Greinar fimmtudaginn 29. maí 1997

Forsíða

29. maí 1997 | Forsíða | 125 orð

Bannað að slá börnin

MEÐ aðeins eins atkvæðis meirihluta voru lög um bann við að slá börn samþykkt í danska þinginu í gær. Stjórnarflokkarnir, Jafnaðarmannaflokkurinn og Róttæki vinstriflokkurinn, ásamt vinstri flokkunum, voru hlynntir banninu, en hægriflokkarnir börðust hatrammlega á móti. Meira
29. maí 1997 | Forsíða | 98 orð

Hnattflugi lokið

LINDA Finch, lauk í gær hnattflugi sínu á sextugri flugvél, en ferðin var farin í tilefni þess að öld er liðin frá fæðingu flugkonunnar Ameliu Earhart. Finch flaug flugvél sömu tegundar, Electra 10E, og Earhart notaði í misheppnaðri hnattflugstilraun sinni 1937. Flugvél hennar hvarf í grennd við Howlandeyju í Kyrrahafi 2. júlí 1937. Finch lagði upp í hnattflugið 17. Meira
29. maí 1997 | Forsíða | 109 orð

Mjólkin verði móðins!

MJÓLK er móðins verða einkunnarorð herferðar fyrir hollustu mjólkurdrykkju sem Evrópusambandið (ESB) hefur afráðið að ýta úr vör og kosta til þess 8,75 milljónum ECU eða 700 milljónum króna. Tilgangur herferðarinnar er einkum að fá ungt fólk, undir 25 ára aldri, til að hefja mjólkurdrykkju vegna næringargildis hennar. Bent er á að það sé að hætti nútímafólks að neyta mjólkur. Meira
29. maí 1997 | Forsíða | 249 orð

Reyna að snúa vörn í sókn

MEÐ blessun Jacques Chiracs buðu frönsku stjórnarflokkarnir í gær upp á nýtt "draumalið" til þess að freista þess að halda velli í seinni umferð þingkosninganna á sunnudag. Vaxandi ótti á fjármagnsmarkaði við að vinstriflokkar fari með sigur af hólmi leiddi til verðhruns á hluta- og verðbréfum og lækkunar frankans. Meira
29. maí 1997 | Forsíða | 266 orð

Sameinuð Evrópa verði að veruleika

BILL Clinton Bandaríkjaforseti skoraði í gær á Vesturlönd að taka höndum saman um að láta sannarlega sameinaða Evrópu verða að veruleika með því að veita ríkjum sem áður tilheyrðu áhrifasvæði Sovétríkjanna í mið- og austurhluta álfunnar dyggan stuðning við uppbygginguna eftir fall járntjaldsins. Meira
29. maí 1997 | Forsíða | 291 orð

Telebanar sigraðir í götubardögum

SVEITIR Taleban-fylkingarinnar voru gjörsigraðar í hörðum 15 klukkustunda bardaga í borginni Mazar-i-Sharif í norðurhluta Afganistans í gær. Þykir það mesta áfall Talebana frá því þeir náðu höfuðborginni Kabúl í september. Meira

Fréttir

29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð

134 fengu styrki

BYGGÐASTOFNUN hefur gengið frá úthlutun styrkja til atvinnuþróunar á landsbyggðinni. 134 aðilar fengu styrki að fjárhæð samtals liðlega 68 milljónir kr. Yfir 300 sóttu um atvinnuþróunarstyrkina og þurfti Byggðastofnun því að synja fleiri verkefnum en hún gat styrkt. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

26 nýir leiðsögumenn

26 NÝIR leiðsögumenn frá Leiðsöguskóla Íslands útskrifuðust 22. maí sl. eftir að hafa lært í vetur um eldfjöll, fugla og plöntur, Íslandssögu, bókmenntir og helstu ferðamannastaði landsins. "Myndin var tekin við útskriftina og horfa leiðsögumenn glaðir fram á veginn og bíða þess í ofvæni að miðla farþegum sínum af þeim fróðleik sem þeir hafa lært, Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð

7000 stúkusæti tilbúin

LOKAFRÁGANGUR á 7000 nýjum stúkusætum var í fullum gangi á Laugardalsvelli í gær. Undanfarnar vikur hefur 3500 sætum verið komið fyrir í gömlu stúkunni á aðalleikvanginum, en auk þess var byggð ný stúka andspænis henni sem rúmar 3500 manns í sæti. Sætin á leikvanginum eru samskonar og eru m.a. notuð af Real Madrid á Spáni. Meira
29. maí 1997 | Erlendar fréttir | 255 orð

Ahtisaari gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um EMU-aðild

MARTTI Ahtisaari Finnlandsforseti er algerlega andvígur því að þjóðin fái að skera úr um þátttöku Finna í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Ahtisaari sem er ötull talsmaður Evrópusambandsins (ESB) og sameiningar Finna við Vestur-Evrópu sagði á þriðjudaginn að sér fyndist nóg að þjóðin hefði greitt atkvæði um aðild að ESB. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 68 orð

Alþjóðabraut tekin upp í VÍ

ALGJÖR uppstokkun mun eiga sér stað á kennsluaðferðum og uppbyggingu náms innan Verslunarskóla Íslands frá og með næsta hausti. Meðal nýrra brauta sem boðið verður upp á er alþjóðabraut. Verður þar lögð áhersla á aukna tungumálakennslu, málefni tengd ESB, samstarf Norðurlanda og að nemendur fái nokkra þjálfun í alþjóðlegu samstarfi. Meira
29. maí 1997 | Miðopna | 527 orð

ANNA Agnarsdóttir, dósent

ANNA Agnarsdóttir, dósent í sagnfræði og einn fulltrúa í stjórn þingsins, setti söguþingið en ávörp fluttu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskóla Íslands. Anna Agnarsdóttir skýrði meðal annars hvernig farið var að því að velja þinginu tákn, sem jafnframt væri tákn allrar Íslandssögunnar. Meira
29. maí 1997 | Erlendar fréttir | 216 orð

Á fjórða tug ferst í skýstrók

AÐ minnsta kosti 30 létu lífið í smábæ í Texas er skýstrókur gekk þar yfir í fyrrakvöld. Þá er fjölmargra saknað og leituðu björgunarmenn í gær í rústum húsa og hjólhýsa með tækjum sem nema hita. Þeir sögðu aðkomuna skelfilega, alger eyðilegging blasti við þar sem hvirfilbylurinn hefði farið um. Sex hvirfilbyljir hafa gengið yfir Texas í vikunni. Meira
29. maí 1997 | Erlendar fréttir | 371 orð

Áhrif Svía gætu minnkað ef EMU-aðild seinkar

SVÍAR eiga á hættu að glata áhrifum innan Evrópusambandsins, fari svo að ríkisstjórnin ákveði að taka ekki þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) strax frá upphafi árið 1999, en flestir búast nú við slíkri ákvörðun. Þetta er mat stjórnarerindreka og sérfræðinga, sem Reuters-fréttastofan ræddi við. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 409 orð

Árangurinn betri hér en erlendis

NIÐURSTÖÐUR rannsókna á hópmeðferð offitusjúklinga við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði benda til góðs árangurs slíkra meðferða. 35% þeirra 146 einstaklinga sem tóku þátt í meðferðinni segjast enn vera að léttast og 18% segja þyngd sína standa í stað. Rannsóknir erlendis sýna að þar léttast 5 ­ 15% offitusjúklinga að meðferð lokinni. Meira
29. maí 1997 | Erlendar fréttir | 969 orð

Áróðursstríð bíður Bills Clintons við heimkomuna

BILL Clinton Bandaríkjaforseti var í gær staddur í Hollandi til að minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Marshall-aðstoðinni var hleypt af stokkunum og notaði um leið tækifærið til að líta fram á veg eftir að sögulegt samkomulag um samstarf Rússa og Atlantshafsbandalagsins (NATO) var undirritað í París. Meira
29. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 240 orð

Beint samband við skurðstofu Landspítalans

AKUREYRINGAR sem sátu ársfund Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri á Hótel KEA í gær fylgdust með aðgerð sem gerð var á skurðstofu Landspítalans á sama tíma. Anna Lilja Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og rekstarhagfræðingur og forstöðumaður áætlana- og hagdeildar Ríkisspítala og Jónas Magnússon prófessor og sviðsstjóri handlækningasviðs Ríkisspítala fluttu erindi um framtíðarsýn í Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 583 orð

Björgunarsveitarmenn í Fiskakletti sækja egg í Krýsuvíkurberg á

FÉLAGAR í björgunarsveitinni Fiskakletti gerðu sér ferð að Krýsuvíkurbergi á laugardag til að sækja svartfuglsegg sem eru í miklum mæli í bjarginu, en sveitin leigir nytjaréttinn af Hafnarfjarðarbæ. Í ferðinni lenti einn sveitarmanna í hrakningum og þurfti að hanga í lausu lofti í tæpan hálftíma án þess að geta björg sér veitt, eftir að bilun varð í sigbúnaðinum. Meira
29. maí 1997 | Landsbyggðin | 933 orð

Bundið slitlag komið á 47% stofnvega

MARKMIÐ yfirvalda í vegamálum er að allir stofnvegir verði lagðir bundnu slitlagi og að því er einnig stefnt hér á Vestfjörðum. Nú eru um það bil 47% af stofnvegunum hér lögð bundnu slitlagi," segir Gísli Eiríksson umdæmisverkfræðingur Vegagerðar ríkisins á Ísafirði í samtali við Morgunblaðið. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 50 orð

Dorgað við bryggjuna BLÖNDUÓSINGAR

BLÖNDUÓSINGAR eru farnir að mæta niður við bryggju og veiða silung. Þegar fréttaritari var á ferð á dögunum var þessi ungi áhugasami veiðimaður mættur ásamt móður sinni sem fylgdist vel með. Vert er að brýna fyrir börnum að nota nú björgunarvesti til að forðast slysin. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 764 orð

Eigum það sameiginlegt að við erum hér núna

REGLAN er alþjóðleg og með sameiginlega yfirstjórn og aðalstöðvar í París, félagar eru alls um 24.000 í 58 löndum. Notuð eru enska, franska og spænska á ráðstefnunum og er túlkað samtímis. Heimasíða reglunnar er http://altern.com/dh/. Markmið reglunnar er sjálfsþekking og samkennd allra manna með áherslu á réttlæti og þjónustu við mannkynið. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 390 orð

Ekki bjartsýnn ­ engin teikn um lausn

"ÉG ER alls ekki bjartsýnn því það eru engin teikn á lofti um að einhver lausn sé í nánd og enginn veit um innihald miðlunartillögu fyrr en hún kemur fram," sagði Pétur Si,gurðsson formaður ASV, í samtali við Morgunblaðið í gær og segir ómögulegt að velta nokkuð fyrir sér hvernig slíkri tillögu yrði tekið. Meira
29. maí 1997 | Erlendar fréttir | 136 orð

Erbakan lætur undan þrýstingi hersins

NECMETTIN Erbakan, forsætisráðherra Tyrklands, hefur látið undan þrýstingi hersins og samþykkt að 161 maður verði leystur undan herþjónustu. Flestir eru mennirnir látnir víkja vegna stuðnings við málstað íslamskra heittrúarmanna eða róttækra vinstri manna. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 282 orð

"Ég er tilbúin að skoða allar góðar hugmyndir"

"ÉG er tilbúin að skoða allar góðar hugmyndir, en þeir hafa ekki rætt þetta sérstaklega við okkur eða komið fram með hugmyndir um þetta," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, um þá hugmynd sem Guðmundur G. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 202 orð

Festingum áfátt á þaki

RANNSÓKN á orsökum slyssins við Ljósheima á mánudag hefur leitt í ljós að festingum og búnaði á þaki hússins var áfátt í nokkrum atriðum miðað við gildandi reglur. Öryggisbúnaður pallsins sem féll nokkra metra við hús í Ljósheimum í Reykjavík í fyrradag hafði nýlega gengist undir endurbætur í samræmi við reglur sem gilda um slíkan búnað, Meira
29. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 145 orð

Fjöldaframleiðsla á útilífsfatnaði

FOLDA HF. á Akureyri er að hefja fjöldaframleiðslu á alhliða útilífsfatnaði. Sérstök sportvörudeild hefur verið stofnuð innan fyrirtækisins og hefur starfsfólki verið fjölgað um 20 að undanförnu, úr 50 í 70. Að sögn Hermanns Sigursteinssonar, framkvæmdastjóra Foldu, er stefnt að því að setja fatnaðinn á markað næsta haust, bæði hérlendis og erlendis. Meira
29. maí 1997 | Miðopna | 609 orð

Fleiri sluppu úr höndum Tyrkja en haldið var

ALÞEKKT er að 37 Íslendingar voru keyptir heim árin 1635-36 í kjölfar Tyrkjaráns, en meðal þeirra var Guðríður Símonardóttir. Hinsvegar er síður kunnugt að átta Íslendingar voru keyptir úr ánauð í Algeirsborg í Norður-Afríku árið 1645 eða 18 árum eftir mannránið í Grindavík, Vestmannaeyjum og á Austfjörðum. Meira
29. maí 1997 | Miðopna | 816 orð

Flokksfjölmiðlunin skerti málfrelsið

ÍSLENSKIR fjölmiðlar voru mjög vanþróaðir allt fram á síðustu ár í samanburði við fjölmiðla í nágrannalöndunum vegna yfirráða stjórnmálaflokkanna yfir þeim, segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. Flokkstengsl hófu að veikjast um 1960 en þróunin var hæg og lauk ekki fyrr en fyrir fáum árum. Guðjón hefur skrifað sögu íslenskra fjölmiðla og er gert ráð fyrir að hún komi út í haust. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Flugleiðir hætta flugi á Patreksfjörð FLUGLEIÐI

FLUGLEIÐIR hafa hætt flugi til Patreksfjarðar með tilkomu nýrrar sumaráætlunar síðastliðinn mánudag. Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri innanlandsflugs Flugleiða sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið hefði skrifað samgönguráðuneytinu bréf og skilað inn sérleyfi til áætlunarflugs á Patreksfjörð. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 660 orð

Flugu einir en höfðu innan við 50% markaðshlutdeild

ÍSLANDSFLUG hefur ákveðið að hætta flugi til Norðfjarðar frá og með 1. júní. Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Íslandsflugs, segir að erfiðar aðstæður og ónógir flutningar valdi þessari ákvörðun, en þrátt fyrir beint flug hafi fyrirtækið ekki náð helmings markaðshlutdeild á staðnum því meirihluti íbúa hafi fremur kosið að aka til Egilsstaða og fljúga þaðan. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Flutningur á lifandi flatfiski

SIGURÐUR Pétursson, M.Sc.-nemi í sjávarútvegsfræðum, heldur fyrirlestur um rannsóknarverkefni sitt föstudaginn 30. maí kl. 14 á líffræðistofnun HÍ, Grensásvegi 12, í stofu G-6. Fyrirlesturinn er lokaverkefni til meistaraprófs í sjávarútvegsfræðum við líffræðiskor raunvísindadeildar HÍ og er öllum opinn. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Fulltrúi RKÍ í Afghanistan kallaður heim

RAUÐI kross Íslands hefur ákveðið að sendifulltrúi hans í Afghanistan, Inga Margrét Róbertsdóttir snúi heim á leið í næstu viku. Hún hefur verið í landinu um sex mánaða skeið og hefur starf hennar orðið stöðugt erfiðara vegna stefnu talebana sem halda um stjórnartaumana í Afghanistan, að sögn Sigríðar Guðmundsdóttur hjá RKÍ. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Fyrirlestur um fólk og sambönd

