Greinar þriðjudaginn 28. júlí 1998

Forsíða

28. júlí 1998 | Forsíða | 259 orð

Albright óttast um Suu Kyi

LEIÐTOGAR herforingjastjórnarinnar í Burma fordæmdu í gær ummæli Madeleine Albrights, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagðist fyrr í gær óttast mjög um velferð Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Burma. Meira
28. júlí 1998 | Forsíða | 302 orð

Blair herðir tökin

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, leysti í gær fjóra ráðherra í ríkisstjórn sinni frá störfum og hækkaði mikilvægan bandamann sinn í tign, er hann gerði í fyrsta sinn mannabreytingar í stjórninni frá því hún tók við völdum fyrir einu ári og þrem mánuðum. Meira
28. júlí 1998 | Forsíða | 194 orð

Elgar og Úlfarnir

ENSKA tónskáldið Sir Edward Elgar var eldheitur áhugamaður um knattspyrnu og samdi fyrsta knattspyrnusönginn í sögu þessarar vinsælu íþróttar, eftir leik Wolverhampton Wanderers-liðsins fyrir einni öld. Meira
28. júlí 1998 | Forsíða | 339 orð

Helsta vígi KosovoAlbana fallið

SERBNESKAR öryggissveitir náðu um helgina á sitt vald einu helsta vígi Frelsishers Kosovo (KLA), Lapusnik, á veginum frá héraðshöfuðborginni Pristina til bæjarins Pec í vesturhluta Kosovo-héraðs. Þar með opnaðist ein aðalflutningaleið héraðsins, en hana hefur KLA haft á sínu valdi. Meira
28. júlí 1998 | Forsíða | 87 orð

Lewinsky hittir saksóknara

MONICA Lewinsky átti í gær fund með fulltrúum Kenneths Starrs, sérstaks saksóknara er rannsakar meint misferli Bandaríkjaforseta, í fyrsta sinn síðan í janúar sl., að því er CNN greindi frá. Meira
28. júlí 1998 | Forsíða | 138 orð

Lögreglumannanna minnst

BANDARÍSKI fáninn blakti í hálfa stöng á þinghúsinu í Washington í gær þar sem þingmenn minntust lögreglumannanna tveggja sem vopnaður maður skaut til bana síðdegis á föstudag. Þingið samþykkti í gær lög sem heimila að minningarathöfn um mennina, Jacob Chestnut og John Gibson, verði haldin undir hvolfþaki þinghússins, Meira

Fréttir

28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

13.600 námsmenn unnu með námi

TÆPLEGA helmingur íslenskra námsmanna, 16 ára og eldri, eða um 13.600 alls stunduðu vinnu með námi á seinasta ári, samkvæmt niðurstöðum úr vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Heildarfjöldi námsmanna á seinasta ári var 28.200 og stunduðu 48,2% þeirra vinnu með námi samanborið við 45,9% árið áður og 47,1% 1995. Meira
28. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 263 orð

15% samdráttur í júlí

MUN færri farþegar hafa tekið sér far með ferjunni Sævari, sem gengur milli Árskógssands og Hríseyjar, í júlímánuði en í sama mánuði í fyrra. Töluverð aukning varð aftur á móti í júnímánuði, sem gaf góðar vonir um gott ferðamannasumar í eynni, en þær væntingar gengu ekki eftir. Sumarið er þó ekki búið og menn vona að síðari hluti þess bæti kuldakaflann upp. Meira
28. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 160 orð

Aeorspatiale einkavætt

RÍKISSTJÓRN sósíalista í Frakklandi tilkynnti fyrir helgi að hún hygðist einkavæða varnar- og flugiðnaðarfyrirtæki sitt, Aerospatiale, með því að sameina það hinu einkarekna Lagardere. Kemur breytingin til framkvæmda í janúar á næsta ári. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 355 orð

Alvarlegt ástand stofna kemur ekki á óvart F

FRÉTTIR af alvarlegu ástandi helstu nytjastofna í hafinu við Vestur-Grænland koma fiskifræðingum hérlendis ekki á óvart enda hafa þorskveiðar nær engar verið þar við land síðan árið 1984. Lítil tengsl eru milli nytjastofna hér við land og þeirra sem eru nytjaðir við vestanvert Grænland og því er ekki að vænta áhrifa hér við land af samdrætti í veiða vð Grænland, að mati Gunnars Stefánssonar, Meira
28. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 355 orð

Arafat biður ESB um aðstoð YASSER Arafat, leiðt

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, fór fram á það við Evrópusambandið, ESB, í gær, að það legði hart að Ísraelsstjórn að samþykkja tillögu Bandaríkjastjórnar um afhendingu lands á Vesturbakkanum. Kom þetta fram á fundi hans með Viktor Klima, kanslara Austurríkis, en Austurríkismenn eru nú í forsæti innan ESB. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 613 orð

Athugun skattyfirvalda á skattgreiðslum vegna tímabundinnar örorku

ATHUGUN skattyfirvalda vegna skattgreiðslu af tryggingabótum vegna tímabundinnar örorku tekur til mörg hundruð einstaklinga á landsvísu og nær sex ár aftur í tímann. Skattgreiðslur þeirra sem ekki hafa talið fram bæturnar nema allt frá nokkrum tugum þúsunda og upp í milljónir króna samkvæmt upplýsingum skattyfirvalda, Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 350 orð

Áformar að byggja viðhaldsstöð í Kent

FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur gert samstarfssamning við breskt fjármögnunarfyrirtæki um uppbyggingu á viðhaldsstöðu á Kent-flugvelli, sem er á suðausturströnd Englands. Atlanta hefur þegar ákveðið að flytja varahlutalager sinn til Kent. Meira
28. júlí 1998 | Miðopna | 734 orð

Á fréttastofum er pottur brotinn

ÞAÐ væru mistök að gera ráð fyrir því að einföld lausn sé til á þeim vandamálum sem leitt hafa til hrapallegra mistaka í blaðamennsku undanfarið. Þau eru afsprengi fyrirtækjarekstrar sem virðist lítt móttækilegur fyrir breytingum og blindur á eigin veikleika. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 250 orð

Áhyggjur í Færeyjum vegna tilboðs ÍE

Óopinbert tilboð Íslenskrar erfðagreiningar til heilbrigðisyfirvalda í Færeyjum, veldur að sögn danska blaðsins Politiken læknum þar áhyggjum, því það feli í sér algjöra einokun á erfðaefni Færeyinga og muni veikja frjálst rannsóknasamstarf lækna þar við umheiminn. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 196 orð

Bilun í lendingarbúnaði

BANDARÍSKRI ferjuflugvél hlekktist á í lendingu á Keflavíkurflugvelli um miðnætti á sunnudagskvöld. Tveir flugmenn voru í vélinni og sakaði þá ekki en skemmdir á henni eru töluverðar. Önnur aðalflugbrautin á Keflavíkurflugvelli var lokuð þar til tókst að koma vélinni út af henni um ellefuleytið í gærmorgun en engar tafir urðu á millilandaflugi af þeim sökum. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 34 orð

Bílbeltin björguðu

Bílbeltin björguðu BÍLL fór út af Reykjanesbraut skammt vestan við Grindavíkurveg og valt síðdegis í gær. Ökumanninn sakaði ekki. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík má þakka það bílbeltum að ekki fór verr. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 680 orð

Bíll þýskra ferðamanna sökk í leir í Kerlingarfjöllum

MINNI landspjöll urðu en leit út fyrir í fyrstu þegar stór og þungur fjallabíll af gerðinni Unimog sökk í leir skammt frá hverasvæðinu í Hveradölum í nágrenni Kerlingarfjalla skömmu fyrir miðnætti á laugardag. Þýsk hjón, sem óku bílnum, báru því við að þau hefðu ekki vitað að akstur utan vega væri ekki leyfilegur á Íslandi. Meira
28. júlí 1998 | Landsbyggðin | 175 orð

Bjargað úr kattarkjafti Hveragerði

Hveragerði-Hún Kamilla Gylfadóttir, 9 ára, kallar ekki allt ömmu sína eins og sannaðist núna nýverið þegar hún bjargaði þrastarunga úr kjafti kattar sem var um það bil að murka líftóruna úr unganum. Kamilla kom auga á köttinn í húsagarði þar sem hann hljóp með ungann milli tannanna. Hún brá snöggt við og klófesti köttinn, glennti upp á honum kjaftinn og náði unganum. Meira
28. júlí 1998 | Landsbyggðin | 167 orð

Bréfhirðing á Hrafnseyri Hrafnseyri-

Bréfhirðing á Hrafnseyri Hrafnseyri-Bréfhirðingum á Íslandi hefur farið ört fækkandi á liðnum árum, en þær voru í hverri sveit til skamms tíma og eru nú gömlu póststimplarnir orðnir mjög verðmætir, en margir áhugamenn um frímerki safna póststimplum. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 33 orð

Bruggverksmiðja gerð upptæk

LÖGREGLAN í Borgarnesi stöðvaði starfsemi bruggverksmiðju í nágrenni Borgarness á laugardag. Að sögn lögreglu voru 400-500 lítrar af gambra og um 100 lítrar af landa gerð upptæk. Málið er í rannsókn. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

Dyrum lokað að Sultartangagöngum

Dyrum lokað að Sultartangagöngum AÐGENGI að suðurenda Sultartangaganga lokaðist þegar grjótflutningabíll festist í þeim snemma á laugardagsmorgun. Pallurinn hafði gleymst uppi og rakst í gangaloftið. Við höggið krumpaðist skyggnið á pallinum saman og stóð hann lóðréttur fastur milli lofts og klapparinnar í veggnum. Meira
28. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 101 orð

Eftirlitsferð á Sprengisandsleið

LÖGREGLAN á Akureyri hefur nú til umráða nýjan jeppa sem er í eigu embættis Ríkislögreglustjóra. Bifreiðin verður á Akureyri a.m.k. fram á haustið og verður á þeim tíma m.a. notaður til eftirlits á hálendi landsins. Fyrir skömmu fóru tveir lögreglumenn til eftirlits á Sprengisandsleið þar sem þessi mynd var tekin. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 229 orð

Eldri borgarar sækja Íslendingadaginn í Kanada ELDRI borgarar í Re

ELDRI borgarar í Reykjavík og nágrenni eru nú að hefja mikla ferð til Kanada. Ferðin hefst í dag og stendur í hálfan mánuð. Þátttakendur eru 90 talsins. Fyrst verður flogið beint til Winnipeg og farið um Íslendingabyggðir svo sem Árborgarhéraðið með hinum mörgu byggðum Vestur-Íslendinga fyrr og síðar. Meira
28. júlí 1998 | Miðopna | 1931 orð

Enska ­ ógnun eða eðlileg þróun?

EIN af grundvallarforsendum norræns samstarfs hingað til hefur verið að Norðurlandaþjóðirnar hafa getað gert sig skiljanlegar innbyrðis á norrænum tungumálum. Í stórum dráttum hafa Norðmenn, Svíar og Danir þannig getað talað sitt eigið móðurmál, Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 284 orð

Ferðafélagsferðir

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til helgarferða yfir verslunarmannahelgina og ber þar fyrst að nefna ferð á slóðir Hágöngumiðlunar sem mikið hefur verið í fréttum undanfarið. Brottför er föstudagskvöldið 31. júlí kl. 18 og ekin Sprengisandsleið í Nýjadal þar sem gist er þrjár nætur í sæluhúsum Ferðafélagsins. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 424 orð

Ferðalangar og fræðimenn við Hágöngumiðlun

Ferðalangar og fræðimenn við Hágöngumiðlun Það voru ýmsir sem lögðu leið sína að Hágöngumiðlunarlóninu um helgina en senn líður að því að það fyllist og hverasvæðið fari undir vatn. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð

Ferðamaður slasast

ÞÝSKUR ferðamaður slasaðist nokkuð á fæti síðdegis í gær þegar hann hrasaði við uppgöngu á Syðri- Hágöngu við Köldukvísl. Ekki er vitað nánar um tildrög óhappsins en starfsmenn við Hágöngumiðlun tilkynntu óhappið og fór lögreglan á Selfossi til aðstoðar. Maðurinn, sem var einn á ferð, er talinn óbrotinn en hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Meira
28. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 138 orð

Fjörutíu og fjórir í ljósmyndamaraþoni

FJÖRUTÍU og fjórir keppendur tóku þátt í ljósmyndamaraþoni sem var haldið í sjötta sinn á Akureyri um helgina, en Áhugaljósmyndaklúbbur Akureyrar, ÁLKA, hélt keppnina í samvinnu við Kodak-umboðið Hans Petersen og Pedrómyndir á Akureyri auk nokkurra fyrirtækja. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Frá Gallup

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Gallup. "Vegna frétta um helgina um að rúmlega 77% sjómanna séu fylgjandi veiðileyfagjaldi vill Gallup taka fram eftirfarandi: Könnunin var gerð til að kanna afstöðu þjóðarinnar til veiðileyfagjalds. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Fréttir vikunnar á mbl.is

