Greinar þriðjudaginn 30. júní 1998

Forsíða

30. júní 1998 | Forsíða | 217 orð | ókeypis

ESB hafnar þátttöku KLA í viðræðum

SERBNESKAR öryggissveitir efndu í gær til viðamikillar hernaðaraðgerðar gegn skæruliðum aðskilnaðarsinnaðra Kosovo-Albana, en í gær höfnuðu ráðamenn Evrópuríkja tillögu Bandaríkjamanna um að fulltrúum skæruliða yrði boðið að taka þátt í friðarsamningaviðræðum. Meira
30. júní 1998 | Forsíða | 203 orð | ókeypis

Kosið verði sem fyrst

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, vísaði í gær á bug áskorun frá Ezer Weizman, forseta landsins, um að leggja stefnuna í friðarmálum í dóm kjósenda með því að boða til kosninga fyrr en seinna. Netanyahu hefur verið legið á hálsi, bæði heima og erlendis, fyrir að standa friðarumleitunum við Palestínumenn fyrir þrifum. Meira
30. júní 1998 | Forsíða | 288 orð | ókeypis

Mannréttindi verði höfð í heiðri í Kína

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, skoraði á Kínverja að virða mannréttindi og hvatti til "nýrra tengsla" milli ríkjanna í ávarpi sem hann flutti í Peking-háskóla, þar sem fjöldamótmæli kínverskra námsmanna hófust árið 1989. Meira
30. júní 1998 | Forsíða | 78 orð | ókeypis

Reuters Á lífi eftir tvo sólarhringa

KONA fannst á lífi í rústum íbúðarhúss í borginni Ceyhan í Tyrklandi í gær, tveimur dögum eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir. Konan er ekki mikið slösuð en björgunarmenn heyrðu hana berja í vegg er þeir leituðu í rústunum. Daginn áður hafði ellefu ára drengur fundist á lífi í sama húsi. Að minnsta kosti 119 manns fórust í skjálftanum en vonir um að fleiri finnist á lífi fara nú dvínandi. Meira
30. júní 1998 | Forsíða | 171 orð | ókeypis

Reuters Lögregla sökuð um kynþáttahatur

FRESTA varð opinberri rannsókn á starfsaðferðum bresku lögreglunnar í London í gær, er til átaka kom þar sem yfirheyrslur fara fram. Lögregla hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir rannsókn á morði á ungum, svörtum manni, Stephen Lawrence, sem myrtur var árið 1993, að því er virtist eingöngu vegna litarháttar síns. Meira
30. júní 1998 | Forsíða | 133 orð | ókeypis

Viagra varasamt?

BANDARÍSKA matvæla- og lyfjaeftirlitinu hafa verið tilkynnt þrjátíu dauðsföll sem rakin eru til Viagra- lyfsins fræga sem um tvær milljónir karlmanna hafa nýtt sér gegn getuleysi síðan það kom á markað í apríl. Auk dauðsfallanna hafa verið tilkynntar ýmsar aðrar aukaverkanir, hjartsláttaróregla, svimi og sjóntruflanir, alls í kringum 100 tilfelli. Meira

Fréttir

30. júní 1998 | Miðopna | 327 orð | ókeypis

8 m.kr. á mánuði munaði þegar upp úr slitnaði

ÁSTA Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að félagið eigi ekki lengur beina aðild að viðræðum til lausnar deilu hjúkrunarfræðinga eftir að upp úr viðræðum þeirra við fulltrúa stjórnvalda slitnaði á sunnudag. Ásta segir að 8 milljónum króna á mánuði í greiðslur til 1.100 hjúkrunarfræðinga hafi munað milli sjónarmiða aðilanna þegar upp úr slitnaði. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð | ókeypis

Andlát SIGURBJÖRN ÞORBJÖRNSSON SIGU

SIGURBJÖRN Þorbjörnsson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 28. júní sl. Sigurbjörn fæddist 18. nóvember 1921. Foreldrar hans voru hjónin Þorbjörn Þorsteinsson, trésmíðameistari í Reykjavík, og Sigríður María Nikulásdóttir húsmóðir. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 1308 orð | ókeypis

Áhrifamikil sýning og öllum til sóma

ÞAÐ var mikið um dýrðir þegar Íslendingar fögnuðu þjóðardegi sínum í sól og hita í Lissabon síðastliðinn laugardag. Allar þjóðirnar sem þátt taka í heimssýningunni fá úthlutað einum degi sem er hápunktur þátttöku þeirra í sýningunni. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð | ókeypis

Beðið með útskriftir í lengstu lög MAGNÚS Skúlason, framkv

MAGNÚS Skúlason, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi, segir að beðið verði í lengstu lög með að útskrifa sjúklinga komi uppsagnir hjúkrunarfræðinga til framkvæmda. Hann sagði að á sjúkrahúsinu í Fossvogi hefðu stjórnendur sjúkrahússins lengi reynt að stýra innlögnum sjúklinga í því skyni að búa starfsemina undir skerta þjónustu í kjölfar uppsagnanna en um 70 sjúklingar verði Meira
30. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 98 orð | ókeypis

Bifreið eyðilagðist í eldi

LÍTIL sendibifreið eyðilagðist í eldi í Bakkaselsbrekku á Öxnadalsheiði í gærmorgun. Ökumaðurinn sem var einn á ferð gat lítið aðhafst eftir að eldurinn kom upp og þegar slökkvililiðsmenn frá Akureyri komu á staðinn var allt brunnið sem brunnið gat. Meira
30. júní 1998 | Landsbyggðin | 228 orð | ókeypis

Birki og gulvíðir gróðursettur í minningu ábúenda á Neðra-Ási

NÝLEGA voru gróðursettar 1.200 birkiplöntur og 30 gulvíðiplöntur í landi Neðra-Áss í Hjaltadal til minningar um Soffíu Jónsdóttur og Stein Stefánsson, fyrrum ábúendur í Neðra-Ási. Það eru afkomendur Soffíu og Steins sem að verkinu standa en sl. sumar var markað fyrsta skrefið í tilurð skógarteigs til minningar um þau hjónin en þá voru gróðursettar 2.680 birkiplöntur. Meira
30. júní 1998 | Miðopna | 504 orð | ókeypis

Boðin endurskoðun ráðningarkjara

FORSVARSMENN sjúkrastofnana tóku í gær til við að ræða við þá hjúkrunarfræðinga, sem sagt hafa upp störfum frá og með morgundeginum og kannað viðhorf þeirra til þess að gera nýja ráðningarsamninga með endurskoðuðum ráðningarkjörum, í samræmi við það umboð sem forsvarsmenn sjúkrastofnana hafa samkvæmt gildandi kjarasamningi. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 461 orð | ókeypis

Breytt viðhorf til kuðungsígræðslu Tæki s

BERGLIND Stefánsdóttir, formaður Félags heyrnarlausra og skólastjóri Vesturhlíðarskóla, telur jákvæða viðhorfsbreytingu hafa orðið meðal heyrnarsérfræðinga gagnvart kuðungsígræðslu. Það hafi komið fram á norrænni ráðstefnu heyrnarfræðinga fyrir viku. Nú sé viðurkennt að ígræðslan veiti ekki fulla heyrn og að táknmálið sé enn nauðsynlegt. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 410 orð | ókeypis

Byrjar vel á norðausturhorninu Það er ekki hæg

Það er ekki hægt að segja að veiðin fari illa af stað á norðausturhorninu. Veiði er þar hafin í Sandá í Þistilfirði og Selá í Vopnafirði og veiddist vel á báðum stöðum miðað við aðstæður og menn sáu talsvert af laxi. Sextán laxar veiddust í Selá er hún var opnuð á laugardaginn og er það með bestu opnunum á þeim bæ. Meira
30. júní 1998 | Erlendar fréttir | 745 orð | ókeypis

Deilt um hvort orðaskiptin marki tímamót

FRAMGANGA Bills Clintons Bandaríkjaforseta í Kína hefur mælst vel fyrir meðal andstæðinga hans á bandaríska þinginu sem höfðu gagnrýnt forsetann fyrir að fórna kröfum um mannréttindi fyrir viðskiptahagsmuni. Þeir segja þó að forsetinn verði að fylgja orðum sínum eftir í verki. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð | ókeypis

Doktorspróf í frumulíffræði

»SIGRÍÐUR Valgeirsdóttir lauk doktorsprófi við læknadeild Uppsalaháskóla í Svíþjóð 15. maí. Ritgerð hennar hét "PDGF-induced signal transduction" og snýst um áhrif vaxtarþáttarins PDGF (platelet-derived growth factor) á frumur. Andmælandi við vörnina varprófessor Sven Påhlman. Meira
30. júní 1998 | Landsbyggðin | 95 orð | ókeypis

Dvalarheimili færð gjöf Akranesi-

Það var Sólveig Kristinsdóttir, hjúkrunarforstjóri Höfða sem tók við gjöfinni frá formanni líknarsjóðs Lionsklúbbs Akraness, Gesti Sveinbjörnssyni, en afhendingin fór fram í húsakynnum Höfða föstudaginn 17. apríl sl. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson FRÁ afhendingu sjúkrarúmsins. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð | ókeypis

Dýpkað fyrir Keiko

Dýpkað fyrir Keiko Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. DÝPKUN í Klettsvík í Vestmannaeyjum, þar sem framtíðarheimili háhyrningsins Keiko verður, hófst á sunnudaginn. Dýpkunarskipið Perlan sér um verkið en Björgun hf. tók framkvæmdirnar að sér. Að sögn Guðjóns Hjörleifssonar bæjarstjóra er reiknað með að dýpkunin taki fimm til sex daga en fjarlægja á um 12. Meira
30. júní 1998 | Landsbyggðin | 233 orð | ókeypis

Egilsstaðir­

Egilsstaðir­Málþing um fjar- og símenntun var haldið á Egilsstöðum. Þingið var haldið í tengslum við fyrirhugaða stofnun Fræðslunets Austurlands, en starfandi hefur verið háskólanefnd á vegum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi við að vinna að því að fá nám á háskólastigi á Austurland. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 35 orð | ókeypis

Ekið á dreng á reiðhjóli

EKIÐ var á dreng á reiðhjóli í Hafnarfirði í gær. Atvikið átti sér stað á Fjarðargötu, rétt við verslunarmiðstöðina Miðbæ. Drengurinn var fluttur á heilsugæslustöðina í Hafnarfirði með minniháttar áverka. Meira
30. júní 1998 | Erlendar fréttir | 204 orð | ókeypis

EMU-aðild eða útganga úr ESB

FYRR eða síðar kemur að því, að Svíþjóð verður að velja milli þess að taka þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) eða að öðrum kosti að hætta þátttöku í Evrópusambandinu, ESB. Svíþjóð hefur enga formlega undanþágu frá þátttöku í EMU og einhliða yfirlýsing sænsku stjórnarinnar um að landið kjósi að standa utan við myntbandalagið getur ekki haldið gildi sínu um ótakmarkaðan tíma. Meira
30. júní 1998 | Erlendar fréttir | 351 orð | ókeypis

Fannst á lífi eftir tvo sólarhringa í húsarústunum

KONA fannst á lífi í gær í rústum húss sem hrundi í jarðskálftanum í suðurhluta Tyrklands á laugardag og hafði þá legið í rústunum í tvo sólarhringa. Vonir um að finna fleiri á lífi fara dvínandi. Að minnsta kosti 119 manns fórust í skjálftanum, sem mældist um 6,3 stig á Richter. Um 1. Meira
30. júní 1998 | Landsbyggðin | 361 orð | ókeypis

Faraldur grasiglu herjar á tún í Jökuldal 20 h

FARALDUR grasiglu herjar nú á tún og úthaga Sigurðar Aðalsteinssonar, bónda á Vaðbrekku í Jökuldal. Túnin eru gul og hefur maðkurinn þegar étið um 20 hektara. "Þetta byrjaði í lok maí, ég hélt þá að túnin væru kalin, en í byrjun júní sé ég að maðkar eru farnir að skríða upp á veginn sem liggur í gegnum túnin og þá áttaði ég mig á hvað var að gerast. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 199 orð | ókeypis

Fékk sexfaldanlottóvinning Hæsti vinning

ÞEGAR úrslit í Lottó 5/38 voru kunn á laugardagskvöldið kom í ljós að aðeins einn var með allar tölurnar 5 réttar. Fær sá alls 25,5 milljónir króna skattfrjálst í vinning og er það hæsti vinningur á einn miða frá því að leikurinn hófst. Meira
30. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 158 orð | ókeypis

Fimmtíu kærðir fyrir hraðaakstur

FIMMTÍU ökumenn hafa síðustu daga verið kærðir á Akureyri fyrir að aka of hratt. Ökumaður vélhjóls var einn þeirra, en hann ók á 94 kílómetra hraða um götur bæjarins þar sem leyfður er 50 kílómetra hraði á klukkustund. Margir hafa kvartað til lögreglu vegna vélhjóla sem gjarnan er ekið mörgum saman en af slíkum hópakstri hlýst töluverður hávaði. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 57 orð | ókeypis

Formaður Alþýðubandalagsins Samfylkingartillaga á föstudag

MARGRÉT Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, mun strax við upphaf aukalandsfundar Alþýðubandalagsins næstkomandi föstudag leggja fram tillögu varðandi sameiginlegt framboð félagshyggjuflokkanna. Margrét vill í engu greina frá innihaldi tillögunnar. Meira
30. júní 1998 | Erlendar fréttir | 757 orð | ókeypis

Forsetinn setti "grundvallarreglur"

