Greinar föstudaginn 12. desember 1997

Forsíða

12. desember 1997 | Forsíða | 60 orð

Aftökum í Írak mótmælt

ÍRAKAR vörðu í gær aftökur á fjórum Jórdönum, sem íraskur dómstóll dæmdi til dauða fyrir smygl, og sögðust hissa á þeirri ákvörðun Jórdana að vísa flestum stjórnarerindrekum Íraks úr landi í mótmælaskyni. Jawad Anani, forsætisráðherra Jórdaníu (t.v.), reynir hér að hugga föður eins fjórmenninganna á flugvellinum í Amman þegar lík þeirra voru flutt þangað í gær. Meira
12. desember 1997 | Forsíða | 120 orð

Drakk of mikið af messuvíni

BRESKUR prestur hefur verið sviptur ökuleyfinu í eitt ár þar sem hann var staðinn að ölvunarakstri eftir að hafa drukkið of mikið af messuvíni. Jacek Trochim, 62 ára kaþólskur prestur, reyndist hafa helmingi meira áfengismagn í blóðinu en leyfilegt er. Ökumaður hringdi í lögregluna þegar hann sá prestinn stíga út úr bifreið sinni við bensínstöð og hrasa. Meira
12. desember 1997 | Forsíða | 231 orð

"Gott sögulegt augnablik"

GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaflokks Írska lýðveldishersins, IRA, átti í gær sögulegan fund með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í bústað forsætisráðherrans í Downingstræti 10. Að fundinum loknum sagði Adams hann hafa verið "gott sögulegt augnablik". Talsmaður Blairs kvað forsætisráðherrann hafa sagt viðræðurnar "uppbyggilegar og jákvæðar". Meira
12. desember 1997 | Forsíða | 505 orð

Leiðtogar iðnríkja fagna niðurstöðunni

LEIÐTOGAR helstu iðnríkja heims fögnuðu í gær samkomulagi, sem náðist á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kyoto í fyrrinótt, um að takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace lýstu þó niðurstöðunni sem "hörmulegu slysi og skrípaleik" og margir fulltrúar á ráðstefnunni höfðu áhyggjur af því að ekki hefði verið gengið nógu langt. Meira
12. desember 1997 | Forsíða | 95 orð

Ráðningarskrifstofur utan Noregs

NORSKA vinnumálastofnunin íhugar nú að senda starfsmenn til Svíþjóðar, Finnlands, Þýskalands og Frakklands til að fá fólk til starfa í Noregi. Með þessu hyggst vinnumálastofnunin taka á fyrirsjáanlegum skorti á vinnuafli en gert er ráð fyrir að árið 1999 þurfi að fá um 20.000 starfsmenn frá útlöndum til að mæta þörfinni. Meira

Fréttir

12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 1605 orð

Almenn drykkja 17 ára unglinga

pRúmlega þriðjungur 17 ára unglinga reykir daglegapStúlkur reykja þrátt fyrir að vera meðvitaðri um áhættunapVinahópurinn hefur áhrif á reykingarpDrekka oft 5 glös eða meirapNiðurstöðurnar gætu nýst í forvörnum Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 175 orð

ANDERS HULDÉN

ANDERS Huldén sendiherra og rithöfundur lést 11. desember sl. í borginni Lovisa í Finnlandi, 73ja ára að aldri. Hann var sendiherra á Íslandi 1985­1989 og lagði sig fram um að auka samvinnu milli Finnlands og Íslands. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 969 orð

Ákvörðun um aðild að lokinni frekari athugun

"Þessi niðurstaða virðist okkur hagfelldari en útlit var fyrir um sólarhring áður en ráðstefnunni lauk," segir Davíð Oddsson forsætisráðherra, aðspurður um niðurstöðu ráðstefnunnar í Kyoto. "Að vísu eru þarna ýmsir túlkunarmöguleikar og fyrirvarar, sem eftir er að fara nákvæmlega ofan í. Meira
12. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 227 orð

Átakið "Jólabærinn Akureyri"

"JÓLABÆRINN Akureyri" er átak sem nú stendur yfir, en Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar hefur umsjón með því. "Akureyri er þekktur jólabær og með þessu átaki ætlum við að negla það skilti dálítið fastar á bæinn," sagði Guðmundur Heiðar Birgisson forstöðumaður þegar átakið var kynnt. Meira
12. desember 1997 | Erlendar fréttir | 116 orð

Boða aðhald í kvótaúthlutun

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins tilkynnti í gær að "alvarlegt ástand" tiltekinna fiskistofna gerði að verkum að nauðsynlegt væri að setja afgerandi takmörk á veiðikvóta næsta árs. Tillögur framkvæmdastjórnarinnar um veiðihámark á næsta ári og ríkjakvóta verða ræddar á fundi sjávarútvegsráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) 18. og 19. desember. Meira
12. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

Búnaðarbankinn með opið hús

BÚNAÐARBANKINN á Akureyri verður opið hús í afgreiðslum bankans að Geislagötu 5 og í Sunnuhlíð laugardaginn 13. desember frá kl. 13-16. Þar gefst bæjarbúum og nærsveitarmönnum kostur á að kynna sér starfsemi bankans, m.a. Heimabankann á Internetinu, Heimilislínuna, Hlutabréfasjóðinn, Æskulínuna og Herkúles. Þá verður gestum kennt á hraðbankann og þjónustusímann. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð

DAGRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR

LÁTIN er á Akureyri Dagrún Kristjánsdóttir húsmæðrakennari. Hún var á 77. aldursári. Dagrún Kristjánsdóttir fæddist að Ytri-Tjörnum í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði 1. maí árið 1921. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laugalandi árin 1943­44, í Bréfaskóla SÍS 1949­51, Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

Ekki líkur á frekari sameiningarumræðu

BÆJAR- og sveitarstjórnarmenn úr Garðabæ, Bessastaðahreppi og Hafnarfirði hittust í gær í Hafnarfirði til að ræða ýmis sameiginleg málefni. Fulltrúar Hafnfirðinga boðuðu til fundarins og var m.a. rætt um sameiningarmál. Sameining var þó ekkert aðalatriði í fundinum að sögn Ingimundar Sigurpálssonar, bæjarstjóra í Garðabæ. Meira
12. desember 1997 | Erlendar fréttir | 174 orð

Engin ástæða til ótta

TALSMENN Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta vísuðu því á bug í gær að forsetinn hefði fengið hjartaáfall. Eftir að forsetinn var lagður inn á heilsuhæli í gær vegna alvarlegrar veirusýkingar í öndunarfærum, hefur orðrómur verið á kreiki um að hjartveiki hans hafi tekið sig upp. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 766 orð

Erum í viðbragðsstöðu allan sólarhringinn

RAUÐAKROSSHÚSIÐ, neyðarathvarf fyrir 18 ára og yngri, verður opið nú um jólin í 13. skipti frá upphafi. Forstöðumaður hússins, Ólöf Helga Þór, segir að desember virðist oft koma frekar róti á tilfinningalífið og að fólki finnist mjög erfitt að viðurkenna að séu erfiðleikar í fjölskyldum á þessum árstíma. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 472 orð

Eykur áhuga og tekjur fastakennara

FJÁRLAGANEFND Alþingis leggur til í áliti sínu í gær að framlag til Háskóla Íslands á fjárlögum næsta árs hækki um 50 milljónir króna en ekki 250 milljónir eins og skólinn hafði farið fram á. Þar af hækkar framlag til rannsóknarnáms um 35 milljónir króna, en farið var fram á 43 milljónir. Meira
12. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 230 orð

Fengu 35 milljóna króna happdrættisvinning

MIÐALDRA hjón á Akureyri, sem ekki vilja láta nafn síns getið, duttu heldur betur í lukkupottinn er dregið var í Happdrætti Háskóla Íslands í fyrradag og fengu alls 35 milljónir króna í vinning. Hæsti vinningur kom á miða númer 15012 og áttu tveir viðskiptavinir miða með því númeri. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 283 orð

Fimmti hver fjórtán ára unglingur reykir daglega

NÆRRI fimmtungur 14 ára reykvískra unglinga reykir daglega, samkvæmt langtímarannsókn á áhættuhegðun unglinga, sem Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við Háskóla Íslands hefur unnið að undanfarin ár. Sigrún fylgdist með sama hópi reykvískra unglinga frá 1994 til 1996. Fyrsta rannsóknin var gerð þegar unglingarnir voru 14 ára í 9. bekk vorið 1994, þá 15 ára í 10. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

Finnland 80 ára

ÞJÓÐHÁTÍÐ Suomi-félagsins (finnska félagsins) verður haldin laugardaginn 13. desember kl. 19 í húsi Kiwanisklúbbsins, Engjateigi 11. Kvöldið byrjar með því að ungir stúdentar munu spila og syngja finnsk þjóðlög að nútímalegum hætti, sendiherra Finnlands á Ísland, herra Tom Söderman, flytur ræðu og finnski harmonikusnillingurinn Tato Kantomaa spilar fyrir gesti. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð

Fjórir sækja um stöðu ríkissaksóknara

FJÓRIR sækja um embætti ríkissaksóknara, en umsóknarfrestur rann út 10. desember. Hallvarður Einvarðsson lætur af embætti ríkissaksóknara um áramótin. Umsækjendurnir fjórir eru Bogi Nilsson ríkislögreglustjóri, Páll Arnór Pálsson hæstaréttarlögmaður, Sigurður Gizurarson sýslumaður og Valtýr Sigurðsson héraðsdómari. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 258 orð

Foreldrarölt ber árangur

FORELDRAFÉLAG Hagaskóla í Reykjavík skipuleggur í samvinnu við félagsmiðstöðina Frostaskjól þriðja veturinn í röð rölt foreldra um Vesturbæinn um helgar til eftirlits og aðhalds með því að reglur um útivist barna og unglinga séu haldnar. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 205 orð

Frumvarp um aðhald í opinberu eftirliti

LAGT var fram á Alþingi í gær frumvarp til laga um eftirlitsstarfsemi hins opinbera og er markmið þeirra að opinber eftirlitsstarfsemi stuðli að velferð þjóðarinnar, umhverfisvernd og neytendavernd og að hið opinbera skuli því aðeins standa fyrir eftirliti að ávinningur sé meiri en kostnaður segir m.a. í annarri grein frumvarpsins. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 342 orð

Færðist nær íslenzkum áherzlum á lokasprettinum

SAMKOMULAGIÐ um nýja bókun við loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna, sem náðist í Kyoto í fyrrinótt, færðist nær íslenzkum áherzlum á lokaspretti samningaviðræðnanna. Meðal annars er nú binding koltvísýrings með landgræðslu viðurkennd og í yfirlýsingu í tengslum við bókunina er kveðið á um að skoða skuli sérstaklega stöðu smárra hagkerfa, Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 200 orð

Gefur tilefni til endurskoðunar

ÓLÖF Guðný Valdimarsdóttir, formaður Náttúruverndarráðs, fagnar því að ráðherrar 159 landa hafi komist að samkomulagi í Kyoto um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. "Þótt ekki hafi náðst að skrifa undir samkomulagið í Kyoto er þetta vissulega stór áfangi. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 189 orð

Góð staða lóna vegna hlýinda

HLÝINDI í haust og upphafi vetrar hafa haft í för með sér að ekki hefur þurft að miðla vatni úr uppistöðulónum Landsvirkjunar til raforkuframleiðslu fyrr en um miðjan október og raunar hækkaði aftur í lónum í lok nóvember. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Hamraborg stækkar

HJÁ skipulagsstjóra Kópavogs er til kynningar tillaga að tæplega 17 fermetra stækkun á verslun Nóatúns í Hamraborg í Kópavogi og stækkun á anddyri Íslandsbanka í sama húsi. Að sögn Jóns Júlíussonar, kaupmanns í Nóatúni, mun stækkunin bæta verulega aðstöðuna í versluninni. Skriflegum athugasemdum vegna breytinganna ber að skila til bæjarskipulags Kópavogs fyrir 8. janúar 1998. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 68 orð

Háskólakennsla undirbúin

FJÁRLAGANEFND Alþingis leggur til að 8 milljónum króna verði varið á fjárlögum næsta árs til undirbúnings háskólakennslu á Austurlandi. Fyrirhugað er að kanna möguleika á því að koma upp miðstöð háskóla- og endurmenntunar á Austurlandi og skal peningunum varið til þess og til viðræðna við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri um framkvæmd málsins. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 63 orð

Heimsendingaþjónusta hjá Kringlunni

HAFIN er ný þjónusta við viðskiptavini Kringlunnar, heimsendingarþjónusta, sem viðskiptavinurinn mun greiða fyrir hjá verslunum í Kringlunni. "Við kaup á vörunni verður boðið upp á þessa þjónustu og er kostnaður við heimsendinguna 800 kr. sem leggst ofan á verð vörunnar. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Helgi náði að þráskáka í mjög erfiðri stöðu

Heimsmeistaramótið í skák fer fram í Hollandi 8.-30. desember EINVÍGIN í annarri umferð á heimsmeistaramótinu í skák hófust í gær. 64 skákmeistarar settust niður til að tefla, en margir sterkir skákmenn eru fallnir úr keppni, þeirra á meðal bandarísku stórmeistararnir Christiansen, Benjamin, Gulko og Yermolinsky, undrabörnin Leko frá Ungverjalandi og Bacrot (Frakklandi), Smyslov, Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 158 orð

Hrogn og lifur í desember

STEINGRÍMUR Ólason er sennilega með fyrstu fisksölunum á landinu, sem býður upp á hrogn og lifur í verslun sinni í vetur. "Hrogn og lifur eru svo snemma á ferðinni núna," sagði Steingrímur, sem rekur Fiskbúðina Stigahlíð 24. "Ástæðan er sú að þorskurinn suður með sjó er mikill og stór. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 266 orð

Hækkun um 1.567 milljónir króna

MEIRIHLUTI fjárlaganefndar lagði í gær fram á Alþingi breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið og þýða þær 1.567 milljóna króna hækkun frá því er frumvarpið var lagt fram í haust. Jón Kristjánsson, formaður fjárlaganefndar, telur að miðað við væntingar um tekjuaukningu standi frumvarpið nokkurn veginn í járnum. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Hökull í Reynistaðakirkju

SIGRÚN Jónsdóttir, kirkjulistakona, hefur afhent sr. Gísla Gunnarssyni, sóknarpresti í Reynistaðakirkju í Skagafirði, hvítan hökul sem hún gerði sérstaklega fyrir þá kirkju. Hökullinn er handofinn og með listsaumuðum táknum á. Hann var gefinn af Hróðmari Magnússyni og Ásdísi Björnsdóttur á Ögmundarstöðum. Meira
12. desember 1997 | Erlendar fréttir | 317 orð

