Greinar föstudaginn 9. apríl 1999

Forsíða

9. apríl 1999 | Forsíða | 770 orð | ókeypis

NATO segir árásir á sveitir Serba skila góðum árangri

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) sagði í gær að árásir á hersveitir Serba og bækistöðvar þeirra í Kosovo hefðu reynst afar árangursríkar en lét jafnframt í ljós ótta um að stjórnvöld Júgóslavíu myndu grípa til þess bragðs að nota þúsundir flóttafólks sem varnarskjöld gegn loftárásum NATO. Meira
9. apríl 1999 | Forsíða | 260 orð | ókeypis

Óvíst hvort Milosevic sleppir hermönnunum

SÉRLEGUR sendimaður Kýpurstjórnar, Spyros Kyprianou, kom í gær til Belgrad, höfuðborgar Júgóslavíu, í því augnamiði að reyna að fá Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta til að sleppa þremur bandarískum hermönnum sem Serbar tóku höndum í síðustu viku. Meira
9. apríl 1999 | Forsíða | 193 orð | ókeypis

Sinn Féin hafnar samningsdrögum

SINN Féin, stjórnmálaarmur Írska lýðveldishersins (IRA), hafnaði í gær tillögum sem bresk og írsk stjórnvöld lögðu fram í síðustu viku sem grundvöll að lausn afvopnunardeilunnar svokölluðu, sem ógnar friðarumleitunum á Norður-Írlandi. Meira

Fréttir

9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 41 orð | ókeypis

Afhenti trúnaðarbréf

KORNELÍUS Sigmundsson, sendiherra Íslands í Finnlandi, afhenti í gær Martti Ahtisaari, forseta Finnlands, trúnaðarbréf sitt. Kornelíus er fyrsti sendiherra Íslands í Finnlandi sem fast aðsetur hefur þar í landi. Til þessa hefur Finnland fallið undir sendiherra Íslands í Svíþjóð. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 1047 orð | ókeypis

Algengið fimmfalt meira á Íslandi en Svíþjóð

"Algengi slitgigtar á Íslandi virðist vera allt að fimmfalt meira en til dæmis í Svíþjóð og þó að skýringarnar á þessu séu ekki augljósar er kenning mín sú að erfðir geti verið ein þeirra," segir Þorvaldur Ingvarsson, sérfræðingur í gigtarsjúkdómum, Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 133 orð | ókeypis

Aprílhelgarskákmót TR

TAFLFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir aprílhelgarskákmótinu dagana 9.­11. apríl. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrstu þrjár umferðirnar eru með 30 mín. umhugsunartíma en fjórar þær síðari 1Ã klst. á 30 leiki og síðan 30 mín. til viðbótar til að ljúka skákinni. Umferðartafla: 1.­3. umferð: Föstudag 9. apríl kl. 20­23. 4. umferð: Laugardag 10. apríl kl. 10­14. 5. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð | ókeypis

Athugasemd frá Verkfræðingafélagi Íslands

MORGUNBLAÐINU hefur verið send eftirfarandi athugasemd frá stjórn Verkfræðingafélags Íslands: "Vegna greinar Ragnars Halldórssonar verkfræðings um Lífeyrissjóð verkfræðinga 30. mars sl. vill stjórn Verkfræðingafélags Íslands taka fram að samskipti VFÍ og Lífeyrissjóðs verkfræðinga hafa ávallt verið og eru hin vinsamlegustu. Meira
9. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 807 orð | ókeypis

Árásarferðirnar sagðar skila góðum árangri ÁRÁSIRNAR

TALSMAÐUR Atlantshafbandalagsins (NATO) sagði í gær að um eitt hundrað orrustuþotur bandalagsins hefðu ráðist á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í Júgóslavíu og hersveitir Serba í Kosovo aðfaranótt fimmtudags. Ráðist var á Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu, og fyrrverandi höfuðstöðvar hersins eyðilagðar. Meira
9. apríl 1999 | Landsbyggðin | 119 orð | ókeypis

Árshátíð Grunnskólans á Lýsuhóli

Eyja- og Miklaholtshreppi-Árshátíð Grunnskólans á Lýsuhóli var haldin hátíðleg föstudaginn 26. mars í skólanum. Húsnæði skólans er að hluta til félagsheimili með sviði og rúmgóðum sal, þannig að það eru hæg heimatökin að setja upp leiksýningar. Meira
9. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 442 orð | ókeypis

Áætlanir um innrás NATO í Kosovo LANDHERNAÐUR

ÞRÁTT fyrir að hafa þráfaldlega neitað því að áætlanir væru uppi um að senda landher inn í Kosovo hafa nokkur NATO-ríki þegar hafið undirbúning að slíkum aðgerðum ef til þess kemur að loftárásir einar og sér duga ekki til að knésetja Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta. Þetta mátti a.m.k. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 176 orð | ókeypis

Bein útsending á Netinu

SAMFYLKINGIN hefur opnað heimasíðu og er slóðin www.samfylking.is. Á heimasíðunni er m.a. að finna upplýsingar um frambjóðendur Samfylkingarinnar í öllum kjördæmum landsins, upplýsingar um kosningaskrifstofur og dagskrá kosningabaráttunnar. Þá er eru stefnuyfirlýsing og verkefnaskrá Samfylkingarinnar birtar á heimasíðunni ásamt upplýsingum um utankjörstaði heima og í útlöndum. Meira
9. apríl 1999 | Landsbyggðin | 169 orð | ókeypis

Bónusverslun opnuð á Ísafirði í maí

Ísafirði-Fyrirtækið Eló, sem rekið hefur þrjár verslanir á Ísafirði og í Hnífsdal, hefur hætt rekstri þeirra. Versluninni í Verslunarmiðstöðinni Ljóninu á Skeiði hefur verið lokað en nýtt fyrirtæki, JM ehf., hefur keypt rekstur Björnsbúðar við Silfurgötu og verslunarinnar í Hnífsdal og jafnframt keypt allan lager Eló-búðanna. Eigendur JM ehf. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 162 orð | ókeypis

Dagspítaladeild öldrunarsviðs SHR 20 ára

DAGSPÍTALADEILD öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur hélt upp á 20 ára afmæli sitt 20. mars sl. Deildin var í upphafi og lengst af ein af deildum Ríkisspítala með aðsetur í Hátúni 10, þar til um áramótin 1996-97, en þá sameinaðist öldrunarþjónusta Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 39 orð | ókeypis

Dansleikur fyrir fatlaða

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Ársel stendur fyrir dansleik fyrir fatlaða laugardaginn 10. apríl frá kl. 20­23. Plötusnúðarnir Kristján, Maggi og Jósef halda uppi stuðinu og í hléi spilar svo leynigestur. Aðgöngumiðar gilda sem happdrættismiðar en verðið er 400 kr. Meira
9. apríl 1999 | Landsbyggðin | 60 orð | ókeypis

Eigendaskipti á Fjarðarbrauði

Neskaupstað-Nú nýlega urðu eigendaskipti á Fjarðarbrauði hf. í Neskaupstað. Það var Gunnar Á. Karlsson, bakarameistari sem keypti brauðgerðina og mun hann reka hana með svipuðum hætti og verið hefur. Fyrri eigendur Fjarðarkaups, þeir Bjarni Freysteinsson og Valur Þórsson, fara til starfa erlendis og Karl Ragnarsson er fluttur til Reykjavíkur. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 42 orð | ókeypis

Eigendaskipti á Hárblik

Eigendaskipti á Hárblik EIGENDASKIPTI hafa orðið á Hársnyrtistofunni Hárblik, Kleifarseli 18, og eru nýir eigendur Gerður Sævarsdóttir og Jónína Einarsdóttir hársnyrtimeistarar. Stofan er opin mánudaga til miðvikudaga kl. 9­18, fimmtudaga kl. 9­20, föstudaga kl. 9­19 og laugardaga kl. 10­14. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 581 orð | ókeypis

Ekki spennandi að gista í Skopje

"ÞAÐ tók okkur ekki nema klukkustund að afferma vélina í Skopje og síðan gera hana klára til heimferðar með flóttamenn. Þá tók við löng bið, aðallega eftir því að fá að vita hvort hægt yrði að fá flóttamennina flutta til okkar," sagði Vilberg Magni Óskarsson, en hann var yfirstýrimaður Landhelgisgæsluflugvélarinnar í ferðinni til Makedónóíu. Með honum var einnig Páll Geirdal stýrimaður. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 380 orð | ókeypis

Engar reglur en ekki til eftirbreytni

ÞÓR Kjartansson, framkvæmdastjóri Langjökuls ehf. og formaður Suðurlandsdeildar Landssambands vélsleðamanna, segir aðspurður vegna frétta af vélsleðamanni sem fannst einn síns liðs á biluðum vélsleða við Laugarfell á leið inn að Kárahnúkum í fyrradag, að engar reglur séu til sem banni mönnum að fara einum á vélsleða inn á hálendið. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 417 orð | ókeypis

Erfitt að yfirgefa heimaland sitt

FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálfníu í gærkvöldi með 21 flóttamann frá héraðinu Kosovo. Á móti fólkinu tóku meðal annars Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og fulltrúar Rauða krossins og auk þess um fjörutíu Kosovo- Albanar búsettir hér á landi sem fögnuðu löndum sínum mjög og veifuðu albönskum fánum. Meira
9. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 1215 orð | ókeypis

Flóttafólkið flutt að skotmörkum NATO? Líklegt er að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, hyggist nota flóttafólkið, sem er

HER og lögreglusveitir Slobodans Milosevic, forseta Júgóslavíu, hröktu fyrst hundruð þúsunda Kosovo-Albana frá heimilum sínum og yfir landmærin til Makedóníu, Albaníu og Svartfjallalands. Serbar kúventu síðan skyndilega Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 597 orð | ókeypis

Flóttafólkið hefur þjáðst mikið

GRÉTA Gunnarsdóttir, sem fór sem fulltrúi utanríkisráðuneytisins með flugvél Landhelgisgæslunnar til Makedóníu, segir að greinilega sjáist á flóttafólkinu að það hafi þjáðst mikið. Það hafði verið í 5­6 daga undir berum himni áður en því var hleypt yfir landamærin til Makedóníu og loks var það í Nato-flóttamannabúðunum í um tvo daga. Meira
9. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 723 orð | ókeypis

Frétti um eigin "dauðdaga" í sjónvarpsfréttum

Haxhiu ekki látinn eins og talið var Frétti um eigin "dauðdaga" í sjónvarpsfréttum Lundúnum. Reuters. BATON Haxhiu, ritstjóra dagblaðsins Koha Ditore, bárust fregnir í sjónvarpi um eigin dauðdaga í lok marsmánaðar þar sem hann fór huldu höfðu í rakri kjallaraíbúð í Pristina, höfuðstað Kosovo. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 183 orð | ókeypis

Frjáls félagasamtök halda menntaþing

MENNTAÞING verður haldið laugardaginn 10. apríl á sviði tómstunda-, íþrótta- og félagsstarfs. Félög sem starfa á þessum vettvangi hafa haft of lítið samstarf og ekki fylgst mikið með því hvað aðrir hafast að m.a. á sviði fræðslumála. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 141 orð | ókeypis

Frumkynning á Hondu HR-V

HONDA HR-V fjórhjóladrifsbíllinn verður frumsýndur hjá Honda á Íslandi um helgina. Með Honda HR-V kemur á markaðinn nýr flokkur bíla. HR-V er tiltölulega hár en útlitshönnun og breidd gefa honum kraftalegt og sportlegt útlit. Vélin er 105 hestöfl. Bíllinn fæst bæði beinskiptur og með hinni nýju þreplausu CVT sjálfskiptingu sem Honda hefur þróað. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 33 orð | ókeypis

Föstudagsfyrirlestur Líffræðistofnunar

EIRÍKUR Steingrímsson rannsóknarprófessor flytur erindi sem nefnist: Erfðafræði microphthalmia á föstudagsfyrirlestri Líffræðistofnunarinnar 9. apríl. Erindið verður haldið að Grensásvegi 12, stofu G-6, og hefst klukkan 12.20. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 158 orð | ókeypis

Glerskáli með turni

HUGMYND að glerskála í Hljómskálagarði sem lögð hefur verið fram í skipulags- og umferðarnefnd gerir ráð fyrir um 20­25 metra löngum skála á vestanverðum Tjarnarbakkanum neðan við Bjarkargötu. Gert er ráð fyrir útsýnisturni þar sem sjást muni yfir Hljómskálagarðinn og Tjarnarsvæðið. Meira
9. apríl 1999 | Landsbyggðin | 259 orð | ókeypis

Hagyrðingamót í nýjum samkomusal á Djúpavogi

Djúpavogi-Vísnavinafélagið stendur á morgun fyrir hagyrðingamóti hér á Djúpavogi í samvinnu við Hótel Framtíð. Er þetta mikill viðburður fyrir Djúpavogsbúa og nágranna, ekki einungis af því tilefni að vænst er góðra gesta, heldur einnig af þeim sökum að loks er kominn samkomusalur á Djúpavogi. Hótel Framtíð hefur staðið í miklum byggingaframkvæmdum undanfarið. Meira
9. apríl 1999 | Miðopna | 204 orð | ókeypis

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Mikilvægt

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Mikilvægt að ríkið eigi langfleyga flugvél HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að reynslan af ferð flugvélar Landhelgisgæslunnar til að sækja flóttafólk til Makedóníu sýni að þörf sé á að flugvél af þessu tagi sé í eigu ríkisins en telur jafnframt að huga þurfi að því við endurnýjun v Meira
9. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 477 orð | ókeypis

Heilsufar barna sem búa við bág kjör verri en hinna

HEILSUFAR barna sem búa við verstu kjörin er verra en þeirra sem búa við betri kjör og er í því sambandi miðað við menntun foreldra þeirra, atvinnu og tekjur. Þetta er niðurstaða viðamikillar samnorrænnar rannsóknar á heilbrigði og líðan barna og unglinga á Norðurlöndum sem gerð var árið 1996. Meira
9. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 135 orð | ókeypis

Holl hreyfing fyrir aldraða

SÖFNUNARÁTAK Lionshreyfingarinnar, Rauð fjöður, er helgað málefnum aldraðra og fer fram á sama tíma á öllum Norðurlöndum, en tilgangurinn er að stuðla að meiri lífsfyllingu á efri árum. Nýtur söfnunin velvilja og stuðnings þjóðhöfðingja landanna fimm sem í sameiningu hafa tekið að sér að vera verndarar átaksins. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 236 orð | ókeypis

