Greinar laugardaginn 29. nóvember 1997

Forsíða

29. nóvember 1997 | Forsíða | 84 orð

400 ára eldur slökktur

KÍNVERJUM hefur loks tekist að slökkva eld í kolanámu sem er því aðeins í frásögur færandi að eldurinn kviknaði fyrir rúmlega 400 árum, eða árið 1560, og hefur logað óslitið síðan. Eldurinn kviknaði leiftursnöggt á Baiyanghe-kolasvæðinu og að sögn dagblaðsins Sichuan hafa 127 milljónir tonna af kolum orðið honum að bráð og um eins ferkílómetra spilda er eins og öskuhrúga. Meira
29. nóvember 1997 | Forsíða | 293 orð

Afsögn Gujrals veldur pólitískri kreppu

INDER Kumar Gujral, forsætisráðherra Indlands, baðst lausnar í gær fyrir minnihlutastjórn sína eftir að Kongressflokkurinn ákvað skera á líflínu hennar og hætta stuðningi við hana á þingi. K.R. Narayanan forseti fól stjórninni að sitja uns ný stjórnarmyndun hefði tekist en stjórnmálaskýrendur telja að framundan sé langvarandi stjórnarkreppa í Indlandi. Meira
29. nóvember 1997 | Forsíða | 69 orð

Dýravinir fagna í London

ANDSTÆÐINGAR dýraveiða fögnuðu við þinghúsið í London í gær er þingmenn lýstu sig samþykka því með 411 atkvæðum gegn 151 að hefðbundnar veiðar villtra dýra yrðu bannaðar. Samþykktin hefur lítið sem ekkert gildi þar sem ekki er um frumvarp að ræða, heldur ályktunartillögu sem minnihluti þingmanna getur hindrað að verði að lögum. Meira
29. nóvember 1997 | Forsíða | 219 orð

Gæti orðið hættuför komi forsetinn tómhentur

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, tilkynnti í gær að hann hygðist heimsækja Tsjetsjníju í janúar en háttsettur embættismaður í uppreisnarhéraðinu varaði forsetann við því að færi hann þangað án þess að viðurkenna sjálfstæði Tsjetsjníju gæti það orðið til þess að öll Kákasus-héruðin segðu skilið við Rússland. Meira
29. nóvember 1997 | Forsíða | 154 orð

Röng lík í kistunum

FJÖLSKYLDA breskrar konu, dóttur hennar og dótturdóttur, sem voru meðal fórnarlamba fjöldamorðs trúarofstækismanna í Lúxor í Egyptalandi, fékk röng lík send til Bretlands, að sögn réttarlækna. Turner-fjölskyldan, sem er frá Jórvíkurskíri, varð að fresta útför mæðgnanna á fimmtudag er í ljós kom að henni hafði fyrir mistök verið sent lík svissnesks fórnarlambs. Meira
29. nóvember 1997 | Forsíða | 90 orð

Stungið inn fyrir að horfa á dans

STJÓRN Talibana í Afganistan hefur látið stinga 10 mönnum í fangelsi fyrir að hafa unnið það sér til saka að hafa horft á dans sem stiginn var við undirleik tónlistar. Útvarp Talibana hélt því fram að mennirnir, sem eru frá héraðinu Paghman, norðvestur af höfuðborginni Kabúl, hefðu hundsað ítrekaðar aðvaranir. Meira
29. nóvember 1997 | Forsíða | 176 orð

Vann Winnie með lögreglu?

HUGSANLEGT samstarf Winnie Madikizela-Mandela við lögreglu aðskilnaðarstjórnarinnar í Suður- Afríku var í brennidepli við yfirheyrslur sannleiksnefndarinnar í máli hennar í gær. George Fivaz lögreglustjóri staðfesti fyrir nefndinni að Jerry Richardson, yfirmaður lífvarðar hennar, hefði verið á launum hjá lögreglu aðskilnaðastjórnarinnar frá árinu 1988. Meira

Fréttir

29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

AA og Al- Anon kynna starfið í Stykkishólmi

AA- og Al-Anondeildirnar í Stykkishólmi halda almennan kynningarfund sunnudaginn 30. nóvember í Stykkishólmi. Kynnt verður starfsemi samtakanna og munu gestir frá báðum samtökum koma frá Reykjavík. Munu þeir lýsa starfsemi samtakanna og segja frá reynslu sinni af þeim. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Afmæli Lúðrasveitar Seltjarnarness

ÞRJÁTÍU ár eru liðin frá því lúðrasveit við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi var stofnuð. Af því tilefni verða haldnir tónleikar í Mýrarhúsaskóla sunnudaginn 30. nóvember kl. 15. Þar munu koma fram auk sveitanna þriggja Bossanova, Klarinettukór og Brass Quintet. Á efnisskránni verður m.a. tónlist eftir: H. Mancini, J. Strauss og J. Williams. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 1559 orð

Annar tvíburinn með geðklofa og talinn með skert sakhæfi

HANNES Pálsson, geðlæknir, lýsti því yfir í Héraðsdómi Reykjaness í gær að hann teldi Sigurð Júlíus Hálfdánarson, annan tvíburanna, sem ákærðir eru fyrir að hafa orðið Lárusi Á. Lárussyni að bana í Heiðmörk aðfaranótt 2. október síðastliðins, með geðklofa og hafa skert sakhæfi. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun

Á sambandsþingi Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, sem lauk í gær, var samþykkt að atkvæðagreiðsla um verkfall hæfist hinn 10. desember og lyki 5. janúar. Atkvæði yrðu talin hinn 8. janúar og yrði verkfallsboðun samþykkt kæmi verkfall til með að hefjast á miðnætti 2. febrúar nk. hefðu samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Meira
29. nóvember 1997 | Miðopna | 1098 orð

Beina sjónum að uppbyggingu á núverandi skólasvæði

LEIT er hafin að nýjum bæjarstjóra á Ísafirði, að sögn Kristins Jóns Jónssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokks, og hefur verið rætt við nokkra menn í því sambandi. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri hefur sagt upp starfi sínu og verður afsögn hans væntanlega tekin fyrir á bæjarstjórnarfundi Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 200 orð

Búrfellslína til kynningar

AÐ MATI Línuhönnunar felur sú ákvörðun Landsvirkjunar að láta hanna burðarvirki fyrir háspennulínu frá Búrfelli að Lyklafelli á Sandskeiði fyrir 400 kW frekar en 220 kW í sér mikilvægt framlag til náttúruverndar því með því sé hægt að takmarka mjög línulagnir frá Þjórsársvæðinu í framtíðinni. Meira
29. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 255 orð

Bygging nýs stjórnsýsluhúss verði skoðuð

HEIMIR Ingimarsson, bæjafulltrúi Alþýðubandalags, lagði á fundi bæjarráðs fram tillögu um byggingu nýs ráð- eða stjórnsýsluhúss á lóðinni sunnan Strandgötu og austan Glerárgötu. Í tillögunni kemur fram að í húsinu eigi að rúmast öll stjórnsýsla Akureyrarbæjar ásamt Amtsbókasafni, Náttúrugripasafni og fleira, en gert yrði ráð fyrir Eyjafirði öllum í einu sveitarfélagi í framtíðinni. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 41 orð

Dansleikur fyrir fatlaða

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Ársel stendur fyrir dansleik fyrir fatlaða laugardaginn 29. nóvember. Húsið verður opnað kl. 20 og stendur ballið til kl. 23. Hljómsveitin Reggae on Ice leikur. Aðgangseyrir er 400 kr. og eru allir 13 ára og eldri velkomnir. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Dóms ekki að vænta fyrr en í janúa eða febrúar

BÚAST má við að dómur verði kveðinn upp í máli Íslendingsins, sem tekin var fyrir kókaínsmygl á Antillaeyjum í síðasta mánuði, í janúar-febrúar á næsta ári, að sögn Sveins Andra Sveinssonar lögmanns sem fylgst hefur með málinu. Meira
29. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 320 orð

Dæmdur nauðgari í meiðyrðamál

GIFT kona, sem kvartaði við lögreglu vegna bréfa og símhringinga dæmds nauðgara, á yfir höfði sér dómsmál og háar greiðslur til lögmanna eftir að hann ávann sér rétt til að fara í meiðyrðamál við konuna. Nauðgarinn situr á bak við lás og slá og telur að kvartanir konunnar hafi gert að engu vonir hans um að fá reynslulausn. Lögmaður mannsins er Cherie Booth, forsætisráðherrafrú. Meira
29. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Dönsk vídeólist í Galleríi+

SÝNING á verkum tvegga danskra vídeólistamanna frá Kaupmannahöfn verður opnuð í Galleríi í dag, kl. 14. Þetta eru þær Sophie Bolette Hjerl og Kassanda Wellendorf. Þrjár þeirra mynda sem sýndar verða í Galleríi+ hafa hlotið verðlaun, m.a. Clermont-Ferrander verðlaun og einnig á hátíðum í Þýskalandi og Ítalíu. Galleríið er opið frá kl. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 204 orð

Ð100 þús. tonn brædd

EITT hundrað þúsund tonn af loðnu hafa verið brædd í nýrri verksmiðju Haralds Böðvarssonar hf. á Akranesi það sem af er þessu ári, en verksmiðjan hóf störf 25. janúar. Það var Höfrungur, eitt þriggja skipa félagsins, sem kom með aflann að landi í vikunni og af því tilefni var slegið upp veislu með starfsmönnum til að fagna tímamótunum, Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

ÐBjór og léttvín lækki

KAUPMANNASAMTÖKIN hafa boðað fulltrúa samtaka og fyrirtækja í ferðaþjónustu og verslun til fundar á þriðjudaginn kemur til að freista þess að standa að sameiginlegri áskorun til yfirvalda um að lækka verð á bjór og léttvíni. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 299 orð

ÐSamstarfssamningur um varnir gegn jarðskjálftum

SELFOSSBÆR, Almannavarnanefnd Selfoss og nágrennis og Verkfræðistofnun Háskóla Íslands hafa gert með sér samning um samvinnu á sviði jarðskjálftaverkfræði og áhættustjórnunar. Markmið samningsins er að efla varnir og viðbúnað gegn jarðskjálftum og öðrum þeim náttúruhamförum sem ógnað geta byggð og starfsemi á Selfossi og í nágrenni. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 371 orð

Ekki brot að róa tvisvar sama dag

GÍSLI Ólafsson, skipstjóri á Birti SH 203 frá Grundarfirði, hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Vesturlands af ákæru um að hafa framið fiskveiðibrot með því að fara "tvívegis í tvær veiðiferðir sama sólarhringinn án þess að tilkynna um lok þeirrar fyrri og upphaf þeirrar síðari". Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 207 orð

Ekki dagpeningar heldur greiðsla

HÉRAÐSDÓMUR sýknaði í gær ríkið af kröfum vöruflutningabílstjóra, sem krafðist viðurkenningar á rétti til að fá greidda dagpeninga dregna frá skattstofni. Maðurinn vann við að aka vörum milli Reykjavíkur og Blönduóss. Héraðsdómur segir að ekki beri að líta á greiðslur vinnuveitanda til mannsins sem dagpeninga, heldur endurgreiðslu útlagðs kostnaðar. Meira
29. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 514 orð

Ekki komið til móts við Dani hafni þeir Amsterdam

JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, reitti danska stjórnmálamenn til reiði með ummælum, sem hann lét falla í viðtali á forsíðu Berlingske Tidende í gær. Santer segir að bandamenn Dana í ESB muni ekki koma til móts við Dani með sama hætti og er þeir felldu Maastricht-sáttmálann fyrir fimm árum, Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Enn er veitt í Reynisvatni

"ÞETTA er alveg einstakt," sagði Ólafur Skúlason, sem selur veiðileyfi í Reynisvatni fyrir ofan Reykjavík. Veiðin stendur enn sem hæst í vatninu þótt desember heilsi á mánudaginn. Á þessum tíma í fyrra voru menn að veiða í gegnum ís á Reynisvatni en það sem af er vetri hefur vatnið ekki lagt. Ólafur segir að í vatninu séu nú um 6000 fiskar, regnbogasilingur og lax. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 321 orð

Erlendir flugmenn forðast Reykjavíkurflugvöll

SVEINN Björnsson, sem rekur Flugþjónustuna á Reykjavíkurflugvelli, og annast móttöku langflestra erlendra flugvéla sem um völlinn fara segir að talsvert sé orðið um að flugmenn hafi flutt sig til Keflavíkur og borið fyrir sig lélegt ástandi flugbrautanna í Reykjavík. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 324 orð

Fjórðungur leiðarinnar er nú að baki

FÖR suðurskautsfaranna þriggja, Ólafs Arnar Haraldssonar, Haralds Arnar Ólafssonar og Ingþórs Bjarnasonar, gengur að óskum, að sögn Grétars Bjarnasonar, sem fylgist með ferðum þeirra af boðum sem berast til flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík frá staðsetningartæki. Á fimmtudag gengu þeir 22 kílómetra og hafa nú lagt að baki rúma 300 kílómetra eða um það bil fjórðung leiðarinnar á suðurpólinn. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 527 orð

Fleiri mál bíða þar til Hæstiréttur fellir dóm

FLEIRI mál, þar sem ósætti er um útreikninga Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, eru til meðferðar hjá lögmönnum. Húsnæðisnefndin hefur áfrýjað til Hæstaréttar máli, sem hún tapaði fyrir Héraðsdómi. Niðurstöðu hans er beðið, en fari svo að hann staðfesti dóm undirréttar er ljóst að þeir sem gert hafa fyrirvara við útreikninga nefndarinnar eiga endurkröfurétt á hendur henni. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 92 orð

Flutningi Stýrimannaskólans mótmælt

FYRRVERANDI starfsmenn Landhelgisgæslunnar og Sjómælinga Íslands hafa samþykkt að vara stjórnvöld alvarlega við hvers konar áformum um að flytja Stýrimannaskólann og Vélskóla Íslands úr Sjómannaskólahúsinu á Rauðarárholti í annað húsnæði. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Frestur rennur út á sunnudagskvöld

