Greinar laugardaginn 15. ágúst 1998

Forsíða

15. ágúst 1998 | Forsíða | 335 orð

Clinton sagður íhuga breyttan framburð

BANDARÍSKA forsetaembættið mun ekki gefa út neina yfirlýsingu vegna fréttar í blaðinu The New York Times í gær um að Bill Clinton forseti íhugaði að viðurkenna, er hann ber vitni fyrir rannsóknarkviðdómi á mánudag, að hafa átt munnmök við Monicu Lewinsky. Gert er ráð fyrir því að Clinton hefði framburð sinn um fimmleytið að ísl. Meira
15. ágúst 1998 | Forsíða | 198 orð

Danskir nasistar hunsa göngubann

DÖNSKUM nasistum hefur verið bannað að safnast saman í miðborgum Kaupmannahafnar, Køge og Hróarskeldu, eins og þeir höfðu farið fram á. Bannið er rökstutt með því að hætta sé á að gangan leiði til óeirða, þar sem andstæðingar nasista hugðust efna til andófs um leið. Þá ætla danskir gyðingar að koma saman til að minna á ógnarstjórn nasista. Meira
15. ágúst 1998 | Forsíða | 189 orð

Fatastærðir á smartkort FULLYRÐINGIN um klæðsk

Fatastærðir á smartkort FULLYRÐINGIN um klæðskerasniðinn fatnað mun að öllum líkindum öðlast nýja merkingu á næstu árum þegar svokallaðir líkamsskannar verða teknir í notkun í verslunum. Skannarnir eru nú þegar notaðir hjá ýmsum fataframleiðendum í Bandaríkjunum, en þeir taka þrívíða mynd af fólki og reikna út hvaða stærð af fötum það notar. Meira
15. ágúst 1998 | Forsíða | 289 orð

Jeltsín heitir að fella ekki gengið

BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, reyndi í gær að róa fjármálamenn með því að heita því að gengi rússnesku rúblunnar yrði ekki fellt. Hann hvatti ennfremur þingið til að koma saman til aukafundar til að afgreiða frumvörp ríkisstjórnarinnar um efnahagsumbætur. Fjármálamarkaðir í Moskvu hjörnuðu nokkuð við í gær, eftir hrun á fimmtudag. Meira
15. ágúst 1998 | Forsíða | 217 orð

Uppreisnarmenn sækja að Kinshasa

UPPREISNARHERMENN í Lýðveldinu Kongó söfnuðust saman í hafnarborginni Muanda í gær til þess að leggja á ráðin um lokaatlöguna að höfuðborginni Kinshasa. Uppreisnarmenn sækja fram um allt land og segja þess stutt að bíða að þeir steypi forsetanum af stóli. Meira

Fréttir

15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 238 orð

120 ný biðskýli sett upp

HAFIST var handa við að setja upp 120 ný biðskýli hjá SVR í vikunni. AFA JCDecaux Ísland er eigandi skýlanna og hefur fyrirtækið gert samning til 20 ára um uppsetningu þeirra, rekstur og viðhald. Fyrirtækið rekur samskonar biðskýli í yfir 1. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 774 orð

24 fyrirlestrar verða fluttir samtímis

DAGANA 21.­22. ágúst næstkomandi verður haldin ráðstefna um gæðastjórnun í menntakerfinu í Menntaskólanum á Akureyri undir yfirskriftinni: Að hvaða árangri er stefnt í skólastarfi? Þetta er önnur ráðstefnan sem haldin er um gæðastjórnun í íslensku menntakerfi á vegum Háskólans á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Akureyri, Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð

380 milljóna kr. póstmiðstöð

380 milljóna kr. póstmiðstöð FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN að nýrri póstmiðstöð Íslandspósts var tekin í gær, föstudag. Verksamningur um byggingu miðstöðvarinnar var undirritaður á fimmtudag og hljóðar hann upp á 380 milljónir króna. Byggingafyrirtækið Ólafur og Gunnar ehf. sér um framkvæmdina. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

66% horfðu á úrslit HM

TÆPLEGA 66% fólks á aldrinum 16-75 ára horfði á úrslitaleik Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Þrír af hverjum fjórum körlum horfðu á leikinn og er ekki marktækur munur á áhorfi eftir aldri, segir í fréttatilkynningu frá RÚV. Meira
15. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 273 orð

Ahern þakkar Gingrich BERTIE Ahern, forsætisráðherra

BERTIE Ahern, forsætisráðherra Írlands, þakkaði í gær Newt Gingrich, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fyrir stuðning Bandaríkjanna við friðarumleitanir á N-Írlandi en þeir áttu fund saman í gær í Limerick á Írlandi. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Alþjóðasamningur um flugþjónustu 50 ára

Alþjóðasamningur um flugþjónustu 50 ára FLUGMÁLASTJÓRN efndi til móttöku við flugturninn í Reykjavík í gær í tilefni af 50 ára afmæli alþjóðasamnings um flugþjónustu á Íslandi. Halldór Blöndal afhjúpaði minnismerki og sýnd var Stinson-flugvél eins og Loftleiðir hf. ráku á fimmta áratugnum. Meira
15. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Amí sýnir í Listhúsinu Þingi

AMÍ, Anna María Guðmann, opnar myndlistarsýningu í Listhúsinu Þingi Hólabraut 13 í dag, laugardaginn 15. ágúst kl. 15.00. Sýningin ber yfirskriftina Ljóð og fjallar um ást og dauða og allt þar á milli. Sýningin er opin alla daga vikunnar frá kl. 14-18 og stendur til 6. september. Yfirstandandi sýningu Amí á Pollinum lýkur nú um helgina og laugardaginn 22. Meira
15. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 112 orð

Ágústhraðskákmót

ÁGÚSTHRAÐSKÁKMÓT Skákfélags Akureyrar verður haldið sunnudaginn 16. águst nk. Mótið fer fram í skákheimilinu í Þingvallastræti og hefst kl. 20. Allir velkomnir. Borgarsalan Ráðhústorgi 1 hefur undanfarin ár staðið fyrir útiskákmóti fyrir börn og unglinga. Keppt er um farandbikar og verðlaunapeningar eru fyrir þrjú efstu sætin. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 357 orð

Áherslur heilbrigðisþjónustunnar NEFND um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu kemst að þeirri niðurstöðu í nýútkominni skýrslu að

NEFND um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu kemst að þeirri niðurstöðu í nýútkominni skýrslu að þörf sé á að forgangsraða verkefnum í heilbrigðiskerfinu í ríkara mæli en nú sé gert. Þegar forgangsraða þurfi sjúklingum skuli sú ákvörðun fyrst og fremst byggð á siðfræðilegum og læknisfræðilegum sjónarmiðum. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Banaslys á Landvegi

UNGUR MAÐUR lést þegar bifreið sem hann ók fór út af Landvegi og valt nokkrar veltur rétt fyrir ofan Galtalæk skömmu eftir kvöldmat í gærkvöldi. Við útafaksturinn kastaðist ökumaðurinn, sem var 17 ára, út úr bílnum, en farþegi sem var með honum sakaði ekki og fékk að fara heim til að lokinni læknisskoðun. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 256 orð

Banaslys í verksmiðju Atlantic Coast

STARFSMAÐUR Atlantic Coast Fisheries Corp. í New Bedford í Massachusetts, sem er að 80% í eigu Úthafssjávarfangs ehf., lést í vinnuslysi í verksmiðjunni fyrr í þessari viku. Samkvæmt fréttabréfi Seafood Credit Corporation, sem fylgist með rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í fylkinu, Meira
15. ágúst 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Báturinn ryksugaður

BÍLARYKSUGUR eru til margra hluta nytsamlegar, ekkert mál er að nota þær til að ryksuga bátinn bara ef hann kemst á staðinn. Feðgarnir Jón Atli Gunnlaugsson og Kristján Jónsson voru hvort sem er með sinn bát á kerru svo tilvalið var að bregða sér með hann að Fellanesti og ryksuga hann áður en hann verður settur fram. Meira
15. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Billa sýnir á Pollinum BR

BRYNDÍS Arnardóttir, Billa, opnar sýningu á Pollinum á Akureyri í kvöld, laugadaginn 15. ágúst kl. 21.00. Yfirskrift sýningarinnar er Vinkonur og sýnir Billa 13 akrýlverk á striga. Þetta er fjórða einkasýning hennar en hún starfar sem myndlistarkennari við Verkmenntaskólann á Akureyri. Sýningin er opin virka daga frá kl. 20-1 og frá kl. 20-3 um helgar. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Bíll valt í Mývatnssveit

BÍLL valt í Mývatnssveit síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar á Húsavík voru auk ökumanns nokkrir farþegar í bílnum og sluppu allir ómeiddir. Lögreglan segir fólkið í bílnum hafa verið útlenda ferðamenn. Þeir hafi farið of innarlega í beygju að afleggjara að Kálfaströnd og þrátt fyrir að hafa verið á lítilli ferð hafi bíllinn oltið út af veginum og skemmst töluvert. Meira
15. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 145 orð

Blómstrandi dagar í Hveragerði

Hveragerði-Blómstrandi dagar verða haldnir í Hveragerði nú um helgina. Margt verður til skemmtunar í bænum þessa daga og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem boðið verður upp á á laugardag er fjölskylduganga með leiðsögn og púttmót á nýjum 9 holna golfvelli Golfklúbbsins. Meira
15. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 144 orð

Bretar vilja afnám banns á sölu nautakjöts

BRESKA stjórnin þrýstir nú á Evrópusambandið, ESB, um að hætta að "koma í veg fyrir" að banni á sölu bresks nautakjöts í aðildarlöndum sambandsins verði aflétt, en margir Bretar eru orðnir óþreyjufullir vegna málsins. Jeff Rooker, ráðherra matvælaeftirlits, kvaðst í gær vona að banninu yrði aflétt sem fyrst. "Það er ekki lengur nein afsökun fyrir því að viðhalda [banninu]. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 278 orð

Douglas A-26 Invader á Keflavíkurflugvelli

GÖMUL Douglas A-26 Invader sprengjuflugvél lenti á Keflavíkurflugvelli á fimmtudag. Örfáar slíkar flugvélar eru til flughæfar í dag, líklega tvær til þrjár. Þessi flugvélategund var hönnuð í síðari heimsstyrjöldinni sem árásarvél og var þá tegundareinkennið A-26. Bandaríski flugherinn notaði þessar vélar talsvert í Evrópu sem léttar sprengjuflugvélar. Meira
15. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 887 orð

Efasemdir um bankauppgjörið í Færeyjum

ENGINN vafi er á að bankakreppan í Færeyjum var Færeyingum sjálfum að kenna, en jafnframt sýnir meðhöndlun dönsku stjórnarinnar á málinu að Færeyjastefna hennar er vonlaus. Danska stjórnin gaf í raun Færeyingum um tuttugu milljarða íslenskra króna í bankauppgjörinu í júní. Þessari niðurstöðu kemst Jørn Astrup Hansen bankastjóri Færeyjabanka að í grein í Berlingske Tidende. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Einn maður í gjörgæslu

ALVARLEGT umferðarslys átti sér stað á Hellisheiði um sexleytið í gærkvöldi þegar sendiferðabíll og fólksbíll rákust saman. Við áreksturinn kastaðist ökumaður fólksbílsins út og liggur hann þungt haldinn á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Ökumaður sendiferðabílsins er minna slasaður og mun útskrifast fljótlega að sögn vakthafandi læknis. Meira
15. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 274 orð

Erlendir andófsmenn látnir lausir

DÓMSTÓLL í Burma lét í gær 18 erlenda andófsmenn lausa, sem fyrr um daginn höfðu verið dæmdir til fimm ára þrælkunar fyrir að hafa dreift áróðri fyrir lýðræðislegum stjórnarháttum í landinu. Haft var eftir vitnum að dómstólnum hefði borist tilskipun frá innanríkisráðuneytinu, þess efnis að refsing skyldi látin niður falla til að koma í veg fyrir deilur við þjóðlönd andófsmannanna. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 174 orð

Fékk nýja Bjöllu í staðinn fyrir gamlan Suzuki

ÞAÐ hljóp á snærið hjá Þorleifi Árna Björnssyni er hann fékk nú fyrir skömmu glænýja VW Bjöllu í vinning í Bjölluleik Bónuss og Bylgjunnar. Þorleifur er 16 ára að aldri. "Bíll var ekki fjarlægur draumur því Þorleifur fékk gamlan Suzuki bíl að launum fyrir að standast samræmdu prófin í vor og fara í skóla í haust. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 197 orð