Indland þrói kjarnorkuvarnir TALSMENN Janataflokk

TALSMENN Janataflokksins, sem talinn er líklegastur til að mynda næstu ríkisstjórn á Indlandi, sögðu í gær að þeir vildu að Indverjar kæmu sér upp kjarnorkuvarnakerfi upp á eigin spýtur. Kosið verður á Indlandi í byrjun næsta árs. Formaður flokksins sagði í gær að hann yrði reiðubúinn til stjórnarmyndunar í mars. Indverjar sprengdu kjarnorkusprengju 1974 en hafa síðan haldið að sér höndum. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Innbrot á þremur stöðum

BROTIST var inn á þremur stöðum í Reykjavík og nágrenni í fyrrinótt og stolið símum, hljómtækjum og fleiri verðmætum. Ekki hafði tekist að upplýsa málin síðdegis í gær. Brotist var inn í fyrirtæki á Grandagarði og þaðan stolið GSM símum. Þá var brotist inn á skrifstofuhúsnæði í Mosfellsbæ og stolið fjármunum og ferðatölvu. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Ísklifur á fossi

FJÓRIR fræknir félagar í Hjálparsveit skáta á Akureyri fóru nýlega að fossi í klakaböndum í Vaðlaheiði austan Akureyrar og æfðu ísklifur. Þeir Teitur Arason, Njáll Ómar Pálsson, Jens Kristinn Gíslason og Gunnlaugur Búi Ólafsson höfðu meðferðis mikið af búnaði til ísklifurs, sem er í eigu Hjálparsveitarinnar og tóku hraustlega á. Meira
12. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 146 orð

Jólahald fyrir einni öld

MIKIÐ verður um að vera í Gamla bænum í Laufási á sunnudag, 14. desember en þá mun hópur fólks dusta rykið af gömlum siðum og venjum sem einkenndu undirbúning jólanna hér á landi fyrir einni öld. Í baðstofu mun fólkið sitja við útskurð laufabrauðs sem steikt verður á hlóðum og í gamla eldhúsinu verður soðið hangikjöt sem gestir fá að smakka. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Jólamarkaður Kolaportsins opinn alla daga

JÓLAMARKAÐUR í Kolaportinu verður opinn alla virka daga kl. 12­18 og um helgar kl. 11­17 til jóla. Fjöldi seljenda býður fatnað, leikföng, gjafavöru, verkfæri, sælgæti, geisladiska, skartgripi, búsáhöld, jólamat, jólatré, íslenskt og erlent handverk og fleira. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 162 orð

Jólasýning á Eyrarbakka

JÓLASÝNING Byggðasafns Árnesinga verður opin almenningi í Húsinu á Eyrarbakka sunnudaginn 14. desember kl. 14 og 17. Þar hefur verið sett upp sýning á safngripum sem tengjast jólahaldi fyrri tíma. Á sýningunni eru gömul jólatré, jólakort frá fyrri hluta aldarinnar og jólasveinabrúður safnsins. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Jólatré frá vinabæjum Hafnarfjarðar

LJÓSIN á jólatrjám frá vinabæjum Hafnarfjarðar verða tendruð á morgun. Dagskráin hefst á Thorsplani kl. 13.15 þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar flytur nokkur lög. Sendiherra Danmerkur Klaus Otto Kappel flytur kveðju og tendrar ljósin á jólatré sem er gjöf frá danska vinabænum Fredriksberg. Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, Valgerður Guðmundsdóttir, flytur ávarp. Sr. Sigurður H. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Jólatrésskemmtun á Eiðistorgi

ÁRLEG jólatrésskemmtun fyrirtækja og verslana við Eiðistorg á Seltjarnarnesi verður haldin laugardaginn 13. desember. Skemmtunin hefst kl. 14 og mun standa til kl. 16. Hljómsveitin Gleðigjafar flytur jólalög og dægurperlur fyrri ára. Auk þess syngja söngvararnir Helga Möller og André Bachmann jólalög. Jógi trúður dansar á línuskautum. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Jólaverslunin hafin í miðborginni

BÍLALEST frá Coca Cola ekur frá Hlemmi og niður í Kvos laugardaginn 13. desember. Bílalestin samanstendur af 5 stórum vörubílum, ljósum prýddum ásamt hjálparsveit skáta og lögreglu sem annast öryggisgæslu ef á þarf að halda. Farþegar með lestinni eru jólasveinar, mörgæs, fíll og ísbjörn, segir í fréttatilkynningu frá Miðborgarsamtökum Reykjavíkur. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð

Júpíter og Satúrnus sjást vel á landinu

TUNGLIÐ og allar helstu pláneturnar sjást um þessar mundir mjög vel á suðlægri breiddargráðu, sunnan Íslands, en á Íslandi sést ágætlega til Júpíters, Satúrnusar og Venus fer einnig að sjást betur. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur segir að birtumagnið í Reykjavík sé til vandræða fyrir stjörnuathuganir og það verði að fara út fyrir bæinn til að rýna í stjörnurnar. Meira
12. desember 1997 | Erlendar fréttir | 159 orð

Kosið í Chile

AUGUSTO Pinochet, hershöfðingi og yfirmaður chileanska heraflans, heilsar yfirmanni kjörstjórnar í Santiago í gær er hann neytti atkvæðisréttar síns í þingkosningum sem fram fóru í landinu. Kosið var til neðri deildar og hluta efri deildar þingsins og átti kjörstjórn í mestu erfiðleikum með að fá nægilega marga til starfa í kosningunum. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 418 orð

Kostnaður við stækkun töluvert meiri en áætlað var

BJARNI Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslenska járnblendifélagsins hf. á Grundartanga, segist ekki gera ráð fyrir að endanleg ákvörðun eigenda verksmiðjunnar um að bæta þriðja ofninum við hjá verksmiðjunni verði tekin fyrr en í febrúar eða mars á næsta ári. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Krossgátubókin komin út

KROSSGÁTUBÓK ársins 1998 er komin út hjá Ó.P.-útgáfunni ehf. Bókin kemur alltaf um miðjan desember ár hvert. Þetta er fimmtánda árið sem bókin kemur út. Krossgátuhöfundar eru þeir Gísli Óskarssonn, Sigtryggur Þórhallsson o.fl. Í bókinni eru krossgátur með ýmsum formum svo og talnagátur. Lausnir er að finna aftast í bókinni. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 24 orð

Kvikmyndasýningar fyrir börn

Kvikmyndasýningar fyrir börn KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru alla sunnudaga kl. 14 í Norræna húsinu. Sunnudaginn 14. desember verður norska fjölskyldumyndin "Reisen til julestjernen" sýnd. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 68 orð

Landspítalinn á veraldarvefinn

HEIMASÍÐA Landspítalans verður formlega opnuð í dag. Um nokkurt skeið hefur bókasafn spítalans verið eina deildin sem hefur verið á vefnum en nú í upphafi verða þær um níu. Efni vefsins verður aðallega af þremur toga: Ýmsar almennar upplýsingar um starfsemi spítalans, Meira
12. desember 1997 | Erlendar fréttir | 443 orð

Leiðtogarnir fordæma hryðjuverk í nafni trúar

ÞRIGGJA daga leiðtogafundi samtaka múslimaríkja, OIC, lauk í Teheran í gær. Í lokayfirlýsingu fundarinns eru hryðjuverk í nafni trúarinnar fordæmd en þó gerður greinarmunur á hryðjuverkum og baráttu undirokaðra þjóða gegn erlendum yfirráðum. Meira
12. desember 1997 | Miðopna | 1428 orð

Lokasennan skilaði Íslendingum árangri

ÝMSAR breytingar, sem gerðar voru á drögum að nýrri bókun við loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna í Kyoto á síðustu stundu, voru í samræmi við áherzlur íslenzkra stjórnvalda. Hafa verður í huga að ýmislegt er óljóst í því samkomulagi, sem fyrir liggur og mörg atriði á eftir að ræða nánar áður en aðildarríki loftslagssamningsins undirrita Kyoto-bókunina. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Lúsíuhátíð í Norræna húsinu

LÚSÍUHÁTÍÐ verður haldin í Norræna húsinu laugardaginn 13. desember kl. 14. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði; Lúsía og þernur hennar syngja sænsk og íslensk jólalög undir stjórn Mariu Cederborg. Þær koma tvisvar fram um daginn, í byrjun dagskrár kl. 14 og aftur kl. 15.30. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Lúsíuhátíð í Norræna húsinu

ÍSLENSK-sænska félagið, sænska félagið á Íslandi og Norræna hússið standa fyrir Lúsíuhátíð í Norræna +húsinu laugardaginn 13. desember kl. 14. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði; Lúsía og þernur hennar syngja sænsk og íslensk jólalög undir stjórn Mariu Cederborg. Þær koma tvisvar fram um daginn, í byrjun dagskrár kl. 14 og aftur kl. 15.30. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 2015 orð

Með því að búa saman upprætum við fordóma

BENGT Lindqvist, umboðsmaður fatlaðra hjá Sameinuðu þjóðunum, sinnir málefnum fatlaðra um allan heim. Hans meginmarkmið er að tryggja fötluðum jafnan aðgang í þjóðfélaginu í samræmi við grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna. "Starf mitt var afrakstur þess að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu grundvallarreglurnar," sagði Lindqvist. Meira
12. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 40 orð

Messur

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju á laugardag, 13. desember kl. 11 og sama dag kl. 13.30 í Grenivíkurkirkju. Kyrrðar- og bænastund verður í Grenivíkurkirkju næstkomandi mánudagskvöld, 15. desember kl. 21. Aðventukvöld verður í Grenivíkurkirkju kl. 20.30 á sunnudagskvöld, 14. desember. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 388 orð

Mikilvægt að dregið skuli úr losun

"Það ánægjulega við niðurstöðuna í Kyoto er að þjóðir heims ná ekki aðeins samkomulagi um að stöðva aukningu á losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið heldur einnig að draga úr losun þeirra," sagði Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins. "En vissulega hefði maður viljað sjá samkomulag um meiri samdrátt í losun efnanna. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Morgunblaðið/RAX

FYRSTI jólasveinninn kom til byggða í nótt og fór víða enda skór í mörgum gluggum. Næstu tólf dagana er von á hinum bræðrum hans og munu þeir trúlega hafa sama háttinn á, stinga einhverju í skó hér og þar, svo framarlega sem börnin hafi verið þæg og góð. Færið var nokkuð misjafnt og víst myndu þeir bræður gjarnan vilja sjá meiri snjó til að auðvelda sér yfirferðina. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 1119 orð

Nefndin fær ekki umbeðnar upplýsingar

DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur sent viðskiptaráðherra bréf þar sem óskað er eftir því að hann beiti sér fyrir því að nefnd, sem vinnur að endurskoðun á skaðabótalögum, fái upplýsingar um tjónakostnað tryggingafélaganna. Nefndin segist ekki hafa fengið þessar upplýsingar og geti m.a. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 206 orð

Ný samtök Skagafjarðarlistans stofnuð

NÚ um nokkurt skeið hafa farið fram viðræður um hvernig best verði staðið að framboðsmálum til nýrrar sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði, segir í fréttatilkynningu frá samráðshópi um Skagafjarðarlistans. Meira
12. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Omnya 6N-0621 í Deiglunni

SÝNINGIN Omnya 6N-0621 verður opnuð í Deiglunni í Kaupvangsstræti á morgun, laugardaginn 13. desember kl. 16, en um er að ræða samsýningu 6 listamanna. Sýningin er tileinkuð samnefndum rússneskum togara sem liggur við Torfunefsbryggju við rætur Listagils en togarinn er eitt af verkum sýningarinnar. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Ókeypis bílastæði á Tjarnarbakkanum

Í JÓLAÖSINNI getur verið gott fyrir borgarbúa að vita um nýju ókeypis bílastæðin í miðbæ Reykjavíkurborgar. Nýjustu stæðin eru á Tjarnarbakkanum og á gangstéttinni á milli Safnaðarheimilis Dómkirkjunnar og Tjarnarskóla annars vegar og Iðnó hinsvegar, segir í fréttatilkynningu. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 328 orð

Raforkunotkun hefur aukist um 8,5% milli ára

RAFORKUNOTKUN á Íslandi var 8,5% meiri í nóvember í ár en í sama mánuði árið 1996. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, munar þar mestu um stækkun álvers Íslenska álfélagsins, en almenn notkun, það er raforkusala Landsvirkjunar til rafveitna í landinu, jókst á sama tíma um 2,7%, sem er meira en spáð var. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Rannsóknarnám verður aukið

FJÁRLAGANEFND Alþingis hefur lagt til að Háskóli Íslands fái 50 milljóna króna viðbótarfjárveitingu á fjárlögum næsta árs en skólinn hafði farið fram á að fá 250 milljónir. Háskólinn hafði beðið um 43 milljónir til aukins rannsóknarnáms. Ákvað nefndin að 35 af 50 milljóna króna fjárveitingu yrði varið til þessa þáttar en 15 milljónum til ritakaupasjóðs. Meira
12. desember 1997 | Erlendar fréttir | 427 orð

Reynt að draga úr líkum á tanksprengingu í þotum

VITNALEIÐSLUR Öryggisstofnunar samgöngumála í Bandaríkjunum (NTSB) beindust í gær að möguleikum á því að koma í veg fyrir flugslys á borð við það er breiðþota bandaríska flugfélagsins TWA fórst með 230 manns 17. júlí 1996. Sprakk hún á flugi skömmu eftir flugtak frá New York í upphafi ferðar til Parísar. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 402 orð

Ríkisútvarpið

FORSETI Bandalags íslenskra listamanna hefur skrifað Birni Bjarnasyni, menntamálaráðherra, eftirfarandi bréf og jafnframt óskað eftir birtingu þess í Morgunblaðinu. "Bandalag íslenskra listmanna hélt aðalfund sinn hinn 29. nóvember sl. Á þeim fundi voru málefni Ríkisútvarpsins mikið til umræðu og það sérstaklega gagnrýnt að ákveðið skuli hafa verið að kosta til nærri 1. Meira
12. desember 1997 | Erlendar fréttir | 290 orð

Sagður eiga einskis úrkosti

FORSETI Suður-Kóreu, Kim Young-sam, axlaði í gær ábyrgðina á efnahagskreppunni í landinu. "Mig skortir orð til þess að biðjast afsökunar," sagði forsetinn í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar. "Öll ábyrgð á þeirri kreppu sem við erum nú í liggur hjá mér sem forseta. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 175 orð

Sendur til Reykjavíkur og aftur til baka

EFTIR að pósthúsi Pósts og síma hf. var lokað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir síðustu áramót hefur allur póstur frá Reykjanesbæ, sem póstlagður er til útlanda, verið sendur til flokkunar í póstmiðstöðinni í Ármúla í Reykjavík og þaðan sendur til flugstöðvarinnar í stað þess að vera sendur beint frá Reykjanesbæ til flugstöðvarinnar eins og áður. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Sjónvarpið flytji ekki í Efstaleiti

