Greinar föstudaginn 6. mars 1998

Forsíða

6. mars 1998 | Forsíða | 281 orð

Her og lögregla fella fjölda manns í Kosovo

SERBNESKAR her- og lögreglusveitir eru sagðar hafa stráfellt íbúa í nokkrum þorpum umhverfis bæinn Srbice sem er í héraðinu Drenica, um 25 km vestur af Pristina, höfuðstað Kosovo-héraðs. Öryggissveitir í leit að liðsmönnum skæruliðasamtaka, sem nefnast Frelsisher Kosovo, gerðu harða sprengjuárás á þorpin í gær en stjórnarherinn meinaði fulltrúum vestrænna fjölmiðla að koma nálægt þorpunum. Meira
6. mars 1998 | Forsíða | 79 orð

Mannskæð bílsprenging

LIÐSMAÐUR skæruliðasamtaka tamíltígra á Sri Lanka sprengdi bílsprengju í verslunarhverfi í Colombo í gærmorgun með þeim afleiðingum að 32 manns biðu bana og 257 slösuðust, margir þeirra lífshættulega. Ók maðurinn sendibifreið hlaðinni sprengiefni inn í hverfið þar sem mikill fjöldi fólks var á ferð, m.a. tvær rútur fullar af skólabörnum, en mörg þeirra biðu bana. Meira
6. mars 1998 | Forsíða | 118 orð

Mikill viðbúnaður í Peking

KÍNVERSKA þingið var sett í gær og af því tilefni voru öryggissveitir með mikinn viðbúnað í miðborg Peking. Hundar voru notaðir til að leita að sprengjum á Torgi hins himneska friðar og lögreglan fylgdist grannt með uighurum frá Xinjiang, þar sem múslimskir aðskilnaðarsinnar hafa með sprengjutilræðum barist fyrir sjálfstæði Austur-Túrkístans, eins og þeir kalla héraðið. Um 5. Meira
6. mars 1998 | Forsíða | 50 orð

Prýða bæinn gulum borðum

ÍBÚAR bæjarins Eltons á Vestur- Englandi hengdu í gær upp gula borða, tákn baráttunnar fyrir frelsi barnfóstrunnar Louise Woodward sem sýknuð var af morði í Boston í Bandaríkjunum í haust. Úrskurðinum var áfrýjað og hefst málflutningur af þeim sökum í Boston í dag. Meira
6. mars 1998 | Forsíða | 168 orð

Tævanir taka boði Kínverja

TÆVANIR féllust í gær á boð Kínverja að senda fulltrúa sína til Kína til að eiga viðræður um samband og samskipti landanna sem hafa legið niðri frá því árið 1995. Á sama tíma lýstu kínversk yfirvöld yfir "óánægju og harmi" vegna einkaheimsóknar varaforseta Tævans, Liens Chans, til Malasíu. Lien hefur m.a. Meira
6. mars 1998 | Forsíða | 99 orð

Vatn á tunglinu

VATN er að finna á svæðum við norður- og suðurskaut tunglsins, að því er vísindamenn bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA) segja að hafi fengist staðfest við rannsóknir Tunglkönnuðar (Lunar prospector). Hann hefur verið á braut um tunglið í tvo mánuði. Meira

Fréttir

6. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 30 orð

Aðalfundur hjá FAASAN

AÐALFUNDUR verður haldinn hjá Félagi áhugafólks og aðstandenda sjúklinga með Alzheimersjúkdóm og skylda sjúkdóma á Akureyri og nágrenni, á morgun, laugardaginn 7. mars, kil. 13. í Dvalarheimilinu Hlíð. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Austfirðingar vilja Keiko

BÆJARYFIRVÖLD á Eskifirði, Reyðarfirði og í Neskaupstað hvetja íslensk stjórnvöld til að veita því brautargengi að háhyrningurinn Keiko verði fluttur til Eskifjarðar og "sleppt í sitt upprunalega umhverfi við Austurland," eins og segir í sameiginlegri ályktun bæjaryfirvalda þessara bæja. Meira
6. mars 1998 | Erlendar fréttir | 480 orð

Áfrýjun tekin fyrir í hæstarétti

HÆSTIRÉTTUR í Massachusetts í Bandaríkjunum mun í dag hlýða á málflutning saksóknara vegna áfrýjunar á þeirri umdeildu ákvörðun dómara að milda dóm yfir bresku barnfóstrunni Louise Woodward, sem fundin var sek um að hafa banað Matthew Eappen, átta mánaða dreng er hún gætti. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 330 orð

Ályktun stjórnar LÍU

HÉR fer á eftir í heild ályktun stjórnar LÍÚ, sem samþykkt var í gær: Á fundi stjórnar LÍÚ í dag var fjallað um skýrslu nefndar er sjávarútvegsráðherra skipaði til þess að fjalla um atriði tengd kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna. Að mati stjórnarinnar gengur meginþungi tillagnanna gegn hagsmunum útgerðar og mun einkum þrengja stöðu smærri útgerðarfyrirtækja og landvinnslu. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 687 orð

Áttu að fara í löglegar fyllingar

SAMKVÆMT upplýsingum frá varnarliðinu voru ákvæði um það í áætlun um niðurrif bygginganna á Keflavíkurflugvelli sem urðaðar voru og geymdar við Straumsvík, að úrgangurinn skyldi að lokinni flokkun vera komið fyrir í landfyllingu sem samþykkt væri af íslenskum stjórnvöldum. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Bóndinn heim í þyrlu

LANDHELGISGÆSLAN var í gær fengin til að flytja bóndann í Skáleyjum á Breiðafirði heim til sín í þyrlu. Bóndinn hafði um nokkurra daga skeið verið að reyna að komast yfir í eyjuna en ekki tekist vegna mikilla ísalaga á Breiðafirði. Varð að grípa til nútímaúrræða og fá þyrlu til að flytja bóndann frá Brjánslæk og heim til sín. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 413 orð

Breikkun Gullinbrúar rædd á fundi íbúasamtakanna

Á FUNDI íbúasamtaka Grafarvogs með þingmönnum Reykjavíkur síðastliðið þriðjudagskvöld kom fram krafa samtakanna um að breikkun Gullinbrúar yrði lokið strax í haust. Friðrik Hansen Guðmundsson, formaður íbúasamtakanna, taldi í framsöguræðu sinni ekki nægjanlegt að breikkun brúarinnar lyki næsta vor enda mættu Grafarvogsbúar þá þola enn einn veturinn við óviðunandi samgönguaðstæður. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð

Breyting á landnotkun metin

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að fela borgarskipulagi í samvinnu við borgarverkfræðing að leggja mat á kosti þess og galla að breyta landnotkun í Norðlingaholti eða í Höllum, úr íbúðabyggð í athafnasvæði. Meira
6. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 37 orð

Bæjarmálafélag Akureyrarlistans stofnað

STOFNFUNDUR bæjarmálafélags Akureyrarlistans, lista jafnaðarstefnu, félagshyggju og kvenfrelsis verður haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri á morgun, laugardaginn 7. mars kl. 14. Gengið verður formlega frá stofnun bæjarmálafélagsins, lögð fram tillaga uppstillingarnefndar að skipan Akureyrarlistans. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 43 orð

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 11 í dag. Hann hefst með utandagskrárumræðu um kúgaðar konur í Afganistan. Málshefjandi er Bryndís Hlöðversdóttir og Halldór Ásgrímsson verður til svara. Síðan verða eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Húsnæðismál. 1. umr. 2. Byggingar- og húsnæðissamvinnufélög. 1. umr. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 610 orð

Efnahagslegur ávinningur er af kvótaþingi

AÐ MATI Þjóðhagsstofnunar er efnahagslegur ávinningur af því að koma á kvótaþingi. Þingið muni jafna aðstöðumun milli fyrirtækja eftir því hvort þau eiga mikinn eða lítinn kvóta. Þingið geti skapað hvata til sérhæfingar og hagkvæmni. Auk þess megi búast við að kostnaður við viðskipti með kvóta minnki. Meira
6. mars 1998 | Erlendar fréttir | 275 orð

"Einungis Bandaríkjamenn skilja okkur"

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði í blaðaviðtali í gær að Evrópubúa skorti þekkingu á Mið-Austurlöndum. Einungis Bandaríkjamenn hefðu skilning á hlutskipti Ísraela. Netanyahu er nú á ferð um Evrópuríki til þess að reyna að fá aðstoð við að koma á friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs, að því er hann sagði í viðtali við El Pais. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 375 orð

Einu samskipti leikmanna verða meðan á leik stendur

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur tekið að sér öryggisgæslu vegna leiks Egypta og Ísraelsmenna í handbolta í dag, samkvæmt ósk sem barst frá forsvarsmönnum síðarnefnda liðsins með milligöngu HSÍ. Einu samskipti liðanna tveggja verða á meðan leik þeirra stendur. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

Ekkert gerst í sameiningarmálum

AÐ SÖGN Jóns Inga Kristjánssonar, formanns Verkalýðsfélags Norðfirðinga, eru engar viðræður í gangi um sameiningu verkalýðsfélaga á Austfjörðum, "Í rauninni hefur ekkert gerst annað en það sem rætt hefur verið á þingum Alþýðusambands Austurlands," segir hann. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð

Ekki hægt að veita upplýsingar

VIÐSKIPTARÁÐHERRA telur ekki fært að verða við beiðni Einars K. Guðfinssonar, alþingismanns Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, um að gefa upplýsingar um hlutafjáreign dótturfyrirtækja ríkisbankanna, en Einar bað um upplýsingar þar að lútandi í fyrirspurn til ráðherra. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 390 orð

"Ekki samið við menn með grímur og hnífa"

SAMNINGANEFNDIR Tryggingastofnunar og sérfræðilækna undirrituðu nýjan samning fyrir gigtarlækna á samningafundi í fyrrakvöld. Í gær héldu viðræður áfram við fulltrúa nokkurra fleiri hópa lækna og stóðu vonir til að unnt yrði að ljúka tveimur eða þremur samningum til viðbótar. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 299 orð

Endurskoðun varnar stefnunnar nauðsynleg

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra ítrekaði í gær þá skoðun sína að endurskoða bæri öryggis- og varnarstefnu Íslands. Á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs á Hótel Sögu hélt Halldór erindi um horfur og þróun utanríkismála Íslands og stöðu landsins á alþjóðavettvangi. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 227 orð

Engar tillögur um hrefnukvóta

VÍSINDANEFND NAMMCO hefur lokið fundarsetu sinni í Reykjavík og meðal annars unnið skýrslu um ástand hrefnustofna í Norður-Atlantshafi. Kate Sanderson, framkvæmdastjóri nefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að nefndin hefði tekið hrefnumálin til umfjöllunar að beiðni aðalráðs NAMMCO og verður hún ásamt öðru rædd á aðalfundi ráðsins á komandi hausti. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Farbann yfir árásarmanni staðfest

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um farbann yfir tuttugu og sex ára gömlum Bandaríkjamanni, sem hefur játað líkamsárás á íslenskan jafnaldra sinn síðasta laugardag. Íslendingurinn var sofandi þegar Bandaríkjamaðurinn réðst á hann og gekk í skrokk á honum með þeim afleiðingum meðal annars að sá fyrrnefndi höfuðkúpubrotnaði, Meira
6. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 210 orð

Fjárlaust verður á bænum í 5 ár

GENGIÐ hefur verið frá samningum milli ábúenda á Ingvörum í Svarfaðardal og landbúnaðarráðuneytis um bætur vegna riðuniðurskurðar en þeir eru byggðir á reglugerð um riðuvarnir. Í lok janúar síðastliðins var riða greind í kind á bænum og allt fé skorið niður í kjölfarið. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 264 orð

Fjögur ákærð fyrir fíkniefnasmygl

TVEIMUR íslenskum mönnum, norskum manni og sænskri konu var í gær birt ákæra í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa staðið sameiginlega að innflutningi á 1.100 töflum af MDMA, þ.e. E-pillum, og 296 skömmtum af LSD. Þá var gerð krafa um að fólkið sætti áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dómur yrði upp kveðinn, en gæsluvarðhaldi þess átti að ljúka 9. mars næst komandi. Meira
6. mars 1998 | Landsbyggðin | 260 orð

Fjölbreytt starfsemi í sjö deildum

Stykkishólmi-UMF Snæfells í Stykkishólmi hélt aðalfund sinn 24. febrúar sl. Starf félagsins er fjölbreytt og margar íþróttagreinar æfðar. Innan félagsins starfa 7 deildir og þar er umfangsmest starfsemi körfuboltadeildarinnar. Körfuboltalið Snæfells er nú efst í 1. deild karla og stefnir að því að ná sæti í úrvaldsdeildinni á næsta keppnistímabili. Meira
6. mars 1998 | Miðopna | 112 orð

Flestir versla í heimabyggð

MARKAÐSKÖNNUN sem Gallup gerði fyrir Akranesbæ sýndi að Akurnesingar eru tryggir neytendur í heimabyggð sinni. Rúmlega 67% aðspurðra sögðu að stærsti hluti innkaupa heimilisins væri gerður í verslun Einars Ólafssonar. Rúm 22% sögðust versla í Skagaveri og 6% í Grundavali. Athygli vekur að einungis tæp 5% versla utan Akraneskaupstaðar en þar af eru 3% sem versla í Bónus. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Framtíðarmöguleikar verði kannaðir

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlistans um að fela hafnarstjórn að kanna þá möguleika sem sameining Reykjavíkur og Kjalarneshrepps gefur fyrir framtíðarþróun Reykjavíkurhafnar. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 156 orð

