Greinar þriðjudaginn 2. september 1997

Forsíða

2. september 1997 | Forsíða | 380 orð

Mörg þúsund manns vottuðu Díönu virðingu sína eftir sviplegt fráfa

ÞÚSUNDIR syrgjandi Breta söfnuðust saman í Lundúnum í gær til að votta Díönu prinsessu af Wales, "prinsessu fólksins" virðingu sína eftir að lík hennar hafði verið flutt heim frá París. Um tvö þúsund manns biðu í biðröð fyrir utan St. Meira
2. september 1997 | Forsíða | 788 orð

ÚTFÖR DÍÖNU MEÐ VIÐHÖFN FRÁ WESTMINSTER ABBEY

ÖKUMAÐURINN í hinstu för Díönu prinsessu og Dodi Fayed í París aðfaranótt sunnudags var ölvaður og algerlega ófær um að stjórna ökutæki, að sögn saksóknarans í París. Díana, Dodi og ökumaðurinn biðu bana er sá síðastnefndi missti stjórn á bílnum í undirgöngum í París. Hann ók á ofsahraða til að reyna að hrista af sér ljósmyndara sem eltu Díönu og Dodi. Meira

Fréttir

2. september 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

20 innbrot 12 unglinga

LÖGREGLAN á Akureyri upplýsti um helgina 20 innbrot sem framin hafa verið á síðustu vikum og mánuðum. Tólf ungmenni hafa viðurkennt aðild sína en þau eru á aldrinum 16 ára til tvítugs. Tvö fíkniefnamál voru og upplýst í tengslum við innbrotamál. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 1193 orð

Aðstoð aukin þar sem þörf er brýnust en skert ella

NÝJAR reglur um greiðslu bóta almannatrygginga tóku gildi í gær og ber þar hæst breytingar á umönnunargreiðslum vegna fatlaðra og langveikra barna. Þær breytingar fela aðallega í sér að umönnunargreiðslur vegna þeirra barna sem mesta umönnun þurfa vegna fötlunar eða sjúkdóms hækka, en greiðslur vegna langveikra barna sem þurfa fyrst og fremst lyfjameðferð í heimahúsi og eftirlit sérfræðinga, Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð

Breyting á umönnunarbótum

NÝJAR reglur um greiðslur Tryggingastofnunar vegna umönnunar fatlaðra og langveikra barna tóku gildi í gær, en þær fela m.a. í sér hækkun hæstu bótagreiðslna úr tæpum 55 þúsund krónum í rúmar 61 þúsund krónur. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 256 orð

Bræður bitu dyravörð

TÖLUVERT annríki var hjá lögreglu þessa helgi. Alls voru 348 mál færð til bókunar. Höfð voru afskipti af 45 aðilum vegna ölvunar. Eignaspjöll. Lögreglu var tilkynnt um 18 eignaspjöll um helgina. Skemmdarverk voru unnin á Háteigskirkju. Þar höfðu slagorð verið skrifuð með því að sprauta málningu utan á kirkjuna. Líkamsmeiðingar. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 26 orð

Bubbi Morthens og KK á Fógetanum

Bubbi Morthens og KK á Fógetanum BUBBI Morthens og KK leika þriðjudagskvöldið 2. september á Fógetanum en þetta eru lokatónleikar félaganna í sumar. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 279 orð

Deilu við Reykjavíkurborg vísað í félagsdóm

SAMKOMULAG hefur orðið um að vísa deilu Reykjavíkurborgar og Verkakvennafélagsins Framsóknar í Félagsdóm. Stefnt er að því að fá niðurstöðu Félagsdóms innan mánaðar, eða fyrir 1. október nk. Deila Reykjavíkurborgar við verkakvennafélagið Framsókn stendur um kjarasamning Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar um störf skólaliða. Meira
2. september 1997 | Erlendar fréttir | 408 orð

Díönu minnst innilegar en venja er

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, var hrærður og átti erfitt með að hemja tilfinningar sínar er hann minntist Díönu prinsessu á sunnudagsmorgun. "Ég er gersamlega í rúst. Þjóðin öll verður í losti og sorg," sagði hann og bætti við að hún hefði verið prinsessa fólksins. Þjóðarleiðtogar um heim allan minntust Díönu innilegar og persónulegar en menn eiga að venjast. Meira
2. september 1997 | Erlendar fréttir | 786 orð

Dodi Fayed

EMAD Mohammed Fayed, betur þekktur sem Dodi Fayed, var elsti sonur kaupsýslumannsins Mohammed al-Fayeds úr fyrra hjónabandi hans. Í viðskiptaveldi al-Fayeds eldri er m.a. að finna verslunina Harrod's í London, Ritz-hótelið í París og knattspyrnufélagið Fulham. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 421 orð

Ekki hægt að ná sameiningu og sparnaði samtímis

SKÝRSLA um framtíðarsýn sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem lagt er til að sex sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess verði sameinuð í eitt stórt háskólasjúkrahús, var kynnt starfsfólki Landspítalans í gær. Meira
2. september 1997 | Miðopna | 361 orð

Fegurð og friðsæld tekur við

"UM leið og komið er uppfyrir hólinn á leiðinni úr vinnunni skiptir algjörlega um umhverfi. Eins og hendi sé veifað tekur fegurð og friðsæld sveitarinnar við af borgarskarkalanum," segir Guðmundur Fr. Ottósson íbúi í Melhvarfi 11. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 305 orð

Fengu 350 kílóa túnfisk í trollið

ÁHÖFNINA á Beiti NK rak í rogastans þegar verið var að draga flottrollið seint á sunnudagskvöld og upp kom túnfiskur þar sem skipið var á kolmunnaveiðum í Rósagarðinum djúpt austur af landinu. Þetta var fyrsti kolmunnatúr Beitis á árinu og landaði skipið rúmum 600 tonnum af kolmunna í bræðslu hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað í gærmorgun eftir fjögurra daga útiveru. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Ferðavinningar Sumars '97

DREGIÐ var daglega í aðgöngumiðahappdrætti vegna sýningarinnar Sumar '97 sem haldin var í íþróttahúsinu Kaplakrika dagana 21.­24. ágúst sl. Í vinning voru ferðir fyrir tvo að eigin vali með Flugleiðum til einhvers af áfangastöðum Flugleiða í Evrópu. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Féll af vélhjóli

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann að Rauðufossafjöllum á laugardag. Maðurinn var á ferð á vélhjóli, en féll af því og slasaðist á höfði og hálsi. Leitað var aðstoðar Landhelgisgæslunnar og fór þyrlan af stað kl. 13.46. Hún lenti við Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi kl. 15.16, þar sem maðurinn gekkst undir langa skurðaðgerð. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Fimm minkar drepnir

FIMM minkar voru nýlega drepnir í Reykhólasveit, læða með 4 hvolpa. Samkvæmt samtali við Samúel Sakaríasson, bónda í Djúpadal, var tekið eftir því að veiði þvarr í Djúpadalsá en hún er góð bleikjuá. Lítill drengur sá minkana og sagðist hafa séð kisur. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð

Fimm sækja um Blönduós og fimm um Akranes

LIÐINN er umsóknarfrestur um þrjár stöður sóknarpresta, á Akranesi og Blönduósi og um stöðu Evrópuprests. Fimm sóttu um Akranes, fimm um Blönduós en tveir um stöðu Evrópuprests. Um embætti sóknarprests Þingeyraklaustursprestakalls í Húnavatnsprófastsdæmi, en því tilheyra Blönduós og tvær dreifbýlissóknir, Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 191 orð

Forseti og forsætisráðherra sendu kveðjur

FORSETI Íslands og forsætisráðherra sendu í gær leiðtogum Bretlands samúðarskeyti vegna fráfalls Díönu prinsessu. Blóm voru lögð við anddyri breska sendiráðsins í gær í minningarskyni. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur ekki verið ákveðið hvort sendur verði eða þá hver yrði hugsanlegur fulltrúi ríkisins við útför Díönu en það mun skýrast í dag. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 60 orð

Fyrirlestur aðalritara SÞ í Háskólanum

HR. KOFI Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, kemur í opinbera heimsókn hingað til lands fimmtudaginn 4. september og heldur fyrirlestur í boði Háskóla Íslands og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, í hátíðarsal Háskólans í Aðalbyggingu við Suðurgötu kl. 17 þann sama dag. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Fyrirlestur um velferðarkerfi Norðurlanda

DR. PIRKKO-Liisa Rauhala flytur þriðjudaginn 2. september opinberan fyrirlestur sem nefnist "Nordic Welfare States and Gender System in Transition" þar sem hún fjallar um velferðarkerfi Norðurlandanna með tilliti til breyttra hlutverka kynjanna. Meira
2. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 400 orð

Fækkun á tjaldsvæðinu á Akureyri

GISTINÆTUR á tjaldsvæðinu á Akureyri voru 14.038 í sumar, frá 10. júní til ágústloka. Þetta eru um 5.000 færri gistinætur en árið 1996. Á tjaldsvæðinu á Húsabrekku á Svalbarðsströnd voru gistinætur 4.490 í sumar og fjölgaði um 500 frá árinu áður. Ívar Sigmundsson, umsjónarmaður tjaldsvæðisins á Akureyri, segir að Íslendingum hafi fækkað um tæplega 4. Meira
2. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 117 orð

Góð spretta í sumar

FYRSTU göngur í Mývatnssveit hefjast í Suður-afrétt fimmtudaginn 4. september og í Austur-afrétt föstudaginn 5. september. Réttað verður í báðum réttum sunnudaginn 7. septemer. Aðrar göngur verða 10 dögum síðar. Eftir hlýindakafla í júlí og frameftir ágúst og mjög hagstæða sprettutíð hafa síðustu dagar verið svalir og hitinn farið niður undir frostmark um nætur og gránað í fjöll. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 486 orð

Hítará situr eftir

HÍTARÁ á Mýrum sker sig nokkuð úr í sinni sveit það sem af er sumri. Veiði hefur ekki verið góð og þó hafa nágrannaárnar Straumfjarðará, Haffjarðará, Langá og Álftá verið að gefa prýðisveiði. Um helgina voru 155 laxar komnir á land úr Hítará. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 650 orð

Íbúarnir fagna glæsilegu framtíðarhúsnæði

UM 700 gestir sporðrenndu 150 kökum og öðru góðgæti á opnunarhátíð Engjaskóla við Vallengi 14 í Grafarvogi á sunnudag. Hildur Hafstað, skólastjóri, segir að góð aðsókn beri vott um ánægju íbúanna með að skólinn hafi fengið glæsilegt framtíðar húsnæði. Skólabyggingin er um 4.820 fm að stærð og er heildarkostnaður áætlaður tæpar 620 milljónir króna eða tæplega 2% undir kostnaðaráætlun. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 472 orð

Kennarar og foreldrar mótmæla tillögum Fræðslumiðstöðvar

FULLTRÚAR kennara og foreldra mótmæltu á fundi fræðsluráðs Reykjavíkur 22. ágúst sl. tillögum Fræðslumiðstöðvar um 40 milljóna króna niðurskurð í grunnskólum borgarinnar og gagnrýndu í bókun að meginþungi tillögunnar beindist að því að skera niður launakostnað og kennslu. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 195 orð

Kennsla í hnefaleikum hafin

KENNSLA er hafin í ólympískum hnefaleikum hér á landi og er fyrirhugað að keppt verði í þeim í byrjun næsta árs, að sögn Sigurjóns Gunnsteinssonar, en hann hefur ásamt Ólafi Ásgeirssyni auglýst kennslu í ólympískum hnefaleikum. Þá hafa einnig birst undanfarið auglýsingar um námskeið í "sparkboxi". Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 819 orð

Klofningur samtakanna var talinn yfirvofandi

Hart var deilt um hvort Kvennalistinn ætti að taka þátt í samstarfsviðræðum vinstri flokkanna á samráðsfundi Kvennalistans um helgina. Ómar Friðrikssonkomst að raun um að yfirvofandi hætta var talin á að samtökin myndu klofna. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 408 orð

Krafa um aðgang sakborninga að gögnum ítrekuð

KRAFA þriggja sakborninga í stóra fíkniefnamálinu svokallaða um heimild til að kynna sér framlögð gögn í málinu fyrir yfirheyrslur var ítrekuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Krafan var lögð fram á grundvelli breyttra aðstæðna frá því Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um að leyfa sakborningunum í málinu aðgang að málsgögnunum. Meira
2. september 1997 | Erlendar fréttir | 262 orð

Kveðst geta komið í veg fyrir frekari ofbeldisverk

ABASSI Madani, leiðtogi Íslömsku frelsisfylkingarinnar, FIS, í Alsír sagði í gær að hann vildi og gæti bundið enda á ofbeldið í landinu, brygðust stjórnvöld vel við áskorun hans um viðræður. Ríkisstjórnin brást við yfirlýsingunni með því að setja Madani í stofufangelsi. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Kyrrðarstundir í Hafnarfjarðarkirkju

