Greinar þriðjudaginn 12. ágúst 1997

Forsíða

12. ágúst 1997 | Forsíða | 368 orð

Hvatt til samstarfs gegn "sameiginlegum óvini"

DENNIS Ross, sendimaður Bandaríkjastjórnar, hvatti í gær Ísraela og Palestínumenn til að starfa saman gegn "sameiginlegum óvini" þeirra, herskáum múslimum, eftir mannskætt sprengjutilræði í Jerúsalem 30. júlí. Hann sagði sáttaumleitanir sínar hafa fært Ísraela og Palestínumenn nær slíku samstarfi en bætti við að ekki væri nóg að þeir ræddu saman, viðræðurnar yrðu að bera áþreifanlegan árangur. Meira
12. ágúst 1997 | Forsíða | 205 orð

Krefjast yfirráða Frakka

STJÓRNVÖLD í Frakklandi hvöttu í gær til að fundin yrði friðsamleg lausn á deilunum á Comoros-eyjum í Indlandshafi en þar hafa íbúar á tveimur eyjum sagt sig úr lögum við ríkið og ríkisstjórnina, sem hefur aðsetur á þeirri þriðju. Vilja þeir ekki aðskilnað eða sjálfstæði, heldur þvert á móti, að Frakkar taki aftur stjórn mála á eyjunum. Er kjörorð þeirra; "Frakkland fyrir alla". Meira
12. ágúst 1997 | Forsíða | 214 orð

Sihanouk kveðst reiðubúinn að segja af sér

HUN SEN og Ung Huot, forsætisráðherrar Kambódíu, héldu til Peking í gær þar sem til stendur að þeir hitti Sihanouk Kambódíukonung í dag. Í Peking munu þeir freista þess að fá konunginn til að leggja blessun sína yfir embættistöku Ung Huot en kambódíska þingið kaus hann í síðustu viku annan af tveimur forsætisráðherrum í stað Norodom Ranariddh prins. Meira
12. ágúst 1997 | Forsíða | 143 orð

Strikaðir út liðir af fjárlögum

BILL Clinton Bandaríkjaforseti beitti í gær í fyrsta sinn nýfengnu neitunarvaldi sem gerir honum kleift að strika út einstaka liði á fjárlögum. Sagði Clinton við það tækifæri, að "lagabreytingarnar í Washington væru varanlegar" en flestir fyrirrennara hans í embætti sl. 100 ár hafa reynt að koma slíku neitunarvaldi á, án árangurs. Meira
12. ágúst 1997 | Forsíða | 121 orð

Tekjutengdar sektir?

TVEIR danskir lagaprófessorar hafa varpað fram þeirri hugmynd að hætt verði að leggja minniháttar sektir á fólk, sem ljóslega sé ekki borgunarmenn, og að það verði heldur ekki dæmt í skuldafangelsi. Þeir vísa til Svíþjóðar, þar sem hálfrar aldar reynsla sé af því að dæma fólk fremur í þegnskylduvinnu en í fjársektir fyrir léttvægar yfirsjónir. Meira

Fréttir

12. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 304 orð

Aðvörunarkerfi á flugvellinum óvirkt

ELLEFU ára stúlka, ein þeirra 29 sem komust lífs af er Boeing 747-300 þota suður-kóreska flugfélagsins Korean Air Lines (KAL) fórst á eynni Guam í síðustu viku, lést af brunasárum á sjúkrahúsi í gær. 254 voru með vélinni. Meira
12. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 543 orð

Allir lögðust á eitt að slátra um fimmtíu tonnum af laxi

Tálknafirði-Mikið tjón varð þegar dæluhús laxeldisins í landi Sveinseyrar á Tálknafirði brann á sunnudagsmorgun. Að slökkvistarfi loknu kom í ljós að sót og ýmislegt annað úr eldinum hafði komist í vatn í kerjum og sýndi laxinn þess merki að hann fengi ekki nægilegt súrefni. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Athugasemd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Glúmi Baldvinssyni: "Að gefnu tilefni fréttar Stöðvar 2 þann 8. ágúst sl. þar sem nafn mitt var nefnt meðal umsækjenda um starf framkvæmdastjóra Alþýðuflokksins sem var hafnað skal tekið fram að undirritaður var ekki í hópi umsækjenda þar sem ég hafði dregið umsókn mína til baka áður en til afgreiðslu framkvæmdastjórnar kom. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 291 orð

Breytingar á hringveginum í N-Múlasýslu

Á VEGUM Skipulags ríkisins er hafið frummat á umhverfisáhrifum nýbyggingar á hringveginum í Norður-Múlasýslu úr Langadal, utan Möðrudalsfjallgarða, inn Jökuldaldsheiði, um Háreksstaði og Ármótasel og austur yfir Víðidalsá. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð

Börnum gefinn kostur á heimsmeti í púsli

PÚSLUSPIL af stærðinni 8 metrar að lengd og 2,4 metrar á hæð með 12.000 púslum hefur verið hannað og sett upp í versluninni IKEA. Samkvæmt upplýsingum frá IKEA er þetta um fjórða stærsta púsluspil sem hefur verið púslað í heiminum og það stærsta á Norðurlöndum. Fyrirtækið hefur sent 12. Meira
12. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 221 orð

Eftirlit torveldar hjálparstarf

STRANGT eftirlit kommúnistastjórnarinnar í Norður-Kóreu með starfsmönnum alþjóðlegra hjálparstofnana og vestrænum blaðamönnum í landinu gerir að verkum, að umheiminum dylst hve alvarleg hungursneyðin er, sem þjakar íbúana um þessar mundir. Þetta sögðu hjálparstarfsmenn á blaðamannafundi í gær. Meira
12. ágúst 1997 | Miðopna | 1786 orð

Ekki augljóst að lagagrundvöll skorti Sú niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands í máli norska skipstjórans að reglugerð

Norskur skipstjóri sýknaður af hluta ákæruatriða vegna annmarka á reglugerð Ekki augljóst að lagagrundvöll skorti Meira
12. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 113 orð

Eldur í verbúð Freyju á Suðureyri

Suðureyri-Að morgni sunnudagsins var slökkvilið Ísafjarðarbæjar kallað að verbúð Freyju hf. á Suðureyri vegna elds. Þegar að var komið var eldur laus í einu herbergi í verbúðinni að Freyjugötu 1. Íbúar hússins höfðu náð að forða sér út áður en slökkviliðið kom á staðinn. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 322 orð

Enginn áhugi fyrir sameiningu

ÍBÚAR í Mosfellsbæ fjölmenntu á skemmtun sem haldin var í tilefni 10 ára afmælis bæjarins sl. laugardag. Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar bæjarstjóra er á þessum tímamótum enginn áhugi fyrir sameiningu við önnur sveitarfélög enda fjárhagsstaða bæjarsjóðs nokkuð góð. "Bæjarfélagið stendur vel á þessum tímamótum," sagði Jóhann. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 203 orð

Enginn sótti um

SÚ HUGMYND að koma upp kennslumiðstöð í eðlis- og efnafræði á Hellu hefur fallið um sjálfa sig, a.m.k. í bili, þar sem enginn sótti um stöðu kennara sem ætlað var að byggja upp starfsemina. "Þetta eru gífurleg vonbrigði, því við höfðum fengið tæplega milljón króna styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla. Meira
12. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 1025 orð

"Ég var heppnari en börnin mín"

BÖRNIN í bænum Púsjnoj eru flestöll föl og mjóslegin. Bærinn liggur um 70 km suður af Múrmansk á Kólaskaga og flestir íbúanna 1.500 hafa lífsviðurværi sitt af loðdýrarækt. Ef lífsviðurværi skyldi kalla, því 200 þeirra teljast undir fátæktarmörkum og í apríl sl. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 379 orð

Fengu makríl innan færeysku lögsögunnar

FIMM íslensk nótaskip hafa verið á makrílveiðum innan færeysku lögsögunnar að undanförnu og lönduðu þrjú þeirra afla í Noregi í gær. Jóna Eðvalds SF landaði um 30 tonnum af makríl, Bjarni Ólafsson AK rúmum 100 tonnum og Elliði GK um 90 tonnum. Sighvatur Bjarnason VE landar um 40 tonnum í Noregi í dag en Antares VE hafði fengið um 12 tonn síðast þegar fréttist. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 175 orð

Fjögurra króna afsláttur af bensínlítranum

OLÍS efndi til opnunar- og afmælishátíðar á laugardaginn við bensínstöð sína við Álfheima í Reykjavík en hún hefur verið endurbyggð frá grunni. OLÍS fagnar 70 ára afmæli um þessar mundir og hefur á liðnum vikum haldið afmælishátíðir víða um land. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 381 orð

Glæðist í Dölunum

VEIÐI hefur glæðst nokkuð í laxveiðiám í Dölunum eftir miklar rigningar seinni hluta verslunarmannahelgarinnar og fram í síðustu viku. Vöxtur kom í ár og bæði fór sá lax sem fyrir var að taka betur auk þess sem nýir laxar bættust í hópinn úr hafinu. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

Gæslan fór í þrjú sjúkraflugum helgina

LANDHELGISGÆSLAN fór í þrjú sjúkraflug um síðustu helgi. Í öllum tilfellum var um slasaða menn að ræða sem flogið var með í Sjúkrahús Reykjavíkur Fossvogi. Um tíuleytið á laugardagskvöld var 27 ára gamall Þjóðverji sóttur til Sauðárkróks. Hann hafði orðið fyrir bíl þar sem hann var að hjóla í Skagafirði. Meira
12. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 108 orð

Gæzlulið kveður

LUCIANO Forlani, yfirmaður fjölþjóðlega gæzluliðsins í Albaníu, sést hér kveðja albönsk börn á Rinas-flugvelli skammt norður af höfuðborginni Tirana, áður en hann yfirgaf landið ásamt síðustu hermönnunum, sem þjónað höfðu í gæzluliðinu. Alls voru 7. Meira
12. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 135 orð

Gönguferð í Austurdal

FERÐAFÉLAG Akureyrar býður upp á tvær gönguferðir um komandi helgi, en áhugi fyrir gönguferðum fer mjög vaxandi. Gengið verður úr Villingadal yfir Nýjabæjarfjall í Hildarsel í Austurdal og gist þar. Um Nýjabæjarfjall liggur einhver hæsti fjallvegur á Íslandi og er það gömul verslunarleið Austdælinga til Akureyrar. Meira
12. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 541 orð

Hart í bak, Söngvaseiður, frú Daisy og guðspjall

"LJÚFAR stundir í leikhúsinu," verða einkunnarorð Leikfélags Akureyrar á komandi leikári og mun félagið kosta kapps við að standa við þessi einkunnarorð og bjóða áhorfendum upp á ljúfa skemmtun og góðar endurminningar um listviðburði í leikhúsinum. Fjögur verk verða frumsýnd hjá Leikfélagi Akureyrar á leikárinu. Hart í bak Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 428 orð

Hugmyndir um að sameina öll félög á Austurlandi

GENGIÐ hefur verið frá sameiningu nokkurra verkalýðsfélaga innan ASÍ að undanförnu og hafinn er undirbúningur að sameiningu fleiri stéttarfélaga. Sigurður Ingvarsson, forseti Alþýðusambands Austurlands, segist eiga von á að viðræður um sameiningu verkalýðsfélaga á Austurlandi hefjist af alvöru í haust, en meðal hugmynda sem uppi hafa verið er sameining allra verkalýðsfélaga á svæðinu í eitt félag. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 230 orð

Hvanná tefur Þórsmerkurferðir

FERÐALANGAR á leið inn í Þórsmörk hafa lent í erfiðleikum á leið í Langadal og Bása vegna þess að mikið er í Hvanná. Búist er við að vegagerðarmenn lagi veginn yfir ána í dag, að sögn Auðar Kjartansdóttur, skálavarðar í Langadal. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 473 orð

Hækkun um 31% til 250%

PÓSTUR og sími hf. hækkar í haust verulega burðargjöld á dreifingu blaða og tímarita innanlands og til Norðurlanda. Afnumin hefur verið niðurgreiðsla á burðargjöldum innritaðra blaða og tímarita en dreifing þeirra heyrir undir samkeppnisþjónustu póstsins og fellur ekki lengur undir einkarétt Pósts og síma. Þá skal gjaldskrá fyrir grunnþjónustu, samkvæmt nýjum póstlögum, taka mið af raunkostnaði. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Íslands þúsund ár sýnd í enskri útgáfu

ENSK útgáfa af Íslands þúsund ár, leikinni heimildarmynd Erlends Sveinssonar um sjósókn fyrri alda, er um þessar mundir sýnd í Sjóminjasafni Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði. Kvikmyndin fjallar um einn dag í lífi og starfi árabátasjómanna á vetrarvertíð. Þessum eina degi er ætlað að endurspegla sjósókn Íslendinga á árabátaöld. Meira
12. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 168 orð

Jagland útilokar samsteypustjórn

THORBJØRN Jagland, forsætisráðherra minnihlutastjórnar Verkamannaflokksins í Noregi, sagðist á kosningafundi um helgina útiloka að hann myndaði samsteypustjórn eftir kosningarnar til Stórþingsins, sem fara fram 15. september næstkomandi. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Kennsla hefst 28. ágúst

KENNSLA Borgarholtsskóla hefst fimmtudaginn 28. ágúst. Nemendur dagskóla koma í skólann miðvikudaginn 27. ágúst og sækja stundatöflur og bókalista og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá daginn eftir. Kennsla í kvöldskóla og á þroskabraut hefst 1. september. Innritun í kvöldskóla verður auglýst næstu daga. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Kofi Annan til Íslands

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Nane Annan, eiginkona hans, koma í tveggja daga opinbera heimsókn til Íslands 4. og 5. september nk. Heimsóknin er hluti af opinberri heimsókn Annans til Norðurlandanna. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 348 orð

Krafa gerð um endurgreiðslu á 80 milljónum

TVEIR innflytjendur franskra kartaflna hafa ákveðið að stefna ríkissjóði til dómstóla vegna álagningar 190% gjalds á innfluttar forsteiktar kartöflur, sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmæta. Í öðru málinu er þess krafist að ríkið greiði innflytjendanum um 50 milljónir og í hinu á fjórða tug milljóna. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 226 orð