Fyrirlestur um hjörtu og vistfræði fiska

DR. HELGI Thorarensen, deildarstjóri fiskrannsókna að Hólum, heldur fyrirlestur föstudaginn 6. mars á vegum Líffræðistofnunar sem nefnist "Hjörtu og vistfræði fiska". Í fréttatilkynningu segir: "Hjörtu í laxfiskum eru mjög breytileg að stærð og er hlutfallsleg þyngd hjartans miðað við líkamsþunga háð ytri og innri aðstæðum fiskanna. Meira
6. mars 1998 | Erlendar fréttir | 78 orð

Gandhi handtekinn

YOGESH Gandhi, kaupsýslumaður í Kaliforníu, sem er sakaður um ólögleg fjárframlög í kosningasjóð demókrata, var leiddur fyrir dómara í San Francisco í gær vegna annars máls. Gandhi var handtekinn á miðvikudagskvöld þegar hann var að leggja af stað í ferð til Indlands. Meira
6. mars 1998 | Erlendar fréttir | 329 orð

Gengi rúpíunnar hrynur á ný

INDÓNESÍSKA rúpían hrundi í verði á mörkuðum í SA-Asíu í gær og fór niður í 10.000 gagnvart Bandaríkjadollar vegna óvissu um umdeildar áætlanir indónesískra stjórnvalda um að binda gengi rúpíunnar með því að koma á svonefndu myntráði, og hvaða áhrif þetta gæti haft á greiðslu væntanlegrar efnahagsaðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) við landið. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Gjaldeyrisþjónusta allan sólarhringinn í Leifsstöð

FYRIRTÆKIÐ The Change Group Iceland ehf., sem sérhæfir sig í gjaldeyrisþjónustu fyrir ferðamenn, opnar nýtt útibú í Flugstöð Leifs Eiríkssonar föstudaginn 6. mars nk. Gjaldeyrirsþjónustan verður opin allan sólarhringinn í komusal flugstöðvarinnar og mun þessi þjónusta væntanlega nýtast bæði erlendum farþegum við komuna til landsins og Íslendingum sem eru á leið til útlanda. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð

Harmar að ekki verður sameiginlegt framboð

Á FUNDI hjá Brautinni, félagi ungs alþýðubandalagsfólks og óháðra í Hafnarfirði, þann 3. mars 1998 var tekið fyrir bréf frá undirbúningsnefnd samfylkingar félagshyggjufólks og jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Meira
6. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 60 orð

Hádegistónleikar og fyrirlestur

DAGSKRÁ á vegum Félags áhugafólks um heimspeki og Listvinafélags Akureyrarkirkju verður í Akureyrarkirkju á morgun, laugardaginn 7. mars. Hún er liður í Kirkjuviku sem nú stendur yfir. Jørg Sondermann organisti kemur fram á hádegistónleikum í kirkjunni og hefjast þeir kl. 12. Að honum loknum flytur Róbert H. Meira
6. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 227 orð

Heitjárnar á heimaslóðum

SIGURÐUR Torfi Sigurðsson, járningameistari og rafvirki, er nýfluttur heim frá Bandaríkjunum og býr nú á æskuslóðum í Torfufelli II ásamt eiginkonu og ungum syni. Sigurður stundaði nám í járningum í Eastern School of Farriery í Martinsville í Virginia. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Hringönd á Tjörninni

HRINGÖND hefur haldið sig á Tjörninni í Reykjavík síðustu daga. Hún er sjaldgæfur amerískur flækingsfugl sem er náskyldur skúfönd. Hringöndin þekkist frá skúföndinniml á því að hún hefur tvo hvíta hringi í nefi, annan við nefrótina en hinn á nefbroddinum. Einnig er hringöndin grá á síðum og höfuðlagið einkennilegt. Meira
6. mars 1998 | Erlendar fréttir | 184 orð

Hæstaréttarúrskurður í apríl

HÆSTIRÉTTUR Danmerkur hóf í gær lokaumferð réttarhalda í dómsmáli sem efnt var til í þeim tilgangi að fá úr því skorið hvort aðild Danmerkur að Evrópusambandinu samræmdist stjórnarskrá landsins eða ekki. Talsmaður dönsku stjórnarinnar sagði að dómur í málinu kynni að liggja fyrir í byrjun apríl. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 361 orð

Innflutningi ekki hætt á "hamborgarahlaupi"

INGVAR J. Karlsson, eigandi heildverslunar Karls K. Karlssonar, segist ekki hafa í hyggju að hætta innflutningi Trolly sælgætishlaups. Hann sé að sjálfsögðu feginn því að ekki hafi farið verr er sælgæti af þessari gerð stóð í átta ára dreng á Akureyri á miðvikudag en líti ekki svo á að um hættulega vöru sé að ræða. Meira
6. mars 1998 | Miðopna | 399 orð

Kippur í fasteignasölu að undanförnu

HVALFJARÐARGÖNGIN munu hafa mikil áhrif á búsetu og atvinnuþróun á Akranesi. Með bættum og öruggari samgöngum allt árið verður atvinnusvæði Akurnesinga stærra en áður og samkeppnishæfni fyrirtækja á Akranesi eykst. Búist er við að fasteignaverð hækki og segir Gísli Gíslason bæjarstjóri að undanfarið hafi komið kippur í fasteignasölu á staðnum. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Klippt á bjúgnaborða

HÚSAVÍKURDAGAR standa nú yfir í Nóatúnsverslunum. Kynntar verða ýmsar vörur ættaðar frá Húsavík á tilboðsverði og meðal þess góðgætis sem í boði er má nefna Húsavíkurhangikjöt, taðreykta sperðla og Húsavíkurjógúrt. Á myndinni er Halldór Blöndal samgönguráðherra að opna Húsavíkurdaga með því að klippa á þar til gerðan "bjúgnaborða" í Nóatúni í Austurveri. Meira
6. mars 1998 | Erlendar fréttir | 287 orð

Kohl snupr aður FULLTRÚAR samstarfsflokks Kri

FULLTRÚAR samstarfsflokks Kristilegra demókrata (CDU), flokks Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, svikust undan merkjum í gær er þeir greiddu atkvæði með stjórnarandstöðunni um að breytingar verði gerðar á lagafrumvarpi um stjórnarskrárbreytingu sem veita mun lögreglu víðtækari heimildir til hlerana. Meira
6. mars 1998 | Erlendar fréttir | 366 orð

Kosið verði um framtíð Puerto Rico

SAMÞYKKT var með naumum meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á miðvikudagskvöld frumvarp um að efnt skuli til sérstakrar atkvæðagreiðslu á Puerto Rico á þessu ári um framtíð þess, að því er Associated Press greindi frá í gær. Samþykki öldungadeildin frumvarpið munu Puerto Ricanar greiða atkvæði um það hvort þeir vilji áfram verða bandarískt samveldisland, gerast 51. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 300 orð

Krafa um að þingmaður biðjist afsökunar

EINAR Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar á Alþingi í gær. Óskaði hann þess að Lúðvík Bergvinsson, þingflokki jafnaðarmanna, bæði þingheim afsökunar á þeim ummælum sem hann hefði viðhaft í útvarpsviðtali deginum áður, um að Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Kvikmyndasýningar í Norræna húsinu

KVIKMYNDASÝNINGAR eru fyrir börn í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Sunnudaginn 8. mars verður sýnd kvikmyndin Nils Holgersson og ferðir hans. Strákpjakkurinn Nilli Holmgersson er bóndasonur sem leikur sér að því að hrekkja dýrin á bænum. Hann reynir að hindra aligæsina Mårten í að slást í för með villigæsum sem eiga leið hjá. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

LEIÐRÉTT

Í MYNDLISTARGAGNRÝNI, undir yfirskriftinni Efnið talar, sem birtist miðvikudaginn 4. mars, er safnið sagt vera opið alla daga frá kl. 14­18. Rétt er að safnið er opið alla daga nema mánudaga. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Ekki formaður hverfafélags sjálfstæðismanna Í Morgunblaðinu í gær er birt bréf til blaðsins eftir Unnar Haraldsson. Meira
6. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Leirlist í Samlaginu

KYNNING á verkum Jennýjar Valdimarsdóttur, leirkerasmiðs, hefst í Samlaginu, sem félag myndlista- og listiðnaðarfólks á Akureyri rekur, í dag, föstudag. Jenný er fædd árið 1966 og var við nám í Den Danske Husflidshøjskole í Kerteminde, Danmörku 1989 til 1991. Vinnustofa Jennýjar er að Klettastíg 10 á Akureyri. Kynningin stendur í eina viku og er Samlagið opið alla daga frá kl. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð

Litskyggnur frá Kína

UNNUR Guðjónsdóttir sýnir litskyggnur að Reykjahlíð 12 úr fyrri ferðum Kínaklúbbs Unnar laugardaginn 7. mars kl. 15. Jafnframt kynnir Unnur næstu ferð klúbbsins þangað en hún verður farin í maí nk. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 289 orð

LÍÚ leggst gegn til lögum um kvótaþing

STJÓRN LÍÚ leggst gegn hugmyndum um kvótaþing og segir Kristján Ragnarsson, formaður samtakanna, að tillögur fiskverðsnefndar séu sniðnar að kröfum sjómanna. Sjómannasamtökin hafa ekki lokið umfjöllun sinni um tillögurnar en samninganefndir allra sjómannasamtakanna munu fara yfir þær á fundi í dag. Þá hefur í dag verið boðaður fundur hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu útvegsmanna við sjómenn. Meira
6. mars 1998 | Erlendar fréttir | 399 orð

Meciar eignar sér forsetavald

ÞJÓÐÞING Slóvakíu gerði í gær aðra tilraun til að kjósa forseta lýðveldisins, en það var fyrirfram vitað að hvorugur hinna tveggja frambjóðenda hlyti nægilegan stuðning til að ná kjöri í embættið. Frambjóðendurnir tveir, Ladislav Ballek og Milan Fogas, voru fulltrúar stjórnarandstöðunnar. Meira
6. mars 1998 | Erlendar fréttir | 118 orð

Meintir hermdarverkamenn handteknir

SEX Alsírbúar, sem grunaðir eru um aðild að sprengjutilræðum í París og víðar í Evrópu, voru handteknir í húsi í miðborg Brussel í gær eftir skotbardaga við sérsveit belgísku lögreglunnar. Einn Alsírbúi til viðbótar var enn í húsinu og talið var að hann væri vopnaður handsprengjum og riffli. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 557 orð

Meirihluti vill breyta skipulaginu

MIKILL meirihluti atvinnurekenda virðist vera á þeirri skoðun að nauðsynlegt sé að gera breytingar á skipulagi samtaka vinnuveitenda, í átt til aukinnar samþjöppunar eða samstarfs, samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið meðal félagsmanna í samtökunum. Til að mynda sagðist 91% fulltrúa í Samtökum iðnaðarins á nýafstöðnu iðnþingi telja breytinga þörf í samstarfi atvinnurekenda, m.a. Meira
6. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Messur

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju á morgun, laugardag kl. 11. Guðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 11 á sunnudag, sr. Arnaldur Bárðarson messar. Væntanleg fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega hvött til þátttöku. Kirkjuskóli verður í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 á laugardag. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 21 á sunnudagskvöld. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 254 orð

Minnisvarði til heiðurs Konrad Maurer

TIL stendur að reisa minnisvarða til heiðurs Íslandsvininum Konrad Maurer hinn 29. apríl næstkomandi á leiði hans í München í Þýskalandi en þá eru liðin 175 ár frá fæðingu hans. Minnisvarðinn er kostaður af Ferðafélagi Íslands en ritnefnd Ferðafélagsins hefur unnið að framkvæmd verksins. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 34 orð

Morgunblaðið/RAX Veizla á Gran

ÞEIR vaka yfir loðnubátunum, múkkarnir á Grandagarði. Bátarnir koma drekkhlaðnir til hafnar og í gær var fuglafjöldinn slíkur, að halda mátti að yfir stæði afmælisveizla hjá vinsælum og síungum fugli. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Myndlistarsýning leikskólabarna Bakkahverfis

OPNUÐ verður myndlistarsýning þriðjudaginn 10. mars kl. 14 á verkum leikskólabarna í Bakkahverfi í Neðra-Breiðholti. Sýningin verður í göngugötu og biðsal SVR í Mjódd. Sýningin er árlegur menningarviðburður og er liður í samstarfi leikskólanna í Bakkahverfi ­ Arnarborgar, Bakkaborgar og Fálkaborgar, segir í fréttatilkynningu. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Nemendasýning og liðakeppni í dansi

NEMENDASÝNING Dansskóla Jóns Péturs og Köru verður haldin á Broadway sunnudaginn 8. mars nk. Þar munu allir nemendur í barna- og unglingahópum skólans ásamt nokkrum fullorðinshópum koma fram með sýninshorn af því sem þeir hafa lært í vetur. Húsið verður opnað kl. 13 og hefst sýningin kl. 14. Strax að lokinni sýningu kl. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 442 orð

Nokkrir þingmenn vilja lækka áfengiskaupaaldur

SVEITARSTJÓRNIR ákvarða afgreiðslutíma veitingastaða og veita leyfi til áfengisveitinga á veitingastað, samkvæmt frumvarpi til áfengislaga sem Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær. Frumvarpið er samið í dómsmálaráðuneytinu í framhaldi af starfi nefndar sem skipuð var aðstoðarmönnum fjögurra ráðherra. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 792 orð

Nýr og stærri jeppi frá Suzuki

KRINGUM 80 gerðir bíla á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf, sem opnuð var almenningi í gær, eru ýmist að koma í fyrsta sinn fyrir augu heimsbyggðarinnar eða eru nú kynntar Evrópubúum fyrst. Aðeins brot af þeim fjölda er væntanlegt á íslenskan markað en hér á eftir verður greint frá nokkrum þeirra. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Opið hús í leikskólum í Bakkahverfi

