Greinar miðvikudaginn 16. júlí 1997

Forsíða

16. júlí 1997 | Forsíða | 100 orð

Bankahneyksli í Rússlandi

GRUNSEMDIR um stórkostlegt bankahneyksli í Rússlandi styrkjast stöðugt og talið er, að ýmsir valdamiklir menn í landinu tengist því. Áhrifamikill maður og fyrrverandi aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands neitaði því í gær, að hann væri við málið riðinn. Meira
16. júlí 1997 | Forsíða | 358 orð

ETA hótar að myrða annan stjórnmálamann

ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, hefur hótað að drepa annan stjórnmálamann úr stjórnarflokknum á Spáni, flokki Jose Maria Aznars forsætisráðherra. Fjölmenn mótmæli vegna morðsins á Miguel Angel Blanco, bæjarfulltrúa í bænum Ermua í Baskalandi, voru um allan Spán á mánudag og í fyrrinótt og kom sums staðar til átaka í Baskahéruðunum. Meira
16. júlí 1997 | Forsíða | 211 orð

Gianni Versace ráðinn af dögum

HINN heimskunni fatahönnuður Gianni Versace var skotinn til bana fyrir utan íbúðarhús sitt á Miami Beach á Flórída í gær. Morðið, sem líktist skipulagðri aftöku, er tízkuheiminum mikið áfall, enda sá Versace mörgum af skærustu stjörnum skemmtanalífsins, konungbornum og fleira frægu fólki fyrir spjörum við þeirra hæfi, þar á meðal Díönu prinsessu, tónlistarmönnunum Madonnu, Meira
16. júlí 1997 | Forsíða | 136 orð

Leiðtogi bókstafstrúarmanna látinn laus

YFIRVÖLD í Alsír létu leiðtoga Íslömsku frelsisfylkingarinnar (FIS), Abassi Madani, lausan úr fangelsi í gær. Stjórnmálaskýrendur telja lausn hans skref til sátta, en ólíklegt sé að hún nægi til að lægja ofbeldisölduna í landinu. Meira
16. júlí 1997 | Forsíða | 191 orð

Mælt með sex ríkjum

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins, ESB, samþykkti formlega í gær að mæla með því að aðildarviðræður yrðu hafnar á næsta ári við sex ríki sem sótt hafa um aðild að sambandinu; fimm Austur-Evrópuríki auk Kýpur. Samþykktin þykir tíðindum sæta þar sem hún gengur út á mestu breytingar á sambandinu frá stofnun þess fyrir 40 árum. Meira
16. júlí 1997 | Forsíða | 65 orð

Umbóta krafist í Kenýa

TIL átaka kom í Nairobi í Kenýa í gær þegar námsmönnum, sem kröfðust pólitískra umbóta og afsagnar Daniels arap Mois, forseta landsins, og lögreglumönnum lenti saman. Áttust þeir einnig við á mánudag og Richard Leakey, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sagði, að næsti vettvangur baráttunnar fyrir stjórnarskrárumbótum yrði í hafnarborginni Mombasa. Meira

Fréttir

16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð

340 millj. tapast í gjaldþrotum

TÆPAR 340 milljónir króna töpuðust í gjaldþroti tveggja trésmiðja. Önnur þeirra var tekin til gjaldþrotaskipta í mars 1993, en hin í febrúar 1997. Skiptum í þeim lauk í byrjun sumars. Bú Trésmiðju Þorvaldar Ólafssonar hf. var tekið til gjaldþrotaskipta árið 1993. Samkvæmt úthlutunargerð úr búinu greiddust að fullu samþykktar forgangskröfur að fjárhæð rúmar 3,2 milljónir króna. Meira
16. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

60 ára og eldri í skemmtiferð

Í TILEFNI af 95 ára afmæli Landsbanka Íslands á Akureyri bauð bankinn Akureyringum 60 ára og eldri til skemmtiferðar í samvinnu við Félag aldraðra og verður hún farin í dag, miðvikudaginn 16. júlí. Farið verður að Blönduvirkjun og virkjunin skoðuð undir leiðsögn starfsmanns, þá verður ekið í Þórdísarlund í Vatnsdal, hann skoðaður og ferðalöngum boðið kaffi. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 360 orð

Aðflutningsgjöld hvíldu ekki á réttum grunni

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur fellt úr gildi úrskurð ríkistollanefndar frá 1993, sem gerði fyrirtæki að greiða rúma 41 milljón í aðflutningsgjöld vegna innflutnings á frönskum kartöflum. Niðurstaðan er í samræmi við dóm Hæstaréttar í desember sl., sem taldi að álagning gjaldsins samrýmdist ekki kvöðum um málefnalegan grundvöll skattheimtu og stjórnsýslu. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 245 orð

Alltof algengt að menn flytji fólk réttindalausir

"ÞAÐ er því miður alltof algengt að réttindalausir menn séu að annast fólksflutninga, aka bílum án þess að hafa hópferðaleyfi og jafnvel í sumum tilvikum án þess að hafa tryggingar í lagi," segir Gunnar Sveinsson, framkvæmdastjóri BSÍ. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

Auglýst eftir framboðum til formanns

Samkvæmt breytingum sem gerðar voru á lögum Alþýðubandalagsins 1991 fer fram bréfleg atkvæðagreiðsla meðal flokksmanna um land allt um kjör formanns flokksins síðasta hálfa mánuðinn áður en til landsfundar kemur en talning fer fram á landsfundinum. Frestur til að skila inn framboðum rennur út 11. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

Bensín lækkar

BENSÍN lækkaði í verði í gær um 2% hjá olíufélögunum. Lítrinn af 95 oktana bensíni kostar nú 76 krónur en kostaði áður 77,50, 98 oktana bensín kostar nú 80,70 en var áður á 82,20 krónur. Er miðað við að bensíninu sé dælt á bílinn. Gasolía lækkar nokkru meira en bensínið eða um 6-7% og kostar lítrinn af dísilolíu nú 28,20 en var áður á 30 krónur. Meira
16. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Bíll í verðlaun fyrir Íslandsmet

HIÐ árlega Akureyrarmaraþon Ungmennafélags Akureyrar, Íþróttabandalags Akureyrar og Akureyrarbæjar verður haldið næstkomandi laugardag, 19. júlí, og hefst það kl. 12. Hlaupið hefst og endar á íþróttavelli Akureyrar. Þátttakendur geta valið milli þriggja vegalengda, þriggja kílómetra skemmtiskokks, 10 kílómetra hlaups og 21 kílómetra hlaups (hálfmaraþons). Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 348 orð

Bryggjuhátíð haldin á Drangsnesi

DRANGSNESINGAR halda Bryggjuhátíð laugardaginn 19. júlí nk. Ýmiskonar skemmtun og uppákomur verða fyrir alla fjölskylduna og stendur fjörið langt fram á kvöld, segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir: "Margt verður til gamans gert á þessum fjölskyldudegi. Svo dæmi séu tekin þá verða skipulagðar ævintýraferðir út í Grímsey á Steingrímsfirði frá kl. 11 árdegis og fram eftir degi. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 537 orð

Bændur fá hærra verð þótt lömbin séu léttari

BÆNDUR fá töluvert hærra verð fyrir lömbin sem þeir láta slátra nú en góð meðallömb í haust. Sláturhús eru víða tilbúin að taka við fé til slátrunar vegna þess að lambakjöt vantar á markaðinn en vegna veðráttunnar í vor og sumar hefur óvíða verið hægt að hefja slátrun. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 45 orð

Börn að veiðum í Elliðaánum

SVFR hélt veiðimót barna og unglinga í Elliðaánum á sunnudaginn. Alls mættu 33 félagsmenn, 3ja­16 ára. Uppskera dagsins voru fjórir laxar og margir urriðar. Á meðfylgjandi mynd sjást veiðimennirnir ásamt leiðsögumönnum og aðstandendum rétt áður en veiðar hófust. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 331 orð

Ekki var fallist á beiðni Sævars um endurupptöku

HÆSTIRÉTTUR birti í gær úrlausn sína um beiðni Sævars Ciesielskis um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála. Þar kemst rétturinn að þeirri niðurstöðu að lagaskilyrðum til að verða við beiðninni sé ekki fullnægt. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 243 orð

Fagna yfirlýsingu umhverfisráðherra

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Náttúruverndarsamtökum Íslands: "Náttúruverndarsamtök Íslands fagna yfirlýsingu umhverfisráðherra, Guðmundar Bjarnasonar, sem fram kom í Morgunblaðinu á sunnudag þess efnis að hann telur útilokað að gera frekari samninga um stóriðju hér á landi fyrr en séð verður hvað samningarnir í Kyoto um eflingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 349 orð

Fáir í samkeppni við Flugleiðir

FRAMBOÐ á sætum á ári í flugi milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar er kringum 132.000 og milli Keflavíkur og London um 80 þúsund sæti. Flugleiðir eru með yfirgnæfandi meirihluta sætaframboðsins á þessum leiðum en önnur félög hafa um 12% á leiðinni til London og 8% til Kaupmannahafnar. Meira
16. júlí 1997 | Landsbyggðin | 486 orð

Fermingarbræður frá árinu 1938 meðal kirkjugesta

Ísafirði­Síðasti íbúinn flutti úr Sléttuhreppi norðan Ísafjarðardjúps árið 1952. Sléttuhreppur er nú friðland og heyrir til Ísafjarðarbæjar frá síðasta ári. En þrátt fyrir að ekki sé lengur búið í hreppnum er þar töluvert mannlíf á sumrin. Gömlum húsum forfeðranna er haldið við og afkomendur hafa byggt á ný á landareign foreldra og áa. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 349 orð

Fínn miðill hefur útsendingar í Aðalstræti 6

ÚTVARPSFÉLAGIÐ Fínn miðill hf. hefur flutt starfsemi sína að hluta til í Aðalstræti 6, Morgunblaðshöllina gömlu, og hefur FM 95,7 hafið útsendingar þaðan. Stefnt er að því að öll starfsemi verði komin í Aðalstræti 6 í september. Fínn miðill hf. er sameinað fyrirtæki FM 95,7 og Aflvaka, sem rekur Aðalstöðina, X-ið og Klassík FM. Meira
16. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 343 orð

Fleiri beiðnir munu berast

EINNAR milljónar króna styrkur úr bæjarsjóði til Handknattleiksdeildar KA vegna þátttöku félagsins í Evrópukeppni félagsliða var til umræðu á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær en samþykkt var á fundi bæjarráðs í liðinni viku að veita styrkinn. Meira
16. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 189 orð

Flóð hafa kosta hundrað manns lífið í Kína

AÐ MINNSTA kosti 100 manns hafa látið lífið í flóðum í austur- og suðurhluta Kína það sem af er júlí og loka hefur þurft 10.000 námum og verksmiðjum í tveimur héruðum. Flóð vegna úrhellis hafa orðið til þess að framleiðslu hefur verið hætt í 3.000 námum og verksmiðjum í héraðinu Jiangxi. Tjón hefur orðið á 340.000 hekturum ræktaðs lands í héraðinu, 26. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 51 orð

Flugdagur á Blönduósi

ÞRIÐJI flugdagur Flugsmíðar, félags áhugamanna um heimasmíði flugvéla, verður á Blönduósflugvelli laugardaginn 19. júlí kl. 13.30. Aðgangur er ókeypis. Á dagskrá verður flug heimasmíðaðra flugvéla; flug á mótordrifinni fallhlíf; flugmódelflug; flug á "girokopta"; svifdrekaflug; listflug á vélflugu og útsýnisflug. Einnig verða flugvélar og smíðishlutir til sýnis í flugskýli. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 268 orð

