Greinar sunnudaginn 15. nóvember 1998

Forsíða

15. nóvember 1998 | Forsíða | 192 orð

Enn miklar óeirðir í Indónesíu

TIL mikilla óeirða kom í Djakarta, höfuðborg Indónesíu, í gær, fjórða daginn í röð, og fleygði múgur manns grjóti að lögreglunni, brenndi bíla og lét greipar sópa í verslunum borgarinnar. Að minnsta kosti tólf manns hafa látist í átökum þessa viku, sem eru þau verstu síðan í maí þegar stjórnleysi á götum úti olli því að Suharto forseti hrökklaðist úr forsetastóli. Meira
15. nóvember 1998 | Forsíða | 136 orð

Hussein segist læknaður

HUSSEIN Jórdaníukonungur sagði í samtali við ríkissjónvarp Jórdaníu seint á föstudag að læknismeðferð sú sem hann hefur verið í vestur í Bandaríkjunum við krabbameini í eitlum hefði skilað góðum árangri og að krabbinn væri á bak og burt. Konungurinn hefur nú lokið fimm af sex áætluðum lotum lyfjameðferðar sinnar. Meira
15. nóvember 1998 | Forsíða | 412 orð

Írakar gefa eftir á síðustu stundu

ÍRAKAR gáfu í gær eftir í deilunni um vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna í Írak og mun Saddam Hussein, forseti Íraks, hafa samþykkt að taka upp samstarf við UNSCOM, vopnaeftirlitsnefnd SÞ, að nýju, og án skilyrða að því er CNN greindi frá í gær. Var þetta síðan staðfest á fréttamannafundum málsaðila. Meira
15. nóvember 1998 | Forsíða | 170 orð

Karríréttir og flugdrekakúnst

LAGT hefur verið til, að breskur háskóli, Thames Valley University, verði sviptur réttindum til að veita prófgráður og hefur það ekki gerst fyrr í sögu breskra menntastofnana. Háskólinn var stofnaður árið 1992 og um 31.000 nemendur stunda nú nám eða námskeið við skólann, þar sem er meðal annars boðið upp á rokktónlist, flugdrekakúnst og matreiðslu karrírétta. Meira
15. nóvember 1998 | Forsíða | 187 orð

Samkomulag í Buenos Aires

UMHVERFISRÁÐHERRAR þjóða heims náðu í gær samkomulagi um aðgerðaáætlun um hvernig draga á úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sögðu fulltrúar á loftslagsráðstefnunni í Bueons Aires að með þessari samþykkt héldust enn fyrirætlanir um minnkun gróðurhúsaáhrifa á loftslag jarðar. Meira

Fréttir

15. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Afmæli Íslenskrar ættleiðingar

FÉLAGIÐ Íslensk ættleiðing hefur starfað í 20 ár og verður haldið upp á afmælið sunnudaginn 15. nóvember. Nýjum og gömlum félögum er boðið í afmæliskaffi og að kynna sér ýmsa þætti í starfi félagsins kl. 15­18 á sunnudag í félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17 í Reykjavík. Meira
15. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Afmælis- og kynningarfundur Al-Anon

OPINN afmælis- og kynningarfundur Al-Anon-samtakanna, sem haldinn er árlega, verður mánudaginn 16. nóvember í Bústaðakirkju kl. 20.30. Á fundinum munu koma fram og segja sögu sína fjórir félagar í Al-Anon-samtökunum og einn félagi í AA-samtökunum. Meira
15. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Almanak Þjóðvinafélagsins í 125. sinn

ALMANAK Hins íslenska Þjóðvinafélags er komið út í 125. sinn en það kom út fyrst í Kaupmannahöfn árið 1874. Alla tíð síðan hefur almanakið komið út á vegum Þjóðvinafélagsins og nú um langa hríð í samvinnu við Háskóla Íslands. Meira
15. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 458 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 15.­21. nóvember. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um viðburði á vegum HÍ má nálgast á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is/HIHome.html Mánudagur 16. nóvember: Þórður Jónsson, Raunvísindastofnun, flytur erindi á málstofu í stærðfærði sem hann nefnir: "Framgangsfylki fyrir lykkjur". Meira
15. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Eftirskjálftar í Ölfusi

HRINA eftirskjálfta sem mældust 3­4 á Richter reið yfir Suðurland í fyrrinótt í kjölfar stóra skjálftans á föstudagsmorgun sem mældist 5 á Richter. Um miðjan dag í gær varð skjálfti sem talinn er hafa verið um 4,5 á Richter og fannst hann víða. Upptök skjálftans voru á svipuðum slóiðum og fyrri skjálfta, í grennd við Hjalla í Ölfusi. Meira
15. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 266 orð

Eftirspurn eftir bréfum kom þægilega á óvart

FINNUR Ingólfsson viðskipta- og iðnaðarráðherra segist vera mjög ánægður með þá miklu eftirspurn sem reyndist vera eftir hlutabréfum í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Hann segir að í ljósi árangursins verði hugsanlega farin önnur leið við sölu á eftirstandandi hlut ríksins í bankanum til að tryggja að hámarksverð fáist fyrir hann. Meira
15. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 385 orð

"Eldhúsið eins og eftir loftárás"

JARÐSKJÁLFTI um 4,5 stig á Richter reið yfir laust fyrir klukkan 15 í gær og fannst hann mjög greinilega í Hveragerði, þar sem munir féllu úr hillum. Upptök skjálftans voru rétt fyrir sunnan Þurrá í Ölfusi, sem er á svipuðum slóðum og upptök stóra skjálftans á föstudag. Meira
15. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

Forsætisráðherra í heimsókn í Berlín

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra skoðaði sameiginlega sendiráðslóð Norðurlandanna í Berlín í gær í fylgd Ingimundar Sigfússonar sendiherra Íslands í Þýskalandi. Í kjölfar sameiningar Þýskalands og flutnings Sambandsþingsins og ríkisstjórnarinnar til Berlínar ákváðu Norðurlöndin að flytja höfuðstöðvar sínar til nýju höfuðborgarinnar. Meira
15. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

Hrun í verði á gærum

ÞRÁTT fyrir afhroð gærusölu íslenskra sauðfjárbænda á mörkuðum í Asíu og Rússlandi, bendir allt til þess að afkoma bænda verði betri í ár en síðastliðin tvö ár. Gærusala bænda nemur innan við 10% af heildartekjum þeirra, en vegna efnahagslægðar í Asíu og Rússlandi hefur orðið verðhrun á hráefnisframleiðslunni, en Rússar og þjóðir Asíu eru langstærstu kaupendurnir. Meira
15. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Lést í bílslysi

MAÐURINN sem beið bana í bílslysinu á Suðurlandsvegi við Kotströnd á fimmtudag, hét Alfreð Bjarni Jörgensen múrari og tamningamaður, fæddur 29.4. 1960, til heimilis að Háaleitisbraut 89 í Reykjavík. Hann lætur eftir sig sambýliskonu og átta ára son. Meira
15. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð

Líðan óbreytt

LÍÐAN níu ára drengsins sem slasaðist lífshættulega, þegar hann varð fyrir bíl á Miklubrautinni á föstudagskvöld er óbreytt að sögn svæfingarlæknis á Borgarspítalanum. Honum er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild, en hann hlaut alvarlega höfuðáverka í slysinu. Meira
15. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Meiri þátttaka

Morgunblaðið/Golli SJÁLFSTÆÐISMENN í Reykjanesi héldu prófkjör í gær, laugardag, til að velja frambjóðendur á lista flokksins í alþingiskosningunum í vor. Kosið var á ellefu stöðum í kjördæminu og er myndin tekin á kjörstað í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Klukkan 11 í gærmorgun höfðu 485 kosið en 419 í prófkjöri fyrir alþingiskosningarnar 1995. Meira
15. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Rætt um erlenda fjárfestingu á Kúbu

Morgunblaðið/Guðrún Ágústsdóttir HEIMSÓKN sendinefndar Alþýðubandalagsins til Kúbu í boði Kommúnistaflokks Kúbu er lokið og kom sendinefndin heim til Íslands í gærmorgun. Meira
15. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 50 orð

