Greinar laugardaginn 5. júlí 1997

Forsíða

5. júlí 1997 | Forsíða | 332 orð | ókeypis

Eru 100 Van Gogh-verk fölsuð?

AÐ MINNSTA kosti 45 og hugsanlega allt að 100 verk, sem eignuð eru hollenska listmálaranum Vincent van Gogh, gætu verið fölsuð, samkvæmt grein sem birt var í breska listatímaritinu Art Newspaper í gær. Meira
5. júlí 1997 | Forsíða | 555 orð | ókeypis

Lendingin markar nýtt upphaf í geimrannsóknum

BANDARÍSKA geimfarið Ratvís eða Pathfinder lenti á reikistjörnunni Mars í gær og kom það vísindamönnum mjög á óvart, að strax skyldu berast merki frá honum en ekki hafði verið búist við þeim fyrr en eftir nokkrar klukkustundir. Merkin sögðu vísindamönnunum í stjórnstöðinni í Pasadena í Kaliforníu, að Ratvís væri í heilu lagi á yfirborði Mars. Meira
5. júlí 1997 | Forsíða | 211 orð | ókeypis

Reynt að bola burt Plavsic

HARÐLÍNUMENN á löggjafarsamkundu Bosníu-Serba virtu að vettugi þá ákvörðun Biljönu Plavsic forseta að leysa þingið upp og efndu til þingfundar í gær þar sem freista átti þess að setja hana af. Ákvörðun Plavsic um að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga var liður í tilraunum hennar til að uppræta völd Radovans Karadzics, Meira
5. júlí 1997 | Forsíða | 126 orð | ókeypis

Ungverjar í NATO-leik

TÖLVULEIKUR sem gefinn var út í gær gerir almenningi í Ungverjalandi kleift að deila við framkvæmdastjóra NATO um kostnaðinn sem af aðild landsins hlýst. Búist er við að Ungverjum verði boðin aðild að bandalaginu á ráðstefnu þess, sem hefst í Madríd á þriðjudag, auk Tékklands og Póllands. Meira

Fréttir

5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð | ókeypis

85,2% samþykktu kjarasamning

NÝGERÐUR kjarasamningur Félags íslenskra símamanna og Póstmannafélags Íslands við Póst og síma hf. hefur verið samþykktur. Samþykkir samningnum voru 1.013 félagsmenn eða 85,2% þeirra sem atkvæði greiddu. 164 eða 13,8% sögðu nei. Samningurinn var undirritaður 18. júni. Á kjörskrá voru 1.876 og greiddu 1.189 félagsmenn atkvæði. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 78 orð | ókeypis

Afstaða til Gullinbrúar eftir tvö ár

Í SVARI samgönguráðuneytisins til borgarráðs vegna framkvæmda við Gullinbrú, kemur fram að væntanlega verði tekin afstaða til fjárframlaga til verksins að tveimur árum liðnum. Í bréfi ráðuneytisins, sem lagt hefur verið fram í borgarráði, er vísað til vegaáætlunar sem samþykkt var á Alþingi í vor til tveggja ára. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð | ókeypis

Aftur í gæsluvarðhald

HÆSTIRÉTTUR hnekkti á fimmtudag úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum af þeim þremur sem rændu starfsmann 10-11 verslananna í apríl sl. Hæstiréttur úrskurðaði að þeir skyldu sæta gæsluvarðhaldi til 8. ágúst nk. Þriðji maðurinn hefur hafið afplánun á þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á fíkniefnum árið 1995. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 182 orð | ókeypis

Andvíg þeirri leið sem kynnt hefur verið

STJÓRN Náttúruverndarsamtaka Íslands leggst eindregið gegn þeirri línuleið sem kynnt hefur verið sem vænlegasti kostur af framkvæmdaaðilum vegna lagningar 132 kv línu frá Nesjavöllum. Í frétt sem Morgunblaðinu hefur borist kemur fram að ástæðurnar fyrir þessari afstöðu eru þær að lögð er lína um áður óraskað svæði á Mosfellsheiði. Þá séu þegar fyrir a.m.k. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 285 orð | ókeypis

Athugasemd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Magnúsi Oddssyni, veitustjóra Akranesi "Hinn 22. júní birtist í Mbl. frétt um gjaldskrárbreytingar nokkurra hita- og rafveitna á árinu 1996 með tilliti til breytinga á neysluverðsvísitölu. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 272 orð | ókeypis

Auðveldar loðnusamninga við Grænlendinga

"MIÐAÐ við að Ísland fái 30% rétt á þessu hafsvæði þá finnst mér skynsamlegt að ganga frá málinu á þessum nótum," segir Kristján Ragnarsson formaður Landssambands ísl. útvegsmanna er leitað var álits hans á samningnum um Kolbeinsey, sem hann segir einnig auðvelda endurnýjun loðnusamninga við Grænlendinga. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð | ókeypis

Aukið vægi svæðisbundinnar samvinnu

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sat utanríkisráðherrafund Eystrasaltsráðsins er haldinn var í Riga í Lettlandi 2.­3. júlí sl. Helsta umræðuefni fundarins var framkvæmdaáætlun Eystrasaltsráðsins og mat á árangri er náðst hefur af hennar völdum frá því hún var samþykkt fyrir einu ári. Meira
5. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 44 orð | ókeypis

Árlegt útiskákmót

HIÐ árlega útiskákmót Skákfélags Akureyrar fór fram í göngugötunni í blíðviðrinu í gær. Rúmlega 10 skákmenn mættu til leiks og háðu harða baráttu. Bókabúð Jónasar gefur verðlaunin í mótinu og gaf einnig þann farandbikar sem keppt er um hverju sinni. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 44 orð | ókeypis

Bílvelta

BÍLVELTA varð síðdegis á Austureyjavegi í Rauðadal. Farþegi í bílnum var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi en meiðsl hans voru talin minniháttar. Bíllinn var fluttur burt með kranabíl. Árekstur varð við einbreiða brú yfir Víðidalsá í Vestur-Húnavatnssýslu í gær. Engin slys urðu á fólki. Meira
5. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 273 orð | ókeypis

Blindir ósáttir við Magga nærsýna

MAGGI nærsýni, teiknimyndafígúra sem Walt Disney skapaði á sjötta áratugnum, hefur nú kallað reiði minnihlutahópa og fatlaðra yfir Disney-samsteypuna. Hafa áðurnefndir hópar krafist þess að þegar í stað verði hætt gerð kvikmyndar um Magga nærsýna, þar sem hún sé mógðun við blinda og nærsýna. Með hlutverk Magga fer gamanleikarinn Leslie Nielsen og stendur til að frumsýna hana um jólin. Meira
5. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 196 orð | ókeypis

Búið að hreinsa upp megnið af olíunni

BÚIÐ er að hreinsa upp megnið af olíunni sem lak úr olíuflutningaskipinu Diamond Grace eftir að það rakst á rif í Tókýóflóa á miðvikudag. Japanska strandgæslan vonast til að hreinsunarstarfi ljúki í dag, en ekki er víst að það takist. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð | ókeypis

Dagskrá á tjaldsvæðinu

UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ ferðamála á Egilsstöðum verður með dagskrá á tjaldsvæðinu sunnudaginn 6. júlí nk. Kl. 11 verður barnastund á tjaldsvæðinu. Farið verður í leiki, sögur lesnar og létt fræðsla verður um náttúruna. Ætlað börnum 6­12 ára. Tekur u.þ.b. 1 klst. Kl. 13 er lauflétt gönguferð um Egilsstaði. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð | ókeypis

Djass á Café Au Lait

Djass á Café Au Lait DJASSTRÍÓ Árna Heiðars leikur á Café Au Lait í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 22. Meðlimir tríósins eru að vanda Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur auk Árna Heiðars sem leikur á Fender-Rhodes píanó að þessu sinni. Meira
5. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 102 orð | ókeypis

Ekkert lát á óeirðum í Hebron

Reuter ÍSRAELSKIR hermenn skjóta gúmmíkúlum á hóp Palestínumanna eftir að átök brutust út í borginni Hebron á Vesturbakkanum í gær. Tugir Palestínumanna slösuðust, þar af særðist ungur drengur lífshættulega, er lögreglan reyndi að stöðva grjótkast og bensínsprengjuvarp þeirra. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 245 orð | ókeypis

Engir norskir kafbátar á miðunum

KAFBÁTURINN sem Landhelgisgæslan tók mynd af á loðnumiðunum austur af landinu á miðvikudag var ekki norskur, samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöðvum norska sjóhersins í Stavanger og Bodø. Foringjar á vakt í stjórnstöð norska hersins í Ósló, svo og stjórnstöðvum flotans í Stavanger og Bodø, Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð | ókeypis

Ferðir FÍ um helgina

FERÐAFÉLAG Íslands fer eftirfarandi sunnudagsferðir 6. júlí: Kl. 8 er farin dagsferð í Þórsmörk með möguleika á að dvelja til mánudags eða miðvikudags en þá daga eru einnig dagsferðir. Næsta helgarferð í Þórsmörk er 11.­13. júlí en frá þeim tíma verður einnig farið um hverja helgi á Fimmvörðuháls. Kl. 9 er farin árbókaferð í Hítardal. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð | ókeypis

Félag bókagerðarmanna mótmælir

STJÓRN Félags bókagerðarmanna mótmælir því harðlega að greiðslur úr lífeyrissjóðum komi til frádráttar á atvinnuleysisbótum. Með nýjum lögum um atvinnuleysisbætur er vegið óvægilega að þeim sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu, svo sem öryrkjum og þeim er misst hafa maka sinn. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð | ókeypis

Fjallvegir opnast

FJALLABAKSLEIÐ nyrðri var opnuð nú í vikunni og Arnarvatnsheiði, Steinadalsheiði og Tröllatunguheiði eru einnig opnar. Fjallabaksleið syðri er enn lokuð og sömuleiðis eru Skagafjarðar- og Eyjafjarðarleiðir af Sprengisandi og Gæsavatnaleið lokaðar. Farið hefur verið yfir leiðirnar með vegheflum og fært er fyrir jeppa. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð | ókeypis

Fljótaskrift á samningnum

"MÉR finnst það orka tvímælis, að semja um að hin óbyggða eyja Kolbeinsey vegi aðeins 30% sem viðmiðun vegna miðlínunnar milli Íslands og Grænlands, en það sama gildi ekki um tvær óbyggðar eyjar við austurströnd Grænlands. Hefði svo verið gert hefði miðlínan á Dohrnbanka færzt vestur um 7 sjómílur," segir Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Meira
5. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 167 orð | ókeypis

Fresta viðgerð í Mír

ÁHÖFN rússnesku geimstöðvarinnar Mír þarf meiri tíma til að undirbúa viðgerð í rannsóknarstofunni Spektr, sem er ein eining stöðvarinnar, að sögn Vladímírs Solovjovs, stjórnanda Mír-áætlunarinnar. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 478 orð | ókeypis

Fyrirhugað að kaupa eða leigja þriðja gámaskipið

EIMSKIP hefur gengið frá kaupum á tveimur gámaskipum og er kaupverð þeirra um einn milljarður króna. Annað skipið er rúmlega átta þúsund tonna gámaskip og er fyrirhugað að kaupa eða leigja annað skip af sambærilegri stærð innan tveggja mánaða. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð | ókeypis

Fyrsti bíllinn farinn

KÍKTU í tappann er sumarleikur Coca Cola og geta heppnir neytendur unnið til tugþúsunda vinniga og þar ber helst að nefna Peugout 406 SL en þar er fyrsti bíllinn farinn. Bergsteinn og Laufey kíktu í tappann á Coca Cola flöskunni sinni og uppgötvuðu að þau væru búin að vinna spánýjan Peugeout 406 SL. Meira
5. júlí 1997 | Landsbyggðin | -1 orð | ókeypis

Gestaskógur verður að veruleika

Selfossi-25 fulltrúar frá landsþingum í Svíþjóð heimsóttu Sjúkrahús Suðurlands og gróðursettu þeir tré í Gestaskógi sjúkrahússins. Gestaskógur er í umsjón starfsmanna Sjúkrahúss Suðurlands og er fyrirhugað að þeir gestir sem koma í opinberar heimsóknir á sjúkrahúsið gróðursetji tré í þessum tilvonandi skógi. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð | ókeypis

Gísli Bragi stjórnarformaður

GÍSLI Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, hefur tekið við stjórnarformennsku í Akoplasti hf. á Akureyri af syni sínum Alfreð Gíslasyni. Eins og komið hefur fram er Alfreð að flytja til Þýskalands ásamt fjölskyldu sinni og taka við þjálfun þýska handknattleiksliðsins Hameln. Akoplast er í eigu Upphafs ehf. og Plastprents í Reykjavík og eiga félögin 50% hlut hvort. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð | ókeypis

Guðjón byrjaður með landsliðið

GUÐJÓN Þórðarson er þegar farinn að huga að landsleik Íslands og Noregs á Laugardalsvelli 20. júlí, en greint var frá ráðningu hans í stöðu landsliðsþjálfara í gær. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, beitti sér fyrir lausn á deilu Guðjóns og Knattspyrnufélags ÍA árla dags en eftir að hann hafði höggvið á þann hnút var eftirleikurinn auðveldur. Meira
5. júlí 1997 | Landsbyggðin | 295 orð | ókeypis

