Greinar fimmtudaginn 4. desember 1997

Forsíða

4. desember 1997 | Forsíða | 99 orð

125 ríki undirrita

UNDIRRITUN sögulegs samkomulags um bann við jarðsprengjum hófst í Ottawa í Kanada í gær, en alls munu rúmlega 125 ríki undirrita bannið. Lloyd Axworthy, utanríkisráðherra Kanada, ritaði fyrstur undir samkomulagið, og því næst fulltrúar Noregs og Suður-Afríku. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, stýrði fundi er undirritunin fór fram, en honum verður fram haldið í dag. Meira
4. desember 1997 | Forsíða | 81 orð

Berlusconi dæmdur í fangelsi

DÓMSTÓLL á Ítalíu dæmdi í gær Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í 16 mánaða fangelsi fyrir skjalafals. Hann mun ekki þurfa að afplána dóminn. Berlusconi var forsætisráðherra á Ítalíu í sjö mánuði 1994, og er aðaleigandi stórfyrirtækisins Fininvest. Samkvæmt ítölskum lögum krefjast fangelsisdómar skemmri en tvö ár sjaldan afplánunar. Meira
4. desember 1997 | Forsíða | 82 orð

Eldur í Sydney

SLÖKKVILIÐ í Ástralíu hélt í gær áfram baráttu sinni við skógarelda í suðausturhluta landsins, en veðurspá hljóðaði upp á áframhaldandi hita og því ekki horfur á að eldarnir slokkni. Í Menai, útborg Sydney, nutu slökkviliðsmenn aðstoðar þyrlu í viðureigninni við eldana, sem eyðilögðu sex íbúðarhús og urðu tveim slökkviliðsmönnum að bana. Meira
4. desember 1997 | Forsíða | 307 orð

Jeltsín heitir 40% niðurskurði á heraflanum við Eystrasalt

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti kom enn á ný á óvart í opinberri heimsókn sinni til Svíþjóðar í gær er hann hét því að Rússar myndu skera niður herafla sinn, landher og sjóher, um 40%. Jevgení Prímakov utanríkisráðherra brá við skjótt og áréttaði að forsetinn hefði eingöngu átt við norðvestur-svæðið, það er við Eystrasalt. Meira
4. desember 1997 | Forsíða | 100 orð

Metaðstoð til S-Kóreu

SAMKOMULAG náðist í gær milli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) og stjórnar Suður-Kóreu um 55 milljarða dala (3.900 milljarða króna) fjárhagsaðstoð vegna gífurlegra skammtímalána sem gjaldfalla á næstunni. Þetta er mesta fjárhagsaðstoð sem nokkurt land hefur fengið fyrir tilstilli IMF. Meira
4. desember 1997 | Forsíða | 222 orð

Ríkisstjórn Indlands fer fram á kosningar

STJÓRN Indlands ákvað í gær að leggja til við K.R. Narayanan forseta að hann leysti upp þingið og boðaði til kosninga í lok febrúar eða byrjun mars. Stjórnin hugðist leggja þessa tillögu fyrir forsetann í gærkvöldi, Meira

Fréttir

4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 391 orð

1.139 leiguíbúðir í eigu borgarinnar

ÁRIÐ 1997 voru 1.139 leiguíbúðir í eigu Reykjavíkurborgar. Þar af eru 745 til almennrar úthlutunar og 394 til úthlutunar fyrir aldraða. Á biðlista eftir íbúð til almennrar úthlutunar voru 379 í árslok 1996 og 398 á biðlista fyrir aldraða eða samtals 777. Meira
4. desember 1997 | Erlendar fréttir | 267 orð

68 fórust í rússnesku námunni RÚSSNESKIR björgunarme

RÚSSNESKIR björgunarmenn gáfu í gær upp alla von um að finna menn á lífi í Zyrjanoskaja-námunni í Novokuznetsk, en 68 námamenn eru sagðir hafa farist. Öflug gassprenging varð í námunni á vaktaskiptum í fyrradag. Lík 67 manna höfðu náðst upp í gær og eins var enn saknað. Meira
4. desember 1997 | Erlendar fréttir | 216 orð

Aðeins samráðsvettvangur

DOMINIQUE Strauss-Kahn, fjármálaráðherra Frakklands, segir að Evró-x ráðið, sem Frakkar og Þjóðverjar vilja koma upp, verði aðeins óformlegur samráðsvettvangur aðildarríkja Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU). Hinn formlegi vettvangur ákvarðanatöku verði eftir sem áður ráðherraráð efnahags- og fjármálaráðherra Evrópusambandsríkjanna. Meira
4. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Aðventukvöld í Glæsibæjarkirkju

AÐVENTUKVÖLD verður haldið í Glæsibæjarkirkju annan sunnudag í aðventu, 7. desember næstkomandi og hefst það kl. 21. Kór kirkjunnar syngur nokkur aðventu- og jólalög undir stjórn Birgis Helgasonar organista, lesin verður jólasaga, auk þess sem fermingarbörn flytja helgileik. Ræðumaður kvöldsins verður Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 206 orð

Aðvörun eftir að straumur kom á

RAFMAGN var tekið af stórum hluta Seljahverfis í Breiðholti eða af um það bil 500 heimilum frá kl. eitt til sex í fyrrinótt. Var íbúum send aðvörun vegna þessa í pósti en tilkynningin barst þó ekki í póstkassa á fjölda heimila fyrr en í gær eftir að straumur var aftur kominn á. Talsmenn Rafmagnsveitunnar segja sökina liggja hjá Pósti og síma. Meira
4. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

Afgreiðslutími verslana í desember

STJÓRN Kaupmannafélags Akureyrar og nágrennis samþykkti, á fundi sínum nýlega, afgreiðslutíma verslana fram að jólum, umfram venju. Laugardaginn 6. desember verða verslanir opnar frá kl. 10-16. Laugardaginn 13. desember verður opið frá kl. 10-18 og daginn eftir, eða sunnudaginn 14. desember verður opið frá kl. 13-18. Fimmtudaginn 18. og föstudaginn 19. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 377 orð

Afkastagetan eykst í rúm 1.000 tonn á sólarhring

FRAMKVÆMDIR eru nú að hefjast við stækkun og endurbætur á fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja hf. og er að því stefnt að hún verði tekin í gagnið á haustvertíðinni á næsta ári. Verður verksmiðjan meðal stærstu mjölverksmiðja landsins og afkastageta hennar rúmlega 1.000 tonn á sólarhring. Heildarfjárfesting í byggingu og tækjabúnaði er áætluð 450­500 milljónir kr. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 334 orð

Afkoma kirkjugarða versnað

FJÁRHAGSLEG afkoma stærstu kirkjugarða landsins hefur versnað stórlega undanfarin misseri og hafa tekjur kirkjugarðanna skerst um meira en 40% frá árinu 1990 með lækkun á kirkjugarðsgjöldum, afnámi aðstöðugjalds og kirkjugarðslögum frá 1993, en þau skylda kirkjugarða til að greiða kostnað af prestsþjónustu við útfarir. Meira
4. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Atvinnulausum fjölgar

UM síðustu mánaðamót voru 355 manns á atvinnuleysisskrá, samkvæmt yfirliti frá Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrarbæjar, 124 karlar og 231 kona. Þetta eru nokkuð færri atvinnulausir en á sama tíma í fyrra og heldur fleiri en í lok október sl. Í lok nóvember í fyrra voru 390 á skrá, 154 karlar og 236 konur en í lok október sl. voru atvinnulausir 327, 103 karlar og 224 konur. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 509 orð

Auglýsingar og kynningarefni geta valdið misskilningi

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi bréf frá Vátryggingaeftirlitinu: "Efni: Auglýsingar og kynningarefni varðandi söfnunarlíftryggingar og sparnaðarlíftryggingar þegar vátryggingataki ber alla fjárfestingaráhættuna, og upplýsingar um ávöxtun. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 136 orð

Aukin samvinna eða sameining um almannavarnir

SVEITARSTJÓRNIR Seltjarnarness, Reykjavíkur og Mosfellsbæjar hafa ræðtt saman um að taka upp aukna samvinnu og jafnvel sameiningu almannavarnanefnda í sveitarfélögunum. Að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar bæjarstjóra Seltjarnarness hafa sveitarfélögin, sem öll eru í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, hvert um sig rekið sínar almannavarnanefndir. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 13 orð

Á bekknum

Á bekknum Morgunblaðið/Golli HANN er ekki alltaf þétt setinnbekkurinn uppi á áheyrendapöllum Alþingis. Meira
4. desember 1997 | Landsbyggðin | 89 orð

Álftagerðisbræður á Þórshöfn

Þórshöfn-Álftagerðisbræður héldu söngskemmtun á Þórshöfn fyrir skömmu þar sem þeim var firna vel tekið. Fullt hús var á skemmtuninni því bæði Þórshafnarbúar og nærsveitarfólk fjölmennti. Þeir Álftagerðisbræður hafa einnig húmorinn í lagi ásamt góðum söngröddum og gerðu mikla lukku. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

Blysför á alþjóðadegi fatlaðra

ALÞJÓÐLEGUR dagur fatlaðra var haldinn hátíðlegur í gær og var tækifærið m.a. notað til þess að fagna því sem vel er gert, auk þess að vekja athygli á réttindamálum fatlaðra. Hrafnista í Reykjavík fékk að þessu sinni viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar fyrir framlag sitt til atvinnumála fatlaðra. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

Boðin skólavist frá áramótum

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur sent foreldrum fötluðu drengjanna tveggja, sem deilt var um skólavist fyrir í haust, bréf, þar sem þeim er boðið að innritast í sérdeild Borgarholtsskóla frá áramótum. Meira
4. desember 1997 | Landsbyggðin | 324 orð

Borgarafundur um hitaveitu í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Bæjarstjórn Stykkishólms boðaði 27. nóvember til kynningarfundar um hitaveitu í Stykkishólmi. Frá því að mikið magn af heitu vatni fannst í landi Hofsstaða í Helgfellssveit hefur efnainnihald vatnsins verið kannað og hagkvæmni á að nýta það til upphitunar. Rannsónum á efnainnihaldi vatnsins lauk í ágúst. Meira
4. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Bærinn í jólabúning

STARFSMENN Rafveitu Akureyrar, Skapti Ingimarsson og Sævar Benjamínsson voru að setja upp jólastjörnur á ljósastaura við Glerárgötu í liðinni viku en þó enginn sé jólasnjórinn enn sem komið er kemst bærinn í jólabúning. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 274 orð

CE-merking á 98% leikfanga

CE-MERKING á leikföngum á markaði hér á landi hefur breiðst talsvert út síðasta áratug. Um 98% leikfanga á markaði hér á landi eru nú CE-merkt eins og skylt er en 1994 voru 88,8% leikfanga CE- merkt. Þetta er niðurstaða könnunar sem Aðalskoðun hf. gerði fyrir Löggildingarstofuna í nóvember á merkingum á leikföngum, hávaða frá leikföngum og litlum leikföngum, sem hætta er á að börn gleypi. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Skýrsla félagsmálaráðherra um réttindi fatlaðra 2. Sameining Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar. 1. umræða. 3. Húsaleigubætur. 1. umr. 4. Lögskráning sjómanna. 1. umr. 5. Virðisaukaskattur. 2. umr. 6. Hlutafélög. 2. umr. 7. Einkahlutafélög. 2. umr. 8. Meira
4. desember 1997 | Erlendar fréttir | 346 orð

"Dauðaklám" í dönsk um auglýsingum

AUGLÝSINGUM, sem sýna sjálfsmorð, hefur skyndilega skotið upp á dönskum auglýsingamarkaði. Umboðsmaður neytenda var tilbúinn að freista þess að stöðva auglýsingarnar með því að vísa þeim til sjó- og verslunarréttarins og Jan Trøjborg atvinnuráðherra hugðist leggja fram lagafrumvarp, sem gerir kleift að banna vafasamar auglýsingar, þar sem ekki verði hægt að fá banninu hnekkt nema í réttinum. Meira
4. desember 1997 | Erlendar fréttir | 369 orð

Estóníuskýrslan birt en efasemdir enn til staðar

,SKÝRSLAN á að binda enda á allar vangaveltur," sagði formaður alþjóðlegrar rannsóknarnefndar um Estóníuslysið, þegar hann lagði hana fram í Tallinn í gær. Það er þó mikil bjartsýni, því þegar höfðu komið fram atriði, sem þykja orka tvímælis. Meira
4. desember 1997 | Landsbyggðin | 575 orð

Evrópuverkefni um lambakjöt

Hvammstanga- Evrópusambandið hefur ákveðið að veita fé til ítarlegrar rannsóknar á gæðum og efnainnihaldi lambakjöts í nokkrum löndum Evrópu. Rannsóknarstofa landbúnaðarins, RALA, er einn þátttakanda verkefnisins ásamt virtum háskólum á Bretlandi, Spáni, Frakklandi, Grikklandi og Ítalíu. Lambakjöt frá þessum löndum er viðfangsefni verkefnisins, sem er styrkt af 4. Meira
4. desember 1997 | Erlendar fréttir | 213 orð

Finnskir jafnaðarmenn tapa fylgi

FINNSKIR kratar virðast ekki hafa náð að bæta stöðu sína gagnvart kjósendum eftir að Arja Alho fjármalaráðherra varð að segja af sér fyrir nokkru. Nýjustu skoðanakannanir gefa i skyn að Miðflokkurinn hafi náð að festa sig í sessi sem stærsti stjórnmálaflokkurinn í Finnlandi. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í finnska ríkisútvarpinu á mánudaginn hefur Miðflokkurinn náð tæplega 24% fylgi. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð

Frípunktar leiða ekki til hærra vöruverðs

EKKI hefur verið sýnt fram á hvorki hér á landi né í nágrannalöndunum að ýmiss konar fríðindatilboð fyrirtækja og stofnana, til dæmis frípunktar, hafi almennt skaðleg áhrif á samkeppni og leiði til hærra vöruverðs. Þetta kom m.a. fram í svari Finns Ingólfssonar, viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns þingflokks jafnaðarmanna, á Alþingi í gær. Meira
4. desember 1997 | Miðopna | 403 orð

Fullyrðingar sem standast engan veginn

JÓN Loftsson skógræktarstjóri segir fjölmargar vitleysur að finna í greininni í Geographical. Gagnrýnir hann harðlega ummæli sem höfð eru eftir Huga Ólafssyni, talsmanni umhverfisráðuneytis um skógræktarstarf á Íslandi. "Það eru þarna fullyrðingar sem standast engan veginn. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 67 orð

Fundur um svæðisskipulag miðhálendisins

FUNDUR verður haldinn í húsi Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, í kvöld, fimmtudagkvöld, kl. 20.30, þar sem ræddar verða tillögur samvinnunefndar um svæðisskipulag fyrir miðhálendi Íslands. Samvinnunefndin og skipulagsstjóri ríkisins hafa auglýst tillögurnar og frestur til að skila þangað athugsemdum rennur út 10. des. nk. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 180 orð

Fyrirlestur um aðlögun ensíms að kulda

BJARNI Ásgeirsson dósent heldur fyrirlestur föstudaginn 5. desember á vegum Líffræðistofnunar Háskólans sem nefnist "Aðlögun ensíms að kulda: Fosfatasi úr þorski". Örverur, plöntur og dýr þrífast við fjölbreyttar umhverfisaðstæður, þó allar lífverur séu háðar sömu efnaskiptaferlunum til vaxtar og viðhalds. Meira
4. desember 1997 | Erlendar fréttir | 161 orð

Gorbatsjov auglýsir pizzur

MÍKHAÍL S. Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna og höfundur perestrojka-umbótastefnunnar, hefur nú fallist á að auglýsa pizzur í bandarísku sjónvarpi. Þetta gerir Gorbatsjov til að bjarga fjárhag rannsóknarstofnunar í alþjóðamálum sem við hann er kennd. Meira
4. desember 1997 | Miðopna | 566 orð

Greinin rituð af vanþekkingu

ANDRÉS Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins, segir greinina í Geographical bera þess mörg merki að hún hafi ekki verið rituð af fullri þekkingu á íslenskum aðstæðum, eins og svo oft hendi þegar gestir komi í stuttar heimsóknir til Íslands. Meira
4. desember 1997 | Erlendar fréttir | 666 orð

Heilbrigð gagnrýni eða blint ofstæki?