Í LEIKSKÓLUNUM Arnarborg, Bakkaborg og Fálkaborg, sem allir eru í Bakkahverfi í Breiðholti, verður opið hús nk. laugardag 7. mars. Leikskólarnir verða opnir sem hér segir: Fálkaborg frá kl. 10­12, Arnarborg frá kl. 11­13 og Bakkaborg frá kl. 12­14. Tilgangur með opnu húsi er að gefa fólki tækifæri á að skoða leikskólana og kynna sér starfsemina sem þar fer fram. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 218 orð

Opið hús í Menntaskólanum í Kópavogi

KENNARAR og nemendur Menntaskólans í Kópavogi kynna starfsemi skólans laugardaginn 7. mars nk. kl. 13­17. Gestum verður m.a. boðið að bragða á ýmsum réttum matreiðslu- og bakaranema, fara í gönguferð með jarðfræðikennurunum, skoða sögusýningu nemenda, hlusta á kór skólans og önnur söngatriði, sjá enska verðlaunamyndbandið "Soul Searching", spreyta sig á stærðfræðiþrautum, Meira
6. mars 1998 | Erlendar fréttir | 388 orð

Ráðuneytum og ríkisstarfsmönnum fækkað

KÍNVERSKA þingið var sett í gær og Li Peng forsætisráðherra kynnti þar áform um að leggja niður fjórðung ráðuneyta og æðstu ráða landsins og fækka starfsmönnum ríkisins. Þetta er róttækasta tilraunin í sögu kínverska kommúnistaflokksins til að draga úr skriffinnsku og umsvifum ríkisins. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 232 orð

Risastór flotkví keypt til Hafnarfjarðar

VÉLSMIÐJA Orms og Víglundar í Hafnarfirði hefur fest kaup á stærri flotkví en áður hefur þekkst hér á Íslandi. Flotkví þessi getur tekið allt að 10.000 tonna skip í slipp en sú sem fyrirtækið á fyrir hefur 2.750 tonna lyftigetu. Eiríkur Ormur Víglundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að nú verði ónauðsynlegt fyrir útgerðarmenn að senda togara sína erlendis í slipp. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Rjúkandi gangur í loðnuvinnslunni

MIKIÐ af loðnu berst nú til Vestmannaeyja enda stutt á miðin þaðan en góð loðnuveiði var skammt undan Alviðru, um 15 sjómílum austan við Hjörleifshöfða í gær. Þennan myndarlega reykjarmökk lagði frá fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum í gær en hann heyrir nú brátt sögunni til því nýr mengunarvarnabúnaður við verksmiðjuna verður tekinn í notkun í september nk. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Samningur um Iðnó undirritaður INGIBJÖRG S

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Magnús Geir Þórðarson, listrænn stjórnandi Iðnó, undirrituðu samkomulag milli Reykjavíkurborgar og Iðnó ehf. um rekstur hússins á miðvikudag. Samkvæmt samningnum mun Iðnó ehf. reka alhliða menningarhús í Iðnó án opinberra styrkja. Meira
6. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Samspil byggðar, umhverfis og menningar

RÁÐSTEFNA um byggingar- og skipulagsmál á norðurslóðum var sett á Fosshóteli KEA í gær og verður henni fram haldið í dag, föstudag. Ráðstefnan er haldin að frumkvæði bygginganefndar og skipulagsnefndar Akureyrarbæjar en Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar á Akureyri hefur umsjón með undirbúningi hennar og framkvæmd. Meira
6. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 486 orð

Sigfríður velti Valtý úr þriðja sætinu

NOKKUR átök urðu á fundi fulltrúaráðs Framsóknarfélagsins á Akureyri, þar sem gengið var frá framboðslista félagsins vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Ein breyting varð á tillögu uppstillingarnefndar og skipar Sigfríður Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi þriðja sæti listans, en uppstillingarnefnd lagði til að Valtýr Sigurbjarnarson skipaði það sæti. Meira
6. mars 1998 | Miðopna | 1673 orð

Slagurinn um sorpið Með auknum kröfum um umhverfisvernd hefur förgun sorps orðið að vaxandi vandamáli. Kristín Gunnarsdóttir

UM síðustu áramót ákvað stjórn Sorpu að hækka gjaldskrá fyrirtækisins og var ástæðan m.a. sögð vera sú að töluverðu af blönduðum úrgangi væri ekið frá höfuðborgarsvæðinu til urðunar á Kirkjuferjuhjáleigu. Hafa íbúar í Ölfushreppi lýst mikilli óánægju með þá flutninga. Sorpa bs. Meira
6. mars 1998 | Landsbyggðin | 354 orð

Sláturhús verður að hóteli

Selfossi-Hjónin Snæbjörn Magnússon og Hlíf Pálsdóttir hafa fest kaup á húsnæði Sláturfélags Suðurlands á Laugarási í Biskupstungum. Félagið rak þar á árum áður sláturhús en starfsemin var lögð niður fyrir nokkrum árum. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð

Slökunarnámskeið Gigtarfélagsins

GIGTARFÉLAG Íslands heldur slökunarnámskeið sem byrjar miðvikudagskvöldið 18. mars. Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir sjúkraþjálfari fjallar um orsakir streitu og hvað sé til ráða. Áhersla verður lögð á að finna muninn á spennu og slökun og fer Ragnheiður í gegnum mismunandi slökunaraðferðir. Námskeiðið verður þrjú miðvikudagskvöld kl. 20­22. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 498 orð

Stórlega ámælisverður dráttur máls hjá RLR

ÁKVÖRÐUN refsingar yfir fertugum Reykvíkingi var frestað skilorðsbundið í tvö ár í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað í máli þar sem hann var ákærður fyrir að hafa veitt 51 árs gömlum manni áverka á veitingastað í ágúst 1993. Áverkarnir leiddu til blindu á hægra auga mannsins. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Styrkur úr Minningarsjóði

RIKSFÖRENINGEN Sverigekontakt í Gautaborg býður fram styrk úr Minningarsjóði um Per-Olof Forshell, sendiherra á Íslandi, að upphæð SEK 4.000 sem er ætlaður til að styrkja sænskukennara vegna námsferðar til Svíþjóðar. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

"Sveitakennarinn" í MÍR

GÖMUL rússnesk kvikmynd, Sveitakennarinn (Sélskaja útsítelnitsa), verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 8. mars kl. 15. Í myndinni segir frá kennslukonu einni sem ræðst að loknu kennaranámi í Sankti Pétursborg á keisaratímanum til starfa í afskekktu þorpi í Síberíu og vinnur þar fram yfir síðari heimsstyrjöldina. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 163 orð

Sænskur fyrirlesari um meðferð ungra vímuefnaneytenda

HINGAÐ til lands er væntanlegur Svíinn Torgny Peterson, framkvæmdastjóri ECAD (European Cities Against Drugs), og jafnframt framkvæmdastjóri Hassela Nordic Network. Í sameiningu munu Ísland án eiturlyfja 2002 og Barnaverndarstofa standa fyrir málstofu með Torgny Peterson hinn 6. mars 1998 á Hótel Sögu í Ársal. Málstofan er opin öllum þeim sem áhuga hafa á málinu. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 253 orð

Tryggja verður Seðlabankanum fullan aðgang að upplýsingum

STEINGRÍMUR Hermannsson seðlabankastjóri segir að vel megi búa við sameiningu bankaeftirlits Seðlabanka Íslands og Vátryggingaeftirlitsins, og hann voni að inn í frumvarp um sameininguna komi ákvæði sem tryggi Seðlabankanum fullan aðgang að nauðsynlegum upplýsingum og sömuleiðis heimild til að afla þeirra milliliðalaust ef bankinn telji þörf á því. Meira
6. mars 1998 | Landsbyggðin | 59 orð

Ungir tónlistarmenn spila og syngja

DAGUR tónlistarskólanna var sl. laugardag og komu ungir tónlistarmenn af Héraði saman í hátíðarsal Menntaskólans á Egilsstöðum og fluttu fjölbreytta tónlist fyrir gesti. Það voru bæði einstaklingar sem fluttu svo og minni og stærri hljómsveitir. Tónlistarfélag Fljótsdalshéraðs sá um kaffiveitingar. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 242 orð

Úrslitakeppnin fer fram um helgina

15. Landskeppnin í eðlisfræði stendur yfir um þessar mundir og var forkeppnin haldin 17. febrúar síðastliðinn í 12 framhaldsskólum víðsvegar um landið. 186 keppendur skiluðu inn úrlausnum við 25 fjölvalsspurningum um verkefni í afl- og rafmagnsfræði. Bestum árangri í forkeppninni náði Þorvaldur Arnar Þorvaldsson, nemandi í MR, með 24 rétt svör. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Vala sigraði en heimsmetið stóðst atlöguna

VALA Flosadóttir sigraði í stangarstökki á alþjóðlegu stökkmóti ÍR í Laugardalshöll í gærkvöldi. Hún fór yfir 4,36 m en mistókst í þremur tilraunum að setja nýtt heimsmet með því að fara yfir 4,46 m. "Tæknin var slæm hjá mér í kvöld, stökkin voru illa útfærð og því má í sjálfu sér að segja að 4,36 hafi verið ágætt þegar öllu er á botninn hvolft," sagði Vala við Morgunblaðið. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Varað við ísnum á Fossvogi

LÖGREGLAN í Kópavogi varar fólk við því að fara út á ísilagðan Kópavog og Fossvog. Í kuldanum undanfarna daga hefur vogana lagt og í gær hafði lögregla afskipti af börnum sem voru komin út á ísinn skammt frá Nesti í Fossvoginum. Að sögn lögreglu eru sorgleg dæmi þess að börn hafi hætt sér út á ísinn. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Verðlaun veitt fyrir jólafrímerki

ÍSLANDSPÓSTUR hf. hefur að undanförnu staðið fyrir samkeppni meðal grunnskólabarna um hönnun jólafrímerkis 1998 og hafa tvö frímerki verið valin sem gefin verða út fyrir næstu jól. Verðlaun voru veitt fyrir fyrstu tvö sætin og hlutu þau þær Telma Huld Þrastardóttir í Þinghólsskóla í Kópavogi og Thelma Björk Ingólfsdóttir í Engjaskóla í Reykjavík. Meira
6. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 40 orð

Vetrargleði í Gilinu

VETRARGLEÐI Gilfélagsins verður haldinn í Deiglunni, Kaupvangsstræti, annað kvöld, laugardagskvöldið 7. mars og hefst það kl. 21. Fólk er beðið um að mæta í sínum fínustu vaðmálsfötum og sauðskinnsskóm, borinn verður fram þjóðlegur matur, dísarmjöður og skörungasnafs. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð

Vélin fullnægði ekki settum skilyrðum

STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að rifta kaupum á tveimur Scania liðvögnum frá Heklu hf. þar sem í ljós hefur komið að annar vagnanna sem afhentur var SVR í desember síðastliðnum fullnægir ekki settum skilyrðum í kaupsamningi. Síðari liðvagninn átti samkvæmt samningnum að afhenda í ágúst 1999. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 708 orð

Viljum örva nýsköpun og auka fjölbreytni

SAMKEPPNI um hönnun minjagripa stendur nú yfir á vegum iðnaðarráðuneytisins í tengslum við verkefnið "átak til atvinnusköpunar". Samkeppnin snýst um hönnun minjagripa fyrir íslenska og erlenda ferðamenn í samvinnu við Handverk og hönnun, sem er annað verkefni á vegum forsætisráðuneytisins. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 732 orð

Vinnum með eldri borgurum ­ ekki fyrir þá Í Kópavogi eru uppi ný viðhorf í öldrunarmálum. Sigurbjörg Björgvinsdóttir

ÞROSKASKEIÐI ellinnar eru engin föst takmörk sett og gamall nýtur sín vel meðan hann gegnir skyldum sínum og virðir dauðann að vettugi. Af þessu leiðir að ellin reynist jafnvel djarfari en æskan." Þannig fórstu Marcúsi Túllíusi Cicerói orð fyrir margt löngu, en hann dó 45 fyrir Krist. Ekki verður annað séð en orð hans eigi jafnvel við í dag. Meira
6. mars 1998 | Erlendar fréttir | 262 orð

Westendorp rekur bæjarstjóra CARLOS Wes

CARLOS Westendorp, friðarerindreki í Bosníu, rak í gær króatískan bæjarstjóra fyrir að koma í veg fyrir að múslimskir flóttamenn gætu snúið aftur til bæjarins Stolac. Þetta er í fyrsta sinn sem Westendorp rekur kjörinn embættismann. Ríkin sem komu á friði í landinu veittu honum vald til þess til að framfylgja friðarsamningi. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 299 orð

Yfirfærslu frestað um óákveðinn tíma

ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta um óákveðinn tíma yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga en þau áttu að taka við þeim málaflokki um næstu áramót. Að sögn Páls Péturssonar félagsmálaráðherra var ákvörðunin tekin að ósk Reykjavíkurborgar og að höfðu samráði við Samband ísl. sveitarfélaga. Sagði hann að komandi sveitarstjórnarkosningar ættu þar stærstan hlut að máli. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 567 orð

"Þar sem best lætur halda menn því sem þeir hafa"

HEILSUGÆSLULÆKNAR víða um land, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, eru heldur ósáttir við úrskurð kjaranefndar um laun heilsugæslulækna þó að sumir þeirra telji þær skipulagsbreytingar sem hann hefur í för með sér jákvæðar að því leyti að vinnuálag verði minna. Meira
6. mars 1998 | Innlendar fréttir | 1037 orð