Fjallað um nöfn nýrra sveitarfélaga

ÖRNEFNANEFND sem menntamálaráðherra skipaði 7. ágúst sl. fjallar nú um erindi frá fimm sveitarfélögum sem hafa sameinast frá sl. desember. Erindin eru frá sameinuðu sveitarfélagi Grímsneshrepps og Grafningshrepps, sameinuðu sveitarfélagi Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar, frá sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði, að undanskildum Akrahreppi, Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Fljótlega hægt að nota GSM- síma

ÁÆTLAÐ er að notkun GSM- síma í Hvalfjarðargöngunum verði möguleg innan tveggja vikna. Landssíminn gerði upphaflega ráð fyrir að GSM-sambandi yrði komið á þegar göngin yrðu opnuð snemma árs 1999. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa Landssímans, gat fyrirtækið ekki flýtt pöntun búnaðarins þegar framkvæmdum við göngin miðaði betur en áætlað var, Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 250 orð

Formaður Sambands íslenskra sparisjóða um áhuga Búnaðarbanka á FBA

ÞÓR Gunnarsson, formaður Sambands íslenskra sparisjóða, segist telja mjög eðlilegt af hálfu Íslandsbanka að gera kauptilboð í Búnaðarbankann og hann er þeirrar skoðunar að þetta útspil Íslandsbanka geti vel fallið að markmiðum ríkisstjórnarinnar. Meira
15. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 795 orð

Grafið ofan af göngunum frá Snorralaug

Kleppjárnsreykjum-Nú er að ljúka fornleifarannsókn sem staðið hefur yfir í Reykholti í Borgarfirði síðan í júlíbyrjun. Rannsóknin var gerð á vegum Þjóðminjasafns Íslands en fjárveiting til hennar kom úr ríkissjóði. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

HB selur frystitogara

HARALDUR Böðvarsson hf. hefur selt frystitogarann Ólaf Jónsson GK. Gengið var frá kaupunum í gær, að sögn Sturlaugs Sturlaugssonar aðstoðarframkvæmdastjóra Haraldar Böðvarssonar. Kaupandinn er sameignarfyrirtæki Fiskafurða og sænska fyrirtækisins Scandsea. Að sögn Jóns Sigurðarsonar í Fiskafurðum verður kaupverð ekki gefið upp, en kaupin voru fjármögnuð af Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 383 orð

Helgardagskráin í Viðey

HAFIN er þriðja umferð í raðgöngum sumarsins í Viðey og í dag, laugardag, kl. 14.15 verður fyrsta gangan í nýrri syrpu farin, um norðanverða Heimaeyna og austur á Sundbakka. Gangan hefst á stéttinni milli kirkjunnar og Stofunnar með örstuttri upprifjun á því helsta úr sögu staðarins. Viðfangsefnið að þessu sinni verður tuttugasta öldin og fyrirtækin P.J. Thorsteinsson & co. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Helgardagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum

UM HELGINA bjóða staðarhaldari og landverðir á Þingvöllum upp á gönguferðir í þjóðgarðinum þar sem saman fara fræðsla, skemmtun og holl útivera. Dagskráin hefst á laugardag kl. 10 með Lögbergsgöngu þar sem gengið verður frá hringsjá á Haki um hinn forna þingstað í fylgd sr. Heimis Steinssonar og endað í Þingvallakirkju. Kl. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Hjólabrettamót haldið í dag

HJÓLABRETTAMÓT verður haldið í aðstöðu Brettafélags Reykjavíkur á Draghálsi 6 í dag, laugardaginn 15. ágúst. Keppt verður í tveimur flokkum, 15 ára og yngri og 16 ára og eldri. Aðstandendur keppninnar eru Týndi hlekkurinn og Egils Orka. Aðgangseyrir er 300 kr. og rennur til Brettafélags Reykjavíkur. Allir eru velkomnir. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð

Íbúum fækkar í strjálbýli

HLUTFALL þeirra Íslendinga, sem búa í þéttbýli, hækkar jafnt og þétt og voru aðeins 7,9 af hundraði landsmanna búsettir í strjálbýli árið 1997. Þetta kemur fram í Hagtölum landbúnaðarins 1998, sem upplýsingaþjónusta landbúnaðarins gefur út. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð

Jafnt í þremur kjördæmum

ÓVENJU jöfn barátta var á meðal presta um sæti á kirkjuþingi í kosningum til þingsins, en frestur til að senda inn atkvæðaseðla rann út 7. ágúst. Í þremur kjördæmum voru tveir prestar efstir og jafnir og þurfti því samkvæmt lögum að varpa hlutkesti um val. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 256 orð

LEIÐRÉTT Fleiri stjörnur Í KVIKMY

Í KVIKMYNDAGAGNRÝNI Sæbjörns Valdimarssonar í blaðinu í gær föstudag stendur að myndin hafi fengið eina og hálfa stjörnu, það er ekki rétt. Myndin fékk 2 og hálfa stjörnu. Veiðar í Elliðaám Miðvikudaginn 12. ágúst birtist hér í blaðinu á bls. 26 grein eftir Þórólf Árnason, sem vinnur við rannsóknir á fiskistofnum, undir fyrirsögninni "Veiðar í Elliðaám. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Mono í loftið í dag

NÝ útvarpsstöð, Mono fm 87,7, hefur útsendingar í dag, laugardaginn 15. ágúst, kl. 18. Stöðin er í eigu Íslenska útvarpsfélagsins og mun strax í upphafi ná til um 97% íslensku þjóðarinnar. Mono á fyrst og fremst að þjóna ungu fólki á aldrinum 15­25 ára. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð

Námskeið um vistmenningu

FYRSTA námskeið á Íslandi um vistmenningu verður haldið á Sólheimum dagana 30. ágúst til 6. september. Þetta er seinni hluti námskeiðsins en fyrri hlutinn var í byrjun júní sl. Námskeiðið er í heild 72 klst. en síðari vikan er framhald af þeirri fyrri og í raun sjálfstætt námskeið. Enn er möguleiki á að bæta nokkrum þátttakendum við. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 169 orð

Norrænn svifflugdagur á sunnudaginn

SVIFFLUGFÉLAG Íslands og Svifflugfélag Akureyrar verða með opið hús á flugvöllum sínum á Sandskeiði við Bláfjallaveg og Melgerðismelum í Eyjafirði á sunnudaginn frá kl. 13. Tilgangurinn með þessum degi er að kynna almenningi svifflugsportið. Þar verður fólki gefinn kostur á að fljúga í svifflugu við vægu verði og kynna sér starfsemi félaganna. Allir eru velkomnir. Meira
15. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 163 orð

Olíulindir í hættu

ÁIN Nen í Norðaustur-Kína hefur flætt yfir bakka sína, rutt burt stíflugörðum og stefnt Daqing-olíuvinnslusvæðinu íhættu, að sögnfréttastofunnarXinhua. Verkamennleggja dag viðnótt að hlaðavarnargarða sembrustu í gærmorgun. Á Daqing-svæðinu eru20. Meira
15. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 265 orð

Óttast fleiri sprengjutilræði

RÝMA þurfti sendiráð Bandaríkjanna í Bern í Sviss í gær í um tvær klukkustundir eftir að sprengjuhótun barst. Var starfsfólki leyft að snúa aftur til starfa sinna eftir að lögregla hafði leitað af sér allan grun í byggingunni. Meira
15. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 225 orð

Ótti við genabreytt matvæli ástæðulaus

BRESKUR vísindamaður sagði í gær að ótti við að genabreytt matvæli gætu verið skaðleg heilsu manna væri algerlega ástæðulaus og órökréttur. Hönnun nýrra grænmetistegunda væri í engu frábrugðin ræktunarvali sem bændur hefðu iðkað öldum saman. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Pysju sleppt í Reykjavík

ARON Snær Arnarson sleppti í gær lundapysju á norðanverðu Geldinganesi, til móts við Lundey. Aron Snær fann pysjuna í Kópavogi ásamt nokkrum félögum sínum og björguðu þeir henni frá mávum, sem sveimuðu yfir henni. Hann tók lundapysjuna í fóstur, en svo var ákveðið að sleppa henni í námunda við Lundey, þar sem er vitað af lundabyggð. Sást pysjan taka stefnuna á eyna þegar henni var sleppt. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 248 orð

Raðsmíða yfirbyggingar

HUMMER-umboðið á Íslandi hefur fyrst umboðsaðila í heiminum fengið leyfi AM General, bandarísks framleiðanda Hummer-bílsins, til að raðsmíða yfirbyggingar á grind bílsins. Smíði á frumgerð 19 manna rútu á undirvagni Hummer er á lokastigi og ráðgert er að kynna bílinn um miðjan september undir heitinu Berserkur. Meira
15. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 336 orð

Ráðgerir að leggja að baki 2.800 km

SÆNSKI göngugarpurinn Erik Reuterswärd hélt frá Akureyri í gærmorgun áleiðis til Húsavíkur, á leið sinni hringinn í kringum landið. Erik, sem hóf göngu sína suður á bóginn á Seyðisfirði hinn 18. júní, áætlar að ljúka ferð sinni á sama stað 26. ágúst nk. Erik hefur gengið með strönd landsins og hann gerir ráð fyrir að leggja að baki um 2. Meira
15. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 71 orð

Reuters Hungur í Suður-Súdan

HRIKALEG neyð blasir nú við hungruðu fólki í S-Súdan og er talið að rúmlega helmingur íbúa sé alvarlega vannærður. Hjálparstofnanir hafa aukið umsvif sín í landinu verulega í því augnamiði að sjá fólki fyrir næringu en mörg barnanna á myndinni höfðu gengið marga kílómetra í gær í þeirri von að hljóta matarbita. Meira
15. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 75 orð

Reuters Kóngulóarmaðurinn klifrar

FRANSKI ofurhuginn Alain Robert klifraði í gær upp vegg eins háhýsisins í Defense-fjármálahverfinu í París, án nokkurra hjálpartækja eða öryggisbúnaðar. Hann var aðeins hálfa klukkustund að snara sér upp 183 metra háa bygginguna og hafði ekki einu sinni fyrir því að fá tilskilin leyfi frá yfirvöldum. Meira
15. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 135 orð

Ritstjóraskipti á Berlingske Tidene

ANNE E. Jensen, aðalritstjóri danska dagblaðsins Berlingske Tidene, lét fyrirvaralaust af störfum í gær. Sagði Jensen í samtali við Jyllandsposten að deilur hefðu komið upp á milli hennar og eigenda blaðsins og að samkomulag hefði orðið um að hún léti af störfum. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 342 orð

Sameining er ekki efst á óskalistanum

PÁLMI Jónsson, formaður bankaráðs Búnaðarbankans og Stefán Pálsson, aðalbankastjóri bankans, telja að átta milljarða króna tilboð Íslandsbanka í hlutafé Búnaðarbankans sé of lágt. Þeir áttu fund með Finni Ingólfssyni viðskiptaráðherra í gærmorgun. Stefán segir að tilboð Íslandsbanka sé lægra en eigið mat Búnaðarbankans á verðmæti bankans. Hann vill ekki greina frá hvert það sé. Meira
15. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 257 orð

Segir Bandaríkin tilbúin í átök verði þeim ógnað

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði í gær Saddam Hussein, forseta Íraks, um að reyna að snúa deilu Íraks við Sameinuðu þjóðirnar upp í deilu við Bandaríkjamenn eina og sér. "Hann má hins vegar vita það að við munum beita valdi, ef þörf krefur og ef við teljum Bandaríkjunum ógnað, þegar og þar sem okkur hentar. Meira
15. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 276 orð

Séra Birgi Snæbjörnssyni veitt lausn frá embætti prófasts

SÉRA Birgi Snæbjörnssyni, sóknarpresti í Akureyrarkirkju, hefur verið veitt lausn frá embætti prófasts í Eyjafjarðarprófastsdæmi, að eigin ósk, frá 1. janúar á næsta ári. Þá mun Birgir láta af starfi sóknarprests á Akureyri í lok ágúst á næsta ári en þá verður hann sjötugur. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 295 orð

Skátar vígja minnisvarða um landnám á Úlfljótsvatni

Skátar vígja minnisvarða um landnám á Úlfljótsvatni SKÁTAR vígja minnisvarða um landnám skáta í Úlfljótsvatni sunnudaginn 16. ágúst kl. 18. Það er listamaðurinn Vignir Jóhannesson sem hefur gert minnisvarðann sem er byggður upp í þremur hlutum. Meira
15. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 71 orð

Skemmtiferðaskip í Grundarfirði

Grundarfirði-Skemmtiferðaskipið Bremen lagðist að bryggju miðvikudagsmorguninn 12. ágúst í Grundarfirði. Tvær stórar rútur komu að skipshlið og fóru með flesta farþegana hringferð um Snæfellsnes. Þeir farþegar sem eftir voru um borð skoðuðu bæinn og komu í Grundarfjarðarkirkju, þar sem tekið var á móti þeim með tónleikum Friðriks V. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 915 orð