Forstjóraskipti hjá Járnblendifélaginu

NÝR forstjóri Íslenska járnblendifélagsins tók til starfa við Grundartanga í gær, Bjarni Bjarnason, sem var áður framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar. "Hér eru mikil verkefni og spennandi," sagði Bjarni er haft var samband við hann í gær. Fráfarandi forstjóri er Jón Sigurðsson. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 234 orð

Frásögnum bar ekki saman

VIÐBRÖGÐ Flugmálastjórnar vegna þess ástands sem skapaðist þegar 5 af 6 vakthafandi flugumferðarstjórum mættu ekki til starfa síðastliðinn laugardagsmorgun liggja enn ekki fyrir. Stjórnendur Flugmálastjórnar áttu í gær viðtöl við þá flugumferðarstjóra sem sinntu næturvakt aðfaranótt laugardagsins og að sögn Ásgeirs Pálssonar, framkvæmdastjóra flugumferðarþjónustu, Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 131 orð

Fyrirlestur í líffræði

Á vegum Líffræðistofnunar Háskóla Íslands verður haldinn gestafyrirlestur um harðgerari plöntur með aðstoð erfðatækni á föstudaginn kemur. Dr. Einar Mäntylä flytur fyrirlesturinn sem hefst klukkan 15 í stofu G-6 á Grensásvegi. Öllum er heimill aðgangur. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 262 orð

Fyrsta þangið finnst í Surtsey

FRÁ því Surtsey gaus 1963 hafa náttúrufræðingar fylgst vel með þróun lífríkisins í og við eyna. Í síðustu viku lauk hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson leiðangri undir stjórn Karls Gunnarssonar, leiðangursstjóra. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 34 orð

Galdrar á Nelly's Café

GALDRASÝNING verður á Nelly's Café í kvöld, miðvikudag kl. 22. Þar mun galdramaðurinn Bjarni Baldvinsson sýna listir sínar. Aðgangur á sýninguna er ókeypis. Hún verður endurtekin sunnudaginn 20. júlí nk. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Gengið með strönd Kollafjarðar

HAFNARGÖNGUHÓPURINN heldur áfram göngu sinni með strönd Kollafjarðar í kvöld, miðvikudag. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og eftir stutta heimsókn með SVR inn undir Höfða. Þar hefst sjálf gönguferðin kl. 20.40. Gengið verður inn á Laugarnestanga og um Sundahöfn, Kleppskaft, Holtabakka, Vogabakka og inn að Elliðaárósum. Þaðan verður hægt að fara með SVR til baka. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 228 orð

Gestir Víkingahátíðar urðu 13 þúsund

HELDUR færri sóttu víkingahátíðina en vonir höfðu staðið til. Alls voru gestir hennar um 13 þúsund. Að sögn Rögnvalds Guðmundssonar framkvæmdastjóra hátíðarinnar hefur engin ákvörðun verið tekin um framhald hennar, en það er stjórn hlutafélagsins Landnámu sem tekur þá ákvörðun. Rögnvaldur segir það vera sitt mat að haldið skuli áfram með hátíðina. Meira
16. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 849 orð

HIÐ NÝJA NATO

ÞÆR breytingar sem á undanförnum mánuðum hafa verið samþykktar á vettvangi Atlantshafsbandalagsins (NATO) og staðfestar voru á leiðtogafundi þess í Madrid á dögunum eru svo róttækar og svo djúpstæðar að halda má því fram að nýtt bandalag um frið og stöðugleika hafi litið dagsins ljós. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 680 orð

Hugmyndir um veg á Strandir og um Bröttubrekku

STARFSHÓPUR sem Fjórðungsþing Vestfirðinga skipaði til að reyna að ná samstöðu um tengingu norðurhluta Vestfjarða við þjóðvegakerfi landsins í framhaldi af þverun Gilsfjarðar hefur ekki lokið störfum. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Vestfirðinga, telur veg milli Reykhólasveitar og Steingrímsfjarðar álitlegan kost. Meira
16. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 393 orð

Hönnuður sem færði hátísku nær nútímanum

ÍTALSKI tískukóngurinn Gianni Versace stóð ásamt Giorgio Armani í fararbroddi ítalskra tískuhönnuða en hann öðlaðist heimsfrægð á níunda áratugnum fyrir djarfa og áberandi hönnun. Tískusýningar hans einkenndust af dunandi rokktónlist, áberandi lýsingu og risaskjám, þar sem öll smáatriði voru dregin fram. Á síðustu tískusýningu Versace, kynningu vetrarlínunnar í mars sl. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð

Iceland Seafood eykur söluna

SALA Iceland Seafood, dótturfyrirtækis ÍS í Bandaríkjunum, hefur aukizt um 5 til 12% fyrstu 6 mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Vöxtur í flakasölu er mestur en veruleg aukning hefur orðið í sölu náttúrulegra afurða úr verksmiðju fyrirtækisins. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 206 orð

Íslenska krónan hefur styrkst

GENGI dollars, punds og íslensku krónunnar hefur hækkað að undanförnu gagnvart öðrum gjaldmiðlum og samkvæmt upplýsingum frá Viðskiptastofu Íslandsbanka hefur krónan styrkst um 1,95% frá áramótum og þar af 0,45% í júlí. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir þetta þýða að verð á innfluttum sem og útfluttum vörum lækki í krónum talið. Meira
16. júlí 1997 | Miðopna | 113 orð

Ítarlega og vel rökstudd úrlausn

"ÞETTA er að mínu áliti mjög ítarlega og vel rökstudd úrlausn um þessa endurupptökukröfu," sagði Ragnar H. Hall, sem skipaður var sérstakur ríkissaksóknari til þess að fjalla um kröfu Sævars M. Ciesielskis um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála. "Ég tel að það hafi í öllum meginatriðum verið fallist á þann rökstuðning sem fram kom í minni greinargerð," segir Ragnar. Meira
16. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 360 orð

Kaffi Akureyri opnar

KAFFI Akureyri, nýtt kaffihús, bar og skemmtistaður verður opnaður að Strandgötu 7 á Akureyri næstkomandi föstudag. Það er hlutafélagið Strandkaffi ehf. sem rekur staðinn en eigendur eru Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar Örvarsson og Magnús Sigurbjörnsson. Staðurinn verður opinn frá kl. 11 á morgnanna og fram til kl. 01 virka daga og til kl. 03 um helgar. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 220 orð

Kvóti fyrirtækisins verður 11.500 tonn

GENGIÐ hefur verið frá samkomulagi um að fyrirtækin Þorbjörn hf. í Grindavík og Bakki hf. í Bolungarvík verði sameinuð í eitt fyrirtæki undir nafni Þorbjarnar hf. Það verður eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi en áætluð ársvelta þess er rúmir þrír milljarðar króna. Kvóti fyrirtækisins á næsta fiskveiðiári verður um 11. Meira
16. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 365 orð

Leggja til róttæka uppstokkun landbúnaðarstefnunnar

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins samþykkti í gær formlega að mæla með því að senn verði hafnar viðræður við sex ríki um aðild að sambandinu. Jafnframt leggur framkvæmdastjórnin til að haldin verði ný ríkjaráðstefna aðildarríkja ESB fljótlega upp úr aldamótum til að undirbúa stækkun sambandsins og að gerð verði róttæk uppstokkun á landbúnaðarstefnu sambandsins. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 23 orð

LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn RAN

LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn RANGLEGA var farið með föðurnafn Ásgeirs Pálssonar, framkvæmdastjóra flugumferðarþjónustu, í frétt í Morgunblaðinu í gær. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 576 orð

Listamenn taki verk Samúels í fóstur

FERÐAMÁLAHÓPUR atvinnumálanefndar Vesturbyggðar hefur beitt sér fyrir að ná saman hópi fólks sem er tilbúið að leggja á sig sjálfboðavinnu til að vernda og endurbyggja mannvirki og listaverk Samúels Jónssonar í Selárdal í Arnarfirði. Hann hefur stundum verið nefndur listamaðurinn með barnshjartað. Meira
16. júlí 1997 | Landsbyggðin | 82 orð

Ljósmyndir í gömlu húsi

MIKIL aðsókn hefur verið að sýningu á ljósmyndum fréttaritara Morgunblaðsins. Sýningin er nú í Rammagerð Ísafjarðar, Aðalstræti 16, og verður þar fram að helgi. Rammagerð Ísafjarðar er nýflutt í Aðalstræti 16, hús sem byggt var árið 1880 og er á húsfriðunarskrá. Unnið er að endurgerð hússins. Meira
16. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Lystigarðurinn í blóma

LYSTIGARÐURINN á Akureyri er nú í fullum blóma og þangað leggja fjölmargir leið sína, einkum á góðviðrisdögum. Börnin una við leiki sína daglangt í garðinum og sífellt ber eitthvað nýtt fyrir augu, Meira
16. júlí 1997 | Landsbyggðin | 78 orð

Milljónasta trjáplantan gróðursett

Í TILEFNI af því að búið er að gróðursetja milljónustu trjáplöntuna á Húsavík býður "grænadeildin" gestum og gangandi uppá kaffi, kleinur og húsvískt konfekt í gróðrarstöðinni Ásgarði fimmtudaginn 17. júlí. Árið 1991 tók Húsavíkurbær þátt í ræktunarverkefni á vegum Landgræðslunnar. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 809 orð

Mót kristni og heiðni könnuð

Minjasafn AusturlandsMót kristni og heiðni könnuð SSpurningunni um hvort síðasti víkingurinn á Íslandi væri fundinn var varpað fram á nýliðinni víkingahátíð í Hafnarfirði. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Níu buðu í Mývatnsveg

ÞINGVIRKI sf og Akverk ehf í Mývatnssveit buðu sameiginlega lægst í lagningu Mývatnsvegar á kafla milli Stekkjarness og Kísilvegar en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í fyrradag. Tilboð fyrirtækisins nam 40,2 m.kr. en kostnaðaráætlun verkkaupa 50,6 m.kr. Alls bárust 9 tilboð í verkið. Möl og sandur, Akureyri, bauð 41,3 m.kr., Jarðverk ehf á Dalvík bauð 41,8 m.kr. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 410 orð

Norðurá nær fyrst fjögurra stafa tölu

NORÐURÁ í Borgarfirði trónir hæst með mestu laxveiðina það sem af er sumri og veiðist vel þessa dagana. Hópur sem er í ánni nú var kominn með 70 laxa eftir fjóra daga og hefur veðurfar þó oft verið óhagstætt til veiða á tímabilinu. Að sögn Bergs Steingrímssonar, framkvæmdastjóra SVFR, var áin komin í 940 laxa á hádegi í gær og því ljóst að þúsundasta laxinum verður landað fljótlega. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 90 orð

Nýr bæjarstjóri

BÆJARSTJÓRN Siglufjarðar samþykkti á fundi sínum í gær að ráða Guðmund Guðlaugsson í stöðu bæjarstjóra frá og með 1. október nk. Guðmundur er 38 ára gamall og hefur starfað sem skrifstofustjóri bæjarins frá ársbyrjun. Áður var hann framkvæmdastjóri hjá Brúnási á Egilsstöðum í 8 ár. Hann er kvæntur Soffíu Björgu Sigurjónsdóttur og eiga þau þrjú börn. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð

Ráðinn aðstoðarmaður forsætisráðherra

ORRI Hauksson vélaverkfræðingur hefur verið ráðinn aðstoðarmaður forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, frá og með miðjum ágúst. Orri er 26 ára gamall og hefur starfað hjá Eimskip frá árinu 1995. Orri lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1991 og lauk námi í véla­ og iðnaðarverkfræði við HÍ árið 1995. Meira
16. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 135 orð

