Greinar þriðjudaginn 28. apríl 1998

Fréttir

28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 266 orð

12 punda birtingur úr Hörgsá

MENN hafa aðeins verið að fá'ann í Eldvatni í Fljótshverfi og Hörgsá á Síðu síðustu daga. 12 punda birtingur veiddist t.d. á flugu í Hörgsá og menn hafa verið að fá góð skot af 2-4 punda geldfiski neðarlega í Eldvatninu. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð

49,3% telja að borgarstjóri muni leiða listann

TÆPUR helmingur aðspurðra eða 49,3% þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Coopers & Lybrands-Hagvangs hf. meðal Reykvíkinga telja líklegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri muni leiða sameiginlegan lista félagshyggjuflokkanna í næstu þingkosningum. Af þessum hópi gátu 70% ekki nefnt neinn aðila sem hugsanlegan eftirmann Ingibjargar Sólrúnar í starf borgarstjóra. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 384 orð

50 krakkar í knattþraut

DREGIÐ hefur verið úr réttum lausnum í HM-ævintýri Coca-Cola og Morgunblaðsins. Hér á eftir fer upptalning á þeim 50 krökkum sem urðu svo heppin að vera dregin út en þau eru beðin að mæta til að þreyta knattþraut miðvikudaginn 29. apríl. Þrautin felst í að hlaupa á hlaupabraut Laugardalsvallar, leika knattspyrnu á gervigrasinu og framkvæma tækniæfingar. Meira
28. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Anna María í fyrsta sæti

ANNA María Elíasdóttir, bæjarfulltrúi skipar fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna og annarra framfarasinna vegna bæjarstjórnarkosninganna í Ólafsfirði. Snjólaug Á. Sigurfinnsdóttir er í öðru sæti, Helgi Jónsson er í þriðja sæti, Ásgeir Logi Ásgeirsson er í fjórða sæti, Jóna S. Arnórsdóttir í fimmta, Sigurður G. Gunnarsson í sjötta sæti, Gunnlaugur J. Magnússon í sjöunda sæti, Helga G. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 344 orð

Athuguð verði skattlagning á eftirlaunum

RÚMLEGA 100 manns sóttu fund Samtaka eldri sjálfstæðismanna, sem haldinn var í Valhöll í Reykjavík. Var þar samþykkt ályktun þar sem því er beint til Sjálfstæðisflokksins að hann taki frumkvæði um úrbætur í hagsmuna- og velferðarmálum aldraðra. Meira
28. apríl 1998 | Miðopna | 1554 orð

Áformað að afgreiða frumvarpið 20. október

FRESTAÐ hefur verið til haustsins afgreiðslu frumvarps heilbrigðisráðherra um gagnagrunna á heilbrigðissviði. Hefur fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra tekist samkomulag milli ríkisstjórnar og formanns heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis um það að málinu verði lokið 20. október næstkomandi. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 215 orð

ÐFlotkvíin á leið til hafnar

FLOTKVÍ Vélsmiðju Orms og Víglundar er nú á leið til hafnar eftir að hana hafði rekið stjórnlaust til vesturs frá Reykjanesi í tæpa viku. Tvö varðskip Landhelgisgæslunnar eru með kvína í togi og draga hana hægt og sígandi að landi, en kvíin var komin um 300 sjómílur vestsuðvestur af Reykjanesi þegar náðist að stöðva rek hennar. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 356 orð

Efnt verði til samstarfs um rekstur og þjónustu

SKIPULAGSMÁL Bandalags háskólamanna komu til mikillar umræðu á nýafstöðnum aðalfundi bandalagsins. Í ályktun þingsins var stjórn og miðstjórn falið að vinna að breytingum á starfsháttum bandalagsins og aðildarfélaga þess fram að næsta aðalfundi. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Ekki umtalsverð umhverfisáhrif

SKIPULAGFSSTJÓRI ríkisins telur að fyrirhugaðar framkvæmdir við þjóðveg nr. 36, milli Steingrímsstöðvar og marka þjóðgarðsins á Þingvöllum, hafi ekki í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag verði ábendingum skipulagsstjóra fylgt. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 947 orð

E-kólígerlar finnast í fleiri tegundum matar Talið er að kostnaður vegna matareitrunarinnar sem upp kom hérlendis fyrir páska

SAURKÓLÍGERLAR hafa fundist í mörgum gerðum matvæla sem á boðstólum voru í fermingarveislum á dögunum og ollu matareitrun hjá um 150 gestum. Er verið að senda sýni til Danmerkur til ræktunar þar sem fæst úr því skorið hvort þeir séu sömu gerðar og þeir sem ollu matareitruninni. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Félag áhugafólks um Downs heilkenni

FÉLAG áhugafólks um Downs heilkenni heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 20.30 í húsnæði Þroskahjálpar, Suðurlandsbraut 22. Að loknum aðalfundarstörfum mun Jóhann Thoroddsen sálfræðingur fjalla um efnið: Unglingsárin ­ kynþroski ­ að verða fullorðinn. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 212 orð

Fóstbræður og Stuðmenn semja við Happdrætti DAS

Fóstbræður og Stuðmenn semja við Happdrætti DAS KARLAKÓRINN Fóstbræður og rokkhljómsveitin Stuðmenn héldu þrenna tónleika um mánaðamótin febrúar/mars í Háskólabíói undir heitinu Íslenskir karlmenn. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Framboðslisti Framsóknar í Hveragerði

FRAMSÓKNARFÉLAG Hveragerðis hefur samþykkt tillögu uppstillingarnefndar um framboðslista flokksins vegna komandi bæjarstjórnarkosninga verður listinn sem hér segir: 1. Árni Magnússon, aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, 2. Magnea Ásdís Árnadóttir, garðyrkjumaður, 3. Þorvaldur Snorrason, garðyrkjubóndi, 4. Guðbjörg Björnsdóttir, húsmóðir, 5. Egill Gústafsson, bifreiðastjóri, 6. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Fundur um grunnskólann í Reykjavík

SAMFOK efnir í kvöld, þriðjudagskvöld 28. apríl, til opins fundar um grunnskólann í Reykjavík. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel, Sigtúni 38 og hefst kl. 20­22.30. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, R- lista og Árni Sigfússon, D-lista kynna áherslur og framtíðarsýn og hvernig þau hyggjast framkvæma stefnu menntamálaráðuneytisins í grunnskólamálum. Meira
28. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 348 orð

Fyrirmæli um áætlun í samræmi við fjárlög

NEYÐARÁÆTLUN, sem forsvarsmenn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri gerðu og kynntu fyrir nokkru, er hluti af heildaráætlunargerð vegna reksturs sjúkrahússins ás þessu ári. "Við fengum fyrirmæli um að gera áætlun í samræmi við samþykkt fjárlög þar sem ekki væri vitað hvort né hvaða stofnanir fengju úthlutað úr sérstökum "pottum", sagði Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri FSA, Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Grjóthnullungur lenti í bifreið

MÁNAÐARGÖMUL fólksbifreið er óökufær eftir að grjóthnullungur spýttist frá vörubíl á Reykjanesbraut í gærmorgun og lenti í grilli hennar, undir bílnúmeri, og sat þar fastur. Steinninn, sem lögreglan áætlar að hafi ekki verið undir einu kílói að þyngd, beygði tvo málmbita og eyðilagði m.a. vatnskassa bifreiðarinnar. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Grunur um íkveikju á Vitastíg

ELDUR kom upp í húsi við Vitastíg snemma á sunnudagsmorgun og var talið um almenna hættu að ræða þar sem sofandi fólk var í húsinu. Grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða. Einn maður var handtekinn í kjölfar eldsvoðans en honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Meira
28. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Guðbjörn efstur

GUÐBJÖRN Arngrímsson, bæjarfulltrúi skipar fyrsta sæti á lista Félags vinstrimanna og óháðra og annars félagshyggjufólks í Ólafsfirði, Ólafsfjarðarlistanum. Svanfríður Halldórsdóttir er í öðru sæti, Sigurjón Magnússon í þriðja sæti, Gunnar Reynir Kristinsson í fjórða sæti, Rögnvaldur Ingólfsson í fimmta sæti, Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir í sjötta sæti, Birgir Stefánsson í sjöunda sæti, Meira
28. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 131 orð

Hagnýtt skóg- og trjáræktarnámskeið

HAGNÝTT námskeið í skóg- og trjárækt verður haldið í Kjarnaskógi dagana 28.-30. apríl næstkomandi og stendur frá kl. 20.30 til 23.30 öll kvöldin. Verklegur hluti námskeiðsins verður úti og dagurinn ákveðinn síðar. Skógræktarfélag Eyfirðinga heldur námskeiðið í samvinnu við Skógræktarfélag Íslands og er það ætlað áhugafólki um skóg- og trjárækt. Meira
28. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 93 orð

Hillary yfirheyrð

SAKSÓKNARI yfirheyrði Hillary Clinton, eiginkonu Bandaríkjaforseta, í hátt á fimmtu klukkustund í Hvíta húsinu um sl. helgi vegna lögfræðistarfa sem hún sinnti í tengslum við sviksamlegan samning um byggingaframkvæmdir í Arkansas. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 167 orð

Hugmyndabanki í kristnifræði

NOKKRIR kennarar ætla miðvikudaginn 29. apríl kl. 18­20 að efna til fundar um kristnifræði. Fundurinn verður haldinn í Smáraskóla í Kópavogi. "Ætlunin er að kynna nokkrar kennsluhugmyndir í kristnifræði og kanna hvort áhugi sé meðal kennara á stofnun félags kristnifræðikennara. Kennarar úr Smáraskóla, Hamraskóla, Engjaskóla og Ártúnsskóla munu kynna hvernig þeir vinna t.d. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Hveragerðislistinn

GENGIÐ hefur verið frá Hveragerðislistanum. Hann verður svohljóðandi: 1. Magnús Ágúst Ágústsson, ylræktarráðunautur, 2. Hrafnhildur Loftsdóttir, landfræðingur, 3. Guðmundur Óli Ómarsson, verkamaður, 4. Sigurður B. Jónsson, sjúkranuddari, 5. Berglind Sigurðardóttir, verkamaður, 6. Garðar Rúnar Árnason, garðyrkjuráðunautur, 7. Anna Sigríður Egilsdóttir, innkaupastjóri, 8. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 193 orð

Hönnun og vöruþróun á sýningu hjá GKS

GKS við Smiðjuveg 2 í Kópavogi stendur um þessar mundir fyrir sýningu á nýsköpun, hönnun og vöruþróun í samvinnu við Samtök iðnaðarins og nýsköpunarkeppni grunnskólanema. Þar er m.a. sýnt nýtt herðatré fyrir börn og fatlaða sem 12 ára grunnskólanemi, Þóra Óskarsdóttir, hannaði og hlaut fyrstu verðlaun í keppninni. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Innbrot á veitingastað

ÞRÍR menn voru handteknir í húsi í Túnunum snemma á mánudagsmorgun í kjölfar þess að brotist var inn í veitingastað á Vesturgötu fyrr um nóttina. Farið var inn í veitingahúsið aðfaranótt mánudags og þar safnað talsverðu af áfengi og vindlingum í poka. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 236 orð

Kemur út tvisvar í mánuði

GAMLA útgáfufélagið ehf. hefur ákveðið að tímaritið Allt sem það gefur út muni koma út í breyttri mynd frá og með júní næstkomandi, auk þess sem útgáfudögum verður fjölgað. Til þessa hefur Allt komið út átta sinnum á ári en mun hér eftir koma út tvisvar í mánuði. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Leikskólinn á krossgötum kennimiða?