EINS og undanfarin ár verður í vetur boðið upp á kyrrðar- og bænastundir í Hafnarfjarðarkirkju í hádegi á miðvikudögum. Miðvikudaginn 3. september verður fyrsta stundin. Þær hefjast með orgelleik kl. 12­12.10 og getur fólk komið í kirkju á þeim tíma. Síðan er Guðs orð íhugað í kyrrð og boðið til altarisgöngu og fyrirbæna. Einnig er hægt að hringja inn fyrirbænaefni í síma kirkjunnar. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 51 orð

LEIÐRÉTT Bæklingar um vetrarferðir

Í frétt um vetrarbæklinga ferðaskrifstofa í Ferðablaðinu á sunnudag láðist að geta viðmælanda okkar hjá Heimsferðum. Það var Andri Már Ingólfsson, og biðjumst við afsökunar. Rangt móðurnafn Í VIÐTALI við Brynhildi Jóhannsdóttur 24. ágúst sl. misritaðist nafn móður hennar. Hún hét Þóra Jónsdóttir frá Kirkjubæ í Norðurárdal. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Léleg fýlaveiði í Mýrdalnum

ÞAÐ ER aldagamall siður í Mýrdalnum að menn veiði fýlsunga á haustin, salti í tunnur og geymi til vetrarins. Þótt það kosti heilmikla vinnu og sé fremur sóðalegt að vinna fýlinn er ánægjan af að borða hann ómaksins virði. Meira
2. september 1997 | Erlendar fréttir | 1803 orð

Ljósmyndari til sölu Þeir nefnast "paparazzi" og fara heimshorna á milli til að ná ljósmyndum af fræga fólkinu þegar það síst

DÍANA prinsessa af Wales og Dodi Fayed biðu bana í árekstri í undirgöngum undir París með hóp ljósmyndara á hælunum. Nú eru ljósmyndir af slysinu boðnar til sölu á rúmlega 70 milljónir króna. Sagt er að einni mynd sjáist að Díana sé með meðvitund, en Fayed og bílstjóri hans séu greinilega látnir. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

Lögregla hafði afskipti af 10 manns í Keflavík

FJÖLDASLAGSMÁL milli Íslendinga og bandarískra hermanna brutust út á veitingastaðnum Kaffi Keflavík á sunnudagskvöld. Einn þeirra sem hlut áttu að máli skarst í andliti og þurfti að láta sauma sig. Að sögn lögreglu í Keflavík voru höfð afskipti af 10 manns eftir slagsmálin, fjórum varnarliðsmönnum og sex Íslendingum. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Merkjasöludagur Hjálpræðishersins

HINIR árlegu merkjasöludagar Hjálpræðishersins á Íslandi verða að þessu sinni frá miðvikudeginum 3. til föstudagsins 5. september. Merkjasala Hjálpræðishersins er þýðingarmikil fjáröflunarleið fyrir starf hans hér á landi. Tekjur af merkjasölunni eru notaðir til að fjármagna barna- og unglingastarfið sem nú er að hefjast að afloknu sumarfríi. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 367 orð

Niðurstaða stjórnar var samhljóða

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi áretting frá stjórn íslenska safnaðarins í Noregi: "Síðastliðna daga hafa birst í fjölmiðlum fréttir um ráðningu prests Íslendinga í Noregi. Í þessum fréttaflutningi hafa birst upplýsingar sem stjórn safnaðarins leit á sem vinnuskjöl sín, þ.a.l. trúnaðarmál. Stjórnin harmar þetta. Meira
2. september 1997 | Erlendar fréttir | 222 orð

Njósnaði fyrir "Satan" ÍRANI var tekinn af lífi í Íran

ÍRANI var tekinn af lífi í Íran eftir að hafa verið fundinn sekur um njósnir fyrir Bandaríkin, að því er opinber fréttastofa landsins, IRNA greindi frá í gær. Maðurinn var hengdur í fangelsi skammt frá Teheran fyrir að hafa njósnað fyrir "þann mikla Satan, Bandaríkin. Meira
2. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 162 orð

Númerin af og bíllinn brann

FJÖRUTÍU og átta manns voru kærðir fyrir umferðarlagabrot í liðinni viku. Þar af má nefna að 15 voru kærðir fyrir of hraðan akstur, 3 fyrir að nota ekki bílbelti, 3 fyrir að aka án lögboðinna ljósa og 3 höfðu ekki ökuskírteini meðferðis. Einn var úti að aka þrátt fyrir að hafa verið sviptur rétti til aksturs og annar ók án þess að hafa öðlast rétt til slíks. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Nýir nemendur í nýjum skóla

AÐ HEFJA skólagöngu er stór áfangi í lífi hvers manns og ekki minnkar það spennuna hjá Heiðrúnu Ingrid Hlíðberg og Hrafnhildi Snæbjörnsdóttur, nemendum í 1-H í Engjaskóla, að skólinn þeirra er alveg nýr. Um 700 íbúar í hverfinu sóttu opnunarhátíð Foreldrafélagsins um helgina. Nú í vikunni flykkjast svo nemendur til starfa í skólanum. Meira
2. september 1997 | Landsbyggðin | 539 orð

Nýtt björgunarskip til Snæfellsness

ÞAÐ var mikið um dýrðir á Snæfellsnesi sl. laugardag, 30. ágúst, þegar nýtt björgunarskip kom í Rif. Skipið er hollenskt og keypt hingað af KNRM, hollensku systurfélagi Slysavarnafélags Íslands. Skipið sigldi frá Hollandi 22. ágúst og hélt fyrst til Stonehaven í Skotlandi og þaðan norður til Þórshafnar í Færeyjum. Að suðurströnd Íslands var það komið að morgni 29. Meira
2. september 1997 | Erlendar fréttir | 235 orð

Óttast innrás á Anjouan

FORSETI Comoro-eyja, Mohamed Taki, sagði í gær, að íbúar á eynni Anjouan myndu fá að "gjalda þess dýru verði" að hafa reynt að segja sig úr lögum við ríkið. Er það haft eftir heimildum innan stjórnarhersins, að innrás á Anjouan sé yfirvofandi. Meira
2. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 155 orð

Ráðist á mann í miðbæ

RÁÐIST var á mann í miðbæ Akureyrar aðfaranótt laugardags og hann sleginn í götuna. Að sögn vitna var sparkað í hann liggjandi. Talið er að tveir til þrír piltar hafi verið að verki, en málið er í rannsókn. Sá er fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild með áverka á andliti, en fékk að fara heim eftir aðhlynningu. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Reynt að finna framhaldsflöt á viðræðum

FRAM eftir gærkvöldi reyndi ríkissáttasemjari að fá fulltrúa Kennarasambands Íslands og sveitarfélaganna til að finna framhaldsflöt á kjaraviðræðum sínum. Samningafundur stóð til 22.30 og hefur nýr fundur verið boðaður kl. 13 í dag. Þórir Einarsson, ríkissáttasemjari, sagði í gær að málið væri erfitt og viðkvæmt en reynt yrði áfram að finna forsendur fyrir framhaldi viðræðna. Meira
2. september 1997 | Landsbyggðin | 121 orð

Samgöngumálaráðherra heimsækir Sólheima

Selfossi-Fimmtudaginn 28. ágúst var tekið í notkun nýtt gistiheimili á Sólheimum. Það var Halldór Blöndal samgöngumálaráðherra sem formlega vígði gistiheimilið, hlaut það nafnið Veghús. Sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup blessaði húsið áður en það var formlega opnað. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 238 orð

Sígarettur hækka um 20 kr.

HEILDSÖLUVERÐ á tóbaki hækkar að meðaltali um 11,8% samkvæmt nýrri verðskrá Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Verð á algengum tegundum af sígarettum hækkar í kringum 20 krónur pakkinn. Áfengi lækkar að meðaltali um 0,2%. Meira
2. september 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Skógræktarfélag Íslands í heimsókn

Flateyri-Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn um síðustu helgi að Núpi í Dýrafirði. Fundargestir, 150 að tölu, ásamt leiðsögumanni, Sæmundi Þorvaldssyni frá Núpi í Dýrafirði, gerðu stuttan stans á ferð sinni um Önundarfjörð, á Flateyri í boði Sparisjóðs Önundarfjarðar. Meira
2. september 1997 | Erlendar fréttir | 130 orð

Skæruliðar taldir hafa betur

RÚMLEGA tveir af hverjum þrem íbúum Kólombíu telja að marxískir uppreisnarmenn séu að hafa sigur í langvinnu stríði þeirra gegn stjórnvöldum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar. Blaðið El Tiempo greindi frá því á sunnudag að 69% aðspurðra hafi sagt að skæruliðarnir væru á góðri leið með að brjóta herinn á bak aftur. Einungis 10 af hundraði töldu herinn standa betur. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 300 orð

Skömm fyrir okkur Íslendinga

"ÉG LÍT svo á að hér hafi verið að verki fullorðið fólk sem hefur þessar skoðanir og vinnur verk sín í skjóli myrkurs," sagði sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prestur í Háteigskirkju, en slagorð gegn útlendingum og andkirkjulegur áróður voru krotuð á veggi kirkjunnar og safnaðarheimilisins aðfaranótt laugardagsins. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Smáskjálftar áfram á Hengilssvæðinu

ÁFRAM er nokkur skjálftavirkni á Hengilssvæðinu en um helgina voru þar aðeins smáskjálftar, flestir undir tveimur stigum á Richter. Gunnar Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, tjáði Morgunblaðinu í gær að nokkrir tugir skjálfta kæmu fram á sólarhring en þeir væru allir undir tveimur stigum og fyndust vart nema á mælum. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð

Sprenging eða árekstur?

LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af vitnum að aftanákeyrslu á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls að morgni miðvikudagsins 6. ágúst sl. Ökumaður á gráum Volkswagen Jetta árgerð 1990 segir bíl sinn hafa verið kyrrstæðan á ljósunum þegar honum fannst sem sprenging yrði. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 287 orð

Stjórnvöld láta afla upplýsinga

14 ÁRA piltur, sem er íslenskur ríkisborgari, var á föstudag dæmdur í 10 ára fangelsi í Houston í Texas fyrir kynferðisbrot gegn yngri stúlku og yngri dreng. Að beiðni aðstandenda piltsins hefur utanríkisráðuneytið beðið sendiráð Íslands í Washington að afla gagna og upplýsinga um málið. Meira
2. september 1997 | Miðopna | 1219 orð

"Sveit í bæ" verði áfram sveit í bæ

EKKI ER langt um liðið frá því höfuðborgarbúar litu almennt svo á að við Elliðavatn væri komið úr bæ í sveit. Nú eru mörkin ekki jafn augljós því að strjál sumarbústaðabyggðin við vatnið hefur verið að þéttast og breytast á síðustu árum. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 343 orð

Synti í land og kleif fimmtíu metra berg

ÍSLENSKUR skipstjóri, Jens Óðinn Jensson, vann það þrekvirki að synda úr vélarvana bát við strönd Skotlands rúma þrjá kílómetra, klífa rúmlega 50 metra hátt berg og ganga 1,5 km leið til byggða. Á meðan beið félagi hans í bátnum. Strandgæslan bjargaði honum eftir að Jens hafði tilkynnt henni um bátinn. Óhappið átti sér stað 26. júlí sl. Meira
2. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 290 orð

Tólf ungmenni viðurkenna aðild

TÓLF ungmenni á aldrinum 16 til 20 ára hafa viðurkennt aðild sína að um 20 innbrotum á síðustu vikum og mánuðum, en rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri hefur unnið að rannsókn þeirra og voru málin upplýst um helgina. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Unnu sviðsmynd fyrir umræðuþátt

HÓPUR ungmenna hefur unnið sviðsmynd fyrir umræðuþátt um fíkniefnamál sem ráðgerður er á Stöð 2 og RÚV annað kvöld. Jafningjafræðslan fékk hópinn, sem hefur sérhæft sig í "veggjakroti", til að vinna sviðsmyndina sem er 55 fermetra dúkur. Var verið að leggja lokahönd á verkið í gær. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 327 orð

Uppsagnir ekki dregnar til baka

TILLÖGU sjálfstæðismanna í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur um að uppsagnir þriggja vagnstjóra á undanförnum vikum yrðu dregnar til baka á meðan málsatvik væru könnuð var vísað frá með atkvæðum fulltrúa R-listans á fundi stjórnarinnar í gær. Meira
2. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Vanefndir á fyrirheitum

AÐALFUNDUR Bandalags kennara á Norðurlandi eystra var haldinn á Akureyri um liðna helgi. Í ályktun fundarins er lýst furðu á því skilningsleysi á skólastarfi og störfum kennara sem fram kemur í afstöðu samninganefndar Launanefndar sveitarfélaga í yfirstandandi samningaviðræðum við Kennarasamband Íslands og Hið íslenska kennarafélag. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 114 orð

