Greinar miðvikudaginn 11. febrúar 1998

Forsíða

11. febrúar 1998 | Forsíða | 93 orð

35 stunda vinnuvika

FRANSKA þingið samþykkti í gær tímamótalöggjöf um að stytta vinnuvikuna í 35 stundir úr 39 í því augnamiði að draga úr atvinnuleysi. Þessi breyting á að komast til framkvæmda í áföngum á næstu þremur árum. Neðri deild þingsins samþykkti lögin með 316 atkvæðum gegn 254. Meira
11. febrúar 1998 | Forsíða | 336 orð

Cohen segir stuðn- ing við árásir vaxa

BANDARÍSK stjórnvöld vísuðu því á bug í gær að þau væru gripin stríðsæsingi en Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði þá yfirlýstu afstöðu sína að ekki yrði hikað við að beita hernaði gegn Írak ef ekki tekst að leysa deiluna um vopnaeftirlit í landinu með samningum. Meira
11. febrúar 1998 | Forsíða | 235 orð

Fjórir tollverðir skotnir FJÓRIR landamæraverð

FJÓRIR landamæraverðir, þrír þýzkir og einn svissneskur, voru í gær skotnir til bana við störf á tveimur landamærastöðvum, annars vegar við Görlitz, sunnarlega við landamæri Þýzkalands og Póllands, og hins vegar á svissnesk- þýzku landamærunum hjá Bodensee-vatninu. Meira
11. febrúar 1998 | Forsíða | 261 orð

Hungursneyð vofir yfir

AFGANSKIR embættismenn og fulltrúar hjálparsamtaka sögðu í gær að bærinn Ghanj hefði orðið verst úti í jarðskjálftanum sem reið yfir norðurhluta Afganistans í síðustu viku. Þegar fréttamenn komust til bæjarins í gær sögðu sumir íbúanna, sem lifðu jarðskjálftann af, að þeir myndu brátt deyja úr hungri ef matvæli bærust ekki fljótlega. Meira
11. febrúar 1998 | Forsíða | 240 orð

Stjórnmálamönnum úthýst

UNGVERSKUM stjórnmálamönnum hefur verið meinaður aðgangur að tónleikum þekktrar sinfóníuhljómsveitar í Búdapest svo lengi sem þeir neita að útvega hljómsveitinni meira rekstrarfé. Hljómsveitarstjórinn lýsti þessu yfir í gær. Meira

Fréttir

11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

78 innflutningsleyfi á áfengi gefin út á tveimur árum

ALLS hafa verið gefin út 78 heildsöluleyfi sem ná til innflutnings og heildsölu áfengis frá 1. desember 1995. Auk þess hefur átta veitingastöðum verið veitt leyfi til innflutnings á áfengi vegna eigin veitingasölu á sama tímabili. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Ögmundar Jónassonar, þingmanns Alþýðubandalags og óháðra. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Aðgerðir til að draga úr þunglyndi kvenna

KRISTÍN Ástgeirsdóttir, þingmaður utan flokka, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um fyrirbyggjandi aðgerðir til að draga úr þunglyndi kvenna. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela heilbrigðisráðherra að setja á fót nefnd sem hafi það hlutverk að kanna hvort og þá hvaða fyrirbyggjandi aðgerðir geti orðið til að draga úr þunglyndi meðal kvenna. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

Alls 560 hafa óskað niðurfellingar meðlagsskulda

ALLS 560 einstaklingar óskuðu eftir heimild til samninga um niðurfellingu á meðlagsskuldum að hluta eða öllu leyti eða lækkun á mánaðarlegum greiðslum, á tímabilinu frá 1. apríl 1997 til desember 1997. Þetta kemur fram í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur, þingmanns í þingflokki jafnaðarmanna. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Alþýðusamband Íslands Efi um að lagasetning standist

ALÞÝÐUSAMBAND Íslands áskilur sér rétt til að láta reyna á hvort lagasetnig á verkfall sjómanna fær staðist. Efasemdir eru um það meðal lögfræðinga, sem vinna fyrir verkalýðshreyfinguna, að lagasetning sé í samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar sem Ísland hefur gengist undir. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 222 orð

Áformað að sá korni í 40 hektara lands í vor

ÚTLIT er fyrir að sáð verði korni í um 40 hektara lands norðan Skarðsheiðar næsta vor. Magnús Þór Eggertsson, formaður Kornræktarfélags Vesturlands sem stofnað var fyrir stuttu, segir útlit fyrir að nauðsynlegt verði að festa kaup á þreskivél vegna aukinnar kornræktar á félagssvæðinu sem nær frá Hvalfirði vestur í Dali. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Áhyggjur í Eyjum

EFTIRFARANDI samþykkt var gerð á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja síðastliðinn mánudag: "Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna. Afleiðingar vinnustöðvunar í lengri tíma yrðu þungbærar fyrir Vestmannaeyjar og landið allt, sérstaklega nú í febrúar þegar háannatíminn í sjávarútvegi hefur venjulega verið. Meira
11. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 63 orð

Á skíðum í hlíðum Etnu

SIKILEYSKIR skíðamenn eru hvergi bangnir þótt það rjúki dálítið úr kollinum á Etnu en fyrr í mánuðinum mældust 200 skjálftar í fjallinu. Fylgjast jarðvísindamenn mjög vel með og telja hugsanlegt, að fjallið sé að vakna af sex ára löngum svefni. Síðasta gos var 1992 en eitt mesat gos á síðari öldum var fyrir rúmlega 200 árum eða 1792. Meira
11. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 375 orð

Ástralía lýðveldi árið 2000?

FULLTRÚAR á stjórnarskrárráðstefnunni í Canberra í Ástralíu hafa samþykkt, að þjóðaratkvæðagreiðsla um stofnun lýðveldis verði haldin á næsta ári. Verði stofnunin samþykkt er gert ráð fyrir, að lýðveldið líti dagsins ljós fyrir 1. janúar 2001. Þá var einnig ákveðið, að þjóðhöfðinginn yrði kallaður forseti. Meira
11. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 275 orð

Barn flutt á slysadeild

BARN á fimmta ári var flutt á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í gærmorgun eftir harðan árekstur sem varð á gatnamótum Hlíðarbrautar og Hörgárbrautar, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það m.a. nokkuð skorið í andliti og kvartaði um eymsl í handlegg. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Bikarkeppni í samkvæmisdönsum

DANSRÁÐ Íslands stendur fyrir Bikarkeppni í samkvæmisdönsum með grunnaðferð sunnudaginn 15. febrúar í Íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Keppt verður í öllum aldursflokkum í A, B/C og D-riðlum. Samhliða verður keppt í samkvæmisdönsum með frjálsri aðferð og í línudönsum. Dómarar eru fimm, að þessu sinni allir íslenskir. Keppnin hefst kl. 14 og húsið verður opnað kl. 13. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 175 orð

Borgarráð staðfestir leigusamning um Iðnó BORGARR

BORGARRÁÐ samþykkti í gær samning um leigu Reykjavíkurborgar á Iðnó til hlutafélagsins Iðnós ehf., sem er í eigu Leikfélags Íslands og veitingastaðarins Við Tjörnina, og er samningurinn til fimm ára. Leigjendur greiða 225.400 kr. á mánuði og hefst leigutími 15. apríl næstkomandi. Skilyrði Reykjavíkurborgar fyrir leigusamningnum eru m.a. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 507 orð

Borgin keppir við útlönd um íbúa

FYRSTI hverfafundur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra af átta sem haldnir verða á næstu vikum var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur á mánudagskvöld. Í ræðu sinni vakti hún athygli á því að Reykjavík væri ekki að keppa við landsbyggðina um fólk heldur við útlönd og að borgin yrði að bjóða góða þjónustu til að halda í ungt atgervisfólk, svo það flytti ekki til útlanda. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 207 orð

Bréf sjómannasamtakanna MEÐ hliðsjón af fr

MEÐ hliðsjón af framkomnu frumvarpi til laga um stöðvun verkfalla á fiskiskipaflotanum óska samninganefndir Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Alþýðusambands Vestfjarða, þess að verkfalli aðila verði frestað frá kl. 23 hinn 11. febrúar til kl. 23 hinn 15. mars 1998, með samþykki Vinnuveitendasambands Íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Búnaðarráðunautar funda

RÁÐUNAUTAFUNDUR hófst í gær og stendur fram á föstudag. Fundinn sækja búvísindamenn og ráðunautar af öllu landinu. Á myndinni sem tekin var við setningu fundarins sjást meðal annarra Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands og Þorsteinn Tómasson forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 235 orð

Dreifir spádómum um eldgos

JARÐEÐLISSVIÐ Veðurstofu Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur m.a. fram, að ekkert hafi komið fram í mælingum í seinni tíð sem bendi til þess að eldgos sé að brjótast út á Reykjanesskaga. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir tilefni þessarar fréttatilkynningar, að maður nokkur í Hafnarfirði hafi dreift miðum í hús í bænum þar sem hann spáir eldgosi þar. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 418 orð

Ekki verður lagður fram sameiginlegur listi

EKKI náðist samkomulag í kjörnefnd og bráðabirgðastjórn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags í Hafnarfirði á fundi seint í fyrrakvöld um tillögu um uppröðun á sameiginlegan framboðslista vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor. Leggja átti listann fyrir fundi í fulltrúaráði Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði og í Alþýðubandalagsfélagi Hafnarfjarðar í kvöld. Meira
11. febrúar 1998 | Landsbyggðin | 75 orð

Eldingu sló niður í raflínu

Öræfum-Töluverðar skemmdir urðu í Öræfum aðfaranótt 7. febrúar þegar eldingu sló niður í raflínu nálægt Skaftafelli. Skipta þurfti um 7 staura og nokkra spenna í línunni. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Enga loðnu að finna enn

"ÞAÐ er nákvæmlega ekkert að gerast hérna, ekkert að finna. Við töldum okkur finna eitthvert "ryk" í morgun, en það er ekki víst að það hafi verið loðna eins og við vorum að vona," sagði Björn Guðmundsson, skipstjóri á grænlenzka loðnuskipinu Ammassat, í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær. Meira
11. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 402 orð

ESB aldrei óvinsælla

ÍBÚAR aðildarlanda Evrópusambandsins, ESB, hafa meiri efasemdir en nokkru sinni áður um ágæti sambandsins, samkvæmt niðurstöðum skýrslu brezkrar rannsóknastofnunar sem Neil Kinnock, fyrrverandi leiðtogi brezka Verkamannaflokksins sem situr í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, tók þátt í að kynna í Lundúnum í gær. Meira
11. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 403 orð

Farið að draga af El Nino

BÚIST er við, að El Nino, heiti straumurinn við Suður- Ameríku, fari minnkandi á næstu mánuðum en hann hefur mikil áhrif á veðurkerfin um allan heim. Hefur hann valdið miklu þurrkum í Suðaustur-Asíu en veðurfræðingar í Singapore spá því, að veðrið verði komið í "samt lag" á miðju þessu ári. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 884 orð

