Greinar laugardaginn 14. febrúar 1998

Forsíða

14. febrúar 1998 | Forsíða | 75 orð

Föngum sleppt á Kúbu

STJÓRN Kúbu greindi frá því í gær að um 300 fangar yrðu látnir lausir í framhaldi af heimsókn páfa til landsins í síðasta mánuði, þ.ám. nokkrir pólitískir fangar. Nítján fangar voru leystir úr haldi í gær, þeirra á meðal Hector Palacios, sem heilsar hér nágranna sínum. Meira
14. febrúar 1998 | Forsíða | 411 orð

Segir Rússa ekki geta hindrað árásir

RÚSSAR reyndu í gær að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn og Bretar gerðu árásir á Írak og hvöttu til þess að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, færi til Bagdad og reyndi að leysa deiluna um vopnaeftirlitið í Írak. Meira
14. febrúar 1998 | Forsíða | 240 orð

Sinn Fein berst gegn brottvísun

SVO kann að fara að Sinn Fein, stjórnmálaflokki Írska lýðveldishersins (IRA), verði vísað frá viðræðum um frið á Norður-Írlandi, en í gær tilkynnti lögreglan þar að IRA hefði staðið að tveim morðum sem framin voru í Belfast fyrr í vikunni. Meira
14. febrúar 1998 | Forsíða | 389 orð

Þjóðernissinnaðir hindúar á Indlandi vonast eftir meirihluta á þin

ALMENNAR þingkosningar hefjast á Indlandi á mánudag og benda skoðanakannanir til að hinn þjóðernissinnaði hindúaflokkur, Bharatiya Janata, fái langmest fylgi. Næstur honum komi Kongressflokkurinn. Hefur kosningabaráttan verið mjög hörð og nokkuð um ofbeldisverk, einkum í norðausturhluta landsins. Kjördagarnir verða alls fimm og sá síðasti 7. mars. Meira

Fréttir

14. febrúar 1998 | Landsbyggðin | 139 orð

10% lækkun heita vatnsins

BÆJARSTJÓRN Borgarbyggðar hefur ákveðið að lækka vatnsgjald á heitu vatni frá Hitaveitu Borgarness um 10% frá 1. mars næstkomandi. Lækkun vatnsgjaldsins er ákveðin í framhaldi af 5% lækkun á vatni frá Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar sem annast heitavatnsöflun og rekstur aðveituæða fyrir Akranes og Borgarnes. Sú lækkun tók gildi um síðustu áramót. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 224 orð

14 þús. kr. hærri eftirlaun úr LV

FÉLAGI í Lífeyrissjóði verslunarmanna fengi rúmlega 14 þúsund krónum hærri eftirlaun á mánuði miðað við 67 ára aldur en félagi í Samvinnulífeyrissjóðnum, eins og reglugerðum sjóðanna er nú háttað. Eftirlaun úr lífeyrissjóðnum Framsýn yrðu einnig rúmlega 7.500 kr. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Afmælishátíð Samvinnuferða

FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnuferðir-Landsýn á 20 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni verður afmælisveisla í húsakynnum fyrirtækisins í Austurstræti milli klukkan 14 og 18.30 á morgun, sunnudag. Þar verður margt til skemmtunar og gestum meðal annars boðið upp á 20 metra langa afmælistertu. Nýr sumarbæklingur verður kynntur, en meðal nýjunga eru 5 nýir áfangastaðir. Meira
14. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 190 orð

Allsherjarverkfalli aflýst

STARFSMAÐUR skipasmíðastöðvar í Suður-Kóreu lét lífið í gær eftir að hafa kveikt í sér til þess að lýsa stuðningi við allsherjarverkfall sem boðað hafði verið en var aflýst í gær. Hvorki almenningur í landinu né stéttafélög höfðu sýnt verkfallsboðuninni mikinn stuðning. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 354 orð

Áhugi á verkum Laxness vaxandi utan Norðurlanda

EF MARKA má útgáfur verka Laxness víða um heim þá er vaxandi áhugi á þeim í Þýskalandi, Ítalíu og Bandaríkjunum, en dvínandi á Norðurlöndum að sögn Agnesar Licht, sem starfrækir umboðsfyrirtækið Licht & Licht, er hefur umboð fyrir verk Laxness. Hún segir þó of snemmt að fullyrða um hvernig áhuginn verði á Norðurlöndum, því það hafi sýnt sig að áhugi geti vaknað fyrirvaralaust. Meira
14. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 420 orð

Árás frestað fyrir Ísraela?

YITZHAK Mordechai, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í gær að Ísraelar myndu fara þess á leit við Bandaríkjastjórn að árásum á Írak yrði frestað ef undirbúningi Ísraela við hugsanlegri gagnárás Íraka væri ekki lokið. "Það er engin trygging fyrir því að þeir muni verða við óskum okkar en þeir munu örugglega taka tillit til þess á hvaða stigi viðbúnaður okkar er," sagði Mordechai. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Átökum af stýrt milli tveggja skóla

ÁTÖKUM milli nemenda í Hamraskóla í Grafarvogi og Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi var afstýrt af lögreglu og yfirmönnum skólanna í gær. Nemendur Valhúsaskóla höfðu haft spurnir um að gera ætti út um deilumál milli nemenda skólanna þennan dag og höfðu þeir búið sig undir átökin með því að verða sér úti um barefli. Að sögn lögreglu var hnífur tekinn af einum nemanda. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 378 orð

Bifreiðum ráðherra lagt ólöglega

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur sent Alþingi formlega kvörtun vegna bifreiða á vegum þingmanna og ráðherra sem lagt er ólöglega fyrir framan Alþingishúsið. Minnt er á að ekki er um lögleg bílastæði að ræða og að þeir bílstjórar sem þar leggja geta fengið punkta í ökuferilsskrá samkvæmt umferðarlögum sem nýlega tóku gildi. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð

Blað um ævi og störf Halldórs Laxness

BLAÐ um ævi og störf Halldórs Laxness fylgir Morgunblaðinu í dag. Þar er m.a. fjallað um kvikmyndir gerðar eftir sögum skáldsins, leikrit, stjórnmálaskoðanir, vinnuaðferðir og skáldskaparviðhorf. Myndlistarmenn túlka skáldið, kaflar úr samtölum við Halldór eru birtir, myndir úr lífi hans og störfum, brot úr verkum hans og birtar greinar eftir einstaklinga. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 262 orð

"Búið að eyða öllu fyrirfram"

Ísafirði. Morgunblaðið. FRUMVARP fjárhagsáætlunar fyrir Ísafjarðarbæ og stofnanir hans var lagt fram til seinni umræðu í bæjarstjórn sl. fimmtudag. Frumvarpið, sem gerir ráð fyrir heildarskuldaaukningu upp á 87 milljónir króna, var samþykkt með sex atkvæðum meirihluta bæjarstjórnar gegn fimm atkvæðum minnihlutans. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Djúp þátttaka í sorg þjóðarinnar

Samúðarskeyti finnska menntamálaráðherrans Djúp þátttaka í sorg þjóðarinnar CLAES Andersson, menntamálaráðherra Finnlands, hefur sent starfsbróður sínum, Birni Bjarnasyni, samúðarskeyti í tilefni af andláti Halldórs Laxness. Meira
14. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 155 orð

Dómur Héraðsdóms skal vera óraskaður

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði á síðasta ári kröfu hreppsnefndar Eyjafjarðarsveitar um að ógiltur yrði með dómi úrskurður landbúnaðarráðuneytisins þar sem felld var úr gildi ákvörðun hreppsnefndar að neyta forkaupsréttar að jörðinni Möðrufelli í Eyjafjarðarsveit. Hreppsnefndin skaut málinu til Hæstaréttar sem á fimmtudag staðfesti dóm undirdóms. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Dómur vegna kynferðisbrots staðfestur

HÆSTIRÉTTUR staðfesti á fimmtudag dóm gegn sextíu og tveggja ára karlmanni í Suður- Þingeyjarsýslu sem var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands fyrir að hafa þrívegis í byrjun árs 1997 framið kynferðisbrot gagnvart stúlku. Stúlkan var tæplega fimm ára þegar brotin voru framan. Meira
14. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Dótturfélög sameinast Samherja

ÁKVEÐIÐ hefur verið að bæði dótturfélög Samherja hf. hér á landi, Fiskimjöl og lýsi í Grindavík og Friðþjófur á Eskifirði, sameinist móðurfélaginu. Sameiningin miðast við 31. desember sl. Samherji á öll hlutabréf í báðum þessum félögum og eftir sameiniguna er öll starfsemi Samherja hf. innanlands í einu félagi og undir einni stjórn. Meira
14. febrúar 1998 | Smáfréttir | 27 orð

DREGIÐ hefur verið úr happdrætti Kays listans. Vinningi

DREGIÐ hefur verið úr happdrætti Kays listans. Vinninginn sem var ferð fyrir tvo til London hlaut Sólveig Þorleifsdóttir. Á myndinni má sjá Björn Magnússon óska henni til hamingju. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

ÐÍslendingar í 4. sæti í Japan

ÍSLENSK bridssveit varð í 4. sæti á sterku bridsmóti sem lauk í Japan í gær. Íslendingarnir spiluðu við japanska sveit um 3.-4. sætið á mótinu og töpuðu í 32 spilum, 44-64. Sigurvegarar á mótinu urðu Bretar, sem áður höfðu lagt Íslendinga í undanúrslitum. Íslenska liðið var skipað Birni Eysteinssyni, Karli Sigurhjartarsyni, Sævari Þorbjörnssyni og Þorláki Jónssyni. Meira
14. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 157 orð

Ekkert ástarsamband

ROBYN Dickey, siðameistari bandaríska varnarmálaráðuneytisins, vísar harðlega á bug þeirri frétt breska blaðsins Daily Telegraph að hún hafi átt í ástarsambandi við Bill Clinton forseta á níunda áratugnum. Sagði hún fréttina vera "haugalygi" og Michael McCurry, talsmaður Hvíta hússins, kallaði höfund hennar, blaðamanninn Ambrose Evans-Pritchard, fréttaskáld. Meira
14. febrúar 1998 | Miðopna | 960 orð

"Ekki rétt að útiloka auðlindagjald"

JEFFREY D. Sachs, prófessor við Harvard-háskóla, segir að ekki sé rétt að útiloka álagningu veiðileyfagjalds hér á landi nema að vel athuguðu máli. Hann segir að slíkt fyrirkomulag hafi gefið góða raun annars staðar og gæti jafnvel leitt til þess að hægt yrði að lækka aðrar álögur á fyrirtæki. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 379 orð

Ferðaráðstefna í Hamborg

NÚ STENDUR yfir í Hamborg ferðastefnan "Reisen 98". Ferðamálaráð Íslands stendur fyrir bás á stefnunni og eru þátttakendur Bláa lónið, Smyril Line, Flugleiðir, þýska ferðaskrifstofan Island Tours auk Ferðamálaráðs Færeyja. Fyrirtækin kynna starfsemi sína, svara fyrirspurnum og dreifa kynningarbæklingum auk þess sem myndbönd frá Íslandi voru sýnd. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 728 orð

Fjárfestingin er um 100 milljónir króna í upphafi

ÍSLENSKA útvarpsfélagið hf. hefur gengið frá viljayfirlýsingu um kaup á 34,8% hlut í Íslenska farsímafélaginu hf. sem undirbýr nú rekstur GSM símakerfis hér á landi. Hlutafé Íslenska farsímafélagsins er nú 4 milljónir dollara eða tæpar 290 milljónir og nemur fjárfesting ÍÚ því um 100 milljónum í upphafi. Meira
14. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 351 orð

Fjölbreyttar sýningar

FIMM ár eru á þessu ári liðin frá því Listasafnið á Akureyri hóf starfsemi og verður þess minnst með margvíslegum hætti. Fyrsta sýning í safninu á þessu ári verður opnuð í dag laugardag, 14. febrúar, með vatnslitamyndum eftir Ásgrím Jónsson og stendur hún til 19. apríl næstkomandi. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Flutt inn vegna veðurs

SAMVERUSTUND í minningu Halldórs Laxness, sem vera átti á Silfurtorgi á Ísafirði, var flutt inn í stjórnsýsluhúsið vegna þreifandi byls sem var á Ísafirði í gær. Á samverustundinni var tónlistarflutningur og lesið úr verkum skáldsins. Í lokin var einnar mínútu þögn og síðan sungu viðstaddir Maístjörnuna. Morgunblaðið/Sigurjón J. Meira
14. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 472 orð

Franska lögreglan með Fiat Uno til skoðunar

FRANSKA lögreglan sagði í gær, að hún væri að skoða hvíta Fiat Uno-bifreið, sem hugsanlega hefði komið við sögu er Díana prinsessa lét lífið í bílslysi. Eftir ónefndum heimildamönnum innan lögreglunnar er þó haft, að bíllinn tengist ekki slysinu. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Fyrirlestur um hafveðurfræði

Dr. RICHARD Hodur heimsækir Halo, Haf- og lofthjúpsfræðistofuna, nk. mánudag 16. febrúar og heldur fyrirlestur um verk sín og starfsemi NRL (Naval Research Laboratories) sem rekur umfangsmikið rannsókna- og þróunarstarf á sviði hafveðurfræði. Dr. Hodur hefur unnið að þróun grenndarlíkana um víxláhrif hafs og lofts og áhrif fjalla á úrkomu og flæði, þ.e. Meira
14. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 126 orð

Færeyingar vilja aukna sjálfstjórn

STÓR meirihluti Færeyinga er nú ýmist hlynntur aukinni sjálfstjórn eða algeru sjálfstæði. Kemur það fram í skoðanakönnun, sem gerð var fyrir stærsta blaðið, Dimmalætting. Könnunin sýnir, að 40% vilja aukna sjálfstjórn en 29% vilja slíta alveg sambandinu við Danmörku. 16% vilja óbreytt ástand en 10% eru hlynnt enn nánara sambandi við Danmörk. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 36 orð

Færeysk bókakynning fellur niður

FÆREYSKA bókakynningin sem fyrirhuguð var í Norræna húsinu á sunnudag, 15. febrúar, fellur niður vegna veikinda fyrirlesarans, Jogvans Isaksen. Ekki hefur verið ákveðið hvort hún verði síðar í mánuðinum eða í byrjun mars. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Gaf þjóðinni brjóstmynd af Halldóri

PETER Sabiro myndhöggvari færði íslensku þjóðinni brjóstmynd af Halldóri Laxness við hátíðlega athöfn í Stjórnarráðshúsinu í gærmorgun. Sabiro, sem gaf myndina í minningu rithöfundarins, segir hugmynd verksins vera þá að Halldór risi út úr hrauninu. Í máli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, sem tók við gjöfinni, kom m.a. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Gagnrýnir rýran hlut kvenna í bankakerfinu

AÐ mati Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns hallar mjög á konur í yfirmannastöðum innan bankakerfisins sérstaklega í Seðlabanka íslands og Landsbanka Íslands. Í svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn hennar um bílastyrki og stöður í bankakerfinu kemur fram að hlutfall kvenna meðal æðstu yfirmanna í Landsbanka Íslands sé um 13% og hlutfall kvenna meðal æðstu yfirmanna í Seðlabanka Íslands sé um Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 496 orð

Gert að greiða 24,3 milljónir króna

SIGLUFJARÐARKAUPSTAÐUR var á fimmtudag dæmdur í Hæstarétti til að greiða Ríkisábyrgðasjóði rúmlega 23,5 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum frá 1. febrúar 1995, að viðbættum 800 þúsund króna málskostnaði, vegna ábyrgða á lánum sem Framkvæmdasjóður Íslands veitti Dýpkunarfélaginu á Siglufirði árið 1988 og voru í vanskilum. Meira
14. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 119 orð

Gjaldtaka vekur reiði

FIMM þúsund Litháar gengu um götur höfuðborgarinnar Vilnius í fyrradag til að mótmæla gjaldtöku fyrir innanbæjarsímtöl ásamt fyrirhugaðri einkavæðingu símafyrirtækisins og kröfðust afsagnar forsætisráðherrans Gediminas Vagnorius vegna málsins. Staðarsímtöl hafa til þessa verið ókeypis í Litháen. Meira
14. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 273 orð

Grikkir hafna boði Tyrkja um viðræður

STJÓRNVÖLD í Tyrklandi fóru í fyrradag fram á viðræður við grísku stjórnina um ágreiningsmál ríkjanna í Eyjahafi en Grikkir vísuðu því óðara á bug. Í svari þeirra sagði, að engar viðræður yrðu teknar upp um grískt landsvæði. Meira
14. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 333 orð

Herstjórnin flúin burt

VESTUR-afríska friðargæsluliðið, ECOMOG, í Sierra Leone var búið að ná mestallri höfuðborginni, Freetown, á sitt vald í gær og herstjórnin á flótta. Lentu tvær fallbyssuþyrlur í Monróvíu í Líberíu með 51 embættismann herstjórnarinnar og voru þeir handteknir við komuna. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 241 orð

"Hugsaði skýrt allan tímann"

"ÉG var heppinn að fá ekki plóginn í hausinn því þá hefði ég steindrepist. Hann er sjö tonn að þyngd og datt nokkra sentímetra fyrir framan mig áður en hann fór í sjóinn," segir Már Óskarsson, vélstjóri á kúfiskbátnum Skel ÍS, en hann fór í sjóinn þegar skipið var að veiðum í Önundarfirði á miðvikudagskvöld. Meira
14. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 1253 orð

Hvað ber að gera - við leifar hins liðna?

