Greinar laugardaginn 30. ágúst 1997

Forsíða

30. ágúst 1997 | Forsíða | 227 orð

Blóðugasta nótt sex ára átaka í Alsír

HRYÐJUVERKAMENN úr röðum strangtrúaðra múslima í Alsír myrtu a.m.k. 98 manns og særðu 120, þar af 30 lífshættulega, í nokkrum þorpum um 70 km suður af Algeirsborg í fyrrinótt. Er það blóðugasta nóttin frá því samtök strangtrúarmanna gripu til hryðjuverka í janúar 1992 er stjórnvöld hættu við þingkosningar, en Íslamska frelsishreyfingin (FIS) hafði tekið forystu í fyrri umferð þeirra. Meira
30. ágúst 1997 | Forsíða | 58 orð

Haustsnjór í Sviss

Reuter ÞJÓNUSTUSTÚLKA á hóteli við bæinn Davos í svissnesku Ölpunum skóflar snjó af borðum á verönd hótelsins. Þar snæddu gestir utandyra í fyrradag en í fyrrinótt féll snjór og minnti íbúana á að nú haustar ört að á þessum slóðum. Síðustu tvo daga hefur hitastig lækkað úr 30 gráðum í 15 á láglendi í Sviss. Meira
30. ágúst 1997 | Forsíða | 74 orð

Hlaupið undan brimlöðrinu

Á ÞESSUM árstíma er það vinsæl iðja ferðamanna í San Sebastian á norðurströnd Spánar að fara niður að strönd og bíða þess að brimskaflar utan af Biscayaflóa æði á land og brotni við breiðgötubrún, reyna síðan að forða sér undan brimlöðrinu án þess að vökna. Hleypur þá hver sem hann getur en þeir svifaseinustu verða margir fyrir sjávardrífunni sem gusast upp á land. Meira
30. ágúst 1997 | Forsíða | 151 orð

Hætta við Heathrow

MINNSTU munaði að tvær breskar farþegaþotur með um 200 manns innanborðs rækjust saman í lofti skammt frá Heathrow-flugvellinum í London, að sögn breskra samgönguyfirvalda. Fyrir mistök flugumferðarstjóra var Boeing-757 þota British Airways á leið til Kaupmannahafnar send nánast beint í flasið á Boeing- 737 þotu Virgin-flugfélagsins á leið frá Brussel til London. Meira
30. ágúst 1997 | Forsíða | 207 orð

Mannskæð sprenging í Banja Luka

EINN maður beið bana og tveir slösuðust mikið í sprengingu í miðbæ Banja Luka í gær. Sprengingin varð við söluturn skammt frá strætisvagnastöð og lögreglustöð borgarinnar en Biljana Plavsic, forseti Bosníu-Serba, hefur höfuðstöðvar sínar í Banja Luka. Þá var gerður aðsúgur að herliði á vegum Sameinuðu þjóðanna, SÞ, í Brcko og neyddist það til að snúa frá borginni. Meira
30. ágúst 1997 | Forsíða | 225 orð

Sinn Fein boðið til viðræðna um N-Írland

BROTIÐ var blað í sögu norður- írskra stjórnmála er Sinn Fein, stjórnmálaarmi Írska lýðveldishersins (IRA), var boðin þátttaka í viðræðum um framtíð Norður-Írlands. Bandarísk stjórnvöld lýstu stuðningi við ákvörðun stjórnar Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands. Meira

Fréttir

30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

190 af 192 kusu

KJÖRFUNDI fyrir biskupskosningarnar lauk í gær kl. 16. Að sögn Hjalta Zóphóníassonar, skrifstofustjóra dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og ritara kjörstjórnar, höfðu 190 atkvæði af 192 borist þegar kjörfundi lauk. "Það er ennþá hugsanlegt að þessi tvö sem eftir eru berist í pósti eftir helgi, en við tökum á móti kjörseðlum póstsendum á föstudag." Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 407 orð

Aflinn hér við land talinn betri í ár en á síðasta ári

LÍTIÐ hefur enn frést af gangi þeirra tilraunaveiða á túnfiski sem tvö japönsk skip stunda nú innan íslensku efnahagslögsögunnar en þó er vitað að túnfiskur hefur veiðst innan íslensku lögsögunnar og virðist veiðin betri en þegar tilraunaveiðar voru stundaðar í fyrra. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Aftur á jörðinni

"AÐ SJÁ sólina rísa 16 sinnum og setjast 16 sinnum á venjulegum sólarhring gerir það að verkum að líkaminn greinir ekki mun dags og nætur. Sólarhringurinn hjá okkur var 90 mínútur," segir Bjarni Tryggvason geimfari sem lýsti geimferð sinni í viðtali við Morgunblaðið í geimferðamiðstöðinni í Houston á fimmtudag. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 637 orð

Athugasemd frá sr. Erni Bárði Jónssyni

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Erni Bárði Jónssyni: "Vegna fréttar í RÚV í dag þar sem vitnað er í Sigurð Garðarsson, fulltrúa í stjórn íslenska safnaðarins í Noregi og starfsmanns Manpower (auk þess að vera frændi sr. Kristjáns Björnssonar), vil ég taka eftirfarandi fram. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 159 orð

Áætlanir um kostnað ekki fyrirliggjandi

EKKI er á þessu stigi hægt að segja hver kostnaður yrði af framkvæmd sameiningar á starfsemi sex sjúkrahúsa í Reykjavík og nágrenni í einn stóran háskólaspítala sem framtíðarsýn gerir ráð fyrir. Var hún unnin fyrir heilbrigðisráðuneytið, fjármálaráðuneytið og Reykjavíkurborg. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 318 orð

Breytingar á eldvirkni metnar

ÁRNI Snorrason, forstöðumaður vatnamælingasviðs Orkustofnunar, segir að vísindamenn muni á næstu dögum draga saman niðurstöður mælinga um rennsli í Skaftárhlaupi og á grundvelli þeirra reyna að álykta um hugsanlegar breytingar á eldvirkni í jöklinum. Hann segist telja að um 200 gígalítrar hefðu runnið í hlaupinu sem sé í minni kantinum. Dæmi séu um helmingi stærri hlaup í Skaftá. Meira
30. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Bæjarráð veitir ábyrgð

BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fimmtudag að veita Kirkjugörðum Akureyrar ábyrgð til tryggingar á láni að upphæð 8 milljónir króna sem tekið verður vegna stofnkostnaðar við útfararþjónustu og lausaskulda. Meirihluti bæjarráðs samþykkti að veita einfalda bæjarábyrgð gegn baktryggingu í tekjum garðsins af kirkjugarðsgjöldum. Meira
30. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Cosimo sýnir hjá Snorra

LISTAMAÐURINN Cosimo opnar sýningu í galleríi Snorra Ásmundssonar í Grófargili á Akureyri í dag, laugardaginn 30. ágúst kl. 16. Cosimo er fæddur í Torino á Norður-Ítalíu en fluttist til Íslands árið 1980. Sýning hans nefnist "i Fiori Astrali di Cosimo" eða Astralblómin hans Cosimos og er hans fyrsta einkasýning. Sýningin stendur aðeins í 6 daga, en galleríið er opið frá kl. Meira
30. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 335 orð

Danir ítreka andstöðu sína

PAUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur hafnað tillögum um að urða kjarnorkuvopn á Grænlandi eftir tveggja mánaða umhugsun. Í bréfi sem hann sendi Lars Emil Johansen, formanni grænlensku landsstjórnarinnar, lýsir Nyrup Rasmussen "þungum áhyggjum og miklum efasemdum" vegna tillögunnar um að gera Grænland að kjarnorkuvopnakirkjugarði, að því er fram kemur í Jyllands-Posten. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Draumur rættist

DRAUMUR margra Eyjamanna rættist er dregið var í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu í gær. ÍBV mætir hinu sterka liði Stuttgart og verður fyrri leikurinn á Laugardalsvelli 18. september. Tengsl ÍBV og Stuttgart hafa löngum verið mikil. Með þýska liðini lék Ásgeir Sigurvinsson í mörg ár og varð Þýskalandsmeistari með liðinu 1984. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 462 orð

Eflir þroska og eðlileg samskipti

DANSKENNARAR vinna að því að dans verði gerður að skyldunámsgrein í grunnskólum landsins og hafa þeir m.a. skilað inn álitsgrein í tengslum við endurskoðun aðalnámskrár grunnskóla, sem væntanleg er næsta haust. Þar benda þeir m.a. á hver markmið danskennslu eigi að vera og færa rök fyrir nauðsyn danskennslu fyrir þroska og nám barna. Meira
30. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 809 orð

Eldfimt ástand á meðal Bosníu-Serba

VALDABARÁTTAN á meðal Bosníu-Serba hefur tekið á sig blóðuga mynd og virðist lausnin verða sífellt fjarlægari með harðnandi átökum. Vesturlönd hafa skipað sér í lið með öðrum deiluaðilanum, Biljönu Plavsic, forseta Bosníu-Serba, sem hefur orðið til þess að ímynd hennar hefur gjörbreyst í augum Vesturlandabúa en þeir líta nú á hana sem bandamann. Meira
30. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 854 orð

El Nino býr sig undir að losna úr læðingi

HAFSTRAUMURINN El Nino hefur áhrif um allan heim. Hans gætir á tveggja til sjö ára fresti og getur staðið yfir í allt að 22 mánuði. Í þessari viku hafði hann áhrif á verð á kaffi, kakói og hveiti og í gær vöruðu vísindamenn við því að hann gæti haft alvarleg veðurfarsleg áhrif um allan heim á næstu mánuðum. Bændur, sjómenn, tryggingafyrirtæki og fjárfestar ættu að leggja eyrun við. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 561 orð

Enn stefnir í met í Svartá

Enn stefnir í metveiði í Svartá. Í gær voru komnir 373 laxar á land, en metveiðisumarið 1995 veiddust þar 547 laxar. Leigutakar eru með ána til 20. september, en eftir það veiða bændur í nokkra daga. Jón Steinar Gunnlaugsson, einn leigutaka, sagði í gær að á sama tíma 1995 hefðu verið komnir 363 laxar á land og væri veiðin því enn "aðeins á undan" metsumrinu, Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 230 orð

Fáar konur í sveitarstjórnun

Á VEGUM Skrifstofu jafnréttismála hefur verið gefin út skýrsla þar sem gerð er grein fyrir úrslitum sveitarstjórnarkosninganna 1994 með tilliti til stöðu kvenna. Skýrsluna vann Linda Blöndal, stjórnmálafræðinemi. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 272 orð

Ferðafélagsmenn kæra

HAUKUR Jóhannesson, formaður Ferðafélags Íslands, segir að Ferðafélagsmenn séu ekki sáttir við úrskurð skipulagsstjóra og hann verði kærður til umhverfisráðherra. Forsendur úrskurðarins voru ekki komnar í hendur Ferðafélagsmanna, heldur aðeins úrskurðarorðið eitt. Meira
30. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 386 orð

Fjórar lóðir lausar

FJÓRAR lóðir eru lausar á Akureyri undir atvinnu- og þjónustustarfsemi auk svæðis við Viðjulund þar sem skipulag og nýting er til endurskoðunar. Þetta kemur fram í yfirliti frá byggingafulltrúa Akureyrarbæjar um lausar lóðir í bænum til byggingar íbúðarhúsa og atvinnuhúsa en Guðmundur Stefánsson bæjarfulltrúi óskaði fyrir nokkru eftir slíkri samantekt. Meira
30. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 281 orð

Fjöldamorð í fangelsi í Venezúela

TUTTUGU og níu fangar í afskekktu fangelsi í Venezúela voru höggnir og stungnir til bana í grimmilegum átökum milli tveggja glæpagengja innan fangelsismúranna á fimmtudag að sögn yfirvalda. "Það eru 29 látnir og 13 særðir," sagði Sait Rodriguez, aðstoðarhéraðsstjóri í héraðinu Bolivar, í samtali við Reuters-fréttastofuna fyrir utan El Dorado-fangelsið, Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 300 orð

Fljót bílaumferðar brúað

GÖNGUBRÚIN yfir Miklubraut var vígð í gær í blíðskaparveðri af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og Halldóri Blöndal samgönguráðherra. Í ávarpi borgarstjóra kom fram að ekki hefði verið fundið nafn á brúna, sem tengir Vogahverfið við smáíbúðahverfið eða Sogamýrina, en hugmyndir væru uppi um að kalla hana Sogamýrarbrúna eða Sogabrúna. Meira
30. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 505 orð

Formaður Þórs telur meiri verkaskiptingu koma til greina

HUGMYND Heimis Ingimarssonar, bæjarfulltrúa Alþýðubandalags, um að það skilyrði verði sett að íþróttafélögin Þór og KA verði sameinuð eða taki upp raunhæfa samvinnu um verkaskiptingu, sem leiði til hagkvæmni í rekstri, eigi Akureyrarbær að veita þeim aðstoð í fjárhagserfiðleikum þeirra, mælist misvel fyrir meðal forráðamanna félaganna. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 310 orð