FYRIRLESTUR sem nefnist Karlar, konur og sambönd verður fluttur í Norræna húsinu föstudaginn 30. maí kl. 19. Á eftir verða umræður. Fyrirlesarar eru þrír og koma frá Bretlandi. Á laugardaginn verða sömu aðilar með námskeið fyrir karla og konur í Norræna húsinu og fjalla þar um sama efni. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 403 orð

Gaman að sjá olíuborpallana í Norðursjó

"ÞAÐ var mjög gaman að fljúga yfir Norðursjóinn og sjá alla olíuborpallana. Þeir eru ótrúlega margir og það leggur frá þeim mikla elda," sagði Jón M. Haraldsson flugmaður, sem nýlega flaug eins hreyfils flugvél frá Íslandi til Skotlands, Danmerkur og Þýskalands. Jón er aðeins 19 ára gamall, en hefur á stuttum flugmannsferli aflað sér meiri reynslu af flugi en margir eldri flugmenn. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð

Gengu fram á sprautunálar

SPRAUTUNÁLAR og sprautur fundust fyrir nokkru þegar hópur skólabarna og foreldrar þeirra voru í ferð við Stekkinn við Ölfusá. Nálunum hafði verið stungið í holu ásamt skeiðum og búnaði til fíkniefnaneyslu og staðurinn verið merktur með litlu flaggi. Að sögn Jóns Hlöðvers Hrafnssonar, hjá lögreglunni á Selfossi, er búnaður sem þessi stórhættulegur, sérstaklega börnum að leik. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Gigtarvika í Hjálpartækjabankanum

SÉRSTÖK gigtarvika verður haldin í Hjálpartækjabankanum, Hátúni 12, dagana 2.­6. júní nk. og er hún haldin í samvinnu við Gigtarfélag Íslands. Gigt hrjáir nú fimmta hvern Íslending og snertir því mjög marga landsmenn á einn eða annan hátt, segir í fréttatilkynningu. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Gjaldþrot eftir bílainnflutning

FYRIRTÆKIÐ Ítalska verslunarfélagið hf., sem var um hríð með umboð fyrir Fiat-bíla, var tekið til gjaldþrotaskipta árið 1992. Skiptum er nýlega lokið. Tæpur helmingur forgangskrafna, sem námu rúmum 4 milljónum, greiddist en upp í almennar kröfur, sem námu rúmum 78,4 milljónum, greiddist ekkert. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 431 orð

Hjartaskurðdeild Landspítalans fer inn á nýjar brautir við lagfæri

Á HJARTASKURÐDEILD Landspítalans var fyrir skömmu gerð laparaskópíaðgerð, en það er hjartaaðgerð með brjóstholsspeglun. Notuð er sama tækni og við kviðsjáraðgerðir. Gert er lítið gat á brjóstholið og farið þar inn með lítið tæki sem læknirinn stjórnar. Með tækinu er gert við biluðu kransæðina. Þetta er í fyrsta skiptið sem slík aðgerð er gerð á Íslandi. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 197 orð

Hjálpartæki gefin veikum börnum í Rússlandi

LIONSHREYFINGIN á Íslandi, í samvinnu við norræna Lionsfélaga, stóð nýverið fyrir söfnun til tækjakaupa fyrir alvarlega veik börn í Rússlandi. Söfnuðust 8,5 milljónir og lagði íslenska Lionshreyfingin helminginn af þeirri upphæð af mörkum til söfnunarinnar í samvinnu við þá söluaðila sem útveguðu tækin, þ.e. Stoð hf., Orthos hf. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 114 orð

Hjólað til styrktar krabbameinssjúkum

FERÐASKRIFSTOFAN Safaríferðir leggur á sunnudag af stað í fimm daga hjólreiðaferð með 88 farþega frá Bretlandi í samvinnu við bresku líknarsamtökin Macmillan Cancer Relief. Ferðin er farin í fjáröflunarskyni fyrir krabbameinssjúklinga. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

HM í handbolta Lokað vegna leiksins

ÍSLAND gæti komist í fjögurra liða úrslit heimsmeistarakeppninnar í handknattleik í fyrsta skipti í dag, með sigri á Ungverjum. Þjóðirnar mætast kl. 9 árdegis að íslenskum tíma í Kumamoto í Japan. Mikill áhugi er á leiknum hérlendis, sem meðal annars má merkja af því að nokkur fyrirtæki í Reykjavík auglýstu í gær í útvarpi að þau yrðu lokuð milli kl. 9 og 10. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð

Hús stórskemmdist í eldsvoða

EINBÝLISHÚS við Bleiksárhlíð á Eskifirði stórskemmdist í eldsvoða upp úr klukkan 18 í gærkvöldi. Fimm manna fjölskylda er búsett í húsinu en einungis unglingsdrengur var heima þegar eldurinn kom upp. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 90 orð

Innritun hafin í Skólagarða Reykjavíkur

SKÓLAGARÐAR Reykjavíkur starfa á sjö stöðum í borginni, við Holtaveg, í Laugardal, í Árbæ, vestan Árbæjarsafns, í Fossvogi, við Bjarmaland, við Jaðarsel og Stekkjabakka í Breiðholti, við Þorragötu í Skerjafirði og í Foldahverfi fyrir austan Logafold. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 403 orð

"Kjötlaus" með tugi tonna í geymslum

"Kjötlaus" með tugi tonna í geymslum HÖFN-ÞRÍHYRNINGUR á Suðurlandi hefur ekki haft kindakjöt til sölu í þrjár vikur þótt félagið eigi tugi tonna af frystu kjöti í geymslum en það kjöt er félagið skyldugt að flytja úr landi. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 157 orð

Komið í veg fyrir löndun á Sauðárkróki

MILLI 20 og 30 verkfallsverðir frá Vestfjörðum voru á Sauðárkróki árla í gærmorgun þegar togarinn Andey frá Súðavík kom til hafnar þar sem ætlunin var að landa. Var ekki reynt að landa úr skipinu. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 239 orð

Konur verði ofarlega á lista

SAMSTARFSHÓPUR Jafnréttisráðs mun beita sér fyrir því að konum verði raðað ofarlega á framboðslista í næstu sveitarstjórnarkosningum. Hópurinn hefur sett sér að efla umræðu um þátt kvenna í stjórnmálum, fá fleiri konur til að gefa kost á sér og hvetja forystumenn stjórnmálaflokka til að vinna markvisst að raunverulegri jafnstöðu kvenna og karla á framboðslistum. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Kosið á átta stöðum í Reykjavík

KOSIÐ verður á átta stöðum í 33 kjördeildum í Reykjavík um sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkur þann 21. júní næstkomandi. Kosið verður í átta kjördeildum í Ráðhúsinu, tíu kjördeildum í Laugardalshöll, sex kjördeildum í Fellaskóla, þremur kjördeildum í Árbæjarskóla og þremur kjördeildum í Foldaskóla. Aðrar kjördeildir verða á Grund, Hrafnistu og í Hátúni. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 166 orð

Kosið um prest í Garðasókn

PRESTKOSNINGAR í Garðasókn verða næstkomandi laugardag. Alls eru 6.610 manns á kjörskrá og kosið verður í Flataskóla milli kl. 9-19. Tveir umsækjendur eru um embætti prests í sókninni, séra Örn Bárður Jónsson og Hans Markús Hafsteinsson guðfræðingur. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Kynning á Kriya Yoga

HALDIN verður kynning á Kriya Yoga föstudaginn 30. maí kl. 20 í Bolholti 4, 4. hæð. Dagana 31. maí til 1. júní verður svo haldið námskeið í Kriya Yoga á sama stað. Swami Prajnanananda Giri, sem var hér á landi síðasta sumar, er kominn aftur til að kynna og kenna Kriya Yoga. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 233 orð

Landsfundur Landssambands aldraðra hefst í dag

FJÓRÐI landsfundur Landssambands aldraðra verður haldinn fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. maí 1997 í Hafnarborg við Strandgötu í Hafnarfirði. Fundurinn verður settur kl. 10 í fundarsalnum á annarri hæð hússins. Meira
29. maí 1997 | Erlendar fréttir | 316 orð

Landskjálftar í Íran TVEIR jarðskjálftar urðu

TVEIR jarðskjálftar urðu í Íran í gærmorgun en fregnir höfðu ekki borist af afleiðingum þeirra. Í Ardabil í norðvesturhluta landsins mældist skjálfti sem var 4,8 á Richter og annar við Astara í norðri sem var 4,6 á Richter. Jarðskjálftar eru algengir í Íran og er þetta önnur alvarlega jarðskjálftahrinan í þessum mánuði. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð

LEIÐRÉTTHurðin sett í árið 1921 Í fré

Í frétt hér í Morgunblaðinu í gær, var haft eftir Páli Bjarnasyni arkítekt að hurð hafi verið sett í stað miðjugluggans á þeirri hlið Iðnó sem veit að Tjörninni, árið 1919. Hið rétta mun vera, að hurðinni var komið fyrir árið 1921. Meira
29. maí 1997 | Erlendar fréttir | 149 orð

Leiðtogadýrkun

LEIÐTOGADÝRKUNIN í Norður-Kóreu hefur síst minnkað við leiðtogaskipti í hinu lokaða landi. Kim Il Sung hafði þúsundir viðurnefna, hvert öðru hástemmdara, og Kim Jong Il, sem tók við forustu þjóðarinnar af honum, er ekki síður skjallaður opinberlega. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 353 orð

Leigjandi hesthúss kærður fyrir vanhirðu

EIGANDI hesthúss í Mosfellsbæ hefur kært leigjanda hússins til lögreglu fyrir vanhirðu. Hákon Hákonarson, eigandi hússins, segir að allt sé meira og minna ónýtt í húsinu eftir veturinn og hafi hestar sem voru í húsinu verið illa hirtir. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

List í tösku

Í TILEFNI af fundi menningarborga Evrópu árið 2000, sem haldinn verður í Reykjvík í dag, fimmtudag, og á föstudaginn, hefur Illugi Eysteinsson myndlistarmaður útbúið tösku með sýnishornum af íslenskri listsköpun. Í henni eru hljómdiskar, kvikmyndir, dans á myndbandi, bækur um myndlist og byggingarlist, úrval ljóða í enskri þýðingu og fleira. Meira
29. maí 1997 | Landsbyggðin | 129 orð

Meðalumferð um þjóðvegina frá 86 bílum upp í 28.774

UMFERÐ um Djúpveg hefur verið talin nokkur síðustu ár eins og reyndar víðar á landinu og hefur hún farið vaxandi. Talið er í Álftafirði, nokkru innan við Súðavík. Meðalumferð ársins á dag var 58 bílar árið 1991 en var komin í 86 bíla í fyrra. Sumarumferðin var í fyrra 145 bílar en fór niður í 30 yfir vetrarmánuðina. Meira
29. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

MESSUR

LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður við höfnina á Grenivík að morgni sjómannadags, 1. júní. Eftir messu verður gengið til kirkju og blóm lögð að minnismerki um látna sjómenn. Hátíðarguðsþjónusta er í Svalbarðskirkju á sunnudag kl. 14 í tilefni 40 ára afmælis kirkjunnar. Sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup prédikar en altarisþjónustu annast sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup, sr. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 365 orð

Mestar lokanir á lyflækningasviði

SUMARLOKANIR á vefrænum deildum og geðdeildum Ríkisspítala nema u.þ.b. 12.000 legudögum að meðtöldum dagdeildum. Svarar það til tæplega 5% af hámarkslegudagafjölda á spítalanum. Áætlað er að heildarlokanir á árinu nemi um 15.000 legudögum eða um 6% af hámarkslegudagafjölda. Inni í þeim tölum eru einnig lokanir sem þegar hafa verið í gangi. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Miðlunartillaga í dag RÍKISSÁTTASEMJARI á

RÍKISSÁTTASEMJARI ákvað í gær að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu verkalýðsfélaga og vinnuveitenda á Vestfjörðum og verður tillagan kynnt deiluaðilum fyrir hádegi í dag. Kosið verður um miðlunartillöguna á morgun, föstudag. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Minningarathöfn á Ingólfstorgi

KJARKUR, félag óvirkra fíkla, gengst í kvöld fyrir minningarathöfn um fórnarlömb vímuefna. Hópganga hefst á Hlemmi klukkan 21 og verður gengið niður á Ingólfstorg, þar sem kveikt verður á kertum. Síðan mun sr. Halldór S. Gröndal flytja minningarorð. Að lokum spila Bubbi og KK. Meira
29. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 318 orð

Minnismerki sett upp á slysstað í sumar

FIMMTÍU ár eru nú liðin frá mannskæðasta flugslysi Íslandssögunnar. Þann 29. maí 1947 fórst TF-ÍSÍ sem var af gerðinni Douglas Dakota í Hestfjalli í Héðinsfirði. Vélin sem var á leið til Akureyrar, rakst á Hestfjall, efst í svokölluðum Vogartorfum, við vestanverðan Héðinsfjörð. Skyggni var slæmt, dimm þoka og lágskýjað og lenti vélin á fjallinu í um 50 metra hæð. Meira
29. maí 1997 | Erlendar fréttir | 207 orð

Mótmæli stöðvuð í Kinshasa

HERMENN í Lýðveldinu Kongó, áður Zaire, leystu í gær upp mótmælagöngu nokkurra þúsunda manna í höfuðborginni Kinshasa. Flestir göngumanna voru stuðningsmenn Etienne Tshisekedi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar og fyrrverandi forsætisráðherra, og kröfðust þess að Rúandamenn í her og stjórn landsins yrðu látnir víkja. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 305 orð

Mun lægri dánartíðni hjá fólki með meiri menntun

RANNSÓKN sem Maríanna Garðarsdóttir læknanemi hefur gert á sambandi menntunar og dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma hefur leitt í ljós að mun lægri dánartíðni er hjá þeim sem hafa meiri menntun. Að sögn Maríönnu liggur ekki fyrir skýring á þessum mun en ýmsir þættir í því sambandi eru til athugunar. Meira
29. maí 1997 | Erlendar fréttir | 240 orð

Norðmenn vonlitlir um að fá Watson

SAKSÓKNARINN í Nordland í Noregi hefur gefið upp alla von um að kanadíski náttúruverndarsinninn Paul Watson verði framseldur frá Hollandi. Norskur dómstóll dæmdi Watson í 120 daga fangelsisvist að honum fjarverandi fyrir að sökkva norsku hvalveiðiskipi og var hann eftirlýstur vegna dómsins. Hollendingar handtóku Watson í byrjun apríl og hefur hann setið í gæsluvarðhaldi þar í 58 daga. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 165 orð

Rakalaus þvættingur

PÁLL Halldórsson, skipstjóri á Páli Pálssyni ÍS, segir það rakalausan þvætting sem haft var eftir Pétri Sigurðssyni, forseta ASV, í Morgunblaðinu í gær að skipið hefði læðst inn á Grundarfjörð til löndunar síðastliðinn þriðjudagsmorgun og farið eins og þjófar á nóttu. "Það var vigtað upp úr skipinu og ég var búinn að fá vigtarnótur og ganga frá öllu þegar skipið fór. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 312 orð

Raungreinakennarar íhuga fjöldauppsagnir

ÁSTA Þorleifsdóttir, formaður Félags raungreinakennara, segir það ekki nýtt að margir falli í stærðfræði á fyrsta ári í framhaldsskólum landsins. Hún segir að fallhlutfallið hafi undanfarin ár almennt verið um 40% í grunnáföngum. Þeir sem falli fari síðan í endurtektarpróf og kaupi sér jafnvel aukatíma, en að því loknu sé fallhlutfallið þó um 25%. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Ríkisstjórnin skrifar ESB vegna Schengen

