Greinar föstudaginn 3. júlí 1998

Forsíða

3. júlí 1998 | Forsíða | 278 orð | ókeypis

Allir pólitískir fangar verða leystir úr haldi

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að herforingjastjórnin í Nígeríu hefði fallist á að leysa alla pólitíska fanga sína úr haldi. Háttsettur embættismaður í Abuja, höfuðborg Nígeríu, sagði að samkomulag hefði náðst um að þekktasti fanginn, Moshood Abiola, félli frá tilkalli sínu til forsetaembættisins til að greiða fyrir því að hann yrði leystur úr haldi. Meira
3. júlí 1998 | Forsíða | 379 orð | ókeypis

Allt kapp lagt á lausn Drumcree-deilunnar

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom í óvænta heimsókn til Belfast á N-Írlandi í gær til að stuðla að lausn harðrar deilu um göngu Óraníureglunnar næstkomandi sunnudag. Deilan magnaðist enn frekar í fyrrinótt þegar öfgafullir sambandssinnar kveiktu elda í tíu kaþólskum kirkjum víðsvegar á N- Írlandi í reiðikasti yfir ákvörðun "göngunefndar" breskra stjórnvalda sem ákvað á mánudag að Meira
3. júlí 1998 | Forsíða | 250 orð | ókeypis

Gazprom þvingað til að borga

GAZPROM, rússneska jarðgass- einokunarfyrirtækið, hét í gær að borga himinháa skattareikninga, sem það hafði fram að þessu komizt upp með að greiða ekki. Talsmenn Gazprom greindu frá þessu eftir að ríkisstjórnin hóf aðgerðir til að taka eignir fyrirtækisins upp í skattaskuldirnar, en meðal eignanna voru lystisnekkjur og veiðihús. Meira
3. júlí 1998 | Forsíða | 202 orð | ókeypis

Rætt við stjórnarandstöðuleiðtoga

BILL Clinton Bandaríkjaforseti kom í gær til Hong Kong, síðasta viðkomustaðarins í níu daga opinberri heimsókn hans til Kína. Gert var ráð fyrir að hann ræddi m.a. við Tung Chee-hwa, æðsta embættismann borgarinnar, og frammámenn í kaupsýslulífi en myndi jafnframt eiga einkafund með Martin Lee, sem er einn helsti leiðtogi lýðræðissinna og hefur gagnrýnt Pekingstjórnina ákaft. Meira

Fréttir

3. júlí 1998 | Landsbyggðin | 236 orð | ókeypis

3100 hektara friðland án búfjár í Jökuldal og Hlíð

3100 hektara friðland án búfjár í Jökuldal og Hlíð Vaðbrekka, Jökuldal-Í tilefni sextíu ára afmælis Skógræktarfélags Austurlands var lokað friðlandi alls um 3.100 hektarar að stærð á Jökuldal og í Hlíð á Norðurhéraði. Meira
3. júlí 1998 | Landsbyggðin | 136 orð | ókeypis

Afmælishátíð þriðja árið í röð á Blönduósi

Blönduósi-Blönduósingar fagna því laugardaginn 4. júlí að tíu ár eru liðin frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Ýmislegt verður á dagskrá á afmælisdaginn og má þar m.a. nefna listsýningu, grillveislu og dansleiki. Þetta er þriðja árið í röð sem haldið er upp á merkisafmæli á Blönduósi. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 288 orð | ókeypis

Afstaða endurskoðuð gangi helstu viðskiptalönd í EMU

EKKI er talin ástæða til þess fyrir Íslendinga að hafa áhyggjur af stofnun Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU, og upptöku nýrrar Evrópumyntar, evru eða evrós, hjá 11 Evrópuríkjum um næstu áramót, að mati samráðshóps um áhrif Efnahags- og myntbandalags Evrópu á íslenskt efnahagslíf sem skilaði áliti sínu í gær. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 1131 orð | ókeypis

Áhrif einkum á fjármálastofnanir

EKKI er talin ástæða til að hafa áhyggjur af stofnun Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU, og upptöku nýrrar Evrópumyntar, evru eða evrós, hjá 11 Evrópuþjóðum um næstu áramót, að mati samráðshóps um áhrif Efnahags- og myntbandalags Evrópu á íslenskt efnahagslíf sem skilaði áliti sínu í gær. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 355 orð | ókeypis

Ákvörðun um olíuhreinsistöð í haust ÁKVÖ

ÁKVÖRÐUN um það hvort framhald verður á undirbúningi að framkvæmdum vegna olíuhreinsistöðvar hér á landi verður væntanlega tekin í haust, að sögn Inga Ingasonar, skrifstofustjóra Fjárfestingaskrifstofu Íslands. Fyrirtækið MD-SEIS, sem er rússneskt-bandarískt ráðgjafafyrirtæki í olíuiðnaði, er frumkvöðull þess að málið var tekið til skoðunar. Meira
3. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 118 orð | ókeypis

Ákæru á hendur Hubbel vísað frá

ALRÍKISDÓMARI í Washington hefur vísað frá ákæru á hendur Webster Hubbel, gömlum vini Bills Clintons Bandaríkjaforseta, fyrir skattsvik og gagnrýndi meðferð Kenneths Starrs saksóknara á málinu. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að Starr hefði farið út fyrir valdsvið sitt með því að ákæra Hubbel, Meira
3. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 194 orð | ókeypis

Árásin fordæmd

ARABABANDALAGIÐ fordæmdi í gær flugskeytisárás bandarískrar herþotu í suðurhluta Íraks á þriðjudag, sagði hana óverjandi íhlutun í innanríkismál landsins og skoraði á Bandaríkjamenn að grípa ekki til hernaðaraðgerða í Miðausturlöndum. Meira
3. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 287 orð | ókeypis

Átök magnast í Guinea Bissau BARDAGAR hafa nú breiðs

BARDAGAR hafa nú breiðst út fyrir höfuðborg vestur-Afríkuríkisins Guinea Bissau, þar sem borgarastríð hefur geysað í þrjár vikur. Þúsundir manna hafa flúið höfuðborgina og hundruð þurfa nú að hörfa lengra. Óttast er að hungursneyð skelli á og farsóttir breiðist út meðal flóttamannanna. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 156 orð | ókeypis

Blaðauki um ferðalög fylgir Morgunblaðinu á sunnudag

MORGUNBLAÐINU á sunnudaginn fylgir 68 síðna blaðauki um ferðalög. Hann nefnist Sumarferðir '98 og hefur að geyma ýmsar upplýsingar um ferðaþjónustu og afþreyingu um land allt. Umfjöllun í blaðaukanum er skipt í sjö kafla eftir landshlutum. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 274 orð | ókeypis

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla kjöri fyrsta varaforseta

VIÐ kosningu fyrsta varaforseta borgarstjórnar Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar í gærkvöld, þar sem Pétur Jónsson hlaut átta atkvæði en sjö seðlar voru auðir, bókuðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæli sín. Töldu þeir ekki hafa verið farið að lögum þar sem kjörinn hefði verið varaforseti sem ekki væri borgarfulltrúi. Á fundi borgarráðs 23. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð | ókeypis

Breyta þarf löggjöf um hópuppsagnir

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að breyta þurfi lögum er lúta að uppsögnum opinberra starfsmanna þannig að þeir geti ekki skapað sér sterkari samningsstöðu með uppsögnum á miðjum samningstíma heldur en með verkföllum. Geir segir að skapa þurfi ríkinu svipaða stöðu og öðrum vinnuveitendum til þess að sanna að um sé að ræða ólöglega hópaðgerð. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 432 orð | ókeypis

Breytingum á Naustinu að ljúka Eykur gildi hússins

Breytingum á Naustinu að ljúka Eykur gildi hússins ENDURBÓTUM á veitingastaðnum Naustinu við Vesturgötu 6­8 lýkur í þessum mánuði, en nú er verið að leggja lokahönd á frágang hússins. Meira
3. júlí 1998 | Miðopna | 957 orð | ókeypis

Ekki bara keppni

Í dag verða settir Ólympíuleikarnir í eðlisfræði í Laugardalshöll. Leikarnir, sem nú eru haldnir í 29. skipti, eru þeir fjölmennustu til þessa. Sigríður B. Tómasdóttir ræddi við aðstandendur keppninnar og fyrrverandi og núverandi keppendur. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 1151 orð | ókeypis

Ekki hægt að hlaupast frá ábyrgð á efni bréfs til ráðherra

MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi svar Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns við bréfi Halldórs Guðbjarnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, sem birtist í blaðinu í gær. Halldór fjallaði þar um greinargerð Jóns Steinars, sem unnin var fyrir bankaráðið. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 331 orð | ókeypis

Elliðaárnar taka við sér ELLIÐAÁRNAR eru í hópi þeir

ELLIÐAÁRNAR eru í hópi þeirra laxveiðiáa sem skiluðu betri júníveiði en í fyrra og er mönnum smám saman að verða ljóst að veiðin hefur alls ekki verið eins slæm og margir hafa talið. Það megi ekki gleymast að ár hafi verið afar vatnslitlar og aðeins júnímánuður sé að baki. Meira
3. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 136 orð | ókeypis

Erbakan ekki sóttur til saka

SAKSÓKNARI í Tyrklandi hefur ákveðið að lögsækja ekki Necmettin Erbakan, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, vegna ræðu sem hann flutti í pílagrímsför til Mekka. Saksóknarinn vísaði til fyrningarlaga þegar hann tilkynnti að fallið yrði frá ákæru á hendur Erbakan, Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 809 orð | ókeypis

Erfitt að meta umfang peningaþvættis

FRAMKVÆMDAHÓPUR um aðgerðir gegn peningaþvætti [Financial Action Task Force on Money Laundering, FATF] var settur á stofn árið 1989. Aðild að hópnum eiga 26 lönd, Ísland þar á meðal, og tvenn fjölþjóðasamtök. Framkvæmdahópurinn og löndin sem að honum standa hafa það að markmiði að berjast gegn peningaþvætti, meðhöndlun ávinnings af afbrotum til að dylja ólöglegan uppruna hans. Meira
3. júlí 1998 | Landsbyggðin | 375 orð | ókeypis

Fjölbreytt listahátíð á Seyðisfirði

Seyðisfirði - Listahátíðin "Á Seyði 98" stendur sem hæst um þessar mundir. Auk fjölda myndlistarsýninga sem nú eru í gangi verður töluvert um að vera á næstu vikum. Götuleikhús hefur verið í undirbúningi alla þessa viku undir stjórn Guðjóns Sigvaldasonar leikstjóra og munu börn og fullorðnir fara með leikhús sitt út á götu um næstu helgi. Meira
3. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 119 orð | ókeypis

Flugmenn fari fyrir herdómstól

HERDÓMARI mælti með því í gær að flugmaður og aðstoðarflugmaður bandarískrar herflugvélar, er olli dauða 20 skíðamanna í kláfferju í ítölsku Ölpunum í febrúar síðastliðnum, verði leiddir fyrir herdómstól. Meira
3. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 165 orð | ókeypis

FM 95,7 hefur útsendingar á Akureyri

ÚTVARPSSTÖÐIN FM 95,7 náðist á Akureyri og nágrenni í gær, en í dag, föstudag, mun útvarpsstöðin senda út frá Ráðhúskaffi á Akureyri og stendur útsendingin frá kl. 7 um morguninn til 19 um kvöldið. Jón Gunnar Geirdal, kynningarstjóri Fíns miðils, sagði að heilsað yrði upp á Akureyringa með viðeigandi hætti, en í gærkvöldi var mikið um dýrðir á Ráðhúskaffi og m.a. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 499 orð | ókeypis

Formaður BSRB segir ósvífið að tala um svik

STÉTTARFÉLÖGIN Dagsbrún og Framsókn lýsa hjúkrunarfræðinga, kennara, lækna, leikskólakennara, aðra opinbera starfsmenn og viðsemjendur þeirra ábyrga ef stöðugleika og fyrirsjáanlegri kaupmáttaraukningu kjarasamninga er stefnt í voða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út í gær en tilefnið eru samningar sem gerðir hafa verið við þessar stéttir að undanförnu. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 275 orð | ókeypis

Fór með dæturnar í afskekkt fjallaþorp

TVEGGJA mánaða umgengnisréttur Sophiu Hansen við dætur sínar, sem henni var dæmdur í Hæstarétti í Ankara fyrir liðlega ári síðan og átti að hefjast hinn 1. júlí sl., var ekki virtur. Þegar Sophia fór á heimili Halims Al í fylgd lögreglu í fyrradag kom í ljós að Halim hafði farið með dæturnar tvær í afskekkt fjallaþorp í Norðaustur-Tyrklandi. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 470 orð | ókeypis

