Greinar miðvikudaginn 31. mars 1999

Forsíða

31. mars 1999 | Forsíða | 289 orð

"Aðgerðir, ekki orð"

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hafnaði í gær tillögum Slobodans Milosevics um vopnahlé í Kosovo. "Við getum ekki samþykkt tillögur Milosevics forseta," sagði Clinton, "og innan NATO ríkir einhugur um nauðsyn þess að halda hernaðaraðgerðum áfram. Meira
31. mars 1999 | Forsíða | 807 orð

Milosevic segist reiðubúinn til samninga hætti NATO loftárásum

SLOBODAN Milosevic, forseti Júgóslavíu, sagðist í gær reiðubúinn til þess að fækka í herliði Serba í Kosovo-héraði og leyfa flóttamönnum að snúa aftur heim að því tilskildu að Atlantshafsbandalagið (NATO) stöðvaði loftárásir á Júgóslavíu en þær hafa nú staðið í eina viku. Svör vesturveldanna við tilboði Milosevics voru afdráttarlaus. Meira

Fréttir

31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 237 orð

10 ára afmæli HL stöðvarinnar

TÍU ár eru liðin um næstu mánaðamót frá stofnun HL stöðvarinnar í Reykjavík. Það voru SÍBS, LHS og Hjartavernd sem stóðu að stofnuninni. Hlutverk HL stöðvarinnar er að veita hjarta- og lungnasjúklingum endurhæfingu eftir bráð veikindi og aðgerðir og einnig viðhaldsþjálfun eftir samkomulagi. Meira
31. mars 1999 | Erlendar fréttir | 342 orð

110 fórust á Indlandi

HJÁLPARSTARFSFÓLK reyndi í gær að ná til afskekktra þorpa í Himalajafjöllunum sem urðu illa úti í öflugum jarðskjálfta sem skók Indland í fyrradag. Að minnsta kosti eitt hundrað og tíu manns fórust í náttúruhamförunum og er talið að sú tala eigi eftir að hækka enn frekar. Skjálftinn mældist 6,8 á Richter og lagði þorp í nágrenni upptakanna nánast í rúst. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð

1,2 milljónir í hásetahlut

FRYSTITOGARINN Arnar HU 1 hefur enn einu sinni bætt Íslandsmetið í aflaverðmæti úr einni veiðiferð. Aflaverðmætið í síðasta túr var um 114 milljónir króna. Túrinn tók 33 daga svo aflaverðmæti á dag var að meðaltali um 3,5 milljónir króna. 26 menn eru í áhöfn Arnars og verður hásetahluturinn úr þessari veiðiferð um 1.200 þúsund. Meira
31. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 136 orð

Aftur til vinnu eftir ólögmætt verkfall

MJÓLKURFRÆÐINGAR hjá Mjólkursamlagi KEA, sem lögðu niður vinnu á mánudag, voru allir komnir til starfa í gær. Mjólkurfræðingarnir lögðu niður vinnu til að þrýsta á um viðræður við forsvarmenn KEA um vinnustaðasamning, en ákvæði um slíkan samning er að finna í heildarkjarasamningi. Meira
31. mars 1999 | Erlendar fréttir | 506 orð

Albanskir borgarhlutar Pristina í ljósum logum

SERBNESKAR hersveitir gerðu árásir á borgarhluta albanskra íbúa héraðshöfuðborgar Kosovo í gær og heilu borgarhlutarnir stóðu í ljósum logum, að sögn vitna. Vestrænir stjórnarerindrekar sögðu ennfremur, að júgóslavneskir stjórnarhermenn hefðu hafið sókn með skriðdrekum og stórskotaliði frá þremur hliðum að dal einum í Mið-Kosovo, þar sem um 50. Meira
31. mars 1999 | Erlendar fréttir | 31 orð

Alexandra prinsessa ófrísk

DANSKA konungsfjölskyldan tilkynnti í gær að Alexandra prinsessa, eiginkona Jóakims, yngsta sonar Margrétar Danadrottningar, væri ófrísk. Á Alexandra von á sér í september og verður afkomandinn fyrsta barnabarn drottningarinnar. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

Arkitektar kynna störf sín

HÖNNUN borgar sig eru kjörorð a-daga sem haldnir verða 8.­10. apríl. Markmið a-daga er að kynna störf og starfsvettvang arkitekta og vísar kjörorðið til gildi þess að fjárfesta í hönnun. Á a-dögum verður reynt að ná til sem flestra. Í Kringlunni verður kynning á arkitektúr með myndasýningu auk þess sem arkitektar verða á staðnum. Einnig verða greinar birtar í dagblöðum. Meira
31. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Ásgeir Logi ráðinn

ÁSGEIR Logi Ásgeirsson var ráðinn bæjarstjóri Ólafsfjarðar á fundi bæjarstjórnar í gær. Var hann ráðinn með fjórum atkvæðum meirihlutans. Ásgeir Logi hefur verið útgerðarstjóri hjá Sæunni Axels ehf. í Ólafsfirði. Hann tekur við starfinu af Hálfdáni Kristjánssyni sem lætur af starfinu í lok apríl. Hálfdán sagði stöðunni lausri fyrr á þessu ári. Sex sóttu um stöðuna. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 244 orð

Áætlaður kostnaður 860 milljónir króna

SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafið athugun á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar byggingar snjóflóðavarnavirkja fyrir byggð undir Bjólfi á Seyðisfirði. Áætlaður kostnaður við byggingu snjóflóðagarðanna er um 860 milljónir króna, en bæjarsjóður Seyðisfjarðar stendur að framkvæmdunum. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 316 orð

Básendaflóðsferð á Eyrarbakka og söguslóðir í Borgarfirði um páskana

MEÐAL ferða Ferðafélags Íslands um bænadaga og páska eru tvær sem tengjast söguslóðum. Á skírdag, 1. apríl, kl. 13 er farið á slóðir Básendaflóðsins við Eyrarbakka og Stokkseyri en þetta er þriðja ferðin á árinu í tilefni þess að liðin voru 200 ár hinn 9. janúar sl. frá þessu alræmda sjávarflóði sem olli miklum skaða á Suðvesturlandi, segir í fréttatilkynningu. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 47 orð

Dorgveiðimót Sjálfsbjargar

VEIÐINEFND Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu heldur dorgveiðimót fimmtudaginn 1. apríl að Reynisvatni frá kl. 11 til 14. Farið verður frá félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12, kl. 10.30. Þátttökugjald 1.000 kr. Innifalið í verði er ferð, veiðigjald og grillaðar pylsur og heitt kakó. Veglegur farandbikar í verðlaun. Allir velkomnir. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 137 orð

ÐEkkert lát á aukningu útlána

AÐ mati Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra er einungis tímaspursmál hvenær samrunahrina gengur yfir íslenskan fjármagnsmarkað. Þetta kom fram í ræðu ráðherrans á ársfundi Seðlabanka Íslands í gær. Finnur sagði jafnframt að útlánaaukning banka og sparisjóða á síðustu tólf mánuðum væri meiri en samræmst gæti stöðugleika í efnahagsmálum til lengri tíma litið. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 216 orð

EINAR EGILSSON

EINAR Egilsson, fyrrverandi innkaupastjóri hjá Rafmagnsveitum ríkisins, er látinn, 89 ára að aldri. Einar fæddist í Hafnarfirði 18. mars 1910. Hann var fjórði elstur í hópi 9 systkina sem öll eru látin. Foreldrar hans voru Egill Halldór Guðmundsson, sjómaður í Hafnarfirði, og Þórunn Einarsdóttir húsmóðir. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 291 orð

Einfalt námsefni fyrir alla

GEFIÐ hefur verið út handhægt kennsluefni í íslensku fyrir Pólverja. Samkvæmt tölum Útlendingaeftirlitsins fengu um 1.500 Pólverjar dvalarleyfi hér á landi árin 1997 og 1998. Útgáfan var kynnt í félagsmálaráðuneytinu í gær. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 310 orð

Ekki talið uppfylla skilyrði

ÁSTÆÐA þess að MK-flugfélagið hefur ekki fengið tilnefningu íslenskra stjórnvalda til að geta annast fraktflug milli Íslands og Bandaríkjanna er að samgönguráðuneytið telur félaginu vera stjórnað af erlendum eigendum. Telst félagið því ekki uppfylla ákveðin skilyrði loftferðasamnings Íslands og Bandaríkjanna. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 309 orð

Er vatn á Mars?

ÞESSA dagana eru gíróseðlar Hjálparstarfs kirkjunnar að berast inn á heimili landsmanna. Beðið er um 999 kr stuðning við vatnsöflun í þriðja heiminum. "40% jarðarbúa búa við vatnsskort að mati Sameinuðu þjóðanna og 50% jarðarbúa búa við alls ófullnægjandi hreinlætisaðstöðu s.s. nægt vatn, klósett með réttum frágngi og lokað frárennsli. Meira
31. mars 1999 | Erlendar fréttir | 334 orð

Fá pólitískt hæli í Brasilíu og Argentínu

RAUL Cubas, sem sagði af sér sem forseti Paragvæs á sunnudag, og Lino Oviedo hershöfðingi, sem hafði verið mesta stoð og stytta Cubas, hafa báðir flúið land, þrátt fyrir að hinn nýi forseti, Luis Gonzalez Macchi, hefði lýst því yfir að þeim yrði hlíft við refsingum. Cubas fékk pólitískt hæli í Brasilíu og Oviedo í Argentínu. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Félag um heilsuhagfræði og heilbrigðislöggjöf

Á UNDANFÖRNUM árum hafa starfað hér á landi tvö félög sem kennd hafa verið við heilsuhagfræði og heilbrigðislöggjöf. Innan þeirra hafa verið fjallað um margvísleg málefni heilbrigðisþjónustunnar. Á aðalfundi 18. mars sl. var samþykkt að sameina þessi félög í eitt sem nú heitir Félag um heilsuhagfræði og heilbrigðislöggjöf. Meira
31. mars 1999 | Erlendar fréttir | 194 orð

Fjórðungur Breta í fátækt

VIÐ fæðingu barns hrekst ein af hverjum sex fjölskyldum í Bretlandi út í fátækt og framtíðarhorfur barna velta að verulegu leyti á afkomu foreldra þeirra. Þetta kemur fram í skýrslu um orsakir fátæktar og ójafnaðar sem breska fjármálaráðuneytið birti á mánudag. Meira
31. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 186 orð

Fjölbreytt dagskrá

FJÖLBREYTT dagskrá verður á skíðasvæðinu í Tindaöxl í Ólafsfirði um páskana og verður lyfta opin frá kl. 11 til 17 daglega. Sr. Sigríður Guðmarsdóttir flytur stutta hugvekju í skaflamessu kl. 13.30 á skírdag. Þá tekur við parakeppni á öðru skíðinu, tveir eru í liði, karl og kona, annað á vinstra skíði og hitt á því hægra. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 137 orð

Flugsýningar í ljósaskiptum

STARRAR eiga sér náttstað hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvoginum og hópast þangað þúsundum saman á kvöldin. Starrarnir koma í náttstað í ljósaskiptunum sýna þeir gjarnan stórfenglegt listflug áður en þeir setjast svo til allir á sama blettinn. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 197 orð

Forræðissvipting barnaverndarráðs viðurkennd

HÆSTIRÉTTUR álítur að rétt hafi verið að barnaverndarráð svipti móður forræði yfir barni sínu með dómi sínum í síðustu viku. Dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að felldur skyldi úr gildi úrskurður barnaverndarráðs, sem úrskurðaði móðurina í forræðissviptingu yfir þá tveggja ára gömlu barni sínu hinn 29. apríl 1997, var þannig snúið við í Hæstarétti. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Fram heldur nafninu

SAMKEPPNISRÁÐ hefur úrskurðað að Fram ­ Fótboltafélag Reykjavíkur hf. eigi rétt á að starfa undir því nafni enda hafi þeirri skráningu á hlutafélagaskrá ekki verið hnekkt. Það var Knattspyrnufélag Reykjavíkur sem sneri sér til samkeppnisráðs og andmælti skráningu hlutafélagsins, Fram ­ Fótboltafélags Reykjavíkur, á hlutafélagaskrá, þar sem hætt væri við ruglingi milli félaganna, Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Fyrstu nemendur í jarðlagnatækni útskrifast

FYRSTU nemar í jarðlagnatækni útskrifuðust laugardaginn 13. mars sl. og afhenti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, skírteinin. Sautján nemendur útskrifuðust en Samorka í samvinnu við Menningar- og fræðslusamband alþýðu, Efling, stéttarfélag og Landssíminn undirbjuggu námið. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

Gáfu skíðahjálma

Gáfu skíðahjálma EFTIRSPURN eftir skíðahjálmum að láni, bæði fyrir börn og unglinga, hefur aukist til mikilla muna á flestum skíðasvæðum landsins enda hafa rannsóknir ótvírætt leitt í ljós gildi þeirra. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 57 orð

Gengið út í Örfirisey

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 12, vestur á Grandagarð og í ljósaskiptunum út að Reykjarnesi í Örfirisey. Þaðan verður farið að Norðurgarði og með gömlu höfninni að Ingólfsgarði og inn á Sólfar í tunglsljósi ef skýfar leyfir. Til baka verður farið um Arnarhól að Hafnarhúsinu. Allir velkomnir. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 265 orð

"Gífurleg þörf fyrir aðstoð"

RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gær að gera ráð fyrir fjárhagslegri aðstoð til handa Kosovo- Albönum, en ekki er enn ljóst hversu hárri upphæð verður varið til málsins eða í hvaða mynd aðstoðin verður veitt. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að undirbúningi málsins verði framhaldið á næstu dögum. Meira
31. mars 1999 | Erlendar fréttir | 366 orð

Græningjar hóta að draga sig út úr ríkisstjórnum

FULLTRÚAR græningjaflokka frá Þýzkalandi, Frakklandi og Ítalíu hafa gert með sér sáttmála um að hætta þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi í hverju þessara landa verði einhver "stigmögnun" á hernaðaríhlutun Atlantshafsbandalagsins í Kosovo. Meira
31. mars 1999 | Landsbyggðin | 286 orð

Haldið upp á fimmtíu ára klausturafmæli

Stykkishólmi-Systir Petra Leewens átti 50 ára klausturafmæli 19. mars sl. Þeirra tímamóta var minnst hjá St. Franciskussystrum í Stykkishólmi sunnudaginn 22. mars með hátíðarmessu í kapellu systranna og boðið í veislukaffi á eftir. Kaþólski presturinn á Íslandi mgr. Jóhannes Gijen heimsótti söfnuðinn og predikaði. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð

Hátt í 500 manns á borgarafundi á Höfn

FULLT var út úr dyrum á borgarafundi á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi. Hátt í 500 manns fylgdust með og tóku þátt í umræðum um fíkniefnamál og forvarnir, en nokkuð hefur borið á vaxandi fíkniefnaneyslu í bænum undanfarnar vikur. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 204 orð

Hefðum aldrei auglýst á þennan hátt

"OKKUR datt þessi aðferð í hug til að minna á nýtt símanúmer auglýsingastofunnar en það er mjög líkt númeri norska sendiráðsins," sagði Helgi Helgason, framkvæmdastjóri hjá Góðu fólki, er hann var spurður um auglýsingu í Morgunblaðinu í gær með yfirskriftinni Vi er ikke gott folk ­ við erum ekki gott fólk. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Hugurinn leitar heim

Hugurinn leitar heim Stríðsástandið í Júgóslavíu og Kosovo-héraði snertir taugar margra íbúa hérlendis, þó engra eins og þeirra sem á hverjum degi leita frétta af fjölskyldum sínum á svæðinu. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 233 orð

Hundeigandi sýknaður í skaðabótamáli

HÆSTIRÉTTUR snéri á mánudag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hundeigandi skyldi greiða konu 100 þúsund krónur í skaðabætur fyrir höfuðáverka, sem konan taldi að hundur hundeigandans hefði valdið dóttur hennar árið 1990. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 780 orð

