Greinar þriðjudaginn 5. janúar 1999

Forsíða

5. janúar 1999 | Forsíða | 212 orð

Elizabeth Dole íhugar framboð

ELIZABETH Dole, fyrrverandi vinnu- og flutningamálaráðherra Bandaríkjanna, sem stóð við hlið eiginmanns síns, Bobs Doles, í kosningabaráttunni fyrir bandarísku forsetakosningarnar 1996, sagði í gær af sér sem forseti Rauða kross Bandaríkjanna og tilkynnti að hún íhugaði að gefa kost á sér sem forsetaframbjóðandi repúblikana í forsetakosningunum á næsta ári. Meira
5. janúar 1999 | Forsíða | 505 orð

Evrópumyntin sýnir styrk á fyrsta degi viðskipta

EVRAN, hin sameiginlega Evrópumynt sem ellefu aðildarþjóðir Evrópusambandsins (ESB) tóku upp um áramótin, styrktist í gær, fyrsta daginn sem viðskipti með hana fóru fram á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. Stjórnmálamenn og kauphallarfjárfestar fögnuðu tilkomu evrunnar sem sögulegum tímamótum í efnahagslegri samrunaþróun álfunnar. Meira
5. janúar 1999 | Forsíða | 235 orð

Lyfjameðferð bætt með nýjum efnum?

BANDARÍSKIR vísindamenn kynntu í gær afrakstur rannsókna sem taldar eru geta valdið straumhvörfum í meðhöndlun krabbameins. Segja vísindamennirnir, sem stunda rannsóknir við Kaliforníu-háskóla í Los Angeles (UCLA), í grein sem birtist í dag í tímaritinu Journal Proceedings of the National Academy of Sciences, Meira
5. janúar 1999 | Forsíða | 337 orð

Samgönguráðherra Finnlands segir af sér

SAMGÖNGURÁÐHERRA Finnlands, Matti Aura, sagði af sér í gær vegna hneykslis sem tengist einkavæðingu fjarskiptafyrirtækisins Sonera, arftaka finnska landssímans. Áður hafði forstjóra Sonera, Pekka Vennamo, verið vikið úr starfi, en hann hafði tryggt sér stóran hluta í fyrirtækinu þegar hlutabréf í því voru sett á almennan markað fyrir skömmu. Meira

Fréttir

5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

16% lækkun á símgjöldum

NETSÍMINN lækkaði hinn 30. desember sl. símgjöld til Bandaríkjanna og Kanada um 16% og kostar mínútan til Bandaríkjanna nú 32 krónur. Í fréttatilkynningu frá NET-símanum segir að höfuðmarkmið fyrirtækisins sé að bjóða ódýrari millilandasímtöl með hefðbundnum símtækjum. Frá því NET-síminn var opnaður hinn 1. desember sl. Meira
5. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 581 orð

Aðalleikvangur bæjarins sé veglegur og sýnilegur

FORSVARSMÖNNUM íþróttafélaganna, KA, Þórs og Ungmennafélags Akureyrar, líst þunglega á hugmyndir um að leggja Akureyrarvöll niður og byggja þar verslunarhúsnæði, enda liggi ekki fyrir hvað við tekur. Bragi Guðmundsson, formaður Ungmennafélags Akureyrar, UFA, sagðist hafa óskað eftir viðtali við bæjarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna þessa máls. Meira
5. janúar 1999 | Miðopna | 811 orð

Alvöru tónleikasalur

Flytjendur voru Skólahljómsveit Kópavogs, Skólakór Kársness, Ögmundur Þór Jóhannesson, Einar Jóhannesson, Rúnar Vilbergsson, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Ásdís Hildur Runólfsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Tríó Romance, Halldór Haraldsson, Sigrún Eðvaldsdóttir, Selma Gunnarsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Blásarakvintett Reykjavíkur. Laugardaginn 2. janúar 1999. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 610 orð

Annasamt hjá lögreglu um áramót

ANNASAMT var hjá lögreglu í höfuðborginni um áramótin. Eins og búast mátti við var mikið um útköll aðfaranótt fyrsta dags ársins og voru verkefnin margvísleg. Alls voru færð til bókunar rúmlega 600 verkefni á ofangreindum tíma. Sem betur fer var ekki mikið um slys vegna notkunar flugelda þótt alltaf séu einhver tilvik þar sem menn hljóta brunasár. Meira
5. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 152 orð

Arnar sigraði á jólahraðskákmóti

ARNAR Þorsteinsson fór með sigur af hólmi í jólahraðskákmóti Skákfélags Akureyrar og hlaut hann 12,5 vinninga af 14 mögulegum. Rúnar Sigurpálsson varð annar með 11,5 vinninga og Gylfi Þórhallsson þriðji með 10,5 vinninga. Um áramót fór fram svonefnd hverfakeppni í skák á vegum félagsins, annars vegar var tefld hraðskák og hins vegar skák með 20 mínútna umhugsunartíma. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 584 orð

Aukin áhersla á rannsóknir í læknanámi Vel á þriðja hundrað manns situr í gær og í dag ráðstefnu læknadeildar Háskóla Íslands um

UM 200 verkefni eru kynnt á ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild Háskóla Íslands sem yfir 250 manns sitja en hún hófst í gær og lýkur í dag. Hrafn Tulinius, formaður Vísindanefndar læknadeildar, sem skipuleggur ráðstefnuhaldið, Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 876 orð

Auknar dánarlíkur vegna krabbameins

MEÐAL þeirra fjölmörgu sem kynntu efni með fyrirlestri í gær voru Þórunn Sveinsdóttir, sjúkraþjálfari hjá atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins, og Kristján G. Guðmundsson, heilsugæslulæknir á Blönduósi. Meira
5. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 436 orð

Áforma byggingu 10 þúsund fermetra verslunar

KEA NETTÓ og Rúmfatalagerinn hafa sótt um að reisa 10 þúsund fermetra verslunarhúsnæði á lóð íþróttavallar Akureyrar. Erindi hefur verið lagt fyrir bæjarstjórn sem tekur málið til umræðu á næstunni. "Við höfum verið að leita að húsnæði og það er áhugi á að staðsetja starfsemina í miðbænum. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 575 orð

Ákvörðunin verði tafarlaust ómerkt

LANDSSÍMI ÍSLANDS HF. kærði í gær bráðabirgðaúrskurð Póst- og fjarskiptastofnunar til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála vegna beiðni Tals hf. um íhlutun vegna synjunar Landssímans á innheimtu útlandasímtala sem fara um útlandasímstöð Tals hf. Meira
5. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 168 orð

Bandaríkjamenn bíða átekta

BANDARÍSK stjórnvöld biðu í gær átekta með að leggja mat á áhrifum innleiðingar evrunnar á Bandaríkjadollarann, en vísaði á bug vangaveltum um að evran gæti ógnað stöðu dollarans sem eftirsóttasta gjaldeyrisforðamynt heimsins. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 174 orð

Bann í fullu gildi

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi bókun frá fundi áfengis- og vímuvarnaráðs 28. desember sl.: "Að undanförnu hefur töluvert borið á bjórauglýsingum í innlendum fjölmiðlum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í lok október í máli sem ákæruvaldið höfðaði gegn framkvæmdastjóra Ölgerðar Egils Skallagrímssonar vegna slíkrar auglýsingar. Á forsendum 73. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 54 orð

Bensínlækkun hjá öllum

OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu öll verðið á bensínlítranum um 2,40 krónur þann 1. janúar en Olíufélagið hf. hafði tilkynnt lækkun sína fyrir áramót. Lægra birgðaverð er ástæða lækkunarinnar. Þjónustuverð á 98 oktana bensínlítra lækkaði úr 77,30 kr. í 74,90 kr. og lítrinn af 95 oktana bensíni lækkaði í 70,30 kr. úr 72,60 kr. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 369 orð

Borgfirskar fréttir á netið

HIN nýju Hvalfjarðargöng eru ekki ein um að færa íbúa norðan Skarðsheiðar nær höfuðborginni og öfugt. Hraðbrautir alnetsins sækja einnig fram. Í hinu nafnlausa sameinaða sveitarfélagi fjögurra hreppa í Borgarfirði hefur fréttavefur verið settur á laggirnar fyrir íbúa svæðisins og aðra áhugasama. Vefurinn hefur slóðina www.andakill.is og er ætlað að miðla fréttum, upplýsingum og pistlum úr héraði. Meira
5. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 351 orð

Charlie Whelan lætur af störfum

CHARLIE Whelan, talsmaður Gordons Browns, fjármálaráðherra Bretlands, greindi frá því í gær að hann hygðist láta af störfum. Whelan hefur verið sakaður um að hafa lekið upplýsingum um lán er Peter Mandelson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, þáði af kaupsýslumanninum Geoffrey Robinson, er einnig sat í ríkisstjórn. Meira
5. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 259 orð

Clinton faðir þrettán ára blökkudrengs?

ÞRETTÁN ára gamall sonur svartrar vændiskonu í Arkansas bíður nú niðurstöðu úr DNA- prófi, samanburðarprófi á erfðaefni sínu og Bills Clintons Bandaríkjaforseta, að sögn breska dagblaðsins The Times. Meira
5. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 779 orð

Efasemdir um ágæti evrunnar mestar meðal Breta

AF VIÐBRÖGÐUM hinna ýmsu Evrópuþjóða við komu evrunnar að dæma eru efasemdir um velgengni hins nýja Evrópugjaldmiðils enn mestar meðal Breta, en eftir jákvæða byrjun evrunnar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum heyrast einnig óánægjuraddir í Danmörku og Svíþjóð með að löndin hafi kosið að standa utan samstarfsins. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 177 orð

Enn kraumar eldur í áramótabrennu Hafnfirðinga

Enn kraumar eldur í áramótabrennu Hafnfirðinga ENN kraumaði í áramótabrennu Hafnfirðinga í gær og steig reykjarmökkur upp af honum á nýju hafnarfyllingunni. Að hluta til kann skýringin að vera sú að í kestinum var m.a. tæplega hálfrar aldar gamalt aflaskip. Kösturinn var risastór og í hann ekið gífurlegu magni af drasli. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 267 orð

Ferðatékkar fáanlegir í evrum

ALMENNINGUR á Íslandi mun verða var við tilkomu evrunnar með margvíslegum hætti þótt ekki sé áætlað að seðlar verði prentaðir eða myntin slegin næstu þrjú ár. Íslendingar munu geta greitt fyrir vörur og þjónustu í evrum með debet- og kreditkortum og hægt verður að fá ferðatékka í evrum. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Ferðaþjónustan og viðburður ársins 2000

UNNIÐ hefur verið um nokkurt skeið að undirbúningu ýmissa stórverkefna ársins 2000 á vegum opinberra aðila. Fulltrúar Landsfundanefndar, Kristnihátíðarnefndar og verkefnisins Reykjavík, Menningarborg Evrópu, munu á fundi 14. janúar kl. 13 á Grand Hótel gera grein fyrir stöðu sinna verkefna. Auk þess mun fulltrúi Ferðamálaráðs gera grein fyrir aðkomu að verkefnunum. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 213 orð

Fjárveitingar til tannlækninga auknar

NÝ reglugerð sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra undirritaði í árslok felur í sér að kostnaður sjúkratrygginga vegna tannlæknakostnaðar hækkar um 70 milljónir króna á ári. Breytingarnar tóku gildi 1. janúar s.l. Meira
5. janúar 1999 | Landsbyggðin | 390 orð

Framhaldsskólinn í Eyjum brautskráir nemendur

Vestmannaeyjum­Framhaldsskólinn í Eyjum brautskráði nemendur frá skólanum skömmu fyrir jól. 32 nemendur brautskráðust, 15 stúdentar, 13 vélaverðir, 2 luku verslunarprófi og 1 lauk rafvirkjun. Í skólaslitaræðu Ólafs H. Sigurjónssonar skólameistara kom fram að 270 nemendur hefðu verið við nám í skólanum á önninni. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 117 orð

Framkvæmdir hafnar við stækkun Kringlunnar

FRAMKVÆMDIR við annan áfanga stækkunar Kringlunnar hófust í gær og var heitu vatni sprautað á hellur við inngang Hard Rock Café til að losa um þær svo að jarðvinna geti hafist. Lokið var við fyrsta áfanga framkvæmdanna 1. nóvember sl. og var það álma sem tengir saman Kringluna og Borgarkringluna. Á næstu níu mánuðum verður reist ný 10. Meira
5. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Frestun á gildistöku mótmælt

AÐALFUNDUR Sjómannafélags Eyjafjarðar, sem haldinn var á Akureyri í gær, mótmælir í ályktun fundarins því gerræði Halldórs Blöndals samgönguráðherra að gildistöku á hartnær fimm ára gömlum lögum um sleppibúnað björgunarbáta um borð í skipum sé frestað enn einu sinni. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Fyrirlestur um Vestur- Íslendinga og samtímann

HÁDEGISFUNDUR Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn í Þjóðarbókhlöðu þriðjudaginn 5. janúar á nýju ári. Vigfús Geirdal talar um rannsóknir sínar á Vestur- Íslendingum og nefnist fyrirlesturinn Lifandi draugar ofsækja dauða Vestur-Íslendinga. Meira
5. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 340 orð

Fær pólitískt hæli í Póllandi

SERGEJ Stankevich, fyrrverandi ráðgjafi Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, sem flúði heimaland sitt árið 1997 til að forðast ákæru um spillingu, sagði í gær að pólsk stjórnvöld hefðu samþykkt að veita sér pólitískt hæli í landinu. Meira
5. janúar 1999 | Landsbyggðin | 146 orð

Gamalt stígvél og fleira í aflanum

Grundarfirði-Togarinn Hringur SH 535 var á veiðum út af Vestfjörðum skömmu fyrir jól. Brá þá svo við að í hinum hefðbundna afla, sem yfirleitt er góður þorskur, gat einnig að líta ýmsa gamla gripi svo sem eitt leðurstígvél og fleira. Stígvélið er mjög fallegt, vel smíðað og saumað. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 285 orð