Frestur til að koma upp búnaði rann út 1. júlí

FRESTUR sem fiskimjölsverksmiðju Óslands ehf. á Höfn var gefinn í starfsleyfi, sem gefið var út 1. ágúst í fyrra, til að koma upp fullnægjandi lykteyðingarbúnaði rann út um síðustu mánaðamót. Kröfum um mengunarvarnir hefur enn ekki verið mætt en að sögn Halldórs Árnasonar, framkvæmdastjóra Óslands, Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð | ókeypis

Gallar á meðferð sönnunargagna hjá lögreglu

34 ÁRA karlmaður var í gær sýknaður af ákæru um innbrot í verslunina Straumnes í Breiðholti, þar sem honum var gefið að sök að hafa haft á brott um átta hundruð þúsund krónur. Dómarinn taldi meðferð lögreglu á sönnunargagni, vindlingsstúfi sem fannst í versluninni, mjög ábótavant. Innbrotið var framið í júní í fyrra. Meira
3. júlí 1998 | Landsbyggðin | 547 orð | ókeypis

Gamalt veiðarfærahús í Eyjum fær nýtt hlutverk

Vestmannaeyjum-Gamalt veiðarfærahús Ísfélags Vestmannaeyja við Hilmisgötu hefur nú fengið nýtt hlutverk. Húsið, sem er gamalt timburhús, var nánast fullt af alls konar drasli. Hefur það staðið nær ónotað um árabil og neglt hafði verið fyrir alla glugga á því. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð | ókeypis

Gengið frá ráðningu fljótlega

FORSÆTISNEFND Alþingis mun síðar í þessum mánuði ganga frá ráðningu nýs umboðsmanns Alþingis, en Gaukur Jörundsson, núverandi umboðsmaður, hefur óskað eftir leyfi frá störfum. Gaukur hefur verið skipaður dómari við Mannréttindadómstólinn í Strassborg. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 176 orð | ókeypis

Halldór Guðbjarnason Ætlast til að bankaráðið láti rannsaka tilu

HALLDÓR Guðbjarnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist ætlast til þess að bankaráð Landsbankans láti rannsaka með hvaða hætti svarbréf Landsbankans um laxveiðiferðir til viðskiptaráðherra urðu til. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Helga S. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð | ókeypis

Helgardagskrá á Þingvöllum UM HELGINA bjóða landverðir á Þingvöl

UM HELGINA bjóða landverðir á Þingvöllum upp á gönguferðir og barnastund þar sem saman fer fræðsla, skemmtun og holl útivera. Á laugardag kl. 14 verður farið frá þjónustumiðstöð í gróðurskoðunarferð um nágrennið og rætt um gróðurfar og plöntunytjar að fornu og nýju. Á sunnudag hefst dagskráin kl. 11 með barnastund fyrir alla krakka. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð | ókeypis

Hitabylgja á Austurlandi

SANNKÖLLUÐ hitabylgja lagðist yfir austanvert landið í gær. Hitamælir á lögreglustöðinni á Egilsstöðum sýndi 29,6 gráður um miðjan dag í gær í forsælu. Kl. 22 í gærkvöldi var hitinn enn 24 gráður og lá mistur yfir öllu svo ekki sá til sólar. Að sögn lögreglumanns á Seyðisfirði komst hitinn þar upp í 26 gráður. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 196 orð | ókeypis

Íslandsmeistaramót í svifflugi ÍSLANDSMEISTARAMÓT í svifflugi verð

ÍSLANDSMEISTARAMÓT í svifflugi verður haldið á Helluflugvelli dagana 4.­12. júlí að báðum dögum meðtöldum. Keppt er um 4 bikara. Jóhannes Hagan bikar, Ráðherrabikar, Pfaff-skál og Póstbikar. Keppt er eftir hinum almennu reglum Fédération Aeronautique International. Keppendur verða um tíu og þeirra á meðal núverandi Íslandsmeistari Steinþór Skúlason. Meira
3. júlí 1998 | Miðopna | 479 orð | ókeypis

Jók áhugann á vísindum

KVENKYNS þátttakendur hafa alltaf verið í miklum minnihluta á Ólympíuleikunum í eðlisfræði. Þrjár stúlkur hafa keppt fyrir hönd Íslands og er Ásta K. Sveinsdóttir ein þeirra. Hún tók þátt í Ólympíuleikunum árið 1988 og 1989 og hafði reyndar félagsskap Helgu Þórhallsdóttur í fyrra skiptið. Guðrún Sævarsdóttir keppti svo árið 1991. Meira
3. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 184 orð | ókeypis

Konum fækkar lítið á atvinnuleysisskrá

UM síðustu mánaðamót voru 338 manns á atvinnuleysisskrá á Akureyri, 88 karlar og 250 konur, samkvæmt yfirliti frá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra. Atvinnulausum fækkaði um 20 milli mánaða en í lok maí voru 358 á skrá, 107 karlar og 251 konur. Á þessum tölum sést að atvinnuástand kvenna er mun verra en hjá körlum og fækkaði aðeins um eina konu á skrá frá lok maí sl. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð | ókeypis

Kvartað yfir hávaða frá Kjötumboðinu

STJÓRN húsfélags fjölbýlishúsanna við Kirkjusand 1, 3 og 5 í Reykjavík ritaði fyrir nokkru heilbrigðisnefnd Reykjavíkur og ítrekaði kvartanir vegna hávaða og lyktar frá starfsemi Kjötumboðsins sem er á næstu lóð. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 207 orð | ókeypis

Könnun Gallups fyrir ÍE kynnt 82% fylgjandi

SAMKVÆMT niðurstöðum skoðanakönnunar sem Gallup vann fyrir Íslenska erfðagreiningu í maí síðastliðnum eru 82% svarenda mjög eða frekar fylgjandi því að gagnagrunnur á heilbrigðissviði verði gerður en karlar voru marktækt hlynntari því en konur. Um 4% svarenda voru mótfallin. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 253 orð | ókeypis

LEIÐRÉTT

Myndavíxl urðu í afmælistilkynningum í Morgunblaðinu í gær. Mynd af Margréti Ólafsdóttur Hjartar kom yfir afmælistilkynningu um Guðfinnu Sigrúnu Ólafsdóttur, og öfugt, en þær urðu báðar áttræðar í gær. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Röng mynd Í Morgunblaðinu í gær, fimmtudag 2. Meira
3. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 188 orð | ókeypis

Líflegt á fæðingardeild FSA

MJÖG líflegt hefur verið á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrstu sex mánuði ársins en þar urðu alls 219 fæðingar á tímabilinu, eða 20 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Þar af hafa verið þrjár tvíburafæðingar. Ingibjörg Jónsdóttir yfirljósmóðir sagði tímabilið frá maí til september jafnan stærstu mánuði ársins og hefði júní sl. til að mynda verið óvenjustór. Meira
3. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 137 orð | ókeypis

Líf og fjör í Sumarlistaskóla STARFI Sumarlistaskó

Líf og fjör í Sumarlistaskóla STARFI Sumarlistaskóla Arnar Inga lýkur á sunnudag, 5. júlí, og verður efnt til lokahátíðar af því tilefni í íþróttasal Oddeyrarskóla sem hefst kl. 15. Sett verður upp eins konar veitingahús í salnum og boðið upp á skemmtiatriði, dans, leiklist og ýmislegt annað óvænt. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð | ókeypis

Lífræn uppgræðsla í Krýsuvík SAMTÖKIN Gróður fyrir fólk í Landnámi

SAMTÖKIN Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs ásamt sjálfboðaliðasamtökunum um náttúruvernd standa um helgina fyrir uppgræðsluátaki við Krýsuvíkurskóla í samvinnu við heimilismenn og starfsmenn Krýsuvíkursamtakanna. Í Krýsuvík er ein mesta gróður- og jarðvegseyðing á landinu en heimildum ber öllum saman um að fyrrum hafi verið þar frjósöm og blómleg byggð. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð | ókeypis

Messa og ljósmyndasýning í Viðey

GÖNGUFERÐ verður farin um Heimaeyna á morgun, laugardaginn 4. júlí, kl. 14.15 og m.a. skoðað ýmislegt er minnir á Jón Arason og komu hans til Viðeyjar 1550. M.a. eru þar ummerki virkis sem talið er að hann hafi látið byggja. Jafnframt verður heimastaðurinn skoðaður vel. Meira
3. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 289 orð | ókeypis

Mikilvægt að halda í öll störf

ÁSGEIR Magnússon formaður bæjarráðs og forstöðumaður Skrifstofu atvinnulífsins á Akureyri segir uppsagnir starfsfólks ullariðnaðarfyrirtækisins Foldu valda áhyggjum, en hann vonast til þess að þær breytingar sem nú er verið að gera á rekstrinum muni leiða til þess að sem flest starfsfólk verði endurráðið og reksturinn komist á viðunandi rekspöl. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð | ókeypis

Minnisvarði afhjúpaður á Víðivöllum MINNISVARÐI um Víðivallabræðu

MINNISVARÐI um Víðivallabræður verður afhjúpaður á Víðivöllum í Akrahreppi, Skagafirði, sunnudaginn 5. júlí. Athöfnin hefst kl. 15. Víðivallabræður, sem uppi voru á 19. öld, voru Pétur Pétursson, biskup, Brynjólfur Pétursson, Fjölnismaður og deildarstjóri í Rentukammerinu, og Jón Pétursson, háyfirdómari. Meira
3. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 284 orð | ókeypis

Neitar ásökunum um pólitískt ofbeldi

HUN Sen, leiðtogi Kambódíu, gagnrýndi í gær stjórnarandstöðuflokka landsins, sem hafa kvartað yfir pólitísku ofbeldi vegna kosninganna 26. þessa mánaðar, og sagði þá kenna pólitískum andstæðingum um dráp sem glæpamenn, sem tengdust ekki stjórnmálaflokkum, hefðu framið. Meira
3. júlí 1998 | Miðopna | 594 orð | ókeypis

Nýtt táknXP· TXPTX· PTXPT· XPTXP· TXPT

Chep Lak Kok, alþjóðavöllurinn nýi í Hong Kong er mikið mannvirki enda kostaði hann sem svarar 1.400 milljörðum íslenskra króna. Pekingstjórnin var upprunalega á móti hugmyndinni, sem Bretar áttu frumkvæði að, en þeir skiptu um skoðun og nú er völlurinn talinn sameiningartákn Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 344 orð | ókeypis

Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis um gagnrýni Sverris Hermanns

ÓLAFUR G. Einarsson, forseti Alþingis, segir að það sé forsenda fyrir starfsemi Ríkisendurskoðunar að stofnunin njóti sjálfstæðis í verkum sínum. Það sé útilokað fyrir stofnunina að vinna þau verkefni sem Alþingi hafi falið stofnuninni að vinna ef aðilar utan hennar eigi að geta gripið inn í starfsemi hennar. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 175 orð | ókeypis

Óskar nánari upplýsinga frá ráðherra

FORSÆTINEFND Alþingis hefur ákveðið að óska formlega eftir upplýsingum frá Finni Ingólfssyni viðskiptaráðherra um hvenær honum bárust upplýsingar frá Búnaðarbankanum um að upplýsingar sem hann veitti Alþingi um risnu- og ferðakostnað bankastjóra bankans hafi ekki reynst réttar. Meira
3. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 65 orð | ókeypis

Raðganga

ANNAR hluti raðgöngu sumarsins, sem Ferðafélag Akureyrar stendur að, verður á morgun, laugardaginn 4. júlí. Gengið verður frá Hámundastaðahálsi og meðfram ströndinni um þéttbýlisstaðina Litla-Árskógssand og Hauganes að Víkurbæjunum. Lagt verður af stað frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar kl. 9, en þar fást upplýsingar um ferðir félagsins og skráning í ferðir er virka daga frá kl. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 533 orð | ókeypis

Ráðherra segir sanngjarnt að óska eftir þýðingu

DANMÖRK er minnsta markaðssvæðið þar sem Microsoft hefur talið hagkvæmt að fjárfesta í þýðingu á Windows-stýrikerfinu og undirkerfum þess, svo sem Word- ritvinnslukerfinu og Excel-töflureikninum. Þetta segir Olgeir Kristjónsson, forstjóri Einars J. Skúlasonar, helsta umboðsaðila Microsoft hér á landi. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 346 orð | ókeypis

Regn í Reykjavík

Regn í Reykjavík EFTIR mikla þurrkatíð á höfuðborgarsvæðinu fór að rigna í gær. Sóldýrkendur eru væntanlega ekki alltof ánægðir en fyrir marga boðar rigning betri tíð. "Við erum hæstánægð með rigninguna og vonum að hún vari a.m.k. einn dag í viðbót," sagði Guðný Olgeirsdóttir, yfirverkstjóri hjá Skrúðgörðum Reykjavíkur. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð | ókeypis