Reuter

ÁSTRALSKT íþróttafólk heldur sér dauðahaldi í grind brúar sem hrundi á ísraelskum íþróttaleikvangi á mánudagskvöld. Tveir biðu bana og að minnsta kosti 66 slösuðust. Atburðurinn varð skömmu áður en setningarhátíð Maccabiah-leikanna, sem eru alþjóðleg íþróttahátíð gyðinga, hófst, og voru Ástralirnir að ganga yfir brúna er hún hrundi. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 277 orð

Ruglaðar rottur ráfa um

ÍBÚAR í vestanverðu Holtahverfi í Reykjavík telja sig hafa orðið vara við óvenjumikinn rottugang undanfarnar vikur. Segjast sumir jafnvel hafa séð rotturnar spóka sig á götum hverfisins um hábjartan dag og sást til að mynda til tveggja rottna í gærdag. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 211 orð

Rykmýið getur náð sér á strik

ENN er ekki útséð um hvernig fer með ungadauða við Mývatn, að mati Kristjáns Þórhallssonar fréttaritara Morgunblaðsins í Björk í Mývatnssveit. Hann hefur verið bóndi þar í meira en hálfa öld. Kristján telur mögulegt að rykmýið, sem er aðal uppistaða í fæðu andarunga, nái sér á strik ef hlýnar í veðri. Það tekur ekki nema einn til tvo daga, segir Kristján. Meira
16. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 607 orð

Seinni konan mátti ekki ræða við hans heilagleika

KIRKJUNNAR menn í Portúgal eru furðu lostnir eftir að í ljós kom að forseta landsins var tjáð að hann gæti ekki gengið á fund Jóhannesar Páls II páfa ásamt seinni konu sinni vegna afstöðu Páfagarðs til hjónaskilnaða. Sumir þjónar kirkjunnar í Portúgal telja að ótilgreindur misskilningur sé á ferðinni en nokkrir stjórnmálamenn hafa lýst yfir því að þessi framkoma sé með öllu óþolandi. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Séra Björn á Akranesi að hætta

DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið hefur veitt séra Birni Jónssyni prófasti og sóknarpresti á Akranesi lausn frá störfum að eigin ósk fyrir aldurs sakir frá 7. október næstkomandi. Séra Björn Jónsson hefur um árabil verið sóknarprestur í Garðaprestakalli og prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi hin síðari ár. Hann var áður sóknarprestur í Keflavík. Meira
16. júlí 1997 | Miðopna | 2933 orð

Skilyrðum til endurupptöku ekki fullnægt Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að lagaskilyrðum til endurupptöku

ÚRLAUSN Hæstaréttar um beiðni Sævars Marinós Ciesielskis um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála var lögð fram í gær. Úrlausnin er 250 blaðsíður í tveimur heftum og í henni komast sjö dómarar að þeirri niðurstöðu að skilyrðum laga um meðferð opinberra mála um endurupptöku sé ekki fullnægt. Meira
16. júlí 1997 | Landsbyggðin | 198 orð

Sumarslátrun á Suðurlandi

Selfossi-Sumarslátrun er hafin hjá Höfn-Þríhyrningi hf. Fyrirtækið hefur gert þríhliða samning við Hagkaup og sunnlenska bændur um sumarslátrunina. Samningurinn tryggir bændum hærra verð fyrir afurðirnar og neytendur fá ferskt kjöt inn á markaðinn. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Tilgangslaus yfirlýsing

"ÉG SÉ engan tilgang með yfirlýsingunni," segir Júlíus Jónsson, stjórnarformaður Íslenska magnesíum-félagsins um yfirlýsingu Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra í Morgunblaðinu sl. sunnudag, þess efnis að ekki verði samið um stóriðju hérlendis þar til umhverfisráðstefna í Kyoto í Japan verði afstaðin. "Hann segist ekki ætla að veita nein leyfi fyrir desember. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Tónleikar í Víðistaðakirkju

Í TILEFNI af tvö hundruð ára afmæli tónskáldsins Gaetano Donizetti (1797­1848) halda sendiráð Ítalíu á Íslandi og Menningarstofnun Ítalíu í Ósló tónleika í Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, í kvöld, miðvikudag, kl. 21. Á tónleikunum koma fram Alda Ingibergsdóttir sópran ásamt Ólafi Vigni Albertssyni píanóleikara og Ágúst Ólafsson baríton ásamt Sigurði Marteinssyni píanóleikara. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Tríóið ÓHM í Sölvasal

TRÍÓIÐ ÓHM leikur í Sölvasal Sólons Íslandus í kvöld, miðvikudag. Meðlimir tríósins eru Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Hilmar Jensson gítarleikari og Matthías M.D. Hemstock trommuleikari. Sérstakur gestur kvöldsins verður Kjartan Valdimarsson píanóleikari. Er þetta lokaþemakvöld tríósins á Sólon í sumar. Meira
16. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 264 orð

Umræða um samkynhneigð veldur deilum

FLEIRI en 300 prestar yfirgáfu í fússi kirkjuþing ensku biskupakirkjunnar á mánudag þegar til stóð að taka umræðu um samkynhneigð innan kirkjunnar á dagskrá. Fyrir utan þingstaðinn í Jórvík hafði safnazt saman hópur samkynhneigðra leikmanna sem söng sálma og hélt uppi borða sem á stóð: "Við biðjum fyrir umburðarlyndri kirkju. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Vargur í véum

VIÐ Tjörnina má stundum sjá menn við vargfuglaveiðar. "Við reynum að vera að störfum þegar fáir eru á ferli við Tjörnina svo fólk verði ekki fyrir ónæði", sagði Guðmundur Björnsson, verkstjóri meindýravarna Reykjavíkurborgar. Á vegum Reykjavíkurborgar starfa um fimm manns við vargfulgaeyðingu á höfuðborgarsvæðinu þegar mest er yfir sumartímann. Meira
16. júlí 1997 | Miðopna | 363 orð

Varnarskrif fyrir dómara og embættismenn

RAGNAR Aðalsteinsson, skipaður talsmaður Sævars M. Ciesielskis, fer hörðum orðum um úrlausn Hæstaréttar, sem hann segir varnarskrif fyrir aðgerðir embættismanna og dómara fyrr í málinu. "Þar af leiðandi skortir úrlausnina þá hlutlægni sem gera verður kröfu um í svona máli." Ragnar segir úrlausnina bera með sér að dómararnir trúi goðsögninni um hið óskeikula dómsvald. Meira
16. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 188 orð

Vilja banna farþegaskip við Svalbarða

TILRAUNIR til að losa skemmtiferðaskipið Hanseatic, sem strandaði í Hinlopen-firði við Svalbarða á sunnudag, hafa enn ekki borið árangur vegna mikils rekíss. Kemst skipið, sem var á leið til Íslands hvergi en um borð eru 145 farþegar og 115 manna áhöfn. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 439 orð

Vilja láta opna raufina

GÍSLI Einarsson, oddviti Biskupstungnahrepps, hefur fyrir hönd hreppsnefndarinnar óskað eftir því við Náttúruvernd ríkisins, að poki sem settur var í manngerða frárennslisrauf frá Geysi í Haukadal árið 1982 verði fjarlægður til þess að hverinn fái sjálfur að endurnýja skál sína. Hrúðrið í hveraskálinni er mjög farið að molna. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Viljum endurheimta fjarskiptabúnað

AÐFARANÓTT 26. júní sl. var brotist inn í björgunarstöð björgunarsveitarinnar Alberts á Seltjarnarnesi og þaðan stolið fjarskiptabúnaði, fjallabúnaði, prentara o.fl. Fjarskiptabúnaðurinn er nýr, af gerðinni TAIT 3020, handstöðvar. Í fréttatilkynningu segir: "Fjarskiptabúnaður þessi er sveitinni sérstaklega mikilvægur og er hún óstarfhæf af þessum sökum. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Vinningar afhentir víðar

SKV. óskum fjölmargra vinningshafa í sumarleik Vífilfells ehf. hefur verið ákveðið að afhenda 2 lítra Coca Cola og Diet Coke vinninga á Essó-stöðvum um land allt og í öllum Bónusmyndbandasöluturnum. Eftir sem áður er hægt að nálgast vinningana hjá Vífilfelli ehf. á Stuðlahálsi 1 og hjá umboðsmönnum Vífilfells ehf. úti á landi. Stærri vinningarnir þ.ám. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð

Vistaskáli í Vatnaskógi

Í SUMARBÚÐUNUM í Vatnaskógi í Svínadal er verið að reisa nýjan skála, sem er með svefnaðstöðu fyrir 30 manns í sitt hvorri álmunni, alls 60 pláss. Er þessi nýi skáli vist fyrir drengi og starfsfólk að hluta til. Leysir skálinn Laufskálann af sem eru gamlir vinnuskúrar frá byggingarárum Búrfellsvirkjunar og því komnir til ára sinna. Meira
16. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 932 orð

Þáði greiðslur frá þekktum viðskiptajöfri

CHARLES Haughey, fyrrum forsætisráðherra Írlands, baðst í gær afsökunar á að hafa tekið við greiðslum upp að 1,3 milljónum írskra punda (rúmlega 130 milljónir íslenskra króna) frá Ben Dunne, vel þekktum viðskiptajöfri. Haughey játaði í síðustu viku að hafa tekið fé á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Þjófarnir ófundnir

BROTIST var inn í fimmtán bifreiðar á Þórsmerkurleið um helgina og tekið úr þeim ýmisleg verðmæti. Málið er í rannsókn, en þjófarnir hafa ekki fundist. Algengt er að farið sé á fólksbifreiðum áleiðis í Þórsmörk en þær síðan skildar eftir við hlið vegar frá Stóru-Mörk og að Steinholtsá og ökumenn þeirra og farþegar taki sér far með jeppabifreiðum eða rútum yfir Krossá. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

Þorbjörn Hlynur í stjórn

ÞORBJÖRN Hlynur Árnason var í gær kjörinn í stjórn Lútherska heimssambandsins á þingi þess í Hong Kong. 48 manns sitja í stjórninni, 26 karlar og 22 konur, en hún var kjörin til næstu sjö ára. Þinginu lýkur í dag. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 235 orð

Þriðju mestu afföll á 23 árum

VIÐ TALNINGU á rauðhöfðaandarungum við Mývatn kom í ljós að 0,8 ungar eru á hverja kollu. Tvisvar sinnum hafa afföllin verið meiri í 23 ára sögu rannsókna við Mývatn. Í meðal ári komast 2­3 ungar upp á hverja kollu. Að sögn Árna Einarssonar forstöðumanns Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, má rekja hrun hjá stofninum til skorts á rykmýi við vatnið. Meira
16. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 319 orð

Þýskur biskup kjörinn forseti

ÞING Lútherska heimssambandsins hefur verið haldið í Hong Kong undanfarna viku og lýkur því í kvöld. Á sunnudag var haldin mikil hátíð til að fagna 50 ára afmæli heimssambandsins. Hátíðarmessa var sungin síðdegis á sunnudag og sóttu hana um fimm þúsund manns, þar af um fjögur þúsund heimamenn í Hong Kong. Meira
16. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Arnaldur SKEMMTIFERÐASKIPIÐVistamar lá í Reykjavíkurhöfn á mánudag. Skipverjarnotuðu tækifærið í veðurblíðunni til að mála reykháf skipsins áður en haldið var tilnæsta áfangastaðar. Meira

Ritstjórnargreinar

16. júlí 1997 | Staksteinar | 319 orð

»Óttinn við frelsi EIN leið út úr ógöngunum í rekstri sjúkrahúsanna er aðfer

EIN leið út úr ógöngunum í rekstri sjúkrahúsanna er aðferðir hins frjálsa markaðar, sem myndu gefast vel bæði fyrir ríkið og sjúklingana. Þetta segir í Vísbendingu. Bannorð "AÐRIR sálmar" Vísbendingar bera fyrirsögnina "Sjúkrahús og sósíalismi" og fjalla þeir m.a. um vanda sjúkrahúsanna. Meira
16. júlí 1997 | Leiðarar | 602 orð

ÞÖRF Á STRÖNGU EFTIRLITI

leiðari ÞÖRF Á STRÖNGU EFTIRLITI AMSKIPTI Íslendinga við umheiminn verða sífellt víðtækari og enginn vafi er á því, að þátttaka í alþjóðlegu samstarfi og ferðalög landsmanna erlendis hafa haft jákvæð áhrif á þróun íslenzks samfélags. Meira

Menning

16. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 53 orð

Björk á fulla ferð á ný

BJÖRK Guðmundsdóttir sendir senn frá sér plötuna "Homogenic" og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu víða um heim. Blaðamenn og fólk úr tónlistarbransanum tóku út forskot á sæluna og fengu forsmekkinn af tónlist skífunnar á tónleikum í London á mánudag og þar var þessi mynd tekin. Meira
16. júlí 1997 | Kvikmyndir | 203 orð

Eilífur aukaleikari

ÚTNEFNINGIN til Óskarsverðlauna fyrir "Fargo" hefur gert William H. Macy kleift að fá hlutverk í sumarsmellum Hollywood. Hann er samt ekki kominn með aðalhlutverkið í hasarmynd heldur fer hann með aukahlutverk sem hernaðarráðgjafi Bandaríkjaforseta, sem er leikinn af Harrison Ford, í "Air Force One". Macy segir það hafa verið nýja lífsreynslu fyrir sig að leika í sumarhasarmynd. Meira
16. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 118 orð

Ekki fleiri börn hjá Whitney Houston?