DÓRA S. Bjarnason, dósent við Kennaraháskóla Íslands, flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskólans miðvikudaginn 29. apríl kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist: Leikskólinn á krossgötum kennimiða? ­ Samanburðarrannsókn á viðhorfum starfsfólks í leikskólum Reykjavíkur til sameiginlegs uppeldis fatlaðra og ófatlaðra barna. Meira
28. apríl 1998 | Óflokkað efni | 136 orð

Listi sjálfstæðismanna á Dalvík og nágrenni

EFTIRTALIN skipa lista Sjálfstæðismanna og óháðra kjósenda við bæjarstjórnarkosningar á Dalvík, Árskógsströnd og Svarfaðardal 23. maí: 1. Svanhildur Árnadóttir, Öldugata 1, Dalvík, 2. Kristján Snorrason, Hellu, Árskógsströnd, 3. Jónas M. Pétursson, Drafnarbraut 2, Dalvík, 4. Friðrik Gígja, Dalbraut 8, Dalvík, 5. Sigfríð Ósk Valdimarsdóttir, Klapparstíg 19, Hauganes, 6. Meira
28. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 178 orð

Lítil kjörsókn í Nígeríu

FYRSTI flokkurinn, sem beitti sér fyrir því að Sani Abacha hershöfðingi, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Nígeríu, yrði í framboði í forsetakosningum síðar á árinu, fékk mikinn meirihluta atkvæða í þingkosningum á laugardag. Þegar fjórðungur atkvæða hafði verið talinn hafði Sameinaði þjóðþingsflokkur Nígeríu (UNCP) fengið 80% atkvæða. Næstur kom Lýðræðisflokkur Nígeríu með rúm 15%. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Lokið við varnargarða á Flateyri

FYIRIRTÆKIÐ Klæðning ehf. hefur nýlokið gerð snjóflóðavarnargarða á Flateyri en framkvæmdir við þá hafa staðið yfir í eitt og hálft ár. Fyllt var upp í skarðið sem tengir saman neðri þvergarðinn við ytri leiðigarðinn en það var síðasti þáttur verksins. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Lýsa vonbrigðum sínum yfir úrræðaleysi

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Meinatæknafélags Íslands 18. apríl sl.: "Aðalfundur Meinatæknafélags Íslands lýsir vonbrigðum sínum yfir úrræðaleysi heilbrigðisstofnana við gerð samninga um röðun starfa og forsendum launaákvarðana. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 36 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN lýsir eftir vitnum að því þegar ekið var á hvíta DAF- vörubifreið á stæði við Ferjubakka aðfaranótt sunnudagsins 22. mars sl. Vitni eru beðin að hafa samband við sérrefsilagadeild Rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 225 orð

Lægsta tilboð 120 milljónir

FLEST bendir til að samið verði við Háfell ehf., Án-verktaka ehf. og Borgartak ehf. um gerð vestari akbrautar Gullinbrúar frá Stórhöfða norður fyrir Hallsveg. Framkvæmdin nær auk þess til frágangs gatnamóta, jarðvegsmana og aðliggjandi göngustíga en gerð brúarinnar sjálfrar er ekki meðtalin. Verktakarnir voru valdir með útboði og voru tilboð opnuð í síðustu viku. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 684 orð

Mest áhersla á skóla-, atvinnu- og umhverfismál

REYKJAVÍKURLISTINN kynnti stefnumál sín fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sl. sunnudag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, sem skipar 8. sæti listans, segir að lögð verði megináhersla á að halda áfram þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað á þessu kjörtímabili. Meira
28. apríl 1998 | Landsbyggðin | 183 orð

Nýr eigandi að veitingastaðnum Knudsen

Stykkishólmi-Gunnar Sigvaldason matreiðslumeistari hefur keypt veitingastaðinn Knudsen í Stykkishólmi og hafið þar rekstur. Gunnar kemur úr Kópavogi. Hann lærði matreiðslu í Danmörku og lauk þaðan prófi árið 1974. Hann starfaði síðan í Svíþjóð í nokkur ár og var yfirkokkur á stóru hóteli þar í landi. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Nýr meðeigandi í Sængurfataversluninni Verinu

ELÍN Karólína Kolbeins hefur keypt helmingshlut í Sængurfataversluninni Verinu. Hún rekur það nú ásamt Ernu Kristinsdóttur Kolbeins. Erna hefur átt helmingshlut í Verinu í fimm ár. Hún hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1962 en það var stofnað 1960. Verið rekur eigin saumastofu sem flutti núna nýlega að Bíldshöfða 12. Þar eru framleiddar sængur, koddar, sængurföt og vöggusett. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 36 orð

Opið hús hjá Heimahlynningu

HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudag 28. apríl, kl. 20­22 í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Gestur kvöldsins er Halldór Björn Runólfsson listfræðingur. Kaffi og meðlæti verður á boðstólum. Meira
28. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Opið hús hjá Rala á Möðruvöllum

RANNSÓKNARSTOFNUN landbúnaðarins, Rala, verður með opið hús á Möðruvöllum á morgun, miðvikudaginn 29. apríl, frá kl. 13­17. Þar gefst bændum og öðrum áhugasömum kostur á að kynna sér starfsemi stofnunarinnar. Kynningin verður í höndum bústjóra og sérfræðinga og munu þeir segja frá þeim rannsóknum sem unnið er að og sýna aðstöðuna. Meira
28. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 275 orð

Sagður laus úr haldi

ÍRÖNSK stjórnvöld lýstu því yfir í gær að Breti, sem hefði verið tekinn höndum, grunaður um njósnir, hefði verið látinn laus og að hann væri ekki lengur í Íran. Íranskt dagblað sagði frá því um helgina að maðurinn hefði verið handtekinn og hvatti í gær til þess að írönsk stjórnvöld sendu Bretum "skýr skilaboð" með því að refsa manninum. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

Samstaða gengur frá framboðslista

Á FÉLAGSFUNDI Samstöðu, samtaka íbúa í Vesturbyggð um málefni bæjarfélagsins, var lögð fram tillaga uppstillingarnefndar félagsins að framboðslista til bæjarstjórnarkosninga í vor. Tillaga uppstillinganefndar var samþykkt samhljóða. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Skátahreyfingin vill íslenska fánann í öndvegi

Verkefnið hófst á 50 ára lýðveldisafmælinu en þá gaf skátahreyfingin öllum grunnskólabörnum fánaveifu, fána á lítilli handstöng til notkunar við sem flest tækifæri. Í ár, á 80 ára afmæli íslenska fánans, gefa skátar öllum sjö ára börnum fánaveifu ásamt bæklingi. Í bæklingnum Íslenska fánann í öndvegi er að finna fánareglur og sýndir eru fánahnútar. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 388 orð

Styttist í sameiginlega niðurstöðu

TILLÖGUR bresku arkitekta- og ráðgjafarstofunnar Bernard Engle Architects and Planners um staðsetningu tónlistarhúss í miðborg Reykjavíkur hafa enn ekki verið kynntar sérstaklega fyrir nefnd þeirri sem samgönguráðherra skipaði á síðastliðnu sumri til þess að kanna hvort hagkvæmt væri að byggja ráðstefnumiðstöð í tengslum við tónlistarhús og hugsanlega staðsetningu slíkrar miðstöðvar. Meira
28. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 572 orð

Stökkpallur Lebeds til Kremlar?

LÍKLEGT er að Alexander Lebed, rússneski hershöfðinginn fyrrverandi, verði kjörinn héraðsstjóri Krasnojarsk í Síberíu og fari svo eykur það sigurlíkur hans í forsetakosningunum í Rússlandi árið 2000. Viktor Tsjernomyrdín, fyrrverandi forsætisráðherra, lýsti því formlega yfir um helgina að hann hygðist gefa kost á sér í forsetakosningunum. Meira
28. apríl 1998 | Landsbyggðin | 113 orð

Sumargjöf til sjúkrahússins

Egilsstaðir-Kvenfélagið Bláklukka á Egilsstöðum bauð eldri borgurum á Héraði í sumarkaffi í Valaskjálf á Egilsstöðum. Bæði Valaskjálf og Landsbanki Íslands styrktu framtakið. Það voru um 120 manns sem mættu í kaffi en það er orðið árviss viðburður. Meira
28. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 77 orð

Svanhildur í fyrsta sæti

SVANHILDUR Árnadóttir, bæjarfulltrúi á Dalvík, skipar fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna og óháðra kjósenda við sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi á Dalvík, Svarfaðardal og Árskógsströnd. Í 2. sæti er Kristján Snorrason, Jónas Pétursson er í 3. sæti, Friðrik Gígja í 4. sæti, Sigfríð Ósk Valdimarsdóttir í 5. sæti, Arngrímur Baldursson í 6. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 598 orð

Tekjutap næst til baka á 2-3 árum

RÍKISENDURSKOÐUN hefur sent frá sér greinargerð vegna fyrirspurnar í tengslum við breytingu Pósts og síma í hlutafélag. Að beiðni formanns þingflokks jafnaðarmanna fór forsætisnefnd Alþingis þess á leit að Ríkisendurskoðun semdi greinargerðina. Farið var fram á upplýsingar um helstu breytingar á afkomu Pósts og síma hf. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 426 orð

Tæp 20% þátttaka í kosningunum

A-LISTI stjórnar og trúnaðarráðs bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Dagsbrúnar og Framsóknar sem lauk sl. laugardag og hlaut hann 702 atkvæði eða 66%. B-listi Framboðs verkafólks hlaut 344 atkvæði eða 32%. Mjög dræm þátttaka var í stjórnarkjörinu, en alls tóku tæplega 1.100 manns þátt í kosningunni af um 5.700 félagsmönnum eða tæp 20%. Meira
28. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 176 orð

Umhverfisslys á Spáni

ÍBÚAR Suður-Spánar glíma nú við afleiðingar umhverfisslys sem varð þegar eiturefnaúrgangur rann úr keri í eigu sænsk- kanadísks fyrirtækis á laugardag. Ýmis skaðleg efni flæddu út í ár og læki og Isabel Tocino, umhverfisráðherra Spánar, sagði áhrif á umhverfi og landbúnað geigvænleg. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Umsóknarfresti er að ljúka hjá Vinnumiðlun skólafólks

FRESTUR skólafólks, 17 ára og eldra, til að sækja um sumarstörf á vegum Reykjavíkurborgar rennur út 30. apríl nk. Líkt og undanfarin ár er á árinu 1998 rekin sérstök vinnumiðlun fyrir skólafólk á vegum Reykjavíkurborgar. Tekið er á mótum umsóknum hjá Vinnumiðlun skólafólks, Hinu húsinu, Aðalstræti 2, á eyðublöðum sem þar fást og er umsóknarfrestur, eins og áður segir til nk. Meira
28. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 184 orð

Útivistarsokkar fyrir börn

GLÓFI ehf. á Akureyri hefur lokið vel heppnaðri þátttöku í Vöruþróun '97, átaki til atvinnusköpunar og efndi af því tilefni til kynningar á starfsemi sinni. Prjónastofan Glófi var stofnuð í apríl árið 1982, en stofnendur og eigendur eru Eðvarð Jónsson, Margrét Jónsdóttir og fjölskyldur þeirra. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Vesturbyggðarlistinn valinn

ÞEIR sem standa að lista framfarasinna í Vesturbyggð, Vesturbyggðarlistanum, hafa ákveðið skipan listans við bæjarstjórnarkosningarnar í Vesturbyggð 23. maí nk. Vesturbyggðarlistinn mun óska eftir listabókstafnum V á kjörseðlinum. Meira
28. apríl 1998 | Landsbyggðin | 515 orð

Viðurkenningar veittar fyrir góðan árangur

Tálknafirði-Á skírdag var haldin í íþróttahúsinu á Tálknafirði uppskeruhátíð Ungmennafélags Tálknafjarðar. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum á liðnu sumri. Meira
28. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 221 orð