RÍKISSTJÓRNIN hefur sent yfirvöldum í Evrópusambandinu bréf, þar sem sú afstaða kemur fram að verði Schengen-vegabréfasamstarfið innlimað í svokallaða fyrstu stoð sambandsins og þar með sett undir yfirþjóðlegar stofnanir, sjái Ísland sér ekki fært að taka þátt í samstarfinu. "Það eru settir sterkir fyrirvarar gagnvart slíku," segir Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 249 orð

Ríkisstjórnir ESB beiti sér gegn atvinnuleysi

"VIÐ ERUM að berjast fyrir því að ríkisstjórnir Evrópu beiti sér gegn atvinnuleysi," sagði Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, vegna ráðstefnu, sem haldin var í gær, um starf ASÍ að alþjóðamálum í tilefni af evrópskum baráttudegi gegn atvinnuleysi. Baráttan miðar m.a. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð

Safnað handa langsjúkum börnum

ÁKVEÐIÐ hefur verið að hefja söfnun fyrir nýstofnað félag sem kallast Einstök börn. Um er að ræða foreldrahóp barna innan Umhyggju með sjaldgæfa langvinna sjúkdóma. "Í dag eru um 26 börn sem tilheyra félaginu. Innan þessa barnahóps eru börn með ýmsa syndrome sjúkdóma, meltingarfærasjúkdóma, sjúkdóma í lifur og nýrum o.s.frv. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 172 orð

Sala á eignum Fáfnis á Þingeyri Niðurstaða fæst í dag

FISKVEIÐASJÓÐUR og Landsbanki Íslands eru í viðræðum við framkvæmdastjóra fisksölufyrirtækis og fiskverkanda um sölu á frystihúsi og öðrum eignum sem þessar lánastofnanir hafa yfirtekið á Þingeyri. Búist er við niðurstöðu í dag. Fiskveiðasjóður, Landsbanki Íslands og Byggðastofnun auglýstu til sölu þær eignir Fáfnis hf. sem stofnanirnar yfirtóku á Þingeyri. Nokkir aðilar sýndu áhuga. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 744 orð

Samningar yrðu flóknir og tímafrekir

Hugmyndir um tengingu krónu við evró með gengissamningi við ESB Samningar yrðu flóknir og tímafrekir Gerð gengissamnings við Evrópusambandið hefur verið nefnd sem möguleg viðbrögð Íslands við gildistöku Efnahags- og myntbandalags Evrópu. Ólafur Þ. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 272 orð

Samþykkt deildarráðs gerð með 5 samhljóða atkvæðum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing vegna skrifa um uppsögn lektors í spænsku (frá deildarráði heimspekideildar Háskóla Íslands 1994-95): "Í tilefni greinar Önnu Þorsteinsdóttur, Valdníðsla er þjóðarmein, í Morgunblaðinu 22. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 408 orð

Sáttasemjari eða ríkisvaldið leysi deiluna

"MÁLIÐ er einfaldlega komið í þá stöðu að við leysum það ekki okkar á milli hér. Pétur Sigurðsson sagði að hnúturinn væri svo fastur að það yrði að skera á hann og það gera hvorki þeir né við," sagði Arnar Kristinsson framkvæmdastjóri Básafells á Ísafirði í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 296 orð

SÍF stefnir að því að styrkja stöðu félagsins í Noregi

NÚ ER í burðarliðnum samningur um kaup SÍF á helmingshlut í norska fiskvinnslufyrirtækinu Loppa Fisk. Viljayfirlýsing um kaupin hefur verið undirrituð en stjórn SÍF á eftir að samþykkja kaupin. Róbert B. Agnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SÍF, segir kaupin ætluð til að styrkja starfsemi félagsins í Noregi og tryggja sér gæðafisk til sölu. Meira
29. maí 1997 | Landsbyggðin | 178 orð

Sjómannadagsblað Vestmannaeyja komið út

Vestmannaeyjum-Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1997 er komið út. Blaðið, sem gefið er út af Sjómannadagsráði Vestmannaeyja, er 165 blaðsíður og í því eru um 260 ljósmyndir, bæði gamlar og nýjar. Mjög fjölbreytt efni er í blaðinu og meðal greina má nefna; Migið í saltan sjó", Fiskifræði sjómanna eftir Gísla Pálsson, mannfræðing, og Jón G. Pálsson. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 243 orð

Sjö tilboð voru gerð í Langá

ALLS bárust sjö tilboð frá fimm aðilum í stangaveiðiréttindi Langár á Mýrum, en skilafresti tilboða lauk á sunnudag með opnun þeirra sem borist höfðu. Boðaður hefur verið aukaaðalfundur Veiðifélags Langár laugardaginn 21. júní og verða tilboðin vegin og metin í millitíðinni. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 166 orð

Skorað á yfirvöld að breyta aðalskipulagi

BORGARAFUNDUR íbúa í Seljahverfi sem haldinn var um skipulagsmál í gær samþykkti samróma að beina þeirri áskorun til Borgarstjórnar og Borgarskipulags Reykjavíkur að tengibraut úr Fífuhvammshverfi í Kópavogi inn á Jaðarsel í Seljahverfi verði felld út af aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 til 2016. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Skógarganga í kvöld

ÖNNUR skógarganga skógræktarfélaganna, Ferðafélags Íslands og Búnaðarbankans um "Græna trefilinn" hefst í dag, fimmtudaginn 29. maí, kl. 20. Gengin er raðganga um útmörk höfuðborgarsvæðisins og hefst önnur gangan við gróðrarstöð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar við Kaldárselsveg og gengið verður um Fremstahöfða og Seldal að Hvaleyrarvatni. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 366 orð

Skýrar reglur um próffræðilegt mat

ÞÓRÓLFUR Þórlindsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála, segist hafa orðið var við þá skoðun meðal dönskukennara að samræmda prófið í dönsku í ár hafi verið of létt og vel megi vera að það sé rétt hjá þeim en það breyti hins vegar engu um þá skoðun sína að endurbætur á kennslu og námsefni í dönsku að undanförnu séu að skila sér í betri árangri nemenda. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 204 orð

Sveitarstjórn Súðavíkur hvetur til sátta

SVEITARSTJÓRN Súðavíkur harmar að ekki hafi tekist að binda enda á verkfallið á Vestfjörðum sem nú hefur staðið á sjöttu viku og hvetur deiluaðila til sátta. Tjón Súðvíkinga nú þegar er tilfinninganlegt enda atvinnulíf í kauptúninu lamað. Verkfallið hefur stöðvað starfsemi Frosta hf. og haft áhrif á flest heimili í Súðavík, segir í ályktun frá sveitarstjórn Súðavíkur. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 194 orð

Sýnir aðra hlið en einkunnirnar einar

INNTÖKUPRÓF verður haldið næstkomandi laugardag fyrir þá sem sótt hafa um nám í Kennaraháskóla Íslands næsta skólaár. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt próf er haldið þar á bæ og er það að sögn kennslustjóra hugsað sem tilraun. Meira
29. maí 1997 | Erlendar fréttir | 833 orð

Tekið á "þjóðarskömminni"

RÁNYRKJA breskra sjómanna í Norðusjó er svo umfangsmikil að stjórnvöld telja að ekki sé hægt að horfa lengur framhjá henni. Elliot Morley, sem tók við embætti sjávarútvegsráðherra fyrr í mánuðinum, hyggst grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir rányrkju. Hann segir að hjá því verði ekki komist þótt tímasetningin sé ef til vill ekki góð. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 251 orð

Tíu ára fangelsisvist fyrir manndráp

NÍTJÁN ára maður, Sigurgeir Bergsson, var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til tíu ára fangelsisvistar fyrir að hafa svipt stjúpföður sinn lífi að morgni 1. janúar síðastliðins að heimili þeirra í Sandgerði. Ákærði undi dómnum sem verður ekki áfrýjað af ákæruvaldinu, og hefur hinn ákærði hafið afplánun á refsingunni. Dóminn kvað upp Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Treystum á viðunandi niðurstöðu

"AUÐVITAÐ hefur úrskurður samkeppnisráðs sett strik í okkar undirbúning og það er ákveðinn óvissuþáttur sem kom í málið en eftir að hafa skoðað þetta efnislega fannst okkur að við hefðum það sterk rök að við höfum haldið áfram og treystum því að niðurstaðan verði ásættanleg," sagði Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 469 orð

Unnið að stofnun hlutafélagsins "Norðvesturbandalagið" sem á að

UNNIÐ er að sameiningu fjögurra sláturhúsa á Norðurlandi vestra, Ströndum og í Dalasýslu undir vinnuheitinu "Norðvesturbandalagið". Ef samstaða næst verður stofnað sérstakt hlutafélag sem kaupir sláturhúsin og rekur. Núverandi eigendur sláturhúsanna verða hluthafar ásamt búnaðarsamböndunum og ýmsum fjárfestum. Hugmyndin að sameiningu sláturhúsa á þessu svæði kom fyrst upp fyrir tveimur árum. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 262 orð

Upplýsingaskrifstofa húsnæðismála fyrir Reykvíkinga

BORGARRÁÐ hefur samþykkt reglur fyrir upplýsingaskrifstofu húsnæðismála í borginni. Markmið skrifstofunnar er að Reykvíkingar í húsnæðisleit geti á einum stað fengið upplýsingar um helstu leiðir við útvegun á húsnæði. Gert er ráð fyrir að skrifstofan taki til starfa 1. september nk. á Suðurlandsbraut 30. Meira
29. maí 1997 | Miðopna | 62 orð

Vitnisburður um sóknarkraft sagnfræðinnar

ÍSLENSKA söguþingið var sett með viðhöfn í Háskólabíói í gær. Næstu dagana munu áttatíu fyrirlesarar, bæði erlendir og innlendir, sagnfræðingar og aðrir fræðimenn, segja frá nýjum rannsóknum og viðhorfum til sögu Íslands. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 285 orð

Vonbrigði með framlög af vegaáætlun

BORGARRÁÐ lýsir yfir vonbrigðum með samþykkt Alþingis á framlögum á vegaáætlun til höfuðborgarsvæðisins. Einnig að áætlunin skuli ekki hafa verið afgreidd fyrr en á allra síðustu dögum þingsins og að hún skuli vera afgreidd til tveggja ára en ekki fjögurra eins og lög geri ráð fyrir. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Vorsýning á tréskurði

TRÉSKURÐARMENN sýna handverk sitt um næstu helgi í Viðarmiðluninni, húsnæði Skógræktar ríkisins í Suðurhlíðum 38 í Reykjavík. Sýningin verður opnuð föstudaginn 30. maí og stendur fram á sunnudaginn 1. júní. Sýningartími er frá kl. 13­18 alla daga utan sunnudags þegar opnað er kl. 14. Á sýningunni verða munir unnir í ýmsar trjátegundir með mismunandi tækni. Meira
29. maí 1997 | Erlendar fréttir | 139 orð

Wolf dæmdur fyrir mannrán

ÞÝSKUR dómstóll kvað á þriðjudag upp tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Markus Wolf, sem var yfirmaður austur-þýsku leyniþjónustunnar í 30 ár, fyrir þrjú mannrán á árum kalda stríðsins. Meira
29. maí 1997 | Erlendar fréttir | 284 orð

Þjóðin hvött til að nýta lýðræðið

SUHARTO, forseti Indónesíu, ávarpaði þjóð sína í gær og hvatti Indónesa til að neyta atkvæðisréttar síns í þingkosningunum í dag eftir mannskæðustu pólitísku átökin í landinu í þrjá áratugi. Kosningabaráttan stóð í 27 daga og henni lauk á föstudag með óeirðum sem kostuðu að minnsta kosti 124 lífið í Banjarmasin, höfuðstað héraðsins Suður- Kalimantan. Meira
29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 213 orð

Þjóðvaki hefur áfram hlutverk

"VIÐ erum í miðju verki að vinna að sameiginlegu framboði allra jafnaðarmanna og félagshyggjufólks í næstu kosningum og meðan því verki er ekki lokið hefur Þjóðvaki hlutverki að gegna í pólitíkinni," sagði Jóhanna Sigurðardóttir aðspurð um þau ummæli Svanfríðar Jónasdóttur að hlutverki Þjóðvaka í íslenskum stjórnmálum væri lokið. "Um það er enginn ágreiningur í Þjóðvaka. Meira
29. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 230 orð

Þjófar sættu lagi milli eftirlitsferða

UM 40 hjólbörðum var stolið frá Gúmmívinnslunni við Réttarhvamm á Akureyri aðfaranótt þriðjudags eða 8 jeppadekkjum og um 30 fólksbíladekkjum og nemur verðmæti þeirra um hálfri milljón króna. Brotist var inn í gám sem er áfastur lager Gúmmívinnslunnar, þar sem geymd eru fólksbíladekk og höfðu þjófarnir á brott með sér um 30 ný dekk, Meira
29. maí 1997 | Landsbyggðin | 62 orð

Æft fyrir sjómannadag

Flateyri­Óðum styttist í sjómannadaginn og því við hæfi að æfa gömlu róðrartökin fyrir keppni á langbátum. Úr höfninni á Flateyri bárust hvatningaróp mikil þegar kvennahópur einn reri stíft undir hvatningarópum formannsins. Hér voru á ferð bæði suður-afrískar og filippseyskar stúlkur að æfa sig. Meira
29. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 130 orð

Öldurót komið út

ÖLDURÓT, blað Sjómannadagsráðs Eyjafjarðar, gefið út í tilefni sjómannadagsins er komið út. Þetta er í sjöunda sinn sem blaðið er gefið út og líkt og áður er blaðið helgað efni sem varðar sjómenn og sjómannadaginn og ekki síst er í efnisvali blaðsins horft til öryggsmála sjómanna en yfirskrift sjómannadagsins á Akureyri í ár er "Öryggi framar öllu". Meira

Ritstjórnargreinar

29. maí 1997 | Leiðarar | 601 orð

EMU OG SEÐLABANKINN MMÆLI Ingimundar Friðrikssonar, að

EMU OG SEÐLABANKINN MMÆLI Ingimundar Friðrikssonar, aðstoðarbankastjóra Seðlabanka Íslands, um að gildistaka Efnahags- og myntbandalags Evrópu kalli á aukið sjálfstæði bankans, hljóta að vekja stjórnmálamenn á Íslandi til umhugsunar. Meira
29. maí 1997 | Staksteinar | 339 orð

»Gengisfelling? Í FRÉTTABRÉFI LÍÚ ritar Kristján Ragna

Í FRÉTTABRÉFI LÍÚ ritar Kristján Ragnarsson grein um auðlindaskatt, sem hann segir kröfu um gengisfellingu. "Í GREININNI gerir Kristján að umræðuefni skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um veiðigjald og skattbyrði, en niðurstöður hennar eru, að verði veiðigjald eða auðlindaskattur lagt á sjávarútveginn, myndi það breyta hlutfallslegri skattbyrði byggðarlaga miðað við það sem nú er. Meira

Menning

29. maí 1997 | Fólk í fréttum | 263 orð

Berglind hyggur á kvikmyndaframa

BERGLIND Ólafsdóttir fyrirsæta hefur gert víðreist að undanförnu. Hún var valin ljósmyndafyrirsæta keppninnar um ungfrú Hawaiian Tropic í Flórída fyrir skömmu og einnig var hún stödd í Cannes, á kvikmyndahátíðinni miklu sem lauk fyrir skömmu. Þar segist hún hafa komist í góð sambönd og hyggst reyna að nýta sér þau og reyna fyrir sér sem leikkona. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 71 orð

Bjarni Jónsson sýnir í Sjóminjasafni Íslands

SÝNING á 20 olíumálverkum eftir Bjarna Jónsson verður opnuð á laugardaginn í sjóminjasafni Íslands, Hafnarfirði. Allt eru þetta myndir um sjómennsku og sjávarhætti fyrri tíðar er sýna hákarlaveiðar, skreiðarferðir, saltfiskbreiðslu, seglskip, togara, árabáta o.fl. Um helmingur myndanna er frá þessu og síðasta ári og eru allar til sölu. Sýningin stendur í sumar. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 938 orð