Samfylking eina málið

AUKALANDSFUNDUR Alþýðubandalagsins hefst í dag með setningarræðu formanns flokksins, Margrétar Frímannsdóttur. Aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins, samfylking félagshyggjufólks í kosningum til Alþingis vorið 1999. Meira
3. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 370 orð | ókeypis

Santer og Klima vilja herða umbótaróðurinn

JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), hvatti í gær aðildarríkin til að herða á róðrinum í undirbúningi víðtækra umbóta á stofnunum og fjármálum sambandsins, sem nauðsynlegar eru áður en nýjum aðildarríkjum verður veitt innganga. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 154 orð | ókeypis

Segja ÁTVR hafna bestu kjörum SAMNINGAR milli Áfengis- og

SAMNINGAR milli Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins og Visa Íslands um notkun Visa greiðslukorta í verslunum ÁTVR hafa ekki tekist. Einar S. Einarsson forstjóri Visa Ísland segir að fyrirtækið muni ekki bjóða ÁTVR lægri þjónustugjöld en það hafi nú þegar. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð | ókeypis

Sjónvarp frá borgarstjórnarfundum Samstarf v

BORGARYFIRVÖLD Reykjavíkur hafa leitað eftir því við sjónvarpsstöðina Sýn að hún annist útsendingar frá fundum borgarstjórnar. Aðalstöðin útvarpaði frá fundum borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili en hefur nú hætt því. Verið er að kanna hjá Sýn hvort áhugi er þar á bæ fyrir því að sýna beint frá fundum borgarstjórnar. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 185 orð | ókeypis

Sjúkrahús Reykjavíkur stækkað með viðbyggingu í haust

HAFINN er undirbúningur við stækkun á Sjúkrahúsi Reykjavíkur en þar verður komið fyrir nýrri skurðstofu og bætt úr aðstöðu gjörgæsludeildar. Alls verður húsið stækkað um 375 fermetra og er ráðgert að verkið kosti um 110 milljónir króna. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð | ókeypis

Skemmtanaskattur afnuminn

SKEMMTANASKATTUR hefur verið afnuminn með lögum, sem tóku 1. júlí. Lækkun tekna ríkissjóðs er mætt með hækkun áfengisgjalds. Skemmtanaskattur hefur verið lagður á skemmtanir þar sem aðgangur er seldur. Á þetta t.d. við um kvikmyndasýningar og starfsemi veitinga- og samkomuhúsa þar sem vín veitt. Meira
3. júlí 1998 | Miðopna | 380 orð | ókeypis

Skemmtilegasta námsgreinin

FRÁ byrjun júní hafa Jóel Karl Friðriksson, Þorvaldur Arnar Þorvaldsson, Jón Eyvindur Bjarnason, Páll Melsted og Teitur Arason legið yfir eðlisfræðiverkefnum til að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana. Þeir félagar eru allir nemendur Menntaskólans í Reykjavík nema Teitur sem er í Menntaskólanum á Akureyri og var reyndar fjarri góðu gamni þegar Morgunblaðið leit við í heimsókn. Meira
3. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 302 orð | ókeypis

Skæruliðar í Kosovo stunda hryðjuverk

TALSMAÐUR rússneska utanríkisráðuneytisins, Vladímír Rakhmanín, sagði í gær á blaðamannafundi að Rússar teldu ekki að fulltrúar KLO, vopnaðra uppreisnarmanna í Kosovo-héraði, ættu að taka þátt í friðarsamningum milli albanskra íbúa Kosovo og stjórnvalda Serba. Bandaríkin, Þýskaland og fleiri ríki mæla með þátttöku uppreisnarmanna. Meira
3. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 253 orð | ókeypis

Suharto býr í haginn fyrir börn sín

SUHARTO, fyrrverandi forseti Indónesíu, hefur að undanförnu reynt að styrkja stöðu sína í indónesískum stjórnmálum á nýjan leik, að því er vestrænir stjórnarerindrekar segja, í því augnamiði að verja gífurleg fjölskylduauðæfi sín gegn ásókn stjórnarherra framtíðarinnar. Meira
3. júlí 1998 | Miðopna | 2653 orð | ókeypis

Trúa að tæknin geti leyst öll mengunarvandamál

UMHVERFISVERND Í BANDARÍKJUNUMMikil andstaða er við Kyoto-samninginn á Bandaríkjaþingi Trúa að tæknin geti leyst öll mengunarvandamál Orðspor Bandaríkjamanna í umhverfismálum er ekki sérlega gott, enda eru þeir ábyrgir fyrir losun um 25% af öllum gróðurhúsalofttegundum í heiminum. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 214 orð | ókeypis

Tugir ábendinga um peningaþvætti á ári

JÓN H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, segir að ríkislögreglu berist árlega tugir ábendinga um vafasöm viðskipti frá fjármálastofnunum. "Við fáum e.t.v. ábendingar frá bönkum sem síðan eru kannaðar. Við vinnum svo úr þessum ábendingum og stundum komumst við að frumbroti glæpsins, t.d. fíkniefnasölu. Meira
3. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 643 orð | ókeypis

Tugþúsundir yfirgefa heimili sín

SKÓGARELDAR mögnuðust enn í Flórída í Bandaríkjunum í gær og rekur menn ekki minni til verra ástands af völdum þeirra en nú. Var öllum íbúum borgarinnar Ormond Beach og hluta íbúa Daytona Beach gert að yfirgefa heimili sín og vinnustaði eftir að hús við þjóðveg 1 urðu eldinum að bráð. Meira
3. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 352 orð | ókeypis

Tveir stórviðburðir í íþróttum á félagssvæðum KA og Þórs

Tveir stórviðburðir í íþróttum á félagssvæðum KA og Þórs Um 1.400 knattspyrnumenn elta fótbolta TVÖ af stærstu knattspyrnumótum landsins fara fram á Akureyri þessa dagana, Esso-mót KA og Pollamót Þórs og Flugfélags Íslands. Á félagsvæði KA reyna leikmenn 5. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 324 orð | ókeypis

Undirritun fylgir ábyrgð á efninu

JÓN Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segir málflutning Halldórs Guðbjarnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, um að hann beri ekki ábyrgð á efni svarbréfs til viðskiptaráðherra sem hann hafði undirritað ásamt öðrum bankastjóra, með ólíkindum. Þetta kemur fram í svari Jóns Steinars sem birt er í Morgunblaðinu í dag við bréfi Halldórs, sem birtist í blaðinu í gær. Meira
3. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 250 orð | ókeypis

Uppstokkun banka áætluð í Japan

STJÓRN Japans samþykkti í gær áætlun um stofnun sérstakra banka, sem eiga að taka við hlutverki banka, sem verða gjaldþrota vegna slæmra lána, og hlaupa undir bagga með fyrirtækjum, sem hafa staðið í skilum og teljast lánshæf, næstu árin. Áætlunarinnar hafði verið vænst lengi og hún er svar japönsku stjórnarinnar við gagnrýni ráðamanna í Bandaríkjunum og víðar á japanska bankakerfið. Meira
3. júlí 1998 | Miðopna | 259 orð | ókeypis

Viðfangsefni sem ögra nemendum

EINN af þeim sem starfa við Ólympíuleikana hér er Mike Schulz frá Bandaríkjunum. Mike kom hingað um miðjan júní og vinnur sitt starf í sjálfboðavinnu. "Ég var sjálfboðaliði á Ólympíuleikunum í Kanada í fyrra og kynntist þá íslenska fólkinu og ákvað að koma hingað." Þegar sú ákvörðun hafði verið tekin afréð Mike að læra íslensku. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 209 orð | ókeypis

Vilja sömu hækkun og hjúkrunarfræðingar

Á FUNDI aðlögunarnefnda starfsstétta innan sjúkrahúsanna sem boðaður hefur verið í næstu viku munu verða lagðar fram kröfur um kjarabætur sambærilegar þeim sem hjúkrunarfræðingar hafa fengið, segir Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana. Starf nefndanna hefur legið niðri í 4­5 vikur. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 956 orð | ókeypis

Vörslu á sönnunargagni ábótavant

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær sex menn á aldrinum 22­38 ára til refsingar fyrir ýmis afbrot, þar á meðal fyrir að hafa stolið hraðbanka úr anddyri Kennaraháskóla Íslands, fyrir innbrot á heimili í Reykjavík og fyrir að hafa flutt inn LSD til landsins. Meira
3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 738 orð | ókeypis

Þriggja daga dagskrá víðs vegar um bæinn

GOSLOKAAFMÆLIS verður minnst í Vestmannaeyjum um helgina en 25 ár eru liðin frá lokum eldgossins í Heimaey árið 1973. Dagskráin hefst í bænum klukkan 16 í dag með athöfn inni í Friðarhöfn og einnig verður minnisvarði um gömlu Rafveituna sem fór undir hraun afhjúpaður annars staðar í bænum. Meira
3. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 13 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

3. júlí 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

3. júlí 1998 | Leiðarar | 262 orð | ókeypis

ALDRAÐIR OG SVEITARFÉLÖGIN ÍÐUSTU 10 til 15 árin hefur mik

ALDRAÐIR OG SVEITARFÉLÖGIN ÍÐUSTU 10 til 15 árin hefur mikið verið byggt af sérhönnuðum íbúðum fyrir eldri borgara, fyrst og fremst á vegum byggingaverktaka, sem selja á frjálsum markaði. Meira
3. júlí 1998 | Staksteinar | 492 orð | ókeypis

»Kæfisvefn Rannsókn og meðferð á kæfisvefni var nýlega lýst í grein í "Svefninum", frétta

Rannsókn og meðferð á kæfisvefni var nýlega lýst í grein í "Svefninum", fréttabréfi SÍBS-deildarinnar á Vífilsstöðum. Truflanir Í greininni lýsir Gunnar Helgason hrl. reynslu sinni af meðferð vegna kæfisvefns hjá þjónustumiðstöð fyrir slíka sjúklinga á lungnadeild Vífilsstaðaspítala. Þar segir m.a. Meira
3. júlí 1998 | Leiðarar | 624 orð | ókeypis

MENNTUN KENNARA

MENNTUN KENNARA IN ALÞJÓÐLEGA TIMSS-könnun á kunnáttu grunnskólanemenda í stærðfræði og raungreinum leiddi berlega í ljós að íslenskir nemendur standa illa í þeim fögum. Meira

Menning

3. júlí 1998 | Menningarlíf | 109 orð | ókeypis

35 verk í Listhúsi Ófeigs

RAGNA Sigrúnardóttir opnar málverkasýningu í boði Listhúss Ófeigs á Skólavörðustíg 5 laugardaginn 4. júlí. Í kynningu segir: "Á sýningunni verða 35 verk, öll unnin í olíu og er viðfangsefnið nálægðin við fortíðina og tengslin við kynslóðirnar sem á undan gengu." Þetta er 8. Meira
3. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 469 orð | ókeypis

Áhættuatriði í læknum

HAFNFIRSKA kvikmyndafélagið Artificium film er þessa dagana við tökur á stuttmyndinni "Hyggjulausir beimar". Hjalti Snær Ægisson er leikstjóri og handritshöfundur, og hinir eigendurnir fyrirtækisins eru Jóhannes Runólfsson hljóðmaður og Davíð Már Bjarnason tökumaður. Meira
3. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 214 orð | ókeypis

Byrjaði sem ballerína

NEVE Campbell var fimmtán ára ballerína þegar hún var "uppgötvuð" í heimalandi sínu, Kanada, þar sem hún dansaði í söngleiknum "Phantom of the Opera". Í kjölfarið fylgdi ferill í auglýsingum og tveggja mánaða ferill sem fyrirsæta. "Ég sat fyrir í auglýsingu fyrir Sony og fleiri fyrirtæki en fannst það hvort tveggja leiðinlegt og sóun á hæfileikum mínum. Meira
3. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 302 orð | ókeypis

Efsti maður á lista Grágásar í sveitarstjórn Tálknafjarðar

YNGSTI maður í sveitarstjórn á Tálknafirði er aðeins tæplega tvítugur og heitir Arnar Geir Níelsson, efsti maður á lista Grágásar og skipstjóri á smábátnum Viktoríu. Skipstjórinn var þó í landi þegar Morgunblaðsfólk hitti hann á dögunum, því þá hafði verið bræla í nokkra daga og hann var að vinna við dyravörslu á veitingastaðnum Hópinu á Tálknafirði. Meira
3. júlí 1998 | Menningarlíf | 148 orð | ókeypis

"Fyrir jörðina"

