Greinar sunnudaginn 6. júní 1999

Forsíða

6. júní 1999 | Forsíða | 71 orð

AP Páfi heimsækir ættjörðina ÞRETTÁN daga heimsókn J

AP Páfi heimsækir ættjörðina ÞRETTÁN daga heimsókn Jóhannesar Páls páfa til Póllands hófst í gær og tók Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands, á móti páfanum við hátíðlega athöfn í Gdansk. Meira
6. júní 1999 | Forsíða | 436 orð

Fá sólarhring til að hefja liðsflutninga

HÁTTSETTIR fulltrúar Júgóslavíuhers áttu í gær fund með Michael Jackson, hershöfðingja í her Atlantshafsbandalagsins (NATO), við landamæri Júgóslavíu og Makedóníu en á fundinum gaf Jackson fyrirmæli um hvernig staðið skuli að brottflutningi herja Júgóslavíu frá Kosovo. Meira
6. júní 1999 | Forsíða | 65 orð

Morgunblaðið/ Jim SmartHandflökun á Miðbakka FISKISKIPAF

Morgunblaðið/ Jim SmartHandflökun á Miðbakka FISKISKIPAFLOTI landsmanna er í höfn og mikið um að vera um land allt í tilefni af sjómannadeginum. Sjómannadagurinn og hafnardagurinn í Reykjavík hafa verið tengdir saman í samfellda Hátíð hafsins sem staðið hefur síðan á föstudag og lýkur í dag. Meira
6. júní 1999 | Forsíða | 202 orð

Portillo arftaki Solanas hjá NATO?

BANDARÍKJAMENN beita sér nú fyrir því að Bretinn Michael Portillo verði næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) og yrði það mótleikur þeirra við hugmyndum Evrópusambandsins um að skipuleggja áhrifaríkari utanríkis- og varnarmálastefnu ESB. Meira
6. júní 1999 | Forsíða | 98 orð

Samræming hjá skósölum

SAMTÖK danskra skókaupmanna hafa farið fram á það við félagsmenn sína að frá og með 2. ágúst rétti þeir viðskiptavinum hægri skóinn til að prófa, ekki þann vinstri eins og hingað til. Er þetta ekki aðeins enn eitt dæmið um ákafa samræmingaráráttu ESB því reynslan sýnir að fólk fer sjálfkrafa frekar úr hægri en vinstri skónum, þegar það mátar skó. Meira

Fréttir

6. júní 1999 | Innlendar fréttir | -1 orð

102 útskrifaðir

FJÖLBRAUTASKÓLI Suðurlands brautskráði 102 nemendur 22.maí, þar af 66 stúdenta. 15 nemendanna brautskrást af tveimur brautum, tveir af þremur brautum og einn af fjórum námsbrautum. Jens Hjörleifur Bárðarson, stúdent af eðlisfræðibraut og náttúrufræðibraut, náði bestum heildarárangri brautskráðra. Jens heldur í sumar á ólympíuleikana í eðlisfræði á Ítalíu. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 133 orð

Atvinnuvegasýning á Vesturlandi

ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda atvinnuvegasýningu í og við Íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi dagana 18.­20. júní nk. "Sýningin er haldin til að kynna hvers konar atvinnu, fyrirtæki, þjónustuaðila og handverksfólk sem eru með starfsemi á Vesturlandi. Í íþróttamiðstöðinni verða settir upp sýningarbásar, handverkstæði og einnig verður aðstaða fyrir stærri hluti á útisvæði s.s. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 317 orð

Áhersla lögð á menntunarmál verkstjóra

VERKSTJÓRASAMBAND Íslands, VSSÍ, hélt 28. ársþing sitt í Stykkishólmi dagana 28.­30. maí s.l. Mættu um 50 fulltrúar frá öllum aðildarfélögum þess sem eru 13 um allt land. Innan sambandsins eru um 1800 félagsmenn; langflestir þeirra starfa sem verkstjórar. Einnig fá aðrir stjórnendur í fyrirtækjum félagsaðild. Sambandið er hagsmunafélag og sér um kjarasamninga. Meira
6. júní 1999 | Erlendar fréttir | 567 orð

Álit Finna á Ahtisaari tekur breytingum Ímynd

Ímynd Finnlandsforseta hefur breyst talsvert á síðustu vikum. Martti Ahtisaari virðist allt í einu orðinn stjórnmálaleiðtogi á heimsmælikvarða, skrifar Lars Lundsten, fréttaritari Morgunblaðsins í Finnlandi. Ákvörðun finnskra jafnaðarmanna að hafna framboði Ahtisaaris í næstu kosningum kemur nú mörgum spánskt fyrir sjónir. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 268 orð

Árleg veltuaukning milljarður að meðatali

UMSVIF SÍF hf. í Frakklandi hafa aukizt afar hratt á þessum áratug en þau hófust með kaupum SÍF á franska fyrirtækinu Nord Morue fyrir 9 árum. Velta þess þá var um einn milljarður króna en nú er velta dótturfyritækja SÍF í Frakklandi um 9 milljarðar. Hún hefur því aukizt um milljarð á ári að meðaltali. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Blekkingaleikur borgarstjóra

INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, kveðst ekki vera sátt við þá túlkun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra að aldrei hafi verið jafnmikið samræmi milli ársreiknings og fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Hún segir að þarna sé stundaður blekkingaleikur. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Bókavarðafélögin sameinast

Í VETUR hefur starfað á vegum bókavarðafélaganna vinnuhópur um sameiningarmál þeirra sem m.a. stóðu fyrir atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í maí. Niðurstaða hennar var sú að félagsmenn samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að sameinast í eitt félag sem tekur til starfa 1. janúar árið 2000. "Næsta haust verður haldinn stofnfundur hins nýja félags. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 232 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK HÍ 6.­12. júní. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Sunnudagur 6. júní: Ímynd og sjálfsmynd háskóla, "Ét universitets image och självbild". Ráðstefna upplýsingastjóra við norræna háskóla verður haldin í Reykjavík 5.­8. júní í Odda, húsnæði Háskóla Íslands. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 219 orð

Dagvist barna breytir um nafn

NAFN Dagvistar barna breytist hinn 1. júní í Leikskóla Reykjavíkur, en borgarráð Reykjavíkur staðfesti nýverið nýja samþykkt fyrir stjórn Dagvistar barna sem eftir breytingu heitir leikskólaráð Reykjavíkur. Leikskólaráð fer nú með málefni Leikskóla Reykjavíkur í umboði borgarráðs með vísan til laga um leikskóla frá árinu 1994. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

Ferðin landleiðina gekk að óskum

VEL gekk að flytja hinn nýja fljótabát til Egilsstaða frá Reyðarfirði aðfaranótt laugardags. Samanlögð þyngd flutningabílsins og Lagarfljótsormsins nemur rúmum 100 tonnum en skipið sjálft er um 86 tonn. Lagt var af stað upp úr miðnætti og tók aðeins rúma 5 klukkutíma að flytja skipið þessa 35 km leið en reiknað hafði verið með að ferðalagið gæti tekið allt að 8 klukkustundum. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 223 orð

Flugleiðir í samkeppni við Sævar Karl

SÆVAR Karl Ólason, sem rekur samnefnda herrafataverslun í Bankastræti, hefur fengið samkeppni í sölu á Boss-herrafatnaði því Flugleiðir hafa sett upp Boss-verslun í fríhöfninni í Leifsstöð. Þetta hefur leitt til þess að Sævar Karl hefur hætt sölu á vissum tegundum fatnaðar frá Boss og segir hann ekki hægt að keppa við fríhafnarverslunina í verði sem selur fatnaðinn án virðisaukaskatts. Meira
6. júní 1999 | Erlendar fréttir | 414 orð

Friðarvon í Kosovo-deilunni

VONAST er til að loks hylli undir lok loftárása Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Júgóslavíu eftir að Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti og þing Serbíu samþykktu friðartillögur G-8 hópsins svokallaða, samstarfsnefndar sjö helstu iðnríkja heims og Rússa, á fimmtudag. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 431 orð

Geta átt von á eftirliti hvar sem er

UMFERÐARGÆSLA hefur verið efld á þjóðvegum landsins á vegum ríkislögreglustjóra í samráði og samvinnu við lögregluembætti úti á landsbyggðinni í samræmi við umferðaröryggisáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2001. Á þessu ári er sérstök áhersla lögð á ökuhraða, ölvunarakstur, ástand ökutækja og bílbeltanotkun. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 775 orð