Smíða álrútu í samstarfi við AM General

HUMMER-umboðið á Íslandi hefur fyrst umboðsaðila í heiminum fengið leyfi AM General, bandarísks framleiðanda Hummer-bílsins, til að raðsmíða yfirbyggingar á grind bílsins. Smíði á frumgerð 19 manna rútu á undirvagni Hummer er á lokastigi og ráðgert er að kynna bílinn um miðjan september undir heitinu Berserkur. Einnig er ráðgert að smíða a.m.k. fjórar aðrar gerðir bíla á Hummer-grind. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Starfsfólk í óvissu

TILBOÐ Íslandsbanka í öll hlutabréf ríkissjóðs í Búnaðarbankanum kom starfsmönnum Búnaðarbankans talsvert á óvart, að sögn Önnu Rósu Jóhannsdóttur, formanns starfsmannafélags Búnaðarbankans. Yfirstjórn Íslandsbanka boðaði fund með starfsmannafélagi Búnaðarbankans, starfsmannafélagi Íslandsbanka og stjórn Sambands íslenskra bankamanna sl. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 339 orð

Stefnt að fækkun afbrota um 20%

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur í bréfi til allra lögreglustjóra á landinu beint þeim tilmælum til þeirra að við skipulagningu og stjórnun löggæslu verði tekið mið af því markmiði að koma í veg fyrir og fækka afbrotum í landinu. Hvetur hann til þess að stefnt skuli að fækkun innbrota, þjófnaða, líkamsárása, rána og eignarspjalla um 20%. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Stærðfræðiátak í grunnskólum Hafnarfjarðar

NÚ STENDUR yfir í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði stærðfræðinámskeið fyrir kennara 6.­10. bekkjar. Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu er Aad Goddijn frá Freudenthal-stofnuninni í Hollandi. Námskeiðið er liður í tveggja ára átaki Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar sem hófst haustið 1997 og ætlað að efla stærðfræðikennslu í grunnskólum bæjarins. Meira
15. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 25 orð

Sýningu Birgis að ljúka

Sýningu Birgis að ljúka MYNDLISTARSÝNINGU Birgis Schiöth, myndlistarkennara, sem staðið hefur yfir í Blómaskálanum Vín, lýkur nú um helgina. Þar sýnir Birgir 25 pastel myndir. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Sýn sést á fleiri stöðum

ÍBÚAR Ísafjarðar, Hnífsdals, Bolungarvíkur og Stykkishólms geta nú í fyrsta sinn séð útsendingar sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar. Settir hafa verið upp nýir UHF- sendar sem gera áskrifendum kleift að ná bæði útsendingum Sýnar og Stöðvar 2 með sama loftnetinu. Af þessu tilefni er íbúum fyrrnefndra staða boðið kynningartilboð. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 458 orð

Telja kauptilboð Íslandsbanka of lágt

Forystumenn Búnaðarbanka gengu á fund viðskiptaráðherra Telja kauptilboð Íslandsbanka of lágt PÁLMI Jónsson, formaður bankaráðs Búnaðarbankans, og Stefán Pálsson, aðalbankastjóri bankans, telja að átta milljarða króna tilboð Íslandsbanka í hlutafé Búnaðarbankans sé of lágt. Meira
15. ágúst 1998 | Miðopna | 1719 orð

Tímamót íslenskrar alþjóðaflugþjónustu Hálf öld verður liðin frá undirritun alþjóðasamnings um flugþjónustu milli Íslands og

AÐEINS einu ári eftir að Flugmálastjórn Íslands var stofnuð árið 1945 voru Íslendingar farnir að starfækja úthafsflugstjórnarmiðstöð á Reykjavíkurflugvelli fyrir alþjóðaflug á Norður-Atlantshafi. Að flugþjónustunni hafa frá upphafi komið Flugmálastjórn, Landssíminn, sem þá hét Póstur og sími, og Veðurstofa Íslands. Meira
15. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 177 orð

Umferðarskóli 5 og 6 ára barna

UMFERÐARSKÓLINN býður öll 5 og 6 ára börn, fædd 1992 og 1993, velkomin á námskeið í umferðarfræðslu sem haldin verða vikuna 17.-22. ágúst nk. á Akureyri, í Eyjafjarðarsveit, Ólafsfirði, Dalvík og nágrenni. Umferðarskólinn er samstarfsverkefni Umferðarráðs, lögreglu og sveitarfélaga og unninn í samvinnu við starfsfólk leikskóla og grunnskóla. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Ummæli byggð á misskilningi

KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að heilsufarsupplýsingar sé ekki að finna á þeirri rannsóknarstofu sem Helga Ögmundsdóttir, yfirlæknir rannsóknarstofu í sameinda- og frumulíffræði hjá Krabbameinsfélagi Íslands, veitir forstöðu og því komi ekki til þess að upplýsingar sem hún hafi yfir að ráða fari í fyrirhugaða gagnagrunna á heilbrigðissviði. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Úrkoma breytir ekki skerðingaráformum

AÐ SÖGN Þorsteins Hilmarssonar upplýsingafulltrúa hjá Landsvirkjun hefur úrkoma undanfarið ekki breytt áformum Landsvirkjunar um að hækka verð á ótryggðri orku í haust og skerða sölu á ótryggðri orku til stóriðju. Ótryggð orka er orka til almenningsveitna og stóriðju og hún er seld með þeim skilmálum að vatnsbúskapur sé í lagi. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 137 orð

Verðlaun fyrir að sýna hugsjónir í verki

HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, veitti Friðriki Sophussyni viðurkenninguna þingmaður ársins á fundi félagsins í gær. Friðrik var formaður ungra sjálfstæðismanna á árunum 1973 til 1977 og segir í fréttatilkynningu frá Heimdalli að þá hafi hann lagt grunn að mikilli hugmyndafræðilegri sókn undir slagorðinu Báknið burt. Meira
15. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 750 orð

Vilja áherslu á ákveðna þætti grunnþjónustu Nefnd um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu hefur starfað frá 1996 og hafa tillögur

NAUÐSYNLEGT er að forgangsraða og beita skipulegri vinnubrögðum í heilbrigðisþjónustu í ríkara mæli en gert hefur verið til þessa í ljósi þess að útgjöldum hins opinbera eru ákveðin takmörk sett. Þessi niðurstaða kemur fram í ritinu Forgangsröðun í heilbrigðismálum, Meira
15. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 396 orð

Vill takmarka völd höfuðstöðva ESB

BRESK stjórnvöld hafa lagt til að komið verði á fót nýju þingi á vegum Evrópusambandsins, ESB, til að koma í veg fyrir afskipti sambandsins af smáatriðum sem engan varði nema viðkomandi aðildarþjóð. Hefur Robin Cook utanríkisráðherra beðið um að ESB leggi fram tillögur þar sem fram komi hvernig takmarka megi völd æðstu stofnana ESB og koma í veg fyrir afskipti þeirra af innanríkismálum Breta. Meira
15. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Vinnustofa í Ketilshúsi

Á ALÞJÓÐLEGUM listadögum á Akureyri verður opið hús á vinnustofu níu listamanna á jarðhæð Ketilhússins í Listagilinu, í dag laugardag og á morgun sunnudag. Í vinnustofunni eru listamennirnir að stöfum en gefa sér jafnframt tíma til að spjalla við gesti og gangandi. Meira

Ritstjórnargreinar

15. ágúst 1998 | Leiðarar | 591 orð

MIKIL GREIÐSLA RÍKISSKULDA

leiðariMIKIL GREIÐSLA RÍKISSKULDA NGIN FURÐA er þótt skattgreiðendum bregði í brún, þegar þeir heyra, að hallinn á ríkissjóði í ár, í miðju góðærinu, verði væntanlega um 7,5 milljarðar króna. Flestir hafa sjálfsagt búizt við verulegum tekjuafgangi ríkissjóðs. Meira
15. ágúst 1998 | Staksteinar | 284 orð

SHlutur menningar versnar Eyþór Arnalds, sem situr í menningarmálanefnd Rey

Eyþór Arnalds, sem situr í menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar, segir að útgjöld til menningarmála í Reykjavík hafi lækkað úr 5,5% skatttekna árið 1994 niður í 3,9% 1997. Skrítin forgangsröðun Meira

Menning

15. ágúst 1998 | Margmiðlun | 699 orð

Aukið fjör Þegar leik er lokið er hann lítils virði. Við því er eitt ráð: viðbótarpakkar sem verða sífellt algengari. Árni

ÞEGAR LEIK er lokið er yfirleitt lítið við hann að gera, fæstir eru þess eðlis að menn hafi nennu til að fara í leikinn aftur, að minnsta kosti ekki næstu vikur eða mánuði á eftir. Þá koma til svonefndir viðbótarpakkar þar sem bætast við borð eða stig eða ófreskjur eða vopn og svo má telja. Framan af voru það helst smáfyrirtæki sem settu saman slíka pakka og högnuðust vel á tiltækinu. Meira
15. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 48 orð

Ástfangnir aular

KVIKMYNDIN "Why Do Fools Fall In Love" var forsýnd í New York fyrr í vikunni og fjallar eins og nafnið gefur til kynna um hin mikilvægu mál hjartans. Aðalleikararnir voru að sjálfsögðu mættir og fóru þar fremst í flokki Miguel Nunez, Lela Rochon og Larenz Tate. Meira
15. ágúst 1998 | Margmiðlun | 482 orð

Bjúgverpilsbyssa og matvinnslugildra

The Reconing, viðbót við Quake II úr smiðju Xatrix. The Reconing krefst þess að til staðar sé full útgáfa af Quake II, en einnig að viðkomandi tölva sé að minnsta kosti 90 MHz Pentium með 16 MB innra minni, 100 MB laus á hörðum diski og fjögurra hraða geisladrifi. Styður netleik með TCP/IP og Open GL þrívíddarkort, til að mynda 3Dfx skjákort. Meira
15. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 270 orð

Björk vill vinna með Lars von Trier

"DANINN Lars von Trier vill fá Íslendinginn Björk [Guðmundsdóttur] í aðalhlutverk í nýjum söngleik. Það gæti verið grundvöllur fyrir norrænu draumabandalagi," segir í grein í Bergens Tidende. "Lars er stirðlyndur og ég er enn verri," segir hún sjálf í samtali við blaðið. "Ég legg ríka áherslu á að vinna með Lars. Meira
15. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 92 orð

Brúðguminn í faðmlögum við svaramanninn

GRÍSK brúður fékk taugaáfall nóttina fyrir brúðkaupið sitt, sem fara átti fram á grísku eyjunni Krít, þegar hún kom kom að brúðgumanum í brúðarkjólnum hennar og í faðmlögum við svaramann sinn. Þau voru með steggja- og gæsapartí hvort á sínum staðnum þegar vinir brúðarinnar báðu um að mega fá að skoða brúðarkjólinn. Meira
15. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 284 orð

Börn berja fullorðna Ninjastrákarnir á Ofurfjallinu (3 Ninjas: High Noon at Mega Mountain)

Framleiðendur: Yoram Ben-Ami og James Kang. Leikstjóri: Sean McNamara. Handritshöfundar: Sean McNamara og Jeff Philips. Kvikmyndataka: Blake T. Evans. Tónlist: John Coda. Aðalhlutverk: Mathew Botuchis, Michael O'Laskey II, James Paul Roeske II, Hulk Hogan og Loni Anderson. (94 mín.) Bandarísk. Skífan, ágúst 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
15. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 219 orð

Clinton finnst Zorró bestur BILL C

Clinton finnst Zorró bestur BILL Clinton Bandaríkjaforseti lífgaði heldur betur upp á dag Davids Fosters. Foster, sem framleiddi "Grímu Zorrós" ásamt Doug Claybourne, var á fótum klukkan hálfsex á miðvikudagsmorgni, með kaffibolla og New York Times eins og venjulega, þegar hann rakst á frétt sem kom honum í gott skap. Meira
15. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 191 orð

Dóttir Coppola ein af 16 útvöldum

SOFIA, dóttir Francis Ford Coppola, mun líklega vekja nokkra athygli á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem hefst í næsta mánuði. Súrrealísk stuttmynd hennar, "Lick the Star" sem fjallar um stúlkur í gagnfræðaskóla, er önnur af tveimur bandarískum myndum sem valdar voru í stuttmyndakeppnina. Meira
15. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 131 orð

Eins og að bursta tennurnar

"ÞEMAÐ í sýningunni er vatn," segir Sissa um myndir nemenda sinna. "Þetta eru sjö nemendur og þeir eru flestir með 5 til 6 myndir." Hún segist ljúka hverju námskeiði sem hún heldur með ljósmyndasýningu og því að nemendur hennar fá myndamöppu. "Þetta námskeið stóð í 3 mánuði og Haraldur Hannes sá um það með mér. Meira
15. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 135 orð