NÚ geta lesendur Fréttavefjar Morgunblaðsins skoðað fréttir viku aftur í tímann. Aðgerðin er framkvæmd á þann veg að úr felliglugganum Hvað viltu skoða? er valin aðgerðin Fréttir vikunnar. Þá birtist listi yfir sjö síðustu daga og er hverjum degi skipt niður í efnisflokka, Innlent, Erlent, Athafnalíf, Íþróttir og Tölvur og tækni. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 269 orð

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna mælir rúmmál Surtseyjar

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna mælir rúmmál Surtseyjar Tvær nýjar tegundir háplantna skráðar TVÆR nýjar tegundir háplantna, Ólafssúra og viðarteinungur, sennilega gullvíðir, fundust við gróðurgreiningu í Surtsey í sumar og brekkusnigill sást þar í fyrsta sinn. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 232 orð

GÍSLI HALLDÓRSSON

EINN helsti leikari landsins, Gísli Halldórsson, lést í fyrrinótt. Gísli fæddist 2. febrúar 1927. Hann stundaði nám í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar og lék fyrsta hlutverk sitt hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Önnu Pétursdóttur eftir Hans Wiers-Jensen í leikstjórn Gunnars Róbertssonar Hansen vorið 1951 meðan hann var ennþá í námi. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

Góð veiði í Blöndu Ýmsir að veiðum

Góð veiði í Blöndu Ýmsir að veiðum Blönduósi. Morgunblaðið. MJÖG góð veiði hefur verið í Blöndu í sumar. Um tólf hundruð laxar eru komnir á land og um 1.800 laxar hafa farið um teljara við Ennisflúðir. En það eru fleiri en þeir sem hafa greitt fyrir veiðileyfin sem stunda veiðarnar í Blöndu af kappi. Meira
28. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 49 orð

Góð veiði við Grímsey

ÁGÆTISVEIÐI hefur verið hjá smábátum í Grímsey að undanförnu og er þá sama hvort um er að ræða línu- eða handfærabáta. Myndin var tekin þegar Sæmundur Ólason á Kristínu EA-37 kom úr róðri nýlega með rúm þrjú tonn á tíu bala. Meira
28. júlí 1998 | Landsbyggðin | 217 orð

Grundarfirði-

Grundarfirði-Elín Pálmadóttir, blaðamaður og rithöfundur, flutti fyrirlestur á Hótel Framnesi í Grundarfirði föstudaginn 24. júlí. Fyrirlesturinn fjallaði um Frakka í Grundarfirði. Elín rakti sögu fiskveiða Frakka við Íslandsstrendur og þann þátt í sögu þeirra þegar þeir "námu land" og komu sér upp aðstöðu vegna fiskveiða sinna hér á landi. Í máli Elínar kom m.a. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Gönguferðir í Skaftafelli Í ÞJÓÐGARÐINUM í Skaftafelli er

Í ÞJÓÐGARÐINUM í Skaftafelli er boðið upp á eftirtaldar gönguferðir í vikunni. Allar ferðirnar hefjast við landlíkanið í porti þjónustumiðstöðvarinnar. Á þriðjudaginn kl. 10­12. Gönguferð með landverði frá þjónustumiðstöð að Gömlu túnum, upp með Eystragili að Heygötufossi og síðan að Magnúarfossi í Vestragili. Þaðan verður haldið niður með Vestragili í Lambhaga og til baka í þjónustumiðstöð. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Hestamaður ökklabrotnar

MAÐUR á þrítugsaldri ökklabrotnaði síðdegis gær þegar hestur sem hann teymdi kippti snögglega til taumnum þannig að hann féll við. Óhappið átti sér stað vestan í Selvogsheiði um 800 metra frá þjóðveginum. Fóru menn frá Björgunarsveit Þorlákshafnar til aðstoðar og var maðurinn fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 784 orð

Hægt að hagræða um 2,5 milljarða

FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra segir að með hagræðingu í bankakerfinu sé hægt að ná fram allt að 2,5 milljarða sparnaði. Þetta jafngildi því að vaxtamunur lækki um 0,6­0,7%. Hann segir að ríkisvaldið geti haft afgerandi áhrif á hvort þessi hagræðing næst og ákvarðana sé að vænta af þess hálfu. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 484 orð

Íslenskir ferðamenn hafa lítið sótt á Norðausturland í sumar

LÍTIÐ hefur verið um íslenska ferðamenn á Norðausturlandi í sumar, að sögn fólks í ferðaþjónustu þar, og telja menn skýringuna einfaldlega þá að Íslendingar hafi haldið sig þar sem hefur verið sólríkara og hlýrra í veðri. Erlendir gestir hafa sótt Norðausturland heim í svipuðum mæli og áður. Meira
28. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 448 orð

"Kampavínsskipinu" sökkt á ný

LIÐ sænskra og danskra kafara og fjársjóðsleitarmanna, sem tókst um helgina að hífa upp á yfirborðið flakið af skipi sem var hlaðið stórum kampavínsfarmi þegar því var sökkt í Eystrasaltið á dögum fyrri heimsstyrjaldar, lét flakið sökkva aftur til botns á sunnudag. Hafði þá verið bjargað úr því öllu sem bjargað varð af hinum dýrmæta farmi. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 173 orð

Kvöldganga í Viðey HAFIN er önnur umferð í raðgöngum

HAFIN er önnur umferð í raðgöngum sumarsins í Viðey og í kvöld verður fjórða gangan um norðurströnd heimaeyjarinnar og yfir á Vestureyna. Gangan hefst á stéttinni fram við Stofuna, farið verður austur fyrir gamla túngarðinn og meðfram honum yfir á norðurströndina. Hún verður gengin vestur í Eiðishóla en síðan verður farið um Eiðið, yfir á Vesturey austanverða. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 27 orð

LEIÐRÉTT Hafliði rangfeðraður Hafl

LEIÐRÉTT Hafliði rangfeðraður Hafliði Helgason, útibússtjóri Útvegsbanka Íslands á Siglufirði frá 1939 til 1977 var ranglega feðraður í frétt í blaðinu sl. föstudag. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Leit stendur enn

FERJUFLUGVÉLARINNAR, sem hefur verið saknað frá því á miðnætti aðfaranótt laugardags, var leitað í allan gærdag. Leitin hófst um tíuleytið í gærmorgun en þota frá danska hernum, þyrla frá herskipi og flugvél tóku þátt í henni. Klukkan þrjú lentu vélarnar í Narsarsuaq til að taka eldsneyti og var leitinni haldið áfram eftir stutt stopp. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 431 orð

Leynilegar upptökur af starfsfólki ólöglegar

LANDSSAMBAND íslenskra verslunarmanna (LÍV) óskaði fyrr í sumar eftir áliti Tölvunefndar á því hvort það samrýmdist lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga ef settar eru upp leynilegar myndavélar á vinnustöðum en félagið hefur fengið ýmsar ábendingar um að slíkt eigi sér stað. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 33 orð

Lést í Meðalfellsvatni

Lést í Meðalfellsvatni MAÐURINN sem lést í Meðalfellsvatni á föstudag hét Jóhann Indriðason. Jóhann var 72 ára gamall, til heimilis á Garðatorgi 17 í Garðabæ. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Lítil skjálftavirkni

SKJÁLFTAVIRKNI hefur verið lítil í Mýrdalsjökli frá því að jarðskjálftahrina varð í honum austanverðum að morgni síðastliðins föstudags, en þá mældist stærsti skjálftinn um 3,6 á Richter-kvarða. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að tiltölulega rólegt hefði verið á svæðinu síðan, Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Ljósmæður funda TVÆR ljósmæður funduðu í gærmorgun með V

TVÆR ljósmæður funduðu í gærmorgun með Vigdísi Magnúsdóttur, forstjóra Ríkisspítalanna, og Önnu Stefánsdóttur hjúkrunarforstjóra og munu þær funda saman aftur í dag. Björg Pálsdóttir, önnur ljósmóðirin, segir að svo stöddu ekkert hægt að gefa upp um innihald fundarins eða framhaldið, málið sé á of viðkvæmu stigi til þess. Meira
28. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 473 orð

Lögmenn semja um fyrirkomulag vitnaleiðslna

LÖGMENN Bills Clintons Bandaríkjaforseta áttu um helgina í viðræðum við óháða saksóknarann Kenneth Starr um fyrirkomulag vitnaleiðslna yfir forsetanum, en Starr hefur stefnt honum til að bera vitni fyrir rannsóknarkviðdómi um meint samband sitt við Monicu Lewinsky, sjálfboðaliða sem starfaði í Hvíta húsinu. Meira
28. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 204 orð

Lög verði sett um litljósritunarvélar

SEÐLABANKI Evrópu hefur hvatt til þess að séð verði fyrir því með lagasetningu, að ekki verði hægt að nota litljósritunarvélar til að falsa nýju evró-seðlana, sem eiga að koma í umferð í öllum þátttökuríkjum Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU, í ársbyrjun 2002. Meira
28. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Mannlífið lifnað í miðbænum

LOKSINS, gott veður, hafa eflaust margir hugsað þegar sólin fór að skína um helgina fyrir norðan, enda hefur fólk ekki séð mikið af henni síðustu tvær vikur eða svo. Ágætisveður var á Akureyri í gær og mátti sjá þess glögg merki í miðbænum sem lifnaði allur við um leið og fór að volgna. Hitastigið gaf tilefni til þess að setjast niður, fylgjast með mannlífinu, eða kíkja í góða bók. Meira
28. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 610 orð

"Mér er bara kalt á fótunum"

VONIR manna um að takast mætti að finna tíu austurríska námaverkamenn, sem lokuðust inni í námu fyrir rúmri viku, glæddust í gær þegar tókst að bjarga einum vinnufélaga þeirra á lífi upp úr námagöngum 60 m undir yfirborðinu, þar sem hann hafði legið innilokaður allan tímann. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 485 orð

Mikill lax ­ lítið vatn saman við Mikill lax

Mikill lax en lítið af vatni saman við hann er það sem einkennir laxveiðiárnar á Vesturlandi. Menn tala um að það veiti ekki af ausandi regni í þrjá til fjóra daga til að koma málum í eðlilegt horf. "Við segjum lítið hér við Langá, í 25 ár hef ég aldrei séð ána svona vatnslitla og hefur hún þó miðlun sem heldur henni við efnið lengur en gengur og gerist í nágrannaánum. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 27 orð

Morgunblaðið/Golli Feðgar að veiðum "Hann

Morgunblaðið/Golli Feðgar að veiðum "Hann er svo ljótur, ég vil ekki koma við hann," sagði Aron Daði þegar pabbi hans, Gauti Halldórsson, dró marhnút að landi á Arnarstapa. Meira
28. júlí 1998 | Miðopna | 336 orð

Norðmenn skilja best hin Norðurlandamálin

RANNSÓKNIR hafa leitt í ljós að Norðmenn eiga tiltölulega auðveldast með að skilja granntungurnar og að þeir skilja sænsku betur en dönsku. Norska er sömuleiðis það mál sem nágrannaþjóðirnar skilja best. Aftur á móti eiga Danir og Svíar öllu erfiðara með að skilja hver annars tungur og einkum og sér í lagi virðast Svíar eiga erfitt með að skilja Dani. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 324 orð

Ógnaði tveimur sjö ára stúlkum með hnífi

RÉTT fyrir klukkan 21 í gærkvöldi barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um að dökklæddur maður með skegg hefði ógnað tveimur sjö ára gömlum stúlkum með hnífi í Fossvoginum. Að sögn lögreglunnar sagði maðurinn stúlkunum að fara úr buxunum og tók í aðra þeirra en þeim tókst að rífa sig lausar og hlaupa á brott. Maðurinn veitti þeim ekki eftirför. Meira
28. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 469 orð

Sakar Persson um hugleysi í EMU-málum

CARL Bildt, leiðtogi sænska Hægriflokksins, kastaði stríðshanskanum í sænsku kosningabaráttunni um helgina þegar hann kallaði Göran Persson forsætisráðherra og leiðtoga jafnaðarmanna hugleysingja. Kom þetta fram í ræðu þar sem hann útlistaði baráttumál Hægriflokksins í kosningunum 20. september. Meira
28. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 352 orð

Skotárás á N-Írlandi

TVEIR kaþólskir bræður voru særðir skotsárum í Londonderry á Norður-Írlandi í gær. Voru þeir staddir í húsi í einu hverfi mótmælenda þegar fimm eða sex menn réðust þar inn og skutu á þá. Er annar bræðranna alvarlega særður á sjúkrahúsi í Belfast. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 420 orð

Starfsmenn Landmælinga fá ókeypis ferðir sem teljast til vinnutíma

ÞRETTÁN af tuttugu starfsmönnum Landmælinga Íslands, hafa tekið tilboði stjórnar stofnunarinnar um samning til fjögurra ára sem felur í sér kostnaðarlausar ferðir til og frá vinnu á Akranesi. Að sögn Ingimars Sigurðssonar, stjórnarformanns Landmælinga, munu ferðirnar að mestu leyti teljast til vinnutíma starfsmannanna. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Steypuvinnu lokið

