Greinar sunnudaginn 20. júní 1999

Forsíða

20. júní 1999 | Forsíða | 119 orð

700 prentvillur

JÓRDANSKUR barnabókahöfundur varð allt annað en ánægður þegar honum barst í hendur eintak af nýrri bók sinni, sem menntamálaráðuneytið í Jórdaníu gefur út. Kom nefnilega á daginn að yfir sjö hundruð prentvillur var að finna í bókinni, sem þó er ekki nema fimmtíu blaðsíðna löng. Meira
20. júní 1999 | Forsíða | 89 orð

Eftirvænting við Windsorkastala

SNEMMA í gærmorgun hafði fólk komið sér fyrir hjá Windsorkastala, skammt vestan Lundúna, til þess að tryggja sér gott útsýni við brúðkaup Játvarðs prins og Sophie Rhys-Jones, er fram fór síðdegis í gær. Játvarður er yngsti sonur Elísabetar Englandsdrottningar, og var brúðkaupið sagt vera helsti viðburðurinn í bresku samkvæmislífi á árinu. Meira
20. júní 1999 | Forsíða | 335 orð

Íhlutun Jeltsíns réð úrslitum

RÚSSAR náðu samkomulagi við Atlantshafsbandalagið (NATO) um þátttöku í friðargæslu í Kosovo vegna beinnar íhlutunar Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta á síðustu stundu, að því er háttsettur embættsmaður greindi frá í gær. Ígor Ívanov utanríkisráðherra og Ígor Sergeijev varnarmálaráðherra komu til Moskvu í gær eftir að samkomulagið náðist í Helsinki á föstudagskvöld. Meira
20. júní 1999 | Forsíða | 177 orð

Samið um afvopnun

SAMEINUÐU þjóðirnar fögnuðu í gær friðarsamkomulagi stríðandi fylkinga á Austur­Tímor, en ítrekuðu að enn væri margt ógert áður en hægt yrði að efna til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins. Leiðtogi sjálfstæðissinna á A­ Tímor, Xanana Gusmao, og formaður héraðsyfirvalda, Domingos Soares, skrifuðu undir samkomulagið í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, á föstudag. Meira
20. júní 1999 | Forsíða | 97 orð

Tórínó 2006

BORGIN Tórínó á Ítalíu varð í gær fyrir valinu sem vettvangur vetrarólympíuleikanna 2006. Var þetta ákveðið á fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar í Seoul. Lokaatkvæðagreiðslan stóð á milli Tórínó og Sion í Sviss og féllu atkvæði þannig, að Tórínó fékk 53 atkvæði, en Sion 36. Meira

Fréttir

20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 345 orð

40 japanskir starfsmenn vinna að undirbúningi hérlendis

UNDIRBÚNINGUR fyrir komu forsætisráðherra Japans, Keizo Obuchi, stendur nú sem hæst en hann er væntanlegur hingað til lands á mánudagskvöld. Um 40 japanskir starfsmenn hafa unnið hérlendis við skipulagningu heimsóknarinnar frá því í byrjun júní. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

40% telja ekki gott að versla hér

TÆP 40% ferðamanna eru ósammála þeirri fullyrðingu að gott sé að versla á Íslandi, eftir því sem fram kemur í nýrri könnun Ferðamálaráðs meðal erlendra ferðamanna. Könnunin var gerð í Leifsstöð frá 1. september 1998 til janúar 1999 og þátttakendur beðnir um að láta álit sitt á fullyrðingunni: "Á Íslandi er gott að versla" í ljós með því að velja svarmöguleikana "mjög/frekar illa, hvorki né, Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 227 orð

573 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands

573 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands Mæðgur útskrifast á sama tíma VIÐ útskriftarathöfn Háskóla Íslands í gær átti sér stað sá merkisviðburður að mæðgur útskrifuðust á sama tíma. Jónína Gunnarsdóttir útskrifaðist með B.A.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum, en Arna Bjartmarsdóttir, dóttir hennar, með B.A. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

Auðunn og Tómas með trygg sæti

AUÐUNN Kristjánsson varð fyrstur manna til að gulltryggja sér sæti í Íslenska landsliðinu í hestaíþróttum er hann varð efstur öðru sinni í seinni umferð í úrtökunni í Glaðheimum á Baldri frá Bakka. Næstur honum varð Páll Bragi Hólmarsson á Ísak frá Eyjólfsstöðum. Að afloknum fimmgangi var Sigurður Matthíasson á Demanti frá Bólstað orðinn efstur í samanlögðum stigum en hann varð þriðji í fimmgangi. Meira
20. júní 1999 | Erlendar fréttir | 1429 orð

Birtir loks til í lífi konungsfjölskyldunnar? Játvarður prins, yngsta barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar

ÓHÆTT er að segja að menn bíði spenntir eftir því að sjá hvort þeim Játvarði Bretaprins og Sophie Rhys-Jones, sem gengu í það heilaga í gær, takist að brjótast undan þeim álögum sem virðast hafa legið á hjónaböndum barna Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar drottningarmanns. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 250 orð