NÝTT vitni, Dale Young, kom fram á sunnudag og gat með sannfærandi hætti andmælt þeirri fullyrðingu Bills Clintons, að hann hefði aldrei átt í kynferðislegu sambandi við Monicu Lewinsky. Young er 47 ára kaupsýslukona frá Scarsdale í New York-ríki. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð | ókeypis

Friðarhlaupi lokið Kyndillinn friðartákn

Friðarhlaupi lokið Kyndillinn friðartákn FRIÐARHLAUPI lauk á Ingólfstorgi á sunnudaginn. Rúmlega þúsund Íslendingar tóku þátt í hlaupinu í ár en friðarhlaup hafa verið hlaupin annaðhvert ár frá 1987. Meira
30. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 83 orð | ókeypis

Færeyskt kvöld

FÆREYSKT kvöld verður um borð í kútter Jóhönnu annað kvöld, miðvikudagskvöldið 1. júlí. Lagt verður af stað frá Torfunefsbryggju kl. 19 og er áætlað að ferðin taki um þrjár klukkustundir. Í boði verður færeyskur matur; knettir, sem er sérstök tegund af fiskibollum með tilheyrandi súpu, saltað hvalspik, harðfiskur, beinakex og kaffi. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 462 orð | ókeypis

Gagnrýnir aðferðir og uppsagnir

YFIRLÝSING hjúkrunarfræðinga á skurð- og svæfingadeildum um að sinna ekki skipulagðri neyðarþjónustu eftir að uppsagnir þeirra taka gildi á miðvikudag stenst ekki lög, að mati Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Meira
30. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 38 orð | ókeypis

Gönguferð um Akureyri

FRÆÐSLUFERÐ á vegum Sumarháskólans á Akureyri verður farin fimmtudaginn 2. júlí næstkomandi kl. 17. Jón Hjaltason sagnfræðingur segir frá sögu Akureyrar í gönguferð um bæinn. Mæting er við Nonnahús við Aðalstræti og er aðgangur ókeypis. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð | ókeypis

Hentugri tímasetningar og stærri vélar SUMARÁÆTLU

SUMARÁÆTLUN Íslandsflugs hefur tekið gildi og gildir til ágústloka. Félagið hefur yfir fimm flugvélum að ráða í sumar, tveimur 46 sæta ATR vélum og þremur 19 sæta Dornier vélum. Í sumar verður lögð megináhersla á hentugri tímasetningar sem og stærri vélar til að svara kröfu markaðarins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Meira
30. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 260 orð | ókeypis

Hilmar Daníelsson keypti hlut ÍS

BREYTINGAR urðu á eignaraðild í Fiskmiðlun Norðurlands hf. á Dalvík nýverið. Hilmar Daníelsson, einn af stofnendum félagsins og aðaleigandi þess, keypti þá allan hlut Íslenskra sjávarafurða hf. í félaginu, samtals 43,9%. Fyrir átti Hilmar 12,5% hlut og var nærststærsti eigandi á eftir ÍS. Meira
30. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 212 orð | ókeypis

Hundasýning Hundaræktarfélags Íslands á Akureyri

MÆÐGURNAR Valgerður Júlíusdóttir og dóttir hennar Viktoría Jensdóttir, höfðu ástæðu til að fagna vel og innilega á árlegri hundasýningu Hundræktarfélags Íslands og svæðafélags HRFÍ á Norðurlandi í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Meira
30. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 160 orð | ókeypis

Hyrna byggir tréiðnadeild

SKRIFAÐ hefur verið undir verksamning við Byggingarfélagið Hyrnu um byggingu 8. áfanga við Verkmenntaskólann á Akureyri, tréiðnadeild. Hyrna átti lægsta tilboð í verkið, sem hljóðaði upp á rúmar 75 milljónir króna, eða 95% af kostnaðaráætlun. Húsnæðið sem Hyrna byggir er um 1.270 fermetrar að stærð, með útiskýli og leiðslugöngum. Útiskýlið er m.a. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð | ókeypis

Höfði opinn almenningi

Höfði opinn almenningi HÖFÐI, móttökuhús Reykjavíkurborgar, er opinn almenningi 1. sunnudag hvers mánaðar, segir í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt.. Næsta skoðunarferð er sunnudaginn 5. júlí kl. 13. Vinsamlegast skráið þátttöku hjá Upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur kl. 9­18. Aðgangseyrir 200 kr. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 32 orð | ókeypis

Í baði með sædýrum LÖGREGLAN í Reykjavík hafði afskipti af ung

Í baði með sædýrum LÖGREGLAN í Reykjavík hafði afskipti af ungum pilti sem farið hafði í bað í keri á Miðbakka í Reykjavík. Með piltinum í baðinu voru krabbar, skeljar og önnur sædýr. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 1392 orð | ókeypis

Ísland fyrirmyndarland í sovéskum bókmenntum

Íslenskar miðaldabókmenntir og rit Halldórs Laxness vöktu aðdáun sovéskra fræðimanna á íslenskri menningu og þjóðfélagi, þrátt fyrir kapítalískt þjóðskipulag. Helgi Þorsteinsson og Kristján Jónsson segja frá fyrirlestrum Árna Bergmanns og nokkurra útlendra fræðimanna á síðasta degi ráðstefnu um Norðurlöndin og kalda stríðið. Meira
30. júní 1998 | Erlendar fréttir | 101 orð | ókeypis

Jeltsín vísar krepputali á bug

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, neitaði því í gær að kreppa hefði skollið á í landinu en gengi rússneskra hlutabréfa hélt þó áfram að lækka og kolanámamenn í Síberíu hótuðu mótmælaaðgerðum vegna vangoldinna launa. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 1708 orð | ókeypis

Jón Kjartansson hefur flutt bústofn og vélar frá Stóra-Kroppi vegn

Jón Kjartansson hefur flutt bústofn og vélar frá Stóra-Kroppi vegna vegardeilu Heldur baráttunni áfram af fullum krafti Jón Kjartansson, eigandi Stóra-Kropps í Borgarfirði, Meira
30. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 153 orð | ókeypis

KEA hefur verslunarrekstur í Reykjavík

KAUPFÉLAG Eyfirðinga tók í gær, mánudag, við rekstri verslunarinnar Kaupgarðs í Mjóddinni í Reykjavík. KEA keypti fyrir nokkru húsnæðið og mun reka þar matvöruverslun, sem til að byrja með verður rekin í lítt breyttu formi. Júlíus Guðmundsson, sem veitt hefur KEA-Nettó á Akureyri forstöðu, hefur verið ráðinn verslunarstjóri. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 753 orð | ókeypis

Kosið um sameiningu fimm hreppa í Árnessýslu Kjó

SAMEINING fimm hreppa í uppsveitum Árnessýslu var felld í Skeiðahreppi í kosningum um sameiningu sem fram fór sl. laugardag. Í Laugardalshreppi voru 80,5% kjósenda með sameiningu, í Þingvallahreppi voru 66,7% kjósenda með sameiningu, í Hrunamannahreppi voru 62% kjósenda með sameiningu og í Biskupstungnahreppi voru 71,6% kjósenda með sameiningu. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð | ókeypis

Kvöldganga um slóðir Jóns Arasonar í Viðey

FIMMTA kvöldganga sumarsins verður í kvöld um Heimaeyna þar sem ýmislegt er sem minnir á Jón Arason. M.a. eru þar rústir virkis sem hann er sagður hafa látið byggja sumarið 1550 er hann kom og rak Dani brott úr eynni. Jafnframt verður heimastaðurinn skoðaður vel. Á þessum slóðum er hvað mest af sögu og frá mörgu að segja. Þetta er þó stysta gangan og um leið sú síðasta af raðgöngunum fimm. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð | ókeypis

Leiðrétting Á góðum batavegi MISTÖK ur

MISTÖK urðu í Morgunblaðinu á laugardaginn í umfjöllun um ástandið á hjartadeild Landspítalans. Þórhallur Heimisson, einn sjúklinganna sem tekinn var tali, var sagður með hjartabilun en rétt er að Þórhallur var lagður inn á hjartadeildina vegna vírussýkingar í gollurhúsi, þ.e. vírussýkingar í hjarta sem veldur hjartaöng. Þórhallur er nú kominn heim til sín og er á góðum batavegi. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 300 orð | ókeypis

Leyndarskjöl afhent í Höfða Batt vonir við leið-

Leyndarskjöl afhent í Höfða Batt vonir við leiðtogafund SKJÖL um leiðtogafund Reagans og Gorbatsjovs sem haldinn var í Reykjavík árið 1986 voru afhent Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra á laugardaginn. Day Olin Mount, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, afhenti skjölin í Höfða að viðstöddum Anatolí S. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 663 orð | ókeypis

Lina þjáningar og auka lífsgæði

Líknarteymi var stofnað á Landspítalanum fyrir einu og hálfu ári og með haustinu verður opnuð sérstök líknardeild. Erna Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur starfað með líknarteyminu frá upphafi. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 300 orð | ókeypis

Læknaráð Landspítalans skorar á stjórn spítalans og hjúkrunarfræðinga að l

LÆKNARÁÐ Landspítalans segir að neyðarástand muni skapast strax á fyrsta degi eftir að uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum taka gildi og segja að ástandið verði sýnu verst á lyflækningadeild, þar sem einungis verða 29 rúm laus sem fyllst geta samdægurs, og á geðdeild þar sem fjórum bráðadeildum af fimm verður lokað og útskrifa verður tugi sjúklinga sem ekki eru í útskriftarhæfu ástandi. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 533 orð | ókeypis

Löggæsla gekk vel í miðbænum

HELGARVAKTIN gekk vel fyrir sig hjá lögreglunni. Mjög fjölmennt var í miðbænum aðfaranótt sunnudags en þrátt fyrir það gekk löggæslan vel. Fjöldi lögreglumanna var aukinn nokkuð og skerpt á vinnufyrirkomulagi. Mikil umferð var frá borginni á föstudag og til baka aftur síðdegis á sunnudag. Gerðar voru ráðstafanir til að greiða eins mikið fyrir umferð og hægt var. Meira
30. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 103 orð | ókeypis

Lögreglan í nýjan einkennisbúning

LÖGREGLAN á Akureyri hefur skipt um einkennisbúning og m.a. tekið niður gömlu stóru húfurnar, sem ekki eru lengur notaðar nema með hátíðisbúningi. Þess í stað hafa lögreglumenn og konur sett upp léttar derhúfur. Allir lögreglumenn ganga nú í eins bláum skyrtum en þær eru merktar á öxlum eftir tign. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 159 orð | ókeypis

Maður hrapaði í Litla-Höfða í Eyjum

MAÐUR hrapaði og féll níu til tíu metra og lenti á moldarfláa norðan í Litla-Höfða í Vestmannaeyjum síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar í Eyjum var tilkynnt um slysið til hennar laust fyrir klukkan sex og var þá þegar hafist handa við björgunaraðgerðir. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð | ókeypis

Málstofa um kynþáttamisrétti á Íslandi

MÁLSTOFA um mannréttindi verður haldin miðvikudaginn 1. júlí kl. 17.15 í Litlu-Brekku, sal veitingahússins Lækjarbrekku. Mannréttindaskrifstofa Íslands boðar til málstofu um kynþáttamisrétti á Íslandi. Framsögumaður verður Elizabeth Fullon, doktorskandídat í fjölmenningarlegum samskiptum við háskólann í Massachusetts í Bandaríkjunum. Meira
30. júní 1998 | Erlendar fréttir | 301 orð | ókeypis

Meintur stríðsglæpamaður hengir sig

SLAVKO Dokmanovic, Serbi sem þurfti að svara til saka fyrir stríðsglæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna í Haag, fannst hengdur í fangaklefa sínum í gær, en hann beið dóms fyrir að bera ábyrgð á lífláti yfir 200 sjúkrahússsjúklinga, sem flestir voru Króatar. Ódæðisverkið átti sér stað í nóvember 1991, skömmu eftir að stríð brauzt út í gömlu Júgóslavíu. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 248 orð | ókeypis

Mikill áhugi á hnattreisu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: "Heimsklúbbur Ingólfs og Ferðaskrifstofan Prima efndu til kynningar á hnattreisu sinni um suðurhvel jarðar sem hefst 5. nóvember í haust og frumsýndu kvikmynd á Hótel Sögu fimmtudaginn 25. júní af ferð á þessar framandi ferðaslóðir. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 176 orð | ókeypis

Niðjamót afkomenda hjónanna Ísfoldar Helgadóttur og Eggerts Bjarna Kristjánssonar

IÐJAR og venslafólk Ísfoldar Helgadóttur halda upp á aldarafmæli hennar í Reykholti í Biskupstungum dagana 3. til 5. júlí 1998. Mótið verður sett kl. 14 laugardaginn 4. júlí og sameiginlegt borðhald verður um kvöldið í félagsheimilinu Aratungu. Áhugasömum, sem ekki hafa áður frétt af mótinu, er velkomið að taka þátt í því, en þeir þurfa að tilkynna þátttöku sína nú þegar í síma 891 8902. Meira
30. júní 1998 | Miðopna | 928 orð | ókeypis

Nýtum kosti nálægðarinnar

"ÞETTA hefur gengið ótrúlega vel og má segja að öll vandkvæði séu horfin. Hópurinn hefur aðlagast mjög vel og það tel ég að sé fyrst og fremst íslenskukennslunni að þakka," segir Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vestfjörðum. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 537 orð | ókeypis