Getur torveldað nauðsynlega hagræðingu í búvöruframleiðslu

SAMKEPPNISRÁÐ telur að styrkveitingar sveitarfélaga til kaupa á greiðslumarki geti torveldað nauðsynlega hagræðingu í búvöruframleiðslu og unnið þar með gegn hagkvæmri nýtingu á framleiðsluþáttum þjóðfélagsins. Meira
30. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 993 orð

Gjóskuflóð gæti borist 50 km á haf út

"GOSIÐ á Montserrat gæti átt eftir að standa yfir í nokkur ár. Sumir hafa talið að það gæti átt eftir að vaxa en mér finnst nú sennilegast að það haldi áfram með svipuðum hætti. Þeirri hættu sem stafað getur af gjóskuflóðum og flóðbylgjum hefur að mínu mati enginn gaumur verið gefinn, Meira
30. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 298 orð

Góður árangur hjá Skógræktarfélagi Stykkishólms

Stykkishólmi-Skógræktarfélag Stykkishólms var stofnað fyrir 50 árum. Undanfarin ár hefur mikið verið starfað á vegum félagsins undir stjórn Sigurðar Ágústssonar frá Vík. Sigurður hefur umsjón með skógræktarfélaginu í 24 ár en á undan honum var Guðmundur Bjarnason í forystusveit félagsins. Meira
30. ágúst 1997 | Smáfréttir | 26 orð

GÖTUMARKAÐUR verður haldinn af íbúum Hlégerðis í Kópavogi

GÖTUMARKAÐUR verður haldinn af íbúum Hlégerðis í Kópavogi laugardaginn 30. ágúst kl. 13­17. Í tilkynningu segir að margt eigulegra hluta sé til sölu þar sem krónan gildi. Meira
30. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 176 orð

Hreindýraveiðin fer rólega af stað

Vaðbrekku, Jökuldal-Hreindýraveiði fer rólega af stað, aðeins er búið að veiða um þriðjung af kvótanum þó liðinn sé mánuður af veiðitímanum og aðeins um hálfur mánuður eftir af honum. Að sögn starfsmanns hreindýraráðs voru pöntuð um 300 veiðileyfi eða sem nemur öllum veiðikvótanum, en aðeins komu um 180 leyfi inn til sölu frá sveitarfélögunum til hreindýraráðs. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 426 orð

Hrina uppsagna kennara kæmi ekki á óvart

FJÓRTÁN grunnskólakennarar af sautján við Álftanesskóla í Bessastaðahreppi afhentu Jóhanni Jóhannssyni, staðgengli sveitarstjóra hreppsins, uppsagnarbréf í gær vegna óánægju með launakjör. Uppsagnirnar taka gildi að þremur mánuðum liðnum. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

JAZZ verður leikinn á veitingastaðnum Jómfrúnni við Lækjargötu

verður leikinn á veitingastaðnum Jómfrúnni við Lækjargötu í dag, laugardag, kl. 16­18. Fram kemur tríó skipað þeim Sigurði Flosasyni, saxafónleikara, Birni Thoroddsen, gítarleikara og Þórði Högnasyni, kontrabassaleikara. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 188 orð

Jákvætt viðhorf til sjálfboðaliða

"ÞÁTTASKIL hafa orðið í viðhorfi stjórnvalda til frjálsra félaga sem vinna sjálfboðaliðastörf í þágu umhverfisverndar bæði á alþjóða vettvangi sem og hér á landi," sagði Hulda Valtýsdóttir formaður Skógræktarfélags Íslands, við setningu aðalfundar félagsins á Núpi í Dýrafirði. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Jeppaferð með Útivist

NÝLOKIÐ er átta daga sumarleyfisferð hjá Jeppadeild Útivistar um Sprengisand, Gæsavötn, Kverkfjöll og Snæfell. Næstu ferðir hjá deildinni eru 13.­14. september í Setrið, skála 4×4 klúbbsins sunnan við Hofsjökul. 20.­21. september verður svo farið í Veiðivötn og í Hágöngur 27. sept. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 39 orð

Jibbí heitir ferski kókódrykkurinn

Í GÆR hóf Sól-Viking hf. sölu á ferskum kókódrykk undir nafninu Jibbí. Drykkurinn er framleiddur úr íslenskum mjólkurafurðum. Jibbí kemur í fjórðungs og hálfs lítra umbúðum. Drykkurinn verður seldur í verslunum, skólum, söluturnum og bakaríum. Meira
30. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 265 orð

Juncker fagnar einhug Frakka og Þjóðverja

JEAN-CLAUDE Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, sem nú fer með forsæti í ráðherraráði Evrópusambandsins (ESB), fagnaði í gær endurnýjuðum ásetningi franskra og þýzkra stjórnvalda til að hvika hvergi frá fyrri áætlunum um Efnahags- og myntbandalag Evrópu, EMU. Sagðist Juncker vera sannfærður um að þessi tvö ríki, sem EMU stendur og fellur með, séu nú samstiga í átt að settu marki. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 236 orð

Kennsla hafin í nokkrum framhaldsskólum

NOKKRIR framhaldsskólar hefja kennslu óvenju snemma í ár samkvæmt heimild í kjarasamningi ríkis og Hins íslenska kennarafélags og Kennarasambands Íslands fyrir framhaldsskóla frá því í júní í sumar. Einn framhaldsskólanna er Fjölbrautaskólinn við Ármúla og hófst kennsla þar miðvikdaginn 27. ágúst. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 405 orð

Konur bjartsýnar á sinn hlut

LANDSFUNDUR jafnréttisnefnda hófst í gær. Á honum var m.a. rætt um komandi sveitarstjórnarkosningar og þátttöku kvenna í þeim og kom fram að engin ástæða væri til annars en bjartsýni í þeim efnum. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 404 orð

Koparþak og hvít málning

FRAMKVÆMDUM miðar vel við viðgerðir á Safnahúsinu við Hverfisgötu og er gert ráð fyrir að fyrsta áfanga þeirra, þ.e. utanhússviðgerðum, ljúki í októberlok. Safnahúsið mun í framtíðinni gegna hlutverki þjóðmenningarhúss, þar sem hýstar verða sýningar frá helstu söfnum, eins og t.d. Árnastofnun, Þjóðminjasafni og Listasafni Íslands. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 246 orð

LEIÐRÉTT Athugasemd við úrdrátt

DANÍEL Sigurðsson vill taka fram að úrdráttur sá sem birtist með grein hans "Þýski skipstjórinn", og birtist í blaðinu í gær, var Morgunblaðsins en ekki hans. Daníel hefði kosið að úrdrátturinn hefði verið svohljóðandi: "Það er í besta falli afstæð fullyrðing, segir Daníel Sigurðsson, að þýski skipstjórinn hafi "loks" verið fallinn á tíma þegar hann óskaði eftir aðstoð. Meira
30. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 179 orð

Lions Quest- námskeið í Dalvíkurskóla

KENNARAR Dalvíkurskóla, Árskógsskóla og fleiri sem hafa með málefni unglinga að gera sóttu nú í lok ágúst þriggja daga leiðbeininganámskeið um Lions Quest. Lionsklúbbur Dalvíkur og Lionsklúbburinn Sunna á Dalvík buðu á námskeiðið sem 25 manns sóttu. Námsefnið Lions Quest, Að ná tökum á tilverunni, er ætlað 12 til 14 ára börnum og felst í almennri lífsleikni. Meira
30. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Listaverkið Ferð afhjúpað

LISTAVERKIÐ Ferð eftir Tryggva Ólafsson var afhjúpað á gaflinum á húsi Fróða, neðst í sunnanverðu Grófargili, í gærdag, á 135 ára afmælisdegi Akureyrarbæjar. Listaverkið er 2x2,40 metrar að stærð. Við það tækifæri afhenti Tryggvi Akureyrarbæ að gjöf tíu grafíkverk eftir sig, en þeim verður komið fyrir á ýmsum stofnunum bæjarins. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 152 orð

Má búast við skjálftum áfram

JARÐSKJÁLFTA sem mældist rúm 3 stig á Richter varð vart á Hengilssvæðinu kl. 23.47 í fyrrakvöld og á eftir fylgdu nokkrir smærri skjálftar. "Virknin jókst rétt fyrir miðnættið og var mest milli klukkan tólf og eitt en þá mældust um 60 kippir á klukkustund. Meira
30. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Séra Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma á morgun, sunnudag, kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Almenn samkoma, ræðumaður Valdimar Júlíusson kl. 20 á morgun, sunnudag. Samkoma á miðvikudag kl. 20.30, samkoma í umsjá ungs fólks á föstudag kl. 20.30. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Metró vélin til Bandaríkjanna TF JML, fer í reyn

TF JML, fer í reynsluflug í dag og á morgun er ráðgert að fljúga henni af stað til Bandaríkjanna. Fer hún í nákvæma skoðun og viðgerð hjá Fairchild verksmiðjunum í San Antonio í Texas sem ákveðin var eftir að vélin lenti í öflugum sviptivindum yfir Ísafjarðardjúpi um miðjan mánuðinn. Meira
30. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Mikill vöxtur

GREINILEGT er að sumarið hefur í heildina verið gott á norðanverðu landinu, mikill vöxtur þessa asparblaðs ætti að bera því vitni. Reyndar er málum svo háttað að í fyrrasumar var höggvin ösp í garði einum á syðri brekkunni á Akureyri og komu upp frá henni hliðarsprotar, en það er tilraun plöntunnar til að bjarga sér þegar búið er að fella aðalstofninn. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 41 orð

Minnisvarði afhjúpaður

AFHJÚPAÐUR verður minnisvarði af Hermanni Jónassyni, forsætisráðherra, í dag, laugardaginn 30. ágúst. Athöfnin fer fram kl. 14 í sérstökum gróðurreit sem helgaður hefur verið Hermanni Jónassyni að Syðri-Brekku í Blönduhlíð í Skagafirði, en þar fæddist hann 25. desember 1896. Meira
30. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 154 orð

Myrti ástkonuna fyrir að kalla sig dverg

CHAN Wing-hong, sem er nú fyrir rétti fyrir að hafa myrt ástkonu sína, sagði í gær að hann hefði framið verknaðinn af því að hún hefði kallað hann dverg. Chan er 38 ára gamall og aðeins 1,37 metrar á hæð. Hann sagði að samband sitt við gleðikonuna Chow Mei-hing hefði staðið í fimm vikur, sem hefðu verið mesti hamingjutími lífs síns. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 357 orð

Nýráðinn forstöðumaður afsalaði sér stöðunni

MEIRIHLUTI Menningarmálanefndar Reykjavíkur hefur samþykkt að mæla með því við borgarráð að Sigurjón Baldur Hafsteinsson verði ráðinn forstöðumaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Borgarráð hafði samþykkt að ráða Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur í stöðuna fyrr í sumar. Með bréfi til borgarstjóra hefur hún hins vegar afsalað sér stöðunni. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð

Opið hús hjá Taflfélaginu Helli

TAFLFÉLAGIÐ Hellir verður með opið hús fyrir skákáhugamenn sunnudaginn 31. ágúst kl. 14­17. Allir eru velkomnir en börn og unglingar eru sérstaklega hvattir til að koma og kynna sér starfsemina og tefla sér til gamans. Meira
30. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 380 orð

Óánægja með fyrirkomulag hreindýraveiða

ÓÁNÆGJU hefur gætt í haust með fyrirkomulag hreindýraveiða, en leyfð hefur verið veiði á 141 tarfi og 156 kúm á tímabilinu frá 1. ágúst til 15. september og úthlutaði hreindýraráð því samtals 297 veiðileyfum á níu veiðisvæðum. Að sögn Sigmars B. Meira
30. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 133 orð

Reuter

NORODOM Sihanouk, konungur Kambódíu, kom til heimalands síns í gær, þar sem honum og konu hans, Monineath drottningu, var tekið með kostum og kynjum. Konungurinn hefur dvalið í Peking síðan í febrúar þar sem hann hefur verið undir læknishendi. Meira
30. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 170 orð

Rit um misþroska og ofvirkni

KRISTJÁN M. Magnússon sálfræðingur hjá Reyni-ráðgjafastofu á Akureyri hefur tekið saman bæklinga um ýmis mál sem varða börn og skóla. Bæklingurinn "Að breyta starfsanda í bekk," inniheldur leiðbeiningar um vinnu með "erfiða bekki". Í honum er m.a. gefið breitt yfirlit yfir áhrifsþætti þegar breyta þarf starfsanda í bekk. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 371 orð

