Greinar þriðjudaginn 11. maí 1999

Forsíða

11. maí 1999 | Forsíða | 368 orð

Áróður Netanyahus hefur öfug áhrif

EHUD Barak, frambjóðandi Verkamannaflokksins í Ísrael, hefur aukið nokkuð forskot sitt á Benjamin Netanyahu forsætisráðherra og leiðtoga Likudflokksins. Kemur það fram í skoðanakönnun, sem birt var í gær. Kosningabarátta Netanyahus verður æ örvæntingarfyllri og hefur hann gripið til þess, sem Ísraelar kalla "dómsdagsáróður", en flest bendir til, að það vinni fremur gegn honum en með. Meira
11. maí 1999 | Forsíða | 757 orð

NATO tekur yfirlýsingum með varúð

YFIRSTJÓRN júgóslavneska hersins tilkynnti í gær að hún hefði skipað hluta hersveita sinna í Kosovo að yfirgefa héraðið og að frekar yrði dregið úr fjölda hermanna þegar samkomulag lægi fyrir um að senda friðargæslusveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) inn í héraðið. Var ástæðan sögð sú að vopnaðri andstöðu Frelsishers Kosovo (UCK) í héraðinu hefði verið hætt. Meira
11. maí 1999 | Forsíða | 202 orð

Stefnir í verkfall í Færeyjum

FLEST benti í gærkvöldi til að verkfall myndi skella á í Færeyjum þrátt fyrir að náðst hafi aðfaranótt laugardags að koma í veg fyrir allsherjarverkfall er fulltrúar þriggja stærstu verkalýðsfélaga í Færeyjum náðu í gegn kröfu sinni um 9,25% launahækkun. Meira

Fréttir

11. maí 1999 | Erlendar fréttir | 105 orð

23 farast í rútuslysi

TUTTUGU og þrír létust í slæmu rútuslysi í New Orleans í Bandaríkjunum á sunnudag og sagði borgarstjórinn Marc Morial að hér hefði verið um mannskæðasta bílslys að ræða í sögu New Orleans. Orsök slyssins er ókunn en lögregla rannsakaði í gær hvort ökumaður rútunnar hefði haft áfengi um hönd. Rútan fór út af þjóðveginum, ók á vegrið og lenti á upphlöðnum vegarkanti í útjaðri New Orleans. Meira
11. maí 1999 | Miðopna | 1028 orð

47 flóttamenn frá Kosovo dvelja í Héraðsskólanum á Eiðum

Þegar Morgunblaðsmenn renndu í hlað hjá Héraðsskólanum á Eiðum í gær buðu Kosovo-Albanarnir sem þar voru þeim góðan daginn á íslensku. Hópurinn kom til landsins sl. laugardag og er þegar farinn að læra íslensku af miklum móð. Fólkið bar sig vel þegar Ragna Sara Jónsdóttir blaðamaður og Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari hittu það á Eiðum í gær. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 276 orð

Afdráttarlaus leiðbeining við gerð næstu kjarasamninga

GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að úrskurður Kjaradóms um launahækkun til handa æðstu fulltrúum ríkisvaldsins sé mjög afdráttarlaus leiðbeining fyrir Alþýðusambandið hvað varði gerð næstu kjarasamninga. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 1571 orð

Almenn ánægja með framkvæmd kosninga

TALNING atkvæða fór fram með hefðbundnum hætti í Norðurlandskjördæmi eystra að sögn Ólafs B. Árnasonar hæstaréttarlögmanns, formanns yfirkjörstjórnar þar. "Í lokin kom upp eitthvað smávegis við uppgjörið og það tafði okkur aðeins. Einnig töfðu utankjörfundaratkvæðin okkur talsvert mikið, en þau voru á milli 1.800 og 1.900 talsins. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 277 orð

Atvinnuskráningar hafnar óvenju snemma

Á ÞESSU ári hafa atvinnuskráningar námsmanna hjá Atvinnumiðstöðinni hafist óvenju snemma miðað við fyrri ár, sem skýrist af breyttu rekstrarfyrirkomulagi hennar. Hún er nú heils árs atvinnumiðlun fyrir alla námsmenn, en áður var miðlunin eingöngu rekin yfir sumarið. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 249 orð

Áhersla á málefni skilaði sér

KRISTÍN Halldórsdóttir, sem var í fyrsta sæti Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs, kvaðst ánægð með útkomu sinnar hreyfingar í kosningunum á laugardag þótt það væru vonbrigði að hún hefði ekki komist á þing sjálf. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 217 orð

Ánægja yfir sterku og góðu fylgi

JÓN Bjarnason, skólameistari á Hólum í Hjaltadal, sem skipaði fyrsta sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs í Norðurlandskjördæmi Vestra, segir það leggjast vel í sig að fara á þing sem nýr þingliði eftir kosningaúrslitin. Meira
11. maí 1999 | Landsbyggðin | 70 orð

Árneshreppsbúar komnir í vegasamband

Árneshreppi-Vegurinn norður í Árneshrepp hefur opnast eftir gífurlegan mokstur með tveimur stórum jarðýtum. Byrjað var að moka frá Gjögri og inn með Reykjarfirðinum og var þar mjög mikill. Var svo byrjað frá Bjarnarfirði með annarri ýtu þar til þær mættust. Meira
11. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Ársskýrslunni dreift

ÁRSSKÝRSLA Akureyrarbæjar fyrir árið 1998 er komin út. Að venju er hefðbundið efni að finna í skýrslunni auk margra litmynda úr fjölskrúðugu plöntulífi Íslands. Skýrslan hefur að geyma yfirlit yfir starfsemi stofnana og deilda Akureyrarbæjar á síðasta ári auk ársreiknings sveitarfélagsins. Meira
11. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 245 orð

Átta sýningar opnaðar

ÁTTA sýningar á alþýðulist, handverki og fjölbreyttri myndsköpun sem tekur mið af alþýðlegum gildum voru opnaðar í Safnasafninu á Svalbarðsströnd í Eyjafirði á laugardag, 8. maí. Á hlaði eru fjórar steinsteyptar höggmyndir eftir Ragnar Bjarnason frá Öndverðarnesi í Grímsnesi, í miðrými eru 400 brúður sem Magnhildur Sigurðardóttir hefur safnað undanfarin 5 ár, Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 224 orð

Átti ekki von kjöri

"ÉG átti ekki von á þessu, við vorum fyrst og fremst að berjast fyrir því að koma Steingrími J. Sigfússyni inn með glæsilegri kosningu," segir Árni Steinar Jóhannson umhverfisstjóri á Akureyri, sem kjörinn hefur verið nýr inn á þing, sem sjötti þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra. Hann skipaði annað sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs. Meira
11. maí 1999 | Landsbyggðin | 141 orð

Barist gegn ofbeldi

Ólafsvík-Sérstakt átak á vegum Rauða kross Íslands í samvinnu við flest af landsfélögum Rauða krossins á Norðurlöndunum gegn ofbeldi var kynnt víða um land við kjörstaði á alþjóðadegi Rauða krossins, 8. maí. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 193 orð

Besta útkoman um langt skeið

"ÞETTA er besta útkoma hjá okkur sjálfstæðismönnum á Vesturlandi allar götur frá því að kjördæmabreytingin var gerð. Ég er mjög ánægður með það," segir Sturla Böðvarsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi en hann verður nú fyrsti þingmaður kjördæmisins og tekur við þeirri stöðu af Ingibjörgu Pálmadóttur, heilbrigðisráðherra og efsta manni Framsóknarflokksins. Meira
11. maí 1999 | Landsbyggðin | 129 orð

Betra líf án tóbaks

Þórshöfn-Í grunnskólanum á Þórshöfn voru krakkarnir í 8. og 9. bekk að taka á móti merktum peysum með áletruninni Betra líf án tóbaks" þegar fréttaritari kom í heimsókn. Enginn í þessum bekkjum reykir og eru peysurnar viðurkenningarvottur til þeirra með von um að þau haldi áfram á sömu braut. Meira
11. maí 1999 | Erlendar fréttir | 362 orð

Blóðug átök í höfuðborginni

HÖRÐ átök voru í gær milli flokka, sem ýmist eru hlynntir eða andvígir sjálfstæði á Austur-Tímor, og féllu a.m.k. þrír menn og hugsanlega fleiri. Í Indónesíu er mikill viðbúnaður vegna þingkosninganna 7. júní nk. og hefur 15.000 manna herliði verið falið að koma í veg fyrir óeirðir í höfuðborginni, Jakarta. Meira
11. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 60 orð

Borgarkórinn söng í Grímsey

BORGARKÓRINN undir stjórn Sigvalda Snæs Kaldalóns skemmti Grímseyingum í félagsheimilinu Múla á laugardagskvöld. Anna Margrét Kaldalóns söng einsöng. Efnisskráni var að drjúgum hluta tileinkuð Sigvalda Kaldalóns, en samanstóð að öðru leyti af hefðbundinni kórtónlist. Kórnum var vel fagnað af eyjaskeggjum og var nær húsfyllir á tónleikunum. Meira
11. maí 1999 | Landsbyggðin | 307 orð

Búfræðingar útskrifaðir í síðasta skipti

Reykholti-Á föstudag voru síðustu skólaslit bændadeildar Bændaskólans á Hvanneyri og búfræðingar útskrifaðir í síðasta skipti. Er þar með lokið starfsemi Bændaskólans sem þar hefur verið starfræktur frá því vorið 1889. Samkvæmt nýjum lögum, sem samþykkt voru á Alþingi í mars sl. verður þessi gamalgróna stofnun gerð að landbúnaðarháskóla hinn 1. júlí nk. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 624 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 9.­15. maí: Mánudagur 10. maí: Geir Agnarsson Raunvísindastofnun flytur annan fyrirlestur sinn á málstofu í stærðfræði sem hann nefnir: "Um annað og þriðja veldi af lagnetum." Fyrirlesturinn hefst kl. 15:25 í stofu 258 í VR-II. Meira
11. maí 1999 | Erlendar fréttir | 175 orð

Dvaldi í 21 klst. á Everest

SHERPINN Babu Chiri er kominn niður af Everest-tindi eftir að hafa dvalið þar í 21 klukkustund, sem er lengsta viðdvöl á hæsta fjallstindi heims sem sögur fara af, að sögn ferðamálaráðuneytis Nepals. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 167 orð

ÐByrjað að þýða Windows 98 á íslensku

SAMIÐ hefur verið við Navision Software Ísland ehf. um að þýða Windows 98 og Internet Explorer 5.0 frá Microsoft á íslensku og er vinna við þýðinguna hafin, en íslensku útgáfurnar koma væntanlega á markað fyrir næstu áramót. Microsoft ber allan kostnað af þýðingunni og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er um tugmilljona króna samning að ræða. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 246 orð

Efnahagsstjórnin lykillinn að öllu öðru

ÁRNI Johnsen tók við oddvitasæti sjálfstæðismanna á Suðurlandi af Þorsteini Pálssyni og er eftir kosningarnar 1. þingmaður kjördæmisins eins og Þorsteinn var. Árni sagði að hann væri ánægður með niðurstöðuna, þótt ekki hefði náðst það markmið að bæta við þingmanni í kjördæminu. Árni tók við oddvitasætinu af Þorsteini Pálssyni. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 329 orð

Ekki endilega sanngjarnt að skipta til helminga

HJÁLMAR Jónsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra, verður fyrsti þingmaður kjördæmisins á næsta kjörtímabili. Áður var Páll Pétursson, 1. þingmaður kjördæmisins. Hjálmar segist vera mjög ánægður með kosningaúrslit sjálfstæðismanna í kjördæminu. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 717 orð

Engin ástæða fyrir flokkinn að standa utan stjórnar

HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í gær að upp úr stæði eftir kosningarnar að ekki hefði náðst að gera Samfylkinguna að því sterka afli, sem flokkarnir að baki henni hefðu lagt upp með. Hann sagði að engin ástæða væri til að Framsóknarflokkurinn stæði utan ríkisstjórnar þótt hann hefði tapað fylgi í kosningunum. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 679 orð

Engin ástæða til að banna skoðanakannanir

ÞORLÁKUR Karlsson, rannsóknarstjóri hjá ÍM Gallup, telur að útilokað sé að banna birtingu skoðanakannana fyrir kosningar og Stefán Ólafsson, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sér sömuleiðis enga ástæðu til að banna birtingu slíkra kannana. Steingrímur J. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 418 orð

Erfitt að hreyfa sig í svona máli

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði í gær að birting úrskurðar Kjaradóms um að laun ráðherra, þingmanna og annarra embættismanna skuli hækka um 30% beri vitni sjálfstæði dómsins. Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, sagði að hún hefði viljað sjá aðra hópa fá kjarabætur á undan þingmönnum, en þeir hefðu engu að síður á vissan hátt dregist aftur úr. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 243 orð

Erfitt en ekki vonlaust

KJARTAN Jónsson, oddviti Húmanistaflokksins, sagði að flokkurinn þyrfti nauðsynlega að fá 2 til 3% í skoðanakönnunum til þess að verða marktækur möguleiki í augum fólks. Hann sagði að skoðanakannanir, eða "skoðanahannanir" eins og hann orðaði það, ætti að banna einhverja daga fyrir kosningar, því þær væru of skoðanamótandi og litlu flokkarnir liðu fyrir það. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 586 orð

Erum með mjög góða stöðu fyrir framhaldið

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar ­ Græns framboðs, er mjög ánægður með útkomu flokksins í kosningunum. "Niðurstaðan er mjög sterk. Það er mjög gott vegarnesti fyrir framhaldið að fá svona sterka útkomu strax í okkar fyrstu kosningum. Það auðveldar okkur starfið sem fram undan er við að byggja upp okkar hreyfingu og efla hana til dáða inn í framtíðina," segir hann. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 439 orð

Fá fastar starfskostnaðarog ferðakostnaðargreiðslur

KJARADÓMUR úrskurðaði á laugardag um launahækkun til æðstu fulltrúa ríkisvaldsins. Úrskurðurinn gerir það að verkum að laun alþingismanna, og ráðherra hækka um tæp 30%, en laun dómara og annarra æðstu embættismanna um 13,5%. Úrskurðurinn hefur það í för með sér að þingfararkaup hækkar úr 228.204 kr. í 295 þúsund kr., laun ráðherra úr 409.517 kr. í 531 þúsund kr. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 220 orð

fengum sama fylgi og 1991

"ÞETTA var heldur betri útkoma á Vesturlandi heldur en kannanir og spár gerðu ráð fyrir. Við unnum mikinn sigur 1995 og niðurstaðan núna er sú að við erum að fá sama fylgi og við fengum í kosningunum þar á undan, árið 1991," segir Magnús Stefánsson, sem skipaði annað sæti á lista Framsóknarflokksins á Vesturlandi þar sem flokkurinn fékk einn mann kjörinn. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 402 orð

Félagsvísindastofnun fór næst úrslitunum

FYLGI Frjálslynda flokksins var vanmetið í nær öllum skoðanakönnunum sem gerðar voru fyrir kosningarnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk hins vegar ívið lakari kosningu en flestar kannanir höfðu bent til að hann fengi. Könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið og birt var á kjördag fór næst úrslitunum. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 1280 orð

Fjórir flokkar hverfa af þingi og þrír koma í staðinn

KOSNINGARNAR eru sögulegar að því leyti að flokkar sem hafa átt þingmenn á Alþingi í áratugi eiga þar ekki lengur fulltrúa nema óbeint. Fjórir flokkar hafa horfið af þingi og þrjú ný framboð eiga nú menn á þingi í fyrsta skipti. Sé hins vegar horft á valdahlutföllin á þingi hefur sáralítil breyting orðið. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Flóttamennirnir heilsuhraustir

47 FLÓTTAMENN frá Kosovo komu til landsins síðdegis á laugardag. Hafa þeir nú komið sér fyrir á Héraðsskólanum að Eiðum á Fljótsdalshéraði og hafa í nógu að snúast. Börnin, sem alls eru um 25, fóru öll í læknisskoðun í gær og sagði Þórólfur Guðnason barnalæknir að útlit væri fyrir að heilsufar barnanna í hópnum væri almennt gott. Meira
11. maí 1999 | Erlendar fréttir | 658 orð

Forseti Kína fordæmir "hervaldsstefnu" NATO

JIANG Zemin, forseti Kína, gagnrýndi í gær "hervaldsstefnu" Atlantshafsbandalagsins eftir að bandarísk herflugvél varpaði sprengjum á kínverska sendiráðið í Belgrad fyrir slysni á föstudagskvöld. Kínverjar eru æfir vegna árásarinnar, sem varð þremur mönnum að bana auk þess sem tuttugu særðust. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 132 orð

Frambjóðandi reyndi að kjósa tvisvar

EINN frambjóðandi til Alþingiskosninganna í Norðurlandskjördæmi vestra reyndi að kjósa tvívegis í kosningunum. Þorbjörn Árnason, formaður yfirkjörstjórnar Norðurlandskjördæmis vestra, segir þetta hafa verið mjög óvenjulegt og viðkomandi megi búast við ákúrum. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 206 orð

Framsókn fær jöfnunarmann í fyrsta skipti

FRAMSÓKNARFLOKKURINN fékk tvo jöfnunarmenn kjörna í kosningunum, Ólaf Örn Haraldsson og Hjálmar Árnason. Frá því núverandi kjördæmaskipan var komið á árið 1959 hefur flokkurinn aldrei fengið jöfnunarsæti, en þeim er úthlutað í þeim tilgangi að tryggja jöfnuð milli flokka á landsvísu. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 44 orð

Fundur um umhverfismál

FUNDUR verður í Grænu smiðjunni, Suðurgötu 7, þriðjudaginn 11. maí kl. 20.30, undir yfirskriftinni Umhverfismálin: Hvert stefnir að loknum kosningum? Á fundinum munu þau Kristín Halldórsdóttir, Hjörleifur Guttormsson og Kolbrún Halldórsdóttir ræða málið og svara fyrirspurnum. Allir velkomnir. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 239 orð