Hringanórinn frelsinu feginn

Hringanórinn frelsinu feginn HRINGANÓRANUM, sem dvalist hefur sér til heilsubótar í Húsdýragarðinum undanfarnar vikur, var sleppt í sjóinn við Gunnunes í gær. Margrét Dögg Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Húsdýragarðsins, segir að selurinn hafi synt hið snarasta í burtu, enda hafi hann verið orðinn leiður á vistinni í landi. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 210 orð | ókeypis

INGVAR KRISTINN ÞÓRARINSSON

INGVAR Kristinn Þórarinsson, bóksali á Húsavík, lést á Húsavík miðvikudaginn 7. apríl síðastliðinn. Hann var á 75. aldursári. Ingvar Kristinn Þórarinsson fæddist á Húsavík 5. maí 1924 og voru foreldrar hans Sigríður Oddný Ingvarsdóttir, ljósmyndari og húsmóðir, og Þórarinn Stefánsson, bóksali og hreppstjóri. Ingvar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1945. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð | ókeypis

Íslandsmót grunnskólasveita í stúlknaflokki

ÍSLANDSMÓT grunnskólasveita í stúlknaflokki verður haldið sunnudaginn 11. apríl nk. í húsakynnum Skáksambands Íslands að Faxafeni 12, Reykjavík. Hver skóli má senda eins margar sveitir og hann vill og getur. Hver sveit er skipuð fjórum keppendum (auk varamanna). Mótið hefst kl. 13 og tefldar verða 7 umferðir, 2x15 mínútur eftir Monrad kerfi. Skráning fer fram hjá Skáksambandinu frá kl. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 493 orð | ókeypis

Íslendingasögurnar merkileg heimild um stöðu kvenna

SÝNINGIN Víkingar ­ saga Norður-Atlantshafs, sem verður opnuð í Smithsonian-safninu í Washington í Bandaríkjunum eftir ár, var kynnt með athöfn í safninu í gær og var Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, í forsæti og flutti ræðu þar sem hún minnti á stöðu kvenna hjá víkingum. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 441 orð | ókeypis

"Konur eru óvirkt afl"

Í NÝRRI bók frá Norrænu ráðherranefndinni er gerð úttekt á jafnrétti á Norðurlöndum, samkvæmt því sem kemur fram í frétt frá Norrænu ráðherranefndinni. "Konur eru óvirkt afl sem hefur áhrif á styrk og atorku pólitískra stofnana. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 44 orð | ókeypis

Kosningaskjálftinn í Inghóli

SKEMMTUNIN Kosningaskjálftinn fer fram í Inghóli, Selfossi, laugardaginn 10. apríl en ekki Hótel Selfossi eins og kom fram í blaðinu í gær. Þar koma fram ýmsir skemmtikraftar, frambjóðendur í komandi alþingiskosningum, tískusýning og snyrtivörukynning. Hljómsveitin Kjörseðlarnir leika fyrir dansi til kl. 3. Meira
9. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 123 orð | ókeypis

Kristján Pétur sýnir ljósmyndir

KRISTJÁN Pétur Sigurðsson opnar sýningu á ljósmyndum í Ljósmyndakompunni á sunnudag, 11. apríl kl. 15, en Ljósmyndakompan er að rísa úr vetrardvala og er þetta fyrsta sýningin þar á þessu ári. Sýningin ber yfirskriftina Norðanpiltar og eru myndirnar af félögum þeirrar hlómsveitar auk nokkurra aðdáenda. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 370 orð | ókeypis

Lagaskilyrði til kæru ekki fyrir hendi

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnisaðila vísaði, samkvæmt úrskurði hinn 30. mars, frá áfrýjun Stangaveiðifélags Reykjavíkur vegna álits samkeppnisráðs og tilmælum þess til Skattstjórans í Reykjavík frá því í janúar á þessu ári. Ekki var talin lagaforsenda fyrir kærunni þar sem um óbindandi álit var að ræða. Upphaf málsins má rekja til erindis Lax ehf. frá því 18. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 30 orð | ókeypis

LEIÐRÉTT Rangt nafn RANGT var farið með nafn

LEIÐRÉTT Rangt nafn RANGT var farið með nafn Vignis Arnar Arnarsonar á mynd af veiðimönnum með veiði úr Eldvatni á Brunasandi í Morgunblaðinu á miðvikudag. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 162 orð | ókeypis

Leikskólabörnum boðið á tónleika

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands bauð elstu börnunum í leikskólum Reykjavíkurborgar, 2.846 að tölu, á tónleika dagana 16. til 18. mars sl. Efnisskráin, Þrumur og eldingar eftir Johann Strauss og Tobbi túba eftir George Kleinsinger, var valin sérstaklega fyrir þennan aldurshóp. Hljómsveitarstjóri var Bernharður Wilkinsson. Meira
9. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 325 orð | ókeypis

Lipponen vill sömu stjórn

PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finnlands og leiðtogi jafnaðarmanna, fékk í gær umboð til að mynda nýja ríkisstjórn með aðild sömu flokka og voru í síðustu stjórn. Þetta þýðir að Miðflokknum tókst ekki að tryggja sér aðild að næstu stjórn þrátt fyrir sigur hans í síðustu kosningum. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 474 orð | ókeypis

Lygilega góður skíðavetur

SKÍÐAVETURINN hefur verið með besta móti að sögn forsvarsmanna skíðasvæðanna í Skálafelli og Bláfjöllum. "Þetta hefur verið lygilega góður vetur, veðrið hefur leikið við okkur og snjór hefur verið jafn og nokkuð öruggt að treysta á hann," sagði Haukur Stefánsson, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Skálafelli. Meira
9. apríl 1999 | Miðopna | 1373 orð | ókeypis

Lögreglan öskraði farið burt og komið aldrei aftur

21 Kosovo-Albani kom til Íslands í gær með flugvél Landhelgisgæslunnar eftir margra daga hrakningar frá heimkynnum sínum Lögreglan öskraði farið burt og komið aldrei aftur Frásagnir Kosovo- Albananna sem hingað komu í gær af ástandinu í Kosovo og aðliggjandi landamærum héraðsins eru ekki fagrar. Meira
9. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 95 orð | ókeypis

Mahathir á sjúkrahúsi

MAHATHIR Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, hefur legið á sjúkrahúsi vegna lungnakvefs í sex daga. Hann kom fram í sjónvarpi í gær í því skyni að reyna að slá á pólitískan óstöðugleika í landinu sem sjúkrahússlega hans hefur orsakað. Sagðist hann hafa náð sér að mestu og hann vonaðist til að geta mætt aftur til vinnu fljótlega. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð | ókeypis

Menningardagar í Hafnarfirði

MENNINGARDAGAR félagsmiðstöðva í Hafnarfirði standa nú yfir og verða til 15. apríl nk. Dagskráin hófst með bílskúrsbandakvöldi þar sem sjö hafnfirskar hljómsveitir kynntu sig og kepptu sín á milli í flutningi á lagi Bubba Mortens Stál og hnífur. Ljósmyndamaraþon fór fram fimmtudaginn 8. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 399 orð | ókeypis

Mikið líf í Volanum

Menn hafa aðeins verið að renna á Volasvæðinu fyrir austan Selfoss síðustu daga og fengið góða veiði. Nóg virðist vera af sjóbirtingi og veiðst hafa allt að 5 punda fiskar. Þá lauk hollveiðum í Geirlandsá á hádegi miðvikudagsins og komu alls 27 birtingar á land. Áin er þó enn erfið til veiða vegna gruggs og vatnavaxta. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 37 orð | ókeypis

Morgunblaðið/Þorkell Flóttafólkið boðið velkomið

Morgunblaðið/Þorkell Flóttafólkið boðið velkomið TÍU börn, hið yngsta þeirra tveggja mánaða, eru í hópi flóttamannanna sem komu til Reykjavíkur í gær. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra bauð hópinn velkominn og bað guð að vernda þá sem eftir eru í Kosovo. Meira
9. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 122 orð | ókeypis

Námskeið fyrir leiðbeinendur

NÁMSKEIÐ fyrir leiðbeinendur í vetraríþróttum fyrir fatlaða verður haldið í Hlíðarfjalli við Akureyri og á skautasvelli Skautafélags Akureyrar um helgina. Vetraríþróttamiðstöð Íslands og vetraríþróttanefnd Íþróttasambands fatlaðra standa að þessu námskeiði. Námskeið sem þetta hefur ekki verið haldið hér á landi áður en nokkrir hafa kynnt sér þessi mál í útlöndum. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 141 orð | ókeypis

Norræna auglýsingahátíðin tíu ára

SÍÐUSTU Norrænu auglýsingahátíð aldarinnar verður hleypt af stokkunum þann 27. maí í Málmey í Svíþjóð. Þessi hátíð, sú eina sinnar tegundar á Norðurlöndunum, á tíu ára afmæli í ár. Í tengslum við hátíðina verður haldið stórt málþing um kvikmyndir. Dómnefnd sem veitir viðurkenninguna Gullsvaninn er skipuð tveimur meðlimum frá hverri Norðurlandaþjóð. Meira
9. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 418 orð | ókeypis

Nýr samningur um fiskverð

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. og sjómenn á ísfisktogurum félagsins, Harðbak EA, Kaldbak EA og Árbak EA, hafa skrifað undir nýjan samning um fiskverð. Sæmundur Friðriksson útgerðarstjóri ÚA sagði að samningurinn hefði verið samþykktur af þorra skipverja á skipunum þremur. Skrifað var undir samninginn daginn fyrir skírdag og gildir hann til eins árs. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 143 orð | ókeypis

Opið hús í leikskólum í Grafarvogi

BÖRN og starfsfólk leikskólanna í Grafarvogi verða með opið hús laugardaginn 10. apríl kl. 10­12. Á þessum degi bjóða börnin foreldrum, öfum, ömmum, frændfólki, vinum og öllum sem vilja kynna sér starfsemi og menningu leikskólanna í heimsókn þennan dag. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 63 orð | ókeypis

Opnun kosningamiðstöðvar á Húsavík

SAMFYLKINGIN á Norðurlandi eystra opnar kosningamiðstöð á Húsavík mánudaginn 12. apríl nk. kl. 20 í Snælandi, Árgötu 12 Húsavík. Frambjóðendur flytja ávörp og kynna metnaðarfull stefnumál Samfylkingarinnar. Kostningamiðstöðin er kjörinn vettvangur fyrir félagshyggjufólk á Húsavík og í Þingeyjarsýslum til að hittast og ræða málin. Frá opnun verður kosningamiðstöðin opin frá kl. Meira
9. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 360 orð | ókeypis

Ódýrasta og virkasta leiðin

STARFSMENN Skógræktar ríkisins í Vaglaskógi hafa síðustu daga verið að bera sand yfir snjóinn í skóginum, en af honum er nóg. Í gærmorgun var um 1,20 metra jafnfallinn snjór yfir. "Það munar geysilega miklu að sandbera, snjórinn er mun fljótari að fara, það eru allt að 80 sentímetra skaflar við hliðina á þeim stöðum þar sem við höfum sandborið. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 405 orð | ókeypis

"Ógleymanleg reynsla"

MARION Herrera er fyrsta konan á Íslandi til að ljúka þyrluprófi, en hún flaug í fyrsta skipti ein á föstudaginn langa. Hún sagði að sú reynsla hefði verið engu lík og hreint ógleymanleg. Marion, sem er 26 ára frá Nice í S-Frakklandi, fluttist til Íslands fyrir um þremur árum, Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð | ókeypis

Rauða smiðjan fjallar um gagnagrunninn

Rauða smiðjan fjallar um gagnagrunninn RAUÐA smiðjan, jafnrétti til lífs, heldur fund nk. laugardaginn 10. apríl í kosningamiðstöðinni á Suðurgötu 7. Fundurinn hefst kl. 10. Fundarefni er miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð | ókeypis

Ráðstefna um atvinnu- og umhverfismál

VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð heldur ráðstefnu um atvinnu-, umhverfis- og byggðamál á veitingahúsinu Við Pollinn á Akureyri laugardaginn 10. apríl. Ráðstefnan hefst klukkan 13 með setningarræðu Valgerðar Jónsdóttur garðyrkjutæknifræðings sem skipar 4. sætið á U-listanum í Norðurlandskjördæmi eystra. Meira
9. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 75 orð | ókeypis

Samfylkingin opnar skrifstofu

SAMFYLKINGIN á Norðurlandi eystra opnar kosningaskrifstofu á Akureyri sunnudaginn 11. apríl kl. 15 að Skipagötu 18, 2. hæð. Við opnunina verða frambjóðendur kynntir og ávörp flutt, auk þess sem skemmtiatriði verða á dagskránni. Kosningaskrifstofan verður svo opin frá kl. 15­18 jafnt virka daga sem um helgar. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 783 orð | ókeypis

Sjálfstæðisflokkurinn einn nýtur meira fylgis Sjálfstæðisflokkurinn nýtur aðeins meira fylgis í skoðanakönnunum nú heldur en í

SAMKVÆMT skoðanakönnun Gallups, sem gerð var fyrir Ríkisútvarpið um mánaðamótin mars/apríl sl., tæpum sex vikum fyrir komandi alþingiskosningar er fylgi Sjálfstæðisflokksins 45,7%. Rúmum mánuði fyrir alþingiskosningarnar 1995 mældist fylgi Meira
9. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 206 orð | ókeypis

Sjálfstæðisyfirlýsingu hugsanlega slegið á frest

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, gaf í skyn í opinberri heimsókn sinni til Japans í gær að til greina kæmi að fresta sjálfstæðisyfirlýsingu Palestínumanna. Haft var eftir japönskum stjórnarerindreka í gær að Arafat hefði sagt Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, að yfirvöld í Bandaríkjunum, Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð | ókeypis

Snjóflóðarannsóknir með ratsjám

Snjóflóðarannsóknir með ratsjám ÞEKKT er að nota ratsjár við mælingar og athuganir á snjóflóðum en varðskipsmenn námu snjóflóðatungurnar þrjár efst á ratsjánni sem féllu ofan við byggðina á Flateyri 21. febrúar síðastliðinn. Meira
9. apríl 1999 | Landsbyggðin | 51 orð | ókeypis

Snjóþungt á Flateyri

Flateyri-Henni Þorbjörgu Sigþórsdóttur, starfsmanni heilsugæslustöðvarinnar á Flateyri, leist ekkert á blikuna þegar hún leit út og sá slútandi skaflinn yfir innganginum. Tíðin síðustu daga og vikur hefur hlaðið upp ómældum sköflum á húsþökum og í nærliggjandi götum. Það er von manna að tíð þessari fari að ljúka. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð | ókeypis