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna: "Um leið og stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hvetur menntamálaráðuneytið til að endurskoða þá ákvörðun sína að verja hundruðum milljóna króna til að flytja Ríkissjónvarpið frá Laugavegi í Efstaleiti, ítrekar hún þá kröfu sína að stofnunin verði seld hið snarasta. Meira
12. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 77 orð

Skrifað undir styrktarsamning

BÚNAÐARBANKINN á Akureyri hefur skrifað undir styrktarsamning við Íþróttafélagið Þór. Styrkurinn er veittur í tengslum við endurskipulagningu á fjárhag félagsins og gerð skuldaskilasamninga við aðra lánardrottna, bæði fyrirtæki, stofnanir (aðrar en ríkisstofnanir) og einstaklinga. Ásgrímur Hilmisson, útibússtjóri Búnaðarbankans, t.v. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 189 orð

Styrkveitingar Félags íslenskra háskólakvenna

FÉLAG íslenskra háskólakvenna hefur veitt árlega einn styrk til konu á lokastigi framhaldsnáms. Í ár veitti félagið þrjá slíka styrki að upphæð 100.000 kr. til hvers styrkþega. Styrkirnir voru veittir 10. október sl. í Norræna húsinu á fyrsta fundi félagsins í haust en þar lék Snorri Sigfús Birgisson, tónskáld og píanóleikari, verk eftir sjálfan sig. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 274 orð

Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi

HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær 22 ára mann af ákæru um manndráp af gáleysi, en sakfelldi hann fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis. Hann var dæmdur til að greiða 50 þúsund króna sekt og sviptur ökuleyfi í eitt ár. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Sýnir ljósmyndir frá Afríku

SÝNING á ljósmyndum frá Afríku stendur nú yfir í húsnæði KFUM og K við Holtaveg 28 í Reykjavík. Myndirnar tók Lárus Páll Birgisson í ferð til Afríku á liðnu sumri. Sýningin á að standa til 20. janúar og hefur hún fengið nafnið "Nærmynd Afríka". Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Sænskir kjúklingar í Nóatúni

NÓATÚN býður um helgina upp á sænska kjúklinga sem fluttir eru inn til landsins í samvinnu við Búr ehf. Þessi innflutningur er í samræmi við úthlutun á tollkvótum frá Evrópubandalaginu sem kveða á um að ákveðið hlutfall af innlendri framleiðslu skuli flutt inn til landsins. Meira
12. desember 1997 | Miðopna | 578 orð

Sættir tókust eftir næturfund

UM klukkan sjö sl. miðvikudagskvöld að staðartíma í Kyoto (klukkan níu að morgni að íslenskum tíma) kom Raul A. Estrada- Oyuela fram fyrir allsherjarnefndina, sem hann veitti forsæti, í fámennum fundarsalnum og tilkynnti að hann hygðist leggja fram tillögu klukkan ellefu. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 163 orð

Teikningum af húsum á Akranesi

GUÐJÓN Ólafsson, myndlistarmaður, hefur opnað sýningu á 70 teikningum af húsum á Akranesi sem hann teiknaði á þessu ári. Myndirnar eru af húsum gömlum og nýjum og eru sum þeirra ekki til lengur og sumum hefur verið breytt nokkuð. Guðjón Ólafsson er 62 ára gamall Vestmannaeyingur. Hann stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum veturinn 1955­57. Meira
12. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 262 orð

Tilboði Slippstöðvarinnar verði tekið

ODDUR Halldórsson fulltrúi Framsóknarflokks í bæjarstjórn Akureyra lagði á fundi bæjarráðs í gær fram tillögu um að skorað verði á ríkisstjórn Íslands að leita allra leiða til að verkefni við smíði nýs rannsóknarskips fyrir Hafrannsóknastofnun fari ekki út fyrir landsteinana, heldur verði tilboði Slippstöðvarinnar á Akureyri tekið. Meira
12. desember 1997 | Miðopna | 817 orð

Tímamótasamningur en ágreiningsefnin bíða

FYRSTI samningur sögunnar um aðgerðir til að draga úr upphitun lofthjúps jarðar leit dagsins ljós í gær, eftir að fulltrúar yfir 160 ríkja höfðu setið nær þrotlaust á rökstólum um málið í ellefu daga í Kyoto í Japan. Síðasti samningafundurinn varði stanzlaust í heilan sólarhring. Meira
12. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 135 orð

Unglingaheimilum gefnar tölvur

FULLTRÚAR Félags íslenskra fíkniefnalögreglumanna færðu íbúum á Varpholti, meðferðarheimili fyrir unglinga, tölvu ásamt tilheyrandi búnaði og áskrift að Netinu í hálft ár. Þeir komu einnig færandi hendi að heimilinu Árbót í Aðaldal, sem einnig er fyrir unglinga en það eignaðist einnig nýja tölvu og búnað í gær. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 390 orð

Vill launa lífgjöf með söfnun

ÁSGEIR Sigurðsson lá milli heims og helju eftir að hafa fengið blóðtappa í sumar og hét því þá að lifði hann af myndi hann sýna þakklæti sitt með einhverjum hætti. Nú hefur hann ákveðið að selja jólaskraut, sem hann lætur búa til, og nota ágóðann til styrktar Rauða krossinum og hjartadeild Landspítalans. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 90 orð

Ys og þys á pósthúsum

NÓG hefur verið að gera á pósthúsum landsins nú í desember, enda margir sem þurfa að koma bréfum og bögglum til ættingja um allt land eða í útlöndum. Í pósthúsinu í Kringlunni var ys og þys þegar ljósmyndari stakk þar inn linsu. Enginn formlegur skilatími er á jólapóstinum innanlands, en bréfapósti til Norðurlandanna þarf að skila fyrir 18. Meira
12. desember 1997 | Innlendar fréttir | 184 orð

Þátttaka ríkis verði aukin

JÓHANNA Sigurðardóttir, Guðmundur Árni Stefánsson og Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmenn Þingflokks jafnaðarmanna vilja að þátttaka ríkisins í gleraugnakostnaði einstaklinga yngri en 18 ára verði aukin. Þeir hafa nú lagt fram frumvarp til laga þess efnis á Alþingi. Einnig er í frumvarpinu lagt til að nafn Þjónustu- og endurhæfingarstöðvar sjónskertra verði breytt í nafnið Sjónstöð Íslands. Meira
12. desember 1997 | Erlendar fréttir | 547 orð

Örlagaríkar ákvarðanir á dagskránni

VERA kann að eitt örlagaríkasta hálfs árs skeiðið í sögu Evrópusambandsins (ESB) hefjist í dag þegar leiðtogar aðildarríkjanna fimmtán koma saman í Lúxemborg til þess meðal annars að taka ákvörðun um það hvaða ríki í Mið- og Austur-Evrópu fá að hefja viðræður um aðild að sambandinu á næsta ári og um það hvernig nánar skuli standa að stofnun Efnahags- og myntbandalagsins, EMU. Meira

Ritstjórnargreinar

12. desember 1997 | Staksteinar | 353 orð

»Langþráð réttarbót UMBOÐSMAÐUR skattgreiðenda er langþráð réttarbót, segir í Vísbendingu

UMBOÐSMAÐUR skattgreiðenda er langþráð réttarbót, segir í Vísbendingu um þá tillögu Davíðs Oddsonar, forsætisráðherra, að setja slíkt embætti á fót. Forsætisráðherra telur nauðsynlegt, að skattgreiðendur geti leitað til sérstaks umboðsmanns verði þeir fyrir óþarfa hörku eða óbilgirni af hálfu skattyfirvalda. Yfirgangur Meira
12. desember 1997 | Leiðarar | 653 orð

leiðariTÍMAMÓTASAMKOMULAG AMKOMULAGIÐ, sem náðist á rá

leiðariTÍMAMÓTASAMKOMULAG AMKOMULAGIÐ, sem náðist á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kyoto um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda markar tímamót í baráttunni gegn loftmengun og hugsanlegum afleiðingum hennar fyrir veðurfar og lífsskilyrði á jörðinni, svokölluðum gróðurhúsaáhrifum. Meira

Menning

12. desember 1997 | Fólk í fréttum | 785 orð

007 á nýjum tímum

PIERCE Brosnan mætir í annað sinn til leiks sem James Bond í myndinni Tomorrow Never Dies. Eins og jafnan áður á 007 í höggi við stórhættulegan andstæðing og þarf að taka á öllu sínu til þess að forða sjálfum sér og heimsbyggðinni allri frá vísri glötun, sem bíður nái andstæðingurinn sínu fram. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 142 orð

12 milljóna fjárveiting hjá hvoru safnanna

Í YFIRLITI listaverkakaupa Listasafns Íslands sl. 10 ár sem Gallerí Fold gefur út kemur fram að árleg fjárveiting safnsins til kaupa er 12 milljónir króna. Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafnsins, segir ekki rétt að safnið hafi einungis ráðstafað um 6 milljónum á þessu ári, fjárveitingin sé þegar á þrotum og því sé verið að birta gamlar upplýsingar frá safninu. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 520 orð

Að endurvekja stemmningu

"ÞESSARI geislaplötu er ætlað að skila til áheyrenda stemmningunni í Hallgrímskirkju á jólum. Markmiðið er ekki að koma fólki á óvart, heldur að endurvekja stemmningu sem það hefur upplifað," segir Hörður Áskelsson um geislaplötuna Jól í Hallgrímskirkju, þar sem fram koma Mótettukór Hallgrímskirkju, hljómskálakvintettinn, Douglas A. Meira
12. desember 1997 | Bókmenntir | 463 orð

Á ögurstundu

Sextíu menn í lífshættu. Eftir Óttar Sveinsson. Íslenska bókaútgáfan, 1997 - 220 bls. SLYS gera ekki boð á undan sér. Fólkið sem hér lýsir reynslu sinni hefur upplifað baráttu upp á líf og dauða. Bókin skiptist í fjóra kafla, þrír fjalla um skipsskaða í ofsaveðri í norðurhöfum í mars sl. Sá fjórði er all ólíkur. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 81 orð

Ballettmyndin "Spartakus" í MÍR

BALLETTKVIKMYNDIN "Spartakus" verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, kl. 15 og verður þetta síðasta sunnudagssýningin á þessu ári. Ballettinn var saminn við tónlist Arams Katsjatúrjans á sjötta áratugnum og frumsýndur í Bolshoj­ leikhúsinu í Moskvu, en kvikmyndin gerð nokkrum árum síðar. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 28 orð

Bókaupplestur á Café 73

BÓKAHÖFUNDARNIR Kristín Ómarsdóttir, Kristjón Kormákur Guðjónsson og Jóhanna Kristjónsdóttir lesa kafla úr bókum sínum, laugardaginn 13. desember kl. 20, á kaffihúsinu Café 73, Laugavegi 73. Meira
12. desember 1997 | Bókmenntir | 888 orð

Eiguleg bók fyrir fluguveiðimenn

eftir Jón Inga Ágústsson, Reykholt 1997. ÚT ER komin bókin Veiðiflugur Íslands eftir Jón Inga Ágústsson, fluguhnýtara og leiðsögumann erlendra stangaveiðimanna. Þetta er mikil bók og á sér nokkurra ára forsögu, en sjálfur er höfundur aðeins rétt yfir tvítugt. Bókin er alfarið stíluð á stangaveiðimenn, einkum og sér í lagi þá sem gaman hafa af fluguveiði og hnýtingum. Meira
12. desember 1997 | Bókmenntir | 441 orð

Ekki er allt sem sýnist

eftir Jónas Baldursson. Myndir: Jónas Baldursson. Bókaútgáfa Jónasar 1997, 132 síður. ÞETTA er önnur bók höfundar um Alla, Aðalstein Sigurðsson, 13 ára gutta. Skóla er að ljúka, en snáðinn horfir með kvíða til sumardaga, því vinur hans, bezti vinur hans, á að sendast til frændfólks í sveit. Hann aleinn eftir! En svo grimm reynast örlög drengnum ekki. Meira
12. desember 1997 | Fólk í fréttum | 137 orð

Elton John brosleitur

POPPSTJARNAN Elton John var brosleitur þegar hann afhenti minningarsjóði Díönu prinsessu ávísun upp á 20 milljónir punda. Er það ágóði af sölu smáskífunnar "Candle in the Wind 1997" sem gefin var út til minningar um hana og er hún þegar orðin söluhæsta smáskífa allra tíma. Meira
12. desember 1997 | Bókmenntir | 690 orð

Farsæll flugmaður

eftir Jónas Jónasson. 200 bls. Skjaldborg. Prentun: Grafik hf. Reykjavík, 1997. Verð kr. 3.480. Á TITILSÍÐU stendur að þetta sé lítil flugsaga að vestan. Mun hún að mestu byggð á frásögn og endurminningum Harðar Guðmundssonar flugmanns sem stofnaði og starfrækti flugþjónustuna Erni um margra ára skeið. Meira
12. desember 1997 | Myndlist | 395 orð

Flækt í vef táknanna

Opið 15­18 alla daga nema mánudaga og þriðjudaga. Sýningin stendur til 14. desember. ÞEGAR kviknar á umferðarljósunum á morgun verða þau blá, söng Jimi Hendrix einu sinni og orðin túlka sterkan byltingaranda, einmitt vegna þess að táknheimurinn sem við búum við er svo ótrúlega fastákveðinn. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 76 orð

Frændkórinn í Hveragerðiskirkju

FRÆNDKÓRINN, afkomendur Jóns Gíslasonar og Þórunnar Pálsdóttur frá Norðurhjáleigu í Álftaveri, heldur jólatónleika í Hveragerðiskirkju föstudaginn 12. desember kl. 20.30. Kórfélagar eru 25 og búa á Suðurlandi, frá Landeyjum til Reykjavíkur og nágrennis. Í efnisskránni eru íslensk og erlend lög sem tilheyra jólum og aðventu. Meira
12. desember 1997 | Bókmenntir | 330 orð

Fyrst og fremst fugl

eftir Susannah Leigh og Brendu Haw; Harald Sonesson; Mats Wånblad og Per Gustavsson SVO SEM ráða má af nafni fyrstu bókarinnar, Leitinni að fjársjóðnum, fjallar hún um leit að fjársjóði, nokkuð sem vekur örugglega áhuga barna. Þessi bók hefur þá sérstöðu að á hverri opnu er þraut sem börnunum er ætlað að leysa og vekur það auðvitað enn frekari áhuga þeirra. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 121 orð

Fær norsku Ryvarden verðlaunin

MYNDLISTARKONAN Kristín Þorkelsdóttir hefur verið valin úr hópi 18 umsækjenda um Ryvarden- verðlaun Sveio bæjar í Vestur-Noregi. Styrkveiting menningarmiðstöðvarinnar Ryvarden var fyrst veitt árið 1993 og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur listamaður verður fyrir valinu. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 40 orð

