkórinn 40 ára Á ÞESSU áru eru liðin 40 ár frá því að Pólýfónkórinn hóf starfsemi undir forystu Ingólfs Guðbrandssonar. Sunnudaginn 22. desember 1957 efndi nafnlaus hópur undir hans stjórn til jólatónleika í Laugarneskirkju, en æfingar höfðu hafist þá fyrr um haustið. Það var svo 8. Meira
6. maí 1997 | Fólk í fréttum | 524 orð | ókeypis

Prinsessan og handboltahetjan í eina sæng

ALMENN gleði virðist ríkja á Spáni eftir að skýrt var frá því á miðvikudag, að Kristín prinsessa, yngri dóttir Jóhanns Karls konungs og Soffíu drottningar, hygðist ganga í heilagt hjónaband þegar hausta tekur. Sá stálheppni heitir Inyaki Undangarin og er maður þjóðþekktur á Spáni, handboltahetja og landsliðsmaður. Meira
6. maí 1997 | Menningarlíf | 308 orð | ókeypis

Sálumessa eftir íslenskt tónskáld frumflutt í Boston

SÁLUMESSA fyrir kór, hljómsveit og einsöngvara eftir Sigurð Sævarsson var frumflutt 5. apríl síðastliðinn í Boston. Sigurður mun ljúka meistaragráðu í tónsmíðum og sönglist frá Boston háskóla í vor og er sálumessan lokaverkefni hans. Á efnisskrá tónleikanna var einnig sónata fyrir básúnu og píanó eftir Sigurð. Meira
6. maí 1997 | Tónlist | 561 orð | ókeypis

Schubert

fluttu söngva eftir meistara Schubert. Laugardagurinn 3. maí, 1997. HAFT er eftir Platon að hann vildi þar greina í millum, sem tekur til innihalds og umbúnaðar, t.d. í flutningi tónlistar. Meira
6. maí 1997 | Bókmenntir | 217 orð | ókeypis

Skáld af Skagaströnd

Eftir Rúnar Kristjánsson. Skákprent 1996, 184 bls. ÞESSI ljóðabók er með þeim stærri sem sjást nú um stundir. Í henni eru ein 117 ljóð og nokkrir tugir vísna. Tilefni ljóðanna eru af ýmsu tagi. Allmörg eru hér eftirmæli, afmæliskvæði, kvæði ort til vina og skáldbræðra, trúarljóð, tækifæriskvæði ýmis konar og eitt ljóðabréf. Meira
6. maí 1997 | Kvikmyndir | 196 orð | ókeypis

Skrýtin saga Vörðurinn (The Keeper)

Framleiðandi: Duende Films. Leikstjóri og handritshöfundur: Joe Brewster. Kvikmyndataka: Igor Sunara. Tónlist: John Peterson. Aðalhlutverk: Giancarlo Esposito, Regina Taylor og Issacch De Bankole. 90 mín. Bandaríkin. Rada Films/Stjörnubíó 1997. Myndin er bönnuð börnum yngri en 12 ára. Meira
6. maí 1997 | Menningarlíf | 104 orð | ókeypis

Spurningar fyrir meistara

SÍÐASTI þáttur spurningakeppni frönsku sjónvarpsstöðvanna France 3, "Spurningar fyrir meistara", verður sýndur í Alliance Français, Austurstræti 3 (inngangur við Ingólfstorg) á morgun, miðvikudag, kl. 20. Meira
6. maí 1997 | Fólk í fréttum | 66 orð | ókeypis

Stjarnan Steiger

ROD gamli Steiger, sem kallar ekki allt ömmu sína, hlaut loks stjörnu í Hollywood Boulevard á dögunum. Yfir 300 ættingjar, vinir og aðdáendur kappans voru viðstaddir þegar hann flutti hjartnæma ræðu. Hann þakkaði vinum sínum stuðninginn og þá sérstaklega eiginkonunni. "Ég vil þakka Paulu, sem hjálpaði mér í gegnum 10 ára meðferð við þunglyndi," sagði hann. Meira
6. maí 1997 | Menningarlíf | 122 orð | ókeypis

Svanurinn kveður

NÚ eru tvær sýningar eftir á leikritinu Svaninum eftir Elisabeth Egloff á Litla sviði Borgarleikhússins, 8. maí og 15. maí. Í kynningu segir m.a. að sýningin hafi átt miklum vinsældum að fagna en frumsýnt var í október síðastliðnum og bætt hefur verið við sýningum hvað eftir annað. Meira
6. maí 1997 | Menningarlíf | 53 orð | ókeypis

Tónleikar í Seltjarnarneskirkju

SELKÓRINN á Seltjarnarnesi heldur vortónleika í Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 7. maí kl. 21. Á efnisskrá eru 18 valsar eftir Johannes Brahms, Íslensk þjóðlög í útsetningu Hafliða Hallgrímssonar og Íslenskar þjóðvísur eftir Jón Nordal. Einsöngvarar eru Guðrún E. Gunnarsdóttir. Píanóundirleik annast Arndís Inga Sverrisdóttir og Dagný Björgvinsdóttir. Meira
6. maí 1997 | Skólar/Menntun | 100 orð | ókeypis

Upplýsingarit um skóla á Vestfjörðum

SKÓLASKRIFSTOFA Vestfjarða bs. hefur gefið út upplýsinga- og kynningarrit fyrir skólaárið 1996­97. Er þetta í fjórða sinn sem staðið er að útgáfu slíks upplýsingarits. Í ritinu er Skólaskrifstofa Vestfjarða kynnt, en hún er byggðasamlag sem stofnað var við flutning grunnskólans til sveitarfélaga 1996. Tíu af tólf sveitarfélögum á Vestfjörðum standa að skrifstofunni. Meira
6. maí 1997 | Skólar/Menntun | 676 orð | ókeypis

Úrræði vegna nemenda sem standa höllum fæti

BJÖRN BJARNASON menntamálaráðherra segir ástæður brottfalls nemenda úr framhaldsskólum margvíslegar. Engin ein lausn finnist til að draga úr því. Hann bendir hins vegar á að væntanlegar aðgerðir ráðuneytisins til að koma til móts við þarfir nemenda sem standa höllum fæti, almenn styrking framhaldsskólans og endurskoðun á námskránni, ætti að stuðla að því að draga úr brottfalli. Meira
6. maí 1997 | Fólk í fréttum | 88 orð | ókeypis

Vann lífið í lottóinu

LOTTÓMIÐAR færðu hinum 33 ára gamla Patrick Gayle frá Pennsylvaníu mikla gæfu, þótt engan gæfu þeir vinninginn. Patrick fékk fyrir slysni í sig kúlu úr byssu unglings sem tók þátt í gengjabardaga, en til allrar hamingju geymdi hann þykkan bunka af lottómiðum, samtals 2.900 króna virði, í skyrtuvasanum. Kúlan fór í gegnum kveikjara og greiðslukort áður en hún stöðvaðist á lottómiðunum. Meira
6. maí 1997 | Menningarlíf | 86 orð | ókeypis

Verðlaun í Smásagnakeppni

VERÐLAUNAAFHENDING í smásagnasamkeppni Torfhildar, félags bókmenntafræðinema og Stúdentaráðs Háskóla Íslands fór fram 10. apríl sl. á efri hæð Sólon Íslandus Alls bárust í keppnina 53 sögur eftir 31 höfund. Dómnefnd skipuðu dr. Guðni Elíasson, Bragi Ólafsson og Stefán Baldur Árnason. Fyrir þrjú efstu sætin voru veitt bókaverðlaun frá Máli og menningu. Meira
6. maí 1997 | Kvikmyndir | 122 orð | ókeypis

Verk Elmores Leonards eftirsótt

RITHÖFUNDURINN Elmore Leonard er vinsæll í kvikmyndaheiminum um þessar mundir. Hann hefur ekki enn lokið nýjustu skáldsögu sinni, "Cuba Libre", en Universal Pictures ætla að kaupa kvikmyndaréttinn fyrir 3 milljónir Bandaríkjadala. Nýja bókin er ekki sakamálasaga eins og Leonard er best þekktur fyrir heldur söguleg skáldsaga sem gerist á Kúbu á síðustu öld. Meira
6. maí 1997 | Fólk í fréttum | 42 orð | ókeypis

Verkstjóri heiðraður

FRJÁLSÍÞRÓTTARÁÐ Reykjavíkur heiðraði á dögunum Jón Magnússon, fyrrum verkstjóra aðalleikvangs Laugardalsvallar, fyrir áratuga ánægjulegt samstarf, en Jón hefur nú látið af starfi sínu. Af þessu tilefni efndi ráðið til kaffisamsætis þar sem Oddný Árnadóttir, formaður ráðsins, afhenti Jóni þakklætisvott. Meira
6. maí 1997 | Skólar/Menntun | 655 orð | ókeypis

Verkstjórn skólameistara verði skýr

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur lagt fram fjögur áhersluatriði í kjaraviðræðum við framhaldsskólakennara, sem snúa að breytingum á starfstíma og verkefnum. Meðal annars er rætt um sveigjanlegri tíma við upphaf og lok skóla og að viðverutími til ráðstöfunar fyrir skóla verði samkvæmt ákvörðun skólameistara eins. Þannig að verkstjórnarhlutverk og ábyrgð skólameistara séu skýr. Meira
6. maí 1997 | Menningarlíf | 67 orð | ókeypis

Vinnustofusýning á Kambi

GUNNAR Örn heldur sína fyrstu vinnustofusýningu á Kambi í Holta­ og Landsveit. Kambur er jörð rétt rúmlega hundrað kílómetra frá Reykjavík, á eystri bökkum Þjórsár. Nánar tiltekið þriðji bærinn á afleggjara sem merktur er Gíslholt, segir í tilkynningu. Sýningin stendur út maí og er opin frá morgni til kvölds alla daga nema miðvikudaga. Meira
6. maí 1997 | Menningarlíf | 174 orð | ókeypis

Víkingarnir fylltu samkomuhúsið

SÖNGSVEITIN Víkingar fyllti samkomuhúsið af fólki sl. föstudag en þá héldu þeir vortónleika sína. Auk þeirra komu fram Kammersveit kórs Keflavíkurkirkju og ung söngkona, Birta Rós Arnórsdóttir, sem er að stíga sín fyrstu spor í klassískum söng. Víkingarnir hófu efnisskrána með miklum krafti og sungu 6 lög. Meira
6. maí 1997 | Menningarlíf | 21 orð | ókeypis

Vortónleikar Tónlistarskóla Rangæinga

Vortónleikar Tónlistarskóla Rangæinga VORTÓNLEIKAR Tónlistarskóla Rangæinga verða á Heimalandi þriðjudaginn 6. maí kl. 20.30 og í Hellubíói miðvikudaginn 7. maí kl. 20.30. Meira
6. maí 1997 | Menningarlíf | 17 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Umræðan

6. maí 1997 | Aðsent efni | 1179 orð | ókeypis

Að deyja með reisn?