Sunnudagaskóli og gospelmessa í Grundarfirði

SAMEIGINLEGUR sunnudagaskóli verður í Grundarfjarðarkirkju hjá söfnuðunum á norðanverðu Snæfellsnesi í dag, sunnudaginn 15. nóvember kl. 11. Boðið er upp á rútuferðir frá stöðunum. Þennan sama sunnudag um kvöldið kl. 20.30 verður gospelmessa í Grundarfirði þar sem "Band hinna trúuðu" spilar undir við söng kirkjukórs Grundarfjarðarkirkju. Meira
15. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 370 orð

Talað mál 23%, tónlist 73% og auglýsingar 4%

KÖNNUN sem nemendur í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands gerðu á íslenskum útvarpsstöðvum í þrjá stundarfjórðunga einn dag í október leiddi í ljós að 77% allrar tónlistar voru erlend, nánast öll ensk eða bandarísk, 18% tónlist án orða og 5% íslensk tónlist. Hlutfall talaðs máls reyndist hæst á Rás 1, eða 69%, en lægst á Stjörnunni, 3,5%. Meira
15. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Útvarp á erlendum málum leyft

Í FRUMVARPI til nýrra útvarpslaga, sem kynnt hefur verið stjórnarflokkunum, er nýmæli að heimild er til að gefa leyfi til útvarpssendinga á erlendum málum ef sérstaklega stendur á. Þetta kom fram í ávarpi Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra við upphaf málræktarþings sem haldið var í gær. Meira
15. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 36 orð

Viðurkenning Tóbaksvarnarnefndar

TÓBAKSVARNARNEFND veitti nýlega veitingastaðnum í Hinu Húsinu, Geysi-Kakóbar, viðurkenningu fyrir gott framlag til tóbaksvarna því reykingar eru ekki leyfðar á staðnum. Það voru starfsmennirnir Einar Ómarsson og Sigrún H. Ásgeirsdóttir sem veittu viðurkenningunni móttöku. Meira
15. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Öflugur jarðskjálfti á Suðurlandi

ÖFLUGUR jarðskjálfti, 5 á Richter, reið yfir Suðurland á föstudagsmorgun. Skjálftinn átti upptök sín suður af Skálafelli. Eftirskjálfti, 4,3 á Richter fylgdi í kjölfarið og síðan komu allmargir eftirskjálftar á bilinu 3,5­4 á Richter. Harðastur var skjálftinn í Hveragerði og Ölfusi, en ekkert teljanlegt tjón varð af völdum hans þótt fólki hafi víða brugðið mjög. Meira

Ritstjórnargreinar

15. nóvember 1998 | Leiðarar | 513 orð

DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU

DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn á morgun, mánudaginn 16. nóvember sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, listaskáldsins góða. Í tengslum við daginn hefur menntamálaráðuneytið beitt sér fyrir átaki í þágu móðurmálsins til að auka veg þess á allan hátt. Meira
15. nóvember 1998 | Leiðarar | 1752 orð

Þýzkaland er þriðja mesta efnahagsveldi heims og annað volduga

Þýzkaland er þriðja mesta efnahagsveldi heims og annað voldugasta ríkið í okkar heimshluta. Af sögulegum, menningarlegum og tilfinningalegum ástæðum hafa Þjóðverjar alla tíð sýnt Íslendingum, sögu okkar og landinu sjálfu meiri áhuga en nokkur önnur þjóð utan Norðurlandanna. Meira

Menning

15. nóvember 1998 | Menningarlíf | 62 orð

Alba í Skálholti

Miðaldatónlistarhópurinn Alba flytur tónlist eftir Hildegard von Bingen á tónleikum í Skálholtskirkju í dag, sunnudag, kl. 16. Tónleikarnir eru síðasti liðurinn í kirkjuvikum sem hafa verið haldnar hátíðlegar í Skálholti að undanförnu. Við hátíðarmessu í Skálholtskirkju í dag kl. Meira
15. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 472 orð

Á rólegu nótunum

Sólfingur, geisladiskur Sveins Há. Söngur: Sigurður Ingvarsson, Rannvá Ólsen og Sveinn Hauksson. Hljóðfæraleikur: Sveinn Há, Jóhann Ásmundsson, Jón Ólafsson, Þórir Úlfarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Jóhann Hjörleifsson, Eyþór Arnalds, Dan Cassidy, Þórir Lárusson og Eggert Pálsson. Diskurinn var hljóðritaður í Hljóðrita, Stöðinni og Sultardropanum á árunum 1993­1998. Meira
15. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 682 orð

Brecht á erindi í dag Söngkonan Sif Ragnhildardóttir lætur hendur standa fram úr ermum. Fyrst sló Marlene Dietrich í gegn, síðan

VERIÐ ER að leggja síðustu hönd á undirbúning næstu sýningar Brecht-dagskrárinnar, og Sif ætlar að rifja upp nokkur lög eftir veikindi. Elín Edda Árnadóttir búninga- og leikmyndahönnuður þeytist fram og aftur um sviðið með leikhluti á meðan tónlistarmennirnir Karl Olgeirsson og Árni Scheving koma sér fyrir í rólegheitunum og tæpa á laginu um Makka hníf (Mack the Knife). Meira
15. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 94 orð

Dion í frí um árabil eftir aldamótin

CELINE Dion hefur átt gífurlegum vinsældum að fagna upp á síðkastið og hafa plötur hennar selst í tugum milljónum eintaka. Rene Angelil, eiginmaður hennar og umboðsmaður, segir að poppstjarnan muni taka sér nokkurra ára hvíld eftir aldamótin 2000. Meira
15. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 175 orð

Draumur ungmeyja Draumadísir

Handrit og leikstjórn: Ásdís Thoroddsen. Silja Hauksdóttir og Baltasar Kormákur: 90 mín. Íslensk. Háskólabíó, nóvember 1998. Öllum leyfð. "DRAUMADÍSIR" er önnur kvikmynd Ásdísar Thoroddsen og fjallar, líkt og sú fyrri, um konur í samfélagi sem er byggt í kringum karla. Tvær vinkonur flækjast inn í heim vafasams braskara á barmi gjaldþrots. Meira
15. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 90 orð

Fínir fótboltamenn

Fínir fótboltamenn EKKI voru bara tónlistarmenn viðstaddir evrópsku MTV-verðlaunaafhendinguna sem fram fór í Mílanó 12. nóvember sl. Þar mátti einnig sjá hvernig knattspyrnumenn taka sig út þegar þeir skilja fótboltagallann eftir heima og hafa sig til. Meira
15. nóvember 1998 | Menningarlíf | 819 orð

Fólkið hans Becketts

BECKETT hefur ekki verið mikið á dagskrá íslenskra leikhúsa síðustu ár, þó hefur töluvert verið um að verk höfunda frá því fyrr á öldinni hafi verið sett upp. Menn óttast hann ef til vill, óttast óljósa skírskotun verkanna, þögnina sem ríkir í þeim og umlykur tungumálið og merkinguna. Í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Meira
15. nóvember 1998 | Menningarlíf | 214 orð

Fyrirlestur um varðveislu menningarminja

DR. William J. Murtagh, sérfræðingur í byggingarlistasögu, heldur fyrirlestur í Norræna húsinu mánudaginn 16. nóvember kl. 17. Fyrirlesturinn hefur yfirskriftina: Húsvernd í Bandaríkjunum og varðveisla menningarminja. Þór Magnússon þjóðminjavörður flytur inngangsorð og stjórnar umræðum að fyrirlestrinum loknum. Dr. William J. Meira
15. nóvember 1998 | Menningarlíf | 566 orð

Glæpir í fortíð og nútíð

eftir James Lee Burke. Dell Fiction 1998. 387 síður. BANDARÍSKIR bókmenntagagnrýnendur virðast ekki eiga nógu stór orð til þess að lýsa verkum spennusagnahöfundarins James Lee Burkes. Er jafnvel sagt að hann sé besti bandaríski rithöfundurinn sem nú starfar og þykir kannski einhverjum ofsögum sagt. Meira
15. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 299 orð

Góð myndbönd

Í þessari nútímaútgáfu af samnefndri skáldsögu Charles Dickens er horfið töluvert frá samfélagslegu inntakinu og búin til falleg kvikmynd sem minnir á ævintýri. Myndin er ljúf og rómantísk og útlit hennar í alla staði glæsilegt. Meira
15. nóvember 1998 | Menningarlíf | 310 orð

