Greinar sunnudaginn 1. febrúar 1998

Forsíða

1. febrúar 1998 | Forsíða | 279 orð

Albright segir tímann að renna út

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að tíminn til að taka úrslitaákvarðanir um aðgerðir í Íraksdeilunni væri að nálgast hröðum skrefum. "Glugginn er að lokast (...) Það lítur út fyrir að samningaleiðin skili engu," sagði Albright á blaðamannafundi með hinum brezka starfsbróður sínum Robin Cook í Lundúnum. Meira
1. febrúar 1998 | Forsíða | 432 orð

(fyrirsögn vantar)

WILLIAM Ginsburg, lögfræðingur Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku Hvíta hússins, andmælti í fyrrakvöld mörgum lykilatriðum í þeim fullyrðingum sem haldið hefur verið fram að væru á segulbandsupptökum þeim sem Linda Tripp, þáverandi vinkona Lewinsky, gerði af samtölum þeirra um meint ástarsamband Lewinsky við Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Meira

Fréttir

1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Afnám skatts á umhverfisvæn ökutæki

HJÁLMAR Árnason ásamt þremur öðrum þingmönnum Framsóknarflokks hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um afnám skyldu til greiðslu þungaskatts og virðisaukaskatts á umhverfisvæn ökutæki. Í greinargerð frumvarpsins segir m.a. að ný tækni sé að ryðja sér til rúms þar sem hægt sé að knýja ökutæki með óhefðbundnum orkugjöfum, til dæmis rafhreyfli eða vetni, sem leiði til hverfandi mengunar. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 268 orð

Beðið niðurstöðu tryggingafélaga

NOKKUR bílaumboð, sem áttu bíla sem blotnuðu í vatnsveðri í Sundahöfn kringum áramótin, standa enn í viðræðum við tryggingafélög sín varðandi meðferð bílanna. Milli 20 og 30 bílar skemmdust þegar vatn komst í þá og blotnuðu í þeim klæðningar og tölvukubbar. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Bílasala eykst um þriðjung

SALA á nýjum bílum jókst um 29,6% í janúar miðað við sama mánuð í fyrra. Alls seldust 854 bílar í mánuðinum samkvæmt bráðabirgðatölum frá Bílgreinasambandi Íslands. Mikil söluaukning var einnig í janúar í fyrra. Þá seldust 659 nýir bílar sem var 40% aukning miðað við söluna í janúar 1996, þegar 470 nýir bílar seldust. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 167 orð

Búrfell í efsta sæti

BÚIÐ á Búrfelli í Miðfirði var afurðahæsta kúabú landsins á síðasta ári, samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds nautgriparæktarfélaganna. Kýrnar mjólkuðu að meðaltali 6.336 kg mjólkur á árinu. Kýrin Sonja 109 í Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi varð afurðahæsta kýr landsins, mjólkaði 9.085 kg. Meðalnytin jókst í heildina á síðasta ári, var 4.233 kg yfir árið, sem er 69 kg meira en árið áður. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 589 orð

Ekki forsenda fyrir því að heimta jarðgöng

Samgönguráðherra mælti fyrir vegaáætlun til næstu 12 ára á Alþingi á fimmtudag. Við umræður um áætlunina gagnrýndu stjórnarandstæðingar það helst að ekki skyldi vera gert ráð fyrir jarðgangagerð á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar eða á Austfjörðum. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 405 orð

Erfitt að ná sparnaði vegna fyrri niðurskurðar

SPARA á 30 milljónir króna á þessu ári eða 3% á geðlækningasviði Landspítalans samkvæmt tillögum stjórnarnefndar Ríkisspítala. Tómas Zoëga, sviðsstjóri geðlækningasviðsins, segir að erfitt verði að ná þessum sparnaði, meðal annars vegna niðurskurðar mörg undanfarin ár "og við erum eiginlega komin á beinin í þessum efnum", segir hann. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 362 orð

Forráðamenn DV keyptu hlutinn á 420­450 milljónir

SVEINN R. Eyjólfsson, stjórnarformaður Frjálsrar fjölmiðlunar hf., sem gefur út DV, og Eyjólfur Sveinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hafa keypt 35% hlut Íslenzka útvarpsfélagsins hf. í Frjálsri fjölmiðlun hf. Er þar með lokið aðild Stöðvar 2 að útgáfu DV. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var kaupverð eignarhluta Íslenzka útvarpsfélagsins hf. 420­450 milljónir króna. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Frummat vegna Búrfellslínu kært

STJÓRN Landsvirkjunar hefur ákveðið að kæra til umhverfisráðherra úrskurð skipulagsstjóra ríkisins vegna frummats á umhverfisáhrifum 400 kV Búrfellslínu 3A og fara þess á leit að ráðherra heimili Landsvirkjun að leggja 400 kV línu á því línustæði sem þegar hefur verið samþykkt af skipulagsyfirvöldum fyrir 220 kV línu. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri

GUÐMUNDUR Sv. Hermannsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Netdeildar Morgunblaðsins en hinn nýi fréttavefur blaðsins á Netinu verður opnaður á miðnætti í nótt. Guðmundur Sv. Hermannsson hefur verið blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 1986 og hin síðari ár hefur hann verið einn af staðgenglum fréttastjóra blaðsins. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 267 orð

Hefur ekki áhrif á flesta íslenzka borgara

NÆSTKOMANDI mánudag, 1. febrúar, ganga í gildi breytingar á gjaldtöku bandaríska utanríkisráðuneytisins og sendiráða og ræðisskrifstofa Bandaríkjanna erlendis fyrir vegabréfsáritanir og aðra veitta þjónustu. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Heilsuátak bakara

LANDSÁTAK Landssambands bakarameistara og Samtaka iðnaðarins með yfirskriftinni Heilsudagar bakarameistara hófst í gær. Stendur það til 15. febrúar. Bakarameistarar um allt land munu kynna almenningi brauð og annað kornmeti sem inniheldur trefjar og bætiefni sem líkaminn þarfnast daglega. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Kammersveitin með aðra tónleika

VEGNA mikillar eftirspurnar eftir miðum hefur Kammersveit Reykjavíkur ákveðið að endurtaka tónleika sína í Langholtskirkju í kvöld. Verða seinni tónleikarnir kl. 23 en miðar á fyrri tónleikana, sem verða kl. 20.30, seldust upp fyrir helgi. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 26 orð

LEIÐRÉTT Nafn féll niður Í messut

LEIÐRÉTT Nafn féll niður Í messutilkynningu frá Dómkirkjunni í gær féll niður nafn sr. Skúla Sigurðar Ólafssonar prests á Ísafirði, sem predikar í messu kl. 11 sunnudag. Meira
1. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 130 orð

Matarskortur í Pyongyang

MATUR er af svo skornum skammti í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, að fólk fær aðeins eina máltíð á dag. Er þetta haft er eftir japanskri konu, sem búsett er í N-Kóreu en er nú stödd í Japan. Frásögn konunnar, Tamao Murakami, þykir merkileg vegna þess, að íbúar í N-Kóreu þora yfirleitt ekki að tjá sig um ástandið í landinu af ótta við yfirvöldin. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Morgunblaðið opnar fréttavef á Netinu

NÝR fréttavefur Morgunblaðsins verður opnaður á Netinu á miðnætti í nótt á slóðinnihttp://www.mbl.is/. Vefurinn verður öllum opinn og birtast þar helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi, bæði fréttir Morgunblaðsins þann dag, og einnig fréttir sem sérstaklega eru skrifaðar fyrir netútgáfuna, en fréttaskrif hefjast kl. sex að morgni og standa fram á kvöld. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 185 orð

Námstefna í áfallastjórnun

HÁLFSDAGS námstefna í áfallastjórnun verður haldin nk. þriðjudag, 3. febrúar kl. 13, á Grand Hótel Reykjavík. Námstefnan er haldin af Kynningu og markaði ­ KOM ehf. Aðalfyrirlesari er David Brotzen, yfirmaður áfalladeildar Hill & Knowlton International, sem er eitt stærsta ráðgjafarfyrirtæki heims í kynningar- og upplýsingamálum. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 352 orð

Óbreytt staða í sjómannadeilu

ENGINN árangur hefur orðið af sáttatilraunum í sjómannadeilunni. Hefst verkfall sjómanna, yfirmanna og vélstjóra á morgun hafi samningar ekki náðst. Reyna átti til þrautar að ná samkomulagi og afstýra verkfalli með sáttafundum yfir helgina. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 205 orð

SÍF stofnar fyrirtæki í Brasilíu

GENGIÐ hefur verið frá stofnun saltfisksölufyrirtækis í Brasilíu, sem er að 70% í eigu Nord Morue, dótturfyrirtækis SÍF í Frakklandi og 30% í eigu Brasilíumanna. Hlutverk þessa nýja fyrirtækis er markaðs-, sölu- og dreifingarstarfsemi í Brasilíu á saltfiskafurðum og öðrum skyldum afurðum. Á síðasta ári flutti SÍF út um 435 tonn af þurrkuðum saltfiski til Brasilíu og Nord Morue um 1.000 tonn. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 458 orð