Guðnabakarí á Selfossi 25 ára Bæjarbúum boðið upp á 1

Selfossi-Guðnabakarí á Selfossi heldur upp á 25 ára afmæli sitt um þessar mundir. Guðni Andreasen bakarameistari og kona hans Björg Óskarsdóttir hófu starfsemi bakarísins 1. júlí 1972 í 50 fermetra húsnæði en eru núna í stóru húsi við Austurveg á Selfossi og er starfsemin þar orðin mjög umfangsmikil. Fram til 5. Meira
5. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 55 orð | ókeypis

Gönguferð um Innbæinn

SUNNUDAGINN 6. júlí verður farin gönguferð um Innbæinn og Fjöruna undir leiðsögn Harðar Geirssonar safnvarðar á Minjasafninu á Akureyri. Gengið verður um gömlu kaupstaðarlóðina, inn eftir Fjörunni og saga byggðarinnar og húsanna rakin. Lagt verður upp frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11 kl. 14. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund og er þátttaka ókeypis. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð | ókeypis

Hagi vinnubrögðum eftir aðstæðum

FULLYRÐINGAR bandaríska skipstjórans Jims Florents um mun á öryggi skipa með hliðargálga og þeim sem eru með gálga í skut og sagt var frá í blaðinu í gær voru bornar undir Guðmund Guðmundsson, forstöðumann skipaskoðunarsviðs Siglingastofnunar. Florent sagði að reynsla hans væri sú að skelbátar með gálgann í skutnum færust miklu oftar en þeir sem væru með hliðargálga. Meira
5. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 307 orð | ókeypis

Herferð gegn spillingu TONY Blair, forsætisráðhe

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær að hefja herferð gegn spillingu í kjölfar birtingar skýrslu þar sem harkalega er ráðist á tvo fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins fyrir að þiggja mútur. Þá hefur þrýstingur aukist á William Hague, formann Íhaldsflokksins um að grípa til aðgerða gegn ráðherrunum fyrrverandi, svo og tveimur fyrrum þingmönnum flokksins. Meira
5. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 103 orð | ókeypis

Hermenn á varðbergi í Tirana

FJÖLÞJÓÐLEGT herlið var á varðbergi við höfuðstöðvar albönsku kjörstjórnarinnar í Tirana í gær, en daginn áður hafði einn maður beðið bana í skothríð sem hófst þar þegar konungssinnar reyndu að fara inn í bygginguna á mótmælagöngu í miðborginni. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 277 orð | ókeypis

Heyfengur varla nema í meðallagi

SPRETTA er í seinna lagi víða um land bæði á ræktuðum túnum og í úthaga, einkum vegna kulda og næturfrosta í júní. Vorið var með þeim köldustu í áratugi og segir Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, það gott ef heyfengur nær því að vera í meðallagi. "Vorið var kalt og næturfrost í júní voru afdrifarík víðast hvar og seinkuðu sprettunni. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð | ókeypis

Hópur frá Utah með kvöldvöku

HÓPUR fimmtán Vestur-Íslendinga frá Utah í Bandaríkjunum, sem staddir eru hér á landi og eru afkomendur þeirra Íslendinga sem tóku mormónatrú og settust að í Spanish Fork í Utah, munu halda kvöldvökur í Vestmannaeyjum mánudaginn 7. júlí og í Reykjavík miðvikudaginn 9. júlí. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð | ókeypis

Hugmynd að nýju merki fyrir Samvinnuháskólann

ÚRSLIT eru nú kunn í samkeppni sem skólanefnd Samvinnuháskólans í Bifröst efndi til í vetur um nýtt merki fyrir skólann. Höfundur sigurtillögunnar var Guðmundur Bogason, grafískur hönnuður úr Reykjavík, en hann útskrifaðist úr gamla Samvinnuskólanum á Bifröst. Mikil þátttaka var í samkeppninni og bárust um sjötíu tillögur. Meira
5. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 273 orð | ókeypis

Höldur vill byggja bensínstöð við Viðjulund

HÖLDUR ehf. á Akureyri hefur ítrekað ósk um lóð undir bensínstöð á horni við Viðjulund, Súluveg og Þingvallastræti. Málið var rætt í skipulagsnefnd í gær og sagði Gísli Bragi Hjartarson, formaður nefndarinnar, að málinu hafi verið vísað til frekari skoðunar. Hann sagði þetta svæði skilgreint sem iðnaðar- og verslunarsvæði og allt önnur leyfi þyrfti vegna bensínstöðva. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 1381 orð | ókeypis

Ísland fær 30% af hinu umdeilda hafsvæði

SAMKOMULAGIÐ, sem náðst hefur um afmörkun hafsvæðisins milli Íslands og Grænlands, tekur bæði til fiskveiðilögsögu og landgrunns. Hafsvæðið umdeilda vegna Kolbeinseyjar skiptist þannig að Íslendingar fá 30% og Grænlendingar 70%. Einnig felur samkomulagið í sér viðurkenningu á fullum áhrifum Grímseyjar við afmörkunina. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 263 orð | ókeypis

Íslenski hesturinn var einna vinsælastur

ÍSLENSKI hesturinn naut mikillar athygli á einni stærstu hestasýningunni í Bandaríkjunum, Equitana, sem haldin var í Louisville í Kentucky-fylki, dagana 19. til 22. júní sl., að sögn Kolbrúnar Ólafsdóttur eins eiganda hestasölufyrirtækisins Pétur Jökull Hákonarson og fjölskylda. Yfir fimmtíu tegundir af hestum voru kynntar á sýningunni, en alls voru þar um 600 hestar. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð | ókeypis

Jarðskjálfti undir Krossfjöllum

SNARPUR jarðskjálfti varð undir Krossfjöllum á Hengilssvæðinu kl. 7.52 í fyrradag og mældist hann tæpir 3 á Richter, að sögn Sigurðar Rögnvaldssonar, jarðskjálftafræðings á Veðurstofu Íslands. Í kjölfar skjálftans mældust tugir minni eftirskjálfta. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 36 orð | ókeypis

Jazztríó á ferð

JAZZTRÍÓ Sunnu Gunnlaugsdóttur spilar á Sauðárkróki laugardaginn 5. júlí og á Ísafirði sunnudaginn 6. júlí. Leikið verður efni af nýútkomnum geisladiski sem heitir, "Far far away" í bland við þekkt jazzlög og íslenskt efni. Meira
5. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 442 orð | ókeypis

Jeltsín segir efnahagsástand á batavegi

BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í útvarpsávarpi til rússnesku þjóðarinnar í gær að efnahagur landsins væri nú loks á batavegi eftir áralanga hnignun. "Nú er stundin runnin upp", sagði hann í ræðu sinni. "Við höfum náð þeim áfanga að skilyrði eru fyrir aukinni framleiðni. Niðursveiflan hefur verið stöðvuð." Meira
5. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 156 orð | ókeypis

Jospin sakaður um hræsni

ÞINGMENN frönsku stjórnarandstöðunnar og hinna áhrifamiklu stéttarfélaga í landinu létu í gær í ljósi áhyggjur af varfærni forsætisráðherrans, Lionels Jospins, í lykilákvörðunum í efnahagsmálum. Leiðtogar stéttarfélaganna hrósuðu þó markmiðum forsætisráðherrans. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 365 orð | ókeypis

Komist að sameiginlegri niðurstöðu

SAMRÁÐSNEFND aðila vinnumarkaðarins um skipulag vinnutíma komst í gær að sameiginlegri niðurstöðu en nefndinni hafði m.a. verið falið að kanna hvort samningstilboð samninganefndar ríkisins til Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) stæðist ákvæði vinnutímatilskipunar ESB og samning aðila vinnumarkaðarins um vinnutíma frá í janúar. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð | ókeypis

Landsmót sett í Borgarnesi

Meðal gesta voru forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og heiðursgesturinn, Vilhjálmur Einarsson silfurverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum í Melbourne. Veðrið lék við gesti á meðan á setningarathöfninni stóð en skömmu áður hellirigndi. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð | ókeypis

Langur laugardagur í miðborginni

LANGUR laugardagur verður í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 5. júlí með tilheyrandi tilboðum, sumarstemmningu og verslunarfjöri. Verslanir verða opnar kl. 10­17 og fram á kvöld verður hægt að setjast á kaffihús. Felstar verslanir, kaffihús og veitingastaðir eru með tilboð í tilefni dagsins. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð | ókeypis

LEIÐRÉTT

Í FRÉTT um 17. júní-hátíðarhöld í Benidorm í blaðinu í gær láðist að geta þess að Ferðaskrifstofa Reykjavíkur átti þátt í að skipuleggja þau. Þá var fararstjóri frá Ferðaskrifstofu Reykjavíkur á einni myndinni, en hann var sagður vera frá Heimsferðum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 469 orð | ókeypis

Leitað verður nýrra lausna

ÞREMUR tilboðum sem bárust í alútboð Íþróttabandalags Reykjavíkur um byggingu yfir skautasvell Reykjavíkur hefur verið hafnað á þeim forsendum að þau séu ekki innan þess fjárhagsramma sem lagt var upp með þegar efnt var til útboðsins. Meira
5. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 2058 orð | ókeypis

Leyndarmál Mars afhjúpuð

BANDARÍSKA geimfarið Pathfinder lenti á yfirborði Mars á föstudag, nánar tiltekið við "ósa" Ares Vallies (gljúfur Aresar) sem er aflíðandi háslétta og gljúfrakerfi nálægt Valles Marineris, sem eru mestu gljúfur á Mars. Lendingarstaðurinn er valinn með hliðsjón af að flóð sunnan frá hálendinu kunni að hafa borið með sér steina og jarðveg sem vert er að rannsaka. Meira
5. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 354 orð | ókeypis

Lýsingu á skotsári Kennedys breytt

SKJÖL, sem nýlega komu fram í dagsljósið, sýna fram á að Warren- nefndin, sem rannsakaði morðið á John F. Kennedy forseta árið 1963, breytti lýsingu á öðru skotsári forsetans, vegna þrýstings eins nefndarmanna, Geralds Fords, sem síðar varð forseti. Þetta er vatn á myllu þeirra sem telja að Lee Harvey Oswald hafi ekki verið einn að verki. Meira
5. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 134 orð | ókeypis

Lýst yfir neyðarástandi

FABIAN Alarcon, forseti Ekvadors, lýsti í gær yfir neyðarástandi í landinu til að gera stjórninni kleift að bregðast við úrhelli og flóðum af völdum El Nino, heitum sjávarstraumi sem veldur usla í ríkjum við Kyrrahaf. Meira
5. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 72 orð | ókeypis

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00 sunnudaginn 6. júlí, séra Birgir Snæbjörnsson. Flytjendur á Sumartónleikum taka þátt í athöfninni. Ferðafólk sérstaklega velkomið. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safnaðarsamkoma sunnudaginn 6. júlí kl. 11.00, Ester K. Jacobsen predikar. Almenn samkoma kl. 20.00, Vörður L. Traustason predikar. Andlegar þjálfunarbúðir miðvikudaginn 9. júlí kl. 20.30. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð | ókeypis

Mikil ferðamannahelgi

MIKILL ferðahugur er í landsmönnum um helgina og virðist straumurinn helst liggja til Hafnar í Hornafirði, til Akureyrar og á landsmótið í Borgarnesi. Einnig ætla margir til Þórsmerkur eins og venja er um fyrstu helgina í júlí. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð | ókeypis

Múrarar og píparar semja

MÚRARAFÉLAG Reykjavíkur og Sveinafélag pípulagningamanna undirrituðu nýja kjarasamninga fyrir hönd félaganna við viðsemjendur hjá ríkissáttasemjara í gær. Í gær voru haldnir sáttafundir í kjaradeilum sjúkraliða, náttúrufræðinga, röntgentækna, iðjuþjálfa, sálfræðinga og félagsráðgjafa við samninganefnd ríkisins og viðræður héldu áfram á milli VMSÍ, Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð | ókeypis

Myndir vantaði

VEGNA mistaka birtust ekki myndir í gær af Einari Mäntylä með fréttinni um doktorsvörn hans í sameindaerfðafræði og með fréttinni af Rúnari Vilhjálmssyni sem nýlega var skipaður prófessor í félagsfræði við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 728 orð | ókeypis

Nítján skipta með sér 12,6 milljónum

STYRKIRNIR eru á bilinu 190 þús.­ 2,5 millj. Þar af eru sjö styrkir ein milljón, tveir yfir millj. og einn 2,5 millj. Er þetta í fyrsta sinn sem veitt er úr Húsverndarsjóði eftir að honum var breytt úr lánasjóði í styrktarsjóð. Umsóknarfrestur um styrki rann út í byrjun júní sl. og bárust 24 umsóknir. Styrkþegar Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð | ókeypis

Nýr Lancia Y forsýndur

ÍSTRAKTOR, Smiðsbúð 2 í Garðabæ, forsýnir helgina 5. og 6. júlí nýjan Lancia Y frá kl. 13­17 báða dagana. Þessi nýja Lancia kemur búin staðalbúnaði sem ekki þekkist í þessum stærðaflokki bíla, svo sem ABS bremsum, tveimur loftpúðum, rafmagnsrúðum, samlæsingum o.fl. og er þetta frumkynning á Norðurlöndum. Meira
5. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 42 orð | ókeypis

Opin vinnustofa

UM helgina verður opin vinnustofa hjá Jónasi Viðari myndlistarmanni. Vinnustofan er til húsa að Glerárgötu 32, 3. hæð og verður hún opin í dag og á morgun frá kl. 2-19. Jónas Viðar verður með heitt á könnunni og eru allir velkomnir. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 483 orð | ókeypis