Í loftvarnabyrgi allan sólarhringinn

GORAN Kristófer Micic er frá Júgóslavíu. Hann er 37 ára Serbi en lítur á sig sem Júgóslava þar sem hann yfirgaf landið fyrir 10 árum, á meðan gamla Júgóslavía var og hét. Fjölskylda hans býr í borginni Nis í suðaustanverðri Júgóslavíu og segist hann óttast um hana öllum stundum. Meira
31. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Kirkjustarf

LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðarstund í Svalbarðskirkju kl. 21 föstudaginn langa. Kirkjuskóli á laugardag, 3. apríl kl. 11. Hátíðarguðsþjónusta páskadag kl. 14. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 á laugardag, 3. apríl. Hátíðarguðsþjónusta páskadag kl. 11. Guðsþjónusta í Grenilundi föstudaginn langa kl. 16. Guðsþjónusta í Laufáskirkju kl. 21 annan dag páska. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 710 orð

"Kosovo verður aldrei tekið frá mér"

"ÞAÐ er hvergi eins og heima. Sama hvert þú ferð, hvar þú býrð og hve vel þér líður þar sem þú ert, þá er hvergi eins og heima. Staðurinn sem þú fæddist á, varst alinn upp á og átt þínar bernskuminningar frá verður ekki tekinn frá þér. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 231 orð

Kvótaálag gegn markmiðum samkeppnislaga

SAMKEPPNISRÁÐ beinir þeim tilmælum til sjávarútvegsráðherra að taka fyrirkomulag um kvótaálag við útflutning á ferskum fiski til endurskoðunar. Samkeppnisráð álítur að álagið gangi gegn markmiði samkeppnislaga. Mál af sama toga er nú rekið í dómskerfinu, þar sem útgerðarfyrirtækið Bergur- Huginn í Vestmannaeyjum hefur stefnt sjávarútvegsráðherra vegna álagsins. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 364 orð

Landssíminn fær lóð við Suðurlandsbraut

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að úthluta Landssímanum hf. um 25 þúsund fermetra lóð við Suðurlandsbraut vestan við Engjaveg fyrir allt að 14 þúsund fermetra hús, þar sem fyrirtækið hyggst byggja upp höfuðstöðvar sínar. Gert er ráð fyrir að Reykjavíkurborg fái í sinn hlut 3,69 hektara af landi fyrirtækisins við Smárarima í Grafarvogi auk þess sem borgin fær forkaupsrétt að landi loftskeytastöðvarinnar. Meira
31. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 428 orð

Langtímalán til að mæta auknum framkvæmdum

SKATTTEKJUR Akureyrarbæjar námu 2.272 milljónum króna á síðasta ári og er það um 100 milljónum króna hærri upphæð en gert var ráð fyrir. Rekstur málaflokka hafði í för með sér nokkru hærri útgjöld en reiknað var með, eða 1.891 milljón króna í stað 1.758 sem áætlað hafði verið. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 395 orð

Loftárásunum á Júgóslavíu mótmælt á útifundi

SAMTÖK herstöðvaandstæðinga og Samstarfsnefnd friðarhreyfinga gengust fyrir útifundi á Lækjartorgi í gær til þess að mótmæla loftárásum Atlantshafsbandalagsins á Júgóslavíu og þátttöku Íslands í þeim. Þar var samþykkt yfirlýsing þar sem aðild Íslands að loftárásunum var harðlega mótmælt, Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 173 orð

Maður er alltaf að hugsa þangað

KOSOVO-Albanar og Serbar sem búsettir eru hér á landi leita daglega frétta af fjölskyldum sínum á átakasvæðinu. Morgunblaðið ræddi í gær við tvo menn sem hugsa stöðugt til ættingja sinna á stríðssvæðunum; foreldrar annars eru á flótta, foreldrar hins eyða stærstum hluta sólarhringsins í loftvarnabyrgjum. "Maður er alltaf að hugsa þangað. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Margir fá laun og bætur í dag

RÍKISSTARFSMENN fá laun sín útborguð í dag, 31. mars, þrátt fyrir að ekki sé skylt að greiða út laun fyrr en fyrsta virka dag hvers mánaðar. Í sumum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðinum er kveðið á um að laun skuli greidd út fyrir mánaðamót ef fyrsti dagur næsta mánaðar er helgidagur. Þá hefur verið ákveðið að Tryggingastofnun greiði bætur almannatrygginga í dag. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 555 orð

Með 50% verslunar í Færeyjum eftir kaupin

BAUGUR hf. hefur fest kaup á helmingshlut í Partafélaginu SMS í Færeyjum og hefur í kjölfarið verið ákveðið að sameina SMS og P/f Föris, sem rekur verslanir Bónuss í Færeyjum en þær eru tvær. Í sameiningu reka þessi fyrirtæki sex verslanir í Færeyjum og er áætluð markaðshlutdeild SMS í Færeyjum um 50% eftir sameininguna. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Merkaba hugleiðslunámskeið

GARY Smith, hugleiðslukennari frá Oregon, Bandaríkjunum og Haridas Melchizedek, Shamballa reikimeistari og ljósmiðill frá Skotlandi, Lilja Petra Ásgeirsdóttir og Erlendur Magnús Magnússon Shamballa meistarar og merkaba kennarar, kenna Merkaba og mahatma vísindi helgina 3.­4. apríl. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 567 orð

Nám með tengsl við atvinnulífið

HÁSKÓLI Íslands ráðgerir að taka upp fimmtán nýjar námsleiðir við skólann nk. haust og haustið 2000. Um er að ræða stuttar hagnýtar námsleiðir sem taka að jafnaði eitt og hálft ár og lýkur með sjálfstæðu prófi eða diplómu. Ákveðið hefur verið að kalla námið diplómanám og er það von Háskólans að prófið muni ávinna sér sess í íslensku atvinnulífi. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð

Nemendadagur Jazzballettskóla Báru

ÞRJÚ hundruð nemendur frá Jazzballettskóla Báru stíga á svið Borgarleikhússins miðvikudaginn 31. mars. Tvær sýningar verða að þessu sinni, kl. 17 og 19. Mikil fjölbreytni einkennir sýninguna og verður henni skipt niður í sex atriði: Alladín, West Side Story, Borgardætur og frumbyggjar, Cabaret, Fame, Flashdance og Cats. Nemendur eru frá 1. stigi upp í 6. Meira
31. mars 1999 | Landsbyggðin | 249 orð

Nýir gripir vígðir við messu á skírdag í Ólafsvíkurkirkju

Ólafsvík-Á skírdag kl. 14 mun vígslubiskupinn í Skálholti, hr. Sigurður Sigurðarson, vígja nýtt altari, nýtt ræðupúlt og nýja ljósastjaka við messu í Ólafsvíkurkirkju. Miklar og kostnaðarsamar framkvæmdir hafa staðið þar yfir að undanförnu, en þar fer saman bæði nauðsynlegt viðhald og breytingar. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 117 orð

Nýr formaður stjórnar kjörinn

BÚIST er við að Friðrik Pálsson, fyrrum forstjóri SH, verði kjörinn formaður stjórnar SÍF samkvæmt heimildum Morgunblaðsins á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður í dag. Sighvatur Bjarnason, sem verið hefur stjórnarformaður um skeið, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Meira
31. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Opið alla páskadagana

IÐNAÐARSAFNIÐ á Akureyri verður opið daglega alla páskana frá kl. 16 til 18. Safnið, sem er við Dalbraut 1 á Gleráreyrum, var opnað 17. júní á síðasta ári og hafa margar vélar bæst við frá þeim tíma. Nú kynna um fjörutíu fyrirtæki 30 iðngreinar á safninu. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 132 orð

Opið mót hjá Veginum

OPIÐ mót verður haldið í Fríkirkjunni Veginum, Kópavogi, bænadagana 31. mars til 2. apríl. Samuel Kaniaki frá Kongó og Michael og Gloria Cotten ásamt hópi fólks frá Bandaríkjunum kenna og þjóna. Kaniaki er prófessor og forstöðumaður fyrir 10.000 manna söfnuði í heimalandi sínu. Michael Cotton er lögfræðingur að mennt og starfaði sem slíkur í mörg ár, en er núna prestur. Meira
31. mars 1999 | Erlendar fréttir | 1027 orð

Óttast að Serbar drepi þúsundir Kosovo-Albana ÞJÓÐERNISHREINSUN

ALBÖNSKU flóttamennirnir frá Kosovo, sem hafa streymt til Albaníu og Makedoníu síðustu daga, óttast að serbnesku öryggissveitirnar í héraðinu séu staðráðnar í að myrða þúsundir Kosovo-Albana áður en serbnesk stjórnvöld undirriti friðarsamkomulag. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð

Páskamót í Frelsinu

PÁSKAMÓT verður haldið dagana 31. mars, 1. og 2. apríl í Frelsinu, kristilegri miðstöð á Héðinsgötu 2, Reykjavík. Gestur er Chris Vigil frá Bandaríkjunum. Hann mun tala um upprisukraft trúarinnar og hvað það er að þekkja Guð. Chris Vigil er forstöðumaður í Nevada og hefur hann starfað með Robert Liardon sem er predikari. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 686 orð

Reglur ráðuneytis leiddu til samkeppnishömlunar

SAMKEPPNISRÁÐ hefur fellt þann úrskurð að Blómasalan, Brum og Grænn markaður hafi haft með sér ólögmætt samráð við gerð tilboða í innflutning á blómum úr blómakvóta sem landbúnaðarráðuneytið hefur ákveðið. Vegna samráðsins greiddu fyrirtækin þrjú 3-12 krónur í einu tilviki fyrir kíló af innflutningskvóta meðan annað fyrirtæki var látið greiða 450 krónur. Meira
31. mars 1999 | Miðopna | 3182 orð

Rót á fólki vegna óstöðugleika í atvinnumálum

Óstöðugleiki í atvinnumálum hefur komið róti á huga Vestfirðinga og er það ásamt einhæfni og of lítilli trú manna á samfélagið af mörgum talin meginástæðan fyrir því að íbúum kjördæmisins hefur fækkað um 15% á tíu árum. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 689 orð

Rætt um flóttamenn, menntun og umhverfismál

HEFÐBUNDIN þingstörf hófust á Alþingi unga fólksins í gær og voru þrjú málefni til umræðu, þ.e., ungt fólk og menntun á 21. öld, opnun Íslands fyrir flóttamönnum og umhverfisvernd á Íslandi. Líflegar umræður spunnust um þessi málefni á þinginu, en að þeim loknum var þeim vísað til nefnda. Atkvæðagreiðsla um ályktanir þingsins fer fram í dag. Haukur S. Meira
31. mars 1999 | Erlendar fréttir | 361 orð

Samið um lán til Rússlands

ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN (IMF) og rússnesk stjórnvöld hafa komist að víðtæku samkomulagi um nýjar efnahagsáætlanir í Rússlandi og veitingu neyðarlána til landsins. Hvorki lánstími né upphæðir hafa þó verið ákveðnar enn. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 176 orð

Samruni við SÍF samþykktur

HLUTHAFAR Íslandssíldar hf. samþykktu á aðalfundi félagsins í gær samrunaáætlun við Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda hf. undir nafni SÍF. Miðast samruninn við 1. janúar sl. og tekur hið sameinaða félag við öllum réttindum og skyldum félaganna frá þeim tíma. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Sendibílastöðin hf. flytur

SENDIBÍLASTÖÐIN hf., sem verið hefur til húsa í Borgartúni 21 síðan árið 1956, flutti síðastliðinn föstudag í nýtt húsnæði í Klettagarða 1. Sendibílastöðin var stofnuð hinn 29. júní árið 1949 og var þá staðsett í Ingólfsstræti 1 þangað til fyrirtækið var flutt inn í Borgartún. Fyrir miðri mynd er Stefán Konráðsson starfsmaður Sendibílastöðvarinnar hf. Meira
31. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 129 orð

Sótt um 10 þúsund fermetra lóð

TVEIR félagar í Kappakstursklúbbi Akureyrar, Gunnar Hákonarson og Finnur Aðalbjörnsson, hafa sótt um 10 þúsund fermetra lóð fyrir aksturssvæði í landi Akureyrarbæjar. Áætlað er að vera með svonefnda Go-kart bílaleigu á svæðinu, líkt og rekin hefur verið á svæði Skautafélags Akureyrar undanfarin sumur og einnig er áformað að halda aksturskeppnir á svæðinu. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð

Sportbílasýning í Mosfellsbæ

DAGANA 30. apríl til 2. maí verður haldin sportbílasýning í nýju íþróttahúsi Mosfellsbæjar og hefur sýningin hlotið nafnið "Sportbílar/99". Á sýningunni munu einstaklingar sýna sportbíla og fyrirtæki tengd bílageiranum kynna vörur sínar og þjónustu. Sýningargestir munu velja fallegasta sportbíl landsins fyrir árið 1999. Meira
31. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Stofnfundur Íslenskrar orku

STOFNFUNDUR Íslenskrar orku verður í dag, miðvikudag, en stofnendur eru átta veitur og sveitarfélög, aðallega á Norðurlandi eystra, Hita- og vatnsveita Akureyrar, Jarðboranir hf., Kelduneshreppur, Landsvirkjun, Orkuveita Húsavíkur, Rafmagnsveitur ríkissins, Rafveita Akureyrar og Öxarfjarðarhreppur. Meira
31. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 154 orð

Svartar fjaðrir 80 ára

UM þessar mundir eru 80 ár liðin frá því Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi kvaddi sér eftirminnilega hljóðs með fyrstu ljóðabók sinni, Svörtum fjöðrum, en frá þeirri stundu varð Davíð þjóðskáld og kvæði hans almenningseign. Meira
31. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Sýning Iðunnar í Vín

IÐUNN Ágústsdóttir opnaði um helgina sýningu á verkum sínum í blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit. Á sýningunni eru rúmlega 30 verk unnin með pastel. Iðunn hefur haldið nær 20 einkasýningar og tekið þátt í um 20 samsýningum bæði hér heima og erlendis. Sýningin í Vín stendur til 5. apríl næstkomandi og er opin á afgreiðslutíma blómaskálans. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð

Tíu sveita úrslitakeppni í brids

ÚRSLITAKEPPNI tíu sveita um Íslandsmeistaratitilinn í brids, MasterCard-mótið, hefst í dag kl. 15.20. Átta sveitanna eru frá Reykjavík en tvær af Suðurnesjum. Spilaðar eru 9 umferðir, tvær í dag, þrjár á fimmtudag, tvær á föstudag og mótinu lýkur svo á fimmtudag með tveimur umferðum. Verðlaunaafhendingin er svo í mótslok um kl. 19.30. Meira
31. mars 1999 | Erlendar fréttir | 312 orð

Tölvuveira veldur usla í Bretlandi og Bandaríkjunum

TÖLVUPÓSTVEIRAN Melissa hefur frá því á föstudag borist óðfluga milli tölva og ógnar tölvupóstkerfum um allan heim með því dreifa lista yfir klámfengið efni. Fjölmörg fyrirtæki hafa þurft að loka fyrir tölvupóstinn vegna þessa en veiran er ekki talin valda varanlegum skaða eins og t.d. að eyða skjölum í tölvum. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 622 orð

Úrbóta þörf í sjúkraflutningum

FÉLAG íslenskra landsbyggðarlækna var nýlega stofnað en markmið þess er að vinna að bættri heilbrigðisþjónustu dreifbýlisins svo og gæta almennra hagsmuna landsbyggðarlækna. Ágúst Oddsson er formaður félagsins. "Það hefur lengi verið til umræðu meðal lækna í dreifbýlinu að stofna samtök landsbyggðarlækna. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 463 orð

Úrsögn var hótað vorið 1960

BJARNI Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, sagði í óformlegum samræðum við sendiherra Bandaríkjanna hér á landi árið 1960 að íslensk stjórnvöld myndu segja sig úr Atlantshafsbandalaginu (NATO) sendu bresk yfirvöld aftur herskipaflota sinn inn fyrir 12 mílna landhelgina, sem tekist var á um í þorskastríðinu 1958­1961. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 855 orð