Prófessorar án leiðréttingar eftirlauna í 2 1/2 ár

GÍSLI Jónsson prófessor hefur sent umboðsmanni Alþingis kæru þar sem hann telur að kjaranefnd hafi gróflega brotið ákvæði 9. greinar stjórnsýslulaga. Gísli telur að óheyrilegur dráttur hafi orðið á störfum nefndarinnar því liðið sé tæplega eitt og hálft ár síðan lög tóku gildi sem fólu kjaranefnd að ákveða laun prófessora en enginn úrskurður hafi enn verið kveðinn upp. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 222 orð | ókeypis

Samkeppnisráð grípur ekki til aðgerða SAMK

SAMKEPPNISRÁÐ hefur úrskurðað að grípa ekki til aðgerða út af kvörtun Elínar Sigurðardóttur sem 25. ágúst sl. sendi Samkeppnisstofnun bréf þar sem kvartað var yfir fyrirkomulagi niðurgreiðslna Reykjavíkurborgar á leikskólavist. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 264 orð | ókeypis

Segja þörf á aðhaldi og sparnaðaraðgerðum

GRÍPA þarf til sparnaðaraðgerða í rekstri hins opinbera og í einkaneyslu ef koma á í veg fyrir að verðbólga aukist og hagvöxtur minnki hér á landi. Þetta er álit Friðriks Más Baldurssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, í kjölfar nýs endurmats á þjóðhagsspá, sem stofnunin kynnti í gær. Í skýrslunni kemur m.a. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 188 orð | ókeypis

Sigurði Gizurarsyni veitt lausn frá embætti DÓ

DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að veita Sigurði Gizurarsyni sýslumanni lausn frá embætti sýslumanns á Akranesi frá 1. júlí nk. með eftirlaunakjörum sem honum voru boðin með bréfi ráðuneytisins 6. apríl sl. Fram hefur komið að Sigurður mun ekki taka við nýju embætti sýslumanns Strandasýslu 1. júlí. Meira
30. júní 1998 | Miðopna | 556 orð | ókeypis

Stefnir í algjört öngþveiti

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að yfirlýsing hjúkrunarfræðinga á skurð- og svæfingadeildum um að sinna ekki skipulagðri neyðarþjónustu eftir að uppsagnir þeirra taka gildi á miðvikudag standist ekki lög. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð | ókeypis

Stúlku á sundi bjargað LÖGREGLUMENN í flotgöllum björguðu ungri st

LÖGREGLUMENN í flotgöllum björguðu ungri stúlku sem lagst hafði til sunds við Ánanaust að morgni sunnudags. Áður höfðu tvær vinkonur stúlkunnar gert tilraun til að koma í veg fyrir sundið en án árangurs. Stúlkan var flutt á slysadeild til aðhlynningar en hún var orðin nokkuð köld og hrakin að sögn lögreglunnar. Engar skýringar eru varðandi tilefni sundferðarinnar. Meira
30. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 44 orð | ókeypis

Sýningu lýkur

GRAFÍKSÝNING Sveinbjargar Hallgrímsdóttur á Café Karólínu lýkur næsta föstudag, 3. júlí. Innblástur verkanna er koma farfuglanna og gróandans, um flugið sem virðist svo leikandi létt og rómantíkina sem ekki síst tengist þessum árstíma birtu og gróðurs. Sýningin er opin á afgreiðslutíma staðarins. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 236 orð | ókeypis

Útskrift Stýrimannskólans í Reykjavík

STÝRIMANNASKÓLANUM í Reykjavík var slitið við hátíðlega athöfn í hátíðarsal Sjómannaskólans þann 29. maí sl. að viðstöddu fjölmenni. Á liðnu skólaári luku 35 skipstjórnarprófi 1. stigs, 32 luku skipstjórnarprófi 2. stigs og 7 luku 3. stigs eða farmannaprófi og 23 luku 30 rúmlesta skipstjórnarnámi. Alls voru það því 97 nemendur sem luku námi. Meira
30. júní 1998 | Miðopna | 636 orð | ókeypis

Venjulegt líf á Ísafirði eftir hrakninga og líf

EIN AF fjölskyldunum sem kom til Ísafjarðar fyrir tveimur árum er Schally-fjölskyldan. Fjölskyldufaðirinn Nebojsa segir þau hafa komið sér vel fyrir á Íslandi. "Ég er nýbúinn að kaupa mér bíl og nú ætlum við fjölskyldan að ferðast um Ísland í sumarfríinu. Okkur langar til að sjá meira af landinu en Ísafjörð," segir Nebojsa Schally sem kom til Ísafjarðar í hópi flóttamanna árið 1996. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 562 orð | ókeypis

Viðar Magnússon læknir var hætt kominn í bílveltu í Bosníu

Viðar Magnússon læknir var hætt kominn í bílveltu í Bosníu "Hélt við værum búnir að vera" VIÐAR Magnússon, íslenski læknirinn sem komst lífs af úr bílveltu í Bosníu í síðustu viku, segir að hann hafi haldið að þetta yrði sín síðasta stund, en fjórir lifðu af og tveir létu lífið í slysinu. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 225 orð | ókeypis

Viðræður dragast til hausts

UMBOÐ til samninga við Ísland og Noreg um aðild að breyttu Schengen-vegabréfasamstarfi var ekki afgreitt á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins í Lúxemborg í gær. Hæpið er því að viðræður ESB við ríkin tvö hefjist fyrr en í haust. Meira
30. júní 1998 | Erlendar fréttir | 385 orð | ókeypis

Vilja hindra HIVsýkingu nýbura

RANNSÓKNARSTOFA Sameinuðu þjóðanna í alnæmi (UNAIDS) ýtti í gær úr vör verkefni er miðar að því að koma í veg fyrir að HIV- sýktar konur í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku smiti nýfædd börn sín. Bandaríska fréttastofan APgreinir frá því að sé barnshafandi konum, sem bera í sér veiruna, gefið lyfið AZT dragi það verulega úr hættunni á að barnið smitist einnig. Læknar á 12. Meira
30. júní 1998 | Landsbyggðin | 73 orð | ókeypis

Vinnuskóli í Dalabyggð Bú

Búðardal­Vinnuskólinn hófst 8. júní sl. og eru um 16 krakkar við vinnu undir stjórn Heiðars Þórðarsonar og Jóhanns Baldurssonar. Vinnan felst í því að slá og snyrta lóðir fyrirtækja og stofnana, tjaldstæði og kirkjugarða auk auðra svæða í þorpinu. Ennfremur geta eldri borgarar fengið aðstoð við hirðingu garða sinna. Meira
30. júní 1998 | Innlendar fréttir | 306 orð | ókeypis

Yfirlýsing frá Ginseng- rannsóknarstofnun S-Kóreu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: "Vegna umfjöllunar í íslenskum dagblöðum um Rautt eðal ginseng frá Kóreu og gæðaeftirlit í Kóreu, finnum við okkur knúin til að árétta nokkur atriði: 1. Ginseng hefur um langan aldur verið samofið menningu og sögu Kóreu. Meira
30. júní 1998 | Landsbyggðin | 157 orð | ókeypis

Þátttakendur fengu bakpoka með skyndihjálparbúnaði

Vestmannaeyjum-Barnafóstrunámskeið Rauða krossins lauk í Eyjum fyrir skömmu en þett er níunda árið sem slík námskeið eru haldin á vegum Rauða krossins í Eyjum í upphafi sumars og alls hafa 240 nemendur lokið þessum námskeiðum. Meira
30. júní 1998 | Landsbyggðin | 77 orð | ókeypis

Þurr tún farin að brenna

Miðhúsum-Þar sem langvarandi kuldar og þurrkar hafa verið má búast við að sláttur hefjist ekki að ráði fyrr en seinnihluta júlímánaðar. Grasspretta stendur í stað og þurr tún eru farin að brenna sem kallað er, en það er þegar grös sölna á þurrustu svæðunum. Allgott útlit er fyrir berjasprettu og blómgun lyngsins hefur tekist vel. Meira
30. júní 1998 | Erlendar fréttir | 309 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Samningamaður SÞ fórst VONIR um að takast megi að koma í veg fyrir nýtt borgarastríð í Afríkuríkinu Angóla minnkuðu nokkuð um helgina þegar fréttist að Alioune Blondin Beye, aðalsamningamaður Sameinuðu þjóðanna í Angóla, hefði látist í flugslysi nærri Abidjan á Fílabeinsströndinni. Alls fórust átta með flugvélinni sem var að koma frá Lome í Togo. Meira

Ritstjórnargreinar

30. júní 1998 | Staksteinar | 285 orð | ókeypis

»Endalok Alþýðubandalagsins HJÖRLEIFUR Guttormsson alþingismaður og fyrrv. r

HJÖRLEIFUR Guttormsson alþingismaður og fyrrv. ráðherra segir í grein í Degi að "alþýðubandalagsfólk geri réttast í að hafna bónorði kratanna". Annað þýði endalok Alþýðubandalagsins. Kemur nýtt stjórnmálaafl til sögunnar? Meira
30. júní 1998 | Leiðarar | 623 orð | ókeypis

LeiðariGEYSIR Í HAUKADAL EYSIR í Haukadal er einn frægasti

LeiðariGEYSIR Í HAUKADAL EYSIR í Haukadal er einn frægasti goshver heims. Það segir sína sögu að í enskri tungu er nafn hans, "geyser", samheiti goshvera jarðar. Stór hluti erlendra ferðamanna heimsækir Geysisvæðið, enda er aðdráttarafl þess mikið. Meira
30. júní 1998 | Staksteinar | 459 orð | ókeypis

Umferðarslysin

ÞAÐ er ekki sjálfsagt að fólk slasist og deyi í umferðinni segir í grein í Öku-Þór, blaði FÍB. Í greininni eru birtar ráðleggingar um aðgerðir til að auka öryggi ökumanna og annarra í umferðinni. Þar segir m.a.: BÖRNIN í aftursæti með beltin spennt. Börn upp að 10 kg þyngd og eins árs aldri ættu að vera fest í sérstaka ungbarnastóla og snúa baki í akstursstefnu. Meira

Menning

30. júní 1998 | Menningarlíf | 392 orð | ókeypis

Að vera samkvæmur sjálfum sér

ÚT ER kominn geisladiskur með verkum tónskáldsins Sveins Lúðvíks Björnssonar í flutningi Caput- hópsins. Á disknum, sem ber heitið Hvar væri ég þá?, eru ellefu verk sem samin eru á árunum 1989- 1997, fyrir píanó, flautur, klarínettu, fiðlu, selló og gítar. Meira
30. júní 1998 | Myndlist | 335 orð | ókeypis

Allt milli himins og jarðar

Til 10. júlí. Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 14­17. LJÓSMYNDAKOMPAN heitir lítið herbergi í Kaupvangsstræti 24, Akureyri, sem Aðalheiður S. Eysteinsdóttir rekur. Sjálf er Aðalheiður listmálari, en fóstrar óblandinn áhuga á listrænni ljósmyndun eða ljósmyndlist eins og réttast væri að kalla fyrirbærið. Meira
30. júní 1998 | Fólk í fréttum | 114 orð | ókeypis

Áströlsk auglýsingabrella

ÞEIR eru föngulegir, áströlsku tónlistarunnendurnir sem mættu allsnaktir í hljómplötuverslun eina í Melbourne, sem þekkt er fyrir skemmtilega auglýsingatækni. Til að draga að sér athygli og kaupendur efna eigendurnir til skemmtilegra uppákoma eins og "að raka eina augabrún af dagsins" og "fyndnustu nærfata dagsins", og svo mætti lengi telja. Meira
30. júní 1998 | Fólk í fréttum | 151 orð | ókeypis

Á svið í London

Á svið í London ÞRÁTT fyrir að leikkonan Nicole Kidman hafi eytt rúmu ári við tökur á mynd Stanleys Kubricks "Eyes Wide Shut" er hún hvergi af baki dottinn og hefur nýverið lokið við að leika í myndinni "Practical Magic" með Söndru Bullock. Meira
30. júní 1998 | Skólar/Menntun | 126 orð | ókeypis

Biðla til fyrrverandi kennara

VEGNA stefnu hollenskra stjórnvalda um að fækka börnum í fyrstu bekkjum grunnskóla og vegna hækkandi meðalaldurs núverandi kennara, er fyrirséð að skortur verði á hæfum kennurum á komandi árum í hollenskum grunnskólum. Að því er hollenska menntamálaráðuneytið hefur skýrt frá var gripið til þess ráðs að senda bréf til 150 þúsund kennara, sem látið höfðu af störfum. Meira
30. júní 1998 | Fólk í fréttum | 711 orð | ókeypis

BÍÓIN Í BORGINNISæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Lofts

Sex dagar, sjö nætur Ford og Heche mynda prýðilegt par í gamanhasarmynd a la Romancing the Stone. Full tuggið en ekki leiðinlegt. U beygja Oliver Stone er í stuði í ofbeldisfullri nútíma kúrekamynd. Skemmtileg og léttgeggjuð en svolítið langdregin. Meira
30. júní 1998 | Fólk í fréttum | 601 orð | ókeypis

Engar leikreglur á Íslandi Mark Devine var sjálfstætt starfandi umboðsmaður auk þess að vinna hjá ICM, stærstu umboðsskrifstofu

HANN kann að meta íslenskt hæfileikafólk og vinnur við að fá erlenda listamenn til að taka þátt í kvikmyndum sem kvikmyndafyrirtækið Pegasus er með í farvatninu. "Þetta er nú stundum hálfgerð hringavitleysa. Leikstjórar og leikarar þráast við að koma inn í verkefni þegar þeir vita ekki hvort einhverjir peningar eru í spilinu. Meira
30. júní 1998 | Fólk í fréttum | 532 orð | ókeypis

