Greinar laugardaginn 13. september 1997

Forsíða

13. september 1997 | Forsíða | 614 orð

Boðar víðtæka einkavæðingu

JIANG Zemin, forseti Kína og leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, sagði í gær að haldið yrði á braut einkavæðingar stórs hluta opinbera geirans. Þessi ákvörðun kom fram í ræðu Jiangs við upphaf 15. flokksþings kommúnistaflokksins. Meira
13. september 1997 | Forsíða | 180 orð

"Góður dagur fyrir Bretland"

"ÞETTA er góður dagur fyrir Skotland og þetta er góður dagur fyrir Bretland allt," sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í Edinborg í gær, daginn eftir að Skotar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að sett skyldi á stofn nýtt þing í skozku höfuðborginni. Blair sagði í ávarpi til fagnandi mannfjöldans að "tími allsherjarmiðstýringar" væri liðinn. Meira
13. september 1997 | Forsíða | 121 orð

Mars kortlagður

BANDARÍSKIR geimvísindamenn eru skrefi nær því að geta sent mannað geimfar til Mars eftir að þeim tókst að koma geimfari, sem á að kortleggja hugsanlega lendingarstaði, á braut um plánetuna. Vísindamönnunum tókst skömmu eftir hádegi í gær að hægja á geimfarinu "Surveyor" og koma því á braut um Mars. Meira
13. september 1997 | Forsíða | 193 orð

Svarti kassinn viðskila við flakið

SVONEFNDUR svarti kassi norsku Super Puma-þyrlunnar náðist ekki af hafsbotni í gær, og er það rannsakendum þyrluslyssins síðastliðinn mánudag til trafala. Kassinn er talinn geta varpað ljósi á hvers vegna þyrlan fórst. Kom hann ekki upp með stélhluta þyrlunnar sem náðist af hafsbotni um miðjan dag í gær. Meira

Fréttir

13. september 1997 | Innlendar fréttir | 187 orð

1,5 millj. í uppgröft að Neðra-Ási

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að veita 1,5 milljónir af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar í fornleifauppgröft að Neðra-Ási í Hjaltadal. Sigurður Bergsteinsson, fornleifafræðingur á Þjóðminjasafni, segir að kirkjurústir séu undir leifum af smiðju, sem sé undir öðru húsi, sem sé undir fjárhúsi frá því um síðustu aldamót, Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

16 ára stúlku nauðgað

AÐFARANÓTT föstudags tilkynnti 16 ára stúlka lögreglunni í Hafnarfirði að henni hefði verið nauðgað. Stúlkan hafði verið á skólaballi í Reykjavík og var stödd í Austurstræti þegar hún fékk far með bíl í Hafnarfjörð. Ökumann bílsins þekkti stúlkan ekki. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 562 orð

20 hektara nýtt athafnasvæði fyrir sunnan Suðurgarð

SKIPULAG ríkisins hefur lagt fram frummat á umhverfisáhrifum stækkunar hafnarinnar í Hafnarfirði vestur fyrir núverandi Suðurgarð. Gert er ráð fyrir að 20 hektara nýtt athafnasvæði verði til við höfnina við stækkunina og að viðlegupláss verði um 500 metra langt með 8­10 metra dýpi. Auk þess er gert ráð fyrir að hægt verði að byggja sérstakan 120 metra langan viðlegukant fyrir skipaviðgerðir. Meira
13. september 1997 | Erlendar fréttir | 437 orð

Albright varar við of mikilli bjartsýni

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt í gær til Alexandríu í Egyptalandi til viðræðna við Hosni Mubarak, forseta. Albright, sem er á ferð um Mið- Austurlönd til að reyna að blása nýju lífi í friðarviðræður á svæðinu, hitti í gær Assad Sýrlandsforseta. Sögðu embættismenn að viðræðum þeirra loknum að þær hefðu verið undirbúningur að frekari fundahöldum sem ákveðin hefðu verið. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Áfram í gæslu vegna árásar

KARLMAÐUR um fertugt var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 30. september. Hann er grunaður um að hafa ráðist á mann á veitingastað í miðbænum þriðjudaginn 2. september. Sá hlaut töluverða áverka, m.a. blæddi inn á heila. Samkvæmt upplýsingum lögreglu mun hann vera á batavegi. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

"Busters verden" í Norræna húsinu

DANSKA kvikmyndin "Busters verden" verður sýnd í Norræna húsinu sunnudaginn 14. september kl. 14. Myndin er margverðlaunuð dönsk barna- og fjölskyldumynd eftir Bille August, byggð á sögu Bjarne Reuter. Buster Oregon Mortensen er 10 ára gutti, hann er mikill draumóramaður og hefur fjörugt ímyndunarafl. Buster er einnig nokkuð fær töframaður og úrræðagóður með eindæmum. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 168 orð

ÐEignir lífeyrissjóðanna 307 milljarðar

HREINAR eignir lífeyrissjóða landsmanna jukust um 44 milljarða króna á síðasta ári og námu 307 milljörðum í lok ársins. Þetta samsvarar rúmlega 14% raunaukningu. Raunávöxtun eigna sjóðanna jókst um 1% og nam hún 7,6% á síðasta ári, að teknu tilliti til vísitölu neysluverðs. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu bankaeftirlits Seðlabanka Íslands um stöðu lífeyrissjóðanna. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 161 orð

ÐJeppasýning um helgina hjá B&L

BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar hf. (B&L) efna um helgina til jeppasýningar í tilefni af því að fyrirtækið hefur haft umboðið fyrir Land Rover um eins árs skeið. Þar verða sýndar margar gerðir af Land Rover bílum, bæði lítið og mikið breyttar. Er þetta ein stærsta sýning á jeppum sem bílaumboð hefur haldið hérlendis, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Meira
13. september 1997 | Erlendar fréttir | 506 orð

Enginn nennir að tala um fisk

KOSNINGABARÁTTAN í Norður- Noregi snýst ekki um fisk að þessu sinni. Heldur ekki um málefni hinna dreifðu byggða. Nú eru allir uppteknir af heilbrigðiskerfinu sem hefur brugðist og bága stöðu margra aldraðra. Meira
13. september 1997 | Miðopna | 2036 orð

Fé skorti til sameiningarinnar

ÞEGAR spurst er fyrir um reynsluna af sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítala eru ábendingar um að ekki hafi verið staðið við fjárframlög vegna kostnaðar við sameininguna mest áberandi. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð

Fimm tíma stöðvun í 114 og 115

STARFSFÓLK Pósts og síma hf., sem vinnur við þjónustu í símanúmerum 114 og 115, gat ekki hringt til útlanda á tímabilinu frá um hádegi á fimmtudag og fram undir kl. 17, eða í um fimm klukkustundir. Ástæðan var rafmagnstruflanir í Múlastöð, samkvæmt upplýsingum Hrefnu Ingólfsdóttur, blaðafulltrúa fyrirtækisins. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 218 orð

Fjölskylduskemmtun í Kringlunni

Í VETUR munu fjölmargar verslanir og veitingastaðir í Kringlunni hafa opið frá 13­17 á sunnudögum. Tilgangurinn með því er m.a. að gera fjölskyldufólki kleift að versla í rólegheitum um leið og hægt er að gera sér dagamun með því að fá sér að borða eða fara í bíó, segir í fréttatilkynningu. Meira
13. september 1997 | Erlendar fréttir | 308 orð

Flugvellir vara við afnámi tollfrjálsrar sölu

ALÞJÓÐLEG samtök flughafna (ACI), sem 361 flugvöllur í Evrópu á aðild að, vöruðu í gær við afleiðingum þess að afleggja sölu tollfrjáls varnings til flugfarþega, sem ferðast á milli ríkja Evrópusambandsins. Að mati framkvæmdastjórnar ESB samræmist þessi sala ekki innri markaði Evrópusambandsins og á að afleggja hana árið 1999. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 230 orð

Fræðslukvöld um skógarsveppi

HALDIÐ verður fræðslu- og myndakvöld skógræktarfélaganna í samvinnu við Búnaðarbanka Íslands þriðjudaginn 16. september. Myndakvöldið er haldið í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6 og hefst kl. 20.30. Dagskráin á þriðjudagskvöldið verður helguð efninu skógarsveppir. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Fullt hús hjá Jóhanni og Hannesi

JÓHANN Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson hafa fullt hús vinninga eftir fjórar umferðir á Skákþingi Íslands á Akureyri. Barist var til þrautar í öllum skákum fjórðu umferðar sem lauk í gærkvöldi. Jóhann vann Jón Viktor Gunnarsson og Hannes vann Þorstein Þorsteinsson. Bragi Þorfinnsson vann Rúnar Sigurpálsson, Jón G. Meira
13. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Fyrirlestur um iðjuþjálfun

MÁNUDAGINN 15. september kl. 16.00 verður opinn fyrirlestur á vegum heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri í Oddfellowhúsinu við Sjafnarstíg. Í fyrirlestrinum, sem haldinn er í tilefni af nýstofnaðri iðjuþjálfunarbraut, mun kanadískur prófessor í iðjuþjálfun, Barbara O'Shea, fjalla um iðjuþjálfun og kynna nýjar hugmyndir tengdar menntun iðjuþjálfa. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 218 orð

Hagnaður tæpar 540 milljónir króna

HAGNAÐUR Landsbanka Íslands fyrstu átta mánuði ársins reyndist vera 537,8 milljónir króna. Á sama tímabili voru lagðar tæpar 700 milljónir króna í afskriftasjóð. Horfur eru á að hagnaður Landsbankans á þessu ári verði á milli 700 og 800 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Meira
13. september 1997 | Erlendar fréttir | 944 orð

Hart deilt um réttindi Sama

DEILUR um réttindi Sama kljúfa flokka og byggðarlög í Finnmörku og í öðrum fylkjum Norður-Noregs fylgjast menn grannt með þróun mála því málið kraumar undir niðri víðar en í Finnmörku. Framfaraflokkurinn hefur látið hörð orð falla um málið, svo hörð að biskupinn í Norður-Hálogalandi, Ola Steinholt, sá fyrir skömmu ástæðu til að hvetja menn til umburðarlyndis og vara við árásum á minnihlutahópa. Meira
13. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

Haustskipið

SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Enchantment of the Seas frá Noregi kom til Akureyrar í gærmorgun og er þetta jafnframt síðasta viðkoma skemmtiferðaskips á þessu sumri. Eyjafjörður var heldur kuldalegur á að líta er skipið sigldi inn fjörðinn, snjór niður fyrir miðjar hlíðar og hitastigið rétt ofan frostmarks. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 734 orð

Hálshnykkjaáverkar algengir

Margir hafa átt við meiðsli að stríða í kjölfar aftanákeyrslu. Mánudaginn 15. september heldur Bergur Konráðsson kírópraktor fyrirlestur um hálsmeiðsli og afleiðingar þeirra vegna aftanákeyrslna. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 32 orð

Hrunamenn rétta

Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hrunamenn rétta ÞESSA dagana er réttað um land allt. Réttað var í Hrunamannarétt í gær. Hér er safn Hrunamanna að renna niður af fjalli. Í baksýn eru Jarlhettur og Langjökull. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 498 orð

Ítalskt skemmtiferðaskip við Miðbakka

SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Silver Cloud kom til Reykjavíkur á föstudag með 260 farþega. Silver Cloud er í eigu ítalsks fyrirtækis og hefur ekki verið siglt til Íslands áður að sögn Franciscos Parro skipsvarðar, sem leiddi blaðamann og ljósmyndara um vistarverur skipsins. Síðdegis í gær var ferðinni síðan heitið til Corner Brook. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 236 orð

Kanntu að ferðast?