Fangaskyrtur í tísku

FANGASKYRTUR virðast vera að slá út afurðir helstu tískujöfra í Bretlandi að sögn breskra fangelsisyfirvalda. Hin hefðbundna hvít- og bláröndótta skyrta er orðin svo eftirsótt þar í landi að fyrrverandi fangi í Norður-Englandi var sendur aftur í grjótið aðeins 10 mínútum eftir að hann var látinn laus fyrir að stela 25 skyrtum sem hann ætlaði að selja tískubúðum. Meira
15. ágúst 1998 | Margmiðlun | 256 orð

Fyrir unga golfara

Everybody's Golf, leikur fyrir PlayStation frá SCEI. Einn til fjórir geta leikið samtímis. Á síðustu árum hefur áhugi á golfi meðal ungmenna aukist til muna, en á sama tíma hefur verið skortur á golfleikjum fyrir þá allra yngstu. Nú hefur SCEI breytt því til muna með leiknum Everybody's Golf. Meira
15. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 290 orð

Góð fyrir alla nema fýlupúka Búálfarnir The Borrowers

Framleiðsla: Walt DeFaria. Leikstjórn: Peter Hewitt. Handrit: Gavin Scott og John Kamps. Kvikmyndataka: John Fenner og Trevor Booker. Tónlist: Hans Zimmer. Aðalhlutverk: John Goodman og Jim Broadbent. Bresk. Háskólabíó, ágúst 1998. Leyfð öllum aldurshópum. LENDER fjölskyldan býr í notalegu gömlu einbýlishúsi sem gömul frænka arfleiddi hana að. Meira
15. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 296 orð

Hjónabandssæla og ekkert framhjáhald

LEIKKONAN Melanie Griffith er ástfangin af eiginmanni sínum, spænska leikaranum Antonio Banderas, og vill að allir viti af því. Í viðtali við bandarískt kvennablað segir Griffith frá því að hjónabandið verði betra með hverjum deginum. Hún þvertekur fyrir að nokkurt sannleikskorn sé að finna í slúðursögu um að hún hafi komið að Banderas í rúminu með nuddkonu sinni. Meira
15. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 116 orð

Karaoke stangast á við búddisma

KAMBÓDÍSKUR munkur var gerður burtrækur eftir að upp komst að hann strauk úr hofinu að næturlagi til að iðka dulda ástríðu sína ­ að syngja karaoke. Á daginn var Kung Bunchhoeun, sem er 22 ára, í látlausum appelsínugulum munkakufli en að næturlagi smeygði hann sér í venjuleg föt og strauk úr hofinu í Phnom Penh til að syngja karaoke á börum í grenndinni, Meira
15. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 475 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð217.00 Fagri-Blakkur (Black Beauty, '94), er byggð á sígildu ævintýri eftir Önnu Sewell, sem uppi var á öldinni sem leið. "Sögumaður" er gæðingurinn Fagri-Blakkur sem lendir hjá góðum eigendum sem vondum. Ebert gefur , segir myndina fallega en ólánlega. Með Sean Benn og David Thewlis. Meira
15. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 424 orð

Með myndavélina til Tulsa

"VIÐ VERÐUM að flýta okkur með viðtalið því ég er að flytja," segir Védís Sigurjónsdóttir við blaðamann þegar hann hringir í hana um hádegið á fimmtudegi. Hvert er verið að flytja? "Ég fer núna klukkan fjögur til Tulsa í Oklahoma." Védís er 25 ára og sat nýverið námskeið hjá Sissu ljósmyndara. Aðspurð hvort hún ætli að taka myndavélina með sér svarar hún: "Já, engin spurning. Meira
15. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 137 orð

PUFF DADDY ræðst út á ritvöllinn

RAPPARINN Sean "Puffy" Combs hefur gert samning um útgáfu á ævisögu sinni við Ballantine Publishing. Combs, sem er 28 ára, mun skrifa bókina með Mikael Gilmore, fréttamanni Rolling Stone. Er áætlað að hún komi út haustið 1999. Gilmore vann til gagnrýnendaverðlauna árið 1995 fyrir bókina "Skot í hjartað", ævisögu bróður síns Garys Gilmore, sem var dæmdur til dauða fyrir morð. Meira
15. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 169 orð

Spáð í stjörnurnar JÓNÍ Jónsdóttir og Þorvaldur Þor

Spáð í stjörnurnar JÓNÍ Jónsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson, upplýsinga- og kynningarfulltrúar "Innan handar", kynna í dag kl. 16 nýtt stjörnugötukort af svæði 101 í Reykjavík í Fiskinum, Skólavörðustíg 22c. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem jafn torfengnar upplýsingar um búsetu íslenskra stjarna (celebrities) hafa náðst saman á einn stað. Meira
15. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 581 orð

Stórir menn í pilsum Íslensku Hálandaleikarnir verða haldnir um þessa helgi og næstu. Heimsmeistarinn Ryan Vierra er mættur til

HANN er viðkunnanlegur stóri sterki maðurinn sem er þrefaldur heimsmeistari í Hálandaleikum. Íþróttin er ættuð frá Skotlandi eins og nafnið bendir til, og er einskonar tugþraut iðkuð þar til forna. En sá besti í heimi heitir Ryan Vierra. Meira
15. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 303 orð

Vandi hinna fátæku Alltaf gegn ofurefli (Always Outnumbered)

Framleiðsla: Anne-Marie Mackay. Leikstjórn: Michael Apted. Handrit: Walter Mosley. Kvikmyndataka: John Bailey. Tónlist: Michael Franti. Aðalhlutverk: Laurence Fishburn, Bill Cobbs, Laurie Metcalf. 95 mín. Bandarísk. Bergvík, ágúst 1998. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Meira
15. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 267 orð

Vantar púðrið Vökudraumar (Dream for an Insomniac)

Framleiðandi: Rita J. Rokisky. Leikstjóri og handritshöfundur: Tiffanie DeBartolo. Kvikmyndataka: Guillermo Navarro. Tónlist: John Laraio. Aðalhlutverk: Ione Skye, Jennifer Aniston og MacKenzie Astin. (91 mín.) Bandarísk. Skífan, ágúst 1998. Myndin er öllum leyfð. Í ÞESSARI mynd segir frá draumórastúlkunni Frankie sem vinnur á kaffihúsi í San Francisco. Meira
15. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 334 orð

Yfirfullt á Jón Múla og Óskar

ÞAÐ RÍKTI mikil tilhlökkun í Iðnó á þriðjudaginn áður en Óskar Guðjónsson og hljómsveit hans, Delerað, hófu tónleika með völdum lögum Jóns Múla fyrir troðfullum sal. Gestir voru allir í fínasta pússinu, enda að fara að hlusta á eina fínustu djassleikara landsins leika lög eins fínasta söngdansahöfundar okkar Íslendinga. Meira
15. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 584 orð

Þar sem engu má breyta

SJÓNVARP ríkisins hefur starfað svo til óbreytt frá stofnun. Þetta er merkilegt, þegar á það er horft, að sjónvarpsútsendingar hafa tekið miklum breytingum í áranna rás og þá hafa tímasetningar tekið breytingum líka. Það eina sem hefur hreyft við leirrisa ríkisins er heimsmeistarakeppnin í fótbolta. Meira

Umræðan

15. ágúst 1998 | Aðsent efni | 1202 orð

Að leggja til í lífinu

AÐ LEGGJA til eða ekki leggja til, það er lóðið. Á við mál málanna, væntanlegan eða meintan gagnagrunn í heilbrigðiskerfinu, sem Kári Stefánsson hyggst safna saman, í heildstætt leitartæki að sjúkdómavöldum. Mikil umræða er nauðsynleg um svo stórt mál, segja menn. Laukrétt! Ég hefi fylgst með greinum og ljósvakaviðtölum, sem virðast býsna einhæf. Meira
15. ágúst 1998 | Aðsent efni | 1045 orð

Kennaramenntun og menntun kennara

ÉG SÉ í Morgunblaðinu, að nokkur umræða fer fram um kennara og starfsárangur. Umræðan snýst að miklu leyti um menntun. Ég hef ekki forsendur til þess að taka þátt í umræðunni, þar sem Morgunblaðið á netinu er mín eina heimild, en ég vildi gjarnan koma nokkrum sjónarmiðum á framfæri, ef þau gætu orðið að gagni í umræðunni. Meira
15. ágúst 1998 | Aðsent efni | 657 orð

Kjarasamningur um lífeyrisréttindi starfsmanna sveitarfélaga

HINN 28. júlí sl. undirrituðu fulltrúar Bandalags háskólamanna, BHM, kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga um stofnun Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, LSS. Kjarasamningur þessi markar um margt tímamót. Þetta er fyrsti kjarasamningur um lífeyrissjóð eftir að ný lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda tóku gildi 1. júlí sl. Meira
15. ágúst 1998 | Aðsent efni | 1165 orð

Klofningur innan evrópska efnahagssvæðisins og framtíð íslenskrar lagasetningar

HINN 16. júlí síðastliðinn féll dómur í dómstól Evrópusambandsins í Luxemborg í máli nr. C-355/96, svokölluðu Silhouette-máli þar sem reyndi á túlkun 1. mgr. 7. gr. fyrstu vörumerkjatilskipunar ráðs Evrópubandalagsins um tæmingu vörumerkjaréttinda. Dóms þessa hafði verið beðið með eftirvæntingu af ýmsum ástæðum. Meira
15. ágúst 1998 | Aðsent efni | 825 orð

Málamiðlanir upp á eldhúsborðið

UPP á síðkastið hefur mátt sjá einhver ósköp af hugtakaruglingi hrökkva af munni stjórnmála- og embættismanna og endurvarpast í fjölmiðlum. Það er ekki á færi hvunndagsfólks að skilja allar flækjurnar í sambandi við hvað sé ferðakostnaður og hvað sé risna, eða hvernig aðgreina beri bankastjórn og yfirmenn banka. Meira
15. ágúst 1998 | Bréf til blaðsins | 629 orð

Sammála Hilmari Frá Theodóri Gunnarssyni og Jens Ormlsev: ÉG

ÉG finn hjá mér illviðráðanlega hvöt til að taka þátt í þessari Bing Dao umræðu og segja frá minni reynslu, sérstaklega eftir að hafa lesið svargreinina frá aðstandendum staðarins. Það er augljóst að þetta fólk hlustar ekki á viðskiptavinina og reynir ekki hið minnsta að taka tillit til kvartana þeirra. Meira
15. ágúst 1998 | Aðsent efni | 502 orð

Vandalar

VANDALAR voru ein þeirra germönsku þjóða, sem brutust inn fyrir landamæri Rómaveldis á fimmtu öld e.Kr. Þjóð þessi braust yfir Rín og síðan til Spánar 411. Síðan var flust yfir til Afríku og stofnað til fyrsta germanska ríkisins 442, með Karþagó sem höfuðborg. Þjóð þessi taldist um 80.000 að talið er um það leyti sem flust var til Afríku 429. Vandalar rændu Róm 455. Meira
15. ágúst 1998 | Aðsent efni | 509 orð

Var sjómannaverkfallið efnahagslegur ávinningur?