SÝNINGIN "Fyrir jörðina" verður opnuð í Hraunverksmiðjusalnum við Steinkross á Heklubraut laugardaginn 4. júlí kl. 15. Ekið er um Gunnarsholt á Rangárvöllum eða fram hjá Selsundi. Sýningin er útilistasýning sem fer fram í braggagluggum frá stríðsárunum og er unnin af 10 listakonum sem allar starfa í Gallerí Listakoti, Laugavegi 70 í Reykjavík. Meira
3. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 418 orð | ókeypis

FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNAStöð221. Meira
3. júlí 1998 | Menningarlíf | 79 orð | ókeypis

Hjálmar sýnir málverk í Gallerí Stöðlakoti

HJÁLMAR Hafliðason opnar málverkasýningu í Galleríi Stöðlakoti við Bókhlöðustíg laugardagin 4. júlí. Hjálmar er fæddur í Álftafirði við Ísafjarðardjúp. Hann er sjálfmenntaður í listum, utan að hafa notið leiðsagnar Benedikts Gunnarssonar og Sveinbjarnar Einarssonar í myndlistarklúbbi VR um nokkurra ára skeið. Þetta er þriðja einkasýning Hjálmars. Meira
3. júlí 1998 | Menningarlíf | 110 orð | ókeypis

Karin Sander sýnir í Slunkaríki

ÞÝSKA listakonan Karin Sander opnar sýningu í Slunkaríki á Ísafirði laugardaginn 4. júlí kl. 16. Karin Sander er fædd í Bensberg árið 1957 en býr nú í Stuttgart og New York. Í kynningu segir: "Verk hennar hafa verið kynnt í virtum sýningarsölum austan hafs og vestan. Árið 1994 sýndi hún í sýningarsalnum "Önnur hæð" í Reykjavík og kenndi auk þess við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Meira
3. júlí 1998 | Menningarlíf | 728 orð | ókeypis

Listamenn á barmi einhvers

ÞAÐ fer einkar vel á því að sýning þessara sex ungu myndlistarmanna skuli vera opnuð á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí, þar sem þeir hafa flestir stundað nám í Bandaríkjunum en einn í nágrannalandinu Kanada auk þess sem þrír listamannanna eru einmitt bandarískir. Aðalhlutverkin á sýningunni eru í höndum Ásmundar Ásmundssonar, Erlings Þ.V. Meira
3. júlí 1998 | Menningarlíf | 228 orð | ókeypis

Magnea hlýtur styrk úr Marinósjóði

STYRKUR úr Söngsjóði Marinós Péturssonar að upphæð 500.000 krónur var veittur í þriðja sinn miðvikudaginn 1. júlí og hlaut hann Magnea Tómasdóttir sópransöngkona. Magnea stundaði söngnám í Kópavogi og á Seltjarnarnesi og lauk framhaldsnámi frá Trinity College of Music í Lundúnum 1996. Hún hefur auk þess sótt ýmis námskeið og alþjóðlega sumarskóla.. Meira
3. júlí 1998 | Menningarlíf | 237 orð | ókeypis

Myndlistarsýning Sólveigar í Selinu

"UNDARLEGT er Hverfellið í vorsins björtu nótt" gæti sýning Sólveigar Illugadóttur myndlistarkonu, sem opnuð var í Selinu í Mývatnssveit fyrir nokkru, heitið. Þar sýnir Sólveig fjórar myndir af Hverfellinu séðu frá Geiteyjarströnd, Jómfrúarkoppi, Neslandavík og Reykjahlíð. Þá sýnir listakonan landslagsmyndir frá New York, blómamyndir o.fl. Meira
3. júlí 1998 | Menningarlíf | 196 orð | ókeypis

Norrænt þjóðdansa- og þjóðlagamót í Reykjavík NORRÆ

NORRÆNT þjóðdansa- og þjóðlagamót "Isleik '98" verður haldið í Reykjavík á vegum Þjóðdansafélags Reykjavíkur 3. til 12. júlí. Þetta er í fimmta sinn sem slíkt mót er haldið og þátttakendur, sem eru um 300, koma frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Bandaríkjunum og Íslandi. Erlendir gestir mótsins búa í Breiðholtsskóla og fer hluti af dagskránni þar fram en önnur atriði víða um bæinn, m. Meira
3. júlí 1998 | Menningarlíf | 153 orð | ókeypis

Samkeppni um kápumynd á Ljóðasafn Austfirðinga

FÉLAG ljóðaunnenda á Austurlandi efnir til verðlaunasamkeppni meðal myndlistarmanna um land allt. Óskað er eftir mynd sem ætlað er að prýða bókarkápu en félagið er með austfirskt ljóðasafn í undirbúningi. Veitt verða verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar. Höfundur þeirrar myndar sem valin verður á forsíðu bókarinnar fær 50.000 kr. Meira
3. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 193 orð | ókeypis

Sannsöguleg sjónvarpsmynd Móðir okkar var myrt (Our Mother's Murder)

Framleiðsla: John L. Roman. Leikstjórn: Bill L. Norton. Handrit: Richard DeLong Adams. Aðalhlutverk: Holly Marie Combs, James Wilder, Roxanne Hart, Sarah Chalke og Jonathan Scarfe. lengd mín. Bandarísk. CIC myndbönd, júní 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. HÉR kemur enn ein sjónvarpsgerðin af athyglisverðu sakamáli, breytt, bætt og löguð að smekk bandarískra áhorfenda. Meira
3. júlí 1998 | Menningarlíf | 49 orð | ókeypis

Sigurður Einarsson sýnir í Lundi

SIGURÐUR Einarsson opnar yfirlitssýningu á verkum sínum í Ash Keramik Gallery í Lundi, Varmahlíð, laugardaginn 4. júlí kl. 14. Þetta er 11. einkasýning Sigurðar en hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin er opin alla daga frá kl. 10­18 og stendur til 31. júlí. Meira
3. júlí 1998 | Menningarlíf | 362 orð | ókeypis

Skúlptúr augnabliksins

SVISSNESKI myndlistarmaðurinn Roman Signer opnar sýningu í Bjarta og Svarta sal Nýlistasafnsins. Í verkum sínum skapar Roman spennuþrungnar aðstæður, stutta atburði þar sem ákveðin breyting eða hreyfing hefur átt sér stað eða getur átt sér stað, - ef ekki raunverulega þá í huga áhorfandans. Þannig eru hreyfing og kyrrstaða ekki andstæður heldur fremur mismunandi ástand sama fyrirbæris. Meira
3. júlí 1998 | Menningarlíf | 310 orð | ókeypis

Sumartónleikar á Norðurlandi

SUMARTÓNLEIKAR á Norðurlandi hefja sitt tólfta starfsár á laugardaginn 4. júlí nk. Þá hefst tónleikaröð með 13 tónleikum sem stendur yfir í fimm helgar og eru flytjendur 30 að þessu sinni. Má þar nefna stúlknakór frá Horsens í Danmörku, orgelleikara frá Kaupmannahöfn og trompet- og orgelleikara frá Þýskalandi. Meira
3. júlí 1998 | Menningarlíf | 68 orð | ókeypis

Sýningum lýkur Epal LJÓSMYNDASÝNING

LJÓSMYNDASÝNINGU Önnu Maríu Sigurjónsdóttur í Epal lýkur laugardaginn 4. júlí. Ljósmyndirnar á sýningunni eru 12, prentaðar á striga og er myndefnið sótt til Hjalteyrar við Eyjafjörð. Húsgagnaverslunin Epal er opin virka daga frá kl. 9 til 18 og á laugardögum frá kl. 10 til 14. Meira
3. júlí 1998 | Menningarlíf | 69 orð | ókeypis

Söngskemmtun á 20m2

ÞORVALDUR Þorsteinsson opnar sýningu í samvinnu við Vasaleikhúsið í sýningarrýminu 20m2, Vesturgötu 10a, laugardaginn 4. júlí kl. 16. Á sýningunni er gestum gefinn kostur á að njóta söngs og hljóðfærasláttar í þjóðlegum anda. Söngskemmtuninni verður fram haldið sunnudaginn 5. júlí kl. 15­18 og síðan á sama tíma miðvikudaga ­ sunnudaga, til 26. júlí. Meira
3. júlí 1998 | Menningarlíf | 63 orð | ókeypis

Textílsýning í Blönduóskirkju

HRÖNN Vilhelmsdóttir textílhönnuður opnar sýningu á verkum sínum í Blönduóskirkju laugardaginn 4. júlí kl. 15. Hrönn er fædd árið 1961 og stundaði nám við MHÍ textíldeild 1984­1986 og 1988­ 1990, einnig í iðnhönnun 1990­1991. Hrönn hefur haldið þrjár einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýningin er opin á opnunartíma kirkjunnar alla daga kl. 10­12 og 14­17. Meira
3. júlí 1998 | Menningarlíf | 52 orð | ókeypis

Tríó Reynis á Jómfrúnni

FIMMTU sumarjazz tónleikar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu fara fram laugardaginn 27. júní kl. 16­18. Að þessu sinni leika Reynir Sigurðsson á víbrafón, Björn Thoroddsen á gítar og Gunnar Hrafnsson á bassa. Tónleikarnir fara fram á Jómfrúartorginu milli Lækjargötu, Pósthússtrætis og Austurstrætis, ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Meira
3. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 490 orð | ókeypis

Útbrunninn en til í tuskið

HARRY Ross (Paul Newman) er gamall og útbrunninn fyrrverandi lögreglumaður og einkaspæjari í Los Angeles sem ákveður að rétta tveimur fornvinum sínum hjálparhönd, en það eru hjónin Jack Ames (Gene Hackman), sem eitt sinn var fræg kvikmyndastjarna, og Catherine (Susan Sarandon). Meira
3. júlí 1998 | Menningarlíf | 101 orð | ókeypis

Vefmyndasýning í Perlunni

ÞÝSKA veflistakonan Maria Uhlig heldur sýningu á verkum sínum í Perlunni og verður hún opnuð laugardaginn 4. júlí kl. 19. Frú Barbara Nagano, sendiráðunautur þýska sendiráðsins, flytur ávarp og opnar sýninguna, sem Maria nefnir Norræn áhrif, en verkin hefur hún unnið eftir mótífum frá Íslandi og Norðurlöndunum. Meira
3. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 1413 orð | ókeypis

"Vorum allar pínulítið skotnar í Travolta"

Rokk og ról, kynlíf, svalir töffarar og sætar píur höfðuðu sterklega til unglinga sem kepptust við að sjá myndina sem oftast, læra dansana og lögin. Grease-tónlistin síaðist inn í vitund einnar kynslóðar sem getur nú endurupplifað Grease á stóra tjaldinu og rifjað upp kynnin við þau Danny og Sandy og villta félaga þeirra úr Rydell-skólanum. Meira
3. júlí 1998 | Menningarlíf | 962 orð | ókeypis

Ýkt elding

Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir rokksöngleikinn Grease í kvöld á stóra sviði Borgarleikhússins. Á þriðja tug leikenda fer með hlutverk í verkinu. Örlygur Steinn Sigurjónssonfór á rennsli og spjallaði við nokkra aðstandendur uppfærslunnar. Meira
3. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 325 orð | ókeypis

"Þessi er með skotgati, það hafa komist listfræðinga

"PRESLEY var minn maður. Með allri virðingu fyrir Bítlunum þá stóð ég aldrei neitt á öndinni yfir þeim, þó að þeir væru jafnaldrar mínir," segir söngvarinn og safnarinn Jón Kr. Ólafsson um leið og hann leiðir gesti um hús sitt, Reynimel á Bíldudal, þar sem fágæt eintök gamalla íslenskra hljómplatna, ljósmyndir og málverk af tónlistarmönnum og hinar margvíslegustu gersemar eru upp um alla veggi. Meira
3. júlí 1998 | Menningarlíf | 130 orð | ókeypis

Þorgerður sýnir í Kringlunni

ÞORGERÐUR Sigurðardóttir opnar sýningu í Kringlunni á morgun, laugardag. Sýningin verður í sýningarrými Gallerís Foldar og Kringlunnar á annarri hæð gegnt Hagkaupi. "Þorgerður sækir myndefni sitt til miðaldalistar og í myndum hennar eru minni úr kirkjulist. Uglan er tákn viskunnar og ljónið tákn valdsins og hún spyr: Hvert stefnir valdið án viskunnar?" segir í kynningu. Meira
3. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 426 orð | ókeypis

Öðruvísi ástarsamband

GEORGE Hanson (Paul Rudd) er staddur í matarboði þegar hann fregnar það hjá Ninu Borowski (Jennifer Aniston), sem hann þekkir alls ekki neitt, að kærastinn hans sé um það bil að láta hann róa. Nina þessi reynist vera full samúðar með honum og býður honum jafnvel afnot af aukaherbergi í íbúð sinni á Manhattan. Og þegar hinn myndarlegi kærasti George, háskólaprófessorinn Dr. Meira

