Greinar sunnudaginn 30. ágúst 1998

Forsíða

30. ágúst 1998 | Forsíða | 401 orð

Ekki verður horfið til Sovétstjórnarhátta

VIKTOR Tsjernómyrdín, starfandi forsætisráðherra Rússlands, lýsti því yfir í gær að ekki kæmi til greina að horfið yrði til stjórnunaraðferða Sovéttímans í því skyni að ráða bug á efnahagsöngþveitinu sem ríkir í landinu. Með þessum orðum vildi Tsjernómyrdín reyna að slá á ótta á Vesturlöndum um að Rússar reyndu að grípa til aukinnar miðstýringar og hverfa frá lausnum markaðshagkerfisins. Meira
30. ágúst 1998 | Forsíða | 67 orð

Fylgistap flokka í Svíþjóð STUÐNIN

STUÐNINGUR sænskra kjósenda við Jafnaðarmannaflokk Görans Perssons forsætisráðherra hefur dregizt lítillega saman, ef marka má nýjustu skoðanakönnunina um fylgi sænsku stjórnmálaflokkanna fyrir þingkosningarnar eftir þrjár vikur. Meira
30. ágúst 1998 | Forsíða | 112 orð

Leigja net-einkennisstafina

HINIR níu þúsund eyjarskeggjar örríkisins Tuvalu í Pólýnesíu-eyjaklasanum í Kyrrahafi gætu verið allt að 4,5 milljörðum ísl. króna ríkari eftir að samkomulag náðist á dögunum við kanadískt fyrirtæki um notkun landseinkennisstafa Tuvalu á Netinu, .tv. Meira
30. ágúst 1998 | Forsíða | 155 orð

Var ökumaður Díönu í MI6?

RICHARD Tomlinson, sem var njósnari í þjónustu hennar hátignar í fjögur ár, heldur því fram að Henri Paul, ökumaður bílsins sem Díana prinsessa af Wales og vinur hennar Dodi al Fayed létu lífið í fyrir réttu ári, hafi verið á mála hjá brezku leyniþjónustunni MI6. Meira

Fréttir

30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 283 orð

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands á Hvolsvelli

GUÐMUNDUR Bjarnason landbúnaðarráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra eru sammála um að leggja til að í fjárlögum ársins 1999 verði gert ráð fyrir sérstakri fjárveitingu til Landgræðsluskóga á vegum Skógræktarfélags Íslands. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 287 orð

Ákvæði um aðgang að sjúkraskrám í lög í fyrra

ÁKVÆÐI um að sjúkraskrár skuli geymdar á tryggum stað og þess gætt að einungis þeir starfsmenn er nauðsynlega þurfa hafi aðgang að þeim komst fyrst í lög í fyrra. Ákvæðið, sem er í 2. málsgrein 15. Meira
30. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 195 orð

Bát stolið frá Gnúpi

HINN 19. ágúst sl. hvarf úr Núpsstaðarskógi bátur í eigu fyrirtækisins Gnúps en það er Hannes Jónsson sem á og rekur fyrirtækið. Hannes sérhæfir sig í ferðum í Núpsstaðarskóg en áður fyrr þurfti að ferja fólk yfir Núpsvötn til þess að komast í skóginn og festi hann þá kaup á 6 manna Zodiac slöngubáti. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Bjarni geimfari til Íslands á ný HUGSANLEGT er að Bjarni Tryggvaso

HUGSANLEGT er að Bjarni Tryggvason geimfari komi í stutta ferð til Íslands síðar í haust. "Ég naut mjög ferðarinnar til fósturjarðarinnar í sumar og fjölskyldan mun lengi minnast hennar og góðrar móttöku hvarvetna með hlýhug," sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið. "Ég á heimboð frá Rótarý um að koma til Íslands seinna í haust. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 30 orð

Bjart yfir Goðafossi ÞAÐ er bjart yfir Goðafossi um þessar mundir

Bjart yfir Goðafossi ÞAÐ er bjart yfir Goðafossi um þessar mundir. Framan af var sumarið votviðrasamt og kalt nyrðra en þessa dagana viðrar hvergi betur á landinu en í Þingeyjarsýslum. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Eldur í svefnherbergi ENGAN sakaði þegar eldur v

ENGAN sakaði þegar eldur varð laus í svefnherbergi í húsi í Þorpinu á Akureyri aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglu virðist sem eldur hafi læst sig frá kerti yfir í rúmdýnu. Tilkynnt var um eldinn um kl. hálffjögur. Fimm manns voru í húsinu og komust allir út. Að sögn lögreglu virðist sem heimilisfaðirinn hafi náð að loka herberginu og hindra þannig að eldurinn breiddist út. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð

Enn í lífshættu eftir bruna PILTURINN sem brenndist alvarlega þegar

PILTURINN sem brenndist alvarlega þegar kviknaði í sumarbústað í Bleiksárdal í Eskifirði á föstudag, var enn í lífshættu þegar Morgunblaðið ræddi við lækni á gjörgæsludeild Landspítalans fyrir hádegi í gær. Að sögn læknisins er pilturinn mjög mikið brenndur og í öndunarvél. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Fjölmennt í kaffi á Spjör

Fjölmennt í kaffi á Spjör Grundarfirði. Morgunblaðið. Í VEÐURBLÍÐUNNI þann 24. ágúst síðastliðinn, buðu þau heiðurshjónin Halldór Finnsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri og kona hans Pálína Gísladóttir fyrrverandi eigandi Hrannarbúðarinnar í Grundarfirði til síðdegiskaffis í sumarbústaðinn sinn á Spjör í Eyrarsveit, en þar er Halldór uppalinn. Meira
30. ágúst 1998 | Smáfréttir | 106 orð

"FRAMKVÆMDASTJÓRN Öryrkjabandalags Íslands skorar eindregið á s

"FRAMKVÆMDASTJÓRN Öryrkjabandalags Íslands skorar eindregið á stjórnvöld að breyta lögum um húsaleigubætur svo og skattalögum á þann veg að þessar bætur verði ekki skattlagðar svo sem nú er. Í langflestum tilvikum valda hin lágu skattleysismörk því að leigjendur skila sjálfkrafa aftur nær 40% húsaleigubóta sinna í skattgreiðslur. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Fyrirlestur um stöðu kvenna sem máltæki guðs

STAÐA kvenna sem máltæki guðs í hinni katólsku barrokmenningu átjándu aldar í Mexíkó, er yfirskrift hádegisfundar Sagnfræðingafélagsins, sem haldinn verður þriðjudaginn 1. september í Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð kl. 12.05­13. Það er sagnfræðingurinn Ellen Gunnardóttir sem heldur fyrirlesturinn sem er í boði Sagnfræðingafélags Íslands og Rannsóknarstofu í kvennafræðum. Meira
30. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 1587 orð

Fyrrverandi A-Þjóðverjar lakir lýðræðisþegnar Uppgangur öfgaflokka á vinstri og hægri væng stjórnmála í Þýskalandi er eitt af

PDS, arftakaflokkur austur-þýska einræðisflokksins SED, á að baki átta ára setu á Sambandsþinginu í Bonn. Þrátt fyrir arfleifð flokksins á almenningur í erfiðleikum með að skilgreina hann í þýska flokkakerfinu. Skoðanakannanir hafa sýnt fram á flokkurinn nær til kjósenda burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra því um 48% kjósenda flokksins telur sig óháða flokkapólitík. Meira
30. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 95 orð

Hárhús Hönnu flytur

HÁRHÚS Hönnu í Búðardal flutti hárgreiðslu- og sólbaðstofuna 6. ágúst sl. í endurbætt húsnæði að Gunnarsbraut 4. Miklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu sem áður hýsti söluskála Olís í Búðardal. Hárhús Hönnu var opnað fyrst þann 12. ágúst 1994 í iðnaðarhúsnæði að Vesturbraut 12c sem var 72 fm en nýja húsnæðið er 100 fm. Meira
30. ágúst 1998 | Óflokkað efni | 188 orð

Héraðsverk með lægsta tilboðið

Grundarfirði-Héraðsverk ehf. á Egilsstöðum var með lægsta tilboð í lagningu nýs vegar um Búlandshöfða á Snæfellsnesi. Tilboð í vegkaflann sem liggur milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar voru opnuð 13. október sl. Kostnaðaráætlun vegagerðarinnar hljóðaði upp tæpar 294 milljónir. Meira
30. ágúst 1998 | Óflokkað efni | 188 orð

Héraðsverk með lægsta tilboðið

Grundarfirði-Héraðsverk ehf. á Egilsstöðum var með lægsta tilboð í lagningu nýs vegar um Búlandshöfða á Snæfellsnesi. Tilboð í vegkaflann sem liggur milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar voru opnuð 13. október sl. Kostnaðaráætlun vegagerðarinnar hljóðaði upp tæpar 294 milljónir. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 361 orð

Ísland í bandarískri sjónvarpsmyndaröð um ævintýraferðir

Ísland í bandarískri sjónvarpsmyndaröð um ævintýraferðir Íslenskir fjallvegir í aðalhlutverki HEIMILDARMYND um óbyggðaferð á Íslandi verður sú fyrsta í bandarískri heimildarmyndaröð sem nefnist "Passport to Adventure". Meira
30. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 73 orð

Kennarar sleikja sólskin

Egilsstaðir­Kennarar í Egilsstaðaskóla voru að undirbúa vetrarstarfið í sólskini og sumarhita. Samstarfsfundurinn var haldinn utandyra, bæði til þess að njóta veðurblíðunnar og vegna þess að verið er að ljúka endurbótum á grunnskólabyggingunni. Kennaraaðstaðan er ekki tilbúin og mun skólinn ekki hefjast fyrr en 7. september, þ.e. viku á eftir áætlun. Meira
30. ágúst 1998 | Óflokkað efni | 76 orð

Kona með kröfur

JODIE Foster er í lokaviðræðum um hlutverk í kvikmyndinni "Anna and the King" fyrir Fox 2000 kvikmyndafyrirtækið. Sagt er að launakröfur leikkonunnar séu slíkar að ef þær náist í gegn muni hún komast í félag við stöllu sína Julia Roberts sem önnur tveggja hæstlaunuðu leikkvenna Hollywood. Meira
30. ágúst 1998 | Óflokkað efni | 76 orð