"HVAÐ ber að gera?" spurði byltingarleiðtoginn rússneski, Vladímír Lenín í samnefndri bók og nú, 74 árum eftir að stofnandi Sovétríkjanna kvaddi þennan heim, standa Rússar á ný frammi fyrir þessari sömu spurningu. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 284 orð

Hægt að kaupa Fjölvarpið eitt og sér

BREYTING verður á verðskrá Íslenska útvarpsfélagsins um næstu mánaðamót og verður bæði um að ræða lækkun og hækkun á áskriftarpökkum. Þá verður frá 20. febrúar hægt að fá Fjölvarpið eitt og sér, en til þessa hefur það einungis verið boðið í áskrift með Stöð 2 eða Sýn. Kostar áskrift að Fjölvarpi 1.190 kr. með boðgreiðslum og 1.253 kr. sé greitt með gíró. Til að ná Fjölvarpinu þarf örbylgjuloftnet. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Í minningu skáldsins

MINNINGARSTUND um Halldór Kiljan Laxness var haldin á Ráðhústorgi á Akureyri. Leikarar hjá félaginu og Tjarnarkvartettinn sáu um dagskrána. Tjarnarkvartettinn söng Vorvísu úr Heimsljósi, Jón Júlíusson las úr Íslandsklukkunni, Þráinn Karlsson las ljóðið Frændi, þegar fiðlan þegir, Hrönn Hafliðadóttir söng barnagælu, Aðalsteinn Bergdal las Fornt ástarljóð, enskt, Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Ísland og Norðurlönd misst mikinn listamann

MARITA Ulvskog, menntamálaráðherra Svíþjóðar, hefur sent Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra samúðarkveðju vegna fráfalls Halldórs Laxness. Í bréfinu segir að ráðherrann vilji fá að koma á framfæri djúpri og innilegri hluttekningu sænsku ríkisstjórnarinnar í sorg íslensku þjóðarinnar vegna hins mikla missis sem Ísland hefur orðið fyrir við fráfall Halldórs Kiljans Laxness. Meira
14. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 65 orð

Konsertuppfærsla á Show Boat

LEIKHÚSKÓRINN, Kór Leikfélags Akureyrar, heldur tónleika í Lóni við Hrísalund í dag, laugardaginn 14. febrúar, og á morgun, sunnudaginn, kl. 17 báða dagana. Flutt verður konsertuppfærsla af hinum vinsæla söngleik "Show Boat" eftir Jerome Kern og Oskar Hammerstein II. Einsöngvarar eru Valgerður Guðnadóttir, Guðlaugur Viktorsson og félagar úr leikhúskórnum. Meira
14. febrúar 1998 | Landsbyggðin | 150 orð

Kosið um sameiningu í Mýrasýslu

ÍBÚAR sveitarfélaganna í Mýrasýslu, Álftaneshrepps, Borgarbyggðar, Borgarhrepps og Þverárhlíðarhrepps, ganga til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna í dag, laugardag. Í Borgarnesi hefst atkvæðagreiðsla klukkan 10 og er kosið í grunnskólanum. Annars staðar hefst kjörfundur klukkan 12. Íbúar Borgarbyggðar í Hraunhreppi kjósa í Lyngbrekku en íbúar í Norðurárdal og Stafholtstungum í Þinghamri. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 1275 orð

Kvartað undan samgönguerfiðleikum í áratug

ÁÆTLAÐ er að það kosti um 170 milljónir króna að breikka Gullinbrú og 150­200 milljónir að gera endurbætur á Víkurvegi út að Vesturlandsvegi. Kostnaðurinn greiðist af ríkissjóði enda flokkast báðar framkvæmdirnar undir þjóðveg í þéttbýli. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 461 orð

Kvartað vegna auglýsinga um skóreimara

SJÓNVARPSMARKAÐURINN ehf. hefur sent kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna auglýsinga Lánasýslu ríkisins þar sem því er varpað fram, að aflokinni langri söluræðu um svokallaða skóreimara, megrunarteppi o.fl., að ef hægt sé að eyða í næstum hvað sem er ætti ekki að vera úr vegi að eyða líka í sparnað. Sjónvarpsmarkaðurinn telur auglýsingarnar ekki samræmast 2. málsgrein 21. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Kvikmyndasýningar fyrir börn

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Sunnudaginn 15. febrúar verður sýnd myndin "Kalles Klätterträd ­ Tankar i det blå". Inni í miðjum bæ á hann Kalli heima og hann er vanur að klifra upp í tré og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Hann hugsar um allt á milli himins og jarðar og auðvitað um hana Emmu. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Laxá í Aðaldal um allt hraun

Laxamýri-Krapastífla í Laxá varð til þess að áin rann út í hraunið fyrir neðan bæinn Knútsstaði í Aðaldal. Vatnið fyllti hraungjótur og ísinn sem myndaðist yfir er mjög varasamur yfirferðar. Það er nokkuð algengt að Laxá flæði yfir bakka sína og stundum á hún það til að skaða seiðabúskap sinn í vatnalátum, því seiðin verða eftir í hraunbollunum. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Leita að smygli með dragnót

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ heimilaði í gær sýslumanninum í Keflavík að gera út bát til dragnótaveiða fyrir innan Garðskaga, frá Gerðum í Garði og inn á Garðskagaflös, en það er svæði sem lokað er fyrir dragnótaveiðum. Tilgangurinn er að leita að smyglvarningi sem grunur leikur á að kastað hafi verið frá borði skips sem var að koma frá útlöndum. Báturinn hóf leitina í gær. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Lögreglan leitar vitna

TVÆR bifreiðar, blár Volkswagen Golf CL og rauður Nissan Pathfinder, lentu í allhörðum árekstri á gatnamótum Nýbýlavegar og Skemmuvegar 22. janúar síðastliðinn, um klukkan 19.12. Vitni sem geta gefið einhverjar upplýsingar um áreksturinn eru beðin um að gefa sig fram við rannsóknardeild lögreglunnar í Kópavogi. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 221 orð

Mannfjöldi heiðraði minningu skáldsins

MIKIÐ fjölmenni var á samverustund í minningu Halldórs Kiljans Laxness á Ingólfstorgi kl. 18 í gær, sem Bandalag íslenskra listamanna og Rithöfundasamband Íslands efndu til. Orð skáldsins hljómuðu í hálftíma langri dagskrá þar sem leikarar lásu úr verkum Halldórs og sungin voru lög við ljóð hans. Lögreglan telur að um 2. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Mannfjöldi minntist skáldsins

TALIÐ er að nálægt 2.500 manns hafi verið saman komnir á samverustund á Ingólfstorgi síðdegis í gær til að heiðra minningu Halldórs Laxness. Bandalag íslenskra listamanna og Rithöfundasamband Íslands efndu til samverustundarinnar. Orð skáldsins hljómuðu í hálftíma langri dagskrá þar sem leikarar lásu úr verkum Halldórs og sungin voru lög við ljóð skáldsins. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Málstofa á Bifröst

HELGA Roepke-Abel, prófessor við BBF stjórnsýsluháskólann í Hof í Þýskalandi, heldur fyrirlestur í Samvinnuháskólanum á Bifröst þriðjudaginn 17. febrúar um starfsmannastjórnun í opinberum stofnunum. Fyrirlesturinn nefnir hún Nýsköpun í skrifræðisstofnunum -- dæmi frá Þýskalandi. Fyrirlesturinn, sem fluttur verður á ensku, hefst kl. 15.30 í Hátíðarsal Samvinnuháskólans. Meira
14. febrúar 1998 | Smáfréttir | 29 orð

MÁLÞINGI Félags um átjándu aldar fræði "Erlend áhrif og þýðingar

MÁLÞINGI Félags um átjándu aldar fræði "Erlend áhrif og þýðingar í bókmenntum átjándu aldar" sem átti að halda laugardaginn 14. febrúar er frestað um rétta viku vegna útfarar Halldórs Laxness. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 1292 orð

Má stöðva verkfall með lagasetningu? Stjórnarskráin tryggir ekki verkfallsrétt og því myndu dómstólar að sögn Páls Þórhallssonar

VERKFALLI sjómanna var frestað áður en frumvarp ríkisstjórnarinnar um stöðvun verkfalls sjómanna kom til umræðu á Alþingi. Það er athyglisverð spurning hvort ríkisvaldið hafi ótakmarkaðar heimildir til þess að stöðva verkföll með lagasetningu og ef svo er ekki hverjar séu þá takmarkanirnar. Meira
14. febrúar 1998 | Miðopna | 2174 orð

Meiri iðgjöld en minni réttindi

Ð11,5% iðgjald er greitt til Samvinnulífeyrissjóðsins en 10% iðgjald til Lífeyrissjóðs verslunarmanna Meiri iðgjöld en minni réttindi Meira
14. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 43 orð

Messur

MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Glæsibæjarkirkju næstkomandi sunnudag, 15. febrúar, kl. 14. Kór kirkjunnar syngur, organisti er Birgir Helgason. Barnastund veður í guðsþjónustunni. Sara Helgadóttir kemur með gítarinn og syngur með börnunum. Þá verður guðsþjónusta á dvalarheimilinu í Skjaldarvík kl. 16 sama dag. Meira
14. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 318 orð

Messur

AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, fjölskylduguðsþjónusta kl. 11, biblíudagurinn, barnakór syngur. Æðruleysismessa kl. 20.30, en hún er tileinkuð 12 spora leið AA og æðruleysisbæninni, molasopi og biblíusýning í safnaðarheimili eftir guðsþjónustu, tekið við framlögum til Biblíufélagsins. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 17 í kapellu. Biblíulestur í safnaðarheimili kl. 20. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 39 orð

Mikil umfjöllun í dönskum blöðum

DANSKIR fjömiðlar hafa fjallað ítarlega um ævi og störf Halldórs Kiljans Laxness síðustu daga og farið lofsamlegum orðum um skáldskap hans. Á meðfylgjandi mynd sjást úrklippur úr dönsku blöðunum og tala fyrirsagnirnar sínu máli. Meira
14. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 308 orð

Milljónir manna í hættu SKORTUR á matvælum í

SKORTUR á matvælum í Norður-Kóreu er svo alvarlegur að milljónir manna kunna að svelta þar í hel áður en langt um líður, sagði starfsmaður sænskra hjálparsamtaka í gær. Stefan Holmström dvaldi í N-Kóreu í viku og sagði Reuters að vannærð börn væru algeng sjón í landinu, ekki síst á barnaheimilum. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Námskeið um slitgigt

GIGTARFÉLAG Íslands heldur námskeið um slitgigt þriðjudagskvöldið 24. febrúar og fimmtudagskvöldið 26. febrúar. Helgi Jónsson gigtarlæknir fjallar um slitgigt og nýjungar í meðferð sjúkdómsins og Halldór Jónsson bæklunarlæknir fjallar um aðgerðir vegna slitgigtar. Erna J. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Neyðarkall frá Þórsmörk

NEYÐARKALL barst frá ferðalöngum á leið til Þórsmerkur um hádegi í gær og var í fyrstu haldið að um útlendinga í nauðum væri að ræða, enda kallið óskýrt og erfitt að staðsetja það. Lögreglan á Hvolsvelli fór af stað um klukkan 14 í gær til athuga hvað væri á seyði, en eftirgrennslan leiddi í ljós að Íslendingur á Þórsmerkurslóð hafði fest bifreið sína í miklum krapaelg. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Opið hús hjá Hrafnistu

OPIÐ hús verður hjá Hrafnistu við Laugarás laugardaginn 14. febrúar í tilefni þess að aldraðir heyrnarlausir fluttu þangað síðastliðinn desember. Húsið verður opnað formlega kl. 15 og verður samkoman í samkomusal C4 og stendur til kl. 17. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 306 orð

Óútreiknanlegt hegðunarmynstur loðnunnar

HEGÐUNARMYNSTUR loðnunnar er nokkuð sem erfitt getur verið að botna í, t.d. er mjög misjafnt hvenær hún kemur upp að landinu til að hrygna og hvar hún hefur haldið sig á hinum ýmsu árstímum. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur segir að loðnan hafi ekki komið fyrr upp að landinu en 18. janúar, en það var árið 1973. Hún hafi aldrei birst seinna en 20. febrúar 1970. Meira
14. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Pelle rófulausi

SÆNSKA kvikmyndin Pelle Svanslös verður sýnd á vegum Norræna félagsins í dag kl. 11 á Amtsbókasafninu á Akureyri. Myndin er með sænsku tali. Á bóndabæ einum fæðast fimm kettlingar og er einn þeirra rófulaus. Tilviljanir ráða því að einn dag er hann staddur í stórborginni og lendir þar í ýmsum ævintýrum. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 319 orð

Pétur Sigurðsson fyrrv. forstjóri Landhelgisgæslunnar látinn

PÉTUR Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Landhelgisgæslunnar, lést 9. febrúar sl. á hjúkrunarheimilinu Eir á áttugasta og sjöunda aldursári. Pétur var forstjóri Landhelgisgæslunnar frá því hún var gerð að sjálfstæðri stofnun árið 1952 og gegndi því starfi til ársins 1981, þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 321 orð

Robert E. Rowthorn aðalræðumaður Iðnþings

SAMTÖK iðnaðarins halda Iðnþing 20. febrúar næstkomandi. Af því tilefni bjóða þau heimskunnum hagfræðingi, Robert Eric Rowthorn, til landsins. Hann mun halda erindi á Iðnþingi og fjalla þar um breytt vægi framleiðsluiðnaðar í vinnuaflsnotkun þjóðar. Samtök iðnaðarins hafa fengið Robert E. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 117 orð

Rætt á þingi um embættisfærslu ráðherra

RANNVEIG Guðmundsdóttir, formaður þingflokks jafnaðarmanna, kvaddi sér hljóðs á Alþingi í gær um fundarstjórn forseta og sagði að í ljósi nýrra og alvarlegra upplýsinga sem fram hefðu komið, varðandi málefni fíkniefnadeildar lögreglunnar, hefði þingflokkur jafnaðarmanna óskað eftir umræðu utan dagskrár um embættisfærslu ráðherra. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 49 orð

Rætt um aldamótafagnað í Perlunni

NÝKJÖRIN stjórn Íslensk-ameríska félagsins vekur athygli á að nýtt starfsár hefst með umræðu um fyrirhugaðan aldamótafagnað Íslands og Bandaríkjanna með síðbúnum morgunverðarfundi (brunch) í Perlunni í dag kl. 11­14. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Rætt um sjálfsmynd Svía

Í HAUST byrjuðu vökusamtöl á sænsku í Norræna húsinu og hið í þriðja í röðinni á sér stað sunnudaginn 15. febrúar kl. 19­22. Bengt Lindroth, yfirmaður samfélagsdeildar sænska útvarpsins, ræðir við samkomugesti um sjálfsmynd Svía og veltir því fyrir sér hvort sænsk velferð og sænsk forræðishyggja lifi enn góðu lífi. Vökusamtökin eru létt í forminu og byggjast á almennri þátttöku. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 225 orð

Samkomulag við Cargolux

SAMKOMULAG hefur tekist milli samgönguráðuneytisins og Cargolux um endurgreiðslu ofgreidds eldsneytisgjalds. Ríkið endurgreiðir Cargolux eldsneytisgjald á tímabilinu frá október 1994 til ársloka 1997. Með vöxtum er þessi upphæð rúmar 9,7 milljónir kr. en í samkomulaginu felst að endurgreiðslan er án vaxta frá haustinu 1994 til 1. janúar 1996. Meira
14. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 357 orð

Samþykkt að stefna að lýðveldisstofnun

SÉRSTAKT stjórnlagaþing í áströlsku höfuðborginni Canberra samþykkti í gær áform um að Ástralía verði lýðveldi og forsætisráðherrann John Howard hét því að á næsta ári yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Ástralir vilji halda Bretlandsdrottningu sem þjóðhöfðingja sínum eða kjósa sér forseta í hennar stað. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 379 orð

Sálumessa mun viðameiri athöfn en útför að lútherskum sið

ÚTFÖR Halldórs Kiljans Laxness hefst með sálumessu í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti klukkan 13.30 í dag. Í kaþólskum sið er altarisþjónustan með sakramentin einn meginþáttur athafnarinnar. Séra Kristján Valur Ingólfsson, rektor í Skálholti, sem hefur aflað sér sérmenntunar í lítúrgískum fræðum, Meira
14. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

Sjöttubekkingar gefa út Snjókorn

NEMENDUR 6. bekkjar Barnaskóla Ólafsfjarðar gáfu á dögunum út veglegt blað til fjáröflunar fyrir ferðasjóð bekkjarins. Blaðið, sem fékk nafnið Snjókorn, er 8 síðna blað í brotinu A4 og hefur að geyma mjög fjölbreytt efni, svo sem viðtöl, fréttir úr bæjarfélaginu, uppskriftir, tónlistarþátt og brandarahorn. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

Skipar efsta sæti Kópavogslistans

Á FÉLAGSFUNDUM í Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki og Samtökum um Kvennalista í Kópavogi í fyrrakvöld var samþykkt að bjóða fram sameiginlegan lista undir merkjum Kópavogslistans. Auk fulltrúa ofangreindra stjórnmálasamtaka á utanflokkafólk sæti á listanum. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Skíðaganga og strandganga

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til tveggja ferða á sunnudaginn 15. febrúar. Kl. 10.30 er skíðaganga um Hengladali og kl. 13 Blikastaðakró, Gufunes, Grafarvogur. Auðveld strandganga í tilefni árs hafsins. Frítt fyrir börn með fullorðnum. Brottför í ferðirnar frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 766 orð

Skurðlækningar hafa tæknivæðst hratt

HRINGLAGA skurðstofur, vélmenni og almyndatækni eru meðal þess sem Jónas Magnússon prófessor mun fjalla um í fyrirlestri um handlækningar nútímans og framtíðarinnar í dag, laugardaginn 14. febrúar. Fyrirlesturinn hefst klukkan 14 í sal 2 í Háskólabíói og er öllum opinn. Meira
14. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 36 orð

Snjór í matinn

VINKONURNAR Auður Sif og Tinna sem eru á leikskólanum Flúðum voru úti að leika sér í snjónum í gærdag. Þær renndu sér á snjóþotu niður brekkurnar en brögðuðu líka örlítið á snjónum. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 37 orð

Sólarkaffi Seyðfirðinga

SÓLARKAFFI Seyðfirðingafélagsins verður haldið í AKOGES-húsinu við Sigtú sunnudaginn 15. febrúar og verður húsið opnað kl. 14. Ingólfur Steinsson mun lesa upp úr bók sinni Undir Heggnum. Einnig verður happdrætti með veglegum vinningum auk óvæntrar uppákomu. Meira
14. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Stefán Örn leikur á selló

STEFÁN Örn Arnarson sellóleikari heldur einleikstónleika í Listasafninu á Akureyri sunnudagskvöldið 15. febrúar kl. 20.30 en þeir eru á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Á efnisskránni verða svítur fyrir einleiksselló eftir Bach og Benjamin Britten auk serenöðu eftir Hans Werner Hanze. Stefán Örn er fæddur í Reykjavík árið 1969 og hóf nám í Tónmenntaskólanum sjö ára. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Stofnfundur Garðabæjarlistans

STOFNFUNDUR Garðabæjarlistans, bæjarmálafélags Garðabæjar, verður haldinn í Stjörnuheimilinu laugardaginn 14. febrúar kl. 14. Á milli dagskráratriða verða margvísleg skemmtiatriði og kaffiveitingar. Barnahorn verður á fundarstað. Að stofnun Garðabæjarlistans standa Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn í Garðabæ ásamt óflokksbundnu jafnaðar- og félagshyggjufólki í bænum. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Styrkir til krabbameinssjúkra barna

FYRIR síðustu jól bárust SKB gjafir til styrktar börnum með krabbamein frá ýmsum einstaklingum og fyrirtækjum í landinu. Einnig hafa aðilar heimsótt skrifstofu félagsins að undanförnu og afhent styrki. Meðal góðra gesta voru fulltrúar Jarðborana hf. sem afhentu styrk frá starfsfólki fyrirtækisins þann 22. desember. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð

Sýningin í höllinni úr sögunni

Í KJÖLFAR atkvæðagreiðslu meðal íslenskra sýnenda á sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll hafa Sýningar ehf. ákveðið að gangast ekki fyrir sjávarútvegssýningunni FishTech '99 í Laugardalshöll 1.-4. september 1999. Atkvæði voru talin í gær og féllu þannig að 65,6% studdu Nexus Nedia, sem nú áformar að halda Íslensku sjávarútvegssýninguna í Kópavogi, og 34,4% studdu Sýningar ehf. Meira
14. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 368 orð

Thatcher hyggst leggja áróðri gegn EMU lið

MARGARET Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hyggst beita sér opinberlega í gegn aðild Bretlands að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU. The Daily Telegraph greindi frá þessu í gær og talsmaður barónessunnar staðfesti fréttina við Reuters. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Tilboði Sameyjar tekið

FJÖGUR tilboð bárust Hitaveitu Reykjavíkur í dreifiskápa og stofnlagnir fyrir Nesjavallavirkjun og samþykkti borgarráð á fundi á þriðjudag að taka tilboði lægstbjóðanda samkvæmt tillögu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar. Var það frá Samey og er að upphæð 32.561.495 kr. Meira
14. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Tilboð yfir kostnaðaráætlun

TVÖ tilboð bárust í framkvæmdir við Sundlaug Akureyrar, útboð 3 og voru þau bæði yfir kostnaðaráætlun. Lægra tilboðið var frá SJS verktökum og hljóðaði upp á rúmar 117,7 milljónir króna, eða 101,5% af kostnaðaráætlun. Tilboð SS Byggis hljóðaði upp á rúmar 124,6 milljónir króna, eða 107,5% af kostnaðaráætlun sem var upp á rúmar 116 milljónir króna. Meira
14. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 96 orð

Tillaga um bann við einræktun felld

FRUMVARP sem repúblíkanar lögðu fram í öldungadeild Bandaríkjaþings um algert bann við einræktun manna var fellt með miklum meirihluta á fimmtudag. Flestir stjórnmálamenn, þ.ám. repúblíkanar sem eru andvígir fóstureyðingum, vilja ekki hefta einræktunartilraunir vegna vísindalegs gildis þeirra. Meira
14. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 100 orð