STEYPUVINNU við Hágöngumiðlun lauk á fimmtudaginn. Smiðir kepptust við að ljúka uppslætti við 125 metra langt yfirfall og að því loknu var steypunni hellt í mótin. Mátti ekki tæpara standa, því vatnsyfirborðið hækkaði ört og nálgaðist steypustöðina. Var hún tekin niður strax og síðasta steypan var komin í mótin. Ekki var veðrið upp á það besta þennan dag, kuldi og snjókoma. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Takmarkaður aðgangur að tjaldstæðum Búða Á BÚÐUM á Snæfellsnesi ve

Á BÚÐUM á Snæfellsnesi verður takmarkaður fjöldi tjaldstæðagesta um verslunarmannahelgina. Miðað verður við hámark 300 tjaldstæðagesti og verður mögulegt að kaupa tjaldstæði með fyrirvara til að tryggja sér aðgang. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 696 orð

Um 200.000 steinar og gangstéttarhellur

Búið er að opna Laugaveg milli Frakkastígs og Barónsstígs fyrir umferð bíla og gangandi fólks eftir miklar endurbætur. Guðjón Borgar Hilmarsson, kaupmaður í Spörtu, hefur ásamt Jóni Sigurjónssyni hjá Jóni og Óskari borið hitann og þungann af baráttunni fyrir endurbótunum. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð

Upplýsinga- og fræðslusetur um rafmagn

RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hafa tekið upp samstarf um að koma upp upplýsinga- og fræðsluseturs um rafmagn við gömlu rafstöðina í Elliðaárdal. Að sögn Meyvants Þórólfssonar, kennsluráðgjafa á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, er gert ráð fyrir að setrið taki til starfa í haust og verður það ætlað 11­12 ára börnum. Meira
28. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 134 orð

Útlitið svart fyrir Kohl

TVEIMUR mánuðum fyrir kosningar til þýzka Sambandsþingsins eru helztu sérfræðingar Þýzkalands í skoðanakönnunum á einu máli um að óvinsældir Helmuts Kohls kanzlara séu miklar og mjög ólíklegt sé orðið að honum takist að vinna upp fylgisforskot Gerhards Schröders, kanzlaraefnis Jafnaðarmannaflokksins (SPD). Meira
28. júlí 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Vaðbrekku, Hrafnkelsdal-

Vaðbrekku, Hrafnkelsdal- Tveir menn á vegum Arctic Rafting á Egilsstöðum reru á tveimur kajökum niður Jökulsá á Brú eftir Dimmugljúfrum og Hafrahvömmum út að Hnitasporði á dögunum. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 287 orð

Varði doktorsritgerð í iðnaðarverkfræði

SIGURÐUR Ólafsson varði nýlega doktorsritgerð við University of Wisconsin-Madison í Bandaríkjunum í iðnaðarverkfræði. Ritgerð dr. Sigurðar nefnist "Samleitnihegðun hreiðruðu hlutunar aðferðarinnar við slembna bestun." Ritgerðin fellur undir svið aðgerðargreiningar. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 279 orð

Viðbúnaður lögreglu vegna helgarinnar VERSLU

VERSLUNARMANNAHELGIN er framundan en hún er mesta ferðahelgi ársins. Lögreglan verður með sérstakan viðbúnað með það að markmiði að koma í veg fyrir slys á vegunum. Því skorar lögreglan á alla vegfarendur að skipuleggja ferðalagið til enda áður en lagt er af stað. Meira
28. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 416 orð

Við erum illa stödd bíllaus

BIFREIÐ í eigu sumardvalarheimilisins að Ástjörn í Kelduhverfi eyðilagðist í óhappi fyrir helgi og hefur heimilið nú aðeins einkabíl forstöðumannsins til umráða við flutning á börnunum milli staða. Verið var að aka til Seyðisfjarðar þegar óhappið varð, að ná í starfsfólk frá Færeyjum sem kom með ferjunni þangað. Meira
28. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Viðræður við nýjan sveitarstjóra

VIÐÆÐUR standa yfir milli Hríseyjarhrepps og Péturs Bolla Jóhannessonar, arkitekts á Þórshöfn, um að taka að sér starf sveitarstjóra, en núverandi sveitarstjóri, Gunnar Jónsson lætur senn af störfum. Jafnframt er rætt við eiginkonu Péturs Bolla, Rut Indriðadóttir, um að taka að sér starf skólastjóra Grunnskólans í Hrísey, en hún hefur verið skólastjóri á Þórshöfn. Meira
28. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 329 orð

Þótti umdeildur en litríkur

VIÐSKIPTAJÖFURINN "Tiny" Rowland, sem á sunnudag lést í London af völdum krabbameins 80 ára að aldri, var eitt sinn nefndur "hið óásættanlega andlit kapítalismans" af Edward Heath, þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Meira
28. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Þúsund manns til Eyja með Íslandsflugi ÍSLANDSFLUG er meðal þeir

ÍSLANDSFLUG er meðal þeirra flugfélaga sem bjóða upp á flug- og pakkaferðir á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Þar hafa verið seldir 800 pakkar, þ.e. flug fram og til baka og miði á þjóðhátíð, og eru það fleiri bókanir en nokkru sinni áður. Útlit er fyrir að Íslandsflug fljúgi með um 1.000 manns til Eyja og til baka um verslunarmannahelgina. Meira

Ritstjórnargreinar

28. júlí 1998 | Staksteinar | 305 orð

»Lýðræði? Í BLAÐINU Vestra, sem gefið er út á Ísafirði, er fjallað um fiskveið

Í BLAÐINU Vestra, sem gefið er út á Ísafirði, er fjallað um fiskveiðistjórnun á Íslandi og ber leiðari blaðsins fyrirsögnina: "Er þetta lýðræði?" Í LEIÐARANUM segir: "Allt frá árinu 1984 hefur fiskveiðistjórnun á Íslandi verið að taka á sig mynd sem helst er hægt að líkja við hrylling. Meira
28. júlí 1998 | Leiðarar | 656 orð

LÆRDÓMSRIT ÞÝDD Á ENSKU

LÆRDÓMSRIT ÞÝDD Á ENSKU AÐ HEFUR óneitanlega háð nokkuð rannsóknum á hugmyndum og sögu sextándu, sautjándu og átjándu aldar að nokkur merkustu fræðirit þessa tíma eru rituð á latínu og því fæstum aðgengileg. Meira

Menning

28. júlí 1998 | Tónlist | 647 orð

Bachiana Islandeira

Hjálmar H. Ragnarsson: Vocalise (frumfl.); Jón Nordal: Dúó (1983); Myndir á þili (1992); Carl Nielsen: Strengjakvartett í f-moll Op. 5. Nina Pavlovski sópran; Martynas Svégzda von Bekker, fiðla; Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó; Auður Hafsteinsdóttir, fiðla; Bryndís Halla Gylfadóttir, selló; Greta Guðnadóttir, fiðla; Guðmundur Kristmundsson, víóla. Reykholtskirkju, föstudaginn 24. júlí kl. Meira
28. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 542 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsd

Sex dagar, sjö nætur Ford og Heche mynda prýðilegt par í gamanhasarmynd a la Romancing the Stone. Full tuggið en ekki leiðinlegt. Armageddon Afskaplega amerísk stórmynd með húmor, fínum brellum og miklum hetjum. Meira
28. júlí 1998 | Menningarlíf | 369 orð

Bræður með bækur á metsölulista

MALACHY McCourt hefur fetað í fótspor bróður síns, Frank McCourt, og sent frá sér sína fyrstu bók, "A Monk Swimming". Verkið byggir hann líkt og bróðirinn á endurminningum og tekur upp þráðinn þar sem frásögn eldri bróðurins sleppir við komuna til New York, þá tvítugur að aldri, eftir erfiða bernsku við kröpp kjör í bænum Limerick á Írlandi. Meira
28. júlí 1998 | Myndlist | 524 orð

Bygging og ljóðræna

Opið alla daga frá 14­18. Einnig aðgangur frá veitingastofu milli 11 og 23. Til 30. júlí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er ekki oft sem við fáum heimsókn frá myndlistarmönnum, sem lifa og starfa í Malaga á Suður- Spáni, sem eins og mörgum mun kunnugt er fæðingarstaður Picassos. Meira
28. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 124 orð

Clinton þeytir lúður DJASSMEISTARINN Lio

DJASSMEISTARINN Lionel Hampton varð níræður í apríl sl. en vegna mikilla anna í tónlistarbransanum gat hann ekki þegið boð forseta Bandaríkjanna um að halda honum veislu fyrr en nú fyrir stuttu. Þá var 250 manns boðið í partí í Hvíta húsinu, þar sem Hampton var bæði heiðursgesturinn og aðalskemmtikrafturinn. Bill Clinton greip í saxófóninn og spilaði fyrir djassjöfurinn að beiðni hans. Meira
28. júlí 1998 | Menningarlíf | 62 orð

Donald Judd í Fiskinum

HEIMILDARMYND um list minimalistans Donalds Judds verður sýnd í galleríinu Fiskinum á Skólavörðustíg 22c í dag, þriðjudaginn 28. júlí. Sýningartími myndarinnar er 40 mínútur og verður hún sýnd á klukkutímafresti meðan Fiskurinn er opinn, frá klukkan 14 til 18. Meira
28. júlí 1998 | Tónlist | -1 orð

Eftirminnilegur tónlistarviðburður

Andrew Manze flutti einleiksverk fyrir fiðlu eftir Westhoff, Biber og J.S. Bach. Laugardaginn 25. júlí. ÞAÐ hefur nokkrum sinnum komið fyrir að undirritaður hafi haft undrunina heim með sér frá einstaka tónleikum og svo var nú, eftir að hafa hlýtt á fiðluleik Andrews Manzes sl. Meira
28. júlí 1998 | Tónlist | -1 orð

Er gamalt nýtt og nýtt gamalt?

Margrét Bóasdóttir, Nora Kornblueh og Jörg Sondermann fluttu nýja og gamla messutónlist. Laugardaginn 25. júlí. ÞEGAR fjallað er um nýja og gamla kirkjutónlist er í raun verið að fjalla um fagurfræði, því megininntak kirkjusöngs er tilbeiðslan, tignunin og fórn eigin tilfinninga gagnvart Guði. Meira
28. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 170 orð

Fóru beint á toppinn í Bretlandi

KRYDDPÍURNAR sýndu og sönnuðu um helgina að sameiginleg framtíð þeirra er hvergi í hættu þrátt fyrir brotthvarf rauða kryddsins Geri Halliwell því nýja lagið þeirra "Viva Forever" fór beint í efsta sæti breska vinsældalistans. Þetta var í sjöunda sinn sem Kryddpíurnar koma lagi í toppsæti breska vinsældalistans en "Viva Forever" er fyrsta lagið sem þær gefa út sem kvartett. Meira
28. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 380 orð

Frábær glæpamynd Andlit (Face)

Framleiðsla: David M. Thompson og Elinor Day. Leikstjórn: Antonia Bird. Handrit: Ronan Bennett. Kvikmyndataka: Fred Tammes. Tónlist: Andy Roberts, Paul Conboy og Adrian Corker. Aðalhlutverk: Robert Carlyle, Ray Winstone, Steven Waddington og Philip Davis. 101 mín. Bresk. Sam-myndbönd, júlí, 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
28. júlí 1998 | Tónlist | 497 orð

Í kapp við tímann

J.S. Bach: Sónata í G BWV 1027; Webern: Drei kleine Stücke Op. 11; Beethoven: Sónata í C Op. 102,1; Hindemith: Meditation; Brahms: Sónata í e Op. 38. Hrafnkell Orri Egilsson, selló; Árni Heimir Ingólfsson, píanó. Fella- og Hólakirkju, fimmtudaginn 23. júlí kl. 20:30. Meira
28. júlí 1998 | Menningarlíf | 277 orð

Leika og syngja á Íslendingaslóðum

Stór hópur eldri borgara, um 90 manns, leggja í dag upp í ferð á Íslendingaslóðir í Kanada og munu fara víða áður en heim verður snúið þann 12. ágúst. Í hópnum eru þrjátíu manna kór og 5 félagar úr leikhópnum Snúði og Snældu sem koma munu fram víða meðan á ferðinni stendur og leika og syngja. Fyrsta uppákoman verður föstudaginn 31.júlí á vegum Esjudeildarinnar í Árborg. Meira
28. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 382 orð

Líf og fjör í klámmyndunum Djarfar nætur (Boogie Nights)

Framleiðendur: Paul Thomas Anderson, Lloyd Levin, John Lyons, Joanne Sellar. Leikstjóri: Michael Penn. Handritshöfundur: Paul Thomas Anderson. Kvikmyndataka: Robert Elswit. Tónlist: Michael Penn. Aðalhlutverk: Marc Whalberg, Heather Graham, Burt Reynolds, Philip Baker Hall, Julianne Moore, William H. Macy. 152 mín. Bandaríkin. Háskólabíó 1998. Meira
28. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 266 orð

Los AngelesHundsuðu forsýningu "Saving P

NÝJASTA kvikmynd leikstjórans Stevens Spielbergs "Saving Private Ryan" var forsýnd í Los Angeles í vikunni en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Myndin fjallar um leiðangur, sem stjórnað er af Tom Hanks, og er ætlað að bjarga hermanninum Ryan, sem nýja stjarnan Matt Damon leikur. Meira
28. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 1053 orð