Kona með kröfur

JODIE Foster er í lokaviðræðum um hlutverk í kvikmyndinni "Anna and the King" fyrir Fox 2000 kvikmyndafyrirtækið. Sagt er að launakröfur leikkonunnar séu slíkar að ef þær náist í gegn muni hún komast í félag við stöllu sína Julia Roberts sem önnur tveggja hæstlaunuðu leikkvenna Hollywood. Meira
30. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 103 orð

Kvennareið í Dölum KONUR f

KONUR fjölmenntu úr Dalasýslu og víðar 8. ágúst sl. til kvennareiðar. Þetta var fjölmennur hópur, 120 konur, sem riðu frá Sauðafelli og inn Reykjadal sem er falleg leið. Síðan var áð hjá Fellsendarétt en þar er góð aðstaða til að grilla og einnig var varðeldur tendraður. Það er ýmislegt sem konurnar gera sér til skemmtunar sem er sannkallaður frídagur kvenna hér í sveit. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 27 orð

LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn Í FRÉTT

LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn Í FRÉTT um tónleika Stilluppsteypu í blaðinu á föstudag var einn hljómsveitarfélaga rangfeðraður. Rétt nafn hans er Sigtryggur B. Sigmarsson. Beðist er velvirðingar á þessu. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Ljósmyndasýning í Ráðhúsi Reykjavíkur Umhverfi

Ljósmyndasýning í Ráðhúsi Reykjavíkur Umhverfið með augum barna Í TJARNARSAL Ráðhússins verður á fimmtudag, 3. september, kl. 18, opnuð ljósmyndasýning á verkum barna, sem tóku myndir af umhverfi sínu. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 187 orð

Loftbelgur raskar flugumferð RISASTÓR kanadí

RISASTÓR kanadískur loftbelgur hefur raskað flugumferð yfir Norður-Atlantshafi og var búist við honum inn í íslenska flugstjórnarsvæðið síðdegis í gær. "Hann er rétt sunnan við okkar svæði ennþá. Við höfum ekki þurft að láta flugvélar taka krók hans vegna ennþá en það má allt eins gera ráð fyrir því seinna í dag, Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 32 orð

Morgunblaðinu í dag fylgir 32 síðna auglýsingablað frá Fimleikasambandi Íslands, sem

Morgunblaðinu í dag fylgir 32 síðna auglýsingablað frá Fimleikasambandi Íslands, sem jafnframt er afmælisblað, en sambandið heldur upp á 30 ára afmæli um þessar mundir. Auk þess kynna fimleikadeildirnar vetrardagskrá sína í blaðinu. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Ný sjúkraþjálfun hefur starfsemi í Kópavogi

NÝ sjúkraþjálfun, sem ber heitið Táp ehf., sjúkraþjálfun og æfingastöð, hefur nýlega tekið til starfa í Smárahverfi í Kópavogi. Stöðin er til húsa í Hlíðarsmára 14. Stofnendur eru fjórir löggiltir sjúkraþjálfarar, sem allir hafa um árabil starfað að sjúkraþjálfun í Kópavogi. Það eru þau Joost van Erven, Unnur Sandholt, Þorgerður Sigurðardóttir og Þórunn Rakel Gylfadóttir. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Ný sundlaug en vatnið vantar

BÚIÐ er að setja upp nýja sundlaug í Stykkishólmi og er hún við hliðina á íþróttamiðstöðinni. Laugin er keypt frá Ítalíu og komu menn frá framleiðanda til að setja hana upp. Það verk gekk fljótt og vel og lítur hún glæsilega út. Hólmarar líta eftirvæntingaraugum til laugarinnar. En vandamálið er að heita vatnið sem á að nota í laugina er ekki komið í bæinn. Meira
30. ágúst 1998 | Óflokkað efni | 3113 orð

Nýtt líf

ALLT var á fleygiferð í listagalleríi Sjafnar Har. bakatil á fyrstu hæðinni í Listhúsinu, þar sem höfðu greinilega orðið talsverðar breytingar á aðkomunni. Tvær konur í óða önn að senda út boðskort og hana sjálfa elti ég niður í Katel í kjallaranum, þar sem verið var að setja gríðarstór og smá ný málverk frá sl. ári í ramma. Og þar fangaði augað "litla myndin hennar Ástu", Ástu B. Meira
30. ágúst 1998 | Óflokkað efni | 3113 orð

Nýtt líf

ALLT var á fleygiferð í listagalleríi Sjafnar Har. bakatil á fyrstu hæðinni í Listhúsinu, þar sem höfðu greinilega orðið talsverðar breytingar á aðkomunni. Tvær konur í óða önn að senda út boðskort og hana sjálfa elti ég niður í Katel í kjallaranum, þar sem verið var að setja gríðarstór og smá ný málverk frá sl. ári í ramma. Og þar fangaði augað "litla myndin hennar Ástu", Ástu B. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 117 orð

Ók á gangandi mann og stakk svo af

ÖKUMAÐUR stakk af eftir að hafa ekið á gangandi vegfaranda á Nýbýlavegi um klukkan hálfþrjú aðfaranótt laugardags. Ökumaðurinn stöðvaði bíl sinn og kannaði ástand mannsins og ók svo á brott. Vegfarandi, sem var lögreglumaður á frívakt, varð þess var að ökumaðurinn fór af vettvangi og náðist hann skömmu síðar í Smiðjuhverfi í Kópavogi. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 244 orð

Presleytíminn í Gítarskóla Ólafs Gauks

GÍTARSKÓLI Ólafs Gauks er nú að hefja 23. starfsár sitt og sitthvað nýtt í boði á haustönn. Til dæmis má nefna nýtt námskeið sem ber heitið Presleytíminn, en þar er, eins og nafnið bendir til, lögð áhersla á lögin sem Elvis Presley gerði fræg um heimsbyggðina á sínum tíma. Meira
30. ágúst 1998 | Óflokkað efni | 125 orð

Raunsæisbíó

Leikstjórn og handrit: Mohsen Makhmalbaf. Aðalhlutverk: Azadeh Zangeneh, Maryam Keyhan og Feyzolah Ghashghai. MKL 1994. LEIKSTJÓRINN Makhmalbaf leikur hér sjálfan sig, þar sem hann prófar leikhæfileika áhugaleikara fyrir nýja kvikmynd sína. Salam Cinema er sérstök kvikmynd sem gerist að mestu leyti í einum sal þar sem áhugaleikararnir eru myndaðir. Meira
30. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 41 orð

Reuters Allt á kafi í sandi

Reuters Allt á kafi í sandi GÖTUR í grennd við strönd Norður-Karólínuríkis í Bandaríkjunum eru nú þaktar um eins metra þykku lagi af sandi, sem fellibylurinn Bonnie mokaði upp með flóðbylgju þegar hann gekk á land utan af Atlantshafi eftir miðja vikuna. Meira
30. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 125 orð

Reuters Sérþjálfaður í að biðja fyrirgefningar

Reuters Sérþjálfaður í að biðja fyrirgefningar BILL Clinton Bandaríkjaforseti hélt á föstudag ræðu í tilefni af því að 35 ár eru liðin frá Göngunni miklu, sem sr. Martin Luther King yngri fór fyrir, í kirkju í bænum Oak Bluffs á eyjunni Martha's Vineyard undan strönd Massachusetts, þar sem forsetafjölskyldan dvelur í sumarleyfi. Meira
30. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 1614 orð

Róttæk uppstokkun í danska velferðarkerfinu

VELFERÐARKERFIÐ er öryggisnet, ekki algjöfull veitandi til þeirra, sem ekki kjósa að leggja sig fram. Sá sem vill fá verður að gefa. Undanfarið rúmt ár hefur Poul Nyrup Rasmussen notað hvert tækifæri til að kynna löndum sínum nýjan skilning á velferðarkerfinu. Nú er ljóst að ekki á lengur að sitja við orðin tóm, heldur hrinda hugmyndunum í framkvæmd. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 429 orð

Samherji með mestar heimildir SAMHERJI hf. hefur yfir

SAMHERJI hf. hefur yfir að ráða mestum aflaheimildum á komandi fiskveiðiári, sem hefst hinn fyrsta september næstkomandi, um 25.500 tonnum eða 5,6% heildarinnar. Haraldur Böðvarsson hf. er kominn í annað sætið, eftir að Miðnes hf. sameinaðist fyrirtækinu en næst á eftir þeim koma ÚA og Þormóður Rammi ­ Sæberg. Alda í 7. sæti breska listans Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 177 orð

Selur um 300.000 skópör á ári FYRIRTÆKIÐ X-18, sem hefur fram

Óskar segir að starfsmönnum fyrirtækisins og umboðsaðilum víða um heim hafi fjölgað að undanförnu og allt miði þetta að sérstakri markaðssókn á erlendum mörkuðum. Óskar segir að framleiðsluvaran X-18 sé að verða þekkt erlendis sem tískuvara. "Menn telja að skór okkar geti orðið mikil tískuvara á erlendum mörkuðum en það verður síðan að reyna á hvort það gangi eftir," segir Óskar. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Sjúkrahús Reykjavíkur Sjúkraskýrslur á einn stað

SJÚKRASKÝRSLUM af Landakotsspítala og Borgarspítala hefur verið safnað saman á einn stað í kjölfar sameiningar spítalanna í Sjúkrahús Reykjavíkur. Skýrslurnar eru geymdar í leiguhúsnæði utan sjúkrahúsanna. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 160 orð

Sjúkraskrár Fitja Gögnin eru í öruggri geymslu

SVEINN Magnússon, héraðslæknir Reykjaneshéraðs, segir að allar þær sjúkraskrár sem tilheyrðu gjaldþroti sjúkrastöðvarinnar á Fitjum séu í öruggri geymslu og að Gretti Gunnlaugssyni sem starfaði fyrir skiptaráðanda fyrirtækisins hafi verið kunnugt um það. Meira
30. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 119 orð

Sóknarprestur kveður

SÓKNARPRESTURINN í Breiðabólsstaðarprestakalli, sr. Kristján Björnsson, var kvaddur af sóknarbörnum sínum um síðustu helgi, en hann mun flytjast til Vestmannaeyja um næstu mánaðamót. Um helgina messaði hann í öllum fjórum sóknarkirkjum prestakallsins og að lokinni kvöldmessu í Hvammstangakirkju buðu sóknarnefndir til kaffisamsætis í Félagsheimili Hvammstanga. Meira
30. ágúst 1998 | Óflokkað efni | 2131 orð