NÁMSTEFNA Heimsklúbbsins um ferðalög í Hátíðarsal Háskóla Íslands laugardaginn 20. september 1997. Þótt ferðalög setji meir og meir mark sitt á þjóðlífið hefur enga markvissa fræðslu verið að finna um þau fyrir almenning og oftast hending sem ræður ferðavali fólks. Heimsklúbburinn efnir til fyrstu námstefnu um þetta mikilvæga efni í Hátíðasal Háskóla Íslands nk. laugardag 20. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 326 orð

Kennarar á Akranesi og Egilsstöðum segja upp

KENNARAR við Grundaskóla á Akranesi og grunnskólann á Egilsstöðum sögðu upp störfum í gær. Ástæðan er óánægja með launakjör. Þessar uppsagnir bætast við uppsagnir grunnskólakennara á Ísafirði og í Bessastaðahreppi. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Landslagsmynd

ÚTILISTAVERKIÐ "Landslagsmynd" eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur var afhjúpað í gær, föstudag, á mótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar og afhenti hún Garðabæ það sama dag kl. 17.30. Verk Brynhildar hlaut viðurkenningu í samkeppni, sem Garðabær stóð fyrir um gerð útilistaverks í tilefni af 20 ára kaupstaðarréttindum bæjarins árið 1996. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 385 orð

Laxveiðin um 20% undir meðalveiði

"Það stefnir í að laxveiðin í sumar verði nokkru lakari en í fyrra. Ef við teljum veiði í Rangánum með stangaraflanum er þetta svipuð veiði og í fyrra en ef við undanskiljum Rangárnar sýnist mér að heildarveiðin sé 6% undir veiði síðasta sumars og um 20% undir meðalveiði síðustu tuttugu ára. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 375 orð

Leiðbeinendur við kennslu án heimildar

GUÐRÚN Ebba Ólafsdóttir, varaformaður Kennarasambandsins, segir að brögð séu að því að skólar hafi ráðið til starfa leiðbeinendur sem undanþágunefnd menntamálaráðuneytisins hefur hafnað. Þetta sé skýrt lögbrot og menntamálaráðuneytið hljóti að þurfa að bregðast við þessu. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Leiðrétting

Í umfjöllun á forsíðu Daglegs lífs í gær um gráar förðunarvörur mátti skilja að varaliturinn á myndinni væri frá Francois Nars, sem fjallað var um í greininni. Svo er hins vegar ekki, hann er frá Helenu Rubinstein. Meira
13. september 1997 | Erlendar fréttir | 351 orð

Lífvörður Díönu minnislaus?

FRANSKIR læknar telja hugsanlegt, að lífvörður Díönu prinsessu, Trevor Rees-Jones, sem lifði af slysið í París, þjáist af minnisleysi og geti því litlar upplýsingar um það veitt. Kom þetta fram í blaðinu Le Figaro í gær en þar sagði, að Rees-Jones gæti enn ekki svarað spurningum á annan hátt en með því að depla auga. Meira
13. september 1997 | Erlendar fréttir | 206 orð

Málamiðlun í Mostar

VESTRÆNIR erindrekar breyttu í gær kosningareglum í bænum Mostar í því skyni að fá Bosníu-Króata til að falla frá hótunum um að sniðganga bæjar- og sveitarstjórnarkosningar um helgina. Greindi Carlos Westendorp, friðarerindreki í Bosníu, frá þessu í gær. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Málverkauppboð á Hótel Sögu

GALLERÍ Borg heldur málverkauppboð sunnudaginn 14. september. Uppboðið fer fram á Hótel Sögu og hefst kl. 20.30. Að venju verða boðin upp mörg verk gömlu meistaranna. Þar má nefna myndir eftir J.S. Kjarval, Jón Stefánsson, Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Júlíönu Sveinsdóttur, Jóhann Briem, Jón Engilberts, Kristján Davíðsson og Karl Kvaran. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 388 orð

Með auknu trausti fáum við hagstæðari lán

34. ÞING Sambands ungra sjálfstæðismanna var sett í félagsheimilinu Stapanum í Reykjanesbæ í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi formaður SUS, setti þingið, en að því loknu fluttu Ríkharður Ibsen, formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, og Davíð Oddsson forsætisráðherra ávörp. Meira
13. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 186 orð

MESSUR

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudaginn 14. september. Sr. Svavar A. Jónsson. Barnakór Akureyrarkirkju er að hefja vetrarstarfið og verða æfingar í kapellu kirkjunnar kl. 15.30­16.30 á fimmtudögum. Stjórnandi er Jón Halldór Finnsson, börn eldri en 9 ára velkomin. GLERÁRKIRKJA: Messa verður í kirkjunni kl. 14 á morgun, sunnudag. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 246 orð

Mun ítarlegri skoðun og umræða verður að fara fram

STJÓRN Sjúkrahúss Reykjavíkur, SHR, telur að mun ítarlegri skoðun og umræða um kosti og galla sameiningar sex sjúkrahúsa í Reykjavík og nágrenni verði að fara fram áður en hægt verði að taka afstöðu til þess hvort skynsamlegt væri að sameina sjúkrahúsin, Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Námskeið til að hætta að reykja

TVÖ reykbindindisnámskeið verða í haust og fyrri hluta vetrar hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Hið fyrra hefst 17. september og lýkur 16. október en síðara hefst 22. október og lýkur 19. nóvember. Stjórnandi námskeiðanna verður Ingileif Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð

Nefnd um stöðu í stjórnkerfinu

Á FUNDI ríkisstjórnarinnar í gær var samþykkt tillaga umhverfisráðherra um að skipa nefnd umhverfis-, samgöngu-, dómsmála- og viðskiptaráðuneytis undir forystu forsætisráðuneytisins til að skoða hvar í stjórnkerfinu málaflokkurinn varnir gegn hamfarahlaupum ætti helst heima. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Ný förðunarmiðstöð opnuð

GRÉTA Boða, hárkollu- og förðunarmeistari, og Jóhanna Kondrup, snyrti- og förðunarmeistari, hafa opnað nýja förðunarmiðstöð. Þær hafa báðar til margra ára unnið við leikhús, sjónvarp, kvikmyndir, auglýsingar, tískusýningar, tískublöð og hefðbundna förðun innanlands og utan. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 355 orð

Ný samskiptatækni eykur þörf fyrir ferðalög

TÆKNIÞRÓUN sem gerir það að verkum að fólk getur fundað saman þó það sé ekki í sama landinu, eins og myndfundatækni, verður ekki til þess að fækka því fólki sem nýtir sér þjónustu flugfélaga, að sögn Einars Sigurðssonar, aðstoðarmanns forstjóra Flugleiða. Þvert á móti mun það auka alþjóðleg samskipti og kalla á aukin persónuleg samskipti og ferðalög. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Ný stjórn Drífandi kjörin

AÐALFUNDUR Drífandi, félags ungs alþýðubandalagsfólks í Reykjavík, var haldinn í nýjum salarkynnum Alþýðubandalagsins í Austurstræti 10 miðvikudaginn 10. september. Þar var ný stjórn félagsins kjörin fyrir starfsárið 1997­98. Hana skipa: Steinþór Heiðarsson formaður, Katrín Júlíusdóttir varaformaður, Kolbeinn Óttarsson Proppé ritari og Stefán Pálsson gjaldkeri. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 237 orð

Nýtt fyrirtæki í símenntun

INNSÝN sf. er nýtt fyrirtæki sem stofnað hefur verið um Brian Tracy International á Íslandi. Að fyrirtækinu standa Fanný Jónmundsdóttir, leiðbeinandi og yfirumsjónarmaður Brain Tracy námskeiða á Íslandi til margra ára og Guðrún H. Valdimarsdóttir, leiðbeinandi. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 211 orð

Nýtur svipaðrar réttarstöðu og hæstaréttardómarar

VEITA má ríkissaksóknara lausn frá embætti við 65 ára aldur án þess að sakir séu ástæða lausnar og á hann að halda fullum embættislaunum til æviloka. Þá ber að skipa ríkissaksóknara í embætti ævilangt en ekki til fimm ára í senn. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 244 orð

Ráðstefna um varnir gegn hnignun beitilanda

NOKKRAR íslenskar stofnanir hafa sameinast um að halda alþjóðlega ráðstefnu um myndun eyðimarka í heiminum. Fyrsti dagur ráðstefnunnar fer fram á Loftleiðahótelinu þriðjudaginn 16. september og þar verður fjallað á almennan hátt um beitilönd heimsins og myndun eyðimarka. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Ríó skemmtir á Hótel Sögu

RÍÓ tríó, Bubbi Morthens og KK munu skemmta gestum á Hótel Sögu laugardagana 27. september og 4. október. Í fréttatilkynningu frá umboðsskrifstofunni Þúsund þjalir kemur fram að Ríó tríó verði skipað átta mönnum, þeim Ágústi Atlasyni, Helga Péturssyni og Ólafi Þórðarsyni ásamt þeim Birni Thoroddsen gítarleikara, Szymoni Kuran fiðluleikara, Magnúsi R. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Rætt um Hvalbak í Kaupmannahöfn

EMBÆTTISMENN frá Íslandi og Danmörku hittust á fundi í Kaupmannahöfn á fimmtudag og ræddu annars vegar gerð formlegs samnings um lögsögumörkin á milli Íslands og Grænlands í framhaldi af samkomulagi ríkjanna, sem tókst í júní, og hins vegar um afmörkun hafsvæðisins milli Íslands og Færeyja. Niðurstaða fékkst ekki á fundinum. Meira
13. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 294 orð

Saknar enska fótboltans

HELGI Símonarson á Þverá í Svarfaðardal er 102 ára í dag. Hann fæddist 13. september 1895 að Gröf í Svarfaðardal. Helgi er við góða heilsu þótt bæði sjón og heyrn séu aðeins farin að daprast. Helgi keypti Þverá árið 1930 og bjó þar með kýr og kindur, auk þess sem hann stundaði kennslu á Dalvík í 19 ár og á Árskógsströnd í 1 ár. Meira
13. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 179 orð

Skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals

Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 8 mánaða fangelsi, skilorðsbundið í 4 ár, fyrir skjalafals. Manninum var gefið að sök að hafa á tímabilinu mars til júní árið 1993 falsað fjögur skuldabréf. Málið barst rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri í ágúst árið 1993. Meira
13. september 1997 | Erlendar fréttir | 576 orð

Skotar orðnir "þjóð á ný"

SKOTAR samþykktu með þremur fjórðu hluta atkvæða að tillögu ríkisstjórnar brezka Verkamannaflokksins um að setja skyldi á fót skozkt þing yrði hrint í framkvæmd. Hátt í þrjár aldir eru síðan hið forna Skotlandsþing í Edinborg var leyst upp. Meira
13. september 1997 | Erlendar fréttir | 249 orð

Steinar Bastesen bjartsýnn

"AÐ sjálfsögðu tek ég selskinnsvestið með," segir Steinar Bastesen og skellihlær. Bastesen, sem hefur verið í forsvari hvalveiðimanna í Noregi og er Íslendingum að góðu kunnur, á nú góða von um að komast inn á þing. Meira
13. september 1997 | Erlendar fréttir | 125 orð

Stuðningur við Amsterdam vex í Danmörku

STUÐNINGSMÖNNUM Amsterdam-sáttmála Evrópusambandsins fer fjölgandi í Danmörku, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar, sem gerð var fyrir viðskiptablaðið Børsen. Nú segjast 39,3% aðspurðra hlynntir sáttmálanum og 26,2% andvígir. Hins vegar hefur þriðjungur kjósenda, 33,6%, enn ekki gert upp hug sinn. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 151 orð

Umhverfisstefna Landsvirkjunar sjáist í verki

NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands hafa sent frá sér ályktun vegna umhverfisstefnu Landsvirkjunar sem fyrirtækið kynnti á fimmtudag. Í ályktuninni segir að Landsvirkjun hafi haft mikil áhrif á íslenska náttúru og umhverfi með starfsemi sinni. Meira
13. september 1997 | Erlendar fréttir | 43 orð

Útför móður Teresu undirbúin

INDVERSKIR verkamenn pjakka holur með handafli við götu eina í Kalkútta. Ætlunin er að reisa grindverk meðfram götunni til þess að halda aftur af fólki sem hyggst fylgjast með líkfylgd móður Teresu, sem borin verður til grafar í dag. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 419 orð

Vandamál löggæslu svipuð um allan heim

LÖGREGLUSTJÓRINN í borgiwnni Tallahassee í Flórída, sem er höfuðborg Flórída, segir að hann stefni að því að lögreglan í borginni verði "í heimsklassa" og þess vegna muni hann senda lögreglumann til Reykjavíkur til að kynna sér starfsemi lögreglunnar þar. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 305 orð

Var verið að kaupa aukna vinnu kennara

ELNA Katrín Jónsdóttir, formaður HÍK, segir að kjarasamningur framhaldsskólakennara við ríkið, sem gerður var í vor, feli í sér aukið vinnuframlag kennara og launabreytingar í samningnum tækju mið af því. Meira
13. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 135 orð

Vetrarstarf Kórs Akureyrarkirkju

KÓR Akureyrarkirkju er að hefja vetrarstarf sitt og eru mörg verkefni framundan, jólsöngvar í desember, þátttaka í flutningi sálumessu Brahms í mars og kaffitónleikar með veraldlegu efni auk þess sem stefnt er að vorferð í maí. Í kórnun eru um 50 félagar og syngur hann við reglulegt helgihald í Akureyrarkirkju, en honum er skipt í fjóra messuhópa sem skiptast á að syngja við messur. Meira
13. september 1997 | Innlendar fréttir | 241 orð

Vél kvennanna komst á loft

FLUGVÉLIN sem varð fyrir því að skrúfublöð skemmdust þegar hún ók í holu á flughlaði Reykjavíkurflugvallar fór á loft með skrúfublöð af íslenskri tveggja hreyfla Cessna 310 flugvél í stað þeirra skemmdu áður en fresturinn, sem þátttakendur í keppninni höfðu til að leggja af stað, rann út. Meira