Veðmálsferðir Flugfélags Íslands

LEIKFÉLAG Íslands og Flugfélag Íslands hafa gert með sér samstarfssamning sem felur það í sér að Flugfélagið mun standa fyrir svokölluðum Veðmálsflugferðum til Reykjavíkur. Landsbyggðarfólki gefst nú kostur á að fljúga til Reykjavíkur og sjá leikritið Veðmálið eftir Mark Medoff í Loftkastalanum, segir í fréttatilkynningu. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 687 orð

Venjulegar uppeldisaðferðir duga ekki

SÍMARÁÐGJÖF á vegum Umsjónarfélags einhverfra tekur til starfa í dag, þriðjudaginn 2. september. Um er að ræða tilraunaverkefni sem stendur yfir í tvo mánuði en því er hleypt af stokkunum í tilefni tuttugu ára afmælis Umsjónarfélags einhverfra. Afmælisrit félagsins kemur út í október. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 210 orð

"Viðræðugóð og skemmtileg"

VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, hitti Díönu prinsessu nokkrum sinnum, fyrst í brúðkaupi prinsessunnar 1981 og síðar við fleiri tækifæri. "Hún var afskaplega ljúf og yndisleg manneskja," segir Vigdís um prinsessuna. "Og hún var skemmtileg. Viðræðugóð og skemmtileg." Meira
2. september 1997 | Miðopna | 571 orð

Vil ekki búa í kassa niðri í bæ

"ÉG HEFÐI aldrei viljað búa í litlum kassa niðri í bæ. Hávaðinn af bílaumferðinni er ærandi enda þjóta bílarnir sífellt fram og til baka. Hér er friður og frelsi. Enginn tekur eftir því þótt ég fari á morgunsloppnum út í garð," segir Jytte Helgason. Jytte og Birgir V. Helgason, eiginmaður hennar, eru meðal frumbyggja Vatnsendasvæðisins. Þau hafa búið í Melhvarfi 1 í 40 ár. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 244 orð

Vísað á spítala og heilsugæslu

UPPSAGNIR þvagfærasérfræðinga á samningi sínum við Tryggingastofnun tóku gildi í gær. Auk þess hafa sérfræðingar í þremur öðrum greinum sagt upp sem einstaklingar samningi sínum við stofnunina, en uppsagnir þeirra taka gildi á þremur næstu mánuðum. Meira
2. september 1997 | Innlendar fréttir | 168 orð

Þriðjudagskvöldganga í Viðey

FARIÐ verður kl. 20 úr Sundahöfn í kvöld. Gengið verður úr Bæjarvör austur fyrir Viðeyjarstofu og síðan með gamla túngarðinum sem skilur milli Heimaeyjar og Austureyjar, yfir á norðurströndina. Henni verður fylgt austur á Sundbakka. Meira
2. september 1997 | Erlendar fréttir | 2436 orð

Ævintýraprinsessa sem heillaði heimsbyggðina

STORMASÖM ÆVI DÍÖNU SPENCER Ævintýraprinsessa sem heillaði heimsbyggðina Díana Spencer kom Bretum fyrst fyrir sjónir sem feimin stúlka á árbakka í Skotlandi en varð brátt þekktasta kona Bretlands. Meira
2. september 1997 | Erlendar fréttir | 1575 orð

Ökumaðurinn var undir áhrifum áfengis

FRANSKA lögreglan tilkynnti í gær að áfengismagn í blóði ökumanns Mercedes-bifreiðarinnar, sem Díana prinsessa og Dodi Fayed voru farþegar í, hafi verið yfir leyfilegum mörkum. Ekki er vitað með vissu hvers vegna hann Meira

Ritstjórnargreinar

2. september 1997 | Leiðarar | 642 orð

leiðariÚTI ER ÆVINTÝRI ORG og vantrú fólks um allan heim ve

leiðariÚTI ER ÆVINTÝRI ORG og vantrú fólks um allan heim vegna sviplegs dauðdaga Díönu, prinsessu af Wales, minna einna helzt á viðbrögðin við morðinu á John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, fyrir aldarþriðjungi. Meira
2. september 1997 | Staksteinar | 336 orð

»Þverbrestir kvótakerfisins Í VIKUBLAÐINU Bæjarins besta, sem gefið er út

Í VIKUBLAÐINU Bæjarins besta, sem gefið er út á Ísafirði, er dálkahöfundur, sem nefnir sig "Stakk". Stakkur segir í pistli sínum fyrir rúmri viku að "kvótinn geri fáa ríka og fjöldann reiðan". Í PISTLINUM segir: "Í kvótakerfinu koma fram nokkrir þverbrestir. Lög segja fiskinn í sjónum sameign þjóðarinnar. Fyrirheitið er fagurt en ekki er það samkvæmt veruleikanum. Meira

Menning

2. september 1997 | Fólk í fréttum | 313 orð

6 sinnum fleiri tæknibrellur

ALEC Guinnes, sem lék Obi Wan Kenobi í fyrstu myndunum fékk tilnefningu til Óskarverðlauna fyrir leik sinn. James Earl Jones, sem er maðurinn á bak við rödd Svarthöfða, er virtur leikari í bandaríkjunum og hefur leikið í myndum á borð við "Dr. Strangelove" "Great White Hope" og "Conan the Barbarian". Meira
2. september 1997 | Menningarlíf | 82 orð

Afmælissýning hjá Jens gullsmið í Kringlunni

GULL­ og silfurverkstæði Jens fagnar um þessar mundir 30 ára starfi og jafnframt 10 ára verslunarrekstri í Kringlunni. Á þessum tímamótum hafa þrír af gullsmiðum verkstæðisins, þeir Jens Guðjónsson, Jón Snorri Sigurðsson og Haukur Valdimarsson, sett upp sýningu í tengslum við verslunina í Kringlunni. Meira
2. september 1997 | Menningarlíf | 1052 orð

Átakaverk og dramatík leidd til öndvegis

"VERKEFNAVAL Þjóðleikhússins leikárið 1997­98 einkennist af fjölbreytni og metnaði. Á undanförnum árum höfum við lagt meiri áherslu á átakaverk og dramatísk verk á kostnað gamanleikja enda njóta verk af þeim toga vaxandi vinsælda hér á landi. Meira
2. september 1997 | Fólk í fréttum | 180 orð

Blur

STÓRTÓNLEIKAR voru haldnir í Laugardalshöll í fyrrakvöld þegar breska sveitin Blur tróð upp ásamt The Bloodhound Gang, Kolrössu krókríðandi og Botnleðju. Eins og við mátti búast var mikill troðningur við sviðið, ­ enda mikið í húfi. Damon og Alex innan seilingar. Blur lék lög af nýjustu plötu sveitarinnar í bland við eldra efni. Meira
2. september 1997 | Myndlist | 275 orð

Bygging stærðfræðinnar

Opið fimmtud.- sunnud. frá 14­18 til 7. september. Aðgangur ókeypis. LORE Bert kemur frá Þýskalandi og vinnur með eins konar birtingarform óhlutbundinna reglna. Skilgreinist sem bygging samsetning og formgerð stærðfræðinnar í anda mengjafræði Cantors. Eins og segir, rannsakar hún eiginleika þessara mengja með því að færa hlutbundna þætti náttúrunnar í óhlutbundið form. Meira
2. september 1997 | Bókmenntir | 604 orð

Einlægni og listfengi

eftir Erling Sigurðarson frá Grænavatni. Mál og menning 1997 ­ 81 bls. SKÁLDSKAPUR verður ekki góður af formi eða formleysi einu saman. Skáld verður enginn af því að kunna eddureglur ellegar erlenda hætti og ekki heldur með dirfsku á sviði formsköpunar eða formleysis. Meira
2. september 1997 | Fólk í fréttum | 118 orð

Enga SPEGLA takk!

HÉGÓMINN réð ferðinni þegar leikarinn Sylvester Stallone var við tökur á nýjustu mynd sinni "Cop Land". Vöðvabúntið og líkamsræktarfrömuðurinn þurfti að bæta á sig tæpum 20 kílóum fyrir hlutverkið og vildi sem minnst þurfa að líta bólginn líkama sinn augum. Hann tók því til þess ráðs að láta fjarlægja alla spegla í hjólhýsi sínum og í förðunarherberginu á tökustaðnum. Meira
2. september 1997 | Fólk í fréttum | 190 orð

Fótalaus milljónamæringur og óhreint teppi

COEN-bræður eiga sér stóran aðdáendahóp og það er því mörgum gleðiefni þegar þeir senda frá sér nýja mynd. Síðasta mynd þeirra, Fargo, var sem kunnugt er ein besta mynd ársins 1996 og nú eru þeir að leggja síðustu hönd á mynd sem nefnist "The Big Lebowski". Fjallar hún um mann að nafni Jeff Lebowsky, sem leikinn er af Jeff Bridges, sem vill helst vera kallaður Dude. Meira
2. september 1997 | Tónlist | 367 orð

Glæsilegt "debut"

Rúnar Óskarsson og Sandra de Bruin fluttu verk eftir Debussy, Brahms, Alban Berg, Olav Berg og Poulenc. Fimmtudagurinn, 28. ágúst, 1997. RÚNAR Óskarsson klarinettuleikari hélt sína "debut" tónleika í Hafnarborg sl. fimmtudag en hann hefur ekki leikið hér heima síðan hann lauk námi 1993 og fór til framhaldsnáms í Hollandi, við Sweelinck tónlistarháskólann. Meira
2. september 1997 | Fólk í fréttum | 45 orð

Hið óvænta í hávegum haft

"BURNING Man" tískusýningin var haldin í Nevada-eyðimörkinni í gær. Sýningin er byggð á því að hið óvænta geti gerst og sleppa þátttakendur gjarnan fram af sér beislinu. Hápunktur hátíðarinnar er þegar um 20 metra langt líkan af manni er brennt. Meira
2. september 1997 | Fólk í fréttum | 119 orð

Hjólabrettamóti frestað

AFLÝSA varð hjólabrettamóti sem halda átti á Ingólfstorgi síðastliðinn laugardag vegna rigningar. Keppendur höfðu hitað upp við dúndrandi tónlist DJ Rampage, en allt kom fyrir ekki. Vonast er til að unnt verði að halda mótið, sem Smash og Magic standa að, innanhúss í Lynghálsi um næstu helgi. Meira
2. september 1997 | Fólk í fréttum | 149 orð

Kvartað undan hávaða

ÍRSKA rokksveitin U2 hélt tónleika í Belfast í Norður-Írlandi í síðustu viku og í Dublin um helgina. Hafa tónleikarnir vakið mikla athygli og hefur raunar ekki veitt af því miðasala hefur verið heldur dræm á tónleika sveitarinnar, sem er að leggja upp í "Pop Mart"-tónleikaferðina um heiminn. 40 þúsund manns mættu á tónleika U2 í Belfast í síðustu viku. Meira
2. september 1997 | Fólk í fréttum | 168 orð

Kvikmyndafréttir

George Clooney ætlar að gera fleira en lækna börn. Hann er kominn á fullt skrið með kvikmyndaframleiðslufyrirtæki sitt Maysville Pictures. George Clooney og félagar eru nú þegar með 12 bíómyndir í undirbúningi. Myndirnar eru mjög ólíkar á allan hátt, en Clooney hefur hug á því að leika í nokkrum þeirra. Meira
2. september 1997 | Fólk í fréttum | 738 orð

Kynlegir kvistir

ÍSLENSKA kvikmyndin Blossi / 810551 eftir Júlíus Kemp var frumsýnd fyrir skömmu. Með aðalhlutverkin fara þau Páll Banine, Þóra Dungal og Finnur Jóhannsson. En það koma fleiri persónur við sögu í myndinni, persónur sem ekki eru eins og fólk er flest. Við skoðuðum betur þessa "kynlegu kvisti" í Blossa og fólkið á bakvið þá. Meira
2. september 1997 | Menningarlíf | 184 orð

Léttir tónleikar í Langholtskirkju

JÓHANN Friðgeir Valdimarsson og Hulda Björk Garðarsdóttir munu ásamt Ólafi Vigni Albertssyni, halda tónleika í Langholtskirkju fimmtudaginn 4. september, kl. 20.30. Á tónleikunum fyrir hlé mun Jóhann Friðgeir syngja íslensk lög m.a. eftir Sigurð Þórðarson, Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Einarsson og ítalskar kansónur eftir Cardillo, Curtis og Tosti. Hulda Björk syngur ljóð eftir Schubert. Meira
2. september 1997 | Skólar/Menntun | 801 orð

