Greinar þriðjudaginn 1. júlí 1997

Forsíða

1. júlí 1997 | Forsíða | 693 orð

Kínverjar taka við völdum í Hong Kong eftir 156 ára nýlendustjórn

KÍNVERJAR tóku við völdum í Hong Kong á miðnætti í nótt, kl. 16 að íslenskum tíma, og lauk þar með 156 ára yfirráðum Breta í borginni. Karl Bretaprins sagði Hong Kong-búum að Bretar myndu aldrei gleyma þeim, áður en hann lét völdin í borginni í hendur Jiang Zemin, forseta Kína, sem bauð borgarbúa "velkomna í faðm föðurlandsins". Meira
1. júlí 1997 | Forsíða | 145 orð

Mike Tyson biðst afsökunar Las Vegas. Reuter.

MIKE Tyson baðst í gærkvöldi afsökunar á því að hafa bitið Evander Holyfield í bæði eyrun í bardaga þeirra um heimsmeistaratitilinn í þungavigt hnefaleika í Las Vegas á laugardagskvöldið. Tyson var dæmdur úr leik og Holyfield úrskurðaður sigurvegari eftir þriðju lotu, eftir að sá fyrrnefndi hafði bitið í bæði eyru heimsmeistarans. Meira
1. júlí 1997 | Forsíða | 112 orð

Yilmaz tekur við í Tyrklandi Ankara. Reuter. ME

MESUT Yilmaz tók við embætti forsætisráðherra Tyrklands í gær og lauk þar með hálfs mánaðar óvissutíð í stjórnmálum landsins. Yilmaz, sem er hægrimaður, sagði í gær að stjórn sín myndi binda enda á deilur um hlutverk íslams í opinberu lífi og þar með myndi hverfa hættan á að herinn tæki að hlutast til um stjórn landsmála. Meira

Fréttir

1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 536 orð

112 laxa holl í Norðurá

RÍFANDI veiði hefur verið í Norðurá í Borgarfirði að undanförnu og hópur sem lauk þriggja daga veiðitörn á hádegi í gær veiddi 112 laxa. "Við erum stoltur og hamingjusamur hópur, Fjaðrafokið. Þetta var ógleymanleg veiðiferð og við slógum metið okkar frá síðasta sumri, en þá fengum við 104 laxa á þessum sömu dögum," sagði Ingvi Hrafn Jónsson sem var meðal veiðimanna við Norðurá. Meira
1. júlí 1997 | Landsbyggðin | 32 orð

24 milljónir í málun vatnstanks

Vogum-Keflavíkurverktakar hafa tekið að sér að mála vatnstankinn, sem stendur á Keflavíkurflugvelli og gnæfir yfir byggðina, í sumar. Kostnaður við málunina er 24 milljónir króna. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Meira
1. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 1081 orð

Almenningur hafnar einræðinu

ALMENNINGUR í Perú hefur snúið baki við Alberto Fujimori forseta landsins og hafa óvinsældir hans aldrei verið meiri frá því hann hófst til valda árið 1990. Þetta kemur glögglega fram í tveimur skoðanakönnunum sem birtar voru í Perú á dögunum og gefa þær til kynna að mikil umskipti hafi orðið á stjórnmálasviðinu þar í landi. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 252 orð

Á köldum klaka var valin besta myndin

Á KÖLDUM klaka, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, var valin besta kvikmyndin á Evrópsku kvikmyndahátíðinni í La Baule í Frakklandi í gær og hlaut aðalverðlaunin. Þorfinnur Ómarsson, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs Íslands, segir að verðlaunin geti stuðlað að því að Frakkar fjármagni íslenskar kvikmyndir sem þeir hafa ekki gert í miklum mæli til þessa. Meira
1. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 89 orð

Átak í umhverfismálum

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins ávítti í gær átta aðildarríki fyrir framkvæmd reglna um umhverfisvernd. Sambandið hefur verið gagnrýnt fyrir að framfylgja reglum í umhverfismálum slælega og hefur á undanförnum árum verið unnið að því að undirbúa strangara eftirlit með því að reglum sé fylgt. Meira
1. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 293 orð

Berisha játar ósigur

FORSETI Albaníu, Sali Berisha, viðurkenndi síðdegis í gær að flokkur hans, Demókrataflokkurinn, hefði beðið ósigur í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Bashkim Fino, sitjandi forsætisráðherra Sósíalistaflokksins, lýsti því yfir í gær að flokkur sinn hefði unnið sigur í kosningunum, og að þær hefðu farið vel fram. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð

Bíll valt og féll 5 metra

BIFREIÐ valt í fyrrakvöld á gatnamótum Álfhólsvegar og Túnbrekku. Kastaðist bifreiðin yfir vegrið og féll fimm metra niður í húsagarð. Snerist hún í hálfan hring og endaði á þakinu. Þrír menn voru í bílnum og voru tveir þeirra fluttir á slysadeild. Reyndust meiðsl þeirra ekki alvarleg. Sá sem slapp ómeiddur var sá eini í ökutækinu sem var í bílbelti. Meira
1. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 419 orð

Brot á friðhelgi einkalífs að hlera síma starfsmanns

BRESKA ríkið var í síðustu viku dæmt brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu í máli fyrrverandi lögreglukonu sem taldi að síminn hjá sér hefði verið hleraður. Málavextir voru þeir að lögreglukonan, Alison Halford að nafni, var skipuð aðstoðaryfirlögregluþjónn í Merseyside árið 1983 og varð þar með hæst setta konan í bresku lögreglunni. Meira
1. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 263 orð

Búa sig undir áhættusama viðgerð í Mír

YFIRMENN rússnesku geimferðaáætlunarinnar gáfu áhöfn geimstöðvarinnar Mír um það fyrirmæli í gær að búa sig undir hættulega og áhættusama aðgerð til að freista þess að koma raforkukerfi stöðvarinnar aftur í lag. Meira
1. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

Bæjarstjórinn kaupir 100 farseðla

FYRSTA vél Íslandsflugs í áætlunarflugi til Akureyrar, lendir á Akureyrarflugvelli kl. 8.45 í dag. Sérleyfi í innanlandsflugi heyra nú sögunni til og af því tilefni efndi Íslandsflug til flugdags á Akureyrarflugvelli á laugardag, þar sem starfsemi félagsins var kynnt. Meira
1. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 85 orð

Cousteau kvaddur

JEAN-Marie Lustiger, erkibiskup í París, brennir reykelsi við kistu franska haffræðingsins Jacques-Yves Cousteau í Frúarkirkjunni í París í gær. Ekkja Cousteau, Francine, dóttir þeirra Diane, sonur þeirra Pierre-Yves og sonur Cousteaus af fyrra hjónabandi, Jean- Michel, fylgjast með. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 220 orð

Dæmdur í 2 árs fangelsi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt 18 ára gamlan mann, Andra Pál Jónsson, í fangelsi í 2 ár fyrir að hafa stungið 19 ára gamlan mann með skrúfjárni og dúkahnífi 1. janúar síðastliðinn í Keflavík. Meira
1. júlí 1997 | Miðopna | 703 orð

"Ef við glötum frelsinu, glatar perlan ljóma sínum"

ÚRHELLISRIGNING var í gærkvöld þegar yfirráðum Breta í Hong Kong í 156 ár lauk með því, að þeir skiluðu krúnunýlendunni aftur í hendur Kínverja. Tók Jiang Zemin, forseti Kína, við lyklavöldunum við hátíðlega athöfn þar sem skoskir sekkjapípuleikarar og kínverskir drekadansarar lögðu sitt af mörkum. Meira
1. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 119 orð

Einar Sveinn til Olíudreifingar

EINAR Sveinn Ólafsson, verksmiðjustjóri Fóðurverksmiðjunnar Laxár, hefur verið ráðinn dreifingarstjóri Olíudreifingar hf. á Akureyri og tekur hann til starfa í ágúst nk. Olíudreifing er í eigu Olís og Olíufélagsins hf. Esso. "Þetta er ný staða og það er alltaf gaman að takast á við ný verkefni," sagði Einar Sveinn, sem einnig er formaður stjórnar Hafnasamlags Eyjafjarðar. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Ekki boð til Íslands

UTANRÍKISRÁÐHERRA Íslands fékk ekki boð um að sækja hátíðarhöldin í Hong Kong í tilefni af því að Kínverjar fengu yfirráðin yfir þessari fyrrverandi nýlendu Breta á miðnætti í gær. Að sögn talsmanns ráðuneytisins barst ekkert boð og hefur ekki verið leitað eftir skýringum hjá kínverskum stjórnvöldum um hverju þetta sæti. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 688 orð

Evrópunefnd NorðurlandaráðsRæddu við æðstu ráð

SORÐURLANDA-, Nærsvæða- og Evrópunefnd Norðurlandaráðs voru staddar hér á landi í síðustu viku vegna funda. Siv Friðleifsdóttir er varaformaður Evrópunefndarinnar, sem kom hingað til lands í beinu framhaldi af heimsókn nefndarinnar til Brussel. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Fagna niðurstöðum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá aðalfundi Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem haldinn var 13. júní sl.: "Nefnd um tónlistarhús, sem menntamálaráðherra Björn Bjarnason skipaði á sl. ári, hefur nýlokið störfum og sent frá sér yfirgripsmikla álitsgerð. Starfsmannafélag S.Í. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 294 orð

Feðgin fljúga farþegaþotu

Feðgin fljúga farþegaþotu RAGNHILDUR Arngrímsdóttir, sem er 25 ára, flýgur í fyrsta skipti þotu í farþegaflugi í dag þegar hún flýgur með Arngrími Jóhannssyni, föður sínum, til Mallorca. Hún tók einkaflugmannspróf árið 1991 og ætlaði í byrjun aðeins að verða einkaflugmaður. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 442 orð

Flugfélag Íslands lækk ar fargjöld um 51% í júlí

FLUGFÉLAG Íslands tilkynnti í gær 51% lækkun á fargjöldum til áfangastaða sinna. Nefnist tilboðið sumarglaðningur og gildir um þriðjung sætaframboðsins í júlí, kringum 20 þúsund sæti. Má nefna sem dæmi að fargjald milli Akureyrar og Reykjavíkur verður kr. 7.330 báðar leiðir með flugvallarskatti og 7.130 milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

FÓLKDoktor í læknavísindum

ÁSGEIR R. Helgason sálfræðingur varði 30. maí doktorsritgerð í læknavísindum við Krabbameinslækningadeild Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Ritgerðin er skrifuð á ensku og heitir: "Prostate cancer treatment and quality of life ­ a three level epidemiological approach." Efnið byggt á sjö ritgerðum Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 203 orð

Frjókorn í lofti að aukast

SÚRUFRJÓ og grasfrjó í lofti, sem eru hvað líklegust til að valda ofnæmi hjá fólki, hafa verið að aukast á Reykjavíkursvæðinu undanfarna daga og má búast við að þau aukist jafnt og þétt fram undir lok júlí. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 163 orð

Fyrst og fremst til- finningalegt gildi

LÁGFIÐLU eða violu var stolið úr bíl á Laufásvegi síðastliðið fimmtudagskvöld. Eigandi lágfiðlunnar er Anna Maguire og hefur fiðlan verið í eigu hennar í tuttugu ár. Anna leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands en faðir hennar, Hugh Maguire, sem var m.a. konsertmeistari sinfóníuhljómsveitar BBC, gaf henni fiðluna. Meira
1. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 103 orð

Gangstíga fyrir kýrnar

NORSKU bændasamtökin leggja til að gerðar verði sérstakar kúagangbrautir yfir þjóðvegi og sett upp aðvörunarskilti til þess að draga úr ákeyrslum á kýr yfir sumarmánuðina. Hafa bændasamtökin komið með margvíslegar ábendingar um hvernig draga megi úr hættu á árekstri við búfénað í sveitum. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Gæsluvarðhaldi framlengt

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald tveggja Hollendinga og tveggja Íslendinga, sem ákærðir hafa verið fyrir stórfelldan innflutning á hassi, amfetamíni og E-töflum. Framlengdi dómurinn gæsluvarðhaldi fólksins, tveggja manna og tveggja kvenna, til 2. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 156 orð

Götuleikhúsið og dönsk lúðrasveit á Austurvelli

GÖTULEIKHÚSIÐ (Götuleikhús Hins hússins) hefur nú verið starfandi frá því í byrjun júní og verkefnin verið næg , segir í fréttatilkynningu. Einnig segir: "Nú standa fyrir dyrum tvær skemmtilegar uppákomur í þessari viku sem verður fjölmennari en venjulega þar sem Götuleikhúsið, sem samanstendur af 33 einstaklingum á aldrinum 16­25 ára, Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð

Handverkinu haldið við í Hafnarfirði

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Vitinn, Æskulýðsráð Hafnarfjarðar og Prjónaskóli Tinnu standa fyrir ókeypis prjónanámskeiðum fyrir börn á aldrinum 10 til 12 ára í sumar. Börnin prjóna það sem þau langar, allt frá sokkum og treflum til einfaldra peysa. Meira
1. júlí 1997 | Miðopna | 233 orð

Hátíðarhöld um allt Kína

AFHENDING Hong Kong hefur snert mjög viðkvæman streng í kínverskri þjóðarsál og Kínverjum finnst, að nú loks sé nýlendutímanum lokið. Þúsundir manna streymdu í gær til Peking til að taka þátt í hátíðarhöldunum þar en annars var haldið upp á þennan atburð um allt landið. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 78 orð

Helgarferð á Snæfellsnes

"JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG Íslands efnir til skoðunarferðar umhverfis Snæfellsjökul helgina 5. og 6. júlí nk. Farið verður af stað kl. 8 laugardagsmorguninn 5. júlí frá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. Gist verður á tjaldstæði. Ferða­ og gistikostnaður er 3.300 krónur. Nesti þurfa menn að hafa með sér, svo og svefnpoka, þannig að hver maður komist með sinn mat á glóðirnar. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð

Hjólarækt Útivistar

HJÓLARÆKT Útivistar er í dag, þriðjudaginn 1. júlí, eins og aðra þriðjudaga. Hjólaræktin hefur nú verið starfrækt í mánuð og fer þátttakendum alltaf fjölgandi, segir í fréttatilkynningu. Í kvöld verður hist eins og alltaf við Grillhúsið Sprengisandi um kl. 18.30 og hjólað verður í gegnum Fossvogsdal og Skerjafjörð og út að Gróttu og svo til baka aftur. Meira
1. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 178 orð