Félagsdómur var stofnaður að norrænni fyrirmynd

SMÁM saman hefur verið að fækka í íslenskum rétti sérdómstólum og almennir dómstólar hafa tekið við hlutverki þeirra. Sem dæmi um sérdómstóla sem lagðir hafa verið af má nefna dómstól í ávana- og fíkniefnamálum og siglingadóm. Í raun er svo komið að lög gera einungis ráð fyrir tveimur sérdómstólum, Félagsdómi og Landsdómi. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 586 orð

Fjármagnað með Herjólfsstyrkjum og vegtolli

ÁRNI Johnsen og átján aðrir þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um forkönnun á gerð vegtengingar milli Vestmannaeyja og lands. Árni telur unnt að fjármagna verkið án viðbótarframlaga á vegaáætlun, að hluta til á sama grunni og Hvalfjarðargöng, og segir að unnið sé að stofnun félags um málefnið. Gerir hann sér vonir um að komin verði jarðgöng til Eyja innan 6­8 ára. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð

Fjörgyn með útvarpsstöð

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Fjörgyn í Grafarvogi er komin með sína eigin útvarpsstöð FM 103,7 sem starfrækt verður 9.­13. febrúar kl. 10­22. Unglingar í Fjörgyn sjá um alla dagskrá útvarpsins og er hún að sjálfsögðu fjölbreytt að hætti unglinga. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 169 orð

Flamencokvöld endurtekið í Kaffileikhúsinu

SPÆNSKT menningar- og flamencokvöld var sl. föstudagskvöld í Kaffileikhúsinu og vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að endurtaka dagskrána á Valentínusardaginn laugardaginn 14. febrúar, segir í fréttatilkynningu. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

Fornbíll í árekstri

Morgunblaðið/Golli MIKLAR umferðartafir urðu á Miklubraut eftir hádegi í gær vegna áreksturs sem varð á mótum Grensásvegar og Miklubrautar. Þar lentu saman bandarískur fornbíll og sendibíll. Engin slys urðu á mönnum en fornbíllinn skemmdist talsvert. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 274 orð

Fólk frestar að leita læknis

ÓLAFUR Ólafsson landlæknir segir að rannsókn Félags heilbrigðisstétta sýni að allt að 10. hver karl og 5. hver kona hafi orðið að fresta eða hætta við að leita til læknis vegna fjárskorts á síðasta ári. Tæplega þriðjungur tekjulægstu barnafjölskyldna í landinu hafi einnig hætt við að leita læknis árið 1996. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 340 orð

"Fólkið í landinu hefur stappað í mig stálinu"

SVOKALLAÐ kántrýþorrablót verður haldið á Hótel Sögu nk. föstudag, þar sem aflað verður fjár til byggingar á nýjum Kántrýbæ Hallbjarnar Hjartarsonar á Skagaströnd en gamli Kántrýbær brann í október á síðasta ári. Fjöldi skemmtikrafta kemur fram á þorrablótinu og gefa þeir allir vinnu sína en blótið er haldið í samvinnu við Fínan miðil. Meira
11. febrúar 1998 | Miðopna | 807 orð

Föðurmissir á Íslandi Frönsku

HANN var tvöfalt eldri en lýðveldið, skrifar Antoine de Gaudemar í Liberation, faðir síns heimalands, fremur en þjóðernishetja. Halldór var þekktur af landsmönnum öllum, lifandi minning þjóðarinnar sem hafði fylgt honum áleiðis til sjálfstæðis, í bókum hans og hugðarefnum. Þannig varð hann eitt af táknum Íslendinga. Meira
11. febrúar 1998 | Landsbyggðin | 211 orð

Gengið á Kothraunskúlu

Stykkishólmi-Í Stykkishólmi hefur verið starfandi óformlegur félagsskapur sem hefur það að markmiði að fara í gönguferðir á laugardögum kl. 13 um nágrenni Stykkishólms. Systurnar Hrafnhildur og Hanna Jónsdætur hafa verið í forsvari og skipulagt ferðirnar. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 165 orð

Gengið úr Grófinni upp á Lyngháls

Í KVÖLDGÖNGU Hafnargönguhópsins miðvikudaginn 11. febrúar verður minnst á elstu fornleið landsins að því að sagan bendir til. Í lok göngunnar verður litið inn hjá Íslenskri erfðagreiningu. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og upp Grófina suður í Víkurgarð. Þaðan með Austurvelli og yfir "Lækjarósinn" upp á Arnarhól og að Landsbókasafnshúsinu. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Gestasveitir í Músíktilraunum

MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar 1998 fara fram í Tónabæ í mars og apríl. Tilraunakvöldin verða fjögur eins og undanfarin ár. Þetta fyrsta verður 19. mars þar sem gestahljómsveitir verða Soðin fiðla, sigurvegarar Músíktilrauna 1997, og Spírandi baunir, athyglisverðasta hljómsveit Músíktilrauna 1996. Meira
11. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 704 orð

Ginsburg reynir að hindra vitnastefnu

WILLIAM Ginsburg, lögmaður Monicu Lewinsky, kvaðst í gær ætla að fara þess á leit við dómstól í Washington að Kenneth Starr saksóknara yrði ekki heimilað að þvinga Lewinsky til að bera vitni um meint ástarsamband hennar og Bills Clintons forseta fyrir sérstökum kviðdómi, sem á að skera úr um hvort ákæra verði heimiluð. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 167 orð

GUÐMUNDUR EINARSSON

GUÐMUNDUR Einarsson frá Klettsbúð á Hellissandi lést á Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík 6. febrúar sl. Guðmundur var fæddur í Klettsbúð 12. júlí 1896 og ól þar allan sinn aldur. Stundaði hann lengst af algenga verkamannavinnu og póstflutninga og þótti dyggur og harðsækinn við hvort tveggja. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Guðrún Pétursdóttir á fundi hjá Sjálfstæðum konum

SJÁLFSTÆÐAR konur halda fund í Valhöll við Háaleitisbraut fimmtudagskvöldið 12. febrúar kl. 20.15. Allir eru velkomnir til umræðna um stjórnmál og jafnréttismál. Sérstakur gestur kvöldsins verður að þessu sinni Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Fundurinn hefst kl. 20. Meira
11. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 119 orð

Handtökur á Korsíku

LÖGREGLUMENN handtaka hér Marcel Lorenzoni, leiðtoga aðskilnaðarhreyfingar á Korsíku, sem er grunaður um að vera viðriðinn morðið á Claude Erignac, héraðsstjóra eyjunnar, á föstudag. Sextán Korsíkumenn sem grunaðir eru um aðild að morðinu hafa verið yfirheyrðir. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Hernaði gegn Írak mótmælt

HERNAÐI Bandaríkjanna gegn Írak verður mótmælt miðvikudaginn 11. febrúar með því að gengið verður frá Lækjartorgi að bandaríska sendiráðinu við Laufásveg. Kl. 17 verður safnast saman á Lækjartorgi. Tvö ávörp verða flutt og ályktun borin upp. Meira
11. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 267 orð

Hróplegt óréttlæti

"STJÓRN Sjómannafélags Eyjafjarðar lýsir vonbrigðum sínum með að enn og aftur skuli aðgerðum sjómanna til að ná kjarasamningum við útvegsmenn vera hrundið með lagasetningu af hálfu stjórnvalda," segir í ályktun frá stjórn félagsins. Fram kemur einnig að engin starfsstétt í Íslandssögunni hafi mátt þola jafnmikil inngrip í kjaramál sín á jafnskömmum tíma. Meira
11. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 77 orð

Hungur í A-Afríku

TÍU milljónir manna í Austur- Afríku þurfa á neyðarhjálp að halda vegna flóða, sem hafa eyðilagt uppskeruna. Kom þetta fram hjá talsmönnum FAO, Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, í gær. Í tilkynningu frá FAO sagði, að auk þess að eyðileggja uppskeruna, hefðu flóðin valdið miklum skemmdum á vegum, brúm, járnbrautarteinum og öðrum samgöngumannvirkjum. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 201 orð

Hverfafundir borgarstjóra hafnir

NÆSTU vikur mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri halda hverfafundi með íbúum Reykjavíkur. Fyrsti fundurinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur mánudaginn 9. febrúar með íbúum vestan Snorrabrautar. Á fundunum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Meira
11. febrúar 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Hyggjast reisa Ráðherrabústað á Flateyri

Flateyri-Eflaust rekur suma í rogastans þegar þeir lesa þessa fyrirsögn, en sannleikurinn er sá að ráðherrabústaðurinn sem stendur við Tjarnargötuna í Reykjavík stóð upphaflega á Sólbakka á Flateyri á árunum 1892- 1904 og var íbúðarhús norska hvalfangarans Hans Ellefsens. Gaf Ellefsen þá húsið vini sínum Hannesi Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 414 orð

Íbúasamtök Grafarvogs um samgöngumál hverfisins

ÍBÚASAMTÖK Grafarvogs telja að áætlanir borgarstjóra og samgönguráðherra um úrbætur í samgöngumálum Grafarvogsbúa leysi engan vanda fyrr en í fyrsta lagi árið 1999. Snorri Hjaltason, verktaki og íbúi í Grafarvogi og frambjóðandi á lista sjálfstæðismanna við næstu borgarstjórnarkosningar, Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 186 orð

Kjarasamningar verði virtir

FUNDUR í trúnaðarráði Dagsbrúnar og Framsóknar stéttarfélags samþykkti samhljóða á fundi sínum á föstudag meðfylgjandi ályktun vegna yfirstandandi kjaradeilu sjómanna: "Trúnaðarráðsfundur Dagsbrúnar og Framsóknar stéttarfélags lýsir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna fiskiskipa. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 585 orð

Krafðist ógildingar á synjun sjávarútvegsráðuneytisins um aflaheimil

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið af kröfu Valdimars Jóhannessonar um að ógilda synjun sjávarútvegsráðuneytisins við því að úthluta Valdimar leyfi til veiða í atvinnuskyni og um aflaheimildir í fiskveiðilandhelgi Íslands. Valdimar sótti um leyfi til ráðuneytisins í desember til að fá, þrátt fyrir ákvæði 5. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Kristján Þór í efsta sæti

Sjálfstæðismenn á Akureyri Kristján Þór í efsta sæti FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri samþykkti samhljóða á fundi sínum í gærkvöldi tillögu kjörnefndar um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningar á Akureyri í vor. Listann skipa eftirtaldir: 1. Kristján Þór Júlíusson, 2. Meira
11. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 497 orð

Kveðst hafa lifað af fyrir kraftaverk

EDÚARD Shevardnadze, forseti Georgíu, sagði í gær að það hlyti að teljast kraftaverk að hann skyldi hafa lifað af annað banatilræðið á rúmum tveim árum á mánudagskvöld. "Þetta var þaulskipulögð hernaðaraðgerð," sagði forsetinn og bætti við að "alþjóðleg hermdarverkasamtök" kynnu að hafa staðið á bak við tilræðið. Meira
11. febrúar 1998 | Miðopna | 2333 orð

LAXNESS SÉÐUR AÐ UTAN Margt v

LAXNESS og Brecht voru fastir liðir á menningarsíðum flestra sænskra og danskra dagblaða í gær, en Brecht hefði átt aldarafmæli í gær. En meðan blöðin voru ekki síður upptekin af nýjum bókum um skrautleg kvennamál Brechts, þá vitna Laxnessgreinarnar um djúpa og einlæga hrifningu á verkum Laxness, Meira
11. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 205 orð