SÖNGKONAN heimsfræga Whitney Houston hefur fengið aðvörun frá læknum um að reyna ekki að eignast annað barn. Whitney og eiginmaður hennar, söngvarinn Bobby Brown, eiga saman fjögurra ára gamla dóttur, Bobbi, en söngkonan hefur þrisvar sinnum misst fóstur á síðustu fjórum árum. Meira
16. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 167 orð

Ekki líkur Johnny Depp

SKEET Ulrich er nýjasta stjarnan í Hollywood og hefur gjarnan verið sagður tvífari Johnnys Depps í útliti. Sjálfur vill hann ekki kannast við slíkar fullyrðingar. Hann hefur leikið í nokkrum kvikmyndum og lék meðal annars yngri bróður Sharon Stone í fangamyndinni "Last Dance". Meira
16. júlí 1997 | Kvikmyndir | 265 orð

Format fyrir Ég mæli með, 17,7

Format fyrir Ég mæli með, 17,7 Meira
16. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 307 orð

Formúlan heldur velli

Leikstjóri: Ernest A. Dickerson. Handrit: Louis Collick og Joe Gaton. Aðalhlutverk: Damon Wayans, Adam Sandler, James Caan. Paramount. 1996. FORMÚLAN er einhvern veginn svona: Tveir gerólíkir einstaklingar leiða saman hesta sína, eiga við ofurefli að etja en koma upp um spillingu og glæpi og bindast ævarandi vináttuböndum. Meira
16. júlí 1997 | Bókmenntir | 561 orð

Frá árdögum útvarps

Saga Ríkisútvarpsins 1930­1960 eftir Gunnar Stefánsson. 430 bls. Útg. Sögufélag. Prentun: Oddi hf. 1997. ÞETTA er stjórnunarsaga fyrst og fremst þó vitaskuld sé drepið á aðra þætti í starfsemi ríkisútvarpsins. Meira
16. júlí 1997 | Kvikmyndir | 313 orð

Fyndin og skemmtileg Sonur forsetans (First Kid)

Framleiðandi: Walt Disney. Leikstjóri: David Mickey Evans. Handritshöfundur: Tim Kelleher. Kvikmyndataka: Anthony B. Richmond. Tónlist: Richard Gibbs. Aðalhlutverk: Sinbad 95 mín. Bandaríkin. New Line Home Video/Myndfo 1997. Myndin er öllum leyfð. Meira
16. júlí 1997 | Myndlist | 507 orð

LÍNA FORM HLUTUR

Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 21. júlí. Aðgangur 200 krónur. Sýningarskrá 400 krónur. ÞAÐ er rétt sem fram kemur í formála sýningar Wulf Kirschners, að óendanleikinn sé bragfræði málmskáldsins. Meira
16. júlí 1997 | Menningarlíf | 154 orð

Ljóðaleikhús í Norræna húsinu

Í OPNU húsi í Norræna húsinu fimmtudaginn 17. júlí kl. 20 verður fluttur leikþáttur sem nefnist Hótel Hekla. Það er leikhópurinn Fljúgandi fiskar sem sér um þessa dagskrá sem verður flutt á sænsku. Þrjár sýningar verða á Hótel Heklu og er sýningin á fimmtudag í formi leiklesturs, en hinar tvær sýningarnar verða fimmtudaginn 31. júlí og 7. ágúst. Meira
16. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 187 orð

Lögbann á nektarmyndir af Brad Pitt?

BRAD Pitt hefur höfðað mál á hendur bandaríska tímaritinu Playgirl sem hyggst birta myndir af leikararnum og fyrrum unnustu hans, Gwyneth Paltrow. Myndirnar sýna fyrrum parið nakið og voru teknar þegar þau voru í fríi í Evrópu fyrir tveimur árum. Meira
16. júlí 1997 | Myndlist | 698 orð

Norskir gestir

Nanna Paalgard Pape. Magne Jensen Svein Thingnes. Opið alla daga frá 14­18. Lokað þriðjudaga. Til 21. júlí. SÝNING þriggja listhönnuða í Sverrissal Hafnarborgar er mikilsverð sending frá frændum vorum Norðmönnum. Brúnin lyftist á rýninum er hann leit inn í salinn á dögunum, því það var líkast sem hér væri á ferðinni sýning á trommum indíána vegna hinna heitu jarðlita. Meira
16. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 298 orð

Ný hlið á norskum landsliðskonum

NORSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu sýndi á sér nýjar hliðar í norsku tímariti á dögunum. Það var ljósmyndarinn Anette Stai sem tók sig til og gerði landsliðskonurnar að fyrirsætum á einum degi. Allar eru íþróttahetjurnar glæsilegar konur og talsvert breyttar þegar íþróttagallinn hefur verið lagður til hliðar og sparigallinn tekinn fram. Meira
16. júlí 1997 | Menningarlíf | 157 orð

Nýjar bækur ÚT eru komnar bæk

ÚT eru komnar bækurnar Sjúkraliðar á Íslandi 1966­1996og Niðjatal Margrétar Eyjólfsdóttur og Þorleifs Jónssonar í Vatnsholti í Flóa. Í Sjúkraliðum á Íslandi 1966­ 1996 eru æviskrár um 2.900 sjúkraliða sem fengið hafa réttindi frá því nám fyrir sjúkraliða hófst árið 1966 og til ársloka 1996, uak mikilf fjölda ljósmynda. Kristín Á. Meira
16. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 89 orð

Oasis hitar upp fyrir U2

HLJÓMSVEITIN Oasis gaf sér tíma til að slaka á í steikjandi hita og sól í Kaliforníu á dögunum. Hljómsveitin er að hita upp fyrir U2 sem er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Noel Gallagher var ekki með í för þegar Oasis-félagarnir fengu sér drykki í veðurblíðunni en Liam bróðir hans virtist skemmta sér fyrir þá báða. Meira
16. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 87 orð

Pabbadagur hjá Kevin Bacon

KEVIN Bacon, leikarinn góðkunni, lék illmennið í bátamyndinni "River Wild" og kann því réttu handtökin þegar í vatn er komið. Hér sést hann á ferð með börnum sínum, Travis átta ára og Sosie fimm ára, á Central Park vatninu í New York. Meira
16. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 464 orð

Samsæri á efstu stöðum

Leikstjóri: Dwight H. Little. Handritshöfundar: Wayne Beach og David Hodgin. Kvikmyndatökustjóri: Steven Bernstein. Tónlist: Christopher Young. Aðalleikendur: Wesley Snipes, Diane Lane, Daniel Benzali, Dennis Miller, Alan Alda, Ronny Cox, Diane Baker. 107 mín. Bandarísk. Warner Bros/Regency 1997. FASTEIGNIN nr. 1600 við Pennsylvania Avenue í Washington D.C. Meira
16. júlí 1997 | Menningarlíf | 664 orð

Sem englaraddir í himnahöll

HEILBRIGÐI og glæsileiki íslenskrar æsku er mér ofarlega í huga eftir stórglæsilega söngferð Kammerkórs Grensáskirkju til Ítalíu dagana 2.-12. júní síðastliðinn. Kórinn skipa 42 börn á aldrinum 14-17 ára og hafa mörg þeirra sungið með kórnum í 7 ár. Kórstjóri er Margrét J. Pálmadóttir og undirleikari er Helga Laufey Finnbogadóttir. Meira
16. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 102 orð

Sjaldan fellur eplið...

SOPHIA Stallone er sannarlega lík föður sínum Sylvester Stallone í útliti og háttum. Hún er ekki nema tíu mánaða gömul en er nú þegar farin að setja upp töffara-fýlusvip föður síns. Litla hörkutólið hefur braggast vel eftir hjartaaðgerð sem hún þurfti að gangast undir skömmu eftir fæðingu þar sem lokað var fyrir gat á hjarta hennar. Meira
16. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 97 orð

Sjónvarpsvinskapur

LEIKARARNIR í þáttaröðinni Doktor Quinn eru ekki jafnmiklir vinir í einkalífinu og þeir eru í þáttunum. Joe Lando sem leikur Sully í þáttunum gifti sig nú á dögunum og vakti það athygli manna að Jane Seymour, sem leikur Quinn lækni, var hvergi að sjá í brúðkaupinu. Meira
16. júlí 1997 | Tónlist | 874 orð

Spánskt- mexíkanskt sumarkvöld

Gustavo Delgato Parra og Ofelia G. Castellanos organistar frá Mexíkó fluttu verk eftir Buxtehude, J.S. Bach, Hernando Franco, Mauel de Zumaya, Joseph de Torres, Lopez Capillas, Nicholas Carleton og eigin tónsmíðar. Sunnudagurinn 13. júlí, 1997. Meira
16. júlí 1997 | Kvikmyndir | 278 orð

Spennandi hátíð í Toronto

TORONTO kvikmyndahátíðin, sem verður haldin í tuttugasta og annað sinn í byrjun september, býður að venju upp á fjölbreytt úrval kvikmynda. Mynd kanadíska kvikmyndaleikstjórans Atom Egoyans, "The Sweet Hereafter", verður opnunarmynd hátíðarinnar, en hún hlaut mikið lof á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og fékk Grand Prix du Jury. Meira
16. júlí 1997 | Menningarlíf | 512 orð

Verður frumsýnt á Edinborgarhátíðinni

LEIKKONURNAR Ágústa Skúladóttir og Vala Þórsdóttir æfa nú af kappi leikritið Lemon Sisters í samvinnu við breska leikstjórann John Wright en það verður frumsýnt á Edinborgar hátíðinni 18. ágúst næstkomandi undir merkjum The Icelandic Take Away Theatre (ITAT). Verkið verður síðan tekið til sýninga í Lundúnum í haust. Meira
16. júlí 1997 | Myndlist | 337 orð

"Ævintýr"

Magnús Pálsson. Opið þriðjudaga­sunnudaga kl. 14­18 til 20. júlí, aðgangur ókeypis. Í GRYFJU Nýlistasafnsins hefur Magnús Pálsson klætt veggi, loft og gólf með silfurdúk og skreytt með litskrúðugum borðum. Innsetningin er vettvangur raddskúlptúrs sem byggist á fornu ítölsku ævintýri. Sagan segir frá jarðyrkjumanninum Jósep, sem dag einn gengur fram á lík á akrinum og býr um það. Meira