Gallerí Barmur á Gráa kettinum

SÝNINGIN í Gallerí Barmi í desember verður í formi dreifibréfs. Höfundur sýningarinnar er Ráðhildur Ingadóttir, og er Margrét Blöndal berandi gallerísins. Fyrstu bréfunum verður dreift á Gráa Kettinum við Hverfisgötu á kl. 16­18 laugardaginn 13. desember. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 79 orð

Gallerí Ísland í Ósló

NÝTT gallerí, Gallerí Ísland, verður opnað í Ósló föstudaginn 12. desember. Galleríið er til húsa í gamalli byggingu við Youngstorgið í hjarta borgarinnar og mun einkum verða sýnd list eftir íslenska listamenn. Eigandi og umsjónarmaður gallerísins er Hjördís Figenschou. Opnunarsýningin er á vatnslitamyndum eftir Hjörleif Sigurðsson. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 97 orð

Gloria eftir Vivaldi í Hafnarfjarðarkirkju

KÓR Hafnarfjarðarkirkju flytur Gloriu eftir Vivaldi á jólavöku sunnudaginn 14. desember kl. 20.30. Stjórnandi er Natalía Chow. Gloria er sjálfstætt verk, en ekki gloriu­þáttur úr messu. Verkið samanstendur af 12 sjálfstæðum þáttum. Hvað stíl verksins varðar þá líkist það mjög lítilli messu. Margir þáttanna eru með strengja­ og continuo undirleik (orgel). Meira
12. desember 1997 | Fólk í fréttum | 214 orð

Heimsfrumsýning á Íslandi NÝJASTA James Bond myndin "Tomorrow Never Dies" var heimsfrumsýnd í Sambíóunum Álfabakka á þriðjudag

NÝJASTA James Bond myndin "Tomorrow Never Dies" var heimsfrumsýnd í Sambíóunum Álfabakka á þriðjudag eða á sama tíma og í London. Stefán Hilmarsson flutti lag af nýju plötunni og einnig gamla Bond-lagið "For Your Eyes Only". Ráðgert hafði verið að Sigríður Beinteinsdóttir flytti lagið í útsetningu Mána Svavarssonar, en hún forfallaðist á síðustu stundu. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 524 orð

Hlýtur óperuverðlaun í Skotlandi

BARÍTONSÖNGVARINN Ólafur Kjartan Sigurðarson, sem stundar nám við óperudeild Royal Scottish Academy of Music and Drama (RSAMD) í Glasgow, hlaut á dögunum óperuverðlaun olíufyrirtækisins Texaco. Fór afhendingin fram við hátíðlega athöfn í Duff House í Banff í Skotlandi. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 269 orð

Íslenskar ljósmyndir í Þýskalandi

SÝNING á verkum Emils Þórs Sigurðssonar ljósmyndara stendur nú yfir í ráðhúsinu í Abstatt í Suður- Þýskalandi. Á sýningunni eru 42 landslagsmyndir frá Íslandi, sumar hverjar teknar úr lofti. Sýningin var sett upp í september síðastliðnum að frumkvæði Rúnars Emilssonar, skólastjóra tónlistarskólans í Abstatt, sem er um fjögur þúsund manna byggðarlag, ekki langt frá Stuttgart. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 291 orð

Jólatónleikar skólanna

JÓLATÓNLEIKAR Tónlistarskóla Kópavogs hefjast í Kópavogskirkju laugardaginn 13. desember kl. 11, og hefur forskóladeildin leikinn. Mánudaginn 15. desember kl. 18 verða tónleikar í Hjallakirkju. Fimmtudaginn 18. desember kl. 18 leika strengjasveitirnar aðalhlutverkið í Hjallakirkju. Föstudaginn 19. desember kl. 18 verða tónleikar í tónleikasal skólans Hamraborg 11. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 60 orð

Jólavaka í Hlégarði

JÓLAVAKA Karlakórsins Stefnis og Leikfélags Mosfellsbæjar verður haldin í Hlégarði sunnudaginn 14. desember kl. 17, og á að endurvekja þennan gamla sið sem viðhafður var til margra ára í Mosfellssveit og síðar Mosfellsbæ. Meira
12. desember 1997 | Fólk í fréttum | 349 orð

Listafólk heiðrað

HEIÐURSÞEGUM Kennedy-miðstöðvarinnar fyrir árið 1997 var haldin vegleg veisla um síðustu helgi þar sem helstu frammámenn Bandaríkjanna samglöddust listafólkinu. Að þessu sinni voru það tónlistarmaðurinn Bob Dylan, leikarinn Charlton Heston, leikkonan Lauren Bacall, óperusöngkonan Jessye Norman og dansarinn Edward Vilella sem voru útnefnd heiðurshafar. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 133 orð

Listamenn segja frá verkum sínum

Á SÝNINGUNNI "Aðföng 1997" á Kjarvalsstöðum hefur undanfarnar tvær vikur verið boðið upp á stutta kynningu eða leiðsögn undir yfirskriftinni "skyndikynni við listamenn". Fjallað er um eitt verk á dag og eru það listamenn sem tala um eigin verk. Næstkomandi sunnudag, 14. desember kl. 16, munu listamenn sem tekið hafa þátt í "skyndikynnunum" vera þátttakendur í almennri leiðsögn um sýningar Meira
12. desember 1997 | Fólk í fréttum | 194 orð

Missti sveindóminn á hóruhúsi

JAMES Bond rithöfundarins Ians Flemings fæddist árið 1924 í þýska bænum Wattenscheid sem er í nánd við Essen. Fleming hélt því engu að síður fram að leyniþjónustumaðurinn ætti alltaf að vera 36 ára. Faðir 007 hét Andrew Bond og var skoskur. Hann studdi nasista á laun og var vopnasölumaður í Þýskalandi. Móðir hans Minique Delacroix var frá Sviss. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 67 orð

Myndlistarsýning hjá Ófeigi

NÚ stendur yfir sýning Páls S. Pálssonar myndlistarmanns hjá Ófeigi, listmunahúsi, Skólavörðustíg 5 og er þetta hans 17. einkasýning. Páll sýndi síðast á Íslandi árið 1990 en hann hefur unnið að list sinni í Noregi. Í myndum sínum fjallar hann aðallega um manneskjuna og hennar nánasta umhverfi og eru myndirnar unnar með blandaðri tækni. Meira
12. desember 1997 | Bókmenntir | 589 orð

Myndskreytt Laxnessljóð

Halldór Laxness og ýmsir listamenn. Vaka-Helgafell. KVÆÐAKVER Halldórs Laxness hefur komið þrisvar út og í hvert skipti verið bætt í það ljóðum, nýjum ljóðum eða ljóðum sem tekin voru úr leikritum og öðrum verkum hans. Mörg þessara ljóða eru ákaflega vel þekkt þótt önnur ­ og jafnvel sum þeirra bestu ­ séu langt frá því að vera á hvers manns vörum. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 94 orð

Námskeið í barokktónlist

TÓNLISTARSKÓLI Kópavogs og Tónlistarskólinn í Reykjavík halda sameiginlegt námskeið laugardaginn 13. desember, þar sem fjallað verður um túlkun og skreytilist í franskri og þýskri barokktónlist. Námskeiðið verður haldið í "Stekk", húsnæði Tónlistarskólans í Reykjavík, Laugavegi 178, kl. 13­15. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 72 orð

Norsk kvikmynd í Norræna húsinu KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Nú á sunnudag verður sýnd norsk fjölskyldumynd, Reisen til julestjernen. Á jólanótt er Gullintoppa prinsessa lokkuð af frænda sínum, sem er grimmur og undirförull greifi, út í skóg að leita að jólastjörnunni. Árin líða og ekkert spyrst til prinsessunnar. Meira
12. desember 1997 | Bókmenntir | 288 orð

Nýjar bækur BLÁ nótt fram í rauða

BLÁ nótt fram í rauða bítið er eftir Helga Ingólfsson. Helgi Ingólfsson sendi í fyrra frá sér skáldsöguna Andsælis af svipuðum toga, en þetta er þriðja bók höfundar. Meira
12. desember 1997 | Bókmenntir | 78 orð

Nýjar bækur HULDULANDIÐ

HULDULANDIÐ er eftir Vigfús Björnsson. Í bókinni eru náttúrulýsingar, þjóðleg fræði, leiðsögn, sagnir og sögur af skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. Auk höfundar skrifa í bókina Erlingur Arnórsson, leiðsögn um Flateyjardalsheiði, Flateyjardal og Flatey. Hlöðver P. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 29 orð

Opin vinnustofa á Laugavegi 23

Opin vinnustofa á Laugavegi 23 HELGA Magnúsdóttir listmálari mun opna vinnustofu sína alla eftirmiðdaga og lengur um helgar, fram að jólum. Þar verða til sýnis og sölu vatnslitaverk og olíumálverk. Meira
12. desember 1997 | Bókmenntir | 343 orð

Orð konunga BÆKUR

í samantekt Philips Law. Biblían, Hið íslenska Biblíufélag íslenskaði. Inngang ritaði Sigurður Pálsson. Útgefandi er Skálholtsútgáfan. Hvor bók er 48 bls., innbundin. Leiðbeinandi verð hvorrar bókar um sig er 690 kr. Meira
12. desember 1997 | Fólk í fréttum | 135 orð

Pitt kominn með nýja

BRAD Pitt er kominn með nýja stúlku upp á arminn fimm mánuðum eftir að hann sleit samvistum við Gwyneth Paltrow. Sú heppna heitir Katja von Garnier og er 31 árs leikstjóri frá Þýskalandi. Nýjasta mynd hennar nefnist "Bandits" og fjallar hún um fjórar stúlkur í fangelsi sem stofna rokksveit og strjúka í framhaldi af því. Meira
12. desember 1997 | Myndlist | 1233 orð

Pússað og penslað

Til 14. desember. Aðgangur ókeypis. ÞEGAR gengið er inn í neðri sal Nýlistasafnsins þá blasa við tólf pör af skóm sem er snyrtilega raðað upp við vegg. Skórnir eru vandlega skornir úr tré, litaðir og fægðir, þannig að glansar af þeim. Verkið heitir "Staðgenglar", eftir Guðjón Ketilsson. Þeir hlutir sem Guðjón sker út eru yfirleitt hversdagslegir og auðþekkjanlegir. Meira
12. desember 1997 | Bókmenntir | 994 orð

Sál aldamótakonunnar

eftir Kate Chopin. Jón Karl Helgason þýddi. Bjartur 1997. 152 bls. Á GULLÖLD borgarastéttarinnar, á tímabilinu 1880­1914 þegar vestræn ríki þekktu hvorki hömlur á viðskipti né verðbólgu en belgdust út dag hvern af lífssafanum sem þau soguðu til sín úr nýlendum sínum, Meira
12. desember 1997 | Bókmenntir | 314 orð

Séð með augum fjárhirðisins

Höfundur: Bob Hartman. Myndskreyting: Tim Jonke. Þýðandi: Hreinn S. Hákonarson. Útgefandi: Skálholtsútgáfan. Stærð: 32 bls., innbundin. Viðmiðunarverð: 1.190 kr. UNDRIÐ í Betlehem er séð með augum eins fjárhirðanna, konu hans og sonar. Meira
12. desember 1997 | Bókmenntir | 471 orð

Skelfar breytast í engla

eftir Barböru Robinson. Myndir: Judith Gwyn Brown. Þýðing: Jón Daníelsson. Útgefandi: Bókaútgáfan Skjaldborg 1997. 107 síður. ÞEIM ykkar sem lásuð í fyrra "Besta skólaár allra tíma", þarf örugglega ekki að kynna fyrir Hardman-systkinum, svo eftirminnileg eru þau, aðeins segja ykkur, að í þessari bók eru þau enn á för. Meira
12. desember 1997 | Fólk í fréttum | 227 orð

Smersh sett á fót af Stalín

ÚTSENDARAR Smersh, andstæðingar Bonds, voru til í raun og veru. Smersh er stytting á rússneska hugtakinu Smiert Spionam og þýðir njósnaraböðull. Það var deild í KGB sem rekin var af hershöfðingjanum Grubozaboyschikov og voru höfuðstöðvarnar í Moskvu með útsýni yfir Sretenka Ulitsa. Smersh var sett á fót af Stalín og lögð niður af Krushchev. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 162 orð

Syngjandi jól í Hafnarborg

Í HAFNARBORG, menningar­ og listastofnun Hafnarfjarðar, hefst dagskrá sem ber yfirskriftina Syngjandi jól í Hafnarborg og mun flutningur tónlistar standa fram á kvöld. Dagskráin er samvinnuverkefni Hafnarborgar og Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, en Egill Rúnar Friðleifsson hefur annast undirbúning hennar. Tuttugu og tveir kórar og sönghópar, sem í eru alls um 800 meðlimir, flytja tónlist. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 96 orð

Sýning nemenda Kvikmyndaskólans

NÝLOKIÐ er tveggja mánaða námskeiði í kvikmyndagerð í Kvikmyndaskóla Íslands sem starfræktur hefur verið frá árinu 1992. Af því tilefni verður efnt til sýningar á tveimur stuttmyndum eftir nemendur skólans. Sýning myndanna fer fram í Tjarnarbíói föstudaginn 12. desember kl. 18. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 54 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU Toon Michiels lýkur sunnudaginn 14. desember. Galleríið er opið fimmtudag til sunnudag frá kl. 14­18, og eftir samkomulagi. Nýlistasafnið Sýningu Guðjóns Ketilssonar, Kristínar Blöndal, Gunnars Árnasonar og Rúnu Gísladóttur lýkur nú á sunnudag. Þetta eru jafnframt síðustu sýningar ársins í safninu. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14­18. Meira
12. desember 1997 | Bókmenntir | 498 orð

Til skammrar fortíðar

ÞVOTTALAUGARNAR í Laugardal ­ hvað er það? Fyrir okkur sem munum ekki annað en sjálfvirkar og murrandi þvottavélarnar er þessi bók um púl og strit og ótrúlega sögu ótal kvenna sem þurftu að bera þvott sinn á bakinu langa vegu við aðstæður sem virðast tilheyra löngu liðinni fortíð ­ svo órafjarri að engu tali tekur. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 45 orð

Tréristur í Norska húsinu SÝNING Láru Gunnarsdóttur myndlistarmann

SÝNING Láru Gunnarsdóttur myndlistarmanns var opnuð laugardaginn 6. desember sl. í Norska húsinu í Stykkishólmi. Á sýningunni eru myndir ristar í tré og málaðar. Í kynningu segir: "Margir kannast við tréfígúrur Láru en hér beitir hún skurðtækni og málningu með eftirtektarverðum hætti. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 172 orð