Ritstjórnargreinar

13. september 1997 | Leiðarar | 536 orð

AFGERANDI ÚRSLIT Í SKOTLANDI RSLIT þjóðaratkvæðagreiðslunn

AFGERANDI ÚRSLIT Í SKOTLANDI RSLIT þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Skotlandi eru afgerandi. Meirihluti kjósenda vill eigið þing, sem hafi m.a. vald til að hækka eða lækka tekjuskatta. Úrslitin eru birtingarmynd þess, sem löngu var vitað; að Skotar líta á sig sem sérstaka þjóð og vilja fá að ráða eigin málum. Meira
13. september 1997 | Staksteinar | 337 orð

»Barnavernd á Íslandi BRAGI Guðmundsson, forstjóri Barnarverndarstofu, flytur

BRAGI Guðmundsson, forstjóri Barnarverndarstofu, flytur ávarp í upphafi kynningarrits um Barnaverndarstofu þar sem hann m.a. fjallar um þær breytingar sem gerðar voru árið 1995 á lögum um vernd barna og unglinga og fólu í sér stofnun Barnaverndarstofu sem hóf störf 1. júní 1995. Meira

Menning

13. september 1997 | Fólk í fréttum | 563 orð

Að þróa sinn persónulega stíl M

MARGIR muna eftir prímadonnunni stórfenglegu í Sirkus Skara skrípó. Bakvið glisgerfið leyndist söngmær frá Selfossi að nafni Kristjana Stefánsdóttir. Hún hefur nú lagt land undir fót og stundar djasssöngnám í Hilversum, rétt fyrir utan Amsterdam. Tvöfalt próf "Djassnám er öðruvísi en klassískt nám. Það felst meira í því að þróa persónulegan stíl. Meira
13. september 1997 | Fólk í fréttum | 335 orð

Á mörkunum

DERMOT Mulroney hefur leikið í fjölda kvikmynda síðustu tíu árin en hefur ekki enn náð að tryggja sér fastan sess í sviðsljósinu eða aðgang að aðalhlutverkum í Hollywood. Enginn getur útskýrt hvers vegna. Mulroney er bráðhuggulegur og hefur sýnt að hann getur líka leikið ef þörf krefur. Meira
13. september 1997 | Fólk í fréttum | 400 orð

Ballöðusnillingurinn Friðrik aðstoðar

BROSMILDASTA og ein vinsælasta söngkona landsins vinnur að sólóplötu um þessar mundir. Sigríður Beinteinsdóttir, eða Sigga í Stjórninni eins og flestir þekkja hana, er á förum til London á dögunum þar sem hún mun taka upp sína aðra sólóplötu. Hún hefur fengið Friðrik Karlsson, fyrrum meðlim Stjórnarinnar, og Bretann Jonn Savannah til að útsetja og spila á plötunni. Meira
13. september 1997 | Fólk í fréttum | 72 orð

Bee Gees á tónleikum

BEE GEES hefur gefið út þá yfirlýsingu að fyrstu tónleikar sveitarinnar í Bandaríkjunum í fimm ár verði að veruleika 14. nóvember næstkomandi í Las Vegas. Áætlað er að tónleikarnir með þeim Barry, Maurice og Robin Gibb verði teknir upp og þeim sjónvarpað um allan heim. Meira
13. september 1997 | Fólk í fréttum | 100 orð

Breytingar í vændum hjá Saget

Bob Saget leikur iðulega á als oddi þegar hann kynnir fyndnustu heimamyndböndin í Bandaríkjunum og smitar kátínan út frá sér um allan heim. Fyrir utan hans eigið heimili, að því er virðist. Að minnsta kosti hefur Sherri, eiginkona hans, sótt um skilnað. Þau hafa verið gift í 15 ár og eiga þrjár dætur. Fleiri breytinga er að vænta í lífi Sagets. Meira
13. september 1997 | Fólk í fréttum | 128 orð

Feneyjar í uppáhaldi hjá Woody Allen

"DECONSTRUCTING Harry", nýjasta mynd Woody Allens, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og fékk afbragðs dóma. Það er engin tilviljun að hún var frumsýnd þar, því Feneyjar hafa verið í miklu uppáhaldi hjá honum. Hann hefur farið þangað reglulega og þar kom hann fyrst opinberlega fram með Soon-Yi Previn, unnustu sinni, eftir skilnaðinn við leikkonuna Miu Farrow. Meira
13. september 1997 | Fólk í fréttum | 226 orð

Fjölskyldulausir félagar Elisa (Elisa)

Framleiðandi: Films Christian Fechner. Leikstjóri: Jean Becker. Handritshöfundur: Jean Becker og Fabrice Carazo. Kvikmyndataka: Etienne Becker. Tónlist: Zbigniew Preisnern, nema lagið "Elisa" er eftir Serge Gainsbourg. Aðalhlutverk: Vanessa Paradis, Gerard Derapdieu, Clotilde Courau og Sekkou Sall. 111 mín. Frakkland. Gaumont/Skífan 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
13. september 1997 | Fólk í fréttum | 715 orð

Geimverur í Rauðhólum

OIKO LOGOS heitir stuttmynd þeirra félaga Gríms Hákonarsonar og Rúnars Rúnarssonar. Þeir eru tveir af upphafsmönnum Óháðu kvikmyndagerðarinnar, og gerðu árið 1995 stuttmyndina Klósettmenningu sem vann til ýmissa verðlauna. Andstæð gildi Meira
13. september 1997 | Fólk í fréttum | 61 orð

Í HVÍTUM SOKKUM

HLJÓMSVEITIN Í hvítum sokkum skemmti gestum á Kringlukránni. Hljómsveitin ber nafn með rentu eins og glöggt mátti sjá um helgina. Viðar Jónsson, trúbador, lék af fingrum fram í Leikstofunni, en ekki fer sögum af því hvort hann var í hvítum sokkum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson HLJÓMSVEITIN Í hvítum sokkum ber nafnmeð rentu. Meira
13. september 1997 | Fólk í fréttum | 155 orð

Keiluspil og barsmíðar

COENBRÆÐUR, Joel og Ethan, eru um þessar mundir að snyrta nýjustu mynd sína, "The Big Lebowski". Þetta er gamanmynd með Jeff Bridges og John Goodman í aðalhlutverkum, en fastagestir í Coen-myndum, þeir Steve Buscemi og John Turturro, eru í litskrúðugum aukahlutverkum. Meira
13. september 1997 | Fólk í fréttum | 238 orð

Leikari ekki leikstjóri

MORGAN Freeman vill ekki láta kalla sig leikstjóra. Hann segist vera leikari sem hefur leikstýrt. Þó Freeman vilji ekki gangast við titlinum þá á hann eina kvikmynd að baki sem leikstjóri, "Bopha!" frá árinu 1993, og er að undirbúa tökur á "A Day No Pigs Would Die", en hann ætlar bæði að leikstýra og leika í þessari kvikmyndagerð á barnabók Roberts Pecks. Meira
13. september 1997 | Leiklist | 690 orð

Listræn tíðindi á Litla sviðinu

Leikstjóri: Auður Bjarnadóttir. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Þorsteinn Gunnarsson og Þórhallur Gunnarsson. Leikmynd og búningar: Þórunn Jónsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikhljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Tónlistarval og ráðgjöf: Hákon Leifsson. Litla svið Borgarleikhússins, föstudagur 12. september. Meira
13. september 1997 | Fólk í fréttum | 146 orð

Ólétta eins og dagleg vísindarannsókn

CINDY Lauper sló eftirminnilega í gegn árið 1983 með laginu "Girls Just Want to Have Fun". Hún fylgdi því eftir með laginu "True Colors", en síðan hefur lítið til hennar spurst. Hún hefur þó ekki setið aðgerðalaus. Fimmta plata hennar, "Sisters of Avalon", er væntanleg í plötubúðir og auk þess á hún von á sínu fyrsta barni í nóvember. Meira
13. september 1997 | Fólk í fréttum | 466 orð

Ripley rís upp frá dauðum

NÚ ER fjórða myndin í Alien myndaröðinni á leiðinni, en þrjár fyrri myndirnar hafa skilað 350 milljónum dala í hagnað, eða um 25 milljörðum íslenskra króna. Það er kannski ekki vitlaust að reyna að mjólka þessa goðsagnakenndu myndaröð eitthvað frekar. Nýja myndin heitir Alien Resurrection, og kemur nafnið af því að Ripley rís upp frá dauðum eftir vel heppnaða vísindalega tilraun. Meira
13. september 1997 | Fólk í fréttum | 631 orð

Útvarpið klagað í útlöndum

ERFIÐLEGA gengur, eins og oft áður, að hafa frið fyrir pólitíkinni við mannaráðningar til Ríkisútvarpsins. Einkum er áberandi nú til dags að borið er við að vanti faglega þekkingu í heilabú þeirra sem fá störfin á sama tíma og þeir sem ekki fá þau eru að springa af faglegri þekkingu. Varla er hér átt við meðferð á mikrófónum eða þekkingu á meðferð upptökutækja. Meira
13. september 1997 | Fólk í fréttum | 358 orð

Víðförull arftaki Count Basie

STÓRSVEIT Reykjavíkur mun leika í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld. Gestastjórnandi sveitarinnar verður bandaríski djassleikarinn Frank Foster og á efnisskránni verða verk og útsetningar eftir hann. "Ég hef komið á þó nokkra staði í heiminum og spilað með stórsveitum og minni hljómsveitum. Meira

Umræðan

13. september 1997 | Aðsent efni | 636 orð

"Hugarórar fjölmiðla og einhverra fjölmiðlamanna"

ÉG UNDIRRITAÐUR leyfi mér hér með að óska birtingar í Morgunblaðinu á eftirfarandi athugasemdum vegna endurtekinna frétta í fjölmiðlum að undanförnu varðandi embætti ríkissaksóknara og mig persónulega. Ekki kann ég á því skýringu hvað varð til þess að réttindi mín til væntanlegra eftirlauna voru tekin til sérstakrar athugunar. Meira
13. september 1997 | Aðsent efni | 384 orð

Leikbrúðuland Hannesar Hólmsteins

FRÁ því var sagt í ríkissjónvarpinu, að þjóðareignin, kvótinn, væri 200 milljarða virði. Reikna má með að hann gefi af sér 17-30 milljarða króna. Aðalþjónn sægreifanna, Hannes Hólmsteinn, heldur áfram hér í blaði tvo daga í röð, 3. og 4. þ.m. Meira
13. september 1997 | Aðsent efni | 1028 orð

Réttindi þegnanna og æðri stjórnvöld

"HVENÆR drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó," sagði snærisþjófurinn sem dæmdur var fyrir böðulsdráp og settur á Brimarhólm. Brimarhólmarinn sat sína pligt og mál hans var ekki endurupptekið enda sótti hann ekki um það með formlegheitum. Í þá daga voru mál ekki endurdæmd eins og í dag. Meira
13. september 1997 | Aðsent efni | 808 orð

Skaftafell í Öræfum ­ Þjóðgarður í 30 ár

Á FUNDI Náttúruverndarráðs 18. nóvember 1960 lagði dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur fram tillögu um að Náttúruverndarráð beitti sér fyrir friðlýsingu jarðarinnar Skaftafell í Öræfum sem þjóðvangs. Eiginleikum og kostum svæðisins lýsti Sigurður m.a. þannig: "Vart leikur það á tveimur tungum að náttúrufegurð í Skaftafelli í Öræfum er stórfenglegri en á nokkru öðru byggðu bóli á Íslandi. Meira
13. september 1997 | Aðsent efni | 166 orð

Smáþjóðaleikar ­ fjármál

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Torfa B. Tómassyni: "Í grein sem Ágúst Ásgeirsson skrifar í Morgunblaðið 10. september um smáþjóðaleikana, sem haldnir voru í júní sl., segir hann að fjármunir sem eyrnamerktir voru smáþjóðaleikunum hafi "verið ráðstafað í rekstur ÓÍ" þegar ný stjórn tók við í byrjun þessa árs. Meira
13. september 1997 | Bréf til blaðsins | 709 orð

Vetrarstarf Laugarneskirkju

VETRARSTARF Laugarneskirkju er nú að hefjast. Fjölbreytt starf verður fyrir alla aldurshópa eins og undanfarin ár og væntum við góðrar þátttöku strax frá upphafi starfsins. Helgihald Guðsþjónustur verða á sunnudögum kl. 11.00. Á sama tíma verður barnastarf með svipuðu sniði og verið hefur, þ.e. Meira