Gleðin gerir limina létta

Dagana 6. til 11. júní verða íþróttadagar (sæluvika) á Laugarvatni sem Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra efnir til, en félagið hefur gengist fyrir slíkri íþróttaviku síðan 1989, elsti þátttakandinn frá upphafi var 93 ára en meðalaldur hefur verið frá 73 árum upp í rösklega 78 ár. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð

Góð byrjun í Blöndu

VEIÐI fór sérlega vel af stað í Blöndu á laugardagsmorgun og um kl. 11 höfðu veiðst 16 laxar frá 12 upp í 16 pund. Þegar líða tók að hádegi stefndi í metbyrjun sem er 17 laxar fyrir kl. 13. Blíðskaparveður var við Blöndu en áin var fremur köld. U.þ.b. helmingur laxanna var lúsugur og því nýgenginn og tók laxinn maðk og fluguna Svartan Francis. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 50 orð

Grunnskólabörn í sumarfrí

textiBÖRN í grunnskólum landsins eru komin í sumarfrí og víst að þessir nemendur Melaskólans í Reykjavík eru fríinu fegnir. Þeir brugðu sér í snú snú á einum góðviðrisdegi í síðustu viku og vonandi að veðrið í sumar gefi áfram tilefni til fjörugra útileikja fyrir káta krakka. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Hannover lengdur

FRYSTITOGARINN Hannover, sem áður hét Guðbjörg ÍS og var í eigu Samherja hf., verður lengdur um tæpa 18 metra í haust en eftir breytinguna verður skipið um 86 metra langt. Skipið er nú í eigu þýska útgerðarfyrirtækisins Deutsche Fischfang Union GmbH, DFFU. Samherji GmbH, sem er að fullu í eigu Samherja hf., á 99% í DFFU. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 320 orð

"Hef alltaf vitað að ég myndi starfa við tónlist"

PAVEL Emil Smid, nýstúdent frá Verzlunarskóla Íslands, fékk nýlega styrk frá Berklee, einum þekktasta tónlistarskóla heims, til að nema tónsmíðar við skólann. Pavel lauk 8. stigs prófi í píanóleik vorið 1998, hann ákvað að taka ekki einleikarapróf en einbeita sér þess í stað að tónsmíðum. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð

Hefur aldrei keppt

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Félagi áhugamanna um vaxtarrækt: "Vegna frétta í fjölmiðlum vill Félag áhugamanna um vaxtarrækt taka fram að aðili sá sem dæmdur var í Hæstarétti 3. júní sl. fyrir innflutning á anabólískum sterum og ofsaakstur hefur aldrei keppt í vaxtarrækt né verið skráður í Félag áhugamanna um vaxtarrækt og getur því ekki talist vaxtarræktarmaður. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 638 orð

Henti sér í öldurótið

Á SJÓMANNADAG árið 1939, fyrir 60 árum, var í fyrsta skipti á þessum degi sjósóknara veitt viðurkenning fyrir björgunarafrek. Þessi heiðursverðlaun hlaut Pétur Magnússon fyrir að hafa á frækilegan hátt bjargað skipsfélaga sínum, Samúel Sigurðssyni, frá drukknun eftir að hann féll fyrir borð þegar brotsjór reið yfir vélbátinn Hermóð frá Reykjavík. Þetta gerðist 13. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 66 orð

Hraða- og ölvunarakstur

AÐ SÖGN lögreglunnar á Húsavík voru óvenju margir ökumenn teknir fyrir hraða- og ölvunarakstur aðfaranótt laugardags, þar sem 15 manns óku of hratt og 4 voru gripnir grunaðir um ölvun við akstur. Á föstudagskvöld var haldinn fjölmennur dansleikur á Ýdölum og voru ökumennirnar á ferðinni í grennd við dansleikinn. Að öðru leyti fór skemmtunin vel fram að sögn lögreglu og lítið um óspektir. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 455 orð

"Höfum hvorki farið óvarlega né offari"

"ÉG tel að við höfum hvorki farið óvarlega né offari," segir Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár- Almennra hf., aðspurður um viðbrögð við gagnrýni Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á iðgjaldahækkanir tryggingafélaganna sem fram komu í fréttum Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. Axel Gíslason, forstjóri Vátryggingafélags Íslands hf., hafnar einnig gagnrýni forsætisráðherra. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 428 orð

Iðgjöld bifreiðatrygginga hækka

STÓRU íslensku vátryggingafélögin þrjú hækkuðu iðgjöld bifreiðatrygginga um mánaðamótin og eru hækkanirnar á bilinu 35-40% fyrir algengustu tegundir einkabíla. Það jafngildir um 8-11 þúsund kr. hækkun fyrir einkabíla af millistærð. Neytendasamtökin og Félag íslenskra bifreiðaeigenda undrast hækkanirnar. Meira
6. júní 1999 | Erlendar fréttir | 164 orð

Kona myrt á N-Írlandi

LÖGREGLAN á N-Írlandi sakaði í gær öfgamenn sambandssinna um að hafa staðið fyrir morðinu á tæplega sextugri konu í bænum Portadown aðfaranótt laugardags. Sprengju var kastað inn um glugga á heimili konunnar og er talið að sprengjan hafi sprungið í þann mund sem konan hugðist fleygja henni út aftur. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Landgræðsluferð í Þórsmörk

HIN árlega landgræðsluferð 4×4 í Þórsmörk verður farin helgina 18.­20. júní þar sem margar hendur munu vinna létt verk við áburðargjöf og gróðursetningu í samstarfi við Olís og Landgræðslu ríkisins. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 63 orð

Notaðir bílar fá nýtt nafn

EINS og kunnugt er hafa B&L flutt alla starfsemi sína í nýtt húsnæði á Grjóthálsi 1. Þar með talið er verkstæði, standsetning og notaðir bílar. Notaðir bílar B&L hafa hins vegar fengið nýtt nafn og heita nú Bílaland B&L. Hjá Bílalandi B&L fæst mikið úrval notaðra bíla auk þess sem boðið er upp á ótal fjármögnunarleiðir, segir í fréttatilkynningu. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 167 orð

Nýtt tölvukerfi hjá Hreyfli

HREYFILL tók formlega í notkun nýtt tölvukerfi í vikunni. Það var Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, sem formlega vígði kerfið. "Kerfið, sem er danskt, er eitt fullkomnasta upplýsingakerfi sinnar tegundar og samanstendur af móðurtölvu á afgreiðslu Hreyfils, tölvu í sérhverjum leigubíl og samskiptabúnaði. Meira
6. júní 1999 | Erlendar fréttir | 411 orð

Óttast glundroða við landamærin

TALSMENN Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og annarra hjálparstofnana fögnuðu á föstudag framgangi friðarviðræðna, en vöruðu við því að mikil óreiða og hætta geti skapast við landamærin að Kosovo haldi mikill fjöldi flóttafólks á allra næstu dögum til héraðsins. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 304 orð

Snerrisútgáfan með sex almanök fyrir árið 2000

SNERRUÚTGÁFAN sendir frá sér 6 ný almanök fyrir árið 2000. Komandi ár er 18. útgáfuárið. Almanök og náttúruljósmyndun eru sérgrein Snerruútgáfunnar. Íslenska almanakið er 12 síðna almanak með myndum vítt og breitt af landinu. Þar má nefna myndir frá Flatey á Breiðafirði, af fossinum Dynk, frá Árnesi á Ströndum og fuglamynd almanaksins að þessu sinni er af himbrima. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 248 orð

Spáir 40.000 laxa sumri

Laxveiðivertíðin hefur farið vel af stað þetta árið og vekur það vonir veiðimanna um að sumarið verði gott. Kristján Guðjónsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sagði fyrr í vikunni, við opnun Norðurár, að hann reiknaði með 40.000 laxa sumri. "Það er langt síðan við fengum slíkt sumar en nú er komið að því, skilyrðin hafa öll verið til þess og vísbendingin í fyrra dregur þar ekki úr. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð

Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins

HAPPDRÆTTI Krabbameinsfélagsins hefur alla tíð verið einn helsti tekjuliður krabbameinssamtakanna hér á landi. Hálf öld er liðin frá því að fyrsta krabbameinsfélagið var stofnað af nokkrum læknum og öðrum framsýnum áhugamönnum. Tilgangur og markmið félagsins hafa frá upphafi verið þau sömu, að styðja og efla krabbameinsvarnir. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Verkmenntaskóla Austurlands slitið

Neskaupstað-Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað var slitið í Egilsbúð laugardaginn 22. maí sl. Að þessu sinni voru 24 nemendur útskrifaðir frá skólanum, þar af 10 stúdentar og 14 luku iðnnámi og námi í vélgæslu. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 252 orð