Styrkja á réttarstöðu skattgreiðenda

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra hefur ákveðið að stofna nefnd sem á að gera tillögur um endurbætur á meðferð skattamála m.a. til að styrkja réttarstöðu skattgreiðenda. Meðal verkefna nefndarinnar er að koma með tillögur um hvernig má stytta bið eftir úrskurðum í skattkerfinu, Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Suðvestanáttir skorti

EINN allra snjóléttasti janúarmánuður sem sögur herma hefur kvatt. Varla hefur blásið af suðvestan allan mánuðinn og er það að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings ein aðalástæða snjóleysisins að undanförnu, þar sem sú vindátt er drýgsta snjókomuáttin sunnanlands og vestan. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 176 orð

Sökk í stafalogni við hafnarbakkann

2.700 TONNA olíutankur sökk í stafalogni við hafnarbakkann í Kópavogshöfn aðfaranótt laugardagsins. Tankurinn hafði verið dreginn á floti frá Skerjafirði og til stóð að setja hann á flutningapramma í Kópavogi og flytja hann til Þorlákshafnar. Tankurinn var áður í eigu Skeljungs og hafði verið notaður undanfarið af Slökkviliði Reykjavíkur sem vatnsforðabúr. Árnes hf. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Tíu íslenskar skáldsögur í Þýskalandi

Á ÞESSU ári munu að líkindum koma út 10­12 nýjar íslenskar skáldsögur á þýsku, auk allmargra sem verða endurútgefnar í kiljuformi. Að auki hafa komið út heildarútgáfur á íslenskum fornbókmenntum og verkum Halldórs Laxness, sem fengið hafa mikla umfjöllun í þýskum fjölmiðlum. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Úrslita vænzt fyrir miðnætti

UM 700 manns höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Reykjavíkurlistans fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á hádegi í gær, laugardag, að sögn Atla Gíslasonar, formanns kjörstjórnar. Aukinheldur höfðu þá 430 manns greitt atkvæði utan kjörfundar. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Vala setti norrænt met

VALA Flosadóttir setti Norðurlandamet í stangarstökki kvenna þegar hún fór yfir 4,26 metra á alþjóðamóti í Gautaborg í gær. Hún átti fyrra metið, sem var 4,20. Vala lét síðan hækka rána í 4,36, sem engin stúlka hefur farið yfir á árinu, en felldi naumlega. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

Valinn formaður karlanefndar Jafnréttisráðs

ÁRIÐ 1994 skipaði Jafnréttisráð sérstaka karlanefnd. Hlutverk hennar er að auka og efla þátt karla í umræðu um jafnréttismál. Um áramótin urðu nokkrar mannabreytingar í nefndinni og eiga nú eftirtaldir aðilar sæti í Karlanefnd Jafnréttisráðs: Hafsteinn Karlsson, skólastjóri, Jón Scheving Thorsteinsson, markaðsstjóri, Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Ólafur Stephensen, Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 293 orð

Vonir brugðust um að loðnusamkomulag næðist

DEILUAÐILAR í sjómannadeilunni voru mjög svartsýnir í gær á að lausn finnist áður en boðað verkfall á að hefjast. Reyna á til þrautar að ná samkomulagi yfir helgina. Skv. heimildum Morgunblaðsins hafa viðræðurnar að undanförnu eingöngu snúist um verðmyndun á fiski. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 534 orð

Þarf að ræða kostnað við kaup losunarkvóta

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra segir að gera verði erlendum fyrirtækjum, sem hyggi á fjárfestingar í stóriðju hér á landi, grein fyrir hugsanlegum afleiðingum frekari útfærslu á Kyoto-bókuninni um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

Þórshana fækkar

EINUM sjaldgæfasta varpfugli á landinu, þórshana, hefur fækkað verulega á undanförnum tíu árum, samkvæmt könnun Fuglaverndarfélags Íslands. Greint er frá því í fréttabréfi félagsins að við könnun á síðasta ári hafi aðeins fundizt 43­44 fuglar á landinu, en í könnun árið 1987 fundust 73 fuglar. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 811 orð

Þrá hugans gegn heimi vonbrigða

JÓHANN hyggst fjalla um ólíkan mannskilning að baki mismunandi skoðunum heimspekinga á málinu en tíðni sjálfsvíga er talin allhá hér á landi miðað við grannlöndin. Ekki vill Jóhann vísa því á bug að ástæður sjálfsvíga geti oft verið félagsleg vandamál, þunglyndi eða aðrir geðrænir sjúkdómar en vill að einnig sé haft í huga að hver maður sé einstaklingur. Meira
1. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 502 orð

(fyrirsögn vantar)

DEILAN um vopnaeftirlit í Írak stefndi áfram í hart í vikunni. Stjórnvöld í Rússlandi og Frakklandi hvöttu til þess að deilurnar við Íraksstjórn yrðu settar niður með samningum og Frakkar gagnrýndu einnig þau ummæli Richards Butlers, formanns vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, að Írakar ættu nóg af sýklavopnum til að "tortíma öllum íbúum Tel Aviv". Meira

Ritstjórnargreinar

1. febrúar 1998 | Leiðarar | 670 orð

"LEIÐINLEGIR" STJÓRNMÁLAMENN?

leiðari "LEIÐINLEGIR" STJÓRNMÁLAMENN? THYGLISVERÐ deila er komin upp á milli stjórnmálamanna í Bretlandi og BBC. Í frétt hér í blaðinu sl. Meira
1. febrúar 1998 | Leiðarar | 1886 orð

Reykjavíkurbréf ÞEGAR ÞETTA REYKJAvíkurbréf er ritað á laugardagsmorgn

ÞEGAR ÞETTA REYKJAvíkurbréf er ritað á laugardagsmorgni eru engar vísbendingar um, að samningar takist á milli sjómanna og útgerðarmanna og allar líkur benda til að verkfall sjómanna skelli á eftir rúmlega tvo sólarhringa. Að sjálfsögðu getur allt gerzt á þeim tíma, sem eftir er þar til verkfall á að hefjast, og áreiðanlega er það von allra landsmanna, að samningar takist. Meira

Menning

1. febrúar 1998 | Menningarlíf | 69 orð

Aðrir tónleikar Nýja tónlistarskólans

AÐRIR tónleikar í tónleikaröð Nýja tónlistarskólans, sem haldin er í tilefni af 20 ára afmæli skólans, verða í Grensáskirkju sunnudaginn 1. febrúar kl. 17. Ragnar Björnsson leikur tvo orgelkonserta op. 4 nr. 5 og nr. 13 í F­dúr. Meira
1. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 90 orð

Afmælisfagnaður Færeyingafélagsins

FÆREYINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík varð 55 ára á þessu ári. Í tilefni af því kom danshópurinn Tökum Lætt frá Þórhöfn í heimsókn og sýndi færeyskan dans í Kringlunni, á þrettándagleði og á fræðslukvöldi félagsins. Jens Dalsgaard hélt þar erindi um dansatriðin og var aðsókn góð. Meira
1. febrúar 1998 | Menningarlíf | 405 orð

Blásið til heiðurs tónskáldum

BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur heldur sína fyrstu tónleika á nýju ári í Gerðubergi þriðjudaginn 3. febrúar kl. 20.30. Eingöngu verða flutt íslensk verk í tilefni af fimmtíu ára afmæli STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, sem var í gær. Að sögn Einars Jóhannessonar, klarínettuleikara kvintettsins, er vel við hæfi að heiðra íslensk tónskáld á þessum tímamótum. Meira
1. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 1051 orð

Blöðrusalinn við musterishliðið Ný gamanþáttaröð

Í VETUR hefur íslenskt sjónvarpsefni verið óvenju áberandi á öldum ljósvakans. Sunnudagsleikhús Sjónvarpsins er t.d. nýr vettvangur fyrir íslenska leikritagerð, en þar hafa ný verk verið sýnd í bland við eldra efni frá því í haust. Margra grasa hefur kennt í verkefnavali og mikil áhersla verið lögð á nýju verkin sem hafa fengið mest pláss. Meira
1. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 222 orð

Bobby Brown í fangelsi

SÖNGVARINN Bobby Brown huldi andlit sitt og grét eftir að hann var dæmdur til að eyða fimm dögum í fangelsi og til að undirgangast eiturlyfja- og áfengismeðferð. Eiginkona hans, söngkonan Whitney Houston, sat við hlið hans í dómsalnum og grét einnig. Meira
1. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 1229 orð

ERLENDAR PLÖTUR Sverrir Hreiðarsson fjallar um "Yield" með Pearl Jam sem kemur út 2. febrúar.