Garðyrkjubændur vilja rafmagn á stóriðjutaxta

FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur ákveðið að taka upp og fara yfir mál garðyrkjubænda, sem óskað hafa eftir að þeim verði gert kleift að greiða stóriðjutaxta fyrir raforku til gróðurhúsa. Eins og er greiða garðyrkjubýli 3,63 krónur fyrir hverja kílówattstund en stóriðja um krónu, að sögn Kjartans Ólafssonar, formanns Sambands garðyrkjubænda. Meira
5. janúar 1999 | Landsbyggðin | 271 orð

"Gott að koma af og til nær fólkinu"

Djúpavogi­Á Djúpavogi er ekki um þessar mundir læknir með fast aðsetur en mál hafa skipast svo að tveir læknar af Suðvesturlandi með langa starfsreynslu hafa tekið að sér að vera gæslumenn íbúanna í Djúpavogslæknishéraði. Þeir eru Emil Als og Þórhallur B. Ólafsson. Emil var að pakka niður í tösku er fréttaritara bar að garði á nýársdag. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 278 orð

Hagamúsin frumsýnd í Bandaríkjunum

MYND Þorfinns Guðnasonar, Hagamúsin, var frumsýnd á bandarísku kapalsjónvarpsstöðinni TBS Superstation hinn 27. desember síðastliðinn. Sjónvarpsstöðin nær til um 65 milljóna heimila í Bandaríkjunum og Kanada og má því áætla að talsverður fjöldi hafi séð íslensku hagamúsina. "Sjónvarpsstöðin er með þátt sem heitir "Explorer" og var myndin sýnd í honum. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 1345 orð

Hægt að greiða með evrum í rafrænum viðskiptum

ENGU máli á að skipta nú hvort viðskipti fara fram í evrum eða einhverri mynt þeirra ellefu landa í Evrópu sem stóðu að því að taka hana upp sem sameiginlega mynt um áramót, þar sem gengi milli mynta þessara landa og evrunnar hefur verið fastsett og enginn viðskiptakostnaður á að vera samfara því að versla í ólíkum myntum Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Jarðstrengur tólffalt dýrari

SULTARTANGALÍNA er 400 kV háspennulína milli tengivirkja Sultartangavirkjunar og Búrfellsstöðvar og hlaut nýlega samþykki Skipulagsstofnunar. Að mati stofnunarinnar þótti ekki raunhæft að leggja línuna í jörð sem mun vera tólffalt dýrara en háspennulína. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 104 orð

Jólaseríu fatlaðra stolið

LJÓSASERÍU fyrir framan íþróttahús fatlaðra var stolið aðfaranótt sunnudagsins. Um er að ræða 27 metra langt slönguljós sem var við íþróttahúsið og náði að grindverki við lóðina að Hátúni 14. Ásgeir Guðlaugsson, forstöðumaður íþróttahússins, segist vonast til þess að sá sem tók jólaseríuna muni sjá sóma sinn í því að skila henni við fyrsta tækifæri. Meira
5. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 131 orð

Kafaldsbylur í Bandaríkjunum

HRÍÐARBYLUR gekk yfir Miðvesturríki Bandaríkjanna á laugardag, olli töfum á flugi og að minnsta kosti tólf dauðsföll voru rakin til óveðursins. 56 sm djúpur snjór var á götum Chicago eftir óveðrið og er þetta mesti hríðarbylur í borginni í tæp 30 ár. Aflýsa varð fjölmörgum flugferðum frá flugvöllum í Miðausturríkjunum á laugardag, meðal annars O'Hare-alþjóðaflugvellinum í Chicago. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Kraftganga hafin í Öskjuhlíð

KRAFTGANGAN í Öskjuhlíð hefur hafið starfsemi sína á ný eftir jólafrí. Tímar verða eftir fyrra skipulagi þ.e. kl. 17.45 til 18.45 á kvöldin virka daga og á laugardögum kl. 10­11 og frá kl. 11­12. Nýir meðlimir eru boðnir velkomnir. Þjálfunin fer að mestu leyti fram utandyra en hitað er upp á undan í Perlunni og teygt eftir göngu. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 54 orð

Kviknar í út frá álgjalli

SLÖKKVILIÐIÐ á Akranesi var kallað út á sunnudagsmorgun vegna elds í úrgangsgámi við Norðurál við Grundartanga í Hvalfirði. Þar skíðlogaði í gámnum sem innihélt álgjall sem fyrir slysni hafði verið sett of heitt í gáminn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og ekkert tjón hlaust af utan tjóns á gámnum. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 105 orð

Launahækkun og lægra skatthlutfall

SKATTHLUTFALL í staðgreiðslu breyttist um áramótin og er nú 38,34% í stað 39,02% á síðasta ári. Þar með eru komnar að fullu til framkvæmda þær skattbreytingar sem lögfestar voru á Alþingi í kjölfar heildarkjarasamninganna vorið 1997, en þá var staðgreiðsluhlutfallið 41,98%. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 56 orð

LEIÐRÉTT

NAFN Dansleikhússins með EKKA misritaðist í frétt í sunnudagsblaðinu og er beðist velvirðingar á því. Fjöldi ferðamanna Í VÍKVERJA á sunnudag misritaðist hversu margir ferðamenn komu til landsins á liðnu ári samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofnunar. Í blaðinu eru þeir sagðir 127 þúsund talsins en hið rétta er 227 þúsund. Beðist er velvirðingar á þessu. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 391 orð

Leikskólakennarar íhuga úrsögn

LJÓSMÆÐRAFÉLAG Íslands sagði sig úr BSRB um áramót og gekk í BHM. Sem kunnugt er gekk Félag íslenskra símamanna einnig úr BSRB um áramót og stefnir að aðild að Rafiðnaðarsambandinu. Að sögn Ástþóru Kristinsdóttur, formanns Ljósmæðrafélagsins, hafa orðið breytingar á menntun ljósmæðra sem gerir það að verkum að félagið á betur heima í samtökum háskólamanna. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

Lyfja noti ekki orðið eðal

Í BRÉFI Samkeppnisstofnunar dagsettu 21. desember s.l. er svarað málaleitan Samtaka verslunarinnar frá því fyrr í mánuðinum þar sem kvartað er undan auglýsingum lyfjabúðarinnar Lyfju á ginseng sem fyrirtækið flytur inn frá Þýskalandi. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Málþing um framtíð grunnskólans

Í TILEFNI þess að 50 ár eru liðin frá því að 1. áfangi Kópavogsskóla var tekinn í notkun efnir Foreldraráð Kópavogsskóla til málþings um framtíð íslenska grunnskólans laugardaginn 9. janúar kl. 14 í Kjarnanum, sal Kópavogsskóla. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 173 orð

Mikið um skemmdarverk um áramótin

HEILDARTJÓN af völdum skemmdarverka í kringum áramótin liggur ekki fyrir hjá tryggingafélögunum en einhver þeirra hafa orðið vör við aukningu í ár. Tjónin má sem um ræðir tengjast flest notkun flugelda sem sprengdir eru við híbýli eða innandyra. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð

Njóta hins skamma sólargangs

FÓLK á göngu við Ægisíðuna nýtur þess eins og aðrir landsmenn að daginn er farið að lengja. Hænufet nefnist dagleg lenging sólargangsins. Fyrsta sólarhring frá sólstöðunum lengdist það um 9 sekúndur í Reykjavík, næsta dag um 27 sekúndur, þriðja daginn um 44 og svo áfram með svipuðum hætti. Birtan var óvenju fögur í borginni í gær. Meira
5. janúar 1999 | Miðopna | 1103 orð

"Nú þurfum við ekki að bíða lengur"

SAGA íslensks tónlistarlífs á tuttugustu öld er saga um fjölbreytni og framfarir. Þjóðin hefur, einkum hin síðari ár, eignast sinfóníuhljómsveit, kammersveitir og tónlistarmenn sem standa fremstu starfsbræðrum sínum á erlendri grundu fyllilega á sporði, fagmennskan hefur leyst áhugamennskuna af hólmi. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 499 orð

Óskum Jóhönnu um opið prófkjör hafnað

ALÞÝÐUBANDALAG og Alþýðuflokkur höfnuðu í gær óskum Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns um opnara prófkjör. Jóhanna segir að hún standi núna frammi fyrir tveimur kostum, að taka boði um fjórða sæti lista samfylkingar eða taka boði Alþýðuflokksins um þátttöku í prófkjörinu með honum. Jóhanna átti í gær fund með forystumönnum A-flokkanna um prófkjörið. Meira
5. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 308 orð

Óttast afleiðingar átakanna

SAMEINUÐU þjóðirnar hafa ákveðið að flytja alla eftirlitsmenn sína af átakasvæðunum í Angóla og hætta öllu flugi til borgarinnar Huambo eftir að flutningavél á vegum samtakanna var skotin niður nálægt borginni á laugardag. Óttast er að átök stjórnarhersins og uppreisnarmanna UNITA-hreyfingarinnar verði til þess að þúsundir manna deyi úr sulti. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 111 orð

Ótvíræðir kostir fyrir launþega

LAUNÞEGUM gefst nú kostur á að auka skattfrjálsan lífeyrissparnað sinn um 2,2% í séreignalífeyrissjóðum, þar sem launþegar leggja til 2% á móti 0,2% frá launagreiðendum. Fjöldi lífeyrissjóða, bankastofnana, verðbréfafyrirtækja og líftryggingafélaga býður almenningi að gera samninga um lífeyrissparnaðinn. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 276 orð

Óvíst hvenær söfnun upplýsinga hefst

VINNA við undirbúning að skipan nefndar um gerð og starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði er að hefjast í heilbrigðisráðuneytinu að sögn Þóris Haraldssonar, aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra. Að hans sögn er mikil undirbúningsvinna eftir áður en að því kemur að fjallað verði um umsóknir um starfsleyfi til að starfrækja grunninn. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 834 orð

Raunhæf markmið eru lykillinn að árangri

UM ÁRAMÓT strengja margir áramótaheit og eflaust hafa einhverjir ákveðið að taka sig á með hækkandi sól og huga að hollu mataræði og aukinni hreyfingu. Fríða Rún Þórðardóttir hefur um tíma leiðbeint fólki með mataræði og hreyfingu. "Þegar fólk ákveður að taka sig á varðandi mataræði og hreyfingu þarf það að vera gert af skynsemi og markmiðin sem sett eru þurfa að vera raunhæf. Meira
5. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 79 orð

Reuters Kökuskreytt upphaf evruviðskipta í Ho

RÓTTÆKIR andstæðingar Efnahags- og myntbandalagsins hleyptu í gær upp athöfn sem haldin var við opnun kauphallarinnar í Amsterdam, fyrsta daginn eftir gildistöku evrunnar. Gerrit Zalm, fjármálaráðherra Hollands, fékk tvær vænar rjómakökur í andlitið þegar hann ávarpaði hollenzka fjárfesta í tilefni af hinum merku tímamótum. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 249 orð

Ríkið bótaskylt vegna ólögmætrar handtöku

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur telur að lögreglu hafi skort lagaheimild til handtöku tvítugs Reykvíkings, sem nýtti sér stjórnarskrárbundinn rétt sinn til að koma skoðunum á framfæri þegar hann, ásamt sjö öðrum einstaklingum, hafði uppi mótmæli á Austurvelli 16. maí 1997 þegar bein útsending bandarískrar sjónvarpsstöðvar á þættinum "Good Morning America" stóð yfir. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 536 orð

Skortur á menntuðu og ófaglærðu starfsfólki

MIKIL eftirspurn eftir vinnuafli einkenndi allt síðastliðið ár og er víða svo komið að umtalsverður skortur er á starfsfólki. "Það er mikil eftirspurn eftir menntuðu fólki, sérstaklega fólki með háskólamenntun og einhverja sérhæfingu. Meira
5. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 391 orð

Sprengjan ætluð forsætisráðherranum?