Sótt um lóð fyrir kvikmyndahús í Laugardal

Á FUNDI borgarráðs nk. þriðjudag verður lögð fram umsókn Bíós hf. um lóð í Laugardal fyrir kvikmyndahús og skylda starfsemi á hluta lóðar við Suðurlandsbraut sem ætluð var undir tónlistarhús. Að sögn Þorvalds S. Þorvaldssonar skipulagsstjóra er um að ræða fjölskylduhús með kvikmyndasölum, veitingaaðstöðu, leiktækjasal og jafnvel keilusal. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð | ókeypis

Stakar sundferðir barna hækka um 54%

VERÐIÐ fyrir barn í sund er nú 100 krónur í Reykjavík en kostaði 65 krónur í síðasta mánuði. Gjaldið, ef greitt er fyrir einstaka ferð, hefur því hækkað um tæp 54% en gjald fyrir fullorðna hækkaði um 21%, fór úr 165 krónum í 200. Að sögn Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur er þetta sumarverð, en ekki er þó sjálfgefið að það lækki á ný í haust, en sú varð raunin í fyrra. Meira
9. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 485 orð | ókeypis

Stálu gögnum um nifteindasprengju 1995

SNEMMA árs 1996 fékk bandaríska leyniþjónustan þær upplýsingar frá einum njósnara sinna í Kína, að kínverskir leyniþjónustumenn hefðu hreykt sér af því að hafa stolið bandarískum kjarnorkuleyndarmálum. Hefðu þau síðan verið notuð til að fullkomna smíði kínverskrar nifteindasprengju. Var skýrt frá þessu í bandaríska dagblaðinu The New York Times í gær. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 266 orð | ókeypis

Stofnun Félags kvenna í atvinnurekstri

IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra skipaði nefnd árið 1997 sem fékk það hlutverk að meta þörf fyrir stuðningsaðgerðir sem tækju mið af þörfum kvenna í atvinnurekstri. Nefndin lauk störfum í nóvember 1998 og var það niðurstaða hennar að stuðnings væri þörf. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 431 orð | ókeypis

Synjun RÚV á kröfunum talin lögmæt

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur álítur með dómi sínum að RÚV hafi með lögmætum hætti synjað erindi Félags heyrnarlausra þess efnis að túlka á táknmáli framboðsræður í sjónvarpi vegna alþingiskosninganna 8. maí 1999 um leið og þær fara fram eða gera þær aðgengilegar á annan hátt fyrir heyrnarlausa. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 34 orð | ókeypis

Trípólí á Grand Rokk

GLEÐISVEITIN Trípólí leikur á skemmtistaðnum Grand Rokk við Smiðjustíg föstudags- og laugardagskvöld auk þess sem óvæntar uppákomur verða bæði kvöldin. Uppákoma þessi er liður í eflingu staðarins á tónlistarmenningu á höfuðborgarsvæðinu. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð | ókeypis

Tveir slösuðust í vinnuslysum

TVÖ vinnuslys urðu í Kópavogi í gær. Stálbiti féll á fót manns og annar lenti undir lyftara og voru báðir fluttir á slysadeild, en lögreglan taldi að meiðsl þeirra hefðu ekki verið alvarleg. Í vélsmiðju í bænum var verið að brenna í sundur stálbita og þegar hann fór í sundur féll hann á fót manns sem vann við verkið. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð | ókeypis

Vann tveggja vikna ferð með Flugleiðum til Flórída

Vann tveggja vikna ferð með Flugleiðum til Flórída SIGNÝ Þórarinsdóttir, Reykjavík, varð sú heppna í úrdrætti FÍB sem efnt var til í tengslum við félagskynningu í upphafi árs. Vinningurinn er ferð fyrir tvo fullorðna og tvö börn með gistingu í íbúð með tveimur svefnherbergjum. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 218 orð | ókeypis

Varðveita ber hálendið

AÐALFUNDUR Samtaka ferðaþjónustunnar sem fram fór 17. og 18. mars sl. samþykkti eftirfarandi ályktun um hálendið: "Hálendi Íslands er einn mesti fjársjóður íslensku þjóðarinnar. Hvergi í Evrópu finnast jafn ósnortin samfelld víðerni og þar. Ísland er í augum erlendra ferðamanna villt og óbeisluð náttúruparadís. Meira
9. apríl 1999 | Landsbyggðin | 138 orð | ókeypis

Veglegar gjafir til Ólafsvíkurkirkju

Ólafsvík-Ólafsvíkurkirkju hafa borist veglegar gjafir, en þar er um að ræða nýja ljósastjaka á nýtt altari kirkjunnar og nýtt ræðupúlt. Ljósastjakarnir eru gefnir kirkjunni af Steinunni ehf., sem gerir út samnefndan bát hér í Ólafsvík, en stjakana smíðaði Stefán Bogi Stefánsson, gullsmiður, í stíl kirkjunnar. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 702 orð | ókeypis

Vettvangur frítíma ungmenna

Ámorgun verður haldið Menntaþing frjálsra félagasamtaka og opinberra aðila sem starfa fyrir börn, unglinga og ungt fólk á vettvangi frítímans. Þingið stendur einn dag, frá klukkan níu árdegis til klukkan 18. Þar verða 18 stuttir fyrirlestrar og pallborðsumræður að þeim loknum þar sem fyrirspurnum verður svarað. Framkvæmdastjóri Menntaþings er Hermann Níelsson. Meira
9. apríl 1999 | Miðopna | 159 orð | ókeypis

Vill taka að sér flóttamannafjölskyldu RAFIÐNAÐARSAMBAND Í

Vill taka að sér flóttamannafjölskyldu RAFIÐNAÐARSAMBAND Íslands hefur boðist til að taka að sér sex manna fjölskyldu úr hópi flóttamannanna, en fjölskyldufaðirinn, Nazni Beciri, er rafvirki að mennt. Að sögn Önnu Þrúðar Þorkelsdóttur, formanns Rauða kross Íslands, hafa margir aðrir einnig boðið fram aðstoð sína. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð | ókeypis

Vímulaus æska opnar foreldrahús

Vímulaus æska opnar foreldrahús VÍMULAUS æska og Foreldrahópurinn opnuðu í gær foreldrahús í Vonarstræti 4b í Reykjavík. Í húsinu er ætlunin að reka margs konar starfsemi. Fjölskylduráðgjöf verður rekin í umsjón Sigrúnar Hv. Magnúsdóttur. Hún mun njóta aðstoðar sérfræðinga og foreldra, sem hafa reynslu af því að eiga börn í neyslu áfengis og annarra vímuefna. Meira
9. apríl 1999 | Landsbyggðin | 102 orð | ókeypis

Vorhátíð í Helluskóla

Hellu-Nemendur Grunnskólans á Hellu héldu sína árlegu vorhátíð fyrir páskafrí, en dagana á undan höfðu þeir unnið að margvíslegum verkefnum sem sýnd voru á hátíðinni. Í þeim var fjölskyldan og fólk almennt í fyrirrúmi, en á hátíðinni fluttu nemendur margvísleg skemmtiatriði, leikin og sungin í tengslum við efnið. Meira
9. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 153 orð | ókeypis

Öryrkjabandalagið lýsir yfir vonbrigðum

EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi aðalstjórnar ÖBÍ 18. mars sl.: "Öryrkjabandalag Íslands lýsir yfir vonbrigðum vegna þeirrar myndar sem forsætisráðherra hefur kosið að draga upp af kjörum öryrkja. Meira

Ritstjórnargreinar

9. apríl 1999 | Staksteinar | 369 orð | ókeypis

Kosningabaráttan í sjónvarpi

ÁGÚST Einarsson alþingismaður fjallar um upphaf kosningabaráttunnar í sjónvarpi, sem fram fór á þriðjudagskvöld. Deginum áður fjallar hann einnig um harmfréttir frá Júgóslavíu. Hér skal vitnað í Ágúst. Meira
9. apríl 1999 | Leiðarar | 653 orð | ókeypis

UMRÆÐUR Í KOSNINGABARÁTTUNNI

Fyrstu sjónvarpsumræðurnar, sem máli skipta, á milli forystumanna stjórnmálaflokkanna, fóru fram í ríkissjónvarpinu sl. þriðjudagskvöld ­ og hafa orðið mörgum töluvert umhugsunarefni. Ástæðan er sú, að áhorfendur voru litlu nær um það eftir umræðurnar, hver yrðu helztu mál kosninganna og hver afstaða flokkanna væri til þeirra mála. Meira

Menning

9. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 592 orð | ókeypis

Að þekkja foreldra sína

ÞAÐ reynist merkileg upplifun fyrir unga blaðakonu, Ellen Gulden, að snúa heim frá New York í smábæinn þar sem hún ólst upp og kynnast foreldrum sínum á nýjan hátt og uppgötva í fyrsta skipti ýmislegt um þetta fólk sem hún hélt að hún vissi allt um. Meira
9. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 584 orð | ókeypis

ALLT LAGT UNDIR

MYNDIN Málaferli er lögfræðileg spennumynd, byggð á sannri sögu. Í aðalhlutverki er John Travolta, sem leikur Jan Schlichtmann, einkamálalögfræðing, sem nýtur mikillar velgengni en flækir sig inn í mál sem næstum því ríður honum að fullu. Málið virðist vera einfalt í fyrstu en út úr því sprettur mikil flækja stórkostlegra málaferla. Meira
9. apríl 1999 | Bókmenntir | 858 orð | ókeypis

Ástir og erfðir

eftir Simon Mawer. Anchor. London 1998. Fyrsta útg. Doubleday 1997. 304 bls. ENGINN áttaði sig á mikilvægi garðyrkjuföndurs austurríska munksins Johanns Gregors Mendel, um miðja síðustu öld, jafnvel ekki margir frægustu líffræðingar nítjándu aldarinnar sem Mendel sendi ýtarleg bréf um grúsk sitt. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 55 orð | ókeypis

Bíræfinn málverkastuldur

VOPNAÐIR ræningjar stálu á þriðjudag tveimur málverkum úr rússneska ríkislistasafninu í Sankti Pétursborg, sem samanlagt eru talin allt að áttatíu milljónum íslenskra króna virði. Mennirnir beittu skotvopnum gegn lögreglunni á flóttanum, að sögn talsmanns listasafnsins, Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | -1 orð | ókeypis

Breskur rithöfundur talar um gagnagrunnsfrumvarpið

MANNVERND heldur fund í Háskólabíói á morgun, laugardag, kl. 14. Þar mun breski líffræðingurinn og rithöfundurinn Simon Mawer halda fyrirlestur um gagnagrunnsmálið og siðfræði erfðafræðinnar en hann er höfundur nýútkominnar skáldsögu, Mendel's Dwarf, sem hefur erfðafræði að umfjöllunarefni. (Ritdómur um bók Mawer er hér til hliðar. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 233 orð | ókeypis

Brezka þjóðleikhúsið Leikarar látnir b

BREZKI þjóðleikhússtjórinn Trevor Nunn hefur valdið nokkru fjaðrafoki með því að láta leikara bera hljóðnema á sviðinu svo betur heyrist til þeirra. Leikarar eru margir sagðir þessu mótfallnir og er talið, að samtök þeirra láti til sín taka næstu daga fyrir frumsýningu, sem verður 13. apríl. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 64 orð | ókeypis

Burtfarartónleikar í píanóleik

STEINUNN Halldórsdóttir, nemandi við Tónlistarskóla Kópavogs, heldur burtfarartónleika sunnudaginn 11. apríl kl. 16 í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Á efnisskrá er: J.S. Bach ­ Krómatísk fantasía og fúga, L.v. Beethoven ­ Sónata í As-dúr op. 26, F. Liszt ­ Sex huggunarljóð og M. Ravel ­ Sónatína. Meira
9. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 157 orð | ókeypis

Carmen sækir um skilnað

NÚ er komið að Carmen Electra að segja Dennis Rodman upp, en eins og margir muna giftu þau sig í Las Vegas 14. nóvember síðastliðinn. Aðeins níu dögum eftir brúðkaupið sótti Rodman um ógildingu hjónabandsins og talsmaður hans bar því við að körfuboltakappinn skrautlegi hefði verið ofurölvi þegar athöfnin fór fram. Meira
9. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 642 orð | ókeypis

DJ Die semur tónlist og þeysist um á hjólabretti

Í KVÖLD munu bresku plötusnúðarnir DJ Die, DJ Skitz og DJ Habit ásamt Margeiri skemmta gestum á Kaffi Thomsen og annað kvöld fara tveir þeirra fyrrnefndu auk Mc Rhett og Margeirs norður um heiðar og spila á Ráðhúskaffi þeirra Akureyringa. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 113 orð | ókeypis

Einari Braga veit þýðingarverðlaun

EINAR Bragi rithöfundur hlýtur þýðingarverðlaun ársins 1999 hjá Sænsku akademíunni. Þau eru samkvæmt reglugerð: "til þess ætluð að heiðra menn sem leyst hafa af hendi afbragðs þýðingar á eða úr sænsku". Meira
9. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 59 orð | ókeypis

Eyrnastórir yrðlingar

GÆSLUKONAN Shona Wessely faðmar nýfæddan yrðling í Dýragarði Sydney í Ástralíu. Þrír yrðlingar af refategundinni fennec fæddust fyrir átta vikum en foreldrar þeirra eru refirnir Emi og Tokar sem voru fluttir til Ástralíu frá eyðimerkurgarði í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Fennec refir eru smæsta refategundin, með löng og oddmjó eyru og lifa villtir í Sahara eyðimörkinni í Norður-Afríku. Meira
9. apríl 1999 | Kvikmyndir | 331 orð | ókeypis

Fallegu ævintýrin

Leikstjóri: Andy Tennant. Handrit: Susanna Grant, Andy Tennant, Rick Parks. Kvikmyndataka: Andrew Dunn. Tónlist: Georg Fenton. Aðalhlutverk: Drew Barrymore, Anjelica Huston, Dougray Scott, Patrick Godfrey, Timoty West, Jeroen Krabbé. 20th Century Fox. 1998. Meira
9. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 426 orð | ókeypis

Frábær skemmtun Það er eitthvað við hana Maríu (There's Something about Mary)

Framleiðendur: F. Beddor, M. Steinberg, B. Thomas og C.B. Wesser. Leikstjórar: Peter og Bobby Farrelly. Handrit: E. Decter, J. Strauss, P. og B. Farrelly. Aðalhlutverk: Cameron Diaz, Ben Stiller og Matt Dillon. (110 mín.) Bandarísk. Skífan, apríl 1999. Myndin er öllum leyfð. Meira
9. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 95 orð | ókeypis