Rangar upplýsingar í skýrslu SÞ

FRAM hefur komið í fréttum að koltvíoxíðútstreymi á Íslandi hafi aukist um 12,5% á árunum 1990­ 1995, skv. skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem kynnt var í Genf í gær. Hér er um villandi upplýsingar að ræða, en rétt tala er 6,3%. Séu allar helstu gróðurhúsalofttegundir teknar með (s.s. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 260 orð | ókeypis

Rannsóknin beinist aðeins að veiðidagbókum

RANNSÓKN vegna meintra brota skipstjórans á norska loðnuskipinu Kristian Ryggefjord á íslenskum reglugerðum um loðnuveiðar Norðmanna í íslenskri lögsögu stóð fram á kvöld í gær og henni verður fram haldið í dag. Skipið kom til hafnar í Vestmannaeyjum í gær. Meira
5. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 1210 orð | ókeypis

"Réttur kvenna" eða "líf barna"? Deilan um rétt kvenna til fóstureyðinga ristir djúpt í bandarísku þjóðlífi eins og berlega kom

FRUMVARPIÐ sem lá fyrir öldungadeildinni miðaði að því að banna fóstureyðingu þegar hún er framkvæmd á síðasta stigi meðgöngu þannig að fóstrið er komið hálfa leið út þegar lífi þess er eytt, nema ef líf móðurinnar væri í bráðri hættu. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 251 orð | ókeypis

Rætt um möguleika á olíuhreinsistöð

TIL tals hefur komið hvort hagkvæmt geti verið að reisa olíuhreinsistöð hér á landi. Málið er ekki komið langt á veg en Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra staðfesti að rússneskir og bandarískir aðilar hafi sýnt því áhuga. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð | ókeypis

Samkomulagi náð í Kolbeinseyjardeilunni

SAMKOMULAG hefur náðst um að skipta hafsvæðinu umdeilda vegna Kolbeinseyjar þannig að 30% komi í hlut Íslendinga og 70% í hlut Grænlendinga. Einnig felur samkomulagið í sér viðurkenningu á fullum áhrifum Grímseyjar við afmörkunina. Það var samþykkt á ríkisstjórnarfundi sl. þriðjudag og verður lagt fyrir Alþingi í haust. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 363 orð | ókeypis

Skiptir mestu að samningar náðust

ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar töldu samninginn vegna Kolbeinseyjar vera viðunandi þótt þeim væru það vonbrigði að hún væri ekki lengur nothæf sem viðmiðun vegna lögsögunnar. Sögðu þeir skipta mestu að samningar hefðu náðst. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 180 orð | ókeypis

Skoðunarferðir frá Rifi

LUKKA ehf. á Hellissandi festi fyrir skömmu kaup á bát sem gerður er út til sjóstangaveiði og skoðunarferða frá Rifi. Báturinn tekur tíu farþega og gengur 12­14 sjómílur. Skipstjóri og umsjónarmaður bátsins, sem ber nafnið Lukka SH-800, er Heimir B. Gíslason á Hellissandi. Meira
5. júlí 1997 | Landsbyggðin | 170 orð | ókeypis

Sláttur hafinn í V-Hún

Hvammstanga-Sláttur hófst í vikunni á nokkrum bæjum á innanverðu Vatnsnesi og í Hrútafirði. Að sögn Gunnars Þórarinssonar, ráðunauts Búnaðarsambands Vestur-Húnavatnssýslu, má búast við að sláttur hefjist að marki næstu viku. Hins vegar er spretta misjöfn og veldur þar afar kaldur seinnihluti maí og mestallur júnímánuður. Meira
5. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 463 orð | ókeypis

Solana segir Madrídarfundinn marka upphaf stækkunar

JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, sagði í gær að fundur bandalagsins í Madríd í næstu viku, þar sem nokkrum fyrrum kommúnistalöndum verður boðin aðild, muni marka upphaf en ekki endi stækkunar bandalagsins. "Madríd verður sú andrá þegar NATO verður skilgreint fyrir nýja Evrópu," sagði Solana við fréttamenn. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 45 orð | ókeypis

Sumardvalarferð aldraðra á Vestfjörðum

SUMARDVALARFERÐ aldraðra á vegum Rauða kross deildanna á Vestfjörðum verður farin dagana 20.­26. ágúst nk. Dvalið verður á Hótel Eddu, Stórutjörnum, Þingeyjarsýslu. Pantanir og frekari upplýsingar verða veittar 7. júlí kl. 18­20 hjá Sigrúnu G. Gísladóttur á Sólbakka og Helgu Jónasdóttur, Tálknafirði. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð | ókeypis

Sumar-íslenska fyrir útlendinga og nýbúa

FULLORÐINSFRÆÐSLAN í Gerðubergi 1, býður nú upp á 5 vikna sumarnámskeið í íslensku fyrir útlendinga og nýbúa. Kennt er með svonefndri móðurmálstækni eða "Inter Lingual Learning Technique". Boðið er upp á stig I fyrir hádegi og stig II eftir hádegi og er kennt 3 stundir á dag 5 daga vikunnar. Námskeiðinu lýkur 7. ágúst. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð | ókeypis

Sumarjass á Jómfrúnni

VEITINGASTAÐURINN Jómfrúin við Lækjargötu býður upp á jasstónleika á laugardögum frá kl 16­18 í júlí og ágúst. Tónleikarnir fara fram undir berum himni á Jómfrúartorginu á milli Lækjargötu, Pósthússtrætis og Austurstrætis. Ef illa viðrar færast tónleikarnir inn á Jómfrúna. Fyrstu tónleikarnir verða á laugardag, 5. júlí, kl. Meira
5. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 103 orð | ókeypis

Sundfólk ekki orðið fyrir aðkasti

GÍSLI Kristinn Lórenzson, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar, hafði samband við Morgunblaðið vegna ummæla Margrétar Ríkarðsdóttur, formanns Sundfélagsins Óðins, í frétt í blaðinu í vikunni. Gísli Kristinn sagðist mótmæla þeim ummælum Margrétar að sundfólk í Óðni yrði fyrir aðkasti frá almenninig við æfingar í sundlauginni og taldi þau í raun árás á það fólk sem sækir laugina. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð | ókeypis

Sýning frá eldgosinu í Vatnajökli

Í NORSKA jöklasafninu í Fjærland í Sogn var nýlega opnuð sýning um eldgosið í Vatnajökli og jökulhlaupið sem fylgdi í kjölfarið. Í tilefni sýningarinnar hefur norski listamaðurinn John Audun Hauge frá Bergen gert sérstakt líkan af gosinu og hlaupinu. Verkið er unnið í stein og gler. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 167 orð | ókeypis

Sölu á hlutabréfum ríkisins frestað

Áburðarverksmiðjan Sölu á hlutabréfum ríkisins frestað FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hefur lagt til við landbúnaðarráðherra að sölu hlutabréfa í Áburðarverksmiðjunni verði frestað um sinn. Landbúnaðarráðherra hefur fallist á þá tillögu. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 668 orð | ókeypis

Talið að veiðidagbækur hafi verið falsaðar Loðnuskipið Kristian Ryggefjord frá Hammerfest var kyrrsett í Vestmannaeyjum í gær.

Skipstjórinn hafði tilkynnt að um 400 tonn aflans hefðu fengist í lögsögu Jan Mayen en afgangurinn í íslenskri lögsögu. Landhelgisgæslan telur sig hafa upplýsingar um að enginn afli hafi verið um borð í skipinu er það hóf Meira
5. júlí 1997 | Landsbyggðin | 135 orð | ókeypis

Útvarp Suðurland sendir út í sumar

Selfossi-Útvarp Suðurland hóf útsendingar þann 26. júní síðastliðinn og er ætlunin að senda út til 15. júlí næstkomandi. Útvarpað er allan sólarhringinn og hefur mikil vinna verið lögð í vandaða dagskrárgerð frá morgni til kvölds. Efni dagsins er síðan endurtekið um nóttina. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð | ókeypis

"Út vil ek"

VEGFARENDUR hafa veitt því athygli að Leifur heppni er horfinn af stalli sínum á Skólavörðuholtinu. Síðast sást til ferða Leifs í Sundahöfn. Er talið að honum hafi ekki haldið nein bönd þegar knerrir Eimskips blöstu við honum. Reyndar eru það starfsmenn Ístaks, sem eru hér að flytja kappann til geymslu um sinn í Sundaskála. Leifur vék af stalli sl. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 857 orð | ókeypis

Verk sem brýnt var að vinna

Nýlega er komin út bókin "Measurement of Weak Radioactivity" sem gæti útlagst á íslensku: Mælingar á vægri geislavirkni. Bókin er eftir Pál Theodórsson og er að hans sögn ætluð sérfræðingum í ýmsum greinum raunvísinda, sem glíma við þann vanda að mæla veik geislavirk sýni. Meira
5. júlí 1997 | Landsbyggðin | 111 orð | ókeypis

Vinabæjamót í Neskaupstað

Neskaupstað-Nýlega heimsóttu Neskaupstað fulltrúar frá vinabæjum Neskaupstaðar á Norðurlöndum. Gestirnir sem voru um 50 komu frá Eskilstuna í Svíþjóð, Stavanger í Noregi, Esbjerg í Danmörku og Jyväskylä í Finnlandi. Meira
5. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 401 orð | ókeypis

Væntanleg ný aðildarríki dregin í dilka

EVRÓPUSAMBANDIÐ ætti aðeins að hefja aðildarviðræður á næsta ári við þau lönd Mið- og Austur-Evrópu sem eru undir það búin að ganga í sambandið fljótlega. Þetta kom fram í máli Jacques Santer, forseta framkvæmdastjórnar ESB á fundi með nýrri forystu ráðherraráðsins í Lúxemborg á fimmtudag. Meira
5. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð | ókeypis

Yfirburðasigur á NM í brids

ÍSLENDINGAR unnu yfirburðasigur á Norðurlandamóti bridsmanna 25 ára og yngri sem lauk í Þórshöfn í Færeyjum í gærkvöldi. Þetta er fyrsti Norðurlandameistaratitill Íslendinga í þessum aldursflokki. Meira

Ritstjórnargreinar

5. júlí 1997 | Staksteinar | 406 orð | ókeypis

»Endurreisn Albaníu ÚRSLIT kosninganna í Albaníu eru leiðarahöfundi New

ÚRSLIT kosninganna í Albaníu eru leiðarahöfundi New York Times tilefni vangaveltna um framtíð landsins. Fullnægjandi kosningar Í FORYSTUGREIN New York Times segir: "Land þeirra er í rúst. Ræningjahópar ráða ríkjum á stórum landsvæðum. Í stórum hluta landsins er vart neitt ríkisvald til staðar. Meira
5. júlí 1997 | Leiðarar | 580 orð | ókeypis

leiðari VIRÐISAUKASKATTUR AF GSM- SÍMTÖLUM SLENDINGUR sta

leiðari VIRÐISAUKASKATTUR AF GSM- SÍMTÖLUM SLENDINGUR staddur erlendis verður framvegis að greiða íslenzka ríkinu virðisaukaskatt af símtölum sínum gegnum GSM-síma, þótt viskipti hans séu í raun að stærstum hluta við erlent símafyrirtæki. GSM-sími, notaður erlendis, leitar uppi næstu símstöð, og nýtur þjónustu hennar. Meira

Menning

5. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 48 orð | ókeypis

Að breyta lífi sínu

JOHNNY Goldberg er betur þekktur sem Johnny G. Hann er einn af frumkvöðlum spinning og hefur óbilandi trú á því að fólk geti breytt um lífsstíl hvenær sem er. "Það tekur andartak að breyta viðhorfi til líkamsræktar en þetta andartak getur breytt lífi fólks. Meira
5. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 617 orð | ókeypis

Alþjóðleg deigla

TROMMULEIKARINN Halldór Bragason var áberandi í íslensku tónlistarlífi fyrir nokkrum árum en segist aldrei hafa fundið sig almennilega í því sem hann var að gera. Hann ákvað því að flytja út til að breyta til og fá aftur áhuga á tónlist sem hann segir hafa farið dvínandi. Það gaf góða raun því fyrir skemmstu kom út diskur með alþjóðlegu hljómsveitinni Lanyi þar sem hann leikur á trommur. Meira
5. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 39 orð | ókeypis

Brosmildur Wyman

BILL gamli Wyman, fyrrum liðsmaður hljómsveitarinnar Rolling Stones, var svo sannarlega í hátíðarskapi þegar hann hélt upp á átta ára afmæli veitingastaðar síns, Sticky Fingers, um daginn. Hér sést hann kampakátur við það tækifæri ásamt eiginkonunni Suzanne. Meira
5. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 176 orð | ókeypis

Ekki bandarísk, en blygðunarlaus

LEIKKONAN Natasha Henstridge, sem er 22 ára, er kanadísk, ekki bandarísk eins og flestir halda. Hún fæddist í bænum Springdale á Nýfundnalandi og ólst upp í Fort McMurray í Alberta- fylki. Hún var 14 ára þegar móðir hennar skráði hana í "Look of the Year"-keppnina hjá Elite og sjálfri sér til mikillar furðu sigraði hún. Meira
5. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 136 orð | ókeypis

Endurfundir

SUMIR endurfundir eru mikilvægari en aðrir. Þeir Hellmuth Szprycer og Harry Lowit höfðu t.d. leitað hvor að öðrum í mörg ár. Fyrir 53 árum voru þeir líkt og fjöldi annarra gyðinga í haldi í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz. Eins og fleiri gyðinga átti að senda þá í gasklefann og það var enginn annar en Josef Mengele sem gaf út þá skipun. Meira
5. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 57 orð | ókeypis

