Greinar þriðjudaginn 25. nóvember 1997

Forsíða

25. nóvember 1997 | Forsíða | 93 orð

Flaug án flugmanns

LÍTIL einkaflugvél fór mannlaus í loftið í Bandaríkjunum á sunnudag og flaug í tvo tíma áður en hún hrapaði. Flugmaðurinn, Paul A. Sirks, lenti vélinni á flugvelli í Ohio-ríki vegna bilunar. Hreyfillinn stöðvaðist og Sirks kom honum í gang aftur með því að fara út og snúa honum með handafli. Meira
25. nóvember 1997 | Forsíða | 59 orð

Nýr biskup um áramót

DOKTOR Sigurbjörn Einarsson biskup færir son sinn herra Karl Sigurbjörnsson í biskupskápu, gullofinn kostagrip frá árinu 1898. Það var herra Ólafur Skúlason biskup sem vígði eftirmann sinn í Hallgrímskirkju á sunnudaginn. Séra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, fylgist með. Nálega allir prestar landsins voru við vígsluna og voru kirkjugestir alls yfir 1.200. Meira
25. nóvember 1997 | Forsíða | 373 orð

Reynt að draga úr ótta við kreppu

LEIÐTOGAR Efnahagsráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja (APEC) hófu árlegan fund sinn í Vancouver í gær og reyndu að sefa fjárfesta, sem óttast að öngþveitið á fjármálamörkuðum Suðaustur-Asíu síðustu vikur og gjaldþrot fjórða stærsta verðbréfafyrirtækis Japans um helgina sé fyrirboði alvarlegrar efnahagskreppu í þessum heimshluta. Meira
25. nóvember 1997 | Forsíða | 115 orð

Villtur lax að hverfa

ELDISLAX er á góðri leið með að ryðja villtum laxi úr vegi í Hörðalandi í Noregi. Segja fiskifræðingar að þrír síðustu stofnar villts lax sem eftir eru í fylkinu kunni að hverfa á næstu fimm til tíu árum. Meira
25. nóvember 1997 | Forsíða | 324 orð

Winnie Mandela sökuð um morð

SANNLEIKS- og sáttanefndin svokallaða í Suður-Afríku hóf í gær yfirheyrslur vegna máls Winnie Madikizela-Mandela, fyrrverandi eiginkonu Nelsons Mandela forseta, sem hefur verið sökuð um að hafa myrt 14 ára gamlan blökkumann og vera meðsek um morð og barsmíðar ungra lífvarða hennar á nokkrum blökkumönnum seint á síðasta áratug. Meira

Fréttir

25. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 438 orð

70 ára afmæli Kálfafellsstaðarkirkju

Suðursveit-Hátíðarmessa var í Kálfafellsstaðarkirkju sunnudaginn 16. nóvember sl. af tilefni 70 ára afmælis hennar. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, flutti hátíðarpredikun en sóknarpresturinn sr. Einar Jónsson þjónaði fyrir altari og rakti sögu kirkjunnar. Organisti var Pálína Benediktsdóttir Miðskeri. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 758 orð

Aðgangur að upplýsingum forréttindi

Einar Örn Sigurdórsson hlaut nýlega verðlaun fyrir grafíska hönnun í samkeppni á vegum tímaritsins Graphic Design: USA. Nefnast þau "American Graphic Design Awards 97" og voru veitt fyrir hönnun á vefsíðum fyrirtækisins Allen & Gerritsen. Myndir af verkefnunum sem verðlaunuð voru munu birtast í desemberhefti tímaritsins. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Aðgengi fyrir alla

RÁÐSTEFNAN Aðgengi fyrir alla verður haldin í Súlnasal Hótels Sögu á morgun, miðvikudaginn 26. nóvember, og hefst kl. 9.30. Ráðstefnan er haldin af Sambandi íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og umhverfisráðuneytið. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Aldarafmæli fagnað

100 ÁRA afmælisfagnaður Blaðamannafélags Íslands var á Hótel Íslandi á laugardag. Blaðamenn fjölmenntu og ýmsir innlendir og erlendir gestir heiðruðu Blaðamannafélagið með nærveru sinni á þessum tímamótum. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 499 orð

Ágreiningur um kjörskrá og kjördeild á sjúkrahúsi

TVEIR fyrrverandi bæjarfulltrúar á Sauðárkróki hafa kært framkvæmd sameiningarkosninganna í Skagafirði og krafist þess að þær verði dæmdar ógildar og látnar fara fram að nýju. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki telur að kæran sé á misskilningi byggð. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 585 orð

Álitamál hvað skip á að veiða af kvóta

KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segist vera andvígur því að takmarka meira en gert hefur verið framsal á aflaheimildum, en hann útilokar þó ekki breytingar á ákvæðum laga um framsalið. Þær viðmiðanir sem þar séu settar séu ekki óumdeildar. Það sé alltaf álitamál hvað eigi að gera kröfu um að skip veiði sjálft mikið af úthlutuðum aflaheimildum. Meira
25. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 269 orð

Átökunum hvergi nærri lokið

VOPNAEFTIRLITSSVEIT Sameinuðu þjóðanna í Írak sinnti í gær reglubundnu vopnaeftirliti þriðja daginn í röð. Njósnavél Bandaríkjamanna, U-2, sem Írakar hótuðu í upphafi deilunnar að skjóta niður, flaug áfallalaust yfir Mið-Írak. Var það í þriðja skipti sem vélinni er flogið yfir landið á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá upphafi deilna Íraks og Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 40 orð

Bænalífá heimilum

SR. KRISTJÁN Valur Ingólfsson, rektor í Skálholti, heldur erindi á fræðslukvöldi í safnaðarheimili Langholtskirkju í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Þar mun hann fjalla um hvernig efla megi bænalíf innan veggja heimilisins, jafnt einstaklinga sem og fjölskyldunnar allrar. Allir velkomnir. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 131 orð

Deilt um hæfnismat

Ráðstöfun starfs í læknadeild frestað Deilt um hæfnismat MAT dómnefndar á hæfni umsækjenda í starf prófessors í taugasjúkdómafræði við Háskóla Íslands hefur valdið deilum innan læknadeildar. Prófessorinn verður jafnframt yfirlæknir taugalækningadeildar Landspítalans. Meira
25. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 417 orð

Dræmar undirtektir meðal ESB-ríkja

HUGMYNDIR einstakra ríkja Evrópusambandsins um að EFTA-ríkin fái aðild að væntanlegri fastaráðstefnu Evrópusambandsins og væntanlegra aðildarríkja þess í Austur-Evrópu hafa fengið fremur dræmar undirtektir meðal ríkja ESB, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Deilur um hugsanlega aðild Tyrklands að ráðstefnunni hafa komið í veg fyrir að þessar hugmyndir hafi verið ræddar ýtarlega. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 272 orð

Ég nýt augnabliksins

KRISTINN Björnsson frá Ólafsfirði varð í öðru sæti á fyrsta heimsbikarmóti vetrarins í svigi, sem fram fór í Bandaríkjunum á laugardagskvöldið og hefur afrek hans vakið mikla athygli hjá erlendum fjölmiðlum. Þetta er langbesti árangur sem íslenskur skíðamaður hefur náð og meðal glæsilegustu afreka í íslenskri íþróttasögu. Meira
25. nóvember 1997 | Miðopna | 178 orð

Feðgar oft biskupar

FEÐGAR hafa nokkrum sinnum gegnt biskupsembætti á Íslandi eins og nú er um herra Karl Sigurbjörnsson, nývígðan biskup, en faðir hans Sigurbjörn Einarsson var biskup árin 1959 til 1981. Þegar Ísleifur biskup Gissurarson lét af embætti sínu árið 1080 tók Gissur sonur hans við. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 647 orð

Fertugir og yngri hafa hag af því að færa sig

HAUKUR Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, segir að almennt megi segja að fólk sem er innan við fertugt hafi hag af því að færa sig úr B-deild sjóðsins yfir í A-deild. Hagur þeirra sem séu á miðjum aldri af því að færa sig yfir sé óviss, en þeir sem séu ógiftir hafi þó frekar hag af því að færa sig. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Framtíð sjávarútvegs rædd

FRAMTÍÐ sjávarútvegs á Íslandi verður fyrsta umræðuefnið á flokksráðs- og formannaráðstefnu Sjálfstæðisflokksins sem haldin verður á laugardaginn í Súlnasal Hótels Sögu. Í fréttatilkynningu kemur fram að 300 fulltrúar eigi seturétt á ráðstefnunni. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 565 orð

Framundan eru breytingar á byggðastefnunni

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist telja að skoðanakönnun um orsakir búferlaflutninga, sem gerð var fyrir Byggðastofnun, eigi eftir að hafa mótandi áhrif á stefnu flokksins í byggðamálum. Innan Framsóknarflokksins hafi menn vanmetið mikilvægi sterkra byggðakjarna. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 613 orð

Full afköst með seinni vél Kröflu

SEINNI vélasamstæða Kröfluvirkjunar verður gangsett formlega í lok vikunnar. Um síðustu helgi fór fram prófun á henni og er ráðgert að gera fleiri prófanir fram að gangsetningu. Vélin er um tveggja áratuga gömul eins og sú sem fyrir er og hefur verið ósamsett í kössum við Kröfluvirkjun allt frá 1977. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 104 orð

Fundur íVísindafélagiÍslendinga

PÁLL Bergþórsson veðurfræðingur flytur fyrirlestur í Norræna húsinu á vegum Vísindafélagsins miðvikudaginn 26. nóvember og hefst hann kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist Frumkvöðlar nútíma veðurfræði: Feðgarnir Vilhelm og Jakob Bjerknes. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Fundur um börn með sérþarfir

FUNDUR verður haldinn á vegum Félags aðstandenda barna með sérþarfir í Hafnarfirði í Öldutúnsskóla miðvikudaginn 26. nóvember kl. 20. Efni fundarins er öryggi barna á skólalóðum og skipulagning gæslu í frímínútum, einelti og hvert foreldrar geta leitað ef upp koma vandamál. Fulltrúar frá Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar mæta á fundinn, sem er öllum opinn. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 204 orð

Fundur um viðskipti Íslands og Nýfundnalands

AMERÍSK-íslenska verslunarráðið og Verslunarráð Íslands efna til opins hádegisverðarfundar í Ársal Hótels Sögu í dag, þriðjudag, um viðskipti Íslands og Nýfundnalands. Ræðumaður á fundinum verður Judy M. Foote, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Nýfundnalands. Fundurinn hefst kl. 12 og er gert ráð fyrir að honum ljúki um 13.30. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

Ganga um tuttugu km á dag

FERÐ Suðurskautsfaranna Ólafs Arnar Haraldssonar, Haraldar Arnar Ólafssonar og Ingþórs Bjarnasonar hefur gengið vel, að því er fram kom þegar þeir töluðu heim í talstöð í gegnum farsíma í Patriot Hills á Suðurskautslandinu aðfaranótt sunnudags. Þeir gengu af stað 12. þessa mánaðar. Á laugardagskvöld höfðu þeir lagt 180 km að baki og ganga nú um 20 km á dag. Meira
25. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 136 orð

Gengið í skrokk á manni

GENGIÐ var í skrokk á manni í miðbæ Akureyrar um helgina, en áður hafði árásarmaðurinn dregið hann með sér inn í húsagarð. Árásarmaðurinn gaf sér góðan tíma til að koma gleraugum sínum á góðan stað áður en hann gekk til verks og er óvíst hvernig hefði farið ef vegfarandi hefði ekki orðið árásarinnar var og látið lögreglu vita. Meira
25. nóvember 1997 | Miðopna | 1227 orð

Geng inn í ræktunarstarf fyrri kynslóða Nýr biskup sem tekur við á nýju ári segir í viðtali við Jóhannes Tómasson mörg og

EFST í huga mér er gleði, hlýhugur og kærleikur sem umvafið hefur mig og mína og gerir enn og mér fannst gærdagurinn svo gagntekinn af," sagði herra Karl Sigurbjörnsson, nývígður biskup, í samtali við Morgunblaðið á heimili sínu í gærmorgun er hann var spurður hvað væri honum efst í huga á þessum tímamótum. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

Guðmundur efstur í bindandi kosningu

GUÐMUNDUR Gunnarsson varð í efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Bessastaðahreppi. Hann fékk 121 atkvæði í fyrsta sæti og samtals 140 atkvæði. 149 kusu og voru 3 atkvæði auð og ógild. Kosning í fjögur efstu sætin er bindandi og er Snorri Finnlaugsson í öðru sæti með 59 atkvæði í það sæti en samtals 109 atkvæði. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 197 orð

GUÐNI ÞORSTEINSSON

GUÐNI Þorsteinsson, fiskifræðingur, lézt að heimili sínu í Mosfellsbæ síðastliðinn laugardag, 61 árs að aldri. Guðni var fæddur í Hafnarfirði 6. júlí 1936. Foreldrar hans voru Þorsteinn Eyjólfsson skipstjóri og kona hans Laufey Guðnadóttir. Guðni varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1957. Hann lauk síðan prófi í fiskifræði frá Háskólanum í Kiel í Þýzkalandi árið 1964. Meira
25. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 292 orð

Harðlínumenn missa líklega þingmeirihluta

HARÐLÍNUMENN töpuðu allnokkru fylgi í þingkosningum á svæðum Bosníu-Serba samkvæmt fyrstu tölum úr kosningunum. Þær benda til þess að harðlínumönnum muni jafnvel mistakast að tryggja sér meirihluta á þingi Bosníu- Serba, að sögn vestrænna stjórnarerindreka og fjölmiðla. Meira
25. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 1607 orð

Hefur tekist að lyfta Grettistaki Í Hveragerði hefur undanfarið verið gert átak í að fegra bæinn. Karl Blöndal ræddi við Einar

MIKLAR útlitsbreytingar hafa átt sér stað í Hveragerði undanfarið. Einar Mathiesen, bæjarstjóri Hveragerðis, sagði í samtali við Morgunblaðið, að lögð hefði verið áhersla á að fegra ásjónu bæjarins. Einar er 35 ára gamall viðskiptafræðingur og var sveitarstjóri í Bíldudalshreppi áður en hann var ráðinn bæjarstjóri í Hveragerði. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Helmingur telur starf erlendis líklegt

HELMINGUR stúdenta við Háskólann telur líklegt að eftir nám taki við starf erlendis, samkvæmt könnun sem Stúdentaráð lét gera. Þegar þeir, sem töldu ólíklegt að þeir myndu starfa erlendis, voru spurðir hvort sú afstaða mundi breytast byðust hærri laun kvaðst helmingur þeirra telja líklegt að vinnunni erlendis yrði tekið. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Hlýtt fram yfir helgi

SPÁÐ er áframhaldandi hlýindum fram að næstu helgi og jafnvel fram yfir hana, að sögn Eyjólfs Þorbjörnssonar, veðurfræðings. Mikil og stór lægð suður af landinu beini hlýju lofti til landsins, en norðan af landinu, milli Jan Mayen og Svalbarða, er háþrýstisvæði sem kemur í veg fyrir að lægðir gangi yfir landið. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 170 orð

Hvalskurður á Húsavík

HVALURINN, sem strandaði á grynningum við Hrófberg í Steingrímsfirði, var dreginn í slipp á Húsavík með kvöldflóðinu í gær og var ætlunin að hefja hvalskurð fyrir hádegi í dag. Arnar Sigurðsson, sem rekur hvalaskoðunarfyrirtækið Sjóferðir Arnars frá Húsavík, sótti búrhvalinn á skipinu Moby Dick, sem áður hét Fagranes. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 216 orð

"Hve sekir voruÞjóðverjar?"