ÞRÍR menn biðu bana í sprengjutilræði á vegi nálægt borginni Lahore í Pakistan á sunnudag og grunur leikur á að markmiðið hafi verið að ráða Nawaz Sharif, forsætisráðherra landsins, af dögum. Sérsveit lögreglunnar, sem berst gegn hermdarverkum, rannsakaði málið í gær og telur hugsanlegt að tveir þeirra sem biðu bana hafi verið viðriðnir sprengjutilræðið. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 636 orð

Svavar Gestsson lætur af þingmennsku

SVAVAR Gestsson, þingflokksformaður Alþýðubandalagsins, hyggst ekki gefa kost á sér til þingsetu í alþingiskosningum í vor. Svavar tilkynnti þetta á blaðamannafundi á sunnudag en kvaðst ekki hafa ákveðið á hvaða vettvangi hann hygðist starfa í framtíðinni. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 704 orð

Talið valda verulegri röskun á samkeppnisstöðu

SAMKEPPNISSTOFNUN tók í gær ákvörðun til bráðabirgða um bann við tilboði Landssíma Íslands hf. um endurgjaldslausa netþjónustu í tengslum við útgáfu á ókeypis margmiðlunardiski í 10.000 eintökum, sem auglýst var að gæfi handhafa hvers disks kost á þriggja mánaða endurgjaldslausri netáskrift hjá Internetþjónustu Landssímans. Í samræmi við 8. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 193 orð

Tilboð Landssímans bannað

SAMKEPPNISSTOFNUN ákvað í gær til bráðabirgða bann við tilboði Landssíma Íslands hf. um endurgjaldslausa netþjónustu í tengslum við útgáfu margmiðlunardisks. Samkvæmt auglýsingu Landssímans var margmiðlunardiskurinn gefinn út í 10 þúsund eintökum og átti handhafi hvers disks kost á þriggja mánaða endurgjaldslausri netáskrift hjá Internetþjónustu Landssímans. Meira
5. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Tillaga um endurreisn ullariðnaðar lögð fyrir bæjarráð

AÐILAR, sem unnið hafa að skoðun á möguleikum þess að endurreisa ullariðnað á Akureyri í kjölfar gjaldþrots Foldu nýlega, hafa lagt fram ákveðna tillögu til bæjarráðs þar að lútandi. Valur Knútsson, formaður atvinnumálanefndar, hefur unnið að málinu fyrir hönd nefndarinnar, ásamt Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar og fleirum. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 135 orð

Tónleikar Undirtóna á Gauknum

TÓNLISTARBLAÐIÐ Undirtónar hefur nýtt ár með fönkuppákomu á skemmtistaðnum Gauki á Stöng þriðjudagskvöldið 5. janúar 1999. Uppákoman er liður í tónleikaseríu á vegum blaðsins sem gengur undir nafninu Stefnumót og er hér á ferðinni Stefnumót númer tvö. Á Stefnumóti númer tvö mun fönktónlist vera í aðalhlutverki. Meira
5. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 166 orð

Tvö bresk skólabörn látast úr heilahimnubólgu

ALLIR 1700 nemendur Wath- barnaskólans í nágrenni Rotherham á Bretlandi voru í gær bólusettir gegn heilahimnubólgu eftir að tveir nemendanna höfðu látist af völdum sjúkdómsins á gamlársdag. Talið er að nemendurnir tveir, Claire Wilkinson, sem var fjórtán ára, og Adam Rawson, sem var fimmtán ára, Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 136 orð

Tvö tilboð bárust

VERKTAKAFYRIRTÆKIN Ármannsfell og Verkafl, dótturfyrirtæki Íslenskra aðalverktaka, skiluðu tilboðum í fjármögnun, byggingu og rekstur fjölnota íþróttahúss í Reykjanesbæ. Tilboðin voru opnuð í gær. Að sögn Þorsteins Erlingssonar bæjarfulltrúa er áætlaður byggingarkostnaður samkvæmt tilboðunum 3­400 milljónir króna á ári, en erfitt er að bera saman aðrar tölur vegna mismunandi forsendna. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 130 orð

Vann iMac-tölvu í Jólaleik dagskrarblaðsins

Á DÖGUNUM stóðu Dagskrárblað Morgunblaðsins, Aco-Applebúðin, Skífan, TAL og 11-11 fyrir leik í Dagskrárblaði Morgunblaðsins. Leikurinn gekk út á að svara spurningum úr dagskrá ljósvakamiðlanna en svörin við þeim var að finna í blaðinu. Meira
5. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 201 orð

Vísa sértrúarfólki úr landi

INNANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ í Ísrael fyrirskipaði í gær að ellefu Bandaríkjamönnum yrði vísað úr landi vegna gruns um að þeir væru í kristnum sértrúarsöfnuði sem er sagður hafa skipulagt ofbeldisaðgerðir á götum Jerúsalemborgar um aldamótin til að flýta fyrir endurkomu Krists. Meira
5. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 1439 orð

Vítur sagðar óvirðing við fulltrúadeildina Öldungadeild Bandaríkjaþings kemur saman á morgun og mun þá taka fyrir ákærur

ENN er hart deilt um hvort efna eigi til réttarhalda yfir Bill Clinton Bandaríkjaforseta í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún kemur saman á morgun, miðvikudag. Fjöldi öldungadeildarþingmanna sem komu fram í sjónvarpi um helgina tjáðu sig um hvað þeir teldu réttast að gera í stöðunni. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 425 orð

Yfirvegun flugmannsins hafði róandi áhrif

ELDUR kom upp í hreyfli flugvélar Flugfélags Íslands á leiðinni frá Egilsstöðum til Akureyrar í fyrrakvöld. Vélin er níu sæta vél og voru farþegar 6 talsins auk flugmanns. Vélin hafði flogið u.þ.b. 35 mílur frá Egilsstöðum þegar óhappið varð og var snúið við og lent aftur á Egilsstaðaflugvelli þar sem slökkvilið, sjúkrabíll, læknar og lögregla biðu hennar. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Þrettándabrenna Vals

ÁRLEG þrettándabrenna Knattspyrnufélagsins Vals verður á svæði félagsins að Hlíðarenda miðvikudaginn 6. janúar. Sem fyrr hefst dagskráin með blysför og fjölskyldugöngu frá Hlíðarskóla að brennunni og hefst gangan kl. 18. Göngublys verða seld við upphaf göngu. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Þrettándagleði Hauka

HAUKAR halda sína árlegu þrettándagleði miðvikudaginn 6. janúar á Ásvöllum auk þess að taka fyrstu skóflustungu hins nýja íþróttahúss sem mun rísa á Ásvöllum. Dagskráin hefst kl. 19.15 með blysför álfakóngs og drottningar, trölla, álfa, púka, grýlu og leppalúða og jólasveina frá Suðurbæjarsundlauginni að Ásvöllum. Kl. 20 hefst síðan skemmtidagskrá með tónlist, göngu og álfabrennu. Meira
5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð

Öld frá stofnun KFUM og KFUK

ÞESS var minnst í guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík síðastliðinn sunnudag að öld er liðin um þessar mundir frá því séra Friðrik Friðiksson stofnaði KFUM og síðar KFUK. Í guðsþjónustunni komu fram leikmenn og prestar, börn og fullorðnir með talað orð og söng og var myndin tekin við það tækifæri. Meira

Ritstjórnargreinar

5. janúar 1999 | Staksteinar | 428 orð

»"Hæstiréttur er frjáls" SVAVAR Gestsson alþingismaður gefur út á vefnum vefbl

SVAVAR Gestsson alþingismaður gefur út á vefnum vefblað, sem hann nefnir Hugmynd. Þar fjallar Svavar um nýuppkveðna dóma Hæstaréttar Íslands og lýsir því yfir að honum finnst Hæstiréttur eftir þessa dóma vera frjáls. Meira
5. janúar 1999 | Leiðarar | 549 orð

ÞÁTTASKIL Í SÖGU TÓNLISTAR Á ÍSLANDI

MIKIÐ FRAMFARASPOR í íslensku tónlistarlífi var stigið 2. janúar þegar Tónlistarhús Kópavogs var tekið í notkun við hátíðlega athöfn og að viðstöddu fjölmenni en það er jafnframt fyrsta sérhannaða tónlistarhús landsins. Þróun í íslensku tónlistarlífi hefur verið geysihröð á þessari öld. Atvinnumennska hefur í auknum mæli tekið við af áhugamennsku. Meira

Menning

5. janúar 1999 | Skólar/Menntun | 1488 orð

Áhrif uppeldis á heilann Sterk tilfinningatengsl eru lík bólusetningu fyrir áföllum síðar meir Hlýja og örugg umönnun hefur

Sterk tilfinningatengsl eru lík bólusetningu fyrir áföllum síðar meir Hlýja og örugg umönnun hefur áhrif á tengingar taugafruma í heila Meira
5. janúar 1999 | Menningarlíf | 107 orð

Árleg viðurkenning RÚV til Sjóns og Péturs

HIN árlega viðurkenning Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins var veitt á gamlársdag við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Að þessu sinni hlutu rithöfundarnir Pétur Gunnarsson og Sjón (Sigurjón B. Sigurðsson) viðurkenningu og féllu 500.000 kr. í hlut hvors. Meira
5. janúar 1999 | Leiklist | 630 orð

Beint frá hjartanu

Höfundur: Felix Bergsson. Leikstjóri og dramatúrg: Kolbrún Halldórsdóttir. Leikmynd: Magnús Sigurðsson. Ljós: Jóhann Bjarni Pálmason. Búningar: María Ólafsdóttir. Gervi: Ásta Hafþórsdóttir. Kvikmynd: Kristófer Dignus Pétursson. Myndvinnsla: Hreyfimyndasmiðjan, Bragi Þór Hinriksson. Hljóð: Mark Eldred og Páll S. Guðmundsson. Tónlist: Karl Olgeirsson. Meira
5. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 489 orð

Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Óvinur ríkisins Hörkugóður, hátæknilegur

Óvinur ríkisins Hörkugóður, hátæknilegur samsæristryllir sem skilar sínu og gott betur. Smith, Hackman og Voight í essinu sínu. Holy Man Háðsádeila á bandarískt neysluþjóðfélag sem nær ekki að nýta gamanhæfileika Eddie Murphies og uppsker eftir því. Meira
5. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 1002 orð

BRIAN DE PALMA SÍGILD MYNDBÖND

BRIAN DE PALMA SÍGILD MYNDBÖND MISTÆKARI mann en Brian De Palma er vart að finna í Hollywood samtímans. Sveiflurnar eru ótrúlegar. Uppsveiflan slík að hann á fáa sína líka meðal starfsbræðranna þegar sá gállinn er á honum. Meira
5. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 313 orð

Flugeldar, rómantík, sól og sæla

Nýársfagnaðir víða um veröld Flugeldar, rómantík, sól og sæla NÝJU ári var fagnað um alla veröld en misjafnt eftir heimshlutum hvernig að hátíðarhöldum var staðið. Meira
5. janúar 1999 | Kvikmyndir | 797 orð

Fyrirgreiðsla og ást

1. og 2. þáttur sunnudag 27. des. og 3. jan. Höfundar: Guðmundur Ólafsson og Jóhann Sigurðarson. Leikstjóri: Jóhann Sigurðarson. Leikendur: Guðmundur Ólafsson, Ingvar E. Sigurðsson, Edda Heiðrún Backman, Hjálmar Hjálmarsson, Steinn Ármann Magnússon, Bessi Bjarnason, Þórhallur Sigurðsson, Vigdís Gunnarsdóttir. Meira
5. janúar 1999 | Kvikmyndir | 501 orð

Hátæknilegur samsæristryllir

Leikstjóri: Tony Scott. Handrit: David Marconi. Framleiðandi: Jerry Bruckheimer. Kvikmyndatökustjóri: Dan Mindel. Tónlist: Trevor Rabin og Harry Gregson- Williams. Aðalhlutverk: Will Smith, Gene Hackman, Jon Voight, Regina King, Loren Dean, Lisa Bonet, Jake Busey, Barry Pepper og Gabriel Byrne. Buena Vista International 1998. Meira
5. janúar 1999 | Menningarlíf | 182 orð

Hljómsveitarsvítur og fiðlukonsert eftir Bach

TVÆR hljómsveitarsvítur og tvöfaldur fiðlukonsert eftir Johann Sebastian Bach eru á efnisskrá hátíðartónleika í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs í kvöld kl. 20.30 en hann var vígður með miklu tónaflóði síðastliðinn laugardag. Meira
5. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 205 orð

Jólafrumsýningar

UNGIR og aðeins eldri gerðu sér glaðan dag annan í jólum og drifu sig á frumsýningar í leikhúsunum. Í Borgarleikhúsinu var barnaleikritið um Pétur Pan frumsýnt og ríkti mikil gleði meðal barnanna sem voru mishrædd við Kobba krók og krókódílinn stóra, þegar þau lifðu sig inn í ævintýri nýju vina sinna sem flugu fram og til baka um sviðið. Meira
5. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 299 orð

Jólastemmning hjá Íslendingum í Óðinsvéum

ÞRÁTT fyrir snjóleysi ríkti sannkölluð jólastemmning annan dag jóla, þegar Íslendingar í Óðinsvéum héldu jólamessu og jólatrésskemmtun að henni lokinni. Um 120 manns mættu til messu, en prestur var séra Birgir Ásgeirsson og kom hann frá Kaupmannahöfn, en blandaður kór Íslendinga og Færeyinga söng. Meira
5. janúar 1999 | Menningarlíf | 268 orð

Jón Leifs heiðraður í Þýskalandi

Þann 1. maí næstkomandi eru hundrað ár liðin frá fæðingardegi Jóns Leifs. Í tilefni þess á að gera endurbætur á Jón Leifs- torginu í Rehbrucke við Potsdam. Á þrettándanum lýkur þýsk- íslenskri tónlistarviku í Berlín og á lokatónleikunum verður flutt Sögu-sinfónía Jóns Leifs. Jón Leifs var búsettur í tólf ár í Rehbrucke á milli Potsdam og Berlínar. Meira
5. janúar 1999 | Menningarlíf | 136 orð

Kvikmyndaleikstjórar og handritahöfundar í ein samtök

Samtök kvikmyndaleikstjóra og Samtök höfunda kvikmyndahandrita hafa sameinast. Nafn félagsins er nú Samtök kvikmyndaleikstjóra og kvikmyndahandritahöfunda og segir í fréttatilkynningu, að rétt á aðild eigi þeir kvikmyndaleikstjórar og kvikmyndastjórar sem vinna óumdeilanlega sem kvikmyndahöfundar og uppfylla ákveðin skilyrði um fjölda verkefna sem þeir hafa leikstýrt, Meira
5. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 993 orð

Leitandi tónlistarmaður Óskar Guðjónsson saxófónleikariskrifar um geisladisk Squarepusher, Music Is Rotted One Note.