FRESTUR sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga til að skila inn tilkynningu um aðild að A-deild Lífeyrssjóðs starfsmanna ríkisins rennur út kl. 24 að kvöldi sunnudagsins 30. nóvember. Vegna þessa verður skrifstofa sjóðsins opin laugardaginn 29. nóvember kl. 10­16 og sunnudaginn 30. nóvember kl. 13­16. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Fyrirlestur um stjórnarskrár

ÁGÚST Þór Árnason, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, heldur erindi 1. desember kl. 17.15 á vegum Mannréttindaskrifstofunnar og aðildarfélaga hennar. Fundurinn verður í Ársal Hótels Sögu. Heiti erindisins er: Stjórnarskrá: Stefnuskrá eða grundvöllur stjórnskipunar. Meira
29. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Greifar í Sjallanum

GREIFARNIR leika á þremur dansleikjum í Sjallanum á Akureyri um helgina. Í gærkvöld var dansleikur fyrir 16 ára og eldri, í dag frá kl. 15 til 17, verður barnaball og í kvöld verður þriðji dansleikurinn og er aldurstakmarkið þá miðað 18 ára og eldri. Greifarnir munu árita myndir og nýjan geisladisk sinn fyrir börnin m.a. á veitingastaðnum Greifanum á laugardag. Meira
29. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 39 orð

Götusveinar til aðstoðar

"GÖTUSVEINARNIR" þramma yfir Fifth Avenue í New York er þeir hófu fjársöfnun fyrir samtökin Bandarískir sjálfboðaliðar, sem veita bágstöddum aðstoð. "Götusveinarnir" safna fé fyrir matvælahjálp samtakanna sem í fyrra komu rúmlega 6.000 manns til aðstoðar. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 45 orð

Handverkssýning í Haukshúsum

HANDVERKSFÓLK í Besstastaðahreppi verður með sölusýningu á ýmiss konar handverki helgina 29.­30. nóvember kl. 14­17. Sýningin fer fram í Haukshúsum, sem er lítið blátt hús við sjóinn. Meðal annars verða á boðstólum margvísleg verk úr gleri, leir, málmi, pappír, tré og textíl. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 90 orð

Hátíðarsamkoma

HÁTÍÐARSAMKOMA verður í dag, laugardag, í tilefni af 70 ára afmæli Ferðafélags Íslands. Samkoman hefst kl. 16 í samkomusal Ferðafélagsins í Mörkinni 6, Reykjavík. Þar verða flutt ávörp og tónlist auk þess sem opnuð verður sögusýningin Á ferð í 70 ár, sem stendur næstu vikur og verður opin daglega. Á sunnudag verður opið hús í Mörkinni 6 kl. 15 en á undan, kl. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Heilsað upp á hákarl

ÞAU voru sum ófrýnileg kykvendin sem reykvísk skólabörn rákust á í fiskmóttöku Granda hf. í gær. Fyrirtækið bauð þá nemendum 6. bekkjar í skólum á höfuðborgarsvæðinu í heimsókn og sýndi þeim m.a. fiskvinnslu og ýmsa furðufiska sem rekið hefur á fjörur Granda. Einn þeirra var þessi myndarlegi beinhákarl sem glennti sig framan í börnin. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

"Hvar er Stekkjastaur?" í Möguleikhúsinu

MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir Hvar er Stekkjastaur? í Möguleikhúsinu við Hlemm, sunnudaginn 30. nóvember, 7. og 14. desember. Í leikritinu segir frá því þegar það gerist eitt sinn fyrir jólin að Halla, aðalpersóna leikritsins, veitir því athygli að jólasveinninn Stekkjastaur kemur ekki á tilsettum tíma til byggða. Höfundur og leikstjóri er Pétur Eggerz. Meira
29. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 159 orð

Hverfur Golfstraumurinn?

EVRÓPUBÚAR þurfa að búa sig undir að meðalhiti lækki um allt að tíu gráður, að því er The Timeshefur eftir Wallace Broecker, við Columbiaháskóla í New York. Hann segir að áhrif upphitunar lofthjúpsins geti orðið þau í Norður- Atlantshafi að hamla gegn "drifkrafti" hafstrauma. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 356 orð

Hækkunin þegar komin fram í fasteignaverði

ALMENN hækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis og íbúðarlóða um 4,5% tekur gildi 1. desember nk. í samræmi við framreikning fasteignamats. Almenn hækkun atvinnuhúsnæðis, atvinnulóða, sumarhúsa og sumarhúsalóða verður 9%. Jón Guðmundsson, formaður Félags fasteignasala, segir að hækkun fasteignamats sé þegar komin fram í fasteignaverði hafi hún verið einhver og leiði því ekki til frekari hækkunar á því. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 198 orð

Hætt við að kaupa nýtt hús

EKKI verður ráðist í kaup á nýju húsnæði fyrir embætti ríkislögreglustjóra að svo stöddu. Ákveðið hefur verið að sjá hvernig embættið þróast og meta þörf fyrir húsnæði síðar. Embætti ríkislögreglustjóra var formlega komið á laggirnar 1. júlí sl. Ríkisstjórnin samþykkti í sumar að verja allt að 140 milljónum króna í 1.100 fermetra hús, sem keypt yrði fullbúið af byggingaraðila. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 710 orð

Íslensk grös og fóðurtilraunir í Síberíu

Þorsteinn Tómasson forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins hefur verið kjörinn erlendur félagi í Rússnesku landbúnaðarvísindaakademíunni. Dr. Leo Ernst, varaforseti akademíunnar, afhenti Þorsteini viðurkenningarskjal því til staðfestingar síðastliðinn miðvikudag, en RALA hefur átt í samstarfi við systurstofnun sína í Magadan í Síberíu frá 1993. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Jólabasar hjá Kvenfélagi Kópavogs

KVENFÉLAG Kópavogs heldur sinn árlega basar sunnudaginn 30. nóvember kl. 14 í húsnæði félagsins, Hamraborg 10, 2. hæð til hægri. Á boðstólum verða saumaðir og handunnir munir, heimabakaðar jólakökur, s.s. smákökur, formkökur og randalínur. Að venju verður selt kaffi og rjómavöfflur. Allur ágóði rennur til líknar- og menningarmála. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Jólakort Umsjónarfélags einhverfra

UMSJÓNARFÉLAG einhverfra hefur gefið út jólakort til styrktar starfsemi sinni. Eins og undanfarin ár myndskreyta einhverfir einstaklingar kortin. Kortin eru seld 10 í pakka á 700 kr., 5 í pakka á 400 kr. og tvö í pakka á 300 kr. Hægt er að nálgast kortin á skrifstofu félagsins að Laugavegi 26, 3. hæð, og er hún opin á þriðjudögum frá 9-14. Einnig verður opið aukalega 2.-6. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 232 orð

Jólamatur, gjafir, föndur

Um helgina fylgir Morgunblaðinu 64 síðna blaðauki, Jólamatur, gjafir og föndur. Í blaðinu er spjallað við fjölda fólks um jólasiði og venjur og fengnar hjá því uppáhaldsuppskriftir að kökum, konfekti og ýmsum mat sem tengist jólahátíðinni. Rætt er við nokkra einstaklinga um jólagjöfina sem kom mest á óvart og stungið upp á gjöfum fyrir þá sem allt eiga. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 63 orð

Jólamerki Caritas á Íslandi til sölu

Á ÞEIRRI aðventu sem nú fer í hönd hefur Caritas, hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, ákveðið að styrkja bágstadda innanlands fyrir jólin. Caritas sunnudagurinn verður 30. nóvember og söfnunin fer fram í öllum kaþólskum kirkjum landsins. Jólamerki Caritas verða seld í Kirkjuhúsinu við Laugaveg og á skrifstofu kaþólska biskupsins við Hávallagötu. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Jólatré fyrir Laugaveg

GRENITRÉN sem skreyta munu húsin við Laugaveg fyrir jólin koma úr Daníelslundi við Svignaskarð í Borgarfirði. Það voru félagar í Skógræktarfélagi Borgarfjarðar sem sáu um skógarhöggið og hér er Guðbrandur Brynjólfsson gjaldkeri félagsins að hlaða trjánum á kerru í skógarjaðrinum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri mun tendra á jólaljósunum við Laugaveg klukkan 10 f.h. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Kanna tengsl jarðhitasvæða

HITAVEITA Reykjavíkur er að bora tilraunaholu við Köldukvísl til að kanna hitadreifingu og áhrif vinnslu úr vinnsluholum á jarðhitasvæðum og tengsl milli jarðhitasvæða. Margar slíkar holur hafa verið boraðar á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum. Áætlað er að bora niður á 800 m dýpi en þegar er búið að bora niður á 300 m dýpi. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 218 orð

Kjöt af 700 hrossum til Ítalíu

KJÖTFRAMLEIÐENDUR ehf. hafa frá því í apríl selt til Ítalíu kjöt af 25-30 hrossum á viku, alls um 700 hross. Nóg framboð er af hrossum og kaupandinn hefur stundum viljað meira en það takmarkar útflutninginn að aðeins eitt sláturhús hefur leyfi til að slátra stórgripum fyrir Evrópumarkað. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 187 orð

Kveikt á jólatré Kringlunnar

NÚ HEFUR tekið gildi lengri afgreiðslutími í Kringlunni sem gildir til jóla. Allar verslanir í Kringlunni eru opnar alla daga til jóla og lengur um helgar. Verslanir verða opnar frá kl. 10­18 í dag, laugardag, og frá kl. 13­18 á morgun, sunnudag. Kveikt verður á jólatré Kringlunnar kl. 14 á morgun. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 33 orð

Kvikmyndasýningar í Norræna húsinu

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Sunnudaginn 30. nóvember verður danska myndin "Negerkys og Labre larver" sýnd. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 152 orð

Laufabrauðsdagur í Gjábakka

HINN árlegi laufabrauðsdagur eldri borgara í Kópavogi verður haldinn í dag, laugardaginn 29. nóvember í Gjábakka. Í fréttatilkynningu segir að margir hafi skráð sig til þátttöku í laufabrauðsskurði sem hefjist um kl. 13. Þeir sem ætli að skera út í kökur séu vinsamlega beðnir að hafa með sér skurðarbretti og hentugt skurðáhald. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 189 orð

LEIÐRÉTT Eitt barn handa- og fótalau

Í FRÉTT blaðsins í gær um gjöf Lionsfélaga til barnaheimilis í Rússlandi var ranglega sagt að nokkur börn á heimilinu væru handa- og fótalaus vegna kjarnorkuslyss. Hið rétta er að aðeins eitt barn á heimilinu hefur slíka fötlun. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Listaverkaalmanak Þroskahjálpar komið út

LISTAVERKAALMANAK Landssamtakanna Þroskahjálpar er komið út. Eins og fyrri ár prýða almanakið myndir eftir íslenska grafíklistamenn og eru þær til sölu á skrifstofu samtakanna. Forsíðumyndin er af olíumálverki eftir ERRÓ en hann hefur stutt samtökin með rausnarlegum listaverkagjöfum. Almanakið er einnig happdrætti og eru vinningar listaverk eftir íslenska listamenn. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 505 orð

Lögmannafélagi óheimilt að miða úrskurði við gjaldskrá

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur staðfest úrskurð samkeppnisráðs, þess efnis að stjórn Lögmannafélags Íslands sé óheimilt að fara eftir gjaldskrá þegar hún kveður upp úrskurði í ágreiningsmálum um þóknun til lögmanna. Nefndin telur að í allri starfsemi sinni sé Lögmannafélaginu óheimilt að fara eftir gjaldskrá félagsins frá 1992. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Lögreglustjóranum í Hafnarfirði falin rannsókn

LÖGREGLUSTJÓRINN í Hafnarfirði, Guðmundur Sophusson, hefur verið skipaður til að annast rannsókn á kæru sem barst lögreglustjóranum í Reykjavík, Böðvari Bragasyni, sem taldi sig vanhæfan þar sem hinn kærði er sonur hans. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Margir aðstoðuðu

VEGNA fréttar í blaðinu í gær um afhendingu gjafar norrænna Lionsmanna til sjúkraheimilis fyrir fjölfötluð börn í Rússlandi vill Albert Kemp láta þess getið, til viðbótar þeim upplýsingum sem fram koma í viðtali við hann um málið, að fjöldi manna hefði aðstoðað Lionsmenn við málið og í raun gert mögulegt að koma því í framkvæmd. Meira
29. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 830 orð

Margir þættir draga úr námsárangri

"ÁRANGUR á samræmdum prófum í stærðfræði og íslensku hefur verið heldur lakari hjá nemendum á Suðurnesjum en víða annars staðar á undanförnum árum. Niðurstöður könnunarinnar Ungt fólk '97 sýna að margir þættir sem liggja utan við hefðbundið skólastarf hafa áhrif á nám og námsárangur. Jafnframt kemur í ljós að Suðurnesin eru frábrugðin öðrum landshlutum varðandi ýmsa þætti," sagði dr. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Málþing um menntun og samfélag

MÁLÞING á vegum Félagsfræðingafélags Íslands og Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum verður haldið í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101, kl. 14­16.30 laugardaginn 29. nóvember. Á málþinginu munu eftirtaldir félagsfræðingar halda stutta fyrirlestra: Þórólfur Þórlindsson, prófessor: Stefnumótun í menntamálum, Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 556 orð

Meðalhiti tæpum 3ìC yfir meðalári

MEÐALHITI í nóvember hefur verið 3,9 stig á selsíuskvarða í Reykjavík og er það mikil breyting frá því í fyrra þegar meðalhitinn var tæplega tvær 2ìC í mínus í höfuðborginni, að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Meirihlutaviðræður að hefjast