DR. VALUR Ingimundarson sagnfræðingur heldur fyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands í kvöld kl. 20.30 um ofsóknarherferð Þjóðverja gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöld. Fyrirlesturinn, sem haldinn verður í húsakynnum Sögufélagsins í Fischersundi, ber heitið "Hve sekir voru Þjóðverjar" og fjallar um þær heiftúðugu deilur, Meira
25. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 172 orð

Indlandsstjórn völt í sessi

LÍKLEGT er talið að vantrauststillaga á minnihlutastjórn Inders Kumars Gujrals á Indlandi verði borin upp í þinginu síðar í þessari viku eftir að Kongressflokkurinn, sem veitir stjórninni stuðning, krafðist afsagnar tiltekinna ráðherra í stjórninni í gær. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Jafnaðar- og félagshyggjufólk sameinast

BÆJARMÁLAFÉLAG jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ hefur verið stofnað og mun það standa fyrir framboði til næstu bæjarstjórnarkosninga. Í frétt frá félaginu kemur fram að mikill einhugur ríkti meðal fundarmanna á stofnfundinum sem haldinn var sl. laugardag. Samþykkti fundurinn einróma starfsreglur fyrir félagið og framtíðarsýn. Meira
25. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 279 orð

Jeltsín vill sáttafund BORÍS Jeltsín Rússlandsfo

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hefur kallað til sérstaks fundar til að reyna að lægja öldurnar á rússneska þinginu. Jeltsín sagði í sjónvarpsviðtali að þótt nokkuð væri til í gagnrýni kommúnista í neðri deild þingsins, Dúmunni, væri annað í gagnrýni þeirra hjátrú. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 330 orð

Kastaði sér út úr bílnum á barmi hengiflugsins

BJÖRN Árni Ólafsson slapp naumlega þegar bifreið hans fór fram af 70 metra háu hengiflugi í Hvalnesskriðum fyrir austan Höfn í Hornafirði um kl. 7 í gærmorgun. Bíllinn er gerónýtur, en bílstjórinn gat gengið í burtu. Meira
25. nóvember 1997 | Miðopna | 555 orð

Kennimaður með kímnigáfu

HERRA Karl Sigurbjörnsson stendur á fimmtugu, fæddur 5. febrúar 1947. Foreldrar hans eru Magnea Þorkelsdóttir og dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Systkin séra Karls eru sjö, fimm bræður, þrír þeirra prestvígðir, og tvær systur og er önnur þeirra gift presti. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð

Kvótamál til efnislegrar meðferðar

HÆSTIRÉTTUR hefur úrskurðað að Héraðsdómur Reykjavíkur taki til efnislegrar meðferðar mál sem Valdimar Jóhannesson hefur höfðað gegn ríkinu. Valdimar sótti um að fá úthlutað aflaheimild og leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni í desember 1996 en sjávarútvegsráðuneytið synjaði honum. Meira
25. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 325 orð

Lebed í forsetaslaginn

ALEXANDER Lebed, fyrrverandi öryggisráðgjafi Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, er farinn að undirbúa framboð í næstu forsetakosningum. Hefur hann skrifað bók þar sem hann ræðst harkalega á stjórnvöld í Kreml, sakar þau um spillingu og innbyrðis átök. "Ég er búinn að fá ógeð á þessu rugli," sagði Lebed á blaðamannafundi þar sem hann kynnti bókina. "Ég ætla að binda enda á það." Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 261 orð

LEIÐRÉTT Tilvitnanir víxluðust Í

Í UMFJÖLLUN um annan dag heimsóknar Gerhards Schröders, forsætisráðherra Neðra-Saxlands, á miðopnu Morgunblaðsins sl. föstudag, 21. nóvember, víxluðust tilvitnanir sem hafðar voru eftir Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Eftirfarandi ummæli voru sögð höfð eftir Halldóri, en voru orð Ólafs Ragnars. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 34 orð

Leyfi til hundahalds hækkar

NÝ gjaldskrá fyrir hundahald í Reykjavík tekur gildi um næstu áramót og felur hún í sér 16-17% hækkun frá núverandi gjaldskrá. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkti hækkunina á fundi sínum síðastliðinn föstudag. Meira
25. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 100 orð

Loftárásir á Líbanon

ÍSRAELSKAR hersveitir gerðu loftárásir á Suður- Líbanon bæði í gær og fyrradag. Tveir líbanskir borgarar slösuðust í fyrri árásinni sem gerð var í námunda við bækistöðvar friðargæslumanna Sameinuðu þjóðanna en ekki er vitað til þess að neinn hafi særst í seinni árásinni. Róstusamt var við landamæri Ísraels og Líbanons um helgina. Meira
25. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 326 orð

Mörg vandamál í lífrænni ræktun eru enn óleyst

MÁLÞING um lífræna ræktun var haldið á Akureyri í tilefni af því að bændur í VOR, Félagi framleiðenda í lífrænum búskap, höfðu stofnað tíu manna fagráð. Fulltrúar þess eru frá landbúnaðarráðuneytinu, bændasamtökunum, bænda- og garðyrkjuskólunum og Rannsóknastofnun landbúnaðarins auk fjögurra bænda úr greininni. Formaður ráðsins er Þórður Halldórsson, Akri, Biskupstungum. Meira
25. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 159 orð

Norðmönnum hótað refsitollum

FJÖLDI norskra fiskútflytjenda hefur brotið samkomulag Noregs við Evrópusambandið, ESB, um lágmarksverð á laxi að mati framkvæmdastjórnar ESB, og eiga Norðmenn nú á hættu að settir verði á þá 15% refsitollar. Þetta kemur fram í samtali Aftenpostenvið Magnor Nerheim, deildarstjóra í norska sjávarútvegsráðuneytinu. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Nýr markhópur sem annars kæmi ekki

ALLS tóku 20.540 manns þátt í hvalaskoðunarferðum hér við land á liðnu sumri. Árið áður fóru um 9.700 manns í hvalaskoðun og 1995 um 2.200 manns. Nú bjóða þrettán aðilar á landinu öllu upp á hvalaskoðunarferðir en fyrsta árið voru þeir aðeins þrír. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 43 orð

Opið hús Heimahlynningar

HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 25. nóvember, kl. 20­22 í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Gestur kvöldsins, Sigurður Skúlason leikari verður með upplestur og skólakór Kársnesskóla syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Kaffi og meðlæti á boðstólum. Meira
25. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 219 orð

Prestshjónin kvödd

MÝVETNINGAR kvöddu séra Örn Friðriksson og eiginkonu hans, Álfhildi Sigurðardóttur, með veglegu hófi í Skjólbrekku laugardaginn 22. nóvmeber. Séra Örn er búinn að þjóna hér í sveitinni í 43 ár, kom árið 1954. Stjórnandi og kynnir á samkomunni var Jón Árni Sigfússon sem bauð gesti velkomna og alveg sérstaklega heiðurshjónin. Dagskráin var fjölbreytt. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

RAGNAR OTTÓ ARINBJARNAR

RAGNAR Ottó Arinbjarnar læknir lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sl. sunnudag, 68 ára að aldri. Ragnar fæddist á Blönduósi 12. júlí árið 1929, sonur Kristjáns læknis Arinbjarnar og konu hans Guðrúnar Ottósdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949 og prófi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1957. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 488 orð

Ráðuneytið boðar hagsmunaaðila til fundar í dag

ÁGREININGUR er enn uppi milli Norðuráls og eins undirverktaka þess við álversframkvæmdirnar á Grundartanga, annars vegar og Samtaka iðnaðarins og iðnaðarmannafélaga hins vegar um mannaflaþörf við byggingu álversins á Grundartanga. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 371 orð

Rússar greiða atkvæði gegn skiptingunni

MEIRIHLUTI aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) samþykkti á ársfundi stofnunarinnar, sem lauk í London aðfaranótt laugardags, að leyfa veiði á alls 153.000 tonnum af karfa á Reykjaneshrygg á næsta ári. Þetta er sama heildaraflamark og fyrir árið 1996 og var samþykkt sama innbyrðis skipting milli aðildarríkjanna og þá gilti. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 274 orð

Sameiningarmál og einsetning ofarlega á baugi

MAGNÚS Gunnarsson varð efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði en hann hlaut 502 atkvæði í fyrsta sæti og samtals 817 atkvæði. Meðal þeirra mála sem Magnús hyggst beita sér fyrir er að teknar verið upp viðræður við Garðabæ og Bessastaðahrepp um sameiningu sveitarfélaganna. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Sameining samþykkt

FÉLAGSMENN í Verkakvennafélaginu Framsókn og Verkamannafélaginu Dagsbrún samþykktu í gær að félögin yrðu sameinuð. Atkvæðagreiðsla Framsóknarfélaga á félagsfundi í gærkvöldi fór þannig að 63 greiddu atkvæði með sameiningu og tveir á móti. Um tvö þúsund manns eru í félaginu. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 158 orð

Sápugosið í Geysi slæmt fordæmi

STJÓRN Náttúruverndar ríkisins átelur það athæfi oddvita Biskupstungnahrepps að standa í heimildarleysi að sápugosi í Geysi og telur það skapa slæmt fordæmi fyrir náttúruvernd á Íslandi. Stjórnin fundaði í gær og samþykkti að skrifa oddvitanum bréf, þar sem ítrekað var að á fundi 20. ágúst sl. hafi m.a. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 196 orð

Skagafjörður ákjósanlegur fyrir olíuhreinsunarstöð

FINNUR Ingólfsson viðskipta- og iðnaðarráðherra segist telja að Skagafjörður sé besti staðurinn fyrir olíuhreinsunarstöð hér á landi, en bandarísk-rússneska fyrirtækið M.D. Seis hefur lýst áhuga á að reisa slíka stöð hér. Verið er að vinna að forhagkvæmisathugun og verður hún tilbúin í janúar nk. Meira
25. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 83 orð

Sómölum komið til bjargar í flóðum

BJÖRGUNARMENN komust um helgina á bátum til 10.000 Sómala sem urðu innlyksa á afskekktum svæðum af völdum flóða sem hafa kostað 1.300 manns lífið á síðustu vikum í suður- og miðhluta Sómalíu. Björgunarsveitirnar náðu m.a. í hóp manna sem hafði dvalið á tveggja km löngum flóðgarði í átján daga. Tugþúsundir hektara af ræktarlandi hafa eyðilagst í flóðunum og um 250. Meira
25. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 220 orð

Starfsmannastjóri Netanyahus hættir

EINN nánasti, pólitíski samstarfsmaður forsætisráðherra Ísraels sagði af sér embætti á sunnudag og segja fréttaskýrendur hann hafa verið fórnarlamb í baráttu forsætisráðherrans, Benjamins Netanyahus, við að halda völdum. Meira
25. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 848 orð

Stærsta gjaldþrotið frá lokum seinna stríðs

GJALDÞROT Yamaichi Securities, fjórða stærsta verðbréfafyrirtækis Japans, sem lýst var yfir í gær, er stærsta gjaldþrot í sögu Japans eftir síðari heimsstyrjöld og þriðja stóra gjaldþrotið í japanska fjármálaheiminum á einum mánuði. Hinu aldargamla fyrirtæki, sem hafði lengi átt í örðugleikum, fékk náðarhöggið á stjórnarfundi snemma í gærmorgun. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Tangó og salsa á Sóloni Íslandusi

TANGÓKLÚBBUR Kramhússins stendur fyrir tangó/salsa-kvöldi í Sölvasal á Sóloni Íslandusi miðvikudaginn 26. nóvember kl. 20.30. Tangókvöldin hafa verið haldin einu sinni í mánuði á undanförnum misserum, en verða nú í vetur síðasta miðvikudag í mánuði. Salsa- áhugafólk hefur bæst í hópinn og eru leiknar til skiptis tangó- og salsasyrpur. Aðgangur er ókeypis. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 337 orð

Unglingar teknir við að úða málningu

Helgin var fremur róleg hjá lögreglu að þessu sinni. Höfð voru afskipti af fimmtíu ökumönnum vegna hraðaksturs og voru nokkrir þeirra sviptir ökuréttindum til bráðabirgða. Þá voru 11 grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Umferðarslys Um helgina var lögreglu tilkynnt um 34 umferðaróhöpp. Árekstur varð á Miklubraut við Rauðagerði á föstudagsmorgun. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 222 orð

Uppselt á jólatónleika Kristjáns Jóhannssonar

UPPSELT er á jólatónleika Kristjáns Jóhannssonar tenórsöngvara og Mótettukórs Hallgrímskirkju í Hallgrímskirkju 13. desember næstkomandi og í Akureyrarkirkju daginn eftir. Miðasala á tónleikana hófst í Bókaverslun Máls og menningar í Reykjavík síðastliðinn sunnudag og í Bókvali á Akureyri í gær og seldist upp samdægurs á báðum stöðum. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð

Verðlaun fyrir landgræðslu og skógrækt

SKÓGRÆKT ríkisins og Landgræðsla ríkisins héldu upp á það á laugardag að 90 ár voru liðin frá því að fyrst voru sett lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri hér á landi. Við það tækifæri var skógarhnífurinn, viðurkenning Skógræktarinnar, afhentur í fyrsta skipti og einnig voru landgræðsluverðlaun Landgræðslunnnar afhent. Meira
25. nóvember 1997 | Miðopna | 721 orð

Við skulum vera kirkjan hans

ÞEGAR mannssonurinn kemur í dýrð sinni ­ kemur til að dæma. Dómurinn féll reyndar einhvern tíma fyrir löngu, þegar við stóðum andspænis vali, sem við tókum ekkert eftir að hefði nokkra einustu þýðingu. Það var ekki skoðanakönnun um trúarskoðanir né eilífðarmálin," sagði nývígður biskup meðal annars í predikun sinni við vígsluna. Meira
25. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 311 orð

Waigel fær áminningu

ÞÝZKU systurflokkarnir CDU, flokkur Helmuts Kohls kanzlara, og CSU, flokkur Theos Waigels fjármálaráðherra, leystu um helgina nokkuð af þeim ágreiningi sem blossað hafði upp milli flokkanna í sumar og sneru bökum saman út á við í því skyni að treysta stöðu sína í upphafi kosningabaráttunnar fyrir þingkosningarnar næsta haust, Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 914 orð

Yfir 1.200 manns við biskupsvígslu í Hallgrímkirkju Hvert sæti var skipað í Hallgrímskirkju þegar herra Ólafur Skúlason biskup

UNDIR áhrifamiklum upphafstöktum í inngöngutónlist Þorkels Sigurbjörnssonar með pákuslætti, síðar trompethljómum, þrumandi orgelinu og loks söng Mótettukórs Hallgrímskirkju á sálmi dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups, en tónverkið var samið sérstaklega fyrir þessa athöfn, gekk prósessía presta, biskupa svo og barnakór inn eftir Hallgrímskirkju að viðstöddum um 1.200 kirkjugestum. Meira
25. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 455 orð

Þrjú ný fjós í sömu sveit

Á ÞREMUR bæjum í Svarfaðardal hafa nýlega verið tekin í notkun ný fjós og af því tilefni þótti bændum ástæða til að gefa almenningi kost á að kynna sér þessa hlið mjólkurframleiðslunnar. Það heyrir einnig til tíðinda að á sama tíma séu tekin í notkun þrjú ný fjós í sömu sveit, en þau eru á Sökku, Hofi og Hofsá. Framkvæmdir á Sökku hófust 1. júní 1996, en þakinu var lokað 18. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Þroskaþjálfar samþykktu