"Um lífsins helgidóm"

KAMMERSVEIT Reykjavíkur heldur jólatónleika í Áskirkju sunnudaginn 14. desember kl. 17. Á tónleikunum verða flutt verk þriggja meistara barokktímans, samtímamannanna Telemanns, Geminianis og Bachs. Eftir Georg Philipp Telemann verður fluttir tveir konsertar, konsert nr. 1 í D­dúr fyrir trompet og kammersveit og konsert í D­dúr fyrir fiðlu, trompet og kammersveit. Meira
12. desember 1997 | Bókmenntir | 117 orð

UM skáldskaparlistina ­ Aristóteles

UM skáldskaparlistina ­ Aristóteles í þýðingu Kristjáns Árnasonar, sem einnig ritar inngang. Bókin er endurútgefin. Aristóteles, lærisveinn Platons, telst einhver áhrifamesti heimspekingur sögunnar og liggja eftir hann rit á fjölmörgum sviðum. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 36 orð

Upplestur í Listaskálanum

SKÁLDKONURNAR Didda, Elín Ebba Gunnarsdóttir, Friðrika Benónýs, Kristín Marja Baldursdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Vilborg Davíðsdóttir og Þórunn Valdimarsdóttir lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum í Listaskálanum í Hveragerði sunnudaginn 14. desember kl. 15. Meira
12. desember 1997 | Bókmenntir | 846 orð

Úr læðingi

eftir Jón Kalman Stefánsson. Bókaútgáfan Bjartur, Reykjavík 1997. 177 bls. SÖGUMAÐUR í smásagnasafni Jóns Kalmans Stefánssonar, Skurðir í rigningu (1996), spyr "knýjandi spurninga" í upphafi bókar: "Til hvers að skrifa um íslenska sveit á ofanverðri tuttugustu öld, þegar borgir þenjast út, Meira
12. desember 1997 | Bókmenntir | 469 orð

Útfyrir heimahlaðið

Höfundur: Anne Millard. Ráðgjafi: George Hart. Ritstjórn: Molly Perham. Hönnun: John Jamieson. Umsjón myndefnis: Valerie Wright og Su Alexander. Þýðing: Haraldur Dean Nelson. Útgefandi: Mál og menning, 1997, 64 síður. Meira
12. desember 1997 | Fólk í fréttum | 64 orð

Varúlfurinn kominn til Parísar

Varúlfurinn kominn til Parísar FRANSKI leikarinn Pierre Cosso stillir sér upp með "Elviru" á frumsýningu myndarinnar "An American Werewolf in Paris" sem fór fram í Hollywood fyrr í vikunni. Eins og kunnugt er sló myndin "An American Werewolf in London" í gegn fyrir allnokkru. Meira
12. desember 1997 | Fólk í fréttum | 145 orð

Versace á Metropolitansafninu

BÚNINGADEILD Metropolitan-safnsins í New York opnaði í vikunni sýningu til heiðurs fatahönnuðinum Gianni Versace sem lést í sumar. Í kynningu safnsins er Versace sagður hafa sameinað á einstakan hátt hina tvo heima hátískunnar og tískustrauma alþýðunnar. Sýningunni er ætlað að kynna þann innblástur og það tilraunastarf sem einkenndi hönnun Versace. Meira
12. desember 1997 | Menningarlíf | 700 orð

Vesturfarar í villta vestrinu

NÝJA Ísland eftir Guðjón Arngrímsson lýsir örlögum vesturfaranna frá því að fyrsti hópurinn lagði af stað frá Íslandi árið 1873 og framundir fyrri heimsstyrjöldina árið 1914. Bókin hefur að geyma fjölda ljósmynda sem aldrei hafa komið fyrir almenningssjónir. Meira
12. desember 1997 | Bókmenntir | 497 orð

Þátíð og nútíð

eftir Nicholas Sparks. Þýðandi Sigríður Halldórsdóttir, þýðandi bundins máls Þrándur Thoroddsen. Vaka- Helgafell 1997 ­ 190 bls. ÁSTARSÖGUR eru hefðbundið skáldsagnarform. Í þeim flestum eru tveir karlar að keppa um hylli sömu konunnar og hún þarf að velja á milli. Meira
12. desember 1997 | Bókmenntir | 308 orð

Þreyta?

eftir Sören Olsson og Anders Jacobsson í þýðingu Jóns Daníelssonar. Myndir: Sören Olsson. Bókaútgáfan Skjaldborg 1997 ­ 148 síður. TELJIST mér rétt, þá er þetta sjötta bókin um Svan, og bendir slíkt til, að höfundum þyki efnið snjallt og útgefendum líka. Hér segir af 10 ára snáða, hugmyndaríkum hrekkjalómi, sprelli hans ­ tilburðum til þess að sýnast maður. Meira
12. desember 1997 | Fólk í fréttum | 509 orð

(fyrirsögn vantar)

Sjónvarpið22.05 Tveir úrvalsleikarar bera uppi vímuvandadramatík í bandarísku bíómyndinni Úr viðjum vímunnar (Clean And Sober, 1988).Uppinn Michael Keaton vaknar úr vímunni upp við vondan raunveruleika og fer smátt og smátt og treglega að taka sig saman í andlitinu með aðstoð meðferðarfulltrúans Morgans Freeman, Meira

Umræðan

12. desember 1997 | Aðsent efni | 1073 orð

Bætt samkeppnisstaða rannsókna og þróunarstarfsemi

FYRIR skemmstu gerði Baldur Pétursson viðskiptafræðingur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu í athyglisverðu viðtali hér í Morgunblaðinu grein fyrir úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á samkeppnishæfni þjóða. Fjallaði Baldur um úttekt sem birtist nú nýlega í árbók OECD fyrir árið 1997 (World Competitive Yearbook). Meira
12. desember 1997 | Aðsent efni | 1944 orð

BÖRN OG UNGLINGAR Í HEIMI ALNÆMIS

ÞEGAR horft er út í hinn stóra heim er ástand mála hjá HIV-smituðum uggvænlegt. Bara í fyrra höfðu tæplega 3 milljónir barna smitast af alnæmisveirunni og 27 milljónir fullorðinna. Helmingur þessara barna er látinn og hinna fullorðnu. Á hverjum degi smitast um 1000 börn og 7.500 fullorðnir, en tæplega helmingur þeirra er konur. Talið er að þessar tölur geti verið mun hærri. Meira
12. desember 1997 | Aðsent efni | 1101 orð

Fáskrúðsfjörður ­ einn blómlegasti bær á Íslandi!

ÞESSI orð sagði framkvæmdastjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga í október í fyrra er hann tilkynnti undirrituðum og áhöfn hans að búið væri að selja Hoffell SU-80 til Namibíu. Það var ekkert annað en innantómt gjálfur, enda kom það fljótt í ljós því skipið lá í reiðileysi við bryggju í Reykjavík í fimm mánuði eftir að það kom þangað til afhendingar. Meira
12. desember 1997 | Aðsent efni | 2107 orð

FISKVEIÐISTEFNAN

MARGT hefur verið talað og ritað um "kvótakerfið" í Íslenskum sjávarútvegi síðan það var tekið upp og sýnist sitt hverjum, eins og vænta mátti, en eitt er víst, að þeir sem fengu á sínum tíma úthlutað leyfi til þess að nýta auðlind þjóðarinnar eins og þeir nánast vildu eru þessu kerfi mjög hlynntir og segja það það besta sem völ er á en aftur á móti þeir sem ekki njóta þeirra forréttinda að fá Meira
12. desember 1997 | Aðsent efni | 445 orð

Mikilvægur fundur!

VIÐ í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) höfum undanfarin tvö ár verið að leita að nýju húsnæði fyrir starfsemi félagsins. Starfsemin hefur farið sífellt vaxandi og skapast oft vandræði og leiðindi þegar húsnæði er ekki fyrir hendi fyrir hið víðtæka félagsstarf sem þarf að fara fram á þeim tíma sem hentar öllu því fólki sem vinnur sjálfboðaliðastarf í þágu félagsins. Meira
12. desember 1997 | Aðsent efni | 806 orð

Náttúruleg læknisfræði

NÁTTÚRULEG lækning hefur síðustu misseri verið töluvert í þjóðfélagsumræðunni. Finnst mér það nokkuð ríkjandi skoðun meðal félaga minna í læknastétt að dæma allt skottulækningar sem fellur ekki að því sem þeir hafa lært í námi sínu og hefur fengið löggildingu opinberra aðila sem einhvers konar stóri sannleikur fagsins. Meira
12. desember 1997 | Aðsent efni | 656 orð

R fyrir ræflarokk?

HUNDRAÐ ár eru nú liðin síðan franski rithöfundurinn Zola tók sér penna í hönd og mótmælti gyðingahatri, múgsefjun og ofsóknum er beindust m.a. gegn einum saklausum manni í formi lífstíðarfangelsisdóms fyrir landráð. Zola skrifaði sjálfum forseta lýðveldisins opið mótmælabréf á forsíðu dagblaðsins "L'Aurore" undir yfirskriftinni "Ég ákæri... Meira
12. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 111 orð

Sjómannaskólinn og Vélskólinn! Jens Hinrikssyni: Hvað halda þingmenn eða ráðherrar að þeir geti gert í umboði þeirra sem kusu

Hvað halda þingmenn eða ráðherrar að þeir geti gert í umboði þeirra sem kusu þá, en munu ekki gera aftur? Haustið 1945 fórum við í Vélskólann í lokabekk. Við vorum búnir að vera tvo vetur í gamla skólanum á Öldugötu. Meira
12. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 220 orð

Stutt athugasemd við ritdóm

VENJULEGA mun ritdómum ekki vera svarað. Má því teljast í meira lagi óvenjulegt, að ég dirfist að gera smá athugasemd við dóm um bók mína "Í fjórum línum III", eftir Sigurjón Björnsson, fyrrum prófessor, er birtist í Morgunblaðinu 5. desember sl. Margt er þarna sjálfsagt rétt sagt, og verður því sjálfsagt ekki hnekkt. Meira
12. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 526 orð

Veitingastaðir og krár

SÍÐAN glæsilegir og rúmgóðir dansstaðir viku fyrir reykmettuðm og þröngum krám, sem orðið er yfirþyrmandi mikið af, sýnist nokkuð ljóst að ráðsmenn þessara staða eru ekki þeir hugmyndaauðugustu. Undarlegt að menn skuli hafa tekið svo ólánlegri breytingu. Kannski veldur nokkru, að fólk kemst án greiðslu yfir þröskuld kránna, þar sem okrið tekur því svo opnum örmum. Einn staður selur reyndar inn. Meira
12. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 507 orð

Þrýstihópur aldraðra

ELDRI borgarar hafa undanfarið látið mikið að sér kveða og gera nú kröfur um stærri sneið af kökunni sem þjóðarbúið hefur til úthlutunar. Þrýstihópar eru að verða áberandi í íslensku samfélagi. Þeir gera kröfu til hærri launa og meiri þjónustu frá því opinbera án þess að koma með tillögur um hvar eigi að fá fjármagnið sem til þarf. Meira

Minningargreinar

12. desember 1997 | Minningargreinar | 323 orð

Ásthildur Pétursdóttir

"Til þess að geta glatt aðra verður maður að vera glaður sjálfur," var viðkvæði Ásthildar Pétursdóttur samstarfsmanns okkar til fjölda ára. Þetta viðhorf hennar gekk eins og rauður þráður í gegnum líf hennar og smitaði út frá sér alls staðar þar sem hún kom. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 292 orð

Ásthildur Pétursdóttir

Það var dimmt yfir götunni okkar á Seltjarnarnesi í janúar síðastliðinn þegar nágranni okkar og vinur Ásthildur Pétursdóttir veiktist. Það birti aftur er voraði bæði á himni og í hugum. Við báðum góðan Guð að gefa Ásthildi heilsu aftur til þess að gleði, bros og hlátur myndi fylla umhverfið um leið og sólin sendi hlýju sumarsins til okkar. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 213 orð

Ásthildur Pétursdóttir

Mig langar til að minnast Ásthildar, móður æskuvinkonu minnar, Margrétar. Ásthildur opnaði heimili sitt fyrir mér þegar ég var barn og unglingur. Á hennar heimili var alltaf gott að koma. Húsmóðirin létt og kát. Maður var velkominn hvort sem var í mat eða kaffi, stutta dvöl eða næturgistingu. Þar var notalegt að vera. Það var gott að spjalla við Ásthildi eða bara horfa á hana við heimilisstörfin. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 210 orð

Ásthildur Pétursdóttir

Ég get ekki látið hjá líða að skrifa nokkrar hugleiðingar og kveðja vinkonu mína Ásthildi Pétursdóttur, sem í dag er kvödd hinstu kveðju. Það var það síðasta sem mér datt í hug, að hún ætti svo stutt eftir þegar hún kom í herbergið til mín á Reykjalundi falleg, glæsileg, vel klædd, hressileg og um fram allt kát. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 439 orð

Ásthildur Pétursdóttir

Hún brá jafnan birtu á umhverfi sitt, mágkonan mín kæra, Ásthildur Pétursdóttir. Stórar eðliseinkunnir hennar voru glaðværð, bjartsýni, hugmyndaríki, dugnaður og framkvæmdagleði, ­ ástríki. Náin samfylgd í áratugi skilur eftir margar minningar. Heimili þeirra Ásthildar og Páls Þorlákssonar vinar míns á Fífuhvammsvegi í Kópavogi var rómað fyrir rausn. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 138 orð

Ásthildur Pétursdóttir

Desember, jólamánuðurinn er kominn. Ásthildur Pétursdóttir, jólabarnið mikla, hefur kvatt. Ýmsum er það gefið að vera gleðigjafar og það var Ásthildur, vinkona mín, svo sannarlega. Henni tókst að klæða hversdagsleikann hátíðarbúningi með nærverunni einni. Ekkert var það sem henni virtist svo leiðinlegt að ekki sæi hún eitthvað skemmtilegt við það líka. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 290 orð

Ásthildur Pétursdóttir

Ásthildur Pétursdóttir er látin 63 ára, hún sem geislaði af lífsorku, naut þess að vera til og hafði ánægju af starfi sínu sem fararsjóri í sólarlandaferðum aldraðra. Á árunum sem ég kynntist Ásthildi var hún í stjórn sjálfstæðiskvennafélagsins Eddu í Kópavogi og bæjarstjórnarfulltrúi. Ásthildur var mikil félagsmálakona og koma víða við á þeim vettvangi. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 646 orð

Ásthildur Pétursdóttir

Ásthildur æskuvinkona mín er látin. Við vorum rétt fimm ára þegar leiðir okkar lágu fyrst saman. Það var mikill fengur að eignast hana sem vinkonu. Hún var full af lífsorku og gleði, áræðin og hugrökk, fljót að taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Hún hafði afar sterka útgeislun. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 432 orð