VIÐRÆÐUR um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Ísafjarðar hefjast í dag milli bæjarfulltrúa sem sameinuðustu um að hafna kaupum á húsum Norðurtangans undir grunnskólann. Stefnt er að því að nýr meirihluti taki við völdum í bænum á bæjarstjórnarfundi nk. fimmtudag. Rætt hefur verið um ráðningu nýs bæjarstjóra, en ekki er búist við að hann komi úr hópi bæjarfulltrúa. Meira
29. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 363 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, fyrsta sunnudag aðventu. Barna- og unglingakór kirkjunnar syngur. Strengjasveit úr Tónlistarskólanum tekur þátt í athöfninni. Æskulýðsfundur kl. 17 í kapellu. Biblíulestur í Safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudagskvöld, séra Guðmundur Guðmundsson leiðir samveruna um efnið "Í fótspor meistarans". Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 46 orð

Nemendasýning

NEMENDASÝNING Myndlistarskóla Arnar Inga verður haldin í kennslusal skólans að Klettagerði 6 á Akureyri, sunnudaginn 30. nóvember nk. frá kl. 14-19. Á sýningunni verða 60-70 verk sem aðallega eru unnin í olíu og pastel. Á sýningunni verður einnig tekið á móti skráningu nemenda á næstu önn. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 262 orð

Níu hafa greinst með alnæmi á þessu ári

ALÞJÓÐLEGI alnæmisdagurinn er 1. desember næstkomandi og er hann að þessu sinni helgaður börnum í heimi alnæmis. 9 manns hafa greinst með alnæmisveiruna hér á landi á þessu ári. Einnig verður umræðufundur í Norræna húsinu kl. 16.15 undir kjörorðinu Börn og unglingar í heimi alnæmis. Meira
29. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 718 orð

Nyrup gagnrýndur fyrir afskipti af Færeyjum

POUL Nyrup Rasmussen forsætisráðherra liggur undir gagnrýni danska þingsins fyrir afskipti sín af málefnum Færeyja og fyrir að stefna ríkjasambandinu í voða. Umræðurnar hafa komið upp í kjölfar skýrslu ráðgjafarnefndar danska forsætisráðuneytisins um Færeyjar. Niðurstaða hennar er að vöxtur og velgengni í Færeyjum sé ekki eitt og sér merki um að erfiðleikarnir séu að baki. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Nýr hringvegur í Mosfellsbæ

FRAMKVÆMDIR eru hafnar við að færa Vesturlandsveg til suðurs í Mosfellsbæ ásamt framkvæmdum við aðliggjandi vegi og vegamót. Byggð verða undirgöng og göngubrú og gerðar nokkrar breytingar á vegakerfi Mosfellsbæjar. Öllu verkinu á að vera lokið fyrir 1. september 1998. Vegurinn verður færður á um 1. Meira
29. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 340 orð

Nýr sóknarprestur á Akranesi settur inn í embætti

Akranesi-Nýr sóknarprestur Akurnesinga, sr. Eðvarð Ingólfsson, verður settur inn í embætti sóknarprests á Akranesi sunnudaginn 30. nóvember nk. við guðþjónustu í Akraneskirkju sem hefst kl. 16. Þorbjörn Hlynur Árnason, prófastur Borgarfjarðarprófastsdæmis framkvæmir innsetninguna. Sr. Eðvarð predikar og þjónar fyrir altari ásamt prófasti og sr. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 151 orð

Nýuppteknar kartöflur á aðventu

ÞÓ aðventan byrji á morgun og sólin sendi síðustu geislana yfir eyfirskar byggðir á þessu ári er jörð ennþá marauð og þíð. Þetta nota bændur sér og hafa verið að plægja, tæta og herfa flög að undanförnu líkt og á vordegi. Ari B. Hilmarsson á Þverá lét ekki sitt eftir liggja og fór að taka upp kartöflur. Meira
29. nóvember 1997 | Miðopna | 963 orð

Ómetanlegar heimildir um landið

EFTIR fyrsta flugið í flugvél árið 1903 opnaðist nýr möguleiki til skipulegrar myndatöku úr lofti og loftmyndatæknin tók sín fyrstu skref. Þessari tækni fleygði fram í fyrri heimsstyrjöldinni en myndir voru teknar bæði úr flugvélum og loftskipum, Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 198 orð

Pokar til styrktar foreldraráðgjöf

VÍMULAUS æska hefur hafið fjáröflun fyrir jólin sem felst í sölu innkaupapoka með merki samtakanna. Fjáröflunin er aðallega til styrktar foreldraráðgjöf samtakanna. Verslanir og fyrirtæki í Reykjavík og víða út um land munu selja pokana fyrir samtökin fram að jólum. Þegar hafa Hagkaup, Bónus, Þín verslun, Hans Petersen og Olís ákveðið að selja pokana. Þeir kosta 50 krónur hver. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

BISKUP Íslands, herra Ólafur Skúlason, vígir sunnudaginn 30. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu, Jón Ármann Gíslason, cand. theol. til sóknarprests í Skinnastaðaprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Meira
29. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 300 orð

Prófsteinn á styrk þjóðernissinna

11,8 MILLJÓNIR Tævana í 23 borgum og héruðum ganga að kjörborði í dag til að kjósa borgar- og héraðsstjóra og litið er á kosningarnar sem prófstein á stöðu þjóðernissinna, sem hafa verið völd á Tævan frá 1949, fyrir þingkosningar á næsta ári. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð

Rit um bálfarir

KIRKJUGARÐAR Reykjavíkurprófastsdæma hafa gefið út rit sem ber heitið Bálför. Í formála ritsins, sem forstjóri Kirkjugarðanna skrifar, segir: "Bæklingur þessi er gefinn út til þess að uppfræða almenning um bálfarir og líkbrennslu og skapa þannig raunhæfar forsendur fyrir einstaklinga til að velja, hvort útför þeirra verði bálför eða jarðarför. Meira
29. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 239 orð

Rótarýklubbur Akraness 50 ára

Akranesi-Rótarýklúbbur Akraness fagnar 50 ára starfsafmæli sínu um þessar mundir og gerir það með margvíslegum hætti. Hátíðarfundur verður haldinn á afmælisdaginn laugardaginn 29. nóvember nk. Klúbburinn var sá áttundi í röð íslenskra klúbba og hefur starfsemi hans verið í miklum blóma alla tíð. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Rætt um framtíð sjávarútvegs

FLOKKS- og formannaráðstefna Sjálfstæðisflokksins verður haldin í dag og hefst hún á umræðum um framtíð sjávarútvegs á Íslandi. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra, Markús Möller hagfræðingur, Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður og Sigurður Líndal prófessor munu ræða sjávarútvegsmálin. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 152 orð

Rætt verði við Voga um vinnu eða sameiningu

Á FUNDI bæjarráðs Hafnarfjarðar ítrekaði Lúðvík Geirsson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins, tillögu um að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði leiti eftir viðræðum og samstarfi við Voga á Vatnsleysuströnd um sameiningu eða sameiginlega uppbygginga íbúðarsvæða og athafnalífs á strandlengjunni milli Hafnarfjarðar og Voga. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Samþykkt NFL hörmuð

FRAMKVÆMDASTJÓRN Verkamannasambandsins hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samþykkt stjórnar Norræna flutningsverkamannasambandsins (NFL) er hörmuð. Samþykkt NFL var í tilefni af kveðju forseta Íslands til Flugfélagsins Atlanta á 10 ára afmæli þess. Lýsir framkvæmdastjórn Verkamannasambandsins því yfir að samþykktin sé henni með öllu óviðkomandi. Meira
29. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 648 orð

Segir frekari uppstokkun hugsanlega

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær að hann kynni að stokka frekar upp í stjórn sinni í næstu viku en sagðist ekki ætla að víkja Anatolí Tsjúbajs aðstoðarforsætisráðherra úr stjórninni, um sinn að minnsta kosti. Hann tilkynnti ennfremur að hann hygðist heimsækja Tsjetsjníju í janúar til að freista þess að binda enda á aðskilnaðartilburði uppreisnarhéraðsins. Meira
29. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 596 orð

Skaðleysi ómettaðrar fitu ekki einhlítt

HIÐ hefðbundna viðhorf að ómettuð fita sé ekki hættuleg fyrir hjartað er ekki að öllu leyti rétt, samkvæmt niðurstöðum rannsókna er birtar voru í nýjasta hefti New England Journal of Medicine. Rannsókn, er stóð í 14 ár, á heilsu rúmlega 80 þúsund hjúkrunarkvenna, hefur leitt í ljós að neysla einnar gerðar ómettaðrar fitu, svonefndrar transfitu, sem er hert fita, Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 697 orð

Skilgreining á "fötlun" vefst fyrir mörgum

STEFÁN Hreiðarsson, læknir og forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, segir að í umræðu að undanförnu um hver beri ábyrgð á kostnaði af sérstuðningi við fötluð leikskólabörn og börn með þroskafrávik af ýmsum toga, vefjist skilgreiningar á hugtakinu fötlun fyrir mörgum. Af hálfu leikskólanna sé talað um börn með þroskafrávik en menntamálaráðuneytisins um fötlun. Meira
29. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 333 orð

S-Kórea þiggur fjárhagsaðstoð frá Japan

JAPANIR samþykktu í gær að veita Suður-Kóreu fjárhagsaðstoð við að leysa þann vanda sem efnahagur landins hefur ratað í á undanförnum vikum. Japanir settu þó það skilyrði að Suður-Kórea samþykkti þá skilmála er settir eru í hjálparáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF). Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Stúdentar fagna 1. desember

STÚDENTAR við Háskóla Íslands munu að vanda halda fullveldisdag Íslendinga 1. desember hátíðlegan. Dagskrá dagsins er eftirfarandi. Kl. 11 verður messa í Háskólakapellunni: Sr. Jón Helgi Þórarinsson þjónar fyrir altari. Elínborg Gísladóttir, guðfræðinemi, predikar. Athöfn verður við leiði Jóns Sigurðssonar kl. 13 og flytur Andri Snær Magnússon, skáld, minni Jóns Sigurðssonar. Kl. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 499 orð

Styðja á konur í þriðja heiminum

STUÐNINGUR við konur í þriðja heiminum er samheiti á nokkrum verkefnum Hjálparstofnunar kirkjunnar sem aflað verður fjár til með jólasöfnun stofnunarinnar. Söfnunin hefst nú á fyrsta sunnudegi í aðventu. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 226 orð

Sundlaug Kópavogs 30 ára

ÞRJÁTÍU ár eru liðin 1. desember nk. frá því að Sundlaug Kópavogs var opnuð. Laugin sem er 16,66×8 m að stærð er hönnuð af Högnu Sigurðardóttur, arkitekt. Fyrsti forstöðumaður laugarinnar var Steinar Lúðvíksson, íþróttakennari. Meira
29. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 148 orð

SÞ fær ekki aðgang

ÍRAKSSTJÓRN vonast til að ákvörðun hennar um að leyfa erlendum sérfræðingum að skoða hallir Saddams Husseins forseta muni verða til þess að lægja öldurnar í deilunni við Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), en vopnaeftirlitsmenn fá ekki aðgang að þeim. Írösk dagblöð sögðu frá þessu í gær. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Tjarnarkvartettinn á Súfistanum

BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg kynnir bókina Spor eftir göngumann ­ Í slóð Hjartar á Tjörn eftir Ingibjörgu Hjartardóttur og Þórarinn Hjartarson á kaffihúsinu Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar í dag kl. 15. Ingibjörg og Þórarinn munu ræða tilurð bókarinnar og lesa úr henni valda kafla. Tjarnarkvartettinn syngur nokkur lög við þetta tækifæri. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Útgáfutónleikar Blush á Grand Hótel

Í TILEFNI af nýútkomnum geisladisk mun hljómsveitin Blush halda útgáfuhljómleika á Grand Hótel Reykjavík í Sigtúni laugardagskvöldið 21. nóvember. Húsið verður opnað kl. 21 og er aðgangur ókeypis. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 154 orð

Veggir styrktir í Hvalfjarðargöngum

VERIÐ er að styrkja Hvalfjarðargöngin og leggja í þau dælu-, dren- og raflagnir. Einnig er verið að koma fyrir ýmsum búnaði, eins og t.d. loftræstibúnaði, raf- og ljósabúnaði. Búið er að styrkja göngin með steypuásprautun frá þeim miðjum þar sem þau liggja lægst og unnið var til norðurs. Einnig eru framkvæmdir hafnar við uppbyggingu vegarins til norðurs frá miðjum göngum. Meira
29. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 552 orð

Vonar að úrskurðurinn gagnist Sophiu Hansen

NORSK kona, sem vann á fimmtudag mál fyrir tyrkneskum dómstólum gegn fyrrverandi eiginmanni sínum er rænt hafði dóttur þeirra, þakkar ekki síst Ólafi Egilssyni sendiherra fyrir að málið vannst. Konan, Mette Sollihagen Hauge, Meira
29. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 267 orð

(fyrirsögn vantar)

MIKILL meirihluti breskra þingmanna lýsti sig í gær fylgjandi því að bann verði lagt við veiðum villtra dýra, t.d. refa, með aðstoð hesta og hunda. Enn er þó langt í land að hefðbundnar refaveiðar bresku yfirstéttarinnar verði bannaðar. Meira

Ritstjórnargreinar

29. nóvember 1997 | Leiðarar | 536 orð

leiðari AÐHALD Í GÓÐÆRI ARGVÍSLEG teikn eru á lofti um

leiðari AÐHALD Í GÓÐÆRI ARGVÍSLEG teikn eru á lofti um ofþenslu í íslenzku efnahagslífi að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem var hér í heimsókn fyrir skömmu. Að áliti nefndarinnar er aðhalds þörf í opinberum fjármálum og peningamálum af hálfu Seðlabankans til að tryggja áframhaldandi stöðugleika. Meira
29. nóvember 1997 | Staksteinar | 345 orð