Viðurkenning til skipa á sjómannadaginn 1999

SIGLINGASTOFNUN Íslands veitir árlega, á hátíðisdegi sjómanna, sérstaka viðurkenningu til eigenda og áhafna skipa fyrir framkvæmd á öryggisreglum og góða umhirðu skips á undanförnum árum. Viðurkenningin á að vera hvatning fyrir áhöfn og eigendur skipa að halda vöku sinni gagnvart umgengni og öryggisbúnaði skipa. Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 601 orð

Yfirlýsing frá ASÍ

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá ASÍ: "Vegna þeirra ummæla fyrrum formanns allsherjarnefndar Alþingis að nefndin hafi ekki haft undir höndum upplýsingar um hugsanlegar iðgjaldahækkanir tryggingafélaganna er rétt að benda á eftirfarandi: Í bréfi frá Tryggingamiðstöðinni, dagsettu í ágúst 1997, Meira
6. júní 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð

(fyrirsögn vantar)

Útsýnisskífa á Kleppsskaftinu NÝ útsýnisskífa var formlega tekin í notkun á svokölluðu Kleppsskafti, höfðanum vestan við Kleppsspítalann, á hátíð hafsins í gærmorgun. Eimskipafélag Íslands og Reykjavíkurhöfn létu smíða útsýnisskífuna og setja hana upp efst á Kleppsskaftinu, en þar er mikið útsýni til allra átta. Meira

Ritstjórnargreinar

6. júní 1999 | Leiðarar | 1957 orð

Síðdegis í dag, laugardag, var forráðamönnum Morgunblaðsins af

Síðdegis í dag, laugardag, var forráðamönnum Morgunblaðsins afhent Umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar fyrir árið 1999. Þetta er ánægjuleg viðurkenning fyrir blaðið og þá ekki sízt þá starfsmenn, sem sérstaklega hafa unnið að umhverfismálum í rekstri þess. Meira
6. júní 1999 | Leiðarar | 981 orð

SJÓMANNADAGUR

SJÓMANNADAGURINN er í dag. Eitt af meginmarkmiðum hans er að heiðra minningu drukknaðra sjómanna. Sjóslys hafa höggvið stór skörð í raðir sjómanna á þessari öld, sem senn er liðin og munu hátt á fjórða þúsund manns hafa týnt lífi í greipar Ægis. Á umliðnum árum hafa 25% allra slysa á Íslandi verið vegna slysa á sjómönnum, enda þótt þeir séu aðeins um 5% þeirra sem starfa á íslenzkum vinnumarkaði. Meira

Menning

6. júní 1999 | Fólk í fréttum | 76 orð

Bursta tennur kvölds og morgna

HELDUR óvanalegt er að krókódílar séu iðnir við að bursta í sér tennurnar, enda lítt skynbærir á auglýsingar um tannkrem og góða bursta. En Somchow Punkarng tók sig til og ákvað að bursta krókódílinn á myndinni í þeim tilgangi að venja hann við samneyti við fólk. Meira
6. júní 1999 | Menningarlíf | 444 orð

Ekki enn komin út en þegar orðin metsölubók

Fjaðrafok í Bandaríkjunum vegna nýrrar bókar um geðlækninn Hannibal Lecter Ekki enn komin út en þegar orðin metsölubók Los Angeles. Reuters. HANNIBAL Lecter snýr loksins aftur í upphafi vikunnar, þegar út kemur ný bók bandaríska rithöfundarins Thomas Harris um raðmorðingjann. Meira
6. júní 1999 | Kvikmyndir | 454 orð

Endurtekningin lofuð

Leikstjóri: Philip Saville. Handrit: Adrian Hodges eftir sögu Julian Barnes. Kvikmyndatökustjóri: Jean- Francois Robin. Tónlist: Mark Knopfler. Aðalhlutverk: Christian Bale, Emily Watson, Lee Ross. 1997. Meira
6. júní 1999 | Fólk í fréttum | 192 orð

Er tannlæknirinn hræðilegur? Tannlæknirinn II (The Dentist II)

Framleiðsla: Pierre David og Noel A. Zanitsch. Leikstjórn: Brian Yuzna. Handrit: Richard Dana Smith. Kvikmyndataka: Jurgen Baum. Tónlist: Alan Howarth. Aðalhlutverk: Corbin Bernsen og Jillian McWhirter. 99 mín. Bandarísk. Myndform, maí 1999. Aldurstakmark: 16 ár Meira
6. júní 1999 | Fólk í fréttum | 1341 orð

GEORGE STEVENS SÍGILD MYNDBÖND

Á DÖGUNUM sá ég Risann ­ Giant, gamla uppáhaldsmynd, og varð ljóst að áhöld eru um hvort hún næði slíku sæti ef ég hefði verið að sjá hana fyrsta sinn. Allt eldist misvel, ekki síst listin. Risinn verður þó alltaf hátt skrifuð á þessum bæ; hún var kvikmyndaviðburður og endurspeglar með stíl gengið andrúmsloft og vissan mikilfengleika sem er sára sjaldséður í dag. Meira
6. júní 1999 | Fólk í fréttum | 1329 orð

GEORGE STEVENS SÍGILD MYNDBÖND

Á DÖGUNUM sá ég Risann ­ Giant, gamla uppáhaldsmynd, og varð ljóst að áhöld eru um hvort hún næði slíku sæti ef ég hefði verið að sjá hana fyrsta sinn. Allt eldist misvel, ekki síst listin. Risinnverður þó alltaf hátt skrifuð á þessum bæ; hún var kvikmyndaviðburður og endurspeglar með stíl gengið andrúmsloft og vissan mikilfengleika sem er sára sjaldséður í dag. Meira
6. júní 1999 | Fólk í fréttum | 627 orð

Góð myndbönd

Sterk og einföld mynd franska leikstjórans Abbas Kiarostami gefur innsýn í ytri og innri baráttu ólíkra persóna á fjarlægu heimshorni. Þjófurinn Ljúfsár og heillandi kvikmynd um lítinn dreng sem finnur langþráða föðurímynd í manni sem er bæði svikahrappur og flagari. Meira
6. júní 1999 | Leiklist | 884 orð

Konungleg dansspor í Þjóðleikhúsinu

ÞAÐ voru góðir gestir sem tróðu upp í Þjóðleikhúsinu miðvikudaginn síðastliðinn. Húsfyllir var þegar tíu dansarar frá Konunglega danska ballettinum fluttu fjögur dansverk eftir þrjá danshöfunda. Þeirra þekktastur er August Bournonville. Hann tók við konunglega danska ballettinum árið 1830 og starfaði þar sem kennari, dansari, danshöfundur og listrænn stjórnandi næstu 47 árin. Meira
6. júní 1999 | Menningarlíf | 121 orð

Lýður Sigurðsson sýnir í Kringlunni

NÚ stendur yfir sýning Lýðs Sigurðssonar í sýningarrými Gallerís Foldar og Kringlunnar á annarri hæð Kringlunnar. Lýður sýnir nú málverk og húsgögn en einnig nýjar skálar unnar í steinsteypu. Lýður Sigurðsson er fæddur á bænum Glerá í Kræklingahlíð við Akureyri. Hann er húsgagnasmiður að mennt og útskrifaðist frá Iðnskólanum á Akureyri. Meira
6. júní 1999 | Fólk í fréttum | 1059 orð

Lætur sig dreyma um Djúpavog! Bergþóra Árnadóttir vísnasöngkona er á tónleikaferð um landið á puttanum og hefur ýmislegt á daga

BERGÞÓRA Árnadóttir vísnasöngkona, sem undanfarin 11 ár hefur verið búsett í Danmörku, hefur verið á tónleikaferð um landið síðan 6. maí sl., er hún hélt sína fyrstu tónleika í Norræna húsinu í Reykjavík. Hefur hún farið víða og notið aðstoðar heimamanna á hverjum stað við tónleikahaldið og hefur það mælst vel fyrir bæði hjá henni sjálfri og þeim sem komið hafa að tónleikunum. Meira
6. júní 1999 | Menningarlíf | 235 orð

Menningarhátíð í Munaðarnesi

ÁRLEG menningarhátíð BSRB verður haldin í Munaðarnesi á morgun, sunnudag, kl. 14. Á hátíðinni verður opnuð sýning á málverkum Sigurðar Örlygssonar og mun sú sýning standa allt sumarið og verður opin á opnunartíma veitingasölunnar Við Vörðuás, í Þjónustumiðstöðinni. Meira
6. júní 1999 | Fólk í fréttum | 486 orð

Mun perlukjóllinn slá sölumet?