Tóbaksauglýsingabann staðfest

RÁÐHERRARÁÐ Evrópusambandsins, ESB, staðfesti formlega á fimmtudag bann við tóbaksauglýsingum, sem á að komast til framkvæmda í skrefum á næstu sjö árum í öllum aðildarlöndum sambandsins. Málamiðlunarniðurstaða náðist á fundi heilbrigðisráðherra ESB fjórða desember sl. um að tóbaksauglýsingar yrðu bannaðar, en tímabundnar undanþágur veittar. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Tvisvar eldur í Herkastalanum

ELDUR kom upp í fataskáp á stigagangi í Herkastalanum seinni partinn í gær. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en einhverjar skemmdir urðu vegna sóts og vatns. Eldur kom einnig upp í ruslafötu á þriðju hæð hússins síðastliðinn fimmtudag. Tæknideild lögreglunnar rannsakar eldsvoðana en ekki liggur ljóst fyrir um upptökin. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Tæplega 50 erlendir spilarar á Bridshátíð

BRIDSHÁTÍÐ, hin 17. í röðinni, hófst í gærkveldi á Hótel Loftleiðum. Það var Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sem setti mótið, bauð gesti velkomna og sagði fyrstu sögnina fyrir heimsþekkta danska bridskonu, frú Sabine Auken, sem hingað er komin ásamt eiginmanni sínum, Jens Auken, einum þekktasta bridsspilara Dana. Mjög mikil þátttaka er í tvímenningnum sem lýkur um kl. 19. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 1716 orð

Töldu sig geta fengið mikilvægar upplýsingar

TVEIR fulltrúar lögreglunnar, Sturla Þórðarson og Arnar Jensson, gengu á fund Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra skömmu eftir að hann tók við embætti og óskuðu þess að Franklín Steiner, dæmdum fíkniefnasala, Meira
14. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 141 orð

Undirbúningur skólagöngu barna með sérþarfir

KYNNINGARFUNDUR vegna útkomu bæklingsins "Þegar barnið þitt byrjar í grunnskóla", sem fjallar um undirbúning skólagöngu barna með sérþarfir verður haldinn á Fosshótel KEA í dag, laugardaginn 14. febrúar, kl. 14. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Undirleikarinn þýddi Íslandsklukkuna

EITTHVAÐ á fjórða tug manna kom og hlýddi á upplestur og söng úr verkum Halldórs Laxness á Bókasafni Héraðsbúa á Egilsstöðum í gær. Leikfélag Fljótsdalshéraðs annaðist dagskrána. Við athöfnina sungu Bjarni Þór Sigurðsson og Kristveig Sigurðardóttir ljóð Halldórs við undirleik Suncana Slamning. Meira
14. febrúar 1998 | Landsbyggðin | 71 orð

Uppstilling í Ísafjarðarbæ

FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ hefur ákveðið að hætta við auglýst prófkjör flokksins vegna næstu bæjarstjórnarkosninga. Prófkjörið átti að fara fram 21. þessa mánaðar og var við það miðað að kjósendur gætu valið á milli að minnsta kosti tólf frambjóðenda. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 186 orð

Útför Halldórs Laxness gerð frá Kristskirkju í dag

ÚTFÖR Halldórs Kiljans Laxness hefst með sálumessu í Kristskirkju í Landakoti klukkan 13.30 í dag. Bálför fer fram frá Fossvogskirkju og duft skáldsins verður lagt í jörð í kyrrþey á Mosfelli í Mosfellsdal. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 599 orð

Útförin gerð frá Kristskirkju í Landakoti í dag Duft skáldsins lagt í jörð í kyrrþey að Mosfelli

ÚTFÖR Halldórs Kiljans Laxness hefst með sálumessu í Kristskirkju í Landakoti klukkan 13.30 í dag. Bálför fer fram frá Fossvogskirkju og duft skáldsins verður lagt í jörð í kyrrþey að Mosfelli í Mosfellsdal. Prestar við athöfnina í Kristskirkju verða séra Jakob Rolland, prestur kaþólska safnaðarins, og séra Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum í Kjós. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Veiðileyfagjald hefur gefið góða raun

VEIÐILEYFAGJALD kynni að reynast hagkvæmari skattlagning en þær aðferðir sem ríkissjóður notar nú til tekjuöflunar, að mati Jeffrey Sachs, hagfræðings við Harvard. Hann segir að slík skattlagning kynni því að skapa svigrúm til skattalækkana á heildina litið. Þessi aðferð hafi og gefið góða raun annars staðar og því segir hann ekki rétt að útiloka veiðileyfagjald, nema að vel athuguðu máli. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 205 orð

Verður minnst vegna stórbrotins framlags

DAY Olin Mount, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur sent Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, bréf þar sem hann færir forsetanum og íslensku þjóðinni samúðarkveðjur vegna andláts Halldórs Laxness, fyrir hönd sendiráðsins og bandarísku ríkisstjórnarinnar. Meira
14. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 97 orð

Vill Austurríki í NATO

ÆÐSTI yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í Evrópu, bandaríski hershöfðinginn Wesley Clark, sagði í gær að eftirsóknarvert væri að Austurríki gengi í NATO, hefðu Austurríkismenn áhuga á því. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Vinningshafar í Stimpilleik ESSO

STIMPILLEIK ESSO, sem verið hefur í gangi meðal viðskiptavina við Gagnveg í Grafarvogi, lauk nú fyrir skemmstu. Mikil þátttaka var í leiknum eins og jafnan áður. Sigurður Örn Sigurðsson, búsettur í Reykjavík, hlaut 1. vinning, helgarpakka fyrir tvo til Akureyrar og Sigfríð Þorvaldsdóttir, einnig búsett í Reykjavík, hlaut 2. vinning, gasgrill frá ESSO. Meira
14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 37 orð

Yfirmaður heraflans í heimsókn

WESLEY K. Clark, hershöfðingi og yfirmaður sameiginlegs herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), kemur til Íslands í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra á mánudag. Ráðgert er að Clark eigi fundi með Davíð Oddssyni forsætisráðherra, utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd. Meira
14. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 59 orð

Zjírínovskí í Bagdad

RÚSSNESKI öfga-þjóðernissinninn Vladímír Zjírínovskí heldur á krabbameinssjúku stúlkubarni í Bagdad, með veggmynd af Saddam Hussein Íraksleiðtoga í bakgrunni. Zjírínovskí, sem er í heimsókn í írösku höfuðborginni í þeim yfirlýsta tilgangi að votta Saddam Hussein stuðning sinn, bauðst til að taka hina þriggja ára gömlu stúlku með sér til Moskvu til að hún geti notið betri læknismeðferðar. Meira
14. febrúar 1998 | Óflokkað efni | 330 orð

(fyrirsögn vantar)

14. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

(fyrirsögn vantar)

BLAÐINU í dag fylgir Lesbók Morgunblaðsins ­ menning/listir/þjóðfræði. Meðal efnis er viðtal við skáldið Tomas Tranströmer, fjallað er um yfirlitssýningu á verkum Francis Bacon, miðbæ Kópavogs, teiknibók Þorvaldar Sívertsen og í Lesbókinni birtist í dag síðari hluti greinar um Mettu Hansdóttur. Meira

Ritstjórnargreinar

14. febrúar 1998 | Staksteinar | 309 orð

»Heilbrigðisþjónusta og samkeppnislög DÓMUR gekk nýlega þess efnis, að ríkinu bæri að gre

DÓMUR gekk nýlega þess efnis, að ríkinu bæri að greiða lækni háar skaðabætur vegna ólögmætra samkeppnishindrana. Um þetta var nýlega fjallað í leiðara í Viðskiptablaðinu. Ferilverk Meira
14. febrúar 1998 | Leiðarar | 724 orð

SKÁLDIÐ LIFIR ÁFRAM Í OKKUR

leiðariSKÁLDIÐ LIFIR ÁFRAM Í OKKUR alldór Kiljan Laxness var ómetanlegur fyrir íslensku þjóðina. Síðastliðna daga hefur oft verið haft á orði að Halldór hafi mótað sjálfskilning þjóðarinnar og menn hafa spurt: Hvar værum við ef hans hefði ekki notið við? Er hægt að hugsa sér öldina án hans? Svarið hefur auðvitað verið: Nei, Meira

Menning

14. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 164 orð

Afmælisdans

ÍSLENSKI dansflokkurinn frumsýndi Útlaga á föstudaginn var, 6. febrúar. Í sýningunni eru þrjú dansverk, Tvístígandi sinnaskipti II og Útlagar eftir Ed Wubbe og Iða eftir Richard Wherlock. Flokkurinn, sem heldur á árinu upp á 25 ára afmæli sitt, er sagður sterkari en nokkru sinni áður og sýningin hefur fengið góða gagnrýni. Meira
14. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 207 orð

Björgunarafreks minnst

SIGURÐUR Þ. Árnason, fyrrverandi skipherra á varðskipinu Óðni, og þrír skipverjar hans, sem tóku þátt í björgun 18 skipverja á breska togaranum Notts County 5. febrúar 1968, hittust á heimili Sigurðar fyrir skemmstu til að minnast þess að 30 ár voru liðin frá björguninni. Meira
14. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 193 orð

Gleði og göróttur drykkur

ÁSTARDRYKKURINN eftir Gaetano Donizetti var frumsýndur í Íslensku óperunni á föstudaginn var, 6. febrúar. Þar var vitanlega glatt á hjalla enda gefur óperan heldur betur tóninn, með glettnu og spaugsömu ívafi. Aida, hin auðuga, stýrir hóteli við Gardavatn. Fátækur listmálari, Namorino, ber til hennar ástarhug og reynir allt til að ná athygli hennar og ástum. Meira
14. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 76 orð

Gleðiþyrstir Reykdælingar

REYKDÆLINGAR héldu árlegt þorrablót að Breiðumýri um síðastliðna helgi og var þar fjöldi fólks saman kominn. Ýmislegt var til skemmtunar eins og nærri má geta og var fjöldasöngur þar sem sungin voru ættjarðarlög. Mikið fjör var í dansinum hjá hljómsveit Ingu Eydal og troðfylltist dansgólfið af gleðiþyrstum Reykdælingum. Stóð dansinn langt fram eftir nóttu. Meira
14. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 61 orð

Hátíðahöld í Síngapúr

THAIPUSAM- hátíðin er haldin um þessar mundir í Síngapúr til heiðurs hindúíska guðinum Murugan. Hér sést hindúatrúarmaður bera mjólk á höfðinu, með tein í gegnum kinnarnar og tunguna og með ávexti hangandi á krókum framan á sér. Meira
14. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 1231 orð

Hlátur er lækning án aukaverkana

Í NÓVEMBER í fyrra voru 50 ár liðin frá því Árni Tryggvason fór með sitt fyrsta hlutverk í leikhúsi. Þetta hefur verið tímabil mikilla breytinga á Íslandi, bæði í leikhúsinu sem annars staðar. Það er því án efa margs að minnast frá svo löngum ferli. Meira
14. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 70 orð

Í góðum félagsskap

LEIKARINN Jack Nicholson slóst í för með hjónunum Demi Moore og Bruce Willis í Kínaklúbbnum í New York í tilefni þess að ný Planet Hollywood tónlistarsería var frumsýnd. Það virðist allt ganga í haginn hjá Nicholson um þessar mundir en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna á dögunum auk þess sem hann fékk Golden Globe verðlaunin í janúar fyrir leik sinn í myndinni "As Meira
14. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 205 orð

Íslenskar Spice í erlendum sjónvarpsþætti

ÍSLENSKAR Spice Girls komu fram í Ingólfskaffi um síðustu helgi. Það vakti athygli og ótvíræða hrifningu viðstaddra að glæsimeyjarnar voru svokallaðar "dragdrottningar" sem fóru á kostum í gervi Kryddpíanna. "Þetta var fyrir sjónvarpsþáttinn "Eurotrash" en Palla voru úthlutaðar tíu mínútur í þættinum af því við komust ekki í Eurovision keppnina í ár. Meira
14. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 430 orð

Kvikmyndamolar

ÁRIÐ 1898 var þegar byrjað að gera bláar kvikmyndir, en það var ekki klámið sem varð til þess að kröfur væru settar fram um kvikmyndaeftirlit í Bretlandi heldur var það mynd um ost! Kvikmyndagerðarmaður, Charles Urban að nafni, sérhæfði sig í vísindalegum kvikmyndum. Meira
14. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 695 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð213.20 Laugardagssýningarnar byrja með fínni mynd sem á sínum tíma var sett beint á myndband, án viðkomu í kvikmyndahúsi. Hnappastríðið (War of the Buttons, '94), er svo sannarlega þess virði að henni sé gefinn gaumur. Þessi írska fjölskyldumynd segir frá unglingagengjum í nágrannabæjum sem elda grátt silfur. Meira
14. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 218 orð

Litlir foreldrar Elskan, við smækkuðum okkur sjálf (Honey, We Shrunk Ourselves)

Þetta er þriðja myndin sem fjallar um hinn aulalega prófessor Wayne Szalinski (Rick Moranis). Í fyrstu myndinni minnkaði hann börnin sín, í annarri myndinni stækkaði hann yngsta barnið sitt og þessari mynd minnkar hann sig, Meira
14. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 139 orð

Paramount og Fox í hár saman vegna Titanic

KVIKMYNDARISARNIR Fox og Paramount munu ef til vill fara í hár saman í réttarsölum á næstunni vegna sölu Paramount á sjónvarpsréttinum á Titanic til sjónvarpsstöðvarinnar NBC á 30 milljónir dollara, að því er Los Angeles Timesgreinir frá. Meira
14. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 201 orð

Sinatra með krabbamein?

FRANK Sinatra er kominn aftur heim til sín í Beverly Hills eftir að hafa verið tvo daga í rannsóknum á Cedars-Sinai sjúkrahúsinu. "Hann fór heim í morgun," sagði Susan Reynolds, talskona hans, á fimmtudag. Hún neitaði að gefa upp hvers konar rannsóknir hann hefði farið í og sagði að hann vildi fá að hafa einkalíf sitt í friði. Meira
14. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 616 orð

Sjónvarp í vanda

RÍKISSJÓNVARPIÐ liggur oft undir harðri gagnrýni og hefur ekki uppi varnir, enda voldugur miðill sem getur svarað með þögninni einni þegar mikið liggur við. En stöku sinnum bregður sjónvarpið á það ráð að lofa almenningi að velja sjónvarpsefni svona til að sanna að dagskrárstjórar séu ekki vitlausari en almenningur. Meira
14. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 55 orð

Valentínusar-sælgæti

HEFÐBUNDIN Valentínusar- sælgætishjörtu sem framleidd eru í Bandaríkjunum fyrir þennan vinsæla dag elskenda eru áletruð nokkrum nýjum slagorðum í ár. "Áfram stelpa", "Svalur gæi", "Vefurinn" og "Þú drottnar" eru meðal hinna nýtískulegu slagorða. Meira

Umræðan

14. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 211 orð

Áskorun til ríkisstjórnar Íslands Frá Húmanistahreyfingunni HÚMA

HÚMANISTAHREYFINGIN heitir á ríkisstjórn Íslands að fordæma fyrirhugað árásarstríð Bandaríkjanna og stuðningsþjóða þeirra á Írak. Þrátt fyrir staðhæfingar þessara aðila um hið gagnstæða mun ofbeldi þeirra deyða og limlesta þúsundir saklausra manna og kvenna. Fólks sem á sama rétt og við til að lifa án ótta við hungursneyð, dauða og tortímingu. Meira
14. febrúar 1998 | Aðsent efni | 664 orð

Boðhlaupari í leigubíl

Í BOÐHLAUPI á hver og einn hlaupari sinn þátt í árangri hlaupasveitarinnar. Hlaupari númer þrjú stekkur ekki einn upp á verðlaunapallinn og dansar stríðsdans yfir árangri sínum. Nema auðvitað að hlauparinn heiti R-listinn og boðhlaupið snúist um að hreinsa strandlengju Reykjavíkur. Meira
14. febrúar 1998 | Aðsent efni | 407 orð

Flýja sálfræðingar Ríkisspítala?

ÞEGAR þetta er skrifað standa sálfræðingar á ríkisspítölum í samningaþrefi við stofnunina. Ekkert gengur. Skilningsleysi, getuleysi og viljaleysi einkenna vinnubrögð og viðhorf Ríkisspítala. Skoðum þetta nánar. Síðast liðið sumar gerðu sálfræðingar og flestar háskólamenntaðar stéttir svokallaðan miðlægan kjarasamning við ríki og borg. Meira
14. febrúar 1998 | Aðsent efni | 501 orð

Grundvallarmannréttindi í hættu?

Í FLESTUM vestrænum ríkjum hefur samtryggingin orðið ofan á við fjármögnun heilbrigðiskerfisins. Hið opinbera hefur tekið frumkvæðið og tryggir öllum aðgang að þessari heilbrigðisþjónustu gegnum almannatryggingar eða með beinni fjármögnun. Meira
14. febrúar 1998 | Aðsent efni | 953 orð

Samningar kúabænda

Á KYNNINGARFUNDUM sem haldnir hafa verið undanfarið vítt og breitt um landið um nýjan búvörusamning í mjólkurframleiðslu hefur ekki verið að heyra að nein teljandi óánægja sé meðal kúabænda um einstök atriði eða samninginn í heild. Sjálfsagt má finna eitthvað í honum sem hægt væri að setja spurningarmerki við, eins og til hvers er kvóti þegar framleiðsla er í jafnvægi. Meira
14. febrúar 1998 | Aðsent efni | 551 orð

Sýndarveruleiki Guðrúnar Ágústsdóttur

GUÐRÚN Ágústsdóttir, formaður skipulags- og umferðarnefndar, kynnti skömmu áður en prófkjör R-listans fór fram nýja stefnumörkun í skipulagsmálum og ný vinnubrögð við gerð deiliskipulags. Þar er gert ráð fyrir að hagsmunaaðilar taki framvegis þátt í mótun umhverfis síns. Þetta er mikið fagnaðarefni, en það vekur undrun að þessari stefnu skuli þá ekki framfylgt. Á fundi 12. Meira
14. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 567 orð

Vinafélag Sjúkrahúss Reykjavíkur Frá Agli Skúla Ingibergssyni:

VINAFÉLAGIÐ er búið að starfa í rétt 15 ár, lengst af undir nafninu "Félag Velunnara Borgarspítalans". Félagar eru hátt á annað hundrað. Stjórn er skipuð 7 mönnum og trúnaðarmannaráð er skipað 12 mönnum. Aðalfundur er haldinn í mars ár hvert, með stjórnarkjöri, trúnaðarmannakjöri, yfirferð og samþykkt á ársreikningum, og umræðum um verkefni næstu mánuðina. Meira
14. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 197 orð

Ömurleg yfirtaka á Alþýðuflokknum Theodóri Sveinjónssyni: VINS

VINSTRIsinnaðir stjórnmálamenn jafnt og bláeygir fjölmiðlamenn ganga um þessar mundir gapandi af hrifningu yfir því hvað "sameiningarferlið" gengur vel. Þeir benda á prófkjör R-listans sem fyrirmynd þess hvernig vinstri flokkarnir geti krækt höndum saman og allir verið ánægðir það sem eftir er. Meira
14. febrúar 1998 | Aðsent efni | 1015 orð

Öndunin er lykillinn að því að njóta líðandi stundar

VIÐ könnumst sjálfsagt öll við það að gleyma stað og stund, jafnvel heilu dagana og vera bara á fleygiferð í gegnum daginn. Svo allt í einu er eitthvað sem nær athygli okkar, kannski sólin sem lýsir upp Esjuna eða að önnur manneskja grípur okkur inn í núið með því að snerta okkur á einhvern hátt. Meira

Minningargreinar

14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 519 orð

Að bjarga íslenzkum þjóðararfi um ókomin ár

Ósagt skal látið hvort fráfall Halldórs Laxness markar nokkur tímamót. Vandaðir sjónvarpsþættir og samvizkusamleg upprifjun dagblaða á ferli hans vekja hressilega athygli á honum, en hvort okkar eirðarlausa þjóð man þann fróðleik stundinni lengur eða getur nokkuð af honum lært, það er borin von. Til þess liggja einkum tvær ástæður. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 26 orð