SÓTT Á BRATTANN

NOTALEG er sú tilfinning óneitanlega, að enn er til stórhuga fólk sem veðjar á andleg verðmæti á Íslandi. Bókaforlög virðast hafa mjög takmarkaðan áhuga á útgáfu rita um innlenda myndlist og sjónmenntir yfir höfuð. Opinberir aðilar engan að heitið geti, og þó eru þeir einstaklingar til sem trúa á mátt sinn og megin í þeim efnum. Meira
30. ágúst 1998 | Óflokkað efni | 2131 orð

SÓTT Á BRATTANN

NOTALEG er sú tilfinning óneitanlega, að enn er til stórhuga fólk sem veðjar á andleg verðmæti á Íslandi. Bókaforlög virðast hafa mjög takmarkaðan áhuga á útgáfu rita um innlenda myndlist og sjónmenntir yfir höfuð. Opinberir aðilar engan að heitið geti, og þó eru þeir einstaklingar til sem trúa á mátt sinn og megin í þeim efnum. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð

Spellvirki á strætisvagnaskýli LÖGREGLAN í Kópavogi hafði hendur í

LÖGREGLAN í Kópavogi hafði hendur í hári fimm unglingspilta sem höfðu unnið spellvirki á strætisvagnaskýli við Nýbýlaveg aðfaranótt laugardags. Til piltanna sást þar sem þeir voru að brjóta rúður í skýlinu og var lögreglu gert viðvart. Þegar að var komið voru piltarnir farnir af vettvangi en lögregla náði þeim fljótlega, ýmist á hlaupum eða í strætisvagni. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 193 orð

Stefnir í 25-30% aukningu í laxveiðinni

UM ÞAÐ bil 33.000 laxar hafa veiðst á stöng í íslenskum ám það sem af er vertíðinni. Uppistaðan í aflanum er eins árs lax úr sjó, svokallaður smálax sem er yfirleitt á bilinu 3 til 7 pund að þyngd. Að sögn Orra Vigfússonar hjá Norður-Atlantshafslaxasjóðnum, NASF, sýnist ekki óraunhæft að ætla að heildarveiðin í sumar geti náð 38.000 löxum. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Stungið með skærum TIL átaka kom milli tveggja manna í íbúð v

TIL átaka kom milli tveggja manna í íbúð við Hverfisgötu á sjötta tímanum á laugardagsmorgun. Að sögn lögreglu stungu þeir hvor annan, að því er virðist með skærum, og voru báðir fluttir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Annar mannanna var lagður inn með nokkuð alvarlega áverka, en er þó ekki í lífshættu, að sögn læknis á vakt á slysadeild. Meira
30. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 149 orð

Umhverfisfræðslusetrið í Alviðru

Selfossi. Morgunblaðið. ÁRIÐ 1973 gaf Magnús Jóhannesson bóndi Landvernd og Árnessýslu jarðirnar Alviðru í Ölfushreppi og Öndverðarnes II í Grímsneshreppi. Þegar var gerð skipulagsskrá fyrir Alviðru og var ákveðið að nýta þá fjölbreyttu náttúru sem jarðirnar búa yfir til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu og koma þar upp miðstöð í umhverfisfræðum. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Úttekt á öndunarsýnatækjum ÞRÍR norskir lögreglumenn eru staddir

Úttekt á öndunarsýnatækjum ÞRÍR norskir lögreglumenn eru staddir hér á landi til að gera úttekt á hinum nýju öndunarsýnatækjum ríkislögreglustjóraembættisins en þeir annast samskonar tæki í Noregi. Að sögn Bjarna J. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Vaxandi áhugi á hvalaskoðun Um 27.000 í hvala

UMTALSVERÐ fjölgun hefur orðið á ferðamönnum sem fara í ferðir til hvalaskoðunar í sumar. Það sem af er sumri hafa rúmlega 7.000 fleiri ferðamenn skoðað hvali en allt sumarið í fyrra, eða um tuttugu og sjö þúsund manns. Mest er aukningin milli ára sunnanlands en gott veðurfar setti mark sitt á fyrstu mánuði sumars og þar hefur framboð ferða í hvalaskoðun einnig aukist mest. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 768 orð

Vefjagigtarnámskeið hjá GigtarfélaginuUm 90% vefjagig

GIGTARFÉLAG Íslands heldur kvöldnámskeið um vefjagigt fyrsta, annan og þriðja þriðjudag í september. Námskeiðið er frá kl. 20­22 á kvöldin og mun Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari fjalla um vefjagigt og leiðir til bættrar heilsu. Fyrsta kvöldið er gert ráð fyrir að maki, aðstandandi eða vinur sæki námskeiðið með viðkomandi einstaklingi. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 241 orð

Yfir 20% ökumanna sofnuðu undir stýri

LÍTILL svefn, þreyta, ofneysla áfengis eða lyfja, einhæfur vegur, hiti og langar vegalengdir voru meðal orsaka þess að fimm bílstjórar sofnuðu undir stýri og lentu í slysum. Í einu tilviki var um banaslys að ræða en í hinum slösuðust viðkomandi mismunandi mikið. Meira
30. ágúst 1998 | Óflokkað efni | 163 orð

Þrælahald Amistad

Framleiðsla: Steven Spielberg, Debbie Allen og Collin Wilson. Leikstjórn: Steven Spielberg. Handrit: David Franzoni. Kvikmyndataka: Janusz Kaminski. Tónlist: John Williams. Aðalhlutverk: Matthew McConaughey, Anthony Hopkins, Djimon Hounsou og Morgan Freeman. 155 mín. Bandarísk. Dreamworks Home Entertainment, ágúst 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
30. ágúst 1998 | Óflokkað efni | 163 orð

Þrælahald Amistad

Framleiðsla: Steven Spielberg, Debbie Allen og Collin Wilson. Leikstjórn: Steven Spielberg. Handrit: David Franzoni. Kvikmyndataka: Janusz Kaminski. Tónlist: John Williams. Aðalhlutverk: Matthew McConaughey, Anthony Hopkins, Djimon Hounsou og Morgan Freeman. 155 mín. Bandarísk. Dreamworks Home Entertainment, ágúst 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
30. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 452 orð

Öngþveiti í Rússlandi EFNAHAGS- og stjórnmálaöngþveitið í Rú

EFNAHAGS- og stjórnmálaöngþveitið í Rússlandi versnaði til allra muna í vikunni, eftir að Borís Jeltsín forseti vék Sergej Kíríjenkó úr embætti forsætisráðherra um síðustu helgi og skipaði Viktor Tsjernómyrdín í hans stað. Algjört hrun blasti við efnahag landsins og lokaði seðlabankinn fyrir kaup og sölu gjaldmiðla eftir að gengi rúblunnar féll niður úr öllu valdi á fimmtudag. Meira
30. ágúst 1998 | Óflokkað efni | 1251 orð

(fyrirsögn vantar)

MCKELLEN hefur horft upp á marga landa sinna í leikarastétt verða heimsfræga kvikmyndaleikara í Hollywood-myndum og hann viðurkennir að ein ástæða þess að hann hefur einbeitt sér að kvikmyndaleik á þessum áratug er ákveðin öfund í garð kollega eins og Albert Finneys, Tom Courtenays, Alan Bates og Anthony Hopkins. Meira
30. ágúst 1998 | Óflokkað efni | 1251 orð

(fyrirsögn vantar)

MCKELLEN hefur horft upp á marga landa sinna í leikarastétt verða heimsfræga kvikmyndaleikara í Hollywood-myndum og hann viðurkennir að ein ástæða þess að hann hefur einbeitt sér að kvikmyndaleik á þessum áratug er ákveðin öfund í garð kollega eins og Albert Finneys, Tom Courtenays, Alan Bates og Anthony Hopkins. Meira

Ritstjórnargreinar

30. ágúst 1998 | Leiðarar | 544 orð

ÁKVÖRÐUN RÍKISSTJÓRNAR

Þær umræður, sem fram hafa farið að undanförnu um endurskipulagningu bankakerfisins sýna, að víðtæk samstaða er um sölu ríkisbankanna. Hins vegar eru skiptar skoðanir um, hvernig að þeirri sölu skuli staðið. Meira
30. ágúst 1998 | Leiðarar | 2278 orð

ReykjavíkurbréfMIKIÐ VATN HEFURrunnið til sjávar frá því

MIKIÐ VATN HEFURrunnið til sjávar frá því að sú atburðarás er tengist sambandi Clintons Bandaríkjaforseta og Monicu Lewinsky hófst í byrjun árs og nánast hefur einokað bandaríska stjórnmálaumræðu. Mál þetta hefur verið vatn á myllu þeirra er hafa atvinnu af því að tjá sig um málefni líðandi stundar í bandarískum fjölmiðlum. Meira

Menning

30. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 307 orð

Að skemmta sér án vímuefna

UM HELGINA fór 31 flakkari á vegum Jafningjafræðslunnar, Eurocard, Landsbanka Íslands og Samvinnuferða-Landsýnar í helgarferð til Lundúna. Til að teljast fullgildir flakkarar þurfa menn að vera reiðubúnir að skemmta sér án vímuefna og hefur verið stofnað til ýmissa ferða, innanlands sem utan, fyrir þann hóp. Meira
30. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 100 orð

Brúðkaupinu frestað

DON JOHNSON gengur ekki í bráð upp að altarinu í fimmta skipti eins og staðið hafði til. USA Today greinir frá því að leikarinn, sem er 48 ára, og hin þrítuga unnusta hans, Kelley Phleger, hafi frestað brúðkaupi sínu sem átti að fara fram í október. Meira
30. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 154 orð

Candice Bergen í 60 mínútum?

CANDICE Bergen, sem öðlaðist m.a. frægð fyrir að fara með hlutverk blaðakonunnar Murphy Brown, hefur verið boðið að gerast fréttamaður þáttarins 60 mínútur. Don Hewitt, stjórnandi þáttanna, segir að hann ætli að ræða við Bergen um að gera nokkrar fréttaúttektir fyrir þættina, en í vetur hefja göngu sína nýir 60 mínútna þættir, sem verða viðbót við hina, Meira
30. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 346 orð

Er Spielberg sigurinn vís?