Hlaðborð á brúsapalli í sumar

FRÁ árinu 1992 hafa þeir Benedikt Grétarsson og Hreiðar Hreiðarsson rekið sumarhótel að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Þar er gistirými fyrir allt að 70 manns, svefnpokapláss í skólastofum og í tengslum við hótelið er tjaldsvæði og sundlaug. Síðastliðið haust var ákveðið að reka hótelið sem heilsárshótel, en á veturna er gistirýmið heldur minna eða fyrir allt að 40 manns. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 610 orð

Hlutabréfavelta rúmum 5 milljörðum meiri en í fyrra

VELTA í viðskiptum með verðbréf á Verðbréfaþingi Íslands jókst stórlega á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Heildarviðskipti sem skráð eru á þinginu námu alls rúmum 70 milljörðum króna frá áramótum til loka júnímánaðar og urðu um 25 milljörðum kr. meiri en á sama tíma í fyrra en þá var heildarveltan 54.496 milljónir kr. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

Horfur á mörkuðum sjaldan betri

HORFUR á mörkuðum fyrir loðnuafurðir hafa sjaldan eða aldrei verið betri að sögn Sólveigar Samúelsdóttur, markaðsstjóra SR-mjöls. Hefur verð á lýsi hækkað um 100 dollara og fást nú um 38.500 krónur fyrir tonnið. Verð á mjöli er svipað og í fyrra, um 47.400 krónur fyrir tonnið, en Sólveig segir að á móti komi mikil gengishækkun á pundinu. Meira
1. júlí 1997 | Landsbyggðin | 373 orð

Í göngutúr á hverjum degi og heimsæki kunningjana

NÝR heiðursborgari Stykkishólms er Árni Helgason en Ólafur Hilmar Sverrisson bæjarstjóri greindi á afmælishátíðinni frá þeirri ákvörðun bæjarstjórnar frá 26. júní að gera Árna að heiðursborgara. Slík viðurkenning var síðast veitt fyrir 17 árum, þá Jóhanni Rafnssyni. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 420 orð

Ísland ekki fyrsti kosturinn

NORSKU stóriðjufyrirtækin, Elkem, Hydro Aluminium og Norsk Hydro hafa ekki tímasettar áætlanir um fjárfestingar í stóriðju á Íslandi en blaðafulltrúar þeirra sem Morgunblaðið ræddi við segja stöðugt til skoðunar hvar og hvernig megi auka framleiðslu til að mæta aukinni eftirspurn eftir áli. Segja þeir Ísland einn möguleikann en ekki endilega fyrsta kostinn. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 253 orð

Ísland endaði í 10. sæti eftir slakan lokadag

ÍSLAND endaði í 10. sæti í opna flokknum á Evrópumótinu í brids eftir að hafa tapað tveimur síðustu leikjum sínum. Ítalir vörðu Evrópumeistaratitil sinn og unnu mótið með yfirburðum. Íslenska liðið tapaði bæði fyrir Tékkum og Ungverjum, 8-22, síðasta dag mótsins og endaði með 599,5 stig í 10. sæti. Liðið skorti þó aðeins 16 stig í 5. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð

Kemur ekki til greina

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur viðrað þá hugmynd við stjórnendur Sjómannaskólans í Reykjavík, sem hýsir Stýrimannaskólann og Vélstjóraskólann, að verulegur hluti skólabyggingarinnar verði tekinn undir starfsemi Kennaraháskólans til að leysa húsnæðisþörf hans. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 258 orð

Kópavogur ákveður að greiða húsaleigubætur

BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur ákveðið að taka upp greiðslu húsaleigubóta frá og með næstu áramótum. Kópavogsbær vill þó að tryggt sé að ríkið muni áfram greiða 60% bótanna eins og áður en Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs, segir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar benda til þess að ríkið hyggist hætta greiðslu húsaleigubóta. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 50 orð

LA Café átta ára

Í TILEFNI átta ára afmælis veitinga- og skemmtistaðarins LA Café er boðið upp á 50% afslátt af öllum réttum á matseðli veitingahússins frá mánudeginum 30. júní til föstudagsins 4. júlí. Einnig verður boðið upp á stóran úr krana á 350 kr. þessa daga, segir í fréttatilkynningu. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 154 orð

Landgræðsluvél hlekktist á í flugtaki

LANDGRÆÐSLUVÉLINNI Páli Sveinssyni, sem er af gerðinni Douglas DC-3, hlekktist á í flugtaki á Sandárvelli við Blöndulón á Auðkúluheiði síðastliðinn laugardag. Talið er að sprungið hafi á hægra hjóli vélarinnar og við það hafi vélin farið út af brautinni. Hún fór svo aftur inn á brautina, þvert yfir og út af hinu megin. Þar rakst vinstri vængur vélarinnar niður í brautina. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 245 orð

Lánsfjárþörf ríkissjóðs fer minnkandi vegna bættrar stöðu

ALLT útlit er fyrir að hrein innlend lánsfjárþörf ríkisins verði um 5,2 milljarðar kr. á öðrum ársþriðjungi þessa árs sem er veruleg lækkun miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins eða sem nemur 3,1 milljarði kr. Á tímabilinu maí-ágúst í fyrra var hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs tæpir sjö milljarðar kr. Þá hafa skammtímaskuldir ríkissjóðs lækkað erlendis um 2,8 milljarða króna frá áramótum. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Leifur heppni fluttur TIL stend

TIL stendur að flytja styttuna af Leifi heppna Eiríkssyni á Skólavörðuholti meðan undirlagið verður lagað. Jón A. Jónsson, framkvæmdastjóri Víkurverks, sem annast framkvæmdir á Skólavörðuholtinu, segir að verið sé að skipta um jarðveg á svæðinu og síðan eigi að helluleggja þar. Styttan verði flutt á meðan. Meira
1. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 452 orð

Léku sautján hringi á tæpum sólarhring

Enskir kylfingar settu heimsmet á Jaðarsvelli í gær Léku sautján hringi á tæpum sólarhring ENSKIR kylfingar, sem til Akureyrar komu til að reyna við nokkuð sérstakt heimsmet, náðu takmarki sínu kl. 17.45 í gær. Meira
1. júlí 1997 | Miðopna | 214 orð

Lítil spenna í lofti

"HÉR er hvorki mikil spenna í lofti né sérstakur hátíðleiki ríkjandi," segir Per Henje, viðskiptafræðingur hjá VÍB, sem staddur er í Hong Kong. Per starfaði í borginni sumarið 1994 og fór þangað nú í tilefni valdaskiptanna. Meira
1. júlí 1997 | Landsbyggðin | 422 orð

Lómatjörn ­ nýr skrúðgarður opnaður á Egilsstöðum

Egilsstaðir-Laugardagur þeirra forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur á Egilstöðum hófst með heimsókn á elliheimili og sjúkrahús að loknum morgunverði. Þá var Félagsmiðstöð aldraðra að Miðvangi heimsótt, en þar stendur yfir handverkssýning frá tómstundastarfi aldraðra. Meira
1. júlí 1997 | Landsbyggðin | 96 orð

Læknislaust á Grundarfirði

"NÚ er ljóst að læknislaust verður í Grundarfirði í júlí og ágúst þar sem ekki hefur fengist læknir til að leysa af í sumarleyfi. Allt útlit er fyrir að loka verði heilsugæslustöðinni á meðan það ástand varir. Meira
1. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 220 orð

Lögreglan vinnur gegn umbótum Plavsic

FORSETI Bosníu-Serba, Biljana Plavsic var í haldi í fyrrinótt hjá andstæðingum stjórnarinnar, sem reyndu að hindra aðgerðir hennar gegn spillingu meðal háttsettra embættismanna, að sögn heimildamanna úr röðum Bosníu-Serba í gær. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Mikil ölvun á Kaldármelum

MIKIL ölvun var á fjórðungsmóti hestamanna á Kaldármelum um helgina, að sögn lögreglu. Mótið fór nokkuð friðsamlega fram, en þó voru nokkrir pústrar og minniháttar meiðingar. Þurfti að færa fimm manns í fangageymslur lögreglunnar og voru fjórir teknir fyrir ölvun við akstur. Einnig þurftu nokkrir að fá húsaskjól hjá björgunarsveitum vegna ölvunar. Meira
1. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Minnisvarði um Jónas afhjúpaður

Minnisvarði um Jónas afhjúpaður HALLDÓR Blöndal, samgönguráðherra afhjúpaði minnisvarða um þjóðskáldið og náttúrfræðinginn Jónas Hallgrímsson í Jónasarlundi í Öxnadal sl. laugardag. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 183 orð

Mótun tillagna um forgangsröðun langt komin

FORGANGSRÖÐUNARNEFND heilbrigðisráðuneytisins er langt komin við mótun tillagna um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Ólafur Ólafsson landlæknir, formaður nefndarinnar, segir að tillögurnar verði kynntar opinberlega næsta haust. Meira
1. júlí 1997 | Landsbyggðin | 656 orð

Nýr heiðursborgari kjörinn á afmælishátíð í Stykkishólmi

ÍBÚAR Stykkishólms, sem sagðir voru tala dönsku á sunnudögum hér áður fyrr, héldu afmælishátíð sl. sunnudag og fögnuðu þá ýmsum áföngum í sögu bæjarins með fjölbreyttri dagskrá í ágætu veðri. Þá var tilkynnt um kjör nýs heiðursborgara Stykkishólms sem er Árni Helgason fyrrum símstöðvarstjóri með meiru og kunnugur er langt út fyrir Hólminn fyrir margvísleg félagsmálastörf sín. Meira
1. júlí 1997 | Landsbyggðin | 140 orð

Ógleymanlegt ævintýr

Blönduósi-Hópur ungmenna frá vinabæjum Blönduóss á Norðurlöndum kom í heimsókn í síðustu viku. Unglingarnir, sem eru frá Horsens í Danmörku, Moss í Noregi, Nokia í Finnlandi og Karlstad í Svíþjóð, hafa haft ýmislegt fyrir stafni ásamt jafnöldrum sínum á Blönduósi. Meginviðfangsefni unglinganna er náttúran og er dagskráin sniðin að því. Meira
1. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Ólöglegir hnífar í höndum barna

Ólöglegir hnífar í höndum barna LÖGREGLAN á Akureyri hafði afskipti af tveimur 10 ára drengjum sem sáust með stóra hnífa undir höndum. Hnífarnir voru báðir ólöglegir vegna stærðar sinnar og sögðust drengirnir hafa keypt hnífana í verslun í bænum. Að mati lögreglu verður að teljast vítavert að selja ungum börnum slíka hnífa. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 763 orð

Rannsóknir og saksókn færast til embættanna

STÆRSTU breytingarnar sem ný lögreglulög hafa í för með sér eru stofnun ríkislögreglustjóraembættis samfara niðurlagningu Rannsóknarlögreglu ríkisins og færsla rannsókna brotamála til lögreglustjóraembætta landsins. Mest breyting verður hjá lögreglunni í Reykjavík, sem tekur yfir um 80% þeirra verkefna sem RLR hafði með höndum, og hjá lögreglunni í Kópavogi og lögreglunni í Hafnarfirði. Meira
1. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 352 orð

Rannsókn SÞ í Kongó STJÓRN Laurents Kabila hefur

STJÓRN Laurents Kabila hefur heft aðgang rannsóknarnefndar SÞ að svæðum þar sem talið er að hersveitir hans hafi framið fjöldamorð á flóttamönnum frá Rúanda. Stjórnvöld í Kongó vilja setja skilyrði fyrir rannsókninni sem SÞ geta ekki sætt sig við. Þetta er önnur tilraun SÞ til að hefja rannsóknina sem samþykkt var í apríl síðastliðnum. Hjálparstofnanir segjast ekkert vita um afdrif 250. Meira
1. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 344 orð

Rauði krossinn rýfur hlutleysið

DANSKI Rauði krossinn hefur nú í fyrsta skipti rofið hlutleysi sitt samkvæmt frétt Jyllands-posten. Þetta var gert með sögulegri ákvörðun um að styðja alla þá sem krefjast þess að stríðsglæpamenn í Bosníu verði dregnir fyrir rétt. Meira
1. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Ráðist á mann í miðbænum

Ráðist á mann í miðbænum RÁÐIST var á ungan mann í miðbæ Akureyrar um helgina og honum veittir áverkar í andliti. Maðurinn kom sér sjálfur slysadeild en samkvæmt læknisráði þurfti að hafa eftirlit með honum þar sem talið var að hafi fengið þungt höfuðhögg. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 580 orð

Reiknar út leitarsvæði með hraði

SLYSAVARNAFÉLAG Íslands hugleiðir nú að festa kaup á nýju leitarkerfi sem breska fyrirtækið BMT, Marine Information System Limited, hefur þróað í samvinnu við m.a. bresku strandgæsluna. Markaðsstjóri fyrirtækisins, Peter Batt, kynnti kerfið fyrir fulltrúum nokkurra íslenskra stofnana í gær, þar á meðal Hafrannsóknastofnun, Siglingastofnun, Landhelgisgæslunni og Hollustuvernd ríkisins. Meira
1. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 79 orð

Reuter

KONUR frá bænum Irun í Baskalandi á Norður-Spáni í árlegri skrúðgöngu á hátíð í bænum í gær. Lögregla varð að taka í taumana og beita valdi til þess að karlmenn réðust ekki á konurnar, en venjan hefur verið sú að einungis karlar fari í skrúðgöngu í bænum. Meira
1. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 74 orð

Reuter

AKRA flæddi í Val Chiavenna á Norður-Ítalíu eftir stöðuga rigningu á sunnudag, og var fólki ráðlagt að vera ekki á ferðinni þar sem spáð var enn frekari úrkomu og hætta var talin á aurskriðum. Í Pýreneafjöllum í Frakklandi var annarskonar úrkoma, þar féllu 60 sentimetrar af snjó og umferð stöðvaðist af þeim sökum. Meira
1. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 74 orð

Reuter

AKRA flæddi í Val Chiavenna á Norður-Ítalíu eftir stöðuga rigningu á sunnudag, og var fólki ráðlagt að vera ekki á ferðinni þar sem spáð var enn frekari úrkomu og hætta var talin á aurskriðum. Í Pýreneafjöllum í Frakklandi var annarskonar úrkoma, þar féllu 60 sentimetrar af snjó og umferð stöðvaðist af þeim sökum. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 207 orð