Ásthildur Pétursdóttir

Ásthildur Pétursdóttir lést þann 4. desember sl. eftir nærri árslöng þungbær veikindi. Við hjónin kynntumst Ásthildi fljótlega eftir að við fluttum í Kópavoginn 1967. Með okkur tókst mikil vinátta, sem stendur ævilangt. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 572 orð

Ásthildur Pétursdóttir

Á ferð í gegnum lífið verða á vegi okkar ólíkir einstaklingar. Einstaklingar, sem renna fram hjá í dagsins önn eða verða samferðamenn. Einstaklingar, sem hafa misjafnlega mikil áhrif á okkur. Hinu undarlega ferðalagi tilverunnar lýsir skáldið Tómas Guðmundsson vel í kvæðinu Hótel Jörð, "því það er svo misjafnt, sem mennirnir leita að, og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 285 orð

Ásthildur Pétursdóttir

Ljúfar minningar streyma gegnum hugann þegar minnst er samfylgdar við Ástu. Kærasta og síðar eiginkona elsta bróðurins auðgaði óneitanlega líf yngri bræðranna á Grettisgötu 6. Þar hófu þau Palli búskap og sonurinn Björgvin fæddist þar árið 1955. Ásta varð snemma ímynd fegurðar og glaðværðar, enda kunni hún sannarlega að umgangast fólk með hlýju og jákvæðni. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 28 orð

ÁSTHILDUR PÉTURSDÓTTIR

ÁSTHILDUR PÉTURSDÓTTIR Ásthildur Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 11. júní 1934. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 4. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 11. desember. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 156 orð

Ásthildur Pétursdóttir Í dag kveðjum við vinkonu okkar, Ásthildi Pétur

Í dag kveðjum við vinkonu okkar, Ásthildi Pétursdóttur. Það var fyrir um sjö árum að við kynntumst henni vegna fasteignaviðskipta. Þetta var upphafið af vináttu sem við erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta með henni og síðar vini hennar, Ásgeiri Nikulássyni. Kemur þar margt upp í hugann svo sem útivistarferðir af ýmsu tagi, innanlands og utan, svo og skemmtilegar stundir í heimahúsum. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 179 orð

Ketill Hlíðdal Jónasson

Ekki veit ég hvort það er viðtekin venja þegar setið er hjá sjúkum að spjalla um dægurmál og reyna að dreifa huga þess sem rúmfastur er. Þannig fór þó á með okkur Katli tengdaföður mínum þessa fyrstu daga desembermánaðar, sem ég sat hjá honum í veikindum hans. Meira að segja veðurfar og gróðurhúsalofttegundir bar á góma. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 317 orð

Ketill Hlíðdal Jónasson

Ég var sjö ára þegar ég kynntist Katli og þótt undarlegt megi virðast þá varð hann mjög fljótlega afi minn. Móðir mín hafði látist nokkru áður og faðir minn hafði kynnst nýrri konu, Unni Grétu, dóttur Ketils. Ég eignaðist þannig stjúpmóður og heila fjölskyldu í kaupbæti. Ég man vel hvernig mér leið þegar fundum okkar Ketils bar fyrst saman. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 298 orð

Ketill Hlíðdal Jónasson

Mig langar í örfáum orðum að minnast Ketils afa míns sem nú hefur lokið jarðvist sinni. Ég kynntist honum afa mínum snemma á lífsleiðinni og var það heppinn að fá að búa á sama stað um tíma og njóta leiðbeininga hans um lífið og tilveruna. Mér var það snemma ljóst að hann afi minn var skörungur mikill og mannvinur. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 865 orð

Ketill Hlíðdal Jónasson

Milli Þorvaldsfjalls og Hlíðarfjalls á Vatnsnesi er gróið og grösugt landsvæði er nefnist Hlíðardalur. Á öðrum áratug þessarar aldar var búið á þremur bæjum í dalnum, Hlíð, Tungukoti og Dalkoti. Þá voru um 25­30 manns í dalnum, flest ungt fólk. Þrátt fyrir vegleysur og þægindasnautt líf undi fólk þarna vel hag sínum. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 329 orð

Ketill Hlíðdal Jónasson

Seiglan í þessari kynslóð er alveg ótrúleg. Þegar ég kynntist Katli fyrst vegna vináttu okkar sonar Jónasar Inga fyrir um 17 árum héldu allir að hann væri að syngja sitt síðasta, en hann var þá að koma heim eftir mikla hjartaaðgerð frá London. En það var nú eitthvað annað. Hann gafst nú ekki svo auðveldlega upp. Síðan hefur á ýmsu gengið í heilsufari Ketils en mörg góð tímabil hafa komið á milli. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 551 orð

Ketill Hlíðdal Jónasson

Stöku sinnum deyr fólk sem hefur verið svo snar þáttur í lífsvef manns að nær ógerningur er að kveðja það. Tómt mál að tala um fyrr en maður sjálfur gefur upp öndina. Þannig er því farið um yngsta móðurbróður minn, Ketil Hlíðdal, sem í dag er lagður til hinstu hvílu. Það var alla tíð afar kært með systkinunum og hans góða nærvera tengist mínum fyrstu bernskuminningum. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 198 orð

KETILL HLÍÐDAL JÓNASSON

KETILL HLÍÐDAL JÓNASSON Ketill Hlíðdal Jónasson fæddist á Hlíð, Vatnsnesi, Vestur-Húnavatnssýslu, 4. júlí 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónas Jónasson, bóndi í Hlíð, fæddur 11. júlí 1850, dáinn 13. maí 1925, og Margrét Þorsteinsdóttir, fædd 21. apríl 1874, dáin 15. mars 1965. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 99 orð

Matthildur Kristinsdóttir

Nú er Guð búinn að fá ömmu Mattý til sín. Það var alltaf svo gott að koma til ömmu Mattý og afa Ella í Kópavoginn. Amma Mattý var svo hlý og góð. Við þökkum Guði fyrir samverustundirnar með ömmu okkar. Við vitum að Guð lætur ömmu Mattý líða vel hjá sér. Góði Guð, styrktu afa Ella í sorginni og okkur öll hin í fjölskyldunni. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 316 orð

Matthildur Kristinsdóttir

Elsku Mattý mín, það er ótrúlegt að það séu bara rúm þrjú ár síðan við hittumst fyrst. Við Steindór vorum ekki búin að þekkjast lengi þegar hann fór með mig í heimsókn til ykkar Ella á Álfhólsveginn. Oft er sagt að það sé erfitt að hitta tilvonandi tengdamóður sína í fyrsta sinn. Það átti svo sannarlega ekki við þegar ég hitti þig. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 773 orð

Matthildur Kristinsdóttir

Góð vinkona okkar hjóna, Matthildur Kristinsdóttir, andaðist hinn 3. þessa mánaðar, eftir erfitt veikindastríð um nokkurt skeið. Við kveðjustund sem nú, koma mörg minningabrot upp í hugann frá þeim 50 árum, sem liðin eru frá því okkar kynni hófust. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 117 orð

Matthildur Kristinsdóttir

Elsku amma okkar! Það var svo sárt þegar hringt var í okkur og sagt að þú værir í þann veginn að kveðja þennan heim. En það var gott að vita að þér myndi líða betur á nýja staðnum. Þú varst búin að vera svo lengi veik og þjást mikið. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 205 orð

Matthildur Kristinsdóttir

Elsku amma! Ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur. Ég sit hér í annarri heimsálfu og bíð eftir því að komast heim til þess að fá að kveðja þig í hinsta sinn. Það verður erfitt að kveðja elskulega ömmu sína en ég trúi því að nú sért þú í góðum höndum og að þér líði vel. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 255 orð

Matthildur Kristinsdóttir

Elsku amma. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Mér finnst rosalega sárt að hugsa um að þú sért búin að kveðja þennan heim, en get huggað mig við það að ég á margar góðar minningar úr návist þinni, elsku amma mín. Oft fékk ég að sofa heima hjá þér og afa þegar ég var lítill. Ég man alltaf eftir einu skipti þegar ég var veikur og með hálsbólgu. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 362 orð

MATTHILDUR KRISTINSDÓTTIR

MATTHILDUR KRISTINSDÓTTIR Matthildur Kristinsdóttir var fædd á Brimnesi í Viðvíkursveit í Skagafirði 13. janúar 1924. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, 3. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnhildur Stefanía Sigurðardóttir, f. 19.6. 1898, d. 23.11. 1929, og Kristinn Gunnlaugsson, f. 27.5. 1897, d. 22.2. 1984. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 792 orð

Sigríður Árnadóttir

Allir einstaklingar eru að einhverju leyti sérstakir en Sigríður Árnadóttir var alveg einstök og átti engan sinn líka! Fáar manneskjur hafa haft jafn djúp áhrif á mig og hún Sigga frænka mín. Hún var upplifun öllum þeim sem kynntust henni og umgengust hana. Ég átti því láni að fagna að kynnast Siggu snemma á stuttri ævi hennar. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 280 orð

Sigríður Árnadóttir

Hún Sigga á Sæbrautinni er dáin. Þessi frétt var eitthvað svo ótrúleg að það tók marga daga að trúa því að þetta væri rétt. Sigríður Árnadóttir var félagsmaður í Umsjónarfélagi einhverfra. Hún gegndi þar mikilvægu hlutverki. Það voru til ótal sögur af henni Siggu þar sem einlægni hennar skein í gegn. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 651 orð

Sigríður Árnadóttir

Elsku Sigga. Hugsunin um að þú sért farin og komir aldrei aftur er óbærileg. Doði, tómleiki, kvíði og depurð heltaka mig. Hvernig verður framtíðin án þín? Aldrei framar áttu eftir að taka blaðskellandi á móti mér með ótal spurningar á vörunum. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 425 orð

Sigríður Árnadóttir

Það er erfitt að koma orðum að þeim tilfinningum sem leika um hugann þegar sárt er saknað. Á þeirri stundu liggja orðin djúpt, dýpra en svo að þau verði sögð eða skráð á blað. En í gegnum hugann framkallast margar minningar, lífsmyndir liðins tíma, sem líða hjá, kristallast og geymast. Og víst er margs að minnast, sem gott er og gleðilegt, þótt skuggi saknaðar grúfi yfir. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 123 orð

Sigríður Árnadóttir

Elsku Sigga. Erfitt er að sætta sig við það að þú sért farin frá okkur svona allt of snemma. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Minningin um þig lifir í hjörtum okkar. "Einstakur" er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 245 orð

Sigríður Árnadóttir

Björt og falleg stúlka er dáin. Það var óvenju drungalegur og dapur morgunn 5. desember síðastliðinn þegar fréttist um lát Siggu, vinkonu minnar. Það var líkt og almættið syrgði líka með stórum, þungum krapatárum. Meira að segja Esjan sem kúrði í fjarskanum, virtist rúin sínum fjarlægðarbláma. En þá, um hádegisbilið, blasti skyndilega við undarleg sjón. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 33 orð

SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR

SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR Sigríður Árnadóttir fæddist í Winnipeg í Kanada 25. júní 1975. Hún lést á heimili sínu á Sæbraut 2, Seltjarnarnesi, 4. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 11. desember. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 322 orð

Vilhjálmur B. Hjörleifsson

"Þegar þú lítur í augun á þeim sem þú elskar þá skilurðu að einginn dauði er til, sagði konan. Hvernig getur staðið á því, sagði skáldið. Einn dag sloknar þó sérhvert auga. Fegurðin sjálf býr í þeim augum sem þú elskar, sagði konan. Og hún getur ekki sloknað. Fegurðin? sagði skáldið hissa. Hvaða fegurð? Fegurð himinsins, sagði konan." (Halldór Laxness, Heimsljós. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 417 orð

Vilhjálmur B. Hjörleifsson

Elsku pabbi! Ó, hve heitt ég unni þér. Allt hið besta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjart um öll mín spor aftur glóði sól og vor, og traust þitt var það athvarf sem mér aldrei brást. (Tómas Guðmundsson) Hugur minn er hálftómur og mér finnst erfitt að meðtaka að þú skulir vera horfinn. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 58 orð

Vilhjálmur B. Hjörleifsson

Elsku Villi afi, góði, góði afi minn, af hverju þú? Mér sem þótti svo vænt um þig. Hvað sem hendir mig mun ég ávallt hugsa um þig. Nú er ég svo leið að þú hafir horfið allt í einu. Ég hef grátið tímunum saman og því færi ég þér þetta, með mynd og ljóði. Rósa Birna. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 522 orð

Vilhjálmur B. Hjörleifsson

Stjórn Brunavarðafélags Reykjavíkur sem vill minnast góðs félaga nú á kveðjustund fól undirrituðum að skrifa nokkur orð fyrir hönd félagsins. Vilhjálmur hóf störf á slökkvistöðinni í ársbyrjun árið 1960 og var því búinn að starfa með okkur í tæp 38 ár er kallið kom. Margs er að minnast á löngum starfsferli. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 341 orð

Vilhjálmur B. Hjörleifsson

Það var milt veður í Reykjavík nóttina sem hann Villi dó í upphafi aðventu. Vilhjálmur B. Hjörleifsson var sannkallað Reykjavíkurbarn þó svo hann flytti fullorðinn í Mosfellsbæinn. Hann ólst upp í Skuggahverfinu í nágrenni Þjóðleikhússins. Þar var hann oft sem barn og fylgdist með undraveröld leikhússins. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 874 orð

Vilhjálmur B. Hjörleifsson

Spámaðurinn Gibran segir: "Hvað er að deyja, annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið..." Að vita um veikindi einhvers sem maður elskar, að vita að sá hinn sami þjáist, að vita að hann hefur þurft að gjörbreyta lífi sínu, að vita að í raun er þetta ekki það líf sem maður gæti óskað nokkrum manni. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 67 orð

Vilhjálmur B. Hjörleifsson

Blítt bros, innilegt faðmlag, óendanleg gjafmildi, hvatning og stuðningur. Þannig upplifði ég ást Villa á börnum sínum og þeirra fjölskyldum. Ég hef ekki farið varhluta af þeirri ást og umhyggju þau rúmlega tuttugu ár sem ég hef verið hluti af fjölskyldunni þeirra Villa og Birnu. Það er ómetanlegt að eiga slíka að. Fyrir það vil ég þakka. Hvíl þú í friði, elsku Villi. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 249 orð

Vilhjálmur B. Hjörleifsson

Í dag kveðjum við Vilhjálm Hjörleifsson, en hann lést langt um aldur fram eftir rúmlega þriggja ára baráttu við erfið veikindi og margar sjúkrahúslegur. Hann kvartaði aldrei þrátt fyrir að hann væri sýnilega oft mjög þjáður. Vilhjálm hef ég þekkt í rúm 40 ár, en þá kvæntist hann frænku minni og vinkonu, Birnu Björnsdóttur. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 216 orð