Sverrir Hreiðarsson fjallar um "Yield" með Pearl Jam sem kemur út 2. febrúar. Það sem ég vonaðist til og gott betur ÞAÐ varð mikið fjaðrafok í bandarískum tónlistariðnaði í byrjun desember þegar nokkrar útvarpsstöðvar léku Given To Fly, fyrstu smáskífuna af Yield, í leyfisleysi. Lagið mátti ekki leika í útvarpi fyrr en á útgáfudaginn 6. janúar. Meira
1. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 858 orð

FRANÇOIS TRUFFAUT

SÚ VAR TÍÐIN að hlutverk kvikmyndahúsanna á Stór-Reykjavíkursvæðinu var mun menningarlegra en það hefur verið að undanförnu. Enda fyrir tíma kvikmyndahátíða og sjónvarps. Hafnarfjarðarbíóin voru í nokkrum sérflokki í þessu tilliti og kom ýmislegt til. Sérstaða þeirra í sýningu evrópskra mynda stafaði sjálfsagt fyrst og fremst af því að þau höfðu ekkert Hollywoodumboð líkt og öll Reykjavíkurbíóin. Meira
1. febrúar 1998 | Menningarlíf | 71 orð

Fyrirlestrar á vegum MHÍ

GRANT Watson, breskur myndlistarmaður og gestakennari við MHÍ, heldur fyrirlestur í Málstofu í Laugarnesi mánudaginn 2. febrúar kl. 12.30. Í fyrirlestrinum fjallar Watson um myndlistarblaðið Victoria sem hann gefur út í London ásamt fleirum og sýningarhald og margmiðlunarverkefni sem tengist blaðaútgáfunni. Meira
1. febrúar 1998 | Menningarlíf | 110 orð

Hamlet í Listaklúbbnum

FYRIRLESTUR og umræður verða í Listaklúbbi Leikhúskjallarans um leikritið Hamlet mánudagskvöldið 2. febrúar kl. 20.30. Leikritið er sýnt í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Bjarni Jónsson leikskáld, leikhúsfræðingur og "dramatúrg" sýningarinnar talar um leikritið og fjallar lítillega um bakgrunn þess. Meira
1. febrúar 1998 | Menningarlíf | 127 orð

Menning og saga gerð aðgengilegri

MENNINGARMÁLANEFND Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum tillögu þess efnis að lögð verði áhersla á að menning og saga borgarinnar verði gerð aðgengilegri fyrir allan almenning, þar á meðal fyrir skólastarf í borginni. Meira
1. febrúar 1998 | Menningarlíf | 159 orð

Óþekktar ljósmyndir í Þjóðminjasafninu

ÞJÓÐMINJASAFN Íslands hefur staðið fyrir nokkrum ljósmyndasýningum á undanförnum árum, þar sem sýndar hafa verið óþekktar ljósmyndir, aðallega mannamyndir, úr fórum safnsins. Sýningin hefur það að markmiði að leita upplýsinga um myndefnið hjá safngestum. Meira
1. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 546 orð

SÍMTALIÐ HLERAÐ

Í ÞÁ sælu tíð er fimmtudagar voru sjónvarpslausir skipuðu útvarpsleikrit mikilvægan sess í lífi stórs hluta þjóðarinnar. Þessari grein er enn markvisst viðhaldið þótt hlustendur væru eflaust fleiri ef stillimyndin ríkti enn ein á sjónvarpsskermum landsmanna langtímum saman eins og áður fyrr. Útvarpsleikhús Rásar 1 er helsti vettvangur metnaðarfullrar dagskrárgerðar af þessu tagi. Meira
1. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 117 orð

Sophia Loren verndari tískunnar

KVIKMYNDAGYÐJAN Sophia Loren hefur tekið að sér forsæti hjá sérstakri umboðsskrifstofu tískunnar í Róm. Um er að ræða samstarf borgarráðsins og verslunarráðsins og er ætlað að auðvelda tískuhönnuðum að starfa í borginni. Borgarstjórinn í Róm, Francesco Rutelli, sagði hlutverk umboðsskrifstofunnar hvort tveggja að styðja nýja hönnuði og þá sem fyrir eru. Meira
1. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 396 orð

SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð2 21.00 Sænska myndin Mitt hundalíf ('85) var á sínum tíma tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda mynd ársins og vakti athygli Hollywood á leikstjóranum Lasse Hallström. Saga til næsta bæjar ­ Something to Talk About (95), er ein nokkura mynda sem hann hefur gert vestan hafs við misjafnan orðstír. Meira
1. febrúar 1998 | Menningarlíf | 33 orð

Sýningum lýkur

Sýningum lýkur Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs TVEIMUR einkasýningum lýkur nú um helgina. Það er sýning Kjartans Ólasonar í austursal og sýning Steinunnar Helgadóttur á neðri hæð. Listasafnið er opið daglega frá kl. 12­18, nema mánudaga. Meira
1. febrúar 1998 | Leiklist | 411 orð

Úr kvennaheimi

Leikari: Vala Þórsdóttir. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. GÓÐ KONA EFTIR JÓN GNARR Leikari: Arndís Hrönn Egilsdóttir. Leikstjóri: Benedikt Erlingsson. Búningar: Ragna Fróðadóttir. Leikmunir: Þorkell Harðarson.Hafnarfjarðarleikhúsið, Efra svið, föstudagur 30. janúar. Meira
1. febrúar 1998 | Menningarlíf | 391 orð

"Virðingarvottur við ungt tónlistarfólk"

ÞRIÐJUDAGINN 3. febrúar kl. 20.30 heldur Gunnar Kvaran sellóleikari einleikstónleika í Listasafni Íslands. Tónleikarnir eru til styrktar Listasjóði Tónlistarskólans í Reykjavík sem stofnaður var fyrir nokkrum árum til þess að styrkja og veita viðurkenningu efnilegum nemendum við skólann. Meira
1. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 211 orð

(fyrirsögn vantar)

Góð myndbönd Jude (Jude) Falleg og einstaklega dramatísk mynd sem gerist á seinustu öld og fjallar um ungt fólk sem berst fyrir réttinum að fá að vera það sjálft. Christopher Eccleston og Kate Winslet í aðalhlutverkum. Meira

Umræðan

1. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 601 orð

Að flytja eður ei!

HÉR á Húsavík er hálfgert vandræðaástand. Pólitíkusarnir okkar eru svo uppteknir af því hverjum þeir sænga hjá eftir kosningar að þjóðþrifamál eins og flutningar ríkisstofnana hafa algerlega farið fram hjá þeim. Því er nauðsynlegt að hinn almenni kjósandi taki fram fyrir hendurnar á þeim svona mitt í framboðslofgreinunum og taki að krefjast einhvers réttlætis. Meira
1. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 412 orð

Bæjarmálafélag Hveragerðis

DEILUR sjálfstæðismanna í Hveragerði undanfarið hafa verið áberandi í bæjarfélaginu og í brennidepli fjölmiðlanna. Með brottrekstri fjögurra bæjarfulltrúa af D-lista úr Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi í apríl má segja að smiðshögg hins algjöra trúnaðarbrests hafi verið fullkomnað. Fljótlega stofnuðu bæjarfulltrúarnir 4 ásamt fjölda stuðningsmanna nýtt félag, Bæjarmálafélag Hveragerðis. Meira
1. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 251 orð

Misnotkun Árna Sigfússonar

HVERNIG stendur á því að Árna Sigfússyni, efsta manni á lista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar í vor, er liðið að misnota fjöldasamtök á borð við Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) til að reka kvöld eftir kvöld áróður fyrir sjálfan sig í sjónvarpi? Þetta er afar ósmekklegt gagnvart þeim fjölda félaga í FÍB sem eru einlægir stuðningsmenn Reykjavíkurlistans. Meira

Minningargreinar

1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 336 orð

ANNA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR

ANNA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Anna Guðrún Guðmundsdóttir fæddist 6. maí 1898 að Selá á Árskógsströnd, og lést 23. janúar 1998 á Skjaldarvík í Eyjafirði. Foreldrar hennar voru Guðmundur Kristinn Jónsson úr Skagafirði, f. 25. nóvember 1857, og Rósalía Jóhannsdóttir frá Selá á Árskógsströnd, f. 26. ágúst 1863. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 473 orð

Anna Guðrún Guðmundsdóttir Hjalti Guðmundsson

Okkur systkinin langar að minnast afa og ömmu í sveitinni nú þegar amma hefur kvatt þennan heim og er komin til afa sem er búinn að bíða hennar í næstum 10 ár hinum megin. Amma og afi kynntust á sveitaballi í Eyjafirði þegar amma var í kaupavinnu á Æsustöðum. Afi var annálaður dansari og glæsimenni, amma lipur og ljúf. Með þeim tókust ástir sem entust til dauðadags. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 302 orð

Anna Guðrún Guðmundsdóttir Hjalti Guðmundsson

Ég hitti tengdaforeldra mína fyrst vorið 1956. Þá hófust kynni og vinátta okkar á milli sem dafnaði og þroskaðist með hverju ári. Sá félagsskapur veitti bæði þeim og mér gleði og ánægju. Samverustundirnar urðu margar og ógleymanlegar. Anna og Hjalti báru ríka umhyggju fyrir börnum sínum, öðrum afkomendum, vinum og nágrönnum. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 198 orð

Ágústa Gísladóttir

Elsku amma er farin á þann stað sem þeim er fyrirhugaður sem trúa á Drottin. Amma átti von og trú á þann sem kom í heiminn og gaf sitt líf, Jesúm Krist Guðs son. Hann var henni allt og Honum miðlaði hún til barna sinna og barnabarna og fyrir það erum við systurnar þakklátar. Amma var mikil heiðurskona og yndisleg í allri framkomu. Það er margs að minnast þegar litið er til baka. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 775 orð

Ágústa Margrét Gísladóttir

Elskuleg tengdamóðir mín, Ágústa Margrét Gísladóttir, er látin á nítugasta og öðru aldursári. Ágústa lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 24. janúar þar sem hún hefur átt athvarf síðustu tæp tvö árin. Þar leið henni vel og var fljót að aðlagast þeim breyttu aðstæðum sem þá urðu. Þar eignaðist hún góða vini, sat löngum við hannyrðir eins og hún hafði löngum gert áður. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 442 orð