Yfir 500 lítrar af landa fundust

LÖGREGLA í Reykjavík lagði hald á um 525 lítra af landa og á fjórða hundrað lítra af gambra í lagerhúsnæði verslunar í austurhluta Reykjavíkur á fimmtudagskvöld. Þrír menn hafa verið yfirheyrðir vegna málsins sem er enn í rannsókn og má búast við frekari yfirheyrslum grunaðra samkvæmt upplýsingum lögreglu. Meira

Ritstjórnargreinar

28. apríl 1998 | Staksteinar | 363 orð

»Ferfætlingar með atkvæðisrétt? "UM HELMINGUR félagsmanna Hundaræktarfélags Ís

"UM HELMINGUR félagsmanna Hundaræktarfélags Íslands," segir í leiðara Sáms, málgagns félagsins, "sem telur um tvö þúsund manns, er búsettur í Reykjavík ásamt fjölskyldum sínum. Reykjavíkurborg hefur farið þá leið að banna hundahald en gefa síðan undanþágur frá banninu með ákveðnum skilyrðum. Þrátt fyrir að borgaryfirvöld hafi gert hundaeigendum erfitt fyrir er hundahald í borginni staðreynd. Meira
28. apríl 1998 | Leiðarar | 680 orð

Leiðari ERFÐAFRÆÐI OG RANNSÓKNIR að er skynsamleg ákvörðun h

Leiðari ERFÐAFRÆÐI OG RANNSÓKNIR að er skynsamleg ákvörðun hjá ríkisstjórn og Alþingi að fresta til hausts afgreiðslu frumvarps heilbrigðisráðherra um tímabundinn einkarétt Íslenzkrar erfðagreiningar á gerð og notkun gagnagrunns úr íslenzkum sjúkraskrám, þannig að betri og meiri tími gefist til þess að ræða hina ýmsu þætti þessa máls. Meira

Menning

28. apríl 1998 | Menningarlíf | 353 orð

Aðalsteinn Ásberg kjörinn formaður RSÍ

AÐALSTEINN Ásberg Sigurðsson var kjörinn formaður Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) til næstu tveggja ára á aðalfundi sambandsins síðastliðinn laugardag. Tekur hann við af Ingibjörgu Haraldsdóttur. Kosið var á milli tveggja manna, Aðalsteins, sem fékk 131 atkvæði, og Hjartar Pálssonar, sitjandi meðstjórnanda, sem fékk 88 atkvæði. Meira
28. apríl 1998 | Menningarlíf | 149 orð

Afmælishátíð í Dalabyggð

Búðardal-Í tilefni 50 ára afmælis Söngfélagsins Vorboðans ætlar kórinn að halda veglega tónleika í Dalabúð, Búðardal, föstudaginn 1. maí nk. kl. 21. Kórinn var stofnaður í janúar árið 1948 og aðalhvatamenn að stofnun kórsins voru hjónin Elísabet Guðmundsdóttir og Magnús Rögnvaldsson í Búðardal. Meira
28. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 336 orð

Árshátíð grunnskólanemenda í "Heilsubælinu"

ÁRSHÁTÍÐ nemenda í Grindavík er skipt niður í árshátíð fyrir yngstu nemendurna þ.e. í 1.­4. bekk og svo hins vegar árshátíð fyrir 5.­10. bekk. Nemendur á yngsta stiginu héldu árshátíð í "Heilsubælinu" svokallaða, en það er gamall leikfimisalur þar sem unglingarnir í 8.­10. bekk hafa frímínútnaaðstöðu alla jafna. Meira
28. apríl 1998 | Leiklist | 666 orð

Ball í Brekkunni

Handrit: Óskar Jónasson og Einar Kárason. Leikstjórn: Óskar Jónasson. Kvikmyndataka og lýsing: Arnar Þór Þórisson. Hljóðupptaka: Þorbjörn A. Erlingsson. Hljóðhönnun: Óskar Eyvindur Arason. Klipping: Sævar Guðmundsson. Effektar: Jónas Guðmundsson. Leikmyndahönnun: Guðný Arndís Óskarsdóttir. Búningahönnun: Ragna Fróðadóttir. Hár og förðun: Helga Bjartmars og Ragna Fossberg. Meira
28. apríl 1998 | Skólar/Menntun | 875 orð

BÓKELSKUR SKYLMINGAMAÐUR Las 5.400 blaðsíður á tveimur vikum í norrænni lestrarkeppni Les gjarnan bækur eftir Halldór Laxness,

Las 5.400 blaðsíður á tveimur vikum í norrænni lestrarkeppni Les gjarnan bækur eftir Halldór Laxness, Maxim Gorki og Dumas "ÉG LES mest á veturna," segir Kristján Mímir Kristjánsson, 11 ára, sem búsettur er í Stafangri í Noregi, þegar hann var staddur hér á landi í heimsókn hjá ættingjum sínum fyrir skömmu. Meira
28. apríl 1998 | Kvikmyndir | 412 orð

Búálfar til bjargar

Leikstjóri: Peter Hewitt. Byggð á sögum eftir Mary Norton. Aðalhlutverk: John Goodman, Jim Broadbent, Celia Imre, Tom Felton, Flora Newbegin. ÞAÐ er til mjög einföld skýring á því hvers vegna hlutirnir eru sífellt að týnast á heimilum mannanna. Það er búálfunum að kenna. Ef þú hefur ekki fundið annan sokkinn þinn í morgun er mjög líklegt að búálfur hafi tekið hann að láni. Meira
28. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 52 orð

"Fegurð á hjólum" IRENE Louise Angiwan var himinlifandi þega

IRENE Louise Angiwan var himinlifandi þegar hún sigraði í keppninni "Fegurð á hjólum '98" sem fór fram í Manila á Filippseyjum um helgina. Angiwan er 24 ára gömul og starfar sem ritari. Hún sigraði 24 aðra keppendur en þetta er í fyrsta sinn sem fegurðarsamkeppni er haldin fyrir fatlaðar konur. Meira
28. apríl 1998 | Menningarlíf | 165 orð

"Ferðir Guðríðar" hlutu styrk

"FERÐIR Guðríðar", þrír einþáttungar eftir Brynju Benediktsdóttur hafa hlotið styrk frá Kaleidoscope (lista- og menningaráætlun Evrópusambandsins) fyrir árið 1998. Verkið er unnið í þremur áföngum, fyrst á ensku svo á sænsku og að lokum á íslensku. Meira
28. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 123 orð

Gamansami harmleikurinn frumsýndur

FRUMRAUN Sigurðar Sigurjónssonar sem leikstjóra fór fram á Litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu á sumardaginn fyrsta, þegar gamanleikurinn "Gamansami harmleikurinn, var frumsýndur. Verkið er byggt á einleik Arnar Árnasonar og lýsir á hnyttinn hátt glímu leikstjórans við hlutverkin, áhorfendur og sjálfan sig. Meira
28. apríl 1998 | Myndlist | 483 orð

Guð sem páskaegg

Til 10. maí. Opið fimmtudaga til sunnudags frá kl. 14 til 18. Sýningarskrá kr. 800. Á HVERJU vori koma páskar og þá borðum við páskaegg. Í hugum smáfólksins umlykur dýrðarljómi þessa sérstæðu súkkulaðiathöfn því hún sameinar svo mörg ánægjuleg áreiti; tilhlökkun; velsæld; augnayndi og bragðlaukakitlur. Meira
28. apríl 1998 | Menningarlíf | 158 orð

Helga Kress prófessor fræðir Þingeyinga

Húsavík-Safnahúsið á Húsavík hefur undanfarin ár fengið þekkta fræðimenn til að flytja fræðsluerindi í Safnahúsinu. Um síðustu helgi flutti Helga Kress prófessor við Háskóla Íslands erindi er hún nefnir Þingeyskar skáldkonur. Meira
28. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 57 orð

Hjálparflug til Bagdad

Hjálparflug til Bagdad LEIKARINN Val Kilmer talaði á fréttamannafundi sem var haldinn af mannúðarsamtökunum AmeriCares í New York á dögunum. Á fundinum var tilkynnt að á döfinni væri að senda lyf og lækningatæki til Bagdad með fyrsta mannúðarfluginu frá Bandaríkjunum frá því Persaflóastríðið hófst árið 1991. Meira
28. apríl 1998 | Tónlist | 680 orð

Kraftur á kostnað mýktar

Íslenzk og ítölsk sönglög, óperuaríur og dúettar. Auður Gunnarsdóttir sópran og Jón Rúnar Arason tenór; Gerrit Schuil, píanó. íslenzku óperunni, laugardaginn 25. apríl kl. 17. ÞAÐ var múgur og margmenni í Íslenzku óperunni á Styrktarfélagstónleikunum á laugardaginn var, og lék nærri áþreifanleg forvitni um andrúmsloftið í garð hinna ofangreindu ungu söngvara, Meira
28. apríl 1998 | Tónlist | 685 orð

Lykiltónverk

Snorri Sigfús Birgisson: Portrett nr. 4 f. píanó og Partíta f. flautu (bæði frumfl.) Snorri S. Birgisson, píanó; Martial Nardeau, flauta. Norræna húsinu, laugardaginn 25. apríl kl. 12.30. Meira
28. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 270 orð

Magnþrungið fjölskyldudrama Bækur munu brenna (The Substance of Fire)

Framleiðendur: Jon Robin Baitz, Randy Finch, Ron Kastner. Leikstjóri: Daniel G. Sullivan. Handritshöfundar: Jon Robin Baitz byggt á leikriti hans. Kvikmyndataka: Robert D. Yeoman. Tónlist: Joseph Vitarelli. Aðalhlutverk: Ron Rifkin, Timothy Hutton, Sarah Jessica Parker, Tony Goldwyn. 102 mín. Bandaríkin. Skífan 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
28. apríl 1998 | Menningarlíf | 272 orð

Málarinn Egill Jacobsen látinn

LITGLAÐAR grímur voru helsta einkenni mynda hans, ekki af því að hann væri endilega svo heillaður af grímum sem brúkshlut, heldur af því þær gáfu honum tækifæri til að nota liti. Eitthvað í þessa átt skýrði Egill Jacobsen gjarnan þá ástríðu sína að mála litsterkar grímumyndir, en Egill er nú látinn, 87 ára að aldri. Meira
28. apríl 1998 | Myndlist | 330 orð

Náttúruskart

Opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 14.00 til 18.00. Aðgangur ókeypis. Til 3. maí. TALSVERÐ gróska hefur verið í skartgripasmíði undanfarna mánuði, ef marka má nýlegar sýningar. En maður þarf að vera mjög vakandi til að taka eftir þeim, því þær hafa verið dreifðar bæði í tíma og rúmi. Meira
28. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 662 orð

Ómengað popp

EF FINNA ætti einhverja skilgreiningu sem nær að skýra feril Robsons og Jeromes hlýtur dægurfluga að ná bæði yfir ótrúlega skjótar og miklar vinsældir þeirra og svo verkefnavalið. Formúlan er sáraeinföld. Meira
28. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 156 orð

Ruðningshetjur framtíðarinnar? SVALA Þórarinsdó

Ruðningshetjur framtíðarinnar? SVALA Þórarinsdóttir Heller er mikill áhugamaður um bandaríska fótboltann eða ruðninginn eins og hann er kallaður hér heima. Svala býr í Chaseburg í Wisconcin, en þrátt fyrir það heldur hún ekki með Greenbay Packers, meisturunum frá því í fyrra, eins og flestir í fylkinu, heldur Dallas Cowboys. Meira
28. apríl 1998 | Menningarlíf | 229 orð