GEÐLÆKNAR í Bandaríkjunum næla sér í dágóðar greiðslur frá sjúkratryggingafélögum með því að finna upp allskyns veilur og greina þær í venjulegu fólki sem í rauninni á í hversdagslegri lífsbaráttu. Þetta er inntak nýrrar bókar, sem ber heitið Making Us Crazy eða "Að gera okkur geggjuð", er breska blaðið The Times greinir nýverið frá. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 63 orð

Hjólreiðamaðurinn á batavegi

HJÓLREIÐAMAÐURINN sem varð fyrir bíl á mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík í síðustu viku er kominn af gjörgæsludeild og er á batavegi. Drengur á níunda ári sem varð fyrir strætisvagni í Reykjavík í fyrradag liggur enn á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur en hann hlaut talsverða höfuðáverka. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 51 orð

Jólahelgi í Bergvík

GLERBLÁSTURSVERKSTÆÐIÐ í Bergvík á Kjalarnesi heldur jólasölu á útsölugölluðu gleri (II sort) nú um helgina, 6. og 7. desember, og "jafnvel gefst færi á að sjá glerblástur/mótun", segir í fréttatilkynningu. Glerverkstæðið er u.þ.b. 25 km frá Reykjavík við Vesturlandsveg og er opið laugardag kl. 10­17 og sunnudag kl. 10­15. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

Klukkan verði færð fram um einn tíma á sumrin

LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga þess efnis að klukkan verði færð fram um 60 mínútur á síðasta sunnudeginum í mars á hverju ári, en færð aftur í lok október. Nefnist þessi tími ársins sumartími í frumvarpinu. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Frumvarpið var lagt fram á næstsíðasta þingi, en varð þá ekki útrætt. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Kosið verður 23. maí

ÞESS misskilnings hefur gætt í umræðu um sveitarstjórnarkosningarnar sem fram eiga að fara í vor að kosið verði síðasta laugardag í maí eða 30. maí en hið rétta er að kosið verður laugardaginn 23. maí. Meira
4. desember 1997 | Erlendar fréttir | 153 orð

Kvenfangi giftist

BRESK hjúkrunarkona, sem situr í saudi-arabísku fangelsi fyrir morð á ástralskri starfssystur sinni, gekk í hjónaband á sunnudag. Giftingin fór fram í dómshúsi skammt frá fangelsinu þar sem hún hefur verið í haldi í tæpt ár. Vart eru fordæmi fyrir slíkri eftirgjöf yfirvalda í Saudi- Arabíu en réttarkerfið þar er geysistrangt. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 222 orð

Lágmarkslaun verði ekki undir 85.000

GÍSLI S. Einarsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, þingmenn þingflokks jafnaðarmanna, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga þess efnis að heildarlaun á mánuði fyrir 16 ára og eldri skuli ekki vera undir 85.000 kr. fyrir fulla dagvinnu. Í greinargerð segir m.a. að meginvandinn í íslensku þjóðfélagi sé fátækt sem stafi af lágum launum. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

LEIÐRÉTT Lifir allt af

Í umsögn um Lífið eftir lífið eftir Gunnar Dal í blaðinu í gær átti að standa að kristin trú lifði allt af. Þetta misritaðist og er beðist velvirðingar á því. Mjallhvít og dvergarnir Mjallhvít og dvergarnir sjö eftir Tómas Guðmundsson er nýútkomin með myndum eftir Maribel Gonzalez Sigurjóns sem er listamaður af spænskum og íslenskum ættum. Meira
4. desember 1997 | Landsbyggðin | 205 orð

Leikfélag Þórshafnar með 1. des. fagnað

Þórshöfn - Leikfélagið á Þórshöfn hélt sína árlegu skemmtun í Þórsveri um síðustu helgi en löng hefð er fyrir 1. des. skemmtun hjá félaginu. Félagið auglýsti skemmtunina undir máltækinu "hollt er heima hvat" og nokkuð er víst að þessi heimagerða skemmtun var hin ágætasta afþreying og listfengi af ýmsu tagi blundar í mörgum manni í plássinu. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 187 orð

"Lífeyrisþegar eini hópurinn sem greiðir fyrir sjúkrahúsvist"

GUÐRÚN Helgadóttir, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, gagnrýndi það í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að sjúklingum yfir 67 ára aldri sem vistuðust á langlegudeildum almennra sjúkrahúsa væri gert að greiða fyrir sjúkrahúsdvölina. Sagði hún að þar með væru lífeyrisþegar orðnir eini hópurinn í landinu sem greiddi fyrir sjúkrahúsvist sína. Vísaði Guðrún þarna m.a. Meira
4. desember 1997 | Erlendar fréttir | 146 orð

Líkur á kosningum aukast í Tékklandi

VACLAV Klaus, sem sagði af sér sem forsætisráðherra Tékklands um helgina, tilkynnti í gær að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri sem leiðtogi flokks síns, en með því er talið að líkur á nýjum þingkosningum hafi aukizt til muna. Meira
4. desember 1997 | Miðopna | 1035 orð

Lítil landvernd og á villigötum

Íslendingar sinna lítið um landvernd að því segir í grein um náttúru Íslands, sem birt er í nóvemberhefti tímaritsins Geographical, riti Konunglega landfræðifélagsins í Bretlandi. Jarðvegs- og gróðureyðing eru sögð stærstu umhverfisvandamál Íslendinga en landgræðsla og skógrækt eru gagnrýnd í umfjöllun tímaritsins. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Lögreglumaður meiddist í kappleik

EINN þriggja lögreglumanna á Höfn í Hornafirði meiddist illa á fæti á körfuboltaæfingu í vikunni og verður frá vinnu í margar vikur. Við þetta eykst álag á þá lögreglumenn sem enn eru heilir og telja þeir að hálfgert vandræðaástand skapist. Mönnun hjá lögreglunni á landsbyggðinni sé svo lítil að ekkert megi út af bera. Meira
4. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 410 orð

Minnihluti segir gengið þvert á stefnu bæjarstjórnar

MINNIHLUTINN í bæjarstjórn Akureyrar, fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags, átaldi harðlega í bókun sem lögð var fram á fundi á þriðjudag að bæjarstjóri skyldi hafa undirritað samþykkt að breytingu í Kaupvangsstræti 23 í íbúð. Fram kemur í bókun minnihlutans að með þessari ákvörðun sé gengið þvert á markaða stefnu bæjarstjórnar og ítrekaðan vilja menningarmálanefndar. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

Norðurlandamótið í samkvæmisdönsum

NORÐURLANDAMÓTIÐ í samkvæmisdönsum verður haldið laugardaginn 6. desember næstkomandi í Rykkinn við Osló í Noregi. Fulltrúar sem keppa fyrir Íslands hönd eru: Unglingar I: Guðni Rúnar Kristjánsson og Helga Dögg Helgadóttir, Hilmir Jensson og Ragnheiður Eiríksdóttir. Unglingar II: Ísak Halldórsson Nguyen og Halldóra Ósk Reynisdóttir, Snorri Engilbertsson og Dóris Ósk Guðjónsdóttir. Meira
4. desember 1997 | Erlendar fréttir | 476 orð

Núverandi kerfi í Noregi stuðlar að mismunun

EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg sendi í gær frá sér ráðgefandi álit í máli norska þingmannsins Franks Gundersen gegn Óslóborg vegna synjunar á útgáfu vínsöluleyfis. Niðurstaða dómstólsins er sú að með landslögum megi ákveða að aðeins megi selja vín og aðra áfenga drykki í einkasölu á vegum ríkisins, Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Ný félagsmiðstöð fyrir unglinga

STÚLKUR úr Félagsmiðstöðinni Sigyn í Rimaskóla sýndu dans við vígslu félagsmiðstöðvarinnar sl. þriðjudag, gestum og starfsfólki til mikillar ánægju. Í Sigyn er rekið félagsstarf fyrir unglinga einkum í Rima- og Engjahverfi. Í frétt frá Íþrótta- og tómstundaráði kemur fram að starfið skiptist í meginatriðum í tvennt, þ.e. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 157 orð

Ný og breið brú yfir Írá

BRÚARVINNUFLOKKUR frá Vegagerð ríkisins vinnur nú að því að breikka brúna yfir Írá undir Eyjafjöllum. Haukur Karlsson, verkstjóri flokksins, stendur við brúarsporðinn á myyyndinni hér að ofan. Að sögn Bjarna Stefánssonar, hjá framkvæmdadeild Vegagerðarinnar, er verið að steypa utan um gömlu brúna, sem smíðuð var árið 1965, og breikka hana og styrkja. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Nýtt bókunarkerfi fyrir ferðamenn í undirbúningi

FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnuferðir-Landsýn hefur látið þróa upplýsinga- og bókunarkerfi sem taka á til sem flestra þátta ferðaþjónustunnar. Hugmyndin með því er að íslenskir sem erlendir ferðamenn, svo og ferðaskrifstofur geti leitað upplýsinga og pantað gistingu og aðra ferðaþjónustu sem þar er að finna. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Ormarsæði í Engidalsskóla

"YNGSTU rithöfundarnir fyrir þessi jól, þær Bryndís og Auður Magndís, áttu hug og hjörtu 3. og 4. bekkja Engidalsskóla í Hafnarfirði í síðustu viku. Þar lásu þær upp úr bók sinni Orðabelgur Ormars Ofurmennis og má segja að gripið hafi um sig Ormarsæði í bekkjunum. Í framhaldi af heimsókninni keppast nú allir við að teikna og lita myndir með Ormari. Meira
4. desember 1997 | Erlendar fréttir | 729 orð

Óvæntar yfirlýsingar til að hnykkja á stefnumálum Rússa

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hefur enn einu sinni komið gestgjöfum sínum í opna skjöldu og aðstoðarmönnum sínum í klípu. Óvæntar yfirlýsingar hans í opinberri heimsókn til Svíþjóðar hafa orðið til þess að rússneskir embættismenn reyna hver sem betur getur að útskýra fyrir ráðvilltum blaðamönnum hvað forsetinn hafi raunverulega átt við. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 157 orð

Parísarbúðin flytur yfir götuna

"PARÍSARBÚÐIN var stofnuð 10. september 1925, af þeim bræðrum Runólfi og Þorbergi Kjartanssonum, og var hún fyrstu árin staðsett í Bankastræti, gömlu húsi sem nú er horfið. Verslunin var síðan flutt í Austurstræti 8, þegar blaðaafgreiðsla Morgunblaðsins flutti þaðan. Meira
4. desember 1997 | Erlendar fréttir | 74 orð

Reno sögð hafa látið undan þrýstingi

REPÚBLIKANAR á Bandaríkjaþingi héldu því fram, að Janet Reno dómsmálaráðherra hefði látið undan pólitískum þrýstingi er hún ákvað í fyrradag að skipa ekki sérstakan saksóknara til að rannsaka hvort Bill Clinton forseti og Al Gore varaforseti hefðu brotið lög um fjármögnun stjórnmálaflokka. Meira
4. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 291 orð

Ritstjórinn hætti

SIGFÚS E. Arnþórsson hætti störfum sem ritstjóri Vikudags í gær, en blaðið kemur út á morgun, föstudag, í fyrsta sinn og verður gefið út á Akureyri einu sinni í viku. Hlutafélagið Nýr dagur gefur blaðið út, en framkvæmdastjóri er Hjörleifur Hallgríms. Sigfús hefur starfað við undirbúning vegna útkomu blaðsins í um einn mánuð og sagðist hann hafa lagt mikla vinnu í hann, m.a. Meira
4. desember 1997 | Landsbyggðin | 166 orð

Rækjuvinnsla í gang á ný

Drangsnesi-Margt var um manninn í rækjuvinnslu Hólmadrangs á Drangsnesi laugardaginn 29. nóvember sl. þar sem gestum var boðið upp á veislukaffi og að skoða húsið eftir þær miklu breytingar og endurbætur sem unnið hefur verið að undanfarið. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 361 orð

Samstarfsnefnd leysi Vímuvarnarnefnd af hólmi

VÍMUVARNANEFND Reykjavíkurborgar, sem skipuð var til tveggja ára í október 1995, gerir það að tillögu sinni að skipuð verði Samstarfsnefnd um afbrota- og fíkniefnavarnir til að taka við verkefnum nefndarinnar. Lagt er til að nefndin verði skipuð til tveggja ára. Meira
4. desember 1997 | Erlendar fréttir | 161 orð

Schröder styrkir stöðu sína

GERHARD Schröder, forsætisráðherra Neðra-Saxlands sem nýlega var í opinberri heimsókn á Íslandi, heldur á mynd af sjálfum sér í Súpermanns-gervi á flokksþingi þýzka jafnaðarmannaflokksins, SPD, sem lauk í Hannover í gær. Schröder bætti stöðu sína innan flokksins með beztu útkomu sem hann hefur fengið fram að þessu í kjöri til setu í flokksstjórninni. Meira
4. desember 1997 | Erlendar fréttir | 224 orð

Segir hendur sínar vera "ataðar blóði"

FYRRVERANDI yfirmaður öryggisvarða Winnie Madikizela-Mandela, Jerry Richardson, fullyrti í gær að hún hefði gefið skipanir um morð og hefndaraðgerðir og sagði að hendur sínar væru "ataðar blóði" þar sem hann hefði myrt fjölda manns. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 289 orð

Sigla nær 5 þúsund km

JEPPAMENNIRNIR Freyr Jónsson og Jón Svanþórsson leggja úr höfn í Höfðaborg í dag, samkvæmt áætlun, áleiðis til Suðurskautslandsins með suður-afríska ísbrjótnum Outeniqua. Undanfarna daga hefur verið unnið að lestun og frágangi farms fyrir siglingu um erfitt hafsvæði. Bílarnir þóttu fallegir Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Skálafell dregið inn

SKÁLAFELL ÁR, 17 rúmlesta bátur, varð vélarvana þegar hann var að fara frá Þorlákshöfn í fyrrinótt en var fljótlega tekinn í tog og dreginn inn aftur. Engin hætta var á ferðum enda veðrið gott. Meira
4. desember 1997 | Landsbyggðin | 218 orð

Skátar vígja nýtt félagsheimili

Stykkishólmi-Á laugardaginn vígðu skátar nýja félagsaðstöðu sem Stykkishólmsbær hefur látið þeim í té. Það er gamla Frúarhúsið sem er eitt af þessum gömlu húsum sem setja svip á miðbæinn. Skátarnir hafa unnið mikið síðustu vikur við að lagfæra húsið að innan. Meira
4. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Skemmtikvöld í Sjallanum