»Samkeppni um fólk DV FJALLAR í leiðara um fólksflutninga af landsbyggð til

DV FJALLAR í leiðara um fólksflutninga af landsbyggð til höfuðborgarsvæðis og frá Íslandi til annarra landa, en vaxandi samkeppni á Vesturlöndum er ekki hvað sízt um vel menntað og starfshæft fólk. Skoðanakönnun Stúdentaráðs Meira

Menning

29. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 85 orð

Barneignir á döfinni

LEIKARINN Robert De Niro, sem er 54 ára, og eiginkona hans Grace Hightower, sem er tíu árum yngri, eiga von á sínu fyrsta barni saman. De Niro á fyrir tvö uppkomin börn með fyrstu eiginkonu sinni, Diahnne Abbot, og tvíburadrengi sem eru tveggja ára með veitingahúsaeigandanum Toukie Smith. Meira
29. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 153 orð

Besson og orðabókaútgáfa

LUC Besson hefur fest kaup kvikmyndaréttinum á óútkominni bók Simons Winchesters "The Professor and the Madman". Besson hefur ekki lesið bókina, eingöngu stutta lýsingu á innihaldi hennar sem umboðsmenn höfundar sendu honum. Handritið að bók Winchesters er tilbúið en hún kemur út á næsta ári. "The Professor and the Madman" er byggð á raunverulegum atburðum. Meira
29. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 116 orð

Bildt maður ársins

EINHVERN tímann hefði það þótt tíðindum sæta að formaður sænska íhaldsflokksins væri kjörinn maður ársins í Svíþjóð. En tímarnir breytast víst þar eins og annars staðar. Carl Bildt var nefnilega valinn maður ársins í nýlegri skoðanakönnun sænska blaðsins Vår bostad. Meira
29. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 275 orð

Dauðinn eykur viðskiptin

GOÐSAGNIR deyja ungar en lifa að eilífu ­ og ekkert selur plötur betur en átakanlegur og ótímabær dauðdagi. Þegar tónlistin fjaraði út á jarðarför Hutchence á fimmtudag spáðu rokkgagnrýnendur því að sala á plötum INXS myndi rjúka upp úr öllu valdi. "Þetta er alltaf að gerast. Það þarf ekki annað en að líta á Díönu prinsessu," segir talsmaður Soundscan sem sér m.a. Meira
29. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 325 orð

"Ég trúði þessu ekki"

HANNA Hersveinsdóttir, starfsmaður í mötuneyti Ráðhúss Reykjavíkur, datt heldur betur í lukkupottinn í síðustu viku er nafn hennar var dregið út í leik Happaþrennunnar, Háskólabíós og Morgunblaðsins. Vinningurinn er heldur ekki af verri gerðinni því það er ný Toyota Corolla bifreið og var hún afhent vinningshafanum á þriðjudag. Meira
29. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 159 orð

Föngulegur piltur

FEIKILEG stemmning var á Hótel Íslandi í gærkvöldi en flestir gestir voru ungar konur. Hins vegar var tilgangur samkomunnar að velja nýjan herra Ísland eða myndarlegasta pilt landsins. Og sigurvegari kvöldins var: Reynir Logi Ólafsson. Kvöldið hófst með "Simon og Garfunkel" tónum Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar. Emilíana Torrini söng svo við píanóundirleik. Meira
29. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 973 orð

Innrás á Akureyri

SÚREFNI og Quarashi gefa báðar út, eftir vel heppnaðar smáskífur, sínar fyrstu breiðskífur nú fyrir jólin. Þessar tvær sveitir eru þekktar fyrir að sjóða saman tónlist sína meira og minna með hjálp tölva, en þær eiga þó fleira sameiginlegt. Til dæmis það að vera tvær af aðalinnflutningsvörum félagsins Mels til Akureyrar. Meira
29. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 137 orð

Ljóðalestur og kappát

ÁRSELSLEIKAR fóru fram fyrir skömmu og voru þeir haldnir í samvinnu við Árbæjarskóla. Leikarnir byggjast á íþróttakeppni milli 8., 9. og 10. bekkja. Keppt var í sautján greinum, þ.á m. húllakeppni, ljóðalestri, kappáti, hjólbörurallýi, bandý og boccia. Leikunum lauk síðan á föstudagskvöldi með kappáti, grettukeppni og léttri kaffihúsastemningu. Meira
29. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 498 orð

Síðasti (og eini) Geirmundurinn

Geislaplata Geirmundar Valtýssonar. Lög eftir Geirmund, textar flestir eftir Kristján Hreinsson. Aðrir textahöfundar: Edda Vilhelmsdóttir, Kristján Stefánsson og Steinn J. Jónsson. Skífan 1.999 kr. 52 mín. Meira
29. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 632 orð

Stílbrigði á skjánum

EFTIR því sem fólk hefur víðari aðgang að sjónvarpsefni verður því ljósara hve stílbrigðin eru markviss í fari einstakra þjóða. Hér á landi hefur einkum verið búið við bandarískt sjónvarpsefni, síðan enskt og þýskt og danskt. Þá hefur borið við að franskt efni sjáist. Meira
29. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 213 orð

Sænska konungsfjölskyldan Neysluóregla þjakar

VIKTORÍA krónprinsessa í Svíþjóð á við neysluóreglu að stríða sem hefur valdið því að hún hefur lést töluvert á undanförnum mánuðum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá konungshöllinni. Ekki er gefið upp hvers konar neysluóregla þjakar prinsessuna. Meira
29. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 495 orð

(fyrirsögn vantar)

Sjónvarpið21.25 Saga Jules Verne um hinn valdagíruga kaftein Nemo, kafbátinn hans og svaðilfarir hefur verið kvikmynduð allt frá árinu 1916. Fjórða og nýjasta útgáfan er Með Nautiliusi á Norðurpól (20.000 Leagues Under The Sea, 1996), þar sem gamalreyndur fagmaður, Michael Anderson, leikstýrir áhöfn sem m.a. er skipuð Richard Crenna og Ben Cross. Meira

Umræðan

29. nóvember 1997 | Aðsent efni | 640 orð

29. nóvember - samstaða með Palestínu

Í DAG eru 50 ár liðin síðan Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu sem lögð var fram af sendiherra Íslands, Thor Thors, um að skipta Palestínu upp í tvö ríki, gyðinga og araba. Þessi umdeilda og örlagaríka samþykkt lagði grunninn að Ísraelsríki og ríki Palestínumanna. Meira
29. nóvember 1997 | Aðsent efni | 481 orð

Af íslenzkum laxastofnum

Á RÁÐSTEFNU NASF, sem haldin var í Háskólabíói, 26. október síðastliðinn, undir yfirskriftinni: Íslenzkar laxveiðiár í brennidepli, voru haldin alls þrettán stutt erindi um íslenzkar laxveiðiár og tengd efni. Og á fræðslufundi Hins íslenzka náttúrufræðifélags, sem haldinn var í Odda, hinn 24. Meira
29. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 372 orð

"Á heimili Jóns Jónssonar"

SUNNUDAGINN 23. þessa mánaðar horfði ég með þriggja ára syni mínum á morgunsjónvarp barnanna. Eitt af atriðunum er sunnudagaskóli sem mun koma frá fræðsludeild þjóðkirkjunnar. Þar var meðal annars verið að kenna börnum rétta siði varðandi það hvernig svarað er í síma. Og þeim var sagt að þau eigi að svara "á heimili Jóns Jónssonar". Meira
29. nóvember 1997 | Aðsent efni | 327 orð

"Ef Bakkus hlær er bölið nær"

ENDUR fyrir löngu las ég sögu, ­ ég man hana að vísu ekki lengur í smáatriðum en efnið var eitthvað á þessa leið. Guðhræddur bóndi erjaði akur sinn í nægjusemi en það þoldi kölski ekki. Hann sendi einn af árum sínum til að spilla hamingju hans. Árinn gerði margar tilraunir sem mistókust með öllu... Meira
29. nóvember 1997 | Aðsent efni | 483 orð

Getur veiðigjald orðið hagkvæmt?

MARKÚS Möller, Þorvaldur Gylfason og aðrir hagfræðingar í hópi veiðigjaldssinna fullyrða, að veiðigjald geti orðið jafnhagkvæmt og núverandi kvótakerfi. Til dæmis geti ríkið tekið til sín kvótana og leigt útgerðarmönnum aftur til langs tíma. Leigugjaldið myndist í markaðsviðskiptum og nemi fullri rentu af auðlindinni. Meira
29. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 345 orð

Hann valdi vitlaust

NÚ þegar ríkisstarfsmenn eru í óða önn að velta fyrir sér hvora lífeyrisdeildina þeir ætli að velja, þ.e. A- eða B-deildina, fyrir mánaðamótin, er ekki úr vegi að koma með nokkrar athugasemdir um þessi mál. Ástæðan fyrir þessum hræringum með lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna er auðvitað engan veginn augljós. Meira
29. nóvember 1997 | Aðsent efni | 579 orð

Háskóli er þjóðskóli

HOLLVINASAMTÖK Háskóla Íslands voru stofnuð á fullveldisdaginn 1. desember 1995. Markmið Hollvinasamtakanna er að knýta og rækta tengsl milli Háskólans og þjóðarinnar. Þau tengsl mega aldrei rofna. Háskólastúdentar hafa öðrum remur látið sér annt um að minnast fullveldisins og þeirra merku tímamóta í sjálfstæðisheimt þjóðarinnar sem 1. desember 1918 markaði. Meira
29. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1312 orð

Heilbrigði, menntun og atvinna

Í NÝÚTKOMNUM bæklingi Hagstofunnar "Konur og karlar 1997" er að finna margvíslegar upplýsingar um kynin og stöðu þeirra sem forvitnilegt er að skoða og velta vöngum yfir. Í fyrri grein minni fjallaði ég um eitt og annað sem lýtur að mannfjöldaþróun og barneignum en hér víkur sögunni að heilbrigði, menntun og atvinnu. Meira
29. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 441 orð

Heimsfriðarsamband fjölskyldna

NÚ hefjum við senn þriðja árþúsundið, þá er tímabært að við hugsum til mannkynssögunnar og reynum að skilja hina upprunalegu hugsjón Guðs með sköpuninni. Við verðum að setja okkur eilíft markmið um það hvernig við ætlum að lifa í framtíðinni og vera síðan staðráðin í því að fylgja þeim markmiðum eftir. Meira
29. nóvember 1997 | Aðsent efni | 790 orð

Iðjuver við austanverðan Skagafjörð

STEFÁN Ólafsson prófessor vann fyrir Byggðastofnun skýrslu um orsakir og eðli íbúaþróunar á Íslandi undanfarin ár. Sigurður Guðmundsson forstöðumaður Þróunarsviðs Byggðastofnunar sagði frá niðurstöðum þessarar skýrslu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins 22. nóv. s.l. Meira
29. nóvember 1997 | Aðsent efni | 787 orð

Kröfur barna okkar í Kyoto

SENDINEFND íslensku ríkisstjórnarinnar er á förum til fundar í Kyoto í Japan til að semja fyrir Íslands hönd um bindandi takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda af völdum manna. Í einföldu máli má segja að gróðurhúsalofttegundir séu allar þær lofttegundir sem geta stuðlað að loftslagsbreytingum á jörðinni á næstu áratugum og öldum. Meira
29. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1765 orð

SJÓMANNASKÓLINN ­ AÐGÁT SKAL HÖFÐ

HUGMYNDIR menntamálaráðuneytisins um að flytja Stýrimannaskólann í Reykjavík og Vélskóla Íslands úr húsnæði Sjómannaskólans á Rauðarárholti hafa vakið hörð viðbrögð sem nánast öll eru á þá lund að lagst er gegn hugmyndinni. Spyrja mætti: Hvað veldur þessari einróma andstöðu við flutning skólanna? Tilfinningaleg rök Meira
29. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 248 orð

Tóm vitleysa

Í MORGUNBLAÐINU í dag er grein um framkomið frumvarp, sem kveður svo á, að greiða skuli fullar bætur til aldraðra og öryrkja á stofnunum, en gera þeim síðan að greiða allan dvalarkostnað á stofnunum sjálfir. Það er ekkert spurt um það hvort dvalargestirnir hafi nokkurn afgang eða vasapeninga eins og nú er. Meira

Minningargreinar

29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 253 orð

Einar Kristján Jóhannesson

Með örfáum orðum, langar okkur að kveðja elskulegan móðurbróður okkar, Einar Kr. Jóhannesson, sem er látinn eftir erfiða sjúkralegu síðastliðna níu mánuði. Þar sem fjarlægðin á milli heimila okkar og frænda var mikil, gafst okkur ekki mikið rúm til að kynnast honum mikið. En þau kynni sem við höfðum af honum einkenndust af hlýju og væntumþykju af hans hálfu, til frænkna sinna í sveitinni. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 81 orð

Einar Kristján Jóhannesson

Kæri bróðir. Það er skammt á milli stórra högga í fjölskyldu okkar. Ég þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Dætur mínar geyma með virðingu gjafir þínar og minningu. Ég sá þig síðast sjúkan mann og engin von um bata. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 73 orð

EINAR KRISTJÁN JÓHANNESSON

EINAR KRISTJÁN JÓHANNESSON Einar Kristján Jóhannesson var fæddur í Kleifaholti í Reykjarfjarðarhreppi í N-Ísafjarðarsýslu 23. mars 1927. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 28. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Steinunn Sigurðardóttir og Jóhannes Bj. Jóhannesson. Börn þeirra, auk Einars, eru: Guðbjörg, f. 14.5. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 636 orð

Ernst Kobbelt

Þjóðverjinn Eduard Kobbelt, sem kom til Siglufjarðar 1925 til að setja niður og fylgja til vinnslu vélum í síldarverksmiðju landa síns dr. Pauls, var alinn upp í þeim kynslóðaræktaða og agaða starfsmetnaði sem þjóð hans er fræg fyrir. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 366 orð