"Léttara líf"

"LÉTTARA líf" er heiti á námskeiði sem haldið verður í Menntasmiðju kvenna á Akureyri helgina 20. til 22. febrúar næstkomandi, en því verður fylgt eftir með einkatímum mánuði síðar, 20. til 22. mars. Námskeiðið er ætlað konum sem eru að kljást við vanlíðan vegna ofáts, aukakílóa og óreglulegs mataræðis. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Margrét hlaut flest atkvæði

MARGRÉT Oddsdóttir, deildarstjóri menningarmála Ríkisútvarpsins, hlaut 4 atkvæði þegar útvarpsráð fjallaði um umsóknir um starf framkvæmdastjóra hljóðvarps. Halldóra Ingvadóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu útvarpsstjóra, hlaut þrjú atkvæði. Umsögn útvarpsráðs hefur verið send menntamálaráðherra, sem skipar í stöðuna. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Meint verkfallsbrot í Þorlákshöfn VERKFALLSVAKT sjómanna telur

VERKFALLSVAKT sjómanna telur að bátur sem gerður er út frá Þorlákshöfn hafi ekki verið með lögskráða áhöfn frá því um áramótin. Báturinn, sem heitir Skálafell frá Þorlákshöfn, reri í gær. Lögreglan í Þorlákshöfn kannaði skráningarpappíra skipsins og samkvæmt upplýsingum hennar virtist vera í lagi með skráninguna. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 1190 orð

Mesta andstaðan í nágrenni þéttbýlisins

Andstaða við sameiningu sveitarfélaga í Mýrasýslu virðist vera mest í Borgarhreppi sem umlykur Borgarnes út að sjó. Fólkið þar býr í sveitinni en sækir gjarnan vinnu og alla þjónustu í þéttbýlið. Helgi Bjarnason skoðaði hugmyndir um sameiningu. Meira
11. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 232 orð

Minni líkur á endurupptöku

FORELDRAR bresku barnfóstrunnar Louise Woodward, sem var fundin sek um morð á barni er hún gætti í Bandaríkjunum, segja að vegna peningaskorts geti svo farið að þeir geti ekki fengið réttað í málinu aftur ef áfrýjun þess ber ekki árangur. Meira
11. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 167 orð

Mistökin lítt könnuð

LÍTIÐ hefur miðað með rannsókn, sem færeyska lögþingið efndi til fyrir tveimur árum og átti að varpa ljósi á ástæður bruðls og offjárfestinga í Færeyjum á síðasta áratug. Björn á Heygum, formaður laganefndar lögþingsins, hefur harðlega gagnrýnt sleifarlagið, sem einkennt hefur rannsóknina á mistökunum á síðasta áratug, og segir, að það sé til skammar. Meira
11. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 239 orð

Móðir Díönu hneyksluð

MÓÐIR Díönu prinsessu fordæmdi í gær fullyrðingar um, að unnt hefði verið að bjarga lífi dóttur sinnar, hefði hún komist á sjúkrahúsið fyrr. Koma þær fram í bandarískri bók, sem heitir "Dauði prinsessu". Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

Myndakvöld og kynning á nýrri ferðaáætlun

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til myndakvöld í kvöld, miðvikudaginn 11. febrúar, og verður það í F.Í.- salnum, Mörkinni 6 og hefst kl. 20.30. Fyrir hlé sýnir Leifur Þorsteinsson, fararstjóri, myndir úr ferðum um "Laugaveginn", Kjalveg, umhverfi Hagavatns, frá Skaftafelli og Lónsöræfum. Eftir hlé er kynning á nýjungum og ýmsum ferðum m.a. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 312 orð

Nýr framkvæmdastjóri hjá Styrktarfélagi vangefinna

UM áramótin urðu framkvæmdastjóraskipti hjá Styrktarfélagi vangefinna í Reykjavík. Tómas Sturlaugsson lét af störfum að eigin ósk eftir 20 ára farsælt starf hjá félaginu. Við starfi hans tók Kristján Sigurmundsson sem verið hafði starfsmannastjóri hjá Styrktarfélaginu síðastliðin 7 ár. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 348 orð

Olíumengun á Þingvöllum rannsökuð

HEILBRIGÐISEFTIRLIT Suðurlands hefur sent Þingvallanefnd erindi vegna ummerkja um olíumengun við Flosagjá og Öxarárfoss á Þingvöllum sem uppgötvaðist í lok janúar. Talið er að mengunin stafi af óhappi við tökur á kvikmyndinni Myrkrahöfðingjanum og er málið í höndum lögreglu í Reykjavík. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Ómeiddir eftir 11 metra flug

TVEIR menn sluppu með lítilsháttar meiðsli eftir að jeppabifreið þeirra skall á vegaskilti, flaug ellefu metra og lenti á túni við Tjörn í Aðaldal um klukkan 10.30 í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík voru mennirnir að koma frá Akureyri en við bæinn Tjörn eru vegamót. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 30 orð

Óvíst um dagskrá

Óvíst um dagskrá ÓVÍST er hver dagskrá Alþingis verður í dag. Til stóð að ræða lög ríkisstjórnarinnar um lausn kjaradeilu sjómanna en það kann að breytast ef verkfallinu verður frestað. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 185 orð

Ríkisendurskoðun kanni skipulag og stjórnun

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að gerð verði stjórnsýsluúttekt á embætti lögreglunnar í Reykjavík, þar sem meðal annars verði kannað skipulag og stjórnun lögreglunnar í Reykjavík. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 725 orð

Ríkisstjórnin fellst á tillögu sjómanna og hættir við lagasetningu

RÍKISSTJÓRNIN kom saman til aukafundar síðdegis í gær til að fjalla um tillögu fulltrúa Farmanna- og fiskimannasambandsins, Sjómannasambandsins og Alþýðusambands Vestfjarða um frestun verkfalls sjómanna um einn mánuð. Tillagan er sett fram í bréfi til ríkissáttasemjara. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

R-listinn með forystu

REYKJAVÍKURLISTINN fengi átta fulltrúa í borgarstjórn og væri ekki langt frá því að ná níunda fulltrúanum, væri gengið til kosninga nú, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í DV í gær. 45,6% aðspurðra sögðust ætla að kjósa Reykjavíkurlistann en 36,4% Sjálfstæðisflokkinn. 13,3% voru óákveðin og 4,7% neituðu að svara. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð

Rúm 38% horfðu á Kristin

RÚM 38% aðspurðra í spurningakönnun, sem Coopers & Lybrand ­ Hagvangur hf. gerði fyrir Ríkisútvarpið í lok janúar sl., kváðust hafa horft á útsendingu Sjónvarpsins frá heimsbikarmótinu í svigi sunnudaginn 18. janúar þegar skíðamaðurinn Kristinn Björnsson lenti í öðru sæti. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 671 orð

Samkeppni og samkeppnisleysi á Íslandi

V erslunarráð Íslands stendur fyrir viðskiptaþingi á Hótel Loftleiðum í dag, miðvikudag. Fjallað verður um samkeppni og samkeppnisleysi á Íslandi 1998. Kolbeinn Kristinsson, formaður Verslunarráðs Íslands, segir að farið verði yfir þróun samkeppnismála hér á landi, stöðuna, og hverju þurfi að breyta í þessu sambandi. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Síðasti skiladagur

SÍÐASTI skiladagur skattframtala var í gær. Þótt margir hafi fengið skilafrest skiluðu margir framtölum sínum, sumir á síðustu stundu í gærkvöldi. Skattayfirvöld leggja áherslu á að fólk vandi útfyllingu framtalanna og skili þeim ókrumpuðum í sömu umslögum og eyðublöðin voru í. Meira
11. febrúar 1998 | Landsbyggðin | 126 orð

Sjóklæðagerðin tekin til starfa

Hellu-Saumastofa 66N ­ Sjóklæðagerðin hf. hóf rekstur á Hellu í janúar sl. en undirbúningur hófst á síðasta ári þegar Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands keyti hlutabréf í Max ehf. Sjóðurinn seldi síðan Sjóklæðagerðinni bréfin með þeim skilyrðum að opnuð yrði saumastofa á Hellu. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 193 orð

Sjómannafélög mótmæla lagasetningu Lausn sniðin

SAMTÖK sjómanna víða um land hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem fyrirhuguð lagasetning á vinnudeilu sjómanna og útgerðarmanna er harðlega gagnrýnd. Í samþykkt Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum segir að sjómenn hafi á undanförnum árum mátt þola, einir stétta í þessu landi, að borga fyrir atvinnu sína með þátttöku sinni í kvótabraski sægreifanna. Meira
11. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 21 orð

Skák

Skák SKÁKFÉLAG Akureyrar heldur 15 mínútna mót í Skákheimilinu við Þingvallastræti 18 á Akureyri annað kvöld, fimmtudagskvöldið 12. febrúar. Allir velkomir. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 878 orð

Stjórnarandstaðan misreiknaði viðbrögð forsætisráðherra vegna la

ÝMSIR þingmenn stjórnarandstöðunnar reiknuðu með að ríkisstjórnin myndi hætta við að bera upp tillögu sl. mánudag um að frumvarp um lög á verkfall sjómanna kæmi á dagskrá, þegar fyrir lá að stjórnarandstaðan ætlaði að fella tillöguna. Meira
11. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 204 orð

Stórtjón í Kaliforníu

ÓVENJULEGA miklir og harðir vetrarstormar hafa geisað að undanförnu í Kaliforníu, Mexíkó og í norðanverðri Suður-Ameríku og er heita straumnum El Nino almennt kennt um. Í Kaliforníu hafa orðið mikla skemmdir á mannvirkjum vegna flóða og skriðufalla og við ströndina hefur sjórinn skolað mörgum húsum á haf út. Meira
11. febrúar 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

SUndirbúningur að móttöku flóttafólks hafinn

Blönduósi-Blönduósbær mun endurnýja umsókn sína um móttöku flóttamanna frá fyrrum Júgóslavíu og er undirbúningur þegar hafinn að sögn Skúla Þórðarsonar, bæjarstjóra á Blönduósi. Það er síðan mat fagaðila hvort það verður Blönduós eða eitthvert annað sveitarfélag sem fær það verkefni að bjóða velkomið og annast flóttafólkið þegar þar að kemur. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 577 orð

Söluverð Englaborgarinnar lægra en tilboð borgarinnar

SÖLUVERÐ Englaborgarinnar, sem er á horni Flókagötu og Rauðarárstígs, var lægra en tilboð Reykjavíkurborgar. Greiðslur voru hins vegar mun hagstæðari en þær sem borgin bauð. Þetta kom fram í samtali við Grétu Engilberts, dótturdóttur Jóns og einn af erfingjum hans. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 943 orð

Talið að ekki veitti af einhverjum bremsum

STJÓRNARANDSTAÐAN felldi á mánudag tillögu ríkisstjórnarinnar um að veita afbrigði frá þingsköpum til að hægt yrði að taka frumvarp um að stöðva verkfall sjómanna til umræðu samdægurs. Líða verða tvær nætur frá því að frumvarpi er útbýtt þar til það er tekið fyrir og verður að fá tveggja Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Tilboð aðeins á alnetinu