Umræðan

16. júlí 1997 | Aðsent efni | 780 orð

Eldri borgarar eru hýrudregnir

Í MAÍ sl. var gerð athugun á hækkun átta kauptaxta, við byggingavinnu, fiskvinnu, iðnað, rafiðnað, skrifstofuvinnu, trésmíði, hjá tækjamönnum og Samiðn. Í ljós komu ótrúlega miklar hækkanir miðað við þá taxta sem áður giltu eða allt að 32,6% hækkun hjá verslunarfólki. Meira
16. júlí 1997 | Aðsent efni | 812 orð

Gott er að hafa gler í skó þá gengið er í kletta... Fulltrúar Lífsvogar áttu fund með forstjóra Tryggingastofnunar í apríl,

SAMTÖKIN Lífsvog hafa nú hátt á þriðja ár tekið á móti kvörtunum fólks er telur sig hafa orðið fyrir mistökum eða slæmri meðferð í heilbrigðisþjónustu. Á þessum tíma hafa kvartanir í garð þjónustu Tryggingastofnunar ríkisins, undantekningalítið fylgt með í hverju máli. Meira
16. júlí 1997 | Aðsent efni | 541 orð

Góðar fréttir og slæmar

UNDANFARNA daga hafa birst ýmsar góðar fréttir. Efnahagslífið er í blóma og hagvöxtur sjaldan meiri. Ríkisstjórnin er vinsæl og fylgi Sjálfstæðisflokksins gott. Eigi ríkisstjórnin hins vegar að uppfylla þær væntingar sem ungt sjálfstæðisfólk hefur haft verður hún að standa sig enn betur. Meira
16. júlí 1997 | Aðsent efni | 905 orð

Kvótinn og útúrsnúningur tvíburanna á Leiti

ÞAÐ ER mikill kostur við skrif Jóns Sigurðssonar, að þau kalla á áframhaldandi umræðu, en reyndar er hún af hálfu verjenda kvótans ótrúlega lágkúruleg. Einn aðalverjandi kvótans heitir Birgir Þór Runólfsson, dósent við Háskóla Íslands. Skrif hans eru ekki aðeins honum sjálfum til hneisu, heldur leiðir í ljós hve Háskóli Íslands hefur lélegum vinnukrafti á að skipa. Meira
16. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 390 orð

Um fóstra Jóns ritstjóra

ÉG FÆRI öllum þeim kærar þakkir, sem sent hafa mér línu, hringt eða haft samband við mig með öðrum hætti, til þess að lýsa yfir ánægju sinni með greinaflokk minn í Lesbók Morgunblaðsins fyrir skömmu um Jón Guðmundsson og Krabbefjölskylduna. Það gladdi mig mjög, að svo margir skyldu hafa gaman af þessum skrifum, og ber vott um að slíkur sögulegur fróðleikur sé vel þeginn. Í Mbl. sl. Meira
16. júlí 1997 | Aðsent efni | 787 orð

Þankar um ríkisútgjöld og ellilífeyrisþega

ÞAÐ LÆTUR að líkum, að fjárlög eru einn helsti vegvísir sitjandi ríkisstjórnar til þeirrar áttar, sem hún telur best henta í rekstri þjóðfélagsins. Ekki verður dregið í efa að fjárlög eru unnin "af þeim einlæga ásetningi, að setja þjóðarhagsmuni öðrum kröfum ofar," eins og Davíð, forsætisráðherra, komst einhverju sinni að orði í stefnuræðu sinni. Meira
16. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 559 orð

Þungstígur tívolístjóri á hafnarbakkanum

JÖRUNDUR Guðmundsson, hárskeri og tívolístjóri stendur í þeirri trú að þegar hann tifi á hafnarbakkanum, verði allt vitlaust. Að minnsta kosti gangi óskilgreint 1% borgarbúa af göflunum, og klagi hinn þungstíga gleðigjafa fyrir hávaða. Líka um verslunarmannahelgina, þegar enginn er á hafnarbakkanum, nema kannski fáeinir ferðamenn. Hér gætir örlítils misskilnings. Meira

Minningargreinar

16. júlí 1997 | Minningargreinar | 1004 orð

Dagmar Sveinsdóttir

Elsku amma. Með þessum orðum langar okkur að minnast þín og þeirra yndislegu stunda sem við áttum saman. Það sem einkenndi þig umfram allt annað var hversu blíð og góð þú varst við alla. Ein af þeim setningum sem lýsa þessu best og þú notaðir af mikilli einlægni við fjölskylduna þína var "allt sem prýða má einn mann". Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 325 orð

Dagmar Sveinsdóttir

Elsku amma er dáin. Ég sakna hennar mikið því að hún var alveg einstök kona. Þegar ég hugsa um hana færist yfir mig innri ró, mér leið alltaf svo vel í návist hennar. Hún laðaði fólk að sér með sinni léttu lund og hlýja hjarta. Ég minnist heimsókna minna til hennar með þakklæti og eftirsjá. Ávallt tók hún á móti mér með þéttu faðmlagi, mörgum kossum og fallegum orðum. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 247 orð

Elínborg Margrét Einarsdóttir

Er sárast sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Hún amma mín Elínborg Einarsdóttir er dáin. Það var vitað að svo myndi fara innan tíðar, en engu síður var það sárt, þegar það gerðist. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 31 orð

ELÍNBORG MARGRÉT EINARSDÓTTIR

ELÍNBORG MARGRÉT EINARSDÓTTIR Elínborg Margrét Einarsdóttir fæddist í Gerðum í Garði 17. ágúst 1909. Hún lést á St. Jósefsspítala 4. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 15. júlí. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 107 orð

Elínborg Margrét Einarsdóttir Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur

Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 358 orð

Ernst Josef Ossian Westlund Guðlaug Guðjónsdóttir Westlund

Nú þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu Ossian Westlund langar okkur afkomendur hans að minnast hans og konu hans með fáeinum orðum. Árið 1920 kom "Westlund" (eins og hann var jafnan kallaður) til Íslands. Hann var ráðinn sem yfirprentari og verkstjóri í Prentsmiðju Ísafoldar í Reykjavík. Þar kynntist hann Guðlaugu Guðjónsdóttur (Westlund) og gengu þau í hjónaband tveimur árum síðar. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 58 orð

ERNST JOSEF OSSIAN WESTLUND GUÐLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR WESTLUND

ERNST JOSEF OSSIAN WESTLUND GUÐLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR WESTLUND Ernst J. Ossian Westlund, fæddist í Limhamn í Svíþjóð 16. júlí 1897. Foreldrar hans voru hjónin E.A. Westlund timbursali og Anna Maria (Lundberg) Westlund. Guðlaug Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 11. september 1900. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 868 orð

Guðrún Sigurbjörg Jónasdóttir

Guðrún Jónasdóttir er látin eftir nokkra vanheilsu. Þegar svo nákominn granni fellur frá er ekki laust við að bernskuminningar þyrpist að, en í skjóli vináttu og umhyggju Guðrúnar ólumst við systkinin upp. Guðrún giftist Eðvarð Árnasyni verkfræðingi árið 1957 og fluttist í Snekkjuvog 5. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 1013 orð

Guðrún Sigurbjörg Jónasdóttir

Á fögrum septemberdegi árið 1971 kom ég á heimili Guðrúnar Jónasdóttur frænku minnar í Snekkjuvogi 5 í Reykjavík. Mér hafði verið komið fyrir þar í viku eða svo við upphaf menntaskólanáms, meðan íbúð sem við bræður áttum að fá leigða væri að losna. Eitthvað dróst að íbúðin losnaði og einnig teygðist á vikunni því það var ekki fyrr en í október 1987 að ég flutti frá fóstru minni. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 308 orð

GUÐRÚN SIGURBJÖRG JÓNASDÓTTIR

GUÐRÚN SIGURBJÖRG JÓNASDÓTTIR Guðrún Sigurbjörg Jónasdóttir, vefnaðarkennari, fæddist á Stuðlum í Reyðarfirði 28. desember 1916. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 7. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Valgerður Bjarnadóttir, f. 14. október 1885, d. 21. september 1974, og Jónas Pétur Bóasson, f. 18. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 55 orð

Í formála minningargreina um Þorkel Jón Gíslason á blaðsíðu 32 í Morgunblaðinu í gær, þriðjudag, féll niður í upptalningu nafn

Í formála minningargreina um Þorkel Jón Gíslason á blaðsíðu 32 í Morgunblaðinu í gær, þriðjudag, féll niður í upptalningu nafn eins af systkinum hans. Þau eru: Sigurður Svavar, f. 1920, d. 1988, Tryggvi, f. 1922, Guðríður Sigrún, f. 1924, Guðrún Ester, f. 1926, Gísli Þorkell, f. 1928, d. 1943, og Garðar, f. 1938, d. 1941. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 204 orð

Jóakim Hjartarsondl

Fyrir rúmum 30 árum kynnist ég fyrst Jóa Hjartar. Okkur varð fljótt vel til vina og þegar ég hóf störf sem stýrimaður og síðar skipstjóri á skipum Hnífsdælinga fóru kynni okkar og samstarf vaxandi. Fyrir mig þá ungan skipstjóra, lærðist meðal annars af hæglátri og jákvæðri framkomu hans að oft má leysa mál með hófsemi og rólyndi á betri veg en með ákefð og yfirgangi. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 26 orð

JÓAKIM HJARTARSON Jóakim Hjartarson fæddist í Hnífsdal 10. nóvember 1919. Hann lést í Reykjavík 5. júlí síðastliðinn og fór

JÓAKIM HJARTARSON Jóakim Hjartarson fæddist í Hnífsdal 10. nóvember 1919. Hann lést í Reykjavík 5. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 14. júlí. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 40 orð

Leiðrétting Í formála minningargreina um Elínborgu Margréti Einarsdóttur á blaðsíðu 37 í Morgunblaðinu í gær, þriðjudag, féll

Í formála minningargreina um Elínborgu Margréti Einarsdóttur á blaðsíðu 37 í Morgunblaðinu í gær, þriðjudag, féll nafn eins af fimm systkinum hennar niður í upptalningu. Systkinin, sem öll eru látin, voru: Sumarrós, Kristín, Sæmundur, Kristinn Einar, Guðmundur og Tryggvi Kristján. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 420 orð

Ulla Harðardóttir

Ég man fyrst eftir Úllu frænku minni, þegar hún vann hjá pabba og mömmu, elstu systur sinni, austur í Þrastalundi við Sog, en ég var í fóstri hjá afa og ömmu á Fjölnisvegi. Þegar hún kom heim eftir langar vaktir í veitingastofunni tóku við önnur skyldustörf, þau að passa litlu frænku sína, og ekki minnist ég þess að hún léti mig nokkurn tíma finna að henni væri það á móti skapi, Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 708 orð

Úlla Harðardóttir

Góði Guð, hvert er réttlætið í þessum heimi þínum? Af hverju var Úlla tekin frá öllum, sem þekktu hana og dáðu, elskuðu og virtu? Ung kona í blóma lífs síns sem örugglega kunni að gefa meira en að þiggja. Eiginkonu burt frá manninum, sem átt hefur hug hennar allan og móður tveggja ungra dætra, sem hún stolt sagði hnyttnar sögur af. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 255 orð

Úlla Harðardóttir

Þriðjudaginn 8. júlí barst mér sú harmafregn að hún Úlla, konan hans Jóa mágs míns, væri dáin. Mig setti hljóðan og ég trúði vart mínum eigin skilningarvitum. Þessi síunga og hressa, bráðfallega og greinda kona sem allt vildi fyrir alla gera; að hún væri dáin. Það var ekki laust við að ég efaðist um þennan gerning alvaldsins, ég efast reyndar enn og mun eflaust gera lengi. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 470 orð