Sendi utanríkisráðherra Tyrklands bréf vegna forræðismálsins

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sendi Ciller, varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra Tyrklands, persónulegt bréf fyrir síðustu helgi vegna forræðismáls Sophiu Hansen og Ísaks Halim Al. Samkvæmt hæstaréttardómi í Tyrklandi í forræðismáli Sophiu Hansen á hendur Ísak Halim Al vegna dætra þeirra er kveðið á um að mæðgurnar megi hittast mánuðina júlí og ágúst ár hvert. Meira
1. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 151 orð

Sjallinn tekur yfir reksturinn

Veitingastaðurinn Við Pollinn Sjallinn tekur yfir reksturinn REKSTRARAÐILAR Sjallans á Akureyri taka yfir rekstur veitingastaðarins Við Pollinn í dag, 1. júlí. Meira
1. júlí 1997 | Miðopna | 631 orð

Skipakóngur tekur við af Patten

TUNG Chee Hwa, sem tók við embætti héraðsstjóra í Hong Kong í gær, á mjög erfitt verk fyrir höndum og þarf að verja stefnu kínverskra stjórnvalda í málefnum bresku nýlendunnar fyrrverandi þótt hann beri ekki ábyrgð á henni. Hann þarf að tryggja að Hong Kong verði stjórnað að minnsta kosti jafnvel og á nýlendutímanum og helst mun betur. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

Snarpur jarðskjálfti undir Hengli

JARÐSKJÁLFTI sem mældist um 3 á Richter varð undir Hengli kl. 23.28 síðastliðið laugardagskvöld. Að sögn Sigurðar Rögnvaldssonar, jarðskjálftafræðings á Veðurstofu Íslands, hefur mikil virkni verið á Hengilssvæðinu undanfarnar vikur. Meira
1. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Staðsettur í Safnaðarheimil Akureyrarkirkju

STJÓRN Tónlistarfélags Akureyrar hefur tekið ákvörðun um að hinn nýji flygill Akureyringa sem kenndur er við Ingimar Eydal verði staðsettur í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Stjórnin vill taka fram að eins og málum er nú háttað á Akureyri er ekkert hús í bænum sem hentar fullkomlega flyglinum og því tónleikahaldi sem tilkoma hans býður uppá. Meira
1. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 153 orð

Stuðningur við Johansen

VÍÐTÆKUR stuðningur virðist vera á Grænlandi við hugmyndir Lars Emils Johansens, formanns grænlensku heimastjórnarinnar, um að bjóða Bandaríkjum og Rússum að koma aflóga kjarnaoddum fyrir á Grænlandi. Að sögn danska blaðsins Jyllands-Posten á þetta bæði við um heimastjórnina og Siumut, flokk Johansens, sem er jafnframt stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands. Meira
1. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 150 orð

Stækkun ESB efst á dagskrá

LÚXEMBORG tekur í dag við forystu í ráðherraráði Evrópusambandsins (ESB) af Hollandi. Jean- Jacques Kasel, fastafulltrúi Lúxemborgar hjá ESB, sagði í gær að fjölgun aðildarríkja yrði meginverkefni næstu mánaða. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 352 orð

Svipaður fjöldi nýnema skráður í HÍ

TÆPLEGA 1.800 nýnemar hafa skráð sig til náms við Háksóla Íslands fyrir næsta haust. Þrátt fyrir að skráningu sé að mestu lokið má búast við að heildarfjöldi nýnema verði um 2.200 í haust sem er svipaður fjöldi og fyrir ári. Einnig bendir allt til að skipting nýnema milli deilda sé svipuð og í fyrra. Skráning nýnema í Háskólann fór fram dagana 22. maí til 5. Meira
1. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 108 orð

Tuttugu taldir af

ÓTTAST er að allt að 20 manns hafi farist í síðustu viku þegar eldfjall á eynni Montserrat í Karíbahafi gaus gífurlega heitu grjóti og gasi. Björgunarmenn leituðu í gær í rústum sjö bæja að fórnarlömbum og þeim, er kynnu að hafa komist lífs af. Á miðvikudag í fyrri viku flæddi um 500 gráðu heitt gosefni yfir svæði á suðurhluta eyjarinnar. Meira
1. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 169 orð

Ungt fólk í minnihluta

ÞAU tímamót hafa orðið í Japan, að aldrað fólk, 65 ára eða eldra, er orðið fjölmennara en unga fólkið eða þeir, sem eru 15 ára og yngri. 1. júní síðastliðinn voru öldungarnir 50.000 fleiri en börnin og er það afleiðing miklu færri fæðinga en áður og aukins langlífis. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 217 orð

Verði skipt sem fyrst ef það er hagkvæmt

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra segist hlynntur því að Pósti og síma hf. verði skipt upp í tvö fyrirtæki. "Þegar lögin um Póst og síma hf. voru sett var gert ráð fyrir að fyrirtækinu yrði skipt í tvennt. Nú er verið að athuga ofan í kjölinn hvort slík breyting er hagkvæm og ef svo reynist vera, finnst mér að það eigi að gerast eins fljótt og kostur er. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 337 orð

Vélinni skyndilega nauðhemlað

"ÞETTA var óþægileg tilfinning, því vélin virtist vera komin á eða við það að ná flugtakshraða þegar henni var skyndilega nauðhemlað og vélin var komin alveg að enda vallarins þegar hún stöðvaðist," sagði Sigurður Svavarsson sem var farþegi í þotu Flugleiða er hætta varð við flugtak á Kaupmannahafnarflugvelli í gærmorgun. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 252 orð

Yfirbyggður knattspyrnuvöllur til athugunar TILLAG

TILLAGA um skipun þriggja manna vinnuhóps til að fjalla um byggingu yfir íþrótta- og sýningarsvæði sem á að rúma knattspyrnuvöll í fullri stærð og frjálsíþróttaaðstöðu þar í kring var samþykkt í Íþrótta- og tómstundaráði í gær. Tillagan var lögð fram á fundi ráðsins fyrir tveimur vikum en afgreiðslu hennar var þá frestað að beiðni minnihlutans í nefndinni. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

Þriðjudagskvöldvaka í Viðey

ÞRIÐJUDAGSGANGA í Viðey verður að þessu sinni um suðurströnd Austureyjarinnar. "Þar eru fallegar fjörur og komið verður í Kvennagönguhólma, nafn þeirra íhugað og hellisskútans Paradísar. Jafnframt verður gengið um rústirnar á Sundbakka og ljósmyndasýningin í Viðeyjarskóla skoðuð. Farið verður úr Sundahöfn kl. 20.30 og í land aftur um kl. 22.30. Rétt er að vera á góðum gönguskóm. Meira
1. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

Þverun Gilsfjarðar miðar vel

ÞVERUN Gilsfjarðar miðar vel og er stefnt að því að henni ljúki um miðjan júlí, viku á undan áætlun, að sögn Einars Erlingssonar, verkfræðings hjá Vegagerðinni, sem hefur umsjón með framkvæmdinni. Búist er við að almennri umferð verði hleypt á veginn 1. desember nk. Fyrstu framkvæmdir hófust í fyrrasumar en eftir vetrarhlé var vinnu haldið áfram frá og með 2. Meira

Ritstjórnargreinar

1. júlí 1997 | Leiðarar | 587 orð

LEIDARI ÁBYRGÐ KÍNA Í HONG KONG AÐ VAR söguleg stund er Br

LEIDARI ÁBYRGÐ KÍNA Í HONG KONG AÐ VAR söguleg stund er Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong, síðustu stóru nýlendu sína, í gær. Með sameiningu Kína og Hong Kong er endi bundinn á nýlendusögu Evrópuríkja í Asíu. Jafnframt sameinast þarna hreinræktaðasta markaðskerfi og fjölmennasta kommúnistaríki veraldar í eina heild. Meira
1. júlí 1997 | Staksteinar | 304 orð

»Menntun fatlaðra Í BLAÐI Þroskahjálpar var nýlega lýst eftir pólitískum vilja til

Í BLAÐI Þroskahjálpar var nýlega lýst eftir pólitískum vilja til að tryggja fötluðum jafnrétti til menntunar og skólagöngu. Stefnan RITSTJÓRNARGREIN blaðsins er rituð af Gerði Steinþórsdóttur. Þar segir m.a.: "Landssamtökin Þroskahjálp hafa mótað skýra stefnu í menntamálum og varðað leið að settu marki. Meira

Menning

1. júlí 1997 | Menningarlíf | 234 orð

Afmælisuppboð á verkum Cobra

NÚ LÍÐUR að 50 ára afmæli Cobra hópsins og af því tilefni verður haldið sérstakt uppboð á verkum meðlima Cobra í mars á næsta ári á vegum Sotheby's uppboðsfyrirtækis. Sotheby's sendi einn sérfræðing sinn, Rob Sneep, til Íslands fyrir skemmstu til að leita að verkum eftir Svavar Guðnason og aðra úr Cobra hópnum. Cobra safn í Amsterdam Meira
1. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 105 orð

Aldarfjórðungi síðar

FYRIR 25 árum varð fræg myndin af þá níu ára gamalli Phan Thi Kim Phuc. Myndin sem um ræðir sýnir hana hlaupa öskrandi í gegnum þorp í Víetnam sem hún bjó í. Bandaríkjaher hafði kastað napalsprengju á þorpið með þeim afleiðingum að það kviknaði í fötunum hennar og hún þurfti að rífa þau utan af sér. Í dag býr hún í Kanada ásamt eiginmanni og þriggja ára syni. Meira
1. júlí 1997 | Leiklist | 475 orð

Áhugavert ójafnvægi

Höfundar verks: Leikhópurinn sem styðst einnig við texta eftir Fernando Arrabal og ljóð eftir Heimi Pálsson. Höfundur handrits og leikstjóri: Harpa Arnardóttir. Leikmynd: Ósk Vilhjálmsdóttir. Búningar: Sonný Þorbjörnsdóttir. Hárgreiðsla og förðun: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Ljós: Jóhann Pálmason. Tónlist: Einar Kristján Einarsson, Daníel Þorsteinsson og Kjartan Guðnason. Meira
1. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 71 orð

Blúsbræður snúa aftur

NÚ STANDA yfir tökur á framhaldi kvikmyndarinnar um Blúsbræður, en John Belushi og Dan Aykroyd þóttu fara á kostum í myndinni, sem gerð var árið 1980. John lést árið 1982 og nú hefur John Goodman tekið við sem Jake, en Dan er enn sem fyrr í hlutverki Elwoods. Meira
1. júlí 1997 | Menningarlíf | 99 orð

Borghese-safnið opnað

HIÐ glæsilega Borghese-safn, sem lokað hefur verið í fjórtán ár vegna viðgerða og endurnýjunar, var opnað að nýju í Róm um helgina. Auk viðgerðanna var bætt við sýningarrými í kjallara hússins. Safnið er til húsa í Villa Borghese. Meira
1. júlí 1997 | Menningarlíf | 193 orð

Djasshátíð Egilsstaða ­ 10 ára afmæli

Djasshátíð Egilsstaða hefur sl. 10 ár verið árlegur viðburður og ætíð tilhlökkunarefni djassunnendum á Austurlandi og víðar. Djasshátíðin hans Árna Ísleifs eins og hún er gjarnan kölluð hér fyrir austan hófst í Valaskjálf miðvikudaginn 25. júní. Meira
1. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 76 orð

Dreymir um fyrirsætustörf

KIMBERLY dóttir Rod Stewart og Alönu Hamilton á sér þann draum heitastan að starfa sem fyrirsæta. Hún er þegar byrjuð að feta sig áfram í fyrirsætustörfum og segist njóta þeirra vel. Móðir hennar var fyrirsæta á sínum yngri árum þannig að hún á ekki langt að sækja áhugann og hæfileikana. Meira
1. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 148 orð

Dönsk Bondstúlka

Dönsk Bondstúlka HIN danska Cecilie Thomson lifir ævintýralegu lífi. Hún er fyrirsæta, rokkarinn Bryan Adams er unnusti hennar og hún er Bondstúlka í næstu mynd um njósnarann fræga. Meira
1. júlí 1997 | Menningarlíf | 130 orð

Dönsk skólahljómsveit með tónleika

SKÓLAHLJÓMSVEIT Óðinsvéa heldur í kvöld, þriðjudagskvöld, tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefjast þeir kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Hljómsveitin er hér á landi í boði Skólahljómsveitar Kópavogs og er þetta í fyrsta sinn sem hún kemur hingað en áður hefur Skólahljómsveit Kópavogs heimsótt Óðinsvé í þrígang. Meira
1. júlí 1997 | Menningarlíf | 169 orð

Elísabet Waage og Wout Oosterkamp

ELÍSABET Waage hörpuleikari og Wout Oosterkamp bassa­baritón söngvari halda tónleika í kvöld, þriðjudagskvöld, tónleikaröð sumarsins í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir C. Huygens, F. Schubert, M. Flothuis, R. Schumann, G. Fauré, Jón Þórarinsson og M. Ravel. Meira
1. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 144 orð

Eru Díana og Karl á leið í hjónaband?