BLÓÐHEIT ALLT Í GEGN

ORGELIÐ er órjúfanlegur hluti af kirkjulistasögunni. Það er því við hæfi að fyrsti íslenski konsertinn fyrir orgel og hljómsveit sem fluttur verður hér á landi sé saminn að beiðni Kirkjulistahátíðar og frumfluttur á tónleikum á hennar vegum. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 64 orð

Djasskvöld hjá Puccini

DJASSKVÖLD verður haldið á Kaffi Puccini, Vitastíg 10a, í kvöld, fimmtudag. Sem fyrr er það tríó Björns Thoroddsen sem spilar en auk Björns skipa tríóið Ásgeir Óskarsson á trommur og Gunnar Hrafnsson á bassa. Tríó Björns Thoroddsen leikur frá kl. 21.30­23. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 200 orð

Eitt penní í aðgangseyri

LEIKHÚSGESTIR hurfu aftur til 16. aldar er þeir voru viðstaddir fyrstu leiksýninguna í eftirmynd The Globe, sem nú er að rísa í Lundúnum. Búist er við að byggingunni ljúki árið 1999. Um 1.500 manns tróðu sér inn í hálfbyggt útileikhúsið, sem verður allt úr tré. Fetuðu áhorfendurnir í fótspor leikhúsgesta fyrri tíma; hrópuðu, púuðu og hvæstu á viðeigandi augnablikum. Meira
29. maí 1997 | Bókmenntir | 471 orð

Eyðimörkin er hið innra

eftir Daud Kamal. Hallberg Hallmundsson sneri úr ensku. Ljóðakver 1, 32 bls. Brú ­ Reykjavík, New York 1997. PAKISTANSKA skáldið Daud Kamal fæddist árið 1935 í Abbottabad sem þá laut indversk- breskri stjórn, en komst undir pakistönsk yfirráð þegar Indlandi var skipt 12 árum síðar. Meira
29. maí 1997 | Fólk í fréttum | 65 orð

Fágæt afmælisheimsókn

ÞÁTTTAKENDUR í fegurðarsamkeppni Íslands, sem fór fram á föstudaginn, gerðu sér glaðan dag kvöldið eftir og komu m.a. við á Skuggabarnum, þar sem Hilmar Þór Guðmundsson hélt upp á 25 ára afmæli sitt. Hér má sjá Hilmar (fyrir miðju) í föngulegum hópi fegurstu kvenna Íslands. Í blaðinu í gær birtist röng mynd með þessari grein og er afmælisbarnið beðið velvirðingar á mistökunum. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 113 orð

Finnbogi fær norræna viðurkenningu

FINNBOGI Pétursson myndlistarmaður hefur fengið norrænan styrk sænsku menningarstofnunarinnar Edstrandska að upphæð 230.000 sænskar krónur. Styrkurinn er veittur fyrir árið 1997. Einn listamaður frá hverju landanna, Íslandi, Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð, hlaut styrk að þessu sinni. Meira
29. maí 1997 | Kvikmyndir | 329 orð

Format fyrir menningu o.fl., 17,7

Format fyrir menningu o.fl., 17,7 Meira
29. maí 1997 | Fólk í fréttum | 552 orð

Fyrir augu og eyru

GUS GUS flokkurinn er önnum kafinn um þessar mundir; hafið er stíft tónleikahald sem stendur fram á haust og jafnvel fram á vetur. Áður en hægt var að leggja í hann þurfti að sinna ýmislegu og ekki öllu tónlistarkyns, því myndskreyta þurfti lögin og búa þau til flutnings fyrir augu ekki síður en eyru. Afrakstur þess var meðal annars óvænt myndband. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 52 orð

Færeyingur til Álandseyja

MIKKJAL Helmsdal frá Færeyjum hefur verið tilnefndur nýr forstjóri Norræna hússins á Álandseyjum. Búist er við að ráðning hans verði staðfest á fundi menntamálaráðherra Norðurlanda í Kalmar þann 14. júní nk. Eftir sama fund er vænst staðfestingar á ráðningu nýs forstjóra Norræna hússins í Reykjavík, Riittu Hein¨amaa frá Finnlandi. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 102 orð

Hillur og ljósmyndir í Ásmundarsal

SIGRÍÐUR Sigurjónsdóttir og japanski ljósmyndarinn Takashi Homma opna sýningu í Ásmundarsal næstkomandi laugardag. Sigríður sýnir hillur sem unnar eru úr rafhúðuðu áli, plexigleri og ljósmyndum. Takashi Homma sýnir ljósmyndir sem teknar voru í Reykjavík síðastliðið sumar. Myndirnar eru hluti af 100 bls. bók sem hann kallar Hyberballad og kemur út í Japan í haust. Meira
29. maí 1997 | Myndlist | 355 orð

Hringur á Akureyri

Opið alla daga frá 14­18. Lokað mánudaga. Til 1. júní. Aðgangur ókeypis. ÞÓTT megintilgangur farar rýnisins norður væri ekki að skrifa um sýningu þá sem sett hefur verið upp í listasafninu á verkum Hrings Jóhannessonar hafði það auðvitað forgang að skoða hana fljótt og vel. Meira
29. maí 1997 | Kvikmyndir | 171 orð

Karlar í krapinu Þrumurnar (Rolling Thunder)

Framleiðandi: Stu Segall. Leikstjórar: P.J. Pesce og Ralph Hemecker. Handritshöfundar: Alan B. McElroy og Ian Abrams eftir sögu þess fyrrnefnda. Kvikmyndataka: Mike Bonvillain og Tom Jewett. Tónlist: Larry H. Brown. Aðalhlutverk: Stephen Shellen, Yvette Nipar, Cress Williams og Scott Coffey.. 90 mín. Bandaríkin. Colombia Tristar Home Video/Skífan 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 30 orð

Kristjáns St. Fjeldsted sýnir í Ólafsvík

Kristjáns St. Fjeldsted sýnir í Ólafsvík OPNUÐ verður málverkasýning Kristjáns St. Fjeldsted í Gistiheimili Ólafsvíkur á sjómannadaginn 1. júní kl. 16. Myndefni Kristjáns er m.a. frá Snæfellsnesi. Sýningunni lýkur 12. júní. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 44 orð

Landslagsstemmur í Gerðubergi

JÓN Jónsson opnar sína fimmtu einkasýningu í félagsstarfi Gerðubergs á morgun kl. 15. Á sýningunni er á fjórða tug málverka og munu kór eldri borgara í Gerðubergi og kór SVR taka lagið í tilefni af opnuninni. EITT verka Jóns Jónssonar í Gerðubergi. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 105 orð

Listsmiðjan Úti og inni í Hafnarfirði

LISTASKÓLINN við Hamarinn starfrækir í sumar listsmiðju fyrir börn á aldrinum 6­12 ára. Þetta verður tveggja vikna námskeið sem stendur frá 23. júní til 4. júlí, kl. 9.30­12.30, alla dagana að helginni undanskilinni. Nemendur skoða og skapa og nota til þess margvíslegan efnivið jafnt hefðbundinn sem óhefðbundinn. Meira
29. maí 1997 | Kvikmyndir | 177 orð

Líkamsræktarbyltingin

FYRIR fimmtán árum kom myndbandið "Jane Fonda's Workout" á markaðinn í Bandaríkjunum. Líkamsræktarmyndband Fonda var algjör nýbreytni á þeim tíma en í kjölfar þess kom heilt flóð. Bók hinnar 44 ára gömlu leikkonu, "Jane Fonda's Workout Book", var á metsölulistum þegar myndbandið kom út og tryggði þegar mikla sölu fyrir bandið. Meira
29. maí 1997 | Fólk í fréttum | 105 orð

Lokaferð

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Ársel fór með 60 skjólstæðinga sína í 10. bekk í vorferð fyrir skemmstu. Byrjað var á því að bruna í Bláa lónið þar sem slappað var af í blíðskaparveðri og sólarinnar notið. Því næst var stefnan tekin á Nauthólsvík þar sem siglt var á ýmsum fleyjum, svo sem kanóum, kajökum og árabátum. Meira
29. maí 1997 | Fólk í fréttum | 57 orð

LR fær þekktan danshöfund til liðs við sig

VIÐ UPPFÆRSLU á söngleiknum Hið ljúfa líf eftir Benóný Ægisson, KK og Jón Ólafsson hefur Leikfélag Reykjavíkur fengið til liðs við sig danshöfundinn Kenn Oldfield. Kenn brá sér, ásamt leikstjóranum Þórarni Eyfjörð, búningahönnuðinum Þórunni Sveinsdóttur og Tómasi Jónssyni, austur á Skeiðarársand og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Meira
29. maí 1997 | Tónlist | 625 orð

Læstir lyklar

Forn íslenzk tónlist, þ.ám. 3 lög í útsetningu Jóns Nordal. Voces Thules (Eggert Pálsson, Guðlaugur Viktorsson, Sigurður Halldórsson og Sverrir Guðjónsson). Aðstoð við framkvæmd tónlistaratriða og handritalestur: Helga Ingólfsdóttir og Kári Bjarnason. Flutt milli annarra atriða á setningu Íslenzka söguþingsins, Háskólabíói, miðvikudaginn 28. maí kl. 20:30. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 53 orð

Málverkasýning í Grindavík

GUNNAR Þorleifsson opnar málverkasýningu í menningarmiðstöðinni í Grindavík í dag, fimmtudag. Þetta er 10. einkasýning Gunnars sem stundaði nám við málaraskóla Finns Jónssonar, Jóhanns Briem og Reklam­Institute, Stokkhólmi. Sýningin er opin virka daga frá kl. 17­22 virka daga, um helgar kl. 14­22. Henni lýkur 9. júní. Meira
29. maí 1997 | Kvikmyndir | 72 orð

MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU

Eyðimerkurtunglsýki (Mojave Moon) Marco Polo (Marco Polo) Tækifærishelvíti (An Occasional Hell) Adrenalín (Adrenalin) Golfkempan Meira
29. maí 1997 | Myndlist | 919 orð

MYNDLIST Í KIRKJUR

Opið alla daga á tíma kirkjunnar til 1. júní. Aðgangur er ókeypis. ÍSLENZKAR kirkjur eru yfirleitt fátækar af myndlistarverkum og samtímalist hefur helst fengið inni í þeim í formi steindra glermynda. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 176 orð

Náttúrumyndir í gjafamöppu

Náttúrumyndir í gjafamöppu ICELAND Review sendir nú frá sér nýjung, gjafamöppu sem ber heitið Nature Photography from Iceland og inniheldur sérprentaðar ljósmyndir eftir Pál Stefánsson, einn þekktasta ljósmyndara landsins, sem getið hefur sér orð víða um heim og unnið til fjölda viðurkenninga. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 141 orð

Nýjar bækur Ekki algerle

Ekki algerlega einn er úrval ljóða eftir finnlands­sænska skáldið Lars Huldén í íslenskri þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Huldén yrkir um hverfulleika lífsins, um einmanaleika, um dauðann, um náttúruna, um mannleg samskipti og samskipti manns og náttúru, um móðurmálið, um málfræði, um trú og trúleysi, og hann nálgast þjóðskáld á nýstárlegan hátt, Meira
29. maí 1997 | Fólk í fréttum | 54 orð

Ný verslun

VERSLUNIN Bestseller var opnuð með pompi og pragt á Laugavegi 95­97 fyrir skemmstu. Fjölmargir gestir, þeirra á meðal ljósmyndari Morgunblaðsins, heiðruðu búðareigendur með nærveru sinni við það tækifæri. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ARI Sigurðsson, Hrönn Magnúsdóttir, Kristín Steinarsdóttirog Sigurbjörn Magnússon. Meira
29. maí 1997 | Kvikmyndir | 72 orð

Risastórar risaeðlur

EINS OG getið var í blaðinu í gær rifu risaeðlurnar í sig aðsóknina um helgina. "The Lost World: Jurassic Park" náði aðgangseyri sem nam rúmlega 90 milljónum dollara, eða rúmum 6,3 milljörðum króna. Fátt annað markvert gerðist á listanum, utan það að rómantíska gamanmyndin "Addicted to Love" með Matthew Broderick og Meg Ryan náði öðru sætinu örugglega. Meira
29. maí 1997 | Fólk í fréttum | 947 orð

Safnfréttir, 105,7

INGHÓLL SELFOSSI Á föstudagskvöld verður haldin diskóhátíð þar sem fram kemur söngvarinn Páll Óskar. Þetta verða síðustu forvöð að sjá Pál Óskar því hann hyggur á Evrópuför í júní. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 197 orð

Samkór Mýramanna fer til Þýskalands

SAMKÓR Mýramanna lagði í dag af stað í söng- og skemmtiferð til Þýskalands og Austurríkis. Þar með líkur þróttmiklu vetrarstarfi kórsins. Þrjátíu kórfélagar fara í ferðina. Á efnisskrá er gömul og ný íslensk tónlist. Kórinn flýgur til Frankfurt og ekur þaðan suður til Chiemsee sem er stöðuvatn skammt norðan landamæra Þýskalands og Austurríkis. Meira
29. maí 1997 | Fólk í fréttum | 35 orð

Sextugar Spice girls

ÞESSI MYND af stelpunum í hljómsveitinni Spice girls birtist nýlega í enska blaðinu Loaded og sýnir hvernig þær stelpur hugsanlega geta litið út eftir u.þ.b. 30-40 ár. Alltaf jafn sætar ekki Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 174 orð

Sinfóníuhljómsveit Íslands til Eyja

KÓR Landakirkju, Samkór Vestmannaeyja og Sinfóníuhljómsveit Íslands efna sameiginlega til tónleika í Hvítasunnukirkjunni á laugardag, kl. 16.30. Á efnisskránni eru Trompetkonsert í Es­dúr eftir Joseph Haydn. Birkir Freyr Matthíasson leikur einleik með Sinfóníuhljómsveitinni undir stjórn Bernhards S. Wilkingson. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 100 orð

Skækjan hápunktur leiklistarhátíðar

Á LEIKLISTARHÁTÍÐINNI í Hallunda, sem stóð yfir 21.­25. maí, var sýnd uppfærsla Þjóðleikhússins á Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford, í leikstjórn Baltasar Kormáls. Á hátíðinni voru að mestu valdar sænskar leiksýningar en einnig sýningar frá Þýskalandi, Írlandi, Noregi og Ítalíu, alls 35 talsins. Þrjár sýningar voru á Skækjunni og komust færri að en vildu. Meira
29. maí 1997 | Kvikmyndir | 112 orð

Smith á uppleið

ATVINNUTILBOÐIN streyma til Wills Smiths um þessar mundir. Smith, sem sést í sumar í "Men in Black" ásamt Tommy Lee Jones, hefur náð miklum vinsældum sem kvikmyndaleikari á skömmum tíma, en áður en hann sneri sér að kvikmyndum var hann vinsæll sjónvarpsleikari og rappsöngvari. Nú hefur Warner Bros. Meira
29. maí 1997 | Skólar/Menntun | 1006 orð

Stúdentar af alþjóðabraut eftir fjögur ár

Framundan eru veruleg umskipti á skipan náms í Verzlunarskóla Íslands, sem um 30 kennarar skólans hafa tekið þátt í að skipuleggja. Felast þær í breytingum á kennsluháttum og framboði námsbrauta. Í haust stendur nýnemum til boða nám á fjórum nýjum eða breyttum námsbrautum. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 120 orð