FLUGLEIÐIR hafa undanfarna daga boðið upp á 18 þúsund króna fargjald án flugvallarskatts til New York-borgar. Tilboð þetta hefur aðeins verið auglýst á alnetinu og sagði Guðni Hreinsson, sem starfar í sölustjórn Flugleiða, að þetta væri gert til kynningar. Markmiðið væri að auka sölu á ferðum í gegnum alnetið. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Tilboði lægstbjóðanda í gatnagerð og lagnir í Víkurhverfi

SAMÞYKKT var á fundi borgarráðs í gær að taka tilboði Jarðvéla sf. í gatnagerð og lagnir í fjórða áfanga Víkurhverfis í Reykjavík. Tilboðið nemur 74,2% af kostnaðaráætlun. Sex tilboð bárust í verkið. Fimm tilboðanna voru undir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði uppá 93.959.634 krónur, en eitt þeirra var talsvert yfir áætlun eða nærri 122 milljónir. Var það frá Víkurverki hf. Meira
11. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 380 orð

Uppákomur í Ítalíuheimsókn Jeltsíns

FYRSTI fréttamannafundurinn sem Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hefur haldið í nokkra mánuði gekk ekki með öllu snurðulaust fyrir sig í Róm í gær og þurftu aðstoðarmenn hans nokkrum sinnum að grípa í taumana. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

Útför Halldórs verður gerð á laugardag

ÁKVEÐIÐ hefur verið að útför Halldórs Kiljans Laxness rithöfundar verði gerð frá Kristskirkju, Landakoti, laugardaginn 14. febrúar næstkomandi og er gert ráð fyrir að athöfnin hefjist klukkan 13.30. Ákveðið hefur verið að Ríkissjónvarpið sýni athöfnina í beinni útsendingu. Meira
11. febrúar 1998 | Landsbyggðin | 72 orð

Útför Sigurðar frá Kirkjubæ

Holti-Fjölmenni var við útför Sigurðar Haraldssonar frá Kirkjubæ sem fram fór í Stóra-Dalskirkju 7. febrúar sl. Prófastur Rangæinga, sr. Sváfnir Sveinbjarnarson, jarðsöng og sonardóttir Sigurðar, sr. Iris Kristjánsdóttir, las ritningarorð og flutti bæn. Benedikt Árnason flutti ljóð Einars Benediktssonar, Fákar. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 292 orð

Var á sviðinu allan tímann

ERLA Brynjarsdóttir, sem valin var til að leika með hópi Suzuki- nemenda á vetrarólympíuleikunum í Japan, kom fram ásamt tæplega þúsund börnum víðsvegar úr heiminum síðastliðinn sunnudag. Erla, sem er 10 ára, býr í Njarðvík en stundar fiðlunám við Suzuki-skólann í Reykjavík. Meira
11. febrúar 1998 | Miðopna | 232 orð

Var vel þekktur meðal Finna

STÆRSTA dagblað Finnlands, Helsingin Sanomat, skýrði frá andláti Halldórs Laxness í forsíðufrétt í gær og einnig var í blaðinu að finna umfjöllun eftir Timo Hämäläinens, sem er þekktur bókmenntagagnrýnandi og sérhæfður í bókmenntum Norðurlandaþjóða. Laxness er líklega eini íslenski rithöfundurinn sem Finnar þekkja almennt. Meira
11. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 159 orð

Viðbúnaður við Persaflóa

BRETAR og Bandaríkjamenn safna nú herflugvélum, skipum og mannskap til Persaflóa og nágrennis til þess að þrýsta á Íraka að gefa eftir í deilunni um vopnaeftirlit. Bandaríski flotinn hefur alls 16 skip á Persaflóa, þ.ám. eru tvö flugmóðurskip sem bera alls 147 flugvélar, F/A-18 og F-14 árásar- og orrustuþotur auk véla sérbúnum til árása á ratsjár. Meira
11. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Vinafundur eldri borgara

VINAFUNDUR eldri borgara verður í Glerárkirkju á morgun, fimmtudaginn 12. febrúar og hefst hann kl. 15. Samveran hefst með stuttri helgistund. Gestur fundarins verður Aðalsteinn Óskarsson. Einnig mun Óskar Pétursson syngja nokkur lög og boðið verður upp á kaffiveitingar. Allir eru velkomnir. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Þriðjungur íbúa á skrautskriftarnámskeiði

Á dögunum hélt Farskóli Vestfjarða námskeið í skrautskrift hér í sveit, en svona námskeið hafa verið haldin víða á Vestfjörðum og yfirleitt með góðri þátttöku. Þátttakan var mjög góð, þrettán manns, og voru konur í meirihluta, tíu talsins, en karlar þrír. Þetta mun vera um einn þriðji íbúa sem eru hér heima yfir veturinn. Meira
11. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 702 orð

(fyrirsögn vantar)

RÍKISSTJÓRNIN ákvað í gær að fallast á tillögur samninganefnda sjómanna um frestun verkfalls um einn mánuð gegn því að skipuð verði nefnd til að kanna verðmyndun á fiski. Það þýðir að ekki kemur til lagasetningar á verkfall sjómanna ef samkomulag næst um þessa málsmeðferð. Málið var rætt á fundi hjá ríkissáttasemjara í gærkvöld. Meira

Ritstjórnargreinar

11. febrúar 1998 | Leiðarar | 682 orð

FRUMKVÆÐI SJÓMANNA

LeiðariFRUMKVÆÐI SJÓMANNA ík ástæða er til að fagna því frumkvæði sjómanna í gær að leggja til frestun verkfallsins, sem staðið hefur á aðra viku, fram í marz. Í því felst viðurkenning af hálfu sjómanna á því, að verkfall í febrúarmánuði stofni svo miklum hagsmunum í voða, að ekki verði við það unað. Meira
11. febrúar 1998 | Staksteinar | 329 orð

»Íslenskt hugvit - stóriðja nýrrar aldar LEIÐARI Dags á föstudag í fyrri viku

LEIÐARI Dags á föstudag í fyrri viku fjallar um "Stóriðju hugvitsins", þ.e.a.s. útflutning á íslenzku hugviti og á hvern hátt það getur skapað verðmæti ekki síður en hin gamla hefðbundna stóriðja. Meira

Menning

11. febrúar 1998 | Tónlist | 670 orð

Af frönskum söngvaseið

Við slaghörpuna. Frönsk sönglög og aríur eftir Poulenc, Hahn, Chausson, Bizet, Fauré, Satie, Duparc, Ravel, G. Charpentier, Massenet og Gounod. Sólrún Bragadóttir sópran; Jónas Ingimundarson, píanó. Inngangsorð og kynningar: Halldór Hansen. Listasafni Kópavogs, mánudaginn 9. febrúar kl. 20.30. Meira
11. febrúar 1998 | Menningarlíf | 1966 orð

Af smáritum vænum Hér birtist síðari grein Braga Ásgeirssonar um smáritaútgáfu Torstens Blöndals, útgefanda í Kaupmannahöfn, og

MÁLARINN Picasso var ein af þessum undantekningum frá reglunni eins og flestir vita. Hvað bókina um hann áhrærir er líka naumast hægt að tala um smárit, þótt hún sé í sjálfu sér ekki mikil að vöxtum. Telst öllu heldur kilja af stærri gerðinni og sjálft lesmálið nær yfir 170 síður. Meira
11. febrúar 1998 | Leiklist | 445 orð

Ástin sigrar allt

eftir Árna Ibsen. Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson. Tónlist: Borgar Þórarinsson. Leikmynd: Kristján Hjartarson. Ljósahönnun: Ingvar Björnsson, Búningar: Ásrún Ingvadóttir, Hólmfríður M. Sigurðardóttir og María Jónsdóttir. Föstudagur 6. febrúar. Meira
11. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 588 orð

Björk vann til verðlauna

BJÖRK Guðmundsdóttir var valin besti kvenkyns tónlistarmaður á alþjóðavettvangi þegar Brit-verðlaunin, eftirsóttustu og stærstu tónlistarverðlaun Breta, voru afhent í fyrradag. Jon Bon Jovi þótti besti tónlistarmaður á alþjóðavettvangi í karlaflokki. Besti tónlistarmaður í Bretlandi í kvennaflokki var valinn Shola Ama og í karlaflokki var það nýliðinn Finley Quaye. Meira
11. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 306 orð

Dansinn dunar að hætti sígauna

FLAMENCO-dans og tónlist eiga rætur að rekja til sígauna og annarra þjóðarbrota í Andalúsíuhéraði á Spáni svo langt aftur sem til 14. aldar. Sígaunar fóru aftur á móti ekki að hafa atvinnu af að leika og dansa eftir flamenco- tónlist á kaffihúsum fyrr en á síðustu öld og þá fyrst var farið að kalla listina flamenco. Meira
11. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 68 orð

Falco deyr í bílslysi

AUSTURRÍSKI dægurlagasöngvarinn Falco lést í bílslysi síðastliðinn föstudag þegar hann lenti í árekstri við rútu nærri Puerto Plata í Dóminíska lýðveldinu. Enginn annar meiddist í árekstrinum. Falco var undrabarn í sígildri tónlist en sneri sér síðar meir að dægurtónlist. Meira
11. febrúar 1998 | Leiklist | 614 orð

Fláráð, illkvittin fól

eftir "litlausa fasteignabraskarann" í Stratford-upon-Avon, Shakespeare. Leikstjóri: Björn Ingi Hilmarsson, Tónlistarstjóri: Svavar Knútur Kristinsson. Leikmynda og leikmunahönnun: Páll Rúnar. Ljósahönnun: Gunnar B. Guðmundsson. Aðstoðarleikstjórar og sýningastjórar: Vera Sölvadóttir, Jón Gunnar Þórðarson. Leikmynd og förðun: Sigrún Baldursdóttir ásamt fleirum. Meira
11. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 565 orð

Format fyrir Ég mæli með, 17,7

Format fyrir Ég mæli með, 17,7 Meira
11. febrúar 1998 | Menningarlíf | 58 orð

Frumsýningartafir

Á FRUMSÝNINGU Íslenska dansflokksins á Útlögum síðastliðið laugardagskvöld á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu bilaði tjaldið og vildi ekki upp að hléi loknu. Gestir fengu því óvænt lengra hlé meðan starfsmenn Borgarleikhússins gerðu við. Brugðið var á það ráð að fjarlægja tjaldið og gátu dansarar flokksins því stigið á svið, að lokinni nokkurri bið, og lokið sýningu kvöldsins. Meira
11. febrúar 1998 | Menningarlíf | 344 orð

Halldór Laxness á netútgáfu Morgunblaðsins

MORGUNBLAÐIÐ hefur opnað sérstakan vef um Halldór Laxness þar sem geysimiklum upplýsingum og greinum um Nóbelskáldið hefur verið safnað saman. Á vefnum er leitast við að gefa heildstæða mynd af Halldóri, ævi hans og verkum, allt frá uppvexti hans til efri ára. Meira
11. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 111 orð

Heimskustu konur í heimi?