Kurr í íbúum Hjallahverfis

ÍBÚAR í Hjallahverfi í Kópavogi eru óánægðir með nýju sorptunnurnar sem nú er verið að dreifa í bænum. Þessar tunnur koma í staðinn fyrir plastpoka sem notaðir hafa verið hingað til. Óánægja íbúanna snýst fyrst og fremst um stærð nýju tunnanna en þær komast víða ekki inn í sorpgeymslur húsa. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Kviknaði í sjónvarpi og innbú brann

ELDUR kom upp í fjölbýlishúsi við Miðvang í Hafnarfirði eftir hádegi í gær. Enginn var í íbúðinni og ljóst að eldurinn hafði kraumað lengi. Allt innbú er gjörónýtt, að sögn lögreglu í Hafnarfirði. Meira
12. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 193 orð

Lamb fyrir holu í höggi

Syðri-Haga-Jónína Ketilsdóttir, Golfklúbbnum Hamri á Dalvík, braut blað í sögu golfklúbbsins þegar hún fór holu í höggi á 9. braut á golfvelli klúbbsins í Svarfaðardal síðastliðinn sunnudag. Þetta er í fyrsta sinn í 8 ára sögu golfklúbbsins sem farin hefur verið hola í höggi á vellinum. Jónína notaði 8 járn á þessari 90 metra löngu braut. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð

LEIÐRÉTT Kaþólsk messa Í GREIN um minnisva

Í GREIN um minnisvarða Charcots á Mýrum 27. júlí sl. er í frásögn af kaþólskri messu í kirkjunni á Álftanesi haft eftir prestinum, séra Jacques, að það væru tímamót í íslenskri kirkjusögu þar sem þetta sé fyrsta kaþólska messan í íslenskri sveitakirkju síðan um siðaskipti 1550. Vakin hefur verið athygli á að þetta sé rangt. Dæmi tekið um kaþólska messu í Munkaþverárkirkju 22. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð

Lifandi tónlist á Gauknum

HLJÓMSVEITIN Soma leikur í kvöld, þriðjudagskvöld, en hljómsveitin á tvö lög á vinsældalistanum. Á miðvikudagskvöld verða síðan haldnir svokallaðir Blossatónleikar en þar leika hljómsveitirnar Stjörnukisi, Andhéri og Sigurrós. Á fimmtudagskvöld leikur svo hljómsveitin Sól Dögg á Two-Dogs- kvöldi. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Listrænt sjónarhorn tíðahvarfa

TÍÐAHVÖRF kvenna útfrá læknisfræðilegu, listrænu og femínísku sjónarhorni verða til umræðu á fyrirlestri sem Rosemary Whittaker flytur á vegum Rannsóknarstofu í kvennafræðum í kvöld kl. 20 í stofu 101 í Odda við Háskóla Íslands. Rosemary er að leggja lokahönd á doktorsritgerð í kvennafræðum frá hjúkrunarfræðideild Curtin-háskólans í Perth í Vestur-Ástralíu. Meira
12. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 426 orð

Líklegt þykir að Kohl stokki upp í stjórninni

TALSMAÐUR Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, reyndi í gær að gera lítið úr vangaveltum um að hann hygðist stokka upp í stjórn sinni til að auka vinsældir hennar og sigurlíkur í næstu kosningum. Theo Waigel fjármálaráðherra hafði hvatt Kohl til að stokka upp í stjórninni en talsmaður kanslarans, Herbert Schm¨ulling, sagði að Kohl hefði engin áform um breytingar á stjórninni. Meira
12. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Ljósmyndir fréttaritara

SÝNINGU á ljósmyndum fréttaritara sem nú stendur yfir í Blómavali á Akureyri lýkur næstkomandi laugardag. Á sýningunni er úrval ljósmynda fréttaritara Morgunblaðsins frá árunum 1995 og 1996. Myndirnar hafa verið settar upp víðsvegar á landsbyggðinni og verið mikið skoðaðar. Sýningin verður næst sett upp í Café Nielsen á Egilsstöðum. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð

Lyftarar lyfti ekki fólki

MÖRG alvarleg slys og óhöpp hafa orðið þegar vörulyftari hefur verið notaður til að lyfta mönnum í mikla hæð við vinnu þeirra, nú síðast á fimmtudag þegar maður féll fjóra metra niður af vörubretti sem honum hafði verið lyft á með vörulyftara. Vinnueftirlit ríkisins varar við slíkum vinnubrögðum. Meira
12. ágúst 1997 | Miðopna | 1276 orð

Lögregla þarf að þekkja styrk sönnunargagna Gísli Guðjónsson hefur unnið að rannsókn um 800 sakamála í Bretlandi og í um 400

Námskeið fyrir íslenska lögreglumenn í yfirheyrslutækni Lögregla þarf að þekkja styrk sönnunargagna Gísli Guðjónsson hefur unnið að rannsókn um 800 sakamála í Bretlandi og í um 400 þeirra hafa menn dregið til baka játningar sínar. Hann varð m.a. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

Makaskipti á íþróttahúsi og íbúðum

TILLÖGU frá Pétri Jónssyni, borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans, um makaskipti á íþróttahúsinu við Stórhöfða 17, Skvasshúsinu, og fimm íbúðum Reykjavíkurborgar í Aðalstræti 9, hefur verið vísað til íþrótta- og tómstundaráðs til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar. Meira
12. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 271 orð

Má bjóða þér ref eða lax?

VIÐ þjóðveginn sem liggur frá Múrmansk til Pétursborgar, eða Leníngrad eins og stendur enn á mörgum vegaskiltanna, hefur maður komið sér fyrir með varning sem hann reynir að freista vegfarenda með. Á nýhöggnar birkihríslur hefur hann hengt refaskinn og á endanum er poki með laxi, sem hann keypti á markaði í Múrmansk og reynir að selja með 3. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 337 orð

Menn aka enn á nagladekkjum

ALLS voru 307 mál færð til bókar hjá lögreglunni þessa helgi. Tilkynnt var um 7 líkamsárásir, 9 innbrot og ein tilraun var gerð til ráns. Höfð voru afskipti af 8 ökumönnum vegna gruns um ölvun við akstur. Töluverður mannfjöldi var í miðborginni aðfaranótt sunnudags og nokkur ölvun. Handtaka varð 7 manns og flytja 5 á slysadeild. Brotist var inn í fyrirtæki við Snorrabraut. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 419 orð

Mikill áhugi meðal lettneskra fjölmiðla

FJöLMENNI sótti messu á vegum séra Auðar Eir Vilhjálmsdóttur og Íslensku kvennakirkjunnar sem haldin var í tengslum við jafnréttisráðstefnu Norðurlanda og Eystrasaltsþjóða um helgina í Valmiera í Lettlandi. Messugjörðin hefur vakið mikla athygli þar í landi en séra Auði Eir var neitað um afnot af kirkjunni í Valmiera. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

Námskeið um Biblíuna

Á VEGUM Kristniboðssambandsins verður Biblíu- og kristniboðsnámskeið í Ölveri í Melasveit dagana 21. til 24. ágúst og er það öllum opið. Námskeiðið verður sett á fimmtudagskvöld en strax á föstudagsmorgun hefst kennsla. Kólossusbréf Páls postula verður rannsakað undir leiðsögn sr. Meira
12. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 339 orð

Ný kapella á sjúkrahúsinu

Hvammstanga-Lítil en sérstök kapella var vígð sunnudaginn 20. júlí í Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Kapellan, sem tekur um 30 manns í sæti, er hluti af nýbyggingu sem tekin var í noktun þann dag en er í reynd sjálfstæð eining í húsinu. Meira
12. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 124 orð

Nýr rekstrarstjóri Fossnestis

Selfossi-Magnús Jakobsson hefur verið ráðinn nýr rekstrarstjóri Fossnestis á Selfossi. Hann er ráðinn frá og með 1. ágúst. Magnús tekur við starfinu af Sigurði Ragnarssyni. Magnús hefur um árabil rekið Pylsuvagninn á Selfossi ásamt veisluþjónustu sem hann rak í samvinnu við félaga sinn. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 410 orð

Nýtt alþjóðlegt hafsvæði opnast suður af landinu

HATTON-banki og nærliggjandi hafsvæði sunnan íslenzku lögsögunnar verður óumdeilt alþjóðlegt hafsvæði eftir tvær vikur, nánar tiltekið 25. ágúst, en þá gengur hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna í gildi gagnvart Bretlandi, sem afsalar sér þar með tilkalli til 200 mílna fiskveiðilögsögu út frá Rockall-kletti. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 353 orð

Nærri sextug en þó eins og ný

HÚN er komin nokkuð til ára sinna en þó eins og ný, þýska skútan Anita, sem liggur nú við festar í Reykjavíkurhöfn. Þangað kom hún í gærmorgun frá Akureyri en siglingin hófst í Glückstadt í Þýskalandi 12. júlí sl. Um borð er tíu manna áhöfn frá Þýskalandi, átta karlar og tvær konur. Meira
12. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 337 orð

Ólympíutilræðum hótað ÓKUNN samtök a

ÓKUNN samtök andstæðinga þess, að Ólympíuleikar verði haldnir í Svíþjóð, hótuðu því í gær að þau myndu standa fyrir tilræðum gegn íþróttamönnum og áhorfendum ef af því verður að Stokkhólmur verði gestgjafi Ólympíuleikanna árið 2004. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

PÉTUR KRISTJÁN ÁRNASON

PÉTUR Kristján Árnason múrarameistari andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 10. ágúst. Pétur Kristján fæddist að Áslaugarstöðum í Selárdal í Vopnafirði, 4. febrúar 1919, sonur hjónanna Árna Árnasonar bónda og Hólmfríðar Jóhannsdóttur húsfreyju. Pétur Kristján lauk sveinsprófi í múrverki árið 1947 og fékk meistararéttindi 1951. Meira
12. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 244 orð

Piltur féll niður af vinnupalli

FIMMTÁN ára piltur féll niður af vinnupalli á sunnudagskvöld. Pilturinn var að vinna við "veggjakrot" uppi á allháum stalli austan við hús númer 24 við Kaupvangsstræti og klifraði hann yfir grindverk frá Gilsbakkavegi. Hann klifraði yfir hluta úr vinnupalli, sem reistur hafði verið upp við steinvegg neðan við grindverkið, en við það féll pallhlutinn á hliðina og pilturinn á eftir honum. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Plata í klæðningu losnaði

LOCKHEED Tristar-þota Atlanta flugfélagsins varð að snúa til Keflavíkur á ný eftir hálftíma flug áleiðis til M¨unchen snemma á sunnudagsmorgun. Plata á klæðningu neðan á skrokki þotunnar losnaði og féll af og varð nokkur hávaði en engin hætta var þó á ferðum. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 169 orð

Ráðstefna námsráðgjafa

NORRÆN ráðstefna námsráðgjafa á háskólastigi fer fram dagana 9.­13. ágúst í Háskóla Íslands. Meðal ráðstefnugesta eru aðilar sem meta umsóknir íslenskra námsmanna og sinna þeim hvað ráðgjöf og aðra aðstoð varðar meðan á námi stendur. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 173 orð

Ráðuneytinu send beiðni vegna barna

LÖGMAÐUR föður barnanna þriggja, sem fóru með móður sinni til Noregs í trássi við úrskurð héraðsdóms Reykjaness um að henni væri óheimilt að fara með börnin úr landi, hefur fyrir hönd föðurins lagt fram beiðni til dómsmálaráðuneytisins um að börnin verði færð til Íslands. Meira
12. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 289 orð

Sextán farast í flugslysi á Tævan

SEXTÁN manns létust er skrúfuþota frá tævanska flugfélaginu Formosa Airlines fórst á eynni Matsu, undan strönd Kína, á sunnudag. Björgunarsveitir fundu konu á lífi í flaki vélarinnar, en hún lést á leið á sjúkrahús, að því er aðstoðarforstjóri flugfélagsins tjáði fréttamönnum. Meira
12. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 407 orð

Staða forsetans gegn skæruliðum styrkist

HERMENN hliðhollir Imomali Rakhmonov, forseta Tadjikistans, náðu í gær iðnaðarsvæði úr höndum uppreisnarmanna, sem hafa haldið því í rúmlega hálft ár. Harðir bardagar hófust í landinu nokkrum vikum eftir að bundinn var endi á fjögurra ára borgarastyrjöld og fylgjast rússneskt yfirvöld vandlega með hverju fram vindur, Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

Steypt undir álver

STEYPUVINNA við undirstöður álvers Norðuráls á Grundartanga, við hlið Járnblendiverksmiðjunnar, er í fullum gangi og stólpar rísa þar hver af öðrum. Jarðvinna hófst í apríl og steypuvinnan mánuði síðar. Meira
12. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 228 orð

Stjórnarandstaðan tilbúin til viðræðna

AHMAD Shah Masood, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Afganistan, sagðist í viðtali við Reuter-fréttastofuna á mánudag vera tilbúinn til viðræðna við hreyfingu talebana, sem eru við stjórnvölinn í Kabúl, svo til hvar og hvenær sem er. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 442 orð

Styrkari lagagrundvöllur undirbúinn

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að hafinn sé undirbúningur að því að renna styrkari lagastoðum undir reglur sjávarútvegsráðuneytisins um veiðar erlendra skipa í efnahagslögsögunni. Tilefnið er dómur Héraðsdóms Suðurlands síðastliðinn föstudag þar sem norskur skipstjóri var sýknaður af hluta ákæru vegna þess að reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins, sem sett var í júní sl. Meira
12. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 245 orð

Svartsýni á árangur Kýpur-viðræðna

LEIÐTOGAR grísku og tyrknesku þjóðarbrotanna á Kýpur hófu vikulöng fundahöld í gær, en haft er eftir stjórnarerindrekum að litlar líkur væru á að eitthvað þokaðist í átt til lausnar. Deilur hafa staðið milli Grikkja og Tyrkja á Kýpur í 34 ár. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 175 orð