Freyðandi,ilmríkt oghöfugt popp

Breiðskífa Páls Óskars Hjálmtýssonar og hljómsveitarinnar Casino sem kallast Stereo. Páll Óskar syngur en þeir Casino-menn eru Samúel Jón Samúelsson básúnu- og slagverksleikari, Snorri Sigurðarson trompetleikari, Þorgrímur Jónsson bassaleikari, Halldór Kristinn Júlíusson gítarleikari, Auðunn Freyr Ingvarsson saxófónleikari, Meira
30. júní 1998 | Menningarlíf | 117 orð | ókeypis

Háskólakórinn tók þátt í kórakeppni í Þýskalandi

HÁSKÓLAKÓRINN undir stjórn Egils Gunnarssonar tók nýverið þátt í kórakeppninni Musica Mundi sem haldin var í Pohlheim, Þýskalandi, dagana 4.­7. júní. Kórinn keppti í A1-flokki sem var erfiðasti flokkur fyrir blandaða kóra og hlaut silfurverðlaun. Kór frá Búlgaríu hlaut gullverðlaun og var jafnframt stigahæsti kór keppninnar. Alls tóku 98 kórar frá 28 löndum þátt í keppninni. Meira
30. júní 1998 | Skólar/Menntun | 1454 orð | ókeypis

Landakot Séra Agúst George mun ekki setja Landako

Landakot Séra Agúst George mun ekki setja Landakotsskóla í haust. Hann verður í fríi eftir fjörutíu ára starf í skólanum. Gunnar Hersveinn reyndi að grafast fyrir um ástæður farsældar hans í starfi og var leiddur milli skólastofa og hugmynda. Meira
30. júní 1998 | Fólk í fréttum | 227 orð | ókeypis

Landinn gleypir við stofupoppi

Landinn gleypir við stofupoppi LAUGARDAGINN 4. júlí munu Páll Óskar og Casino halda ball í Súlnasal á Hótel Sögu. Dansleikurinn sem verður með glæsilegu yfirbragði er sá seinasti sem haldinn verður í salnum um óræðan tíma, þar sem honum verður lokað vegna breytinga. Meira
30. júní 1998 | Menningarlíf | 160 orð | ókeypis

Leikið fjórhent á píanóið í Iðnó

PÍANÓLEIKARARNIR Þorsteinn Gauti Sigurðsson og Steinunn Birna Ragnarsdóttir koma fram á öðrum tónleikum í tónleikaröð Iðnó þriðjudagskvöldið 30. júní kl. 20.30. Þau leika fjórhent á píanóið og hafa valið á efnisskrá sína verk eftir Fauré, Debussy, Brahms og fleiri. Þorsteinn Gauti og Steinunn Birna hafa starfað saman sem píanódúó um árabil og m.a. hljóðritað verk fyrir tvo flygla. Meira
30. júní 1998 | Menningarlíf | 549 orð | ókeypis

Lengi langað til Íslands

ALEXANDRA Cool, belgískur málari og myndhöggvari, hefur opnað sýningu á myndverkum í Deiglunni við Kaupvangsstræti á Akureyri, en sýning hennar, sem er liður í dagskrá Listasumars á Akureyri, stendur til 8. júlí næstkomandi. Alexandra er kunnur listamaður, en síðasta áratug hefur hún unnið að list sinni víða um heim, á Korsíku, Brussel og í New York. Meira
30. júní 1998 | Fólk í fréttum | 72 orð | ókeypis

Listrænt gildi mótorhjóla

SÝNING á mótorhjólum var opnuð í Guggenheim safninu í New York á dögunum en þar má líta rúmlega 100 eintök af þessum glæsilegu tryllitækjum. Sýningin ber titilinn "The Art of the Motorcycle" og stendur fram í september. Hjólið á myndinni er ítalskt af gerðinni MV Augusta F4 og er hluti safns sem er í eigu Juan Carlos Spánarkonungs. Meira
30. júní 1998 | Fólk í fréttum | 271 orð | ókeypis

Línurnar lagðar fyrir karlmannatískuna

SUMARTÍSKA karlmanna fyrir næsta ár var kynnt í Mílanó um helgina og að þessu sinni var það hin litríka og framúrstefnulega Vivienne Westwood sem reið á vaðið. Lína Westwood var að venju villt og frumleg og fékk hún góð viðbrögð meðal áhorfenda og kaupenda í salnum. Fatnaður þessa breska hönnuðar er venjulega svo framúrstefnulegur að hann er sjaldnast klæðilegur í hefðbundnum skilningi. Meira
30. júní 1998 | Menningarlíf | 198 orð | ókeypis

Ljósmyndasýning í Norræna húsinu

SÝNING á ljósmyndum eftir norska ljósmyndarann Petter Hegre verður opnuð í anddyri Norræna hússins miðvikudaginn 1. júlí. Sýningin ber yfirskriftina "Øya og kvinnan" eða Eyja og konan. Á sýngunni eru 7 svart-hvítar ljósmyndir sem allar eru teknar hér á landi og sýna konu í íslensku landslagi. Meira
30. júní 1998 | Fólk í fréttum | 228 orð | ókeypis

Með krabbamein í hálsi

BÍTILLINN George Harrison greindi frá því um helgina að hann hefði háð baráttu við krabbamein í hálsi í um eitt ár og hefði betur í því stríði samkvæmt nýjum niðurstöðum. "Ég ætla ekki að deyja frá ykkur strax. Ég er mjög heppinn," sagði hinn 54 ára gamli tónlistarmaður í viðtali við dagblaðið News of the World. Meira
30. júní 1998 | Skólar/Menntun | 127 orð | ókeypis

Metaðsókn að rekstrardeild TÍ

METAÐSÓKN er að námi við rekstrardeild Tækniskóla Íslands næsta vetur en það hefst um áramót. Rekstrardeild Tækniskóla Íslands er nú langstærsta deild skólans en þar leggja um 300 nemar stund á námið. Í rekstrardeild er í boði fjögurra anna nám í iðnrekstrarfræði auk tveggja anna framhaldsnám til B.Sc.-gráðu fyrir iðnrekstrarfræðinga á útflutningsmarkaðs- eða vörustjórnunarsviði. Meira
30. júní 1998 | Fólk í fréttum | 82 orð | ókeypis

Mikill stuðningur við frumbyggja

ÞESSI ástralski listamaður af frumbyggjaættum kom fram í Sydney nýverið. Í Ástralíu er um þessar mundir mikill stuðningur við málefni frumbyggja. Þessi mikli stuðningur og sú hreyfing sem hefur myndast í kringum hann þykir minna á friðar-, og kvenréttindahreyfingar sjöunda og áttunda áratugarins. Meira
30. júní 1998 | Fólk í fréttum | 22 orð | ókeypis

Miklir töffarar

Miklir töffarar ÞEIR Dennis Rodman körfuboltamaður og Hulk Hogan glímukappi tóku sig vel út í viðtalsþætti hjá Jay Leno, enda báðir miklir töffarar. Meira
30. júní 1998 | Myndlist | 309 orð | ókeypis

Myndir í Hallgrímskirkju

Eiríkur Smith. Til 1. júlí. Í HALLGRÍMSKIRKJU hafa hangið til sýnis verk eftir Eirík Smith og lýkur sýningunni í byrjun julí. Það er afar vel til fundið hjá Listasafni Hallgrímskirkju að efna til listsýninga. Nú í vetur mátti einnig sjá myndir eftir Daða Guðbjörnsson og Svein Björnsson. Meira
30. júní 1998 | Menningarlíf | 259 orð | ókeypis

Nafn ársins í norsku menningarlífi

Bergens Tidende, eitt stærsta dagblað Noregs, hefur útnefnt Bergljótu Jónsdóttur framkvæmdastjóra Listahátíðarinnar í Björgvin, nafn ársins í norsku menningarlífi. Þetta er í fjórða sinn sem Bergens Tidende stendur að slíkri útnefningu en í fyrsta sinn sem dómnefnd blaðsins velur einhvern úr stjórnunarstöðu í menningarlífinu, áður hafa verið útnefndir listamenn. Meira
30. júní 1998 | Fólk í fréttum | 260 orð | ókeypis

Popp, fótbolti og leðja

SÍÐUSTU helgi var árlega Glastonbury tónlistarhátíðin haldin, og setti heimsmeistarakeppnin í fótbolta sinn svip á atburðinn þar sem valdir leikir með Englendingum voru sýndir á risastóru tjaldi, fótboltaaðdáendum til mikillar gleði. Tónlistarhátíðin hóf göngu sína 1970 og hefur síðan vaxið fiskur um hrygg og er stærsta breska tónlistarhátíðin sem haldin er utandyra. Meira
30. júní 1998 | Menningarlíf | 67 orð | ókeypis

Rebekka sýnir á Laugarvatni

ELÍN Rebekka Tryggvadóttir í Art-Hún sýnir verk sín í sumar á Hótel Eddu, Laugarvatni. Art-Hún er gallerí og vinnustofur sex listakvenna sem vinna að list sinni. Verk Rebekku er unnin með olíulitum á striga og eru nú átta málverk í gestamóttöku Menntaskólans en eitt í Íþróttakennaraskólanum (áður Húsmæðraskólinn á Laugarvatni). Hægt er að skoða myndirnar alla daga fram til 20. ágúst. Meira
30. júní 1998 | Fólk í fréttum | 242 orð | ókeypis

Til hamingju með heilladaginn þinn!

ALLIR þekkja íslenska afmælissönginn, eða hvað? Reyndar þekkja allir þann söng sem sunginn er í afmælum afmælisbarni til heiðurs en sá söngur er amerískt lag með íslenskum texta. Hins vegar vita færri að til eru íslenskar afmælisvísur með lagi eftir Atla Heimi Sveinsson tónskáld við ljóð Þórarins Eldjárns rithöfundar en sagt er frá því í nýjasta hefti Skímu, Meira
30. júní 1998 | Skólar/Menntun | 73 orð | ókeypis

Tímarit SKÍMA

SKÍMA, málgagn móðurmálskennara, 1. tbl. 1998, er nýkomið út. Í tímaritinu kennir margra grasa. Er þar t.d. frumbirtur nýríslenskurafmælissöngur efirAtla HeimiSveinssonog ÞórarinEldjárn. Meira
30. júní 1998 | Menningarlíf | 62 orð | ókeypis

"Tröllið sem prjónaði"

KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ bauð börnum á Barnaspítala Hringsins upp á ókeypis skemmtun á föstudaginn; sýninguna Tröllið sem prjónaði. Þetta er gamansamt ævintýri um lítinn dreng og leit hans að deginum og er blanda af leiklist, tónlist og tilheyrandi trúðalátum". Tröllið sem prjónaði var frumsýnt 17. júní s.l. Meira
30. júní 1998 | Menningarlíf | 85 orð | ókeypis

Tvær myndlistarsýningar í Hótel Framnesi

NÚ STANDA yfir tvær myndlistarsýningar í Hótel Framnesi, Grundarfirði, og eru þær í tengslum við opnunarhátíð hótelsins sem haldin var fyrir skömmu. Það er sýning Sigríðar Gísladóttur frá Bjarnarfossi í Staðarsveit er nefnist Þarfasti þjónninn (Lurkur II), olía á striga og sýning Áslaugar Pétursdóttur frá Grundarfirði, verk unnin með blandaðri tækni. Meira
30. júní 1998 | Menningarlíf | 102 orð | ókeypis

Vefmyndasýning í Perlunni

ÞÝSKA veflistakonan Maria Uhlig heldur sýningu á verkum sínum í Perlunni og verður hún opnuð laugardaginn 4. júlí kl. 19. Frú Barbara Nagano, sendiráðunautur þýska sendiráðsins, flytur ávarp og opnar sýninguna, sem Maria nefnir Norræn áhrif, en verkin hefur hún unnið eftir mótífum frá Íslandi og Norðurlöndunum. Meira
30. júní 1998 | Menningarlíf | 70 orð | ókeypis

VERK sænska leikskáldsins P.O. Enquist, "Myndasmiðirnir",

VERK sænska leikskáldsins P.O. Enquist, "Myndasmiðirnir", sem leikstjórinn Ingmar Bergman setti upp á Dramaten sl. vetur, hefur verið þýtt á sjö tungumál. Vverkið, sem fjallar um skáldkonuna Selmu Lagerlöf, hefur þegar verið sett upp í Danmörku en það verður sett upp í Þýskalandi og Sviss í febrúar á næsta ári, og skömmu síðar í Hollandi og Belgíu, Meira
30. júní 1998 | Menningarlíf | 163 orð | ókeypis

Vilhjálmur Einarsson sýnir í Eden

VILHJÁLMUR Einarsson sýnir málverk og myndir gerðar með ýmissi tækni í Eden í Hveragerði frá 1.­12. júlí. Þetta er 16. einkasýning Vilhjálms hér á landi en henn hefur einnig sýnt í Svíþjóð. Í kynningu segir: "Árið 1956 tók Vilhjálmur BA-próf í "Art and Architecture" í Bandaríkjunum en vegna anna við skólastjórn fram til ársins 1994 gat hann ekki einbeitt sér að list sinni þótt Meira
30. júní 1998 | Menningarlíf | 55 orð | ókeypis

Þriðjudagstónleikar í Sigurjónssafni

ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKAR eru í Sigurjónssafni í kvöld, 30. júní kl. 20.30, og koma þar fram Þórunn Guðmundsdóttir sópran og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari. Á efnisskrá þeirra eru íslensk sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, Karl Ó. Runólfsson, Gunnar Reyni Sveinsson og fleiri og amerísk skemmtilög eftir Gershwin og Kern. Meira

Umræðan

30. júní 1998 | Aðsent efni | 436 orð | ókeypis

"Allt er það eins, liðið hans Sveins"

"ALLT er það eins, liðið hans Sveins". Svo mælti ein formæðra minna Hólmfríður Þorláksdóttir, prestsfrú á Knappstöðum í Fljótum, þegar hún lét í ljósi óánægju sína með ættingja manns síns, Sveins Jónssonar, prests á Knappstöðum. Meira
30. júní 1998 | Aðsent efni | 661 orð | ókeypis

Almenningssamgöngur fá forgang í Bandaríkjunum

SÚ VAR tíðin að almenningssamgöngur áttu ekki upp á pallborðið hjá Bandaríkjamönnum og samgöngukerfið var nær alfarið skipulagt miðað við einkabílinn. Alvarlegur samgöngu- og umferðarvandi Þessari stefnu eru Bandaríkjamenn nú að hverfa frá. Mengun, umferðartafir og önnur óþægindi af hinum sívaxandi bílaflota eru víða orðin mjög alvarlegt vandamál. Meira
30. júní 1998 | Aðsent efni | 926 orð | ókeypis

Er hægt að endurbæta kvótakerfið?