ÞÆTTIRNIR "The Jenny McCarthy Show" voru teknir af dagskrá á MTV-sjónvarpsstöðinni eftir stutta göngu, en Jenny McCarthy er ekki af baki dottin. Leikkonan íhugar nú að taka að sér annað aðalhlutverkið í kvikmyndinni "The Dumbheads" á móti Suzanne Somers. Í þáttunum léku þær mæðgur og var Somers í hlutverki Chrissy Snow úr þáttunum "Three's Company". Meira
11. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 324 orð

Hellt úr ísfötu yfir Prescott

JOHN Prescott, aðstoðarforsætisráðherra Breta, gagnrýndi harðlega Donbert Nobacon úr hinni vinsælu rokksveit Chumbawamba eftir að sá síðarnefndi hellti yfir hann úr ísfötu á afhendingu Brit-verðlaunanna. Kallaði hann uppákomuna "fullkomlega fyrirlitlega kynningarbrellu". Meira
11. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 304 orð

Hollywood- vinir Clintons

HELSTU Hollywood-stjörnurnar mættu til kvöldverðar í Hvíta húsinu þegar Clinton forseti tók á móti breska forsætisráðherranum Tony Blair og Cherie eiginkonu hans. Boðið var upp á sælkeramáltíð en að henni lokinni fóru gestir forsetahjónanna inn í "tjald" sem hafði verið reist yfir vestursvalirnar og hlýddu á tónlistaratriði. Meira
11. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 136 orð

Hvenær sekkur Titanic?

EKKERT lát virðist vera á vinsældum kvikmyndarinnar Titanic. Hún hefur trónað í efsta sæti aðsóknarmestu kvikmynda í Bandaríkjunum átta vikur í röð og er orðin fjórða aðsóknarmesta kvikmynd sögunnar í Bandaríkjunum. Um helgina halaði hún inn rúmar 23 milljónir dollara og alls eru tekjurnar orðnar rúmar 337 milljónir dollara síðan hún var frumsýnd 19. Meira
11. febrúar 1998 | Menningarlíf | 60 orð

LR sýnir Grease

LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýnir rokksöngleikinn Grease á Stóra sviði Borgarleikhússins nú í júnílok. Það er breski leikstjórinn og danshöfundurinn Kenn Oldfield sem færir söngleikinn upp og verður viðstaddur prufurnar. Tónlistarstjóri verður Jón Ólafsson. LR leitar nú eftirfólki, til að taka þátt og er óskað ftir fólki, 16 ára og eldra, í söng­, dans­ og leikprufu dagana 14.­17. Meira
11. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 2079 orð

Með á svörtu nótunum

Steinsnar fyrir innan Neskaupstað býr Þorlákur Friðriksson, kunnari sem Lalli í Skorrastað. Hann þekkja allir á Austurlandi sem hafa sótt þorrablót eða árshátíð. Og aðeins af góðu. Pétur Blöndal talaði við hann um svörtu nóturnar, Lúðvík, kvóta og leiklist. Meira
11. febrúar 1998 | Menningarlíf | 70 orð

Nýtt gallerí opnað í MHÍ

NÝTT gallerí, Gallerí Gláka, verður opnað í Myndlista­ og handíðaskóla Íslands, Skipholti 1, föstudaginn 13. febrúar kl. 23. Sýngarrýmið einskorðast eingöngu við "slides" myndir og saman stendur af tveimur batteríum og 1,5 vatta ljósaperu "....sem saman eyða ævidögum sínum, inni í forláta plastkassa framleiddum í Hong Kong upp úr 1960...", segir í fréttatilkynningu. Meira
11. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 60 orð

Phil Collins hannaði veggspjald

BRESKI popparinn Phil Collins var á dögunum í Lausanne í Sviss til að kynna veggspjald sem hann tók að sér að hanna fyrir Montreux djasshátíðina í Frakklandi. Hátíðin verður haldin frá þriðja til átjánda júlí í sumar. Phil Collins er sem kunnugt er söngvari og trommuleikari hljómsveitarinnar Genesis, en hann virðist hafa hæfileika á fleiri sviðum. Meira
11. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 436 orð

Sænsk mynd hlutskörpust

Á MÁNUDAG lauk Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, sem hófst hinn 30. janúar síðastliðinn. Íslensku myndirnar Perlur og svín og Stikkfrí, fengu góðar móttökur og mátti heyra skiptar skoðanir um þær báðar meðal hátíðagesta. Stuttmyndin Siggi Valli á mótorhjóli eftir Böðvar Bjarka Pétursson var einnig sýnd á hátíðinni. Meira
11. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 172 orð

Titanic stefnir hraðbyri á Óskarinn

STÓRMYNDIN Titanic fékk 14 tilnefningar til Óskarsverðlauna og eru það flestar tilnefningar sem nokkur mynd hefur fengið í 48 ár. Titanic jafnaði met "All About Eve" frá árinu 1950 með 14 tilnefningar. Þó kom mörgum á óvart að Leonardo DiCaprio, sem var í aðalkarlhlutverki, fékk ekki tilnefningu. Meira
11. febrúar 1998 | Menningarlíf | 211 orð

Tímarit DYNSKÓGAR, rit Vestur- Skaftfelli

DYNSKÓGAR, rit Vestur- Skaftfellinga, sjötta bindi, er komið út. Meginefni ritsins að þessu sinni er frásögn af lífi og starfi Brands Jóns Stefánssonar frá Litla­ Hvammi í Mýrdal ­ Vatna­Brands eins og hann var oft nefndur fyrr á árum, í samantekt Sigþórs Sigurðssonar símaverkstjóra í Litla­ Hvammi, eftir frásögn Brands. Meira
11. febrúar 1998 | Menningarlíf | 1008 orð

Þar lágu Danir í því Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld Meiri gauragang, leikrit með söngvum eftir Ólaf Hauk Símonarson, á stóra

ÞEIR eru ófáir Íslendingarnir sem haldið hafa til kóngsins Kaupmannahafnar. Hvort sem landinn er í leit að þekkingu, ævintýrum eða frægð og frama hefur honum alltaf verið vel tekið þar um slóðir enda frændur vorir Danir gestrisnari en aðrir menn. Meira

Umræðan

11. febrúar 1998 | Aðsent efni | 2345 orð

Aðdragandi að sameiningarkosningum og kosningakæru Tveir fyrrverandi bæjarfulltrúar á Sauðárkróki, Erlendur Hansen og Hörður

Tveir fyrrverandi bæjarfulltrúar á Sauðárkróki, Erlendur Hansen og Hörður Ingimarsson, hafa kært sameiningarkosningarnar í Skagafirði í nóvember sl. Þeir segja að margir einstaklingar hafi ekki fengið notið atkvæðaréttar síns. Þeir telja málið snúast um lögmæti kosninganna í öllum sveitarfélögunum og endurtekningu þeirra reynist þær ógildar. Meira
11. febrúar 1998 | Aðsent efni | 1769 orð

ÁFRAM ÍSLAND?

ÍSLENDINGAR, sem muna stórar stundir í íþróttasögunni, eins og þegar Vilhjálmur Einarsson varð annar á þrístökki á Ólympíuleikunum 1956, Bjarni Friðriksson þriðji í júdó á samskonar leikum árið 1984 og frábæran árangur liða okkar í handknattleik á leikunum 1984 og 1992, og sjá nú fyrsta útspil stjórnar nýrra samtaka íþróttamanna á íþróttasviðinu, eiga kannski svolítið bágt þessa dagana. Meira
11. febrúar 1998 | Aðsent efni | 1063 orð

Fasteignamat 1997

UNDANFARNAR vikur hefur orðið nokkur umræða um fasteignamat og framreikning þess í nóvembermánuði síðastliðnum. Það er ánægjulegt að matið skuli nú hljóta almenna umfjöllun og um leið kærkomið tækifæri til að skýra fasteignamatið og framkvæmd þess með örfáum orðum. Fasteignamat og framkvæmd þess Sérstök stofnun, Fasteignamat ríkisins, annast framkvæmd fasteignamats. Meira
11. febrúar 1998 | Aðsent efni | 768 orð

Ferðamannastaðir og markaðssetning

Í FERÐ sem farin var um sögustaði á Spáni á liðnu sumri var m.a boðið í ferð um Alpujarra á Suður- Spáni. Það er stórt fjallasvæði sem nær frá hæstu tindum Sierra Nevada fjallgarðsins fyrir sunnan Granada að strönd Miðjarðarhafsins eða Mulhacén, hæsta fjalls Spánar að strönd Costa del Sol. Alpujarra nær yfir 1.800 ferkílómetra svæði og er eitt af verndarsvæðum UNESCO. Meira
11. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 293 orð

Hverju lofaði R-listinn?

EFTIR rúma þrjá mánuði mun ég ásamt flestum öðrum Reykvíkingum, ganga að kjörborði og kjósa til borgarstjórnar. Síðustu fjögur ár hefur R-listinn verið við völd hér í Reykjavík og er það ætlun mín að skoða hér nokkur kosningaloforð, sem R-listinn setti fram árið 1994. Haustið 1995 hafi öll börn á leikskólaaldri þriggja ára og eldri fengið þá vistun sem foreldrar þeirra vilja nýta sér. Meira
11. febrúar 1998 | Aðsent efni | 462 orð

Hvern misnotar Hannes Hólmsteinn?

HINN 6. febrúar síðastliðinn skrifaði Hannes Hólmsteinn Gissurarson grein í Morgunblaðið þar sem hann vænir Össur Skarphéðinsson, ritstjóra DV, um misnotkun á fjölmiðli sínum. Ástæða þessara tilhæfulausu aðdróttana er sú að undirritaður, blaðamaður DV, lét svar Hannesar Hólmsteins víkja fyrir svari Árna Sigfússonar í dálkinum með og á móti í DV sem birtist 2. febrúar síðastliðinn. Meira
11. febrúar 1998 | Aðsent efni | 978 orð

Jarðskjálftasvæðin

ÞANNIG lýsti Jónas Hallgrímsson landinu okkar, og þannig viljum við hafa það. Við fyllumst líka stolti þegar heimsbyggðin horfir hingað á náttúruna leysa úr læðingi sinn innri kraft, stolti yfir því að eiga hlutdeild í þessu öllu saman. Öðru hverju erum við svo minnt á ógnina sem okkur stafar af hamförum náttúrunnar. Meira
11. febrúar 1998 | Aðsent efni | 438 orð

Opinn og sjálfstæður háskóli

ÍSLENDINGAR eru vel menntuð þjóð og eiga framtíð sína undir því að hér verði áfram rekið öflugt menntakerfi. Nauðsyn þess að þjóðin eigi sterkan og sjálfstæðan háskóla verður aldrei ofmetin. Ísland hefur um langan tíma byggt afkomu sína á stopulum náttúruauðlindum. Nauðsynlegt er að styrkja undirstöður velmegunar og hagsældar með því að fjárfesta í menntun þjóðarinnar. Meira
11. febrúar 1998 | Aðsent efni | 846 orð

Sjálfstæðisflokkurinn byggir ekki á djúpri hugmyndafræði

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN varð til við samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins árið 1929. Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur ávallt verið blanda af frjálslyndi og íhaldssemi en flokkurinn byggir ekki á djúpri hugmyndafræði heldur er fyrst og fremst félagsform til að gæta sérhagsmuna, ná völdum og halda þeim. Meira
11. febrúar 1998 | Aðsent efni | 745 orð

Sjúkdómar og sóðaskapur?