Rætt um að álverið rísi á Austurlandi

VERÐI af áformum Hydro Aluminium, dótturfyrirtækis Norsk Hydro, um nýtt álver hér á landi eru hugmyndir um að það rísi á Austurlandi, nánar tiltekið á Reyðarfirði, og þannig verði hægt að nýta raforku frá Fljótsdalsvirkjun í fjórðungnum. Þetta kom fram hjá Halldóri Ásgrímsson utanríkisráðherra á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi í gær. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 202 orð

Rætt um friðland á Gerpissvæðinu

NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Austurlands (NAUST) héldu aðalfund sinn í Neskaupstað um helgina 23.­24. ágúst sl. Fyrri daginn var farið í gönguferð um Fólkvang Neskaupstaðar, skoðað Náttúrugripasafnið í Neskaupstað og á kvöldvöku sagði Ína D. Gísladóttir leiðsögumaður frá Gerpissvæðinu og sýndi myndir þaðan. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 274 orð

Samþykktar með fyrirvörum

SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur kynnt úrskurð sinn og mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Hveravöllum. Í úrskurði sínum fellst skipulagsstjóri á framkvæmdirnar samkvæmt fyrirliggjandi tillögu með nokkrum skilyrðum. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 585 orð

"Sé ekki annað en það skelli á verkfall"

ENGINN árangur varð af sáttafundi samninganefndar Félags íslenskra leikskólakennara og samninganefndar launanefndar sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag en annar fundur hefur verið boðaður næstkomandi fimmtudag. "Með þessu áframhaldi sé ég ekki annað en það skelli á verkfall," segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara. Verkfall ríflega 1. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

SIGGUBÆR verður opinn í síðasta sinn í sumar nú um helgina. Siggubær va

verður opinn í síðasta sinn í sumar nú um helgina. Siggubær var byggður árið 1902 af Erlendi Marteinssyni sjómanni. Dóttir hans Sigríður var 10 ára gömul þegar hún fluttist í húsið og bjó hún þar alla sína ævi. Hús hennar er varðveitt sem sýnishorn af verkamanns- og sjómannsheimili í Hafnarfirði á fyrrihluta þessarar aldar. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 44 orð

Siglt á Leirutjörn

FÁTT finnst börnum skemmtilegra en róa á bát um lygna tjörn á góðviðrisdegi, eða það á að minnsta kosti við um þau Maríu og Dúa sem reru á Leirutjörn á Akureyri í vikunni og leyfðu hundinum Buslu að fara með. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

Símaráðgjöf á vegum Umsjónarfélags einhverfra

Í TILEFNI 20 ára afmælis Umsjónarfélags einhverfra mun félagið standa fyrir símaráðgjöf. Markmiðið er að styðja einhverft fólk, foreldra þess og aðra aðstandendur með ráðgjöf og fræðslu. Fagfólk á sviði einhverfu mun veita ráðgjöfina en fyrirmyndin er sótt til hagsmunafélaga einhverfra í Danmörku og Englandi. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Skákdagur á morgun

HALDIN verður svokallaður skákdagur sunnudaginn 31. ágúst. Hugmyndin er að gefa almenningi kost á að kynna sér starfsemi Skáksambands Íslands, Skákskóla Íslands og hinna ýmsu taflfélaga. Dagskráin er sem hér segir: Skáksamband Íslands kl. 14­17 í Faxafeni 12, Skákskóli Íslands kl. 14­17 í Faxafeni 12, Taflfélag Reykjavíkur kl. 14­17 í Faxafeni 12, Taflfélagið Hellir kl. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

Skipting Pósts og síma hf. samþykkt

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra samþykkti á hluthafafundi í gær að skipta Pósti og síma hf. í tvö hlutafélög. Hlutafélagið Íslandspóstur verður stofnað um póstreksturinn og verður stofnfundur félagsins haldinn 27. desember nk. Starfsemi símans verður áfram rekin af sama félagi en undir nýju nafni; Landssími Íslands hf. Reikningslegur aðskilnaður félaganna miðast við 1. janúar 1988. Meira
30. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 208 orð

Skipuleggur veiðidaga í samráði við landeigendur

NÝR eigandi sem tók við Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík fyrr í sumar býður nú í haust nýja þjónustu fyrir skotveiðimenn: Að skipuleggja fyrir þá veiðidaga í samráði við bændur jafnframt því sem hann býður gistingu. Meira
30. ágúst 1997 | Miðopna | 1076 orð

Sólarupprás og sólarlag á 45 mínútna fresti

BJARNI hefur búið sig undir starf sem geimfari í fjölmörg ár, fyrst með því að mennta sig í vísindum og síðan með þjálfun fyrir sjálfa geimferðina sem stóð yfir í 8 mánuði. "Það var líkast því að við værum enn einu sinni að ræða ferlið þann 7. Meira
30. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 264 orð

Starfsemin í Oddeyrarskála

UM mánaðamótin september/október nk. flytur Tollvörugeymslan- Zimsen hf. úr Hjalteyrargötu 10 á Akureyri í Oddeyrarskála, húsnæði Eimskips við Oddeyrarbryggju. Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur keypt Hjalteyrargötu 10 undir starfsemi fyrirtækisins á Akureyri og fær húsnæðið afhent um 20. október. Húsið er um 1.150 fermetrar að stærð og því fylgir um 10.000 fermetra lóð. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Subaru-sýning um helgina

ÁRGERÐIR 1998 af bílum frá Subaru verða sýndar um helgina hjá umboðinu, Ingvari Helgasyni við Sævarhöfða í Reykjavík. Verður opið í dag, laugardag og á morgun milli kl. 14 og 17. Til sýnis verða Subaru gerðirnar Legacy, Impreza og Outback en einnig verður til sýnis rallbíll þeirra Rúnars Jónssonar og Jóns Ragnarssonar, sem eru margfaldir Íslandsmeistarar. Meira
30. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 761 orð

Tillaga að brú á Hvítá hjá Stafholtsey

GERT hefur verið svæðisskipulag fyrir Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar. Fólki hefur fækkað í sveitarfélögunum á þessu svæði á síðastliðnum 20 árum og í svæðisskipulaginu eru meðal annars tillögur um ýmislegt sem talið er geta snúið þeirri þróun aftur við. Meira
30. ágúst 1997 | Miðopna | 710 orð

Tólf boðorð góðrar blaðamennsku

VERKFÆRI blaðamanna er tungumálið og orðin eru eins og vopn, sem stundum vilja þó snúast í höndum þeirra og hitta þá sjálfa fyrir. Vilji þeir stunda sitt starf vel, verða þeir að setja sér ákveðnar reglur, sem ég held, að megi taka saman í boðorðunum 12: Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð

Tveimur vagnstjórum sagt upp

TVEIMUR vagnstjórum hjá SVR var sagt upp störfum í fyrradag. Þeim var gert að hætta störfum samdægurs og vinna ekki út uppsagnarfrestinn. Sigurbjörn Halldórsson, trúnaðarmaður vagnstjóra, segir að mikil óánægja sé hjá breiðum hópi vagnstjóra með þessar uppsagnir og margir vilji að vagnstjórar bregðist við þeim. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 725 orð

Umburðarlyndi hefur nýtt undir neyslu fíkniefna

FIKT nefnist íslenskur sjónvarpsþáttur sem verður sýndur samtímis á rásum ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2 3. september næstkomandi. Þátturinn er gerður á vegum Jafningjafræðslu framhaldsskólanema og fjallar um ástand fíkniefnamála í Danmörku og Noregi. "Jafningjafræðslan hefur gert tvo sjónvarpsþætti frá því hún var stofnuð í mars 1996. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 159 orð

Umræðan um kvótakerfið í eðlilegum farvegi

ÓLAFUR G. Einarsson, forseti Alþingis, segir að hann telji umræður um kvótakerfið vera í nokkuð eðlilegum farvegi hér á landi og umræða um það í heild sinni alltaf uppi á borðinu, en ef vilji sé fyrir því að láta sérstaka þingnefnd fjalla um málið, líkt og Bandaríkjaþing hefur ákveðið, hljóti tillaga um slíkt að þurfa að koma frá ríkisstjórninni. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 724 orð

Unnið að stofnun hlutafélags um nýja verslun

STJÓRN Kaupfélags Borgfirðinga samþykkti sl. þriðjudag að heimila kaupfélagsstjóra að vinna að stofnun hlutafélags um rekstur Verslunar Jóns og Stefáns í Borgarnesi. Atkvæði féllu þannig að tveir greiddu atkvæði með áframhaldandi viðræðum, tveir voru á móti og einn sat hjá. Atkvæði formanns réð því niðurstöðunni, en hann studdi tillöguna. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 324 orð

Útgjöld til heilbrigðismála aukast um nær milljarð

GENGIÐ er út frá að fjárlagafrumvarp næsta árs verði afgreitt með 2,7­2,8 milljarða kr. tekjuafgangi, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Útgjöld til heilbrigðismála aukast að raungildi á næsta ári um sem svarar nálægt einum milljarði kr., að stærstum hluta í tryggingakerfinu en einnig til sjúkrastofnana, m.a. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

Útsendingarsvæði Sýnar stækkar

ENN stækkar útsendingarsvæði sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar og nú hafa verið settir upp nýir sendar fyrir bæði Húsavík og Siglufjörð sem gera íbúum kleift að ná dagskrá Sýnar. Til þess þarf ekki nýtt loftnet heldur nægja þau sem fyrir eru til að ná dagskrá Stöðvar 2. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Varðhald til 8. október GÆSLUVARÐHALD yfir f

GÆSLUVARÐHALD yfir fjórum sakborningum í stóra e-pillumálinu svokallaða hefur verið framlengt til 8. október. Tveir sakborninganna komu fyrir dómara á fimmtudag og féllst hann á beiðni ákæruvaldsins um áframhaldandi gæsluvarðhald vegna væntanlegrar ákæru og dómsmeðferðar og byggist sú niðustaða á alvarleik brotsins. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 298 orð

Veitingar, veiði, bátar og hross

"OKKUR langar að koma upp útivistaraðstöðu fyrir Hafnfirðinga. Þeir sækja þegar mikið að Hvaleyrarvatni, enda er þetta fallegt svæði örskammt frá bænum. Við viljum koma upp veitingaskála, sleppa fiski í vatnið, leigja báta og hugsanlega hesta," sagði Jón Hlíðar framkvæmdastjóri í samtali við Morgunblaðið. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Velta í Ljósavatnsskarði BÍLL valt við bæinn Birningsstaði

BÍLL valt við bæinn Birningsstaði í Hálshreppi í Ljósavatnsskarði í gær. Þrennt var í bílnum, þar af eitt ungbarn. Barnið slapp ómeitt en ökumaður skarst nokkuð. Fólkið var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar. Að sögn lögreglu var veltan nokkuð hörð en bílbelti björguðu því að ekki fór verr. Meira
30. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 279 orð

Zhírínovskíj gerist matvörukaupmaður

Zhírínovskíj gerist matvörukaupmaður MATVÖRUVERSLUN Zhírínovskíjs er að líkindum ástæða þess að minna hefur heyrst að undanförnu af einum litríkasta stjórnmálamanni Rússlands, og þótt víðar væri leitað, Vladímír Zhírínovskíj. Meira
30. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Öryggisvörður opnaði loka

ÁSTÆÐA þess að úðarar í lofti Borgarleikhússins fóru í gang aðfaranótt þriðjudagsins var sú, að öryggisvörður opnaði vatnsloka af misgáningi. Vatnslokinn veitti kælivatni á öryggistjald sem aðskilur stóra svið leikhússins og áhorfendasal. Meira

Ritstjórnargreinar

30. ágúst 1997 | Leiðarar | 634 orð

leiðari ÓGNIR EITURSINS FYRRA komu 17

leiðari ÓGNIR EITURSINS FYRRA komu 179 unglingar til meðferðar á Vog vegna fíkniefnaneyzlu og hafa ekki verið fleiri í annan tíma. Stór hluti þessa hóps notar ólögleg vímuefni. Meira
30. ágúst 1997 | Staksteinar | 319 orð

»Sameining Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks HANNES Hólmsteinn Gissurarson

HANNES Hólmsteinn Gissurarson kom fram í þætti á Rás 1 síðastliðinn þriðjudag, þar sem hann samkvæmt Vef-Þjóðviljanum tilkynnti að hann vildi sameina Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Í VEF-Þjóðviljanum segir: "Eins og menn vita er Ríkisútvarpið helsta hindrun þess að Stöð 2 og Bylgjan fái alvöru samkeppni. Meira

Menning

30. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 519 orð

Afslappaður eftir Ítalíudvöl

SÖNGVARINN og leikarinn Helgi Björnsson er að vinna að sólóplötu um þessar mundir og stefnt er að því að hún komi út í lok október. Að sögn Helga verður tónlistin á plötunni mjög ólík því sem hann og félagarnir í hljómsveitinni SSSÓL eru þekktir fyrir. Yfirbragð nýju plötunnar verði öllu rólegra enda voru lögin öll samin þegar Helgi bjó á Ítalíu með fjölskyldu sinni. Meira
30. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 855 orð

Bara eitt tækifæri

SPORLAUST fjallar um hóp vina á tvítugsaldri í Reykjavík nútímans. Óvæntir og uggvænlegir atburðir verða til þess að vinirnir standa skyndilega andspænis háskalegum vanda sem umturnar lífi þeirra og framtíðaráformum gersamlega. Aðalleikararnir eru flestir rétt yfir tvítugu, og eru að öðlast sína fyrstu reynslu í kvikmyndum. Meira
30. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 142 orð

Berst við brjóstakrabbamein

LEIKKONAN Rue McClanahan greindist nýlega með brjóstakrabbamein en er ákveðin í að berjast gegn sjúkdómnum. Hin 61 árs gamla Rue er þekktust fyrir hlutverk sitt sem hin karlóða Blanche í þáttunum um vinkonurnar í "Golden Girls" en hún hlaut einmitt Emmy-verðlaun fyrir leik sinn. Meira
30. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 275 orð

Borg hinna dauðu ljósa Straumlaust (The Trigger Effect)

Framleiðandi: Elizabeth Hurley. Leikstjóri: David Koepp. Handritshöfundur: David Koepp. Kvikmyndataka: Newton Thomas Sigel. Tónlist: James Newton Howard. Aðalhlutverk: Kyle MacLachlan, Elisabeth Shue, Dermot Mulroney, Michael Rooker, Richard T. Jones. 90 mín. Bandaríkin. CIC myndbönd. 1997. Útgáfudagur: 14. júlí. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
30. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 702 orð

Einu sinni var..................· ......