BJÖRN á Löngumýri sagði að það væri ekki hægt að kenna mönnum hagfræði. Annaðhvort væru menn hagsýnir eða ekki. Sumir nota sem rök gegn auknum þorskveiðum að það muni valda "þenslu" í vondri merkingu. Þá er spurningin hvort sjómannaverkfallið sl. Meira

Minningargreinar

15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 214 orð

Arnbjörn Gísli Hjaltason

Hinn 6. júlí sl. lést í Reykjavík frændi minn, Arnbjörn Gísli Hjaltason. Bjössi, eins og við kölluðum hann, fæddist 21. janúar 1956, einkabarn hjónanna Hjalta Gíslasonar, skipstjóra, sem látinn er fyrir skömmu, og móðursystur minnar, Guðrúnar Erlu Arnbjarnardóttur, sem lést af slysförum árið 1958, þegar Bjössi var aðeins tveggja ára gamall. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 318 orð

Bjarni Sigurðsson

Mig langar að minnast afa míns Bjarna Sigurðssonar eða Bjarna sala eins og hann var daglega nefndur. Mín fyrstu kynni af honum sem einstaklingi voru þegar við bræðurnir fórum að vera einir hjá honum á sumrin og var það stundum harður skóli en hann skilaði sínu. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 32 orð

BJARNI SIGURÐSSON

BJARNI SIGURÐSSON Bjarni Sigurðsson fæddist á Folafæti í Ísafjarðardjúpi 24. desember 1920. Hann lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 21. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hólskirkju í Bolungarvík 25. júlí. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 531 orð

Björn Guðmundsson

Björn Guðmundsson Björn eða Bjössi eins og við kunningjarnir kölluðum hann, var manna léttastur í lund og átti auðvelt með að koma fólki til að brosa, þá hafði hann gjarnan uppi lausavísur, sem hann orti af ýmsu tilefni, um atburði líðandi stundar, í sveitarfélagi og eða þjóðfélagi. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 159 orð

BJÖRN GUÐMUNDSSON

BJÖRN GUÐMUNDSSON Björn Hjörtur Guðmundsson var fæddur á Ferjubakka í Borgarhreppi 14. janúar 1911. Hann andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 14. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin, þá búandi á Ferjubakka, Ragnhildur Jónsdóttir, f. 2. sept. 1877, d. 26. júlí 1943, og Guðmundur Andrésson, f. 31. okt. 1870, d. 3. jan. 1969. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 97 orð

Einar Guðmann Guðmundsson

Nú er hann elsku Einar afi okkar dáinn eftir erfið veikindi. Við vitum að vel hefur verið tekið á móti honum á þeim stað sem hann er á núna. Minningarnar streyma fram í hugann um afa sem var okkur alltaf góður og okkur þótti mjög vænt um. Amma og afi hefðu átt 50 ára brúðkaupsafmæli síðasta fimmtudag, 13. ágúst, á afmælisdaginn hennar ömmu. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 709 orð

Einar Guðmann Guðmundsson

Enn á ný hefur einn af æsku- og baráttufélögunum kvatt hinstu kveðju. Leiðir okkar Einars, eða Einsa Guðmunds eins og við félagarnir kölluðum hann alltaf, lágu fyrst saman þegar við vorum samtíða sem ungir drengir í Sandvík, en foreldrar hans bjuggu þá í Mið- Sandvík, en örskammt þar frá var býlið Hundruð þar sem ég var vikapiltur. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 296 orð

Einar Guðmann Guðmundsson

Á hverju sumri höfum við fjölskyldan farið austur á Neskaupstað til að heimsækja ömmu Unni og afa Einar. Þetta ferðalag austur hefur verið hápunktur sumarsins hjá ömmu- og afabörnunum á Sauðárkróki. Þegar rennt var í hlaðið eftir langt ferðalag kom afi út á stétt ásamt ömmu til að fagna þreyttum ferðalöngum. Og hvílíkar móttökur, þétt handtak og koss og hlýtt faðmlag. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 248 orð

EINAR GUÐMANN GUÐMUNDSSON

EINAR GUÐMANN GUÐMUNDSSON Einar Guðmann Guðmundsson fæddist á Barðsnesi á Norðfirði 22. nóvember 1919 og lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 6. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Grímsson, bóndi í Sandvík, og Sesselja Sveinsdóttir. Systkini hans voru Helga, f. 1916, María, f. 1917, Óskar, f. 1918, d. 1991, Sveinn, f. 1921, d. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 153 orð

Einar Guðmundsson

Elsku afi. Nú ert þú floginn á braut inn í aðra veröld, þar sem ég veit að tekið verður vel á móti þér. Ég er viss um að fólkið þar hefur jafn gaman af sögunum þínum og ég hafði. Ég gleymi ekki hvað þú hafðir mikið úthald í að segja mér frá fyrri heimsstyrjöldinni þegar ég var að skrifa um hana í skólanum. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 74 orð

Indriði Indriðason

Við eigum góðar og kærar minningar um afa sem aldrei hverfa. Hann var okkur svo ljúfur og kær. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér ­ hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (Halldór Laxness) Megi guð varðveita hann og vaka yfir honum og gæta ömmu. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 27 orð

INDRIÐI INDRIÐASON

INDRIÐI INDRIÐASON Indriði Indriðason fæddist á Skagaströnd 11. febrúar 1936. Hann lést á heimili sínu 3. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 12. ágúst. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 721 orð

Ingólfur Kristjánsson

Hér verður ekki rakinn æviferill Ingólfs né fjallað um starfsferil hans, en ég átti því láni að fagna að kynnast honum þegar ég var nemandi við alþýðuskólann á Eiðum 1928­1930 en hann þá íþróttakennari þar. Okkar fyrstu orðaskipti munu hafa verið varðandi ferð mína utan af Síðu til Eiða. Það ferðalag mun, í augum nútíma manna þykja næsta furðulegt enda tók það 13 daga með bið á Höfn. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 28 orð

INGÓLFUR KRISTJÁNSSON

INGÓLFUR KRISTJÁNSSON Ingólfur Kristjánsson fæddist á Skerðingsstöðum í Reykhólasveit 12. október 1902. Hann andaðist í Reykjavík 15. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seljakirkju 28. maí. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 567 orð

Jóna Hugljúf Friðbjarnardóttir

Í dag kveð ég þig, elsku Jóna mín, og söknuður minn er mikill. En sorgin og gleðin eru systur. Við drúpum höfði og þökkum fyrir að nú eru þrautir þínar á enda. Jóna var einstök kona, auðug af hamingju, vináttu og tryggð og gjafmildi hennar mikil. Þess naut ég og fjölskylda mín í ríkum mæli sem og svo flestir sem urðu á vegi hennar. Jóna var mjög glæsileg kona. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 172 orð

JÓNA HUGLJÚF FRIÐBJARNARDÓTTIR

JÓNA HUGLJÚF FRIÐBJARNARDÓTTIR Jóna Hugljúf Friðbjarnardóttir var fædd á Ystahóli í Sléttuhlíð 10. október 1913. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Friðbjörn Ágúst Jónasson, bóndi og smiður, f. 25. 8. 1876, d. 12.5. 1970, og Sigríður Halldórsdóttir, ljósmóðir, f. 19.2. 1882, d. 1.8. 1961. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 76 orð

María Ingibergsdóttir

Þetta líf er stundum svo skrítið. Hvers vegna þurfum við að horfa á eftir jafn yndislegri manneskju eins og þér, elsku Mæja mín. Þú barðist af svo miklum krafti og lífsvilja að orð fá ekki lýst. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Elsku Árni, Erla, Guðbjörg, Elli, Sigga og fjölskyldur. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 424 orð

María Ingibergsdóttir

Hugþekk mynd frá löngu horfinni tíð líður hjá eins og ljósbrot. Ljúf minning en ljós leitar á hug á klökkri kveðjustund, kaldri og miskunnarlausri um leið. Hún yljar gömlu hjarta myndin af lítilli broshýrri stúlku sem situr niðursokkin í verkefni sín í bekknum hjá mér, kappsfull og metnaðargjörn að mega alltaf gera sitt besta, Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 316 orð

María Kristín Ingibergsdóttir

Fólk er alltaf á faraldsfæti. Það er ýmist á ferðalögum, eða það flytur af einum stað á annan. Við fluttum austur á Reyðarfjörð í júlí 1973, og erum því búin að þekkja Maju og Árna Dóra í 25 ár, nánast upp á dag. Þegar ungt fólk flytur á nýjan stað, langt frá heimaslóðum, er oft erfitt að byrja á öllu frá grunni, að kynnast nýju fólki, nýrri vinnu, nýjum aðstæðum o.s.frv. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 243 orð

María Kristín Ingibergsdóttir

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þessi orð komu í huga minn þegar Mæja systir mín veiktist í desember síðastliðnum, en þá tók meinið sig upp sem við öll héldum að hún hefði sigrast á. Ég fann glöggt þá hversu nánar við vorum og hversu mikinn félagsskap við systur höfðum hvor af annarri. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 138 orð

María Kristín Ingibergsdóttir

Við systkinin viljum hér minnast Mæju frænku okkar í örfáum orðum. Það er skrýtið til þess að hugsa að sjá ekki Mæju aftur og finna þennan kraft sem hún bjó yfir. Mæja var einstaklega dugleg kona og taldi hún ekki eftir sér að gera hin ýmsu stórverk. Viljum við þakka Mæju fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur og biðjum góðan Guð að umvefja hana. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 126 orð

MARÍA KRISTÍN INGIBERGSDÓTTIR

MARÍA KRISTÍN INGIBERGSDÓTTIR María Kristín Ingibergsdóttir fæddist í Merki á Reyðarfirði 20. apríl 1947. Hún lést 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibergur Stefánsson og Guðbjörg Þorsteinsdóttir, en þau eru bæði látin. Systkini hennar eru: Guðríður og Elmar. Hinn 15.8. 1967 giftist María Árna Valdóri Elíssyni, f. 13.2. 1945. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 135 orð

Óttar Viðar

Mig langar að skrifa nokkur orð fyrir son minn sem misst hefur afa sinn Óttar Viðar. Nú minnist ég afa míns sem alltaf var mér svo góður, ég minnist þess þegar við tveir fórum upp í fjárhús að gefa kindunum og þú vildir alltaf leika við mig þegar ég spurði þig, við fórum í labbitúr niður á bryggju að skoða skipin bara við tveir, ég hugsa stundum um það. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 29 orð

ÓTTAR VIÐAR

ÓTTAR VIÐAR Óttar Viðar fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 31. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þóroddsstaðarkirkju í Ljósavatnshreppi 8. ágúst. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 534 orð

Pálína Sigurðardóttir

Það var á haustdögum fyrir 24 árum sem leiðir okkar Pöllu lágu fyrst saman. Þá var ég ung og óreynd átján ára stelpuskjáta að gera hosur mínar grænar fyrir Einari syni þeirra Oddgeirs. Hún var heldur uppburðarlítil og óframfærin stelpan sem var dregin að hádegisverðarborðinu í Gnoðarvoginum sunnudagsmorguninn eftir fyrstu næturheimsóknina hjá kærastanum. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 361 orð

Pálína Sigurðardóttir

Núna þegar þú ert farin frá okkur, elsku amma, er okkur sem eftir sitjum huggun að vita að nú líður þér ekki lengur illa. Síðustu árin voru þér erfið, en alltaf stóðst þú eins og klettur, full bjartsýni og ákveðin í því að morgundagurinn yrði betri. Auðvitað voru dagarnir og vikurnar þér miserfiðar. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 32 orð

PÁLÍNA SIGURÐARDÓTTIR

PÁLÍNA SIGURÐARDÓTTIR Pálína Sigurðardóttir fæddist í Hólmaseli í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu 9. maí 1928. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 8. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 14. ágúst. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 277 orð

Ragna Sigríður Jörgensdóttir

Amma mín hefur nú kvatt þennan heim og fengið þá hvíld sem hún var búin að óska eftir í langan tíma, orðin þreytt og farin að lengja eftir faðminum hans afa. Afi dó fyrir tólf árum og það var eins og stór hluti af lífsgleði ömmu hefði horfið með honum. Þú varst því tilbúin að kveðja þennan heim, amma mín, en ég var ekki alveg eins tilbúin að kveðja þig. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 33 orð

RAGNA SIGRÍÐUR JÖRGENSDÓTTIR

RAGNA SIGRÍÐUR JÖRGENSDÓTTIR Ragna Sigríður Jörgensdóttir fæddist á Þurá í Ölfusi 21. júní 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 11. ágúst. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 103 orð

Rut Grímsdóttir

Okkur langar til að minnast Rutar sem við kynntumst fyrir tveimur árum er hún kom til okkar í "kjallarann" á Skálatúni í þroskaþjálfun. Hún var oftast vinnusöm en átti líka sína daga þar sem hún vildi sitja með kaffibolla í rólegheitum og spjalla. Við munum sakna hennar og þá sérstaklega brossins sem náði svo vel til augnanna sem erfitt var að standast. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 42 orð

RUT GRÍMSDÓTTIR

RUT GRÍMSDÓTTIR Rut Grímsdóttir fæddist í Reykjavík 9. apríl 1964. Hún lést laugardaginn 1. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Guttormsdóttir og Grímur Guttormsson. Systkini: Vilhjálmur, Elísabet, Ingibjörg, Reginn og Grímur. Útför hennar fór fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ þriðjudaginn 11. ágúst. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 233 orð

Sigurdís Jóhannesdóttir

Elsku amma mín. Mig langar til að skrifa þér nokkrar línur svona í hinsta sinn. Ég var að vísu ung þegar þú fórst á sjúkrahúsið á Hvammstanga en þó á ég bernskuminningar um okkur. Þú varst alltaf svo góð við mig og ég man þegar við sátum saman þegar ég var krakki og þú sýndir mér hvernig ætti að spila á greiðu. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 215 orð

