Greinar þriðjudaginn 29. desember 1998

Forsíða

29. desember 1998 | Forsíða | 445 orð

Írakar skjóta á bandarískar herflugvélar

ÍRAKAR sögðu í gær að bandarískar herflugvélar hefðu átt frumkvæðið í vopnaviðskiptum er urðu yfir norðurhluta Íraks í gær. Hefðu flugmennirnir skotið á loftvarnarstöð Íraka í norðurhluta landsins og hafi verið svarað með gagnárás. Meira
29. desember 1998 | Forsíða | 291 orð

Óveður kostar siglingakappa lífið

TVEIR fórust og fjögurra var saknað í gær eftir að keppendur í einni sögufrægustu siglingakeppni Ástralíu lentu í ofviðri á leiðinni frá borginni Sydney á norðausturströndinni til borgarinnar Hobart á eynni Tasmaníu suður af landinu. Meira
29. desember 1998 | Forsíða | 118 orð

Samið um kjördag

Reuters Samið um kjördag ÞINGMENN í Ísrael sögðu í gær að stærstu flokkar landsins, Likud og Verkamannaflokkurinn, hefðu náð samkomulagi um að efnt yrði til þing- og forsætisráðherrakosninga í landinu 17. maí. Fái enginn meirihluta atkvæða í forsætisráðherrakosningunum verður kosið á milli tveggja efstu frambjóðendanna 1. júní. Meira
29. desember 1998 | Forsíða | 198 orð

Vopnahléi talið borgið

ALÞJÓÐLEGIR eftirlitsmenn kváðust í gær telja að tekist hefði að tryggja áframhald vopnahlés í norðurhluta Kosovo-héraðs, þar sem átök voru farin að brjótast út að nýju undanfarna daga. Jörgen Grunnet, fulltrúi eftirlitsmannanna, sagði að viðræður hefðu verið haldnar á sunnudag við yfirmenn öryggislögreglu Serba og albanskra uppreisnarmanna á svæðinu. Meira

Fréttir

29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 49 orð

8,8 milljónir á trompmiða HHÍ

UNG hjón í Árbænum fengu 8,8 milljónir í vinning á trompmiða þegar dregnar voru út 15,7 milljónir króna í Happdrætti Háskóla Íslands í síðasta útdrætti ársins. Fjórir einstaklingar, búsettir í Reykjavík, Vík og á Siglufirði, unnu 1,7 milljónir króna hver um sig í útdrættinum. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

Afhenda ekki ljósmyndir

BÖÐVAR Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, segist ekki sjá ástæðu til þess að afhenda Ungum sósíalistum ljósmyndir sem lögreglan tók af þeim er þeir mótmæltu fyrir framan bandaríska sendiráðið vegna loftárása Bandaríkjamanna og Breta á Írak 18. desember sl. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Aflaði fyrir 775 milljónir í ár

BALDVIN Þorsteinsson EA, frystitogari Samherja hf., veiddi um 7.100 tonn af fiski á þessu ári og er verðmæti aflans um 775 milljónir króna. Eftir því sem næst verður komist er þetta mesta aflaverðmæti sem íslenskt skip hefur komið með að landi á einu ári. Meira
29. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 295 orð

Aflaverðmætið á árinu um 775 milljónir króna

AFLAVERÐMÆTI Baldvins Þorsteinssonar EA, frystitogara Samherja hf., var um 775 milljónir króna á þessu ári og afli upp úr sjó um 7.100 tonn. Þetta er jafnframt mesta aflaverðmæti íslensks fiskiskips á árinu, samkvæmt því sem Morgunblaðið kemst næst og mesta aflaverðmæti sem skipið hefur komið með að landi á einu ári. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Alvarlegt bílslys við Laxamýri

ALVARLEGT umferðarslys varð á jóladag við Laxamýri skammt frá Húsavík. Stúlka hryggbrotnaði og var flutt á sjúkrahús til Reykjavíkur, en ökumaður bílsins var fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík. Að sögn lögreglunnar á Húsavík lítur út fyrir að stúlkan nái fullum mætti eftir slysið. Rekja má tildrög slyssins til slæmra akstursskilyrða. Meira
29. desember 1998 | Erlendar fréttir | 190 orð

Andófsmenn fangelsaðir í Kína

KÍNVERSKI andófsmaðurinn Zhang Shanguang var hnepptur í varðhald sl. sunnudag og var hann fjórði andófsmaðurinn sem kínversk stjórnvöld fangelsa á einni viku. Zhang var dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að veita útvarpsstöðinni Radio Free Asia, er nýtur stuðnings Bandaríkjamanna, upplýsingar um mótmælaaðgerðir bænda. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 383 orð

Annasöm jólahelgi

JÓLAHÁTÍÐIN var að mestu tíðindalítil fyrir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu. Útköll fremur fá eins og gjarnan á þessum árstíma en verkefni mörg hver þó erfið viðfangs. Umferðarmálefni Um helgina var lögreglu tilkynnt um 43 umferðaróhöpp en ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. Bifreið var ekið á ljósastaur á Holtavegi við Sæbraut að morgni aðfangadags. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Athugasemd frá Agli Eðvarðssyni

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Agli Eðvarðssyni: "Undirritaður vill að gefnu tilefni taka fram að kvikmyndin Dómsdagur, sem sýnd var í sjónvarpinu annan dag jóla, er skáldverk. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 263 orð

Athugasemd frá Sigríði Ingvarsdóttur héraðsdómara

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sigríði Ingvarsdóttur héraðsdómara: "Í tilefni af frétt í Morgunblaðinu þann 23. desember sl. þar sem skýrt var frá því að mér hefði verið gert að víkja sæti úr dómnefnd sem metur hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara óska ég eftir að koma svohljóðandi leiðréttingu á framfæri. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 1665 orð

Ágreiningur um þátttöku stéttarfélaga

Forsvarsmenn Rafiðnaðarsambandsins og Félags íslenskra símamanna gagnrýna hvernig Landssíminn stendur að tilboði til starfsmanna sinna um gerð vinnustaðasamnings, sem sett sé fram án samráðs við stéttarfélögin eða trúnaðarmenn þeirra. Þórarinn V. Þórarinsson segir gagnrýni byggjast á misskilningi. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

"Á misskilningi byggð"

HREGGVIÐUR Jónsson forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins hf. (ÍÚ) segir að kvörtun Breiðvarps Landssímans til Samkeppnisstofnunar um að áskriftargjöld að Fjölvarpi séu niðurgreidd af rekstri annarrar sjónvarpsstarfsemi Íslenska útvarpsfélagsins sé byggð á töluverðum misskilningi. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 420 orð

Átak til að fækka slysum

ÁTAKSVERKEFNI um slysavarnir barna og unglinga til næstu þriggja ára var kynnt á fundi með Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra í gær. Sérstök verkefnisstjórn með sex fulltrúum ráðuneyta og sveitarfélaga hóf störf í maí síðastliðnum og meginverkefni hennar er að samhæfa og efla aðgerðir þeirra sem vinna að slysavörnum barna og unglinga. Meira
29. desember 1998 | Miðopna | 1078 orð

Átta í varðhaldi hérlendis og erlendis

SEX fíkniefnamál sem Íslendingar eiga aðild að eru nú til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í Þýskalandi og hérlendis. Átta manns sitja þegar í gæsluvarðandi vegna þessara mála og eru sum þeirra enn ekki upplýst að fullu. Meira
29. desember 1998 | Erlendar fréttir | 511 orð

Begin tilkynnir framboð gegn Netanyahu

ZE'EV Benjamin Begin, einkasonur Menachems Begins, stofnanda Likud-flokksins, tilkynnti í gær að hann hygðist segja sig úr flokknum og gefa kost á sér gegn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í kosningunum á næsta ári. Meira
29. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 435 orð

Björgunarsveitirnar í samkeppni

BARÁTTAN á flugeldamarkaðnum á Akureyri harðnar enn, því nú hefur Flugbjörgunarsveitin á Akureyri bæst í hóp söluaðila fyrir þessi áramót. Undanfarin ár hafa Hjálparsveit skáta og Íþróttafélagið Þór staðið fyrir flugeldasölu í bænum og eru Hjálparsveitarmenn lítt hrifnir af því að félagar þeirra í Flugbjörgunarsveitinni fari nú einnig inn á þessa fjáröflunarleið. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 154 orð

BJÖRN ARNÓRSSON

BJÖRN Arnórsson, hagfræðingur BSRB, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 24. desember sl. 53 ára að aldri. Björn fæddist 16. janúar árið 1945 í Reykjavík, sonur Pálínu Eggertsdóttur verslunarmanns og Arnórs Björnssonar stórkaupmanns. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1965 og hagfræðiprófi frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð árið 1975. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 192 orð

Blysför í Elliðaárdal og áramótaferð í Þórsmörk

FERÐAFÉLAG Íslands kveður ferðaárið á veglegan hátt, annars vegar með blysför um Elliðaárdal í dag, þriðjudaginn 29. desember og svo með árlegri áramótaferð í Þórsmörk. Dvalið verður í Skagfjörðsskála í Langadal og þar verður fjölbreytt dagskrá og er enn hægt að fá miða á skrifstofunni í Mörkinni 6. Fararstjórar eru Finnur P. Fróðason og Guðný Helga Guðmundsdóttir. Meira
29. desember 1998 | Landsbyggðin | 294 orð

Brautskráning nemenda á haustönn 1998

BRAUTSKRÁNING nemenda á haustönn 1998 frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fór fram við hátíðlega athöfn laugardaginn 19. desember sl. og að þessu sinni brautskráðust 32 nemendur. Alls stunduðu 680 nemendur nám í skólanum á önninni sem er svipuð aðsókn og oft áður á haustönn, en aldrei í sögu skólans hafa fleiri nemendur verið í verknámsdeildinni. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 234 orð

Brautskráning stúdenta frá FG

TUTTUGU og átta nemendur frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ voru brautskráðir laugardaginn 19. desember, allir með stúdentspróf og tveir nemendur með verslunarpróf að auki. Athöfnin fór fram í Vídalínskirkju. Þorsteinn Þorsteinsson, skólameistari, flutti ávarp og afhenti nemendum prófskírteini. Skólameistari ræddi um skólastarfið og framtíðarhlutverk skólans. Meira
29. desember 1998 | Erlendar fréttir | 1322 orð

Breski Verkamannaflokkurinn í sárum

BRESKIR íhaldsmenn hafa krafist þess að fram fari opinber rannsókn á fjárhagslegum tengslum kaupsýslumannsins Geoffreys Robinsons og þingmanna Verkamannaflokksins. Robinson, sem gegnt hafði embætti aðstoðarráðherra í Meira
29. desember 1998 | Miðopna | 801 orð

Breytingar á forræði og stjórn sérsveitarinnar Kaflaskil verða í sögu sérsveitar lögreglunnar 1. janúar næstkomandi en þá tekur

SAMKVÆMT reglugerð sem dómsmálaráðherra undirritaði 22. desember síðastliðinn felur dómsmálaráðherra ríkislögreglustjóranum að fara með lögreglustjórn þar sem sérsveitin er kölluð út til vopnaðra lögreglustarfa og öryggismála, og við störf sín lýtur sérsveitin yfirstjórn ríkislögreglustjórans. Meira
29. desember 1998 | Landsbyggðin | 185 orð

"Byr í seglin"

"BYR í seglin ­ viðskiptahugmynd að veruleika" er yfirskrift verkefnis sem undirbúið er á Vestfjörðum. Iðntæknistofnun, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Svæðismiðlunin standa að verkefninu, sem snýst um að styðja fólk með viðskiptahugmyndir og einstaklinga í fyrirtækjarekstri. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Bæjarstjóri Hornafjarðar hættir

BÆJARSTJÓRI Hornafjarðar, Sturlaugur Þorsteinsson, hefur sagt starfi sínu lausu og mun láta af störfum 1. febrúar næst komandi. Í upplýsingum frá bæjarstjórn Hornafjarðar kemur fram að ástæður uppsagnarinnar séu persónulegar. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 787 orð

Bækurnar um Narníu koma út

C.S. LEWIS hefði orðið hundrað ára 29. nóvember sl. Af því tilefni gaf Muninn bókaútgáfa út nýja og stytta útgáfu af þekktustu barnabók hans, Ljónið, nornin og skápurinn. Einnig var hafin endurútgáfa á bókum hans um Töfralandið Narníu, sem komu út á sínum tíma hjá Almenna bókafélaginu, en eru nú allar ófáanlegar nema sú síðasta sem kom út hjá bókaútgáfunni Muninn á síðasta ári. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 982 orð

Engar viðræður hafa farið fram í hálft ár Iðnaðarráðuneytið telur samning milli Hitaveitu Suðurnesja og Landsvirkjunar vera