RICHARD FLEISCHER

ÞESSA dagana er einn af smellum sumarsins, Dagfinnnur dýralæknir, að vippa sér yfir 100 milljóna dala múrinn í Bandaríkjunum, ein sárafárra sem náð hafa því eftirsótta marki. Hún er endurgerð fokdýrrar samnefndrar tónlistarmyndar frá 1967, sem skilaði ekki krónu í kassann. Meira
28. júlí 1998 | Myndlist | -1 orð

Septembermálarar

Þrír septembermálarar/ásamt einkasafni Gísla Skúla Jakobssonar Opið alla daga frá 14­18. Til 9. ágúst. Aðgangseyrir 300 krónur. ÞAÐ væri að bera í bakkafullan lækinn að tíunda enn einu sinni þá hörðu og óvægu orðræðu sem fylgdi í kjölfar Septembersýningarinnar í Listamannaskálanum gamla við Kirkjustræti 1947, er öllu frekar efni í sérstaka grein eða fleiri greinar. Meira
28. júlí 1998 | Menningarlíf | 72 orð

Stytta færð í föt

BRESKI listamaðurinn Simon Stringer hefur neyðst til að breyta rúmlega þriggja metra hárri styttu, sem hann gerði til minningar um frumkvöðla í stétt flugvirkja, vegna þess að hún þótti of fáklædd. Frumútgáfa Stringers af flugvirkjanum var einungis íklædd stuttbuxum en það fékk í grýttan jarðveg hjá nefndinni sem pantaði styttuna. Meira
28. júlí 1998 | Menningarlíf | 83 orð

Sumartónleikar á Seyðisfirði

NÆSTI flytjandi í tónleikaröðinni Bláa kirkjan er Elfa Hlín Pétursdóttir, blokkflautuleikari frá Seyðisfirði og Reykjavík. Hún leikur ásamt Muff Worden píanó- og orgelleikara í kirkjunni á Seyðisfirði miðvikudagskvöldið 29. júlí kl. 20.30. Meira
28. júlí 1998 | Menningarlíf | 50 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGUNNI í Listasafni Árnesinga á Selfossi á verkum Magnúsar Tómassonar, Stiklur, og farandsýningunni á 40 tillögum að minjagripum, lýkur föstudaginn 31. júlí. Safnið er opið frá kl. 14­17 nema á mánudögum. Eden, Hveragerði SÝNINGU Sigurbjörns Eldon Logasonar á vatnslitamyndum í Eden lýkur nú á sunnudag, 26. júlí. Meira
28. júlí 1998 | Menningarlíf | 133 orð

Söngtónleikar í Egilsstaðakirkju

Söngtónleikar í Egilsstaðakirkju KARLAKVARTETTINN Út í vorið heldur söngtónleika í Egilsstaðakirkju miðvikudaginn 29. júlí kl. 20.30. Fimmtudaginn 30. júlí syngur kvartettinn á sagnakvöldi í Vopnafirði. Meira
28. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 731 orð

Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna Jerry Seinfel

Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna Jerry Seinfeld ekki tilnefndur TILNEFNINGAR til Emmy-sjónvarpsverðlaunanna voru kynntar á dögunum en verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Los Angeles hinn 13. september næstkomandi. Meira
28. júlí 1998 | Skólar/Menntun | 1487 orð

Um fimmtíu stöður enn lausar

Kennaraskortur Fyrirsjáanlegur skortur á kennurum í höfuðborginni næsta haust er Gerði G. Óskarsdóttur, fræðslustjóra í Reykjavík, mikið áhyggjuefni. María Hrönn Gunnarsdóttir ræddi við hana og Ólaf H. Jóhannsson, skorarstjóra grunnskólaskorar Kennaraháskóla Íslands, um vandann. Meira
28. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 630 orð

ÚFF!

ÉG get ekki neitað því að ég hlakkaði mikið til að hlusta á plötu Seans Lennons, Into the Sun, sem kom út nú í sumar. Titillinn sagði mér í sjálfu sér ekki mikið, en þar sem ég er mikill "Bítlakall" og þreytist ekki við að hlusta á plötur Bítlanna, sólóplötur meðlima hljómsveitarinnar, nú eða afkvæma þeirra og maka, skipti það litlu máli. Meira
28. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 257 orð

Útvötnuð ástarsaga Í hendur hafsins (Swept from the Sea)

Framleiðendur: Tom Engelman. Leikstjóri: Beeban Kidron. Handritshöfundar: Tim Willocks. Kvikmyndataka: Dick Pope. Tónlist: John Barry. Aðalhlutverk: Vincent Pérez, Rachel Weisz, Ian McKellen, Joss Ackland, Kathy Bates, Tom Bell. 114 mín. England. Háskólabíó 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
28. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 120 orð

Þurfti að aflýsa brúðkaupinu

FRANSKI fótboltakappinn Emmanuel Petit þurfti á fresta brúðkaupi sínu á laugardaginn því franska lögreglan óttaðist að nærvera félaga hans í franska landsliðinu myndi valda öngþveiti í bænum Eze. Meira
28. júlí 1998 | Tónlist | 474 orð

Æska og ástríður

Sönglög og aríur eftir Lange-Müller, Heise, Gershwin, Puccini og Catalani. Nina Pavlovski sópran; Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó. Reykholtskirkju, laugardaginn 25. júlí kl. 13:30. AF ÓVIÐRÁÐANLEGUM ástæðum seinkaði öðrum tónleikum Reykholtshátíðar um klukkutíma og hófust ekki fyrr en kl. 14:30. Meira

Umræðan

28. júlí 1998 | Aðsent efni | 647 orð

Eins og í fyrra, undir 16 ára ­ aðeins með foreldrum

AÐ UNDANFÖRNU hefur mátt sjá auglýsingar þar sem foreldrar eru hvattir til að sýna börnum sínum ást með því að segja nei þegar vímuefni eru annars vegar. Þeir eru hvattir til að vera samtaka, ákveðnir og elskulegir, m.a. með því að neita að kaupa áfengi fyrir unglinga undir 16 ára aldri. Þessum tilmælum var sterklega beint til foreldra í fyrra og viðbrögð voru mjög góð, a.m.k. Meira
28. júlí 1998 | Aðsent efni | 953 orð

Flokkurinn flokksins vegna?

STJÓRNMÁL snúast um hver skuli fara með stjórn landsins, sjá um dreifingu gæðanna og varða leiðina til framtíðar. Síðan hafa menn að sjálfsögðu mismunandi skoðanir á því hvaða leið sé heppilegust, hverjir hafi mestan rétt á gæðunum og hverjir eigi eiginlega að vera við völd. Af þessu spretta mismunandi stjórnmálaflokkar með mismunandi stefnumál, en allir með sama markmið, þ.e. að komast til valda. Meira
28. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 900 orð

Forsaga mála í Kosovo og Metohija Frá Rúnari Kristjánssyni: ÞEGA

ÞEGAR menn hugleiða þróun mála í Kosovo og Metohija mættu þeir gjarnan taka þá staðreynd með í myndina, að þetta landsvæði er Serbum það sama og Þingvellir eru Íslendingum. Þarna er beinlínis svið og vagga serbneskrar menningar og sögu. Meira
28. júlí 1998 | Aðsent efni | 783 orð

Gilgamesh ­ þýðing eða endurgerð

OFT HAFA menn mörg orð um lítið efni. Baldur Óskarsson skrifar tvær greinar í Morgunblaðið hinn 19. júlí og 21. júlí. Báðar fjalla þær um ritdóm eftir mig um þýðingu Gunnars Dal á riti sem hann nefnir Fyrsta ljóð heimsins ­ söguljóðið um Gilgamesh. Er raunar seinni greinin skrifuð vegna leiðra mistaka sem urðu við uppsetningu fyrri greinar Baldurs. Meira
28. júlí 1998 | Aðsent efni | 754 orð

Hvað svo?

ER ÍSLENSKA flokkakerfið í upplausn? Þessi fullyrðing hefur heyrst að undanförnu. Hræringarnar hafa verið miklar á "vinstri" væng stjórnmálanna, svo notuð sé hefðbundin skilgreining um hægri og vinstri. Innkoma Sverris Hermannssonar á vordögum hefur síðan hleypt lífi í "hægri" vænginn. Ég tel áhugavert að velta þessum hugtökum, hægri og vinstri, upp. Meira
28. júlí 1998 | Aðsent efni | 857 orð

Hvalfjarðargöng ­ undir verndarvæng álfa?

ÁGÆTA stjórn. Það er full ástæða til þess að óska ykkur til hamingju með vel unnið starf og frábæra framkvæmd, nú þegar göng undir Hvalfjörð eru ekki lengur draumsýn fárra mann heldur raunveruleiki, sem þjóðin öll mun njóta um langa framtíð. Það er ósk mín og bæn að varðveisla Guðs megi framvegis sem hingað til veitast þeim, sem um göngin fara. Meira
28. júlí 1998 | Aðsent efni | 1365 orð

Meira um dagvistarmál

Í MORGUNBLAÐINU hinn 9. júlí síðastliðinn, birtist grein eftir Inga Jón Hauksson sálfræðing, þar sem hann gagnrýnir rannsókn mína á áhrif leikskóladvalar á börn. Birst hafði viðtal við mig í Morgunblaðinu hinn 2. júlí um rannsókn þessa. Ingi Jón bendir á tvö atriði í rannsókninni, lágt svarhlutfall og gæði listanna sem hann telur útiloka nokkra túlkun á niðurstöðum. Meira
28. júlí 1998 | Aðsent efni | 966 orð

Skýrsla forsætisráðherra um stöðu eldri borgara hér og erlendis

UM GILDI skýrslunnar deila í Morgunblaðinu Orri Hauksson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, (23. júlí) og Ágúst Einarsson alþingismaður (14. júlí) og hafa báðir nokkuð til síns máls. Skýrslan er gerð að beiðni þingflokks jafnaðarmanna og unnin af Þjóðhagsstofnun. Spurt er 23 spurninga um kjör aldraðra hér á landi og í OECD-ríkjunum, en í upphafi skýrslunnar segir m.a. Meira
28. júlí 1998 | Aðsent efni | 1019 orð

Varamannsvandamál R-listans

NOKKRAR umræður hafa átt sér stað að undanförnu vegna þeirrar ákvörðunar R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur, að kalla inn sem varamann 13. mann listans, Pétur Jónsson, í forföllum Hrannars B. Arnarssonar borgarfulltrúa, sem skipaði 3. sæti listans í kosningunum í vor. Skiptar skoðanir hafa verið um hvort sveitarstjórnarlög heimili að þessi háttur sé hafður á eða hvort kalla beri inn 1. Meira

Minningargreinar

28. júlí 1998 | Minningargreinar | 28 orð

GUNNLAUGUR ÞÓRÐARSON

GUNNLAUGUR ÞÓRÐARSON Gunnlaugur Þórðarson fæddist á Kleppi við Reykjavík 14. apríl 1919. Hann lést á Landakotsspítala 20. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 30. maí. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 258 orð

Halldóra Reykdal

Elsku amma mín. Ég kveð þig með söknuði og þakklæti fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo hlý og góð og gafst þér alltaf tíma til að gera eitthvað með mér, t.d. þegar ég var hjá þér í pössun, þá var svo margt skemmtilegt sem við gerðum saman og var mér lærdómsríkt, eins og þegar þú kenndir mér á klukku og þá þótti mér ég vera orðin ansi stór. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 389 orð

Halldóra Reykdal

Elsku amma mín, nú ert þú farin frá okkur og komin til afa sem ég veit að þér mun líða vel hjá. Söknuðurinn er alltaf sár og erfiður en við sem ávallt elskum þig verðum að hugsa að þú ert búin að vera mikið veik og við vitum að nú ert þú komin til guðs sem mun ávallt passa þig og varðveita þig. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 182 orð

Halldóra Reykdal

"Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Úr Spámanninum. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 159 orð

Halldóra Reykdal

Hinn 19. júlí er mér sagt að þú, Halldóra amma sért dáin. Í eigingirni minni felli ég tár, en gleðst þó yfir að nú fáir þú þá hvíld sem þú átt skilið og hefur lengi þráð. Eftir eru ótal ómetanlegar minningar sem lifa áfram. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 105 orð

Halldóra Reykdal

Blessuð vertu, amma mín, ó hve ég sakna þín. Í himnaríki þú unnir þér, þar er drottinn sem gætir að mér. En nú ert þú engill með geislabaug og í hvítum silkikjól. Og nú situr þú við hliðina á mér og hvíslar í eyra mitt, ekki gráta barnið mitt, því ég er alltaf hjá þér. En þegar mér líður illa, þá hugsa ég til þín, því þú varst alltaf svo glöð og hlý, er þú vafðir örmum þínum um mig. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 65 orð

HALLDÓRA REYKDAL

HALLDÓRA REYKDAL Halldóra Reykdal Traustadóttir var fædd á Akureyri 5. nóvember 1916. Hún lést 19. júlí síðastliðinn á Kumbaravogi á Stokkseyri. Foreldrar hennar voru Trausti Reykdal og Anna Reykdal. Halldóra giftist Gunnari Einarssyni kennara. Hann var fæddur 18. október 1901, dáinn 30. apríl 1959. Börn þeirra voru sex og eru fjögur þeirra á lífi. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 284 orð