Taldi barnið vera hjá nágranna

Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur til meðferðar mál tæplega þriggja ára barns í Grafarvogi, en barnið fannst eitt á gangi á götu í hverfinu síðdegis á laugardag. Reynt var að lýsa eftir foreldrum þess í fjölmiðlum, en faðirinn hafði samband við lögreglu um kl. 21 um kvöldið, þegar hann uppgötvaði hvarf þess. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 235 orð

Tilraunir með tveggja metra vélknúinn arm skila árangri

BJARNI Tryggvason og aðrir í áhöfn bandarísku geimskutlunnar Discovery héldu í gær áfram tilraunum með tæplega tveggja metra langan, vélknúinn arm á fimmta degi geimfararinnar. Armurinn er japönsk smíð og frumgerð stærri arms sem verða á hluti japansks framlags til alþjóðlegrar geimstöðvar. Meira
12. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Til vetursetu á Grænlandi

ÞÝSKA skútan Dagmar Aaen hefur legið við Torfunefsbryggju á Akureyri síðustu daga. Skútunni var siglt frá Svalbarða og heldur hún á næstu dögum áleiðis til Austur- Grænlands þar sem höfð verður veturseta. Í leiðangrinum, Arctic Passages eru tíu menn frá ýmsum löndum, m.a. Þýskalandi og Chile, en ein íslensk stúlka tekur þátt í þessum leiðangri. Meira
12. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 223 orð

Tuborgdjass

TUBORGDJASS verður í Deiglunni í kvöld, þriðjudagskvöldið 12. ágúst kl. 22. Sigurður Flosason, saxófónn, Kjartan Valdimarsson, píanó, Þórður Högnason, knotrabassi og Matthías Hemstock, trommur, leika tónlist John Coltranes. Tónlist hans er með því mest krefjandi í djassinum, en hún spannar samt allt sviðið frá því að vera byggð á mjög einföldum hljómum upp í afar flókna samsetningu. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð

Tveir hafa játað

TVEIR starfsmenn hlaðdeildar Flugleiða hafa viðurkennt að hafa stolið varningi úr vörusendingum, sem flugfélagið flutti til landsins í júlímánuði. Þriðji maðurinn keypti vöru af öðrum hinna og er talinn hafa haft vitneskju um þjófnaðinn. Öllum mönnunum þremur hefur verið vikið úr starfi hjá Flugleiðum. Að sögn Johns Hill, rannsóknarlögreglumanns í Keflavík, er m.a. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 573 orð

Tökum aflaleysinu með jafnaðargeði

TUTTUGU og einn íslenskur togari var í gær kominn í Smuguna og sex til viðbótar munu vera á leiðinni þangað. Rán HF lét síðast úr höfn aðfaranótt sunnudagsins, samkvæmt upplýsingum frá Tilkynningaskyldunni. Að sögn útgerðarmanna er afli lélegur en verið er að freista gæfunnar í Smugunni þar sem skipin hafa ekki að neinu öðru að hverfa á meðan beðið er nýrra fiskveiðiáramóta þann 1. Meira
12. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 525 orð

Varar við höfnun sáttmálans

ER ÞAÐ hræðsluáróður eða hreinskilni að segja að Danir verði að ganga úr ESB, samþykki þeir ekki Amsterdam-sáttmálann? Aldrei þessu vant eru bæði Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra og Uffe Ellemann-Jensen formaður Venstre og fyrrum utanríkisráðherra sammála um að Dönum verði að skiljast að þetta verði óumflýjanleg afleiðing þess að hafna sáttmálanum. Meira
12. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Þriðjudagskvöldganga í Viðey

HEFÐBUNDIN gönguferð verður í Viðey í kvöld. Farið verður með Viðeyjarferjunni úr Sundahöfn kl. 20.30. Gengið verður frá kirkjunni framhjá Klausturhól um Klifið, Eiðið og yfir á Vesturey þar sem gengið verður suðurströndinni og síðan um miðja eyna heim á leið aftur. Meira
12. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Ættarmót að Löngumýri

ÆTTARMÓT afkomenda Helgu Jóhannsdóttur og Hallgríms Friðrikssonar frá Úlfsstaðakoti í Blönduhlíð verður haldið að Löngumýri í Skagafirði dagana 15. til 17. ágúst næstkomandi. Þau hófu búskap að Úlfsstaðakoti í Blönduhlíð 1888, en bæði voru þau eyfirskrar ættar. Mótið hefst síðdegis á föstudag 15. ágúst með sameiginlegu grilli og varðeldi um kvöldið. Meira

Ritstjórnargreinar

12. ágúst 1997 | Leiðarar | 838 orð

HUGSJÓNIR OG RAUNSÆI

HUGSJÓNIR OG RAUNSÆI ORGUNBLAÐIÐ hefur á undanförnum misserum hvatt til þess, að alvarlegar umræður fari fram um skólagjöld og hvort tímabært sé að taka þau upp á háskólastigi. Í ræðu við útskrift nemenda frá Menntaskólanum á Akureyri hinn 17. júní sl. Meira
12. ágúst 1997 | Staksteinar | 347 orð

»Strengjaspil STEINÞÓR Gunnarsson, ritstjóri Vesturlands, blaðs vestfirzkra sj

STEINÞÓR Gunnarsson, ritstjóri Vesturlands, blaðs vestfirzkra sjálfstæðismanna, gerir veiðileyfagjald að umræðuefni í blaði sínu, sem nýlega er komið út. Í LEIÐARANUM segir: "Mönnum er tíðrætt um svokallað veiðileyfagjald þessa dagana. Meira

Menning

12. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 128 orð

Afskiptasamir foreldrar NÝJASTA skýringin á sa

NÝJASTA skýringin á sambandsslitum þeirra Brad Pitt og Gwyneth Paltrow er sú að Pitt hafi einfaldlega ekki þolað fjölskyldu Gwyneth. Fyrir utan augljósan mismun á uppeldi þeirra Brad og Gwyneth, en hann ólst upp í fátækt og hún við ríkidæmi, þá virðist sem foreldrar Gwyneth hafi ætíð verið að skipta sér af sambandi unga fólksins. Meira
12. ágúst 1997 | Menningarlíf | 1755 orð

Amlóði opinn til túlkunar Leiksmiðjan LAB Loki hefur fengið góðar viðtökur í Englandi með uppfærsluna "Ferðalag Amlóða", en

ÍKYNNINGU er verkið sagt leikstýrt, sett upp og hannað af Rúnari Guðbrandssyni í nánu samstarfi við hópinn, þessi sýning er samsetning, stúdía á goðsögnunum Hamlet og Ófelíu þar sem Shakespeare er aðeins einn hlekkur í langri keðju. En Hamlet kom víða við fyrir daga Shakespeares eins og t.d. hjá Saxa Grammaticus sagnaritara. Meira
12. ágúst 1997 | Menningarlíf | 42 orð

"Blátt" í Jóni Indíafara

NÚ STENDUR yfir einkasýning Helgu Jóhannesdóttur á leirverkum í versluninni Jóni Indíafara í Kringlunni. Sýningin ber yfirskriftina Blátt. Helga útskrifaðist frá Myndlista­ og handíðaskóla Íslands árið 1991. Sýningin er opin á verslunartíma til 1. september. Meira
12. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 187 orð

Burns skiptir um gír

ED Burns hefur ákveðið að hvíla sig á gamanmyndum í bili ("The Brothers McMullen", "She's the One") og vinnur nú að tökum á dramatískri mynd, "Long Time, Nothing New". Burns hefur samt ekki breytt þeirri venju sinni að leika aðalhlutverkið í myndunum sem hann leikstýrir. Í "Long Time, Nothing New" leikur hann á móti Lauren Holly. Meira
12. ágúst 1997 | Skólar/Menntun | 304 orð

Bæjarfélagið tilbúið að styðja við bakið á skólunum

FRÁ Garðabæ mættu tveir stjórnendur skóla ásamt Oddnýju Eyjólfsdóttur, grunnskólafulltrúa bæjarins. Í samtali við Morgunblaðið sagði Oddný að ekki væri búið að taka ákvörðun um hvernig sjálfsmatsaðferðir skólanna verði framkvæmdar né hvernig bæjarfélagið muni styðja við þá að þessu leyti. Mikill vilji sé aftur á móti til að styðja við þróunarstarf skólanna. Meira
12. ágúst 1997 | Menningarlíf | 65 orð

Djass í miðbænum

FÉLAGARNIR Agnar Már Magnússon píanóleikari og Gunnlaugur Guðmundsson bassaleikari spila djasstónlist í miðbænum 13. og 14. ágúst. Tónleikarnir verða miðvikudagskvöldið í Eldgömlu Ísafold við Þingholtsstræti og á fimmtudagskvöld í Café Au Lait í Hafnarstræti 11. Þar mun Hilmar Jensson gítarleikari bætast í hópinn. Meira
12. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 150 orð

Dularfull veikindi

DIMITRI Hamlin, sonur kynbombunnar Ursulu Andress og leikarans Harry Hamlins, veiktist af dularfullum og óþekktum orsökum þegar hann var í fríi á Costa Rica fyrir skömmu. Hinn 17 ára gamli Dimitri var lagður inn á sjúkrahús í Los Angeles þar sem honum voru gefin sýklalyf á meðan læknar gerðu rannsóknir og reyndu að komast að því hvað olli háum hitanum. Meira
12. ágúst 1997 | Skólar/Menntun | 391 orð

Ekki nægir að hafa hlutina á tilfinningunni

FRÁ Mosfellsbæ komu tveir fulltrúar á námskeiðið, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, skólastjóri Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar og Sigríður Johnsen frá skólaskrifstofunni. Ragnheiður segir að miðað við þá fræðslu sem þátttakendur hafi fengið á udanförnum dögum sé ljóst að Íslendingar séu á fornaldarstigi hvað varðar gæðamat í skólastarfi. Meira
12. ágúst 1997 | Menningarlíf | 36 orð

Fimleikar á Edinborgarhátíð

SIMON Bates, til hægri, og fimir félagar hans, Jo-Ann Lancaster og Scott Grayland, sýna listir sínar á götum Edinborgarhátíðarinnar. Hún er ein stærsta listahátíð heims og er haldin í fimmtugasta sinn í ár. Meira
12. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 340 orð

Format fyrir menningu o.fl., 17,7

Format fyrir menningu o.fl., 17,7 Meira
12. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 78 orð

Gengið við Grundarfjörð

VEÐRIÐ var einstaklega gott þegar gengið var upp á langt aflangt fell milli Lárvaðals og Grundarfjarðar fyrir skömmu. Gangan var liður í hátíðarhöldunum 100 ár í Nesinu og voru þátttakendur 85 talsins. Þegar niður af fellinu kom var haldið niður í Sandvíkurfjöru, þar sem Lionsmenn grilluðu pylsur. Þar óðu börnin í sjóinn og að lokum var kveiktur varðeldur og lagið tekið. Meira
12. ágúst 1997 | Menningarlíf | 372 orð

Heimildaþættir um íslenska rithöfunda

Á HAUSTI komanda verða sýndir tólf heimildaþættir um íslenska rithöfunda á Stöð 2. Í þáttunum fjalla þeir um bækur sínar, áhrifavalda og yrkisefni og veita innsýn í daglegt líf sitt. Hrefna Haraldsdóttir er umsjónarmaður þáttanna og segir hún tilganginn með þáttaröðinni hafa verið þann að fá umfjöllun um bókmenntir í sjónvarp enda hafi hana skort. Meira
12. ágúst 1997 | Menningarlíf | 579 orð

Hjálpleg syrgjendum

eftir Ursula Markham. Útgefandi: Vasaútgáfan, Reykjavík 1997. FJÓRÐA bók Vasaútgáfunnar um sjálfshjálp heitir Sorgarviðbrögð, en um hinar þrjár, Þunglyndi, Kvíðafælni og hræðsluköst og Lystarstol og lotugræðgi, skrifaði ég í fyrri greinum. Ursula Markham er eins og höfundur hinna bókanna breskur sálfræðingur. Meira
12. ágúst 1997 | Menningarlíf | 89 orð

Hugmyndafræði Edgars Willems kynnt

SVISSNESKI píanóleikarinn og tónlistarkennarinn Jacques Chapuis leiðbeinir á námskeiði á vegum Félags tónlistarskólakennara sem haldið verður dagana 18.­21. ágúst nk. Mun hann þar kynna hugmyndafræði Edgars Willems í máli, tónum og myndum, auk þess að fjalla um kennslu byrjenda í hljóðfæraleik og spuna. Námskeiðið verður haldið í sal Tónlistarskóla FÍH við Rauðagerði í Reykjavík. Meira
12. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 143 orð

Konunglegt sumarfrí

SÆNSKA konungsfjölskyldan, sem þykir mjög alþýðleg, sýndi mikla kímnigáfu í sumarfríi sínu á frönsku Rívíerunni á dögunum. Silvía drottning keypti sér skemmtilegan stuttermabol í Saint Tropez og í raun nýjan vöxt ef marka má myndirnar úr fríinu. Að minnsta kosti hafði Karl Gustaf orð á því að frúin væri komin með kropp sem sannarlega væri verðugur Strandvarðarskutlunum í "Baywatch". Meira
12. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 94 orð

Le Bon íþróttadagur

SIMON Le Bon, söngvari hljómsveitarinnar Duran Duran, og eiginkona hans, fyrirsætan Yasmin, voru eins og hverjir aðrir stoltir foreldrar á íþróttadegi tveggja elstu dætra sinna nú á dögunum. Amber sjö ára og Saffron fimm ára voru hvattar og klappaðar áfram en hin tveggja ára Tallulah var of ung til að taka þátt í keppninni. Meira
12. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 76 orð

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKU

Matthildur (Matilda) Sonur forsetans (First Kid) Leitin að lífshamingjunni (Unhook the Stars) Í deiglunni Meira
12. ágúst 1997 | Skólar/Menntun | 167 orð