Þrengir stöðu minni útgerða og landvinnslu

STJÓRN Landssambands íslenskra útvegsmanna samþykkti ályktun á fundi í gær þar sem segir að meginþungi tillagnanna gangi gegn hagsmunum útgerðar og muni einkum þrengja stöðu smærri útgerðarfyrirtækja og landvinnslu. Meira
6. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Þrennir tónleikar

ÞRENNIR tónleikar verða um helgina á vegum Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Fyrstu tónleikarnir verða í Laugaborg á morgun, laugardaginn 7. mars kl. 14, þá verða tónleikar í Þelamerkurskóla sama dag kl. 17 og loks verða þriðju tónleikarnir í Gamla skólahúsinu á Grenivík kl. 17 á sunnudag, 8. mars. Meira
6. mars 1998 | Erlendar fréttir | 111 orð

Þýzka þingið fullgildir Amsterdam-sáttmála

ÞÝZKA þingið staðfesti í gær þær endurbætur sem gerðar voru á stofnsáttmála Evrópusambandsins á leiðtogafundi þess í Amsterdam í fyrrasumar. 561 þingmaður greiddi atkvæði með breytingunum en 34 á móti og 27 sátu hjá. Þar með hefur Þýzkaland fullgilt hinn nýja stofnsáttmála fyrir sitt leyti. Þingumræðan um málið snerist hins vegar upp í umræðu um Evrópustefnu Helmuts Kohls kanzlara. Meira

Ritstjórnargreinar

6. mars 1998 | Staksteinar | 392 orð

»Aukinn stuðningur vegna langveikra barna STJÓRN Sjúkrasjóðs VR hefur ákveðið

STJÓRN Sjúkrasjóðs VR hefur ákveðið að greiða dagpeninga til foreldra í allt að 90 daga vegna veikinda barna, yngri en 16 ára, í þeim tilfellum er félagsmaður missir launatekjur vegna veikinda barns síns. Frá miðju ári 1995 hefur sjóðurinn greitt 30 daga í slíkum tilfellum, en þeim er nú fjölgað í 90 daga og gildir það frá 1. janúar 1998. Frá þessu segir í leiðara VR­blaðsins, sem komið er út. Meira
6. mars 1998 | Leiðarar | 656 orð

TILLÖGUR SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA

leiðariTILLÖGUR SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA orsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, kynnti í fyrradag tillögur nefndar þeirrar, sem sett var á stofn til þess að fjalla um ágreiningsefni sjómanna og útgerðarmanna, þegar verkfalli sjómanna var frestað snemma í febrúar. Meira

Menning

6. mars 1998 | Menningarlíf | 122 orð

Að njóta leiklistar

VETRARSTARF Félags íslenskra háskólakvenna hófst 10. febrúar með námskeiðinu "Að njóta leiklistar". Þar gerði Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi grein fyrir tilraunum fræðimanna og gagnrýnenda til að nálgast sviðslistaverk. Meira
6. mars 1998 | Fólk í fréttum | 295 orð

Ást og hefnd Ástsýki (Addicted to Love)

Framleiðandi: Outlaw/Miramax. Leikstjóri: Griffin Dunne. Handritshöfundur: Robert Gordon. Kvikmyndataka: Andrew Dunn. Tónlist: Rachel Portman. Aðalhlutverk: Meg Ryan, Matthew Broderick, Kelly Preston og Tcheky Karyo. 96 mín. Bandaríkin. Warner Bros./Sam myndbönd. Útgáfud: 16. febrúar. Myndin er öllum leyfð. Meira
6. mars 1998 | Menningarlíf | 93 orð

Burtfararpróf í Gerðubergi

TÓNLEIKAR verða haldnir í Gerðubergi laugardaginn 7. mars kl. 17 og eru burtfararpróf Kristínar Maríu Gunnarsdóttur klarínettuleikara. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík, þaðan sem Kristín María útskrifast. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur með á píanó. Auk þeirra koma fram Kristín Lárusdóttir sellóleikari og Stefán Jón Bernharðsson hornaleikari. Meira
6. mars 1998 | Menningarlíf | 67 orð

Fjáröflunartónleikar í Langholtskirkju

TÓNLEIKAR verða í Langholtskirkju sunnudaginn 8. mars kl. 20.30 og eru til styrktar byggingu Vallarkirkju í Svarfaðardal sem brann í nóvember 1996. Á tónleikunum munu Signý Sæmundsdóttir, Björk Jónsdóttir og Eiríkur Hreinn Helgason syngja við undirleik Jóns Stefánssonar og Svönu Víkingsdóttur. Þórarinn Eldjárn les upp og Júlíus Daníelsson segir frá Vallarkirkju. Meira
6. mars 1998 | Skólar/Menntun | 386 orð

Forkröfuskilgreiningar

Stúdentspróf SStúdentspróf + sérhæfður undirbúningur S+S(t.d. próf af tiltekinni braut framhaldsskóla og/eða starfsreynsla/þjálfun) Grunnskólapróf GGrunnskólapróf + sérhæfður undirbúningur G+S(t.d. Meira
6. mars 1998 | Fólk í fréttum | 54 orð

Fólkið af forsíðunni hittist

LEIKARINN Kevin Costner ræðir málin við hafnaboltahetjuna Joe DiMaggio í lokin á veislu sem tímaritið Time hélt í tilefni af 75 ára afmæli þess. Veislan var haldin í Radio City Music Hall í New York 3. mars síðastliðinn. Í veisluna var meðal annars boðið fólki sem prýtt hefur forsíðu tímaritsins. Meira
6. mars 1998 | Menningarlíf | 26 orð

Fyrirlestur um myndlist

Fyrirlestur um myndlist GARY Hume, breskur myndlistarmaður og gestakennari við MHÍ, heldur fyrirlestur um eigin verk og sýnir skyggnur í Málstofu Laugarnesi mánudaginn 9. mars kl. 12.30. Meira
6. mars 1998 | Fólk í fréttum | 759 orð

FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð220.55 Töfrar vatnsins (Magic in the Waters, ('95)), nefnist bandarísk/kanadísk mynd sem kolféll í kvikmyndahúsum vestan hafs fyrir þrem árum og birtist nú á skjánum. Þetta er ævintýramynd um fjölskyldu sem fær að kenna á nykrinum í stöðuvatninu við sumarbústaðinn. Ebert gefur í Chicago Sun-Times. Meira
6. mars 1998 | Menningarlíf | 221 orð

Herranótt sýnir Vorið kallar

HERRANÓTT Menntaskólans í Reykjavík, frumsýnir leikritið Vorið kallar eftir Frank Wedekind, 1864­1918, laugardaginn 7. mars kl. 20. Vorið kallar (Frühlings Erwachen) er þriðja verk Frank Wedekind, samið á árunum 1890­91. Það var fyrst gefið út á bók og vakti strax mikla hneykslan og varð mjög umdeilt. Það var því ekki frumsýnt fyrr en fimmtán árum síðar í Berlín. Meira
6. mars 1998 | Menningarlíf | 49 orð

Kynningafundur á listhandverksfólki

HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG Íslands stendur fyrir kynningu sunnudaginn 8. mars kl. 14­16 á handverksfólki í húsakynnum sínum á Laufásvegi 2, Reykjavík. Handverksfólkið sem mun kynna sig og verk sín er: Anna María Geirsdóttir, vefnaður, Astrid Björk Eiríksdóttir, orkering, Páll Kristjánsson, hnífagerð, Rut Bergsteinsdóttir, endurvinnsla, og Þórhildur Þorgeirsdóttir, gullsmíði. Meira
6. mars 1998 | Menningarlíf | 316 orð

Málþing um Sigurð Breiðfjörð

FÉLAG íslenskra fræða efnir til málþings um Sigurð Breiðfjörð skáld í fyrirlestrarsal á 2. hæð Þjóðarbókhlöðunnar í dag, laugardag, kl. 14. Tilefnið er að 4. mars voru liðin tvö hundruð ár frá fæðingu Sigurðar. Flutt verða þrjú erindi um skáldið, ásamt stuttum inngangslestri um ævi Sigurðar og ritstörf. Meira
6. mars 1998 | Fólk í fréttum | 61 orð

Muresan í risamynd

KATHLEEN Quinlan, Gheorghe Muresan og Billy Crystal stilla sér upp fyrir ljósmyndara fyrir frumsýningu myndarinnar "My Giant" eða "Risinn minn" við Uptown Theatre í Washington. Kvikmyndin fjallar um annars flokks umboðsmann sem uppgötvar 7,7 feta risa í rúmensku klaustri og talar hann inn á að koma til Bandaríkjanna. Meira
6. mars 1998 | Menningarlíf | 728 orð

Óræðir heimar hins óhlutbundna

ÞRJÁR málverkasýningar verða opnaðar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, á morgun, laugardaginn 7. mars, kl. 15. Í tveimur sölum á jarðhæð sýna þeir Elías B. Halldórsson og Einar Þorláksson og í sal í kjallara sýnir Matthea Jónsdóttir. Ferill þessara myndlistarmanna spannar 30 til 50 ár. Verkin eru allflest óhlutbundin en í þeim búa sterkar skírskotanir til umhverfis og náttúru. Meira
6. mars 1998 | Menningarlíf | 169 orð

Óvitarnir í Borgarnesi

LEIKDEILD Ungmennafélagsins Skallagríms í Borgarnesi frumsýnir barnaleikritið Óvita eftir Guðrúnu Helgadóttur í samkomuhúsinu Óðali í Borgarnesi laugardaginn 7. mars næstkomandi. Leikdeild Skallagríms hefur að undanförnu æft leikritið Óvita eftir Guðrúnu Helgadóttur undir stjórn Harðar Torfasonar leikstjóra. Meira
6. mars 1998 | Fólk í fréttum | 535 orð

Pósturinn kemur með frelsið Frumsýning

ÁRIÐ 2013 er heimurinn rjúkandi rúst eftir gjöreyðingarstríð sem hefur haft ægilegri afleiðingar en nokkuð annað stríð í sögu mannkynsins. Mannlegt samfélag er að hruni komið, tæknimenningin orðin að engu og fólkið sem eftir lifir dreift í litla frumstæða hópa sem berjast um lífsbjörgina hver við annan og án samstarfs. Meira
6. mars 1998 | Menningarlíf | 210 orð

Samsýning í Galleríi Sævars Karls

BJARNI Sigurbjörnsson og Helgi Hjaltalín Eyjólfsson opna sýningu laugardaginn 7. mars kl. 15 í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 7. Halldór Björn Runólfsson listfræðingur skrifar í sýningarskrá, en þar segir hann meðal annars: "Þeir Bjarni og Helgi Hjaltalín eru afar ólíkir listamenn. Meira
6. mars 1998 | Menningarlíf | 134 orð

Smámyndir Jóhanns G. Jóhannssonar

JÓHANN G. Jóhannsson, tónlistar- og myndlistarmaður, opnar sýningu á 40 nýjum vatnslitamyndum í Listhúsi Ófeigs Björnssonar, Skólavörðustíg 5, laugardaginn 7. mars kl. 14. Sýningin ber heitið Smámyndir ­ hughrif íslenskrar náttúru og er eins konar framhald afmælissýningar listamannsins sem haldin var í Gallerí Borg fyrir rúmu ári í tilefni af fimmtugsafmæli hans. Meira
6. mars 1998 | Menningarlíf | 80 orð

Steingrímur St.Th. sýnir á Vestfjörðum

UNDANFARNA daga hefur Steingrímur St.Th. Sigurðsson, sem nú er búsettur í Hnífsdal að Fitjateigi, haldið málverkasýningu á Vestfjörðum. Hann sýndi fyrst í Bíldudal á vegum Jóns Þórðarsonar skipstjóra. Næst sýndi Steingrímur í Tálknafirði, Hóli, húsi verkalýðs­ og sjómannafélagsins og nú stendur yfir sýning Steingríms í Kaffisal Odda hf. á Patreksfirði og í kvöld, föstudag kl. Meira
6. mars 1998 | Menningarlíf | 70 orð

Steinn Sigurðsson sýnir í Listakoti

STEINN Sigurðsson opnar málverkasýningu í Galleríi Listakoti, Laugavegi 70, laugardaginn 7. mars. Þetta er þriðja einkasýning Steins og málar hann með akríl á striga. Myndirnar sýna flestar borgarlíf með stemmningu frá hinum ýmsu borgum og leitast hann við að nota skæra og lítið blandaða liti, segir í fréttatilkynningu. Á Veraldarvefnum má finna nokkrar af eldri myndum Steins. Meira
6. mars 1998 | Tónlist | 438 orð

Stríðssinfónían eftir Carl Nielsen

Flutt voru verk eftir Hafliða Hallgrímsson og Carl Nielsen. Stjórnandi Jurien Hempel. Fimmtudagurinn 5. mars, 1998. ÞAÐ ERU ávallt stórtíðindi þegar frumflutt er stórt hljómsveitarverk og að þessu sinni var það Hljómsveitarmyndir op. 19 eftir Hafliða Hallgrímsson. Verkið er í 9 þáttum og hefjast flestir þættirnir á slagverkshljómi, sá fyrsti á klukkum, þriðji með pákum, 5. Meira
6. mars 1998 | Menningarlíf | 45 orð

Suzukitónleikar í Ráðhúsinu

TÓNLISTARSKÓLI Íslenska Suzukisambandsins heldur tónleika í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur sunnudaginn 8. mars kl. 15. Flutt verður íslensk tónlist, en tónleikarnir eru afrakstur þemaverkefnis um íslenska tónlist sem unnið hefur verið í skólanum að undanförnu. Fram koma börn á grunnskólaaldri; einleikarar, hópar og hljómsveitir. Meira
6. mars 1998 | Menningarlíf | 102 orð