FÉLAGSMENN Þroskaþjálfafélags Íslands hafa greitt atkvæði um kjarasamning sinn við ríki og Reykjavíkurborg. Samningurinn var samþykktur og var niðurstaða atkvæðagreiðslu eftirfarandi: 30 á kjörskrá. 25 greiddu atkvæði eða 83,33% þátttaka. 24 sögðu já eða 96%. 1 sagði nei eða 4% Þroskáþjálfar hjá ríki: 195 á kjörskrá. 155 greiddu atkvæði eða 78,97%. Já sögðu 138 eða 88,46%. Meira
25. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 30 orð

(fyrirsögn vantar)

BÆKUR, sérblað Morgunblaðsins um bækur og bókmenntir, fylgir blaðinu í dag. Meðal efnis er grein um hugmyndir Alfreðs Nóbels um æskilega Nóbelsverðlaunahafa, kynningarviðtöl við rithöfunda og umsagnir um nýjustu bækurnar. Meira

Ritstjórnargreinar

25. nóvember 1997 | Leiðarar | 527 orð

leiðariBISKUPSVÍGSLA LLAR GÖTUR síðan kristin trú var lögt

leiðariBISKUPSVÍGSLA LLAR GÖTUR síðan kristin trú var lögtekin á Alþingi við Öxará árið eitt þúsund hefur hún mótað hug landsmanna, meira og minna, sem og samfélag þeirra, menningu, listir og viðhorf. Kristinn siður stendur enn djúpum rótum í þjóðarsálinni, sem bezt sést af því, að um 245 þúsundir landsmanna heyra til þjóðkirkjunni. Meira
25. nóvember 1997 | Staksteinar | 335 orð

»Mannvirki 80% af þjóðarauðnum UM 80% af þjóðarauði Íslendinga liggja í mann

UM 80% af þjóðarauði Íslendinga liggja í mannvirkjum. Árleg fjármunamyndun í byggingariðnaði er um 50 milljarðar króna, þar af um 20 milljarðar í húsum. Um 60% af árlegri fjárfestingu fara í mannvirki. Í landinu eru um 99 þúsund byggingar (sumarhús og útihús ekki meðtalin), í heild um 78 milljónir rúmmetrar. Rannsóknir Meira

Menning

25. nóvember 1997 | Menningarlíf | 173 orð

140 sögur bárust í smásagnasamkeppni

SKAMMDEGISFUNDUR Samtaka móðurmálskennara var haldinn í Kennarahúsinu við Laufásveg föstudaginn 21. nóvember. Fundurinn var að þessu sinni helgaður barna­ og unglingabókmenntum. Veitt voru þrenn verðlaun í smásagnasamkeppni sem Samtök móðurmálskennara og Mál og menning efndu til í sumar. Fyrstu verðlaun hlaut Brynhildur Þórarinsdóttir fyrir söguna Áfram Óli. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 463 orð

Að taka til í húsinu sínu

"ALLT mitt líf hefur verið fagurt," segir hin aldraða Listalín í annarri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Hús úr húsi. Kolfinna er nýflutt heim til mömmu eftir misheppnaða sambúð og tekur til við að þrífa heimili ókunnugs fólks í Þingholtunum í afleysingum fyrir ólétta vinkonu sína. Þetta er þroskasaga ungrar konu í leit að fögru lífi. Meira
25. nóvember 1997 | Leiklist | 763 orð

Afmælisstykki í Stykkishólmi

eftir Jón Hjartarson. Leikstjóri: Jón E. Júlíusson. Leikarar: Þórður S. Magnússon, Jóhanna Guðbrandsdóttir, Elín Finnbogadóttir, Einar Strand, Vilhjálmur H. Jónsson, Sigrún Á. Jónsdóttir, Margrét H. Ríkharðsdóttir, Linda S. Sigurðardóttir, Guðmundur B. Kjartansson, Gunnsteinn Sigurðsson, Hermann Guðmundsson, Brynja Jóhannsdóttir, Hjalti Grettisson, Árni Valgeirsson, Karl G. Karlsson, Þröstur I. Meira
25. nóvember 1997 | Leiklist | 556 orð

Ástin á tímum kólerunnar

Höfundur: Maxim Gorkí. Leikstjóri: Guðjón Pedersen. Tónlist: Einar Örn Jónsson. Búningar: Ragna Fróðadóttir. Leikmynd: Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Förðun, hárgreiðsla og gervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Tannsmiður: Finnbogi Helgason. Tæknistjórn: Þórarinn Blöndal. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 736 orð

Ást í meinum

eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur, Fróði 1997 ­ 152 bls. HVERS vegna skrifar fólk bækur um ástarlíf sitt og einkalíf? Kemur okkur það við? Vafalaust finnast engin einhlít svör við slíkum spurningum. Þó er ekki óeðlilegt að spurt sé í þessa veru þegar flett er í gegnum nýútkomna bók Jóhönnu Kristjónsdóttur, Kæri Keith. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 107 orð

BARNABÓKIN Kynlegur kvistur á grænni grein

BARNABÓKIN Kynlegur kvistur á grænni grein er eftir Sigrúnu Eldjárn. Í kynningu segir: "Harpa er hugrökk stúlka en Hrói vinur hennar er satt að segja engin hetja. Dag einn fara þau út í skóg og hitta fyrir furðulegar og ógnvekjandi verur. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 110 orð

BARNABÓKIN Sagan af skessunni

BARNABÓKIN Sagan af skessunni sem leiddist er eftir Guðrúnu Hannesdóttur. Í kynningu segir: "Stóra skessan átti engan vin og enginn vildi vera með henni. Ekki fyrr en hún hitti hagamús sem kenndi henni gott ráð. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 83 orð

BARNALJÓÐABÓKIN Halast

BARNALJÓÐABÓKIN Halastjarna er eftir Þórarin Eldjárn með myndum Sigrúnar Eldjárn. Í kynningu segir: "Öfugmælavísur og gamankveðskapur Þórarins er ætlaður ljóðelskum börnum á öllum aldri. Litmyndir Sigrúnar blása þessum skáldskap síðan byr undir báða vængi. Meira
25. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 570 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbjarnar

Marvin's Room Meryl Streep og Diane Keaton í fínu formi í tilfinningadrama um fjölskyldutengsl, ábyrgð og ást. Hefðarfrúin og umrenningurinn Hugljúf teiknimynd frá Disney um rómantískt hundalíf. Prýðileg afþreying fyrir alla fjölskylduna og ber aldurinn vel, var frumsýnd árið 1955. Meira
25. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 104 orð

Cooliohandtekinn

BANDARÍSKI rapparinn Coolio var handtekinn í Þýskalandi á laugardag fyrir að kýla búðareiganda í magann. Þýska lögreglan greindi frá því að hún hefði handtekið átta manns síðastliðinn laugardag vegna ásakana um að þeir hefðu gengið út úr verslun í suðvesturhluta Boeblingen síðastliðinn fimmtudag í fötum sem þeir höfðu ekki greitt fyrir. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 627 orð

Dagbækur mjög spennandi

ÚT er komin skáldsagan Erta eftir Diddu, en hún gaf út ljóðabókina Lastafans og lausar skrúfur fyrir tveimur árum. Um er að ræða dagbók Ertu, stúlku úr Reykjavík, í 52 vikur, sem bæði hefst og lýkur á föstudegi. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 629 orð

Dauður eða lifandi?

NÝJASTA skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur heitir Hanami, sagan af Hálfdani Fergussyni. Er þetta fyrsta skáldsaga hennar síðan Hjartastaður kom út 1995 en fyrir hana hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin. "Hanami fjallar um sendibílstjóra að nafni Hálfdan Fergusson," segir Steinunn, "voðalega fínan náunga sem er fjölskyldufaðir á Seltjarnarnesi. Meira
25. nóvember 1997 | Skólar/Menntun | 1272 orð

Efasemdir um dómnefndarálitið

Hart er deilt um niðurstöðu dómnefndar um hæfni umsækjenda um prófessorsstöðu við læknadeild Háskóla Íslands og Landspítala. Gunnar Hersveinn kynnti sér reglur um veitingu starfa háskólakennara og ræddi við meðal annarra við dr. Martin Grabowski umsækjanda sem mótmælir neikvæðum hæfnisdómi dómnefnar. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 115 orð

Eftirminnilegir menn

SÖNGUR lýðveldis - Um félagsskap við menn er eftir Indriða G. Þorsteinsson. Í bókinni segir Indriði frá kynnum sínum af ýmsum eftirminnilegum mönnum sem eru margir og ólíkir: Karl Magnússon, járnsmíðameistari á Akureyri, Guðmundur Halldórsson, rithöfundur frá Bergsstöðum, Sigurjón Jónasson (Dúddi) á Skörðugili, Kristján frá Djúpalæk, Stefán Bjarman, Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 1721 orð

Einar Hjörleifsson Kvaran ­ maðurinn og skáldið Kvaran og bókmenntaverðlaun Nóbels

ÁRIÐ 1900 komu fyrstu sögur Einars út á erlendu tungumáli. Það voru To fortællingar fra Island, sem Holger Wiehe þýddi á dönsku. Það var um þá bók sem Georg Brandes skrifaði lofsamlegan ritdóm og sagði að sagan Vonir væri hrein perla. Árið 1909 kom Ofurefli út hjá Gyldendal. Sú saga kom og út á tékknesku 1911 og þýsku 1912. Meira
25. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 469 orð

Einföld og margþætt í senn Fimmta frumefnið (The Fifth Element)

Framleiðandi: Gaumont Prod. Leikstjóri: Luc Besson. Handritshöfundar: Luc Besson og Robert Mark Kamen. Kvikmyndataka: Thierry Arbogast. Búningar: Jean-Paul Gaultier. Tónlist: Eric Serra. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Milla Jovovich, Gary Oldman, Ian Holm og Chris Tucker. 123 mín. Bandaríkin. Gaumont/Skífan. Útgáfud: 19. nóv. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
25. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 64 orð

Eins og í draumi

TOPPFYRIRSÆTAN Tyra Banks mætir í verslun Victoria's Secret í New York í "draumabrjóstahaldara" sem kostar litlar þrjár milljónir dollara eða rúmar 200 milljónir króna. Brjóstahaldarinn var búinn til af skartgripasalanum Harry Winston í samvinnu við verslunina og er í anda þeirrar stefnu Victoria's Secret að bjóða upp á "algjörar draumagjafir". Meira
25. nóvember 1997 | Skólar/Menntun | 569 orð

Einstaklingar geta ekkimetið sjálfa sig

DÓMNEFNDIN er samkvæmt reglum Háskóla Íslands bundin ströngum trúnaði og getur hvorki fyrir né eftir veitingu starfa háskólakennara tjáð sig opinberlega um álit sitt á einstökum umsækjendum," segir prófessor Helgi Valdimarsson, formaður dómnefndarinnar, spurður um ástæður þess að dr. Meira
25. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 432 orð

"Erfitt að velja úr"

Ljósmyndamaraþon var þreytt á hátíð Unglistar í októberlok og skráði 31 áhugaljósmyndari sig í keppnina. Af þeim luku 28 manns keppni en þrjár filmur reyndust óáteknar. KEPPENDUR fengu tólf viðfangsefni, tólf mynda filmu og höfðu tólf klukkustundir til að vinna verkefnið og skila því inn," sagði Þórunn Guðjónsdóttir hjá Hinu húsinu sem stóð að Unglist '97. Meira
25. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 173 orð

Gaukurinn fjórtán ára

HALDIÐ var upp á 14 ára afmæli Gauksins síðastliðið fimmtudagskvöld og heiðruðu fjölmargir staðinn með nærveru sinni. Hljómsveitirnar Sóldögg og Skítamórall tróðu upp. Undanfarna viku eða frá síðastliðnum sunnudegi fram á fimmtudag hefur verið mikið um dýrðir í tilefni af afmælinu. Meira
25. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 90 orð

Geimveruupprisa frumsýnd

KVIKMYNDIN "Alien Resurrection" var frumsýnd í Los Angeles nú á dögunum. Sem fyrr er það Sigourney Weaver sem leikur hermanninn Ripley sem á í eilífðarbaráttu við geimverur. Önnur aðalhlutverk leika Winona Ryder, Ron Perlman og Michael Wincott en það er Frakkinn Jeane-Pierre Jeunet sem leikstýrir. Þetta er fjórða geimverumyndin um Ripley en hinar þrjár hafa notið mikilla vinsælda um allan heim. Meira
25. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 310 orð

Heima er best Móðirin (Mother)

Framleiðendur: Scott Rudin og Herb Nanas. Leikstjóri: Albert Brooks. Handritshöfundar: Albert Brooks og Monica Johnson. Kvikmyndataka: Lajos Kostai. Tónlist: Marc Shaiman. Aðalhlutverk: Albert Brooks, Debbie Reynolds, Rob Morrow, Lisa Kudrow. 100 mín. Bandaríkin. Cic myndbönd 1997. Útgáfudagur: 18. nóvember. Myndin er öllum leyfð. Meira
25. nóvember 1997 | Myndlist | 686 orð

Hestar, hólar og fólk

Opið 10 til 18. Sýningin stendur til 30. nóvember. BRYNDÍS Björgvinsdóttir lærði myndlist í Reykjavík en býr nú og málar á Hólum í Hjaltadal og myndirnar sem hún sýnir í Listakoti eru undarleg samsuða af sveit og borg, náttúru og manngerðum hlutum. Meira
25. nóvember 1997 | Skólar/Menntun | 611 orð

Hugsanlegir formgallar hjá matsnefndinni Dr. Páll Ingvarsson læknir í Gautaborg segist ekki hafa fengið sannfærandi rök um að

DR. PÁLL Eyjólfur Ingvarsson læknir við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg í Svíþjóð var metinn óhæfur af dómnefnd til að verða prófessor í taugasjúkdómafræði eins og Martin Grabowski. Hann telur Martin reyndar afkastamesta umsækjandann í vísindastörfum. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 714 orð

Hugsjónamaðurinn Alfreð Nóbel

STURE Allén, ritari Sænsku akademíunnar, hefur skrifað grein um Nóbelsverðlaunin sem töluverða athygli hefur vakið. Greinin sem upphaflega var fyrirlestur haldinn í Japan í nóvember í fyrra birtist fyrst á ensku í tímariti akdemíunnar, Artes, á þessu ári og er nú komin í sænskri þýðingu í sama riti. Meira
25. nóvember 1997 | Leiklist | 277 orð

Hvernig lítur pamfíll út?