KNATTSPYRNUDEILD KA í samvinnu við skemmtistaðinn Sjallann stendur fyrir gleðskap í Sjallanum næstkomandi föstudagskvöld, 5. desember. Skemmtikraftar kvöldsins eru m.a. skagfirski söngkvartettinn Álftagerðisbræður, ásamt sr. Pétri Þórarinssyni og Gísla Sigurgeirssyni. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Skýring á verðmun

VEGNA verðkönnunar Neytendasamtakanna á tónlistarnámi í opinberum tónlistarskólum sem birt var í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. desember sl. vill undirritaður skýra eftirfarandi. Í könnuninni kemur fram nokkur verðmunur á skólagjöldum Tónlistarskóla Njarðvíkur og Tónlistarskólans í Keflavík. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 352 orð

Staða Keflavíkurstöðvarinnar í kerfinu tryggð

FUNDUR varnarmálaráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins gekk á þriðjudag endanlega frá heildarendurskoðun á herstjórnarkerfi bandalagsins. Um leið var innsiglað óformlegt samkomulag Íslands og annarra aðildarríkja NATO frá í fyrra, um breytta stöðu varnarstöðvarinnar í Keflavík í herstjórnarkerfinu. Fastafulltrúi Íslands hjá NATO sat fundinn fyrir hönd íslenzkra stjórnvalda. Meira
4. desember 1997 | Landsbyggðin | 264 orð

Staðráðnir í að halda fullum dampi

Garði-Forsvarsmenn í Garðinum eru staðráðnir í að halda uppi dampi í átakinu "Reyklaus Gerðahreppur 2001". Þetta kom fram á fundi, sem haldinn var í Gerðaskóla sl. þriðjudagskvöld. Þátttaka á fundinum var fremur dræm en engan bilbug er að finna á þeim, sem standa fyrir átakinu. Mikil ánægja var með góða og jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 430 orð

Stóraukið öryggi í netviðskiptum

ÍSLANDSBANKI hefur fyrstur íslenskra banka tekið í notkun vefþjón með 128 bita DES dulritun, sem er sú öflugasta sem fáanleg er á almennum markaði. Dulritunin gerir viðskiptavinum bankans kleift að sinna bankaviðskiptum sínum um Netið án þess að eiga á hættu að óprúttnir geti hagnýtt sér þær upplýsingar sem fara á milli bankans og notandans. Meira
4. desember 1997 | Erlendar fréttir | 476 orð

Suður-Kórea fær 55 milljarða dala aðstoð

SUÐUR-Kórea fær að minnsta kosti 55 milljarða dala, andvirði 3.900 milljarða króna, í aðstoð til að rétta efnahag landsins við, að því er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) skýrði frá í gær. Þar af leggur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn til 21 milljarð dala (1.500 milljarða króna), Alþjóðabankinn 10 milljarða dala (710 milljarða króna) og Þróunarbanki Asíu fjóra milljarða (290 milljarða króna). Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 417 orð

Tilkynnir vinnslustöðvun vegna verkfalls vélstjóra

VINNSLUSTÖÐIN í Vestmannaeyjum hefur tilkynnt um fyrirhugaða vinnslustöðun hjá fyrirtækinu með fjögurra vikna fyrirvara. Alls munu því um 200 starfsmenn fara af launaskrá um áramótin nema takist að tryggja hráefni til vinnslu. Meira
4. desember 1997 | Landsbyggðin | 92 orð

Tíðarfar hagstætt bændum

Laxamýri-Jörð er enn ófrosin og þykir tíðindum sæta að enn skuli vera hægt að vinna jarðvinnu, en Sigurður Þórarinsson, bóndi í Skarðaborg, notaði tímann og var að undirbúa flagið fyrir vorsáningu er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði fyrir helgina. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Tískusýning

Á KAFFI Reykjavík verður tískusýning kl. 21.30 í kvöld. Sýndir verða jóla- og nýárskjólar og margt fleira frá versluninni Flash, Laugavegi 54. Kynnir verður Heiðar Jónsson snyrtir og Módelsamtökin sýna fatnaðinn. Tilboðsverð á mat: köld kalkúnabringa í skógarsveppasósu og ávaxtasalat, kr. 950. Hljómsveitin Hálft í hvoru leikur til kl. 1. Allir velkomnir. Meira
4. desember 1997 | Landsbyggðin | 143 orð

Torffjárhúsin endurbyggð

Laxamýri-Nú er lokið fyrsta áfanga endurbyggingar torffjárhúsanna að Þverá í Laxárdal en þar er eins og kunnugt er unnið að heildaruppbyggingu bændabýlis frá síðustu öld. Meira
4. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 230 orð

Tvö 7 hæða fjölbýlishús

FULLTRÚAR í bæjarstjórn Akureyrar eru almennt ánægðir með tillögur um að reisa íbúðir fyrir aldraða á svæðinu við norðurhluta Mýrarvegar. Á fundi skipulagsnefndar á dögunum var samþykkt að kynna tvær tillögur, Meira
4. desember 1997 | Miðopna | 127 orð

Umhverfisráðuneytið leiðrétti rangfærslur

Í GREIN Geographical er að finna gagnrýni á skógræktarstarf á Íslandi og sneri Morgunblaðið sér af því tilefni til Huldu Valtýsdóttur, formanns Skógræktarfélags Íslands. Hún bendir á að greinarhöfundur virðist m.a. rugla saman Skógræktarfélagi Íslands og Skógrækt ríkisins, sem heyrir undir landbúnaðarráðuneytið. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 422 orð

Upplýsinga- og bókunarkerfi fyrir ferðamenn

ÞRÓAÐ hefur verið hjá Samvinnuferðum-Landsýn bókunar- og upplýsingakerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu og er hugmynd fyrirtækisins að stofna um það hlutafélagið Bókunarmiðstöð Íslands. Undirbúningur er langt kominn, gagnainnsláttur að hefjast og er gert ráð fyrir að hægt verði að bóka í kerfinu þegar líður að næsta vori. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 747 orð

Úr fjósinu á Hvolsvelli í forstjórastólinn

Ánæstu dögum lætur Torben Rasmusen, forstjóri Norræna hússins, af störfum og finnska konan Riitta Heinåmaa tekur við starfi hans. Torben hefur verið forstjóri Norræna hússins síðastliðin fjögur ár. "Þetta hefur verið virkilega góður tími og mér fannst sérstaklega gaman að koma aftur til landsins. Meira
4. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

Útgáfutónleikar 16 ára Dalvíkings

FRIÐRIK Ómar Hjörleifsson, 16 ára tónlistarmaður og Dalvíkingur, hefur ráðist í það stórvirki að gefa út snældu með jólalögum. Á henni eru 12 lög og má þar finna lög eins og "Snjókorn falla", "Litli trommuleikarinn", "Ó helga nótt" og eitt frumsamið eftir Friðrik, "Jól um jól". Útgáfutónleikar verða haldnir á Café Menningu á Dalvík annað kvöld, föstudagskvöldið 5. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Útsvar 11,24%

BÆJARSTJÓRN Seltjarnarness hefur samþykkt að útsvar verði 11,24% fyrir árið 1998 en það er lágmarksálagning. Að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar bæjarstjóra, hækkar útsvarið úr 11,19% í 11,24% milli ára eða 0,05% sem er millifærsla frá ríkinu vegna flutnings grunnskólanna yfir til sveitarfélaga. Rétt er að minna á að tekjuskattur lækkar að sama skapi um 0,05%. Meira
4. desember 1997 | Erlendar fréttir | 406 orð

Varað við efnahagslegum áhrifum aðgerða

HAGSMUNAVERÐIR iðnrekenda létu í gær til sín taka á loftslagsráðstefnunni í Kyoto og beindu sjónum ráðstefnugesta að þeim kostnaði sem mun hljótast af aðgerðum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, en viðræðurnar á ráðstefnunni, sem fulltrúar 166 ríkja sitja, snúast um að komast að samkomulagi um slíkar aðgerðir. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 202 orð

Verði vottuð á forsendum sjálfbærrar þróunar

LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að stefna beri að því að öll hefðbundin matvælaframleiðsla skuli vottuð á forsendum sjálfbærrar þróunar fyrir árið 2001. Skal á þeim forsendum stefnt að því að 20% landbúnaðarframleiðslunnar verði vottuð lífræn. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Gísli S. Einarsson, þingmaður þingflokks jafnaðarmanna. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 246 orð

Vigdís í veigamiklu hlutverki

VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, mun gegna veigamiklu hlutverki á tónleikum, sem haldnir verða til heiðurs handhöfum friðarverðlauna Nóbels í Ósló 11. desember næstkomandi, daginn eftir verðlaunaafhendinguna. Vigdís mun verða "gestgjafi" tónleikanna, sem sendir verða út í sjónvarpi til tuga ríkja. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Wu-Tang til Íslands

NOKKRIR meðlimir bandarísku rapphljómsveitarinnar Wu-Tang Clan eru væntanlegir hingað til lands og halda tónleika í Laugardalshöll 20. desember næstkomandi. Breska hljómsveitin Propellerheads hitar upp. Rapphljómsveitin Wu-Tang Clan er helsta rapphljómsveit heims um þessar mundir og plötur hljómsveitarinnar hafa hvarvetna selst vel, þar á meðal hér á landi. Meira
4. desember 1997 | Landsbyggðin | 132 orð

Yfirgefinn álftarungi

Grundarfirði-Síðla sumars tók heimilisfólkið á Eiði í Eyrarsveit eftir því að álftarungi nokkur hafði bæst í álftahópinn á vatninu neðan við bæinn. Hann var einn og hafði greinilega orðið viðskila við foreldra sína. Honum var fremur illa tekið í álftahópnum og var hrakinn burt aftur og aftur. Þegar hausta tók og hópurinn flaug burt varð unginn einn eftir á vatninu. Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 269 orð

Yfirlýsing frá Húsnæðisnefnd

VEGNA umfjöllunar fjölmiðla um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem þegar hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar, í máli gegn Húsnæðisnefnd Reykjavíkur þar sem ágreiningur var um innlausnarverð félagslegrar íbúðar vill Húsnæðisnefnd Reykjavíkur koma eftirfarandi á framfæri: Meira
4. desember 1997 | Innlendar fréttir | 786 orð

Yrði mesta auglýsing sem Ísland gæti fengið Háhyrningurinn Keiko skipar hærri sess í hjörtum Bandaríkjamanna og Evrópubúa en

ALÞJÓÐLEG fjölmiðlaumfjöllun um flutning háhyrningsins Keiko til Íslands yrði stærri í sniðum en umfjöllun um leiðtogafund Ronalds Reagans og Mikhaels Gorbatsjovs, að mati ráðgjafarfyrirtækisins Manna og málefna sem veitir Free Willy Keiko Foundation ráðgjöf. Það er mat manna að þetta yrði mesta auglýsing sem Ísland gæti fengið því viðbúið væri að tugmilljónir manna fylgdust með málinu. Meira

Ritstjórnargreinar

4. desember 1997 | Staksteinar | 342 orð

»Iðnlánasjóður kveður "IÐNLÁNASJÓÐUR kveður og þakkar fyrir samstarfið" segir

"IÐNLÁNASJÓÐUR kveður og þakkar fyrir samstarfið" segir á forsíðu Iðnlánasjóðstíðinda, sem nýkomin eru út og þá væntanlega í síðasta sinn. Við hlutverki Iðnlánasjóðs tekur Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf., sem nýstofnaður er, en í blaðinu er samtal við Braga Hannesson forstjóra sjóðsins, en hann hefur verið tengdur rektri hans beint og óbeint í heil 40 ár. Meira
4. desember 1997 | Leiðarar | 679 orð

UPPLÝSINGAGJÖF HLUTAFÉLAGA

LEIDARI UPPLÝSINGAGJÖF HLUTAFÉLAGA Morgunblaðinu í dag er skýrt frá því, að Verðbréfaþing sé að setja nýjar reglur um skráningu hlutabréfa og miða þær breytingar að því að herða kröfur, sem gerðar eru vegna skráningar hlutabréfa. Meira

Menning

4. desember 1997 | Fólk í fréttum | 106 orð

Aðframkominn dansari

STEPPDANSARINN Michael Flatley var lagður inn á sjúkrahús í Brisbane í Ástralíu nú á dögunum eftir að hann hné niður baksviðs á sýningu danshópsins "Lord of the Dance". Flatley, sem er bandarískur af írskum uppruna, stofnaði danshópinn eftir að hann hætti í hinum heimsþekkta Riverdance hópi vegna deilna við félaga sína og hefur gengið mjög vel með nýja hópinn. Meira
4. desember 1997 | Fólk í fréttum | 97 orð

Allra augu beinast að Viktoríu

ALLRA augu beindust að sænsku krónprinsessunni Viktoríu þegar Karl Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning héldu veislu í konungshöllinni til heiðurs Borís Jeltsíns Rússlandsforseta og eiginkonu hans Naínu. Í yfirlýsingu frá sænsku konungshöllinni sem gefin var út í vikunni sagði að Viktoría ætti við neysluóreglu að stríða sem ylli því að hún léttist óeðlilega mikið. Meira
4. desember 1997 | Bókmenntir | 278 orð

Ágætir barnabrandarar

Bókaútgáfan Hólar 1997-80 bls. AFTAN á "Bestu barnabrandararnir ­ meira til" stendur að börn á ýmsum aldri hafi samið og safnað saman bröndurum í bókina. Í formálanum inni í bókinni er hins vegar tekið fram að börnin hafi verið á aldrinum 10 til 14 ára og því er ef til vill ekki nema von að vinkona mín, Birna, 8 ára, hafi ekki skilið alveg alla brandarana. Meira
4. desember 1997 | Fólk í fréttum | 281 orð

Bestu kvikmyndir allra tíma

HUNDRAÐ bestu kvikmyndir Bandaríkjanna. Hvernig á að velja þær? American Film Institute hefur ráðist í að fá úr því skorið hvaða kvikmyndir eiga heima á slíkum lista. Búið er að taka saman lista yfir 400 kvikmyndir sem fimmtánhundruð einstaklingar fá að vega og meta. Einnig mega þessir dómarar bæta við myndum ef þeim finnst vanta einhverja uppáhaldsmynd. Meira
4. desember 1997 | Fólk í fréttum | 90 orð

Einkaleyfi á Díönu ANDLITIÐ á Díönu prinsessu gæti orðið skrás

ANDLITIÐ á Díönu prinsessu gæti orðið skrásett vörumerki eftir að lögfræðingar sóttust eftir því á einkaleyfisskrifstofu í Bretlandi. Markmiðið er að koma í veg fyrir útbreiðslu alls kyns minjagripa sem þykja ekki alltaf innan velsæmismarka. Það eru lögfræðingar minningarsjóðs prinsessunnar sem hafa sótt um einkaleyfi á úrvali ljósmynda af henni á fullorðinsárum. Meira
4. desember 1997 | Menningarlíf | 762 orð