Útgerðum mismunað með kvótaálaginu

SAMKEPPNISRÁÐ álítur að kvótaálag við útflutning á ferskum fiski fari gegn markmiði samkeppnislaga samanber fyrstu grein þeirra. Samkeppnisráð beinir því þeim tilmælum til sjávarútvegsráðherra að taka fyrirkomulag um kvótaálag til endurskoðunar. Þetta er niðurstaða ráðsins í erindi, sem sent var því fyrir hönd útgerðar Freyju RE, sem flytur um 60% af heildarafla sínum í gámum á erlenda Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 40 orð

VERIÐ

Í Verinu í dag er sagt frá mesta aflaverðmæti Íslandssögunnar og góðum þorskafla í netin. Tæp 90.000 tonn af loðnu urðu eftir af loðnukvótanum og má áætla að útflutningsverðmæti afurða úr því magni hefði getað numið 550 milljónum króna. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 86 orð

Vilja 1­2 ár til aðlögunar að námskrá

FÉLAG enskukennara á Íslandi hefur sent frá sér eftirfarandi: "Fundur félags enskukennara á Íslandi, haldinn í Menntaskólanum í Kópavogi 12. mars 1999, bendir á nauðsyn þess að kennurum og skólastjórnendum gefist nægur tími til þess að kynna sér og ræða nýja aðalnámskrá og semja áfangalýsingar fyrir nýja skólanámskrá. Meira
31. mars 1999 | Innlendar fréttir | 388 orð

Vill breyta áherslum í skattheimtu af hagnaði fyrirtækja

VINSTRIHREYFINGIN ­ grænt framboð hefur gengið frá framboðslistum hreyfingarinnar í öllum kjördæmum landsins og í gær kynntu forsvarsmenn hreyfingarinnar stefnuyfirlýsingu sína fyrir komandi alþingiskosningar sem og endurskoðaða og ítarlega útgáfu af málefnaskrá eða svokallaða málefnahandbók flokksins. Í henni kemur m.a. Meira
31. mars 1999 | Erlendar fréttir | 297 orð

Vill ekki að Rússland einangrist á alþjóðavettvangi

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hét því í gær í stefnuræðu í rússneska þinginu að efnahags- og lýðræðisumbótum yrði haldið áfram í landinu þrátt fyrir þá miklu örðugleika sem að hafa steðjað undanfarna mánuði. Meira
31. mars 1999 | Erlendar fréttir | 738 orð

Þrýst á um að landher fari inn í Kosovo

FRAMHALDIÐHÖRÐ viðbrögð Serba við loftárásum Atlantshafsbandalagsins (NATO) á skotmörk í Júgóslavíu, og grimmdarverk þeirra í Kosovo sem hafa fylgt í kjölfarið, eru sögð valda því nú að stjórnvöld í Washington íhugi æ frekar þann möguleika að senda landher inn í Júgóslavíu til að stöðva ódæðin í Kosovo, nokkuð sem talið var "óhugsandi" fyrir aðeins viku. Meira

Ritstjórnargreinar

31. mars 1999 | Staksteinar | 419 orð

Stjórnmálahreyfing án stefnu í utanríkismálum

"Það er dálítið kyndugt að hér á landi skuli allt í einu vera sprottin fram stjórnmálahreyfing sem fær rúmlega 30% fylgi í skoðanakönnunum en hefur enga stefnu í utanríkismálum. Skiptir þá ekki máli hvort um ræðir málefni varnarliðsins, NATO, EES, ESB, GATT eða einhvers enn annars." Þetta segir Vef-Þjóðvillinn í pistli einn daginn. Meira
31. mars 1999 | Leiðarar | 624 orð

ÖRYGGI Í HÁLFA ÖLD

AÐILD ÍSLANDS að Atlantshafsbandalaginu hefur tryggt öryggi lands og þjóðar í hálfa öld. Hinn 4. apríl árið 1949 undirritaði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, stofnsáttmálann í Washington í samræmi við ákvörðun Alþingis fimm dögum áður, 30. marz. Atlantshafsbandalagið hefur að sönnu verið nefnt friðarbandalag, enda hefur það tryggt frið og öryggi á varnarsvæði sínu allt frá stofnun. Meira

Menning

31. mars 1999 | Fólk í fréttum | 128 orð

150 á grannaslag í Liverpool

GEYSILEGUR áhugi er meðal knattspyrnuáhugamanna á hópferð til Liverpool nú um páskana, vegna grannaslags Liverpool og Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Íslenski Liverpool-klúbburinn á Íslandi fékk úthlutað 120 miðum vegna leiksins og segir formaður klúbbsins, Jón Geir Sigurjónsson, Meira
31. mars 1999 | Menningarlíf | 756 orð

Arditti-strengjakvartettinn lék fyrir fullu húsi Á nýafstaðinni tónlistarhátíð í Berlín var tónverkið HZH eftir Atla Ingólfsson

NÆR tíu ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins. Berlín telst nú til helstu stórborga Evrópu og óhætt er að fullyrða að aðdráttarafl hennar byggist fyrst og fremst á stórkostlegu menningarlífi. "Die Musik- Biennale", sem er alþjóðleg samtíðartónlistarhátíð, var nú haldin í 17. skipti og sannaði enn og aftur að hún er ómissandi þáttur í menningar- og listalífi borgarinnar. Meira
31. mars 1999 | Menningarlíf | 182 orð

Ave-Maríur á tónleikum í Mývatnssveit

TVENNIR tónleikar verða í Mývatnssveit um páskana undir yfirskriftinni Músík í Mývatnssveit, í Reykjahlíð og í félagsheimilinu Skjólbrekku. Þetta er í annað sinn sem Hótel Reynihlíð býður tónlistarfólki til sín um páska. Fyrri tónleikarnir verða í Reykjahlíðarkirkju föstudaginn langa kl. 21. Meira
31. mars 1999 | Menningarlíf | 127 orð

Ávaxtakarfan á Akureyri og í Íslensku Óperunni

SÝNINGAR á íslenska fjölskylduleikritinu Ávaxtakarfan verða í samkomuhúsinu á Akureyri helgina 17.­18. apríl. Í Íslensku Óperunni verða nokkra aukasýningar á verkinu í lok apríl. Megininntak leikritsins er einelti og fordómar. Leikritið gerist í ávaxtakörfu þar sem allir eru kúgaðir af Imma ananas. Mæja jarðarber er minnst og verður því fórnarlamb eineltis. Meira
31. mars 1999 | Fólk í fréttum | 65 orð

Bræður munu berjast

Bræður munu berjast ÞEIR Oscar De La Hoya og Oba Carr munu eigast við í hnefaleikakeppni þann 22. maí næstkomandi. Þeir eru báðir 26 ára að aldri og öðlaðist Oba tækifæri til að etja kappi við Oscar eftir sigur á Frankie Randall um miðjan febrúar. Meira
31. mars 1999 | Fólk í fréttum | -1 orð

Enginn dans á rósum Nýbakaður Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum, Ragnheiður Eiríksdóttir, lenti í umferðaróhappi skömmu fyrir

RAGNHEIÐUR Eiríksdóttir og dansfélagi hennar Hilmir Jensson þykja með efnilegri pörum í dansi á Íslandi og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í flokki "Unglinga II" á Íslandsmeistaramótinu í frjálsri aðferð, í 5 og 5 dönsum, sem haldið var í byrjun mars. Meira
31. mars 1999 | Kvikmyndir | 755 orð

Er batnandi manni best að lifa?

Leikstjóri Tony Kaye. Handritshöfundur David McKenna. Kvikmyndatökustjóri Tony Kaye. Tónskáld Anna Dudley. Aðalleikendur. Edward Norton, Edward Furlong, Beverly D'Angelo, Jennifer Lien, Erthan Suplee, Fairuza Balk, Avery Brooks, Elliott Gould, Stacey Keach, Guy Torry. 120 mín. Bandarísk. New Line, 1998. Meira
31. mars 1999 | Fólk í fréttum | 114 orð

Gibson í toppsætinu

ÞRJÁR nýjar myndir eru á Íslenska kvikmyndalistanum þessa vikuna og fer spennumyndin Hefnd með Mel Gibson í toppsætið, en þar geta margir séð nýja hlið á þessum annars geðþekka leikara. Í öðru sæti listans er einnig ný mynd á lista, Óskráða sagan með leikaranum Edward Norton í aðalhlutverki. Þriðja nýja mynd vikunnar fer í 19. Meira
31. mars 1999 | Fólk í fréttum | 416 orð

Heimurinn bíður þín handan við heiðina Umhverfis jörðina á fjórum dögum er yfirskrift menningar- og skemmtidagskrár sem

ÞEIR Skjöldur Sigurjónsson og Ari Alexander reka Forsetastofu; gallerí í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Þeir standa fyrir ýmsum menningarviðburðum auk myndlistarsýninga, svo sem bókmennta- og ljóðakvöldum. Um áramótin héldu þeir í fyrsta sinn teiti á Hótel Örk. "Þessi nýársfagnaður sem var sá síðasti á öldinni lukkaðist rosalega vel. Meira
31. mars 1999 | Fólk í fréttum | 114 orð

Hver söng með sínu nefi

Örlygsvisjón Hver söng með sínu nefi ÖRLYGSVISJÓN er karókíkeppni grunnskólanna í Vesturbyggð og á Tálknafirði sem haldin er ár hvert í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Þetta mun vera í fjórða sinn sem keppni þessi er haldin. Meira
31. mars 1999 | Fólk í fréttum | 317 orð

Illur fengur

RÁNIÐ átti að vera auðvelt og peningarnir illa fengnir í vasa þeirra sem stela átti af. En þegar félagarnir Porter (Mel Gibson) og Val Resnick (Gregg Henry) ætluðu að skipta með sér ránsfengnum gerði Val þrenn mistök. Hann hirti hlut Porters, hann tók af honum konuna og hann reyndi að drepa Porter sjálfan. Þegar Porter vaknar til lífsins er hann allslaus og ófyrirleitnari en nokkru sinni fyrr. Meira
31. mars 1999 | Kvikmyndir | 392 orð

Í hörðum heimi

Leikstjóri: Brian Helgeland. Handrit: Helgeland og Donald E. Westlake. Aðalhlutverk: Mel Gibson, Gregg Henry, Maria Bello, Deborah Unger, William Devane, Lucy Alexis Lui, James Coburn. Warner Bros. 1999. Meira
31. mars 1999 | Fólk í fréttum | 368 orð

Í leit að nýju lífi Frumsýning

MYNDIN fjallar um konu í New York sem finnur hjá sér kjark til þess að koma lífi sínu í gang á ný vegna samskipta við fólk sem hún hittir í fyrsta skipti. Myndin er byggð á handriti sem leikstjórinn Richard LaGravenese sótti sér innblástur í í tvær smásögur eftir Chekov. Meira
31. mars 1999 | Menningarlíf | 201 orð

Íslensk slagverkstónlist á slagverkshátíð í Kennedy Center

VERK Áskels Mássonar, Konsertþáttur fyrir sneriltrommu og hljómsveit, verður flutt á opnunartónleikum slagverkshátíðar í Kennedy Center í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, 8. apríl. Flytjendur eru bandaríska sinfóníuhljómsveitin National Symphony Orchestra undir stjórn hljómsveitarstjórans Leonards Slatkins og skoski slagverksleikarinn Evelyn Glennie. Meira
31. mars 1999 | Menningarlíf | 162 orð

Kvistir og kynjaverur í Borgarnesi

GUÐMUNDUR Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri í Borgarnesi, opnaði myndlistarsýningu í Safnahúsinu í Borgarnesi laugardaginn 27. mars sl. Kallar hann sýninguna "Kvistir og kynjaverur". Myndirnar, 48 talsins, eru unnar á tré og sex styttur úr tré, eru allar unnar á síðasta ári, á Ári trésins, og á þessu ári. Guðmundur Sigurðsson er fæddur 1936. Meira
31. mars 1999 | Leiklist | 414 orð

Leyndir draumar rætast enn

eftir Jökul Jakobsson. Leikstjórn og leikmynd: Sigurþór Albert Heimisson. Búningar og leikmunir: Leyndir draumar. Ljósahönnun: Geir Magnússon. Ljós og hljóð: Gísli Björn Heimisson. Leikendur: Guðjón B. Óskarsson, Júlía Hannam, Guðrún Ágústsdóttir, Margrét J. Guðbergsdóttir, Sigrún Valgeirsdóttir, Ragnheiður Sigjónsdóttir. Frumsýning laugardaginn 27. mars Meira
31. mars 1999 | Fólk í fréttum | 535 orð

Meðferðin sýnir styrk laganna

Í KVÖLD kl. 20.30 hefjast tónleikar í Salnum í Kópavogi á söngdönsum Jóns Múla í flutningi Delerað, hljómsveit Óskars Guðjónssonar sópran- og tenórsaxófónleikara. Með Óskari leika Matthías Hemstock og Birgir Baldursson á trommur, Pétur Grétarsson á slagverk, Hilmar Jensson og Eðvarð Lárusson á gítar og Þórður Högnason á kontrabassa. Meira
31. mars 1999 | Fólk í fréttum | 459 orð

Með hatur í hjarta

AMERICAN History X er dramatísk mynd um afleiðingar kynþáttahaturs sem sundrar fjölskyldu. Myndin sýnir öfgar í Ameríku og baráttu manns fyrir því að snúa frá villu síns vegar og bjarga bróður sínum sem er gagntekinn af ofbeldi og fordómum. Sögumaðurinn er Danny Vinyard (Edward Furlong), sem dýrkar eldri bróður sinn, Derek (Edward Norton). Meira
31. mars 1999 | Menningarlíf | 180 orð

Nýjar bækur "SOURCES of

"SOURCES of Economic Growth er eftir dr. Tryggva Þór Herbertsson dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumann Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í kynningu segir að hagvöxtur sé líklega eitt af mikilvægustu rannsóknarefnum nútíma hagfræði. Meira
31. mars 1999 | Fólk í fréttum | 90 orð

Nærbuxur sem tefja fyrir nauðgurum

Nærbuxur sem tefja fyrir nauðgurum TIL að komast úr þessum nýju kvennærbuxum sem hin tvítuga Varitsa Nintasuvon heldur hér á, þarf leynilegan kóða og eru þær ætlaðar sem nauðgunarvörn fyrir konur. Nærbuxurnar, sem eru fóðraðar með þunnum málmi og mjúku efni tryggja að nauðgurum tefst ætlunarverk sitt í a.m.k. tíu mínútur. Meira
31. mars 1999 | Menningarlíf | 83 orð

Óperukvöld í Salnum

ÓPERUVEISLA verður í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, þriðjudaginn 6. og miðvikudaginn 7. apríl nk., báða dagana kl. 20.30. Þar munu ungir einsöngvarar syngja samsöngsatriði, allt frá dúettum og upp í sextetta. Á efnisskránni eru atriði úr óperum eftir Verdi, Beethoven, Bizet, Mozart o.fl. Meira
31. mars 1999 | Menningarlíf | 128 orð

Óskastjarnan frumsýnd á Húsavík

LEIKFÉLAG Húsavíkur frumsýndi sunnudaginn 28. sjónleikinn Óskastjarnan eftir Birgi Sigurðsson undir leikstjórn Ásdísar Þórhallsdóttur, fyrir fullu húsi og við góðar undirtektir. Aðalhlutverkin eru í höndum Maríu Axfjörð, Önnu Ragnarsdóttur og Þorkels Björnssonar. Aðrir leikarar eru Sigurður Illugason, Hanna Mjöll Káradóttir, Vigfús Sigurðsson og Hrefna Jónsdóttir. Meira
31. mars 1999 | Menningarlíf | 179 orð

Richard Wagner- félagið sýnir Parsifal

RICHARD Wagner-félagið á Íslandi sýnir á myndbandi óperuna Parsifal eftir Hans-Jürgen Syberg frá árinu 1982 í Norræna húsinu laugardaginn 3. apríl kl. 13. Óperan Parsifal, var var síðasta verk Wagners, var frumsýnd í Bayreuth 26. júlí 1882 og er eina verk hans sem skrifað er sérstaklega fyrir Festspielhaus. Meira
31. mars 1999 | Fólk í fréttum | 105 orð