Ágústa Margrét Gísladóttir

Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð lykill er hún að Drottins náð. (H.P.) Þetta vers fyllti huga minn við andlát elskulegrar tengdamóður minnar. Börnin hennar, tengdabörnin, barnabörnin og barnabarnabörnin, öll vorum við bænabörnin hennar. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 158 orð

ÁGÚSTA MARGRÉT GÍSLADÓTTIR

ÁGÚSTA MARGRÉT GÍSLADÓTTIR Ágústa Margrét Gísladóttir fæddist á Eyrarbakka 4. ágúst 1906. Hún andaðist á Droplaugarstöðum 24. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Margrét Þórðardóttir og Gísli Karelsson. Ágústa giftist 25. október 1925 Hendrik E. Einarssyni, f. 24. febrúar 1897, d. 5. mars 1979. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 919 orð

Dröfn Hannesdóttir

Elsku mamma, lífshlaupi þínu verður best lýst með því, hvernig þú varðir síðustu ævidögum þínum. Helsjúk fylgdirðu nánustu ástvinum þínum til grafar. Það var froststilla og stjörnubjart kvöld, þegar við stóðum saman í síðasta skiptið. Þung þóttu mér vera þau örlög að sú samverustund skyldi vera yfir moldum föður þíns, viku eftir að við fylgdum systur hans til grafar. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 506 orð

Dröfn Hannesdóttir

Þá er fegursta lauf trésins fölnar og fellur að rótum þess, þá samlagast það þeim hinum sama jarðvegi og áður gaf því líf og verður sú uppspretta sem viðheldur hringrás lífsins þar sem í endi er falið upphaf. Þannig deyr það ekki heldur lifir áfram í gegnum það líf er það gefur af sér. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 388 orð

Dröfn Hannesdóttir

Elsku Dröfn mín. Mig langar til að minnast þín og þakka þér með því sem hér á eftir kemur. Minningarnar renna fram hjá. Hvar á ég að nema staðar? Þetta eru hlýjar og góðar minningar um yndislega konu, sem geislaði af góðum vilja og fórnfýsi. Dröfn mín, alltaf varstu tilbúin til að rétta fram hjálparhönd ef eitthvert okkar átti í erfiðleikum. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 123 orð

DRÖFN HANNESDÓTTIR

DRÖFN HANNESDÓTTIR Dröfn Hannesdóttir kennari var fædd 11. nóvember 1935. Hún lést 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hannes M. Þórðarson, kennari, f. 4. febrúar 1902, d. 4. janúar 1998, og Ólöf Guðlaugsdóttir, kennari, f. 27. júlí 1903, d. 29. október 1952. Dröfn tók stúdentspróf frá MR 1955 og kennarapróf 1956. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 517 orð

Guðmunda S. Guðmundsdóttir

Mig langar að minnast með nokkrum orðum hennar Diddu föðursystur minnar sem er látin. Það er þó erfitt að minnast Diddu án þess að nefna Ellu líka því þær systur voru svo samrýndar og fóru flest saman. Ella lifir systur sína og er á sjúkradeild Hrafnistu. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 292 orð

Guðmunda S. Guðmundsdóttir

Þessi fátæklegu kveðjuorð eru rituð í faðmi Dólomítafjallanna er gnæfa til himins böðuð kvöldskininu. Mér hefur borist sú fregn að móðursystir mín, Didda, hafi kvatt þennan heim á kyrrlátan hátt og var það í samræmi við allt hennar líf og viðmót. Móðursystur mínar, Ásta, Ella og Didda, bjuggu alla tíð saman. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 668 orð

Guðmunda S. Guðmundsdóttir

Líklega hefðu ýmsir talið það lítt öfundsvert hlutskipti sem beið mín þegar ég gekk í heilagt hjónaband fyrir þrjátíu árum. Þann dag eignaðist ég hvorki meira né minna en þrjár tengdamæður á einu bretti. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 115 orð

GUÐMUNDA S. GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐMUNDA S. GUÐMUNDSDÓTTIR Guðmunda Sigríður Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1914. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 19. janúar síðastliðinn. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 359 orð

Jón Þór Kristjánsson

Pabbi minn var einstakur maður. Hann var hvorki stór né ríkur en stundum fannst mér hann eiga allan heiminn. Hann var af þeirri kynslóð manna sem trúði á íslenska fósturjörð og íslensk gildi. Kynslóð sem smám saman er að hverfa. En slíkir menn trúðu að karlmaður væri einungis heill í starfi sínu, án þess væri hann hvorki fugl né fiskur. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 30 orð

JÓN ÞÓR KRISTJÁNSSON

JÓN ÞÓR KRISTJÁNSSON Jón Þór Kristjánsson fæddist í Hvammi í Dýrafirði 23. ágúst 1933. Hann lést á Grensásdeildinni 10. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 16. janúar. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 582 orð

Sigríður Þórðardóttir

Hvað gerir okkur að þeim einstaklingum sem við erum? Svarið er ekki einfalt, en nokkuð er víst að við erum samspil erfða, uppeldis, umhverfis og fleiri þátta. Í þessari blöndu vega þeir einstaklingar þungt sem við höfum lært af eða haft varanleg áhrif á okkur. Í þessari mótun vegur okkar nánasta umhverfi þyngst, á meðan er verið að slíta barnsskónum. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 30 orð

SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR

SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR Sigríður Þórðardóttir var fædd í Jórvík í Breiðdal 5. desember 1906. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 20. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 472 orð

Þorlákur Jónsson

Við viljum minnast hans Þorláks, okkar ástkæra afa, fáeinum orðum. Okkar bernsku- og unglingsár bjuggum við á næstu hæð fyrir neðan hann á Grettisgötu 6, og því var samgangur við hann mjög mikill. Fyrst við hann og ömmu, og eftir andlát hennar við hann og Matthildi. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 31 orð

ÞORLÁKUR JÓNSSON

ÞORLÁKUR JÓNSSON Þorlákur Jón Jónsson rafverktaki fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 23. desember 1907. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 29. janúar. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 184 orð

Þórey Birna Runólfsdóttir

Við systkinin kveðjum nú elsku ömmu í Leiti eins og hún hefur heitið í huga okkar frá því að við vorum börn og alla tíð síðan. Skipti þá engu máli þótt hún byggi annars staðar nú síðustu árin. Það var í Hvassaleitinu sem hún umvafði okkur ást sinni og umhyggju, hvort heldur við komum í stutt innlit eða til næturgistingar, alltaf sömu yndislegu móttökurnar. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 193 orð

Þórey Birna Runólfsdóttir

Okkur systkinin langar að minnast móður okkar með fáeinum orðum og þakka henni allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Þegar við fluttum í Hvassaleiti fluttu þrjú systkinin með þeim, því Björg var farin að búa. Aldrei kvartaði mamma þó ekki væri mikið til. Það var passað að okkur skorti aldrei neitt. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa okkur og ráða fram úr þeim vanda sem að höndum bar. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 492 orð

Þórey Birna Runólfsdóttir

Börn þeirra hjónanna, Birnu og Sigurðar, eru öll mesta myndarfólk og vel gefin. Þau eru öll á lífi og nú sakna þau sárt elskulegrar móður sinnar. Ég votta eftirlifandi eiginmanni og börnum og öðrum afkomendum þeirra hjónanna mína dýpstu samúð og bið góðan guð að gefa þeim þrek og styrk í sinni miklu sorg. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 100 orð

Þórey Birna Runólfsdóttir

Nú þegar við lítum til baka og minnumst elskulegrar ömmu okkar, sem nú er dáin, að okkur finnst of fljótt, rifjast upp margar góðar og yndislegar minningar. Þú, amma, varst alltaf að stússast eitthvað, þó sérstaklega í eldhúsinu. Það var alltaf veislumatur á borðum þegar við vorum í heimsókn. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 41 orð

Þórey Birna Runólfsdóttir

Amma okkar, Þórey Birna, er látin. Engin tárvot orð á blaði geta lýst þeirri sorg og ást, sem við berum í hjarta okkar. Minning um ástúðlegt líf hennar mun lifa áfram með okkur og barnabarnabörnum hennar. Guðmundur og Kolbrún. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 90 orð

Þórey Birna Runólfsdóttir

Elsku amma. Eftir veikindin ertu loks búin að fá hvíld, og við vitum að þér líður vel núna. Samt er okkur brugðið og þín er sárt saknað. Góðar minningar eigum við um þig frá því að við vorum börn og fórum í bíltúr eða ferðalög. Þá söngst þú alltaf þrisvar sinnum: Þú guð sem stýrir stjarna her og stjórnar veröldinni, í straumi lífsins stýrð þú mér með sterkri hendi þinni. Meira
1. febrúar 1998 | Minningargreinar | 212 orð

ÞÓREY BIRNA RUNÓLFSDÓTTIR

ÞÓREY BIRNA RUNÓLFSDÓTTIR Þórey Birna Runólfsdóttir fæddist í Klausturseli á Jökuldal hinn 28. september 1919. Hún andaðist í Seljahlíð í Reykjavík hinn 25. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Runólfur Sigtryggsson og Þórunn Sigurlaug Jóhannsdóttir, sem bjuggu á Innri-Kleif í Breiðdal. Meira