Bosnía komin vel á leið í uppbyggingu lýðræðis

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og núverandi formaður ráðherraráðs Evrópuráðsins, hóf í gær, laugardag, opinbera heimsókn sína til Bosníu og Hersegóvínu. Kom ráðherra til Sarajevo, höfuðborgar Bosníu, ásamt Daniel Tharschys, aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, auk embættismanna sem fylgja þeim í heimsókninni sem standa mun fram á mánudag. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 932 orð

DagbókHáskólaÍslands

ALLT áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is Mánudagur 21. júní. Málstofa í tölvunarfræði og stærðfræði sem ber yfirskriftina "Net og reiknirit" verður haldin í stofu 248 í VR-II kl 10­16. Allir fyrirlestrar verða haldnir á ensku. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Fjölmargir sendiherrar staddir hér á landi

SENDIHERRAR 43 erlendra ríkja voru staddir hér á landi ásamt mökum sínum á ráðstefnu. Sendiherrarnir komu hingað til lands á fimmtudag og lauk heimsókn þeirra með kvöldverðarboði í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á föstudagskvöld. Um morguninn fóru erlendu sendiherrarnir hins vegar í Bláa lónið. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 91 orð

Golf-dagur Heklu og Hard Rock Café

HEKLA og Hard Rock Cafe bjóða uppá fjölskylduskemmtun fyrir framan Húsgagnahöllina í dag, sunnudag kl. 14. Tilgangurinn með uppákomunni er að safna saman fjölda Golf bifreiða og mynda orðið Golf á planið og mynda uppstillinguna úr lofti með þyrlu, segir í fréttatilkynningu. Hljómsveitin Skítamórall leikur tónlist af nýútkominni plötu. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Japis gefur Krabbameinsfélaginu sjónvarpstæki

JAPIS gaf Krabbameinsfélaginu nýlega vandað Sony sjónvarpstæki með innbyggðu myndbandstæki. Í frétt frá Krabbameinsfélaginu segir að tækið verði notað á skoðunarstöðum Leitarstöðvarinnar utan Reykjavíkur til að sýna nýja fræðslumynd um sjálfskoðun brjósta. Ár hvert er skoðað á tuttugu til þrjátíu stöðum á landinu og um þrjátíu þúsund konur taka þátt í skipulagðri krabbameinsleit. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 205 orð

Kvikmyndað í Dimmugljúfrum

Kvikmyndað í Dimmugljúfrum Dimmugljúfrum. Morgunblaðið. FARIÐ var á þremur kajökum og tveimur gúmmíbátum niður Jökulsá á Brú um Dimmugljúfur í gær. Lagt var upp neðan ármóta, við Sauðá ofan við Dimmugljúfur, og siglt um 12 km leið niður fyrir gljúfrin og að Brúarskógum. Leiðangurinn var kvikmyndaður. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 213 orð

Landsbyggðin á besta skóla landsins

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Ragnari Sæ Ragnarssyni, sveitarstjóra Biskupstungnahrepps, í tilefni af árangri útskriftarárgangs grunnskólans í Reykholti: "Eftir útkomu einkunna úr samræmdum prófum 10. bekkjar á dögunum og umræðu þar um mátti heyra jákvæðan fréttaflutning um grunnskólann í Reykholti í Biskupstungum. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 728 orð

Náttúran hefur tilfinningalegt gildi

Fyrir skömmu var í Reykjavík haldin ráðstefna á vegum Umhverfisverndarsamtaka Íslands þar sem fjallað var um mat á arðsemi hálendissvæða. Umhverfisverndarsamtök Íslands voru stofnuð í janúar á þessu ári með um 130 stofnfélögum. Þau eiga að vera vettvangur fyrir alla þá sem vilja vinna að umhverfismálum og vernda þau lífsgæði sem felast í náttúru Íslands. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Requiem í Egilsstaðakirkju

Egilsstaðir-Tónlistarhátíðinni á Austur-Héraði "Bjartar nætur í júní" sem Óperustúdíó Austurlands stendur fyrir, lýkur í dag sunnudag með flutningi Kammerkórs Austurlands á sálumessunni Requiem eftir Mozart. Sálumessan verður flutt í Egilsstaðakirkju. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 160 orð

Reynt að opna í gærkvöld

UM 60 metra breið og 5 til 6 metra há aurskriða féll á Siglufjarðarveg miðja vegu milli Mánár og Hrauns, í svonefndum Almenningum, laust eftir miðnætti á föstudagskvöld. Ryðja átti lænu gegnum skriðuna í gær og var búist við að hægt yrði að aka gegnum hana í gærkvöld. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 262 orð

Ríkið endurgreiði 6,9 m.kr. skatt

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrirtækinu Boðeind 6,9 milljónir króna með vöxtum frá 1995. Ágreiningur var milli eigenda fyrirtækisins og skattyfirvalda um hvort fyrirtækið skyldi teljast sjálfstæður skattaðili. Mál vegna álagningar ársins 1988 var til meðferðar hjá skattyfirvöldum og dróst að niðurstaða fengist til loka ársins 1994 að niðurstaða fékkst. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Skemmti- og fræðslufundur SOS-barnaþorpanna