Styrkir úr Listdanssjóði Þjóðleikhússins

AÐ LOKINNI nemendasýningu Listdansskóla Íslands, laugardaginn 24. maí voru veittir styrkir úr Listdanssjóði Þjóðleikhússins. Þessi sjóður var stofnaður á 30 ára afmæli Þjóðleikhússins árið 1980 af Sveini Einarssyni þáverandi þjóðleikhússtjóra. Styrknum er ætlað að vera hvatning og viðurkenning fyrir góðan árangur í listdansi. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 16 orð

Sýningu hönnunarnema að ljúka

Sýningu hönnunarnema að ljúka SÝNINGU hönnunarnema Iðnskólans í Hafnarfirði lýkur 2. júní. Sýningin er í Hafnarborg, Sverrissal. Meira
29. maí 1997 | Myndlist | 948 orð

TILVÍSANIR

Sýning Önnu Evu Bergman. Opin alla daga frá kl. 14­18. Til 8. júní. Aðgangur 200 krónur. Sýningarskrá 600 krónur. HLJÓMFAGRA nafnið, Anna Eva Bergman, er rýninum í ljósu minni frá uppgangsárum óhlutbundna málverksins á sjötta áratugnum. Þó meira fyrir að það blasti við í listtímaritum en að hann þekkti náið til verka hennar. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 262 orð

Tímarit ÞRÍTUGASTI og fimmti árga

Tímarit ÞRÍTUGASTI og fimmti árgangur Sögu, tímarits Sögufélags, er komið út. Saga flytur að þessu sinni fimm ritgerðir og fjalla þær allar um sögu síðari alda. Tvær greinar eru birtar undir hattinum Andmæli og athugasemdir og að venju eru fjölmargir ritdómar. Fyrsta ritgerðin er eftir Friðrik G. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 54 orð

Tónleikar í Borgarneskirkju

HJÓNIN Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöngkona og Kjartan Ólafsson söngvari og tónlistarmaður halda tónleika í Borgarneskirkju laugardaginn 31. maí kl. 17, ásamt kórum sínum, Rangæingakórnum í Reykjavík og Kór Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Undirleikari á píanó er Hólmfríður Sigurðardóttir. Gestakór verður Karlakórinn Söngbræður úr Borgarfirði undir stjórn Jerzy Tosik Warszawiak. Meira
29. maí 1997 | Kvikmyndir | 327 orð

Umsátur að áströlskum hætti

Leikstjóri: Nadia Tass. Aðalhlutverk: Colin Friels, Jacqueline McKenzie. Polygram. 1996. ÁSTRALSKAR gamanmyndir minna stundum á þær dönsku eins mildar og sérkennilegar og þær geta orðið og húmanískar. Eyðimerkurdrottningin Priscilla og Brúðkaup Mauriel eru tvö skínandi dæmi. Sömu framleiðendur munu gera gamanmyndina Trausta eða "Mr. Meira
29. maí 1997 | Bókmenntir | 681 orð

Undirfurður hversdagsleikans

eftir J.D. Salinger. Íslensk þýðing Ásgeir Ásgeirsson. Mál og menning, Reykjavík 1997. 135 bls. SÖGURNAR í þessu smásagnasafni eru í takt við höfund sinn, huldumann bandarískra bókmennta, J.D. Salinger: þær eru, í einu orði, undirfurðulegar. Sumar eru nánast eins og hálfkveðnar vísur, brot úr stærri sögum, sem rétt glittir í undir yfirborðinu. Meira
29. maí 1997 | Fólk í fréttum | 40 orð

Útskrift fagnað

LJÓSMYNDARI var á ferð um bæinn fyrir skemmstu og rakst þá á fríðan hóp nýútskrifaðra aðstoðarmanna tannlækna. Í efri röð má sjá (f.v.) Gerði, Telmu, Maríu og Lovísu. Neðri röð: Margrét, Gerða, Helga, Ásgerður og Hildur. Meira
29. maí 1997 | Kvikmyndir | 416 orð

Útvarpsdagar Howards Sterns

Leikstjóri: Betty Thomas. Handrit: Len Blum. Framleiðandi: Ivan Reitman. Aðalhlutverk: Howard Stern, Mary MacCormack, Robin Quivers, Fred Norris, Jackie Martling. Paramount og Rhyser Entertainment. 1997. EINHVER umtalaðasti útvarpsmaður Bandaríkjanna, Howard Stern, hefur hneykslað margan sómakæran Bandaríkjamanninn upp úr skónum undanfarna áratugi með dónalegu útvarpi. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 50 orð

Við slaghörpuna í Stykkishólmi

AÐRIR tónleikar í tónleikaröð sem Efling í Stykkishólmi stendur fyrir verða í Stykkishólmskirkju á mánudaginn kl. 21. Þar koma fram Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzosópran og Jónas Ingimundarson píanóleikari. Yfirskrift tónleikanna er "Við slaghörpuna" en þeir eru úr tónleikaröð Gerðarsafns í Kópavogi. Flutt verða íslensk og erlend lög. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 677 orð

Vill sjá fleiri Íslendinga í Leikhúsi Jóns Laxdals

NÝJASTA uppfærslan í Leikhúsi Jóns Laxdals í Kaiserstuhl í Sviss hefur fengið mjög góða dóma. Jón leikstýrir og leikur sjálfur í "Play Strindberg" eftir Friedrich Dürrenmatt. Hann getur verið alsæll með umsögn gagnrýnenda í blöðum beggja vegna Rínarfljótsins. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 56 orð

Vortónleikar Skólakórs Garðabæjar

SKÓLAKÓR Garðabæjar heldur vortónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í kvöld kl. 21. Á tónleikunum syngja allar þrjár deildir kórsins. Kórinn fer svo í ferð um Suðurland og heldur tónleika í Vík í Mýrdal 3. júní og í Skálholti 4. júní. Stjórnendur kórsins eru Áslaug Ólafsdóttir og Guðfinna Dóra Ólafsdóttir. Undirleikari er Linda Margrét Sigfúsdóttir. Meira
29. maí 1997 | Fólk í fréttum | 70 orð

Woofer í ham

HLJÓMSVEITIN Woofer hélt útgáfutónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði fyrir skömmu. Tilefnið var útkoma smáskífunnar Táfýlu og eins og við var að búast skemmtu tónleikagestir sér vel. Hér getur að líta svipmyndir úr Firðinum. Morgunblaðið/Ingvi M. Árnason ODDUR, Úlfar og Hermann íWoofer þóttu sýna skemmtileg tilþrif. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 53 orð

Þórdís Alda sýnir í Tehúsinu

ÞÓRDÍS Alda Sigurðardóttir opnar sýningu á laugardagskvöld 31. maí í Hlaðvarpanum við Vesturgötu 3. Eitt verk er á sýningunni og er það innsetning gerð úr tré, salati, maís og fjöðrum. Verkið heitir "Leiðtogafundur 1997". Sýning Þórdísar stendur til 29. júní og er opin allan sólarhringinn í gegnum glugga Tehússins. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 158 orð

Æft fyrir Noregsferð

KÓR Stykkishólmskirkju hélt tónleika í kirkjunni laugardaginn 24. maí sl. Þarna söng 35 manna kór bæði innlend og erlend lög og á tónleikunum komu fram karla- og kvennakór og tríó. Stjórnandi kirkjukórsins er Sigrún Jónsdóttir og undirleikari var maður hennar, Hólmgeir Þórsteinsson. Þau hjón komu til starfa í Stykkishólmi í haust og hafa skilað góðu starfi í vetur. Meira
29. maí 1997 | Menningarlíf | 239 orð

(fyrirsögn vantar)

"HROSSHAGAR - Aðferð til að meta ástand lands", nefnist leiðbeiningabæklingur um hrossabeit, sem Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og Landgræðsla ríkisins hafa gefið út. Samstarf þessara aðila um mat á ástandi hrossahaga hófst 1993 og upp úr því samstarfi var þróuð einföld og fljótvirk aðferð til að meta ástand haga sem um leið væri leiðbeinandi um meðferð lands. Meira

Umræðan

29. maí 1997 | Aðsent efni | 40 orð

4. a) Verst að þú getur ekki talað, Snati, ef þú gætir það er ég viss um að

4. a) Verst að þú getur ekki talað, Snati, ef þú gætir það er ég viss um að þú segðir ekki: "Svalt!", eða "gildir einu" eða "ekkert mál". b) Ég er viss um að þú myndir segja eitthvað reglulega mikilvægt... "Fótboltamamma". Meira
29. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 291 orð

Án bindindis engar forvarnir

VORÞING umdæmisstúkunnar nr. 1 1997 beinir eftirfarandi alvöruorðum til þjóðarinnar. I.Hér þarf ekki að eyða mörgum orðum að því sem öllum er ljóst að áfengisneysla er alvarlegur ljóður á ráði þjóðarinnar og hefur margskonar slæmar og hættulegar afleiðingar. Það hlýtur því að vera almennt áhugamál að minnka þá neyslu og finna ráð til þess. Meira
29. maí 1997 | Aðsent efni | 1093 orð

Barátta við kjötkatlana Stjórn SÍM á að vera stjórn allra félagsmanna

Samband íslenskra myndlistarmanna, stofnað sem regnhlífasamtök sérfélaga myndlistarmanna en þau eru Félag íslenskra myndlistarmanna, Íslensk grafík, Myndhöggvarafélagið, Textílfélagið, Leirlistafélagið og svo á síðari árum bættist við hópur einstaklinga sem vildi ekki vera í einhverju fyrrtaldra félaga. Stjórnarkosningar fóru fram eftir tilnefningu sérfélaganna. Meira
29. maí 1997 | Aðsent efni | 475 orð

Enn ein blekking R-listans

Í MORGUNBLAÐINU 15. maí skrifar Steinunn V. Óskarsdóttir, fulltrúi R-listans í borgarstjórn, eina blekkingargrein R-listans "Svart skal vera hvítt". Steinunn er að blekkja fólk með alls konar reiknikúnstum að ódýrt sé að fara í sund í Reykjavík. Hún segir að það kosti 100 krónur, sem er náttúrlega argasta rugl, það kostar 200 krónur. Meira
29. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 1043 orð

Er hægt að hjálpa sér sjálfur?

Í MORGUNBLAÐINU 18. apríl 1996 birtist grein eftir Björk Gunnarsdóttur, þar sem fjallað er um sjálfhjálp sjúklinga þ.á m. þeirra sem eiga í langvarandi erfiðleikum vegna gigtarsjúkdóma. Greinarhöfundur vekur athygli á sjö bekkja kerfi hjá Æfingabekkjum Hreyfingar í Ármúla þar sem hún hefur fengið aukinn styrk og hreyfigetu við að stunda bekkina. Meira
29. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 391 orð

Félagar Pólýfónkórsins

Á ÞESSU ári eru liðin 40 ár frá því að Pólýfónkórinn hóf starfsemi undir forustu Ingólfs Guðbrandssonar. Sunnudaginn 22. desember 1957 efndi nafnlaus hópur undir hans stjórn til jólatónleika í Laugarneskirkju, en æfingar höfðu hafist þá fyrr um haustið. Það var svo 8. apríl 1958, sem kórinn hélt sína fyrstu tónleika undir nafninu Pólýfónkórinn í Gamlabíói. Meira
29. maí 1997 | Aðsent efni | 1207 orð

Flugslysið í Héðinsfirði

Í DAG eru 50 ár síðan mesta flugslys Íslandssögunnar varð er 25 manns fórust í Douglas DC-3 flugvél Flugfélags Íslands, TF-ISI í Hestfjalli við Héðinsfjörð. Árin 1942 til 1947 voru miklir uppgangstímar hjá Flugfélagi Íslands. Félagið var stofnað upp úr Flugfélagi Akureyrar árið 1942 og átti þá tvær flugvélar. Meira
29. maí 1997 | Aðsent efni | 1072 orð

Forðum okkur háska frá...

RISASTÍFLUR hafa risið um allan heim allt frá fyrsta áratug tuttugustu aldar. Áhrif þeirra og uppistöðulóna á náttúru jarðar og jarðarbúa voru mönnum lengi vel óljós, nema þegar lónin sökktu byggðum. En þegar fram liðu tímar blasti skelfingin við: hræðilegar mannfórnir, eyðing byggða, náttúrugersema og sögulegra minja, útrýming fjölda lífverutegunda, mengun og efnahagslegt rugl. Meira
29. maí 1997 | Aðsent efni | 531 orð

Forystukreppa sjálfstæðismanna í Reykjavík

ÞAÐ ríkir forystukreppa meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík. Árni Sigfússon, núverandi oddviti þeirra í borgarstjórn, virðist ekki njóta óskoraðs trausts innan borgarstjórnarflokksins. Sýnt þykir, að þrír af núverandi borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins muni keppa við Árna um efsta sæti listans í komandi borgarstjórnarkosningum. Það eru þau Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Meira
29. maí 1997 | Aðsent efni | 722 orð

Greinar 56,7

Greinar 56,7 Meira
29. maí 1997 | Aðsent efni | 590 orð

Hvert stefnir í geðheilbrigðismálum barna og unglinga?

ÖLLUM sem láta geðheilbrigðismál sig nokkru skipta á Íslandi hlýtur að renna til rifja ástand mála á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (hér eftir nefnd barnageðdeild). Starfsmenn barnageðdeildar búa yfir mikilli reynslu og þekkingu sem nýtist ekki sem skyldi vegna ofurálags, eins og kemur fram í nýlegu viðtali við yfirlækni deildarinnar í Mbl. Þar kemur margt til. Meira
29. maí 1997 | Aðsent efni | 762 orð

Hömlulaust þjóðfélag er ekki samfélag siðaðra manna

Á SÍÐARI árum hafa heyrst æ háværari raddir um frelsi á sem flestum sviðum. Frelsið er sannarlega dýrmætt þar sem það á við og skaðar ekki aðra, en því miður er reynslan sú að í fleiri tilvikum er frelsi eins, til orða og athafna, á kostnað annarra á einhvern hátt. Er það gott frelsi? Nei, það er það ekki. Meira
29. maí 1997 | Aðsent efni | 492 orð

Kosningar í Garðaprestakalli

NÆSTKOMANDI laugardag, 31. maí, verða prestkosningar í Garðaprestakalli. Þá lætur af störfum sr. Bragi Friðriksson, sem þjónað hefur prestakallinu með mikilli reisn um 30 ára skeið. Við þetta tækifæri langar mig að þakka honum góð og farsæl störf í okkar þágu. Meira
29. maí 1997 | Aðsent efni | 559 orð

Orgelsmíðar og orgelviðgerðir

ÖLLU GRÍNI fylgir nokkur alvara er oft sagt. En ástæða mín til þessa bréfs til þín eru skrif þau sem fram hafa farið milli þín og söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, Hauks Guðlaugssonar. Ég skrifa þér að vísu á nokkuð léttum nótum og um ótrúlega hluti en þeir eru samt sannir og af eigin reynd veit ég að þú hefur ekki ofsagt um þá þröskulda sem lagðir hafa verið í götu þína vegna orgelsmíði og Meira
29. maí 1997 | Aðsent efni | 515 orð

Skemmdasta land Evrópu

LOKSINS, loksins er búið að sýna okkur, svo ekki verður vefengt að við erum búin að eyðileggja nærri helming af gróðri landsins og stöndum hér, okkur til hneisu, á skemmdasta landi í Evrópu og þó víða væri leitað. Fram á þennan dag hefur verið reynt með öllum ráðum að kveða niður allar ábendingar um þann voða sem hér ætti sér stað, með því að segja að þetta væru bara öfgar og áróður. Meira
29. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 286 orð

Sumarnámskeið í Hafnarfjarðarkirkju

Á KOMANDI sumri verður boðið upp á fjölbreytt námskeiðahald fyrir börn og fullorðna í Hafnarfjarðarkirkju. Byrjað var á slíku síðasta sumar fyrir fullorðna og tókst það mjög vel. Nú verður aukið við námskeiðum fyrir börn og unglinga. Í júní verður boðið upp á kvöldvökur um trúmál öll miðvikudagskvöld. 4. júní er efnið kristin trú og "mystik" eða dulspeki. Meira
29. maí 1997 | Aðsent efni | 357 orð

Um uppsögn lektors

Í TILEFNI umræðna í Morgunblaðinu og fleiri fjölmiðlum um uppsögn lektors í spænsku við heimspekideild Háskóla Íslands og um álit umboðsmanns Alþingis á málsatvikum vill rektor koma þessum skýringum og athugasemdum á framfæri: 1. Meira
29. maí 1997 | Aðsent efni | 973 orð

Veldur hver á heldur

ÞAÐ er alkunna að menn standa með ýmsum hætti að framkvæmdum. Verklag manna er misjafnt. Má strax sjá þetta í leik barna t.d. í sandkössum á leikvöllum. Sumum tekst að læra af öðrum, en aðrir hafa þetta meðfætt. Menn slá lengi á puttann fram eftir ævi en eru þeim mun betri við önnur störf. Í Morgunblaðinu 10. Meira
29. maí 1997 | Aðsent efni | 779 orð

Vorboðinn ljúfi, flugvélin Páll Sveinsson

Í KVÆÐINU fræga eftir Jónas Hallgrímsson talar skáldið um vorboðann ljúfa, fuglinn sem kemur heim í dalinn að kveða kvæðin sín. Nú hin síðari árin hefur annar vorboði eða sumarboði glatt okkur Reykvíkinga og Sunnlendinga en það er landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson, sem tekur flugið nú í byrjun júní eins og hann hefur gert sl. Meira
29. maí 1997 | Aðsent efni | 220 orð

Þau fórust

Þau sem fórust í flugslysinu í Héðinsfirði voru: Bryndís Sigurðardóttir, Reynihlíð, Mývatnssveit, 23 ára. Brynja Hlíðar, lyfjafræðingur, Akureyri, 36 ára. Ógift. Garðar Þorsteinsson, alþingismaður, Reykjavík, 48 ára. Kvæntur og átti 4 börn. Georg Thorberg Óskarsson, flugmaður, Laugavegi 5, Reykjavík, 23 ára. Meira
29. maí 1997 | Aðsent efni | 1181 orð

Þjóðleikhúsið ­ leikhús allrar þjóðarinnar?