HIN óumflýjanlega staðreynd lífsins, dauðinn, er eitthvað sem flestir ef ekki allir vilja hugsa sem minnst um. Skynsemin segir okkur að einhvern tíma kemur að þeim tímapunkti í lífi hvers og eins að við deyjum, en flest lifum við samt eins og við séum ódauðleg með öllu. Meira
6. maí 1997 | Aðsent efni | 1008 orð | ókeypis

Barnavernd gegn ofbeldi í skólum

ÁR HVERT á fjöldi barna um sárt að binda vegna líkamlegs og andlegs ofbeldis sem þau verða fyrir í íslenskum skólum af hálfu skólafélaga sinna. Hve stóran hluta íslenskra skólabarna hér er um að ræða hef ég ekki tölur um en samkvæmt norskum rannsóknum tengjast um 10% nemenda þar í landi endurteknu markvissu ofbeldi/einelti (bullyism) sem gerendur eða þolendur og má gera ráð fyrir svipaðri stærð Meira
6. maí 1997 | Aðsent efni | 585 orð | ókeypis

Betra ef satt væri

SVAR við grein Páls Péturssonar félagsmálaráðherra um táknmálstúlkun frá 29. apríl. Þriðjudaginn 29. apríl skrifaði Páll Pétursson félagsmálaráðherra grein í Morgunblaðið um táknmálstúlkun. Á greininni mátti skilja að 25 milljónir á ári færu til táknmálstúlkunar. Þar sem þetta er ekki rétt vil ég að eftirfarandi komi fram: Á sl. Meira
6. maí 1997 | Aðsent efni | 379 orð | ókeypis

Breikkun Gullinbrúar

SJÁLFSTÆÐISMENN hafa lagt fram í skipulagsnefnd Reykjavíkur tillögu um að framkvæmdir við breikkun Gullinbrúar frá Stórhöfða og í gegnum gatnamótin við Hallsveg verði hafnar nú strax í sumar. Er í tillögunni lagt til að borgarráð gengi þegar til viðræðna við ríkisvaldið um að tryggja að þessar framkvæmdir geti hafist strax. Meira
6. maí 1997 | Aðsent efni | 320 orð | ókeypis

Burt með ofurtolla og vörugjöld

LENGI höfum við landsmenn beðið eftir þeim degi, að hægt væri að kaupa niðursoðið kjöt á hagstæðu verði frá útlöndum. Á síðustu misserum hefur verið hægt að kaupa hér á landi reykt svínakjöt (skinku) og er verð í Nóatúni í gær, 3. maí, kr. 698 fyrir 454 gr. Vara þessi er frá hinu alþekkta fyrirtæki Tulip í Danmörku, auðkennd Majesty. Meira
6. maí 1997 | Aðsent efni | 877 orð | ókeypis

Góðan daginn, Ameríka Góða nótt, Ísland

MIKIÐ er nú gott að heyra að íslenskir ráðamenn skuli af og til sýna framsýni og djörfung, pínulítið hugrekki og þor. Það er eins og að tilkoma aldamóta lyfti mönnum á hærri stig og svo virðist sem áræði síðustu aldamótakynslóðar hafi gengið aftur til hæstráðenda í okkar þjóðfélagi, nú þegar fregnir berast af 15 milljóna króna framlagi ríkisins til amerískrar sjónvarpsstöðvar. Meira
6. maí 1997 | Aðsent efni | 576 orð | ókeypis

Hátæknisjúkrahús og minni sjúkrahús

TILTÖLULEGA litlar breytingar hafa orðið á byggingum, skipulagi og rekstri sjúkrahúsa í heilan mannsaldur. Allt er byggt í föstum einingum, skurðstofur, legurými, rannsóknarstofur o.fl. með skörpum landamærum sem varin eru til síðasta blóðdropa. Tilfærsla sjúklinga, gagna og tækja innan sjúkrahúss fylgja föstum reglum. Nálægð er lykilorðið, þ.e. Meira
6. maí 1997 | Aðsent efni | 846 orð | ókeypis

Hávaði og mengun í íbúðarhverfum

Höfuðborgin er ekki stór og það skortir ekki breiðari götur, ökumenn eru miklu fremur vandamálið þ.e. að þeir fari eftir umferðarreglum og ætli sér tíma til að komast á milli staða. Ef reglum væri fylgt væri umferð mun greiðari og hættuminni en hún er nú. Reglur þyrftu þó að vera skýrari við gatnamót. Meira
6. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 438 orð | ókeypis

Hugleiðingar um Söngkeppni framhaldsskólanna

NÝLEGA var í Sjónvarpinu sýnd upptaka af hinni árlegu söngkeppni er Félag framhaldskólanna stendur fyrir. Þetta var í áttunda skipti að keppnin er haldin og virðist vaxa í umfangi með hverju árinu sem líður. Meira
6. maí 1997 | Aðsent efni | 1060 orð | ókeypis

Hús og hugarfar

Þótt Austur-Evrópuþjóðunum miði mörgum býsna vel áfram á erfiðri leið sinni frá miðstjórn til markaðsbúskapar þurfa þær samt að búa lengi enn við arfinn, sem kommúnistar skildu eftir sig. Þessi arfur tekur á sig ýmsar myndir, ljósar og leyndar, og mætti hafa langt mál um það, en hvergi birtist hann þó eins áþreifanlega og í húsum. Gamli bærinn í Tallinn er gott dæmi um þetta. Meira
6. maí 1997 | Aðsent efni | 438 orð | ókeypis

Leiðin að lifa með reisn

LÍFEYRISSJÓÐIRNIR eru mjög í umræðunni um þessar mundir. Við búum við tvöfalt lífeyriskerfi, bæði uppsöfnunarkerfi og gegnumstreymiskerfi. Þetta er að mínu mati skynsamlegt að aðskilja. Lífeyriskerfi sem er jafnframt samhjálparkerfi ætti alfarið að vera gegnumstreymi. Einstaklingarnir greiði sjálfir í sjóðinn miðað við þau laun sem lífeyrissjóðurinn mundi greiða, t.d. Meira
6. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 331 orð | ókeypis

Ólöf Rún Skúladóttir fyrrverandi sjónvarpsþulur

ÞAÐ var eins og eitt stórkostlegasta skýfall hefði komið úr heiðskírum himni þegar það allt í einu fréttist að þú yrðir ekki lengur í fréttunum á sjónvarpsskjánum. Þar með væri þetta elskulega andlit, blíði, hreini og himinljómandi svipur þinn, látlaus og einlægur horfinn. Meira
6. maí 1997 | Aðsent efni | 402 orð | ókeypis

Rammalög um háskóla, forsenda markvissrar þróunar íslenskra háskóla

MENNTAMÁLARÁÐHERRA Björn Bjarnason hefur nýverið lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um háskóla. Með þessu frumvarpi er bortið blað í íslenskum skólamálum. Í frumvarpinu kemur fram langþráð stefna íslenskra menntamálayfirvalda um íslenskt háskólastig. Meira
6. maí 1997 | Aðsent efni | 863 orð | ókeypis

Skipbrot í heilbrigðismálum

REYKJAVÍKURBRÉF Morgunblaðsins laugardaginn 26. apríl er helgað heilbrigðismálum. Tilefnið er erindi Ólafs Ólafssonar landlæknis á þingi BSRB, þar sem hann gerir úttekt á stöðu heilbrigðismála á grundvelli könnunar sem landlæknisembættið hefur látið gera. Niðurstaðan er ekki glæsileg fyrir ríkisstjórn Íslands. Meira
6. maí 1997 | Aðsent efni | 583 orð | ókeypis

Stuðningur við menningarfyrirtæki er að skilja og vilja

LEIKFÉLAG Reykjavíkur er síungt menningarfélag sem hefur fegrað mannlífið í borginni í heila öld og glatt unga sem aldna allan þann tíma. Lengst af var áhugi félagsmanna drifkraftur starfseminnar og leikgleðin nánast einu laun þeirra. Sérstakur andi skapaðist smám saman innan Leikfélagsins sem hver ný kynslóð nam og bar áfram til þeirrar næstu. Meira
6. maí 1997 | Aðsent efni | -1 orð | ókeypis

Stærðfræðipróf

Á DÖGUNUM sendi ég línu til Morgunblaðsins vegna galla á samræmdu prófi í stærðfræði. Þar skýrði ég frá nokkrum annmörkum á prófinu og fyrirkomulagi þess. Þessi skrif voru ekki hugsuð sem árás á prófsemjendur eða Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála. Þvert á móti voru þau hugsuð sem varnaðarorð til að læra af. Í svarbréfi prófsemjenda 4. Meira
6. maí 1997 | Aðsent efni | 628 orð | ókeypis

Talað við "steininn" eða um áhyggjlaust ævikvöld"

Í NÝÚTKOMNU heimilisriti sjálfstæðismanna í Bessastaðahreppi, en það heitir Grásteinn, var birt viðtal við einn af alþingismönnum flokksins um málefni aldraðra. Viðtalið bar fyrirsögnina: Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Meira
6. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 454 orð | ókeypis

Til eigin neyslu

ÍSLAND fíkniefnalaust innan fárra ára eða svona árið 2002. Þetta fer vel á prenti en gæti hæglega farið úrskeiðis, ekki síst ef ekki tekst að breyta þeim hugsunarhætti sem virðist ríkjandi. Nýlega kvartaði ung stúlka, dæmd í afar alvarlegu fíkniefnamáli, á þá leið, ég fæ þyngri dóm en morðingjar. Meira
6. maí 1997 | Aðsent efni | 1026 orð | ókeypis

Um álög íslensks handknattleiks

NÚLEIKANDI handboltamarkmenn á Íslandi kunna ekki til verka, ekki frekar en fyrirrennarar þeirra í áratugi. Þið sem standið handboltavaktina nú um stundir eruð því fæddir inn í þetta umhverfi, eruð samdauna ruglinu. Furðu vekur þó, að þið skulið ekki merkja neitt, því að ástandið er að drepa handboltann í þessu landi. Meira
6. maí 1997 | Aðsent efni | 620 orð | ókeypis

Um stærðfræðikunnáttu, glöggskyggni og vandvirkni

LESANDI þessara orða kann að halda að greinarstúfurinn fjalli um samræmt próf í stærðfræði við lok grunnskóla 1997 en svo er ekki. Hann fjallar hins vegar um afleiðingar þess að halda ekki vöku í stærðfræðikennslu og um almenna meðferð tölulegra upplýsinga. Á baksíðu Morgunblaðsins birtist hinn 1. maí frétt undir yfirskriftinni Uppsetning ljósa á Reykjanesbraut. Mun færri umferðarslys. Meira

Minningargreinar

6. maí 1997 | Minningargreinar | 254 orð | ókeypis

Bjarni Þór Þórhallsson

Í fjarveru þinni verða allir hlutir hljóðir, líka ég. Ég horfi í kring um mig og þögla kvikmyndin mín heldur áfram í svart hvítu. (Anna S. Björnsd.) Þegar sorgin knýr dyra og heltekur hjörtun er fátt hægt að segja til huggunar, því að á þeim stundum finnst okkur sem hún hafi fundið sér varanleg heimkynni. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 221 orð | ókeypis