Fyrirheit um breytingar

"ÉG VERÐ að viðurkenna að það eru nokkur vonbrigði að fá ekki það fylgi sem kannanir sýndu undir lokin," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi. "Það er þó mikilvægara að gleðjast yfir þeim árangri sem við höfum náð. Nú er mikil vinna framundan að tryggja og styrkja Samfylkinguna um allt land. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 236 orð

Gagnrýnir skrif Morgunblaðsins

"ÞAÐ er merkilegt að við unnum þennan málfrelsissigur, þrátt fyrir að allir fjölmiðlar reyndu eins og þeir gátu að drepa á dreif aðalmáli kosninganna," segir Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 320 orð

Gamall draumur rættist

"ÞÓTT það hafi alltaf verið gamall draumur okkar sjálfstæðismanna að verða stærsti flokkurinn á Norðurlandi eystra, hafði ég ekki sannfæringu fyrir því fyrirfram að hann myndi rætast," sagði Halldór Blöndal, oddviti sjálfstæðismanna í kjördæminu og 1. þingmaður þess, en Guðmundur Bjarnason fráfarandi umhverfisráðherra hafði verið það áður. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 270 orð

Getum unað vel við okkar hlut

"ÉG ER mjög sáttur og ánægður með stöðuna hérna. Ég hefði viljað sjá Samfylkinguna í heild fá betri útkomu en miðað við útkomu hennar á landsvísu getum við unað vel við okkar hlut hér. Aðalbaráttumál okkar var að ná inn tveimur mönnum og það tókst," segir Jóhann Ársælsson sem skipaði fyrsta sætið á lista Samfylkingarinnar í Vesturlandskjördæmi. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð

Gífurlegur hiti og reykur frá logandi hjólbörðum

SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur var kallað að fjölbýlishúsi við Reyrengi í Grafarvogi um klukkan 13 í gær vegna elds, sem kviknað hafði í hjólbörðum í opinni bílageymslu undir húsinu. Átta til tíu hjólbarðar voru geymdir í bílageymslunni og var aðkoman ófögur þegar slökkvilið bar að. Gífurlegur hiti hafði myndast vegna eldsins og steig sótsvartur reykur upp með húsinu og fór inn í a.m.k. Meira
11. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 287 orð

Hafna tilboði kjaranefndar

KENNARAR við Tónlistarskólann á Akureyri höfnuðu á fundi fyrir helgi "algjörlega því smánarlega tilboði sem kjaranefnd Akureyrarbæjar hefur lagt fram," eins og það er orðað í ályktun fundarins. Tilboð kjaranefndar felst í því að þeir kennarar tónlistarskólans sem starfa úti í grunnskólum bæjarins fái aukagreiðslu fyrir, en það samsvarar til tveggja tíma á mánuði í 9 mánuði. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 720 orð

Halldór sakar Sjónvarpið um tilraun til aðfarar

HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í stjórnmálaumræðum í Sjónvarpinu síðastliðið sunnudagskvöld, að gerð hefði verið tilraun til aðfarar gegn sér í umræðuþætti í Sjónvarpinu fyrir kosningar. Þessi tilraun hefði leitt til lakari útkomu flokksins í kosningunum. Meira
11. maí 1999 | Erlendar fréttir | 880 orð

Harðlínuöfl í Kína gera sér mat úr ástandinu

SPRENGJUÁRÁSIN á kínverska sendiráðið í Belgrad er tvímælalaust mjög skaðleg hagsmunum Atlantshafsbandalagsins og átti sér stað á mjög viðkvæmum tímapunkti, þar sem friðaráætlun sú fyrir Kosovo, sem G7-ríkin og Rússland voru nýbúin að leggja drög að, Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 185 orð

Hefðum viljað þriðja manninn

"ÉG er afskaplega ánægð með hvað flokkurinn hefur komið vel út úr kosningunum. Við höfum aukið fylgi okkar á Suðurlandi um 3 prósentustig sem er mjög gott en við hefðum gjarnan viljað ná inn þriðja manninum," segir Drífa Hjartardóttir, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, sem nú tekur sæti á Alþingi. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 252 orð

Hlakka til að vinna að góðum málum

"ÉG HELD að góð útkoma Sjálfstæðisflokksins almennt sé því að þakka að fólk mat flokkinn af stöðu mála undanfarin tvö kjörtímabil. Í kosningabaráttunni höfum við rætt hvað flokkurinn stendur fyrir og ég heyri að fólk er tilbúið að eigna honum árangurinn," segir Ásta Möller nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 487 orð

Hlátur og grátur á kosningavökum

STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR efndu til kosningavöku á kosninganóttina þar sem stuðningsmenn flokkanna fylgdust með úrslitunum. Góð stemmning var hjá flestum flokkum nema Framsóknarflokknum sem tapaði talsverðu fylgi í kosningunum. Einnig voru tilfinningar blendnar hjá Samfylkingunni. Mikil spenna var á kosningaskrifstofunum og náði hún hámarki um kl. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 762 orð

Hlutfallsleg skipting milli flokkanna verði óbreytt

Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu í gær að veita formönnum flokkanna umboð til stjórnarmyndunar. Reiknað er með að viðræður hefjist í dag að loknum ríkisstjórnar- og ríkisráðsfundum. Full eining var innan þingflokkanna um þessa niðurstöðu. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 485 orð

Hryllileg aðkoma

ÍSLENSKUR læknir, Helgi Jóhannsson, sem starfar á St. Bartholomew's spítalanum í London, kom fyrstur lækna á slysstað í Soho þegar sprengja sprakk þar 30. apríl og þrír fórust og 65 slösuðust. "Það var enginn vafi á að þetta var sprengja og aðkoman var hryllileg," sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
11. maí 1999 | Smáfréttir | 35 orð

HÚSMÆÐRAORLOF Gullbringu- og Kjósarsýslu fer í ferð til Hornafjarðar,

HÚSMÆÐRAORLOF Gullbringu- og Kjósarsýslu fer í ferð til Hornafjarðar, á Vatnajökul og í siglingu á Jökulsárlóni 11.­13. júní. Farið verður til Djúpuvíkur á Ströndum, ekið til Gjögurs, Trékyllisvíkur og Norðurfjarðar 18.­20. júní. Upplýsingar veitir Svanhvít Jónsdóttir. Meira
11. maí 1999 | Erlendar fréttir | 248 orð

"Höfum ekki orðið varir við mótmælin af eigin raun"

ÓLAFUR Egilsson, sendiherra Íslands í Peking, höfuðborg Kína, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hvorki hann né aðrir starfsmenn sendiráðsins hefðu af eigin raun orðið varir við mótmæli Kínverja vegna loftárása Atlantshafsbandalagsins á kínverska sendiráðið í Belgrad. Meira
11. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 46 orð

Kaupland gjaldþrota

KAUPLAND, sem er verslun með raftæki, gluggatjöld, málningu og málningarvörur, var úrskurðað gjaldþrota hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra í síðustu viku. Versluninni hefur verið lokað. Hún hefur verið starfandi á Akureyri um nokkurra ára skeið, en með aukinni samkeppni á raftækjamarkaði brast grundvöllur fyrir rekstrinum. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 649 orð

Kvöldfréttir færast fram um klukkustund

RÍKISÚTVARPIÐ hefur ákveðið að breyta kvöldfréttatímum Sjónvarps og Útvarps. Eftir 1. júní verður aðalfréttatími Sjónvarps klukkan 19 í stað 20 og aðalkvöldfréttatími Útvarpsins verður klukkan 18 í stað 19. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Útvarpshúsinu í gær, þar sem Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri, sagði m.a. Meira
11. maí 1999 | Landsbyggðin | 135 orð

Kynbótadómaranámskeið á Hólum

ALÞJÓÐLEGT námskeið fyrir kynbótadómara hrossa var haldið á Hólum nýlega. Námskeiðið var haldið á vegum FEIF (alþjóðasamtaka um íslenska hestinn), en Hólaskóli og Bændasamtök Íslands sáu um framkvæmdina. Þátttakendur voru frá 8 þjóðlöndum en kennarar voru þeir Víkingur Gunnarsson, Hólaskóla, og Ágúst Sigurðsson, landsráðunautur í hrossarækt, og Jón Vilmundarson, ráðunautur, var prófdómari. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 28 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐRÉTT Tónleikar í Logalandi Tónleikar Kvennakórsins Yms, Freyjukórsins og Kvennakórs Hafnarfjarðar verða í Logalandi í Borgarfirði, fimmtudaginn 13. maí kl. 16. Tímasetning var röng í blaðinu á sunnudag. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 249 orð

Lenti undir gríðarþungu steypufargi

MIKIL björgunaraðgerð fór fram við Korpúlfsstaði í gær þegar 23 ára karlmaður slasaðist í vinnuslysi er tvær gríðarþungar steypusyllur við kjallaraglugga á byggingunni féllu ofan á hann. Hann var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur með mjaðmagrindarbrot og úr mjaðmarlið, en að sögn læknis á slysadeild er líðan hans góð þótt meiðslin teljist alvarleg. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Lélegasta kjörsókn frá 1942

KJÖRSÓKN í kosningunum var einungis 84,1%, sem er lélegasta kjörsókn á lýðveldistímanum. Fara þarf aftur til haustkosninganna árið 1942 til að finna lélegri kosningaþátttöku. Í síðustu alþingiskosningum var kjörsóknin 87,4%. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 1911 orð

Líta ber til breytinga á störfum þingmanna

Ár 1999, laugardaginn 8. maí var Kjaradómur settur að Kalkofnsvegi 1 í Reykjavík og haldinn af Garðari Garðarssyni, Jóni Sveinssyni, Margréti Guðmundsdóttur, Óttari Yngvasyni og Þorsteini Júlíussyni. Fyrir var tekið: Að ákvarða laun þeirra aðila sem undir Kjaradóm falla skv. lögum nr. 120/1992 I. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 283 orð

Lögreglan á Snæfellsnesi upplýsir íkveikju

Ólafsvík. Morgunblaðið. ÞAÐ var venju fremur annasamt hjá lögreglunni á Snæfellsnesi um helgina, en auk fastra starfa við utankjörstaðakosningu, akstur og frágang kjörgagna upplýsti hún íkveikju að Búlandshöfða í Eyrarsveit, þrjú innbrot í mannlaus hús, sem framin voru í vetur, tók 15 ökumenn fyrir of hraðan akstur og tvo grunaða um ölvunarakstur. Meira
11. maí 1999 | Erlendar fréttir | 163 orð

Mandela vottuð virðing

FIMM ár voru í gær liðin síðan Nelson Mandela tók við sem forseti Suður-Afríku og hélt Mandela upp á áfangann með kveðjuathöfn í Jóhannesarborg en hann mun láta af embætti eftir kosningar í landinu, sem fara fram 16. júní næstkomandi. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 586 orð

Margir í hár saman á kosninganótt

NOKKURT annríki var hjá lögreglu þessa helgi og kenndi þar margvíslegra verkefna. Fyrst má geta að margir lögreglumenn voru við ýmis störf sem tengjast framkvæmd og öryggi vegna þingkosninganna. Þá kemur fram við skoðun verkefna að mikið bar á samskiptaerfiðleikum milli manna jafnt í heimahúsum, á götum úti sem og á veitingastöðum. Meira
11. maí 1999 | Erlendar fréttir | 172 orð

Meira en 200 fórust í ferjuslysi

MEIRA en 200 manns fórust er ferju hvolfdi í Bangladesh sl. laugardag í slæmu veðri. Á annað hundrað manna komst af en farþegarnir voru eitthvað á fjórðra hundraðið. Ferjan var á leið upp fljótið Meghna er hún lenti í mikilli hringiðu í mjög slæmu veðri. Voru farþegar með henni á milli 300 og 400 þótt skipið væri ekki gert fyrir nema 258 manns. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 215 orð

Meira fylgi en ég hafði vænst

"ÉG er ánægð fyrir hönd allra sem hafa talað fyrir málstað vinstri hreyfingarinnar því við höfum ekki haft aðstöðu til að koma okkur á framfæri með auglýsingum," segir Þuríður Backman, nýkjörinn þingmaður Vinstrihreyfingarinnar ­ Græns framboðs í Austurlandskjördæmi. Hún segir að fylgi Vinstrihreyfingarinnar ­ Græns framboðs hafi verið mun meira en hún hafði vænst. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 200 orð

Miklar sveiflur

FRAMSÓKNARFLOKKURINN tapaði fylgi í kosningunum á laugardaginn miðað við seinustu kosningar í öllum kjördæmum landsins nema á Vestfjörðum þar sem hann bætti umtalsverðu við sig og á Suðurlandi þar sem hann hélt svipuðu fylgi og hann fékk í kosningunum 1995. Víðast hvar fékk Framsóknarflokkurinn þó svipað fylgi nú og hann fékk í kosningunum árið 1991. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 749 orð

Mjög góð úrslit fyrir sjálfstæðismenn

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að kosningaúrslitin séu mjög góð fyrir sjálfstæðismenn sem hafi fengið yfir 40% atkvæða í fyrsta skipti í aldarfjórðung og eftir að hafa haft forystu fyrir ríkisstjórn í átta ár. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 245 orð

Náðum besta árangri fyrr og síðar

Í KOSNINGUNUM jók Sjálfstæðisflokkurinn á Austurlandi fylgi sitt í kjördæminu um 3,8 prósentustig og fékk 26,3% atkvæða og einn mann kjörinn. Sjálfstæðismenn á Austurlandi áttu tvo þingmenn á seinasta kjörtímabili en misstu nú jöfnunarþingsætið. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 183 orð

Námsstefna um lausnarmiðuð meðferðarstörf

FÉLAG fagfólks í fjölskyldumeðferð, FFF, stendur fyrir námsstefnu um lausnarmiðuð meðferðarstörf. Fyrirlesari verður finnski geðlæknirinn Ben Furman. Námsstefnan verður haldin í Norræna húsinu kl. 9­16 báða dagana. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 236 orð

Niðurstöður í samræmi við væntingar

"MEÐ kosningunum er dómur kjósenda kominn og hægt að sjá hvað þeir kunna sérstaklega að meta," segir Gunnar I. Birgisson, nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Gunnar Ingi sat á þingi sem varamaður í tvær vikur 1992 og segist því þekkja húsið. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 244 orð

Næsta skref að stofna flokk

"VIÐ erum nokkuð ánægð með útkomuna hér þrátt fyrir að við hefðum viljað sjá hærri tölur," segir Einar Már Sigurðarson, sem náði kjöri á þing fyrir Samfylkinguna á Austurlandi. Samfylkingin fékk 21,2% fylgi í kjördæminu. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Óvenju lítil kjörsókn í Grímsey

KJÖRSÓKN í Grímsey var óvenju léleg í alþingiskosningunum á laugardag, eða 73,13%. Bjarni Magnússon hreppstjóri sagði hana með allra minnsta móti og sennilega væri það vegna þess hve margir voru að heiman. Kjörstað í Grímsey var lokað kl. 13.15 á laugardag. Meira
11. maí 1999 | Erlendar fréttir | 304 orð

Paksas tilnefndur forsætisráðherra

VALDAS Adamkus, forseti Litháen, tilnefndi í gær Rolandas Paksas, borgarstjóra í Vilnius, sem forsætisráðherra og reyndi þannig að lægja ófriðaröldur sem ríkt hafa í stjórnmálum Litháens allt frá því hann fór opinberlega fram á afsögn Gediminas Vagnorius forsætisráðherra fyrir nokkrum vikum. Meira
11. maí 1999 | Erlendar fréttir | 545 orð

Réttarhöld gegn NATO hafin

RÉTTARHÖLD vegna kæru Júgóslavíustjórnar á hendur aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins (NATO) hófst hjá Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í Haag í gær og standa þau yfir í tvo daga. Er NATO m.a. gefið að sök að hafa framið þjóðarmorð á íbúum Serbíu, þ.m.t. Kosovo-Albönum. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 853 orð

Samfylkingin orðin næst stærsta stjórnmálaaflið

"ÞETTA er náttúrulega ótvíræður sigur Sjálfstæðisflokksins en engu að síður sigur félagshyggjufólks því að Samfylkingin er orðin næststærsta stjórnmálaafl landsins," sagði Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, um úrslit alþingiskosninganna á laugardag. "Þótt ég hefði vissulega viljað sjá meira fylgi, að við færum yfir 30%, er þetta nýtt umhverfi. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 247 orð

Samstæður og skemmtilegur hópur

"ÚTKOMA Samfylkingarinnar gefur ekki tilefni til vonbrigða, því bara það að það tókst á skapa nýtt stjórnmálaafl á stuttum tíma eftir langa meðgöngu og heyja kosningabaráttu er sigur," segir Guðrún Ögmundsdóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. "Það má auðvitað alltaf segja að árangurinn hefði getað verið enn betri en margir bíða nú þess sem verður eftir fjögur ár. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 188 orð

Sauðburður gengur vel

SAUÐBURÐUR nær venjulega hámarki í lok maí og byrjun júní, en eftir að farið var að lengja sláturtímann dreifist hann yfir lengri tíma en áður að sögn Ólafs Dýrmundssonar, ráðunautar hjá Bændasamtökum Íslands. Hann segir ennfremur að sauðburður hafi gengið vel það sem af sé og stefni í að svo verði áfram. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 279 orð

Sá lengi í hvað stefndi

"ÉG hef unnið að tilurð Samfylkingarinnar í tvö ár og setið í stýrihópi fyrir hönd Kvennalistans ásamt þeim Margréti Frímannsdóttur og Sighvati Björgvinssyni og ég var í stjórn fyrsta þingflokks Samfylkingarinnar. Meira
11. maí 1999 | Miðopna | 934 orð