EKKI hefur verið haldinn fundur í hálft ár milli Hitaveitu Suðurnesja og Landsvirkjunar um gerð samrekstrarsamnings vegna raforkusölu frá HS. Að mati iðnaðarráðherra er samkomulag um slíkan samning forsenda fyrir því að iðnaðarráðuneytið veiti HS virkjunarleyfi. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Erill hjá slökkviliði

MIKILL erill var hjá slökkviliðinu í Reykjavík í gær. Meðal annars var það kallað út eftir að eldur kom upp í jólatré, þvottavél og bíl. Í öllum tilvikum urðu litlar skemmdir. Þá var slökkviliðið tvisvar kallað að Landspítalanum en í hvorugt skiptið reyndist vera eldur. Meira
29. desember 1998 | Erlendar fréttir | 411 orð

Flugtaki frestað í Ástralíu

MIKIL vindhæð neyddi í gær ástralsk-bandarískt teymi, sem hyggst taka þátt í kapphlaupinu um að verða fyrst til að fljúga umhverfis jörðina í loftbelg, til að fresta fyrirhuguðu flugtaki. Áformað hafði verið að risavaxinn loftbelgur RE/MAX-liðsins legði í hann frá mið-ástralska bænum Alice Springs í gær, en að sögn Bill Echols, talsmanns liðsins, Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 39 orð

Forskot á áramótin

JÓLAHÁTÍÐIN var varla um garð gengin er farið var að undirbúa áramótin. Hjálparsveit skáta á Akureyri stóð fyrir flugeldasýningu á sunnudag og vakti hún athygli bæjarbúa og lýsti fagurlega upp kirkjuna og miðbæ Akureyrar. Meira
29. desember 1998 | Landsbyggðin | 131 orð

Friðsæl jól í Snæfellsbæ í nýföllnum jólasnjó

Hellissandi-Undir Jökli varð flestum að ósk sinni að fá nýfallna mjöll á jörðu um jólin eftir alla þá umhleypinga sem staðið hafa undanfarnar vikur. Skömmu fyrir messutíma eða um kl. 16 tók að snjóa lítilsháttar og náði nánast að gera alhvíta jörð bæði á Hellissandi og í Ólafsvík. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 221 orð

Gosið að fjara út

MJÖG hefur dregið úr eldsumbrotum á Vatnajökli en jarðvísindamenn vilja þó ekki lýsa því yfir að gosi sé lokið. Flogið var yfir eldstöðvarnar á sunnudag og virtist þá hafa dregið talsvert úr gosinu og varð hlé á því á meðan vísindamenn voru á flugi yfir. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

GUÐNI KRISTINSSON

GUÐNI Kristinsson, bóndi á Skarði í Landsveit, er látinn, 72 ára að aldri. Guðni fæddist að Raftholti í Holtahreppi 6. júlí 1926, en fluttist að Skarði með foreldrum sínum fjögurra ára gamall og átti heima þar til dauðadags. Foreldrar hans voru Sigríður Einarsdóttir ljósmóðir og Kristinn Guðnason bóndi. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 496 orð

Heildarkaupverðið tæplega 2,2 milljarðar króna

EIGNARHALDSFÉLAG í Lúxemborg, Scandinavian Holding S.A., sem er í vörslu Kaupthing Luxembourg S.A. hefur keypt 16,9% hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins af sex sparisjóðum og dótturfélögum á tæpa 2,2 milljarða króna. Jafnframt hefur Scandinavian Holding atkvæðisrétt yfir 4,1% af heildarhlutafé bankans. Samtals hefur félagið því atkvæðisrétt yfir 21% í FBA. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Heyerdahl í hátíðarsal Háskólans

Heyerdahl í hátíðarsal Háskólans LÍFFRÆÐINGURINN og landkönnuðurinn Thor Heyerdahl hélt fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands í boði Páls Skúlasonar háskólarektors að viðstöddu fjölmenni í gær. Meira
29. desember 1998 | Smáfréttir | 48 orð

HÚMANISTAFLOKKURINN mótmælir í yfirlýsingu "þeirri skerðingu á persónuf

HÚMANISTAFLOKKURINN mótmælir í yfirlýsingu "þeirri skerðingu á persónufrelsi og mannréttindum sem felst í myndatöku lögreglunnar af þátttakendum í friðsamlegum mótmælum gegn árásum á Írak við Bandaríska sendi ráðið föstudaginn 18. desember sl. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

Húnvetningar velja úr þremur nöfnum

VESTUR-Húnvetningar munu velja úr þremur nöfnum á sameinað sveitarfélag allra sveitarfélaga Vestur-Húnavatnssýslu á tímabilinu 4.-12. janúar 1999 og mun nýtt nafn verða tilkynnt á fyrsta sveitarstjórnarfundi næsta árs þann 14. janúar. Nöfnin, sem til greina koma eru Húnaþing vestra, Vestur- Húnabyggð og Vestur-Húnaþing. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Jólahraðskákmótin

Jólahraðskákmót TR hefst þriðjudaginn 29. desember með undanrásum og lýkur 30. desember með úrslitakeppni samkvæmt venju. Taflið hefst kl. 20 báða dagana. Þátttökugjöld eru 500 kr. fyrir félagsmenn 16 ára og eldri (700 kr. fyrir utanfélagsmenn) og 300 kr. fyrir 15 ára og yngri (500 kr. fyrir utanfélagsmenn). Veittir verða verðlaunagripir fyrir þrjú efstu sætin. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 57 orð

Jólahraðskákmót TR 1998

JÓLAHRAÐSKÁKMÓT TR hefst þriðjudaginn 29. desember með undanrásum og lýkur 30. desember með úrslitakeppni samkvæmt venju. Taflið hefst kl. 20 báða dagana. Þátttökugjöld eru 500 kr. fyrir félagsmenn 16 ára og eldri (700 kr. fyrir utanfélagsmenn) og 300 kr. fyrir 15 ára og yngri (500 kr. fyrir utanfélagsmenn). Veittir verða verðlaunagripir fyrir þrjú efstu sætin. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 533 orð

Jólaselur í heimsókn á Kópaskeri

ÓVÆNTAN gest bar að garði á Kópaskeri á jóladagsmorgun þegar blöðruselur skreið á land og hélt rúmlega 700 metra inn í byggð. Það voru hjónin Helga Björnsdóttir og Jón Þór Þóroddsson sem uppgötvuðu selinn í garðinum hjá sér og hófust handa við að koma honum aftur til heimkynna sinna. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

JÓNAS BJARNASON

JÓNAS Bjarnason fyrrverandi yfirlæknir á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði er látinn, 76 ára að aldri. Jónas fæddist í Hafnarfirði 16. nóvember árið 1922, sonur Bjarna Snæbjörnssonar læknis og Helgu Jónasdóttur barnakennara. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1942 og lauk prófi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1949. Meira
29. desember 1998 | Landsbyggðin | 80 orð

Landssíminn með nýja verslun á Selfossi

Selfossi-Landssíminn opnaði á dögunum nýja verslun á Selfossi. Þetta er samskonar verslun og síminn er að opna víðsvegar um landið. Þarna er hægt að fá alla þjónustu varðandi síma, kaupa ýmsar gerðir af símum og boðið er upp á sérstaka fyrirtækjaþjónustu. Verðið er það sama og á höfuðborgarsvæðinu. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Leikfimi á Gigtarmiðstöð

LEIKFI byrjar aftur hjá Gigtarmiðstöðinni eftir jólafrí 6. janúar nk. og er öllum velkomið að vera með. Í boði er þjálfun í 10­14 manna hópum undir handleiðslu sérhæfðs fagfólks. Í janúar 1999 verða eftirfarandi hópar í boði: Almenn leikfimi, kínversk leikfimi, jóga, vatnsleikfimi, Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 441 orð

Líkir lausninni við Potemkin-tjöld

STOFNUN Goethe-miðstöðvar í Reykjavík með það í huga að gera betur fyrir fimmtung þess fjár, sem notað var til að reka Goethe-stofnun, eða 70 þúsund mörk (2,8 milljónir króna), virðist ætla að mistakast segir í grein í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung. Meira
29. desember 1998 | Erlendar fréttir | 408 orð

Minnsti áttburinn látinn

Minnsti áttburinn látinn Houston, Peking. Reuters. VIKUGAMALT stúlkubarn, sú minnsta af áttburunum er fæddust í Houston í Texas í vikunni sem leið, lést á sunnudaginn vegna hjarta- og lungnagalla, aðeins klukkutíma eftir að móðir hennar heimsótti hana í fyrsta skipti. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 252 orð

Mótmæla hækkun á þungaskatti

EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt í bæjarráði Siglufjarðar hinn 21. desember sl.: "Stór þáttur í þeim búferlaflutningum sem átt hafa sér stað undanfarin ár er sá mikli munur á búsetuskilyrðum íbúa höfuðborgarsvæðis annars vegar og landsbyggðar hins vegar hvað varðar vöruverð og þjónustu. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 195 orð

Mótmæli vegna myndarinnar Dómsdagur

DAVÍÐ Sch. Thorsteinsson verkefnisstjóri gerir alvarlegar athugasemdir við sjónvarpsmynd Egils Eðvarðssonar, Dómsdag, sem frumsýnd var á annan í jólum. Hann segir í bréfi til Morgunblaðsins, að í myndinni svívirði Egill minningu látinna heiðurshjóna, séra Ólafs Petersen og Ástríðar Stephensen, presthjóna á Svalbarða í Þistilfirði. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Nýr framkvæmdastjóri Háskólabíós

NÝR framkvæmdastjóri tekur til starfa hjá Háskólabíói í Reykjavík um áramótin. Er það Einar S. Valdemarsson. Einar tekur við starfinu af Friðberti Pálssyni sem verið hefur framkvæmdastjóri Háskólabíós frá árinu 1979. Einar útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1990 og starfaði í fyrstu á endurskoðunarskrifstofu. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 177 orð

Nýtt stjórnskipulag fyrir embætti ríkislögreglustjórans

DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur samþykkt nýtt stjórnskipulag fyrir embætti ríkislögreglustjórans sem tekur gildi 1. janúar næstkomandi. Ríkislögreglustjóri er Haraldur Johannessen og í frétt frá embættinu kemur fram að starfsemi embættisins hafi á undanförnum mánuðum verið til endurskoðunar hjá yfirstjórn þess og breytingar hafi verið gerðar á stjórn, stjórnskipulagi og verkefnaskiptingu embættisins. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Ný UNESCO- nefnd skipuð

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað nýja UNESCO-nefnd fyrir árin 1999 til 2000. Nefndina skipa: Sveinn Einarsson leikstjóri, fulltrúi fyrir menningarmál og formaður, Guðný Helgadóttir deildarstjóri, fulltrúi fyrir menntamál og ritari, Birgir Tjörvi Pétursson lögfræðingur, fulltrúi fyrir málefni ungs fólks, Halldór I. Meira
29. desember 1998 | Erlendar fréttir | 330 orð

Páfi þakkar Castro

JÓHANNES Páll páfi hefur sent Fidel Castro, forseta Kúbu, skeyti til að þakka honum fyrir að gera jóladaginn að opinberum frídegi að nýju eftir að hafa lagt jólafríið niður fyrir tæpum 30 árum. Páfi fór í heimsókn til Kúbu í janúar og samskipti kommúnistastjórnarinnar og kaþólsku kirkjunnar í landinu hafa farið batnandi á síðustu árum. Sómalar flýja til Eþíópíu UM 10. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Piltur brenndist illa á fæti

UNGUR piltur brenndist mjög illa á fæti eftir að neisti komst í púðurkerlingar sem hann var með í buxnavasanum. Að sögn lögreglunnar í Hafnafirði var drengurinn fluttur á brunadeild Landspítalans þar sem hann gekkst undir aðgerð. Atvikið átti sér stað um tvöleytið í gær þar sem drengurinn var að leika sér að fikta með flugelda ásamt félaga sínum. Rafn A. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

RAGNAR JÚLÍUSSON

RAGNAR Júlíusson, fyrrverandi skólastjóri, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á jóladag, 65 ára að aldri. Ragnar fæddist á Grund í Eyjafirði 22. febrúar 1933, sonur hjónanna Júlíusar Ingimarssonar bifreiðastjóra og Jórunnar Guðmundsdóttur. Ragnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1952, stundaði nám við Háskóla Íslands árið 1953 og lauk kennaraprófi árið 1954. Meira
29. desember 1998 | Erlendar fréttir | 39 orð

ReutersLengstir lokkar LU Seng sýnir hár sitt í

ReutersLengstir lokkar LU Seng sýnir hár sitt í bænum Chiang Mai í Norður-Taílandi. Bandarísk samtök er hafa auga með undrum veraldarinnar og mannlífsins hafa nýverið lýst því yfir að hár Lus, sem er 77 ára, sé það lengsta í heimi. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 195 orð

R-listi fengi 52,5%

EF gengið væri til kosninga nú myndi R-listinn fá 52,5% atkvæða en D-listinn 47,5% og er þá miðað við þá sem afstöðu tóku, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups á Íslandi. Í fréttatilkynningu Gallups kemur fram að fimmtungur aðspurðra er ekki viss um hvað hann myndi kjósa ef kosningar til borgarstjórnar færu fram núna og tæplega 5% myndu skila auðu eða ekki mæta á kjörstað. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 206 orð