Leikstjóri og höfundur: Þorsteinn Bachmann. Leikarar: Axel Finnur Norðfjörð, Hlini Jóngeirsson, Elísabet Grétarsdóttir, Ásdís Steingrímsdóttir, Gísli Pétur Hinriksson, Unnar Sveinn Helgason, Kristín Svava Svavarsdóttir. Hljóð: Sveinn Rúnar Jóhannsson. Ljós: Þórður Aðalsteinsson, Stefán Þór Stefánsson. Flensborgarskólanum, Hafnarfirði, laugardagskvöldið 22. nóv. Meira
25. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 594 orð

Hæfileikamaðurinn Augustin

Leikstjórn og handrit: Anne Fontaine. Kvikmyndataka: Jean-Marie Dreujou. Aðalhlutverk: Jean- Chrétien Sibertin-Blanc, Stephanie Zhang, Nora Habib, Guy Casabonne og Thierry Lhermitte. 60 mín. Frönsk. Cinéa/ Sepia Produstins. 1995. Meira
25. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 151 orð

Indversk Ungfrú heimur UNGFRÚ Indland var krýnd Ungfrú heimur á Se

UNGFRÚ Indland var krýnd Ungfrú heimur á Seychelleyjum síðastliðinn laugardag. Þessi fegursta kona heims heitir Diana Hayden og er 24 ára. Hún bar sigurorð af 85 öðrum fegurðardísum sem komu víðsvegar að úr heiminum og vitnaði í írska skáldið W.B. Yeats á leið sinni í úrslitin. "Í draumum felst ábyrgð," hafði hún eftir skáldinu. Meira
25. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 47 orð

Kápurí Kína

KÁPURNAR í verslunarkjarna Peking borgar voru ekki mikil freisting fyrir þessa kínversku konu sem átti leið fram hjá versluninni. Vetrarkápurnar sem hinar vestrænu gínur skarta kosta á bilinu 25 þúsund til 40 þúsund krónur og því ekki fyrir hvern sem er að fjárfesta í slíkum fatnaði. Meira
25. nóvember 1997 | Menningarlíf | 190 orð

Keith Reed í Egilsstaðakirkju

KEITH Reed, bassa og barítonsöngvari, hélt einsöngstónleika í Egilsstaðakirkju laugardaginn 15. nóvember sl. Eins og flestum er í fersku minni vann Keith Reed til Tónvakaverðlauna Ríkisútvarpsins 1997, og í tilefni af því söng hann með Sinfóníuhljómsveit Íslands á sérstökum hátíðartónleikum 30. október sl. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 962 orð

Komintern og landnám

stofnaðir þrír kommúnistaskólar í Moskvu til að þjálfa atvinnuflokksmenn og áróðursmeistara, Austurháskólinn, Vesturháskólinn og Lenínskólinn. Nokkrum árum áður hafði Hendrik Ottósson stungið upp á því við forystumenn Alþjóðasambandsins að Íslendingum yrði falið að stofna kommúnistaskóla til að þjálfa alþjóðlega áróðursmenn, samkvæmt heimildum Jóns Ólafssonar, Meira
25. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 385 orð

Kona á barmi taugaáfalls

Leikstjóri og handritshöfundur: Noémie Lvovsky. Framleiðandi: Alain Sarde. Aðalhlutverk: Emmanuel Devos, Laurent Grévill, Emmanuel Salinger, Philippe Torréton. GLEYMDU mér segir nöturlega sögu af konu sem þráir mann er elskaði hana einu sinni en gerir það ekki lengur. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 724 orð

Kviknaktir karlmenn

"Í DAG varð ég kona." Á þessum orðum hefst samnefnd skáldsaga sem Gunnar Dal hefur sent frá sér. Tilefnið er að söguhetjan, hin fjórtán ára gamla Guðrún, hefur í fyrsta sinn á klæðum og "breytist þar með úr barni í konu". "Því fer fjarri að þetta sé epísk skáldsaga," segir höfundurinn, "þvert á móti er þetta einstök bók hvað form snertir og raunar innihald líka. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 407 orð

Leikir fyrir börn á öllum aldri

Bryndís Bragadóttir tók saman. Teikningar eru eftir Brian Pilkington. Prentvinnsla var í höndum Odda hf. Hörpuútgáfan 1997 ­ 72 síður. LEIKJABÆKUR hafa skemmt mörgum gegnum tíðina en verið ófáanlegar um skeið, sem ekki er gott á þessum síðustu og tilbreytingarsnauðustu sjónvarpstímum. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 1095 orð

Lífsgleði

eftir Sigurð A. Magnússon. Mál og menning 1997. Bls. 395. FREMST í bókinni tilfærir Sigurður A. Magnússon tilvitnun í þýðingu Brands ábóta á Alexanders sögu þar sem segir að náttúran hafi sett það lögmál að sögumaður skuli "aldregi um kyrrt sitja og hafa lausung fyrir staðfesti". Það eru torfundin betri einkunnarorð fyrir þessa bók. Meira
25. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 33 orð

Marceau bregður á leik

FRANSKA eftirherman Marcel Marceau bregður á leik í sýningu sem nefnist "Le Chapeau Melon" eða "Kúluhattur" sem var frumsýnd í París 20 nóvember síðastliðinn og mun ganga til 11. janúar. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 278 orð

Má bora í nefið?

Höfundur: Daniela Kulot-Frisch. Íslensk þýðing: Hildur Hermóðsdóttir. Mál og menning, 1997 ­ 28 bls. LENGI framanaf var það eitt aðalmarkmið barnabóka að kenna börnum góða siði og brýna fyrir þeim hversu hættulegt það gat verið velferð þeirra ef þau óhlýðnuðust boðum og bönnum fullorðna fólksins. Meira
25. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 257 orð

Málgleði í grátónum

Leikstjóri Jean Francois Richet. Handritshöfundur Jean Francois Richet. Aðalleikendur Pierre Cephas, Stephanie Colliere. 80 mín. Frakkland 1995. ÞAÐ er fróðlegt og forvitnilegt að fá tækifæri til að skyggnast inní veröld ungra kvikmyndaskálda annarra þjóða, en Úthverfier ein fimm mynda sem Háskólabíó sýnir þessa dagana og eru byrjendaverk franskra kvikmyndagerðarmanna. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 1110 orð

Meinlegt eðli mennskrar þjóðar

Helgi Hálfdanarson þýddi. Prentuð í Svíþjóð. Mál og menning 1997 ­ 366 síður. RITÆFINGAR eftir Helga Hálfdanarson hafa verið fáséðar í blöðum að undanförnu og ber ekki endilega að harma það. Skýringin er nú komin eða að minnsta kosti hluti hennar. Bókin Sígildir ljóðleikir er alveg fullgilt ársstarf eða jafnvel ævistarf þegar hugsað er til ýmissa mætra manna. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 228 orð

Minningasaga um dreng

GRÖSIN í glugghúsinu eftir Hreiðar Stefánsson hefur verið gefin út í annarri útgáfu, en þegar hún kom út 1980 vakti hún óskipta athygli. Flestar bækur sínar höfðu þau hjónin, Hreiðar Stefánsson og Jenna Jensdóttir, samið í samvinnu, en nú varð breyting á hjá báðum. Í kynningu segir m.a. Meira
25. nóvember 1997 | Menningarlíf | 48 orð

NEFTÓBAKSDÓS enska skáldsins Byrons lávarðar seldist fyrir sem svara

NEFTÓBAKSDÓS enska skáldsins Byrons lávarðar seldist fyrir sem svarar til tæpra átta milljóna ísl.kr. á uppboði í Genf í Sviss fyrir skömmu. Dósin er gullhúðuð og eignaðist Byron hana árið 1812. Með í kaupunum fylgdi ljósrit af reikningnum fyrir dósinni. Kaupandinn, evrópskur safnari, vildi ekki láta nafns síns getið. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 130 orð

Nýjar bækur BRÓÐIR minn og bróðir

BRÓÐIR minn og bróðir hans er eftir sænska höfundinn Håkon Lindquist. Þetta er fyrsta bók höfundarins og er í þýðingu Ingibjargar Hjartardóttur. Jónas veit að hann átti bróður sem dó áður en Jónas sjálfur fæddist. Dag einn finnur Jónas jakka bróður síns uppi á háalofti. Í einum vasanum liggur bréf stílað á Prinsa. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 149 orð

Nýjar bækur SKÁLDSAG

SKÁLDSAGAN Skot er eftir Rögnu Sigurðardóttur. Sagan fjallar um unga íslenska konu, Margréti, sem er að vinna um nokkurra mánaða skeið í Rotterdam í Hollandi. Dag nokkurn hittir hún Arno, austrænan og heillandi karlmann, og fellur samstundis kylliflöt fyrir honum. Meira
25. nóvember 1997 | Menningarlíf | 115 orð

Nýjar plötur Morgunblaðið. Blönduós.

NORÐLENSKAR nætur er með söng Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og hefur að geyma tuttugu lög. Kórinn sem er stofnaður árið 1925 á rætur sínar að rekja eins og nafnið bendir til í Bólstaðarhlíðarhrepp sem er austasta sveitarfélagið í Austur-Húnavatnssýslu. Félagssvæði kórsins er þó stærra því söngmenn koma víða að úr Austur - Húnavatnssýslu. Meira
25. nóvember 1997 | Menningarlíf | 135 orð

Nýliði fær bókmenntaverðlaun

CHARLES Frazier vann á þriðjudag ein stærstu bókmenntaverðlaun Bandaríkjanna, bandarísku bókaverðlaunin, fyrir frumraun sína, sem nefnist "Cold Mountain". Fjallar hún um Suðurríkjahermann sem gerist liðhlaupi í Þrælastríðinu til að komast heim til elskunnar sinnar. Meira
25. nóvember 1997 | Tónlist | 554 orð

Ójöfn samkeppni

Schubert: Oktett í F-dúr fyrir blásara og strengi Op. 166 (D803). Ármann Helgason, klar.; Emil Friðfinnsson, horn; Brjánn Ingason, fagott; Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Bryndís Pálsdóttir, fiðlur; Junah Chung, víóla; Sigurður Halldórsson, selló; Hávarður Tryggvason, kontrabassi. Listasafni Íslands, sunnudaginn 23. nóvember kl. 20.30. Meira
25. nóvember 1997 | Menningarlíf | 73 orð

Rithöfundar fara með ástarorð

FIMM rithöfundar lesa úr nýútkomnum verkum sem fjalla um ástina á veitingastaðnum Sólon Íslandus í kvöld, þriðjudag kl. 20.30. Didda les úr Ertu; Jón Karl Helgason úr þýðingu sinni Sálin vaknar, eftir Kate Chopin; Rúnar Helgi Vignisson les úr Ástfóstri; Steinunn Sigurðardóttir úr Hanami, sögunni af Hálfdani Fergussyni og Þórunn Valdimarsdóttur úr Alveg nóg. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 1018 orð

Saga listarinnar

eftir E.H. Gombrich. Þýðandi Halldór Björn Runólfsson. Mál og menning 1997. 688 bls. ÞAÐ hefur næsta lítið farið fyrir skipulegri útgáfu á efni tengdu almennri listasögu hér á landi Ekki svo að mér sjáist yfir þýðingu Björns Th. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 62 orð

SALÓMON svarta er eftir Hjört Gíslason

SALÓMON svarta er eftir Hjört Gíslason. Sagan segir af kraftmiklum og snjöllum hrút og tvíburunum Fíu og Fóa en bókin hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið. Lífsgleðin skín af hverri síðu og undirliggjandi er boðskapur um manngæsku og umburðarlyndi sem öllum er hollt að kynnast. Meira
25. nóvember 1997 | Tónlist | 652 orð

Sálumessa með sveiflu

Verk eftir Nils Lindberg, þ.ám. Requiem. Einsöngvarar: Harpa Harðardóttir, Andrea Gylfadóttir og Bergþór Pálsson. Kór Langholtskirkju og Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Jóns Stefánssonar. Langholtskirkju, laugardaginn 22. nóvember kl. 17. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 175 orð

SETIÐ við Sagnabrunn er eftir Þórð

SETIÐ við Sagnabrunn er eftir Þórð Tómasson í Skógum. Í kynningu segir: "Í bókinni er fjallað um huldufólk og aðrar vættir sem löngum hafa verið okkur Íslendingum ofarlega í huga og sagt er frá bústöðum þeirra og samskiptum þess við mannfólkið. Meira
25. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 411 orð

Síðustu orð Díönu þjáningarfull

ANDLÁTSORÐ Díönu prinsessu voru þjáningarfull, að sögn Frederick Mailliez, fransks læknis sem var fyrstur á slysstað í París. Hann greinir frá þessu í viðtali sem birtist síðastliðinn laugardag í dagblaðinu The Times. Mailliez segist hafa komið að fallegri ungri konu með hnén klemmd föst milli fram- og aftursæta Mercedes-bifreiðar. Meira
25. nóvember 1997 | Menningarlíf | 206 orð

Smári vígður

NÝTT viðbótarhúsnæði Söngskólans í Reykjavík á Veghúsastíg 7 var vígt við hátíðlega athöfn síðastliðinn sunnudag. Var húsinu gefið nafnið Smári í minningu Ragnars í Smára sem lengi starfaði í húsinu og kenndur var við það. Í Smára er tónleikasalur fyrir rúmlega eitt hundrað gesti, fimm kennsluherbergi og anddyri með aðstöðu til veitinga. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 567 orð

Speglalest

eftir Friðriku Benónýs, útgefandi: Fróði. Rvík 1997. 135 síður. ÞAÐ var gaman að lesa skáldsögu Friðriku Benónýs, Nema ástin. Hún er spennandi og vel skrifuð og segir lesanda sínum margt. Til dæmis um þörf líkamans fyrir sjálfan sig og aðra líkama. Þörf líkamans til að vera elskaður og elska. Þörf líkamans til að njóta aðdáunar og njóta. Meira
25. nóvember 1997 | Tónlist | 576 orð

Sterkar lýsingar í tónum og fasi

Flytjendur, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzosópran og Gerrit Schuil, píanó. Verkefni eftir Granados, Atla Heimi, Bernstein, Ives, Copland, Samuel Barber, Menotti og Kurt Weill. Sunnudagur 23. nóvember kl. 17. Meira
25. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 459 orð

Sviplegt fráfall Michaels Hutchence MICHAEL Hu

MICHAEL Hutchence söngvari áströlsku hljómsveitarinnar INXS fannst hengdur á hótelherbergi í Sidney um helgina. Talið er líklegt að söngvarinn hafi fyrirfarið sér en endanlegur úrskurður mun liggja fyrir innan skamms, svo og niðurstöður úr áfengis- og lyfjaprófum. Meira
25. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 463 orð

Titringur og trúarhiti í Kántrýbæ

Titringur og trúarhiti í Kántrýbæ TÓNLIST Geisladiskur KÁNTRÝ 8 KÁNTRÝ 8 nefnist geisladiskur sem kúrekasöngvarinn Hallbjörn Hjartarson frá Skagaströnd sendi frá sér á sumarmánuðum. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 563 orð

Tímabært að setja spennu inn í íslenskar skáldsögur

"ÞESSI bók fjallar fyrst og fremst um merkingu hugtakanna líf og dauði núna undir árið 2000," segir Arnaldur Indriðason um fyrstu skáldsögu sína, Syni duftsins. Sagan hefst á því að tveir menn deyja á voveiflegan hátt í Reykjavík. Meira
25. nóvember 1997 | Menningarlíf | 150 orð

Tímarit ALMANAK Hins íslenska þjóðvinafél

ALMANAK Hins íslenska þjóðvinafélags er komið út í 124. sinn, en það kom fyrst út í Kaupmannahöfn árið 1874. Alla tíð síðan hefur almanakið komið út á vegum Þjóðvinafélagsins og nú um langa hríð í samvinnu við Háskóla Íslands. Meira
25. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 48 orð

Tónleikar í Zürich

JIM Kerr söngvari skosku hljómsveitarinnar Simple Minds var einn af þeim sem komu fram á "Night of Proms" tónleikunum í Zürich í síðustu viku. Simple Minds var ein margra hljómsveita og söngvara sem komu fram á tónleikunum en löngu uppselt var á þá og stemmningin mikil. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 105 orð

TÓTA og Tíminn er eftir Bergljótu

TÓTA og Tíminn er eftir Bergljótu Arnalds. Bergljót er höfundur bókarinnar Stafakarlar sem kom út á síðasta ári. Í Tótu og Tímanum segir frá því þegar Tóta vaknaði við eitthvert skrítið hljóð. Er hún gægðist inn í stofu sá hún lítinn, einkennilegan karl klöngrast út úr gömlu standklukkunni. Meira
25. nóvember 1997 | Menningarlíf | 83 orð