Úlla Harðardóttir

Hálft í gamni töluðum við með kvíða um að gamlast. Hún bað mann sinn Jóa um að hnippa í sig, þegar þar að kæmi að henni færi að förlast fyrir aldurs sakir. Börnin léku sér á stofugólfinu heima hjá þeim í Löngumýri, synir okkar Ragnheiðar og dætur þeirra, það var komið langt fram yfir háttatíma en það var laugardagskvöld og allt lífið framundan. ­ Á mánudeginum var Úlla öll. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 452 orð

Úlla Harðardóttir

Í dag kveð ég elskulega mágkonu mína og traustan vin, sem skyndilega hefur verið tekin frá okkur, frá tveimur dætrum sínum og elskulegum eiginmanni 7. júlí sl. Þegar mér barst fréttin varð ég máttvana og trúði því ekki að dauðinn hrifsaði aftur úr barnahópi tengdaforeldra minna. Úlla hét í höfuðið á móður sinni og var því í daglegu tali kölluð Úlla "systir" til aðgreiningar. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 169 orð

Úlla Harðardóttir

Dáin, horfin, harmafregn. Slökkt hefur verið á sólargeisla sem kom inn í líf okkar á Saloon Ritz 1983, þegar Úllar kom sem nemi í hárgreiðsluiðn. Þegar hún kom í viðtal til mín áttaði ég mig fljótt á því að ekki kæmi til greina að segja nei við hana, því hún var staðráðin í því að læra á Saloon Ritz og þar við sat. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 722 orð

Úlla Harðardóttir

Mágkona mín Úlla Harðardóttir er dáin, langt um aldur fram. Þegar ég fékk þær fréttir að Úlla hefði verið flutt á sjúkrahús um miðjan dag á mánudegi, trúði ég því að um einhver minniháttar veikindi væri að ræða, því að ég hafði jú hitt hana fyrir stuttu og var búinn að frétta af henni heima hjá mér og Guðríði með Jóa bróður og stelpunum, bara tveimur dögum áður og þá var allt í lagi. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 385 orð

Úlla Harðardóttir

Madame de Stael mælti: "Þá fyrst skiljum vér dauðann er hann leggur hönd sína á einhvern sem vér unnum." Að hún Úlla skyldi hrifin á brott er okkur sem eftir sitjum gjörsamlega óskiljanlegt. Þegar mamma hringdi í mig að kveldi mánudagsins 7. júlí sl. og sagði mér að Úlla hefði verið flutt í skyndi á sjúkrahús var mér að sjálfsögðu brugðið en hugsunin náði ekki lengra. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 239 orð

ÚLLA HARÐARDÓTTIR

ÚLLA HARÐARDÓTTIR Úlla Harðardóttir, hárgreiðslumeistari, fæddist í Reykjavík 15. desember árið 1961. Hún lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 7. júlí síðastliðinn eftir heilablóðfall sama dag á heimili sínu í Garðabæ. Foreldrar hennar eru hjónin Úlla Sigurðardóttir, húsmóðir, f. 29. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 102 orð

Úlla Harðardóttir Ég átti þig. Nú á ég minnisljóð sem andblæ hausts og mánans rökkurglóð. Á hvítum vængjum svifin ertu sjálf með

Elsku litla systir. Dáin; sorglegra orð er ekki til. Það er svo sárt að segja það. Þú átt svo yndislegar litlar dætur, sem eru nú skyndilega án mömmu sinnar. Og elsku Jói, án eiginkonu sinnar og besta vinar. Mamma og pabbi hafa misst litlu dóttur sína og helstu stoð þeirra á efri árum. Við munum sakna þín sárlega, en þú munt lifa í dætrum þínum og hjörtum okkar allra. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 110 orð

Úlla Harðardóttir Þau orð eru ekki til sem megnuðu að lýsa sorg minni yfir ótímabæru fráfalli Úllu, æskuvinkonu minnar. Ung

Þau orð eru ekki til sem megnuðu að lýsa sorg minni yfir ótímabæru fráfalli Úllu, æskuvinkonu minnar. Ung kona sem hrifin er frá tveim barnungum dætrum sínum, Brynju og Birtu, og fjölskyldu. Hver er tilgangurinn? Úlla var óskaplega skemmtileg og glöð sem barn, ósérhlífin og góð í sér, vinátta okkar var sterk enda vorum við alltaf saman. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 366 orð

Þorkell Jón Gíslason

Þegar ég minnist frænda míns Þorkels Gíslasonar koma einmitt þessar ljóðlínur upp í hugann, því ekki man ég hvað ég var ungur þegar hann byrjaði að syngja þetta í öllum fjölskylduboðum er færi gafst og alltaf söng móðir mín undir glöð í bragði. Þá sá maður á þeim stundum hve nátengd þau voru systkinin sem ólust upp í litla húsinu á Urðarstígnum sem þau áttu svo góðar minningar frá. Meira
16. júlí 1997 | Minningargreinar | 31 orð

ÞORKELL JÓN GÍSLASON Þorkell Jón Gíslason fæddist í Reykjavík 9. janúar 1934. Hann lést á heimili sínu á Seltjarnarnesi 9. júlí

ÞORKELL JÓN GÍSLASON Þorkell Jón Gíslason fæddist í Reykjavík 9. janúar 1934. Hann lést á heimili sínu á Seltjarnarnesi 9. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 15. júlí. Meira

Viðskipti

16. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 164 orð

Ármannsfell átti lægsta tilboðið

ÁRMANNSFELL hf. átti lægsta tilboð í byggingu 3 þúsund fermetra húss Náttúrufræðastofnunar í Vatnsmýrinni, en tilboð í verkið voru opnuð í síðustu viku. Kostnaðaráætlun vegna nýbyggingarinnar hljóðaði upp á 530 milljónir króna. Tilboð Ármannsfells nam 537 milljónum, Fjarðarmót ehf. bauð 577 milljónir, Ístak hf. 587 milljónir, Ólafur og Gunnar ehf. 583 og Byggðaverk ehf. 663 milljónir. Meira
16. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 706 orð

Áætluð ársvelta er rúmir 3 milljarðar

GENGIÐ hefur verið frá samkomulagi um að fyrirtækin Þorbjörn hf. í Grindavík og Bakki hf. í Bolungarvík verði sameinuð í eitt fyrirtæki undir nafni Þorbjarnar hf. Við sameininguna verður Þorbjörn eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi en áætluð ársvelta þess er rúmir þrír milljarðar króna. Kvóti fyrirtækisins á næsta fiskveiðiári verður um 11. Meira
16. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 235 orð

»Dollar í yfir 1,80 mörk og 115 jen

DOLLAR hækkaði í yfir 1,80 mörk og 115 jen í gær og sérfræðingar búast við áframhaldandi hækkunum. Dollarinn fékk nokkurn stuðning frá þýzka fjármálaráðherranum, Theo Waigel, þegar hann sagði að Þjóðverjar vildu sterkan gjaldmiðil og að styrkur dollars og punds væri ofmetinn á mörkuðum. Meira
16. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 164 orð

ESB leyfir aðstoð við Alitalia

STJÓRN Efnahagssambandsins hefur heimilað ríkisaðstoð upp á 2,75 billjónir líra eða 1,6 milljarða dollara við ítalska flugfélagið Alitalia með ýmsum skilyrðum. Leyfið er meðal annars bundið því skilyrði að Alitalia selji hlut sinn í ungverska flugfélaginu MALEV. Aðstoðin er greidd með þremur afborgunum upp á tvær billjónir, 500 milljarða og 250 mllljarða líra. Meira
16. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 89 orð

ESB telur að tilboð Boeing nægi ekki

STJÓRN Efnahagssambandsins hefur veitt Boeing verksmiðjunum nokkurra klukkutíma viðbótarfrest til að færa fram verulegar tilslakanir vegna samruna þeirra og McDonnell Douglas verksmiðjanna, en að öðrum kosti mun hún hindra samningana samkvæmt heimildum í framkvæmdastjórninni á þriðjudag. Meira
16. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 106 orð

Finnar eru viðbúnir hækkun vaxta

FINNLANDSBANKI kann að hækka vexti í haust til að afstýra verðbólguhættu, en ekkert verður aðhafzt meðan markaðirnir eru í sumardvala, að sögn sérfræðinga. Um miðjan júní sagði Finnlandsbanki að þótt breyting í peningamálum væri ekki nauðsynleg að sinni gæti aukin hætta á verðbólgu gert aðhaldsstefnu nauðsynlega. Meira
16. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 186 orð

Finnar nota farsíma manna mest

NOTKUN farsíma jókst um 40% í Finnlandi í fyrra og virðist þróunin stefna í þá átt að flest símtöl í landinu fari fram um farsíma, að sögn finnskra stjórnvalda. Enn sem fyrr er enginn angi fjarskipta í Finnlandi í eins örum vexti og farsímar," segir í tilkynningu frá finnska samgönguráðuneytinu. Meira
16. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 120 orð

Ný lína frá Compaq

COMPAQ tölvufyrirtækið hefur kynnt nýja línu einmenningstölva og lækkað verð til að keppa við Dell tölvufyrirtækið og aðra keppinauta. Compaq lækkaði verð á Deskpro fyrirtækjatölvum um allt að 22% og kynnti 13 nýjar Deskpro gerðir. Verð þeirra er frá aðeins 1199 dollurum og eru þær búnar margmiðlunar Pentium MMX kubbum. Meira
16. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 96 orð

Rætt um aðskilnað Northwest og KLM

KLM flugfélagið hefur ítrekað að það kunni að selja 19% hlut sinn í bandaríska flugfélaginu Northwest Airlines og við þá frétt hækkaði verð bréfa í hollenzka félaginu um 5,64%. Talsmaður KLM sagði að í staðinn kunni KLM að gera langtíma samninga við Northwest. Northwest hefur skýrt KLM frá fyrirætlunumn um að hætta þátttöku í sameiginlegri miðasölu í ágúst. Meira

Fastir þættir

16. júlí 1997 | Dagbók | 2972 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
16. júlí 1997 | Í dag | 120 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Áttræður er í dagM

Árnað heillaÁRA afmæli. Áttræður er í dagMagnús Þórðarson, loftskeytamaður. Eiginkona hans erValgerður Guðlaugsdóttir. Þau taka á móti gestum í samkomuhúsinu Leikskálum í Vík í Mýrdal, laugardaginn 19. júlí milli kl. 15 og 18. ÁRA afmæli. Sjötugur er í dag, miðvikudaginn 16. Meira
16. júlí 1997 | Dagbók | 693 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
16. júlí 1997 | Í dag | 410 orð

Fögnum lokunBólstaðarhlíðarVIÐ foreldrar hér í Bólstaðarh

VIÐ foreldrar hér í Bólstaðarhlíðinni fögnum lokun götunnar. Okkur telst til að frá blokkum ellilífeyrisþega og að Stakkahlíð búi hátt á fjórða tug barna á leikskóla- og grunnskólaaldri svo ekki sé talað um börnin í blokkunum austar í Bólstaðarhlíðinni þannig að við gleðjumst yfir því að geta nú áhyggjulaust haft börnin okkar úti við leik. Meira
16. júlí 1997 | Í dag | 509 orð

HUGAMENN um íþróttir setjast gjarnan fyrir framan ríkissj

HUGAMENN um íþróttir setjast gjarnan fyrir framan ríkissjónvarpið til að horfa á íþróttaþáttinn Helgarsportið á sunnudagskvöldum. Þá er ætlunin að sjá það helzta úr íþróttunum, einkanlega heima fyrir frá helginni. Víkverji þessa dags er einn af þessum íþróttaáhugamönnum, en mörg sunnudagskvöldin hefur hann orðið fyrir verulegum vonbrigðum. Meira
16. júlí 1997 | Fastir þættir | 594 orð