Líðan og viðhorf kennara smita út frá sér Ýmsar erlendar rannsóknum benda til að fyrst og fremst sé það samfélagið innan hvers

SÓLVEIG Karvelsdóttir, námsráðgjafi í Kennaraháskóla Íslands, segir að of fáar rannsóknir hafi verið gerðar á líðan íslenskra nemenda í skólum til að fullyrða um hvort hægt sé að heimfæra niðurstöður erlendra rannsókna upp á íslenskt samfélag. Sjálf hefur hún gert rannsókn, sem gefur þó vísbendingu um að svo sé. Meira
2. september 1997 | Fólk í fréttum | 325 orð

Læknir á ystu nöf Hættuleg læknisfræði (Extreme Measures)

Framleiðendur: Elizabeth Hurley. Leikstjóri: Michael Apted. Handritshöfundur: Tony Gilroy, byggt á sögu Michael Palmers. Kvikmyndataka: John Bailey. Tónlist: Danny Elfman. Aðalhlutverk: Hugh Grant, Sarah Jessica Parker, Gene Hackman, David Morse, Debra Monk. 113 mín. Bandaríkin. Skífan. 1997. Útgáfudagur: 13. ágúst. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
2. september 1997 | Menningarlíf | 92 orð

Málverk Braga Ásgeirssonar í Leifsstöð

NÚ STENDUR yfir kynning á málverkum eftir Braga Ásgeirsson listmálara í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Félag íslenskra myndlistarmanna (FÍM) og Leifsstöð standa að þessari kynningu. Bragi Ásgeirsson er starfandi listmálari og grafíklistamaður og flestum kunnur. Hann er fæddur árið 1931. Hann var kennari í MHÍ frá 1956­1996. Meira
2. september 1997 | Skólar/Menntun | 825 orð

Mikill áhugi en ekki í formi foreldrafélags Foreldrar, kennarar og nemendur vilja samstarf um að auka skilning á þörfum skólanna

ERLENDAR rannsóknir sýna ótvírætt að foreldrasamstarf í framhaldsskólum skilar sér í betri námsárangri, bættri hegðun og minnkandi brottfalli, sem hefur verið þó nokkurt vandamál í framhaldsskólum hér á landi. Engar íslenskar rannsóknir hafa verið birtar um þetta efni enn sem komið er, en verið er að vinna að einni slíkri. Meira
2. september 1997 | Menningarlíf | 41 orð

Myndlistarsýning í Gerðubergi framlengd

MYNDLISTARSÝNING Jóns Jónssonar, Landslagsstemmur, sem haldin er í Gerðubergi, félagsmiðstöð eldri borgara, og ljúka átti í gær, 1. september, verður framlengd til 15. október. Þetta er fimmta einkasýning Jóns auk nokkurra samsýninga með Myndlistarklúbbi Hvassaleitis. Aðgangur er ókeypis. Meira
2. september 1997 | Tónlist | 419 orð

Samræmi á milli efnis og útfærslu

Marteinn H. Friðriksson flutti verk eftir Jón Nordal, Hjálmar H. Ragnarsson, Buxtehude, Eben og J.S. Bach. Sunnudagurinn 31. ágúst 1997. LOKATÓNLEIKAR í tónleikaröðinni "Sumarkvöld við orgelið" voru haldnir sl. sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju og var það Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti, sem lék á hið mikla Klais-orgel kirkjunnar. Meira
2. september 1997 | Menningarlíf | 125 orð

Septembertónleikar í Selfosskirkju

RÖÐ tónleika á þriðjudagskvöldum í september hefur verið árleg í Selfosskirkju síðan 1991. Fyrstu tónleikarnir eru þriðjudaginn 2. september kl. 20.30 og koma þar fram trompetleikarinn Guðmundur Hafsteinsson og Guðni Þ. Guðmundsson orgelleikari. Guðmundur er nýkominn frá framhaldsnámi í trompetleik í Bandaríkjunum og er nú að byrja feril sinn hér sem einleikari, en Guðni Þ. Meira
2. september 1997 | Fólk í fréttum | 514 orð

Stjörnustríð hefst á ný árið 1999

EFTIR fáum myndum er beðið með jafnmikilli eftirvæntingu og nýju Stjörnustríðsmyndunum, sem George Lucas er nýbyrjaður að festa á filmu. Margir hafa verið orðaðir við gerð myndanna og hafa leikstjórarnir Luc Besson ("Fifth Element" og "Nikita"), Frank Darabont ("The Shawsank Redemption"), David Fincher, ("Seven" og "Alien 3") verið nefndir sem leikstjórar tveggja seinni myndanna. Meira
2. september 1997 | Menningarlíf | 75 orð

Stúlknakórar stofnaðir

STÚLKNAKÓRAR Reykjavíkur verða stofnaðir formlega í haust og munu starfa í húsakynnum Kvennakórs Reykjavíkur. Barna- og unglingastarf í húsi Kvennakórsins verður undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur í vetur, en hún mun stjórna Stúlknakór Reykjavíkur, sem ætlaður er unglingum frá 14­18 ára. Kórinn er nánast fullskipaður eða um fjörutíu stúlkur. Meira
2. september 1997 | Fólk í fréttum | 567 orð

Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbjarnardóttir

Face/Off Slíkur er atgangurinn í nýjasta trylli Woos að hann ætti að vera auðkenndur háspenna/lífshætta. Góð saga til grundvallar æsilegri og frumlegri atburðarás frá upphafi til enda. Meira
2. september 1997 | Menningarlíf | 136 orð

Tónleikar í Ytri- Njarðvíkurkirkju

ÞÓRANNA Kristín Jónsdóttir heldur söngtónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju annaðkvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Á efnisskrá eru lög úr söngleikjum eftir Sondheim, Andrew Lloyd Webber, Schönberg, Gershwin og fleiri, en undirleik annast Agnar Már Magnússon píanóleikari. Meira
2. september 1997 | Menningarlíf | 240 orð

Tónlistarhandrit Árna Björnssonar afhent

Tónlistarhandrit Árna Björnssonar afhent LANDSBÓKASAFNI Íslands, Háskólabókasafni hafa borist að gjöf handrit Árna Björnssonar tónskálds. Árni Björnsson fæddist 23. desember árið 1905 að Lóni í Kelduhverfi í Norður­Þingeyjarsýslu. Árni fluttist á þrítugsaldri til Reykjavíkur til að stunda þar tónlistarnám. Meira

Umræðan

2. september 1997 | Aðsent efni | 1121 orð

Jaðarskattanefnd hin fyrri ­ In memoriam

JAÐARSKATTANEFND hefur lokið störfum, skilabréf formanns er komið í hendur fjármálaráðherra en nefndin skilaði engum tillögum. Fjármálaráðherra tilkynnti samtímis að setja eigi á laggirnar nýja jaðarskattanefnd sem eigi að móta skattastefnu til framtíðar. Meira
2. september 1997 | Bréf til blaðsins | 360 orð

Lokun Bólstaðarhlíðar ­ öllum til bóta

VEGNA blaðaskrifa um lokun Bólstaðarhlíðar er nauðsynlegt að benda á nokkrar staðreyndir í málinu. Stefnt er að því að gera norðurhlíðar að 30 km svæði á næsta ári. Á þessu ári er byrjað á því að setja ljós á Háteigsveg/Lönguhlíð og Flókagötu/Lönguhlíð en þær aðgerðir eru m.a. Meira
2. september 1997 | Aðsent efni | 1247 orð

MatsGerðir og Gerðardómar

Dalbrautarskóli er sérskóli fyrir börn með geðræna og tilfinningalega erfiðleika. Ólafur Ólafsson telur að fræðslustjórinn í Reykjavík hafi beitt valdníðslu við skólastjóraráðningu. Meira
2. september 1997 | Bréf til blaðsins | 321 orð

Pottamálið

ÞEGAR Laugardalslaug var lokað út af leikunum í byrjun júní gerðumst við laugarfólkið flóttamenn. Ég sem þessar línur skrifa fór í Breiðholtslaug og er ekki kominn að öllu leyti til baka ennþá, því það er góður og snyrtilegur staður. Meira
2. september 1997 | Aðsent efni | 900 orð

"Það er búið að keyra yfir barnið þitt"

Á ÞESSUM orðum hófst sumarfríið mitt og barnsins míns síðastliðið vor. Þegar foreldrar fylgjast með umferð og aksturslagi sumra ökumanna fer ekki hjá því að margir þeirra óttist að þurfa einhvern tímann að móttaka skilaboð af þessu tagi. Þá hryllir við tilhugsuninni, en samt þykir flestum svo fjarstætt að verða fyrir þessari reynslu. Þetta kemur aðeins fyrir börn annarra sem eru illa upplýst. Meira

Minningargreinar

2. september 1997 | Minningargreinar | 104 orð

Ágústa Ágústsdóttir

Elsku amma. Við þökkum þér fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Okkur langar að kveðja þig með þessum orðum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 205 orð

Ágústa Ágústsdóttir

Ágústa Ágústsdóttir hefur fengið hvíld eftir margra ára baráttu við veikindi. Hú varðist lengi með einstökum lífsvilja, þolinmæði og bjartsýni. Ég kynntist Ágústu í Oddfellowreglunni fyrir mörgum árum en við vorum báðar í Rebekkustúkunni nr. 1 Bergþóru. Mig dreymdi Ágústu skömmu eftir lát hennar. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 191 orð

Ágústa Ágústsdóttir

Nú þegar amma Ágústa er dáin langar okkur systurnar að kveðja hana með fáeinum orðum. Þegar rifjaðar eru upp samverustundirnar með ömmu koma fyrst í hug heimsóknirnar á Hagamelinn. Þær heimsóknir voru ófáar og tilhlökkunin alltaf jafnmikil. Hún vildi allt fyrir okkur gera og eitt var víst að aldrei fórum við frá henni með tóman maga eða tómhentar. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 270 orð

Ágústa Ágústsdóttir

Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja þig, elskulega Ágústa mín. Við áttum heima í sama stigagangi á Neshaga 5 frá því ég fæddist og þar til þú fluttir þaðan burtu. Í bernsku eru mér minnisstæðar allar þær bíóferðir sem þú bauðst mér í þrjúbíó, þegar þú starfaðir í Háskólabíói. Orð þín hljóma enn í huga mér. "Hallveig mín, komdu bara á eftir út í bíó, og ég skal bjóða þér. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 358 orð

ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR

ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR Ágústa Ágústsdóttir fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1920. Hún lést á Landspítalanum 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Pálsdóttir, f. 22. júni 1895 á Kirkjubóli í Miðneshreppi, d, 12. feb. 1989, og Björn Ágúst Guðmundsson, yfirvélstjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f. 10 des. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 324 orð

Friðsteinn Helgi Björgvinsson

Það er ekki góð tilfinning að heyra auglýst eftir litlum báti sem nákominn ættingi er á, hvað þá þegar auglýsingar bera engan árangur og leit er hafin. Þessa tilfinningu fengum við ættingjar skipverja á Margréti SH að reyna. Lengi var haldið í vonina þótt hún dofnaði með hverjum klukkutímanum sem leið án þess að í ljós kæmi hver afdrif bátsins hefðu orðið. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 39 orð

FRIÐSTEINN HELGI BJÖRGVINSSON

FRIÐSTEINN HELGI BJÖRGVINSSON Friðsteinn Helgi Björgvinsson, sjómaður, fæddist í Reykjavík 5. júní 1962. Hann var eigandi vélbátsins Margrétar SH 196 úr Rifi sem fórst á Breiðafirði 15. júlí síðastliðinn. Minningarathöfn um Friðstein Helga fór fram í Ingjaldshólskirkju 22. ágúst. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 481 orð

Guðmundur Björgvin Guðmundsson

Hann hringdi fyrst til mín haustið 1975. Ég hafði þá nýverið byrjað rekstur endurskoðunarskrifstofu minnar nánast með tvær hendur tómar hvað verkefni snerti. Hann kvaðst vera málarameistari suður í Kópavogi, væri jafnan með menn í vinnu og vantaði aðstoð við bókhald, framtal og annað, sem slíkum rekstri fylgdi og að sonur hans hefði bent honum á mig í því sambandi. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 400 orð

Guðmundur Björgvin Guðmundsson

Það er alltaf sárt þegar ástvinir eru kvaddir, þó að maður geri sér grein fyrir hvert stefni, kemur dauðinn alltaf aftan að manni. Nú kveðjum við afa okkar og langafa. Við vissum hvert veikindi hans myndu leiða hann en það er samt svo sárt að sjá á eftir honum. Núna virðist svo stutt síðan hann málaði fyrir okkur og hélt á dóttur minni, Aldísi Hebu, undir skírn fyrir rétt rúmum tveimur árum. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 252 orð