Að Halldóri látnum

Að Halldóri látnum Seint mun fönn þó feiknum niður sáldi festa í þeirri slóð hvar þjóðin fylgdi sínu skæra skáldi og skáldið sinni þjóð. Eiríkur Hreinn Finnbogason. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 527 orð

...að tungumálið sé á einhvern hátt stærra en lífið sjálft

Þegar dyrnar lukust á hæla Steins hins unga forðum var engu líkara en öllu væri lokið, aftur yrði ekki snúið, eða hafði hann ekki afmáð sjálfan sig og afneitað fegurð hlutanna, ómælisdjúpum tímans og tungumálsins, með því að ofurselja sig annarlegum trúarkenningum? Var vefarinn ekki allur? Svo héldum við sem hörmuðum ákvörðun Steins Elliða, sjálfskaparvíti hans, Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 532 orð

Anna Birna Björnsdóttir

Elskuleg móðir mín, Anna Birna Björnsdóttir, er látin. Þegar Magga systir hringdi í mig út til Tulsa þá brá mér svolítið, en ég vissi að hverju stefndi. Síðasta skiptið er ég sá þig þá varst þú yfir komin af þrautum og orðin þreytt en samt fór ég út. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 363 orð

Anna Birna Björnsdóttir

Mamma mín, loksins kom pabbi að sækja þig, þú varst orðin langþreytt á að bíða eftir því. Þetta sagðir þú okkur systrum er við sátum hjá þér síðustu dagana á Landspítalanum, þú tengdir okkur alltaf saman: "Magga og Lóa," sagðir þú sífellt og rifjuðust upp gamlar minningar þegar við vorum litlar stelpur heima á Eyrunum. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 496 orð

Anna Birna Björnsdóttir

Í dag er borin til grafar frænka mín, Anna Birna Björnsdóttir. Hún lést eftir erfiða sjúkralegu og er nú komin til hans Jóa síns sem hún missti svo skyndilega fyrir nokkrum árum. Það er mér kærkomið að skrifa nokkrar línur um þessa góðu konu sem reyndist okkur "börnunum hennar Rúnu" ávallt svo vel. Fyrsta minning mín af fjölskyldunni er þegar þau fluttu suður, austan frá Seyðisfirði. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 611 orð

ANNA BIRNA BJÖRNSDÓTTIR

ANNA BIRNA BJÖRNSDÓTTIR Anna Birna Björnsdóttir fæddist á Stóra-Steinsvaði í Hjaltastaðaþinghá 28. september 1921. Hún lést á Landspítalanum hinn 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Grímlaug Margrét Guðjónsdóttir og Björn Björnsson frá Rangá. Þau eru bæði látin. Þau eignuðust 15 börn og ólu að auki upp dótturdóttur. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 419 orð

Axel Guðjónsson

Friðsæld í heimi þagnar er varir án orða og hugfangin augu horfa á glitrandi geisla sólar silfra öldur hafsins sleikja brimsorfna kletta meðan andvarinn ljúfi syngur mildum tónum á morgundögg blóma við rætur jökuls. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 224 orð

Axel Guðjónsson

Axel Guðjónsson Sumarið líður. Sumarið líður. Það kólnar og kemur haust. Bylgjurnar byrja að ólga og brotna við naust. Af liminu fýkur laufið. Börnin breyta um svip. Fuglarnir kveðja. Í festarnar toga hin friðlausu skip... Ég lýt hinum mikla mætti. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 69 orð

Axel Guðjónsson

Axel Guðjónsson Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur, mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Elsku besti afi. Þú barðist hetjulega gegn veikindum þínum. Við söknum þín mikið. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 80 orð

Axel Guðjónsson

Elsku afi minn, ég vil þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar sem við áttum saman, þegar ég kom vestur á Hellissand í heimsókn til ykkar ömmu. Ég á eftir að sakna þín mikið, en ég trúi því að þér líði betur núna og við eigum eftir að hittast aftur. Guð blessi þig, elsku afi. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 112 orð

AXEL GUÐJÓNSSON

AXEL GUÐJÓNSSON Axel Guðjónsson fæddist í Byggðarholti á Búðum á Fáskrúðsfirði 17. janúar 1928. Hann lést í Landspítalanum 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Bjarnason og Ólafía Björg Jónsdóttir í Byggðarholti á Búðum á Fáskrúðsfirði. Guðjón og Ólafía eignuðust 12 börn saman en tvö börn átti Ólafía fyrir. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 201 orð

Barðist fyrir viðurkenningu á réttindum höfunda

Bandalag íslenskra listamanna þakkar Halldóri Laxness samfylgdina allt frá stofnun samtakanna 1928. Halldór var á löngu tímabili í fremstu víglínu þeirra listamanna sem harðast börðust fyrir viðurkenningu á réttindum höfunda yfir verkum sínum, og öðrum fremur lagði hann til það afl sem þurfti til að þjóðin færi að virða skáld sín og listamenn að verðleikum. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 389 orð

Brynhildur Magnúsdóttir

Hugurinn leitar til baka þegar við komum í heimsókn upp í Oddgeirshóla. Alltaf varst þú brosandi. Þið voruð þrjár systurnar, Harpa, Elín og svo þú í miðjunni. Þið systurnar voruð svo líkar og svo samrýndar að það var yndislegt á að Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 25 orð

BRYNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR

BRYNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR Brynhildur Magnúsdóttir fæddist á Selfossi 15. október 1979. Hún lést 26. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 6. desember sl. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 708 orð

Dýrsta perlan

Árið 1928 skrifaði Halldór Laxness grein um amerískar kvikmyndir, eftir að hafa verið ár í Los Angeles. Hann fann þeim allt til foráttu, og er greinin borin uppi af því ómótstæðilega yfirlæti sem einkenndi blaðaskrif hans á þessum tíma (stundum eru þó greinar í Morgunblaðinu eftir Halldór Kiljan Laxness, sagði amman í Vefaranum). Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 753 orð

Eftir Halldór Laxness

Kynni mín af Halldóri Laxness vóru nokkuð löng en yfirleitt ekki mjög náin. Þó finn ég nú, þegar ég hugsa til hans að ég átti stundum við hann svo hreinskilin orðaskipti um verk hans að ég hálf- undrast og sakna þeirra. Honum þótti vafalaust gott að heyra lof en hótfyndni var í lagi. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 343 orð

Einn tónn

"Það er aðeins til einn tónn, sem er allur tónninn, sagði Garðar Hólm, sá sem hefur heyrt hann, þarf einskis að biðja. Minn söngur skiptir ekki máli. En mundu mig um eitt: þegar heimurinn hefur gefið þér allt; þegar miskunnarlaust ok frægðarinnar hefur verið lagt á herðar þér og brennimarki hennar þrýst á enni þér, óafmáanlegu eins og þess manns sem varð uppvís að heimsglæp, Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 379 orð

Eitt skærasta leiðarljósið við mat á sögu aldarinnar

Á hinum fáu dögum, sem liðnir eru frá andláti Halldórs Kiljans Laxness, hafa Íslendingar verið rækilega minntir á það, hve víða hann bar hróður lands og þjóðar. Hans er minnst í öllum menningarlöndum austan hafs og vestan sem eins af fremstu rithöfundum aldarinnar. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 474 orð

Endurgalt stoltum sveitungum ríkulega

Heiðursborgari kvaddur Mosfellingar kveðja í dag hinstu kveðju heiðursborgara sinn til margra ára, Halldór Kiljan Laxness. Halldór flutti í Mosfellssveit með foreldrum sínum þegar hann var enn í barnæsku. Foreldrar hans hófu þá búskap að Laxnesi í Mosfellsdal, sem hann síðar kenndi sig við. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 637 orð

Enginn hefur setið jafnlengi í stjórn M&M

Kveðja frá Máli og menningu "Fegurðin er sjálfstæð höfuðskepna, hún er takmark. Um hitt er barist, hvort margir eða fáir eigi að njóta fagurra hluta." (H.K.L. 1933.) Halldór Kiljan Laxness var einn af stofnendum Bókmenntafélagsins Máls og menningar á afmælisdegi Jóns forseta 17. júní 1937. Frá þeim degi og til 28. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 581 orð

Forréttindi að eiga slíkt stórmenni að vini

Ég held að ég megi fullyrða að það hafi verið 1936 sem við Helga kynntumst Halldóri persónulega. Það var hjá Erlendi í Unuhúsi, en þangað vorum við farin að venja komur okkar. Vinur okkar Ásgeir Júlíusson teiknari kynnti okkur aftur á móti fyrir Erlendi, en hann og Erlendur voru náskyldir. Í því sambandi langar mig að vitna í bókina "Spilað og spaugað" sem Guðrún Egilson færði í letur. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 535 orð

Frá næsta bæ

Listamenn og skáld, rithöfundar og fræðimenn munu að makleikum minnast í dag ­ er þjóðin drúpir höfði ­ eins mesta sonar sem hún hefur eignast. Hér verður ekki slegist í þann hóp, heldur aðeins sögð örfá þakklætisorð í minningarskyni um genginn vin æskuheimilis þess sem hér heldur á penna. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 599 orð

Færði til nútímans allt sem Íslendingar höfðu hugsað í 1100 ár

Þegar verið var að leika Kristnihald undir Jökli hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó, sat ég eitt sinn sem oftar í salnum og við hlið mér sátu tveir eldri menn, prúðbúnir. Í hvert sinn sem snilldarorðfæri leiksins reis í hæðir var eins og gleðistraumur færi um þessa annars hljóðlátu menn; þeir gripu andann á lofti og kinkuðu kolli hvor til annars eins og til merkis um að þarna færi gamall Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 726 orð

Gísli, Jón og Árni Þorsteinssynir

Í gær var jarðsettur elskulegur frændi minn, Gísli Þorsteinsson. Á 11 mánuðum hafa bræðurnir þrír horfið okkur. Fyrstur lést faðir minn, Árni, í mars, Jón í júní og Gísli nú í febrúar. Ekki má minna vera en minnast þeirra með nokkrum línum. Þeir áttu margt sameiginlegt. Allir voru þeir einstaklega fróðir um flesta hluti, nánast eins og uppflettirit. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 156 orð

GÍSLI, JÓN OG ÁRNI ÞORSTEINSSYNIR

GÍSLI, JÓN OG ÁRNI ÞORSTEINSSYNIR Gísli Þorsteinsson fæddist á Litlu-Þúfu í Miklaholtshreppi 30. nóvember 1918. Hann lést í Keflavík 4. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 13. febrúar. Jón Þorsteinsson frá Giljahlíð fæddist í Hægindi í Reykholtsdal 30. október 1929. Hann lést 22. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 110 orð

Guðmundur Ólafsson

Kveðja frá systur Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir. Þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. I. Hallgrímsson) Mitt kærasta yndi, við kveðjum þig nú með klökkvandi saknaðar tár, með þökk fyrir allt, sem okkur varst þú, og ennþá skalt okkur verða, Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 282 orð

Guðmundur Ólafsson

Í dag verður til moldar borinn frá Selfosskirkju, vinnufélagi okkar og vinur, Guðmundur Ólafsson. Þótt fráfall hans hafi ekki komið á óvart grípur okkur sorg og söknuður og minningar koma upp í hugann. Gummi, eins og hann var kallaður, hóf störf hjá Landsvirkjun við Búrfell árið 1974. Þar eignaðist hann strax marga góða vini og kunningja enda átti hann auðvelt með að umgangast fólk. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 715 orð

Guðmundur Ólafsson

Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit. Mitt hold er til moldar hnigið máske' fyr en ég veit. Heilsa, máttur, fegurð fjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. Þessi sálmur sr. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 94 orð

Guðmundur Ólafsson

Hve oft þú huggaðir og þerraðir tárin mín, hve oft þau hughreystu mig orðin þín. Studdir við bakið. Stóðst með mér alla leið. Kenndir mér og hvattir æ til dáða og mín kaun græddir þá er þurfti við. Alltaf mátti leita hjá þér ráða og ég eigna þér svo ótal margt í mínu lífi. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 281 orð

Guðmundur Ólafsson

Mér ljúft er að minnast þín, elsku ástin mín. Ég mun minningu þína geyma en ekki gleyma. Um minn aldur og ævi þín minning ornar mér. Þínar mjúku hendur og góða hjarta. Ég líta ætti framtíðina bjarta. En ég sakna þín svo mikið að tár mín hrynja og aumt er mitt hjarta. Guð hjálpi mér. Að þerra tárin og eiga við söknuð sem þú vekur í hjarta mér. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 116 orð

Guðmundur Ólafsson

Til elsku pabba míns Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 215 orð

Guðmundur Ólafsson

Elsku pabbi og tengdapabbi. Við viljum þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fengið að hafa þig hjá okkur. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og allan áhugann sem þú hafðir á því sem við tókum okkur fyrir hendur. Alltaf varstu boðinn og búinn að aðstoða okkur, ef með þurfti. Aldrei kvartaðir þú í erfiðleikum og veikindum síðustu ára. Alltaf var stutt í glettnina. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 726 orð

Guðmundur Ólafsson

Laugardaginn 7. febrúar var hringt til mín hér um borð og mér tilkynnt að þá fyrr um daginn hefði bróðir minn, Guðmundur Ólafsson, látist. Að vissu leyti kom þetta ekki svo mikið á óvart, því ég held að flestir hafi vitað hvert stefndi. Hann háði stutta en harða baráttu við þann skaðvald sem krabbamein er og varð að lúta í lægra haldi, sem og svo margur er þennan vágest fær í heimsókn. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 254 orð

Guðmundur Ólafsson

Það er þyngra en tárum tekur að þurfa að viðurkenna að menn á besta aldri, aðeins 55 ára, séu á brott kallaðir. Þrátt fyrir öll afrek læknavísindanna á liðnum árum eiga þau í sumum tilfellum engin svör, á þetta við um hinn illvíga sjúkdóm krabbamein. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 141 orð

GUÐMUNDUR ÓLAFSSON

GUÐMUNDUR ÓLAFSSON Guðmundur Ólafsson fæddist á Akranesi 2. október 1942. Hann lést á heimili sínu 7. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ástrós Guðmundsdóttir, f. 2. mars 1915, d. 24. maí 1988, og Ólafur Sigurðsson, f. 21. október 1907, d. 9. nóvember 1981. Systkini Guðmundar voru Sigurður Guðmann, f. 17. jan. 1936, Óli Ágúst, f. 11. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 457 orð

Gunnar Hjörvar

Gunnars Hjörvars er mér skylt að minnast, enda er mér það ljúft, því að maðurinn var ljúfmenni og ánægja hans jafnan sú mest, að geta orðið mönnum að liði. Ég kynntist honum aðeins, en þó mjög lítillega, á unglingsárum mínum, vegna kunningsskapar okkar Daða bróður hans. En Daði er meðal þeirra af skólabræðrum mínum, sem mér standa einna skýrast í minni. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 29 orð

GUNNAR HJÖRVAR

GUNNAR HJÖRVAR Gunnar Hjörvar, viðskiptafræðingur, var fæddur í Reykjavík 17. desember 1919. Hann lést hér í borg 29. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 12. janúar. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 331 orð

Halldóra Jónsdóttir

Ó, faðir gjör mig sigursálm, eitt signað trúarlag, sem afli blæs í brotinn hálm og breytir nótt í dag. (M. Joch.) Það er föstudagur, hádegisbil, enn ein vinnuvikan á enda og við tölum um hvað tíminn sé fljótur að líða. Börn og starfsfólk þakka samveru dagsins og óskir um góða helgi eru gagnkvæmar. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 238 orð

Halldóra Jónsdóttir

Hún Halldóra litla frænka mín er dáin. Þetta voru fréttir sem enginn átti von á að heyra, enda hugsar enginn út í það að lítil börn muni deyja á undan okkur fullorðna fólkinu. En slys gera ekki boð á undan sér og vegir Guðs eru órannsakanlegir. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 304 orð

Halldóra Jónsdóttir

Það var síðla vetrar árið 1994 að Halldóra, yngst móðursystkinabarna okkar, kom í heiminn, okkur hinum til mikillar gleði. Var hún skírð Halldóra í höfuðið á móðurafa sínum. Okkur systkinum er það sérlega minnisstætt hversu ötul systkini hennar voru að sinna þessum nýja meðlimi fjölskyldunnar, og var það eftirtektarvert hve Halldóru leið vel með Hreiðari sínum. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 92 orð

Halldóra Jónsdóttir

Elsku litla frænka. Mig langar að minnast þín í nokkrum orðum. Mér er alltaf svo minnisstætt þegar ég var að hringja austur í ykkur. Eins og venjulega vildir þú fá að svara. Þegar þú þekktir röddina varst þú vön að spyrja mig hvenær ég kæmi að klippa þig stutt. Þessi litla minning kemur alltaf upp í huga mér þegar ég hugsa tíl þín, og fær mig alltaf til að brosa. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 116 orð

Halldóra Jónsdóttir

Það slokknaði ljósið á einni örskotsstund, mig umlukti myrkrið svarta, ég sá ekkert lengra þegar fregnin barst að Halldóra litla væri dáin. Ég vil þakka þessi fáu ár sem við áttum saman. Þetta er skrítið líf. Þú komst svo oft í heimsókn með mömmu og pabba og stundum tókum við spil saman en okkur þótti svo gaman að spila og þar náðum við vel saman. Svo allt í einu er ekkert, aðeins tóm. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 266 orð

Halldóra Jónsdóttir

Sú fregn að Halldóra litla væri dáin kom eins og reiðarslag yfir mig sem og allra aðra sem til hennar þekktu. Af hverju þarf lítið barn sem var rétt að byrja lífið, alveg að verða fjögurra ára, að deyja? Þessu verður kannski best svarað með því að segja að þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 268 orð

Halldóra Jónsdóttir

Litla frænka mín hún Halldóra er dáin. Mér þótti undurvænt um hana. Hún var svo fíngerð og falleg. Þegar ég kom í heimsókn til frændfólks míns á Selfossi, var alltaf tekið svo vel á móti mér. Það er svo sniðugt að við frændsystkinin þau eldri, erum á sama aldri, Hreiðar og Gummi bróðir minn jafngamlir og ég og Sóley jafngamlar. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 49 orð

Halldóra Jónsdóttir

Kæru vinir, við biðjum góðan Guð að vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Ólöf Inga og Magnús. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 84 orð

Halldóra Jónsdóttir

Ég kveð þig heitu hjarta. ­ Minn hugur klökkur er. Ég veit, að leið þín liggur svo langt í burt frá mér. Mér ljómar ljós í hjarta, ­ sem lýsir harmaský, þá lífsins kyndla kveikti þín kynning björt og hlý. Og þegar vorið vermir og vekur blómin sín. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 61 orð

HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR

HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR Halldóra Jónsdóttir fæddist á Selfossi 7. mars 1994. Hún lést föstudaginn 6. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Jón Lúðvíksson, f. 6. júlí 1957, og Þorbjörg Hjaltalín Halldórsdóttir, f. 5. apríl 1960. Halldóra átti tvö systkini, Hreiðar, f. 13. janúar 1981, og Sóleyju, f. 26. september 1984. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 631 orð

Halldór Eiríksson

Góðvinur minn Halldór Eiríksson er látinn á 81. aldursári eftir löng og ströng veikindi. Við fráfall hans hrannast upp minningar um yfir 40 ára vináttu og sameiginlegt áhugamál í hestamennsku og mörg ferðalög henni tengd. Halldór var mjög fær hestamaður. Hann unni þeim hestum sem hann átti sjálfur og ekki síður öðrum hestum, sem honum var trúað fyrir. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 654 orð

Halldór Eiríksson

Við Halldór vorum frændur, báðir af Deildartunguætt. Þó þekkti ég hann ekki þegar ég var snúningastrákur á Skáney og í Nesi í Reykholtsdal. Þá var löng leið í Lundarreykjadal, að Skarði, þar sem Halldór ólst upp hjá Árnýju móðursystur sinni. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 1222 orð