Spínat og lax

ÉG SÁÐI nokkrum grænmetistegundum inni í vor, en það dróst að vorið kæmi og plönturanr spíruðu upp og þrifust illa þegar þær voru loks settar út í nepjuna. Blöðin héngu máttlaus á plöntunum þegar ég fór að vökva þær og mér varð að orði: "Þetta gengur ekki, þið lifnið aldrei við" ­ og ég leit illilega á þær ­ "framvegis kaupi ég allar plöntur í gróðrarstöð. Meira

Íþróttir

16. júlí 1997 | Íþróttir | 64 orð

18 ára liðið

18 ára landslið Íslands, semþátt tekur í Evrópukeppninnií knattspyrnu, er skipað eftirtöldum leikmönnum. Markverðir: Guðjón Skúli JónssonÍA Stefán Logi MagnússonFram Meira
16. júlí 1997 | Íþróttir | 39 orð

Aðrir leikmenn:

ATLI Eðvaldsson valdi 16leikmenn fyrir vináttuleikungmennaliða Íslands og Noregs. Eftirtaldir eru í íslenskahópnum. Markverðir: Árni Gautur ArasonStjörnunniGunnar SigurðssonÍBVAðrir leikmenn: Sigurvin ÓlafssonÍBVÓlafur StígssonFylkiGuðni Rúnar Meira
16. júlí 1997 | Íþróttir | 251 orð

Allt snýst um peninga

Bandaríski íþróttafréttamaðurinn Tony Kornheiser er þess fullviss að hnefaleikamaðurinn Mike Tyson muni berjast í hringnum á ný þrátt fyrir að hann hafi verið sviptur keppnisleyfi innan Bandaríkjanna. Tyson má sækja um nýtt keppnisleyfi að ári liðnu og í grein sinni í Herald Tribune segir Kornheiser það nánast öruggt að Tyson verði veitt nýtt leyfi. Meira
16. júlí 1997 | Íþróttir | 209 orð

Bjarni eini nýliðinn í hópnum hjá Atla

Bjarni Þorsteinsson í KR er eini nýliðinn í 16 manna hópi sem Atli Eðvaldsson valdi fyrir vináttulandsleik ungmennaliða Íslands og Noregs, sem verður í Keflavík og hefst klukkan 14 á sunnudag. KR-ingurinn Andri Sigþórsson var valinn á ný, en hann er nýbyrjaður að leika eftir að hafa verið frá undanfarin misseri vegna meiðsla. Meira
16. júlí 1997 | Íþróttir | 168 orð

DAVID Ginola leikur með Tottenham

DAVID Ginola leikur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næsta tímabili. Liðið keypti hann á tæpar 300 milljónir af Newcastle. Frakkinn fær um 2,3 milljónir króna í vikulaun. Meira
16. júlí 1997 | Íþróttir | 117 orð

Gebreselassie ekki með á HM

HAILE Gebreselassie heimsmethafi í 5.000 og 10.000 m hlaupi ætlar ekki að taka þátt í heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í Aþenu í byrjun næsta mánaðar og segir ástæðuna fyrir því vera að hlaupabrautin sé of hörð. "Ég hljóp 10 km á Ólympíuleikunum í Atlanta í fyrra, en þar var brautin mjög hörð," sagði heimsmethafinn í vikunni. Meira
16. júlí 1997 | Íþróttir | 75 orð

Graham tekur til

ENSKA úrvalsdeildarfélagið Leeds United hélt í gær í æfingaferð til Svíþjóðar en mikla athygli vakti að knattspyrnustjóri liðsins, George Graham, skildi þá Thomas Brolin, Ian Rush, Carlton Palmer, Tony Dorigo og Brian Deane eftir heima. Meira
16. júlí 1997 | Íþróttir | 236 orð

Guðjón farinn til Noregs að "njósna"

Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, fór árla dags til Noregs til að fylgjast með leik Norðmanna við enska úrvalsdeildarliðið Wimbledon í kvöld en hann kemur síðan með norska hópnum til Íslands um hádegisbil á morgun. Meira
16. júlí 1997 | Íþróttir | 327 orð

Guðmundur liðsstjóri GUÐMUNDUR R. J

GUÐMUNDUR R. Jónsson verður liðsstjóri íslenska landsliðsins í knattspyrnu undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Guðmundur eða Gassi eins og hann er gjarnan nefndur hefur verið liðsstjóri KR í nær tvo áratugi og starfaði sem slíkur þegar Guðjón þjálfaði Vesturbæjarliðið 1994 og 1995. Guðmundur tekur við af Diðriki Ólafssyni, sem var liðsstjóri þegar Logi Ólafsson var landsliðsþjálfari. Meira
16. júlí 1997 | Íþróttir | 104 orð

Hjólreiðar

Frakklandskeppnin (Tour de France), 10. áfangi - 252,5 km frá Luchon til Arcalis í Andorra: Klst. 1. Jan Ullrich (Þýskal.) Telekom 7.46,6 2. Marco Pantani (Ítalíu) Mercatone 1,8 mín. á eftir 3. Richard Virenque (Frakkl.) Festinasama tíma 4. F. Casagrande (Ítalíu) Saeco 2,0 mín. á eftir 5. Meira
16. júlí 1997 | Íþróttir | 22 orð

Í kvöld

Knattspyrna Sjóvár-Almennra deildin: Vestmannaeyjar:ÍBV - Fram20 KR-völlur:KR - Grindavík20 1. Meira
16. júlí 1997 | Íþróttir | 72 orð

Knattspyrna Stofndeildin (Efsta deild kvenna) Haukar - ÍA0:1 - Kristín Ósk Halldórsdóttir (33.). Stjarnan - Breiðablik0:3

Stofndeildin (Efsta deild kvenna) Haukar - ÍA0:1 - Kristín Ósk Halldórsdóttir (33.). Stjarnan - Breiðablik0:3 Kristrún Daðadóttir, Ásthildur Helgadóttir, Helena Magnúsdóttir. Valur - ÍBV1:2 Íris Andrésdóttir - Fanney Ingvadóttir, Íris Sæmundsdóttir. Staðan í hálfleik var 1:0 fyrir Val. Meira
16. júlí 1997 | Íþróttir | 49 orð

Landsliðið

LANDSLIÐ Íslands, semmætir Norðmönnum á Laugardalsvelli á sunnudag erskipað eftirtöldum leikmönnum. Markverðir: Kristján FinnbogasonKR Ólafur GottskálkssonKeflavík Meira
16. júlí 1997 | Íþróttir | 170 orð

Leit að örvhentum leikmanni, sérhæfðum á sviði röra

NOKKUÐ óvenjuleg auglýsing birtist í Morgunblaðinu í gær þar sem greint var frá miklum möguleikum í norskum úthafsiðnaði fyrir verkfræðing eða tæknifræðing, sem jafnframt leikur handknattleik. Ekki er þar með öll sagan sögð því þessi maður þarf einnig að vera sérhæfður á sviði röra og helst örvhentur. Meira
16. júlí 1997 | Íþróttir | 581 orð

Miklar kröfur en vara við bjartsýni

Guðjón Þórðarson, nýráðinn landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti fyrsta landsliðshóp sinn á blaðamannafundi í gær. Enginn nýliði er í 16 manna hópnum og litlar breytingar frá hópunum sem valinn var fyrir verkefni liðsins að undanförnu. Hins vegar áréttaði Guðjón að enginn væri "áskrifandi" að landsliðssæti. Meira
16. júlí 1997 | Íþróttir | 52 orð

Mótherjar ÍBV töpuðu 9:0 HIBER

HIBERNIANS, sem ÍBV mætir í Evrópukeppni bikarhafa í ágúst, tapaði 9:0 fyrir Valletta á Möltu í fyrrakvöld og er þetta stærsta tap liðsins í sögu félagsins. Um helgina gerði Hibs 2:2 jafntefli við Birkirkara í sama móti en fyrrnefnd þrjú lið frá Möltu taka þátt í Evrópumótunum á næstunni. Meira
16. júlí 1997 | Íþróttir | 74 orð

Óvíst með Sigurstein

SKAGAMAÐURINN Sigursteinn Gíslason hefur verið meiddur undanfarið og því óvíst að hann geti tekið þátt í landsleiknum á móti Norðmönnum á sunnudag. Sigursteinn mun gefa Guðjóni Þórðarsyni, landsliðsþjálfara, endanlegt svar eftir leik Leifturs og ÍA á morgun. Afmælisleikur í Höfn Meira
16. júlí 1997 | Íþróttir | 275 orð

Rúnar með tilboð frá Lilleström

RÚNAR Kristinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu sem leikur með Örgryte í Svíþjóð, fékk í gær formlegt tilboð um að gerast leikmaður með norska 1. deildarliðinu Lilleström. "Ég er að skoða þetta í rólegheitunum, en tilboðið er spennandi. Meira
16. júlí 1997 | Íþróttir | 875 orð

Útlendingahersveitin á Highbury

ÞÓTT snillingar á borð við Þjóðverjann J¨urgen Klinsmann, Frakkann Eric Cantona og Juninho hinn brasilíska leiki ekki lengur með enskum knattspyrnuliðum, hafa fleiri aðfluttir leikmenn fyllt í skörð þeirra. Útlendingahersveitin gerir nú leifturinnrás á England og það sem meira er ­ meirihlutinn virðist ganga til liðs við Arsenal. Meira
16. júlí 1997 | Íþróttir | 405 orð

Við látum finna fyrir okkur

"ÞETTA er stórt og mikið verkefni sem leggst vel í mig. Við höfum aldrei áður tekið þátt í átta liða úrslitum Evrópumótsins og það ríkir mikil eftirvænting bæði hjá mér og strákunum. Markmið okkar er að gera okkar besta og vonandi skilar það árangri, en ég er sannfærður um að við eigum eftir að láta finna vel fyrir okkur," sagði Guðni Kjartansson, Meira

Úr verinu

16. júlí 1997 | Úr verinu | 274 orð

Allt á fullu í karfa hjá Guðmundi Runólfssyni

MIKIL karfavinnsla er um þessar mundir hjá Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði. Er hér um afla að ræða sem torgarinn Runólfur veiðir, en hann er í eigu fyrirtækisins. Að sögn Guðmundar Smára Guðmundsonar framkvæmdastjóra hefur gengið mjög vel að afla hráefnisins og hefur hver viðiferð tekið 2 - 4 sólarhringar. Meira
16. júlí 1997 | Úr verinu | 177 orð

Börkur NK fær "andlitslyftingu"

BÖRKUR NK, skip Síldarvinnslunnar hf. á Neskaupstað, fór í byrjun júní sl. til Póllands í gagngerar breytingar. Þar verður skipið lengt um 15 metra og komið fyrir RSW- sjókælingu í öllum lestum þess. Endurnýjaðar verða allar yfirbyggingar á skipinu, skipt um spil, kraftblökk og ljósavél, auk þess sem íbúðir verða endurnýjaðar. Ennfremur verður settur í skipið flotvörpubúnaður. Meira
16. júlí 1997 | Úr verinu | 185 orð

Fiskframboð frá Rússum eykst á ný

FRAMBOÐ á Rússafiski hefur aukist á ný og er hann nú farin að berast á ný í talsverðu magni til landsins. Framboðið datt nánast niður á fyrri hluta ársins vegna lélegrar veiði í Barentshafi. Verð hækkaði þá nokkuð en er nú komið í eðlilegt horf á ný. Meira
16. júlí 1997 | Úr verinu | 332 orð