EIGUR kvikmyndastjörnunnar Marilyn Monroe munu fara á uppboð í október hjá uppboðshúsi Christie's í New York. Uppboðshaldarar Christie's telja að ljósi perlusaumaði kjóllinn sem hún bar þegar hún óskaði John F. Kennedy Bandaríkjaforseta til hamingju með afmæli í söng í Madison Square garðinum árið 1962, muni verða eitt af vinsælli munum uppboðsins. Meira
6. júní 1999 | Menningarlíf | 61 orð

Raymond Rafn sýnir í Eden

RAYMOND Rafn Cartwright opnar málverkasýningu í Eden í Hveragerði á morgun, mánudag. Þetta er 6. sýning Rays í Eden og hefur hann haldið sýningar á ýmsum stöðum hér á landi. Flestar myndirnar eru vatnslitamyndir. Ray er 51 árs Breti, fæddur og uppalinn í Lundúnum en fluttist til Íslands fyrir 19 árum. RAYMOND Rafn með eitt verka sinna. Meira
6. júní 1999 | Menningarlíf | 71 orð

Snorrastofa fær málverk

Snorrastofa fær málverk DÆTUR Jónasar Árnasonar rithöfundar og Guðrúnar Jónsdóttur frá Kópareykjum í Reykholtsdal afhentu Snorrastofu, nýrri rannsóknarstofnun í miðaldafræðum, málverkið Leik að gjöf frá Tryggva Ólafssyni listmálara, en það er tileinkað minningu Jónasar og Guðrúnar. Meira
6. júní 1999 | Fólk í fréttum | 106 orð

Sonur Jacksons á batavegi

TVEGGJA ára sonur Michaels Jacksons, Prince, er á batavegi og ætti að ná sér fljótlega sagði læknir hans, Allan Metzger, á fimmtudag. Sögusagnir þess efnis að Prince væri fársjúkur segir Metzger ekki eiga við rök að styðjast. "Hann er ekki við dauðans dyr. Hann fékk vírus og mjög háan hita, en mun ná sér von bráðar," sagði Metzger. Meira
6. júní 1999 | Fólk í fréttum | 55 orð

Spæjarinn væntanlegur

Í NÆSTU viku verður framhaldsmynd Austin Power, Spæjarinn sem negldi mig, frumsýnd vestanhafs, en þar fer gamanleikarinn Mike Myers með hlutverk hins breska spæjara sem týndist í sjötta áratugnum. Á myndinni má sjá Myers í hlutverki doktors Illvilja (dr. Evil) en með honum er Litli-ég (Mini-Me) sem leikinn er af Verne J. Troyer. Meira
6. júní 1999 | Menningarlíf | 126 orð

Sýning á hafrænum málverkum

Sjóminjasafn Íslands Sýning á hafrænum málverkum Í DAG, Sjómannadaginn, verður opnuð sýning á hafrænum málverkum eftir sjö listamenn í Sjóminjasafni Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði. Höfundar myndanna eru Gunnlaugur Blöndal, Greta Björnsson, Einar G. Baldvinsson, Sveinn Björnsson, Jón Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar V. Meira
6. júní 1999 | Menningarlíf | 675 orð

Tvíeggja tvíburar á leiðinni heim

ORGANISTAR Langholts- og Neskirkju, Jón Stefánsson og Reynir Jónasson, héldu fyrir skemmstu utan til Bandaríkjanna til að skoða og prófa flunkuný orgel sem sett verða upp í kirkjunum í sumar. Efndi smiðurinn, Fritz Noack, til opins húss í verksmiðju sinni í Georgetown í útjaðri Boston af þessu tilefni, Meira
6. júní 1999 | Menningarlíf | 126 orð

Útskriftartónleikar í Borgarneskirkju

FJÖLMENNI var á áttunda stigs útskriftartónleikum Bjargar K. Jónsdóttur sóprans í Borgarneskirkju á dögunum og var henni vel tekið. Meðleikari var Jerzy Tosik Warszawiak. Björg Karítas Jónsdóttir hóf nám við Tónlistarskóla Akraness ung að árum, auk einkatíma í orgelleik hjá Matthíasi Jónssyni tónlistarkennara. Meira
6. júní 1999 | Fólk í fréttum | -1 orð

Vildi faðma alla í bíóinu Louise Goodall skaut upp kollinum á hvíta tjaldinu eftir að hafa verið rekin úr fyrstu vinnunni sinni

Louise Goodall skaut upp kollinum á hvíta tjaldinu eftir að hafa verið rekin úr fyrstu vinnunni sinni og borðað sex milljón sinnum í auglýsingu. Hún fékk stóra tækifærið í mynd Ken Loach. Pétur Blöndal talaði við hana um söngleiki og lagleysi. Meira
6. júní 1999 | Menningarlíf | 137 orð

Þjóðsagnamyndir í Norska húsinu

Í NORSKA húsinu í Stykkishólmi var opnuð í gær, laugardag, sýning á þjóðsagnamyndum Kristins Péturssonar. Sýningin er í boði Verkalýðsfélags Stykkishólms og kemur frá Listasafni ASÍ. Kristinn Pétursson (1896­1981) lærði myndlist í Kaupmannahöfn, Ósló, París og Vín á árunum 1927-­31, þar sem hann mótaðist af þýskum expressíónisma og síðar af verkum Kandinskys. Meira

Umræðan

6. júní 1999 | Aðsent efni | 509 orð

612 strætisvagnar á dag

Er vonandi að hinn nýi dómsmálaráðherra, segir Leifur Sveinsson, taki nú lögreglustjóranum í Reykjavík tak, þannig að 30 km hámarkshraði sé virtur í Suðurgötu. I Meira
6. júní 1999 | Aðsent efni | 1260 orð

HEFUR JARÐFRÆÐIN GLEYMST?

Best er að umgangast hraunbreiður og sprungubelti með varúð og virðingu, segir Valdimar Kristinsson, og teygja byggðina ekki lengra til suðurs og austurs. Meira
6. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 393 orð

Hlutverkaskipti Bandaríkjanna

ÁRIÐ 1861 sögðu þrettán ríki Bandaríkjanna sig úr ríkjasambandinu og stofnuðu Suðurríkjasambandið. Í kjölfar þess hófst borgarastyrjöld Bandaríkjanna með því að Suðurríkjaherinn réðst á alríkisherstöðina Fort Sumter í Suður-Karólínu. Þetta leiddi til þess að Norðurríkin sendu hersveitir suður í land til að berjast við uppreisnarmennina. Meira

Minningargreinar

6. júní 1999 | Minningargreinar | 867 orð

Gísli Einarsson

"Hann Gísli bróðir er dáinn." Þessi orð hljómuðu í símanum á mánudaginn. Tíminn virtist stöðvast um stund en síðan flugu minningar hratt gegnum hugann. Minningarperlur sem eru mér afar dýrmætar. Við Gísli vorum elst í 7 systkina hópi, aðeins árið á milli okkar. Við vorum afar samrýnd og bárum, að ég held, talsverða ábyrgð hvort á öðru sem börn. Meira
6. júní 1999 | Minningargreinar | 170 orð

Gísli Einarsson

Hann Gísli frændi í Kjarnholtum er farinn, það er sorgleg staðreynd sem erfitt er að sætta sig við. Ég trúi því að nú sé hann farinn í fjörið hinum megin, og taki fljótt til við að læra nýja texta þar, sem hann svo kennir okkur þegar við komum. Gísli var maður gleðinnar að minnsta kosti í mínum huga. Það var bara alltaf svo skemmtilegt og hlýtt í kringum hann. Meira
6. júní 1999 | Minningargreinar | 185 orð

Gísli Einarsson

Höfðingi er fallinn í valinn. Gísli Einarsson í Kjarnholtum var höfðingi í víðustu merkingu þess orðs. Hann var í fyrirsvari fyrir sveit sína til fjölda ára og hafði þar forgöngu um mörg framfaramál. Hann var í forustusveit héraðsins alls og valinn til þess að gegna ábyrgðarstöðum fyrir Árnesinga, bæði inn á við og út á við. Hann var gestrisinn maður og örlátur. Meira
6. júní 1999 | Minningargreinar | 286 orð

Gísli Einarsson

Eftir hádegi á mánudag sló þögn á sveitina okkar Biskupstungur, þegar þær fréttir bárust að kær vinur okkar Gísli Einarsson frá Kjarnholtum væri látinn og það í miðjum sauðburði. Þegar nýtt líf leit dagsins ljós var Gísli glaður. Hann var svo stoltur þegar hann sagði okkur frá því þegar barnabörnin hans fæddust. Meira
6. júní 1999 | Minningargreinar | 30 orð