Ewan McGregor ekki hrifinn af Hollywood

LEIKARINN Ewan McGregor þolir ekki Hollywood. "Þetta er hræðilegur staður," segir hann "allir veitingastaðirnir eru eins. Hvers vegna eru allir svona feitir þarna? Bandaríkin eru land fitusnauðs fæðis og samt eru allir að springa úr spiki!" Sjálfur heldur Ewan McGregor mest upp á bjór og sígarettur. EKKI á heimavelli í Hollywood. Meira
5. júlí 1997 | Kvikmyndir | 363 orð | ókeypis

Frábær kvikmynd Leyndarmál og lygar (Secrets and Lies)

Framleiðandi: Ciby 2000/Thin Man. Leikstjóri og handritshöfundur: Mike Leigh. Kvikmyndataka: Dick Pope. Tónlist: Andrew Dickson. Aðalhlutverk: Brenda Blethyn, Phyllis Logan, Timothy Spall, Marianne Jean-Baptiste og Claire Rushbrook. 144 mín. Bretland. Ciby 2000/Háskólabíó 1997. Myndin er öllum leyfð. Meira
5. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 183 orð | ókeypis

Frægar grænmetisætur

ÞAÐ verður sífellt vinsælla að hætta kjötneyslu. Margar stórstjörnur hafa einmitt farið þessa leið og berjast þá gjarnan fyrir málstað dýraverndunar og hvetja fólk til að hætta kjötneyslu. Hér eru nokkur dæmi. 1 LEIKARINN Woody Harrelson er grænmetisæta . Meira
5. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 501 orð | ókeypis

Fylgst með fólkinu

STARF plötsnúðarins er orðið annað og meira en var á árum áður, því nú er hann í fararboddi þeirra sem kynna nýja tónlist og plötusnúðar hafa mikið að segja um framvinduna í danstónlistarheiminum. Meira
5. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 66 orð | ókeypis

Haldið upp á afhendingu Hong Kong

KÍNAVINIR á Íslandi komu saman til að fagna afhendingu Hong Kong til Kína. Það var Unnur Guðjónsdóttir sem þekkt er fyrir Kínaklúbb sinn sem bauð til veislunnar. Meðal gesta voru kínverski sendiherrann og kona hans. Ljósmyndari Morgunblaðsins var á staðnum og tók nokkrar myndir. Morgunblaðið/Ásdís GESTIRNIR tóku sporið í veislunni. Meira
5. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 63 orð | ókeypis

Hugh Grant í vínsmökkun

HUGH Grant var heiðursgestur á blómahátíð í Cantenac í Frakklandi á dögunum. Að sjálfsögðu dreypti Hugh á vínglasi í tilefni dagsins. Cantenac er í hinu fræga vínhéraði Bourdeaux þannig að næsta víst er að vínið hefur bragðast vel. Faðir Hugh og bróðir voru með í för en báðir bera þeir nafnið James. Meira
5. júlí 1997 | Kvikmyndir | 396 orð | ókeypis

Hvorki fugl né fiskur Svefngenglar (Sleepers)

Framleiðandi: Propaganda Films/Baltimore Pictures. Leikstjóri og handritahöfundur: Barry Levinson. Handrit byggt á bók eftir Lorenzo Carcaterra. Kvikmyndataka: Michael Ballhaus. Tónlist: Allan Mason. Aðalhlutverk: Kevin Bacon, Robert De Niro, Dustin Hoffman, Brad Pitt, Jason Patrick, Bruno Kirby, Brad Renfo og Minnie Driver. 141 mín. Bandaríkin. Polygram/Háskólabíó 1997. Meira
5. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 99 orð | ókeypis

Íþróttamaður Þórs í Þorlákshöfn

ÍÞRÓTTAMAÐUR Þórs í Þorlákshöfn var valinn fyrir skömmu og fyrir valinu varð Tinna Pálsdóttir frjálsíþróttakona. Tinna, sem er 17 ára, keppti í meyjaflokki á síðasta ári og varð sex sinnum Íslandsmeistari, setti tvö héraðsmet og eitt Íslandsmet. Hún var í sigurliði HSK í bikarkeppni 16 ára og yngri. Meira
5. júlí 1997 | Kvikmyndir | 182 orð | ókeypis

Konungur illmennanna

ANDREAS Deja er sérfræðingur í illmennum. Hann er ekki afbrotafræðingur heldur teiknari hjá Walt Disney fyrirtækinu. Deja teiknaði fyrstu útgáfurnar af Gaston í Fríða og dýrið, Jafar í Aladdin, og Skara frænda í Konungi ljónanna. Deja ber samt ekki ábyrgð á konungi undirheimanna, Hades, í nýjustu Disneyteiknimyndinni um Herkúles. Meira
5. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 84 orð | ókeypis

Körfuboltastjarna og fyrirsæta

LISA Leslie er ein aðalstjarnan í hinni nýstofnuðu NBA deild fyrir konur. Hún þykir stórglæsileg kona enda hefur hún fengist við fyrirsætustörf ásamt körfuboltaleiknum. Lisu var reyndar strítt í æsku fyrir hæð sína en hún er 195 cm á hæð en með árunum óx henni sjálfstraust. Meira
5. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 58 orð | ókeypis

Lou Reed í fullu fjöri

LOU Reed, sem eitt sinn var í hljómsveitinni Velvet Underground og gerði það síðan gott einn síns liðs, yfirgaf heimaborgina New York um daginn til að halda hljómleika í London. Gamla manninum var fádæma vel tekið og er þessi mynd tekin á tónleikunum. Hann mun spila á Warchild-góðgerðatónleikunum sem verða ytra í kvöld. Meira
5. júlí 1997 | Kvikmyndir | 151 orð | ókeypis

Meðalmennska Freistingin snýr aftur (Poison Ivy: The New Seduction)

FRAMLEIÐANDI: Cinetel. Leikstjóri: Kurt Voss. Handritshöfundur: Karen Kelly. Kvikmyndataka: Feliks Parnell. Tónlist: Reg Powell. Aðalhlutverk: Michael Des Barres, Megan Edwards, Greg Vaughan og Jaime Pressly. 95 mín. Bandaríkin. New Line Home Video/Myndform 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
5. júlí 1997 | Kvikmyndir | 126 orð | ókeypis

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKU

Draugurinn Susie (Susie Q) Jólin koma (Jingle All the Way) Leyndarmál Roan Inish (The Secret of Roan Inish) Meira
5. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 81 orð | ókeypis

Naomi í sviðsljósinu á ný

FYRIRSÆTAN Naomi Campbell lenti eins og flestir vita í miklum hremmingum fyrir skömmu, þegar hún var flutt á sjúkrahús á Kanaríeyjum. Starfsmenn spítalans sögðu hana hafa tekið of stóran skammt af róandi lyfjum, en sjálf hélt hún því fram að um ofnæmisviðbrögð við sýklalyfjum hefði verið að ræða. Meira
5. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 58 orð | ókeypis

Rólegur steinn

MICK gamli Jagger, söngvari hljómsveitarinnar Rolling Stones, tekur fregnunum um að eiginkonan Jerry Hall sé ófrísk með stóískri ró. Hann er reyndur faðir, orðinn 53 ára, og ef allt gengur að óskum verður þetta sjötta barn hans. Hér sést hann rölta um í almenningsgarði nálægt heimili sínu á Englandi. Jerry á von á sér í desember. Meira
5. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 71 orð | ókeypis

Sjötug og síung

GINA Lollobrigida heldur upp á sjötugsafmæli um þessar mundir. Hún sló í gegn á sjötta áratugnum með leik í kvikmyndum á borð við Hringjarann frá Notre Dame. Á áttunda áratugnum dró hún sig í hlé í leiklistinni til að sinna myndlist en sneri aftur á þeim níunda í sjónvarpsmyndaflokknum góða Falcon Crest. GINA Lollobrigida ber aldurinn vel. Meira
5. júlí 1997 | Kvikmyndir | 129 orð | ókeypis

Skrítið umhverfi

SKEMMTILEGA ofhlaðið útlit er einkenni þeirra mynda sem Bo Welch kemur nálægt. "Beetlejuice", "Edward Scissorhands", "Batman Returns", "The Birdcage", og "A Little Princess" eru t.d. myndir þar sem hann hefur haft umsjón með útliti umhverfisins. "Sumt fólk segir að allar myndirnar sem ég vinni við líti eins út en þetta lið er einfaldlega öfundsjúkt," segir Welch. Meira
5. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 66 orð | ókeypis

Stórleikarar í Frakklandi

JEREMY Irons, John Malkovich og Gérard Depardieu eru núna staddir í Frakklandi, þar sem þeir leika aðalhlutverk ævintýramyndarinnar "The Man With the Iron Mask". Allir hljóta þeir að teljast stórleikarar og víst er að margir aðdáendur þeirra bíða myndarinnar með eftirvæntingu, enda er það ekki á hverjum degi sem slíkir risar leiklistarinnar sameina krafta sína. Meira
5. júlí 1997 | Kvikmyndir | 609 orð | ókeypis

Útgönguversið sungið í Hong Kong

ÞAð VEKUR athygli hve mikillar hrifningar gætir hjá íslensku fjölmiðlunum út af ýmsu niðurlagi Vesturlanda undanfarna daga að viðbættri sögulegri upprifjun frá BBC um Watergate-málið. Ekki þarf nema áratug til baka til að sjá, að þá hefði verið tekið nokkuð öðruvísi á þeim málum, eins og afhendingu Hong Kong, sem nú er fagnað með lúðrablæstri og söng. Meira
5. júlí 1997 | Kvikmyndir | 93 orð | ókeypis

Þolinmæði þrautir vinnur allar

NICK Park er í starfi sem krefst ótrúlegrar þolinmæði. Hann býr til myndir með leirfígúrum en það tekur langan tíma að filma minnstu hreyfingu. Sögur segja að Park hafi verið sex ár að gera fyrstu stuttmyndina sína sem var 24 mínútur að lengd. Sköpunarverk Parks eru félagarnir Wallace og Gromit, en Park hefur hlotið Óskarsverðlaun fyrir myndir sínar um þá félaga. Meira
5. júlí 1997 | Menningarlíf | 112 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

UNGUM óperusöngvurum í löndum Evrópusambandsins (ESB) stendur nú til boða að keppa um stöður hjá ESB-óperunni, sem stofnuð var fyrir skemmstu. Hlutverk hennar er að ferðast um aðildarlönd ESB með sýningar og verða áheyrnarpróf fram á haust fyrir söngvara undir þrítugu í öllum Evrópusambandslöndunum. Meira

Umræðan

5. júlí 1997 | Aðsent efni | 606 orð | ókeypis

Borgarstjóri hinna útvöldu

ÖLDIN sem nú er að hverfa hefur verið öld hinna miklu kenninga sem áttu að ná yfir allt. Má þar nefna nasjónalisma, marxisma og thatcherisma sem byggist að mestu á því að leggja þjóðfélagið niður og láta viðskiptin ein um hlutina. Stundum er þetta sama fólkið sem hlaupið hefur úr einni kenningu yfir í aðra eftir tíðarandanum. Meira
5. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 709 orð | ókeypis

Frábær ferðaþjónusta

NÝLEGA komu 200 farþegar með Concorde-þotum hingað til lands í stutta heimsókn. Fólkið fór um Reykjanes og í Bláa lónið á 40 tröllajeppum á risavöxnum hjólbörðum. Jeppaferðir á slíkum farartækjum er ánægjulegur vaxtarbroddur í ferðaþjónustu landsmanna og eftirsóttar hjá fjölda fólks sem hingað kemur í sókn eftir einhverju sem er öðruvísu eða óvenjulegt. Meira
5. júlí 1997 | Aðsent efni | 918 orð | ókeypis

Hvers vegna hætta stúlkur í íþróttum?