Bjarni Þór Þórhallsson

Mér var brugðið þegar þær fréttir bárust, að minn góði æskuvinur, Bjarni Þór, væri dáinn. Þá vakna minningar frá unglingsárunum, frá þeim tíma þegar við vorum í Hvassaleitisskóla. Þegar hópurinn stóri, samhenti hittist, átti hann saman góðar stundir hvort sem það var í sjoppunni á Háaleitisbrautinni eða heima hjá mér í Heiðargerðinu, Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 176 orð | ókeypis

Bjarni Þór Þórhallsson

Því eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (V. Vilhjálmsson.) Í dag kveðjum við vin okkar, Bjarna Þór, sem hefur í gegnum tíðina verið órjúfanlegur hluti af tilveru okkar allra. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 239 orð | ókeypis

Bjarni Þór Þórhallsson

Kveðja frá vinnufélögum. Elsku Bjarni, þær stundir sem við áttum með þér í vinnunni voru góðar og skemmtilegar. Þú varst sanngjarn yfirmaður, samstilltir hópinn og ávallt var stutt í léttleikann og brosið. Við munum öll eftir árshátíðinni fyrir tveimur vikum, hve hress og ánægður þú varst yfir því að hafa okkur í heimsókn og er sú minning okkur mikils virði. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 61 orð | ókeypis

Bjarni Þór Þórhallsson

Í þöglum draumi og gleðiglaumi mér geisli skín, sem degi bjartari dreifir skarti á draumlönd mín; hann vermdi hjartað og reifði ró og roða snart hverja stund, sem dó. (Hulda.) Kæri félagi. Þökkum góð kynni og góðar stundir hér heima og erlendis. Megi guð almáttugur styrkja og blessa fjölskyldu og aðstandendur í sorg sinni. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 854 orð | ókeypis

Bjarni Þór Þórhallsson

Kæri vinur. Það er einkennileg tilfinning að skrifa þér þetta síðasta bréf frá Kaliforníu vitandi að við munum ekki hittast aftur í þessu jarðlífi. Fréttin um andlát þitt fyllti mig bæði söknuði og trega og það var eins og tilveran staðnæmdist. Snögglega var dregið fyrir sólu, blómin virtust drúpa höfði allt í kringum mig og laufin á trjánum tóku að visna. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 217 orð | ókeypis

Bjarni Þór Þórhallsson

Nú er Bjarni vinur minn farinn. Það kom vissulega á óvart. Þau ár sem við höfum unnið saman og þekkt hvort annað eru mér mikils virði. Ávallt varstu til staðar fyrir mig. Þegar ég hugsa um þig man ég að þú varst bjartsýnn og húmorinn var aldrei langt undan. Þú áttir greiða leið að fólki hvort sem þú þekktir það eða ekki. Það var þitt markmið að láta gott af þér leiða. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 243 orð | ókeypis

Bjarni Þór Þórhallsson

Við vorum farin að hlakka til sumarsins þegar síminn hringdi þennan örlagaríka dag. Hann Bjarni er dáinn. Fréttin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Síðasti vetrardagur breyttist skyndilega úr fallegum vordegi í myrkan sorgardag. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 345 orð | ókeypis

Bjarni Þór Þórhallsson

Síðasti vetrardagur. Bjartur og sólríkur morgunn sem gaf von um að veturinn væri á enda og sumarið að ganga í garð. Það þykknaði upp þegar líða tók á daginn, þyrmdi yfir og heimur heillar fjölskyldu hrundi. Bjarni Þór var skemmtilegur og kraftmikill lítill drengur, uppátækjasamur gleðigjafi og augasteinn allrar fjölskyldu sinnar. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 28 orð | ókeypis

BJARNI ÞÓR ÞÓRHALLSSON

BJARNI ÞÓR ÞÓRHALLSSON Bjarni Þór Þórhallsson fæddist í Reykjavík 5. júní 1967. Hann lést í Reykjavík 23. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 2. maí. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 56 orð | ókeypis

Bjarni Þór Þórhallsson Þínum anda fylgdi glens og gleði gamansemin auðnu þinni réði því skaltu halda áfram hinum megin með

Þínum anda fylgdi glens og gleði gamansemin auðnu þinni réði því skaltu halda áfram hinum megin með himnaríkis glens við mjóa veginn. Ég vona að þegar lífi mínu lýkur ég líka verði engill gæfuríkur þá við skoðum skýjabreiður saman og skemmtum okkur, já það verður gaman. (Lýður Ægisson. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 525 orð | ókeypis

Elín

Elín mín. Í dag, 4. maí, áttu afmæli og hefðir orðið 17 ára ef þú hefðir ekki verið tekin svona fljótt frá mér. Mig langar að mæla til þín nokkur orð. Þau eru fátækleg miðað við þann fjársjóð að fá að eiga stað í hjarta þínu. Í dag skil ég það betur að við vorum að bindast tryggðaböndum vináttunnar á þeim tíma sem við vorum að kynnast. Ekki datt okkur í hug að hlekkur myndi bresta í okkar vináttu. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 32 orð | ókeypis

ELÍN BIRGITTA ÞORSTEINSDÓTTIR

ELÍN BIRGITTA ÞORSTEINSDÓTTIR Elín Birgitta Þorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 4. maí 1980. Hún lést af slysförum í Vestmannaeyjum hinn 7. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 17. desember. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 218 orð | ókeypis

Gróa Ólafsdóttir Thorlacius

Elsku amma mín. Þó það sé skrítið að hugsa til þess að geta ekki farið aftur í heimsókn til þín og gætt sér á konfektmola eða karamellu sem þú áttir alltaf til inni í skáp hjá þér, verð ég víst að reyna að sætta mig við það. Þú ert nú komin til hans afa og ég veit að þér líður vel þar, en undanfarna daga leið þér ekki sem best. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 177 orð | ókeypis

GRÓA ÓLAFSDÓTTIR THORLACIUS

GRÓA ÓLAFSDÓTTIR THORLACIUS Gróa Ólafsdóttir Thorlacius fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1908. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Thorlacius, f. 26.4. 1868, d. 10.4. 1915, og Margrét Oddsdóttir Thorlacius, f. 12.4. 1877, d. 9.1. 1966. Systkini Gróu eru: Guðmundur, f. 18.8. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 593 orð | ókeypis

Helga Ólafsdóttir

Ég hef aldrei almennilega skilið hvernig ég og Helga frænka vorum eiginlega skyld. Ég veit reyndar að hún var tæknilega séð ekki amma mín, þótt öll praktísk rök hafi vissulega hnigið að þeirri niðurstöðu. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 199 orð | ókeypis

Helga Ólafsdóttir

Í dag langar mig að minnast Helgu Ólafsdóttur í Vestmannaeyjum. Helga var óskaplega hlý kona sem gott var að umgangast, koma til og þiggja góðgjörðir hjá, því gestrisni hennar var með ólíkindum. Sérstaklega minnist ég þess þegar ég var ungur að byrja til sjós og kom í land í Eyjum og leit við á Illugagötunni til Helgu. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 486 orð | ókeypis

Helga Ólafsdóttir

Komið er að leiðarlokum, en Helga Ólafsdóttir kvaddi 11. apríl sl. eftir erfiða sjúkdómsraun á 73. aldursári. Helga fæddist á Oddeyri við Flatir, og var gjarnan kennd við staðinn. Helga á Flötunum ólst upp í foreldrahúsum hjá þeim sæmdarhjónum Ragnheiði Kristjánsdóttur og Ólafi Sveinssyni ásamt Margréti systur sinni, en Kristín systir þeirra dó í frumbernsku. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 321 orð | ókeypis

Helga Ólafsdóttir

Í dag er kvödd frá Landakirkju sómakonan Helga Ólafsdóttir. Ég kynntist Helgu árið 1975 þegar við Kjartan, eiginmaður minn, fluttum til Vestmannaeyja. Kjartan átti ætt sína að rekja til Eyjanna og nutum við alla tíð góðs af því. Í frændgarði Kjartans var Helga frænka sem ég nú minnist með virðingu og þakklæti. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 596 orð | ókeypis

Helga Ólafsdóttir

Er ég lít til baka minnist ég þess er við Helga kynntumst fyrst í smábarnaskóla hér í Eyjum. Þar tókust strax með okkur þau góðu kynni og einlæga vinátta, sem hélst alla tíð. Eftir að við giftumst báðar Eyrbekkingum varð samgangur okkar ennþá meiri. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 30 orð | ókeypis

HELGA ÓLAFSDÓTTIR Helga Ólafsdóttir var fædd í Vestmannaeyjum 13. janúar 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 11. apríl

HELGA ÓLAFSDÓTTIR Helga Ólafsdóttir var fædd í Vestmannaeyjum 13. janúar 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 11. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 26. apríl. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 258 orð | ókeypis

Helga Stella Jóhannesdóttir

Hún Stella giftist Jóni föðurbróður mínum ung að árum. Hann var nokkru eldri og bjuggu þau í upphafi á Ítalíu og hefur það verið heldur fátítt á þeim árum. Stella vann úti í fjöldamörg ár, fyrst í verslun þeirra hjóna, Bókabúð Þórarins B. Þorlákssonar, og síðast hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 914 orð | ókeypis

Helga Stella Jóhannesdóttir

Í dag er hún amma mín, amma Stella eins og við barnabörnin kölluðum hana, til moldar borin. Ég var fyrsta barnabarnið hennar. Ég kom á heimili ömmu minnar í Barmahlíðina með foreldrum mínum nýfædd og bjó þar fyrsta sumarið. Ég dvaldi oft hjá ömmu sem barn, stundum dögum saman og kunni vel við mig þar sem þrjár kynslóðir kvenna, amma, langamma og Púppa frænka, stjönuðu við mig. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 900 orð | ókeypis

Helga Stella Jóhannesdóttir

Fundum okkar Helgu Stellu Jóhannesdóttur bar saman fyrir rúmum tveimur áratugum þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir Margréti dóttur hennar. Fljótlega rann upp fyrir mér að ég hafði eignast þá alskemmtilegustu og bestu tengdamóður sem hugsast gat og aldrei bar nokkurn skugga á vináttu okkar. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 283 orð | ókeypis

Helga Stella Jóhannesdóttir

Mig langar í fáum orðum að minnast ömmu minnar. Um hana á ég fjölda góðra minninga. Sterk er minningin þar sem hún situr í stólnum sínum í stofunni í Barmahlíðinni og saumar eða prjónar eins og hún ætti lífið að leysa. Einnig eru mér minnisstæðir óteljandi hádegisverðir, en hún lagaði girnilegasta "smørebrød" sem ég hef bragðað. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 611 orð | ókeypis

Helga Stella Jóhannesdóttir

Það er einkennileg árátta almættisins að taka skrokkinn frá sumum en svipta aðra glórunni. Stella hafði sigrast á krabbameini fyrir tíu árum, en í þetta sinn var leikurinn tapaður. Þótt hún hafi verið komin af léttasta skeiði var hún ung í anda og hafði nóg fyrir stafni. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 218 orð | ókeypis