Á SÍÐASTA ári tilkynnti Morgunblaðið, í Reykjavíkurbréfi minnir mig, að blaðið myndi fagna öllum tillögum í þá átt að sníða núverandi galla af kvótakerfinu eða endurbæta það. Einn maður, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, tók blaðið á orðinu og birti grein 4.12. 1997, "Gallar á kvótakerfinu". Einu viðbrögð Morgunblaðsins við þessari grein var skopmynd af Hannesi eftir Sigmund 14.12. Meira
30. júní 1998 | Aðsent efni | 941 orð | ókeypis

Ég árétta

NÚ SÍÐUSTU vikurnar hefur risið á afturfætur hér í landi vargur sem ætlar öllu illu að eyða. Sá vargur, sem svona hegðar sér, er sú samviska þjóðarinnar sem enn er sauðmeinlaus og óspjölluð. Ef einum manni skal þakka það að hafa íklæðst sauðargæru, þá er Sverrir Hermannsson sá maður. Meira
30. júní 1998 | Aðsent efni | 1193 orð | ókeypis

Hvert skal stefna?

ÁRIÐ 1995 varð að ráði að Alþýðubandalagið byði fram undir heitinu Alþýðubandalag og óháðir. Ástæðan var sú að hópur fólks ­ og var undirritaður þeirra á meðal ­ sem ekki var flokksbundið vildi taka þátt í stjórnmálabaráttu og freista þess að safna liði á meðal þeirra sem ekki höfðu gengið í stjórnmálaflokka en væru engu að síður reiðubúnir að beita sér á vettvangi stjórnmálanna. Meira
30. júní 1998 | Aðsent efni | 435 orð | ókeypis

Sameiginlegt framboð ­ getur draumurinn ræst?

JÁ, það tel ég að geti gerst ef að við leggjumst öll á eitt. Margir tala um að komandi landsfundur Alþýðubandalagsins, sem haldinn verður í byrjun júlí, hafi mikla þýðingu fyrir sameiginlegt framboð og því er ég hjartanlega sammála. Skoðun mín er sú að við eigum að nýta þann meðbyr sem sameiginleg framboð í sveitarstjórnarkosningunum í maí sl. gáfu. Meira
30. júní 1998 | Aðsent efni | 656 orð | ókeypis

Stiklað frekar

SEM EINN þeirra sem hafa skrifast á við Braga Ásgeirsson á síðum þessa blaðs veit ég vel hver mun eiga síðasta orðið um þetta mál, og sætti mig fullkomlega við það. Tilgangur minn með fyrri svörum um það var ­ helst æsingalaust ­ að leiðrétta nokkur atriði sem ég taldi Braga hafa farið rangt með í grein sinni á þjóðhátíðardaginn um sýninguna "Stiklað í straumnum". Meira
30. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 871 orð | ókeypis

Vilja flestir sameiginlegt framboð? Frá Gunnlaugi Júlíussyni: Í

Í BYRJUN næsta mánaðar verður haldinn aukalandsfundur Alþýðubandalagsins þar sem á að taka ákvörðun um framtíðarskipan framboðsmála Alþýðubandalagsins í kosningum til Alþingis á ári komanda. Miðstjórnarfundur Abl. fjallaði nýlega um málið en tók í sjálfu sér ekki afstöðu til þess, a.m.k. ekki í augum þess sem fylgist með þróun mála í gegnum fjölmiðla. Meira

Minningargreinar

30. júní 1998 | Minningargreinar | 243 orð | ókeypis

Birgir Óskarsson

Mig langar til að kveðja vin minn hann Birgi með nokkrum orðum og þakka samverustundirnar. Ég kynntist Birgi fyrst á námskeiði í Boston sem við sóttum vegna vinnunnar. Hann kom fyrir sem litríkur persónuleiki, oftast kátur og brosmildur en stundum eins og hann hefði heiminn á herðum sér. Við vorum saman á vakt í nokkur ár og á ég margar góðar minningar frá þeim tíma. Meira
30. júní 1998 | Minningargreinar | 362 orð | ókeypis

Birgir Óskarsson

Á sólbjörtu síðdegi þegar náttúran skartaði sínu fegursta kvaddi hann Bibbi bróðir minn þetta jarðlíf eftir langa baráttu við vágestinn vonda. Við vorum sex systkinin sem ólumst upp í Sólgerði við mikið ásaríki foreldra okkar, og ekki var langt að fara í hlýjuna hjá afa Guðna, Ólöfu ömmu og systrunum yfir í Heklu. Það var gott að alast upp á Hornafirði á þessum árum. Meira
30. júní 1998 | Minningargreinar | 213 orð | ókeypis

BIRGIR ÓSKARSSON

BIRGIR ÓSKARSSON Birgir Óskarsson fæddist á Höfn í Hornafirði 19. júlí 1939. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 19. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Óskar Guðnason, f. 24. september 1908, d. 20. maí 1992, og Kristín Björnsdóttir, f. 22. júní 1909, d. 2. febrúar 1972. Systkini Birgis eru: Guðni, f. 24. júlí 1931, d. 6. júní 1995; Lovísa, f. 12. Meira
30. júní 1998 | Minningargreinar | 918 orð | ókeypis

Kristján Hannesson

Faðir minn var fæddur í Keflavík þriðjudaginn 15. nóvember 1921, fimmta barn foreldra sinna, Sigurborgar Sigurðardóttur frá Litla- Garðshorni í Keflavík og Hannesar Jónssonar frá Spákonufelli á Skagaströnd. Sama dag kom heimilisvinur foreldranna, gaf móðurinni fimm krónur í fæðingargjöf og bað þess að drengurinn hlyti nafnið Kristján, eftir fóstra móður sinnar. Meira
30. júní 1998 | Minningargreinar | 122 orð | ókeypis

KRISTJÁN HANNESSON

KRISTJÁN HANNESSON Kristján Hannesson var fæddur í Keflavík 15. nóvember 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurborg Sigurðardóttir, f. 1.11. 1892, d. 7.11. 1976, og Hannes Jónsson, f. 1.7. 1882, d. 17.6. 1960. Eiginkona Kristjáns var Marsibil Jónsdóttir frá Sauðárkróki, f. 13.10. Meira
30. júní 1998 | Minningargreinar | 127 orð | ókeypis

Pétur Pétursson

Mig langar með nokkrum orðum að minnast ástkærs bróður míns, Péturs Péturssonar, eða Bróa eins og hann var kallaður af vinum og vandamönnum. Ég naut þeirra forréttinda að vera eldri systir hans og voru tengsl okkar mjög náin. Ógleymanlegar eru þær stundir er við áttum saman og var þá oft stutt í brosið og stríðnina hjá honum sem þó var bara á yfirborðinu en risti aldrei dýpra. Meira
30. júní 1998 | Minningargreinar | 37 orð | ókeypis

PÉTUR PÉTURSSON

PÉTUR PÉTURSSON Pétur Pétursson fæddist á Akureyri 30. júní 1948 og hefði því orðið fimmtugur í dag hefði honum enst aldur. Hann varð bráðkvaddur 4. nóvember 1995 og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 13. nóvember 1995. Meira
30. júní 1998 | Minningargreinar | 148 orð | ókeypis

Svava Ólafsdóttir

Elsku besta amma mín. Hérna eru bara örfá kveðjuorð frá mér. Þú hefur alltaf skipað mikilvægan sess í mínu lífi. Þú varst alltaf órjúfanlegur hluti af jólahaldinu heima á Móaflöt og maður gat alltaf treyst á að gjöfin frá þér yrði eitthvað alveg "hæstmóðins í dag". Einnig var alltaf gaman að koma heim til þín á jóladag, fá heitt kakó og kökur. Meira
30. júní 1998 | Minningargreinar | 55 orð | ókeypis

Svava Ólafsdóttir

Nú, legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Elsku "langa" okkar, við munum sakna þín. Guð blessi þig. Langömmustelpurnar þínar, Elín Helga, Svava, Guðrún Hrefna og Helga Þöll. Meira
30. júní 1998 | Minningargreinar | 103 orð | ókeypis

Svava Ólafsdóttir

MITT höfuð, Guð, ég hneigi, að hjartað stíga megi í bljúgri bæn til þín. Lát heims ei glys mér granda, en gef mér bænaranda og hjartans andvörp heyr þú mín. Ég bið þig, faðir blíði, um bót í lífsins stríði í Jesú nafni nú. Í hæðir hjartað mænir, þú heyrir allar bænir í Jesú nafni', í Jesú trú. Meira
30. júní 1998 | Minningargreinar | 424 orð | ókeypis

Svava Ólafsdóttir

Svava tengdamóðir mín er látin, amma Svava eða "langa okkar", eins og litlu stelpurnar í Garðabæ kölluðu hana. Amma Svava var búin að vera heilsutæp sl. fjögur ár. Það byrjaði með legu á Borgarspítalanum. Þaðan fór hún inn á Dalbraut í þjónustuíbúðir aldraðra, þar naut hún aðhlynningar eins lengi og mögulegt var. Viljum við flytja starfsfólkinu þar bestu þakkir fyrir hjálpina. Meira
30. júní 1998 | Minningargreinar | 278 orð | ókeypis

Svava Ólafsdóttir

Elsku amma, þegar ég læt hugann reika og minningarnar um samverustundir okkar koma fram, þá eru þær allar minningar um hlátur og gleði. Sterkastar eru minningarnar um jólin á Móaflöt hjá mömmu og pabba. Það voru sko ekki komin jól fyrr en þú komst. Meira
30. júní 1998 | Minningargreinar | 179 orð | ókeypis

SVAVA ÓLAFSDÓTTIR

SVAVA ÓLAFSDÓTTIR Svava Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 14. febr. 1912. Hún lést á Droplaugarstöðum 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þóra Bjarnadóttir, og Ólafur Kárason frá Ísafirði. Svava átti sex hálfsystkini, börn Ólafs Kárasonar, og hálfsystur, Elsu Þorbergsdóttur. Eiginmaður Svövu var Jökull Pétursson málarameistari, f. 13.11. Meira
30. júní 1998 | Minningargreinar | 115 orð | ókeypis

Þórdís Jóhannesdóttir

Í dag kveðjum við Þórdísi tengdamóður, eða ömmu Þórdísi, eins og ég og mitt fólk kölluðum hana alltaf. Það eru orðin 46 ár síðan ég var kynnt fyrir tengdamömmu. Fyrstu sjö búskaparár okkar bjuggum við í sama húsi á Sölvhólsgötu 12 og síðan átján ár hér í Glaðheimum 16. Meira
30. júní 1998 | Minningargreinar | 43 orð | ókeypis

Þórdís Jóhannesdóttir

Nú ertu héðan horfin, elsku amma mín. En minningin ljúfa sem geymir mynd af þér aldrei úr huga mínum fer. Þú varst mér góður vinur. Þú varst mér undur væn. Við áttum góðar stundir, þú og ég, við tvær. Þín dótturdóttir, Bergþóra. Meira
30. júní 1998 | Minningargreinar | 139 orð | ókeypis

Þórdís Jóhannesdóttir

Amma Þórdís er dáin. Hún var orðin lúin af skarkala heimsins. Þótt líkamleg heilsa hennar versnaði hin síðustu ár var hún alltaf skýr í kollinum. Hún hló dátt þegar henni var skemmt, en átti einnig til að vera ótrúlega smámunasöm. Börnum sínum reyndi hún að stjórna fram til hins síðasta. Meira
30. júní 1998 | Minningargreinar | 361 orð | ókeypis

Þórdís Jóhannesdóttir

Aðfaranótt þriðjudags sofnaði amma okkar í hinsta sinn og gekk á fund skaparans. Sorg okkar systkinanna var mikil en tilhugsunin um hversu háum aldri amma náði og hversu góðu lífi hún lifði er huggun harmi gegn. Amma var orðin þreytt og hennar tími kominn, okkur er tjáð að hún hafi sofnað fallega í þetta hinsta sinn. Við systkinin eigum margar ljúfar minningar um hana ömmu okkar. Meira
30. júní 1998 | Minningargreinar | 142 orð | ókeypis