Hrafnhildur Stefánsdóttir

Það var miðvikudaginn 15. júlí sl. sem þú, elsku besta frænka okkar, lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga eftir langa og stranga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þú varst alveg einstök. Þú varst ekki bara frænka okkar systra, heldur varstu eins og amma okkar, sem við gátum alltaf leitað til. Þú tókst alltaf á móti okkur opnum örmum og vildir allt fyrir okkur gera. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 33 orð

HRAFNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR

HRAFNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR Hrafnhildur Stefánsdóttir fæddist á Hjaltastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði hinn 11. júní 1937. Hún lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga hinn 15. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 25. júlí. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 511 orð

Ingunn M. Þorsteinsdóttir

Elsku mamma er farin, eftir erfiða baráttu við ólæknandi sjúkdóm þar sem er bara einn sigurvegari og baráttan er ójöfn. Það er erfitt að sætta sig við þetta, en það eru æðri völd sem ráða ferðinni. Mamma var fædd rétt fyrir heimskreppuna og ólst upp í seinni heimsstyrjöld. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 270 orð

Ingunn M. Þorsteinsdóttir

Nú hefur hún Inga mín kvatt þennan heim eftir erfiða baráttu við hinn illkynja sjúkdóm krabbamein. Það er hræðilegt að sjá hvernig sá sjúkdómur getur farið með fólk eins og hann gerði við Ingu mína, þessa hressu og skemmtilegu konu. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 131 orð

Ingunn M. Þorsteinsdóttir

Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku mamma, það er skrýtin tilfinning að þú sért farin frá okkur. Ég veit að þú varst hvíldinni fegin og varst farin að bíða eftir því að hitta pabba aftur. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 212 orð

INGUNN M. ÞORSTEINSDÓTTIR

INGUNN M. ÞORSTEINSDÓTTIR Ingunn M. Þorsteinsdóttir, fæddist í Reykjavík 28. janúar 1927. Hún lést á heimili sínu hinn 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Ágúst Guðmundsson, skipstjóri, f. í Reykjavík 3. ágúst 1895, d. 25. september 1985, og Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir frá Meiðastöðum í Garði, f. 22. mars 1894, d. 29. ágúst 1956. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 308 orð

Líney Hulda Gestsdóttir

"Megum við fara niður til Huldu og Bóbó?" er setning sem oft hljómaði frá drengjunum okkar síðastliðin níu ár, eða árin sem við fjölskyldan bjuggum í sama húsi og Hulda og Bóbó (Líney Hulda Gestsdóttir og Sigurður Karlsson) á Bjarkargötu 14 í Reykjavík. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 262 orð

Líney Hulda Gestsdóttir

Við lát systur minnar Líneyjar Huldu vil ég minnast hennar nokkrum orðum. Þegar Gestur sonur hennar hringdi í mig aðfaranótt laugardagsins 18. júlí og tilkynnti mér að hún væri komin inn á Sjúkrahús Reykjavíkur með blæðingu við heila og að henni væri vart hugað líf brá mér mikið. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 258 orð

LÍNEY HULDA GESTSDÓTTIR

LÍNEY HULDA GESTSDÓTTIR Líney Hulda Gestsdóttir fæddist á Lækjarbakka á Árskógsströnd í Eyjafirði 3. nóvember 1935. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 19. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gestur Sölvason, f. 17.9. 1897, d. 21.10. 1954, sjómaður frá Litla-Árskógssandi, og Kristjana Steinunn Ingimundardóttir, f. 4.8. 1903, d. 8.2. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 807 orð

Magnús Jónsson

Mér brá þegar ég frétti af andláti Magnúsar Jónssonar, eða Magga hennar Helgu eins og ég kallaði hann alltaf. Gat það verið að Maggi væri allur? Hann hafði barist hetjulegri baráttu við veikindi frá því að þau komu í ljós fyrir nokkrum mánuðum. Margar minningar koma í hugann þegar ég sest niður til að minnast vinar míns, Magga hennar Helgu. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 743 orð

Magnús Jónsson

Það mun nú vera nær hálfur fjórði áratugur síðan fundum okkar Magnúsar Jónssonar bar fyrst saman og lítt datt mér í hug á þeirri stundu að þá kveddi dyra á mínu heimili maður, sem átti eftir að verða ævilangt vinur minn og minna, - og þeim mun betri sem lengra leið. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 271 orð

MAGNÚS JÓNSSON

MAGNÚS JÓNSSON Magnús Jónsson fæddist 7. apríl 1941. Hann lést 20. júlí síðastliðinn. Faðir: Jón Magnússon, skipstjóri, f. 28.3. 1906, d. 13.2. 1983. Föðurforeldrar: Magnús Jónsson, sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu, og Jóhanna Andrea Oddgeirsdóttir, dóttir sr. Oddgeirs Guðmundssonar í Vestmannaeyjum, oft kenndur við Ofanleiti þar. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 408 orð

Sóley Sesselja Magnúsdóttir

Sóley Magnúsdóttir á Hvolsvelli lést 7. júlí sl. á heimili sínu. Heilsunni hafði hnignað og nú var æviskeiðið á enda runnið. Hún var fædd á Hóli í Bolungavík, dóttir hjónanna Magnúsar Árnasonar og Guðmundínu Sigurðardóttur. Fjölskyldan flutti til Súgandafjarðar þegar Sóley var á öðru ári og þar ólst hún upp í stórum systkinahópi. Faðir hennar rak þar m.a. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 33 orð

SÓLEY SESSELJA MAGNÚSDÓTTIR

SÓLEY SESSELJA MAGNÚSDÓTTIR Sóley Sesselja Magnúsdóttir fæddist á Hóli í Bolungavík 22. júní 1911. Hún lést á heimili sínu á Hvolsvelli 7. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stórólfshvolskirkju 25. júlí. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 353 orð

Unnur Ásta Friðriksdóttir

Ég kynntist Þorvaldi Friðrikssyni, bróður Unnar, sem hér er kvödd, í menntaskóla. Við lékum saman í leikritinu Jónsmessunæturdraumi ásamt ýmsum snillingum. Ég lék Jón Spóla, vefara, og varð að sæta því að vera kallaður það lengi á eftir. Sumarið eftir fór ég að vinna í Hvalstöðinni og þar var Þorvaldur einnig. Ég kynntist fólkinu þeirra á Harrastöðum við Skerjafjörð. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 29 orð

UNNUR ÁSTA FRIÐRIKSDÓTTIR

UNNUR ÁSTA FRIÐRIKSDÓTTIR Unnur Ásta Friðriksdóttir fæddist á Ísafirði 9. maí árið 1956 og lést í Reykjavík 14. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 24. júlí. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 329 orð

Þórdís Árnadóttir

Á kveðjustundu streyma fram í huga minn svo margar minningar um þig, Dodda frænka. Bernskuminningar þar sem þú varst sveipuð ævintýraljóma, "góða frænkan í Reykjavík", sem sendi alla fallegu jólapakkana sem voru svo stór þáttur í jólahaldi lítilla sveitadrengja austur á landi. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 254 orð

Þórdís Árnadóttir

Það er margs að minnast, þegar ég kveð tengdamóður mína, Þórdísi. Árið 1966 giftist ég Árna, elsta syni Doddu, eins og hún var ávallt kölluð, og Magnúsar. Betri tengdaforeldra hefði ég ekki getað hugsað mér, þau tóku mér opnum örmum og strax fannst mér ég vera partur af fjölskyldunni. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 313 orð

Þórdís Árnadóttir

Elsku amma mín er dáin. Það að fá aldrei aftur að sjá ömmu Þórdísi er sárt og söknuðurinn mikill en minningarnar eru söknuðinum yfirsterkari. Sem barn var ég mikið hjá ömmu og afa í Ásgarði. Þar var yndislegt að vera og, að mér fannst, besti staður í heimi. Þar var eins og tíminn stæði í stað og ég fylltist ró þegar ég kom í Ásgarðinn. Meira
28. júlí 1998 | Minningargreinar | 70 orð

ÞÓRDÍS ÁRNADÓTTIR

ÞÓRDÍS ÁRNADÓTTIR Þórdís Árnadóttir fæddist á Þverhamri í Breiðdal í Suður- Múlasýslu hinn 5. apríl 1912. Hún andaðist á Vífilsstaðaspítala hinn 14. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 27. júlí. Meira

Viðskipti

28. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 278 orð

Audi kaupir Lamborghini

AUDI, lúxusbílaframleiðandi Volkswagen AG, hefur undirritað samning um kaup á ítalska sportbílaframleiðandanum Lamborghini SpA í Bologna. Þar með stígur Volkswagen AG enn eitt skref í þeirri viðleitni að færa út kvíarnar í heiminum og framleiða lúxusbíla ekki síður en fólksvagna. Meira
28. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 544 orð

BT og AT&T gera risastóran samning

AT&T Corp. og British Telecommunication hafa komið á fót 10 milljarða dollara alþjóðlegu sameignarfyrirtæki, sem tengir tvö stærstu fjarskiptafyrirtæki heims á mörkuðum þar sem samkeppni er hörðust. Fyrirtækin munu samnýta búnað og starfsemi um allan heim og bjóða þjónustu milli fyrirtækja sem hafa skrifstofur um allan heim. Meira
28. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 235 orð

Dow veldur lækkun á evrópskum bréfum

VEIKARI Dow olli lækkunum í evrópskum kauphöllum í gær og jen hafði ekki verið lægra gegn dollar í fimm vikur vegna uggs um framtíð efnahagsstefnu Japana og verðfalls japanskra hlutabréfa. Hlutabréf féllu í London, Frankfurt og París vegna lækkunar þegar viðskipti hófust í Wall Street. Meira
28. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 118 orð

Hlutabréf í PolyGram hækka í verði

HAGNAÐUR hollenzka kvikmynda- og tónlistarfyrirtækisins PolyGram minnkaði um 84% á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir geisladisk frá Hanson, hinni ungu poppsveit, og endurútgáfu "Grease", hinnar kunnu kvikmyndar. Meira
28. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 365 orð

Hlutafé aukið um helming og starfsemi víkkuð út

HLUTHAFAR í Íslenska peroxíðfélaginu ehf. hafa ákveðið að víkka út og efla starfsemi félagsins og breyta nafni þess í Íslenska nýsköpun ehf. Íslenska peroxíðfélagið var stofnað í fyrra og markmið þess var að skoða hagkvæmni rekstrar vetnisperoxíðverksmiðju á Íslandi. Hluthafar eru Vatnsveita Reykjavíkur, Aflvaki hf., Burðarás hf., Áburðarverksmiðjan hf., Ísaga ehf., Skeljungur hf. Meira
28. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 370 orð

Skýrr sækir inn á einkamarkað

KAUPÞING hf. hefur gengið frá samningum við Skýrr hf. um kaup á viðskiptahugbúnaðinum Agresso. Kaupþing er fyrsta einkafyrirtækið, sem kaupir slíkan hugbúnað af Skýrr, sem hingað til hefur eingöngu þjónað fyrirtækjum í eigu ríkis og sveitarfélaga. Meira

Daglegt líf

28. júlí 1998 | Neytendur | 342 orð

Mikill hiti í botni getur leitt til bruna

FARA þarf varlega þegar nota á einnota útigrill sökum eldhættu sem af þeim stafar. Birna Hreiðarsdóttir, deildarstjóri hjá Löggildingarstofu, segir að deildinni hafi borist ábendingar um tjón af völdum slíkra grilla, en mikill hiti myndast í botninum þegar kolin hitna sem leitt getur til þess að undirlagið sviðni og orsaki jafnvel bruna. Meira
28. júlí 1998 | Neytendur | 47 orð

Nýtt Egils Orka Nýr orkudrykkur er kominn á markað fr

Nýr orkudrykkur er kominn á markað frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar sem nefnist Egils Extra Orka. Drykkurinn hefur verið í vöruþróun undanfarna mánuði og helstu sérkenni drykkjarins eru efnisinnihald, en í drykkinn er notað koffín, gingseng, guarana og þrúgusykur. Hann er seldur í 0,5 l plastflöskum. Meira

Fastir þættir

28. júlí 1998 | Í dag | 26 orð

60 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 28. júlí, er sextug Greta Fr

60 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 28. júlí, er sextug Greta Fredreksen, Vallargötu 21, Sandgerði. Hún og eiginmaður hennar, Karl Einarsson, eru stödd á Spáni á afmælisdaginn. Meira
28. júlí 1998 | Í dag | 26 orð

70 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 28. júlí, verður sjötug Lá

70 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 28. júlí, verður sjötug Lára Jóhannesdóttir, Ferjubakka III, Borgarhreppi, Mýrasýslu. Eiginmaður hennar er Sumarliði Páll Vilhjálmsson. Þau hjónin eru að heiman. Meira
28. júlí 1998 | Í dag | 425 orð

Aldraðir þurfa einnig að geta fagnað Hvað er mi

Hvað er milljónin nú á dögum? var haft eftir Sigurði Berndsen þjóðkunnum fjármálamanni. Nú til dags þykja það hæfileg mánaðarlaun sé embættið nógu þýðingarmikið. En nú má spyrja? Ef Íslendingar í þessu góðæri sem nú er sagt ríkja eru svona vel stæðir, Meira
28. júlí 1998 | Í dag | 33 orð