Óskar Guðjónsson saxófónleikariskrifar um geisladisk Squarepusher, Music Is Rotted One Note. Það gerist ekki oft nú orðið en sem betur fer gerist það enn þá. Ég á við þessa sérstöku tilfinningu þegar maður heyrir eitthvað nýtt og upplifir ástand sem ekki er hægt að lýsa í orðum. Meira
5. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 152 orð

Lokasýning Grease

Í KVÖLD verður lokasýning á rokksöngleiknum Grease sem sýndur hefur verið við miklar vinsældir á Stóra sviði Borgarleikhússins frá því í júlí. Sýningarnar orðnar meira en sjötíu en í söngleiknum er rifjað upp rokk, ról og menntaskólarómantík sjötta áratugarins. Með aðalhlutverkin fara Rúnar Freyr Gíslason og Selma Björnsdóttir, en fjöldi leikara og dansara kemur fram í sýningunni. Meira
5. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 492 orð

Með rokk í hjarta

Geislaplata Rúnars Júlíussonar, á plötunni koma fram Rúnar Júlíusson, Tryggvi Hubner, Ásgeir Óskarsson, Þórir Baldursson og Baldur Þ. Guðmundsson, lögin flest eftir Rúnar í félagi við aðra. Geislaplatan var hljóðrituð að Upptökuheimili Geimsteins og hljóðblönduð þar. Geimsteinn gefur út og dreifir. Meira
5. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 163 orð

Missti af frábæru tækifæri

Missti af frábæru tækifæri NÝJASTA kvikmynd James Woods nefnist "Another Day in Paradise" og er leikstýrt af Larry Clarke. Þar leikur Woods á móti Melanie Griffith, Natöshu Gregson Wagner og Vincent Kartheiser í mynd sem gerist í Oklahoma á áttunda áratugnum. Meira
5. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 232 orð

Prúðbúið fólk á fyrsta kvöldi ársins

HEFÐ hefur skapast fyrir nýársfögnuðum þar sem fólk mætir prúðbúið og nýtur góðra veitinga á veitingahúsum borgarinnar. Síðkjólar og smóking eru klæðnaður sem þykir hæfa þessum áramótaskemmtunum, enda við hæfi að taka á móti nýju ári í sínu fínasta pússi. Eflaust rifja margir upp atburði liðins árs á meðan aðrir horfa björtum augum til framtíðar. Meira
5. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 68 orð

Sextán ára nautabani

SPÆNSKI nautabaninn Julian Lopez Escobar, þekktur sem "El July", er ungur að árum eða aðeins sextán ára gamall. Athygli manna beindist að honum á árlegri nautabanahátíð sem nú var haldin í Kólumbíu, en þar þykir hann hafa staðið sig með ágætum. Hér sést hann kljást við fyrsta nautið sem fram fór á völlinn á gamlársdag. Meira
5. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 117 orð

Silverstone elskar barnamat

EF til vill er lífsstíll fræga fólksins ekki á allra færi. En nú getur almenningur tileinkað sér mataræði fræga fólksins. Tímaritið Marie Claire spurði nokkra fræga einstaklinga hvað þeir fengju sér í morgunverð og voru sum svörin all athyglisverð. "Ég elska, elska, elska apríkósubarnamat," sagði Alicia Silverstone og bætti við að allir skápar í eldhúsinu væru fullir af kræsingunum. Meira
5. janúar 1999 | Skólar/Menntun | 146 orð

Viðurkenningar á sviði tungumála European Label

Evrópsk viðurkenning fyrir nýbreytniverkefni á sviði tungumálanáms og tungumálakennslu. Vakin er athygli á viðurkenningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir nýbreytniverkefni á sviði tungumálanáms og -kennslu, European Label. Er gert ráð fyrir að árlega geti 1­3 íslensk verkefni hlotið European Label. Skólar, stofnanir, fræðslusamtök og fyrirtæki geta sótt um viðurkenninguna. Meira

Umræðan

5. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 410 orð

Börnin og fíkniefnin

ÖLLUM sem lenda í klóm fíkniefnaneyslu er voði vís. Ég vil af þeim fjalla um þá sem í mestri hættu eru, ungviðið, börnin okkar, von þjóðarinnar um vöxt, viðgang og velferð okkar í framtíðinni. Nokkur dæmi vil ég nefna til þó alls ekki séu þau einhlít á nokkurn hátt. Barn sem lendir í einelti kemst í þá ömurlegu aðstöðu að eineltið brýtur niður sjálfstraust og sjálfsmat þess. Meira
5. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 397 orð

Einhæfni á landsbyggðinni

TÓMAS Ingi Olrich skrifaði í Mbl. á aðfangadag um hagsmuni landsbyggðarinnar. Ég las greinina, því ég hef áhuga á landsbyggðarmálum ­ sérstaklega ef þingmaður í mínu kjördæmi á í hlut. Að vísu var greinin stofnanaleg og það vottaði fyrir þessum pirringi, sem einkennir suma... Að Svanfríður Jónasdóttir "sé ekki nýliði í stjórnmálum, þótt minnið sé stutt". Meira
5. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 288 orð

Einkatónleikar Bjarkar?

AÐ JAFNAÐI þarf mikið til að koma undirrituðum úr jafnvægi, en nú er okkur öllum nóg boðið. Ætlun okkar var að fara á tónleika Bjarkar í Þjóðleikhúsinu í byrjun janúar, en þeir voru auglýstir mikið skömmu fyrir áramót. Við vorum mættir við Þjóðleikhúsið þriðjudaginn 29. desember sl., nokkru áður en miðasalan átti að hefjast og voru á að giska 50 manns á undan okkur í röðinni. Meira
5. janúar 1999 | Aðsent efni | 1009 orð

Gefum öldruðum hlut í góðæri Davíðs Oddssonar

AÐVENTAN er tími undirbúnings og tilhlökkunar. Þá leiða sumir, og ég er einn þeirra, hugann að kjörum þeirra sem minnst mega sín. Af og til koma ráðamenn þjóðarinnar fram í fjölmiðlum til að segja fólki af góðærinu. Í hvert sinn sem forsætis- og fjármálaráðherra lýsa yfir góðæri koma aldraðir og öryrkjar upp í huga minn. Meira
5. janúar 1999 | Aðsent efni | 439 orð

Hvað er að marka sjálfstæðismenn?

TÆPUR helmingur þjóðarinnar styður Sjálfstæðisflokkinn samkvæmt skoðanakönnunum. Það er mjög mikið en rúmur helmingur þjóðarinnar vill ekki, hefur ekki og mun ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er sá hluti þjóðarinnar sem þarf að efla pólitíska samstöðu sín á meðal vegna þess að hann er sammála um velferðar- og samhjálparstefnu. Meira
5. janúar 1999 | Aðsent efni | 743 orð

Les öll bókaþjóðin um jólin?

ÞAÐ HEFUR lengi verið goðsögn á Íslandi að hér væru allir læsir. Bókaþjóðin vill trúa því að hún sé læs og lesi mikið. Það á þó ekki við um alla landsins þegna, það hlakka ekki allir til jólabókarinnar. Í rannsókn á duldu ólæsi meðal Dana á aldrinum 18 til 67 ára frá árinu 1995 kom m.a. Meira
5. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 218 orð

Týndist Hellisbúinn?

Í ÞÆTTINUM Víðsjá mánudaginn 28. des. fjölluðu þær Halldóra Friðjónsdóttir og Soffía Auður Birgisdóttir um leiksýningar líðandi árs á mjög skemmtilegan og fróðlegan hátt og fóru mjög ýtarlega yfir flestar sýningar, sérstaklega stærri leikhúsanna en gátu einnig ýmissa sýninga minni leikhúsanna. Meira
5. janúar 1999 | Aðsent efni | 374 orð

Þeir sækja sjóinn með elju og ósérhlífni

VEIÐIREYNSLA á skip væri engin ef sjómanna nyti ekki við. Undrun sætir auglýsingaherferð útgerðarmanna, LÍÚ, á haustdögum 1998 í dagblöðum og tímaritum þar sem þess er sérstaklega getið að án útgerðar verði engin auðæfi sótt í hafið. Og LÍÚ auglýsir: "Fyrir þjóðina í heild lá beint við að fela þeim sem til þess höfðu getu að sækja fiskinn, enda á hún auð í verkþekkingu útvegsfyrirtækja... Meira

Minningargreinar

5. janúar 1999 | Minningargreinar | 256 orð

Albert Jóhannsson

Albert minn dáinn, vonum fyrr, blessaður minn. Þrátt fyrir veikindi síðustu ár, oft mikið veikur, kvartaði hann aldrei. Var alltaf hresari en hann var í gær eða í síðustu viku og yrði sennilega orðinn góður í næstu viku. Fullur af hugmyndum og áætlunum um hluti sem hann langaði að gera og ætlaði að gera. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 799 orð

Albert Jóhannsson

Mér er "tregt tungu að hræra" þegar kveðja skal virktavin og næsta nágranna, Albert Jóhannsson kennara í Skógum. Hálfrar aldar eru kynni okkar og samleið áttum við í um það bil fjóra áratugi, í óskalandinu í Skógum undir Eyjafjöllum. Undir árslok 1959 flutti ég og fjölskylda mín að Skógum. Þá hafði Albert átt þar heima í 10 ár. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 569 orð

Albert Jóhannsson

Albert Jóhannsson, kennari í Skógum undir Eyjafjöllum, er kvaddur hinstu kveðju. Hann lést að kvöldi annars jóladags eftir langa og hetjulega baráttu við erfið veikindi. Með Albert er genginn fjölhæfur og gagnmerkur samferðamaður sem allir kunnugir minnast að góðu einu og með sérstakri virðingu og þakklæti. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 237 orð

Albert Jóhannsson

Það er gæfa hverra samtaka að eiga í sínum röðum djarfa eldhuga, menn og konur sem hrífa með sér aðra til átaka við verkefni morgundagsins með dugnaði sínum og atorku. Þetta hefur í gegnum tíðina verið gæfa Landssambands hestamannafélaga. Við Albert vorum ekki samtímamenn í félagsmálum hestamanna, en mér er minnisstæður atburður frá 43. ársþingi LH árið 1992 á Flúðum. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 315 orð

Albert Jóhannsson

Í huga barnsins verða smáir hlutir oft stórir. Það sem hinum fullorðnu þykir léttvægt verður barninu ógleymanlegt. Litlir atburðir greypast í minningu þess og fylgja því ævina á enda. Þannig var það með fyrstu minningu mína um Albert föðurbróður minn. Hann hafði komið heim að Teigi og dvalist þar nokkrar nætur. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 488 orð

ALBERT JÓHANNSSON

ALBERT JÓHANNSSON Albert Jóhannsson fæddist í Teigi í Fljótshlíð 25. september 1926. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurlands að kvöldi annars dags jóla, 26. desember síðastliðinn. Albert var sonur hjónanna Jóhanns Jenssonar f. 1895, d. 1978 bónda í Teigi í Fljótshlíð og Margrétar Albertsdóttur, f. 1900, d. 1989. Systkini Alberts voru Guðni, f. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 634 orð

Birna Sigurbjörnsdóttir

Við vorum 11 systkinin, börnin hans Sigurbjörns í Vísi og þeirra Gróu og Unnar, sjö af fyrra hjónabandi sem lauk með láti Gróu úr spönsku veikinni, 1918, og fjögur börn Unnar af seinna hjónabandi. Af þessum systkinahópi var ég yngstur og varð ég aldrei þess var að þetta væri ekki einn samstilltur og kærleiksríkur systkinahópur. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 380 orð

Birna Sigurbjörnsdóttir

Mánudaginn 4. janúar sl. var gerð útför Birnu móðursystur minnar, sem lést 19. desember á 86. aldursári, eftir alllanga sjúkdómslegu. Örstutt miningargrein getur varla gefið nokkra hugmynd um lífssögu manns, hvað þá skaphöfn og aðra eiginleika, eða tíundað öll þau smáu afrek eða ósigra, sem hvern dag verða í þeirri baráttu og því samspili gleði og sorgar, sem við köllum daglegt líf. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 131 orð

BIRNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

BIRNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR Birna Sigurbjörnsdóttir fæddist 25. september 1913. Hún lést á Landakotsspítala 19. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurbjörn Þorkelsson, kaupmaður í Vísi, og Gróa Bjarnadóttir. Systkini Birnu eru: Kristín (Ninna), f. 1909, d. 1996, Sólveig, f. 1911, Þorkell Gunnar, f. 1912, Hanna, f. 1915, Hjalti, f. 1916, Helga, f. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 563 orð

Björn Arnórsson

Björn, vinur minn og félagi, er fallinn frá fyrir aldur fram. Þrátt fyrir að við vissum öll að hann ætti við erfiðan sjúkdóm að etja, kom þessi harmafregn engu að síður á óvart. Við Jana heimsóttum hann og Kristínu á Þorláksmessukvöld og þá var hann kátur og hress og farið að örla á gamla góða húmornum hans aftur þegar við ræddum málin á sama hátt og við höfum alltaf gert. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 231 orð

Björn Arnórsson

Það var á jóladagsmorgun sem fregnin barst mér með orðum Ögmundar er hann sagði: "Hann Björn okkar er látinn." Eftir nokkurra mánaða baráttu við sjúkdóm þann sem engu eirir varð hann að lúta í lægra haldi, svo langt um aldur fram. Horfinn er vinurinn og vinnufélaginn góði sem einatt gat séð broslegar hliðar á tilverunni og hægt var að ræða við um alla hluti. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 555 orð

Björn Arnórsson

Ekki er það svo að Björn Arnórsson sé jafngamall BSRB. En við sem komum til starfa í félagsmálum á þeim vettvangi í kringum 1980 höfum það á tilfinningunni að svo hljóti að vera því við munum ekki eftir samtökunum öðru vísi en hann hafi verið þar einhvers staðar nærri. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 390 orð

Björn Arnórsson

Látinn er langt fyrir aldur fram vinur okkar og samstarfsfélagi Björn Arnórsson. Í tæp tuttugu ár starfaði hann sem hagfræðingur BSRB og kom því oft í hans hlut að aðstoða forystumenn aðildarfélaganna við hina ýmsu verkefni og ávallt var það gert með gleði og góðum húmor. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 732 orð

Björn Arnórsson

Ég kynntist Birni Arnórssyni þegar ég hóf störf hjá BSRB sumarið 1994. Ég hafði séð hann nokkrum sinnum áður í tengslum við störf mín sem blaðamaður og haft símasamband við hann og hann þá greitt götu mína fúslega, þótt á stundum þyrfti hann einnig að láta fylgja með ábendingar um það sem betur hefði mátt fara í skrifum Þjóðviljans, sem ég starfaði þá fyrir. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 248 orð