Þórdís Jóhannesdóttir

Elsku amma, á heimili þínu ríkti góður andi. Ég man er ég kom í heimsókn til þín sem stelpa og sat í stofunni með liti, blöð og leir. Sköpunargáfunni var gefinn laus taumur undir þungu tifi gömlu stofuklukkunnar. Allt sem ég skapaði fannst þér hreint meistaraverk og þannig ýttir þú undir áhuga minn á listum. Meira
30. júní 1998 | Minningargreinar | 515 orð | ókeypis

Þórdís Jóhannesdóttir

Við hjónin og sonur okkar vorum stödd erlendis þegar hringt var í okkur og tjáð að Þórdís, amma mannsins míns, hefði verið flutt alvarlega veik í uppskurð í Sjúkrahús Reykjavíkur, þar sem hún lést rúmri viku síðar. Við náðum að koma heim og kveðja hana áður en hún lést. Meira
30. júní 1998 | Minningargreinar | 230 orð | ókeypis

ÞÓRDÍS JÓHANNESDÓTTIR

ÞÓRDÍS JÓHANNESDÓTTIR Þórdís Jóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 1. október 1904. Hún lést 23. júní síðastliðinn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Foreldrar hennar voru Helga Vigfúsdóttir frá Sólheimum í Mýrdal, f. 16. nóv. 1875, d. 15. nóv. 1918, og Jóhannes Jónsson, trésmiður frá Narfastöðum í Melasveit, f. 21. maí 1872, d. 17. des. 1944. Meira
30. júní 1998 | Minningargreinar | 1124 orð | ókeypis

Þórdís Jóhannesdóttir Hinsta kveðja

Sölvhólsgata 12, sem ekki sér lengur stað, var tveggja hæða reisulegt steinhús á háum kjallara og með risi. Samkvæmt gögnum í Árbæjarsafni var það skilgreint sem snoturt fjölbýlishús sem fallið hafi vel að skipulagshugmyndum síns tíma. Það var 1924 að Guðbjörn Pálsson úr Pálshúsi, Sölvhólsgötu 14, fékk leyfi til að byggja hús þetta á lóð þeirri er hann hafði þá keypt úr Nýjabæjarbletti. Meira

Viðskipti

30. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 467 orð | ókeypis

Afskriftir jukust um 30% og fjármagnsgjöld um 68%

HAGNAÐUR og arðsemi sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði drógust saman milli áranna 1996 og 1997. Afskriftir jukust mikið á síðasta ári eða um 30% og fjármagnsgjöld hækkuðu um 68%. Fastafjármunir fyrirtækjanna jukust um 18 milljarða og þrátt fyrir lakari heildarafkomu hækkaði eiginfjárhlutfall í tæplega 35% í árslok 1997 en var rúmlega 31% í árslok 1996. Meira
30. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 213 orð | ókeypis

ÐKaupfélag Eyfirðinga í Reykjavík Lítilla breytinga að væn

ÐKaupfélag Eyfirðinga í Reykjavík Lítilla breytinga að vænta í upphafi KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur tekið við rekstri verslunarinnar Kaupgarðs í Mjóddinni í Reykjavík. Verslunarstjóri er Júlíus Guðmundsson, sem áður sá um rekstur KEA Nettós á Akureyri. Meira
30. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 211 orð | ókeypis

Hærra lokagengi og minni áhyggjur

LOKAGENGI evrópskra hlutabréfa hækkaði í gær, þar sem hækkun í Tókýó eyddi áhyggjum af Asíukreppunni, að minnsta kosti í bili, og hækkun í Wall Street hafði jákvæð áhrif. Mikil verðlækkun rússneskra hlutabréfa og áframhaldandi lækkun rands í Suður-Afríku minntu hins vegar á hættur, sem liggja í leyni. Meira
30. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 383 orð | ókeypis

Hætta á verðbólgu verði ekki gripið til aðgerða

HÆTTA er á að verðbólga hér á landi aukist samhliða minnkandi hagvexti verði ekki gripið til ráðstafana til draga úr eftirspurn og þjóðhagslegur sparnaður aukinn. Þetta er mat forstjóra Þjóðhagsstofnunar í kjölfar nýs endurmats stofnunarinnar á efnahagshorfum fyrir árið 1998 sem út kom í gær. Meira
30. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 387 orð | ókeypis

Nauðsynlegt að auka þjóðhagslegan sparnað

FORSTJÓRI Þjóðhagsstofnunar segir að grípa þurfi til ráðstafana til að auka þjóðhagslegan sparnað, draga úr eftirspurn og minnka viðskiptahalla því annars sé hætta á að verðbólga aukist og hagvöxtur minnki. Meira
30. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 287 orð | ókeypis

Norðlensk félög leigja sláturhúsið í Borgarnesi

FÉLAG í meirihlutaeigu Kaupfélags Eyfirðinga (KEA) á Akureyri og Norðvesturbandalagsins hf. (NVB) á Hvammstanga hefur tekið á leigu sláturhús Afurðasölunnar Borgarnesi hf. Nýja fyrirtækið tekur til starfa fyrir komandi sláturtíð. Félag um reksturinn verður stofnað á næstu dögum og mun það bera nafnið Sláturfélag Vesturlands hf. Hlutafé verður 40 milljónir kr. Meira
30. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 173 orð | ókeypis

Vægi Bandaríkjadollars eykst

VÆGI Bandaríkjadollars eykst nokkuð á kostnað japansks jens og mynta landa Evrópu í nýrri gengisskráningarvog sem mæla mun gengisbreytingar frá og með deginum í dag. Endurspeglar þetta breytingar á utanríkisviðskiptum þjóðarinnar frá því gengisskráningarvogin var síðast endurskoðuð en það var fyrir ári. Meira

Daglegt líf

30. júní 1998 | Neytendur | 123 orð | ókeypis

ABC-mjólk á markað

BÓNUS hóf sölu á ABC-mjólk fyrir helgina. Um er að ræða afurð Mjólkursamsölu Norðfirðinga hf. í Neskaupstað. Að sögn Jeffs Clemmensens, mjólkurtæknifræðings og mjólkurbússtjóra, er þetta samskonar mjólk og AB-mjólkin en búið að bæta við einum gerli í viðbót, sem er C-gerillinn sem fram kemur í nafni mjólkurinnar. "C-gerillinn á að bæta meltinguna enn frekar," segir Jeff. Meira
30. júní 1998 | Neytendur | 723 orð | ókeypis

Rapsolía er nýr kostur við matargerð Notkun olíu í stað smjörlíkis verður æ algengari á íslenskum heimilum. Rapsolía er að ná

NÝIR og vinsælir réttir ættaðir úr öðrum heimshornum hafa orðið til að auka notkun olíu í stað smjörlíkis hér á landi því víðast hvar utan Norður-Evrópu og Ameríku er smjörlíki nær óþekkt fyrirbrigði í matargerðarlist. Þar við bætist að heilsunnar vegna er gjarnan mælt með olíum í staðinn fyrir smjör eða smjörlíki, þar sem olíurnar hækka ekki kólesteról í blóði eins og flest önnur fita. Meira
30. júní 1998 | Neytendur | 111 orð | ókeypis

Vildarpunktar Olís

Í NÝJASTA tölublaði Dropans, sem gefinn er út af Olís, segir að fyrirtækið hafi ákveðið að taka upp nýtt vildarpunktakerfi sem nýtist notendum greiðslukorta Visa og Flugleiða. Áður hafa handhafar sérkorts Stöðvar 2 og Eurocard notið vildarpunkta sem nýtast sem frádráttur á greiðslu áskriftargjalda stöðvarinnar. Meira

Fastir þættir

30. júní 1998 | Í dag | 471 orð | ókeypis

AÐ VORU athyglisverðar upplýsingar, sem fram komu hjá band

AÐ VORU athyglisverðar upplýsingar, sem fram komu hjá bandaríska sendiherranum hér í blaðinu á laugardag, að ein af ástæðunum fyrir því að Reagan valdi Reykjavík sem fundarstað fyrir leiðtogafundinn 1986 hafi verið sú, að þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér, Nicholas Ruwe, var gamall vinur hans. Meira
30. júní 1998 | Í dag | 26 orð | ókeypis

BRÚÐHJÓN.

BRÚÐHJÓN. Gefin voru saman 6. desember sl. í Neskirkju af sr. Frank M. Halldórssyni Þórunn B. Baldursdóttir og Örn Ingólfsson. Heimili þeirra er að Seilugranda 2, Reykjavík. Meira
30. júní 1998 | Í dag | 59 orð | ókeypis

Grensáskirkja.

Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður á eftir. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Vídalínskirkja. Meira
30. júní 1998 | Dagbók | 667 orð | ókeypis

Í dag er þriðjudagur 30. júní, 181. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Ver

Í dag er þriðjudagur 30. júní, 181. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Ver þú eigi fljótur til að láta þér gremjast, því að gremja hvílir í brjósti heimskra manna. (Prédikarinn 7, 9.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Í gær komu Reykjafoss og Mælifell. Meira
30. júní 1998 | Fastir þættir | 735 orð | ókeypis

Sigurbjörn slær aldursmet Jóns

Norðurlandamótið í brids fer fram dagana 30. júní til 4. júlí. Ísland sendir lið til keppni í opnum flokki og kvennaflokki. Hægt er að fylgjast með mótinu á Netinu og er slóðin: http://home.sol.no/Ìperlange/nordisk98.html. Meira
30. júní 1998 | Fastir þættir | 1329 orð | ókeypis

Skeiðveisla á afmælismóti

Sleipnir og Smári í Árnessýslu héldu um helgina sitt þrítugasta mót á Murneyri. Þátttaka var góð og veður hið besta meðan á móti stóð. Sérlega góður árangur náðist í skeiðgreinum kappreiða og skilaði eitt hrossanna besta tími ársins í 50 metra skeiði. Meira
30. júní 1998 | Í dag | 485 orð | ókeypis

Sterkar saman ÉG VIL lýsa yfir ánægju minni með kvennatímaritið "Ste

ÉG VIL lýsa yfir ánægju minni með kvennatímaritið "Sterkar saman" sem mér barst í hendur nú um helgina. Efni þess er bæði fróðlegt og skemmtilegt og þar er ekki gengið út frá því að konur hafi aðeins áhuga á frægu fólki og ytra útliti. Í blaðinu er fjallað um mjög margt sem skiptir konur raunverulegu máli og ýmislegt sem ég hafði ekki leitt hugann að áður. Meira
30. júní 1998 | Fastir þættir | 782 orð | ókeypis

Um Frasier og hans líka "Þessir bræður eru ekki bara hlægilegir góðborgarar, þeir eru bjargvættir hvunndagshetjunnar sem ætti að

Þegar við horfum á Frasier Crane engjast sundur og saman á skjánum í óbærilegri tilvistarkröm vegna enn eins misheppnaðs ástarsambandsins eða enn eins hlykksins á framabrautinni þá kitlar það ekki bara hláturtaugar okkar heldur púkkar einnig undir sjálfstraustið. Meira

Íþróttir

30. júní 1998 | Íþróttir | 2345 orð | ókeypis

Af vígalegum valkyrjum og skemmtilegum skellibjöllum

Haninn í húsdýragarðinum í Laugardal galaði syfjulega þegar íslenska kvennalandsliðið í handknattleik hélt suður til Spánar á alþjóðlegt handboltamót 10. júní síðastliðinn. Stúlkurnar tíndust á staðinn ein af annarri þegar leið að brottfarartíma, klukkuna vantaði stundarfjórðung í sex að morgni. Sumar voru glaðbeittar en blaðamaður hefur óneitanlega séð þær hressari. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 257 orð | ókeypis

Allt of margir flækjufætur

FRANZ Beckenbauer hefur ekki mikið álit á knattspyrnunni, sem leikin hefur verið hingað til í heimsmeistarakeppninni. Í vikulegum dálki sínum í þýska blaðinu Bild sagði hann allt of marga leikmenn hálfgerða "flækjufætur". "Ekkert lið eða leikur hefur mér þótt sannfærandi. Diego Maradona sagði við mig að sér þætti of margir "flækjufætur" í keppninni. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 234 orð | ókeypis

ARRIGO Sachhi þjálfari

ROBERT Zmelik tugþrautarkappi frá Tékklandi og Ólympíumeistari í tugþraut í Barcelona árið 1992 keppir ekkert á þessu ári. Hann hefur verið meiddur mest allt þetta ár og sér hann þá eina leið færa til að jafna sig að taka kvíld frá æfingum og keppni um tíma. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 310 orð | ókeypis

Án forgjafar:

Án forgjafar: 1. Sigurpáll Sveinsson, GA7565140 2. Örn Arnarson, GR7569144 3. Tyler Erickson, Bandar.7273145 Björgvin Þorsteinss., GA7273145 5. Sigurður Pétursson, GR7573148 6. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 508 orð | ókeypis

Ávallt vitað að við getum vel leikið svona vel

Danmörk kom heimsbyggðinni á óvart með 4:1 sigri á Nígeríu í sextán liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í París á sunnudagskvöld. Fyrir vikið mæta Danir heimsmeisturum Brasilíu á föstudag og ef marka má frammistöðu þeirra dönsku gegn Nígeríu, geta þeir rauðu og hvítu skotið sambadrengjunum skelk í bringu. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 252 orð | ókeypis

Ballið er rétt að byrja Það má segja að Brasilíume

Það má segja að Brasilíumenn hafi fyrst sýnt brasilískan fótbolta eins og hann á að vera í seinni hálfleik í leiknum á móti Chile: Ronaldo lék vel og mörgum létti við að sjá hann spila eins og hann á að sér. Hreinar leiklínur, leikfimi og snilld. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 93 orð | ókeypis

Birgir með á Opna breska meistaramótinu? BIRGIR Lei

BIRGIR Leifur Hafþórsson er í hópi þeirra rúmlega 2.300 kylfinga sem munu freista þess að tryggja sér sæti á Opna breska meistaramótinu í golfi, sem haldið verður á Royal Birkdale-vellinum í Skotlandi. Til að tryggja sæti sitt þarf Birgir Leifur að komast í gegnum tvö úrtökumót. Fyrra mótið hefst 6. næsta mánaðar og verður leikið á 36 völlum. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 181 orð | ókeypis

Danskur polka stenst samba Brasilíu snúning

DANSKIR prentmiðlar fóru undurfögrum orðum um danska landsliðið í knattspyrnu og frammistöðu þess gegn sterku liði Nígeríu. Dönskum sigrinum var líkt við afrek liðsins árið 1992, þegar það varð Evrópumeistari. Hér að neðan gefur að líta helstu umsagnir dönsku blaðanna í gær og vangaveltur þeirra um leik Danmerkur og Brasilíu næstkomandi föstudag. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 430 orð | ókeypis

Dýrkeypt upphafshola hjá Birgi FYRSTA

FYRSTA brautin á Jaðarsvellinum reyndist Birgi Haraldssyni dýrkeypt á Arctic Open golfmótinu. Birgir notaði ellefu högg á holunni, eftir að innáhögg hans hafði lent undir barði við flatarglompu eftir innáhöggið og var því kominn sjö höggum yfir par eftir byrjunarholuna. Birgir Leifur lék hinar sautján holurnar á einu höggi yfir pari og lauk leik á 79 höggum fyrri daginn. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 146 orð | ókeypis

Ef við hefðum hlustað á þjálfara okkar...