Árnað heill 70 ÁRA afmæli. Sjötugur er í d

Árnað heill 70 ÁRA afmæli. Sjötugur er í dag, 28. júlí, Ragnar Vignir, fyrrverandi yfirlögregluþjónn og forstöðumaður tæknideildar RLR, Breiðuvík 18, Reykjavík. Eiginkona hans er Hafdís Vignir. Þau dvelja í París um þessar mundir. Meira
28. júlí 1998 | Fastir þættir | 416 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Jón Viðar og Leifur

Fimmtudagskvöldið 23. júlí spiluðu 32 pör Mitchell tvímenning. Spilaðar voru 14 umferðir með 2 spilum í umferð. Meðalskor var 364 og þessi pör urðu efst: NSGísli Steingrímsson - Hróðmar Sigurbjörnsson427 Þorsteinn Erlingsson - Alfreð Kristjánsson410 Helgi Viborg - Agnar Kristinsson402 Soffía Daníelsdóttir - Óli Björn Gunnarsson394 AVMagnús Meira
28. júlí 1998 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 11. júlí sl. í Bessastaðakirkju af sr. Baldri Kristjánssyni Sigrún Ásdísardóttir og Benedikt S. Kristjánsson. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. Meira
28. júlí 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 30. maí sl. í Haukadalskirkju af sr. Axel Árnasyni Vilborg Eiríksdóttir og Björgvin Örn Eggertsson. Heimili þeirra er að Baugstjörn 9, Selfossi. Svipmyndir/Fríður. Meira
28. júlí 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 20. júní sl. í Garðakirkju af sr. Gunnari Matthíassyni Þórhildur Jónsdóttir og Bergur Arnarsson. Heimili þeirra er í Smárahvammi 6, Hafnarfirði. Svipmyndir/Fríður. Meira
28. júlí 1998 | Í dag | 34 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 17. júlí sl. í Dómkirkjunni af sr. Jakobi Ágústi Hjálmarssyni Guðrún Helga Guðmundsdótir og Friðrik Ágústsson. Heimili þeirra er í Reyrengi 10, Reykjavík. Barna- og fjölskylduljósm./ Gunnar Leifur Jónasson. Meira
28. júlí 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Gleðiefni er magn og gæði fara saman

Íslandsmótið, sem að þessu sinni stóð yfir í þrjá daga, var í umsjá hestamannafélagsins Dreyra á Akranesi og nærliggjandi sveitum. Forkeppni fór fram á tveimur hringvöllum og skeiðið á nýrri braut, Barðanesbraut. Meira
28. júlí 1998 | Í dag | 172 orð

Hér er stílhrein varnarþraut. Þú ert í austur í vörn gegn fjórum hjörtum: Norðu

Makker spilar út tígulníu, þú tekur á ásinn og suður fylgir með þristi. Hverju spilarðu í öðrum slag? Makker er greinilega að spila út hæsta tígli, svo þar er ekki meira að hafa. Né heldur í trompi, eins og blindur lítur út. Svo vonin liggur í því að fá tvo slagi á lauf og einn á spaða. Makker verður helst að eiga ÁD í laufi og spaðadrottningu. Meira
28. júlí 1998 | Í dag | 466 orð

ÍKVERJA hefur borizt eftirfarandi bréf frá Gísla Páli Pálssyni, fors

ÍKVERJA hefur borizt eftirfarandi bréf frá Gísla Páli Pálssyni, forseta bæjarstjórnar Hveragerðis, vegna skrifa Víkverja á þriðjudag í síðustu viku: "Vegna skrifa Víkverja í Morgunblaðinu þriðjudaginn 21. júlí síðastliðinn vill undirritaður koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Meira
28. júlí 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Ísland endaði í 14. sæti

Evrópumót spilara 25 ára og yngri var haldið í Vín í Austurríki dagana 16.­26. júlí. ÍSLENSKA liðinu á Evrópumóti yngri spilara gekk ekki sem best í síðari hluta mótsins og endaði í 14. sæti af 22 þjóðum. Ítalir urðu Evrópumeistarar en Danir, Norðmenn og Ísraelsmenn unnu sér einnig rétt til að keppa á næsta heimsmeistaramóti í þessum aldursflokki. Meira
28. júlí 1998 | Fastir þættir | 42 orð

KIRKJUSTARF

Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10­12. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í Kirkjuhvoli kl. Meira
28. júlí 1998 | Dagbók | 124 orð

Kross 2 LÁRÉTT: 1 flækingj

Kross 2 LÁRÉTT: 1 flækingjar, 8 flaska, 9 les, 10 drepsótt, 11 bik, 13 peningar, 15 sokkurinn, 18 varpa hlutkesti, 21 fæða, 22 smjaðurs, 23 slæmt hey, 24 liggur í makindum. Meira
28. júlí 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Nýtt nafn og gamalt á töltbikarinn

ÞAÐ ER töltbikarinn sem baráttan snýst fyrst og fremst um á Íslandsmótum í opnum flokki. Hans Kjerúlf kom, sá og sigraði að þessu sinni og var sá sigur að því er virtist aldrei í hættu. Eftir hægatöltið í úrslitum tóku dómarar af skarið og gáfu Hans og Laufa hæstu einkunn og mátti þá öllum ljóst vera að sigurinn væri nánast tryggður. Meira
28. júlí 1998 | Dagbók | 606 orð

Reykjavíkurhöfn: Mælifell, Brúarfoss, Sjóli og Goðafoss

Reykjavíkurhöfn: Mælifell, Brúarfoss, Sjóli og Goðafoss koma í dag. Reykjafoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Hrafn Sveinbjarnarson kemur í dag. Lagarfosskom í gær. Ferjur Hríseyjarferjan Sævar.Daglegar ferðir frá Hrísey frá kl. 9 á morgnana og frá kl. Meira
28. júlí 1998 | Fastir þættir | 803 orð

Um-kvartanir "Það eru einkum tvö óskyld mál sem ég ætla að ræða hér: Annars vegar yfirgengileg sveitamennska íslenskra kvenna og

"Það er engin þörf að kvarta, / þegar blessuð sólin skín", orti Stefán frá Hvítadal. Því miður verð ég að breyta gegn þessari fallegu lýrikk enda vart hægt að sitja þegjandi undir því sem á okkur Íslendingum dynur þessa dagana. Annars veit maður að kvartanir sem þessar bera yfirleitt engan árangur. Meira
28. júlí 1998 | Í dag | 109 orð

Þriðjudagur 28.7.1998: STÖÐUMYND F HVÍTUR leikur og vinnur.

Þriðjudagur 28.7.1998: STÖÐUMYND F HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á alþjóðlegu skákmóti í Villa Martelli í Argentínu í vor. Heimamaðurinn Maximiliano Ginzburg (2.470) hafði hvítt og átti leik gegn Luis Rojas(2.455) frá Chile 38. Bxg6! ­ Dd1+ 39. Kh2 ­ hxg6 40. Hxg6+ ­ Kf7 (Eða 40. ­ Kh7 41. Meira

Íþróttir

28. júlí 1998 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA SELFOSS -TINDAS

2. DEILD KARLA SELFOSS -TINDAST. 0: 2 VÍÐIR 11 10 0 1 29 10 30DALVÍK 11 6 3 2 18 13 21LEIKNIR R. 11 6 2 3 21 12 20KS 11 5 4 2 17 16 19TINDAST. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | -1 orð

3. DEILD A KFS -HAMAR 4: 0

3. DEILD A KFS -HAMAR 4: 0KFR -LÉTTIR 1: 3SNÆFELL -BRUNI 1: 5UMFA -VÍKINGUR 11: 0 UMFA 10 8 0 2 44 5 24KFS 11 7 1 3 42 25 22BRUNI 10 6 0 4 17 17 18LÉTTIR Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | -1 orð

3. DEILD B BOLUNGARV. -NJARÐVÍ

3. DEILD B BOLUNGARV. -NJARÐVÍK 3: 3ERNIR -NJARÐVÍK 3: 1 NJARÐVÍK 8 4 2 2 22 13 14HAUKAR 8 4 1 3 14 10 13BOLUNGARV. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | -1 orð

3. DEILD D NÖKKVI -MAGNI 1

3. DEILD D NÖKKVI -MAGNI 1: 3NEISTI -HSÞ-B 5: 3 MAGNI 9 8 1 0 32 8 25HVÖT 8 6 1 1 23 5 19NEISTI 10 3 1 6 18 25 10NÖKKVI 9 2 1 6 11 20 7HSÞ-B 8 1 0 7 Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | -1 orð

3. DEILD E HÖTTUR -SINDRI

3. DEILD E HÖTTUR -SINDRI 0: 1ÞRÓTTUR N. -LEIKNIR F. 1: 2NEISTI D. -EINHERJI 3: 2 SINDRI 9 9 0 0 54 4 27LEIKNIR F. 9 6 1 2 24 11 19ÞRÓTTUR N. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 214 orð

Beðið eftir þessu í svo mörg ár

Ragnhildur hefur sett þrjú 18 holu- vallarmet í tveimur síðustu mótum sínum, meistaramóti GR á Korpúlfsstöðum og í Grafarholti auk mótsins um helgina. Er þetta ekki að verða svolítið hversdagslegt í huga hennar? "Nei, þetta er æðislegt. Ég hef nefnilega beðið eftir þessu í svo mörg ár. Ég hef í raun ekki æft nógu vel í öll þessi ár. Nú loksins fór ég að sinna þessu og það skilar árangri. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | -1 orð

BREIÐABLI

BREIÐABLIK 10 8 0 2 19 9 24VÍKINGUR 10 6 2 2 14 9 20FYLKIR 10 5 2 3 17 12 17KVA 10 5 2 3 14 9 17FH 10 5 1 4 14 11 16STJARNAN 10 3 4 3 8 10 1 Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 178 orð

BRIAN Robson, framkvæmdastjóri

BRIAN Robson, framkvæmdastjóri Middlesboro hyggst ganga frá samningum um kaup og kjör við ítalska landsliðsmanninn Francesco Moriero nú í vikunni. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 27 orð

Danmörk

Úrvalsdeild 1. umferð. Leikið var á sunnudag. Álaborg - AGF4:0 Århus - AB Kaupmh.1:4 B93 - Bröndby1:5 Lyngby - Silkeborg0:0 Vejle - FC Kaupmh. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | -1 orð

EFSTA DEILD KARLA

EFSTA DEILD KARLA ÍBV 11 7 1 3 26 13 22ÍA 11 6 4 1 18 9 22KR 10 3 6 1 12 6 15LEIFTUR 10 4 2 4 11 11 14KEFLAVÍK 10 4 2 4 8 13 14ÞRóTTUR 10 3 4 3 18 16 1 Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 454 orð

ERLINGUR Kristjánssonhandknattleiksmað

ERLINGUR Kristjánssonhandknattleiksmaður með KA virðist hreint ekki hættur, ef marka má heimasíðu félagsins á Netinu. Þar segir að Erlingur hafi sjaldan æft betur en að undanförnu. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 80 orð

Finnur til liðs við ÍR FINNUR Jóhannsson,

FINNUR Jóhannsson, handknattleiksmaður, hefur skipt yfir í ÍR úr Val og mun leika með fyrrnefnda liðinu í vetur. Finnur hóf handknattleiksiðkun á sínum tíma með ÍR í yngri flokkunum og lék fyrir félagið í tvö ár í efstu deild. Hann er því kominn "heim" á ný. Finnur hefur einnig leikið með Val, Þór frá Akureyri og Selfossi. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 341 orð

Frakki til reynslu hjá KR

FRANSKI miðvallarleikmaðurinn Claude Cauvy hefur verið við æfingar hjá liði KR í efstu deild. Hann er 24 ára og í dag tekur stjórn knattspyrnudeildar félagsins ákvörðun um hvort gengið verði til samninga við leikmanninn, sem myndi þá leika með liðinu þá tvo mánuði sem eftir eru af Íslandsmótinu. Cauvy er margreyndur þrátt fyrir ungan aldur og hefur m.a. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 67 orð

Fylgst með Ríkharði FJÖLMARGIR útsen

FJÖLMARGIR útsendarar enskra úrvalsdeildarliða voru á meðal áhorfenda á leik Vikings frá Stafangri og Rosenborg á laugardaginn. Samkvæmt norska dagblaðinu Rogalands Avis voru "njósnararnir" m.a. að fylgjast með íslenska landsliðsmanninum Ríkharði Daðasyni. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 231 orð

Fyrirkomulagið gott

Ég er mun ánægðari í dag, en eftir fyrri daginn í gær þar sem við lentum í vandræðum og dagskráin fór verulega úr skorðum," sagði Þráinn Hafsteinsson mótstjóri og kynnir á Meistaramótinu. "Síðari dagurinn gekk mun betur sem sýnir að þetta nýja fyrirkomulag sem er reynt nú í fyrsta skipti á fyllilega rétt á sér. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 123 orð