BRESKIR fjölmiðlar halda áfram að velta fyrir sér hvort Karl prins og Díana ætli að ganga í hjónaband á nýjan leik. Um helgina greindi breska blaðið The Sunday Mirror frá því að Díana prinsessa og hjartaskurðlæknirinn Hasnat Kahn, sem er af pakistönsku bergi brotinn, hefðu trúlofast. Díana hefur þó borið þessar sögur til baka af miklum ákafa. Meira
1. júlí 1997 | Bókmenntir | 889 orð

Eru Norðurlönd ein heild?

eftir Harald Gustafsson. Studentlitteratur, 1997, 297 bls. NORÐURLöND hafa átt margt saman að sælda í gegnum aldirnar. Þótt það sé ekki augljóst í daglegri önn að ótalmargir þættir í sögu og samtíð binda Norðurlönd traustum böndum, þá sést það þegar saga þeirra er skoðuð í lengri tíma. Meira
1. júlí 1997 | Menningarlíf | 260 orð

EVRÓPURÁÐIÐ hefur veitt rúmlega 30 milljóna króna styrk

EVRÓPURÁÐIÐ hefur veitt rúmlega 30 milljóna króna styrk til gerðar norrænnar kvikmyndar um morðið á Olof Palme. Vinnuheiti myndarinnar er "Samningurinn" og leikstjóri er Kjell Sundvall, sem gerði kvikmyndina "Jägarna" (Veiðimennirnir). Framleiðendur eru sænskir, norskir og finnskir og munu tökur hefjast í lok ágúst. Meira
1. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 76 orð

Fjölskyldudagur í Laugardalnum

Fjölskyldudagur í Laugardalnum ÞAÐ sáu margir ástæðu til að bregða sér í Laugardalinn á sunnudaginn. Ástæða þessa var fjölskyldudagur sem Hagkaup bauð upp á. Þar var ýmislegt til gamans gert og tókst vel til. Ljósmyndari Morgunblaðsins var á staðnum og tók nokkrar myndir. Meira
1. júlí 1997 | Myndlist | 900 orð

Forhlið/innra borð

Opið alla daga frá kl. 12­18. Lokað mánudaga. Til 6. júlí. Aðgangur 200 krónur. MYNDLISTARKONAN Ása Ólafsdóttir er snúinn aftur úr Svíaríki, þar sem hún hefur endurtekið verið í víking, nú sem gestur á Listafárinu svonefnda í Gautaborg. Meira
1. júlí 1997 | Menningarlíf | 707 orð

Framandi sjónarhorn

Í ÞRIÐJA bindi Íslensku bókmenntasögunnar sem kom út um síðustu jól fjallar Viðar Hreinsson um vestur-íslenskar bókmenntir og segir að um aldamótin hafi verið hægt að nafngreina vel á annað hundrað skáld og hagyrðinga sem birt höfðu skáldskap í bókum og blöðum í Vesturheimi. Meira
1. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 62 orð

Geena í baklausum kjól

Geena í baklausum kjól LEIKKONAN Geena Davis hlaut nokkurt lof fyrir frammistöðu sína í myndinni "The Long Kiss Goodnight" þar sem hún lék undir stjórn eiginmanns síns, hins finnskættaða Rennys Harlins. Los er komið á samband þeirra og virðist skilnaður yfirvofandi. Meira
1. júlí 1997 | Menningarlíf | 55 orð

Gítartónleikar á Hvammstanga

GÍTARLEIKARINN Símon H. Ívarsson heldur tónleika á morgun, miðvikudag kl. 20.30, á Hótel Seli á Hvammstanga. Á tónleikunum leikur Símon flamenco­tónlist og mun hann kynna einkenni laganna fyrir áheyrendum. Flamenco-lögin sem Símon leikur eru m.a. hinn tilþrifaríki Bulerias, hið austræna Fandango, tregablandið Soleares og Colombian, ríkulega litað af suður­amerískum áhrifum, segir í kynningu. Meira
1. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 97 orð

Golfmót á Grund

NÝVERIÐ fór fram árleg keppni í pútti milli Hrafnistuheimilanna annars vegar og Grundar og Áss hins vegar. Þetta var í þriðja skipti sem keppnin er haldin en keppt er bæði í sveitakeppni og einstaklingskeppni. Meira
1. júlí 1997 | Kvikmyndir | 143 orð

Góður og illur Vince

Góður og illur Vince ANDLIT á leikara getur verið velþekkt án þess að hann sé stjarna eða tilheyri svokölluðum A-lista í Hollywood. Pruitt Taylor Vince er leikari með slíkt andlit. Meira
1. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 64 orð

Hjón ársins

LEIKARAHJÓNIN John Travolta og Kelly Preston voru valin hjón ársins af meðlimum Friars- klúbbsins í New York nýverið. Þessi mynd var tekin á hátíðinni sem haldin var í tilefni þess, en með þeim á sviðinu eru Gibb- bræður úr hljómsveitinni góðkunnu Bee Gees. Meira
1. júlí 1997 | Menningarlíf | 196 orð

Íslenskar myndir sýndar í Frakklandi

STÆRSTI atburðurinn á dagskrá "Íslandsvinanna" í Frakklandi í sumar er þátttaka Íslendinga í evrópsku kvikmyndahátíðinni, sem nú stendur í La Baule, skammt fyrir utan Saint-Nazaire. Þrjár myndir eru sýndar; Agnes eftir Egil Eðvarðsson, Djöflaeyjan og Á köldum klaka eftir Friðrik Þór Friðriksson. Meira
1. júlí 1997 | Menningarlíf | 122 orð

Kraftmikill Hreimur í Stykkishólmi

Kraftmikill Hreimur í Stykkishólmi Stykkishólmur. Morgunblaðið. KARLAKÓRINN Hreimur úr Þingeyjarsýslu hélt nýlega tónleika í Stykkishólmskirkju. Þarna var kominn yfir 40 manna karlakór langa leið og með þessari ferð lauk starfsári kórsins. Dagskrá tónleikanna var fjölbreytt og söngurinn mjög góður. Meira
1. júlí 1997 | Kvikmyndir | 327 orð

Kvikmyndafréttir

Kvikmyndafréttir Pierce Brosnan ætlar að feta í fótspor Steve McQueen og leika í endurgerð á "The Thomas Crown Affair". Cameron Diaz verður ein af föngulegu konunum í lífi aðalpersónunnar, ríks ræningja sem hefur gaman af skák. Meira
1. júlí 1997 | Kvikmyndir | 120 orð

Martin Landau leikur á móti David Duchovny o

Martin Landau leikur á móti David Duchovny og Gillian Anderson í "X-Files" kvikmyndinni sem verið er að taka upp í Vancouver. Melanie Griffith hefur boðið Howard Stern að leika stórlax í tónlistariðnaðinum sem er haldinn ofsóknaræði í "Jane". Meira
1. júlí 1997 | Myndlist | 779 orð

Málverk/Flóki/ Handíð

Opið alla daga frá 14­18. Til 8. júlí . Aðgangur ókeypis. NÝ SPOR nefnir Þorlákur Kristinssson með listamannsnafnið Tolli sýningu sína í listhúsinu Horninu við Hafnarstræti. Tolli er afar iðinn við kolann á sýningarvettvangi enda ekki einhamur í pataldri sínum við grunnmál myndflatarins. Meira
1. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 43 orð

Pizza 67 á Patreksfirði

NÚ um helgina var opnaður veitingastaðurinn Pizza 67 á Patreksfirði. Fjöldi Patreksfirðinga mætti á staðinn og var góð stemmning. Morgunblaðið/Sigga PATREKSFIRÐINGAR gæddu sér kræsingunum. ARNBJÖRN Arason, Georgio, Kristín Jóhanna Björnsdóttir (eigandi) og Helga Jensdóttir voru ánægð með hvernig til tókst. Meira
1. júlí 1997 | Kvikmyndir | 258 orð

Póstvagninn

Leikstjóri: John Ford. Handrit: Dudley Nichols. Kvikm.taka: Bert Glennon. Leikarar: John Wayne, Tim Holt, Thomas Mitchell og Claire Trevor. PÓSTVAGNINN má kalla klassík allra vestramynda, og undir hana skrifar John nokkur Ford. Meira
1. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 86 orð

Skipti um kyn fyrir föður sinn

Skipti um kyn fyrir föður sinn ANTON Rogers frá Suður- Afríku skipti um kyn fyrir föður sinn. "Pabbi var besti vinur minn. Hann óskaði sér alltaf sonar og þegar hann lést uppfyllti ég ósk hans," segir Anton. Anton hét Ansie áður fyrr en að hans sögn leið honum aldrei vel sem kvenmanni. Meira
1. júlí 1997 | Menningarlíf | 1319 orð

Stendur ekki til að borgin hækki framlög til LR

EKKI stendur til að borgaryfirvöld hækki framlag til Leikfélags Reykjavíkur á næsta ári frá því sem það var á síðasta leikári en eins og Þórhildur Þorleifsdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið á föstudaginn stefnir í stórfelldar uppsagnir og samdrátt hjá leikfélaginu komi ekki til meiri styrkir frá borgaryfirvöldum til þess. Meira
1. júlí 1997 | Menningarlíf | 77 orð

Suðræna svingsveitin til Noregs

SUÐRÆNA svingsveitin úr Tónlistarskóla Garðabæjar hefur verið boðið til Noregs í tilefni af árlegu þingi norrænna tónlistarkennara sem haldið verður í Tromsø dagana 27. júní til 4. júlí. Sveitin mun leika tvívegis á þinginu auk þess að koma fram við fleiri tækifæri í Tromsø og nágrenni. Meira
1. júlí 1997 | Kvikmyndir | 462 orð

Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbjarnardóttir SBÍÓ

Fangaflug Bráðskemmtileg og spennandi hasarmynd með úrvalsliði leikara. Donnie Brasco Johnny Depp og Al Pacino eru stórfenglegir í vel gerðri mafíumynd sem skortir einmitt fátt annað en mikilleik. Fín skemmtun. Meira
1. júlí 1997 | Menningarlíf | 55 orð

Söngtónleikar Seltjarnarnesi

SÖNGHLJÓMLEIKAR verða haldnir í Seltjarnarneskirkju miðvikudagskvöldið 2. júlí. Þar flytja þær Sigrún Valgerður Gestsdóttir söngkona og Jónína Gísladóttir píanóleikari kirkjuleg og veraldleg lög eftir Karl O. Runólfsson, Sigursvein D. Kristinsson, Jórunni Viðar, Hjálmar H. Ragnarsson, Árna Thorsteinsson, Gabriel Faurée, Franz Schubert og Felix Mendelssohn. Meira
1. júlí 1997 | Menningarlíf | 59 orð

Tónleikar á Húsavík

TRÍÓ Sunnu Gunnlaugsdóttur heldur tónleika í Safnahúsinu á Húsavík miðvikudaginn 2. júlí kl. 20.30. Á efnisskrá er hefðbundinn djass með evrópsku ívafi. Tríóið skipa: Sunna Gunnlaugsdóttir, píanó, Dan Fabricatore, bassaleikari, og Scott McLemore, trommuleikari. Hafa þau leikið saman síðustu tvö ár en þau kynntust í William Paterson College í New Jersey er þau stunduðu þar tónlistarnám. Meira
1. júlí 1997 | Tónlist | 401 orð

Tónlist Árna Björnssonar

Sönglög. Píanósónata í D­moll op. 3. Rómönsur fyrir fiðlu og píanó nr. 1 & 2. James Linsney, píanó, Gunnar Guðbjörnsson tenór, Elizabeth Layton, fiðla. Hljóðritað í júní 1996 í St. Martin's Church, East Woodhay, Hampshire, Englandi. Framleiðandi/hljóðmeistari: Gary Cole. Útgefandi: Music Islandica. Isberg Limited. Olympia OCD 463. Meira
1. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 67 orð

Tristan og Ísól í Borgarleikhúsinu

Tristan og Ísól í Borgarleikhúsinu LEIKRITIÐ Tristan og Ísól var frumsýnt á sunnudagskvöld í Borgarleikhúsinu. Það er leikhópurinn Augnablik sem stendur að sýningunni. Ljósmyndari Morgunblaðsins smellti nokkrum myndum af frumsýningargestum. Meira
1. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 85 orð

Undir smásjá

"FRIÐRIK er í fyrsta sæti og tónlistin í öðru," segir söngkonan Maria Montell. Hún og Friðrik krónsprins Dana hafa verið í sambandi í hálft ár. Að hennar sögn er erfitt að venjast allri athyglinni sem fylgir því að vera í tygjum við prins: "Friðrik hefur vanist þessari athygli frá barnæsku en ekki ég," segir Maria. Meira
1. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 129 orð

Vel heppnuð næturdvöl

AÐFARANÓTT föstudags var ævintýri líkust fyrir 200 manna hóp framkvæmdastjóra og forstjóra sem komu hingað í boði franska fyrirtækisins Parthena. Hópurinn kom hingað með tveimur Concorde þotum, sú fyrri lenti um hálfsjö en sú síðari klukkan hálfníu. Hóparnir dvöldust um tíu klukkustundir á landinu og er óhætt að segja að tíminn hafi verið vel nýttur. Meira

Umræðan

1. júlí 1997 | Aðsent efni | 1176 orð

Að þekkja mann ... á Alþingi?

BJARNI Hafþór Helgason framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags Norðurlands, hefur farið mikinn á síðum Morgunblaðsins undanfarið gegn greiðslu veiðileigu og til varnar kvótakerfinu. Málflutningur hans er svipaður margra ára málflutningi kollega hans, Kristjáns Ragnarssonar formanns LÍÚ. Meira
1. júlí 1997 | Aðsent efni | 639 orð

Almenning og kennara greinir á um gildi TIMSS- skýrslu

EKKI virðist skipta sköpum hvort kunnátta nemenda er prófuð snemma eða við lok skyldunáms, á báðum þessum tímamótum sama vankunnátta. Almenningur telur framtíð barna sinna stefnt í tvísýnu með þessari vankunnáttu í viðamiklum greinum. Kennarar virðast annarrar skoðunar. Þann 18. Meira
1. júlí 1997 | Aðsent efni | 888 orð

Athugasemd við kvikmynd um Guðmundar- og Geirfinnsmál

Hér fara á eftir athugasemdir mínar, sem fyrrverandi rannsóknarlögrelgumanns og yfirlögregluþjóns, við kvikmynd Sigursteins Mássonar, Aðför að lögum, um rannsókn á svokölluðum Guðmundar og Geirfinnsmálum sem sýnd var í ríkissjónvarpinu seint í aprílmánuði sl. Meira
1. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 694 orð

Dalasýsla og ferðamennska 17. júní 1997

DALASÝSLA ber nafn með réttu. Hún er töfraheimur fjalla og dala skrýdd bestu laxám landsins. Silungsárnar næstum óteljandi í heillandi margbreytileikanum sem víða er undra skarpur. Dalverpi uppundir brúnum fjalla, sem skarta óteljandi bergvatnsuppsprettum, þar sem byrja flestir lækirnir og seiðandi kliður þeirra með viðlagi fugla verður eins og forleikur að undrum náttúrunnar. Meira
1. júlí 1997 | Aðsent efni | 732 orð

Ferðamannafyrirtækið SVR

HLUTVERK SVR er að veita þjónustu á sviði fólksflutninga í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Í þjónustuframboði sínu leggur SVR áherslu á frumkvæði, markvissa boðmiðlun, öryggi, gæði og hæfni til að aðlagast breytilegum þörfum markaðarins. Að jafnaði eru farnar 22.000 ferðir á dag með SVR. Kannanir sýna að 25­30% borgarbúa nota strætó vikulega eða oftar. Meira
1. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 203 orð

"Hórdómur mikill"

ÞAÐ ER alltaf gaman að lesa greinarnar hans Halldórs Þorsteinssonar, nú síðast í Morgunblaðinu þann 24. júní, en ég hnaut nú um nokkur orð í greininni. Hann býst við aukningu á hjónaskilnuðum í kjölfar ranglátra skattabreytinga. Orðrétt: "Eftir skilnað gæti t.d. Meira
1. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 353 orð