SÖGULEGUR atburður átti sér stað hér á landi 2. febrúar síðastliðinn. Þá var undirritaður samningur milli Íslenskrar erfðagreiningar og eins stærsta framleiðanda lyfja í heiminum. Samningurinn felur í sér að hinn erlendi aðili kaupi rannsóknarþjónustu af Íslenskri erfðagreiningu fyrir um 15 milljarða króna á næstu 5 árum. Meira
11. febrúar 1998 | Aðsent efni | 824 orð

Til hamingju, Þingeyingar

UM ÁRAMÓTIN tók til starfa Félagsþjónusta Þingeyinga, en sameiginlega þjónar hún fjórtán sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum báðum. Ég vil óska öllum Þingeyingum til hamingju með þessa nýju þjónustu, en áður hafði form félagsþjónustunnar verið á mjög misjöfnu stigi í þessum sveitarfélögum. Meira
11. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 360 orð

Við reykinn er Reykjavík kennd

ÞEGAR Ingólfur Arnarson nam land í Reykjavík lagði reyk frá hverum inn af víkinni við sundin. Af hverareyknum hlaut Reykjavík nafn sitt. Þegar gestir, innlendir og erlendir, heimsækja Reykjavík eru hverirnir ekki lengur sýnilegir, og ekkert sem minnir á heita vatnið, nema menn bregði sér í sundlaugarnar. Meira

Minningargreinar

11. febrúar 1998 | Minningargreinar | 362 orð

Ásbjörn Dagbjartsson

Sorg fyllti hugann þegar fréttin barst um lát skólafélaga og vinar, Ásbjörns Dagbjartssonar, öllum spurningum um tilgang var ósvarað. Ég kynntist Bödda þegar hann kom í Menntaskólann á Akureyri ásamt fríðu föruneyti Mývetninga með öllum þeim slætti sem fylgir því lífsglaða fólki. Meira
11. febrúar 1998 | Minningargreinar | 334 orð

Ásbjörn Dagbjartsson

Vegferð manna er mislöng, margir fá að lifa í háa elli en aðrir eru hrifnir burt á miðri vegferð, hátindi lífsins. Þannig var með Bödda, sem við kölluðum ætíð en svo hét réttu nafni Ásbjörn og var sonur hjónanna Dagbjarts og Kristjönu í Álftagerði í Mývatnssveit. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, yngstur í stórum hópi systkina í þessari einni fegurstu sveit landsins. Meira
11. febrúar 1998 | Minningargreinar | 30 orð

ÁSBJÖRN DAGBJARTSSON

ÁSBJÖRN DAGBJARTSSON Ásbjörn Dagbjartsson fæddist í Álftagerði í Mývatnssveit 15. maí 1954. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 28. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 6. febrúar. Meira
11. febrúar 1998 | Minningargreinar | 89 orð

Björn Ingvar Pétursson

Af hverju Bjössi okkar af öllum? spurðu börnin mín þegar við fengum frétt um andlát Bjössa okkar. Hann passaði þau mikið og reyndist þeim sem stóri bróðir. Bjössi átti stórt pláss í okkar hjörtum. Alltaf tók hann á móti okkur með hlýju í hjarta og á vörum. Þau gátu treyst honum og trúað í einu og öllu. Alltaf var hann tilbúinn að gera eitthvað fyrir þau. Meira
11. febrúar 1998 | Minningargreinar | 126 orð

Björn Ingvar Pétursson

Nú kveðjum við góðan dreng, Björn Ingvar, sem fór svo skyndilega frá okkur. Hann var yndislegur drengur sem sást aldrei öðruvísi en brosandi hvar og hvenær sem við mættumst, á götu, eða í kaupfélaginu, þá kom hann með opna arma og tók mig í fangið og sagði: "Elsku amma mín, ertu komin, viltu ekki koma heim til mömmu og fá kaffisopa." Okkar kynni urðu of stutt. Meira
11. febrúar 1998 | Minningargreinar | 29 orð

BJÖRN INGVAR PÉTURSSON

BJÖRN INGVAR PÉTURSSON Björn Ingvar Pétursson fæddist í Reykjavík 9. mars 1981. Hann lést af slysförum þriðjudaginn 20. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Blönduóskirkju 31. janúar. Meira
11. febrúar 1998 | Minningargreinar | 900 orð

Gunnar Baldur Loftsson

"Heyrðu mig nú, ég kæri mig ekkert um það að viðskiptavinirnir ykkar leggi bílum sínum hér fyrir framan innganginn hjá mér." Þessum orðum var beint til mín fyrir einum 15 árum. Maðurinn sem þau talaði var vinur minn og frændi, Gunnar B. Loftsson, eða Gunni Lofts eins og hann var alltaf kallaður. Meira
11. febrúar 1998 | Minningargreinar | 148 orð

GUNNAR BALDUR LOFTSSON

GUNNAR BALDUR LOFTSSON Gunnar Baldur Loftsson fæddist 10. apríl 1924. Hann lést á Akureyri 26. janúar síðastliðinn. Gunnar fæddist á Hlíðarenda í Óslandshlíð í Skagafirði og ólst upp á Óslandi. Foreldrar Gunnars voru Loftur Rögnvaldsson, f. 16. nóv. 1891, d. 5. nóv. 1944, bóndi á Óslandi, og Nanna Ingjaldsdóttir, f. 20. sept. 1898, d. Meira
11. febrúar 1998 | Minningargreinar | 232 orð

Ingunn Lára Jónsdóttir

Sýnist mér fyrir handan haf, hátignarskær og fagur, brotnuðum sorgaröldum af, upprenna vonardagur. (Bólu-Hjálmar.) Við Ingunn Lára kynntumst árið 1941 þegar við Magnús byrjuðum búskap og fengum leigt herbergi hjá henni og Helga með aðgangi að þeirra eldhúsi. Meira
11. febrúar 1998 | Minningargreinar | 29 orð

INGUNN LÁRA JÓNSDÓTTIR

INGUNN LÁRA JÓNSDÓTTIR Ingunn Lára Jónsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 24. september 1914. Hún lést á Landakotsspítala 30. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 5. febrúar. Meira
11. febrúar 1998 | Minningargreinar | 284 orð

Kristjana S.G. Sveinsdóttir

Um klukkan 11 föstudagsmorguninn 5. desember hringdi Bogga vinkona í mig og spurði hvort ég gæti passað "litla prinsinn" fyrir sig því að þau þyrftu upp á sjúkrahús, hún Jana væri dáin. Litli Esra kom, og ég fór að hugsa um hvað hann myndi missa af miklu þar sem amma Jana yrði ekki þátttakandi. Meira
11. febrúar 1998 | Minningargreinar | 28 orð

KRISTJANA S.G. SVEINSDÓTTIR

KRISTJANA S.G. SVEINSDÓTTIR Kristjana S.G. Sveinsdóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 21. september 1916. Hún lést 5. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 11. desember. Meira
11. febrúar 1998 | Minningargreinar | 981 orð

Þuríður Jenný Björnsson

Þuríður föðursystir mín sem alltaf var kölluð Íða er látin. Hún ólst upp í glöðum systkinahópi á Patreksfirði og Borgarnesi en þangað flutti fjölskyldan þegar Íða var 11 ára. Flestar minningar mínar um hana tengjast garðrækt eða matargerð. Þetta tvennt var hennar ástríða og hún var slíkur snillingur að engum datt í hug að leita annað þegar leiðbeininga var þörf. Meira
11. febrúar 1998 | Minningargreinar | 136 orð

ÞURÍÐUR JENNÝ BJÖRNSSON

ÞURÍÐUR JENNÝ BJÖRNSSON Þuríður Jenný Björnsson fæddist á Patreksfirði 13. janúar 1907. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þóra Júlíusdóttir Björnsson húsfreyja og Guðmundur Björnsson sýslumaður. Systkini hennar eru: Ingibjörg Emma, f. 5.7. 1903; Pétur Emil Júlíus, f. 25.7. 1904, d. Meira

Viðskipti

11. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 316 orð

Ávöxtunarkrafa húsbréfa aldrei lægri

ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa lækkaði um 4 punkta í gær og hefur krafa bréfanna aldrei verið lægri frá því farið var að gefa bréfin út. Stóð krafan í 5,13% við lokun í gær en áður hafði hún lægst farið í 5,15 í janúar sl. Þá lækkaði ávöxtunarkrafa verðtryggðra spariskírteina á lengri endanum um 4 punkta. Meira
11. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 345 orð

Hagnaðurinn nam 425 milljónum króna

HAGNAÐUR Þróunarfélags Íslands nam 424,8 milljónum króna á síðastliðnu ári, en 437,6 milljónum árið áður, og minnkaði hagnaðurinn því um 3% á milli ára. Innifalinn í hagnaðinum er óinnleystur gengishagnaður hlutabréfa að fjárhæð 353 milljónir króna. Fjármunatekjur jukust um 5% og námu 673 milljónum króna á síðastliðnu ári en fjármagnsgjöld lækkuðu um 3% og námu 43 milljónum. Meira
11. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 51 orð

Hagnaður Schering jókst um 23% í fyrra

HAGNAÐUR þýzka lyfjafyrirtækisins Schering AG jókst um 23% í 446 milljónir marka í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum. Hagnaðurinn er í samræmi við það sem fyrirtæið hafði spáð, en minni en nokkrir sérfræðingar höfðu búizt við. Sala jókst um 18% í 6,25 milljarða marka. Meira
11. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 328 orð

Hlutafé aukið um 45 milljónir

HLUTAFJÁRÚTBOÐI Íslandsflugs lauk í gær og liggur fyrir að hlutafé félagsins verður aukið um 45 milljónir króna að nafnvirði. Þetta er um 15 milljónum króna meira að nafnvirði en upphaflega var áætlað að auka hlutafé um. Meira
11. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 300 orð

Jeffrey D. Sachs á afmælisráðstefnu FVH

FÉLAG viðskiptafræðinga og hagfræðinga heldur upp á sextíu ára afmæli sitt á föstudaginn kemur, 13. febrúar, með ráðstefnu um framtíð Íslands í ljósi þróunar atvinnu- og efnahagslífs á alþjóðavettvangi. Ráðstefnan ber heitið Horft til framtíðar - Ísland í samfélagi þjóðanna á nýrri öld. Sérstakur gestur ráðstefnunnar og aðalfyrirlesari er dr. Jeffrey D. Meira
11. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 228 orð

Methækkun Dow bætir stöðuna austanhafs

DOW JONES vísitalan hækkaði um 111,61 punkta í 8292,13 áður en viðskiptum lauk í Evrópu í gær og mældist þá hærri en síðasta met á lokaverði, 8259,31 punktur, sem var sett 6. ágúst. Fréttin batt enda á deyfð í evrópskum kauphöllum, en á gjaldeyrismörkuðum lækkuðu dollar og pund. Meira
11. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 295 orð