Tvö íslenzk verk á flautuplötu

BIS-hljómplötuútgáfan hefur gefið út geilsaplötu með flautuleik Manuelu Wiesler. Þar leikur hún m.a. verk eftir tvö íslenzk tónskáld. Á plötunni, sem heitir Smátt er fallegt ( Small is beautiful )- stutt verk fyrir einleiksflautu, leikur Manuela 31 verk eftir 19 tónskáld og eru þar á meðal Sjóleiðin til Bagdad eftir Jón Nordal og Óslóarræll eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 547 orð

Vaknað til lífsins

FLESTAR persónur fyrstu skáldsögu Sigurjóns Magnússonar, Góða nótt, Silja, eru utanveltu. Jónatan er næturvörður, Silja á við veikindi að stríða og yfir fjölskyldunni í Smáíbúðahverfinu hvílir drungi. Líf þeirra og samskipti eru í föstum skorðum og smávægilegar breytingar þar á hafa í för með sér upplausn. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 597 orð

Vesturferðin

eftir Kristínu Steinsdóttur. Vaka- Helgafell, 1997 ­ 184 bls. Í ÞESSARI sögu fléttar höfundur saman tveimur sögum, annars vegar frásögn um stúlkuna Þóru sem býr í Reykjavík nútímans og hins vegar sögu Magneu sem fór til vesturheims á síðastliðinni öld. Meira
25. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 208 orð

"Vikulega fram að jólum"

TÍSKUSÝNING var haldin á Kaffi Reykjavík síðasta fimmtudag þar sem sýnd voru föt frá versluninni Cha Cha í Kringlunni. Fyrirsætur frá Módel '79 sýndu fatnaðinn og Heiðar Jónsson var kynnir. Að sögn Hennýar Hermannsdóttur verða tískusýningar á Kaffi Reykjavík fastur liður á fimmtudögum fram að jólum. Meira
25. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 350 orð

Þægileg tónlist

Sigríður Beinteinsdóttir flytur lög af ýmsum toga. Upptökustjórn: Friðrik Karlsson. Útsetningar: Friðrik og Jonn Savannah. Sigríður gefur sjálf út. 1.999 kr. 35 mín. ÍMYND Sigríðar Beinteinsdóttur hefur verið greypt í þjóðarsálina allt frá því hún söng línuna "Vertu ekki að plata mig" í samnefndu lagi með HLH-flokknum fyrir 10­15 árum. Meira
25. nóvember 1997 | Bókmenntir | 826 orð

Ættland skáldskapar í þorpi

eftir Guðberg Bergsson. Oddi prentaði. Forlagið 1997 ­ 320 síður. GUÐBERGUR Bergsson kallar bók sína skáldævisögu og hefur með því fyrirvara líkt og Halldór Laxness þegar hann skilgreindi æviminningar sínar. Meira
25. nóvember 1997 | Menningarlíf | 75 orð

(fyrirsögn vantar)

FRAMKVÆMDIR eru hafnar við Menningarmiðstöð Kópavogs, og hefur botnplata 1. áfanga verið steypt. Nýlega voru opnuð tilboð í uppsteypu og frágang utanhúss. Ákveðið var að taka tilboði lægstbjóðanda, Riss ehf., en það hljóðaði upp á tæpar 90 m.kr. Áætluð verklok eru í ágúst 1998. Í 1. Meira

Umræðan

25. nóvember 1997 | Aðsent efni | 903 orð

Af ferðakostnaði Seðlabanka Íslands, risnu o.fl.

ENN hafa gengið yfir umræður um risnu og ferðakostnað Seðlabanka Íslands, sérstaklega vegna utanferða, og enn fyrir tilstilli Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns. Í umræðum um ferðakostnað Seðlabankans hafa yfirmenn hans forðast að svara með því að benda sér til varnar á aðrar stofnanir, enda væri að því lítill mannsbragur. Meira
25. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 465 orð

Eiga sérhagsmunir að einoka almenning?

ÞAÐ VAR lærdómsríkt að hlusta á umræðuna í sjónvarpinu um að flýa klukkunni um klukkutíma yfir sumartímann til viðbótar því sem nú er. Merkilegast var að þeir sem vildu flýta klukkunni vísuðu nær eingöngu til þröngra sérhagsmuna máli sínu til stuðnings. Það var ekki hlustað á þau rök að tíminn er innbyggður í lífið umhverfis okkur. Meira
25. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 445 orð

Er til barnabjór, pabbi?

ÉG HEF, eins og sennilega margir aðrir, fylgst dálítið með umfjöllun dagblaðanna og þó einkum Morgunblaðsins um áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga, um drukkna unglinga í miðbæ Reykjavíkur, sölu vímuefna við skóla á Seltjarnarnesi, umfjöllun um nýafstaðna ráðstefnu SÁÁ og forvarnaráðstefnu foreldra. Meira
25. nóvember 1997 | Aðsent efni | 651 orð

Heiðarleiki í samstarfi

PÓLITÍSKAR umræður eða deilur eru oft meira áberandi í einu sveitarfélagi en öðru. Eins virðist sem sumir fjölmiðlar leggi megináherslu á að draga fram ágreiningsatriði og fjalla þá gjarnan um málin á neikvæðan máta. Meira
25. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 356 orð

Hvað getum við gert?

NÚ ER rúmlega ár liðið, frá því að tíu geðveikir sjúklingar urðu að yfirgefa deild 35 í Arnarholti. Þeir voru yngsta fólkið þar og höfðu aðsetur í litlu húsi við hlið aðalhússins. Þarna höfðu þessir sjúklingar sín eigin herbergi með snyrtingu; þetta var þeirra heimili. Án fyrirvara var deildinni lokað. Meira
25. nóvember 1997 | Aðsent efni | 577 orð

Hvað kostar að sameina spítalana?

NÝLEGA var birt skýrsla innlendra og erlendra ráðgjafa þar sem lagt er til að stóru sjúkrahúsin í Reykjavík verði sameinuð í einn háskólaspítala í þeim tilgangi að bæta þjónustu og spara fjármuni. Í skýrslunni er sjúkrahúsunum, Landsspítala (LSP) og Sjúkrahúsi Reykjavíkur (SHR) hrósað og talið að þau veiti sambærilega þjónustu fyrir lægra verð en viðmiðunarsjúkrahús á Norðurlöndum. Meira
25. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 174 orð

Hvers eiga heilbrigð börn að gjalda?

SONUR minn er fæddur í mars '94. Hann hefur verið á biðlista eftir heilsdags plássi á leikskóla í rúm þrjú ár hjá Dagvist barna í Reykjavík. Hann er ekki forgangsbarn, hann er heilbrigður og á heilbrigða foreldra sem eru í hjónabandi, sakir þess má hann sitja á hakanum. Meira
25. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1022 orð

Lækningar ­ hvað er nú það?

Í MORGUNBLAÐINU hinn 15. nóv. sl. er grein eftir Gunnlaug K. Jónsson forseta NLFÍ sem ber fyrirsögnina "Skottulækningar- hvað er nú það?". Greinin mun vera svar við fyrirlestri mínum á vegum Hollvinafélags læknadeildar HÍ hinn 8. nóv. sl. Ég verð að játa að mér finnst heldur miður, að Gunnlaugur skuli hafa gleymt því hvað ég heiti. Meira
25. nóvember 1997 | Aðsent efni | 588 orð

Síminn eða þjóðin

LENGI hef ég verið þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn væri það afl sem myndi leiða þjóðina í gegnum hvað sem á dynur. Ég skrifaði grein í Morgunblaðið fyrir um ári, þar sem ég sagði að forsætisráðherra ætti að bera ábyrgð á ráðherrum sínum og sérstaklega ráðherrum úr sínum eigin flokki. Þann 31. Meira
25. nóvember 1997 | Aðsent efni | 552 orð

"Skríllinn" á Torginu

ÉG VIL þakka Friðriki Erlingssyni góða grein í Morgunblaðinu hinn 23. okt. sem vakti mig til umhugusunar um unglingana, "skrílinn", sem ræður ríkjum í miðborginni um helgar eins og Friðrik tók réttilega til orða, er verndaður með þögninni og aðgerðaleysinu. Þessir vesalings unglingar eru sjálfum sér og öðrum stórhættulegir og agaleysi þeirra þjóð okkar stórlega til skammar. Meira
25. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 570 orð

Staðreyndavillur

ÞAÐ þarf mikið til, að ég taki mér penna í hönd til að gefa andsvar í fjölmiðlum við staðreyndavillum, einsog þeim sem birtust í bréfi Þorsteins Guðjónssonar til blaðsins (fös. 21.) í grein titlaðri "Í frjóa jörð...", en þegar ég las það sem greinarhöfundur setti þar fram blygðunarlaust, gat ég ekki lengur á mér setið. Meira
25. nóvember 1997 | Aðsent efni | 789 orð

Stolna fangelsisbiblían

HANN Fred litli bjó ásamt foreldrum sínum og systkinum í mikilli fátækt í Bandaríkjunum. Þegar hann var aðeins fimm ára gamall gerðist faðir hans brotlegur við lögin og var dæmdur til fangelsisvistar. "Það var svartur sunnudagsmorgunn, sem ég gleymi aldrei, Meira
25. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 407 orð

Tollar á farartæki

Í FRÉTTUM nýlega bar það á góma að viðræður ættu sér stað milli ráðuneyta um lækkun tolla á farartæki sem væru á einhvern hátt umhverfisvæn, eins og rafmagnsbíla. Það á líklega að ýta undir sölu á slíkum tækjum, enda hið besta mál mitt í allri umræðu um umhverfisvernd. Meira
25. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1043 orð

Veraldarhúsið

LANDSMENN greinir á um launakjör, meira eða minna, og stundum er sagt að það sé ekki sama að vera Jón eða séra Jón þegar kemur að landsins gæðum. Ég þekki þó aðra mismunun verri en stétta eða fjárhags. Og hana afdrifaríka, ekki síður en kjaramálin. Hún veldur orðið pólitísku vitundarleysi allra landsmanna. Á Íslandi ríkir fámennisstjórn yfir háttum alls almennings. Meira
25. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1077 orð

Verðmæti þjóðarinnar Útvegurinn greiðir núna 1.400 m.kr. í tryggingagj

DJARFIR framkvæmdamenn hafa í tímans rás haft mikla forsjá, frumkvæði og af mikilli bjartsýni unnið ötullega að vexti og eflingu sjávarútvegsins, þar sem framtak einstaklingsins er lagt til grundvallar. Þeir hafa fjárfest, tekið áhættu, ábyrgð, staðið og fallið með henni. Meira
25. nóvember 1997 | Aðsent efni | 615 orð

Þorir þú?

OFT heyrist sagt, að það þurfi kjark til að lifa lífinu. Það heyrist líka sagt, að það þurfi kjark til þess að vera sannur maður í þess orðs besta skilningi. Oft þarf kjark til að geta horfst í augu við sjálfan sig og lífið sem lifað er hér og þar í veröldinni. Kannski er lífshamingjan fólgin í þessum tveimur orðum að þora. Samviskan og skynsemin er sá áttaviti, sem við þurfum á að halda í lífinu. Meira
25. nóvember 1997 | Aðsent efni | 477 orð

Þrjú fróðleg rit um fiskveiðar

ÞÓTT íslenskir fjölmiðlar með Morgunblaðið í fararbroddi segi frá því með stríðsfyrirsagnaletri, þegar útlendingar opna munninn til stuðnings veiðigjaldi, þegja fjölmiðlar vandlega um það, að íslenska kvótakerfið er almennt talið eitthvert hagkvæmasta skipulag fiskveiða, sem nú stendur. Þetta kemur skýrt fram í þremur nýjum, erlendum ritum, sem ekki hafa verið kynnt á Íslandi mér vitanlega. Meira

Minningargreinar

25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 451 orð

Guðmundína Björnsdóttir

Nú er hún Ína móðursystir mín farin í ferðina sem bíður okkar allra. Ég á eftir að sakna hennar mikið, en alla tíð var samband okkar mjög náið, fyrst og fremst vegna þess að mikill samgangur var á milli heimila systranna Ínu og Helgu móður minnar. Er ég var barn bjuggum við í sama húsi, hjá afa og ömmu í Bergstaðastræti. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 210 orð

Guðmundína Þuríður Björnsdóttir

Elsku Ína amma. Okkur langar til að kveðja þig með þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt með þér í gegnum tíðina. Það var alltaf notalegt að koma til þín á Dunhagann, hvort sem það var í heimsókn eða pössun. Þar mætti maður alltaf umhyggju og hlýju. Það var vinsælt að fara í pössun til þín, þar sem þú sýndir okkur alltaf mikla athygli. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 194 orð

Guðmundína Þuríður Björnsdóttir

Elsku amma mín. Mér brá á sunnudagskvöldið þegar ég frétti að þú værir dáin. Tómleikatilfinning helltist yfir mig og ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við þessum fréttum. Ég er sorgmædd yfir því að fá ekki lengur að njóta þess að tala við þig, þig sem alltaf sást björtu hliðarnar á tilverunni og lést öllum líða vel. En samt er ég glöð þín vegna, að þú hafir loksins fengið hvíld. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 294 orð

GUÐMUNDÍNA ÞURÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR

GUÐMUNDÍNA ÞURÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR Guðmundína Þuríður Björnsdóttir, Ína, var fædd 9. apríl 1914 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Björn Björnsson söðlasmiður og veggfóðrarameistari á Akranesi og í Reykjavík. Björn var frá Gilsstreymi í Lundarreykjadal, f. 4. maí 1870. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 86 orð

Guðmundína Þuríður Björnsdóttir Nú er hún elsku, besta amma okkar dáin eftir langa og góða ævi. Við systkinin viljum þess vegna

Nú er hún elsku, besta amma okkar dáin eftir langa og góða ævi. Við systkinin viljum þess vegna skrifa hér lítið ljóð sem minnir okkur á hana. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu mér frið, gleddu' og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 415 orð

Harry Kristján Kjærnested

Söknuður og ljúfar minningar streymdu fram þegar ég fékk þær fréttir að kær vinur okkar hjóna, Harry, hefði kvatt þennan heim. Við kynntumst Harry fyrst árið 1976 þegar við fluttum í Grænás, í nágrenni við þau hjónin. Fljótlega veittum við eftirtekt manni sem gekk um móana fyrir ofan hverfið og gróðursetti plöntur, venjulega með heilan barnahóp í kringum sig. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 29 orð

HARRY KRISTJÁN KJÆRNESTED

HARRY KRISTJÁN KJÆRNESTED Harry Kristján Kjærnested, matreiðslumeistari, fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1926. Hann lést á Landspítalanum 5. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 14. nóvember. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 386 orð

Hildur Svava Jordan

Hiddý mín. Nú ferðast ekki lengur lítil bréf eða póstkort með orðinu "hringdu" eða "komdu á þessum degi klukkan þetta," á milli okkar, til að minna hvor aðra á að nú sé orðið of langt síðan við heyrðumst eða sáumst síðast og við orðnar leiðar á að ná ekki í hvor aðra eftir hinni hefðbundnu leið símaþjónustunnar. Það á eftir að taka mig langan tíma að átta mig á því. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 172 orð