GUÐMUNDUR BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON

GUÐMUNDUR BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Guðmundur Björgvin Guðmundsson f. á Ísafirði 31. mars 1920 á Ísafirði. Hann lést 23. ágúst síðastliðinn í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðjónsson, skipasmiður á Ísafirði, f. 17. des. 1882 í Múla, Breiðafirði, d. 29. júlí 1964, og Margrét Sakaríasdóttir, f. 13. sept. 1884 í Bolungarvík. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 198 orð

Ólöf Guðjónsdóttir

Nú er elskuleg amma mín horfin yfir móðuna miklu. Ég vil minnast hennar sem einstakrar ömmu, sem alltaf var gott að leita til. Ég á góðar minningar um hana, þar sem hún sat við ofninn í eldhúsinu í Tjörninni og spjallaði, þess á milli sem hún hitaði kaffi handa gestunum, því gestagangur var alltaf mikill hjá ömmu og afa. Þau voru bæði mjög gestrisin og því oft glatt á hjalla. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 218 orð

Ólöf Guðjónsdóttir

Mig langar hér að minnast ömmu minnar, Lóu, sem lést hinn 25. ágúst síðastliðinn. Það er nú erfitt að hugsa til þess að maður sjái hana ekki meir, en eftir sitja góðar minningar, sérstaklega úr Tjörninni, þá Vallarbrautinni, svo bjó hún heima hjá fjölskyldu minni um tíma þar til hún fór á Dvalarheimilið Höfða. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 900 orð

Ólöf Guðjónsdóttir

Í dag verður kvödd hinstu kveðju tengdamóðir mín Ólöf Guðjónsdóttir eða Lóa í Tjörn eins og hún var oftast nefnd. Mig langar til að minnast hennar með nokkrum orðum. Smáþakklætisvottur fyrir allt það er hún var mér og mínum börnum. Genginnar hetju er var sameiningartákn stórrar fjölskyldu. Hetja í blíðu og stríðu. Ólöf ólst upp í Vogatungu í Leirársveit. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 442 orð

Ólöf Guðjónsdóttir

Hún ástkær amma mín, Ólöf Guðjónsdóttir eða amma Lóa í Tjörn, dó 25. ágúst sl. á sjúkrahúsi Akraness, eftir að hafa legið þar inni í nokkurn tíma sárþjáð og örþreytt. Enda búin að ljúka löngu og eflaust oft ströngu ævistarfi sínu. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 195 orð

Ólöf Guðjónsdóttir

Mig langar með örfáum orðum að kveðja góða konu, sem nú er fallin frá, Ólöfu Guðjónsdóttir eða Lóu í Tjörn eins og hún var ævinlega kölluð. En hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 25. ágúst sl. Ég átti því láni að fagna að eignast hana Lóu að tengdamóður þegar ég kvæntist henni Stínu minni, dóttur hennar. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 184 orð

ÓLöF GUðJÓNSDÓTTIR

ÓLöF GUðJÓNSDÓTTIR Ólöf Guðjónsdóttir fæddist í Vogatungu, Leirársveit, Borgarfjarðarsýslu 19. september 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson, bóndi, Vogatungu, og Halldóra Böðvarsdóttir. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 865 orð

Sigurborg Eyjólfsdóttir

Vorið 1920 var fermt í gömlu kirkjunni á Breiðabólsstað á Skógarströnd 24. maí. Fermingarbörnin voru sex, en presturinn var sr. Þorsteinn Kristjánsson. Hann fórst í ofsaveðri mörgum árum síðar ásamt mörgum öðrum á leið til Reykjavíkur. En þennan vordag ríkti kyrrð og friður bæði innan kirkju og utan. Eitt fermingarbarnanna þennan umrædda dag var Sigurborg, dóttir Eyjólfs bónda á Dröngum. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 756 orð

Sigurborg Eyjólfsdóttir

Það var á vordögum snemma, árið 1953, að mér fór að verða tíðförult í húsið númer fjörutíu og fjögur við Sörlaskjól að finna þar vinstúlku mína Önnu Guðleifsdóttur. Og þá komst ég náttúrlega ekki hjá því að hitta húsfreyjuna á bænum, Sigurborgu Eyjólfsdóttur. Það leyndi sér ekki að þar fór kona mikilla hátta. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 391 orð

Sigurborg Eyjólfsdóttir

Elskuleg amma mín er nú dáin eftir langa og góða ævi. Frá því ég man eftir mér hefur hún alltaf verið fastur punktur í tilveru minni og því veit ég að það verður tómlegt án hennar. Hún var ekki bara amma mín heldur líka nafna mín, og það gerði okkur báðar merkilegar í augum hinnar. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 512 orð

Sigurborg Eyjólfsdóttir

Það var þriðjudagskvöldið 26. ágúst að okkur systkinunum barst sú fregn að amma Sigurborg væri látin. Það er skrítið til þess að hugsa að næst þegar við komum til Reykjavíkur getum við ekki heimsótt ömmu í Sörlaskjólið eins og við vorum vön. Það var alltaf gott að koma í Skjólin og þar tók amma á móti okkur norðanfólkinu, tilbúin með nýlagaðan mat og ýmiskonar góðgæti. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 319 orð

Sigurborg Eyjólfsdóttir

Fjölhæf, glæsileg, greind og skemmtileg eru orð sem mér koma í hug þegar ég í örfáum orðum minnist tengdamóður minnar. Það var sumarið 1972 sem leiðir okkar Sigurborgar lágu saman. Sonur hennar, Bjarni Eyjólfur, kynnti mig þá fyrir foreldrum sínum. Hávaxin og glæsileg tók hún á móti mér í dyrunum á Sörlaskjóli 44 og bauð mig velkomna. Stuttu síðar var ég orðin tengdadóttir hennar. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 285 orð

SIGURBORG EYJÓLFSDÓTTIR

SIGURBORG EYJÓLFSDÓTTIR Sigurborg Eyjólfsdóttir fæddist á Dröngum á Skógarströnd á Snæfellsnesi 1. júní 1906. Hún lést 26. ágúst síðastliðinn á Landspítalanum. Foreldrar hennar voru hjónin Jensína Kristín Jónsdóttir og Eyjólfur Stefánsson, sem fyrst bjuggu á Dröngum og síðar í Hafnarfirði, en þau voru bæði fædd í Dalasýslu. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 338 orð

Vigdís Gissurardóttir

Sæmdarhjónin Ingibjörg Sigurðardóttir og Gissur Gunnarsson hófu búskap á Byggðarhorni í Flóa árið 1896 og bjuggu þar til ársins 1938. Eignuðust þau hjónin sextán börn. Einn son misstu þau 19 ára að aldri úr spönsku veikinni árið 1918 en öll hin systkinin fimmtán náðu fullorðinsaldri. Meira
2. september 1997 | Minningargreinar | 118 orð

VIGDÍS GISSURARDÓTTIR

VIGDÍS GISSURARDÓTTIR Vigdís Gissurardóttir fæddist á Byggðarhorni í Sandvíkurhreppi. Hún lést 22. ágúst síðastliðinn á Landspítalanum. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Sigurðardóttir frá Langholti, Hraungerðishreppi, fædd 30. maí 1876, dáin 10. ágúst 1959, og Gissur Gunnarsson frá Byggðarhorni, fæddur 6. nóv. 1872, dáinn 11. apríl 1941. Meira

Viðskipti

2. september 1997 | Viðskiptafréttir | 195 orð

ÐEvrópsk hlutabréf hækka lítillega í verði

EVRÓPSK hlutabréf hækkuðu lítillega í verði í gær í kjölfar hækkunar dollarans. Í Lundúnum hækkaði FTSE vísitalan 1,09% og stóð í í 4870,2 stigum í lok dags. Hækkunin var einnig rakin til þess að ekki er almennt búist við að frekari vaxtahækkanir séu yfirvofandi. DAX vísitalan þýska hækkaði um 2,15% og stóð í 3989,96 stigum við lokun. Meira
2. september 1997 | Viðskiptafréttir | 153 orð

ÐHlutabréf féllu um 1,7% í gær

TALSVERÐ lækkun varð á gengi hlutabréfa í nokkrum skráðum hlutafélögum á Verðbréfaþingi Íslands í viðskiptum á þinginu í gær. Þannig lækkaði gengi hlutabréfa í Haraldi Böðvarssyni og Þormóði ramma-Sæbergi um 5% frá því á föstudag og um 9% í Skagstrendingi. Einnig lækkaði gengi bréfa í Lyfjaverslun Íslands um 13% og um 5,4% í Skinnaiðnaði. Meira
2. september 1997 | Viðskiptafréttir | 155 orð

ÐMeira lýsi til Eystrasaltsríkjanna

HORFUR eru á að útflutningur Lýsis hf. til Finnlands muni í ár aukast um 67% frá fyrra ári og nema alls um 25 milljónum króna. Vegur þar mest söluaukning á lýsisperlum. Jafnframt er búist við um 25% aukningu á lýsisútflutningi til Litháens og að árssalan þar muni nema um 15 milljónum króna, að sögn Jóns Ólafssonar, markaðsstjóra Lýsis. Meira
2. september 1997 | Viðskiptafréttir | 252 orð

Flýgur tvisvar í viku til D¨usseldorf næsta sumar

ÞÝSKA flugfélagið LTU hefur ákveðið að fjölga ferðum sínum frá D¨usseldorf úr einni í tvær næsta sumar. Verður flogið til D¨usseldorf á fimmtudögum og sunnudögum. Einnig er í athugun að fella niður beint flug til Hamborgar. Meira
2. september 1997 | Viðskiptafréttir | 210 orð

Hagnaður nam 1.125 milljónum króna

PÓSTUR og sími hf. skilaði 1.125 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins en velta fyrirtækisins nam 7.396 milljónum króna á tímabilinu. Á þessu ári ber fyrirtækinu að greiða 860 milljóna króna framlag í ríkissjóð samkvæmt fjárlögum ársins. Veltufé frá rekstri nam 1.935 milljónum króna á tímabilinu. Meira
2. september 1997 | Viðskiptafréttir | 381 orð

Tvöfaldaði hagnað af reglulegri starfsemi

HEKLA hf. skilaði alls um 103 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins, sem er um 86% meiri hagnaður en á sama tíma á síðasta ári. Batinn í rekstrinum varð þó meiri en þessar tölur gefa til kynna því hagnaður af reglulegri starfsemi jókst úr um 80 milljónum í 162 milljónir frá því á sama tíma í fyrra eða liðlega tvöfaldaðist. Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu hf. Meira

Daglegt líf

2. september 1997 | Neytendur | 40 orð

Bláberjaostakaka

BER eru að margra áliti best þegar þau eru nýtýnd af lynginu. Hér er uppskrift að auðveldri bláberjaköku sem er einmitt kærkomin tilbreyting frá sígildum uppskriftum sem innihalda fersk ber svo sem af bláberjaskyri og berjum með þeyttum rjóma. Meira
2. september 1997 | Neytendur | 78 orð

Bláberjaostakaka 200 g kotasæla 200 g rjómaostur 1 dós hrein jógúrt

Bláberjaostakaka 200 g kotasæla 200 g rjómaostur 1 dós hrein jógúrt 3 egg 1 msk. heilhveiti 4 msk. strásæta 150-200 g bláber Kotasælan og rjómaosturinn hrært vel saman og jógúrt bætt í. Eggin hrærð saman við. Strásætunni og heilhveitinu bætt út í. Að síðustu er bláberjunum bætt varlega saman við. Meira
2. september 1997 | Neytendur | 115 orð

Kveikjarar innkallaðir af markaði

KVEIKJARAR sem eru í útliti eins og GSM símar eru taldir vera hættulegir og hafa þeir verið innkallaðir af markaði í Bretlandi. Í fréttatilkynningu frá Aðalskoðun segir að hætta sé á að börn telji kveikjarana vera leikfang og því geta þeir verið hættulegir börnum. Auk þess eru engar leiðbeiningar á kveikjurunum um hvernig eigi að fylla á þá. Meira
2. september 1997 | Neytendur | 175 orð

Köngulóarfaraldur

Svo virðist sem mikið sé um köngulær þetta árið. Má eitra fyrir þeim eða hvernig er hægt að losna við þær? Svar: "Um er að ræða krossköngulær. Þær eru stórar og digrar og spinna hjólvefi í trjám, klettum og á húsum," segir Karl Skírnisson, dýrafræðingur á tilraunastöðinni á Keldum. "Þrjár tegundir eru hér á landi. Krossköngulóin er einnig kölluð fjallakönguló. Meira
2. september 1997 | Neytendur | 29 orð

Nýr Argos vörulisti

Nýr Argos vörulisti VETRARLISTINN er kominn frá Argos og í fréttatilkynningu frá B. Magnússyni segir að í listanum sé að finna ýmsa gjafavöru, búsáhöld, húsgögn, leikföng, skartgripi og fleira. Meira
2. september 1997 | Neytendur | 45 orð