Umræðan

3. júlí 1998 | Aðsent efni | 825 orð | ókeypis

Að frelsa Willy eða græða á Keikó

ÉG heimsótti danskan vin og kollega sl. sumar, en sá er þingmaður fyrir sósalíska þjóðarflokkinn þar í landi og bóndi á Jótlandi fyrir og meðfram þingmennskunni. Eitt af gersemum búsins sem hann vildi sýna mér, fyrir utan 19du aldar myllu o.fl. (enda heitir staðurinn Klostermølle), var liðlega þrítug meri. Hún var fædd á Íslandi en hafði alið aldur sinn að mestu í Danmörku. Meira
3. júlí 1998 | Aðsent efni | 932 orð | ókeypis

Batnandi kjör aldraðra á Íslandi Víða erlendis er nú hugað að starfslo

Í APRÍL skilaði Þjóðhagsstofnun skýrslu til forsætisráðherra sem lögð var fyrir Alþingi. Fjallar hún um stöðu aldraðra á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Áður hafði tillaga til þingsályktunar þar um, frá Ágústi Einarssyni og fleiri þingmönnum jafnaðarmanna, verið samþykkt á Alþingi. Meira
3. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 473 orð | ókeypis

Ð en ekki D með striki Frá Önnu S. Snorradóttur: "MIKIÐ lifandis

"MIKIÐ lifandis, heimsins ósköp" (orðtæki gamallar vinkonu úr Svarfaðardal) gladdist ég yfir leiðara Morgunblaðsins í morgun, 24. júní, sem ber sömu yfirskrift og ég geri að minni. Þar kemur fram einhugur málsmetandi manna og sýnir, að við verðum að standa vörð, ekki aðeins um tunguna, heldur hvern einasta bókstaf, eins og dæmin sanna, og nú virðist úr því skorið að minnasta kosti í svip, Meira
3. júlí 1998 | Aðsent efni | 925 orð | ókeypis

Góður ­ betri ­ bestur

FYRSTA greinin í þessum greinaflokki fjallaði um mengjakennslu og hæpnar þroskakenningar sem komust í tísku í Kennaraháskólanum fyrir 25 árum; kenningar sem flækjast fyrir ennþá. Þessi grein er um skólakerfi og sérkennslu. Heildstæður skóli ­ein útgönguleið Fyrir röskum tveimur áratugum gengu í gildi ný fræðslulög hér á landi, lög um grunnskóla nr. 63 1974. Meira
3. júlí 1998 | Aðsent efni | 372 orð | ókeypis

Samkeppni á fjármagnsmarkaði

Í STUTTRI blaðagrein nýlegri ræddi ég ögn frjálsa samkeppni, skilyrði fyrir henni og takmarkanir hennar. Bent var á það m.a., að markaðurinn er oft ekki nægilega stór fyrir mörg fyrirtæki, ef nýta á kosti fjöldaframleiðslu. Viðeigandi dæmi um það er bankakerfið hérlendis. Land okkar er mjög fámennt, líkt og smáhérað eða kauptún í stærri ríkjum. Meira
3. júlí 1998 | Aðsent efni | 605 orð | ókeypis

Skattalækkun eykur ójöfnuð

Á síðasta ári voru gerðir kjarasamningar til þriggja ára og ASÍ gerði kröfu á stjórnvöld um skattalækkun, svo tryggja mætti að umsamdar launahækkanir skiluðu sér til launafólks. Ríkisstjórnin hrinti í framkvæmd lækkun tekjuskatts um 4% í þremur áföngum en lækkaði í leiðinni persónuafsláttinn. Það leiddi til þess að ASÍ lýsti andstöðu við skattalækkunina til hátekjufólks. Meira
3. júlí 1998 | Aðsent efni | 762 orð | ókeypis

Tekinn á í boxinu

FÁAR atvinnugreinar eru jafn ofurseldar lögmálum hnattvæðingarinnar svonefndu og alþjóðleg knattspyrna. Fjármagnið leitar uppi hæfileikana og markaðinn sem tilbúinn er til að greiða uppsett verð fyrir að fá notið þeirra. Meira
3. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 834 orð | ókeypis

Um kuðungsígræðslu Frá Gylfa Baldurssyni: Á NORRÆNNI ráðstefnu u

Á NORRÆNNI ráðstefnu um heyrnarfræði sem haldin var í Reykjavík fyrir rúmri viku var m.a. fjallað um kuðungsígræðslur (cochlear implants). Kuðungsígræðsla er aðgerð þar sem komið er fyrir rafskautum í innra eyra (kuðung) heyrnarlausra eða alvarlega heyrnarskertra. Tæki sem nemur hljóð líkt og hefðbundið heyrnartæki sendir rafboð inn í kuðunginn og áfram eftir heyrnartauginni til heilans. Meira

Minningargreinar

3. júlí 1998 | Minningargreinar | 338 orð | ókeypis

Guðmundur Hansson

Nú er hann elsku afi minn búinn að kveðja þennan heim. Barátta hans við einn illvígasta sjúkdóm nútímans stóð lengi og tók sinn toll en lífsviljinn var hans sterka vopn og mun ég ávallt minnast hans fyrir það. Afi eyddi mörgum stundum við lestur hin síðari ár og var ætíð vel upplýstur um það sem var að gerast í kringum hann. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 646 orð | ókeypis

Hallgrímur Márusson

Mikil sómamaður, vinur og frændi er hér kvaddur, duglegur og heiðarlegur svo af bar. Fljótlega eftir að ég fór að muna eftir mér sem barn norður í Skagafirði kynntist ég Hallgrími. Árin liðu, kynnin urðu nánari sem leiddi til traustrar vináttu. Það sem vakti sérstaka athygli í fari Hallgríms var virðuleg og skemmtileg framkoma. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 80 orð | ókeypis

HALLGRÍMUR MÁRUSSON

HALLGRÍMUR MÁRUSSON Hallgrímur Elías Márusson fæddist á Minni-Reykjum í Fljótum í Skagafirði 6. nóvember 1913. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 24. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Márus Símonarson, bóndi á Minni-Reykjum, og Sigurbjörg Jónasdóttir, húsmóðir. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | -1 orð | ókeypis

Hans Guðmundur Hansson

Eitt sinn verða allir menn að deyja, líka ég, líka þú. Það er alltaf erfitt að sætta sig við dauðann þó að fólk sé orðið gamalt og veikt. En afi, þú munt lifa í hjarta okkar því minningin um þig mun vera sterk og okkur ljóslifandi. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 726 orð | ókeypis

Hans Guðmundur Hansson

Þegar ég sest niður til að setja á blað nokkur orð til að minnast tengdaföður míns koma upp í hugann ljúfar og hlýjar minningar um mann sem var bæði sterkur andlega og líkamlega. Vinnuþrek hans var með ólíkindum og hjálpsemi hans við aðra voru engin takmörk sett. Skapfesta og jafnframt blíðlyndi var einstakt. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 479 orð | ókeypis

Hans Guðmundur Hansson

Í dag er til moldar borinn elskulegur afi minn, Guðmundur Hansson, fyrrverandi vörubílstjóri. Mig langar til að hripa niður nokkur fátækleg kveðjuorð, til að minnast þín sem varst hvers manns hugljúfari og fyrirmynd okkar allra. Nú þegar þú ert allur koma ótal minningarbrot upp í huga mínum. Ég var svo lánsamur að fá að búa í sama húsi og þið amma fyrstu 8 árin, í Bólstaðarhlíðinni. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 581 orð | ókeypis

Hans Guðmundur Hansson

Mig langar að minnast afa míns, Guðmundar Hanssonar. Það er margs að minnast þar sem ég sem þetta skrifa er elsta barnabarn afa og ömmu. Ég bjó í sama húsi og þau fyrstu sex ár ævi minnar í Bólstaðarhlíð 35 í Reykjavík. Frá þessum árum eru minningarnar ekki mjög skýrar, en þó á ég minningar sem eru ljóslifandi fyrir mér. Þær sem eru tengdar afa og ömmu eru góðar. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 375 orð | ókeypis

HANS GUÐMUNDUR HANSSON

HANS GUÐMUNDUR HANSSON Hans Guðmundur Hansson var fæddur 11. maí 1913 í Holti í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 24. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hans Bjarni Árnason, f. 27.6. 1883 í Holti, d. 1958 í Reykjavík, og Þorjörg Þórkatla Árnadóttir, f. 27.8. 1879 í Stapabæ á Arnarstapa, d. 1969 í Ólafsvík. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 459 orð | ókeypis

Kristbjörg Sigurðardóttir

Þar sem Gullblómið grær ekkert illt þar að finna þó að flestum finnist fjær þá vil ég á það minna. Kærleikans móðurmál er guð í þinni sál guðdómsins viskuskál er hjartans innsta bál. (Garðar Jónsson). Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 458 orð | ókeypis

Kristbjörg Sigurðardóttir

Elsku Krissa mín. Nú ertu farin, nú líður þér vel. Manstu þegar við kynntumst? Við vorum að setja niður blóm í vinnuskólanum. Við náðum mjög vel saman þá. En ekki grunaði okkur að við ættum eftir að verða þetta nánar eins og við urðum. Leiðir okkar lágu þó ekki saman fyrr en þremur árum seinna. Ég var nýbyrjuð í fjölbrautaskólanum. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 339 orð | ókeypis

Kristbjörg Sigurðardóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 259 orð | ókeypis

Kristbjörg Sigurðardóttir

Nú kveðjum við hana Krissu okkar í hinsta sinn með tár í augum. Stórt skarð hefur myndast í okkar vinahóp, alltof snemma. Krissa, við minnumst þín sem glaðlyndustu manneskju, sem við höfum nokkurn tíma kynnst. Í gegnum alla baráttuna við veikindi þín kvartaðir þú aldrei, varst svo bjartsýn og yndisleg, að það var ótrúlegt. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 619 orð | ókeypis

Kristbjörg Sigurðardóttir

Ég fæ mig varla til að trúa því að ég geti aldrei aftur tekið upp símann og spjallað við þig, elsku besta Krissa mín. Við áttum svo margar góðar stundir saman í gegnum árin, að eiginlega má segja að allt sem ég sé eða geri minni mig á þig. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 98 orð | ókeypis

Kristbjörg Sigurðardóttir

Elsku Krissa, þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér, þú ert með það fallegasta hjartalag sem ég hef kynnst. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn er ég græt, því Drottinn tekur tárin mín ég trúi, og huggast læt. (Kristján Jónsson) Vertu sæl vor litla ljúfan blíða, lof sé Guði, búin ertu að stríða. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 259 orð | ókeypis

Kristbjörg Sigurðardóttir

"Ef fólk ber í sér ljós, leggur birtu frá því." Það er einmitt lýsingin á henni Kristbjörgu okkar, hún var þeim sem hana þekktu, ættingjum og vinum, ljós sem lýsti okkur í daglegu amstri daganna. Við gerðum okkur ef til vill ekki fyllilega grein fyrir því hversu skært það lýsti okkur fyrr en síðastliðinn fimmtudag, þegar ljósið slokknaði. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 70 orð | ókeypis

Kristbjörg Sigurðardóttir

Elsku Krissa. Þiggðu af mér orkuna sem ég nota til að stíga þyngri öldur en ég hafði í gær bara til að þú getir gengið. Þiggðu af mér orkuna sem ég nota til að sjá lengra en ég sá í gær bara til að þú getir brosað. Ég vildi að þú gætir þegið af mér allt, þó ekki væri nema til að þú gætir dregið andann. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 113 orð | ókeypis

KRISTBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR

KRISTBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR Kristbjörg Sigurðardóttir fæddist á Akranesi hinn 18. nóvember 1976. Hún lést á Landspítalanum 25. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Sigurður Villi Guðmundsson yfirvélstjóri, f. 28.9. 1946, og Dagbjört Friðriksdóttir sjúkraliði, f. 16.5. 1947. Systkini hennar eru: 1) Guðmundur Þórir sjómaður, f. 19.7. 1970. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 465 orð | ókeypis

Rósa Ingólfsdóttir

Rósa Ingólfsdóttir, tengdamóðir mín, lést hinn 27.júní sl á 87. afmælisdegi sínum. Þá voru liðin rúm tíu ár frá því eiginmaður hennar, Guðmundur Í. Guðmundsson, lést. Ég kynntist þessum heiðurshjónum fyrir rúmum aldarfjórðungi. Í fyrstu voru samskipti okkar bundin við frí og stuttar heimsóknir, þar sem þau störfuðu erlendis. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 353 orð | ókeypis

Rósa Ingólfsdóttir

Rósa Ingólfsdóttir er látin. Sá sem þetta ritar hitti Rósu í útskriftarmóttöku eins af barnabörnum hennar þjóðhátíðardaginn 17. júní sl. Þá var Rósa hress að vanda. Þótt við vissum öll að hún væri veik sást það ekki. Þannig var Rósa alltaf jákvæð, glaðlynd og skemmtileg. Líf Rósu var margbreytilegt. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 550 orð | ókeypis