Samfylkingarflokkar með 21% fylgi

INNAN við 14% kjósenda styðja væntanlega Samfylkingu vinstri manna, samkvæmt skoðanakönnun sem Markaðssamskipti hafa gert fyrir Stöð 2. Ef lagt er saman fylgi Samfylkingar, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista sést að liðlega 21% kjósenda myndi kjósa þetta afl ef kosið yrði nú, 13% færri en í skoðanakönnun í júní sl. Framsóknarflokkurinn bætir aftur á móti verulega við sig. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 165 orð

Samkomulag um prófkjör á Reykjanesi

SAMKOMULAG tókst um helgina milli Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista á Reykjanesi um opið prófkjör vegna alþingiskosninganna í vor. Í samkomulaginu felst að kosið verður um 6 efstu sætin, en girðing verður við fjórða sætið, sem tryggir flokkunum þremur a.m.k. eitt af fjórum efstu sætunum. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 588 orð

Skilyrði að farmurinn væri tollafgreiddur

AF HÁLFU utanríkisráðuneytisins voru ekki gerðar athugasemdir við að sending samtakanna Friður 2000 færi úr landi á aðfangadag, enda væri sendingin tollskoðuð og afgreidd. Hins vegar kom aldrei til greina að tollgæslan heimilaði flutning á farmi sem ekki hafði verið afgreiddur á löglegan hátt, að því er fram kemur í yfirlýsingu sem embætti sýslumanns á Keflavíkurflugvelli sendi frá sér í gær. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð

Skíðasvæðið í Bláfjöllum opnað

Skíðasvæðið í Bláfjöllum opnað SKÍÐASVÆÐIÐ í Bláfjöllum var opnað á sunnudag og komu rúmlega 600 manns fyrsta skíðadag vetrarins. Í gær var einnig opið og giskaði Þorsteinn Hjaltason, fólkvangsvörður í Bláfjöllum, á að um 400 manns hefðu komið í Bláfjöll, en þrjár lyftur eru í gangi þessa dagana. Meira
29. desember 1998 | Erlendar fréttir | 395 orð

Spá forsetaskiptum í Rússlandi og undirfötum frá Lewinsky

Fréttaskýrendur BBC spá í framtíðina Spá forsetaskiptum í Rússlandi og undirfötum frá Lewinsky FRÉTTASKÝRENDUR breska útvarpsins,BBC, eru teknir til við að rýna í framtíðina og spá um þróun mála á næsta ári. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Tillögu um opið prófkjör vísað frá

SAMKOMULAG A-flokkanna um prófkjör í Reykjavík var samþykkt á fundi kjördæmisráðs alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík í gærkvöldi með þeirri viðbót að lögð var áhersla á að áfram yrði leitað leiða til að ná samkomulagi við Kvennalistann og Jóhönnu Sigurðardóttur. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Tólf ára drengur lést

BANASLYS varð á Snæfellsnesi við afleggjarann að Skógarnesi klukkan tæplega 13 á sunnudag. Mikil hálka var á veginum og er talið að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum í beygju með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Tólf ára drengur sem var á palli bílsins lést, en aðrir farþegar bílsins sluppu án alvarlegra meiðsla, meðal annars annar drengur sem var á bílpallinum. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 367 orð

Undirbúningur borgaryfirvalda tekur um eitt ár

LÍKLEGT er að undirbúningur borgaryfirvalda fyrir lóðarúthlutun á uppfyllingu í Skerjafirði, sem Björgun ehf. hefur sótt um taki um eitt ár, að sögn Bjarna Reynarssonar, sviðsstjóra rannsóknar- og þróunarsviðs hjá borgarskipulagi. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Ungt par handtekið á stolnum bíl

LÖGREGLAN veitti ungu pari á stolnum bíl eftirför um hádegisbil í gær. Eftirförin hófst á Miklubraut þegar ökumaður bifreiðarinnar sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu, heldur ók mjög greitt í austurátt. Fimm lögreglubílar eltu bílinn og endaði eftirförin í Árbæ eftir að ökumaðurinn ók á kyrrstæðan bíl. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 213 orð

Upplýsingar um 2000- hæfni símbúnaðar á heimasíðu Símans

LANDSSÍMI Íslands hf. hefur opnað upplýsingasíðu á Netinu þar sem símnotendur geta nálgast upplýsingar um það hvort símbúnaður, keyptur af Landssímanum, geti orðið fyrir truflunum þegar árið 2000 gengur í garð. Vefslóðin er http: //www.simi.is/arid2000/uttekt.hum Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 464 orð

"Vanmáttarkenndin rak okkur áfram"

"ÞAÐ var rosalega gott að borða þegar við komum aftur heim annan í jólum," sagði Elín Agla Briem eftir að hafa fastað í tíu daga ásamt Guðrúnu Evu Mínervudóttur til þess að vekja athygli á málefnum miðhálendisins. Samhliða föstunni stóðu stöllurnar fyrir málþingi undir yfirskriftinni "Hvers virði er hálendið?" þar sem fjöldi sérfræðinga fjallaði um málið út frá ýmsum forsendum. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Vann leikjatölvu í Hermannaleik

Á DÖGUNUM stóðu Morgunblaðið á Netinu, Sambíóin og BT fyrir Hermannaleik á mbl.is. Leikurinn var í tilefni frumsýningar á "Soldier" með Kurt Russel og Jason Scott Lee. Auk miða á myndina áttu þátttakendur í leiknum möguleika á að vinna Sony Playstation-leikjatölvu frá BT. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 363 orð

Vara við útboði á þjónustu aldraðra

SVAVAR Gestsson, þingflokki Alþýðubandalags, vakti í utandagskrárumræðu á Alþingi fyrir jól athygli á auglýsingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, sem birtist í Morgunblaðinu fyrr í mánuðinum, og var um útboð á rekstri hjúkrunarheimilis fyrir aldraða. Í auglýsingunni segir m.a. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 551 orð

Var vart hugað líf en hefur náð ótrúlegum bata

HINN 12. nóvember sl. varð mjög alvarlegt umferðarslys milli Hveragerðis og Selfoss, þegar flutningabíll, fólksbifreið og jeppi lentu í hörðum árekstri skammt frá Kotstrandarkirkju. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést, ökumaður jeppans hlaut alvarlega áverka og var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur, en ökumaður flutningabílsins slapp við alvarleg líkamsmeiðsli. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 177 orð

Verri reykur frá vindlum

Í LJÓSI fréttar í Morgunblaðinu hinn 22. desember um það að matvöruverslun í Reykjavík hafi hafið sölu á vindlum vill tóbaksvarnanefnd koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: "Niðurstöður rannsókna bandarísku umhverfisstofnunarinnar, sem birtust í tímaritinu Health, Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Vélfræðingar útskrifast frá Vélskóla Íslands

Vélfræðingar útskrifast frá Vélskóla Íslands TUTTUGU og einn vélstjóri útskrifaðist frá Vélskóla Íslands föstudaginn 18. desember sl. Þar af voru 17 sem luku 4. stigi sem er grunnurinn undir hæstu starfsréttindi. Við útskriftarathöfnina fengu eftirtaldir nemendur afhent verðlaun fyrir góðan námsárangur: Fyrir vélfræðigreinar Egill H. Meira
29. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 191 orð

Vélsleðaslys á Lambárdal

ÖKUMAÐUR og farþegi vélsleða slösuðust er þeir köstuðust af sleðanum er honum var ekið á stein á Lambárdal, inn af Glerárdal ofan Akureyrar sl. sunnudag. Ferðalangarnir voru vel klæddir og vel búnir, með bæði síma og GPS-staðsetningartæki og því gekk vel að nálgast þá. Þegar var haft samband við björgunarsveitirnar á Akureyri og fóru menn á staðinn á snjóbíl ásamt sjúkraflutningamanni. Meira
29. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Viðburðaríkt verk

BERGLJÓT Jónsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í piparkökuhúsasamkeppni sem verslanir í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð og Norðurpóllinn efndu til. "Fjörmikið og viðburðaríkt verk. Vandvirkni, alúð og natni við smáatriði. Gleði og jólastemmning," voru ummæli dómnefndar um piparkökuhús Bergljótar sem sjá má á myndinni. Alls bárust 12 hús og að mati dómnefndar sem þau Kristinn G. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 185 orð

Vinnuaðstaða nemenda opnuð

VINNUAÐSTAÐA fyrir nemendur í tölvunarfræðiskor Háskóla Íslands verður opnuð síðdegis í dag á neðri hæð í húsi Endurmenntunarstofnunar við Dunhaga 7. Fjórtán íslensk fyrirtæki hafa sameinast um að gefa nemendum í tölvunarfræðiskor Háskóla Íslands tölvur og fé til tölvukaupa fyrir alls um sjö milljónir króna. Meira
29. desember 1998 | Erlendar fréttir | 577 orð

Vítur taldar líklegasta niðurstaðan

FRAMMÁMENN repúblikana og demókrata á Bandaríkjaþingi sögðu á sunnudag að óhjákvæmilegt væri að öldungadeildin hæfi réttarhöld í máli Bills Clintons forseta í byrjun janúar en töldu ólíklegt að hann yrði sviptur embættinu. Þingmenn úr báðum flokkunum sögðu að ljúka þyrfti réttarhöldunum sem fyrst og líklegast væri að þeim myndi ljúka með því að öldungadeildin samþykkti vítur á forsetann. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 260 orð

Yfir 10 kíló af fíkniefnum tekin úr umferð

YFIR 10 kg af fíkniefnum hafa verið tekin af Íslendingum í desember bæði hérlendis og í Þýskalandi. Alls er hér um að ræða sex mál og sitja nú átta manns í gæsluvarðhaldi í tengslum við fimm málanna. Rannsókn þeirra allra er enn í gangi. Enginn hafði síðdegis í gær verið handtekinn vegna vímuefna sem skilin voru eftir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar skömmu fyrir jól. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 154 orð

Yfir 540 tonn af matvælum til Rússlands

RAUÐI kross Íslands og ríkisstjórnin verja samtals um 32 milljónum króna í neyðaraðstoð til þurfandi í Rússlandi. Hlutur ríkisstjórnarinnar er 14 milljónir og er einkum um að ræða matvæli, fatnað en einnig beinan fjárhagsstuðning. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 643 orð

Yfirfara þarf kerfi sem vinna fram í tímann

REIKNISTOFA bankanna hefur nú breytt og yfirfarið um 70% af þeim hugbúnaðarkerfum sem stofnunin hefur umsjón með í því skyni að koma í veg fyrir aldamótavandann og höfðu þau kerfi forgang sem vinna með dagsetningar fram í tímann. Meira
29. desember 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Þorláksmessa hjá IKEA í gær

FJÖLDI manns beið fyrir utan verslun IKEA í Holtagörðum þegar útsala hófst þar í gærmorgun. Að sögn Jóhannesar Rúnars Jóhannessonar, framkvæmdastjóra IKEA, komu álíka margir viðskiptavinir í verslunina í gær og á þorláksmessu. Þetta er í fyrsta skipti sem útsala hefst í versluninni milli jóla og nýárs; venjulega hefst hún eftir fyrstu helgi í janúar. Meira
29. desember 1998 | Óflokkað efni | 372 orð

(fyrirsögn vantar)

Það er gjarnan sagt um mjög óþolinmóða einstaklinga að þeir hljóti að vera hrútar. Furðu oft er það einmitt rétt til getið. Helsta einkenni nautsins er þrjóskan og þrautsegjan. Er hún svo föst fyrir að nautinu verður yfirleitt ekki sveigt telji það sig hafa á réttu að standa, sem er einmitt einn af ljóðunum á ráði nautsins. Meira

Ritstjórnargreinar

29. desember 1998 | Leiðarar | 615 orð

ÍSRAEL Á TÍMAMÓTUM

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, átti ekki annarra kosta völ en að flýta kosningum, sem áætlað var að halda árið 2000 en verða haldnar fyrri hluta næsta árs þess í stað. Samkomulagið sem gert var í Wye í Bandaríkjunum við Palestínumenn hefur sætt harðri andstöðu innan Likud-flokksins, flokks forsætisráðherrans, og margir áhrifamenn þar telja að of langt hafi verið gengið. Meira
29. desember 1998 | Staksteinar | 371 orð

»Ofríki framkvæmdavaldsins "OKKUR er kennt í bernsku um þrískiptingu ríkisvald

"OKKUR er kennt í bernsku um þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafar-, dóms- og framkvæmdavald. Löngum hefur mönnum þótt að dómsvaldið sé býsna hallt undir framkvæmdavaldið og reynslan hefur kennt mönnum að það er erfitt fyrir einstaklinga og fyrirtæki að sækja rétt sinn fyrir dómstólum þegar þeim þykir á sig hallað eða þeir ofríki beittir af kerfinu. Meira