Freaky Tah myrtur

RAPPARINN Freaky Tah úr Lost Boyz var myrtur á dögunum í New York. Rapparinn heitir réttu nafni Raymond Rogers og var skotinn í höfuðið af manni með bláa skíðahúfu þegar hann var á leið úr hófi á hóteli í Queens. Málið er í rannsókn og leitar lögreglan að vísbendingum vegna morðsins. Rogers er einn af mörgum röppurum sem myrtir hafa verið undanfarin ár. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 161 orð | ókeypis

Fyrirlestur um íslenskan módernisma

ÓLAFUR Gíslason, sérfræðingur við Listasafn Íslands, flytur fyrsta af fjórum fyrirlestrum um módernisma í myndlist miðvikudaginn 14. apríl. Í fyrirlestrunum verður fjallað um tilkomu evrópsks módernisma, hugmyndalegar forsendur hans og einkenni, um ólíka strauma innan módernismans, og hvernig þeir bárust inn í íslenska myndlist. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 70 orð | ókeypis

Fyrirlestur um menningarlífið í Glasgow

FRÆÐSLUDEILD Myndlista- og handíðaskóla Íslands stendur fyrir fyrirlestri mánudaginn 12. apríl þar sem Francis MacKee flytur fyrirlestur í húsnæði MHÍ í Laugarnesi. MacKee er sýningarstjóri "Cities of Glasgow" og fjallar um menningarlífið í Glasgow og þann hóp listamanna er taka þátt í sýningunni "If I ruled the world" sem opnuð verður í Nýlistasafninu laugardaginn 10. apríl. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 129 orð | ókeypis

Gítartónleikar í Laugarneskirkju

GÍTARLEIKARINN Kristinn H. Árnason heldur tónleika í Laugarneskirkju laugardaginn 10. apríl kl. 17. Kristinn hélt tónleika í síðustu viku í Salnum í Kópavogi og verður leikin sama efnisskrá á þessum tónleikum þ.e.a.s. verk eftir Sor, Bach, Jón Ásgeirson, Turina og Albeniz. Meira
9. apríl 1999 | Bókmenntir | 545 orð | ókeypis

Glefsur úr starfi leigumorðingja

eftir Lawrence Block. Avon Twilight 1999. 309 síður. Honum fannst hann ekki vera neinn sérstakur óþokki. Honum fannst hann vera venjulegur einhleypur náungi frá New York sem bjó einn, borðaði úti eða tók mat með sér heim, hunskaðist með þvottinn í þvottahús, réð krossgátuna í Times með morgunkaffinu. Meira
9. apríl 1999 | Myndlist | 190 orð | ókeypis

Grænt og vænt

Til 14. apríl. Opið daglega frá kl. 11.00­23.30. GUÐBJÖRG Magnea sýnir 15 málverk á Horninu, öll með svipuðu yfirbragði og áþekk að lit. Þau eru af grænum hæðum sem gjarnan ná yfir níu tíundu hluta myndflatarins og eiga að lýsa gróandinni og vorinu. Tíundi hlutinn sem eftir stendur sýnir himininn, allheiðan og blikandi. Meira
9. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 784 orð | ókeypis

Hringlar í eggjastokkum víða um heim

ÞRÁTT fyrir hrakspár margra spakra manna um afleiðingar 2000-vandans eru dæmi um að konur vinni að því öllum árum að fæða barn 1. janúar árið 2000. Á netútgáfu San Francisco Chronicle segir að líkurnar á að þeim takist ætlunarverkið séu mestar ef getnaður verður í dag, 9. apríl. Bara líkur, árétta læknar og segja getnað í dag alls ekki tryggja fæðingu barns á nýársdag. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 934 orð | ókeypis

HVAÐAN SEM VINDURINN BLÆS Óskar Árni Óskarsson skáld hefur túlkað höfuðskáld japönsku hækunnar. Samt hefur hann aldrei til

Óskar Árni Óskarsson skáld hefur túlkað höfuðskáld japönsku hækunnar. Samt hefur hann aldrei til Japans komið. Í samtali ÞORVARÐAR HJÁLMARSSONAR við hann kemur fram að Óskar Árni heldur það duga að koma bara til landsins í bókum. Hann segir að japönsku hækuskáldin hafi svipaða sýn á umhverfið og hann kannast við hjá sjálfum sér. Meira
9. apríl 1999 | Kvikmyndir | 433 orð | ókeypis

Í kjallaranum, dúa

Leikstjóri Hugh Wilson. Handritshöfundur Bill Kelly. Kvikmyndatökustjóri José Louis Alcaine. Tónskáld Steve Dorff. Aðalleikendur Brendan Fraser, Alicia Silverstone, Christopher Walken, Sissy Spacek, David Foley. 110 mín. Bandarísk. New Line Cinema, 1998. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 57 orð | ókeypis

Jazzmenn Alfreðs í Múlanum

JAZZMENN Alfreðs leika sunnudagskvöldið 11. apríl í Múlanum og hefjast tónleikarnir kl. 21.30. Fluttir verða ýmsir djassdansar eftir þekkta höfunda úr heimi djassins ásamt því að frumfluttir verða nokkrir dansar meðlima Jazzmanna. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 253 orð | ókeypis

Lúðrasveit Vestmannaeyja 60 ára

Vestmannaeyjum-Lúðrasveit Vestmannaeyja fagnaði fyrir skömmu 60 ára afmæli sveitarinnar. Lúðrasveitina stofnaði Oddgeir Kristjánsson, tónskáld og tónlistarkennari, ásamt fleirum og varð Oddgeir fyrsti stjórnandi sveitarinnar en fyrsti formaður hennar var Hreggviður Jónsson. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 185 orð | ókeypis

Nýjar bækur ISLANDS Hist

ISLANDS Historie fra bosættelsen til vore dage er eftir Jón R. Hjálmarsson. Bókin byggist á samsvarandi bókum á ensku og þýsku frá sama útgefanda. Þessi handhæga bók er við allra hæfi og spannar Íslandssöguna, allt frá landnámi til okkar daga. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 146 orð | ókeypis

Nýjar bækur KÆRLEIKURINN

KÆRLEIKURINN mestur, er nafn á nýútkominni barna- og fjölskyldubók eftir Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK. Í bókinni eru ellefu frumsamdar smásögur sem fjalla um börn, einkum stráka 6­14 ára, og glímu þeirra við atvik sem upp hafa komið í lífi þeirra og samskipti við foreldra, bekkjarsystkini, vini og aðra samferðamenn. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 89 orð | ókeypis

Opnar málverkasýningu hjá Bílum & list

SARA Vilbergsdóttir opnar málverkasýningu í sýningarsalnum Bílar & list, Vegamótastíg 4, Reykjavík, laugardaginn 10. apríl, þar sem hún sýnir akrýlmálverk unnin á þessu ári og hinu síðasta. Sara stundaði nám í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands á árunum 1981­85 og framhaldsnám í Statens Kunstakademi, Ósló, árin 1985­87. Meira
9. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 178 orð | ókeypis

Safnplöturnar sterkar

GÍTARSTEMMNINGARNAR á Acoustic Moods halda fyrsta sætinu frá síðasta lista en Bacharach-lögin í flutningi söngkonunnar Dionne Warvick taka annað sætið af Björk sem fer í fimmta sætið með Gling Gló. Bestu lög írsku sveitarinnar U2 á áratugnum 1980­90 eru ennþá nálægt toppnum enda geysimikið spilað á útvarpsstöðvunum um þessar mundir. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 834 orð | ókeypis

Samtíminn líður hratt

FYRIR fimm árum sýndi Magnús Kjartansson myndlistarmaður flokk mynda á Norrænu menningarhátíðinni á Spáni. Öll verkin eru unnin með olíu og blandaðri tækni á striga 1994. Hluti þessarar sýningar er nú í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9. Myndirnar kallar Magnús Col tempo eða Með tímanum. Hann segir að myndirnar séu tilbrigði samnefnd við verk eftir Giorgione (d. 1510). Meira
9. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 608 orð | ókeypis

Sífellt öflugri viðburður

Í KVÖLD verður haldin plötusnúðakeppni á Gauk á Stöng frá kl. 20 til 22. Af því tilefni eru komnir til landsins bresku plötusnúðarnir Kam og Huw, en saman kalla þeir sig Beyond Thereog hafa verið fulltrúar Bretlands á Return of the DJ Volume 2geisladisknum sem selst hefur mjög vel hér á landi. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 131 orð | ókeypis

Sýning og fyrirlestur um Púshkin

Í TILEFNI 200 ára afmælis rússneska þjóðskáldsins Alexanders S. Púshkins nú í vor verður opnuð sýning í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10, laugardaginn 10. apríl kl. 15. Þá flytur Árni Bergmann rithöfundur erindi um skáldið og sýnd verður kvikmynd. Á sýningunni í MÍR-salnum verður ýmiskonar efni sem tengist skáldinu og verkum þess s.s. ljósmyndir, teikningar, bókaskreytingar og bækur. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 30 orð | ókeypis

Sýningum lýkur Hafnarborg

SÝNINGU á málverkum Björns Birnis, Hlífar Ásgrímsdóttur og Kristínar Geirsdóttur lýkur næstkomandi sunnudag. Kl. 14 mun Kór Hvassaleitisskóla flytja nokkur lög í safninu undir stjórn Kolbrúnar Ásgrímsdóttur. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 258 orð | ókeypis

Tónleikar í Dölum og á Snæfellsnesi

GUNNAR Kvaran sellóleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari heimsækja skóla á Snæfellsnesi og á Dölum næstu daga og leika fyrir nemendur. Á 10 skólatónleikum flytja þau öllum grunnskólanemendum á svæðinu fjölbreytta tónlist sem sniðin er hverju sinni að þeim áheyrendahópi sem sækir tónleikana. Í fréttatilkynningu segir: "Gunnar og Selma eiga að baki tugi skólatónleika undanfarin ár. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 44 orð | ókeypis

Tónleikar í Hveragerðiskirkju

TÓNLISTAFÉLAG Hveragerðis og Ölfuss stendur fyrir sínum árlegu áskriftartónleikum sunnudaginn 11. apríl. Að þessu sinni koma fram þær Greta Guðnadóttir, fiðluleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari. Þær leika verk eftir Ludwig van Beethoven, Karol Szymanowski og Francis Poulenc. Tónleikarnir hefjast kl. 14. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 86 orð | ókeypis

Tríó tónleikar á Höfn

MIKLÓS Dalmay, píanóleikari, Ármann Helgason, klarinettleikari og Guðmundur Kristmundsson, víóluleikari, halda tónleika sunnudaginn 11. apríl í Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði og hefjast þeir kl. 20.30. Þeir munu leika tríó eftir W.A. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 111 orð | ókeypis

Tveir sýna í Listasafni Árnesinga

BIRGIR Andrésson og Ólafur Lárusson sýna í Listasafni Árnesinga frá 10. apríl til 2. maí. Opið frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14­17. Aðgangur ókeypis. Birgir Andrésson fæddist í Vestmannaeyjum 1955. Hann útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1977 og Jan van Eyck Akademie í Maastrich í Hollandi 1979. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 92 orð | ókeypis

Umhverfisvænn listviðburður

BOÐIÐ verður til sérstæðrar dagskrár í Listaklúbbi Leikhúskjallarans mánudaginn 12. apríl. Gestum klúbbsins er boðið á umhverfisvænan listviðburð sem hlotið hefur yfirskriftina: Þar sem hjartað slær, hjartasögur af hálendinu. Meira
9. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 166 orð | ókeypis

Vandræði í Paradís Brosið þitt (A Smile Like Yours)

Leikstjórn: Keith Samples. Aðalhlutverk: Greg Kinnear, Lauren Holly og Joan Cusack. 93 mín. Bandarísk. Sam-myndbönd, mars 1999. Öllum leyfð. Þetta er fyrsta myndin sem Greg Kinnear kemur fram í eftir hina vel heppnuðu og geysivinsælu "As Good As It Gets" og hann hefði ekki getað valið mikið verra hlutverk til að fylgja vinsældunum eftir. Meira
9. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 140 orð | ókeypis

Vann 169 diska með tónlist Bachs

VERSLUNIN 12 tónar hélt upp á árs afmæli sitt sl. laugaradag með tónleikum og uppákomum. Hjalti Rögnvaldsson byrjaði dagskrána með ljóðalestri, en síðan lék Kristinn Árnason nokkur verk á klassískan gítar. Þá var komið að íslenskum djassi í flutningi þeirra Jóels Pálssonar saxófónleikara og Hilmars Jenssonar gítarleikara. Meira
9. apríl 1999 | Menningarlíf | 47 orð | ókeypis

Þrír kvennakórar í Hveragerðiskirkju

ÞRÍR kvennakórar halda tónleika laugardaginn 10. apríl kl. 16 í Hveragerðiskirkju. Þetta eru Kvennakór Hafnarfjarðar, stjórnandi: Halldór Óskarsson. Undirleikari: Hörður Bragason Raddþjálfun: Elín Ósk Óskarsdóttir. Jórukórinn á Selfossi, stjórnandi: Helena R. Káradóttir. Undirleikari: Þórlaug Bjarnadóttir. Kvennakórinn Ljósbrá, stjórnandi og undirleikari: Jörg Söndermann. Allir velkomnir. Meira
9. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 424 orð | ókeypis

Ætlum að sigra heiminn

ÍSLENSKA hljómsveitin Sólstafir spilar "blackmetal"-tónlist sem stingur óneitanlega í stúf við blítt og ómþýtt nafn sveitarinnar. Þegar betur er að gáð er nafnið þó viðeigandi því allir textar eru sungnir á íslensku. Einnig þeir sem hafa náð til eyrna erlendra þungarokksaðdáenda um heim allan og af þeim eiga meðlimir Sólstafa nóg. Meira

Umræðan

9. apríl 1999 | Aðsent efni | 716 orð | ókeypis

24. mars 1999

Veita hefði átt þessar billjónir dollara til efnahagslegrar aðstoðar og uppbyggingar, segir Sigtryggur Jónsson, í stað pólitísks áróðurs og innrásar. Meira
9. apríl 1999 | Aðsent efni | 937 orð | ókeypis

Allt í plati hjá lögguskólanum

Ekki get ég á mér setið, segir Guðmundur Freyr Sveinsson, að gagnrýna framkvæmdahlið úrtökuprófsins. Meira
9. apríl 1999 | Aðsent efni | 832 orð | ókeypis

Enn kemur upphefðin í neytendamálum að utan

En það er allavega ljóst að ef íslensk stjórnvöld ætla að taka virkan þátt í evrópsku neytendasamstarfi á öllum sviðum, segir Jóhannes Gunnarsson, mun það þýða sóknarfæri fyrir íslenska neytendur. Meira
9. apríl 1999 | Aðsent efni | 535 orð | ókeypis

Enn um nýja siði eða öllu heldur siðleysi

Ef við höldum okkur ekki við siðareglur varðandi birtingu á niðurstöðum, segir Alfreð Árnason, endar það í öngþveiti og enginn veit hvað er satt og hverju logið. Meira
9. apríl 1999 | Aðsent efni | 694 orð | ókeypis

Er skynsamlegt að efla séreignastefnuna?