GÍSLI EINARSSON

GÍSLI EINARSSON Gísli Einarsson fæddist í Kjarnholtum í Biskupstungum 2. september 1932. Hann lést á heimili sínu, Kjarnholtum, 30. maí síðastliðinn. Útför Gísla fór fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 5. júní. Meira
6. júní 1999 | Minningargreinar | 507 orð

Haukur Hallgrímsson

Kæri vinur og samstarfsmaður, kunningsskapur okkar varði í 60 ár og er margs að minnast frá þessum tíma. Við vorum saman í Iðnskólanum frá 1939­1942 og tókum saman sveinspróf 1944. Við hófum störf saman 1943 og 12.4. 1944 stofnsettum við fyrirtækið Hörður & Kjartan. hf. Meira
6. júní 1999 | Minningargreinar | 236 orð

HAUKUR HALLGRÍMSSON

HAUKUR HALLGRÍMSSON Haukur Hallgrímsson málarameistari fæddist í Reykjavík 5. september 1920. Hann lést 29. maí síðastliðinn á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík. Faðir Hauks: Hallgrímur Finnsson veggfóðrarameistari, f. 5.1. 1891 á Kóngsbakka í Helgafellssveit, Snæfellsnesi, d. 23.8. 1969. Móðir Hauks: Ingveldur Andrésdóttir, f. 1.8. Meira
6. júní 1999 | Minningargreinar | 405 orð

Kristján Óskar Sigurðsson

Ég bið Guð að styrkja og vernda áfram vini Kristjáns sem voru honum næstir á síðustu stundu lífsins og þurfa nú að fást við þær erfiðu hugsanir sem leita meðvitað eða ómeðvitað á hugann, án þess að gera boð á undan sér, vegna þeirrar hörmungar sem við þeim blasti á slysstað. Það er svo margt sem hrjáir hugann eftir á þegar verið er að rifja upp síðustu stundirnar og samskiptin fyrir svona slys. Meira
6. júní 1999 | Minningargreinar | 28 orð

KRISTJÁN ÓSKAR SIGURÐSSON

KRISTJÁN ÓSKAR SIGURÐSSON Kristján Óskar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 22. september 1981. Hann lést af slysförum 22. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 28. maí. Meira

Viðskipti

6. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 278 orð

60 milljón króna samningur

NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnulífsins og Iðntæknistofnun gerðu í gær með sér samning um framkvæmd fimm nýrra verkefna fyrir sjóðinn. Samningurinn hljóðar upp á 60 milljónir króna og gildir út næsta ár. Gísli Benediktsson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarsjóði, segir samninginn að mörgu leyti marka tímamót. Meira

Daglegt líf

6. júní 1999 | Bílar | 97 orð

4 sekúndur í 100 km/klst

NÝLEGA sást til starfsmanna Mercedes-Benz í Þýskalandi reynsluaka Vision SLR sportbílnum sem frumsýndur var sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Detroit í janúar sl. Þetta þykir renna stoðum undir það hald manna að bíllinn verði settur á markað þrátt fyrir mótbárur framleiðanda. Bíllinn sem verið var að prófa var nákvæmlega eins og hugmyndabíllinn að hjólunum undanskildum. Meira
6. júní 1999 | Ferðalög | 435 orð

500 þúsund heimsóknir á mánuði

ÞEIR auknu samskiptamöguleikar sem Netið býður upp á hafa haft sín áhrif í ferðaþjónustu, þar sem sífellt fleiri ferðamenn notfæra sér veraldarvefinn sem upplýsingaveitu. Ein umfangsmesta íslenska vefsíðan af þessum toga er Travelnet.is þar sem hægt er að finna upplýsingar um Ísland á fjórum tungumálum. Vefsíða Travelnet.is var sett á laggirnar fyrir þremur árum og hefur stóreflst á þeim tíma. Meira
6. júní 1999 | Bílar | 189 orð

50% aukning áls í bílaiðnaðinum

OPEL hyggst auka stórlega notkun áls í bíla sína og hefur í því skyni gert þróað tilraunabíl í samstarfi við norska álframleiðandann Norsk Hydro, sem hefur lýst yfir áhuga á eigaraðild í álveri sem yrði reist á Íslandi. Notkun áls í bílaframleiðslu hefur aukist verulega á síðustu árum og samkvæmt nýrri rannsókn er því spáð að álnotkunin aukist um 50% á næstu átta til tíu árum. Meira
6. júní 1999 | Bílar | 170 orð

50 þúsund Yaris pantaðir

VIÐTÖKUR á nýjum Toyota Yaris smábíl í Evrópu hefur farið fram úr væntingum framleiðandans svo um munar. Borist hafa pantanir í 51 þúsund bíl tveimur mánuðum eftir að salan hófst og hefur tekist að afhenda um 22 þúsund bíla. 10 þúsund bílar hafa verið pantaðir á Ítalíu, 5.100 í Bretlandi, 4.600 í Þýskalandi, 3.700 í Hollandi og 3.300 í Frakklandi. Meira
6. júní 1999 | Ferðalög | 382 orð

Flakkarar sigra heiminn

SUMARÁÆTLUN Flakkferða hefur verið ýtt úr vör, þriðja árið í röð. Flakkferðir eru vímulausar skemmtiferðir innan- og utanlands fyrir fólk á aldrinum 16-25 ára en að baki starfseminni standa Jafningjafræðslan, Samvinnuferðir-Landsýn, Síminn GSM og Eurocard ATLAS. Í fyrra er talið að yfir eitt þúsund sæti hafi verið bókuð í Flakkferðirnar og er ekki minni hugur í Flökkurum nú. Meira
6. júní 1999 | Bílar | 329 orð

Flytja inn fornbíla fyrir landsmenn

IB-INNFLUTNINGSMIÐLUN ehf. á Selfossi hefur verið að hasla sér völl í innflutningi á nýjum og notuðum bílum á undanförnum árum. Einnig hefur fyrirtækið flutt inn fornbíla og tjónabíla auk vara- og aukahluta. Á liðnum árum hefur fyrirtækið flutt inn Ford Econoline sjúkrabíla fyrir Rauða kross Íslands. Meira
6. júní 1999 | Bílar | 404 orð

Fæstir gallar í nýjum Jaguar

NÝIR Jaguar bílar hafa fæstu gallana en Kia flesta, að því er fram kemur í skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið J.D. Power hefur gert fyrir bandaríska bílaframleiðendur. J.D. Power gefur árlega út viðamikla gæðakönnun á nýjum bílum sem ávallt sætir miklum tíðindum. Árleg skýrsla fyrirtækisins er ekki komin út en gefnar hafa verið út nokkrar niðurstöður úr henni. Meira
6. júní 1999 | Bílar | 126 orð

Gífurleg aukning í jeppasölunni

146,2% aukning varð í sölu á jeppum og jepplingum fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tíma 1997. Sé miðað við fyrstu fimm mánuðina 1998 nemur aukningin í jeppasölu 45,1%. Fyrstu fimm mánuði 1997 seldust samtals 673 nýir jeppar og jepplingar í landinu, þar af 153 Mitsubishi Pajero og 131 Toyota Land Cruiser. Fyrstu fimm mánuðina í fyrra seldust 1. Meira
6. júní 1999 | Ferðalög | 635 orð

Kaffi og kökurí fyrrverandiveiðarfærageymslu

HEYRST hefur að pönnukakan sé steikt í næsta húsi, ef um hana er beðið í litla kaffihúsinu á Hellnum á Snæfellsnesi. Veitingamennirnir og hjónin Sigríður Einarsdóttir og Kristján Gunnlaugsson hlógu dátt að þessari sögu og sögðu hana vera helst til ýkta. Fjöruhúsið er lítið en eldhúsaðstaðan ágæt svo þar er unnt að baka og bralla nánast hvað sem er. Meira
6. júní 1999 | Ferðalög | 151 orð

Listasumar í Súðavík

FÉLAG íslenskra hljómlistarmanna, Súðavíkurhreppur og Sumarbyggð hf. standa fyrir listahátíð í Súðavík dagana 18.-24. júní nk. Hátíðin nefnist Listasumar í Súðavík og gefur dagskráin fyrirheit um fjölbreytta listviðburði að ógleymdum námskeiðum í ýmsum listgreinum. Meira
6. júní 1999 | Ferðalög | 223 orð