HELGA STELLA JÓHANNESDÓTTIR

HELGA STELLA JÓHANNESDÓTTIR Helga Stella Jóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1918. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Jónsdóttir, sem rak heimabakarí í marga áratugi, og Jóhannes Mikkelsen vélsmiður. Helga Stella var í mörg ár starfsmaður í bókaverslunum. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 426 orð | ókeypis

Jóhanna Björg Sigurðardóttir

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja gamla vinkonu, sveitunga og samstarfskonu, Björgu Sigurðardóttur. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 30 orð | ókeypis

JÓHANNA BJÖRG SIGURÐARDÓTTIR Jóhanna Björg Sigurðardóttir fæddist í Rauðseyjum á Breiðafirði 10. nóvember 1931. Hún lést á

JÓHANNA BJÖRG SIGURÐARDÓTTIR Jóhanna Björg Sigurðardóttir fæddist í Rauðseyjum á Breiðafirði 10. nóvember 1931. Hún lést á Landspítalanum 18. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Skálholtskirkju 26. apríl. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 432 orð | ókeypis

Jóhann Hlíðar

Ef Guð lofar ber ég beinin á Íslandi, sagði hann eitt sinn og í dag er hann jarðsettur við hlið foreldra sinna í Fossvogskirkjugarði. Ég kveð nú kæran vin sem ég hef þekkt alla mína ævi. Jóhann Hlíðar og bróðir hans Guðbrandur voru "kostgangarar" heima hjá mér í æsku. Reyndar voru systkinin Brynja og Skjöldur þar líka um tíma og hundurinn Lubbi át stundum af eigin diski undir borði. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 834 orð | ókeypis

Jóhann Hlíðar

Um miðjan 6. áratug þessarar aldar voru tveir sóknarprestar í Vestmannaeyjum, þeir sr. Halldór Kolbeins og sr. Jóhann Hlíðar. Þessir tveir menn voru ólíkir og settu hvor með sínum hætti svip á bæinn. Halldór var sérstæður prédíkari, barði í stólinn til þess að leggja áherslu á orð sín og þekkti hvert mannsbarn því að hann húsvitjaði víða. Var hann hvarvetna aufúsugestur. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 418 orð | ókeypis

Jóhann Hlíðar

Presley-tímabilið var í hámarki og kappsfullir unglingar fóru geyst í lífsfjöri og tilþrifum, en þó var allt á sínum stað, Heimaklettur, Jökullinn, kirkjan og bátarnir voru stöðugt að koma og fara. Við þessir ærsaflullu unglingar í Vestmannaeyjum þessa tíma vorum svo lánsöm að eiga samleið með séra Jóhanni Hlíðar. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 341 orð | ókeypis

Jóhann Hlíðar

Kæri Jóhann. Það er komið að för þinni úr þessum heimi og til annars heims sem við förum öll til að lokum. Þegar staldrað er við minningar fljúga þær um í huganum og er þar af ýmsu að taka. Fyrstu minningarnar um þig eru úr KFUM þegar ég var þar ungur drengur og sungið var af öllu afli "Áfram kristmenn krossmenn" svo heyrðist um næsta nágrenni. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 329 orð | ókeypis

Jóhann Hlíðar

Elsku Jóhann minn. Minn besti vinur alla tíð. Ég sest niður og reyni að koma skipulagi á allar þær hugsanir, minningar, sem fara gegnum huga minn á þessari stundu þegar þú, minn elskulegi frændi, fóstri, lærifaðir í skóla lífsins, hefur kvatt og farið til fundar við vin þinn, Drottin. Trú þín var sterk og hugur þinn viss um heimkomu til hans. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 243 orð | ókeypis

Jóhann Hlíðar

Söfnuður Landakirkju kveður í dag, ástsælan prest, sem þjónaði í Vestmannaeyjum í nærfellt tvo áratugi. Séra Jóhann S. Hlíðar kom fyrst til starfa í söfnuðinum 1954 í veikindaforföllum séra Halldórs Kolbeins, sem lengi þjónaði okkur, hvers manns hugljúfi og mikill kennimaður. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 180 orð | ókeypis

JÓHANN HLÍÐAR

JÓHANN HLÍÐAR Séra Jóhann Hlíðar fæddist á Akureyri 25. ágúst 1918. Hann lést í Landspítalanum aðfaranótt 1. maí síðastliðinn á sjötugasta og níunda aldursári. Foreldrar hans voru Sigurður Einarsson dýralæknir og alþingismaður og Louisa Guðbrandsdóttir húsfreyja. Séra Jóhann var ókvæntur. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 1101 orð | ókeypis

Jón Halldór Hannesson

Jón var einn af stofnendum Íslenska íhugunarfélgasins og helsti forvígismaður þess alla tíð. Íslenska íhugunarfélagið var stofnað árið 1975 til að kynna og kenna hugleiðslutækni Maharishi Mahesh Yogi, Transcendental Meditation eða innhverfa íhugun, eins og aðferðin var nefnd hér á landi. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 226 orð | ókeypis

Jón Halldór Hannesson

Í dag kveð ég góðan vin. Ég kynntist fjölskyldunni á Hjarðarbóli sumarið 1991, þegar ég var ráðin til þeirra sem túlkur í ferðum um Suðurland. Á Hjarðarbóli var ég meira en í vinnunni, ég var í góðum félagsskap og lærði það sem kunna þarf í leiðsögustarfi af Jóni. Jón kenndi mér meira en ferðamennsku. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 290 orð | ókeypis

Jón Halldór Hannesson

Látinn er vinur minn og félagi til margra ára, langt um aldur fram, Jón Halldór Hannesson á Hjarðarbóli. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir þrjátíu árum í Skógaskóla. Áfram vorum við bekkjarfélagar í menntaskóla, og síðar samstarfsmenn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Jón var um margt á undan sinni samtíð. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 53 orð | ókeypis

Jón Halldór Hannesson

Aldrei voru þeir tímar er ég og þú eða valdhafar þessir voru ekki. Og aldrei mun sá tími upp renna er við hættum að vera. (Bhagavad Gita 2:12) Við kveðjum Jón með þakklæti. Guðrúnu, Andrési, Hannesi og Einari Pétri vottum við okkar dýpstu samúð. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 394 orð | ókeypis

Jón Halldór Hannesson

Leitin eilífa að samræmi milli manns og umhverfis tekur sífellt á sig nýjar myndir. Fyrrum oftlega fálmkennd er leitin nú á vissan hátt meðvitaðri, því betur sem afleiðingar iðnbyltingarinnar hafa komið í ljós. Leiðin er samt þýfð og þyrnum stráð. Íhaldssemi í lífsháttum leiðir okkur stundum í mótsögn við þekkingu okkar á náttúrunni. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 590 orð | ókeypis

Jón Halldór Hannesson

Horfinn er sjónum okkar kær vinur, Jón Halldór Hannesson, eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm sem hann tókst á við af æðruleysi. Kynni okkar Jóns hófust fyrir um áratug er konur okkar störfuðu saman um tíma. Varð það upphafið að tryggum vinskap okkar Jóns og fjölskyldna okkar. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 29 orð | ókeypis

JÓN HALLDÓR HANNESSON

JÓN HALLDÓR HANNESSON Jón Halldór Hannesson fæddist í Reykjavík 22. maí 1952. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 27. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kotstrandarkirkju 3. maí. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 188 orð | ókeypis

Jónína Guðjónsdóttir

Elsku Jónína. Ekki bjóst ég við að svona færi. Ég hlakkaði svo til að fá þig heim, eins og allir aðrir. Kristján, þinn góði eiginmaður, var svo hugsunarsamur að hringja til mín frá Gautaborg og segja mér frá láti þínu. Jónína mín, ég veit að þú vilt ekki að ég sé með "væl" um þig. En ég þakka fyrir að hafa kynnst þér. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 552 orð | ókeypis

Jónína Guðjónsdóttir

Það húmar að í huga mér við helfregn kalda. Af heimi er kvödd kær vinkona sem hafði af sannri hetjulund og æðruleysi háð langt stríð og strangt með einlæga lífstrú að leiðarljósi og vonglaða vissu þess að langþráð aðgerð og lungnaskipti mættu megna að færa henni lífskraftinn á nýjan leik. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 93 orð | ókeypis

JÓNÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR

JÓNÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR Jónína Guðjónsdóttir fæddist á Fáskrúðsfirði 5. nóvember 1941. Hún lést á Salgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg 25. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðjón Tryggvason (látinn) og Aðalheiður Árnadóttir, búsett í Neskaupstað. Hálfsystkini Jónínu sammæðra eru þrjú: Sigurður Guðjónsson, Sigríður Guðjónsdóttir og Árni Guðjónsson. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 105 orð | ókeypis

Jónína Guðjónsdóttir Nú er hún Jónína horfin yfir móðuna miklu. Mig langar með fáeinum orðum að minnast hennar. Fjölskyldan

Nú er hún Jónína horfin yfir móðuna miklu. Mig langar með fáeinum orðum að minnast hennar. Fjölskyldan mín varð þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast Jónínu og Kristjáni, þegar þau komu til Svíþjóðar þar sem Jónína var að koma í lungnaskipti. Mín kynni af henni voru þau að hún var jákvæð kona og dugleg, ekkert vol og væl. Hún barðist hetjulega. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 463 orð | ókeypis

Steindór Steindórsson

Nú eru tæp 25 ár liðin síðan Steindór Steindórsson kvaddi sína síðustu stúdenta í Akureyrarkirkju. Hann sagði þá m.a. í lokaorðum kveðju sinnar: "Nú skiljast leiðir með okkur. Ljós og vor kallar yður til starfa, um leið og ég hverf inn í skuggann og feta síðustu skrefin í áttina að tjaldinu mikla, sem vér öll hverfum innfyrir fyrr eða síðar. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 1471 orð | ókeypis

Steindór Steindórsson

Steindór Steindórsson frá Hlöðum gekk seint til hátta. Ævidagurinn var orðinn langur, afköstin mikil. Hann hafði vakað lengi, setið hátt, slegið hörpu sína og leyft alþjóð að njóta. Það ríkir sunnanáttar sólskin um verk hans og minningu. Eilíflega verð ég forsjóninni þakklátur fyrir að leiða mig á stigu þessa einstæða manns. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 345 orð | ókeypis

Steindór Steindórsson

Elsku afi minn. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum, orðum sem vart fá lýst því þakklæti og elsku sem ég ber til þín. Loks hefur þú fengið hvíldina eftir langa og farsæla ævi. Mig langar að minnast þín sem höfuðs fjölskyldunnar. Í lítilli fjölskyldu sem okkar er samheldnin mikil og góð. Þú barst hag okkar fyrir brjósti og hin síðari ár voru barnabörnin þér efst í huga. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 1439 orð | ókeypis

Steindór Steindórsson

Aldrei hryggur og aldrei glaður, æðrulaus og jafnhugaður, stirður var og stríðlundaður Snorrason og fátalaður. Þannig orti Grímur Thomsen, sem mér hefur alltaf þótt eðlisskyldastur Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum, um Halldór Snorrason, einhvern stórbrotnasta en um leið heilsteyptasta Íslending fyrri tíma. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 786 orð | ókeypis