Björn Arnórsson

Í dag kveð ég vin minn Björn Arnórsson. Hann var kallaður alltof fljótt á annað tilverustig. Björn var indæll, hann vildi öllum hjálpa ef hann gat. Í einu af hinum fjölmörgu jóla- eða páskaboðum hjá afa og ömmu í Ásholtinu heyrði hann að ég ætti erfitt með stærðfræðina, var hann þá fyrstur allra að bjóða mér hjálp sína. Það voru fyrstu vinatengslin milli okkar Björns. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 672 orð

Björn M. Arnórsson

Elskulegur bróðir er látinn. Aðeins tvö ár eru liðin frá því að sú harmafregn barst okkur að Arnþór sonur hans hefði orðið bráðkvaddur, aðeins þrítugur að aldri. Dauðsfallið varð bróður mínum næstum ofraun. Hann elskaði drenginn sinn meira en lífið í brjósti sér og kostaði það hann ótrúlegt þrek að komast í gegnum þessa óbærilegu raun og lifa við sonarmissinn. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 311 orð

Guðmundur I. Ágústsson

Tárin hrynja úr augunum og saman með tóminu í líkama mínum mynda þau fljót sem er fullt af sorg. Sorg sem streymir áfram án þess að ég geti haft nokkur áhrif á hana, skynsemi dugar ekki. Hvaða vit er í því að þrettán ára drengur deyi. Allt lífið er eftir. Hann getur aldrei orðið stór. Gúndi minn er dáinn. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 210 orð

Guðmundur Í. Ágústsson

Elsku Gúndi, litli bróðir minn, ég trúi því varla að þú sért farinn. Það var alltaf gaman að hafa þig nálægt sér, þú varst svo hress og skemmtilegur. Við sem vorum þér náin eigum öll margar góðar minningar um þig. Ég var viðstödd fæðingu þína og hef elskað þig síðan þá, ég var einnig viðstödd andlát þitt og mun ávallt elska þig. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 217 orð

Guðmundur Ísar Ágústsson

Elsku drengurinn okkar. Engin orð eru til um þann harm sem nístir hjarta okkar allra við þitt sviplega fráfall. Þú varst alltaf svo blíður og hjálpsamur og gott að hafa þig í kringum sig, hafðir gaman af að koma með okkur austur í bústað og hjálpa okkur þar. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 455 orð

Guðmundur Ísar Ágústsson

Hér sit ég í morgunskímunni í svartasta skammdeginu og reyni að festa á blað minningarorð um elskulegan dreng sem okkur var svo kær og við munum aldrei gleyma. Í herberginu sínu sefur sonur minn fölur á kinn. Hann hefur nú misst sinn besta vin. Sorgin er svört, sár og brennandi og krefst þess að horfst sé í augu við sig. Á svona stundum spyr maður sjálfa sig um tilgang lífs og dauða. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 258 orð

Guðmundur Ísar Ágústsson

Kæri Gúndi. Manstu í fyrra þegar við sátum nokkur saman heima hjá þér og horfðum á sjónvarpið og kjöftuðum? Og manstu þegar við fórum út að borða eftir badmintonæfingar? Og manstu eftir öllum bekkjarpartíunum? Og þegar þið strákarnir fóruð í fáránleg föt og sunguð frumsamin lög í bland við gamla ellismelli eins og "My blue suede shoe" sem þið höfðuð þýtt yfir á íslensku. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 128 orð

Guðmundur Ísar Ágústsson

Það var síkvikur, fjörmikill og glaðbeittur hópur sem settist í 8. bekk Hagaskóla á liðnu hausti. Í þeim hópi var myndarlegur drengur, Guðmundur Ísar Ágústsson. Hann lést af slysförum 27. desember sl. Guðmundur var frábær hluti þeirrar liðsheildar sem nú myndar Hagaskóla. Hann var stundvís, iðinn, kurteis og elskulegur piltur, vinmargur og tryggur vinum sínum. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 263 orð

Guðmundur Ísar Ágústsson

Elsku Gúndi frændi. Það var hátíð ljóss og friðar er þú kvaddir þennan heim, svo skyndilega. Við höfðum hitt þig aðeins tveim dögum áður í jólaboðinu hjá Gústu og í fimm ára afmæli Þorgerðar systur okkar nú um jólin. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 271 orð

Guðmundur Ísar Ágústsson

Elsku Gúndi, það var styrkur að eiga þig sem bróður. Ég var svo rík, en svo er þér bara kippt burtu og eftir standa eintómar minningar. Ég sætti mig aldrei við dauða þinn en get þó engu breytt. Ég var alltaf mjög stolt af þér því þú varst svo yndislegur og gerðir svo marga góða hluti. Ég ímyndaði mér oft að þú mundir örugglega fá þér gott starf og verða myndarlegur í framtíðinni. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 158 orð

GUÐMUNDUR ÍSAR ÁGÚSTSSON

GUÐMUNDUR ÍSAR ÁGÚSTSSON Guðmundur Ísar Ágústsson fæddist í San Francisco í Kaliforníu hinn 16. október 1985. Hann lést af slysförum á Snæfellsnesi 27. desember síðastliðinn. Foreldrar Guðmundar eru Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri, f. 29. júní 1947, og Guðbjörg Guðmundsdóttir, bókmenntafræðingur, f. 21. apríl 1955. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 169 orð

Holgeir Peter Clausen

Á okkar tímum þekkjum við ýmsar frábærar, flóknar efnablöndur, sem búnar eru fágætum eiginleikum. En við þekkjum líka einföld efni eins og gull sem um aldir hefur verið talið dýrmætast allra frumefna. Þetta kemur upp í hugann þegar Holger Peter Clausen er horfinn frá okkur úr þessari jarðvist. Hann virtist ekki flókinn persónuleiki. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 121 orð

Holger Peter Clausen

Elsku hjartans pabbi minn. Góði og hlýi pabbi. Greiðvikni og örláti pabbi minn. Þakklæti er mér efst í huga þessa dagana, þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga þig sem pabba og að strákarnir mínir fengu að eiga þig sem afa. Þér fannst svo fyndið þegar þeir með stríðnisglampa kölluðu þig "afa gamla". Þú varst alla tíð glettinn og þið skemmtuð ykkur mikið oft saman; afi, Ómar Egill og Pétur Holger. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 174 orð

Holger Peter Clausen

Elsku afi minn. Ég man alltaf eftir því þegar þú fórst í veiðiferð og komst heim með svo mikinn lax að enginn komst í bað í marga daga. Þú geymdir nefnilega alltaf fiskinn í baðkerinu. Þú varst alltaf svo sæll eftir ferðirnar, lékst á als oddi og fíflaðist oft á tíðum svo mikið að ókunnugir héldu að þar væri brjálaður maður á ferð. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 27 orð

Holger Peter Clausen

Holger Peter Clausen Afi, við munum alltaf minnast þín. Þú verður alltaf í hjörtum okkar. Við munum aldrei gleyma þér. Svona hugsa ég til þín, afi. Ástarkveðjur, Saskía. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 289 orð

Holger Peter Clausen

Elsku besti afi minn. Nú á hátíð ljóss og friðar ertu kvaddur burt úr þessu jarðríki. Mikið er erfitt að sætta sig við það, en ég veit það, afi minn, að þú varst mjög sáttur því þú fékkst að hafa ömmu og öll börnin þín hjá þér þarna úti í Hollandi hjá henni Ellu þinni. Við hefðum öll viljað vera hjá þér. Auður Edda og Telma Rut eiga rosalega erfitt með að skilja að "langi" afi sé dáinn. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 162 orð

Holger Peter Clausen

Elsku afi. Það er mér ennþá óraunverulegt að þú skulir vera farinn og að ég fái ekki að sjá þig aftur nema í huganum. Þú varst alltaf svo glaðlyndur og góður við okkur barnabörnin og vildir allt fyrir okkur gera. Svo ert þú líka einn mesti húmoristi sem ég hef þekkt. Alltaf gastu gert grín að öllu. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 28 orð

Holger Peter Clausen

Holger Peter Clausen Elsku pabbi! Þú hefur gefið mér svo margt og kennt mér svo margt. Ég mun varðveita það og læra af því. Ég elska þig. Þinn Einar. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 45 orð

Holger Peter Clausen

Elsku afi minn. Takk fyrir allt sem þú gafst mér og fjölskyldu minni. Yndislegri afa og langafa ver ekki hægt að hugsa sér. Megi góður guð taka vel á móti þér. Við söknum þín sárt. Hvíl þú í friði. Elín Björg og fjölskylda. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 415 orð

Holger Peter Clausen

Það voru kát og glöð systkin sem flugu til Amsterdam annan dag jóla síðastliðinn. Nú skyldi eyða nokkrum dögum saman hjá Ellu systur okkar sem þar býr. Foreldrar okkar voru búnir að vera í Danmörku hjá Kristbjörgu systur okkar og hennar fjölskyldu frá því í byrjun september en nú voru þau öll saman komin í Hollandi. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 109 orð

Holger Peter Clausen

Mikið er það einkennilegt hvað gamlar minningar geta greypt sig inn í huga manns, líkt og hlutirnir hafi gerst í gær. Minningin frá því að ég hitti Holla fyrst, sennilega átta ára gamall, er mér svo ljóslifandi. Það var á verkstæðisgólfi Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, þar sem faðir minn vann til margra ára, sem ég hitti þenna gamla vin minn sem nú er látinn. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 375 orð

HOLGER PETER CLAUSEN

HOLGER PETER CLAUSEN Holger Peter Clausen fæddist á Hellissandi 13. ágúst 1923 og lést á heimili dóttur sinnar í Amsterdam í Hollandi að morgni 27. desember síðastliðins. Foreldrar hans voru Axel Clausen, f. 30.4. 1888, d. 5.2. 1985, og kona hans Svanfríður Árnadóttir, f. 8.6. 1984, d. 5.6. 1950. Alsystkini Holgers: Guðrún Olga, f. 2.9. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 635 orð

Jónas Bjarnason

Ég datt í lukkupottinn, þegar ég fæddist og við pabbi urðum samferðamenn. Á þeim tíma gat maður ekki valið sér foreldra frekar en í dag, en ég var heppinn. Hvað er annars hægt að segja um föður, sem var ljúfur, nærgætinn, þolinmóður og jákvæður. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 467 orð

Jónas Bjarnason

Stórvinur minn og velgjörðarmaður Jónas Bjarnason er allur. Hann kvaddi þetta jarðlíf á heimili sínu í faðmi fjölskyldu annan dag jóla, þreyttur eftir langvarandi veikindi en sáttur við guð og menn. Í löngu spjalli sem ég átti við hann að kvöldi Þorláksmessu sagði hann: "Það er einkennileg tilfinning Bensi minn að eiga ef til vill ekki eftir að vakna aftur inn í þennan heim næst þegar ég sofna". Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 680 orð

Jónas Bjarnason

Nú þegar komið er að leiðarlokum hjá mínum kæra tengdaföður Jónasi Bjarnasyni er erfitt að setjast niður til að rita minningarorðin. Ástæða þesss er sú að ótal endurminningar fylla hugann og hann reikar víða. Það er líka erfitt að festa eitthvað niður á blað þegar sorg og söknuður eru allsráðandi. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 223 orð

Jónas Bjarnason

Takk fyrir: Að fá að njóta ástar þinnar, hlýju og umhyggju. Að fá að læra af þér virðingu fyrir manninum og lífinu. Að vera vinur minn og félagi. Hógværð þína og lítillæti. Visku þína og dómgreind. Andlegan styrk. Þann eiginleika að dæma aldrei aðra, heldur frekar leiðbeina. Að alltaf gat ég leitað til þín með mín vandamál og fengið góð ráð. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 421 orð

Jónas Bjarnason

Elsku besti afi minn, þá er komið að kveðjustund. Við getum víst ekkert að þessu gert, við ráðum víst svo ótrúlega litlu í þessum heimi. Afi, manstu þegar við fórum í bæinn, þú, ég, Jóhanna systir mín og Íris frænka, og keyptum skærbleiku og grænu griflurnar og gaddabelti, sem var þá í tísku. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 384 orð

Jónas Bjarnason

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi minn. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 489 orð

JÓNAS BJARNASON

JÓNAS BJARNASON Jónas Bjarnason fæddist í Hafnarfirði 16.11. 1922. Hann lést á heimili sínu að Kirkjuvegi 4 í Hafnarfirði aðfaranótt 26. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Snæbjörnsson læknir í Hafnarfirði f. 8.3. 1889 d. 24.8. 1970 og Helga Jónasdóttir húsmóðir og barnakennari, f. 21.12. 1894, d. 2.6. 1989. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 171 orð

Jón Norðdal Arinbjarnarson

Elsku besti afi okkar. Nú ert þú farinn frá okkur og þín verður sárt saknað. Þegar við horfum til baka streyma minningarnar fram í huga okkar um allar þær góðu stundir sem við áttum með þér og ömmu. Betri afa var ekki hægt að hugsa sér, þú varst alltaf til staðar fyrir okkur þegar við þurftum á að halda, og þau voru ófá skiptin sem þú og amma pössuðuð okkur þegar við vorum lítil. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 885 orð

Jón Norðdal Arinbjarnarson

Jón Norðdal Arinbjarnarson, góður vinur okkar hjónanna, andaðist að morgni dags 27. desember sl. á Sjúkrahúsi Keflavíkur. Jón var sonur hjónanna Arinbjörns Þorvarðarsonar bátaformanns og síðar sundkennara í Keflavík og Ingibjargar Pálsdóttur. Jón fæddist í Keflavík 7.1. 1921 og var annað barn foreldra sinna, eldri var Margrét en yngstur var Þorvarður, bæði eru látin. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 131 orð