Til þess að breytingar verði telur Jón Kjartansson að endurskoða þurfi húsaleigulög með nýja hugsun að leiðarljósi. Meira
9. apríl 1999 | Aðsent efni | 1082 orð | ókeypis

Fiski hent

Ég fullyrði, segir Hrólfur S. Gunnarsson, að engum fiski var hent af bátaflotanum meðan veiðar voru frjálsar. Meira
9. apríl 1999 | Aðsent efni | 600 orð | ókeypis

"Friðarsinninn" og NATO

Þessa dagana vonar Slobodan Milosevic að öllum líkindum, að mati Hafsteins Þórs Haukssonar, að sem allra flestir Vesturlandabúar gerist "friðarsinnar" og styðji aðgerðarleysi gagnvart fjöldamorðunum sem hann skipuleggur nú af meiri móð en nokkru sinni áður. Meira
9. apríl 1999 | Aðsent efni | 324 orð | ókeypis

Gildi náms og rannsókna fyrir íslenskan arkitektúr

Nauðsynlegt er því að tekist sé á við það umhverfi sem við búum í á faglegum forsendum, segir Harpa Stefánsdóttir, og á hlutlausan og rökrænan hátt. Meira
9. apríl 1999 | Aðsent efni | 631 orð | ókeypis

Hin svart- hvíta heimsmynd

Síðustu vikur og dagar eru því miður til vitnis um það, segir Loftur Guttormsson, að andi kalda stríðsins lifir enn góðu lífi í hugskoti þeirra sem eru ráðandi í stjórnmálum og fréttamiðlun. Meira
9. apríl 1999 | Aðsent efni | 999 orð | ókeypis

Hvernig þróast byggð á höfuðborgarsvæðinu á næstu öld?

Svokallaðar "endurbætur" á Reykjavíkurflugvelli eru einfaldlega það ódýrasta, sem ríkissjóður býður fram, segir Jóhann J. Ólafsson, en borgaryfirvöld eru sofandi yfir því hverjar afleiðingarnar eru og kostnaður fyrir borgarbúa. Meira
9. apríl 1999 | Aðsent efni | 273 orð | ókeypis

Hæpin fjármálastefna

Íslendingar, segir Eggert Haukdal, hafa á liðnum áratugum þolað hörmungar verðbólgu. Meira
9. apríl 1999 | Aðsent efni | 889 orð | ókeypis

Markaðsvæðing heilbrigðisþjónustu

Skynsamlegast er, segir Kristján Sigurðsson, að hafa hér einn sterkan kaupanda þjónustu frá dreifðum seljendum. Meira
9. apríl 1999 | Aðsent efni | 740 orð | ókeypis

Meira um heilbrigð· ismálaál· yktun landsfundar

Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna er reiðubúinn að leggja fram krafta sína, segir Jóhann Heiðar Jóhannsson, og taka þátt í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar með Sjálfstæðisflokknum. Meira
9. apríl 1999 | Aðsent efni | 787 orð | ókeypis

Meiri stærðfræði er nauðsyn!

Það er gott að læra af mistökum sínum, segir Rögnvaldur G. Möller, en betra er samt að læra af mistökum annara. Meira
9. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 417 orð | ókeypis

Opið bréf til Tryggingastofnunar

ÞAÐ er kannski að bera í bakkafullan lækinn að veitast að Tryggingastofnun ríkisins enn eina ferðina, en ég get nú ekki orða bundist. Forsaga mín er sú að árið 1993 greindist ég með sykursýki, sama ár gekkst ég undir hjartaaðgerð þar sem skipt var um nokkrar æðar, var ég í framhaldi dæmdur 75% öryrki og fékk þar með viðeigandi bótagreiðslur. Meira
9. apríl 1999 | Aðsent efni | 355 orð | ókeypis

Samfylkingin boðar miklar skattahækkanir StjórnmálSkat

Skattahækkanir Samfylkingarinnar, segir Ásdís Halla Bragadóttir, munu kollvarpa stöðugleikanum. Meira
9. apríl 1999 | Aðsent efni | 452 orð | ókeypis

Sjónflug í Skerjafirði!

Það væri vægast sagt merkur áfangi í tæknisögu Íslands, segir Leifur Magnússon, ef nýr flugvöllur höfuðborgar Íslands skuli nú aðeins ætlaður fyrir sjónflug! Meira
9. apríl 1999 | Aðsent efni | 615 orð | ókeypis

Stefnuþing MENNTAR

MENNT er ætlað, segir Ingi Bogi Bogason, að mynda brú milli fræðslustofnana og atvinnulífs. Meira
9. apríl 1999 | Aðsent efni | 951 orð | ókeypis

Söngvar loddaranna

Er það ekki undravert, spyr Jón Sigurðsson, að þetta skuli vera þjóðkjörnir fulltrúar á löggjafarsamkundunni? Meira
9. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 411 orð | ókeypis

Vinstristjórnir eru samnefnari verðbólgu

MJÖG áríðandi er fyrir okkur sem komin erum yfir miðjan aldur, og vitum hvað verðbólga er, að aðvara og upplýsa unga kjósendur um að kasta ekki atkvæði sínu á þá flokka sem kenna sig við vinstristefnu. Í átta ár hefur nær engin verðbólga verið hér, og því eru þúsundir kjósenda sem vita ekki hvað þetta fyrirbæri í efnahagslífinu er, nema af afspurn. Meira
9. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 242 orð | ókeypis

Þekkingarótti

OFT undraðist ég á sl. ári yfir þeirri andúð á ástundun erfðavísinda, sem fram kom í blaðaskrifum margra annars mætra manna. Nú finnst mér gengið enn lengra og ósæmilegar til verks, þegar skorað er á fólk að leggja stein í götu vísindarannsókna, sem færa mannkyninu aukinn skilning á lífríkinu og eigin tilverulögmálum. Meira

Minningargreinar

9. apríl 1999 | Minningargreinar | 473 orð | ókeypis

Einar Egilsson

Hann Einar tengdafaðir minn er látinn eftir tveggja mánaða sjúkrahúslegu. Aðalástæðan fyrir því að hann fór á spítala í janúar var mjaðmagrindarbrot og einhvern veginn héldum við að hann myndi ná sér eins og svo oft áður hafði gerst, enda var lífsvilji hans og bjartsýni alveg einstök. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 26 orð | ókeypis

EINAR EGILSSON

EINAR EGILSSON Einar Egilsson fæddist í Hafnarfirði 18. mars 1910. Hann lést á Landakotsspítala 28. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 7. apríl. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 349 orð | ókeypis

Helga Eiðsdóttir

Þegar ég ákvað að fara í Stýrimannaskólann á Dalvík sumarið 1985 talaði afi minn, hann Óli Bjarnason, við Matthías Jakobsson, frænda sinn á Dalvík, og sagði honum að ég yrði þar næsta vetur. Matti bauðst til að hýsa strákinn ef hann vildi. Ég lét til leiðast og mætti í Bárugötuna um haustið og þá sá ég Helgu í fyrsta skiptið. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 440 orð | ókeypis

Helga Regína Eiðsdóttir

Mig langar til að minnast fáeinum orðum fyrrverandi tengdamóður minnar. Mér finnst það vera viss forréttindi að fá að vera samferða Helgu í gegnum hluta af lífinu. Að sjá alltaf björtu hliðarnar á öllum hlutum er ekki öllum gefið. Helga hafði allt til að bera sem getur prýtt eina manneskju. Hún var skemmtileg, hlý og lítillát kona. Þessir eiginleikar áttu síðar eftir að koma henni vel. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 280 orð | ókeypis

Helga Regína Eiðsdóttir

Ég kynntist Helgu fyrir 14 árum en þá fluttist ég til Íslands. Helga var ákaflega hlý, glaðlynd og hjálpsöm kona. Þótt við skildum ekki hvor aðra í byrjun tókst okkur þó alltaf með einhverjum ráðum að gera okkur skiljanlegar. Hún var ein þeirra sem hjálpaði mér mikið við að læra íslensku og að vinna þau störf sem hér tíðkuðust við heimilishald. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 75 orð | ókeypis

HELGA REGÍNA EIÐSDÓTTIR

HELGA REGÍNA EIÐSDÓTTIR Helga Regína Eiðsdóttir var fædd að Krókum í Fnjóskadal 15. ágúst 1931. Hún lést á heimili sínu á Dalvík 2. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eiður Indriðason og Matthildur Níelsdóttir. Systkini hennar voru Anton, Elínrós og Anna. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 348 orð | ókeypis

Iðunn Geirdal

Þegar ég frétti að Iðunn frænka mín og vinkona væri látin fannst mér erfitt að trúa því. Ég vissi að vísu að hún gekk ekki heil til skógar en hún bar sig alltaf svo vel. Þegar hún var spurð hvernig henni liði, eyddi hún því og talaði um hve allir væru góðir við sig og hvernig hjúkrunarfólkið stjanaði við sig. Hún var alltaf svo hress og kát. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 30 orð | ókeypis

IÐUNN GEIRDAL

IÐUNN GEIRDAL Iðunn Eyfríður Steinólfsdóttir Geirdal fæddist í Grímsey 18. desember 1916. Hún lést á Landspítalanum 22. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hjallakirkju í Kópavogi 30. mars. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 426 orð | ókeypis

Jóhanna Ingibjörg Kristinsdóttir

Þegar vinir kveðja þennan heim, finnur maður hve mikið er að þakka. Vinkona mín Jóhanna Kristinsdóttir Magnússon er látin 87 ára að aldri. Ég kynntist þeim hjónum Guðmundi Magnússyni vélstjóra og Hönnu árið 1952 og alla tíð síðan voru þau ein af mínum bestu vinum. Einnig er ég svo lánsöm að hafa öðlast vináttu barna þeirra, Hönnu yngri, Sigga og Ásdísar. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 413 orð | ókeypis

Jóhanna Ingibjörg Kristinsdóttir

Elskuleg amma okkar er látin, en hún lifir áfram í hjörtum okkar. Þó hún sé farin frá okkur þá eigum við ótal margar yndislegar minningar um hana. Hún var einstök manneskja á allan hátt. Líklega er fyrstu minningar okkar allra barnabarnanna þær að við skriðum upp í rúm til hennar á morgnana þegar að við gistum hjá henni eða hún hjá okkur og þetta gerðum við eins lengi eins og pláss var fyrir Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 177 orð | ókeypis

JÓHANNA INGIBJÖRG KRISTINSDÓTTIR

JÓHANNA INGIBJÖRG KRISTINSDÓTTIR Jóhanna Ingibjörg Kristinsdóttir fæddist í Grímsey 20. apríl 1911. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 1. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristinn Kristmundsson sjómaður og Sigurborg Sigurðardóttir húsmóðir. Þeim varð fjögurra barna auðið og var Jóhanna annað barn þeirra. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 698 orð | ókeypis

Kjartan Gunnar Helgason

Þau fluttust að Unaðsdal frá Strandseljum foreldrar hans, Helgi Guðmundsson og Guðrún Ólafsdóttir 1922, og þar fæddist þeim sonurinn Kjartan. Kjartan ólst upp á fjölmennu heimili í Dal, börnin mörg og löngum margt um manninn að öðru, verkamenn hjá foreldrum hans, er var dugmikið athafnafólk og hafði faðir hans mörg járn í eldi, athafnamaður. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 171 orð | ókeypis

Kjartan Helgason

Kjartan Helgason, fyrrverandi bóndi, er látinn. Þegar okkur félögum hans í Lionsklúbbi Mosfellsbæjar bárust þær fréttir reikaði hugurinn til baka til þeirra góðu stunda sem við áttum með honum. Kjartan gekk til liðs við klúbbinn í janúar 1996, þá tæplega 71 árs. Það þótti mörgum undarlegt að taka inn nýjan félaga sem kominn var á þennan aldur. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 28 orð | ókeypis

KJARTAN HELGASON

KJARTAN HELGASON Kjartan Helgason fæddist í Unaðsdal á Snæfjallaströnd 18. september 1925. Hann lést á Landakoti 26. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 8. apríl. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 579 orð | ókeypis

Kristinn Magnússon

Nýverið kvaddi þennan heim ástkær tengdafaðir okkar og vinur Kristinn Magnússon, húsasmíðameistari, sem lengst af bjó í Goðheimum 4 í Reykjavík. Kristinn var eitt mesta ljúfmenni, sem við höfum kynnst, og viljum við gjarnan fá að minnast þessa trausta vinar okkar með nokkrum kveðjuorðum að skilnaði. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 439 orð | ókeypis

Kristinn Magnússon

Það var mér mikið áfall að frétta af andláti þínu, elsku afi, og leita ég nú huggunar í minningunum. Elsku afi minn, hversu sárt ég sakna þín. Afi minn geislaði af góðvild. Ég man sérstaklega eftir því þegar afi kenndi mér að leggja saman á stofugólfinu í Goðheimunum. Það er ein af fyrstu minningum um okkar samverustundir. Afi hafði alltaf nægan tíma fyrir barnabörnin sín. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 358 orð | ókeypis

Kristinn Magnússon

Það var þriðjudaginn 30. mars að mér barst sú fregn, að Kristinn Magnússon, fyrrverandi tengdafaðir minn, væri látinn. Það sló mig mjög mikið, því ekki hefði ég átt von á því, að það væri í hinsta sinn sem ég sæi hann þegar ég heimsótti hann á 75 ára afmælisdegi hans núna í mars. Því vil ég fá að minnast þessa sómamanns með nokkrum þakkarorðum. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 127 orð | ókeypis

Kristinn Magnússon

Það er erfitt að tjá þá sorg sem býr í hjarta okkar yfir að þurfa að kveðja þig, elsku afi. Við munum minnast þín með sárum söknuði, vitandi að við erum öll ríkari fyrir að hafa haft þig í lífi okkar. Okkur langar til að þakka þér fyrir allt sem þú kenndir, gafst og varst okkur og kveðja þig með þessu ljóði: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 425 orð | ókeypis