FRÉTTIR af fræga og ríka fólkinu eru stöðugt að berast og skiptir ekki alltaf máli hvað viðkomandi er að gera eða hvort hann er yfirleitt að gera eitthvað fréttnæmt. Sömu nöfnin ber oft á góma og auðvelt er að fylgjast með lífshlaupi átrúnaðargoðanna. En hvað var sumt af þessu fólki að gera fyrir 25 eða 30 árum? Meira
30. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 123 orð

Hengdi sig fyrir slysni

BRESKUR leikari sem var að leika Júdas í grískri hóteluppfærslu á söngleiknum "Jesus Christ Superstar" hengdi sjálfan sig fyrir slysni nú á dögunum. Atburðurinn átti sér stað fyrir framan um sex hundruð áhorfendur í Aþenu en ekki er vitað með vissu hvernig hinn 26 ára gamli Antony Wheeler lenti í snörunni. Meira
30. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 613 orð

Hvenær birtist Stalín? SJÓNVARP Á LAUGARDEGI

ÞÁ ER lokið þáttaröð um Hitler í Ríkissjónvarpinu. Líklega erum við á Vesturlöndum fróðari um þann einræðisherra en nokkurn annan slíkan á þessari öld og þótt lengra væri farið. Nokkrar daufar spegilmyndir hafa birst af Hitler í löndum Afríku, en skammarstrik þeirra hafa ekki farið í hámæli, jafnvel ekki grunur um mannát, vegna þess að þar hafa vinstri menn verið taldir á ferð. Meira
30. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 109 orð

Kjaftaskur í grunnskóla

JIM CARREY greinir frá því í nýlegu viðtali að hann hafi verið svo mikill kjaftaskur í grunnskóla að kennarinn hafi leyft honum að standa fyrir stuttu skemmtiatriði í lok hvers skóladags, gegn því að hann væri til friðs í tímum. Meira
30. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 184 orð

Kvikmyndafréttir Montgomery ekk

Eddie Murphy og Martin Lawrence sem fyrst léku saman í myndinni Boomerang munu leika sama í nýrri mynd Life leikstýrð af Ted Demme, Meira
30. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 395 orð

Minntust fræðgarfarar ÍR-inga

UM þessar mundir eru 50 ár frá því 15 manna frjálsíþróttahópur úr ÍR hélt í nær fjögurra vikna keppnisferð til Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Kepptu þeir á 10 mótum og í stuttu máli var um mikla sigurför að ræða sem vakti mikla athygli norrænna fjölmiðla og blés þrótti í íslenska þjóðarvitund. Meira
30. ágúst 1997 | Leiklist | 668 orð

Pípudraumar

Höfundur: Benóný Ægisson. Höfundar tónlistar: Jón Ólafsson og Kristján Kristjánsson. Danshöfundur: Kenn Oldfield. Leikstjórn: Þórarinn Eyfjörð. Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Lýsing: Elfar Bjarnason. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Leikendur og hljóðfæraleikarar: Ari Matthíasson, Björn Ingi Hilmarsson, Eggert Þorleifsson, Ellert A. Ingimundarson, Guðlaug E. Meira
30. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 120 orð

Sjálfsævisaga Pamelu

PAMELA Anderson er hætt að leika í Strandvörðum og þvertekur fyrir að leika í nektaratriðum í kvikmyndum, a.m.k. í "Hello, She Lied". Þurfti hún nýlega að ganga í gegnum ströng réttarhöld til að komast hjá því að standa við samkomulag um að leika í þeirri mynd. Pamela situr þó ekki alveg auðum höndum. Meira
30. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 220 orð

Sungið og dansað fyrsta daginn

VERSLUNIN net.co hóf starfsemi sína með fjörugri uppákomu við húsnæði sitt í Ármúla nú á dögunum. Tónlistarmenn og dansarar skemmtu viðskiptavinum auk þess sem vörur og tilboð voru kynnt. Bubbi Morthens lék á kassagítar og söng fyrir opnunargesti og hljómsveitirnar Botnleðja og Súrefni léku á als oddi. Meira
30. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 331 orð

Tvöfaldur Woody Allen

Kvikmyndahátíðin í Feneyjum Tvöfaldur Woody Allen KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Feneyjum hófst nú í vikunni í fimmtugasta og fjórða sinn. Hátíðagestir fengu að sjá leikarann og leikstjórann Woody Allen í tvígang sjálft opnunarkvöldið. Meira

Umræðan

30. ágúst 1997 | Aðsent efni | 1126 orð

Að berja höfðinu við malbikið

AUKIN áhersla er nú lögð á það víðast hvar að vinna gegn neikvæðum áhrifum bílaumferðar, slysum, hávaða og mengun. Þetta kemur til af því að mönnum er fullljóst að bílar eru tæki sem hafa mikla kosti sem samgöngutæki. Þeir eru komnir til að vera en það þarf að útrýma neikvæðu þáttunum. Meira
30. ágúst 1997 | Aðsent efni | 1080 orð

Aðför að þjóðmenningu

NÚ Á síðari tímum hafa æ fleiri íslensk ungmenni farið til Bandaríkjanna eða Evrópulandanna til að nema hagfræði eða viðskiptafræði. Þetta fólk kemur til baka með urmul af gráðum í farteskinu og að auki hagfræðijöfnu sem mætti orða á þann veg: stærri einingar = meiri framleiðni + minna vinnuafl = aukin hagræðing. Í stuttu máli, meira fyrir minna. Þessi hagfræði er orðin n.k. Meira
30. ágúst 1997 | Aðsent efni | 1029 orð

Athugasemdir við skrif í Bjarma

KENNINGAR kirkjunnar í dag eru reyndar ekki eins og þær voru í frumkristninni. Þær kenningar sem menn styðjast við í dag eru ekki nægilega nákvæmar og góðar. Þess vegna er það hrein vitleysa að styðjast við sumar af þessum kenningum í bókinni Credo. Það er heldur ekki rétt að dæma aðra eftir einhverju sem að misbýður jafnvel kirkjunni sjálfri. Dr. Meira
30. ágúst 1997 | Aðsent efni | 846 orð

Á að færa hagsmunamál aldraðra inn í stjórnmálaflokkana?

Í SÍÐUSTU viku gaus skyndilega upp fjölmiðlafár útaf undirbúningi að stofnun samtaka aldraðra innan Sjálfstæðisflokksins og í framhaldi af því hvort eldri borgarar innan annarra flokka ættu að hugleiða slíkt hið sama. Meira
30. ágúst 1997 | Aðsent efni | 908 orð

Deyja 300 Íslendingar af völdum m&m súkkulaðis árlega?

VARLA! Eða eru rauðar pylsur svo hættulegar að það þykir ástæða til að banna þær? Var blár opal risavaxið heilbrigðisvandamál? Þessar og margar aðrar líkar spurningar hafa vaknað hjá undirrituðum undanfarin ár. Hvers vegna? Jú, það þykir sjálfsagt að banna neysluvörur sem eru skaðlegar heilsu manna. Meira
30. ágúst 1997 | Aðsent efni | 767 orð

Feitimengun á fjörum

HINN 27. maí sl. sendi ég grein í Mbl. undir þessari fyrirsögn, bara til að sýna og sanna að þetta er hreint íslenskt náttúrufyrirbæri. Nú hef ég frétt að margir sem þykjast þó vera umhverfisfræðingar, skilja ekki þetta einfalda dæmi mitt. Síðan hefur það gerst (Mbl. 5. Meira
30. ágúst 1997 | Aðsent efni | 444 orð

Jaðarskattar lækkaðir og dregið úr tekjutengingu

Í STEFNUYFIRLÝSINGU ríkisstjórnarinnar frá miðju ári 1995 var boðuð endurskoðun á ýmsum veigamiklum þáttum skattkerfisins með það að markmiði að lækka tekjuskatt einstaklinga og draga úr jaðaráhrifum ýmissa bótagreiðslna. Í kjölfar þessarar yfirlýsingar skipaði ég sérstaka nefnd, jaðarskattanefndina svokölluðu, til að undirbúa þetta mál. Meira
30. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 146 orð

Lefolii listsýning á Eyrarbakka

HANN heitir Halldór Forni og er úr Gaflarafirði. Hann er listamaður. Sýnir nú verk af ýmsum gerðum í Lefolii á Eyrarbakka. Forni er listmenntaður, bæði af lífinu sjálfu og af fimm ára menntadvöl í Normandí og París. Þessar myndir listamannsins sýna óvenjulegan karakter. Þær eru gæddar sérstöku viðmóti, sem lýsir sér í sérstakri birtu og ákveðnu formi. Meira
30. ágúst 1997 | Aðsent efni | 811 orð

Leikskólinn ­ heimur barnsins

HVAÐ hefur barnið mitt fyrir stafni í leikskólanum á daginn? Hvernig líður því meðan ég er í vinnunni? Þessar spurningar og fleiri álíka brenna iðulega á vörum foreldra leikskólabarna. Foreldrar vilja vita hvað börn þeirra aðhafast í leikskólanum, hvernig er búið að þeim, hvernig er hugsað um þau og hvaða þýðingu leikskóladvöl hefur fyrir þau. Meira
30. ágúst 1997 | Aðsent efni | 629 orð

Nýr fullbúinn skóli tekinn í notkun í Reykjavík

ENGJASKÓLI, grunnskóli í Engjahverfi í Reykjavík, verður vígður sunnudaginn 31. ágúst nk. Bygging Engjaskóla markar tímamót í byggingu skólamannvirkja í Reykjavík fyrir margra hluta sakir. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Reykjavíkur, sem nýr, fullbúinn, heildstæður einsetinn grunnskóli er tekinn í notkun. Meira
30. ágúst 1997 | Aðsent efni | 671 orð

Ný störf skólaliða í grunnskólum

MIKIL umræða og deilur hafa spunnist um breytingar á störfum ræstingarkvenna og gangavarða í störf skólaliða í þremur skólum hjá Reykjavíkurborg. Af þessu tilefni langar mig til þess að leggja orð í belg og koma á framfæri hvaða þýðingu breytingarnar hafa fyrir okkur starfsfólkið sem hlut á að máli. Ég tel að þær séu til mikilla hagsbóta fyrir alla og fagna þeim fyrir mitt leyti. Meira
30. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 541 orð

Of margir bíða eftir leiguhúsnæði hjá Reykjavíkurborg

BORGHILDUR Antonsdóttir gagnrýndi borgaryfirvöld harðlega í bréfi til Morgunblaðsins 24. ágúst. Hún er einstæð móðir með tvö börn, flutti heim til Íslands í apríl og hefur ekki tekist að útvega sér og börnum sínum húsnæði. Borghildur hefur leitað án árangurs að húsnæði á hinum frjálsa leigumarkaði og jafnframt leitað til borgarinnar eftir félagslegu leiguhúsnæði. Meira
30. ágúst 1997 | Aðsent efni | 2592 orð

RANNSÓKN SJÓSLYSA

MIKIL umræða varð þegar skelfiskveiðibáturinn Æsa fórst 25. júlí 1996 í ágætu veðri skammt undan landi á Arnarfirði og aftur um ári seinna þegar Öðufell, skelfiskveiðibátur af svipaðri stærð, fórst í góðu veðri við Langanes. Æsa var samkvæmt skipaskrá 145 brl. smíðuð í Hollandi 1987 úr stáli, hét áður Villi Magg. Æsa hefur því verið 9 ára gamalt skip þegar það fórst. Meira
30. ágúst 1997 | Aðsent efni | 441 orð

Svar til Margrétar Sigurðardóttur

ÞAÐ virðist vera sem sumir hafi ekki fengið nóg af niðurlægingu R-listans. Það sannast á orðum Margrétar Sigurardóttur í Morgunblaðinu. Hún segir að það sé betur hlustað á borgarana af þeim sem ráða borginni í dag. Meira
30. ágúst 1997 | Aðsent efni | 850 orð

Um skógrækt á Reykjanesi og skemmdir í eplum

Grein þessi er skrifuð í tilefni greinar í Morgunblaðinu 19. ágúst sl. og viðtals fyrr í sumar í fréttum Ríkissjónvarpsins við Pétur Má Sigurðsson, sem titlar sig fyrrverandi félagsforingja skátafélagsins Hraunbúa í Hafnarfirði. Okkur undirrituðum er eins og öðrum landsmönnum hlýtt til skátahreyfingarinnar og teljum hana vera góða og göfuga. Meira
30. ágúst 1997 | Aðsent efni | 852 orð

Upplýsingar á Internet ­ magn eða gæði?