Jón Norðdal Arinbjarnarson

Elsku pabbi, nú þegar komið er að hinstu kveðjustund streyma minningarnar fram í huga okkar systranna. Minningar sem eru okkur mikils virði. Minningar um hvað þú varst alltaf hlýr og góður pabbi, og reyndist börnunum okkar yndislegur afi, ekki óraði okkur fyrir því að þetta yrðu síðustu jólin okkar saman. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 253 orð

Jón Norðdal Arinbjörnsson

Elsku besti frændi. Við ætlum að kveðja þig með nokkrum orðum. Við hjónin vorum stödd í Danmörku hjá börnunum okkar þegar við fengum þær fréttir að Guð hefði tekið þig til sín þar sem þú hvíldir við hliðina á þinni yndislegu konu, henni Stellu. Betri og traustari lífsförunaut gastu ekki fengið. Þið sem voruð svo ástfangin alla tíð. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 140 orð

JÓN NORÐDAL ARINBJÖRNSSON

JÓN NORÐDAL ARINBJÖRNSSON Jón Norðdal Arinbjörnsson fæddist í Keflavík 7. janúar 1921. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 27. desember síðastliðinn. Jón var sonur hjónanna Ingibjargar Pálsdóttur, f. 16. september 1901, d. 17. júní 1974 og Arinbjörns Þorvarðarsonar, f. 3 júlí 1894, d. 14. ágúst 1959. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 458 orð

Petrea Óskarsdóttir

Sumarið 1961 kom ég fyrst í Hól. Mér var mjög vel tekið af tilvonandi tengdamóður minni. Virðing og næmur skilningur einkenndu fyrstu kynni mín af henni og var svo æ síðan. Við vorum reyndar þrjár ungar stúlkur þá sem giftust sonum hennar Petreu, Ingibjörg Árnadóttir húsfreyja á Hóli, Sigríður heitin Sigtryggsdóttir, kona Magnúsar rafvirkja, og ég. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 407 orð

Petrea Óskarsdóttir

Mig langar til að minnast elskulegrar ömmu minnar með fáeinum orðum. Ég tengdist ömmu sterkum böndum strax í æsku, en ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að búa á heimili ömmu og afa fyrsta æviárið og rúmlega það, en þá flutti ég með foreldrum mínum og tveim systkinum í nýja húsið hinum megin við lækinn. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 531 orð

Petrea Óskarsdóttir

Elsku amma okkar er dáin og við systurnar viljum kveðja hana með nokkrum orðum. Okkur verður hugsað til allra góðu stundanna sem við áttum saman og minningarnar um ömmu á Hóli fylla hugann. Þegar við vorum stelpur hlökkuðum við allan veturinn til að fara norður í Skagafjörðinn um sumarið. Þegar við síðan eignuðumst okkar börn var sama tilhlökkunin hjá þeim að fara í langömmusveit. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 419 orð

Petrea Óskarsdóttir

Í örfáum línum langar okkur til að minnast ömmu á Hóli og þakka henni allt það sem hún var okkur frá okkar fyrstu tíð. Við systkinin nutum þess umfram hin barnabörnin að fá að hafa ömmu inni á okkar heimili þar sem hún gegndi veigamiklu hlutverki við uppeldi okkar og umsjón. Samband hennar og móður okkar var alla tíð mjög gott og þær voru hvor annarri mikils virði. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 391 orð

PETREA ÓSKARSDÓTTIR

PETREA ÓSKARSDÓTTIR Petrea Óskarsdóttir, húsfreyja, Hóli, Sæmundarhlíð, fæddist í Hamarsgerði, Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hinn 30. júní 1904. Hún lést á heimili sínu 27. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Hallgrímsdóttir og Óskar Þorsteinsson er síðast bjuggu í Kjartansstaðakoti á Langholti. Systkini Petreu eru: Laufey, f. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 114 orð

Valgerður Þorsteinsdóttir

Elsku besta amma nú ertu burtu kvödd, við ætíð munum þína minning geyma. Í hugarfylgsnum okkar við heyrum þína rödd, og höldum því að okkur sé að dreyma. Í hjörtu okkar sáðir þú frækornum fljótt, og fyrir það við þökkum þér af hjarta, en þó í hugum okkar nú ríki niðdimm nótt, þá nær samt yfirhönd þín minning bjarta. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 341 orð

Valgerður Þorsteinsdóttir

Þegar ég fór að velta því fyrir ér hvað ég gæti skrifað um hana ömmu var brúarflokkurinn það fyrsta sem mér datt í hug. Amma og brúarflokkur afa voru samtvinnuð lífi mínu fram á unglingsárin. Frá því ég var lítil stelpa, dvaldi ég eitthvað öll sumur hjá ömmu og afa í flokknum, og síðar sem unglingur var ég nokkur sumur ömmu til aðstoðar í eldhúsinu. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 682 orð

Valgerður Þorsteinsdóttir

Það var eitt lán mitt í lífinu að komast ungur í brúarvinnu hjá Guðmundi Gíslasyni, þar sem Valgerður kona hans var matráðskona. Ég var þá óharðnaður unglingur og kunni lítt til vinnu, enda varð það hlutskipti mitt í fyrstu meðal annarra léttiverka, að sjá að nokkru um daglega aðdrætti til þess stóra heimilis sem brúarvinnuflokkurinn var, sækja mjólk á næsta sveitabæ, Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 239 orð

VALGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR

VALGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR Valgerður Þorsteinsdóttir var fædd í Gröf á Vatnsnesi 31. desember 1910. Hún lést 27. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jónsson, bóndi í Gröf á Vatnsnesi, og kona hans Sigríður Pálmadóttir. Systkini hennar eru Hrólfur (látinn), Hansína og Jón. Hinn 29. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 530 orð

Viktoría Guðmundsdóttir

Á Þorláksmessu þegar sólin sendi geisla sína stutta stund upp á himininn rétt til að minna okkur á að nú fer daginn að lengja aftur, lauk blessunin hún tengdamóðir mín sinni löngu göngu hér á jörð. Hún hafði lifað nær alla öldina og var fædd og alin upp á alþýðuheimili í byrjun aldarinnar. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 656 orð

Viktoría Guðmundsdóttir

Látin er Viktoría Guðmundsdóttir, amma okkar, 98 ára gömul. Amma lifði því nánast alla þessa öld og upplifði allar þær breytingar sem hafa orðið á íslensku þjóðfélagi í nær 100 ár. Hún ólst upp á Stokkseyri en fluttist til Reykjavíkur, þar sem hún hitti afa okkar Valdimar Árnason, sem var vélstjóri á togaranum Leifi heppna. Þau giftust 22. júní 1922 og mamma fæddist í maí 1924. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 374 orð

Viktoría Guðmundsdóttir

Okkur langar í fáum orðum að minnast elskulegrar ömmu okkar en hún var eins og eitt langömmubarnið hennar sagði örfáum dögum áður en hún dó "alveg einstaklega blíð kona". Amma var alla tíð svo dugleg og þrátt fyrir háan aldur sat hún aldrei auðum höndum. Þau eru ófá listaverkin sem liggja eftir hana ömmu í útsaumuðum myndum og púðum. Meira
5. janúar 1999 | Minningargreinar | 171 orð

VIKTORÍA GUÐMUNDSDÓTTIR

VIKTORÍA GUÐMUNDSDÓTTIR Viktoría Guðmundsdóttir fæddist á Stokkseyri 4. september 1900. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 23. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Guðmundsdóttir og Guðmundur Vigfússon. Viktoría var elst átta systkina og ólst upp á Stokkseyri, en fluttist síðar til Reykjavíkur. Meira

Viðskipti

5. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 845 orð

Beðið með frekari sölu hlutafjár

FORMAÐUR framkvæmdanefndar um einkavæðingu telur óráðlegt að halda sölu á hlutabréfum í Íslenskum aðalverktökum hf. (ÍAV) áfram fyrr en það hefur fengið tækifæri til að spjara sig í lengri tíma á frjálsum markaði. Telur hann að ekki sé skynsamlegt að huga að frekari sölu fyrr en í lok þessa árs. Meira
5. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 242 orð

Hækkanir á fyrsta degi evrunnar

LOKAGENGI þýzkra og franskra hlutabréfa hækkaði um 5% í gær og 1,7% hækkun varð í Wall Street á fyrsta viðskiptadegi sameiginlegs gjaldmiðils Evrópu. Þegar viðskiptum lauk fengust um 1,18 dollarar fyrir evruna, rúmlega hálfu senti meira en þegar hún var fyrst tekin í notkun í Sydney og fyrir hana fengust 1,1742 Bandaríkjadalir. Meira
5. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 122 orð

Nýr forstjóri Síldarvinnslunnar

BJÖRGÓLFUR Jóhannsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja hf., hefur verið ráðinn forstjóri Síldarvinnslunnar hf. frá og með 1. febrúar næstkomandi. Björgólfur tekur við af Finnboga Jónssyni sem ráðinn hefur verið forstjóri Íslenskra sjávarafurða hf. Björgólfur er fæddur á Grenivík 28. ágúst 1955. Meira
5. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 409 orð

Nýtt hlutafé verður boðið út á árinu

SAMKAUP hf. tók við öllum rekstri verslana og kjötvinnslu Kaupfélags Suðurnesja um áramótin. Í fyrstu verður hlutafélagið að fullu í eigu kaupfélagsins en stefnt er að hlutafjáraukningu á þessu ári. Velta kaupfélagsins nam rúmum tveimur milljörðum á síðastliðnu ári og er gert ráð fyrir um 70 milljóna króna hagnaði af starfseminni fyrir skatta á því ári. Meira
5. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 181 orð

Opin kerfi hækkuðu mest

HLUTHAFAR í Opnum kerfum og Nýherja fengu besta ávöxtun á hlutabréf sín á liðnu ári af skráðum félögum á Verðbréfaþingi Íslands. Mesta verðfall var á hlutabréfum í Skinnaiðnaði, 56,7%. Opin kerfi og Nýherji voru einu fyrirtækin á VÞÍ sem voru með yfir 100% ávöxtun á árinu, að því er fram kemur í meðfylgjandi töflu sem Kaupþing hefur tekið saman fyrir Morgunblaðið. Meira

Daglegt líf

5. janúar 1999 | Neytendur | 627 orð

Hænsnafóður miklu dýrara hér en í Danmörku

Í NÝÚTKOMNU Neytendablaði Neytendasamtakanna er bent á að fóðurkostnaður í eggjaframleiðslu sé 35­45% af heildarframleiðslukostnaði eggja. Þar er gagnrýnt að fóðurverð hér á landi sé allt að 72­93% hærra en t.d. í Danmörku. Egg og kjúklingar kosta mun minna útúr búð þar en hér á landi. "Tonnið af varpfóðri kostar í Danmörku 14.261­15.919 íslenskar krónur en 27. Meira
5. janúar 1999 | Neytendur | 158 orð

Snyrti- og gjafaverslun opnuð á netinu

VERSLUN á netinu tók fjörkipp fyrir þessi jól þegar a.m.k. tveir netmiðlar hófu sölu á bókum, myndböndum og geisladiskum. Nýlega bættist svo enn einn vöruflokkurinn við, þ.e. snyrti- og gjafavörur. Meira
5. janúar 1999 | Neytendur | 271 orð

Um 85% kostnaðar eru opinber gjöld

Tryggingarfélög hafa undanfarið verið að senda út gíróseðla fyrir iðgjaldi brunatrygginga húseigna. Um 15­20% af þeirri upphæð eru iðgjald tryggingarfélagsins. 80­85% kostnaðarins eru opinber gjöld sem stjórnvöld láta tryggingarfélög innheimta fyrir sig. "Húseigendum er gert skylt að vátryggja húseignir sínar. Meira

Fastir þættir

5. janúar 1999 | Í dag | 23 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 5. janúar, verður fimmtugur Björn S. Pálsson, Kaplaskjólsvegi 31, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðbjörg Þórðardóttir. Þau eru erlendis. Meira
5. janúar 1999 | Í dag | 36 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 5. janúar, verður fimmtugur Jón Bjargmundsson, húsasmíðameistari. Eiginkona hans er Sólveig Steingrímsdóttir. Þau taka á móti gestum á heimili sínu, Mýrarási 2, Reykjavík, föstudaginn 8. janúar, milli kl. 18 og 21. Meira
5. janúar 1999 | Í dag | 196 orð

Árið 1982 urðu Chip Martel og Lev Stansby heimsmeistar

Árið 1982 urðu Chip Martel og Lev Stansby heimsmeistarar í tvímenningi. Hér er spil úr mótinu, en andstæðingar þeirra, Erik Rodwell og Jeff Meckstroth, urðu heimsmeistarar í næstu tilraun, fjórum árum síðar: Vestur gefur; NS á hættu. Meira
5. janúar 1999 | Fastir þættir | 69 orð

Breiðholtskirkja.

Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta í dag kl. 18.30. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu. Hallgrímskirkja. Meira
5. janúar 1999 | Fastir þættir | 249 orð

BRIDS Umsjón: Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Siglufj

Mánudaginn 14. desember var spiluð þriðja og síðasta lota blandaðra hraðsveitakeppni, þar sem myndaðar voru sveitir með því að raða saman pörum úr Siglufjarðarmótinu í tvímenningi sem lauk 7. des. sl. Raðað var saman pari nr. 1 og 24, pari nr. 2 og 23 og svo framvegis. Lokaúrslit urðu þessi: Sv. Vilhelms Friðrikssonar1176 (Vilhelm, Sveinn, Ingvar, Jón) Sv. Meira
5. janúar 1999 | Í dag | 19 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm.: Oddgeir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. júlí sl. í Kirkjuvogskirkju af sr. Sigfúsi Ingvasyni Guðbjörg Ragnarsdóttir og Þór Guðjónsson. Meira
5. janúar 1999 | Fastir þættir | 937 orð

Hannes og Helgi Áss lögðu öfluga Svía

Haldið 27. des.­6. jan. Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Áss Grétarsson eru í 1.­8. sæti Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Áss Grétarsson eru enn í efsta sæti á Rilton skákmótinu í Stokkhólmi þegar þrjár umferðir eru eftir til mótsloka. Þeir hafa fengið fimm vinninga í sex fyrstu umferðunum ásamt sex öðrum skákmönnum. Báðir eru þeir taplausir. Meira
5. janúar 1999 | Dagbók | 670 orð

Í dag er þriðjudagur 5. janúar 5. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Uppha

Í dag er þriðjudagur 5. janúar 5. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Upphaf viskunnar er: afla þér visku, afla þér hygginda fyrir allar eigur þínar! (Orðskviðirnir 4, 7.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Reykjafoss og Hilda Knudsen komu í gær. Hoffell fór í gær. Meira
5. janúar 1999 | Dagbók | 123 orð

Kross 1LÁRÉTT: 1 drekkur, 4 slát

Kross 1LÁRÉTT: 1 drekkur, 4 slátra, 7 munnholið, 8 girnd, 9 handlegg, 11 forar, 13 hár, 14 rotin, 15 látið af hendi, 17 snæðir, 20 bandvefur, 22 heimshlutinn, 23 hitt, 24 mælieining, 25 rándýr. Meira
5. janúar 1999 | Í dag | 332 orð

Landgrunnslögin

ALÞINGISMENN eru oft gagnrýndir, stundum m eð réttu. En því má ekki gleyma, að oft taka þeir réttar ákvarðanir, sem hafa varanleg áhrif til góðs. Hér langar mig til að minna á eina ákvörðun Alþikngis, sem líklega hefur haft meiri þýðingu fyrir lífsafkomu þjóðarinnar en nokkur önnur. Þar á ég við setningu landgrunnslaganna, en á nýliðnu ári voru liðin fimmtíu ár frá þeirri lagasetningu. Meira
5. janúar 1999 | Í dag | 26 orð

Ljósmynd: Ásdís Ásgeirsdóttir. ÞESSIR duglegu krakkar s

Ljósmynd: Ásdís Ásgeirsdóttir. ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu kr. 2.645 með tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Bergur Már Óskarsson, Alma Rut Óskarsdóttir og Trausti Þorsteinsson. Meira
5. janúar 1999 | Í dag | 434 orð

NÚ ER kostnaður við millilandasamtöl að lækka gífurlega. Fyrir

NÚ ER kostnaður við millilandasamtöl að lækka gífurlega. Fyrir nokkrum árum skrifaði Morgunblaðið mikið um hið háa verð á millilandasamtölum. Blaðið benti á ítarlegan greinaflokk, sem birtist í Financial Times, þar sem sýnt var fram á með rökum, að símafyrirtæki um allan heim stunduðu óheyrilegt okur í verðlagningu á millilandasamtölum. Það sama ætti við hér. Meira
5. janúar 1999 | Í dag | 168 orð

STÖÐUMYND D SVARTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND D SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í opnum flokki á skákmóti í Groningen í Hollandi fyrir áramótin. I. Jelen (2.345), Slóveníu, var með hvítt, en Bartosz Socko(2.475), Póllandi, hafði svart og átti leik. 19. ­ Rg3+!! 20. hxg3 ­ f4 21. gxf4 (Eða 21. Meira
5. janúar 1999 | Fastir þættir | 799 orð

Um bókmenntaverðlaun Öll framkvæmd Íslensku bókmenntaverðlaunanna ber þess merki að útgefendur hafa fyrst og fremst stofnað til

Bókmenntaverðlaun virðast einhverra hluta vegna skipa mikinn sess í hugum Íslendinga. Ein af ástæðunum er vafalaust landlægur áhugi á bókmenntum. Aðrar ástæður eru sjálfsagt ódrepandi keppnisandi og yfirgengileg þráttgirni þjóðarinnar sem mótað hefur líf hennar og samfélag allt frá upphafi. Meira
5. janúar 1999 | Fastir þættir | 338 orð

(fyrirsögn vantar)

Miðvikudaginn 16. desember lauk haustsveitakeppni hjá okkur. Sigurvegarar urðu sveit Jóhannesar Sigurðssonar. Auk Jóhannesar spiluðu þeir Birkir Jónsson, Gísli Torfason, Randver Ragnarsson, Karl G. Karlsson og Gunnlaugur Sævarsson og hlutu þeir 138 stig. Í öðru sæti varð sveit Vignis Sigursveinssonar með 115 stig. Og í þriðja sæti var sveit Þrastar Þorlákssonar með 105 stig. Miðvikudaginn 30. Meira
5. janúar 1999 | Dagbók | 3616 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

5. janúar 1999 | Íþróttir | 224 orð

2. deild karla: Fylkir - Fjölnir Þýskaland

2. deild karla: Fylkir - Fjölnir Þýskaland Magdeburg - Grosswallstadt28.26 Ólafur Stefánsson lék ekki með Magdeburg að þessu sinni. Var í barnsburðarleyfi, en hann og sambýliskonan voru að eignast dreng. Dutenhofen - Bad Schwartau28:21 Sigurður Bjarnason skoraði tvö af mörkum Bad Schwartau. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 264 orð

ALAN Thompson, miðjumaður hjá

ALAN Thompson, miðjumaður hjá Aston Villa, meiddist á ökkla á æfingu á nýársdag og verður frá í mánuð. DION Dublin lék ekki með Villa í 3:0-sigrinum á Hull, er að ná sér eftir meiðsl. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 289 orð

Arsenal slapp áfram

Bikarmeistarar Arsenal lentu í kröppum dansi í viðureign sinni við Preston North End í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í gær, en leikurinn fór fram á heimavelli 2. deildar liðsins, Deepdale-leikvanginum. Heimamenn skutu tvöföldum meisturum síðasta árs skelk í bringu með tveimur mörkum Kurts Nogans með fjögurra mínútna millibili á fyrri helmingi fyrri hálfleiks. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 258 orð

CARL Dale skoraði fyrir Yeovil

CARL Dale skoraði fyrir Yeovil þegar liðið gerði jafntefli, 1:1, við Cardiff, en hann lék með Cardiff þar til fyrir líðandi tímabil. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 849 orð

England 3. umferð Ensku bikarkeppninnar

3. umferð Ensku bikarkeppninnar Preston - Arsenal2:4 Kurt Nogan 17., 21. - Luis Boa Morte 44., Emmanuel Petit 59., 78., Marc Overmars 80. Rautt spjald: David Eyres (Preston) 58. Manchester United - Middlesbrough3:1 Andy Cole 68., Denis Irwin 82. vsp., Ryan Giggs 90. - Andy Townsend 52. 52.232. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 52 orð

Evrópulistinn

1.Frakkland 2.Króatía 3.Holland 4.Ítalía 5.Júgóslavía 6.England 7.Noregur Rúmenía 9. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 191 orð

Guðni með Bolton á ný

GUÐNI Bergsson, sem hefur verið frá vegna meiðsla, lék með Bolton í fyrsta sinn í átta vikur en það nægði ekki ­ Úlfarnir unnu 2:1. Robbie Keane gerði bæði mörk gestanna en Scott Sellars, fyrirliði Bolton, jafnaði fyrir heimamenn snemma í seinni hálfleik. Arnar Gunnlaugsson kom inná í stöðunni 2:1 10 mínútum síðar en breytti engu. Birkir Kristinsson var líka á bekknum en fékk ekki tækifæri. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 305 orð

Haldið upp á afmælið með ýmsum hætti

KR-ingar hyggjast fagna aldarafmælinu með margvíslegum hætti á árinu og hefur sérstök afmælisnefnd yfirumsjón með hátíðarhöldunum. "Hver og ein deild mun síðan halda upp á afmælið á næstu mánuðum, hver með sínum hætti," segir Jónas Kristinsson, formaður afmælisnefndarinnar. Jónas segir að afmælisnefndin hyggist minnast tímamótanna með þrennum hætti. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 120 orð

Heimsbikarinn

Maribor, Slóveníu: Risasvig kvenna: 1. Hilde Gerg (Þýskal.)1.30,17 2. Martina Ertl (Þýskal.)1.30,30 3. Michaela Dorfmeister (Austurr.)1.30,46 4. Christiane Mitterwallner (Aust.)1.30,55 5. Corinne Rey Bellet (Sviss)1.30,91 6. Pernilla Wiberg (Svíþjóð)1.30,97 Stórsvig kvenna: 1. Anita Wachter (Austurr. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 98 orð

HM á tveggja ára fresti?

SEPP Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sagði í viðtali við blaðið Sonntags Blick um helgina að hann vildi að Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu færi fram á tveggja ára fresti því með þeim hætti væru landsliðin metin að verðleikum. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 253 orð

Ísland í 25. sæti á Evrópulistanum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu er í 25. sæti á styrkleikalista Evrópu yfir árangur 51 landsliðs, sem léku alls 480 landsleiki á árinu. Heimsmeistarar Frakka eru í fyrsta sæti og er það í þriðja skipti sem Frakkar eru í efsta sætinu, voru áður í því 1984 er þeir urðu Evrópumeistarar og síðan 1991. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 440 orð

Lyfjamá í rannsókn

Of hátt hlutfall af testosterone fannst í sýni sem heilbrigðisráð ÍSÍ tók hjá leikmanni körfuknattleiksliðs UMFG í nóvember, en þar sem hann neitar að hafa tekið ólögleg lyf og hlutfall efnisins er rétt ofan við viðmiðunarmörk verður málið rannsakað ennfrekar áður en ákvörðun verður tekin um hvort viðkomandi verður dæmdur í keppnisbann eður ei. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 293 orð

Man. Utd. tekur á móti Liverpool

Dregið var í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar á sunnudag og verður stórleikur umferðarinnar á Old Trafford þar sem Manchester United tekur á móti Liverpool eftir liðlega hálfan mánuð. "Ég þekki ekki öll liðin en þau eru sterk og ætli lið sér að verða meistari verður að sigra þau," sagði Jaap Stam, varnarmaður hjá United. "Því skiptir ekki máli hver mótherjinn er. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 326 orð

Nauðsynlegur vinnsluhestur á miðjuna

STEFFEN Freund, þýski landsliðsmaðurinn sem nýlega var keyptur til Tottenham frá Borussia Dortmund, er hinn nauðsynlegi vinnsluhestur á miðjuna að mati George Grahams knattspyrnustjóra. Tottenham hefur þótt leika frábærlega eftir að Graham tók við liðinu fyrir nokkrum mánuðum og hefur m.a. skorað níu mörk í síðustu tveimur leikjum sínum. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 19 orð

NFL-deildin Úrslitakeppnin

NFL-deildin Úrslitakeppnin Ameríska deildin Miami - Buffalo24:17 Jacksonville - New England25:10 Landsdeildin San Francisco - Green Bay30:27 Dallas - A Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 393 orð

Owens bjargaði Gullgröfurunum

KANTMAÐURINN Terrell Owens bjargaði Gullgröfurum San Francisco 49ers á síðustu sekúndunum í leik liðsins gegn Green Bay Packers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NFL deildinni sem fram fór um helgina. Owens greip sendingu leikstjórnandans Steves Youngs í endamörkunum þegar þrjár sekúndur voru eftir, þrátt fyrir að vera umkringdur varnarmönnum. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 265 orð

Óvænt tap hjá Mallorka á Spáni

Mallorka tapaði óvænt fyrir Extremadura í spænsku deildinni en er áfram í efsta sæti með eins stigs forystu á Celta Vigo. Extremadura fór úr neðsta í næstneðsta sætið við sigurinn. Toni Velemazan skoraði fyrir Extremadura úr aukaspyrnu eftir hálftíma leik, boltinn skoppaði fyrir framan argentínska markvörðinn Carlos Roa, sem misreiknaði sig með fyrrnefndum afleiðingum. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 162 orð

Rangers í fríið með góða forystu

Sænski miðherjinn Henrik Larsson tryggði Celtic jafntefli, 2:2, á móti Rangers á Ibrox um helgina og fer Rangers í fjögurra vikna vetrarfrí með fjögurra stiga forystu á Kilmarnock og 10 stiga forskot á Celtic í skosku úrvalsdeildinni. "Það verður erfitt en ekki ómögulegt," sagði Jozef Venglos, knattspyrnustjóri meistara Celtic, um möguleikana á að verja titilinn. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 1365 orð

Rushden og Diamonds var í sviðsljósinu

UTANDEILDARLIÐIÐ Rushden og Diamonds kom einna helst á óvart í 3. umferð ensku bikarkeppninnar þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Leeds á heimavelli um helgina og fær því annað tækifæri ­ á Elland Road. Heimamenn áttu í vök að verjast í fyrri hálfleik en markvörðurinn Ian Feuer varði þrisvar mjög vel og varnarmennirnir stóðu fyrir sínu. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 1052 orð

Skrif og sögusagnir dæma sig sjálf

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi bréf frá Guðmundi Bragasyni, fyrrum þjálfara og leikmanni Grindvíkinga í körfuknattleik: "Alveg frá þeim degi sem mér var sagt upp störfum sem þjálfara og leikmanni körfuknattleiksdeildar UMFG hefur verið mikill þrýstingur frá fjölmiðlum um að ég veiti ítarleg viðtöl um hvað sé í gangi í Grindavík, þessum mikla körfuknattleiksbæ. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 142 orð

Stóru mennirnir í Tottenham

GRAHAM Taylor, knattspyrnustjóri Watford í ensku 1. deildinni og fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, segir að margt í leikskipulagi Tottenham undir stjórn George Grahams sé farið að minna á dýrðardaga hans fyrr á árum hjá Arsenal. Taylor og lærisveinar hans í Watford hafa komið mjög á óvart í vetur og eru á meðal efstu liða í 1. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 279 orð