Hundar og menn

VIÐ hjónin erum lengi búin að vera hundeigendur. Maðurinn minn þýddi t.d. á sínum tíma bók eftir Íslandsvininn mikla og ljúfa, Mark, sáluga, Watson og hét hún "Hundurinn minn" í þýðingu hans. Við höfum fyrir sið að fara með gömlu tíkina okkar, Tátu, út að ganga minnst þrisvar sinnum á dag og höfum alltaf með okkur poka til að þrífa upp eftir hana eins og lög gera ráð fyrir. Meira
1. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 238 orð

Sífellt öryggisleysi sjúklinga, sumar eftir sumar

SAMTÖKIN Lífsvog taka heilshugar undir greinaskrif Félags ungra lækna til heilbrigðisráðherra, er birtust í Mbl. þann 25. 6., þar sem þeir benda á óraunsæjan sparnað, og hugsanlegar afleiðingar af slíku fyrir sjúklingana. Meira
1. júlí 1997 | Aðsent efni | 942 orð

Sjálfvirku veðurstöðvarnar aftur á alnetið

Á HEIMASÍÐU Veðurstofu Íslands 29. maí birtist valdálkur undir heitinu "Nýjustu veðurathuganir frá sjálfvirkum stöðvum". Þær voru 42 en reyndar voru tvær óvirkar. Stöðvarnar gáfu upp veðurathuganir á hverri heilli klukkustund allan sólarhringinn; vindhraða í metrum á sekúndu, vindstefnu í áttavitagráðum, lofthita í einum tíunda úr gráðu og sumar stöðvarnar birtu daggarmark og loftþrýsting. Meira
1. júlí 1997 | Aðsent efni | 782 orð

Sovéskar fimm ára áætlanir og sextíu ára áætlanir Landsvirkjunar

EINN þáttur fimm ára áætlana í Sovétríkjunum sálugu voru vatnsorkuvirkjanir, en þeim var ætlað að standa undir orkuframleiðslu fyrir stóriðju eða orkufrekum iðnaði. Sovéskir verkfræðingar og pólitískir hugsjónamenn töldu að vatnsorkuvirkjanir væru ódýrasti valkosturinn til orkuframleiðslu, eins og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Jóhann Már Maríusson, skrifar í Morgunblaðsgrein 13. maí sl. Meira
1. júlí 1997 | Aðsent efni | 758 orð

Þjóðkirkjan enn í árekstrum

Á SÍÐASTA Alþingi var samþykkt ný löggjöf um stöðu, stjórn og starfshætti kirkjunnar, þ.e. þjóðkirkjunnar. Þar með var náð niðurstöðu í áralangri umræðu um stöðu kirkjunnar og urðu miklar breytinar á. Hin nýja löggjöf skapar þjóðkirkjunni nýjan grundvöll með auknu sjálfstæði um stjórn innri málefna hennar sem um aldir hefur verið á hendi ríkisvaldsins. Meira

Minningargreinar

1. júlí 1997 | Minningargreinar | 657 orð

Eyvör Ingibjörg Þorsteinsdóttir

Hinn 21. júní sl. andaðist Eyvör Ingibjörg Þorsteinsdóttir á Hrafnistu í Hafnarfirði á 90. aldursári. Með henni er gengin glæsileg og gáfuð mannkostakona. Fallegt svipmót hennar og tignarleg framganga bar vott um sterkan vilja og festu í athöfn og hugsun. Hún var heil í afstöðu sinni og hafði til að bera umhyggju fyrir velferð sinna nánustu, er hún helgaði líf sitt. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 407 orð

Eyvör Ingibjörg Þorsteinsdóttir

Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 630 orð

Eyvör Ingibjörg Þorsteinsdóttir

Merk og góð kona hefur kvatt. Tengdamóðir mín, Eyvör Ingibjörg Þorsteinsdóttir, lést á björtu og hlýju sumarkvöldi, þann 21. júní sl. Mildir litir náttúrunnar, bleik slikja yfir fjöllunum, sléttur hafflöturinn, snarpt en mosavaxið hraun og fuglasöngur einkenndu þann dag. Þannig var tengdamóðir mín einnig, hlý og umhyggjusöm. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 336 orð

Eyvör Ingibjörg Þorsteinsdóttir

Við viljum minnast hér með fáeinum orðum elskulegrar ömmu okkar, Eyvarar, sem jarðsungin verður frá Dómkirkjunni í dag. Er við hugsum til baka sjáum við fyrir okkur ömmu geislandi af ánægju vegna heimsóknar frá barnabörnum á fallegt heimili þeirra afa Odds á Grenimel 25 og síðar á heimili ömmu á Hjarðarhaga 46, eftir að afi var fallinn frá. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 143 orð

Eyvör Ingibjörg Þorsteinsdóttir

Í dag kveðjum við hjónin Eyvöru Þorsteinsdóttur, sem við kynntumst fyrir tveimur áratugum. Um leið og við þökkum henni samfylgdina rifjast upp minningabrot og atvik frá þessu tímaskeiði, sem við geymum í hjörtum okkar. Það voru okkur ákveðin forréttindi að fá að ganga þennan spöl með Eyvöru og kynnast mannkostum hennar. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 779 orð

Eyvör Ingibjörg Þorsteinsdóttir

Fáein kveðjuorð til elskulegrar tengdamóður minnar, Eyvarar Ingibjargar Þorsteinsdóttur, sem í friðsæld kvaddi eftir eins árs veikindi, sem hún bar mjög vel, því andlegur lífsþróttur hennar var óbugaður nánast til hins síðasta, en líkaminn ekki eins sterkur, í eitt ár er hún búin að berjast hetjulegri baráttu. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 438 orð

EYVÖR INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR

EYVÖR INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR Eyvör Ingibjörg Þorsteinsdóttir var fædd í Reykjavík 2. október 1907. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 21. júní síðastliðinn. Heimili hennar var á Hjarðarhaga 46, Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Júlíus Sveinsson, skipstjóri og erindreki Fiskifélags Íslands, f. 18. júlí 1873, d. 12. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 78 orð

Hafþór Vestfjörð Sigurðsson

Litla stúlkan hlustaði: "Afi Hafþór er hjá Guði. Hann fór að sofa og vaknar ekki aftur." Hún svaraði brosandi: "Afi Hafþór vaknar til Guðs." Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Elsku afi minn. Ásta Margrét Helgadóttir. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 192 orð

Hafþór Vestfjörð Sigurðsson

Á hátíðarstund við skólaslitin í vor kvöddumst við starfsfélagarnir og reiknuðum öll með að sjást aftur að hausti. En skjótt skipast veður í lofti, dauðinn kveður dyra og enn erum við minnt á það hversu örstutt er á milli lífs og dauða. Hafþór okkar er horfinn, við fáum ekki að njóta návistar hans og starfa framar. Hann var hrifsaður burt í blóma lífsins. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 203 orð

Hafþór Vestfjörð Sigurðsson

Það er skrýtið að hugsa til þess að hann Hafþór, smíða- og myndmenntakennarinn okkar sem hefur kennt okkur frá því í fyrsta bekk í Álftanesskóla, sé allt í einu dáinn. Hann var mjög góður kennari og þótti okkur öllum mjög vænt um hann. Við eigum ótal margar myndir og hluti sem minna okkur á frábæra kennslu hans. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 284 orð

HAFÞÓR VESTFJöRÐ SIGURÐSSON

HAFÞÓR VESTFJöRÐ SIGURÐSSON Hafþór Vestfjörð Sigurðsson fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1943. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 22. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Hjálmar Þorsteinsson frá Neðri Miðvík í Aðalvík, f. 6. mars 1918 (látinn), og Matthildur Valdís Elíasdóttir frá Elliða í Staðarsveit, f. 21. mars 1923. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 550 orð

HAFÞÓR VESTFJÖRÐ SIGURÐSSON

Fyrir hönd nemenda og kennara við uppeldisvísindadeild Kennaraháskóla Íslands vil ég minnast Hafþórs V. Sigurðssonar, kennara við Álftanesskóla í Bessastaðahreppi. Kynni okkar hófust síðastliðið haust þegar Hafþór hóf nám til meistaragráðu við Kennaraháskóla Íslands. Hann reyndist sérlega ljúfur í viðkynningu, hæglátur og hugsandi, hlýr og geðþekkur. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 534 orð

Hólmfríður Ólafsdóttir Kragh

Látin er Hólmfríður P. Ólafsdóttir Kragh, eða Fríða Kragh eins og hún var nefnd í daglegu tali. Ég kynntist Fríðu þegar ég kynntist konu minni, Sólveigu, en hún er bróðurdóttir Fríðu. Ég man hve mér fannst Fríða hafa yfir sér heimsborgaralegt yfirbragð. Framkoman "elegant" og fáguð. Fríða var ætíð það sem kallað er heimavinnandi húsmóðir. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 461 orð

Hólmfríður Ólafsdóttir Kragh

Þegar undirritaður var að alast upp í föðurhúsum áttu foreldrar mínir fjölmennan og fjölskrúðugan vinahóp. Þá var ekkert sjónvarp til að trufla fólk frá því að hittast og gleðjast, tala saman og vera saman. Mér eru enn í barnsminni öll þau boð og samkvæmi sem haldin voru á heimili mínu, þar sem þessi stóri kunningja ­ og venslahópur gerði sér dagamun. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 278 orð

Hólmfríður Ólafsdóttir Kragh

Hólmfríður Ólafsdóttir Kragh lést á Vífilsstaðaspítala sunnudaginn 22. júní eftir löng og erfið veikindi. Kynni okkar hófust fyrir tæpum 30 árum er ég leigði íbúð í sama húsi og þau hjón, hún og Hans heitinn Kragh, bjuggu í ásamt Kristjáni, bróður Fríðu. Ég var ósköp feimin við þau í fyrstu, en síðan þróaðist það þannig að ég varð smám saman kostgangari hjá þeim hjónum. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 176 orð

HÓLMFRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR KRAGH

HÓLMFRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR KRAGH Hólmfríður P. Ólafsdóttir Kragh fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1913. Hún lést á Vífilsstöðum 22. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Erlendsdóttir, f. 7.7. 1886, d. 18.1. 1950, og Ólafur Theódór Guðmundsson, byggingarmeistari, f. 24.11. 1873, d. 4.3. 1950. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 799 orð

Keld Gall Jørgensen

Góður vinur okkar, Keld Gall Jørgensen, bókmenntafræðingur og háskólakennari, verður í dag borinn til grafar í Óðinsvéum, þar sem hann lést aðeins fjörutíu og tveggja ára að aldri, eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Við kynntumst Keld fyrst sem starfsbróður en þau kynni urðu skjótt að vináttu. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 711 orð

Keld Gall Jørgensen

"Fám mönnum er Kári líkur" segir í Njálu og svo var um Keld Gall Jørgensen sem í dag er til moldar borinn í Danmörku. Kynni okkar stóðu í nítján ár og hófust með því að "við áttum systur tvær". Strax frá fyrsta fundi minnist ég hve ljúfur hann var í viðmóti og auðveldur í kynningu, en líka nokkur ráðgáta. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 207 orð

KELD GALL JØRGENSEN

KELD GALL JØRGENSEN Keld Gall Jørgensen fæddist í Kaupmannahöfn 1.febrúar 1955. Hann lést 26.júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Anne-Lise Themstrup, sjúkraliði í Kaupmannahöfn, og Ib Jørgensen, leigubílstjóri og síðar húsvörður í Kaupmannahöfn. Systur Keld eru tvær, Kathe og Susanne. Keld var tvíkvæntur. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 185 orð

KRISTÍN G. ÍSFELD

KRISTÍN G. ÍSFELD Kristín Guðmundína Ísfeld fæddist í Grjótárgerði í Fnjóskadal 28. júlí 1909. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Andrés G. Ísfeld og Sigurbjörg Indriðadóttir, lengst af búsett á Akureyri. Þau eignuðust þrjú börn. Sigríður Ísfeld, elsta barnið, lést á fyrsta aldursári. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 435 orð

Kristín Ísfeld

Nú ert þú búin að kveðja okkur, elsku amma mín. Fréttin um andlát þitt var mér þungbær þótt ég vissi sem var að heilsu þinni hafði hrakað mikið á liðnum vikum. Ég veit að nú ert þú búin að finna frið og þannig verður það ávallt. Það er svo margs að minnast, elsku amma. Góðu stundirnar voru svo margar. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 545 orð

Kristín Oktavía Ingimundardóttir

Fyrir rétt rúmu ári kvöddum við afa okkar, Ástvald Helgason, hinstu kveðju á sólbjörtum degi á Breiðabólstað á Fljótshlíð. Sólin skein einnig þann dag er þú kvaddir, amma mín. Bæði máttu þau glíma við ósigrandi andstæðinga í lok ævinnar, sjúkdóma sem grípa fram fyrir hendur á þeim sem þá hlýtur og orkan og krafturinn smám saman þverr. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 350 orð

KRISTÍN OKTAVÍA INGIMUNDARDÓTTIR

KRISTÍN OKTAVÍA INGIMUNDARDÓTTIR Kristín Oktavía Ingimundardóttir fæddist á Siglufirði 8. október 1922. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingimundur Sigurðsson, f. 7. maí 1882 í Hvammskoti á Höfðaströnd, og Jóhanna Arngrímsdóttir, f. 16. júní 1880 að Bjarnargili í Fljótum. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 279 orð

Ólafur E. Þorsteinsson

Nær jafnskjótt og sumri tók að halla lauk jarðvist sinni vinur minn og samstarfsmaður um fjögurra áratuga skeið, Ólafur E. Þorsteinsson, verkstjóri í hlaðdeild Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli. Ólafur eða Lalli, eins og hann var ávallt kallaður, hóf störf hjá Flugfélagi Íslands hf. 18. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 155 orð

Ólafur Þorsteinsson

Elsku afi, Það var sorgardagur hjá okkur miðvikudaginn 25. júní, þegar mamma og pabbi komu heim af spítalanum og sögðu okkur að þú værir dáinn. Það var bara ein vika síðan við komum í afmælið þitt og borðuðum með þér afmælistertu heima hjá þér. Við skiljum ekki af hverju Guð vill taka þig frá okkur, þú varst ekkert gamall og okkur fannst þú alltaf svo skemmtilegur. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 308 orð