Námsmenn frá Minnesota styrktir til náms á Íslandi

HOLLVINAFÉLAG Minnesotaháskóla sem starfað hefur undanfarin ár hefur nú beitt sér fyrir stofnun íslensks minningarsjóðs um Valdimar Björnsson fyrrverandi ræðismann Íslands í Bandaríkjunum. Er sjóðnum ætlað að styrkja námsmenn frá Minnesota, sem vilja stunda nám við Háskóla Íslands. Var þetta tilkynnt sl. Meira
12. ágúst 1997 | Menningarlíf | 375 orð

Nýjar bækur HLJÓÐBÓKIN Tvær gam

HLJÓÐBÓKIN Tvær gamlar konur er eftir Velmu Wallis. Ingrid Jónsdóttir leikari les, en Gyrðir Elíasson íslenskaði. Höfundurinn, Velma Wallis, er af athabaskaættbálki indíána í Alaska, fædd árið 1961. Þetta er fyrsta bók hennar og kom út í prentaðri útgáfu hjá Kiljuklúbbnum fyrir tveimur árum. Meira
12. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 80 orð

Óheppin Faye Dunaway

LEIKKONAN Faye Dunaway handleggsbraut sig við æfingar á nýju leikriti. Þokkagyðjan Dunaway hefur mætt mótlæti á leiklistarsviðinu á síðustu árum en söngleikinn "Sunset Boulevard" sem var settur upp árið 1995 og sjónvarpsþátturinn "It Had To Be You" árið 1993 sungu svanasöng skömmu eftir frumsýningar. Meira
12. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 591 orð

Sjö tækifæri

ÓHÁÐA kvikmyndagerðin og Bergvík sf. standa að útgáfu á myndbandi með 7 stuttmyndum, og kemur það út í dag. Forsprakkar Óháðu kvikmyndagerðarinnar eru Grímur Hákonarson, Árni Sveinsson og Rúnar Rúnarsson. "Þetta eru samtök fyrir unga stuttmyndagerðarmenn sem eru um og yfir tvítugt. Í þessum samtökum styðja meðlimir hver annan svo þeim takist að framkvæma verkin sín. Meira
12. ágúst 1997 | Skólar/Menntun | 904 orð

Skóli er þjónustustofnun

Samkvæmt grunnskólalögum ber hverjum skóla að koma sér upp aðferðum til að meta skólastarfið og eru skólamenn víða um land farnir að fikra sig áfram. Hildur Friðriksdóttir leit inn á námskeið hjá Keith Humphreys og Höskuldi Frímannssyni, sem kynntu skólafólki ýmiss konar aðferðir við mat á skólastarfi. Meira
12. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 120 orð

"Spice Girls" í hundana

GLÆSISTÚLKURNAR í hljómsveitinni "Spice Girls" vekja athygli hvar sem þær koma og fylgjast fjölmiðlar í heimalandinu Bretlandi grannt með ferðum þeirra. Eftirhermur stúlknanna eru vinsælar og jafnvel á Íslandi finnast stúlkur sem vilja líkjast Kryddstelpunum. Það nýjasta nýtt eru hundar sem þykja líkjast þeim Emmu, Mel C., Geri, Mel B. Meira
12. ágúst 1997 | Menningarlíf | 51 orð

Sýnir í Finnlandi

TEXTÍLLISTAKONAN Heidi Kristiansen, sem er með vinnustofu á þriðju hæð í Ísafoldarhúsinu í Þingholtsstræti í Reykjavík, mun sýna verk sín í Vaasa í Finnlandi dagana 18.­29. ágúst. Það áhugafólk, sem langar að skoða verk hennar, í Ísafoldarhúsinu er boðið velkomið á vinnustofu hennar vikuna 11.­16. ágúst síðdegis alla daga. Meira
12. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 486 orð

Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbjarnardót

Grosse Pointe Blank Þétt og vönduð skemmtun í dekkri kantinum þar sem söguhetjan (Cusack) er leigumorðingi sem heldur til heimaborgarinnar til hitta æskuástina sína og dæla blýi í nýjasta viðfangsefnið. Yndislega kaldhæðin, vel leikin og skrifuð. Í hæsta máta óvenjuleg enda gerð af frumlegri hugsun sem er fágæt í Hollywood. Meira
12. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 93 orð

Úrvinda eftir líkamsrækt

LÍKAMSRÆKT tekur á og getur verið þreytandi eins og Lourdes litla dóttir Madonnu hefur komist að. Eftir æfingar í barnaleikfimi í Beverly Hills sofnaði hún í örmum barnfóstru sinnar enda ekkert grín að vera bara níu mánaða og eiga mömmu sem er heilsuræktarfrömuður. Meira

Umræðan

12. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 547 orð

Að njóta listar á óbrotinn hátt

UM ÁTTUNDU sýningu Úlfs, læknis, Ragnarssonar. Þessi listræna árátta Úlfs, læknis, sem við skóla- og bekkjarfélagar hans töldum vera í sérumslagi, upphófst fyrir alvöru, þegar hann var í heimavist M.A., veturinn 1939­'40, þá í þriðja bekk. Meira
12. ágúst 1997 | Aðsent efni | 948 orð

Einar Þorsteinn Ásgeirsson og læknavísindin (II)

UNDIR þessari fyrirsögn svarar gamall skólabróðir minn, Magnús Jóhannsson læknir, hinn 3.júlí aðfinnslum mínum við skrifum hans um vítamín og fæðubótarefni. ­ Ég er að hugsa um að "villa á mér heimildir" (!) einu sinni enn og skrifa hér nokkuð um læknisfræðina, sem er okkur Magnúsi báðum svo kært umfjöllunarefni. Meira
12. ágúst 1997 | Aðsent efni | 1179 orð

Fjármál Ólafsfjarðar

BÚSETT sunnan heiða hef ég fylgst með framvindu bæjarmála í Ólafsfirði eins og mér er unnt og mér hefur gramist að lesa og heyra í fjölmiðlum undanfarið um versnandi fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. Um daginn heimsótti ég heimabæ minn eins og ég geri reglulega. Þá á vegi mínum varð ársreikningur Bæjarsjóðs Ólafsfjarðar fyrir árið 1996 ásamt athugasemdum endurskoðenda þar um. Meira
12. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 198 orð

Heilbrigðisyfirvöld og tóbaksmálaferli

Í FRÉTT í breska læknablaðinu (BMJ, 314/28. júní 1997) er skýrt frá því að bresk heilbrigðisyfirvöld kanni möguleika á að hefja málsókn á hendur tóbaksfyrirtækjum vegna sjúkdómstilfella er rekja má til tóbaksreykinga. Á ráðstefnu bresku heilbrigðisstjórnarinnar í Brighton í síðustu viku birtist þessi krafa. Meira
12. ágúst 1997 | Aðsent efni | 551 orð

Hlustum enn og hugsum líka

FYRIR skömmu vakti ég hér athygli á því, að sjálfur faðir hagfræðinnar, Adam Smith, hefði sitt hvað að segja um skoðun, sem Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor hefur haldið fram í baráttu sinni fyrir auðlindaskatti eða veiðigjaldi. Þorvaldur segir, að hagfræðingar hafi lítinn áhuga á að leggja á ráðin um bættan viðskiptahag, ef fólk eins og Ímelda Marcos hirðir eitt ávinninginn. Meira
12. ágúst 1997 | Aðsent efni | 1092 orð

Hvers vegna eru lög um réttindi sjúklinga tilkomin? Ónauðsynlegur lyfjaaustur, segja þær Guðrún María Óskarsdóttir og Ásdís

RÉTTINDI þeirra er minna mega sín í samfélaginu, vegna aðstæðna einhvers konar, þarf að verja því hinn flókni frumskógur leiða til að leita réttar síns í samfélaginu er mörgum ofviða, er á þurfa að halda, ekki hvað síst þegar óvænt heilsutap ber að garði einhverra hluta vegna. Meira
12. ágúst 1997 | Aðsent efni | 901 orð

Landsmótssigrar

LANDSMÓT UMFÍ hafa á síðustu áratugum markað sér ákveðinn sess í þjóðlífi okkar Íslendinga. Þau eru orðin eftirsóknarverð fyrir íþróttahéruðin, vegna stórkostlegrar uppbyggingar á íþróttaaðstöðu sem framkvæmd þeirra fylgir. Meira
12. ágúst 1997 | Aðsent efni | 1558 orð

ÓBEISLAÐIR ORKUMÁLASTJÓRAR

JAKOB Björnsson, fyrrverandi orkumálastjóri, og Þorkell Helgason, sá núverandi, reyna í Morgunblaðinu 6. júlí að sannfæra landsmenn um að 100 þúsund tonna álvinnsla í Straumsvík árið 1996 eigi meira sameiginlegt en ætla megi í fljótu bragði við erlenda ferðaþjónustu í landinu, hvort sem er árið 1996 eða síðar þegar ætla má að erlendir ferðamenn verði orðnir tvöfalt fleiri en árið 1996. Meira
12. ágúst 1997 | Aðsent efni | 678 orð

Spurt um réttlæti

NÚ NÝVERIÐ féll sá úrskurður Hæstaréttar Íslands að ekki séu rök til að taka upp að nýju hin svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmál. Þessi dapurlega niðurstaða olli okkur mörgum vonbrigðum. Ekki bara vegna þess að við værum sannfærð um sakleysi Sævars Ciesielskis og félaga. Ekki heldur vegna þess að við gætum vitnað sekt upp á einhverja aðra. Meira
12. ágúst 1997 | Aðsent efni | 838 orð

Umhverfisslys í Elliðaárdal

BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti sérstaka tillögu um framkvæmdir í Elliðaárdal á fundi sínum þann 19. maí 1994. Tillagan fjallaði efnislega um það, að ekki kæmi til framkvæmda í dalnum, hvort sem um væri að ræða verklegar framkvæmdir, breytingar eða röskun á náttúru, umhverfi eða mannvirkjum, án sérstakrar umræðu og samþykktar í Borgarstjórn Reykjavíkur. Meira
12. ágúst 1997 | Aðsent efni | 657 orð

Vaknið, Siglfirðingar!

HANN hafði verulegar áhyggjur af því, forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar í fréttum fyrir skömmu, að grúturinn í loftinu kynni að fæla ferðamenn frá staðnum. Eftir stutta heimsókn til Siglufjarðar finnst mér grúturinn í loftinu vera minna vandamál en áhugaleysi Siglfirðinga á ferðaþjónustunni. Sofandi bær Meira

Minningargreinar

12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 163 orð

Hlöðver Johnsen

Fyrir nokkrum árum rakst ég á gamlan Vestmannaeying á vertshúsi hér í borginni og tókum við tal saman. Eyjaskegginn gamli var ræðinn og í alla staði mjög skemmtilegur karl. Talið barst að dauðanum, manninum með ljáinn. Maðurinn með ljáinn fyrirfinnst ekki í Eyjum, sagði sá gamli. Þar heldur hann á voldugum, skaftlöngum háfi og sveiflar honum í gríð og erg, bætti hann við. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 32 orð

HLÖÐVER JOHNSEN Jón Hlöðver Johnsen fæddist í Frydendal í Vestmannaeyjum 11. febrúar 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja

HLÖÐVER JOHNSEN Jón Hlöðver Johnsen fæddist í Frydendal í Vestmannaeyjum 11. febrúar 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 10. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 19. júlí. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 485 orð

Kristín Björk Kristjánsdóttir

Það var góður dagur þegar Kristín Björk og Sigurður stofnuðu til sambúðar. Höfðu þau að sjálfsögðu mikið samband í Lundarreykjadal þar sem Sigurður ólst upp í hlaðvarpanum hjá okkur hjónum enda ekki furða þar sem gott tvíbýli var og er á Oddsstöðum og í þá daga voru húsfreyjurnar systur fæddar og uppaldar á staðnum. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 263 orð

Kristín Björk Kristjánsdóttir

Það var sunnudagur og það var rigning. Ég var formlega kynnt tengdamóður minni Kristínu Kristjánsdóttur. Hún kom æðandi inn úr garðinum þar sem hún hafði eytt morgninum, sagði að það væri nú orðið heldur napurt og ákvað því að skella sér í vöfflubakstur. Þegar ég hugsa til þessarar stundar sé ég að þessi kynning var mjög táknræn. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 208 orð

Kristín Björk Kristjánsdóttir

Í djúpri hryggð kveðjum við í dag elskulega starfssystur okkar, Kristínu Kristjánsdóttur, ljósmóður, hinstu kveðju. Efst í hugum okkar á kveðjustund er þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér og njóta samstarfsins með þér sem aldrei bar skugga á og verður okkur öllum ljós í minningunni. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 154 orð

Kristín Björk Kristjánsdóttir

Kristín Björk Kristjánsdóttir Kristín Björk Kristjánsdóttir fæddist á Akureyri 10. desember 1947. Hún lést á Landspítalanum 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Jónsson, fv. vörubílstjóri Akureyri, f. 7.12. 1920 og Auður Ólafsdóttir, f. 17.3. 1922, d. 26.9. 1978. Kristín var elsta barn þeirra. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 277 orð

Kristín B. Kristjánsdóttir

Elsku Kristín systir. Mikið er það sárt og erfitt að skilja að þú sért farin frá mér, ekki lengur í rólega góða Mosfellsbænum okkar. Þú sem varst svo hissa og glöð þegar ég sagði þér að ég væri að flytja í bæinn þinn fyrir 3 árum og þú sagðir mér frá því hvernig Mosfellsbærinn væri og hér væri gott búa. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 389 orð

Kristín B. Kristjánsdóttir viðb. þriðjudag

Í dag kveðjum við kæra skólasystur okkar, Kristínu Björk Kristjánsdóttur, sem er látin eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Hugurinn reikar aftur um rúman aldarfjórðung til þess tíma er við hittumst við upphaf náms okkar í Ljósmæðraskóla Íslands á haustdögum 1970. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 255 orð

Kristín B. Kristjánsdóttir viðb. þriðjudag

Elsku Stína frænka. Núna ertu farin frá okkur eftir langa og erfiða baráttu við sjúkdóm þinn sem lokum hafði yfirhöndina. Ég mun aldrei gleyma hvað mér þótti gaman að koma til ykkar í Bjargartangann í alls kyns afmæli og boð þar sem öll ættin var alltaf saman komin í mikla gleði og fjör. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 362 orð