Steindór Steindórsson

Steindór Steindórsson frá Hlöðum var umfram annað óvenjulegur. Fyrir margra hluta sakir átti hann fáa sína líka. Hann var gæddur miklum gáfum og fjölbreyttum, hafði bæði hvasst næmi og þó ekki síður svo trútt minni, að með ólíkindum var. Það minni bilaði seint eða ekki. Hann kunni að leggja rækt við hæfileika þá sem hann fékk í vöggugjöf, enda lá hann aldrei á liði sínu. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 991 orð | ókeypis

Steindór Steindórsson

Þótt 50 ár hafi skilið okkur Steindór Steindórsson frá Hlöðum að í aldri þegar við hittumst fyrst fyrir tveimur áratugum upphófst þar góður kunningsskapur sem enst hefur og ég er þakklátur fyrir að hafa orðið aðnjótandi. Ég hóf störf við gróðurkortagerð í 10 manna hópi Ingva Þorsteinssonar hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins (Rala) sumarið 1976. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 352 orð | ókeypis

Steindór Steindórsson

Aldraður ferðalangur, Steindór Steindórsson, grasafræðingur, er lagður af stað í hinstu ferð sína. Þegar ég kvaddi þennan góða vin minn á Akureyri fyrir röskum tveimur vikum fann ég að hann var fullbúinn til ferðar og hlakkaði, eins og hann gerði ævinlega og með forvitni vísindamannsins, til þess sem fyrir hendur myndi bera á nýjum, ókunnum slóðum. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 1919 orð | ókeypis

Steindór Steindórsson

"Hvað er langlífi? / Lífsnautnin frjóva / alefling andans / og athöfn þörf." Þannig kvað Bjarni Thorarensen. Við fáa menn eiga þessi orð betur en Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Hann naut langlífis í árum. Miklu frekar þó í athöfnum þörfum, afrekum andans og þeirri hinni frjóvu lífsnautn, sem einkenndi ævi og störf þessa atorkusama, leiftrandi gáfaða og skemmtilega manns. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 1322 orð | ókeypis

Steindór Steindórsson

Steindór Steindórsson, skólameistari frá Hlöðum, sameinaði í lífi sínu og starfi marga eðliskosti sem fásénir eru í einum og sama manninum. Kyrrláta einbeitingu vísinda- og fræðimannsins; tjáningarhæfni og þolinmæði og hlýhug hins góða kennara; eldmóð og baráttugleði hins umdeilda stjórnmálamanns. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 575 orð | ókeypis

Steindór Steindórsson

Steindór Steindórsson frá Hlöðum, fyrrum skólameistari Menntaskólans á Akureyri, er látinn á Akureyri, hálftíræður að aldri. Með honum er genginn einn af mikilhæfustu mönnum samtíðar okkar. Steindór Jónas Steindórsson fæddist að Möðruvöllum í Hörgárdal 12. ágúst 1902 en ólst upp á Hlöðum, hinum megin Hörgár, og kenndi sig lengst af við þann bæ. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 633 orð | ókeypis

STEINDÓR STEINDÓRSSON

STEINDÓR STEINDÓRSSON Steindór Steindórsson fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal í Eyjafirði 12. ágúst 1902. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 26. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Steindór Steindórsson verslunarmaður á Þrastarhóli í Arnarneshreppi og Kristín Jónsdóttir ráðskona á Möðruvöllum. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 638 orð | ókeypis

Steindór Steindórsson frá Hlöðum

Hvar skal byrja, hvar skal standa. Þessar ljóðlínur, úr frægu kvæði Matthíasar Jochumssonar, komu upp í hugann þegar ég ákvað að skrifa örfá minningarorð um vin minn Steindór frá Hlöðum. Ævistarf þessarar látnu kempu er svo yfirgripsmikið að erfitt er að ákveða hvar bera skuli niður. Ég þykist þess fullviss að náttúrufræðingarnir muni rita um afrek hans í náttúrufræðunum. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 460 orð | ókeypis

Svanbjörg Halldórsdóttir

Minningar um góða og ástríka foreldra eru dýrmætar. Söknuður er því mikill þegar leiðir skilja. Minningar um yndislega móður eru því okkur systkinum mjög dýrmætar. Við getum þakkað henni fyrir það góða veganesti sem hún gaf okkur með móðurlegri ást og umhyggju sinni alla tíð. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 262 orð | ókeypis

Svanbjörg Halldórsdóttir

Elsku Svana mín er farin. Það er erfitt að kveðja þá sem maður elskar. Svana var falleg manneskja sem ég bar mikla virðingu fyrir og á ég góðar minningar um hana. Hún var mér traustur vinur og var ætíð til staðar, tilbúin að hlusta og ráðleggja þegar einhver vandræði voru. Svana veitti mér mikla öryggistilfinningu þegar móður mín dó, hún lét mig vita að ég ætti hana að. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 752 orð | ókeypis

Svanbjörg Halldórsdóttir

Mágkona mín, Svanbjörg Halldórsdóttir, er látin 84 ára að aldri og er mér bæði ljúft og skylt að mæla nokkur orð eftir hana. Það eru liðin rúm fimmtíu ár síðan fundum okkar Svönu bar fyrst saman á heimili hennar hér í Reykjavík og urðu kynni okkar strax vinsamleg. Hún var jafnan nefnd Svana meðal vina og ættingja. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 468 orð | ókeypis

Svanbjörg Halldórsdóttir

Mig langar til að minnast með nokkrum orðum Svanbjargar Halldórsdóttur. Svanbjörg eða Svana eins og hún var jafnan nefnd var seinni kona föður míns, Jóns Bergsteinssonar, múrarameistara. Faðir minn var búinn að vera ekkjumaður um árabil og við tvö eldri systkinin höfðum stofnað okkar eigin heimili, en yngsti bróðir okkar var enn í heimahúsum þegar þau Svana gengu í hjónaband. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 51 orð | ókeypis

SVANBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR

SVANBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR Svanbjörg Halldórsdóttir fæddist á Hnausum í Villingaholtshreppi, Árnessýslu. Hún lést í Landspítalanum laugardaginn 26. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Jónsson, f. 5.3. 1885, d. 1.1. 1950, og Guðrún Jónasdóttir, f. 9.7. 1890, d. 7.2. 1965. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 274 orð | ókeypis

Þórður Arnar Höskuldsson

Í dag kveð ég með söknuði góðan vin minn Þórð, eða Tóta eins og ég kallaði hann. Ég kynntist Tóta fyrst árið 1974 er hann kom á heimili föður míns á Hofteignum, í fylgd Unnar systur minnar, sem síðar varð eiginkona hans. Tóti og Unnur hófu sinn búskap í kjallaranum á Hofteignum, þar sem þau bjuggu ásamt einkasyni sínum Leifi Orra sem er fæddur 1974. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 272 orð | ókeypis

Þórður Arnar Höskuldsson

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 180 orð | ókeypis

ÞÓRÐUR ARNAR HÖSKULDSSON

ÞÓRÐUR ARNAR HÖSKULDSSON Þórður Arnar Höskuldsson, fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1950. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. apríl síðastliðinn. Hinn 18.2. 1976 kvæntist Þórður Unni Ragnhildi Leifsdóttur, f. 24.10. 1958, d. 21.2. 1988. Þau eignuðust soninn Leif Orra, f. 1974. Foreldrar Þórðar eru Sigrún Anna Guðjónsdóttir, f. 12.8. Meira
6. maí 1997 | Minningargreinar | 121 orð | ókeypis

Þórður Arnar Höskuldsson Í dag er lagður til hinstu hvílu vinur okkar og nágranni, Þórður Arnar Höskuldsson sem látinn er langt

Í dag er lagður til hinstu hvílu vinur okkar og nágranni, Þórður Arnar Höskuldsson sem látinn er langt um aldur fram. Fyrir 17 árum fluttu þau Þórður, Unnur og Leifur í sama stigagang og við í Kambaselinu, þar sem við höfum búið síðan í góðu nágrenni. Meira

Viðskipti

6. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 423 orð | ókeypis

Auglýsing Morgunblaðsins verðlaunuð

AUGLÝSING Morgunblaðsins á alnetsþjónustu blaðsins, "Í sambandi", hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegri auglýsingasamkeppni í flokki sjónvarpsauglýsinga fyrir dagblöð með upplag 50-100 þúsund eintök. Alls voru sendar inn 1.500 auglýsingar frá 24 löndum á 11 tungumálum í keppnina í ár. Meira
6. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 514 orð | ókeypis

Engin teikn á lofti um samdrátt

TÆPLEGA 1 milljón tonna af hráefni hefur verið unnin í verksmiðjum SR-mjöls hf. frá því að ríkissjóður seldi félagið árið 1993. Á þessu tímabili hafa mikilvæg met verið slegin bæði hvað varðar heildarafla ársins, svo og framleiðslu í einstökum mánuðum. Meira
6. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 333 orð | ókeypis

Heildarkostnaðurinn nemur 1,5 milljörðum króna

Í ÁÆTLUNUM Ísfar, Íslenska farsímafélagsins ehf., er gert ráð fyrir að hefja farsímaþjónustu á Íslandi í mars 1998 ef fyrirtækið fær úthlutað starfsleyfi til reksturs GSM farsímakerfis í samkeppni við Póst og síma hf. Þetta kom meðal annars fram á blaðamannafundi sem eigendur Ísfar héldu í gær. Meira
6. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 232 orð | ókeypis

»Methækkun á verði þýzkra bréfa

LOKAVERÐ þýzkra hlutabréfa hafði aldrei verið hærra í gær og verð hlutabréfa hækkaði einnig í París á sama tíma og uppsveifla varð í Wall Street eftir methækkun í lok síðustu viku. Í gjaldeyrisviðskiptum náði dollar sér eftir erfiðleika gegn marki og jeni, en viðskipti voru dræm því lokað var í Bretlandi. Meira
6. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 175 orð | ókeypis

Norðmenn yfirtaka AVIS á Íslandi

NORSKA fyrirtækið LIVA Bil sem starfrækir AVIS-bílaleiguna í Noregi og Svíþjóð hefur yfirtekið öll hlutabréf í Stjörnubílum hf., rekstraraðila AVIS á Íslandi, að því er segir í fréttatilkynningu. Meira
6. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 199 orð | ókeypis

Tapið nam 163,5 millj.