Segir dóm gera ókleift að fylgja bandarískri utanríkisstefnu

ROBERT Torricelli, öldungadeildarþingmaður demókrata á Bandaríkjaþingi, hefur skrifað Janet Reno dómsmálaráðherra bréf þar sem hann lýsir yfir áhyggjum yfir dómi í máli Eimskips og Van Ommeren vegna flutninga fyrir varnarliðið í Keflavík. Segir Torricelli í bréfinu að standi þessi dómur muni hann hafa mikil áhrif á stefnu Bandaríkjanna í utanríkis- og hernaðarmálum. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 206 orð

Skilaboð um annað stjórnarmynstur

"Í MÍNUM huga er niðurstaða Framsóknarflokksins í kosningunum skýr skilaboð frá kjósendum um að flokkurinn eigi ekki að sitja áfram í stjórn með Sjálfstæðisflokknum," segir Árni Gunnarsson annar maður á lista Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. Árni tók sæti Stefáns Guðmundssonar alþingismanns en náði ekki kjöri. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Staða Frakklands í alþjóðastjórnmálum

FYRIRLESTUR um stöðu Frakklands í alþjóðastjórnmálum að loknu kalda stríðinu verður haldinn miðvikudaginn 12. maí. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum Alliance Française við Ingólfstorg og hefst hann kl. 20.30. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 364 orð

Starfstengt þriggja missera nám

HÁSKÓLI Íslands býður næsta haust uppá nýjar námsleiðir, 45 eininga nám, í nokkrum greinum á BS eða BA stigi. Námið er ætlað þeim sem vilja bæta við þekkingu sína á einhverju sviði án þess kannski að leggja í fullt BA eða BS nám sem er 90 einingar. Námið er að nokkru leyti starfstengt og lýkur með diplóm-prófi. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 208 orð

Sterk stjórn og sterkur leiðtogi

"STERK ríkisstjórn og Davíð Oddsson, sem að mínu mati er einn helsti stjórnmálaleiðtogi aldarinnar, er skýringin á góðum úrslitum Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson er sigurvegari kosninganna," segir Þorgerður K. Gunnarsdóttir, nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Meira
11. maí 1999 | Erlendar fréttir | 705 orð

Studdust við úrelt kort af Belgrad

SKÝRT var frá því í gær að árásin á kínverska sendiráðið í Belgrad á föstudagskvöld hefði verið gerð vegna rangra upplýsinga frá bandarísku leyniþjónustunni CIA. Að sögn bandaríska dagblaðsins Washington Post var stuðst við úrelt kort, sem gefin voru út áður en sendiráðsbyggingin var reist fyrir 3-4 árum. Meira
11. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Styrkir til efnilegra nemenda

FRESTUR til að sækja um styrk úr Minningarsjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur rennur út 15. maí næstkomandi. Nemendur sem stundað hafa nám við Tónlistarskólann á Akureyri og hyggja á eða hafa þegar hafið háskólanám í tónlist geta sótt um styrk úr sjóðnum. Þorgerður lauk burtfararprófi úr Tónlistarskólanum á Akureyri og þótti efnilegur píanóleikari. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð

Svæðisskipulag miðhálendisins staðfest

SVÆÐISSKIPULAG miðhálendisins til ársins 2015 var staðfest af Guðmundi Bjarnasyni umhverfisráðherra í gær. Sérstök svæðisskipulagsnefnd skilaði af sér tillögu um skipulagið og var hún kynnt árið 1997. Alls bárust athugasemdir frá tæplæga 100 aðilum við tillöguna og verður litið á þær sem viðbætur við forsendur skipulagsins. Skipulagsstofnun afgreiddi tillöguna þann 9. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 308 orð

Sýning í Leifsstöð í tilefni Kristnihátíðar

"ÉG HEF alltaf skilið það svo að kristnitakan hafi verið list hins mögulega. Kristnitakan var glæsileg málamiðlun og er ekki aðeins einstæð í Íslandssögunni, heldur jafnvel í veraldarsögunni," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið í tilefni af opnun sýningar á vegum Kristnihátíðarnefndar og Leifsstöðvar. Meira
11. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 253 orð

Talið að kveikt hafi verið í

FULLVÍST er talið að kveikt hafi verið í geymslu í kjallara í Hamri, félagsheimili Þórs við Skarðshlíð, aðfaranótt sunnudags. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri fer með rannsókn málsins, en málið var óupplýst síðdegis í gær. Að sögn Tómasar Búa Böðvarssonar slökkviliðsstjóra mátti ekki miklu muna að eldurinn næði að komast upp á efri hæð hússins. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 348 orð

Tengist ekki kynferði

KÆRUNEFND jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að launamunur á milli karls og konu sem vinna sömu störf á endurhæfingardeild Landspítalans tengist ekki kynferði þeirra. Hann sé tilkominn vegna mismunandi stéttarfélagsaðildar. Erindi kærandans er því ekki talið falla undir ákvæði laga nr. 28/1991 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 298 orð

Tveir ráðherrar láta af embætti í dag

TVEIR ráðherrar, Þorsteinn Pálsson og Guðmundur Bjarnason, báðust í gær lausnar. Munu þeir láta af ráðherradómi á ríkisráðsfundi, sem haldinn verður á Bessastöðum í dag. Þorsteinn tekur innan skamms við starfi sendiherra í London og Guðmundur hefur tekið við starfi forstjóra Íbúðalánasjóðs. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 225 orð

Úrslitin komu ekki á óvart

GUÐJÓN A. Kristjánsson, sem skipaði fyrsta sæti á lista Frjálslynda flokksins á Vestfjörðum, er í hópi nýkjörinna þingmanna á Alþingi og er að nýafstöðnum kosningum fjórði þingmaður Vestfjarða. Þakklæti til stuðningsmanna og samverkafólks síns er Guðjóni efst í huga að fengnum úrslitum, sem komu honum ekki á óvart að hans sögn. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 237 orð

Úrslitin marka þáttaskil

"MÍN fyrstu viðbrögð eru ánægja og þakklæti. Mér finnst framboðið hafa skilað besta árangri sem sanngjarnt var að vænta af okkur í Vinstri hreyfingunni ­ Grænu framboði," segir Hjörleifur Guttormsson, sem skipaði 3. sæti á U-listanum í Reykjavík þar sem flokkurinn fékk tvo menn kjörna. Hjörleifur lætur því af þingmennsku eftir að hafa setið á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið á Austurlandi síðan Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 215 orð

Úrslitin mikil vonbrigði

"ÞAÐ eru mikil vonbrigði að lenda undir í þessum slag. Það eru líka tíðindi að Framsóknarflokkurinn haldi ekki forystu í kjördæminu en það var líka ljóst að við vorum að vinna okkur upp úr mikilli lægð í kjölfar erfiðra sveitarstjórnarkosninga," segir Daníel U. Árnason, sem skipaði annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, þar sem flokkurinn fékk einn mann kjörinn. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 243 orð

Vel rökstuddur úrskurður

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist hafa fengið úrskurð Kjaradóms í hendur sl. sunnudag og telji eftir að hafa kynnt sér forsendur hans að um vel rökstuddan dóm sé að ræða. Kjaradómur færi m. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 283 orð

Veruleg spenna ríkti um jöfnunarsætin

VERULEG spenna ríkti allt til loka talningar á kosninganótt um hvernig jöfnunarsætum yrði raðað niður. Við lokatalningu í báðum Norðurlandskjördæmunum tapaði Framsóknarflokkurinn kjördæmakjörnum mönnum, Daníel Árnasyni og Árna Gunnarssyni, en fékk í staðinn tvo uppbótarmenn í Reykjavík og Reykjanesi, þá Ólaf Örn Haraldsson og Hjálmar Árnason. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 341 orð

Vélstjórar fá hærri laun

LAUN vélstjóra á fiskiskipum hækkuðu í gær samkvæmt úrskurði nefndar sem falið var að fjalla um kjaramál vélstjóra í kjölfar verkfalls sjómanna á síðasta ári. Ætla má að laun yfirvélstjóra á meðalstórum frystitogara hækki um rúmar 100 þúsund krónur á mánuði samkvæmt úrskurði nefndarinnar Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 220 orð

Við erum vinningslið

"ÞAÐ er engum blöðum um það að fletta að við erum vinningslið," sagði Kolbrún Halldórsdóttir nýkjörinn þingmaður Vinstrihreyfingarinnar ­ Græns framboðs í Reykjavík, þótt hún segist döpur yfir að Kristín Halldórsdóttir skuli ekki hafa náð kjöri. "Markmið okkar var að koma að nýjum sjónarmiðum og flétta saman klassísk vinstrimál og umhverfismál," segir Kolbrún. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 305 orð

Viðræður stjórnarflokkanna hefjast í dag

ÞINGFLOKKAR Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu í gær að formenn flokkanna fengju umboð til að ræða áframhaldandi samstarf flokkanna í nýrri ríkisstjórn. Davíð Oddsson forsætisráðherra gekk í gær á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til að gera honum grein fyrir stöðunni að loknum alþingiskosningunum. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 218 orð

Vill að úrskurði verði áfrýjað

EINN þingmanna demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, Robert Torricelli, hefur skrifað Janet Reno dómsmálaráðherra bréf og lýst áhyggjum yfir dómi í máli skipafélaganna Eimskips og Van Ommeren vegna flutninga fyrir varnarliðið í Keflavík. Vill hann að ráðuneytið áfrýi úrskurðinum, sem féll bandaríska hernum í óhag. Afrit bréfsins var sent Albright utanríkisráðherra og Cohen varnarmálaráðherra. Meira
11. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 230 orð

Vinnslan verður tryggð fram í júní

VINNSLA í rækjuverksmiðju Fiskiðjusamlags Húsavíkur hefur verið tryggð fram í næsta mánuð, en til stóð að loka verksmiðjunni milli vertíða, frá maí og þar til vetrarvertíð hefst að nýju í október. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 262 orð

Vinstri uppstokkun í stað sameiningar

"ÉG ER mjög ánægður með niðurstöðuna. Útkoman er sú besta nokkru sinni, að undanskildum kosningunum 1974, og það er auðvitað ánægjulegt," segir Árni M. Mathiesen þingmaður og oddviti sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi. Árni tók við 1. sæti listans af Ólafi G. Einarssyni og verður 1. þingmaður kjördæmisins, eins og Ólafur var áður. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 272 orð

Vonaðist eftir tveimur mönnum inn

KRISTJÁN Möller, efsti maður á lista Samfylkingarinnar í Norðurlandskjördæmi vestra náði kjöri inn á Alþingi í kosningunum og kemur inn sem nýr þingmaður. Hann var eini frambjóðandinn úr Samfylkingunni sem náði kjöri í kjördæminu, en Samfylkingin vonaðist til að ná inn öðrum manni af listanum í jöfnunarsæti, en tapaði í fyrir Vinstrihreyfingunni ­ grænu framboði í baráttunni um sætið. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 221 orð

Vonbrigði fyrir forystumennina

"VIÐ náðum ekki því sem við ætluðum okkur sem var 30% fylgi. Þetta á samt ekki að breyta því að við ættum að stofna stjórnmálaflokk strax í haust. Ég lít svo á að lýðræðisleg niðurstaða kosninganna sé sú að Sjálfstæðisflokkurinn muni vera í forystu og eigi að mynda næstu ríkisstjórn," segir Ágúst Einarsson, sem skipaði 5. sæti á lista Samfylkingarinnar á Reykjanesi sem fékk fjóra menn kjörna þar. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 229 orð

Vorum aldrei á atkvæðaveiðum

ANARKISTAR á Íslandi fengu 214 atkvæði í Reykjavík eða 0,1% og sagðist Hallgerður Pálsdóttir, sem skipaði annað sæti á listans, vera mjög sátt við úrslitin. "Við vorum aldrei á neinum atkvæðaveiðum, við vildum bara fá að koma fram með okkar hugmyndir því okkur finnst þetta lýðræðiskerfi ekki alveg vera að ganga upp hjá okkur," sagði Hallgerður. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 754 orð

Ýmsir möguleikar standa ungu fólki til boða

UNGT fólk í Evrópu og Evrópsk sjálfboðaþjónusta er heitið á tveimur áætlunum á vegum ESB sem Íslendingar eiga hlutdeild að með samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Markmiðið með áætlununum er að gefa ungu fólki möguleika á jákvæðri lífsreynslu með þátttöku í fjölbreyttum verkefnum og tækifæri á að kynnast menningu og lífi í öðru landi. Lára S. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 230 orð

Þjóðin þarf að kristnast

"MÉR líst bara vel á úrslitin," sagði Guðmundur Örn Ragnarsson, oddviti Kristilega lýðræðisflokksins. "Fyrir fjórum árum vorum við með 0,2% en erum með 0,3% núna, þannig að það er 50% aukning og ég held að Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið ánægður með slíka aukningu. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 159 orð

Þrír kostir á tveggja flokka stjórn

AÐ afloknum alþingiskosningunum eru uppi þrír möguleikar á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar, sem hefði meirihluta á bak við sig á þingi. Enginn möguleiki er á myndun tveggja flokka meirihlutastjórnar án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/RAX FRÁ kjörstað í Reykjavík. Þrátt fyrir gott veður um allt land var kjörsókn sú minnsta síðan lýðveldi var stofnað á Íslandi. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/RAX DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra var íbygginn þegar hann var búinn að setja krossinn á kjörseðilinn. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 98 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Árni SæbergÞEGAR Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, fór að kjósa mætti hann Geir H. Haarde, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, sem var að koma frá því að kjósa. Þeir heilsuðust vingjarnlega þótt þeir eigi ekki lengur samleið í pólitík. Meira
11. maí 1999 | Innlendar fréttir | 121 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/ÁsdísJÓHANNA Sigurðardóttir, efsti maður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, og Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, heilsast kátar í bragði á kosningavöku Samfylkingarinnar í Naustinu á kosninganótt. Morgunblaðið/ÞorkellFRAMSÓKNARMENN í Reykjavík komu saman á kosningavöku á Grand Hotel á kosninganótt. Meira

Ritstjórnargreinar

11. maí 1999 | Staksteinar | 405 orð

Gott gengi

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra fjallar um alþingiskosningarnar og niðurstöður þeirra á vefsíðu sinni. BJÖRN segir m.a.: "Við sjálfstæðismenn getum unað vel við úrslit kosninganna í gær. Þau eru hin bestu, sem flokkur okkar hefur fengið síðan 1974, þegar hann hlaut 42,7% atkvæða. Meira
11. maí 1999 | Leiðarar | 676 orð

ÚRSLIT KOSNINGANNA

ÚRSLIT alþingiskosninganna verða ekki skilin á annan veg en þann, að þjóðin sé hlynnt áframhaldandi samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á nýju kjörtímabili. Samanlagt fengu stjórnarflokkarnir 59,1% atkvæða eða einungis 1,3 prósentustigum minna en í kosningunum fyrir fjórum árum. Meira

Menning

11. maí 1999 | Fólk í fréttum | 303 orð

Að vera góður inni við beinið

KEPPNI um titilinn beinajarl Gradualekórsins fór fram á fimmtudagskvöldið var á heimili kórstjórans Jóns Stefánssonar. "Þetta er í þriðja skipti sem ég held þessa keppni," segir Jón "en hún felst í því að borða íslenska kjötsúpu og skila beinunum hreinum." Jón segist hafa leitað lengi að hentugu nafni fyrir keppnina. Meira
11. maí 1999 | Fólk í fréttum | 168 orð

Allt fær að flakka Get varla beðið (Can't Hardly Wait)

Framleiðendur: Jenno Topping og Betty Thomas. Leikstjórn og handrit: Deborah Kaplan og Harry Elfont. Kvikmyndataka: Lloyd Ahern. Tónlist: David Kitay. Aðalhlutverk: Ethan Embry, Charlie Korsmo, Lauren Ambrose, Peter Facinelli, Seth Green og Jennifer Love-Hewitt. (97 mín) Bandarísk. Skífan, apríl 1999. Öllum leyfð. Meira
11. maí 1999 | Fólk í fréttum | 45 orð

Bestar á sviði

Bestar á sviði BRESKU leikkonurnar Natasha Richardson og Judi Dench mættu á 65. Drama League-verðlaunaafhendinguna í New York síðastliðinn laugardag. Þar voru þær báðar verðlaunaðar fyrir frammistöðu sína á leiksviði. Natasha leikur um þessar mundir á Broadway í "Closer" og Judi í leikritinu "Amy's View". Meira
11. maí 1999 | Fólk í fréttum | 676 orð

Bíóin í borginni

True Crime Eastwood í fínu formi sem blaðamaður í leit að sannleikanum. Góð afþreying. One True Thing Sú ímynd sem við búum til af foreldrum okkar í bernsku og endist flestum til æviloka, er umfjöllunarefnið í tregafullri endurskoðun dóttur sem snýr aftur til föðurhúsanna við erfiðar kringumstæður. Meira
11. maí 1999 | Skólar/Menntun | 233 orð

Dagur símenntunar

DAGUR símenntunar verður haldinn laugardaginn 28. ágúst 1999. Menntamálaráðherra hefur ákveðið það á grundvelli tillögu frá verkefnisstjórn um símenntun. Markmiðið með deginum er að: vekja athygli á gildi símenntunar og þeim fjölbreyttu möguleikum sem fólki standa til boða hvetja fólk til að taka þátt í námi/námskeiðum til að efla þekkingu sína Meira
11. maí 1999 | Menningarlíf | 526 orð

Deilt um lárviðarskáldið

CAROL Hughes, ekkja lárviðarskáldsins Ted Hughes, hefur skrifað Tony Blair forsætisráðherra og Elísabetu drottningu bréf þar sem hún andmælir áformum ríkisstjórnarinnar um að breyta stöðu lárviðarskálds í launað þjóðskáldsstarf. Meira
11. maí 1999 | Menningarlíf | 127 orð

Diddú og Barnakór Biskupstungna

Diddú og Barnakór Biskupstungna TÓNLEIKAR Barnakórs Biskupstungna ásamt sópransöngkonunni Sigrúnu Hjálmtýsdóttur verða í Skálholtskirkju fimmtudaginn 13. maí, uppstigningardag, kl. 15. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Ítalíuferð kórfélaga sem farin verður í júní. Meira
11. maí 1999 | Fólk í fréttum | 335 orð