Kristín B. Kristjáns, viðbót þriðjudag

Elsku systir, nú er kveðjustundin komin. Margra ára baráttu við illvígan sjúkdóm er lokið. Ég hafði alltaf ætlað mér að vera hjá þér þar til yfir lyki, en það fór á annan veg. Ég taldi óhætt að fara í vikutíma til Danmerkur til að heimsækja börnin mín, var þó á báðum áttum ­ hélt að þinn tími væri ekki kominn alveg strax. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 173 orð

Níels Kristinn Gunnarsson

Elsku afi okkar. Við vonum að þér líði vel núna og við eigum öll eftir að sakna þín mjög mikið. Við munum minnast þess þegar við heimsóttum ykkur ömmu í Sævang, þá varstu vanur að stinga upp í okkur nammimolum. Einnig allra bryggju- og sjóferðanna sem þú tókst okkur með í, eins og á 67 ára afmæli þínu þegar við öll fórum á sjóstöng og skemmtum okkur vel saman. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 677 orð

Níels Kristinn Gunnarsson

Í dag er til moldar borinn frá Stærri-Árskógskirkju Níels Gunnarsson frá Hauganesi en hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. ágúst sl. Fyrir tæpum fjórum árum fylgdum við bróður hans, Halldóri, til grafar. Báðir voru þeir mikil karlmenni en urðu að lúta í lægra haldi fyrir erfiðum sjúkdómi langt um aldur fram . Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 161 orð

Níels Kristinn Gunnarsson

Elsku afi minn. Það er mjög sárt að setjast niður núna og skrifa nokkrar línur því orð geta ekki lýst því hve mér þykir vænt um þig og ég á eftir að sakna þín. Allar þær minningar um þig og allt sem þú gerðir fyrir okkur barnabörnin geymi ég í hjarta mér. Allar veiðiferðirnar sem þú fórst með okkur niður að bryggju og tókst fiskana okkar af önglinum því ekki þorðum við það. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 269 orð

NÍELS KRISTINN GUNNARSSON

NÍELS KRISTINN GUNNARSSON Níels Kristinn Gunnarsson fæddist á Árskógsströnd 15. júlí 1928. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gunnar Níelsson, útgerðarmaður, f. 1.12. 1905, d. 5.10. 1980, og kona hans Helga Jónsdóttir, húsfreyja, f. 1.7. 1907, d. 31.3. 1987, Garði, Hauganesi. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 223 orð

Pálmi Aðalbjörn Arason

Mig langar að minnast tengdaföður míns, Pálma A. Arasonar prentara, sem lést á Landspítalanum 3. ágúst síðastliðinn. Stríð hans við erfiðan sjúkdóm var orðið bæði langt og strangt. Miklar sviptingar höfðu einnig orðið í einkalífi hans á undanförnum mánuðum, sem fengu mikið á hann, þó svo hann talaði ekki um þær. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 372 orð

Pálmi Aðalbjörn Arason

Vinskapur okkar hjónanna og Pálma hófst fyrir 40 árum þegar við Sigrún hófum okkar búskap í Stigahlíðinni. Nú við andlát Pálma hrannast upp minningar um margar, ógleymanlegar samverustundir, sem þó voru alltof fáar þegar litið er um öxl. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 291 orð

Pálmi Aðalbjörn Arason

Elsku besti afi minn. Núna er komið að kveðjustundinni, þótt ég muni aldrei kveðja þig alveg, því að minning mín um þig, vináttu þína, kærleik og ást mun alltaf vera mér ofarlega í huga. Elsku afi minn, þú sem hefur alltaf verið mér svo góður og staðið með mér í blíðu og stríðu, ég vona að þér líði núna sem best því þú átt það innilega skilið eftir þínar þjáningar, Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 243 orð

PÁLMI AÐALBJÖRN ARASON

PÁLMI AÐALBJÖRN ARASON Pálmi Aðalbjörn Arason fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1928. Hann lést á Landspítalanum 3. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ari Finnsson verkamaður í Reykjvaík, f. 25. mars 1899, d. 16. maí 1974, og kona hans Guðlaug Magnúsdóttir, f. 15. desember 1898, d. 2. júlí 1941. Bróðir Sigurfinnur Arason úrsmiður, f. 13.9. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 34 orð

Pálmi Aðalbjörn Arason Elsku afi minn og nafni, ég mun sakna þín sárt en mun minnast allra skemmtilegu og góðu stunda okkar

Pálmi Aðalbjörn Arason Elsku afi minn og nafni, ég mun sakna þín sárt en mun minnast allra skemmtilegu og góðu stunda okkar saman. Ég veit að þér líður vel núna. Þinn afastrákur, Pálmi Aðalbjörn Hreinsson. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 610 orð

Sigfús Halldórsson

Nú er rúmlega hálft ár liðið, síðan vinur minn andaðist, tónskáldið og listamaðurinn Sigfús Halldórsson. Á Þingvöllum er listamaðurinn einn, en þó ekki einmana. Við augum blasa litauðgir klettar, skörðóttar fjallseggjar, víðáttumiklar flatir og sjálft Þingvallavatn, heillandi og dularfullt. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 26 orð

SIGFÚS HALLDÓRSSON

SIGFÚS HALLDÓRSSON Sigfús Halldórsson fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1920. Hann lést á Landspítalanum 21. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 2. janúar. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 180 orð

Sigurður Örn Arnarson

Þar sem ég gat ekki verið við útför þína langar mig að minnast þín lítillega á 24 ára afmælisdegi þínum í dag, 12. ágúst. Ég geri það best með þessum fallegu ljóðlínum: Nú skil ég það fullvel hver auðlegð mín er, er öðlast ég gjafirnar þínar. Með fátækum orðum, sem finn ég hjá mér, ég færi þér þakkirnar mínar. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 45 orð

SIGURÐUR ÖRN ARNARSON

SIGURÐUR ÖRN ARNARSON Sigurður Örn Arnarson fæddist í Lúxemborg 12. ágúst 1973 og hefði því orðið 24 ára í dag hefði hann lifað. Hann lézt af slysförum í Manchester á Englandi 17. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 27. júní. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 418 orð

Þorgeir Pétursson

Þorgeiri föðurbróður mínum kynntist ég ekki fyrr en ég var orðin rúmlega tvítug, þá myndaðist með okkur hið ágætasta samband. Þorgeir var yngsta barn foreldra sinna og næstur föður mínum, hálfbróðir hans samfeðra, að aldri. Samband hálfbræðranna sem ólust ekki upp saman var gott, þeir hittust oft því báðir bjuggu þeir í Þingholtunum. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 193 orð

ÞORGEIR PÉTURSSON

ÞORGEIR PÉTURSSON Þorgeir Pétursson fæddist í Reykjavík 3. maí 1922. Hann lést á heimili sínu 3. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pjetur Georg Guðmundsson bókbindari, f. 6.9. 1879, d. 13.8. 1947, og Ágústína Þorvaldsdóttir, f. 11.8. 1887, d. 5.1. 1966. Pjetur og Ágústína eignuðust 6 börn. Þau skildu. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 447 orð

Þórhallur Barðason

Hann Þórhallur er dáinn, búinn að fá hvíldina og horfinn á vit hins óþekkta. Eftir situr minning um vammlausan mann sem vildi öllum vel og vandaði verk sín og líf sitt allt. Hann tignar þau lög sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Meira
12. ágúst 1997 | Minningargreinar | 372 orð

ÞÓRHALLUR BARÐASON

ÞÓRHALLUR BARÐASON Þórhallur Sölvi Barðason fyrrum stýrimaður og verslunarmaður fæddist á Siglufirði 9. júní 1912. Hann lést á sjúkradeild Hrafnistu 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar Þórhalls voru hjónin Ingibjörg Þorleifsdóttir, húsmóðir, f. á Siglunesi við Siglufjörð 10. okt. 1867, d. 23. Meira

Viðskipti

12. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 237 orð

Bankavextir þróast í takt við markaðsvexti

Íslandsbanki og sparisjóðirnir lækka vexti Bankavextir þróast í takt við markaðsvexti ÍSLANDSBANKI lækkaði vexti á víxillánum í gær og innlánsvexti á sparisjóðsbókum og tékkareikningum og sparisjóðirnir lækkuðu einnig vexti á almennum tékkareikningum. Meira
12. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 197 orð

ÐEvrópsk hlutabréf lækka LÆKKUN varð á helstu evró

LÆKKUN varð á helstu evrópsku hlutabréfamörkuðunum í gær. Þrátt fyrir að þeir hafi heldur rétt úr kútnum þegar leið á daginn eftir slæma byrjun. Í London, Frankfurt og París lækkuðu hlutabréf í upphafi dagsins að meðaltali um 1% en á föstudag hafði orðið tveggja prósenta lækkun á hlutabréfum í Wall Street sem var að skila sér til Evrópu á mánudag. Meira
12. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 546 orð

Hagnaður 49% minni

HAGNAÐUR Skeljungs hf. dróst saman um 49% á fyrstu sex mánuðum þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. Nam hagnaður tímabilsins 53 milljónum króna en hagnaður fyrirtækisins fyrstu sex mánuði síðastliðins árs nam 104 milljónum króna. Meira
12. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 236 orð

Söluverðið tæpar 90 milljónir króna

ÐRíkið selur öll hlutabréfin í Bifreiðaskoðun Söluverðið tæpar 90 milljónir króna SALA á hlutabréfum ríkisins í Bifreiðaskoðun hf. hefst á fimmtudag, 14. ágúst. Um er að ræða allt hlutafé ríkisins í fyrirtækinu en ríkið á tæplega 44% hlutafjár í Bifreiðaskoðuninni en heildarhlutafé fyrirtækisins er 81,7 milljónir króna. Meira
12. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 154 orð

Tæknival styrkir tengsl við Microsoft

TÆKNIVAL hf. hefur gerst þátttakandi í sérstöku verkefni á vegum Microsoft Corporation er nefnist "Microsoft Solution Provider '97". Í verkefninu felst að Tæknival er orðið hluti af neti fyrirtækja um allan heim, sem selja hágæðalausnir byggðar á vörum og tækni Microsoft í Bandaríkjunum, að því er kemur fram í frétt frá Tæknivali. Meira
12. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 135 orð

Utanríkisráðherra kynnir viðskiptaþjónustu

VIÐSKIPTAÞJÓNUSTU utanríkisráðuneytisins verður hleypt formlega af stokkunum 1. september nk. og mun ráðuneytið þá taka við því hlutverki sem Útflutningsráð Íslands hefur gegnt til þessa. Efndi utanríkisráðuneytið til fundar í gær til þess að kynna þessa þjónustu og bækling sem gefinn hefur verið út í tengslum við hana. Meira

Daglegt líf

12. ágúst 1997 | Neytendur | 65 orð

Handhreinsiklútar

HAUKUR sf. hefur hafið sölu og dreifingu á Scrubs handhreinsiklútum. Klútarnir eru vatnsfríir og með sérstakri efnablöndu sem inniheldur ekki eiturefni. Ekki þarf að nota vatn, sápu, kemísk efni né annað með klútunum en þeir eru hannaðir til að hreinsa olíu, feiti, tjöru, smurningu, málningu og vax. Meira
12. ágúst 1997 | Neytendur | 60 orð

Saltkex og sætt kex

HAFINN er innflutningur á kexi frá bandarísku fyrirtækjunum Keebler og Sunshine. Um fjórar tegundir af saltkexi er að ræða og tvær tegundir af sætu kexi, súkkulaðibitakökur og súkkulaðihúðað kex. Það er heildverslunin Innnes sem sér um innflutning á kexinu sem fæst í Nóatúni og hjá Þinni verslun. Einnig er kexið væntanlegt í sölu hjá Hagkaup. Meira
12. ágúst 1997 | Neytendur | 291 orð

Spilliefnagjald lagt á rafhlöður

UM 80% af rafhlöðum má urða en 20% þarf að meðhöndla á sérstakan hátt og senda til útlanda til eyðingar, að sögn Guðfinns Johnson hjá spilliefnanefnd. Nú nýlega lagði nefdin spilliefnagjald á rafhlöður og er það 186 kr. á kílóið. Meira

Fastir þættir

12. ágúst 1997 | Dagbók | 3001 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
12. ágúst 1997 | Í dag | 61 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Fimmtugur er í dag, 12.