Einræða víólunnar

SALURINN er þéttsetinn fólki. Á sviðinu mundar hljómsveitin, á að giska sjötíu manns, hljóðfæri sín. Einn hóstar, annar ræskir sig, einstaka tónn er gefinn. Skyndilega klappa allir ­ einleikarinn gengur í salinn. Þetta er frumraun hans, "debut", og adrenalínið streymir um æðar. Meira
4. desember 1997 | Fólk í fréttum | 56 orð

Einu sinni er allt fyrst

ÞÚSUNDIR Breta flykktust í gráum jakkafötum með stresstösku á fyrstu erótísku sýninguna í Bretlandi sem var opnuð 28. nóvember í London. Mynduðust langar biðraðir enda fullyrða aðstandendur sýningarinnar að þar sé komið til móts við þá sem hafa hvað frjálslegastan áhuga á erótík. Meira
4. desember 1997 | Fólk í fréttum | 116 orð

Engin nekt í myndbandi McCartneys NEKTARATRIÐI

NEKTARATRIÐI var látið fjúka á klippiborðinu úr nýjasta tónlistarmyndbandi sir Pauls McCartneys til að koma í veg fyrir að það yrði bannað í bresku sjónvarpi. McCartney tók upp lagið sem nefnist "Beautiful Night" með Ringo Starr og Spud, breskri rokksveit sem skipuð er 16 ára ungmennum. Meira
4. desember 1997 | Menningarlíf | 80 orð

Finna hlotnast alþjóðleg arkitektaverðlaun

FINNSKA arkitektinum Juhani Pallasmaa hafa verið veitt Fritz Schumacher-verðlaunin. Hann fékk þau fyrir margþætt og alþjóðlega viðurkennt starf sitt sem skipuleggjandi, kenningasmiður og kennari í arkitektúr. Pallasmaa tók við verðlaununum frá Alfreð Toepfer-stofnuninni í Hannover í Þýskalandi. Verðlaunaféð nemur 60.000 finnskum mörkum. Meira
4. desember 1997 | Menningarlíf | 66 orð

Fjórir rithöfundar í Súfistanum

MÁL og menning og Súfistinn halda níunda upplestrarkvöld haustsins í kvöld kl. 20.30, í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Fjórir rithöfundar kynna bækur sínar, þ.e. Pétur Gunnarsson, sem les úr skáldsögunni Heimkoma, Didda, sem les úr skáldsögunni Erta, Meira
4. desember 1997 | Fólk í fréttum | 96 orð

Fjölmennt boð hjá Samskip

SAMSKIP heldur árlega boð fyrir viðskiptavini sína á Kaffi Reykjavík. Er þetta með fjölmennustu boðum sem haldin eru. Að þessu sinni var það haldið sl. föstudag og komu nærri 900 manns. Reyndar voru ekki allir staddir þarna í einu enda hefði húsið ekki rúmað þennan mikla fjölda. Ljósmyndari blaðsins smeygði sér inn á milli gestanna. Meira
4. desember 1997 | Fólk í fréttum | 137 orð

Ford kann ekki að kyssa

HARRISON Ford er ef til vill einn vinsælasti leikari Hollywood en hann kann ekki að kyssa, að sögn bresku leikkonunnar Helen Mirren, sem lék á móti honum í myndinni "The Mosquito Coast". "Í kvikmyndum er hann viðkunnanlegasti og yndislegasti maður sem hægt er að óska sér," segir hún í viðtali við BBC- útvarpsstöðina. "En hann getur ekki kysst. Meira
4. desember 1997 | Tónlist | 562 orð

Friður, friður Frelsarans

Kvennakór Reykjavíkur ásamt Sólrúnu Bragadóttur og Matrial Nardeau undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur og Rut Magnússon við undirleik Svönu Víkingsdóttur fluttu jóla- og helgisöngva. Mánudagurinn 1. desember 1997. Meira
4. desember 1997 | Bókmenntir | 398 orð

Fræði Vilhjálms

eftir Vilhjálm Hjálmarsson. Æskan 1997, 213 bls. VILHJÁLMUR Hjálmarsson hefur ekki setið auðum höndum undanfarin ár. Síðan 1981 hafa komið frá honum fjórtán bækur og býsna blaðsíðumargar sumar hverjar. Nú lætur hann á prent út ganga fimm þætti. Í fyrsta þætti segir frá strandi franskrar fiskiduggu við Dalatanga síðsumars árið 1835. Meira
4. desember 1997 | Menningarlíf | 182 orð

Fyrirlestur og barnadagskrá

HALLDÓR Björn Runólfsson listfræðingur heldur fyrirlestur í Listasafni Íslands í kvöld, fimmtudag, kl. 20 í tengslum við sýningu á verkum Gunnlaugs Schevings listmálara sem stendur yfir í öllum sölum safnsins þessa dagana. Aðgangur er ókeypis. Listasafnið býður einnig upp á sérstaka dagskrá fyrir börn næstkomandi sunnudag kl. 14 í tengslum við sýninguna. Meira
4. desember 1997 | Bókmenntir | 42 orð

GJÖF er ljóðabók mæðgnanna E

GJÖF er ljóðabók mæðgnanna Eyglóar Jónsdóttur og Eyrúnar Óskar Jónsdóttur. Í bókinni eru 15 ljóð eftir Eyrúnu Ósk og 13 ljóð eftir Eygló. Mæðgurnar hafa báðar samið ljóð frá unga aldri. Útgefandi er Hraunhvammur. Kápumynd er eftir Sjöfn Jónsdóttur. Bókin er 34 bls. Meira
4. desember 1997 | Bókmenntir | 63 orð

GRÁÐUR lengdar er eftir Joha

GRÁÐUR lengdar er eftir Johan Harrison "sem varði fjörutíu árum í að smíða fullkominn tímamæli (sjóúr) og leysti eitt erfiðasta vandamál siglingafræðinnar á fyrri öldum," segir í kynningu. Sagt er frá hetjudáðum og klækjum, snilld og fáránleika, og mikilvægum þáttum í sögu stjörnufræði, siglingafræði og úrsmíða. Bókafélagið Ölduslóð gefur bókina út. Meira
4. desember 1997 | Bókmenntir | 350 orð

Halastjarnan

eftir Þórarin Eldjárn. Sigrún Eldjárn gerði myndirnar. Forlagið, 1997 ­ [44] s. ÞAÐ eru ekki margir höfundar sem leggja í að skrifa ljóðabækur fyrir börn. Þórarinn Eldjárn hefur þó rutt þessa braut með tveim ljóðabókum sem hafa hlotið verðskuldaða athygli. Meira
4. desember 1997 | Bókmenntir | 431 orð

Herra síns lífs

eftir Hildi Einarsdóttur. Kápumynd: Ívan Burkni. Útgefandi: Fróði hf. 1997, 135 síður. AÐ vera herra síns lífs í stað þræll einhvers annars er sjálfsagt draumur og þrá hverrar mannveru. En svarið, hvort það tekst, það er okkur flestum, ef ekki öllum, hulið. Höfundur bókar réttir okkur marga athyglisverða spurn um lífið, ­ lífsins lán. Meira
4. desember 1997 | Menningarlíf | 62 orð

Hnetubrjóturinn í Íslensku óperunni

BALLETSKÓLI Guðbjargar Björgvins heldur upp á 15. ára starfsafmæli skólans með nemendasýningu á ballettinum Hnetubrjótnum. Skólinn hefur frá upphafi verið til húsa Í Íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Sýningar verða föstudaginn 5. desember kl. 20 og laugardaginn 6. desember kl. 17. Miðasala er í Íslensku óperunni. Meira
4. desember 1997 | Myndlist | 523 orð

Hollenskar rósir

Til 14. desember. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá 14­18. HVAR liggja mörkin milli listar og auglýsingar? Við sem vöndumst kaffi- og smjörlíkisauglýsingum í sjónvarpinu með leiknum stefjum úr konsertum Mozarts komumst snemma að því að ekkert er svo heilagt að ekki megi örva með því viðskipti. Meira
4. desember 1997 | Fólk í fréttum | 478 orð

Hrifningin dofnar ekki

BJÖRK Guðmundsdóttir, íslenska strengjasveitin hennar og plötusnúðurinn héldu nýlega tónleika í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi til að fylgja eftir Homogenics, nýjustu plötu Bjarkar. Í báðum þessum borgum á Björk stóra aðdáendahópa og í Kaupmannahöfn seldust miðarnir á tónleika hennar upp á svipstundu, svo það voru aðeins þeir viðbragðsfljótustu sem komust að. Meira
4. desember 1997 | Fólk í fréttum | 476 orð

Jólalög í þjóðlegum stíl Fyrir skömmu kom út

"ÞAÐ hefur ekkert verið gefið út af lögum við þessi gömlu íslensku jólaljóð. Mér finnst þetta svo skemmtileg ljóð og þau eru í raun fyrir alla. Við notum svo mikið af amerískum og þýskum jólalögum, eins og Heims um ból og Rúdolf með rauða nefið, með þýddum textum. Það eru til svo fá íslensk jólalög að ég ákvað að fara út á bókasafn og skoða gömul jólaljóð. Meira
4. desember 1997 | Fólk í fréttum | 47 orð

Linda Brava situr fyrir

FINNSKI fiðluleikarinn Linda Brava brá sér hlutverk fyrirsætu til að kynna nýja sundfata- og fatalínu fyrir Björn Borg á þriðjudaginn var. Linda lætur ekki þar við sitja. Hún ætlar sér að leika í Royal Albert Hall í London á bikiníi við upphaf ATP- fiðlukeppninnar. Meira
4. desember 1997 | Fólk í fréttum | 22 orð

Listamaður í baðkari

Listamaður í baðkari JEREMY Robbins sýnir listir sínar í baðkari á setningarathöfn Tollwood menningarhátíðarinnar í München síðastliðinn fimmtudag. Hátíðin stendur í þrjár vikur. Meira
4. desember 1997 | Tónlist | 322 orð

Lögin þeirra ömmu, pabba og mömmu

Efnisval og söngur: Jón Rósmann Mýrdal. Meðsöngvari: Rósa Kristín Baldursdóttir. Píanó: Heiðdís Lilja Magnúsdóttir og (Í dag) Ólafur Vignir Albertsson. Strengir, hljómborð: Pétur Hjaltested. Klarinett, bassaklarinett, flautur, sópran sasófónn: Sigurður Flosason. Óbó, enskt horn: Ólafur Flosason. Önnur hljóðfæri: Pétur Hjaltested. Útsetningar, stjórn upptöku og hljóðblöndun: Pétur Hjaltested. Meira
4. desember 1997 | Bókmenntir | 338 orð

Margt er skrýtið í skóginum

eftir Sigrúnu Eldjárn. Forlagið, 1997 ­ [36] s. Í ÞESSARI sögu leiðir höfundur okkur inn í kynjaskóg þar sem stúlkan Harpa er leiðsögumaður. Með henni er Hrói sem er ekki sérlega hugrakkur og vill gjarnan halda sig til hlés fyrir aftan vinkonu sína. Harpa veit allt um trén og skóginn enda búin að vera á námskeiði. Meira
4. desember 1997 | Bókmenntir | -1 orð

Með storminn í fangið

eftir Björgvin Richardsson. 222 bls. Skjaldborg. Prentun: Jana seta. Reykjavík, 1997. Verð kr. 3.480. Höfundur skrifar hér um sorg og sigra í starfi björgunarsveita, eins nog hann orðar það. En heiti bókarinnar útskýrir hann svo: Útkall rauður þýðir að björgunarmenn eiga að mæta tafarlaust í björgunarstöð sveita sinna. Meira
4. desember 1997 | Menningarlíf | 182 orð

Menningarklúður hjá ESB

HÆTTA er nú talin á því að verkefnið um menningarhöfuðborgir Evrópu renni út í sandinn eftir að menningarmálaráðherrum Evrópusambandsins tókst ekki að komast að samkomulagi um hvaða borg skyldi verða fyrir valinu árið 2001, að því er segir í Aftenposten. Er þessi fullyrðing höfð efir Mark Fisher, menningarmálaráðherra Bretlands. Meira
4. desember 1997 | Menningarlíf | 78 orð

Námskeið í pappírsbroti

JOSHIHIKO Iura mun halda Origami-námskeið á vegum Íslensk-japanska félagsins fimmtudaginn 4. desember kl. 20 í Gerðubergi. Origami, eða pappírsbrot, er aldagömul listgrein sem stunduð hefur verið síðan á Heian-tímabilinu (700 eftir Krist) og tengdist fyrst og fremst trúariðkunum Japana fyrr á öldum. Meira
4. desember 1997 | Bókmenntir | 191 orð

Nýjar bækur KASTALI Öskubusku, Höll Alad

KASTALI Öskubusku, Höll Aladíns, Hús grísanna litlu og Húsið hennar Rauðhetta eru harðspjaldabækur fyrir yngstu börnin í þýðingu Hersteins Pálssonar. Bækurnar eru í glaðlegum litum og með ævintýralegum teikningum. Myndskreyting eftir Sabrinu Orlando. Prentaðar á Ítalíu. Meira
4. desember 1997 | Fólk í fréttum | 177 orð

Ostar og súkkulaði á aðfangadag

HLJÓMSVEITIN Stjörnukisi heldur til Sviss 16. desember næstkomandi. Stendur til að halda tónleika í Genf og einnig í Frakklandi. Ferðinni lýkur 27. desember þegar sveitin snýr aftur og verður þá svissneska rokksveitin Grace með í för. "Einn meðlima sveitarinnar kom á tónleika með okkur í sumar og það fór ágætlega á með okkur," segir Bogi Rúnarsson, bassaleikari Stjörnukisa. Meira
4. desember 1997 | Fólk í fréttum | 207 orð

Óvænt spenna Hjúkkan (The Nurse)

Framleiðandi: Pierre David. Leikstjóri: Rob Malenfant. Handritshöfundur: Richard Brandes. Kvikmyndataka: Feliks Parnell. Tónlist: Richard Bowers. Aðalhlutverk: Lisa Zane, John Stockwell og Janet Gunn. 92 mín. Bandaríkin. Image Organization/Skífan. Útgáfud.: 26. nóv. Myndin er bönnuð innan 16 ára. Meira
4. desember 1997 | Bókmenntir | 448 orð

Rauðhærður strákur á reiðhjóli

eftir Peter Pohl í þýðingu Sigrúnar Ragnarsdóttur. 231 bls. Mál og menning. PETER Pohl er sænskur rithöfundur sem leitar ekki langt yfir skammt að yrkisefnum. Hann gekk í Syðri-Latínuskólann á sjötta áratugnum, en það er einmitt staður og tími atburða fyrstu bókar hans, Janni vinur minn, sem út kom í Svíþjóð 1985. Meira
4. desember 1997 | Menningarlíf | 571 orð

Risháir en einmana úthverfamenn

ÚTHVERFAGLEÐI, einmanaleiki og ánægja með hið flatneskjulega. Karlmenn stoltir af kynferði sínu og sérstaklega tákni þess, uppteknir af sjálfum sér, uppi í rúmi á hóteli eða á þröskuldi veggfóðraðar íbúðar. Þar sem sjónvarpið trónir eins og altari, staður er fyrir hvern hlut og hver hlutur á sínum stað. Meira
4. desember 1997 | Fólk í fréttum | 664 orð