Riðu í brúðkaupið

Riðu í brúðkaupið Fagradal-Jón Þormar Pálsson og Hulda Harðardóttir gengu í það heilaga um helgina á bænum Höfðabrekku í Mýrdal. Halldór Gunnarsson sóknarprestur í Holti undir Eyjafjöllum gaf þau saman í hjónaband.á veröndinni á Hótel Höfðabrekku. Meira
31. mars 1999 | Menningarlíf | 116 orð

Skúlptúr, innréttuð málverk og rafrænir tónar

GABRÍELA Friðriksdóttir myndlistarmaður opnar einkasýningu í Vestmannaeyjum á morgun, skírdag, kl. 16. Sýningin er sú þriðja í röð sýninga sem haldnar eru í gamla áhaldahúsinu á horni Græðisbrautar og Vesturvegar undir yfirskriftinni Myndlistarvor Íslandsbanka í Vestmannaeyjum 1999. Meira
31. mars 1999 | Menningarlíf | 52 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU á risavöxnum kolateikningum Ragnheiðar Jónsdóttur, í Listasafni Árnesinga á Selfossi, lýkur annan í páskum, 5. apríl. Um helgina er einnig í safninu haldin hin hefðbunda páskasýning Myndlistarfélags Árnessýslu. Safnið er opið frá skírdegi til annars í páskum milli kl. 14­18. Aðgangur ókeypis. UMBROT eftir Ragnheiði Jónsdóttur, 150×300 metrar. Meira
31. mars 1999 | Menningarlíf | 99 orð

Tónar í Stöðlakoti

KRISTJÁN Jón Guðnason opnar sýningu á vatnslitamyndum sem hann nefnir Tónar í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg 6 á morgun, fimmtudag, kl. 15. Kristján Jón er fæddur 6. mars 1943 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1961­64 og við Listiðnaðarskólann í Ósló árin 1965­1967. Hann hefur haldið einkasýningar, m.a. Meira
31. mars 1999 | Menningarlíf | 316 orð

Unnið að eflingu Snorrastofu sem rannsóknarstofnunar

STEFNT er að því að efla Snorrastofu í Reykholti í því skyni að hún verði sérstakt fræðasetur í íslenskum og evrópskum miðaldafræðum. Þetta er niðurstaða nefndar sem Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, skipaði í júlí 1998 til að gera tillögur að rannsóknarstarfsemi í íslenskum og evrópskum miðaldafræðum á vegum Snorrastofu í Reykholti. Meira
31. mars 1999 | Fólk í fréttum | 917 orð

(fyrirsögn vantar)

Umræðan

31. mars 1999 | Aðsent efni | 337 orð

Ábyrg efnahagsstjórn Samfylkingarinnar

SAMFYLKINGIN hefur sett fram trúverðuga og ábyrga stefnuskrá, þar sem málefni fjölskyldunnar eru m.a. sett í öndvegi. Samfylkingin hefur gert það sem enginn stjórnmálaflokkur hefur gert áður; sagt hvernig málum skuli skipað í forgang, hver sé útgjaldaaukning vegna þeirra og hvernig eigi að fjármagna kosningaloforðin. Forsendur okkar eru líka hallalaus fjárlög á næsta kjörtímabili. M.ö. Meira
31. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 660 orð

Ber breiðbandið örugglega framtíðina í skauti sér?

FRIÐRIK Friðriksson, forstöðumaður breiðbandsdeildar Landssímans, skrifaði tvær áhugaverðar greinar í Morgunblaðið 19. og 25. mars. sl. um breiðbandið. Nú háttar þannig málum að undirritaður er íbúi í miðaldra hverfi í Reykjavík. Nýlega setti hann sig í samband við breiðbandsþjónustu Landssímans og hugðist leita upplýsinga um það hvenær breiðbandsins verður að vænta í hans grónu götu. Meira
31. mars 1999 | Aðsent efni | 629 orð

Brotthvarf Árna er missir Reykvíkinga

ÁRNI Sigfússon sagði nýlega af sér sem borgarfulltrúi í Reykjavík. Þar misstu Reykvíkingar heiðarlegan og duglegan baráttumann úr borgarmálunum. Ekki aðeins það, heldur hafði Árni margsýnt að hann er megnugur þess að ná árangri ­ að breyta til hins betra og bæta kjör almennings. Brotthvarf Árna úr pólitíkinni var hans eigin ákvörðun. Meira
31. mars 1999 | Aðsent efni | 549 orð

Hver er einfaldur?

AÐ ÖLLU eðlilegu væri einfeldningslegt að halda því fram að samkeppnisyfirvöld stæðu í vegi fyrir verðlækkunum og héldu uppi verði á vöru og þjónustu. Þess vegna gæti einhver hafa tekið trúanlegar fullyrðingar talsmanns Samkeppnisstofnunar sem í fjölmiðlum hefur farið á handahlaupum undan þeirri sérkennilegu staðreynd, Meira
31. mars 1999 | Aðsent efni | 354 orð

Kristnihátíðin árið 2000 ­ þakkarhátíð

ÉG VÍSA til þess er fram kemur í fyrri grein minni hér í blaðinu 18.3. sl. um komandi Kristnihátíð á næsta ári, svo og í grein hér 21.11. '97, "Hvernig kristnihátíð árið 2000?". Snemma á 6. áratugnum var ég beðinn um að greiða fyrir hópi ferðamanna sem hingað kom á vegum kristilegrar ferðaskrifstofu í Skandinavíu. Hópurinn kom með skemmtiferðaskipi, sem hafði hér skamma viðdvöl. Meira
31. mars 1999 | Aðsent efni | 887 orð

Landsbyggðin nýtur nýrrar gagnaflutningstækni

ÁRNI Gunnarsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna og frambjóðandi Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra, skrifar grein í Morgunblaðið miðvikudaginn 24. marz síðastliðinn. Þar heldur frambjóðandinn því m.a. fram að vegna verðskrár Landssíma Íslands fyrir leigulínur sé hátæknifyrirtækjum á landsbyggðinni mismunað og þau sitji ekki við sama borð og önnur hvað varðar gagnaflutninga. Meira
31. mars 1999 | Aðsent efni | 234 orð

Misþyrming lýðræðisins

NÚ ER kosningabaráttan hafin. Á næstu vikum rignir yfir landann alls konar dreifiritum og áróðri að ekki sé minnst á auglýsingar í fjölmiðlum. Flokkarnir kynna stefnu sína og frambjóðendur um land allt af miklu kappi. Það er nauðsynlegt að kjósendur geri sér grein fyrir því hversu ójöfn staða flokkanna er við upphaf slíkrar baráttu. Meira
31. mars 1999 | Aðsent efni | 562 orð

Snjóbrettaiðkun á skíðasvæðum

SKÍÐAIÐKUN hefur verið vinsæl vetraríþrótt á Íslandi í áratugi. Samfara auknum áhuga hafa byggst upp svæði í kring um helstu þéttbýliskjarna á landinu sem bjóða iðkendum þessarar íþróttar aukna þjónustu. Snjóbrettanotkun er það nýjasta á þessum vettvangi. Það er með ólíkindum hversu hratt vinsældir snjóbretta hafa breiðst út og þá helst á meðal yngri kynslóðarinnar. Meira
31. mars 1999 | Aðsent efni | 764 orð

Staðreyndir um kjaraskerðinguna í Vinnuskólanum

STJÓRNARFORMAÐUR Vinnuskóla Reykjavíkur, Guðrún Erla Geirsdóttir, gengst við þeirri kjaraskerðingu, sem ætlunin er að láta sextán ára unglinga verða fyrir í Unglingavinnunni á komandi sumri, í grein hér í blaðinu á laugardag. Stjórnarformaðurinn reynir hvað hún getur til að gera lítið úr skerðingunni og að réttlæta hana með ýmsum rökum, mishaldbærum þó. Meira
31. mars 1999 | Aðsent efni | 195 orð

Þjóðarsátt um hvað?

NÚ HAFA bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson lýst vilja sínum til að skapa þjóðarsátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Ekki skal gert lítið úr þeim yfirlýsingum, sem vissulega bera vott um að þessir tveir stjórnmálaforingjar hafa áttað sig á því að engin sátt ríkir um núverandi kerfi, sem þeir hafa, báðir tveir, varið með kjafti og klóm allan þennan áratug. Meira

Minningargreinar

31. mars 1999 | Minningargreinar | 351 orð

Anna Sveinsdóttir

Það er ávallt erfitt að setjast niður og skrifa kveðjuorð til vinar. Kynni okkar Önnu urðu alltof stutt, rétt rúm sex ár eða frá því ég kynntist Guðna syni hennar og hóf með honum búskap. Anna og Gunnar tóku svo vel á móti mér og mínum börnum inn í fjölskylduna sína, sem er mjög náin. Anna var gæfusöm í einkalífi. Hún átti góðan og dugmikinn eiginmann og tvö börn sem unnu henni heitt. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 220 orð

Anna Sveinsdóttir

Elsku amma mín. Mikið höfum við átt margar góðar stundir saman. Núna þegar minningarnar streyma í gegnum hugann man ég svo mikið af smáatriðum sem einkenndu þig og gerðu þig að þeirri hlýju og elskulegu ömmu sem ég sakna og minnist í dag. Það eru aðallega litlu hlutirnir og hversdagslegar athafnir sem eru mér ofarlega í huga. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 139 orð

Anna Sveinsdóttir

Þegar við fengum þær fréttir að Anna væri dáin komu allar góðu minningarnar frá Huldulandinu upp í huga okkar, því við eigum öll góðar minningar frá yndislegu heimili þeirra Önnu og Bóa og allri þeirri hlýju sem þau sýndu okkur þegar við, eins og aðrir Vestmanneyingar, þurftum að yfirgefa eyjuna okkar í gosinu árið 1973. Þá stóð heimili þeirra opið fyrir okkur öll. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 397 orð

Anna Sveinsdóttir

Leiðir okkar Önnu lágu fyrst saman haustið 1944 er við hófum nám í Ingimarsskólanum. Síðan höfum við verið vinkonur og hefur aldrei neinn skuggi fallið á þá vináttu. Hin áhyggjulausu unglingsár liðu fljótt og höfðum við alltaf mikið að gera, fórum í útilegur og á skólaböll og í mörg ár vorum við saman með saumaklúbb en nú eru þrjár úr klúbbnum fallnar frá, Veiga Jóns, Maggy og nú síðast Anna. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 581 orð

Anna Sveinsdóttir

Nú er hún elsku Anna amma fallin frá og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Ég á margar góðar minningar um hana ömmu mína enda hafa amma og afi í Huldó, eins og við frænkurnar kölluðum þau yfirleitt, alla tíð verið mjög stór hluti af lífi mínu og nú seinni árin fjölskyldu minnar. Það var alltaf gaman að heimsækja þau, jafnt í bænum sem og í sumarbústaðnum. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 344 orð

ANNA SVEINSDÓTTIR

ANNA SVEINSDÓTTIR Sigurbjörg Anna Sveinsdóttir fæddist í Reykjavík 17. september 1929. Hún lést á sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Jónsson frá Hákoti í Reykjavík, sem vann lengst af við gangavörslu í Miðbæjarskólanum, og Guðný Guðmundsdóttir, húsmóðir, frá Akrahóli í Miðneshreppi. Anna var yngst þriggja alsystra. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 792 orð

Hjörleifur Guðmundsson

"Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma." (Predikarinn 3. 1­2.) Hann er dáinn hann Hjörleifur, frændi minn, fóstri og velgjörðarmaður. Hann hefur lengi verið sjúkur og við þessu mátti búast hvenær sem var, samt er maður óviðbúinn þegar líknin kemur. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 429 orð

Hjörleifur Guðmundsson

Hjörleifur, tengdafaðir minn, er látinn eftir langa og stranga sjúkralegu. Reyndar hafði Hjörleifur snemma misst heilsu, og þurftu þau hjónin að bregða búi vestur í Dýrafirði af þeim sökum árið 1955. Fluttust þau suður og settust að í Garðahreppi. Við Hjörleifur vissum fyrst hvor af öðrum þegar við Guðbjörg dóttir hans fórum að stinga saman nefjum á árinu 1967. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 386 orð

Hjörleifur Guðmundsson

Í dag er til moldar borinn elskulegur faðir minn Hjörleifur Guðmundsson, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 24. mars sl. Ég og fjölskylda mín öll eigum margar góðar minningar um þennan einstaka mann sem svo mjög bar hag okkar fyrir brjósti. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 83 orð

Hjörleifur Guðmundsson

Hjörleifur Guðmundsson Kveðja frá eiginkonu Þú varst minn vetrareldur. Þú varst mín hvíta lilja, bæn af mínum bænum og brot af mínum vilja. Við elskuðum hvort annað, en urðum þó að skilja. Ég geymi gjafir þínar sem gamla helgidóma. Af orðum þínum öllum var ilmur víns og blóma. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 304 orð

Hjörleifur Guðmundsson

Elsku afi, við munum sakna þín mikið. Síðustu árin voru þér erfið, og eftir langvinn veikindi hefur Guð kallað þig á sinn fund. Það er margt sem rifjast upp þegar við hugsum til baka. Það fyrsta sem kemur upp í hugann eru öll þau skipti þegar við sátum og spiluðum. Það var viðtekin venja að taka í spil í hvert skipti sem þú og amma komuð í heimsókn, eða þegar við heimsóttum ykkur. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 650 orð

Hjörleifur Guðmundsson

Í örfáum línum langar mig til að minnast afa míns, Hjörleifs Guðmundssonar. Frá því ég man eftir afa var hann alltaf traustur og trúr, hvað sem hann tók sér fyrir hendur, hann kenndi mér að axla ábyrgð og ganga hægt um gleðinnar dyr og framkvæma allt með skynsemi og ró. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 335 orð

HJÖRLEIFUR GUÐMUNDSSON

HJÖRLEIFUR GUÐMUNDSSON Hjörleifur Guðmundsson fæddist í Haukadal í Dýrafirði 26. júlí 1920. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson, sjómaður, f. 2.6. 1888, d. 19.1. 1945, og Sigríður Katrín Jónsdóttir, f. 26.11. 1899, d. 24.12. 1995. Hjörleifur var næst elstur átta systkina. Hin eru Hannes, f. 27. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 254 orð

Hulda Valdimarsdóttir

Ég hef ekki þekkt Huldu nema í um það bil sex ár, en það er jafnlangur tími og ég hef þekkt sonardóttur hennar og nöfnu. En þessi tími er miklu meira en nóg til að komast að því hversu stórkostlegur karakter Hulda var. Þegar Hulda Guðrún fór fyrst með mig til ömmu sinnar á Þórsgötuna man ég svo vel að það fyrsta sem hún sagði var ekki gaman sjá þig heldur: "Hann er stærri en þú. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 391 orð

Hulda Valdimarsdóttir

Það er hægt að kveðja á margan hátt og þó að Stefán Þór geti ekki fylgt Huldu móðursystur sinni til grafar langar okkur hjónin að minnast hennar með fáeinum orðum, enda þótti okkur báðum mjög vænt um hana. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 705 orð

Hulda Valdimarsdóttir

Þegar Hulda Valdimarsdóttir kvaddi þennan heim á föstudaginn, var sagan öll. Saga sem hófst vestur í Hnífsdal veturinn 1940. Hulda var enn ólofuð á æskuheimili sínu í Heimabæ 23 ára gömul, þegar skoskan hermann bar þar að garði ásamt tveimur félögum sínum. Þeir áttu að fylgjast með skipaferðum um Ísafjarðardjúp og voru kallaðir strandverðir. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 239 orð

Hulda Valdimarsdóttir

Elsku móðir. Þetta gerðist allt svo snöggt. Þú varst full af krafti og ljómaðir af ánægju strax daginn eftir uppskurðinn og tilbúin að takast á við lífið á ný þótt yfir áttrætt værir. Vildir fara að aka bílnum og jafnvel ferðast utan til að hitta vini og ættingja. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 129 orð

Hulda Valdimarsdóttir

Í dag kveðjum við Huldu Valdimarsdóttur Ritchie, elskulega móður Normu, æskuvinkonu okkar. Fram í hugann streyma ljúfar og skemmtilegar minningar frá æskuárunum í blokkinni við Víðimel. Heimili Huldu og Samúels, og Valdimars föður Huldu, stóð okkur ávallt opið og oft var glatt á hjalla og margt skrafað. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast Huldu og fjölskyldu hennar. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 241 orð