ERNST KOBBELT

ERNST KOBBELT Ernst Kobbelt fæddist á Siglufirði 4. mars 1935, átti þar heima alla ævi. Hann lést þar í bæ 19. nóv. síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eduard Kobbelt vélsmiður, f. í Dortmund í Þýskalandi, 15. apríl 1903, d. á Siglufirði 30. des. 1976, og kona hans Hulda Ester Sigurðardóttir, f. á Akureyri 14. sept. 1911, d. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 233 orð

Kristján Einar Guðmundsson

Mig langar til að minnast ömmubróður míns, Kristjáns Guðmundssonar, með fáeinum orðum. Ég var svo heppin að fá að dvelja hjá honum og fjölskyldu hans í sveit á Bugðustöðum í Hörðudal. Þar dvaldi ég sumarlangt í nokkur ár og síðan hefur það verið fastur liður í tilverunni að sækja þau heim ár hvert. Kristján var mjög gigtveikur frá því ég man eftir honum fyrst fyrir um 25 árum. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 45 orð

Kristján Einar Guðmundsson

Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu aka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sv. Eg.) Guð geymi þig, afi minn, kveðja og þakklæti frá afadrengjunum. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 303 orð

Kristján Einar Guðmundsson

Elsku Dísa mín, ­ hugsanir mínar fljúga nú til þín og þinna. Þakkir eru mér efst í huga til Kristjáns frænda míns sem nú hefur kvatt þennan heim eftir erfið veikindi. Ég vil fljúga yfir þessi síðustu erfiðu spor sem eru að baki, með trú og vissu um góða líðan hjá frænda mínum hér eftir. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 128 orð

KRISTJÁN EINAR GUðMUNDSSON

KRISTJÁN EINAR GUðMUNDSSON Kristján Einar Guðmundsson var fæddur á Dunkárbakka í Hörðudal 4. október 1904. Hann lést í St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi 23. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Erlendína Kristjánsdóttir og Guðmundur Kristjánsson. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 237 orð

Kristján Karl Hannesson

Elsku afi minn. Nú ertu farinn. Alltaf var gaman að koma í heimsókn til ykkar ömmu, ávallt var tekið vel á móti mér. Þið voruð alltaf boðin og búin að hjálpa og gera allt fyrir mann sem amma heldur áfram að gera. Þú hafðir alltaf gaman af okkur barnabörnunum og að fylgjast með því sem við vorum að gera. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 419 orð

Kristján Karl Hannesson

Pabbi minn. Við systkinin kveðjum þig með söknuði. Það var alltaf svo gott að koma heim, alltaf var nóg rúm fyrir alla, sama hvað hópurinn stækkaði. Þið mamma stóðuð brosandi á tröppunum og buðuð alla velkomna, fyrst á Kollsá, seinna á Borðeyri. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 270 orð

Kristján Karl Hannesson

Það kom þá að því að þú hyrfir úr þessum heimi, elsku afi minn. Mér þótti svo sárt að sjá þig á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga þegar ég heimsótti þig með ömmu síðastliðið sumar. Það var í síðasta skiptið sem ég sá þig, en þú þekktir mig ekki, aðeins ömmu. Samt þegar við hittumst einu sinni hjá Daníel og Helgu á Hvammstanga gastu munað eftir því að ég átti systur og þú spurðir hvar hún væri. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 439 orð

Kristján Karl Hannesson

Ég átti því láni að fagna að kynnast Karli tengdaföður mínum fyrir um 10 árum. Hann var þá talsvert við aldur og hafði 7 árum áður lokið sínu ævistarfi, sem var búmennska. Karl var vel hagur og á þessum árum ágætlega ern og féll varla verk úr hendi og býst ég við að þar hafi áhrifa úr uppeldi hans gætt en foreldrar hans voru bláfátækt sómafólk, leiguliðar á lítilli jörð, með stóran barnahóp. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 144 orð

Kristján Karl Hannesson

Elsku afi minn. Núna ertu farinn frá okkur ­ farinn til himna. Það var alltaf svo gott að koma til þín og ömmu á Borðeyri. Alltaf var allt gert til þess að öllum liði vel. Þú varst búinn að vera svo veikur en amma stóð eins og klettur við hlið þér. Við skulum passa hana ömmu vel. Ég er svo þakklát fyrir það að hafa fengið að kynnast þér og núna geymi ég minninguna um þig í hjarta mér. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 398 orð

KRISTJÁN KARL HANNESSON

KRISTJÁN KARL HANNESSON Kristján Karl Hannesson var fæddur að Þuranesi í Saurbæ 6. júní 1912. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 21. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Kristjánsdóttir, f. 18. ágúst 1876 að Saurhóli í Saurbæ, d. 23. febrúar 1955, og Hannes Guðnason, f. 13. mars 1868 að Máskeldu í Saurbæ, d. 21. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 609 orð

Margrét Magnúsdóttir

Amma var alveg einstök kona og ávallt ríkti mikil gleði í kringum hana. Fyrstu minningar, sem koma upp í huga mér, eru stundirnar í eldhúsinu á Hafnargötunni og lífið sem þar var. Amma var mikil húsmóðir og var hún oft að stússast eitthvað í eldhúsinu. Afi sat þá gjarnan við eldhúsborðið og dundaði einnig við heimilisstörfin, sem til þurfti. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 252 orð

Margrét Magnúsdóttir

Magga amma var alla tíð stór hluti af lífi okkar. Varla leið sú vika nú síðustu ár að amma kæmi ekki í mat til okkar eða við litum við hjá henni. Við kynntumst ömmu auðvitað aldrei nema sem eldri konu sem sest var í helgan stein. Hún var samt alltaf full af atorku og lífi og sat helst aldrei auðum höndum. Hún prjónaði mikið og þeir eru ófáir ullarsokkarnir sem við höfum fengið frá henni. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 363 orð

Margrét Magnúsdóttir

Amma og afi í víkinni voru á uppvaxtarárum okkar fastur og óumbreytanlegur þáttur í lífi okkar. Sunnudagsheimsóknir á Hafnargötuna og síðar Miðstrætið voru hluti af tilverunni svona rétt eins og að borða og sofa. Stórfjölskyldan safnaðist saman á heimili þeirra á stórhátíðum, afmælum og jafnvel þó ekkert sérstakt stæði til. Þar var alltaf mikið spjallað og mikið líf og fjör. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 250 orð

Margrét Magnúsdóttir

Okkur langar til að kveðja elskulega ömmu okkar með nokkrum orðum. Við minnumst ömmu fyrst er hún bjó í Miðstrætinu með afa. Við komum til þeirra til að borða bestu pönnsur í heimi, taka í spil með þeim eða horfa á afa hnýta á tauma og læða að okkur einu og einu brenni sem hann geymdi í gluggakistunni. Einnig fylgdumst við með ömmu baka kleinur sem hún seldi svo í búðirnar. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 348 orð

Margrét Magnúsdóttir

Mig langar í örfáum orðum að minnast systur minnar. Nú þegar senn líður að jólum hefur hún kvatt þessa jarðvist eftir erfið veikindi árum saman. Hún var búin að hafa á orði að hún myndi ekki lifa það að verða áttræð, sem hún hefði orðið í janúar. Magga átti við mikla vanheilsu að stríða, var í bakskurði þegar maður hennar lést og gat ekki fylgt honum til grafar. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 225 orð

Margrét Magnúsdóttir

Hún amma mín er dáin. Minningar þjóta um hugann. Hafnargatan, Frystihúsið, Miðstrætið. Þakklæti er það sem maður finnur fyrir; þakklæti fyrir allar samverustundirnar sem ég átti með þér sem barn og sérstaklega stundirnar er þú komst suður til mín, er ég var farin að búa og dvaldir í lengri eða skemmri tíma. Alltaf svo glæsileg hvort sem farið var í leikhús eða bara í búðarölt. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 193 orð

MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR

MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR Margrét Magnúsdóttir fæddist í Hnífsdal 22. janúar 1918. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Bolungarvík hinn 20. nóvember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Magnúsar Einarssonar og Kristínar Lárusdóttur. Margrét var þriðja barn í röð tíu systkina. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 278 orð

Sigurjón Þóroddsson

Elsku frændi. Á kveðjustund sem þessari er svo margs að minnast og þær stundir sem ég fékk að njóta í návist þinni allt of fáar. Það er svo með okkur mannfólkið að við verjum okkur á ýmsa vegu fyrir því sem dynur á okkur í lífinu. Það var óþægileg stund þegar ég fregnaði andlát þitt og ég hugsaði með mér að þetta væri sjálfsvorkunn, þér hlyti að líða betur þar sem þú ert nú kominn. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 233 orð

Sigurjón Þóroddsson

Þegar ég hugsa um þig, afi minn, kemur hlýtt faðmlag þitt fyrst fram í hugann. Það var nánast athöfn, þegar við hittumst, að heilsast, að finna faðmlag þitt. Það bjó svo mikil ást og væntumþykja í því. Eitthvað var það í þínu fari sem fékk okkur öll barnabörnin til að finnast að sérhvert okkar væri í mestu uppáhaldi hjá þér. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 582 orð

Sigurjón Þóroddsson

Nú er þetta búið, sagði afi. Við höfum verið að smíða. Eða kannski er það aðallega afi sem smíðar. Hann bjástrar í rólegheitum við að mæla, líma, pússa og negla á meðan ég dúlla mér í kringum hann. Það er ýmislegt smávægilegt sem ég get gert til að hjálpa en aðallega finnst mér bara notalegt að vera hjá honum meðan hann vinnur. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 204 orð

SIGURJÓN ÞÓRODDSSON

SIGURJÓN ÞÓRODDSSON Sigurjón Þóroddson var fæddur í Alviðru í Dýrafirði 16. september 1914. Hann lést á heimili sínu 23. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þóroddur Davíðsson, bóndi, Alviðru, fæddur 26. sept. 1874, dáinn 1956, og María Bjarnadóttir, fædd 10. apríl 1881, dáin 1969. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 219 orð

Þorgeir Sveinsson

Elsku Þorgeir minn, mig langar til að kveðja þig með örfáum orðum og þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Það hefur verið mér ómetanlegt að hafa fengið að kynnast þér og njóta alls þess sem þú varst tilbúinn að gefa mér í fróðleik og skemmtun. En alltaf sannast best eigingirnin í manni þegar að því kemur að kveðja; þá á maður svo erfitt með að sleppa. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 320 orð

Þorgeir Sveinsson

Látinn er vinur minn og félagi, Þorgeir á Hrafnkelsstöðum, en Þorgeir hafði átt við vanheilsu að stríða um árabil. Þorgeir ólst upp á Hrafnkelsstöðum við almenn störf í sveit, en miklar breytingar hafa orðið á búskaparháttum síðan hann var að vaxa úr grasi. Snemma hneigðist hugur hans til búskapar og var hann glöggur og natinn hirðir. Sauðfjárækt var honum hugleikin og átti hann ágætt fé. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 940 orð

Þorgeir Sveinsson

Hugann seiða fell og fjöll frammi í eyðihögum. Vorsins leið er vörðuð öll von og heiðum dögum. (B.D.) Það er fagur vormorgunn inn á afrétti fyrir um það bil 45 árum. Tveir ungir menn höfðu lagt snemma af stað framan úr sveit með trypparekstur. Hrossin voru léttræk og fyrir hópnum fór hún Stjarna. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 163 orð

Þorgeir Sveinsson

Elsku afi. Nú ertu farinn upp til himna og við erum sannfærð um að líðan þín þar sé miklu betri. Við eigum margar góðar minningar í hjörtum okkar frá Hrafnkelsstöðum. Okkar samverustundir tengdust oft vorverkunum í sveitinni og þá helst sauðburði. Það tók nú oft á þolinmæðina þegar þú varst að segja okkur til. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 738 orð

Þorgeir Sveinsson

Mín fyrsta minning tengist honum Geira á Hrafnkelsstöðum. Líklega var ég á fjórða ári þegar pabbi fór með mig í réttirnar, bar mig á bakinu inn eftir bökkum Litlu-Laxár að gömlu réttunum við Túnsberg. Geiri var þá svo greiðvikinn að lána honum hest til heimferðarinnar, en sjálfur tók hann mig fyrir framan sig á baki Blesa. Meira
29. nóvember 1997 | Minningargreinar | 284 orð

ÞORGEIR SVEINSSON

ÞORGEIR SVEINSSON Þorgeir Sveinsson fæddist á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi í Árnessýslu 16. júní 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Haraldsdóttir, f. 30.12. 1900, d. 20.5. 1991, og Sveinn Sveinsson, f. 15.1. 1893, d. 27.5. 1954, bændur á Hrafnkelsstöðum. Meira

Viðskipti

29. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 968 orð

ÐBirgðastöðvum fækkað og starfsfólki sagt upp Skeljungur hyggst e

STJÓRNENDUR Skeljungs hf. kynntu í gær fyrir starfsfólki sínu fyrirhugaðar uppsagnir starfsmanna. Þessar uppsagnir eru liður í umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem standa fyrir dyrum hjá félaginu og er reiknað með að að fyrstu uppsagnir muni taka gildi frá 1. mars 1998. Meira
29. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 130 orð

ÐDagsbrún óskar skýringa

ÞRÁINN Hallgrímsson, skrifstofustjóri hjá Dagsbrún, segir að félagið hafi heyrt ávæning af þessum uppsögnum sem formlega hafi verið staðfestur í gær. Hins vegar hafi því enn ekki borist nákvæmar upplýsingar um hversu mörgum starfsmönnum verði sagt upp. "Okkur finnst það auðvitað mjög bagalegt að fyrirtækið sé að grípa til svona aðgerða aðeins nokkrum mánuðum eftir kjarasamninga. Meira
29. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 351 orð

Hagnaðurinn nam 77 milljónum króna

LOÐNUVINNSLAN hf. á Fáskrúðsfirði skilaði tæplega 77 milljóna króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins. Er þetta rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en fyrirtækið skilaði allt síðasta ár en þá nam hann 36,5 milljónum. Velta fyrirtækisins nam 1.052 milljónum króna en var 812 milljónir allt árið í fyrra. Rekstrargjöldin námu 838 milljónum á tímabilinu en voru 651 milljón allt árið í fyrra. Meira
29. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 71 orð

Hlutabréf í Lufthansa hækka í verði

HLUTABRÉF í þýzka flugfélaginu Lufthansa hækkuðu í verði þegar félagið skýrði frá því að hagnaður þess fyrir skatta hefði aukizt um 124.7 fyrstu níu mánuði ársins 1997. Bréfin í Lufthansa hækkuðu meira í verði en bréf í flestum öðrum fyrirtækjum í tölvuviðskiptum weftir að venjulegum viðskiptum lauk. Bréfin hækkuðu um 1,29 mörk, eða 4,15%, í 32,40 mörk. Meira
29. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 218 orð

»Lognið á undan storminum?