VIÐ sem vinnum á bókasöfnum höfum upplifað miklar breytingar á skömmum tíma. Starf bókasafns- og upplýsingafræðinga hefur breyst frá því að leggja mikla vinnu í leit að upplýsingum í það að draga fram nothæfar upplýsingar úr öllu flóðinu. Það sem veldur þessari byltingu er auðvitað Internet. Bókasafns- og upplýsingafræðingar hafa m.a. Meira

Minningargreinar

30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 438 orð

Aðalheiður Guðrún Andreasen

Mér brá óþægilega, þegar mér var sagt, að hún amma mín væri dáin. Þó hafði hún kvatt mig síðast með þeim orðum, að sennilega sæjumst við ekki framar, því að hennar tími væri senn kominn. Í þeirri trú sinni var hún með fullkominni hugarró, en hitt var henni meira áhyggjuefni, að ég kynni ef til vill ekki að hitta neina aðra ættingja mína í heimsókn minni á Selfoss þennan dag. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 129 orð

Aðalheiður Guðrún Andreasen

Elsku Alla okkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | -1 orð

Aðalheiður Guðrún Andreasen

Mig langar að minnast ömmu minnar með fáeinum orðum. Aðalheiður amma mín var ein af þessum konum sem búa yfir mikilli reisn. Ævi hennar var ekki alltaf auðveld, það þurfti hugrekki og kjark fyrir 50 árum til að brjóta allar brýr að baki sér og byrja nýtt líf, einstæð móðir, með tvær hendur tómar, en þetta gat amma og með góðri hjálp fjölskyldu hennar og eigin dugnaði og krafti fór allt vel. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 253 orð

Aðalheiður Guðrún Andreasen

Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af ljósi þín. Anda þinn lát æ mér stjórna, auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Steingr. Thorst. þýddi. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 404 orð

AÐALHEIÐUR GUÐRÚN ANDREASEN

AÐALHEIÐUR GUÐRÚN ANDREASEN Aðalheiður Guðrún Guðnadóttir Andreasen fæddist í Kotmúla 9. mars 1914. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, 22. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðni Guðmundsson, f. á Litlu-Hildisey í A-Landeyjahr. 9. ágúst 1883, d. 29. apríl 1949, og Steinunn Halldórsdóttir, f. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 321 orð

Einar Oddgeirsson

Í dag er jarðsettur frá Stóra- Dalskirkju föðurbróðir minn, Einar Oddgeirsson. Með honum er horfinn einn af dugmestu bændum landsins en hann helgaði líf sitt starfi sínu við búskap í Dalseli ásamt bróður sínum Símoni. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 531 orð

Einar Oddgeirsson

Ef ég mætti yrkja, yrkja vildi ég jörð. Sveit er sáðmannskirkja. Sáning bænagjörð. Vorsins söngvaseiður sálmalögin hans. Blómgar akur breiður blessun skaparans. (B.Á.) Í dag er kvaddur frá Stóra-Dalskirkju Einar Oddgeirsson bóndi í Dalseli. Við óvænt og ótímabært fráfall hans langar mig að minnast hans. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 726 orð

Einar Oddgeirsson

Aldrei líður mér úr minni sá dagur er ég leit Einar Oddgeirsson fyrsta sinni. Ég var ráðin um vetrartíma til þeirra bræðra, Einars og Símonar, sem ráðskona, og var nú komin í Dalssel með hafurtask mitt, ókunn stúlka í framandi héraði. Einar Oddgeirsson var stór maður vexti, vörpulegur, hárið mikið og rautt og lítt gránað, andlitið breiðleitt og augun falleg, blá og dálítið barnsleg. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 142 orð

EINAR ODDGEIRSSON

EINAR ODDGEIRSSON Einar Oddgeirsson fæddist í Eyvindarholti, Vestur- Eyjafjöllum, 20. júní 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Einarsdóttir, f. 24.10. 1889 í Miðey, Austur-Landeyjum, d. 11.12. 1968, og Oddgeir Ólafsson, f. 24.5. 1891 í Dalseli, d. 31.10. 1977. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 448 orð

Guðjón Einarsson

Mig langar að minnast frænda míns, Guðjóns Einarssonar frá Ási. Er ég rifja upp uppvaxtarár mín í Ási, en þar bjuggu foreldrar mínir, skipar Guðjón þar stóran sess. Ekki man ég heyskap öðruvísi en Guji væri mættur allar þær stundir sem hann gat. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 501 orð

Guðjón Einarsson

Minningin um hugljúfan frænda og traustan vin er okkur efst í huga þegar við kveðjum Guðjón föðurbróður okkar, sem við ávallt kölluðum Guja. Guðjón var okkur samtíða frá því við munum eftir okkur, þar sem hann var fyrst á heimili foreldra okkar og síðan í næsta nágrenni. Þar af leiðandi varð hann okkar nánasti frændi. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 385 orð

Guðjón Einarsson

Þrautastríði Guðjóns Einarssonar hér á jörð er lokið. Lengstu stríðin háði hann í veikindum konu sinnar og barns. Hún Steinunn móðursystir mín átti einstaklega nærgætinn mann. Hann lét ekki bugast í erfiðleikunum og minnti á klett sem staðfastur stendur í brimi og brotsjó. Á efri árum, þegar Guðjón var orðinn einn, dapraðist sjón hans og heilsu fór hnignandi. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 188 orð

GUÐJÓN EINARSSON

GUÐJÓN EINARSSON Guðjón Jósafat Einarsson fæddist 28. maí 1919 í Ási í Hegranesi. Hann lést á heimili sínu, Bárustíg 13, Sauðárkróki, 21. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Valgerður Jósafatsdóttir frá Syðri-Hofdölum, f. 17.8. 1886, d. 1922, og Einar Guðmundsson, bóndi í Ási, Hegranesi, f. 3.3. 1894, d. 26.7. 1975. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 149 orð

Gunnar Jónsson

Gunnar Jónsson Gunnar Jónsson fæddist í Sólgarði, Vopnafirði, 26. desember 1932. Hann lést 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Lilja Sveinsdóttir og Jón Höskuldsson símaverkstjóri. Gunnar var yngstur barna þeirra, en þau eru: Ólafur Bergmann (d. 1990), Sveinn (d. 1990), Höskuldur, Vopnafirði og Anna, Vestmannaeyjum. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 207 orð

Gunnar Jónsson

Það var sorgarfregn sem barst okkur hinn 25. ágúst. Eitt augnablik virtist tíminn standa í stað, spurningar vöknuðu og minningar um góðan mann birtust. Minningar sem í fyrstu tengjast búðinni hans. Þar var margt fallegt sem heillaði okkur krakkana og alltaf gaukaði hann einhverju að okkur svo að við sóttumst eftir að koma þar. Síðar varð Gunnar vinnufélagi í símanum á sumrin. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 279 orð

Hrefna Þorsteinsdóttir

Elsku amma. Nú hefur þú öðlast frið eftir langa lífsgöngu. Alla þína tíð varst þú hraust og sterk kona sem gafst aldrei upp, enda sýndir þú það þessa síðustu daga hvað þrautseigjan var mikil. Minningarnar hrannast upp og er ég mjög þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér. Þú varst alltaf hress og kát og í fjölda ára leið ekki sú helgi að þú kæmir ekki í heimsókn. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 186 orð

Hrefna Þorsteinsdóttir

Hún Hrefna Þorsteinsdóttir er dáin. Það ætti ekki að koma á óvart þegar litið er til þess hve fullorðin hún var. Þetta er leiðin okkar allra er sagt og sem betur fer vitum við ekki hvenær við förum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Hrefnu allnáið um sextán ára skeið. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 807 orð

Hrefna Þorsteinsdóttir

Margs er að minnast þegar við barnabörnin lítum yfir lífshlaup ömmu Hrefnu. Um margt er það eins og í ævintýri. Við munum þegar hún tók á móti okkur á Krókvelli, gaf okkur kakó og settist svo með okkur inn í stofu og sagði okkur sögur. Þarna sat hún með prjónana sína, barnabörnin í hring á gólfinu og kötturinn Fúsi kúrði í fanginu á einhverju barnanna. "Segðu okkur sögu frá því þú varst lítil. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 209 orð

Hrefna Þorsteinsdóttir

Hrefna frænka mín hefur nú kvatt þennan heim. Hún var hvíldinni fegin, komin á tíræðisaldur, og í raun hægt að samgleðjast henni fyrir að fá að fara. Við konurnar í fjölskyldunni höfum haft hana að fyrirmynd og oft hugsað og orðað okkar á milli að við vildum vera eins og hún Hrefna frænka okkar; jákvæðar, sterkar og lífsglaðar. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 260 orð

HREFNA ÞORSTEINSDÓTTIR

HREFNA ÞORSTEINSDÓTTIR Hrefna Þorsteinsdóttir var fædd í Mjóafirði 19. febrúar 1904. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði hinn 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Pétursdóttir og Þorsteinn Ívarsson. Önnur börn þeirra hjóna voru Sveinlaug, Kristinn og Ívar Pétur. Fyrir átti Þorsteinn dótturina Steinunni. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 105 orð

Hrefna Þorsteinsdóttir Elsku amma. Orð á blaði fá seint lýst tilfinningum okkar til þín. Við erum enn að reyna að læra af þér,

Elsku amma. Orð á blaði fá seint lýst tilfinningum okkar til þín. Við erum enn að reyna að læra af þér, og markmiðið er að verða jafn skemmtileg og þú, sterk og jákvæð í garð tilverunnar. Við þökkum þér fyrir allar góðu sögurnar og brandarana. Líka fyrir það hvernig þú dróst fram það góða í öllum hlutum. Og fyrir að sýna að hugarfarið er það sem skiptir máli, eins og þú sagðir sjálf. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 233 orð

Jarþrúður Júlíusdóttir

Þegar við komum saman til að gera okkur glaðan dag nú í vor var þetta ljóð sungið. Ekki datt okkur samstarfsfólki Jöru þá í hug að þetta væri í síðasta sinn sem við hittumst öll á gleðistund, sem hún hafði haft veg og vanda af og var þar hrókur alls fagnaðar eins og svo oft áður. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 358 orð

Jarþrúður Júlíusdóttir

Ekki hvarflaði það að mér fyrir hálfum mánuði, að ég myndi setjast niður og skrifa minningargrein um mína kæru vinkonu Jarþrúði Júlíusdóttur. En enginn veit hvenær kallið kemur. Ég var búin að hafa mikið samband við þig vikuna áður en þú lést. Þú varst búin að panta ferð til Kanarí og ætluðuð þið Bjarni að halda þar upp á fimmtugsafmælið þitt 8. okt. nk. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 264 orð

Jarþrúður Júlíusdóttir

Ljóð úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran: "Og ungmenni nokkurt sagði: Ræddu við okkur um vináttuna. Og hann svaraði og sagði: Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 799 orð

Jarþrúður Júlíusdóttir

Síbreytileiki birtunnar við Heimaklett er óendanlegur, eitthvað sem eilífðin hefur lagt okkur til sem vinarkveðju á leið okkar. Þannig var hún Jara á Hlíðarenda, eitt af þessum yndislegu ljóðum mannlífsins, því persónuleiki hennar var geislandi bjartur og hlýr, en um leið svo hispurslaus og beittur ef því var að skipta. Hún Jara var hrífandi persónuleiki. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 215 orð