"SKEMMTI- og fræðslufundur fyrir stuðningsfjölskyldur SOS-barnaþorpanna á Íslandi verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 20. júní kl. 15-16.35. Tilefnið er 50 ára afmæli alþjóðlegu SOS- barnaþorpanna og 10 ára starfsafmæli SOS-barnaþorpanna á Íslandi. Á fundinum koma m.a. fram þrjú ungmenni í litríkum þjóðbúningum en þau hafa hlotið uppeldi í barnaþorpum á Indlandi og í Víetnam. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 187 orð

Sólstöðuganga og sjóferð

Í KVÖLD, við sólarlag kl. 24:04, stendur Sólstöðugönguhópurinn fyrir gönguferð og sjóferð aðfaranótt morgundagsins í tilefni af sumarsólstöðum. Mæting við Rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal. Frá Rafstöðvarhúsinu verður gengið eftir hitaveitustokknum og niður í Elliðavog, þaðan út með ströndinni að Ísheimum, um athafnasvæði Samskipa og Eimskips niður á Sundabakka og um borð í langskipið Íslending, Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 298 orð

Stefnum að því að fljúga aftur saman

KONUR skipuðu allar stöður í flugi Flugleiða 204 milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar í gær, á kvenréttindadaginn. Farkosturinn var Eydís, ein af Boeing 737-400-þotum félagsins. Flugstjórinn, Geirþrúður Alfreðsdóttir, fór þá fyrstu ferð sína sem flugstjóri og Linda Gunnarsdóttir flugmaður síðustu ferð sína í bili en hún fer síðan í barneignafrí. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð

Sumarbúðir fyrir blind ungmenni

Dagana 21. til 28. júní nk. verða haldnar norrænar sumarbúðir fyrir blind og sjónskert ungmenni að Sólheimum í Grímsnesi. Þátttakendur verða 30 talsins á aldrinum 16-25 ára. Að þessu sinni verða Færeyingar einnig með og er það í fyrsta skipti sem þeir taka þátt. Tilgangur sumarbúðanna er að norræn ungmenni hittist, skiptist á upplýsingum og reynslusögum. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 183 orð

Söguslóðir og þjóðleiðir í Dölum

FERÐAFÉLAG Íslands byrjar á þessu ári að beina sjónum sínum að söguslóðum og gömlum þjóðleiðum í Dölum og víðar í tilefni landafundaafmælis á næsta ári. Fyrstu tvær ferðirnar verða farnar á laugardaginn kemur, 19. júní og er brottför kl. 8 frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 276 orð

Telur að álit hafi borist Landssíma frá samgönguráðuneyti

GUÐMUNDUR Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, kveðst hafa vitneskju um að Landssími Íslands hf. hafi haft álitsgerð samkeppnisráðs um málefni Landssímans undir höndum áður en búið var að birta Landssímanum hana formlega. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð

Tengdi menntun kvenna og áhrif

KVENRÉTTINDADAGURINN, 19. júní, varð Páli Skúlasyni, rektor Háskóla Íslands, m.a. að umtalsefni er hann ávarpaði kandídata við brautskráningu þeirra frá Háskóla Íslands í Laugardalshöll í gær. "Barátta kvenna fyrir jafnrétti sem minnst er á þessum degi [19. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 117 orð

Tónleikar fluttir í Höllina

FORSVARSMENN tónleika, sem halda átti á þaki Faxaskála, hafa tilkynnt að þeir muni fara fram í Laugardalshöll klukkan 17 á þriðjudag. Í fréttatilkynningu segir að ákveðið hafi verið að flytja tónleikana vegna þess að veðurútlit næstu daga væri ekki gott. Meira
20. júní 1999 | Erlendar fréttir | 395 orð

Tugþúsundir halda heim til Kosovo

FJÖLDI flóttafólks frá Kosovo, er haldið hefur heimleiðis frá búðum í nágrannaríkjunum Albaníu og Makedóníu, margfaldaðist er leið á síðustu viku og ríkti umferðaröngþveiti við landamærin, að því er haft var eftir fulltrúa Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag. Þann dag hefðu hátt í tólf þúsund manns farið yfir landamærin. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 233 orð

Útibúum og störfum fækkað

ÁKVEÐNAR breytingar hafa verið gerðar í yfirstjórn Landsbanka Íslands og telur bankastjóri Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson, þörf á frekari uppstokkun í þeim efnum. Unnið er að því að aðlaga starfsmannafjöldann í bankanum að breyttu umhverfi. "Þar nýtum við starfsmannaveltuna fyrst og fremst en með öðrum aðgerðum einnig. Meðal annars með uppsögnum. Meira
20. júní 1999 | Innlendar fréttir | 399 orð

(fyrirsögn vantar)

PETER Angelsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, sagði að samþykkt norska stórþingsins á Smugusamningum væri gjöf til Íslendinga á þjóðhátíðardaginn, en tók jafnframt fram að hann væri líka gjöf til Norðmanna. Meira