Daglegt líf

1. febrúar 1998 | Bílar | 316 orð

1931 CHRYSLER

BANDARÍKJAMAÐURINN Walter P. Chrysler hóf afskipti af bílaiðnaðinum með framleiðslu á Buick árið 1911. Hann var ein af aðaldriffjöðrunum sem síðar voru fengnar til starfa í General Motors þegar fyrirtækið var að hefja starfsemi. Þar var Chrysler undir stjórn William Durant sem þótti ráðríkur og erfiður í umgengni. Meira
1. febrúar 1998 | Bílar | 110 orð

Ábyrgð úr gildi ef við ryðvörn

ALLUR gangur er á því hvort bílar séu afhentir frá umboðum hérlendis ryðvarðir eður ei, samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Sum umboð láta ryðverja allan bílinn en önnur ákveðna hluta bílsins, einkum með hljóðeinangrun í huga. Meira
1. febrúar 1998 | Bílar | 252 orð

Bílslysum fjölgar HÁLF milljón ma

HÁLF milljón manns lætur lífið árlega í bílslysum í heiminum. Bandarískir vísindamenn spá því að innan tíðar verði bílslys þriðja algengasta orsök dauðsfalla, aðeins hjartasjúkdómar og heilablóðföll verði algengari dánarorsök. Meiðslum og dauðsföllum af völdum bílsslysa fjölgar með ógnvænlegum hraða hvarvetna í heiminum segir í skýrslu bandarískra sérfræðinga. Meira
1. febrúar 1998 | Ferðalög | 219 orð

Bætur ef flugi er aflýst

FLUGFARÞEGAR innan Evrópusambandsins geta nú átt von á betri tíð hvað varðar samskipti við flugfélög sem aflýsa flugi á síðustu stundu en Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undanfarið unnið að endurskipulagningu reglna varðandi flugsamninga innan Evrópusambandsins. Meira
1. febrúar 1998 | Ferðalög | 482 orð

Er Netið ofmetið í ferðaþjónustu?

Í FERÐAÞJÓNUSTU sem og öðrum atvinnugreinum beinist athygli manna nú í æ ríkari mæli að möguleikum Netsins við markaðs- og sölumál. Fjölmörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru nú komin með eigin heimasíður með upplýsingum um fyrirtækið, þá þjónustu sem það býður og jafnvel möguleika á að bóka þjónustuna. Meira
1. febrúar 1998 | Ferðalög | 235 orð

Ferð til Noregs á döfinni

FLUGLEIÐIR efna til skíðaferðar til Geilo í Noregi 5.-13. mars næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem flugfélagið býður skipulagðar ferðir þangað en fararstjóri verður Sigurður Hall matreiðslumaður sem bjó í Geilo um átta ára skeið og rak þar m.a. veitingastað. Geilo skíðasvæðið er mjög fjölskylduvænt, að sögn Kristínar Aradóttur forstöðumanns Út í heim pakkaferða hjá Flugleiðum. Meira
1. febrúar 1998 | Ferðalög | 1440 orð

Fiskveiðará MississippiBandaríkin eru stór og fjölbreytni innan landamæra þeirra með ólíkindum. Hjörtur Gíslason heimsótti

SKÓGARHÖGG og flutningar sköpuðu borgina, en bjórinn bjargaði henni. Borgin La Crosse er líklega ekki mikið þekkt meðal Íslendinga, en nokkrir búa þó þar og í næsta nágrenni. Borgin er í vesturhluta Wisconsin en örskammt er yfir í ríkin Minnesota, Iowa og Illinois. Aðeins búa um 50.000 manns í borginni en alls um 100.000 í henni og næsta nágrenni. Meira
1. febrúar 1998 | Ferðalög | 54 orð

Hótel í gömlum herragarði

Í GRÓÐURSÆLUM sveitum umhverfis borgina Porvoo í Finnlandi eru allmargir gamlir og glæstir herragarðar. Þekktastur er Haikko Manor, en elstu heimildir herma að árið 1362 hafi hann verið í eigu dómíníkanska munkaklaustursins í Vyborg. Nú er þar hótel með ósviknum antikhúsgögnum í hverju herbergi og frábærri aðstöðu til heilsuræktar. Meira
1. febrúar 1998 | Bílar | 639 orð

Jepplingurinn Freelander

LAND Rover ætlar að skella sér í slaginn á markaði fyrir jepplinga. Þar hafa japanskir framleiðendur ráðið ríkjum en nú hefur Land Rover kynnt Freelander jeppann sem er rúmgóður, þægilegur og með þokkalegum eiginleikum utan vega. Meira
1. febrúar 1998 | Ferðalög | 85 orð

Nóg komið á Mallorka

ÁKVEÐIÐ hefur verið að reyna að stemma stigu við frekari fjölgun sólþyrstra ferðamanna sem leggja leið sína til Mallorka, Ibiza og Minorca. Í vikunni sendu yfirvöld svæðisins frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að hámarkinu væri nú náð hvað varðar fjölda gistiplássa þar. Ekki verða gefin út fleiri leyfi til byggingu hótela eða gistiheimili á eyjunum þremur en þar búa samtals um 760.000 manns. Meira
1. febrúar 1998 | Bílar | 217 orð

Ný kynslóð Clio kynnt

NÝR Renault Clio kemur á markað í Frakklandi í mars en líklega ekki fyrr en í haust á norðlægari markaði. Bíllinn hefur verið framleiddur í sjö ár í 3,8 milljónum eintaka. Allt á að vera betra í annarri kynslóð bílsins sem nú hefur verið frumkynnt. Meira
1. febrúar 1998 | Ferðalög | 816 orð

Ósvikinantikhúsgögní hverju herbergiÍ amstri hversdagsleikans dreymir Valgerði Þ. Jónsdóttur stundum um að vera dekurrófa á

Í GRÓÐURSÆLUM sveitum umhverfis borgina Porvoo í Finnlandi eru allmargir gamlir og glæstir herragarðar. Þekktastur er Haikko Manor, en elstu heimildir herma að árið 1362 hafi hann verið í eigu dómíníkanska munkaklaustursins í Vyborg. Síðar eignuðust og bjuggu þar ættgöfugar fjölskyldur og gekk herragarðurinn í erfðir mann fram af manni. Meira
1. febrúar 1998 | Bílar | 170 orð

Renault Kangoo um mánaðamótin

SALA hefst á litlum Renault Kangoo sendibílum um næstu mánaðamót. Renault Kangoo hefur vakið talsverða athygli fyrir sérstæða hönnun. Hann er þeim kostum búinn að hægt er að fella niður skilrúmið milli farþegarýmis og flutningsrýmis og auka þar með flutningsrýmið verulega. Meira
1. febrúar 1998 | Ferðalög | 97 orð

Staðsetningartæki boðið upp

Á sýningunni Vetrarlíf sem haldin var í húsnæði Ingvars Helgasonar hf. 17.-18. janúar sl. var haldið uppboð á Magellan GPS 2000XL staðsetningartækinu sem Ingþór Bjarnason Ólafur Örn Haraldsson og Haraldur Örn Ólafsson notuðu í leiðangri sínum á suðurskautið. Í samráði við Aukaraf ehf. Meira
1. febrúar 1998 | Ferðalög | 412 orð

Svangi götusalinn

MARGIR góðir veitingastaðir eru í La Crosse og nágrenni og fjölbreytni mikil. Á öllum börum er hægt að fá alls konar einfaldar máltíðir, en sérstaka veitingastaði af öllu tagi má finna í borginni. Þar eru kínverskir staðir, ítalskir, mexíkóskir, franskir og svo framvegis að ógleymdum ekta amerískum steikhúsum. Meira
1. febrúar 1998 | Ferðalög | 523 orð

SÞekktur fyrir sól og góðar skíðabrekkur Arosa er vel kunnur skíðabær í Sv

AROSA hefur orð á sér fyrir sól og góðar brekkur en einnig fyrir góðar veitingar og fjör í fjallakofunum. Troðnir göngustígar liggja upp í alla veitingastaðina. Vinir og kunningjar geta því hist þar hvort sem þeir eru á skíðum eða ekki. Á góðviðrisdögum um helgar er oft ótrúlegur fjöldi fólks á gangi. Meira
1. febrúar 1998 | Bílar | 62 orð

Toyota Avensis uppseldur

AVENSIS, arftaki Toyota Carina, hefur fengið góðar viðtökur hér á landi en salan hófst í byrjun þessa árs. Bíllinn er uppseldur hjá umboðinu. Alls hafa um 60 bílar verið afhentir og er biðlisti eftir nýjum bílum, að sögn Björns Víglundssonar, hjá Toyota. Það koma stöðugt nýir bílar til landsins en allir bílar sem koma á næstu vikum eru seldir. Meira
1. febrúar 1998 | Bílar | 85 orð