Afkoma Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfélaga versnaði 1996 Tapið nam 163,5 millj. HEILDARVELTA Kaupfélags Skagfirðinga var 2.833 milljónir króna á síðasta ári en að meðtalinni veltu dótturfyrirtækja var heildarveltan rúmir 6 milljarðar króna. Meira
6. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 173 orð | ókeypis

Thyssen og Veba afneita áhuga á Vulkan

ÞÝZKU stórfyrirtækin Thyssen AG og Veba AG hafa borið til baka fréttir um að þau hafi áhuga á að taka við stjórn hinnar gjaldþrota skipasmíðastöðvar Bremer Vulkan Verbund AG. Viðskiptablaðið Handelsblattsagði í forsíðufrétt að þótt stórfyrirtækin vísi á bug vangaveltum um yfirtöku vilji þau taka við tapi upp á 3-4 milljarða marka til að létta á skattabyrði sinni. Meira
6. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 655 orð | ókeypis

Vesturbyggð vill selja eignarhlut sinn í fyrirtækinu

LIÐLEGA 89 milljóna króna tap varð hjá Orkubúi Vestfjarða á síðasta ári sem er rúmlega þriggja milljóna króna betri afkoma en árið áður, en þá nam tapið 92,6 milljónum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og vexti var rúmar 133,4 milljónir króna á móti rúmlega 136 milljónum króna árið áður. Afskriftir námu alls 231,7 milljónum og fjármunatekjur voru 23,4 milljónir króna árið áður. Meira

Daglegt líf

6. maí 1997 | Neytendur | 49 orð | ókeypis

Aukið geymsluþol á Trópí-drykk

DRYKKURINN Trópi fæst nú í 1 lítra umbúðum sem þola að vera geymdar utan kæliskáps í allt að hálft ár. Í boði eru fjórar ávaxtategundir; appelsínu, epla, rautt greipaldin og tríóTrópi sem er settur saman úr þremur ávöxtum en þeir eru appelsínur, passíu og gúava. Meira
6. maí 1997 | Neytendur | 40 orð | ókeypis

Mjólkurdagar í verslunum KÁ

NÚ standa yfir mjólkurdagar Mjólkurbús Flóamanna og í verslunum Kaupfélags Árnesinga. Lögð er áhersla á að kynna framleiðsluvörur Mjólkurbúsins, ýmis tilboð er að finna á vörunum, kostur gefst á að bragða á framleiðslunni og fá uppskriftir. Meira
6. maí 1997 | Neytendur | 29 orð | ókeypis

Nýr Argos vörulisti

Nýr Argos vörulisti ARGOS vörulistinn er kominn til landsins. Í honum er að finna m.a. lista yfir skarpgripi frá Elizabeth Duke, búsáhöld frá Kenwood, ýmiss konar leikföng, íþróttavörur og gjafavörur. Meira
6. maí 1997 | Neytendur | 182 orð | ókeypis

Sesarsalat

LESANDI hringdi og vildi fá uppskrift að svokölluðu Ceasar-salati sem hann sagði að væri fjarska gott og vinsælt bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Svar: Ásgeir Helgi Erlingsson yfirmatreiðslumaður á veitingahúsinu Carpe diem brást vel við þeirri bón að gefa lesanda uppskrift að þessu salati. Hann sagði að fyrir nokkru hefði það verið á matseðli hússins og því væru hæg heimatök. Meira
6. maí 1997 | Neytendur | 159 orð | ókeypis

Ætla að opna kaffihús í Noregi

EIGENDUR kaffihússins Kaffi Puccini hyggjast opna tvö Puccini kaffihús í Noregi innan tíðar. Kaffihúsið var opnað í október síðastliðnum við Vitastíg og fást þar um 32 kaffitegundir sem og te og kakó frá bandaríska framleiðandanum Barnie's. Auk þess að vera kaffihús er Puccini sérverslun með kaffi og te. Meira

Fastir þættir

6. maí 1997 | Í dag | 464 orð | ókeypis

ANDLÆKNIR gerði að umtalsefni á þingi BSRB fyrir rúmri vik

ANDLÆKNIR gerði að umtalsefni á þingi BSRB fyrir rúmri viku, að þjónustugjöld í heilbrigðiskerfinu væru orðin há, og að láglaunafólk leitaði ekki læknis eða sleppti að kaupa nauðsynleg lyf af þeim sökum. Meira
6. maí 1997 | Dagbók | 2917 orð | ókeypis

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 2.-8. maí: Borgar Apótek, Álftamýri 1, er opið allan sólarhringinn en Grafarvogs Apótek, Hverafold 1-5, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. Meira
6. maí 1997 | Í dag | 324 orð | ókeypis

Ábending tilforystu eldriborgaraBIRTIÐ umfjöllunarefn

BIRTIÐ umfjöllunarefni og niðurstöður funda ykkar. Við erum ekki í neinu leynifélagi! Nægilegt flæði upplýsinga eykur áhuga og þátttöku aldraðra í starfinu. Og að lokum: Sýnið klærnar! Brýnið vopn okkar: atkvæðið! Skúli Einarsson, Tunguseli 4. ÞjónustaFlugleiða viðeldri borgaraVIÐ hjónin brugðum okkur með Flugleiðum til Orlando um páskana. Meira
6. maí 1997 | Fastir þættir | 1246 orð | ókeypis

Dimmblá jafnaði metin

Teflt í New York dagana 3.­11. maí. Þriðja einvígisskákin verður tefld í dag og hefst kl. 19 að íslenskum tíma. ÓHÆTT er að segja að einvígi Garrís Kasparovs og stórtölvunnar Dimmblárrar hafi verið yndisauki fyrir skákáhugamenn og fjölmiðla. Meira
6. maí 1997 | Fastir þættir | -1 orð | ókeypis

Misjafn sauður í mörgu fé

FIMMTÍU og einn stóðhestur hlaut fullnaðardóm á sýningu stóðhestastövarinnar í Gunnarsholti í síðustu viku og sex hestar hlutu dóm fyrir sköpulag. Eins og gengur voru þar misjafnir sauðirnir í hjörðinni en það sem mest er um vert er að þar komu fram margir vel frambærilegir kynbótahestar og nokkrir þeirra afbragðsgóðir. Meira
6. maí 1997 | Í dag | 60 orð | ókeypis

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Meira
6. maí 1997 | Dagbók | 606 orð | ókeypis

Reykjavíkurhöfn:

dagbok nr. 62,7------- Meira
6. maí 1997 | Í dag | 190 orð | ókeypis

Þriðjudagur 6.5.1997: STÖÐUMYND C SVARTUR leikur og vinnur

Þriðjudagur 6.5.1997: STÖÐUMYND C SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á Skákþingi Kópavogs 1997, sem fram fór í vor. Páll Agnar Þórarinsson (2.100) var með hvítt, en Kristján Eðvarðsson (2.200) hafði svart og átti leik. Hvítur átti vænlega stöðu, en lék síðast afar ógætilegum leik, 26. Meira

Íþróttir

6. maí 1997 | Íþróttir | 116 orð | ókeypis

AC MILAN

AC MILAN hefur mikinn áhuga á að fá David Beckham í sínar raðir og greiða fyrir hann metupphæð ef með þarf. Alan Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er ekki á þeim buxunum að sleppa pilti og segir hann vera framtíðarmann í liði félagsins. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 301 orð | ókeypis

Arnór konungur vallarins

Kristján Jónsson og samherjar í Elfsborg gerðu jafntefli, 1:1, við Malmö í gærkvöldi ­ jöfnuðu úr vítaspyrnu á síðustu stundu ­ og eru í efsta sæti sænsku deildarinnar. Rúnar Kristinsson var sem fyrr í aðalhlutverki hjá Örgryte sem vann Degerfors 3:1 í gærkvöldi. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 403 orð | ókeypis

ÁHYGGJUEFNI »Einbeitingin verðuralltaf að vera til staðaref árangur á

Íslenska landsliðið í handknattleik olli vonbrigðum á Spánarmótinu í Madrid um helgina þó svo að liðið næði að vinna Hvít-Rússa stórt í síðasta leiknum á sunnudag. Frammistaða liðsins hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Þorbjörn Jensson þjálfara því nú eru aðeins 11 dagar í fyrsta leikinn á HM í Japan. Hann vildi hins vegar ekki viðurkenna það í samtali við Morgunblaðið eftir mótið. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

Á uppleið í lokaleiknum

ÍSLENDINGAR náðu loks sigri í lokaleik Spánarmótsins í Madrid á sunnudag er þeir mættu Hvít-Rússum og unnu sannfærandi 30:22. Vörnin hafði verið höfuðverkur liðsins í hinum tveimur leikjunum en nú small hún saman enda lék liðið flata vörn eins og það þekkir best. Sóknirnar voru einnig ágætlega útfærðar og ekki að sjá eins mikil þreytumerki á liðinu og áður. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 161 orð | ókeypis

Benedikt þjálfar Grindavík

BENEDIKT Guðmundsson körfuknattleiksþjálfari var um helgina ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í Grindavík og var gerður hefðbundinn tveggja ára samningur sem er uppsegjanlegur eftir ár. Benedikt var þjálfari KR framan af síðasta vetri en hætti um miðjan vetur vegna persónulegra ástæðna, en hefur nú ákveðið að hefja þjálfun á ný. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 765 orð | ókeypis

Bestu liðin áfram

ÚRSLITAKEPPNI bandarísku NBA-deildarinnar í körfuknattleik einkennist venjulega af óvæntum úrslitum, en í ár hefur allt farið eftir bókinni og bestu liðin í deildinni eru komin í átta liða úrslit. Þrátt fyrir óvænt úrslit í einstökum leikjum tóku öll bestu liðin sig til á endanum og slógu andstæðingana út. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 1230 orð | ókeypis

Deildarbikar KSÍ ÍBV - Leiftur3:1 Sumarliði Árnason (11., 75.), Tryggvi Guðmundsson (59.) - Davíð Garðarsson (1.). ÍA - FH0:0 KR

Úrvalsdeildin Mánudagur: Manchester United - Middlesbrough3:3 Keane (34.), Gary Neville (42.), Solskjaer (67.) ­ Juninho (15.), Emerson (37.), Hignett (40.). 54.489. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 237 orð | ókeypis

Ekkert hik á prinsinum

Naseem Hamed, hnefaleikakappi frá Bretlandi, sem gengur undir nafninu "prins", var ekki lengi að sýna áskoranda sínum, Billy Hardy, í tvo heimana er sá síðarnefndi skoraði á "prinsinn" í einvígi um heimsmeistaratignina í fjaðurvigtarflokki hnefaleika hjá WBO og IBF. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 537 orð | ókeypis

Fabio Capello viss um sigur Madrid

TVÖ mörk frá króatíska landsliðsmanninum Davor Suker tryggðu Real Madrid sigur í leik gegn Sporting Gijon á sunnudag og treystu enn frekar stöðu liðsins á toppi spænsku fyrstu deildarinnar í knattspyrnu. Liðið hefur nú átta stiga forystu á Barcelona, sem sigraði Extremadura í gærkvöldi í uppgjöri ríkasta og fátækasta lið spænsku 1. deildarinnar. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 252 orð | ókeypis

Getum betur

Geir Sveinsson, fyrirliði, stóð sig einna best íslensku strákanna í mótinu. "Ég er fyrst og fremst ánægður með að vinna Hvít-Rússa og það stórt, en allt annað var frekar dapurt. Við unnum Hvít-Rússa fyrst og fremst á góðri vörn og markvörslu. Það hentar okkur greinilega best að spila flata vörn, en við þurfum að geta beitt framliggjandi vörn líka. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 143 orð | ókeypis