Safnfréttir, 105,7

Safnfréttir, 105,7 Meira
4. desember 1997 | Menningarlíf | 75 orð

Sameiginlegir jólatónleikar

KVENNAKÓR Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir halda jólatónleika í Víðistaðakirkju í kvöld. Er ætlunin að þessir tónleikar verði árlegur viðburður í jólahaldi Hafnfirðinga, en sérstakir gestir á tónleikunum verða eldri Þrestir. Á efnisskránni verða jólalög úr ýmsum áttum auk léttra laga af öðru tagi. Meira
4. desember 1997 | Bókmenntir | 53 orð

SÁLUMESSA syndara ­ Ævi og eftirþankar

SÁLUMESSA syndara ­ Ævi og eftirþankar Esra S. Péturssonar er í flutningi höfundarins Ingólfs Margeirssonar. Bókin spannar lífshlaup Esra S. Péturssonar geðlæknis og sálkönnuðar. "Hispurslaust uppgjör Esra við sjálfan sig og samtíð sína," segir í kynningu. Sálumessa syndara var hljóðrituð í Hljóðbókagerð Blindrabókarfélagsins. Meira
4. desember 1997 | Fólk í fréttum | 279 orð

Sá ykkar sem saklaus er... Glóðir (The Spitfire Grill)

Framleiðan di: Gregory Productions Leikstjóri og handritshöfundur: Lee David Zlotoff. Kvikmyndataka: Rob Draper. Tónlist: James Horner. Aðalhlutverk: Alison Elliott, Ellen Burnstyn og Marcia Gay Harden. 112 mín. Bandaríkin. Castle Rock Ent./Skífan. Útgáfud: 19. nóv. Myndin er öllum leyfð. Meira
4. desember 1997 | Bókmenntir | 893 orð

Sitthvað gerist á bökkum vatnanna

Eftir Kristján Gíslason. Forlagið 1997, 204 blaðsíður. ÚT ER komin bókin "Ofurlaxar og aðrir smærri" eftir Kristján Gíslason fluguhnýtara og fyrrum verðlagsstjóra. Þetta er hans þriðja bók og eins og hinar fyrri, hugsuð fyrir áhugamenn um stangaveiði. Stangaveiðimenn eru fjölmennur hópur hér á landi og hefur farið fjölgandi í þeirra röðum hin seinni ár. Meira
4. desember 1997 | Bókmenntir | -1 orð

Sjóhetjur segja frá

eftir Jón Kr. Gunnarsson. 207 bls. Skjaldborg. Prentun: Jana seta. Reykjavík, 1997. Verð kr. 3.480. Bók þessi inniheldur viðtöl við fimm valinkunna sjósóknara eins og stendur á titilsíðu. Allir eiga sjósóknararnir það sameiginlegt að hafa stigið ölduna í misvindi, bæði á hafi úti og eins á lífsins ólgusjó, að minnsta kosti sumir hverjir. Meira
4. desember 1997 | Bókmenntir | 62 orð

SKAGFIRSK skemmtiljóðeru ljó

SKAGFIRSK skemmtiljóðeru ljóð sem Bjarni Stefán Konráðsson frá Frostastöðum safnaði. Ljóðin eru m.a. eftir Andrés H. Valberg, hjónin Kristbjörgu og Axel, Harald frá Kambi, séra Hjálmar, Jón Drangeyjarjarl, Kristján frá Brúarlandi, séra Sigurð H. Guðmundsson, Sigurð frá Kringlumýri, Sigurjón bónda á Dýrfinnustöðum og Þorleif frá Frostastöðum. Meira
4. desember 1997 | Bókmenntir | 681 orð

Skarður máni

eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. Bókaútgáfan Skjaldborg, Reykjavík 1997. 247 bls. NÓTT á mánaslóð er fimmtánda skáldsaga Birgittu H. Halldórsdóttur. Frá 1983 hefur hún gefið út bók á ári, án undantekningar. Meira
4. desember 1997 | Menningarlíf | 190 orð

Skartgripir í Norræna húsinu

OPNUÐ verður sýning í anddyri Norræna hússins föstudaginn 5. desember kl. 17 á skartgripum eftir sjö unga skartgripahönnuði, sem kalla sig G7. Verkin á sýningunni eru skartgripir unnir út frá íslenskri náttúru og gengur sýningin undir nafninu "Ísland". G7 er alþjóðlegur hópur ungra listamanna sem útskrifaðist frá Institut for Ædelmetal í Kaupmannahöfn vorið 1996. Meira
4. desember 1997 | Bókmenntir | 365 orð

Skemmtilegur lærdómur

Eftir Brian Moses (texti) og Mike Gordon (myndir). Mál og menning 1997 - 32 bls. AÐ kunna sig, taka tillit til og bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðru fólki, eru grundvallaratriði í öllum mannlegum samskiptum. Ekki er um meðfædda eiginleika að ræða. Börn læra almenna hegðun fyrst og fremst af sínum nánustu. Meira
4. desember 1997 | Fólk í fréttum | 249 orð

Snobbað upp og niður Kaldahvíla (Cold Comfort Farm)

Framleiðandi: BBC Films/Thames International. Leikstjóri: John Schlesinger. Handritshöfundur: Malcolm Bradburry eftir sögu Stellu Gibbons. Kvikmyndataka: Chris Seager. Tónlist: Robert Lockhart. Aðalhlutverk: Eileen Atkins, Kate Beckinsale, Rufus Sewell og Ian McKellen. 99 mín. Bretland. Universal City Studios/Skífan. Útgáfud: 19. nóv. Myndin er öllum leyfð. Meira
4. desember 1997 | Fólk í fréttum | 416 orð

Spielberg ásakaður um ritstuld

TVEIMUR dögum fyrir áætlaða frumsýningu "Amistad", myndar Stevens Spielbergs, í desember verða aðstandendur hennar að mæta fyrir rétti í Los Angeles og færa sönnur fyrir því að handritið sé ekki byggt á skáldsögu Barböru Chase-Riboud "Echo of Lions". Ef þeim tekst ekki að hrekja mál rithöfundarins verður sett lögbann á myndina og hún ekki frumsýnd þann 10. desember nk. Meira
4. desember 1997 | Menningarlíf | 96 orð

Stradivariusar-fiðlu smyglað

PÓLSKIR landamæraverðir í leit að smyglvarningi á borð við sígarettur eða áfengi, rákust á mánudag á fiðlu, sem flest bendir til að ítalski fiðlusmiðurinn Stradivarius hafi smíðað. Yfirmaður landamæravarðanna segir að áletranir og smáatriði í smíði fiðlunnar bendi til þess að hún sé eftir Stradivarius eða þá einstaklega vel gerð eftirmynd. Meira
4. desember 1997 | Fólk í fréttum | 199 orð

Styrktartónleikar Hallbjörns á Vagninum

NÝLEGA voru haldnir styrktartónleikar á Vagninum á Flateyri til handa Hallbirni Hjartarsyni vegna brunans í Kántríbæ. Hallbjörn mætti í sjálfur í viðeigandi búningi og tók nokkrar af þekktustu perlum sínum með þeim tónlistarmönnum sem tróðu upp, en það voru þeir Halli Melló frá Akranesi, og Fjórir á Fati frá Bolungarvík. Fimmtudagskvöldið 13. Meira
4. desember 1997 | Menningarlíf | 140 orð

Sönghópurinn Aurora í Hafnarborg

TÓNLEIKAR verða í Hafnarborg, Menningarmiðstöð Hafnfirðinga fimmtudaginn 4. desember kl. 21. Það er félagsskapurinn Djass fyrir alla sem stendur að tónleikunum en þar kemur fram sönghópurinn Aurora undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Aurora-sönghópurinn, sem skipaður er 22 söngkonum var stofnaður af Margréti í tilefni af Ítalíuferð í nóvember. Þá kom sönghópurinn m.a. Meira

Umræðan

4. desember 1997 | Aðsent efni | 895 orð

Árásirnar á aldraða

DAGANA 31. október og 1. nóvember sl. gerðist fágætur atburður í íslenzkri blaðamennsku. Þá birtust í blaðinu Degi tvær greinar um kjör aldraðra á Íslandi, og þær eru báðar með þeim hætti, að óhjákvæmilegt er að við hinir öldnu veitum þeim nána athygli, og þökkum síðan fyrir okkur eins og til er stofnað. Fyrri greinin heitir Aldraðir eru hreint engir öreigar. Meira
4. desember 1997 | Aðsent efni | 1053 orð

Bálför

MÉR HEFUR borist í hendur rit um bálfarir og líkbrennslu og sem áhugamann um þau mál langar mig að vekja athygli á innihaldi þess. Að útgáfu þessa fróðlega og einkar smekklega rits standa Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma. Meira
4. desember 1997 | Aðsent efni | 1118 orð

Byggðastefna

NÚ ER viðurkennt af flestum sem málsmetandi eru, að sú byggðastefna, sem fylgt hefur verið undanfarna áratugi, hefur ekki dugað. Stjórnvöld verða að horfast í augu við það, undanbragðalaust. Menn verða að leita þeirra ástæðna, sem fyrir þessu liggja. Ekki dugir lengur, að hver api eftir öðrum það sem orðið er að innantómum orðatiltækjum. Meira
4. desember 1997 | Aðsent efni | 468 orð

Gallar á kvótakerfinu

GÓÐIR hagfræðingar hafa sama áhuga á hagkvæmni og læknar á heilsu fólks. En í ótal blaðagreinum hagfræðinganna Markúsar Möllers, Þorvaldar Gylfasonar og skoðanabræðra þeirra er klifað á kröfunni um veiðigjald í stað þess að leggja þeim lið, sem sníða vilja síðustu gallana af kvótakerfinu. Þótt kerfið sé tiltölulega hagkvæmt, er það ekki gallalaust. Meira
4. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 310 orð

Heilbrigðisyfirvöld koma loks auga á vandann

SAMTÖKIN Lífsvog fóru þess á leit við heilbrigðisráðherra í marsmánuði sl., að fram færi könnun á því, hve margar bæklunaraðgerðir væru framkvæmdar til þess að reyna að laga það sem aflaga fór í fyrstu aðgerð á sjúklingum. Meira
4. desember 1997 | Aðsent efni | 1148 orð

Hvernig geta þjóðkirkjuprestar?

FRÁFARANDI biskup yfir Íslandi hr. Ólafur Skúlason og fulltrúar þjóðkirkjupresta tóku sér það bessaleyfi að semja við stjórnvöld um að ríkið fái eignarrétt yfir kirkjujörðunum og í staðinn verði þjóðkirkjuprestur embættismenn ríkisins, fái sambærileg laun og ríkisstarfsmenn með fimm ára háskólamenntun. Meira
4. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 407 orð

Hvernig má draga úr slysum?

VIÐ vorum á mjög skemmtilegu og fræðandi námskeiði fyrir unga ökumenn sem Sjóvá-Almennar halda. Þar fengum við það verkefni að koma með tillögur um hvernig draga megi úr slysum við eftirfarandi aðstæður. Meira
4. desember 1997 | Aðsent efni | 801 orð

Hvers eiga íbúar Kópavogshælis að gjalda?

Á ALÞJÓÐADEGI fatlaðra er rétt að leiða hugann að aðbúnaði þeirra sem enn búa á stærstu sólarhringsstofnun landsins fyrir fatlað fólk, sem er Kópavogshæli. 1952 var hælinu komið á fót til að bæta úr brýnni þörf á aðbúnaði fyrir þroskahefta. Það var þeirra tíma úrræði að byggja stóra stofnun að fyrirmynd þess sem gert var í nágrannalöndunum. Meira
4. desember 1997 | Aðsent efni | 868 orð

Hví sofið þið, Borgfirðingar?

LYKILORÐ dagsins í dag og jafnvel morgundagsins kann að vera ferðamennska. Borgarnes og nærsveitir hafa í auknum mæli reynt að markaðssetja sig sem ferðamannasvæði en eins og á fleiri stöðum í svipuðum hugleiðingum er fyrst og fremst klifað á "berstrípaðri" náttúrufegurð svæðisins, Meira
4. desember 1997 | Aðsent efni | 646 orð

Laugavegurinn ­ íslensk verslunargata eða erlend?

Í GREIN sem birtist í Morgunblaðinu 18. nóvember síðastliðinn fjallaði ég um ytri umgjörð Laugavegar og nú ætla ég aðeins að fjalla um innviði hans. Flest viljum við Reykjavíkurbúar eiga "lifandi miðborg". Til þess að standa undir því nafni þarf þar að vera fjölbreytt mannlíf sem aðeins næst með margþættri starfsemi; blómlegri verslun, þjónustufyrirtækjum og íbúðabyggð. Meira
4. desember 1997 | Aðsent efni | 1322 orð

Líkbrennsla

FRÆÐIMENN rekja sögu líkbrennslu aftur til fyrri hluta steinaldar, þ.e.a.s. til um 3000 f. Kr. og þegar leið á steinöldina breiddist líkbrennsla út norður eftir Evrópu. Fyrir Kristsburð og fyrstu aldirnar e.Kr. var líkbrennsla mjög algeng í rómverska heimsveldinu, þó var í gyðingdómi og frumkristni mun algengara, að búið væri um hina látnu í grafhvelfingum. Meira
4. desember 1997 | Aðsent efni | 374 orð

Meiriháttar skattheimta

ÉG LAS um daginn lærða grein í Morgunblaðinu eftir ungan hagfræðing sem starfar erlendis. Hann rakti í alllöngu máli hvernig veiðileyfum er úthlutað án endurgjalds til útgerðarmanna og svo reiknaði hann sig í gegnum opinberar afkomutölur í sjávarútvegi og komst að þeirri niðurstöðu að útgerðin í landinu ætti ekki fyrir veiðileyfagjaldi sem hið opinbera kynni að leggja á. Meira
4. desember 1997 | Aðsent efni | 864 orð

Nám í arkitektúr

SÚ LISTGREIN sem venjulega kallast arkitektúr, er ýmist nefnd húsagerðarlist eða byggingarlist á íslensku. Orðið arkitektúr felur ekki einungis í sér listræna mótun húsa heldur mótun alls hins manngerða umhverfis, allt frá skipulagi stórra svæða og borga til nákvæmrar útfærslu á húsum og innréttingum. Íslenska orðið yfir arkitekt er húsameistari. Meira
4. desember 1997 | Aðsent efni | 656 orð

Reykjavík í fararbroddi í umferðarmálum

REYKJAVÍKURBORG ákvað í upphafi þessa kjörtímabils að gerð skyldi umferðaröryggisáætlun til aldamóta, fjárhags- og framkvæmdaáætlun. Þessi áætlun er nú tilbúin og var hún samþykkt í Borgarráði 25. nóvember sl. Vert er að vekja athygli á að Reykjavík er fyrsta sveitarfélagið sem ræðst í slíkt verkefni og er það við hæfi að höfuðborg landsins sé frumkvöðull í umferðaröryggismálum. Meira
4. desember 1997 | Aðsent efni | 891 orð

Sameining sjúkrahúsa í Reykjavík er afturför

SAMEINING Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur verið á dagskrá heilbrigðisráðuneytisins nú um nokkurt skeið, þrátt fyrir takmarkaðan pólitískan vilja annars staðar, hæpinn sparnað og einokun sem af slíkri sameiningu leiddi nú. Málið komst á dagskrá fyrir tíu árum, en þá eins og nú vantaði pólitískan vilja. Meira
4. desember 1997 | Aðsent efni | 195 orð