Vilhjálmur B. Hjörleifsson

Elsku frændi og vinur, í dag kveðjum við þig. Þú ert nú dáinn og allt of snemnma eins og manni finnst alltaf þegar einhver deyr sem manni þykir vænt um. Minningarnar eru margar um góðar stundir sem við höfum átt saman í gegnum árin. Okkur systkinin langar að minnast þín með nokkrum orðum og rijfa upp samvistir við þig. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 204 orð

Vilhjálmur B. Hjörleifsson

Við kveðjum í dag Vilhjálm B. Hjörleifsson er lést á heimili sínu aðfaranótt 2. desember. Hetjulegri baráttu við erfiðan sjúkdóm er lokið. Fyrir rúmum þremur árum veiktist Vilhjálmur alvarlega og með hjálp lækna og góðrar hjúkrunar tókst honum að ná sér þokkalega. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 407 orð

Vilhjálmur B. Hjörleifsson

Vilhjálmur B. Hjörleifsson var Framari alla tíð og tók virkan þátt í starfi Knattspyrnufélagsins Fram um langt árabil. Á annan áratug annaðist hann af mikilli trúmennsku búninga- og sjúkramál meistaraflokks félagsins í knattspyrnu. Reynsla sjúkraflutningamannsins kom þar að góðum notum og mannlegt innsæi gerði honum starfið auðvelt. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 452 orð

Vilhjálmur B. Hjörleifsson

Ávallt er það svo að þegar náinn vinur fellur skyndilega frá situr eftir sár söknuður hjá þeim sem eftir standa, jafnvel þótt við vitum vel að okkur er afmarkaður ákveðinn tími í þessu lífi og skilnaðarstundin er ekki fjarri. Svo er mér innan brjóst við fréttir af skyndilegu andláti vinar míns og samstarfsmanns í aldarfjórðung, Vilhjálms B. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 742 orð

Vilhjálmur B. Hjörleifsson

Elskulegur faðir minn, Vilhjálmur B. Hjörleifsson, lést á heimili sínu aðfaranótt 2. desember sl. yfirkeyrður og langþreyttur eftir mjög erfið veikindi í tæp 4 ár. Elsku pabbi minn missti bæði nýrun upp úr uppskurði og allt hans líf umturnaðist á einni nóttu. Þessi þrekni, sterki, stóri maður sem allt gat breyttist í lítinn, magran og algjörlega kraftlausan nýrnasjúkling. Meira
12. desember 1997 | Minningargreinar | 330 orð

VILHJÁLMUR B. HJÖRLEIFSSON

VILHJÁLMUR B. HJÖRLEIFSSON Vilhjálmur fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1935. Hann lést á heimili sínu 2. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Ingimundardóttir, f. 7.9. 1912, d. 23.3. 1986, og Hjörleifur Jónsson, bifreiðaeftirlitsmaður, f. 7.10. 1910, d. 13.11. 1984. Eftirlifandi systkini Vilhjálms eru: Sjöfn, f. 7.11. Meira

Viðskipti

12. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 180 orð

Afkoman betri en spáð var

AFKOMA Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað verður betri á þessu ári en gert var ráð fyrir í áætlunum fyrirtækisins. Samkvæmt þeim var áætlað að hagnaður yrði 212 milljónir en nú er ljóst að afkoman verður betri að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Síldarvinnslunnni. Síðasta ár var besta rekstrarár Síldarvinnslunnar hingað til og nam hagnaðurinn 494 milljónum króna. Meira
12. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Miðasla Sony í yfir milljarð dollara

ANDVIRÐI seldra aðgöngumiða að kvikmyndum Sony Pictures Entertainment utan Bandaríkjanna í ár hefur komizt í yfir einn milljarð dollara -- eða rúmlega sjötíu milljarða króna -- í fyrsta skipti í sögu kvikmyndaversins. Meira
12. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 451 orð

Verðtryggðir vextir fara hækkandi

ÁVÖXTUNARKRAFA skuldabréfa hélt áfram að hækka á peningamarkaði í gær. Ávöxtunarkrafa húsbréfa hækkaði um 2 punkta í 5,46% miðað við hagstæðasta kauptilboð, 4 punktum hærri en hún var í byrjun þessarar viku. Hækkun ávöxtunarkröfu annarra ríkisskuldabréfa er enn meiri. Þannig nam ávöxtunarkrafa spariskírteina með rúmlega tveggja ára líftíma 5,49% í gær, 11 punktum hærri en í byrjun vikunnar. Meira

Daglegt líf

12. desember 1997 | Bílar | 110 orð

Mercedes-Benz E 200 2,0 3.645.000 kr.

MERCEDES-Benz E línan, sem kynnt var fyrir rúmu ári, hefur sama staðalbúnað og C línan, þ.e. hemlalæsivörn, tvo líknarbelgi og öryggispúða í framhurðum, fjarstýrða samlæsingu með þjófavörn, rafdrifna og rafhitaða útispegla og ökuljósa mæli fyrir útihita og fleira. Að auki er E línan m.a. búin spólvörn, rafdrifnum rúðum og upphitaðri rúðusprautu. Langbaksgerðin kostar 3.945.000 kr. Meira

Fastir þættir

12. desember 1997 | Dagbók | 3115 orð

APÓTEK

»»» Meira
12. desember 1997 | Fastir þættir | 455 orð

Ágreiningur um gjaldkerastöðuna hjá LH EK

EKKI náðist samstaða innan stjórnar Landsambands hestamannafélaga um val á gjaldkera fyrir samtökin. Á stjórnarfundi nýlega kom til atkvæðagreiðslu og vakti athygli að þar skiptust menn í fylkingar, annarsvegar gamla L.H. og hinsvegar Hestaíþróttasambands Íslands. Þegar mynduð var stjórn nýrra samtaka varð samkomulag um að gamla L.H. fengi fjóra menn og formannssætið en H.Í.S. Meira
12. desember 1997 | Í dag | 34 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, laugarda

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 13. desember, verður fimmtugur Óli Már Aronsson, oddviti Rangárvallahrepps, Heiðvangi 11, Hellu. Hann og eiginkona hans Kristín Gunnarsdóttir taka á móti gestum í Hellubíói kl. 17­19 á afmælisdaginn. Meira
12. desember 1997 | Fastir þættir | 89 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonMinningarmót um H

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonMinningarmót um Hörð Þórðarson Minningarmót Harðar Þórðarsonar, fyrrum formanns BR og sparisjóðsstjóra hjá SPRON, verður haldið í annað sinn sunnudaginn 28. desember 1997. SPRON styrkir mótið. Spilað verður í Þönglabakka 1. Þátttökugjald er 1.500 kr. á spilara en fítt fyrir 20 ára og yngri. Meira
12. desember 1997 | Fastir þættir | 163 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Stöðvarvík vann hraðsveitake

Sveitin Stöðvarvík sigraði í hraðsveitarkeppni BSA sem haldin var um sl. helgi á Hornafirði. Spilað var í Íþróttahúsinu Mánagarði og mættu 6 sveitir þar af 4 frá heimamönnum. Kurteisi heimamanna við gestina var algjör og lentu gestirnir í 1. og 2. sæti. Suðurfjarðasveitin Stöðvarvík sigraði nokkuð örugglega, hlaut 105 stig. Meira
12. desember 1997 | Dagbók | 338 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
12. desember 1997 | Fastir þættir | 1227 orð

Dansað til verðlauna í Noregi

Norðurlandamótið í dansi fór fram í Ósló sl. laugardag, 6. desember. Keppt var í 5 aldursflokkum, frá flokki 12­13 ára upp í 35 ára og eldri. Frá Íslandi voru 6 pör mætt til leiks; tvö pör í flokki 12­13 ára, tvö í flokki 14­15 ára, eitt í 16­18 ára og eitt par í flokki 35 ára og eldri. Í FLOKKUM 12­13 ára, 14­15 ára og 16­18 ára var keppt með 10 dansa fyrirkomulagi, þ.e. Meira
12. desember 1997 | Fastir þættir | 650 orð

Fiskur á jólunum

VIÐ borðum alltof þungan mat um jólin. Sá tími er liðinn er Íslendingar fengu ekki fylli sína nema á jólunum. Af hverju þurfum við enn að kýla vömbina núna, þegar allt fæst til alls og við getum svo sannarlega látið okkur líða vel með léttan og jafnframt fjölbreyttan og ljúffengan mat? Blöð og tímarit eru óþreytandi að gefa okkur uppskriftir og verslanir láta sitt ekki eftir liggja. Meira
12. desember 1997 | Fastir þættir | 371 orð

Hestar/Fólk

Hestar/Fólk KRISTINN Hugason hrossaræktarráðunautur hefur margsinnis látið að því liggja tímabært sé orðið fyrir hann að skipta um starfsvettvang. Telur hann engum hollt að vera of lengi í stöðu hrossaræktarráðunautar eins og hann hefur gert um árabil. Meira
12. desember 1997 | Dagbók | 121 orð

Ísafjörður

Ísafjörður ÍSAFJÖRÐUR hefur verið í fréttum að undanförnu vegna sviptingaí bæjarstjórnarmálum. Ísafjörður stendur við Skutulsfjörð, sem erfjörður sem gengur til suðurs úr Ísafjarðardjúpi. Byggðarlagið viðfjörðinn hét að fornu Eyrarhreppur og tók nafn af prestsetrinu aðEyri, en þar bjó á 17. Meira
12. desember 1997 | Dagbók | 121 orð

Kross 2LÁRÉTT: 1 Júðana, 8 hlemmarn

Kross 2LÁRÉTT: 1 Júðana, 8 hlemmarnir, 9 starfið, 10 umfram, 11 forföðurinn, 13 þekkja, 15 hlaupastörf, 18 gagnslausa, 21 þar til, 22 líffærin, 23 framleiðsluvara, 24 kompásar. Meira
12. desember 1997 | Fastir þættir | 700 orð

Milljónatap vegna stóðhestadóma á landsmóti

Milljónatap vegna stóðhestadóma á landsmóti TÍMASETNINGAR landsmóta og fjórðungsmóta hafa ávallt verið höfuðverkur fyrir hestamenn. Þar skarast hagsmunir og er þá helst átt við stóðhestana og notkunartíma þeirra. Meira
12. desember 1997 | Fastir þættir | 279 orð

Neskirkja.

13. DESEMBER er víða um heim haldinn hátíðlegur í minningu heilagrar Lúsíu, er lét lífið fyrir trú sína á 4. öld eftir Krist. Á Norðurlöndum stendur þessi hátíð traustum fótum, sérstaklega í Svíþjóð og Danmörku. Nafnið Lúsía þýðir ljós og um leið og menn minnast Lúsíu sjálfrar með Lúsíuhátíðinni, þá bendir hún til ljóssins sem er að koma í heiminn, ljóssins sem er Jesús Kristur. Meira
12. desember 1997 | Í dag | 507 orð

Ú GLEÐILEGA þróun hefur átt sér stað á undanförnum á

Ú GLEÐILEGA þróun hefur átt sér stað á undanförnum árum að stjórnmálaflokkarnir hafa opnað fundi sína fyrir fjölmiðlum. Þannig er tryggt, að þjóðin fái fréttir af vettvangi stjórnmálanna. Meira að segja Kvennalistinn, sem gjarn hefur verið á að læðupokast með sín mál, hafði landsfund sinn í haust galopinn. Meira
12. desember 1997 | Í dag | 539 orð

Þakkir fyrir gottjólahlaðborð MIG lan

MIG langar til að koma á framfæri þakklæti til Veitingastaðarins Glæsibæjar fyrir glæsilegt jólahlaðborð. Það eina sem hægt var að setja út á þetta var að það voru of margar tegundir. Þetta var framúrskarandi góður matur, góð þjónusta og hef ég sjaldan borðað eins mikið á ævinni. Sá sem stendur fyrir þessu á hrós skilið. Sem sagt, kærar þakkir fyrir. Valdimar. Meira
12. desember 1997 | Fastir þættir | 99 orð

(fyrirsögn vantar)

Mikið um holdhnjóskaHESTAMENN eru nú byrjaðir að taka hross á hús og virðist sem talsvert sé um hnjóska í baki hrossa þrátt fyrir gott tíðarfar í haust. Meira

Íþróttir

12. desember 1997 | Íþróttir | 233 orð

Borgnesingar voru skotnir í kaf í Keflavík Kefl

Borgnesingar voru skotnir í kaf í Keflavík Keflvíkingar áttu ekki í neinum erfiðleikum með að innbyrða sigur gegn slöku liðið Skallagríms frá Borgarnesi í Keflavík í gærkvöldi og vafalítið hafa Borgnesingar orðið þeirri stundu fegnastir þegar leikurinn var flautaður af. Meira
12. desember 1997 | Íþróttir | 33 orð

Geir fer í Breiðablik GEIR Sverris

GEIR Sverrisson einn sigursælasti frjálsíþróttamaður úr röðum fatlaðra hefur tilkynnt félagsskipti úr Ármanni yfir í Breiðablik. Auk hans hafa Toby Tanser og Ómar Kristinsson einnig flutt sig yfir til Kópavogsliðsins. Meira
12. desember 1997 | Íþróttir | 78 orð

Heimsmeistarar S-Kóreu úr leik á HM

HEIMSMEISTARAR kvenna í handknattleik, lið S-Kóreu, féllu í gær úr keppni í 8-liða úrslitum á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Þýskalandi. S-Kórea tapaði fyrir Noregi, 27:21, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik 13:12. Ólympíumeistarar Dana sigruðu Króata 25:21, Þjóðverjar lögðu Makedóníu 24:19 og Rússar unnu Pólverja með sömu markatölu. Meira
12. desember 1997 | Íþróttir | 16 orð

Í kvöld

Úrvalsdeildin: Ísafjörður:KFÍ - UMFN20 Sauðárkrókur:UMFT - UMFG 20 1. deild karla: Hveragerði:Hamar - Meira
12. desember 1997 | Íþróttir | 432 orð

ÍR - ÍA86:79

Íþróttahús Seljaskóla, DHL-deildin í körfuknattleik, 10. umferð, fimmtudaginn 11. desember 1997. Gangur leiksins: 0:5, 3:15, 7:20, 10:26, 21:28, 33:35, 37:39, 37:44, 44:44, 48:47, 48:51, 56:53, 59:58, 68:60, 70:68, 78:70, 78:76, 80:79, 86:79. Meira
12. desember 1997 | Íþróttir | 21 orð

Knattspyrna

Knattspyrna Evrópukeppni félagsliða Bochum - Ajax2:2 Norbert Hofmann 59., Zoran Mamic 70. - Shota Arveladze 51., Dani 73. 24.034. Ajax vann 6:4. Meira
12. desember 1997 | Íþróttir | 284 orð