Menning

29. desember 1998 | Kvikmyndir | 725 orð

Að brynna fola sínum

Handrit og leikstjórn: Hrafn Gunnlaugsson. Kvikmyndataka: Ari Kristinsson. Leikendur: Pálmi Gestsson, Steinar Torfi Vilhjálmsson, Unnur Steinsson. HRAFNI Gunnlaugssyni virðist nokkuð hugstæð fyrsta upplifun ungra drengja af samdrætti og kynlífi fullorðinna. Meira
29. desember 1998 | Kvikmyndir | 303 orð

Aldnir hafa orðið

Leikstjóri Howard Deutch. Handritshöfundur Neil Simon. Kvikmyndatökustjóri Jamie Anderson. Tónskáld Alan Silvestri. Aðalleikendur Jack Lemmon, Walter Matthau, Richard Riehle, Jonathan Silverman, Lisa Waltz. 100 mín. Bandarísk. Paramount, 1998. Meira
29. desember 1998 | Fólk í fréttum | 94 orð

Argentína fær nýjan búning

ARGENTÍNUMENN hafa fengið nýjan búning og af því tilefni var hann sýndur á sýningu í Buenos Aires 21. desember sl. Þarlenskar fyrirsætur sýndu nýja búninginn og fótboltastjarnan Gabriel Batistuta, sem um þessar mundir er markahæsti maður ítalska liðsins Fiorentina, fór einnig upp á svið og sýndi nýju fötin. Meira
29. desember 1998 | Fólk í fréttum | 655 orð

Bardagahetjan og kjaftaskurinn leysa vandann

MESTA bardagahetja Austurlanda og mesti kjaftaskur Vesturlanda taka saman höndum í myndinni Rush Hour. Þetta eru Jackie Chan og Chris Tucker. Chan leikur lögregluforingjann Lee, sem er aðalmaðurinn í lögreglunni í Hong Kong. Meira
29. desember 1998 | Fólk í fréttum | 191 orð

Bjálfi í háska Maðurinn sem vissi of lítið (The Man Who Knew too Little)

Framleiðsla: Arnon Milkan, Michael Nathanson og Mark Tarlov. Leikstjórn: Jon Amiel. Handrit: Robert Farrar og Howard Franklin. Kvikmyndataka: Robert Stevens. Tónlist: Christofer Young. Aðalhlutverk: Bill Murray, Joanne Whalley og Peter Gallager. 90 mín. Bandarísk. Warner-myndir, nóvember 1998. Öllum leyfð. Meira
29. desember 1998 | Menningarlíf | 155 orð

Bókauppboð

BÓKAVARÐAN efnir til bókauppboðs á morgun, miðvikdag, kl. 20.30 í Kornhlöðunni, Bankastræti 2. Seld verða mörg hundruð íslenzk rit segir í kynningu, fræði og skáldskapur frá tímabilinu 1820­1950. Mikill fjöldi af frumútgáfum : Stefáns frá Hvítadal, Steins Steinars, Nonna, Benedikts Gröndals, Guðmundar Böðvarssonar, Unu frá Vestmannaeyjum, Jóhannesar Birkiland, Vilhjálms frá Skáholti, Meira
29. desember 1998 | Fólk í fréttum | 98 orð

Connery aftur í Bond-mynd?

SEAN Connery gæti átt afturkvæmt í kvikmynd um James Bond, samkvæmt frétt BBC. Connery, sem er 68 ára, yrði þó ekki í hlutverki breska leyniþjónustumannsins 007 heldur höfuðandstæðingsins Ernst Blofelds í endurgerð Sony Pictures á "Thunderball" eða Þrumufleygnum. Enn er ekki komið á hreint hvort Sony kemst upp með að gera myndina. Meira
29. desember 1998 | Leiklist | -1 orð

EFTIRMINNILEG NÓRA

Eftir Henrik Ibsen. Íslensk þýðing: Sveinn Einarsson. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikarar: Elva Ósk Ólafsdóttir, Baltasar Kormákur, Edda Heiðrún Backman, Pálmi Gestsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Halldóra Björnsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Íris Tanja Ívarsdóttir og Þór Örn Flygenring. Leikmynd: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Búningar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir og Margrét Sigurðardóttir. Meira
29. desember 1998 | Fólk í fréttum | 559 orð

Frönsk mynd byggð á íslenskri skáldsögu Frumsýning

FRAMLEIÐENDUR myndarinnar leggja áherslu á að í myndinni sé frjálslega lagt út af skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur, Tímaþjófinum. Á gömlu prestssetri búa þrjár ungar konur. Alda er lauslát á líkama sinn en ekki jafnörlát á tilfinningar sínar. Olga, eldri systir hennar, er hlédræg og innhverf og stjórnar í raun heimilishaldinu. Sú þriðja er Sigga, dóttir Olgu, á unglingsaldri. Meira
29. desember 1998 | Skólar/Menntun | 536 orð

Góð og vond dönsk viðskeyti í íslensku

SKO er dönskusletta, líka orðið teppi. En hvað er sletta? Í ritgerð sinni Íslensk tökuorð úr dönsku og dönskuslettur miðar Guðrún Þórðardóttir við eftirfarandi skilgreiningu: Sletta er erlent orð sem notað er í stað viðurkennds orðs í íslensku og nýtur ekki viðurkenningar sem tökuorð. Einnig ef ekkert orð í málinu nær hugtakinu, t.d. í dönsku orðunum hygge og hyggelig. Meira
29. desember 1998 | Menningarlíf | 132 orð

Góður dómur um SÍ

FLUTNINGUR Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Petris Sakaris á sinfóníu nr. 1 eftir Jean Sibelius sem Naxos gefur út. Í nýjasta hefti Grammophone segir að flutningur hljómsveitarinnar undir stórn Sakaris á Pelléasi og Svanhvíti hafi lofað góðu og að nýjasta útgáfan af sinfóníu Sibeliusar muni ekki valda neinum vonbrigðum. Meira
29. desember 1998 | Fólk í fréttum | 559 orð

Heilagur sölumaður af guðs náð

RICKY Hayman (Jeff Goldblum) lítur út fyrir að lifa lífi sem gerir flesta aðra menn græna af öfund. Hann er háttsettur starfsmaður hjá sjónvarpsstöð sem sérhæfir sig í rekstri sjónvarpsmarkaðar þar sem allt milli himins og jarðar er boðið til sölu. Meira
29. desember 1998 | Fólk í fréttum | 69 orð

Hillary les fyrir börnin

FORSETAFRÚIN Hillary Rodham Clinton stendur í ströngu þessa dagana enda róstusamt í kringum bónda hennar. Engu að síður gaf hún sér tíma til að lesa fyrir börn á sjúkrahúsi í Washington úr bók sinni "Kæri Sokki, kæri Buddy: Bréf barna til gæludýra forsetans". Meira
29. desember 1998 | Fólk í fréttum | 127 orð

Hopkins með yngri konu upp á arminn

KASTLJÓSIÐ hefur beinst að Anthony Hopkins eftir að hann gaf út þá yfirlýsingu að hann ætlaði ekki að leika framar. Fjölmiðlar í Lundúnum hafa ekki síður verið uppfullir af fregnum af ástarsambandi Hopkins, sem er 60 ára, og mun yngri konu sem hann vill ekki nefna á nafn. Meira
29. desember 1998 | Skólar/Menntun | 1968 orð

Hvað er dönskusletta og hvað íslenska? "Einkum kom mér á óvart að sjá dönsku slett ótæpilega á prenti" Texti er oft morandi í

Dönskuslettur Guðrún Þórðardóttir safnaði 3.500 íslenskum tökuorðum úr dönsku og dönskuslettum í tilefni af BA-verkefni í HÍ. Gunnar Hersveinn gekk á fund hennar til að fræðast um um orð eins og blokk og blondínu, brennivín og billjantín, sparigrís og spendýr, svínarí og sætsúpu og elegant og fatalt og jafnvel skrall. Meira
29. desember 1998 | Kvikmyndir | 839 orð

"Hve iðrar margt líf eitt augnakast"

Handrit og leikstjórn: Egill Eðvarðsson. Leikendur: María Ellingsen, Arnar Jónsson, Hilmir Snær Guðnason, Ingvar E. Sigurðsson, Ása Hlín Svavarsdóttir, Benedikt Erlingsson, Erla Ruth Harðardóttir, Guðfinna Rúnarsdóttir, Pálmi Gestsson, Guðmundur Ólafsson, Magnús Ólafsson o.fl. Meira
29. desember 1998 | Fólk í fréttum | 558 orð

Leikrit og súpa dagsins

Að lokinni hátíðarsýningu á Rommí í fyrrakvöld voru tilkynnt úrslit í leikritasamkeppni sem efnt var til þegar Iðnó var opnað á ný síðastliðið vor. Verðlaunaverkin þrjú verða öll sýnd í Hádegisleikhúsi Iðnó sem hleypt verður af stokkunum innan skamms. Meira
29. desember 1998 | Menningarlíf | 1065 orð

Lesið í málverk HINN FLEKKLAUSI GETNAÐUR Giambattista Tiepolo

VEGNA hátíðar mannsonarins, er ástæða til að minna á og lesa eilítið í eitt af verkum hins mikla Feneyjamálara, Giambattista Tiepolo (1696­ 1770), en 302 ár eru liðin frá fæðingu hans. Meira
29. desember 1998 | Menningarlíf | 151 orð

Námskeið fyrir strengjaleikara

HJÓNIN og tónlistarkennararnir Almita og Roland Vamos munu koma til landsins í byrjun janúar og halda námskeið fyrir strengjaleikara. Þau eru Íslendingum að góðu kunn og hafa þrisvar áður sótt Ísland heim. Meira
29. desember 1998 | Leiklist | 723 orð

Pétur Pan í vanda

Höfundur: J.M. Barrie. Þýðandi og höfundur söngtexta: Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri: María Sigurðardóttir. Tónlist: Kjartan Ólafsson. Leikmynd: Jón Þórisson. Búningar: Una Collins. Lýsing: Elfar Bjarnason. Danshöfundur: Lára Stefánsdóttir. Flugbrellur: Nick Kirby og Ragnar Hólmarsson. Skylmingar: Örn Leifsson. Meira
29. desember 1998 | Fólk í fréttum | 184 orð

Sígild sælustund við skjáinn Ljósaskipti (Twilight)

Framleiðsla: Arlene Donovan og Scott Rudin. Leikstjórn: Robert Benton. Handrit: Robert Benton og Richard Russo. Tónlist: Elmar Bernstein. Aðalhlutverk: Paul Newman, Susan Sarandon, Gene Hackman og James Garner. 91 mín. Bandarísk. CIC-myndbönd, desember 1998. Bönnuð innan 12 ára. Meira
29. desember 1998 | Menningarlíf | 107 orð

"Skáldað um ljósmyndir"

GUNNÞÓRUNN Guðmundsdóttir bókmenntafræðingur heldur fyrirlestur á miðvikudagskvöld, 30. desember kl. 20.00, á Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem ber yfirskriftina "Skáldað um ljósmyndir". Í kynningu segir, að í fyrirlestrinum muni Gunnþórunn fjalla um samspil ljósmynda og texta í verkum rithöfundarins Michael Ondaatje, Meira
29. desember 1998 | Fólk í fréttum | 345 orð

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir

Soldier Kurt Russell ærið fámáll í dæmigerðri rambómynd. Góð sviðsmynd en lítilfjörlegt inntak. Mulan Disneymyndir gerast vart betri. Fín tónlist, saga og teikningar. Afbragðs fjölskylduskemmtun. Ég kem heim um jólin Alveg ágæt grínmynd fyrir unglingana. Meira
29. desember 1998 | Menningarlíf | 146 orð

Voces Thules á miðnæturtónleikum

KANÚKAFLOKKURINN Voces Thules flytur valda kafla úr Þorlákstíðum, auk fornra íslenskra trúarlegra söngva, á miðnæturtónleikum í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 30. desember. Tónleikarnir hefjast klukkan 23 og er yfirskrift þeirra Dýrlingur Íslands 1198­1998. Tilefnið er 800 ára dýrlingstíð Þorláks biskups helga. Meira

Umræðan

29. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 160 orð

Arðbærasta fjárfestingin

Á ÞESSUM síðustu og bestu tímum er mikið rætt um góða fjárfestingu og hámarksávöxtun. Þeir sem fjalla um heilsuhagfræði, hafa lengi vitað, að arðbærasta fjárfestingin, fyrir þjóðfélagið, er í endurhæfingu og forvörnum gegn sjúkdómum og slysum. Dæmi eru um, að slík fjárfesting skili sér 20­40 sinnum aftur til þjóðfélagsins. Meira
29. desember 1998 | Aðsent efni | 1078 orð