Tveggja sæta rafbíll frá Toyota

TOYOTA ætlar að hefja sölu á ódýrum, tveggja sæta rafbíl á öllum stærstu mörkuðum heims fyrir árslok. Japanska dagblaðið Nihon Keizai Shimbun sagði frá því að verð á þessum bílum yrði á bilinu 11.600-13.900 dollarar, 835.000- 1.000.000 ÍSK. Toyota rafbíllinn er 2,8 metra langur og á að komast 100 km á einni hleðslu. Meira
1. febrúar 1998 | Bílar | -1 orð

Volvo V70 XC alltaf með veggripi

VOLVO verksmiðjurnar hafa endurnýjað allan sinn bílaflota og í stað einvörðungu tölustafa hefur hver gerð fengið sinn bókstaf. S stendur fyrir stallbak, V fyrir langbak og C fyrir coupé bíl. Nýr V70 er kominn á markað og er í raun ekki breyttur í grundvallaratriðum í útliti frá 850 bílnum sem hann leysir af hólmi. Meira
1. febrúar 1998 | Bílar | 124 orð

Volvo V70 XC í hnotskurn

Vél: 2.435 rúmsentimetrar, 5 strokkar, 2 yfirliggjandi knastásar, 20 ventlar, 193 hestöfl við 5.100 sn./mín., 270 Nm við 1.800 sn./mín. Drifrás: Tölvustýrt fjórhjóladrif, fjögurra þrepa sjálfskipting. Lengd: 4,72 m. Breidd: 1,76 m. Hæð: 1,45 m. Þyngd: 1.716 kg. Meira
1. febrúar 1998 | Bílar | 1060 orð

Voru tilnefndir en unnu ekki

YFIR 60 bílar af 22 gerðum kepptu um titilinn Bíll ársins í Evrópu 1998. Evrópskir bílablaðamenn eru í dómnefndinni og er það talið skipta verulegu máli fyrir sölu að bílar fái góðan vitnisburð í þessari samkeppni. Við höfum sagt frá sigurvegaranum, Alfa Romeo 156, og þeim bílum sem urðu í næstu tveimur sætum, þ.e. VW Golf og Audi A6. Meira

Fastir þættir

1. febrúar 1998 | Í dag | 97 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, mánudagi

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 2. febrúar, verður níræð Júlíana K. Björnsdóttir, Blikastíg 7, Bessastaðahreppi. Júlíana og fjölskylda hennar taka á móti gestum í veitingasal Skútunnar í Hólshrauni 3, Hafnarfirði, á afmælisdaginn á milli kl. 20 og 22. ÁRA afmæli. Nk. Meira
1. febrúar 1998 | Fastir þættir | 63 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja

NÚ er farið að síga á seinni hlutann í aðalsveitakeppni félagsins og aðeins einni umferð ólokið. Efstu sveitirnar mættust sl. mánudagskvöld og lauk þeirri viðureign með sigri Garðars Garðarssonar sem þar með tók forystuna í mótinu. Meira
1. febrúar 1998 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júní í Sage kapellu í Cornell-háskóla, Bandaríkjunum Stephanie Smith og Hjálmtýr Hafsteinsson. Heimili þeirra er í Tjarnarbóli 10, Seltjarnarnesi. Meira
1. febrúar 1998 | Dagbók | 720 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
1. febrúar 1998 | Fastir þættir | 629 orð

Engin óvænt úrslit

Allir stórmeistararnir komust í gegnum fyrstu umferðina. ÚRSLITAKEPPNIN á Íslandsmótinu í atskák fer fram nú um helgina. Mótið er geysisterkt og meðal þátttakenda eru sex stórmeistarar, þar á meðal núverandi Íslandsmeistari í atskák, Helgi Ólafsson. Þátttakendur eru eftirfarandi, raðað eftir atskákstigum: 1. Helgi Ólafsson, SM, Hellir, 2585 2. Meira
1. febrúar 1998 | Fastir þættir | 300 orð

Reykjavíkurprófastsdæmi.

Reykjavíkurprófastsdæmi. Hádegisfundur presta verður í Bústaðakirkju á morgun, mánudag. Biskup Íslands verður gestur fundarins. Áskirkja. Æskulýðsfélag mánudagskvöld kl. 20. Dómkirkjan. Kl. 11 barnasamkoma í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Meira
1. febrúar 1998 | Í dag | 488 orð

YRSTI dagur febrúarmánaðar er merkur sögudagur. Þann d

YRSTI dagur febrúarmánaðar er merkur sögudagur. Þann dag árið 1904 varð Hannes skáld Hafstein, þá þigmaður Eyfirðinga og bæjarfógeti á Ísafirði, fyrstur manna ráðherra hér á landi. Þá tók við heimastjórn á Íslandi með stofnun sérstaks stjórnarráðs í Reykjavík. Það skiptist í þrjár deildir eftir málaflokkum. Meira
1. febrúar 1998 | Í dag | 398 orð

Örfáar leiðrétt-ingar við miklarrangfærslur Í MORGU

Í MORGUNBLAÐINU 25. janúar 1998 er viðtal við Harald Guðbergsson. Að loknum lestri viðtalsins fylltist ég reiði, síðan vorkunnsemi. Haraldur fer með miklar rangfærslur og gerir eins lítið úr okkur sveitafólkinu og hann getur. Haraldur heldur því fram, að vistfólkið í Reykjalundi hafi ekki fengið að koma á samkomur eða ferðast með rútunni. Þvílíkt rugl. Meira
1. febrúar 1998 | Fastir þættir | 322 orð

(fyrirsögn vantar)

Þriðjudaginn 27. janúar var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell-tvímenningur með forgefnum spilum. 22 pör spiluðu 9 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 216 og efstu pör voru: N: Halldóra Magnúsdóttir ­ Kristín Torfadóttir 254Sigrún Steinsdóttir ­ Haukur Harðarson 237Reynir Grétarsson ­ Hákon Stefánsson Meira

Íþróttir

1. febrúar 1998 | Íþróttir | 264 orð

Evrópuleikur KA og Trieste

"VIÐ ætlum að ljúka keppni í Meistaradeild Evrópu með sæmd," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA, við Morgunblaðið spurður um viðureign Íslandsmeistaranna við Generali Trieste, sem hefst kl. 16 í KA-heimilinu í dag, sunnudag. "Það er okkur mikið metnaðarmál að kveðja keppnina að þessu sinni með sigri og að því er stefnt. Meira
1. febrúar 1998 | Íþróttir | 270 orð

Fyrsta bannið vegna refsistiga

Lárus Orri Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og fyrirliði Stoke, lék ekki með liði sínu, þegar það tapaði 1:0 í Swindon í 1. deild ensku knattspyrnunnar í vikunni. Hann er kominn með fimm gul spjöld og fékk tveggja leikja bann ­ verður heldur ekki með á móti Middlesbrough í dag, sunnudag. Meira
1. febrúar 1998 | Íþróttir | 707 orð

Nýr hópur og minni væntingar en áður

Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Leifturs í Ólafsfirði í efstu deild knattspyrnunnar undanfarin ár. Breytingarnar í ár eru mun meiri en áður og væntingarnar minni eins og Steinþór Guðbjartsson komst að við skoðun málsins. Meira

Sunnudagsblað

1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 1339 orð

Aðvirkjamenn

Hæfileikinn til að leggja sig allan fram í skorpuvinnu en gleyma ekki fyrirhyggjunni eru meðal annars forsendur þess að allt gangi upp þegar mannvirki á borð við álver er reist, segir í grein Kristjáns Jónssonar. Ljósmyndari Morgunblaðsins, Þorkell Þorkelsson, fylgdist með degi í lífi Tómasar M. Sigurðssonar, verkfræðings Norðuráls. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 560 orð

Áhersla á samræmd öryggiskerfi

SLYSAVARNAFÉLAGIÐ hefur varpað fram þeirri hugmynd að komið verði á samræmdu öryggiskerfi til notkunar í skipum þar sem tekið verði mið af alþjóðlega viðurkenndum kerfum á þessu sviði. Yrði kerfið sniðið að þörfunum um borð í hverju skipi fyrir sig. Þær eru að sjálfsögðu ólíkar en um ákveðna stöðlun að ræða. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 187 orð

Ákærð fyrir að myrða ungbörn

NORSK kona á þrítugsaldri, sem ákærð hefur verið fyrir að svipta fjögur barna sinna lífi, lýsti í vikunni yfir sakleysi sínu. Konan hefur eignast fimm börn og eru fjögur þeirra látin. Í öll skiptin var úrskurðað að um vöggudauða hefði verið að ræða en er yngsta barnið lést, vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu, að því er segir í Aftenposten. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 1329 orð

Ástæður óhamingju ­ leiðir til hamingju

BÆKUR eru einskonar "niðursoðnar" hugsanir og það er alltaf forvitnilegt að lesa þanka um bætt mannlíf og betra samfélag. Fyrir skömmu lauk ég við að lesa nýútkomna íslenska þýðingu bókarinnar "Að höndla hamingju", eftir Bertrand Russel, enskan heimspeking sem dó 1970, 98 ára gamall. Hann fékk Nobelsverðlaun í bókmenntum árið 1950. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 1718 orð

Brosið tengir okkur best Arnmundur Backman lögmaður hefur gefið sig að ritstörfum í auknum mæli undanfarin ár. Hann sagði Hávari