Gámafrystihúsið stendur ónotað í Petropavlosk

GÁMAFRYSTIHÚSIÐ sem IceMac hf. smíðaði fyrir rússneska útgerðarfyrirtækið UTRF á Kamtsjatka árið 1994 hefur enn ekki verið tekið í notkun, einkum vegna erfiðleika í rekstri rússneska fyrirtækisins og skriffinnsku í Rússlandi. Frystihúsið var í um tvö ár á leiðinni til Rússlands og því hefur nú verið stillt upp í Petropavlovsk. Meira
16. júlí 1997 | Úr verinu | 518 orð

Hafa framleitt 400 tonn af Nílarkarfa í Úganda

FISKVINNSLA á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Úganda hófst í byrjun mars sl. Gerður var samningur um markaðssetningu, sölu og tæknilega aðstoð við fyrirtækið Alpha Group sem hefur aðsetur í Nairobi í Kenýa og á frystihús í öllum löndum við Viktoríuvatn; Úganda, Kenýa og Tansaníu. Meira
16. júlí 1997 | Úr verinu | 292 orð

Hafa keypt kvóta af Rússum fyrir milljarð

NORSKAR útgerðir hafa keypt kvóta af Rússum fyrir um milljarð íslenskra króna á þessu ári þrátt fyrir að hafa fengið metkvóta í norsku lögsögunni. Eru það útgerðir á Vesturlandinu, sem hafa keypt um þrjá fjórðu af þessum rússneska kvóta, en af einstökum útgerðum eru það tvö fyrirtæki í Norður-Noregi, sem hafa keypt mest. Meira
16. júlí 1997 | Úr verinu | 253 orð

Kakkalakkar á Kamtsjatka

Júlíus Ívarsson hefur víða komið við frá því 1956 er hann leit fyrst dagsins ljós í Borgarnesi, en hann er starfsmaður Héðins-Smiðju og er hann kynntur í nýjasta fréttabréfi fyrirtækisins. Meira
16. júlí 1997 | Úr verinu | 374 orð

Léleg rækjuveiði við Eldey

"VEIÐIN hefur verið mjög léleg, varla fjórðungur af því sem hún var í fyrra," segir Sigurður Friðriksson, skipstjóri á Guðfinni GK, í samtali við Verið en hann hefur verið á rækjuveiðum á Eldeyjarsvæðinu í sumar. "Nú er um mánuður liðinn af vertíðinni og við erum búnir að fá um 36 tonn af rækju. Fyrsta mánuðinn á síðustu vertíð fengum við 106 tonn og 98 tonn þann næsta. Meira
16. júlí 1997 | Úr verinu | 213 orð

Miklar veiðar á ufsa og lúðu

ALASKAUFSI er uppistaða fiskafla við Alaska, enda er þessi ufsategund mest veidda bolfisktegund í heimi. Mestur afli í heiminum hefur farið yfir 6 milljónir tonna á ári, en aflinn hefur farið minnkandi undanfarin ár. Afli úr lögsögu Alaska í Beringshafi hefur undanfarin ár verið í kringum 1,3 milljónir tonna, en ýmis teikn eru talin á lofti um að álag á stofninn sé að verða of mikið. Meira
16. júlí 1997 | Úr verinu | 230 orð

Pönnusteikt langa með sveppum og estragonsósu

LANGA hefur lengst af ekki átt upp á pallborðið sem matfiskur á Íslandi. Það er fyrst hin síðari ár að við förum að leggja okkur han til munns en fyrr á tímum var langan mikið verkuð í skreið. Bjarni Þór Ólafsson matreiðslumeistari kennir lesendum Versins hér að elda lönguna, en hann útskrifaðist frá Hótel- og veitingaskóla Íslands árið 1980. Meira
16. júlí 1997 | Úr verinu | 158 orð

SH selur nílarkarfann

FISKVINNSLA á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Úganda hófst í byrjun mars sl. Gerður var samningur um markaðssetningu, sölu og tæknilega aðstoð við fyrirtækið Alpha Group. Yfirstjórn verkefnisins er í höndum dótturfyrirtækis SH, Icecon, en framkvæmdastjóri þess er Pétur Einarsson. Meira
16. júlí 1997 | Úr verinu | 1642 orð

"Sjáum fram á aukna sölu og meiri hagnað"

Iceland Seafood Corporation eykur söluna í ár og byggir nýja fiskréttaverksmiðju "Sjáum fram á aukna sölu og meiri hagnað" Iceland Seafood Corp., dótturfyrirtæki ÍS, er nú að byggja fyrstu nýju verksmiðjuna til framleiðslu á frystum fiskréttum sem byggð hefur verið í Bandaríkjunum á 20 ára tímabili. Meira
16. júlí 1997 | Úr verinu | 387 orð

Stærsta mjölgeymsla landsins á Seyðisfirði

SR-MJÖL hf. er að reisa sex stóra mjöltanka við verksmiðju sína á Seyðisfirði. Kostnaður við tankana sem taka samtals um 6000 tonn af mjöli og eru þeir stærstu á landinu, ásamt flutnings- og útskipunarbúnaði er áætlaður 240 milljónir kr. "Vinnsla í svona verksmiðju er sveiflukennd vegna hráefnisins sem í boði er. Meira
16. júlí 1997 | Úr verinu | 375 orð

Útflutningur fiskikera aukinn um ríflega 75%

VERÐMÆTI útflutnings frá Borgarplasti fyrstu 6 mánuði ársins varð 102,5 milljónir króna samanborið við 58,4 milljónir á sama tíma 1996 sem er ríflega 75% aukning. Í upphafi ársins var það markmið sett að auka útflutning um 100 milljónir á árinu 1997 þannig að hann færi í 230 milljónir, sem var fjórföldun á útflutningsverðmæti miðað við árið 1995. Meira
16. júlí 1997 | Úr verinu | 699 orð

Verðlagning á fiski til bræðslu með ólíkindum

VERÐLAGNING á bræðslufiski er í dag alveg með ólíkindum. SR- verksmiðjurnar eru ráðandi afl í verðlagningunni í skjóli stærðar og afkastagetu. Einvaldurinn, eins og ég kýs að kalla framkvæmdastjórann, gefur út verð sem allar hinar verksmiðjurnar fara svo eftir. Þetta leiðir af sér að SR verður leiðandi í verðlagningu á bræðslufiski. Meira
16. júlí 1997 | Úr verinu | 309 orð

Vilja lægri innflutningstolla

NAUÐSYNLEGT er að lækka tolla á fiski, sem fluttur er til Evrópusambandsins frá þriðja ríki, til að bæta upp síminnkandi veiði innan lögsögu ESB- ríkjanna. 1984 voru þau sjálfum sér nóg um fisk að 83% en 10 árum síðar var hlutfallið aðeins 54% og hefur minnkað síðan. Þetta var helsta niðurstaða mikillar ráðstefnu, sem fiskvinnslan innan ESB hélt í Brussel um síðustu mánaðamót. Meira
16. júlí 1997 | Úr verinu | 137 orð

Þorskafli við Alaska eykst

NOKKRAR sveiflur hafa verið í þorskafla við Alaska undanfarin ár, en nú virðist þorskstofninn þar á góðri uppleið. Leyfilegur kvóti þessa árs er 339.000 tonn á móti 310.000 tonna veiði á síðasta ári. Árin þar á undan hefur þorskafli við Alaska verið á bilinu 209.000 til 250.000 tonn. Markaðsverð á þorskinum hefur einnig sveiflazt mikið. Meira
16. júlí 1997 | Úr verinu | 433 orð

Þynnri og sterkari ferskfiskpokar

PLASTPRENT hf. hefur á síðustu misserum í samstarfi við ferskfiskframleiðendur og Flugleiðir unnið að vöruþróun á umbúðum fyrir ferskan fisk. Afrakstur þessarar vöruþróunar hefur nú skilað sér í nýrri tegund af plastpokum fyrir ferskfiskkassa sem hlotið hafa nafnið Kraftpokar. Pokarnir eru þynnri en jafnframt mun sterkari en hefðbundnir pokar og kostir fyrir framleiðendur eru mjög margir. Meira

Barnablað

16. júlí 1997 | Barnablað | 180 orð

DRAUGASAGA

10 ÁRA gömul stúlka, Arndís Bjarnadóttir, úr Fossvogshverfi í Reykjavík, Kúrlandi 16 nánar tiltekið, sendi okkur umslag fullt af athyglisverðu efni. Hér birtum við spennandi draugasögu eftir hana og myndskreytum hana með mynd eftir Arndísi af fjöllum, vatni og húsdýrum, Meira
16. júlí 1997 | Barnablað | 19 orð

Finnið fimm...

Finnið fimm... ... atriði sem hefur verið breytt á annarri myndanna tveggja sem hér blasa við sjónum. Gangi ykkur vel. Meira
16. júlí 1997 | Barnablað | 31 orð

Leiðin heim í kílómetrum

Leiðin heim í kílómetrum EF ÞIÐ eruð glögg getið þið séð hvað hesturinn á myndinni á langa leið eftir í heimahagana í kílómetrum talið. Lausnin: Leiðin mælist þrjátíu og níu kílómetrar. Meira
16. júlí 1997 | Barnablað | 62 orð

LUKKA BLESSUNIN

Ég heiti Aron Bjarni Einarsson og er fjögurra ára. Ég sendi þessa mynd til Myndasagna Moggans. Myndin er af mér og húsinu mínu. Hundurinn heitir Lukka. (Innskot Myndasagna Moggans: Sennilega er Lukka inni í húsinu hans Arons Bjarna og liggur þar í horninu sínu frammi á gangi og líður svo vel vitandi af fjölskyldunni nálægt sér og matarskálinni frammi í eldhúsi. Meira
16. júlí 1997 | Barnablað | 77 orð

PRINSESSAN Á HESTINUM

Halló! Ég heiti Guðrún Heiður Ísaksdóttir, er kölluð Gunna og er 8 ára. Ég hef mjög gaman af hestum. Ég hef verið á tveimur reiðnámskeiðum; í Víðidal og Viðey. Ég á heima á Kleppsvegi 36, 105 Reykjavík. Símar: 553 3846, 553 8719 eða 568 0693. Eina ósk mín er að þið látið þetta í blaðið til þess að ég komist í samband við einhvern á reiðnámskeiðunum. P.S. Meira
16. júlí 1997 | Barnablað | 106 orð

Sjö sætar stelpur

STELPURNAR á myndinni eru sjö talsins og hver annarri huggulegri. Það er svo sem ekki neitt aðalatriði í lífinu hvort við erum sæt, aðalatriðið er hvernig manneskjur við erum og hvernig við förum með lífið sem Guð gaf okkur. Annars var nú ætlunin að spyrja ykkur hverjar tvær stelpnanna eru eineggja tvíburar, sem sagt mjög líkar. Meira
16. júlí 1997 | Barnablað | 86 orð

Ungskáld

KÆRU Myndasögur Moggans. Mér fyndist voðalega gaman ef þið mynduð birta þetta ljóð. Tinna Björk Gunnarsdóttir, 12 ára, Brúnastekk 5, 109 Reykjavík. ÓVEÐUR Veðrið hvín úti við, allt er á sífelldri hreyfingu til þess að fylgja vindinum eftir. Meira

Lesbók

16. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 3575 orð

BOLSHOJ BERST UPP Á LÍF OG DAUÐA Í Moskvu halda menn nú upp á 850 ára afmæli borgarinnar og í 221 ár hefur Bolshoj-leikhúsið

Íþá tíð sem Moskva var höfuðborg Sovétríkjanna var Bolshoj-leikhúsið, og þá sérstaklega ballett þess, táknmynd fyrir listrænt stórveldi. Nú er þetta musteri klassíska ballettsins nánast í andarslitrunum. Útlitið er mjög tvísýnt og þá fyrst og fremst hvað varðar leikhúsbygginguna sjálfa. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.