Minningargreinar

13. september 1997 | Minningargreinar | 28 orð

CHARLOTTE EDELSTEIN

CHARLOTTE EDELSTEIN Charlotte Edelstein fæddist í Lauban í Slesíu 21. febrúar 1904. Hún lést í Berlín 14. ágúst síðastliðinn. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey í Berlín. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 763 orð

Charlotte Edelstein In memoriam

Okkur krökkunum sem vorum í barnaskóla með Edelstein-bræðrunum þótti mamma þeirra afar falleg kona. Hún var framandleg í hátt með gljáandi dökkt hár, ofurlítið hrokkið í vöngum, sem hún dró aftur í hnút í hnakkanum eins og ballerína. Það var tregi í augnaráði hennar en brosið hlýtt og breitt. Hún talaði lítið, minna en aðrar mömmur. Hún fór oft í kaþólsku kirkjuna og sat þar lengi. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 193 orð

Einar Ólafsson

Í dag kveð ég einstakan tengdaföður og vin sem látinn er langt um aldur fram eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Það er svo skrítið að hugsa til þess að þú komir ekki heim aftur, það er allt svo tómlegt og skrítið. Alltaf þegar ég fer framhjá eldhúsglugganum vonast ég til að sjá þig sitja við borðið og horfa út og allt þetta hafi bara verið vondur draumur. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 172 orð

Einar Ólafsson

Í dag kveðjum við vin okkar og kæran félaga, Einar Ólafsson frá Ægisíðu. Einar gekk til liðs við Lionshreyfinguna er hann gerðist félagi í Skyggni árið 1983. Hann var strax áhugasamur um félagsmálin og mjög virkur félagi. Fljótlega var hann valinn til æðstu trúnaðarstarfa í klúbbnum. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 144 orð

Einar Ólafsson Okkur langar í nokkrum orðum að minnast afa okkar sem lést hinn 3. september síðastliðinn. Það er undarlegt að

Okkur langar í nokkrum orðum að minnast afa okkar sem lést hinn 3. september síðastliðinn. Það er undarlegt að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að sjá hann aftur, en minningin um góðan mann lifir. Þannig var það með afa, hann var ákaflega góðhjartaður og indæll maður og við minnumst þess ekki að hafa nokkurn tímann séð hann reiðan eða í vondu skapi. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 711 orð

Guðmundur Jóhannes Ólafsson Ída Sigurðardóttir

Elsku kallinn, Gummi frændi, er látinn. Ekki óraði mig fyrir því, þegar við nokkur saman fórum á bíó með honum, en hann hafði ekki farið í bíó í 27 ár, að hann væri að deyja. Við fórum á spennumynd sem í var mikill hávaði og læti, og skemmtum okkur öll vel. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 250 orð

GUÐMUNDUR JÓHANNES ÓLAFSSON ÍDA SIGURÐARDÓTTIR

GUÐMUNDUR JÓHANNES ÓLAFSSON ÍDA SIGURÐARDÓTTIR Guðmundur Jóhannes Ólafsson fæddist á Kvígindisfelli í Tálknafirði 30. október 1921. Hann lést 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sesselja Ólafsdóttir og Ólafur Jósua Guðmundsson. Þau bjuggu í Litla-Laugardal í Tálknafirði. Þau eignuðust 11 börn, sem eru: Guðmundur, f. 30.10. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 150 orð

Guðný Eiríksdóttir

Guðný Eiríksdóttir hefur kvatt þennan heim og langar mig með nokkrum orðum að þakka henni störfin í þágu Hvítabandsins. Hún kynntist ung líknarfélaginu og gekk til liðs við það liðlega tvítug. Guðný vann vel fyrir félagið og var í stjórn Hvítabandsins á árunum 1982­ 1986. Hún vann í ýmsum starfsnefndum félagsins og einnig var hún fyrir hönd Hvítabandsins í áfengisvarnanefnd kvenna. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 1003 orð

Guðný Eiríksdóttir

Á afmælisdegi sínum 15. september verður jarðsett Guðný Eiríksdóttir tengdamóðir mín. Hún hefði orðið 81 árs. Þegar ég hugsa til baka um öll þau ár sem við Guðný höfum þekkst kemur svo margt upp í hugann. Ég kynntist henni þegar ég fór að koma á Melhagann fyrir 28 árum með Kjartani syni hennar. Strax urðum við mestu mátar. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 372 orð

Guðný Eiríksdóttir

Elsku amma mín. Nú ertu farin frá okkur og ég vil kveðja þig með þessum fátæklegu orðum. Margar af æskuminningum mínum eru tengdar ykkur afa, Melhaganum og Þrastarskógi. Þó ég hafi ekki verið há í loftinu þegar þið hættuð að dvelja í Þrastarskógi man ég vel hvað mér þótti húsið alltaf fallegt, eldrautt í miðju skógarrjóðrinu, og það sást ekki fyrr en næstum var komið að því. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 224 orð

GUÐNÝ EIRÍKSDÓTTIR

GUÐNÝ EIRÍKSDÓTTIR Guðný Eiríksdóttir fæddist á Smærnavöllum í Garði 15. september 1916. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Sveinsdóttir og Eiríkur Guðmundsson, sem lengst af bjuggu í Garðhúsum í Garði. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 649 orð

Halldóra Þorsteinsdóttir

Nú þegar haustið er að ganga í garð og fyrstu laufin að falla, þá fékk ég þá frétt að hún amma mín, Halldóra Þorsteinsdóttir, væri dáin eftir rúmlega þriggja mánaða veikindi. Fram að þeim tíma hafði hún að mestu getað séð um sig sjálf, þó hún væri að verða 87 ára gömul. Reyndar fannst mér hún aldrei gömul, hún var það ung í anda og hélt alltaf sínum andlegu kröftum. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 189 orð

HALLDÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR

HALLDÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR Halldóra Þorsteinsdóttir var fædd á Drumboddsstöðum í Biskupstungum 3. júlí 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 6. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Tómasdóttir og Þorsteinn Jónsson, hjón og ábúendur á Drumboddsstöðum. Þau eignuðust 8 börn og var Halldóra næstyngst þeirra. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 280 orð

Haraldur Briem

Elsku Hari. Mig langar að minnast þín í nokkrum fátæklegum orðum. Þegar ég var lítil, þá vissi ég að ég átti frænda í Reykjavík sem hét Haraldur og var bróðir mömmu. Þegar farið var til Reykjavíkur var alltaf gaman að koma til Möggu og Hara á Grettisgötuna. Þegar ég flutti síðan til Reykjavíkur sem ung stúlka, kynntist ég þér fljótlega. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 451 orð

Haraldur Briem

Á morgun verður til moldar borinn "frændinn einn besti minn" Haraldur Briem. Ég veit að hann hefði ekki viljað að ég skrifaði um hann lofræðu, enda ætla ég ekki að gera það. Mig langar aðeins að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum því hver sá er það fékk varð ríkari af. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 126 orð

HARALDUR BRIEM

HARALDUR BRIEM Haraldur Briem fæddist í Eyjum í Breiðdal 23. júlí 1905. Hann lést í Reykjavík 4. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur H. Briem, (1872­1953), bóndi í Eyjum, og Kristín Hannesdóttir, (1880­1943). Systkini Haraldar voru Þrúður, (1908­ 1974), Hannes, (1910­1967), og Þuríður f. 1919. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 116 orð

Helgi Gíslason

Helgi Gíslason Helgi Gíslason fæddist á Ytri-Á í Ólafsfirði 7. febrúar 1913. Hann lést á dvalarheimilinu Hornbrekku á Ólafsfirði 9. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Ólafsdóttir, húsmóðir, og Gísli Gíslason, bóndi og sjómaður. Helgi var yngstur af sjö systkinum, auk þess sem hann átti eina fóstursystur. Hinn 3. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 231 orð

Helgi Gíslason

Okkur systkinin langar að minnast ástkærs afa okkar. Hann var ávallt einn af föstu punktunum í tilveru okkar. Mörg minningarbrot, allt frá barnæsku, tengjast honum. Þegar afi réri á trillunni sinni fengum við oft að sigla með honum á milli bryggna eftir að búið var að landa aflanum. Tókum við oft vini og kunningja með í þessar ferðir. Afi átti lengi vel nokkrar kindur. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 651 orð

Ingibjörg Stefánsdóttir

Ingibjörg Stefánsdóttir, föðursystir mín, eða Inga frænka, eins og flestir kusu að kalla hana, var fjölskyldu minni mjög náin frænka og vinur. Hún bjó hjá okkur síðustu árin og deildi með okkur kjörum í gleði og sorg. Hún var sátt við Guð og menn, þegar hún lést eftir skamma legu á Sjúkrahúsi Suðurlands, þar sem hún naut umhyggju og elskusemi góðra starfsmanna. Þeim var hún mjög þakklát. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 277 orð

Ingibjörg Stefánsdóttir

Elsku Inga frænka. Líkt og að skrifa þér bréf vil ég kveðja þig með nokkrum orðum. Við sem eftir lifum tjáum oft tilfinningar á þennan hátt, hugsanir og kenndir sem annars eru ekki á torg bornar og léttum obbanum af sorgum okkar. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 143 orð

INGIBJöRG STEFÁNSDÓTTIR

INGIBJöRG STEFÁNSDÓTTIR Ingibjörg Stefánsdóttir fæddist á Ósi á Skógarströnd 29. ágúst 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 5. september síðastliðinn. Ingibjörg var dóttir hjónanna Stefáns Jóhannesar Guðmundssonar, útvegsbónda á Ósi, og konu hans, Valgerðar Hallvarðsdóttur frá Litla-Langadal á Skógarströnd. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 273 orð

Jóhann Jónsson

Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt, sem brosir öllum mót og kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót. (M. Joch.) Elskulegur faðir, tengdafaðir og afi er látinn, aðeins 62 ára. Það er ekki hár aldur og loksins ætluðu þau hjónin að fara að taka því rólega og lifa fyrir sig. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 466 orð

Jóhann Jónsson

Þegar ég nú sest niður til að koma á blað nokkrum minningarorðum um frænda minn og vin, Jóhann Jónsson, sem lést svo snögglega að morgni 6. september, er eins og mér sé orða vant og tregt sé tungu að hræra. Ég hafði þekkt Jóhann frá því hann var ungur drengur, að hann var að koma með föður sínum, Jóni B. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 86 orð

JÓHANN JÓNSSON

JÓHANN JÓNSSON Jóhann Jónsson fæddist á Hofi, Eyrarbakka, 2. júlí 1935. Hann lést á heimili sínu, Sunnuvegi 13, Selfossi, 6. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hansína Ásta Jóhannsdóttir og Jón Björgvin Stefánsson. Jóhann var yngstur 6 systkina, en eftirlifandi eru Ingibjörg, Kristín, Björgvin, Margrét og Stefán. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 98 orð

Jóhann Jónsson Elsku afi. Með þessum bænum viljum við kveðja þig með þakklæti fyrir alla umhyggjuna sem þú hefur sýnt okkur

Elsku afi. Með þessum bænum viljum við kveðja þig með þakklæti fyrir alla umhyggjuna sem þú hefur sýnt okkur öllum frá því fyrsta. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 98 orð

Jóhann Jónsson Elsku afi minn, það er mjög erfitt að setjast niður og skrifa kveðjuorð til þín. Það er margs að minnast. Þegar

Elsku afi minn, það er mjög erfitt að setjast niður og skrifa kveðjuorð til þín. Það er margs að minnast. Þegar mamma og pabbi slitu samvistum, flutti ég til ykkar ömmu, kláraði skólann og fermdist með mínum jafnöldrum. Eftir það fór ég til mömmu og bræðra minna, sem þá voru flutt í Kópavog. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 80 orð

Jóhann Jónsson Jói frændi er dáinn, okkur setti hljóð. Þetta gat ekki verið satt. Jói hét fullu nafni Jóhann Jónsson. Hann var

Jói frændi er dáinn, okkur setti hljóð. Þetta gat ekki verið satt. Jói hét fullu nafni Jóhann Jónsson. Hann var yngstur sex systkina. Þegar Jói fæddist var Kristín móðir okkar 13 ára. Henni fannst hann vera fallegsta barn í heimi. Á milli þeirra myndaðist kærleiksstrengur sem aldrei slitnaði. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 703 orð

Nanna Þorsteinsdóttir

Við fráfall Nönnu Þorsteinsdóttur leita minningar liðins tíma á hugann, þeim bregður fyrir líkt og myndum á tjaldi. Ég man fyrst eftir henni sem ungri og glæsilegri konu, er athygli vakti í framgöngu allri. Hún var lagleg kona, há og dökkhærð, kvik í hreyfingum og svaraði sér vel í alla staði. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 162 orð