NÝR leikritahöfundur kemur fram á sjónarsviðið í dag þegar leikhópurinn Snúður og Snælda frumsýnir leikritið Maður í mislitum sokkum.Maðurinn á bakvið verkið er lögfræðingurinn Arnmundur Backman, en kannski var ekki á margra vitorði að hann fengist við leikritaskrif í hjáverkum. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 3572 orð

Ekki fjaðrir af háðfuglum

ÉG REYNI að hreinsa sængur fyrir viðskiptavini mína samdægurs ef mér er unnt, það er ábyrgðarhluti að láta fólki vera kalt í rúminu, það getur ýmislegt af því hlotist," segir Benedikt Ólafsson alvarlegur í bragði ­ þó er eins og votti fyrir brosi í augunum. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 76 orð

Finna hvali sem taldir voru útdauðir

FUNDIST hefur hvalategund undan Aucklandeyjum, afskekktum eyjum 200 mílur suður af Nýja Sjálandi, sem virðist mjög skyld Suðurhafssléttbak, sem talinn var útdauður. Vísindamenn telja að um 150 dýr að kálfum meðtöldum séu í vöðunni sem fundist hefur á griðlandi hvala í Suðurhöfum. Ráðgera þeir að ná kjarnsýrusýnum úr dýrunum til þess að geta gengið úr skugga um uppruna þeirra. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 351 orð

Fjárveitingar Rannsóknasjóðs nær 82 milljónir

LOKIÐ hefur verið við úthlutun úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands fyrir árið 1998 og voru veittar alls rúmlega 78 milljónir króna til 180 verkefna úr Almenna sjóðnum. Einnig voru veittar nær 2,8 milljónir til fræðilegra skráningarverkefna og styrkir til tímabundinna lausnar frá kennslu. Er heildarfjárhæðin tæpar 82 milljónir króna. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 1717 orð

"Fjölskyldan og þjóðfélagið þurfa heilsuhrausta konu"

ÚTKEYRÐA ofurkonan sem Katrín Óskarsdóttir dró upp mynd af í viðtali við Valgerði Þ. Jónsdóttur, í Daglegu lífi Morgunblaðsins hinn 23. janúar síðastliðinn, var upphaf og endir fjölmennrar ráðstefnu um heilsufar kvenna, Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 1530 orð

Frá hugsjónum til hagfræði

POUL Nyrup Rasmussen setti siðferði á oddinn þegar hann komst til valda án kosninga 25. janúar 1993 í kjölfar skyndilegrar afsagnar Pouls Schlüters og hægristjórnar hans. Stjórnin varð að fara frá vegna tamílamálsins, sem að miklu leyti snerist um siðferði. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 597 orð

Fréttavefur Morgunblaðsins

MORGUNBLAÐIÐ hefur verið gefið út á Netinu síðan 1994 og á morgun eykur það útgáfu sína þar til muna. Þá verður opnaður á vefnum nýr fréttamiðill sem verður öllum opinn og byggist á eigin fréttastofu, aukinheldur sem þar munu birtast fréttir prentmiðilsins. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 1688 orð

Gandhi-veldið endurvakið?

SONJA Gandhi, ekkja Rajivs Gandhi, fyrrum forsætisráðherra Indlands, hefur rofið þögn sína og gengið til liðs við kosningavél Congress-flokksins, sem var pólitískur vettvangur þessa mikla ættarveldis um 40 ára skeið. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 274 orð

Geggjuð blanda

VESTUR í Bandaríkjunum er mikil ska-vakning í gangi. Til þeirrar vakningar telja sumir Smash Mouth, sem nýtur mikillar hylli nú um stundir, en á reyndar varla heima í flokki með poppuðum ska-sveitum. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 1693 orð

GÖNGIN NÍU MÁNUÐUM Á UNDAN ÁÆTLUN Stefán Reynir Kristinsson hefur verið fjármálastjóri hjá Íslenska járnblendifélaginu um

Stefán Reynir Kristinsson hefur verið fjármálastjóri hjá Íslenska járnblendifélaginu um árabil. Hann hefur einnig frá upphafi verið í stjórn Spalar sem stendur að gangagerð undir Hvalfjörð og 1. mars næstkomandi tekur hann við framkvæmdastjórastóli hjá Speli. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 222 orð

Happdrætti, merki og spilakassar

SLYSAVARNAFÉLAGIÐ hefur um áratuga skeið aflað fjár með því að selja merki félagsins og happdrættismiða. Kvennadeildir annast mikinn hluta af þessari fórnfúsu vinnu og selja einnig kaffi og aðrar veitingar til stuðnings starfinu, m.a. á Sjómannadaginn. Á seinni árum hafa umsvifin aukist, félagið hefur tekið að sér störf fyrir ríkisvaldið og söfnunaraðferðir breyst. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 3429 orð

Hestarnir eru mínir örlagavaldar Óslökkvandi áhugi Svanhildar Hall á hestum strax á unga aldri kom öllum á óvart. Enginn í

SVANHILDUR Hall er alin upp á Seltjarnarnesinu þar sem hún bjó með foreldrum sínum, Sigurði Hall og Eddu Magnúsdóttur, systur sinni Steinunni og Gunnari bróður sínum. Þrátt fyrir að enginn í fjölskyldunni hefði áhuga á hestum var annað uppi á teningnum hjá henni. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 449 orð

Játar að hafa ekki sagt frá ástarsambandinu

ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, hefur viðurkennt að hafa látið hjá líða að skýra ráðuneytisstjóra sínum, John Coles, frá því að Gaynor Regan væri ástkona sín þegar hann lagði til að hún yrði ráðin ráðherraritari. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 262 orð

Kokteiljass og reyksveifla

MARGIR eiga góðar minningar frá tónleikum bandarísku rokksveitarinnar Smithereens í Gamla bíói fyrir löngu. Sú er enn að eftir fimmtán ára starf og væntanleg breiðskífa í haust, en skammt er síðan leiðtogi hennar, Pat DiNizio, sendi frá sér sólóskífu þar sem kveður nokkuð við annan tón. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 1958 orð

KRISTINN og brekkan

SKÍÐAKAPPINN Kristinn Björnsson er varla nefndur á nafn án þess að það fylgi hvaðan hann er. Frá Ólafsfirði. "Ólafsfjörður hefur átt marga góða skíðamenn og mér þykir vænt um að vera alltaf kenndur við bæinn minn," segir Kristinn, Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 2466 orð

Leikhúsið er leit eins og lífið

HEFURÐU heyrt söguna af Stanislavskíj og dyraverðinum?" spyr Baltasar Kormákur þegar ég rifja upp viðtökurnar við Hamlet sýningu hans. "Stanislavskíj, sem var rússneskur leikstjóri og mikill natúralisti, var að setja upp sýningu í leikhúsi sínu í Moskvu um síðustu aldamót. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 637 orð

Lifandi fréttamiðill

NETIÐ var opnað fyrir almenna notkun í lok níunda áratugarins og 1989 varð til hjá CERN rannsóknastofnuninni í Sviss síðulýsingamálið HTML sem lagði grunn að veraldarvefnum. Ekki leið á löngu að fyrsti vafrinn sem eitthvað kvað að kom á markað, Mosaic, sem síðar varð að Netscape Navigator. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 1181 orð

Matur og megrun

HÉRNA í henni Ameríku er að finna mikið af fólki í mjög góðum holdum. Það hafa margir landar okkar séð, þá er þeir hafa heimsótt þetta ágæta gósenland. Fólk virðist hugsa og tala feikilega mikið um mat. Það er sífellt verið að ræða um næstu máltíð eða minnast eftirminnilegra málsverða. Allir geta tekið þátt í umræðum um mat, því allir þurfa að borða. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 374 orð

Meðalnyt aldrei verið meiri

NYTIN jókst í mjólkurkúm landsins á síðasta ári, samkvæmt skýrsluhaldi nautgriparæktarfélaganna sem Jón Viðar Jónmundsson nautgriparæktarráðunautur hefur tekið saman. Meðalnytin var 4.233 kg eftir hverja kú og er það 69 kg meira en var árið á undan. Hefur meðalnytin aldrei verið meiri. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 2062 orð

Möguleikar skógræktar til að binda koltvísýring

MIÐAÐ við spár um útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna athafna okkar Íslendinga verður hægara sagt en gert að standa við þá takmörkun á aukningu á útstreymi sem varð endanleg niðurstaða Kyotofundarins. Það er að Íslendingar megi ekki auka útstreymið meira en 10% miðað við sem það var árið 1990. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 176 orð

Nagladekkin eiga sína sök

GÍFURLEG mengun hefur verið í Ósló síðustu daga og var hún aðalumræðuefnið á fundi borgarstjórnarinnar á fimmtudag. Er fyrirhugað að setja nýjar reglur, sem kveða á um, að umferðin verði stöðvuð, verði mengunin aftur jafn mikil og síðustu tvo daga. Það eru ekki síst nagladekkin, sem eru sökudólgurinn nú að því er fram kemur í Aftenposten. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 545 orð

Nútímaeðlisfræðin og tölvutæknin

YFIRRITAÐUR hefur á síðustu misserum ritað hér þrjár greinar um tilurð smárans út frá eðlisfræðilegu sjónhorni, vegna hálfrar aldar afmælis fyribrigðisins, og vegna byltingarkenndra áhrifa hans á nútímaþjóðfélög. Hér verður bætt við fjórðu greininni í sama flokki, en einkum beint sjónum að þróun fastra efna í rafeindatækni, og framtíðarsjónarmiðum. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 1413 orð