Í DAG, fimmtudaginn 29. maí, kl. 16.30 efnir Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, og Ný-ung, sem er ungliðahreyfing samtakanna, til svokallaðs átaksdags við Þjóðleikhúsið í Reykjavík. Þar verður þjóðleikhússtjóra afhent Sjálfsbjargarádrepan, Þrándur í götu nr. 3, vegna lélegs aðgengis hreyfihamlaðra að húsinu. Meira

Minningargreinar

29. maí 1997 | Minningargreinar | 346 orð

Ágústa Rósa Andrésdóttir

Í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín Ágústa Rósa Andrésdóttir. Nú þegar þú leggur af stað í þessa ferð langar mig að minnast annarrar ferðar sem við fórum fyrir nokkrum árum. Mig langar til að nefna hringferðina sem við fórum. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 346 orð

Ágústa Rósa Andrésdóttir

Eitt það versta við að eldast er að vera sífellt að kveðja gamla vini og samferðamenn, sem hverfa yfir móðuna miklu. Það minnir okkur líka á að öll erum við á sömu leið, misjafnlega erfiðri leið uns yfir lýkur. Við viljum þó trúa því að eitthvað taki við, "meira að starfa guðs um geim". Síðustu mánuðir voru henni Gústu erfiðir bæði líkamlega og andlega, þótt hún kvartaði ekki. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 510 orð

ÁGÚSTA RÓSA ANDRÉSDÓTTIR

ÁGÚSTA RÓSA ANDRÉSDÓTTIR Ágústa Rósa Andrésdóttir fæddist á Bakka í Bjarnafirði í Strandasýslu 15. nóvember 1915. Hún lést á sjúkrahúsi Akraness 22. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Júlíana Guðmundsdóttir, f. 26. júní 1874, d. 2. september 1956, og Andrés Jóhannsson bóndi á Bakka og síðar á Gíslabala, f. 2. maí 1876, d. 27. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 675 orð

Fannar Þorlákur Sverrisson

Hver kannast ekki við þá tilfinningu sem grípur mann þegar vorið er að ganga í garð. Vetur er á enda og birtan, hlýjan og lífið auka þrótt og lífsgleðin gagntekur mann. Þegar vorið nálgast gefur að líta undarlega menn sem annaðhvort keyra, labba eða jafnvel synda gónandi upp í loftið, talandi við sjálfan sig um skýjafar og vindstefnu. Þetta eru svifflugmenn og Fannar var einn af þeim. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 30 orð

FANNAR ÞORLÁKUR SVERRISSON

FANNAR ÞORLÁKUR SVERRISSON Fannar Þorlákur Sverrisson fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1968. Hann lést af slysförum 5. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 22. apríl. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 178 orð

Gunnar Hinrik Árnason

Mig langar í nokkrum orðum að minnast fósturpabba míns. Síðastliðinn föstudag setti mig hljóða er ég frétti að fósturpabbi minn til tíu ára hefði látist í Luxemborg. Hann var ávallt í reglulegu símasambandi við okkur á ferðalögum sínum og þar sem ég var nýverið í stúdentsprófum og var alltaf heima, kom það í minn hlut að taka við fréttum og kveðjum til fjölskyldunnar. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 541 orð

Gunnar Hinrik Árnason

Elsku frændi. Þær eru góðar minningarnar sem við eigum um þig sem strák á öllum aldri. Hún systir okkar sá foreldrum okkar fyrir einum sex barnabörnum áður en skriðan fór af stað hjá okkur hinum. Við dáðumst að þeim og fannst þau vera fallegri en nokkur önnur börn, eiginlega voruð þið eins og litlu systkin okkar hinna. Þú komst þriðji í hópinn, strax stór og sterkur, algjör pabbastrákur. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 326 orð

Gunnar Hinrik Árnason

Gunnar. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til þín. Þegar hringt var til mín og sagt var: "Veist þú hver er dáinn?" komu tvö önnur nöfn upp í huga minn, en ég átti erfitt með að trúa því að það gæti verið þú. Þú hefur dvalið erlendis mikið sl. ár og varst í einni slíkri ferð þegar kallið kom. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 133 orð

GUNNAR HINRIK ÁRNASON

GUNNAR HINRIK ÁRNASON Gunnar Hinrik Árnason fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1957. Hann lést á sjúkrahúsi í Lúxemborg 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Helga Henrysdóttir, húsmóðir, f. 16.10. 1931, og Árni Hinriksson, fyrrverandi forstjóri Laugarásbíós, f. 7.3. 1930, d. 18.9. 1975. Systkini Gunnars eru Ellen Ingibjörg, f. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 91 orð

Gunnar Hinrik Árnason Hann Gunnar bróðir okkar er dáinn. Líf hans var ekki alltaf létt. Þótt samverustundum okkar fækkaði er

Hann Gunnar bróðir okkar er dáinn. Líf hans var ekki alltaf létt. Þótt samverustundum okkar fækkaði er tímar liðu áttum við samt margar góðar samverustundir, sem við finnum að voru okkur dýrmætar. Hann var seinni árin upptekinn af hugðarefnum sínum er tóku mestan tíma hans. Við söknum hans sem bróður og vinar. Blessuð sé minning hans. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 255 orð

Gunnur Hanna Ágústsdóttir

Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama, en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Okkur langar til í örfáum orðum að minnast tengdadóttur okkar, Gunnar Hönnu Ágústsdóttur frá Vopnafirði. Gunnur var að mörgu leyti óvenjuleg kona, skarpgreind, föst fyrir og alltaf hrein og bein. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 453 orð

Gunnur Hanna Ágústsdóttir

Kveðja frá Gerðu og fjölskyldu. Nú er erfiðu en stuttu sjúkdómsstríði svilkonu minnar Gunnar Hönnu lokið, því miður með öðrum hætti en við fjölskyldan trúðum og treystum að yrði. Í fáum orðum langar mig að minnast hennar og þakka kynnin. Uppúr 1970 trúlofuðumst við bræðrum og dvöldum samtímis nokkur sumur á heimili tengdaforeldra okkar á Höfn. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 491 orð

Gunnur Hanna Ágústsdóttir

Gunnur var björt yfirlitum, kvik og snörp í hreyfingum, svipfríð, nett. Atorkusöm. Hamhleypa til vinnu. Þegar við Halldóra komum til Hornafjarðar um miðjan níunda áratuginn kynntumst við henni sem forstöðumanneskju leikskólans eða kannski fyrst og fremst sem fóstru sem börn okkar löðuðust að. Hún var frábær með börnum. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 304 orð

Gunnur Hanna Ágústsdóttir

Við Gunnur vorum báðar litlar telpur þegar ég fluttist úr sveitinni inn í þorpið á Vopnafirði, þar sem hún bjó. Gunnur var sjö ára og ég átta. Við áttum eftir að verða vinkonur þegar frá leið og margar minningar á ég um samverustundir okkar um og eftir ferminguna. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 245 orð

Gunnur Hanna Ágústsdóttir

Í dag kveðjum við ekki bara yfirmann okkar heldur kæra vinkonu. Margs er að minnast þegar komið er að kveðjustund. Gunnur var leikskólastjóri á leikskólanum Lönguhólum og sinnti sínu starfi af samviskusemi og alúð. Það var alltaf hægt að leita til hennar, hún leysti úr hvers manns vanda og átti svör við öllu. Á leikskólanum er góður starfsandi og átti hún ekki síst þátt í því að skapa hann. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 469 orð

Gunnur Hanna Ágústsdóttir

Hljóðnar nú haustblær húsið við rótt. Dvelur við dyrnar drungaleg nótt. Fljúga þá fuglar flestir sinn veg, kvakandi kvíðnir kvöldljóðin treg. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 259 orð

Gunnur Hanna Ágústsdóttir

Í þrjú ár vorum við 56 skólasystur saman í Fósturskólanum. Brölluðum margt, hlógum, tókumst á, öfluðum okkur fræðilegrar þekkingar á leikskólauppeldi, öfluðum okkur þekkingar á lífinu, á því hvernig samskipti manna geta verið, margslungin, hlý, dýrmæt. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 266 orð

Gunnur Hanna Ágústsdóttir

Það var þungbærra en ofð megna að lýsa, að fregna lát Gunnar Ágústsdóttur sem lést langt um aldur fram sl. fimmtudag. Þrátt fyrir að Gunnur væri vart komin á miðjan aldur, var hún meðal elstu starfsmanna Hornafjarðarbæjar í starfsaldri talið. Hún vann upp undir tvo áratugi hjá bæjarfélaginu, á leikskólanum Lönguhólum, bæði sem fóstra og leikskólastjóri. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 141 orð

GUNNUR HANNA ÁGÚSTSDÓTTIR

GUNNUR HANNA ÁGÚSTSDÓTTIR Gunnur Hanna Ágústdóttir var fædd á Vopnafirði 23. júlí 1954. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. maí síðastliðinn.Foreldrar hennar eru hjónin Kristbjörg Dórhildur Gunnarsdóttir og Ágúst Jóhannes Jónsson. Hún var elst þriggja dætra þeirra hjóna. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 88 orð

Gunnur Hanna Ágústsdóttir Ég minnist þín er sé ég sjóinn glitra við sólarhvel. Og þegar mánans mildu geislar titra ég man þig

Ég leita aftur í tímann í huganum og rifja upp allar þær stundir sem ég hef átt með þér. Þessar stundir eru mér kærar, hvort heldur þær tengjast daglegu lífi okkar á leikskólanum, þar sem við unnum saman til fjölda ára, eða utan hans. Það rifjast upp fyrir mér mörg dýrmæt augnablik og þau ylja um hjarta. Elsku Gunnur, takk fyrir allt. Hvíl í friði. Eyrún. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 430 orð

Sigurður Guðmundsson

Lífið og dauðinn sífellt sækjast á, sorgin og gleðin öndótt talast við, en ofar öllu böli einn er sá, sem eins í lífi' og dauða veitir grið, teflir sterkri huggun harmi mót, heljar sárin græðir meina bót. Meira
29. maí 1997 | Minningargreinar | 28 orð

SIGURÐUR GUÐMUNDSSON

SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Sigurður Guðmundsson fæddist í Litla-Saurbæ í Ölfusi 30. ágúst 1918. Hann lést á Landspítalanum 19. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hveragerðiskirkju 24. maí. Meira

Daglegt líf

29. maí 1997 | Neytendur | 94 orð

Barna- og kvenfatnaður með sólarvörn

TÍSKUHÖNNUÐURINN Steilmann var fenginn til að hanna fyrir þýska fyrirtækið Quelle barna- og kvenfatnað með sólarvörn. Í fréttatilkynningu frá Quelle Listakaupum segir að sérfræðingar við háskólasjúkrahúsið í Bochum í Þýskalandi staðfesti að fatnaðurinn sé með sólarvörn 30+. Þá er einnig hægt að fá fatnað hjá Quelle Listakaupum fyrir þá sem eru með viðkvæma húð. Meira
29. maí 1997 | Neytendur | 427 orð

Fatnaður kann að vera ofnæmisvaldur

"EFNANOTKUN í fataiðnaði er leynt hneyksli" segir umhverfisfræðingurinn Kurt Oddekalv nýlega í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten. Í greininni kemur fram að ofnæmi og þar með talið exem hjá börnum kunni að stafa af efninu formaldehýð sem er stundum notað við framleiðslu fatnaðar. Meira
29. maí 1997 | Neytendur | 84 orð

Fróðleikur um algenga kvilla

VERSLUNIN Lyfja, í samvinnu við Félag íslenskra heimlislækna, hefur ráðist í útgáfu 22 smábæklinga til dreifingar í Lyfju. Bæklingarnir veita upplýsingar um algenga kvilla og í þeim eru leiðbeiningar um meðferð og viðbrögð og hvaða lausasölulyf ber að nota í hverju tilviki. Hver bæklingur fjallar um eitt ákveðið efni, s.s. Meira

Fastir þættir

29. maí 1997 | Í dag | 295 orð

Afmælisbarn dagsins: Þú ert barngóð manneskja með mikla útgeislun og g

Afmælisbarn dagsins: Þú ert barngóð manneskja með mikla útgeislun og gefur mikið af þér. Ef einhverjir samstarfsörðugleikar koma upp meðal ástvina, skaltu leggja þig fram um að komast að samkomulagi fyrir svefninn. Nú skaltu leggja metnað þinn í að finna leiðir til að auka tekjurnar. Meira
29. maí 1997 | Dagbók | 2867 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 23.-29. maí: Laugavegs Apótek, Laugavegi 16 er opið allan sólarhringinn en Holts Apótek, Glæsibæ er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. S: 577-2600. Meira
29. maí 1997 | Í dag | 108 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Sextug er í dag, fimmtuda

Árnað heillaÁRA afmæli. Sextug er í dag, fimmtudaginn 29. maí Hólmfríður Guðjónsdóttir, aðalféhirðir hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Beykihlíð 17, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Valur Sigurbergsson. Meira
29. maí 1997 | Fastir þættir | 345 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Frá Bridsfélagi Suð

Aðalfundur félagsins var haldinn 26. maí. Sú breyting varð á stjórn félagsins að Arnór R. Ragnarsson lætur af störfum gjaldkera. Samstarfsmenn og félagar kunna honum bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Núverandi stjórn skipa: Randver Ragnarsson formaður, Guðjón S. Jensen gjaldkeri, Kristján Kristjánsson ritari, Gunnar Guðbjörnsson og Jóhannes Sigurðsson. Laugardaginn 31. Meira
29. maí 1997 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. maí í Grensáskirkju af sr. Kjartani Erni Sigurbjörnssyni Helga Hilmarsdóttir og Örn Þráinsson. Heimili þeirra er í Kringlunni 27, Reykjavík. Meira
29. maí 1997 | Dagbók | 653 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
29. maí 1997 | Í dag | 511 orð

ESSA dagana eru bændur í óða önn að bera áburð á túnin.