Fyrsti sigur ÍR ÍR-

ÍR-INGAR hrósuðu sigri í stigakeppni Meistaramótsins í fyrsta sinn, en frá því að stigakeppni félaga var tekin upp á mótinu fyrir fimm árum hafa FH-ingar ævinlega farið með sigur af hólmi. ÍR fékk 212,5 stig, en FH var ekki langt undan í öðru sæti með 194 stig. Í þriðja sæti varð sveit UMSS með 118 stig og í humátt á eftir komu Skarphéðinsmenn með 115 stig. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 246 orð

Glæsilegt Íslandsmet

Íslenskt sundfólk var í sviðsljósinu um helgina á Opna írska meistaramótinu, sem staðið hefur undanfarna daga og lauk á laugardag. Góður árangur náðist á mótinu, en hæst ber glæsilegt Íslandsmet kvennasveitarinnar, sem synti 4×100 m skriðsund á tímanum 3.55,78 mín. og dugði það til sigurs. Sveitin bætti metið um 2,36 sek. sem var orðið tíu ára gamalt og sett í Svíþjóð. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 587 orð

Hástökk kvenna:

Meistaramót Íslands Hástökk kvenna: 1. Þórdís Gísladóttir, ÍR1,75 2. Íris Svavarsdóttir, FH1,65 3.-4. Guðbjörg Lilja Bragadóttir, ÍR1,60 3.-4. Ágústa Tryggvadóttir, HSK1,60 Langstökk karla: 1. Bjarni Þór Traustason, FH7,11 2. Theodór Karlsson, UMSS6,89 3. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 604 orð

Hegðun mín kjánaleg

MARKVÖRÐUR ÍR-inga í efstu deild karla í knattspyrnu, Ólafur Þór Gunnarsson, hefur vakið verðskuldaða athygli í sumar fyrir góða frammistöðu í markinu. Ólafur er tvítugur, fæddur og uppalinn í Reykjavík þar sem hann býr enn og hann er ÍR-ingur í húð og hár. Hann hefur verið að nema viðskiptafræði í Flórída í Bandaríkjunum þar sem hann er á styrk og leikur knattspyrnu með skólaliðinu. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 109 orð

Heimslistinn

Heimslistinn í golfi karla, sem var birtur í gær. 1. Tiger Woods 11.82 stig 2. Davis Love 10.59 3. Ernie Els (S. Afríka) 9.95 4. Mark O'Meara (Bandaríkin) 9.51 5. David Duval (Bandaríkin) 9.42 6. Colin Montgomerie (Bretlandi) 8.84 7. Greg Norman (Ástralíu) 8.56 8. Lee Westwood (Bretlandi) 8.19 9. Nick Price (Zimbabve) 8. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 404 orð

Hleyp í þúfunum

Ég er ánægður með minn hlut og sérstaklega ánægður að bæta eigið met í 3.000 metra hindrunarhlaupi," sagði Sveinn Margeirsson, UMSS, en hann sigraði örugglega í tveimur greinum á Meistaramótinu, 3.000 m hindrunarhlaupi og 5.000 metra hlaupi. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 55 orð

Hrafnhildur og Helga í Bryne

TVÆR íslenskar handknattleiksstúlkur eru gangnar til liðs við norska 1. deildarliðið Bryne. Þetta eru þær Hrafnhildur Skúladóttir úr FH og Helga Torfadóttir, sem lék í Svíþjóð í fyrravetur. Einar Guðmundsson er þjálfari Bryne og stóð liðið sig vel í fyrra og voru tveir bestu leikmenn liðsins keyptir til félaga í úrvalsdeildinni. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 408 orð

Hættur að stökkva á kröftunum

Þátttaka í þessu móti var einn liður í æfingum hjá mér," sagði Jón Arnar Magnússon, tugþrautarkappi úr Tindastóli. "Ég fór í nokkrar greinar sem ég og Gísli [Sigurðsson] þjálfari vildum leggja áherslu á og í heildina er ég ánægður með hvernig til tókst. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 443 orð

Häkkinen nær sálrænu forskoti á Schumacher

MIKA Häkkinen frá Finnlandi fagnaði öruggum sigri á McLaren- bíl sínum í austurríska kappakstrinum á sunnudag. Með sigrinum náði hann átta stiga forystu á helsta keppinaut sinn um heimsmeistaratign ökuþóra, Michael Schumacher hjá Ferrari, sem mátti þakka fyrir þriðja sætið í keppninni eftir slæm mistök í hita leiksins er leiddu til útafaksturs og skemmda á bílnum hans. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 339 orð

INGI Rúnar Gíslason, meistaraflokksmaður úr

INGI Rúnar Gíslason, meistaraflokksmaður úr Leyni, vann vikuferð til Mexíkó frá Úrvali- Útsýn fyrir að slá annað högg sitt á átjándu braut nær holu en nokkur annar. Bolti Inga Rúnars nam staðar 1,93 m frá holunni. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 32 orð

Í kvöld

Knattspyrna Meistaradeild kvenna: Fjölnisvöllur:Fjölnir - Haukar20 KR-völlur:KR - ÍA20 Stjörnuvöllur:Stjarnan - Valur20 1. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 656 orð

Íslenska mótaröðin

Úrval Útsýnar-mótið Þriðja stigamót Íslensku mótaraðarinnar fór fram á Hólmsvelli í Leiru á laugardag og sunnudag. Leiknar voru 54 holur. Par vallarins er 72 högg, 216 högg fyrir þrjá hringi. Karlar, hvítir teigar: 208(-8)­Björgvin Sigurbergsson, Keili (607266). Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 144 orð

Íslenskur sigur á Japansmótinu

ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik sigraði á fjögurra liða móti sem lauk í Hiroshima í Japan á sunnudag. Liðið vann alla þrjá leiki sína, fyrst 23 ára lið (B-lið) Japana 34:23, síðan Kínverja 29:19 og loks A-landslið Japans í úrslitaleik mótsins, 29:23. Úrslitaleikurinn við Japan var jafn framan af, en fljótlega í síðari hálfleik seig íslenska liðið fram úr. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 320 orð

JÓN Þ. Ólafsson, ÍR-ingur og fyrrveran

JÓN Þ. Ólafsson, ÍR-ingur og fyrrverandi Íslandsmethafi í hástökki karla, var á meðal þeirra sem afhentu verðlaun á meistaramótinu. Jón fylgdist grannt með sinni grein, hástökki, og um leið og Einar Karl hafði sett Íslandsmet í hástökki hljóp Jón til hans og varð fyrstur til að óska hinum nýja methafa til hamingju. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 81 orð

Karlar:

Stigakeppnin Karlar: 1. Björgvin Sigurbergsson, Keili234 2. Þórður Emil Ólafsson, Leyni210 3. Sigurpáll Sveinsson, GA201 4. Helgi Birkir Þórisson, GS178 5. Birgir Haraldsson, GA177 6. Ívar Hauksson, GKG176 7. Ólafur Már Sigurðsson, Keili175 8. Björgvin Þorsteinsson, GA170 9. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 310 orð

Kom beint frá Bandaríkjunum

Ég er mjög ánægður með að hafa unnið báðar greinarnar og náð um leið að bæta mig í átta hundruð metra hlaupinu," sagði Sigurbjörn Arngrímsson, HSK, Íslandsmeistari í 800 og 1.500 m hlaupi. Sigurbjörn hljóp 800 metrana á 1.54,62 mín., en átti best áður 1.55,33 frá sumrinu 1993. "Þetta eru mínar eftirlætisgreinar þótt ég hafi meira þurft að hlaupa 3. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 604 orð

KVA-menn halda ótrauðir áfram

LIÐ KVA, hins sameiginlega knattspyrnuliðs Vals á Reyðarfirði og Austra á Eskifirði, hefur heldur betur komið á óvart á sínu fyrsta ári í 1. deildinni. Á laugardag bar liðið sigurorð af Stjörnunni í Garðabæ, 0:1, og nú er svo komið, að leikur liðsins við Víkinga í kvöld hlýtur að teljast einn af úrslitaleikjunum um sæti í efstu deild að ári. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 51 orð

Leikir um helgina:

Leikir um helgina: Brann - Kongsvinger3:0 Haugasund - Våleranga3:1 Sogndal - Bodö Glimt1:2 Stabæk - Moss4:0 Strömsgodset - Tromsö3:2 Lilleström - Molde1:1 Viking - Rosenborg1:2 Staðan: 1. Molde151050441635 2. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 193 orð

Markalaust í Eyjum

ÍBV og Breiðablik áttust við í meistaradeild kvenna í Vestmannaeyjum í tíðindalitlum leik sem lauk með markalausu jafntefli. Blikar voru nær því að koma boltanum í netið en höfðu ekki heppnina með sér. Eftir örfáar sekúndur fékk Kristrún L. Daðadóttir gott færi eftir slæm mistök í vörn ÍBV en henni tókst ekki að nýta það. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 551 orð

MIKILVÆGT »Þau eru fyrirmynd barna og unglinga utan vallar sem innan

Meistaramót Íslands sem fram fór um liðna helgi er eitt skemmtilegasta frjálsíþróttamót sem fram hefur farið hér á landi um nokkurn tíma og eflaust besta Meistaramót síðustu ára. Þrátt fyrir að aðeins eitt Íslandsmet væri slegið var keppni jöfn og spennandi í flestum greinum og alls voru sett ellefu mótsmet. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 924 orð

Mótsmetin fuku í góðviðrinu

EITT Íslandsmet var slegið og ellefu mótsmet voru sett á Meistaramóti Íslands á Laugardalsvelli um liðna helgi, en fjörug keppni var í flestum greinum enda mótið eitt það skemmtilegasta sem fram hefur farið lengi. Einar Karl Hjartarson, ÍR, náði loks langþráðu takmarki er hann stökk yfir 2,17 metra í hástökki og bætti um leið sex ára gamalt Íslandsmet Einars Kristjánssonar, FH, um einn sentimetra. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 179 orð

Ólafur reynir við EM lágmarkið í tugþruat

ÓLAFUR Guðmundsson, tugþrautarmaður úr HSK, verður á meðal keppenda á sænska meistaramótinu í fjölþrautum í Uppsölum um næstu helgi. Þar hyggst hann freista þess að ná lágmarki fyrir þátttöku í tugþrautarkeppni Evrópumeistaramótsins í Búdapest, en frestur til þess að ná því rennur út á næsta mánudag. Ólafur þarf að ná 7.850 stigum, en hann á best 7.535 stig frá sl. ári. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 68 orð

Pétur skoraði fyrir Hammerby

PÉTUR Marteinsson skoraði fyrir lið sitt, Hammerby, í 3:1 sigri á Kvarnsveden í 1. umferð sænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu sem fram fór um helgina. Hann gerði fyrsta mark liðsins á 7. mínútu. Sverrir Sverrisson gerði einnig fyrsta mark Malmö FF í 3:0 sigri á Åhu/Horna í sömu keppni. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 157 orð

Tryggvi og Helgi skoruðu

KNATTSPYRNUMENNIRNIR Tryggvi Guðmundsson og Helgi Sigurðsson voru á skotskónum í norsku úrvalsdeildinni á sunnudag. Tryggvi gerði bæði mörk Tromsö í 3:2 ósigri gegn Strömsgodset, liði þeirra Óskars Hrafns Þorvaldssonar og Vals Fannars Gíslasonar. Þeir félagar komu ekki við sögu. Helgi Sigurðsson gerði eitt fjögurra marka Stabæk í stórsigri liðsins á Moss. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 687 orð

Vallarmet Björgvins var rúsínan í pylsuendanum

BJÖRGVIN Sigurbergsson, Keili, og Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, sigruðu á þriðja móti íslensku mótaraðarinnar í golfi á Hólmvelli í Leiru, þar sem Golfklúbbur Suðurnesja hefur aðsetur. Bæði settu þau vallarmet á einum af þremur hringjum sem leiknir voru á laugardag og sunnudag. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | -1 orð

VALUR

VALUR 8 8 0 0 36 6 24KR 8 7 0 1 34 3 21BREIÐABLIK 9 5 2 2 19 9 17ÍBV 9 3 2 4 17 20 11STJARNAN 8 3 1 4 14 17 10FJÖLNIR 8 2 0 6 3 29 6ÍA 8 1 Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 146 orð

Vantar reynslu

Það er ekki hægt að ætlast til þess að maður bæti sig á hverju móti, slíkt væri óeðlilegt," sagði Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, en hún varð í öðru sæti í stangarstökki, stökk 4 metra, 20 cm frá sínu besta. "Hliðarvindurinn á brautina var óþægilegur og gerði m.a. að verkum að stöngin vó salt, sem olli því að maður fór nokkuð til hliðar með vindinum yfir rána. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 231 orð

ÞÓRDÍS Lilja Gísladóttir úr

ÞÓRDÍS Lilja Gísladóttir úr ÍR sigraði í hástökki, stökk 1,75 metra, en hún er nýbyrjuð æfingar eftir barnsburð. Þórdís keppti fyrst á Meistarmóti Íslands árið 1975, en hún hefur ekki keppt sleitulaust á þeim. Þórdís sagðist halda að þetta væri sitt 16. meistaramót. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 257 orð