Sálir Jónanna til Noregs

SÝNING leikfélagsins Hugleiks í Reykjavík, Sálir Jónanna ganga aftur, hefur verið valin sem framlag Íslands á norður-evrópskri leiklistarhátíð sem haldin verður í Harstad í Norður-Noregi í byrjun ágúst. Hátíð þessi er haldin fjórða hvert ár og er stærsti áhugaleikhúsviðburður á Norðurlöndum. Meira
28. apríl 1998 | Menningarlíf | 66 orð

Silkimyndir í Skotinu

NÚ STENDUR yfir samsýning 13 kvenna á silkimyndum. Tilgangur þessarar sýningar er að minna á hvað hægt er að vinna silki á margvíslegan hátt, til dæmis mála á slæður, myndir, nælur, hálsbindi, kort, pils, blússur og fleira. Myndirnar eru unnar í félags- og þjónustumiðstöðinni Hvassaleiti 56-58 á nýliðnum vetri. Leiðbeinandi er Sigrún Jónsdóttir. Sýningin er opin alla virka daga kl. Meira
28. apríl 1998 | Tónlist | -1 orð

Skagfirska fær í flestan sjó

Skagfirska söngsveitin flutti innlend og erlend söngverk. Einsöngvarar: Kristín R. Sigurðardóttir og Guðmundur Sigurðsson. Píanóleikari: Sigurður Marteinsson. Stjórnandi: Björgvin Þ. Valdimarsson. Fimmtudaginn 23. apríl 1998. Meira
28. apríl 1998 | Leiklist | 402 orð

Sumar í Sólheimum

Spunaverk eftir leikendur Leikstjóri: Gunnar Sigurðsson Aðstoðarleikstj. Estelle Burgel Lýsing: Bernd Friedrich Aðstoð baksviðs: Andrea Cosimo Leikendur: Kristjana Larsen, Erla Sigmundsdóttir, Edda Guðmundsdóttir, Ólafur Benediktsson, Rúnar Magnússon, Haukur Þorsteinsson, Ármann Eggertsson, Kristján Ólafsson, Hanný Haraldsdóttir, Dísa Sigurðardóttir, Guðlaug Jónatansdóttir, Pálína Erlendsdóttir, Meira
28. apríl 1998 | Skólar/Menntun | 666 orð

Svíar læra íslensku Á hausti komanda stendur um 2000 sænskum menntaskólanemum til boða námskeið um íslenska tungu, menningu og

ALLS komu 15 nemendur og 3 kennarar frá Agnebergsmenntaskólanum í Uddevalla, skammt norðan Gautaborgar til landsins. "Það heita Oddavellir á íslensku," segir Sigrún Hallbeck, sænskukennari þegar blaðamaður reynir af veikum mætti að bera nafn bæjarins sænskulega fram. Meira
28. apríl 1998 | Menningarlíf | 171 orð

Sýnirými í apríl

NÝLISTASAFNIÐ sýnir afmælisveislu í galleríi Sýniboxi við Vatnsstíg. Nýlistasafnið varð tvítugt á árinu og hélt uppá þann áfanga fyrir skömmu með því að skemmta sjálfu sér og félögum sínum. Í kynningu segir: "Hinn heimskunni hönnuður Massimo Morozzi sýnir um þessar mundir verkið "Pink it" í galleríi Barmi. Hann mun sjálfur bera verkið á Salon del Mobile í Mílanó. Meira
28. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 872 orð

Sæbjörn Valdimarsson/ Arnaldur Indriðason/ Hildur Loftsdóttir

Mr. Magoo Ófyndin mynd, 20 árum of seint á ferðinni. Leslie Nielsen lyftir henni ekki upp, er leiðinlegur Mr. Magoo. The Rainmaker Dágott réttardrama með Matt Damon fínum í hlutverki nýgræðings í lögfræðistétt. L.A. Meira
28. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 76 orð

Til bjargar regnskógunum TRUDIE Styler, skipuleggj

Til bjargar regnskógunum TRUDIE Styler, skipuleggjandi tónleika til bjargar regnskógunum, og fatahönnuðurinn Donatella Versace voru viðstaddar hádegisverð sem "Ladies Earth Day" héldu í New York á dögunum. Hádegisverðurinn var hluti af fjáröflunarviðburðum og kynningarátaki vegna verndunar regnskóganna og þeirra sem þá byggja. Meira
28. apríl 1998 | Menningarlíf | 90 orð

Úthlutað úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins

Á SUMARDAGINN fyrsta var úthlutað í 33. sinn úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins, en hann var stofnaður á sumardaginn fyrsta árið 1950, vígsludegi Þjóðleikhússins. Styrkjunum er einkum ætlað að greiða götu listafólks sem vill afla sér aukinnar menntunar eða kynna sér leiklist á erlendum vettvangi. Meira
28. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 1342 orð

Valdamennirnir í Hollywood Hverjir eru það s

EINU sinni á ári tekur bandaríska kvikmyndatímaritið Premiere saman lista yfir þá 100 einstaklinga sem það telur valdamestu mennina í kvikmyndaheiminum vestra. Nýlega birtist slíkur listi og tróna efstir á honum eigendur og forstjórar kvikmyndaveranna í Hollywood. Efstur er forstjóri Disney fyrirtækisins, Michael Eisner. Sagt er að Disney veldið blómstri sem aldrei fyrr undir stjórn hans. Meira
28. apríl 1998 | Menningarlíf | 141 orð

Verðlaunastörf fyrir börnin

Verðlaunastörf fyrir börnin Á SUMARGLEÐI Barnabókaráðsins, Íslandsdeildar IBBY, voru veittar árlegar viðurkenningar félagsins fyrir menningarstarf í þágu barna og unglinga. Viðurkenningarnar hlutu eftirtaldir þýðendur: Hildur Hermóðsdóttir sem hefur um árabil þýtt bækur fyrir yngstu börnin á góða og vandaða íslensku. Meira
28. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 295 orð

Villta vestrið stillir til friðar Friðarpostulinn (The Peacemaker)

()Framleiðandi: Dreamworks. Leikstjóri: Mimi Leder. Handritshöfundur: Michael Schiffer. Kvikmyndataka: Dietrich Lohmann. Tónlist: Hans Zimmer. Aðalhlutverk: George Clooney og Nicole Kidman. (126 mín.) Bandarísk. Hljóð og mynd, apríl 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
28. apríl 1998 | Menningarlíf | 236 orð

Vortónleikar karlakórsins Fóstbræðra

HINIR árlegu vortónleikar Fóstbræðra verða haldnir í Langholtskirkju dagana 28., 29. og 30. apríl kl. 20.30 og laugardaginn 2. maí kl. 15. Á efnisskránni eru meðal annars Fjórar bænir heilags Frans frá Assisi eftir franska tónskáldið Francis Poulenc, en þær voru í fyrsta sinn fluttar hér á landi í heild sinni á tónleikum sem kórinn hélt í haust. Meira
28. apríl 1998 | Tónlist | 507 orð

Yfirvegað samspil og samvirk túlkun

Rúnar H. Vilbergsson og Guðríður St. Sigurðardóttir fluttu íslensk og erlend verk fyrir fagott og píanó og frumfluttu fagottsónötu eftir Ríkharð Örn Pálsson. Sunnudagurinn 26. apríl, 1998. EFNISSKRÁIN mótaðist af því, að til eru frekar fá verk samin fyrir fagott og píanó (sembal) og er t.d. Meira

Umræðan

28. apríl 1998 | Aðsent efni | 585 orð

Áhugasamir áldraumamenn

LAUGARDAGINN 21. febrúar birtist í Morgunblaðinu frétt um umræður um stjórnarfrumvarp lagt fram á Alþingi um eignarhald landeigenda á auðlindum í jörðu og landi og innan netalagna í vötnum og sjó. Iðnaðarráðherra mælti fyrir frumvarpinu og bætti þessu við: "Á móti kemur að iðnaðarráðherra fær víðtækari heimildir en áður hafa verið til þess að nýta réttindi eða láta nýta réttindi á landareign sem Meira
28. apríl 1998 | Aðsent efni | 496 orð

Félag áhugafólks um Downs-heilkenni

NÚ ER ár liðið síðan Félag áhugafólks um Downs-heilkenni var stofnað. Fyrir um það bil fjórum árum, þegar raddir um stofnun félags komu upp, voru skiptar skoðanir um nauðsyn þess að stofna enn eitt áhugamannafélagið. Við vorum þó nokkrir foreldrar yngri barna sem töldum fulla ástæðu til þess. Meira
28. apríl 1998 | Aðsent efni | 806 orð

Frásögn af málþingi gagnrýnenda

Í FRÁSÖGN Kristínar Ómarsdóttur af málþingi gagnrýnenda vitnar hún orðrétt í erindi mitt og hefur mál mitt innan gæsalappa. Ýmsum setningum hefur hún náð og geri ég engar athugasemdir við þær. Fyrstu málsgreinina sem Kristín hefur eftir mér er þó hvergi að finna í erindi mínu, en erindi mitt var skráð niður og flutt af blöðum í samfelldu máli. Meira
28. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 227 orð

Gagnagrunnur eður ei Frá Þórólfi Antonssyni: VINDUR blæs um ísle

VINDUR blæs um íslenskt þjóðfélag. Kári. Sumum finnst hann þýður hnjúkaþeyr en öðrum bylur hinn versti. Gagnagrunnur með heilsufarsupplýsingum. Loksins þegar sér glitta í stóra, nýja urt í efnahagsflórunni, byggjandi á þekkingu og mannauði en ekki eiturspúandi og landsökkvandi, þá bregðast margir hart í mót. Slík breyting á atvinnustefnunni ætti ein sér að vera heilsufarsbætandi. Meira
28. apríl 1998 | Aðsent efni | 278 orð

Hingað og ekki lengra

LENGI hefur það verið venja hér fyrir kosningar að þeir flokkar sem bjóða sig fram rífist um málefni aldraðra og allra þeirra er minna mega sín. Núna þegar borgarstjórnarkosningar eru framundan er farið að heyrast sama kvakið. Meira
28. apríl 1998 | Aðsent efni | 369 orð

Mesta tromp Reykjavíkurlistans

UM daginn var ég spurð að því hvernig mér þætti að vera tromp. Ég spurði til baka hvað viðmælandi minn ætti við og hann svaraði því til að augljóslega væri ég skrautfjöður í hatt Reykjavíkurlistans; kvenkyns læknir í hjólastól í Grafarvogi. Ég varð svolítið hugsi yfir þessari spurningu vegna þess að ég hef litið á þátttöku mína í framboði Reykjavíkurlistans með svolítið öðrum hætti. Meira
28. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 543 orð

Sjúkrasaga Íslendinga til sölu Frá Birni Jakobssyni: ÝMSAR uppák

ÝMSAR uppákomur á starfsferli núverandi heilbrigðisráðherra hefðu einar sér gefið ástæðu til að ráðherra segði af sér. Nú virðist svo sannarlega að mælirinn sé fullur. Með frumvarpi því sem ráðherra leggur fyrir Alþingi um heilsufarslegan gagnagrunn Íslendinga, Meira
28. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 336 orð

Til Auðar og Svans Frá Þórdísi Björnsdóttur: ÉG las grein ykkar

ÉG las grein ykkar til ritstjóra Morgunblaðsins í blaðinu, miðvikudaginn 1. apríl sl. og vona svo sannarlega að skrif ykkar hafi verið grín í tilefni dagsins þar sem þið hótuðuð að segja upp áskrift vegna nektarmynda sem birtust í blaðinu 22. mars sl. En ef ekki vona ég að þið séuð enn áskrifendur því ég vil benda ykkur á að umræddar myndir voru af stærðinni ca 1x2,5 sm og því varla sjáanlegar. Meira
28. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 262 orð