Ritstjórnargreinar

20. júní 1999 | Leiðarar | 738 orð

HEIMSÓKN OBUCHIS

leiðariHEIMSÓKN OBUCHIS ÞÓTT dagleg samskipti Íslendinga og Japana séu kannski ekki ýkja mikil vegna fjarlægðar tengist Japan lífi flestra Íslendinga á einn eða annan hátt. Á hverju heimili er til dæmis yfirleitt að finna fjölda japanskra raftækja sem notuð eru daglega, hvort sem um er að ræða sjónvörp, hljómflutningstæki eða síma. Meira
20. júní 1999 | Leiðarar | 1829 orð

reykjavíkurbréfNelson Mandela lét af forsetaembætti í Suður-Af

Nelson Mandela lét af forsetaembætti í Suður-Afríku fyrir nokkrum dögum. Hann er án alls efa einn af mestu stjórnmálaleiðtogum þessarar aldar. Ekki vegna þess virðingarmikla embættis, sem hann hefur gegnt í heimalandi sínu undanfarin ár. Og heldur ekki vegna þess, að hann sat í fangelsi í 27 ár. Meira

Menning

20. júní 1999 | Myndlist | 841 orð

Af hönnun aldarinnar

Opið alla daga á afgreiðslutíma verslunarinnar. Til mánaðamóta. Aðgangur ókeypis. NOKKRUM sinnum hefur rýnirinn átt upplífgandi stundir á fágætum hönnunarsýningum í húsi Epal að Faxafeni 3, en fyrir tveim árum flutti verslunin um set að Skeifunni 6. Meira
20. júní 1999 | Fólk í fréttum | 473 orð

Aldargömul og lærir að lesa

KONA í Argentínu, sem er 110 ára gömul og ólæs vonast til að eiga mörg góð ár eftir ólifuð. Hún er að læra að lesa til að búa sig undir næstu öld. "Mig langar að læra að lesa og skrifa til að undirbúa mig fyrir framtíðina," sagði Concepcion Fernandez. Hún er tólf barna móðir og byrjaði á lestrarnámskeiði nýlega sem hið opinbera heldur á fátækum bómullarsvæðum. "Ég er heilbrigð. Meira
20. júní 1999 | Fólk í fréttum | 645 orð

Alþjóðlegir og prúðir piltar

"MÁ BJÓÐA þér kaffi?" spyr Daði Halldórsson söngvari blaðamann kurteislega. Daði er ásamt bróður sínum, Arnari og Kjartani Ásgeirssonum, í hljómsveitinni Jón Kurteiz og því sjálfgefið að hann hagi sér samkvæmt því. En fljótlega kemur á daginn að nafn sveitarinnar á ekkert skylt við almenna mannasiði því Jón Kurteiz er persóna úr bók um þá félaga Sval og Val. Meira
20. júní 1999 | Menningarlíf | 137 orð

Ars magica ­ Vision 2000 á Ísafirði

ARS magica ­ Vision 2000 er hópur listamanna frá Austurríki, Íslandi, Ítalíu og Noregi sem mun starfa saman á Ísafirði dagana 20. júní til 4. júlí nk. Þeirra helsti vinnustaður verður Edinborgarhúsið á Ísafirði en hópurinn mun þó teygja arma sína víða um héruðin í kring. Ætlunin er að listamennirnir starfi saman að a.m.k. Meira
20. júní 1999 | Fólk í fréttum | 210 orð

Brosandi börn í sveitinni

ÁRLEGA eru haldin leikjanámskeið á vegum ÍTR og íþróttafélaganna í borginni. Nýlega lögðu 90 börn ásamt starfsfólki hjá félagsmiðstöðinni Árseli af stað í sveitaferð að Grjóteyri í Kjós. Á móti börnunum tóku hjónin Kristján bóndi Finnsson og Hildur bóndakona Axelsdóttir og sýndu þeim dýrin á bænum. Meira
20. júní 1999 | Menningarlíf | 602 orð

Fróðleikur um hafið

HAFIÐ eftir Unnstein Stefánsson, fyrrverandi prófessor í haffræði við Háskóla Íslands, var nýlega endurútgefin. Hún kom fyrst út 1961 og er nýja útgáfan töluvert breytt frá þeirri fyrri sem Unnsteinn Stefánsson segir eðlilegt í ljósi aukinnar þekkingar. "Það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þessum tíma og vitneskja um hafið hefur aukist. Meira
20. júní 1999 | Menningarlíf | 140 orð

Fugl í tré

SÆNSKI gagnrýnandinn Carl- Gunnar Åhlén skrifar í blað sitt, Svenska Dagbladet í Stokkhólmi (8. maí), um fyrstu sinfóníu Atla Heimis Sveinssonar, sem Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti nýlega undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar. Meira
20. júní 1999 | Fólk í fréttum | 141 orð

Færðir af þaki undir þak

TÓNLEIKAR með erlendu sveitunum Garbage, Mercury Rev, Republica og E-17 ásamt nokkrum íslenskum hljómsveitum hafa verið færðir inn í Laugardalshöll en til stóð að halda þá á þaki Faxaskála. Ástæðuna fyrir þessu segir Stefán Sigurðsson hjá Fínum miðli vera þá að veðurútlitið hafi ekki verið nógu gott fyrir útitónleika. Meira
20. júní 1999 | Menningarlíf | 183 orð