Engin karlmennskubylting

Tónleikar og myndlist á 12 tónum Engin karlmennskubylting 12 TÓNAR er sérverslun með klassíska tónlist, þótt í rekkunum megi einnig finna bæði hefðbundinn og framúrstefnudjass. Meira
11. maí 1999 | Skólar/Menntun | 215 orð

Evran í brennidepli

Mánudaginn 31. maí nk. standa Euro Info skrifstofan og Útflutningsráð Íslands fyrir ráðstefnu um EVRUNA. Fyrirlesari frá stjórnarskrifstofu 23 mun fjalla almennt um hina nýju mynt en fulltrúar frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi munu segja frá reynslu fyrirtækja í sínum löndum. Að lokum verður fjallað um EVRUNA út frá sjónarhorni íslenskra fyrirtækja. Meira
11. maí 1999 | Menningarlíf | 357 orð

Fimmtugustu tónleikarnir í Salnum

FIMMTUGUSTU tónleikarnir í Salnum, hinu nýja Tónlistarhúsi Kópavogs, verða haldnir í kvöld kl. 20.30, á afmælisdegi Kópavogsbæjar, 11. maí. Þá flytur Kammerkór Kópavogs ásamt 14 manna barokksveit og fimm einsöngvurum ævintýraóperuna Arthúr konung eftir Henry Purcell og er þar um tónleikauppfærslu að ræða. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Meira
11. maí 1999 | Fólk í fréttum | 44 orð

Fimur nautabani

Fimur nautabani NAUTABANAR eru þjóðhetjur í heimalöndum sínum. Hér sést ungur bani að nafni Julian Lopez "El Juli" heyja baráttu við kröftugt naut í Valencia fyrir skömmu. "El Juli" hafði betur og var borinn út af leikvanginum á háhesti og fagnað ákaft af áhorfendum. Meira
11. maí 1999 | Fólk í fréttum | 66 orð

Frjálst fall

Frjálst fall EF ÞÚ ert adrenalínfíkill ættirðu að prófa það sem Japanir eru að ærast yfir um þessar mundir. Unga stúlkan á myndinni öskraði af öllum kröftum er hún lét sig falla í frjálsu falli án öryggislínu rúmlega 30 m á nýjum dýfingarstað við Biwako turn í vestur Japan. Meira
11. maí 1999 | Menningarlíf | 250 orð

Gamanleikur um viðhorf samfélagsins til eldra fólks

Frístundahópurinn Hana-nú Gamanleikur um viðhorf samfélagsins til eldra fólks SÝNING Frístundahópsins Hana-nú á gamanleikritinu "Smellurinn... lífið er bland í poka", verður í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, á morgun, miðvikudag, kl. 17. Meira
11. maí 1999 | Skólar/Menntun | 345 orð

Hugsanleg vandkvæði leshamlaðra

ÁTTAVILLA er eitt af því sem leshamlaðir geta átt við að glíma. Hvar á að byrja á dæminu? Í hvaða átt á að vinna? Skoðið viðamikil samlagningardæmi, hvaða tölur á að leggja saman fyrst? Hvað á að gera við útkomuna? Hvert á að setja tugtöluna? Hvernig á að halda áfram? Hvað ef maður er búinn að gleyma fyrri hluta dæmisins þegar lengra er komið? Skoðið með sömu gleraugum löng, Meira
11. maí 1999 | Skólar/Menntun | 1118 orð

Hvað er gert fyrir lesblinda? Íslenskt skimunartæki fyrir 6 ára börn er dýrt og kostnaðarsamt Þjónusta við

Íslenskt skimunartæki fyrir 6 ára börn er dýrt og kostnaðarsamt Þjónusta við framhaldsskólanemendur er breytileg eftir skólum AÐALNÁMSKRÁ grunnskóla tekur gildi 1. júní næstkomandi og verður aðlögunartími hennar fyrir skóla og stjórnvöld tvö ár. Meira
11. maí 1999 | Menningarlíf | 853 orð

Inn og út í Amsterdam Þóroddur Bjarnason tekur þessa dagana þátt í alþjóðlegri samsýningu myndlistarmanna í Amsterdam. Orri Páll

HEIMURINN hefur skroppið saman ­ landfræðilegir fjötrar heyra sögunni til. Það á við í listum sem öðru. Í stað þess að markhópur íslenskra listamanna sé fáeinar hræður hér á norðurhjara jarðar getur hann nú á tímum hæglega verið heimurinn allur. Útrás íslenskra listamanna verður ekki stöðvuð úr þessu ­ enda engin ástæða til. Meira
11. maí 1999 | Fólk í fréttum | 51 orð

Kátar kántríkonur

GELLURNAR í Dixie Chicks sprungu úr hlátri er þær tóku á dögunum við verðlaunum fyrir að vera bestu nýliðarnir í sveitasöngvaheiminum. Ekki fylgir sögunni hvað kætti stúlkurnar svo mjög en þær voru að vonum ánægðar með verðlaunin sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Amphitheater leikhúsinu í Los Angeles. Meira
11. maí 1999 | Menningarlíf | 563 orð

Kemur aðdáendum sínum í opna skjöldu

BANDARÍSKA leikritaskáldið David Mamet hefur komið aðdáendum sínum í opna skjöldu með sínu nýjasta verkefni. Það vekur nefnilega athygli að í nýrri mynd eftir Mamet, "The Winslow Boy", er ekki að finna nein blótsyrði, eða annað það sem svo gjarnan hefur sett mark sitt á verk Mamets. Meira
11. maí 1999 | Fólk í fréttum | 1364 orð

KEN RUSSELL

UMDEILDUR, litríkur, hástemmdur, hálfóður, hugmyndaríkur. Það er ekki hægt að lýsa breska leikstjóranum Ken Russell í fáeinum orðum, til þess er maðurinn og myndirnar hans alltof sérstæður kafli í kvikmyndasögunni. Hitt er víst, að fáir leikstjórar, ef nokkrir, komast með tærnar þar sem hann hefur hælana þegar komið er að því að ofbjóða og hneyksla almenning. Meira
11. maí 1999 | Fólk í fréttum | 110 orð

Lag til styrktar flóttafólki

UM SÍÐUSTU helgi komu nokkrir íslenskir tónlistarmenn saman og tóku upp lag fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar. Laginu er ætlað að vekja athygli á söfnun sem Hjálparstofnunin stendur nú fyrir til styrktar flóttafólki í Kosovo. Lagið heitir Alltaf ljósið lýsir og verður því dreift á allar útvarpsstöðvar í vikunni. Meira
11. maí 1999 | Kvikmyndir | 574 orð

Lóa tekur flugið

Leikstjóri Mark Herman. Handritshöfundur Mark Herman, byggt á leikriti Jims Cartwright. Kvikmyndatökustjóri Andy Collins. Tónskáld John Altman. Aðalleikendur Jane Harrocks, Brenda Blethyn, Michael Caine, Jim Broadbent, Ewan McGregor, Philip Jackson. 96 mín. Ensk. Miramax 1998. Meira
11. maí 1999 | Fólk í fréttum | 269 orð

Mary efst fimmtu vikuna í röð

Myndbandalistinn Mary efst fimmtu vikuna í röð EKKERT lát er á vinsældum Mary sem er í toppsæti listans fimmtu vikuna í röð. Í öðru sæti er Truman-þátturinn eins og í síðustu viku og Snákaaugun í því þriðja. Fjórar nýjar myndir koma inn á listann þessa vikuna. Meira
11. maí 1999 | Fólk í fréttum | -1 orð

Mjúkur rúntur

Geisladiskur Sigga Björns, Roads. Siggi Björns: Söngur, gítar, blúsmunnharpa, Esben Laursen: Bassi, mandólín, rennigítar, Keith Hopcroft: Gítar, Cenquiz Cevik: Saz og slagverk, Him Shing: Trommur. Tekið upp í Villa Alma Studeo í Århus, apríl 1998. Lengd: um 45 mín. Meira
11. maí 1999 | Fólk í fréttum | 95 orð

Monica Lewinsky í nýju ljósi

Monica Lewinsky í nýju ljósi FYRRVERANDI lærlingurinn úr Hvíta húsinu, Monica Lewinsky, sýndi á sér nýja hlið í sjónvarpsþættinum "Saturday Night Live" síðastliðinn laugardag. Meira
11. maí 1999 | Skólar/Menntun | 730 orð

Námsgagnastofnun í kjölfar nýrrar námskrár

NÁMSGAGNASTOFNUN hefur í kjölfar nýrrar aðalnámskrár grunnskóla kynnt fyrirhugað starf sitt, en á árinu fékk hún 40 milljónir vegna aukinna verkefna vegna nýrrar námskrár og 43 milljónir til hugbúnaðargerðar. Ingibjörg Ásgeirsdóttir forstjóri segir að starfsmenn hjá Námsgagnastofnun hafi fylgst vel með gerð aðalnámskrár og búið sig undir breytingarnar. Meira
11. maí 1999 | Myndlist | 669 orð

Náttúran innra sem ytra

Abstraktverk í eigu safnsins eftir 15 íslenska listamenn. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11­18. Aðgangur kr. 300. Ókeypis á miðvikudögum. STYRKUR Íslendingsins og veikleiki felst í nánum tenglum hans við náttúruna. Óvíða eru áhrif náttúrunnar á evrópska menningu eins afgerandi og einmitt hjá okkur. Þau lama okkur og smætta en fylla okkur um leið ómældu stolti. Meira
11. maí 1999 | Menningarlíf | 62 orð

Nýjar bækur PASSIONS, Promises and

PASSIONS, Promises and Punishment er eftir Pál S. Árdal, heiðursdoktor við heimspekideild Háskóla Íslands. Bókin er safn greina um heimspeki. Einkum er fjallað um mikilvæga þætti í siðfræði svo sem loforð og refsingar. Einnig eru í bókinni tímamótagreinar Páls í skilningi og túlkun á heimspeki Davids Humes. Meira
11. maí 1999 | Menningarlíf | 99 orð

Nýjar bækur STEFNUR í bandarískri

STEFNUR í bandarískri ljósmyndun 1890­1945 "Trends in American Photography, 1890­ 1945 er eftir bandaríska fræðimanninn Naomi Rosenblum. Bókin er sú fyrsta í ritröð sem tileinkuð er minningu Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara, en Naomi Rosenblum flutti fyrirlestur í minningu Magnúsar þann 10. maí 1998. Meira
11. maí 1999 | Menningarlíf | 190 orð

Nýtt leikrit eftir Böðvar Guðmundsson

LEIKFÉLAGIÐ Sýnir hefur hafið æfingar á nýju leikriti eftir Böðvar Guðmundsson. Leikritið heitir "Nýir tímar" og er skrifað að beiðni Kristnitökunefndar Eyjafjarðarprófastdæmis. Það segir frá kristnitökunni í Eyjafirði um síðustu árþúsundamót og átökum í kringum hana. Frumsýnt verður þann 25. júlí n.k. í Kjarnaskógi í Eyjafirði en sýningin er liður í Kristnitökuhátíð Eyfirðinga. Meira
11. maí 1999 | Bókmenntir | -1 orð

Orsakir og afleiðingar þingrofs

14. apríl 1931 eftir Harald Matthíasson. 135 bls. Skrifstofa Alþingis ­ Sögufélag. Prentun: Steindórsprent- Gutenberg ehf. Reykjavík, 1999. ÁRIÐ 1931 ­ fyrir sextíu og átta árum ­ var Haraldur Matthíasson þingskrifari, kornungur maðurinn. Hann hlaut því að heyra og sjá það sem fram fór í sölum Alþingis þingrofsdaginn fræga, 14. apríl. Meira
11. maí 1999 | Menningarlíf | 604 orð

Óperan eða ekki ópera

Arthúr konungur eftir Purcell. Flytjendur voru nýstofnaður Kammerkór Kópavogs, Barokksveit Kópavogs og einsöngvararnir Marta G. Halldórsdóttir, Rannveig S. Sigurðardóttir, Sibylle Kamphues, Hans Jörg Mammel og John Speight er einnig var sögumaður. Stjórnandi var Gunnsteinn Ólafsson. Sunnudagurinn 9. maí 1999. Meira
11. maí 1999 | Fólk í fréttum | 254 orð

Paul McCartney heldur myndlistarsýningu

BÍTILLINN Paul McCartney hefur ákveðið að halda fyrstu myndlistarsýningu sína í þýskum bæ frekar en í listaborginni London, ólíkt því sem margir hefðu haldið. Paul heimsótti iðnaðarbæinn Siegen, sem er 100 km vestur af Bonn, síðastliðinn þriðjudag til að ljúka undirbúningi fyrir sýninguna þar sem 70 olíu- og akrílmálverk hans verða til sýnis. Meira
11. maí 1999 | Fólk í fréttum | 248 orð

Reeves í toppdeildinni

NÚ VIRÐIST leikarinn Keanu Reeves hafa snúið sér að kvikmyndum aftur eftir að lítið hefur farið fyrir honum í nokkurn tíma. Mörgum þótti afar sérkennilegt þegar leikarinn sneri sér að tónlistariðkun með hljómsveit sinni Dogstar þegar hann var á hátindi ferils síns og afþakkaði hlutverkið í "Speed 2". Meira
11. maí 1999 | Fólk í fréttum | 392 orð

Rændi dóttur sinni

Stutt Rómantískur Giuseppe ÁSTRÍÐUFULLUR ítalskur eiginmaður gerði sér lítið fyrir á dögunum og keypti heilsíðuauglýsingu í feneysku dagblaði þar sem hann þakkaði eiginkonu sinni fyrir hjónabandssælu liðins árs. "Ég vil þakka þér fyrir þessa tólf frábæru mánuði sem einkennst hafa af ást og umhyggju. Meira
11. maí 1999 | Tónlist | 463 orð

Samba og fönk af sveifluætt

Stefán S. Stefánsson sópran- og tenórsaxófón, Þórir Baldursson píanó, Hilmar Jensson gítar, Bjarni Sveinbjörnsson raf- og kontrabassa og Haraldur G. Hauksson trommur. Múlinn á Sólon Íslandus sunnudagskvöldið 9. maí Meira
11. maí 1999 | Skólar/Menntun | 393 orð

Sameinast þarf um sértækt matstæki

HVERS mega foreldrar barna með sértæka lesröskun vænta á næstu árum í kjölfar vinnu í ráðuneytinu að úrbótum, munu t.a.m. kennarar búa yfir þekkingu til að greina vanda þeirra og er von á sértæku matstæki (skimun) til að leggja fyrir hópa sex ára skólabarna? "Af hálfu ráðuneytisins hefur verið lögð mikil vinna í athugun á því, Meira
11. maí 1999 | Fólk í fréttum | 164 orð

Stolt siglir fleyið mitt...

Gúmmíbátarall í Hafnarfirði Stolt siglir fleyið mitt... MENNINGARVIKA stendur yfir hjá félagsmiðstöðvum Hafnarfjarðar sem eru fjórar talsins. Meira
11. maí 1999 | Menningarlíf | 414 orð

Sviptir hulunni af einkalífi skáldsins

MIKIÐ hefur verið spáð og spekúlerað um torræð leikrit og skáldsögur írska Nóbelsskáldsins Samuels Becketts en einkalíf Becketts, sem samdi t.a.m. leikritin "Beðið eftir Godot" og "Endatafl", hefur að mestu verið sem lokuð bók. Nú hefur ástkona Becketts til þrjátíu ára hins vegar ákveðið að segja sögu sína og svipta um leið hulunni af flækjum þeim sem einkenndu einkalíf skáldsins. Meira
11. maí 1999 | Tónlist | 436 orð

Sönggleði

Karlakór Keflavíkur flutti íslenska og erlenda karlakórstónlist undir stjórn Vilbergs Viggóssonar. Einsöngvari: Guðbjörn Guðbjörnsson. Undirleikarar Ágota Joó, Ásgeir Gunnarsson og Þórólfur Ingi Þórsson. Sunnudagurinn 9. maí, 1999. Meira
11. maí 1999 | Tónlist | 528 orð

Söngvinn söfnuður

Bjöllukór Bústaðakirkju og Kór Bústaðakirkju fluttu andlega tónlist. Hljóðfærarleikarar með Kór Bústaðakirkju voru Hrönn Geirlaugsdóttir, Martin Frewer, Lovísa Fjeldsted og Ásta Sigurðardóttir. Einsöngvarar úr röðum kórfélaga: Svanur Valgeirsson, Sigríður E. Snorradóttir, Þórður Búason, Ólína Ómarr, Kristján F. Meira
11. maí 1999 | Skólar/Menntun | 321 orð

Tillögur um lesskimun

EFTIRFARANDI er yfirlit yfir nokkrar tillögur verkefnisstjórnar menntamálaráðuneytis um lesskimun: 1.Verkefnisstjóri lesskimunar í þrjú ár 1998­2000: Ráðinn verði verkefnisstjóri í fullt starf í þrjú ár til að hafa yfirumsjón með því að koma ferli lesskimunar á í grunn- og framhaldsskólum. 2. Meira
11. maí 1999 | Menningarlíf | 89 orð

Vortónleikar Drengjakórs Laugarneskirkju

Vortónleikar Drengjakórs Laugarneskirkju DRENGJAKÓR Laugarneskirkju, ásamt Deild eldri félaga, halda sína árlegu vortónleika í Laugarneskirkju á morgun, miðvikudag, kl. 20:30. Undirleikari er Peter Máté. Einsöngvarar eru Björk Jónsdóttir og Jóhann Ari Lárusson. Gítarleikari er Davíð Gunnarsson. Meira

Umræðan

11. maí 1999 | Aðsent efni | 773 orð

Aftur til framtíðar

Það er ekki hlutverk stjórnvalda að skipta sér af gerð kvikmynda, segir Einar Þór Gunnlaugsson, en skylda þeirra að reyna að tryggja að skattpeningum sé skynsamlega varið. Meira
11. maí 1999 | Aðsent efni | 1321 orð

ALDARMINNING FRIÐRIK VON HAYEK

Líklega finnst flestum hagfræðingum helst til um lýsingu hans á því, hvernig sérþekking einstaklinga skapast og nýtist í frjálsum samskiptum, segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, er hann minnist Friðriks von Hayek og áhrifamestu stjórnmálahugmynda hans, frjálshyggjunnar. Meira
11. maí 1999 | Aðsent efni | 804 orð

Áhersla á gæði og árangur

Ég tel að ein áhrifaríkasta aðgerð til þess að auka árangur og gæði heilbrigðisþjónustunnar, segir Elín Margrét Hallgrímsdóttir, sé stóraukin menntun stjórnenda. Meira
11. maí 1999 | Aðsent efni | 307 orð

Borgarlestir?