Tómatar ríkir af beta- karótíni

ÍSLENSKIR tómatar eru ódýrir þessa dagana og þeir því á borðum margra landsmanna. Tómatar eru ríkir af beta-karótíni sem umbreytist síðan í A-vítamín í líkamanum. Þeir innihalda einnig kalíum, C-vítamín og fólasín en uppistaðan í tómötum er þó vatn. Meira
2. september 1997 | Neytendur | 26 orð

Vanillu íspinnar með ávaxtaþykkni

Nýtt Vanillu íspinnar með ávaxtaþykkni KJÖRÍS hf hefur hafið sölu á Solero íspinnum frá fyrirtækinu Wall's. Um er að ræða vanillu íspinna sem eru hjúpaðir með ávaxtaþykkni. Meira

Fastir þættir

2. september 1997 | Í dag | 311 orð

AUGARDAGINN 23. ágúst sl. birtist í dálki Velvakanda bréf

AUGARDAGINN 23. ágúst sl. birtist í dálki Velvakanda bréf frá Snorra Waage vegna athugasemda, sem birzt höfðu í sama dálki við þjónustu í skóverzlun Steinars Waage í Domus Medica. Eftir að höfundur hafði beðið viðkomandi afsökunar fyrir hönd verzlunarinnar sagði hann m.a. Meira
2. september 1997 | Í dag | 135 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Áttræður er í dag, þriðju

Árnað heillaÁRA afmæli. Áttræður er í dag, þriðjudaginn 2. september, Jón Sigtryggsson, Árskógum 6, (áður Tómasarhaga 20), fyrrum aðalbókari og skrifstofustjóri Iðnaðarbanka Íslands h.f. Eiginkona hans er Halldóra Jónsdóttir, en hún varð 75 ára 25. júlí sl. Þau eru stödd erlendis um þessar mundir. Meira
2. september 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Einari Eyjólfssyni Jónína Rósa Ragnarsdóttir og Róbert Arnbjörnsson.Heimili þeirra er í Dvergholti 27, Hafnarfirði. Meira
2. september 1997 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst í Kópavogskirkju af sr. Ægi Fr. Sigurgeirssyni Bára Erlingsdóttir og Sigurjón Vífill Elíasson. Heimili þeirra er á Kársnesbraut 81, Kópavogi. Meira
2. september 1997 | Dagbók | 654 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
2. september 1997 | Í dag | 27 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til sty

ÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 1.810 krónur. Þær heita Ásta Sigurðardóttir, Guðrún Hjartardóttir, Þórdís Ólafsdóttir og Brynja Rós Ólafsdóttir. Meira
2. september 1997 | Í dag | 23 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til sty

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 2.210 krónur. Þær heita Eva Dröfn Þorsteinsdóttir og Björk Gunnlaugsdóttir. Meira
2. september 1997 | Í dag | 32 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu í byrjun sumar

ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu í byrjun sumars til styrktar hjartveikum börnum og varð ágóðinn 1.240 krónur. Þau heita frá vinstri Linda Björnsdóttir, Ísabel Petra Nikulásdóttir, Jón Brynjar Björnsson og Alexandra Sif Nikulásdóttir. Meira
2. september 1997 | Í dag | 27 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar héldu tombólu nýlega til styrkt

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar héldu tombólu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 870 krónur. Þær heita Yrsa S. Stelludóttir, Styrmir S. Svavarsson og Kristín Vala Einarsdóttir. Meira

Íþróttir

2. september 1997 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA SELFOSS 16 11 3 2 40 27 36HK 16 11 2 3 42 26 35KVA 16 10 3 3 43 27 33VÍÐIR 16 10 2 4 42 27 32LEIKNIR R. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA ÞRÓTTTUR 15 11 3 1 35 13 36BREIÐABL.15 10 2 3 33 12 32ÍR15 9 3 3 39 23 30FH15 9 3 3 31 15 30ÞÓR15 6 2 7 19 29 20KA15 4 6 5 21 23 1 Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 30 orð

3. deild karla, úrslit

Fyrri leikir í undanúrslitum: KS - Ármann6:0 Afturelding - Tindastóll0:2 1. deild kvenna, úrslit: Fyrstu leikir í fjögurra liða úrslitariðli. Hvöt - Reynir S. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 178 orð

Ajax með 17 mörk í þremur leikjum

Ajax vann Utrecht 7:1 í hollensku deildinni um helgina, er á toppnum með níu stig og hefur gert 17 mörk í þremur fyrstu leikjunum. Gestirnir komust í 2:0 og staðan var 2:1 í hálfleik en allar flóðgáttir opnuðust um miðjan seinni hálfleik. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 370 orð

ARNÓR Guðjohnsen

ARNÓR Guðjohnsen gerði glæsilegt mark þegar Örebro vann Trelleborg 2:1 í sænsku deildinni í gærkvöldi. Arnór skoraði úr aukaspyrnu utan teigs - boltinn fór í varnarmann og inn. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 177 orð

Á 26. mínútu átti sænska stúlkan Jane Törnquist gott skot ut

Á 26. mínútu átti sænska stúlkan Jane Törnquist gott skot utan vítateigs að íslenska markinu. Markvörðurinn Sigríður F. Pálsdóttir varði en missti boltann og sænsku stúlkurnar voru fljótastar að átta sig, þrjár þeirra stukku til og Victoria Svensonskoraði í autt markið án þess að Sigríður kæmi vörnum við og aðrir horfðu á. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 171 orð

Ballesteros leggst undir feld

TÖF verður á vali Severianos Ballesteros á tveimur kylfingum til að leika ásamt tíu öðrum í Ryder-liði Evrópu í samnefndri keppni við Bandaríkjamenn á Valderrama- vellinum á Spáni 26.­28. september nk. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 395 orð

Barcelona byrjaði með glæsibrag

BARCELONA byrjaði tímabilið á Spáni með glæsibrag og Brasilíumenn liðsins voru í sviðsljósinu. Rivaldo, sem var keyptur í staðinn fyrir Ronaldo, gerði tvö mörk og Giovanni eitt í 3:0-sigri á Real Sociedad. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 193 orð

Benfica í vandræðum

Benfica hefur sjaldan gengið eins illa í portúgölsku deildinni eins og á liðnu tímabili og því var allt gert til að koma í veg fyrir að sagan endurtæki sig, m.a. keyptir leikmenn fyrir um 100 millj. kr. Liðið byrjaði vel í fyrstu umferð og hélt uppteknum hætti um helgina, sótti stíft á móti nýliðum Setubal en tókst ekki að skora. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 191 orð

Bjarki Guðmundsson:

Bjarki Guðmundsson: "Ég var kominn með boltann í hendurnar og hann [Ingi Sigurðsson] dúndraði aftan í hnakkann á mér. Þetta hefði getað eyðilagt alla stemmninguna fyrir okkur. Þetta er út í hött. Ég hugsa að KSÍ verði að hugsa sinn gang hvað dómgæslu varðar. Hún er búin að vera hrikaleg í sumar. Við sýndum mikinn viljastyrk og tökum þetta í næsta leik. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 123 orð

Bjarki Guðmundsson átti misheppnaða sendingu á Jakob Má Jónh

Bjarki Guðmundsson átti misheppnaða sendingu á Jakob Má Jónharðsson á 99. mínútu. Tryggvi Guðmundsson náði boltanum af bakverðinum og sendi fyrir markið frá vinstri. Boltinn fór í Guðmund Oddsson og af honum í hendurnar á Bjarka sem datt síðan með boltann. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 55 orð

Dani íVíking BORÐTENNISDEILD Víkings

BORÐTENNISDEILD Víkings hefur ráðið til sín danskan pilt að nafni Thorsten Hævdholm til að þjálfa auk þess að spila með liðinu. Hann verður jafnframt þjálfari landsliðsins. Thorsten, sem er 21 árs, lék áður með OB frá Óðinsvéum og lofar að sögn Víkinga góðu en á enn eftir að koma sér í sem besta leikæfingu. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 166 orð

Elva Rut í 53. sæti

Elva Rut Jónsdóttir keppti á heimsmeistaramótinu í fimleikum í Lausanne í Sviss í gær en þá hófst undankeppni liða og einstaklinga kvenna. Hún kemst ekki áfram, var í 53. sæti af 177 keppendum en margir þeirra keppa ekki fyrr en í dag. Í stökki valdi hún thukahara vinkla og fékk 8,687 fyrir fyrra stökkið en 8,7 fyrir hið síðara. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 589 orð

England

Úrvalsdeild Arsenal - Tottenham0:0 38.102. Aston Villa - Leeds1:0Yorke 67. 39.027. Chelsea - Southampton4:2Petrescu 7., Leboeuf 28., Hughes 31., Wise 34. - Davies 25., Monkou 59. 30.008. Crystal Palace - Blackburn1:2Dyer 51. - Sutton 23., Gallacher 31. 20.849. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 640 orð

Enn heldur Man. Utd. markinu hreinu

ANDY Cole var í byrjunarliði Manchester United í fyrsta sinn og skoraði eftir 76 sekúndur í 3:0 sigri á Coventry. Fyrirliðinn Roy Keane jók muninn tæplega 20 mínútum fyrir leikslok og Tékkinn Karel Poborsky innsiglaði sigurinn eftir sendingu frá Ryan Giggs undir lokin. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 373 orð

"Erum búnir með átta líf"

"Erum búnir með átta líf" Stjarnan vann sinn fyrsta sigur með því að leggja Leiftur að velli Stjarnan vann sinn fyrsta sigur á yfirstandandi tímabili með því að knésetja Leiftursmenn á heimavelli sínum í Garðabæ. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 45 orð

Evrópukeppni

Íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog, Evrópukeppni félagsliða í borðtennis, laugardaginn 30. ágúst 1997. Víkingur - Borac Cacak (Júgóslavíu)0:4 Guðmundur Stephensen - Milodrao 21:19, 23:25, 9:21. Kristján Jónasson - Kristijan Tol 13:21, 11:21. Markús Árnason - Dorae Pejak 16:21, 14:21. Guðmundur Stephensen/Bjarni Bjarnason - Tol/Pejak 11:21, 13:21. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 134 orð

Fyrsta tap Hibs

ÓLAFUR Gottskálksson og samherjar í Hibernian náðu ekki að fylgja góðum árangri eftir í fyrstu umferðum skosku úrvalsdeildarinnar og töpuðu 1:0 heima á móti Hearts en eru engu að síður í efsta sæti á markatölu. Nágrannaslagurinn var harður en Neil McCann gerði eina markið á sjöundu mínútu eftir fyrirgjöf og átti Ólafur ekki möguleika á að verja. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 63 orð

Geir fékk gull og silfur

GEIR Sverrisson, frjálsíþróttamaður úr Ármanni, tryggði sér gull- og silfurverðlaun í Þýskalandi um helgina, þar sem hann tók þátt í boðsmóti sem allir bestu hlauparar heims úr röðum fatlaðra tóku þátt í. Geir varð sigurvegari í flokki hreyfihamlaðra í 100 m hlaupi, hljóp á 11,14 sek., sem er Íslandsmet. Hann varð annar í 200 m hlaupi á 51,71 sek. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 116 orð

Gestur hélt að skotið hafi verið varið

GESTUR Gylfason var hetja Keflvíkinga, skoraði jöfnunarmark þeirra á elleftu stundu. "Þetta er æðislegt. Ég sneri baki við skotinu því ég sá boltann í höndunum á markmanninum. Þá sneri ég við og lamdi í grasið eins og ég er vanur. Svo missti hann boltann einhvern veginn inn ­ sem betur fer. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 180 orð

Gladun kominn til Akureyrar

ALEXANDER Gladun, handknattleiksmaður frá Úkraínu, kom til landsins á laugardagsmorgun og lék með KA-mönnum á æfingamóti á Akureyri um helgina. Hann leikur í stöðu rétthentrar skyttu. "Það var ekkert að marka frammistöðu hans í mótinu, því hann var svo gott sem nýstiginn úr flugvélinni og hafði verið á ferðalagi um nóttina. Hann virðist samt kunna þetta allt saman. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 500 orð

Grátlegt að tapa þessu svona

Það borgar sig aldrei að fagna of snemma. Það var grátlegt að tapa þessu svona. Það sýnir að Keflavíkurliðið er mjög seigt, það má aldrei afskrifa þá. Þeir komu með því hugarfari að verjast. Þeir reyndu lítið að sækja, nema með hraðaupphlaupum. Þetta vissum við fyrir leikinn. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 215 orð

Gull og brons í Crystal Palace

HALLDÓR Svavarsson, landsliðsþjálfari í karate, sigraði í -65 kg flokki á Opna enska meistaramótinu í karate sem fór fram í Crystal Palace í London um helgina. Ingólfur Snorrason vann til bronsverðlauna í +80 kg flokki en keppti auk þess í opnum flokki. Ólafur Nielsen keppti í +80 kg flokki, opnum flokki og unglingaflokki en komst ekki áfram. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 169 orð

Gunnlaugur Jónsson gaf fyrir mark Skallagríms frá hægri á 6.