SIGURDÍS JÓHANNESDÓTTIR

SIGURDÍS JÓHANNESDÓTTIR Sigurdís Jóhannesdóttir fæddist í Enniskoti, Víðidal, V-Húnavatnssýslu 4. október 1907 og lést hún á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 7. ágúst sl. Hún var dóttir Sigurlaugar Sveinsdóttur og Jóhannesar Bjarnasonar, sem bjuggu í Enniskoti. Sigurdís, eða Dís eins og hún var kölluð, átti sex systkini sem komust til fullorðinsára. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 293 orð

Svanhvít Jónsdóttir

Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð um vinkonu mína á æskuárunum. Vinkonu sem reyndist mér svo vel þó að við værum ekki gamlar. Leiðir okkar lágu saman þegar ég byrjaði í Víðistaðaskóla í sjö ára bekk og var nýflutt á Vesturvanginn, einni götu frá heimili Svanhvítar. Við vorum samferða í og úr skólanum og upp frá því urðum við bestu vinkonur. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 26 orð

SVANHVÍT JÓNSDÓTTIR

SVANHVÍT JÓNSDÓTTIR Svanhvít Jónsdóttir fæddist í Neskaupstað 6. janúar 1968. Hún lést í Landspítalanum 6. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 9. ágúst. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 50 orð

Þórður Ingvi Sigurðsson

Elsku afi, okkur langar að kveðja þig með þessum sálmi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín barnabörn, Ingibjörg, Linda, Þórunn, Jón Gunnar og Ragnar. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 464 orð

Þórður Ingvi Sigurðsson

Það er mánudagskvöld, síminn hringir, það er móðir mín að tilkynna mér lát Þórðar, trúnaðarvinar síns til nær þriggja áratuga. Hann hét fullu nafni Þórður Ingvi Sigurðsson og var prentari og síðar bifreiðastjóri hjá Hreyfli. Þórður lést á heimili sínu, Hátúni 12. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 31 orð

ÞÓRÐUR INGVI SIGURÐSSON

ÞÓRÐUR INGVI SIGURÐSSON Þórður Ingvi Sigurðsson fæddist á Borgarhóli á Seyðisfirði 29. janúar 1930. Hann lést á heimili sínu 4. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 11. ágúst. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 304 orð

Þór Þórormsson

Lát huggast, þú ástvinur hryggur, nú hætti þinn grátur að streyma. Því dauðinn er leið sú er liggur, til lífsins og ódáins heima. Elsku Tóti. Mig langar að minnast þín í örfáum orðum. Þú áttir heima lengi hjá okkur í Félagsgarði eða þar til við fluttum á pósthúsið en þá var ekki pláss svo þú fluttir til Steinþórs bróður þíns og fjölskyldu. Meira
15. ágúst 1998 | Minningargreinar | 144 orð

ÞÓR ÞÓRORMSSON

ÞÓR ÞÓRORMSSON Þór Þórormsson fæddist í Árbæ í Búðakaupstað 18. september 1935. Hann lést í Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefanía Indriðadóttir, f. 4.5. 1890, d. 7.11. 1959, og Þórormur Stefánsson, f. 23.4. 1894, d. 12.5. 1981. Þór var næstyngstur 14 systkina. Meira

Viðskipti

15. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 226 orð

204 milljóna króna hagnaður

HEILDARAFKOMA Hlutabréfasjóðsins hf. á fyrstu sex mánuðum ársins nam 228 milljónum króna. Þar af nam hagnaður samkvæmt rekstrarreikningi 204 milljónum og óinnleystur gengishagnaður jókst um 24 milljónir króna. Heildareignir sjóðsins 30. júní 1998 námu 5.144 m.kr. Innlend hlutabréfaeign sjóðsins nam 3.048 milljónum króna eða 59% af eignum, erlend verðbréf 438 m.kr. Meira
15. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Athugasemd frá ACO

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá ACO hf. "Vegna þeirrar umræðu sem hefur verið vegna gjaldþrots Radíóbúðarinnar, Bónusradíós og Apple-umboðsins vill ACO hf. gera eftirfarandi athugasemdir. 1)ACO hf. hafði staðið í viðræðum við Apple Europe og Apple-umboðið á Íslandi um nokkurt skeið, í upphafi var það ætlunin að sameina ACO hf. og Apple á Íslandi. Meira
15. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 368 orð

Áþekk afkoma milli ára

HAGNAÐUR Olíufélagsins hf. nam 161 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins, en var 166 milljónir á sama tímabili í fyrra, og nemur samdrátturinn 3% á milli ára. Rekstrartekjur námu 4.797 milljónum króna á tímabilinu, samanborið við 5.059 milljónir, og drógust því saman um 5,2%. Þá minnkuðu rekstrargjöld um 5,5%, námu 4.526 milljónum nú en 4.790 á sama tímabili í fyrra. Meira
15. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 205 orð

ÐSveiflur á VÞÍ

MIKIL viðskipti voru á hlutabréfamarkaði í gær og námu þau alls 172 milljónum króna. Mestu viðskiptin voru með bréf Íslandsbanka, eða alls tæpar 64 m.kr. og hækkaði verð þeirra um 4,7% frá því á fimmtudag. Verð bréfa Opinna kerfa hækkaði um 13,7% í um 11 milljóna króna viðskiptum í gær og verð bréfa SH lækkaði um 11,3% í 3 m.kr. viðskiptum. Þá lækkaði verð bréfa Þormóðs ramma ­ Sæbergs hf. Meira
15. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 421 orð

Hagnaðurinn nam 85 milljónum króna

HAGNAÐUR Tanga hf. á Vopnafirði nam 85 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við tæpar 50 milljónir á sama tímabili í fyrra, og nemur aukningin því 72% á milli ára. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 86,5 milljónum króna á tímabilinu og samsvarar það 9,2% af veltu tímabilsins. Rekja má bætta afkomu til velgengni í veiðum og vinnslu á síld og loðnu. Meira
15. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 508 orð

Hyggst afskrifa hlutafé sitt í Ilsanta UAB

HAGNAÐUR Lyfjaverslunar Íslands hf. nam 22,5 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en var 24,4 milljónir í fyrra. Hagnaðurinn minnkar því lítillega á milli ára. Rekstrartekjur samstæðunnar jukust hins vegar um 12%, námu nú 792 milljónum króna á fyrri árshelmingi en 706 milljónum á sama tímabili í fyrra. Meira
15. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 324 orð

Jákvæð viðbrögð á fjármálamarkaði

TILBOÐ Íslandsbanka í Búnaðarbanka Íslands hefur vakið mikla athygli á fjármálamarkaði og þar velta menn vöngum yfir því hver viðbrögð ríkisstjórnarinnar verða. Eins er mikið rætt um hvort tilboðið sé sanngjarnt eða hvort verðmæti Búnaðarbankans sé ofmetið eða vanmetið samkvæmt því. Meira
15. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 405 orð

Nokkuð undir væntingum

HAGNAÐUR Þormóðs ramma ­ Sæbergs hf. nam 127 milljónum króna eftir reiknaða tekjuskattsskuldbindingu á fyrstu sex mánuðum þessa árs, en var 186 milljónir króna fyrir sama tímabil 1997. Rekstrartekjur á fyrri helmingi ársins voru 1.768 milljónir króna samanborið við 1.850 milljónir á sama tíma í fyrra. Eigið fé hlutafélagsins 30. júní sl. var 2.401 milljón króna en var 2. Meira
15. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Sér um útboð Samherja

LANDSBANKI Íslands hf. og Samherji hf. hafa undirritað samning um að Landsbankinn hafi umsjón með skuldabréfaútboði Samherja að fjárhæð 500 milljónir króna. Samherji mun m.a. verja fénu til að ganga frá fjármögnun kaupa Samherja GmhH, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, á 49,5% eignarhlut í Deutsche Fischfang Union GmbH. Meira
15. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 197 orð

Stund milli stríða

ÓTTI við að evrópsk hlutabréf muni falla fimmtu ikuna í röð næsta mánudag var viðvarandi á mörkuðunum í gær, fimmtudag, þrátt fyrir að yfirvöld í Hong Kong og Rússlandi gripi til aðgerða til að verja gjaldmiðla sína frekara falli. Meira
15. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 99 orð

(fyrirsögn vantar)

TÖLVUFYRIRTÆKIÐ ACO hf. hefur ráðið Sigurð Hlöðversson markaðsstjóra fyrirtækisins frá og með 1. september. Sigurður Hlöðversson hefur starfað við fjölmiðla, markaðsmál og auglýsingahönnun frá árinu 1987, fyrst á Stjörnunni en síðan hjá Íslenska útvarpsfélaginu, Bylgjunni og Stöð 2. Meira

Daglegt líf

15. ágúst 1998 | Neytendur | 56 orð

Ekta hraðréttir

KJÖTUMBOÐIÐ hf. hefur hafið framleiðslu á EKTA hraðréttum undir slagorðinu "Nýir tímar ­ nýtt bragð". Í fréttatilkynningu frá Kjötumboðinu hf. segir að fyrst í stað verði boðið upp á sex mismunandi rétti, kjötbollur í beikonsósu, chili con carne, kjöt í karrí, spaghettí bolognese, aspassúpu og sjávarréttasúpu. Réttirnir fást í flestum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Meira
15. ágúst 1998 | Neytendur | 124 orð

Götumarkaður í Kringlunni

ÞAÐ voru margir sem lögðu leið sína á götumarkað Kringlunnar í gær og fyrradag en honum lýkur í dag, laugardag. Götumarkaðurinn er orðinn árviss viðburður bæði í byrjun árs og ágúst og yfirleitt lækka kaupmenn útsöluvarning enn frekar og leyfa viðskiptavinum sínum jafnvel að prútta. Meira
15. ágúst 1998 | Neytendur | 132 orð

Heitt bakkelsi alla daga

BREYTINGAR standa yfir í Fjarðarkaupum þessa dagana. Sérstakt mjólkurtorg var tekið í notkun fyrir skömmu þar sem m.a. er komið nýtt ostakæliborð og sérstakur safakælir. Að sögn Gísla Sigurbergssonar hjá Fjarðarkaupum hefur 25% aukning orðið í sölu á ostum þann mánuð síðan mjólkurtorgið var tekið í gagnið. Meira
15. ágúst 1998 | Neytendur | 176 orð

Verðstríð í verslunum

FRAMBOÐ á nýjum íslenskum kartöflum er nú mikið og verslanir buðu þær í gær á lágu verði eða allt niður í 15 krónur kílóið í Bónus. Þá var t.d. hægt að fá 2 kíló af rauðum kartöflum á 119 krónur og tvö kíló af premier á 49 krónur. Verðstríðið hófst í vikunni og staðfestu kaupmenn, sem Morgunblaðið hafði samband við í gær, að mikil hreyfing væri á verði. Meira
15. ágúst 1998 | Neytendur | 136 orð

Þjónustuver fyrir notendur Netsins

Síminn-internet heitir fyrirtæki á vegum Landssímans sem verður formlega opnað í dag, laugardag, klukkan 14. Um er að ræða þjónustuver fyrir notendur Netsins. "Við munum aðstoða notendur okkar, verðum með tækniþjónustu, upplýsingar, ráðgjöf, mótöld, síma, ISDN-kort, GSM-farsíma, hugbúnað, leiki og tímarit um Netið svo eitthvað sé nefnt," segir Brynjólfur Bragason verslunarstjóri. Meira

Fastir þættir

15. ágúst 1998 | Fastir þættir | 99 orð

25 ára stúdentar

25 ára stúdentar Hópurinn samankominn á 25 ára stúdentsafmælinu: Neðsta röð: Þóra Stefánsdóttir, Rannveig Gísladóttir, Guðmundur Klemenzson, Ingibjörg Þórarinsdóttir, Þráinn Guðmundsson, Birna Þórarinsdóttir, Ólafur G. Einarsson, Stefanía Stefánsdóttir, Stefán Scheving Thorsteinsson, Magnús Sigurðsson. 2. röð: Guðbjörg Ingimundardóttir, Kristján H. Meira
15. ágúst 1998 | Fastir þættir | 233 orð

AV

Mánudagskvöldið 10. ágúst spiluðu 28 pör eins kvölds Mitchell-tvímenning. Meðalskor var 216 og þessi pör urðu efst: NS Egill Darri Brynjólfsson ­ Helgi Bogason 259 Guðmundur Baldursson ­ Sævin Bjarnason255 Þórður Björnsson ­ Erlendur Jónsson250 Hermann Friðrikss. ­ Vilhjálmur Sigurðss. jr.247 AV Hjálmtýr R. Meira
15. ágúst 1998 | Fastir þættir | 2339 orð

BEKKJARMYNDIN Bara ræst furðu vel úr okkur

ÉG HÓF nám í Menntaskólanum á Akureyri haustið 1948 og fór þá beint inn í annan bekk og varð stúdent úr 6. bekk, 17. júní 1953. Ég er fæddur á Siglufirði og átti heima á Siglufirði til vors 1948 og var tæplega sextán ára þegar ég flutti með foreldrum mínum til Akureyrar. Meira
15. ágúst 1998 | Fastir þættir | 29 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Bridsfélagið Muninn, Sandgerði, mun hefja starfsemi sína miðvikudaginn 20. ágúst nk. kl. 20. Spilaður verður eins kvölds tvímenningur og vetrarstarfið kynnt. Meira
15. ágúst 1998 | Fastir þættir | 95 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Frá Félagi eldri bo

Fimmtudaginn 6. ágúst sl. hófst spilamennska aftur eftir sumarfrí. 17 pör mættu til leiks, spilaður var Mitchell. N.S. Þórólfur Meyvantsson ­ Eyjólfur Halldórsson266Sæmundur Björnsson ­ Magnús Halldórsson245Ingibjörg Stefánsdóttir ­ Þorsteinn Davíðsson236A.V. Meira
15. ágúst 1998 | Í dag | 18 orð

BRÚÐKAUP.