KR marði Þór

Það var æsispennandi og skemmtilegur leikur sem áhorfendum var boðið uppá í íþróttahúsinu í Seltjarnarnesi í gærkvöldi þegar KR sigraði Þór naumlega, 93:90. Þórsarar mættu mjög ákveðnir til leiks og virtust koma KR-ingum verulega á óvart. Það var ekki fyrr en 8 mínútur voru liðnar og Þór hafði náð 12 stiga forystu 26:14 að KR-ingar fóru að taka við sér. Meira
12. desember 1997 | Íþróttir | 67 orð

Körfuknattleikur

Meistaradeild Evrópu A-riðill: Moskvu Rússlandi: CSKA Moskva - Limoges (Frakkl.)84:70 Tel Aviv, Ísrael: Maccabi - Efes Pilsen(Tyrkl.)61:70 Aþenu, Grikklandi: Olympiakos - Real Madrid (Spáni)82:75 B-riðill: Treviso, Ítalíu: Benetton - PAOK Salonika (Grikkl. Meira
12. desember 1997 | Íþróttir | 418 orð

Loks unnu ÍR-ingar

TÍUNDA umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik hófst í gærkvöldi með fjórum leikjum. Þar bar helst til tíðinda að neðsta lið deildarinnar, ÍR, lagði lið Skagamanna í Seljaskóla og er þetta fyrsti sigur Breiðhyltinga í deildinni í vetur. KR-ingar rétt mörðu sigur á sprækum Þórurum á Seltjarnarnesi en Haukar áttu ekki í nokkrum vandræðum með Valsmenn. Meira
12. desember 1997 | Íþróttir | 102 orð

Páll Axel að koma heim PÁLL Axel V

PÁLL Axel Vilbergsson körfuknattleiksmaður úr Grindavík er á heimleið frá Bandaríkjunum þar sem hann hefur verið við nám í vetur. Morgunblaðið hefur þetta samkvæmt heimildum og ennfremur að Páll hyggist taka upp þráðinn með fyrrum félögum í Grindavík á nýju ári. Meira
12. desember 1997 | Íþróttir | 192 orð

Sigríður bætir sig

SIGRÍÐUR Þorláksdóttir, skíðamaður frá Ísafirði, náði í gær og í fyrradag góðum árangri í svigi á mótum í Aurdal í Noregi og bætti verulega styrkleikastig sín (Fis- stig). Á fyrra mótinu hafnaði hún í 2. sæti en í varð í 4. sæti í gær og ekki munaði miklu á henni og sigurvegaranum. Fékk hún 39 Fis-stig sem er betra en hún fékk fyrir fyrra mótið þrátt fyrir að hún yrði ofar þá. Meira
12. desember 1997 | Íþróttir | 2133 orð

Styrkir hreyfinguna

Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, upplýsti fyrir skömmu að samið hefði verið við þýska fyrirtækið UFA til fjögurra ára varðandi einkasölurétt á beinum sjónvarpsútsendingum frá heimalandsleikjum Íslands annars vegar og Sjóvár-Almennra deildinni, Coca-Cola bikarnum og deildabikarkeppninni hins vegar á samningstímanum. Meira
12. desember 1997 | Íþróttir | 271 orð

Tekjurnar tvöfaldast

Tekjurnar tvöfaldast síðasta ári gerði sænska knattspyrnusambandið samning við þýsku sjónvarpsstöðina ISPR um sýningarréttinn á leikjum úr sænsku úrvalsdeildinni, Allsvenskan, leikjum í Evrópukeppni og á landsleikjum. Meira
12. desember 1997 | Íþróttir | 286 orð

Yfirburðir Hauka Haukar fóru létt með að sigra

Yfirburðir Hauka Haukar fóru létt með að sigra Valsmenn á heimavelli sínum við Strandgötu í gærkvöldi, 100:74. Úrslitin réðust nánast strax í fyrri hálfleik, en staðan var 59:27, Haukum í hag, í leikhléi. Jón Arnar Ingvarsson, leikstjórnandi Hauka, lék frábærlega fyrir hlé, en þá gerði hann nítján stig og tók sjö fráköst. Meira
12. desember 1997 | Íþróttir | 331 orð

ÞÝSKI landsliðsmaðurinn Ulf Kirsten

ÞÝSKI landsliðsmaðurinn Ulf Kirsten hjá Leverkusen var í gær úrskurðaður í níu vikna leikbann eftir að hann gaf Thomas Linke, Schalke olnbogaskot í andlitið í leik um sl. helgi. Hann mun missa af fimm næstu leikjum liðsins. Þá var Kirsten sektaður um 400 þús. ísl. kr. Meira
12. desember 1997 | Íþróttir | 562 orð

Öflug afreksmannastefna er nauðsyn

Nefnd sem Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, skipaði í framhaldi af samþykkt þingsályktunartillögu um eflingu íþróttastarfs á síðasta þingi skilaði niðurstöðum í vikunni. Nefndin, sem var undir formennsku Ásgerðar Halldórsdóttur, leitaðist við að skoða þrjú markmið sem komu fram í þingsályktunartillögunni en þau voru: laða æskufólk, pilta og stúlkur, Meira
12. desember 1997 | Íþróttir | 29 orð

(fyrirsögn vantar)

Boston - Milwaukee96:91 Charlotte - Washington104:101 Cleveland - Denver102:83 Orlando - Chicago106:98 Philadelphia - Toronto97:104 Golden State - LA Lakers93:92 San Antonio - LA Clippers102:87 Portland - Meira

Sunnudagsblað

12. desember 1997 | Sunnudagsblað | 1288 orð

Konurnar í lífi Arafats Kaflarnir hér á eftir eru úr ævisögu Arafats "Kempan með kafíuna" eftir Janet og John Wallach, sem út er

Fyrst er gripið niður í kafla sem segir frá einni af konunum í lífi Arafats, Nada Yashruti og hvernig hún missti lífið: Vinum jafnt og fjandmönnum Arafats verður tíðrætt um viðhorf hans til kvenna, en af þeim konum sem Arafat kann að hafa verið í tygjum við, hafði Nada Yashruti varanlegust áhrif á hann. En ástarævintýri þeirra var svo samtvinnað pólitík, að það gat ekki gengið. Meira

Úr verinu

12. desember 1997 | Úr verinu | 181 orð

Fengu síld í nótina

TVÖ skip, Arnþór EA 16 og Jóna Eðvalds SF 20, fengu síld í nót í fyrrinótt og er það í fyrsta sinn frá því snemma í nóvember að hún fæst í það veiðarfæri. Það litla, sem fundist hefur af henni, hefur af einhverjum ástæðum haldið sig við botninn og því næstum eingöngu verið tekið með flottrolli. Meira
12. desember 1997 | Úr verinu | 774 orð

Fimm mál í dómskerfinu í tæpt ár

GUÐJÓN A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, FFSÍ, lét þess getið er hann setti 38. þing sambandsins í nóvember sl., að alls hefði sex málum, sem öll vörðuðu rökstuddan grun um, að sjómenn væru látnir taka þátt í kvótakaupum, verið vísað til opinberrar rannsóknar. Var það gert í kjölfar þess, að bréf barst frá sjávarútvegsráðherra 30. nóv. Meira
12. desember 1997 | Úr verinu | 130 orð

Ráðstefna um selveiðar

ALÞJÓÐLEG ráðstefna um framtíð selveiða, sem haldin var í St. John's á Nýfundnalandi 25. til 27. nóvember, hvatti til þess, að allar hömlur á viðskiptum með selafurðir yrðu afnumdar. Ráðstefnan var haldin á vegum NAMMCO, Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins, og sóttu hana rúmlega 200 manns víðs vegar að úr heimi. Meira
12. desember 1997 | Úr verinu | 74 orð

Tíu ára starfsafmæli

JOSÉ Solernou Fabre er sölu- og markaðsstjóri Union Islandia SA, dótturfyrirtækis SÍF hf. í Barcelona á Spáni. Hinn 4. nóvember síðastliðinn átti José 10 ára starfsafmæli hjá Union Islandia SA. Af því tilefni færði Sighvatur Bjarnason, stjórnarformaður SÍF og Union Islandia, José að gjöf áletraðan, íslenskan stein. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

12. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 88 orð

100 ára biskupskápa

VIÐ biskupsvígsluna 23. nóvember skrýddist séra Karl Sigurbjörnsson 100 ára gamalli gylltri kórkápu sem ættuð er frá Kaupmannahöfn. Kórkápa er á Norðurlöndum oftast nefnd biskupskápa því hún er eitt af einkennistáknum biskupsins. Áður fyrr hafði biskupskápan hettu sem hefur nú breyst í skjöld sem sést aftan á myndinni af kápunni sem séra Karl bar. Meira
12. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 976 orð

Andað í poka og niðurstaðan fæst á skammri stund

MEÐFERÐ við ætisárum, en svo nefnast maga- og skeifugarnarsár einu nafni, hefur breyst mikið á undanförum árum og sífellt orðið markvissari. Eftir að sýruhemjandi lyf, svokallaðir histamínblokkarar og síðar prótónudæluhemlar, Meira
12. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1306 orð

Bíladella í gömlum draumi eða bráðsmitandi Iss, kona bílasali! segir hið fornkveðna, en varla mikið lengur. Helga Kristín

STEINUNN Þórhallsdóttir, 25 ára bílasali hjá Ingvari Helgasyni hf., segir starfið hafa komið sér skemmtilega á óvart. Steinunn lauk háskólanámi í spænsku fyrr á árinu og segist hafa fengið upphringingu frá Atvinnumiðlun námsmanna þar sem hún var boðuð í viðtal hjá bílaumboði. "Mér fannst það svolítið skrýtið, en ákvað að slá til og var ráðin. Meira
12. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 111 orð

Börn fræðast um eldvarnir

SLÖKKVILIÐSMENN heimsóttu flesta grunnskóla landsins í síðustu viku í tilefni eldvarnavikunnar, sem verið hefur árlegur viðburður undanfarin ár. Að þessu sinni fengu nemendur í 3. bekk fræðslu um undirstöðuatriði eldvarna. Börnunum var m.a. kennt hvernig hægt er að skipuleggja neyðaráætlun heima hjá sér með því að kortleggja öruggustu flóttaleiðir ef eldsvoði kemur upp. Meira
12. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 354 orð

"Fásinna að þetta sé kúnst"

"ALMÁTTUGUR, ertu að spyrja um hversu marga kraga ég hef saumað í gegnum tíðina. Það er ómögulegt að segja en sjálfsagt skipta þeir hundruðum og þó." Það er saumakonan Anna Kristmundsdóttir sem talar en hún hefur nánast ein séð um gerð pípukraga hérlendis allt frá því í seinna stríði. Sú handavinna hófst þegar hún var vinnukona hjá sr. Meira
12. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 422 orð

Heimasíða jólasveinsins

JÓN Ármann Steinsson og Jón Hámundur Marinósson hjá Jóni & Jóni ehf. hafa tekið að sér að vera sérstakir umboðsmenn jólasveinsins. Þeim þótti löngu tímabært að stofna heimasíðu hans á netinu, enda jólasveinninn fremur illa að sér og hjálparvana við að notfæra sér möguleika tækninnar. Jólasveinninn kom að máli við þá félaga í fyrra og bað þá um að liðsinna sér "... Meira
12. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 299 orð

Jólamarkaður til þess að lífga upp á Ingólfstorg

JÓLAMARKAÐUR með íslenskum handverks- og listmunum var haldinn á Ingólfstorgi í fyrsta sinn um síðustu helgi. Edda Níels, eigandi Linsunnar, segir hugmyndina þá að hafa markaðinn á torginu um helgar fram að jólum, bæði laugardag og sunnudag. Þar verða munir frá íslensku lista- og handverksfólki, bæði úr fyrirtækjum í nágrenninu og annars staðar frá. Meira
12. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1724 orð

"Kraginn er alveg makalaust fat"

NÚ ÞEGAR hátíð ljóss og friðar er framundan, skrýðist prestur við messugjörð fjólubláum hökli og stólu í stíl en ekki grænum skrúða eins og oft er. Ástæðan er ekki öllum kunn, sem efalítið er vitnisburður um það hve kirkjan er orðin mörgum okkar fjarlæg, við þekkjum ekki táknmál hennar. Meira
12. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 908 orð

Skór í tugatali Sumir safna frímerkjum, servéttum eða einhverju öðru, mismunandi nytsamlegu. Valgerður Þ. Jónsdóttir hafði

APPELSÍNURAUÐIR plastskór með glærum hælum, sem hýsa gylltan Eiffelturninn umluktan örsmáum glimmerkornum. ­ Slíkum skóm segist Guðný Aradóttir skarta við alveg sérstök tækifæri og fá þá jafnan mikla athygli. Meira

Ýmis aukablöð

12. desember 1997 | Dagskrárblað | 148 orð

14.45Skjáleikur [7120

14.45Skjáleikur [7120638] 16.45Leiðarljós (Guiding Light) (786) [4942855] 17.30Fréttir [20034] 17.35Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan [728980] 17.50Táknmálsfréttir [5685454] 18. Meira
12. desember 1997 | Dagskrárblað | 140 orð

17.00Spítalalíf (MA

17.00Spítalalíf (MASH) (e) [5725] 17.30Taumlaus tónlist [8812] 18.00Suður-ameríska knattspyrnan [54034] 19.00Fótbolti um víða veröld [265] 19.30Eldur! (Fire Co. 132)Bandarískur myndaflokkur. (8:13) [6657] 20. Meira
12. desember 1997 | Dagskrárblað | 699 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Gísli Jónasson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. 8.00Morgunþáttur heldur áfram. 8.45 Ljóð dagsins. 9. Meira
12. desember 1997 | Dagskrárblað | 791 orð

Föstudagur 12. desember BBC PRIME

Föstudagur 12. desember BBC PRIME 5.00 Teach. and Learn. With IT 6.00 The World Today 6.30 ChuckleVision 6.50 Blue Peter 7.15 Grange Hill 7.45 Ready, Steady, Cook 8.15 Kilroy 9.00 Style Challenge 9. Meira
12. desember 1997 | Dagskrárblað | 91 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
12. desember 1997 | Dagskrárblað | 86 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
12. desember 1997 | Dagskrárblað | 200 orð

ö9.00Línurnar í lag [28831]

9.15Sjónvarpsmarkaðurinn [40832725] 13.00Spæjarinn snýr aftur (I Spy Returns) Gamansöm mynd sem fjallar um einkaspæjarana Alexander Scott og Kelly Robinson sem reka erindi réttvísinnar um víða veröld. Aðalhlutverk: Bill Cosby og Robert Culp. Leikstjóri: Jerry London. 1994. (e) [7432102] 14. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.