MARGIR hafa slegið því föstu að myndirnar "Saving Private Ryan" eftir Steven Spielberg og "The Truman Show" með Jim Carrey eigi eftir að láta greipar sópa á næstu Óskarsverðlaunaafhendingu. Hefur því verið fleygt að það eigi bara að fresta haustmyndunum fram yfir áramót og afhenda verðlaunin nú þegar. En ekki eru allir á einu máli um það. Meira
30. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 517 orð

HASAR á frumsýningarkvöldi

ÞEGAR nýjasta kvikmynd Hilmars Oddssonar var frumsýnd sl. fimmtudag, vildi þannig til að tveir leikaranna, þau Nanna Kristín Magnúsdóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson, voru að leika í Grease söngleiknum í Borgarleikhúsinu. Frumsýningunni lauk þó aðeins seinna en leiksýningunni og með því að sleppa seinasta uppklappi tókst þeim að ná uppklappi eftir myndina í Háskólabíói. Meira
30. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 72 orð

Í fótspor Bítlanna

BRÆÐURNIR úr Oasis hafa aldrei farið leynt með aðdáun sína á Bítlunum. Nú nýverið lék gítarleikarinn Noel Gallagher í sinni fyrstu kvikmynd, "Mad Cows" eða Óðar kýr, og er það vísast engin tilviljun að í myndinni gengur hann yfir gatnamótin á Abbey Road þar sem Bítlarnir létu mynda sig fyrir samnefnt plötuumslag árið 1969. Meira
30. ágúst 1998 | Menningarlíf | 1557 orð

Í HÚSUM VÍKINGA

ÞAÐ ER enginn hægðarleikur að komast að Hofsstöðum. Ekki það að bærinn sé vandfundinn, heldur hitt að Mývatnssveit hlýtur að fóstra þverlyndasta sauðfé á Íslandi. Blaðamanni dugar ekki að þeyta horn, hann þarf nokkrum sinnum að stöðva bílinn og jafnvel stíga út til að semja milliliðalaust við féð um að víkja úr vegi. Skrítnar þessar skjátur! Að Hofsstöðum kemst hann þó um síðir. Meira
30. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 132 orð

Íri í New York Frekari ábending (A Further Gesture)

Framleiðsla: Chris Curling. Leikstjórn: Robert Dornhelm. Handrit: Ronan Bennett. Aðalhlutverk: Stephen Rea. 96 mín. Háskólabíó, ágúst 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. HÉR er sögð saga írsks flóttamanns í Bandaríkjunum. Dowd (Rea) er þrautþjálfaður liðsmaður I.R.A sem flækist inn í áætlanir nokkurra óreyndra útlaga frá Mið- Ameríku. Meira
30. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 149 orð

Kvennagull Kvennagullið (How to Be a Player)

Framleiðsla: Mark Burg og Tod Baker. Leikstjórn: Lionel C. Martin. Handrit: Mark Brown og Demetria Johnson. Aðalhlutverk: Bill Bellamy og Natalie Desselle. 90 mín. Bandarísk. Háskólabíó, ágúst 1998. Bönnuð börnum innan 12 ára. Í ÞESSARI mynd leiðir Dray Jackson (Bill Bellamy) áhorfendur inn í heim kvennaflagarans. Meira
30. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 282 orð

Kvikindisleg ást Það gerist ekki betra (As Good As It Gets)

Framleiðendur: James L. Brooks, Bridget Johnson og Kristi Zea. Leikstjóri: James L. Brooks. Handritshöfundar: Mark Andrus og James L. Brooks. Kvikmyndataka: John Bailey. Tónlist: Hans Zimmer. Aðalhlutverk: Jack Nicholson, Helen Hunt, Greg Kinnear og Cuba Gooding Jr. (133 mín.) Bandarísk. Skífan, ágúst 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
30. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 124 orð

Margslungin flétta The Spree

Leikstjórn: Tommy Lee Wallace. Aðalhlutverk: Jennifer Beals og Powers Booth. 98 mín. Bandarísk. Warner myndir, ágúst 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Hér er sögð sígild, ef ekki margtuggin, glæpasaga um hættuleg kynni karls og konu. Myndin sveiflast verulega og spannar breitt bilið milli hallærislegrar vitleysu og fyrsta flokks spennu. Meira
30. ágúst 1998 | Menningarlíf | 992 orð

Naglasúpa á krossgötum

Það er erfitt að lýsa þeirri tilfinningu, sem tekur mann, þegar Jerúsalemborg blasir við af Ólífufjallinu. Það er eins og eitthvað, sem hefur blundað hið innra með manni, brjótist út. En sölumenn nútímans eru fljótir að svipta sögunni burt. Þeir eru mættir með asna, ef einhverjir skyldu vilja láta ljósmynda sig á baki hans með Jerúsalem í baksýn. Þeir eru ýtnir. Meira
30. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 892 orð

R&B tónlist á uppleið Fyrir skömmu

Á SAFNPLÖTUNNI Þetta er R&B (og Hip-Hop) er að finna 36 lög erlendra og tveggja íslenskra flytjenda sem ætlað er að gefa nasaþef af því besta í R&B tónlist. Helgi segist hafa verið með hugmyndina að plötunni í kollinum í einhvern tíma og verið viss um að það væri markaður fyrir R&B safnplötu á Íslandi. Meira
30. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 154 orð

Rommí snýr aftur Í IÐNÓ eru æfingar langt komnar á leikritinu "Ro

Rommí snýr aftur Í IÐNÓ eru æfingar langt komnar á leikritinu "Rommí" eftir D.L. Coburn sem heldur betur sló í gegn á Íslandi fyrir 20 árum. Þá voru Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín í hlutverkum Wellers og Fonsíu sem taka upp á því að verða ástfangin á gamals aldri. Meira
30. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 105 orð

Skelfist kóngulær

HROLLVEKJUHÖFUNDURINN Stephen King viðurkenndi það nýlega að hann er verulega hræddur við kóngulær, skordýr auk þess að vera lofthræddur. King fór nýlega til Englands í fyrsta skipti í næstum 20 ár til að kynna nýjustu bók sína, "Bag of Bones", og játaði fyrir blaðamönnum: "Ég verð stundum hræddur. Ég skelfist kóngulær. Snákar hafa engin áhrif á mig. En ég þoli ekki skordýr. Meira
30. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 89 orð

Skemmtilegar heimsóknir

ÞAÐ VAR líf og fjör á ritstjórn Morgunblaðsins á dögunum þegar hópar 6 til 9 ára krakka af leikjanámskeiði hjá félagsmiðstöðvunum Fjörgyn í Grafarvogi og Frostaskjóli í Vesturbæ komu í heimsókn. Þessir fróðleiksfúsu gestir skoðuðu prentsmiðju blaðsins, sáu kvikmynd um starfsemina og fóru skoðunarferð um húsið. Meira
30. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 339 orð

SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð213.10 Fálkamærin (Ladyhawke, '88), , er miðaldaævintýri um sverðaglamur og seiðskratta, sem er nokkuð skemmtilegt en skilur lítið eftir. Meira
30. ágúst 1998 | Menningarlíf | 84 orð

Tímarit MANNLÍF og saga í Þingeyrar- og A

MANNLÍF og saga í Þingeyrar- og Auðkúluhreppum hinum fornu er það 5. í ritröðinni. Meðal efnis má nefna: Póstferð á innanverðum Arnarfirði, eftir Halldór G. Jónsson; Þáttur af Guðmundi Einarssyni "hvelli" eftir Þórarin Brynjólfsson; Alþýðuskáldið Njáll Sighvatsson, eftir Ólaf V. Þórðarson; Dýrhólar, eftir Gunnar S. Meira
30. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 203 orð

Tombstone að hætti meistara Ford

Stöð223.35 John Ford var ókrýndur konungur vestraleikstjóra og Mín kæra Klementína (My Darling Clementine, '46), var í hópi hans bestu mynda. Mikið hefur verið fjallað um átökin í Tombstone á efri hluta síðustu aldar, og þær þjóðsagnakenndu persónur sem þar komu við sögu. Wyatt Earp, Doc Holliday og Clantonbræður. Meira
30. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 101 orð

Yfirþyrmandi að leika Díönu KENDRA Munger segir

KENDRA Munger segir að það verði dálítið yfirþyrmandi að leika Díönu prinsessu í söngleiknum "Hjartadrottningin". "Ég var alveg eyðilögð þegar hún dó," segir hún í samtali við New York Post. "Þegar ég var lítil sá ég brúðkaup hennar og Karls Bretaprins í sjónvarpinu og þegar hún dó sat ég sem límd við sjónvarpsskjáinn í hálfan sólarhring. Ég bara trúði þessu ekki. Meira

Umræðan

30. ágúst 1998 | Bréf til blaðsins | 396 orð

Hvað varð um skýrsluna? Frá Borgþóri H. Jónssyni: FYRIR 25 árum

FYRIR 25 árum birtist í Morgunblaðinu frétt, sem bar yfirskriftina: "Alþjóðleg erfðafræðistofnun hér á landi." Í fréttinni er skýrt frá því, að erlendir erfðafræðingar hafi fengið áhuga á Íslandi sem sérlega heppilegum stað undir erfðafræðistofnun, þar sem rannsakaðir verði erfðaeiginleikar manna. Hingað kom ítalskur prófessor í erfðafræði, L.L. Cavalli-Sforza, til þess að ræða þessi mál. Meira
30. ágúst 1998 | Bréf til blaðsins | 827 orð

Það er vont Frá Vigfúsi Ingvarssyni: ÞAÐ ER vont að vera migren-

ÞAÐ ER vont að vera migren-sjúklingur og ýmislegt sem þarf að varast. T.d. eru margir ostar á boðstólum sem ég má ekki borða því ég veit að það verður stutt gaman. Eins er með margar rauðvínstegundir og margar kryddblöndur, þá sérstaklega þar sem hið s.k. þriðja krydd kemur við sögu. Meira

Minningargreinar

30. ágúst 1998 | Minningargreinar | 293 orð

Auður Magnúsdóttir

Ég sit í flugvél á leiðinni heim til Íslands til að kveðja hana ömmu í hinsta sinn. Það verður óneitanlega skrýtin heimkoma í Langagerðið að fá ekki stóra, hlýja faðminn hennar á móti sér. Þess og alls hins mun ég sárt sakna. Ég var alltaf mikið hjá ömmu og afa og við amma eyddum óteljandi stundum saman þegar ég var barn. Meira
30. ágúst 1998 | Minningargreinar | 470 orð