Stærsti sigur Íslands

Íslenska unglingalandsliðið í íshokkí vann Tyrkland 14:0 um helgina í heimsmeistarakeppni landsliða leikmanna undir 20 ára, sem fer fram í Novi Sad í Júgóslavíu um þessar mundir. Þeta er stærsti íshokkísigur Íslands í alþjóða móti til þessa. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 173 orð

THOMAS Sykora frá Austurrí

THOMAS Sykora frá Austurríki, sem vann heimsbikarinn í svigi í fyrra, verður með í sviginu í Kranjska Gora í Slóveníu á morgun. Hann hefur verið meiddur í vetur og verður þetta fyrsta mót hans á tímabilinu. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 1091 orð

Töfrandi tívolíbombur

Aldarafmælis KR minnst með flugeldasýningu í vesturbænum Töfrandi tívolíbombur Knattspyrnufélag Reykjavíkur fagnar hundrað ára afmæli á þessu ári, en í febrúar 1899 komu saman tíu til fimmtán strákar í vesturbæ Reykjavíkur og stofnuðu með sér fótboltafélag. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 94 orð

Viggó og Geir menn ársins í Wuppertal

VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari handknattleiksliðs Wuppertal, var útnefndur þjálfari ársins 1998 í Wuppertal og Geir Sveinsson, fyrirliði landsliðsins, var útnefndur handknattleiksmaður ársins. Það var blaðið West Deutsche Zeitung sem stóð fyrir útnefningunni. "Þetta er mikill heiður fyrir mig," sagði Viggó, sem var valinn þjálfari ársins annað árið í röð. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 307 orð

Wiberg á sigurbraut á ný

Sænska skíðadrottningin Pernilla Wiberg sigraði í svigi heimsbikarsins í Maribor í Slóveníu á sunnudag. Þetta var fyrsti sigur hennar í næstum tvö ár. Þessi 28 ára skíðakona, sem hefur m.a. keppt hér á landi, hefur nú unnið 23 heimsbikarmót, auk þess sem hún á gullverðlaun frá Ólympíuleikum og heimsmeistaramóti í verðlaunasafni sínu. Meira
5. janúar 1999 | Íþróttir | 112 orð

Zidane bestur hjá World Soccer

ZINEDINE Zidane, franski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, sem var útnefndur knattspyrnumaður ársins í Evrópu á dögunum, var um áramótin útnefndur leikmaður ársins hjá enska knattspyrnutímaritinu World Soccer. Zidane, sem leikur með Juventus, fékk 37% atkvæða í kjöri, sem blaðið stóð fyrir. Meira

Fasteignablað

5. janúar 1999 | Fasteignablað | 369 orð

Atvinnuhúsnæði á góðum stað

MEIRI hreyfing hefur verið á atvinnuhúsnæði að undanförnu en verið hefur lengi, enda eftirspurn nú mikil, ekki hvað sízt eftir húsnæði á góðum stöðum. Hjá fasteignasölunni Bifröst er til sölu verslunar-, skrifstofu- og þjónustuhúsnæði að Bæjarlind 14-16 í Kópavogi. Húsið er steinhús í byggingu og verður það þrjár heilar hæðir auk fjórðu hæðar, sem verður inndregin. Alls verður húsið um 3.500 ferm. Meira
5. janúar 1999 | Fasteignablað | 285 orð

Fallegt einbýlishús í virðulegu hverfi

GÖMUL en falleg einbýlishús í Þingholtunum eru eftirsótt af mörgum, en lítið um, að slík hús komi á markaðinn. Hjá Fasteignamarkaðnum er nú til sölu einbýlishús að Laufásvegi 42. Þetta er bárujárnsklætt timburhús, sem er kjallari, tvær hæðir og ris, alls 230 ferm. að stærð og með bílskúr, sem er 24 ferm. Meira
5. janúar 1999 | Fasteignablað | 198 orð

Fallegt endaraðhús við Heiðnaberg

HJÁ fasteignasölunni Húsvangi er nú í einkasölu endaraðhús að Heiðnabergi 2 í Breiðholti. Þetta er steinhús, byggt 1981 og er það alls 172 ferm. að stærð, þar af er 25 ferm. sambyggður bílskúr. "Þetta er mjög fallegt hús, sem er í góðu ástandi jafnt að utan sem innan," sagði Hjálmtýr Ingason hjá Húsvangi. Meira
5. janúar 1999 | Fasteignablað | 509 orð

Frávik frá reglum um kostnaðarskiptingu

FJÖLEIGNARHÚSALÖGIN hafa að geyma reglur um skiptingu sameiginlegs kostnaðar og er meginreglan sú að hann skiptist á eigendur eftir hlutfallstölum eignarhluta. Frá þessari meginreglu eru nokkrar undantekningar í þá veru, að kostnaði skuli skipt jafnt. Það er hins vegar vitað mál að stundum geta komið upp tilvik þar sem reglurnar um kostnaðarskiptingu geta reynst ósanngjarnar, t.d. Meira
5. janúar 1999 | Fasteignablað | 29 orð

Gamall og góður

Gamall og góður HÖNNUÐIR Viktoríutímabilsins í Englandi voru meistarar að búa til þægileg húsgögn. Hinn frægi Chesterfieldsófi er dæmi um hönnun frá þessum tíma, sem sannarlega hefur staðist tímans tönn. Meira
5. janúar 1999 | Fasteignablað | 1871 orð

Gamalt hús með sál og sögu endurnýjað frá grunni

GÖMUL hús eru hluti af þjóðararfinum og menningarsögu landsins. Sú viðleitni á sér því mikinn hljómgrunn að endurnýja beri slík hús og fá þeim nýtt hlutverk, ef þess er nokkur kostur. Húsin eru mun fallegri á eftir og til prýði fyrir umhverfi sitt. Nú er unnið að því að gera upp húsið Hverfisgata 14 í Reykjavík, sem reist var árið 1912. Þar er að verki Rafn Einarsson húsasmíðameistari. Meira
5. janúar 1999 | Fasteignablað | 34 orð

Handavinna á stóla

Handavinna á stóla EINU sinni þótti flott að hafa útsaumaðar armhlífar á stólum og heklaðar dúllur á stólbökum. Þeir sem eru gefnir fyrir handavinnu og hrífast af gamalli tísku gætu haft þetta bak við eyrað. Meira
5. janúar 1999 | Fasteignablað | 253 orð

Hús með sál og sögu

NÚ ER unnið að því að gera upp húsið Hverfisgata 14 í Reykjavík, sem reist var árið 1912. Þar er að verki Rafn Einarsson húsasmíðameistari, sem er einnig lærður málarameistari og dúklagningameistari. Þetta hús á sér talsverða sögu. Brynjúlfur Björnsson tannlæknir byggði húsið og hafði þar tannlækningastofu sína. Meira
5. janúar 1999 | Fasteignablað | 775 orð

Hvernig á að lækka hita á kranavatni?

ÞAÐ ER enginn vafi á því að það er nauðsyn, jafnvel lífsnauðsyn, í orðsins fyllstu merkingu, að lækka hita á kranavatni. Til þess eru nokkrar færar leiðir ­ en hverjar? Eyðum ekki tíma í þá arfavitleysu að lækka hita á vatni í veitunum, enda er sú umræða efalaust sett fram til að sýna fram á að hún er óframkvæmanleg, en þessi umræða hefur þó ruglað marga í ríminu. Meira
5. janúar 1999 | Fasteignablað | 36 orð

Í anda Viktoríutímans

REGNHLÍFAGRIND af þessu tagi þótti ómissandi á Viktoríutímanum. þeir sem eru hrifnir af hönnun þess tímabils gætu komið sér slíku upp. Rúðurnar og flísarnar á gólfinu eru dæmigerðar fyrir þetta tímabil í breskri sögu. Meira
5. janúar 1999 | Fasteignablað | 539 orð

Íbúðalánasjóður tekinn til starfa

ÞÁTTASKIL urðu í húsnæðismálakerfinu nú um áramótin, en þá tók Íbúðalánasjóður til starfa og Húsnæðisstofnun ríkisins var lögð niður. Ýmsar mikilvægar breytingar voru gerðar á húsnæðismálakerfinu um leið. Þannig breytist ferillinn í greiðslumatinu talsvert. Meira
5. janúar 1999 | Fasteignablað | 37 orð

Kostnaðarskipting

EF HÚSFUNDUR sinnir ekki kröfu eiganda um leiðréttingu á óeðlilegri og ósanngjarnri kostnaðarskiptingu, getur hann krafizt ógildingar á henni, segir Sandra Baldvinsdóttir lögfræðingur. Eins er ef ákvörðun húsfundar þar að lútandi leiðir til óviðunandi niðurstöðu. Meira
5. janúar 1999 | Fasteignablað | 122 orð

Nytjahlutur úr strái

STRÁ hafa frá aldaöðli verið notuð til að skapa mannfólkinu einhvers konar skýli. Hver kannast ekki við strákofa og stráþök. Á 16. öld bjuggu Ítalir til alls konar skreytihluti úr stráum. Svisslendingar, Ungverjar, Frakkar og Þjóðverjar fóru að búa til húsgögn og aðra nytjahluti úr stráum á 18 öld. Meira
5. janúar 1999 | Fasteignablað | 584 orð

Óvenjulegur arkitektúr sem sprengir hefðbundna ramma

VICTORIA & Albert safnið í London hefur nú fengið fengið heimild skipulagsyfirvalda til að reisa byggingu, sem mun fá þá, er heimsækja borgina, til að reka upp stór augu. Byggingin verður í laginu eins og afar sérstæður spírall, en höfundur hennar er arkitektinn Daniel Libeskind. Meira
5. janúar 1999 | Fasteignablað | 199 orð

Raðhús við Hrafnistu í Hafnarfirði

HJÁ fasteignasölunni Ási er til sölu endaraðhús við Boðahlein 14 við Hrafnistu í Hafnarfirði. Þetta er steinhús, byggt 1984 og er það á einni hæð. "Þetta eru mjög skemmtileg hús og vel innréttuð," sagði Jónas Hólmgeirsson hjá Ási. "Þetta hús skiptist í anddyri, þvottahús og geymslu inn af því, hol, stofu og borðstofu. Sólskáli er inn af stofu með flísum á gólfi og hurð út í garðinn. Meira
5. janúar 1999 | Fasteignablað | 334 orð

Verð á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu fer hækkandi

VERÐ á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu fór hækkandi á síðari hluta nýliðins árs, eins og teikningin hér til hliðar ber með sér. Þar er byggt á útreikningum Fasteignamats ríkisins, sem leggur til grundvallar valið úrtak kaupsamninga, er berast fasteignamatinu. Ávallt eru til umfjöllunar steinhús reist 1940 eða síðar. Meira
5. janúar 1999 | Fasteignablað | 203 orð

Verð húsa í Bretlandi hækkar um 3% 1999

BREZKA byggingarfélagið Nationwide Building Society spáir því að verð húsa í Bretlandi muni hækka um 3% á árinu 1999 miðað við 7% hækkun á þessu ári. Þrátt fyrir nýlegar vaxtalækkanir býst félagið við að halda muni áfram að draga úr umsvifum á næsta ári og að byggingarmarkaðurinn verði engin undantekning. Meira
5. janúar 1999 | Fasteignablað | 300 orð

Verslunar- og íbúðarhúsnæði á Selfossi

LÖGMENN, Suðurlandi eru nú með til sölu fasteignina Eyrarvegur 5 á Selfossi. Þetta er hús á þremur hæðum, sem skiptist í tvær íbúðir á efri hæðunum, verslunarhúsnæði á jarðhæð og svo lagerhúsnæði sem einnig er á jarðhæð. Samtals er verslunar- og þjónustuhúsnæðið um 600 ferm. en önnur íbúðin er um 100 ferm. og hin er heldur minni. Hús þetta var byggt 1957 og er úr steini og timbri. Meira
5. janúar 1999 | Fasteignablað | 31 orð

Þar sem nóg pláss er

Þar sem nóg pláss er ÞAR SEM nóg pláss er getur fólk leyft sér að hafa baðkarið á miðju gólfi og smíðað utanum það í stíl við salernissetuna. Notalegt og rúmgott baðherbergi. Meira

Úr verinu

5. janúar 1999 | Úr verinu | 777 orð

Meiri aflaverðmæti stærstu frystiskipanna

AFLI og aflaverðmæti skipa stærstu útgerðarfyrirtækja landsins jókst almennt á síðasta ári, í samanburði við árið 1997. Stærstu frystitogararnir juku aflaverðmæti síðasta árs í sumum tilfellum um meira en 20%. Þá hefur afli ísfiskskipa einnig aukist, svo framarlega sem þau hafi verið gerð út allt árið. Meira
5. janúar 1999 | Úr verinu | 347 orð

Sjófugladauði skráður

GÍFURLEGA strangar reglur gilda um veiðar úr Suðurskautshafinu. Náttúrverndarsamtök hafa þar sterk ítök og til að fá leyfi til veiðanna þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði um aðbúnað um borð, aðbúnað og aðstöðu veiðaeftirlitsmanna, stöðuga sjálfvirka tilkynningaskyldu, skráningu afla og færslu afladagbókar og svo framvegis. Engu má henda fyrir borð Meira

Viðskiptablað

5. janúar 1999 | Viðskiptablað | 856 orð

Sögð hagkvæm leið til aukinna lífeyrisréttinda

FRÁ 1. janúar gefst launþegum kostur á að auka skattfrjálsan lífeyrissparnað sinn um 2,2% í séreignalífeyrissjóðum, launþegar leggja til 2% og launagreiðandi 0,2%. Fjöldi lífeyrissjóða, bankastofnana, verðbréfafyrirtækja og líftryggingafélaga býður almenningi að gera samninga um lífeyrissparnaðinn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.