Jarþrúður Júlíusdóttir

Ég hringdi á mánudagsmorgni, og þekkti hana ekki í símanum, vegna þess að hún var svo veik í höfðinu og mjög hrædd. Ég reyndi að hughreysta hana og hvatti hana til að hafa það rólegt á meðan þetta liði hjá. Almáttugur, mér datt ekki í hug að ég myndi ekki heyra í henni aftur. Mín kæra, kæra vinkona er dáin. Allar mínar æskuminningar eru tengdar henni. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 165 orð

Jarþrúður Júlíusdóttir

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin kvað Tómas Guðmundsson. Þessi texti rifjast oft upp fyrir mér þegar ungt fólk er hrifsað burt úr miðju dagsverki. Jarþrúður Júlíusdóttir, trúnaðarmaður á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, er ein slík. Jara, eins og hún var ætíð kölluð, var alltaf hress og kát og lifði lífinu lifandi eins og sagt er. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 249 orð

Jarþrúður Júlíusdóttir

Með söknuði og hlýhug minnumst við vinkonu okkar, Jöru. Jara eins og hún var kölluð hét Jarþrúður eftir móður sinni sem lést þegar Jara fæddist. Jara ólst upp við mikið ástríki hjá föður sínum, Júlíusi, og systrum hans, Ágústu, sem hún kallaði alltaf mömmu, og Ósk, sem nú í hárri elli syrgir frænku sína, en milli hennar og Jöru var sérstakt samband umhyggju og virðingar. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 116 orð

Jarþrúður Júlíusdóttir

Elsku Jara, með fátæklegum orðum okkar kveðjum við þig að sinni. Þú varst í lífi okkar eins og veðráttan í Eyjum. Hress og þróttmikil sem austanáttin, hlý eins og sumarnóttin og geislandi sem sólardagur. Þú fórst á sama hátt. Eftir stórviðri kom lognið og tómið. Við horfum hvert á annað og spyrjum hvers vegna. Lífið heldur áfram og árstíðir koma og fara. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 143 orð

JARÞRÚÐUR JÚLÍUSDÓTTIR

JARÞRÚÐUR JÚLÍUSDÓTTIR Jarþrúður Júlíusdóttir var fædd í Vestmannaeyjum 8. október 1947. Hún varð bráðkvödd í Reykjavík 20. ágúst síðastliðinn. Jarþrúður var einkabarn foreldra sinna, Júlíusar Sölva Snorrasonar, vélstjóra frá Hlíðarenda í Vestmannaeyjum, f. 26. júlí 1903, d. 4. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 115 orð

Jarþrúður Júlíusdóttir Elsku frænka mín, nú ertu farin frá mér, sem hendi væri veifað. Þú varst alltaf svo glaðlynd og

Elsku frænka mín, nú ertu farin frá mér, sem hendi væri veifað. Þú varst alltaf svo glaðlynd og skemmtileg. Hvenær ætlar þú að koma til Eyja? Viltu ekki ganga í skóla hér? spurðir þú oft. Við ræddum um lífið og tilveruna, um kisuna sem þú áttir að fá frá okkur í vikunni, sem þú fórst að heiman í síðasta sinn. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 546 orð

Jarþrúður Júlíusdóttir frá Vestmannaeyjum

Það er þungbær staðreynd að Jara skólasystir okkar skuli vera dáin. Hún varð bráðkvödd hinn 20. ágúst sl., hrifin burtu, og eftir stöndum við með söknuð og sársauka í hjörtum okkar. Jara átti heima á Hlíðarenda. Hún var alin þar upp hjá föður sínum og frænkum eftir að móðir hennar dó og þar voru einnig alin upp tvö önnur móðurlaus frændsystkini hennar, þau Lóló og Snorri. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 298 orð

Magnús Ingi Gíslason

Elsku afi. Aðfaranótt 12. ágúst var eflaust sú allra erfiðasta og lengsta nótt sem við systurnar höfum upplifað, og okkur þótti sárt að heyra að þú værir dáinn. Allar minningarnar sem komu upp í huga okkar voru óteljandi um allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 77 orð

MAGNÚS INGI GÍSLASON

MAGNÚS INGI GÍSLASON Magnús Ingi Gíslason fæddist í Reykjavík 7. apríl 1934. Hann lést á Stokkseyri 12. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Magnússon og Millý Eiríksdóttir. Magnús Ingi kvæntist Aðalheiði Karlsdóttur hinn 28. desember 1958. Þau eignuðust eina dóttur, Ernu. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 783 orð

Þorsteinn Eyfjörð Jónsson

Að morgni laugardagsins 23. ágúst fór ég með vinafólki mínu í göngutúr um Grenivík og á göngunni mættum við afa og Venna á sinni daglegu göngu. Við buðum hvert öðru góðan daginn og afi leit glettnislega á 7 ára drenginn sem var með okkur um leið og hann gekk hjá. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 379 orð

Þorsteinn Eyfjörð Jónsson

Þegar bróðir minn hringdi og tilkynnti lát pabba okkar, trúði ég ekki mínum eigin eyrum. Fyrir hugskotssjónum birtust ótal fallegar minningar um þennan góða, trausta og hlýja föður. Pabbi byraði sem ungur drengur að stunda sjóinn á árabátum frá Finnastöðum með föður sínum, móður og frændum og var það upphafið að farsælum sjómannsferli hans. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 263 orð

Þorsteinn Eyfjörð Jónsson

Hann afi, nafni minn í Vallholti, dó laugardaginn 23. ágúst síðastliðinn. Að morgni þess dags byrjaði hann einu sinni sem oftar á því að fara í morgungönguna sína. Þann dag stóð einnig til hjá honum að horfa á mig spila knattspyrnu á Ólafsfirði sem hann gerði oft þegar ég spilaði norðan heiða. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 429 orð

Þorsteinn Eyfjörð Jónsson

Þorsteinn E. Jónsson í Vallholti hefur kvatt. Hann var að ganga inn á völlinn sl. laugardag þar sem sonarsonur og alnafni, leikmaður með KR, var að keppa í fótbolta. Það er ekki nokkur vafi á því að þar hefur farið stoltur afi sem var fullur tilhlökkunar. Áhugi á fótbolta hefur alltaf verið mikill á Grenivík, ekki síst í ætt Þorsteins. Meira
30. ágúst 1997 | Minningargreinar | 326 orð

ÞORSTEINN EYFJÖRÐ JÓNSSON

ÞORSTEINN EYFJÖRÐ JÓNSSON Þorsteinn Eyfjörð Jónsson fæddist á Litla-Svæði á Grenivík 4. október 1916 en ólst upp á Finnastöðum á Látraströnd. Hann lést 23. ágúst síðastliðinn á Ólafsfirði. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þorsteinsson frá Finnastöðum á Látraströnd, f. 20.7. 1892, d. 30.7. 1962, og Elísa Stefánsdóttir frá Miðgörðum á Grenivík, f. Meira

Viðskipti

30. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 124 orð

Alumax fær viðurkenningu

BANDARÍSKA álfyrirtækið Alumax fékk nýlega viðurkenningu frá tímaritinu Industry Week fyrir fyrir framúrskarandi stjórnun og rekstur. Alumax er eitt af fyrirtækjunum í Atlantsálshópnum. Í nýjasta hefti tímaritsins er birtur listi yfir "100 best reknu fyrirtæki veraldar" og segir í fréttatilkynningu frá Alumax að fyrirtækið sé eina álfyrirtæki heims sem komst á listann. Meira
30. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 134 orð

ÐHlutabréfavísitalan lækkar um 1,18%

VIÐSKIPTI með hlutabréf námu 90 milljónum króna á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Flest hlutabréf lækkuðu í verði sem viðskipti urðu með og lækkaði þingvísitala hlutabréfa um 1,18%. Mest viðskipti urðu með bréf í Síldarvinnslunni eða fyrir 23,5 milljónir króna og lækkaði gengi bréfanna um 1,3% frá síðasta viðskiptadegi eða í 6,22.. Meira
30. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 485 orð

ÐHlutafjáraukning samþykkt hjá Softis

AÐALFUNDUR hugbúnaðarfyrirtækisins Softis hf. hefur heimilað stjórn fyrirtækisins að auka hlutafé þess í allt að 200 milljónir króna. Hlutafé fyrirtækisins nemur nú um 46 milljónum króna. Tekjur fyrirtækisins námu um ellefu milljónum króna á síðastliðnu ári en rekstrargjöld rúmlega 50 milljónum. Meira
30. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 409 orð

Hagnaður nam rúmum 30 milljónum króna

JARÐBORANIR hf. skiluðu 30,6 milljóna króna hagnaði á fyrri árshelmingi, samanborið við 7,2 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Heildarvelta fyrirtækisins fyrstu sex mánuði ársins nam 216,7 milljónum króna og jókst um 84% frá sama tíma í fyrra. Þessa góðu afkomu má einkum rekja til vaxandi verkefna innanlands. Meira
30. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 379 orð

Kaupir 45% hlut í sænsku markaðsfyrirtæki

HAGNAÐUR Þormóðs ramma ­ Sæbergs hf. nam 186 milljónum króna á fyrri árshelmingi og námu rekstrartekjur 1.850 milljónum. Fyrirtækið hefur keypt 45% hlut í sænska fyrirtækinu Frysvarugruppen til að styrkja stöðu sína á rækjumarkaðnum í Evrópu. Meira

Daglegt líf

30. ágúst 1997 | Neytendur | 763 orð

Hollt nesti mikilvægt fyrir börn og unglinga

Brynhildur Briem, lektor við Kennaraháskólann, segir að nestið þurfi að vera lystugt, hollt og fjölbreytt. Auðvitað þarf líka að miða það við lengd skóladagsins. "Gróft brauð með fjölbreyttu áleggi, osti, skinku, lifrarkæfu, sardínum, kotasælu, ávöxtum og grænmeti er til dæmis hentugt," segir hún. Meira
30. ágúst 1997 | Neytendur | 1035 orð

Snúðar og gosdrykkir til sölu í sumum unglingaskólum

"ENGAR samræmdar reglur eru í gangi milli skóla varðandi mat og drykki sem boðið er upp á," segir Arthur Mortens, forstöðumaður þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. "Hver skóli hefur í samráði við foreldra viðkomandi skóla mótað sér sjálfstæðar reglur þar að lútandi. Nánast allir skólar bjóða upp á brauð, ávaxtadrykki, mjólk og jafnvel jógúrt. Meira

Fastir þættir

30. ágúst 1997 | Dagbók | 3034 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
30. ágúst 1997 | Dagbók | 3034 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
30. ágúst 1997 | Í dag | 31 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 30. ágús

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 30. ágúst, er sextug Guðbjörg Anna Pálsdóttir, starfsstúlka í eldhúsi á Grensásdeild, Norðurási 4, Reykjavík. Eiginmaður hennar erSigurbjörn Hreiðar Sigurbjarnason. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. Meira
30. ágúst 1997 | Í dag | 28 orð

Árnað heilla Ljósmyndastofa Páls BRÚÐKAUP. Gef

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní í Neskirkju, Aðaldal, af sr. Sighvati Karlssyni Elín Eydís Friðriksdóttir og Hallur Birkir Reynisson. Heimili þeirra er í Hafralækjarskóla. Meira
30. ágúst 1997 | Í dag | 27 orð

Árnað heilla Ljósmyndastofa Páls BRÚÐKAUP. Gef

Árnað heilla Ljósmyndastofa Páls BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Akureyrarkirkju 31. maí af sr. Svavari A. Jónssyni Hólmfríður Sveinmarsdóttir og Sigurður Pálsson. Heimili þeirra er að Reykjasíðu 11. Meira
30. ágúst 1997 | Í dag | 28 orð

Árnað heilla Ljósmyndastofa Páls BRÚÐKAUP. Gef

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. maí í Urðarkirkju, Svarfaðardal, af sr. Magnúsi G. Gunnarssyni, Gunnhildur Gylfadóttir og Hjálmar Herbertsson. Heimili þeirra er að Steindyrum, Svarfaðardal. Meira
30. ágúst 1997 | Fastir þættir | 30 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs VETRARSTARFSEMIN hefst fimmtudaginn 4. september á eins kvölds tvímenningi. Spilað er í Þinghól, Hamraborg 11, þriðju hæð. Spilamennska hefst kl. 19.45. Keppnisstjóri Hermann Lárusson. Meira
30. ágúst 1997 | Í dag | 21 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaLjósm. Oddgeir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. maí í Ytri-Njarðvíkurkirkju af sr. Þorvaldi Karli Helgasyni Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Jón Júlíus Árnason. Meira
30. ágúst 1997 | Í dag | 21 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaLjósm. Oddgeir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. júlí í Ytri-Njarðvíkurkirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Sveinbjörg Júlía Trapp og Tony Trapp. Meira
30. ágúst 1997 | Dagbók | 403 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
30. ágúst 1997 | Fastir þættir | 1190 orð

Dýrið í draumi mínum

Í TÍMANS rás hafa menn heillast af villtum dýrum og þeirri dulúð sem felst í krafti þeirra, lipurð og eðlinu sem knýr þau áfram. Rándýrin sem lifa á öðrum dýrum en ræna þó ekki og rupla eða drepa fyrir sportið eru mörgum listamanninum gullnáma til túlkunar á hræðslu mannsins við hið óþekkta, eins og glöggt má sá á hvíta tjaldinu þessi misserin. Meira
30. ágúst 1997 | Fastir þættir | 619 orð

Er eðlilegt að börn lemji foreldra sína?