Auður Magnúsdóttir

Ég minnist Auju systur minnar fyrst sem kornungrar stúlku vestur í Botni í Arnarfirði þar sem foreldrar okkar bjuggu lengst af. Auja sem var elst okkar systkina var þá á að giska 16­17 ára, en ég, næstyngsta barnið, var aðeins fjögurra ára stýri sem leit mikið upp til stóru systur. Meira
30. ágúst 1998 | Minningargreinar | 115 orð

AUÐUR MAGNÚSDÓTTIR

AUÐUR MAGNÚSDÓTTIR Auður Magnúsdóttir var fædd á Hvalskeri í Rauðasandshreppi í Patreksfirði, 16. maí 1916. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 22. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Magnús Kristjánsson bóndi og Hildur Bjarnadóttir húsfreyja sem bjuggu í Botni í Geirþjófsfirði í Arnarfirði. Meira
30. ágúst 1998 | Minningargreinar | 465 orð

Hróar B. Laufdal

Föstudaginn 21. ágúst var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mágur minn, Hróar. Mig langar til að festa á blað örfá kveðjuorð til hans. Hróar fæddist og ólst upp á Narfastöðum en 16 ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum að Viðvík í sömu sveit. Eftir barnaskóla þess tíma, sem var í gamla þinghúsinu á Læk, var Hróar í 2 vetur í Hólaskóla. Meira
30. ágúst 1998 | Minningargreinar | 177 orð

HRÓAR B. LAUFDAL

HRÓAR B. LAUFDAL Hróar B. Laufdal var fæddur á Narfastöðum 24. október 1921 og lést þann 16. ágúst 1998 á heimili sínu, Munkaþverárstræti 6 á Akureyri. Foreldrar hans voru Björn Björnsson bóndi á Narfastöðum og kona hans, Sigríður Pálsdóttir. Hann ólst upp á Narfastöðum yngstur í hópi 7 systkina. Meira
30. ágúst 1998 | Minningargreinar | 309 orð

María Magnúsdóttir

Vegir Guðs eru órannsakanlegir, það sjáum við betur og betur. Enn einu sinni er ungri manneskju kippt úr blóma lífsins aðeins 47 ára gamalli. Af hverju, spurjum við okkur? Ekkert svar. Við höldum að það sé einhver tilgangur með þessu, við viljum trúa því, ég trúi því. Mér brá þegar ég heyrði um veikindi Maríu. Ég var að byrja aftur að vinna eftir sumarfrí. Meira
30. ágúst 1998 | Minningargreinar | 28 orð

MARÍA MAGNÚSDÓTTIR

MARÍA MAGNÚSDÓTTIR María Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1951. Hún lést í Landspítalanum 17. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 26. ágúst. Meira
30. ágúst 1998 | Minningargreinar | 187 orð

Ólafía Sigurðardóttir

Nú hefur amma kvatt og lagt upp í sína hinstu för, tilbúin og æðrulaus. Við systkinin bundumst ömmu sterkum böndum, ekki síst vegna náinna tengsla móður okkar við hana. Litum við tvö hin elstu fyrst dagsins ljós í rúmi ömmu og og afa í Vestmannaeyjum. Eftir að þau fluttust til Reykjavíkur urðu samskipti og ferðalög með þeim að föstum punkti tilverunnar. Meira
30. ágúst 1998 | Minningargreinar | 57 orð

Ólafía Sigurðardóttir

Elsku Óla amma, vonandi gátum við Berglind glatt þig með söng. Mér fannst gott að syngja fyrir þig, þú hlustaðir svo vel. Þú elskaðir Maístjörnuna og baðst okkur alltaf að syngja hana þegar við hittumst. Það var yndislegt að fá alla útsaumspúðana og myndirnar frá þér. Nú kveð ég þig í hinsta sinn. Þín Arna Ýr. Meira
30. ágúst 1998 | Minningargreinar | 647 orð

Ólafía Sigurðardóttir

Mig langar í fáum orðum að kveðja elskulega ömmu mína, Ólafíu Sigurðardóttur. Hún ólst upp á fæðingarstað sínum Núpi undir V-Eyjafjöllum í hópi foreldra og systkina sinna við leik og störf í sveitinni. Eins og ungra stúlkna var siður réð amma sig í vist á heimili í Vestmannaeyjum. Þar kynntist hún afa mínum, Jóhanni Sigfússyni, sem einnig hafði komið til Eyja í vinnu, á vertíð. Meira
30. ágúst 1998 | Minningargreinar | 173 orð

ÓLAFÍA SIGURÐARDÓTTIR

ÓLAFÍA SIGURÐARDÓTTIR Ólafía Sigurðardóttir var fædd á Núpi undir V-Eyjafjöllum 19. maí 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 22. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Auðunsdóttir og Sigurður Ólafsson bóndi. Systkini hennar voru Sigríður, Sigurjón, Guðjón og Auðbjörg. Þau eru öll látin. Meira
30. ágúst 1998 | Minningargreinar | 442 orð

Ragnheiður Kristjánsdóttir

Í maí árið 1955 fermdust 19 börn í kirkjunni á Patreksfirði. Það var óvenju stór hópur í litla þorpinu við sjóinn. Stúlkurnar voru 11 talsins en piltarnir 8. Við vorum eins og gengur með fermingarbörn full af eftirvæntingu til lífsins og fannst okkur við heldur betur vera orðin merkileg, komin í fullorðinna manna tölu. Meira
30. ágúst 1998 | Minningargreinar | 27 orð

RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR

RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR Ragnheiður Kristjánsdóttir fæddist á Patreksfirði 1. mars 1941. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Garðakirkju 28. ágúst. Meira
30. ágúst 1998 | Minningargreinar | 152 orð

Þorvarður A. Guðmundsson

Sjötugur er á morgun, mánudaginn 31. ágúst Þorvarður A. Guðmundsson, sonur hjónanna Aðalbjargar Þorvarðardóttur húsfreyju og Guðmundar Einarssonar kaupmanns í Laufási. Systkini Þorvarðar voru 4, en eftirlifandi er systir hans Erla Guðmundsdóttir búsett í Keflavík. Þorvarður kvæntist eiginkonu sinni Lillian Anne-Lise Olesen, nú Guðmundsdóttur, þann 17. Meira
30. ágúst 1998 | Minningargreinar | 303 orð

Þórunn Hafstein

Amma mín var hlý og hjartagóð kona sem alltaf vildi allt fyrir alla gera. Í hvert sinn sem við komum í heimsókn tók hún á móti okkur með hlýju viðmóti og blíðu brosi. Hún dekraði við okkur og sá alltaf til þess að okkur vanhagaði ekki um neitt. Amma hugsaði alltaf fyrst um hag annarra. Meira
30. ágúst 1998 | Minningargreinar | 597 orð

Þórunn Hafstein

Þegar hún var á Akureyri, gift kona, var til þess tekið að umhverfið fríkkaði við nærveru hennar. Þórunn Hafstein ­ hún Tóta Hafstein ­ eins og hún var jafnan kölluð, eiginkona dr. Sveins Þórðarsonar menntaskólakennara og síðar skólameistara á Laugarvatni, var ein allra glæsilegasta kona á Íslandi. Meira
30. ágúst 1998 | Minningargreinar | 123 orð

Þórunn Hafstein

Mamma var ekki aðeins mamma mín, hún var líka besta vinkona mín. Ég er svo heppin að hafa átt hana. Hún var alltaf til staðar þegar eitthvað bjátaði á. Hún var alltaf sanngjörn og jákvæð, aldrei stjórnsöm eða kröfuhörð. Hún átti góða ævi með föður mínum, Sveini, og ekki man ég eftir misklíð á milli þeirra. Meira
30. ágúst 1998 | Minningargreinar | 239 orð

ÞÓRUNN HAFSTEIN

ÞÓRUNN HAFSTEIN Þórunn J. Hafstein fæddist í Reykjavík 23. ágúst 1912. Hún lést á heimili sínu í Red Deer í Alberta í Kanada 16. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Marinó Hafstein sýslumaður og Þórunn E. Hafstein húsmóðir. Eftirlifandi eiginmaður Þórunnar er dr. Sveinn Þórðarson. Meira

Daglegt líf

30. ágúst 1998 | Bílar | 664 orð

190 hestafla gæðingur

BÍLL ársins í Evrópu, Alfa Romeo 156, hefur farið sigurför í Evrópu og kvarta umboðsmenn hvarvetna undan of litlu framboði en hreykja sér að sjálfsögðu yfir mikilli eftirspurn. Ístraktor er lítið fyrirtæki í Garðabæ sem tók við Fiat umboðinu fyrir fáeinum árum og með í pakkanum fylgdi umboð fyrir Alfa, Lancia og meira að segja Ferrari. Meira
30. ágúst 1998 | Bílar | 87 orð

4 CV Autobleu

SÝNING hefur staðið yfir í höfuðstöðvum Renault í París á þessu ári í tengslum við 100 ára afmæli fyrirtækisins. Á sýningunni gefur að líta marga gamla farkosti og þar á meðal þennan 4 CV Autobleu, árgerð 1956. Þetta er tveggja dyra sportlegur bíll með mjúkum línum sem höfðuðu sérstaklega til franskra kvikmyndastjarna á sjötta áratugnum, þar á meðal Michele Morgan og Luis Miriane. Meira
30. ágúst 1998 | Bílar | 726 orð

Aldrifinn Wagon R+ meiri en sýnist

WAGON R+ frá Suzuki verður kynntur hjá umboðinu, Suzuki-bílum, um næstu helgi. Hann kom á markað erlendis í fyrra en er nú fáanlegur hérlendis og þá bæði með framdrifi og sítengdu aldrifi. Hann er nú einnig boðinn með stærri vél en var fyrst. Verðið er 1.259 þúsund fyrir aldrifsbílinn en innan við 1.100 þúsund fyrir eindrifsútgáfuna sem er heldur minna búin. Meira
30. ágúst 1998 | Ferðalög | 1020 orð