Dagvistarvandinn í Reykjavík

NOKKUR blaðaskrif hafa orðið að undanförnu um dagvistarmál í Reykjavík ­ stöðu biðlista í leikskólum, skort á leikskólaplássum og einnig stöðu mála hjá dagmæðrum, sem anna heldur ekki eftirspurn. Við starfsmenn á skrifstofu Dagvistar barna verðum ríkulega vör við vonbrigði og vandræði foreldra, sem hafa ekki fengið úthlutað plássi að hausti og fá enga viðunandi lausn að þeirra mati. Meira
29. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 419 orð

Glaðningurinn

VIÐ hjónin erum á níræðisaldri, ævilokin nálgast, við höfum átt farsæla ævi, en stundað erfiðisvinnu og illa borgaða, þannig að það hefur sjaldan verið afgangur af laununum, en bjargast með nýtni þó. Í rúm 60 ár höfum við greitt skatta í ríkissjóð af launum okkar, eflaust nokkrar milljónir í gegnum tíðina, þannig höfum við átt þátt í að byggja upp þetta þjóðfélag til betri hagsældar. Meira
29. desember 1998 | Aðsent efni | 957 orð

Í skjóli nætur

Á SÍÐASTA degi Alþingis fyrir jólafrí var dreift frumvarpi þar sem kveðið var á um staðsetningu Landmælinga Íslands á Akranesi. Það var síðan um nóttina keyrt í gegnum þingið með forgangshraði. Ástæðan var að daginn áður hafði Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun umhverfisráðherra um flutning Landmælinga til Akraness væri ólögmæt. Hinn 2. Meira
29. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 333 orð

Jól í Hong Kong

Það er alltaf skrýtið að vera ekki heima á Íslandi um jólin. Getið þið ímyndað ykkur hvernig það er að vera 18 ára skiptinemi í miðri Hong Kong yfir jólahátíðina? Þannig er nú með mig farið að ég hef verið mikið á ferðinni í mínu unga lífi og ekki alltaf eytt jólunum heima. Stundum í Þýskalandi og stundum í Danmörku. Nú er hins vegar komið að því að halda jól í Kínaveldi. Meira
29. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 232 orð

Má þingmaður haga sér eins og hænsni?

Á SVIÐINU standa listamenn og bera fram allt það besta sem þeir eiga. Einum þeirra fatast flugið og hann hallar sér að elskhuga sínum sem hughreystir hann og kyssir. Er það ekki allt í lagi? Ekki finnst Árna Johnsen það. Ekki á þjóðhátíð. Þess vegna stormar hann á sviðið og meðreiðarsveinar hans stía elskendunum sundur með valdi og annar þeirra er leiddur á brott eins og bandingi. Meira
29. desember 1998 | Aðsent efni | 718 orð

Opið bréf til Egils Eðvarðssonar

FORNKUNNINGI Egill Sjónvarpsleikrit þitt, Dómsdagur, sem sýnt var í Ríkissjónvarpinu á annan dag jóla, gekk svo fram af mér að ég finn mig knúinn til að senda þér þessar línur. Af einhverjum hvötum velur þú þér það hlutverk að beita öflugasta miðli nútímans til að svívirða minningu látinna heiðurshjóna, sem þú nafngreinir og birtir myndir af, Meira
29. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 346 orð

Um skólamál

LÖNGUM stundum hafa skólamál verið í þjóðfélagsumræðunni hér upp á síðkastið en finnst mér leitt að eitt mikilvægt álitaefni hefur setið á hakanum. Ræstingar í grunnskólum landsins hafa ekki hlotið þá umræðu sem ég tel nauðsynlega til að sátt náist um þennan mikilvæga þátt skólastarfsins í rýmri merkingu. Meira

Minningargreinar

29. desember 1998 | Minningargreinar | 342 orð

Birgir Breiðfjörð Pétursson

Það eru jól. Jól með svo miklu tómarúmi. Hann pabbi minn er dáinn. Hann pabbi sem hefur verið minn klettur og mín hetja alla tíð. Hann pabbi sem var svo trúr, traustur og hlýr. Maður sem hægt var að treysta, hvort sem var í leik eða starfi. Pabbi var hundrað prósent maður sem stóð við það sem hann sagði, og mikill nákvæmnismaður sem þoldi ekkert hálfkák. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 625 orð

Birgir Breiðfjörð Pétursson

Elsku pabbi, nú er komið að kveðjustund, stund sem við höfum verið að búa okkur undir síðastliðin þrjú ár eða allt frá þeim degi sem vágesturinn sem nú hefur tekið þig frá okkur gerði fyrst vart við sig. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 495 orð

BIRGIR BREIÐFJÖRÐ PÉTURSSON

Birgir Breiðfjörð Pétursson fæddist í Reykjavík 31. desember 1934. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 17. desember síðastliðinn. Móðir hans var Hanna Jónsdóttir, húsmóðir, f. á Galtará í Reykhólasveit 28. mars árið 1904, d. 1983. Faðir hans var Pétur Jón Sigurðsson, skipstjóri, f. 6. september 1893 á Meiribakka í Skálavík, d. 1939. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 653 orð

Björg Aðalheiður Jónsdóttir

Aldrei hafa kynslóðaskipti verið jafn tengd breyttum tímum og einmitt á þessari öld. Það fólk sem nú hverfur af sjónarsviðinu fætt fyrir 1920 hefur lifað stærstu breytingar sem mannkynið hefur nokkurn tíma gengið í gegnum á einum mannsaldri. Kynni okkar sem yngri erum af þessu reynslumikla fólki eru mun dýrmætari en við gerum okkur grein fyrir dags daglega. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 328 orð

Björg Aðalheiður Jónsdóttir

Hún amma mín er dáin. Okkar sameiginlega saga spannar 38 ár. Hún var hin sínálæga hversdagshetja bernsku minnar, heim á Hlíðarenda til hennar gat ég ætíð leitað. Hennar heimili var líka mitt heimili, ég kom og ég fór, þar átti ég skjól. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 502 orð

Björg Aðalheiður Jónsdóttir

Einhvern veginn hélt ég að þessi dagur kæmi aldrei, dagurinn sem ég ætti enga ömmu. En nú er komið að skilnaðarstund og hún er sár. Það er sárt að sjá á eftir ömmu, sjá á eftir öllu sem var. "Fáir sem faðir, engin sem móðir." Það má segja að þetta hafi verið kjörorð hennar í lífinu, viska fengin með biturri reynslu. Ung missti hún móður sína og eftir lifðu níu systkini, hún elst. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 256 orð

BJÖRG AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR

BJÖRG AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR Björg Aðalheiður Jónsdóttir var fædd á Ísafirði 24. maí 1915. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 21. desember síðastliðinn. Björg var dóttir Jóns P. Andréssonar, f. 19.5. 1889 á Kleifum í Kaldbaksvík í Strandasýslu, d. 3.2. 1970, og Þorgerðar Kristjánsdóttur, f. í Súðavík 17.8. 1888, d. 5.4. 1935. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 567 orð

Bogi Þorsteinsson

Í Ljónagryfjunni, eins og heimavöllur UMFN er oftast kallaður, er nú auður stóll. Í raun er þetta ekkert venjulegur stóll. Þetta er heiðurssæti, sem einstakur heiðursmaður hefur setið í, nánast sérhvern heimaleik meistaraflokks karla frá því Íþróttamiðstöðin í Njarðvík var vígð. Sum íþróttafélög eru ríkari en önnur í veraldlegum skilningi, en sum eiga annars konar auð, mannauð. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 351 orð

Bogi Þorsteinsson

Það er ekki að tilefnislausu að Bogi Þorsteinsson hefur verið nefndur afi körfuknattleiksins á Íslandi. Bogi var meðal aðalhvatamanna að því að iðkun íþróttarinnar hófst hér á landi, og var fyrsti formaður sambandsins frá stofnun þess árið 1961. Gegndi Bogi Þorsteinsson því embætti í alls 8 ár samfleytt. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 483 orð

Bogi Þorsteinsson

Bogi Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Körfuknattleikssambands Íslands, er látinn. Í huga okkar, eldri leikmanna, sem störfuðum með honum meðan hann var formaður KKÍ, skipar hann stóran sess. Körfuknattleikssamband Íslands var stofnað árið 1961. Bogi var aðal hvatamaður að stofnun þess, fyrsti formaður og gegndi því starfi í 8 ár. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 375 orð

BOGI ÞORSTEINSSON

BOGI ÞORSTEINSSON Bogi Ingiberg Þorsteinsson fæddist 2. ágúst 1918 í Ljárskógaseli í Hjarðarholtssókn. Hann lést að morgni 17. desember síðastliðins á Landspítalanum. Foreldrar Boga voru Þorsteinn Gíslason, f. 18.11. 1873, d. 9.11. 1940, og Alvilda María Friðrika Bogadóttir, f. 11.3. 1886, d. 22.3. 1955. Alsystkini Boga voru Ragnar, f. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 770 orð

Gísli Friðriksson

Það var sumarið 1972 sem ég sá Gísla Friðriksson tengdaföður minn í fyrsta sinn. Ég tók mér sumarfrí í miðjum heyskap á Tjörn í Svarfaðardal og hélt austur til Norðfjarðar að heimsækja kærustuna sem ég hafði kynnst veturinn áður suður í Reykjavík. Ég hafði aldrei komið í þetta byggðarlag fyrr og það var eftirvænting í mér þegar ekið var um Oddsskarð og niður Oddsdal. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 1433 orð

Gísli Friðriksson

Í mínum huga hefur hann pabbi minn alltaf verið eldri maður. Það kemur til af því að ég er yngst í níu systkina hópi og var hann því kominn um fimmtugt þegar ég fæddist. Ég get því aðeins getið mér til um líf hans fyrir þann tíma, eða byggt það á því sem mér hefur verið sagt, af honum og öðrum. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 120 orð

Gísli Friðriksson

Okkur langar að segja nokkur orð um hann afa okkar. Hann var mjög góður maður, alltaf góður við okkur krakkana. Þegar við komum í heimsókn sat hann oftast og lagði kapal eða prjónaði sokka. En hann gaf sér alltaf tíma til að tala við okkur um allt og ekkert. Og svo þurftum við alltaf að fá nóg að borða. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 507 orð

GÍSLI FRIÐRIKSSON

GÍSLI FRIÐRIKSSON Gísli Friðriksson fæddist í Seldal í Norðfirði 22. október 1909. Hann lést á Landspítalanum 18. desember 1998. Gísli var sonur hjónanna Friðriks Jónssonar og Guðríðar Guðmundsdóttur í Seldal. Systkini hans voru: Sigríður, f. 1907, d. 1963, Jón, f. 1911, Guðmundur, f. 1913 og Guðlaugur, f. 1917, d. 1984. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 476 orð

Guðmundur Axelsson

Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns sem lést langt um aldur fram 17. desember síðastliðinn. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Guðmundi og Ingunni konu hans þegar leiðir okkar Önnu lágu saman fyrir rúmum tuttugu árum. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 462 orð

Guðmundur Axelsson

Haustið 1959 réðst frænka mín, Ingunn Pálsdóttir frá Búrfelli, að Ljósafossskóla sem skólaráðskona og gegndi því starfi með miklum sóma um langt árabil. En Inga kom ekki ein. Með henni var eiginmaður hennar, Guðmundur Axelsson, en hann vann um þær mundir við virkjun Steingrímsstöðvar. Með þessu hófust kynni okkar Svövu, konu minnar, og sona okkar þriggja við Guðmund. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 145 orð

Guðmundur Axelsson

Elsku afi. Við vitum að þér líður vel á himnum hjá Guði. Þú varst svo góður og skemmtilegur við okkur og alltaf til í að leika þegar við komum í heimsókn til þín og ömmu. Við ætlum alltaf að muna eftir þér og mamma og pabbi ætla að hjálpa okkur við það. Nú kveðjum við þig, elsku afi, og söknum þín mikið. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 404 orð

Guðmundur Axelsson

Sumarið 1950 starfaði 16 ára unglingur frá Reykjavík við búskaparstörf á æskuheimili mínu á bökkum Hvítár í Borgarfirði. Þetta var myndarlegur, glaðvær og hressilegur piltur og hafði áhuga á íþróttum. Hann hét Guðmundur Axelsson. Í frístundum gerðist hann strax íþróttalegur leiðtogi okkar þriggja bræðra, 13, 11 og 10 ára. Hreinn og fastur flæðisandur var góður vettvangur. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 203 orð

Guðmundur Axelsson

Það var gaman að vera barn og unglingur með Guðmundi Axelssyni, alltaf eitthvað að gerast, bæði óvænt og fyrirséð. Þegar þau Inga komu að Ljósafossi fylgdi þeim hressandi blær, enda ung, ástfangin og létt í lund. Í hugann koma minningar um handbolta í litla salnum í skólanum, fótbolta úti á velli, frjálsíþróttakeppnir þar sem Guðmundur var driffjöðrin í hvatningu og keppni. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 214 orð