GIOVANNI Trapattoni

GIOVANNI Trapattoni sagði í gær að hann yrði áfram þjálfari Bayern M¨unchen á næsta tímabili eins og gert væri ráð fyrir í samningi. TRAPATTONI var í viðræðum við Roma á Ítalíu og var tilbúinn að taka við liðinu fengi hann að fara frá Bayern. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 624 orð | ókeypis

Gæfan með Parma

PARMA vann heppnissigur á Atalanta á útivelli á meðan Juventus gerði jafntefli við Sampdoria í Tórínó í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu á sunnudag, og forysta Juve minnkaði því um tvö stig. Inter gefur eftir og tapaði fyrir Vicenza og er nú fjórum stigum á eftir Parma. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 98 orð | ókeypis

"Hef nokkrar áhyggjur"

ÍSLENSKA landsliðið varð í þriðja sæti á Spánarmótinu í handknattleik sem lauk á sunnudag; sigraði Hvít-Rússa í síðasta leiknum, eftir töp gegn Þjóðverjum og Spánverjum. Geir Sveinsson, fyrirliði, er á myndinni með verðlaunagrip sem Ísland fékk fyrir þriðja sætið. "Þegar við förum í lokaundirbúninginn heima hef ég nokkrar áhyggjur af því að liðið nái ekki að smella saman á réttum tíma. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 60 orð | ókeypis

HM í snóker

Úrslitaviðureignin: Úrslitaleikurinn á Heimsmeistaramótinu í snóker lauk í gærí Sheffield í Englandi. ÍrinnKen Doherty, sem er í 7. sætiá heimslistanum, lagði Skotann Stephen Hendry, sem erí fyrsta sæti sama lista. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 531 orð | ókeypis

Hvers vegna erKRISTJÁN HELGASONbesti snókerspilari landsins þriðja árið í röð?Æfi stundum 12 tíma á dag

KRISTJÁN Helgason varð á laugardaginn Íslandsmeistari í snóker þriðja árið í röð. Hann sigraði Jóhannes B. Jóhannesson í úrslitaleik, 9:5, en þetta var annað árið í röð sem þeir félagar mætast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Kristján er 23 ára og hefur lagt stund á snóker frá 16 ára aldri. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 248 orð | ókeypis

Hængsmótið Haldið í Íþróttahöllinni á Akureyri, 1. til 3. maí. Ke

Hængsmótið Haldið í Íþróttahöllinni á Akureyri, 1. til 3. maí. Keppendur og aðstoðarfólk hafa aldrei verið fleiri, keppendur í ár voru 231, frá 14 félögum. BOGFIMIKvennaflokkurstig1. Elsa Björnsdóttir, Akri525 2. Ester Steindórsdóttir Akri453 3. Ester Finnsdóttir, ÍFR450 Opinn flokkur, karlaflokkur: 1. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 58 orð | ókeypis

Iverson nýliði ársins A

ALLEN Iverson bakvörður Philadelphia 76ers var kjörinn nýliði ársins í NBA-deildinni. Hann hlaut 44 atkvæði af 115 mögulegum í kjörinu sem fór fram á með útvalinna íþróttablaða- og fréttamanna í Bandaríkjunum og Kanada. Stephen Marbury leikmaður Minnesota varð annar í kjörinu með 35 atkvæði og Shareef Abdur-Rahim hjá Vancouver hreppti þriðja sætið með 25 atkvæði. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 21 orð | ókeypis

Í kvöld

Í kvöld Keila Sveitakeppnin í keilu fer framí kvöld í keilusalnum í Mjóddog hefst klukkan 18. Keppniverður framhaldið annaðkvöld ef með þarf. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 58 orð | ókeypis

Jón kastaði sleggju 66,30 JÓN Sigurjóns

JÓN Sigurjónsson úr FH setti á laugardaginn Íslandsmet í sleggjukasti, kastaði 66,30 metra og bætti met Guðmundar Karlssonar úr FH frá því árið 1994 um 2 sentimetra. Jón setti metið á móti í Athens í Georgíu þar sem hann er við æfingar þessa dagana. Hann varð annar í greininni en sigurvegarinn kastaði sleggjunni 67,70 metra. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 293 orð | ókeypis

Liðið á eftir að batna

Juan de Dios Roman, þjálfari Spánverja, var að vonum ánægður með sína menn eftir mótið. Hann sagði það hins vegar koma sér töluvert á óvart hvað íslenska liðið var þungt í fyrstu tveimur leikjunum, á móti Þjóðverjum og Spánverjum. "Ég held að Íslendingar séu ekki komnir í toppæfingu. Ég hef fylgst með íslenskum handbolta í mörg ár og er aðdáandi hans. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 205 orð | ókeypis

Loksins sigur hjá Langer

Þýski kylfingurinn Bernhard Langer setti vallarmet á Opna ítalska meistaramótinu í golfi á sunnudaginn er hann lék völlinn á 64 höggum, átta undir pari. Langer sigraði á 273 höggum, 15 undir pari vallarins og einu höggi á undan Spánverjanum Jose Maria Olazabal sem virðist vera að ná sér virkilega vel á strik eftir að hafa verið frá keppni í 18 mánuði. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 133 orð | ókeypis

Níu ára bið Mónakó á enda

Franski meistaratitillinn var endanlega í höfn hjá Mónakó um helgina og skipti þar engu máli hvernig leikur liðsins, sem framundar var við Caen, færi, því áður en hann var flautaður á var ljóst að meistaratitillinn færi til Mónakó. Ástæðan var sú að áður hafði aðalkeppinauturinn, Paris St. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 255 orð | ókeypis

Óbreytt á toppnum BAYER Leverkusen mistókst

BAYER Leverkusen mistókst á laugardag að ná Bayern M¨unchen að stigum í efsta sæti þýsku deildarinnar. Leverkusen náði aðeins jafntefli við Gladbach á útivelli þar sem Svíinn Martin Dahlin jafnaði fyrir heimamenn á síðustu mínútu. Bayern hefur enn þriggja stiga forystu eftir 3:3 jafntefli við nágranna sína í 1860 M¨unchen á sunnudag. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

"Sef rólegur"

Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, andaði léttar eftir sigurinn á Hvít-Rússum í síðasta leik Spánarmótsins á sunnudag eftir slæma útreið á móti Þjóðverjum og Spánverjum. Valur Jónatanssonfylgdist með mótinu og ræddi við þjálfarann. ÞORBJÖRN segist geta lært mikið af þessu móti sem ætti að koma sér vel í lokaundirbúningi liðsins fyrir HM. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 452 orð | ókeypis

Sigurhátíð frestað

LEIKMENN Manchester United gátu tryggt sér enska meistaratitilinn í gærmorgun, með sigri á Middlesbrough á heimavelli, en fagnaðarlátunum var frestað; liðin skildu jöfn, 3:3, í fjörugum leik. United hefur nú 71 stig eftir 36 leiki. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 198 orð | ókeypis

Skúli svarar Aftureldingu í dag

Skúli Gunnsteinsson ákveður í dag hvort hann tekur tilboði Aftureldingar um að þjálfa 1. deildar lið félagsins í handknattleik sem Morgunblaðið greindi frá á sunnudag. "Ég hafði ákveðið að hætta afskiptum af handbolta starfsins vegna en hér er klárlega um að ræða mjög ögrandi og spennandi verkefni," sagði Skúli við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

Spánn hitar upp gegn Japan

SPÁNVERJAR, sem unnu bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Atlanta, ætla sér stóra hluti á HM í Japan. Þeir tóku sér fjögurra daga frí eftir Spánarmótið um helgina og fara síðan til Japans á föstudag. Þar leika þeir tvo æfingaleiki við Japan 11. og 12. maí. Þorbjörn Jensson hefur beðið Spánverjana að útvega sér myndband frá leikjunum því Ísland á að mæta Japan í opnunarleiknum 17. maí. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

Spánn - Ísland30:21 Íþróttahöllin í Torrejon de Ardoz, sem e

Íþróttahöllin í Torrejon de Ardoz, sem er rétt utan við Madrid á Spáni, æfingamót í handknattleik karla, laugardaginn 3. maí 1997. Gangur leiksins: 2:0, 4:2, 5:4, 7:6, 10:6, 11:9, 14:10, 25:11, 15:13, 17:14, 21;15, 23:17, 29:17, 30:18, 30:21. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

Spánverjar voru feti framar Íslendingum

ÍSLENDINGAR áttu aldrei möguleika á móti frábæru liði Spánverja í Madrid á laugardaginn og töpuðu með níu marka mun, 30:21. Spánverjar eru fetinu framar en Íslendingar á öllum sviðum handknattleiks og sýndu það í þessum leik eins og hinum tveimur í mótinu, á móti Hvít-Rússum og Þjóðverjum. Staðan í hálfleik var 15:11 og náði íslenska liðið aðeins einu sinni að jafna í leiknum, í stöðunni 4:4. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 403 orð | ókeypis

TORE Andre Flo

TORE Andre Flo hefur skrifað undir fimm ára samning við Chelsea. Félagið greiðir ekkert fyrir Flo en hann leikur þess í stað með Brann í norsku deildinni þar til samningurinn við félagið rennur út 31. október nk. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 269 orð | ókeypis

Úrslitakeppni NHL Leikið aðfaranótt sunnudags:

Úrslitakeppni NHL Leikið aðfaranótt sunnudags: Austurdeild: Buffalo - Philadelphia3:5 Philadelphia hefur 1:0 forystu í einvíginu. Leikið aðfaranótt mánudags: Austurdeild: New Jersey - NY Rangers0:2 Staðan er jöfn 1:1 í einvíginu. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 202 orð | ókeypis

Valdimar gerði 14 MIKHAIL Jakimovitch frá

MIKHAIL Jakimovitch frá Hvíta-Rússlandi var markahæsti leikmaður mótsins með 23 mörk og fékk sérstök verðlaun fyrir. Talant Dujshebaev og Þjóðverjinn Daniel Stephan gerðu 16 mörk, Valdimar Grímsson var í fjórða sæti með 14 og Enric Masip frá Spáni í fimmta með 13. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 281 orð | ókeypis

Vormót GHR Án forgjafar: SSS vallarins:

Punktamót í Leiru Gunnar Þór Jóhannsson, GS42 Sigurður Albertsson, GS41 Hjalti Þórólfsson, GA40 Leifur Kristjánsson, GK40 Gústaf Alfreðsson, GK40 Magnús Jónsson, GS40 Ævar Pétursson, GS40 Opna ítalaska Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

Yfirburðir Spánverja í lokaleiknum

Spánverjar unnu alla leiki sína á Spánarmóti mjög sannfærandi og voru með langbesta lið keppninnar. Í lokaleiknum á sunnudag mættu þeir Þjóðverjum og tóku þá nánast í kennslustund. Lokatölurnar urðu 28:19 og segja þær nánast allt sem segja þarf um leikin. Ignacio Urdangarin lék með Spánverjum, nýtrúlofaður Spánarprinsessu. Meira
6. maí 1997 | Íþróttir | 225 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Alþjóðlegt stigamót Rio de Janeiro, Brasilíu: 3.000 m hlaup karla: 1. Shem Kororia (Kenýja)7.52,76 2. Eliud Barngetuny (Kenýja)7.53,00 3. David Chelule (Kenýja)7.53,29 400 m grindahlaup karla: 1. Eronildes Araujo (Brasilíu)49,34 2. Carlos Zbimden (Chile)50,28 3. Meira

