Greinar miðvikudaginn 25. nóvember 1998

Forsíða

25. nóvember 1998 | Forsíða | 345 orð

Heita því að halda baráttunni áfram

ÞÚSUNDIR manna, þeirra á meðal þrír fyrrverandi forsætisráðherrar Rússlands, kvöddu í gær þingkonuna Galínu Starovojtovu hinstu kveðju í St. Pétursborg. Þingkonan var myrt við heimili sitt sl. föstudagskvöld. Ávörpuðu þingmenn og ráðherrar mannfjöldann við útför hennar og hétu því að dauði hennar myndi ekki draga úr baráttu þeirra fyrir lýðræðisumbóta. Meira
25. nóvember 1998 | Forsíða | 124 orð

Lokatilraun til að semja um fjárlög

SKRIÐUR er nú kominn á viðræður norsku stjórnarinnar, Hægriflokksins og Framfaraflokksins og bendir margt til þess að flokkarnir fallist á að styðja fjárlagafrumvarp stjórnarinnar sem lagt verður fyrir þingið í dag og á morgun. Hefur stjórnin látið undan mörgum kröfum flokkanna og í gærkvöldi hófst fundur fulltrúa stjórnar og flokkanna tveggja, sem gert var ráð fyrir að stæði fram á nótt. Meira
25. nóvember 1998 | Forsíða | 212 orð

Reno skipar ekki saksóknara

JANET Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hún myndi ekki skipa óháðan saksóknara til að rannsaka fjáröflum varaforsetans, Als Gores, í forsetakosningunum 1996. Þá höfðu starfsmenn dómsmálaráðuneytisins rannsakað málið í þrjá mánuði. Meira
25. nóvember 1998 | Forsíða | 104 orð

Skref í átt að sjálfstæði?

PALESTÍNUMENN opnuðu alþjóðaflugvöll á Gaza-svæðinu í gær og fögnuðu honum sem stóru skrefi í sjálfstæðisbaráttu sinni. Þetta er fyrsti flugvöllur Palestínumanna á sjálfstjórnarsvæðum þeirra. Hann hefur verið tilbúinn í tæp tvö ár en opnun hans tafðist vegna þráteflisins í friðarviðræðunum við Ísraela. Meira
25. nóvember 1998 | Forsíða | 112 orð

Þjóðverjar taki af skarið

UTANRÍKISRÁÐHERRA Ítalíu, Lamberto Dini, þrýsti í gær á Þjóðverja að taka af skarið um hvort þeir mundu óska eftir framsali Abdullas Öcalans, leiðtoga Verkamannaflokks Kúrda (PKK). Sagði hann að Ítalir hefðu einvörðungu handtekið Öcalan vegna þess að Þjóðverjar hefðu gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum. Meira

Fréttir

25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Aðventa og jól í Heilsustofnun NLFÍ

HEILSUSTOFNUN er opin allt árið, einnig um jól og páska. Margir kjósa að dveljast fjarri ys og þys bæjar- og borgarlífs um jólin og hefur fjöldi fólks notið hvíldar og hressingar í Heilsustofnun í Hveragerði á þessum árstíma, segir í fréttatilkynningu. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 236 orð

Afkoman batnaði um 222 milljónir miðað við 1997

HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi Flugleiða og dótturfélaga eftir skatta nam 349 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins en var á sama tíma í fyrra 127 milljónir króna. Afkoman af reglulegri starfsemi Flugleiða og dótturfélaga eftir skatta batnar því um 222 milljónir króna, eða 274% fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Meira
25. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 277 orð

Almenningur í Úkraínu heimtar dauðadóm

RÉTTARHÖLD eru hafin yfir Úkraínumanninum Anatolí Onúpríenko, sem nefndur hefur verið hættulegasti fjöldamorðingi sögunnar. Onúpríenko, sem er 39 ára, er sakaður um að vera valdur að dauða að minnsta kosti 52 manna og kvenna á sjö ára tímabili, en lögregluna grunar að fórnarlömbin séu jafnvel fleiri. Meira
25. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 249 orð

Alnæmissmituðum fjölgar um 10%

ÁÆTLAÐ er að alnæmissmituðum fjölgi um 10% á árinu og helmingur þeirra sem smituðust af HIV-veirunni í ár er yngri en 24 ára, að sögn UNAIDS, stofnunar sem Sameinuðu þjóðirnar komu á fót til að berjast gegn útbreiðslu alnæmis. Stofnunin áætlar að á hverri mínútu smitist 11 manns af veirunni sem veldur alnæmi. Alls hafa 33,4 milljónir manna smitast, þar af rúmlega 95% í þróunarlöndunum. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Alvarlega slasaður eftir útafakstur á Ólafsvíkurvegi

LÍTIL sendibifreið valt á Ólafsvíkurvegi við Urriðaárbrú milli klukkan 1 og 2 aðfaranótt þriðjudags. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, var meðvitundarlaus er að var komið og var hann fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahús Reykjavíkur og lagður inn á gjörgæsludeild. Honum er haldið sofandi í öndunarvél og er alvarlega slasaður, að sögn læknis. Meira
25. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 418 orð

Asía elti Dow Jones en lítil breyting í Evrópu

NIKKEI-verðbréfavísitalan í Japan fór yfir 15.000 stig í gær í fyrsta sinn í þrjá mánuði og það rakið til mikillar hækkunar á Dow Jones-verðbréfavísitölunni í Bandaríkjunum á mánudag. Í Evrópu urðu hins vegar litlar breytingar á gengi hlutabréfa. Hagvöxtur í Bandaríkjunum var verulega meiri á þriðja ársfjórðungi en spáð hafði verið. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 307 orð

Ákvörðun um lækkun lyfjaverðs stríðir ekki gegn EES

Í RÁÐGEFANDI áliti sem birt var í gær felst EFTA-dómstóllinn á þá afstöðu íslenska ríkisins að ákvörðun Lyfjaverðlagsnefndar um lækkun lyfjaverðs 22. nóvember árið 1996 stangist ekki á við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Meira
25. nóvember 1998 | Miðopna | 637 orð

Bandaríkin eru mikilvægasta Evrópuríkið

"ÞAÐ liggur ljóst fyrir að skoðanir Íslendinga eru ekki sérlega vinsælar í Washington og Bonn, en þar vilja menn bíða og sjá til," er haft eftir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í Svenska Dagbladet í gær, en þar ræðir hann m.a. aðild Eystrasaltsríkjanna að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 735 orð

Birting skattaupplýsinga stangast á við Mannréttindasáttmála

JENS Petter Berg, sem er ritstjóri lögfræðitímaritsins Kritisk Juss í Noregi, telur að birting skattaupplýsinga eins og þær tíðkast á Norðurlöndum, annars staðar en í Danmörku, geti stangast á við Mannréttindasáttmála Evrópu. Meira
25. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 606 orð

Breska ríkisstjórnin boðar uppstokkun á velferðarkerfinu

ELÍSABET Englandsdrottning flutti í gær stefnuræðu bresku ríkisstjórnarinnar þegar þingið í Westminster kom saman á nýjan leik. Er gert ráð fyrir að á þessu þingi muni þau áform ríkisstjórnar Verkamannaflokksins að afnema ævafornan erfðarétt aðalsmanna til að sitja og greiða atkvæði í lávarðadeild breska þingsins valda mestum átökum. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

Fræðslufundur um rauða úlfa

FRÆÐSLUFUNDUR á vegum Gigtarfélags Íslands um rauða úlfa (lupus) verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember kl. 20.30 í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg. Frummælandi verður dr. Kristján Steinsson og fjallar hann um nýjar rannsóknarniðurstöður og framtíðarverkefni um sjúkdóminn á Íslandi. Að loknu erindi verða almennar umræður og fyrirspurnum svarað. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Fundur um beinþynningu

LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ og samtökin Beinvernd standa að samráðsfundi um beinþynningu, forvarnir og meðferð föstudaginn 27. nóvember nk. kl. 15­19 í Ásgarði, sal Félags eldri borgara í Glæsibæ, Álfheimum 74, Reykjavík. Í fréttatilkynningu segir: "Á síðustu árum hefur þekking á eðli og orsökum beinþynningar aukist verulega og miklar framfarir hafa orðið í sambandi við greiningu, forvarnir og meðferð. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 247 orð

Fundur um verndun náttúru miðhálendisins

AÐ tilhlutan náttúruverndarsamtaka, útivistarfélaga og fjölmargra einstaklinga er boðað til almenns fundar um verndun náttúru miðhálendisins í Háskólabíói, laugardaginn 28. nóvember nk. kl. 14. Kjörorð fundarins eru: Með hálendinu gegn náttúruspjöllum. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð

Gengið með ströndinni út að Gróttu

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð frá Hafnarhúsinu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20, vestur með ströndinni út á Snoppu við Gróttu. Þar verður val um að ganga til baka eða fara með SVR. Á leiðinni verður litið inn hjá Landhelgisgæslunni og ýmislegt skoðað sem tengist sögu hennar og starfsemi í dag. Allir eru velkomnir. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 208 orð

GUÐJÓN ÓLAFUR HANSSON

GUÐJÓN Ólafur Hansson, ökukennari og leigubílstjóri og fyrrverandi formaður Ökukennarafélags Íslands, lést síðastliðinn mánudag, 23. nóvember. Hann var 77 ára að aldri. Guðjón fæddist 26. júlí 1921 í Ólafsvík. Móðir hans var Kristín Bjarnadóttir frá Barði í Ólafsvík. Hann stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti 1938-1941 en flutti eftir það til Reykjavíkur. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 939 orð

Hafa of litlar áhyggjur og vantar upplýsingar

UM ÞRÍR af hverjum fimm Íslendingum á aldrinum 50 til 60 ára vita ekki hvað þeir munu fá í mánaðarlegan lífeyri við 67 ára aldur samkvæmt könnun, sem gerð var á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og birt var í gær. Meira
25. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 109 orð

Heiðraður á síðustu stundu

HERBERT Thompkins, sem barðist hetjulega í fyrri heimsstyrjöldinni, var á dögunum sæmdur heiðursorðu franska hersins og gaf upp öndina fimm mínútum síðar. Tompkins, sem var 101 árs, var meðal nokkurra breskra uppgjafahermanna sem Frakkar heiðruðu í tilefni af því að áttatíu ár eru liðin frá stríðslokum. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Heiðursvörður kannaður

KARL Gústaf Svíakonungur og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kanna heiðursvörð lífvarðasveitar konungs í Stokkhólmi í gær, á fyrsta degi opinberrar heimsóknar forsetans til Svíþjóðar. Ólafur Ragnar hitti meðal annars Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, að máli og bauð Íslendingum til móttöku á Nordiska museet. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

Herrafatasýning í Leikhúskjallaranum

HIN árlega herrafatasýning Herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar verður haldin fimmtudagskvöldið 26. nóvember í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 21. "Herramenn á öllum aldri sýna fallegan fatnað og landskunnir skörungar fara með söng, gamanmál og karlmannlegan fróðleik. Sýrupolkasveitin Hringir ásamt gestum leikur sérvalið efni undir sýningunni," segir í fréttatilkynningu. Meira
25. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 154 orð

Hvalveiðiflotinn líklega heim

LÍKLEGT þykir að japanski hvalveiðiflotinn verði kallaður heim úr Suðurhöfum eftir að bruni kom upp í einu skipanna. Sagði talsmaður eigenda að enn væri verið að skoða alla kosti í stöðunni en að allt benti til að ekki yrði um frekari hvalveiðar að ræða á þessu fiskveiðiári. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 1098 orð

Hyggjast auka sparnað með ávöxtunartengdum tryggingum

FYRIRTÆKIÐ Fjárfesting og ráðgjöf kynnti í gær sparnaðarátak fyrir fólk á aldrinum 50 til 60 ára. Árni Sigfússon, stjórnarformaður fyrirtækisins, sagði að það sérhæfði sig í að veita óháða ráðgjöf á sviði sparnaðar- og tryggingamála. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 388 orð

Hægt að taka inn tvö ný börn á mánuði

MIKIL fjölgun hefur orðið á nýjum málum sem vísað er til barna- og unglingageðdeildar Landspítalans frá síðasta ári eða úr 350 í fyrra í 500 í ár. Stór hluti þeirra snýst um börn sem eiga í hegðunarerfiðleikum og hafa jafnvel verið greind ofvirk. Um 60 börn með slík einkenni eru nú á biðlista og er útlit fyrir að þau þurfi að bíða eftir meðferð í allt að sjö mánuði. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Iðufell með lægsta tilboð

SEX tilboð bárust Vegagerðinni í gerð Norðausturvegar milli Sauðár og Hölknár og var Iðufell ehf. á Raufarhöfn með lægsta tilboðið, 10,3 milljónir króna. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðar upp á 16,3 milljónir. Meira
25. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 222 orð

Íbúðin umflotin vatni

MIKIÐ tjón varð í einbýlishúsi við Áshlíð á Akureyri í fyrrinótt er vatn flæddi í gegnum öndun á þaki hússins og niður í gegnum loftið í tveimur svefnherbergjum í svefnálmu. Vatn flæddi víða um íbúðina og urðu miklar skemmdir á einangrun, loftplötum, veggjum og gólfefnum. Meira
25. nóvember 1998 | Miðopna | 822 orð

Íslenskir hestar og sænskir hermenn

OPINBER heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til Svíþjóðar hófst í gærmorgun er tekið var á móti forsetanum við Hagahöllina, þar sem hann býr meðan á heimsókninni stendur. Þeir Ólafur Ragnar og Karl Gústaf Svíakonungur hittust síðan við konunglega hesthúsið og þaðan var haldið í sögufrægum vagni að konungshöllinni, þar sem forsetinn, Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 163 orð

Íslensk þjóðmál í frönsku riti

HEIÐUR himinn er fyrirsögnin á grein Jaques Mer, fyrrverandi sendiherra Frakka í Reykjavík, um efnahagslíf á Íslandi 1997. Hann hefur fjallað um íslenskt efnahagslíf í bókinni Les Pays d'Europe occidentale um efnahagsmál í Evrópulöndum. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð

Jarðskjálfti skammt frá Hveragerði

JARÐSKJÁLFTI sem mældist 3,5 á Richterkvarða með upptök um fimm kílómetra norður af Hveragerði varð rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Pálmi Erlendsson jarðfræðingur hjá Veðurstofunni segir að margir bæjarbúar hafi haft samband og sögðust þeir hafa fundið mjög greinilega fyrir skjálftanum. Hann fannst einnig greinilega í Biskupstungum og nokkrir Reykvíkingar urðu hans varir. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Jólakort SKB

JÓLAKORT Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna í ár prýðir mynd eftir Braga Einarsson sem hefur sett merki félagsins í mjallarbúning. Jólakortin eru tvöföld, 105 mm á hæð og 147 mm á breidd. Þau kosta 80 kr. stykkið og eru fáanleg á skrifstofu félagsins á Suðurlandsbraut 6 í Reykjavík. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 745 orð

Karlmenn fengu aðgang að ITC fyrir 25 árum

LANDSSAMTÖK ITC (International Training in Communication) á Íslandi fagna um þessar mundir 60 ára demantsafmæli ITC alþjóðasamtakanna. Patricia Hand var ein af stofnendum samtakanna hér á landi og starfaði í þeim til margra ára. "ITC alþjóðasamtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum fyrir 60 árum, þá undir nafninu International Toastmistress Club. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 861 orð

KB í viðræðum um sölu á húsinu

Kaupfélag Borgfirðinga reynir þessa dagana að selja stórt iðnaðarhúsnæði fyrirtækisins Engjaáss ehf., sem átt hefur í miklum rekstrarerfiðleikum. Húsnæðið tilheyrði áður Mjólkursamlaginu í Borgarfirði, en það var lagt niður við úreldingu árið 1995 þegar ríkið samdi við Kaupfélagið um greiðslu 227 milljóna kr. úreldingarstyrks. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 1324 orð

Kvennalistinn á kost á einu sæti af fimm efstu

A-flokkarnir á Reykjanesi hafa komið sér saman um prófkjör í janúar Kvennalistinn á kost á einu sæti af fimm efstu Kvennalistinn á Reykjanesi stendur frammi fyrir tillögu A-flokkanna um opið prófkjör í efstu fimm sætin. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 280 orð

Landlæknir vill bráðar aðgerðir

ÓLAFUR Ólafsson landlæknir hefur ritað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra bréf þar sem hann óskar eftir að hið bráðasta verði gripið til aðgerða til að draga úr hávaða frá umferð við Miklubraut milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs. Hann nefnir þrjár leiðir, að setja hraðatakmarkanir, þrengja götuna eða byggja varnarvegg. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

LEIÐRÉTT Kátir karlar sungu Í FRÉ

Í FRÉTT Morgunblaðsins í gær af afhendingu bjartsýnisverðlauna til aldraðra á flokksþingi Framsóknarflokksins var rangt farið með nafn kórsins sem söng við það tækifæri. Kórinn sem söng heitir Karlakórinn kátir karlar og er hann hluti af kór félagsstarfs aldraðra. Þetta leiðréttist hér með. Meira
25. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 257 orð

Lionsklúbbi Siglufjarðar gefin húseign

Siglufirði-Húseignin á Suðurgötu 6 á Siglufirði var nýlega formlega gefin Lionsklúbbi Siglufjarðar en þá afhenti Guðný S. Fanndal formanni klúbbsins, Jóni Dýrfjörð, afsal fyrir húsinu. Lionsklúbbur Siglufjarðar fékk húsið afhent í júní sl. Meira
25. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 505 orð

Líta á flugvöllinn sem tákn Palestínuríkis

MIKILL fögnuður var meðal Palestínumanna í gær þegar þeir opnuðu alþjóðaflugvöll á Gaza-svæðinu, sem þeir lýstu sem tákni Palestínuríkis og merki um að friðarumleitanir þeirra og Ísraela þokuðust í rétta átt. Meira
25. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 607 orð

Lýðræðisumbæturnar sagðar í hættu

MORÐIÐ á rússnesku þingkonunni Galínu Starovojtovu hefur beint athyglinni enn einu sinni að þeirri óvissu sem ríkir í rússneskum stjórnmálum og hve spillingin og ofbeldið hefur sett mark sitt á þau. Nú spyrja Rússar sjálfa sig hvert stefni, sjö árum eftir hrun Sovétríkjanna, og er víst að margir eru uggandi um ástandið, ekki síst vegna veikinda Borísar Jeltsíns forseta, Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Lýst ánægju með lagasetningu

GREINT var frá tilmælum nefndar Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum í frétt í blaðinu sl. laugardag í framhaldi af því að nefndin fjallaði um skýrslu Íslands um stöðu mála hér á landinu. Í fréttinni láðist að geta þeirra jákvæðu atriða, sem nefnd SÞ gat í skýrslu sinni. Meira
25. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 253 orð

Lögfræðingur Willey yfirheyrður

DANIEL Gecker, lögfræðingur Kathleen Willey, konu, sem heldur því fram, að Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, hafi leitað á sig í Hvíta húsinu, var yfirheyrður í fyrradag af rannsóknarmönnum fulltrúadeildarinnar. Dómsmálanefnd deildarinnar mun fjalla í næstu viku um afleiðingar hugsanlegs meinsæris en stefnt er að því, að Clinton-málin verði fullkönnuð fyrir miðjan desember. Meira
25. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 295 orð

Mannlaus jeppi í höfnina

NÝLEGUR jeppi af Musso-gerð er mikið skemmdur ef ekki ónýtur eftir að hafa lent í sjónum við Togarabryggjuna á Akureyri snemma í gærmorgun. Bíllinn var mannlaus er óhappið varð. Málsatvik eru þau að verið var að færa frystitogarann Eyborgu EA milli bryggjukanta og var lyftari notaður til að draga afturenda skipsins. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 772 orð

Markaðsvæðing leiddi til lægra raforkuverðs

Á SÍÐARI degi ráðstefnu Samorku í gær, þar sem rætt var um framtíðarskipan orkumála á Íslandi var augum beint að markaðsvæðingu orkufyrirtækja í víðu samhengi. Jan Samuelsson, framkvæmdastjóri sænska rafveitusambandsins, ræddi um áhrif markaðsvæðingar á orkufyrirtækin og sagði að bjart væri um að litast í raforkubúskap þar í landi, Meira
25. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 446 orð

McDougal sýknuð af ákæru um þjófnað

SUSAN McDougal, vinkona Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, og fyrrverandi félagi hans í Whitewater-fasteignaviðskiptunum, var sýknuð í fyrradag af ákæru um að hafa stolið um 3,6 millj. ísl. kr. af hinum kunna hljómsveitarstjóra Zubin Mehta og Nancy, konu hans, og einnig af ákæru um skattsvik og skjalafals. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 298 orð

Meðferðin alltaf hin sama

LÚS skýtur öðru hverju upp kollinum og hefur gert það í haust í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Verði skólahjúkrunarfræðingar varir við lús að einhverju marki eru viðbrögðin þau að skólayfirvöld senda bréf heim með nemendum þar sem farið er fram á að börn séu kembd og lúsalyf notað. Meira
25. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 330 orð

Minkurinn tældur inn í gildru

HÚNBOGI Valsson á Akureyri er nýlega farinn að kynna og selja minkagildrur, þær eru norskar að uppruna, en það var Leif Bøe sem hannaði þær. Hver og ein gildra er handsmíðuð, þannig að töluverð vinna liggur að baki gerð hverrar gildru. Um er að ræða lítinn kassa, nokkurs konar búr, sem gerður er úr sterku plastefni. Meira
25. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Mósaikverk á Karólínu

SÝNING á mósaikverkum Bryndísar og Oddrúnar Magnúsardætra stendur nú yfir á Café Karólínu. Verkin eru af ýmsum toga, speglar, veggkrossar, myndarammar, vasar og kertaglös. Oddrún og Bryndís hafa stundað listnám í Flórens á Ítalíu á árunum 1990 til 1997, í skartgripasmíði og mósaik og er þetta fyrsta sýning þeirra á Akureyri. Sýningin verður opin til og með föstudeginum 4. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 169 orð

Myndasýning frá suðurpólnum

MYNDASÝNING frá skíðaleiðangri á suðurpólinn verður í Háskólabíói fimmtudagskvöldið 26. nóvember kl. 20. Leiðangursmennirnir Ólafur Örn Haraldsson, Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason sýna þar litskyggnur og kafla úr myndbandi. Í fréttatilkynningu segir: "Nú er eitt ár liðið frá því að leiðangurinn lagði upp í þessa 1. Meira
25. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 176 orð

Möðruvallakirkja 150 ára

NÝLEGA fór fram hátíðarmessa í Möðruvallakirkju í Eyjafirði í tilefni af því að kirkjan varð 150 ára. Hún var reist að mestu 1847, en smíði lokið og kirkjan vígð 1848. Aðalsmiðir voru Flóvent Sigfússon í Kálfsskinni, Friðrik Möller á Möðruvöllum og Ólafur Briem á Grund. Möðruvallakirkja er timburkirkja í hefðbundnum stíl, turnlaus með krossi á framstafni. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Námskeið í skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 26. nóvember. Kennt verður frá kl. 19­23 og eru kennsludagar 26., 30. og 1. desember. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir og verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Námskeiðsgjald er 4.000 kr. og fá skuldlausir félagar í RKÍ 50% afslátt. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Níu umsóknir bárust

NÍU sóttu um stöðu skólastjóra Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi, en umsóknarfrestur rann út 20. nóvember sl. Landbúnaðarráðherra skipar í stöðuna að fenginni umsögn skólanefndar. Umsækjendur eru: Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt, Reykjavík, Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur, Reykjavík, Garðar R. Meira
25. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 110 orð

Númi Snær Herra Suðurland

Hveragerði-Keppnin um titilinn Herra Suðurland fór fram á Hótel Örk, Hveragerði, 13. nóvember sl. Sjö strákar tóku þátt í keppninni sem var öll hin glæsilegasta. Það var Númi Snær Gunnarsson, 18 ára, frá Stokkseyri, sem hreppti hinn titilinn. Í öðru sæti varð Guðjón Þ. Meira
25. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 76 orð

Nýr forseti Líbanons

NÝR forseti Líbanons, Emile Lahoud, tók við embætti í gær af Elias Hrawi sem gegnt hefur forsetaembættinu frá árinu 1990. Lahoud er fyrrverandi yfirmaður herafla landsins og nýtur hann stuðnings Sýrlendinga sem fara með utanríkismál Líbana og hafa 35.000 manna herafla í landinu. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Rabb um rannsóknir og kvennafræði

GEIR Svansson, bókmenntafræðingur, flytur erindi fimmtudaginn 26. nóvember á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands kl. 12 í stofu 201 í Odda. Erindi Geirs heitir Hinsegin fræði og kyngervisusli, um kenningar Judith Butler. Meira
25. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 362 orð

Ráðstefna gegn vímu á 80 ára afmæli

Búðardal-Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga varð 80 ára 24. maí sl. Í tilefni þessara tímamóta var haldin ráðstefna í Dalabúð laugardaginn 7. nóvember sl. undir yfirskriftinni Íþróttir og æskulýðsstarf gegn vímu. Frummælendur á ráðstefnunni voru Hermann Pálsson frá ÍSÍ, sr. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Samið um sameiginleg saltkaup

BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur í félagi við Garðabæ, Kópavog og Vegagerðina afráðið kaup á salti til hálkueyðingar árin 1999 og 2000. Samið var við lægstbjóðanda, Ásgeir Pétursson ehf. fyrir hönd Ab Hansen og Möhring. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Samið um útgöngu Hafnfirðinga

SAMNINGAR hafa tekist með Hafnarfjarðarbæ, Reykjavíkurborg og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu um útgöngu Hafnarfjarðarbæjar úr Jarðgufufélaginu. Þessir þrír aðilar gengu til samstarfs við áðurnefnt félag árið 1996 í því skyni að kanna sameiginlega afhendingarkosti á jarðgufu til stórnotenda er skapað gætu ný tækifæri til þróunar orkuiðnaðar hérlendis. Meira
25. nóvember 1998 | Miðopna | 656 orð

Sjónarmið forseta og ríkisstjórnar fari saman

"HLUTVERK forseta Íslands er nægilega skýrt í stjórnarskránni," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og telur ekki þörf á að endurskoða það líkt og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lætur í veðri vaka í viðtali við Svenska Dagbladet í gær. Halldór undirstrikar að Ísland sé þingræðisríki og það feli í sér ákveðna verkaskiptingu. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 315 orð

Skemmdir á loftneti vegna eldingar

ELDINGU laust niður í Fokker- flugvél Flugfélags Íslands í gærmorgun í áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Hluti siglingatækjanna sló út, en aðrar skemmdir urðu ekki á vélinni og hvorki farþega né áhöfn sakaði. Þegar flugvélin kom inn í aðflugið til Eyja versnaði veður skyndilega og ákváðu því flugmennirnir, Ólafur W. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 338 orð

Skýrsla Norrænu verkalýðssamtakanna um ILO-samþykktir

ÍSLAND hefur einungis fullgilt tvær af þeim 26 samþykktum sem Alþjóðavinnumálastofnunin ILO hefur gert frá árinu 1980 og Ísland er hið eina af Norðurlöndunum sem ekki hefur fullgilt allar sjö grundvallarsamþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Meira
25. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 95 orð

Sparisjóður Norðfjarðar opnar útibú á Reyðarfirði

SPARISJÓÐUR Norðfjarðar opnaði útibú á Reyðarfirði 30. október sl. og er það staðsett á Austurvegi 20. Öll þjónusta er í boði ásamt hraðbanka sem er aðgengilegur allan sólarhringinn. Bankastjóri Sparisjóðs Norðfjarðar er Sveinn Árnason en afgreiðslustjóri á Reyðarfirði er Elísabet Benediktsdóttir. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Starfsnám í jarðlagnatækni