Hulda Valdimarsdóttir

Það var erfitt að skilja hvers vegna Hulda Vald. var ekki amma mín. Ég skildi ekki hvernig Harpa frænka, sem allir héldu að væri tvíburasystir mín, gæti átt ömmu sem var ekki einu sinni skyld mér. En það kom ekki að sök, við Hulda gerðum samning um að hún yrði hálfamma mín. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 257 orð

Hulda Valdimarsdóttir

Elsku amma, það er komið að kveðjustund. Við eigum erftitt með að átta okkur á því að þú ert farin frá okkur, að við getum ekki komið aftur í heimsókn til þín og rætt um lífið og tilveruna. Þú varst búin að vera veik og sýndir mikið hugrekki og styrk í þeim veikindum. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 226 orð

Hulda Valdimarsdóttir

Þegar ég kynntist Huldu Vald þá skildi ég ómögulega hvers vegna hún var ekki amma mín. Hún var jú amma þeirra Huldu, Hörpu og Elfu en þær eiga nánast sömu mömmu og ég. Hulda var ekki amma mín og við vorum ekki svo mikið sem skyld sem var enn óskiljanlegra. En það kom ekki að sök, við gerðum samning um að hún yrði hálfamma mín. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 100 orð

Hulda Valdimarsdóttir Ritchie

Amma Hulda, þessi unglega og skemmtilega drottning, hefur kvatt okkur. Amma Hulda var okkur systkinunum meira en amma. Ég gleymi aldrei þegar mamma okkar var veik, þá kom amma alltaf hlaupandi eins og álfadís og fyllti ísskápinn af alls kyns góðgæti. Svo byrjaði hún að taka til og íbúðin var eins og í höll, það varð alltaf allt svo flott og gott það sem amma gerði. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 530 orð

Hulda Valdimarsdóttir Ritchie

Elskuleg frænka mín er látin. Síðast þegar ég heimsótti hana á spítalann sex dögum fyrir andlátið, var hún hress og brosmild að vanda og átti að útskrifast tveim dögum síðar af spítalanum. Það var aðalsmerki Huldu að brosa og gera að gamni sínu, sem kom hvað best í ljós í veikindum hennar, þegar von var á hverri stóraðgerðinni eftir aðra. Ég talaði t.d. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 391 orð

HULDA VALDIMARSDÓTTIR RITCHIE

HULDA VALDIMARSDÓTTIR RITCHIE Hulda Valdimarsdóttir fæddist í Hnífsdal við Ísafjarðardjúp 22. desember l9l7. Hún lést á Landspítalanum 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Elísabet Guðmundsdóttir frá Fossum, f. l3.6. l898, d. 20.5. l985, og Valdimar Björn Valdimarsson, ættfræðingur og kennari frá Hnífsdal, f. l2.9. l888, d. 18.7. 1974. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 122 orð

ÓLAFÍA SIGURÐADÓTTIR

ÓLAFÍA SIGURÐADÓTTIR Ólafía Sigurðardóttir var fædd í Reykjavík 5. október 1914. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurþórsson, járnsmiður í Reykjavík, f. 10. sept. 1884, d. 12. mars 1970, og Kristín Ólafsdóttir, f. 1. október 1888, d. 25. mars 1970. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 120 orð

Ólafía Sigurðardóttir

Að leiðarlokum viljum við þakka allar góðu minningarnar sem við eigum um þig, elsku Lóa, og biðja Guð að blessa þær. Þú sýndir okkur systkinunum og fjölskyldum okkar alltaf mikinn áhuga og væntumþykju og fyrir það viljum við þakka. Þú átt stóran sess í hjörtum okkar. Þín mildhlý minning lifir, svo margt að þakka ber. Þá bjart og blítt var yfir, er brosið kom frá þér. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 371 orð

Ólafía Sigurðardóttir

Nú hefur Ólafía frænka mín, sem við fjölskyldan kölluðum alltaf Lóu, kvatt þennan heim. Við vorum systkinadætur en Kristín móðir hennar og Þórður faðir minn voru systkini. Mér er það sérstaklega minnisstætt þegar Lóa kom heim úr Englandsferð sennilega árið 1936. Hún fór utan með togaranum Belgaum, var í skóla í Englandi og bjó hjá enskri fjölskyldu. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 199 orð

Ólafía Sigurðardóttir

Ég eignaðist hana Lóu frænku í brúðargjöf og fékk ég ekki aðra gjöf merkilegri af því tilefni eða síðar á ævinni. Fíngerð kona með stórt hjarta og ævilangt einhleypi setti stundum svip á viðmót hennar og skoðanir. Hún var elsta föðursystir eiginkonu minnar og í dag er hún borin til moldar seinust fimm systkina. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 383 orð

Þorleifur Einarsson

Við atvinnudeild Háskólans starfaði hópur náttúrufræðinga og rannsóknarmanna í iðnaði um miðja þessa öld. Þá var sú stofnun miðstöð hinna ýmsu verksviða raunvísinda og hagnýtra rannsókna á náttúruauðæfum landsins. Í þennan hóp kom Þorleifur Einarsson, þá ungur námsmaður í jarðfræði, og við það hófust okkar kynni. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 285 orð

Þorleifur Einarsson

Þorleifur Einarsson jarðfræðingur var einn stofnenda Jarðfræðafélags Íslands árið 1966 og voru aðeins 13 manns á stofnfundinum, stærri var stétt jarðvísinda ekki á þeim tíma. Þorleifur sat í fyrstu stjórn félagsins og hefur æ síðan verið einn virkasti félagsmaðurinn, komið á allflesta fundi og yfirleitt ekki látið fundarefnið athugasemdalaust fram hjá sér fara. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 250 orð

Þorleifur Einarsson

Í dag kveðjum við prófessor Þorleif Einarsson, mætan kennara og fræðimann. Þorleifur var skipaður prófessor í jarðfræði árið 1975 eftir að hafa kennt við skorina síðan 1969. Ekki veit ég hve mörgum verðandi jarð- og landfræðingum hann kenndi um ævina en svo segir mér hugur að hann gleymist okkur öllum seint, svo minnisstæður persónuleiki sem hann var. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 355 orð

Þorleifur Einarsson

Þeir fræðimenn, sem koma þekkingu sinni og hugmyndum á framfæri með svo einföldum og auðskiljanlegum hætti, að jafnvel leikmenn skilja hvað þeir eru að fara, eru oftar en ekki vanmetnir og jafnvel öfundaðir af starfsbræðrum sínum. Eins kemur fyrir, að menn ofmeta fræðimenn sem í raun ekki kunna til hlítar sitt fag en slá um sig með óskiljanlegum kenningum og orðagjálfri. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 1112 orð

Þorleifur Einarsson

Hópurinn, sem útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1952, var sennilega svipaður öðrum hópum, bæði fyrr og síðar, sem fögnuðu mikilsverðum áfanga á þroskabraut. Hér skildi leiðir til ólíkra átta í sókn að einhverju markmiði, sem á þessum tíma voru ýmist óljósar vangaveltur eða skýrt mörkuð stefna. Þorleifur Einarsson velktist aldrei í vafa um hvað hann hugðist gera að lífsstarfi. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 286 orð

Þorleifur Einarsson

Veturinn 1968-9 gekk hljóðlátur, rauðbirkinn maður inn í kennslustofu okkar jarðfræðinema á fyrsta ári, kynnti sig og fór að tala um jarðsögu Íslands. Ekki var fyrirlesturinn á námsskránni þennan fyrsta vetur, sem jarðfræði var kennd við verkfræði- og raunvísindadeild, en Þorleifur Einarsson hafði þó átt hlut að undirbúningi námsbrautarinnar. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 882 orð

Þorleifur Einarsson

Það er erfitt að kveðja einhvern sem maður elskar skilyrðislaust eins og kannski barni einu er gefið að elska foreldrið. Þegar ég breiði yfir Tomma litla sængina sem þú gafst honum í tveggja ára afmælisgjöf er sem þú standir þarna ljóslifandi hjá mér. Sért enn á ný kominn í heimsókn, sestur í sófann, alltaf á sama stað, andlitið skreytt þessum íhugula svip sem svo oft breyttist í bros. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 511 orð

Þorleifur Einarsson

Með Þorleifi Einarssyni er genginn einn af mætustu jarðfræðingum þjóðar vorrar. Hann var ákaflega glöggur og kunnáttusamur náttúruskoðari, minnugur með afbrigðum og sérlega vel að sér í sögu lands og þjóðar. Enda urðu ferðalög með honum um landið mörgum ungum manni ógleymanleg lífsreynsla og lærdómsrík. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 612 orð

Þorleifur Einarsson

Í dag kveðjum við Þorleif Einarsson jarðfræðing. Lát hans kom snöggt og öllum að óvörum ­ en þannig var Þorleifur, hann var sífellt að koma á óvart. Við stofnun Landverndar, landgræðslu- og náttúruverndarsamtaka Íslands árið 1969 var Þorleifur einn þeirra frumkvöðla sem þar áttu hlut að máli. Þeir áttu það allir sameiginlegt að vilja auka landgræðslu og náttúruvernd í landinu. Meira
31. mars 1999 | Minningargreinar | 576 orð

ÞORLEIFUR EINARSSON

ÞORLEIFUR EINARSSON Þorleifur Jóhannes Einarsson fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1931. Hann lést í Bergisch Gladbach í Þýskalandi 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Einar Runólfsson verkamaður, f. 1886 í Skálmabæjarhrauni í Álftaveri, d. 1962 í Reykjavík, og Kristín Þorleifsdóttir, f. 1900 í Stykkishólmi, d. 1973 í Reykjavík. Meira

Viðskipti

31. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 319 orð

Bréf í Algroup lækka í verði

VERÐ á hlutabréfum í svissneska fyrirtækinu Algroup lækkaði um 27 svissneska franka en hækkaði um 3,50 evrur í þýska fyrirtækinu Viag í gær eftir að ljóst varð að fyrirtækin myndu ekki sameinast eins og til stóð. Stjórnendur Algroup lýstu því yfir á mánudagskvöld að þeir sættu sig ekki við nýtt mat á hlut fyrirtækjanna í nýja fyrirtækinu. Meira
31. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 776 orð

ÐÁrni Sigfússon ráðinn framkvæmdastjóri Tæknivals

ÁRNI Sigfússon, fyrrverandi borgarfulltrúi og fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags Íslands, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Tæknivals hf. og kemur hann til starfa í byrjun apríl. Rúnar Sigurðsson, stofnandi og annar stærsti hluthafi Tæknivals, lætur af starfi framkvæmdastjóra félagsins en því starfi hefur hann gegnt frá stofnun þess fyrir 16 árum. Meira
31. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 324 orð

ÐBreytingar á lausafjárreglum

SEÐLABANKI Íslands tilkynnti í gær um breytingar á lausafjárreglum lánastofnana sem tóku gildi 21. mars síðastliðinn og eru þær eftirfarandi: Aðlögunartími að reglunum er lengdur um 1 mánuð og verður fjórir mánuðir. Þá er leyfilegt lausafjárhlutfall á fyrsta tímabili lækkað í -12% og mun hækka um 3% mánaðarlega uns reglurnar taka að fullu gildi 21. júlí næstkomandi. Meira
31. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 245 orð

Hagnaður nam 123,8 milljónum króna

HAGNAÐUR Íslenskra aðalverktaka nam 123,8 milljónum króna árið 1998, en samanburðartölur eru ekki til fyrir allt árið á undan. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 3.980 milljónum króna, rekstrargjöld námu 3.845 milljónum króna og hagnaður fyrir skatta nam 228 milljónum króna. Afkoma ársins er slök að mati stjórnenda Íslenskra aðalverktaka hf. Meira
31. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 409 orð

Jökull tapaði 219 milljónum í fyrra

JÖKULL hf. á Raufarhöfn tapaði 219 milljónum á árinu 1998. Tap Brimnis ehf. nam 33 milljónum en Jökull hf. á þar 53% eignarhlut og tekur þess vegna félagið inn í samstæðureikning. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld nam 153 milljónum en var 172 milljónir árið áður og lækkaði um 19 milljónir á milli ára. Meira
31. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 231 orð

Lækkun eftir 10.000 punkta met Wall Street

LOKAGENGI evrópskra hlutabréfa lækkaði í gær vegna undanhalds í Wall Street eftir fyrstu hækkun á lokagengi í yfir 10.000 punkta og uggs vegna stríðsins í Kosovo. Evran komst ekki upp úr fyrri lægð vegna þess að horfur eru slæmar á evrusvæðinu -- ESB færði niður spá um hagvöxt á evrusvæðinu í ár í 2,2% úr 2,6%. Meira
31. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 289 orð

Microsoft skipt í fimm deildir

MICROSOFT verður skipt í fimm deildir, sem eiga að einbeita sér meira að viðskiptavinum en einstökum framleiðsluvörum. Endurskipulagningin nær til tæplega helmings starfsmanna Microsofts, sem eru 29.000. Meira
31. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 1392 orð

Stöndumst ekki samanburð við nágrannalöndin

FINNUR sagði Íslendinga geta verið sátta við þann árangur sem náðst hefur á fjármagnsmarkaði. Fjármálastarfsemi væri nú almennt viðurkennd sem mikilvæg atvinnugrein í stað þess að vera talin milliliður sem litlu skilar í þjóðarbúið. Meira
31. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 112 orð

Svíar ráðast í vindlakaup vestra

BANDARÍSKA vindlafyrirtækið Cigar Holdings Inc. hefur ákveðið að selja þær verksmiðjur sínar sem framleiða vindla í stórum stíl sænska fyrirtækinu Swedish Match AB fyrir 200 milljónir dollara. Cigar Holdings í New York vill einbeita sér að gerð úrvalsvindla á borð við Macanudo, Partagas og Hoyo de Monterrey og verja söluágóðanum til að greiða niður skuldir og til nýrra eignakaupa. Meira
31. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 392 orð

Þriðja besta rekstrarár SR-mjöls frá upphafi

HAGNAÐUR SR-mjöls hf. eftir tekju- og eignaskatta nam 200 milljónum króna á síðasta ári. Þetta er þriðja besta árið frá upphafi rekstrar SR-mjöls hf., samkvæmt frétt frá félaginu. Hráefni sem unnið var á árinu nam 311 þúsund tonnum en nam 420 þúsund tonnum árið áður. Samdráttur í mótteknu hráefni er því um 26% milli ára. Meira

Fastir þættir

31. mars 1999 | Í dag | 33 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á páskadag, þann 4. apríl nk. verður Guðlaugur Óskarsson, skólastjóri Kleppsjárnsreykjaskóla fimmtugur. Eiginkona hans er Jónína Eiríksdóttir. Fjölskyldan tekur á móti gestum í matsal skólans laugardaginn 3. apríl milli kl. 15-20. Meira
31. mars 1999 | Fastir þættir | 88 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

FEÐGININ Anna G. Nielsen og Guðlaugur Nielsen sigruðu í Butler- tvímenningi félagsins, sem lauk sl. mánudag. Þau áttu hreint frábæran endasprett og skoruðu 87 stig síðasta kvöldið á meðan helztu keppinautarnir, Óskar Sigurðsson og Sigurður Steingrímsson, fengu mínusskor.Lokastaðan: Anna G. Nielsen ­ Guðlaugur Nielsen206 Óskar Sigurðss. ­ Sigurður Steingrímss. Meira
31. mars 1999 | Fastir þættir | 110 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Húsavíku

Að loknum 11 umferðum af 15 í aðaltvímenningi Bridsfélags Húsavíkur er staða efstu para þannig: Þórólfur ­ Einar106 Björgvin ­ Guðmundur85 Sveinn ­ Guðmundur79 Gunnlaugur ­ Hjalti37 Magnús ­ Þóra33 Bridsfélag Hafnarfjarðar Fimm umferðir voru spilaðar í Stefánsmótinu mánudaginn 29. mars. Meira
31. mars 1999 | Fastir þættir | 117 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hverager