Ég legg til, segir Árni Óskarsson, að menn leiði hugann að rafknúnum lestum, ýmist ofan eða neðan jarðar. Meira
11. maí 1999 | Aðsent efni | 937 orð

Harmsagan á Balkanskaga: Stutt söguyfirlit.

Kosovo-Albanar , segir Gísli Gunnarsson, brugðust við þessari kúgun í upphafi af þolgæði en án árangurs. Meira
11. maí 1999 | Aðsent efni | 718 orð

Heilsugæsla í alla framhaldsskóla?

Af þeim, sem óskuðu eftir skólahjúkrunarfræðingi, segir Sigríður Haraldsdóttir, töldu flestir æskilega viðveru hans vera 2 til 5 daga. Meira
11. maí 1999 | Aðsent efni | 1063 orð

Hinir ósnertanlegu

Stjórnendur Landssímans, segir Björn Davíðsson, leyfa sér hvað sem er í krafti ósnertanleika síns. Meira
11. maí 1999 | Aðsent efni | 813 orð

Markaður eða gervimarkaður í heilbrigðisþjónustu?

Heilbrigðisþjónustan er fyrst og fremst bundin af hlekkjum hugans og viðjum vanans, segir Jóhann Heiðar Jóhannsson, reyrð í spennitreyju opinberrar fjármagnsstýringar. Meira
11. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 904 orð

Nató á villigötum

Nú hafa loftárásirnar á Júgóslavíu staðið yfir það lengi að flestir sæmilega viti bornir menn eru farnir að skilja að í þeim fannst engin lausn. Niðurstaðan er þveröfug, loftárásirnar auka vandann og gera allar úrlausnir erfiðari. Það er ömurleg niðurstaða fyrir Nató, að halda upp á 50 ára afmæli sitt með því að gera alvarlegustu mistök sem orðið hafa í sögu bandalagsins. Meira
11. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 730 orð

Ofbeldi verður ekki upprætt með ofbeldi

HINN 20. apríl sl. birtist gein í Mbl. sem ber titilinn Nátttröll. Mun það heiti ætlað tveimur borgfirskum prestum sem áður (14.4.) höfðu skrifað í blaðið og viljað frið og sættir í Júgóslavíu. Höfundur Nátttröllsgreinarinnar, fv. prófastur, er ekki sama sinnis, hans boðskapur er auknar loftárásir og hernaðaraðgerðir hvað sem það kostar. Meira
11. maí 1999 | Aðsent efni | 598 orð

Senn rennur 17. júní upp

Lögin eru mesta atlagan að lýðræðinu frá lýðveldisstofnun, segir Bjarki Már Magnússon, sem hvetur til úrsagna úr gagnagrunninum fyrir 17. júní. Meira
11. maí 1999 | Aðsent efni | 848 orð

Sjávarútvegur í ógöngum

Við höfum verið að missa af hundruðum þúsunda tonna af þorski sem búið er að henda eða verður of seint að veiða, segir Kristinn Pétursson, vegna alltof lítils þorskkvóta. Meira
11. maí 1999 | Aðsent efni | 594 orð

Stöðvum tóbakssölu til barna og unglinga

Unglingar ná of auðveldlega í tóbak, segir Pétur Orri Þórðarson, og meðan svo er verður ekki breyting til batnaðar. Meira
11. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 303 orð

Tertuboð

VILLA var í vandræðum. Á borðinu sat tertan óhreyfð. Gestirnir voru enn ekki mættir. Þetta var mjög lítil terta, en rándýr. Í raun var þetta dýrasta terta bakarísins og eingöngu bökuð ef greitt var fyrirfram, en það skipti litlu, einhvern veginn varð að vinna sig í álit hjá vinkonunum. Villu var mjög í mun að þær álitu sig verðuga. Fló var sú sem mest áhrif hafði í hópnum. Meira
11. maí 1999 | Aðsent efni | 502 orð

Varasamir löggiltir rafverktakar

Reikningur var 65% hærri en skriflegt tilboð frá löggiltum rafverktaka, segir Hildur Mósesdóttir, sem lét endurnýja raflagnir í gömlu húsi. Meira
11. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 477 orð

Þú hefur ekki lifað áður

Í LESENDABRÉFI er birtist í Morgunblaðinu hinn 11. apríl setti ég fram fullyrðingar um að hugmyndir manna um fyrri tilveru gætu ekki staðist væri gengið út frá kenningunni um endurfæðingu mannsins í móðurkviði. Meira

Minningargreinar

11. maí 1999 | Minningargreinar | 124 orð

Auður Rós Ingvadóttir

Fundum okkar Auðar bar þannig saman að ég hafði kynnst eiginmanni hennar sem síðar varð, Óðni Snorrasyni, þegar hann stundaði sjó frá Vestmannaeyjum og gisti þá stundum á hóteli þar sem ég vann á þeim árum. Foreldrar Auðar slitu samvistum og því var hún ung þegar hún þurfti að fara að vinna og hjálpa móður sinni og systkinum. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 842 orð

Auður Rós Ingvadóttir

Með þessum fagra sálmi kveðjum við þig, elsku Auður Rós okkar. Laugardagurinn 1. maí rann upp líkt og aðrir dagar, að öðru leyti en því að börn, barnabörn og barnabarnabörn og foreldrar þeirra komu í heimsókn, var því margt og mikið um að vera og nóg að gjöra. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 193 orð

Auður Rós Ingvadóttir

Elsku mamma mín. Þakka þér fyrir öll góðu árin sem við áttum saman, sem aldrei bar skugga á. Við unnustu mína Ester varstu sem besta vinkona. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 147 orð

AUÐUR RÓS INGVADÓTTIR

AUÐUR RÓS INGVADÓTTIR Auður Rós Ingvadóttir fæddist í Reykjavík 24. janúar 1959. Hún lést á heimili sínu 2. maí síðastliðinn. Móðir hennar er Margrét Sigurpálsdóttir og faðir hennar Ingvi Rafn Einarsson, d. 4.11. 1987. Fósturfaðir hennar er Jón Sæmundsson, sem hún alla tíð kallaði pabba. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 290 orð

Ásta Garðarsdóttir

Aðeins nokkur kveðjuorð til þín, Ásta frænka, þar sem þú hefðir átt afmæli í dag, daginn eftir afmælið mitt. Það er erfitt að átta sig á því að hitta þig ekki aftur. Af hverju er aðeins 33 ára kona tekin frá eiginmanni, tveim börnum og stórri fjölskyldu, þar sem allir elska hana? En það hlýtur að vera mjög góð ástæða fyrir því. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 26 orð

ÁSTA GARÐARSDÓTTIR

ÁSTA GARÐARSDÓTTIR Ásta Garðarsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 12. maí 1965. Hún lést á Landspítalanum 27. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju 3. apríl. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 314 orð

Guðbjörg Rósa Guðjónsdóttir

Fyrir liðlega þrjátíu árum kom ég ungur og feiminn stráklingur inn á heimilið á Réttarholtsvegi 73. Ekki duldist neinum spenningurinn hjá Rósu að sjá strákinn sem dóttir hennar var farin að vera með. Það þarf ekki að orðlengja það að ég var strax tekinn sem einn af fjölskyldunni og hef verið það síðan. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 315 orð

Guðbjörg Rósa Guðjónsdóttir

Þegar maður missir einhvern nákominn sér fyllist maður sorg og söknuði. En þegar maður lítur til baka fyllist maður af hugljúfum minningum um góða ömmu. Elsku amma. Nú er Guð búinn að taka þig frá okkur og þú ert komin á stað þar sem ég veit að þér líður vel. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar skrifa á kveðjuorð til þín, eru allar fallegu og góðu minningarnar á Réttarholtsveginum. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 108 orð

Guðbjörg Rósa Guðjónsdóttir

Elsku amma mín er dáin. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður fljótt. Ég man hvað mér þótti gaman að sitja í fanginu á ömmu, þegar hún var að passa mig, og hlusta á hana syngja fyirr mig lag um ömmu sem sat uppá þaki á brennandi húsi og spilaði og söng. Ekki var síður skemmtilegt að gramsa aðeins í skartgripaskúffunni hennar og prófa þá helst allt í einu. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 113 orð

Guðbjörg Rósa Guðjónsdóttir

Elsku mamma. Þegar komið er að kveðjustund svo óvænt sem nú, er hugurinn fullur af minningum og söknuði. Ekki datt mér í hug þegar við systurnar komum til þín á mánudaginn að þetta yrði okkar síðasta samverustund. Ég veit að Pabbi og barnabörnin tvö, Fríða Rós og Jói, hafa tekið vel á móti þér. Ég þakka þér allt. Guð geymi þig elsku mamma. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 180 orð

Guðbjörg Rósa Guðjónsdóttir

Í dag kveðjum við ömmu okkar 70 ára að aldri. Það tekur nokkurn tíma að átta sig á að það sé komið að hinstu kveðjustund, þegar í hlut á kona á góðum aldri. Amma varð ekkja þegar afi okkar dó fyrir fjórtán árum. Amma var ávallt kát og hress og er okkur minnisstætt þegar hún kom heim frá Spáni og kenndi okkur Lambada dansinn heima í stofu. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 74 orð

Guðbjörg Rósa Guðjónsdóttir

Kveðja til ömmu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 182 orð

GUÐBJÖRG RÓSA GUÐJÓNSDÓTTIR

GUÐBJÖRG RÓSA GUÐJÓNSDÓTTIR Guðbjörg Rósa Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 28. desember 1928. Hún lést á heimili sínu að kvöldi 3. maí síðastliðins. Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson, fisksali, og Þuríður Guðfinna Sigurðardóttir. Bræður Rósu voru Sigurjón, Anton og Pétur, allir látnir. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 251 orð

Herbjört Pétursdóttir

Mig langar með nokkrum orðum að minnast hennar Herbjartar, en ég var svo lánsöm, að fá að verða henni samferða um hríð. Sérstaklega eru mér minnisstæðir stjórnarfundirnir í Ferðamálafélagi V-Hún., þar sem hún var formaður. Oftast voru þeir fundir haldnir í stofunni á Melstað, þá var oft glatt á hjalla. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 152 orð

Herbjört Pétursdóttir

Þetta vers finnst okkur eiga vel við Herbjörtu því hún var alltaf hress og kát þrátt fyrir mikil og erfið veikindi. Síðastliðið haust byrjaði Herbjört að kenna við Laugarbakkaskóla. Öllum líkaði strax vel við hana því að hún var alltaf svo róleg og skilningsrík í garð nemenda. En þó jafnan ákveðin og samkvæm sjálfri sér og við virtum hana öll fyrir það. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 164 orð

Herbjört Pétursdóttir

Mánudagsmorguninn 2. maí fylgdi ég konu minni að norðan í sjúkrabifreið á Landspítalann í Reykjavík. Mér varð á leiðinni hugsað til þess hvort nú væri kominn sá tími að við yrðum skilin að eftir tæplega 50 ára samvistir. Þegar kom fram á morguninn fékk ég þá harmafrétt að Herbjört á Melstað hefði dáið þá um nóttina. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 655 orð

Herbjört Pétursdóttir

Það er ótrúlegt en satt að upp er vaxin heil kynslóð Eyjamanna sem aldrei fékk að sjá austurhluta Heimaeyjar eins og hann var fyrir gos. Heil kynslóð er komin til manns sem sá ekki Vilborgarstaði, Vilpuna, Búastaði og Kirkjubæina, sveitina sem þar var enn að finna. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 1004 orð

Herbjört Pétursdóttir

Í tæp tvö ár barðist Herbjört við erfiðan sjúkdóm af aðdáunarverðri stillingu. Og þrátt fyrir að hún vissi að hverju stefndi gafst hún ekki upp heldur gerði hún allt til þess að láta lífið ganga sinn vanagang og lét hverjum degi nægja sína þjáningu, enda hélt hún andlegu þreki sínu óskertu til hinstu stundar. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 332 orð

Herbjört Pétursdóttir

Þegar litið er um öxl virðist eins og tíminn hafi í einni svipan liðið hjá án þess að gera grein fyrir komu sinni. Ef til vill er það vísbending um að slíkt sé eðli hans þegar lífið gengur sinn vanagang. Stundin leið hratt þegar eftir atvikum í suður eða norðurferðum var áð á Melstað og tekið hús á prófastsfjölskyldunni. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 200 orð

Herbjört Pétursdóttir

Tíminn er fljótur að líða. Það eru ekki nema tæp tvö ár síðan við nutum krafta þinna í okkar annarri Þýskalandsferð, þar sem þið hjónin voruð fararstjórar og túlkar. Það ríkti mikil gleði og allt lék í lyndi, allir nutu leiðsagnar ykkar í landi sem greinilega var ykkur kært. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 235 orð

Herbjört Pétursdóttir

Ég heyrði um lát Herbjartar í útvarpinu og vildi ekki trúa því sem ég þóttist heyra. Það eru þó ekki margar, ef nokkrar, nöfnur hennar. Við Hebba á Kirkjubæ vorum bekkjarsystur frá barnaskóla og upp í gagnfræðaskóla. Reyndar ólumst við upp hvor í sínum enda bæjarins. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 252 orð

Herbjört Pétursdóttir

Þegar við minnumst Herbjartar Pétursdóttur þá kemur í hug okkar orðið "æðruleysi", en það orð merkir óttalaus. Viðmót Herbjartar einkenndist að öllu leyti af hlýju, glaðværð og kjarki. Síðastliðið haust fengum við að kynnast nýrri hlið á Herbjörtu er hún hóf störf við Laugarbakkaskóla. Áður hafði hún verið móðir sem átti börn í skólanum og einnig prestsfrúin okkar. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 81 orð

Herbjört Pétursdóttir

Um leið og fuglarnir tilkynntu vorkomuna fengum við fréttir af láti Hebbu. Við bekkjarsysturnar, sem settumst í 1. bekk Menntaskólans að Laugarvatni haustið 1967, hittumst á liðnu vori að frumkvæði hennar og áttum saman sérstaka stund. Við hlógum yfir gömlum minningum og sköpuðum nýjar. Glaðværðin ríkti með Hebbu í öndvegi. Við minnumst hennar þannig og kveðjum með virðingu og þökk. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 28 orð

HERBJÖRT PÉTURSDÓTTIR

HERBJÖRT PÉTURSDÓTTIR Herbjört Pétursdóttir fæddist á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 26. febrúar 1951. Hún lést á Landspítalanum 2. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Melstað 7. maí. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 470 orð

Jóhann Þórir Jónsson

Skjótt hefur sól brugðið sumri - genginn er um aldur fram öðlingurinn Jóhann Þórir, hinn síkviki eldhugi, athafnaskáld og skákunnandi. Eftir að heilsa hans beið þungan hnekki fyrir rúmu hálfu öðru ári gat brugðið til beggja vona í þessu efni því miður. Enginn má sköpum renna. Þar sem Jóhann Þórir fór voru í raun margir menn í einum. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 162 orð

Jóhann Þórir Jónsson

Hinn 10. maí var lagður til hinstu hvílu Jóhann Þórir Jónsson, góðvinur minn og atvinnuveitandi um tveggja áratuga skeið. Mín fyrstu kynni af Jóhanni Þóri voru kringum 1960, er ég gaf út og ritstýrði tímaritinu Skák. Með okkur tókust ágæt kynni og hann aðstoðaði mig við útgáfuna á ýmsan hátt. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 305 orð

Jóhann Þórir Jónsson

Einn öflugasti brautryðjandi í íslensku skáklífi fyrr og síðar er fallinn í valinn. Langvinnu veikindastríði er lokið og eftir stöndum við hnípin og hljóð. Minningarnar leita á hugann. Badmintonæfingar í KR- heimilinu, skákir í prentsmiðjunni og skákstofunni við Hagamel, helgarskákmót, alþjóðleg skákmót, skákferð til Moskvu, Ólympíuskákmót í Luzern og Þessalóníku, Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 165 orð

Jóhann Þórir Jónsson

Jóhann Þórir Jónsson var í senn hugmyndaríkur, framtakssamur, skemmtilegur, góður félagi, hjálpsamur og fylginn sér. Margir menn eru hugmyndaríkir og framtakssamir en engan þekki ég sem hefur tekist að koma jafnmörgum hugmyndum sínum í framkvæmd. Hann var athafnamaður eða öllu frekar athafnaskáld. Þótt sumar hugmyndir hans gætu verið ábatasamar voru þær þó fyrst og fremst skemmtilegar. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 713 orð

Jóhann Þórir Jónsson

Með Jóhanni Þóri Jónssyni er fallinn frá langt um aldur fram einn helsti velunnari og máttarstólpi íslenskrar skákhreyfingar. Það er ekki ofsagt að Jóhann Þórir hafi látið til sín taka á flestum sviðum skáklífsins með eftirminnilegum hætti, en veigamesta verður að telja þá umsvifamiklu útgáfustarfsemi og mótahald sem hann stóð fyrir. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 197 orð