NÚ nýverið hófst starfsnám í jarðlagnatækni. Það er ætlað þeim sem vinna við veitukerfi dreifiveitna s.s. hitaveitna, rafveitna, vatnsveitna, síma og holræsakerfa. Námið er undirbúið af Samorku, samtökum orkufyrirtækja og vatnsveitna, í samvinnu við Landssímann, Dagsbrún-Framsókn og Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Meira
25. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 259 orð

Telur tafir á inngöngu "móðgandi"

VIKTOR Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði í blaðaviðtali sem birt var í gær að það væri "móðgandi" og "niðurlægjandi" að Evrópusambandið skuli ekki vera tilbúið til að tilgreina neinn ákveðinn tímaramma fyrir inngöngu Mið- og Austur-Evrópuríkjanna í sambandið. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Timburstæða féll af flutningabíl

FLUTNINGABÍLL á leið í austurátt missti timburstæðu af tengivagni og yfir á gagnstæða akrein skammt austan við bæinn Steina undir Eyjafjöllum um klukkan þrjú í gærdag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi hefði getað farið mjög illa ef bíll hefði verið á ferð eftir akreininni í vesturátt. Helst lítur út fyrir að ólar sem héldu timbrinu hafi slitnað. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 424 orð

Tryggja verður tekjustofna við flutning til sveitarfélaga

FULLTRÚAFUNDUR Landssamtaka Þroskahjálpar var haldinn á Flúðum dagana 13.­15. nóvember sl. Samhliða fulltrúafundinum var haldið málþing sem bar yfirskriftina: Þjónusta við fatlaða í upphafi nýrrar aldar og var umfjöllunin í ljósi þess að ákveðið hefur verið að flytja málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Meira
25. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 216 orð

Tveggja vikna lestrarátak

Skagaströnd-Á degi íslenskrar tungu 16. nóvember var hafið lestrarátak í Höfðaskóla. Átakið stendur í tvær vikur og er markmið þess að fá nemendur skólans til að lesa meira sér til skemmtunar og fróðleiks auk þess að nota bókasafnið betur. Lestrarátakið fer þannig fram að krakkarnir fá að lesa frjálst ákveðinn tíma á hverjum degi í skólanum. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 392 orð

Utanríkisráðherra ósamþykkur túlkun forseta

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segist ekki kannast við að sjónarmið Íslendinga varðandi stækkun Atlantshafsbandalagsins (NATO) séu óvinsæl meðal stjórnvalda í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Í viðtali, sem birtist í Svenska Dagbladet í gær, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Vilja ekki áfengisauglýsingar

FUNDUR foreldra siglfirskra barna skorar á fjölmiðla og aðra auglýsingamiðla að birta ekki áfengis- og tóbaksauglýsingar. Fundurinn skorar jafnframt á stjórnvöld að þau taki af allan vafa sem kann að vera á lögmæti banns við slíkum auglýsingum. Fundurinn hvetur alla foreldra í landinu og aðra, sem láta sig forvarnir gegn vímuefnum varða, að taka undir þessa áskorun. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 545 orð

Von um áhrif undir stjórn Sverris Hermannssonar

"FYRIR mér horfir málið einfaldlega þannig að von sé til þess að Frjálslyndi flokkurinn geti komist til áhrifa með andóf sitt við stefnu stjórnvalda í fiskveiðistjórn undir stjórn Sverris Hermannssonar en vonlaust að svo geti orðið undir stjórn Bárðar Halldórssonar," segir Jón Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Meira
25. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 211 orð

Yilmaz vill kosningar eins fljótt og auðið er

MESUT Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands, hvatti í gær til þess að þingkosningar yrðu haldnar eins fljótt og mögulegt væri, en fastlega er búist við að minnihlutastjórn hans falli er þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu á hana í dag. Meira
25. nóvember 1998 | Smáfréttir | 127 orð

"ÞINGFLOKKUR óháðra harmar þá niðurstöðu sem varð á nýafstöðnu flokks

"ÞINGFLOKKUR óháðra harmar þá niðurstöðu sem varð á nýafstöðnu flokksþingi Framsóknarflokksins þar sem hafnað var tillögum um lögformlegt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar og um undirritun á Kyoto-bókuninni. Meira
25. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 541 orð

Þjóðverjar hóta að sniðganga allt nautakjöt

BREZKIR nautakjötsframleiðendur horfa nú fram á langa og stranga baráttu til að endurheimta fyrri útflutningsmarkaði sína á meginlandi Evrópu og annars staðar í heiminum, eftir að traust neytenda á þessum svæðum á brezkum nautakjötsafurðum hrundi í kjölfar kúariðufársins og útflutningsbannsins, sem ESB setti í marz 1996, en hefur nú ákveðið að afnema að hluta. Meira
25. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 823 orð

Öfgar í vernd ekki betri en öfgar í nýtingu

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra ávarpaði ráðstefnugesti og sagðist fagna sérstöku umræðuþingi um persónuvernd. Hann vék orðum sínum að umræðunni um hvernig Íslendingar gætu beitt nýjustu erfðavísindum og upplýsingatækni til að bæta heilbrigðiskerfið og um leið leitast við að gæða atvinnulífið stóraukinni Meira

Ritstjórnargreinar

25. nóvember 1998 | Staksteinar | 285 orð

»Kokkar og þjónar að deyja út? VIÐSKIPTABLAÐIÐ segir að útskrifuðum matreið

VIÐSKIPTABLAÐIÐ segir að útskrifuðum matreiðslunemum hafi fækkað um helming. Eftirspurn eftir framreiðslunámi sé og hverfandi. Ónotuð séu u.þ.b. 44% leyfilegra framreiðslunemaplássa. Fækkun matreiðslunema Meira

Menning

25. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 446 orð

Afi minn orti nú talsvert

LÍF og fjör var á gömlu gasstöðinni við Hlemm þar sem strætóbílstjórar hittast milli vakta og ferða um götur bæjarins. Yfir rjúkandi kaffibollum fjúka brandarar og kímnisögur daglega og létt var yfir mönnum þegar blaðamaður kom á gasstöðina í þeim tilgangi að króa af þrjá bílstjóra til að forvitnast um bókalestur. Meira
25. nóvember 1998 | Leiklist | 385 orð

Aflahrota í Tjarnarborg

eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Leikstjóri: Guðmundur Ólafsson. Ljósameistari: Ingvar Björnsson. Búningar: Guðrún Víglundsdóttir, Anna Gottliebsdóttir. Hljóðfæraleikur: Sturlaugur Kristjánsson. Aðalleikendur: Björn Ólafsson, Sturla Sigmundsson, Gunnlaug Guðbjörnsdóttir, Rögnvaldur Guðmundsson, Hafdís Kristjánsdóttir, Guðbjörn Arngrímsson, Kolbeinn Arnbjörnsson, Halla Jóhannesdóttir, Meira
25. nóvember 1998 | Menningarlíf | 1148 orð

Af nógu að taka

Á NÝJU geislaplötunni eru lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Tryggva M. Baldvinsson, Karl O. Runólfsson, Jón Ásgeirsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Á tónleikunum í kvöld mun Sólrún einnig syngja Meira
25. nóvember 1998 | Bókmenntir | 496 orð

Ástar- og ádeiluljóð

VERT U heitir ný ljóðabók sem Eyvindur P. Eiríksson hefur gefið út. Hann segir útkomu bókarinnar hafa dregist á langinn frá því í vor, "...enda á svona bók ekkert erindi í jólabókaflóðið. Það er samt ekkert verra úr því sem komið er". Eyvindur segir ljóðin í bókinni vera samsafn ljóða sem hann hafi ort meðfram öðrum störfum undanfarin ár. Meira
25. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 752 orð

Enginn venjulegur prins

PETER Hugo var nýlega beðinn að koma fram í fimmtugsafmæli Karls Bretaprins; ekki sem venjulegur skemmtikraftur heldur sem Karl Bretaprins sjálfur. Það var ekki fyrir misskilning því hann hefur haft lifibrauð af því síðan árið 1981 að herma eftir krónprinsinum og hefur leikið hann á fjölmörgum uppákomum að ógleymdum auglýsingum og kvikmyndum. Meira
25. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 118 orð

Fjárfest í kvikmyndum á Netinu

KVIKMYNDAÁHUGAMENN sem eiga að minnsta kosti 12 milljónir króna aflögu geta fjárfest í gróskumiklum kvikmyndaiðnaði Breta í gegnum Netið, ef marka má yfirlýsingu fyrirtækisins Plaza Film Finance Ltd. á miðvikudag. Ekki nóg með það heldur geta þeir fjárfest í einstaka myndum. Meira
25. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 234 orð

Fordæmda listin hans Hitlers

"Art Of The Third Reich". List Þriðja ríkisins. Eftir Peter Adam. Ritstjóri Phyllis Freeman. 332 bls. Harry N. Abrams, Inc., New York, árið 1995. Mál og menning. 1.995 krónur. BRESKI listfræðingurinn Peter Adams hefur unnið það mikla brautryðjendaverk að skrá listasögu Þýskalands nasismans. Meira
25. nóvember 1998 | Menningarlíf | 168 orð

Fyrirlestur um bókmenntir og bændamenningu

VIÐAR Hreinsson, bókmenntafræðingur og kennari við Háskóla Íslands, mun halda fyrirlestur á vegum Snorrastofu fimmtudaginn 26. nóvember kl. 21, í sal Reykholtssafnaðar í kjallara Reykholtskirkju. Fyrirlesturinn nefnist "Bókmenntir í öskustó. Hugleiðingar um kolbíta fornsagnanna og bókelska almúgamenn." Viðar mun fjalla um menningu og bókmenntir í bændasamfélagi fyrri alda. Meira
25. nóvember 1998 | Menningarlíf | 1220 orð

Gagnrýnandinn

3. þáttur. Höfundur texta og þulur er Þorvaldur Gylfason prófessor en hann er jafnframt framleiðandi og valdi tónlistina. Myndhandrit: Jón Egill Bergþórsson. Leikmynd: Jón Egill Bergþórsson og Vigni Jóhannssyni. Meira
25. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 155 orð

Gátu ekki beðið

LEIKKONAN Kate Winslet giftist Jim Threapleton á sunnudaginn var í enska bænum Reading. Presturinn sagði að giftingin hefði verið hin venjulegasta þrátt fyrir stranga öryggisgæslu í kirkjunni. Brúðhjónunum var vel tekið þegar þau komu út úr kirkjunni og á meðan þau kysstust voru þau böðuð litríkum skrautborðum sem gestirnir köstuðu yfir þau í tilefni dagsins. Meira
25. nóvember 1998 | Menningarlíf | 74 orð

Gítar Islancio á Háskólatónleikum

Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu í dag kl. 12.30, leikur Gítar Islancio tríóið. Tríóið skipa þeir Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson á gítar og Jón Rafnsson á kontrabassa. Gítar Islancio er nýstofnað tríó og flytur gítartónlist 20. aldarinnar. Á dagskrá Háskólatónleikanna verða lög eftir Django Reinhardt, Chick Corea og Björn Thoroddsen. Verð aðgöngumiða er 400 kr. Meira
25. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 154 orð

Gras og aftur gras Hálfbakað (Half Baked)

Framleiðsla: Robert Simonds. Leikstjórn: Tamra Davis. Handrit: Dave Chappelle og Neal Brennan. Kvikmyndataka: Steven Bernstein. Tónlist: Alf Clausen. Aðalhlutverk: Dave Chappelle, Jim Breuer, Harland Williams og Guillermo Diaz. 84 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, nóvember 1998. Bönnuð innan 12 ára. Meira
25. nóvember 1998 | Menningarlíf | 388 orð

Guðrún Kristjánsdóttir sýnir í New York

MYNDLISTARKONAN Guðrún Kristjánsdóttir opnaði sína fyrstu einkasýningu í New York- borg sl. fimmtudag, 19. nóvember. Bandaríski galleríeigandinn Luise Ross sótti Ísland heim fyrir nokkrum árum og komst þá í kynni við verk Guðrúnar. Í kjölfarið óskaði hún eftir að setja upp sýningu með verkum listakonunnar í galleríi sínu í Soho- hverfi. Meira
25. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 316 orð

Hamagangur í Þjóðleikhúskjallaranum

ÖRKUML og Saktmóðigur heita hljómsveitir sem tileinkað hafa sér hratt og hrátt rokk sem sumir vilja kalla pönk. Báðar hafa sveitirnar sinnt tónlistinni af krafti síðustu árin og verið duglegar við útgáfu. Fyrir stuttu sendi Örkuml frá sér stutta breiðskífu og í lok síðustu viku kom síðan út nýr diskur frá Saktmóðigi. Til að fagna því halda sveitirnar tónleika í kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum. Meira
25. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 66 orð

Heilsugóðir í klakasundi

HINN 62ja ára Pavel Zaplatin brosir út að eyrum, enda syndandi í jökulkaldri á milli ísjakanna! Pavel tilheyrir hópi fólks í Minsk sem kallar sig Rostungana, eða klakasundmennina. Hópur þessi heldur því fram að klakasundið sé allra meina bót og byggi upp ónæmiskerfið. Kvef og aðrir kvillar tengdir kulda og vetri hverfi eins og hendi sé veifað ef klakasundið sé stundað af kappi. Meira
25. nóvember 1998 | Bókmenntir | 161 orð

HEIMURINN stækkar ­ Miðaldir og heimsveldin mik

HEIMURINN stækkar ­ Miðaldir og heimsveldin miklu er mannkynssaga barna og unglinga II. eftir Nils Hartmann og Charlotte Clante í þýðingu Örnólfs Thorlacius. Í kynningu segir: Í þessari bók er í myndum og máli greint frá sögu miðalda og heimsveldanna miklu, á tímanum frá dögum Krists og til ársins 1550. Meira
25. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 116 orð