Halldór Eiríksson

Svona er nú sérkennilegt hvernig algjörar tilviljanir leiða fólk saman á lífsbrautinni. Á mínum yngri árum var ég í sveit og eins og víðast var þá voru hestar nánast eingöngu notaðir til að reka fé á fjall á vorin og síðan að smala því af fjalli á haustin. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 279 orð

Halldór Eiríksson

Fyrstu kynni mín af vini mínum, Halldór Eiríkssyni, urðu strax á unga aldri þegar ég var í útreiðum með föður mínum. Þetta varð upphafið að ævilöngum kynnum okkar Dóra og það sem treysti vinskapinn enn frekar var það, að ég skynjaði fljótt að aldursbilið milli okkar skipti engu máli þar sem Dóri var alltaf ungur í anda. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 502 orð

Halldór Eiríksson

Í fersku barnsminni er mér för mín, þriggja ára gamals, með móður minni sumarið 1929 að Skarði í Lundarreykjadal, en það og þrjú næstu sumur var hún þar í kaupavinnu: Með Suðurlandinu upp í Borgarnes (með viðkomu á Akranesi) með mjólkurbíl upp að Götuási og þaðan á hestum inn í Lundarreykjadal, enn án bílvegar. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 188 orð

HALLDÓR EIRÍKSSON

HALLDÓR EIRÍKSSON Halldór Eiríksson fæddist í Þingnesi í Borgarfjarðarsýslu 9. mars 1917. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 2. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga Árnadóttir í Þingnesi og Eiríkur G. Einarsson, d. 27. ágúst 1964, lengi starfsmaður Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 502 orð

Halldór Kiljan Laxness

Á sjötugsafmæli sínu 23. apríl 1972 var Halldór Laxness sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í íslenskum fræðum við heimspekideild Háskóla Íslands með titlinum "doctor litterarum islandicarum honoris causa", en það er sérstök viðurkenning sem aðeins örfáum hefur hlotnast. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 33 orð

Halldór Kiljan Laxness

Sumar lífsins er farið næðingar taka líkamann. Sólin lækkar flugið og stefnir á sjónbaug myrkrið hellist yfir og allt er búið nema minningin um mikið skáld. Eggert E. Laxdal. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 333 orð

Halldór Kiljan Laxness Kjarni málsins

Nú er hann þagnaður trumbusláttur Töframannsins sem sló taktinn. Við erum í hálfgerðu reiðileysi, losti, ég sá það niðrí bæ fyrsta daginn sem við vissum að skáldið var farið. Það var brestur í augunum á fólki. Einsog töfrarnir sem hefðu haldið þessari þjóð saman væru að splundrast. Einsog álög hefðu horfið, en ef fólk er ekki í álögum glatast það. Og hann hélt okkur í álögum. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 68 orð

Halldór Kiljan Laxness látinn

Halldór Kiljan Laxness látinn Hljóðnar ys um ögurstund, auður heiðursstallur. Nákul fer um nakinn lund. Nú er Kiljan allur. Úr völdum þráðum vefarans vatt sinn eigin hnykil. Smá var aldrei hugsun hans, hún var ætíð mikil. Ást og hatur eltu hann eftir brautum frama. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 920 orð

Hataðasti maður Íslands nú þjóðardýrlingur

MARGT breytist á nokkrum áratugum. Fyrir hálfri öld var Halldór Laxness hataðasti maður Íslands. Í dag er hann þjóðardýrlingur. Þegar við hyllum sigurvegara gærdagsins hættir okkur til að gleyma að allt sem er nýtt og merkilegt er nýtt og merkilegt vegna þess að það er ólíkt öllu sem við þekkjum. Það kemur því eins og skrattinn úr sauðarleggnum og vekur umsvifalaust deilur og andstöðu. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 630 orð

Heldur áfram að næra okkur, þótt hann kveðji

Í návist snilligáfu verður himinljóst í kringum okkur. Engu er líkara en við höfum verið viðstödd mikla hátíð; og að sá skemmtilegi og uppáfinningasami meistari sem færði okkur hana hafi ráðið yfir svo mögnuðum galdri, að veislan er þrotlaus og heldur áfram að næra okkur þó að hann kveðji. Það er ekki lítils virði að Halldór Kiljan Laxness skyldi gefa leikritun jafn mikinn gaum og hann gerði. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 422 orð

Hermann Bjarnason

Hemmi frændi minn er látinn eftir erfið veikindi. Boðin um lát hans skáru mig djúpt í hjarta, en um leið þakka ég fyrir þau mörgu ár sem ég átti með honum. Fimm ára gömul flutti ég að Klausturhólum til ömmu, afa og Hemma frænda, en hann var þar vinnumaður. Öll verk sem hann tók sér fyrir hendur vann hann vel, jafnvel þó að við stelpurnar værum að þvælast fyrir þar sem við áttum ekki að vera. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 374 orð

Hermann Bjarnason

Látinn er elskulegur móðurbróðir minn Hermann Bjarnason eftir erfið veikindi. Hann þjáðist af Parkinson-sjúkdómi sem smám saman dró úr honum lífsmáttinn. Fannst mér erfitt að horfa á hann missa smám saman mál og mátt. Hermann var ungur er hann missti föður sinn og tóku foreldrar mínir, Guðný Bjarnadóttir og Ari Þorleifsson, fljótlega eftir það við búi á Gerðistekk. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 110 orð

HERMANN BJARNASON

HERMANN BJARNASON Hermann Bjarnason var fæddur á Gerðistekk í Norðfirði 23. janúar 1927. Hann lést á Ljósheimum á Selfossi 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Halldóra Jónsdóttir, f. 9. júlí 1891, d. 7. janúar 1970, og Bjarni Sigfússon, f. 27. desember 1986, d. 26. september 1941. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 350 orð

Í minningu Halldórs Kiljans Laxness

Það var veturinn 1939, að þú dvaldir við skriftir í Reykjahlíð hjá Stefáni Þorlákssyni, að þú komst kvöld eitt með áætlunarbílnum að Brúarlandi. Þú kemur inn og spyrð: Nafni, förum við ekki í sund í kvöld? Ég játa því og við förum í sund í Álafosslaugina. Svona hafðir þú þetta, oftast tvisvar í viku þann tíma, er þú dvaldir í Reykjahlíð þennan vetur. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 407 orð

Karl Jóhannsson

Elsku afi minn, það er erfitt að sætta sig við að þú sért dáinn, margar góðar minningar koma upp í huga minn á þessari stundu. Frá fæðingu ólst ég upp með þér á heimili mömmu og pabba í Akurgerði, því um svipað leyti og þau komu með mig heim af fæðingardeildinni, árið 1955, fluttir þú inn til þeirra. Samverustundir okkar urðu því margar frá mínum fyrsta degi. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 330 orð

Karl Jóhannsson

Elsku afi er dáinn. Hvert fór hann langafi? sagði Viktor Karl, sonur okkar, er við sögðum honum að þú værir dáinn. Yngri sonur okkar, Unnar Karl, sat hugsi nokkra stund og átti greinilega erfitt með að meðtaka það að langafi væri farinn og kæmi aldrei aftur. Langafi, sem var hluti af okkar daglega lífi. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 105 orð

Karl Jóhannsson

Það var svo gaman þegar við fórum í bíltúr til langafa á Hrafnistu í Hafnarfirði að kíkja í skápinn hans og athuga hvort ekki væri til eitthvert nammi að narta í og það brást aldrei, alltaf átti langafi eitthvað handa okkur. Og sjá þig taka tóbakið í nefið, hvert fór þetta allt saman, hugsuðum við. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 700 orð

Karl Jóhannsson

Í dag er borinn til grafar í Vestmannaeyjum hann Kalli afi minn, 91 árs að aldri og langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Það má segja að það hafi verið svolítið sérstakt að hann afi bjó alla tíð hjá pabba og mömmu frá því að þau hófu búskap. Fyrstu árin var hann ekki mikið heima við, enda stundaði hann sjóinn, en síðar fékk hann vinnu í landi. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 378 orð

Karl Jóhannsson

Elsku Kalli. Mín fyrstu kynni af þér og þinni elskulegu fjölskyldu voru fyrir tæpum 40 árum, þá bjugguð þið í Akurgerði. Hervör og Geir lánuðu okkur Hlöbba herbergið þitt í nokkra daga. Þar settum við upp trúlofunarhringina. Þá varst þú úti á sjó. Þegar við byrjuðum að búa í kjallaranum í Skálholti í Eyjum komst þú í fyrstu heimsóknina. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 131 orð

KARL JÓHANNSSON

KARL JÓHANNSSON Karl Jóhannsson fæddist í Vestmannaeyjum 29. nóvember 1906. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 4. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Árnadóttir og Jóhann Jónsson frá Brekku í Vestmannaeyjum. Karl var fimmti í röð alls tólf systkina en af þeim komust níu til fullorðinsára. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 89 orð

Kveðja til stórmeistara íslenskra bókmennta

Íslenskir bókaunnendur standa í mikilli þakkarskuld við Halldór Kiljan Laxness. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra íslenska rithöfunda á 20. öld og verður að leita allt aftur til Snorra Sturlusonar til að finna annan viðlíka höfund í bókmenntasögu þjóðarinnar. Með verkum sínum endurnýjaði hann íslenska tungu og frásagnarlist og hleypti þannig nýju blóði í stirðnað bókmál. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 1032 orð

Kveðja úr héraði

Við lát Halldórs Laxness skrifa ég fátækleg minningarorð úr Mosfellssveitinni. Í raun þurfa þau skrif ekki að vera mjög rækileg, því Halldór hefir sjálfur sett á prent dálæti sitt á sveitinni og samferðamönnum á fyrri hluta þeirrar aldar sem er að líða. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 1248 orð

Kveðjuorð til Halldórs Þú sazt lítill drengur úr lágu húsi með grasi fy

Þú sazt lítill drengur úr lágu húsi með grasi fyrir þak undir steininum mikla við gljúfrið, og faðir þinn spilaði á fiðluna þegar hann kom heim frá því að leggja vegi þarsem voru bara reiðgötur áður; og amma þín sagði sögurnar aftan úr forneskju, Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 753 orð

Kveður óumdeildur að leiðarlokum

"Þetta eitt sem þú gafst mér/það er allt sem ég hef." Þessi stef úr Maístjörnunni komu í hugann þegar fregnin barst af andláti Halldórs Laxness. Enginn Íslendingur hefur á þeirri öld sem bráðum er gengin með honum veitt þjóð sinni jafn mikið og rausnarlega í andlegum efnum. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 391 orð

Laufey Bjarnadóttir

Ég hef komið að Ketilvöllum með foreldrum mínum frá því ég var smákrakki og því alltaf þekkt Laufeyju. Sumarið 1994 og 1995 þegar ég var í sveit þar kynntist ég henni fyrir alvöru og sá og fann hversu frábær og góð kona Laufey var. Hún kunni ógrynni af ljóðum og oftar en ekki kom það fyrir þegar ég var að spjalla við hana um heima og geima að hún fór með vísu sem átti við umræðuefnið. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 208 orð

Laufey Bjarnadóttir

Við Laufey áttum margar góðar stundir saman þegar ég var á sumrin á Ketilvöllum. Það voru einstök kvöld sem við vorum einar heima. Þá sagði hún mér ýmsar sögur síðan hún var ung, af ömmu og langömmu og margt fleira. Mér fannst svo gaman að hlusta á hana rifja upp gamla tíma og auðvitað fékk ég konfekt með, því var aldrei sleppt. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 29 orð

LAUFEY BJARNADÓTTIR

LAUFEY BJARNADÓTTIR Laufey Bjarnadóttir var fædd á Sleggjulæk í Stafholtstungum 1. desember 1915. Hún lést á Selfossi 6. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 13. febrúar. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 162 orð

Lítil minning um Halldór

Einu sinni sem oftar hitti ég Halldór í samkvæmi. Hann lét móðan mása um lítilsvirðingu sem hann hefði sýnt mér með einhverjum orðum sínum síðast þegar við hittumst, hvar sem það nú var. Ég kom af fjöllum og gat ekki annað sagt en að þó svo hann hefði lítilsvirt mig væri mér ekki nema sómi að því að hann skyldi hafa haft fyrir því. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 383 orð

Lovísa Björnsdóttir

Nú er Lóa frænka okkar látin. Hún talaði við mig í síma úr sjúkrahúsinu tveim kvöldum áður en hún lést, en þar hafði hún dvalið meira og minna síðan í desember sl. Mikið hafði hún þráð að fá hvíldina, því í mörg undanfarin ár átti hún við veikindi að stríða. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 230 orð

LOVÍSA BJÖRNSDÓTTIR

LOVÍSA BJÖRNSDÓTTIR Lovísa Steinvör Björnsdóttir fæddist á Stóru-Seylu í Skagafirði 13. mars 1916. Hún lést á Sauðárkróki 29. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn L. Jónsson, f. 1879, d. 1943, og Margrét Björnsdóttir, f. 1881, d. 1970. Systkini Lovísu eru Jón, f. 1903, d. 1987. Móðir hans var Steinvör Sigurjónsdóttir, f. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 262 orð

Lovísa S. Björnsdóttir

Okkur langar að minnast kærrar föðursystur okkar með nokkrum orðum. Andlátið bar fremur snöggt að þrátt fyrir að hún hefði átt við vanheilsu að stríða um nokkurt skeið og þá sérstaklega frá síðastliðnu hausti. Jólunum ætlaði hún að eyða heima en sú von brást. Að morgni jóladags var hún flutt á sjúkrahúsið og komst ekki meira heim. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 431 orð

Lovísa S. Björnsdóttir

Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu' og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Hún amma er dáin. Það kom eiginlega á óvart þrátt fyrir háan aldur og mikil veikindi síðustu vikur ævinnar. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 223 orð

Málfríður Helgadóttir

Nú er elsku langamma okkar dáin. Hún er farin upp til langafa Bjössa og Petu dóttur sinnar og er þar í friðsæld. Við munum ávallt minnast ferða okkar suður með sjó á elliheimilið til ömmu Fríðu. Alltaf byrjaði amma á því að spyrja okkur hvað hefði drifið á daga okkar frá því við komum síðast, hvernig okkur gengi í skólanum og í tómstundum okkar. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 208 orð

MÁLFRÍÐUR HELGADÓTTIR

MÁLFRÍÐUR HELGADÓTTIR Málfríður Helgadóttir var fædd í Holti í Álftaveri 9. júní 1907. Hún lést á dvalarheimilinu Garðvangi í Garði 6. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Brynjólfsson úr Álftaveri og Guðlaug Einarsdóttir frá Kerlingardal í Mýrdal. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 437 orð

Nanna Guðrún Hendriksdóttir

Elsku Nanna frænka. Mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Við vorum góðar vinkonur þótt aldursmunurinn væri rúm 30 ár. Við hittumst ekki oft, en yfirleitt hringdir þú í mig í upphafi hverrar viku. Ég man þó að þú gerðir undantekningu þar á og hringdir eitt fimmtudagskvöld sl. haust. Þú hafðir séð mig í fréttunum og þú varst svo stolt af mér og gerðir mikið úr þessu. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 234 orð

Nanna Guðrún Henriksdóttir

Mín fyrstu kynni af Nönnu voru 1966 í gegnum Þórð bróður hennar, en Þórður og ég vorum þá farin að skjóta okkur saman. Nanna var myndarleg og notaleg kona og fór strax vel á með okkur þrátt fyrir níu ára aldursmun. Á þessum tíma var Nanna gift tveggja barna móðir og vann sem hjúkrunarkona á Borgarspítalanum. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 148 orð

NANNA GUÐRÚN HENRIKSDÓTTIR

NANNA GUÐRÚN HENRIKSDÓTTIR Nanna Guðrún Henriksdóttir fæddist í Reykjavík 13. júní 1938. Hún lést í Reykjavík 16. janúar síðastliðvinn. Foreldrar hennar voru Gyða Þórðardóttir og Henrik W. Ágústsson prentari. Nanna ólst upp með bræðrum sínum, Ragnari og Þórði, og fóstursystur Guðrúnu Björgvinsdóttur. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 1738 orð

Nálægð skálds

"Það er vandasöm þraut að segja sögu," segir Halldór Laxness í einni ritgerða sinna. "Sú þraut hlítir ekki formála, reglu né fyrirmynd. Hvorki er til iðnskóli né háskóli þar sem hægt sé að læra þessa grein. Ekki er heldur nóg að fara til einhvers meistara og herma eftir honum. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 617 orð

Óbrotgjarn bautasteinn í tilverunni

Halldór Laxness er látinn. Langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum, sem félagi í Rithöfundasambandi Íslands sem er fæddur um líkt leyti og Halldór fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Fyrst er að telja að hann reyndist móður minni vel í hennar ritstörfum: En það var Amalía Líndal (1926­1989), blaðamaður og rithöfundur frá Bandaríkjunum. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 696 orð

Skaðpaði nýja sýn á örlög og ætlunarverk þjóðarinnar

Í greinarkorni um Halldór Laxness sjötugan lét ég þess getið, að hann hefði ekki einasta fært okkur fjölmörg ómetanleg listaverk, sem gert hefðu íslenskar samtímabókmenntir gjaldgengar á alþjóðavettvangi, heldur hefði hann einnig unnið það einstæða afrek að germóta hugmyndir allra landsmanna um sögu sína og samtíð, skapa nýja sýn á örlög og ætlunaverk þjóðarinnar frá fyrstu tíð frammá þennan dag. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 525 orð

Skammaði alþýðu til þrifnaðar og dirfsku

Halldór Kiljan Laxness er tuttugasta öldin á Íslandi. Hann tók þátt í því að gefa þjóðinni kjark til að heimta sjálfstæði sitt á ný. Hann blés alþýðu landsins lífsanda í brjóst. Hann þorði að standa með kommúnistum og sósíalistum og þar með á móti íhaldi og linkind, aumingjaskap og yfirdrepsskap. Hann þorði að ráðast gegn valdhöfum landsins og að skamma þá. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 310 orð

Skáldið mitt borgaði brúsann

"Hver veit, kanske er þetta hér þín paradísarheimt?" Þegar Halldór sagði þetta var hann rétt búinn að skoða hafgúurnar og riddarana á brunninum fyrir framan húsið mitt í Keisarastól í Sviss. Hann hafði einnig lengi horft á stynjandi þúsund ára gamla kastaníutréð við brunninn og ungmeyjar í hvítum kjólum, blómskrýddar til höfuðsins með hvítum liljukrönsum. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 530 orð

Snæfríður eins stærsta stund lífs míns Vígsla Þjóðleikhússins 1950

Þvílíkur viðburður í lífi okkar leiklistarfólks og auðvitað allra landsmanna. Borgin fékk á sig nýjan menningarsvip. Nú þurfti að vanda vel til fyrstu sýninganna. Niðurstaðan varð sú að halda veglega hátíð og bjóða upp á þrjár sýningar við opnunina. Það sýndi mikið áræði að ráðast í þvílíkt stórvirki, sérstaklega þar sem húsið var ekki fullfrágengið fyrr en síðustu dagana fyrir 20. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 696 orð

Stíllinn skemmtilegur og efnið lifandi

Ég var á nítjánda ári, þegar ég las Vefarann mikla frá Kasmír eftir þann einkennilega höfund sem þá var mjög umdeildur, Halldór Kiljan Laxness, og ég hef látið þess getið einhversstaðar á prenti, að ég hafi lesið alla bókina á einni nóttu, eða að svo hafi það verið í minni mér seinna meir. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 418 orð

Sögur blekbóndans dalbúanum mikils virði

Heiðursborgari Mosfellssveitar, Nóbelsskáldið Halldór Laxness, er fallinn frá. Þær eru margar perlurnar sem hann hefur þrætt á perluband íslenskra bókmennta. Ungur fór hann út í heim en gleymdi aldrei bernskustöðvum sínum og byggði sér að lokum bústað í Mosfellsdalnum. Hugstæð eru þau verk hans sem fjalla um fólkið í þessum dal, sem hann ólst upp í frá þriggja ára aldri. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 160 orð