Sýningar í galleríkeðjunni Sýnirými í mars

SÝNINGAR á símbréfum, sem send hafa verið inn á Íslenska símbréfalistatvíæringinn í galleríi Sýniboxi við Vatnsstíg, byrja laugardaginn 7. mars. Fyrri sýningin var haldin í sýningarsalnum við Hamarinn í Hafnarfirði fyrir tveimur árum. Í galleríi Barmi sýnir Sigurður Árni Sigurðsson íslenskt vatn. Meira
6. mars 1998 | Menningarlíf | 104 orð

Sýning á glerlistaverkum í Stöðlakoti

STEINDÓRA Bergþórsdóttir opnar sýningu á glerlistaverkum í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, laugardaginn 7. mars kl. 14. Á sýningunni eru eingöngu verk unnin með sérstakri bræðslutækni, (glas fusing), ýmist myndir eða skálar. Flest verkin eru úr gegnlituðu bræðslugleri. Steindóra stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1973­78, Myndlistaskóla Reykjavíkur 1981. Meira
6. mars 1998 | Menningarlíf | 75 orð

Sýning um lýkur

SÝNINGU Önnu Líndals, Benedikts Kristþórssonar og tvíburabræðranna Andreas og Michael Nitschke lýkur nú á sunnudag. Nýlistasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 14­18. Gallerí Fold Sýningu Þorfinns Sigurgeirssonar, Þögn, lýkur nú á sunnudag. Gallerí Fold er opið alla daga frá kl. 10­18, laugardag kl. 10­17 og sunnudag kl. 14­17. Meira
6. mars 1998 | Fólk í fréttum | 763 orð

Söguleg þrælauppreisn Frumsýning

AMISTAD fjallar um uppreisn sem gerð var sumarið 1839 um borð í spænska skipinu La Amistad, sem flutti þræla frá Sierra Leone á vesturströnd Afríku, vestur um haf til Ameríku. Undan ströndum Kúbu brutu 53 hlekkjaðir þrælar sér leið úr lestum skipsins, náðu í vopn, tóku völd um borð í skipinu og endurheimtu þannig frelsi sitt. Meira
6. mars 1998 | Menningarlíf | 1405 orð

Söngvaseiður í endurbættu Samkomuhúsi

Leikfélag Akureyrar opnar Samkomuhúsið að nýju með viðamikilli sýningu á einum vinsælasta söngleik allra tíma, Söngvaseiði, (The Sound of Music).Margrét Þóra Þórsdóttir fylgdist með æfingum. Meira
6. mars 1998 | Menningarlíf | 58 orð

Tónleikar í sal MH

TÓNLEIKAR Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir í sal Menntaskólans við Hamrahlíð, sunnudaginn 8. mars og hefjast kl. 17. Á efnisskrá eru Carneval, forleikur op. 92 og Sinfónía nr. 7 í d­moll eftir A. Dvorák. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson. Myndin hér til hliðar var tekin á æfingu Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykjavík. Meira
6. mars 1998 | Menningarlíf | 188 orð

Tónleikar í Ytri­ Njarðvíkurkirkju

JÓHANN Ingvi Stefánsson, trompetleikari, Bjargey Þrúður Ingólfsdóttir, píanóleikari og Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir sópransöngkona halda tónleika í Ytri­Njarðvíkurkirkju laugardaginn 7. mars kl. 16. Meira
6. mars 1998 | Fólk í fréttum | 233 orð

Umdeilt "Andlit Afríku"

PATRICIA Onweagba frá Nígeríu sigraði í fyrirsætukeppninni "Andlit Afríku" sem Elite umboðsskrifstofan hélt í Zimbabwe nú á dögunum. Upprennandi fyrirsætna var leitað víðs vegar um Afríku en það mun vera í fyrsta skipti sem slíkt er gert. Patricia er 17 ára gömul og af fátækum komin. Meira
6. mars 1998 | Fólk í fréttum | 37 orð

Útlitið fullkomnað

SÆNSKA fyrirsætan Markus Schekenberger hefur verið ein vinsælasta karlfyrirsæta heims síðustu ár og tekur alltaf þátt í sýningum helstu tískuhönnuðanna. Hér er lögð lokahönd á útlit kappans fyrir tískusýningu Roberto Cavalli í Mílanó á dögunum. Meira
6. mars 1998 | Fólk í fréttum | 155 orð

Vox

HLJÓMSVEITIN Vox hefur verið sett á laggirnar en hana skipa söngfuglarnir Andrea Gylfadóttir og Helgi Björnsson og þríeykið úr Mezzoforte, Gunnlaugur Briem, Jóhann Ásmundsson og Eyþór Gunnarsson. Einnig er Sigurður Gröndal úr Pláhnetunni í sveitinni. "Það má segja að Vox sé sett saman úr Mezzoforte, Todmobile og Sólinni," segir Helgi. Meira

Umræðan

6. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 521 orð

Að skipuleggja tímann Frá Elínu Grétarsdóttur: Í LOK október 199

Í LOK október 1997 komu til Íslands þrjár ungar konur. Það voru þær Matta, sem er íslensk, Gry, sem er norsk, og Eva sem er sænsk. Þær eiga það sameiginlegt að vera búsettar í Svíþjóð og að allar voru þær komnar til Íslands til að kynna okkur Íslendingum fyrirtæki að nafni Volare. Meira
6. mars 1998 | Aðsent efni | 933 orð

Aukin þjónusta við minnisskerta sjúklinga

Í DAG verður opnuð eining innan Öldrunarlækningadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem þjóna mun einstaklingum með sjúkdóma er fyrst og fremst valda skerðingu á minni og því ástandi sem kallað hefur verið heilabilun, en algengastur þeirra er svo kallaður Alzheimers sjúkdómur. Með stofnun þessarar einingar næst tvennt. Meira
6. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 356 orð

Enn um tóbak og tvískinnung stjórnvalda! Frá Guðjóni Bergmann: É

ÉG fékk nýlega staðfestar upplýsingar frá ábyrgum aðila þess efnis að sex þeirra 4000 efna sem eru í sígarettunni féllu undir eiturefnalög á Íslandi og væru þess vegna bönnuð í sölu nema undir mjög ströngu eftirliti. Umræða um þetta málefni mun líklega rísa hér á landi innan tíðar og því miður er ég ekki með það staðfest hvaða sex efni þetta eru. Meira
6. mars 1998 | Aðsent efni | 1036 orð

Fjársöfnun undir fölsku flaggi

FYRIR allmörgum árum var í einhver tvö til þrjú haust gerður út bátur til þeirra nýstárlegu veiða að fanga lifandi háhyrninga. Ef rétt er munað náðust þannig nokkur dýr sem síðan voru seld til sjávardýrasafna erlendis eins og til var stofnað. Eitt þessara dýra sem nú ber nafnið Keikó öðlaðist heimsfrægð (a.m.k. í Ameríku) þegar það var aðalhlutverki í kvikmyndinni "Frelsum Villa". Meira
6. mars 1998 | Aðsent efni | 815 orð

Gjaldþrota áfengisstefna

UNDARLEGT er hvernig viðtekin sannindi breytast, hvernig viðhorf sem áður voru ekki dregin í efa verða skyndilega úrelt og á stundum grátbrosleg. Vísast verður sá sem kortlagt getur slík umskipti annaðhvort markaðsstjóri hjá stórfyrirtæki eða einsetumaður. Meira
6. mars 1998 | Aðsent efni | 393 orð

Heilbrigðisgjald enn og aftur

JÚLÍUS VÍFILL Ingvarsson, frambjóðandi D-listans í Reykjavík, fór með rangt mál í grein í Morgunblaðinu 31. janúar sl., þar sem hann fjallar um heilbrigðisgjald á fyrirtæki í borginni og segir að "með úrskurði sínum komst [umboðsmaður] að þeirri niðurstöðu að rök atvinnulífsins væru réttmæt og að Reykjavíkurborg undir stjórn R-listans hefði framið lögbrot". Meira
6. mars 1998 | Aðsent efni | 720 orð

"Hvað er í matinn, elskan?"

FYRIR nokkru birtist grein í Morgunblaðinu sem vakti mikla athygli. Þessi skrif eru eftir Katrínu Óskarsdóttur og fjalla um svonefndar ofurkonur. Þar lýsir Katrín hvernig útivinnandi konur með fjölskyldu og börn geti lent í vítahring vinnuþrælkunar, oftar en ekki hvattar áfram af samfélaginu og tískublöðum sem birti jafn og þétt myndir og viðtöl við ofurkvenmenn sem ekkert sé ómögulegt; s. Meira
6. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 800 orð

Neyðarkall Frá Sigurði Guðjónssyni: ÉG FINN mig knúinn til að le

ÉG FINN mig knúinn til að leggja góðu málefni lið ef ske kynni að ég gæti ýtt við þeim þúsundum manna sem hafa fengið góðan bata við endurhæfingu á Grensásdeildinni síðastliðin 25 ár, en nú í vor eru einmitt 25 ár síðan hún tók til starfa. Það vill svo til að í lok mars eru 24 ár síðan ég var lagður þar inn, þá lamaður upp að mitti, eftir stóra mænuskurðaðgerð. Meira
6. mars 1998 | Aðsent efni | 627 orð

Oddviti í ófæru!

ÁRNI Sigfússon oddviti minnihlutans í borgarstjórn sendi mér tóninn í Morgunblaðinu sl. föstudag, þar sem hann sakar mig um hræðsluáróður, útúrsnúninga og ósanngirni. Ástæðan fyrir þessum harkalegu viðbrögðum Árna er sú að í stuttri grein leyfði ég mér að vara við þeirri hugmynd minnihlutans að lagðir yrðu á vegatollar innan borgarmarkanna til að fjármagna vegaframkvæmd sem lögboðið er að ríkið Meira
6. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 315 orð

Skoðanaskipti í Dagsljósi Frá Ein

Í UMRÆÐUÞÆTTI um óhefðbundnar lækningar hinn 17. febrúar síðastliðinn kom fram að undirritaður hefur sent Landlækni, Ólafi E. Ólafssyni, erlendar upplýsingar um nokkur mál sem að hans mati gætu skipt heilsu þjóðarinnar meginmáli. En einnig kom fram að sá mæti embættismaður kannaðist ekkert við þær sendingar. Hér mun áreiðanlega um að kenna minnistapi. Meira
6. mars 1998 | Aðsent efni | 838 orð

Staðreyndir um Gyrði Elíasson

ÞAÐ ERU til staðreyndir og hér er ein; Gyrðir Elíasson er 37 ára rithöfundur, sem á fjórtán árum hefur sent frá sér sextán frumsamdar og sjö þýddar bækur. Makalaus afköst, eiginlega dæmafá í ljósi þess, að skáldskapur hans þykir svo vel unninn, smíðaverkið svo fínt, að vart er hægt að hnika til orði. Meira
6. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 532 orð

Um Sjómannaskólann Frá Þórunni Maggý Guðmundsdóttur: ÉG SÉ a

ÉG SÉ að einu sinni enn er verið að tala um Sjómannaskólann og að menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, vill að það verði athugað seinna hvað má gera. Þessi orð hans eru svo augljós. Ég spyr þennan háttvirta ráðherra hvort honum finnist það í lagi að alþingishúsið verði gert að prestaskóla af því að Dómkirkjan er svo nálægt, svona til hagræðingar. Meira

Minningargreinar

6. mars 1998 | Minningargreinar | 233 orð

Elín Rósa Valgeirsdóttir

Elín Rósa var einstök kona. Hjartahlý, róleg og yfirveguð. Það sannaðist best þegar hún opnaði heimili sitt fyrir okkar borgarbörnunum sem komum í sveitina til þeirra Guðbjarts að leggja þeim lið við bústörfin. Í fyrstu vorum við bara þrjú pör og svo bættust börnin við eftir því sem árunum fjölgaði. Það var svolítill munur að vera bara tvö í heimili og vera svo orðin fjórtán, nú síðast í haust. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 478 orð

Elín Rósa Valgeirsdóttir

Elsku amma. Ég á svo bágt með að trúa því að þú sért farin frá okkur. Af hverju þurfti þetta að koma fyrir þig? Það er svo óréttlátt. Þið afi hafið alltaf verið einn af mínum föstu punktum í lífinu. Undanfarna mánuði hefur hugur minn hvarflað til sumranna í sveitinni og margar minningar hafa brotist upp á yfirborðið. Ég minnist tímans sem við eyddum í að skrúbba fjósið hátt og lágt. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 469 orð

Elín Rósa Valgeirsdóttir

Erfiðum veikindum er lokið hjá mágkonu minni, Elínu Rósu. Það eru rúmlega tvö ár síðan hún greindist með þann illvíga sjúkdóm sem síðan lagði hana að velli. Það var þó fyrir um einu ári að hún kom hingað á sjúkrahúsið í Stykkishólmi vegna bakveiki sem hrjáði hana. Hún var illa haldin þegar hún kom en bar sig ávallt vel og kvartaði lítið. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 324 orð

Elín Rósa Valgeirsdóttir

Mig langar að minnast tengdamóður minnar Elínar Rósu með fáeinum orðum. Elínu kynntist ég fyrir tæpum tíu árum er ég og Valgeir sonur hennar rugluðum saman reitum okkar. Fór ég að venja komur mínar í sveitina til hennar og Guðbjarts. Ég hafði aldrei kynnst sveitastörfum fyrr en ég kom í Miklaholt. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 164 orð

Elín Rósa Valgeirsdóttir

Ella Rósa er látin eftir erfiða sjúkdómslegu. Hún var einhver heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst. Þegar ég kynntist Ellu Rósu fyrir rúmlega 20 árum fann ég strax fyrir þessari hlýju og þessu trausti, sem stafaði frá henni. Hún framkvæmdi ekki hlutina með hávaða og látum, en var sífellt að og féll sjaldan verk úr hendi. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 215 orð