Herramenn heimsóttu ferðamannafjós

Það var líf og fjör í ferðamannafjósinu á Laugarbökkum nýlega en þá komu strákarnir sem taka þátt í Herra Íslands keppninni þangað í heimsókn. Strákarnir skemmtu sér við söng, grín og glens en aðrir íbúar fjóssins létu sér fátt um finnast. Heimsóknin í fjósið á Laugarbökkum var liður í óvissuferð á Suðurlandsundirlendið. Meira
25. nóvember 1998 | Bókmenntir | 949 orð

Hin gleymdu skáld

Ágrip af húsagerðarsögu 1750­ 1940. Eftir Hörð Ágústsson. Húsafriðunarnefnd ríkisins, 1998, 440 bls. ÞETTA mikla ritverk, sem þó er aðeins fyrra bindi af tveimur, hlaut ég að nálgast eins og nemandi, sem opnar í fyrsta sinn kennslubók í námsgrein, sem hann kann engin skil á. Og það sem meira er; námsgrein, sem hann vissi ekki til að hann hefði neinn sérstakan áhuga á. Meira
25. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 289 orð

Hlýir vetrarvindar

VETRARVINDAR byrja að blása á fimmtudag þegar kvikmyndahátíð með þeirri yfirskrift hefst í Háskólabíói og Regnboganum. Eiga vindarnir eflaust eftir að ylja mörgum í skammdeginu. Sýndar verða sex óháðar kvikmyndir, þrjár í hvoru bíói, og verður hver sýnd viku í senn. Opnunarmyndir hátíðarinnar verða tyrkneska myndin Baðhúsið og norður-ameríska myndin Reykmerki. Meira
25. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 256 orð

Kaldhæðnislegur farsi

"Virgin Heat" Meyjarhiti. Eftir Laurence Shames. 262 blaðsíður. Orion, Bretland, árið 1997. Mál og menning. 1.315 krónur. Ziggy Maxx er frekar óspennandi náungi, hann starfar sem barþjónn á túristastaðnum Key West, Flórída og tilvist hans er öll frekar aumkunarverð. Meira
25. nóvember 1998 | Bókmenntir | 70 orð

KIM í stórræðum er eftir Jen

KIM í stórræðum er eftir Jens K. Holm í þýðingu Knúts Kristinssonar. Þetta er fjórða bókin um hinn úrræðagóða Kim og félaga hans. Að þessu sinni fást þau við þrjóta sem fremja stórþjófnað í nágrenni þorpsins. Leiðin sem krakkarnir velja til að góma þá er óvenjuleg í meira lagi, segir í kynningu. Útgefandi er Skjaldborg. Meira
25. nóvember 1998 | Bókmenntir | 558 orð

Komin meiri fylling

DAUÐARÓSIR er önnur skáldsaga Arnalds Indriðasonar, en fyrsta bók hans, Synir duftsins, vakti athygli í fyrra og er m.a. í athugun að gefa hana út erlendis. "Dauðarósir segir af sömu lögreglumönnum og Synir duftsins," segir Arnaldur, "en viðfangsefnin eru önnur. Þeir eru komnir með nýtt mál til úrlausnar. Meira
25. nóvember 1998 | Menningarlíf | 100 orð

Lesið úr nýjum bókum á Grandrokki

BESTI vinur ljóðsins stendur fyrir upplestri úr sex nýjum bókum á Grandrokki við Klapparstíg, í kvöld kl. 21. Steingrímur Hermannsson og Dagur B. Eggertsson kynna ævisögu Steingríms, sem Dagur færði í letur, Silja Aðalsteinsdóttir les úr bókinni Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna, Sigmundur Ernir Rúnarsson flytur ljóð úr bók sinni Sjaldgjaft fólk, Meira
25. nóvember 1998 | Bókmenntir | 60 orð

LJÓTI andarunginn og fjögur önnur ævintýri

LJÓTI andarunginn og fjögur önnur ævintýri eftir H.C. Andersen. Teikningar eru eftir Svend Otto S. Þýðingu annaðist Atli Magnússon. Í þessari bók er að finna fimm af þekktustu og dáðustu ævintýrum H.C. Andersens, Þumalínu, Grenitréð, Litlu stúlkuna með eldspýturnar og Ljóta andarungann. Útgefandi er Skjaldborg. Meira
25. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 137 orð

Mary ennþá vinsælust

ÞAÐ ER eitthvað við þá Mary sem heldur efsta sæti listans yfir vinsælustu kvikmyndir á Íslandi þrjár vikur í röð þrátt fyrir harða samkeppni. Nýju myndirnar Blað með Wesley Snipes og Úr augsýn með George Clooney og Jennifer Lopez stökkva í annað og fjórða sæti en Brosið þitt fer í níunda sæti. Meira
25. nóvember 1998 | Leiklist | 336 orð

Með augum hirðfíflsins

Eftir Dario Fo. Leikstjóri Vala Þórsdóttir. Aðstoðarmaður leikstjóra Jenný Ingudóttir. Þýðandi: Úlfur Hjörvar. Leikendur: Magnús Guðmundsson, Helgi Róbert Þórisson, Birgitta Birgisdóttir, Ásta Sóley Sturludóttir, Kristjana Magnea Jónasdóttir, Þórður Bjarnason. Frumsýnt laugardaginn 21. nóvember. Meira
25. nóvember 1998 | Bókmenntir | 429 orð

Með Freud í farteskinu

Höfundur: Alina Reyes. Guðrún Finnbogadóttir íslenskaði. Fróði, Reykjavík, 1998, 92 bls. Franska skáldkonan Alina Reyes hefur á undanförnum árum vakið alþjóðlega athygli fyrir tvær bækur sínar, Slátrarann sem út kom á 9. áratugnum og þá sem hér um ræðir, Langferð Lúsíu, sem kom upphaflega út 1990. Meira
25. nóvember 1998 | Leiklist | 721 orð

Meira takk!

Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Förðun: Anna Friðrikka Guðjónsdóttir. SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld frumsýndi danshópurinn Pontus og Pía þrjú dansverk í Tjarnarleikhúsinu. Pontus og Pía samanstendur af tveim danshöfundum og dönsurum; þeim Helenu Jónsdóttur og Ólöfu Ingólfsdóttur. Ásamt þeim koma fram á sýningunni nemendur úr Nemendadansflokki Listdansskóla Íslands. Meira
25. nóvember 1998 | Menningarlíf | 112 orð

Menningarklúbbi komið á fót

MENNINGARKLÚBBUR útvarpsstöðvarinnar Klassíkur FM hélt stofnfund sinn á Hótel Borg síðastliðinn sunnudag. Fjöldi manns sótti fundinn. Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari og Bergþór Pálsson, óperusöngvari, skemmtu gestum. Meira
25. nóvember 1998 | Bókmenntir | 120 orð

Nýjar bækur LÁTTU sem ekke

LÁTTU sem ekkert sé er eftir Mary Higgins Clark í þýðingu Jóns Daníelssonar. Í kynningu segir: "Mary Higgins Clark sendir kaldan hroll niður eftir baki lesenda sinna með sögunni af Lacy Farrell, sem starfar við fasteignasölu á Manhattan í New York. Meira
25. nóvember 1998 | Bókmenntir | 69 orð

Nýjar bækur LEYNDARDÓMUR Norðureyr

LEYNDARDÓMUR Norðureyrar er eftir Kristján Jónssonog er sjálfstætt framhald bókarinnar Leynifélagið. Í kynningu segir: "Skátaflokkur Kiddýjar Mundu villist í svartaþoku og kemur að landi á draugastaðnum Norðureyri. Meira
25. nóvember 1998 | Bókmenntir | 155 orð

Nýjar bækur NÁÐUGA frúin f

NÁÐUGA frúin frá Ruzomberok ­ æviminningar Laufeyjar Einarsdóttur er eftir Jónas Jónasson, rithöfund og útvarpsmann. Í kynningu segir: "Laufey var í rómuðum fimleikaflokki ÍR, sem vakti mikla athygli á Norðurlöndum, Bretlandi og Frakklandi um 1930. Meira
25. nóvember 1998 | Bókmenntir | 87 orð

Nýjar bækur PÉTUR og Krumm

PÉTUR og Krummi er rituð af Árna Árnasyni og myndskreytt af Halldóri Baldurssyni. Í kynningu segir að sagan um Pétur og Krumma byggist á þekktu minni úr íslenskum þjóðsögum og þjóðtrú viðvíkjandi hrafninum. Meira
25. nóvember 1998 | Bókmenntir | 126 orð

Nýjar bækur UPPHÆKKUÐ jörð

UPPHÆKKUÐ jörð er fyrsta skáldsaga Auðar Ólafsdóttur. Í kynningu segir: Sagan fjallar um stúlkuna Ágústínu sem getin er í rabarbaragarði í ágústmánuði á norðlægri eyju, býr í turnherbergi með gúlpandi hafið fyrir utan, tunglið ískyggilega nálægt og Fjallið eina að baki. Meira
25. nóvember 1998 | Menningarlíf | 101 orð

Ole Kock Hansen stjórnar Stórsveit Reykjavíkur

JASSVAKNING, í samvinnu við Stórsveit Reykjavíkur og danska sendiráðið í Reykjavík, stendur fyrir tónleikum í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 21. Þar mun Ole Kock Hansen stjórna Stórsveitinni sem flytur útsetningar hans á þjóðlögum, eigin verkum og annarra. Meira
25. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 73 orð

Perlman og Stern í kvikmynd

FIÐLUSNILLINGARNIR Isaac Stern og Itzhak Perlman munu leika sjálfa sig í kvikmyndinni 50 fiðlur. Tökur eru hafnar í New York undir leikstjórn Wes Cravens. Myndin fjallar um kennarann Robertu Guaspari sem kenndi fátækum krökkum á fiðlu. Meryl Streep fer með hlutverk Guaspari. Auk hennar leika í myndinni Angela Bassett, Aidan Quinn, Cloris Leachman, Jane Leeves, Kieran Culkin, Jay O. Meira
25. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 224 orð

Pétur Pan í keilu

ÆFINGAR standa nú yfir á barnaleikritinu Pétri Pan eftir James Barrie, sem sýnt verður í fyrsta sinn hér á landi og frumsýnt í Borgarleikhúsinu 26. desember undir leikstjórn Maríu Sigurðardóttur. Þar fer Friðrik Friðriksson með titilhlutverkið, Edda Björg Eyjólfsdóttir leikur stelpuna Vöndu og Gísli Rúnar leikur hinn ógurlega Krók skipstjóra. Meira
25. nóvember 1998 | Menningarlíf | 629 orð

Píslarsaga heilags Jakobs í menningarborgunum níu

TÓNLISTIN úr Codex Calixtinus, einu elsta tónlistarhandriti sinnar tegundar sem til er og varðveitt er í dómkirkjunni í Santiago de Compostella, verður flutt í Reykjavík og hinum menningarborgunum átta árið 2000. Verkið fjallar um líf og píslarsögu heilags Jakobs. Fjórir til sex einsöngvarar flytja tónlistina ásamt stórum karla- eða drengjakórum, sem æfðir verða á hverjum stað fyrir sig. Meira
25. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 1029 orð

Samböndin aðalatriðið Linda Stefánsdóttir er leikmyndahönnuðurinn sem hannaði nýja myndbandið fyrir Bellatrix. Dóra Ósk

­Hvernig stóð á því að þú fórst upphaflega til Bretlands? "Ég ólst upp í Breiðdalsvík þar til ég var 11 ára, en þá flutti ég til mömmu minnar sem bjó í London. Ég ferðaðist mikið á milli landanna frá unga aldri, en ég var dæmigert landsbyggðabarn og kynntist því ekki Reykjavík," segir Linda og skellihlær. Meira
25. nóvember 1998 | Myndlist | 1180 orð

Sigurjón Ólafsson ­ Andlitsdrættir formsins

Opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12­18. Til 23. desember. OKTÓBER síðastliðinn hefði Sigurjón Ólafsson, myndhöggvari, orðið níræður og á þessu ári eru einnig liðin tíu ár frá stofnun Sigurjónssafns á Laugarnesi. Meira
25. nóvember 1998 | Bókmenntir | 422 orð

Skógarljóð

Í GARÐI konu minnar heitir ný ljóðabók eftir Guðjón Sveinsson. Þetta er önnur ljóðabók Guðjóns en áður hefur hann skrifað fjölda barna- og unglingabóka og nokkrar skáldsögur. Bókin er myndskreytt af svissneskri myndlistarkonu, Marietta Maissen, og með nokkrum ljóðanna fylgja nótur. Kona mín tók þátt í að endurreisa skógræktarfélag í kringum 1990 og ég dróst með. Meira
25. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 379 orð

Skrifaði skáldsögu milli vakta

ATHYGLI vakti í haust þegar í ljós kom að meðal höfunda sem tilnefndir voru til Booker-verðlaunanna í Bretlandi var einn óþekktur höfundur, Magnus Mills, sem hafði sinn aðalstarfa af því að keyra strætisvagn um götur Lundúnaborgar, nánar tiltekið leið 137 sem ekur frá suður Lundúnum að Oxford Circus. Meira
25. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 116 orð

Smakkað á jólarauðvíni Frakka

FORRÁÐAMENN Hótels Héraðs á Egilsstöðum buðu góðum viðskiptavinum og fjölmiðlum á "Beaujolais Nouveau"-kvöld til þess að smakka á jólarauðvíni Frakka á dögunum. Hefð hefur myndast fyrir því að kynna þetta vín með viðhöfn á hverju ári en bragð og keimur mun segja til um hvernig árgangurinn verður. Gestir Hótel Héraðs snæddu kvöldverð með veigunum en svo lásu tveir rithöfundar upp úr verkum sínum. Meira
25. nóvember 1998 | Bókmenntir | 102 orð