Hildur Svava Jordan

Það eina sem er eftir af ástkæru vinkonu okkar er minningin ein og þau veraldlegu gæði sem hún var alltaf að gefa þeim sem hún þekkti. Það er erfitt að sætta sig við það að ein mikilvægasta manneskjan í lífi okkar fjölskyldunnar er farin. Hvert einasta tækifæri sem Hildur og við fjölskyldan höfðum til þess að hittast nýttum við til hins ýtrasta, hvort sem það þýddi langar nætur eða langar helgar. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 342 orð

Hildur Svava Jordan

Í dag er til moldar borin okkar elskulega vinkona Hildur Svava Jordan. Frá því að við vorum "smápúkar" vestur á Ísafirði hefur Hiddý verið í hópi bestu vinanna, alltaf glöð og kát og tilbúin að ræða og leysa hvers manns vanda. Tilviljun réð því að við fluttum sem unglingar að vestan um svipað leyti og svo að segja í samliggjandi hús. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 247 orð

Hildur Svava Jordan

Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir nokkrum vikum, þegar við samglöddumst Hiddý vegna þess að hún hafði nokkru áður náð fimmtugsaldrinum, hvarflaði ekki að neinni okkar að heilla- og hamingjuóskirnar næðu svona skammt. Þetta var ein skemmtilegasta afmælisveisla sem ég man eftir. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 632 orð

Hildur Svava Jordan

Góð vinkona okkar er nú látin langt um aldur fram. Að standa frammi fyrir þeim sára missi er í senn þungbært og óraunverulegt, en eitt er víst, að Hiddý hefði viljað að við minntumst hennar með gleði. Fröken Hildur Svava var sko engin meðaljóna. Strax í byrjun hafði hún að engu hefðbundinn meðgöngutíma og hóf sitt fyrsta ferðalag úr móðurkviði tveim mánuðum fyrir tímann. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 585 orð

Hildur Svava Jordan

Í dag kveð ég elsku vinkonu mína, Hiddý. Leiðir okkar lágu saman þegar ég var við nám í París og hún dvaldist á heimili vinkonu okkar, Nínu Gauta listmálara. Hiddý sá um heimilishald fyrir Nínu um tíma, en ég kom þangað vikulega til að kenna börnum hennar píanóleik. Frá fyrstu kynnum okkar fann ég að ég hafði eignast frábæran vin, vin í raun. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 23 orð

Hildur Svava Jordan

Hildur Svava Jordan Elsku Hiddý. Þú varst hjartað í hópnum, stórt og gjafmilt. Þakka þér fyrir samfylgdina, vinkona. Þínir Magnús, Birgir, Erling og Björn. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 949 orð

Hildur Svava Jordan

Við urðum harmi slegin þegar okkur barst fréttin um að Hildur Svava Jordan (Hiddý) hefði orðið fyrir skelfilegu slysi sem leiddi hana til dauða. Það er svo margt í lífinu sem okkur finnst tilgangslaust og óskiljanlegt. Það sem kom fyrir Hiddý er eitt af því. Hiddý ólst upp á Ísafirði hjá ömmu sinni Hildi Matthíasdóttur. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 114 orð

Hildur Svava Jordan

Um undrageim í himinveldi háu nú hverfur sól og kveður jarðarglaum. Á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. Þar dvelur mey hjá dimmu fossa tali og drauma vekur purpurans í blæ, og norðurljósið hylur helga sali, þar hnígur máninn aldrei niðr í sæ. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 116 orð

HILDUR SVAVA JORDAN

HILDUR SVAVA JORDAN Hildur Svava Jordan fæddist á Ærlæk í Öxarfirði 7. júlí 1947. Hún lést í Reykjavík 17. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ásthildur Sigurðardóttir, f. 4.12. 1928, og Edward T. Jordan, f. 1917, d. 1951. Hildur Svava ólst upp á Ísafirði til 16 ára aldurs. Hún vann við verslunarstörf í Reykjavík. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 71 orð

Hildur Svava Jordan Elsku Hiddý. Ég man og mun ætíð muna eftir þér. Þú ert svo góð við mig. Þú manst alltaf eftir afmælinu

Elsku Hiddý. Ég man og mun ætíð muna eftir þér. Þú ert svo góð við mig. Þú manst alltaf eftir afmælinu mínu. Mér á ætíð eftir að þykja vænt um þig. Ég var að hugsa um þig þegar ég samdi þetta: Þú ert stjarnan mín. Lýsir upp allan alheiminn. Þú ert björtust hér, kemur brosi á vör. Ég gleymi aldrei þér. Þú ert inni í mér. Þín Arna Björg. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 117 orð

Hildur Svava Jordan Elsku Hiddý. Okkur langar til að skrifa fáein kveðjuorð til þín, í þakklætisskyni fyrir allt sem þú hefur

Elsku Hiddý. Okkur langar til að skrifa fáein kveðjuorð til þín, í þakklætisskyni fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur í gegnum árin. Alltaf stóð íbúðin þín tilbúin til afnota fyrir okkur, í okkar mörgu ferðum til Reykjavíkur, til læknishjálpar í mörg ár, bara hringt og sagt: "Lykillinn er hjá Ingu," já á "Hótel Hiddý" var gott að vera "5 stjörnu lúxus". Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 469 orð

Lydía Ásta Marsibil Kristófersdóttir

Lýdía fóstursystir mín kom í fóstur til foreldra minna að Brekkubæ á Hellnum aðeins sólarhringsgömul. Foreldrar mínir voru hjónin Lárus Lárusson og Stefanía Ólafsdóttir. Þegar Lýdía kom til okkar var ég þriggja ára gamall. Foreldrum mínum þótti mjög vænt um Lýdíu. Móðir mín var mjög góð við hana og elskaði hana ekki síður en sín eigin börn. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 31 orð

LYDÍA KRISTÓFERSDÓTTIR

LYDÍA KRISTÓFERSDÓTTIR Lydía Kristófersdóttir fæddist í Skjaldartröð á Hellnum 19. júní 1913. Hún lést í St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi 13. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ólafsvíkurkirkju 25. október. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 596 orð

Sigurður G. Sigurðsson

Ég vil með með örfáum orðum kveðja Sigurð G. Sigurðsson prentara, með þökk fyrir góða vináttu í fjörutíu ár. Sumir menn eru þannig að maður getur reitt sig á vináttu þeirra og tryggð þótt langur tími líði milli endurfunda. Svo þegar menn hittast kemur í ljós að stundum hefur þeim verið hugsað til manns. Kannski á erfiðum stundum eða gleðistundum. Til þessa var gott að vita, en svona var Sigurður. Meira
25. nóvember 1997 | Minningargreinar | 29 orð

SIGURÐUR G. SIGURÐSSON

SIGURÐUR G. SIGURÐSSON Sigurður G. Sigurðsson var fæddur í Reykjavík 21. apríl 1932. Hann lést á Landspítalanum 13. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 24. nóvember. Meira

Viðskipti

25. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 560 orð

58 milljóna hagnaður fyrstu 8 mánuðina

HLUTAFJÁRÚTBOÐ Þorbjarnar hf. hófst í gær. Um er að ræða allt að 30 milljóna króna hlutafjáraukningu að nafnvirði og verða bréfin seld á genginu 7,57. Að hlutafjárútboðinu loknu verður sótt um skráningu hlutabréfa fyrirtækisins á Verðbréfaþingi Íslands og er þess vænst að skráning bréfanna geti átt sér stað í febrúar 1998, að því er segir í útboðslýsingu. Meira
25. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 89 orð

Branson ekki í framboð?

RICHARD BRANSON, forstjóri Virgin Group, hefur borið til baka frétt um að hann ætli að fela 16 ára dóttur sinni að stjórna fyrirtækinu og bjóða sig fram í embætti borgarstjóra Lundúna. Stjórn Verkamannaflokksins hefur lofað að innleiða aftur borgarstjórnarkosningar í London og vill kjörinn borgarstjóra með mikil völd. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins lagði borgarstjórnina niður 1986. Meira
25. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 167 orð

ÐRáðstefnudagurinn haldinn á morgun

RÁÐSTEFNUDAGURINN verður haldinn í fyrsta skipti á morgun miðvikudaginn 26. nóvember. nk. á Kjarvalsstöðum. kl. 10-18. Þar munu 29 aðildarfélagar að Ráðstefnuskrifstofunni kynna aðstöðu sína og þjónustu öllum þeim sem eru í aðstöðu til að bjóða til ráðstefna á Íslandi. Samhliða sýningunni verður haldin námstefna þar sem ráðstefnugestgjafar munu miðla af reynslu sinni. Meira
25. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 137 orð

ÐÞrjú ný hlutafélög á Verðbréfaþing

STJÓRN Verðbréfaþings Íslands hefur samþykkt að taka á skrá þingsins hlutabréf Íslenskra sjávarafurða hf., Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. og Bifreiðaskoðunar Íslands hf. Síðastnefnda félagið verður væntanlega hið fyrsta sem hlýtur skráningu á nýjum vaxtarlista þingsins, en að því meðtöldu verða skráð félög orðin 49 talsins. Í upphafi þessa árs voru skráð félög 32 talsins. Meira
25. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 620 orð

Fyrirtæki án rafrænna viðskipta dæmd úr leik

ÍSLENDINGAR þurfa að leggja meiri áherslu á þróun rafrænna viðskipta en þeir hafa gert hingað til. Slík viðskipti munu smám saman verða mikilvægari, einkum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, segir Bjarne Emig, formaður danska EDI ráðsins. Emig er nú staddur hér á landi og mun halda erindi á haustráðstefnu EDI-félagsins, félags um útbreiðslu staðlaðra viðskipta, á Hóteli Loftleiðum kl. 14 í dag. Meira
25. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 269 orð

Gagnslausar upplýsingar fyrir Íslendinga

VÁTRYGGINGAEFTIRLITIÐ hefur sent út dreifibréf til vátryggingamiðlara og líftryggingafélaga, þar sem hörð gagnrýni er sett fram á kynningar bresks líftryggingafélags sem veitir þjónustu hér á landi. Er látið að því liggja að verið sé að leyna hugsanlega viðskiptavini upplýsingum sem geti skipt þá miklu. Meira
25. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 220 orð

»Lækkanir en ekkert fum eftir gjaldþrot Yamaichi

HLUTABRÉF hröpuðu í verði í Evrópu í gær, en tölulega rólegt ástand ríkti eftir hrun Yamaichi verðbréfafyrirtækisins, mesta gjaldþrot í Japan í aldarfjórðung. Óstyrkur vegna Yamaichi, fjórða stærsta verðbréfafyrirtækis Japans, olli nokkurra prósenta lækkunum á helztu kauphallarvísitölur Evrópu, en flestar náðu sér aftur á strik af því að rólegt virtist í Wall Street og ekkert fum. Meira

Daglegt líf

25. nóvember 1997 | Neytendur | 79 orð

Álagssjúkdómar við skrifstofustörf

HÚSGAGNAGERÐIN GKS hefur gefið út upplýsingarit um heilsuvernd við skrifstofustörf. Þar er farið yfir ýmsa kvilla sem geta komið upp vegna langvarandi setu við vinnu og ráð til að draga úr þeim. Sérstaklega er fjallað um álag á augu, háls, herðar, hendur, handleggi, bak, fætur og fótleggi. Meira
25. nóvember 1997 | Neytendur | 71 orð

Ávaxta hlunkar í krakkapakka

GULIR og grænir ávaxtahlunkar frá Kjörís eru nú komnir á markað í hinum svokölluðu krakkapökkum, sex stykki í pakka. Í fréttatilkynningu frá Kjörís segir að gulu og grænu ávaxtahlunkarnir hafi strax orðið svo vinsælir þegar þeir voru settir á markað í lausasölu í sumar að ákveðið hafi verið að setja þá í krakkapakka. Meira
25. nóvember 1997 | Neytendur | 104 orð

Jólaland Magasíns

HINN árlegi jólamarkaður verslunarinnar Magasín í Húsgagnahöllinni, Jólaland, var opnaður um síðustu mánaðamót. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að þar fáist mikið og fjölbreytt úrval af jólavörum á lágu verði, sem og úrval af húsbúnaði, bökunarvörum, gjafavöru, leikföngum o.fl. Meira
25. nóvember 1997 | Neytendur | 122 orð

Leiðrétting

FYRIR misskilning var Harald G. Haralds titlaður innkaupastjóri hjá Fálkanum í umfjöllun um skráningu reiðhjóla á neytendasíðu Morgunblaðsins á laugardag. Rétt er að Harald er innkaupastjóri hjá Erninum og er hér með beðist velvirðingar á þessum mistökum. Meira
25. nóvember 1997 | Neytendur | 207 orð

Skátar selja gervijólatré

SALA er hafin á hinu svokallaða "sígræna jólatré" í Skátahúsinu við Snorrabraut. Sígræna jólatréð er mjög eðlileg eftirlíking norðmannsþins, að sögn Þorsteins Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta, sem stendur fyrir sölunni. Meira
25. nóvember 1997 | Neytendur | 767 orð

Umræða um markfæði skammt á veg komin hér á landi

MARKFÆÐI er nýyrði í íslensku máli, en það er hugtak sem notað er yfir fæðu sem markaðssett er undir ýmsum heitum í öðrum tungumálum, en oftast þó með tilvísun til enska heitisins "Functional foods". Önnur slík heiti eru "Medical foods," "Nutraceuticals" og "Nutrional foods". Meira

Fastir þættir

25. nóvember 1997 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. apríl í Lágafellskirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni Kristín Fjóla Gunnlaugsdóttir og Aron Reynisson. Heimili þeirra er í Þýskalandi. Meira
25. nóvember 1997 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. júní í Dómkirkjunni af sr. Kjartani Erni Sigurbjörnssyni Jóna Bára Jónsdóttir og Jónas Ragnar Helgason. Þau eru til heimilis að Frostafold 20, Reykjavík. Meira
25. nóvember 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. maí í Hjallakirkju af sr. Írisi Kristjánsdóttur Björg Baldursdóttir og Guðjón Harðarson. Þau eru til heimilis að Trönuhjalla 3, Kópavogi. Meira
25. nóvember 1997 | Dagbók | 685 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
25. nóvember 1997 | Í dag | 93 orð

Hellissandi, 18. nóvember. ÞAÐ ER ánægjulegt hvað börnin á Hellissan

ÞAÐ ER ánægjulegt hvað börnin á Hellissandi taka Slysavarna- og björgunarsveitina Björgu alvarlega og starfsemi hennar og sækjast eftir að taka þátt í störfum deildarinnar. Börnin á myndinni hringdu nýlega dyrabjöllunni hjá formanni deildarinnar til að afhenda deildinni kr. 2.000 ­ sem var ágóði af tveimur tombólum sem þau höfðu haldið. Meira
25. nóvember 1997 | Í dag | 491 orð

Hvar erDægurlandið? BESTI þáttur að margra mati á Íslan

BESTI þáttur að margra mati á Íslandi í dag. Þáttur sem hefur verið á Sígilt FM 94,3 á laugardögum frá kl. 1-4 og hefur bjargað laugardeginum. Fyrir okkur sem erum á besta aldri 40 ára og uppúr, þá spilar Garðar Guðmundsson íslenskar perlur sem hvergi heyrast hjá hinum stöðvunum frá kl. 1-3. Einnig gamla rokkið frá kl. 3-4, lög sem heyrast hvergi. Meira
25. nóvember 1997 | Fastir þættir | 1038 orð

Jón Viktor varði titilinn

Jón Viktor Gunnarsson, 17 ára, varð unglingameistari Íslands í flokki 20 ára og yngri annað árið í röð. Jón Viktor tapaði óvænt í fyrstu umferð fyrir ungum og efnilegum pilti, Ómari Þór Ómarssyni. Jón fórnaði drottningunni eftir kúnstarinnar reglum snemma tafls og fékk unna stöðu. Í úrvinnslunni fataðist honum þó heldur betur flugið og Ómar Þór vann örugglega. Meira
25. nóvember 1997 | Í dag | 29 orð

Ljósm. Golli. ÞESSIR duglegu drengir héldu hlutaveltu til styrktar Ra

ÞESSIR duglegu drengir héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust kr. 2.900. Þeir eru f.v.: Birgir Gylfason, Kristinn Símon Sigurðsson, Haukur Arngrímsson og Ólafur Ísak Friðgeirsson. Meira
25. nóvember 1997 | Í dag | 65 orð

mbl.is.