Rósa Ingólfsdóttir

Síðan afi og amma fluttu heim fyrir um tveimur áratugum hafa sunnudagaheimsóknirnar til þeirra verið fastur punktur í tilveru minni. Öll fjölskyldan hittist þar gjarnan og var þá jafnan mikið spjallað í stofunni hjá þeim á Sólvallagötunni. Þau tóku alltaf á móti fólkinu sínu opnum örmum og dekruðu við mann á alla lund. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 438 orð | ókeypis

Rósa Ingólfsdóttir

Á fyrstu árum sjöunda áratugarins, en um það leyti hófst þátttaka mín í stjórnmálastörfum á vegum ungra jafnaðarmanna, var Guðmundur Í. Guðmundsson varaformaður Alþýðuflokksins. Hann hafði gegnt því starfi frá árinu 1954 og jafnframt verið utanríkisráðherra frá árinu 1956 og raunar einnig fjármálaráðherra í minnihlutastjórn Emils Jónssonar 1958­1959. Guðmundur Í. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 272 orð | ókeypis

RÓSA INGÓLFSDÓTTIR

RÓSA INGÓLFSDÓTTIR Rósa Ingólfsdóttir var fædd í Reykjavík 27. júní 1911. Hún lést á Landspítalanum 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingólfur Lárusson skipstjóri í Reykjavík, f. 9. júlí 1874, d. 16. júní 1963, og Vigdís Árnadóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 8. janúar 1880, d. 21. október 1976. Systkini Rósu voru Árni, skipstjóri, f. 3. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 741 orð | ókeypis

Svava Ólafsdóttir

Nú er komið að kveðjustund við Svövu Ólafsdóttur heiðursfélaga Kvenfélags Árbæjarsóknar, með virðingu í hugum bæði okkar er vorum stofnendur félagsins og einnig þeirra er seinna gengu til liðs við okkur sem fyrir vorum. Það er af mörgu að taka frá um 30 ára kynnum við Svövu. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 26 orð | ókeypis

SVAVA ÓLAFSDÓTTIR

SVAVA ÓLAFSDÓTTIR Svava Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1912. Hún lést á Droplaugarstöðum 20. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 30. júní. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 42 orð | ókeypis

Þorvaldína Gunnarsdóttir

Elsku amma og langamma, um leið og við kveðjum þig viljum við þakka fyrir allar samverustundirnar með þér. Guð blessi minningu þína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þorvaldur og fjölskylda. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 234 orð | ókeypis

Þorvaldína Gunnarsdóttir

Tengdamóðir mín, Þorvaldína Gunnarsdóttir, sem jarðsett verður í dag, var algjör andstæða hinnar margumtöluðu tannhvössu tengdamóður. Hún var einstaklega tillitssöm í umgengni og mild í orðum og athöfnum. Öll þau 30 ár sem við þekktumst varð okkur ekki sundurorða eitt einasta sinn. Umgengumst við þó ekki aðeins á stórhátíðum heldur reglulega allt árið um kring. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 58 orð | ókeypis

Þorvaldína Gunnarsdóttir

Elsku amma mín. Ég vildi að ég hefði getað verið hjá þér og kvatt þig að lokum. En þó að ég sakni þín, þá veit ég að þér líður vel á himnum hjá Guði og það átt þú mest allra skilið. Þótt ég fái ekki að sjá þig aftur, býrð þú alltaf í hjartanu mínu. Þóra Fjeldsted. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 457 orð | ókeypis

Þorvaldína Gunnarsdóttir

Enn saxast á systkinahópinn stóra sem kenndi sig við Fossvelli á Jökuldal. Og nú er hún horfin sú sem fegurst var, Þorvaldína Gunnarsdóttir - Ína frænka mín. Í albúminu heima þegar ég var barn var mynd af henni sem ég fékk aldrei nóg af að horfa á. Þar brosir ung stúlka sakleysislega til ljósmyndarans - og þó stafar frá henni kvenlegum þokka. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 224 orð | ókeypis

ÞORVALDÍNA GUNNARSDÓTTIR

ÞORVALDÍNA GUNNARSDÓTTIR Þorvaldína Gunnarsdóttir var fædd í Húsavík á Borgarfirði eystra 12. desember 1910. Hún lést á St. Jósefsspítala 22. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnheiður Stefánsdóttir frá Teigaseli á Jökuldal og Gunnar Jónsson frá Háreksstöðum í Jökuldalsheiði, oftast kenndur við Fossvelli. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 284 orð | ókeypis

Þórður Þórðarson

Síðasta föstudag barst sú fregn til starfsmanna Ísfélagsins að Þórður Þórðarson hefði verið fluttur alvarlega veikur suður með flugi á hjartadeild Landspítalans og á laugardagsmorgun var hann allur. Þórður hafði starfað sem yfirvélstjóri á Guðmundi hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. um 15 ára skeið. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 185 orð | ókeypis

Þórður Þórðarson

Góður vinur minn Þórður Þórðarson er farinn á vit feðra sinna. Mjög ótímabært fráfall manns sem náði á svo yndislegan hátt ­ í svo mörg ár ­ að láta fortíðina vera skært leiðarljós inn í mjög gjöfula framtíð fyrir sjálfan sig og aðra sem hafa gengið sömu braut og svo að sjálfsögðu fyrir fjölskyldu og vini sem hann bar svo heilar tilfinningar til og talaði svo vel um. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 258 orð | ókeypis

Þórður Þórðarson

Þórður Þórðarson eða Tóti vélstjóri eins og við skipsfélagar og vinnufélagar kölluðum hann verður í dag kvaddur hinstu kveðju. Við komum að landi fimmtudaginn 25. júní fyrir einni viku. Á hádegi föstudags fann hann til fyrir brjósti og fór til skoðunar á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 276 orð | ókeypis

Þórður Þórðarson

Elsku Þórður, ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért dáinn. Þú sem varst svo heilsuhraustur undanfarið og talaðir meira að segja um að þér hefði aldrei liðið betur. Svo kom áfallið, ég var búin að að reyna að ná í þig símleiðis alla síðustu viku þegar þú varst á leið til lands í Eyjum, því ekki var von á að við hittumst fyrr en í ágúst þegar þú kæmir til Reykjavíkur. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 440 orð | ókeypis

Þórður Þórðarson

Hann Þórður vinur minn er látinn. Eiginlega var hann mér meira en vinur því um sama leyti og faðir minn dó kom Þórður inn í líf mitt og varð mér það sama og faðir minn var. Mamma sagði alltaf að við hefðum ættleitt hvort annað en maðurinn minn talaði alltaf um "platónska ástarsambandið". Mér finnst þetta lýsa Þórði best. Hann hafði allt að gefa, það var bara spurningin um hvað maður vildi þiggja. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 406 orð | ókeypis

Þórður Þórðarson

Þegar andlát starfsfélaga og góðs vinar ber að höndum með sviplegum hætti er eins og erill dagsins nemi staðar um stund. Svo óvænt kemur kallið að við áttum okkur ekki á því alveg strax þar til okkur skilst að þannig er fallvaltleiki jarðlífsins. Við fyllumst harmi og hugleiðum samskipti okkar við hinn látna í einrúmi. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 166 orð | ókeypis

ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON

ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON Þórður Þórðarson var fæddur í Keflavík 2. nóvember 1943. Hann lést í Landspítalanum 27.júní síðastliðinn. Móðir hans var Sigríður Kristín Sumarliðadóttir, f. 8. maí 1916, d. 17. september 1997. Faðir hans var Þórður Arnfinnsson, f. 14. apríl 1914, d. 13. desember 1966. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 449 orð | ókeypis

Örn Kjærnasted

Fallinn er nú frá eftir langvarandi baráttu við sjúkdóm, vinur okkar og félagi, Örn Kjærnested. Okkur langar í fáum orðum að minnast hans og þakka honum fyrir góð kynni sem vörðu í alltof stuttan tíma. Erni kynntist ég þegar ég byrjaði í lögreglunni í Keflavík og tókst með okkur mikill kunningsskapur sem hélst alla tíð. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 277 orð | ókeypis

Örn Kjærnested

Kæri Örn. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn og það er svo óréttlátt, því allt sem þú hefur gengið í gegnum og um leið hjálpað öðrum hefði átt að launa þér á annan hátt. Baráttuvilji þinn var með ólíkindum, en kom engum á óvart sem þekkti þig. Barátta þín og Elsiear hefur hjálpað mörgum og erum við í fjölskyldunni ykkur ævarandi þakklát fyrir alla hjálpina með Atla. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 183 orð | ókeypis

Örn Kjærnested

Ég kynntist Erni fyrst fyrir rúmum 11 árum þegar fjölskyldan fluttist í Grænás. Milli mín og Hildar tókst mikill vinskapur og eftir það var ég tíður gestur á heimilinu. Síðustu árin voru heimsóknirnar ekki eins margar, en ávallt tók hann mér jafnvel þegar ég hitti hann á götu. Ég mun minnast hans sem mikils baráttumanns sem var fylginn sér. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 468 orð | ókeypis

Örn Kjærnested

Nú er komið að kveðjustundinni sem við vonuðumst öll til að kæmi ekki svona fljótt. Ástkær bróðir okkar og mágur háði hetjulega baráttu við sjúkdóm sinn. Barátta hans við sjúkdóminn var háð af sömu festu og viljastyrk og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Örn var elstur okkar systkina og sá sem við litum öll upp til. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 523 orð | ókeypis

Örn Kjærnested

Það var að mig minnir árið 1991 sem Örn hóf störf í lögreglunni í Keflavík en haðfi starfað í lögreglunni á Keflavíkurflugvelli frá 1987. Þegar Örn kom til starfa í Keflavík var hann settur saman á bíl í eftilit sem byrjaði ekki glæsilega. Við komum að ákveðnu máli þar sem ég var sáttur við mína afgreiðslu á málinu og lét þá skoðun sína óspart í ljós bæði við mig og varðstjórann. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 128 orð | ókeypis

Örn Kjærnested

Elsku pabbi. Þegar það kemur að því að kveðja þig skortir mig orð. Ekkert virðist geta lýst þeim tilfinningum sem bærast innra með mér. Ég mun sakna þín og minnast með hlýju í huga og hjarta. Nú er komið að því fyrir þig að hvílast í faðmi Guðs og þá hvíld hefur þú svo sannarlega verðskuldað, aldrei gafstu upp vonina eða misstir kjarkinn í þínum miklu veikindum. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 244 orð | ókeypis

Örn Kjærnested

Við hjónin kynntumst Erni fyrst þegar hann var 16 ára nemandi á Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Þarna fór atorkusamur ungur maður og um leið einlægur og góður. Fólk vissi alltaf hvar það hafði hann. Karen var þá nýflutt frá sínu fólki og heimalandi vestanhafs í hálfgerða einangrun úti í íslenskri sveit. Meira
3. júlí 1998 | Minningargreinar | 219 orð | ókeypis

ÖRN KJÆRNESTED

ÖRN KJÆRNESTED Örn Kjærnested fæddist í Reykjavík 20. febrúar 1956. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Harry Kr. Kjærnested, f. 10. ágúst 1926, d. 5. nóvember 1997, og Dagga Lis Wessman Kjærnested, f. 2. janúar 1938. Systkini hans voru Harry Kjærnested, f. 4. september 1958, Dagný Ada Kjærnested, f. Meira

Viðskipti

3. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 440 orð | ókeypis

Airbus semur við US Air um sölu á 30 vélum

Samningurinn ber vott um vaxandi mátt hinnar evrópsku flugiðnaðarsamsteypu, sem kveðst hafa fengið 52% allra pantana á áætlunarflugvélum í heiminum á fyrra árshelmingi 1998 ­ sem er bezta frammistaða í 28 ára sögu fyrirtækisins. Meira
3. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 143 orð | ókeypis

Fjórðungur greiðir aldamótakaupauka

ÓLÍKT því sem almennt er talið hafa flest brezk fyrirtæki ekki í hyggju að greiða tölvunarfræðingum kaupauka til að halda þeim þegar aldamótin ganga í garð. Samkvæmt athugun Computer Weekly ætlar aðeins fjórðungur fyrirtækja að greiða tölvusérfræðingum þóknun fyrir að starfa til 2000. Meira
3. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 280 orð | ókeypis

Hlutafé aukið

203 milljóna tap varð af reglulegri starfsemi útgerðarfélagsins Þorbjörns hf. í Grindavík á síðasta ári. Að teknu tilliti til söluhagnaðar varð hagnaður fyrirtækisins 71 milljón. Rekstrartekjur voru 2.013 milljónir og rekstrargjöld voru 1.847 milljónir. Hagnaður fyrir afskriftir var 166 m.kr., afskriftir voru 222 milljónir kr. og fjármagnsliðir námu alls 147 milljónum kr. Meira
3. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 232 orð | ókeypis