SNÆFINNUR snjókarl er eftir

SNÆFINNUR snjókarl er eftir Jón Ármann Steinsson, myndirnar eftir Jón Hámund Marinósson. Bókin er ætluð yngstu lesendunum og segir frá systkinunum Elvari og Valdísi sem ákveða að búa til flottasta snjókarlinn í bænum. Meira
25. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 196 orð

Stanslaus yfirkeyrsla Ragnarök (Armageddon)

Leikstjórn: Micheal Bay. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Ben Affleck og Liv Tyler. 151 mín. Bandarísk. Sam- myndbönd, nóvember 1998. Bönnuð innan 16 ára. Heimsendir er í nánd og eini möguleiki mannkynsins til að lifa af er harðjaxla- og rugludallateymi Harry Stampers (Willis) sem vinnur við að bora göt í jörðina. Meira
25. nóvember 1998 | Leiklist | 407 orð

Stórgrýttur hryllingur á Húsavík

Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson. Tónlist: Borgar Þórarinsson. Höfundur: Richard O'Brien. Þýðandi: Veturliði Guðnason. Sýningarstjóri: Guðný Guðmundsdóttir. Söngstjórn: Ásta Magnúsdóttir. Leikendur: Kristján Þór Magnússon, Ásmundur Gíslason, Pétur Pétursson, Rakel Hafliðadóttir, Óli Árnason, Þóra Hjaltadóttir, Anna Jónsdóttir, Jóhann Gunnarsson, Hjálmar Hafliðason, Ingólfur Pálsson, Meira
25. nóvember 1998 | Bókmenntir | 472 orð

Teitur flakkar um tímann

Sigrún Eldjárn Forlagið Reykjavík 1998 80 bls. ÞAÐ ERU gömul sannindi og ný að okkur gengur betur að læra þegar við fáumst við eitthvað sem er skemmtilegt og vekur áhuga okkar. Þá er auðvelt að einbeita sér og tíminn flýgur án þess að maður veiti honum sérstaka athygli. Meira
25. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 118 orð

Uppgjör barnamyndanna

TEIKNIMYNDIN "The Rugrats Movie" hrifsaði til sín efsta sæti yfir aðsóknarmestu kvikmyndir vestanhafs. Hún skákaði spennumynd Disney "Enemy of the State" sem státar af leikurum á borð við Will Smith, Gene Hackman og vandræðagemlingnum úr Fyrirmyndarföður Lisu Bonet. Meira
25. nóvember 1998 | Bókmenntir | 436 orð

Vönduð kennslubók fyrir alla

Eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson. Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason og fleiri. Prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi. 165 bls. nær allar með litmyndum. Fróði hf. 1998. ÞEGAR rætt er á jákvæðan hátt um gildi íþrótta er þess jafnan getið að íþróttir séu fyrir alla. Meira
25. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 186 orð

Woofie heldur lífi

WOOFIE horfir alvarlegur á svip á ljósmyndara í Edinborg, enda var hann í slæmum málum áður en dómur féll á föstudag. Woofie var fyrir rétti í september vegna óhóflegs áhuga á póstmanni nokkrum. Kveðinn var upp dómur um að hundurinn skyldi aflífaður eftir að eigandi hans, Terence Swankie frá Peterhead, viðurkenndi að Woofie hefði verið "hættulega stjórnlaus á opinberu svæði". Meira
25. nóvember 1998 | Bókmenntir | 106 orð

ÞEGAR vindurinn blæs er spennusaga efti

ÞEGAR vindurinn blæs er spennusaga eftir John Saul í þýðingu Björns Jónssonar. Í kynningu segir: "Sagan gerist í litlum námubæ er höfundurinn kallar Amberton. Meira
25. nóvember 1998 | Menningarlíf | 67 orð

(fyrirsögn vantar)

FRANSKA nútímatónskáldið Gerard Grisey lést fyrir skömmu í París úr heilablóðfalli, 52 ára að aldri. Grisey stundaði tónlistarnám í Trossingen í Þýskalandi og síðar í virtum tónlistarkennaraskólum í París. Þá lagði Grisey stund á hljómfræði þar í borg. Hann var eitt af fyrstu tónskáldunum sem starfaði við rannsóknarmiðstöð í hljómfræði og tónlist. Meira

Umræðan

25. nóvember 1998 | Aðsent efni | 444 orð

Að læra í gegnum sjónina

HUGMYNDIR fræðimanna um kennsluaðferðir á sviði uppeldis og fötlunar þróast mjög ört og taka sífelldum breytingum með vaxandi skilningi á möguleikum manneskjunnar til að læra þrátt fyrir alvarlega fötlun. Meira
25. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 528 orð

"Aumingja mennirnir..."

ÞAÐ hefur víst ekki farið framhjá neinum fræðsluátakið þeirra útvegsmanna í helstu fjölmiðlum landsins að undanförnu. Þegar ég sá þetta hugsaði ég með mér að nú væru þessir endemis útvegsmenn enn og aftur að reyna að halda fram sínum vonlausa málstað, að þessu sinni með skipulegri áróðursherferð. Svona var maður nú þröngsýnn og fullur fordæmingar. En annað kom á daginn. Meira
25. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1016 orð

Áttu þig sjálfur?

KÁRI Stefánsson hefur fengið hugmynd um smíði íslenzks gagnagrunns á heilbrigðissviði og tekist að selja erlendum auðjöfrum hana. Nú vilja allir Lilju kveðið hafa og stofna samkeppnisfyrirtæki. Menn heimta útboð, samþykkisyfirlýsingar, dulkóðanir og hvað eina. Allt sem getur komið í veg fyrir að Kára megi sjálfum eittvað nýtast hugmynd sín. Meira
25. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1428 orð

Íslendinga sögur til Vesturheims

ALLIR Íslendingar vita að fornsögurnar eru okkar merkasta framlag til heimsmenningarinnar fyrr og síðar. Þær voru skrifaðar á því skeiði sem nefnt er miðaldir í evrópskri sögu en sögurnar eru samt ekki nema að litlum hluta afsprengi hinna evrópsku miðalda. Þær sækja efni sitt og innblástur miklu fremur til fornmenningar þeirra þjóða sem byggja norðan- og vestanverða Evrópu. Meira
25. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 318 orð

Lífssýn

NÚ í morgunroða hinnar nýju dögunar, þegar ljósið kviknar óðum í brjóstum mannanna, sannleikurinn verður blekkingunni yfirsterkari og fólk leyfir sér að tjá hug sinn og hjartaþel óhikað, þorir að fara sínar eigin leiðir án ótta við skoðun og fordóma annarra, er dásamlegt að fylgjast með þeim samferðamönnum sem sjá fegurðina allt í kringum um sig og tjá þakklæti, Meira
25. nóvember 1998 | Aðsent efni | 621 orð

Menntalestin brunar

Á HVERJUM degi erum við minnt á hve þróunin í samfélaginu er hraðfara, hvort sem er á sviði tækni, viðskipta eða menningar. Sumt vekur ugg en fleira vekur vonir um meiri hagkvæmni og betra líf. Þetta sjáum við m.a. staðfestast í ýmsum skammstöfunum: PC, AT, GSM, GPS o.s.frv. Erfiðara er að koma auga á tækifærin sem við hefðum getað nýtt í þróuninni ­ en misstum af. Meira
25. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 407 orð

Mjói vegurinn

VEGURINN sem liggur til lífsins er mjór. Það eru fáir sem rata hann. Þeir eru margir sem velja breiða veginn, sem liggur til glötunar. Ekki fara allir þeir sem eru skírðir og fermdir mjóa veginn. Aðeins þeir sem elska Guð af öllu hjarta, allri sálu, öllum huga og öllum mætti. Þeir sem elska Jesú Krist, játa hann sem Drottin og hlýða boðum Hans, þ.e. heilagri ritningu. Meira
25. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1342 orð

Nýir möguleikar á nýtingu heita vatnsins

Á TILTÖLULEGA skömmum tíma hafa Íslendingar öðlast mikla þekkingu og reynslu í nýtingu jarðvarma. Er nú svo komið að aðrar þjóðir eru farnar að leita hingað til að afla sér þekkingar á þessu sviði. Íslenzk verkfræðifyrirtæki hafa unnið ráðgjafastörf erlendis, íslenzkir vísindamenn starfa við erlend fyrirtæki og stofnanir og hér á landi er starfandi Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Meira
25. nóvember 1998 | Aðsent efni | 574 orð

Orð um áhugaleikhúsið

ÖRN Alexandersson, sem skrifar sig "áhugaleikara", kvartar undan því hér í blaðinu 19. nóv. sl., að ég hafi gengið framhjá barnastarfi áhugaleikfélaga í umfjöllun minni um óvenjulegt framboð barnaleiksýninga á höfuðborgarsvæðinu í Mósaík-þætti Sjónvarpsins fyrr í haust. Ég er hræddur um að gagnrýni Arnar sé sprottin af misskilningi. Meira
25. nóvember 1998 | Aðsent efni | 817 orð

Sannleikurinn er ljós ­ lygin torskilin

ÞRÁTT fyrir pottþétt rök fjölda málsmetandi manna um eyðileggjandi áhrif núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis eru hvorki teikn á lofti um að ráðandi stjórnmálamenn landsins ætli að hlusta á þau né bregðast við þeim í neinu samræmi við alvöru málsins. Einu viðbrögð forystumanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eru útúrsnúningur og blekkingar. Meira
25. nóvember 1998 | Aðsent efni | 697 orð

Sitthvað um byggðaþróun

UNDANFARIN ár hafa menn setið löngum á rökstólum og rætt um allmikla búferlaflutninga af landsbyggð til höfuðborgarsvæðis, ef til vill hafa (stjórnmála)menn fælt fólk og fengið það til að flytja með málæði sínu um fólksflutning, þar sem oft er tæpt á því hve margir hafi flutt og hvaða líkur eru á því að svo og svo margir flytji á höfuðborgarsvæðið. Meira
25. nóvember 1998 | Aðsent efni | 610 orð

Sjálfsforræði landsbyggðarinnar

Á AKUREYRI "hef ég getað haft stöðugt samband við bændur héraðsins, einnig sveitunga mína í þrengri merkingu, fylgst með störfum þeirra og haft aðstöðu til að greiða á ýmsan hátt fyrir mörgum þeirra. Ég veitti þeim lán úr útibúi Búnaðarbankans til framkvæmda á jörðum sínum og útvegaði mörgum bændum lán úr deildum Búnaðarbankans o.s.frv. Meira
25. nóvember 1998 | Aðsent efni | 472 orð

Skipulagðar hvalveiðar

AÐ mati vísindamanna keppa hvalastofnar í Atlantshafi í auknum mæli við fiskveiðiflota okkar Íslendinga. Af þessu má draga þá ályktun að flestar tegundir sjávarspendýra hafi náð sér á strik og hvölum fari fjölgandi á ný. Meira
25. nóvember 1998 | Aðsent efni | 765 orð

Stóriðja og þjóðarhagur

AÐ UNDANFÖRNU hefur átt sér stað lífleg þjóðmálaumræða um frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar og áhrif hans á umhverfið. Frjó umræða af þessu tagi er nauðsynleg til að leiða erfið deilumál til lykta. Ég hef lagt áherslu á að sátt náist um eðlilega nýtingu landsins og auðlinda þess, hvort sem það er til orkuvinnslu, ferðamennsku eða annarra nota um leið og tekið er tillit til verndunarsjónarmiða. Meira
25. nóvember 1998 | Aðsent efni | 582 orð

Það er svo mörgu skrökvað

Í MORGUN, þegar ég, sem þetta skrifa, fékk eins og allir aðrir landsmenn í póstkassann minn eintak af glæsilegum og dýrum áróðursbæklingi LÍÚ fylltist ég stolti yfir því að vera virkur þátttakandi í því liði, sem LÍÚ finnst greinilega hafa þvingað samtökin út í þá yfirgengilegu, barnalegu og kostnaðarsömu áróðursherferð, sem þessi bæklingur er hluti af. Meira

Minningargreinar

25. nóvember 1998 | Minningargreinar | 33 orð

BERTA SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR

BERTA SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR Berta Sigríður Stefánsdóttir var fædd á Hóli í Stöðvaarfirði 13. nóvember 1931. Hún lést á Sólheimum í Grímsnesi 13. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 23. nóvember. Meira
25. nóvember 1998 | Minningargreinar | 1376 orð

Bjarni Kristófersson

"Þétt upp í greipina," sagði hann. "Taktu almennilega í höndina á mér." Það var eitt það fyrsta sem afi kenndi okkur krökkunum; að taka í höndina á fólki og heilsa því hvorki slyttislega né feimnislega, en taka þétt í hönd þess, "þétt upp í greipina". Meira
25. nóvember 1998 | Minningargreinar | 261 orð

Bjarni Kristófersson

Elsku afi. Okkur langaði til að kveðja þig með fáeinum orðum. Þótt samverustundir okkar síðustu ár hafi verið strjálar vegna fjarlægðar þá er margs að minnast frá þeim tíma er við bjuggum á Akranesi. Hugurinn hvarflar heim á Vesturgötuna til ykkar ömmu og afa. Þar sem R.K.E. (súkkulaði) var geymt í sérskáp og brúnterta með englakremi var í miklu uppáhaldi í sunnudagskaffinu. Meira
25. nóvember 1998 | Minningargreinar | 24 orð

BJARNI KRISTÓFERSSON

BJARNI KRISTÓFERSSON Bjarni Kristófersson fæddist á Akranesi 21. júlí 1917. Hann lést 19. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 24. nóvember. Meira
25. nóvember 1998 | Minningargreinar | 295 orð

Guðmundur E. Sigurðsson

Elsku pabbi. Af hverju? Af hverju þú og hvers vegna svona fljótt? Þú sem áttir eftir að gera svo margt. Slappa af í nýja húsinu ykkar mömmu í Flórída og njóta lífsins og horfa á barnabörnin vaxa úr grasi. Ég býst við að þér hafi verið ætlað mikilvægara hlutverk þarna uppi og kannski að öryggiskerfið á himnum hafi verið í ólagi og að Guð hafi engum treyst nema þér til að kippa því í lag. Meira
25. nóvember 1998 | Minningargreinar | 99 orð