Vorboðinn á Þingvöllum Frá Jóni Baldri Þorbjörnssyni: UM páskana

UM páskana sóttu okkur heim nokkur hundruð Írar á vegum Samvinnuferða-Landsýnar. Það er vel að þessi frændþjóð okkar í suðri skuli vera farin að sýna Íslandi og Íslendingum aukinn áhuga og Írar hafa alla burði til þess að verða okkur mikilvæg ferðaþjóð þegar fram líða stundir. Meira
28. apríl 1998 | Aðsent efni | 503 orð

Það er hægt að styrkja fjárhaginn án skattahækkana

TIL eru tvær leiðir til að auka skatttekjur borga. Fyrri leiðin er að hækka skatta á íbúana. Sú leið er oftast greiðfær þegar íbúarnir hafa ekkert annað val um búsetu, því annars gætu þeir yfirgefið borgina. Þetta er leið R-listans. Hin leiðin er að skapa svo aðlaðandi umhverfi og aðstæður fyrir íbúa að fleiri sækist eftir að búa þar. Meira

Minningargreinar

28. apríl 1998 | Minningargreinar | 60 orð

Dagbjört Hannesdóttir

Elsku langamma. Við kveðjum þig með miklum söknuði. Það var svo gott að hafa langömmu, sem var alltaf heima, koma við eftir skóla og fá sér kæfubrauð og mjólk og spjalla. Þú sast í eldhúsinu og prjónaðir, passaðir upp á að okkur væri aldrei kalt, staflarnir af sokkunum og vettlingunum. Megi góður Guð geyma þig. Hávarður Örn, Matthías Leo. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 112 orð

Dagbjört Hannesdóttir

Ég var í Reykjavík þegar ég frétti þessi sorglegu tíðindi, að amma á Kaldabakka væri dáin. Ég hugsaði oft hvernig væri hægt að vera alltaf brosandi og hlæjandi, hvað sem bjátaði á, alltaf svo jákvæð. Ég man alltaf eftir flatkökunum og ég tala nú ekki um kæfuna. Þegar búið var að raða í sig, alltaf sendur heim með smá stafla og yfirleitt fylgdu sokkar eða vettlingar með. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 28 orð

DAGBJÖRT HANNESDÓTTIR

DAGBJÖRT HANNESDÓTTIR Dagbjört Hannesdóttir fæddist á Núpsstað í Skaftafellssýslu 29. október 1905. Hún lést á Patreksfjarðarspítala 8. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 20. apríl. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 200 orð

Gísli Tómasson

Elsku afi. Það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért dáinn. Þetta gerðist svo snöggt að við höfum ekki áttað okkur á því að þú ert farinn. En við munum leita huggunar í þeim góðu minningum sem við eigum í hjörtum okkar um þig. Það var svo gott að koma til ykkar ömmu í heimsókn, þú varst alltaf til í að hlusta á okkur og spjalla um daginn og veginn. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 370 orð

Gísli Tómasson

Mig langar með örfáum orðum að minnast ágæts samferðamanns, sem lagði upp í hinztu för sína af þessum heimi 20. þ.m., Gísla Tómassonar. Ekki man ég, hvenær við kynntumst fyrst, en nokkuð langt er síðan. Þau kynni tókust fyrir tilstuðlan eiginkvenna okkar úr Vestmannaeyjum, sem hafa lengi verið saman í saumaklúbbi ásamt nokkrum öðrum vinkonum úr Eyjum. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 555 orð

Gísli Tómasson

Það var glaður og ánægður hópur, sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1949. Þessi dagur verður stúdentahópnum einkar minnisstæður m.a. vegna þess, að þennan dag, 17. júní fyrir nær hálfri öld, herjaði stórhríð á Norðurlandi. Stúdentahópurinn var með stærra móti, alls 55. Úr þessum samheldna hópi eru nú ellefu horfnir á braut, nú síðast Gísli Tómasson, fyrrv. framkvæmdastjóri. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 319 orð

Gísli Tómasson

Okkur langaði til að skrifa þakkarorð til þín afi. Þú varst svo góður við alla og reyndist okkur alltaf góður afi. Ég man hvað við hlökkuðum alltaf til að fá að koma til ykkar ömmu og gista hjá ykkur þegar við vorum yngri, það var svo notalegt. Þú eldaðir svo góðan graut á morgnana og varst alltaf til í að spila við okkur og þú kunnir svo mörg spil og kapla sem þú kenndir okkur. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 316 orð

Gísli Tómasson

Í dag er til moldar borinn elskulegur tengdafaðir minn Gísli Tómasson. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum þann mikla heiðursmann sem Gísli var. Gísla hef ég þekkt í 25 ár eða allt síðan mér hlotnaðist sú gæfa að eignast dóttur hans fyrir konu. Allar götur frá því að ég kom fyrst inn á heimili Gísla og Kristbjargar reyndist hann mér ávallt svo hlýr og góður. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 181 orð

GÍSLI TÓMASSON

GÍSLI TÓMASSON Gísli Tómasson fæddist á Sauðárkróki 19. júlí 1927. Hann lést á Landspítalanum 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Tómas Gíslason, kaupmaður á Sauðárkróki, f. 21. október 1876, og Elínborg Jónsdóttir, f. 23. júlí 1886. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 449 orð

Guðmundur Guðmundsson

Guðmundur frændi, móðurbróðir minn, er látinn, aldinn og eflaust hvíldinni feginn. Hann var hálfbróðir móður minnar, samfeðra. Þau kynntust þegar hún var á barnsaldri, hann ungur maður sendur til róðra vestur á Snæfellsnes. Þar hitti hann föður sinn og ömmu mína sem bjuggu með börnum sínum við óbljúg kjör í verstöð undir Jökli. Með þeim systkinum tókst vinátta sem aldrei bar skugga á. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 288 orð

Guðmundur Guðmundsson

Afi minn. Nú hefur þú kvatt okkur og farið til móts við gamla ástvini. Ég mun aldrei gleyma stundum okkar saman sem voru allar góðar. Hvort sem ég minnist þess þegar ég beið eftir að þú kæmir heim úr vinnunni til að við gætum farið að slá garðinn eða að föndra eitthvað niðri í kjallara eða þeirra stunda sem við áttum saman uppi í bústað, úti á vatni að veiða, sigla með spýtubáta í ánni, Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 178 orð

GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON

GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Guðmundur Guðmundsson fæddist í Bolungarvík 22. nóvember 1908. Hann lést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinsson, trésmiður, frá Gerðum í Garði, f. 24.4. 1879, d. 31.4. 1957, og kona hans, Guðfinna Magnúsdóttir frá Lambhaga í Skilmannahreppi, f. 12.10. 1868, d. 14.12. 1958. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 224 orð

Guðrún Frímannsdóttir

Við andlát Guðrúnar Frímannsdóttur er mér efst í huga þakklæti fyrir kynni af einstakri konu. Um margra ára skeið vorum við Guðrún samkennarar. Jafnframt unnum við saman að félagsmálum tónlistarskólakennara. Guðrún sat í fyrstu stjórn Félags tónlistarkennara árin 1973 til 1976 og síðan í varastjórn þess frá 1981 til 1985 og aftur 1991 til 1994. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 90 orð

Guðrún Frímannsdóttir

Hvað getur sautján ára unglingur sagt þegar svo stór áhrifavaldur í lífi manns er hrifinn á brott. Ég var níu ára gamall þegar fundum okkar Guðrúnar bar saman. Við sátum hlið við hlið tvisvar í viku í næstum sjö ár. Hún tók þátt í gleði minni og sorgum, hvatti mig til dáða, sama hversu vel eða illa ég hafði æft mig. Fyrir mér verður Guðrún ætíð ímynd prúðmennsku, hógværðar og glæsileika. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 239 orð

Guðrún Frímannsdóttir

Með örfáum orðum vil ég minnast Guðrúnar Frímannsdóttur, vinkonu minnar og kennara. Guðrún var fyrsti píanókennarinn minn og kenndi mér í Tónmenntaskóla Reykjavíkur í sjö ár. Á þessum tíma mynduðust á milli okkar sterk bönd. Þegar ég minnist Guðrúnar er svo margt, sem kemur upp í huga mér. Guðrún var falleg kona, með fallegan persónuleika og framkomu. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 553 orð

Guðrún Frímannsdóttir

Það er ekki ávallt sem hið góða sigrar. Það er sama hvað líkaminn er sterkur og sálin frjó. Heilbrigt líferni Guðrúnar Frímannsdóttur sem aldrei ánetjaðist áfengi eða tóbaki nægði ekki til að verjast ágangi óvættarinnar með löngu klærnar. Fyrir tveimur árum kenndi Guðrún sér meins sem vinir hennar og vandamenn vonuðust til að hún hefði náð að sigrast á. Svo kom reiðarslagið í febrúar 1997. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 246 orð

Guðrún Frímannsdóttir

Okkar kæra vinkona og samkennari Guðrún Frímannsdóttir er látin langt um aldur fram. Hún greindist með illvígan sjúkdóm fyrir tveimur árum og háði hetjulega baráttu, sem þó virtist ekki buga lífsgleði hennar og útgeislun. Hún tók örlögum sínum af sama æðruleysi og sömu yfirvegun sem einkenndi öll hennar störf og lífsviðhorf. Guðrún var ljómandi góður píanóleikari og ástsæll píanókennari. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 362 orð

Guðrún Frímannsdóttir

Smávinir fagrir, foldar skart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. (Jónas Hallgr.) Ungu fólki er mikils virði að eiga góða og trausta vini. Ekki síst þegar vinirnir eru allt í senn umhyggjusamir, nærgætnir og skemmtilegir. Fyrir nær 40 árum lágu leiðir okkar saman í Kennaraskóla Íslands. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 176 orð

Guðrún Frímannsdóttir

Hlýja, mýkt og gleði kemur í hugann þegar ég hugsa til samkennara míns og vinu, Guðrúnar Frímannsdóttur. Þannig var Rúna, hún sýndi öllum vinarþel, talaði aldrei illa um nokkurn mann, var alltaf heil og ljúf í tilsvörum til nemenda sinna og samkennara. Nemendur hennar túlkuðu bros hennar og birtu í tónlistarflutningi sínum, þó ung væru að árum. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 203 orð

GUÐRÚN FRÍMANNSDÓTTIR

GUÐRÚN FRÍMANNSDÓTTIR Guðrún Frímannsdóttir fæddist í Reykjavík 15. janúar 1943. Hún lést á Landspítalanum hinn 18. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Stefánsdóttir, f. 30.4. 1914, og Frímann Helgason, f. 21.8. 1907, d. 29.11. 1972. Guðrún átti einn bróður, Höskuld Frímannsson, f. 12.11. 1949, kvæntur Jóhönnu Viborg og eiga þau þrjú börn. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 647 orð

Helgi Schiöth

Alltaf fækkar gömlu vinunum á Akureyri. Nú er Helgi Schiöth fallinn frá, en hann var einn af þeim fyrstu sem ég sá sparka bolta af kunnáttu og leikni, og hann var líka mjög góður sundmaður. Áhugi á íþróttum og Ólympíuleikarnir í Los Angeles drógu Helga í ferð þangað vestur. Hélt hann af landi brott 1929 og dvaldi í Kaliforníu í nokkur ár. Ýmsar nýjungar kynnti Helgi eftir heimkomuna, m.a. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 403 orð

Helgi Schiöth

Einn helsti burðarás Knattspyrnufélags Akureyrar, Helgi Schiöth, er nú horfinn á braut. Félagið var stofnað á bernskuheimili hans, Hafnarstræti 23, 1928 og í skjóli foreldra hans, heiðurshjónanna Margrétar og Axels Schiöth. Einkum voru það strákar úr Innbæjarfélaginu "Fálkinn" sem riðu þar á vaðið, eftir stutta viðdvöl í UMFA. Helgi var einn af stofnendum KA og stjórnendum fyrstu árin. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 143 orð