Spurning: Er talið eðlilegt að börn á leikskólaaldri lemji foreldra sína ef þau fá ekki sínu framgengt? Ef ekki, hvað er þá til ráða? Svar: Líklega er það nokkuð algengt að börn á þessum aldri lemji foreldra sína til að fá sínu framgengt. Hvort það er eðlilegt, æskilegt eða viðunandi er svo annað mál. Meira
30. ágúst 1997 | Fastir þættir | 796 orð

Guðspjall dagsins: Tíu líkþráir. (Lúk. 17) »ÁS

Guðspjall dagsins: Tíu líkþráir. (Lúk. 17) »ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á sameiginlega fjölskylduguðsþjónustu kl. 11 í Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Sigurður Grétar Sigurðsson, stud.theol. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. Meira
30. ágúst 1997 | Fastir þættir | 801 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 916. þáttur

916. þáttur Aukafallsliðir (ekki tæmandi) ÉG PERSÓNUGERÐI fyrir skömmu nokkra helstu setningarhluta í máli okkar og lét þess getið, að eitt og annað væri ótalið, sem ekki teldist til manna, en fremur til húsgagna, og nefndi jafnvel ruslakistu. Þetta var ógætilega mælt. Meira
30. ágúst 1997 | Fastir þættir | 947 orð

Í vinnustofu myndlistarmanns Helgi Þorgils Friðjónsson er í hópi þekktustu myndlistarmanna okkar Íslendinga og hefur sýnt víða

ÞAÐ er á miðvikudagsmorgni í áliðnum ágúst að ég kem að verksmiðjubyggingu Sólar hf. í Þverholtinu í Reykjavík. Það er úrhellisrigning, skýfall, og rigningin lemur þakplöturnar á verksmiðjuhúsinu. Ég hleyp upp tröppurnar og inn í anddyrið, Meira
30. ágúst 1997 | Fastir þættir | 195 orð

Myndaalbúmið

1. Við systkinin í Búðardal um 1960. Þórður Friðjónsson, Sigurður Rúnar, Helgi Þorgils, Steinunn Kristín, Lýður Árni. 2. Nemendur í MHÍ 1972-73. Ég tók myndina. Gipskarlinn á miðri myndinni er samvinnuverk mitt og Þórs Vigfússonar og var hann tilefni myndarinnar. 3. Á ferðalagi um Ítalíu þegar ég sýndi á Feneyjabiennalinum 1990. Meira
30. ágúst 1997 | Fastir þættir | 268 orð

Smyglaði vélinni í stökkið

"ÉG VIÐURKENNI fúslega að ég var dálítið stressaður í fyrstu, en ekki beint hræddur," segir Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, sem nýlega vann það afrek að mynda sjálfan sig í teygjustökki, fyrstur Íslendinga svo vitað sé. Meira
30. ágúst 1997 | Dagbók | 355 orð

SPURT ER...

»Síðasti leiðtogi Austur-Þýskalands var í vikunni dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi. Hann tók við völdunum af Erich Honecker og staldraði stutt við. Hvað heitir maðurinn? »Maðurinn, sem aflétti aðskilnaðarstefnunni þegar hann var forseti Suður-Afríku og sleppti Nelson Mandela úr fangelsi, Meira
30. ágúst 1997 | Í dag | 602 orð

Tökum sem fyrstupp úrskólagörðunum

MÓÐIR hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma þeirri ábendingu á framfæri til umsjónarmanna skólagarðanna og foreldra barna sem eru með reit í skólagörðunum, um að láta börnin hreinsa grænmetið sitt úr skólagörðunum sem fyrst og hjálpa þeim til þess. Meira
30. ágúst 1997 | Fastir þættir | 518 orð

Ævintýraheimur í fjöruborðinu Í fjörunni á Görðum í Staðarsveit má finna heilan ævintýraheim ef vel er að gáð. Þar má finna

BRÚARGÓLF Skeiðarárbrúarinnar sálugu sem skolaði á haf út í hlaupinu mikla í fyrra er nú óðum að tínast upp á fjöru á sunnanverðu Snæfellsnesi. Fyrir skömmu nýtti ferðahópur nokkur sér tvö borð úr brúardekki þessarar sögufrægu brúar og breytti þeim í bekki í fjörunni á Görðum í Staðarsveit. Meira
30. ágúst 1997 | Fastir þættir | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

Íþróttir

30. ágúst 1997 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA ÞRÓTTTUR 14 10 3 1 33 12 33BREIÐABL.15 10 2 3 33 12 32ÍR15 9 3 3 39 23 30FH15 9 3 3 31 15 30ÞÓR15 6 2 7 19 29 20KA15 4 6 5 21 23 1 Meira
30. ágúst 1997 | Íþróttir | 1145 orð

Breytingar á Ítalíu Juventus líklegt til að halda titlinum

KAUPÆÐI, umbyltingar og eftirvænting gætu sem best verið einkunnarorð ítölsku knattspyrnunnar nú í upphafi leiktíðar. Gífurleg eftirvænting er meðal aðdáenda ítölsku knattspyrnunnar eftir því að deildarkeppnin hefjist á morgun, 31. ágúst, ekki síst vegna þeirra miklu umskipta sem átt hafa sér stað hjá toppliðunum. Meira
30. ágúst 1997 | Íþróttir | 459 orð

EVRÓPUDRÁTTUR

Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Borussia Dortmund (Þýskalandi) Sparta Prag (Tékklandi) Parma (Ítalíu) Galatasaray (Tyrklandi) Fyrstu leikir 17. september: Sparta Prag - Parma, Galatasaray - Borussia Dortmund. Meira
30. ágúst 1997 | Íþróttir | 288 orð

Eyjamenn hafa haft yfirhöndina

Keflvíkingar og Eyjamenn mætast í fyrsta sinn í bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum á morgun kl. 14 og má fastlega búast við fjörugum og skemmtilegum leik. Þeir hafa sjö sinnum áður leikið í Bikarkeppni KSÍ og hafa Eyjamenn haft yfirhöndina í þeim viðureignum, unnið fimm, Keflvíkingar tvisvar. Í þremur af sjö viðureignum hafa úrslit fengist í vítaspyrnukeppni. Meira
30. ágúst 1997 | Íþróttir | 226 orð

FJÓRIR af lykilmönnum Tottenham

FJÓRIR af lykilmönnum Tottenham geta ekki leikið með liðinu gegn Arsenal í dag ­ þeir Sol Campbell, Ramon Vega, Colin Calderwood og Justin Edinburgh sem eru varnarleikmenn. Gary Mabbutt mun því leika sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu í meira en ár. Meira
30. ágúst 1997 | Íþróttir | 84 orð

Fyrirliði Írlands farinn til "Boro"

ANDY Townsend, fyrirliði írska landsliðsins, sem mætir Íslandi í HM á Laugardalsvellinum 6. september, var í gær seldur frá Aston Villa á 500 þús. pund. Hann gerði tveggja ára samning við Middlesbrough. Þá rak Brian Little, knattspyrnustjóri Aston Villa, þjálfarann Kevin McDonald, fyrrum leikmann Liverpool. Meira
30. ágúst 1997 | Íþróttir | 228 orð

Hef trú á að við förum upp Hafnfirðinga

Hef trú á að við förum upp Hafnfirðingar létu Reynismenn frá Sandgerði ekki binda enda á vonir sínar um að komast upp í efstu deild og unnu þá 6:0 í Kaplakrikanum í gærkvöldi. "Við eigum miklar vonir eftir úrslit dagsins og erum á góðri siglingu. Meira
30. ágúst 1997 | Íþróttir | 322 orð

Hoddle velur 18 ára táning og ver Ian Wright

SVO getur farið að hinn 18 ára ára varnarmaður West Ham, Rio Ferdinand, verði yngsti leikmaðurinn til að klæðast ensku landsliðspeysunni síðan Duncan Edwards, fyrrum leikmaður Man. Utd., sem lést eftir flygslysið í M¨unchen 1958, lék sinn fyrsta landsleik gegn Skotlandi á Wembley í apríl 1955. Edwards var þá 18 ára og 183 daga. Ferdinand verður 19 ára 7. nóvember. Meira
30. ágúst 1997 | Íþróttir | 207 orð

ÍBV mætir Stuttgart

Sigurvin Ólafssyni og fleiri Eyjamönnum varð að ósk sinni ­ Eyjamenn mæta Stuttgart í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Sigurvin hefur leikið með unglinga- og varaliði Stuttgart. Þegar dregið var í gær kom nafn Stuttgart fyrst upp úr "hattinum" og síðan nafn ÍBV. Meira
30. ágúst 1997 | Íþróttir | 136 orð

Knattspyrna 1. deild karla ÍR - Breiðablik1:5 Arnljótur Davíðsson (81.) - Atli Kristjánsson (12., 22.), Kjartan Kristjánsson

Leikir sem toppliðin eiga eftir Þróttur R: Dalvík (Ú), KA (H), Fylkir (Ú), FH (H). Breiðablik: Dalvík (H), KA (Ú), Fylkir (H). ÍR: Reynir S. (Ú), Dalvík (Ú), KA (H). FH: Víkingur R. (Ú), FH (H), Þróttur R. (Ú). England Meira
30. ágúst 1997 | Íþróttir | 324 orð

Maradona féll enn og aftur á lyfjaprófi

DIEGO Maradona olli aðdáendum sínum víða um heim sárum vonbrigðum enn og aftur er hann féll á lyfjaprófi eftir leik liðs síns, Boca Juniors, og Argentinos Juniors á sunnudag. Maradona gerði eitt fjögurra marka Boca, sem sigraði 4:2. Talsmaður knattspyrnusambands Argentínu vildi ekki gefa upp hið ólöglega efni, sem Maradona ku hafa notað, en sjálfur sagðist hann hafa notað kókaín. Meira
30. ágúst 1997 | Íþróttir | 473 orð

Markaregn

BLIKAR fóru furðulega létt með ÍR-inga í Breiðholti í gær, 5:1, og komust þannig upp fyrir þá síðarnefndu í annað sætið ­ einu stigi á eftir toppliði Þróttar. FH-ingar eru til alls líklegir eftir stórsigur á Reyni í Kaplakrika, 6:0, en þeir eru jafnir Breiðhyltingum þremur stigum á eftir Þrótturum. Það var því sannkallað markaregn í leikjunum tveimur. Meira
30. ágúst 1997 | Íþróttir | 79 orð

Nær Ian Wrigh metinu á Highbury?