Ólafur Þorsteinsson

Einn af mínum kærustu og bestu vinum er farinn. Hann Ólafur Þorsteinsson, alltaf kallaður Lalli, kvaddi þennan heim 25. júní. Mig langar til að kveðja hann með fáeinum orðum. Þegar ég hugsa aftur í tímann, kannski sextán ár eða meira, þá sé ég best hvað ég hef verið heppin að eiga þig fyrir traustan og tryggan vin sem alltaf var tilbúinn til að hlusta og taka þátt í gleði og sorg með mér. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 178 orð

ÓLAFUR ÞORSTEINSSON

ÓLAFUR ÞORSTEINSSON Ólafur Eysteinn Þorsteinsson fæddist í Reykjavík 18. júní 1933. Hann lést á Landspítalanum 25.júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveiney Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. júní 1906 í Keflavík, d. 5. ágúst 1991, og Þorsteinn Loftsson, bifreiðarstjóri, f. 17. október 1904 í Neðra-Seli í Landssveit, d. 5. júlí 1976. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 660 orð

Þórður Kristleifsson

Þegar Menntaskólinn að Laugarvatni var stofnaður 12. apríl 1953 var Þórður Kristleifsson einn þeirra sem skipaðir voru fastir kennarar hans. Kennslugreinar hans voru þýska og söngur. Þórður stóð þá á sextugu, hafði kennt við skólana á Laugarvatni frá 1930 en þar áður, frá 1927, starfað við söng- og tungumálakennslu í Reykjavík. Frá 1920­27 hafði hann dvalist erlendis við söng- og tónlistarnám. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 820 orð

Þórður Kristleifsson

Þannig kom Þórður Símoni Dalaskáldi fyrir sjónir þegar hann var ungur drengur. Fyrstu minningar mínar um Þórð föðurbróður minn voru þær að ég vaknaði að morgni og þá svaf maður í rúminu hjá mér sem mér sýndist vera pabbi minn, en mér fannst hann þó eitthvað öðruvísi en ég átti að venjast. Ég vakti hann ekki heldur fór fram í eldhús og þá var pabbi þar. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 657 orð

Þórður Kristleifsson

Fallinn er að velli aldurhniginn höfðingi, Þórður Kristleifsson menntaskólakennari ­ 104 ára ­ elstur íslenskra karla. Með honum er horfinn gagnmerkur frömuður í íslensku menningarlífi, einn úr hinni sterku og bjartsýnu sveit afreksmanna frá aldamótatímabilinu, sem mest og best unnu að því að gera Ísland að því menningarlandi sem við þekkjum í dag. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 412 orð

Þórður Kristleifsson

Er Þórður var að alast upp biðu ekki unglinganna námsbrautirnar, tylftum saman, að hellast yfir menn. Alþýðumenn eins og Þórður urðu að brjótast til mennta, ef þannig stóð um hug þeirra. Þetta gerði hann og lagði stund á tónlistar- og tungumálanám í Reykjavík, Kaupmannahöfn, Dresden, Milano, Berlín. Meira
1. júlí 1997 | Minningargreinar | 513 orð

ÞÓRÐUR KRISTLEIFSSON

ÞÓRÐUR KRISTLEIFSSON Þórður Kristleifsson var fæddur á Uppsölum í Hálsasveit 31. mars 1893. Hann lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 24. júní síðastliðinn. Foreldrar hans, Andrína Guðrún Einardóttir, f. 31.8. 1859 á Urriðafossi í Villingaholtshreppi, d. 25.1. 1899 á Stórakroppi, og Kristleifur Þorsteinsson, f. 5.4. Meira

Viðskipti

1. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 235 orð

3,8 milljarða afgangur af vöruskiptunum

VÖRUSKIPTIN í maí voru óhagstæð um 600 milljónir króna en þá voru fluttar út vörur fyrir 10,3 milljarða og inn fyrir 10,9 milljarða króna fob. Á sama tímabili í fyrra voru þau óhagstæð um 400 milljónir króna á föstu gengi. Fyrstu fimm mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 55 milljarða króna en inn fyrir 51,2 milljarða króna fob. Meira
1. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 122 orð

Ítalir fagna metsölu á Eni- bréfum

ÍTALIR munu hagnast um 7,8 milljarða dollara á þriðja áfanga sölu sinnar á hlutabréfasölu í risaorkufyrirtækinu eftir einhver mestu tilboð, sem um getur í heiminum, að sögn ítalska fjármálaráðherrans, Carlo Azeglio Ciampi. Meira
1. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 229 orð

»Markið lækkar vegna óvissu um myntbandalag

ÞÝZKA markið lækkaði gegn dollar og sterlingspundi í gær vegna óvissu um sameiginlegan gjaldmiðil Evrópu og lækkanir urðu einnig í evrópskum kauphöllum. Töluverð lækkun varð á gengi hlutabréfa í London, því að hagtölur vöktu nýjan ugg um hærri vexti. Í Frankfurt varð tap síðdegis eftir góða byrjun um morguninn. Meira
1. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 365 orð

Svalinn langvinsælastur ávaxtadrykkurinn

SÓL-VÍKING hf. hefur náð umtalsverðum árangri í útflutningi á íslenskum ávaxtadrykkjum til Færeyja og Grænlands. Eru að jafnaði flutt út 35 tonn af drykkjum í hverjum mánuði og nemur verðmæti þeirra um fjórum milljónum króna. Fjórar drykkjartegundir Sólar eru einkum seldar til Færeyja og Grænlands; Svali, Brazzi, Trópí og Sólríkur. Meira
1. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 52 orð

Þjóðverjar vantrúaðir á evró

FLESTIR Þjóðverjar telja ekki að sameiginlegur evrópskur gjaldmiðill verði tekinn í notkun eftir áætlun 1. janúar 1999 samkvæmt skoðanakönnun. Sextíu af hundraði þeirra sem spurðir voru fyrir fréttatímaritið Der Spiegel kváðust ekki telja að áætlunin mundi hefjast á réttum tíma, en 39% höfðu trú á því. Meira
1. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 378 orð

Þjónustugjöld af greiðslukortum kærð

SAMTÖK verslunarinnar, Félag íslenskra stórkaupmanna, hafa ásamt öðrum félagsmönnum EuroCommerce, hagsmunasamtaka evrópskra fyrirtækja í milliríkjaverslun, smásöluverslun og vörudreifingu, hafa lagt fram kæru til Samkeppnisstofnunar Evrópusambandsins, European Commission's Competition, vegna gjaldtöku banka og greiðslukortafyrirtækja á þjónustugjöldum vegna greiðslukortaviðskipta. Meira
1. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 312 orð

Öllu starfsfólki hefur verið sagt upp

ÖLLU starfsfólki bifreiðaumboðsins Jöfurs hf. hefur nú verið sagt upp og stendur nú yfir gagnger endurskipulagning á starfsemi fyrirtækisins. Innflutningur Jöfurs á Peugeot hefur stórlega aukist á milli ára en enn er óljóst hvort fyrirtækið missir Skoda umboðið yfir til Heklu. Meira

Daglegt líf

1. júlí 1997 | Neytendur | 80 orð

Blóðþrýstingsmælir á úlnlið

FYRIRTÆKIÐ i&d ehf. hefur hafið innflutning á blóðþrýstingsmælum frá Medisana í Þýskalandi. Mælirinn er festur með ól á úlnlið og tekur blóðþrýsting og púls á skömmum tíma. Í fréttatilkynningu frá i&d segir að með mælinum fylgi ýtarlegar leiðbeiningar á íslensku, auk dagbókar þar sem hægt er að skrá blóðþrýsting frá degi til dags. Meira
1. júlí 1997 | Neytendur | 76 orð

Flúðasveppir hækka um 3-5%

NÝLEGA hækkuðu Flúðasveppir um 3-5%. Að sögn Ragnars Kristins Kristjánssonar hjá Flúðasveppum var þetta erfið ákvörðun en sama verð hefur verið á sveppum frá fyrirtækinu síðastliðin fjögur til fimm ár. "Mér var ekki stætt á öðru en hækka sveppina vegna hækkana sem hafa orðið undanfarin ár á ýmsum liðum sem koma nærri rekstri mínum. Meira
1. júlí 1997 | Neytendur | 224 orð

Heimilismatur í hádeginu

NÝLEGA var opnað veitingahúsið Fantasía við Laugaveg 103. Þar er í hádeginu boðið upp á snögga afgreiðslu og hægt að fá heimilismat, samlokur, súpu og salat svo eitthvað sé nefnt. Á kvöldin eru borð dúkuð, þjónað til borðs og valið af matseðli. Það eru hjónin Ingólfur Karl Sigurðsson og María Guðnadóttir sem reka staðinn en fyrir eru þau með veitingahúsið Kabyssuna í Kópavogi. Meira
1. júlí 1997 | Neytendur | 431 orð

Spurt og svarað um neytendamál Stutt Disney- myndbön

HVERS VEGNA er sýningartími nýlegra Disney-teiknimynda einungis rúmlega fjörutíu mínútur á meðan eldri myndbönd eins og Konungur ljónanna eru með næstum helmingi lengri sýningartíma? Verðmunurinn er lítill. Meira
1. júlí 1997 | Neytendur | 74 orð

Ýmiskonar sundvörur

NORCO sf. hefur hafið innflutning á Floaties-sundvörum sem fyrir um þrjátíu árum komu fyrst á markað í Ástralíu. Þær eru hannaðar fyrir börn. Um er að ræða sundsæti, sundfatnað, sundvesti, gleraugu, sundhettur og leikföng af ýmsum gerðum sem ungviðið hefur gaman af að nota í sundi. Nýjung fyrirtækisins eru sérstakar sundbleyjubuxur sem ætlaðar eru ungbörnum í sundi. Meira

Fastir þættir

1. júlí 1997 | Dagbók | 2928 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
1. júlí 1997 | Í dag | 130 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 1. júlí,

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 1. júlí, er sextugur sr. Heimir Steinsson, á Þingvöllum.Eiginkona hans er Dóra Þórhallsdóttir, fulltrúi í Ríkisútvarpinu. Þau hjónin eru að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Fimmtugur er í dag, þriðjudaginn 1. júlí, Jón Þ. Meira
1. júlí 1997 | Fastir þættir | 623 orð

Brauð, tómatbaka og fróðleiksmolar um te

MEÐAL þeirra sem báðu um frekari upplýsingar um te, er kona, sem sendi mér mjög elskulegt bréf og bað líka um uppskiftir að mat fyrir einn. Því miður fylgdi hvorki nafn konunnar né heimilisfang og ekki símanúmer heldur, en ég hefði viljað hafa samband við hana og senda henni nokkrar uppskriftir. Meira
1. júlí 1997 | Fastir þættir | 163 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Félags e

Spilaður var Mitchell-tvímenningur föstudaginn 20. júní. 20 pör mættu og urðu úrslit: N/S Vilhjálmur Sigurðsson ­ Þórður Jörundsson266 Garðar Sigurðsson ­ Ragnar Halldórsson244 Bergljót Rafnar ­ Soffía Theódórsd. Meira
1. júlí 1997 | Fastir þættir | 136 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Norðurlandamó

Skammt er stórra högga á milli hjá Íslensku landsliðunum í brids. Nú er nýlokið Evrópumótinu og þar sem það fór ekki eins vel og á horfðist er rétt að snúa sér að næsta verkefni sem er NM yngri spilara í Færeyjum. Mótið hófst sl. Meira
1. júlí 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. maí í Lágafellskirkju af sr. Guðmundi Óskari Ólafssyni, Bryndís Berg ogIngólfur Sveinsson. Heimili þeirra er í Karfavogi 38, Reykjavík. Meira
1. júlí 1997 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. júní í Kópavogskirkju af sr. Kristjáni Einari Þorvarðarsyni Hildur Birgisdóttir og Kristinn Jakobsson. Heimili þeirra er í Lindasmára 29, Kópavogi. Meira
1. júlí 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. maí í Háteigskirkju af Hinrik Þorsteinssyni, forstöðumanni, Sigþrúður Jórunn Tómasdóttir og Jóhannes Hinriksson. Heimili þeirra er í Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð. Meira
1. júlí 1997 | Dagbók | 656 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
1. júlí 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Fjórðungsmótin liðin hjá- hvað tekur við?

SVANAS¨ONGUR fjórðungsmótanna var sunginn í blíðskaparveðri á Kaldármelum á sunnudag eftir fjögra daga samkomu hestamanna þar sem skiptust á skin og skúrir. Mótið hófst á fimmtudegi með blíðuveðri en föstudaginn rigndi að heita má látlaust allan daginn. Laugardagurinn slapp fyrir horn með úrkomuna en sunnudaginn sem var hápunktur mótsins var fagurt veður. Meira
1. júlí 1997 | Í dag | 339 orð

ILJUÚTGÁFA Máls og menningar er til mikillar fyrirmyndar,

ILJUÚTGÁFA Máls og menningar er til mikillar fyrirmyndar, bæði vegna vals á útgáfubókum og ekki síður vegna verðs, að ekki sé talað um það verð, sem boðið er upp á um þessar mundir. Kiljur forlagsins má nú fá fyrir 480 krónur hverja bók og eru það reyfarakaup. Kiljuútgáfa átti lengi vel erfitt uppdráttar hér á Íslandi. Meira
1. júlí 1997 | Fastir þættir | 1272 orð

Kynbótahrossin efst meðal gæðinga

Fjórðungsmót vestlenskra hestamannafélaga, haldið á Kaldármelum í Kolbeinsstaðahreppi 26.­29. júní. ÞRÁTT fyrir að boðið væri upp á sérstaka gæðingakeppni stóðhesta voru stóðhestar skráðir til leiks í aðalgæðingakeppni mótsins og einn þeirra, Brynjar frá Árgerði og Sveinn Ragnarsson sem kepptu fyrir hönd Faxa í Borgarfirði, tók strax afgerandi forystu í A-flokki í forkeppninni. Meira
1. júlí 1997 | Í dag | 377 orð

Okur í Viðey VIÐ FÓRUM með barnabarnið okkar, 10 ára telpu, út í Við

VIÐ FÓRUM með barnabarnið okkar, 10 ára telpu, út í Viðey um daginn. Þar er starfandi hestaleiga og okkur blöskraði alveg verðið á þessari leigu, en klukkutíminn er seldur á 2.000 krónur. Þar var ekki um nein "nótuviðskipti" að ræða þannig að leigan hefur runnið beint í vasa þess sem leigir. Afi "Kringlukast" Meira
1. júlí 1997 | Fastir þættir | 1260 orð