Gunnlaugur Jónsson gaf fyrir mark Skallagríms frá hægri á 6. mínútu. Kári Steinn Reynisson var einn og óvaldaður við vinstra markteigshornið og skallaði yfir Friðrik Þorsteinsson markvörð. Boltinn var á leið í hægra hornið þegar Haraldur Ingólfsson stakk sér fram og skallaði hann yfir marklínuna. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 64 orð

HANDBOLTIKA sigraði HANDKNATTLEIKSLIÐ KA

HANDKNATTLEIKSLIÐ KA vann sigur á hinu árlega SS Byggis hraðmóti sem fram fór á Akureyri sl. helgi. Auk KA tóku Þór, Stjarnan, FH, ÍR og Selfoss þátt í mótinu. KA hlaut 9 stig, vann fjóra leiki og gerði jafntefli við FH sem hafnaði í öðru sæti með 7 stig. ÍR og Stjarnan hlutu 5 stig, Þór 4 en Selfoss tapaði öllum sínum leikjum. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 209 orð

Helgi Schiöth

Helgi Schiöth tók góðan sprett í tímaþraut heimsbikarmótsins og náði besta aksturstíma á glæsilegan hátt. Það dugði skammt því Sigurður Þ. Jónsson nældi í annað sæti í sérútbúna flokknum, þrátt fyrir að festast fyrir þrautina í stórgrýti í prufuhring. Þurfti gröfu til að losa hann úr prísundinni. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 352 orð

HEPPNI »"Evrópuheppni" Eyja-manna getur orðiðþeim dýrkeyptE

Eyjamenn duttu heldur betur í lukkupottinn, þegar dregið var í Evrópukeppninni ­ þeir leika gegn þýska liðinu Stuttgart, sem á marga stuðningsmenn í Eyjum og víðar hér á landi eftir að Ásgeir Sigurvinsson lék með liðinu og í kjölfarið Eyjólfur Sverrisson og Helgi Sigurðsson. Lið Stuttgart er talið eitt skammtilegasta sóknarlið Þýskalands og það lið sem hefur skorað hvað mest af mörkum. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 335 orð

Hirti heimsbikarinn með snilldartöktum

INGI Már Björnsson frá Vík í Mýrdal kom reyndari torfæruökumönnum í opna skjöldu í síðara heimsbikarmóti BF Goodrich í Jósepsdal á laugardaginn. Hann hreinlega stakk keppinautana af í flokki sérútbúinna jeppa með snilldartöktum og vann með 250 stiga mun. Hornfirðingurinn Gunnar Pálmi Pétursson vann í flokki götujeppa annað árið í röð. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 59 orð

Hlaupaferð til Lausanne

Í kvöld, þriðjudaginn 2. september, verður kynningarfundur kl. 21 í sal Námsflokka Reykjavíkur í Mjódd þar sem greint verður frá hlaupaferð til Lausanne í Sviss 17. til 21. október n.k. Í ferðinni verður hægt að keppa í maraþoni, hálfu maraþoni, 10 km hlaupi og skemmtiskokki. Nánari upplýsingar hjá Ívari (s. 8962266/5881155), Pétri (5535362/8461756) og Íþróttadeild Úrvals- Útsýnar. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 115 orð

Hæstánægð

Ég vissi fyrir leikinn að ekki mætti vanmeta íslenska liðið og þetta var erfiður leikur fyrir okkur og ég er hæstánægð með að ná sigri," sagði Marika Domanski Lyfors þjálfari sænska liðsins eftir leikinn og varpaði öndinni léttar. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | -1 orð

ÍBV 14

ÍBV 14 9 4 1 32 11 31ÍA 15 10 1 4 39 19 31KR 14 6 5 3 29 13 23FRAM 14 6 4 4 19 15 22KEFLAVÍK 14 7 1 6 18 18 22LEIFTUR 15 5 6 4 19 15 21GRINDAV. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 50 orð

Í kvöld KNATTSPYRNA Sjóvá

KNATTSPYRNA Sjóvár-Almennra: Laugardalsv.:Fram - Grindavík20 1. deild: Akureyri:Þór - Fylkir18 Sandgerði:Reynir S. - ÍR18 Víkingsv.:Víkingur R. - FH18 Leik Breiðabliks og Dalvíkur hefurverið frestað til laugardags 6. sept. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 54 orð

Jóhannes Harðarson, Haraldur Ingólfsson, Kári Steinn Rey

Jóhannes Harðarson, Haraldur Ingólfsson, Kári Steinn Reynisson, ÍA. Árni Gautur Arason, Ragnar Árnason, Hermann Arason, Mihajlo Bibercic, Kristinn Lárusson, Goran Kristófer Micic, Stjarnan. Þorvaldur Jónsson, Ragnar Gíslason, Davíð Garðarsson, Baldur Bragason, Leiftri. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 304 orð

Keflavík - ÍBV1:1

Laugardalsvöllur, úrslitaleikur í Coca-Cola bikarkeppni karla, sunnudaginn 31. ágúst 1997. Aðstæður: Gott knattpyrnuveður, nánast logn. Mark Keflavíkur: Gestur Gylfason (129.). Mark ÍBV: Leifur Geir Hafsteinsson (99.). Markskot: Keflavík 7 - ÍBV 14. Horn: Keflavík 4 - ÍBV 7. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 148 orð

Landsleikur og bikarúrslitaleikur

HANDKNATTLEIKSMENN voru ekki yfir sig ánægðir þegar þeir fréttu að búið væri að setja annan bikarúrslitaleik Keflavíkur og ÍBV á miðvikudaginn 24. september kl. 20 á Laugardalsvellinum. Svo vill til að Ísland og Sviss leika fyrsta leikinn í undankeppni Evrópukeppni landsliða í Laugardalshöllinni sama kvöld. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 97 orð

Markahæstu menn Andri Sigþórsson, KR11 Tryggvi Guðmundss

Andri Sigþórsson, KR11 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV11 Steingrímur Jóhannesson, ÍBV7 Þorvaldur M. Sigbjörnsson, Leiftri6 Haraldur Ingólfsson, ÍA6 Einar Þór Daníelsson, KR6 Sverrir Sverrisson, ÍBV6 Haukur Ingi Guðnason, Keflavík6 Mihajlo Bibercic, Stjörnunni5 Kári Steinn Reynisson, ÍA5 Dragutin Ristic, Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 70 orð

Opna Mitsubishi-mótið Jaðarsvöllur á Akureyri: 1. Þo

Jaðarsvöllur á Akureyri: 1. Þorleifur Karlsson og Örn Viðar Árnason88 2. Bjarki Sigurðsson og Anna Jódís Sigurbergsdóttir87 3. Sigurður Skúli Eyjólfsson og Ingi Rúnar Gíslason86 4. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 378 orð

Opna Úrval-Útsýn Hólmsvelli í Leiru: 1. Steinar Ágús

Hólmsvelli í Leiru: 1. Steinar Ágústsson, GR42 2. Hlynur Geir Hjartarson, GOS42 Steinar var með fleiri punkta á síðari hlutanum. 3. Jón Jóhannsson yngri, GS39 Ævar Pétursson, GS39 Opna Leynismótið Garðavelli á Akranesi: Án forgjafar: 1. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 308 orð

Ódýr mörk

EF ER orð sem á sjaldan við í knattspyrnulýsingum en nærtækast er að grípa til þess þegar sagt er frá landsleik Íslendinga og Svía, sem fram fór á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Ef Svíar hefðu ekki snemma fengið ódýrt mark, annað í upphafi síðari hálfleiks og þriðja skömmu síðar, Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 144 orð

Ólöf María tapaði í úrslitaleik

ÓLÖF María Jónsdóttir úr Keili, Íslandsmeistari í golfi, má vel við una eftir góða för til Belgíu. Hún tapaði fyrir belgísku stúlkunni Guelle Van Wettere í úrslitaleik á opnu alþjóðlegu móti ungmenna 21 árs og yngri í Belgíu, sem lauk á laugardag. Í úrslitaleik eru leiknar 36 holur, tveir hringir. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 206 orð

Óskar Hrafn til Strömsgodset ÓSKAR

ÓSKAR Hrafn Þorvaldsson, varnarmaður í KR, hefur ákveðið að taka tilboði norska liðsins Stromsgodset sem hann heimsótti í sumar. "Þeir buðu mér samning til þriggja ára og ég geri ráð fyrir að fara út í október," sagði Óskar Hrafn við Morgunblaðið. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 313 orð

Óvæntur glaðningur

INGI Már Björnsson hefur átt góða spretti í mörgum torfærumótum ársins. Hann byrjaði tímabilið illa, en nældi síðan tvívegis í fjórða sætið. Hann segist hinsvegar engan veginn hafa átt von á að næla í heimsbikartitilinn á sínu öðru ári í torfæru, 21 árs gamall. Ferillinn hófst þegar hann keypti jeppa sem Gísli G. Jónsson og Steinar Hauksson höfðu smíðað. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 195 orð

Patrekur Jóhannesson frá keppni í tíu vikur

Patrekur Jóhannesson, landsliðsmaður í handknattleik, meiddist illa í leik með Essen í móti í Ludwigshafen um helgina ­ hann fékk þungt högg á hægra hné, þannig að liðbönd slitnuðu og liðþófi skaddaðist. Patrekur fer í uppskurð í dag á sjúkrahúsinu í Essen og verður hann frá keppni í tíu vikur. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 290 orð

Recoba skyggði á Ronaldo

Alvaro Recoba frá Uruguay hefur verið í skugga Ronaldos síðan þeir gengu í raðir Inter á Ítalíu en samherjarnir höfðu hlutverkaskipti í fyrstu umferð deildarinnar um helgina. Inter átti í mestu erfiðleikum með Brescia og var marki undir en Recoba kom inn á um miðjan seinni hálfleik og tryggði liði sínu 2:1 sigur með tveimur glæsilegum mörkum. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 70 orð

Reykjalundarhlaupið

Reykjalundarhlaupið fór fram um helgina. Keppt var í 14 km hlaupi og lá sú leið í kringum Úlfarsfell. Í því sigraði Ingólfur Gissurarson, nýkrýndur Íslandsmeistari í maraþoni. Hann hljóp á 50.49 mín, en Nína Cohagen varð fyrst kvenna í mark á tímanum 1:13.19 klst. Ekki komu allir til að keppa. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 52 orð

Sár vonbrigði Eyjamanna

VONBRIGÐI Eyjamanna leyndu sér ekki þegar bikarúrslitaleikur þeirra og Keflvíkinga var flautaður af, en örfáum sekúndum áður hafði Gestur Gylfason jafnað fyrir þá síðarnefndu. Á myndinni hughreystir lukkudýr Vestmannaeyinga Kristin Hafliðason, miðvallarleikmann ÍBV. Vegna þess að liðin skildu jöfn að framlengingu lokinni, verður aukaúrslitaleikur háður 24. september. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 490 orð

Sterkir Skagamenn

Skagamenn gefa ekkert eftir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og í gærkvöldi lögðu þeir nágranna sína úr Borgarnesi 6:0 á Akranesi ­ þeirra stærsti sigur í deildinni í ár. ÍA er þar með komið að hlið ÍBV í efsta sæti en Eyjamenn eiga leik til góða. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 475 orð

Vanda var hress með allt nema mörkin

Ég er óhress með mörkin en hress með flest annað. Það var góð barátta í liðinu, góð stemmning, það stóð sig vel og gerði eins fyrir hafði verið lagt, lokaði svæðum, varðist vel og fór í skyndisóknir, en við fengum á okkur tvö léleg mörk," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 957 orð

Varfærni, gleði og spennufall

Úrslitaleikir eru oft lítið fyrir augað vegna mikilvægis þeirra og spennunnar sem þeim fylgir. Steinþór Guðbjartsson varð enn einu sinni vitni að því þegar Keflavík og ÍBV gerðu jafntefli, 1:1, í framlengdum bikarúrslitaleik á Laugardalsvelli á sunnudag en liðin leika til þrautar 24. september. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 268 orð

Víkingar úr leik

Víkingar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn Borac Cacak frá Júgóslavíu í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða í borðtennis í húsi TBR við Gnoðarvog á laugardaginn. Þeir töpuðu öllum leikjum sínum en ekki lotum því Guðmundur Stephensen vann lotu og munaði minnstu að honum tækist að bæta um betur með því að vinna leik. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 551 orð