BORA Milutinovic, hinn júgóslavneski þjálfari Nígeríumanna, kenndi einbeitingarleysi um tapið fyrir Dönum. "Við fengum tvö mörk á okkur í upphafi leiks vegna þess að við náðum ekki að einbeita okkur að leiknum. Eftir þessa slöku byrjun var einfaldlega of erfitt að jafna. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 482 orð | ókeypis

Ekkert mál fyrir Sigurpál

SIGURPÁLL Geir Sveinsson, úr Golfklúbbi Akureyrar, stal senunni á Opna Arctic golfmótinu sem lauk á Jaðarsvellinum aðfaranótt laugardags. Sigurpáll Geir, sem lék fyrri hringinn á 75 höggum, gerði gott betur síðari nóttina þegar hann lék á 65 höggum og bætti vallarmetið fyrir átján holur um eitt högg. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 624 orð | ókeypis

Ekki komið að kveðjustund

"VIÐ fórum í leikinn með það í huga hvort nú væri komið að kveðjustund því með sigri þeirra hefðum við getað hvatt þá í bili með níu stiga forskot ­ mótið væri nánast búið með tapi," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna, eftir 1:0 sigur á Vestmannaeyingum í skemmtilegum leik á Akranesi á sunnudaginn. Sigur skilar Skagamönnum upp í 2. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 169 orð | ókeypis

Ekki vínbann í St. Etienne FRÖNSK yf

FRÖNSK yfirvöld hafa ákveðið að hafa ekki vínsölubann í St. Etienne þar sem leikur Englendinga og Argentínumanna verður dag. Brugðið var á það ráð að banna sölu áfengis í Lens fyrir sl. helgi þegar stuðningsmenn Englendinga komu þangað vegna leiksins við Kolumbíu. Þótti reynslan af því vera upp og ofan, m.a. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 179 orð | ókeypis

Englendingar óánægðir

STUÐNINGSMENN enska landsliðsins voru í allan gærdag að tínast til St. Etienne þar sem Englendingar og Argentínumenn eigast við í kvöld. Leituðu þeir logandi ljósi að aðgöngumiðum á leikinn en mikillar óánægju gætir á meðal þeirra því þeir fá aðeins 2.079 miða, en völlurinn tekur alls 35.900 áhorfendur. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 45 orð | ókeypis

Ferrari hefur unnið upp tæknilega yfirburði McLaren

MIÐAÐ við árangur í tímatökum og í sjálfum kappakstrinum má ætla að þeir gífurlegu tæknilegu yfirburðir sem McLaren hafði í fyrstu mótum ársins séu ekki lengur fyrir hendi; önnur lið, með Ferrari í broddi fylkingar, hafa unnið hann upp. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 664 orð | ókeypis

Fyrsta gullmarkið í sögu HM

FRAKKAR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum HM á sunnudag með 1:0 sigri á Paragvæ. Sigurmarkið gerði varnarjaxlinn Laurent Blanc á lokamínútum framlengingar, svonefnt gullmark, og er þetta í fyrsta sinn í sögu HM, sem slíkt fyrirkomulag ræður úrslitum. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 215 orð | ókeypis

Getraunakeppnin

Seinni leikirnir í Getraunakeppni Evrópu, Intertoto, fóru fram um helgina. Vorskla Poltava (Úkraínu) - Leiftur3:0 (Vorskla Poltava vann samtals 6:0) Shamrock (Írlandi) - Altay (Tyrkl.)3:2 (Altay vann samtals 5:4) Örgryte - Ethnikos Achna (Kýpur)4:0 (Örgryte vann samtals 5:2) Debrecen (Ungv.) FC Dnepr (H-Rússl. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 545 orð | ókeypis

Glæsimark Davids kom Hollendingum áfram

LEIKMAÐURINN snaggaralegi Edgar Davids var hetja Hollendinga í gærkvöldi er hann skoraði sigurmarkið í 2:1 sigri á lokamínútu leiksins gegn Júgóslövum, í 16-liða úrslitum, sem fram fór í Toulouse. Markið var mjög glæsilegt, skot með vinstri fæti rétt utan vítateigs og knötturinn þandi út netamöskvana neðst í hægra markhorninu. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 106 orð | ókeypis

Gott að vera gamaldags

BO JOHANSSON, sænskur landsliðsþjálfari Dana sem eitt sinn þjálfaði íslenska liðið, var kampakátur eftir glæstan sigur á Nígeríu. "Við lékum góða, gamaldags, danska knattspyrnu í þessum leik. Allir leikmennirnir skemmtu sér á vellinum. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 77 orð | ókeypis

Guðmundur í nefnd hjá LEN GUÐMUNDU

GUÐMUNDUR Þ. Harðarson, forstöðumaður Sundlaugar Kópavogs, sem lengi hefur starfað að sundmálum hér á landi, hefur verið skipaður í sundnefnd Sundsambands Evrópu (LEN) til næstu fjögurra ára. Guðmundur er fyrsti Íslendingurinn sem valist hefur til nefndarstarfa hjá sambandinu. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 502 orð | ókeypis

Hefur ekki fengið mörg tilboð

Ekki er búist við miklum breytingum á leikskipulagi norska landsliðsins þótt arkitekt þess, Egil "Drillo" Olsen, sé hættur með liðið eftir átta ár við stjórnvölinn. Nils Johan Semb, fyrrverandi þjálfari piltalandsliðsins, hefur verið ráðinn í hans stað. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 131 orð | ókeypis

Hvað segja þeir um Owen?

Vegna mistaka í vinnslu sunnudagsblaðsins, féllu línur út í grein, þar sem margir kunnir knattspyrnukappar lýstu hrifningu sinni á Michael Owen: "Fyrir mér er Owen djásnið í ensku krúnunni. Ég átti því láni að fagna, að kaupa Ronaldo fyrir 13 milljónir punda þegar hann var átján ára, og Owen er jafngóður og Ronaldo var þá." ­ Bobby Robson. "Hann er mesta efni sem ég hef séð. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 167 orð | ókeypis

Hver hefur sinn poka að draga

HVER hefur sinn djöful að draga en í tilfelli Ágústu Eddu Björnsdóttur má segja að hún hafi sinn að bera. Þar sem hún er nýliði í landsliðinu kemur í hennar hlut að bera boltapokann og sjá til þess að boltarnir séu til staðar ­ að vísu eru engin viðurlög við því að gleyma pokanum en það er ekki létt að standa undir gríninu og skotunum, sem því fylgja. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 197 orð | ókeypis

ÍA - ÍBV1:0 Akranesvöllur; Landssímadeildin, efsta deild kar

Akranesvöllur; Landssímadeildin, efsta deild karla, leik sem er flýtt úr 11. umferð, sunnudaginn 28. júní 1998. Aðstæður: Norðangjóla, hlýtt og þurrt. Völlur góður. Mark ÍA: Sigurður Ragnar Eyjólfsson (65.). Markskot: ÍA 11 - ÍBV 9. Horn: ÍA 10 - ÍBV 3. Rangstöður: ÍA 2 - ÍBV 3. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 237 orð | ókeypis

Leiftri boðið upp á kakkalakka og rottur

LEIFTUR tapaði 3:0 fyrir Vorskla Poltava í seinni leik liðanna í fyrstu umferð Getraunadeildar Evrópu um helgina og er úr leik. Norðanmenn unnu heimaleikinn 1:0 en úkraínska liðinu var dæmdur 3:0 sigur vegna þess að leikmaður sem kom inná sem varamaður var ekki á skýrslu hjá Leiftri. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 366 orð | ókeypis

Miklir yfirburðir Brasilíu

TVÖ mörk frá Ronaldo og önnur tvö frá Cesar Sampaio voru meira en nóg til að tryggja heimsmeisturum Brasilíu sigur gegn Chile og greiða leið í átta liða úrslitin. Viðureign liðanna á laugardag náði aldrei að verða verulega spennandi, til þess voru yfirburðir meistaranna allt of miklir og ljóst er að þeir ætla sér alla leið í keppninni. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 169 orð | ókeypis

Moldovan leggur höfuðið í bleyti

RÚMENSKUR karlmaður á fimmtugsaldri, Ioan Moldovan, leggur höfuðið í bleyti dágóða stund á degi hverjum og biður fyrir sigri rúmenska landsliðsins í heimsmeistarakeppninni. Maður þessi, sem er smiður, liggur í baðkeri sínu í fjórar klukkustundir á dag og er sannfærður um að með því móti tryggi hann löndum sínum velgengni á knattspyrnuvöllum Frakklands. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 33 orð | ókeypis

NM stúlkna

Opið Norðurlandamót stúlkna, 17 ára og yngri, stendur nú yfir í Danmörku. A-riðill: Noregur - Ítalía2:0 Holland - Svíþjóð1:4 B-riðill: Danmörk - Ísland0:0 Íslensku stúlkurnar unnu 4:3 í vítaspyrnukeppni. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 186 orð | ókeypis

Nú má boli!

PINTO er vinalegt úthverfi Madrid þar sem varla bregður fyrir búðarskilti á öðru máli en innfæddra og tók tíma að venjast því. Íbúar eru vinalegir og hlýir, boðnir og búnir að "aðstoða fólk norðan frá heimskauti" sögðu þeir og fengu hroll. Íbúar eru rúmlega þúsund og lifa aðallega á iðnaði í smáum stíl en flestir vinna fyrir sér niðri í Madrid og keyra á milli. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 111 orð | ókeypis

Prinsar í óvæntum félagsskap

FJÖLDI fólks, sem keypti miða á svörtum markaði á leik Englands og Kólumbíu á dögunum, sat í heiðursstúku leikvangsins í Lens við hlið Karls Bretaprins og sonar hans, Haralds. Lögreglan á staðnum sagði að sjálfboðaliði í miðasölu hefði verið færður í gæsluvarðhald eftir að hafa orðið uppvís að því að selja miða á svörtum markaði. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 457 orð | ókeypis

Schumacher ætlar að verða meistari

Michael Schumacher segist hafa stefnt að því allt árið að verða heimsmeistari ökuþóra í formúlu-1 kappakstri. Fyrir mánuði hefði möguleikinn á því þótt lítill en með sigri í Montreal fyrir þremur vikum og Magny Cours á sunnudag hefur Schumacher nánast dregið Finnann Mika Häkkinen uppi. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 81 orð | ókeypis

SIGURSTEINN Gíslason, leikmaður ÍA,

SIGURSTEINN Gíslason, leikmaður ÍA, lék ekki með félögum sínum gegn ÍBV vegna meiðsla, en reiknað er með að hann verði búinn að ná sér fyrir næsta leik. SLOBODAN Milisic, sem einnig leikur með ÍA, var einnig á sjúkralistanum. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 130 orð | ókeypis

Sonurinn vill fleiri mörk

FRANSKI landsliðsmaðurinn Laurent Blanc lofaði þriggja ára syni sínum að hann myndi skora í HM. Hann stóð við það, gerði mark Frakka í 1:0- sigrinum á Paraguay á sunnudag, en stráksi er ekki ánægður, vill sjá fleiri mörk hjá pabba. "Ég lofaði honum einu marki en þegar ég talaði við hann í síma í fyrrakvöld vildi hann meira. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 405 orð | ókeypis

STEVE Sampson sagði upp stöðu lan

STEVE Sampson sagði upp stöðu landsliðsþjálfara Bandaríkjanna í gær en hann tók við liðinu í ágúst 1995 og lék það 62 leiki undir hans stjórn, sigraði í 26 leikjum, tapaði 22 og gerði 14 sinnum jafntefli. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 205 orð | ókeypis

TAKESHI Okada þjálfari

TAKESHI Okada þjálfari Japan sagði af sér á laugardaginn. "Leikmenn hafa ekki trú á mér eftir slakan árangur á HM," sagði Okada. Stjórn japanska knattspyrnusambandsins vill að Okada endurskoði uppsögnina og hann verði landsliðsþjálfari fram yfir HM 2002 sem fram fer í Japan og S- Kóreu. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 153 orð | ókeypis