Nýir leiðsögumenn

ÞANN 19. maí síðastliðinn útskrifuðust 34 nýir leiðsögumenn frá Leiðsöguskóla Íslands eftir heilsvetrar almennt leiðsögunám. Í fréttatilkynningu frá skólanum segir að námið búi nemendur undir að geta frætt ferðamenn um sögu, jarðfræði, fugla, plöntur, bókmenntir, listir, þjóðfélagið og atvinnumál. Meira
6. júní 1999 | Ferðalög | 770 orð

Ógnvekjandiupplifun undiryfirborði Parísar Rauðvín, rómantík og glæsileiki eru fyrir löngu orðin einkennisorð Parísar, en ef

ÞAÐ er fátt sem minnir á glamúr og glæsileika Parísarborgar þegar maður er staddur 20 metrum undir yfirborð borgarinnar, nánar tiltekið í hinum frönsku katakombum. Með hauskúpur og molnuð bein á allar hendur er fátt sem bendir til að hin líflega heimsborg sé aðeins nokkrum metrum fyrir ofan hausinn á manni. Meira
6. júní 1999 | Bílar | 128 orð

Snorri G. Guðmundsson og Orka sameinast

TVÖ gamalgróin fyrirtæki í bílgreinaþjónustu, Snorri G. Guðmundsson ehf. og Orka ehf., stefna að sameiningu og eru þau þegar farin að starfa saman. Stefnt er að því að formlegri sameiningu ljúki á þessu ári. Meira
6. júní 1999 | Bílar | 787 orð

Snöfurlegur jepplingur með sportlega takta

MÖRGUM þykir erfitt að skilgreina Subaru Forester, öðrum en umboðinu. Er þetta fólksbíll með óvenjumiklum eiginleikum? Jepplingur eða jafnvel fullgildur jeppi? Sumir hallast að því fyrstnefnda, ekki síst í ljósi þess að Forester er smíðaður á sömu grind og Impreza fólksbíllinn. Meira
6. júní 1999 | Bílar | 102 orð

Subaru Impreza 2.0 4 dyra 1.747.000 kr.

SUBARU Impreza kom breyttur á markað í fyrra, með nýjan framenda og afturenda. Impreza er byggður á styttum undirvagni Legacy bílsins. Impreza fæst í tveimur útfærslum, fernra dyra stallbakur og fimm dyra langbakur. Hann er með sítengdu aldrifi. Sjálfskiptur kostar stallbakurinn 1.849.000 kr. Vél: 2.0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 115 hö við 5. Meira
6. júní 1999 | Bílar | 337 orð

TVR gengur allt í haginn

FYRR á öldinni gátu Bretar státað af blómlegum bílaiðnaði breskra bílaframleiðenda. Nú er öldin önnur. Flest fyrirtækin eru komin í eigu erlendra bílaframleiðenda og önnur niðurlögð. TVR er þó enn á lífi og er annar stærsti breski bílaframleiðandinn. Aðeins LTI, sem framleiðir svörtu leigubílana sérkennilegu, er stærri. Meira
6. júní 1999 | Ferðalög | 1887 orð

Villidýr heimsótt í gömlum gígbotni

Þjóðgarðar Suður-Afríku eru heillandi dvalarstaður. Í Pilanesberg þjóðgarðinum er að finna á annað hundrað villt dýr og yfir þrjú hundruð fuglategundir. Hildur Einarsdóttirdvaldist þar í nokkra daga og skoðaði dýralífið í nærmynd. Meira
6. júní 1999 | Bílar | 209 orð

Völdin tekin af bílstjóranum

SÍFELLT bætast við tækninýjungar í bíla sem eiga að auka öryggi í umferðinni. Mercedes-Benz býður þegar í vissar gerðir hraðastilli með aðlögunarhæfni (ACC). Hraðastillirinn styðst við radargeisla sem reiknar út fjarlægð í næsta bíl og heldur jöfnu millibili milli bíla. BMW býður innan tíðar sams konar búnað í sína bíla. Meira

Fastir þættir

6. júní 1999 | Í dag | 31 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 6. júní, verður fimmtugur Þorvaldur H. Skaftason, sjómaður, Skerseyrarvegi 2, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Erna Sigurbjörnsdóttir. Þau verða við störf í Skemmtibátnum Húna II á afmælisdaginn. Meira
6. júní 1999 | Í dag | 28 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 7. júní, verður sextugur Páll R. Magnússon, húsasmiður, Stigahlíð 37, Reykjavík. Eiginkona hans er Kristín M. Hafsteinsdóttir. Þau eru að heiman á afmælisdaginn. Meira
6. júní 1999 | Fastir þættir | 51 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Aðalfundur BR

AÐALFUNDUR Bridsfélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 9. júní nk. klukkan 20. Fundurinn verður haldinn í húsnæði BSÍ að Þönglabakka 1. Venjuleg aðalfundarstörf. Veitingar í boði félagsins. Einnig verða veitt verðlaun fyrir mót vetrarins og bókin Ferðalag með Forquet afhent skuldlausum félögum (m.v. 15. maí sl. Meira
6. júní 1999 | Fastir þættir | 444 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Guðlaugur Sveinsson efstur í

Mánudaginn 31. maí var spilaður Howell-tvímenningur með þátttöku 10 para. Meðalskor var 108 og efstu pör voru: Halldór Þorvaldsson ­ Baldur Bjartmarsson125Jón Stefánsson ­ Guðlaugur Sveinsson119Vilhj. Sigurðsson jr. ­ Unnar Atli Guðmundsson115Guðmundur Baldursson ­ Guðbjörn Þórðarson115 Þriðjudaginn 1. Meira
6. júní 1999 | Fastir þættir | 76 orð

BRIDS Umsjón Arnór Ragnarsson Minningarmót í Fljótum

FYRIRHUGAÐ er að halda bridsmót fyrir konur að Sólgörðum í Fljótum helgina 19. og 20. júní nk. Mótið er haldið til minningar um Guðbjörgu Sigurðardóttur (Guggu) sem lést í júní 1997 langt fyrir aldur fram. Spilaður verður tvímenningur og er hægt að skrá sig til 10. Meira
6. júní 1999 | Í dag | 654 orð

Hver kannast við fólkið á myndunum?

ER EINHVER sem kannast við fólkið á þessum myndum? Ef svo er þá vinsamlega hafið samband við Guðrúnu A. Kristjánsdóttur á Akureyri í síma 4621473. Góð þjónusta í Nettó ÉG UNDIRRITUÐ keypti grill í Nettó í Mjódd. Þegar ég ætlaði að nota það hélt ég að grillð væri gallað og hringdi strax í Nettó og talaði við Júlíus verslunarstjóra. Meira
6. júní 1999 | Dagbók | 912 orð

Í dag er sunnudagur 6. júní, 157. dagur ársins 1999. Sjómannadagurinn. Orð dags

Í dag er sunnudagur 6. júní, 157. dagur ársins 1999. Sjómannadagurinn. Orð dagsins: Sá sem trúir og skírist, mun hólpinn verða, en sá sem trúir ekki, mun fyrirdæmdur verða. (Markús 16, 16. Meira
6. júní 1999 | Í dag | 284 orð

Kvöldguðsþjónustur í Seljakirkju

NÚ ER sumarið gengið í garð og þá tekur margt stakkaskiptum í samfélaginu okkar. Í Seljakirkju í Breiðholti hefur það verið venja undanfarin ár að færa guðsþjónustutímann með hinni eiginlegu sumarkomu. Frá og með 6. júní næstkomandi mun guðsþjónustutíminn færast aftur til kvöldsins og þá til kl. 20. Í þessari fyrstu kvöldguðsþjónustu sumarsins mun sr. Valgeir Ástráðsson prédika. Meira
6. júní 1999 | Fastir þættir | 815 orð

Lofgjörð, líkn og menning

Biskupsstólar og klaustur stóðu fyrir stórkostlegu menningarstarfi í kaþólskum sið. Stefán Friðbjarnarson segir að þjóðin geti bezt greitt þakkarskuld sína fyrir það starf með stuðningi við fjölþætt kirkjulegt starf á okkar dögum. Meira
6. júní 1999 | Í dag | 202 orð

SAGNHAFI þarf að stoppa í mörg göt ef hann á að gera sér

Vestur kemur út með laufgosa, sem sagnhafi dúkkar. Aftur kemur lauf og austur tekur næstu tvo slagi á kóng og ás. Og spilar síðan tígli. Nú hefst saumaskapurinn: Austur passaði í byrjun, en hefur þegar sýnt ÁK í laufi. Hann verður að eiga hjartakóng, en sé svo, hlýtur vestur að halda á spaðadrottningu. Meira
6. júní 1999 | Í dag | 44 orð