Nína, ljósmyndari. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Dómkirkjunni 27. júní af sr. Jóni Þorsteinssyni Bryndís Bjarnadóttir og Valgarð Thoroddsen. Meira
15. ágúst 1998 | Í dag | 20 orð

BRÚÐKAUP.

Nína, ljósmyndari. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Hafnarfjarðarkirkju 11. júlí sl. af sr. Gunnþóri Ingasyni Ingibjörg Ólafsdóttir og Davíð Arnar Þórsson. Meira
15. ágúst 1998 | Í dag | 21 orð

BRÚÐKAUP.

Nína, ljósmyndari. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Garðakirkju 5. júlí sl. af sr. Sigurði Grétari Helgasyni Guðrún Margrét Hannesdóttir og Ingimar Ingason. Meira
15. ágúst 1998 | Í dag | 21 orð

BRÚÐKAUP.

Nína, ljósmyndari. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Garðskálanum í Grasagarðinum 21. júní af sr. Kristínu Pálsdóttur Brynhildur Borgþórsdóttir og Hlynur Ómar Svavars. Meira
15. ágúst 1998 | Fastir þættir | 780 orð

Eyland draumsins DRAUMSTAFIR Kristjáns Fr

DRAUMURINN um eyjuna sem ímynd manns sjálfs er mörgum þekktur, þar kristallast sjálfið sem eyja úti á reginhafi lífsins. Stærð hennar, lögun og staðsetning lýsa persónueiginleikum en gróðurfar, loftslag og innri búskapur myndgera manninn sem einstakling, gefa honum lit og áferð. Eyjan sýnir manni hver maður er og þá staðreynd að við erum sér á báti, ein á eyju eigin tilfinninga. Meira
15. ágúst 1998 | Fastir þættir | 1425 orð

Galdrar eru geymdir í gömlu skónum hans Pylsuvagninn Bæjarins beztu við Tryggvagötu er líklega einn vinsælasti veitingastaður

"GALDRAR eru geymdir í gömlu skónum hans..." segir í gömlu kvæði um Snæfinn snjókarl, sem af einhverjum ástæðum er gjarnan sungið á jólunum. Segja má að knattspyrnumaðurinn Arnór Guðjohnsen hafi komið eins og fyrirfram jólagjöf til stuðningsmanna Vals, eða jafnvel komið í líki sjálfs jólasveinsins. Meira
15. ágúst 1998 | Fastir þættir | 830 orð

Gott svindl"Auðvitað var vinnsla listans að einhverju leyti svindl en þetta var gott svindl ... Ef þessi listi hefði verið

Gott svindl"Auðvitað var vinnsla listans að einhverju leyti svindl en þetta var gott svindl ... Ef þessi listi hefði verið úthugsaður hefði hann ekki vakið eins mikil viðbrögð. Fólk væri þá ekki að tala um bækur. Meira
15. ágúst 1998 | Fastir þættir | 601 orð

Guðspjall dagsins: Jesús grætur yfir Jerúsalem. (Lúk. 19.)

Guðspjall dagsins: Jesús grætur yfir Jerúsalem. (Lúk. 19.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Meira
15. ágúst 1998 | Í dag | 285 orð

Hver man eftir "Sápukúlunni" MAN einhver eftir barnasmásögu

MAN einhver eftir barnasmásögu frá fyrri tíma? Hún heitir "Sápukúlan" og hefur líklega birst í barnablaði eða bók frá 1930- 1935. Sagan byrjar svona: "Hún er rauð, hún er gul, hún græn, hún er blá. Hún er allavegana lit" o.s.frv. Þeir sem gætu gefið mér upplýsingar um höfundinn, eða hvar hægt væri að nálgast þessa sögu, eru vinsamlega beðnir um að hafa samband í síma 5871714. Meira
15. ágúst 1998 | Í dag | 680 orð

ÍKVERJI er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem ákváðu að

ÍKVERJI er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem ákváðu að ferðast innanlands í sumar. Leiðin lá bæði vestur á Snæfellsnes og austur á Kirkjubæjarklaustur með dagsferð í Skaftafell og Jökulsárlón. Meira
15. ágúst 1998 | Fastir þættir | 911 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 966. þáttur

966. þáttur BJARNI Sigtryggsson í Kaupmannahöfn er að velta fyrir sér mjög erfiðu efni sem ég reyndi fyrir löngu að gera skil, að vísu mun miður en vert væri. Þetta er um beygingu erlendra nafna, einkum mannanafna, og íslenskra ættarnafna sem hafa verið tekin upp að erlendum hætti. Meira
15. ágúst 1998 | Dagbók | 584 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom kafbáturinn Okanagan

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom kafbáturinn Okanagan og farþegaskipin Columbus og Evropa, sem fór aftur í gærkvöldi. Einnig kom togarinn Askur. Ferjur Hríseyjarferjan Sævar.Daglegar ferðir frá Hrísey: Fyrsta ferð kl. 9 á morgnana og síðan frá kl. Meira
15. ágúst 1998 | Fastir þættir | 479 orð

Safnaðarstarf Kvöldsamvera í Digraneskirkju NÚ

NÚ Í ágústmánuði verður sú nýbreytni kynnt söfnuðinum að í stað hefðbundinnar messugjörðar verður boðið upp á samveru með altarisgöngu á sunnudagskvöldum kl. 20.30. Samverustundirnar verða með óhefðbundnu sniði. Þar verður mikil lofgjörð, léttur og líflegur söngur. Enginn kór en organisti og lofgjörðarhópur leiða kirkjugesti í almennum safnaðarsöng. Meira
15. ágúst 1998 | Í dag | 215 orð

SUÐUR spilar fjóra spaða eftir opnun vesturs á 15-17 p

Útspil: Hjartakóngur. Spilið er úr nýlegu hefti The Bridge World. Þar er lesandinn settur í spor vesturs, sem aðeins sér eigin spil og blindan. Sagnhafi gefur hjartakónginn, en tekur næst á hjartaás og spilar spaðaás og meiri spaða. Meira

Íþróttir

15. ágúst 1998 | Íþróttir | 116 orð

Effenberg aftur í þýska landsliðið

BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, hefur valið Stefan Effenberg, leikmann Bayern M¨unchen, til þátttöku í vináttulandsleikjum við Möltu og Rúmeníu í næsta mánuði. Effenberg var rekinn úr liðinu eftir að hafa sýnt óíþróttamannslega framkomu í heimsmeistarakeppninni fyrir fjórum árum. Meira
15. ágúst 1998 | Íþróttir | 68 orð

Efsta deild karla:

Knattspyrna Efsta deild karla: Laugardagur: KR-völlur:KR - Leiftur16 Sunnudagur: Akranes:ÍA - Fram16 Vestmannaeyjar:ÍBV - ÍR16 Laugardalur:Þróttur R. - Grindavík20 Mánudagur: Keflavík - Valur19 3. Meira
15. ágúst 1998 | Íþróttir | 309 orð

Fimmtán hafa fengið reisupassann

FIMMTÁN menn hafa fengið að sjá rauða spjaldið í leikjum í meistaradeildinni í knattspyrnu. Skagamenn hafa oftast fengið reisupassann, alls fjórum sinnum, Grindvíkingar og ÍR-ingar þrisvar. Tveir þjálfarar hafa fengið að sjá rautt ­ Njáll Eiðsson, ÍR, og Kristinn Björnsson, Val, báðir er þeir stjórnuðu liðum sínum í leikjum gegn Fram. Meira
15. ágúst 1998 | Íþróttir | 131 orð

Geir fékk aftur gull í Birmingham

GEIR Sverrisson lauk þátttöku Íslands á heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsíþróttum, sem fram fór í Birmingham á Englandi, með glæsilegum sigri í 200 metra hlaupi, flokki T46, í gær. Geir hljóp á 22,96 sek., Claus Felser frá Austurríki varð annar á 23,50 og Daniel Low frá Suður-Afríku hafnaði í þriðja sæti á 23,52. Meira
15. ágúst 1998 | Íþróttir | 430 orð

Golf Sveitakeppni GSÍ Úrslit leikja á fyrsta keppnisdegi af þremur. Leikið er á Jaðarsvelli Golfklúbbs Akureyrar. 1. deild

Sveitakeppni GSÍ Úrslit leikja á fyrsta keppnisdegi af þremur. Leikið er á Jaðarsvelli Golfklúbbs Akureyrar. 1. deild karla: Leynir - Keilir A1:2 GS - GA 0:3 GR - GKG2:1 GS - Keilir 2:1 Leynir - GKG0:3 GR - GA2:1 1. Meira
15. ágúst 1998 | Íþróttir | 91 orð

Knattspyrna Meistaradeild kvenna Breiðablik - KR1:2 Kristrún L. Daðadóttir-Olga Færseth, Ásthildur Helgadóttir. 1. deild karla

Meistaradeild kvenna Breiðablik - KR1:2 Kristrún L. Daðadóttir-Olga Færseth, Ásthildur Helgadóttir. 1. deild karla FH - Víkingur1:1 Hörður Magnússon 48. - Haukur Úlfarsson 76. 2. deild karla Tindastóll - Leiknir R.1:2 Selfoss - Dalvík1:1 Þýskaland Meira
15. ágúst 1998 | Íþróttir | 305 orð

KR slapp fyrir horn

Þungu fargi er af vesturbæingum létt eftir að kvennaliði þeirra tókst seint og um síðir að leggja Blikastúlkur að velli í Kópavoginum í gærkvöldi með 2:1 sigri eftir að hafa verið marki undir. Með sigrinum ná KR-stúlkur að halda sér ásamt Val í baráttunni um meistaratitilinn en úrslit í síðustu leikjum þessara efstu liða sýna þó glögglega að í þeim fjórum umferðum, sem eftir eru, Meira
15. ágúst 1998 | Íþróttir | 202 orð

MARCEL Desailly, varnarmaður í heimsme

MARCEL Desailly, varnarmaður í heimsmeistaraliði Frakka, varar við því að breytt lið Chelsea í ensku úrvalsdeildinni geti orðið brokkgengt framan af keppnistímabilinu, sem hefst um helgina, því tíma þurfti til að stilla saman strengi. Meira
15. ágúst 1998 | Íþróttir | 378 orð

Nýir menn í herbúðum liða

Helstu kaup enskra úrvalsdeildarliða í sumar. Félag, leikmaður, þjóðerni, staða ­ (M) markvörður, (Mi.) miðvallarleikmaður, (V) varnarleikmaður, (S) sóknarleikmaður, fyrra félag, verð í pundum: Arsenal David Grondin, Frakklandi, (V), St Etienne, 500 þús. Nelson Vivas, Argentínu, (V), Lugano, 2,0 millj. Aston Villa Alan Thompson, (Mi. Meira
15. ágúst 1998 | Íþróttir | 122 orð

Ronaldo vill til Englands

BRASILÍUMAÐURINN Ronaldo segist vilja leika knattspyrnu með ensku félagsliði áður en ferli hans lýkur, en hann er aðeins 22 ára og á því nóg eftir. Ronaldo hóf nýlega æfingar með liði sínu Internazionale, en hann hefur verið í hvíld eftir heimsmeistarakeppnina í Frakklandi, þar sem Brasilíumenn lutu í lægra haldi fyrir heimamönnum í úrslitaleik. Meira
15. ágúst 1998 | Íþróttir | 440 orð

Sekúnduslagur var um meistaratitilinn

Íslandsmeistararnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Subaru og Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmasson á Rover Metró voru hnífjafnir eftir fyrstu tvær sérleiðir í rallmóti Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur í gærkvöldi. Keppnin er liður í Íslandsmótinu í rallakstri og er ekið um Gunnarsholt og Dómadal í dag. Meira
15. ágúst 1998 | Íþróttir | 205 orð