Gleym-mér-ei og Ljóni Kóngsson

ÆVINTÝRALEIKHÚSIÐ (spunaleikhús fyrir börn) frumsýnir ævintýrið Gleym-mér-ei og Ljóni Kóngsson í sirkustjaldi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag, sunnudag kl. 15. Leikritið er 40 mínútur og er tvinnað saman frumsömdum söngvum við söguþráð sem er úr þýska ævintýrinu Lævirkinn syngjandi. Meira
20. júní 1999 | Fólk í fréttum | 767 orð

Góð myndbönd

Sterk og einföld mynd franska leikstjórans Abbas Kiarostami gefur innsýn í ytri og innri baráttu ólíkra persóna á fjarlægu heimshorni. Þjófurinn Ljúfsár og heillandi kvikmynd um lítinn dreng sem finnur langþráða föðurímynd í manni sem er bæði svikahrappur og flagari. Meira
20. júní 1999 | Myndlist | 973 orð

Hamhleypan frá Hollandi

Opið alla daga frá 11­18. Aðgangur 300 kr. Til 29. ágúst. INN á Kjarvalsstaði hefur sprangað eldfjörugur öldungur, með þróttmikil málverk og gríðarmikla skúlptúra. Hollenski myndlistarmaðurinn Karel Appel er 78 ára, hefur stundað myndlist sína í meira en fimmtíu ár og sýnir engin ellimerki í listsköpun sinni. Meira
20. júní 1999 | Fólk í fréttum | 142 orð

Ítalskar rætur

SÆNSKA leikkonan ljóshærða, Anita Ekberg, sem dansaði svo eftirminnilega í Trevi- gosbrunninum í Róm í kvikmyndinni "La Dolce Vita", er síður en svo ánægð með það hve margar ítalskar konur eru farnar að lita hárið á sér ljóst. Meira
20. júní 1999 | Fólk í fréttum | 156 orð

Johnny Depp og Paradis eignast dóttur

LILY-Rose Melody Depp heitir stúlka sem kom í heiminn 27. maí í París og á líklega eftir að vekja athygli hvert sem hún fer, að minnsta kosti þegar hún er í fylgd foreldra sinna Johnny Depp og frönsku söng- og leikkonunnar Vanessu Paradis. Depp, sem er 36 ára, virðist hinn ánægðasti með sambandið við þokkadísina Paradis, sem er tíu árum yngri, og nýja erfingjann. Meira
20. júní 1999 | Fólk í fréttum | 1707 orð

Leitað í smiðju Hitchcocks

SUMT breytist aldrei; það rignir á sumardaginn fyrsta, veðrið er best á Akureyri og Sean Connery talar með skoskum hreim. Hann er einhver svipmesti leikari samtímans. Þótt hárunum hafi farið fækkandi frá 21 árs aldri svo hann varð að vera með hártopp í Bond-myndunum hefur hann ætíð geislað af kynþokka og var valinn sá kynþokkafyllsti árið 1989 af lesendum bandaríska vikublaðsins útbreidda People, Meira
20. júní 1999 | Menningarlíf | 87 orð

Metverð fyrir bók Dantes

SÉRSTÖK útgáfa af hinu klassíska skáldverki Dantes "La divina commedia" seldist fyrir metfé á uppboði í París á miðvikudag, að því er uppboðshaldarar hjá Piasa greindu frá. Fengust um 63 milljónir íslenskra króna fyrir bókina sem er met fyrir nokkra bók í Frakklandi, og jafnframt hæsta verð sem fengist hefur fyrir nokkurt rita Dantes. Meira
20. júní 1999 | Menningarlíf | 1346 orð

Óheft sköpun í aðsigi Tréskurðarmaðurinn Sigríður Jóna Kristjánsdóttir er listamaður af guðs náð. Henni var tjáð í listaskóla í

Tréskurðarmaðurinn Sigríður Jóna Kristjánsdóttir er listamaður af guðs náð. Henni var tjáð í listaskóla í Englandi að hún ætti ekkert ólært í greininni þrátt fyrir að hún sé að mestu leyti sjálfmenntuð. Eyrún Baldursdóttir fór í Listamiðstöðina Straum, þar sem Sigga á Grund vinnur um þessar mundir, og ræddi við hana um tréskurðarlistina. Meira
20. júní 1999 | Menningarlíf | 723 orð

Picasso á göturnar

AFKOMENDUR listmálarans Pablos Picassos hafa fram að þessu alltaf verið tregir til að græða óhóflega á nafni föður síns en á því verður senn breyting. Brátt mun nefnilega koma á göturnar nýr bíll frá Citroën-bílaframleiðendunum sem kenndur verður við málarann heimsfræga. Meira
20. júní 1999 | Menningarlíf | 174 orð

Santiago de Compostela á Spáni menningarborg Evrópu

SUMARDAGSKRÁ Norræna hússins ber yfirskriftina Til móts við árið 2000 og er að mestu leyti helguð verðandi menningarborgum árið 2000. Kynningar á menningarborgunum verða á mánudagskvöldum kl. 20 og verður fyrsta kynningin á morgun. Það er Santiago de Compostela á Spáni sem verður á dagskrá með sýningu á tveimur myndböndum um menningarlíf, byggingarlist og myndlist í þessari fornfrægu Meira
20. júní 1999 | Fólk í fréttum | 482 orð

Sálu víkinganna borgið?