Helgi Schiöth

Góður vinur og félagi hefur kvatt hinstu kveðju. Hann var kominn á leiðarenda. Margs er að minnast og ber þar hæst langt og gott samstarf í þágu Knattspyrnufélags Akureyrar. Helgi var einn helsti hvatamaður þess að KA kom sér upp tennisvelli á Oddeyri. Sú ósk hann rættist og var þessi skemmtilega íþrótt iðkuð fram undir árið 1950. Reyndist Helgi mörgum góður leiðbeinandi. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 311 orð

HELGI SCHIÖTH

HELGI SCHIÖTH Helgi Schiöth fæddist á Akureyri 21. nóvember 1911. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Margrethe Friis frá Vejen í Danmörku og Axel Schiöth bakarameistari á Akureyri. En foreldrar Axels voru Hinrik Schiöth bakarameistari og bankagjaldkeri og k.h. Anna Schiöth ljósmyndari. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 182 orð

Ingibjörg Friðgeirsdóttir

Mig langar með örfáum orðum að minnast Ingibjargar Friðgeirsdóttur frá Hofsstöðum á Mýrum eða Immu eins og hún var jafnan kölluð af þeim sem hana þekktu, og þakka henni fyrir velvild í garð fjölskyldu minnar sumarið 1939. Þetta fallega sumar færðist mikill sorgarskuggi yfir heimili mitt í Keflavík. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 1507 orð

Ingibjörg Friðgeirsdóttir

Sá sem til skamms tíma hefur átt orðastað við Ingibjörgu á Hofsstöðum eða Immu, eins og hún var jafnan stuttnefnd af góðvinum, gat að líkindum orðið fyrir þeirri reynslu að gleyma því að hér var nokkuð öldruð kona á ferð miðað við þá mælistiku sem lögð er á mannsævina á flestum tímum. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 366 orð

INGIBJöRG FRIðGEIRSDÓTTIR

INGIBJöRG FRIðGEIRSDÓTTIR Ingibjörg Friðgeirsdóttir fæddist í Borgarnesi 14. ágúst 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 19. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurjón Friðgeir Sveinbjarnarson, f. 25. júní 1876, d. 4. september 1933, bóndi í Selmóum í Álftaneshreppi í nokkur ár og verslunarmaður í Borgarnesi, og k.h. Ingibjörg Lífgjarnsdóttir, f. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 374 orð

Ingigerður Jónsdóttir

Amma mín, söknuðurinn og minningin um þig verða ávallt í hjarta mínu, því engan hef ég elskað eins mikið og misst. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar við strákarnir fórum vikulegu bæjarferðirnar okkur eftir skóla. Þrammað var upp og niður Laugaveginn og skoðað í búðir, en hápunktur ferðarinnar var samt ávallt að koma við á Snorrabrautinni og heilsa upp á ömmu. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 456 orð

Ingigerður Jónsdóttir

Hún er dáin hún tengdamóðir mín, sátt við guð og menn og hvíldinni fegin. Farin á fund feðra sinna, laus við öll veikindi og trúlega farin að taka til hendi á nýjum stað. Ég lít 34 ár til baka, þegar ég óharðnaður unglingur, fékk mína fyrstu eldskírn hjá henni, um hvað og hvað ekki ég mætti. Það var aðeins upphaf að langri og góðri vináttu. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 575 orð

Ingigerður Jónsdóttir

Í dag leggjum við til hinstu hvílu okkar elskulegu ömmu Gerðu. Við systkinin eigum það sameiginlegt að hafa á framhaldsskólaárum okkar búið hjá henni í litlu íbúðinni hennar á Snorrabraut 50, auk þess að dvelja um lengri eða skemmri tíma þegar við Vestfirðingarnir skruppum suður. Amma Gerða var Reykjavíkurmær úr miðbænum og bjó sín ból aldrei langt frá honum. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 190 orð

INGIGERðUR JÓNSDÓTTIR

INGIGERðUR JÓNSDÓTTIR Ingigerður Jónsdóttir fæddist í Jónshúsi í Reykjavík 5. október 1912. Hún andaðist á heimili dóttur sinnar 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, f. 25. desember 1854, d. 9. ágúst 1933, og Guðbjörg Jónsdóttir, f. 28. júní 1884, d. 31. ágúst 1948. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 365 orð

Laufey Ottadóttir

Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að mér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Nú þegar amma hefur lagt augun aftur í hinsta sinn er margs að minnast. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 482 orð

Laufey Ottadóttir

Móðursystir mín, Laufey Ottadóttir, lést í Reykjavík 15. þessa mánaðar 95 ára að aldri. Hún kveður þennan heim seinust sex barna þeirra Otta Guðmundssonar bátasmiðs frá Engey og konu hans, Helgu Jónsdóttur frá Laxnesi í Mosfellssveit. Laufey ólst upp í foreldrahúsum og að skóla loknum starfaði hún hjá verslun Egils Jacobsen þar til hún gifti sig Kolbeini Finnssyni hafnsögumanni 16. júní 1934. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 421 orð

Laufey Ottadóttir

Vesturgata 41, ævintýrahöll í augum lítillar hnátu, höll full af kærleika og visku. Höll þar sem afi minn Kolbeinn Finnsson, skipstjóri og amma mín Laufey Ottadóttir, húsmóðir lifðu hamingjusömu lífi. Hjón sem báru mikla virðingu og ást hvort til annars. Ást sem hnáta í ævintýraþrá fékk óskerta. Margt býr í minningu hnátunnar litlu sem nú er orðin fullorðin. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 222 orð

LAUFEY OTTADÓTTIR

LAUFEY OTTADÓTTIR Laufey Ottadóttir fæddist í Reykjavík 21. október 1902. Hún lést á Landakoti 15. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Jónsdóttir, f. 15. ágúst 1866, d. 4. febr. 1927, og Otti Guðmundsson skipasmiður, f. 24. júní 1856, d. 20. apríl 1920. Laufey var næstyngst af sex systkinum, sem öll eru látin. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 224 orð

Ragnhildur Rún Gunnarsdóttir

Þeir sem guðirnir elska deyja ungir, sár eru þessi sannindi fyrir okkur sem eftir lifum. Síðustu dagar hafa verið mjög erfiðir, ég trúi því varla enn að hún Ragnhildur Rún okkar sé farin. Hún sem átti allt lífið framundan. Þegar ég hugsa um þessa hræðilegu staðreynd þá vakna margar minningar. Mikið var erfitt þegar við þurftum að teygja á og gera æfingar, sem þér þóttu margar svo sárar. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 198 orð

Ragnhildur Rún Gunnarsdóttir

Elsku Ragnhildur Rún, ég minnist þess er við hittum þig í fyrsta sinn, ekki sólarhrings gamla, og þú svo falleg. Við áttum eftir að hittast aftur. Í millitíðinni varst þú á spítala svo veik en svo sterk og ákveðin, enda fór svo að þú fórst heim á Grundarfjörð með mömmu og pabba. Þú áttir alltaf til bros og hlátur, þannig mun ég minnast þín. Guð geymi þig, elsku Ragnhildur Rún. Meira
28. apríl 1998 | Minningargreinar | 28 orð

RAGNHILDUR RÚN GUNNARSDÓTTIR

RAGNHILDUR RÚN GUNNARSDÓTTIR Ragnhildur Rún Gunnarsdóttir fæddist á Húsavík 28. september 1994. Hún lést á Landspítalanum 16. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grundarfjarðarkirkju 23. apríl. Meira

Viðskipti

28. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 200 orð

Fálkinn og Kværner taka upp samstarf

FÁLKINN hf. hefur tekið upp samstarf við norska fyrirtækið Kværner Hetland a/s um sölu á vélum og tækjum til fiskimjölsframleiðslu. Fyrirtækið er einnig að taka upp beint samband við ítalska þjöppuframleiðandann Babbini og getur eftir það boðið heildarlausnir við uppbyggingu og endurnýjun fiskimjölsverksmiðja, að sögn Páls Bragasonar forstjóra Fálkans. Meira

Daglegt líf

28. apríl 1998 | Neytendur | 183 orð

Tarama frá Bakkavör

BAKKAVÖR hf. hefur sett á markaðinn nýjung úr reyktum þorskhrognum undir heitinu "Tarama". Tarama er fyrsta varan sem Bakkavör setur á innanlandsmarkað en von er á fleiri nýjungum á komandi mánuðum. Bakkavör var stofnað árið 1986 og hefur sérhæft sig í framleiðslu hrogna og kavíars á erlendan markað. Meira

Fastir þættir

28. apríl 1998 | Í dag | 39 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 28. apr

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 28. apríl, verður fimmtugur Halldór Fannar tannlæknir. Hann fagnar því með vinum og kunningjum og tekur á móti gestum í sal Tannlæknafélags Íslands í Síðumúla 35, Reykjavík, á milli kl. 17 og 20. Meira
28. apríl 1998 | Í dag | 38 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Laugardaginn 2.

Árnað heilla ÁRA afmæli. Laugardaginn 2. maí verður fimmtugur Pétur Ó. Helgason, bóndi á Hranastöðum í Eyjafjarðarsveit. Þann dag munu hann og eiginkona hans Þórdís Ólafsdóttir ásamt fjölskyldu taka á móti gestum í félagsheimilinu Laugaborg, Eyjafjarðarsveit, eftir kl. 20. Meira
28. apríl 1998 | Fastir þættir | 335 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14. Léttur málsverður. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára kl. 17. Dómkirkjan. Kl. 13.30­16 mömmufundur í safnaðarh., Lækjargötu 14a. Kl. 16.30 samverustund fyrir börn 11­12 ára. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Meira
28. apríl 1998 | Í dag | 22 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. janúar í Krossinum af Gunnari Þorsteinssyni Arnar Sigurvinsson og Súsanna Jónsdóttir. Heimili þeirra er í Hrauntúni 12, Keflavík. Meira
28. apríl 1998 | Fastir þættir | 964 orð

Fimm fræknir Selfyssingar unnu á glæsilegum lokaspretti

Sveitakeppni og tvímenningur með þátttöku 48 sveita og 62 para. 23.­26. apríl. Aðgangur ókeypis. SUNNLENDINGAR komu, sáu og sigruðu á afmælismóti Bridssambandsins, unnu bæði sveitakeppnina og tvímenninginn. Það voru tveir ungir menn, Ómar Olgeirsson og Kristinn Þórisson, sem unnu tvímenninginn en þeir spiluðu mjög vel í úrslitunum. Meira
28. apríl 1998 | Fastir þættir | 635 orð

Hafliði og Valíant öruggir sigurvegarar Eftir forkeppni lá nokkuð ljóst fyrir hvar sigurinn lenti í frumraun hestamanna í

FYRSTU spor hestanna á nýjum vettvangi gefa góða von um að framhald geti orðið á samkomum hestamanna í þessum dúr. Það tók þá að vísu góða stund að ná jafnvægi og öryggi á gangi á svellinu en undir lokin voru bestu hestarnir farnir ganga í góðum takti þar sem fimin Meira
28. apríl 1998 | Fastir þættir | 120 orð

Hrossaræktin að ná í skotti

MEÐ nýútkomnu III. hefti af Hrossaræktinni 1996 hillir undir að Bændasamtökin nái í skottið á sjálfum sér í útgáfu þessara rita. Í formála segir Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur að nú sé aðeins eftir að gefa út III. hefti 1997 til að skikki sé komið á útgáfutíma þessa fróðlega rits. Meira
28. apríl 1998 | Fastir þættir | 183 orð

Hrossin við hestaheilsu

HEILSUFAR hrossa á höfuðborgarsvæðinu er almennt gott að lokinni hitasótt og eru dýralæknar sammála um að mjög lítið hafi borið á eftirmálum vegna veikinnar. Þó megi finna einn og einn hest sem sýni linku og slappleika sem rekja megi til hitasóttarinnar. Meira
28. apríl 1998 | Í dag | 194 orð