Jóhann Þórir Jónsson

Undirritaður kynntist Jóhanni Þóri fyrir nokkrum árum vegna útgáfu nokkurra bóka sem prentaðar voru í fyrirtæki hans Skákprenti. Auk rita um skák gaf Jóhann út um árabil skáldrit ýmiskonar, ekki síst ljóð. Vegna tæknilegra örðugleika við áðurnefnda prentun kynntist ég Jóhanni Þóri líklega betur og meir en annars hefði orðið og átti við hann nokkur löng samtöl bæði símleiðis og á skrifstofu hans. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 43 orð

Jóhann Þórir Jónsson

Jóhann Þórir Jónsson Sé maíblómið opnast og mennina á skákborðinu standa þögulan heiðursvörð um minningu þína þú opnar ekki framar dyr fyrir óþekktum skáldum einhver opnar fyrir þér og þú gengur inn ­ sigurviss átt næsta leik meðan maíblómið opnast Kærar þakkir. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 551 orð

Jóhann Þórir Jónsson

Jæja kæri vinur, þá er ekkert eftir nema þakka fyrir sig og kveðja. Eftir 55 ára órofa vináttu er þó varla þörf fyrir langar kveðjur. Æska okkar á Bræðraborgarstíg ásamt Nonna Kalla, var samfellt ævintýri. Ekki var af efnum að taka, en ímyndunaraflið dugði vel í hnattferðir hugans, leiki og saklausan hrekk. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 374 orð

Jóhann Þórir Jónsson

Fráfall Jóhanns Þóris Jónssonar er mikið áfall fyrir skáklistina í landinu. Hátt í fjóra áratugi hefur hann unnið að skákmálum með margvíslegu móti, gefið út skákblaðið og fjölmargar skákbækur, gengist fyrir helgarskákmótum, verið dómari í mikilvægum keppnum og unnið ötullega að félagsmálum skákmanna. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 25 orð

JÓHANN ÞÓRIR JÓNSSON

JÓHANN ÞÓRIR JÓNSSON Jóhann Þórir Jónsson fæddist 21. október 1941. Hann lést 2. maí síðastliðinn. Útför Jóhanns Þóris fór fram frá Langholtskirkju mánudaginn 10. maí. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 850 orð

Magnús Ágúst Guðnason

Kveðjustundir eru alltaf erfiðar, en að kveðja ástkæran afa sinn fyrir fullt og allt er mjög skrýtin og ónotaleg tilfinning. Það er erfitt að sætta sig við að það sé enginn Maggi afi lengur á meðal okkar. Nú ert þú farinn, þú ert farinn frá mér. En þú hefur fengið hvíldina sem þú varst farinn að sækjast eftir, og ert nú kominn við hlið Guggu ömmu sem þú hafðir verið án í 17 ár. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 34 orð

MAGNÚS ÁGÚST GUÐNASON

MAGNÚS ÁGÚST GUÐNASON Magnús Ágúst Guðnason, fyrrverandi vélstjóri, fæddist á Seljalandi í Álftafirði við Ísafjarðardjúp 26. ágúst 1914. Hann andaðist á sjúkrahúsinu í Bolungarvík 29. apríl síðastliðinn. Útför hans fór fram frá Keflavíkurkirkju 7. maí. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 323 orð

Rósa Jóna Kristmundsdóttir

Nonni frændi var alltaf í uppáhaldi hjá okkur systkinabörnunum og hefur gert margt ómetanlegt fyrir fjölskylduna í gegnum árin, en það besta af öllu var Rósa. Eftir að Rósa bættist í fjölskylduna kom lítill fjörugur frændi og tvær litlar frænkur. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 429 orð

Rósa Jóna Kristmundsdóttir

Í dag er kvödd hinstu kveðju kona sem var okkur afar kær. Við kynntumst Rósu fyrir um það bil 10 árum er Páll sonur okkar hóf sambúð með Elínu dóttur hennar. Strax við fyrstu kynni sáum við hversu mikla mannkosti hún hafði að bera. Hún var góðum gáfum gædd og ávallt létt í lund. Heiðarleiki, trúmennska og hreinskilni voru einkennandi í fari hennar. Alltaf kom hún til dyranna eins og hún var klædd. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 441 orð

Rósa Jóna Kristmundsdóttir

Látin er um aldur fram af illvígum sjúkdómi mágkona mín Rósa Jóna Kristmundsdóttir. Mér er það minnisstætt að ég sá hana fyrst á tónleikum hjá Karlakór Reykjavíkur fyrir 32 árum þar sem hún var með móður minni og hennar manni en Jón bróðir minn söng um áratuga skeið með karlakórnum. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 169 orð

Rósa Jóna Kristmundsdóttir

Elsku amma! Ég á margar góðar minningar um stundir sem við áttum saman. Ég fór oft með þér og afa í sveitina og alltaf höfðum við það skemmtilegt. Mér þótti gaman að vera í girðingavinnu með ykkur, reka kindurnar af túninu og hjálpa til í garðinum þínum. En skemmtilegast þótti mér að spila við þig. Þú kenndir mér svo mörg spil t.d. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 237 orð

RÓSA JÓNA KRISTMUNDSDÓTTIR

RÓSA JÓNA KRISTMUNDSDÓTTIR Rósa Jóna Kristmundsdóttir fæddist í Melrakkadal í Þorkelshólshreppi í Vestur-Húnavatnssýslu hinn 14. janúar 1934. Hún lést á Líknardeild Ríkisspítalanna aðfaranótt 1. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elín Jónsdóttir, f. 17. júní 1905, d. 1942, og Kristmundur Kr. Meldal, bóndi í Melrakkadal, f. 4. maí 1899, d. 15. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 1061 orð

Vilborg Guðmundsdóttir

Ég á enn í huga mínum eina svipmynd frá vorinu 1931, þótt flest annað sé gleymt frá þeim tíma. Ókunnugur maður og dóttir hans standa á hlaðinu í Laufási. Hún er í stuttum kjól með tvær fléttur og heldur á lítilli tösku í hendinni. Þetta er Guðmundur Halldórsson, málari frá Akureyri, sem hingað er kominn með dóttur sína Vilborgu til þess að koma henni í fóstur. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 636 orð

Vilborg Guðmundsdóttir

Villa var á níunda ári þegar hún kom í Laufás til foreldra minna. Hún var þá nýbúin að missa móður sína og eins og algengt var á þessum árum við slíkar aðstæður leystist heimilið upp og faðirinn varð að láta börnin sín frá sér. Yngri bróðir hennar, Sveinbjörn, fór til venslafólks í Miðgerði sem var næsti bær við Laufás. Ég var tveggja ára þegar Villa kom til okkar. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 289 orð

VILBORG GUÐMUNDSDÓTTIR

VILBORG GUÐMUNDSDÓTTIR Vilborg Kristín Guðmundsdóttir fæddist á Akureyri 7. október 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri aðfaranótt fimmtudagsins 29. apríl sl. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Halldórsson, málari á Akureyri, f. 27. maí 1889 í Hólagerði í Fáskrúðsfirði, d. 7. sept. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 305 orð

Vilhjálmur Gíslason

Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn látni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Okkur langar til að minnast Villa með örfáum orðum. Villi var nemandi í Safamýrarskóla frá 6 ára aldri. Hann var yndislegur drengur sem lýsti upp umhverfið með sínu fallega og sérkennilega brosi. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 34 orð

VILHJÁLMUR HANS VILHJÁLMSSON

VILHJÁLMUR HANS VILHJÁLMSSON Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson stórkaupmaður fæddist á Sæbóli í Aðalvík 12. júlí 1914. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 30. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. maí. Meira
11. maí 1999 | Minningargreinar | 1173 orð

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

Lífsskeið sérhvers einstaklings er alfarið óháð öllum lögmálum tengdum tíma og lengd, sem líkja má við kvarða, sem einungis hefir tvær mælieiningar, upphaf og endi. Vinur minn og félagi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson rauf ytra mark kvarðans, lagði upp í sitt síðasta ferðalag og hvarf á vit feðra sinna 30. apríl sl. Aðalsmerki hvers þjóðfélagsþegns er virðing fyrir vinnu, starfi og fjármunum. Meira

Viðskipti

11. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 154 orð

ÐHlutafjárútboði Nýherja lokið

HLUTAFJÁRÚTBOÐI Nýherja hf. lauk síðastliðinn föstudag. Hluthafar höfðu forkaupsrétt á hlutafé að nafnvirði samtals 16.934.908 krónur og skráðu 85 af 411 hluthöfum Nýherja hf. sig fyrir nýju hlutafé að nafnvirði 14.302.998 krónur, segir í fréttatilkynningu. Gengi á nýja hlutafénu í útboðinu var 13,75. "Tilgangurinn var m.a. Meira
11. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 470 orð

ÐKEA og KÞ stofna félög um kjötvinnslu og mjólkurvinnslu

KAUPFÉLAG Eyfirðinga og Kaupfélag Þingeyinga hafa gengið til samstarfs um stofnun einkahlutafélaganna Kjötiðjunnar ehf. og MSKÞ ehf. Fyrrnefnda félagið hefur yfirtekið eignir og skuldbindingar Kaupfélags Þingeyinga á sviði slátrunar og kjötvinnslu en það síðarnefnda hefur yfirtekið eignir og skuldbindingar Kaupfélags Þingeyinga á sviði mjólkurvinnslu. Meira
11. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 156 orð

ÐTapi snúið í hagnað

NOTA Bene, fyrirtæki sem sérhæfir sig í umhverfisauglýsingum, skilaði fimmhundruð þúsund króna hagnaði af 217,5 milljóna króna veltu árið 1998, en það var fyrsta heila starfsár fyrirtækisins. Meira
11. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 241 orð

Evrópsk hlutabréf ná sér upp úr lægð

GENGI evrópskra hlutabréfa og evru hækkaði í gær vegna frétta Tanjug fréttastofunnar um brottflutning frá Kosovo. Lokagengi franskra bréfa hækkaði um 1,3%, en engin breyting varð í London. Gengið hafði alls staðar verið lægra í kjölfar loftárásar NATO á sendiráð Kína í Belgrad og slakrar byrjunar í Wall Street. Meira
11. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 235 orð

Fiat vill forðast slag um TI og Scania

FIAT mun forðast tvær yfirstandandi viðureignir um yfirráð yfir evrópskum fyrirtækjum þrátt fyrir tengsl við tvö, sem þar koma við sögu, að sögn Gianni Agnelli heiðursforstjóra. Agnelli sagði að Fiat mundi selja hlut sinn í fjarskiptarisanum Telecom Italia (TI), ef fjandsamlegt tilboð Oliveitti næði fram að ganga, en ekki taka þátt í slagnum um TI að öðru leyti. Meira
11. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 317 orð

Framvirkir samningar og vilnanir verja Flugleiðir

HÆKKUN olíuverðs að undanförnu hefur haft áhrif á rekstrarafkomu SAS-flugfélagsins og hefur verið tap af rekstrinum um 22 milljónir sænskra króna á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við 613 milljóna hagnað á sama tímabili í fyrra, að því er segir í morgunkorni FBA í gær. Meira
11. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 236 orð

HSBC kaupir Republicbankann

STÆRSTI banki Bretlands, HSBC Holdings Plc, eigandi Midland Bank, hefur skýrt frá fyrirætlunum um að kaupa a einn kunnasta banka Bandaríkjanna, Republican National Bank í New York, og deild hans í Evrópu, SRH, fyrir 10,3 milljarða dollara. Meira
11. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 603 orð

Íslensku útgáfurnar væntanlegar fyrir árslok

SAMIÐ hefur verið við Navision Software Ísland ehf., sem er alfarið í eigu Kögunar hf., um þýðingu Windows 98 og Internet Explorer 5.0 hugbúnaðarins frá Microsoft yfir á íslensku og koma íslensku útgáfurnar væntanlega á markað fyrir næstu áramót. Ráðnir hafa verið 7 starfsmenn til að vinna við þýðinguna, en að henni koma jafnframt aðrir starfsmenn Navision Software Ísland og Kögunar. Meira
11. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 378 orð

Mun eignast 40% hlutafjár

KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur ákveðið að selja 23,5% hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Snæfelli hf. til Kaldbaks hf., sem er fjárfestingafélag í eigu Samherja hf. og KEA. Eftir söluna á KEA um 70% hlutafjár í Snæfelli hf. Jafnframt hefur stjórn KEA ákveðið að óska eftir að haldinn verði hluthafafundur í Snæfelli hf. Meira
11. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 206 orð

Námskeið um fjárfestingar á Vefnum

LANDSBRÉF og Viðskiptaháskólinn í Reykjavík gangast fyrir þremur námskeiðum sem nefnast "Wall Street á Vefnum ­ fjárfestar með frumkvæði" nú í maí. Uppselt er á fyrsta námskeiðið sem haldið verður 11. maí. Því var ákveðið að bæta tveimur námskeiðum við og verða þau haldin 14. maí og 18. maí frá kl. 16:30 til 20:30. Meira
11. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 187 orð

Norsk Hydro býður í Saga Petroleum

NORSK Hydro hefur gert tilboð í Saga Petroleum, annað norskt fyrirtæki, til að sameina olíu- og gasumsvif þeirra. Hydro býður hluthöfum Saga Petroleum eitt hlutabréf fyrir hver þrjú bréf í Saga. Samkvæmt tilboðinu er Saga metið á um 2,3 milljarða dollara og er boðið 35% hærra verð á bréf en fékkst fyrir þau þegar viðskiptum lauk 7. maí. Meira
11. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 63 orð

Nýr forstjóri Hampiðjunnar

STJÓRN Hampiðunnar hf. hefur ráðið Hjörleif Jakobsson, framkvæmdastjóra innanlandssviðs Eimskips, í starf forstjóra félagsins. Hjörleifur er 42 ára, vélaverkfræðingur að mennt, og hefur starfað hjá Eimskipafélagi íslands hf. frá árinu 1984, síðustu fimm árin sem framkvæmdastjóri á rekstrarsviði og innanlandssviði. Meira
11. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 82 orð

Nýr framkvæmdastjóri á innanlandssviði Eimskips

HÖSKULDUR Ólafsson, forstöðumaður skrifstofu Eimskips í Rotterdam, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri innanlandssviðs Eimskips og mun hann taka við starfinu í byrjun júní. Höskuldur lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1987 og hóf sama ár störf hjá Eimskip. Meira
11. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 181 orð

Útlit fyrir tap í ár hjá Krossanesi

REKSTRARAFKOMA Krossaness hf. á Akureyri hefur versnað til muna frá því í fyrra enda þótt meira hráefni hafi borist verksmiðjunni á nýliðinni vetrarvertíð en þeirri síðustu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Meira

Daglegt líf

11. maí 1999 | Neytendur | 434 orð

Allt að 153% verðmunur á írsku kaffi

ÞAÐ munaði allt að 153% á verði einfalds írsks kaffis og allt að 150% á 0,3 lítrum af Viking kranabjór. Þetta kemur fram í verðkönnun sem Samkeppnisstofnun gerði nýlega á 135 veitingahúsum á höfuðborgarsvæðinu. Mikill verðmunur er á drykkjarföngum milli veitingahúsa. Meira
11. maí 1999 | Neytendur | 514 orð

Nauðsynlegt að nota hlífðarbúnaðinn

MEÐ hækkandi sól sjást krakkar í auknum mæli þjóta um á hjólabrettum og línuskautum. Herdís Storgaard hjá verkefnisstjórn um Slysavarnir barna segir að með aukinni notkun aukist slysatíðnin og ekki er óalgengt að börn olnbogabrjóti sig, úlnliðsbrotni eða hnéskelin fari illa. Hún segir því afar mikilvægt að forráðamenn barna sjái til þess að börnin noti nauðsynlegan hlífðarbúnað. Meira
11. maí 1999 | Neytendur | 37 orð

Nýtt Svalakex

KEXVERKSMIÐJAN Frón hefur hafið framleiðslu og sölu á Svalakexi, sem er vanillukex með appelsínukremi. Fyrirmyndin er ávaxtadrykkurinn Svali frá Sól-Víking hf. Fimm mismundandi Svala-fígúrur prýða kökurnar, sem verður til sölu í öllum helstu matvöruverslunum á landinu. Meira

Fastir þættir

11. maí 1999 | Í dag | 54 orð

70 OG 80 ÁRA afmæli. Hjónin Guðrún Hjálmarsdóttir

70 OG 80 ÁRA afmæli. Hjónin Guðrún Hjálmarsdóttir og Hjálmar Sigmarsson, Hólkoti, Hofshreppi, Skagafirði halda uppá afmælin sín 15. maí. Guðrún varð 70 ára 23. desember 1998 og Hjálmar 80 ára 24. apríl 1999. Þau bjóða ættingjum og vinum að gleðjast með sér laugardaginn 15. maí í Félagsheimilinu Höfðaborg, Hofsósi milli kl. 14.30 og 18. Meira
11. maí 1999 | Fastir þættir | 229 orð

AV

MÁNUDAGINN 3. maí spiluðu 23 pör Mitchell tvímenning. Úrslit urðu þessi: NS Sigurleifur Guðjónss. ­ Óliver Kristóferss.269 Halla Ólafsdóttir ­ Magnús Halldórsson247 Rafn Kristjánsson ­ Júlíus Guðmundsson240 AV Fróði B. Meira
11. maí 1999 | Fastir þættir | 82 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni Bridssa

Skráning er hafin í Bikarkeppni BSÍ 1999. Skráningarfrestur er til 21. maí. Dregið verður í 1. umferð á kjördæmamótinu á Akureyri, sem fram fer um hvítasunnuna. Lokadagarnir í hverri umferð eru: 1. umferð 20. júní 2. umferð 18. júlí 3. umferð 15. ágúst 4. umferð 12. september Undanúrslit og úrslit verða helgina 18.­19. september. Keppnisgjald er kr. 4. Meira
11. maí 1999 | Í dag | 140 orð