Þarf dugnað og samheldni

Þetta var mikill léttir. Það sýnir viljatyrkinn í liðinu, en við erum að reyna að byggja hann upp svo við getum sigrast á mótlæti ­ líku því sem við fengum á okkur í dag með marki í framlengingu. Það verður þessum strákum gott veganesti," sagði Sigurður Björgvinsson, annar þjálfari Keflvíkinga. "Þessi neisti hefur ekki verið til staðar í undanförnum leikjum. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 77 orð

Þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik hrasaði Slob

Þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik hrasaði Slobodan Milisic þegar hann hugðist spyrna knettinum til samherja í vörninni. Mihajlo Bibercic greip gæsina meðan hún gafst, náði knettinum áður en Milisic stóð upp, lék á Þorvald Jónsson markvörð og renndi boltanum yfir marklínuna með vinstri fæti. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 94 orð

Þórður og samherjar á toppnum LA

LANDSLIÐSMAÐURINN Þórður Guðjónsson og samherjar í Genk unnu Anderlecht 2:0 og eru efstir með fullt hús að loknum fjórum umferðum í belgísku deildinni. Belgar gera sér miklar vonir um að Anderlecht, sem hefur 24 sinnum orðið belgískur meistari, standi sig vel í Evrópukeppni félagsliða, en liðið stóð ekki undir væntingum á heimavelli um helgina. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 408 orð

Þriðji sigur Bayern í röð

Bayern M¨unchen hefur náð góðum árangri í þýsku deildinni að undanförnu og vann 3:1 í Rostock um helgina, þriðji sigur liðsins í röð. Mehmet Scholl gerði fyrsta markið á 58. mínútu og Christian Nerlinger bætti öðru við 11 mínútum síðar en Króatinn Igor Pamic minnkaði muninn áður en miðherjinn Carsten Janker innsiglaði sigurinn þremur mínútum fyrir leikslok. Meira
2. september 1997 | Íþróttir | 542 orð

Ætlar þjálfarinnHALLDÓR SVAVARSSONað keppa lengi enn í karate?Fjarstýringin afslappandi

HALLDÓR Svavarsson, landsliðsþjálfari í karate síðan í janúar í fyrra, vann til gullverðlauna í -65 kg flokki á Opna enska meistaramótinu sem fór fram í Crystal Palace í London um helgina. Þetta er toppurinn á litríkum ferli hans sem hófst í janúar 1983. Halldór er þrjátíu og eins árs verkfræðingur hjá Raunvísindastofnun, kvæntur Hildi Svavarsdóttur og eiga þau tvö börn. Meira

Fasteignablað

2. september 1997 | Fasteignablað | 65 orð

Ampulla

HENGILAMPI af þessu tagi heitir á Norður landamálum Ampel og er þessi frá árinu 1830. Nafn sitt dregur lampinn af latneska orðinu ampulla sem lauslega má þýða sem sá sem ber lítinn þunga". Þegar á dögum Rómverja voru svona lampar þekktir. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 26 orð

Appelsínuskreyting

Appelsínuskreyting APPELSÍNUR eru fallegar til skreytinga. Þessa borðskreytingu má nota jafnt á hátíðum sem rúmhelgum dögum. Hún lífgar allténd upp á umhverfið á hvaða degi sem er. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 236 orð

Áttstrendur sumarbústaður

ÁTTSTRENDAR byggingar eru sjaldgæfar á Íslandi. Vitað er um tvær kirkjur með slíku byggingarlagi og eina byggingu á Vestfjörðum sem allar eru frá öldinni sem leið. En ein ný slík bygging er nú til sölu hjá fasteignasölunni Borgareign, en það er áttstrendur sumarbústaður í landi Norðurness í Kjósarhreppi. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 28 orð

"Eggið" fræga

"Eggið" fræga ÞESSI stóll fékk nafnið "eggið" og er hannaður af Arne Jacobsen. Þessi stóll er nú vinsælli en nokkurn tíma áður, bæði í Danmörku og víða annars staðar. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 37 orð

Falleg skreyting

Falleg skreyting ÞESSI skreyting er mjög falleg. Fyrst er búinn til hringur úr plasti, síðan fest í hann lítil kerti og blóm, inn í hringinn eru svo settir nokkrir leirpottar með plasti í sem blómum er stungið í. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 207 orð

Hús á góðum stað í Hafnarfirði

MIKIL eftirspurn er nú eftir gömlum húsum í eldri hluta Hafnarfjarðar og að sögn Magnúsar Emilssonar hjá fasteignasölunni Hraunhamri hefur verið töluverð hreyfing á þeim að undanförnu. Nú vantar slíkar eignir á söluskrá fremur en hitt. Hjá Hraunhamri er nú til sölu tveggja íbúða húseign að Hverfisgötu 35. Þetta er steinhús, byggt 1932. Það er 175 ferm. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 164 orð

Hús með góðum garði í Hátuni

EKKI er mikið um að hús í Túnunum í Reykjavík komi í sölu. Hjá fasteignasölunni Miðborg er nú til sölu húseignin Hátún 25. Húsið er á tveimur hæðum og 145 ferm. að stærð. Það er steinhús, byggt 1942. Í húsinu er nú tveggja herbergja sér íbúð í kjallara. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 324 orð

Íbúðarverð í Kópa vogi allt að 20% hærra en á Akureyri

TALSVERÐUR munur er á fermetraverði í fjölbýlishúsum í stærstu byggðarlögunum á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og Akureyri og Reykjanesbæ hins vegar, eins og fram kemur á teikningunni hér til hliðar. Þar er byggt á upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins um íbúðir í steinhúsum byggðum eftir 1940, sem skiptu um eigendur á tímabilinu frá júlí 1996 til júní 1997. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 215 orð

Lóðaúthlutun í Hrauns- holti hefst um áramót

GARÐABÆR hefur vaxið mikið á undanförnum áratugum. Íbúar þar eru nú um 7.800, enda hefur byggðin þanizt út. Þörfin fyrir nýjar lóðir er því töluverð. Að sögn Agnars Ástráðssonar, byggingarfulltrúa í Garðabæ, er nú gert ráð fyrir, að fyrstu lóðunum í nýju hverfi í Hraunsholti verði úthlutað upp úr næstu áramótum, en alls verða rúml. 400 íbúðir reistar í þessu hverfi. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 209 orð

Nýbygging við Skúla- götu

SMÍÐI á nýju atvinnuhúsnæði hefur tekið vel við sér í takt við aukin umsvif í þjóðfélaginu og góðar efnahagshorfur, enda framboð á slíku húsnæði ólíkt minna en áður. Við Skúlagötu 17 eru nú hafnar framkvæmdir við 2.300 ferm. skrifstofu- og þjónustubyggingu, sem verður á tveimur til þremur hæðum fyrir utan kjallara og öll hin vandaðasta. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 45 orð

Orsakir rakabletta

KOMA þarf í veg fyrir, að kuldapollar myndist í húsum, þar sem rakinn þéttist. Ef einangrun er ónóg í plötu eða útvegg, þarf að finna ráð til úrbóta, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan, þar sem hann fjallar um rakabletti í húsum. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 70 orð

Óinnleyst húsbréf um 350 millj.

ALLTAF er nokkuð um, að húsbréf séu ekki innleyst, enda þótt þau hafi verið dregin út. Í júlílok námu útdregin og innleysanleg húsbréf, sem ekki höfðu borizt til innlausnar, samtals 349,2 millj. kr. að innlausnarverði. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 878 orð

Rakablettir

NÝLEGA heyrði ég umræðu tveggja manna sem voru að ræða vandamál sem upp hafði komið í nýlegu húsi. Niðri við gólf vildu myndast myglu og rakablettir, einkum þar sem lítill loftstraumur lék um. Ástæða þessarar umræðu var nýtt timburhús sem vinafólk málshefjanda var flutt inn í. Rætt var um þennan galla fram og aftur og komu fram ýmsar skýringar í þeirri umræðu. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 420 orð

Samanburður á tveimur hitakerfum

ATHYGLISVERT tilraunaverkefni er nú hafið í tveimur húsum í Keflavík. Gerður verður samanburður á tvenns konar hitakerfum, annars vegar plaströrakerfi í gólfi og hins vegar hefðbundnu ofnakerfi. Verkefni þetta er styrkt af Húsnæðisstofnun ríkisins, Fjöltækni sf. og Héðni Verzlun hf., en þátttakendur eru Elías Georgsson og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins (Rb. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 31 orð

Spegilljós

Spegilljós VAXKERTI voru mjög dýr áður fyrr og þess vegna datt mönnum í hug að setja ljósið fyrir framan spegil og nýta þannig birtuna sem best. Þetta spegiljós er frá því 1870. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 297 orð

Stórt atvinnuhúsnæði við Suðurhraun

MEIRI hreyfing er nú á atvinnuhúsnæði en áður. Hjá Eignamiðluninni eru til sölu fasteignirnar Suðurhraun 4 og 6 í Garðabæ. Þetta eru tvö hús, sem standa hlið við hlið, alls 6.200 ferm. og eru með miklu athafnasvæði. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 517 orð

Tvær nýjar bækur handa garðeigendum

SUMRI er tekið að halla og garðeigendur eru farnir að njóta ávaxtanna af vorsáningunni. Matjurtafólkið fagnar nú bústnum kálhausum, nýjum kartöflum og safaríkum rófum en blómafólkið hefur um nokkra hríð glaðst yfir litríku stóði sumarblóma og fjölæringa. Haustsvipur er farinn að færast yfir landið. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 169 orð

Verslunar- og íbúðar- húsnæði í Hafnarfirði

HJÁ Fasteignasölunni Suðurveri er til sölu verslunar- og íbúðarhúsnæði að Reykjavíkurvegi 68 í Hafnarfirði. Um er að ræða tvö verslunarpláss, annað er rösklega 150 ferm. og hitt um 50 ferm. að stærð, en íbúðarhúsnæðið er liðlega 170 ferm. Auk þess er í kjallara hússins 130 ferm. rými sem nýta má fyrir alls konar atvinnustarfsemi. Húsið er reist árið 1959 og er steinsteypt. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 1003 orð

Vönduð skrifstofubygging rís við Skúlagötu

SKÚLAGATAN hefur breytt mjög um yfirbragð á undanförnum árum, en þar hafa risið háar íbúðarbyggingar, sem setja mikinn svip á umhverfi sitt. Minna hefur þar verið byggt af nýju atvinnuhúsnæði. Við Skúlagötu 17 eru nú hafnar framkvæmdir við 2.300 ferm. skrifstofu- og þjónustubyggingu, sem verður á tveimur til þremur hæðum og öll hin vandaðasta. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 39 orð

Þakrennur

ÞAKVATN skal leitt í holræsi, en á því er mikill brestur í eldri hverfum flestra bæja hérlendis, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Hver hefur ekki séð vatn fossa í rigningartíð úr þakniðurfalli á gangstétt? Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 623 orð

Þakrennur þarf víða að endurnýja

ÞAÐ er ekki svo langt síðan að allar þakrennur voru gerðar úr galvaniseruðu blikki, þess vegna varð smíði og uppsetning á þakrennum í verkahring blikksmiða og svo er enn þó efnisvalið hafi breyst. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 297 orð

Þinghúsið á Svalbarðs- strönd í Eyjafirði

GAMLA þinghúsið á Svalbarðströnd í Eyjafirði er nú til sölu hjá fasteignasölunni Byggð á Akureyri. Hér er um að ræða 270 ferm. íbúðarhús í fallegu umhverfi í um 10 km fjarlægð frá Akureyri. Húsið stendur á rúml. 2.000 ferm. lóð. Ásett verð er 14,3 millj. kr. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

2. september 1997 | Fasteignablað | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

2. september 1997 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

2. september 1997 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

2. september 1997 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

2. september 1997 | Fasteignablað | 11 orð

(fyrirsögn vantar)

2. september 1997 | Fasteignablað | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

2. september 1997 | Fasteignablað | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

2. september 1997 | Úr verinu | 610 orð

Ekki var skynsamlegt að velja sóknardaga

"ÞAÐ eru ekki pólitískar forsendur fyrir því, að minni hyggju, að taka öðruvísi á vanda trillukarla í Grímsey en annars staðar á landinu," sagði Halldór Blöndal, samgönguráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra, Meira
2. september 1997 | Úr verinu | 479 orð

Ísfélagið og Faxamjöl kaupa hlut í Ammasat

ÍSFÉLAG Vestmannaeyja hf. hefur keypt 20% hlut í grænlenska sjávarútvegsfyrirtækinu East-Greenland Codfish, sem gerir út grænlenska loðnuskipið Ammasat, eina loðnuskip Grænlendinga. Grænlenska félagið er í eigu Niniarteq Tasiilaq, sem gerir út rækjufrystitogarann Tasiilaq og staðsett er í Ammassalik, eins og dótturfélagið. Þá hefur Faxamjöl, dótturfyrirtæki Granda hf. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.