Öruggt hjá Birnu

Birna Björnsdóttir, FH, er fremst kvenna í 800 og 1.500 m hlaupi hér á landi og sigraði í báðum greinum af nokkru öryggi. Hún bætti sig um tvær sekúndur í 1.500 m hlaupinu, hljóp á 4.32,62 mín. og var nærri sínu besta í 800 m hlaupi. "Ég get alveg hlaupið vel án þess að hafa keppni, aðalatriðið er bara að undirbúa sig vel," sagði Birna. Meira
28. júlí 1998 | Íþróttir | 9 orð

(fyrirsögn vantar)

Fasteignablað

28. júlí 1998 | Fasteignablað | 143 orð

Gamla húsið á Héðinshöfða

HÚS það sem Benedikt Sveinsson sýslumaður byggði á Héðinshöfða á Tjörnesi 1880 stendur enn. Það er byggt úr höggnum steini og var búið í því fram yfir 1970, er nýtt hús var byggt á jörðinni. Benedikt bjó á Héðinshöfða 1876-1897 og var mikill framkvæmdamaður. Hús hans sem enn stendur brann 1892, en var síðan endurbyggt. Meira
28. júlí 1998 | Fasteignablað | 38 orð

Gerð sumarhúsa

FLEST sumarhús eru byggð úr timbri. Algengast er, að reist sé trégrind á undirstöður og hún klædd með heilum plötum. Í þættinum Smiðjan fjallar Bjarni Ólafsson um smíði sumarhúsa, undirstöður þeirra, stífingu og efnisval. Meira
28. júlí 1998 | Fasteignablað | 139 orð

Góð raðhús á útsýnisstað

FASTEIGNASALAN Lundur er með til sölu raðhús að Fálkahöfða 3 til 5 í Mosfellsbæ. Um er að ræða raðhúsalengju og eru aðeins tvö hús eftir. Að sögn Ellerts Róbertssonar hjá Lundi eru þetta einnar hæðar hús, sem eru 150 ferm. að flatarmáli. Húsin eru klædd með Samtex- fiberplötum með lituðum sandmulningi. Meira
28. júlí 1998 | Fasteignablað | 355 orð

Heildar vaxtabætur hækka um nær 5%

VAXTABÆTUR skipta miklu máli fyrir marga ef ekki flesta íbúðarkaupendur og húsbyggjendur. Í ár hækkar heildarfjárhæð greiddra vaxtabóta frá því í fyrra úr 3.458 milljónum kr. í 3.627 milljónir kr. Þetta er hækkun um 4,91%. Vaxtabætur eru ákvarðaðar samkvæmt upplýsingum á skattframtali og eru greiddar út í einu lagi eftir álagningu skatta. Meira
28. júlí 1998 | Fasteignablað | 35 orð

Hentugar körfur

Hentugar körfur FYRIR framan þennan skemmtilega köflótta sófa er sófaborð og í hillunni neðst eru körfur sem hægt er að geyma allt það í sem enginn veit hvar á að láta í það og það skiptið. Meira
28. júlí 1998 | Fasteignablað | 50 orð

Hvað er til ráða?

Í ELDRI húsum er ástæðan fyrir vondri lykt í baðherbergjum oftar en ekki vöntun á útloftunarrörum, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. En oft er einnig kvartað yfir ólykt í böðum í nýlegum húsum, þar sem útloftun er í lagi og allar tengingar þéttar. Meira
28. júlí 1998 | Fasteignablað | 1800 orð

Í Borgahverfi mótar landhallinn og út- sýnið byggðina

ÓVÍÐA er útsýnið út yfir Leiruvoginn og til Esjunnar fallegra en frá Borgahverfi. Því veldur landhallinn, en landinu hallar þarna talsvert til norðurs. Hverfið er líka svipmeira en önnur hverfi í Grafarvogi, því að í gegnum það gengur ás með klettabelti. Möguleikarnir til skemmtilegrar útfærslu á húsum eru að sama skapi meiri, enda má víða sjá þarna falleg hús, á einni eða tveimur hæðum. Meira
28. júlí 1998 | Fasteignablað | 341 orð

Microsoft tekur upp fasteignaþjónustu á alnetinu

MICROSOFT hefur opnað nýja fasteignavefsíðu til að hasla sér völl á einum arðbærasta markaðnum á Netinu. Með opnun vefsíðunnar Microsoft Home Advisor Web (http: //www.homeadvisor.com) bætist hugbúnaðarrisinnn í hóp fjölmargra fasteignasala, banka, miðlara og hugbúnaðarfyrirtækja, sem reyna að marka sér bás á geysistórum fasteignamarkaði Bandaríkjanna. Meira
28. júlí 1998 | Fasteignablað | 207 orð

Nýbygging- ingar í Borgahverfi

UPPBYGGING Borgahverfis er nú vel á veg komin og þar eru nánast engar lóðir eftir. Talsverð uppbygging í verzlunarþjónustu er líka farin að segja til sín. Þannig hefur Bónus opnað 600 ferm. verzlunarhús í Spönginni svonefndu, en þar verður verzlunar- og þjónustukjarni fyrir íbúðarbyggðina á þessu svæði. Meira
28. júlí 1998 | Fasteignablað | 141 orð

Nýtt verzlunarhúsnæði í Grafarvogi

HJÁ fasteignasölunni Bifröst er í sölu vel staðsett verslunarhúsnæði á tveimur hæðum í hjarta Grafarvogs. Framkvæmdir við húsið eru að byrja, en það stendur við Brekkuhús 1. Húsið er steinhús og verður á tveimur hæðum. Hægt verður að aka að hæðunum beggja vegna. Meira
28. júlí 1998 | Fasteignablað | 29 orð

Pottakarlinn

Pottakarlinn LEIRPOTTAVERKSMIÐJAN Whichford Pottery hefur látið útbúa þenna pottakarl til þess að auglýsa framleiðslu sína. Leirpottar standa alltaf fyrir sínu og eru mikið í notkun hér á landi sem víðar. Meira
28. júlí 1998 | Fasteignablað | 244 orð

Samdrætti spáð í byggingar- iðnaði

GERA má ráð samdrætti í dönskum byggingariðnaði á næstu árum samkvæmt spá samtaka byggingarverktaka í Danmörku. Að undanförnu hefur þessi atvinnugrein hins vegar búið við uppsveiflu. Talið er, að lækkandi verð á svínakjöti muni leiða til þess, að bændur dragi úr fjárfestingum í svínarækt og nýlegar aðgerðir danska þjóðþingsins munu leiða til minnkandi íbúðarbygginga. Meira
28. júlí 1998 | Fasteignablað | 796 orð

Slæm lykt í baðherberginu?

Það er fjári hart að þurfa að búa við slæma lykt í baðherberginu þó húsmóðirin hamist við næstum daglega (í flestum tilfellum er það hún en ekki húsbóndinn og þaðan af síður táningurinn) að þvo allt og pússa, notandi ýmis ilmefni til hjálpar. Meira
28. júlí 1998 | Fasteignablað | 949 orð

Smíði sumarhúsa

LANDIð er að verða þakið af sumarhúsum og standa þau víða full þétt ef miðað er við að fólk sé að leggja fé sitt og vinnu í að geta notið þess að vera í friðsæld úti við. Að vera þar sem njóta má þess að hlusta. Já að hlusta! Hefur þú nokkru sinni hlustað eftir þögninni og kyrrðinni? Meira
28. júlí 1998 | Fasteignablað | 214 orð

Tvö heilsárshús í Skorradal

HJÁ fasteignasölunni Óðali eru nú til sölu tvö heilsárshús í landi Dagverðarness í Skorradal. Hús þessi voru byggð 1989 og 1994. Þarna eru landgæði mikil, skjólsælt og mikill gróður. Landið snýr einkar vel við sólu, en það er í hlíðinni norðanvert við vatnið. Meira
28. júlí 1998 | Fasteignablað | 393 orð

Upplýsingaskylda seljanda í fjöleignarhúsi

SELJANDA ber að eigin frumkvæði skylda til að gefa kaupanda upplýsingar um öll þau atriði varðandi eignina, sem hann veit um eða mátti vita um, og hann má ætla að skipti kaupandann verulegu máli við mat hans á eigninni, og hann má ætla að kaupanda sé ekki kunnugt um. Í fjöleignarhúsalögunum er að finna ákvæði um upplýsingaskyldu seljanda við sölu eignarhluta í fjöleignarhúsi. Meira
28. júlí 1998 | Fasteignablað | 196 orð

Vel staðsett einbýli í Skerjafirði

ÁHUGI fólks á sérbýli í Skerjafirði er mikill. Hjá fasteignasölunni Ásbyrgi er nú í einkasölu húsið Fáfnisnes 14. Það er byggt 1966 og hlaðið úr steini frá Jóni Loftssyni hf. og múrað að utan. Það er á einni hæð og alls að stærð 160 ferm. með bílskúr. Meira
28. júlí 1998 | Fasteignablað | 237 orð

Virðulegt steinhús í miðbænum

GÓÐ og virðuleg steinhús í gamla stílnum vekja ávallt athygli, þegar þau koma í sölu. Hjá Eignamiðluninni og Fasteignamarkaðnum er nú í sölu húseignin Hverfisgata 14. Húsið er um 400 ferm. alls, en það er tvær hæðir, ris og kjallari. Meira
28. júlí 1998 | Fasteignablað | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

28. júlí 1998 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

28. júlí 1998 | Fasteignablað | 42 orð

(fyrirsögn vantar)

BORGAHVERFI í Grafarvogi hefur byggzt hratt upp að undanförnu. Fjallað er um verzlunarhús í Spönginni svonefndu og tvö parhús við Vættaborgir, sem bæði eru byggð með einangrunarmótum úr frauðplasti. Mótin eru ekki tekin utan af steypunni heldur verða þau hluti af húsbyggingunni. Meira
28. júlí 1998 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

28. júlí 1998 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

28. júlí 1998 | Fasteignablað | 26 orð

(fyrirsögn vantar)

28. júlí 1998 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

28. júlí 1998 | Fasteignablað | 26 orð

(fyrirsögn vantar)

28. júlí 1998 | Fasteignablað | 10 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

28. júlí 1998 | Úr verinu | 486 orð

"Hálfgert náskrap"

FRYSTITOGARINN Venus HF hefur síðustu daga verið við makrílveiðar norðarlega í Síldarsmugunni svokölluðu. Guðmundur Jónsson, skipstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að aflabrögð væru léleg. Hins vegar hafi fengist nokkrir fiskar innan íslensku lögsögunnar fyrir helgi. Meira
28. júlí 1998 | Úr verinu | 433 orð

Skýrr tekur að sér rekstur Kvótaþings

STJÓRN Kvótaþings hefur tekið tilboði Skýrr hf. í rekstur Kvótaþings, sem lögum samkvæmt á að taka til starfa hinn 1. september nk. við upphaf nýs kvótaárs. Stjórn Kvótaþings bauð nýlega út gerð viðskiptakerfis og rekstur tilboðsmarkaðar með aflamark næstu tvö árin og bárust alls sjö tilboð frá fimm fyrirtækjum. Skýrr hf. Meira

Ýmis aukablöð

28. júlí 1998 | Dagskrárblað | 144 orð

13.45Skjáleikurinn [9

13.45Skjáleikurinn [98166751] 16.45Leiðarljós (Guiding Light) [9227374] 17.30Fréttir [53374] 17.35Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan [330954] 17.50Táknmálsfréttir [8137765] 18.00Bambusbirnirnir Teiknimyndaflokkur. Meira
28. júlí 1998 | Dagskrárblað | 245 orð

17.00Í ljósaskiptunum (T

17.00Í ljósaskiptunum (Twilight Zone) [2683] 17.30Taumlaus tónlist [5770] 18.00Dýrlingurinn (The Saint)Breskur myndaflokkur. [41886] 18.45Sjónvarpsmarkaðurinn [778190] 19. Meira
28. júlí 1998 | Dagskrárblað | 595 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Séra Svavar A. Jónsson flytur. 7.05 Morgunstundin. 7.31 Fréttir á ensku. 8.10 Morgunstundin heldur áfram. 9.03 Laufskálinn. 9.38 Segðu mér sögu. Meira
28. júlí 1998 | Dagskrárblað | 107 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
28. júlí 1998 | Dagskrárblað | 105 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
28. júlí 1998 | Dagskrárblað | 824 orð

ÞRIÐJUDAGUR 28. júlí SANIMAL PLANET 9.00

ÞRIÐJUDAGUR 28. júlí SANIMAL PLANET 9.00 Kratt's Creatures 9.30 Nature Watch 10.00Human/Nature 11.00 Champions Of The Wild 11.30 Going Wild 12.00 Rediscovery Of The World 13.00 The Vet 13.30 Going Wild With Jeff Corwin 14. Meira
28. júlí 1998 | Dagskrárblað | 186 orð

ö13.00Bramwell (5:10) (e) [85393] 13.50Elsk

13.50Elskan, ég minnkaði börnin (Honey I Shrunk the Kids) (3:22) (e) [2571683] 14.40Handlaginn heimilisfaðir (Home Improvement)(6:25) (e) [148515] 15.05Cosby (19:25) (e) [5589288] 15.30Grillmeistarinn Sigurður L. Hall ásamt góðum gestum við grillið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.