Nýtt landnám íslenskra bókmennta í Þýskalandi

MJÖG vaxandi áhugi er nú á íslenskum bókmenntum í Þýskalandi. Á þessu ári munu að líkindum koma út 10­12 nýjar íslenskar skáldsögur á þýsku, auk allmargra sem verða endurútgefnar í kiljuformi. Það þykir tíðindum sæta að íslenskar bókmenntir eru nú gefnar út hjá stórum og öflugum forlögum í Þýskalandi, en það tryggir almenna útbreiðslu bókanna og mikla kynningu. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 269 orð

Orkutækni- og vörustjórnunarfræðingar brautskráðir

MIKIÐ fjölmenni var við brautskráningu Tækniskóla Íslands laugardaginn 17. janúar sl. í Árbæjarkirkju. 109 nemendur brautskráðust frá skólanum úr 5 deildum eða frumgreinadeild, byggingadeild, véladeild, heilbrigðisdeild og rekstrardeild. Nokkrir nemendur luku námi af fleiri en einni braut. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 153 orð

Óháðum útvarpsstöðvum lokað

STJÓRNVÖLD í Úsbekístan, sem hafa náið eftirlit með fjölmiðlum í landinu, hafa lokað tveimur óháðum útvarpsstöðvum, sem fluttu aðallega tónlist. Embættismaður hjá ríkisútvarpinu í Úsbekístan sagði, að tveimur útvarpsstöðvum hefði verið lokað í síðustu viku, Erden, sem endurflytur dagskrá frönsku stöðvarinnar Europe Plus, og Grand. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 1163 orð

ÓSKAR VELUR OG HAFNAR Brátt verður tilkynnt hverjir verða útnefndir til Óskarsverðlaunanna. Arnaldur Indriðason kynnti sér hvaða

ÓSKARSKAPPHLAUPIÐ er að hefjast. Hinn 10. febrúar mun verða tilkynnt hverjir verða útnefndir til Óskarsverðlaunanna sem afhent verða í endaðan mars. Mjög er spáð í spilin þessa dagana og er sagt að fleiri keppi um útnefningar nú en oft áður. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 1164 orð

Propaganda leikstjórarnir

Nokkrir af fremstu hasarmyndaleikstjórum Bandaríkjanna eiga eitt sameiginlegt. Þeir byrjuðu feril sinn hjá Sigurjóni Sighvatssyni og félögum í Propaganda Films í Los Angeles. Þeir gerðu auglýsingar og tónlistarmyndbönd en hafa síðan orðið að eftirsóttustu kvikmyndaleikstjórum draumaverksmiðjunnar. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 660 orð

Rannsóknir á uppruna íslenzkra fornmennta eru skemmtileg vi

Rannsóknir á uppruna íslenzkra fornmennta eru skemmtileg viðbót við hugmyndir okkar, en við getum ekki endurlífgað það sem dautt er. Þess vegna verðum við að lesa forníslensk rit, hvortsem um er að ræða ljóð eða laust mál, með því tæki sem við höfum til að skilja þau, þ.e. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | -1 orð

Réttar tennur endast betur

FYRIR fjörutíu árum voru tannréttingar nýjung hér á landi, en nú til dags vita flestir hvað um er að vera þegar þeir sjá unglinga með gómplötur í munni eða spengur á tönnum. Oft er þá verið að laga útlitsgalla sem viðkomandi telur óviðunandi, en um leið getur verið um að ræða bitskekkju sem tannlæknirinn telur ógna endingu tyggingarfæranna. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 1832 orð

Sjálfboðaliðar gegn háskanum

SAGT hefur verið að manntjón Íslendinga vegna sjóslysa um síðustu aldamót hafi verið svo mikið að jafnast hafi á við tap þjóða í styrjöldum. Í upphafi 20. aldar urðu átakanleg slys, meðal annars strandaði Kútter Ingvar rétt við Reykjavík. Bæjarbúar horfðu með skelfingu á dauðastríð 20 skipverja sem hurfu í öldurótið rétt hjá Viðey, ekkert var hægt að gera þeim til hjálpar vegna óveðursins. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 608 orð

Smáfiskur að koma upp í Blöndulóni

AFAR lítil veiði var í Blöndulóni, skurðunum og ánum sem renna í Blöndu ofan virkjunar á síðasta sumri og var þar komin stundin sem margur hafði spáð, að silungastofnar hlytu að hrynja eftir að för sjóbleikju á þessar slóðir var heft með tilkomu virkjunarinnar. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 87 orð

Staðinn að ölvun á úlfaldavagni

LANDNEMI í auðnum Ástralíu hefur verið ákærður fyrir ölvunarakstur á úlfaldavagni. Ricky Hall, hálffertugur Ástrali, reyndi að komast undan lögreglumanni nálægt bæ langt inni í auðnum Ástralíu eftir að honum var sagt að hann væri of drukkinn til að aka vagni sem tveir úlfaldar drógu. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 2421 orð

Stendur allt í Handbók bænda

BÚ JÓNS Eiríkssonar og Sigurbjargar Geirsdóttur á Búrfelli í Miðfirði varð á síðasta ári afurðahæsta kúabú landsins, samkvæmt skýrsluhaldi nautgriparæktarfélaganna, með 6.336 kg mjólkur eftir hverja árskú. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 832 orð

Söngur íslenzku kirkjunnar

ALLA þessa öld hefur íslenzka Þjóðkirkjan öðru fremur sungið sálma fjögurra snillinga, þeirra Hallgríms Péturssonar, Matthíasar Jochumssonar, Helga Hálfdánarsonar og Valdimars Briem. Í dag eru liðin 150 ár frá fæðingu hins síðast talda. Hér fer á eftir lítilvæg tilraun til að minnast skáldsins í fáum orðum innan þeirra marka, sem sunnudagshugvekju eru sett. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 717 orð

»Tónlistarinnar og tjáningarinnar vegna ÞVÍ HEFUR víða verið haldið fram

ÞVÍ HEFUR víða verið haldið fram að engir tónlistarmenn séu opnari fyrir nýjungum en rapparar og má til sanns vegar færa; að minnsta kosti eru þeir iðnir við að vitna í ólíkar tónlistarstefnur ef þeim sýnist sem svo. Það má og heimfæra upp á danstónlistarsmiði; sérstaklega þá sem stunda breskt breakbeat. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 387 orð

Um Kristin

"Kristinn hefur næga tækni og hraða til að vera í fremstu röð en það tekur tíma og það má ekki vera með óraunhæfar kröfur til hans. Ég hef reyndar fylgst með honum og veit að hann er til alls líklegur í framtíðinni. Hann er enn ungur og er að stíga fyrstu spor sín í heimsbikarnum og það er meira en að segja það. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 282 orð

Vill búa til mannssæði í músum

SÉRFRÆÐINGUR, sem er framarlega á sviði æxlunarfræði, vonast til að geta notað mýs til að búa til mannssæði og valda með því straumhvörfum í ófrjósemimeðferð, að því er greint var frá í vísindaritinu New Scientist í vikunni. Roger Short starfar við Kvennasjúkrahúsið í Melbourne í Ástralíu og hefur sótt um styrk til Bandarísku heilbrigðisstofnunarinnar. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 1376 orð

Það er draumur að vera með...

AF ÖLLU því fjölmiðlafári sem búið er að vera undanfarna daga í kringum meint kvennamál Bill Clintons Bandaríkjaforseta mætti halda að aldrei nokkurn tíma hafi orðið annað eins hneyksli. Þegar lesin er bókin Scandals eftir þá Nigel Blundell og Nicholas Canstable sést þó svart á hvítu að það er mikill misskilningur. Meira
1. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 343 orð

(fyrirsögn vantar)

HEIMILISTÆKI hf. óska eftir að ráða starfsmann í Íhluta- og varahlutaverslun sína. Menntun og/eða reynsla í rafiðnaðargreinum æskileg. Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Viktorsson (hafsteinnÊht.is), deildarstjóri Íhluta- og varahlutaverslunar. Meira

Fasteignablað

1. febrúar 1998 | Fasteignablað | 187 orð

Auka þarf umræðu um arkitektúr

NÁMSKEIÐ um arkitektúr og byggingarlist er í undirbúningi á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskólans og Arkitektafélagsins. Verður það haldið fjögur þriðjudagskvöld í mars og apríl og hefst 17. mars. Meira
1. febrúar 1998 | Fasteignablað | 36 orð

Aukin ásókn í einbýlishús

AUKIN ásókn fólks á Selfossi er í stór einbýlishús og segist byggingafulltrúi bæjarins smám saman merkja breytingar á fasteignamarkaði í bænum. Fasteignasala þar hefur verið lífleg og byggingaverktakar hafa næg verkefni. /2 Meira
1. febrúar 1998 | Fasteignablað | 37 orð

Breytilegur Laugavegur

VERSLANIR við Laugaveginn í Reykjavík og gatnaheiti þar í kring eru umræðunefni Bjarna Ólafssonar í Smiðjugrein dagsins. Fer hann víða um á Laugaveginum og skoðar breytingarnar sem þar eru sífelldar á húsum og verslunum. /22 Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.