Hátíð í Hafnarborg

Á DEGI íslenskrartungu, 16. nóvember,stendur menntamálaráðuneytið fyrir samkomu í Hafnarborg íHafnarfirði og hefst athöfnin kl. 16.30.Menntamálaráðherramun m.a. veita VerðlaunJónasar Hallgrímssonarog sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þáguíslenskrar tungu. Meira
15. nóvember 1998 | Menningarlíf | 161 orð

Hesse-dagskrá í Listaklúbbnum

Í TILEFNI af því að Sléttuúlfurinn ("Der Steppenwolf"). eftir þýska höfundinn Hermann Hesse, er komin út hjá Ormstungu, verður efnt til Hesse-dagskrár í Listaklúbbi Leikhúskjallarans mánudaginn 16. nóvember kl. 20.30. "Sléttuúlfurinn er fyrsta verk höfundar sem gefið er út á bók á Íslandi, en Hesse fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1946. Meira
15. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 575 orð

Hversdagspopp

Húsmæðragarðurinn, plata hljómsveitarinnar Nýdanskrar. Nýdanskir eru Jón Ólafsson, Stefán Hjörleifsson, Ólafur Hólm og Björn Jörundur Friðbjörnsson. Björn semur öll lögin nema þrjú, Jón Ólafsson á tvö og Ólafur Hólm eitt lag. Upptökur og hljóðblöndun annaðist Ken Thomas. Umslag hannaði Anna Júlía Friðbörnsdóttir. Skífan gefur út. Meira
15. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 56 orð

Kryddaðar tuskudúkkur

Kryddaðar tuskudúkkur NÚ eru það tuskudúkkurnar! Söluvarningur sem framleiddur hefur verið í tengslum við Kryddpíurnar nálgast nú himinháar stæður. Þó finnst sumum ástæða til að bæta í safnið og það nýjasta á markaðnum eru kryddtuskudúkkurnar og komu þær á markaðinn í Bandaríkjunum í vikunni. Meira
15. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 137 orð

Kvikmynd eftir handriti Kurosawa

ÁKVEÐIÐ hefur verið að gera kvikmynd eftir síðasta handriti japanska leikstjórans Akira Kurosawa. Fjallar það um húsbóndalausan samúræja og lasburða konu hans. Viðfangsefnið er dæmigert fyrir Kurosawa en ófáar myndir hans fjölluðu um húsbóndalausa samúræja, meðal annars Sjö samúræjar. Meira
15. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 135 orð

Lewinsky enn í klandri

ABC-sjónvarpsstöðin hefur verið í samningaviðræðum um viðtal við Monicu Lewinsky en svo gæti farið að breskar sjónvarpsstöðvar yrðu fyrri til. Reuters greinir frá því að Channel 4 hafi komist að bráðabirgðasamkomulagi við hana um viðtal og greiði henni rúmar 48 milljónir króna fyrir vikið og Granada-sjónvarpsstöðin segist enn eiga í samningaviðræðum við hana. Meira
15. nóvember 1998 | Bókmenntir | 202 orð

Milli veruleika og skáldskapar

FLUGNASUÐ í farangrinumer sagnasafn eftir Matthías Johannessen. Í kynningu segir: "Í sögum Matthíasar er hversdagsleg lífsbarátta fólks í fyrirrúmi, ýmist barátta við náttúruöflin eða vitfirringu heimsins, íslenskur veruleiki og samfélag er ríkur þáttur sagnanna og draumar og sýnir skipa sinn sess. Meira
15. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 579 orð

Ráðherra og fyrrverandi bæjarstjóri í kabarett Freyvangsleikhúsið hóf vetrarstarfið um síðustu helgi. Dóra Ósk Halldórsdóttir

LEIKHÚSLÍFIÐ blómstrar fyrir norðan og Freyvangsleikhúsið eyfirska hóf vetrarstarfsemi sína laugardagskvöldið 7. nóvember sl. þegar kabarettinn Lómur bar ­ erótískur dansstaður var frumfluttur í Freyvangi. Leifur Guðmundsson bóndi í Klauf er ein af driffjöðrum Freyvangsleikhússins. Hann segir að leikhúsið hafi staðið fyrir kabarettskemmtun á hverju hausti. Meira
15. nóvember 1998 | Menningarlíf | 97 orð

Rocky Horror á Húsavík

LEIKKLÚBBUR Framhaldsskólans á Húsavík, Píramus og Þispa, frumsýndi á föstudagskvöld söngleikinn Rocky Horror Picture Show í Samkomuhúsinu á Húsavík. Leikstjóri er Oddur Bjarni Þorkelsson og Borgar Þórarinsson er tónlistarstjóri. Alls vinna um 40 nemendur að sýningunni. Meira
15. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 373 orð

Sigur Sigur Rósar

Upphitun hljómsveitanna Sigur Rósar og Pornopop fyrir bandarísku rokksveitina Fuck á Gauki á Stöng sl. miðvikudagskvöld. Stappað inn á staðinn í upphafi afmælishátíðar Gauksins, sem var jafnframt fyrra afmæliskvöld Hljómalindar. Meira
15. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 416 orð

Tannhjól ýmissa gerða og stærða

Fyrsta breiðskífa þríeykisins Lhooq, samnefnd því. Sveitina skipa Pétur Hallgrímsson gítarleikari, Jóhann Jóhannsson hljómborðsleikari og Sara Guðmundsdóttir söngkona. Lög eftir þá Jóhann og Pétur. Þeim til aðstoðar í nokkrum lögum eru meðal annarra Guðni Finnsson bassaleikari, Ólafur Björn Ólafsson trommuleikari og Pétur Grétarsson sem leikur á marimba og víbrafón. 42,10 mín. Meira
15. nóvember 1998 | Menningarlíf | 145 orð

Tréristur úr myndröð um heilagan Martein

ÞORGERÐUR Sigurðardóttir myndlistarkona sýnir grafíkverk úr myndröð sinni um heilagan Martein frá Tours í Grafarvogskirkju. Sýningin verður opnuð eftir guðsþjónustu á sunnudag kl. 14. Verkum sínum kom Þorgerður fyrir í kirkjunni á Marteinsmessu, 11. nóvember sl. Myndirnar eru allar tréristur og voru unnar á árunum 1995­97. Engar tvær þeirra eru eins. Meira
15. nóvember 1998 | Menningarlíf | 141 orð

Þorsteinn Gauti leikur á flygilinn

ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson leikur á nýja Steinway-flygilinn í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 15. nóvember kl. 16 verk eftir Chopin, Debussy, Gershwin, Liszt og Rachmaninoff. Þorsteinn Gauti hóf ungur píanónám og lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1979. Hann stundaði framhaldsnám við Juilliard School of Music í New York og í Róm á Ítalíu. Meira

Umræðan

15. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 406 orð

Herinn burt ­ árið 2000

VEL þykir mér það mælt hjá Eiríki Eiríkssyni, fyrrverandi prentara, í athyglisverðri grein hans (Mbl. 10. nóv.), að við ættum að fylgja Bandaríkjamönnum að málum í því, að herir þeirra skuli hverfa burt héðan af landi sem allra fyrst. Þetta hygg ég geta gerst, ef höfð eru í huga hin réttu rök. Meira
15. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 199 orð

Hjálp í neyð

ÞAÐ hefur varla farið fram hjá neinum hvílíkar hörmungar hafa dunið yfir íbúa í nokkrum ríkjum Mið-Ameríku og hve mikið ríður á skjótri og markvissri hjálp. En flestir yppta bara öxlum, "aumingja fólkið", en þar með er málið afgreitt. Það eru ekki til peningar, það þurfa allir að nota sína peninga! En ég skal segja ykkur að það eru til nógir peningar og ég skal meira að segja benda á hvar þeir Meira
15. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 607 orð

Illa kynntur!