Úrslit

A-flokkur gæðinga 1. Brynjar frá Árgerði, Faxa, eigandi Ragnar Valsson, knapi Sveinn Ragnarsson, 8,67/8,61. 2. Nasi frá Bjarnarhöfn, Snæfellingi, eigandi Jónas Gunnarsson, knapi Lárus Á. Hannesson, 8,36/8,48. 3. Sorti frá Kjörseyri, Blakk, eigandi Georg J. Jónsson, knapi Sigurður Marínusson, 8,44/8,41. 4. Meira

Íþróttir

1. júlí 1997 | Íþróttir | 124 orð

Brasilíumenn meistarar

Brasilíumenn tryggðu sér á sunnudagskvöld sigur í Suður- Ameríkukeppninni í knattspyrnu þegar þeir lögðu Bólivíu að velli í úrslitaleik keppninnar, 3:1. Brasilíumenn komust yfir með marki frá Edmundo í fyrri hálfleik en Erwin Sanchez jafnaði metin skömmu síðar. Brasilíumenn voru slakir og voru heppnir að fá ekki á sig mark, eða mörk. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 109 orð

Einar bætir sig

Einar Jóhannsson náði sínum besta árangri í þríþraut á danska meistaramótinu sem fór fram í Árhúsum um helgina ­ fór þrautina á 2.03,42 kls. Einar byrjaði á því að synda 1500 m á 21,06 mín., síðan tók það hann 2,38 mín. að gera sig kláran fyrir hjólreiðakeppnina ­ 40 km, sem hann hjólaði á 58.50 mín., síðan tók það hann 1,18 mín. að undirbúa sig fyrir 10. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 317 orð

Evrópubikarkeppni landsliða í fjölþraut 2. deild, Maribor í

2. deild, Maribor í Slóveníu: Fyrri töludálkurinn sýnir árangur keppendanna í sekúndum, mínútum eða metrum. Sá síðari sýnir stigin, sem árangurinn gefur. Árangur þriggja bestu í hverju liði gildir. Karlar, tugþraut: 100 m hlaup: 1.Jón Arnar Magnússon10,73922 2.M. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 437 orð

Evrópukeppni landsliða

A-riðill: Gerona, Spáni: Rússland - Tyrkland87:56 Vasily Karasev 15, Zakhar Pashutin 14, Sergei Babkov 13, Mikhail Mikhailov 13, Sergei Panov 8 - Mirsad Turkcan 14, Huseyin Besok 10, Ibrahim Kutluay 8, Ufuk Sarica 8. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 295 orð

Eyjamenn hlífðu sér fyrir hlé

EYJAMENN tóku á móti Skallagrímsmönnum á sunnudaginn, en þetta var frestaður leikur úr 5. umferðinni. Markalaust var í fyrri hálfleik en í þeim síðari komu heimamenn grimmari til leiks og sigruðu nokkuð örugglega, 3:1. Gestirnir voru ákveðnari í byrjun leiks. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 581 orð

"Ég hef börn að sjá fyrir"

"ÞAÐ er mjög auðvelt að komast hjá því að ljúka bardaganum með því að fylgja ekki reglunum," sagði heimsmeistarinn í hnefaleikum, Evander Holyfield, í kjölfar þess að honum var dæmdur heimsmeistaratitill WBA í þungavigt aðfaranótt sunnudags eftir að áskorandinn, Mike Tyson, beit hann í bæði eyrun. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 557 orð

"Fyrirgefðu mér"

MIKE Tyson baðst í gærkvöldi afsökunar á því að hafa bitið Evander Holyfield í bæði eyrun, þegar þeir áttust við í bardaga um heimsmeistaratitilinn í þungavigt hnefaleika á laugardag. "Ég bið afsökunar ­ heimsbyggðina, fjölskyldu mína og íþróttanefnd Nevadaríkis," sagði Tyson á blaðamannafundi sem hann hélt óvænt á MGM Grand Casino hótelinu, þar sem bardaginn fór fram á laugardagskvöldið. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 587 orð

Fær íþróttamaðurinnINGI BJÖRN ALBERTSSONaldrei leið á íþróttum?Ekki nokkur einasta leið

INGI Björn Albertsson var um helgina ráðinn þjálfari Stjörnunnar í Garðabæ og tekur hann við á næstu dögum. Ingi Björn er ekki óvanur þjálfun því hann hefur haldið um stjórnartaumana hjá FH, Val, Breiðabliki og Keflavík auk þess sem hann hefur þjálfað kvennaflokka og yngri flokka. Ingi Björn er kvæntur Magdalenu Kristinsdóttur og eiga þau hjón sex börn. Ingi Björn er fæddur í Nice í Frakklandi 3. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 273 orð

Guðrún og Sigríður settu Íslandsmet

Frjálsíþróttakonurnar Guðrún Arnardóttir og Sigríður Anna Guðjónsdóttir náðu bestum árangri íslensku keppendanna á Evrópubikarkeppninni, 2. deild, sem fram fór í Óðinsvéum í Danmörku. Guðrún setti Íslandsmet í 200 metra hlaupi, hljóp á 23,81 sekúndum og varð í öðru sæti. Hún átti sjálf gamla metið, 24,01. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 25 orð

Helgi skoraði tvö HELGI Sigurðsson skorað

Helgi skoraði tvö HELGI Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir norska liðið Stabæk, þegar það vann B 36 frá Þórshöfn í Færeyjum í Intertoto-getraunakeppninni í knattspyrnu 5:0. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 449 orð

Hvað verður um Mike Tyson?

Spurningin sem flestir áhugamenn um hnefaleika velta nú fyrir sér um heim allan er hverjir verði eftirmálar einvígisins á milli Mike Tysons og Evanders Holyfields um heimsmeistaratitil WBA í þungavigt, sem fram fór aðfaranótt sunnudags. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 45 orð

Inga Lára með Víking INGA Lára Þórðardótt

INGA Lára Þórðardóttir, fyrrum landsliðskona úr Víkingi, hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Víkings í handknattleik. Inga Lára hefur verið í Noregi þrjú undanfarin ár, við nám í íþróttaskólanum í Ósló. Hún kemur heim 23. júlí og byrjar þá fljótlega að þjálfa Víkingsliðið. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 259 orð

ÍBV - Skallagrímur3:1 Hásteinsvöllur, Sjóvár-Almennra deildi

Hásteinsvöllur, Sjóvár-Almennra deildin, frestaður leikur úr 5. umferð, sunnudaginn 29. júní 1997. Aðstæður: Vestan vindur með gestunum fyrir hlé en með heimamönnum eftir hlé. Sól og góður völlur. Mörk ÍBV: Steingrímur Jóhannesson (50.), Tryggvi Guðmundsson (51.), Sigurvin Ólafsson (82.). Mark Skallagríms: Stefán B. Ólafsson (88.). Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 52 orð

Í kvöld

Knattspyrna Sjóvár-Almennra deildin: Valsvöllur:Valur - Fram20 Safnkorthafar ESSO fá frítt á leikinn með því að framvísa kortum sínum við innganginn. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 118 orð

Jón Helgi í þrettánda sæti í Englandi JÓN

JÓN Helgi Bragason varð í þrettánda sæti á Evrópumeistaramótinu í keilu, sem fór fram í Nottingham í Englandi. Hann fagnaði sigri í þremur af átta leikjum sínum, þegar sextán bestu keiluspilararnir af 154 keppendum, mættust um helgina. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 312 orð

KA-menn markheppnari Akureyrarliðin Þó

KA-menn markheppnari Akureyrarliðin Þór og KA buðu allmörgum áhorfendum upp á baráttuleik í norðlenskri rjómablíðu í gærkvöld. Hvorugt liðið hefur haft af miklu að státa síðustu árin og kannski helsta keppikeflið að sigra í þessum innbyrðis viðureignum. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 313 orð

Karlar án forgjafar:

Afmælismót Egilsstaða Karlar án forgjafar: Birgir M. Vigfússon, GFH136 Bernhard Bogason, GFH146 Fylkir Þ. Guðmundsson, GA150 Með forgjöf: Böðvar Þórisson, GE119 Hörður Guðmundsson, GO121 Bernharð Bogason, Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 506 orð

Komum sjálfum okkur skemmtilega á óvart

Leiftur frá Ólafsfirði gerði sér lítið fyrir og sigraði OB frá Danmörku í Inter-Toto keppninni í knattspyrnu á laugardaginn. Leikið var í Óðinsvéum og fóru leikar þannig að Ólafsfirðingar gerðu fjögur mörk en heimamenn þrjú. Kristinn Björnsson, þjálfari Leifturs, var að vonum ánægður með leikinn og ferðina til Danmerkur. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 160 orð

KRISTJÁN Georgsson, annar Eyjapeyinn

KRISTJÁN Georgsson, annar Eyjapeyinn í liði Skallagríms lék ekki með í Eyjum á sunnudaginn. Hann er meiddur. Hinn Eyjapeyinn, Sindri Grétarsson lék hins vegar með gegn sínum gömlu félögum en mátti sín lítils gegn vörn ÍBV. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 190 orð

Miðnæturhlaupið Hlaupið var þreytt í 5. sinn mánudaginn 23. júní

Hlaupið var þreytt í 5. sinn mánudaginn 23. júní og voru þátttakendur 1.258 í heildina, þar af 396 sem luku keppni í 10 km og 862 í 3 km. Borgfirðingurinn Sigmar Gunnarsson sigraði í hlaupinu og hefur hann því afrekað að sigra í öll fimm skiptin. Konur 18 ára og yngri: 1. Rakel Ingólfsdóttir44,51 2. Linda Heiðarsdóttir47,08 3. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 373 orð

Mikilvægur sigur ÍR Lið ÍR vann geysilega mik

Lið ÍR vann geysilega mikilvægan sigur á Breiðabliki í gær í toppbaráttu 1. deildar. Fyrir leikinn voru bæði lið með tíu stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar og því um sannkallaðan "sex stiga leik" að ræða. ÍR-ingar skoruðu þrjú mörk gegn einu marki Breiðabliks en tölurnar segja þó ekki alla söguna, því Blikar áttu mun meira í leiknum. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 339 orð

Mývantsmaraþon

KARLARMaraþon 18 - 39 ára: Ingólfur G. Gissurarson2.50,03 Páll Steinþórsson3.33,01 Bjarni Sæmundsson3.46,43 40 - 49 ára: Kristján E. Ágústsson3.28,54 Sigurður Ingvarsson3.29,54 Pétur I. Frantzson3.31,12 50 - 59 ára: Sigurður Bjarklins3.05,29 Birgir Sveinsson3. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 33 orð

Norðmenn njósna um Ríkharð NORSKA liðið L

NORSKA liðið Lilleström hefur sýnt Ríkharði Daðasyni, miðherja KR, áhuga. "Njósnarar" frá liðinu eru á leið til landsins og horfa þeir á Ríkharð leika með KR gegn Skagamönnum á morgun. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 305 orð

Ólafur og Theodór í samfloti KEPPT var

Ólafur og Theodór í samfloti KEPPT var í tveimur flokkum í stangarstökki og voru dýnurnar hlið við hlið. Svo skemmtilega vildi til að þeir Ólafur Guðmundsson og Theodór Karlsson stukku samtímis á báðum stöðum. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 92 orð

Pettersen skoraði fjögur mörk MAR

Pettersen skoraði fjögur mörk MARIANNE Pettersen skoraði fjögur mörk þegar Norðmenn unnu stórsigur á Dönum í Evrópukeppni kvennalandsliða, sem hófst í Noregi og Svíþjóð um helgina. Hún skoraði tvö fyrstu mörkin á 16. og 18. mín. Í sama riðli, B, gerðu Þýskaland og Ítalía jafntefli 1:1. Leikirnir fóru fram í Noregi. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 433 orð

RÖKRÉTT »Guðjón Þórðarson erréttur maður í hlutverklandsliðsþjálfara

Hugsanlegt er að Guðjón Þórðarson verði næsti landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu. Fyrst stjórn KSÍ ákvað að stíga það skref að segja Loga Ólafssyni upp var rétt að leita til Guðjóns. Það var rökrétt framhald og þeirri ákvörðun KSÍ ber að fagna. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 250 orð

Schumacher að stinga af?

MICHAEL Schumacher var í sérflokki í franska formúlu-1 kappakstrinum á sunnudag, sigraði örugglega og hefur náð góðri forystu í stigakeppni ökuþóra. Schumacher hóf keppni af fremsta rásmarki á Ferrari-bíl sínum og ók strax frá keppinautum sínum. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 140 orð

Sex liða mót í Kanada

Íslenska kvennalandsliðið er í Kanada, þar sem það tekur þátt í sex liða móti. Ísland - Kanada 229:15 Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst með fimm mörk. Systir hennar, Dagný, lék einnig. Ísland - Belgía25:13 Halla María Helgadóttir, sem lék sinn fimmtugasta landsleik, skoraði flest mörk, eða sex. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 39 orð

Sigurður til Bad Schwartau SIGURÐUR Bjarn

SIGURÐUR Bjarnason, handknattleiksmaður, hefur gengið til liðs við þýska 2. deildarliðið Bad Schwartau. Sigurður lék með 1. deildarlðinu Minden, en keypti upp samnimng sinn við Minden, þegar Bad Schwartau vildi fá hann til liðs við sig. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 122 orð

Spánn Bikarúrslitaleikur Real Betis - Barcelona2:3 Alfonso Munoz (11.), Finidi George (83.) - Luis Figo (44., 115.), Juan Pizzi

Bikarúrslitaleikur Real Betis - Barcelona2:3 Alfonso Munoz (11.), Finidi George (83.) - Luis Figo (44., 115.), Juan Pizzi (85.). 82.498. Suður-Ameríkukeppnin Úrslitaleikur Leikur um 3. sæti Mexíkó - Perú1:0 Luis Hernandez (81.). 8.000. Undankeppni HM Asíu-keppnin: Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 454 orð

TOTTENHAM hefur boðið Middlesbrough

TOTTENHAM hefur boðið Middlesbrough ellefu millj. punda fyrir Brasilíumanninn Juninho. Hann á að taka stöðu Teddy Sheringham, sem var seldur til Man. Utd. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 110 orð

Tryggvi Guðmundsson tók horn frá hægri á 50. mínútu og sendi bo

Tryggvi Guðmundsson tók horn frá hægri á 50. mínútu og sendi boltann inn á miðjan markteiginn þar sem Steingrímur Jóhannesson var sterkastur í loftinu og skallaði í nær autt markið. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 566 orð