STÖÐUMYND E HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND E HVÍTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp á búlgarska meistaramótinu í maí. Stojanov (2.370) hafði hvítt og átti leik gegn Drenchev(2.330). 26. Rxf7! og svartur gafst upp, því eftir 26. ­ Hxf7 27. Hxf7 ­ Kxf7 28. Hc7+ er hann óverjandi mát. Meira
6. júní 1999 | Í dag | 635 orð

Tilkynnt hefur verið gríðarleg hækkun ökutækjatrygginga, bens

Tilkynnt hefur verið gríðarleg hækkun ökutækjatrygginga, bensínið hækkaði á dögunum, rafmagn og hiti hækka í Reykjavík um næstu mánaðamót og áfengi hækkaði í vikunni. Auk þess hækkuðu laun nokkurra æðstu embættismanna þjóðarinnar talsvert skv. úrskurði kjaradóms og Víkverja hefur heyrst á fólki í vikunni að margir séu farnir að hlakka til næstu kjarasamninga vegna þeirra hækkana. Meira
6. júní 1999 | Fastir þættir | 934 orð

Tröll geta líka grátið "Svona er einmitt fegurðin og grimmdin í þessum leik; þetta getur gerst og sú er einmitt ástæðan, held

Tröll geta líka grátið "Svona er einmitt fegurðin og grimmdin í þessum leik; þetta getur gerst og sú er einmitt ástæðan, held ég, fyrir því að við elskum þessa íþrótt svona mikið. Þetta vita leikmenn Bayern líka og verða að sætta sig við hvernig fór. Meira
6. júní 1999 | Í dag | 231 orð

Vinna Nafnorðið vinna er svonefnt eintölu-orð, þ.e. fleirtala (ft.) þess er e

Nafnorðið vinna er svonefnt eintölu-orð, þ.e. fleirtala (ft.) þess er ekki til ­ eða hefur a.m.k ekki verið það fram að þessu, enda engin þörf fyrir hana. Annað orð, sem táknar hið sama, er no. starf, en þar höfum við ft. störf. Sagt er sem svo: Maðurinn gegnir ákveðnu starfi eða hann hefur mörg störf á hendinni. Þetta er allt eðlilegt mál. Meira

Íþróttir

6. júní 1999 | Íþróttir | 410 orð

Armenar sáu rautt á Kaplakrikavelli

ÍSLENSKA ungmennalandsliðið í knattspyrnu vann fyrsta sigur sinn í undanriðli EM á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í gær er liðið sigraði Armena, 2:0. Mörkin tvö komu ekki fyrr en á lokamínútum leiksins og þá voru gestirnir tveimur færri. Meira
6. júní 1999 | Íþróttir | 61 orð

Greiðslustöðvun á Wuppertal

GREIÐSLUSTÖÐVUN hefur verið sett á þýska handknattleiksliðið Wuppertal, sem hefur hunsað að ganga frá greiðslum til Viggó Sigurðssonar, fyrrverandi þjálfara liðsins, sem vann mál gegn því á dögunum. Forráðamenn félagsins hafa gert lítið úr dómstólum þýska ríkisins. Meira
6. júní 1999 | Íþróttir | 174 orð

Ísland - Armenía2:0

Kaplakrikavöllur, riðlakeppni EM - U-21 árs liða, laugardaginn 5. júní 1999. Aðstæður: Gott veður, en völlurinn í frekar slæmu ástandi. Mark Íslands: Jóhann B. Guðmundsson (85.) og Haukur Ingi Guðnason (87.). Gult spjald: Armenarnir: Minasyna (33.), Karamyan (20.) og Dokhoyan (73.) - báðir fyrir brot. Íslendingarnir: Björn Jakobsson (17. Meira
6. júní 1999 | Íþróttir | 52 orð

Koma við í Kaupmannahöfn

LANDSLIÐ Íslands og ungmennalandsliðið halda á leið til Rússlands á morgun. Flogið verður til Kaupmannahafnar og gist þar eina nótt, en þaðan verður farið til Moskvu á þriðjudaginn. Liðin mæta Rússum á miðvikudaginn ­ ungmennaliðið kl. 12 að íslenskum tíma, a-landsliðið kl. 15. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Meira
6. júní 1999 | Íþróttir | 95 orð

Medvedev mætir Agassi

BANDARÍKJAMAÐURINN Andre Agassi tryggði sér rétt til að leika til úrslita í opna franska tennismótinu, er hann vann Dominik Hrbaty frá Slóvakíu í undanúrslitum í gær ­ 6-4 7-6 3-6 6-4. Agassi, sem hefur ekki leikið til úrslita í stórmótum sl. fjögur ár, mætir Andrei Medvedev frá Úkraínu í úrslitum í dag. Agassi hefur tvisvar tapað úrslitaleikjum í París, 1990 og 1991. Meira
6. júní 1999 | Íþróttir | 102 orð

"Njósnarar" á ferð

MARGIR "njósnarar" frá erlendum liðum voru á ferðinni í Kaplakrika í Hafnarfirði og Laugardal í gær til að fylgjast með landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu. Þjálfarar frá Lilleström og skoska liðinu Dundee United voru þar á ferð. Einnig umboðsmenn. Meira
6. júní 1999 | Íþróttir | 97 orð

Pantani féll á lyfjaprófi

ÍTALSKI hjólreiðamaðurinn Marco Pantani féll á lyfjaprófi og var dæmdur úr leik í Giro d'Italia hjólreiðakeppninni í gær. Hann var með forystu í keppninni þegar hann var stöðvaður og skipað að hætta. Blóðsýni sem tekið var úr honum sýndi að hann hafði of hátt blóðkornahlutfall. Meira
6. júní 1999 | Íþróttir | 153 orð

San Antonio nánast öruggt í úrslit

FÁTT virðist geta komið í veg fyrir að San Antonio Spurs leiki til úrslita um NBA-titilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Í gær vann liðið Portland á útivelli, 63:95, í úrslitum Vesturdeildar og hefur þar með unnið þrjá fyrstu leikina og þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í úrslit. Portland lék mjög illa og gerði aðeins 37 stig síðustu 37 mínútur leiksins. Meira

Sunnudagsblað

6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1126 orð

100 ár liðin frá hildarleiknum í Dýrafirði

Áformað er að minnast Jóhannesar Guðmundssonar frá Bessastöðum í Dýrafirði og tveggja sveitunga hans með því að reisa honum minnisvarða þar vestra hinn 10. október næstkomandi. Jóhannes var einn þeirra manna, er fórust 10. Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 609 orð

Að bera í sér líf og dauða

FRAKKAR eru ósparir á hólið þegar þeir fjalla um kvikmyndina hennar Sólveigar Haut les Coeurs! Það sé ekki öllum gefið að gera áhugaverða kvikmynd um krabbamein, en Sólveigu takist að gera hana bæði einstaklega áhrifaríka og skemmtilega. Konur í stríði Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 3197 orð

Að láta drauminn rætast

Þuríður Sigurðardóttir var um árabil ein vinsælasta dægurlagasöngkona þjóðarinnar. Hún hefur starfað sem flugfreyja, verið í útvarpi og sjónvarpsþula. Þuríður hefur sungið inn á hljómplötur og með mörgum helstu danshljómsveitum landsins. Ólafur Ormsson ræddi við Þuríði um ferilinn og það sem hún er að fást við í dag. Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 3446 orð

Allt í öllu

Allt í öllu Elísabet Guðmundsdóttir, betur þekkt undir gælunafninu Lella, hefur verið með vinsæla tíma í músikleikfimi í Kramhúsinu í mörg ár og hefur leiðbeint þar fjölda kvenna. Hún ásamt fleirum stofnaði fyrstu tískusýningarsamtökin hér á landi og rak tískuverslun í nokkur ár í Reykjavík. Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1369 orð

Austur-Tímor og afstaða til íslamstrúar einkenna baráttuna

MÖRG þúsund manns komu saman á útifundum í borgum og bæjum Indónesíu í síðustu viku þegar baráttunni vegna þingkosninganna, er þar fara fram á morgun, lauk formlega. Skoðanakannanir benda til þess, að enginn einn flokkur muni standa uppi sem afgerandi sigurvegari í kosningunum, Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1005 orð

Áfram heldur nafnaleitin

Á sjómannadaginn fyrir fjórum árum birtist hér í Morgunblaðinu mynd af þeim sem útskrifuðust úr Stýrimannaskólanum 1901 en myndin hafði komið í ljós á Þjóðminjasafninu við leit Ingu Láru Baldvinsdóttur deildarstjóra Ljósmyndadeildar safnsins. En myndin er hópmynd og var ekki vitað hver var hver og fólk því beðið um að láta vita. Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 2318 orð