NANNA ÞORSTEINSDÓTTIR

NANNA ÞORSTEINSDÓTTIR Nanna Þorsteinsdóttir var fædd á Hofi í Álftafirði 7. nóvember 1916. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað 7. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jónsson, bóndi, f. 25.1. 1893 á Rannveigarstöðum í Álftafirði, d. 7.10. 1974, og Sigurbjörg Þorláksdóttir, f. 20.2. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 534 orð

Pétur Gunnar Þjóðólfsson

Þriðjudaginn 9. september síðastliðinn fylgdi ég þér til hinstu hvíldar elsku vinur, ásamt svo mörgum, mörgum öðrum. Þú hefðir átt afmæli á morgun, hefðir orðið 32 ára gamall ef þú hefðir lifað. Þegar ég fékk þær fréttir að þú værir dáinn kom það mér í sjálfu sér ekki á óvart því þú varst búinn að vera svo mikið veikur undanfarin ár og í sjálfu sér kraftaverk að þú náðir að lifa þó þetta lengi Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 33 orð

PÉTUR GUNNAR ÞJÓÐÓLFSSON

PÉTUR GUNNAR ÞJÓÐÓLFSSON Pétur Gunnar Þjóðólfsson var fæddur í Reykjavík 15. september 1965. Hann lést á Reykjalundi 28. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg 9. september. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 298 orð

Salomon Gunnar Erlendsson

Okkur langar í nokkrum orðum að minnast afa okkar, sem var okkur mjög kær, en hann lést eftir stutta baráttu við krabbamein. Vegna búsetufjarlægðar áttum við ekki kost á að hitta afa og ömmu nema nokkrum sinnum á ári, en þær stundir voru skemmtilegar og minnisstæðar. Alltaf var mikill spenningur þegar við renndum í hlaðið á Húsavík og hlýtt og notalegt að koma inn á heimili afa og ömmu. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 481 orð

Salómon Gunnar Erlendsson

Nú er komið að kveðjustund og ég þarf að kveðja afa minn í hinsta sinn. Þú sem varst alltaf svo hress og skemmtilegur, duglegur og fullur af lífskrafti. Húsdýrin þín sáu til þess að þú hefðir alltaf nóg að gera, því það var það sem þú vildir og snerist hversdagslífið, nú seinni árin, alltaf um að vera að fara í húsin eða vera að koma úr þeim. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 310 orð

SALÓMON GUNNAR ERLENDSSON

SALÓMON GUNNAR ERLENDSSON Salómon Gunnar Erlendsson, húsasmíðameistari, fæddist á Brandagili í Hrútafirði 16. maí 1921. Hann lést 5. september síðastliðinn í Sjúkrahúsi Þingeyinga, Húsavík. Foreldrar: Stefanía G. Guðmundsdóttir, ljósmóðir, f. 20.4. 1895, d. 3.2. 1924, og Erlendur Þorvaldsson, bóndi, f. 3.11. 1890, d. 11.5. 1924. Systkini. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 196 orð

Sigurður Lárusson

"Daginn" var yfirleitt það fyrsta sem ég heyrði Sigga frænda segja á hverjum morgni, allan þann tíma sem ég dvaldist í sveitinni. En nú er sá tími liðinn. Siggi gerði mikið að því að gantast í mér og Einari. Við vorum vinnumennirnir á bænum og þegar við gátum ekki eitthvað spurði hann okkur hvaða "sjoppufæði" við lifðum á í þessari Reykjavík, var það e.t.v. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 733 orð

Sigurður Lárusson

En hvað mér fannst mikið vanta þegar ég kom austur í Kot um síðustu helgi og hitti ekki fyrir á bæjarhlaðinu "Sigurð Lárusson, stórbónda og hestamann", eins og ég oftast kallaði hann þegar við vorum að gantast hvor við annan. "Hvað segir tölvufræðingurinn, situr þú alltaf fyrir framan tölvuna?" svaraði hann ávallt að bragði. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 426 orð

Sigurður Lárusson

Mér duttu þessi vísukorn í hug þegar ég frétti af andláti föðurbróður míns, Sigurðar Lárussonar, bónda í Hörgslandskoti. Siggi, eins og allir í okkar fjölskyldu kölluðu hann var fæddur í Hörgslandskoti á Síðu og ólst þar upp ásamt fjölskyldu okkar. Amma mín, Sigurlaug M. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 245 orð

Sigurður Lárusson

Hann Siggi í Kotinu er látinn. Sigurður Lárusson í Hörgslandskoti eða Siggi eins og hann var ávallt nefndur lést eftir erfið veikindi 4. september. Ég var ekki há í loftinu þegar ég man fyrst eftir Sigga þegar hann kom á heimili foreldra minna ef þau þurftu aðstoð við búskapinn. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 71 orð

SIGURÐUR LÁRUSSON

SIGURÐUR LÁRUSSON Sigurður Lárusson fæddist í Hörgslandskoti á Síðu 14. mars 1937. Hann lést á hjúkrunarheimilinu á Kirkjubæjarklaustri 4. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lárus Steingrímsson, bóndi í Hörgslandskoti, f. 11.11. 1905, d. 1977, og kona hans Sigurlaug Margrét Sigurðardóttir, f. 2.9. 1910, d. 1978. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 1273 orð

Sigurrós Sveinsdóttir

Þegar fólk eldist og sest í helgan stein, líkt og sá sem þessar línur ritar, reikar hugurinn gjarnan til liðins tíma. Þannig var mér farið er ég uppgötvaði með sjálfum mér að Sigurrós Sveinsdóttir forustukona kvenna í Hafnarfirði um áratugaskeið hefði orðið 100 ára 13. september 1997 væri hún á lífi, en hún lést 13. maí 1991 á 94. aldursári. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 110 orð

SIGURRÓS SVEINSDÓTTIR

SIGURRÓS SVEINSDÓTTIR Sigurrós Guðný Sveinsdóttir fæddist á Götu í Garðahverfi 13. september 1897. Hún lést 13. maí 1991. Foreldrar hennar voru Helga Kristín Davíðsdóttir og Sveinn Gíslason. Þau fluttust í Sveinsbæ í Hafnarfirði 1903. Sigurrós dvaldist í Noregi í 6-7 ár en fluttist þaðan til Hafnarfjarðar 1923. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 368 orð

Svavar Árnason

Elsku litli Svavar okkar. Nú þegar þú ert farinn frá okkur er eins og geislar sólarinnar hafi hætt að skína. En við trúum því að þú sért núna á æðra tilverustigi þar sem alltaf er sól. Við vitum að þar eru allir góðir við þig því þú ert svo góður, gefandi og fallegur drengur. Við trúum líka að þú sért með okkur. Við biðjum góðan Guð að vera með þér og varðveita um alla eilífð. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 29 orð

SVAVAR ÁRNASON

SVAVAR ÁRNASON Svavar Árnason fæddist í Reykjavík 5. september 1991. Hann lést af slysförum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 21. ágúst. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 566 orð

Þorvaldína Agnborg Jónasdóttir

Ína amma. Hugurinn reikar til "Vesturferða" fjölskyldunnar á haustdögum áður fyrr. Eftirvænting fyllti huga okkar sveitakrakkanna á Torfalæk þegar haldið var af stað til Ísafjarðar, til Ínu ömmu og Sigga afa, í það sem næst komst sumarfríi í huga okkar. Sólríkir septembermorgnar, smalað saman í aftursætið í jeppanum og ekið af stað út í óvissuna. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 564 orð

Þorvaldína Agnborg Jónasdóttir

Sómakonan Þorvaldína Jónasdóttir verður kvödd í dag. Að leiðarlokum leita ótal minningar á hugann, minningar frá áratuga langri samfylgd. Minningar um ákaflega hjartahlýja konu, sem tók ungri stúlku opnum örmum í fyrsta skipti sem hún heimsótti væntanlega tengdaforeldra, eins og í öll önnur skipti, nú síðast um miðjan ágúst. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 940 orð

Þorvaldína Agnborg Jónasdóttir

Enn er kveðjustund runnin upp. Eins og straumur tímans ber okkur fram um veg, minnir hann okkur stöðugt á að vinir koma og vinir kveðja. Að hver ljúf stund er núið, að hið óræða felst í morgundeginum sem enginn veit hvað ber í skauti sér. Ína frænka, okkar yndislega móðursystir, hefur kvatt, sátt og í raun södd lífdaga, 91 árs gömul. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 720 orð

Þorvaldína Agnborg Jónasdóttir

Sumarið '63 hélt ungur húnvetnskur sveitastrákur með Vestfjarðaleið til Ísafjarðar yfir fjöllin sjö til að hitta stelpuna sem hann hafði kynnst á Blönduósi veturinn þar áður og orðið óskaplega skotinn í. Hún hafði verið á Kvennaskólanum og hlotið leiðsögn í kvenlegum dyggðum, af konum sem báru titilinn "frú" eða "fröken" eftir því sem efni stóðu til. Hann í landsprófi. Meira
13. september 1997 | Minningargreinar | 181 orð

ÞORVALDÍNA AGNBORG JÓNASDÓTTIR

ÞORVALDÍNA AGNBORG JÓNASDÓTTIR Þorvaldína Agnborg Jónasdóttir var fædd á Sléttu í Sléttuhreppi N-Ís. 5. mars árið 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 5. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Brynjólfsdóttir og Jónas Dósótheusson. Systkini hennar voru Sigurjóna, d. Meira

Viðskipti

13. september 1997 | Viðskiptafréttir | 150 orð

Birgðir af gulli aukast

BIRGÐIR af gulli í heiminum jukust um tæplega einn fimmta á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra í 2028 tonn að sögn markaðssrannsóknarfyrirtækisins GFMS (Gold Fields Mineral Services). GFMS segir að skýringin á 17,1% meiri birgðum sé aðallega aukin eftirspurn eftir skartgripum í Miðaustrlöndum og á Indlandi og skyldar ástæður. Meira
13. september 1997 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Ð10 milljarða veltuaukning í verslun

VELTA í verslunargreinum jókst um 7,8% á fyrri helmingi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Nam veltan 137 milljörðum króna og hafði hún aukist um 10 milljarða á milli ára. Hefur veltan þá aukist um 26% að raunvirði frá því á sama tímabili 1994. Meira
13. september 1997 | Viðskiptafréttir | 83 orð

ÐHlutabréf SÍF hækka í verði

HLUTABRÉF í Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda hækkuðu um 9% í viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands í gær í kjölfar fregna af kaupum fyrirtækisins á stærsta fiskvinnslufyrirtæki Kanada. Námu heildarviðskipti dagsins með bréf í SÍF tæpum 13 milljónum króna og var lokagengi bréfanna 4,25. Meira
13. september 1997 | Viðskiptafréttir | 551 orð

Eignir jukust um 44 milljarða

STAÐA lífeyrissjóða landsmanna batnaði nokkuð að jafnaði á síðastliðnu ári. Eiga flestir almennir lífeyrissjóðir nú fyrir skuldbindingum sínum en nokkur brestur er á því í tilfelli lífeyrissjóða starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga. Raunávöxtun eigna sjóðanna jókst um 1% og nam hún 7,6% að teknu tilliti til vísitölu neysluverðs. Meira
13. september 1997 | Viðskiptafréttir | 212 orð

Hagnaður minnkaði um 90%

HAGNAÐUR Krossaness hf. nam 5,5 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Þetta er rösklega 50 milljóna króna lakari afkoma en varð af rekstri félagsins á sama tíma á síðasta ári, en hagnaður félagsins þá nam rúmum 57 milljónum króna eftir skatta. Þetta er nokkuð lakari afkoma en áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir, að því er segir í frétt. Meira
13. september 1997 | Viðskiptafréttir | 235 orð

»Lækkanir á mörkuðum í Evrópu í vikulok

LÆKKANIR urðu á lokaverði í flestum evrópskum kauphöllum í gær eftir sveiflukenndan dag. Viðskiptin byrjuðu illa, löguðust vegna hagstæðra bandarískra upplýsinga og versnuðu þegar hækkun í Wall Street varð að engu. Í London lækkaði FTSE um 6,6 punkta eftir lækkanir fimm daga í röð í kjölfar hækkana fimm daga í röð í síðustu viku. Meira

Daglegt líf

13. september 1997 | Bílar | 268 orð

Freelander jepplingur frumsýndur

MIKIL viðhöfn var við afhjúpun nýs Land Rover Freelander í sal 3 á bílasýningunni í Frankfurt. Tvær lúðrasveitir í einkennislitum Englands og Þýskalands gengu inn sýningarsvæðið og runnu saman í eina hljómsveit framan við tvo Land Rover Freelander bíla sem voru huldir með segli. Meira
13. september 1997 | Neytendur | 97 orð