Tekst Vieri að skora gegn Frökkum? Íta

Ítalski framherjinn Christian Vieri er einn tólf leikmanna, sem hafa skorað í fyrstu fjórum leikjum liðs síns á HM. Skori hann í leiknum gegn Frökkum á föstudag mun hann bætast í fríðan flokk framherja, sem skorað hafa í fimm leikjum í röð á HM. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 677 orð | ókeypis

Uppgjöf óþekkt í herbúðum Þjóðverja

Oliver Bierhoff tryggði Þjóðverjum 2:1-sigur á Mexíkó í 16 liða úrslitum HM í gær þegar hann skallaði boltann í net mótherjanna fjórum mínútum áður en flautað var til leiksloka. Luis Hernandez skoraði fyrir Mexíkó í byrjun seinni hálfleiks, fjórða mark hans í keppninni, og um miðjan hálfleikinn máttu Þjóðverjar þakka fyrir að vera ekki tveimur mörkum undir. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 356 orð | ókeypis

Vieri sökkti norsku víkingunum

Ítalir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar með 1:0 sigri á Norðmönnum á laugardag. Leikurinn þótti lítil skemmtun, en Ítalir gerðu það sem þurfti og að venju sat Christian Vieri einn að kjötkötlunum í framlínunni og hefur þessi stórvaxni miðherji nú tekið forystu í keppninni um markakóngstitilinn ­ hefur gert fimm mörk í fjórum leikjum. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 102 orð | ókeypis

Vogts saknar Sammers

BERT Vogts, landsliðsþjálfari Þjóðverja, segist sakna þess að hafa ekki Matthias Sammer í landsliði sínu að þessu sinni, en hann hefur verið meiddur síðustu misseri og lítið leikið. Sammer var að mati Vogts lykilmaður liðs síns sem varð Evrópumeistari í Englandi árið 1996. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 361 orð | ókeypis

Þjálfari Þýskalands vill breytingar á HM

Berti Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, vill að Evrópulöndum verði fjölgað á heimsmeistaramótinu en ríkjum frá Afríku og Asíu fækkað. Einnig vill hann að 16- liða úrslitum verði breytt þannig að keppt sé í riðlum en ekki með útsláttarfyrirkomulagi eins og nú er því þar með sé hætta á að margar góðar knattspyrnuþjóðir falli úr leik of snemma. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 322 orð | ókeypis

Þýskaland - Mexíkó2:1 Montpellier, 16-liða úrslit, mánudagin

Montpellier, 16-liða úrslit, mánudaginn 29. júní 1998. Mörk Þýskalands: J¨urgen Klinsmann (75.), Oliver Bierhoff (86.). Mark Mexíkó: Luis Hernandez (47.). Skot á mark: Þýskaland 6 - Mexíkó 7 Skot framhjá: Þýskaland 8 - Mexíkó 4 Horn: Þýskaland 1 - Mexíkó 5 Rangstaða: Þýskaland Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 1218 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Evrópubikarkeppni landsliða Pétursborg, Rússlandii: Langstökk karla: 1. Kirill Sosunov (Rússlandi)8.38 2. Milan Kovar (Tékklandi)8.14 3. Nathan Morgan (Bretlandi)7.93 4. Thorsten Heide (Þýskalandi)7.85 5. Paolo Camossi (Ítalíu)7.79 6. Emmanuel Bangue (Frakklandi)7.78 7. Yago Lamela (Spáni)7.75 8. Meira
30. júní 1998 | Íþróttir | 527 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

16-liða úrslit Ítalía - Noregur1:0 Marseille: Mark Ítalíu: Christian Vieri 18. Markskot: Ítalía 9 - Noregur 5. Skot framhjá: Ítalía 6 - Noregur 5. Horn: Ítalía 2 - Noregur 7. Rangstaða: Ítalía 6 - Noregur 1. Gult spjald: Ítalarnir Francesco Moriero 38. Meira

Fasteignablað

30. júní 1998 | Fasteignablað | 105 orð | ókeypis

Bilfinger reisir breskt sendiráð

BILFINGER+Berger AG, hið kunna þýzka byggingarfyrirtæki, hefur tryggt sér samning við breska utanríkisráðuneytið um smíði nýrrar sendiráðsbyggingar Breta í Berlín. Verkið mun kosta 75 milljónir marka, eða 41,75 milljónir punda, og mun hið nýja sendiráð rísa nálægt hinu sögufræga Brandenborgarhliði í höfuðborg Þýzkalands. Flatarmál þess verður 9.000 fermetrar. Meira
30. júní 1998 | Fasteignablað | 625 orð | ókeypis

Dregur úr smíði félagslegra íbúða

VERULEGA hefur dregið úr byggingu félagslegra íbúða á síðastliðnum árum og hefur framlag ríkissjóðs lækkað að sama skapi mjög mikið. Mun færri aðilar sækja um framkvæmdalán og heildarfjöldi íbúða sem sótt er um kaup eða byggingu á er einnig mun minni. Meira
30. júní 1998 | Fasteignablað | 227 orð | ókeypis

Einbýlishús við Tjarnargötu

FASTEIGNASALAN Kjöreign hefur fengið í einkasölu húseignina Tjarnargötu 18 í Reykjavík. Húsið er járnklætt timburhús á steyptum kjallara og er tvær hæðir og ris, auk kjallarans. Það var reist árið 1906 fyrir Björn Ólafsson augnlækni en teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni arkitekt, sem m.a. teiknaði Pósthúsið í Austurstræti. Húsið er friðað hvað útlit snertir og stendur það á eignarlóð. Meira
30. júní 1998 | Fasteignablað | 208 orð | ókeypis

Fjölskylduhús með fallegum garði

EFTIRSPURN eftir myndarlegum einbýlishúsum hefur verið töluverð að undanförnu. Hjá fasteignasölunni Fold er nú til sölu gott einbýlishús við Lambastekk 5 í Neðra- Breiðholti, sem er vel gróinn staður í næsta nágrenni við Elliðaárdal. Húsið er 137 ferm. að stærð og með 28 ferm. bílskúr. Það stendur innst í lokaðri botnlangagötu á rólegum stað. Húsið er byggt 1970 og er steinsteypt. Meira
30. júní 1998 | Fasteignablað | 1842 orð | ókeypis

Í Selási setur nálægðin við víðáttuna sinn svip á byggðina

SELÁSHVERFI hefur yfir sér ferskt og nýlegt yfirbragð. Þar hafa hús verið í byggingu fram á þennan dag og nú er verið að byggja þar á síðustu lóðunum. Á síðustu árum hefur mest verið byggt af raðhúsum, parhúsum og einbýlishúsum, en lengra síðan blokkirnar byggðust upp. Tengslin við Árbæjarhverfi eru augljós, enda má segja, að Seláshverfið hafi risið í framhaldi af Árbænum. Meira
30. júní 1998 | Fasteignablað | 363 orð | ókeypis

Íslensk hönnun tekin í notkun í Höfða NÝ ÍSLEN

NÝ ÍSLENSK húsgögn hafa verið tekin í notkun í móttökusal Höfða. Húsgögnin hlutu fyrstu verðlaun í samkeppni sem Reykjavíkurborg efndi til á síðasta ári um hönnun og framleiðslu húsgagna fyrir Höfða. Þórdís Zo¨ega húsgagnahönnuður hannaði verðlaunahúsgögnin og verða þau sett á almennan markað undir heitinu "Höfði". Meira
30. júní 1998 | Fasteignablað | 817 orð | ókeypis

Jólasveinninn kemur um Jónsmessu

SÁ MERKI fjölmiðill, Morgunblaðið, kom með stórfrétt á forsíðu nýlega og ekki í fyrsta skipti. Að vísu væri þessi frétt alvarlegt mál fyrir ýmsa hérlendis og erlendis ef sá spádómur, sem hún flutti, reyndist raunverulegur kostur, alvarleg fyrir fyrirtæki eins og íslenskar hitaveitur og alla íslenska pípulagningamenn. Meira
30. júní 1998 | Fasteignablað | 548 orð | ókeypis

Lóðaúthlutun í Grafar- holti á að hefjast fyrir næstu áramót

OFT hafa verið miklar sveiflur í lóðaúthlutunum hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum, eins og sjá má á teikningunni hér til hliðar. Hún er byggð á upplýsingum úr Árbók Reykjavíkur 1997 og nær yfir lóðaúthlutanir fyrir íbúðir í fjölbýlishúsum, rað- og parhús og svo einbýlishús. Meira
30. júní 1998 | Fasteignablað | 256 orð | ókeypis

Nýjar íbúðir í Selási

EFTIRSPURN eftir nýju íbúðarhúsnæði í Seláshverfi hefur verið mikil að undanförnu og það hvað eftir annað gerzt, að eignir þar séu seldar á meðan þær eru enn á teikniborðinu. Kemur þetta fram í viðtali hér í blaðinu í dag við Ólaf Blöndal, sölustjóra hjá fasteignasölunni Gimli. Að sögn Ólafs er nú verið að byggja á síðustu lóðunum í Suður- Selási og eru þær allar við Viðarás. Meira
30. júní 1998 | Fasteignablað | 32 orð | ókeypis

Skyldur eigenda

Á EIGANDA íbúðar í fjöleignarhúsi hvíla margvíslegar skyldur gagnvart öðrum í húsinu, sem takmarka eignarráð hans. Sandra Baldvinsdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu, gerir grein fyrir helztu skyldum íbúðareigenda samkvæmt fjöleignarhúsalögunum. Meira
30. júní 1998 | Fasteignablað | 742 orð | ókeypis

Skyldur eigenda í fjölbýlishúsi

EIGNARRÉTTI í fjöleignarhúsi fylgja tiltekin réttindi og tilteknar skyldur, eftir ákveðinni hlutfallstölu, sem ekki verða frá eigninni skilið. Eignarráð eigandans eru hefðbundin eignarráð og honum er frjálst að fara með eign sína eins og hann vill svo framarlega sem honum eru ekki settar takmarkanir í lögum eða öðrum reglum. Meira
30. júní 1998 | Fasteignablað | 39 orð | ókeypis

Upphitun húsa

Í þættinum Lagnafréttir fjallar Sigurður Grétar Guðmundsson um nýlegar hugmyndir sænskra vísindamanna um lausn á upphitun húsa í eitt skipti fyrir öll. Við Íslendingar getum mikið af þessu lært þrátt fyrir okkar ódýru orku til húshitunar. Meira
30. júní 1998 | Fasteignablað | 199 orð | ókeypis

Vandaðar íbúðir nærri miðbænum

HJÁ fasteignasölunni H-Gæðum er til sölu verslunarhúsnæði og 14 íbúðir í nýju og endurbyggðu húsi að Skipholti 9 í Reykjavík. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar með gólfefnum og vönduðum innréttingum, en íbúðirnar eru frá 46 ferm. og upp í 130 ferm. að stærð. Verslunarhúsnæðið er um 90 ferm. Meira
30. júní 1998 | Fasteignablað | 368 orð | ókeypis

Virðulegt hús í gamla miðbænum

ÞAÐ vekur ávallt athygli, þegar virðuleg hús í miðbæ Reykjavík koma í sölu. Hjá Fasteignamarkaðnum er nú til sölu húsið Lækjargata 10. Húsið er kjallari, hæð og ris, alls 269 ferm. Ásett verð er 23 millj. kr. Áhvílandi eru rúmlega 7 millj. kr. og er stór hluti húsbréfalán. Meira
30. júní 1998 | Fasteignablað | 839 orð | ókeypis

Yfirborð útveggja

HANN lagði út í það stórátak að hefja byggingu einbýlishúss fyrir sig og fjölskyldu sína. Sannarlega var það stórátak og átti eftir að kosta hann mikið erfiði og átök. Áræði sýndi hann einnig. Nú hafði honum verið úthlutað byggingarlóð í einbýlishúsahverfi og þá var að hrökkva eða stökkva. Meira

Úr verinu

30. júní 1998 | Úr verinu | 142 orð | ókeypis

Meiri síld í Norðursjó

SÍLDARSTOFNARNIR í Norðursjó eru heldur á uppleið og líklegt þykir, að veiðar til manneldis verði auknar í 270.000 tonn á næsta ári en kvótinn fyrir yfirstandandi ár er 254.000 tonn. Svo virðist sem kvótaniðurskurðurinn 1996 og 1997 hafi hjálpað til við að koma síldarstofnunum yfir hið líffræðilega lágmark, 800. Meira
30. júní 1998 | Úr verinu | 175 orð | ókeypis

Sex útgerðarbændur í Skarðsstöð

Búðardal­Í Skarðsstöð í landi Skarðs á Skarðsströnd, Dalasýslu, er hafnaraðstaða góð frá náttúrunnar hendi og til eru frásagnir af útgerð og skipaferðum þar í fyrstu annálum. Núverandi bryggja var byggð 1956 og á árunum milli 1960 og 1970 var algengt að 120 tonna flutningaskip lægju þar við bryggju. Meira
30. júní 1998 | Úr verinu | 328 orð | ókeypis

Tunu GR landar loðnunni hér á landi

NÓTASKIPIÐ Tunu GR 1895, sem áður hét Guðmundur VE og Ísfélag Vestmannaeyja seldi nýlega grænlenska sjávarútvegsfyrirtækinu East-Greenland Codfish í Ammassalik, mun landa hér á landi þeirri loðnu sem það veiðir úr grænlenska hluta loðnukvótans. Meira
[ ]

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.