GUÐMUNDUR AXELSSON

GUÐMUNDUR AXELSSON Guðmundur Axelsson fæddist í Reykjavík 21. janúar 1934 og ólst þar upp. Hann lést á Landspítalanum 17. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Guðmundsdóttir, f. 1908, d. 1991, og Axel Guðmundsson, f. 1900, d. 1960. Systkini Guðmundar eru: Guðmundur Kristinn, f. 1928, d. 1997; Þóranna, f. 1929; Valgeir, f. 1932; Gunnar, f. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 361 orð

Ingimar Ingimarsson

Þegar hátíðirnar nálguðust barst sú harmafregn að föðurbróðir minn, Ingimar Ingimarsson, væri látinn. Ingimar hafði um nokkurt skeið glímt við illvígan sjúkdóm og öllum sem til þekktu mátti vera ljóst hvert stefndi. Það fær því þó ekki breytt að tíðindi sem þessi koma alltaf óvænt. Af samskiptum mínum við frænda minn á ég margar ljúfar minningar. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 152 orð

Ingimar Ingimarsson

Þú varst besti afi í heiminum, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig eins og að fara með mig í marga bíltúra og gefa mér margar fallegar gjafir. Það var mjög gaman að ferðast til útlanda með þér og ömmu, það var líka mjög gaman að fara í bústaðina á Þingvöllum og í Flóanum. Þú varst alltaf svo góður við mig og gafst mér alltaf soðin egg þegar ég kom í heimsókn eða í pössun. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 397 orð

Ingimar Ingimarsson

Elsku pabbi. Það er með miklum trega að ég sest niður núna á Þorláksmessu til að skrifa nokkur kveðjuorð til þín. Núna þegar jólahátíðin fer að ganga í garð er söknuðurinn ennþá sárari. Allar ljúfar og kærar minningar hrannast upp í hugann. En efst í huga mér núna er hvílíkan styrk og kjark þú sýndir í veikindum þínum. Aldrei léstu bugast og aldrei heyrðist þú kvarta. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 207 orð

Ingimar Ingimarsson

Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hér elskulegs tengdaföður míns, Ingimars Ingimarssonar. Svo margt kemur upp í huga mér og minningarnar streyma fram. Nú þegar sól hækkar á lofti og allir fagna heilögum jólum er undarlegt að sitja með dapurt hjarta og söknuð í sinni. Kannski hefur heilagleiki jólanna aldrei snert mig svo djúpt. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 217 orð

Ingimar Ingimarsson

Þó að við aðstandendur þínir höfum horft upp á hvernig sjúkdómurinn dró smátt og smátt úr þér mátt, og að við höfum séð í hvað stefndi undir það síðasta, er maður aldrei undir það búinn þegar að kveðjustundinni kemur. Fyrir mér varst þú miklu meira en tengdafaðir, líka góður félagi og góður drengur. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 295 orð

INGIMAR INGIMARSSON

INGIMAR INGIMARSSON Ingimar Ingimarsson fæddist í Reykjavík 28. maí 1925. Hann lést á heimili sínu, Tjaldanesi 1, Garðabæ, 16. desember síðastliðinn. Móðir hans var Herborg Guðmundsdóttir, fædd 6. febrúar 1900. Hún lést 5. desember 1996. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 442 orð

Jakob Jónsson

Fyrstu minningar mínar um Jakob frænda eru síðan ég var fjögurra ára, þ.e. 50 ára gamalar. Þær eru bundnar húsi sameiginlegrar frænku okkar Kristínar Jónsdóttur á Njálsgötu 58 en Jakob bjó þar um stundarsakir meðan hann stundaði vinnu í Reykjavík. Hann svaf uppi á lofti og undir rúminu hans var brún ferðataska sem mér fannst að í væri eitthvað ótrúlega gott og skemmtilegt. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 160 orð

JAKOB JÓNSSON

JAKOB JÓNSSON Jakob Jónsson var fæddur að Bjarmalandi í Hörðudal í Dalasýslu hinn 25. september 1923. Han lést á Vífilsstaðaspítala 15. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Sigríður Guðmundsdóttir, f. 16.4. 1887, og Jón Bergmann Jónsson, f. 22.2. 1893, bóndi á Bjarmalandi. Systkini Jakobs eru Sigurfljóð, f. 17.6. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 521 orð

Karl B. Jónsson

Það er skammt stórra högga á milli heiðursfélaganna í Meistarafélagi Bólstrara. Í ágúst sl. lézt Ásgrímur P. Lúðvíksson og nú er Karl Jónsson allur. Þeir voru báðir góðir fulltrúar hinna gullnu fræða í húsgagnabólstrun og margir sem töldu að fáir eða engir stæðu Karli framar í gamla handverkinu. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 192 orð

KARL B. JÓNSSON

KARL B. JÓNSSON Karl B. Jónsson var fæddur á Siglufirði 15. september 1919. Hann lést á Landspítalanum 17. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Sturlaugsson, sjómaður og verkam., f. 22. maí 1896, d. 2. mars 1933 og Stefanía S. Vormsdóttir, f. 17. ágúst 1892, d. 13. apríl 1952. Karl var einkabarn þeirra hjóna. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 331 orð

Katrín Þorvarðardóttir

Hún Katrín Þorvarðardóttir er látin. Pabbi og síðar ég kölluðum hana alltaf Kötu okkar. Það var mikið lán fyrir mig að fá að kynnast Kötu, en hún og eiginmaður hennar, Guðlaugur Pétursson, bjuggu ásamt syni sínum Þorvarði á Hvaleyrarbraut 5 í Hafnarfirði, en þar var einnig æskuheimili mitt. Þorvarður mun hafa verið eins árs þegar þau fluttu á Hvaleyrarbrautina. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 134 orð

KATRÍN ÞORVARÐARDÓTTIR

KATRÍN ÞORVARÐARDÓTTIR Magnea Katrín Þorvarðardóttir fæddist í Reykjavík 10. október 1923. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 17. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorvarður Magnússon verkamaður og Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja. Bróðir Katrínar var Kristján R. Þorvarðarson, f. 30. janúar 1922, d. 26. október síðastliðinn. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 154 orð

Laufey Ásbjörnsdóttir

Laufey Ásbjörnsdóttir Ef fuglar mínir fengju vængjamátt, þá fljúga þeir um loftið draumablátt, og þér, sem hæst í himinsölum býrð, skal helgað þeirra flug og söngvadýrð. Hver fugl skal þreyta flugið móti sól, að fótskör guðs, að lambsins dýrðarstól, og setjast loks á silfurbláa tjörn og syngja fyrir lítil englabörn. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 262 orð

LAUFEY ÁSBJÖRNSDÓTTIR

LAUFEY ÁSBJÖRNSDÓTTIR Laufey Ásbjörnsdóttir var fædd í Reykjavík 29. mars 1914. Hún lést 9. desember á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Pétursdóttir, f. 14. september 1871 á Bala í Brautarholtshreppi, d. 21. janúar 1967, og Ásbjörn Guðmundsson, f. 3. júní 1866 á Arnarholti í Gaulverjabæ, d. 1958. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 149 orð

Sigurður Hafþór Sigurðsson

Þriðjudaginn 15. des. sl. barst okkur sú harmafregn að Haffi, kær vinur og nágranni, hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu. Við kveðjum hann með sárum söknuði og megi hann hvíla í Guðs friði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 166 orð

Sigurður Hafþór Sigurðsson

Elsku Siggi. Okkur langar að þakka fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, þær eru okkur ómetanlegar. En við höfðum búist við að samverustundirnar yrðu miklu fleiri, sérstaklega núna þegar við erum flutt heim eftir margra ára dvöl erlendis. Erfitt er að vakna á hverjum morgni og vita að þú sért ekki lengur á meðal okkar, þú sem varst alltaf svo hress og kátur. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 243 orð

Sigurður Hafþór Sigurðsson

Það er erfitt fyrir mig að horfast í augu við þá staðreynd að þú sért farinn frá okkur, elsku Hafþór. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann um liðna tíð frá því að þú varst að alast upp í stórum systkinahópi í Kópavoginum. Það voru mörg prakkarastrikin þar enda voruð þið Gummi bróðir ekki kallaðir Knoll og Tot fyrir ekki neitt. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 366 orð

Sigurður Hafþór Sigurðsson

Látinn er vinur og samstarfsmaður, aðeins 44 ára að aldri. Haffi, eins og hann var jafnan kallaður, varð bráðkvaddur á heimili sínu á Bíldudal hinn 14. þessa mánaðar. Við kvöddumst úti á flugvelli fyrr um daginn, hann ætlaði heim í nokkra daga og koma suður aftur fyrir jólin. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 206 orð

Sigurður Hafþór Sigurðsson

Elsku frændi. Þú varst alltaf svo góður maður svo langt sem ég man. Þú munt lifa áfram í hjörtum okkar sem hress og glaður maður. Þótt ég hafi ekki kynnst þér mikið persónulega, þá veit ég í gegnum móður mína og föður minn hvernig persóna þú varst. En í þau skipti sem ég hitti þig, þá fann ég alltaf hve góður maður þú varst. Þú tókst alltaf utan um mig og sýndir kærleik þinn. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 431 orð

Sigurður Hafþór Sigurðsson

Hinn 15.desember vorum við dóttir mín að þrífa fyrir jólin heima hjá okkur í Svíþjóð og komnar í jólaskap. Samhliða því vorum við að búa okkur til heimferðar til Íslands þar sem ætlunin var að halda jólin hátíðleg með börnum, barnabörnum og ættingjum. Þá var hringt í okkur og okkur færðar þær fréttir að Hafþór bróðir hefði dáið fyrr um daginn. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 221 orð

SIGURÐUR HAFÞÓR SIGURÐSSON

SIGURÐUR HAFÞÓR SIGURÐSSON Sigurður Hafþór Sigurðsson var fæddur í Hafnarfirði 9. maí 1955. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 15. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Lúðvík Ólafsson smiður, f. 26.9. 1914, d. 17.3. 1993, og Guðný Jóna Jónsdóttir húsmóðir, f. 31.1. 1919, d. 3.3. 1983. Systkini Hafþórs eru: Sigríður Margrét, f. 12.8. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 422 orð

Stefán Einarsson

Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur. Þú kvaddir okkur rétt fyrir jólahátíðina; hátíð ljóss og friðar, sem minnir mig á að þú hvílir í friði og að ljós þitt mun að eilífu skína í minningunum sem ég á um þig, elsku afi minn. Það er alltaf erfitt þegar kallið kemur, enda þótt ég vissi að hverju stefndi og að þú þráðir hvíldina. Kveðjustundir reynast mér alltaf erfiðar. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 170 orð

Stefán Einarsson

Stefán Einarsson Stefán Einarsson fæddist í Odda á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu 14. júní 1905. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 19. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingunn Jónsdóttir og Einar Þorvarðarson, ábúendur á Odda. Tveggja ára fluttist hann með foreldrum sínum að Brunnhól á Mýrum. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 436 orð

Stefán Einarsson

Ég get ekki látið hjá líða að minnast Stebba föðurbróður míns með nokkrum orðum. En hann var ævinlega kallaður Stebbi af þeim er til þekktu. Fyrsta minning mín um hann er frá 1925 en þá fluttu foreldrar mínir að Kambseli í Álftafirði með tvö börn sín Einar og Siggu. En ég var skilinn eftir hjá afa og ömmu. Þessi minning er sú að Stebbi fór til kinda og reiddi mig á hnakknefinu fyrir framan sig. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 495 orð

Sveinn Björnsson

Kæri frændi, nú þegar komið er að hinstu kveðjustund streyma minningarnar fram í huga mínum. Minningar sem eru mér mikils virði. Margar þeirra fá mig til að brosa gegnum tárin. Æskuminning mín um þig sem hlýja og góða frændann sem alltaf hafði tíma til að gefa sig að okkur frændsystkinunum og gantast og spauga á góðri stund. Gjafmildur og innilegur sem við öll hlökkuðum til að hitta aftur. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 536 orð

Sveinn Björnsson

Sú sorgarfrétt barst föstudagsmorguninn 18. des. sl. að Sveinn Björnsson hefði orðið bráðkvaddur, hann hafði farið um morguninn í kirkjugarðinn með kross á leiði foreldra sinna, hann hafði komið krossinum fyrir og var staddur á bensínstöðinni hér í Siglufirði, til að fá sér kók eins og hann gerði svo gjarnan, þegar hann leið útaf og dó. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 775 orð

Sveinn Pétur Björnsson

Sveinn Pétur Björnsson mágur minn er látinn. Ég kynntist Sveini fyrir rúmum 42 árum þegar ég giftist Svövu systur hans og tengdist þannig fjölskyldunni. Ég sá fljótt að Sveinn var ákaflega virkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og drífandi. Sveinn var fjórða barn af níu systkinum. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 186 orð