Jenið fellur, drungi á mörkuðum

DALURINN hækkaði í tæp 141 jen í gær og hækkanir í evrópskum kauphöllum urðu að engu vegna þess að áætlanir Japana um aðgerðir í bankamálum þóttu ekki nógu harðar og ollu vonbrigðum. Gengi hlutabréfa í New York lækkaði nokkuð, en efasemdir um efnahagsáætlanir Japana styrktu stöðu skuldabréfa. Meira
3. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 148 orð | ókeypis

Silfurtún eykur hlutafé um 126 milljónir FYRIR

FYRIRTÆKIÐ Silfurtún í Garðabæ hefur aukið hlutafé í félaginu um 126 milljónir króna eða 16,5% og samið um smíði véla fyrir franska aðila að verðmæti 240 milljónir króna. Að sögn Björns Inga Sveinssonar forstjóra var í vikunni gengið frá hlutafjáraukningu upp á 126 milljónir. Meira
3. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 547 orð | ókeypis

Verslunarfélag Smáralindar í viðamikið samstarf við breska fat

VERSLUNARFÉLAGIÐ NRP ehf., sem er í eigu sömu aðila og standa að byggingu verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar, hefur samið við bresku verslunarkeðjuna Arcadia Group Plc. um að koma á fót og annast rekstur fjölda verslana í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og á Íslandi. Íslenskum fjárfestum og öðrum öflugum aðilum í íslenskri verslun verður boðið að taka þátt í verkefninu. Meira
3. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 465 orð | ókeypis

Viðskiptastofu Íslandsbanka tekur upp viðskiptavakt og valré

VIÐSKIPTASTOFA Íslandsbanka mun frá og með deginum í dag, bjóða viðskiptavinum sínum upp á valréttarviðskipti. Bankinn lýsir sig opinberlega viðskiptavaka sem lýtur eftirliti Verðbréfaþings Íslands. Seljanleiki hlutabréfa er talinn aukast með nýrri viðskiptavakt en valréttur gefur færi á að tryggja stöðu á markaði án þess að til sölu bréfa þurfi að koma. Meira

Fastir þættir

3. júlí 1998 | Dagbók | 680 orð | ókeypis

Aflagrandi 40,

Í dag er föstudagur 3. júlí, 185. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Vertu ekki hróðugur af morgundeginum, því að þú veist ekki, hvað dagurinn ber í skauti sínu. (Orðskviðirnir 27, 1. Meira
3. júlí 1998 | Í dag | 183 orð | ókeypis

ÁRNAÐ HEILLA 90 ÁRA afmæli. Níræður er í dag, fös

ÁRNAÐ HEILLA 90 ÁRA afmæli. Níræður er í dag, föstudaginn 3. júlí, Ólafur Jónsson, fyrrum bóndi í Ásnesi, Lóurima 23. Hann er að heiman. 85 ÁRA afmæli. Áttatíu og fimm ára er í dag, föstudaginn 3. júlí, Ásgeir J. Sandholt, bakarameistari, Kirkjuteigi 25. Meira
3. júlí 1998 | Fastir þættir | 221 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Norðurlandamótið í

Í GÆR voru spilaðar 3 umferðir. Opni flokkurinn byrjaði daginn illa gegn Danmörku og fékk 8 vinningsstig á móti 22. Í 3. umferð kom stórsigur á liði Svíþjóðar, 24-6. Í 4. umferð fékk Ísland síðan 10 stig á móti Norðmönnum. Staðan eftir 4 umferðir: 1.Svíþjóð 77 VS 2.Noregur 71 VS 3.ÍSLAND 59 VS 4.Danmörk 58 VS 5. Meira
3. júlí 1998 | Í dag | 387 orð | ókeypis

FERÐ í Skotlandi fyrir nokkrum dögum varð Víkverja ljóst hversu mi

FERÐ í Skotlandi fyrir nokkrum dögum varð Víkverja ljóst hversu mikilvægir sendiherrar íslenskir íþróttamenn erlendis eru fyrir Ísland. Almenningur fylgist mjög með íþróttaviðburðum og íþróttamennirnir eru gjarnan tengdir heimalandi sínu, sérstaklega ef það er ekki algengt að landið eigi afreksmenn í fremstu röð. Þannig var í heimsókn til St. Meira
3. júlí 1998 | Fastir þættir | 259 orð | ókeypis

Firma- og bæjakeppni Þjálfa

ÁRLEG firma- og bæjakeppni hestamannafélagsins Þjálfa í Suður-Þingeyjarsýslu fór fram nýlega og var keppnin haldin á velli félagsins á Einarsstöðum í Reykjadal. Í upphafi móts var reiðsýning barna og unglinga úr þingeyskum sveitum undir stjórn hinnar kunnu hestakonu Kolbrúnar Kristjánsdóttur í Rauðuvík í Eyjafirði, en sýningin var endapunktur á æskulýðsdögum Þjálfa. Meira
3. júlí 1998 | Í dag | 496 orð | ókeypis

Hljómar íslenskan eins og hrognamál? VERDNUM málið, var sagt. Höldum

VERDNUM málið, var sagt. Höldum íslenskunni hreinni og óbreyttri sögðu menn, en uppgötvuðu síðan að málið var "meingallað". Svo hvað var gert? Jú, málinu var breytt, svo nú hljóðar íslenskan eins og einhvers konar hrognamál sem ekkert samræmi er í. Ég hef verið búsettur erlendis í sjö ár, fór sem sagt 1991 og kom aftur í ár. Meira
3. júlí 1998 | Fastir þættir | 659 orð | ókeypis

KRUMMALILJA - FRITILLARIA CAMTS· CHATCENSISNr. 385

ÞAÐ ER úr vöndu að ráða, þegar velja á jurt til að skrifa um í Blómi vikunnar. Núna er hásumar og því mikil blómgun í görðum. Sunnanlands hefur veðrið verið svo gott fyrir gróður, sólríkt og hlýtt og eins er mikilvægt hve lítill vindur hefur verið. Mér finnst allur gróður taka fyrr við sér en í venjulegu árferði og blómgun hálfum mánuði til þrem vikum fyrr á ferðinni en í meðalári. Meira
3. júlí 1998 | Í dag | 167 orð | ókeypis

Laugarneskirkja.

SVALBARÐSKIRKJA í Þistilfirði verður 150 ára sunnudaginn 5. júlí nk. Af því tilefni verður afmælishátíð í kirkjunni og hefst hún með messu kl. 14 á sunnudaginn. Biskup Ísland, herra Karl Sigurbjörnsson, prédikar. Prófastur Þingeyinga, séra Ingimar Ingimarsson, annast altarisþjónustu ásamt séra Bolla Gústafssyni vígslubiskupi og séra Kristjáni Vali Ingólfssyni. Meira
3. júlí 1998 | Fastir þættir | -1 orð | ókeypis

Mótaskrárnar og umhverfisverndin

ATHYGLI hefur vakið á hestamótum undanfarið hversu ósparlega hestamenn fara með pappír við gerð mótaskráa. Í dag keppast menn við að vera sem umhverfisvænstir og stór þáttur í því er að spara pappír. Á mörgum hestamótum undanfarið hefur verið bruðlað með pappír þar sem skrár hafa víða verið í brotinu A4 og aðeins prentað öðrum megin á hvert blað. Meira
3. júlí 1998 | Fastir þættir | 355 orð | ókeypis

Vaxtarbroddur í kappreiðunum

GÓÐ stemmning er komin í kappreiðar og vega þar þungt bikarmót Fáks og sjónvarpsins. Góðir tímar hafa náðst í skeiðgreinum og má mikið vera ef Íslandsmetið í 150 metra skeiði heldur út sumarið. 250 metrarnir virðast heldur erfiðari hvað varðar metaslátt en þó er aldrei að vita hvað gerist. Meira

Íþróttir

3. júlí 1998 | Íþróttir | 359 orð | ókeypis

Barátta KR dugði ekki

Grindvíkingar eru komnir í átta liða úrslit bikarkeppninnar eftir 2:0 sigur á ungmennaliði KR, skipuðu leikmönnum 23 ára og yngri sem léku ekki með aðalliði félagsins í sextán liða úrslitum. Hetjuleg barátta Vesturbæinganna, sem sigruðu Skagamenn í 32-liða úrslitum, dugði ekki og vonbrigði þeirra leyndu sér ekki eftir að Suðurnesjamennirnir höfðu gert út um leikinn á 89. Meira
3. júlí 1998 | Íþróttir | 254 orð | ókeypis

Baulað á Bebeto MARIO Zagallo, þjálfari Brasi

MARIO Zagallo, þjálfari Brasilíu, hefur verið gagnrýndur fyrir að halda hinum tvítuga vinstri útherja, Denilson, á varamannabekknum og að tefla Bebeto fram í byrjunarlið í staðinn. Denilson er mjög vinsæll á meðal brasilískra áhorfenda og fyrir vikið hefur Bebeto jafnan fengið heldur kaldar kveðjur frá brasilískum áhorfendum þegar hann hefur skipt við Denilson. Meira
3. júlí 1998 | Íþróttir | 55 orð | ókeypis

Bikarkeppnin

16-liða úrslit: Þróttur - Fram5:2 Ásmundur Haraldsson (16. og 50.), Hreinn Hringsson (19. og 86.), Tómas Ingi Tómasson (45.) - Þorbjörn Atli Sveinsson (73. og 76. - vsp.) Fylkir - FH Guðjón Guðjónsson (39.), Gylfi Einarsson (44.), Hrafnkell Helgason (77.) - Hörður Magnússon (86.). Meira
3. júlí 1998 | Íþróttir | 32 orð | ókeypis

Bruce til Sheff. Utd. STEVE Bruce, fyrrv

STEVE Bruce, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var í gær ráðinn knattspyrnustjóri Sheffield United. Hann mun einnig leika með liðinu. Bruce, sem var hjá Birmingham, skrifaði undir þriggja ára samning. Meira
3. júlí 1998 | Íþróttir | 200 orð | ókeypis

Brynjar leigður til Moss

BRYNJAR Björn Gunnarsson, knattspyrnumaður sem lék með KR áður en hann fór í víking til Noregs, hefur verið leigður frá Vålerenga til Moss út þetta keppnistímabil. Hann lék fyrsta leik sinn með Moss í fyrrakvöld, kom þá inná sem varamaður þegar hálftími var eftir á mót Strömgodset. Moss tapaði leiknum 2:0 og er í fimmta sæti deildarinnar. Brynjar fékk fá tækifæri með Vålerenga. Meira
3. júlí 1998 | Íþróttir | 158 orð | ókeypis

Flestir á Ít

EINN af hverjum þremur leikmönnum sem leika með liðum í 8-liða úrslitum á HM, leika með ítölskum liðum. Það eru tuttugu af 22 leikmönnum ítalska liðsins, aðrir eru: Argentína - 11: Roberto Ayala (Napolí), Jose Chamot (Lazíó), Hector Pineda (Udinese), Matias Almeyda (Lazíó), Nestor Sensini (Parma), Diego Simeone (Inter), Gabriel Batistuta (Fiorentína), Meira
3. júlí 1998 | Íþróttir | 301 orð | ókeypis

Golf Opna Búnaðarbankamótið Mótið fór fram á Víkurvelli Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi 28. júní sl. Án forgjafar: 1. Hilmar

Opna Búnaðarbankamótið Mótið fór fram á Víkurvelli Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi 28. júní sl. Án forgjafar: 1. Hilmar Sveinsson, Mostra68 Hilmar lék á tveimur höggum undir pari og jafnaði vallarmet Kristins G. Bjarnasonar frá 4. júlí 1993. Hilmar var með ellefu í forgjöf og á því mikið hrós skilið fyrir frammistöðu sína. 2. Meira
3. júlí 1998 | Íþróttir | 79 orð | ókeypis

Líkleg byrjunarlið í Nantes

LÍKLEG byrjunarlið Brasilíumanna og Dana fyrir leik liðanna í kvöld eru eftirfarandi: Brasilía ­ 1 Taffarel, 2 Cafu, 3 Aldair, 4 Junior Baiano, 6 Roberto Carlos, 5 Cesar Sampaio, 8 Dunga [fyrirliði], 10 Rivaldo, 18 Leonardo, 9 Ronaldo, 20 Bebeto. Meira
3. júlí 1998 | Íþróttir | 597 orð | ókeypis

Margt líkt með ítalska liðinu þá og í Frakklandi

GIUSEPPI Bergomi, aldursforseti ítalska landsliðsins á HM, á ekki í neinum vandræðum með að rifja upp síðdegið hinn 11. júlí 1982. Þá vann hann nefnilega heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu með ítalska liðinu. Hann var aðeins átján ára gamall, en leikurinn á Santiago Bernabeu mun aldrei hverfa honum úr minni. Meira
3. júlí 1998 | Íþróttir | 512 orð | ókeypis

Megum ekki gefa þeim eldri of mikið rými

LAUDRUP-BRÆÐURNIR í landsliði Danmerkur í knattspyrnu, Michael og Brian, virðast valda talsverðum ruglingi innan herbúða heimsmeistara Brasilíu, en liðin mætast í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í kvöld. Svo virðist sem þjálfari sambadrengjanna, Mario Zagallo, og aðstoðarmaður hans, Zico, eigi erfitt með að þekkja dönsku bræðurna í sundur. Meira
3. júlí 1998 | Íþróttir | 497 orð | ókeypis

Meistarinn úr leik

ÞAÐ verða franska stúlkan Nathalie Tauziat og Jana Novotna frá Tékklandi sem leika til úrslita á morgun í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis. Tauziat vann Natöshu Zverevu 2:1 í undanúrslitum og Novotna lagði núverandi meistara, Martinu Hingis, 2:0 í hinum undanúrslitaleiknum. Meira
3. júlí 1998 | Íþróttir | 130 orð | ókeypis

Nær Vieri sjötta markinu?