Vetrarstarfið í Bridsfélagi Hveragerðis hefur verið með ágætum og aðsókn vel viðunandi og spilað á sex borðum sem þykir bara gott. Úrslit í helstu keppnum vetrarins urðu þessi: VÍS tvímenningur, þrjú kvöld, var spilaður í október: Sigfús Þórðarson ­ Brynjólfur Gestss. Meira
31. mars 1999 | Fastir þættir | 141 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

Butler-tvímenningi félagsins lauk s.l. fimmatudag með sigri Ragnars jónss.ar og Murats Serdar. Lokastaða efstu para: Ragnar Jónss. ­ Murat Serdar141 Guðni Sigurbjörnss. ­ Björn Halldórss.113 Þórður Jörundss. ­ Vilhjálmur Sigurðss.95 Vilhjálmur Sigurðss. ­ Guðm. Baldurss.80 Jón Viðar Jónmundss. ­ Leifur Aðalsteinss. Meira
31. mars 1999 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí sl. í Háteigskirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni Íris Gísladóttir og Jonas Zell. Heimili þeirra er í Trollh¨attan í Svíþjóð. Meira
31. mars 1999 | Fastir þættir | 1004 orð

Einfaldur Shakespeare Til að opna dyrnar að skáldskapnum þarf að semja í kringum hann sápukennda skiljanlega veröld sem vísar

Vafalaust er ég ekki einn um að velta fyrir mér ástæðum þess að kvikmyndin Ástir Shakespeares skyldi hreppa óskarinn sem besta kvikmyndin. Ekki svo að skilja að myndin sé ekki allra góðra gjalda verð, mjög svo, og sem skilgetinni nútímakvikmynd tekst henni svo sannarlega að færa Shakespeare nær fólkinu. Meira
31. mars 1999 | Fastir þættir | 3840 orð

FERMINGAR 1. APRÍL, SKÍRDAG

Ferming í Fríkirkjunni í Reykjavík skírdag kl. 14. Prestur sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. Fermdur verður: Stefán Daníel Kristjánsson, Kleppsvegi 66. Ferming í Árbæjarkirkju, skírdag, kl. 11.00. Prestar: sr. Guðmundur Þorsteinsson og sr. Þór Hauksson. Fermd verða: Arna Garðarsdóttir, Þingási 53. Bergrún Tinna Magnúsd. Meira
31. mars 1999 | Dagbók | 655 orð

Í DAG er miðvikudagur 31. mars 90. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Sjá,

Í DAG er miðvikudagur 31. mars 90. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Sjá, Guð háleitur í framkvæmdum máttar síns, hver er slíkur kennari sem hann? (Jobsbók 36, 22.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Bakkafoss og Sléttanesfóru í gær. Núpur kom og fór í gær. Meira
31. mars 1999 | Í dag | 1047 orð

Kvöldvaka við krossinn í Fríkirkjunni Hafnarfirði

AÐ kvöldi föstudagsins langa verður kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hefst hún kl. 20.30. Athöfnin fer fram með þeim hætti að safnast verður saman fyrir framan stóran kross sem hangir í kórdyrum. Flutt verður fjölbreytt dagskrá í tali og tónum sem tengist atburðum föstudagsins langa. Þegar líður á kvöldvökuna verður slökkt á rafmagnsljósum í kirkjunni en tendruð kertaljós undir krossinum. Meira
31. mars 1999 | Fastir þættir | 997 orð

"Lofa, lofa líni; Guð gefi að sólin skíni" "Uppistaðan var of

Þessi þjóðvísa birtist í bókinnni "Blót í norrænum sið" eftir dr. Jón Hnefil Aðalsteinsson sem er rannsóknarrit í forníslenskum heimildum um blót. Þar er helgaður kafli Guðrúnu Ósvífursdóttur þar sem grafist er fyrir um upprunalegt trúarinntak frásagnar af blóti hennar og spuna. Í þessu riti kemur fram margt áhugavert bæði fyrir lærða sem leika. Meira
31. mars 1999 | Í dag | 368 orð

Réttlæti og örlæti

ÁGÆTI Velvakandi. Ég var að hlusta á ágætan endurfluttan pistil Illuga Jökulssonar á Rás 2 um Geirfinnsmálið. Það sem hann sagði þar er eins og talað út úr mínu hjarta. Því geta þessir háu herrar í Hæstarétti ekki tekið upp mál Sævars Ciesielskis að nýju. Þetta er mikið réttlætismál og verður að taka upp. Meira
31. mars 1999 | Í dag | 559 orð

SAMKEPPNI fjármálastofnana og kreditkortafyrirtækja er ekki ný af n

VÍKVERJI var einn þeirra sem fékk inn um bréfalúguna hjá sér bréf frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis fyrir nokkru, þar sem hann var upplýstur um að SPRON hefði sérstaklega valið hann til þess að bjóða upp á, að fá sent veltukort til síns heima, ef hann kærði sig um. Meira
31. mars 1999 | Fastir þættir | 525 orð

Sævar efstur í áskorendaflokki eftir fjórar umferðir

27. mars ­ 4. apríl SÆVAR Bjarnason er efstur í áskorendaflokki á Skákþingi Íslands þegar fjórum umferðum er lokið og er með fjóra vinninga. Í fyrstu þremur umferðunum voru tefldar atskákir, en í 4.­9. umferð eru tefldar kappskákir með hefðbundnum tímamörkum. Röð efstu manna er þessi eftir fjórar umferðir: 1. Sævar Bjarnason2305 4 v. 2.­5. Meira

Íþróttir

31. mars 1999 | Íþróttir | 108 orð

Aðeins FH orðið meistari

AF liðunum fjórum sem komin eru í undanúrslit 1. deildar karla í handknattleik, er FH eina liðið sem orðið hefur Íslandsmeistari eftir að úrslitakeppni var tekin upp. Hafnfirðingar hrósuðu sigri 1992, þegar úrslitakeppni var háð í fyrsta sinn. Handknattleiksmenn eiga náðuga daga yfir páskana, en undanúrslitin hefjast svo 7. apríl með fyrsta leik Aftureldingar og Hauka. Meira
31. mars 1999 | Íþróttir | 65 orð

Atli áfram hjá KA

ATLI Hilmarsson og handknattleiksdeild KA hafa nánast gengið frá nýjum samningi um að Atli þjálfi KA næstu tvo vetur. Búist er við að Atli skrifi undir nýjan samning við félagið í dag. KA-menn eru farnir að líta í kringum sig eftir nýjum leikmönnum fyrir næsta vetur en ljóst er að Sverrir Björnsson verður ekki hjá félaginu næsta vetur, fer líklega til Aftureldingar. Meira
31. mars 1999 | Íþróttir | 240 orð

Dagskipunin að verjast

Íslendingar mæta Úkraínumönnum í undankeppni Evrópumóts landsliða Olympiysky-leikvanginum í Kænugarði í dag og hefst viðureignin kl. 16 að íslenskum tíma. Bæði lið eru taplaus í riðlinum eftir fjórar viðureignir, en Úkraínumenn eru afar bjartsýnir fyrir leikinn og ætla sér stórsigur. Meira
31. mars 1999 | Íþróttir | 108 orð

Fyrsta gullið til Brynju

BRYNJA Þorsteinsdóttir frá Akureyri, sem sést hér á fullri ferð í brekkunni í Tungudal á Ísafirði, varð fyrst til að tryggja sér gullverðlaun á Skíðamóti Íslands, er hún fagnaði sigri í stórsvigi kvenna í gær. Frænka hennar, Dagný L. Kristjánsdóttir, varð önnur. "Ég mun reyna mitt besta í sviginu og er bjartsýn á gott gengi," sagði Brynja, sem keppir í svigi í dag. Meira
31. mars 1999 | Íþróttir | 199 orð

Grindavík - Keflavík79:88 Íþróttahúsið í Grindavík, úrslitakep

Grindavík - Keflavík79:88 Íþróttahúsið í Grindavík, úrslitakeppni karla ­ annar leikur í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitlinn, þriðjudaginn 30.mars 1999. Gangur leiksins: 12:0, 19:11, 29:22, 30:31, 37:33, 47:38, 54:38, 58:49, 65:59, 69:65, 69:80,79:88 Stig Grindavíkur: Warren Peeples 22, Páll Axel Vilbergsson 19, Meira
31. mars 1999 | Íþróttir | 18 orð

Í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslit kvenna, annar leikur: Keflavík:Keflavík - KR20 HANDKNATTLEIKUR 2. deild karla: Fylkishús:Fylkir - Völsungur20 Aðgangur ókeypis. Meira
31. mars 1999 | Íþróttir | 394 orð

Keflavík hafði sigur

GESTIRNIR höfðu betur í nágrannaslag Grindavíkur og Keflavíkur í Grindavík í gærkvöldi, 88:79. Keflavík lokaði öllum leiðum að körfu sinni þegar um átta mínútur voru til loka leiks og heimamenn skoruðu ekki stig í sex mínútur. Meira
31. mars 1999 | Íþróttir | 289 orð

KFÍ sýndi klærnar

Ég er ánægður með þennan sigur og þann öfluga stuðning sem við fengum. Við sýndum að við getum haldið okkar hlut þegar á reynir og náð góðri stjórn á leik okkar," sagði Baldur Ingi Jónsson, fyrirliði KFÍ, sem náði fram hefndum á Ísafirði í gærkvöldi, er það lagði Njarðvíkinga í öðrum leik liðanna í undanúrslitum, 89:84. Meira
31. mars 1999 | Íþróttir | 530 orð

Kristinn endurheimti titilinn

KRISTINN Björnsson frá Ólafsfirði endurheimti Íslandsmeistaratitilinn í stórsvigi karla frá því 1997 á Skíðamóti Íslands á Ísafirði í blíðskaparveðri í gær. Hann var með besta tímann í báðum umferðum og var með rúmlega sekúndu betri tíma samanlagt en Björgvin Björgvinsson frá Dalvík, sem varð annar. Meira
31. mars 1999 | Íþróttir | 624 orð

"Óttast ekki sóknarleik Úkraínumanna"

GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segist ekki óttast sóknarleik landsliðs Úkraínu, en liðin eigast við í undankeppni Evrópumóts landsliða á Olympiysky-leikvanginum í Kænugarði í dag. Meira
31. mars 1999 | Íþróttir | 605 orð

Stella endurtók leikinn eftir ellefu ár

STELLA Hjaltadóttir frá Ísafirði varð Íslandsmeistari í göngu kvenna fyrir ellefu árum, en mætti nú aftur til leiks og virtist engu hafa gleymt og endurtók leikinn. Hún kom fyrst í mark í 10 km göngu kvenna með hefðbundinni aðferð, var langfyrst, tæpum fimm mínútum á undan Söndru Dís Steinþórsdóttur, sem varð önnur, en báðar eru þær frá Ísafirði. Hanna Dögg Maronsdóttir frá Ólafsfirði varð þriðja. Meira
31. mars 1999 | Íþróttir | 509 orð

Stjörnumenn réðu ekki við sterka vörn FH-innga

FH-ingar tryggðu sér rétt til þess að leika í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik, er liðið sigraði Stjörnuna 23:18 í oddaleik í Ásgarði í Garðabæ í gærkvöld. Stjarnan er hins vegar enn einu sinni úr leik í átta liða úrslitum. Meira
31. mars 1999 | Íþróttir | 91 orð

UEFA íhugar að vísa Júgóslövum úr keppni

SVO gæti farið að forráðamenn Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) vísuðu Júgóslövum úr undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu. Tvö lönd mynda Sambandslýðveldið Júgóslavíu, Serbía og Svartfjallaland, og hefur UEFA frestað öllum landsleikjum þeirra í undankeppninni um óákveðinn tíma vegna sprengjuárása Atlantshafsbandalagsins á löndin vegna Kosovo-deilunnar. Meira
31. mars 1999 | Íþróttir | 489 orð

Vörnin hrundi í Kænugarði

ÍSLENSKA ungmennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði 5:1 fyrir úkraínskum jafnöldum sínum í undankeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu á Dynmó-leikvanginum í Kænugarði í gær. Staðan í hálfleik var jöfn, 1:1. Tapið var alltof stórt miðað við styrkleikamuninn á liðunum, en segja má að afar slakur varnarleikur hafi orðið íslenska liðinu að falli. Meira
31. mars 1999 | Íþróttir | 139 orð

ZINEDINE Zidane verður ekki með heimsm

ZINEDINE Zidane verður ekki með heimsmeisturum Frakka gegn Armenum í kvöld vegna meiðsla. Knattspyrnumaður heims 1998 missti einnig af leik Frakka gegn Úkraínu á laugardag og verður eflaust sárt saknað. Meira
31. mars 1999 | Íþróttir | 62 orð

Þannig vörðu þeir (Innan sviga, knötturinn aftur til mótherja)

(Innan sviga, knötturinn aftur til mótherja) Ingvar Ragnarsson, Stjörnunni 5/2 3 (2) langskot, 1 af línu, 1 víti. Birkir Ívar Guðmundsson, Stjörnunni 14/8 6 (4) langskot, 4 (3) af línu, 2(1) eftir gegnumbrot, 1 úr horni, 1 víti. Meira

Úr verinu

31. mars 1999 | Úr verinu | 324 orð

240 ferðir í lauginni

ÚTVEGSBÓNDINN Magnús Kristinsson í Vestmannaeyjum gerir það ekki endasleppt frekar en endranær. Hann gerði sér lítið fyrir fyrr í þessum mánuði og synti hið svokallaða Guðlaugssund, 6 kílómetra vegalengd, snemma morguns þann 12. marz og lauk svo heilum vinnudegi á eftir. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 216 orð

Affalsvatn hreinsað

Ísfélag Vestmannaeyja hf. hefur tekið í notkun fullkominn REDOX hreinsibúnað fyrir meðhöndlun á öllu affallsvatni frá fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins, F.E.S. REDOX hreinsibúnaðurinn fyrir F.E.S. er seinni áfangi í meðhöndlun á affalsvatni frá Ísfélagi Vestmannaeyja. Fyrri áfangi var uppsetning á REDOX hreinsibúnaði fyrir hreinsun á öllu affalsvatni frá fiskvinnslu Ísfélags Vestmannaeyja. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 259 orð

Auka eftirlit í sjávarútvegi

NIKOLAI Yermakov, sem nú er formaður hinnar opinberu nefndar, sem fer með sjávarútvegsmál í Rússlandi, hefur lagt áherzlu á aukið eftirlit með útflutningi sjávarafurða. Hann hyggst auka og bæta stjórnun í sjávarútvegi, auka landanir til vinnslu í landi og smíða ný fiskiskip í rússneskum skipasmíðastöðvum. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 153 orð

Ágætt í netin

ÞORSKAFLINN hefur verið með miklum ágætum síðustu vikur, bæði hjá línubátum og netabátum. Netavertíðin sunnanlands hefur verið þokkaleg, þó margir segi aflabrögð lakari en oft áður vegna þess hve lítið af loðnu hefur gengið yfir hefðbundnar netaslóðir á vertíðinni. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 494 orð

Ágætt í netin

ÞORSKAFLINN hefur verið með miklum ágætum síðustu vikur, bæði hjá línubátum og netabátum. Netavertíðin sunnanlands hefur verið þokkaleg, þó margir segi aflabrögð lakari en oft áður vegna þess hve lítið af loðnu hefur gengið yfir hefðbundnar netaslóðir á vertíðinni. "Það hefur verið ágætis fiskirí, sérstaklega síðustu daga. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 176 orð

BAADER MEÐ FLÖKUNARLÍNU FYRIR GULLLAX

BAADER Ísland er nú að kynna sérstaka flökunarlínu fyrir gulllax. Línan byggist á nýjasta síldarhausaranum, Baader 221, og Baader 235F síldarflökunarvél. Hausarinn er nokkuð breyttur til að geta tekið stærri fisk, en síldin er mun minni en gulllaxinn. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 141 orð