Tímamót í íslenskri bókmenntasögu

Nú eru tímamót í íslenskri bókmenntasögu, og ekki í fyrsta sinn sem Halldór Laxness brýtur blað í þeirri sögu. Það er ótrúlega erfitt að hugsa sér tímabilið sem nú fer í hönd: "eftir Laxness". Jafnerfitt og að hugsa sér tímann "fyrir Laxness". Svo stór hefur þáttur hans verið í lífi okkar, án þess að við gerðum okkur alltaf fulla grein fyrir því. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 736 orð

Um kynni mín af Halldóri Laxness

Með Halldóri Laxness er genginn sá rithöfundur íslenzkur, sem hæst hefur borið og mestan sóma hefur hlotið fyrr og síðar. Við lát hans fer ekki hjá því, að á hugann leiti minningar frá kynnum mínum af þessum merka manni. Ég minnist þess, þegar ég hitti hann fyrst fyrir röskum tuttugu árum, hinn 23. apríl 1977 á sjötíu og fimm ára afmælisdegi hans. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 556 orð

Upprifjun um skáldið á æfingum í Iðnó 1977

Ég vann sem gestaleikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur í byrjun árs 1977 og leikstýrði þá StraumrofiHalldórs Laxness. Leikritið Straumrof hafði verið frumflutt í Iðnó 1934. Sýningar höfðu aðeins orðið fimm og leikdómarar þess tíma virtust ekki skilja um hvað leikritið eiginlega fjallaði. Það vakti meira að segja einhverja hneykslan og litla aðdáun. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 365 orð

Valtýr Snæbjörnsson

Valtýr Snæbjörnsson, fyrrverandi byggingarfulltrúi Vestmannaeyja, er látinn 74 ára að aldri. Hafði hann átt við vanheilsu að stríða hin seinni ár og kallið kom að morgni 10. febrúar sl. Valtýr, eða Valli Snæ eins og hann var ætíð kallaður, var fæddur í Reykjavík en fluttist til Eyja 17 daga gamall og bjó þar alla tíð síðan. Á sínum yngri árum stundaði hann ýmsa vinnu s.s. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 461 orð

Valtýr Snæbjörnsson

Maðurinn með ljáinn hafði hægt en örugglega nálgast vin okkar og fyrrum vinnufélaga, Valla Snæ, undangengna mánuði. Þriðjudagsmorguninn 10. febrúar var svo komið að "klappinu á öxlina", síðustu snertingu við dauðlega menn í heimi hér. Hraustmennið Valli Snæ, þessi gamli íþróttakappi, sem unnið hafði til ótal metafreka í ýmsum íþróttagreinum í nafni Íþróttafélagsins Þórs í Eyjum. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 702 orð

Valtýr Snæbjörnsson

Genginn er vinur okkar, Valtýr Snæbjörnsson. Valli Snæ ávallt nefndur var einn af eðal Vestmannaeyingum. Hann var þungaviktarmaður í Vestmannaeyjasamlífi, mikill félagsmaður, vinur vina sinna, sem alltaf var tilbúinn að rétta hjálparhönd. Kynni okkar hófust 1962 þegar við fórum saman til Danmerkur með hóp Þórara í keppnisferðalag. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 220 orð

Valtýr Snæbjörnsson

Valtýr Snæbjörnsson var ötull baráttumaður bæði í leik og starfi. Við hjá Starfsmannafélagi Vestmannaeyjabæjar (STAVEY) fengum að njóta krafta hans allan þann tíma er hann var félagsmaður í okkar félagi. Á fyrsta aðalfundi félagsins eftir að hann hóf störf hjá Vestmannaeyjabæ árið 1975 var hann kosinn í trúnaðarráð, síðar á sama ári varamaður í samninganefnd. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 108 orð

Valtýr Snæbjörnsson

Elsku besti afi okkar. Nú ert þú því miður farinn frá okkur. Við sjáum þig aldrei meir. Þú sem gerðir allt fyrir okkur. Við eigum eftir að sakna þín alla ævi. Í hverju sem við lendum, hugsum við alltaf til þín. Þú leyfðir okkur allt, þú skammaðir okkur aldrei og þú gerðir allt til þess að við yrðum alltaf ánægðar. Þú varst fyndinn, skemmtilegur, góður og langbesti afi í heiminum. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 429 orð

VALTÝR SNÆBJÖRNSSON

VALTÝR SNÆBJÖRNSSON Valtýr Snæbjörnsson fæddist í Reykjavík 23. apríl 1923. Hann lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 10. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Snæbjörn Sigurvin Kristinn Bjarnason frá Hergilsey á Breiðafirði, f. 18. júlí 1892, d. 31. janúar 1951, og Guðný Pálína Ólafsdóttir frá Akureyri, f. 9. mars 1895, d. 2. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 57 orð

Við lát Kiljans

Við lát Kiljans Núna hefur Kiljan kvatt og kemur varla aftur. Á hæsta tindinn hann fór hratt, hans var slíkur kraftur. Hann ungur gisti álf og tröll úti í náttúrunni. Blómum skreytt var bernskuhöll. Byggð á traustum grunni. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 587 orð

Viðtal við Plús Ex

Það var kvöld. Ég hafði stjáklað smástund fyrir framan ákveðna blokk á Fálkagötu. Ég var heldur snemma á ferðinni sem var ekki mér líkt. En þetta var engin venjuleg heimsókn til venjulegs manns. Ég var að fara að taka undirbúningsviðtal við sjálfan Halldór Laxness út af sjónvarpsþætti sem átti að taka upp seinna í vikunni í þáttaröð vegna sjötíu og sjö ára afmælis skáldsins. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 172 orð

Þakka skemmtunina

Mér er í mun að þakka Halldóri Laxness skemmtunina. Hann er tvímælalaust langfyndnasti rithöfundur sem ég hef lesið. Óteljandi sinnum hef ég hlegið í einrúmi, jafnvel grátið af hlátri, yfir fyndninni í bókum hans. Ég þarf líklega ekki að geta þess, hvílíkur höfuðkostur það er rithöfundi að vera skemmtilegur. Og Halldór varð, svo mörgum árum skipti, alltaf skemmtilegri og skemmtilegri. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 44 orð

Þakklæti

Þakklæti Úr Steinahlíðum fellur grasgróinn steinn Hann er frjáls ferða sinna Steinninn stendur undir nafni ­ þungur fyrir ­ einsog stafli bóka skrifaður af snilld Kólfur klukkunnar slær út til heiðurs Halldóri Laxness í túninu h Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 409 orð

Þorbergur Jón Þórarinsson

Mig langar að skrifa nokkur orð um hann Jón minn. Jón ólst upp í Stígprýði á Eyrarbakka. Hann fór ungur til sjós og var mörg ár á togurum. Hann vann ýmiskonar landvinnu. Nokkur ár var hann í plastverksmiðju, á Eyrarbakka í Fiskiveri og síðustu árin vann hann í Alpan. Ég kynntist Jóni árið 1956 en það ár fór hann að verða gestur á okkar heimili, hjá mömmu og okkur systkinunum. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 334 orð

Þorbergur Jón Þórarinsson

Mig langar að minnast í fáum orðum elskulegs afa míns, Jóns Þóarinssonar, sem lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 1. febrúar sl. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í huga mér þegar ég skrifa þessa grein og ekki hægt að skrifa þær allar hér. En þó er margt sem stendur uppúr, þegar ég hugsa um öll árin mín hjá ykkur ömmu. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 80 orð

ÞORBERGUR JÓN ÞÓRARINSSON

ÞORBERGUR JÓN ÞÓRARINSSON Þorbergur Jón Þórarinsson fæddist í Nýjabæ á Eyrarbakka 10. júlí 1915. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 1. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Oddný Magnúsdóttir og Þórarinn Einarsson. Hann var einn af átta systkinum. Eiginkona Þorbergs Jóns var Guðrún Guðjónsdóttir, f. 16.3. 1913. Meira
14. febrúar 1998 | Minningargreinar | 1000 orð

Því stærri sem gjafir eru, þeim mun fátæklegri verða þakkarorðin

Í Kristnihaldi undir Jökli segir séra Jón Prímus: Mig vantar bein í rófuna til þess að mæla eftir þennan mann. Hætt er við að mörgum þyki svo, þegar Halldór Laxness kveður. Því stærri sem gjafir eru, þeim mun fátæklegri verða þakkarorðin. Hann hefur orðið ófráskiljanlegur partur af okkur öllum, því að íslensk þjóð verður aldrei eins eftir að hans naut við. Þetta á við okkur öll. Meira

Viðskipti

14. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 65 orð

Dótturfélög sameinuð móðurfyrirtækinu

DÓTTURFÉLÖG Samherja, Fiskimjöl og lýsi í Grindavík og Friðþjófur á Eskifirði, hafa verið sameinuð móðurfélaginu. Sameiningin miðast við 31. desember sl. Samherji hf. á öll hlutabréfin í báðum félögunum, að því er kemur fram í frétt frá fyrirtækinu. Eftir sameininguna er öll starfsemi Samherja innan lands í einu félagi og undir einni stjórn. Meira
14. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 217 orð

Evrópsk bréf fá stuðning frá dollar

STERKUR dollar og jákvæðar fyrirtækjafréttir vógu upp á móti neikvæðum áhrifum lækkana á verðbréfamörkuðum Asíu og Bandaríkjanna í gær og evrópsk hlutabréf unnu upp tap um morguninn með nokkurri hækkun á lokaverði. Opinber frídagur er í Bandaríkjunum á mánudag og ýmsir hirtu gróða eftir methækkun á Dow vísitölunni þrjá daga í röð. Meira
14. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 171 orð

Fjallað um vörumerkjastefnu

VÖRUMERKJASTEFNA verður helsta umfjöllunarefni Íslenska markaðsdagsins í ár sem verður haldinn föstudaginn 20. febrúarnæstkomandi.Mun Jonathan Hoare, sem hefurm.a. verið stjórnarformaðurbresku auglýsingastofunnarTBWA, fjalla umvörumerkjastefnu(Branding) á ráðstefnu sem Íslenski markaðsklúbburinn (ÍMARK) heldur þennan dag. Meira
14. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 259 orð

Hagnaðurinn nam 332 milljónum króna

HAGNAÐUR af rekstri Síldarvinnslunnar hf. nam 332 milljónum króna, samanborið við 475 milljónir árð áður og minnkar hagnaðurinn um 30% á milli ára. Mismunur í afkomu milli ára liggur fyrst og fremst í auknum skattskuldbindingum, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Hagnaður fyrir skatta nam 494 milljónum króna í fyrra en var met árið 1996, 498 millj. króna. Meira
14. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 339 orð

Nýtt forrit sem mælir gengisáhættu

RÁÐGJÖF og efnahagsspár ehf. hafa hafið sölu á nýju forriti, Áhættumæli. Um er að ræða Excel- forrit til mælingar gengisáhættu, hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis, og er það sérsniðið að íslenskum aðstæðum. Meira
14. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 578 orð

Slysa- og söfnunarlíftrygging í einum pakka

ÞÝSKA tryggingasamsteypan Allianz hyggst reka séreignarlífeyrissjóð hér á landi þegar ný lög um starfsemi lífeyrissjóða taka gildi 1. júlí næstkomandi og bjóða einstaklingum að ávaxta frjálsan lífeyrissparnað í honum. Hingað til hefur söluumboð Allianz hérlendis einkum selt söfnunarlíftryggingar en það býður einstaklingum nú einnig að fjárfesta í verðbréfasjóðum Allianz. Meira

Daglegt líf

14. febrúar 1998 | Neytendur | 43 orð

Handverksmarkaður á Garðatorgi

Í dag, laugardag, klukkan 10 verður opnaður handverksmarkaður á Garðatorgi. Milli 40 og 50 manns sÝna og selja handverk sitt, til dæmis trévöru, postulínsmuni, glervöru, prjónavöru og leirmuni. Kvenfélagskonur eru með kaffi á könnunni og nýbakaðar vöfflur. Markaðnum lýkur klukkan 18. Meira
14. febrúar 1998 | Neytendur | 39 orð

Líf og fjör á götumarkaði

GÖTUMARKAÐI Kringlunnar lýkur í dag, laugardag. Margt var um manninn á göngum Kringlunnar síðastliðinn fimmtudag þegar markaðurinn hófst. Einhverjir verslunareigendur ætla að ná upp sannri markaðsstemmningu í dag og bjóða viðskiptavinum sínum að prútta. Meira
14. febrúar 1998 | Neytendur | 510 orð

Sérstakur matseðill á sunnudögum

HÚSNÆÐIÐ er fremur hrátt, borðum er klambrað saman úr grófum spýtum, það er hátt til lofts og vítt til veggja. Gamalt trégólfið gefur staðnum eigi að síður hlýlegan blæ og það er eins og kristalsljósakrónan í einu horninu hafi alltaf verið þarna. Þetta er Kaffi Thomsen sem er í því húsnæði í Hafnarstrætinu sem áður hýsti Thomsens magasín. Meira

Fastir þættir

14. febrúar 1998 | Í dag | 469 orð

AÐ ER í raun ótrúlegt hvað íslenskt samfélag hefur teki

AÐ ER í raun ótrúlegt hvað íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á örfáum árum og líklega erfitt fyrir yngra fólk að gera sér grein fyrir hversu margt, sem nú er talið sjálfsagður hluti hins daglega lífs, var tilefni hatrammra pólitískra deilna fyrir einungis einum til tveimur áratugum. Meira
14. febrúar 1998 | Fastir þættir | 1692 orð

Af meistarahöndum Hið árlega hátíðarkvöld Klúbbs matreiðslumeistara var haldið fyrir stuttu. Þar buðu fremstu kokkar landsins

ÞAÐ gerist hérna einu sinni á ári, nánar tiltekið í janúar, að Klúbbur matreiðslumeistara efnir til "Hátíðarkvöldverðar", sem þýðir einfaldlega að allir bestu kokkar landsins safnast saman í eldhúsinu og búa til gómsæta rétti sem æra mann og trylla og sefa og róa ­ og upphefja andann. Meira
14. febrúar 1998 | Í dag | 518 orð

Afnám eignaskatts eldri borgara

STÚLKURNAR hjá heimilishjálp borgarinnar hafa orð á því að gamla fólkið sem er kyrrt í sínum gömlu íbúðum eða húsum sé ótrúlega miklu ánægðara en það fóllk sem fari í svokallaðar þjónustuíbúðir. En það er dýrt að halda gömlum íbúðum við. Er ekki tímabært að forysta eldriborgarafélaganna berjist fyrir afnámi eignaskatts gamals fólks? Það er líka margbúið að borga íbúðirnar sínar. Meira
14. febrúar 1998 | Fastir þættir | 687 orð

AFTUR TIL FORTÍÐAR Þróunin í tölvuheiminum er ör og fjöldi tölva kominn á öskuhaug sögunnar. Árni Matthíassonkannaði leiðir til

TÖLVUÁHUGI flestra kviknar líklega útfrá leikjatölvum og víst eru margar tölvur sem seldar eru í dag frekar leikjatölvur en vinnutæki, að minnsta kosti framan af. Ekki er ástæða til að amast við því, einhverstaðar verða menn að byrja, Meira
14. febrúar 1998 | Dagbók | 3204 orð

APÓTEK

»»» Meira
14. febrúar 1998 | Í dag | 63 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, laugardagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 14. febrúar, verður níutíu og fimm ára Ólafur Helgason frá Gautsdal, búsettur á Sólvangi í Hafnarfirði. Ólafur dvelur hjá dóttur sinni í Smárahvammi 18, eftir kl. 16 á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 15. Meira
14. febrúar 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. sept. sl. í Kópavogskirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni Dalla Rannveig Jónsdóttir og Ingi Þór Jónsson. Þau eru til heimilis í Kópavogi. Meira
14. febrúar 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. nóvember sl. í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Yvonne Christina Morris og Sigurður Eggert Ásgeirsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
14. febrúar 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí í Dómkirkjunni af sr. Guðmundi Karli Ágústssyni Rannveig Inga Þórarinsdóttir og Bjarki Ólafsson. Heimili þeirra er í Starengi 12, Reykjavík. Meira
14. febrúar 1998 | Fastir þættir | 179 orð

Framhald í næsta...

ÞAÐ ER segin saga að ef leikur gengur vel kemur framhald áður en varir og reyndar voru framhaldsleikir meðal helstu söluleikja síðasta árs. Framundan er framhald MechWarrior frá Activision, svonefndur títanþríleikur, því í pakkanum verður endurbætt útgáfa MechWarrior 2, MechWarrior 2: Ghost Bear's Legacy og MechWarrior 2: Mercenaries. Meira
14. febrúar 1998 | Fastir þættir | 769 orð

Framúrskarandi leikur

Myth: The Fallen Lords er leikur frá Bungie og krefst Windows 95 eða NT, 133 MHz Pentium örgjörva, 16 Mb innra minnis og fjögurra hraða geisladrifs. Leikurinn styður 3Dfx skjákort. FJÖLDI leikja byggist á því að stýra mönnum í stríði og afbrigðin óteljandi. Allir þekkja þann frægasta, Command & Conquer, sem rekur ættir til Sega-leiksins Dune og jafnvel lengra aftur. Meira
14. febrúar 1998 | Fastir þættir | 971 orð

Frosnir draumar

Í HEIMI draumsins frjósa tilfinningar, langanir og þrár. Þar ummyndast innri sársauki, þjáning og einmanaleiki í gaddfreðnar myndir sem geta orðið magnaðar og ógnþrúngnar. Þeir draumar sem tengjast frosti án funa eru að lýsa hrjáðum tilfinningum til að létta á sársauka dreymandans og veita honum innsýn í þennan óskiljanlega doða, Meira
14. febrúar 1998 | Fastir þættir | 1435 orð

Guðspjall dagsins: Ferns konar sáðjörð. (Lúk. 8.)

ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffisala safnaðarfélagsins eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Biblíudagurinn. Meira
14. febrúar 1998 | Fastir þættir | 947 orð

Hjartsláttur í Vínartakti Vínarball í fullum skrúða er nýjung í skemmtanalífi Kaupmannahafnar og það undir tónsprota Peter Guth,

"DANIR hljóta að vera verst klædda þjóð í Evrópu," varð ítalskri ferðakonu að orði, þegar hún hafði gengið upp og niður Strikið fyrir nokkru. Hún hefði hins vegar átt að vera á Vínarballi skemmtihljómsveitar danska útvarpsins nýlega, því þar kom í ljós að Danir eiga líka fín föt og kunna að gera sér glaðan dag með glæsibrag á Vínarvísu. Meira
14. febrúar 1998 | Fastir þættir | 493 orð

Hvað veldur andlitslömun?

Andlitslömun Spurning: Fyrir tæpum þremur mánuðum varð ég máttlaus í andliti, frá auga og niður í munnvik hægra megin. Ég fékk svipuð einkenni árið 1992 en lagaðist þá eftir um það bil fjóra mánuði. Meira
14. febrúar 1998 | Fastir þættir | 418 orð

Hverjir voru levítar?

Menning - listir 1. Þjóðleikhúsið frumsýndi í vikunni leikritið Meiri gauragang eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hverjir fara með hlutverk söguhetjanna í sýningunni, Orms og Ranúrs? 2. Hléið á frumsýningu á Ástardrykknum eftir Donizetti í Íslensku óperunni á dögunum dróst á langinn. Hvers vegna? 3. Meira
14. febrúar 1998 | Fastir þættir | 878 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 940. þáttur

940. þáttur Sitt af hverju tagi. 1) Jóhann S. Hannesson þýðir í Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs (sem seint er nóg lofuð) orðið demanding svo: kröfuharður, krefjandi, erfiður. Orðið, sem þarna er í miðju, finnst mér lakast og nú mjög ofnotað. Meira
14. febrúar 1998 | Fastir þættir | 783 orð

Kasparov hyggur á eigið HM

Gary Kasparov er stigahæsti skákmaður heims og ber heimsmeistaratitil eigin atvinnumannasambands, PCA. KASPAROV hefur lítið verið í fréttum að undanförnu, enda tók hann ekki þátt í heimsmeistarakeppni FIDE á dögunum, sem endaði með því Karpov varði titil sinn sem heimsmeistari Alþjóðaskáksambandsins. Meira
14. febrúar 1998 | Í dag | 65 orð

mbl.is.