Elín Rósa Valgeirsdóttir

Elsu amma mín. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að byrja, svo ég reyni bara að skrifa beint frá hjartanu. Þú varst svo yndisleg. Ég kom í sveit til þín fyrst fimm ára gömul og einn af þínum eiginleikum var sá að þú kunnir vel á börn, svo góð og þolinmóð. Ég man þegar ég leiddi þig út í fjós og fann hrjúfar hendur þínar sem voru þurrar eftir sótthreinsiefnið sem notað var til að þvo kúnum. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 335 orð

Elín Rósa Valgeirsdóttir

Í dag verður kvödd frá Miklaholtskirkju Elín Rósa Valgeirsdóttir. Ég get ekki sagt að andlátsfregn hennar hafi komið okkur sem til þekktum á óvart. Ella Rósa hefur háð harða baráttu við illvígan sjúkdóm nú síðustu mánuði á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Þar hitti ég hana síðast í janúarlok. Þá sýndi hún mér myndir af barnabörnum sínum en ég hafði haft með mér myndir af mínum. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 1337 orð

Elín Rósa Valgeirsdóttir

Vinkona mín Elín Rósa Valgeirsdóttir hefur kvatt þennan heim eftir langa og stranga sjúkdómslegu langt fyrir aldur fram. Leiðir okkar lágu saman fyrir tæplega 50 árum eða sumarið l948, en þá var Ella Rósa (en það var hún ætíð kölluð) 12 ára en ég sex ára. Foreldrar hennar höfðu verið svo væn að taka mig til mánaðardvalar það sumarið. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 443 orð

Elín Rósa Valgeirsdóttir

Kaldir vindar hafa blásið um vanga nú síðustu daga, viðbrigði eftir óvenjulega hlýjan vetur. Umhverfið allt öðruvísi en þrátt fyrir napra daga vitum við að aftur hlýnar í tímans rás. Líf okkar er háð sömu lögmálum og blómin sem uxu á varpanum í fyrra, þau komu og þau fóru. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 82 orð

Elín Rósa Valgeirsdóttir

Elsku amma mín. Ég get ekki annað en verið pínulítið sár út í tilveruna að fara svona með þig. Þú sem lifðir heilbrigðasta lífi sem ég veit um. Ég á margar góðar minningar sem munu halda áfram að varðveitast í hjarta mínu. En eitt vil ég segja sem ég sagði aldrei:Takk fyrir að vera þú og ekki síst fyrir að vera amma mín. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 37 orð

Elín Rósa Valgeirsdóttir

Elsku amma. Við þökkum þér fyrir alla þá ást og hlýju sem þú hefur alltaf sýnt okkur. Vonum við að þér líði sem best hjá Guði og langömmu og langafa. Vilhjálmur, Guðlaugur og Elías Rúnar. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 243 orð

ELÍN RÓSA VALGEIRSDÓTTIR

ELÍN RÓSA VALGEIRSDÓTTIR Elín Rósa Valgeirsdóttir fæddist í Litlu-Þúfu í Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu 23. febrúar 1936. Hún lést á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi 26. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðlaug Jónsdóttir, húsfreyja í Miklaholti, f. 23.11. 1907, d. 17.7. 1997, og Valgeir Elíasson, bóndi í Miklaholti, f. 22.1. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 293 orð

Fjóla Jónsdóttir

Elsku amma. Nú ertu farin á betri stað eftir stutt en erfið veikindi. Við sitjum hér saman barnabörnin þín og rifjum upp liðna tíð og allar þær ánægjustundir sem við höfum átt með þér. Það sem okkur er minnisstæðast er hvað þér var umhugað um að við færum aldrei svöng frá þér og það brást aldrei. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 174 orð

Fjóla Jónsdóttir

Elsku amma! Ég missti þig allt of fljótt ­ í raun varstu nýkomin til mín. Lengst af skildu okkur að fjöll og haf og oft leið langt á milli funda. Síðustu mánuði lífs þíns varstu nágranni minn og sá tími er mér dýrmætur. Við sátum ófáar stundir og ræddum lífið og tilveruna, ástina, drauma og væntingar. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 276 orð

FJÓLA JÓNSDÓTTIR

FJÓLA JÓNSDÓTTIR Fjóla Valgerður Jónsdóttir var fædd á Daðastöðum á Reykjaströnd í Skagafirði 27. október 1922. Hún lést á sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, síðast bóndi á Steini á Reykjaströnd, og kona hans, Sigfríður Jóhannsdóttir. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 80 orð

INGIBJÖRG SALOME SVEINSDÓTTIR

INGIBJÖRG SALOME SVEINSDÓTTIR Ingibjörg Salome Sveinsdóttir fæddist á Sauðárkróki 10. maí 1947. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 19. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Guðmundsson og Guðbjörg Þorvaldsdóttir, d. 1994. Ingibjörg var eina barn móður sinnar en átti þrjá hálfbræður samfeðra. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 154 orð

Ingibjörg Salóme Sveinsdóttir

Ég kveð þig nú í hinsta sinn, mamma mín. Vonandi líður þér betur þar sem þú ert núna heldur en í þessari jarðvist. Margar spurningar brenna á vörum mínum þegar þú hefur nú öðlast hvíld og kvatt þennan heim. Hvers vegna valdir þú lífi þínu þennan farveg? Svör við spurningum fást ekki nú en þegar við hittumst hinum megin þá fæ ég svörin. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 404 orð

Ingibjörg Salóme Sveinsdóttir

Vinkona mín úr barnæsku, Ingibjörg Salóme Sveinsdóttir eða Bússý eins og við kölluðum hana, er látin. Hér á Sauðárkróki átti hún heima fyrstu árin. Er foreldrar hennar skildu fluttist hún til Reykjavíkur með móður sinni og ólst upp hjá henni og stjúpföður sínum, Erlendi Þórðarsyni, sem henni þótti afskaplega vænt um alla tíð. Hér á Sauðárkróki dvaldist hún öll sumur fram að unglingsárum. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 1051 orð

Ingólfur Jónsson

Ég var að frétta að Ingólfur mágur minn væri látinn. Mig langar til að senda honum kveðju mína og þakkir. Ingólfur Jónsson var sonur hjónanna Jóns Jónssonar Færeyings og Jóhönnu Bjarnadóttur frá Núpi á Berufjarðarströnd. Þau eignuðust tvær dætur, Önnu og Helgu og soninn Ingólf, sem þau létu heita eftir landnámsmanningum Ingólfi Arnarsyni. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 30 orð

INGÓLFUR JÓNSSON

INGÓLFUR JÓNSSON Ingólfur Jónsson fæddist á Bæjarstöðum við Stöðvarfjörð 5. júní 1908. Hann lést á Hlévangi í Keflavík 19. febrúar síðastliðnn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 27. febrúar. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 186 orð

Kristín Jónsdóttir

Mig langar að minnast með örfáum orðum ömmu á Bárugötu, eins og við systurnar vorum vanar að kalla hana. Stína amma var seinni konan hans afa, en hann dó fyrir nokkrum árum. Þó að móðir mín Sigríður Norðqvist hafi ekki verið dóttir hennar þá kom hún fram við hana sem slíka. Hún amma var með stórt hjarta, og okkur þótti innilega vænt um hana, alltaf tók hún á móti okkur með kossum og faðmlögum. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 201 orð

Kristín Jónsdóttir

Elsku amma mín. Þegar ég kvaddi þig fyrir mánuði flaug sú hugsun í gegnum huga minn að kannski yrði þetta í síðasta sinn sem ég sæi þig og hálfum mánuði síðar fékkstu hvíldina. Minningarnar tengdar þér eru margar. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 333 orð

Kristín Jónsdóttir

Með nokkrum orðum langar mig að minnast ömmu minnar, Kristínar Jónsdóttur, sem lést laugardaginn 21. febrúar sl. Lyktir og hljóð fylgja yndislegum minningum mínum um hana ömmu. Hjá henni þótti mér alltaf best að vera. Ást, vinátta og hlýja var á milli okkar alla tíð og finnst mér ég vera mjög heppinn að fá að hafa notið þess. Ótrúlegustu skemmtunum fundum við upp á, t.d. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 214 orð

Kristín Jónsdóttir

Ég vil í örfáum orðum minnast elsku ömmu minnar, hennar ömmu Stínu sem í dag verður jarðsett. Ég á margar góðar minningar um hana frá Bárugötunni, þar sem hún bjó nær allt sitt æviskeið. Minningarnar um hana einkennast að miklu leyti af hennar lundarfari. Af þeirri miklu ró og yfirvegun sem hún bjó yfir sem varð til þess að í bernsku naut ég þess einstaklega vel að vera í návist hennar. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 255 orð

Kristín Jónsdóttir

Elsku amma mín, nú ertu búin að fá hvíldina góðu. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér og að nú líður þér vel. Ég vil þakka þér fyrir allar okkar góðu samverustundir. Það var alltaf gott að koma til þín á Bárugötuna og tekið vel á móti mér. Ég hef alltaf verið stolt af að heita í höfuðið á þér og munt þú eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 289 orð

Kristín Jónsdóttir

Elsku amma okkar er dáin. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa á Bárugötuna. Í hvert skipti sem farið var í bæinn var komið þar við. Hún var myndarkona, boðin og búin til að hjálpa öllum. Ekki vildi hún þó láta mikið fyrir sér hafa, hvað þá að þiggja aðstoð. Meira segja á hennar síðustu stund fannst henni þetta allt tómt vesen og tilstand á gömlu konunni. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 78 orð

Kristín Jónsdóttir

Elsku mamma. Það er erfitt að kveðja, því ég get ekki séð framtíðina án þín, en ég veit að þú ert komin á langþráðan stað og þess vegna gleðst ég í hjarta mínu fyrir þína hönd. Hvíl í friði, elsku mamma, og Guð geymi þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 211 orð

KRISTÍN JÓNSDÓTTIR

KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Kristín Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 4. maí 1909. Hún andaðist á Droplaugarstöðum 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson frá Bala á Kjalarnesi, fæddur 14.3. 1877, d. 16.5. 1948, og Sigurlín Katrín Jónsdóttir, fædd 15.11. 1879, d. 25.8. 1933. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 69 orð

Kvöldgestir Jónasar Jónassonar

RÁS 1Kl.23.00Spjallþáttur Jónas Jónasson, hinn góðkunni útvarpsmaður, fær til sín kvöldgesti á hverju föstudagskvöldi og ræðir við þá um lífið og tilveruna. Þátturinn Kvöldgestir er einn af elstu þáttum Rásar 1 og má nærri geta að Jónas hafi rætt við um eitt þúsund manns auk þess að bjóða til sín ýmsum hljómlistarmönnum á tyllidögum. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 252 orð

Margrét Sigurjónsdóttir

Hún Margrét móðursystir mín er látin eftir langa sjúkdómslegu, tæplega fjórum mánuðum eftir að Halldór eiginmaður hennar kvaddi þennan heim. Margar góðar minningar á ég um þessi sæmdarhjón, sem bæði voru innfæddir Hafnfirðingar og bjuggu í Firðinum alla tíð. Alltaf var gott að heimsækja þau í fallega húsið þeirra á Norðurbraut 13. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 28 orð

MARGRÉT SIGURJÓNSDÓTTIR

MARGRÉT SIGURJÓNSDÓTTIR Margrét Sigurjónsdóttir fæddist á Patreksfirði 20. september 1906. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 22. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 1. mars. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 414 orð

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Vinkona mín Ragnheiður Guðmundsdóttir er látin, tæplega 77 ára. Hún lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga, þar sem sonur hennar og fjölskylda hans býr. Við Heiða höfum þekkst nánast alla ævi, frá því ég flutti þriggja ára á Grettisgötuna og kynntist sex ára hnátu sem leiddi mig þegar ég rataði ekki sjálf. Það handtak hefur verið hlýtt og traust og reynst mér vel gegn um árin. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 121 orð

RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Ragnheiður Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 29. mars 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga 27. febrúar síðastliðinn. Ragnheiður bjó alla tíð í Reykjavík, nú síðast í Bólstaðarhlíð 46. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sveinsson, f. 14.10. 1877, d. 22.5. 1966, og Guðfinna Magnúsdóttir, f. 12.2. 1881, d. 19.6. 1953. Meira
6. mars 1998 | Minningargreinar | 8 orð

(fyrirsögn vantar)

Viðskipti

6. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 178 orð

ÐEimskip selur Vegu

EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefur selt ekjuskipið Vega, sem áður hét Brúarfoss, til belgískra aðila. Söluverð er um 800 milljónir kr. Undanfarin tvö ár hafa tvö skip Eimskipafélagsins verið í leiguverkefnum erlendis. Þetta eru ekjuskipin Vega og Lyra, áður Brúarfoss og Laxfoss. Skipin eru 20 ára gömul. Vega hefur verið í leigu til spænsks útgerðaraðila frá árinu 1996. Meira
6. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 130 orð

Efnahagur Austur- Asíu og íslenskir hagsmunir

LANDSNEFND Alþjóða verslunarráðsins heldur hádegisverðarfund í dag um efnahagsástandið í Austur- Asíu og Japansmarkað, m.a. með íslenska hagsmuni í huga. Ræðumenn á fundinum verða Kiyohiko G. Nishimura, hagfræðiprófessor og efnahagsráðgjafi, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Meira
6. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 396 orð