Villidýrseðlið varð Tyson að falli

EINVÍGI aldarinnar á milli þeirra Mikes Tysons og Evanders Holyfields um heimsmeistaratitil WBA í þungavigt hnefaleika í Las Vegas aðfaranótt sunnudags varð að hneyksli aldarinnar þegar áskorandinn, Tyson, var dæmdur úr keppni fyrir að bíta heimsmeistarann, Holyfield, í bæði eyrun. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 204 orð

Wimbledon

Þriðja umferð í einliðaleik kvenna á Wimbledon-tennismótinu, mánudagur 30. júní: Nathalie Tauziat (Frakklandi) vann Judith Wiesner (Austurríki) 3-6 6-3 6-2 8-Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) vann Florencia Labat (Argentínu) 6-1 6-2 9-Mary Pierce (Frakklandi) vann Magui Serna (Spáni) 6-4 6-3 3-Jana Novotna (Tékklandi) vann Gala Leon Garcia Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 375 orð

Þróttarar gefa ekkert eftir

ÞRÓTTARAR úr Reykjavík sitja enn í toppsæti 1. deildar karla í knattspyrnu eftir góðan 3:1 sigur á Dalvíkingum í Laugardalnum í sunnudag. Lengi vel áttu Þróttarar þó í miklum vandræðum með að brjóta vörn gestanna á bak aftur og voru það Dalvíkingar sem fengu kjörið tækifæri til þess að komast yfir eftir 17 mínútna leik þegar Grétar Steindórsson átti þrumuskot í þverslá. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 1769 orð

Önnur besta þraut Jóns Arnars Magnússonar

ÍSLENSKA tugþrautarlandsliðið keppti í annarri deild Evrópubikarkeppninnar í fjölþraut í borginni Maribor í Slóveníu um helgina. Markmið liðsins var að endurheimta sæti sitt í 1. deild, en liðið féll í 2. deild í fyrra eftir keppni í Eistlandi. Íslendingum varð ekki að ósk sinni þrátt fyrir að hafa náð 22.192 stigum, besta árangri tugþrautarlandsliðs Íslands frá upphafi. Meira
1. júlí 1997 | Íþróttir | 143 orð

(fyrirsögn vantar)

Reynir hafði ekkiheppnina með sér Það sást strax á leik Reynismanna í Sandgerði, að þeir ætluðu að selja sig dýrt þegar þeir fengu FH-inga í heimsókn. Þeir börðust hetjulega og voru betri allan leikinn, en heppnin var ekki með þeim. Umdeild vítaspyrna var dæmd á Reynismenn á 60. mín. Meira

Fasteignablað

1. júlí 1997 | Fasteignablað | 43 orð

Bergflétta myndar munstur

BERGFLÉTTUR eru tilölulega sjaldgæfar hér á landi utanhúss en eru þó mjög vel ræktanlegar. Það er meira að segja hægt að láta þær mynda munstur en vafalaust þarf að hafa góðan hemili á þeim, ef slíkt á að takast til langframa. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 93 orð

Bækistöð Virgin í Bretlandi

ÞEKKT fjárfestingarfyrirtæki í Bretlandi, CIN La Salle Investment Management, hefur fyrir hönd lífeyrissjóðs í Bretlandi keypt síðasta áfanga skrifstofubygginga Vanson Developments-fyrirtækisins, Crawley Business Quarter (sem myndin er af), fyrir 27,35 milljónir punda. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 739 orð

ÐFlugvélar og fasteignir til framtíðar Verklýsingar

ÞAÐ ER ólíku saman að jafna þegar fasteignaviðskipti eru skoðuð annars vegar og flugvélakaup hinsvegar. Eftir að kaupandi er búinn að ákveða hvers konar notaðri flugvél hann ætlar að festa kaup á, skoðar hann viðhaldsgögn hennar. (maintainance documents). Í viðhaldsgögnum eru skráðar allar viðgerðir og viðhaldsverk, sem unnin hafa verið á vélinni á líftíma hennar. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 712 orð

Elgo-múrkerfið hefur sannað gildi sitt

REYNSLAN hefur sýnt að steinsteypan ein og sér þolir illa íslenzka veðráttu. Veðraskipti eru hér bæði snögg og tíð á veturna og sennilega má rekja hinar tíðu steypuskemmdir að verulegu leyti til þeirra. Einn daginn getur verið sunnanátt og hláka með svo hvassri rigningu, að það rignir upp í móti, eins og kallað er. Veggir húsanna rennblotna. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 73 orð

Endurnýjun á íbúðarhúsum

Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI standa yfir framkvæmdir við endurnýjun eldri íbúðarhúsa, eins og undanfarin ár. Að sögn Friðþórs Eydal blaðafulltrúa varnarliðsins er um margskonar verkefni að ræða allt frá minni háttar viðgerðum upp í endurbyggingu jafnt utan sem innan. Íslenskir aðalverktakar og Keflavíkurverktakar annast flest þessara verkefna og mörgum þeirra lýkur í ár. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 766 orð

Er asbest í þínu húsi?

Rannsóknir á asbesti hafa sýnt að verði menn fyrir mengun af lausum asbesttrefjum getur það leitt til alvarlegra sjúkdóma. Hvernig hægt er að þekkja asbest, hvernig það veldur heilsutjóni og hvernig er hægt að varast mengun er líklega ekki eins þekkt meðal almennings. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 45 orð

Falleg skrautker

ÞAR sem tómlegt er í garði eða á stéttum eru blóma- eða skrautker góð lausn. Ekki er endilega þörf á að hafa mikið af margs konar blómum í slíkum kerjum heldur má allt eins hafa gróðurinn í þeim einsleitan eins og hér er gert. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 78 orð

Gamalt hús fært á nýjan grunn

EINARSHÚS á Eyrarbakka fékk stutta flugferð í dag, þegar það var fært af sínum gamla grunni á nýjan. Húsið var byggt 1888 fyrir Einar Jónsson borgara, einn fyrsta íslenska kaupmanninn á Eyrarbakka. Hann var faðir þeirra Sigfúsar Einarssonar tónskálds og Elsu Sigfúss söngkonu. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 322 orð

Glæsilegt hús við Selvogsgrunn

HÚS við Selvogsgrunn hafa ávallt verið mjög eftirsótt, enda er gatan ein af glæsilegri götum borgarinnar. Hjá Eignamiðluninni er nú til sölu stórt og sérlega vandað einbýlishús við Selvogsgrunn 27. Þetta er steinhús, byggt 1957. Það er á tveimur hæðum auk kjallara og alls 364 ferm. að stærð fyrir utan bílskúr. Ásett verð er 24,9 millj. kr. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 39 orð

Glæsistigi í gömlum stíl

HVER man ekki eftir stórmyndinni Á hverfanda hveli, en þar leikur glæsistigi eitt af aðalhlutverkunum þótt að vísu skyggi hann ekki á Clark Gabel og Vivianne Leigh. Hér er einn slíkur sem vert er að skoða. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 205 orð

Gott einbýlishús í Setbergshverfi

SETBERGSHVERFIÐ í Hafnarfirði hefur yfir sér nýlegt yfirbragð og víða er þar mjög gott útsýni niður með Læknum. Hjá fasteignasölunni Ási er nú til sölu fallegt einbýlishús á einni hæð við Ljósaberg 10. Húsið er steinhús og 166 ferm. að stærð með 41 ferm. bílskúr. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 113 orð

Hitaveita Suðurnesja byggir sérstætt hús

SMÍÐI á kynningar- og mötuneytishúsi Hitaveitu Suðurnesja gengur samkvæmt áætlun og er nú farið að gnæfa upp úr hrauninu. Fyrsta áfangi verksins var tafsöm vinna við sérstaklega hannaðan kjallara í hraunsprungu sem á að vera sýningarsalur í framtíðinni. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 31 orð

Hlýleg teppi á gólfið

Hlýleg teppi á gólfið TEPPI gera herbergi hlýleg, ekki bara í sjón heldur líka í raun. Þetta er svokallað Kelimteppi og þau eru framleidd í miklu litaúrvali. Þessir litir eru sérlega hlýlegir. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 32 orð

Konunglegt postulín

Konunglegt postulín SÓSUKANNA sem þessi ber glögg merki þess að vera framleidd í hinni konunglegu dönsku postulínsverksmiðju. Sósukönnur fóru að tíðkast á borðum betra fólks um 1720 en þessi hér er frá 1820. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 264 orð

Nýjar íbúðir í Borgahverfi

BORGAHVERFIÐ hefur yfir sér sérstakt yfirbragð. Landinu hallar til norðurs og þar er því geysi mikið útsýni út yfir sundin til Esjunnar. Hjá fasteignasölunni Hóli eru nú til sölu fullbúnar íbúðir í 4ra íbúða stigahúsi við Tröllaborgir 25. Byggingaraðili er Haraldur Eiríksson byggingameistari. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 38 orð

Púrtvínskarafla og glas í stíl

Púrtvínskarafla og glas í stíl OFT voru vínkaröflur eins og þessi hér skreyttar með gyllingu. Hér er því ekki til að dreifa en rósirnar eru skraut sem var í tísku um 1840 þegar þetta sett var framleitt í Danmörku. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 389 orð

Schneider fyrir rétt

JÜRGEN SCHNEIDER, hinn kunni þýski fasteignasvikari, kemur fyrir rétt í Frankfurt 30. júní vegna gjaldþrots fyrrverandi fasteignastórveldis hans, sem er eitthvert mesta fyrirtækjahneyksli sem um getur í Þýskalandi. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 33 orð

Skrautlegir púðar

Skrautlegir púðar ÞAÐ má nota margt til þess að skreyta púða. Hérna eru notaðar tölur í miklu magni og einnig blúndur, en margt fleira væri hægt að nota, ef hugmyndaflugið er með í för. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 1603 orð

Stigar eru hluti af okkar daglega lífi

STIGAR eru lífæð húsa sem eru fleiri en ein hæð. Um þá fer öll umferð á milli hæðanna nema að lyftur taki af þeim ómakið. Það skiptir því miklu máli hvernig þeir eru hannaðir. Hvenær stigar fóru að tíðkast á Íslandi er vafalaust óljóst en svo mikið er víst að það voru stigar í baðstofum þeim sem fólk bjó í allt fram á þessa öld. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 224 orð

Stigar í húsum

STIGAR eru í öllum húsum, sem eru fleiri en ein hæð. Þeir eru lífæð húsanna, en um þá fer öll umferð á milli hæðanna, nema lyftur taki af þeim ómakið. Það skiptir því miklu máli, hvernig þeir eru hannaðir. Í viðtalsgrein eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttir hér í blaðinu í dag er fjallað um stiga, en þar ræðir hún við arkitektana Helgu Gunnarsdóttur og Hildigunni Harðarsdóttur. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 217 orð

Sumarhúsalóðir við Þingvallavatn

HJÁ Fasteignamarkaðnum eru nú til leigu nokkrar sumarhúsalóðir á skipulögðu, kjarrivöxnu svæði í Nesjaskógi í landi Nesja við Þingvallavatn. Hér er um að ræða stórar lóðir og að auki stórt sameiginlegt svæði til útivistar. Heimilt er að byggja þar sumarbústaði allt að 80 ferm. að stærð. "Þetta svæði er sannkölluð náttúrperla," sagði Jón Guðmundsson hjá Fasteignamarkaðnum. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 237 orð

Tvær rótgrónar fast- eignasölur sameinast

FASTEIGNASÖLURNAR Íbúð og Húsafell hafa verið sameinaðar undir nýju nafni, Eignanaust ehf. Báðar þessar fasteignasölur hafa verið starfandi um árabil. Framkvæmdastjóri og sölustjóri hins nýja fyrirtækis er Jón Kristinsson, sem áður rak fasteignasöluna Húsafell, en löggiltur fasteignasali er Þórarinn Jónsson lögmaður. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 712 orð

Undur og stórmerki

ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGURINN er að baki ásamt tilheyrandi hátíðahöldum sem fóru vel fram um land allt að sögn þeirra sem gerst þekkja og nánast fylgdust með og auðvitað er það lögreglan sem helst er til frásagnar. Hátíðahöldin á 17. júní hafa víðast hvar runnið í fastar skorður, svo fastar að það vekur nánast athygli ef einhversstaðar er brugðið út af venjunni. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 51 orð

Upplýsingar um fasteignir

VIÐ kaup á fasteign er fólk að gera mestu fjárfestingar sínar í lífinu, segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt. Þegar um eldri hús er að ræða, ætti að liggja fyrir viðhaldsbók, þar sem skráðar eru ítarlega þær viðgerðir, sem framkvæmdar hafa verið á byggingunni undanfarin ár og áratugi. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 50 orð

Viðgerðir og einangrun

BYGGINGAMENN hafa í vaxandi mæli farið að verja húsin betur að utan og tekið í notkun viðgerðarefni gegn steypuskemmdum, sem henta íslenzkum aðstæðum. Eitt þeirra fyrirtækja, sem haslað hefur sér völl á þessum vettvangi, er Steinprýði ehf., en nú eru liðin um 25 ár frá stofnun þess. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 255 orð

Vísitölur byggingar- kostnaðar og húsa- leigu hækka

VÍSITALA byggingarkostnaðar tók mikið stökk upp á við í maímánuði, er hún hækkaði um 1,9%, sem jafngildir 25,6% á ársgrundvelli. Hækkun þessi stafaði að langmestu leyti af því, að taxtahækkanir iðnaðarmanna í 6 mánuði voru metnar inn í byggingarvísitöluna. Í júní hækkaði byggingarvísitalan aftur á móti aðeins um 0,2%. Sl. Meira
1. júlí 1997 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

1. júlí 1997 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

1. júlí 1997 | Fasteignablað | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

1. júlí 1997 | Fasteignablað | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

1. júlí 1997 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

1. júlí 1997 | Úr verinu | 141 orð

Auknir styrkir til nýsmíða á skipum

FRÁ og með þessum mánaðamótum á norski fiskiskipaflotinn kost á fjárfestingarstyrkjum úr þróunarsjóði atvinnuveganna en tilgangur sjóðsins er meðal annars að efla atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Meira
1. júlí 1997 | Úr verinu | 516 orð

Fiskistofa gaf út leyfi fyrir 30 norsk loðnuskip

LOÐNUVERTÍÐIN hófst um miðnætti og voru 34 íslensk skip við loðnuleit í gærdag. Flest skipin leita nú á stóru svæði norðvestur úr Kolbeinsey en lítið hafði fundist þegar síðast fréttist. Fiskistofa gaf í gær út veiðileyfi fyrir 30 norsk skip innan íslensku lögsögunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni höfðu 25 norsk skip "bókað" sig til veiðanna um miðjan dag í gær. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.