ÍSLENDINGAR eiga mikið safn fornra kvæða sem varðveist hafa frá baðstofum torfbæja landnámsaldar allt til okkar tíma. Í fyrstu voru þau geymd í munnmælum og skrifuð á skinn þar til nútímakunnátta og tækni kom til og þau voru sett á prent. En þau heyrast sjaldan núorðið, virðast heyra sögunni til líkt og torfbæirnir sem þau voru upprunnin í. Meira
20. júní 1999 | Fólk í fréttum | 371 orð

Spike Lee segir sögu fjöldamorðingja KVIKMYNDIR Spi

Spike Lee segir sögu fjöldamorðingja KVIKMYNDIR Spike Lees hafa margar verið umdeildar og vekja þær oftast sterk viðbrögð hjá fólki sem er annaðhvort yfir sig hrifið eða stórhneykslað. Nýjasta mynd Lees "Summer of Sam" er þar engin undantekning og þó að ekki sé enn byrjað að sýna hana, hefur hún valdið miklu uppnámi í Bandaríkjunum. Meira
20. júní 1999 | Fólk í fréttum | 195 orð

Stríðandi stofnanir Umsátrið (The Siege)

Framleiðendur: Lynda Obst og Edward Zwick. Leikstjóri: Edward Zwick. Handrit: Lawrence Wright, Menno Meyjes og E. Zwick. Kvikmyndataka: Roger Deakins. Aðalhlutverk: Denzel Washington, Anette Bening og Bruce Willis. (111 mín) Bandaríkin. Skífan, júní 1999. Bönnuð innan 16 ára. Meira
20. júní 1999 | Fólk í fréttum | 330 orð

Það er komið sumar

NÚ nýverið voru skólaslit Íslenska skólans í Brussel en hann sækja reglulega um sextíu íslensk börn. Af því tilefni var haldin árleg sumarhátíð skólans. Veður var með afbrigðum gott þennan dag, hátt í áttatíu manns voru viðstaddir og var fólk í hátíðarskapi. Meira
20. júní 1999 | Menningarlíf | 430 orð

Þrír japanskir listamenn þekktir um allan heim

ÞRÍR japanskir listamenn hafa náð því að öðlast alþjóðlega viðurkenningu fyrir listsköpun sína. Tveir hafa hlotið Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir, þeir Yasunari Kawabata og Kenzaburo Oe og leikstjórinn Akira Kurosawa var þekktur um heim allan fyrir myndir sínar. Meira

Umræðan

20. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 324 orð

"Ég verð að telja það tryggara/ að taka út forskot á sæluna"

TILEFNI þessara skrifa er grein Inga Þórs Hermannssonar, ritara Skýrslutæknifélags Íslands, "Færri kvíða aldamótunum", sem birtist í Degi 10. júní sl. Af greininni er ekki hægt að skilja annað en aldamótin séu um næstu áramót. Af minni fátæklegu stærðfræðikunnáttu dreg ég þá ályktun að ár númer tvö geti ekki hafist fyrr en ári númer eitt sé lokið. Meira
20. júní 1999 | Aðsent efni | 743 orð

Frá vöggu til grafar

Þúsund ára samleið kirkju og þjóðar hefur byggt upp siðferðilegt og trúarlegt bakland okkar. Stefán Friðbjarnarson segir að kirkjan sé að auki lifandi og fjölþætt samfélag fólks: vin í erli og streitu samtímans. Meira
20. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 577 orð

"Hvergi er þar minnst á mannblót"

SÆNSKI hagfræðingurinn og fræðimaðurinn Östen Kjellman hefur gefið út bók undir nafninu "Den forna seden" ("Trúarbrögð fornmanna") I-II, þar sem kveður við ferskan tón um sögu víkingaaldar. Ágætur ritdómur um þessa bók birtist í Mbl. 31. mars, eftir Erlend Jónsson, en þó tel ég mig, eftir að ég náði mér í eintak, nokkru hafa við að bæta. Meira

Minningargreinar

20. júní 1999 | Minningargreinar | 173 orð

Friðbjörn Jósafatsson

Erfiðar reynast kveðjustundir og hinsta kveðjan svo sár, svo erfitt að fá ekki að sjá þig einu sinni enn. Þú varst svo ljúfur og hlýr. Svo traustur og lífið allt varð léttara með þér. Alltaf varstu boðinn og búinn að hjálpa til ef þú mögulega gast og ófáar ferðirnar sem þú fórst með strákana. Heimili ykkar mömmu var þeim sem annað heimili og umvafði þá og okkur öll innileika og væntumþykju. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 275 orð