Hagnaðurinn nam 109 milljónum króna

109,5 MILLJÓNA króna hagnaður varð af rekstri Krossaness hf. í fyrra en var 207,8 milljónir árið áður. Minni hagnað má að miklu leyti skýra með því að félagið hefur nú fullnýtt yfirfæranlegt rekstrartap fyrri ára til lækkunar á skattgreiðslum. Þrátt fyrir 47,3% samdrátt hagnaðar milli ára var árið 1997 þó næstbesta rekstrarár í sögu félagsins. Meira
6. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 309 orð

"Smáfyrirtæki verðleggja sig hátt"

SAMÞYKKT var heimild til hlutafjáraukningar á aðalfundi Nýherja hf. í fyrradag, 37 milljónir kr. að nafnverði. Tilgangur hlutafjáraukningarinnar er að skapa möguleika til að fyrirtækið geti keypt annað fyrirtæki með því að greiða kaupverðið með hlutabréfum í Nýherja. Meira
6. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 448 orð

Spáir frekari vaxtalækkunum

MARKAÐSÁVÖXTUN húsbréfa lækkaði almennt um 2 til 7 punkta í gær og ávöxtun í viðskiptum með húsbréf til 25 ára náði sögulegu lágmarki, 4,965%. Lengri húsbréf eru seld á yfirverði í stað affalla þar sem ávöxtunarkrafa er nú lægri en vextir bréfanna. Í kjölfar vaxtalækkunar urðu lífleg viðskipti á hlutabréfamarkaði. Meira
6. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 557 orð

Tveggja milljarða veltufé frá rekstri

REKSTUR Eimskipafélags Íslands og dótturfélaga skilaði 627 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Er það 95 milljónum kr. meira en á árinu á undan. Forstjóri Eimskips telur þetta áhugaverðan rekstrarárangur, sérstaklega 2 milljarða króna veltufé frá rekstri. Velta Eimskips jókst um þriðjung á árinu, miðað við árið 1996 og hefur veltan aukist um 71% á tveggja ára tímabili. Meira
6. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 227 orð

Viðvörun frá Intel vekur svartsýni

LÆKKANIR urðu í evrópskum kauphöllum í gær eftir viðvörun frá bandaríska kubbarisanum Intel um minni hagnað en spáð var og eftir mikið verðfall í Asíu í fyrrinótt. Í London, París og Frankfurt höfðu orðið 1,5% lækkanir um miðjan dag og svartsýni tók við af bjartsýni, sem hefur ríkt vegna methækkana að undanförnu. Meira

Fastir þættir

6. mars 1998 | Dagbók | 3243 orð

APÓTEK

»»» Meira
6. mars 1998 | Í dag | 127 orð

ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 6. mars, verður sextu

ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 6. mars, verður sextugur Aðalsteinn Hallsson, húsgagnakaupmaður í Heimilisprýði, Reykjavík. Eiginkona hans er Ebba Stefánsdóttir. Þau taka á móti gestum á heimili sínu, Þrastanesi 7, Garðabæ, laugardaginn 7. mars milli kl. 17 og 20. ÁRA afmæli. Meira
6. mars 1998 | Fastir þættir | 74 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsdeild Barðst

Besta skor þ. 2. mars sl.: Albert Þorsteinsson ­ Björn Árnason160Baldur Bjartmarsson ­ Halldór Þorvaldsson76Árni Magnússon ­ Eyjólfur Magnússon66Eyþór Hauksson ­ Helgi Samúelsson65Hjálmar S. Meira
6. mars 1998 | Fastir þættir | 104 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsd. Félags el

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsd. Félags eldri borgara, Kópavogi Spilaður var Mitchell-tvímenningur föstud. 27. feb. 30 pör mættu og urðu úrslit þessi: N/S Garðar Sigurðsson ­ Sigurleifur Guðjónsson364Ingunn Bernburg ­ Elín Jónsd. Meira
6. mars 1998 | Fastir þættir | 321 orð

Eindregið mælt gegn notkun stíla í hross

"VIÐ VITUM að sjálfsögðu ekkert hvaða áhrif stílar ætlaðir fólki hafa á hross því engar rannsóknir hafa verið gerðar þar um, eftir því sem við dýralæknar best vitum. Þess vegna getum við engan veginn mælt með því að hestamenn setji stíla í veika hesta þar sem engar vísindalegar forsendur eru fyrir hendi til þess," sagði Helgi Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
6. mars 1998 | Í dag | 452 orð

Frábært framtak hjá forsetahjónunum ÁHUGAMAÐUR um forvarnir

ÁHUGAMAÐUR um forvarnir gegn fíkniefnum hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri ánægju sinni yfir því að forsetahjónin skulu sýna vímuefnavandamálinu áhuga og vekja athygli á því. Þetta er ekki lengur aðeins vandamál úti í hinum stóra heimi heldur er þetta orðið stórt vandamál í okkar þjóðfélagi. Meira
6. mars 1998 | Í dag | 194 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Orgelleikur og lestur Passíusálma kl. 12. Háteigskirkja. Í dag er Alþjóðlegur bænadagur kvenna. Af því tilefni verður bænastund í Háteigskirkju í Reykjavík í kvöld kl. 20.30. Sr. María Ágústsdóttir leiðir stundina, en frú Margrét Hróbjartsdóttir flytur hugleiðingu. Meira
6. mars 1998 | Í dag | 440 orð

ÍKVERJI fékk upphringingu á dögunum frá manni, sem flau

ÍKVERJI fékk upphringingu á dögunum frá manni, sem flaug með Flugfélagi Íslands og Íslandsflugi í nóvember. Hann er ekki sammála Víkverjapistli, sem birtist um miðjan febrúar um þægindi í flugvélum. Honum fannst Íslandsflugs-flugvélin mun þægilegri en flugvél Flugfélags Íslands. Meira
6. mars 1998 | Fastir þættir | 239 orð

Lét sýkt trippi af hendi til krufningar

HELGI Eggertsson bóndi að Kjarri í Ölfusi lagði vísindamönnum á Keldum til eitt trippi, sem sýkst hafði, til krufningar í gær. Sagði Helgi að Páll Stefánsson dýralæknir á Selfossi hefði tjáð sér að þeir á Keldum hefðu lýst yfir miklum áhuga á að fá sýkt hross til krufningar Smitun hrossanna í Kjarri hefur valdið Helga og dýralæknum nokkrum heilabrotum því fyrst komu fram einkenni á Meira
6. mars 1998 | Í dag | 183 orð

"LOSAÐU þig við háu trompin, þá færðu kannski slag á tromphundana!" skrifaði Terence R

Suður spilar fjögur hjörtu og vestur kemur út með einspilið í laufi. Sagnhafi tekur slaginn í borði og spilar strax tígli á kónginn. Vestur tekur þann slag, spilar makker inn á spaðaás, sem spilar síðan laufi. Vestur trompar og það er þriðji slagur varnarinnar. Meira
6. mars 1998 | Fastir þættir | 705 orð

Óvissan versti óvinurinn

Fram til þessa hafa hestamenn getað um frjálst höfuð strokið í iðkun áhugamálsins en nú virðist orðin breyting á. Menn hafa farið hvert sem þeim þóknast að skoða hesta og hitta menn og þótt sjálfsagt. Meira
6. mars 1998 | Dagbók | 678 orð

Reykjavíkurhöfn: Mælifell og Lone Sif

Reykjavíkurhöfn: Mælifell og Lone Sif fóru í gær. Irene Artica kemur og fer í dag. Noro fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Strong Icelander og Voldstad Viking fóru í gær. Haukur og Ernir komu í gær. Meira
6. mars 1998 | Fastir þættir | 775 orð

Shirov tapaði ­ er samt efstur

Aleksei Shirov heldur enn naumri forystu á Linaresmótinu, þrátt fyrir tap á þriðjudag. Seinni hluti deildakeppni Skáksambands Íslands fer fram um helgina. Aleksei Shirov heldur hálfs vinnings forskoti á stórmótinu í Linares. Hann hefur hlotið fimm og hálfan vinning úr níu skákum, en Indverjinn Anand er næstur með fimm vinninga úr jafnmörgum skákum. Meira
6. mars 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Öll hross búin að ná sér og komin í þjálfun segir Atli Guðmundsson, tamningmaður í Dal

EFTIR því sem næst verður komist virðist smitsjúkdómurinn fyrst hafa skotið upp kollinum á Hestamiðstöðinni Dal í Mosfellsbæ. Atli Guðmundsson tamningamaður og reiðkennari og kona hans Eva Mandal reka stöðina. Meira
6. mars 1998 | Fastir þættir | 209 orð

(fyrirsögn vantar)

Lokið er fyrra kvöldinu í tveggja kvölda góutvímenningi BA þar sem 23 pör spila barómeter, 3 spil á milli para. Að spiluðum 9 umferðum standa leikar sem hér segir: Jón Björnsson ­ Björn Þorláksson64Magnús Magnússon ­ Grettir Frímannsson44Örn Einarsson ­ Hörður Steinbergsson39Kristján Guðjónsson ­ Haukur Harðarson35Preben Pétursson ­ Helgi Meira

Íþróttir

6. mars 1998 | Íþróttir | 543 orð

Flo nýtti tækifærið

NORSKI landsliðsmaðurinn Tore Andre Flo þakkaði fyrir sig þegar Gianluca Vialli, knattspyrnustjóri og leikmaður Chelsea, ákvað að taka sæti á varamannabekknum er félagið mætti Real Betis á Spáni í gærkvöldi ­ og velja Flo í byrjunarliðið í sinn stað. Flo gaf Chelsea óskabyrjun, skoraði tvö mörk á aðeins tólf mín. í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum í Evrópukeppni bikarhafa í Sevilla. Meira
6. mars 1998 | Íþróttir | 135 orð

FYRIRLIÐI skoska landsliðsins í knattspyrn

FYRIRLIÐI skoska landsliðsins í knattspyrnu, Gary McAllister, fer ekki fyrir sínum mönnum í heimsmeistarakeppninni í sumar. McAllister hefur verið frá keppni síðan í desember en lék með varaliði Coventry í fyrrakvöld. Hann meiddist í leiknum og verður frá keppni í átta mánuði. Meira
6. mars 1998 | Íþróttir | 391 orð

Grindvíkingar réðu ekki við KR-vörnina

KR-ingar fögnuðu ógurlega í íþróttahúsi Seltjarnarness í gærkvöldi eftir að þeir lögðu Grindvíkinga 75:57 í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Full ástæða til fyrir KR, enda var þetta aðeins þriðji leikurinn sem Grindvíkingar tapa í deildinni í vetur og greinilegt á leik liðsins að það vantaði eitthvað. Meira
6. mars 1998 | Íþróttir | 543 orð

Heimsmetið stóðst atlöguna

ÞAÐ var hart sótt að heimsmetinu í stangarstökki kvenna í Laugardalshöll í gærkvöldi enda voru þar á ferðinni þrír af fremstu stangarstökkvurum heims sem reyndu með sér. Áhorfendur að þessum stórviðburði í íþróttalífinu fengu að halda niðri í sér andanum hvað eftir annað er heimsmethafinn, Anzhela Balaknova og stolt íslensks íþróttalífs, Vala Flosadóttir, Meira
6. mars 1998 | Íþróttir | 56 orð

Í kvöld Handknattleikur Alþjóða Olís-mótið: Höllin:Egyptaland - Ísrael18.30 Höllin:Ísland - Portúgal20.30 2. deild karla:

Handknattleikur Alþjóða Olís-mótið: Höllin:Egyptaland - Ísrael18.30 Höllin:Ísland - Portúgal20.30 2. deild karla: Seltj.nes:Grótta/KR - Hörður20.30 Körfuknattleikur Meira
6. mars 1998 | Íþróttir | 287 orð

ÍR-ingar fallnir Skallagrímur sigraði ÍR í bráðfjörug

ÍR-ingar fallnir Skallagrímur sigraði ÍR í bráðfjörugum og æsispennandi leik í gærkvöldi og þar með er ljóst að ÍR er fallið úr úrvalsdeildinni. Lengi vel leit út fyrir að ÍR myndi fara með sigur af hólmi en Borgnesingar voru sterkari á lokamínútunum og unnu nauman sigur, 83:86. Meira
6. mars 1998 | Íþróttir | 169 orð

Ísland steinlá fyrir Kasakstan

Íslenska landsliðið í í íshokkí, skipað leikmönnum 18 ára og yngri tapaði 63:0 fyrir Kasakstan í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramóti unglinga sem fram fer þessa dagana í Lúxemborg. Kasakstan hefur líklega farið nærri heimsmeti í markaskori í leiknum, en það skal haft í huga að Kazakstan hefur um langt árabil verið í fremstu röð þjóða í heiminum í greininni. M.a. Meira
6. mars 1998 | Íþróttir | 70 orð

Knattspyrna

Evrópukeppni bikarhafa 8-liða úrslit, fyrri leikir: Aþena, Grikklandi: AEK - Lokomotiv Moskva0:0 30.000. Arnar Grétarsson lék með AEK. Kerkrade, Hollandi: Roda - Vicenza1:4 Bob Peeters (73.) ­ Pasquale Luiso 2 (17., 39.), Davide Belotti (28.), Marcelo Otero (66.). 20.000. Meira
6. mars 1998 | Íþróttir | 577 orð

KR - Grindavík75:57

Íþróttahúsið Seltjarnarnesi, úrvalsdeildin í körfuknattleik ­ DHL-deildin ­ fimmtudaginn 5. mars 1998. Gangur leiksins: 1:0, 1:5, 13:10, 13:19, 19:24, 25:24, 38:29, 38:33, 38:35, 51:39, 68:48, 75:57. Meira
6. mars 1998 | Íþróttir | 82 orð