ER UNDIRRITAÐUR hóf nokkur afskipti af íþróttum fyrir röskum 20 árum var eitt helsta áhyggjuefni íþróttaforystunnar brottfall stúlkna úr íþróttunum. Haldnar hafa verið ráðstefnur og mörg erindi flutt um málefnið en harla lítið hefur miðað áleiðis. Því miður. Meira
5. júlí 1997 | Aðsent efni | 811 orð | ókeypis

Strákar

Árangursríkasta leiðin er, segir Steinunn Björk Birgisdóttir, að spyrja strákana okkar ráða. Á MÍNUM 42 ára lífsferli hef ég átt því láni að fagna að kynnast og njóta ánægjulegra samvista við marga stráka. Strákunum hef ég kynnst sem systir bræðra minna, sem persónulegur félagi, sem móðir sonar míns og kunningi vina hans. Meira
5. júlí 1997 | Aðsent efni | 933 orð | ókeypis

Stöðnunin og lýðræðið

Í ÞRÓAÐASTA lýðræðisríki heims, Sviss, er almenningi treyst til að hafa skoðanir. Fólkinu sem þar býr er einnig treyst til þess að taka ákvarðanir er varða líf þess og framþróun samfélagsins sem það býr í. Þetta er gert með þjóðaratkvæðagreiðslum. Í mörgum öðrum löndum þ.ám. Meira
5. júlí 1997 | Aðsent efni | 911 orð | ókeypis

Undir 16 ára ­ aðeins með foreldrum

AÐ UNDANFÖRNU hefur mátt sjá auglýsingar þar sem foreldar eru hvattir til að sýna börnum sínum ást með því að segja nei þegar vímuefni eru annars vegar. Þeir eru hvattir til að vera samtaka, ákveðnir og elskulegir, m.a. með því að neita að kaupa áfengi fyrir unglinga undir 16 ára aldri. Ekki þarf að koma á óvart að þessum tilmælum sé beint til foreldra. Meira
5. júlí 1997 | Aðsent efni | 732 orð | ókeypis

Ætla íslensk stjórnvöld að taka þátt í baráttunni gegn barnavinnu ­

Á RÁÐSTEFNU Norræna verkalýðssambandsins um barnavinnu sem ég sótti í apríl sl. sagði Neil Kearney frá Alþjóðasambandi starfsmanna í vefnaðariðnaði frá 5-7 ára börnum sem vinna 16-20 stundir á dag í fataiðnaði í Bangladesh. Börnin eru veik, sum næstum blind og mörg með berkla. Hann sagði frá 7 ára strák sem vann við að setja smellur á gallabuxur með hamri. Meira

Minningargreinar

5. júlí 1997 | Minningargreinar | 277 orð | ókeypis

Árni Margeirsson

Hann Árni mágur er nú farinn eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Öll stöndum við hin eftir svo ótrúlega tóm eftir slíkan missi. Þegar ég minnist Árna sé ég fyrir mér yfirvegaðan og rólegan mann með góða kímnigáfu. Því að alltaf þegar við hittumst var slegið á létta strengi og mikið hlegið. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 627 orð | ókeypis

Árni Margeirsson

Okkur langar í fáeinum orðum að kveðja hinsta sinni bróður, tengdabróður og frænda, Árna Margeirsson, er lést 25. júní síðastliðinn. Árni var stóri bróðir, elstur okkar fjögurra systkina og fjórum árum eldri en ég. Sakir aldursmunar vorum við bræðurnir ekki alltaf mestu mátar á okkar yngri árum. Ég var litli bróðir sem þvældist fyrir stóra bróður og átti til ýmis óæskileg uppátæki. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 1513 orð | ókeypis

Árni Margeirsson

"Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín." (Kahlil Gibran) Árni Margeirsson, auglýsingahönnuður, Miðgarði 1a á Egilsstöðum, er látinn eftir mjög erfið veikindi. Hann var sonur hjónanna Margeirs Ásgeirssonar og Ásthildar Árnadóttur. Margeir lést 20. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 379 orð | ókeypis

ÁRNI MARGEIRSSON

ÁRNI MARGEIRSSON Árni Margeirsson var fæddur í Keflavík 29. október 1957. Hann lést á Landspítalanum 25. júní síðastliðinn. Foreldrar Árna eru hjónin Margeir Ásgeirsson frá Hnífsdal, fiskmatsmaður, f. 12. ágúst 1931, d. 20. október 1993, og Ásthildur Árnadóttir, skrifstofumaður, f. 2. september 1938 á Ísafirði. Ásthildur er búsett í Keflavík. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 1433 orð | ókeypis

Baldur Líndal

Starfsamur maður gengur til hvílu að kvöldi dags. Þótt hann sé kominn á efri ár er starfsþrek hans óskert. Enn er hugurinn sífrjór og leitandi. Nýjar hugmyndir krefjast úrlausnar. - Nóttin fer í hönd, nætursvefninn endurnýjar krafta hugar og handa. Að morgni rís nýr dagur. Þá er hann þess albúinn að ganga til þeirra starfa er bíða hans, takast á við hugstæð en erfið verkefni og hafa sigur. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 388 orð | ókeypis

Baldur Líndal Það má með sanni segja að vegir lífsins séu órannsakanle

Það má með sanni segja að vegir lífsins séu órannsakanlegir því við vitum aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér. Það átti enginn von á því að Baldur, þessi trausti og hrausti maður, þyrfti að yfirgefa okkur svo brátt sem varð. Frá því að ég man eftir mér hafa "mamma", Baldur og Svava, eins og ég kallaði þau alltaf, verið hluti af tilverunni. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 350 orð | ókeypis

Dagmar Guðný Björg Stefánsdóttir

Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Í dag drúpi ég höfði er ég kveð hana Döggu móðursystur mína. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 196 orð | ókeypis

DAGMAR GUÐNÝ BJÖRG STEFÁNSDÓTTIR

DAGMAR GUÐNÝ BJÖRG STEFÁNSDÓTTIR Dagmar Guðný Björg Stefándóttir var fædd á Eskifirði 11. október 1922. Hún lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Guðmundsson frá Borgum, f. 15.2. 1863, d. 13.3. 1945, og seinni kona hans, Þórhildur Björnsdóttir, f. 8.6. 1893, d. 14.3. 1946. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 1709 orð | ókeypis

Einar Jakob Ólafsson

Einar Jakob Ólafsson Ef öndvert allt þér gengur og undan halla fer, skal sókn í huga hafin og hún mun bjarga þér. Við getum eigin æfi í óska farveg leitt og vaxið hverjum vanda, sé vilja beitt. Hvar einn leit naktar auðnir, sér annar blómaskrúð. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 29 orð | ókeypis

EINAR JAKOB ÓLAFSSON Einar Jakob Ólafsson fæddist á Siglufirði 12. nóvember 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. júní

EINAR JAKOB ÓLAFSSON Einar Jakob Ólafsson fæddist á Siglufirði 12. nóvember 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 27. júní. . Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 320 orð | ókeypis

Guðbjörg Ragnheiður Sigurðardóttir

Elsku besta Gugga frænka. Nú ert þú, ein af mínum uppáhalds frænkum, komin til himna. Ég hefði ekki trúað því fyrir fáeinum árum að svo stutt væri í kveðjustundina. Það er margs að minnast. Þegar ég hugsa til baka og minningarnar um þig hrannast upp, er mér minnisstæðastur sá tími þegar þú áttir heima við Skeiðfossvirkjun, Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 28 orð | ókeypis

GUÐBJÖRG RAGNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR

GUÐBJÖRG RAGNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR Guðbjörg Ragnheiður Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 10. desember 1949. Hún lést á Landspítalanum 25. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 3. júlí. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 442 orð | ókeypis

Guðrún Davíðsdóttir

Við fráfall Guðrúnar Davíðsdóttur, eða Gúddýar eins og hún var oftast kölluð í vinahópi, koma upp í hugann margar skemmtilegar minningar frá okkar fyrstu kynnum. Það eru orðin rúm 50 ár síðan hópur af ungum stúlkum hittist um borð í Súðinni gömlu á leið til Ísafjarðar, til að læra eitthvað í handavinnu, matreiðslu og almennum heimilisstörfum. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 26 orð | ókeypis

GUÐRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Guðrún Davíðsdóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 12. apríl 1920. Hún lést 10. júní síðastliðinn og fór

GUÐRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Guðrún Davíðsdóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 12. apríl 1920. Hún lést 10. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Borgarneskirkju 21. júní. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 31 orð | ókeypis

HAFþÓR VESTFJöRÐ GUÐMUNDSSON

HAFþÓR VESTFJöRÐ GUÐMUNDSSON Hafþór Vestfjörð Guðmundsson fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1943. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 22. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 1. júlí. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 576 orð | ókeypis

Hafþór V. Guðmundsson

Fregnin um andlát Hafþórs mágs míns kom eins og reiðarslag yfir okkur öll. Aðeins einni viku áður höfðum við setið saman í brúðkaupi eldri sonar hans. Og við höfðum horft á hann í kirkjunni þar sem hann sat hjá altarinu við hlið Helga, sonar síns, er þeir biðu þess að brúðurinn kæmi gangandi upp kirkjugólfið. Hafþór með góða andlitið sitt og rósemina. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 450 orð | ókeypis

Jóhann Georg Möller

Hin margvíslegu réttindi verkafólks svo sem atvinnuleysisbætur, réttur til launa í veikindatilfellum, orlof, almannatryggingar, lífeyrisréttur vegna elli, örorku eða makamissis o.s.frv. þykja nú svo sjálfsögð að tæpast sé umræðuvert. Miklu oftar er um það talað hve þessi réttindi öll eru lítil og þurfi að vera miklu meiri og betri. Í flestum tilfellum er það að sjálfsögðu rétt. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 241 orð | ókeypis

Jóhann Georg Möller

Jóhann Georg Möller er látinn. Með honum er horfinn einn þeirra sem sett hafa svip sinn á Siglufjörð mestan hluta þessarar aldar. Ungur að aldri haslaði Jóhann sér völl innan Alþýðuflokksins. Á þeim árum sem hann var í Menntaskólanum á Akureyri gerðist hann ákafur talsmaður jafnaðarstefnunnar. Hann barðist fyrir bættum kjörum verkafólks og þeirra sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 835 orð | ókeypis

Jóhann Georg Möller

Þeir voru jafnaldrar, frændi minn Jóhann G. Möller og Siglufjarðarkaupstaður. Bærinn fagnar 80 ára afmæli í maí á næsta ári, en Jóhann hefur nú kvatt okkur 79 ára að aldri. Það er nauðsynlegt að minnast hugsjónamannsins Jóhanns og Siglufjarðar í sömu setningunni því allt hans líf var helgað uppbyggingu síldarbæjarins, bættum kjörum og blómlegra félagslífi bæjarbúa. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 341 orð | ókeypis

Jóhann Georg Möller

Í þessum fáu línum langar mig að rifja upp og þakka þér, afi minn, fyrir þau 18 ár sem við höfum verið saman. Það er mér mjög ofarlega í huga þegar við "nafnarnir" fórum á hjólum að bera út Alþýðublaðið sem þér þótti svo vænt um. Þú lést mig svo smátt og smátt taka við af þér að bera út og það sem því tilheyrir. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 475 orð | ókeypis

Jóhann Georg Möller

Jæja, elsku afi. Þá er stríði þínu lokið, síðasta orustan til lykta leidd. Þú barðist hetjulega, enda ekki þekktur fyrir annað, en þó varð sigurvegarinn óumflýjanlega sá sem ávallt hefur betur að lokum. Það var alltaf með tilhlökkun í huga sem við systkinin fórum til Siglufjarðar að heimsækja afa og ömmu. Þar fengum við móttöku og umönnun að hætti þjóðhöfðingja. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 634 orð | ókeypis

Jóhann Georg Möller

Það var tryggð og traust í barmi, trú og von og starfagleði, þrotlaus vilji og þróttur í armi, þolinmæði í öru geði allan dag að aftans beði. (Konráð Vilhj.) Nú er afi fallinn frá eftir vaxandi veikindi sl. ára. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 501 orð | ókeypis

Jóhann Georg Möller

Djúp skörð hafa undanfarið verið höggvin í raðir íslenskra jafnaðarmanna. Bestu menn verkalýðshreyfingarinnar eru horfnir af vettvangi. Vart var fréttin af andláti Guðmundar J. Guðmundssonar komin til vitundar er sú frétt barst að Jóhann G. Möller væri farinn sömu leið. Þeir voru um margt líkir. Hvor í sínum stjórnmálaflokknum, en þó af sama meiði. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 265 orð | ókeypis

Jóhann Georg Möller

Fyrstu kynni mín af Jóhanni Möller voru á knattspyrnuvelli. Það var 17. júní 1934. Það var í öðrum aldursflokki. Við vorum mótherjar þá. Hann var með KS en ég með ÍVS. Hvor fór með sigur af hólmi skiptir ekki lengur máli, en ég kynntist þá góðum dreng og íþróttamanni. Síðan héldu kynni okkar áfram að þróast á þessu sviði og þá vorum við samherjar í liði KS og stjórn þess. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 28 orð | ókeypis

JÓHANN GEORG MÖLLER

JÓHANN GEORG MÖLLER Jóhann Georg Möller fæddist á Siglufirði 27. maí 1918. Hann lést í Reykjavík 25. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Siglufjarðarkirkju 5. júlí. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 661 orð | ókeypis

JÓHANN GEORG MÖLLER

JÓHANN GEORG MÖLLER Jóhann Georg Möller fæddist á Siglufirði 27. maí 1918 og bjó þar alla tíð. Hann lést í Reykjavík 25. júní síðastliðinn. Foreldar hans voru Christian Ludvig Möller, lögregluþjónn á Siglufirði, f. 5. apríl 1887 á Blönduósi, d. 11. ágúst 1946 á Siglufirði, og kona hans Jóna Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir, húsmóðir, f. 18. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 857 orð | ókeypis

Jóhann G. Möller

Siglufjörður í sumardýrð. Mannlífið allt var ein iðandi kös eins og spriklandi síldartorfa, sem veiðimaðurinn óttast að gangi sér úr greipum í seinasta sporðakastinu. Brækjan í vitum manns minnti stöðugt á tilgang tilverunnar í "Klondæk" síldarævintýrisins: Að mala gullið sem sótt var í greipar Ægis konungs. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 352 orð | ókeypis

Lýður Pálsson

Það varð stutt á milli bræðranna, föður míns og Lýðs, sem við kveðjum nú. Það má teljast hafa verið einstaklega góð samvinna sem þeir bræðurnir höfðu með sér í búskapnum í Hlíð, fyrst í félagsbúi, en síðar voru þeir hvor með sinn bústofn, en útihús og vélar voru í félagsrekstri. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 320 orð | ókeypis

Óskar Vigfússon

Óskar Vigfússon frá Hálsi er til moldar borinn í dag. Óskar var einn af þeim mönnum sem eftir var tekið. Hann var alltaf sérlega snyrtilega klæddur og mjög glæsilegur maður. Á höfðinu bar hann kaskeiti, en undir var sérlega fallegt silfurgrátt hár. Snyrtimennskan var honum mjög eðlislæg og var alltaf allt í röð og reglu í kringum hann á vinnustað sem og annars staðar. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 242 orð | ókeypis