SVEINN PÉTUR BJÖRNSSON

SVEINN PÉTUR BJÖRNSSON Sveinn Pétur Björnsson fæddist á Siglufirði 27. júní 1924. Hann lést 18. desember 1998 síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eiríksína Kristbjörg Ásgrímsdóttir frá Hólakoti í Fljótum, f. 11. 4. 1897, d. 18.9. 1960, og Björn Zophanías Sigurðsson frá Vík í Héðinsfirði, f. 14.11. 1892, d. 30.8. 1974. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 148 orð

WILLY BLUMENSTEIN

WILLY BLUMENSTEIN Willy Blumenstein fæddist á Landspítalanum í Reykjavík og var fyrsta erlenda barnið sem þar fæddist 1. júní 1931. Hann andaðist 20. desember síðastliðinn. Móðir: Marie Blumenstein, þýsk að ætterni, fædd í Kassel í Þýskalandi. Hálfsystir sammæðra: Heidie­Berbel Bruhel. Fósturforeldrar: Matthildur A. Jónsdóttir og Guðmundur Fr. Jósefsson. Meira
29. desember 1998 | Minningargreinar | 756 orð

Willy Blumestein

Ung þýsk kona, Marie Blumenstein, kom til landsins 1930 og ól son sem skírður var Willy Blumenstein. Á þeim tíma stríðs og ófriðar, voru erfiðleikar fyrir unga einstæða móður að sjá sér og barni farborða. Fyrst um sinn voru þau hjá bróður hennar, Kurt Karl Andreas Blumenstein, og eiginkonu hans, Jónínu P. Jósefsdóttur Blumenstein. Meira

Viðskipti

29. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 481 orð

Einkennist af óvissu

Í nýrri spá um hagþróun á OECD- svæðinu sér Efnahags- og framfarastofnunin í fyrsta sinn ástæðu til að birta nokkur tilbrigði við meginspá sína sem þykir endurspegla þá óvissu sem ríkir í alþjóðlegum efnahagsmálum. Þetta kemur fram í Hagtölum desembermánaðar sem Hagfræðisvið Seðlabanka Íslands gefur út. Meira
29. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 237 orð

Evrópsk hlutabréf hækka í verði

VIÐSKIPTI voru með minna móti í Evrópu í gær vegna þess að beðið er eftir því að evrunni verði hleypt af stokkunum og auk þess var lokað á brezkum mörkuðum. Í Wall Street hófust viðskipti að nýju eftir jólahlé og byrjunin lofaði góðu. Gengi dollars var stöðugt og fyrir hann fengust um 1,68 mörk og 116 jen. Meira
29. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 165 orð

Gengið frá tveggja milljarða lánasamningi

LANDSBANKI Íslands hf. og Íslenskir aðalverktakar hf. og dótturfélög þeirra gengu nýverið frá lánasamningi að fjárhæð allt að tveimur milljörðum króna. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu var í byrjun mánaðirins gengið frá samningi um kaup Íslenskra aðalverktaka hf. á 80% hlut í Rekstrarfélaginu hf. og Regin hf. Meira
29. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 268 orð

Landssíminn hafnar samstarfi við TAL

FARSÍMAFYRIRTÆKIÐ TAL hf. ætlar að bjóða millilandasímtöl í gegnum nýtt forvalsnúmer í byrjun næsta árs og boðar allt að 20% lækkun, miðað við það ef hringt er í gegnum forvalsnúmer Landssímans. TAL hefur óskað eftir því að Landssíminn innheimti fyrir millilandasímtöl í gegnum forvalsnúmer TALS, en því hefur Landssíminn hafnað. Meira
29. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 227 orð

Misjafnt gengi á milli ára

NOKKUÐ misjafnt gengi varð á afkomu Íslenska hlutabréfasjóðsins hf. og Íslenska fjársjóðsins hf. á fyrri hluta ársins, samanborið við síðasta ár, en sjóðirnir eru báðir reknir af Landsbréfum hf. Samkvæmt árshlutauppgjöri varð tæplega 10 milljóna króna hagnaður af rekstri Íslenska hlutabréfasjóðsins, samanborið við 51 m.kr. hagnað á sama tíma í fyrra. Meira
29. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 169 orð

Nissan herðir ólina

NISSAN Motor, annar mesti bílaframleiðandi Japana, hyggst minnka framleiðslu innanlands um 15% á næstu fimm árum og kann að loka nokkrum af átta verksmiðjum sínum. Kosei Minami varaforstjóri sagði fréttamönnum að Nissa mundi minnka árlega framleiðslugetu í 1,7 milljónir bíla úr 2 milljónum nú fyrir árið 2003 vegna dræmrar eftirspurnar heima fyrir. Meira
29. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 96 orð

Thomson- CSF segir upp 4.000

FRANSKA landvarnafyrirtækið Thomson-CSF hefur ákveðið að leggja niður 4.000 störf víða um heim samkvæmt áætlun til þriggja ára um að auka rekstrarhagnað fyrirtækisins. Denis Ranque stjórnarformaður sagði frönsku viðskiptablaði að Thomson hygðist auka rekstrarhagnað í 7% af sölu fyrir árið 2001 úr 5,7% nú. Tæplega 3.000 verður sagt upp í Frakklandi en 1. Meira
29. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 499 orð

Úreldingarþátturinn ekki ástæðan

JÓHANN Ólafsson framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Jökuls hf. á Raufarhöfn segist ósammála Jóni Reyni Magnússyni forstjóra SR- Mjöls um að þáttur úreldingar hjá Jökli í samrunaáætlunum fyrirtækjanna sé það stór að hann hafi of mikil áhrif á verðmæti fyrirtækisins, jafnvel svo að samruni félaganna verði ekki samþykktur á hluthafafundi SR-mjöls á morgun. Meira

Daglegt líf

29. desember 1998 | Neytendur | 596 orð

Svipað verð á skoteldum og í fyrra

ÞAÐ er svipað verð á skoteldum núna og var í fyrra segja þeir sem sjá um að flytja inn og selja skotelda. Í þeim tilfellum sem verð hefur hækkað hefur verið bætt í pakkana stærri hlutum en áður. Að sögn Skarphéðins Njálssonar varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík hefur innflytjendum og seljendum ekki fjölgað frá í fyrra. Meira

Fastir þættir

29. desember 1998 | Í dag | 32 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Sjötug verður á morgun, 30. desember, Anna Laufey Stefánsdóttir, Snælandi 2, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Gísli Brynjólfsson. Þau taka á móti gestum í safnaðarheimili Bústaðakirkju frá kl. 17-20 á afmælisdaginn. Meira
29. desember 1998 | Fastir þættir | 112 orð

Áskirkja.

JÓLAGLEÐI aldraðra í Kópavogi verður haldin í Hjallakirkju í dag, þriðjudaginn 29. desember, kl. 14. Tveir kórar koma fram, Söngvinir, kór aldraðra í Kópavogi, undir stjórn Sigurðar Bragasonar og kór Félags eldri borgara í Reykjavík undir stjórn Kristínar Pjetursdóttur. Að auki verður upplestur og almennur söngur og loks kaffiveitingar og jólahappdrætti. Allir eru hjartanlega velkomnir. Meira
29. desember 1998 | Í dag | 553 orð

Á UNDANFÖRNUM vikum hafa fjölmargir rithöfundar og listamenn

Á UNDANFÖRNUM vikum hafa fjölmargir rithöfundar og listamenn mátt sæta því, að gagnrýnendur dagblaðanna og að nokkru leyti ljósvakamiðlanna hafa fjallað um bækur þeirra, útgefna diska með frumsömdum tónverkum eða flutningi íslenzkra listamanna á þekktum verkum innlendum og erlendum og hefur sitt sýnzt hverjum. Gagnrýnin umfjöllun er viðkvæmt mál fyrir rithöfunda og listamenn. Meira
29. desember 1998 | Fastir þættir | 57 orð

Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Þriðjudagskvöldið

Þriðjudagskvöldið 22. desember var spilaður hinn árlegi konfekttvímenningur BRE. 12 pör tóku þátt og voru spiluð þrjú spil á milli para. Vegleg verðlaun voru veitt fyrir þrjú fyrstu sætin en úrslit urðu þessi: Ragna Hreinsdóttir ­ Svala Vignisdóttir184 Árni Guðmundsson ­ Jóhann Þorsteinsson179 Oddur Hannesson ­ Svavar Björnsson177 Ásgeir Metúsalemsson ­ Kristján Meira
29. desember 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmynd: Nýja Myndastofan. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. nóvember í Dómkirkjunni af sr. Cesil Haraldssyni Pálína Ásgeirsdóttir og Árni S. Sigurðsson. Heimili þeirra er á Reynimel 72. Meira
29. desember 1998 | Í dag | 20 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmynd: Erling Ó. Aðalsteinsson. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst af sr. Sigurði Arnarsyni í Dómkirkjunni Maríanna Garðarsdóttir og Snorri Guðmundsson. Meira
29. desember 1998 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmynd: Nýja Myndastofan. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. september af sr. Gunnari Sigurjónssyni Margrét Hilmarsdóttir og Baldvin Gunnarsson. Heimili þeirra er á Þinghólsbraut 29. Meira
29. desember 1998 | Í dag | 21 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm.: Anna Sig. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. ágúst í Digraneskirkju af sr. Sigurði Lárussyni Anna Þóra Bragadóttir og Haraldur Kr. Ólason. Meira
29. desember 1998 | Dagbók | 647 orð

Í dag er þriðjudagur 29. desember 363. dagur ársins 1998. Tómasmessa. Orð dagsi

Í dag er þriðjudagur 29. desember 363. dagur ársins 1998. Tómasmessa. Orð dagsins: Leitið Drottins, meðan hann er að finna, kallið á hann meðan hann er nálægur! (Jesaja 55, 6.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Lagarfoss fór til Straumsvíkur í gær. Hansewall kom í gær. Meira
29. desember 1998 | Í dag | 603 orð

Jólasaga að norðan

ÞAÐ voru að koma jól. Nonni litli sem var 8 ára hlakkaði mikið til og var orðinn spenntur að fá jólapakkana. Hann hafði tekið eftir því að pabbi hans var búinn að fá skrítið spjald sem hann notaði í búðinni. Svo núna þurfti hann ekki að nota peningana sína lengur. Meira
29. desember 1998 | Fastir þættir | 645 orð

Léttir og lystugir ábætisréttir Format fyrir uppskriftir

Börnin vilja ekki lengur þunga rjómabúðinga, og því skyldum við ekki láta þau ráða? Bragð er að þá barnið finnur. Hægt er um vik þegar nóg er til af ávöxtum og alls kyns mögrum mjólkurvörum, við þurfum ekki allan þennan rjóma. Í stað karamellu- og súkkulaðisósu má nota ferska ávexti og ávaxtasósur með ís, t.d. Meira
29. desember 1998 | Fastir þættir | 224 orð

Ragnar og Rúnar Magnússynir unnu Jólamótið

27. desember ­ 136 þátttakendur BRÆÐURNIR Ragnar og Rúnar Magnússynir sigruðu með nokkrum yfirburðum í minningarmótinu um Hörð Þórðarson sem Bridsfélag Reykjavíkur og SPRON héldu sl. sunnudag. Bræðurnir tóku forystuna strax í fjórðu umferð, en spilaðar voru 11 umferðir og fjögur spil milli para, og héldu henni til loka móts og áttu um 80 plússtig til góða þegar mótinu lauk. Meira
29. desember 1998 | Fastir þættir | 845 orð

Um bækur og fjölmiðla "Gagnrýni hefur líka ákveðið upplýsingarhlutverk, henni er ætlað að leiða lesandann inn í viðkomandi verk

Bókmenntir hafa löngum verið gæluverkefni íslenskra fjölmiðla. Á tímum flokkspólitísku blaðanna var bókmenntaumfjöllun hluti af hinni pólitísku baráttu, bókmenntirnar endurspegluðu samfélagið og þær þurftu að gera það á "réttan" hátt. Meira

Íþróttir

29. desember 1998 | Íþróttir | 157 orð

ALFREÐ Gíslason og lærisvein

ALFREÐ Gíslason og lærisveinar hans hjá Hameln halda efsta sætinu í norðurhluta 2. deildar í þýska handknattleiknum. Skömmu fyrir jól vann Hameln FVS Magdeburg 20:16 á útivelli. Hameln hefur fengið 33 stig í 17 leikjum en Nordhorn er skammt á eftir með 32 stig, einnig að loknum 17 leikjum. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 393 orð

ARNAR Gunnlaugsson virðist f

ARNAR Gunnlaugsson virðist fallinn úr náðinni hjá Colin Todd, knattspyrnustjóra enska 1. deildar liðsins Bolton. Arnar var ekki í byrjunarliði Bolton á öðrum degi jóla er liðið gerði markalaust jafntefli við Bradford og ekki heldur í gær þegar Bolton vann góðan útisigur Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 1395 orð

Aston Villa endurheimti efsta sætið á heimavelli

UGO Ehiogu skoraði fyrir Aston Villa fimm mínútum fyrir leikslok og tryggði liðinu 2:1 sigur á Sheffield Wednesday á Villa Park í Birmingham í gær. Þar með endurheimti Villa efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Chelsea getur snúið dæminu við þegar liðið tekur á móti Manchester United í kvöld. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 783 orð