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Meira
25. nóvember 1997 | Í dag | 396 orð

ÓTT OFT sé orð á því haft, að jólabækurnar séu misjafna

ÓTT OFT sé orð á því haft, að jólabækurnar séu misjafnar að gæðum er þó alltaf gefið út töluvert af merkilegum bókum eða bókum um athyglisvert efni á ári hverju. Að þessu sinni koma út nokkrar ævisögur, sem athygli hljóta að vekja efnisins vegna. Meira

Íþróttir

25. nóvember 1997 | Íþróttir | 67 orð

10. umferð:

Þýskaland 10. umferð: Eisenach - Magdeburg23:20 TBV Lemgo - Wallau Massenheim23:22 TuS Nettelstedt - GWD Minden26:26 Bayer Dormagen - Niederw¨urzbach20. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 217 orð

1. deild kvenna Keflavík - KR89:69 Íþróttahúsið í Keflav

Íþróttahúsið í Keflavík, 1. deild kvenna í körfuknattleik, laugardaginn 22. nóvember 1997. Gangur leiksins: 2:0, 2:5, 11:7, 21:11, 38:18, 41:31, 68:34, 79:45, 89:69. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 665 orð

Afturelding efst á ný Eftir að hafa misst efsta sæt

Afturelding efst á ný Eftir að hafa misst efsta sæti 1. deildar karla að loknum ósigri fyrir FH í Hafnarfirði á miðvikudagskvöldið endurheimtu leikmenn Aftureldingar efsta sætið með því að leggja Hauka að velli, 25:23, í miklum baráttuleik að Varmá. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 452 orð

ARNÓR Gunnarsson

ARNÓR Gunnarsson, skíðamaður frá Ísafirði, hafnaði í 5. sæti á stigamóti í svigi sem fram fór í Aurdal í Noregi á sunnudag. Hann hlaut 26 stig fyrir árangur sinn, en hann átti áður best 28 stig þannig að hann hefur bætt sig um tvö alþjóðleg styrkstig. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 241 orð

Barátta skóp sigur Stjörnunnar

STJARNAN gerði góða ferð til Hafnarfjarðar þegar liðið vann sannfærandi sigur á FH í miklum baráttuleik, 20:23. Stjarnan virðist á mikilli siglingu og hefur liðið nú unnið fimm leiki í röð. Stjörnumenn mættu mjög ákveðnir til leiks og greinilegt að barátta var dagskipunin. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 577 orð

Bikarkeppni SSÍ Mótið fór fram í Sundhöll Reykjavíkur um síðustu

Mótið fór fram í Sundhöll Reykjavíkur um síðustu helgi. 1. deild, lokastaða: 1. SH29.915 2. Keflavík26.546 3. Ægi24.640 4. Ármanni23.305 5. ÍA22.948 6. UMSK21.823 Úrslit í einstökum greinum: 800 m skriðsund kvenna: 1. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 228 orð

Birgir Leifur stendur vel

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi, er í 78. sæti á úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina í golfi. Mótið er haldið á tveimur völlum á Spáni, San Roque og Guadalmina, og hefur veður sett strik í reikninginn. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 222 orð

BJARKI Sigurðsson

BJARKI Sigurðsson var markahæstur hjá Drammen með 8 mörk er félagið félagið tapaði 27:22 fyrir Heimdal á útivelli um liðna helgi. Bjarki og félagar áttu undir högg að sækja lengst af og voru 14:11 undir í hálfleik. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 684 orð

Breiðablik - Fram20:29 Smárinn, Íslandsmótið í handknattleik

Smárinn, Íslandsmótið í handknattleik, Nissandeildin, 1.deild karla sunnudaginn 23. nóvember 1997. Gangur leiksins: 1:0, 2:3, 5:5, 7:6, 10:10, 11:13, 11:15, 12:18, 16:20, 17:24, 18:28, 20:29. Mörk Breiðabliks: Brynjar Geirsson 5, Ómar Kristinsson 4, Darrick Heath 4, Bragi Jónsson 3/3, Sigurbjörn Narfason 3, Ragnar Kristjánsson 1. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 328 orð

Einn ég sit og sauma SKÍÐASAMBANDIÐ sendi nýj

SKÍÐASAMBANDIÐ sendi nýjan svigbúning til Park City í Bandaríkjunum í síðustu viku sem Kristinn átti að nota í keppninni á laugardaginn. Búningurinn skilaði sér hins vegar ekki í tæka tíð þannig að Kristinn varð að keppa í sínum gamla búning. "Þessi búningur er þriggja ára og orðinn nokkuð slitinn. Ég sit stundum á kvöldin með nál og tvinna og geri við saumsprettur á honum. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 925 orð

Eins og stormsveipur fram í sviðsljósið

KRISTINN Björnsson frá Ólafsfirði stal heldur betur senunni á heimsbikarmótinu í svigi í Park City í Bandaríkjunum á laugardaginn. Hann náði öðru sæti þrátt fyrir að hafa haft rásnúmer 49 og fékk alla athyglina ­ kom eins og stormsveipur fram í sviðsljósið. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 253 orð

Einstefna hjá Keflavíkurstúlkum

Keflavíkurliðið átti afbragðsleik og við réðum einfaldlega ekki við sterkan varnarleik þeirra," sagði Chris Armstrong, þjálfari vesturbæjarliðs KR, eftir að liðið hafði tapað með 30 stiga mun fyrir Keflavíkurstúlkum í Keflavík á laugardaginn. Lokatölur leiksins urðu 89:69 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 42:31. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 241 orð

Enn tapar Barcelona

Allt gengur á afturfótunum hjá Barcelona þessa dagana og um helgina skaust Real Madrid upp fyrir liðið, sem tapaði fyrir Oviedo, 1:0. Barcelona hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum, en liðið var með sjö stiga forskot á Real fyrir tveimur vikum. Þjálfarinn Van Gaal stjórnaði liðinu ekki, þar sem hann var í Hollandi vegna fráfalls móður sinnar. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 375 orð

Erum mjög stoltir af afreki Kristins

Benedikt Geirsson, formaður Skíðasambandsins, var í sjöunda himni yfir frammistöðu Kristins. "Satt að segja bjóst ég aldrei við þessum árangri. Ég gerði mér fyrirfram vonir um að hann yrði á meðal þrjátíu fyrstu og hefði í sjálfu sér verið ánægður með það. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 294 orð

FH-stúlkur að ná sér á strik

Lykillinn að sigrinum var að vörnin small saman og sendingar fram völlinn í hraðaupphlaupum gengu upp," sagði Hildur Erlingsdóttir, fyrirliði FH, eftir 19:16 sigur á Víkingum í Víkinni á sunnudaginn. Víkingar byrjuðu betur en var refsað fyrir minnstu mistök, til dæmis skoruðu FH-ingar fimm af fyrstu sex mörkum sínum eftir hraðaupphlaup og höfðu yfir 11:8 í leikhléi. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 220 orð

Flugeldasýning á Ólafsfirði

Flugeldasýning á Ólafsfirði SKOTIÐ var upp flugeldum í garðinum við hús foreldra Kristins á Ólafsfirði klukkan tvö aðfaranótt sunnudags. Það var Tómas Leifsson, fyrrum skíðakappi frá Akureyri, sem keyrði út á Ólafsfjörð og skaut um flugeldunum til heiðurs árangri Kristins. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 218 orð

Framarar ekki í erfiðleikum Framarar áttu ekki í mi

Framarar ekki í erfiðleikum Framarar áttu ekki í miklum erfiðleikum með slakt lið Breiðabliks er liðin mættust í Smáranum á sunnudagskvöldið. Þrátt fyrir að Breiðablik hafi byrjað vel og haldið í Fram fyrstu 20 mínúturnar áttu þeir engan möguleika í Safamýrarstrákana, og endaði leikurinn með öruggum sigri Fram 20:29. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 206 orð

Frábær stemmning

ENGLENDINGURINN Brian Marshall hóf að þjálfa hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar í fyrra og vann því Bikarmeistaratitil í annað sinn um helgina. "Þetta er mjög notaleg tilfinning. Við vorum talin sigurstranglegust fyrir keppnina, en við urðum þrátt fyrir það að stíga skrefið til fulls. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 1130 orð

Fyrsti sigur Barnsley á Anfield Road

Barnsley kom mest á óvart í ensku knattspyrnunni um helgina með því að vinna Liverpool 1:0 á Anfield ­ fyrsti sigur nýliðanna á vellinum þar sem félögin mættust síðast 1959. Liverpool hafði sigrað í öllum fimm heimaleikjunum í deildinni og stefnir á titil sem fyrr en Barnsley var á botninum með nokkur stór töp á bakinu. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 310 orð

Grótta/KR - Fram15:12

Íþróttahúsið Seltjarnarnesi, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, laugardaginn 22. nóvember 1997. Gangur leiksins: 4:0, 5:1, 5:5, 7.5, 9:6,10:7, 10:9, 13:9, 14:10, 14:12, 15:12. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 227 orð

Guðmundur frábær í markinu Valsmenn unnu öruggan si

Guðmundur frábær í markinu Valsmenn unnu öruggan sigur á slöku liði HK 30:24, á sunnudagskvöldið í Valsheimilinu. Frábær markvarsla Guðmundar Hrafnkelssonar í Valsmarkinu lagði grunninn að sigrinum. Hann varði 19 skot, mörg hver mjög glæsilega. Valsmenn þurftu ekki að sýna neinn stórleik til að leggja HK að velli. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 40 orð

Hamar - Leiknir108:63

1. deild karla Hamar - Leiknir108:63 Oleg Krijanovskij 37, Hrafn Kristjánsson 23, Snorri Sturluson 13 Gísli Halldórsson 11 - Guðmundur Sigurjónsson 21, Sigurður Viðarsson 21, Jóhannes Helgason 8, Samson Magnússon 3. Snæfell - Selfoss112:64 Höttur - Stjarnan74:94 Þór Þ. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 132 orð

Heimir til liðs við Skagamenn

Heimir til liðs við Skagamenn HEIMIR Guðjónsson mætti á fyrstu æfingu sína með Skagamönnum í gærkvöldi en í fyrrakvöld gekk hann frá samningi til tveggja ára við ÍA. "Ég lít á þetta sem skref upp á við," sagði Heimir við Morgunblaðið en hann hefur alla tíð leikið með KR. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 173 orð

Heimsbikarkinn Park City: Svig karla:

Park City: Svig karla: 1. Thomas Stangassinger (Aust.)1:39.21 (49.49/49.72)2. Kristinn Björnsson (Íslandi)1:39.31 (50.18/49.13)3. Finn Christian Jagge (Noregi)1:39.34 (49.26/50.08)4. Kjetil Andre Aamodt (Noregi)1:39.42 (48.72/50. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 1216 orð

Hélt að þetta væri draumur

Árangur Ólafsfirðingsins Kristins Björnssonar í Park City á laugardaginn vakti mikla athygli í heimi skíðaíþróttanna. Valur B. Jónatanssonræddi við skíðakappann eftir að hann hafði tekið við silfurverðlaununum. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 51 orð

Hópurinn Markverðir:

Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Val Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA Reynir Þór Reynisson, Fram Aðrir leikmenn: Bjarki Sigurðsson, Drammen Páll Þórólfsson, UMFA Róbert Sighvatsson, Dormagen Geir Sveinsson, Wuppertal Konráð Ólavson, Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 193 orð

Hvað er heimsbikarmót?

HEIMSBIKARMÓT eru skipulögð af Alþjóða skíðasambandinu. Í því taka þátt allir bestu skíðamenn heims. Keppt er um svokölluð heimsbikarstig. Sá sem hlýtur flest stig yfir veturinn er krýndur heimsbikarmeistari. Þrjátíu fyrstu keppendur í hverju móti fá stig, 100 stig fyrir fyrsta sætið, 80 fyrir annað sætið, 60 fyrir þriðja og 50 stig fyrir fjórða og svo framvegis. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 597 orð

Hvernig umfjöllun fékkKRISTINN BJÖRNSSONerlendis eftir afrekið í Park City?Braust fram eins og eldgos

FRAMMISTAÐA Kristins Björnssonar í sviginu í heimsbikarkeppninni á skíðum í Park City vakti athygli fjölmiðla víða um heim, ekki síst í Noregi þar sem talsvert var um hann fjallað í blöðum og sjónvarpi. Freistast Norðmenn til að eigna sér hlut í honum og minna allir norsku fjölmiðlarnir á að hann hafi stundað þar nám og unnustan búi í Lillehammer. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 333 orð

Hæstánægður með stigið Við höfum ekki verið að spil

Hæstánægður með stigið Við höfum ekki verið að spila vel að undanförnu og verðum að vinna okkur út úr þeim vanda. Þessi leikur var liður í því og ég er hæstánægður með að hafa fengið hér eitt stig, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist," sagði Matthías Matthíasson þjálfari ÍR eftir 24:24 jafntefli gegn Víkingum í Víkinni á sunnudaginn. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 119 orð

Jóhannes B. komst í úrslit

JÓHANNES B. Jóhannesson komst um helgina í úrslit á Heimsmeistaramótinu í snóker sem fram fer í Zimbabwe, en Kristján Helgason komst ekki upp úr sínum riðli. Kristján lék mjög vel um helgina og í gær vann hann Bandaríkjamenn 4-0 á 46 mínútum og gerði þá meðal annars 112 í einu stuði. Þrátt fyrir að vinna í síðustu þremur leikjum sínum dugði það honum ekki til að komast áfram. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 426 orð

KRISTINN »Árangur sem vekurverðskuldaða athyglií íþróttaheiminum

Kristinn Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, sló heldur betur í gegn á fyrsta heimsbikarmóti vetrarins í svigi sem fram fór í Park City í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Hann náði þar öðru sæti sem er einn besti árangur sem íslenskur íþróttamaður hefur náð í keppni meðal bestu íþróttamanna heims. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 134 orð

Kristinn Björnsson Fæddur:

Fæddur: 26. maí 1972. Félag: Leiftur. Foreldrar: Björn Þór Ólafsson og MargrétKristine Toft. Unnusta: Hlín Jensdóttir frá Norðfirði. Þauhafa átt lögheimili í Lillehammer í Noregi í tvöár. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 295 orð

Kristinn getur orðið skelfilega góður

KRISTINN Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, varð í öðru sæti á fyrsta heimsbikarmóti vetrarins í svigi, í Park City í Utah-ríki í Bandaríkjunum á laugardagskvöld. Eftir að hafa náð 17. sæti í fyrri umferð keppninnar fékk hann lang besta tímann í þeirri síðari, skaut flestum þekktustu skíðamönnum heims ref fyrir rass og fékk silfurverðlaun. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 53 orð

Kristinn R. til Eyja

KRISTINN R. Jónsson, fyrrum leikmaður Fram og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV til næstu tveggja ára frá og með næstu áramótum. Auk þess mun hann sjá um þjálfun 2. og 4. flokks karla hjá félaginu. Kristinn hefur umsjón með vetraræfingum Íslandsmeistaranna í Eyjum frá áramótum. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 664 orð