GÓÐ byrjun í Wall Street hafði hvetjandi áhrif í kauphöllunum í París og Frankfurt í gær, en markaðurinn í London komst ekki upp úr lægð. Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 52 punkta, eða 0,66%, á fyrstu tveimur tímunum eftir að viðskipti hófust í Wall Street, en viðskipti vori dræm eftir almennan frídag. Meira
29. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Námskeið um einkaleyfi og einkaleyfisumsóknir

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands mun dagana 3. og 4. desember nk. bjóða upp á síðdegisnámskeið um einkaleyfi. Á námskeiðinu verður fjallað um hvað felst í einkaleyfisvernd og helstu ákvæði einkaleyfalaga. Hvernig á að sækja um einkaleyfi, form og efnisskilyrði. Einnig; hvernig alþjóðleg einkaleyfi eru skráð og hvað felst í alþjóðlegri vernd. Meira
29. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 909 orð

Vilja hraða einkavæðingu og draga úr framkvæmdum

ÐFjármálaráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra segja ástæðu til að óttast þenslu Vilja hraða einkavæðingu og draga úr framkvæmdum Veruleg hætta virðist á ofþenslu í efnahagslífinu um þessar mundir. Meira

Daglegt líf

29. nóvember 1997 | Neytendur | 435 orð

Allt að 408% munur

MIKILL verðmunur reyndist á lyfjum í 32 lyfjaverslunum á höfuðborgarsvæðinu þegar starfsfólk Samkeppnisstofnunar gerði verðkönnun hinn 19. nóvember síðastliðinn. Almennt hefur lyfjaverð lækkað síðan í mars þegar Samkeppnisstofnun lét gera svipaða könnun. Kannað var að þessu sinni verð á 32 lyfjum, bæði lausasölulyfjum og lyfjum sem eru seld samkvæmt lyfseðli. Meira
29. nóvember 1997 | Neytendur | 49 orð

Appelsínu- og sérrídropar

KATLA hefur sett á markað tvær nýjar tegundir af kökudropum. Um er að ræða appelsínudropa og sérrídropa en þær tegundir bætast við þær átta tegundir sem fyrir eru á markaðnum. Droparnir eru seldir í 30 ml. glösum og henta t.d. í konfektgerð, ábætisrétti og í bakstur. Meira
29. nóvember 1997 | Neytendur | 75 orð

Baunabæklingur frá Heilsuhúsinu

SÍÐASTLIÐINN fimmtudag var fjallað um nýútkominn baunabækling á neytendasíðu. Láðist að geta þess að bæklingurinn er gefinn út af Heilsuhúsinu og hægt að nálgast hann þar. Ekki umboðssalar Meira
29. nóvember 1997 | Neytendur | 40 orð

Latibær í póstkröfu

Í FRÉTTATILKYNNINGU sem borist hefur frá Bónus kemur fram að vegna ítrekaðra fyrirspurna hafi verið ákveðið að selja Latabæ í póstkröfu líka en myndbandssólan fæst eingöngu í Bónus. Tekið er á móti pöntunum frá 9-13 virka daga. Meira
29. nóvember 1997 | Neytendur | 77 orð

Lín og léreft í póstverslun

NÝLEGA var sett á stofn póstverslun sem aðallega selur sængurfatnað úr bómull og hör, dúka, rúmteppi og handklæði. Í fréttatilkynningu frá póstversluninni segir að lögð sé áhersla á vandaðar vörur sem komi aðallega frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Ítalíu og Írlandi. Póstverslunin sem ber nafnið Lín og léreft er með söluskrifstofu á Laugavegi 59 og þar er hægt að nálgast vörulistann. Meira

Fastir þættir

29. nóvember 1997 | Dagbók | 3125 orð

APÓTEK

»»» Meira
29. nóvember 1997 | Í dag | 44 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í gær, föstudaginn

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í gær, föstudaginn 28. nóvember, varð fimmtug Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, húsmóðir, Sævangi 44, Hafnarfirði. Hún og eiginmaður hennar Gunnar Hjaltalín, lögg. endurskoðandi, taka á móti vinum og kunningjum á Kaffi Reykjavík í dag, laugardaginn 29. nóvember, milli kl. 17 og 20. Meira
29. nóvember 1997 | Fastir þættir | 80 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reykjafj

Seinni umferðin í tveggja kvölda hraðsveitakeppni BRE var spiluð þriðjudagskvöldið 25. nóvember. Níu sveitir tóku þátt og urðu úrslit á þessa leið: Sv. Stöðvarvíkur937 Magnús Ásgeirsson, Magnús Valgeirsson, Ævar Ármannsson, Ríkharður Jónsson, Björn Hafþór Guðmundsson, Jónas Ólafsson Sv. Meira
29. nóvember 1997 | Fastir þættir | 139 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Jólamót Bridsfélags

Jólamót BH og Sparisjóðs Hafnarfjarðar verður spilað mánudaginn 29. desember og hefst kl. 17. Athugið að það verður ekki spilað í Þönglabakka heldur veitingahúsinu Hraunholti við Dalshraun 15 í Hafnarfirði. Að venju verða glæsileg verðlaun í boði en þátttaka er að þessu sinni takmörkuð við 60 pör. Meira
29. nóvember 1997 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. maí í Þorlákskirkju af sr. Björgvini Snorrasyni Guðný Jóna Guðmundsdóttir og Herwig Syen. Þau eru búsett í Munchen í Þýskalandi. Meira
29. nóvember 1997 | Fastir þættir | 954 orð

Bölvun Apaeyjunnar

FYRIR sjö árum kom út leikur sem vakti gríðarlega athygli ekki síst fyrir grafíska útfærslu, kímnina sem litaði leikinn og mátulega þungar þrautir. Sá hét leyndardómur Apaeyjunnar og aðalpersónan var renglulegt ungmenni, Guybush Threepwood, sem hugðist verða sjóræningi. Meira
29. nóvember 1997 | Dagbók | 419 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
29. nóvember 1997 | Fastir þættir | 1097 orð

DraumabíllinnDRAUMSTAFIR Kristján Kristjánsson

MARGIR eiga sér draum um bíl sem er rennilega eldrauður, 2.000 hestöfl og ótaminn, eða stóran svartan jeppa á breiðum upphækkuðum dekkjum með stjórnstöð sem flytur mann jafn léttilega á Norðurpólinn sem inn í Bónus, ellegar bíl sem er... Meira
29. nóvember 1997 | Fastir þættir | 1647 orð

Guðspjall dagsins: Innreið Krists í Jesúsalem. (Matt. 2

Guðspjall dagsins: Innreið Krists í Jesúsalem. (Matt. 21) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Aðventusamkoma kl. 20.30. Sr. Tómas Guðmundsson fv. prófastur flytur hugvekju, Loftur Erlingsson og Gústav Gústavsson syngja einsöng og Helga Aðalheiður Jónsdóttir leikur á flautu. Meira
29. nóvember 1997 | Fastir þættir | 88 orð

Humarragour í kampavínsrjómasósu

Hráefni: 400 g humarhalar í skel 100 g ferskir sveppir 100 g blaðlaukur 3 dl rjómi 1/2 msk. tómatþykkni 1/2 dl. kampavín (eða hvítvín) hvítur sósujafnari ólívuolía (til steikingar) Krydd: salt og pipar jurtakrydd (aromat) fáfnisgras söxuð hvítlauksrif Matreiðsla Sveppir skornir gróft og blaðlaukur í strimla. Meira
29. nóvember 1997 | Fastir þættir | 722 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 929. þáttur

929. þáttur ÞÁ TEKUR aftur til máls Hannes Pétursson, sjá síðasta þátt: "Engin heimild hefur fundizt fyrir því, að til væri leikur sem líktist höfrungahlaupi (höfrungahlaupum) og kallaðist að brjóta hval, eða þá að höfrungahlaup héti svo öðru nafni. Eins og kunnugt er safnaði Ólafur Davíðsson til undirstöðurits um íslenzkar skemmtanir (Kh. 1888­92). Meira
29. nóvember 1997 | Í dag | 240 orð

Klassík góð útvarpsstöð

MIG Langar að koma því á framfæri hversu mikill fengur er að útvarpsrásinni Klassík FM 106,8. Mér finnst hún bæði næra sál og veita líkama slökun og vona sannarlega að þessi rás lifi lengi. María Björnsdóttir. Ung börn í sölustörfum NÚ ER sá árstími kominn þegar farið er að ganga í hús og selja fyrir hin ýmsu félög. Meira
29. nóvember 1997 | Fastir þættir | 96 orð

Lausnin á fyrsta borði

HÉR kemur lausnin á fyrsta borði Bölvunar Apaeyjunnar. Þeir sem sitja fastir geta lesið um næstu skref, en hinir ættu að spreyta sig einir síns liðs áður en lengra er lesið. Leikurinn hefst neðan þilja í skipi LeChucks. Byrjið á að taka krassann (ramrod) af veggnum. Talið við Wally þar til hann fer að gráta. Takið plastkrókinn sem hann missir og notið við krassann. Meira
29. nóvember 1997 | Fastir þættir | 2882 orð

Ljósahátíð í Neskirkju

FYRSTI sunnudagur í aðventu hefst í Neskirkju kl. 11 árdegis með sunnudagaskóla og 8­9 ára starfi. Kl. 14 annast væntanleg fermingarbörn ljósahátíð með ritningarlestri og söng við kertaljós undir stjórn Jónu Hansen kennara og Sigurbjargar Níelsdóttur. Kl. 17 hefst aðventustund þar sem Hanna Johannessen, varaformaður sóknarnefndar, flytur ávarp. Meira
29. nóvember 1997 | Fastir þættir | 990 orð

Matartími hjá Skúla

OLÍAN er farin að hitna á pönnunni og smjörklípan, sem bætt var saman við bráðnuð. Skúli Hansen, veitingamaður á Skólabrú, vætir puttana með vatni og sáldrar nokkrum dropum yfir heita pönnuna. "Þetta er ágætt bragð til að átta sig á hitastiginu," segir hann. "Um leið og olían fer að ókyrrast er hún kemst í snertingu við vatn er hún orðin of heit." Meira
29. nóvember 1997 | Fastir þættir | 611 orð

National Geographic á geisladisk

FLESTIR þekkja tímarit bandaríska félagsskaparins National Geographic, sem komið hefur út undir nafni félagsins mánaðarlega í rúm hundrað ár. Fjölmargir Íslendingar hafa verið áskrifendur að blaðinu og eiga óteljandi hillumetra af því inni í skáp eða, sem er reyndar líklegra, úti í bílskúr eða niðri í kjallara. Meira
29. nóvember 1997 | Dagbók | 147 orð

Póstburðargjöld Bréfapóstu

Póstburðargjöld Bréfapóstur Innanlands Til Evrópu Til annarra landa AB AB 20g bréf 35kr. 45kr.35kr. Meira
29. nóvember 1997 | Fastir þættir | 273 orð

Sega smíðar nýja leikjatölvu

SEGA Saturn fór halloka fyrir PlayStation á sjónvarpsleikjamarkaði, en hefur fráleitt gefið upp öndina. Þannig hefur fyrirtækið unnið við að þróa nýja gerð leikjatölvu, sem kallast Dural, og kemur væntanlega út á næsta ári. Meira
29. nóvember 1997 | Fastir þættir | 450 orð

Sprengja bíla, brjóta og bramla

FIGHTING Force kom út fyrir leikjatölvur PlayStation fyrir stuttu og fjallar hann um eftirfarandi: Vísindamaðurinn Dr. Zeng hefur spáð fyrir um heimsendi árið 2000, en þegar árið 2000 er komið sér hann að eitthvað hefur farið úrskeiðis. Hann ákveður því að koma spádómnum fram og hyggst sprengja jörðina í brjálæði sínu. Dr. Snapper, aðstoðarmaður Dr. Meira
29. nóvember 1997 | Í dag | 410 orð

SPURT ER...