Chelsea í toppsæti í tvo daga

CHELSEA komst á topp úrvalsdeildarinnar eftir sannkallaða maraþonumferð á öðrum degi jóla. Fjölþjóðaliðið frá Lundúnum vann þá sannfærandi sigur á Southampton og hafði því 36 stig að loknum 19 leikjum, eða sama stigafjölda og Aston Villa en örlítið hagstæðara markahlutfall. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 88 orð

Divac til Zvezda

JÚGÓSLAVINN Vlade Divac, sem leikið hefur með Charlotte Hornets í NBA-deildinni undanfarin ár gekk í gær til liðs við Crvena Zvezda í Belgrad. Að hans sögn hafnaði hann mjög góðu boði frá ítalska liðinu Kinder Bologna en ákvað að fara heldur heim og reyna að blása lífi í körfuknattleikinn þar. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 695 orð

England

Úrvalsdeild Laugardagur, annar í jólum: Arsenal - West Ham1:0 Marc Overmars 7. 38.098. Coventry - Tottenham1:1 John Aloisi 81. ­ Sol Campbell 17. 23.098. Everton - Derby0:0 39.206. Man. Utd. - Nott. For.3:0 Ronny Johnsen 28., 59., Ryan Giggs 62. 55.216. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 72 orð

Gott hjá strákunum

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, stendur sig vel á móti í Þýskalandi. Í gær sigraði það úrvalslið frá einu héraði Þýskalands 24:18, og lagði síðan Króata að velli með einu marki, en Króatar eru með mjög sterkt lið í þessum aldursflokki. Síðasti leikur liðsins í riðlinum í gær var við Evrópumeistara Dana og þar varð 23:23 jafntefli. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 149 orð

Gregory vill jólafrí

JOHN Gregory, knattspyrnustjóri toppliðs Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni telur leiki á jólunum úrelt fyrirbæri sem beri að breyta. Hann hefur þar með tekið undir gagnrýni fleiri stjóra, sem segja álag á leikmenn allt of mikið og að ráð sé að taka um tveggja til þriggja vikna vetrarfrí yfir jól og áramót, rétt eins og gert er í flestum Evrópulöndum. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 325 orð

Guðmundur til Þýskalands

Guðmundur Bragason heldur til Þýskalands í dag og býst við að skrifa undir samning hjá Weissenfelt í kvöld. Félagið, sem er í sömu deild og Hamborgarliðið sem Guðmundur lék með í fyrra, er í baráttu um að komast upp í efstu deild. "Ég fer út í fyrramálið og á ekki von á öðru en ég skrifi undir samning um kvöldið. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 71 orð

Hermann gerði sigurmark Brentford

HERMANN Hreiðarsson var hetja enska 3. deildar liðsins Brentford í gær er hann gerði eina markið í 1:0-sigri á Cardiff. Með sigrinum færist Brentford upp í 2. sæti 3. deildar, en Cardiff er á toppnum og hefur nú fjögurra stiga forskot á Hermann og félaga. Mark Hermanns kom á 53. mínútu. Leikur liðanna þótti skemmtilegur og enskir fjölmiðlar spá nú báðum liðum sæti í 2. deild að ári. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 50 orð

Hola í höggi

EINHERJAR, bæði gamlir og nýir, hittast á Píanóbarnum í Hafnarstræti kl. 18 á morgun, en þar verða þeim, sem náðu draumahögginu í ár, færðar viðurkenningar frá Drambui-umboðinu á Íslandi. Að sögn Kjartans L. Pálssonar, formanns Einherjaklúbbsins, er samkoman opin öllum kylfingum og verður þar meðal annars veglegt happdrætti. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 41 orð

Í kvöld Körfuknattleikur

Körfuknattleikur Polar Cup unglinga Hveragerði:Danmörk ­ Írland 16 Hveragerði:Svíþjóð ­ Noregur 18 Hveragerði:Ísland ­ Finnland20 Handknattleikur Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 108 orð

Ísland - Grænland37:16

Íþróttahúsið á Seltjarnarnesi, vináttulandsleikur, sunnudagur 27. desember 1998. Staðan í leikhléi var 20:7. Mörk Íslands: Herdís Sigurbergsdóttir 7, Svava Sigurðardóttir 5, Hrafnhildur Skúladóttir 5/2, Inga Fríða Tryggvadóttir 5, Ragnheiður Stephensen 4/1, Judit Esztergal 4/1, Brynja Steinsen 3, Harpa Melsted 2, Thelma Björk Árnadóttir 1, Gerður Beta Jóhannsdóttir 1. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 379 orð

Íþróttamaður ársins útnefndur

ÞAÐ kemur í ljós í kvöld hver verður kjörinn íþróttamaður ársins 1998 hjá Samtökum íþróttafréttamanna, SÍ, en samtökin standa nú að kjörinu í 43. sinn. Kjörinu verður lýst í hófi á Hótel Loftleiðum sem hefst kl. 19.55 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 118 orð

Jóhann góður með Watford

JÓHANN B. Guðmundsson átti stórleik með Watford í ensku 1. deildinni á öðrum degi jóla er liðið sigraði Bristol City á heimavelli, 1:0. Jóhann var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn um nokkurt skeið og lagði upp sigurmarkið fyrir Allan Smart. Jóhann átti skínandi leik gegn Bristol og sögðu enskir fjölmiðlar hann hafa farið illa með varnarmenn andstæðinganna hvað eftir annað. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 232 orð

Koznick fljótust

Bandaríska stúlkan Kristina Koznick sigraði í svigi kvenna á heimsbikarmóti í Semmering í Austurríki í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn sem hún sigrar í svigi í heimsbikarnum, hún vann í Aare í Svíþjóð í fyrra. Hún virðist kunna vel við sig í flóðljósum því brekkan í Semmering var upplýst í gærkvöldi rétt eins og brekkan í Aare. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 86 orð

Lehmann til Dortmund

Borussia Dortmund hefur keypt þýska markvörðinn Jens Lehmann frá AC Milan á 294 millj. ísl. kr. Lehmann, sem lék með Schalke 04 áður en hann fór til Ítalíu, mun taka stöðu Stefan Klos, sem Dortmund seldi til Glasgow Rangers á 81,9 millj. ísl. kr. Bæði Lehmann og Klos hafa verið varamenn Olivers Kahn í þýska landsliðinu. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 109 orð

NFL-deildin

Tennessee - Minnesota16:26 Oakland - Kansas City24:31 Atlanta - Miami38:16 Baltimore - Detroit19:10 Chicago - Green Bay13:16 Cincinnati - Tampa Bay0:35 Indianapolis - Carolina19:27 New Orleans - Buffalo33:45 NY Jets - New England31:10 Philadelphia - NY Giants10:20 San Francisco - St. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 94 orð

NHL-deildin

Carolina - NT Rangers3:6 NY Islanders - Boston4:2 Tampa Bay - Florida1:3 Toronto - Montreal1:2 New Jersey - Buffalo0:2 Pittsburgh - Ottawa2:1 Eftir framlengingu. Chicago - Philadelphia2:3 Nashville - Washington3:1 St. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 200 orð

Polar Cup unglinga

ÍSLAND - Danmörk83:75 Jakob Ö. Sigurðarson gerði 26 stig, Hlynur Bæringsson 20, Hreggviður S. Magnússon 15, Ómar Ö. Sævarsson 12, Helgi F. Margeirsson 5, Ólafur J. Sigurðsson 3 og Sigurður Þ. Einarsson 2. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 105 orð

Rasmussen framlengir

ÞÝSKA handknattleiksliðið Flensburg-Handewitt hefur framlengt samning sinn við þjálfara liðsins, Danan, Erik Veje Rasmussen, til vorsins 2001. Rasmussen tók við þjálfun liðsins sl. sumar af landa sínu Andres Dahl Nielsen og gerði þá eins árs samning sem rennur út í vor. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 177 orð

Romantsev ráðinn þjálfari Rússlands

Oleg Romantsev, þjálfari Rússlandsmeistara Spartak, var í gær ráðinn landsliðsþjálfari Rússlands. Hann tekur við af Anatoly Byshovets, sem var látinn fara eftir fimm mánaða starf og sex tapleiki, þar af þrjá í Evrópukeppninni en tap á móti Íslandi var kornið sem fyllti mælinn. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 136 orð

Skíði Heimsbikarinn Stórsvig kvenna

Heimsbikarinn Stórsvig kvenna Semmering, Austurríki 1. Anita Wachter (Austurríki)2.07,90 (1.01,35/1.06,55) 2. A. Meissnitzer (Austurríki)2.08,64 (1.01,18/1.07,46) 3. Andrine Flemmen (Noregi)2.09,33 (1.02,58/1.06,75) 4. Birgit Heeb (Liechtenstein)2.09,55 (1.01,75/1.07,80) 5. Anna Ottosson (Svíþjóð)2. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 289 orð

STEFFEN Freund hefur gert samning

STEFFEN Freund hefur gert samning við Tottenham sem gildir til vors 2003. Enska félagið samþykkti að greiða Dortmund tvær milljónir marka, tæplega 84 millj. kr., fyrir þýska landsliðsmanninn sem var samningsbundinn til vors. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 232 orð

Stefnt á NM-titil

ÍSLENSKA unglingalandsliðið í körfuknattleik, skipað piltum sem eru 16 ára eða yngri, hefur staðið sig frábærlega á Norðurlandamótinu (Polar Cup) sem fram fer í Hveragerði þessa dagana. Liðið hefur sigrað í öllum þremur leikjunum og í kvöld mætir það Finnum og er það í raun hreinn úrslitaleikur. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 248 orð

Vafasöm jóla- gleði Liverpool

Góður sigur Liverpool á Newcastle í gær vannst í skugga blaðafregna af jólateiti enska liðsins á dögunum sem fór algjörlega úr böndunum. Herma fregnir enskra fjölmiðla, að leikmenn liðsins hafi látið dólgslega í teitinni og skemmt sér á vafasaman máta með hópi nektardansmeyja. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 389 orð

Wachter á sigurbraut á ný

AUSTURRÍSKA stúlkan Anita Wachter, sem vann til gullverðlauna á Vetrar-ólympíuleikunum 1988, meiddist illa á hné í janúar sem leið og var jafnvel óttast að ferillinn væri á enda. En Wachter, sem er þrjátíu og eins árs, var ekki tilbúin að hætta eftir 14 ár í brekkunum, og uppskar árangur erfiðisins þegar hún sigraði í stórsvigi í heimsbikarkeppninni í Semmering í Austurríki um helgina. Meira
29. desember 1998 | Íþróttir | 373 orð

Wuppertal með flugeldasýningu

Wuppertal vann fimm marka sigur á Grosswallstadt, 28:23 á heimavelli í þýsku 1. deildarkeppninni, eftir að leikurinn hafði lengi vel verið í jafnvægi, til dæmis var staðan 14:14 í hálfleik. Þegar 12 mín. voru til leiksloka var Grosswallstadt yfir, 22:19. Meira

Úr verinu

29. desember 1998 | Úr verinu | 147 orð

ESB sker niður kvóta næsta árs

RÁÐHERRAR sjávarútvegsmála innan Evrópusambandsins (ESB) hafa ákveðið að minnka leyfilegan hámarksafla aðildarríkjanna árið 1999. Tekist var á um tillögu framkvæmdastjórnar ESB um fiskveiðiheimildir næsta árs á næturlöngum fundi í Brussel. Kvóti túnfisks í Atlantshafi var skertur án samþykkis Ítalíu og Grikklands. Meira
29. desember 1998 | Úr verinu | 437 orð

Margt áunnist í mengunarvörnum á ári hafsins

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur í tilefni af ári hafsins gefið út bækling um mengun á Íslandsmiðum. Bæklingurinn fjallar um helstu uppsprettur mengunar, ástandið á miðunum í kringum Ísland og aðgerðir gegn mengun hafsins, jafnt heima fyrir sem á alþjóðavettvangi. Þá hefur Hollustuvernd ríkisins einnig gefið út bækling um mengun frá skipum til leiðbeiningar fyrir áhafnir. Meira

Ýmis aukablöð

29. desember 1998 | Dagskrárblað | 214 orð

Stund hefndarinnar Robert De Niro, Nick Nolte og Jessica Lange leika aðahlutverk í spennutryllinum Víghöfða frá 1991. Max Cady

Robert De Niro, Nick Nolte og Jessica Lange leika aðahlutverk í spennutryllinum Víghöfða frá 1991. Max Cady er snarbrjálaður og harðsvíraður afbrotamaður. Liðin eru fjórtán ár síðan lögmanninum Sam Bowden mistókst að halda honum utan fangelsismúranna og nú hyggur Max á hefndir. Leikstjóri er Martin Scorsese. Sjónvarpið 9. jan. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.