Árnað heilla ÁRA afmæli. Fimmtugur er í dag, 12. ágúst, Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður. Atli tekur fagnandi á móti gestum í Kiwanishúsinu að Engjateig 11, Reykjavík föstudaginn 15. ágúst nk. milli kl. 19 og 21. ÁRA afmæli. Í dag þriðjudaginn 12. Meira
12. ágúst 1997 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm.st. Nína. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Bústaðakirkju þann 7. júlí af sr. Pálma Matthíassyni Þórunn Eiðsdóttir og Gunnar Bjarnason. Heimili þeirra er að Nóatúni 15. Meira
12. ágúst 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 26. júlí í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Hildur Sigurjónsdóttir og Sigurður Jóhannsson. Heimili þeirra er í Bakkaseli 34. Meira
12. ágúst 1997 | Dagbók | 547 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
12. ágúst 1997 | Í dag | 340 orð

ÍMAFYRIRTÆKI um heim allan, þ.ám. Póstur og s

ÍMAFYRIRTÆKI um heim allan, þ.ám. Póstur og sími á Íslandi hafa í mörg ár stundað okur við verðlagningu á símtölum milli landa. Því miður er ekki hægt að nota annað orð um verðlagningu á þessari þjónustu. Þó skal tekið fram, að verðið hefur lækkað verulega síðustu ár. Meira
12. ágúst 1997 | Fastir þættir | 716 orð

Risahvannir ­ Heracleum Flagð undir fögru skinni

SAMEIGINLEGT einkenni flestra, sem eignast garð í fyrsta skiptið, er að þeir fara að velta fyrir sér garðagróðri, skoða hvað vex í eigin garði og annarra. Flestum er líkt farið í byrjun, garðurinn er lítið annað en grasflöt, e.t.v. með vísi að skjólbelti umhverfis, en smám saman bætast við blóm, tré og runnar. Sjálfsagt hafa margir komið sér upp óskalista yfir plöntur, sem þeir hafa ágirnst, Meira
12. ágúst 1997 | Í dag | 271 orð

Tapað/fundið Myndavél fannst MYNDAVÉL fannst á v

MYNDAVÉL fannst á víðavangi innst í Berufirði laugardaginn 26. júlí sl. Filma var í vélinni og hafði verið tekin ein mynd á filmuna - sú mynd fylgir hér með. Sá sem kannast við myndina er beðinn að hafa samband í síma 557­1879, Friðrik. Myndir fundustí leigubíl HRINGT var frá BSR og sagt að í leigubíl hefðu fundist myndir sem framkallaðar voru á Benidorm 18. júlí sl. Meira
12. ágúst 1997 | Fastir þættir | 2520 orð

Tölthornið loks heim eftir tíu ára útlegð

4. til 10. ágúst. GLÆSILEGASTI árangur sem íslendingar hafa náð var staðreynd þegar ljóst var að Vignir Siggeirsson á Þyrli frá Vatnsleysu hafði unnið sigur í töltkeppni heimsmeistaramótsins í Seljord. Sigurlaunin eftirsóttu, tölthornið, komið heim á nýjan leik eftir tíu ára veru í höndum Þjóðverja. Meira
12. ágúst 1997 | Fastir þættir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

AUK Íslendinganna sem skipuðu íslenska liðið voru 17 Íslendingar skráðir knapar annarra landa á mótinu og voru sumir þeirra í toppbaráttunni. Þá voru fjórir Íslendingar annaðhvort liðstjórar eða þjálfarar hjá liðum annarra landa og alls voru þar fjórir íslenskir dómarar. Meira

Íþróttir

12. ágúst 1997 | Íþróttir | 320 orð

Allt hægt með réttu hugarfari

KR-ingar taka á móti gríska liðinu OFI Krít í forkeppni Evrópukeppni félagsliða á Laugardalsvelli í kvöld. Haraldur Haraldsson, þjálfari KR, á von á hörkuleik en segist þó bjartsýnn á að KR-ingar nái hagstæðum úrslitum. "Þessi leikur leggst alveg ágætlega í mig en það er þó ljóst að við þurfum ýmislegt að laga í kjölfar bikarleiksins á móti ÍBV," sagði Haraldur. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 144 orð

Á 3. mínútu barst knötturinn til Tryggva Guðmundssonar

Á 3. mínútu barst knötturinn til Tryggva Guðmundssonar fyrir utan vítateig KR-inga og reyndi Tryggvi skot að marki. Knötturinn fór í varnarmann en barst síðan aftur til Tryggva og renndi hann þá út til hægri á Sigurvin Ólafsson. Sigurvin hikaði hvergi, lét vaða á markið með hægri fæti og hafnaði knötturinn í markhorninu vinstra megin. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 136 orð

Ánægður með sigurinn

"ÉG er mjög ánægður með sigurinn í mótinu og sáttur við spilamennskuna", sagði Kristinn G. Bjarnason GR eftir sigur sinn í mótinu. "Ég sló mjög vel allt mótið og komst yfirleitt vel inná flatirnar og heim að stöng, þurfti því ekki að treysta eins mikið á púttin. Það hefur verið mjög góð stígandi í spilamennsku minni í sumar og hafa stífar æfingar skilað sér mjög vel. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 60 orð

Berg til Man. Utd.

NORSKI landsliðsmaðurinn Henning Berg hefur skrifað undir fimm ára samning við ensku meistarana Manchester United. Berg, sem áður var í herbúðum Blackburn Rovers, var keyptur til United á 5 milljónir punda og er hann þar með fjórði Norðmaðurinn til þess að ganga í raðir félagsins, en fyrir eru þeir Ole Gunnar Solskjær, Ronny Johnsen og Erik Nevland. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 297 orð

Blikarnir í baráttunni Breiðablik átti ekki í

Breiðablik átti ekki í vandræðum með slaka Þórsara á Akureyrarvelli í gær og sigraði 3:1. Liðið á fullt erindi í toppbaráttuna með Þrótti og ÍR en önnur lið eiga vart heima þar. Blikum hefur gengið frekar illa að skora til þessa en nú virtist það lítið mál hjá þeim. Lið Þórs var ekki sannfærandi og gerir vart meira úr þessu en sigla lygnan sjó. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 602 orð

Bubka tókst hið ómögulega

SERGEY Bubka, stangarstökkvari frá Úkraínu er engum líkur. Á sunnudaginn varð hann heimsmeistari í sjötta sinn og það hefur enginn leikið eftir og verður sjálfsagt löng bið þar til einhver jafnar þennan einstaka árangur stangarstökkvarans frábæra hvað þá bætir hann ­ ef það verður þá nokkru sinni gert. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 47 orð

Carl Norðurlandameistari í skotfimi

Carl Norðurlandameistari í skotfimi CARL J. Eiríksson varð Norðurlandameistari öldunga í riffilskotfimi nú ekki alls fyrir löngu og er þetta í fjórða skipti í röð sem Carl tryggir sér titilinn. Þá vann hann einnig sigur í senio 2 flokki á móti í Danmörku og hlaut þar 587 stig. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 452 orð

Damon Hill "vann" í Búdapest

BRESKI heimsmeistarinn Damon Hill sýndi og sannaði í Hungaroring-kappakstursbrautinni í Búdapest á sunnudag að hann er annar af tveimur bestu ökumönnum í formúlu-1 kappakstri í dag. Á bíl sem talinn er standa öðrum langt að baki sýndi hann mikla aksturssnilli en bilun undir lokin varð þess valdandi að hann varð að sætta sig við annað sæti. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 96 orð

Daniel Komen Fæddur:

Fæddur: 17. maí 1976 í Mwen,Kenýa. Ferill: Tókst ekki að vinna sérsæti í keppnisliði Kenýa fyrirÓlympíuleikana í fyrra, en áttiþess utan frábært ár. Bætti þáheimsmet Alsírsmannsins Noureddine Morcelis í 3.000 m hlaupi,hljóp á 7.20,67 mín. og varð einnig stigameistari Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 35 orð

Eins og elding skaust Þórarinn Kristjánsson i

Eins og elding skaust Þórarinn Kristjánsson inn í vítateig Leifturs á 117. mín., var við markteigslínu þegar knötturinn barst fyrir mark Leiftursmanna, eftir sendingu Guðmundar Steinarssonar. Þórarinn tók knöttinn á brjóstið og í netinu hafnaði hann. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 157 orð

Engquist á söguspjöld HM

LUDMILA Engquist hlaupakona frá Svíþjóð braut blað í sögu heimsmeistaramótsins í frjálsíþróttum er hún varð fyrsti íþróttamaðurinn til þess að vinna gullverðlaun fyrir tvær þjóðir á HM. Árið 1991 sigraði hún í 100 m grindahlaupi fyrir Sovétríkin, en í fyrra fékk hún sænskan ríkisborgararétt og vann nú einu gullverðlaun þjóðar sinnar í 100 m grindahlaupi síðasta keppnisdaginn. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 283 orð

Engquist braut blað í sögu HM

Engquist braut blað í sögu HM LUDMILA Engquist frá Svíþjóð braut blað í sögu heimsmeistarakeppninnar er hún sigraði í 100 metra grindahlaupi á 12,50 sekúndum, sem er besti tími hennar í ár. En það er ekki tíminn sem er merkilegastur heldur að Engquist er fyrsti íþróttamaðurinn til að verða heimsmeistari fyrir tvær þjóðir. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 490 orð

Er ekki kominn tími til aðGunnar Oddssonhampi bikarnum?Hugsa gott til glóðarinnar

GUNNAR Oddsson, leikmaður og þjálfari Keflavíkurliðsins, hefur náð góðum árangri með liðið sitt fyrsta keppnistímabil sem þjálfari. Keflavík er komið í bikarúrslit gegn ÍBV og þá eru liðin einnig að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Gunnar hefur fimm sinnum tekið þátt í bikarúrslitaleikjum með Keflavík og KR, en aldrei náð að fagna sigri á Laugardalsvellinum. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 417 orð

Evrópumeistarar Dort- mund biðu lægri hlut

Hátt skrifað lið Dortmund tapaði fyrir Schalke, 1:0, í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardag. Varamaðurinn Ingo Anderbr¨ugge kom inná þegar tólf mínutur voru eftir og tryggði Schalke stigin þrjú á 86. mínútu þessa 108. leiks nágrannanna úr Ruhr-héraðinu. "Það er frábær tilfinning að sigra Dortmund. Þessi sigur er liðinu mikils virði," sagði Anderbr¨ugge. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 478 orð

FATUMA Roba frá Eþíópíu,

FATUMA Roba frá Eþíópíu, Ólympíumeistari í maraþon-hlaupi kvenna, var á meðal þeirra fremstu í hlaupinu á fyrstu kílómetrunum á heimsmeistaramótinu í Aþenu . Hún dróst síðan aftur úr þegar hlaupið var hálfnað og lauk ekki hlaupinu. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 176 orð

Fyrsta kast Hattestad dugði til sigurs

TRINE Hattestad frá Noregi endurheimti heimsmeistarartitilinn í spjótkasti kvenna á laugardaginn er hún kastaði 68,78 metra í fyrsta kasti og dugði það til sigurs. Hattestad varð heimsmeistari árið 1993 en var fjarri góðu gamni í Gautaborg 1995 vegna þess að hún var ófrísk. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 33 orð

Fædd 18. apríl 1966 í Lorenskog, Noregi. Ferill:

Fædd 18. apríl 1966 í Lorenskog, Noregi. Ferill: Varð heimsmeistari 1993 og hlautsilfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996. Féll á lyfjaprófi 1989. Hefurkastað lengst 72,13 m árið 1993. Hefurorðið Noregsmeistari 11 sinnum. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 61 orð

Fæddur:

Fæddur: 4. desember 1964 íLugansk, Úkraínu. Ferill: Hefur unnið stangarstökk á öllum sex heimsmeistaramótum sem haldin hafaverið. Sautján sinnum bættheimsmetið síðan 1984 aukþess að verða fyrstur til aðstökkva yfir 6 m. árið 1985.Heimsmet hans er 6,14 m,sett í Sestiere á Ítalíu 1994. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 65 orð

Fæddur:

Fæddur: 28. júní 1967 íZwickau, Þýsklandi. Ferill: Heimsmeistari íkringlukasti 1991, 1993, 1995,1997. Ólympíumeistari í fyrraí fyrsta skipti, kastaði 69,40 meftir að hafa gert ógilt í tveimur fyrstu umferðunum. Þettaer lengst kast sem stórmót(Ól., HM, EM.) hefur unnistá. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 76 orð

FæddÞ

FæddÞ 23. mars 1963 í PalmaSoriano, Kúbu. Ferill: Vann þrjátíu og níu 800m hlaup í röð á árinum 1987til 1990. Fékk silfurverðlaun áheimsmeistaramótinu 1991 ogá Ólympíuleikunum 1992.Brendist alvarlega í janúar1993 er kveiknaði í íbúð hennar. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 324 orð

Galkina sú eina yfir sjö metra

Rússneska stúlkan Ljudmila Galkina skaut öllum "stóru nöfnunum" ref fyrir rass í langstökkinu með því að stökkva 7,05 metra sem er lengsta stökk ársins. Sigur hennar þurfti svo sem ekki að koma á óvart því hún átti næstlengsta stökk ársins áður en keppnin hófst, aðeins Chioma Ajunwa, ólympíumeistarinn frá Nígeríu, hafði stokkið lengra í ár. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 294 orð

Góður sigur FH-inga Leikur FH og Dalvíkur í Kapla

Góður sigur FH-inga Leikur FH og Dalvíkur í Kaplakrika í gærkvöldi var fjörugur og vel leikinn á köflum. FH-ingar sigrðu nokkuð sannfærandi, 5:2, en sigurinn stóð þó gleggra um tíma en tölurnar gefa til kynna. FH-ingar léku betur en Dalvíkingar börðust af miklum krafti framan af. Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur og nokkuð jafnræði með liðunum. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 308 orð

GUÐNI Bergsson var eini Íslendingurinn

GUÐNI Bergsson var eini Íslendingurinn sem kom við sögu í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina, en hann var í byrjunarliði Bolton á móti Southampton og lék allan leikinn. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 519 orð

Gullmoli

"ÞÓRARINN er algjör gullmoli hjá okkur," sagði Gunnar Oddsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, eftir að Keflvíkingar höfðu tryggt sér rétt til að leika gegn Eyjamönnum í bikarúrslitum ­ lögðu Leiftur frá Ólafsfirði að velli í Keflavík á elleftu stundu. Það var Þórarinn Kristjánsson sem kom, sá og sigraði ­ hann skoraði sigurmark Keflvíkinga þegar þrjár mín. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 288 orð

HJALTI Jóhannesson

HJALTI Jóhannesson, varnarmaðurinn sterki hjá ÍBV, gat ekki leikið með liði sínu á móti KR-ingum í bikarleiknum á laugardag vegna meiðsla. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 325 orð

ÍBV - KR3:0

Hásteinsvöllur, Vestmannaeyjum, undanúrslit í bikarkeppni KSÍ, laugardaginn 9. ágúst, 1997. Aðstæður: Eins og best verður á kosið. Hægur vindur, heiðríkja og hiti. Völlurinn góður. Mörk ÍBV: Sigurvin Ólafsson (3., 51.), Tryggvi Ólafsson (58.). Markskot: ÍBV 17 - KR 14. Horn: ÍBV 2 - KR 8. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 58 orð

Í fótspor sendiboðans

KEPPENDUR í maraþon-hlaupi á heimsmeistaramótinu ýttu úr vör í Maraþon, bæ á samnefndri sléttu norðan Aþenu, hlupu til höfuðborgarinnar og inn á gamla Ólympíuleikvanginn, þar sem fyrstu Ólympíuleikar nútímans fóru fram 1896. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 124 orð