MIKIL spenna er fyrir leik Norður- Lundúnaliðanna Arsenal og Tottenham, sem fer fram á Highbury í dag. Arsenal-liðið hefur verið að leika vel, enginn betur en Hollendingurinn Dennis Bergkamp sem hefur skorað fimm mörk í tveimur síðustu leikjum liðsins. Meira
30. ágúst 1997 | Íþróttir | 45 orð

Ólöf M. leikur til úrslita í Belgíu

ÓLÖF María Jónsdóttir lék mjög vel í alþjóðlegu móti ungmenna í Belgíu í gær ­ vann þýsku stúlkuna Christian Gaul í undanúrslitum 6:5 og leikur því til úrslita í dag. Ólöf María lék allar holurnar á pari eða betur. Meira
30. ágúst 1997 | Íþróttir | 409 orð

Ronaldo-æði Í Mílanó SANNKALLAÐ Ronald

Ronaldo-æði Í Mílanó SANNKALLAÐ Ronaldo-æði hefur gripið um sig meðal aðdáenda Inter. Fyrstu 10 dagana eftir að félagið setti treyjur með númerinu 10 og nafni Ronaldos á markaðinn seldust 35.000 treyjur og spáð er að sú tala eigi eftir að tvö- eða þrefaldast. Allt síðasta tímabil seldi Inter 110.000 treyjur samtals... Meira
30. ágúst 1997 | Íþróttir | 155 orð

UM HELGINAKnattspyrna Laug

Knattspyrna Laugardagur: Landsleikur kvenna HM Laugardalsv.:Ísland - Svíþjóð17 1. deild karla: Dalvík:Dalvík - Þróttur R.14 3. Meira
30. ágúst 1997 | Íþróttir | 320 orð

Þungur róður en samt von

Róður íslenska kvennalandsliðsins fyrir sæti í úrslitakeppni heimsmeistarakeppni kvennalandsliða verður þungur þegar það mætir Svíum í Laugardalnum klukkan 17 í dag en leikurinn er sá fyrsti af 6 í riðlinum. Meira

Úr verinu

30. ágúst 1997 | Úr verinu | 229 orð

Nýr skelbátur í Hólminn

ÞEIR félagar Eggert Björnsson og Ásgeir Árnason í Stykkishólmi hafa fengið nýjan bát til hörpudiskveiða. Þeir keyptu í vor bátinn Blika sem var í eigu Íshákarls. Í sumar var báturinn lengdur um 2,5 metra hjá Skipasmíðastöðinni Skipavík í Stykkishólmi og gerðar í leiðinni fleiri endurbætur á bátnum. Miklar breytingar Meira
30. ágúst 1997 | Úr verinu | 544 orð

Sáu á eftir stóru loðnunni inn í lokaða hólfið

BOTNINN er nú dottinn úr loðnuveiðum og eru öll loðnuskipin komin í land með lítinn sem engan afla enda hefur nær engin veiði verið síðustu tíu daga þrátt fyrir mikla leit á stóru hafsvæði. Hráefni er nú uppurið hjá fiskimjölsverksmiðjum og hefur starfsemi þeirra stöðvast í bráð. Meira

Lesbók

30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 310 orð

34. tölublað ­ 72.árgangur Efni 30. ágúst Kristján Da

Kristján Davíðsson myndlistarmaður er orðinn áttræður. Honum leiðast afmæli, en hann hélt þó upp á afmælisdaginn í París með því að borða á "miðlungsrestauranti". Og eftir viku verður opnuð á Kjarvalsstöðum sýning á verkum hans síðustu tíu árin. Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1443 orð

ÁKEFÐ OG MILDI EFTIR NÍNU BJÖRK ÁRNADÓTTUR Stutt spjall við Hákon Lindquist, sænskan rithöfund, sem notið hefur velgengni i

HÁKON Lindquist er 38 ára gamall. Hann er sænskt skáld og rithöfundur. Hann býr í Stokkhólmi og vinnur nær fulla vinnu í stórri plötubúð. Hann vinnur við afgreiðslu á grammafónplötum og geisladiskum, en fer brátt að vinna í þeirri deild verslunarinnar, sem selur bækur um tónlist og tónlistarmenn. Hann vann áður í 11 ár í stórri bókaverslun. Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1752 orð

ENN UM LJÓÐHEFÐ

ÉG ÁTTI pistil hér í blaðinu um fríljóð m.a. (Mbl. 30.7.), sem tveir menn hafa gert athugasemdir við, Hallgrímur Helgason og Guðmundur Guðmundarson. Báðir hafa áhyggjur af því að fáir Íslendingar lesi ljóð, og þær áhyggjur eru auðvitað allrar virðingar verðar. Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 55 orð

FJÖGUR HJÖRTU

NÝTT leikrit eftir Ólaf Jóhann Ólafsson verður frumsýnt í húsi Íslensku óperunnar 27. desember. Leikritið heitir Fjögur hjörtu og leikstjóri verður Andrés Sigurvinsson. Með aðalhlutverkin fara Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Gunnar Eyjólfsson og Rúrik Haraldsson. Morgunblaði spurði Ólaf Jóhann um þetta nýja verk hans, en hann vildi ekki ræða það að svo stöddu. Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 231 orð

HILMIR SNÆR Í HLUTVERKI HAMLETS

GENGIÐ hefur verið frá hlutverkaskipan í jólaleikriti Þjóðleikhússins, Hamlet eftir Shakespeare. Mikil eftirvænting hefur ríkt yfir hverjir veljast til að fara með hlutverk í einu frægasta leikriti heimsbókmenntanna. Leikstjóri verksins er Baltasar Kormákur. Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 88 orð

HVAÐ VILL SÁ SEM RÆÐUR?

Þau eru öll dáin og burtkölluð á undan mér leiksystkinin mín af Grundarstíg 8, Halli, Tryggvi, Rannveig, Stella, Elías nafni minn með engilhárið og reyndar fleiri þessi fjörmiklu og hraustu börn sem uxu upp í skjóli fjölskyldunnarog áttu bæði pabba og mömmu þau eru öll horfin á braut, Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 190 orð

Í KIRKJUNNI

Kvöldið er komið köllum við inn komdu nú með árabátinngóðurinn minn Kvöldið er komið klukkurnar hringja Skarar inn hersingin Drottinn minn gefðu að árabáturinn komi (nú) með fenginn sinn Hálfluktum augum horfum í tómið Bylgjurnar byltast bláar að vana Stjörnurnar tindra trylltar mana mánaskinið fram Drottinn ­ Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 182 orð

Í-MYNDIR OG SPOR

Fimm sýningar á verkum jafnmargra myndlistarkvenna verða opnaðar í dag. Svanhildur Sigurðardóttir og Aðalheiður Valgeirsdóttir sýna í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal við Freyjugötu, og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Málfríður Aðalsteinsdóttir og Ragna Ingimundardóttir í Listasafni Kópavogs-Gerðarsafni. Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 174 orð

MAÐUR SÉR ALLTAF SJÓNDEILDARHRINGINN

VERK Málfríðar Aðalsteinsdóttur í Gerðarsafni eru óður til íslenskrar birtu, ljóss og forma en í þeim kveðst hún stílfæra form úr íslensku landslagi, fjöll, hraun og önnur náttúrufyrirbæri, og finna þeim lit og birtu sem endurspeglar þær tilfinningar sem gagntóku hana á hverjum stað. Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 197 orð

MOZART, DONIZETTI, LEIFUR ÞÓRARINSSON OG JÓN ÁSGEIRSSON

FYRSTA frumsýning Íslensku óperunnar á þessu starfsári verður 10. október, þegar Cosi fan tutte Mozarts verður sýnd. Í febrúar á næsta ári verður Ástardrykkur Donizettis á dagskrá, en milli óperanna mun m.a. nýtt leikrit Ólafs Jóhanns Ólafssonar; Fjögur hjörtu, fá inni í húsakynnum óperunnar. Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 536 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 838 orð

NÝJABRUM FYRIR NORÐAN

ÞAÐ var á einum af mörgum fögrum dögum sumarsins fyrir norðan að við Jón Geir Ágústsson byggingarfulltrúi lögðum upp í dálítinn leiðangur í því skyni að líta á og mynda eitthvað af því sem risið hefur uppá síðkastið í höfuðstað Norðurlands og telja má að sé góður arkitektúr. Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 766 orð

PABBI, HVAÐ GERÐIR ÞÚ Í JAFNRÉTTISBARÁTTUNNI?

TIL ER frægt brezkt áróðursspjald úr fyrra stríði, frá því áður en herskylda var lögleidd í Bretlandi. Spjaldið sýnir litla stúlku, sem situr á hnjám föður síns og spyr: Pabbi, hvað gerðir ÞÚ í stríðinu mikla?" Faðirinn horfir fjarrænn og svolítið sakbitinn út í loftið - myndin gefur í skyn að hann hafi ekki gert þá skyldu sína að taka þátt í stríðinu. Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 259 orð

SÉRHVER LÆKUR, SÉRHVER HÓLL

ÁSÝNINGU Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá í Gerðarsafni er pappírsverk, þar sem íslensk örnefni eru skrifuð í runu með blýanti og bleki. Kristín kveðst hafa unnið við verk af þessum toga um nokkurt skeið og segir að líta megi á sýninguna nú sem framhald á sýningu hennar á Kjarvalsstöðum fyrir tveimur árum þar sem hún leiddi íslensk bæjarnöfn til öndvegis. Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2063 orð

SPJALL UM SÝNINGU EFTIR ERLU GUNNARSDÓTTUR Listsýningin "Ísland:Brú til friðar, stóð í mánaðartíma í vor í safnaðarsölum Old St.

ÍSLENSKU listamennirnir, sem áttu verk á sýningunni Ísland: Brú til friðar, voru Sigrún Jónsdóttir, sem sýndi vefnað, Gunnar R. Gunnarsson sýndi tréútskurð, Mats Wibe Lund ljósmyndir, Hallsteinn Sigurðsson höggmyndir og Rabby Ragnarsson glerlist. Bandarísku listamennirnir þrír áttu það sameiginlegt að vera allir fæddir erlendis, hver í sínu landi. Thiet Pham-Gia í Viet Nam. Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 191 orð

STEINNINN ER MINN MIÐILL

SÝNINGIN í Listasafni ASÍ er fyrsta einkasýning Svanhildar Sigurðardóttur á Íslandi, en hún lauk námi í höggmyndalist við Emerson College of Art í Englandi árið 1995. Svanhildur stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist úr textíldeild árið 1980. Að námi loknu vann hún við efnis­ og fatahönnun. Frá 1991 hefur Svanhildur verið búsett í Bretlandi. Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2024 orð

SUNGIÐ UM SUMAR EFTIR SOFFÍU KARLSDÓTTUR. Kór Íslensku óperunnar fór í sumar í tíu daga tónleikaferð til Ítalíu. Kórfélagar voru

AÐ MORGNI 9. júní var flogið frá Keflavík til Mílanó, með millilendingu í London og ekið þaðan til fyrsta áfangastaðarins, Riva del Garda, sem er við norðurenda Garda-vatnsins. Ekki gekk alveg áfallalaust að komast frá Mílanó þar sem nokkrar ferðatöskur höfðu orðið viðskila við hópinn í London. Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 136 orð

THE ARCHITECTURAL REVIEW FJALLAR UM HÚS Í HAFNARFIRÐI

TÍMARITIÐ The Architectural Review er gefið úr í Bretlandi, en fjallar um byggingarlist í öllum heiminum. Þetta er mjög víðlesið og virt tímarit, sem á sér aldarlanga sögu, fyrst kom það út 1896. Í ágústheftinu kennir margra grasa úr víðri veröld, en þar á meðal er ítarleg umfjöllun um safnaðarheimili og tónlistarskóla í Hafnarfirði, sem Teiknistofan Tröð er skrifuð fyrir. Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 114 orð

UGLURNAR ERLINGUR E. HALLDÓRSSON ÞÝDDI

Í svar-greinótt afdrep yllilunda uglurnar raða sér hlið við hlið, sem alþekkt goð úr austrænum sið;í auganu gægjur. Þær ígrunda. Hræringarlausar þær horfa til að hefjist 'ið kvíðvænlega skeið, er húmið sveigir sól af leið og setur upp iðandi skugga-spil. Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2679 orð

ÚR FILMÍU Í FJALAKÖTTINN EFTIR ARNALD INDRIÐASON Kvikmyndaklúbbar voru fyrst starfræktir á Íslandi um miðja öldina þegar Filmía

Rétt fyrir klukkan tvö eftir hádegi laugardaginn 1. nóvember árið 1953 streymdi fólk inn í Tjarnarbíó og beið þess að kvikmyndasýning hæfist. Það var engin venjuleg sýning. Þegar fólk kom í miðasöluna keypti það ekki Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 77 orð

VERTU EKKI HRYGG ÞREYTTA SÁL

Þegar haustar í lífi mannsins og höfuðið klæðist hærum læðist dapurleikinn inn í hugann með fölnuð blóm æskunnar en huggarinn segir, "vertu ekki hrygg þreytta sál því að vorið kemur aftur þegar sól rís í eilífðinni við síðasta andvarpið og þú hverfur fyrir trúna inn í ríki Guðs þar sem þér er búinn staður á öðrum Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 265 orð

ÞAÐ SEM ÉG VIL

MÓSAÍK og ker er yfirskrift sýningar Rögnu Ingimundardóttur í Gerðarsafni þar sem kastljósið beinist að stórum, litríkum vösum og mósaíkborðum. Ragna kveðst hafa yndi af því að vinna í sömu formin en vasarnir á sýningunni, sem eru fjölmargir, taka einungis á sig tvö form. Meira
30. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2187 orð

ÖLDUR ERU HVER ANNARRI ÓLÍKAR

MÉR leiðast afmæli," segir Kristján Davíðsson sem varð áttræður 28. júlí. "Ég flúði til Parísar, við hjónin fengum okkur að borða á miðlungsrestauranti í tilefni dagsins." Eftir viku verður opnuð sýning á Kjarvalsstöðum með verkum eftir Kristján frá tíu undanförnum árum, en þó ekki stranglega farið eftir tímasetningu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.