ÍTALSKI markahrókurinn Christian Vieri hefur tekið stefnuna á að skora sitt sjötta mark í HM er Ítalía og Frakkland leika í París í dag. Síðan Pólverjinn Grzegorz Lato var markahæstur í HM 1974 í Þýskalandi hafa markakóngar skorað aðeins sex mörk. Meira
3. júlí 1998 | Íþróttir | 25 orð | ókeypis

Opna Lacoste-mótið Mótið var haldið í Grafarholti 27. júní sl. Lei

Opna Lacoste-mótið Mótið var haldið í Grafarholti 27. júní sl. Leikin var Stableford punktakeppni. 1. Guðlaugur Þorsteinsson, GR39 2. Guðmundur Pétursson, Keili39 3. Gestur Jónsson, Meira
3. júlí 1998 | Íþróttir | 58 orð | ókeypis

Real Madrid selur grastorfur REAL Ma

Real Madrid selur grastorfur REAL Madrid hefur tekið upp á því að selja grastorfur af heimavelli sínum, Santiago Bernabeu, en knattspyrnufélagið fræga er að ljúka við að setja sæti í öll áhorfendastæði leikvangsins og hyggst minnka fjárútlát með þessum hætti. Meira
3. júlí 1998 | Íþróttir | 31 orð | ókeypis

Tennis

Wimbledon Undanúrslit kvenna: 16-Nathalie Tauziat (Frakkl.) vann Natöshu Zverevu (Hvíta-Rússl.) 1-6, 7-6 (7-1), 6-3 3-Jana Novotna (Tékklandi) vann 1-Martina Hingis (Sviss) 6-4 6-4 Novotna og Tauziat mætast í úrslitaleik á morgun. Meira
3. júlí 1998 | Íþróttir | 235 orð | ókeypis

Vala sigraði í Luzern

Vala Flosadóttir úr ÍR sigraði í stangarstökki á alþjóðlegu móti í Luzern í Sviss í gær. Vala var þó nokkuð frá sínu besta og stökk 4,10 metra. "Ég vann en þetta gekk samt ekki nógu vel, ég var þung eftir mótið í gær," sagði Vala í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Vala stökk jafnhátt og Austurríska stúlkan Doris Auer, en notaði færri tilraunir og sigraði því. Meira
3. júlí 1998 | Íþróttir | 349 orð | ókeypis

Zidane veitir Frökkum styrk ZINEDINE Z

ZINEDINE Zidane, sem er talinn besti leikstjórnandi Frakka síðan Michel Platini var og hét, leikur á ný með Frökkum er þeir mæta Ítölum í París í dag í 8 liða úrslitum. Hann hefur tekið út tveggja leikja bann. Frakkar eru mjög ánægðir að fá hann aftur. Meira
3. júlí 1998 | Íþróttir | 549 orð | ókeypis

Þróttmiklir Þróttarar burstuðu Fram

ÞRÓTTARAR eru komnir í fjórðungsúrslit bikarkeppninnar eftir stórsigur á Frömurum 5:2 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn var opinn og skemmtilegur, altént fyrir Þróttara sem yfirspiluðu Framara í fyrri hálfleik og lögðu þá grunninn að sigrinum. "Ég átti ekki von á svona öruggum sigri. Þegar við vorum komnir í 4:0 kom upp kæruleysi hjá okkur og þá fengum við á okkur tvö ódýr mörk. Meira
3. júlí 1998 | Íþróttir | 58 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

2. deild: Dalvík - Fjölnir3:3 Matthías Sigvaldason 2, Atli V. Björnsson - Helgi Frímannsson 2, Árni Guðjónsson. Leiknir - Reynir S2:1 Guðjón Ingason, Axel Ingvarsson - Magnús Ólafsson. Ægir - Tindastóll4:3 Erlendur Þ. Meira
3. júlí 1998 | Íþróttir | 311 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Baráttan skilaði sigri Fylkismenn tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 8-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ er þeir lögðu FH-inga að velli, 3:1, í Árbænum. Fylkismenn hófu leikinn mun betur og náðu snemma yfirhöndinni á miðjunni, en lengi vel stafaði FH-ingum þó lítil hætta af sóknarlotum heimamanna. Meira

Sunnudagsblað

3. júlí 1998 | Sunnudagsblað | 1326 orð | ókeypis

Kirkjubæjarklaustursbréf

ÞAÐ er sunnudaginn 14. júní að við hjónin höldum austur að Skógum undir Eyjafjöllum. Þar er okkur boðið að vera viðstödd vígslu Skógarkirkju. Ég á nokkrar rætur í Skógum, því þaðan var langamma mín, Guðrún Sveinsdóttir Ísleifssonar. Hún var móðir Sveins Jónssonar afa míns. Vígsluhátíðin tókst hið besta. Meira

Úr verinu

3. júlí 1998 | Úr verinu | 622 orð | ókeypis

Menn muna ekki eftir öðru eins moki

VEL hefur gefið á sjó fyrir smábáta á norðanverðum Vestfjörðum í allt sumar, að síðustu viku undanskilinni. Þorskur er um allan sjó og aflabrögð litlu bátanna hafa verið með slíkum eindæmum, að jafnvel Vestfirðingar eiga tæpast orð til að lýsa því. Meira

Viðskiptablað

3. júlí 1998 | Viðskiptablað | 432 orð | ókeypis

Verslunum 11-11 fjölgar um helming

11-11 verslanakeðjan ætlar sér stærri hlut á matvörumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu og hyggst opna 3­4 nýjar verslanir fyrir áramót. Gangi það eftir verður keðjan með 11­12 verslanir innan sinna vébanda og hefur þeim þá fjölgað um helming á tólf mánaða tímabili. Velta 11-11 óx um 60% eða úr 500 milljónum króna í 800 milljónir á milli áranna 1996-97. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

3. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 269 orð | ókeypis

Einkenni fullorðinna barna alkóhólista

1.Við einangrumst og erum hrædd við annað fólk, sérstaklega áhrifafólk. 2.Við erum hrædd við reiði og hverskonar persónulega gagnrýni. 3.Við dæmum okkur sjálf harðlega og höfum litla sjálfsvirðingu. 4.Við eigum ekki frumkvæði heldur bregðumst við við áreiti. 5. Meira
3. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1431 orð | ókeypis

Feðgar í Færeyjum Íslenskir feðgar urðu bikarmeistarar í handbolta í Færeyjum í vor. Faðirinn er framkvæmdastjóri Café Natur.

VIÐ ENDANN á Áarvegi í nánd við höfnina í Þórshöfn stendur dæmigert svart færeyskt timburhús með torfþaki. "Þetta er eina kráin í bænum," er mér tilkynnt af vegfaranda, "henni verður lokað klukkan eitt." Ég hverf inn um dyrnar og lít í kringum mig: Ungt fólk situr með bjórglös á borðum og rabbar saman í rólegheitunum undir þolanlega hátt stilltri tónlist. Meira
3. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1553 orð | ókeypis

Feimin við frelsið á Íslandi Bréfaskipti geta komið ólíklegustu hlutum til leiðar. Olivia Ledesma póstlagði um árabil bréf sín

ÚTI er heiðskírt og hlýtt en Olivia býður mér inn því að á borðinu bíður súkkulaðikaka sem þolir ekki sól. Íbúðin ber vott um nægjusemi en Olivia býr í hjúkrunarbústað við Vífilsstaði. Þar hefur hún starfað síðan hún flutti til Íslands, Meira
3. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1688 orð | ókeypis

Hjartað er lifandi markaðsvara og hjartað slær líka í tölvunum Í fallegu sveitaþorpi nálægt Cannes í Frakklandi stendur hús sem

Hjartað er lifandi markaðsvara og hjartað slær líka í tölvunum Í fallegu sveitaþorpi nálægt Cannes í Frakklandi stendur hús sem er heimskringla út af fyrir sig. Á efri hæðinni rekur lítil fjölskylda heimili þar sem þrjú tungumál eru töluð á víxl samkvæmt ákveðnu mynstri. Meira
3. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 167 orð | ókeypis

Hvað er til ráða?

-Með því að þekkja einkenni fullorðinna barna hjá okkur sjálfum og öðrum félögum á fundum getum við þekkt og horfst í augu við sjúkdóm okkar. -Með því að mæta reglulega á fundi getum við afborið þær sársaukafullu tilfinningar sem við höfum verið að flýja. Meira
3. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 446 orð | ókeypis

Regnhlífar með fullri reisn

"ÉG SVÍF! Ég svíf á regnhlífinni hátt upp í loft," veinaði Amma mús þegar hún hófst upp af grasbalanum og sveif yfir Hálsaskóg í háskalegri hæð. Ofurkonan Mary Poppins átti sambærilega hlíf, flaug um víðan völl og hefði sennilega fiskað flugskírteini upp úr veski sínu ef um það hefði verið beðið. Meira
3. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 380 orð | ókeypis

Saga hans

"MJÖG erfitt samband var alltaf á milli mín og föður míns. Talsvert var drukkið á heimilinu og verstu afleiðingar af því fyrir mig voru þau skilaboð að ég væri ómögulegur og væri alltaf fyrir. Augnaráð hans var stingandi og sagði mér meira en mörg orð. Þegar honum gekk illa varð ég allt í einu alveg ómögulegur sonur og reiði hans bitnaði á mér. Meira
3. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 434 orð | ókeypis

Saga hennar

"MÓÐIR mín er þrígift og pabbi var fyrsti maðurinn hennar. Samband okkar mömmu hefur alltaf verið stormasamt. Mamma og pabbi skildu þegar ég var lítil og lengst af bjó ég hjá mömmu og stjúpa mínum. Hann drakk mikið en samt var hann í mínum huga alltaf "góði kallinn". Ég var 14 ára þegar ég fór fyrst á námskeið fyrir aðstandendur hjá SÁÁ. Meira
3. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 798 orð | ókeypis

Samtök sem hafa hjálpað mörgum

"ÉG VÍSA fólki mjög oft inn í FBA og ég þekki af áralangri reynslu að það hefur hjálpað mörgum gríðarlega mikið. Það verður oft mjög ákveðið skref fyrir marga einstaklinga til að losa sig úr þessari lokun og þögn sem oft myndast í alkóhólískum fjölskyldum," segir Baldvin H. Steindórsson sálfræðingur.. Meira
3. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1152 orð | ókeypis

Treysta ekki, tala ekki og finna ekki til Ísland þykir standa afar framarlega í meðferð alkóhólisma og allir þekkja samtök eins

FÁAR eru þær fjölskyldur sem kannast ekki af eigin raun við ofneyslu áfengis hjá einhverjum nákomnum, ef ekki innan fjölskyldunnar sjálfrar. Margt er ritað og rætt um eðli alkóhólisma og telja meðferðaraðilar að um sjúkdóm sé að ræða, sem lúti bæði líkamlegum og félagslegum þáttum, en ekki eru þó allir á eitt sáttir um þá kenningu. Meira
3. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 398 orð | ókeypis

Örlögin réðust með ókunnri símaskrá

ÞAÐ ER líklega íslensku símaskránni að þakka að draumur Oliviu Ledesma um að ferðast um lönd og höf hefur ræst. Tildrögin eru þau að hjálpargögn sem Rauði krossinn sendi fyrir nokkrum árum til Filippseyja voru af einhverjum ástæðum innpökkuð í íslenskar símaskrár. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.