Í kvöld

Knattspyrna Evrópukeppni félagsliða: Forkeppni: Laugardalsv.:KR - OFI Krít20 Meðlimir KR-klúbbsins koma saman á Rauða ljóninu kl. 18. Stofndeildin: Akranes:ÍA - ÍBV19 1. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 355 orð

ÍR-ingar sluppu með skrekkinn Víkingar vor

Víkingar voru óheppnir að ná ekki a.m.k. einu stigi úr viðureign sinni við ÍR á sunnudaginn. Eftir að ÍR hafði verið 2:0 yfir í leikhléi, sóttu Víkingar linnulaust í síðari hálfleik en þrátt fyrir upplögð tækifæri, þ.ám. vítaspyrnu, tókst þeim ekki að jafna, lokatölur 2:1. Fyrri hálfleikur var að mestu á valdi ÍR-inga og léku þeir ljómandi vel á köflum. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 106 orð

Íslandsmótið á Laser-bátum Íslandsmót á Laser kænum fór fram um helgi

Íslandsmót á Laser kænum fór fram um helgina í fyrirtaks siglingaveðri. Keppt var í tveimur flokkur, Laser og Laser Radial. Úrslit í Laser flokki: 1. Guðjón Guðjónsson, Nökkva Akureyri 2. Hafsteinn Æ. Geirss., Brokey Reykjav. 3. Guðni Dagur Kristjánsson, Ými Kópavogi Úrslit í Laser Radial flokki: 1. Martin Swift, Brokey Reykjavík 2. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 1126 orð

Íslenska mótaröðin Lokastaðan í næst síðasta móti íslensku

Lokastaðan í næst síðasta móti íslensku mótaraðarinnar. Karlar: 1. Kristinn G. Bjarnason, GR214 2. Helgi Þórisson, GS218 3. Sigurpáll G. Sveinsson, GA221 Birgir Haraldsson, GA221 5. Björgvin Sigurbergsson, Keili225 6. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 109 orð

KA-menn bíða eftir Yala KARINT

KARINT Yala, Alsírbúinn sem KA-menn vonast til að muni styrkja handknattleikslið þeirra fyrir næsta tímabil, stendur nú í stappi við yfirvöld í heimalandi sínu um að fá brottfararleyfi. Ný lög í Alsír kveða á um að nú þurfti lengri tími að líða frá því að sótt er um vegabréfsáritun þar til að hún fáist staðfest. Yala er örvhent skytta. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 219 orð

Konungur hringsins öruggur

Konungur hringsins, eins og þýski kringlukastarinn Lars Riedel er kallaður, sigraði örugglega í kringlukastinu, kastaði lengst 68,54 m en átti auk þess tvö önnur köst sem hefðu dugað til sigurs. Annar varð Virgilijus Alekna frá Litháen með 66,70 m kast sem er hans besti árangur á árinu og J¨urgen Schult frá Þýskalandi náði líka sínum besta árangri í ár er hann kastaði 66, Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 154 orð

Kristín bætir í safnið

Kristín Rós Hákonardóttir, sundmaður úr ÍFR, vann sín fjórðu gullverðlaun á Evrópumótinu í sundi á Spáni á laugardaginn. Þá sigraði hún í 100 m skriðsundi í flokki hreyfihamlaðra, S7, á tímanum 1.20,62 mín, en það er Íslandsmet. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 349 orð

Leikurinn þróaðist okkur í hag

Ég er rosalega ánægður með að við séum komnir í úrslitaleikinn og vona að sigurinn í dag hleypi enn meira sjálfstrausti í liðið," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna, eftir 3:0 sigur ÍBV á KR í undanúrslitum bikarkeppninnar á laugardag. "Það var mjög góður andi yfir strákunum og við vildum sýna að við gætum meira en á móti Stjörunni í Garðabæ á dögunum. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 194 orð

Loks gull hjá Breuer SVEIT Þý

SVEIT Þýskalands sigraði í 4×400 m boðhlaupi kvenna og kom það nokkuð á óvart. Grit Breuer hljóp endasprettinn af miklum krafti, en hún var dæmd í fjögurra ára keppnisbann ásamt Katrin Krabbe fyrir lyfjamisnotkun 1992. "Mér líður mun betur í boðhlaupum," sagði Breuer, sem hefur gert árangurslausar tilraunir til að sigra í 400 m hlaupi á stórmóti. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 327 orð

Lukkudísirnar með feðgunum

FEÐGARNIR Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson sleppa ekki höndunum af gullverðlaunum í íslensku ralli. Þeir unnu enn einn sigurinn á Mazda 323 um helgina og hafa örugga forystu í Íslandsmótinu. Hjörtur P. Jónsson og Ísak Guðjónsson á Nissan aðrir og Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmason á Rover Metró þriðju. Ekið var á sérleiðum í nágrenni Reykjavíkur og á Gunnarsholti og Dómadal. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 870 orð

Man. Utd. hóf titilvörnina með sigri

MANCHESTER United hóf titilvörnina í ensku úrvalsdeildinni með því að leggja Tottenham að velli, 2:0, á White Hart Lane á sunnudag. United hrökk þó ekki í gang fyrr en í síðari hálfleik og lék þá oft og tíðum ágætlega, en tvö mörk á tveimur mínútum undir lok leiksins tryggðu meisturunum fyrstu stig þeirra á nýju keppnistímabili. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 210 orð

Met hjá bandarísku sveitinni

Met hjá bandarísku sveitinni BANDARÍSKA kvennasveitin í 4x100 metra hlaupi setti mótsmet í úrslitahlaupinu er hún hljóp á 41,47 sek. Í sveitinni voru þær Chryste Gaines, Marion Jones, Inger Miller og Gail Devers og tókst þeim að slá sameiginlegt leikjamet Bandaríkjanna og Rússlands frá því á HM í Stuttgart 1993. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 250 orð

Miklir yfirburðir Komens

EINS og búast mátti við voru Kenýabúar í aðalhlutverkum í 5.000 metra hlaupi karla en Khalid Boulami frá Marokkó náði þó að blanda sér í það. Daniel Komen hafði mikla yfirburði og var 20 til 30 metrum á undan næstu mönnum síðustu þrjá hringina. Hann hljóp á 13.07,38 en Boulami á 13.09,34 með geysilega góðum endaspretti. Þriðji varð Tom Nyariki frá Kenýa á 13.11,09. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 122 orð

Níu mörk á fjörutíu mínútum

Miklar sviptingar voru í Vesturbænum í gærkvöldi þegar Valsstúlkur sóttu heim stöllur sínar úr KR, sem áttu harma að hefna eftir að Valsstúlkur slógu þær út úr bikarkeppninni fyrir skömmu. Eftir góðan fyrri hálfleik gestanna með tveimur mörkum sneru Vesturbæingar blaðinu við eftir hlé, skoruðu eftir að tuttugu sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik og slógu hvergi af. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 120 orð

NM kvenna í Kópavogi

NORÐURLANDAMÓT meistaraliða kvenna verður haldið á félagssvæði Breiðabliks í Kópavogi dagana 13.-16. ágúst og er liður í hátíðarhöldum KSÍ vegna hálfrar aldar afmælis sambandsins. Liðin sem taka þátt eru: Fortuna Hjørring frá Danmörku, SK Trondheim frá Noregi, ¨Alfsjö AIK FF frá Svíþjóð, HJK Helsinki frá Finnlandi og Íslandsmeistarar Breiðabliks. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 267 orð

Quirot endurtók leikinn

Ana Fidelia Quirot frá Kúbu sigraði í mjög skemmtilegu 800 metra hlaupi kvenna á laugardaginn, hljóp á 1.57,14 sem er talsvert frá hennar besta í ár, en dugði samt. Þar með varð hún fyrst til að sigra tvívegis í 800 metrunum á heimsmeistaramótinu. "Hvort ég verð með í Sevilla eftir tvö ár, það er allt of snemmt að segja til um það," sagði hún eftir hlaupið. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 58 orð

Rúnar jafnaði fyrirLilleström RÚNAR K

RÚNAR Kristinsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Lilleström í norsku 1. deildarkeppninni ­ jöfnunarmarkið gegn Molde, 1:1, á laugardaginn. Bjarki Guðlaugsson lék ekki með Molde, þar sem hann er meiddur. Brann gerði jafntefli við Víking, 0:0. Ágúst Gylfason lék með Brann, en Birkir Kristinsson var varamaður. Helgi Sigurðsson lagði upp mark er Stadbæk vann Haugasund, 2:1. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 560 orð

Sagan endurtók sig í Eyjum

ÍBV tryggði sér á laugardag farseðilinn í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ, sem fram fer á Laugardalsvelli í lok þessa mánaðar, þegar liðið lagði KR- inga að velli, 3:0, í Eyjum. Eyjamenn hafa þar með slegið KR út úr bikarkeppninni tvö ár í röð, en þeir lögðu vesturbæinga einmitt 1:0 í undanúrslitum keppninnar í fyrra ­ þá einnig í Eyjum. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 131 orð

Skipting verðlauna

G=gull, S=silfur, B=brons. G S B Bandaríkin7 3 8 Þýskaland5 1 4 Kúba4 1 1 Kenýa3 2 2 Úkraína2 4 1 Marokkó2 1 1 Tékkland2 0 0 Noregur2 0 0 Rússland1 4 3 Spánn1 3 1 Portúgal1 2 1 Ástralía1 1 2 Ítalía1 1 Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 213 orð

STEINGRÍMUR Ingason og Páll Kári Pálsson

STEINGRÍMUR Ingason og Páll Kári Pálsson óku Honda í rallinu og urðu í fjórða sæti. Bíllinn er nýsmíði og með 160 hestafla vél. Síðustu ár hefur Steingrímurekið 250 hestafla Nissan semHjörtur P. Jónsson ekur í dag. Þeir óku saman á þessum bíl fyrir nokkrum árum. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 36 orð

Svíþjóð Gautaborg - Vasterás2:0 Helsingborg - Degerfors2:2

Svíþjóð Gautaborg - Vasterás2:0 Helsingborg - Degerfors2:2 Örebro - Malmö0:5 Trelleborg - Halmstad0:1 Norrköping - AIK0:2 Ljungskile - Elfsborg1:1 Öster - Ö Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 183 orð

Tröllaskagatvíþraut Tröllaskagatvíþrautin var haldin á laugardag

Tröllaskagatvíþrautin var haldin á laugardaginn í Ólafsfirði og Dalvík. Þrautin fólst í að hlaupa frá ráðhúsinu á Dalvík inn Böggvisstaðadalinn, yfir Reykjaheiði og niður að Reykjum sem er sumarbústaðahverfi inn í Ólafsfirði við rætur Lágheiðar. Þrettán tóku þátt í flokkum karla og kvenna og þrír í opnum flokki. Keppendur hlupu 13 km en hjóluðu 15 km. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 249 orð

Umstökk í há- stökki kvenna

KEPPNIN í hástökki kvenna var mjög spennandi. Þrjár stúlkur fóru yfir 1,96 metra en felldu allar 1,99 í þremur tilraunum. Þar sem þær voru hnífjafnar í öllum tilraunum sínum við lægri hæðir þurfti að grípa til umstökks. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 178 orð

Veðurguðirnir létu að stjórn GRIKKIR eru

GRIKKIR eru vongóðir um að þeir fái að halda Ólympíuleikana árið 2004 og á HM sýndu þeir að þeir eru þess megnugir. Það var gaman að fylgjast með skipulagningunni hjá þeim og allri framkvæmd. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 324 orð

VIÐ

VIÐ verðlaunaafhendinguna fyrir 4×100 metra boðhlaup kvenna var aðeins ein stúlka mætt frá Jamaíku, sem varð í öðru sæti. Franska sveitin var fullmönnuð en í þá bandarísku vantaði eina til að byrja með. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 67 orð

Wright skoraði tvö IAN Wright sk

IAN Wright skoraði bæði mörk Arsenal, sem lagði Coventry að velli í ensku úrvalsdeildinni á Highbury í gærkvöldi, 2:0. Wright hefur skorað öll þrjú mörk Arsenal í tveimur fyrstu leikjum liðsins og gerir tilkall í miðherjastöðu enska landsliðsins, þar sem Alan Shearer er meiddur. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 451 orð

ÞÁTTTAKA »Leikjamet, heimsálfu-met og landsmet, enekkert heimsmet

Sjötta heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum lauk í Aþenu á sunnudagskvöldið. Meðal þeirra tæplega 2.000 keppenda sem þar reyndu með sér voru tveir Íslendingar, Jón Arnar Magnússon og Guðrún Arnardóttir. Guðrún stóð sig ágætlega þó svo hún hafi stefnt hærra og Jón Arnar var á góðri leið þegar hann meiddist í hástökkskeppni tugþrautarinnar. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 184 orð

Þeir leika á EM í Sviss

FJÓRIR íslenskir kylfingar taka þátt í Evrópumóti einstaklinga, sem fram fer í Genf 21. til 24. ágúst. Íslandsmeistarinn Þórður Emil Ólafsson úr Leyni, Björgvin Sigurbergsson úr Keili, Kristinn G. Bjarnason frá GR og Sigurpáll Geir Sveinsson frá Akureyri leika á mótinu, en þar verða flestir bestu áhugamenn Evrópu. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 489 orð

Þórdís hafði betur eftir harða keppni

Kristinn G. og Þórdís sigruðu á Akureyri Þórdís hafði betur eftir harða keppni Þórdís Geirsdóttir úr Keili og Kristinn G. Bjarnason úr GR sigruðu á næstsíðasta móti íslensku mótaraðarinnar í golfi, sem fram fór á Akureyri um helgina. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 209 orð

Þriðji sigur Fylkis í röð Fylkir sigraði í þr

Fylkir sigraði í þriðja leik sínum í röð er þeir tóku á móti KA í einstakri sumarblíðu á Árbæjarvelli í gærkvöldi, lokatölur 2:1 eftir að markalaust hafði verið í leikhléi. Fylkir er enn í 7. sæti deildarinnar og nálgast óðum Víking í 6. sæti. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 272 orð