Tenging greiðslna almannatrygginga við laun

Í MORGUNBLAÐINU 2. des. var haft eftir fjármálaráðherra að ríkisstjórnin hyggist flytja frumvarp um að tengja greiðslur úr almannatryggingakerfinu, s.s. ellilífeyri, aftur við launaþróun. Heilbrigðisráðherra kynnti sama dag þessa fyrirætlan. Hér skal hafa það sem sannara reynist. Frumvarp um sambærilega tengingu liggur þegar fyrir Alþingi, en það var borið fram af undirrituðum, Steingrími J. Meira
4. desember 1997 | Aðsent efni | 660 orð

Uppsagnir Skeljungs 20­25 starfsmönnum hefur

UNDANFARNA daga höfum við starfsmenn Skeljungs um fátt annað talað en uppsagnir innan félagsins. Ferlið hófst þegar forstjóri fyrirtækisins tilkynnti með bréfi til starfsmanna hinn 15. september sl. að minni hagnaður væri merkjanlegur í milliuppgjöri en búist hafði verið við og er þá miðað við hagnað ársins 1996 sem var eitt hið besta í sögu félagsins. Meira
4. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 617 orð

Varið ykkur á tryggingarfélögunum! Einari Sigurbergssyni: ÉG Á 36 ár

ÉG Á 36 ára samfelldan tjónalausan akstur að baki. Þó var ég leigubílstjóri í 25 ár og var mikið á ferðinni og þekki þar af leiðandi umferðina í Reykjavík vel og þó að u.þ.b. 12% ökumanna fari eftir umferðareglunum er stórhætta að vera á ferðinni. Meira
4. desember 1997 | Aðsent efni | 785 orð

Þögnin um Flateyri

TVÖ ár eru liðin frá snjóflóðinu mikla á Flateyri 26. okt. 1995 þar sem 20 manns fórust. Það er nú kominn tími til að menn geri upp við sig, hvað fór úr böndum þá og hvað hefir farið úr böndum síðan. Það er enn verið að byggja svonefnda snjóvarnargarða ofan Flateyrar, og talið að því verki verði lokið í lok nóvember. Þar er verið að framkvæma verstu verkfræðimistök á Íslandi fram til þessa. Meira

Minningargreinar

4. desember 1997 | Minningargreinar | 402 orð

Elín K. Sumarliðadóttir

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Meira
4. desember 1997 | Minningargreinar | 504 orð

Elín K. Sumarliðadóttir

Elsku amma okkar og langamamma, eins og langaömmubörnin sögðu alltaf. Okkur óraði ekki fyrir því að þú færir svona fljótt frá okkur. Okkur finnst eitthvað svo stutt síðan hann afi okkar dó og við sátum saman systkinin og skrifuðum minningarorð um hann, og núna sitjum við aftur saman og skrifum til þín, elsku amma Elín. Meira
4. desember 1997 | Minningargreinar | 192 orð

Elín K. Sumarliðadóttir

Elsku amma, mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Alltaf var gaman að koma til ykkar afa í heimsókn, þar var manni alltaf tekið opnum örmum, hvort sem ég kom ein eða með vinkonurnar. Það var ekki sjaldan sem við vinkonurnar skruppum til Reykjavíkur og þá fengum við alltaf að gista hjá ykkur á Hofsvallagötunni. Meira
4. desember 1997 | Minningargreinar | 222 orð

Elín K. Sumarliðadóttir

Okkur langar með nokkrum orðum að minnast ömmu á róló. Það er með söknuði og hlýhug í hjarta sem við kveðjum þig elsku amma, en það er huggun harmi gegn að nú vitum við að loks eruð þið sameinuð á ný, þú og afi. Meira
4. desember 1997 | Minningargreinar | 66 orð

Elín K. Sumarliðadóttir

Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti ég að hræðast? (Sálm. 27) Elsku amma, nú þegar kominn er tími til að kveðja er svo erfitt að finna réttu orðin. Þrátt fyrir að þú sért nú farin til afa þá verðið þið alltaf hjá okkur í minningunni. Hvíl í friði. Meira
4. desember 1997 | Minningargreinar | 92 orð

Elín K. Sumarliðadóttir

Elsku langamma, nú ert þú komin til Guðs, og búin að hitta langafa aftur. Alltaf fannst mér gaman að skreppa til þín út í Foldahraun og fara fyrir þig út í búð að versla. Manstu hvað það var gaman hjá okkur þegar ég svaf hjá þér eina nótt í sumar? En nú veit ég að þú og langafi fylgist með mér og Alexander litla bróður mínum, Meira
4. desember 1997 | Minningargreinar | 289 orð

ELÍN K. SUMARLIÐADÓTTIR

ELÍN K. SUMARLIÐADÓTTIR Elín K. Sumarliðadóttir fæddist á Ísafirði 12. september 1923. Hún lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 25. nóvember síðastliðinn. Faðir Sumarliði Vilhjálmsson, f. 13.6. 1886, d. 27.11. 1947. Móðir Sólveig Silfá Gestsdóttir, f. 24.9. 1888, d. 1971. Systkini: Vilhelmína K.Þ. f. 27.10. 1910, Guðrún Ó. f. 29.11. Meira
4. desember 1997 | Minningargreinar | 158 orð

Ragnar Ottó Arinbjarnar

Í rúman aldarfjórðung var Ragnar Arinbjarnar heimilislæknir minn. Vinskapur okkar óx með árunum og þegar ég leit við á stofunni hans bar oftast fleira á góma en mín læknisfræðilegu erindi. Frjálslegur var hann og spaugsamur og gamanmál aldrei langt undan. Jafnan fór maður léttari í skapi af hans fundi en maður kom. En bak við spaugið var hinn samviskusami læknir. Meira
4. desember 1997 | Minningargreinar | 436 orð

Ragnar Ottó Arinbjarnar

Okkur langar að minnast mágs okkar, Ragnars Ottós Arinbjarnar, með nokkrum orðum. Gréta systir okkar kynntist Ragnari 1962 og hófu þau sambúð. Þetta var um það leyti sem faðir okkar lá banaleguna eftir löng og erfið veikindi. Eftir að hann dó hölluðum við bræðurnir okkur ósjálfrátt að Ragnari þar sem við áttum örugga velvild og stuðning sem við gátum gengið að ætíð síðan. Meira
4. desember 1997 | Minningargreinar | 79 orð

Ragnar Ottó Arinbjarnar

Þó að ég talaði tungum engla og manna, gæti ég aldrei lýst Ragnari Arinbjarnar. Þó að ég ætti allt gull Mídasar og heila öld ólifaða, gæti ég aldrei endurgoldið honum áratuga vináttu, umönnun og umhyggju fyrir mér og dóttur minni. Ég bið almættið að styrkja eiginkonu, börn og aðra ástvini Ragnars. Meira
4. desember 1997 | Minningargreinar | 228 orð

Ragnar Ottó Arinbjarnar

"Lífið er of stutt til þess að láta sér líða illa." Þessi setning hljómar í huga mér. Þú varst ekki aðeins læknirinn minn heldur lífsreyndur vinur sem hægt var að leita til þegar örlaganornirnar spunnu vef sinn og bönkuðu harkalega á dyr sálarinnar. Þú varst sá mesti mannvinur sem ég hef kynnst um ævina og leit ég alltaf upp til þín. Meira
4. desember 1997 | Minningargreinar | 65 orð

Ragnar Ottó Arinbjarnar

Kær starfsbróðir minn og félagi um margra ára skeið er fallinn í valinn. Hann stóð meðan stætt var og sinnti fólki sínu af stakri samviskusemi og þjónustulund eins lengi og honum var framast unnt. Sjálfur sakna ég vinar í stað, því Ragnar var sannarlega drengur góður. Ég votta Grétu og fjölskyldunni allri virðingu mína og samúð og óska þeim allra heilla. Meira
4. desember 1997 | Minningargreinar | 545 orð

Ragnar Ottó Arinbjarnar

Ragnar Arinbjarnar var fæddur á Blönduósi 12. júlí 1929, en Kristján faðir hans (f. 1892) gegndi þar læknisstörfum árin 1922­1931. Kristján þjónaði síðan Ísafjarðarlæknishéraði til ársins 1942, en Hafnarfjarðarhéraði frá 1942 til æviloka árið 1947. Uppeldisbróðir Ragnars, Halldór Arinbjarnar (f. 1926), var um árabil þekktur heimilislæknir í Reykjavík, en lést um aldur fram árið 1982. Meira
4. desember 1997 | Minningargreinar | 475 orð

Ragnar Ottó Arinbjarnar

Vinátta okkar þriggja, höfunda þessarar greinar, við Ragnar Arinbjarnar hófst á skólaárunum, en einmitt á þeim árum tengjast menn böndum sem oft halda ævina á enda. Við vorum saman í stærðfræðideildinni í MR og lukum stúdentsprófi vorið 1949. Stofan okkar var gamla eðlisfræðistofan þar sem bekkirnir hækkuðu upp eins og í forngrísku leikhúsi. Meira
4. desember 1997 | Minningargreinar | 153 orð

RAGNAR OTTÓ ARINBJARNAR

RAGNAR OTTÓ ARINBJARNAR Ragnar Ottó Arinbjarnar fæddist á Blönduósi 12. júlí 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Arinbjarnar læknir, f. 8. október 1892, d. 5. mars 1947, og Guðrún Ottósdóttir Tulinius kennari, f. 4. apríl 1898, d. 9. júlí 1980. Meira

Daglegt líf

4. desember 1997 | Neytendur | 90 orð

10­11 verslun við Barónsstíg

Á morgun, föstudag, verður aftur hægt að kaupa mjólk í Barónsfjósinu sem baróninn Boilleau byggði fyrir aldamót yfir kýrnar sínar því þá verður 10­11 verslun opnuð í húsnæðinu sem er á Barónsstíg 4. Um er að ræða hefðbundna 10­11 verslun sem er í 550 fermetra húsnæði. Næg bílastæði eru við húsið fyrir viðskiptavini verslunarinnar. Meira
4. desember 1997 | Neytendur | 539 orð

70% íssýna í ófullnægjandi ástandi

"UM 70% þeirra 159 íssýna sem Heilbrigðiseftirlitið tók víða um land fyrr á þessu ári voru í ófullnægjandi ástandi," segir Margrét Geirsdóttir hjá Hollustuvernd ríkisins en nýlega var úttekt lokið á 159 íssýnum. Margrét segir að samanburður milli ára sýni ótvírætt að ástandið fari versnandi. "Við höfum tvisvar áður gert svipaða úttekt, árið 1990 og árið 1994. Meira
4. desember 1997 | Neytendur | 79 orð

Handverksmarkaður á Eiðistorgi

HANDVERKSMARKAÐUR verður haldinn á Eiðistorgi í dag, laugardag, milli klukkan 10 og 18. Í fréttatilkynningu frá kvenfélaginu Seltjörn segir að um sjötíu manns muni sýna og selja vörur sínar og meðal muna séu vörur úr tré, gleri og postulíni. Þá eru á boðstólum ýmsar prjónavörur og ýmislegt til jólahalds. Meira
4. desember 1997 | Neytendur | 76 orð

Heilsukoddi og rafmagnshitapúðar

NÝLEGA var hafinn innflutningur á nýjum blóðþrýstingsmælum, heilsukoddum, rafmagnshitapúðum og hita- og kælipokum frá Medisana. Í fréttatilkynningu frá i&d segir að heilsukoddinn komi í fimm stærðum og þrjár tegundir séu fáanlegar af rafmagnshitapúðum. Hita- og kælipokarnir eru úr 100% náttúruefnum og innihaldið er grjón. Meira
4. desember 1997 | Neytendur | 890 orð

Nýstofnað næringar- og matvælavísindaráð í Bandaríkjunum Varar við nát

Fjögur virt bandarísk vísindasamtök hafa tekið höndum saman og vara almenning við allskyns fullyrðingum sem tengjast sölu svonefndra fæðubótarefna eða náttúrulyfja. Ólafur Sigurðsson matvælafræðingur skoðaði málið. Meira

Fastir þættir

4. desember 1997 | Dagbók | 3114 orð

APÓTEK

»»» Meira
4. desember 1997 | Í dag | 61 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 4. desember, verður sextug Birna Ingadóttir, leikskólakokkur, Máshólum 5, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Bragi G. Bjarnason, vélsmíðameistari. ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 4. Meira
4. desember 1997 | Fastir þættir | 62 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

NÚ ER þremur umferðum ólokið í aðalsveitakeppninni og siglir sveit Sigurðar Ólafssonar lygnan sjó í efsta sætinu með 213 stig. Næstu sveitir eru sveit Eiðs Gunnlaugssonar með 180 stig, sveit Friðbjörns Guðmundssonar með 178 stig og sveit Óskars Sigurðssonar með 174 stig. Fjórtán sveitir taka þátt í keppninni. Spilað er á mánudagskvöldum í Hreyfilshúisinu, 3. hæð. Meira
4. desember 1997 | Fastir þættir | 89 orð

BRIDS UmsjónArnór G. Ragnarsson Félag eldri borg

Fimmtudaginn 27. nóv. spiluðu 18 pör. Úrslit urðu þessi: N-S: Þórarinn Árnason ­ Bergur Þorvaldsson258Þorsteinn Sveinsson ­ Eggert Kristinsson235Sæmundur Björnsson ­ Magnús Halldórsson235Fróði B. Meira
4. desember 1997 | Fastir þættir | 72 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sveit Herðis hf. si

Úrslitaleikurinn í bikarkeppni Bridgesambands Austurlands var háður á Vopnafirði laugard. 29. nóv. 1997. Til úrslita kepptu sveit Landsbankans, Vopnafirði, og sveit Herðis hf., Fellabæ. Leiknum lauk með sigri Herðismanna, 113 gegn 86. Sigursveitina skipuðu Pálmi Kristmannsson, Guttormur Kristmannsson, Stefán Kristmannsson, Bernhard N. Bogason og Hlynur Garðarsson. Meira
4. desember 1997 | Dagbók | 649 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
4. desember 1997 | Í dag | 24 orð

DEMANTSBRÚÐKAUP.

DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 4. desember, eiga 60 ára brúðkaupsafmæli Júlíus G. Oddsson, smiður og Margrét Jónsdóttir, Sóltúni, Garði. Þau verða að heiman í dag. Meira
4. desember 1997 | Fastir þættir | 405 orð

Fyrirlestur í Árbæjarkirkju FYRIRLESTUR verður fyrir almenning í Árbæjarkirkju í kvöld kl. 20.30. Fyrirlesturinn ber heitið

Í DAG, fimmtudaginn 4. desember, kl. 17 verður opið hús í stofu Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17. Gestur verður Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur sem ræðir um jafnvægi hugans á aðventunni og les upp úr nýrri ljóðabók sinni, Úlfabrosi. Stofan býður upp á heitt súkkulaði og vöfflur. Meira
4. desember 1997 | Fastir þættir | 626 orð

Gefið börnum brauð að bíta í á jólunum

VIÐ ÆTTUM að gera meira af því að baka alls konar brauð fyrir jólin. Það er auðvelt nú þegar allt fæst í brauðin og flestir eiga frystikistur. Mjög margar þjóðir eiga sitt sérstaka jólabrauð og það eiga Íslendingar vissulega með laufabrauði, Meira
4. desember 1997 | Í dag | 277 orð

Góð stund íHallgrímskirkju ÉG VAR á ferð í Reykjavík í

ÉG VAR á ferð í Reykjavík í nóvember sl. og þá vildi svo til að ég rakst af tilviljun inn í Hallgrímskirkju. Þar voru þá eldri borgarar í boði hjá söfnuðinum og var ég boðinn velkominn og vil þakka sérstaklega fyrir það, því þar mætti ég mörgum bæði gömlum og góðum vinum mínum. Á dagskrá var m.a. að Pétur Pétursson þulur sagði frá ýmsum þáttum úr Reykjavík í sínu ungdæmi og kom víða við. Meira
4. desember 1997 | Í dag | 372 orð

ÍKVERJI ætlaði í síðustu viku að kaupa sér lottómiða, sem

ÍKVERJI ætlaði í síðustu viku að kaupa sér lottómiða, sem vart getur talizt til tíðinda. En þar sem Víkverji hafði ekki handbært skotsilfur, tók hann upp debetkort, en greiðsla með því er jafngóð og peningagreiðsla. En afgreiðslustúlkan í Happahúsinu í Kringlunni fúlsaði við kortinu, kvaðst ekki hafa neinn posa til þess að renna kortinu í gegnum. Meira
4. desember 1997 | Í dag | 181 orð

Í þvingunarbókinni miklu eftir Frakkann Bertrand Rom

Í þvingunarbókinni miklu eftir Frakkann Bertrand Romanet rekur hann vinningsleiðina í sex spöðum suðurs í spilinu hér að neðan. Hann getur þess ennfremur að samlandi hans, Pierre Albarran, hafi unnið slemmuna í tvímenningskeppni eins og að drekka vatn. Meira
4. desember 1997 | Fastir þættir | 124 orð

(fyrirsögn vantar)

AV: Björn Björnsson ­ Friðrik Steingrímsson 119Leifur Aðalsteinsson ­ Þórhallur Tryggvason 106Hannes Geirsson ­ Sigurður Geirsson 106 Keppnisstjóri var að venju Matthías Þorvaldsson og verður haldið áfram með eins kvölds tvímenningskeppnir. Meira

Íþróttir

4. desember 1997 | Íþróttir | 28 orð

2. deild karla

2. deild karla Fjölnir - Selfoss25:28 Eymar Kröger 9, Jón Karl Björnsson 5, Ágúst Guðmundsson 5 ­ Björgvin Rúnarsson 9, Valdimar Þórsson 5. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 81 orð

3. umferð bikarkeppninnar:

3. umferð bikarkeppninnar: Niederwürzbach - GWD Minden26:20 VfL Pfullingen - TV Grosswallstadt40:39 Eftir tvíframlengdan leik. HSG Römerwall - HSV Düsseldorf21:24 Stralsunder HV - TSG Friesenheim24:19 TBV Lemgo - TSV Bayer Dormagen24:19 Blau-Wei Spandau - Rheinhausen24:26 HSG Dutenhofen - TUSEM Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 480 orð

Afturelding í jóla- fríið á toppnum

AFTURELDING heldur toppsætinu í deildinni fram yfir áramót eftir öruggan sigur á Stjörnunni 23:18 í Garðabæ í gærkvöldi. Þrátt fyrir að Mosfellingar léku án landsliðsmannanna Bergsveins Bergsveinssonar, markvarðar og Páls Þórólfssonar, hornamanns, áttu þeir ekki í neinum vandræðum með Stjörnuna, sem hafði unnið fimm síðustu leiki sína fyrir leikinn í gær. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 88 orð

Allt á móti Níels LÁNIÐ lék ekki vi

LÁNIÐ lék ekki við Víkinginn Níels Carl Carlsson í gærkvöldi. Um miðjan seinni hálfleik braut samherjinn Birgir Sigurðsson á mótherja í stöðunni 24:22 fyrir Hauka. Fyrirliðinn var sakleysið uppmálað að reyndra manna sið, virtist segja "ha ég" við dómarana, sem sendu Níels út af í tvær mínútur en hann hafði lítið leikið með og var varla orðinn heitur. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 236 orð

Ármenningar og KAmenn bragðarefir

Tæplega fimmtíu ungmenni tóku þátt í Sveitakeppni JSÍ Ármenningar og KAmenn bragðarefir Sveitakeppni Júdósambands Íslands fór fram í íþróttahúsinu við Austuberg í Breiðholti um síðustu helgi. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 289 orð

"Bara eitt skot!" Lokamínúturnar í leik ÍR

"Bara eitt skot!" Lokamínúturnar í leik ÍR og ÍBV voru vægast sagt æsispennandi. Þegar 40 sekúndur voru til leiksloka, staðan 28:28 og ÍR-ingar í sókn, hrópaði Matthías Matthíasson, þjálfari þeirra, til leikmanna: "Bara eitt skot!" Ólafur Gylfason tók þjálfarann á orðinu, Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 301 orð

Borðtennis

Canon-unglingamótið Mótið var haldið í húsum TBR sunnudaginn 30. nóvember sl. Einliðaleikur 11 ára og yngri: 1. Matthías StephensenVíkingi 2. Andrés LogasonStjörnunni 3. Hafsteinn Halldórsson og Ásgeir Birkisson, KR. Einliðaleikur 12 til 13 ára: 1. Óli Páll GeirssonVíkingi 2. Guðmundur PálssonVíkingi 3. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 227 orð

Erum bara ekki betri

Við erum bara ekki betri en þetta," sagði Geir Hallsteinsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 33:24 tap fyrir HK í miklu uppgjöri Kópavogsliðanna í Digranesi í gærkvöldi. Blikar hafa tapað öllum 11 leikjum sínum í fyrri umferðinni en HK er reyndar ekki fjarri ­ sitja í 10. sæti en þó með 8 stig. Hart var tekist á í upphafi og hratt leikið. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 126 orð

Evrópuliðið gegn heimsliðinu

EVRÓPULIÐIÐ í knattspyrnu og heimsliðið mætast í dag í Marseille í Frakklandi, þar sem drátturinn í HM fer fram. Valið í liðin fór þannig fram, að einn leikmaður frá þeim 32 þjóðum sem taka þátt í HM, var valinn. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 276 orð

FH - Haukar24:30

Kaplakriki: Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild kvenna miðvikud. 3. desember 1997. Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 4:4, 5:9, 8:9, 9:13, 11:15, 14:15, 14:16, 14:18, 16:18, 17:24, 20:26, 22:30, 24:30. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 621 orð

Frækileg framganga

ÍSLENSKA landsliðið í körfuknattleik tapaði í gærkvöldi fyrir Króötum með 74 stigum gegn 82 í geysilega skemmtilegum og spennandi leik þar sem íslensku landsliðsstrákarnir sýndu og sönnuðu að þeir eiga fullt erindi í Evrópukeppnina. Staðan í leikhléi var 29:41 þannig að enn einu sinni náðu Íslendingar að skora fleiri stig en mótherjarnir í síðari hálfleik, eins og í fyrri tveimur Evrópuleikjum. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 578 orð

Hafa staðið sig frábærlega

Jón Kr. Gíslason, þjálfari Íslands: Hafa staðið sig frábærlega Við erum búnir að spila þrjá landsleiki núna á skömmum tíma. Þótt við höfum ekki náð að sigra, höfum við náð að standa í geysilega sterkum þjóðum," sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsins. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 58 orð

Hartson skorar enn

JOHN Hartson, hinn marksækni miðherji West Ham, opnaði leikinn fyrir lið sitt gegn Crystal Palace, þegar hann skoraði sitt sautjánda mark á keppnistímabilinu ­ gaf tóninn í sigurleik 4:1. Hermann Hreiðarsson lék með Palace og fékk hann gullið tækifæri til að opna leikinn, en hafði ekki heppnina með sér er hann skaut að marki úr vítateig. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 408 orð

Haukastúlkur ofjarlar FH

HAUKASTÚLKUR reyndust of stór biti fyrir hið spræka lið FH í gærkvöldi er liðin mættust í nágrannaslag í Kaplakrikanum. Þrátt fyrir góða baráttu lengi vel urðu FH-ingar að játa sig sigraða, 30:24, og skila um leið þriðja sæti deildarinnar til Gróttu/KR, sem vann Eyjastúlkur 19:18 á Seltjarnarnesinu. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 152 orð

HELGI Jónas

HELGI Jónas lék stórvel í gærkvöldi, gerði 21 stig og tók ennfremur átta fráköst ­ sex í vörn og tvö í sókn, en Helgi er tíu sm lægri en lágvaxnasti leikmaður Króata. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 185 orð

Holland NAC Breda - Roda JC Kerkrade 1:0 Fortuna Sittard - Volendam 3:0 MVV Maastricht - Ajax Amsterdam 0:3 RKC Waalwijk -

Holland NAC Breda - Roda JC Kerkrade 1:0 Fortuna Sittard - Volendam 3:0 MVV Maastricht - Ajax Amsterdam 0:3 RKC Waalwijk - Sparta Rotterdam 1:3 Ajax er taplaust eftir sautján umferðir, með sextán leiki unna og eitt jafntefli ­ 49 stig. Eindhoven kemur næst með 37 stig. Þýskaland Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 107 orð

Íranir vilja Cruyff eða Bilardo

ÍRANIR eru nú á höttunum eftir þjálfara til að stjórna liði sínu í HM í Frakklandi. Efstir á óskalista þeirra eru Hollendingurinn Johan Cruyff og Carlos Bilardo, fyrrum þjálfari heimsmeistara Argentínu 1986. Valdeir Vieira var þjálfari liðsins í undankeppni HM, en hann var aðeins í tímabundnu starfi. Venables sagði nei við Nígeríu Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 150 orð

Ísland - Króatía74:82

Laugardalshöll, Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik, D-riðill, miðvikudaginn 3. desember 1997. Gangur leiksins: 0:5, 5:5, 5:8, 10:8, 10:17, 17:21, 17:30, 22:36, 29:41,29:43, 30:48, 31:53, 45:53, 49:56, 57:58, 57:62, 59:62, 61:64, 61:74, 66:76, 74:82. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 132 orð

Kóngurinn veðjar á prinsinn DENNIS Law,

DENNIS Law, "kóngurinn á Old Trafford" eins og hann var nefndur á sjöunda áratugnum, er sannfærður um að Paul Scholes, sem hefur gjarnan verið líkt við Law og áhangendur kalla rauðhærða prinsinn, verði lykilmaður í landsliði Englands í HM næsta sumar, og ýti Teddy Sheringham, samherja sínum, úr byrjunarliðinu. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 177 orð

Medvedec, þjálfari Króatíu: "Varð dálítið

Medvedec, þjálfari Króatíu: "Varð dálítið hræddur" "VIÐ lékum mjög góða vörn í um þrjátíu mínútur," var það fyrsta sem Strecko Medvedec, þjálfara Króatíu, kom til hugar þegar frammistaða liðs hans kom til tals. "Íslenska liðið lék aftur á móti mjög vel að þessu sinni. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 1054 orð

Michael Owen skærasta stjarnan í Liverpool

Michael Owen, miðherjinn ungi hjá Liverpool, er skærasta stjarna enska félagsins um þessar mundir. Steinþór Guðbjartsson kynnti sér pilt og umsagnir um hann. Þótt miðherjinn sé rétt að byrja ferilinn er þegar farið að ræða um að pilturinn, sem verður 18 ára um miðjan desember, eigi eftir að verða enn betri en Ian Rush og Robbie Fowler. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 23 orð

NBA-deildin Charlotte - Sacramento121:102 Wahington - Se

Charlotte - Sacramento121:102 Wahington - Seattle95:78 Dallas - Atlanta79:112 Houston - Denver112:101 Milwaukee - Phoenix86:90 San Antonio - New York90:84 Portland - Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 24 orð

NHL-deildin New Jersey - St Louis1:3 Ny Islanders - O

NHL-deildin New Jersey - St Louis1:3 Ny Islanders - Ottawa2:4 NY Rangers - Washington2:3 Eftir framlengingu. Toronto - Anaheim3:3 Eftir framlengingu. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 78 orð

Paul Ince hrósar Scholes PAUL Ince,

PAUL Ince, fyrirliði Liverpool, var fyrirliði enska landsliðsins sem vann Kamerún 2:0 fyrir skömmu. Hann lék með Manchester United 1989 til 1995 og fylgdist því vel með uppvaxtarárum Scholes; átti reyndar ávallt von á að Nicky Butt yrði valinn á undan í landsliðið. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 41 orð

Pele fékk heiðursorðu

BRASILÍSKI knattspyrnukappinn Pele fékk heiðursorðu Elísabetar Bretlandsdrottningar í Buckingham Palace í London í gær. Pele getur ekki kallað sig Sir, þar sem hann er útlendingur, en má skammstafa KBE "Knight Commander of the British Empire" fyrir aftan nafn sitt. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 196 orð

Reykjavík kaupir hlaupabrautir í Höllina

REYKJAVÍKURBORG hefur ákveðið að festa kaup á 600 fermetrum af gúmmímottum til að þekja gólf Laugardalshallarinnar svo hægt sé að halda þar frjálsíþróttamót við boðlegar aðstæður. Verða motturnar notaðar í fyrsta sinn á frjálsíþróttamóti ÍR í janúar nk. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 224 orð

Risinn bærði á sér...