Stuttgart byrjaði með glæsibrag

STUTTGART hóf keppni í þýsku deildinni að þessu sinni á sannfærandi sigri, 2:1, á Dortmund, sem hefur verið spáð góðu gengi í vetur. Varnarmaðurinn Jens Keller, sem kom frá Wolfsburg, gerði fyrsta mark deildarinnar, lék að vítateig mótherjanna og skaut boltanum með vinstra fæti vel fyrir utan teig og í markið. Meira
15. ágúst 1998 | Íþróttir | 85 orð

Veðjað á Owen MICHAEL

MICHAEL Owen hjá Liverpool er líklegastur til að verða markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu samkvæmt William Hill veðbankanum. Möguleikar enska landsliðsmiðherjans eru taldir 3/1 en samherji hans í landsliðinu, Alan Shearer hjá Newcastle, er næstur með 9/2. Meira
15. ágúst 1998 | Íþróttir | 467 orð

Víkingar skrefi nær sæti í efstu deild

Víkingar stigu skrefi nær sæti í efstu deild að ári með jafntefli við FH í Kaplakrika, 1:1, í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. FH þurfti nauðsynlega á öllum þrem stigunum að halda en á þó enn veika von um annað sæti deildarinnar. Þrátt fyrir strekkingsvind í Hafnarfirðinum í gærkvöldi var leikurinn prýðileg skemmtun þó að ekki hafi alltaf farið mikið fyrir áferðarfallegri knattspyrnu. Meira
15. ágúst 1998 | Íþróttir | 102 orð

Þeir mæta Frökkum

HERBERT Prohaska, landsliðsþjálfari Austurríkismanna, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir æfingaleik við Frakka, sem sækja Íslendinga heim hinn 5. september nk. Austurríska liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Michael Konsel (AS Roma), Franz Wohlfahrt (VfB Stuttgart). Meira

Úr verinu

15. ágúst 1998 | Úr verinu | 315 orð

Enn þokkaleg kolmunnaveiði

ÁGÆT kolmunnaveiði er enn úti fyrir Austurlandi og þeir skipstjórnarmenn sem Morgunblaðið ræddi við í gær voru nokkuð brattir. Árangur skipanna er þó æði misjafn, því öflugustu skipin hafa fengið mun betri afla en þau minni. Meira
15. ágúst 1998 | Úr verinu | 136 orð

Framleiðslan hefur tvöfaldast á fimm árum

FRAMLEIÐSLA Norðmanna á eldislaxi hefur tvöfaldast á undanförnum fimm árum þrátt fyrir kvóta á fóðrun síðustu tvö árin. Engar nýjar leyfisveitingar til nýrra laxeldisstöðva hafa verið veittar frá miðjum 8. áratugnum, en framleiðslan er samt í stöðugum vexti og eins hefur framleiðslukostnaður lækkað á tímabilinu. Norðmenn hafa nú 65% laxeldismarkaðarins í Evrópu. Meira
15. ágúst 1998 | Úr verinu | 81 orð

Vísir hf. fær nýtt skip

VÍSIR hf. í Grindavík fékk nýverið afhent nýtt skip, Sævík GK, áður Aðalvík KE sem keypt var af Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Skipinu fylgdi um 700 þorskígildistonna kvóti og er það gert út á línu. Sævík GK er 211 brúttórúmlestir, smíðuð í Boizenburg í Þýskalandi árið 1965. Meira

Lesbók

15. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 349 orð

efni 15. ágúst

Orkumál heimsins fram til ársins 2020 og Kyoto-bókunin er umfjöllunarefni Jakobs Björnssonar, fyrrv. orkumálastjóra. Vandamálið er losun koltvísýrings sem stafar af brennslu eldsneytis úr jörðu, kola, olíu og garðgass til orkuvinnslu. Meira
15. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 334 orð

ERLENDAR BÆKUR HINN

James Oakes: The Ruling Race. A History of American Slaveholders. W.W. Norton & Company 1998. BÓKIN kom fyrst út 1982 og vakti þá þegar feikna athygli. Sagan hófst 1619, þegar hollenskt fragtskip flutti 20 svertingja til Jamestown, um 1860 töldust svartir þærlar alls um fjórar milljónir í Suðurríkjunum. Meira
15. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 205 orð

GÓÐUR MEÐBYR FYRIR UNGAN RITHÖFUND

UNGUR rithöfundur, Bjarni Bjarnason, hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir skáldsöguna Borgina bak við orðin sem að mati Soffíu Auðar Birgisdóttur, formanns dómnefndar, er "áleitin saga, ljóðræn, táknræn og stílfögur". Meira
15. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 184 orð

GÆSKA ÚLFUR HJÖRVAR ÞÝDDI

Ég hef alla tíð reynt að vera góður það er mjög erfitt ég vil óður og uppvægur gera eitthvað fyrir einhvern halda yfirhöfnum hurðum sætum koma einhverjum einhversstaðar að og þvíumlíkt opna faðminn leyfa einhverjum að gráta út við barm mér en þegar færi gefst stífna ég allur eflaust einhver feimni ég ruska við sjálfum Meira
15. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 940 orð

HAFMEYJARMORÐINGINN LEYSIR FRÁ SKJÓÐUNNI S

ÆVISAGA Jørgens Nash heitir Havfruemorderen krydser sine spor (Útg. Aschehoug dansk Forlag, 480 síður, 298 danskar kr.). Bókinni hefur yfirleitt verið vel tekið og nú er verið að þýða hana á sænsku. Að sögn höfundar er annað bindi í smíðum. Meira
15. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1038 orð

HIMNESK DAGSBRÚN

Það er mikið undur þegar nýr dagur heilsar. Fyrsta merkið er oft að á austurhimni má greina sjóndeildarhringinn sem áður rann saman við dökkan næturhimininn. Sólin er ennþá langt undir sjónbaug en sendir geisla upp í gufuhvolfið. Þá má sjá dálitla lárétta og ljósa rönd sem teygir sig til hægri og vinstri frá sólarátt. Þetta er dagsbrúnin. Meira
15. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2583 orð

HORFUR Í ORKUMÁLUM HEIMSINS EFTIR JAKOB

MIKIÐ er nú um stundir rætt um þann vanda sem stafar af uppsöfnun í andrúmsloftinu af svonefndum gróðurhúsalofttegundum sem valdið geta hækkun hitastigs í andrúmsloftinu. Um þennan gróðurhúsavanda var haldin alþjóðleg ráðstefna í Kyoto í Japan í des. 1997, sem mikið hefur verið rætt um í fjölmiðlum. Meira
15. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1868 orð

HORNRIÐASJÓR Á MANNSKAÐANADDI EFTIR SIGURÐ ANDERSEN Á sundinu Bússu eru tvö blindsker. Yst á því er kletturinn Brynki, en á því

Á ÞRIÐJA áratug þessarar aldar, var flest á hverfanda hveli á Eyrarbakka. Kaupfélagið Hekla, sem keypt hafði Einarshafnarverslun, varð gjaldþrota og verslun sunnlenskra bænda fluttist frá Eyrarbakka til Selfoss og Reykjavíkur. Meira
15. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 641 orð

MÁLARINN SEM SETTI JÁRNFRÚNA ÚR JAFNVÆGI BRE

BRESKI portrettmálarinn Ruskin Spear var kunnur fyrir glettnar myndir af frægu fólki úr bresku þjóðlífi, ekki síst af meðlimum konungsfjölskyldunnar og stjórnmálamönnum. En þótt myndir hans hafi iðulega hitt í mark hjá listunnendum þá voru fyrirmyndir hans ekki alltaf jafnánægðar. Meira
15. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1406 orð

MEISTARI MEISTARANNA

"EF TIL vill hefur þetta með eðli okkar Finna að gera," veltir Jorma Panula fyrir sér í ritinu Welcome to Finland 1998, þegar hann er spurður hvers vegna í ósköpunum hljómsveitarstjórar í fremstu röð séu á hverju strái þar um slóðir. Meira
15. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3917 orð

NÁMSTÍMI Í BERKELEY

Í síðustu Lesbók sagði Halldór Þorsteinsson frá för þriggja norðanstúdenta með Goðafossi í október 1941, en skipið komst naumlega undan þýzkum kafbátum. Hér rifjar greinarhöfundur upp námsárin í Berkeley-háskóla; segir frá Íslendingum sem voru þar og á San Francisco-flóasvæðinu, og jafnframt segir hann frá breytingunum sem hann sá nýlega á gömlu háskólastöðvunum sínum. Meira
15. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 682 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
15. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1178 orð

NÆTURVÖRÐUR KAUPIR ÚR SMÁSAGA EFTIR ÁGÚSTÍ

ÁRATUGUM saman hefur hann búið ásamt nokkrum kattakynslóðum í höfuðborginni og hefur lengi amast yfir að tíminn sé fleygur sem bjúgverpill. Fyrir tveimur mánuðum þegar hann virtist í miklu tímahraki með verkefni morgundagsins var dyrabjöllunni hringt. Þegar hann opnaði bauð sér inn til hans ókunn kona í gæruskinnúlpu og slitnum skóm með innkaupatösku í hendinni. Meira
15. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð

SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON HÁLENDISFEGURÐ OFAN FRÁ Um

Um fjallstinda hálendisins, leika úðaský snævarins, sem þiðnaði í sólarhita dagsins og gufaði upp. Þau bíða aðeins þess að frjósa á ný. Falla svo aftur til jarðar, í næsturfrostinu. Þessi þiðnun náði því aldrei að verða alvöru ský. Höfundurinn er uppeldisfræðingur. Meira
15. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1418 orð

STAÐA RITHÖFUNDA Í RÚSSLANDI NÚTÍMANS

VYACHESLAV Kupriwanov er fæddur í Novosibirsk árið 1939. Hann er afkastamikill rithöfundur, ljóðskáld, gagnrýnandi og þýðandi. Einar Örn Gunnarsson tók hann tali eitt kvöld eftir upplestur hans í þýska bænum Schöppingen í aprílmánuði. "Ég samdi mín fyrstu ljóð tíu ára gamall. Meira
15. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

SUMARSÝNING ROYAL ACADEMY Nokkrar í hæsta máta áhugaverðar listsýningar bar fyrir augu BRAGA ÁSGEIRSSONAR í Lundúnum nýlega.

Á DÖGUNUM varð rýnirinn áþreifanlega var við, að samskipti við umheiminn gerast til muna einfaldari eftir að hinar svonefndu pakkaferðir komust á. Þannig geta menn til að mynda af og til valið milli helgarferða til ýmissa stórborga austan hafs og vestan eða tíu daga dvalar. Meira
15. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 187 orð

Táknræn gróðursetning ALÞJÓÐLEGA Bjørnson-bókme

ALÞJÓÐLEGA Bjørnson-bókmenntahátíðin í Molde hófst sunnudaginn 9. ágúst með setningarræðu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrv. forseta. Þetta er sjötta hátíðin og hefur Knut Ødegård skáld verið forseti hennar frá upphafi. Margir kunnir rithöfundar hafa komið fram á hátíðinni, lesið úr verkum sínum og spjallað við gesti. Meira
15. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1461 orð

TÍTANSKAR HETJUR EFTIR SIGURGEIR ORRA SIGURGEIRSSON Harmleikir virðast hafa eitthvert óútskýrt aðdráttarafl sem laðar fólk að

JAMES Bond er hetja sem sigrast á illvígustu illmennum heimsins án þess að jakkafötin krumpist eða hárgreiðslan hrökkvi úr skorðum. Indiana Jones, Rambó, Zorró og Ellen Ripley í Aliens eru líka hetjur sem í krafti hæfileika sinna ráða niðurlögum heiftúðugustu andstæðinga. Þetta er ímynd hinnar fullkomnu hetju í huga margra. Meira
15. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 59 orð

VEGUR ÁN VOPNA (Samanber Jóh. 14.6)

Veginn án vopna á veröldin til, sem Andinn vill opna öllum í vil. Klár vítis kraftur er kjarnorkuvá aldregi aftur eldsprengju þá! Heimur í herkví úr helfjötrum skal. Afvopnun er því ýtrasta val. Höfundurinn er fyrrverandi biskup Íslands. Ljóðið er ort í tilefni friðarljósanna í Reykjavík og á Akureyri 5. ágúst sl. Meira
15. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

MENNINGARNÓTT í miðborg Reykjavíkur verður verður sett í þriðja skipti næsta laugardag,. 22. ágúst. Setningarathöfnin fer fram við Hallgrímskirkju kl. 17.00. Borgarstjóri flytur ávarp, söngkonurnar Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir syngja og Matthías Johannessen, skáld, les ljóð. Blásaraflokkurinn Serpent sér um tónlistina og Götuleikhúsið kemur fram. lítils. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.