Þróttarar aftur á ferð

Þróttur Reykavík, sem töpuðu fyrsta leik sínum ­ fyrir Þór á Akureyri fyrir helgi, eru aftur komnir á ferðina. Þeir tryggði enn frekar stöðu sína á toppi 1. deildar með því að sigra neðsta lið deildarinnar, Reyni í Sandgerði, 3:0. Öll mörkin voru gerð í fyrri hálfleik. Leikurinn var nokkuð jafn en Þróttarar nýttu færi sín betur. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 531 orð

(fyrirsögn vantar)

HM í Aþenu Maraþon kvenna: 1.Hiromi Suzuki (Japan)2:29.48 2.Manuela Machado (Portúgal)2:31.12 3.Lidia Simon (Rúmeníu)2:31.55 4.Takako Tobise (Japan)2:32.18 5.Ornella Ferrara (Ítalíu)2:33.10 6.Iris Biba (Þýskal. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 41 orð

(fyrirsögn vantar)

Stofndeild: Efsta deild kvenna: KR - Valur7:4 Ásgerður H. Ingibergsdóttir (22.), Rakel Logadóttir (37.), Hjördís Símonardóttir (77.), Eva Halldórsdóttir (83.)­ Helena Ólafsdóttir (55., 80., 85.), Ásdís Þorgilsdóttir (46., 70.), Olga Færseth (49.), Guðlaug Jónsdóttir (68.). Stjarnan - Haukar0:1 Jóhanna Bjarnveig Magnúsdóttir. Meira
12. ágúst 1997 | Íþróttir | 89 orð

(fyrirsögn vantar)

1. deild karla Víkingur - ÍR1:2 Sigurjón Kristjánsson (74.) - Kristján Brooks (22.), Ásbjörn Jónsson (32.). Fylkir - KA2:1 Ómar Bendtsen (57.), Kristinn Tómasson (65.) - Höskuldur Þórhallsson (79.). Reynir S. - Þróttur R.0:3 - Heiðar Sigurjónsson 32 (28. og 38.), Einar Örn Birgisson (43.). Meira

Fasteignablað

12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 199 orð

Danir smíða sjálfir

DANSKIR byggingavöruframleiðendur hagnýta sér nú eins og bezt þeir geta áhuga fólks í landinu á að gera sem mest sjálft á heimilum sínum. Mjög mikil aukning hefur verið í sölu til einstaklinga hjá byggingamörkuðum, timbursölum og öðrum efnissölum bæði í vor og sumar. Tölur eru ekki enn fyrir hendi, en gera má ráð fyrir 15-20% aukningu miðað við síðasta ár. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 227 orð

Dýrari vá- tryggingar vegna flóða?

MIKIL flóð hafa leitt til þess, að stór landsvæði í löndunum allt frá Eystrasalti til Svartahafs hafa farið undir vatn í sumar með stórfelldu tjóni á húsum og mannvirkjum og ekki eru nema tvö ár síðan fljótin Rín, Mosel og Maas runnu yfir bakka sína með sömu afleiðingum. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 46 orð

ÐBætt hitanýting ÞAÐ er líklega hægt að fullyrð

ÞAÐ er líklega hægt að fullyrða, að í meiri hluta húsa á hitaveitusvæðum er hita sóað að óþörfu, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Til þess að koma í veg fyrir þetta er nauðsynlegt að hafa nákvæm og fullkomin stjórntæki á hitakerfinu. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 539 orð

ÐFrost- og alkalískemmdir í steinsteypu Við fyrstu sýn virðast frost- o

EFTIR að hafa starfað í mörg ár að framleiðslu á múrviðgerðarefnum, sem ég er reyndar hættur nú, hef ég undirritaður smám saman reynt að mynda mér skoðun á orsökum steypuskemmda Mig langar til að koma þessari skoðun á framfæri og fá upp, ef mögulegt er, opna málefnalega umræðu um orsakir steypuskemmda, ekki síst frá gömlu meisturunum, sem byggðu húsin, Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 786 orð

ÐLagnafréttir Stýrikerfi, sem getur sparað háar upphæðir

SÁ sem fer til Höskuldar og kaupir sér eina flösku af rauðvíni er ekki að kaupa gler, það skiptir hann minnstu máli. Hann er líklega að kaupa gott rauðvín, það er aðalatriðið. Á sama hátt er sá sem kaupir heitt vatn frá Gunnari ekki nema að litlu leyti að kaupa vatn, þó það sé nauðsynlegt til baða og þvotta, hann er fyrst og fremst að kaupa varma. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 44 orð

ÐStallaðar lóðir ALGENGASTA ráðið gegn halla í ló

ALGENGASTA ráðið gegn halla í lóðum er að stalla lóðirnar, segir Hafsteinn Hafliðason í þættinum Gróður og garðar, þar sem hann fjallar um stalla og stoðveggi. Oftast nægir einn stallur, en utan í brekkum eða hlíðum getur þurft þrjá til fjóra stalla. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 185 orð

Eskiholt fallegasta gatan í Garðabæ

ESKIHOLT var valið snyrtilegasta gatan í Garðabæ í ár, en bæjarstjórn bæjarins ákvað fyrir skömmu að fenginni tillögu umhverfismálanefndar, hverjir hlytu viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi í Garðabæ á árinu 1997. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 139 orð

Fallegt raðhús við Fjarðarsel

RAÐHÚS eru eftirsótt um þessar mundir. Hjá fasteignasölunni Gimli er til sölu raðhús að Fjarðarseli 9 í Breiðholti. Þetta er hús á tveimur hæðum, steinsteypt og byggt 1977. Það er 153 ferm. að stærð og því fylgir 24 ferm. bílskúr. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 266 orð

Fleiri hafa hug á sérbýli

TALSVERÐAR sveiflur urðu í húsbréfaumsóknum í júlímánuði. Þá varð mikil aukning í umsóknum vegna nýbygginga einstaklinga frá því í mánuðinum á undan, sem bendir ótvírætt til meiri áhuga á sérbýli, það er raðhúsum og einbýlishúsum, en þau eru að verulegu leyti byggð á vegum einstaklinga. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 304 orð

Fyrstu lóðirnar að verða byggingarhæfar

GATNA- og holræsagerð stendur nú sem hæst í Staðahverfi, nýjasta hverfi Reykjavíkurborgar, en þar var úthlutað lóðum fyrir um 180 íbúðir í vor. Fyrstu lóðirnar verða byggingarhæfar í lok þessa mánaðar og fyrstu húsin í hverfinu gætu þá farið að rísa í haust. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 26 orð

Gler og loftljós

Gler og loftljós Í þessari stofu svífur léttleiki yfir vatni sem fiskar synda í. Sófaborðið undirstrikar þennan léttleika og einnig loftljósið sem er mjög óvenjulegt að gerð. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 207 orð

Gott einbýli í Vesturbænum

VESTURBÆRINN í Reykjavík er ávallt eftirsóttur af mörgum. Hjá fasteignasölunni Valhöll er til sölu 161 ferm. einbýlishús að Framnesvegi 36. Húsið er steinsteypt og tvær hæðir og kjallari. Það var reist 1922. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 271 orð

Gott einbýlishús á eftirsóttum stað

"VIÐ fáum mjög sjaldan hús í þessu hverfi til sölu og höfum ekki áhyggjur af að þetta hús seljist ekki fljótt," sagði Ingvar Ragnarsson hjá Hóli þegar spurst var fyrir um einbýlishús sem fasteignasalan Hóll er með í sölu að Seiðakvísl 20. Þetta er 203 ferm. einbýlishús með innbyggðum 30 ferm. bílskúr. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 229 orð

Hagkaupsverzlun að rísa í Mosfellsbæ

STÓRBYGGING Álftáróss í hjarta Mosfellsbæjar er langt komin og horfur á, að allt húsnæðið þar verði tekið í notkun á þessu ári. Við hliðina er Álftárós að byggja stórt verzlunarhúsnæði, þar sem Hagkaup verður með 1500 ferm. verzlun. Áformað er að taka það í notkun í nóvember. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 910 orð

Hallamunur, stallar og stoðir

MIKILL bratti er erfiður í viðhaldi og oftar en ekki er vatnsflaumur til baga á hallandi lóðum. Til að vinna gegn hallanum er algengasta ráðið að stalla lóðirnar, þ.e. að eyða hallanum með láréttum skákum eða stöllum. Það fer eftir brattanum hversu marga stalla þarf að gera og hve háir þeir þurfa að vera. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 45 orð

Herbergi námsmannsins

ÞETTA herbergi er sagt sérstaklega innréttað fyrir námsmenn. Ekki er augljóst í hverju sú sérstaða liggur, hins vegar er teppið á gólfinu með sérkennilegu mynstri sem fremur virðist í ætt við snjómanninn hræðilega í Himalayafjöllum heldur en venjulegt námsfólk. Sömuleiðis eru gardínurnar nokkuð óvenjulegar. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 1740 orð

Innbrot í íbúðarhús mikið vandamál

OFT er fólk furðu andvaralaust gagnvart innbrotshættunni og þó að flestir hafi sjálfsagt hugleitt þann möguleika, að brotizt verði inn á heimili þeirra, halda samt margir í afneitunina og segja sem svo: - Það kemur aldrei neitt fyrir mig. Ósjaldan virðist býsna auðvelt að komast inn í hús. Margir skilja jafnvel eftir ólæst heima hjá sér, þannig að hver sem tekur í húninn kemst inn. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 222 orð

Innbrots- hættan

INNBROT á heimili eru tíð hér á landi Aðallega er leitað að peningum og verðmætum munum, sem auðvelt er að koma í verð. Því vilja verða fyrir valinu hlutir eins og tölvur, hljómflutningstæki, sjónvörp, myndbandstæki, myndavélar og ýmis heimilistæki t. d. örbylgjuofnar. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 397 orð

Nær 500 ferm. einbýlis- hús í Vesturbænum

STÓR og áberandi hús í Vesturbænum vekja ávallt athygli, þegar þau koma í sölu. Hjá Fasteignamarkaðnum er nú til sölu húsið Túngata 20. Það er kjallari, tvær hæðir og ris og samtals 487 ferm. að gólffleti auk 24 ferm. bílskúrs. Ásett verð er 38-40 millj. kr., en eigandi hússins er Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 189 orð

Sérbýli í Skerjafirði

HJÁ fasteignasölunni Húsakaupum er til sölu steinsteypt parhús á tveimur hæðum að Hörpugötu 14 í Skerjafirði. Hús þetta hefur ýmsa notkunarmöguleika. Það er reist 1948 en hefur verið endurnýjað bæði að utan og innan. Það er 154 ferm. að stærð en auk þess fylgir eigninni 73 ferm. timburhús sem nýtt hefur verið sem vinnustofa listamanns. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 28 orð

Skrifstofa heimavinnandi fólks

Skrifstofa heimavinnandi fólks MEÐ aukinni tölvunotkun hefur það færst í vöxt að fólk sinni margvíslegu starfi heima, jafnvel sínu aðalstarfi. Fyrir þetta fólk er skrifstofa af þessu tagi heppileg. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 220 orð

Vandað einbýlishús við Hrauntungu

TALSVERÐ eftirspurn hefur verið eftir einbýlishúsum í Kópavogi, ekki síst ef um er að ræða hús sem hægt er að hafa tvær íbúðir í. Hjá fasteignasölunni Bifröst er til sölu 256 ferm. einbýlishús að Hrauntungu 44. Hús þetta er á tveimur hæðum og byggt 1966. Í því er rúmgóður innbyggður bílskúr og hægt að hafa litla séríbúð á neðri hæðinni. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 26 orð

Veggur dansmeyjarinnar

Veggur dansmeyjarinnar DANSMEYJAR hafa löngum verið vinsælt viðfangsefni málara og ljósmyndara. Það getur verið skemmtilegt að hengja upp margar slíkar myndir saman eins og hér er gert. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 26 orð

(fyrirsögn vantar)

12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 11 orð

(fyrirsögn vantar)

12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 19 orð

(fyrirsögn vantar)

12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 8 orð

(fyrirsögn vantar)

»Agnar Gústafsson13Ás10 Ásbyrgi12Berg6Borgir20Eignamiðlunin3­4-5Eignasalan22Fasteignamark.21Fasteignamiðlun7Fasteignamiðst.8 Fold25Framtíðin31Gimli16-17Hóll26-27Hraunhamar11Húsakaup9Húsvangur5Laufás29Óðal13SEF hf. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

12. ágúst 1997 | Úr verinu | 274 orð

"Erum að berjast í litlum torfum"

"ÞAÐ er fremur dræm veiði eins og er. Við erum að berjast í litlum torfum og skipin eru að fá þetta fimmtíu og upp í hundrað tonn í kasti sem verður að teljast heldur lélegt hjá okkur. Við fengum hinsvegar gott kast á sunnudaginn svo að við erum þokkalega sáttir við okkar hlut," sagði Viðar Karlsson, skipstjóri á Víkingi AK, Meira
12. ágúst 1997 | Úr verinu | 257 orð

Marel með stóran bás á Aqua Nor-sýningunni

MAREL hf. verður með stóran bás á fiskeldissýningunni Aqua Nor, sem er nú að hefjast í Þrándheimi í Noregi. Þar mun Marel ásamt umboðsfyrirtæki sínu í Noregi kynna nýja skurðarvél fyrir heilan lax og flök; nýja tegund flæðilína fyrir laxaframleiðslu; Marel-vigtarflokkara; sjóvogir, M2000; landvogir, Meira
12. ágúst 1997 | Úr verinu | 179 orð

Náðu 503 hrefnum

NORSKUM hvalföngurum tókst ekki að klára kvótann að þessu sinni frekar en stundum áður. Alls voru nú skotnar 503 hrefnur af 580, sem leyfilegt var að taka. Verst gengu veiðarnar í Norðursjónum þar sem aðeins tókst að skjóta 57 hrefnur af 129 en norðar með Noregi, í Barentshafi, við Svalbarða og Jan Mayen vantaði aðeins fimm dýr upp á kvótann. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.