Kristinn Magnússon

Hann Kristinn frændi minn er látinn. Skarð hefur verið höggvið í sterkan systkinahóp, það fyrsta síðan systir þeirra, hún Sigríður Svava, lést fyrir tæpum sextíu árum. Kristinn er mér afar ofarlega í huga þegar ég hugsa um frændfólk mitt. Minnisstæður af mannamótum sakir hæglætis og hógværðar. Þegar hann blandaði sér í umræðurnar var það með mikilli hægð. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 617 orð | ókeypis

Kristinn Magnússon

Þegar sest er niður á páskadegi til að skrifa minningarorð um föður okkar, Kristin Magnússon, sem lést eftir aðeins fimm daga veru á Skjóli, koma margar minningar fram í hugann. Mjög ungur að árum eða um fermingu fór faðir okkar að starfa hjá Mólkubúi Flóamanna og lærði hann þar til mjólkurfræðings og ætlaði síðar í framhaldsnám til Danmerkur, en af því gat ekki orðið, Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 265 orð | ókeypis

KRISTINN MAGNÚSSON

KRISTINN MAGNÚSSON Kristinn Magnússon fæddist í Smjördölum í Flóa í Sandvíkurhreppi hinn 3. mars 1924. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli hinn 30. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Þorkelsson, húsasmiður og gullsmiður, f. 29. maí 1890, d. 25. febrúar 1956, og Ingibjörg Árnadóttir, húsfrú, f. 27. apríl 1889, d. 3. ágúst 1978. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 298 orð | ókeypis

Margrét Jóhannesdóttir

Þegar löngum ævidegi lýkur er þreyttum sælt að sofna og vakna aftur í heimi hins eilífa ljóss. Við sem eftir lifum hryggjumst um stund, en ljúfu minningarnar koma fram úr fylgsnum hugans og allar gleðistundirnar renna hjá líkt og myndir á tjaldi. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 540 orð | ókeypis

Margrét Jóhannesdóttir

Þessar ljóðlínur koma upp í hugann þegar ég nú kveð hana tengdamóður mína, Margréti Jóhannesdóttur, í hinsta sinn. Minningarnar um Möggu eru nátengdar Nonna, Jóni Helgasyni, manni hennar sem lést fyrir einu ári, og Hörpugötu 7, þar sem þau bjuggu sér og fjölskyldu sinni notalegt heimili en á Hörpugötunni bjuggu þau lengst af. Fjölskyldan og heimilið var Möggu allt. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 389 orð | ókeypis

MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR

MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR Margrét Jóhannesdóttir fæddist á Hlíð í Álftafirði 9. september 1912. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 28. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Einar Gunnlaugsson smiður og bóndi, f. 27.5. 1882, d. 2.4. 1942, og Málfríður Sigríður Sigurðardóttir húsmóðir, f. 15.5. 1885, d. 5.5. 1956. Systkini Margrétar eru Agnes, f. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 203 orð | ókeypis

Óli Kristján Jóhannsson

Ég mun alltaf minnast afa. Í æsku vorum við systurnar ávallt velkomnar í Kjalarlandið þar sem vel var tekið á móti okkur og alltaf eitthvað gott til að borða. Aldrei sá ég afa reiðan eða niðurdreginn, hann var alltaf glaður, tilbúinn í að spjalla. Ef við hefðum fengið að ráða hefðu árin okkar saman í Lautasmáranum orðið mun fleiri en reyndin varð. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 68 orð | ókeypis

Óli Kristján Jóhannsson

Elsku afi, við söknum þín svo mikið. En það er okkur huggun að vita að nú líður þér vel. Nú ert þú hjá Guði og öllum englunum. Við þökkum allar samverustundirnar með þér. Guð blessi þig. Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Eva Rós, Gunnar Örn og Davíð Þór. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 364 orð | ókeypis

Óli Kristján Jóhannsson

Hann er farinn. Hann tengdapabbi er dáinn. Að segja börnunum mínum að afi þeirra sé dáinn er eitt það erfiðasta sem ég hef gert um ævina. Að horfa á þau brotna niður við þessa sorglegu frétt, faðma þau og hugga og reyna að vera sterk sjálf. Þetta gerðist svo snöggt að þetta var eins og högg, bylmingshögg. Við vorum þarna öll að halda upp á afmælið hans Jóa. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 95 orð | ókeypis

Óli Kristján Jóhannsson

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 65 orð | ókeypis

Óli Kristján Jóhannsson

Í dag verður Óli afi minn jarðaður. Það er skrítið að hafa þig ekki lengur á meðal okkar. Ég veit að þú fylgist með okkur og þá sérsaklega ömmu Stellu. Afi, þú munt áfram eiga stóran stað í hjörtum okkar allra því við eigum öll minningarnar sem styðja okkur í sorginni. Með þessum fáu orðum kveð ég þig í hinsta sinn. Erla Björk. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 186 orð | ókeypis

Óli Kristján Jóhannsson

Margar góðar minningar á ég um hann pabba minn. Ávallt var góðmennskan og hlýjan í fyrirrúmi hjá honum. Minnist ég þess oft þegar hann tók mig með sér í siglingar á sumrin á Hofsjökli þar sem hann var yfirmaður. Var hann vinsæll og mikill leiðtogi meðal samstarfsmanna sinna. Sigldum við til fjölda landa. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 401 orð | ókeypis

ÓLI KRISTJÁN JÓHANNSSON

ÓLI KRISTJÁN JÓHANNSSON Óli Kristján Jóhannsson fæddist í Vestmannaeyjum 6. mars 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Pétur Pálmason, f. 4. mars 1895 í Stíghúsi, Vestmannaeyjum, d. 7. jan. 1988, og Ólafía Ingibjörg Óladóttir, f. 17. nóv. 1897 á Melum í Mjóafirði í S.-Múl., d. 22. mars 1965. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 586 orð | ókeypis

Ólöf Bjarnadóttir

Þessi eftirmæli Bjarna Thorarensens eftir Guðrúnu Stephensen, d. 1832, hafa mér einatt þótt ein þau fegurstu, sem ort hafa verið eftir íslenska konu. þegar ég nú kveð vinkonu mína, Ólöfu Bjarnadóttur, hefur þetta ljóð leitað mjög á huga minn, ásamt öllum þeim stundum sem við áttum saman, bæði í gleði og sorg. Ólöf var glæsileg kona, bæði að innra og ytra atgervi. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 354 orð | ókeypis

Ólöf Bjarnadóttir

Það var á kyrru vetrarkvöldi fyrir næstum tuttugu árum að ég hitti þau Ólöfu og Agnar Klemens, tilvonandi tengdaforeldra mína, í fyrsta sinn. Mig minnir hálfvegis að ég hafi verið dálítið kvíðinn að stíga inn í þetta stóra og virðulega hús fjöskyldunnar við Tjörnina. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 201 orð | ókeypis

Ólöf Bjarnadóttir

Elskuleg frænka okkar, Ólöf Bjarnadóttir, er látin. Hún hafði búið við erfið veikindi um hríð og andlát hennar því ekki óvænt. Eigi að síður kalla áhrifin fram sterkar tilfinningar og minningar. Ólöf var dóttir séra Bjarna Jónssonar, vígslubiskups, og konu hans Áslaugar Ágústsdóttur, en hún var móðursystir okkar. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 530 orð | ókeypis

Ólöf Bjarnadóttir

Ólöf Bjarnadóttir var föðursystir mín og þau faðir minn voru mjög náin meðal annars vegna þess að það var ekki nema rétt um ár á milli þeirra. Þeim þótti vænt hvoru um annað og þeim báðum um litlu systur sína Önnu. Vináttan milli þeirra pabba og Ólafar náði yfir á okkur börnin þeirra og pabba þótti sannarlega alltaf mikið koma til barna systur sinnar. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 703 orð | ókeypis

Ólöf Bjarnadóttir

Þann 31. mars lést sæmdarkonan Ólöf Bjarnadóttir, bernskuvinkona mín og náfrænka. Minningarnar eru margar og ljúfar frá nær átta áratuga samleið. Æskuheimili mitt og fæðingarstaður, Thorvaldsenstræti 2 (Sjálfstæðishúsið), var aðeins steinsnar frá æskuheimili hennar í Lækjargötu 12b. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 300 orð | ókeypis

Ólöf Bjarnadóttir

Elskuleg tengdamóðir mín hefur nú kvatt þennan heim eftir nærri þriggja ára erfið veikindi og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Er ég kynntist tengdaforeldrum mínum voru þeir búsettir í Ósló vegna starfa Agnars í utanríkisþjónustu Íslands. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 781 orð | ókeypis

Ólöf Bjarnadóttir

Það var fyrir tæpum þremur árum, að blessuð Ólöf Bjarnadóttir missti hæfileikann til að tjá sig á venjulegan hátt. Þetta var 11. maí 1996. Síðan hefur hún verið á heilsuhælum og sjúkrahúsum. Lengi vel fær um að taka á móti gestum, sem hún bauð velkomna með augunum og sínu fallega brosi og með veikum þrýstingi með vinstri hendi en meira var það ekki. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 274 orð | ókeypis

Ólöf Bjarnadóttir

Elsku amma. Núna þegar þú ert farin frá okkur og hefur fengið langþráða hvíld þá rifjast upp margar góðar minningar. Okkar fyrstu minningar tengjast Tjarnargötunni og því hversu gott var að koma þangað að heimsækja þig. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 286 orð | ókeypis

ÓLÖF BJARNADÓTTIR

ÓLÖF BJARNADÓTTIR Ólöf Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 11. nóvember 1919. Hún lést á Droplaugarstöðum 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin séra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur og vígslubiskup, f. í Reykjavík 21. október 1881, d. 19. nóvember 1965, og Áslaug Ágústsdóttir, f. á Ísafirði 1. febrúar 1893, d. 7. febrúar 1982. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 666 orð | ókeypis

Óskar E. Levý

Ég var erlendis þegar mér barst fréttin af andláti Óskars á Ósum. Ég spurði um útför og var sagt að hún yrði annaðhvort þann sama dag eða hinn næsta. Mér þótti miður að geta ekki fylgt honum síðasta spölinn og ekki heldur sent nokkur kveðjuorð á útfarardegi, en kaus að láta það bíða heimkomunnar úr því sem komið var. Ég man glöggt þegar ég hitti Óskar fyrst. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 344 orð | ókeypis

Óskar Levý

Enn einn af gömlu samstarfsmönnum mínum í sýslunefnd Vestur-Húnavatnssýslu, Óskar E. Levý, Ósum, er látinn. Hann var traustur og góður bóndi og aðgætinn í fjármálum. Hann var héraðshöfðingi í sinni sveit og vildi veg og virðingu bænda sem mesta. Hann var samvinnumaður og taldi að samstarf bænda gæti stutt þá í strangri lífsbaráttu, en á jafnréttisgrundvelli. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 31 orð | ókeypis

ÓSKAR LEVÝ

ÓSKAR LEVÝ Óskar E. Levý fæddist á Ósum á Vatnsnesi 23. febrúar 1913. Hann lést í Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 15. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vesturhópshólakirkju 24. mars. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 381 orð | ókeypis

Þórir Leifsson

Fyrir nærri tuttugu árum gerðist ég félagi í Bridsfélagi Borgarfjarðar. Þar ríkir sannur félagsandi og þar eru allir félagarnir jafnir. En menn eru sjaldan jafnir við spilaborðið og ég tók strax eftir knáum en smáum manni sem sýnilega kunni meira fyrir sér en aðrir í salnum. Þessi maður var Þórir Leifsson. Meira
9. apríl 1999 | Minningargreinar | 164 orð | ókeypis

Þórir Leifsson

Þórir Leifsson fæddist á Akureyri 9. desember 1926. Hann lést á Landspítalanum 25. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, f. 16. mars 1901, d. 15. des. 1975, og Leifur Kristjánsson, f. 26. sept. 1888, d. 8. júní 1956. Þórir var fjórði í röð fimm systkina. Eftirlifandi systkini eru Kristjana Steinunn, f. 25. Meira

Viðskipti

9. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 129 orð | ókeypis

Álstjóri í Rússlandi látinn sæta rannsókn

RANNSÓKN er hafin í máli Anatolíj Bykov, stjórnarformanns næststærsta álvers Rússa í Krasnoyarsk (KrAZ), samkvæmt fréttastofufregnum. Vladimír Kolesnikov varainnanríkisráðherra sagði á blaðamannafundi að Bykov væri grunaður um peningaþvætti. Meira
9. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 160 orð | ókeypis

Árnes tapaði 80 milljónum

SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ Árnes hf. í Þorlákshöfn tapaði 80 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 150 milljóna króna tap árið 1997. Rekstrartekjur drógust saman um 7,3%, úr 1.306 milljónum árið 1997 í 1.210 milljónir í fyrra. Rekstrargjöld drógust saman um 11,1% og námu 1.119 m.kr. í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 91 milljón í fyrra og hækkaði um 42 milljónir á milli Meira
9. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 243 orð | ókeypis

Betri staða Alcoa en spáð var

MESTI álframleiðandi heims, Aluminium Co. of America, skilaði minni hagnaði á hlutabréf á fyrsta ársfjórðungi en á sama tíma í fyrra, en meiri hagnaði en spáð hafði verið í Wall Street, þar sem aðgerðir til að auka vöxt fyrirtækisins hafa vegið upp á móti lækkandi verði og heimsumróti. Meira
9. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 600 orð | ókeypis

Breytingum oft illa stýrt í fyrirtækjum

BREYTINGAFERLI í fyrirtækjum verður að stjórna af öryggi til að hjálpa starfsfólki að gera þær breytingar á vinnuferli og öðru sem ætlunin er að stefna að. Til að hægt sé að koma á breytingum verða aðilar máls að vera óánægðir með núverandi ástand og þeir verða að hafa sömu fyrirmynd eða framtíðarsýn að leiðarljósi, en það er oftast í næsta atriði, Meira
9. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 220 orð | ókeypis

Evran hækkar vegna nýrrada vaxta

EVRÓPSKI seðabankinn (ECB) lækkaði vexti meira en búizt hafði verið við í gær eftir að mörkuðum hafði verið lokað. Þetta ætti að binda enda á vangaveltur um frekari vaxtalækkun í fyrirsjáanlegri framtíð og getur verið jákvætt fyrir evruna," sagði fulltrúi CSFB í London. Evran hækkaði í 1,0883 dollara úr 1,0797 þegar bankinn lækkaði vextina í 2,75% úr 3%. Meira
9. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 285 orð | ókeypis

FT og WSJ í samstarf í Rússlandi

VIÐSKIPTABLÖÐIN The Financial Times og The Wall Street Journalog hollenzka útgáfufyrirtækið Independent Media hefja í sameiningu útgáfu á viðskiptablaði á rússnesku í ágúst. Þetta er fyrsta samstarf Financial Times, sem er í eigu brezka fyrirtækisins Pearson Plc, og Dow Jones blaðsins Wall Street Journal, Meira
9. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 173 orð | ókeypis