Aspen - þetta er eins og öll Evrópa

FYRIRSÖGNIN hér er reyndar höfð eftir íslenskum skíðamanni, Reidari Kolsöy, sem nú er flugmaður og margir þekkja. Hann skíðaði í Aspen fyrir allmörgum árum. Fyrstu Íslendingarnir í Aspen Meira
30. ágúst 1998 | Ferðalög | 175 orð

Á eyju í miðri Minneapolis

GISTIHÚSIÐ Nicollet Island Inn er á samnefndri eyju í Mississippiánni nálægt miðbæ Minneapolis. Gistihúsið er stærra en flest þau sem nefnd eru Bed and Breakfast og telur ein 26 herbergi. Húsið var byggt árið 1893 og þjónaði sama tilgangi og fjölmörg önnur á sama svæði. Meira
30. ágúst 1998 | Ferðalög | 88 orð

Ekið um með innfædda

FERÐALÖNGUM er gjarnan boðin sérstök meðferð á sérkjörum enda eru þeir sérlunda hópur. Dæmi um þetta eru rútuferðir um sögufrægar borgir þar sem innfæddur leiðsögumaður með hljóðnema lýsir því sem fyrir augu ber á allt að sex tungumálum. Slíkar ferðir hafa margt til síns ágætis en henta ekki öllum jafn vel. Meira
30. ágúst 1998 | Ferðalög | 2027 orð

Erlendir ferðamenn í meirihluta Þau fáu ár sem hvalaskoðun hefur verið stunduð hérlendis hefur eftirspurn eftir ferðum aukist ár

Nálægt 27 þúsund manns hafa farið í hvalaskoðunarferðir í sumar Erlendir ferðamenn í meirihluta Þau fáu ár sem hvalaskoðun hefur verið stunduð hérlendis hefur eftirspurn eftir ferðum aukist ár hvert. Sumarið 1996 fóru 9.700 manns í hvalaskoðunarferðir, í fyrrasumar fóru um 20. Meira
30. ágúst 1998 | Ferðalög | 1659 orð

Fuglaparadís í færeyskri hlíð Auk þess að vera aðsetur eins fallegasta bæjar í Færeyjum hefur hin litla Nólsey stærstu

VIÐ komum til Nólseyjar eftir tuttugu mínútna sólskinssiglingu frá Þórshöfn. Við höfnina beið hópur heimamanna eftir því sem skilaði sér í land; fólki sem var að koma heim frá vinnu í Þórshöfn, varningi ýmiss konar og svo ferðalöngum eins og okkur. "Þið eruð Íslendingar," var sagt við hliðina á mér í spurnartón þar sem ég stóð á bryggjunni og virti fyrir mér fallegan bæinn. Meira
30. ágúst 1998 | Bílar | 302 orð

Gróðurinn dregur úr menguninni EITT mesta umhv

EITT mesta umhverfisvandamálið sem tengist bílaframleiðslu tengist mengun frá sprautunarklefum verksmiðjanna. Daimler-Benz hefur varið sem svarar 80 milljörðum ÍSK til fjárfestinga í tæknibúnaði sem dregur úr þessari mengun. Útblásturloft frá lakkverksmiðjum fyrirtækisins er því að mestu leyti laust við mengandi efni. Meira
30. ágúst 1998 | Ferðalög | 716 orð

Kajakasiglingar við heimskautsbaug

STÓRGRÝTTIR fjörukambar með sæbörðum rekadrumbum mynda rammgerða umgjörð utan um fjörugt fuglalífið við lónin nyrst á Melrakkasléttu. Í því umhverfi er hægt að stunda kajakasiglingar undir leiðsögn Erlings Thoroddsens hótelstjóra á Hótel Norðurljós á Raufarhöfn. Vatnaíþróttir njóta sífellt meiri vinsælda hérlendis og er Erlingur einn unnandi þeirra. Meira
30. ágúst 1998 | Bílar | 289 orð

Maserati vakinn til lífs

FERRARI hefur skýrt frá því að mikill viðsnúningur hafi verið á afkomu fyrirtækisins á síðasta ári og hagnaður meiri en í mörg ár. Hins vegar sé ljóst að draga mun úr hagnaði vegna kostnaðar við endurreisn Maserati merkisins síðar á árinu. Ferrari er í eigu Fiat samsteypunnar en eignaðist 50% í Maserati í júlí 1997. Maserati má muna fífil sinn fegurri. Meira
30. ágúst 1998 | Bílar | 129 orð

Maybach árið 2002

DAIMLER-Benz hefur ákveðið að framleiða Maybach lúxusbílinn sem kynntur var á bílasýningunni í Tókíó síðastliðið haust. Bíllinn verður framleiddur í Sindelfingen í Þýskalandi og sala á að hefjast árið 2002. Meira
30. ágúst 1998 | Bílar | 254 orð

Norðurlandamót í bilanagreiningum

UM 40 manns komu hingað til lands til að taka þátt í svokallaðri "Top Team" keppni meðal þjónustuaðila Scania á Norðurlöndum um helgina. Finnbogi Eyjólfsson, upplýsingafulltrúi Heklu, segir að þetta sé óopinbert Norðurlandamót í bilanagreiningum á vörubifreiðum. Keppnin fer fram í bílgreinaskóla Fræðslumiðstöðvar bílgreina. Meira
30. ágúst 1998 | Bílar | 124 orð

Nútímalegasti bílgreinaskóli Norðurlanda

FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ bílgreina fær lofsamlega umfjöllun í Bilbransjen, sem er tímarit norska bílgreinasambandsins. Í grein um Fræðslumiðstöðina segir að Ísland eigi nútímalegasta bílgreinaskólann á Íslandi og greint er frá skólanum í máli og myndum. Meira
30. ágúst 1998 | Ferðalög | 134 orð

Ókeypis tímarit á ensku í Barcelona

Í BARCELONA á Spáni hefur um nokkurt skeið verið gefið út tímarit á ensku, Barcelona Metropolitan. Tímaritið, sem kemur út mánaðarlega, er ókeypis og liggur frammi á um eitt hundrað stöðum í borginni og næsta nágrenni. Í blaðinu, sem er þrjátíu og sex síður, eru gagnlegar upplýsingar um eitt og annað í borginni, t.d. helstu menningarviðburði, áhugaverða staði og veitingahús. Meira
30. ágúst 1998 | Ferðalög | 157 orð

Stækkuð vegna mikilla vinsælda

Í Atlantshafssafninu í Halifax hefur um skeið verið deild sem sýnir ýmsa hluti tengda skipinu Titanic og örlögum þess. Vegna mikillar eftirspurnar í kjölfar vinsælda stórmyndarinnar Titanic var deildin stækkuð verulega í sumar og sýningargripum fjölgað. Meðal nýjunga er til dæmis veggur sem á hafa verið rituð nöfn allra þeirra sem voru um borð í skipinu. Meira
30. ágúst 1998 | Bílar | 169 orð

Viðsjárverðir tjónabílar

SJALDAN er rætt um öryggismál í tengslum við tjónabíla. Félag bifreiðaeigenda í Englandi, RAC, stóð fyrr í sumar fyrir prófun á níu ára gömlum Ford Sierra-langbak. Bíllinn átti sér þá sögu að hafa því sem næst eyðilagst í umferðaróhappi. Gert hafði verið við hann með því að sjóða saman hluta úr þremur sams konar bílum. Meira

Fastir þættir

30. ágúst 1998 | Í dag | 38 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 31. ágúst, verður sjötugur Snæbjörn Pétursson í Reynihlíð, Mývatnssveit. Eiginkona hans er Guðný Halldórsdóttir. Snæbjörn tekur á móti ættingjum og vinum í Gamla bænum í Reykjahlíð milli kl. 17 og 20 í dag. Meira
30. ágúst 1998 | Í dag | 112 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 31. ágúst, verður áttræður Magnús Sigurjónsson, Ásvallagötu 69, Reykjavík. Magnús dvelur erlendis um þessar mundir. 70 ÁRA afmæli. Næstkomandi þriðjudag, 1. september, verður sjötugur Högni Guðjónsson, Mávabraut 3c, Keflavík. Eiginkona hans er Ragnheiður Benediktsdóttir. Meira
30. ágúst 1998 | Í dag | 269 orð

Alfred Sheinwold var einn mikilvirkasti bridsdálkahöfun

Alfred Sheinwold var einn mikilvirkasti bridsdálkahöfundur Bandaríkjanna á þessari öld. Þegar hann lést í fyrra, 85 ára að aldri, skrifaði samstarfsmaður hans, Frank Stewart, um hann eftirmæli í The Bridge World. Stewart segir þar meðal annars: "Í seinni tíð var það mitt hlutverk að finna spil, sem Sheinwold síðan yfirfór og gagnrýndi. Hér er eitt dæmi um hvernig samstarfið virkaði. Meira
30. ágúst 1998 | Fastir þættir | 100 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild félags e

FIMMTUDAGINN 20. ágúst síðastliðinn spiluðu 16 pör Mitchell. Úrslit urðu þessi: NS Þórarinn Árnas. ­ Begur Þorvaldss.207 Þórhildur Magnúsd. ­ Sigurður Pálsson200 Haukur Guðmundss. ­ Þorsteinn Sveinss.185 AV Lárus Hermannss. ­ Eysteinn Einarss.209 Auðunn Guðmundss. ­ Albert Þorsteinss.189 Lárus Arnórss. Meira
30. ágúst 1998 | Fastir þættir | 79 orð

Friðrikskapella.

Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Fella- og Hólakirkja. Bænastund og fyrirbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænaefnum í kirkjunni. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga frá kl. 9-17. Meira
30. ágúst 1998 | Í dag | 426 orð

Hver kannast við myndirnar? ÞESSAR myndir, mynd

ÞESSAR myndir, mynd af hjónum með barn og mynd af barni, fundust í IKEA. Myndirnar voru merktar Óttar. Þeir sem kannast við myndirnar vinsamlega hafið samband í síma 569-1318. Gatnahreinsun í miðborginni Í MORGUNBLAÐINU 26. Meira
30. ágúst 1998 | Dagbók | 729 orð

Í dag er sunnudagur 30. ágúst 242. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Jesú

Reykjavíkurhöfn: Tensho Mary 78, Freri, Vestmannaey, Shinei Maru 85, Dettifoss, Hanseduo, Hersir, Ryio Maru 28, og Arina Aticrica koma á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Húsvíkingur kemur í dag. Katla fer í dag. Hanseduo kemur á morgun. Meira
30. ágúst 1998 | Í dag | 546 orð

JÓRKRÁAMERGÐIN í miðborg Reykjavíkur og í nágrenni Kv

JÓRKRÁAMERGÐIN í miðborg Reykjavíkur og í nágrenni Kvosarinnar setur ekki beinlínis menningarsvip á höfuðstaðinn. Víkverji las í forsíðufrétt Dags í vikunni að fólk undir áhrifum áfengis og fíkniefna sé ört vaxandi baggi á heilbrigðiskerfinu og skattborgurum. Dagur segir: "Nær allir "gestir" slysadeilda um helgar eru ölvaðir... Meira
30. ágúst 1998 | Í dag | 165 orð

STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur.

STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur. Staðan kom upp á alþjóðlegu móti í Harplinge í Svíþjóð sem lauk í síðustu viku. Nýbakaður Svíþjóðarmeistari, Evgení Agrest (2.545) hafði hvítt og átti leik gegn Þjóðverjanum Roland Schmaltz (2.520). Meira

Íþróttir

30. ágúst 1998 | Íþróttir | 341 orð

Evrópudráttur Dregið var Evrópukeppni í knattspyrnu í Mónakóá föstudaginn.

Evrópukeppni félagsliða 1. umferð Sparta Prag (Tékkl.) - Real Sociedad (Spáni) Fenerbahce (Tyrkl.) - Parma (Ítalíu) Blackkburn Rovers (Englandi) - Olympique Lyon (Frakkl.) Dynamo Moskva (Rússl.) - Skonto Riga (Lettlandi) Victoria Guimaraes (Portúgal) - Celtic (Skotlandi) VfB Stuttgart (Þýskal. Meira
30. ágúst 1998 | Íþróttir | 212 orð

Keyptu nýja keppnisvél

RALLÖKUMENNIRNIR Páll Halldór Halldórsson og Jóhannes Jóhannesson sem keppa í alþjóðarallinu hafa fengið nýja keppnisvél í hendurnar með DHL hraðsendingu. Þeir urðu fyrir umtalsverðu tjóni í síðustu keppni, þegar keppnisvél þeirra bilaði. Hún var send til rannsóknar til Englands og þeir fengu nýja í staðinn, en slík vél getur kostað á þriðju milljón. Meira
30. ágúst 1998 | Íþróttir | 151 orð

Kluivert til Barcelona

HOLLENSKI landsliðsframherjinn Patrick Kluivert er genginn til liðs við spænska stórliðið Barcelona. Félagið keypti hann af ítalska liðinu AC Milan á um 936 milljónir króna seint á föstudagskvöld ­ nokkrum mínútum áður en frestur til félagaskipta á Spáni rann út. Meira
30. ágúst 1998 | Íþróttir | 495 orð

Steingrímur í toppslaginn

STEINGRÍMUR Ingason rallökumaður hefur afráðið að aka Ford Puma-rallbíl sem er smíðaður af keppnisdeild Ford í Englandi fyrir komandi keppnistímabil hérlendis. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn og með 300-500 hestafla vél, eftir atvikum. Steingrímur hefur síðustu ár verið í fremstu röð, en hefur skort öflugan bíl til að standa í efsta þrepi. Meira

Sunnudagsblað

30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 2467 orð

Allt er leyfilegt Íslenska kvikmyndin Sporlaust var frumsýnd fyrir helgina og af því tilefni hitti Arnaldur Indriðason þá Hilmar

Íslenska kvikmyndin Sporlaust var frumsýnd fyrir helgina og af því tilefni hitti Arnaldur Indriðason þá Hilmar Oddsson leikstjóra og Sveinbjörn I. Baldvinsson handritshöfund að máli og spurði út í gerð myndarinnar, samstarfið þeirra á milli, íslenska spennumyndagerð og Kardimommubæinn! Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 181 orð

ANDLEG UPPLYFTING

MARGT er gert til að reyna að losa um streituna hjá búrhænum og draga úr þörf þeirra fyrir að treysta stöðu sína með því að gogga í grannana, að sögn The Sunday Times. Vísindamenn við Roslin-stofnunina í Skotlandi hafa komist að því að það hefur ákaflega róandi áhrif á hænurnar að geta virt fyrir sér fiska í búri. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 377 orð

Axel­upplýsingakerfi selt í Svíþjóð

GENGIÐ hefur verið frá samningi milli AXEL Hugbúnaðar og Office í Svíþjóð um markaðsetningu og sölu á AXEL upplýsingakerfinu. Office er keðja 24 fyrirtækja um alla Svíþjóð sem selur tölvur og hugbúnað og allt þeim viðkomandi, að því er fram kemur í frétt. Skólar eru einn af þeim mörkuðum sem Office leggur áherslu á og er fyrirtækið vel kynnt á þeim markaði. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 3737 orð

Á fjörum hvítir faldar brotna Hann vinnur m.a. við erfðarannsóklnir, stundar fjallgöngur, skrifar leikrit, ljóð og sögur og er

VIÐTALIÐ hefst úti í garði við heimili Valgarðs Egilssonar læknis. Undir slútandi greinum sírenutrésins sitjum við með kaffibolla á hvítum plaststólum sem síga smám saman svolítið niður í rakan grassvörðinn. Það er fíngerður úði úti svo veggir og legsteinar gamla kirkjugarðsins hinum megin við Hólatorg dökkna í vætunni. Valgarður er í brúnum ullarfrakka en blaðamaður í þunnum jakka. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 290 orð

Ár liðið frá dauða prinsessunnar af Wales Bretar l

Ár liðið frá dauða prinsessunnar af Wales Bretar leiðir á umfjöllun um Díönu Lundúnum. Daily Telegraph. SAMKVÆMT niðurstöðu skoðanakönnunar frá Gallup er þorri bresku þjóðarinnar búinn að fá sig fullsaddan af umfjöllun um dauða Díönu prinsessu af Wales, Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 2252 orð

Eiga erindi í bandaríska háskóla

Varaforseti skurðlæknadeildar Yale-háskóla hefur kynnt sér íslensk sjúkrahús og hvernig ungir læknar hérlendis eru í stakk búnir til að mæta ýtrustu kröfum bandarískra háskóla. Í samtali við Sindra Freysson kveðst hann þeirrar skoðunar að hvetja eigi íslenska unglækna til að reyna fyrir sér í virtum bandarískum háskólum. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 553 orð

Einkanetið, stjórnandi persónulegs lífs

HINIR óskipulögðu geta glaðst yfir að tæknin taki að skipuleggja líf þeirra fyrir þá. Hinir skipulögðu geta glaðst yfir að utanaðkomandi skipulag taki við stjórn á lífi þeirra í stað þess að þeir þurfi að gera það sjálfir. Hinir feimnu geta glast yfir að þurfa ekki að standa augliti til auglitis við aðra. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 112 orð

Erum við í tísku núna?

FORVITNIR minkar í Dalsbúi í Helgadal í Mosfellsbæ. Um 10.000 dýr eru í búinu, þar af 1.500 eldislæður. Eigandinn, Ásgeir Pétursson, blandar sjálfur fóðrið sem einkum er fiskur, fugla- og svínakjöt og er það allt soðið til öryggis. Fjórir til fimm starfsmenn eru á búinu. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 995 orð

Förum afar varlega

ALLIR þeir mörgu farþegar sem ferðast með Flugleiðum kannast við heyrnartól sem þeir fá afhent innpökkuð í plastpoka og eru til þess ætluð að hægt sé að fylgjast með tónlist eða tali í kvikmyndum sem sýndar eru á flugleiðinni. Flest höfum við umhugsunarlaust rifið plastið af heyrnartólunum og ekkert velt fyrir okkur hver hafði komið þeim fyrir þar. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 1317 orð

Hvernig er þetta með dönskukennsluna? Það er örugglega ekki auðvelt að vera dönskukennari, segir Sigrún Davíðsdóttir en miðað

"ÉG SKIL ekki orð," sagði íslenski táningurinn undrandi, þegar hann sem gestur hér í Kaupmannahöfn fór að heyra fólk tala dönsku í kringum sig. "Jú, kannski eitt og eitt orð," bætti hann svo við hugsi, "en alls ekki nóg til að ná neinu samhengi." Samt er hann búinn að læra dönsku í fimm vetur og stendur sig almennt hið besta í skólanum. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 1340 orð

Hvernig viðskiptahugmynd verður að veruleika Fyrir tæpu ári stóð fræðslusvið Iðntæknistofnunar fyrir verkefni í Reykjanesbæ sem

HLEYPT AF STOKKUNUM Hvernig viðskiptahugmynd verður að veruleika Fyrir tæpu ári stóð fræðslusvið Iðntæknistofnunar fyrir verkefni í Reykjanesbæ sem rekið var undir nafninu Hleypt af stokkum ­ Viðskiptahugmynd að veruleika. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 700 orð

Í Alheimsvíðáttunni sem er ort uppúr hugmynd eftir Schiller má einnig

Í Alheimsvíðáttunni sem er ort uppúr hugmynd eftir Schiller má einnig sjá erindi sem gætu bent framávið til Einars Benediktssonar. Það hlýtur að vekja sérstaka athygli hvernig Jónas líkir alheimi við haf þar sem öldurnar brotna fyrir auðri strönd og drepur enn á þá himinstrauma sem virðast vera huga hans nákomnir en af þeim rísa ævintýrastjörnur og alltumkring dularfullt en návistarlegt auga Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 2728 orð

Í fátæku landi fortíðar

FYRSTA minning Atla um katólikka er frá því að hann var 5 eða 6 ára gamall. Þá voru fréttir af átökum á Norður-Írlandi daglegt brauð. Í leik með bróður og frænda var Atla gert að vera Englendingur og honum sagt að hann ætti að skjóta katólikka. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 264 orð

KENNSLUSTUNDIN

A: Hæ! Langt síðan við höfum sést. Er ráðstefna í gangi? B: Nei, ég á heima hérna. A: Hvernig þá? Ertu orðinn einhvers konar diplómat? Þú þessi smekkmaður? B: Nei, ég sótti um borgararétt hérna. A: Bíddu hægur, þú ert ekki Júgóslavi? B: Ég hef aldrei verið Júgóslavi. Ég hef verið... bíddu aðeins... Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 2707 orð