BROT Á GLÆSIVÖLLUM [Prentað fyrsta sinn í Snót, Akureyri 1877

Hjá Goðmundi' á Glæsivöllum gleði er í höll, glymja hlátra sköll, og trúðar og leikarar leika þar um völl, en lítt er af setningi slegið. Áfengt er mungátið og mjöðurinn er forn, mögnuð drykkjarhorn, en óminnishegri og illra hóta norn undir niðri' í stiklunum þruma. Meira
11. maí 1999 | Fastir þættir | 811 orð

Einkalíf og tækni "Því verður hættan

Skapa örar tækniframfarir hættu? Hver gæti sú hætta verið? Hún er sú, að tækni verði svarið við öllum vanda. Þegar hugmyndir manns um hvaðeina ­ líka mann sjálfan ­ mótast fyrst og fremst af tæknilegri hugsun og allt er skilið og útskýrt eins og tæki, líka fólk. Þessa má þegar sjá stað í þeirri hugsun að maður sé "bara háþróuð tölva". Meira
11. maí 1999 | Í dag | 441 orð

Hátíðisdagur aldraðra í Árbæjarsókn

Á UPPSTIGNINGARDAG, 13. maí nk. verður dagur aldraðra hátíðlegur haldinn í Árbæjarkirkju svo sem venja hefur verið allmörg undanfarin ár. Hafa þessar samkomur jafnan verið fjölsóttar og ánægjuríkar. Boðið er til guðsþjónustu í Árbæjarkirkju kl. 14, kl. 2 eftir hádegið. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson fyrrverandi prófastur prédikar, en sóknarprestur þjónar fyrir altari. Meira
11. maí 1999 | Í dag | 124 orð

Hunang í Salnum Tónlistarunnendur! Á þriðjudagskvöld 11. maí

Tónlistarunnendur! Á þriðjudagskvöld 11. maí verður semi-óperan Arthúr konungur flutt í síðara sinni í Salnum í Kópavogi. Frumflutningur óperunnar hérlendis s.l. sunnudagskvöld var sannkölluð tónlistarveisla, ljúf, lífleg og m.a.s. húmorísk barokktónlist eins og best gerist undir agaðri stjórn Gunnsteins Ólafssonar sem tekst ákaflega vel að draga fram sérstaka hrynjandi þessarar tónlistar. Meira
11. maí 1999 | Dagbók | 702 orð

Í DAG er þriðjudagur 11. maí, 131. dagur ársins 1999. Lokadagur. Orð dagsins:

Í DAG er þriðjudagur 11. maí, 131. dagur ársins 1999. Lokadagur. Orð dagsins: Já, hann framkvæmir það, er hann ætlar mér, og mörgu slíku býr hann yfir. (Jobsbók 23, 14.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Hanse Duo, Bakkafossog Ásbjörn fóru í gær. Meira
11. maí 1999 | Fastir þættir | 780 orð

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1004. þáttur

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1004. þáttur MÉR hefur borist svofellt bréf: "Gísla Jónssyni málræktarmanni með kveðju frá skilríkum mönnum. Taðjarpar málsins eru legíó! Í Morgunblaðinu kenndi kona ein stundakennslu, sem samkvæmt þessu er sérstök námsgrein. Meira
11. maí 1999 | Fastir þættir | 338 orð

Keppi á Oddi meðan hann stendur fyrir sínu

ODDUR frá Blönduósi er nú að hefja sitt níunda keppnistímabil hjá Sigurbirni Bárðarsyni, sem þykir óralangur tími. Þegar hestar hafa verið svona þrjú til fjögur ár í keppni er talað um að þeir séu orðnir gamlir í hettunni og keppnisreyndir. Meira
11. maí 1999 | Dagbók | 124 orð

Krossgáta 1484 Kross 2 LÁRÉTT: 1 drottningu, 8 ter

Krossgáta 1484 Kross 2 LÁRÉTT: 1 drottningu, 8 tertan, 9 náin, 10 megna, 11 glataði, 13 óhreinkaði, 15 korntegundar, 18 ísbrú, 21 blóm, 22 siðprúð, 23 kjánar, 24 einvígi. Meira
11. maí 1999 | Fastir þættir | 800 orð

Sigurbjörn í gamla hamnum

SIGURBJÖRN Bárðarson hefur ekki sagt sitt síðasta sem keppnismaður því enn einu sinni hirðir hann megnið af gullverðlaunum Reykjavíkurmeistaramótsins í opnum fyrsta flokki. Þessum árangri náði Sigurbjörn á fjórum hrossum, þeim kunna Oddi frá Blönduósi í tölti og fjórgangi, Byl frá Skáney, Ósk frá Litladal í 250 metra skeiði, Meira
11. maí 1999 | Fastir þættir | 935 orð

Símvirkinn sigrar á Kosningaskákmóti Hellis

8. maí 1999 SÍMVIRKINN var ótvíræður sigurvegari Kosningaskákmóts Hellis sem haldið var á sjálfan kosningadaginn 8. maí. Það var Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari, sem tefldi fyrir Símvirkjann. Sigurinn var öruggur, Hannes vann sex skákir og gerði eitt jafntefli. Jón Garðar Viðarsson var "næsti maður inn", og vantaði einn vinning til þess að velta Hannesi úr sessi. Meira
11. maí 1999 | Í dag | 80 orð

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp á móti í Cutro á Ítalíu sem nú stendur yfir. Heimamaðurinn Pietro Pegorari (2.385) hafði hvítt og átti leik gegn búlgarska stórmeistaranum Krum Georgiev (2.490). 29. Meira
11. maí 1999 | Í dag | 202 orð

SUÐUR spilar sex spaða og vandamálið er tígullinn, þar s

SUÐUR spilar sex spaða og vandamálið er tígullinn, þar sem blasa við tveir tapslagir: Austur gefur; enginn á hættu. ÁD63 DG8 932 Á84 KG10987 ÁK4 Á87 3 ­ ­ 3 lauf 3 spaðarPass 4 lauf Pass 6 spaðarPass Pass Pass Útspil: Laufdrottning. Meira
11. maí 1999 | Í dag | 21 orð

TUTTUGU og tveggja ára kanadísk stúlka með margvísleg áhugamál:

TUTTUGU og tveggja ára kanadísk stúlka með margvísleg áhugamál: Christina Boyington, c/o Wendy Mowbray, 33-5 Galt Ave, Cambridge, Ontario, N1R 8E4, Kanada. Meira
11. maí 1999 | Í dag | 390 orð

Um samgöngur og jarðgöng

LENGI hafa verið hugmyndir um gerð hafnar við hina löngu, sendnu og hafnlausu strönd Suðurlands, en svo verið talið illmögulegt vegna breytinga á ströndinni til og frá, og einnig vegna gífurlega kostnaðar. Meira
11. maí 1999 | Fastir þættir | 756 orð

Örlög íslenzkra frímerkja í einkavæðingunni

Í SÍÐASTA þætti var rætt um viðbrögð forstjóra Íslandspósts hf. við spurningu DV um það, hvers vegna Pósturinn sjálfur hættir að nota frímerki. Rúmsins vegna var ekki unnt að birta um leið viðbrögð Magna R. Magnússonar. Nú skal hins vegar litið á ýmislegt í mótmælum hans og viðbrögðum við þessari óheillastefnu Póstsins gagnvart frímerkjasöfnun almennt. Meira
11. maí 1999 | Í dag | 375 orð

(fyrirsögn vantar)

ALÞINGISKOSNINGAR eru afstaðnar og er eflaust mörgum létt, ekki síst frambjóðendum sem hafa undanfarnar vikur unnið þrotlaust að framgangi síns framboðs. Að sjálfsögðu eru menn misánægðir með úrslit kosninganna en fátt kom á óvart þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum. Meira

Íþróttir

11. maí 1999 | Íþróttir | 80 orð

Albert ekki misst úr leik

ALBERT Sævarsson, markvörður Grindvíkinga, hefur ekki misst úr leik í efstu deild síðan hann lék sinn fyrsta leik í marki Grindvíkinga 1995. Hann hefur leikið samtals 67 leiki. Ólafur aftur heim Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 659 orð

"Alltaf bjartsýnn á þessum tíma árs"

VALSMENN státa af því, einir íslenskra knattspyrnuliða, að hafa ætíð leikið í efstu deild karla ­ aldrei þurft að sætta sig við fall niður um deild. Undanfarin ár hefur þó stundum munað mjóu, t.d. í fyrra er liðið tapaði síðasta leik sínum og hélt sæti sínu aðeins fyrir sakir hagstæðra úrslita úr öðrum leikjum. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 204 orð

Arnór markahæstur í fyrra

ARNÓR Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari Vals og leikmaður liðsins, hefur ekki átt fasta stöðu í Valsliðinu í vorleikjunum, hefur ýmist leikið sem vængmaður, framliggjandi miðjumaður eða þá framherji. Hann hefur engu að síður skorað nokkur mörk og heldur uppteknum hætti frá síðustu leiktíð er hann varð markahæsti leikmaður liðsins, með sjö mörk. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 535 orð

Bjartsýnn á gott gengi

BREIÐABLIK úr Kópavogi hafði nokkra yfirburði í 1. deild Íslandsmótsins í fyrra og tryggði sér sæti í efstu deild þegar þrjár umferðir voru eftir. Liðið leikur nú aftur í efstu deild eftir tveggja ára fjarveru. Þetta er í sjöunda sinn sem Kópavogsliðið leikur í efstu deild. Sigurður Grétarsson er þjálfari liðsins eins og í fyrra og mun hann einnig leika með liðinu, sem aftasti maður í vörn. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 1295 orð

Bragðarefur með bros á vör

ÖRVÆNTINGIN í andliti Luke Youngs sagði allt. Aumingja drengurinn mun vísast ekki komast í hann krappari um dagana. Í sverðinum fórnaði Ian Walker höndum, ráðþrota. En hvað gátu þeir gert? Ekkert! Snilld hafði lostið niður. Og þeir voru fórnarlömbin. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 38 orð

BREIÐABLIK

Nýjir leikmenn: Salih Heimir Porca frá Val Ásgeir Baldursson frá Völsungi Guðmundur Gíslason frá HK Valdimar Hilmarsson frá HK Ottó Karl Ottósson frá Stjörnunni Þór Hauksson frá Víkingi Farnir: Sævar Pétursson í Fram Gunnar B. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 137 orð

Brentford meistarar 3. deildar

HERMANN Hreiðarsson og félagar í Brentford tryggðu sér á laugardag sigur í ensku 3. deildinni er þeir sigruðu Cambridge með einu marki gegn engu á útivelli. Að vanda lék Hermann allan leikinn í vörn Brentford. Brentford hafði þegar tryggt sér öruggt sæti í 2. deild á næstu leiktíð, en sigur í lokaleiknum tryggði einnig sigur í deildinni. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 610 orð

Bæjarar meistarar í M¨unchen

ÞAÐ var hátíðarstemmning á Ólympíuleikvanginum í M¨unchen, þegar Bæjarar fögnuðu fimmtánda meistaratitli sínum með því að gera jafntefli við Herthu Berlín, 1:1. Bayern er með tíu stiga forskot á Bayer Leverkusen þegar þrjár umferðir eru eftir í Þýskalandi. Carsten Jancker skoraði mark Bæjara á 12. mín. við mikinn fögnuð 63 þús. áhorfenda. Lothar Matth¨aus lagði upp markið, sem var 2.500. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 867 orð

Dýrkeypt mistök kostuðu sigur gegn Svíum

SLÆMUR leikkafli íslenska landsliðsins í handknattleik í fyrri hálfleik og í upphafi þess seinni gerði vonir þess um sigur á Svíum í úrslitaleik opna Norðurlandamótsins í Noregi að engu. Mýmörg mistök í sókn og slæmur varnarleikur reyndust íslenska liðinu dýrkeypt og sænska liðið var fljótt að refsa með mörkum úr hraðaupphlaupum og tryggja sér sanngjarnan sigur. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 82 orð

Eiður Smári skoraði

EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði síðara mark Bolton á 67. mínútu sem vann Portsmouth á útivelli 2:0 í ensku 1. deildinni á sunnudag. Eiður Smári lék allan leikinn og fékk gula spjaldið. Guðni Bergsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Bolton hafnaði í sjötta sæti deildarinnar og komst þar með í úrslitakeppni fjögurra liða (3.­6. sæti) um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 92 orð

Eyjamenn ræða við Aðalstein

SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins hafa Eyjamenn boðið Aðalsteini Jónssyni, fyrrverandi þjálfara Íslandsmeistara Stjörnunnar í kvennahandknattleik, að gerast þjálfari karlaliðs ÍBV á næstu leiktíð. Viðræður eru nokkuð á veg komnar en eftir því sem næst verður komist gæti helst strandað á atvinnumálum Aðalsteins. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 144 orð

Geir Sveinsson til Spánar?

GEIR Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, hefur fengið mjög freistandi tilboð frá spánska liðinu Pamplona, sem er bikarmeistari á Spáni. Forráðamönnum liðsins er ljóst að Geir hyggst leggja skóna á hilluna og hætta að leika ­ og þeir því meðvitaðir um að aðeins stórtilboð myndi vekja áhuga landsliðsfyrirliðans. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 20 orð

GRINDAVÍK

GRINDAVÍK Nýjir leikmenn: Alistair McMillan frá Skotlandi Ólafur Ingólfsson frá Keflavík Farnir Zoran Ljubicic til Keflavíkur Milan Stefán Jankovic ­ hættur Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 157 orð

Guðrún bætti sig

GUÐRÚN Arnardóttir, hlaupakona úr Ármanni, bætti sinn fyrri árangur á árinu er hún hljóp 400 metra grindahlaup á 55,54 sekúndum á stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Osaka í Japan á laugardaginn. Guðrún hafnaði í 5. sæti í hlaupi en Evrópumeistarinn Ionela Tirlea frá Rúmeníu kom fyrst í mark á 54,09. Íslandsmet Guðrúnar er 54,59. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 284 orð

Heiðar skoraði og Lilleström á toppnum

HEIÐAR Helguson skoraði síðara mark Lilleström og lagði upp það fyrra í 2:0 sigri á nýliðum Odd Grenland á útivelli á sunnudag. Lilleström er í efsta sæti norsku deildarinnar ásamt Molde eftir fimm fyrstu umferðirnar. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 109 orð

Ísland byrjar vel á HM

ÍSLENSKA landsliðið í badminton byrjaði vel á heimsmeistaramótinu í badminton sem hófst í Bröndby-höllinni í Kaupmannahöfn gær. Ísland lagði Tékkland 5:0 í fyrsta leik og mætir Sviss í næstu umferð í dag. Í einliðaleik karla vann Tómas Viborg sína viðureign 15:11, 15:13 og Brynja Pétursdóttir lagði sinn andstæðing í þriggja lotu leik, 4:11, 11:2 og 11:3, í einliðaleik karla. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 100 orð

Jafet S. endurkjörinn formaður BSÍ

ÁRSÞING Badmintonsambands Íslands var haldið 8. maí. Mikil gróska var í starfsemi sambandsins á síðasta starfsári, alls iðka nú um sex þúsund manns badminton. BSÍ fékk góða styrki frá Ólympíusamhjálpinni. Meðal annars um 1,4 milljónir vegna útbreiðslu íþróttarinnar á landsvísu. BSÍ fékk Þjóðverjann Gunther Huber til landsins og ferðaðist hann um landið í átta vikur. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 95 orð

Katrín skoraði fjögur mörk

KATRÍN Jónsdóttir skoraði fjögur mörk er lið hennar Kolbotn vann Gjelleråsen 8:1 í fyrstu umferð norsku bikarkeppninnar á dögunum. Katrín hefur leikið vel með Kolbotn það sem af er tímabilinu, en hún skoraði einnig eitt mark í fyrsta leik liðsins í úrvalsdeildinni. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 150 orð

Komnir og farnir

TVEIR leikmenn gengu til liðs við Víkinga eftir að leiktíðinni lauk í fyrra, þeir Ásgeir Halldórsson, varnarmaður úr Fram, og Jakob Hallgeirsson, varnarmaður úr Skallagrími. Báðir æfðu leikmennirnir með Víkingum í vetur, en hafa nú ákveðið að snúa aftur til fyrri liða. Hættir ­ en þó ekki Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 425 orð

MAGNÚS Már Þórðarson var ein

MAGNÚS Már Þórðarson var eini nýliðinn í landsliðshópnum sem fór til Noregs. Samkvæmt venju þarf nýliðinn ætíð að bera boltapokann og var Magnúsi engin miskunn sýnd því strax á Gardemoen-flugvelli þurfti hann að bera pokann út úr flugstöðvarbyggingunni út í rútu. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 701 orð

Margt sem þarf að laga fyrir leikina gegn Sviss

ÞORBJÖRN Jensson, þjálfari íslenska handknattleiksliðsins, sagðist að mörgu leyti ánægður með leik íslenska liðsins gegn Norðmönnum á opna Norðurlandamótinu en taldi að liðið hefði gert alltof mikið af mistökum í leiknum gegn Svíum sem hefði komið í veg fyrir að það næði yfirhöndinni í leiknum. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 362 orð

MARKALAUST jafntefli varð niðurstaðan

MARKALAUST jafntefli varð niðurstaðan í viðburðasnauðum leik Derby County og Coventry á laugardag. Þar með er Coventry nánast sloppið úr fallhættu. NEWCASTLE er greinilega með hugann við bikarúrslitaleikinn gegn Man. Utd. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 70 orð

Matth¨aus stefnir á heimsmet

LOTHAR Matth¨aus, er markhæstur þeirra leikmanna sem nú leika í þýska landsliðinu, þrátt fyrir að hann sé varnarmaður. Matth¨aus hefur skorað 22 mörk í 135 leikjum. Hann stefnir að því að slá heimsmet í landsleikjafjölda og þarf hann 8 leiki til að slá met sænska markvarðarins Ravelli. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 417 orð