Gjaldeyrisforðinn 32,6 milljarðar

GJALDEYRISFORÐI Seðlabanka Íslands nam 32,6 milljörðum króna í lok mars og jókst hann um 3,4 milljarða í marsmánuði. Erlendar skammtímaskuldir bankans námu 100 milljónum króna í lok mars og höfðu lækkað um 3,8 milljarða króna í mánuðinum. Meira
9. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 108 orð | ókeypis

Gucci vísar tilboði LVMH á bug

STJÓRN ítalska tízkufyrirtækisins Gucci hefur vísað síðasta tilboði franska lúxusvörufyrirtækisins LVMH á bug og verð hlutabréfa í Gucci snarhækkaði í verði. Samkomulag var talið í nánd þegar LVMH hækkaði 8 milljarða dollara tilboð sitt í Gucci um 9% í 85 dollara á bréf. Meira
9. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 200 orð | ókeypis

Olivetti þarf að greiða háan reikning

KOSTNAÐUR af 65 milljarða dollara tilboði ítalska fjarskiptafyrirtækisins Olivetti í Telecom Italia er kominn upp í meira en 100 milljónir dollara. Tilboð Olivetti er komið undir 30,5 milljarða evra láni, mesta fyrirtækjaláni sem um getur í Evrópu, og greiðslur til banka og lögfræðifyrirtækja til að útvega lánið hafa rokið upp úr öllu valdi. Meira
9. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 473 orð | ókeypis

Sala bréfa í Baugi hefst 19. apríl

SALA á hlutabréfum Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og Kaupþings hf. í Baugi hf. hefst á almennum markaði 19. apríl næstkomandi, en gert er ráð fyrir að bréfin verði seld á gengi í kringum 10. Um er að ræða 16% hlut í Baugi hf. og áætlað er að hlutabréfin seljist fyrir um 1,5 milljarða króna. Þegar sala bréfanna hefst verður Baugur hf. skráður á Verðbréfaþingi. Hagnaður Baugs hf. Meira
9. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 317 orð | ókeypis

Vaxtalækkun spáð á langtímamarkaði

FJÁRFESTINGARBANKI atvinnulífsins telur að vextir ríkistryggðra skuldabréfa og annarra traustra skuldara muni halda áfram að lækka á næstu mánuðum. Ástæðuna má rekja til takmarkaðs framboðs þessara skuldabréfa ásamt vaxandi eftirspurnar vegna aukins sparnaðar í þjóðfélaginu, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu FBA fyrir apríl. Meira
9. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 369 orð | ókeypis

Viðskipti með bankavíxla nánast engin

REGLUR Seðlabankans um lausafjárskyldu lánastofnana hafa haft mikil áhrif á viðskipti með banka- og ríkisvíxla á Verðbréfaþingi Íslands. Viðskipti með bankavíxla heyra nú nánast sögunni til en þau voru blómleg á síðasta ári, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins fyrir apríl. Þar kemur fram að í janúar sl. Meira
9. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 202 orð | ókeypis

Vöruskipti áfram óhagstæð

HALLI á vöruskiptum við útlönd nam 3,4 milljörðum króna fyrstu tvo mánuði ársins, samanborið við 7,2 milljarða halla á sama tíma í fyrra. Á tímabilinu voru fluttar út vörur fyrir 19 milljarða króna en inn fyrir 22,4 milljarða, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Íslands. Í febrúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir rúma 10,7 milljarða og inn fyrir tæpa 11,6 milljarða króna. Meira

Fastir þættir

9. apríl 1999 | Í dag | 30 orð | ókeypis

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Sunnudaginn 11. apríl n.k. verður fimmtugur Gunnar Þórarinsson, viðskiptafræðingur. Hann og eiginkona hans Steinunn Sighvatsdóttir taka á móti gestum laugardaginn 10. apríl í Golfskálanum í Leiru kl. 18-22. Meira
9. apríl 1999 | Í dag | 34 orð | ókeypis

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 9. apríl er fimmtugur Guðni Ágústsson alþingismaður, Dælengi 18 Selfossi, Hann og eiginkona hans Margrét Hauksdóttir taka á móti ættingjum og vinum á Hótel Selfossi kl. 17-19 í dag. Meira
9. apríl 1999 | Í dag | 32 orð | ókeypis

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 9. apríl, verður sjötug Ragnheiður Jónsdóttir, Flyðrugranda 6, Reykjavík.Hún er stödd í Danmörku á heimili sonar síns og fjölskyldu að Sortedam Dossering 3, 1.t.v., 2200 København N. Meira
9. apríl 1999 | Í dag | 46 orð | ókeypis

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag föstudaginn 9. apríl verður Halldór Snorrason sjötíu og fimm ára. Halldór er stofnandi og fyrrverandi eigandi Aðalbílasölunnar og einnig stofnandi og framkvæmdastjóri Ferðaleikhússins ásamt eiginkonu sinni Kristínu G. Magnús. Halldór og Kristín eru í London við undirbúning og uppfærslu á nýju leikverki. Meira
9. apríl 1999 | Fastir þættir | 140 orð | ókeypis

Atkvöld hjá Helli á mánudag Taflfélagið Hellir heldur eitt af sínum vinsæl

Taflfélagið Hellir heldur eitt af sínum vinsælu atkvöldum mánudaginn 12. apríl og hefst mótið kl. 20. Mótið er haldið í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1 í Mjódd. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Pizzahúsinu. Meira
9. apríl 1999 | Fastir þættir | 99 orð | ókeypis

Bridsfélag eldri borgaraí Kópavogi

Þriðjudaginn 30. marz sl. spiluðu 29 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S:Baldur Ásgeirss. ­ Garðar Sigurðsson381Birgir Sigurðss. ­ Alfreð Kristjánss. 358Sigríður Pálsd. ­ Eyvindur Valdimarss. 351Magnús Oddsson ­ Magnús Halldórss. Meira
9. apríl 1999 | Í dag | 21 orð | ókeypis

Hlutavelta ÞÆR Jónína Bríet Jónsdóttir og Ástríður Ma

Hlutavelta ÞÆR Jónína Bríet Jónsdóttir og Ástríður Magnúsdóttir héldu tombólu og ætla að gefa Rauða krossinum ágóðann sem er 855 krónur. Morgunblaðið/Ásdís Meira
9. apríl 1999 | Dagbók | 674 orð | ókeypis

Í dag er föstudagur 9. apríl, 98. dagur ársins 1999. Orð dagsins: En Gu

Í dag er föstudagur 9. apríl, 98. dagur ársins 1999. Orð dagsins: En Guð er auðugur að miskunn. Af mikilli elsku sinni sem hann gaf oss. (Efesusbréfið 2, 4.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Þerney og Hrísey komu í gær. Meira
9. apríl 1999 | Fastir þættir | 746 orð | ókeypis

Judit Polgar sigrar Anand glæsilega

5.­18. apríl ENN eitt stórmótið í skák er nú hafið. Dos Hermanas-skákmótið sem hófst á Spáni hinn 5. apríl er nú haldið í tíunda skiptið. Þetta er lokað tíu manna mót og meðalstig keppenda eru 2.700. Indverski stórmeistarinn Viswanathan Anand er stigahæstur keppenda með 2.781 stig. Meira
9. apríl 1999 | Fastir þættir | 701 orð | ókeypis

Keppni hjá Gulltoppi

Opin danskeppni Dansfélagsins Gulltopps, félag áhugamanna við Dansskóla Jóns Péturs og Köru DANSFÉLAGIÐ Gulltoppur hélt sína fyrstu danskeppni á dögunum. Á annað hundrað keppendur tóku þátt í keppninni og voru þeir á öllum aldri. Meira
9. apríl 1999 | Fastir þættir | 798 orð | ókeypis

Lúðraþytur í Skátalandi

LÚÐRARNIR hafa verið þeyttir. Íslendingar hafa minnst píslardauða og upprisu frelsarans með því að líða skrautlega klæddir niður skíðabrekkur og útivistarprestar fjölmiðla hafa náðarsamlegast heimilað almenningi að snúa aftur til síns heima. Lúðrablásturinn þýðir að kosningar eru á næsta leiti. Meira
9. apríl 1999 | Fastir þættir | 72 orð | ókeypis

Morgunblaðið/ArnórÍslenzka landsliðið sem tekur þátt í Evrópumeis

Morgunblaðið/ArnórÍslenzka landsliðið sem tekur þátt í Evrópumeistaramótinu áMöltu dagana 12.­26. júní er nú fullmannað, en sem kunnugt ervar spilað um sæti í landsliðinu að þessu sinni. Þá keppni unnuJakob Kristinsson, Ásmundur Pálsson, Sigurbjörn Haraldsson,Anton Haraldsson og Magnús E. Magnússon. Meira
9. apríl 1999 | Í dag | 100 orð | ókeypis

STÖÐUMYND E SVARTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND E SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á opnu móti í Lugano í Sviss í mars. Skákin var úrslitaskák í síðustu umferð mótsins. Ian Rogers (2.615), Ástralíu, var með hvítt, en Englendingurinn Joe Gallagher (2.515) hafði svart og átti leik. 28. ­ Rxf3+!! 29. gxf3 ­ Bd4+ 30. Meira
9. apríl 1999 | Í dag | 156 orð | ókeypis

Vorferð Víðistaðakirkju

VORFERÐ sunnudagaskóla Víðistaðakirkju verður farin laugardaginn 10. apríl. Farið verður frá Víðistaðakirkju kl. 13 og komið aftur um klukkan 17. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11­13. Létt hreyfing og slökun. Kyrrðar- og bænastund kl. 12.10. Eftir stundina er súpa og brauð. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10­12. Sjálfshjálparhópur um sorg kl. 20. Meira
9. apríl 1999 | Í dag | 450 orð | ókeypis

Þakklæti!

ÉG las það í Mogganum og heyrði í sjónvarpsfréttum að ríkisstjórnin ætlaði að hækka ellilífeyrinn minn við næstu útborgun, hvað annað, það líður óðfluga að kosningum og nauðsynlegt að hafa mig í þakkarskuld við ríkisstjórnina svo ég kjósi nú rétt. Meira
9. apríl 1999 | Fastir þættir | 67 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Íslandsmótið í paratvímenningi verður spilað í Þönglabakkanum helgina 17.­18. apríl. Spilaður verður barómeter. Mótið byrjar kl. 11.00 báða dagana. Skráning í s. 587 9360. Það er upplagt að taka létta æfingu fyrir mótið næstu tvo fimmtudaga, en þá verður spilaður mitchell. Glæsileg verðlaun eru í boði bæði kvöldin, út að borða fyrir tvo á Þrem Frökkum hjá Úlfari. Meira
9. apríl 1999 | Fastir þættir | 64 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

NÚ ER hraðsveitakeppni félagsins lokið. Lokastaðan varð þessi: Garðar Garðarsson2.241 Randver Ragnarsson2.239 Karl G. Karlsson2.228 Björn Dúason1.990 Sigríður Eyjólfsdóttir1.902 Gunnar Sigurjónsson1.820 Næsta keppni er aðaltvímenningur, 4­5 kvölda Barómeter með 6 spilum á milli para. Meira
9. apríl 1999 | Í dag | 539 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

VÍKVERJI er að lesa forvitnilega bók, Kynþáttahyggju eftir Jóhann M. Hauksson stjórnmálafræðing, sem út kom á dögunum. Gerir höfundur þar grein fyrir kynþáttahyggju, segir sögu hennar og skýrir frá rannsóknum á fyrirbærinu og kenningum um það, auk þess að velta vöngum vítt og breitt. Meira

Íþróttir

9. apríl 1999 | Íþróttir | 634 orð | ókeypis

ANDRIY SHEVCHENKO Líkt við Van Basten

MÁNAÐARLEGA eru leikmenn úkraínska landsliðsins, sem Íslendingar náðu jafntefli við í Kænugarði í sl. viku, 1:1, settir í úthaldsmælingar. Árangur leikmanna er hernaðarleyndarmál. En þegar nafn Andriys Shevchenkos ber á góma, ljóstrar landsliðsþjálfarinn Josef Szabo þó upp, að enginn leikmaður komist með tærnar ­ þar sem hann hefur hælana. Meira
9. apríl 1999 | Íþróttir | 1208 orð | ókeypis

Barátta, kraftur og vinnusemi

Hafnfirðingar standa með pálmann í höndunum eftir fyrstu viðureign Fram og FH í undanúrslitum 1. deildar karla í handknattleik í gærkvöldi. Gestirnir úr Hafnarfirði höfðu betur, 22:25, í miklum baráttuleik í Safamýrinni og uppskáru sigurinn með mikilli eljusemi, baráttu og leikgleði. Meira
9. apríl 1999 | Íþróttir | 321 orð | ókeypis

Getum ekki leikið verr

Fyrst og fremst var það slakur varnarleikur í fyrri hálfleik sem varð okkur að falli," sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari Fram, í leikslok. "Vörnin var ekki klár í slaginn sem sást best á því að við fengum á okkur fimmtán mörk í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var á köflum heldur ekki nógu góður þar sem menn gerðu sig seka um mistök sem við ætluðum fyrirfram að forðast. Meira
9. apríl 1999 | Íþróttir | 286 orð | ókeypis

Golf Meistaramótið

Meistaramótið Staðan þegar leik var hætt á fyrsta keppnisdegi vegna myrkurs. Tölurnar lengst til vinstri sýna höggafjölda keppenda miðað við par vallarins, sem er 72 högg fyrir átján holur. Tölurnar í sviga fyrir sýna hversu margar holur viðkomandi hefur leikið ef hann hefur ekki náð að ljúka hringnum. Að auki merkir "á" að um áhugamann sé að ræða. Meira
9. apríl 1999 | Íþróttir | 29 orð | ókeypis

Gylfi í Liechtenstein

Maurice Shourot GYLFI Orrason, milliríkjadómari í knattspyrnu,dæmdi Evrópuleik Liechtensteins og Portúgals í Vaduzí sl. viku. Gylfi, sem er hérvið störf á myndinni, fékkgóða dóma. Portúgalarfögnuðu sigri, 0:5. Meira
9. apríl 1999 | Íþróttir | 478 orð | ókeypis

Keppnin jöfn og spennandi

VEÐURGUÐIRNIR settu strik í reikninginn á fyrsta degi árlegs boðsmóts Augusta National-golfklúbbsins, öðru nafni Masters, í Georgíuríki í gær. Votviðri, þrumur og eldingar ollu nokkurri seinkun, sem varð til þess að nokkrir kylfingar gátu ekki lokið fyrsta hring fyrir myrkur. Meira
9. apríl 1999 | Íþróttir | 92 orð | ókeypis

"Kúbuævintýri" í Þýskalandi

NÍTJÁN manna landsliðshópur Kúbu í knattspyrnu er kominn til Þýskalands. Kúbumenn eru ekki að fara að leika landsleik gegn Þjóðverjum, heldur hafa þeir náð sérstöku samkomulagi við þýska knattspyrnusambandið um að leika í 4. deildarkeppninni þar í landi ­ undir merki Bonner SC. Samkvæmt samkomulaginu sér liðið frá Bonn leikmönnum fyrir æfingaaðstöðu, fæði og húsnæði. Meira
9. apríl 1999 | Íþróttir | 253 orð | ókeypis

Magnús áfram hjá Willst¨att

Magnús Sigurðsson, leikmaður 2. deildar félagsins Willst¨att í Þýskalandi, hefur framlengt samning sinn við félagið til tveggja ára. Magnús átti einnig í viðræðum við 1. deildarfélagið Wuppertal, en taldi tilboð þess ekki freistandi. Samningur Magnúsar rennur út í júní og gerir hann ráð fyrir að skrifa undir nýjan samning við Willst¨att á næstu dögum. Meira
9. apríl 1999 | Íþróttir | 140 orð | ókeypis

Niederw¨urzbach gjaldþrota

ÞÝSKA handknattleiksliðið Niederwurzbach hefur tilkynnti að það myndi hætta keppni í 1. deildinni í handbolta að loknu þessu tímabili. Félagið hefur róið lífróður undanfarna mánuði eftir að styrktaraðili þess, tryggingafélag eitt, varð gjaldþrota. Forráðamenn liðsins höfðu gert sér miklar vonir fyrir tímabilið eftir að fyrirtækið hafði lofað háum fjárhæðum til félagsins. Meira
9. apríl 1999 | Íþróttir | 167 orð | ókeypis

Sigurvin með Fram í sumar?