Í FJÖLMIÐLUM hefur Ragnar Sverrisson, Kaupmannasamtökum Akureyrar, tilkynnt þjóðinni að Ástþór Magnússon sé svo "illa kynntur" að ekki sé hægt að hafa samstarf við Frið 2000 um söfnun jólapakka og flug til stríðshrjáðra barna. Ég bið Ragnar að skýra þessi ummæli. Mér hefur sýnst að flestir viti deili á mér. Lífshlaup mitt og hugsjónir voru ítarlega kynntar þjóðinni í forsetakosningunum, m.a. Meira

Minningargreinar

15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 307 orð

Aðalsteinn Lúther Indriðason

Langri og farsælli ævi afa míns er lokið. Ég sakna góðs manns og umhyggjusams afa en veit að hann er ánægður með að vera aftur við hlið ömmu, Stefáníu Jóhannsdóttur, sem lést á síðasta ári. Afi var sérstakur gæfumaður sem gaf samferðamönnum sínum af gnægtabrunni gæsku og hlýju. Hann átti ástríka eiginkonu, lifði löngu og góðu lífi og dó í sátt við Guð og menn. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 191 orð

AÐALSTEINN LÚTHER INDRIÐASON

AÐALSTEINN LÚTHER INDRIÐASON Aðalsteinn Lúther Indriðason fæddist á Patreksfirði 10. október 1906. Hann lést á Droplaugarstöðum 6. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Indriði Guðmundsson og Guðríður Karvelsdóttir. Systkini Aðalsteins voru: Bjarni Ólafur f. 27.10. 1897; Ágúst, f. 4.8. 1901; Guðný, f. 23.6. 1904; Sigurey, f. 24.12. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 730 orð

Anna Þórhallsdóttir

Skömmu eftir að ég flutti á Birkimel 8B mætti ég roskinni komu í stiganum. Hún tók mig tali ­ vildi greinilega vita eitthvað um þennan nýkomna íbúa sem tekinn var að deila með henni heilum stigapalli. Samtalið dróst á langinn enda konan ræðin og endaði með því að hún spurði hvort ég ætti nokkuð leið niður í bæ. Hún þyrfti að komast niður á Morgunblað, sem þá var í Aðalstrætinu. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 35 orð

ANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR

ANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR Anna Þórhallsdóttir söngkona fæddist á Höfn í Hornafirði 27. desember 1904. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 5. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði 13. nóvember. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 178 orð

Guðjón Þór Ólafsson

Elsku afi, við kveðjum þig í dag með sorg og söknuð í huga, en þegar við lítum til baka koma okkur þrjú orð í hug; ást, stolt og virðing. Við vitum að þó sorgin sé mikil nú getum við ekki annað en fyllst stolti yfir því að hafa átt afa með slíka ást og hlýju, sem þó náði aldrei efst upp á yfirborðið því þar réð kímnin og eljusemin ávallt ríkjum og minnumst við þín á þann hátt. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 130 orð

Guðjón Þór Ólafsson

Elsku afi Gonni minn. Það var alltaf svo gaman að vera með þér. Það var svo gaman að smíða litla bátinn sem við síðan máluðum líka. Mér fannst svo gaman að hjálpa þér að púsla stóra púsluspilið þitt. Mér fannst alltaf svo gaman þegar ég fór með ykkur ömmu Jónu í Lundinn í Skarðheiðinni þar sem þið voruð búin að girða af og gróðursetja fallegan reit. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 325 orð

Guðjón Þór Ólafsson

Elsku afi Gonni. Mér brá hræðilega fyrir fáeinum vikum þegar öll systkinin voru kölluð á fund með lækni og var þeim sagt frá hversu alvarleg veikindi þín voru orðin. Ég brast í mikinn grát, og hugsaði að þetta gæti bara ekki verið þar sem þú varst ekki nema 61 árs. Ég dáðist að þér því þú kvartaðir aldrei yfir eymslum og barðist fram á það síðasta. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 29 orð

GUðJÓN ÞÓR ÓLAFSSON

GUðJÓN ÞÓR ÓLAFSSON Guðjón Þór Ólafsson fæddist í Reykjavík 2. júlí 1937. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 4. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 13. nóvember. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 283 orð

Gunnar Sigurðsson

Fallinn er í valinn Gunnar Sigurðsson fyrrverandi byggingafulltrúi. Ekki fór á milli mála að hverju stefndi undanfarna mánuði. Hann barðist eins og hetja í sínum veikindum til hinstu stundar. Kynni okkar hófust stuttu eftir að ég kvæntist bróðurdóttur hans, Elínborgu Ingólfsdóttur. Fyrsta handtakið man ég vel en þá var ég nemandi hans í Meistaraskólanum. Þar kenndi hann steypufræði til margra ára. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 274 orð

Gunnar Sigurðsson

Látinn er í Reykjavík Gunnar Sigurðsson, byggingarverkfræðingur, fv. byggingarfulltrúi í Reykjavík. Gunnar var fæddur á Akureyri 9. desember 1925 af eyfirsku foreldri. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskóla Akureyrar vorið 1945 og lokaprófi í byggingarverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1953. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 447 orð

Gunnar Sigurðsson

Andlát Gunnars, vinar míns, kom ekki á óvart. Hann hafði um langt skeið barist við erfiðan sjúkdóm. Sárt er að sjá eftir aldavini og samtíðarmanni frá unglingsárum. Þótt báðir séum við Gunnar fæddir og uppaldir á Akureyri lágu leiðir okkar fyrst saman við upphaf náms við Menntaskólann á Akureyri 1939. Seinustu þrjá veturna í MA lásum við Gunnar ásamt Gunnari B. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 484 orð

Gunnar Sigurðsson

Ekki urðu þau mörg árin sem Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi byggingarfulltrúi, fékk til að njóta eftirlaunaáranna. Tæp fimm ár eru liðin síðan hann var kvaddur af borgarstjóranum í Reykjavík í sérstakri veislu í Höfða fyrir þá þremenninga, sem allir létu af störfum um líkt leyti. Það voru þeir Gunnar, sem við kveðjum nú, Þóroddur Th. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 651 orð

Gunnar Sigurðsson

Þegar náinn vinur til margra ára fellur frá verður veröldin önnur. Kynni okkar Gunnars hófust vorið 1940 er ég kom til Akureyrar að þreyta utanskóla próf upp í 2. bekk Menntaskólans á Akureyri. Æ síðan var félagsskapur okkar náinn og síðustu ár Menntaskólans bjó ég í skjóli hans á heimili foreldra hans á Akureyri. Stóð það heimili opið mér og minni fjölskyldu æ síðan. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 459 orð

Gunnar Sigurðsson

Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur kvað, þegar hann frétti ótímabært andlát skáldbróður síns, Bjarna Thorarensens, amtmanns: Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 204 orð

Gunnar Sigurðsson

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og enginn saknar eins og sá sem misst hefur. Afi er dáinn. Þó að ég skrifaði endalaust, og lengur en það, myndi mér aldrei takast að láta hvítt blað og svart blek tjá söknuðinn og tómleikann. Að skrifa um náinn ættingja er erfitt. Það er erfitt þegar maður hefur týnt öllum minningum um galla og skapbresti og minnið svíkur mann um erfiðu stundirnar. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 280 orð

Gunnar Sigurðsson

Spor okkar á lífsleiðinni afmást en spor góðs manns afmást seint. Ég kynntist Gunnari, en hann var kvæntur systur minni, þegar þau komu heim frá Kaupmannahöfn að námi loknu. Það tók lengri tíma en kvöldstund að kynnast Gunnari, enda flíkaði hann ekki tilfinningum eða skoðunum. Gunnar var hófsamur, traustur og djúphygginn. Hann vandaði orð sín og verk. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 277 orð

Gunnar Sigurðsson

Gunnar Sigurðsson verkfræðingur, kær vinur minn, er fallinn frá og þar sem ég er stödd erlendis sendi ég saknaðar- og vinarkveðju. Ingibjörg og Gunnar hafa verið mínir bestu vinir frá árinu 1952 er ég giftist Móses Aðalsteinssyni. Þeir voru æskuvinir á Akureyri, bekkjarfélagar í MA og stunduðu verkfræðinám á sama tíma í Kaupmannahöfn. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 266 orð

GUNNAR SIGURÐSSON

GUNNAR SIGURÐSSON Gunnar Sigurðsson var fæddur á Akureyri 9. desember 1925. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt 5. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Sölvason, húsasmíðameistari á Akureyri, f. 16.1. 1895 á Akureyri, d. 10.6. 1986, og kona hans, Elinborg Jónsdóttir, f. 18.3. 1889 á Krónustöðum í Eyjafirði, d. 31.10. 1979. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 493 orð

Gunnar Sigurðsson Orðstír deyr aldregi hveim es sér góðan getr.