Leikhúsfólk í Evrópu tjaldar í Bonn Leikritahöfundarnir voru um stund settir í öndvegi á leikhúshátíðinni í Bonn og farið um þá

ER HVER að hugsa sitt í Evrópu eða allir það sama? Hér í Bonn er í boði öll möguleg meðferð fyrir leikritahöfunda, og farið um þá bæði hrjúfum höndum og mjúkum. Einn morguninn koma saman höfundar alls staðar að. Þeir hittast í tjaldi, allir mega hlusta og allir mega spyrja. Tveir þýskir leikarar eru til staðar að leika tveggja mínútna senu eftir hvern og einn höfund, samda af þessu tilefni. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 719 orð

Liðagigt

ORSAKIR þessa sjúkdóms eru óþekktar en hann er talinn stafa af flóknu samspili erfða og umhverfisþátta. Liðagigt (rheumatoid arthritis) er venjulega flokkuð sem sjálfsofnæmissjúkdómur, en í slíkum sjúkdómum ræðst ónæmiskerfi líkamans gegn eigin frumum og skemmir þær. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 1413 orð

MannsæmandiLÍF FYRIR DÝR

Oft hefur komið til harðra deilna milli dýraverndunarsinna og þeirra sem segja að dýr séu einfaldlega náttúrugæði sem við getum farið með að vild. Málamiðlun og hófstilling hafa sjaldan átt upp á pallborðið í þessum ágreiningi enda mikið tilfinningamál á ferð. Kristján Jónsson kynnti sér kjör búrhænsna og loðdýra. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 972 orð

Meðferðin hefur batnað

Halldór Runólfsson yfirdýralæknir telur að nauðsynlegt sé að hafa eftirlit með þeim sem nýta dýr en ástandið í þessum efnum hafi batnað á síðari árum STJÓRNVÖLD hafa eftirlit með því að fylgt sé settum reglum um meðferð alifugla, loðdýra og annarra málleysingja sem við nýtum. Umsjón með þessum málum hefur Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 46 orð

Minnkandi fátækt á Indlandi

FÁTÆKT fer minnkandi á Indlandi ef marka má niðurstöður nýrrar opinberrar rannsóknar. Þar segir að hlutfall þeirra sem teljast fátækir hafi minnkað bæði í þéttbýli og dreifbýli á árunum 1987­1994, eða úr 39% í 36% af landsmönnum, sem eru tæplega einn milljarður talsins. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 518 orð

»Mönnum er hollt að skella uppúr RAWKUS-útgáfan hefur komið ster

RAWKUS-útgáfan hefur komið sterk inn á rappmarkað, meðal annars með tveimur framúrskarandi safnskífum, Soundbombing og Lyricist Lounge. Á þeim hefur verið efni með lítt- eða óþekktum rappsveitum og listamönnum þó inn á milli hafi verið þekktari stjörnur. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 1281 orð

Ný herflutningaflugvél í hvalaflutningum Ný flutningavél bandaríska flughersins hefur verið valin til að flytja hvalinn Keikó

NÝ flutningaflugvél bandaríska flughersins af gerðinni McDonnell Douglas (nú Boeing) C- 17A Globemaster III hefur verið valin til flutnings á hvalnum Keikó til Vestmannaeyja í byrjun september. Flugvélar af þessari gerð voru fyrst teknar í almenna notkun fyrir þremur árum, Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 342 orð

NÝ SKÍFABRIANSWILSONS

EINN helsti snillingur poppsögunnar er jafnan talinn Brian Wilson, leiðtogi hljómsveitarinnar Beach Boys. Áður en hann fór yfirum á sínum tíma setti hann saman plötur sem jafnan eru taldar með helstu perlum poppsins, þeirra fremsta líklega Pet Sounds. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 306 orð

Peter Green snýr aftur

SAGT er að engum bleiknefja hafi tekist eins vel upp í blúsgítarleik og Peter Green. Á hátindi frægðarinnar hvarf Green þó sjónum manna, því ýmisleg vandamál, þar á meðal geðræn, settu hann útaf sporinu. Pete Green var meðal fremstu gítarleikara Bretlands þegar hann lék með Fleetwood Mac, sveitinni sem hann tók þátt í að stofna. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 127 orð

Samtaka nú!

UM 40 þúsund fuglar eru í Nesbúi á Vatnsleysuströnd en það er næst-stærsta eggjabú á landinu og þar vinna að staðaldri 12-14 manns. Stærst er búið á Vallá. Nesbú rekur ennfremur aðra af tveim útungarstöðvum fyrir hænsn á Íslandi en einu sinni á ári eru flutt hingað norsk egg til að tryggja að stofninn úrkynjist ekki. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 134 orð

Sementsverksmiðjan fær vottun

SEMENTSVERKSMIÐJAN hf. hefur nú fengið vottun á gæðakerfi sitt samkvæmt ISO 9001 staðlinum, að sögn fréttabréfsins Íslenskur iðnaður sem Samtök iðnaðarins gefa út. Undirbúningur að vottuninni var gerður í samstarfi við Ráðgarð hf. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 1201 orð

Síðasta Hollywoodmyndin Mörgum árum eftir lát sitt er Orson Welles ennþá að leikstýra, segir Arnaldur Indriðason, en

ORSON Welles réð aðeins yfir gerð einnar myndar sinnar í Hollywood og það var Borgari Kane eða "Citizen Kane", þ.e. hann réð endanlegri samsetningu hennar. Kannski var hann erfiður viðureignar; hann var undrabarn í kvikmyndum því verður ekki neitað og þverhaus. Kannski hafði Hollywoodkerfið ekki mikla þolinmæði fyrir honum. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 365 orð

STJÓRNMÁLAMENN

Fyrsti stjórnmálamaður (þeytist inn og hrópar): Hann sagði það! Hugsið ykkur! Hann er búinn að segja það! Annar stjórnmálamaður: Segja hvað? Fyrsti stjórnmálamaður: Hann sagði hann hefði gert það! Þriðji stjórnmálamaður: Nú, jæja, það þýðir hann hefur gert það! Annar stjórnmálamaður: Alls ekki. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 757 orð

Toginleitu börnin

MÉR er alltaf minnisstæð sagan um litla strákinn sem átti að byrja í sex ára bekk. Einn daginn kom hann að máli við pabba sinn og sagði: "Ég er að hugsa um hvort ég eigi að fara í skóla, ég er ekki viss." Fæst börn virðast hafa hugmyndaflug til slíkra vangaveltna. Það kemur líka fyrir lítið því börn eru í þeirri stöðu að eiga ekki val í þessum efnum. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 3374 orð

Traustir skulu hornsteinar hárra sala Saga flugmála á Íslandi er litrík og hraðskreið. Uppbyggingin hefur kallað á þrotlausa

EKKI má byggja undirstöðu nokkurs þess, sem á lengi að vara, á sandi. Þá vita allir hvernig fer. Grundvöllurinn verður að vera öruggur, "því að traustir skulu hornsteinar hárra sala", skrifaði ungur maður í Skólablaðið, Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 738 orð

Urriði með hagamús í aðalrétt

ÞAÐ hefur löngum gengið fjöllunum hærra að urriðinn sé djarftækur þegar matur er annars vegar. Græðgi hans er annáluð og kunnar eru sögurnar um tilhneigingu hans til að tína æðarunga af yfirborði Laxár í Aðaldal. Stundum fleiri en einn. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 3477 orð

Útsetjari, píanóleikari og hljómsveitarstjóri í nær hálfa öld

MAGNÚS Ingimarsson hljómlistarmaður á að baki langt og farsælt starf, allt frá því hann hóf ungur maður að spila í danshljómsveitum. Hann hefur verið eftirsóttur og afkastamikill útsetjari og píanóleikari um langt árabil og hefur spilað með öllum helstu hljómlistarmönnum landsins síðan snemma á sjötta áratug aldarinnar. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 646 orð

Valið er ekki annaðhvort ­ eða

Jón Á. Kalmansson heimspekingur segir að tvenns konar gildi, hagkvæmni og velferð dýra, rekist á þegar rætt sé um meðferð á dýrum. AFSTAÐA Íslendinga til dýra hefur einkennst mjög af harðri lífsbaráttunni, meðferðin var oft slæm og má nefna orðatiltækið "að beita á Guð og gaddinn". Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 1408 orð

Vistvænt "undraefni"

HVAÐ fær fyrrverandi skipstjóra á frystitogara með meiru til þess að hefja framleiðslu á efni til þess að hreinsa olíumálningu úr penslum? Svarið er einfalt: Sigurður Hólm Sigurðsson hefur tröllatrú á umræddu efni. "Þú manst eftir gamla slagnum við að þrífa olíumálningu með terpentínu," segir hann og dýfir pensli í hvíta Hörpuolíumálningu. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 1836 orð

ÝTA RÓLUNNI AF STAÐ Eftir Hildi Friðriksdóttur

Jón Ásbergsson fæddist 31.5. 1950 á Ísafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1969 og viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1974. Hann var framkvæmdastjóri Sútunarverksmiðjunnar Loðskinns hf. á Sauðárkróki 1974-1985, framkvæmdastjóri Hagkaups 1985-1993 en þá tók hann við framkvæmdastjórn hjá Útflutningsráði Íslands. Páll Sigurjónsson fæddist 5.8. 1931 í Vestmannaeyjum. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 1641 orð

Þegar maður einu sinni er byrjaður...

Fjöllin á Austfjörðum eru annað og meira heldur en sýnist. Stórbrotnara land er vandfundið, tindar skaga upp í á annað þúsund metra. Inn af dalbotnum og inn í fjöllin þver og endilöng skerast þröngir og djúpir dalir, meira og minna óbyggðir. Meira
30. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 1684 orð

Þolinmæði þrautir vinnur allar

ÞAÐ ER gaman að heimsækja Erlu Jósepsdóttur í Saumakofann hennar, sem hún hefur innréttað í bílskúr við hlið heimilis síns á Vesturgötu 2 í Reykjanesbæ. Gengið er í gegnum bílskúrinn, sem er nýmálaður og búinn gryfju til bílaviðgerða, inn í afherbergi þar sem hið nýstofnaða fyrirtæki Saumakofinn er til húsa. Erla situr þar við fataviðgerðir. Blaðamaður byrjar á að skoða vélakost Saumakofans. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.