Kartöflur lækka í verði

UNDANFARNA daga hafa sumir verslunareigendur lækkað verð á kartöflum. Jón Ásgeir Jóhannesson hjá Bónus segir að íslenskar nýjar gullauga kartöflur séu að lækka í verði og kostar kílóið í lausasölu nú 59 krónur hjá Bónus. Hann segir að kartöfluverðið stefni enn frekar niður á við á næstunni. Meira
13. september 1997 | Bílar | 70 orð

Leirbílar

NÝR smábíll Mercedes-Benz, A-línan, hefur verið í þróun og hönnun í þrjú ár. Hugmynd að bílnum var sýnd á Frankfurtarsýningunni fyrir tveimur árum og síðan hafa komið fram nokkrar aðrar útfærslur. Í sal Mercedes-Benz var þróun bílsins sýnd í litlum leirmódelum, allt frá fyrstu hugmynd að endanlegri gerð bílsins. Meira
13. september 1997 | Bílar | 392 orð

ML 230 fyrir Evrópumarkað

MERCEDES-BENZ smíðar nýjan M-jeppa sinn í Alabama í Bandaríkjunum og þar hefur hann þegar verið kynntur með 3,2 lítra, V6 vél og heitir þá ML 320. Á sýningunni í Frankfurt, sem var Evrópufrumsýning jeppans, var hann einnig sýndur í gerðinni ML 230 í fyrsta sinn. Sú útfærsla er sérstaklega hönnuð fyrir Evrópumarkað. Meira
13. september 1997 | Bílar | 222 orð

SsangYong sýnir Chairman eðalvagn

SSANGYONG bílaframleiðandinn frá Suður-Kóreu sýndi nýjan lúxusbíl sinn, Chairman, á blaðamannadögunum á Frankfurtarsýningunni. Samkvæmt samkomulagi milli Mercedes-Benz og SsangYong smíðar síðarnefnda fyrirtækið yfirbyggingu og innréttingar í nýja bílinn en Mercedes-Benz vélina, 3,2 lítra, V6 220 hestafla, drifbúnað og hemlabúnað. Meira
13. september 1997 | Neytendur | 1043 orð

Stikkilsber í sultur og eftirrétti

Stikkilsber eru ýmist græn, hvít eða með fjólublárri slikju, þau eru góð beint af runnunum, en henta einnig vel í ýmsar kökur og eftirrétti, bæða heita og kalda, að ógleymdum sultum og chutney. Uppskriftir fyrir rifsber er oft hægt að nota fyrir stikkilsber með góðum árangri. Stikkilsber er einnig hægt að nota í uppskriftir með eplum þar sem sú samsetning er einkar góð. Meira

Fastir þættir

13. september 1997 | Í dag | 382 orð

AÐ er ótrúlegt hversu misjöfn þjónusta og viðmót starfsmanna get

AÐ er ótrúlegt hversu misjöfn þjónusta og viðmót starfsmanna getur verið milli fyrirtækja og jafnvel milli einstakra útibúa sama fyrirtækis. Víkverji er til að mynda ekki einn um að hafa haft orð á því hversu lipur og þægileg þjónusta Pósts og síma í útibúi fyrirtækisins í Kringlunni er. Meira
13. september 1997 | Í dag | 33 orð

a Ég held að ég eigi í vanda... b Pabbi minn

a Ég held að ég eigi í vanda... b Pabbi minn segir að við höfum ekki efni á þremur hundum... c Auðvitað, einn ykkar bræðranna étur meira en þið allir til samans. Meira
13. september 1997 | Fastir þættir | 849 orð

Af hverju drekka Íslendingar svona illa?

Áfengisdrykkja Spurning: Hvers vegna drekka Íslendingar svona illa? Er skýringa að leita í sérstakri skapgerð þjóðarinnar eða erum við einfaldlega ennþá frumstæðir villimenn að þessu leyti? Svar: Það vekur furðu margra, að Íslendingar sem drekka minnst þjóða á Vesturlöndum skuli hafa svo mikil áfengisvandamál sem raun ber vitni. Meira
13. september 1997 | Dagbók | 2971 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
13. september 1997 | Í dag | 218 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 13. sept

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 13. september, er níutíu og fimm ára Rósa Friðriksdóttir, frá Súðavík, Bakkasmára 18, Kópavogi. Hún tekur á móti gestum í Víkingasal, Hótel Loftleiðum, milli kl. 15 og 18 í dag, afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Níræður er í dag, laugardaginn 13. Meira
13. september 1997 | Fastir þættir | 313 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Létt hugleiðing um bik

ER landsbyggðin að taka yfir íslenzkt brids? er yfirskrift þessa pistils, sem sendur var þættinum frá Bridssambandinu í vikunni. Pistillinn fer hér á eftir: Nú er ljóst að a.m.k. 3 af fjórum sveitum í undanúrslitum bikarsins verða frá landsbyggðinni og sú fjórða gæti bæst við. Meira
13. september 1997 | Dagbók | 446 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
13. september 1997 | Fastir þættir | 740 orð

Guðspjall dagsins: Sonur ekkjunnar í Nain. (Lúk. 7.)

Guðspjall dagsins: Sonur ekkjunnar í Nain. (Lúk. 7.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson, Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Organleikari Bjarni Jónatansson. Meira
13. september 1997 | Í dag | 322 orð

Heimaumönnunbarna FYRIR hönd mikils fjölda ungra kvenna

FYRIR hönd mikils fjölda ungra kvenna og barna fer ég þess eindregið á leit við ráðamenn að ung kona sem vill frekar vera heima hjá barni sínu eða börnum en við vinnu utan heimilis, geti sótt um og fengið lán, hliðstætt lánum sem námsmenn fá og með svipuðum endurgreiðslukjörum. Ég hafna hugmyndinni um að feður gangi inn í fæðingarorlof móður þannig að hún víki af heimili. Meira
13. september 1997 | Fastir þættir | 791 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 918. þáttur

918. þáttur Aukafallsliðir, framhald. II. Í þágufalli, og nú vandast málið til muna. Þágufall í íslensku samsvarar tveimur föllum í latínu: dativus og ablativus. Í hinum latneska ablatíf slyngur saman þremur meginþáttum, sem eru instrumentalis, locativus og privativus. Meira
13. september 1997 | Fastir þættir | 1085 orð

Martraðir draums um veruleika

Í DRAUMI erum við oft leikin illa af óttanum við hið óþekkta, hræðslunni við eigin ímyndanir eða Mörunni sem sækir okkur heim á nóttunni. Maran er illfygli sem á (af þeim árum sem í myrkrinu búa) hvað greiðasta leið að okkur í myrku skjóli svefnsins. Þjóðsögurnar eru fullar af Mörusögum þó nútíminn forðist að játa tilurð illra afla nema sem tilbúning í kvikmyndum og sögum. Meira
13. september 1997 | Í dag | 322 orð

SPURT ER...

»Þjóðarflokkurinn var um áratuga skeið við völd í Suður- Afríku, en eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar hefur hann verið í stjórnarandstöðu. F.W. de Klerk, fyrrverandi forseti landsins, er nú hættur afskiptum af stjórnmálum og hefur nýr maður tekið við forustu flokksins af honum. Meira
13. september 1997 | Fastir þættir | 627 orð

Völundur að hagleik Sagt er um góða smiði og handverksmenn að þeir séu dverghagir. Sú líking kom upp í huga Sveins Guðjónssonar

"ÞAÐ voru börnin og eiginkonan sem tóku það upp hjá sér að halda þessa sýningu. Það hefði aldrei hvarflað að mér sjálfum," segir listasmiðurinn Egill Ólafur Strange, hógværðin uppmáluð, þegar við hittum hann að máli í Sverrissal Hafnarborgar í Hafnarfirði, þar sem nú stendur yfir sýning á hinum ýmsu munum sem hann hefur dundað sér við að smíða um ævina, Meira
13. september 1997 | Fastir þættir | 560 orð

Þetta alveg svínvirkar

Lárus Gunnsteinsson í Skóstofunni á Dunhaga, eða Lalli skóari eins og hann er gjarnan kallaður, hefur fundið upp á ýmsu í gegnum tíðina og hann er persónulega til vitnis um það að skósmiðsstarfið getur haft ýmsar hliðar, bæði hvað varðar það sem viðskiptavinir eiga til að óska eftir og eins hvað honum dettur sjálfum til hugar að gera. Meira

Íþróttir

13. september 1997 | Íþróttir | 238 orð

BADMINTONGuðmund-ur

GUÐMUNDUR Stephensen, Íslandsmeistari í badminton, leikur í vetur með danska úrvalsdeildarfélaginu OB í Óðinsvéum, en það var eitt þriggja danskra úrvalsdeildarfélaga sem sóttust eftir að fá pilt í sínar raðir fyrir veturinn. Hann fór utan í gær og leikur um helgina í fyrsta skipti með félaginu í fyrstu umferð deildarinnar. Guðmundur lýkur 10. Meira
13. september 1997 | Íþróttir | 173 orð

Broddi landsliðsþjálfari

BRODDI Kristjánsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari í badminton, en hann tók formlega við starfinu um síðustu mánaðamót. Hann leysir Jónas Huang af hólmi, sem hafði yfirumsjón með landsliðum Íslands undanfarin fjögur ár. Broddi hefur verið fremsti badmintonmaður landsins í áraraðir og ákváðu forráðamenn Badmintonsambandsins að ráða hann þegar þeir heyrðu af áhuga hans á starfinu. Meira
13. september 1997 | Íþróttir | 38 orð

Edmundo

BRASILÍSKI landsliðsmaðurinn Edmundo, sem hefur verið vikið af velli fimm sinnum á árinu og missti landsliðssætið vegna agamála, gerði öll sex mörkin, þegar Vasco da Gama vann Uniao Sao Joao 6:0 í brasilísku deildinni í fyrrinótt. Meira
13. september 1997 | Íþróttir | 190 orð

Eiður Smári í sprautumeðferð í Þýskalandi

EIÐUR Smári Guðjohnsen fer til M¨unchen í Þýskalandi um helgina og verður þar í læknismeðferð næstu viku. Hann hefur nánast ekkert getað æft í nær eitt og hálft ár eða síðan hann var sparkaður niður í unglingalandsleik á Írlandi. Meira
13. september 1997 | Íþróttir | 156 orð

FÉLAGSLÍFLiverpoolklúbburinn á Anfield

Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir- Landsýn í samvinnu við Liverpoolklúbbinn á Íslandi gengst fyrir ferð til Liverpool 2. til 5. október en tekist hefur að útvega miða á leik Liverpool og Chelsea á Anfield laugardaginn 4. október. Daginn eftir er möguleiki að sjá t.d. Bolton og Aston Villa eða Manchester United og Crystal Palace. Meira
13. september 1997 | Íþróttir | 59 orð

HANDKNATTLEIKURHaukar meistarar

BIKARMEISTARAR Hauka höfðu betur á móti Íslandsmeisturum KA í Meistarakeppni HSÍ í KA-heimilinu í gærkvöldi og unnu 28:26 eftir að KA hafði verið þremur mörkum yfir í hléi, 16:13. Karim Yala, sem gerði þrjú mörk fyrir KA, fær hér óblíðar móttökur hjá Daða Pálssyni, Aroni Kristjánssyni, sem gerði 11 mörk fyrir Hauka, og Rúnari Sigtryggssyni. Meira
13. september 1997 | Íþróttir | 344 orð

JOHN Collins og Thierry Henry

JOHN Collins og Thierry Henry skoruðu fyrir Mónakó í 2:0 sigri á Marseille í frönsku deildinni í gærkvöldi. MARCO Simone og Florian Maurice gerðu mörk PSG í 2:0 sigri á móti Bastia. Meira
13. september 1997 | Íþróttir | 127 orð

KA - HAUKAR26:28 KA-heimilið, Meistarkeppni HSÍ í ha

KA-heimilið, Meistarkeppni HSÍ í handknattleik, 12. september 1997. Gangur leiksins: 0:3, 8:3, 10:6, 14:9, 15:11, 16:13, 16:14, 20:17, 20:20, 23:23, 26:26, 26:28. Mörk KA: Halldór Sigfússon 8, Leó Örn Þorleifsson 5, Sverrir Björnsson 5, Jóhann Jóhannsson 4, Karim Yala 3, Björgvin Björgvinsson 1 og Þorvaldur Þorvaldsson 1. Meira
13. september 1997 | Íþróttir | 86 orð

KR-stúlkur fá ÍslandsbikarinnSÍÐASTA umf

SÍÐASTA umferð Stofndeildarinnar, efstu deildar kvenna, fer fram í dag og hefjast allir leikirnir klukkan 17. KR hefur þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og fær bikarinn afhentan eftir leikinn við ÍBA á KR-vellinum í kvöld. Vert er að geta að tveir leikmanna KR eru í hópi markahæstu manna. Meira
13. september 1997 | Íþróttir | 308 orð

Kvennalið KA og Ögri draga sig út úr Íslandsmótinu

KVENNALIÐ KA, sem hafði tilkynnt þátttöku í 1. deild kvenna í handknattleik í vetur, hefur dregið lið sitt út úr mótinu. Ástæðan er sú að félagið treystir sér ekki til að geta fullmannað lið í vetur. Kvennadeildin átti að hefjast í dag en hefur verið frestað um viku vegna þess að endurskipuleggja þarf niðurröðun leikja vegna brotthvarfs KA. Meira
13. september 1997 | Íþróttir | 72 orð

SJÓNVARPRÚV sýnir beint frá Fukuoka

SJÓNVARPIÐ, RÚV, mun sýna frá síðasta stigamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem fram átti að fara í Fukuoka í Japan í nótt. Guðrún Arnardóttir var þar á meðal keppenda. Útsending sjónvarpsins hefst í dag kl. 10.25. Útsendingin mun standa þar til kemur að beinni útsendingu frá leik KR og ÍBV í Sjóvár-Almennra deildinni kl. 14. Meira
13. september 1997 | Íþróttir | -1 orð

SJÓVÁR-ALMENNRA DEILDIN

SJÓVÁR-ALMENNRA DEILDIN ÍBV 15 6 1 1 21 8 4 3 0 14 3 35 11 34ÍA 15 6 1 1 25 10 4 0 3 11 9 36 19 31KR 15 3 2 2 15 4 3 4 1 15 10 30 14 2 Meira
13. september 1997 | Íþróttir | 864 orð

Slær "pastalið" Lazio í gegn?