Óskar Vigfússon

Okkur langar að minnast Óskars Vigfússonar í örfáum orðum. Lífskrafturinn var ótrúlegur í Óskari, það sýndi hann í sínum veikindum. Vorum við systurnar stundum að segja okkar á milli að Óskar ætlaði ekki að skilja hana Gunnu sína eftir. Alla tíð voru þvílíkir kærleikar á milli þeirra, það geislaði hlýja og blíða af þeirra sambandi sem hafði áhrif á samferðafólk þeirra og lét engan ósnortinn. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 228 orð | ókeypis

ÓSKAR VIGFÚSSON

ÓSKAR VIGFÚSSON Óskar Vigfússon fæddist í Reykjavík 25. maí 1910. Hann lést á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Magnúsdóttir, f. 12.5. 1882, d. 19.8. 1965, og Vigfús Einarsson, f. 14.12. 1888, d. 29.10. 1957. Alsystur Óskars eru Lovísa Vigfúsdóttir, f. 1.10. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 1201 orð | ókeypis

Páll Ólafsson

Föðurbróðir minn Páll Ólafsson, M.S., efnaverkfræðingur, er látinn, á 86. aldursári. Páll var elstur þeirra bræðra og næstelstur systkinanna. Foreldrar þeirra voru Ólafur Pálsson, kaupmaður og framkvæmdastjóri á Ísafirði, síðar löggiltur endurskoðandi í Reykjavík, Ólafssonar prests í Vatnsfirði við Djúp og f.k.h. Ásthildur S. Sigurðardóttir, Guðmundssonar, kaupmanns á Ísafirði. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 33 orð | ókeypis

PÁLL ÓLAFSSON

PÁLL ÓLAFSSON Páll Ólafsson fæddist á Arngerðareyri í Nauteyrarhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu 9. nóvember 1911. Hann lést á dvalarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík 15. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 27. júní. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 344 orð | ókeypis

Ragnheiður Gestsdóttir

Líklega verður maður aldrei undir það búinn að taka láti ástvina sinna og þannig var það þegar ég frétti að amma væri dáin. Hún sem var á tímamótum, stóð í flutningum og virtist líta björtum augum til framtíðarinnar en í staðinn kvaddi hún aldrei dalinn sem var henni svo hjartfólginn, fór á annan stað sem hún deilir nú með afa sem dó fyrir fáum mánuðum. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 101 orð | ókeypis

Ragnheiður Gestsdóttir

Komdu, litli ljúfur, labbi, pabba stúfur, látum draumsins dúfur dvelja inni´ um sinn, - heiður er himininn. Blærinn faðmar bæinn, býður út í daginn. Komdu kalli minn. Hér bjó afi og amma eins og pabbi og mamma. Eina ævi og skamma eignast hver um sig, - stundum þröngan stig. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 245 orð | ókeypis

Ragnheiður Gestsdóttir

Nú hefur elsku amma kvatt þetta jarðneska líf og haldið til fundar við afa sem lést fyrir tæpu ári því stundum er eins og fjarlægðin á milli himins og jarðar fái ekki sundur skilið samhent hjón og þannig held ég að það hafi verið með ömmu og afa. En alltaf er brottför ástvinar þungbær söknuður þeim sem á eftir horfa ekki síst þegar kallið kemur snöggt og óvænt eins og var um fráfall ömmu. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 374 orð | ókeypis

Ragnheiður Gestsdóttir

Í endurminningunni glitrar á sumarið 1958. Ég var 12 ára kaupamaður hjá Ásólfi og Rönku á Ásólfsstöðum. Að sjálfsögðu var alltaf sólskin eins og önnur sumur bernskunnar og umhverfi nær og fjær átti sér tæpast hliðstæðu að fegurð og gróðurmagni. Ég naut frændsemi og umhyggju og leið vel. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 249 orð | ókeypis

Ragnheiður Gestsdóttir

Öll þurfum við víst einhvern tímann að deyja. Það er ein af örfáum óumflýjanlegum staðreyndum þessa lífs, en alltaf finnst manni samt jafnerfitt að kveðja. Þegar ég var lítill datt mér aldrei í hug að amma og afi myndu einhvern tímann deyja, þau voru líkt og klettar sem öldur tímans ynnu ekki á. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 1441 orð | ókeypis

Ragnheiður Gestsdóttir

Dagurinn 7. febrúar 1918 var mikill gleðidagur á Hæli í Hreppum. Þennan dag fæddist þar lítil stúlka, en fyrir voru þar fimm drengir á aldrinum eins til ellefu ára. Foreldrarnir höfðu í þetta sinn varla þorað að vona að þetta yrði stúlkubarn, en það gerðu þau þó alltaf eftir að þau misstu tveggja ára gamla telpu árið 1912. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 280 orð | ókeypis

RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR

RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR Ragnheiður Gestsdóttir fæddist á Hæli í Gnúpverjahreppi 7. febrúar 1918. Hún lést á Borgarspítalanum 26. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru voru Gestur Einarsson, f. 2. júní 1880, d. 23. nóvember 1918, bóndi á Hæli, og kona hans, Margrét Gísladóttir, f. 30. september 1885 á Urriðafossi í Villingaholtshreppi, d. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 175 orð | ókeypis

Sigurður Örn Arnarson

Okkur langar að minnast Sigga vinar okkar í fáum orðum sem fór svo skyndilega frá okkur hinn 17. júní síðastliðinn. Við kynntumst Sigga í fyrravor þegar hann kom út til Jeddah í pílagrímaflugið. Við höfðum þegar heyrt um þennan mann hjá samstarfsfólki okkar, því að hann var lifandi þjóðsaga í fyrirtækinu, fyrir skemmtilega framkomu og uppátæki. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 282 orð | ókeypis

Sigurður Örn Arnarson

Enn einu sinni heimsækir maðurinn með ljáinn okkur. Og enn einu sinni kemur það okkur í opna skjöldu. Í þetta sinn er ungur maður í blóma lífsins frá okkur tekinn. Sigurður Örn eða Siggi víkingur, eins og hann gjarnan var nefndur, var góður ferðafélagi, vinur vina sinna. Hann var einn þeirra manna er lífgaði upp á tilvist félaga sinna. Hann gaf mikið og gerði það fúslega. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 34 orð | ókeypis

SIGURÐUR ÖRN ARNARSON

SIGURÐUR ÖRN ARNARSON Sigurður Örn Arnarson fæddist í Lúxemborg 12. ágúst 1973. Hann lést af slysförum í Manchester á Englandi 17. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 27. júní. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 437 orð | ókeypis

Soffía Túbals

Mig langar að minnast hennar Soffíu með örfáum orðum. Alla mína tíð hef ég þekkt Soffíu enda er ég nafna hennar. Á öllum afmælum og jólum kom Soffía eða sendi mér pakka ef hún komst ekki til mín. Systrum mínum fannst þetta frekar óréttlátt því aldrei fengu þær neitt. En það var fyrir 5 árum að ég kynntist henni mjög vel. Ég og Agnar, sambýlismaður minn, fluttum frá Keflavík til Reykjavíkur. Meira
5. júlí 1997 | Minningargreinar | 29 orð | ókeypis

SOFFÍA TÚBALS

SOFFÍA TÚBALS Soffía Túbals fæddist í Múlakoti í Fljótshlíð 22. janúar 1902. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 20. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hlíðarendakirkju 28. júní. Meira

Viðskipti

5. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 265 orð | ókeypis

ÐTil alvarlegrar skoðunar að lækka vexti

BÚNAÐARBANKINN hefur til alvarlegrar skoðunar að lækka inn- og útlánsvexti sína á næsta vaxtabreytingardegi þann 11. júlí nk. Endanleg ákvörðun um hvort vextir verði lækkaðir eða hversu mikið mun þó ekki liggja fyrir fyrr en seinni hluta næstu viku. Meira
5. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 379 orð | ókeypis

Elstu tölurnar frá byrjun sautjándu aldar

HAGSTOFA Íslands gaf í gær út sögulega tölfræðihandbók með upplýsingum um íslenskt samfélag og þróun þess í nærfellt fjórar aldir. Elstu tölur í ritinu eru frá 1604, en þær yngstu frá 1990. Margt af þeim upplýsingum sem ritið hefur að geyma hefur verið óaðgengilegt almenningi eða óbirt fram til þessa, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofunni. Meira
5. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 265 orð | ókeypis

Lægsta verð á gulli í 12 ár

VERÐ á gulli heldur áfram að lækka og er nálægt því að vera það lægsta í tólf ár. Sérfræðingar segja að lækkanirnar sýni vaxandi vantrú spákaupmanna og stofnana á verðmæti málmsins. Verðið hafði ekki verið lægra í fjögur og hálft ár þegar ástralski seðlabankinn tilkynnti 3. júlí að hann hefði selt 167 tonn af varaforða sínum á undanförnum sex mánuðum. Meira
5. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 414 orð | ókeypis

Miklu tapi snúið í hagnað

HAGNAÐUR Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. fyrstu átta mánuði rekstrarársins (september til apríl) nam rúmum 15 milljónum króna. Þetta eru mikil umskipti frá síðasta rekstrarári en þá nam tapið 186 milljónum. Meira
5. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 240 orð | ókeypis

»Pundið hækkar í tæp þrjú þýzk mörk

PUNDIÐ hélt áfram að hækka í gær og hefur ekki verið hærra gegn þýzku marki síðan í ágúst 1991, því að búizt er við meiri brezkum vaxtahækkunum. Pundið er nú hærra en það átti að vera samkvæmt gengissamstarfi Evrópu, ERM, það er 2,95 mörk, en ekki reyndist unnt að ná því marki á þeim tíma þegar Bretar tóku þátt í samstarfinu 1990-1992. Meira

Daglegt líf

5. júlí 1997 | Neytendur | 337 orð | ókeypis

Garðúðun með vatni, rabarbarasoði og grænsápu

HVAÐA ráð eru til varðandi lífræna garðúðun? Svar: Að sögn Láru Jónsdóttur garðyrkjufræðings hjá Blómavali er ráð númer eitt að byrja snemma vors að sprauta vatni á trén eða um það bil þegar tré bruma sig og á meðan þau eru að laufgast. "Garðeigendur ættu að fara reglulega út með slöngu sem er með kraftmiklum úðara og hreinlega sprauta á plönturnar köldu vatni. Meira
5. júlí 1997 | Neytendur | 105 orð | ókeypis

Hátíðardagskrá í Kolaportinu

ÞAÐ verður ýmislegt um að vera í Kolaportinu um helgina þegar það öðlast kaupstaðarréttindi. Guðmundur G. Kristinsson einn forsvarsmanna Kolaportsins segir að með því að gera Kolaportið formlega að bæjarfélagi sé lögð áhersla á sérstöðu þess og þá bæjarstemmningu sem ríki þar allar helgar. "Þetta hefur frá byrjun verið sérstakt samfélag og það viljum við undirstrika. Meira
5. júlí 1997 | Neytendur | 404 orð | ókeypis

NetBónus tekur til starfa

EFTIR helgina geta þeir sem ekki eiga heimangengt sest niður við tölvuna sína og keypt inn mat-, og hreinlætisvörur í gegnum alnetsverslunina NetBónus. NetBónus er í eigu Bónus og framkvæmdastjórinn Kári Tryggvason segir að alnetsverslunin verði starfrækt með Bónusbirgðum sem er skipaverslun. Meira
5. júlí 1997 | Neytendur | 600 orð | ókeypis

Sama matvælalöggjöf gildir fyrir fríhöfnina og Bónus

SÆLGÆTIÐ M&M hefur verið selt í Bónus undanfarnar vikur og forsvarsmenn Bónus hafa fengið viðvaranir um sölu þess frá heilbrigðiseftirlitinu. Ekki er leyfilegt samkvæmt gildandi aukefnalista að flytja inn M&M og sama matvælalöggjöf gildir fyrir landið allt. Engu að síður er M&M selt í fríhöfninni allan ársins hring. Bónus fær viðvörun Meira

Fastir þættir

5. júlí 1997 | Í dag | 297 orð | ókeypis

Afmælisbarn dagsins: Þú ert mannþekkjari og gætir orðið góður sálf

Afmælisbarn dagsins: Þú ert mannþekkjari og gætir orðið góður sálfræðingur eða læknir. Leggðu þig fram um að sjá broslegu hliðarnar á tilverunni. Eitthvað hindrar þig í starfi í dag, en þú gefst ekki upp. Komdu lagi á ágreining milli fjölskyldumeðlima í kvöld. Nú skaltu gera áætlanir varðandi framtíðina. Meira
5. júlí 1997 | Dagbók | 2943 orð | ókeypis

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
5. júlí 1997 | Í dag | 76 orð | ókeypis

Árnað heillaÁRA afmæli. Sextug er í dag, laugarda

Árnað heillaÁRA afmæli. Sextug er í dag, laugardaginn 5. júlí, Edda Magnúsdóttir, Suðurbraut 1, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Guðni Jónsson kennari. Þau taka á móti gestum á heimili dóttur sinnar í Víðihlíð 24, Reykjavík, milli kl. 16 og 19 í dag, afmælisdaginn. Meira
5. júlí 1997 | Fastir þættir | 527 orð | ókeypis