Fasteignablað

6. maí 1997 | Fasteignablað | 228 orð | ókeypis

Arkitektafélag Íslands hlaut 200 þúsund kr. styrk

MINNINGARSJÓÐUR Guðjóns Samúelssonar húsameistara var stofnaður árið 1990 og nýlega voru í annað sinn veittir styrkir úr sjóðnum. Minningarsjóðurinn var stofnaður í samræmi við erfðaskrá Guðjóns. Tilgangur sjóðsins er að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist í íslenskum anda. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 249 orð | ókeypis

Atvinnuhúsnæði við Álftamýri

HJÁ fasteignasölunni Laufási er til sölu atvinnuhúsnæði við Álftanýri 5 í Reykjavík. Húsnæði þetta er á tveimur hæðum og var upphaflega sérsmíðað fyrir læknastofur. Það er byggt 1986 og er 560 ferm. alls. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 139 orð | ókeypis

Bretar kaupa fasteignir í Frakklandi

BRETAR flykkjast nú yfir Ermarsund í því skyni að kaupa íbúðir á meginlandinu. Því veldur hátt gengi á sterlingspundinu en lágt verð á fasteignum víða á meginlandinu. Skýrði brezka blaðið Observer frá þessu fyrir skömmu. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 203 orð | ókeypis

Einbýlishús á Álftanesi

GÓÐ einbýlishús á Álftanesi vekja ávallt athygli, þegar þau koma í sölu. Hjá fasteignasölunni Valhöll er nú til sölu einbýlishús að Litlubæjarvör 1. Þetta er einlyft hús, steinsteypt og byggt 1985. Það er 146 ferm. að flatarmáli og við húsið er 47 ferm. jeppabílskúr. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 31 orð | ókeypis

Einföld blómaskreyting

Einföld blómaskreyting BLÓMASKREYTINGAR eru algengar utanhúss en sjaldgæfari innahúss. Hér eru Saintpaulia höfð sem skreyting, en einnig má nota önnur blóm, sem hentug eru í þessu skyni, t. d. Pelagoníu og Begoníu. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 170 orð | ókeypis

Flórída laðar marga að

ÓDÝRT flugfar og viðráðanlegt íbúðarverð laðar nú marga brezka íbúðakaupendur til Flórída. Flestir kaupa á Orlandosvæðinu, nærri Disney-skemmtigörðunum, en þar eru möguleikar á útleigu mestir. Að sögn brezka blaðsins Observer má fá þar góðar fjölskylduíbúðir á innan við 50.000 pund (um 5,8 millj. ísl. kr.), það er íbúðir á einni hæð með þremur svefnherbergjum fyrir utan stofu. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 754 orð | ókeypis

Framboð og eftirspurn

HÚSNÆÐISKERFIÐ hér á landi er í stórum dráttum tvíþætt. Annars vegar er hinn frjálsi almenni markaður og hins vegar er félagslega húsnæðiskerfið. Almenni markaðurinn stjórnast af framboði og eftirspurn í viðskiptum milli fólks. Þar eiga allir aðgang, fræðilega séð, þó möguleikar fólks séu að sjálfsögðu misjafnir. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 903 orð | ókeypis

Háskólabíó

"VORIÐ er komið!" segja menn, einnig er sagt: "Lóan er komin" og nú síðustu daga: "Krían er komin um langan veg!" Náttleysið eykst og eins og ævinlega þá eru ekki allir sammála. Sumir segjast ekki geta sofið fyrir birtu en aðrir lofa birtuna og verða bjartsýnni eftir því sem birtan eykst. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 38 orð | ókeypis

Húsaviðgerðir

NÚ er tími húsaviðgerðanna runninn upp. Í þættinum Smiðjan fjallar Bjarni Ólafsson um umfangsmiklar viðgerðir, sem hafnar eru á veggjum á vestur- og norðurhlið Háskólabíós, en fyrirhugað er að þeir verði múraðir og síðan málaðir. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 203 orð | ókeypis

Hús á góðri lóð í Kópavogi

HJÁ fasteignasölunni Fold er til sölu einbýlishús á tveimur hæðum að Hlégerði 14 í Kópavogi. Þetta er steinhús, byggt 1955, sem er 155 ferm. að grunnfleti alls ásamt rúmlega 53 ferm. bílskúr. Í bílskúrnum er búið að innrétta rafmagnsverkstæði. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 170 orð | ókeypis

Hús Stálfélagsins verður barnaheimili

Vogum-Framkvæmdir eru hafnar við niðurrif Stálfélagshússins svokallaða sem stendur við Fögruvík, og verður húsið síðan flutt í Kópavog þar sem það verður reist á Nónhæð og notað sem barnaheimili fyrir 130 börn. Húsið var reist á fyrri hluta níunda áratugarins sem skrifstofuhús Stálfélagsins hf. sem hugðist reka stálbræðslu. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 308 orð | ókeypis

Íbúðarverð í Vest- mannaeyjum 40% lægra en í Reykjavík

VERULEGUR munur er á íbúðarverði í Reykjavík og á landsbyggðinni, eins og fram kemur á teikningunni hér til hliðar, sem sýnir fermetraverð í fjölbýli í Reykjavík og nokkrum helztu bæjarfélögunum úti á landi. Er þar byggt á upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins um íbúðir í steinhúsum, byggðum eftir 1940, sem skiptu um eigendur á síðasta ári. Á meðan fermetraverðið er að meðaltali 71. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 30 orð | ókeypis

Máluð motta

Máluð motta EF fólk á ekki peninga fyrir mottu eða hefur ofnæmi fyrir slíkum fyrirbærum mætti leysa málið með því að mála mottu á gólfið eins og hér hefur verið gert. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 1530 orð | ókeypis

Ný byggðarsvæði austan austan Vesturlandsvegar og í Geldinganesi

MIKIL þörf verður fyrir nýtt byggingaland í Reykjavík á næstu árum, en gert er ráð fyrir að borgarbúum fjölgi um 1.000-1.500 manns árlega á næstu árum. Á undanförnum fimm árum hefur íbúum Reykjavíkur fjölgað um 1.300 manns að meðaltali á ári, þar af 600 manns árlega vegna flutninga til borgarinnar og um síðustu áramót voru borgarbúar orðnir um 105 þúsund. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 185 orð | ókeypis

Nýtt aðal- skipulag í borginni

NÚ er í kynningu nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavíkurborg, en þar er gerð ítarleg grein fyrir framtíðarbyggingarsvæðum í borginni. Að sögn Bjarna Reynarssonar, aðstoðarskipulagsstjóra borgarinnar, er allt land Reykjavíkur í Grafarvogi og Borgarholti nú skipulagt og verður það fullbyggt á næstu 4-5 árum. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 31 orð | ókeypis

Rómantískt baðherbergi

Rómantískt baðherbergi ÞAÐ er ekki náttúrulögmál að baðherbergi þurfi að vera kuldaleg. Hér er rómantíkin höfð í fyrirrúmi með því að hafa blóm á vaskinum og blómaskreytingu á handklæðunum og fleiru smálegu. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 191 orð | ókeypis

Stórt atvinnuhúsnæði við Faxafen

FASTEIGNASALAN Miðborg hefur nú til sölu stórt atvinnuhúsnæði við Faxafen 12. Það er nær 1.200 fermetrar alls og skiptist í 560 fermetra skrifstofu- og þjónusturými og 630 fermetra vörugeymslu með mikilli lofthæð. Húsið var byggt árið 1988 og er steinsteypt. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 40 orð | ókeypis

Tágaborð með blómum

TÁGABORÐ eru alltaf sumarleg og ekki spillir að hafa á þeim blóm eins og hér er gert. Svona húsgögn fara sérlega vel í sólskálum sem nú fara að verða eftirsóttar vistarverur þegar sólin fer að skína fyrir alvöru. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 34 orð | ókeypis

Tvíþætt húsnæðiskerfi

FÉLAGSLEGA húsnæðiskerfið er samtengt almenna húsnæðismarkaðnum, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Almenni markaðurinn hefur ekki verið eins stöðugur í annan tíma nema vegna mikillar uppbyggingar í félagslega kerfinu. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 214 orð | ókeypis

Vandað einbýlishús á útsýnisstað

HJÁ fasteignasölunni Ási er til sölu einbýlishús að Klapparholti 3 í Hafnarfirði. Það er byggt 1992 og er á tveimur hæðum, steinsteypt og um 208 ferm. alls með innbyggðum bílskúr. Allar innréttingar í þessu húsi og gólfefni eru af mjög vandaðri gerð," sagði Jónas Hólmgeirsson hjá Ási. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 682 orð | ókeypis

Vorið er komið og grundirnar gróa

Enginn getur ábyrgst að síðasta vorhretið sé að baki, það ættum við að vita af reynslunni. En dagatalið segir okkur að vorið sé komið og ekki þurfum við að kvarta yfir aprílmánuði, þar voru margir hlýir dagar, óvenjuhlýir dagar. Þegar þessi árstími kemur fer fiðringur í marga, senn er kominn tími til að sinna garðinum ef þau störf eru ekki þegar byrjuð. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | -1 orð | ókeypis

Öryggisfilma límd á allt gler í Heilsustofnun NLFÍ

Hveragerði - Á undanförnun misserum hefur Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði gert ýmsar ráðstafanir vegna hugsanlegra jarðskjálfta. Þessar aðgerðir hafa einkum snúist um að tryggja öryggi sjúklinga og starfsmanna og til að minnka líkur á tjóni á mannvirkjum. Nú er unnið að stærsta verkefninu á þessu sviði. Meira
6. maí 1997 | Fasteignablað | 18 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

6. maí 1997 | Fasteignablað | 25 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

6. maí 1997 | Fasteignablað | 14 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

6. maí 1997 | Fasteignablað | 13 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

6. maí 1997 | Úr verinu | 209 orð | ókeypis

Búist við svipaðum humarafla og í fyrra

HUMARVERTÍÐ hefst 16. maí næstkomandi og að sögn Hrafnkels Eiríkssonar fiskifræðings má búast við svipaðri veiði og í fyrra en þá veiddust 1.635 tonn. Kvótinn á vertíðinni verður sá sami og í fyrra, eða 1.500 tonn, en síðan geta menn flutt um 200 tonna kvóta aðallega frá því í hittifyrra þegar veiðin var ekki nema um 1.000 tonn. Meira
6. maí 1997 | Úr verinu | 1049 orð | ókeypis

Ekki aðild að stjórn eftir úrsögn úr FFSÍ Vélstjórar eru ósáttir við að eiga ekki aðild að stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna.

"ALLT frá því að Vélstjórafélag Íslands gekk úr Farmanna- og fiskimannasambandinu árið 1991 höfum við reynt að knýja fram breytingar á lögum og reglugerð um Lífeyrissjóð sjómanna, svo við fáum aðild að stjórn sjóðsins. Okkur hefur hins vegar ekkert orðið ágengt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.