Kaupið er lágt KAUPIÐ er orðið svo lágt og svarar ekki nútí

KAUPIÐ er orðið svo lágt og svarar ekki nútímakröfum. Öryrkjar sem komast ekki í verkamannabústaði verða að hírast hjá foreldrum eða leigja. 75­80 þús. er lágmark fyrir einstakling. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir lægst launuðu sprikli. Erla Hauksdóttir, Iðufelli 12. Meira
28. apríl 1998 | Dagbók | 636 orð

Reykjavíkurhöfn: Reykjafoss og Stapafell

Reykjavíkurhöfn: Reykjafoss og Stapafell komu í gær. Hanne Sif og Dettifoss fóru væntanlega í gær. Robert G. Bradley, Spessart, Bayern, Charlottetown, Jacob van Heemskerkak, Narvik og Manchester fóru í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Venus kom í gær. Meira
28. apríl 1998 | Í dag | 383 orð

THYGLISVERT er að sjá, hvað tiltölulega ný tegund bifre

THYGLISVERT er að sjá, hvað tiltölulega ný tegund bifreiða hefur náð mikilli útbreiðslu í Bandaríkjunum. Þar er um að ræða svonefndar fjölnotabifreiðar. Að útliti svipar þessum bílum til sendibíla en hér er þó fyrst og fremst um að ræða, að tekizt hefur að hanna bíla, sem eru óvenjulega hentugir fyrir fjölskyldur. Meira
28. apríl 1998 | Fastir þættir | 820 orð

Um gagnrýni "Gagnrýnendur eru eins og geldingar í kvennabúri: Þeir vita hvernig það er gert, þeir hafa séð það gert daglega en

Það líður vart sá vetur að ekki verði einhver krytur á milli gagnrýnenda og listamanna eða aðstandenda þeirra. Ritdeilur eru ekki óalgengar og fær þá allt að fjúka sem annars myndi teljast tabú. Myndmálið sem notað er til að lýsa gagnrýnendum og starfi þeirra er kapítuli út af fyrir sig. Meira

Íþróttir

28. apríl 1998 | Íþróttir | 430 orð

Alessandro Del Piero skaut Juve í góða stöðu

Alessandro Del Piero gerði glæsilegt mark fyrir Juventus á móti Inter og það nægði til sigurs í uppgjöri efstu liðanna í ítölsku deildinni. Þar með á Juve enn meiri möguleika á að verja titilinn, en liðið er með fjögurra stiga forystu þegar þrjár umferðir eru eftir. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 609 orð

Allt þegar þrennt er

GARÐBÆINGAR klöppuðu klökkir fyrir handboltastúlkunum sínum eftir 24:23 sigur á Haukum í fimmta og síðasta úrslitaleik Íslandsmótsins í Garðabæ á laugardaginn. Ekki aðeins klökkir yfir þeim sigri heldur yfir árangri stúlknanna, sem unnu alla titla er stóðu þeim til boða, deildarkeppnina, bikarkeppnina og að lokum Íslandsmótið, svo ekki sé gleymt landsmótinu í Borgarnesi. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 1425 orð

Andrésar andar-leikarnir Leikjabraut, drengir 7 ára

Leikjabraut, drengir 7 ára Víkingur Þór Björnsson, A1:10.85 Gunnar Þór Halldórsson, A1:12.80 Jónatan Vignisson, A1:16.03 Stefán Ingi Björnsson, REY1:16.84 Hraunberg Rögnvaldsson, Ó1:20.69 Haukur Ingólfsson, A1:21. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 216 orð

Besti árangur Birgis Leifs

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi, náði besta árangri sínum á áskorendamótaröðinni í golfi um helgina, þegar hann varð í 12. til 21. sæti á Rimini á Ítalíu. Birgir Leifur fór lokahringinn á 75 höggum og samtals á 286 höggum eða tveimur undir pari en sigurvegarinn fór á 10 undir pari. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 552 orð

Coulthard hleypir fjöri í stigakeppni ökuþóra

Skotinn David Coulthard hleypti mikilli spennu í stigakeppni ökuþóra í formúlu-1 kappakstrinum með sigri sínum í San Marínó kappakstrinum á Imola- brautinni á sunnudag. Með því gerði hann og að engu vonir heimamanna um að Ferrari-bifreið Michaels Schumachers kæmi fyrst í mark á heimavelli, en ítölsku bílarnir hafa ekki sigrað þar frá árinu 1983. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 1304 orð

Deildabikarinn Leiftur - Þór1:0 Reykjavíkurmótið Fram - Fylkir3:1 Árni Ingi Pjetursson 2, Baldur Bjarnason - Garðar Kjartansson.

Leiftur - Þór1:0 Reykjavíkurmótið Fram - Fylkir3:1 Árni Ingi Pjetursson 2, Baldur Bjarnason - Garðar Kjartansson. Víkingur - Valur1:1 Marteinn Guðgeirsson - Sigurbjörn Hreiðarsson. England Úrvalsdeildin Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 119 orð

Formula 1 Imola, Ítalíu: (San Marino kappaksturinn, samtals 6

Imola, Ítalíu: (San Marino kappaksturinn, samtals 63 hringir). 1. David Coulthard (Bretl.) McLaren1:34.24,593 Meðalhraði Coulthards var 194,117 km/klst. 2. Michael Schumacher (Þýskal.) Ferrari4,554 sek. á eftir. 3. Eddie Irvine (Bretl.) Ferrari 51,776 á eftir 4. Jacques Villeneuve (Kanada) Williams54,590 5. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 235 orð

Gerði mér vonir

KRISTINN I. Valsson frá Dalvík sigraði í risasvigi og stórsvigi í flokki 12 ára drengja og varð þriðji í svigi. "Ég gerði mér smávonir um sigur. Ég er ánægður með tvenn gullverðlaun og ein bronsverðlaun. Ég var óheppinn í sviginu því ég datt í fyrri umferð en náði síðan langbesta tímanum í síðari umferð og hafnaði í þriðja sæti," sagði Kristinn. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 180 orð

Grænlensk sló þeim íslensku við

GRÆNLENDINGAR sendu þrettán keppendur á Andrésarleikana og hafa þeir aldrei verið fleiri. Góður árangur þeirra vakti athygli. Ivalu O Petersen frá Nuuk sigraði í svigi 11 ára stúlkna með nokkrum yfirburðum, var rúmlega tveimur sekúndum á undan næstu stúlku. Hún varð síðan önnur í risasvigi og þriðja í stórsvigi. Hún sagðist ekkert frekar hafa átt von á sigri. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 1175 orð

Guðni og samherjar í Bolton eygja enn von

Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton, og samherjar eygja enn von um að halda sætinu í ensku úrvalsdeildinni eftir óvæntan sigur, 3:1, á Aston Villa á Villa Park um helgina en Bolton hafði ekki sigrað þar í 43 ár. Guðni fór fyrir sínum mönnum og fékk hæstu einkunnir í ensku blöðunum, 7 í flestum en 8 í Daily Mirror. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 185 orð

HARPA Melsteð fyrirliði Hauka

HARPA Melsteð fyrirliði Hauka var best í sínu liði að matiMeistararáðs Stjörnukvenna og fékk að launum ljósakort. RAGNHEIÐUR Stephensenvar af sama ráði valin best í Stjörnuliðinu og fékk einnig ljósakort en líka pakka, sem hún tímdi ekki að opna strax. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 179 orð

"Hvernig í ósköpunum eigum við að halda forystunni?"

"VIÐ byrjuðum vel og klikkuðum varla á skoti auk þess, sem stemmningin var mikil í vörninni enda munaði minnstu að við færum með fimm marka mun í hálfleik," sagði Ragnheiður Stephensen sem átti stórleik og skoraði 8 af 13 mörkum Stjörnunnar fyrir hlé. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 617 orð

Jordan gerir gæfumuninn

LEIKMENN Chicago Bulls hafa nóg um að hugsa þessa dagana. Liðið virðist á góðri leið með að tryggja sér sæti í annarri umferð úrslitakeppninnar á sama tíma og forráðamenn liðsins virðast vinna að því að endurnýja liðið fyrir næsta keppnistímabil án þess að láta nokkurn vita. Bulls má þakka fyrir að hafa náð 2:0 forystu í viðureign sinni við New Jersey Nets. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 162 orð

Kafli að hætti Stjörnunnar varð þeim nærri að falli

"VIÐ byrjuðum vel, sem er mikilvægt og skipti sköpum hér í dag, einnig að við skildum líka byrja vel í síðari hálfleik," sagði Herdís Sigurbergsdóttir, fyrirliði og leikstjórnandi Stjörnunnar. "En svo kom "kafli a la Stjarnan", það er þegar við erum að missa niður gott forskot og taugarnar eru alveg við að bresta, Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 99 orð

Karlar (60 skot + 10 skot í úrslitum):

Karlar (60 skot + 10 skot í úrslitum): 1. Hannes Tómasson, SFK 655,6 2. Jónas Hafsteinsson, SFK 645,2 3. Guðmundur Kr. Gíslason, SR 640,0 Konur (40 skot): 1. Kristína Sigurðardóttir, Leiftra 357 2. Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Leiftra 328 3. Anna Kristín Bjarnadóttir, SFK316 Liðakeppni: 1. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 51 orð

Konur:

Konur: 1. Catherina McKiernan (Írl.)2:26.26 2. Liz McColgan (Bretl.) 2:26:54 3. Joyce Chepchumba (Kenýa) 2:27:22 4. Marleen Renders (Belgíu) 2:27:30 5. Lidia Simon (Rúmeníu) 2:28:41 Karlar: 1. Abel Anton (Spáni) 2:07:57 2. El Mouaziz (Marokkó) 2:08:07 3. Antonio Pinto (Portúgal) 2:08:13 4. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 103 orð

Læt eflaust plata mig enn eitt árið

MARGRÉT Theódórsdóttir, hinn þrautreyndi og eitilharði varnarjaxl í Stjörnunni, hefur í mörg ár ætlað sér að leggja skóna á hilluna. Hún vildi engar yfirlýsingar gefa um hvort af því yrði nú en sagði "ætli þær plati mig ekki einn eitt árið. Á hverju ári kitlar að æfa að minnsta kosti með en þá er ég beðin um að spila bara einn leik, bara einn. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 521 orð

MANCHESTER United tilkynnti í gær

MANCHESTER United tilkynnti í gær að félagið hefði samþykkt að greiða 10 millj. punda, um 1,2 milljarða kr., fyrir hollenska landsliðsmanninn og varnarmanninn Jaap Stam hjá PSV Eindhoven. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 59 orð

Mótmæli í Grikklandi LEIKJUM í 31. umferð 1.