ESSA dagana eru bændur í óða önn að bera áburð á túnin. Allt fram á þennan dag hefur slíkri vinnu fylgt mikið líkamlegt erfiði. Áburðurinn kom í 50 kílóa pokum sem bændur þurftu að taka af flutningabílum með handafli og lyfta þeim aftur upp í áburðardreifara þegar þeir báru á túnin. Meira
29. maí 1997 | Í dag | 151 orð

Fimmtudagur 29.5.1997:» STÖÐUMYND C SVARTUR leikur og vinnu

Fimmtudagur 29.5.1997:» STÖÐUMYND C SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á Evrópumeistaramóti landsliða í Pula í Króatíu í vor. Pólverjinn R. Kempinski (2.515) var með hvítt, en Joszef Pinter (2.575), Ungverjalandi, hafði svart og átti leik. 35. - Hxf2+! 36. Kxf2 - De3+ og hvítur gafst upp. Meira
29. maí 1997 | Í dag | 47 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar sem eru nemendur úr Breiðholtss

ÞESSIR duglegu krakkar sem eru nemendur úr Breiðholtsskóla færðu nýlega Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna sex þúsund krónur að gjöf. Gjöfin er afrakstur af vinnu þeirra við námsefni um tilveruna í tengslum við Lions Quest. Þau heita talið frá vinstri Edith Oddsteinsdóttir, Kristján Úlfarsson, Sæbjörg Guðjónsdóttir og Birgir A. Finnbogason. Meira
29. maí 1997 | Fastir þættir | 1194 orð

Hnikast í rétta átt segir Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur

EITT HUNDRAÐ fimmtíu og sjö hross hlutu fullnaðardóm á héraðssýningu kynbótahrossa í Kjalarnesþingi í síðustu viku. Dæmt var á fjórum stöðum, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík og Mosfellsbæ, en yfirlitssýningin fór fram að Víðivöllum hjá Fáki og sömuleiðis verðlaunaafhending á sunnudegi. Meira
29. maí 1997 | Dagbók | 128 orð

Kross 1LÁRÉTT: 1 gista, 4 teyga,

Kross 1LÁRÉTT: 1 gista, 4 teyga, 7 siða, 8 reipi, 9 stormur, 11 beð í garði, 13 þvingar, 14 halda sér vel, 15 málmur, 17 mynni, 20 ýlfur, 22 seinkar, 23 gera gramt í geði, 24 kremja, 25 hani. Meira
29. maí 1997 | Í dag | 249 orð

SUÐUR spilar fjóra spaða. Á opnu borði er auðséð að vörnin á heimtingu á fjórum slögum

SUÐUR spilar fjóra spaða. Á opnu borði er auðséð að vörnin á heimtingu á fjórum slögum, en ef rauðu ásarnir eru ekki teknir strax, þarf hnitmiðaða vörn til að hnekkja geiminu: Norður gefur; allir á hættu. Meira
29. maí 1997 | Í dag | 387 orð

Vonbrigði meðGood MorningAmericaVELVAKANDA barst efti

VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: "Kæru Íslendingar. Ég var að ljúka við að horfa á útsendingu þáttarins Good Morning America frá Bláa lóninu og ég verð að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Hver átti þá heimskulegu hugmynd að kjósa þessa staðsetningu framyfir alla fallegu staðina á landinu? Ég trúi því að við höfum misst af góðu tækifæri til að sýna menningu og fegurð Íslands þeim Meira

Íþróttir

29. maí 1997 | Íþróttir | 442 orð

Allt erfiðir mótherjar

Íslendingar verða í riðli með Spánverjum, Portúgölum og Ungverjum í úrslitum Evrópumóts 18 ára landsliða sem fram fer hér á landi í lok júlí. Guðni Kjartansson, þjálfari íslenska liðsins, sagði að róður íslenska liðsins yrði erfiður enda mótherjarnir mjög sterkir. Sem dæmi um það léku Portúgal og Spánn til úrslita um Evrópumeistaratitilinn undir 16 ára fyrir tveimur árum. Meira
29. maí 1997 | Íþróttir | 228 orð

Atli hefur rætt við Tékka ATLI Hilma

ATLI Hilmarsson, þjálfari KA, er hér í Kumamoto til að fylgjast með mönnum. Atli ræddi við Michal Tonar, fyrrum leikmann HK, og vinstrihandarskyttuna Tomas Bokr, eftir leik Tékka og Ungverja. Þeir tjáðu Atla að þeir væru ekki tilbúnir að leika á Íslandi. Meira
29. maí 1997 | Íþróttir | 74 orð

Árni Jakob til hjálpar ÞEGAR ljóst var að Íslendingar m

ÞEGAR ljóst var að Íslendingar mættu Ungverjum í 8-liða úrslitum og að tíu leikmenn þeirra leika með liði Fotex Veszprem í heimalandinu, sendi Árni Jakob Stefánsson, liðsstjóri KA-liðsins, sem lék gegn Veszprem í Evrópukeppninni sl. vetur, upplýsingar um helstu leikmenn liðsins - kosti þeirra og galla ­ á skrifstofu HSÍ. Meira
29. maí 1997 | Íþróttir | 420 orð

BADMINTONBroddi og Árni áf

Broddi Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson sigruðu slóvenskt par í tvíliðaleik á heimsmeistaramótinu í badminton í Glasgow í gær, 15:5, 15:7 og mæta Dönunum Jon Hols Christensen og Michael Sögård í næstu umferð, 32 liða úrslitum, í dag. Vigdís Ásgeirsdóttir og Birna Petersen töpuðu í gær fyrir indónesísku pari, 6:15, 11:15, og eru þar með úr leik. Keppni hófst snemma í vikunni. Meira
29. maí 1997 | Íþróttir | 71 orð

Búið aðraða í sæti BÚIÐ er að raða l

BÚIÐ er að raða liðunum sem eru úr leiká HM í sæti. Það ergert eftir árangri liðanna. Liðin sem töpuðu í16-liða úrslitum: 9. Júgóslavía 10. Litháen 11. Tékkland 12. Noregur 13. Króatía 14. Kúba 15. Japan 16. Túnis Liðin sem urðu ífimmta sæti í riðlum: 17. Meira
29. maí 1997 | Íþróttir | 492 orð

Draumurinn rættist

BORUSSIA Dortmund frá Þýskalandi sigraði ítalska liðið Juventus 3:2 í stórskemmtilegum úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu ­ Meistaradeildarinnar ­ í gærkvöldi á Ólympíuleikvanginum í M¨unchen. Karlheinz Riedle var hetja Dortmund; skoraði tvívegis, eins og hann hafði reyndar dreymt fyrir um nóttina áður. Meira
29. maí 1997 | Íþróttir | 43 orð

Fjögur lið taplaus FJÖGUR landslið ha

FJÖGUR landslið hafa ekki tapað leik á HM í Kumamoto - Rússland, Ísland, Egyptaland og Spánn. Halda liðin sigurgöngu sinni áfram og fara í undanúrslit? Mótsblaðið Hyuta News spáir því að Íslendingar og Spánverjar mætist í undanúrslitum og Frakkar og Rússar. Meira
29. maí 1997 | Íþróttir | 141 orð

Frakkarnir dæma hjá Íslandi FRÖNSKU dómar

FRÖNSKU dómararnir Garcia og Moreno, sem dæmdu leik Íslands og Júgóslavíu í riðlakeppninni, dæma leik Íslands og Ungverjalands í dag. Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson dæma ekki, en eru varapar á leik Frakklands og Egyptalands. Fjögur dómarapör voru send heim aftir 16-liða úrslitin - annað par Japans og pörin frá Rúmeníu, Marokkó og Kuiwait. Meira
29. maí 1997 | Íþróttir | 128 orð

Fyrirtæki heitaá landsliðið

GRÍÐARLEGUR áhugi er fyrir leik Íslands ogUngverjalands í heimsmeistarakeppninni í handknattleik í dag. Tvö fyrirtæki hétu í gær á íslenskalandsliðið; VISA Ísland greiðir 5 þúsund krónurfyrir hvert mark sem Ísland gerir í leiknum og Eimskip ætlar að greiða 15 þúsund krónur fyrir hvertmark, auk þess sem fyrirtækið greiðir 200 þúsundkrónur að auki fyrir sigur. Meira
29. maí 1997 | Íþróttir | 56 orð

Í kvöld Knattspyrna Sjóvá Almennra deildin (Efsta deild karla) Borgarnes:Skallagrímur - Keflavík Grindavík:Grindavík - ÍBV

Hásteinsvöllur:ÍBV - Breiðablik Coca Cola bikarinn Fjölnisvöllur:Fjölnir - Smástund Vestmannaeyjav.:Framherjar - FH23 Allir leikirnir hefjast kl. 20. Aðalfundur FH Aðalfundur aðalstjórnar FH fer framí kvöld kl. Meira
29. maí 1997 | Íþróttir | 78 orð

Knattspyrna Stofndeildin (efsta deild kvenna)

Knattspyrna Stofndeildin (efsta deild kvenna) KR - Haukar1:0 Hrefna Jóhannsdóttir. Körfuknattleikur Úrslitakeppni NBA Utah Jazz - Houston96:91 Staðan er 3:2 fyrir Utah sem þarf einn sigur í viðbót til að komast í úrslit. Karl Malone gerði 29 stig fyrir Utah og tók auk þess 14 fráköst. Meira
29. maí 1997 | Íþróttir | 118 orð

Leiftur leikur á Dalvík LEIKUR Leifturs og F

LEIKUR Leifturs og Fram í 4. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu í kvöld fer fram á Dalvík. Völlur Ólafsfirðinga er ekki orðinn leikhæfur og því fengu þeir afnot af grasvelli nágranna sinna í Eyjafirðinum. ÓVÍST er hvort Helgi Sigurðsson, framherji Framara, verði með á Dalvík í kvöld. Ígerð komst í meiðsl á fæti sem hann hlaut í leiknum gegn ÍA á Akranesi í 3. Meira
29. maí 1997 | Íþróttir | 79 orð

LeikmennUngverjagegn

Hér er listinn yfir leikmenn Ungverja, semhafa leikið á HM, númer, nöfn og hvað mörgmörk þeir hafa skorað,í hvað mörgum tilraunum: 2. Bergeni22 31 3. Kis3 6 4. Sotonyi16 28 5. Mezei2 4 6. Eles37 53 7. Meira
29. maí 1997 | Íþróttir | 182 orð

Mjög góð samvinna "ÞAÐ var erfitt að leika

"ÞAÐ var erfitt að leika gegn Norðmönnum. Ég byrjaði vel og varði fjögur skot, en síðan átti ég litla möguleika á að verja frá þeim, enda skoruðu þeir öll mörkin sín í fyrri hálfleik maður gegn manni ­ úr vítaköstum, úr hornum, af línu og eftir gegnumbrot," sagði Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður, en samvinna hans og Guðmundar Hrafnkelssonar hefur verið mjög góð á HM. Meira
29. maí 1997 | Íþróttir | 390 orð

Reynir á skólabekk

"ÉG HEF lært mikið af að starfa hér með Bergsveini Bergsveinssyni og Guðmundi Hrafnkelssyni - kynnst ýmsu nýtu, eins og að spá sérstaklega í skotstíl leikmanna og hvar þeir skjóta. Það hef ég ekki lagt í vana minn, heldur mætt í leiki og tekið þá eins og þeir hafa komið. Meira
29. maí 1997 | Íþróttir | 197 orð

Ronaldo siglir sinn sjó

BRASILÍSKI framherjinn Ronaldo er á förum frá Barcelona þrátt fyrir yfirlýsingu forráðamanna félagsins í fyrradag þess efnis að hann hefði endurnýjað samning við félagið til tíu ára. Líklegast er talið að kappinn leiki með Inter Milan á Ítalíu á næstu leiktíð, en ekkert verið staðfest þess efnis. Þetta er haft eftir Jose Luiz Nunez forseta Barcelona í gærkvöldi. Meira
29. maí 1997 | Íþróttir | 420 orð

Ungverjar gríðarlega sterkir

"UNGVERSKA landsliðið er gríðarlega sterkt og vel samæft, enda koma tíu leikmenn liðsins frá Fotex Veszprem, sem sló KA út úr Evrópukeppninni," sagði Björgvin Björgvinsson, hornamaður úr KA, sem lék Evrópuleikina í vetur. "Það er mikill styrkur fyrir landslið, ef hægt er að tefla fram heilu félagsliði, leikmönnum sem þekkja hver annan eins og fingurna á sér. Meira
29. maí 1997 | Íþróttir | 223 orð

Verður Valdimar markahæstur?

Valdimar Grímsson er í markakóngsbaráttunni á HM, hefur skorað næstflest mörk, eða 45. Kúbumaðurinn Carlos Reinaldo er markahæstur með 48 mörk, en leikur ekki meira. Suður-Kóreumaðurinn Kyung-shin Yoon er í þriðja sæti með 44 mörk, Júgóslavinn Nenad Perunicic hefur skorað 40 og Ungverjinn Jozsef Eles er í fimmta sæti með 37 mörk. Meira
29. maí 1997 | Íþróttir | 520 orð

Ætla mér að sjálfsögðu sigur

"MÉR líst ljómandi vel á að leika gegn Svíum í undanúrslitum," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði landsliðsins, þegar hann spáði í leikina í 8-liða úrslitum fyrir lesendur Morgunblaðsins. Geir renndi augunum yfir leikina sem eru í 8-liða úrslitum og sagði: "Fyrsti leikurinn er Ísland og Ungverjaland. Að sjálfsögðu ætla ég mér sigur. Meira
29. maí 1997 | Íþróttir | 609 orð

"Öryggi í hópnum eftir sigurinn á Noregi"

"STRÁKARNIR okkar" hafa búið sig vel undir leikinn gegn Ungverjum í 8-liða úrslitum, sem verður í Park Dome-höllinni. Þeir neituðu að fara í skoðunarferð í gær, vildu ekki brjóta upp það góða og þægilega andrúmsloft, sem er í landsliðshópnum. "Ég lét strákana ráða því," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, eftir fyrsta myndbandsfundinn af þremur fyrir leikinn. Meira

Úr verinu

29. maí 1997 | Úr verinu | 271 orð

Gengur hratt á kvótann þó aflabrögð séu misjöfn

"SÍLDIN er ennþá bæði baldin og erfið. Það gengur þó hratt á kvótann þó enginn fái neitt. Mörgum hefur gengið þokkalega, en aðrir eru bara í hreinu óstuði, ef svo má að orði komast, enda miklu meiri munur á milli báta í síldinni heldur en á loðnunni. Það virðist vera miklu auðveldara að ná loðnunni," segir Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri Síldarvinnslunnar hf. Meira
29. maí 1997 | Úr verinu | 189 orð

Hafnarhúsið vígt

MILLI fimm og sex hundruð manns samfögnuðu Fiskmarkaði Suðurnesja hf. og Sandgerðishöfn þegar tekið var í notkun nýtt húsnæði undir starfsemi þeirra síðastliðinn laugardag. Húsið, sem hlotið hefur nafngiftina Hafnarhúsið, er 1.570 fermetrar að grunnfleti og hluti hússins er á tveimur hæðum svo samtals er húsið 1.970 fermetrar og 12.200 rúmmetrar. Meira
29. maí 1997 | Úr verinu | 115 orð