Seizinger heimsbikarmeistari

KATJA Seizinger varð í gær heimsbikarmeistari í bruni og stórsvigi er tveimur mótum sem halda átti í Morzine um næstu helgi var frestað af öryggisástæðum. "Slæm veðurskilyrði, sérstaklega óhagstæðir vindar sem blásið hafa alla vikuna neyddu okkur til að aflýsa þessm mótum," sagði talsmaður mótshaldara í gær. Meira
6. mars 1998 | Íþróttir | 129 orð

Slakt hjá Birgi Leifi

BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi, byrjaði ekki nógu vel á sínu fyrsta móti í evrópsku áskorendamótaröðinni, en mótið er haldið á Fílabeinsströndinni. Fyrsti hringur var leikinn í gær og var Birgir Leifur á 79 höggum, sjö yfir pari vallarins. Birgir Leifur klúðraði á þremur holum og fór þær á sjö yfir pari, að öðru leyti spilaði hann vel. Meira
6. mars 1998 | Íþróttir | 49 orð

Vala fékk 500 þús. kr. styrk RÍK

RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag að veita Völu Flosadóttur, stangarstökkvara úr ÍR, sérstaka viðurkenningu fyrir íþróttaafrek hennar og heimsmet. Var samþykkt að veita henni 500.000 króna styrk. Björn Bjarnason menntamálaráðherra afhenti Völu styrkinn í kvöldverðarboði henni til heiðurs í Ráðherrabústaðnum síðastliðinn miðvikudag. Meira
6. mars 1998 | Íþróttir | 519 orð

Vel við hæfi að enda heima

"TÆKNIN var slæm hjá mér í kvöld, stökkin voru illa útfærð og því má í sjálfu sér segja að 4,36 m hafi verið ágætt þegar öllu er á botninn hvolft," sagði Vala Flosadóttir að keppni lokinni í gær. Mér gekk illa við að planta stönginni niður og fetti mig of langt aftur og lenti út til hliðar fyrir vikið og því fór sem fór. Meira
6. mars 1998 | Íþróttir | 287 orð

Öruggt í Keflavík Keflvíkingar unnu Þ

Öruggt í Keflavík Keflvíkingar unnu Þór frá Akureyri örugglega 106:85, þegar liðin mættust í Keflavík í gærkvöldi sem var í samræmi við það sem búist var við fyrirfram. Keflvíkingar náðu fljótlega afgerandi forystu og ellefu 3ja stiga körfur þeirra í fyrri hálfleik vógu þar þungt. Meira

Úr verinu

6. mars 1998 | Úr verinu | 619 orð

Eykur mjög á öryggi smábáta

SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur ákveðið að komið verði á sjálfvirku tilkynningaskyldukerfi íslenskra skipa. Að því tilefni undirrituðu samgönguráðherra, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Landssími Íslands hf., Landssamband smábátaeigenda, Póst- og fjarsktiptastofnun og Slysavarnafélag Íslands samkomulag um framkvæmd kerfisins í gær. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

6. mars 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 52 orð

1968­1998

UNGT fólk á árunum í kringum 1968 var í byltingarhug og farið var í mótmælagöngur gegn siðum og venjum. Friður, ást og hamingja voru lykilorðin. Á bls. 4 og 5 í Daglegu lífi í dag eru reifaðir gamlir tímar og ungt fólk í dag spurt álits á hvað hafi áunnist. Örn Karlsson. Meira
6. mars 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 683 orð

Borinn burt og sársaukinn senn liðin tíð?

"EF þú brosir framan í heiminn, brosir heimurinn framan í þig," segir "næstum" orðrétt í valinkunnum texta eftir Megas. Nú er sannarlega ástæða til að brosa, það er komin fram ný aðferð til þess að gera við tennur í fólki án þess að það þurfi að bora í tennur þess. Það eru Svíar sem eiga heiðurinn af þessari aðferð, en upphafsins er að leita í Bandaríkjunum. Meira
6. mars 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 831 orð

Dýr mundiHafliði allur MEÐ AUGUM LANDANS Sigurður G. Tómasson er dagskrárgerðarmaður í útvarpi. Hann dvelur um þessar mundir í

NÝTT met framundan í auglýsingaverði. Fimm milljónir á sekúnduna. Bandarískt máltæki segir: "There is no such thing as a free lunch." Ekkert fæst ókeypis mætti kannski leggja þetta út á íslensku. Og hvergi er þetta áþreifanlegra en hér í New York. Nú eru uppgangstímar og þá stefnir allt upp. Meira
6. mars 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 398 orð

Fiðrildi sem síðasta hálmstráið

"HEY, mér finnst þú svolítið sætur. Má ekki bjóða þér nafnspjald," segir Helga Gerður Magnúsdóttir, nemandi í Myndlista- og handíðaskólanum, skellihlæjandi. "Þetta er nú bara grín en skólafélagar mínir hafa gantast með það að ég geti hugsanlega notað nafnspjaldið á börunum, svona sem síðasta hálmstráið. Meira
6. mars 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1082 orð

Forgangsröðun snýst um siðferði og réttlæti Lögmál markaðarins gilda ekki um sjúklinga, sem bíða eftir að gangast undir aðgerðir

Á TÍMUM þegar tæplega sjö þúsund manns eru á biðlistum eftir aðgerðum á sjúkrahúsum þurfa sérfræðingar að skapa sér eigin vinnureglur varðandi forgangsröðun á slíka lista. Þótt til séu bæði læknalög og lög um heilbrigðisþjónustu í landinu hafa sjórnvöld ekki enn sett siðferðilegar viðmiðunarreglur, sem sérfræðingarnir geta farið eftir. Meira
6. mars 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1377 orð

Friður ást og hamingja

SKEFJALAUS bjartsýni einkenndi ungt fólk á Vesturlöndum á sjöunda áratugnum sem síðan náði hámarki árið 1968. Friður, ást og hamingja voru lykilorðin. Eldmóður var mikill, pólitísk róttækni og sjálfstraustið meira en áður. Leiðtogar stúdenta í stórborgum fengu tugir þúsunda í lið með sér og farið var í mótmælagöngur gegn siðum, venjum og valdhöfum. Aðstoð fullorðinna var talin óþörf. Meira
6. mars 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 28 orð

GOTT SKAP/VONT SKAP - HVER HEFUR SÍNA LUND AÐ LAGA/2LIFRARB

GOTT SKAP/VONT SKAP - HVER HEFUR SÍNA LUND AÐ LAGA/2LIFRARBÓLGA B/3 1968-1998 LEITIN AÐ NÝJUM LÍFSHÁTTUM/4MEÐ AUGUM LANDANS/7 ERNA KOMIN HEIM FRÁ SVISS/7 FIÐRILDI SEM NAFNSPJALD/7 FORGANGSRÖÐUN Á BIÐLISTUM/8 Meira
6. mars 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 206 orð

Hvað gerir þú þegar skapið þyngist?

EINAR KÁRASON rithöfundur: "Ég hef bitið það í mig að forðast fólk á meðan ég er leiðinlegur. Ég geri ekkert til að komast í gott skap, get ekki lesið eða hlustað á tónlist, bíð bara eftir að þetta líði hjá. Það er helst að ganga um gólf." EDDA JÓNSDÓTTIR myndlistarmaður: "Ef ég hef verið eitthvað leið dríf ég mig í sund til að komast í gott skap. Meira
6. mars 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1579 orð

Hver á sína lund að laga

ÍSLENDINGAR hafa hingað til ekki fengið orð fyrir að vera mjög glaðlyndir eða brosmildir, nema kannski að sérstök brjóstbirta komi til, og því er áhugavert að glugga í niðurstöður rannsókna bandarískra sálfræðinga og lækna um skapferli manna, en grein um það efni birtist ekki alls fyrir löngu í þýska sálfræðiritinu "Psychologie heute". Meira
6. mars 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 340 orð

Jafnrétti jókst

Í SÖGUBÓKUM eru árin í kringum 1968 tími umbrota og ungt fólk hafði skoðanir en ég held að árangur þeirra í stjórnmálum hafi ekki verið meiri en hjá okkur unga fólkinu í dag. Mótmæli þeirra voru einungis sýnilegri," segir Erna Kaaber, 24 ára nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Helsti ávinningur 68-baráttunnar er á sviði kvennabaráttu að mati Ernu. Meira
6. mars 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 358 orð

Lifrarbólga B berst með hnerra

NEMANDI við bandarískan grunnskóla smitaði kennara sinn af lifrarbólgu af B-stofni með hnerra segir í grein í The Journal of the American Medical Association. Kennarinn var vanfær á sama tíma og smitaðist fóstrið því jafnframt af sjúkdóminum. Meira
6. mars 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 122 orð

Niðurstöður rannsóknarverkefnisinsHámarksbi

20% sérfræðinga hafa starfsreglur um hámarksbið sjúklinga sinna. 46% sérfræðinga telja æskilegt að setja lög um hámarksbiðtíma. Upplýsingar um sjúklinga 86% sérfræðinga greina sjúklingum frá því hvenær þeir eigi von á meðferð um leið og ljóst er að viðkomandi þurfi að bíða eftir þjónustu. Meira
6. mars 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 303 orð

Róttækni ekki í móð

ÞAÐ ER ekki í tísku í dag að vera róttækur og reiður," segir Sigríður Nanna Heimisdóttir, 22 ára nemi í Kennaraháskóla Íslands. Hún rifjar upp sögur af pabba sínum sem var í Menntaskólanum við Hamrahlíð og tók þátt í að "hertaka" menntamálaráðuneytið til stuðnings aðgerðum íslenskra stúdenta við sendiráðið í Stokkhólmi. Meira
6. mars 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1960 orð

Svissneskar konur aldar upp við að þær hafi ekkert að segja og best fyrir þær að þegja. Erna Lúðvíksdóttir var búin að koma sér

ERNA Lúðvíksdóttir hefur unnið hjá IKEA í Sviss í tæp sex ár. "Ég kíkti alltaf inn í IKEA verslunina í Reykjavík þegar ég var heima en hafði mig aldrei neitt í frammi," sagði hún. "Þangað til í haust. Þá ákvað ég að hringja í verslunarstjórann og láta vita af mér." Jóhannes Jóhannesson tók henni vel. Meira
6. mars 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 244 orð

Tæknin skiptir öllu

"Í DAG eru breyttir tímar, tæknin er orðin svo mikil og hún skiptir ungt fólk öllu máli," segir Haukur Sigurjónsson, tvítugur, ritari nemendaráðs Kvennaskólins í Reykjavík. Haukur hefði ekki viljað vera ungur árið 1968, það sé hreinlega ómögulegt að lifa án tækninnar. "Tölvur og fjarskiptatæknin eru aðalatriðið. Meira
6. mars 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 279 orð

Upp með góða skapið

VÍSINDAMENN sem hafa rannsakað skapferli manna ráðleggja mönnum eftirfarandi vilji þeir halda sem lengst í góða skapið: Taka frá tvær stundir á degi hverjum til líkamsræktar (ganga, íþróttir), og til tómstundaiðkunar (tónlist, lestur, áhugamál, samræður). Tuttugu mínútna ganga á dag getur gert gæfumuninn. Meira
6. mars 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

"Þoli ekki hippa"

UNGLINGAMENNING varð fyrst kröftug hér á landi í kringum 68- kynslóðina að mati Birgis Arnar Thoroddsen sem er 22 ára tónlistarmaður og nemi í fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands en alls enginn hippi. "68-kynslóðinni eigum við því heilmikið að þakka. Meira

Ýmis aukablöð

6. mars 1998 | Dagskrárblað | 171 orð

13.00Skjáleikur [48631693]

13.00Skjáleikur [48631693] 16.45Leiðarljós [5801148] 17.30Fréttir [82490] 17.35Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan [528916] 17.50Táknmálsfréttir [3265148] 18.00Þytur í laufi (Wind in the Willows) (e) (30:65) [9983] 18. Meira
6. mars 1998 | Dagskrárblað | 199 orð

17.00Draumaland (Dre

17.00Draumaland (Dream On) (11:14) (e) [8885] 17.30Punktur.is Ný syrpa þessa vinsæla íslenska myndaflokks. Umsjón: Stefán Hrafn Hagalín. [3322] 18.00Suður-ameríska knattspyrnan [60761] 19.00Fótbolti um víða veröld [167] 19. Meira
6. mars 1998 | Dagskrárblað | 657 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir flytur. 7.05Morgunstundin. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsd. 8.20Morgunstundin heldur áfram. 9. Meira
6. mars 1998 | Dagskrárblað | 99 orð

Hættulegt hugarfar

STÖÐ 2Kl.20.00Myndaflokkur "Dangerous Minds", nefnist nýr bandarískur myndaflokkur sem hefur göngu sína. Sagan er byggð á samnefndri kvikmynd sem skartaði Michelle Pfeiffer í aðalhlutverki en nú hefur Annie Potts leyst hana af í hlutverki kennslukonunnar Louanne Johnson. Meira
6. mars 1998 | Dagskrárblað | 771 orð

SBBC PRIME 5.00 Ce

SBBC PRIME 5.00 Central Bureau: Bringing Languages Alive 5.30 Inside Europe 6.00 The World Today 6.30 Salut Serge 6.45 Blue Peter 7.10Bad Boyes 7.45 Ready, Steady, Cook 8.15Kilroy 9. Meira
6. mars 1998 | Dagskrárblað | 180 orð

ö9.00Línurnar í lag [21070]

9.15Sjónvarpsmarkaður [87847051] 13.00Wycliffe Breskur sakamálaþáttur. (2:7) (e) [99544] 13.55Sjónvarpsmarkaðurinn [227438] 14.25Gerð myndarinnar Postman (Postman, A Director's Diary) (e) [2159070] 15.30NBA tilþrif [3964] 16. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.