Gunnar Sigurðsson mágur minn lést aðfaranótt 5. nóv. sl. eftir vanheilsu nokkurn tíma. Þar er horfinn af hinu veraldlegu sjónarsviði góður maður og gegn. Kynni okkar hófust árið 1950 í Kaupmannahöfn en þau voru þá við nám þar, Ingibjörg systir mín og Gunnar. Gunnar stundaði framhaldsnám við Polyteklniska Læreanstalt í verkfræði en systir mín hjúkrunarnám. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 608 orð

Gylfi Þór Magnússon

Það mun taka langan tíma að átta sig á því að Gylfi Þór sé látinn. Að góður félagi fari svo snögglega hélt ég að væri ekki mögulegt. Mig langar því að minnast hans með örfáum orðum. Kynni okkar hófust sumarið 1984. Hann hafði stundað nám við London Business School, sama skóla og ég var í, og leitaði ég m.a. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 1027 orð

Gylfi Þór Magnússon

Hugurinn hvarflar nær þrjátíu ár aftur í tímann. Lægð hafði verið í efnahagslífinu og vandamál blöstu við í atvinnumálum með tilheyrandi erfiðleikum í rekstri fyrirtækja. Átti það jafnt við um Akureyri, sem aðra staði. Í vöxt færðist að ráða unga og menntaða menn til starfa, enda var þá ný hugsun í fyrirtækjarekstri að ryðja sér til rúms. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 227 orð

Gylfi Þór Magnússon

Í dag sendum við Landnemar okkar hinstu kveðju til Gylfa Þórs Magnússonar. Horfinn er á braut drengur góður og félagi; Gylfi er farinn heim. Gylfi gerðist ungur skáti í sveit Landnema í Skátafélagi Reykjavíkur. Þar varð hann virkur þátttakandi í kröftugu starfi og eignaðist góða félaga og vini sem nú sjá á bak honum. Saman lögðu þeir grundvöllinn að því sem síðar varð. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 697 orð

Gylfi Þór Magnússon

Við kynntumst Gylfa fyrst í Skátaheimilinu við Snorrabraut þegar við vorum unglingar, í bragganum sem nú er fyrir löngu horfinn. Þar eyddum við löngum stundum saman en ekki síður á ferðalögum víða um landið. Það vita allir sem reynt hafa að kynni verða meiri og dýpri þegar menn arka saman með nestið á bakinu um óbyggt land og gista í tjöldum. Hinn 9. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 269 orð

Gylfi Þór Magnússon

Árið 1995 flutti Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (SH) hluta af starfsemi sinni í Hvannavelli 14 á Akureyri. Yfirmaður starfsemi SH á Akureyri var Gylfi Þór Magnússon, framkvæmdastjóri, sem lést sl. föstudag langt um aldur fram. Bækistöðvar SH á Akureyri eru í næsta nágrenni við húsnæði sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 147 orð

Gylfi Þór Magnússon

Skjótt skipast veður í lofti. Okkur félögunum varð mjög brugðið þegar Magnús, einn úr vinahópnum, tilkynnti okkur að Gylfi faðir hans hefði látist skyndilega. Við vorum í tólf ára bekk í Laugarnesskólanum þegar kennarinn okkar sagði að von væri á nýjum bekkjarfélaga, Magnúsi, sem væri að flytjast með fjölskyldu sinni heim frá Þýskalandi. Síðan eru liðin tólf ár. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 182 orð

Gylfi Þór Magnússon

Okkur langar að minnast Gylfa Þórs í örfáum orðum. Mér finnst að mig hljóti að vera að dreyma þegar ég hugsa til þess að Gylfi Þór sé farinn. Ég og fjölskylda mín kynntumst Gylfa Þór og fjölskyldu þegar ég hóf störf hjá SH á Akureyri sem ritari hans. Betri yfirmann var ekki hægt að hugsa sér. Gylfi Þór var mjög góður hlustandi með stórt hjarta, og leit á alla sem jafningja sína. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 306 orð

Gylfi Þór Magnússon

"Sæll og blessaður. Gylfi heiti ég." Svona hófust stutt en afskaplega ánægjuleg kynni mín af Gylfa Þór sem hófust í Moskvuborg í vor og enduðu allt of fljótt. Gamall skólabróðir Gylfa frá menntaskólaárunum hafði sagt mér að hann væri góður maður. Þetta reyndist rétt. Fjarri fósturjörðinni er alltaf næringarríkt að hitta gott fólk frá Íslandi. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 278 orð

Gylfi Þór Magnússon

Glaðlegt fas og einstaklega vinalegt viðmót var það fyrsta sem ég tók eftir í fari Gylfa Þórs er við hittumst á vordögum árið 1987. Hann bauð mig velkominn til starfa í söludeildinni á svo innilegan hátt að allur kvíði í huga mínum yfir sumarstarfinu hvarf út í veður og vind. Ég hafði verið heppinn með yfirmann. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 551 orð

Ingólfur Þorsteinsson

Þegar Ingólfur Þorsteinsson lét aldurs vegna af embætti sem forstöðumaður gjaldeyrisdeildar bankanna í árslok 1980, sjötugur að aldri, átti hann að baki nær hálfrar aldar starfsferil í Landsbanka Íslands. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 520 orð

Ingólfur Þorsteinsson

Ég mun hafa verið 12 ára gömul þegar Vilborg systir mín trúlofaðist Ingólfi Þorsteinssyni, ungum og glaðbeittum Ólafsvíkingi, þá nýútskrifuðum stærðfræðistúdent á leið til náms í Þýskalandi. Þetta var í upphafi fjórða áratugarins. Allar götur síðan höfum við Ingólfur átt samleið og nú eru það að verða nær sjö tugir ára. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 319 orð

Ingólfur Þorsteinsson

Deyr fé/ deyja frændr/ deyr sjálfr it sama,/en orðstírr/deyr aldregi/ hveim er sér góðan getr. Þetta erindi úr Hávamálum var saumað út í stórt veggteppi á heimili Ingólfs Þorsteinssonar og Vilborgar Vilhjálmsdóttur móðursystur minnar. Mér er í barnsminni að ég sat í stól og horfði á þetta teppi. Deyja frændur ­ dauðinn virtist svo órafjarri. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 244 orð

INGÓLFUR ÞORSTEINSSON

INGÓLFUR ÞORSTEINSSON Ingólfur Þorsteinsson fæddist 31. júlí 1910 í Ólafsvík. Hann lést 6. nóvember 1998 á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson skrifstofustjóri í Reykjavík (d. 1970) og f.k.h. Margrét Einarsdóttir (d. 1917). Auk Ingólfs áttu Þorsteinn og Margrét Einar, sem fæddur var 1906. Hann lést 1971. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 122 orð

Júlíus Smári Baldursson

Elsku Smári minn. Núna er ég að kveðja þig. Þegar ég fór frá Íslandi í sumar bjóst ég alls ekki við því að við ættum ekki eftir að hittast aftur. Ég var alveg ákveðin að heimsækja þig þegar ég kæmi til Íslands aftur einhvern tíma í framtíðinni. Þegar við vorum saman var oft gaman. Á meðan við gerðum æfingar vorum við oft að hlusta á útvarpið og við hlógum alltaf mikið. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 457 orð

Júlíus Smári Baldursson

"Enginn veit sína ævina fyrr en öll er" eru orð sem komu upp í huga mér þegar mér var tjáð að hann Brói okkar væri dáinn. Það gat ekki verið. Júlíus Smári var fæddur hinn 8. september 1970. Brói, eins og hann var oftast kallaður, ólst upp í mikilli hlýju og öryggi í faðmi foreldra sinna, Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 28 orð

JÚLÍUS SMÁRI BALDURSSON

JÚLÍUS SMÁRI BALDURSSON Júlíus Smári Baldursson fæddist á Akureyri 8. september 1970. Hann lést 7. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Glerárkirkju á Akureyri 13. nóvember. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 182 orð

Stanley Kiernan

Elsku afi. Við þökkum þér þær fjölmörgu ánægjustundir sem við áttum saman. Minningar um ótal hluti koma nú í hugann og það er erfitt að trúa því að þú skulir ekki sitja lengur í stólnum þínum eða við tölvuna. Það var svo gaman að koma og gefa þér stóran rembingskoss. Fallega brosið þitt og hláturinn kom öllum í gott skap. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 701 orð