Ófarir Norðmanna fyrir HM í Egyptalandi

Norsk dagblöð fara ófögrum orðum um leik norska liðsins á opna Norðurlandamótinu, sem fram fór í Noregi um helgina, og telja að liðið eigi litla möguleika á HM í Egyptalandi í sumar með sama áframhaldi. Norðmenn voru búnir að gera sér vonir um góðan árangur á Norðurlandamótinu og sigur gegn íslenska landsliðinu í fyrsta leik, sem hefði tryggt sæti í úrslitaleik mótsins. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 211 orð

Rivaldo hetja Barcelona

BRASILÍUMAÐURINN Rivaldo tryggði Barcelona 3:2 sigur á Villarreal í spænsku 1. deildinni á sunnudag, skoraði þriðja markið undir lok leiks eftir að hafa lagt upp hin tvö fyrir Hollendingana, Patrick Kluivert og Philip Covcu. Barcelona hefur níu stiga forskot á Mallorca, sem er í öðru sæti eftir 1:0 sigur á Real Zaragoza. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 583 orð

Sama stigatala, sama markahlutfall

MANCHESTER United settist á topp ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag eftir nauman en mikilvægan 0:1-sigur á útivelli gegn Middlesbrough. Arsenal leikur á útivelli gegn Leeds í kvöld, en staðan er sú nú að liðin eru jöfn í efsta sæti með 75 stig, hafa sama markamun, 42 mörk í plús, og tvo leiki eftir ­ United situr á toppnum þar sem liðið hefur skorað fleiri mörk ­ tuttugu fleiri. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 176 orð

Sigurður Jónsson ræðir við þjálfarann í dag

SIGURÐUR Jónsson lék ekki með Dundee Utd. um helgina vegna meiðsla er liðið gerði markalaust jafntefli við Kilmarnock á laugardag og tryggði þar með endanlega sæti sitt í skosku úrvalsdeildinni. Mikil óánægja hefur verið í Dundee með gengi liðsins í vetur og er búist við að gerðar verði á því talsverðar breytingar fyrir næstu leiktíð. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 94 orð

Sigurður spilandi þjálfari

SIGURÐUR Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, ætlar að leika með liðinu í sumar. Hann lék 15 deildarleiki með liðinu í fyrra og gerði í þeim þrjú mörk. Hann er uppalinn í Breiðabliki og er markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi, hefur gert 30 mörk. Þetta er annað árið hans sem þjálfari Breiðabliks. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 332 orð

Spennandi einvígi Lazio og AC Milan

LIÐ AC Milan hefur verið í miklum ham að undanförnu og 2:0 sigur á meisturum Juventus undirstrikaði það enn frekar. Lazio heldur eins stigs forskoti á AC Milan þegar aðeins tvær umferðir eru eftir, vann Bologna um helgina 2:0. Baráttan um ítalska meistaratitilinn er aðeins milli þessara tveggja liða því Parma, sem er í þriðja sæti, er níu stigum á eftir AC Milan. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 416 orð

Stórleikur Ólafs með Hibs

ÓLAFUR Gottskálksson og félagar í skoska 1. deildarliðinu Hibernian settu á laugardag skoskt met er þeir fögnuðu 2:1-sigri á Falkirk í lokaleik deildarinnar og voru á eftir krýndir meistarar í deildinni. Hibernian sigraði með miklum yfirburðum, hlaut 89 stig eða 23 meira en Falkirk, sem varð í öðru sæti. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 62 orð

Sunderland setti nýtt met

SUNDERLAND sigraði með yfirburðum í 1. deild og var fyrir löngu búið að tryggja sér sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Sigur liðsins er hins vegar sögulegur, því liði hefur aldrei áður tekist að ná 105 stigum í deildinni. Swindon Town átti fyrra metið, 102, og því náðu þeir keppnistímabilið 1985/6 úr 46 leikjum, sama leikjafjölda og Sunderland nú. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 71 orð

VALUR

Nýjir leikmenn: Sindri Bjarnason, frá Leiftri Kristinn Lárusson, frá ÍBV, Einar Páll Tómasson, frá Raufoss Arnar Arnarson, frá Víkingi Hjörvar Hafliðason, frá HK Farnir: Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 653 orð

"Verður ekki auðvelt að sigra okkur"

VÍKINGAR, sem urðu Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla árið 1991, eru á ný mættir í efstu deild eftir fimm mögur ár. Raunar náðu Víkingar hinu eftirsótta sæti með ansi dramatískum hætti undir lok leiktíðarinnar í fyrra ­ Sigurður Sighvatsson tryggði þeim þá sigur gegn Stjörnunni í síðasta leik og upp fóru þeir á kostnað FH-inga, sem höfðu verið með pálmann í höndunum fram á síðustu stundu. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 617 orð

"Við vorum rassskelltir"

TVEIR leikir vöktu mikla athygli í úrslitakeppni NBA, sem hófst um helgina. Annars vegar stórsigur New York Knicks í Miami og hins vegar æsispennandi leikur Los Angeles Lakers og Houston Rockets í Forum- höllinni í Los Angeles. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 35 orð

VÍKINGUR

Nýjir leikmenn: Gordon Hunter, frá Ástralíu Colin McKee, frá Ross County Alan Prentice, frá St. Mirren Daníel Hjaltason, frá Leikni Farnir: Arnar Arnarson, í Val Hörður Theódórsson, hættur Marteinn Guðgeirsson, hættur Þór Hauksson, Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 518 orð

Ætlum að gera betur en áður

GRINDVÍKINGAR leika í efstu deild fimmta árið í röð. Þeir enduðu í sjöunda sæti í fyrra, björguðu sér frá falli í lokaumferðinni, eins og svo oft áður, með því að vinna Fram á heimavelli 4:2. Milan Stefán Jankovic skoraði mark í þeim leik og krækti í vítaspyrnu. Eftir leikinn tilkynnti hann að hann væri hættur að leika með liðinu. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 152 orð

(fyrirsögn vantar)

ARNAR Gunnlaugsson sat á varamannabekknum og kom ekki inn á hjá Leicester sem vann Newcastle 2:0 í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Meira
11. maí 1999 | Íþróttir | 31 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Þorkell KR ReykjavíkurmeistariKR tryggði sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnukarla með því að leggja Fylki að velli, 1:0. Andri Sigþórssonskoraði markið á 23. mín. Hér er Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, með bikarinn. Meira

Fasteignablað

11. maí 1999 | Fasteignablað | 41 orð

Byggt í Brattahlíð

UNDIRBÚNINGUR er hafinn að byggingu skála í Brattahlíð í Grænlandi. Í þættinum Smiðjan lýsir Bjarni Ólafsson skála Eiriks rauða, eins og líklegt þykir að hann hafi verið svo og kirkju þeirri, sem Þjóðhildur, kona Eiríks lét gera. Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 339 orð

Canary Wharf í meðbyr að mótbyr loknum

TEKIZT hefur að leigja út megnið af skrifstofum þeim sem hafa staðið auðar í byggingasamstæðunni Canary Wharf í London. Velgengni margra alþjóðlegra fjárfesta byggist á því að fyrirtæki því, sem staðið hefur fyrir byggingaframkvæmdum í Canary Wharf, takist að fá fleiri banka og stórfyrirtæki til að taka skrifstofur á leigu í fleiri byggingum, Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 37 orð

Danskur dúkkuvagn

KÖRFUGERÐ R. Wengler í Kaupmannahöfn framleiddi svona dúkkuvagna á fyrstu áratugum þessarar aldar. Þeir voru hannaðir af þekktu dönskum arkitektum svo sem Arne Jacobsen. Þetta fyrirtæki framleiddi einnig húsgögn úr tágum og taldist til konunglegra fyrirtækja. Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 1522 orð

Eftirspurn sjaldan verið meiri eftir nýjum íbúðum í Mosfellsbæ

ÍBÚUM í Mosfellsbæ hefur fjölgað verulega á undanförnum árum, en þeir eru nú um 5.500. Lengst af hefur fjölgunin verið um 3% milli ára eða talsvert fyrir ofan landsmeðallag og í fyrra var hún tæp 5%, sem er mjög hátt hlutfall. Mikil fólksfjölgun kallar á miklar nýbyggingar, en allir þurfa jú þak yfir höfuðið. Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 208 orð

Einbýli eða margbýli í gamla vesturbænum

FASTEIGNASALAN Valhöll er nú með í einkasölu 170 ferm. íbúðarhús að Vesturgötu 14. Búið er að teikna þrjár íbúðir í húsið, sem þarfnast nokkurrar standsetningar. Ein íbúð er í risi, tvær á hæðinni og í kjallara eru tvö herbergi ásamt baðherbergi, þvottahúsi og geymslu. Sitt hvort herbergið fylgir íbúðunum á hæðinni. Hús þetta var byggt 1911, en þarna var síðast rakarastofa og íbúð á hæðinni. Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 34 orð

Finnskur blómavasi

Finnskur blómavasi FINNAR hafa lengi haft gott orð á sér fyrir hönnun. Þetta er vasinn Marcel, en hönnuður hans er hinn finnski Timo Sarpaneva. Þessi vasi er skemmtilegur á borði bæði með og án blóma. Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 588 orð

Frumvarp til laga um fasteignakaup

Í GEGNUM tíðina hefur það verið þýðingarmikill þáttur í hagsmunabaráttu Húseigendafélagsins, að stuðla að réttarbótum á þeim réttarsviðum, sem snerta fasteignir og eigendur þeirra. Mjög mörg mál koma til kasta félagsins viðvíkjandi viðskipti með fasteignir og vanefndir á þeim. Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 149 orð

Glæsileg húseign á Seltjarnarnesi

TIL sölu hjá fasteignasölunni Lundi er einbýlishúsið Sævargarðar 15 á Seltjarnarnesi. Þetta er 230 ferm. hús með rúmgóðum bílskúr. Það er steinsteypt, byggt 1976 og er nánast á einni hæð, en útsýnisskáli er á húsinu er á annarri hæð. Heitur pottur er í garðinum, sem fyrir nokkru fékk verðlaun fyrir fegurð. Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 168 orð

Góð hæð í Vesturbænum

MYNDARLEGAR eignir í vesturbæ Reykjavíkur vekja ávallt athygli, þegar þær koma í sölu. Hjá Fasteignaþjónustunni er nú til sölu 150 ferm. hæð að Bárugötu 6. Þetta er steinsteypt hús í funkisstíl, byggt af Þorsteini Jónssyni rithöfundi árið 1936. Um er að ræða miðhæð hússins og hálfan kjallara. Öll eignin er endurnýjuð í hólf og gólf og til afhendingar strax. Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 40 orð

Lifandi borðdúkur

Í SUMARHÚSUM er hægt að gera ýmislegt sniðugt. Í dönsku sumarhúsi komu húsráðendur sér upp lifandi dúk með svokölluðu hjerteranker". Þetta krefst þess auðvitað að fólk komu oft í sumarhús sín til að vökva blómin og hlynna að þeim. Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 587 orð

Lóðir fyrir einbýlishús og parhús í Höfðahverfi

MOSFELLSBÆR auglýsti í síðustu viku til úthlutunar lóðir í Höfðahverfi í vesturhluta bæjarins. Þar af eru fjórtán einbýlishúsalóðir við Hrafnshöfða, en af þeim verða tólf lóðir byggingarhæfar 1. júní nk. og tvær 1. nóvember á þessu ári. Við Súluhöfða eru til úthlutunar 23 einbýlishúsalóðir og 8 parhúsalóðir og verða þessar lóðir byggingarhæfar í maí á næsta ári. Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 39 orð

Mikil fjölbreytni

ÞAÐ er margt að sjá, þegar gengið er um sýningarhallir í Frankfurt, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Röraframleiðendur leggja mikið á sig til þess að skapa sitt eigið kerfi og fjölbreytnin er orðin mikil. Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 321 orð

Mikill áhugi hér á fasteignum á Spáni

FASTEIGNASALAN Borgir býður nú til sölu í samstarfi við fasteignasölu á Spáni ýmsar gerðir af íbúðum, raðhúsum og einbýlishúsum af öllum stærðum í Torrevieja, sem er nálægt Alicante á Spáni. Fasteignasalan býður bæði nýbyggingar og eins eldra húsnæði, allt eftir óskum kaupenda. Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 451 orð

Mikil umframeftirspurn eftir lóðum í Áslandi

MUN fleiri sóttu um lóðir en fengið gátu í fyrsta áfanga Ásahverfis í Hafnarfirði, en lóðaúthlutun á þessu svæði var afgreidd í bæjarráði Hafnarfjarðar í síðustu viku. Úthlutað var lóðum fyrir 40 einbýlishús, en umsóknir um þær voru 72. Einnig var úthlutað 20 lóðum fyrir parhús og raðhús, en umsækjendur voru 27. Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 420 orð

Norðurlandahús í New York

NORÐURLÖND eiga að fá sinn útstillingarglugga í New York. Samtökin The American-Scandinavian Foundation hafa hafizt handa um að reisa Scandinavia House, en markmið þess verður að kynna fyrir Bandaríkjamönnum menningu, listir og framleiðsluvörur Norðurlanda. Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 258 orð

Nýjar íbúðir í Mosfellsbæ

TALSVERT hefur verið byggt í Mosfellsbæ að undanförnu, en íbúum í bænum hefur fjölgað verulega og þeir eru nú um 5.500. Í fyrra var fólksfjölgun í bænum tæp 5%, sem er mjög hátt hlutfall. Við Hjallahlíð 19-23 í vesturhluta bæjarins er byggingafyrirtækið Tré hf. að reisa tíu íbúðir. Þær standa tvær og tvær saman með stigahúsi á milli, nema í fimmta húsinu, sem stendur sér. Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 32 orð

Réttaróvissa

HÚSEIGENDAFÉLAGIÐ hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið, að skipuð verði nefnd eða starfshópur til undirbúnings löggjöf um fasteignakaup. Sandra Baldvinsdóttir lögfræðingur segir að það skorti mjög bagalega löggjöf á þessu sviði. Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 29 orð

Sniðug svunta

Sniðug svunta SVUNTUR eru alltaf nauðsynlegar, ekki síst þegar farið er að grilla á vorin. Svona svunta væri skemmtileg gjöf í byrjun sumars, en hún er búin til úr viskustykkjum. Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 477 orð

Sólarorka og þvagskál fyrir konur

Sólfangarar verða æ algengari á þökum húsa í Evrópu, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Með þeim er hægt að hita vatn og framleiða rafmagn. Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 216 orð

Sumarhús við Arnarstapa

MEIRI áhugi er nú á sumarhúsum á Vesturlandi en áður, þar sem Hvalfjarðargöngin hafa stytta leiðina þangað verulega. Fasteignamiðlunin Berg er nú með til sölu sumarhús að Arnarstapa í Breiðuvíkurhreppi í landi jarðarinnar Móar II. Þetta hús er byggt 1989 og er timburhús. Það er 45 ferm. að stærð en engu að síður eru í því þrjú svefnherbergi. Húsið stendur á 2000 ferm. lóð uppi við rætur Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 37 orð

Svona á að sitja við tölvu

Svona á að sitja við tölvu ÞAÐ ER ekki sama hvernig setið er við tölvu. Þetta er hin rétta stelling og handleggirnir skulu mynda 90 gráðu horn við borðið. Ef halla má sætinu verður blóðflæði í líkamanum betra. Meira
11. maí 1999 | Fasteignablað | 413 orð

Verulegur verðmunur á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni

VERULEGUR verðmunur er á fermetraverði í íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og á hinum ýmsu þéttbýlisstöðum út á landsbyggðinni hins vegar, eins og fram kemur á meðfylgjandi teikningu, sem sýnir meðalverð á fermetra í íbúðum, sem skiptu um eigendur á þessum stöðum á síðasta ári. Þannig var meðalverð á fermetra 77.706 kr. Meira

Úr verinu

11. maí 1999 | Úr verinu | 241 orð

Jón Kjartansson með fullfermi

JÓN Kjartansson SU er væntanlegur úr síldarsmugunni til Eskifjarðar með fullfermi, um 1.600 tonn, seint í kvöld. Hann fékk 500 tonn í einu kasti í gærmorgun og varð að láta Guðrúnu Þorkelsdóttur SU fá 300 tonn en auk þeirra voru Birtingur NK og Arnþór EA á miðunum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu fyrir helgi bar leitin að síldinni lítinn árangur í liðinni viku en á sunnudag birti til. Meira
11. maí 1999 | Úr verinu | 514 orð

Miklu eðlilegra að fara eftir almennum reglum um úthafsveiðar

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra er ekki sáttur við gildandi reglur um stjórn veiða úr norsk- íslenska síldarstofninum. Hann segir að um málamiðlun hafi verið að ræða á Alþingi en telur eðlilegra að fara eftir almennum reglum um úthafsveiðar. Lög um stjórn veiða úr norsk- íslenska síldarstofninum tóku gildi fyrir nákvæmlega ári, 11. maí 1998, en í 3. Meira
11. maí 1999 | Úr verinu | 213 orð

Tugir fiska bitnir á kviðinn

KALDBAKUR EA, ísfisktogari Útgerðarfélags Akureyringa hf., kom til löndunar á Akureyri sl. sunnudagskvöld með um 130­140 tonn og var uppistaðan þorskur. Kaldbakur var á veiðum vestur af Kolbeinsey og var veiðiferðin mjög sérstök að því leyti að í hverju holi voru tugir fiska sem höfðu verið bitnir á kviðinn og drepnir af sel. Meira

Ýmis aukablöð

11. maí 1999 | Blaðaukar | 63 orð

Efnisyfirlit

4 Dró fram verðlaunin 6 Öll pör ættu að gera fjölskylduáætlun 7 Rómantíkin blómstraði í París 8 Að leggja rækt við rómantíkina 10 Fötin á brúðhjónin 11 Fjölga á skipulögðum hjónanámskeiðum 12 Blómin í brúðkaupið 14 Ljóð og limrur 16 Brúðkaup í Háteigskirkju 18 Á leið í hjónaband 20 Ólík trúarbrögð 22 Brúðkaupstertur 24 Brúðkaupsveislan 26 Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.