Síldaraflinn

Júpiter ÞH 617.034Jón Kjartansson SU 1114.193Sigurður VE 155.382Víkingur AK 1006.704Beitir NK 1233.683Júlli Dan ÞH 364548Þórður Jónasson EA 3503.295Bergur Vigfús GK 531.578Glófaxi VE 3001. Meira
29. maí 1997 | Úr verinu | 198 orð

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar er komið út

SJÓMANNADAGSBLAÐ Snæfellsbæjar er nýútkomið. Sjómannadagsráðin í Snæfellsbæ, þ.e. í Ólafsvík og á Hellissandi, standa að útgáfunni. Er þetta þriðja árið í röð sem útgáfa blaðsins er með þessum hætti. Pétur Jóhannsson skipstjóri í Ólafsvík er ristjóri blaðsins. Meira

Viðskiptablað

29. maí 1997 | Viðskiptablað | 1806 orð

Atvinnuþróun á Austurlandi

ATVINNUÞRÓUNARFÉLAG Austurlands fór ekki troðnar slóðir þegar ákveðið var að halda aðalfund félagsins í Jöklaseli, veitingastað og gistiheimili Jöklaferða, við Vatnajökul, síðastliðinn föstudag. Á fimmtudag tóku gestir fundarins að streyma að víðsvegar af Austurlandi ásamt nokkrum gestum úr Reykjavík. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 162 orð

Breytingar hjá Flutningamiðstöð Suðurlands

FLUTNINGAMIÐSTÖÐ Suðurlands (FMS) og Landflutningar- Samskip hafa gengið til samstarfs við Viðar Þór Ástvaldsson á Hellu um vöruflutninga á leiðinni Reykjavík-Hella-Hvolsvöllur. Viðar Þór hefur verið með vöruafgreiðslu hjá tollvörugeymslunni hf. í Reykjavík (TVG) en flytur sig nú til Landflutninga-Samskipa í Skútuvogi 8 í Reykjavík. Jafnframt tekur gildi ný tímaáætlun. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 104 orð

Breytingar í Húsi verslunarinnar

VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur keypt af Lífeyrissjóði verzlunarmanna viðbygginguna við Hús verslunarinnar þar sem Stöð 3 var til húsa og SR-mjöl hefur keypt þriðju hæð hússins af Samvinnulífeyrissjóðnum. Að sögn Magnúsar L. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 247 orð

Breytt í opið hlutafélag

REKSTRARHAGNAÐUR Ferðamiðstöðvar Austurlands nam 10,6 milljónum króna á síðasta ári sem er 98% aukning frá árinu 1995. Verulegt gengistap varð vegna óhagstæðrar gengisskráningar á síðari hluta ársins þannig að hagnaður ársins að frádregnu gengistapi og vöxtum nam 4,8 milljónum króna árið 1996 í stað 2,5 milljóna árið áður. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 11 orð

BÆKURHádegisverðurinn aldrei ókeypis/4

BÆKURHádegisverðurinn aldrei ókeypis/4 AUSTURLANDÍ útrás í atvinnuþróun /6 TÖLVURLifi o Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 270 orð

Danskar efasemdir um sölu Danyard

BJÖRGUNARÁÆTLANIR dönsku skipasmíðastöðvarinnar Danyard á Norður-Sjálandi hanga nú í lausu lofti, þar sem danska varnarmálaráðuneytið hefur gert athugasemdir við kaup malaíska auðjöfursins Amin Shah, upp á 100 milljónir danskra króna, á stöðinni. Ástæðan er sú að stöðin smíðar skip, sem meðal annars hafa verið notuð sem herskip. Um leið er starfsöryggi tvö þúsund starfsmanna stefnt í óvissu. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 592 orð

Fleiri góðar fréttir

Fleiri góðar fréttir »MIKLAR verðhækkanir hlutabréfa undanfarna mánuði á Verðbréfaþingi og Opna tilboðsmarkaðnum hafa hrundið af stað vangaveltum um hvort verð bréfa sé ekki orðið of hátt í ýmsum félögum. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 259 orð

Franskir sósíalistar vilja ekki útiloka sölu ríkiseigna

FRANSKIR sósíalistar hafa lengi verið andvígir sölu ríkiseigna, en veruleiki franskra efnahagsmála kann að neyða þá til að sætta sig við takmarkaða einkavæðingu, ef þeir sigra í síðari umferð kosninganna á sunnudaginn að dómi sérfræðinga. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 1476 orð

Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis

STJÓRNMÁLAHAGFRÆÐIN leitar hins hagkvæmasta skipulags í ljósi skortsins, segir Hannes í bókinni, og af nógu er að taka þegar skorturinn er annars vegar. T.d. er deilt um hvort sú tekjuskipting, Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 138 orð

Íslenskt-sænskt verslunarráð sett á stofn

NOKKUR íslensk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við aðila í Svíþjóð hafa í samvinnu við sænska sendiráðið ákveðið að setja á stofn íslenskt-sænskt verslunarráð. Undirbúningsnefnd undir forystu Bergþórs Konráðssonar, framkvæmdastjóra Sindra-Stáls, hefur unnið að skipulagningu hins nýja ráðs og verður stofnfundur þess haldinn mánudaginn 2. júní kl. 15.30 á Hótel Loftleiðum. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 674 orð

Kannar viðskiptahindranir innan EES

VERSLUNARRÁÐ Íslands hefur ákveðið að efna til könnunar meðal félagsmanna sinna á því hvort fyrirtæki þeirra hafi orðið fyrir viðskiptahindrunum á Evrópska efnahagssvæðinu. Þar verða fyrirtækin beðin að lýsa stuttlega í hvaða formi hindranirnar birtast ef þau telja sig hafa orðið vör við þær og greina frá því hvaða lönd eigi í hlut. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 279 orð

Landspítalinn kaupir fjarfundakerfi

LANDSPÍTALINN hefur tekið í notkun fjarfundakerfi frá Tandberg MasterVision. Fjarfundakerfi frá Tandberg eru mikið notuð á sjúkrahúsum á Norðurlöndum og þá sérstaklega í Noregi þar sem nýting þessara kerfa er hvað þróuðust í heilbrigðisgeiranum, að því er segir í frétt. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 42 orð

LEIÐRÉTTING

Í FRÉTT á viðskiptasíðu í gær um hlutafjárútboð Opinna kerfa var ranglega sagt að gert væri ráð fyrir 30% "vöxtum" í rekstraráætlun fyrirtækisins. Þarna átti að koma fram að gert væri ráð fyrir 30% vexti. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 919 orð

Lifi opnir staðlar TölvurHópvinnuhugbúnaður skiptir æ meira máli í vinnuumhverfi. Árni Matthíasson spáði í Collabra-pakka

TÖLVUBYLTING síðustu ára hefur ekki síst orðið til þess að auðvelda fólki samstarf þrátt fyrir allt tal um firringu og einangrun; um tölvunet má skiptast á gögnum, skilaboðum og tölvupósti. Næsta skrefið í því samstarfi er að taka upp hópvinnukerfi, til að auka frelsi starfsmanna, Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 322 orð

Lækka má kostnað af PC-vélum í netumhverfi um allt að 26%

MÖGULEGT er að lækka árlegan kostnað við rekstur og viðhald PC- véla í netumhverfi um allt að fjórðung með markvissum aðgerðum fyrirtækja og fullkomnum vél- og hugbúnaði. Þar af er hægt að ná fram a.m.k. 15% sparnaði með því að nota fyrsta flokks búnað til að stjórna staðarneti fyrirtækis og tengja hann við útstöðvar sem eru sérstaklega búnar til að vinna með slíkum stjórnunarbúnaði. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 203 orð

Markaðssetning smáfyrirtækja á vefnum

SAMVINNUHÁSKÓLINN á Bifröst býður austfirskum fyrirtækjum upp á fjarnámskeið í markaðssetningu á veraldarvefnum fimmtudaginn 5. júní næstkomandi frá kl. 9:00-12: 30. Samstarfsaðilar Samvinnuháskólans á Austurlandi við námskeiðshaldið eru Þróunarstofa Atvinnuþróunarfélagsins, Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu og Menntaskólinn á Egilsstöðum. Nýherji hf. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 185 orð

Nýr bæklingur frá ETS

ÚT ER komin önnur útgáfa bæklingsins "Shopping in Iceland" sem Europe Tax-free Shopping á Íslandi hf. (ETS) gefur út. Bæklingurinn "Shopping in Iceland '97­'98" er sérlega veglegur og kemur nú út í 80.000 eintökum. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 139 orð

Ný stefna hjá Skífunni

SKÍFAN mun ekki sýna kvikmyndina "Absolute power" í kvikmyndahúsi sínu, Regnboganum, heldur verður myndin sýnd í Háskólabíói, Sambíóunum og Borgarbíói á Akureyri. Að sögn Ragnars Birgissonar, framkvæmdastjóra Skífunnar, hefur sú stefnubreyting verið tekin hjá Skífunni að líta á sig aðallega sem dreifingaraðila heldur en innkaupaaðila fyrir eigið kvikmyndahús. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 106 orð

Palladíum á metverði

PALLADÍUM seldist á hæsta verði frá upphafi í London í gærmorgun og platínum á hæsta verði í níu mánuði vegna verkfalls í stærstu platínummámu heims. Palladíum seldist á 188 dollara únsan miðað við 177,50 daginn áður og platínum á 404,50 dollara miðað við 398,00 dollara. Verðið á palladíum var það hæsta sem fengizt hefur síðan skráning á verði platínum og palladíum hófst 1989. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 58 orð

Pharmaco á Verðbréfaþing

STJÓRN Verðbréfaþings Íslands hefur samþykkt skráningu hlutabréfa Pharmaco á þinginu þann 5. júní nk. Þar með verða skráð félög orðin þrjátíu og átta talsins, en fleiri umsóknir verða væntanlega afgreiddar á næstunni. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 459 orð

Sameinað fyrirtæki á hlutabréfamarkað

VÍKING hf. á Akureyri hefur keypt öll hlutabréf í Sól hf. og verða fyrirtækin sameinuð í kjölfarið. Hið sameinaða fyrirtæki verður með bjórframleiðslu á Akureyri og framleiðslu á smjörlíki, olíum, ávaxtasafa, grautum o.fl. í verksmiðjunni í Reykjavík. Ákveðið hefur verið að setja félagið á hlutabréfamarkað innan tíðar, jafnvel strax á þessu ári. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 179 orð

Samningar í höfn um fyrsta Agresso-kerfið

NÝLEGA var undirritaður samningur um kaup Reykjavíkurborgar og Rafmagnsveitu Reykjavíkur á viðskiptahugbúnaðinum Agresso af Skýrr hf. Búnaðurinn varð fyrir valinu að undangengnu útboði meðal fimm hugbúnaðarfyrirtækja, en tekið var tillit til verðs, eiginleika kerfisins, gæðaþátta, heildarstofnkostnaðar, styrkleika fyrirtækjanna og þjónustuaðila og útbreiðslu hugbúnaðarins, Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 559 orð

Seðlabanka Svía ætlað meira sjálfstæði

SÆNSKA stjórnin hefur lagt til að seðlabanki Svía, Riksbank, verði sjálfstæðari og er búizt við að tillagan muni auka tiltrú fjárfesta á sænska markaðnum að sögn Evrópuútgáfu Wall Street Journal. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 132 orð

Sérfræðingar Elkem á skólabekk að Bifröst

UNDANFARNAR vikur hafa nokkrir sérfræðingar norska stórfyrirtækisins Elkem setið á skólabekk að Bifröst í Borgarfirði. Á milli 30­40 sérfræðingar frá Noregi, Kanada, Bandaríkjunum og Íslandi hafa tekið þátt í Elkem-háskólanum, en hann er haldinn ár hvert og stendur yfir í tvær vikur. Markmið Elkem-háskólans er m.a. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 674 orð

Sjónvarps- og útvarpssendingar á alnetinu í undirbúningi

NÝTT fyrirtæki Xnet.is - Goðheimar ehf. stendur að starfseminni og segir Jens Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að tilgangur hennar sé að veita fyrirtækjum og almenningi alhliða tölvuþjónustu og aðgang að tölvum sem kaupendur þjónustunnar hafi ekki aðgang að sjálfir. Í verinu eru nú 30 notendatölvur ásamt margvíslegum fylgibúnaði, t.d. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 130 orð

Spænskir bankamenn í heimsókn hjá BÍ

NÝVERIÐ komu hingað til lands forráðamenn spænska sparisjóðasambandsins og tveggja stærstu sparisjóðsbankanna á Spáni. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast landi og þjóð, viðskiptum Íslands og Spánar. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 141 orð

Sýndargæludýr og samrunaslit

STARFSMAÐUR Bandai Corp, sem er stærsti leikfangaframleiðandi Japans, sýnir hér sýndargæludýrið Tamagotch. Það er einhvers konar raf-skepna með fuglslagi sem birtist á skjá egglaga úra og "vex" í gegnum ýmiss þroskaferli uns það fullorðnast. Greinilegt er að Bandai bindur miklar vonir við að þetta nýja leikfang eigi eftir að slá í gegn. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 446 orð

Sænskir iðnrekendur hnýta enn á ný í stjórnina

DEILURNAR um aðstöðu fyrirtækja og atvinnustefnu stjórnarinnar hafa aftur blossað upp í Svíþjóð. Yfirmaður Norðurlandadeildar stórfyrirtækisins Procter & Gamble varar við hugmyndum um skattaívilnun fyrir erlenda starfsmenn fyrirtækja og tveir sænskir frammámenn í sænsku atvinnulífi segja það vera fyrirtækjanna að dæma um hvort aðstæður þeirra séu góðar og ekki stjórnarinnar. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 80 orð

Teietmeyer situr áfram

ÞÝZKI seðlabankinn segir ekkert hæft í sögusögnum um að Hans Tietmeyer seðlabankastjóri hafi sagt af sér eða hyggist segja af sér. Verðbréfasalar segja að orðrómurinn kunni að stafa af fréttum um ágreining í bankanum um hugmyndir Theo Waigels fjármálaráðherra um gengishækkun marksins og varagullforða Þjóðverja. Þýzki seðlabankinn hefur stundum átt í deilum við Bonn- stjórnina. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 956 orð

Tölvunarfræði synjað um 5 milljóna króna framlag

TALIÐ er að það vanti um tvö hundruð manns til starfa við hugbúnaðargerð á Íslandi og mikið vantar upp á að nægjanlega margir nemendur séu útskrifaðir úr tölvunarfræði Háskóla Íslands og Tölvuháskóla Verslunarskóla Íslands á ári hverju. Samt sem áður var tölvunarfræðiskor háskólans synjað um fimm milljóna króna fjárframlag til þess að hefja mastersnám í tölvunarfræði. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 215 orð

»Uggur vegna ástandsins í Frakklandi

FRÖNSK hlutabréf fengu slæma útreið í gær og staðan versnaði á öðrum evrópskum mörkuðum vegna uggs fjárfesta um að sósíalistar standi vel að vígi fyrir síðari umferð kosninganna á sunnudaginn. CAC-40 vísitalan lækkaði um 4,4% um tíma vegna niðurstaðna skoðanakannana einkaaðila. Staðan skánaði síðdegis, en við lokun hafði CAC-40 lækkað um 97,17 punkta, eða 3,63%, í 2583. Meira
29. maí 1997 | Viðskiptablað | 132 orð

Verslunarráð

Verslunarráð Íslands hefur ákveðið að efna til könnunar meðal félagsmanna sinna á því hvort fyrirtæki þeirra hafi orðið fyrir viðskiptahindrunum á Evrópska efnahagssvæðinu. Þar verða fyrirtækin beðin að lýsa stuttlega í hvaða formi hindranirnar birtast ef þau telja sig hafa orðið vör við þær og greina frá því hvaða lönd eigi í hlut. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.