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Meira
14. febrúar 1998 | Dagbók | 508 orð

Reykjavíkurhöfn: Maersk Bothnia

Reykjavíkurhöfn: Maersk Bothnia og Triton koma í dag. Goðafoss fór í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Icebird, Greensnow ogVenus fóru í gær. Dellak og Altir komu í gær. Maersk Bothnia kemur í dag. Fréttir Bólstaðarhlíð 43. Meira
14. febrúar 1998 | Fastir þættir | 288 orð

Safnaðarstarf Nýr Fríkirkjuprestur KÖLLUN á nýjum

KÖLLUN á nýjum fríkirkjupresti til Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík fór fram sl. sunnudag. Fyrir valinu varð sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, sóknarprestur að Útskálum í Gerðahreppi. Hefur hann tekið kölluninni og mun á vordögum í ár taka við hinu nýja embætti sínu við Fríkirkjuna í Reykjavík. Sr. Hjörtur Magni er fæddur í Keflavík hinn 18. apríl 1958. Meira
14. febrúar 1998 | Fastir þættir | 784 orð

Spurt og svarað

Spurt: Ég á tölvuleikinn Need for Speed 2 SE sem fjallað var um í Morgunblaðinu 7. febrúa sl., undir Margmiðlun. Þar var talað um ýmis "trix" í Need For Speed 2 ("normal" og/eða SE). Þau svindl sem gefin eru upp á slóðinni: http://www.pcgamer.com/strategy/Need ... virka ekki fyrir SE útgáfuna. Meira
14. febrúar 1998 | Fastir þættir | 205 orð

(fyrirsögn vantar)

Saltfisksþynnur á tómatkremi 50 g þykk saltfiskshnakkastykki 14 tómatar úr dós 5 hvítlauksrif 1 msk tómatpúrré 1 búnt basilikum 1 dl sérrí edik 2 dl olífuolía 1 dl hvítvín 1 tsk sykur hvítur pipar 2 dl sýrður rjómi Takið tómatana og maukið, ásamt tómatpuré, basilíkum, hvítlauk, ediki og sykri. Meira

Íþróttir

14. febrúar 1998 | Íþróttir | 102 orð

1. deild karla:

1. deild karla: Stafholtst. - Þór Þorl.83:85 Knattspyrna England Enska bikarkeppnin, 5. umferð: Sheffield United - Reading1:0 Þýskaland 1. deild: Karlsruhe SC - Dortmund0:1 - Heiko Herrlich 42. 27.000. Meira
14. febrúar 1998 | Íþróttir | 651 orð

Aðeins eitt tækifæri

TÍMI er kominn til að ÍS og Keflavík eigist við í bikarúrslitaleik kvenna í körfuknattleik því þó hvort lið hafi tíu sinnum leikið til úrslita hafa þau aldrei mæst á þessum vettvangi. Það gerist hins vegar í dag; leikurinn hefst í Laugardalshöll kl. 15. Meira
14. febrúar 1998 | Íþróttir | 218 orð

Arftaki Shearers? ÞEGAR West Ham keypti miðherjan

ÞEGAR West Ham keypti miðherjann John Hartson frá Arsenal ráku sumir upp stór augu, aðrir klóruðu sér í kollinum en flestir bara hlógu! Mikil er örvænting Harrys Redknapps að greiða metfé ­ kaupverðið stendur nú í 3,5 milljónum sterlingspunda en getur hækkað í 5 milljónir á samningstímanum ­ fyrir mann sem þekkir varamannaskýlin á Highbury betur en grasflötina, hugsuðu þeir. Meira
14. febrúar 1998 | Íþróttir | 177 orð

Bandaríkjamenn stöðvuðu einokun Evrópumanna

B andaríkjamenn stöðvu sigurgöngu Evrópumanna þegar þeir unnu til verðlauna í fyrsta sinn í tveggja manna sleðakeppni. Fyrst var keppt í greininni í Innsbruck 1964 og þar til í gær höfðu Þjóðverjar, Ítalir, Austurríkismenn og fyrrverandi Sovétmenn fengið öll verðlaunin. Að þessu sinni fengu Bandaríkjamenn silfur og brons á eftir sigurvegurunum, Þjóðverjum. Meira
14. febrúar 1998 | Íþróttir | 233 orð

Bikarúrslikt kvenna:

Körfuknattleikur Bikarúrslikt kvenna: Laugardalshöll:Keflavík - ÍS15 Bikarúrslit karla: Laugardalshöll:UMFG - KFÍ17 Handknattleikur Meira
14. febrúar 1998 | Íþróttir | 239 orð

Brun karla:

Brun karla: 1. Jean-Luc Cretier (Frakkl.)1:50.11 2. Lasse Kjus (Noregi)1:50.51 3. Hannes Trinkl (Austurr.)1:50.63 4. Juerg Gruenenfelder (Sviss)1:50.64 5. Ed Podivinsky (Kanada)1:50.71 6. Kristian Ghedina (Ítalíu)1:50.76 7. Andreas Schifferer (Austurr.)1:50. Meira
14. febrúar 1998 | Íþróttir | 319 orð

Frakki fyrstur í fyrsta sinn í 30 ár

FRAKKINN Jean-Luc Cretier fagnaði sigri í bruni karla í Nagano í gær. Hann er fyrsti Frakkinn sem verður ólympíumeistari í greininni í 30 ár eða síðan Jean-Claude Killy hampaði æðstu verðlaunum alpagreinanna. Meira
14. febrúar 1998 | Íþróttir | 865 orð

Grindvíkingar með besta bakvarðaparið

ÍSFIRÐINGAR þreytir frumraun sína í stórviðureign á sviði körfuknattleiksins er þeir mæta Grindvíkingum í bikarúrslitaleik karla í Laugardalshöllinni kl. 17 í dag, en KFÍ-liðið er á öðru ári sínu í úrvalsdeild. Grindavík varð síðast bikarmeistari 1995. Morgunblaðið ræddi við Friðrik Inga Rúnarsson, þjálfara Njarðvíkur, og bað hann um að spá í spilin fyrir viðureign liðanna. Meira
14. febrúar 1998 | Íþróttir | 126 orð

GUÐNI Ó. Guðnason, leikmaður og þjálfa

GUÐNI Ó. Guðnason, leikmaður og þjálfari KFÍ, hefur leikið fjóra bikarúrslitaleiki sem leikmaður KR. Hann hefur tvívegis staðið uppi sem sigurvegari, en hinum leikjunum tapaði lið hans með einu og tveimur stigum. Meira
14. febrúar 1998 | Íþróttir | 530 orð

Gullit æfur út í Chelsea

Ruud Gullit sendi Chelsea kaldar kveðjur í gær og sagði að félagið hefði unnið á bak við sig og rekið sig að ástæðulausu, en eins og kom fram í blaðinu í gær var Gianluca Vialli ráðinn í stöðu knattspyrnustjóra félagsins til 1999 auk þess sem hann er áfram leikmaður þess. Gullit sagði að komið hefði verið aftan að sér og talsmenn félagsins hefðu ekki greint rétt frá gangi mála. Meira
14. febrúar 1998 | Íþróttir | 141 orð

Gunnar Már til liðs við Keflvíkinga

GUNNAR Már Másson, knattspyrnumaður úr Leiftri, hefur gert tveggja ára samning við bikarmeistara Keflavíkur. Keflvíkingar hafa nú fengið fjóra nýja leikmenn til liðs við sig frá síðasta tímabili. Þeir eru Ólafur Ingólfsson frá Grindavík, Vilberg M. Jónsson frá Þrótti Neskaupstað, Jón Steinar Guðmundsson frá Bolungarvík auk Gunnars Más. Meira
14. febrúar 1998 | Íþróttir | 194 orð

Handknattleikur

ÍBV - Grótta/KR19:20 Vestmannaeyjar, Íslandsmótið í handknattleik ­ 1. deild kvenna, föstudaginn 13. febrúar 1998. Gangur leiksins: 1:2, 2:5, 4:6, 4:8, 6:11, 9:12, 13:15, 17:18, 19:20. Mörk ÍBV: Sandra Anulyte 7/2, Ingibjörg Jónsdóttir 4/1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Sara M. Meira
14. febrúar 1998 | Íþróttir | 102 orð

Hreyfing á máli KR og erlendra fjárfesta

FULLTRÚAR erlendra fjárfesta voru á Íslandi í vikunni og ræddu við KR-inga um rekstur meistaraflokks karla í knattspyrnu á komandi tímabili en eins og greint hefur verið frá hefur verið rætt um að erlent fyrirtæki taki að sér reksturinn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er málið komið í ákveðnari farveg en áður og jafnvel má búast við einhverri niðurstöðu í næstu viku. Meira
14. febrúar 1998 | Íþróttir | 312 orð

Hvað segja þeir?

Benedikt Guðmundsson, sem tók við þjálfun Grindavíkurliðsins fyrir yfirstandandi tímabil, segist eiga von á að lið sitt blómstri í bikarúrslitaleiknum. "Ég held að leikmenn mínir séu mjög vel stemmdir og sumir þeirra hafa tekið þátt í svona leik áður, þannig að þeir vita nákvæmlega um hvað þetta snýst. Meira
14. febrúar 1998 | Íþróttir | 997 orð

Hýrnar yfir austurbænum

FEBRÚAR er hálfnaður og álagið eykst í ensku knattspyrnunni. Leikmenn West Ham United herða upp hugann og snúa saman bökum ­ framundan er mikil glíma. Falldraugurinn, sú ógeðfellda boðflenna, ríður húsum og hefur fullan hug á að láta til skarar skríða. Í stúkunni á Upton Park andvarpa áhangendur félagsins og lygna aftur augunum: "Föllum við, föllum við ekki... Meira
14. febrúar 1998 | Íþróttir | 16 orð

Körfuknattleikur

Körfuknattleikur NBA-deildin Toronto - Cleveland94:103 Phoenix - Portland110:115 Utah - Boston118:100 Vancouver - Houston103:112 Sacramento - D Meira
14. febrúar 1998 | Íþróttir | 161 orð

"Rangt eftir mér haft"

KRISTINN Svanbergsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands og flokksstjóri íslensku keppendanna á Ólympíuleikunum í Nagano, segir rangt eftir sér haft í fréttatilkynningu á heimasíðu Nagano-leikanna, þar sem fram kemur að hann hafi sagt Kristin Björnsson besta svigmann heims um þessar mundir. Umrædd ummæli birtust í Morgunblaðinu í vikunni. Meira
14. febrúar 1998 | Íþróttir | 259 orð

Skynsemin ræður

Guðni Ó. Guðnason, leikmaður og þjálfari KFÍ, segir skynsemi ráða úrslitum. "Við þurfum leika eins og við erum vanir ­ og af skynsemi. Það lið sem leikur af meiri skynsemi ber sigur úr býtum. Það er mikilvægt að leikmenn haldi ró sinni, verði ekki of taugaspenntir og geri einhverja vitleysu," sagði Guðni Ó. Guðnason, þjálfari KFÍ. Meira
14. febrúar 1998 | Íþróttir | 257 orð

Svíar byrja vel

Svíar hafa fullan hug á að verja ólympíumeistaratitilinn í íshokkí og þeir byrjuðu vel, unnu heimsmeistara Bandaríkjanna 4:2 í fyrsta leik í Nagano. "Við getum orðið meistarar," sagði Svíinn Mats Sundin, Meira
14. febrúar 1998 | Íþróttir | 110 orð

Úr Kársnesskóla í Höllina "ÞETTA er mjög lan

"ÞETTA er mjög langþráð stund," sagði Guðjón Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri KFÍ. "Ég var í þessari aðstöðu síðast fyrir átján árum og hérna hef ég komið upp mínu heimili og baslað við að byggja upp körfuboltalið í tæp átján ár. Ég hef farið í fyrstu og aðra deildina til skiptis með sínu hvoru byggðarlaginu, Ísafirði og Bolungarvík. Meira
14. febrúar 1998 | Íþróttir | 146 orð

VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR Í NAGANO Cretier í fótsp

JEAN-Luc Cretier varð í fyrrinótt fyrsti Frakkinn til að vinna í bruni á Ólympíuleikum síðan Jean-Claude Killy gerði það 1968. Lasse Kjus varð annar eins og í tvíkeppninni sem fór einnig fram í gær. Hans Trinkl hélt uppi heiðri Austurríkis með því að ná þriðja sæti. Sigur Frakkans, sem hefur aldrei unnið á stórmóti á ellefu ára keppnisferli, kom mjög á óvart. Meira

Úr verinu

14. febrúar 1998 | Úr verinu | 1276 orð

Horfið frá að halda FishTech-sýninguna

Meirihluti studdi Nexus Media í atkvæðagreiðslu Horfið frá að halda FishTech-sýninguna Íslenska sjávarútvegssýningin verður haldin í Kópavogi Engin sjávarútvegssýning verður haldin í Laugardalshöllinni haustið 1999, eins og til stóð, Meira

Lesbók

14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2073 orð

AÐALSMAÐURINN LUCHINO VISCONTI ÍTALSKI leikstjórinn Luchino Visconti var eldheitur og kappsfullur listamaður, eins og fram

ÞÆR þversagnir er mótuðu líf Luchino Visconti settu einnig svip á útför hans í marsmánuði 1976. Skoðanabræður þess látna héldu honum veraldlega minningarathöfn fyrir utan kirkjuna áður en jarðarförin fór fram. Visconti hafði tvö andlit eins og guðinn Janus. Leikstjórinn var aðalsmaður og marxisti. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1000 orð

AFMÆLISHÁTÍÐ AALTOS SÝNIR HVE DJÚP SPOR HANN MARKAÐI ALDARAFMÆLI ARKITEKTSINS Alvar Aaltos er haldið hátíðlegt í Finnlandi á

ÍFINNLANDI í ár er haldið hátíðlegt aldarafmæli arkitektsins Alvar Aaltos (1898-1976). Aalto er eitt af stóru nöfnunum í nútíma byggingarlist. Hann var starfandi arkitekt í 55 ár. Verka hans sér víða stað heima fyrir og annars staðar í heiminum. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2687 orð

"ALLAN VETURINN ERU ÞEIR AÐ DANSA" EFTIR HALLDÓR ÁRMANN SIGURÐSSON Jón Hjaltalín, eiginmaður Mettu Hansdóttur, tók við

Framgjarn Hjaltdælingur ÞAÐ andar köldu frá flestum sagnariturum til Jóns Oddssonar Hjaltalíns, enda var hann boðflenna í íslenska höfðingjahópnum, óskólagenginn bóndasonur sem hófst af sjálfum sér og átti í þokkabót danska konu. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1234 orð

ANDLEGT LÍF KARENAR BLIXEN Nýlega birtist bréfasafn danska skáldsins Karenar Blixen (1885-1962). Það annaðist m.a. Frank Lasson

ÞETTA bréfasafn Blixen er nær 1.400 bls. í tveimur þykkum bindum, og nær yfir rúma þrjá áratugi, frá því hún fluttist frá Kenýa, 1931, til dánardags. Það heitir Breve fra Danmark, því áður hafði birst þykkt bindi, Bréf frá Afríku, sem náði yfir þau sautján ár sem hún bjó í Kenýa, 1914-31. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 146 orð

Á RÚSTUM HRUNINS HEIMS

Gul skógarlaufin fljóta á saurbrúnu vatni. Hér er ekkert blátt nema himinninn. Meðfram bökkum fljótanna grotna bátaskýlin og sumsstaðar mara leifar bátanna í hálfu kafi. Á engjum Uruguay ganga nautahjarðir á beit. Meðfram akvegum rísa timburverksmiðjur. Gistihúsin auglýsa hamborgara og kók á $5. Á knæpunum glitra borðin af þýskum bjór. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 87 orð

BÖRN JARÐAR

Hvað dreymir þig barn, sem að blundar í húmi blárökkrar nætur, er sævarins óður hljómþrunginn ómar, en er þó svo hljóður? Hvað dreymir barn, sem að blundar í rúmi við brjóst þinnar móður? Hvort dreymir þig vorið með sólfar og söngva síglaða fugla, og blævinda mjúka, sem líða af sænum og ströndina strjúka, Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 87 orð

BÖRN JARÐAR

Hvað dreymir þig barn, sem að blundar í húmi blárökkrar nætur, er sævarins óður hljómþrunginn ómar, en er þó svo hljóður? Hvað dreymir barn, sem að blundar í rúmi við brjóst þinnar móður? Hvort dreymir þig vorið með sólfar og söngva síglaða fugla, og blævinda mjúka, sem líða af sænum og ströndina strjúka, Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 132 orð

ÉG ÓFEIGUR SIGURÐARSON ÞÝDDI

Höfuðkúpan, hjartans leynda þel, heljarslóð sem kem ei auga á, draumaheimar, hverful álitaspá, hnakkaliður, beinin, iðarhvel. Þessir hlutir eru ég. Ótrúlega er ég líka minning frá sverðahjómi og minning einmana vestursólarvega sem verða og dreifast í gulli, skugga, tómi. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 81 orð

FÝKUR VORT LAND

Þýtur úti þorra vindur svalur þrotinn hagi, svell um allar grundir fenntar hlíðar, fannahvítur dalur frosin áin sefur klaka undir. Berja klakann Íslands útigangar eftir snöpum svangir hjarnið naga híma svo í hnappi nætur langar hrossin okkar köld með tóma maga Íslands fræga þjóðarstoltið þrýtur þegar stóðið nagar freðinn svörðinn yfirvaldið undan Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 405 orð

HALLDÓR HARALDSSON RÍÐUR Á VAÐIÐ

HALLDÓR Haraldsson píanóleikari kemur fram á fyrstu tónleikunum í nýrri röð einleikstónleika, sem eru samstarfsverkefni Félags íslenskra tónlistarmanna (FÍT) og Íslensku óperunnar, í Íslensku óperunni á morgun, sunnudag, kl. 17. Mun hann leika sónötu í b-dúr, D. 960 eftir Franz Schubert og sónötu op. 5 eftir Johannes Brahms. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1555 orð

HEIMA HJÁ TOMASI TRANSTRÖMER Í V¨ASTERÅS Sænska skáldið Tomas Tranströmer er kunnasta núlifandi skáld Norðurlanda og fer vegur

LESTIN frá Stokkhólmi fer þýðlega yfir landið í áttina til V¨asterås. Á meðan horfi ég út um gluggann og reyni að finna eitthvað í landslaginu sem minnir á ljóð Tomasar Tranströmer. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 53 orð

HIK

Ertu eldhræddur illa brenndur? Forðastu nýfæddar tilfinningar léttfættar tifandi brauðfótum fjalagólf sálar, fullt af rifum. Veistu? Ég skil þig svo vel. Lát ekki hugfallast. Eldurinn yljar. Lærðu að njóta lifandi glóðanna. Áhorfandinn óvirkur hornreka harmar reyk í augum af eldi óséðum. Komdu inn úr kuldanum, vinur. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1465 orð

HOLDGERÐ HUGARSÝN BACONS Nýopnuð er yfirlitssýning í Louisiana á verkum breska málarans Francis Bacons. SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR gekk

ÞEIR eru ófáir sem hrylla sig af tilhugsuninni um málverk Francis Bacons, meðan aðrir nötra af hrifningu yfir þeim. Þeir fyrrnefndu geta staðfest ónotin á heillandi sýningu í Louisiana, meðan hinir fara til að upplifa hrifningu og tilfinningasveiflur, sem myndirnar kalla óhjákvæmilega fram hjá skoðandanum. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 219 orð

ÍSLENSKT VÖGGULJÓÐ

Ég skal vaka og vera góð vininum mínum smáa, meðan óttan rennur rjóð roðar kambinn bláa, og Harpa sýngur hörpuljóð á hörpulaufið gráa. Stundum var í vetur leið veðrasamt á glugga; var ekki einsog væri um skeið vofa í hverjum skugga? Fáir vissu að vorið beið og vorið kemur að hugga. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 84 orð