LAZIO frá Róm hefur styrkt leikmannahóp sinn mikið fyrir nýhafið keppnistímabil og er talið geta veitt stórliðum Juventus, AC Milan og Internazionale harða keppni um Ítalíumeistaratitilinn. Um helgina sækir Lazio lið AC Milan heim á San Siro á meðan nágrannar þeirra í Roma taka á móti Juventus og eru þetta stórleikir umferðarinnar á Ítalíu. Meira
13. september 1997 | Íþróttir | -1 orð

Spenna og skemmtun í kaflaskiptum leik

HANDKNATTLEIKUR Spenna og skemmtun í kaflaskiptum leik Haukar gerðu góða ferð norður um heiðar er þeir léku við KA í Meistarkeppni HSÍ og lögðu þá að velli 28:26. Meira
13. september 1997 | Íþróttir | 127 orð

Sunna gengurtil liðs við ÍR

SUNNA Gestsdóttir, hlaupakona sem keppt hefurfyrir USAH allan sinn feril, hefur ákveðið að gangatil liðs við ÍR í Reykjavík. Sunna stundar nám viðGeorgíuháskóla í Bandaríkjunum í vetur, ásamt þvíað æfa og keppa með frjálsíþróttaliði skólans, enkemur heim með vorinu og ætlar þá að setjast aðí Reykjavík. Meira
13. september 1997 | Íþróttir | 285 orð

UM HELGINAKnattspyrna Laugardagur:

Laugardagur: Sjóvár-Almennra deildin: Borgarnes:Skallgrímur - Fram14 KR-völlur:KR - ÍBV14 Grindavík:Grindavík - Stjarnan16 Ólafsfjörður:Leiftur - Keflavík16 Valsvöllur:Valur - ÍA16 Stofndeildin: Akranes:ÍA - Haukar17 Eyjar:ÍBV - Meira
13. september 1997 | Íþróttir | 1012 orð

Úrslitin geta ráðist á KR-vellinum

Þrjár umferðir eru eftir í Sjóvár-Almennra deildinni í knattspyrnu en 16. umferðin verður leikin í dag. Mikil keppni er um Evrópusætin en Atli Eðvaldsson, þjálfari ungmennalandsliðsins og 1. deildarliðs Fylkis, sagði við Steinþór Guðbjartsson að úrslitin í deildinni gætu ráðist á KR-vellinum í dag. Meira
13. september 1997 | Íþróttir | 51 orð

VIÐURKENNINGAR Morgunblaðið/Theodór

SAMBANDSSTJÓRNARFUNDUR Íþróttasambands Íslands fór fram í Borgarnesi í fyrrakvöld. Við það tækifæri afhenti Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, Guðmundi Guðmarssyni, forseta bæjarstjórnar Borgarbyggðar, viðurkenningarskjal fyrir mikla uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarnesi. Meira
13. september 1997 | Íþróttir | 85 orð

Þróttarar getagulltryggtsér sætið

ÞRÓTTUR í Reykjavík þarf aðeins eitt stig úr tveimur leikjum til að tryggja sér sæti í Sjóvár-Almennra deildinni næsta tímabil. Næstsíðasta umferð 1. deildar verður á morgun og hefjast leikirnir klukkan 14. Þróttur mætir Fylki í Árbænum, KA og Breiðablik leika á Akureyri, FH og Þór spila í Kaplakrika, ÍR sækir Dalvík heim og Víkingur tekur á móti Reyni. Í 18. Meira
13. september 1997 | Íþróttir | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

KNATTSPYRNA »Reuter MILADIN Bekanovic hjá Marseille í baráttu við Martin Djetou hjá Mónakó í leik liðanna ífrönsku deildinni í gærkvöldi en Mónakó vann 2:0. Meira

Úr verinu

13. september 1997 | Úr verinu | 873 orð

Efla þarf rannsóknir djúpt suður af landinu

MEÐ tilkomu nýs og öflugs rannsóknaskips gerbreytist öll aðstaða Hafrannsóknastofnunar til djúphafs- og úthafsrannsókna. Í ljósi þess verður nýrri verkefnisstjórn falið að undirbúa sérstakt rannsóknaátak um suðurdjúpsrannsóknir. Markmið þeirra verður að afla sem víðtækastrar þekkingar um lífríki hafsvæðisins djúpt suður af landinu og á Reykjaneshrygg. Meira

Lesbók

13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 64 orð

Andreas Schmidt heldur námskeið og tónleika

BARITÓNSÖNGVARINN og Íslandsvinurinn Andreas Schmidt er væntanlegur til landsins í tengslum við Schubert­helgi sem Styrktarfélag Íslensku óperunnar mun gangast fyrir dagana 26. og 27. september. Á þeim tíma mun Andreas halda námskeið (masterclass) í Óperunni og sömuleiðis flytja á tvennum tónleikum ljóðaflokka Schuberts, Vetrarferðina og Die Schöne Müllerin. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1925 orð

"ANNAÐ LAND, ANNAÐ LÍF" EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Verst var árið 1887. Þá var víða matarskortur, síðasta hungursneyðin á Íslandi.

SÝNINGU undir nafninu Annað land, annað líf, hafa sérfræðingar frá Byggðasafni Skagfirðinga og Minjasafninu á Akureyri unnið og sett upp í Vesturfarasetrinu, en auk þeirra hefur arkitekt, hönnuðir og handverksmenn úr ýmsum greinum komið að þessari uppsetningu. Á sýningunni er dregin upp mynd af lífi og hlutskipti fjölmargra Íslendinga sem fluttu vestur. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 37 orð

Diddú syngur við óperuna í Riga

Diddú syngur við óperuna í Riga SIGRÚN Hjálmtýsdóttir hefur þegið boð Þjóðaróperunnar í Riga í Lettlandi um að syngja gestahlutverk í La Traviata eftir Verdi. Fer hún utan í byrjun nóvember og tekur þátt í uppfærslunni þann mánuðinn. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 435 orð

Efni 13. sept

tónskáld verður áttatíu ára í dag. Hann hefur auk tónsmíðanna gegnt fjölmörgum áhrifastöðum í íslensku menningarlífi. Þröstur Helgason tók Jón tali og hann segist meðal annars aldrei hafa samið nema af einhverju sérstöku tilefni. "Ég hef aldrei fundið þessa brennandi þörf sem sumir hafa til þess að skrifa músík og stinga svo niður í skúffu. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1749 orð

ERUM VIÐ EKKI ÖLL HLYNNT NÁTTÚRULÖGMÁLUNUM? Jón Þórarinsson tónskáld verður áttatíu ára í dag. Jón hefur auk tónsmíða gegnt

JÓN Þórarinsson hefur verið kallaður fyrsti módernistinn í íslenskri tónlistarsögu. Sjálfur vill hann ekki gefa mikið út á þessa einkunn þótt hann viðurkenni að hafa á sínum tíma skrifað verk sem höfðu öðruvísi hljóma, hljómasambönd og laglínur en menn áttu að venjast. "Þeir segja sumir að ég hafi víkkað þeirra heyrnarsvið," bætir hann við. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1551 orð

FÁGAÐUR DON GIOVANNI OG BLÓÐHEIT AIDA Don Giovanni og Aida eru ólíkar óperur og sama á við uppsetningu þeirra á Konunglega í

DÖNSKU leikhúsin eru óðfluga að opna þessar vikurnar og þá líka Konunglega leikhúsið, sjálft flaggskipið. Af óperum eru Don Giovanni og Aida á dagskrá. Tómas Tómasson syngur Masetto í sérlega glæsilegri og vel heppnaðri uppsetningu á Don Giovanni. Þessar tvær sýningar eru firna ólíkar: Í Don Giovanni virðist allt ganga upp í æðra samhengi. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 431 orð

HAUSTVÍSUR ÚR ÖLFUSINU

Nú blánar landið undir bleikum mána blómgrasaheiðin undir snjónum sefur. Húmnóttin dökk í húsi mínu tefur. Hviklátir vindar sveipa mjöll um gljána. Og gljáin teygist millum grárra fjalla. Glitrandi svellum hallar ögn í vestur. Haustkvíðans fugl á húss míns þök er sestur. Hljóðlaust í vestur þungar elfur falla. Og þjóðvegur númer eitt fer þangað líka. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 259 orð

Hirst hafnar Konunglegu akademíunni

BRESKI listamaðurinn Damien Hirst hefur hafnað boði um að ganga í konunglegu bresku listaakademíuna og sagði í vikunni að þar færi "stór, útbelgd, rykfallin, gömul og hrokafull stofnun". Konunglega akademían er 230 ára og er þetta öðru sinni á þessu ári sem listamaður hunsar hana. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2439 orð

ILSKÓR SPÁMANNSINS SMÁSAGA EFTIRMOHAMMED CHOUKRI Þýðinguna gerði Örnólfur Árnason eftir enskum texta Paul Bowles.

ILSKÓR SPÁMANNSINS SMÁSAGA EFTIRMOHAMMED CHOUKRI Þýðinguna gerði Örnólfur Árnason eftir enskum texta Paul Bowles. Meiri skemmtun og meiri draumóra. Meiri peninga og meira af tækifærum til að næla í þá. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 272 orð

ÍSLENSKIR LISTAMENN MEÐ VERK Á DÖNSKUM SÝNINGUM

ÍSLENSKIR LISTAMENN MEÐ VERK Á DÖNSKUM SÝNINGUM Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. TVÆR sýningar sem íslenskir listamenn taka þátt í voru opnaðar í gær í Kaupmannahöfn. Pétur Tryggvi er með í hópi úrvals silfursmiða, sem sýna í boði danska málmiðnaðarsambandsins og var sýningin opnuð af Margréti Þórhildi Danadrottningu. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 62 orð

Í SMIÐJU MYNDLISTARMANNS

Glæringarnar gular og rauðar gneistar á flugi í allar áttir Hugur við höggin á járn og steðja Kapp og markmið aðeins eitt Aflið mikið og hamrað heitt Þá er soðið klippt og skorið skapað í ákafa ljóða mynstur Meitlaðar margskonar kynja myndir Kapp og markmið aðeins eitt Aflið mikið og hamrað heitt Höfundurinn er fyrrverandi Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1035 orð

KLÚBBARNIR VORU UPPELDISSTOFNANIR EFTIR ARNALD INDRIÐASON "Meginástæðan fyrir því að Fjalakötturinn lagðist af var myndavalið,"

ÚR FILMÍU Í FJALAKÖTTINN ­ 3. HLUTI KLÚBBARNIR VORU UPPELDISSTOFNANIR EFTIR ARNALD INDRIÐASON "Meginástæðan fyrir því að Fjalakötturinn lagðist af var myndavalið," segir Friðrik Þór. "Það versnaði og klassíkerarnir gleymdust inni á milli." Síðast var orðin pólitísk slagsíða með suður-amerískum myndum. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1002 orð

KÖTTUR Á HLAUPUM MILLI VAN GOGH MYNDA Deilt er hvort sumar myndir hollenska Vincent van Gogh séu ósviknar eða ekki. ANNA