Stanley Kiernan

Ég er glaður. Ég er glaður yfir því að lífið hafi verið svona gott við mig að leyfa mér að kynnast þeim stórmerkilega manni sem afi minn var. Ég er stoltur. Ég er stoltur yfir því að hafa átt hann sem afa. Ég man fyrst eftir afa mínum þegar ég var mjög ungur og hann lék við mig í sófanum í stofunni. Ég man eftir honum fara snemma á fætur, snemma að sofa og ég man eftir honum drekka melrose- te. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 512 orð

Stanley Kiernan

Kæri Stanley. Þessu varð ekki breytt, dagskráin var tæmd og þér duldist ekki hvað í vændum var. Það var komið að leiðarlokum hjá þér. Ég mun aldrei gleyma því hvernig við kynntumst. Þú varst húsbóndi á þínu heimili, en varst samt ekki alveg viss um hvernig þú ættir að taka þessum unga síðhærða og skeggjaða manni sem var farinn að gera sig heimkominn hjá Stellu, yngstu dóttur þinni. Meira
15. nóvember 1998 | Minningargreinar | 180 orð

STANLEY KIERNAN

STANLEY KIERNAN Stanley Kiernan fæddist við Kempster Street í Manchester 18. janúar 1915. Hann lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 7. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru James Kiernan og Ethel Kiernan. Hann á einn hálfbróður samfeðra, Dennis Kiernan, sem býr í Salford, útborg Manchester. Hinn 18. Meira

Daglegt líf

15. nóvember 1998 | Bílar | 934 orð

Aflmikill eðaljeppi með mörgum endurbótum

ÞÁ er hann kominn, nýr Jeep Grand Cherokee til Íslands, fyrst Evrópulanda. Meira breyttur en fyrstu myndir gáfu til kynna og enn betur búinn. Yfirbyggingin er endurhönnuð frá grunni þótt ekki hafi verið vikið langt frá fyrra formi, Meira
15. nóvember 1998 | Bílar | 162 orð

Dregið úr hættu á hálshnykkjum

NISSAN hefur þróað nýja gerð hnakkapúða sem á að draga úr hættu á hálshnykkjum hjá ökumanni eða farþega í framsæti. Einhver algengustu slysin í aftanákeyrslum eru einmitt hálshnykkir og jafnframt eru þessi meiðsl afar erfið viðureignar í meðhöndlun. Fyrsti Nissan bíllinn með hnakkapúða af þessari gerð verður lúxusbíll sem ráðgert er að setja á markað í Japan innan fáeinna mánaða. Meira
15. nóvember 1998 | Ferðalög | 1489 orð

Enginn verður svikinn af þeirri heimsókn Róm er engum borgum lík, enda bæði byggð á sjö hæðum og eilíf. Hjörtur Gíslason og

EINS og allir vita er Róm merkileg borg. Hvers vegna vita líka allir. Borgin eilífa á sér sögu, sem er engu lík. Samt sem áður hefur væntanlega hver ferðalangur, sem "gengur til Róms" sína eigin sögu að segja. Meira
15. nóvember 1998 | Ferðalög | 294 orð

Flugleiðir leigja hótel í Keflavík

FLUG HÓTEL, Hafnargötu 57 í Keflavík, hefur verið leigt af eignarhaldsfélagi þess til Flugleiða til næstu fimm ára og verður það rekið sem Icelandair hótel. Glóðin, Hafnargötu 62, mun sjá um allar veitingar á hótelinu. Meira
15. nóvember 1998 | Bílar | 597 orð

Frá London til Madríd á einum tanki

TÍMI hinna ofursparneytnu bíla er runninn upp ef marka má nýjustu afurðir Volkswagen, Toyota og Seat. Nýlega var kynntur VW Lupo smábíllinn með 1,2 lítra forþjöppudísilvél sem er sagður eyða innan við þrjá lítra á hverja 100 ekna kílómetra. Meira
15. nóvember 1998 | Bílar | 142 orð

Frá Þingvöllum umhverfis jörðina á þremur árum

ÞAÐ styttist í að ferð bandaríska fjárfestisins og ævintýramannsins Jim Rogers í kringum hnöttinn á sérbyggðum Mercedes-Benz hefjist. Hann leggur af stað í ferð sína frá Þingvöllum 1. janúar næstkomandi og ráðgerir hann að vera þrjú ár á leiðinni og fara yfir landamæri 100 ríkja. Ferðinni á að ljúka á gamlaársdag 2001 í New York. Bíllinn kallast Millenium GLK. Meira
15. nóvember 1998 | Bílar | 307 orð

Fyrstu opinberu myndir af BMW JEPPANUM

ÞÓTT mikil leynd hafi hvílt yfir áformum BMW um að setja á markað jeppa hafa alltaf af og til birst myndir af bílnum á mismunandi þróunarstigi í fjölmiðlum. Nú hefur BMW sent frá sér fyrstu myndirnar af þessum leyndardómsfulla bíl sem jafnframt hefur fengið nafn og heitir nú BMW X5. Meira
15. nóvember 1998 | Bílar | 446 orð

Getur framleitt fjórargerðir í einu

VERKSMIÐJA Fiat í Torino, Mirafiori, er eiginlega samofin atvinnusögu Ítala en þar hafa ýmsir helstu bílar fyrirtækisins verið framleiddir. Starfsemi hófst þar árið 1939 og voru framleiddir þar smábílar með milli 500 og 1.000 rúmsentimetra vélum. Síðari heimsstyrjöldin lék starfið þar illa en upp frá því varð þróunin hröð. Meira
15. nóvember 1998 | Ferðalög | 532 orð

Heilsutengdferðaþjónustaer í sókn

FYRR í haust var undirritaður samstarfssamningur milli Reykjavíkurborgar og Heilsulindarsamtaka Evrópu eða European Spas Association (ESPA). Samningurinn var sá fyrsti sem samtökin gerðu við aðila utan Evrópusambandsins og í tilefni hans var staddur hér á landi í vikunni, framkvæmdastjóri ESPA, Joachim Liber. Meira
15. nóvember 1998 | Bílar | 142 orð

Litlar vélar algengastar

11.885 NÝIR fólksbílar seldust fyrstu tíu mánuði ársins, þar af 10.153 bensínbílar og 1.729 dísilbílar, að því er fram kemur í bifreiðatölum Skráningarstofunnar hf. Fjórhjóladrifnir bílar voru tæplega fjórðungur af heildarsölunni, eða 2.956 bílar, 24,8%. Einkennandi fyrir bílamarkaðinn hér á landi er að meirihluti flotans er með hlutfallslega minni vélar en í flestum öðrum löndum. Meira
15. nóvember 1998 | Ferðalög | 791 orð

Markaðslögmálin gilda

ÞAð er fleira í Róm en fornar minjar, fagrar byggingar, kirkjur og list af öllu mögulegu tagi. Sumir koma þangað í verzlunarleiðangra eða til að gæða sér á ítölskum mat eða bara til að skemmta sér. Verðlag í Róm er yfirleitt lágt á íslenzkan mælikvarða, en þar gilda lögmál markaðsins fyllilega. Þar sem ferðamennirnir koma kostar allt um tvöfalt meira en annars staðar og jafnvel meira. Meira
15. nóvember 1998 | Ferðalög | 806 orð

Með fegurðina að leiðarljósi Eitt af bestu listasöfnunum í Lissabon og þótt víðar væri leitað er Calouste Gulbenkian safnið. Í

CALOUSTE GULBENKIAN SAFNIÐ Í LISSABON Með fegurðina að leiðarljósi Eitt af bestu listasöfnunum í Lissabon og þótt víðar væri leitað er Calouste Gulbenkian safnið. Í safninu er að finna muni frá öllum heimshornum bæði myndlistaverk og nytjahluti ýmiss konar. Meira
15. nóvember 1998 | Bílar | 574 orð

Níu af hverjum tíu stóðust ekki kröfur

Í KÖNNUN sem sænska tímaritið Teknikens Värld gerði nýlega á því hversu vel bílar eru varðir fyrir þjófnaði kom í ljós að níu af hverjum tíu bílum sem prófaðir voru stóðust ekki lágmarkskröfur sem tímaritið gerir um innbrots- og þjófnaðarvarnir. Meira
15. nóvember 1998 | Ferðalög | 303 orð