MÖGULEIKI er á að Sigurvin Ólafsson geti leikið með Fram í sumar. Sigurvin fótbrotnaði illa í fyrra en batinn hefur verið góður. Ef hann verður ekki fyrir neinum skakkaföllum á endurhæfingartímabili á næstu vikum er útlit fyrir að hann geti hafið knattspyrnuiðkun á leiktíðinni. "Ég er byrjaður að hlaupa og aðeins farinn að sparka í bolta. Meira
9. apríl 1999 | Íþróttir | 304 orð | ókeypis

STEVE Coppel, knattspyrnustjóri Cry

STEVE Coppel, knattspyrnustjóri Crystal Palace, kennir Ron Noades, fyrrverandi eiganda liðsins, um bága fjárhagsstöðu þess. Crystal Palace skuldar um 2,7 milljarða íslenskra króna og hefur ekki greitt leikmönnum laun fyrir marsmánuð. Hafa leikmenn hótað verkfalli ef þeir fá ekki greidd laun. Meira
9. apríl 1999 | Íþróttir | 185 orð | ókeypis

Tom Brown kemur ekki til Víkinga

Skoski leikmaðurinn Tom Brown leikur ekki með Víkingum í sumar eins og áform voru um. Brown, sem er sóknarleikmaður, hefur verið boðinn nýr tveggja ára samningur hjá 1. deildar félaginu St. Mirren og hefur hann ákveðið að taka honum í stað samnings sem Víkingar buðu honum. Samningur Browns, sem hefur leikið með St. Meira
9. apríl 1999 | Íþróttir | 61 orð | ókeypis

Vináttuleikur flautaður af

VINÁTTULEIKUR Partizan Belgrad og AEK Aþenu á miðvikudaginn var flautaður af í seinni hálfleik þegar staðan var 1:1. Hundruð áhorfenda með gríska, serbneska og makedóníska fána ruddust þá inn á völlinn og varð ekki við neitt ráðið. Áhorfendur voru að mótmæla árásum NATO á Júgóslavíu og létu sér í léttu rúmi liggja beiðni forráðamanna Partizan um að yfirgefa völlinn. Meira
9. apríl 1999 | Íþróttir | 427 orð | ókeypis

Ætlum að innsigla sigurinn heima

"ÞAÐ var sterkt af okkar hálfu að vinna þennan leik og ná þannig frumkvæði að einvíginu. Ég held bara að þetta sé fyrsti sigur FH á Fram í Safamýrinni," sagði glaðbeittur Kristján Arason, þjálfari FH- inga. Meira

Úr verinu

9. apríl 1999 | Úr verinu | 327 orð | ókeypis

Íslenskir fiskmarkaðir vel samkeppnisfærir

Í ÚTTEKT sem Samtök uppboðsmarkaða á Íslandi hafa látið gera á gjaldskrám fiskmarkaða í Evrópu kemur fram að þjónustugjöld íslenskra fiskmarkaða eru með því lægsta sem þekkist í Evrópu, auk þess sem þjónustustig þeirra er einnig með því besta sem gerist. Meira
9. apríl 1999 | Úr verinu | 437 orð | ókeypis

Kolmunnaveiði gengur vel vestan við Írland

MIKIÐ hefur verið að gera í kolmunnanum hjá Tanga á Vopnafirði undanfarna fjóra sólarhringa en síðan á mánudag hafa þrjú erlend skip, tvö skosk og eitt færeyskt, landað samtals um 3.600 tonnum hjá fyrirtækinu. Um páskana lönduðu tvö færeysk skip samtals um 2. Meira
9. apríl 1999 | Úr verinu | 245 orð | ókeypis

Sjóli fékk um 100 tonn af blálöngu

SJÓLI HF landaði um 100 tonnum af blálöngu í Hafnarfirði eftir veiðar í hálfan mánuð á Hatton-banka. Þetta var fjórði túr skipsins á svæðið síðan um miðjan febrúar en framundan eru úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg. Að sögn Magnúsar Guðmundssonar skipstjóra var hann á svipuðum slóðum og áður, sunnan til á Hatton-bankanum. "Þetta var frekar rólegt og lítið að hafa. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

9. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 841 orð | ókeypis

74% netverja senda tölvupóst

NOTKUN tölvupósts hefur aukist hröðum skrefum um allan hinn tæknivædda heim á örfáum árum. Fyrir ótrúlega fáum árum leit fólk á uppfinninguna líkt og viðundur úr vísindaskáldsögu og ekki þarf að fara nema tæp fjögur ár aftur í tímann til þess að finna Morgunblaðsviðtal við mann sem taldi það standa pappírslausum viðskiptum fyrir þrifum hversu tölvupóstur væri "lítið notaður hér á landi". Meira
9. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 660 orð | ókeypis

Berar tær og hvítir búningar

DOJO kallast æfingasalurinn á japönsku og áður en gengið er inn í hann, hneigja menn sig fyrir upphafsmanni Goju-ryu karatestílsins, meistara Chojun Miyagi, sem lést fyrir 46 árum, en mynd af honum hangir uppi á vegg í salnum. Guðlaug er mætt á æfingu hjá Karatefélagi Reykjavíkur ásamt dóttur sinni Bryndísi og um 30 öðrum á öllum aldri en ungir karlmenn eru í meirihluta. Meira
9. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 178 orð | ókeypis

Boðskipti til forna

"Framan af öldum voru samgöngur við Vestmannaeyjar miklum erfiðleikum bundnar. Það gat dregist vikum, jafnvel mánuðum saman, að koma bréfi milli lands og eyja. Sá siður var upptekinn, og hélst nokkuð lengi, ef koma þurfti boðum til lands, að setja þau í flösku og kasta henni svo í sjóinn þegar álandsvindur var. Barst hún þá furðu fljótt upp á sandinn. Meira
9. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 156 orð | ókeypis

Broskallar og timburmenn á kreiki

LÁTBRAGÐ og hljómfall fylgja ekki texta á tölvutæku formi og eru því ýmsar samsetningar tákna notaðar í tölvupósti og spjallrásum til þess að miðla blæbrigðum textans. Myndir þessar nefnast upp á ensku smileys eða emoticons og skoðast þannig að höfði er hallað um 90 gráður og rýnt að svo búnu í skjáinn: :-) bros ;-) bros og blikk :-D hlátur :-( Meira
9. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1241 orð | ókeypis

Heimurinn er í mörgum litum

Á rauðum bíl þeysist Guðlaug Gunnarsdóttir flugfreyja um allar trissur; á karateæfingar í Laugardalnum og upp í klaustur til Karmelsystra. Hrönn Marinósdóttir fékk far og spjallaði á leiðinni við hana um kærleikann, karate og sjúkdóm sem sagður er verri en hungursneyð. Meira
9. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 409 orð | ókeypis

Hugur, hjarta og hönd

"BÖRN eru ekki einungis afurðir foreldranna heldur andlegar verur með hlutverk og vilja og það er markmið okkar að vekja upp þennan vilja og örva sjálfstæði barnanna," segir Guðni Rúnar Agnarsson, kennari við Waldorfskólann í Lækjarbotnum, en skólinn vinnur líkt og aðrir Waldorfskólar út frá ákveðnum hugmyndum um frelsi og mikilvægi upplifunarinnar. Meira
9. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 748 orð | ókeypis

Húsgögn hugleiknust

"ÉG heillast mest af látlausum og stílhreinum húsgögnum, sem hönnuð eru með notagildið í huga. Ekkert óþarfa prjál og skraut," segir Hildigunnur Johnson innanhússráðgjafi og kveðst einkum dást að fallega hönnuðum stólum og lömpum. "Ætlunin var ekki endilega að einskorða valið við húsgögn. Meira
9. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 887 orð | ókeypis

Iðja og heilsa eru samverkandi þættir

KRISTJANA Fenger er einn sjö íslenskra iðjuþjálfa sem haustið 1995 hófu þriggja ára fjarnám til meistaragráðu í iðjuþjálfun við Florida International University í Bandaríkjunum. Hún starfar hjá Reykjalundi en hefur jafnframt kennt við iðjuþjálfabraut Háskólans á Akureyri frá haustinu 1997 eða frá því að til brautarinnar var stofnað. Meira
9. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1112 orð | ókeypis

Iðjuþjálfun fyrir Íslendinga I

Iðjuþjálfar á Íslandi eru nærri eitt hundrað talsins, en líklegt er að þeim fari ört fjölgandi á næstu árum, því nú er hægt að nema fagið við Háskólann á Akureyri. Áður þurftu iðjuþjálfar að leita til útlanda í nám og var algengast að þeir stunduðu það á Norðurlöndum. Meira
9. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 453 orð | ókeypis

Sjálfsagðir hlutir ?

Trúlega geta fáir umhugsunarlaust nefnt nokkra hluti, sem þeim finnst dæmigerðir fyrir góða hönnun og fegurð. Enda tóku Manfreð Vilhjálmsson arkitekt og Hildigunnur Johnson innanhússráðgjafi sér smátíma áður en þau sýndu Valgerði Þ. Jónsdóttur sína fjóra hlutina hvort, sem eru meðal margra sem þau hafa heillast af. Meira
9. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 582 orð | ókeypis

Skilaboð á köldum skjá

ÞÚ RÆSIR tölvuna, bíður eftir valmynd, ræsir tölvupóstforritið og bíður enn um stund. Opnar svo pósthólfið og viti menn: Þín bíður póstur! Deginum er bjargað og þér finnst þú allt í einu óendanlega mikilvæg/ur. Meira
9. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 12 orð | ókeypis

SKILABOÐ Á KÖLDUM SKJÁ/2SJÁLFSAGÐIR HLUTIR?/4

SKILABOÐ Á KÖLDUM SKJÁ/2SJÁLFSAGÐIR HLUTIR?/4KARATEÆFINGAR OG KLAUSTURHEIMSÓKNIR Á MILLI FLUGFERÐA/4EFTIRSÓTT IÐJUÞJÁLFUN FYRIR Í Meira
9. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 698 orð | ókeypis

Smáatriðiform og notagildi

"FORM sem fellur að "fúnksjón" er aðalsmerki góðrar hönnunnar," segir Manfreð Vilhjálmsson arkitekt og útskýrir nánar. "Málverk telst ekki hannað. Hins vegar er gleraugnahulstur dæmi um hlut sem hannaður er með nýtingu í huga. Slíkir og áþekkir hlutir þurfa að vera úr sterku efni, fara vel í hendi og líta vel út ­ vera fallegir." En fegurð er umdeilanleg. Sjálfur segist Manfreð, sem m.a. Meira
9. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 888 orð | ókeypis

Vonlaust að flýja tölvupóstinn

HELSTI kosturinn við tölvupóstinn er að skilaboðin berast viðtakandanum samstundis og maður getur verið viss um að þau komast til skila," segir Hilmar Thor Bjarnason, fjölmiðlafræðingur og stundakennari í fjölmiðlafræði við HÍ. Auk þess að fræða háskólanemendur um einkenni og þróun upplýsingasamfélagsins er Hilmar sjálfur vaskur tölvunotandi og sannreynir gjarnan kenningarnar á sjálfum sér. Meira
9. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 80 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Á MORGUN klukkan 14:00 verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur sýningin "Hugur, hjarta og hönd" á vegum Waldorfskólans í Lækjarbotnum. Auk verkefna nemenda verður til sýnis hluti yfirgripsmikillar farandsýningar sem Waldorfskólasamtökin í Þýskalandi hafa sett saman að beiðni Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í því augnamiði að skapa ferska umræðu um kennslu og skóla framtíðarinnar. Meira

Lesbók

9. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 58 orð | ókeypis

Nemendur Tónskóla Eddu Borg í Bolungarvík

HÓPUR af eldri nemendum Tónskóla Eddu Borg heldur tónleika í Bolungarvík sunnudaginn 11. apríl í Félagsheimili Bolungarvíkur kl. 14. Tilgangur ferðarinnar er að heimsækja nemendur tónlistarskólanna fyrir vestan, spila með þeim, sækja námskeið og halda tónleika. Á efnisskránni verða bæði einleiksverk og samleikur nemenda. Einnig verður flutt tónverk sem unnið verður á námskeiðinu. Meira

Ýmis aukablöð

9. apríl 1999 | Dagskrárblað | 461 orð | ókeypis

Farvegur kláms og ósóma?

Limran hefur haslað sér völl meðal hagorðra Íslendinga og gefur ferskeytlunni lítið eftir. Vel heppnuð limra stingur enda dálítið í stúf bæði að innihaldi sem ytri byggingu. Hún er eitthvað svo smellin eins og greina má í Fríhálsi Þorsteins Valdimarssonar: Ég aðhefst það eitt sem ég vil og því aðeins að mig langi til. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.