KÖTTUR Á HLAUPUM MILLI VAN GOGH MYNDA Deilt er hvort sumar myndir hollenska Vincent van Gogh séu ósviknar eða ekki. ANNA BJARNADÓTTIR segir hér söguna af "Le jardin de Daubigny". SÉRFRÆÐINGAR voru beðnir um að gefa álit sitt á tveimur útgáfum af myndinni "Le jardin de Daubigny" á fjórða áratugnum. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 186 orð

LJÓSMYND AÐ VESTAN

Ljósmynd í bréfi mér barst í dag frá borg við Kyrrahaf. Þar ljómaði pálmagreinin græn við götunnar hvíta raf, og hvolfbúið þak bak við þéttan runn af þyrnirósum svaf. Í stílhreinum, glæstum borgarbrag ég blómgaða menningu sá. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2070 orð

MÓDERNISMINN RÍS OG HNÍGUR EFTIRKRISTJÁN KRISTJÁNSSON Módernisminn þróaðist smám saman yfir í rammgjörna, alltumlykjandi

TÍÐARANDI Í ALDARLOK, 2. HLUTI MÓDERNISMINN RÍS OG HNÍGUR EFTIRKRISTJÁN KRISTJÁNSSON Módernisminn þróaðist smám saman yfir í rammgjörna, alltumlykjandi menningarheimspeki. Allar listspírur og menningarvitar sem vildu láta að sér kveða urðu að hervæðast þessum hugsunarhætti. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 561 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 77 orð

Nýtt gallerí í Kirkjuhvoli

Nýtt gallerí í Kirkjuhvoli NÝTT listagallerí, Dada Art Gallery Listaverk, verður opnað í Reykjavík mánudaginn 15. september. Galleríið er til húsa í Kirkjuhvoli, Kirkjutorgi 4. Opnað verður með sölusýningu á verkum 30 þekktra íslenskra listamanna. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 402 orð

ÓDAGUR

Ek á þjóðveginum glöð á leið til fundar við þjóð mína,eftir grátklökka stund fyrir framan imbann, þar sem ég var á mörkunum að sannfærast um að það væri gott að vera Íslendingur.Ekki það að ég þurfi að segja þjóðinni neitt sérstakt, nema kannski hvað hún sé þrátt fyrir allt,lítil og skrítin í allri þessari auðn, að hún hafi þraukað og um leið heyri ég þjóðhöfðingjana hrósa henni, Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 954 orð

ÓFEIGUR FRÁ ÚTEY OG ÍSLENZKIR AKRAR

ÍVesturfarasetrinu á Hofsósi geta sýningargestir lesið sögur fjölskyldna og einstaklinga sem tóku þá örlagaríku ákvörðun að flytja til Vesturheims. Eins og samgöngum var háttað seint á síðustu öld, gátu íslenzkir vesturfarar naumast gert ráð fyrir því að sjá föðurland sitt aftur. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 125 orð

SAXÓFÓNSPUNI

SAXÓFÓNHÓPURINN Raum Musik für Saxophone flutti tónlistargjörning í Nýlistasafninu á fimmtudag. Hópurinn sem skipaður er 10 saxófónleikurum kemur fram á Djasshátíðinni RúRek. Aðaltónleikar hópsins verða í Listasafni Íslands í dag, kl. 17.30. Klukkan 21 verða svo tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur á Hótel Sögu. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 107 orð

SEIÐUR

Brimsilfri drifinn sandurinn svartur kveður sín kynngiljóð skýjum á hvörfum ofar skuggadölum. Hvílíkan seið efla þá nornir í djúpinu. EYJARNAR Alkyrrar Eyjarnar kenndar við Vestmenn hefja sig yfir kvikan hafflötinn líkastar kynlegum fuglum. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 5746 orð

SKÁLDIÐ SEM ÓX ÚR SORPINU Mohammed Choukri er einn af helstu rithöfundum arabískrar tungu. ÖRNÓLFUR ÁRNASON sótti hann heim í

MARGIR rithöfundar hafa þolað kröpp kjör og harðræði í uppvexti sínum og miðla lesendum af þeirri reynslu með beinum eða óbeinum hætti í verkum sínum. Óhætt mun þó að fullyrða að fáir hafi þolað annað eins og Mohammed Choukri sem í æsku þurfti, líkt og rotta, að leita sér fæðu í sorpi og göturæsum. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1899 orð

SÓLIN Í PROVENCE EFTIR SVEIN EINARSSON Provence á sumrin er ekki bara sól, heldur list. Hver borg, hver bær, hvert þorp leggur

VIÐ komum akandi frá Marseille. Það er kvöldsett og sólin er farin að roða himininn og leirlitu húsin hans Césannes eru að breytast í dökkar þústir. Enn hefur sólin völdin, sólin, sem vermir vínekrurnar og ólífulundana og rísakrana og litlu hnetutrén, sem Provence er svo frægt fyrir, sólin, sem dregur að sér alla þessa ferðamenn með fögrum lokkandi loforðum um eilífa hlýju. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1722 orð

TÓLF HUNDRUÐ LEIKSÝNINGAR Í GANGI Í ágúst á ári hverju fyllist Edinborg af fólki, sem sækir stærstu listahátíð í heimi,

HÁTÍÐIN á sér hálfrar aldar sögu, en Edinburgh International Festival var fyrst haldin 1947. Nú er þetta alþjóðleg hátíð sem býður upp á leiksýningar, dans, óperu, tónleika og myndlistarsýningar. Helgi Tómasson kom nú með San Francisco ballettinn, sem fékk feikn góða dóma, eins og Morgunblaðið hefur sagt frá. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1975 orð

TÆKNI OG SKÓLASTARF EFTIR ATLA HARÐARSON Menn mega ekki glepjast til að halda að einföld notkun nútímatækni eins og tölvuleikja

Ég hef kennt við framhaldsskóla í rúman áratug og þykist viss um að unglingar nú til dags séu að ýmsu leyti betur að sér en fyrir 20 eða 30 árum. Þeir hafa víða farið og aflað sér fjölbreytilegrar reynslu, stór hluti þeirra hefur stundað nám í tónlistarskóla, æft með íþróttafélagi, Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

UM MANNDRÁP OG MORÐ

EKKI þarf að fara í grafgötur um að lát Díönu prinsessu verður talin frétt ársins. Að auki má telja þetta dauðsfall eitt það áhrifamesta frá því Kennedy féll frá ef a.m.k. morð John Lennons er undanskilið. Athyglisvert er að fylgjast með viðbrögðum fjölmiðla í þessu máli. Þeir fordæma hlut fjölmiðla í því. Meira
13. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 105 orð

UNDIR HAUST

Lifað hef ég lángan dag, ljúfan vitað sólaryl, numið óðfús nýjan brag, notið þess að vera til. Læddist tónn um laut og hlíð, lækur blítt við grasi hló, eyra hverju ár og síð Ísland töfrahörpu sló. Gladdi mig sem blómstur blátt blessuð döggin hrein og skær. Brosti jafnvel grjótið grátt geingi ég þeim skápum nær. Meira

Ýmis aukablöð

13. september 1997 | Dagskrárblað | 161 orð

14.00Íslenski boltinn

16.00Taumlaus tónlist [64787] 17.00Veiðar og útilíf (Suzuki's Great Outdoors)(12:13) (e) [3954] 17.30Fluguveiði (Fly Fishing The World With John)(10:26) (e) [3961] 18.00Star Trek (25:26) [71023] 19. Meira
13. september 1997 | Dagskrárblað | 169 orð

16.20Helgarsport

16.20Helgarsportið Endursýndur þáttur frá sunnudagskvöldi. [717283] 16.45Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Ýrr Bertelsdóttir. (725) [1133196] 17.30Fréttir [52919] 17.35Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan [197825] 17. Meira
13. september 1997 | Dagskrárblað | 179 orð

16.30Golfmót í Bandaríkjunum

16.30Golfmót í Bandaríkjunum (PGA US 1997 - United Airlines Hawaiian Open)(15:50) [8418191] 17.25Suður-ameríska knattspyrnan (Futbol Americas) (6:52) [9948068] 18.25Ítalski boltinn Bein útsending frá leik Roma og Juventus. [8548998] 20. Meira
13. september 1997 | Dagskrárblað | 167 orð

17.00Hálandaleikarnir S

17.00Hálandaleikarnir Sjá kynningu. (8:9) [5196] 17.30Mótorsport (15:18) [8283] 18.00Íslenski listinn [39689] 19.00Hunter (9:19) (e) [9115] 20.00Á hjólum (Double Rush) (8:13) (e) [641] 20. Meira
13. september 1997 | Dagskrárblað | 194 orð

9.00Morgunsjónvarp

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. Silfurfolinn, (19:26) Land í Afríku. Múmínálfarnir (5:52) Einu sinni var... (5:26) Ævintýri frá ýmsum löndum (10:13) [2496117] 10.50Hlé [22797153] 13. Meira
13. september 1997 | Dagskrárblað | 170 orð

9.00Morgunsjónvarp bar

10.25Lokamót Alþjóða frjálsíþróttasambandsins Upptaka frá lokamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Fukuoka í Japan fyrr um morguninn. [50583394] 13.55Íslandsmótið í knattspyrnu Meira
13. september 1997 | Dagskrárblað | 655 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur. 7.00Bítið. Blandaður morgunþáttur. Umsjón: Ásdís Skúladóttir. 9.03Út um græna grundu. Meira
13. september 1997 | Dagskrárblað | 675 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

8.07Morgunandakt: Séra Ingiberg J. Hannesson prófastur að Hvoli í Búðardal flytur. 8.15Tónlist á sunnudagsmorgni. -Te Deum eftir Anton Bruckner. Meira
13. september 1997 | Dagskrárblað | 751 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar 6.45Veðurfregnir 6.50Bæn: Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur. 7.00 Morgunþáttur Rásar 1 8.00 Hér og nú. Morgunmúsík. 8.45 Ljóð dagsins. (E. kl. 18.45) 9. Meira
13. september 1997 | Dagskrárblað | 763 orð

Laugardagur 13. september SBBC PRIME 4.0

Laugardagur 13. september SBBC PRIME 4.00 Rich Mathematical Activities 4.30 Brecht On Stage 5.00 BBC World News; Weather 5.30 Noddy 5.40 Jonny Briggs 5.55 Bodger and Badger 6.10 Why Don't You? 6.35 Just William 7. Meira
13. september 1997 | Dagskrárblað | 738 orð

MÁNUDAGUR 15. september SBBC PRIME 4.00 G

MÁNUDAGUR 15. september SBBC PRIME 4.00 Get by in Spanish 5.00 BBC Newsdesk 5.30 Noddy 5.40 Blue Peter 6.05 Grange Hill 6.45 Ready, Steady, Cook 7.15 Kilroy 8.00 Style Challenge 8.30 Wildlife: Life Sense 9. Meira
13. september 1997 | Dagskrárblað | 775 orð

Sunnudagur 14. september SBBC PRIME 4.00

Sunnudagur 14. september SBBC PRIME 4.00 Immigration Prejudice and Ethnicity 5.00BBC World News; Weather 5.30 Simon and the Witch 5.45 Gordon the Gopher 5.55 Monty the Dog 6.00 Billy Webb's Amazing Story 6.25 Goggle Eyes 6. Meira
13. september 1997 | Dagskrárblað | 97 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
13. september 1997 | Dagskrárblað | 117 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
13. september 1997 | Dagskrárblað | 128 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
13. september 1997 | Dagskrárblað | 110 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
13. september 1997 | Dagskrárblað | 87 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
13. september 1997 | Dagskrárblað | 115 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
13. september 1997 | Dagskrárblað | 184 orð

ö9.00Línurnar í lag [59806] 9.15Sjónvarp

9.15Sjónvarpsmarkaðurinn [54504009] 13.00Tölva á tennisskóm (Computer Wore Tennis Shoes) Bandarísk gamanmynd frá 1995 fyrir alla fjölskylduna. Hér segir af Dexter Riley, lötum skólastrák, sem verður fyrir eldingu þegar hann er að fikta í tölvu. Aðalhlutverk: Kirk Cameron, Dean Jones og Larry Miller. Meira
13. september 1997 | Dagskrárblað | 184 orð

ö9.00Með afa [8568329] 9.50Bíbí

9.50Bíbí og félagar [8695874] 10.45Geimævintýri [3076936] 11.10Andinn í flöskunni [8096313] 11.35Týnda borgin [8087665] 12.00Beint í mark [84771] 12.25NBA-molar [4229955] 12. Meira
13. september 1997 | Dagskrárblað | 155 orð

ö9.00Sesam opnist þú [5153] 9.30D

9.30Dóri [8217269] 9.55Eðlukrílin [9279882] 10.05Kormákur [9152191] 10.20Aftur til framtíðar [8643207] 10.40Krakkarnir í Kapútar [3051627] 11.05Úrvalsdeildin [8066172] 11. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.