LEIKJUM í 31. umferð 1. deildar í Grikklandi, sem áttu að fara fram um helgina, var frestað og verða þeir um næstu helgi í staðinn. Frestunin er liður í mótmælum félaganna sem vilja fá stærri sneið af kökunni vegna sölu getraunamiða, en íþróttaráðuneytið sér um að skipta hagnaðinum. Knattspyrnusambandið tók fyrrnefnda ákvörðun er fjórar umferðir eru eftir. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 134 orð

Norræna meistarakeppnin

Úrslitaleikur: Redbergslid - Runar22:21 Leikur um 3. sætið: GOG Gudme - Virum30:23 Leikur um 5. sætið: KA - Viking27:25 Leikur um 7. sætið: Drott - Valur33:26 Evrópukeppnin Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 168 orð

Næstum búnar að klúðra

"VIÐ lentum undir pressu seint í leiknum og misstum dampinn, vorum búin að tala um að kæmi að því en gerðum þá ekki eins og ætlunin var," sagði Aðalsteinn Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. "Við vorum næstum því búin að klúðra leiknum en vorum svolítið heppin í lokin og þá brást markvarslan ekki. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 98 orð

Opna Spánarmótið Haldið í Barcelona um helgina. 267 Th

Haldið í Barcelona um helgina. 267 Thomas Bjorn (Danmörku) 68 67 66 66 268 Jose Maria Olazabal (Spáni) 66 71 64 67, Greg Chalmers (Ástralíu) 64 66 69 69 270 Mark James (Bretl. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 147 orð

Pétur í þriðja sinn á Andrés

PÉTUR Haukur Loftsson úr Breiðabliki sigraði í stórsvigi drengja 10 ára og sjöundi í sviginu. "Ég átti alls ekki von á því að sigra í stórsviginu. Ég er í sjöunda himni. Þetta er fjórði veturinn sem ég æfi skíði og í þriðja sinn sem ég kem á Andrésarleikana," sagði Pétur Haukur. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 331 orð

Salóme í fótspor föður síns

Leifur Tómasson átti hugmyndina að stofnun Andrésar andar-leikanna árið 1976. Sama ár, eða fyrir 23 árum, var sonur hans, Tómas Leifsson, Íslandsmeistari í svigi karla. Fyrir níu árum fékk Tómas dótturina Salóme í afmælisgjöf. Salóme lét mikið að sér kveða á Andrésar andar- leikunum um helgina er hún sigraði bæði í svigi og stórsvigi 9 ára. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 224 orð

Sigursælir göngugarpar

HJÖRVAR Maronsson og Hjalti Már Hauksson frá Ólafsfirði voru sigursælir í skíðagöngu á leikunum og urðu þrefaldir meistarar. Hjörvar í flokki 12 ára drengja og Hjalti Már í 11 ára flokki. Þeir voru einnig í sigursveit Ólafsfjarðar í boðgöngu ásamt Elsu G. Jónsdóttur. Þeir hafa æft göngu frá því þeir voru sex ára. Hjalti Már er úr mikilli göngufjölskyldu. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 184 orð

Stjarnan betra liðið

"Það er afar sárt að sjá á eftir bikarnum en ekki hægt að segja annað en Stjarnan hafi verið betra liðið í dag," sagði Harpa Melsteð, fyrirliði Hauka, eftir leikinn. "Við sýndum mikinn karakter með því að jafna rétt fyrir leikslok og gerðum þannig úrslitakeppnina að þeirri frábæru skemmtun sem hún hefur verið undanfarin tvö ár. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 135 orð

Stjarnan ­ Haukar24:23

Íþróttahúsið Ásgarði, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild kvenna, úrslitakeppnin ­ 5. og síðasti úrslitaleikur, laugardaginn 25. apríl 1998. Gangur leiksins: 0:1, 1:2, 6:2, 6:4, 8:6 11:6, 11:8, 13:9, 13:10, 17:10, 19:11, 20:12, 20:15, 21:17, 22:19, 23:19, 23:23, 24:23. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephensen 11/2, Anna B. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 155 orð

TRYGGVI Guðmundsson gerði sigurmark

TRYGGVI Guðmundsson gerði sigurmark Tromsö í 2:1 sigri á Viking í norsku knattspyrnunni um helgina. Hann slapp einn inn fyrir vörn Vikings og skoraði af öryggi. Tromsö gerði fyrsta markið en Ríkharður Daðason jafnaði fyrir Viking, annað mark hans í þremur leikjum. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 263 orð

Verðlaunum bróðurlega skipt

Jöfn og spennandi keppni var í flokki 12 ára stúlkna í alpagreinum og má segja að efstu sætunum í greinunum þremur hafi verið bróðurlega skipt. Áslaug Eva Björnsdóttir, Akureyri, sigraði í svigi og vinkona hennar, Fanney Sigurðardóttir, í stórsvigi. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 43 orð

Þannig vörðu þær

Í sviga eru skot, sem fóru aftur til mótherja. Lijana Sadzon, Stjörnunni 24 (9). 12 langskot (5), 7 úr horni (2), 2 af línu, 2 hraðaupphlaup (1), 1 gegnumbrot (1). Alma Hallgrímsdóttir, Haukum 4 (1). 2 langskot, 2 (1) úr horni. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 194 orð

Þrjár efnilegar í göngu

ELSA Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði sigraði tvöfalt í göngu 11 ára stúlkna. Kristín Þrastardóttir, Siglufirði, varð önnur í báðum göngunum og ísfirsku stúlkurnar Dagný Hermannsdóttir og Gerður Geirsdóttir skiptu með sér bronsverðlaununum. Elsa Guðrún á ekki langt að sækja hæfileikana því bæði faðir hennar, Jón Konráðsson, og systir hennar Svava hafa orðið Íslandsmeistarar í göngu. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 124 orð

Ætla að verða eins góð og Kristinn

Alexandra Tómasdóttir frá Neskaupstað varð tvöfaldur Andrésarmeistari, í svigi og stórsvigi, í flokki 10 ára. "Ég bjóst ekki við að vinna. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem á Andrés og ég hef aldrei unnið áður. En ég er búin að æfa vel í Oddsskarði í vetur," sagði Alexandra, sem byrjaði að æfa skíði þegar hún var fimm ára. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 154 orð

Ætlum að koma aftur

ÓSKAR Halldórsson og Arnar Björgvinsson frá Önundarfirði og Gylfi Víðisson frá Ólafsfirði voru atkvæðamiklir í göngu 10 ára drengja. Óskar sigraði í 2 km göngu með hefðbundinni aðferð og Gylfi í 2 km göngu með frjálsri aðferð. Arnar varð annar í hefðbundinni aðferð og þriðji í frjálsri. Óskar og Arnar sögðust hafa æft göngu í fjögur ár. Meira
28. apríl 1998 | Íþróttir | 218 orð

ÖRVAR Guðmundsson sigraði á Íslandsmóti yn

ÖRVAR Guðmundsson sigraði á Íslandsmóti yngri en 21 árs í snóker sem fram fór á Kjuðanum um helgina. Hann vann Þorbjörn Atla Sveinsson, betur þekktan sem knattspyrnumann úr Fram, í úrslitum 5:3. Meira

Fasteignablað

28. apríl 1998 | Fasteignablað | 294 orð

Ávöxtunarkrafa húsbréfa fer lækkandi á ný

MIKLAR breytingar hafa orðið á ávöxtunarkröfu húsbréfa að undanförnu og hún er nú ólíkt minni en áður var. Í ársbyrjun í fyrra var hún 5,80%, en í sumar leið fór hún ört lækkandi og komst lægst í 5,21% í ágústbyrjun. Í lok síðasta árs var ávöxtunarkrafan 5,29%. Á þessu ári hefur ávöxtunarkrafan enn lækkað. Hinn 5. marz fór hún niður fyrir 5% og 25. Meira
28. apríl 1998 | Fasteignablað | 1098 orð

Eigið uppeldi trjáplantna

Nú nálgast sumarið óðfluga. Kvöldin eru orðin björt og löng og margir eru farnir að huga að vorverkunum í garðinum sínum eða jafnvel sumarbústaðarlandinu. Enn er samt of snemmt að fara að hreinsa til og taka ofan af beðunum. Viðkvæmar plöntur hafa gott af því skjóli sem ruslið veitir þeim gagnvart hretum og frostnóttum. Meira
28. apríl 1998 | Fasteignablað | 181 orð

Einbýlishús í gamla bænum

EINBÝLISHÚS í gamla miðbænum í Hafnarfirði eru ávallt eftirsótt af mörgum. Fasteignasalan Hraunhamar hefur nú fengið í einkasölu einbýlishús að Kirkjuvegi 11. Þetta er timburhús á steyptum kjallara, alls 100 ferm. Húsið var reist 1906, en hefur fengið gott viðhald frá upphafi. Núverandi eigandur hafa búið í húsinu sl. 40 ár. Meira
28. apríl 1998 | Fasteignablað | 166 orð

Hús með tveimur íbúðum við Kársnesbraut

HJÁ fasteignasölunni Hóli í Reykjavík er til sölu hús með tveimur íbúðum að Kársnesbraut 75 í Kópavogi. Þetta er steinhús, sem er tvær hæðir og með innbyggðum bílskúr, alls að flatarmáli um 170 ferm. Húsið var byggt 1945, er vel úr garði gert og vel staðsett. Meira
28. apríl 1998 | Fasteignablað | 888 orð

Nýjar aðgerðir vegna vanskila

Áárinu 1985 var fyrst tekið upp á því í hinu opinbera húsnæðislánakerfi að aðstoða íbúðareigendur í greiðsluerfiðleikum. Til að byrja með var gert ráð fyrir að um tímabundið verkefni yrði að ræða, sem var ætlað að mæta því sérstaka ástandi er hafði komið upp í kjölfar misgengis á launum og lánum. Meira
28. apríl 1998 | Fasteignablað | 156 orð

Nýtt atvinnuhúsnæði í Ártúnsholti

HJÁ fasteignasölunni Gimli er nú til sölu atvinnuhúsnæði að Nethyl 2 í Ártúnsholti. Um er að ræða tvær húseiningar, númer 4 og 5, í steyptu húsi, sem er á tveimur hæðum og fullbúið að utan en fokhelt að innan. Meira
28. apríl 1998 | Fasteignablað | 203 orð

Stórt hús með sér íbúð á jarðhæð

SELÁSHVERFIÐ er eftirsótt af mörgum. Hjá fasteignasölunni H- gæði er nú til sölu 310 ferm. hús að Deildarási 6. Húsið er byggt 1980. Það er steinsteypt og á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, sem er 30 ferm. Meira
28. apríl 1998 | Fasteignablað | 214 orð

Sumarhúsa- markaðurinn

Í GÓÐVIÐRINU að undanförnu hefur sumarhúsamarkaðurinn tekið vel við sér. Eins og áður er áhugi hvað mestur á bústöðum í uppsveitum Árnessýslu en vegna Hvalfjarðargangnanna fer áhugi á bústöðum í Borgarfirði nú ört vaxandi. "Sumarhúsamarkaðurinn fer vel af stað. Meira
28. apríl 1998 | Fasteignablað | 1996 orð

Uppsveitir Árnessýslu eftirsóttastar en ásókn í Borgarfjörð vaxandi

MEÐ vorinu vex áhugi fólks á sumarbústöðum. Raunar er oft varla hægt að tala um sumarhús lengur. Mörg þessara húsa eru svo vel útbúin, að hægt er að vera í þeim allt árið. Í flestum hinna nýrri eru rafmagn og heitt vatn sjálfsagðir hlutir. Af þeim sökum er líka unnt er að nýta þau miklu lengur á hverju ári en áður tíðkaðist. Meira
28. apríl 1998 | Fasteignablað | 328 orð

Valhöll flutt í stærra húsnæði

FASTEIGNASALAN Valhöll flutti nýlega með starfsemi sína í nýtt húsnæði í Síðumúla 27. Valhöll var stofnuð í febrúar 1995. Í samtali við Morgunblaðið sagði Bárður Tryggvason, sölustjóri hjá Valhöll, að hið nýja húsnæði opnaði fasteignasölunni möguleika á mun betri þjónustu. Meira

Úr verinu

28. apríl 1998 | Úr verinu | 146 orð

Loðnan lifir af

Fiskeldistímaritið Norsk fiskoppdrett birti nýlega niðurstöður rannsókna sem norska hafrannsóknastofnunin stóð fyrir. Rannsóknin beindist að því hve stór hluti loðnunnar lifði hrygninguna af. Rannsóknin sýndi fram á að um 60% af kvenloðnunni lifði hrygninguna af og kæmi því til viðbótar hrygningarstofni næsta árs. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.