Átta laxar í hákarlsmaga

Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur á veiðimálastofnun er að safna upplýsingum frá sjómönnum um sjóbirtinga og laxa sem veiðast í sjó og hvetur hann sjómenn til þess að senda sér þess konar upplýsingar. Slíkar upplýsingar frá sjómönnum hafi nú þegar skilað mikilsverðum upplýsingum um þessar fisktegundir í sjó, m.a. þeim að hákarlar geta verið drjúgir við laxaát. Meira
5. júlí 1997 | Dagbók | 461 orð | ókeypis

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
5. júlí 1997 | Fastir þættir | 1184 orð | ókeypis

DRAUMSTAFIR/Kristjáns Frímanns Draumaföt

Í DRAUMI hafa föt og klæðnaður sérlundaða og ákveðna merkingu sem ekki þarf endilega að tengjast fatnaði vökunnar þó táknin séu sótt þangað og til duldra meininga um útlit, stíl, liti og efnisval. Sem dæmi birtist oftar en ekki framliðið fólk í brúnum eða gráum og efnislega þéttum og þykkum fötum svo sem leðri og vaðmáli en lifendur í táknrænum litum og efni sem tjáir einkamál hvers og eins Meira
5. júlí 1997 | Í dag | 251 orð | ókeypis

EF sagnhafi

EF sagnhafi liggur yfir horfum sínum í fimm laufum, mun hann sennilega komast að þeirri niðurstöðu að spilið sé vonlaust. Þeim mun lengur sem hann hugsar, þeim mun réttari verður sú niðurstaða, því vörnin mun engin mistök gera. En ef hann lætur tilfinninguna ráða og spilar hratt eins og sá sem völdin hefur, er aldrei að vita hvað gerist: Austur gefur; allir á hættu. Meira
5. júlí 1997 | Fastir þættir | 890 orð | ókeypis

Fordómar og tilfinningalegt vægi orða

Spurning: Ég á geðveikan son og mér finnst það niðurlægjandi fyrir bæði hann og mig að nota þetta orð, geðveikur. Er ekki hægt að finna nýtt nafn, sem ekki hefur jafnneikvæða merkingu, yfir þennan sjúkdóm? Svar: Orð og heiti hafa mikið vægi í hugum okkar og oft er tilfinningagildi þeirra mikilvægara en eiginleg merking þeirra. Meira
5. júlí 1997 | Fastir þættir | 628 orð | ókeypis

Guðspjall dagsins: Réttlæti faríseanna. (Matt. 5.) »

Guðspjall dagsins: Réttlæti faríseanna. (Matt. 5.) »ÁSKIRKJA: Safnaðarferð á Snæfellsnes. Farið frá Áskirkju kl. 8.30. Messa í Hellnakirkju. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Prestur sr. Gísli H. Kolbeins. DÓMKIRKJAN:Messa kl. 11. Altarisganga. Meira
5. júlí 1997 | Í dag | 401 orð | ókeypis

INKONU Víkverja er ákaflega annt um heilsu sína og línurn

INKONU Víkverja er ákaflega annt um heilsu sína og línurnar og hún hefur oftlega ergt sig á því hversu langt Íslendingar eiga í land með að bjóða upp á úrval af fitu- og sykursnauðum matvælum. Dæmi um það séu mjólkurafurðir, en henni finnst lítillar hugkvæmni gæta hvað þetta varðar þegar nýjar mjólkurafurðir eru settar á markað. Meira
5. júlí 1997 | Fastir þættir | 1036 orð | ókeypis

Í heimsókn hjá Ásu Hlín Svavarsdóttur og Stefáni Jónssyni leik

VIÐ sumarsólstöður, á einum bjartasta degi ársins, heimsæki ég Stefán Jónsson leikara og Ásu Hlín Svavarsdóttur leikstjóra. Þau búa í leiguíbúð á efstu hæð í fjögurra hæða steinhúsi við Skólavörðustíg. Húsið er við hornið á Skólavörðustíg og Njálsgötu og er stórt þrílyft hús og fyllir út í lóðina þvert yfir á Njálsgötu en forhliðin snýr að Klapparstíg. Meira
5. júlí 1997 | Fastir þættir | 852 orð | ókeypis

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 908. þáttur

908. þáttur ORÐIÐ mýta er ekki að finna í mörgum íslenskum orðabókum sem ekki er von. Í orðsifjabók hinni miklu eftir Ásgeir Blöndal Magnússon er það þó, og segir að orðið sé nýíslenskt og merki "goðsögn, almenn sögn, trú eða skoðun sem ekki hefur við rök að styðjast". Líklegt er talið að það sé tökuorð úr dönsku myte, "sbr. einnig e. Meira
5. júlí 1997 | Í dag | 162 orð | ókeypis

Laugardagur 25.7.1997: STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur

Staðan kom upp á Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur sem lauk á miðvikudagskvöldið. Davíð Guðnason (1.535) var með hvítt, en Jóhann H. Ragnarsson (2.115) hafði svart og átti leik. 17. ­ g5 18. fxg5 (18. Rb3 ­ Re4 var engu betra) 18. ­ Rxg4 19. hxg4 ­ Bh2+ 20. Kg2 ­ Hh3! og hvítur gafst upp, því eftir 21. Dxh3 ­ Hxh3 22. Meira
5. júlí 1997 | Fastir þættir | 592 orð | ókeypis

Ósýnilegir sverðabaldrar Á síðasta ári

MEÐ merku leikjum síðasta árs var hrannvígahátíðin Quake. Flestir þekkja skotleikina sem fylgt hafa í kjölfarið á Wolfenstein, sælla minninga, en Quake var hápunkturinn. Þrátt fyrir frábæra grafík, yfirburða hljóðrás og skemmtilega útfærslu urðu þeir allra kröfuhörðustu fyrir vonbrigðum með Quka, þótti leikurinn ekki það risaskref inn í framtíðina sem vænst var. Meira
5. júlí 1997 | Dagbók | 412 orð | ókeypis

Spurt er...

1 Þýska kvikmyndin "Tintromman", sem gerð er eftir skáldsögu Günters Grass, var bönnuð í Oklahoma í Bandaríkjunum og myndbönd gerð upptæk á myndbandaleigum og heimilum vegna meints kláms. Þessum aðgerðum var þegar mótmælt. "Tintromman" fékk Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin árið 1979. Meira
5. júlí 1997 | Fastir þættir | 1402 orð | ókeypis

Túpur

LAXVEIÐIMENN eru að margra áliti hópur sérvitringa og beturvitringa, (ef þannig leyfist að íslenska "Besserwisser"). Það má sjálfsagt færa nokkur rök fyrir slíku áliti, því að við liggur að kenningar um hvernig á að fá lónbúann spengilega til að taka agn, séu jafnmargar veiðimönnum. Öll berum við mikla virðingu fyrir Atlantshafslaxinum og tölum um hann sem konung vatnafiska. Meira
5. júlí 1997 | Fastir þættir | 95 orð | ókeypis

Úr myndaalbúminu AFI Haraldur kemur mér ísamband við Talíu

Úr myndaalbúminu AFI Haraldur kemur mér ísamband við Talíu í garðinumá Bergstaðastræti árið 1967. SYSTKINI mín: Haraldur,Gyða Júlíana, Edda og égárið 1970. VIÐ Ari Matthíasson fáumokkur snittur í tilefni stúdentsprófa 1984 í veislu áBergstaðastrætinu. Meira
5. júlí 1997 | Í dag | 566 orð | ókeypis

Þekkir einhver mennina?Á MEÐFYLGJANDI mynd frá árinu 1931

Á MEÐFYLGJANDI mynd frá árinu 1931 er flokkur glímumanna úr ÍR. Ekki er vitað hverjir á myndinni eru, en ef glöggir lesendur telja sig þekkja einhvern eru þeir vinsamlega beðnir að hafa samband við Ágúst Ásgeirsson í síma 569-1285 eða á netfangið agasÞmbl.is. Fyrirspurnvegnahappdrættis Meira

Íþróttir

5. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA ÞRÓTTUR 7 6 1 0 19 5 19ÍR 7 5 1 1 21 6 16FH 7 4 2 1 13 9 14BREIÐABL. Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | 49 orð | ókeypis

2. deild: Völsungur - Ægir1:1 HK - KVA2:3

2. deild: Völsungur - Ægir1:1 HK - KVA2:3 3. deild: Framherjar - ÍH3:3 Erlingur B. Richardsson, Halldór D. Sigurðsson, Einar Gíslason - Arnfinnur Jónsson, Óskar Skúlason, Hlynur Bjarnason. Víkingur Ó. Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

Blikasigur á elleftu stundu Það er óhætt að segja a

Blikasigur á elleftu stundu Það er óhætt að segja að sigur Breiðabliks hafi komið á elleftu stundu er þeir sóttu Dalvík heim í gærkvöldi og sigruðu 1:0. Sigurmark Blika kom þremur mínútum fyrir lok leiksins. Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill og fengu liðin sitthvort færið en tókst ekki að koma knettinum rétta boðleið. Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | 279 orð | ókeypis

Brooks með fjögur

Ég skoraði ekki í tveimur fyrstu leikjunum en áður en sá þriðji hófst sagði Njáll [Eiðsson] þjálfari við mig að nú væri komin röðin að mér að skora og ég tók hann á orðinu. Síðan hef ég skorað í hverjum leik," sagði Kristján Brooks leikmaður ÍR eftir að hann hafði gert fjögur mörk í 8:0 sigri ÍR á Reynismönnum úr Sandgerði á ÍR-velli í gærkvöldi. Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | 288 orð | ókeypis

Frakkar varpa öndinni léttar

Góður leikur Frakkans Cedric Piolines í undanúrslitum Wimbledon-tennismótsins gegn Þjóðverjanum Michael Stich, varð til þess að Frakki leikur í úrslitaleik mótsins í karlaflokki í fyrsta sinn í rúmlega 50 ár. Pioline sigraði Stich í fimm settum í gær, en verður líklega að ná besta leik ævi sinnar ef hann ætlar að stöðva hinn bandaríska Pete Sampras, sem hefur farið á kostum. Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | 404 orð | ókeypis

Frjálsíþróttir

Bislett-leikarnir Osló: 100 m hlaup karla: 1. Frankie Fredericks (Namibíu)10,11 2. Linford Christie (Bretlandi)10,17 3. Dennis Mitchell (Bandar.)10,18 4. Kareem Streete-Thomp (Bandar.)10,19 5. Vincent Henderson (Bandar.)10,20 6. Darren Braithwaite (Bretlandi)10,40 200 m hlaup karla: 1. Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | 401 orð | ókeypis

Gebrselassie: 26.31,22

HAILE Gebrselassie frá Eþíópíu setti stórkostlegt heimsmet í 10.000 metra hlaupi á Bislett- leikunum í Osló í gærkvöldi. Þetta þótti eitt besta langhlaup sögunnar, enda hljóp þessi frábæri íþróttamaður á 26 mínútum, 31,22 sekúndum og bætti ársgamalt met Salahs Hissous um hvorki meira né minna en nærri sjö sekúndur. Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | 168 orð | ókeypis

GHEORGHE Popescu, fyrirliði Barcelona,

GHEORGHE Popescu, fyrirliði Barcelona, hefur gert samning við tyrkneska félagið Galatasaray til þriggja ára. Samkvæmt tyrkneskum fjölmiðlum, er samningurinn metinn á tæpar 320 milljónir króna. Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | 175 orð | ókeypis

Golf Staðan í meistaraflokkum eftir þrjá keppnisdaga af fjórum. Mótunum lýkur í dag. Meistaramót klúbbanna Golfklúbbur

Meistaramót klúbbanna Golfklúbbur Suðurnesja Karlar: 1. Örn Ævar Hjartarson216 2. Helgi B. Þórisson224 3. Gunnar Þór Jóhannsson231 Konur: 1. Magdalena S. Þórisdóttir262 2. Rut Þorsteinsdóttir267 3. Gerða Halldórsdóttir273 Golfklúbburinn Keilir Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | 372 orð | ókeypis

Góður endir eins og í ævintýrunum

MIKIL ánægja og gleði ríkti í nýjum húsakynnum Knattspyrnusambands Íslands undir eldri stúku Laugardalsvallar í gær þegar gengið hafði verið frá ráðingu Guðjóns Þórðarsonar í starf landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu fram yfir Evrópukeppnina, sem hefst næsta ár, en riðlakeppni hennar lýkur haustið 1999. Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | 86 orð | ókeypis

HANDBOLTIGrótta ogKR í

GENGIÐ hefur verið frá þriggja ára samstarfssamningi handknattleiksdeilda KR og Gróttu, um að félögin sendi sameiginlegt lið til keppni í karlaflokki næstu þrjú árin. Skrifað var undir samning þar að lútandi í fyrradag. Félögin höfðu áður gengið frá samningi um samstarf í kvennaflokki. Hvað karlana varðar er um að ræða meistaraflokk, 2. flokk og 3. Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | 46 orð | ókeypis

Knattspyrna

1. deild ÍR - Reynir8:0 Kristján Brooks 4 (28., 35., 72., 77.), Jón Þór Eyjólfsson (29.), Arnljótur Davíðsson (44.), Ásbjörn Jónsson (65.), Brynjólfur Bjarnason (70.). FH - Víkingur2:1 Zoran Zikic, (sjálfsmark, 48.), Ásmundur Haraldsson (55.) - Sváfnir Gíslason (14.). Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | 128 orð | ókeypis