Með góðri ástundun og elju er hægt að ná langt

Foreldrar Kristins Björnssonar, Björn Þór Ólafsson og Margrét Kristine Toft, hafa haft í nógu að snúast um helgina. Eftir árangur sonarins í Park City hefur síminn á heimili þeirra að Hlíðarvegi á Ólafsfirði varla stoppað og hátíðarstemmning verið í bænum. Á mörgum stöðum í heimabænum var flaggað til heiðurs Kristni á sunnudaginn. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 202 orð

Meiriháttar afrek

Ellert B. Schram, forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, var ánægður með frammistöðu Kristins. "Ég trúði þessum fréttum varla fyrst og þurfti eiginlega að hlusta tvisvar til að átta mig á hvað var um að vera. Þetta er stórkostlegt hjá stráknum og er einstakur árangur í íslenskri skíðasögu. Þetta er meiriháttar afrek, ekki aðeins á íslenskan mælikvarða heldur á heimsmælikvarða. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 118 orð

Meistaradeild Evrópu

A-RIÐILL Efes Pilsen (Tyrkl.)- Real Madrid78:81 Maccabi Tel Aviv - CSKA Moskva87:69 C-RIÐILL: Kinder Bologna Barcelona83:70 Hapoel Jerusalem - Partizan Belgrad88:84 Leikurinn framlengdur, staðan var jöfn 72:72 að loknum venjulegum leiktíma. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 154 orð

NBA-deildin Leikir aðfaranótt laugardags: Charlotte - Miami

Leikir aðfaranótt laugardags: Charlotte - Miami119:102 Washington - New York82:104 Minnesota - Cleveland80:103 Boston - New Jersey101:93 Seattle - San Antonio94:74 Vancouver - Denver99:96 LA Clippers - Chicago102:111 Leikurinn var tvíframlengdur. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 704 orð

Sigurður Jónsson á miðjunni hjá Dundee United

SIGURÐUR Jónsson kom inná um miðjan seinni hálfleik og lék á miðjunni hjá Dundee United á móti Celtic í skosku úrvalsdeildinni um helgina, fór í læknisskoðun og skrifaði síðan undir samning, sem gildir til vors 2000. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 374 orð

Snillingarnir í sviðsljósinu

Brasilíumaðurinn Ronaldo hjá Inter og Líberíumaðurinn George Weah hjá AC Milan voru í sviðsljósinu í 238. nágrannaslag félaganna í ítölsku deildinni um helgina en liðin gerðu 2:2 jafntefli. Diego Simeone skoraði fyrir Inter í fyrri hálfleik en Weah jafnaði stundarfjórðungi síðar. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 654 orð

Spánn Salamanca - Real Sociedad0:0Real Zaragoza - Teneri

Salamanca - Real Sociedad0:0Real Zaragoza - Tenerife1:0Merida - Mallorca0:0Celta Vigo - Racing Santander1:2Compostela - Valladolid0:0 Oviedo - Barcelona1:0Athletic Bilbao - Real Madrid1:1Atletico Madrid - Valencia3:1 Espanyol - Sporting Gijon1:1 Staðan Real Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 247 orð

Stórleikur Grindavíkur Það var ekkert sem gaf ti

Stórleikur Grindavíkur Það var ekkert sem gaf til kynna á upphafsmínútunum hvernig þessi leikur myndi enda. Mikil spenna og töluverð taugaveiklun í báðum liðum. Þrátt fyrir fyrir það var hittni liðann mjög góð. Mjög jafn og spennandi leikur virtist í uppsiglingu. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 128 orð

Veitum þeim vonandi harðari keppni næst Keflvíkinga

Keflvíkingar bættu árangur sinn frá því í fyrra um 819 stig, en þá höfnuðu þeir í þriðja sæti. "Ég er mjög ánægður með bætinguna, sérstaklega vegna þess að okkar besti sundmaður, Eydís Konráðsdóttir, var ekki með. Hún var með í fyrra, eins og tveir aðrir sem syntu mjög vel í fyrra en voru ekki með okkur núna. Þetta sýnir bara hversu góð framgangan er hjá ungu sundmönnunum okkar. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 346 orð

Verðum að leggja Júgóslava að velli

"EF við ætlum okkur í lokakeppnina á Ítalíu verðum við að leggja Júgóslava að velli í Laugardalshöllinni. Það ætlum við okkur og munum leggja allt í sölurnar til að tryggja okkur farseðilinn til Ítalíu hér heima. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 727 orð

Við erum besta liðið ... og því fær enginn breytt

SVEIT Sundfélags Hafnarfjarðar undirstrikaði yfirburði sína í Bikarkeppni SSÍ, sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. SH sigraði í keppninni þriðja árið í röð, hlaut 29.915 stig og sló stigamet SFS frá 1991, 29.029 stig. Fjögur Íslandsmet voru slegin ­ öll af liðsmönnum SH. Örn Arnarson setti þrjú Íslandsmet og Lára Hrund Bjargardóttir eitt. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 253 orð

Þau reyna við lágmörkin fyrir HM í Ástralíu FIMM ísl

FIMM íslenskir sundmenn taka þátt í móti í Örebro í Svíþjóð um næstu helgi til að freista þess að ná lágmörkum fyrir heimsmeistaramótið í Ástralíu nk. janúar. Það eru SH-ingarnir Örn Arnarson, sem hefur reyndar náð tilsettum lágmörkum, Hjalti Guðmundsson, sem þarf að bæta tíma sinn í 100 m bringusundi um fjóra tíunduhluta úr sek., Lára Hrund Bjargardóttir, en hún verður að bæta sig um u.þ.b. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 216 orð

Þórður skoraði fyrir Genk

Þórður Guðjónsson og félagar í Genk unnu RWD Molenbeek 3:0 um helgina og eru í þriðja sæti í belgísku deildinni. Þórður gerði annað mark Genk og sagði að sigurinn hefði verið síst of stór. "Þetta voru miklir yfirburðir, við vorum betri allan tímann og hefðum þess vegna getað unnið sex eða sjö núll," sagði Þórður við Morgunblaðið. Meira
25. nóvember 1997 | Íþróttir | 335 orð

Þurfum að kaupa mann fyrir Dag

Dagur Sigurðsson átti stórleik og var besti maður vallarins þegar nýliðar Wuppertal unnu Kiel, 31:28, á útivelli í þýska handboltanum um helgina. Hins vegar var gleði Viggós Sigurðssonar og lærisveina hans sætsúr því Dagur braut bátsbein á hægri hendi undir lok leiksins og verður frá keppni næstu þrjá mánuðina, Meira

Fasteignablað

25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 143 orð

Aukið hótel- rými í Osló

HÓTELRÝMI í Osló eykst um yfir 50% á næstu þremur til fjórum árum, en yfir 3000 ný hótelherbergi með 6000 rúmum eru nú í smíðum eða á teikniborðinu. Mikil bjartsýni ríkir hjá þeim, sem að þessum hótelbyggingum standa, en þær raddir má líka heyra, sem halda því fram, að framundan sé mikið offramboð á hótelgistingu með tilheyrandi verðstríði. Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 1162 orð

Átján fasteignasölur hafa tekið forritið Húsið í þjónustu sína

ÞEIM hugbúnaðarkerfum fjölgar stöðugt, sem hugbúnaðarfyrirtækið Úrlausn-Aðgengi hefur búið til. Má þar helst nefna Innheimtukerfi lögmanna, Lagasafn Íslands á tölvutæku formi og Réttarríkið. Af annars konar hugbúnaði má nefna, að fyrirtækið vinnur nú að gerð símaskrár á geisladiski fyrir Póst og síma hf. Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 189 orð

Bílþvottastöðvar við Bíldshöfða

HJÁ fasteignasölunni Fold er nú til sölu athyglisvert iðnaðarhúsnæði að Bíldshöfða 8. Húsnæðið er um 302 ferm. á 1. hæð með mikill lofthæð og innkeysludyrum auk millilofts, sem er um 150 ferm. Húsið var byggt 1974 og er steinhús. Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 36 orð

Eftir teikningu Fritz Höger

ÞESSI verksmiðja var reist 1929 eftir teikningu þýska arkitektsins Fritz Höger. Hann var fæddur 1877 en dó 1949. Hann hannaði margar þekktar byggingar í Þýskalandi en er ekki talinn mjög þekktur utan þess. Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 271 orð

Fleiri sækja um húsbréfalán til endurbóta

Í LOK október voru innkomnar umsóknir um húsbréf mun meiri en á sama tíma í fyrra, bæði að því er varðar notað íbúðarhúsnæði og nýbyggingar. Þetta gefur mikla vísbendingu um umsvifin á fasteignamarkaðnum á þessu ári. Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 194 orð

Glæsilegt hús í Laugarásnum

ÞAÐ er fremur sjaldan, sem húseignir í Laugarásnum koma í sölu. Hjá fasteignasölunni Miðborg er nú nýkomið í sölu 275 ferm. einbýlishús að Vesturbrún 26. Að sögn Karls Sigurbjörnssonar hjá Miðborg er hér um sérlega glæsilega og vandaða eign að ræða. "Þetta er steinhús, tvær hæðir og jarðhæð, byggt 1955 og því fylgir bílskúr, sem er 28 ferm. Þetta er eign í algerum sérflokki." Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 319 orð

Hótel Djúpavík til sölu

HÓTEL Djúpavík er til sölu hjá fasteignasölunni Fróni. Þetta hótel á sér sérstaka sögu. Það er í húsnæði frá því á síldarárunum, svokölluðum Kvennabragga og var húsnæðið endurgert eins líkt upprunalegri mynd og unnt var. Það er 365 ferm. og á tveimur hæðum og nú eru í því 9 tveggja manna herbergi. Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 748 orð

Húsnæðismál út frá heildinni

ÞEGAR fólk stendur frammi fyrir því að þurfa að taka stórar ákvarðanir borgar sig alltaf að skoða hlutina í heild sinni og taka tillit til allra þátta. Á flestum málum eru margar hliðar, sem erfitt getur verið að hafa heildaryfirsýn yfir nema með mikilli yfirlegu. Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 39 orð

Líflegur markaður

FASTEIGNAVIÐSKIPTI eru nú lífleg, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Það er mikilvægt fyrir þennan markað, að áfram verði boðið upp á að minnsta kosti jafn góða lánamöguleika og í boði hafa verið að undanförnu. Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 724 orð

Mannfagnaður og sýning í Perlunni

Afyrstu dögum miðstöðvarhitunar hérlendis, fyrir tæpri öld, var ekkert verið að hugsa um að stýra hitanum. Í miðstöðvarkatlinum var brennt kolum, við það hitnaði vatnið í kerfinu, heita vatnið steig upp þar sem það var léttara og kaldara vatnið seig niður vegna þess að það var þyngra. Náttúrulögmálið sá um að hitinn komst í ofnana, þetta þóttu ekki lítil þægindi á sínum tíma. Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 30 orð

Nýting á plássi undir súð

Nýting á plássi undir súð ÞESSI eldhúsinnrétting er öll á einum vegg, ísskápur, ofn, eldavél, skúffur, skápar og sorphólf. Allt rúmast þetta vel og nýtir auk þess ágætlega plássið undir súðinni. Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 183 orð

Skrifstofuhúsnæði við Vonarstræti

HJÁ fasteignasölunni Kjöreign er til sölu skrifstofuhúsnæði í Vonarstræti 4B í Reykjavík, en eigandi þess er Íslandsbanki. Um er að ræða 293 ferm. steinhús á tveimur hæðum, byggt 1918. Húsið stendur á bak við húsnæði Íslandsbanka. Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 243 orð

Skúlagata breytir um svip

Á HORNI Skúlagötu og Snorrabrautar, þar sem Málningarverksmiðjan Harpa stóð áður, hefur byggingafyrirtækið Viðar ehf. hafið miklar framkvæmdir, en þar eiga að rísa þrjú 6-8 hæða fjölbýlishús og stór skrifstofu- og þjónustubygging. Í fyrsta áfanga verða byggð tvö fjölbýlishús, annað með 19 íbúðum en hitt með 21 íbúð. Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 40 orð

Stjórn hitakerfa

LAGNAFÉLAG ÍSLANDS efnir til ráðstefnu í Perlunni nk. fimmtudag, en þar verður m. a. fjallað um stjórntæki fyrir hitakerfi og í kjallara Perlunnar verður sýning á ýmiss konar stjórnbúnaði. Í þættinum Lagnafréttir er fjallað um þessa ráðstefnu. Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 153 orð

Verslunarhúsnæði við Faxafen

MUN meiri hreyfing er nú á góðu verzlunarhúsnæði en áður. Nú er til sölu hjá fasteignamiðluninni Bergi 400 ferm. verslunarhúsnæði á fyrstu hæð í Faxafeni 14, þar sem Bónus er nú til húsa. Þetta er steinhús, byggt 1988. Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 229 orð

Viðurkenning fyrir gott handverk

P&S Vatnsvirkjar, Ugluhólum 6, Reykjavík hlutu viðurkenningu Lagnafélags Íslands fyrir gott handverk á utanáliggjandi hitalögn í húsinu Bergþórugötu 4, Reykjavík, sem er tveggja hæða steinhús og 400 m3. Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 32 orð

Þar sem skápapláss er takmarkað

Þar sem skápapláss er takmarkað ÞAR sem skápapláss er takmarkað er gott að hafa nóg af hillum til að geyma í bæði diska og aðra búshluti. Slíkar hirslur þurfa ekki að vera dýrar. Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 1609 orð

Þrjú fjölbýlishús og skrifstofubygging rísa við Skúlagötu

SKÚLAGATAN í Reykjavík er stöðugt að breyta um svip. Á undanförnum árum hafa risið þar voldugar byggingar, sem setja mikinn svip á umhverfi sitt. Og enn er þar verið að byggja. Á horni Skúlagötu og Snorrabrautar, þar sem Málningarverksmiðjan Harpa stóð áður, hefur byggingarfyrirtækið Viðar ehf. Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 30 orð

Þægileg húsgögn

Þægileg húsgögn HÖNNUÐURINN Denis Santachiara hefur gert þessi þægilegu og nýstárlegu húsgögn sem hægt er nota bæði til að sitja á og hafa undir fótunum þegar setið er í öðrum stól. Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 258 orð

Ölduhreyfing

SÝNINGARHALLIR eru gjarnan byggðar sem skammtímabyggingar fyrir sýningar, sem eiga einungis að standa í vissan tíma. Sú hugmynd, að þær eigi að hafa sjálfstæða tilvist, hefur helzt náð fram að ganga á stórsýningum eins og heimssýningum. Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 30 orð

(fyrirsögn vantar)

25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

25. nóvember 1997 | Úr verinu | 701 orð

Finna litla sem enga síld en sæmilegt á loðnu

LÍTIL sem engin síldveiði var um helgina, ekki einu sinni í trollið. Var enga síld að finna þótt bátarnir leituðu skipulega um allan sjó. Á loðnunni hefur verið þokkalegt kropp á Kolbeinseyjarsvæðinu en tíðin hefur verið erfið, stanslaus norðaustanátt. Meira
25. nóvember 1997 | Úr verinu | 90 orð

Útflutningur á fiski tollaður

STJÓRNVÖLD í Rússlandi vinna að nýjum lögum um utanríkisverslunina í landinu með það fyrir augum að ná tökum á fiskútflutningnum. Eins og nú er háttað kemur mest af þeim fiski, sem veiddur er innan lögsögunnar en landað erlendis, hvergi fram í skýrslum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.