Svæðisskrifstofa fatlaðra til fyrirmyndar

SVÆÐISSKRIFSTOFA málefna fatlaðra á Reykjanesskaga hlaut sérstök verðlaun nefndar á vegum fjármálaráðherra fyrir að skara fram úr og vera til fyrirmyndar í starfsemi sinni. Fjármálaráðherra afhenti Þór Þórarinssyni, framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofunnar, viðurkenninguna í gær við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands í gær og er myndin tekin við það tækifæri. Meira
11. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 274 orð

Van Miert undrandi á þýzkum ríkisstyrkjum

KAREL van Miert, samkeppnisstjóri Efnahagssambandsins, segir í viðtali við vikublaðið Die Zeit að hann furði sig á því hve oft Þjóðverjar brjóti skilyrði þau sem sambandið setji fyrir stuðningi ríkisvalds við atvinnufyrirtæki. Meira

Fastir þættir

11. febrúar 1998 | Dagbók | 3206 orð

APÓTEK

»»» Meira
11. febrúar 1998 | Í dag | 628 orð

Áhugaleysi alþingismanna á umferðarmálum Grafarvogsbúa VELVAKANDA ba

VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: "Íslenskar þjóðsögur eru ótrúleg uppspretta lífsspeki, enda felst í þeim aldalöng reynsla þjóðarinnar. Alþingismönnum, sem og öðrum, væri hollt að kynna sér þær. Margar þeirra fjalla um nátttröll, sem fylgdust ekki með tímanum en dagaði uppi og urðu að steini. Í kosningum til Alþingis er atkvæðisréttur bundinn við fermetra en ekki fólk. Meira
11. febrúar 1998 | Fastir þættir | 512 orð

Áskirkja.

FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 12. febrúar kl. 20.30 mun Sæmundur Hafsteinsson, sálfræðingur, koma í Strandberg, safnaðarheimili Hafnarfjaðarkirkju, og fjalla þar um unglinga og uppeldismál. Hann nefnir umfjöllun sína "Ást og agi" og mun ræða það hvernig þessum þáttum verði helst komið við í uppeldinu. Meira
11. febrúar 1998 | Fastir þættir | 734 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Þátttakendur í tvímenningnum

Eitt hundrað þrjátíu og tvö pör hafa nú fengið þátttökurétt í tvímenningnum á Bridshátíð, sem hefst nk. föstudagskvöld. Þau eru: Björn Þorláksson - Vignir Hauksson Þórir Leifsson - Jón Viðar Jónmundsson Egill Guðjohnsen - Runólfur Pálsson Björgvin Sigurðsson - Erlingur Örn Arnarson Árni Már Björnsson - Guðmundur A. Meira
11. febrúar 1998 | Í dag | 35 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Bahá'i hjónavígsla fór fram á Ísafirði 13. desember sl. er þau Erna Magnúsdóttir og Todd Watkinson unnu hjónabandsheit sitt í vitna viðurvist. Heimili þeirra er á Árvöllum 2 í Hnífsdal. Meira
11. febrúar 1998 | Dagbók | 656 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
11. febrúar 1998 | Í dag | 451 orð

ÍKVERJA hefur borist eftirfarandi bréf frá Þórhalli Jósep

ÍKVERJA hefur borist eftirfarandi bréf frá Þórhalli Jósepssyni, ritstjóra FÍB blaðsins Ökuþórs: "Víkverji lét sig hafa það sl. laugardag 28. janúar að birta bréf undirritað: Karl Örn Karlsson lektor. Bréfið er samfelldur fúkyrðaflaumur í garð Árna Sigfússonar, formanns FÍB og borgarfulltrúa. Meira
11. febrúar 1998 | Í dag | 24 orð

Ljósmyndarinn ­ Lára Long. Gefin voru saman 12. júlí í Digrane

Ljósmyndarinn ­ Lára Long. Gefin voru saman 12. júlí í Digraneskirkju af sr. Gunnari Sigurjónssyni Ingibjörg Halldórsdóttir og Reynir Magnússon. Heimili þeirra er í Kópavogi. Meira

Íþróttir

11. febrúar 1998 | Íþróttir | 273 orð

Afslöppuð og líður dásamlega

Franska stúlkan Karine Ruby sigraði af miklu öryggi í stórsvigi kvenna á snjóbrettum í gær. Sigur hennar kom ekki á óvart enda hefur Ruby sigrað á öllum sjö mótum vetrarins í heimsbikarnum í stórsvigi á snjóbrettum. Ruby var með tveggja sekúndna forskot eftir fyrri ferðina og sigurinn svo gott sem tryggður enda fór hún síðari ferðina einnig af miklu öryggi. Meira
11. febrúar 1998 | Íþróttir | 159 orð

Blak

Stjarnan í úrslit Stjarnan skellti KA á Akureyri í gærkvöldi 3:0 í undanúrslitum bikarkeppninnar en leikurinn stóð yfir í rúmar 90 mínútur. Stjarnan vann fyrstu hrinuna 15:9 og þá næstu 16:14 eftir að KA hafði verið undir framan af hrinunni, en KA náði að jafna, 14:14. Það voru gestirnir sem voru sterkari á lokasprettinum og mörðu sigur í hrinunni. Meira
11. febrúar 1998 | Íþróttir | 177 orð

Dmitriev endurheimti titilinn

RÚSSINN Artur Dmitriev, sem er þrítugur, varð í gær ólympíumeistari í listhlaupi para á skautum í annað sinn ­ en nú með annarri konu, Oksönu Kazakovu, sem er aðeins 22 ára. Hann varð ólympíumeistari í Albertville 1992 og vann silfur í Lillehammer 1994 ásamt Nataliu Mishkutienok. Dmitriev og Kazakova voru frábær í frjálsu æfingunum í gær og fengu m.a. Meira
11. febrúar 1998 | Íþróttir | 122 orð

Flensa hjá bikarmeisturunum

LEIK Aftureldingar og nýkrýndra bikarmeistara Vals í 1. deild karla, sem fram átti að fara að Varmá í kvöld, hefur verið frestað og hefur nýr leikdagur ekki verið ákveðinn. Frestunina ákvað mótanefnd HSÍ í gær eftir að beiðni kom frá Valsmönnum þess efnis en sex leikmenn liðsins eru með flensu. Í tilkynningu frá mótanefnd segir að m.a.: Með vísun í 12. gr. Meira
11. febrúar 1998 | Íþróttir | 577 orð

Fróðleiksmolar um ÓL í Nagano

KEPPT er í þremur nýjum greinum í Nagano, "curling", snjóbrettum og íshokkí kvenna. 68 gullverðlaun eru í boði á leikunum og hafa þau aldrei verið fleiri á vetrarleikum. ATVINNUMENN úr bandarísku NHL-deildinni í íshokkí eru í fyrsta sinn með á ólympíuleikum. Meira
11. febrúar 1998 | Íþróttir | 202 orð

Fyrsta gull heimamanna

Hiroyasu Shimizu tyggði heimamönnum sín fyrstu gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Nagano í Japan er hann kom fyrstu í mark í 500 m skautahlaupi. Shimizu sem er heimsmethafi í greininni fékk tímann 1.11,35 mínútur en efsti maður heimsbikarsins, Kanadamaðurinn Jeremy Wotherspoon, varð annar á 1.11,84 og landi hans Kevin Overland hreppti þriðja sætið á 1.11,86. Meira
11. febrúar 1998 | Íþróttir | 22 orð

Í kvöld

Handknattleikur 1. deild karla - Nissandeildin: KA-heimilið:KA - HK20 Seljaskóli:ÍR - Fram20 Strandgata:Haukar - Stjarnan20 Vestm. Meira
11. febrúar 1998 | Íþróttir | 276 orð

Íslensku keppendurnir hafa lítið getað æft

SEX ex íslenskir skíðamenn eru þegar komnir til Nagano í Japan til að keppa á Ólympíuleikunum og tveir koma í dag, Kristinn Björnsson og Jóhann Haukur Hafstein. Kristján Vilhelmsson, aðalfararstjóri hópsins, sagði í samtali við Morgunlaðið í gær að öllum liði vel, en vegna veðurs hefðu skíðamennirnir lítið getað æft. Meira
11. febrúar 1998 | Íþróttir | 252 orð

Kæra Framara komin til HSÍ

LÖGFRÆÐINGAR handknattleiksdeilda Fram og Vals mættu hjá dómstóli HSÍ í gær. Þar var kæra Framara vegna framkvæmda bikarúrslitaleiksins gegn Val sl. laugardag þingfest. Valsmenn báðu um tveggja sólarhringa frest til að skila sinni greinargerði í málinu og var það samþykkt. Krafa Framara í málinu er sú að úrslit bikarúrslitaleiksins verði dæmd ómerk og Fram dæmdur sigur. Meira
11. febrúar 1998 | Íþróttir | 246 orð

Körfuknattleikur Grindavík-ÍR45:44 Íþróttahúsið í Grindavík, 1. d

Íþróttahúsið í Grindavík, 1. deild kvenna, þriðjudaginn 10. febrúar 1998. Gangur leiksins: 4:4, 10:11, 16:14, 18:18, 18:27 26:29, 33:32, 39:36, 41:44, 45:44. Stig Grindavíkur: Birna Valgarðsdóttir 13, Svanhildur Káradóttir 12, Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 7, Rósa Ragnarsdóttir 6, Sólveig Gunnlaugsdóttir 4, Sandra Guðlaugsdóttir 3. Meira
11. febrúar 1998 | Íþróttir | 222 orð

Norðmenn mæta Frökkum

Norska landsliðið, sem leikur vináttuleik gegn Frökkum í Marseille í Frakklandi 25. febrúar, er nær eingöngu skipað leikmönnum sem leika með liðum í Englandi, eða tíu í sextán manna hópi. Það eru þeir Henning Berg og Ronny Johnsen, Man. United, Stig Björneby, Liverpool, Alf-Inge Håland, Leeds, Claus Lundekvam, Southampton, sem eru varnarleikmenn. Meira
11. febrúar 1998 | Íþróttir | 455 orð

PATRICK Ortlieb, sem varð Ól

PATRICK Ortlieb, sem varð Ólympíumeistari í bruni í Albertville 1992 og heimsmeistari 1996, komst ekki í 14 manna ÓlympíuliðAusturríkismannaí alpagreinum karla. Hann er þrítugur og hefur ekki náð sér á strik í heimsbikarnum í vetur og ekki komist á pall meðan félagar hans í landsliðinu hafa sópað til sín verðlaunum. Meira
11. febrúar 1998 | Íþróttir | 894 orð

Sjálfstraustið er meira en í fyrra

BIRKIR Kristinsson kom óvænt inn í landsliðshópinn í knattspyrnu á Kýpur í liðinni viku og lék tvo síðustu leikina. Steinþór Guðbjartsson spjallaði við markvörðinn sem var síðast með í landsleik þegar Íslendingar sóttu Íra heim í riðlakeppni HM í nóvember 1996. Meira
11. febrúar 1998 | Íþróttir | 344 orð

Stund mikilla tilfinninga

LARISSA Lazutina frá Rússlandi vann önnur verðlaun sín á Ólympíuleikunum er hún kom fyrst í mark í 5 km göngu kvenna með hefðbundinni aðferð. Daginn áður hafði hún krækt í silfurverðlaun í 15 km göngu og er fyrsti keppandinn í Nagano til þess að vinna tvenn verðlaun. Sigur Lazutinu var öruggur og tíminn 17.37,9 mínútur, nærri fimm sekúndum á undan Tékkanum Katerinu Neumannovu. Meira
11. febrúar 1998 | Íþróttir | 74 orð

Tómas Ingi til Þróttar

Tómas Ingi Tómasson sem leikið hefur með Raufoss í Noregi sl. tvö ár hefur ákveðið að ganga til liðs við Þrótt í Reykjavík og gera tveggja ára samning við félagið. Verður væntanlega gengið frá honum á morgun. Þetta hefur Morgunblaðið samkvæmt heimildum. Tómas hefur verið að velta fyrir sér um tíma hvort hann ætti að velja Þrótt eða ÍBV og m.a. Meira
11. febrúar 1998 | Íþróttir | 103 orð

Tvöfaldur sigur Íslands í stangarstökki?