Körfuknattleikur

Átta liða úrslit EM Spánn - Rússland67:70 Orenga 17, Smith 12, Herreros 10, Esteller 9, Martinez 5 - Fetissov 21, Mikhailov 15, Karassev 14, Babkov 8, Pashoutin 6. Litháen - Júgóslavía60:75 Einikis 18, Karnisovas 16, Adomaitis 11, Stombergas 6, Zukauskas 4 - Danilovic 21, Topic 12, Obradovic 11, Loncar 9, Zeljko 6. Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | 335 orð | ókeypis

Met Einars ekki í hættu EINAR Vilhjálmsson spjótk

EINAR Vilhjálmsson spjótkastari, setti glæsilegt landsmótsmet í spjótkasti karla á landsmótinu á Húsavík 1987, kastaði spjótinu þá 82,96 metra. Í spjótkastskeppninni í gær var met Einars ekki í hættu því Sigmar Vilhjálmsson, sem keppir fyrir UÍA og er bróðir Einars kastaði 65,32 metra og ógnaði því stóra bróður ekki, a.m.k. ekki um sinn. Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | 230 orð | ókeypis

Of mikill vindur fyrir Jón Arnar

Jóni Arnari Magnússyni, tugþrautarkappa úr UMSS, tókst ekki að setja landsmótsmet í langstökki í gær þrátt fyrir góða tilraun til þess. Hann átti frábæra stökkröð, stökk tvívegis 7,62 metra, einu sinni 7,46 og einu 7,82 og eitt stökk var ógilt. Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | 130 orð | ókeypis

Samningur um gerðardóm

KSÍ sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem greint er frá því að endanlegur samningur milli KSÍ og Guðjóns Þórðarsonar verði lagður fyrir stjórnarfund sambandsins 10. júlí til staðfestingar. Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | 185 orð | ókeypis

Sanngjarn sigur FH Leikmenn FH unnu sanngjarnan

Sanngjarn sigur FH Leikmenn FH unnu sanngjarnan sigur á Víkingum í Kaplakrika í gærkvöldi, 2:1. Heimamenn voru miklu sterkari og hefðu átt að sigra með meiri mun. Strax á upphafsmínútunum tóku FH-ingar völdin á miðsvæðinu og áttu Víkingar í vök að verjast. FH-ingar áttu m.a. skalla í þverslá en á 14. Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | 190 orð | ókeypis

Sesselja þekkti allar jurtirnar og sigraði

SESSELJA Ingólfsdóttir úr UMSE í Eyjafirði sigraði í gær í jurtagreiningu á landsmótinu. Hún gerði sér lítið fyrir að þekkti allar plönturnar sem lagðar voru fyrir keppendur. 45 plöntum er stillt upp og eru 40 þeirra af 130 plantna lista sem keppendur hafa kynnt sér áður, en síðan eru fimm plöntur utan listans og eiga þær að skera á milli þeirra efstu. Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | 445 orð | ókeypis

Starfsíþróttirnar vekja jafnan mikla athygli

LANDSMÓT UMFÍStarfsíþróttirnar vekja jafnan mikla athygli Starfsíþróttir vekja jafnan mikla athygli á landsmótum og svo var einnig nú þrátt fyrir að þær greinar sem keppt var í í gær færu fram á Hvanneyri. Keppnin í dráttarvélaakstrinum var hnífjöfn og spennandi. Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | 364 orð | ókeypis

Sundfólkið samt við sig

SUNDFÓLKIÐ er samt við sig og sumir hafa á orði að krakkarnir megi ekki fara í sturtu án þess að setja met. Í gær var keppt í sex greinum og landsmótsmet féllu í þeim öllum. Lára Hrund Bjargardóttir úr HSK setti met í 200 metra bringusundi á fimmtudagskvöldið, synti á 2.43,55. Gamla metið átti Auður Ásgeirsdóttir úr UMFÓ, sett í Mosfellsbænum 1990. Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | 69 orð | ókeypis

UM HELGINAKnattspyrna Laugardagur

Laugardagur Getraunakeppni Evrópu Ólafsfjörður:Leiftur - Kaunas14 Íslandsmótið Stofndeildin (efsta deild kvenna) KR-völlur:KR - Breiðablik16Garðabær:Stjarnan - ÍA14Haukav.:Haukar - Valur141. Meira
5. júlí 1997 | Íþróttir | 278 orð | ókeypis

Úr silungsveiði í val á landsliðinu fyrir leik við N

GUÐJÓN Þórðarson átti ekki von á að hann yrði ráðinn landsliðsþjálfari fyrir helgi og skellti sér því norður í land í silungsveiði með Atla syni sínum. "Við komum við í Dölunum í fyrrakvöld og reyndum síðan við silunginn í Ölversvatni á Tröllaskaga hjá Bjarna Egilssyni bónda. Sonurinn veiddi það sem veiddist en ekkert fiskaðist hjá mér enda með hugann við annað. Meira

Úr verinu

5. júlí 1997 | Úr verinu | 241 orð | ókeypis

Loðnunni mokað upp og löndunarbið víðast hvar

MOKVEIÐI er enn á loðnumiðunum norður af Langanesi og löndunarbið því á öllum nálægum höfnum. Hjá SR-mjöli verða skipin að bíða í landi 30 til 46 tíma, en auk þess er allt að 40 tíma sigling frá miðunum til fjarlægustu hafnanna við Faxaflóa. Ekki liggur ljóst fyrir hver heildarafli íslenzku skipanna er orðinn, en Fiskistofu hafa borizt tilkynningar um 40.000 tonn. Meira

Lesbók

5. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 216 orð | ókeypis

AUÐUR MEÐ KING SINGERS

AUÐUR Gunnarsdóttir sópransöngkona kom fram sem gestasöngvari á tónleikum með hinum kunna sönghópi King Singers í Forum í Ludwigsburg í Þýskalandi á dögunum. Var Auði boðið til samstarfs eftir að fulltrúi frá umboðsskrifstofu söngvaranna heyrði hana syngja á tónleikum í vor. Meira
5. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 153 orð | ókeypis

BIÐ

Ég sat við efans byrgðu bogadyr og beið, ég vissi ei hvers, og tíminn leið á þungum væng um þetta dapra svið, en þó of hratt, því sífellt skyggði meir af dimmri nótt með gráan geig í för, glámeygan vom, er sýndi mér og bauð mér inn um hrímsteint hlið, en bak við það var hraustleg rökkurauðn. Meira
5. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 140 orð | ókeypis

BIS GEFUR ÚT VERK EFTIR HAUK TÓMASSON

SÆNSKA hljómplötuútgáfan BIS hefur ákveðið að gefa út á geisladiski verk Hauks Tómassonar; Fjórða söng Guðrúnar, sem frumflutt var í fyrra í skipakví danska sjóhersins við Holmen á dagskrá Kaupmannahafnar sem menningarborgar Evrópu. Óperan verður tekin upp í Digraneskirkju, en 21. ágúst verður tónleikauppfærsla haldin í Plötusmiðjunni í Héðinshúsinu. Meira
5. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1985 orð | ókeypis

DRAUMASMIÐURINN FRÁ HOLLYWOOD

LEIKARINN Roy Scheider segir frá því að eitt sinn var hann fenginn til að leika í mynd um blóðþyrstan hákarl. Leikstjórinn var barnungur. Þá sjaldan sem vel viðraði var vélknúni hákarlinn bilaður svo að illa sóttist að ljúka tökum. Leikarar kvörtuðu undan reynsluleysi leikstjórans og spurðu sig hvers vegna hann hætti ekki við myndina úr því sem orðið var. Meira
5. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 257 orð | ókeypis

Efni

á Fáskrúðsfirði, Einar Sigurðsson, hefði orðið hundrað ára á þessu ári. Þótt bátasmíðar væru hans hjartans mál sinnti hann einnig öðrum verkefnum og smíðaði hús og hafnir. Í sumar reisir Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar honum minnisvarða. Kirkja Meira
5. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 881 orð | ókeypis

HAMINGJUÓSKIR!

NÚ NÝLEGA heimsótti mig ungur maður, gamall nemandi minn, útskrifaður kennari fyrir fáum árum. Hann sagði mér að hann væri hættur að kenna, uppsögn hans lægi á borði skólastjóra. Ég spurði hann fyrir siða sakir hverju sætti. Ungi maðurinn sagði mér að hann gæti ekki rekið sjálfan sig einhleypan í leiguíbúð og gert út þriggja gíra reiðhjól að auki. Meira
5. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 665 orð | ókeypis

HÓTEL MINNINGANNA

Stein Mehren er mjög afkastamikill höfundur. Síðan 1960 hefur varla liðið svo ár að hann gæfi ekki út eina eða tvær bækur. Þar af eru meira en tveir tugir stórra ljóðabóka, og maðurinn fæddur 1935. Þessi mikla framleiðsla skýrist af því að hann unir sér vel á troðnum slóðum, það sem ég hefi séð. Meira
5. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 144 orð | ókeypis

LISTASKÁLINN Í HVERAGERÐI VÍGÐUR

LISTASKÁLINN í Hveragerði verður vígður í dag. Maðurinn á bak við framkvæmdirnar er Einar Hákonarson myndlistarmaður sem jafnframt mun hafa rekstur skálans með höndum. Við sama tækifæri verður fyrsta myndlistarsýningin opnuð í skálanum ­ yfirlitssýning á verkum Einars Hákonarsonar. Meira
5. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 408 orð | ókeypis

LÍTIL HRIFNING MEÐ LEIÐRÉTTAN ÓDYSSEIF

LEIÐRÉTT útgáfa af "Ódysseifi" eftir James Joyce, hefur vakið harðar deilur í Bretlandi og reyna erfingjar skáldsins að stöðva hana með öllum ráðum. Er enn ekki útséð um það hvort sú fyrirætlan tekst. Meira
5. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 965 orð | ókeypis

MEÐ LÍKUM SVIP

SAGA Íslands og Noregs var samtvinnuð um aldir. Úr Noregi komu flestir landnámsmennirnir, til Noregs leituðu Íslendingar, einkum á þjóðveldisöld sér til fjár og frama, og eftir að Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd urðu þau samskipti vitaskuld náin. Meira
5. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1024 orð | ókeypis

MESSAN MÁ EKKI STAÐNA

Sumartónleikar í Skálholtskirkju hefjast í dag og verður meðal annars frumflutt Messa vorra daga eftir Oliver Kentish sem sagði að hlutverk sitt væri ekki að seðja fólk. ÖRLYGUR STEINN SIGURJÓNSSON innti hann eftir þessu og ræddi einnig við Sverri Guðjónsson kontratenór og Rut Ingólfsdóttur fiðluleikara. Meira
5. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 414 orð | ókeypis

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
5. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 778 orð | ókeypis

SIRKUS Á FLJÚGANDI FERÐ

JA, HÉRNA... hvernig er þetta nú hægt?" varð mér og ellefu ára sessunaut mínum hvað eftir annað að orði, þegar við sátum og horfðum á listamennina í Cirkus Cirkör. Við erum bæði einlægir áhugamenn um sirkus, en þetta sló flest út sem við höfðum séð áður, bæði hvað varðar líkamlega færni og snjalla samsetningu atriðanna. Meira
5. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2693 orð | ókeypis

SKIPULAG í EINA ÖLD

FYRIR skömmu birtist í dagblöðum borgarinnar auglýsing um sýningu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 ­ 2016, fyrst í ráðhúsi borgarinnar, en síðar í húsakynnum Borgarskipulags í Borgartúni 7. Það minnti mig á að elstu skipulagsuppdrættir varðandi borgarlandið hefðu þar með náð 100 ára aldri. Meira
5. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 376 orð | ókeypis

STERKAR TAUGAR TIL SAUÐÁRKRÓKS

ÁSAUÐÁRKRÓKI fagna menn, konur og börn margföldu afmæli um þessar mundir. Í fyrsta lagi voru liðin 125 ár í fyrra síðan byggð hófst á Sauðárkróki, í öðru lagi eru í ár liðin 140 ár síðan verslun hófst þar, í þriðja lagi eru liðin 90 ár síðan Sauðárkrókur varð sjálfstætt hreppsfélag og síðast en ekki síst eru liðin fimmtíu ár síðan bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Meira
5. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 334 orð | ókeypis

SUMARKVÖLD VIÐ ORGELIÐ

Aðrir tónleikar "Sumarkvölds við orgelið 1997", sem Hallgrímskirkja og Listvinafélag Hallgrímskirkju standa að, verða í Hallgrímskirkju sunnudaginn 6. júlí nk. kl. 20.30, en þá leikur á orgelið prófessor Hedwig Bilgram frá Tónlistarháskólanum í München. Á efnisskrá hennar eru verk eftir norður-þýsku meistarana Bruhns, Bach og Krebs, Mozart og Mendelssohn. Meira
5. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 105 orð | ókeypis

SVANASÖNGSSONNETTAN

Hann Tómas var að fagna loknu flugi og fór í göngu hress með lífið sjálft. Með elju sinni hafði fangað hugi og hjörtu manna þessi fagra álft. Með senditæki fast á þéttu fiðri og fótamerki greinileg og rétt hann endaði í mannsins veröld miðri sitt mikla flug sem aldrei reyndist létt. Meira
5. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 3178 orð | ókeypis

ÖLD FRÁ FÆÐINGU ATHAFNAMANNS

ÖLD FRÁ FÆÐINGU ATHAFNAMANNS ÞÓRHALL GUTTORMSSON Áttunda apríl síðastliðinn hefði Einar Sigurðsson, bátasmiður á Fáskrúðsfirði, orðið eitt hundrað ára gamall. Í sumar reisir Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar honum varða og heiðrar minningu stórbrotins velgjörðarmanns og máttarstólpa byggðarlagsins. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.