Friðbjörn Jósafatsson

Síminn hringdi hér úti í Kaupmannahöfn á mánudagskvöldið. "Hæ, Dísa mín, þetta er pabbi þinn." Um leið og ég heyrði þessi orð þá vissi ég að eitthvað hafði komið fyrir, og það passaði, pabbi var að segja mér að afi væri dáinn. Eftir símtalið fór ég að rifja upp minningar um afa. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 248 orð

Friðbjörn Jósafatsson

Kæri tengdapabbi, þú varst aldrei gefinn fyrir skrúðmælgi. Því verður kveðja mín til þín laus við allt slíkt. Dulur og fámáll varstu en trúr og traustur þínum. Kletturinn í hafinu. Þrjátíu ár eru liðin síðan ég kom fyrst inn á heimili ykkar hjónanna, 17 ára unglingur, kærastan hans Sverris. Vel var tekið á móti mér, eins og öllum vinum systkinanna. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 226 orð

FRIÐBJÖRN JÓSAFATSSON

FRIÐBJÖRN JÓSAFATSSON Friðbjörn Jósafatsson fæddist 12. mars 1921 á Efra Vatnshorni í Vestur­Húnavatnssýslu. Hann lést 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Ebenesardóttir og Jósafat Hansson. Systkini Friðbjörns eru: Ingibjörg Ebba, f. 1919; Seselía, f. 1923, látin; Grímur, f. 1924; Hannes, f. 1925; Náttfríður, f. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 215 orð

Gróa Herdís Bæringsdóttir

Liðin eru fimmtán ár síðan 25 íslenskar konur komu fram fyrir hönd Íslands í þjóðbúningum við opnun Ólympíuleikanna í Los Angeles árið 1984. Gróa mín, þú varst ein af okkur, svo glæsileg og falleg í þínum íslenska búningi. Þín var sárt saknað þegar við "Ólympíusystur", eins og við köllum okkur, komum saman 23. maí síðastliðinn í Kaliforníu í tilefni 15 ára afmælis þessa minnisstæða atburðar. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 466 orð

GRÓA HERDÍS BÆRINGSDÓTTIR

GRÓA HERDÍS BÆRINGSDÓTTIR Gróa Herdís Bæringsdóttir fæddist í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit 27. júlí 1933 og ólst þar upp þar til hún hleypti heimdraganum sautján ára gömul. Hún lést á Droplaugarstöðum 13. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bæring Elísson bóndi, f. 9.5. 1899, d. 30.5. 1991, og Árþóra Friðriksdóttir, f. 23.12. 1904, d. 17.3. 1990. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 95 orð

Guðrún Andrésdóttir

Elsku mamma mín, takk fyrir árin sem við áttum saman. Þín er sárt saknað en þú munt alltaf lifa með okkur í minningunni. Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til Drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa í gildi. Hún boðast oss í engils róm. Svo helgist hjartans varðar. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 323 orð

Guðrún Andrésdóttir

Mig langar að kveðja tengdamóður mína, Guðrúnu Andrésdóttir, með nokkrum orðum, en hún er látin eftir erfiða baráttu við krabbamein, baráttu sem hefði mátt skila henni meiri árangri og bjartsýni sem hefði mátt lengja hennar líf. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 71 orð

Guðrún Andrésdóttir

Elsku amma, vonandi líður þér vel uppi hjá Guði. Ég sakna þín mjög mikið. Ég vildi að þú hefðir ekki dáið því að þú varst svo skemmtileg og góð og frábær amma. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börn þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Bless, góða amma mín. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 256 orð

GUÐRÚN ANDRÉSDÓTTIR

GUÐRÚN ANDRÉSDÓTTIR Guðrún Andrésdóttir fæddist á Felli í Árneshreppi í Strandasýslu 18. mars 1935. Hún lést 13. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Andrés Guðmundsson frá Felli, f. 11.9. 1892, d. 1.8. 1974, og Sigurlína Valgeirsdóttir frá Norðurfirði, f. 16. júlí 1900, d. 6. nóv. 1992. Systkini Guðrúnar voru Bernharð, f. 10.19. 1919; Guðný, f. 10. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 243 orð

Guðrún Ragnheiður Benjamínsdóttir

Elsku Gunna mín. Nú kveð ég þig og bið algóðan Guð að vernda þig og alla ástvini þína sem sakna þín mjög. Þú fylgdist alltaf með mér þar sem ég er líka með krabbamein og ég veit að þú heldur því áfram. Við vorum í sama liði og börðumst hetjulega. Þú þurftir að lúta í lægra haldi og við hin getum mikið lært af þér þar sem þú varst alltaf svo dugleg. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 346 orð

Guðrún Ragnheiður Benjamínsdóttir

Látinn er góður ferðafélagi, Guðrún R. Benjamínsdóttir, aðeins 42 ára að aldri. Guðrún og maður hennar Jörgen og yngstu synirnir Jörgen Pétur og Benni voru virk í starfi og ferðum Félags húsbílaeigenda á meðan Guðrún hafði heilsu til, og í raun mun lengur en heilsa hennar leyfði. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 28 orð