»Kristinn Björnsson skíðamaður frá Ólafsfirði náði frábærum árangri á heimsbikarmóti í svigi í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Hvar fór keppnin fram, hvar var Kristinn í rásröðinni í fyrri ferð og í hvaða sæti lenti hann í keppninni? »"Lauslátar konur eru ekki til... Það er hjátrú. Meira
29. nóvember 1997 | Dagbók | 215 orð

Uppruni aðventukransins ­ skipt um kerti í kransinum á jólamorgni

Aðventukransinn á að líkinum uppruna að rekja til Evrópu á tíma endurreisnarinnar, þar sem nú er Austurríki og Ungverjaland. Sameiginlegt verkefni fjölskyldunnar var að búa til kransinn. Fyrsta sunnudaginn í aðventu fléttaði fjölskyldan saman sígrænum greinum og könglum úr skóginum, korni af akrinum og hnetum, ávöxtum og berjum sem safnað hafði verið. Meira
29. nóvember 1997 | Í dag | 402 orð

Ú ER mikið rætt um það hvað Íslendingar og aðrar þjóðir

Ú ER mikið rætt um það hvað Íslendingar og aðrar þjóðir heims geti lagt af mörkum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Á dögunum var haldin ráðstefna um það hvað atvinnulífið gæti lagt af mörkum. Meira
29. nóvember 1997 | Fastir þættir | 1357 orð

Það komu margir að máli við mig

Bjarni Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags Norðurlands, brá sér í hlutverk poppara á árinu og hefur nú sent frá sér hljómdisk með eigin lögum. Hann syngur sjálfur 11 af þeim 12 lögum sem er að finna á diskinum en tónlistin hefur verið rík í persónuleika Bjarna Hafþórs og hann byrjaði að fikta við að semja tónlist strax á unglingsárum. Meira
29. nóvember 1997 | Fastir þættir | 358 orð

(fyrirsögn vantar)

Föstudaginn 21. nóvember var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell tvímenningur með þátttöku 30 para. Meðalskor var 364 og efstu pör voru: NS: Ísak Örn Sigurðsson ­ Hallur Símonarson 445Halldór Þorvaldsson ­ Baldur Bjartmarsson 421Stefán Garðarsson ­ Þórður Ingólfsson 407Guðmundur M. Meira
29. nóvember 1997 | Fastir þættir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Cnet heitir fréttaþjónusta á vefnum sem einnig rekur sjónvarpsrás og hefur gengið flest í haginn. Á aðalslóð Cnet, http: //www.cnet.com/ má meðal annars finna tengla inn á fréttavef fyrirtækisins, sem þykir mjög góður, vef sem helgaður er leikjum, sömuleiðis talinn áreiðanlegur og góður, vef sem ætlaður er fyrir deilihugbúnað og prufuútgáfur ýmiskonar, Meira

Íþróttir

29. nóvember 1997 | Íþróttir | 113 orð

1. deild kvenna:

LAUGARDAGUR1. deild kvenna: Hagaskóli:KR - ÍR16 Kennaraháskólinn:ÍS - Keflavík16.20 1. deild karla: Smárinn:Breiðablik - Þór Þ.16 SUNNUDAGUR1. deild karla: Ásgarður:Stjarnan - Hamar15 Blak 1. Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 50 orð

Beint á RÚV LEIKUR Júgóslavíu og

LEIKUR Júgóslavíu og Íslands í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik á morgun verður í beinni útsendingu hjá ríkissjónvarpinu. Frá þessu var gengið í gærkvöldi. Þess má og geta að leiknum verður lýst á tveimur útvarpsstöðvum, á Rás 2 og Bylgjunni. Leikurinn hefst kl. 16 að íslenskum tíma á morgun. Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 97 orð

Cruyff á sjúkrahúsi JOHAN Cruyff, fyrrum

JOHAN Cruyff, fyrrum knattspyrnumaður og þjálfari, var lagður inn á hjartadeild Vrije Universitet sjúkrahússins í Amsterdam á miðvikudaginn. Áætlað er að hann verði þar í nokkra daga í rannsóknum. Hann er sagður við þokkalega góða heilsu, en Cruyff hefur í nokkur ár verið hjartasjúklingur og var m.a. skorinn upp vegna kransæðastíflu fyrir sex árum. Hann varð fimmtugur fyrr á þessu ári. Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 199 orð

Eyjólfur og félagar í áttunda sæti

Eyjólfur Sverrisson og félagar í Herthu Berlín unnu góðan sigur í þýsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi, en þá heimsóttu þeir Duisburg og unnu 1:0. Michael Preets, sem lék áður með Duisburg, gerði eina mark gestanna á 22. mínútu og þrátt fyrir að bæði lið fengju þokkaleg færi tóksts þeim ekki að skora fleiri mörk. Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 214 orð

Fengu ekki fréttirnar frá Sviss ÞAÐ vakti athygli í

ÞAÐ vakti athygli í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið þegar blásið var til leikhlés á leik Íslands og Júgóslavíu að það mátti ekki láta leikmenn Íslands vita að Litháar, sem kepptu við Íslendinga um sæti í EM á Ítalíu, höfðu unnið Svisslendinga í Sviss, 27­22, fyrr um kvöldið. Margir voru á því að þarna hefðu verið gerð stór mistök. Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 62 orð

Golf

SL-mót á Bhamas Golfmót í golfferð Samvinnuferðar-Landsýnar til Florida og Bhama. Leikið á Bahamas Privecess-vellinum, sem er par 72, 11. nóvember. Karlar, með forgjöf: 1. Sigurður Ragnarsson, GL69 2. Þorsteinn Erlingsson, GS71 3. Haraldur Gylfason, GL73 3. Steinar Sigtryggsson, GS73 Eldri flokkur: 1. Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 256 orð

Góð byrjun Svía í úrslitunum

Svíar byrja svo sannarlega vel í úrslitaleiknum við Bandaríkjamenn í Davis-bikarkeppninni í tennis, sem er óopinber heimsmeistarakeppni landsliða. Úrslitaviðureignin hófst í Gautaborg í gær með tveimur einliðaleikjum og unnu Svíar báða; fyrst lagði Jonas Björkman Michael Chang 3-1 og síðan Magnus Larsson Pete Sampras, Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 403 orð

"Helmingsmöguleikar"

"ÉG hef ekki séð nýjar myndir af leik Eistlendinga og veit reyndar ekki mikið um þá, en miðað við það litla sem ég veit tel ég að við eigum helmingsmöguleika á sigri," sagði Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari í körfuknattleik en í dag leikur Ísland annan leik sinn í Evrópukeppni landsliða. Þá mætir íslenska liði því eistlenska ytra og hefst viðureignin kl. 19. Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 106 orð

Hilmar valinn í stað Einars Þórs Í GÆR v

Í GÆR var gerð ein breyting á landsliðshópnum í knattspyrnu sem leikur vináttulandsleik við Sádi-Arabíu ytra 7. desember nk. Hilmar Björnsson úr KR kom í stað félaga síns, Einars Þórs Daníelssonar. Hilmar á að baki tvo landsleiki. Íslenska liðið heldur utan á þriðjudaginn. Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 466 orð

Hvorir syngja af gleði í Podgorica?

ÞAÐ er ávallt sárt að þurfa að játa sig sigraðan á keppnisvellinum og þá sérstaklega á örlagastundu sem ræður framtíð manna. Það er svo í keppni yfirleitt að það getur ekki nema einn staðið upp sem sigurvegari og fagnað. Hlutskipti hins er að sleikja sárin og það tekur alltaf sinn tíma að jafna sig eftir ákveðin áföll. Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 119 orð

Íslandsmet hjá Láru Hrund LÁRA Hrund Bja

LÁRA Hrund Bjargardóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar setti í gær Íslandsmet í 400 metra fjórsundi, synti á 5.08,79 og varð í 4. sæti. Metið setti hún á móti í Svíþjóð en þar keppa nú nokkrir íslenskir sundmenn. Gamla metið, 5.12,35, átti Ragnheiður Runólfsdóttir úr ÍA og setti hún metið árið 1989. Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 220 orð

Jóhanneser úr leiká HMJÓHANNES B. Jóhannesso

JÓHANNES B. Jóhannesson tapaði fyrir Marko Fu frá Hong Kong, 5:3 í 16-manna úrslitum á heimsmeistaramótinu í snóker sem fram fer í Zimbabwe, en Fu er feikisterkur að sögn Jóhannesar og er m.a. heimsmeistari unglinga 21 árs og yngri. "Fu er feikilega sterkur og það er nánast ekki hægt að leika vörn gegn honum. Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 174 orð

Knattspyrna Þýskaland Karlsruhe - Hansa Rostock3:0 David Regis (22.), Radoslav Gilewicz (46.), Sean Dundee (79.) 19.000 Duisburg

Þýskaland Karlsruhe - Hansa Rostock3:0 David Regis (22.), Radoslav Gilewicz (46.), Sean Dundee (79.) 19.000 Duisburg - Hertha Berlin0:1 - Michael Preetz (22.) 10.227. England 1. deild: Charlton - Swindon3:0 Meistaradeild Evrópu Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 38 orð

Körfuknattleikur

1. deild karla Stafholtstungur - Snæfell72:92 Leiknir og ÍS léku í Íþróttahúsinu Austurbergi í gærkvöldi og sigraði ÍS með um 30 stigum að því er næst verður komist. Ekki tókst að fá nánari upplýsingar um hvernig leiknum lauk. Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 1004 orð

LÁGKÚRA »Lágkúruleg ummælium dómara ogframmistöðu þeirraEin

Eins og kunnugt er, leikur handknattleikslið KA nú í Meistaradeild Evrópu ásamt albestu liðum álfunnar. Með góðri frammistöðu í fyrsta leik sínum á þeim vettvangi, heimaleik gegn slóvenska stórliðinu Celje, sem KA tapaði með þremur mörkum á heimavelli, sýndi liðið að það á fullt erindi í þessa sterku deild. Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 304 orð

MAGNÚS A. Hallgrímsson

MAGNÚS A. Hallgrímssonkringlukastari úr HSK fer á mánudaginn ásamt þjálfara sínum, Vésteini Hafsteinssyni Íslandsmethafa í kringlukasti, í þriggja vikna æfingabúðir til Spánar. Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 33 orð

Morgunblaðið/Kristinn RÓBERT Julian Duranona, sem hér sés

Morgunblaðið/Kristinn RÓBERT Julian Duranona, sem hér sést í landsleiknum við Júgóslavíu í fyrrakvöld, verður í eldlínunni í Podgorica á morgun,þegar þjóðirnar mætast aftur í 2. riðli undankeppni Evrópumótsins. Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 126 orð

NM félagsliða í vor

Ákveðið er að í vor verði komið á Norðurlandamóti félagsliða í handknattleik og verður mótið haldið í Svíþjóð í maí. Hver Norðurlandaþjóð sendir tvö lið til keppni og hefur tekist að fá styrktaraðila að mótinu þannig að liðin eiga ekki að þurfa að greiða ferðir og uppihald og auk þess verða því liði sem sigrar í mótinu veitt vegleg peningaverðlaun. Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 314 orð

Ný gullmótaröð á laggirnar

ÚRVALSDEILDAMÓTUM, nýrri gullmótaröð Alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF, verður hleypt af stokkunum á næsta sumri. Það var samþykkt á fundi IAAF í Mónakó á dögunum. Mótin verða átta á fyrsta keppnistímabilinu og vonir standa til þess að þeim verði fjölgað um tvö árið 1999 og verði eftir það tíu ár hvert. Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 145 orð

SJÓNVARPBúa of nærri vellinum

ÞAÐ er margt skrýtið í henni veröld og því hafa nokkrir franskir knattspyrnuáhugamenn fengið að kynnast að undanförnu. Úrslit heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu verða í Frakklandi í sumar og hafa Frakkar meðal annars reist nýjan leikvang í St. Denis í nágrenni Parísar og auðvitað verður sjónvarpað frá leikjum keppninnar um allan heim. Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 55 orð

Tveir í LeifturPÁLL Guðmundsson, knattspyrnumaður se

PÁLL Guðmundsson, knattspyrnumaður sem var hjá Raufoss í Noregi sl. sumar, hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við Leiftur en hann var hjá Ólafsfjarðarliðinu áður en hann fór til Noregs. Þá hafa Leiftursmenn krækt í Húsvíkinginn unga og efnilega Arngrím Arnarsson, sem lék með landsliði Íslands 18 ára og yngri í sumar. Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 15 orð

Úrvals-deildar-mótin

14. júlíRóm 16. júlíÓsló 8. ágústMónakó 12. ágústZ¨urich 28. ágústBrussel 29. ágústParís 2. sept.Berlín 5. sept. Meira
29. nóvember 1997 | Íþróttir | 505 orð

Ætlum okkur að fagna sigri

Leikurinn á morgun er gríðarlega mikilvægur. Eftir tap í Laugardalshöll á fimmtudagskvöldið verður íslenska liðið mjög líklega a.m.k. að ná í eitt stig, jafnvel tvö. Fari svo að Litháar sigri lið Sviss á heimavelli sínum Meira

Sunnudagsblað

29. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 246 orð

Skýrt frá þætti úkraínskra SS-sveita

FRANSKA hermálatímaritið Le Casoar hefur skýrt frá því að 1.600 Úkraínumenn í SS-sveitum þýskra nasista hafi flúið til frönsku andspyrnuhreyfingarinnar árið 1944 eftir að hafa drepið þýska yfirboðara sína. Frönsk stjórnvöld neituðu síðar að verða við kröfum Sovétmanna um að senda mennina aftur til Úkraínu og skráðu þá þess í stað í frönsku útlendingahersveitina. Meira

Úr verinu

29. nóvember 1997 | Úr verinu | 309 orð

Á almennan markað innan fárra vikna

SNÆFELL, eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, var formlega vígt við hátíðlega athöfn í Víkurröst á Dalvík í gær. Mikill fjöldi tók þátt í athöfninni, starfsfólk og gestir. Höfuðstöðvar fyrirtækisins, sem Kaupfélag Eyfirðinga stofnaði í júní síðastliðnum, verða á Dalvík, en starfsemin fer fram í fjórum landshlutum. Meira
29. nóvember 1997 | Úr verinu | 332 orð

"Á ekkert sökótt við Þorstein Má"

"ÉG á ekkert sökótt við Þorstein Má Baldvinsson þótt ég sé ekki alltaf sammála honum en þessar yfirlýsingar hans hafa við engin rök að styðjast. Það er helst, að þær megi rekja til óstilltra skapsmuna hans sjálfs," sagði Guðjón A. Meira
29. nóvember 1997 | Úr verinu | 470 orð

"Sjómenn eru knúnir til nauðvarnar"

"ÞAÐ ófremdarástand og ósætti sem ríkir varðandi stjórnkerfi fiskveiða og verðlagningu sjávarafla er bein afleiðing aðgerðarleysis stjórnvalda. Einstakir útgerðarmenn hafa notfært sér kerfið á siðlausan hátt, bæði með braski veiðiheimilda og í tengslum við sameiningu og sölu fyrirtækja. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

29. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 368 orð

Alþjóðlegir ungl-ingaskór úr plastiog litríku leðri

SKÓFRAMLEIÐANDINN Xport efndi til sérstakrar skótískusýningar í Tunglinu fyrr í mánuðinum þar sem kynnt var svolítið öfgakennd útgáfa af léttum og marglitum leðurskóm með þykkum plastbotnum. Hönnuðurinn er af spænskum ættum og verksmiðjan sem framleiðir á fæturnar í Portúgal. Meira
29. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 385 orð

Unglingar sofna seinna

TÁNINGAR geta lítið að því gert þótt þeir séu oft þreyttir á morgnana. Svefnrannsóknir sýna að svefninn breytist eins og svo margt annað á gelgjuskeiðinu. Unglingar á aldrinum 15 til 19 ára verða þreyttir klukkustundu seinna en þegar þeir voru yngri. Þeir sofna þess vegna klukkustundu seinna. En þeir þurfa að vakna á sama tíma og áður og eru vaktir þegar þá er enn að dreyma. Meira

Lesbók

29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 440 orð

47. tölublað - 72. árgangur Efni

Skúli Magnússon er þekktastur sem fógeti og brautryðjandi iðanaðar með Innréttingum sínum í Reykjavík, en minna hefur verið fjallað um ævi Skúla þar á undan, þegar hann var yfirvald Skagfirðinga. Bara það hvernig Skúli náði embættinu sýnir að hann var enginn meðalmaður, en nyrðra reyndist hann röggsamt yfirvald eins og fram kemur í grein Ásgeirs Jónssonar. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2189 orð

AÐ ENDURSKAPA GLATAÐAN TÍMA

STUNDUM þurfa blaðamenn að játa syndir sínar fyrir viðmælendum, og þá oftast heldur skömmustulegir á svip. Þegar ég játa það fyrir Pétri Gunnarssyni að hafa ekki komist yfir að lesa alla skáldsögu Proust um leitina að glötuðum tíma finnst mér ég hins vegar ekkert þurfa að blygðast mín. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 244 orð

Daði sýnir í Hallgrímskirkju

SÝNING á verkum Daða Guðbjörnssonar listmálara verður opnuð í Hallgrímskirkju á morgun, fyrsta sunnudag í aðventu, kl. 12.30. Markar sýningin nýtt starfsár Listvinafélags Hallgrímskirkju, hið sextánda í röðinni. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 81 orð

DRAUMUR UM VERULEIKA

Ég geng um auðnir lands míns svarta sanda mela og gráar klappir ég geng um ríki sortans ekkert er einstakt en sjá á stilk undir steini stendur þú villiblóm og veðrið skiptir ekki lengur máli. Höfundur er leiðsögumaður. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 68 orð

EINU SINNI Hjalti Rögnvaldsson þýddi.

Á gamalli ljósmynd stóð kona uppvið alþekkt tré. Eftilvill hugsaði hún hvað það er erfitt að gleyma þessu sem blöð hafa, grænku. Höfundurinn f.í Þýzkalandi í byrjun seinni heimsstyrjaldar, en hefur dvalist í Ameríku og á Ítalíu. Ljóðið sem hér birtist varð til þegar hann horfði á móður sína, veika af krabbameini. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2246 orð

FAGLEG HÆFNI, MENNTUN OG MANNLEG SAMSKIPTI

Forngríski heimspekingurinn Aristóteles hélt því fram að maðurinn væri þekkingarleitandi vera. Maðurinn þráir þekkingu og vissu um líf sitt og umhverfi. Þessi skilningur Aristótelesar á manninum á vissulega við rök að styðjast. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 446 orð

FARIÐ UM VÍÐAN VÖLL

STYRKTARFÉLAG Íslensku óperunnar gengst fyrir tónleikum í Íslensku óperunni á morgun, sunnudag, kl. 17. Fram koma Bjarni Thor Kristinsson bassi, einn af aðalsöngvurum Volksoper í Vínarborg, og Sigríður Aðalsteinsdóttir, messósópran, sem er í þann mund að ljúka námi frá óperudeild Tónlistarháskólans í sömu borg. Ungverjinn Tamas Koncz og Snorri Sigfús Birgisson leika með á píanó. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 196 orð

Hamrahlíðarkórinn á rökkurstund

HAMRAHLÍÐARKÓRINN undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur flytur tónlist frá 16. og 17. öld í Listasafni Íslands í dag, laugardaginn 29. nóvember, kl. 18. Í einu ljóðanna segir: "Í rökkurskímunni slær þú enn hjarta," og öll fjalla ljóðin um ástina, gleði hennar og unað, en líka sársauka, söknuð og kvöl. Fluttir verða madrigalar og dansar frá endurreisnartímanum, m.a. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 75 orð

HEILRÆÐAVÍSA

Þegar gluggapósturinn fellur eins og skæðadrífa á skelfingu þína. Þegar fulltrúinn rennir fránum sjónum yfir fátæklegar reyturnar og mundar pennann. Þegar tilveran hefur tálgað þig inn í merg. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1029 orð

HLUTADÝRKUN OG GRÆJUDELLA

SÍÐAN frummenn tóku sér steina eða lurka í hönd og höfðu heim með sér í bæli sitt eða helli, hefur hlutadýrkun fylgt mannkindinni. Sú dýrkun hefur farið vaxandi eftir að menn gátu formað hlutina sjálfir eða skreytt þá. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 900 orð

HVAÐ Í ÓSKÖPUNUM VAR PÓSTMÓDERNISMI? EFTIR KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON Nokkur orð í tilefni greinaflokks Kristjáns Kristjánssonar í

SÁ HUGSUNARHÁTTUR sem stundum er merktur með orðinu póstmódernismi einkenndist af efa um möguleikann á að öðlast fullvissu og endanleg svör, en um leið viðleitni til trúnaðar við reglur rökfræðinnar án þess þó að þeim væri tekið sem hinum endanlega dómara um rétt og rangt. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 76 orð

Í MORGUNSÁRIÐ

Sviptivindar hugans hefja leik og herja á blendnar tilfinningar. Seiðandi minningamyndir metast á við gráma hversdagsins. Ólokin verk minna vel á sig, vonirnar láta á sér kræla. Ég held ég halli mér aftur. LETI Eitthvað er konan að kvarta ég kannast svo sem við tilefnið. Kringum garðinn okkar er gerði sem gjarnan þarf að klippa. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 626 orð

JÓLASÝNING PILKINGTONS

LISTAMAÐURINN Brian Pilkington er löngu orðinn þekktur hér á landi fyrir verk sín og í dag, laugardaginn 29. nóvember, kl. 14 verður opnuð í Hafnarborg sýning á mörgum þeim myndskreytingum sem hann hefur unnið fyrir barnabækur í gegnum tíðina. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 88 orð

Kvöldlokkur Blásarakvintettsins

BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur og félagar halda sína árvissu tónleika "Kvöldlokkur á jólaföstu" næstkomandi þriðjudagskvöld, 2. desember, kl. 20.30. Verða tónleikarnir að þessu sinni í Digraneskirkju. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 292 orð

Lést H.C. Andersen hreinn sveinn?

HANS Christian Andersen, höfundur ævintýranna um litlu stúlkuna með eldspýturnar og ljóta andarungann, sótti andagift sína ekki síst í samband sitt við konur en lést engu að síður hreinn sveinn, að mati Bente Kjølby, sem skrifað hefur ævisögu ævintýraskáldsins. Nefnist hún "H.C. Andersen og vinkonur hans". "Ég tel að hann hafi aldrei átt í kynferðissambandi við konu," segir Kjølby. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2224 orð

LYKILBYGGING 20. ALDARINNAR?

BILBAO er stærsta borgin í Baskahéruðunum á Norður- Spáni. Þetta er gömul borg; upphaf hennar rekja menn aftur til 1300, en núna búa þar um 400 þúsund manns. Þrátt fyrir náttúrufegurð í Baskahéruðunum hefur hinn stríði straumur ferðamanna ekki legið þangað í svipuðum mæli og til Costa del Sol, eða þeirra borga sem þykja hafa mest aðdráttarafl, Barcelona, Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1698 orð

MENNINGARSTRÍÐ Á STYRJALDARÁRUM EFTIR SKÚLA BJÖRN GUNNARSSON Veturinn 1941 varð verulegur titringur á Alþingi og í almennri

ÁRIÐ 1935 ritaði Halldór Laxness litla blaðagrein þar sem hann gagnrýndi stafsetninguna á útgáfum Íslendingasagna. Hún væri að stofni til dönskættuð, nefnd samræmd stafsetning forn og sköpuð af fræðimönnum á 19. öld, oft kennd við Danann Ludvig Wimmer. Þessi athugasemd Halldórs vakti lítil viðbrögð. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1657 orð

NÚ GET ÉG SAGT ÉG SÉ LEIKSTJÓRI

Leikkonan Liv Ullman hefur gert myndina Einkasamtal eftir handriti Ingmar Bergmans. ARNALDUR INDRIÐASON hitti leikkonuna að máli og ræddi við hana um nýju myndina, Bergman, Hollywood og þá ágætu sjónvarpsþætti Vesturfarana. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 540 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 330 orð

Ný aðföng á Kjarvalsstöðum

SÝNING á nýjum aðföngum Listasafns Reykjavíkur verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Verður sýningin í vestursal og miðrými. Að sögn Eiríks Þorlákssonar, forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur, Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1944 orð

ORÐATILTÆKI OG MÁLSHÆTTIR AF VERALDLEGUM OG GEISTLEGUM RÓTUM

HÖFUNDUlR þessarar bókar setti saman ritið "Mergur málsins" sem kom út hjá "Bókaklúbbi Arnar og Örlygs" 1993 og fjallaði um föst orðasambönd, sem nefnd eru orðatiltæki. Höf. fjallaði þar um 6.000 orðatiltæki. Orðasambönd þessi eru "notuð aftur og aftur í óbreyttum búningi og fastmótaðri merkingu" eins og höf. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 96 orð

ÓSKASTUND

Í stjörnuskini silfurnætur blikar minning þín. Blátært ljós snertir blíðlega vanga minn. Stjarndaggir glitrandi falla til jarðar hljótt Stjörnur tindra tifa - og deyja. Hrapa. Óskastund er nú. RÓSIN Í fangi hinnar bjarteygðu bláu sumarnætur blundar og grætur ein visnandi rós. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1383 orð

SÍÐASTI DAGUR Í TÍVOLÍ

ÞETTA var viðburðaríkur dagur í lífi okkar pabba. Alla nóttina hafði ég legið andvaka af spennu því framundan var síðasti dagurinn í Tvíolí. Aldrei öll mín sextíu og þrjú hafði ég misst tvíolíferð úr þennan dag. Þegar morguninn kom á gluggann reis ég á fætur og leit út. Haustið var tekið til við að tína blöðin af trjánum. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 151 orð

SJÖTTA FERÐ SINDBAÐS

Ygldan skolaðist Sindbað um sjá, unz síðasta skipbrotið leið hann. Hann molaði fleyið sitt Feigsbjargi á, og fádæma hörmungar beið hann. Svo lagði hann inn í ægileg göng, er af tók að draga þróttinn; þar drúptu gljúfrin svo dauðans-þröng og dimm eins og svartasta nóttin. Þá förlaðist kraftur og féll á hann dá í ferlegum dauðans helli. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 555 orð

"SKAMMARLEGA LÍTIÐ FLUTTUR HÉR Á LANDI"

TÓNLEIKAR í tónleikaröðinni Við slaghörpuna verða haldnir í Listasafni Kópavogs mánudaginn 1. desember kl. 20.30. Verða þeir helgaðir minningu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar en í ár er hálf önnur öld liðin frá fæðingu tónskáldsins og sjötíu ár frá andláti þess. Eftir Sveinbjörn liggur fjöldi tónverka, þar á meðal þjóðsöngur Íslands. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 458 orð

ÚTGÁFUTÓNLEIKAR GUNNARS OG JÓNASAR

GUNNAR Guðbjörnsson tenórsöngvari og Jónas Ingimundarsson píanóleikari verða með útgáfutónleika í tilefni af útkomu geisladisks þeirra, Söngvum, sem hefur að geyma skandinavísk einsöngslög og ljóðaflokkinn Dichterliebe, Ástir skáldsins, eftir Robert Schumann. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju í Kópavogi í dag, laugardaginn 29. nóvember, kl. 17. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 773 orð

VANMETINN HAYDN?

Bryn Terfel sings Handel Arias. 20 óperu- og óratóríuaríur eftir G.F. Händel (þ.ám. 5 úr Messíasi). Bryn Terfel bassa-barýton og Skozka kammersveitin u. stj. Charles Mackerras. Deutsche Grammophon 453 480­2. Upptaka: DDD, Edinborg 7/1997. Útgáfuár: 1997. Lengd: 73:24. Verð (Skífan): 1.999 kr. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 4309 orð

ÞÁ SKÚLI VAR YFIRVALD SKAGFIRÐINGA

Skúli Magnússon hinn eldri FÖÐURÆTT Skúla er runnin frá Skagafirði, en langafi hans var Skúli Magnússon prestur í Goðdölum (fæddur 1623). Skúli hinn eldri þótti góður kennimaður, skáldmæltur og flutti svo afburða prédikanir, að fólk kom langa vegu að til þess að hlýða á hann. Meira
29. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1992 orð

ÞÝÐINGAR ÍSLENSKRA BÓKMENNTA Í fjórðu sinni um íslenskar bókmenntir á dönsku skrifar ÖRN ÓLAFSSON m.a. um áhrif

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. SÍÐUSTU ár hefur orðið mikil aukning á þýðingum íslenskra bókmennta, m.a., bæði á dönsku og önnur norðurlandamál. Og það hefur aftur greinilega haft áhrif út fyrir Norðurlönd, sömu bækur hafa síðar birst bæði á ensku, þýsku og frönsku. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.