Vala Flosadóttir, ÍR, og Þórey Edda Elísdóttir, úr FH, verða á meðal keppenda í stangarstökki á Opna sænska meistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fer um næstu helgi. Vala setti heimsmet í stangarstökki innanhúss í Bielefeld sl. föstudag og á sama tíma náði Þórey Edda þriðja besta árangri Norðurlandabúa í greininni er hún stökk yfir 3,90 á Meistaramóti Íslands í Laugardalshöll. Meira
11. febrúar 1998 | Íþróttir | 311 orð

(fyrirsögn vantar)

5 km skíðagana kvenna: Hefðbundin aðferð: 1.Larissa Lazutina (Rússl.)17.37,9 2.Kat. Neumannova (Tékkl.)17.42,7 3.Bente Martinsen (Noregi)17.49,4 4.Nina Gavryliouk (Rússl.)17.50,3 5.Olga Danilova (Rússl.)17.51,3 6. Meira

Úr verinu

11. febrúar 1998 | Úr verinu | 261 orð

Ár hafsins

ÁRIÐ 1998 hefur verið af hálfu Sameinuðu þjóðannatileinkað hafinu. Af því tilefni hafa mörg samtök og þjóðir gert ráðstafanir til að minnast þess á einhvern máta. Meira
11. febrúar 1998 | Úr verinu | 116 orð

Bara trillur á veiðum

SJÓSÓKN er afarlítil þessa dagana, enda verkfall á öllum flotanum nema trillunum. Í gær voru 122 bátar á sjó, nánast allt trillur, en rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarna Sæmundsson voru einnig úti. Þá var grænlenzka loðnuskipið Ammassat að leita að loðnu út af Hvalbaknum. Meira
11. febrúar 1998 | Úr verinu | 670 orð

Búist við hækkandi verði á túnfiski á næstu árum

ÞÓTT túnfiskur sé aðeins 3% af heildarfiskafla í heiminum svarar hann til 10% af heimsviðskiptunum með fisk. Er annars vegar um að ræða niðursoðinn túnfisk, sem er 3% af heimsviðskiptunum, og hins vegar frosinn og er hlutur hans 7% af heimsviðskiptunum. Útflutningsverðmæti túnfisks á árinu 1995 var um 350 milljarðar ísl. kr. en um 138 milljarðar 1987. Meira
11. febrúar 1998 | Úr verinu | 26 orð

EFNI Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Rannsóknir 5 Yfirlit yfir stöðu úthafsrækjustofna við Ísland

Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Rannsóknir 5 Yfirlit yfir stöðu úthafsrækjustofna við Ísland Markaðsmál 6 Búist við hækkandi verði á túnfiski á næstu árum Meira
11. febrúar 1998 | Úr verinu | 1504 orð

Ekki útlit fyrir stórfellda minnkun rækjustofnsins

Allt frá því árið 1988 hefur stofnmæling úthafsrækju verið framkvæmd með sama sniði. Togstöðvar hafa verið þær sömu í 10 ár að undantekinni lítils háttar fækkun togstöðva tvisvar á tímabilinu þar sem togstöðvar voru flestar og breytileiki var mjög lítill. Svæðið nær frá 2530'V til 10V og suður að 66N við vesturland og 6430'N við Austurland. Meira
11. febrúar 1998 | Úr verinu | 380 orð

Hugsum af ábyrgð um höfin

KRISTJÁN Skarphéðinsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, veitir forystu starfshópi, sem gera á tillögur um það hvernig höfunum verði gerð góð skil hér á landi á ári hafsins. Meira
11. febrúar 1998 | Úr verinu | 614 orð

Hægt á framkvæmdum vegna dræmrar veiði

HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar starfrækir rækjuverksmiðju í gömlu og óhentugu húsnæði tengslum við frystihús sitt. Húsnæðið stenst ekki kröfur sem stóru bresku verslanakeðjurnar setja og margir aðrir kaupendur miða sig við. Meira
11. febrúar 1998 | Úr verinu | 498 orð

Kristrún fiskaði fyrir 27 milljónir í janúar

"AFLABRÖGÐIN hafa verið mjög góð frá miðjum janúar, en fyrrihluti janúar einkenndist af miklum brælum. Við vorum að fá á lögnina á dag alveg upp í 35 tonn eða um 400 kíló á bala sem telst vera mjög gott," sagði Halldór Gestsson, skipstjóri á Kristrúnu RE 177, sem verið hefur á línuveiðum norður í Nesdýpi, út af Patreksfirði. Meira
11. febrúar 1998 | Úr verinu | 147 orð

Miklar brigðir af hrognum

ALLT bendir til þess að markaðs- og söluhorfur fyrir grásleppuhrogn verði erfiðar í ár þar sem að birgðir í heiminum eru meiri en verið hefur í mjög langan tíma. Ljóst er að heimsveiðin í fyrra er sú næstmesta sem hún hefur nokkurn tímann verið frá upphafi grásleppuveiða./2 SH ákveður Meira
11. febrúar 1998 | Úr verinu | 112 orð

Minna af fiski úr Kyrrahafinu

VEIÐAR á þremur helztu botnfisktegundum úr Norður-Kyrrahafi hafa dregizt töluvert saman undanfarin ár og enn er gert ráð fyrir samdrætti samkvæmt spám sérfræðinga á ráðstefnunni Groundfish Forum. Mestu munar um mikinn samdrátt í veiðum á alaskaufsa. Árið 1995 veiddust meira en fimm milljónir tonna af botnfisktegundunum þremur, alaskaufa, lýsingi og kyrrahafsþorski. Meira
11. febrúar 1998 | Úr verinu | 208 orð

Mun meira til af þorskblokk en áður

MIKLAR birgðir af þorskblokk voru í Bandaríkjunum í lok síðasta árs, en birgðir af blokkum úr alaskaufsa höfðu aukizt mun minna. Á þessum tíma voru birgðir af alaskaufsablokkinni um 11.300 tonn, sem var 6% meira en á sama tíma árið áður, en 4% minna en fyrr um haustið. Birgðir af ufsanum í nóvember hafa venjulega verið miklu minni undanfarin ár. Meira
11. febrúar 1998 | Úr verinu | 273 orð

Nýr bátur á Hellissand

GUÐBJARTUR SH 45 er nýr bátur sem var að bætast í flotann á Hellissandi. Eigendur hans eru feðgarnir Þorvarður Jóhann Guðbjartsson og Guðbjartur Þorvarðarson á Hellissandi og ber báturinn nafn hans. Báturinn verður gerður út í Rifi. Báturinn er með Perkinsdielselvél sem skilar 265 ha orku og er búinn öllum fullkomnustu tækjum, radar, fiskileitartæki, sjálfstýringu, GPS tæki, ofl. Meira
11. febrúar 1998 | Úr verinu | 205 orð

Saltfiskur úr Vizcaina-héraðinu

VÍST er lífið saltfiskur, í það minnsta í augum þeirra sem lifa af því að verka hann, en einnig í huga margra Spánverja, sem telja saltfiskinn einhvern mesta veizlumat sem um getur. Þeir matreiða saltfiskinn á ótal vegu, flesta framandi okkur Íslendingum. Meira
11. febrúar 1998 | Úr verinu | 449 orð

Sífellt er verið að vinna ferskari fisk

Á VEGUM Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins er nýlokið tveggja daga ráðstefnu undir yfirskriftinni "Superfersk fisk", en hana sátu um fjörutíu gestir frá Norðurlöndunum auk Íslendinga. Að sögn Sigurjóns Arasonar hjá RF, sem jafnframt var fundarstjóri á ráðstefnunni, var aðalþemað svokallaður ofurferskur fiskur, þ.e. fiskur sem ekki hefur farið í gegnum dauðastirðnun. "Við fjöllum m.a. Meira
11. febrúar 1998 | Úr verinu | 222 orð

SMikill samdráttur blasir við hjá grásleppukörlum "Söluhorfur í uppnámi vegna birgðavandans"

ALLT bendir til þess að markaðs- og söluhorfur fyrir grásleppuhrogn verði erfiðar í ár þar sem að birgðir í heiminum eru meiri en verið hefur í mjög langan tíma. Ljóst er að heimsveiðin í fyrra er sú næstmesta sem hún hefur nokkurn tímann verið frá upphafi grásleppuveiða. Meira
11. febrúar 1998 | Úr verinu | 370 orð

SSH undirbýr kynningu á nýrri umhverfisstefnu "Teljum okkur hafa góða sögu að segja"

STJÓRN Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. hefur nýlega samþykkt umhverfisstefnu fyrirtækisins sem ráðgert er að birta í ársskýrslu þess á aðalfundi SH hinn 3. mars nk. Sem stendur er nú unnið að þýðingu umhverfisstefnunnar yfir á ensku svo að hún megi gagnast fyrirtækinu í viðskiptum sínum á erlendum mörkuðum. Meira
11. febrúar 1998 | Úr verinu | 191 orð

Um 3,2 milljónir tonna af túnfiski

TÚNFISKAFLI jókst töluvert á síðasta áratug, en hann náði síðan hámarki í um 3,2 milljónum tonna árið 1995. Margar undirtegundir af túnfiski eru til, en mest veiðist af svokölluðum "skipjack" túnfiski. Hann er um helmingur alls túnfiskaflans, en næst kemur "guluggi" í rúmri milljón tonna. Japan og Tæwan veiða mest af túnfiskinum, en Kórea og Indónesía eru einnig mikil veiðilönd. Meira

Barnablað

11. febrúar 1998 | Barnablað | 64 orð

Pennavinir

Ég óska eftir pennavinkonu á aldrinum 11-12 ára. Áhugamál Spice Girls, servíettur o.fl. Þórey Rúnarsdóttir Grenimel 33 107 Reykjavík Mig vantar pennavini á aldrinum 11-13 ára, ég er sjálf 11 að verða 12 ára. Áhugamál mín eru góð tónlist, útivera, sund og margt, margt fleira. P.S. Ég vil helst pennavini úti á landi. Svara öllum bréfum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.