Á milli breytinga nútímans og ævintýraheims 1001 nætur

ÉG SIT í eyðimörkinni. Sandur rennur milli fingra mér. Ég lít til baka á slóð okkar í sandinum. Vindurinn skilur eftir sig fíngert öldumunstur á sandhólunum. Skeljar í sandinum rjúfa munstrið. Skeljar í Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 2138 orð

Á SIGLINGU MEÐ SÖLU ÍSLANDSFERÐA

Ásta Arnþórsdóttir fæddist árið 1952 í Þingeyjarsýslu. Hún lauk hjúkrunarfræðiprófi árið 1974 og vann síðan sem hjúkrunarfræðingur í tólf ár, bæði á Íslandi og í Svíþjóð, en þangað fluttist hún með fjölskyldu sinni árið 1978. Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 588 orð

Einungis unnið úr ferskum eldislaxi

VERKSMIÐJA Jean-Baptiste Delpierra í Wiches í Frakklandi er líklega einhver fullkomnasta laxareykingarverksmiðja í Evrópu. Tölvustýring og sjálfvirkni tryggja hraða vinnslu og stöðugleika í gæðum afurða. Eingöngu er unnið úr ferskum eldislaxi og er framleiðslan aldrei fryst, fari hún á franska markaðinn. Allar afurðir fara í neytendapakkningar fyrir smásölu á ýmsu tagi. Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 312 orð

ENDURNÝJUN LÍFDAGANNA

RED HOT Chili Peppers voru á hátindi frægðarinnar fyrir átta árum er gítarleikari sveitarinnar fékk sig fullsaddan af frægðinni og sagði skilið við félaga sína til margra ára. Það fór illa í þá sem eftir sátu, svo illa reyndar að sveitin hefur naumast náð sér á strik upp frá því. Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 347 orð

FRAMHJÁHALD, FIRRING OG SVIK

EIN AF bestu plötum ársins 1996 var tvöföld skífa bandarísku rokksveitarinnar Wilco. Síðan hafa þeir Wilco-menn fengist við sitthvað, legið í ferðalögum og tekið þátt í plötum annarra, en undanfarið hálft annað ár þó hjóðritað plötu sem kom út fyrir stuttu og þykir bráðvel heppnuð. Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 880 orð

Fram og aftur Grænlandsjökul

ÍSLENSKIR jeppamenn eru komnir heim eftir að hafa ekið fram og tilbaka yfir Grænlandsjökul. Guðni Einarssongluggaði í dagbók og myndasafn leiðangursmanna. Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1223 orð

Frá flæðiskeri til fastalands

Frá flæðiskeri til fastalands Ásýnd Örfiriseyjar hefur tekið gífurlegum stakkaskiptum undanfarna áratugi enda hefur landgerð verið þar stöðug frá stríðslokum. Ekki má lengur greina að þarna hafi eitt sinn verið flæðisker á undanhaldi vegna ágangs sjávar. Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 267 orð

Garðyrkjustjóri útisvæða

STAÐA garðyrkjustjóra útisvæða við Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum, Ölfusi er laus til umsóknar. Í starfinu felst m.a. bókleg og verkleg kennsla á umhverfissviði skólans auk stjórn umhirðu útisvæða skólans. Krafist er skrúðgarðyrkjumenntunar, framhaldsnáms í skrúðgarðatæknifræði og meistararéttinda í skrúðgarðyrkju. Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 142 orð

Hvaða skáld hefur ekki blandað falsi í vín sitt?

Hvaða skáld hefur ekki blandað falsi í vín sitt? Saraþústra Hef ég blandað falsi í vín þitt og svarið vondan eið, er vonleysi okkar sá harmur sem gömlum manni sveið, Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 2599 orð

Langstærstir á franska markaðnum

SÍF færir stöðugt út kvíarnar í vinnslu og sölu á kældum afurðum Langstærstir á franska markaðnum Starfsemi SÍF í Frakklandi hefur aukizt stöðugt frá því franska fyrirtækið Nord Morue var keypt fyrir 9 árum. Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 3756 orð

Lífið er blanda af sorg og gleði

Hertu upp hugann er íslenska heitið sem Sólveig Anspach hefur verið að hugsa um á nýja kvikmynd sína, Haut les coeurs!, sem frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögunum. Myndin hefur hlotið mjög lofsamlegar umsagnir í Frakklandi en hún fjallar um ófríska konu sem greinist með krabbamein. Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1250 orð

Olía, fiskur og tjöld

Á norðvesturodda eynnar, ef ey skyldi ennþá kalla, stendur þyrping olíutanka sem fer ekki framhjá neinum sem lítur í átt til Örfiriseyjar. Nú er svo komið að olíustöðin í Örfirisey er sú eina í Reykjavík en áður voru einnig olíustöðvar í Skerjafirði og í Laugarnesi. "Hið íslenska steinolíuhlutafélag, HÍS, sem var eign Olíufélagsins hf. Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 315 orð

Óskipulagt ROKK

ÞVÍ SÉRKENNILEGA nafni Kamedía X heitir hljómsveit sem vakti fyrst á sér athygli með sigri í hljómsveitakeppninni Rokkstokk 98. Í liðinni viku kom svo út fyrsta breiðskífa sveitarinnar. Snorri Hergill Kristjánsson, einn liðsmaður Klamedíu X segir að sveitin eigi uppruna sinn í Menntaskólanum í Hamrahlíð, var stofnuð í tilefni af uppákomum þar. Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 249 orð

Public Enemy á Netinu

NETIÐ skiptir æ meira máli í kynningu á tónlist og útbreiðslu þó enn séu menn að leita að bestu leiðinni til að nýta það sér til framdráttar. Ein þeirra sveita sem gert hafa tilraunir á Netinu er Public Enemy sem sér Netið sem leið til að losna úr klóm útgáfurisanna. Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 601 orð

Skothríð á atómkjarna

Í SKÓLA lærum við að atóm samanstanda af rafeindum, róteindum og nifteindum. Róteindunum og nifteindunum er samanþappað í kjarna atómsins en rafeindirnar hreyfast eftir reglulegum mynstrum umhverfis kjarnann. Frá því um 1950 hafa kjarneðlisfræðingar velt vöngum yfir því hversu mikill munur getur verið á dreifingu róteinda og nifteinda innan atómkjarnans. Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 2826 orð

Talsmenn vestrænna viðhorfa vonsviknir

Talsmenn vestrænna viðhorfa vonsviknir Hefði verið farsælla að hlýða meira á og styðja serbneska stjórnarandstæðinga og lýðræðissinna Loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Júgóslavíu og aðdragandi þeirra hafa eðlilega valdið miklum og oft heitum umræðum meðal nemenda við Raoul Wallenberg mannréttindastofnunina í L Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 293 orð

Unaðsreitur og ævintýrastaður

"Í minningu minni er Effersey unaðsreitur og leikvöllur og leikvangur," rifjar Pétur Pétursson þulur upp þegar hann er inntur eftir endurminningum sínum um Örfirisey. "Þessi eyja, sem tengdist Reykjavík sjálfri með miklum garði, vekur margar minningar hjá gömlum Reykvíkingum", heldur hann áfram. "Þegar ég var innan við fermingu var eyjan græn og var sauðfé á beit þar. Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1004 orð

Úr sælunni í sveitina

NÚ ER skólunum lokið og krakkarnir komnir í frí. Foreldrar ræða það sín í milli hvað eigi að gera við börnin í sumar. Skoða bæklingana frá íþrótta og tómstundaráðunum, innrita börnin í reiðnámskeið eða í hálfsmánaðar dvöl í einhverjum sumarbúðum eða láta þau bara berast með straumi hverdagsins, Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1321 orð

Útlagi í Ameríku

Halldór Fannar fékk sína fyrstu tölvu í arf frá eldri bróður sínum þegar hann var níu ára gamall og var byrjaður að forrita á hana ári síðar. "Þetta var lítil Vic 20 vél frá Commondore sem hafði alveg hlægilega lítið minni, Meira
6. júní 1999 | Sunnudagsblað | 257 orð

(fyrirsögn vantar)

1938 Örfirisey fyrir síðari heimsstyrjöld áður en breska setuliðið lagði hana undir sig og gerði þar mikil mannvirki. Hér má glöggt sjá Grandagarðinn sem tengir eyna við land og byggður var á árunum 1913-17 um leið og Norðurgarðurinn, sem er neðst til vinstri á myndinni. Á þessum tíma var Örfirisey þekktur útivistarstaður og vinsælt var að stunda þar sjóböð. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.