Bretar þurfa mikinn þorsk

BRETAR flytja mikið inn af þorski. Allt síðasta ár nam sá innflutningur þeirra um 108.500 tonnum, sem er nánast sama magn og árið áður. Verðið hefur hins vegar rokið upp og er nú um fjórðungi hærra að meðaltali. Það eru þrjár þjóðir sem sjá Bretum að mestu fyrir þessum þorski. Norðmenn eru þar efstir á blaði með 28.000 tonn, sem er svipað magn og árið áður. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 24 orð

EFNI Útrás 3 Íslenzk fyrirtæki í spænskum sjávarútvegi heimsótt Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna

Íslenzk fyrirtæki í spænskum sjávarútvegi heimsótt Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 Skiptar skoðanir í Bretlandi um gildi umhverfismerkinga Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 433 orð

EX-it-smáfiskaskiljan vekur athygli erlendis

NOKKRAR fyrirspurnir hafa borist til EX-it ehf. á Sauðárkróki vegna EX-it-smáfiskaskiljunnar, sem var reynd í Namibíu í vetur og reyndist þar vel. Í kjölfarið óskaði Fiskistofa í Maine í Bandaríkjunum eftir samstarfi í sambandi við tilraunir á Nýja-Englands-svæðinu og í vikunni sýndu Suður-Kóreumenn áhuga á niðurstöðum rannsóknarinnar í Namibíu. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 77 orð

Eyjafjarðarbátar í Ólafsvíkurhöfn

ÞESSAR vikurnar hafa tveir stórir bátar af Eyjafjarðarsvæðinu, Sólrún EA og Sæþór EA, lífgað upp á lífið í Ólafsvíkurhöfn. Bátarnir róa báðir með net og hafa aflabrögð þeirra verið með ágætum. Að sögn hafnarvarða slægja skipverjar sjálfir, en aflinn hefur verið fluttur norður jafnharðan og verkaður þar. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 88 orð

Flytja meira inn

SVO virðist sem innflutningur á ódýrari uppsjávarfisktegundum sé að aukast inn til norðurhluta Rússlands og svæðisins umhverfis Pétursborg. Þetta er þvert á þá þróun sem var í upphafi árs, þegar innflytjendur neyddust til að hverfa frá innflutningi og halda sig við enn ódýrari rússneskar fiskafurðir. Framboð á innfluttum fiski hefur aukizt og eftirspurn sömuleiðis. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 1793 orð

Gagnkvæmt tillit og þolinmæði nauðsyn

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa haslað sér völl í borginni Guaymas í Mexíkó á undanförnum árum í samstarfi við heimamenn. Talsmenn íslensku fyrirtækjanna segja í samtölum við Kristján Jónsson, sem var á ferðinni í landinu fyrir skömmu, að mikilvægt sé að ekki sé tjaldað til einnar nætur heldur samstarfið byggt upp hægt og sígandi. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 200 orð

Gengur vel í Færeyjum

ALMENN ánægja ríkir í dag með fiskveiðistjórnun í Færeyjum, enda hefur aflinn farið vaxandi og tekjur útgerðar, sjómanna og fiskvinnslunnar sömuleiðis. Markaðsöflin ráða nú ferðinni. Styrkjakerfinu hefur verið kastað fyrir róða og veiðunum stjórnað með dagakerfi. Þar fær hver bátur eða skip í hverjum útgerðarflokki ákveðinn dagafjölda og eru veiðar frjálsar innan þeirra takmarkana. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 122 orð

Hafnar selveiðum

SJÁVARÚTVEGSRÁÐERRA Skotlands, Lord Sewel hefur hafnað beiðni skozka þjóðarflokksins um að hafin verið veiði á útsel. Fjöldi útsels við strendur Skotlands hefur þrefaldazt á síðustu 15 árum og er talið að selurinn éti jafnmikið af fiski og sjómenn draga á land, samkvæmt frétt í blaðini Scotsman. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 615 orð

Iceland Seafood jók söluna um 22% í fyrra

GÓÐUR árangur náðist í starfsemi Iceland Seafood Ltd. í Englandi á síðasta ári. Heildarsala milli ára jókst um 22%, fór úr 37,5 milljónum punda 1997 í 46 milljónir punda 1998. Í magni nam salan 12.100 tonnum á móti 12.600 tonnum árið á undan. Helstu markaðir Iceland Seafood Ltd. eru í fyrsta lagi smásölumarkaður þ.e. verslanakeðjur, í öðru lagi framhaldsvinnslumarkaður, þ.e. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 181 orð

"Líflína" fyrir smábátasjómenn

MARCO Mintchev, iðnhönnuður og Bjarni Ísleifsson, vélfræðingur og fyrrverandi sjómaður, unnu í hugmyndasamkeppni Slysavarnafélags Íslands um líflínu fyrir smábátasjómenn. Formleg afhending verðlaunanna sem voru kr. 400.000 fór fram fyrir nokkru. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 188 orð

Merkja Norðursjávarþorsk

BREZKIR vísindamenn ætla að merkja þorsk til þess að geta fylgzt með ferðum hans í Norðursjóinn. Julian Metcalf, sem stjórnar rannsóknunum fyrir hafrannsóknastofnunina í Lowestoft, Norfolk, segir í samtali við The Independent, að 55 þúsund pundum verði varið til þeirra, en þegar hafi tíu þorskar verið merktir í tilraunaskyni. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 455 orð

"Mexíkanar munu læra að meta góðan fisk"

COLDWATER Seafood S.A. de C.V. er mexíkanskt fyrirtæki sem stofnað var fyrir um ári. Fyrirtækið er sölu- og dreifingarfyrirtæki sem var stofnað til að dreifa og selja afurðir frá Coldwater í Bandaríkjunum og afurðir sem framleiddar eru í frystihúsi Nautico í Mexíkó. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins vonast til að með góðri þjónustu og gæðaafurðum megi auka fiskneyslu Mexíkana til muna. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 235 orð

MIKIÐ AÐ GERA HJÁ LÁKA

MIKIÐ er að gera hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Láka ehf. í Grundarfirði. Þar er nú verkaður fiskur í salt sem ýmist er keyptur á markaði eða kemur frá tveimur bátum fyrirtækisins. Bátarnir heita Láki SH 55 og Birta SH 203. Þetta eru sómabátar, hvor um sig 5,9 tonn. Á síðasta ári veiddu þeir um 250 tonn af fiski, mest þorski. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 833 orð

Skiptar skoðanir í Bretlandi um gildi umhverfismerkinga

BRESK samtök, sem berjast fyrir því að merkja sérstaklega fisk, sem veiddur er úr hóflega nýttum stofnum, "The Marine Stewardship Council" eða MSC, munu áfram hafa nokkur áhrif á markaðssetningu fiskafurða á mikilvægum svæðum eins og í Evrópu og Norður-Ameríku. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá Seafish, stofnun, sem vinnur að hagsmunamálum fiskiðnaðarins í Bretlandi. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 225 orð

Smjörsteiktur olíufiskur með villisveppum í rauðvínssósu

Olíufiskurinn er veiddur undan ströndum Azoreyja og Madeira. Hann kom í troll íslenskra skipa sem voru á rauðserks tilraunaveiðum á þessum slóðum. Fiskurinn (kjötið) er svipaður áferðar og túnfiskur en mun ljósari, þetta er mjög feitur fiskur en ekki er neitt olíu (lýsis) bragð af honum eins og oft vill vera með mjög feitan fisk. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 77 orð

Upplýsingarit ÍS komið út

RITIÐ "Facts and Figures", sem gefið er út árlega af Íslenskum sjávarafurðum hf., er komið út. Að vanda er í ritinu að finna fróðleik um nytjafiska á Íslandsmiðum, veiðiheimildir, vinnslu o.m.fl. Þá eru í ritinu myndir af öllum helstu nytjafiskum Íslendinga og heiti þeirra á þrettán tungumálum, þ.m.t. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 710 orð

"Veit ekki af hverju menn skæla svona"

HÚSVÍKINGUR ÞH kom með 340 tonn af rækju að verðmæti um 65 milljónir króna úr síðasta túr sínum, sem stóð í um 40 daga. Þar af voru 50 tonn tekin á Dorhnbankanum. "Hitt var tekið hér á heimamiðunum og þar er allt annað um að vera nú, en verið hefur lengi. Við komumst upp í 22 tonn á sólarhring á heimaslóðinni. Það er rosalega langt síðan menn hafa verið að fá svoleiðis sólarhringa. Meira
31. mars 1999 | Úr verinu | 258 orð

Verðmesti afli Íslandssögunnar

FRYSTITOGARINN Arnar HU 1 hefur enn einu sinni bætt Íslandsmetið í aflaverðmæti úr einni veiðiferð. Aflaverðmætið í síðasta túr var um 114 milljónir króna. Túrinn tók 33 daga svo aflaverðmæti á dag var að meðaltali um 3,5 milljónir króna. 26 menn eru í áhöfn Arnars og verður hásetahluturinn úr þessari veiðiferð um 1.200 þúsund. Meira

Barnablað

31. mars 1999 | Barnablað | 41 orð

Af englum, svönum og sakleysi

SVEINBJÖRG Anna Karlsdóttir, 10 ára, Ásabraut 5, 245 Sandgerði, sendi þessa fínu mynd af stelpu undir sæng og yfir og allt um kring eru englar, sem vernda hana fyrir öllu illu. Svanurinn gæti verið tákn hreinleikans. Meira
31. mars 1999 | Barnablað | 32 orð

Af því . . .

Af því . . . PÁSKAR eru skemmtilegir því að þá reis Jesús upp frá dauðum, segir í texta sem umlykur páskaeggið. Höfundur: Eva Vilhelmína Markúsdóttir, 10 ára, Krummahólum 5, 111 Reykjavík. Meira
31. mars 1999 | Barnablað | 12 orð

Gleðilega páska!

Gleðilega páska! MYNDASÖGUR Moggans óska lesendum sínum nær og fjær gleðilegrar páskahátíðar. Meira
31. mars 1999 | Barnablað | 42 orð

Hvað er það stórt?

EKKI er óalgengt að spurt sé um stærð páskaeggja. En vita skuluð þið eitt, stærðin skiptir engu höfuðmáli. Sumir fá lítil egg, aðrir stór egg og margir þar á milli. Höfundur: Sveinn Alexander Sveinsson, 7 ára bekk, Landakotsskóla. Meira
31. mars 1999 | Barnablað | 26 orð

Jesús á krossinum

Jesús á krossinum INRI stendur á krossinum. Það er latnesk skammstöfun og stendur fyrir: Jesús frá Nasaret konungur gyðinga. Höfundur: Jóhann Turchi, 7 ára bekk, Landakotsskóla. Meira
31. mars 1999 | Barnablað | 238 orð

Kellogg's

GÓÐAN DAGINN, kæru lesendur! Það er komið að því, að birta úrslitin í fjórða og síðasta Kellogg's- litaleiknum. Mikið voruð þið dugleg að lita og senda inn myndir. Kellogg's og Myndasögur Moggans þakka ykkur, sem tókuð þátt og óska vinningshöfum til hamingju. Meira
31. mars 1999 | Barnablað | 93 orð

Litaleikur - Loftkastalinn - Myndasögur Moggans

HALLÓ! Það er komið að þriðja og síðasta litaleiknum með Hatti og Fatti. Þið vitið trúlega flest hverjir þeir kumpánar eru. Þið getið hitt þá í leikhúsinu Loftkastalanum þar sem sýnt er leikritið Hattur og Fattur - Nú er ég hissa! Það sem þið gerið er vel þekkt! Þið litið svarthvítu myndina, Meira
31. mars 1999 | Barnablað | 63 orð

Myrkur - síðan ljós

,OG NÚ var hér um bil sétta stund, og myrkur kom yfir allt landið allt til níundu stundar, við það að sólin missti birtu sinnar." (Lúkasarguðspjall, 23,44-45.) Við krossfestinguna hvarf ljósið nokkra stund en það kom aftur, mikið ljós, sem lýsir mannkyni það sem eftir er hér á jörð. Helena S. Halldórsdóttir, 7 ára bekk, Landakotsskóla, er höfundur myndarinnar. Meira
31. mars 1999 | Barnablað | 88 orð

Páskaegg á tilboði!

ÞEÓDÓRA A. Thoroddsen, 7 ára, Landakotsskóla, veit að fæst í heimi hér fæst ókeypis. En hún hefur sett mörkin við 1.000 krónur þegar kemur að verðlagningu páskaeggja. Þeódóra veit líka sem er, að það er gaman að sýna sig og sjá aðra - og hvaða staður er betur til þess fallinn en verslunarmiðstöðin þegar fólk hópast þangað til páskainnkaupanna í hækkandi sól og hita. Meira
31. mars 1999 | Barnablað | 19 orð

Páskaegg og -kanína

Páskaegg og -kanína HEIÐDÍS Helga Aðalsteinsdóttir, 10 ára, Laufengi 22, 112 Reykjavík, 5-E Engjaskóla, sendi Myndasögunum þessa fínu mynd. Meira
31. mars 1999 | Barnablað | 115 orð

Píslarsagan í sálmi

STEINN Steinarr var skáld sem lifði á fyrri hluta þessarar aldar og rúmlega það. Steinn er eitt af merkari skáldum aldarinnar. Eins og flestir vita, orti Hallgrímur Pétursson Passíusálmana og eru þeir fimmtíu. Steinn nefnir ljóðið sitt Passíusálm nr. 51 og er ljóðið sannarlega páskaljóð. Til glöggvunar: Passía merkir píslarsaga Krists. Passíusálmur nr. Meira
31. mars 1999 | Barnablað | 120 orð

Það eru að koma páskar

EDDA Rós, 10 ára, Laufengi 152, 112 Reykjavík, veit sem er, að margir gleðjast þegar páskahátíðin gengur í garð. Tilefni ánægjunnar er margvíslegt, svo mikið er víst, en á páskunum höldum við, kristið fólk, hátíðlegt, að Jesús Kristur reis upp frá dauðum eftir að hafa verið krossfestur á Golgatahæð. En allar þjáningar Krists voru ekki til einskis. Meira

Ýmis aukablöð

31. mars 1999 | Blaðaukar | 16 orð

50 ár frá stofnun Atlantshafsbandalagsins

50 ár frá stofnun Atlantshafsbandalagsins BJARNI Benediktsson undirritar stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins fyrir hönd Íslendinga 4. apríl 1949. Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 3372 orð

Aðdragandinnað stofnunNATOEftir VAL INGIMUNDARSON

STOFNUN Atlantshafsbandalagsins endurspeglaði þann vilja evrópskra ráðamanna að tryggja öryggi Vestur-Evrópu með beinni þátttöku Bandaríkjanna eftir seinni heimsstyrjöld. Frumkvöðullinn var Ernest Bevin, utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti leiðtogi breska Verkamannaflokksins. Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 2172 orð

Einaöryggistækiðsem virkar

Atlantshafsbandalagið er eina tækið sem virkar til að tryggja öryggi á átakasvæðum í Evrópu; Sameinuðu þjóðirnar geta ekki sinnt því hlutverki. Þetta kemur fram í viðtali Kristjáns Jónssonar við Davíð Oddsson forsætisráðherra. Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 1631 orð

"Faðir NATO"

DEAN Acheson fæddist í Connecticut árið 1893 og nam lögfræði við Yale og Harvard-háskóla. Eftir að hafa starfað við lögfræðistörf um skeið og verið aðstoðarmaður hæstaréttardómarans Louis Brandeis tók hann við embætti aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu í forsetatíð Franklins Roosevelt árið 1933. Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 2136 orð

Hernaðarbandalög eiga sér enga framtíð Hann fékk áhuga á stjórnmálum fjórtán ára og gerðist Þjóðvarnarmaður, varð ritstjóri

EFTIR ríflega þriggja áratuga þingsetu hverfur Ragnar Arnalds nú af Alþingi. Hann var kjörinn á þing fyrir Alþýðubandalagið árið 1963, 24 ára að aldri, og þá þegar hafði hann getið sér orð sem einarður andstæðingur erlendra herstöðva hér á landi, Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 1727 orð

Hið "mjúka vald" knésetti andstæðinginn

FIMMTÍU ára afmæli Atlantshafsbandalagsins gefur tilefni til hátíðahalda, en menn mega ekki gerast værukærir. Þetta er niðurstaða sagnfræðingsins Vojtechs Mastnys, sem skrifað hefur um kalda stríðið, stundar rannsóknir hjá Woodrow Wilson-stofnuninni í Washington og undirbýr um þessar mundir viðamiklar samhliða rannsóknir á Varsjárbandalaginu og NATO. Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 2086 orð