Silfuræði í suðvesturríkjunum

Í BORGINNI Santa Fe í Nýja- Mexíkó rætast flestir draumar fagurkerans. Hátt í Klettafjöllum stendur þessi miðstöð frumbyggjaskartgripa þar sem jafnframt er hægt að finna áhugaverða gripi frá flestum öðrum heimshornum. Ósvikið úrval Meira
15. nóvember 1998 | Ferðalög | 362 orð

Sunnudagsrölt á ströndinni

SYDNEY í Ástralíu státar af frægustu byggingu suðurhvelsins og þótt víðar væri leitað. Óperuhús borgarinnar varð 25 ára fyrir skömmu og ber aldurinn skínandi vel. Fleira skemmtilegt er að sjá í þessari sólbjörtu borg enda eins gott þar sem ferðalag þangað kostar tíma og peninga. Erfið fæðing tónlistarhúss Meira
15. nóvember 1998 | Bílar | 11 orð

Uppáhaldsgerðir bílþjófa

Saab............12.360 Opel.........6.671 Volvo........5.761 Ford.........3.795 Volkswagen...2.900 Mazda........2.827 BMW..........1.172 Toyota.......1.147 Audi......... Meira
15. nóvember 1998 | Bílar | 93 orð

(fyrirsögn vantar)

VIÐ VINNSLU á töflu um söluhæstu jeppana og jepplingana fyrstu tíu mánuði ársins urðu þau mistök að birta ekki sölutölur á Subaru Forester jepplingnum. Úr því er nú bætt. Einnig er í töflunni, sem nú er birt, greint á milli nýskráninga á Toyota Landcruiser 80, 90 og 100 og Mitsubishi Pajero lengri og styttri gerðar, líkt og gert er milli Suzuki Vitara og Grand Vitara. Meira

Fastir þættir

15. nóvember 1998 | Fastir þættir | 89 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Breiðfir

Síðastliðinn fimmtudag mættu 16 pör til leiks hjá Bridsfélagi Breiðfirðinga og spiluðu Howell-tvímenning (allir við alla). Mikil barátta var um efstu sætin og skildu aðeins 5 stig að 5 efstu pörin. Eftirtalin pör náðu hæsta skorinu, meðalskor 210: Torfi Ásgeirsson ­ Ísak Örn Sigurðsson235 Ormar Snæbjörnss. ­ Jón Steinar Kristinss. Meira
15. nóvember 1998 | Fastir þættir | 117 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Landstvímenningurin

Að þessu sinni verður landstvímenningurinn spilaður á a.m.k. 9 stöðum um allt land. Keppnin verður tvískipt: Annars vegar spila 500 pör (þar af 100 íslensk) á öllum Norðurlöndum á einu móti, sem verður reiknað jafnóðum á alnetinu. Á Íslandi verða 4 riðlar: Bf. Akureyrar, Bf. Siglufjarðar, Bs. Austurlands spilar á Reyðarfirði og BSÍ í Þönglabakka. Á öllum þessum stöðum hefst spilamennska kl. 18. Meira
15. nóvember 1998 | Fastir þættir | 495 orð

Bústaðakirkja.

HINN árlegi kirkjudagur Bessastaðasóknar á Álftanesi er í dag, sunnudaginn 15. nóvember, og hefst hann með guðsþjónustu í Bessastaðakirkju kl. 14. Börn úr Álftanesskólanum og Tónlistarskóla Álftaness flytja atriði, söng, upplestur og tónlist. Organisti er Þorvaldur Björnsson. Álftaneskórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Meira
15. nóvember 1998 | Dagbók | 708 orð

Í dag er sunnudagur 15. nóvember 318. dagur ársins 1998. Orð dagsins: H

Í dag er sunnudagur 15. nóvember 318. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Hann sagði við þá: "farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni." (Markús 16, 15. Meira
15. nóvember 1998 | Í dag | 61 orð

smáfólk 1a Berum okkur saman, herra, og athugum hvort við höfum sömu svör

smáfólk 1a Berum okkur saman, herra, og athugum hvort við höfum sömu svörin... b "Rétt, rangt, ef til vill, hver veit, af hverju ekki? Vissulega, hvenær? Gerðu þau það? Stundum, ég gerði það ekki. Hver, ég? Það var dimmt og allir voru orðnir svangir." Ég veit ekki hvernig þú ferð að því, herra. Láttu aldrei vita hvaðan þú ert að koma, Magga... Meira

Íþróttir

15. nóvember 1998 | Íþróttir | 1491 orð

Trapattoni lætur sjaldnast slá sig útaf laginu

HINIR fjólubláu liðsmenn blómaborgarinnar Flórens, Fiorentina, tróna nú á toppi ítölsku fyrstu deildarinar eftir glæsilega byrjun. Einar Logi Vignisson segir frá liðinu, sem hefur mörg undanfarin ár þótt leika talsvert undir getu miðað við þann mannskap sem úr hefur verið að moða. Meira

Sunnudagsblað

15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 4005 orð

400 ára minning Guðríðar Símonardóttur IISLÓÐIN

400 ára minning Guðríðar Símonardóttur IISLÓÐIN RAKIN Í fyrri grein sagði frá Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum og heimildum sem greina frá lífi og örlögum Guðríðar Símonardóttur og nokkurra samlanda hennar í ánauðinni í Alsír. Þann 12. Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 3712 orð

Á Kúbunni Kúba stendur á þröskuldi mikilla breytinga. Íbúana dreymir um það eitt að flytja annað, efnahagskerfi sósíalismans er

ALDREI hefur mér liðið eins og fyrir flugferðina til Kúbu. Hún var mér ofviða þegar á flugvellinum í Madrid sem er einstakur í sinni röð eftir röð eftir aðra endalausa röð. Ekkert skipulag er til staðar; eins Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 1187 orð

Baráttan fyrir lýðræði varir að eilífu

BASSEM Eid er palestínskur múslimi, sem er í forsvari fyrir palestínsku mannréttindasamtökin Monitor. Hann er ríkisfangslaus eins og flestir Palestínumenn en hefur ísraelsk persónuskilríki þar sem hann er búsettur í Austur-Jerúsalem. Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 608 orð

Byggt Á GÖMLUM MERG

FÁIR tónlistarmenn hafa haldið velli eins vel og G. Rúnar Júlíusson, sem sendi í liðinni viku frá sér breiðskífuna Farandskuggann. Hann segir að platan eigi ekki svo langan aðdraganda, það sé í sjálfu sér alltaf eitthvað að gerjast, "en þegar maður ákveður að skella sér á plötu þá er það unnið á tveimur til þremur mánuðum". Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 676 orð

EFTIR ÞVÍ SEMvísundunum óx fiskur um hrygg með upplýsingastefnunni,

EFTIR ÞVÍ SEMvísundunum óx fiskur um hrygg með upplýsingastefnunni, fjölgaði þeim, sem töldu, að ekkert pláss væri lengur fyrir guð. Sumir mestu andans jöfrar þessa tíma höfnuðu honum sem óþarfa tilgátu, sem þeir þyrftu ekki á að halda til að skýra tilurð stjörnuþokunnar eða lífsins í öllum sínum margbreytileik... Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 2390 orð

Harðæri þeirra sem eftir sitja

Fyrir skömmu var haldin ráðstefna um aðstæður og kjör jaðarhópa, þar sem fram kom að fátækt er raunverulegt vandamál hér á landi. Niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskólans sýna, að fátækt náði hámarki hér árið 1995, þegar 12% þjóðarinnar töldust undir fátæktarmörkum. Í dag teljast 9% þjóðarinnar undir fátæktarmörkum og eru konur þar í meirihluta, eða 12% þeirra á móti 8% karla. Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 2943 orð

HÚSVÍKINGAR TAKA ÞÁTT Í UNDIRBÚNINGI ÞRIGGJA GUFUAFLSVIRKJANA

HÚSVÍKINGAR TAKA ÞÁTT Í UNDIRBÚNINGI ÞRIGGJA GUFUAFLSVIRKJANA Frjáls samkeppni forsenda hagkvæmustu virkjana Með nýjum stjórnanda orkumála hafa Húsvíkingar tekið frumkvæðið í virkjun nálægra háhitasvæða þar sem mögulegt er að framleiða rafmagn á sama verði og í fyrirhuguðum vatnsaflsvirkjunum norðan V Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 611 orð

Höfum við reynt að selja fisk til Sýrlands?