Kunnasta skáld Norðurlanda

Tomas Tranströmer var í öndvegi sænskra rithöfunda á Bókastefnunni í Gautaborg 1990. Menningarútgáfa Aftonbladet í tilefni stefnunnar var til dæmis að stórum hluta helguð honum. Ljóðabækur Tranströmers hafa vakið athygli um allan heim og meðal verðlauna sem hann hefur fengið eru Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og alþjóðlegu Neustadt-verðlaunin sem veitt eru í Bandaríkjunum. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

LJÓÐATÓNLEIKAR MAGNEU TÓMASDÓTTUR OG GERRITS SCHUIL

Á ÖÐRUM tónleikum tónleikaraðarinnar Kammertónleikar í Garðabæ syngur Magnea Tómasdóttir sópransöngkona við undirleik Gerrits Schuil, sem jafnframt er listrænn stjórnandi og skipuleggjandi Kammertónleikanna. Tónleikarnir verða í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju laugardaginn 14. febrúar kl. 17. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 126 orð

LJÓÐ OG LIFANDI MYNDIR

DAGSKRÁ um Svein Björnsson listmálara verður í Hallgrímskirkju sunnudaginn 15. febrúar og hefst kl. 17. Dagskráin nefnist Ljóð og lifandi myndir og er í tengslum við sýningu á verkum Sveins sem opnuð var í kirkjunni sl. sunnudag. Sveinn lést í apríl í fyrra. Matthías Johannessen skáld les ljóð í minningu Sveins og segir frá kynnum þeirra. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1600 orð

MARHNÚTUR MENNINGARINNAR

TÍUNDA janúar birtist grein eftir Davíð Erlingsson, dósent í íslensku, í Lesbók Morgunblaðsins. Greinin heitir "Menning, vandræðagangurinn í meðferð hugtaksins" og fjallar um hugtakið "menning" og meinta misbeitingu þess. Nú er það ætíð leiðinlegt að fá á sig ákúrur líkt og þær að maður "tali eins og hálfviti... Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2073 orð

MÁLSVARI ÍSLENSKRA KVENNA EFTIR KRISTÍNU ÁSTGEIRSDÓTTUR Þess er minnst nú að 75 ár eru liðin síðan Ingibjörg H. Bjarnason,

ÞANN 15. febrúar árið 1923 fyrir réttum 75 árum gengu alþingismenn að venju úr Alþingishúsinu yfir í Dómkirkjuna til að hlýða á messu við upphaf þings. Að þessu sinni bar til tíðinda að tveir nýkjörnir þingmenn skáru sig nokkuð úr. Annar þeirra bar gráan hatt og gaf þannig gömlum venjum langt nef, en þingmenn mættu jafnan prúðbúnir með pípuhatt til þingsetningar. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 206 orð

NÁLÆGÐ

Andartakið andardráttur minn óheyranlegur en þó elska ég í hverju innsogi bæn í brjóstinu aftur og aftur Það flæðir að Á útfallinu dyljast tár mín og blandast hafinu sem tekur við þeim í auðmýkt sinni Hver er hann sem á tár þín spyr það feimnislega Hann er á ferðalagi segi ég en bráðum kemur hann Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1291 orð

NÁM OG LANDNÁM

RABB NÁM OG LANDNÁM Að viðlögðum drengskap, ­ stendur það ekki neðst?" spyr átta ára Fosseyingur, sem hefur fylgst grannt með foreldrum sínum fylla út skattframtalið. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 574 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 446 orð

"SEGÐU MÉR SÖGUNA AFTUR..."

Retelling Tales ­ Essays in Honor of Russell Peck. Edited by Thomas Hahn and Alan Lupach. D.S. Brewer 1997. Afmælisritið er gefið út í tilefni af 35 ára kennsluafæmli Pecks við Háskólann í Rochester. Thomas Hahn ritar inngangsgrein um Russell Peck: Kennsla sem list, starf Russells Pecks. Höf. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 446 orð

"SEGÐU MÉR SÖGUNA AFTUR..."

Retelling Tales ­ Essays in Honor of Russell Peck. Edited by Thomas Hahn and Alan Lupach. D.S. Brewer 1997. Afmælisritið er gefið út í tilefni af 35 ára kennsluafæmli Pecks við Háskólann í Rochester. Thomas Hahn ritar inngangsgrein um Russell Peck: Kennsla sem list, starf Russells Pecks. Höf. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1639 orð

TEIKNIBÓK ÞORVALDAR SÍVERTSEN

Enn hefur lítilli birtu verið brugðið yfir íslenska listasögu fyrir árið 1850. Veldur þar miklu hversu fábrotnar heimildir eru um listir Íslendinga en einnig eru dæmi þess að heimildir um listiðju og listáhuga Íslendinga séu til en látnar afskiptar. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1209 orð

VÍGÐA LAUGIN Á LAUGARVATNI EFTIR RAGNAR ÁSGEIRSSON

Margir eru þeir staðir, sem vígðir hafa verið á landinu, af Guðmundi hinum góða og öðrum Guðs mönnum, heiðin björg og streymandi lindir, en Vígða laugin mun vera fyrsti staðurinn, sem vígslu hefir hlotið eftir að kristni var í lög tekin á Íslandi. Í 11. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1481 orð

ÞJÓÐHETJA OG ÁSTIN Á MIÐÖLDUM EFTIR BERGLINDI GUNNARSDÓTTUR Elstu dæmi um bókmenntatexta á spænsku koma frá Andalúsíu þar sem

MENNING Rómverja færði með sér latneska tungumálið sem var þegar í stað gert að opinberu máli og kennt í skólum. Þau tungumál sem fyrir voru á Íberíuskaganum hurfu þó ekki samstundis, heldur voru notuð jafnframt í töluverðan tíma. Í löndum máranna þróaðist hið rómanska mál jafnhliða arabískunni sem auðgaði hana með mörgum orðum. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 62 orð

ÞÓRUNN HÁLFDÁNARDÓTTIR Hamingjan Eins og laufblað lag

Eins og laufblað lagt inn í bók, þurrkað og varðveitt milli upphafs og söguloka er hamingjan. Ætlir þú að fletta í bókinni, finna þar hamingjuna, verður laufblaðið að dufti sem hrynur niður milli fingra þinna. Þú veist að hún er á vísum stað milli upphafs og söguloka. Láttu hana því liggja kyrra milli blaðanna. Meira
14. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 285 orð

ÞRJÚ LJÓÐ EFTIR TOMAS TRANSTRÖMER

Ljóðin eru úr bókinni Þrep á sjóndeildarhring (útg. Helgafell, 1976), ljóðaþýðingum eftir Jóhann Hjálmarsson. Opni glugginn Einn morgun rakaði ég mig við opinn glugga á fyrstu hæð. Kveikti á rakvélinni. Hún fór að snúast. Hún snerist hraðar og hraðar. Varð að drunum. Meira

Ýmis aukablöð

14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 758 orð

Atlantshafið ég einatt fór

Í MAÍ 1927 tók Halldór Laxness sér far með skipinu S.S. Montclare frá Glasgow til Montreal. Um borð orti hann ljóð samnefnt skipinu. Annað ljóð, Atlantshafið, er úr sama ferðalagi og Ontaríó er ort í sömu ferð, reyndar ekki á skipsfjöl heldur í járnbrautarvagni C.P.R.- félagsins. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 232 orð

Barnagæla Gisti einginn að Gunnvöru me

Gisti einginn að Gunnvöru með klæðin góð, ekur hún þeim í Ígultjörn og dillidó. Rennur blóð eftir slóð og dilla ég þér jóð. Gisti einginn að Gunnvöru sem á sér hest, fagurt blikar á hennar skálm og tyllitess. Rennur blóð eftir slóð og dilla ég þér jóð. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 1889 orð

Blekkingin mikla Eftir Jakob F. Ásgeirsson

Í endurminningum Auðar Laxness segir frá heimsókn þeirra hjóna til Indlands 1958. Í einni skoðunarferðinni voru þau leidd að húsi nokkru þar sem hópur kvenna sat flötum beinum á grasflöt úti fyrir. Konurnar voru umsvifalaust reknar burt eins og fénaður svo hinir tignu gestir ættu greiðan aðgang. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 188 orð

Frændi þegar fiðlan þegir Frændi, þegar fið

Frændi, þegar fiðlan þegir, fuglinn krýpur lágt að skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, sé ég oft í óskahöllum, ilmanskógum betri landa, ljúflíng minn sem ofar öllum íslendíngum kunni að standa, hann sem eitt sinn undi hjá mér einsog tónn á fiðlustreingnum, eilíft honum fylgja frá mér friðarkveðjur brottu geingnum. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 531 orð

Halldór var mikill kúltúrmaður og sérstakur heiðursmaður

"ÉG SETTI allar bækur Halldórs frá 1950 og naut þess virkilega að starfa með honum", sagði Hörður Óskarsson setjari og verkstjóri í prentsmiðjunni Víkingsprenti, prentsmiðju Ragnars Jónssonar í Smára. "Halldór var mikill kúltúrmaður og sérstakur heiðursmaður. Allt stóðst sem hann sagði eins og stafur á bók". Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 1780 orð

Heimssaga og stellingar

Matthías: Bent hefur verið á, að setningar sem þú skrifaðir ungur í bréfum til vina þinna, minni á lýsingar á Ólafi Kárasyni í Heimsljósi: þú segist þrýsta vitum þínum niður í grasið, niður í jörðina, "þaðan sem ég á smæð mína", en lýsir svo Ólafi m.a. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 450 orð

Hugtakið erfiði var ekki til

UNDUR að svo lítt gánghnáir menn skyldu eyða ævinni til að reyna sig í þolhlaupi við stökkfráar sauðkindur. Þó það sé lyginni líkast höfðu þessir fótstirðu menn, ekki nema í meðallagi sjónskarpir og nokkuð brjóstþúngir, einlægt betur í kapphlaupinu við þessa eldfljótu skepnu, og það kom sig af því held ég, Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 2385 orð

Hvernig verður listaverk til?

HVERNIG verður listaverk til? Mest öll hugsun manna um listir hefur snúist um þessa spurningu á einn eða annan hátt. Og ýmsar kenningar hafa orðið til. Sú frægasta en jafnframt óljósasta um innblásturinn en sú jarðbundnasta um að þetta væri endalaust strit og yfirlega. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 1389 orð

Í lifandi myndum

HALLDÓR Laxness hafði lag á að vera þar sem hlutirnir voru að gerast og þegar hann ungur vildi skrifa kvikmyndahandrit og kynnast kvikmyndagerð lá leiðin til Hollywood. Þá stóð yfir mikið blómaskeið í kvikmyndaborginni. Þöglu myndirnar höfðu runnið sitt skeið og talmyndirnar voru að taka yfir og framundan var það sem síðan hefur verið kallað Gullöld Hollywood. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 192 orð

Kveðja frá kanzlara Þýzkalands

HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, vottaði frú Auði Sveinsdóttur Laxness samúð sína vegna fráfalls eiginmanns hennar, Halldórs Kiljans Laxness, með eftirfarandi bréfi sem Morgunblaðið fékk vinsamlega heimild til að birta. Háæruverðuga frú, Við fráfall eiginmanns yðar votta ég yður mína dýpstu samúð. Ég óska yður styrks og huggunar þessa erfiðu daga. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 608 orð

Leiksýningaskrá

1928Laxness semur Sölku Völku sem kvikmyndahandrit í Los Angeles. 1934Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir sjónleikinn Straumrof 29. nóvember. 1947Kaflar úr Sölku Völku leiknir í útvarp. 1948Kaflar úr Sjálfstæðu fólki leiknir í útvarp. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 94 orð

Ljósm.: Jón Ármann Héðinsson Matthía

Ljósm.: Jón Ármann Héðinsson Matthías Johannessen formaður Þjóðhátíðarnefndar1974 tekur á móti Auði ogHalldóri Laxness, þegar þaukomu á Þingvöll. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 135 orð

MYNDATEXTAR við grein Arnalds Indriðasonar

Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson Halldór Kiljan Laxness ogkona hans frú Auður Laxnessfyrir framan Stjörnubíó íReykjavík árið 1989, þegarkvikmyndin Kristnihald undirjökli var frumsýnd, en hennileikstýrði dottir þeirra hjóna,Guðný Halldórsdóttir. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 225 orð

Nú kem eg eigi leingur fyrir mig því kvæði

Og sem hann hefur eingst um hríð í grasinu undir hörginum, þá sér hann nokkur skref undan hvar maður situr í skugga af steini og horfir á hann, og hefur orðið áheyrsla að ángist hans. Þeir horfa hvor á annan um hríð. Þá segir maðurinn: Þetta hreysi byggja melrakkar einir. Konúngur spyr: Hver ert þú? Maðurinn svarar: Eg em hið íslenska skáld. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 843 orð

Skáldið og Ríkisútvarpið Úr fórum Péturs Péturssonar þular.

Halldór Laxness mun hafa orðið til þess fyrstur íslenskra rithöfunda að róma útvarp og áhrif þess í ritsmíðum og ljóðum. Löngu fyrir daga íslensks útvarps vakti Halldór athygli alþýðu á yfirburðum nýrrar tækni sem væri að ryðja sér til rúms, m.a. í grein í Verði, vikublaði Kristjáns Albertssonar. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | -1 orð

Svona er að hugsa um bækur

Hann stalst til að krota með prikinu sínu í moldarflög eða á snjó, en þetta var honum bannað, og sagt hann skrifaði sig til skratt- ans. Svo hann varð að skrifa á sál sína. Kamarilla húsfreya var hatursmaður bókmenta. Þegar tók að bera á óeðlilegri laungun dreingsins til að grúska í bókstöfum, þá sagði hún honum til varnaðar söguna af G. Grímssyni Grunnvíkíngi. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 93 orð

Undursamlegt skáld

"UNDURSAMLEGT skáld", sagði sænska skáldið og fyrrverandi ritstjóri Dagens Nyheter, Olof Lagercrantz (f. 1911), þegar haft var samband við hann á heimili hans í Stokkhólmi á þriðjudag. "Ég hef frétt af láti Laxness og er miður mín. Hann var einn af mestu höfundum heimsins og ég dáði hann mikið." "Nú er ég orðinn gamall, álíka gamall og Laxness varð," bætti Lagercrantz við. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 936 orð

Var það hinn ókomni unaður heimsins ­

ÞAÐ var henni mikil fróun þegar syfjan fór á mannskapinn að lokum og menn fóru alment að snýta sér undir nótina, leysa af sér skóna og smeygja sér úr buxunum. Faðir hennar settist einnig á rúmstokkinn fyrir framan hana, snýtti sér, leysti af sér skóna og smeygði sér úr buxunum. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 269 orð

Vinarkveðja frá Tübingen Wilhelm Friese, sem um áratuga skeið kenndi íslenzkar bókmenntir við háskólann í Tübingen í Þýzkalandi,

VIÐ urðum að vera við fráfalli Halldórs búin, eins háaldraður og hann var orðinn. Þetta tjáði eiginkona hans Auður mér er ég átti síðast leið hjá garði. Engu að síður tóg ég fregnina af andláti Halldórs mjög nærri mér. Auði og fjölskyldunni allri votta ég mína innilegustu samúð. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 410 orð

Þar sem ég þóttist óhultur um að fólk heyrði til mín

ÞAÐ er nú einusinni keppikefli sérhvers íslendíngs að gefa útaf sér eitthvað í bókarlíki. En ekki verður leingi lifað á skáldfrægð einni, jafnvel ekki í Flatey á Breiðafirði, og þar sem ég hef nú einlægt haft meiri unun af saunglist en ritlist vaknaði hjá mér forvitni um hvort á þessari ey mundi vera til hljóðfæri einsog í Hornafirði. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 401 orð

Þeir þínguðu drjúgleingi í stíunni

JÚNGKÆRINN fylgdist með Túre Narvesen til svínastíunnar. Þar voru geymd þau dýr sem ein allrar skepnu lifðu í velfarnaði og sóma á Íslandi, ekki síst síðan kóngsins sérstakur umboðsmaður hafði með ofríki bannað tvífætlíngum að eta maðk og maur. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

Bækur Halldórs hafa komiðút á tugum tungumála ogmargsinnis á sumum tugnum.Á þessari mynd eru fjórarnýjar og mismunandi útgáfuraf Íslandsklukkunni á þýzku. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 79 orð

(fyrirsögn vantar)

Jóhannes Páll páfi II heimsótti Ísland árið 1989. Í Kristskirkju í Landakoti hitti Halldór páfa, en þeir höfðu kynnstáður, er báðir unnu að friðar-og menningarmálum á vegumrithöfunda í Evrópu. Á myndinni ræðir Halldór við páfaog frú Auður stendur hjá. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 106 orð

(fyrirsögn vantar)

Þjóðleikhússafn SKÁLDIÐ virðir fyrir sér líkan af leikmynd að sýningu Þjóðleikhússins á Prjónastofunni Sólinni ásamt leikstjóranum Baldvini Halldórssyni og höfundi leikmyndarinnar Gunnari Bjarnasyni. Þjóðleikhússafn Prjónastofan Sólin í Þjóðleikhúsinu 1966. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 59 orð

(fyrirsögn vantar)

Svensk Pressfoto Halldór Laxness og AuðurSveinsdóttir Laxness koma tilStokkhólms í desember 1955til þess að taka við Nóbelsverðlaununum í bókmenntum. Lítið lag frá unglingsárunumeftir H. Guðjónsson frá Laxnesi, við ljóð Jakobs Jóh.Smára: Til hennar. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið Sveitungar Halldórs Laxnessefndu til samkomu í Hlégarðiá áttræðisafmæli hans 1982.Þar hylltu þeir hinn aldnaheiðursborgara sinn. Við hliðhans situr Salóme Þorkelsdóttir. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 212 orð

(fyrirsögn vantar)

Halldór Laxness fjögurra árameð foreldrum sínum, SigríðiHalldórsdóttur og GuðjóniHelga Helgasyni, vegaverkstjóra. Brúða Halldórs Laxness, semhann segir frá "Í túninuheima". Hún heitir Fríða RósaHólmfríður frú Engilbert, erhér við rúm sitt, gamlanvindlakassa. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 116 orð

(fyrirsögn vantar)

HALLDÓR í vinnustofu sinniá Gljúfrasteini skömmu eftirað hann og Auður kona hansfluttu þangað 1945. Halldórskrifaði á hverjum degi, hófvinnu um hálf tíu leytið ogstóð þá iðulega við púlt ívinnustofu sinni. Hann vandist fljótt af ritvél og handskrifaði heldur með blýanti. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 31 orð

(fyrirsögn vantar)

ÁRIÐ 1974 hlutu rithöfundarnir Gunnar Gunnarsson og Halldór Kiljan Laxness viðurkenningar úr Rithöfundasjóði. Myndin er tekin í Ráðherrabústaðnum og með Gunnari og Halldóri á myndinni eru Vilborg Dagbjartsdóttir og Jóhann Hjálmarsson. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 45 orð

(fyrirsögn vantar)

HALLDÓR á Akureyri meðframbjóðendum kommúnista,Einari Olgeirssyni og Steingrími Aðalsteinssyni, við alþingiskosningarnar 1937. HALLDÓR flytur ræðu á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí1937. MEÐ rússneskum aðdáendumí Moskvu 1954, þegar Halldórvann að þýðingu Silfurtúnglsins með rússneskum þýðendum sínum. Meira
14. febrúar 1998 | Blaðaukar | 46 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið FJÖLMIÐLAMENN ræða viðHalldór á sjötíu ára rithöfundarafmæli hans árið 1989. Morgunblaðið/Markus Leppoadress FINNSKIR blaðamenn ræðavið Halldór á heimili hans. Morgunblaðið SÍÐASTA viðurkenning semHalldóri hlotnaðist frá TheAmerican Scandinavian Foundation í fyrra. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.