Guðmundur E. Sigurðsson

Kæra frú Sigurðsson. Mér hafa nýlega borist þær sorglegu fréttir að Guðmundur E. Sigurðsson, eiginmaður yðar, sé látinn. Harmi sleginn votta ég yður og fjölskyldu yðar, einnig fyrir hönd konu minnar, okkar dýpstu samúð. Herra Guðmundur E. Sigurðsson starfaði hjá mér sem lífvörður og leysti það starf með miklum sóma. Hann var mikilsmetinn starfsmaður öryggisþjónustu Sameinuðu þjóðanna. Meira
25. nóvember 1998 | Minningargreinar | 29 orð

GUÐMUNDUR E. SIGURÐSSON

GUÐMUNDUR E. SIGURÐSSON Guðmundur E. Sigurðsson fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1938. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 26. september. Meira
25. nóvember 1998 | Minningargreinar | 267 orð

METÚSALEM KJERÚLF SIGMARSSON

METÚSALEM KJERÚLF SIGMARSSON Metúsalem Kjerúlf Sigmarsson fæddist að Vallanesi á Fljótsdalshéraði 17. október 1917. Hann lést á heimili sínu Garði, Reyðarfirði, 12. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einhildur Sigfúsdóttir, f. 19. nóv. 1882, d. 22. mars 1970, og Sigmar Hallason, f. 2. okt. 1888, d. 27. nóv. 1966. Meira
25. nóvember 1998 | Minningargreinar | 272 orð

Metúsalem Sigmarsson

Ég má til að minnast yngri ára minna á Reyðarfirði. Ég man þegar ég var að þvælast í kaupfélaginu og sniglast við bílana, fá far í sveitina, en þangað keyrði Dúlli, oft fékk ég að fara með honum í bíltúr en ég var oft sár þegar Ásta systir fékk að fara með honum á kvöldin í bíltúr. Mamma sagði mér að ég þyrfti ekki að láta svona, því Ásta væri það gömul að hún mætti þetta. Meira
25. nóvember 1998 | Minningargreinar | 780 orð

Metúsalem Sigmarsson

Komið er að kveðjustund. Góðvinur kvaddur hinztu kveðju og þakkað fyrir svo margar mætar stundir horfinnar tíðar. Og myndir færast yfir á tjaldi minninganna hver annarri bjartari og betri. Við hittumst síðast í sumar sem leið og Dúlli eins og okkur var tamast að kalla hann var eins og svo oft áður með gamanyrði á vör, Meira
25. nóvember 1998 | Minningargreinar | 364 orð

Svanhvít Egilsdóttir

Svanhvít Egilsdóttir ólst upp í Hafnarfirði. 15 ára gömul hóf hún tónlistarnám hjá dr. Franz Mixa, hún og tvíburasystir hennar Nanna fóru til söngnáms í Þýskalandi árið 1938 og vegna styrjaldarinnar lokuðust þær þar inni. Þær sáu sér fyrir lífsviðurværi með að syngja hér og þar í Þýskalandi og Austurríki. Meira
25. nóvember 1998 | Minningargreinar | 572 orð

Svanhvít Egilsdóttir

Persónuleg kynni mín af Svanhvíti Egilsdóttur hófust árið 1958, en þá var hún við framhaldsnám í söng í Salzburg og ég í München. Við vorum því eiginlega nágrannar. Um tilvist hennar og tvíburasystur hennar Nönnu hafði ég heyrt sem unglingur í Hafnarfirði, en þær, sem einnig voru Gaflarar, Meira
25. nóvember 1998 | Minningargreinar | 28 orð

SVANHVÍT EGILSDÓTTIR

SVANHVÍT EGILSDÓTTIR Svanhvít Egilsdóttir, fyrrverandi prófessor, fæddist í Hafnarfirði 10. ágúst 1914. Hún lést á Landakotsspítala 12. nóvember síðastliðinn og fót útför hennar fram frá Víðistaðakirkju 24. nóvember. Meira
25. nóvember 1998 | Minningargreinar | 1178 orð

Þuríður Sigurðardóttir

Vinkona mín Þuríður Sigurðardóttir lést að morgni 22. október síðastliðinn, á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Heilsa hennar hafði verið léleg lengi, en þó brá mér er ég frétti lát hennar því missir móður, ættingja og vina kemur ávallt á óvart. Ég vil minnast vinkonu minnar. Annað get ég ekki því hún var mér mikils virði og ég sakna hennar. Við Þuríður kynntumst á St. Meira
25. nóvember 1998 | Minningargreinar | 26 orð

ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR

ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Þuríður Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 5. október 1907. Hún lést í Hafnarfirði 22. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Garðakirkju 30. október. Meira

Viðskipti

25. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 926 orð

349 milljóna hagnaður af reglulegri starfsemi

HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi Flugleiða og dótturfélaga eftir skatta nam 349 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins en var á sama tíma í fyrra 127 milljónir króna. Afkoman af reglulegri starfsemi Flugleiða og dótturfélaga eftir skatta batnar því um 222 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins. Meira
25. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 208 orð

Árangurslausar sameiningarviðræður

PLASTPRENT hf. og Plastos umbúðir hf. hafa átt í samningaviðræðum, með milligöngu Íslandsbanka, um kaup Plastprents á ráðandi hlut í Plastosi með það að markmiði að sameina félögin. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Plastprenti. Í yfirlýsingunni kemur fram að sögur af hugsanlegri sameiningu hafi leitt til þess að lokað var fyrir viðskipti með hlutabréf í Plastprenti hf. í fyrradag. Meira
25. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 206 orð

Brot á milliríkjasamningi?

SAMNINGUR flutningadeildar bandaríska hersins við skipafélögin Transatlantic Lines og Transatlantic Iceland (Atlantsskip) um flutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, brýtur í bága við milliríkjasamning Íslands og Bandaríkjanna frá 1986. Þetta er mat forsvarsmanna Eimskipafélags Íslands sem hafa hafið lögsókn á hendur bandarískum stjórnvöldum vestra vegna málsins. Meira
25. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 237 orð

Dýfa degieftir mikinn metdag

VERÐ evrópskra hlutabréfa tók dýfu í gær eftir methækkanir austanhafs og vestan á mánudag og margir telja verðið of hátt. Í Wall Street varð 0,6% lækkun í gærmorgun eftir 214,72 punkta hækkun Dow Jones í 9374 á mánudag. Á flestum evrópskum mörkuðum varð 0,5-1,.5% lækkun, en í París varð aðeins 0,2% lækkun og í Madrid varð 0,4% hækkun. Meira
25. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 82 orð

ÐNámskeið í ATA- Carnet

LANDSNEFND Alþjóða verslunarráðsins stendur fyrir námskeiði um "ATA Carnet skírteini" og notkun þeirra í útflutningi á morgun, fimmtudag. Námskeiðið verður í fyrirlestrasalnum Gallerí á Grand Hóteli Reykjavík og stendur frá 8:30-12. Meira
25. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 319 orð

Einkaflugmenn fá lægri iðgjöld

ÍSLENSKA Vátryggingamiðlunin hefur náð hagstæðum samningum við breska tryggingafélagið Tremwick um ábyrgðar- og kaskótryggingar fyrir einkaflugmenn, en iðgjöld af tryggingum hækkuðu umtalsvert fyrir þessa aðila í haust í kjölfar nýrra loftferðalaga sem sett voru í sumar. Meira
25. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 226 orð

Engar viðræður um kaup á Nóatúni

VERSLUNARKEÐJAN 10­11 var í síðasta mánuði seld Kaupfélagi Eyfirðinga. Áður en formlega var búið að ganga frá kaupunum hætti Eiríkur Sigurðsson, eigandi keðjunnar, við að selja KEA 10­11 verslunarkeðjuna. Sögusagnir hafa verið um að KEA sé í samningaviðræðum um kaup á Nóatúnskeðjunni en að sögn Eiríks Jóhannssonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Eyfirðinga, er ekkert hæft í þeim sögum. Meira
25. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 237 orð

Krossanes hagnast um 71,6 milljónir

REKSTUR Krossaness hf. skilaði 71,6 milljóna króna hagnaði fyrstu níu mánuði ársins og hefur eiginfjárhlutfall félagsins hækkað úr 59,83% í 65,28% á 12 mánaða tímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Rekstrartekjur fyrirtækisins fyrstu níu mánuðina námu 620,4 milljónum króna en rekstrargjöld 452,8 milljónum króna. Meira

Fastir þættir

25. nóvember 1998 | Fastir þættir | 879 orð

Bergsteinn Einarsson unglingameistari Íslands

Bergsteinn Einarsson, 17 ára félagi í TR, varð Íslandsmeistari í flokki unglinga 20 ára og yngri um helgina. UNGLINGAMEISTARAMÓT Íslands, 20 ára og yngri, fór fram um helgina. Þessi mót hafa ávallt verið geysisterk og spennandi. Að þessu sinni þótti Íslandsmeistarinn frá árinu 1997, alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson, mjög sigurstranglegur. Meira
25. nóvember 1998 | Fastir þættir | 124 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfj

Aðaltvímenningur félagsins hófst mánudaginn 23. nóvember. Að þessu sinni taka aðeins 8 sveitir þátt í henni og hefur ekki verið svo fáliðað í mörg ár. Hins vegar lítur út fyrir að keppnin geti orðið spennandi. Meira
25. nóvember 1998 | Fastir þættir | 49 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

Sveit Vina sigraði í aðalsveitakeppni félagsins, sem lauk sl. mánudagskvöld. Sveitin háði hörkueinvígi við sveit Sigurðar Steingrímssonar og skildu aðeins 2 stig þegar keppni lauk en lokastaðan varð þessi: Vinir22265Sigurður Steingrímsson263Birgir Kjartansson228Friðbjörn Guðmundsson217Guðjón Jónsson211Sigurður ólafsson205Í sveit Vina Meira
25. nóvember 1998 | Fastir þættir | 59 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

Staðan að loknum tveimur umferðum í hraðsveitakeppni: Vinir 1180 Loftur Pétursson 1143 Valdimar Sveinsson 1142 Ragnar Jónsson 1100 Í sveit Vina spila: Árni Már Björnsson, Heimir Tryggvason, Gísli Tryggvason og Leifur Kristjánsson. Bestum árangri í 2. umferð náðu: Meira
25. nóvember 1998 | Fastir þættir | 70 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja

NÚ ER aðeins einni umferð ólokið í meistaramóti félagsins í sveitakeppni og leiðir sveit umsjónarmanns þessa þáttar keppnina, hefir 77 stig. Þrjár sveitir eru svo jafnar í 2.-4. sæti með 62 stig, en það eru sveitir Sigríðar Eyjólfsdóttur, Péturs Júlíussonar og Kristjáns Kristjánssonar. Sveit Jóns Erlingssonar er svo í fimmta sæti með 58 stig. Meira
25. nóvember 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. október í Háteigskirkju af sr. Jóni Helga Þórarinssyni Íris Björg Úlfarsdóttir og Ingvar Valsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
25. nóvember 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. september sl. í Langholtskirkju af sr. Jóni Helga Þórarinssyni Valgerður Hanna Hreinsdóttir og Þórir Hauksson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
25. nóvember 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndarinn - Lára Long. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. október í Kópavogskirkju af sr. Edvarð Þór Ingólfssyni Kristín Gísladóttir og Elí Þór Þórisson. Heimili þeirra er á Akranesi. Meira
25. nóvember 1998 | Í dag | 167 orð

Hér fær lesandinn að bera sig saman við Claude Rodrigu

Hér fær lesandinn að bera sig saman við Claude Rodrigue, sem var atkvæðamikill spilari á sjötta áratugnum og liðsmaður breska landsliðsins. Norður gefur; NS á hættu. 1032 K43 D6 K7642 ÁG97654 ­ ÁK4 D108 ­ Pass 4 hjörtu 4 spaðarDobl Pass Pass Pass Útspil: Hjartatvistur. Meira
25. nóvember 1998 | Dagbók | 710 orð

Í dag er miðvikdagur 25. nóvember 329. dagur ársins 1998. Katrínarmessa. Orð da

Í dag er miðvikdagur 25. nóvember 329. dagur ársins 1998. Katrínarmessa. Orð dagsins: Hneig eyra þitt og heyr orð hinna virtu, og snú athygli þinni að kenning minni. (Orðskviðirnir 22, 17.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Snorri Sturluson kom og fór í gær. Meira
25. nóvember 1998 | Fastir þættir | 839 orð

Í leit að hlutverki Á bakvið einfaldleikann í nútímaleikhúsi leynist þróaður tæknibúnaður og sérhæfð kunnátta. Nútímaleikhús

Þrátt fyrir allra handa tilraunir í vestrænni leikhúslist á undanförnum áratugum og umræðu um aðferðir og viðfangsefni hefur ­ þegar grannt er skoðað ­ sáralítið breyst. Meira
25. nóvember 1998 | Fastir þættir | 588 orð

Jólahald í skugga sorgar

ÁRBÆJARKIRKJA hefur undanfarið ár boðið upp á samveru syrgjenda síðasta fimmtudag hvers mánaðar. Þörfin er mikil og full ástæða er að sinna þessum þætti safnaðarstarfsins. Prestar safnaðarins hafa umsjón með þessu starfi. Ýmsar birtingamyndir sorgarinnar hafa verið tekin fyrir og rædd. Hafa þessar samverur mælst vel fyrir hjá þeim sem hafa sótt þær að staðaldri. Á morgun, fimmtudag 26. Meira
25. nóvember 1998 | Fastir þættir | 588 orð

Jólahald í skugga sorgar

ÁRBÆJARKIRKJA hefur undanfarið ár boðið upp á samveru syrgjenda síðasta fimmtudag hvers mánaðar. Þörfin er mikil og full ástæða er að sinna þessum þætti safnaðarstarfsins. Prestar safnaðarins hafa umsjón með þessu starfi. Ýmsar birtingamyndir sorgarinnar hafa verið tekin fyrir og rædd. Hafa þessar samverur mælst vel fyrir hjá þeim sem hafa sótt þær að staðaldri. Á morgun, fimmtudag 26. Meira
25. nóvember 1998 | Í dag | 20 orð

Ljósmyndari: Örn Óskarsson. Gefin voru saman 15. ágúst í Selfo

Ljósmyndari: Örn Óskarsson. Gefin voru saman 15. ágúst í Selfosskirkju af sr. Jökli Þóri Þorsteinssyni Kristjana Gunnarsdóttir og Kristján Ingi Vignisson. Meira
25. nóvember 1998 | Í dag | 347 orð

MND-félagið, sem er félagsskapur þeirra sem haldnir eru sjúkdómnum Motor

MND-félagið, sem er félagsskapur þeirra sem haldnir eru sjúkdómnum Motor Neurone Disease (hreyfitaugahrörnun) hefur nýverið gefið út tvo bæklinga sem innihalda upplýsingar og leiðbeiningar um MND-sjúkdóminn. Meira
25. nóvember 1998 | Í dag | 547 orð

SD-kremið

ÞAR sem ég er með þennan hvimleiða húðsjúkdóm, psoriasis, vil ég enn og aftur minna bræður mína og systur sem er eins ástatt fyrir og mér að nú er veturinn kominn og þá er mikilvægt fyrir okkur að huga vel að húðinni. Reynsla mín af SD-kreminu er sú að það sé besta vörnin sem ég hef fundið. Ég hef notað þetta krem á annað ár og er nú alveg laus við öll flúður. Meira
25. nóvember 1998 | Í dag | 122 orð

STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur.

STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á Owens Corning-mótinu sem nú stendur yfir í Wrexham í Wales. Tim Wall (2.370), Englandi, var með hvítt, en Þröstur Þórhallsson(2.495), hafði svart og átti leik. 25. - Hxb2! 26. Dxb2(Lætur drottninguna af hendi, því 26. Meira
25. nóvember 1998 | Fastir þættir | 190 orð

(fyrirsögn vantar)

Á föstudaginn var spilaður Norrænn tvímenningur með þátttöku 320 para. Útreikningur fór fram með aðstoð Netsins og voru úrslit kunn stuttu eftir að spilamennsku lauk. Þetta var tilraun til að nota Netið í þessum tilgangi og tókst mjög vel. Lokastaða efstu para: 1. Skúli Skúlason ­ Stefán Stefánsson Ak.4950 2. K. Maekikangas ­ M. Saastamoinen Fi. Meira

Íþróttir

25. nóvember 1998 | Íþróttir | 284 orð

ARI Bergmann Einarsson og

ARI Bergmann Einarsson og Ágúst Ásgeirsson voru kosnir hvor í sína nefndina á aðalfundi Evrópusambands ólympíunefnda, sem fór fram í Sankti Pétursborg í sl. viku. Meira
25. nóvember 1998 | Íþróttir | 133 orð

Árni Gautur ekki í markinu hjá Rosenborg

ÁRNI Gautur Arason verður ekki í markinu hjá Noregsmeisturum Rosenborg í knattspyrnu er þeir mæta Atletico Bilbao í Meistaradeild Evrópu í Þrándheimi í kvöld. Jörn Jamtfall kemur á ný í markið. Árni Gautur sagði í viðtali við Dagbladetí gær að hann yrði sár ef hann léki ekki. "Ég lék mig ekki út úr liðinu í Istanbúl. Ég fékk á mig þrjú mörk sem skrifuðust ekki á minn reikning. Meira
25. nóvember 1998 | Íþróttir | 68 orð

Átta leikmenn frá Fotex Veszprém

UNGVERSKA landsliðið kom til Reykjavíkur seint í gærkvöldi. Það eina sem Ungverjar fóru fram á við komuna og áður en þeir lögðust til svefns, var súpa og brauð. Ungverska liðið er sterkt ­ með því leika átta leikmenn frá meistaraliðinu Fotex Veszprém. Þar er fremstur í flokki József Éles, sem lék Íslendinga grátt á HM í Kumamoto, þar sem Ungverjar unnu með einu marki. Meira
25. nóvember 1998 | Íþróttir | 356 orð

Eigum harma að hefna

Júlíus Jónasson verður fyrirliði íslenska landsliðsins í leikjunum tveimur gegn Ungverjum í fjarveru Geir Sveinssonar. "Ég hef verið lengi að í handboltanum, þekki strákana vel og er að auki ekki ókunnugur fyrirliðastöðunni," sagði Júlíus á æfingu landsliðsins í gærkvöldi. "Í þessum leikjum er mikið í húfi, en sú hefur oft verið raunin í landsleikjum okkar á síðustu árum. Meira
25. nóvember 1998 | Íþróttir | 49 orð

Enn eitt metið hjá Erni

ÖRN Arnarson, SH, setti enn eitt Íslandsmetið á mánudagskvöld er tók þátt í meta- og lágmarksmóti SH í Sundhöll Hafnarfjarðar. Hann bætti metið í 200 metra skriðsundi, synti á 1.48,65 mín. og er fyrstur Íslendinga til að synda þessa grein á innan við 1,50 mín. Meira
25. nóvember 1998 | Íþróttir | 262 orð

Hollendingar eru sterkari en í fyrra

"Leikmenn eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar til þess að tryggja sér fyrsta sigurinn í keppninni," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari í körfuknattleik. Í dag mætir íslenska landsliðið því hollenska ytra í síðari leik þjóðanna í riðlakeppni Evrópumóts landsliða. Fyrri leikur þjóðanna í keppninni endaði með fjögurra stiga sigri Hollendinga 87:83. Meira
25. nóvember 1998 | Íþróttir | 672 orð

Hugsað fyrst og fremst um sigur

ÍSLENDINGAR taka á móti Ungverjum í landsleik í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn, sem hefst kl. 20:30, er liður í undankeppni fyrir HM í handknattleik sem fram fer í Egyptalandi á næsta ári. Liðin eru í fjórða riðli og hafa bæði sex stig að loknum fjórum leikjum, en Ungverjar hafa skorað fleiri mörk og eru því í efsta sæti sem gefur sæti á HM. Meira
25. nóvember 1998 | Íþróttir | 239 orð

ÍBV hafnaði öðru tilboði Elfsborgar í Steingrím

Steingrímur Jóhannesson, markakóngur efstu deildar í knattspyrnu á liðnu tímabili, verður að öllu óbreyttu áfram hjá Íslands- og bikarmeisturum ÍBV, en hann á eftir tvö ár af samningi sínum við félagið. Hann æfði með Elfsborg í Svíþjóð í vetur og í kjölfarið kom tilboð sem Eyjamenn höfnuðu. Meira
25. nóvember 1998 | Íþróttir | 14 orð

Í kvöld

HANDKNATTLEIKUR Undankeppni HM, karlar: Laugard.:Ísland - Ungverjal.20.30 1. deild kvenna: Valsheimili:Valur - ÍR18. Meira
25. nóvember 1998 | Íþróttir | 285 orð

ÍR áfrýjar til HSÍ

Handknattleiksdeild ÍR hefur áfrýjað úrskurði dómstóls Handknattleiksráðs Reykjavíkur, HKRR, í máli Róberts Þórs Rafnssonar til dómstóls Handknattleikssambands Íslands. Eins og komið hefur fram var leikheimild hans með ÍR afturkölluð fyrir síðustu helgi eftir að dómstóll HKRR komst að þeirri niðurstöðu að félagaskipti hans hefðu verið ólögleg og leikheimildina bæri að afturkalla. Meira
25. nóvember 1998 | Íþróttir | 150 orð

JÓHANN Þórhallsson, 18 ára k

JÓHANN Þórhallsson, 18 ára knattspyrnumaður úr Þór á Akureyri, undirritaði í gær þriggja ára samning við KR. Nokkur félög voru á eftir Jóhanni, m.a., Akranes, Leiftur, Valur, Víkingur og Fylkir. Meira
25. nóvember 1998 | Íþróttir | 94 orð

Juventus fékk leiknum frestað

ÍTALSKA félagið Juventus óskaði eftir því við Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, að fyrirhugaður leikur liðsins við Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í Istanbúl í kvöld yrði leikinn á hlutlausum velli eða frestað og ákvað UEFA að fresta leiknum til 2. desember. Meira
25. nóvember 1998 | Íþróttir | 187 orð

Knattspyrna Evrópukeppni félagsliða

Evrópukeppni félagsliða 3. umferð, fyrri leikir: Roma - FC Z¨urich1:0 Francesco Totti 90., vítaspyrna. 19.400. Grasshoppers - Bordeaux3:3 Mikhail Kavelaschvili 20., Kubilay Turkyilmaz 32., Alexandre Comisetti 53. - Sylvain Wiltord 5., 73., Johan Micoud 19. 10.000. Bologna - Real Betis4:1 Davide Fontolan 25. Meira
25. nóvember 1998 | Íþróttir | 183 orð

Kristinn æfði í HM-brekkunum í Vail

KRISTINN Björnsson æfði í skíðabrekkum Vail í Colorado í gær. Þar fer heimsmeistaramótið í alpagreinum fram í febrúar á næsta ári og verður hann þar á meðal keppenda. Reiknað er með að fjórir til fimm íslenskir keppendur taki þátt í HM. Meira
25. nóvember 1998 | Íþróttir | 463 orð

Læri af mistökunum

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Leyni á Akranesi, komst ekki áfram á úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina í golfi, sem fór fram á Spáni og lauk um helgina. Hann byrjaði vel, var á einu höggi undir pari eftir þrjá daga, en lék fjórða daginn á 84 höggum, 12 höggum yfir pari. Hann lauk keppni í 133. til 145. sæti en 75 komust áfram í tveggja daga keppni til viðbótar. Meira
25. nóvember 1998 | Íþróttir | 294 orð

Mistök Kvarme urðu dýr

Slakur varnarleikur kom leikmönnum Liverpool í koll er þeir sóttu Celta Vigo heim í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Eftir lipurlegan sóknarleik í fyrri hálfleik þar sem heimamenn áttu undir högg að sækja snerist taflið við í þeim síðari. Leikmenn Vigo skoruðu þrívegis án þess að gestirnir næðu að klóra í bakkann. Meira
25. nóvember 1998 | Íþróttir | 79 orð

Sigurður þjálfar Tindastól

SIGURÐUR Halldórsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Tindastól á Sauðárkróki um þjálfun meistara- og 2. flokks félagsins í knattspyrnu. Auk þess mun Sigurður sinna unglingastarfi hjá félaginu og vinna við ýmis verkefni vegna uppbyggingar knattspyrnu í bænum. Meira
25. nóvember 1998 | Íþróttir | 180 orð

Taylor var hetja Bolton

Í annað sinn á fjórum dögum var Bob Taylor hetja Bolton er liðið sótti Stockport heim í gærkvöldi og krækti í þrjú mikilvæg stig með 1:0 sigri. Taylor skoraði sigurmark Bolton þegar 9 mínútur voru til leiksloka, en þá stefndi allt í jafntefli þrátt fyrir að Bolton hefði verið sterkari aðilinn. Meira
25. nóvember 1998 | Íþróttir | 34 orð

Teitur orðaður við Herfölge

TEITUR Þórðarson, landsliðsþjálfari Eistlands í knattspyrnu, er einn þriggja þjálfara sem hafa verið orðaðir við danska úrvalsdeildarliðið Herfölge. Hinir eru John Jensen, miðvallarleikmaður hjá Brömby og Kim Ziegler, þjálfari B 1909. Meira
25. nóvember 1998 | Íþróttir | 53 orð

Tekið á flug...

ÞESSI skemmtilega mynd, sem hægt er að kalla Tekið á flug... var tekin í upphafi leiks þýsku 1. deildarliðanna Kaiserslautern og Dortmund um sl. helgi. Það eru þeir Ibramhim Samir hjá Kaiserslautern og Bachriou Salou hjá Dortmund sem eru að kljást. Meira

Úr verinu

25. nóvember 1998 | Úr verinu | 403 orð

Áhöfn Víkings AK þróar nýja gerð snurpuhringja

VIÐAR Karlsson, skipstjóri á nótaskipinu Víkingi AK, hefur ásamt áhöfn sinni þróað nýja gerð snurpuhringja sem draga verulega úr slysahættu til sjós. Þing Sjómannasambands Íslands lofaði þetta framtak Viðars og áhafnar hans í ályktun sinni um öryggismál nýverið og hvatti útgerðir nótaskipa til að taka hringina þegar í notkun. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 214 orð

Bretar flytja inn minna af fiski

BRETAR hafa dregið lítillega úr innflutningi á ferskum fiski á þessu ári. Í lok júlí höfðu þeir flutt inn um 43.000 tonn, sem er um 3.500 tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Mest kaupa Bretar af ferska fiskinum frá Færeyjum eða um 14.000 tonn, sem er þó samdráttur upp á 6.600 tonn. Við Íslendingar seldum Bretum um 11.000 tonn á þessu tímabili, sem er nánast sama magn og árið áður. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 236 orð

Deilt um "Smugu"togara í Noregi

DEILUR hafa risið í Noregi vegna veiða fyrrum íslenzkra togara innan lögsögu Noregs. Norðmenn hafa gefið út lista yfir togara, sem stundað hafa veiðar í Smugunni í Barentshafi og lýst því yfir að þeir fái ekki leyfi til veiða við Noreg. Þrátt fyrir það eru tveir slíkir þegar að veiðum við Noreg og sótt hefur verið um leyfi fyrir tvo til viðbótar. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 30 orð

EFNI Viðtal 3 Hulda Ólafsdóttir sjúkraþjálfari hjá Vinnueftirliti ríkisins Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna

Hulda Ólafsdóttir sjúkraþjálfari hjá Vinnueftirliti ríkisins Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Greinar 5/7 Hjálmar Vilhjálmsson og Friðrik Björgvinsson Markaðsmál 6 Kræklingur einn vinsælasti skelfiskurinn á markaðnum Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 58 orð

Formannafundur FFSÍ

FORMANNAFUNDUR Farmanna- og fiskimannasambands Íslands verður haldinn á Hótel Höfn á Höfn í Hornafirði dagana 26.­28. nóvember nk. Fundinn sækja formenn stéttarfélaga og stjórnarmenn FFSÍ. Að sögn Guðjóns A. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 188 orð

Framseljanlegur kvóti kemur ekki til greina

FRAMSAL kvóta verður ekki leyft í Noregi að því er haft er eftir Peter Angelsen, sjávarúvegsráðherra Norðmanna, í Fiskeribladet. Hann segir hvorki ráðuneyti sitt né ríkisstjórnina hafa uppi áætlanir um framsal, það "komi ekki til greina," en Samkeppnisstofnun Noregs mælir með framsali kvóta í nýlegri umsögn um frumvarp til laga um að binda veiðiheimildir við báta. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 115 orð

GARÐEY SF BREYTT Í PÓLLANDI

GAGNGERAR breytingar hafa verið gerðar á línu- og netabátnum Garðey SF frá Hornafirði. Verkið var unnið hjá Nordship í Gdynia í Póllandi. Þar var skipið lengt um 6 metra, lestarfyrirkomulag endurskipulagt og má þar nú koma fyrir um 180 körum. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 891 orð

Góður aðbúnaður felst í fleiru en tæknilegum lausnum

Færibönd ekki dregið úr líkamlegum álagseinkennum fiskverkakvenna hér á landi Góður aðbúnaður felst í fleiru en tæknilegum lausnum Hafa úrbætur í vinnuaðstöðu fiskverkakvenna aukið vellíðan þeirra í starfi og minnkað hættu á álags- og slitsjúkdómum? Eru flæðilínur ef til vill ekki sú töfralausn s Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 465 orð

Hvanney á humri

HVANNEY SF hefur verið á humarveiðum frá því um miðjan október. Veiðarnar hafa gengið sæmilega, einkum upp á síðkastið og er aflinn orðinn tvö til þrjú tonn. Humarveiðar hafa ekki verið stundaðar á þessum árstíma fyrr, en samkvæmt gildandi lögum og reglum er veiðitímabil fyrir humar einfaldlega allt fiskveiðiárið. Aflinn tvö til þrjú tonn Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 136 orð

Iceland Seafood í hópi silfurhafa

ICELAND Seafood, dótturfyrirtæki Íslenskra sjávarafurða í Bandaríkjunum, er í hópi 30 silfurhafa sem hlotið hafa viðurkenningu bandaríska stórfyrirtækisins SYSCO, sem er stærsta markaðs- og dreifingarfyrirækja í matvælaiðnaði í heimi. Hundrað fyrirtæki voru valin til viðurkenningar úr hópi 1.500 birgja Sysco og þau flokkuð í gull-, silfur og bronsflokk. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 500 orð

Í nýjum störfum hjá Rf

NÍU nýir starfsmenn Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins eru kynntir í nýjaast fréttabréfi Rf. Það eru KARL Rúnar Róbertsson. Hann var fastráðinn til starfa í útibúi Rf í Neskaupstað sumarið 1998. Stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum1993 og með BS-próf í matvælafræði frá Háskóla Íslands 1998. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 105 orð

JÓLASÍLDIN SETT Í KRUKKUR

ÓSKAR Ágústsson og Guðmunda Björk Óskarsdóttir voru í óða önn að setja jólasíld í krukkur hjá Óskari hf. í Kópavogi þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Síldin kemur að austan, frá Norðfirði, og er sett í krukkurnar í Kópavogi hjá Óskari við Kársnesbraut. Svo er ekið með þær í næstu götu, Vesturvör, þ.s. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 738 orð

Kræklingur einn vinsælasti skelfiskurinn á markaðnum

MIKILL og vaxandi markaður virðist vera fyrir krækling víða um heim og ekki síst í Bandaríkjunum. Þar er aðallega um að ræða þrjár tegundir, bláan, grænan og Miðjarðarhafskrækling og ber sá fyrstnefndi höfuð og herðar yfir aðrar tegundir. Í Bandaríkjunum kemur um helmingur framboðsins frá eldisstöðvum og hefur framleiðsla þeirra farið mjög vaxandi að undanförnu. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 119 orð

LÍFIÐ ER SALTFISKUR

Lífið er saltfiskur stendur einhvers staðar og honum Eggerti Daða Pálssyni þótti gott að geta brugðið sér í saltfiskinn hjá Vísi hf. í vetrarfríi skólans. Framleiðslustjórinn, Sveinn Guðjónsson, var á þönum en gaf sér nokkrar mínútur til að ræða við blaðamann. Þetta eru um 35 tonn af þorski sem rúlla hér daglega í gegn og nánast allt þorskur. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 119 orð

Meiri afla landað erlendis en heima

ÞÝSK fiskiskip lönduðu 8,8% minna aflamagni í heimahöfnum árið 1997 en 1996. Þar munar mestu um löndun kræklings sem minnkaði um 38,8%. Nokkur aukning var á milli áranna 1996 og 1997 á afla landað í erlendum höfnum, eða um 16,5%, en þetta er í fyrsta sinn sem þýsk skip landa meiri afla erlendis en heima. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 141 orð

Ný gerð snurpuhringja

VIÐAR Karlsson, skipstjóri á nótaskipinu Víkingi AK, hefur ásamt áhöfn sinni þróað nýja gerð snurpuhringja sem draga verulega úr slysahættu til sjós. Þing Sjómannasambands Íslands lofaði þetta framtak Viðars og áhafnar hans í ályktun sinni um öryggismál nýverið. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 292 orð

Nýr dýptarmælir frá SIMRAD

EFTIR margra ára þróun í fiskveiðitækni kynnir SIMRAD nú nýja kynslóð fjölnota dýptarmæla fyrir atvinnufiskveiðar. SIMRAD ES 60 dýptarmælar eru hinir fyrstu í heiminum sem vinna í Windows NT umhverfi. SIMRAD ES 60 hefur möguleika að sýna fjórar tíðnir samtímis með mjög mikilli nákvæmni. Mælirinn getur greint einstakan fisk niður á 1. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 106 orð

NÝTT SKIPASKÝLI TEKIð Í NOTKUN

MANNFÓLKIÐ sýnist smátt í samanburði við skipskrokkana í nýju skipaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur sem var tekið formlega í notkun föstudaginn 13. nóvember sl. Að sögn Stefáns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Skipasmíðastöðvarinnar, byggði Lava hf. skýlið og var það reist á tæpu ári. Byggingarkostnaður er um 200 milljónir króna. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 200 orð

Suðrænt kolasalat

Auðunn Sólberg Valsson, matreiðslumeistari á Café Operu, sér um soðninguna að þessu sinni. Nú býður hann upp á suðrænt skarkolasalat. Skarkolinn eða rauðsprettan, eins og þessi fiskur heitir einnig, er mjög sérstakur á bragðið og því freistandi að prófa hann svona hráan og marineraðan. Þessi uppskrift hæfir í forrétt fyrir 8. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 129 orð

Taívanar fiska meira

FISKAFLI Taívana jókst nokkuð á síðasta ári frá árinu áður, en þó er heildarafli enn minni en árið 1993, sem var metár. Þrátt fyrir að aflinn hafi aukizt, var í raun samdráttur í afla allra tegunda annarra en smokkfisks og túnfisks, sem veiddur var á fjarlægum miðum. Veiðar á heimaslóðinni urðu í fyrra tæplega 250. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 997 orð

Var og er íslenski þorskstofninn vannýttur?

Tilefni þessara skrifa er nýleg umfjöllun í blöðum og útvarpi um stjórn þorskveiða á Íslandsmiðum. Þar var enn einu sinni staðhæft að alltof lítið sé og hafi lengi verið veitt af þorski. Það standi stofninum fyrir þrifum og sé aðalástæða þess hve ástand hans hafi verið slæmt að undanförnu. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 1093 orð

Það var vitlaust gefið

BREYTINGAR á kvótakerfinu er bráðnauðsynlegt að gera sem allra fyrst til að halda byggð í landinu eins og hún er í dag, sameiningar eins og þær hafa gengið á undangengnum árum eru ekki hliðhollar minni byggðarlögum í landinu. Það að svona stór útgerðarfyrirtæki skuli hafa getað skapast á þessum samdráttarárum sýnir svo ekki verður um villst að fjármagnið dregur að sér kvótann. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 420 orð

Þau sjá um vitana

SIGLINGASTOFNUNgefur út vandað fréttabréf, Til sjávar. Í nýjast tölublaði þess eru kynntir starfsmenn á vitasviði stofnunarinnar. Fer kynning nokkurra þeirra hér á eftir: GUÐJÓN Frímannsson, útiverkstjóri. Fæddur 22. nóvember 1928 í Hafnarfirði. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 305 orð

Þjóðin á sögulegan rétt til arðs af sjávarauðlindinni

Í MÁLI sínu á ráðstefnunni Kvótakerfið ­ forsendur og reynsla gerði Þórólfur Matthíasson, dósent við Háskóla Íslands, að umræðuefni hvernig almenningur hefði með óbeinum hætti notið afraksturs sjávarútvegsins og með hvaða hætti slík tilfærsla gæti orðið í framtíðinni: "Há innflutningsgjöld hafa verið lögð á innflutningsvörur til þess að vernda innlendar samkeppnisgreinar, Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 755 orð

Þorskurinn var lengi nesti landkönnuðanna

ÞORSKURINN ­ Ævisaga fisksins sem breytti heiminum er komin út á íslensku. Bandaríkjamaðurinn Mark Kurlansky er höfundur hennar en Ólafur Hannibalsson þýddi. Kurlansky var spurður spjörunum úr á málþingi um bókina í Reykjavík. Jón Þ. Meira
25. nóvember 1998 | Úr verinu | 322 orð

Þróunarsjóður greiðir nýtt hafrannsóknaskip

ÞRÓUNARSJÓÐUR sjávarútvegsins greiðir að mestu fyrir smíði nýs hafrannsóknaskips. Formaður LÍÚ segir skipið engu að síður gjöf frá sjávarútveginum. Árlega er lagt þróunarsjóðsgjald á úthlutaðar aflaheimildir og er gjaldið nú 1.200 krónur á hvert þorskígildistonn en var til ársins 1996 1.000 krónur á hvert tonn. Meira

Barnablað

25. nóvember 1998 | Barnablað | 127 orð

Barnaríki fjörugur fjölskyldustaður

Litaleikur ­ Barnaríki ­ Myndasögur Moggans Barnaríki fjörugur fjölskyldustaður KOMIÐ þið sæl. Barnaríki er staður í Faxafeni 10 í Reykjavík þar sem eru stór leiktæki, boltaland, skemmtileg spil og veitingar fyrir krakka og fullorðna. Meira
25. nóvember 1998 | Barnablað | 106 orð

Hjólreiðakeppni

ÞIÐ notið hvert t.a.m. (= til að mynda) eina tölu eða mynt og þið þurfið líka tening. Sá sem byrjar setur töluna sína á örina og kastar teningnum. Hann færir fram um jafn marga punkta og teningurinn segir til um. Sá vinnur sem fyrstur kemst alla leið. Ef t.d. þrír punktar eru eftir er ekki hægt að komast í mark nema fá þrjá á teninginn. Meira
25. nóvember 1998 | Barnablað | 29 orð

Kratus er sundköttur

Kratus er sundköttur ÉG Á kött sem heitir Kratus. Hann syndir í sjónum, eiginlega kattarsund, og honum finnst það bara gaman. Höfundur: Pétur Breki Bjarnason, Álagranda 23, 107 Reykjavík. Meira
25. nóvember 1998 | Barnablað | 132 orð

Pennavinir

Við erum tvær stelpur sem heitum Hanna og Ragnhildur og erum báðar 13 ára. Okkur langar að eignast pennavini á aldrinum 12-14 ára, helst stráka ­ en stelpum er velkomið að skrifa. Svörum öllum bréfum. Heimilisfang okkar er: Ragnhildur A. Meira

Ýmis aukablöð

25. nóvember 1998 | Dagskrárblað | 112 orð

Ný ímynd fyrirmyndarunglings

LEIKARINN Jonathan Taylor Thomas, sem varð táningastjarna í þáttunum Handlaginn heimilisfaðir, hefur fengið tvö kvikmyndahlutverk. Um síðustu helgi var frumsýnd kvikmyndin Ég verð heima yfir hátíðarnar eða "I'll be Home for Christmas" sem er fjölskyldumynd á ljúfu nótunum. Meira
25. nóvember 1998 | Dagskrárblað | 379 orð

Óvæntar uppákomur á afmælisdaginn

ÞRIÐJUDAGINN 1. desember hefur Rás 2 þjónað landsmönnum í fimmtán ár. Haldið verður upp á tímamótin með beinni útsendingu frá kaffihúsi þar sem ýmsar uppákomur verða í tilefni afmælisins og saga stöðvarinnar rifjuð upp. Þorgerður K. Gunnarsdóttir yfirmaður samfélags- og dægurmáladeildar og Magnús Einarsson tónlistarstjóri Rásar 2 voru spurð um afmælið og sögu rásarinnar. Meira
25. nóvember 1998 | Dagskrárblað | 353 orð

Traðkar á maurum

ANNE Bancroft segist halda áfram að traðka á maurum heima hjá sér þrátt fyrir að hún tali inn á fyrir drottningu Mauranna í samnefndri teiknimynd sem sýnd er í Háskólabíói. Aðrar raddir í myndinni tilheyra m.a. Woody Allen, Sharon Stone, Sylvester Stallone, Gene Hackman og Jennifer Lopez. "Ég fæ ekki samviskubit yfir því," segir hún í samtali við People. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.