ÞAÐ ER ekki myndarleg matseldin á þessu heimili þótt ég fái mér þó ágætan morgunverð áður en ég þeysi af stað í skólann. En á kvöldin er freistandi að skreppa á einhvern af litlu veitingastöðunum sem aldrei eru langt undan og borða þar enda setur verðið varla nokkurn mann á hausinn. Súpa og salat og hvítvínsglas kostar innan við 300 sýrlensk pund sem gætu verið svosem 400 krónur. Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 1825 orð

Í heilögu stríði við nútímann? Þess var minnst fyrir skemmstu að 20 ár voru liðin frá því Jóhannes Páll II var kjörinn páfi.

TUTTUGU ár eru nú liðin frá því að pólski kardínálinn Karol Wojtyla var kjörinn páfi katólskra manna. Kjör hans þótti marka raunveruleg þáttaskil á sínum tíma; 455 ára gömul hefð fyrir því að Ítali gegndi þessu embætti var rofin og aldrei áður hafði pólskur kardínáli hlotið þessa upphefð. Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 2646 orð

Í mér slær ennþá gamla AB-hjartað Páll Bragi Kristjónsson réðst ungur til Almenna bókafélagsins. Síðan hefur margt drifið á daga

ÞRÍR gáskafullir hundar mæta mér þegar ég kem að hitta Pál Braga á heimili hans við Miklubraut. Hundar þessir eru af útlendu bergi brotnir, loðnir smáhundar, hvítir á lit. Þegar þeir hafa fengið nægju sína af gelti, Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 919 orð

Kynsjúkdómar

Í ÖLLUM þjóðfélögum eru smitandi kynsjúkdómar meðal algengustu sýkinga. Á síðustu tveimur áratugum hafa komið fram og fundist margir nýir sýklar sem smitast við kynmök. Þar er sennilega þekktust veiran sem veldur alnæmi (HIV). Í þróunarlöndunum er talið að þættir eins og offjölgun, flutningur fólks úr sveitum til borga, styrjaldir og fátækt ýti undir dreifingu kynsjúkdóma. Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 90 orð

McDonald's tekur fjölmyntalán

LANDSBANKI Íslands hf. og McDonald's á Íslandi gengu nýverið frá samningi um endurfjármögnun á McDonald's. Um er að ræða fjölmyntalán að upphæð 140 milljónir króna sem mun gera McDonald's kleift að lækka fjármagnskostnað sinn talsvert án þess þó að taka mikla áhættu á gengissveiflum í einstaka myntum, að því er fram kemur í frétt. Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 558 orð

Mikil gróska á fertugsafmæli

STANGAVEIÐIFÉLAG Keflavíkur er fertugt á þessu ári og segir formaðurinn Gunnlaugur Óskarsson að félagsstarfið hafi verið með miklum blóma á afmælisárinu og að það hafi sótt í sig veðrið með aldrinum. Félagið er nú með sjö veiðisvæði á leigu og hefur samvinnu við Stangaveiðifélag Reykjavíkur um það áttunda. Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 398 orð

Mikill metnaður

MEÐAL vinsælustu ballsveita hérlendum er hljómsveitin Land og synir. Hún hefur sent frá sér nokkuð af lögum, ýmist á safnplötum eða í útvarpsspilun, en ekki breiðskífu fyrr en nú. Þeir félagar í Landi og sonum segjast hafa byrjað á upptökum í vor og brugðið sér í hljóðver öðru hvoru yfir sumarið. Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 399 orð

Neistar framtíðarinnar

NEISTAR heitir nýútkomin safnskífa frá Sprota þar sem ýmsar danssveitir láta til sín heyra, sumar í fyrsta sinn á plasti. Útgáfustjóri Sprota er Páll Steinarsson. Páll Steinarsson segir að sú hugmynd að gera plötu með tölvu- og danstónlist hafi kviknað við gerð safnskífu með rokklögum á síðasta ári, en ekki hafi gefist tími til að vinna verkið eins vel og menn vildu. Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 1862 orð

STJÓRNAÐ MEÐ SKÝRUM MARKMIÐUM

Hreinn Jakobsson fæddist 15. apríl 1960 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1981 og prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1985. Hann var forstöðumaður vöruþróunar- og markaðsdeildar Iðnlánasjóðs 1985­1989. Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 290 orð

Störf hjá Samtökum ferðaþjónustunnar

SAMTÖK ferðaþjónustunnar vilja ráða starfsmann með háskólamenntun til að annast ráðgjöf og þjónustu við félagsmenn, einnig stjórn og umsýslu hagkannana, kjaramála og fleira. Auk þess vantar starfskraft í almennt skrifstofustarf eftir hádegi og er krafist góðrar, almennrar menntunar og tölvukunnáttu. Vinna hjá Silfurstjörnunni SILFURSTJÖRNUNA hf. Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 1216 orð

Sumarið '99 Stjörnustríð, Græna mílan og Austin Powers 2 verða á meðal þeirra mynda sem keppa um áhorfendur að ári þegar sumarið

BANDARÍSKU sumarmyndirnar eru nú flestar komnar í kvikmyndahúsin hér á landi og hafa verið misjafnar að gæðum. Þær hafa þó eins og ávallt vakið mikla athygli enda skartar Hollywood öllum þeim sem í bænum búa yfir sumartímann í von um skjótfenginn gróða. Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 229 orð

Unnið að þróun tölvulíkans

VIÐ Vélaverkfræðiskor Háskóla Íslands hefur undanfarin ár verið unnið að þróun tölvulíkans af rafskautum í málmblendiofnum. Verkefnið hefur verið fjármagnað m.a. af Rannsóknarráði Íslands og Rannsóknasjóði háskólans og forsvarsmenn þess hafa verið Magnús Þór Jónsson prófessor og Helgi Þór Ingason verkfræðingur. Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 339 orð

Upplifun Ragnars Sólbergs

Á SÍÐUSTU Músíktilraunum vakti mikla athygli hljómsveitin Rennireið sem skipuð var piltum á tólfta ári. Þeir skutu eldri og reyndari rokkurum ref fyrir rass og komust í úrslit tilraunanna. Einn liðsmanna er Ragnar Sólberg, sem sendi frá sér sína fyrstu skífu á dögunum, plötuna Upplifun! Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 2727 orð

Við fótskör skáldsnillinga Michael Meyer hefur lifað og hrærst í bókmenntum. Hann var vinur Grahams Green og kynnti hann fyrir

MICHAEL Meyer býr í rúmgóðri íbúð í Highbury Place í London, skammt frá þar sem þeir Graham Greene deildu íbúð. "Á húsinu er platti þar sem á stendur hér bjó Graham Greene, en mitt nafn er þar ekki," segir hann og brosir. Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 4053 orð

Vil sátt milli manns og náttúru

FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ljóst að finna verði sátt um nýtingu náttúruauðlindanna á hálendinu og hugsanlega sé hægt að beita nýrri tækni sem valdi minna jarðraski en hingað til við að beisla orkuna í vatnsföllum. Það verði dýrara en geti verið nauðsynlegt til að ganga ekki um of á auðæfin sem felist í ósnortnu víðerni. Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 1298 orð

Vinnum að því að gera ranglætið sjáanlegt

JEFF Helper er bandarískur gyðingur sem fluttist til Ísrael fyrir 25 árum. Hann hefur starfað með ísraelskum friðarhreyfingum um árabil en starfar nú með samtökum sem berjast gegn eyðileggingu palestínskra húsa. Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 1116 orð

Þegar sjúkdómseinkenni leiða til árekstra

TÆPLEGA einu sinni á dag að meðaltali (meðaltal samkv. ársskýrslu) gerist það á geðdeildum Landspítalans að einn úr hópi þeirra um 350 sjúklinga, sem þar eru til meðferðar á legu- og göngudeildum, stofnar til átaka. Meira
15. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 887 orð

Þú áttir hjarta míns loga

Halldór Laxness lét þess oft getið í ræðu og riti að hann ætti ömmu sinni mikið að þakka, hún hefði kennt honum margt. Ýmsir aðrir andans menn hafa tekið í sama streng og verið þakklátir ömmum sínum fyrir góð ráð, sögur og gagnlegar ábendingar. Í nútíma þjóðfélagi tala menn um að hlutverk ömmunnar hafi breyst, þær séu t.d. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.