Hið nýja NATO At

Hið nýja NATO Atlantshafsbandalagið (NATO) stendur á miklum tímamótum - tímamótum í fleiri en einum skilningi þess orðs. Bandalagið hefur verið að laga sig að breyttum aðstæðum á alþjóðavettvangi eftir lok kalda stríðsins og í upphafi nýs árþúsunds. Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 2033 orð

Hlutleysið kvattEftir ÞÓR WHITEHEAD

Á KREPPU- og stríðsárunum 1931- 1940 horfðu Íslendingar upp á, hvernig einræðisríki í útþensluham, Japan, Ítalía, Sovétríkin og Þýskaland, einangraðu hvert landið á fætur öðru og sölsuðu undir sig með hervaldi. Hlutleysi reyndist sem fyrr einskis virði, þegar herveldi vildu leggja undir sig veikari ríki til lengri eða skemmri tíma. Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 2158 orð

"Hlutleysióhugsandi íalþjóðamálum" NATO hefur gengið í gegnum mikið breytingaskeið frá lokum kalda stríðsins. Ásgeir Sverrisson

Á 50 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins (NATO) telur Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra að lofa beri þá framsýni Íslendinga að hafa ákveðið að gerast þátttakendur í þessu samstarfi lýðræðisríkjanna árið 1949. Hann leggur þunga áherslu á að Íslendingar eigi að taka fullan þátt í störfum á vettvangi þess sem nefnt hefur verið "hið nýja NATO". Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 788 orð

Hlutverki samtakanna hvergi nærri lokið

"ÞÓTT kalda stríðinu sé löngu lokið þá er hlutverki samtakanna hvergi nærri lokið, þau eru nú opin og almenn samtök sem taka til umfjöllunar alþjóðamál eins og varnarmál, stjórnmál og umhverfismál og þá einkum í okkar heimshluta, Evrópu og N-Ameríku, en með áherslu á Norður-Atlantshafssvæðið," segir Jón Hákon Magnússon, formaður Samtaka um vestræna samvinnu, Meira
31. mars 1999 | Dagskrárblað | 1945 orð

Hugljúf ástarsaga með kómísku ívafi Útskriftarhópur Leiklistarskóla Íslands leikur öll hlutverk utan eitt í páskamynd

"KLÆÐIÐ ykkur eins og þið séuð að fara á heimsskautssvæði," voru skilaboðin til átta nemenda Nemendaleikhússins áður en lagt var af stað til kvikmyndatöku í Flatey á Breiðafirði. Stefán Karl Stefánsson segir að þau skilaboð hafi komið að góðum notum, enda hafi veðurguðirnir verið með örlitla hrekki við hópinn meðan á dvölinni stóð. Meira
31. mars 1999 | Dagskrárblað | 437 orð

Í Hollywood eru allir fallegir, alltaf

Helen Baxendale hefur leikið Emily, kærustuna hans Ross, um nokkurt skeið í þáttunum Vinir sem sýndir eru á Stöð 2. Enska leikkonan segir að það hafi verið talsvert menningarsjokk að kynnast heimi Hollywood og hitta Vinina. "Maður verður að vera þvengmjór í Hollywood," segir hún. "Ég var alltof feit miðað við hinar leikkonurnar, enda var ég ófrísk. Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 1444 orð

Íslenskir styrkþegar síðustu tíu ár

1988 Arnar Hauksson, rannsóknardvöl við Middlesex School og Bourn Hall Clinic í London. Ágústa Hjördís Flosadóttir, til doktorsnáms við University of California í Bandaríkjunum. Elín Gunnhildur Guðmundsdóttir, til doktorsnáms við Technische Universitat Berlin í Þýskalandi. Meira
31. mars 1999 | Dagskrárblað | 240 orð

Í uppáhaldi hjá sjónvarpsstjörnunum

Það þarf ekki að koma á óvart að sjónvarpsþættirnir Spítalalíf eða "MASH" voru í uppáhaldi hjá leikaranum Noah Wyle úr Bráðavaktinni þegar hann var ungur, að því er fram kemur í 25 ára afmælisriti People. "Á deildinni hjá þeim [í Spítalalífi] voru langar, langar leiðindastundir með einstaka dramatískum uppákomum. Meira
31. mars 1999 | Dagskrárblað | 150 orð

J.R. kemur til hjálpar

LEIKARINN Larry Hagman úr Dallasþáttunum hefur gengið til liðs við fólk sem krefst þess að yfirvöld í Bandaríkjunum sjái líffæraþegum fyrir lyfjum sem þeir verða að taka svo að líkami þeirra hafni ekki ígræddu líffæri. Flestir sjúklingar fá lyfin greidd í þrjá mánuði eftir aðgerð en eftir það verða þeir sjálfir að borga. Meira
31. mars 1999 | Dagskrárblað | 380 orð

Kryppan réttist á Dalvíkingum

MAGNÚS J. Jóhannsson leit í spegil og virðist eitthvað hafa verið illa upplagður. Honum varð að orði: Ekki stært mig af því get að ég sýnist fríður en í heimsku hef ég met hvað sem öðru líður. Oft mig þjakar bannsett baxið bráðum illa fer; kringum heimsku hefur vaxið hauskúpan á mér. Meira
31. mars 1999 | Dagskrárblað | 81 orð

Leikari skrifar handrit

LEIKARINN góðkunni Matthew Perry úr "Friends" hefur gert samning við sjónvarpstöðina ABC um að skrifa handrit að þáttum sem kallast "The Shrink". Þættirnir fjalla um ungan sálfræðing sem er veikari á geði en flestir sjúklingar hans. Matthew sem lengi hefur dreymt um að skrifa handrit, er fyrsti leikarinn sem er stjarna í þáttum á einni sjónvarpsstöð og höfundur þátta á annarri. Meira
31. mars 1999 | Dagskrárblað | 441 orð

Læknar í mér heilann og sálina

ÓLI PALLI skilur ekki ennþá hvernig honum tókst að ljúga sig í vinnu sem tæknimaður hjá Útvarpinu, og hvers vegna hann hafði yfirleitt áhuga á því. Nú er hann umsjónarmaður Rokklands milli kl. 16 og 18 á sunnudögum, og Popplands, morgunútvarps Rásar 2 frá kl. 9 fram til hádegis. Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 1621 orð

"Merkið frá Reykjavík"

Ráðherrafundur Atlantshafsbandalgsins, NATO, var í fyrsta sinn haldinn hér á landi 1968 og var þar samþykkt yfirlýsing sem nefnd var "Merkið frá Reykjavík". Í yfirlýsingunni var austurblokkin hvött til að hefja viðræður um samdrátt í herjum og vopnabúnaði. Kristján Jónsson fjallar um Reykjavíkurfundinn 1968. Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 4860 orð

NATO-aðildin og varnarsamningurinn eftir Val Ingimundarson

FRÁ því íslensk stjórnvöld sögðu skilið hlutleysisstefnuna eftir seinni heimsstyrjöld og allt fram til loka kalda stríðsins snerist stjórnmálaumræðan að miklu leyti um togstreituna milli tveggja grundvallarþátta utanríkisstefnunnar: stofnaðildar Íslands að Atlantshafsbandalaginu árið 1949 og varnarsamninginn við Bandaríkin frá árinu 1951. Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 1583 orð

"Nú hafa þeir glatað Rússlandi" Vladislav Zubok sagnfræðingur telur að Atlantshafsbandalagið hafi ekki leikið lykilhlutverk í að

SAGNFRÆÐINGAR eru litlir spámenn," segir Vladislav Zubok, sérfræðingur í kalda stríðinu og annar höfunda bókarinnar "Kalda stríð Kremlar séð innan frá". Hann reyndist hins vegar sannspár um eitt atriði daginn, sem blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann. Meira
31. mars 1999 | Dagskrárblað | 434 orð

Óvænt úrslit í fyrsta kappakstrinum

FORMULA 1-kappaksturinn fer aftur á fulla ferð helgina 11.­12. apríl í Brasilíu. Reyndar hafa ökumenn æft af kappi á hinum ýmsu brautum í Evrópu síðustu vikur. Eddie Irvine frá Bretlandi vann fyrstu keppni ársins, sem fram fór í Ástralíu. Setti hann með því talsverða pressu á heimsmeistarann Mika Hakkinen hjá McLaren, sem ekki komst í mark, frekar en félagi hans David Coulthard. Meira
31. mars 1999 | Dagskrárblað | 31 orð

Pamela vinsæl

PAMELA Anderson getur brosað í kampinn þessa dagana eftir að sjónvarpsþættir hennar VIP náðu meira áhorfi en sjálfir Strandverðirnir með loðinbringuna David Hasselhoff í fararbroddi í febrúarmánuði í Bandaríkjunum. Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 1868 orð

Saga NATOeinstaklegafarsæl- en enginn lifir á sögunni Eftir BJÖRN BJARNASON

Í FUNDARSAL Atlantshafsráðsins í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel er letrað á vegg: Animus in consulendo liber. Orðin má íslenska á þennan hátt: Til samráðs af frjálsum huga. Þau eru dæmigerð um samstarf aðildarþjóðanna. Þær hafa af frjálsum huga tekið ákvörðun um að tryggja sameiginlegt öryggi sitt með aðild að bandalaginu. Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 489 orð

Samstarfsverkefni á sviði jarðvísinda

ALFRED R. Geptner, jarðfræðingur hjá Rússnesku jarðvísindastofnuninni í Moskvu og Hrefna Kristmannsdóttir hjá Orkustofnun hafa á liðnum árum átt í samstarfi um rannsóknir á ummyndun íslensks bergs. Í þeim tilgangi hefur Geptner komið hingað til lands, safnað gögnum og gert tilraunaverkefni ásamt Hrefnu. Auk hennar hafa þeir Jakob K. Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 1095 orð

Samvinna í umhverfis- og þjóðfélagsmálum

NEFND Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem fjallar um viðfangsefni umhverfis- og þjóðfélagsmála var sett á laggirnar árið 1969 til að gefa bandalaginu nýja "samfélagslega vídd". Á þeim tíma, sem nú, var samvinna NATO-ríkja talin geta skipt sköpum í þeirri viðleitni að bæta lífsgæði í nútímasamfélagi vestrænna ríkja. Meira
31. mars 1999 | Dagskrárblað | 277 orð

Sjá ekki sólina fyrir Paltrow

Á Óskarsverðlaunahátíðinni 21. mars síðastliðinn sópaði kvikmyndin Ástfanginn Shakespeare að sér sjö verðlaunum og hin 25 ára leikkona Gwyneth Paltrow hlaut Óskarsverðlaunin fyrir besta leik kvenna í aðalhlutverki. Gwyneth er þar með komin í hóp allra stærstu stjarnanna í Hollywood. Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 3411 orð

"Tel mig ekki hafa betra verk unnið" Bjarni Benediktsson taldi Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, merkasta

BJARNI Benediktsson var í fararbroddi þeirra manna sem mestan þátt áttu í því að Íslendingar gengu í Atlantshafsbandalagið. Hann undirritaði Atlantshafssáttmálann fyrir Íslands hönd í Washington 4. Meira
31. mars 1999 | Dagskrárblað | 175 orð

Ungur Svarthöfði

ÁRIÐ 1998 hefur eflaust verið viðburðaríkt fyrir Jake Lloyd en þá lék hann í fyrstu myndinni í nýjum þríleik af Stjörnustríði undir leikstjórn George Lucas. Þótt mörgum reynist eflaust erfitt að ímynda sér það [öllum nema George Lucas] leikur drengurinn bláeygði með engilsásjónuna drenginn sem verður Svarthöfði þegar hann vex úr grasi og reynir að lokka sín eigin börn, Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 412 orð

Úr sögu NATO

4. apríl 1949 Norður-Atlantshafssáttmálinn undirritaður í Washington af utanríkisráðherrum 12 þjóða. Þar með var Atlantshafsbandalagið um sameiginlegar varnir aðildarríkjanna stofnað. 24. ágúst 1949 Norður-Atlantshafssáttmálinn gengur formlega í gildi. Kandamenn urðu fyrstir til að staðfesta hann (3. maí) en Ítalir síðastir (24. ágúst). 17. Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 505 orð

Vandi tölvu- og samskiptatækni framtíðarinnar

RÚMENINN Andrei Manolescu hefur átt í samstarfi við Viðar Gunnarsson hjá Eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands síðan árið 1993. Þetta er í þriðja sinn sem hann dvelst hérlendis, nú sem styrkþegi vísindasamstarfs NATO en áður hefur hann kennt nemendum í meistaranámi í eðlisfræði við H.Í. Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 801 orð

Varðberg sneri vörn í sókn

VARÐBERG, félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, var stofnað 18. júlí 1961. Að félaginu stóðu ungliðar í Alþýðuflokknum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. "Samstarf flokkanna innan Varðbergs átti sinn þátt í að stuðla að þeirri sátt um utanríkisstefnuna sem ríkt hefur með þeim síðan," segir Guðmundur H. Garðarsson, fyrrverandi alþingismaður og fyrsti formaður Varðbergs. Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 1211 orð

"Varið land" og viðhorfin til veru varnarliðsins

Á ÞEIM rúmlega fimmtíu árum sem varnarlið bandaríska hersins hefur haft aðstöðu á Keflavíkurvelli hafa pólitískar væringar á vettvangi íslenskra stjórnmála oftsinnis tekið mið af þeim viðteknu viðhorfum sem ríkt hafa hverju sinni. Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 224 orð

Víðtæk starfsemi á Íslandi

MAGNÚS Þórðarson var upplýsingafulltrúi Atlantshafsbandalagsins á Íslandi og tók hann við starfinu af Ólafi Egilssyni, núverandi sendiherra. Magnús hóf störf fyrir NATO hér á landi árið 1966 og sinnti þeim til dauðadags 12. október 1992. Meira
31. mars 1999 | Blaðaukar | 2185 orð

Vísindasamstarf Atlantshafsbandalagsins á tímamótum

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ er best þekkt sem hernaðarlegt varnarbandalag sem hefur pólitískan stöðugleika að höfuðmarkmiði. Minna hefur farið fyrir öflugu og umfangsmiklu vísindasamstarfi á vegum bandalagsins. Meira
31. mars 1999 | Dagskrárblað | 247 orð

Þrír sóknarmenn ganga ekki hjá United

NORSKI miðherjinn Ole Gunnar Solskjær segir að menn verði að gera sér grein fyrir því að ekki þýði að láta Manchester United stilla upp þriggja manna framlínu, með Andy Cole, Dwight Yorke og honum sjálfum. "Einhver okkar verður að hvíla, nú eða leika aftar á miðjunni eða á vængjunum. Við erum allir markheppnir og höfum náð að skora mikið á þessari leiktíð. Meira
31. mars 1999 | Dagskrárblað | 80 orð

(fyrirsögn vantar)

1. Herdís Þorvaldsdóttir. 2. Elia Kazan. 3. Lið Menntaskólans á Akureyri. 4. 7 verðlaun. 5. Birgir Örn Thoroddsen. 6. Bandaríkjunum, nánar tiltekið í New York borg. 7. Leikfélag Menntaskólans við Sund. 8. Elle McPherson. 9. Geimsápuna Hnetuna sem sýnd er í Iðnó við Tjörnina. 10. Barbie. 11. Dansaði tangó. 12. Geir Ólafsson. 13. Coolio. 14. Tom Cruise og Nicole Kidman. 15. Læknaskop. 16. Meira
31. mars 1999 | Dagskrárblað | 388 orð

(fyrirsögn vantar)

Í ÞESSU tölublaði Dagskrárblaðsins er hleypt af stað spurningakeppni úr efni sem finna má á síðum Fólks í fréttum í Morgunblaðinu. Nú reynir á minnið og athyglisgáfuna. 1.Nýlega var leikkona heiðruð á sviði Þjóðleikhússins fyrir að hafa leikið fyrir landsmenn í hartnær hálfa öld. Hver er leikkonan? 2. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.