Bikarmeistarar Hauka fengu að finna fyrir því í gærkvöldi að ekkert er sjálfgefið í handboltanum. Þeir vanmátu greinilega Víkinga en þótt nýliðarnir séu í fallsæti sýndu þeir að liðið er mun betra en staðan segir til um. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 202 orð

Sanngjarn Valssigur Sigur okkar var sanngjarn

Sigur okkar var sanngjarn en mér fannst samt sem bæði lið væru ekki að leika eins og geta leyfði," sagði Gerður Jóhannsdóttir, fyrirliði Vals, eftir að liðið hafði unnið eins marks sigur á Fram 19:18 í frekar slökum leik í Fram-húsinu í gær. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 931 orð

Scholes gimsteinninn í kórónunni

Margir halda ekki vatni yfir frammistöðu Pauls Scholes með Manchester United og enska landsliðinu í knattspyrnu og lái þeim hver sem vill. Steinþór Guðbjartsson leit yfir stuttan en árangursríkan feril rauðhærða prinsins, sem hefur farið á kostum, Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 257 orð

Sigursælir Víkingar

UNGIR borðtennisiðkendur reyndu með sér á Canon unglingameistaramótinu svokallaða, sem haldið var í húsum TBR um síðustu helgi. Þátttakendur komu frá Víkingi, KR og Stjörnunni. Keppt var í þremur aldursflokkum í einliðaleik, en tveimur í tvíliðaleik. Í einliðaleik drengja ellefu ára og yngri sigraði Matthías Stephensen, Víkingi, en hann lagði Stjörnumanninn Andrés Logason í úrslitaleik. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 794 orð

Stjarnan - UMFA18:23

Íþróttahúsið Ásgarði, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild karla, miðvikudaginn 3. desember 1997. Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 3:5, 6:6, 7:9, 8:11, 8:12, 12:15, 13:17, 14:21, 15:22, 17:23, 18:23. Mörk Stjörnunnar: Heiðmar Felixsson 5, Valdimar Grímsson 5/1, Arnar Pétursson 2, Hilmar Þórlindsson 2, Magnús A. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 206 orð

Tveir læknar ákærðir fyrir lyfjagjafir

TVEIR íþróttalæknar sem störfuðu í fyrrverandi A-Þýskalandi hafa verið ákærðir fyrir að hafa valdið 19 fyrrum sundkonum líkamlegum skaða með því að gefa þeim ólögleg hormónalyf á þeim tíma sem þær æfðu hjá sundfélaginu SC Dynamo Berlín á árunum 1975­1989. Læknarnir sem um er að ræða heita Bernd Pansold 55 ára og Dieter Binus 58 ára. Þetta kom fram hjá saksóknaranum í Berlín á þriðjudaginn. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 445 orð

Varnarsigur í Safamýrinni

OFT er sagt að sigur í handknattleik byggist á góðum varnarleik og varnarleikur sé höfuðatriði til þess að ná árangri í íþróttinni. Þessi fullyrðing var undirstrikuð í íþróttahúsi Fram við Safamýri í gærkvöldi þegar heimamenn sigruðu FH-inga 26:20. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 68 orð

Þau keppa í Noregi NÍU ungir sund

NÍU ungir sundmenn fara brátt utan til þátttöku á Norðurlandamóti unglinga í sundi, sem fram fer í Ósló 13. og 14. desember nk. Það eru þau Anna Lára Ármannsdóttir og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, báðar úr ÍA, Gígja Hrönn Árnadóttir, Aftureldingu, Eva Dís Heimisdóttir, Keflavík, Margrét Rós Sigurðardóttir og Friðfinnur Kristinsson, Selfossi, Númi Snær Gunnarsson, Þór, Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 173 orð

Æðislega gaman að vinna strákana

INGIBJÖRG Guðmundsdóttir er ein fárra stúlkna sem stunda júdóíþróttina hér á landi. Hún er 12 ára gömul og keppir fyrir Ármann, var í A-sveitinni á mótinu í Austurbergi um síðustu helgi. Strákarnir áttu í mesta basli með Ingibjörgu, sem er einkar sterkur júdómaður ­ vann eina glímu, gerði eitt jafntefli og tapaði tvisvar. "Það er æðislega gaman að vinna strákana, rosa fjör. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | -1 orð

Öruggur sigur Vals á KA

LEIKUR KA og Vals eru iðulega þrotlaus og spennandi barátta frá upphafi til enda og lengi vel leit út fyrir að viðureign liðanna í KA-heimilinu í gærkvöld yrði sama marki brennd. Stálin stinn mættust, það var frost og það var funi og leikmenn lentu milli steins og sleggju í geysisterkum vörnum. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 214 orð

(fyrirsögn vantar)

STJARNAN afhenti tveimur leikhæstu leikmönnum liðsins blómvönd fyrir leikinn gegn Aftureldingu í Garðabæ í gær. Þeir voru þó ekki í búningi Stjörnunnar því þetta voru þeir Einar Einarsson og Skúli Gunnsteinsson, sem báðir leika nú með Aftureldingu. Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 50 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Ásdís Stákarnir stóðu sigSIGFÚS Gizurarson tekur hér frákast þó svo að mótherji hans, Sinisa Kelecevic sé 12 sentímetrumhærri. Þrátt fyrir að tapa 82:74, lék íslenska landsliðið mjög vel á móti Króötum, bronsliðinu frásíðustu Ólympíuleikum, Meira
4. desember 1997 | Íþróttir | 35 orð

(fyrirsögn vantar)

HM kvenna A-riðill Japan - Austurríki16:24Pólland - Brasilía32:19Þýskaland - Angóla32:20B-riðill Úsbekistan - Króatía15:45Frakkland - Hvíta Rússland30:17Noregur - Kanada32:15 C-riðill Uruguay - Rúmenía15:34Ungverjaland - Fílabeinsstr. Meira

Úr verinu

4. desember 1997 | Úr verinu | 801 orð

Eru með sjö skipasmíðastöðvar við Jangste-fljót

KÍNVERSKA skipasmíðastöðin Chang Jang Shipping Group átti lægsta tilboðið í smíði nýs rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnunina. Tilboðið er tæpum 200 milljónum kr. lægra en tilboð annarrar kínverskrar stöðvar, sem bauð næstlægst í verkið, en þriðja lægsta tilboðið kom frá skipasmíðastöð í Tævan. Meira
4. desember 1997 | Úr verinu | 272 orð

"Viðskipti af þessu tagi koma pólitík ekkert við"

"ENGAR athugasemdir hafa verið gerðar varðandi viðskipti við Tævan enda feli þau ekki í sér neina viðurkenningu á sjálfstæði eyjarinnar," sagði Jón Egill Egilsson, skrifstofustjóri Alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, þegar hann var inntur eftir því hvernig Kínverjar litu á það ef ákveðið yrði að taka tilboði Tævana, Meira

Viðskiptablað

4. desember 1997 | Viðskiptablað | 54 orð

ABC kaupir útvarp í Oakland

ABC Inc. hefur undirritað samning um kaup á KDIA-AM, útvarpsstöð í Oakland, Kaliforníu. ABC á 26 útvarpsstöðvar í Bandaríkjunum -- 15 FM stöðvar og 11 AM stöðvar. Oakland stöðin verður hluti af Radio Disney, stöð sem útvarpar efni fyrir börn yngri en 12 ára allan sólarhringinn. Meira
4. desember 1997 | Viðskiptablað | 151 orð

Arabískur auðmaður snýr sér að Afríku

SAUDI-arabíski auðmaðurinn al- Waleed bin Talal prins kveðst íhuga að dæla peningum í hagkerfi í Afríku, því að þau séu á batavegi." Hann sagði fréttamönnum að hann hefði hvað mestan áhuga á fjárfestingum í Egyptalandi þrátt fyrir morð á ferðamönnum að undanförnu. Waleed prins sagði að Afríka væri að ná sér. Meira
4. desember 1997 | Viðskiptablað | 92 orð

Bankers Trust keypti deild NatWest

BANKERS TRUST bankinn í Bandaríkjunum er talinn ógna starfsemi evrópskra fjárfestingarbanka, þar sem hann hefur keypt evrópska hlutabréfadeild National Westminster bankans í Bretlandi. Bandaríski bankinn greiddi 129 milljónir punda fyrir NatWest Markets, sem hefur 900 starfsmenn, og segir að kaupin muni auka arð á hlutabréf frá 1998. Meira
4. desember 1997 | Viðskiptablað | 233 orð

Búizt við hörðum slag um Rosneft í Rússlandi

SALA Rosneft í Rússlandi, síðasta stóra olíufélagsins í eigu rússneska ríkisins, getur orðið harðasta viðureignin til þessa í umdeildri baráttu fyrir einkavæðingu. Fréttir um leynifundi og baktjaldamakk fjármálajöfra hafa birzt á forsíðum rússneskra blaða og áhugi almennings á málinu hefur aukizt. Sala Rosneft gæti bjargað valdhöfunum í Kreml úr alvarlegum fjárhagsvandræðum. Meira
4. desember 1997 | Viðskiptablað | 554 orð

ÐÁramótaverðtíð hlutabréfa

»NÚ ER að ganga í hönd sá árstími er hlutabréfakaup einstaklinga hafa náð hámarki. Viðskipti hafa í gegnum tíðina verið hvað mest í desember þó að nokkur breyting virðist ætla að verða þar á nú. Meira
4. desember 1997 | Viðskiptablað | 1917 orð

ÐGæðastarfinu lýkur aldrei Skortur á tengingu við fjármál er ein

GÆÐI í fjármálastjórnun voru viðfangefni á námstefnu gæðavikunnar, sem Gæðastjórnunarfélag Íslands stóð fyrir nýlega. Þar var m.a. rætt um hugmyndafræði og aðferðir gæðastjórnunar og hvernig hún samtvinnaðist fjármálum fyrirtækja. Einnig var fjallað um reynsluna af gæðaverkefnum hjá fyrirtækjum og stofnunum. Meira
4. desember 1997 | Viðskiptablað | 125 orð

ÐHlutabréfin lækka áfram

GENGI hlutabréfa hélt áfram að lækka á Verðbréfaþingi í gær. Hlutabréfavísitala VÞÍ lækkaði um tæp 0,4% í viðskiptum gærdagsins sem námu alls 82 milljónum króna. Nemur hækkun vísitölunnar frá áramótum þá 12,5%. Mest varð lækkun á gengi hlutabréfa í Vinnslustöðinni, sem lækkaði um 17 punkta eða 9,4% í 1,63, í kjölfar tilkynningar félagsins um vinnslustöðvun um áramótin. Meira
4. desember 1997 | Viðskiptablað | 130 orð

ÐÍsaga byggir vistvæna verksmiðju

ÍSAGA hf. hefur ákveðið að loka kolsýruverksmiðju sinni í Þorlákshöfn um næstu áramót og auka í staðinn framleiðslu náttúrulegrar kolsýru úr eigin námu að Hæðarenda í Grímsnesi. Þar er nú verið að setja upp nýja vélasamstæðu sem kostar um 100 milljónir króna. Meira
4. desember 1997 | Viðskiptablað | 1704 orð

ÐKreppir að á kjötmarkaði Talsverðar hræringar hafa átt sér sta

SAMKEPPNI í slátrun og kjötvinnslu hefur farið harðnandi á undanförnum árum. Framleiðsla hefur minnkað með samdrætti í sauðfjárrækt og harðnandi samkeppni um hráefni hefur leitt til hærra verðs til bænda. Þá hefur verið mikill þrýstingur til verðlækkana frá stórmörkuðum, sem ráða langstærstum hluta markaðarins. Meira
4. desember 1997 | Viðskiptablað | 112 orð

ÐOlíusamlagi Keflavíkur breytt í hlutafélag

OLÍUSAMLAGI Keflavíkur verður breytt í hlutafélag frá og með næstu áramótum en tillaga þess efnis var samþykkt á hluthafafundi samlagsins sl. þriðjudag. Olíusamlagið er dreifingaraðili fyrir Olíufélagið hf. á norðanverðum Reykjanesskaganum og selur það til skipa og verktaka jafnframt því sem það rekur sjálft eina bensínstöð í Keflavík. Meira
4. desember 1997 | Viðskiptablað | 57 orð

ÐPlastprent kaupir hluta Dósagerðarinnar

PLASTPRENT hf. hefur keypt plastumbúðadeild Dósagerðarinnar hf. og tók félagið við rekstri deildarinnar 1. desember sl. Önnur starfsemi Dósagerðarinnar hefur hins vegar verið seld Sigurplasti hf. Að sögn Eysteins Helgasonar er tilgangur félagsins með þessum kaupum að auka vöruúrval fyrir viðskiptavini sína, auðvelda pantanaferli og birgðahald jafnframt því að auka hagkvæmni í innkaupum. Meira
4. desember 1997 | Viðskiptablað | 187 orð

ÐStálverktak hf. fær stórverkefni hjá Norðuráli

NORÐURÁL hf. hefur ákveðið að fela Stálverktaki hf., dótturfélagi Stálsmiðjunnar hf., að annast öll stærstu málmiðnaðarverkefni í álveri félagsins á Grundartanga. Meðal annars er um ræða uppsetningu á kerjum, álleiðurum, þrýstiloftskerfi, pípulögnum o.fl. Meira
4. desember 1997 | Viðskiptablað | 374 orð

ÐTæknival kaupir 69% í Kerfi hf.

GENGIÐ hefur verið frá samkomulagi um að Tæknival hf. kaupi 69% hlutafjár í hugbúnaðarfyrirtækinu Kerfi hf. Með þessum kaupum hyggst Tæknival auka þjónustu sína á sviði hugbúnaðargerðar og ná til stærri hóps viðskiptavina, einkum innan sjávarútvegs. Seljandi bréfanna er Þröstur Guðmundsson, en kaupverðið verður ekki gefið upp. Meira
4. desember 1997 | Viðskiptablað | 80 orð

Fyrsti Ford bíllinn smíðaður í Kína

FORD bifreiðafyrirtækið hefur sýnt fyrsta Transit-bíl sinn, sem það hefur framleitt í Kína, og ráðamenn þess segjast vona að þetta sé upphafið að því að Ford hasli sér völl á kínverskum fólksbílamarkaði. Stjórnarformaður kínversks samstarfsfélags Fords, Jiangling Motors, ók fyrsta bílnum út úr bílaverksmiðju í Austur-Kína. Meira
4. desember 1997 | Viðskiptablað | 529 orð

Hlutabréf skráð á tvo lista Fyrirtæki á aðallista þurfa að leggja fram ársreikninga fyrir þrjú heil ár, hlutafé verður að

NÝJAR reglur hafa tekið gildi um skráningu verðbréfa á Verðbréfaþingi Íslands. Veigamesta breytingin er sú að hér eftir verða hlutabréf skráð á tvo lista, Aðallista og Vaxtarlista. Öll félög sem skráð hafa verið fram til þessa eru á Aðallistanum. Fyrsta félagið sem fær bréf sín skráð á Vaxtarlistann er Bifreiðaskoðun hf. og tekur skráningin gildi þriðjudaginn 9. desember. Meira
4. desember 1997 | Viðskiptablað | 149 orð

Hluthafar keyptu bréf að nafnvirði 200 milljónir

HLUTHAFAR í Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankanum hf. hafa keypt hlutafé fyrir um 200 milljónir að nafnvirði í hlutafjárútútboði félagsins sem nú stendur yfir. Bréfin voru seld á genginu 1,8 eða fyrir um 360 milljónir króna. Meira
4. desember 1997 | Viðskiptablað | 369 orð

Matvæla- og sjávarútvegssýningar vinsælastar

VÖRUSÝNINGAR og kaupstefnur erlendis njóta sívaxandi vinsælda meðal Íslendinga. Anuga- matvælasýningin í Köln og sjávarútvegssýningin í Boston hafa notið mestra vinsælda á undanförnum árum og talið er að þær séu sóttar af um eitt hundrað Íslendingum árlega. Meira
4. desember 1997 | Viðskiptablað | 157 orð

Nýir starfsmenn hjá VSÓ

Birna Sigrún Hallsdóttir hefur hafið störf hjá VSÓ ráðgjöf. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1986 og Dipl. Ing. gráðu í umhverfisverkfræði frá Tækniháskólanum í Berlín árið 1997. Hún hefur starfað hjá Hollustuvernd ríkisins og hreinsunardeild Reykjavíkurborgar. Eiginmaður Birnu er Gunnar Örn Sigurðsson arkitekt og eiga þau tvo syni. Meira
4. desember 1997 | Viðskiptablað | 152 orð

Nýr framkvæmdastjóri hjá Icelandic France S.A.

MAGNÚS Scheving Thorsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic France S.A. sem er dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. í Frakklandi. Hann tekur við af Lúðvíki Berki Jónssyni sem tekið hefur við framkvæmdastjórastarfi hjá Árnesi hf. í Þorlákshöfn. Magnús er fæddur 1968 í Reykjavík en hefur búið í Frakklandi síðan 1991. Meira
4. desember 1997 | Viðskiptablað | 196 orð

VW íhugar kaup á Scania

VOLKSWAGEN AG íhugar kaup á sænska vörubílaframleiðandanum Scania AB og þar með færist efling fyrirtækisins að undanförnu á nýtt stig að því er heimildir herma. Ef samþykkt verður að kaupa Scania bætist sú ákvörðun við margar nýjar fyrirætlanir VW um að framleiða nýjar gerðir og færa út kvíarnar til að gera framleiðsluna fjölbreyttari. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.