GUÐRÚN RAGNHEIÐUR BENJAMÍNSDÓTTIR

GUÐRÚN RAGNHEIÐUR BENJAMÍNSDÓTTIR Guðrún Ragnheiður Benjamínsdóttir fæddist á Skagaströnd 14. febrúar 1957. Hún lést á Landspítalanum 10. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaðakirkju 18. júní. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 144 orð

Jón Sigurðsson

Nú þegar komið er að leiðarlokum og kvaddur er hinstu kveðju tengdasonur, mágur og kær vinur, Jón Sigurðsson, vildum við segja svo margt, en okkur er orða vant. Í minni geymum við minningu um einstakan mann sem við áttum í þér. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 160 orð

Jón Sigurðsson

Rauði kross Íslands á Jóni mikið að þakka hvað varðar framlag hans til uppbyggingar skyndihjálpar. Hann var einstakur persónuleiki sem erfitt er að lýsa nema fá til þess heila síðu. Þegar Jón gerðist leiðbeinandi í skyndihjálp gaf hann starfi mínu nýja meiningu. Fyrir honum var allt einfalt, auðleysanlegt og skemmtilegt. Krafturinn og kímnin sem hann bjó yfir var smitandi. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 174 orð

Jón Sigurðsson

Látinn er góður vinur minn Jón Sigurðsson. Mín fyrstu kynni af Jóni hófust fyrir mörgum árum í gegnum sameiginlegan áhuga okkar á stjórnmálum. Í kringum margar kosningar höfum við Jón starfað saman, og þar naut hann sín vel. Betri og skemmtilegri samstarfsmanni hef ég ekki kynnst, það hreinlega gustaði af Jóni er hann tók til hendinni þegar kosningar voru í nánd. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 218 orð

Jón Sigurðsson

Þegar mér barst fréttin um andlát góðs vinar og félaga leitaði hugurinn aftur til þeirra mörgu ánægjulegu stunda er við áttum saman. Ég kynntist Jóni Sigurðssyni þegar hann var formaður sjálfstæðisfélagsins í Hóla- og Fellahverfi og þar vann hann mikið og óeigingjart starf fyrir félagið. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 437 orð

Jón Sigurðsson

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 242 orð

Jón Sigurðsson

Mig langar til að minnast vinar míns Jóns Sigurðssonar nokkrum orðum. Jóni kynntist ég fyrst þegar við sátum saman í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fyrir allmörgum árum. Við endurnýjuðum síðan kynnin þegar Jón kom til starfa í Borgarkringluna þar sem hann gerðist framkvæmdastjóri Kringlunnar 4­6 ehf. og Rekstrarfélags Borgarkringlunnar. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 372 orð

Jón Sigurðsson

Elsku Jón frændi, það er sárt að missa þig. Við áttum marga ánægjustund í Borgarfirðinum í gamla daga, þar sem allt er fallegt ­ þegar vel veiðist. Af dvölinni í Borgarfirði lærðist mér að þykja vænt um sveitirnar, sveitafólk og sveitamenningu, einkum og sér í lagi við Hvítárbrúna. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 570 orð

Jón Sigurðsson

Vorið bjó í honum, hann var alltaf jákvæður, alltaf leitandi, alltaf stórhuga, alltaf tilbúinn til þess að hlú að, hjálpa hverjum sem var hjálpar þurfi. Brosið hans og glettið augnaráð gáfu væntingar um skrúða sumarsins óháð árstíma, óháð veðri, óháð öllu nema því að gera gott úr hverju máli þar sem það bar að hverju sinni. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 190 orð

Jón Sigurðsson

Kveðja frá vinnufélögum. Okkar ágæti samstarfsmaður Jón Sigurðsson hefur kvatt óvænt og við sem eftir sitjum trúum því varla að hann sé farinn. Jón starfaði sem forstöðumaður á sölu- og markaðssviði Landssímans og var afar gott fyrir Símann að fá inn mann með þann bakgrunn og þá þekkingu sem Jón bjó yfir. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 176 orð

Jón Sigurðsson

Jón, frumkvöðullinn sem innleiddi nýja hætti í verslun. Jón, eldhuginn sem hreifst af nýjum hugmyndum og vildi framkvæma þær strax. Jón, eldhuginn sem fylgdi nýjungum í tölvuheiminum eins og unglingur og notaði þær. Jón, fjölskyldufaðirinn sem studdi fjölskyldu sína með ráðum og dáð. Jón, gleðigjafinn sem sá skondnar hliðar á hverju máli. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 289 orð

Jón Sigurðsson

"Gaman að sjá þig frænka" ­ koss á kinn, hlýtt handtak ­ og við mér blasti glettnisbros ­ þannig var Jón frændi. Það er svo misjafnt hvernig hjörtu mannanna slá í samskiptum okkar. Sum slá alls ekki í takt, önnur eru fölsk. Hjörtu okkar Jóns slógu í takt. Við fundum fyrir skyldleika okkar og uppruna, þekktum hvort annað og nutum þess að ræða saman. Umræðuefnið gat verið margvíslegt. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 515 orð

Jón Sigurðsson

Kæri Jón mágur. Ég man eins og gerst hafi í gær, þegar ég sá þig fyrst, ungan ástfanginn mann sem var að hitta eldri systur mína. Ég man þegar þú og Óli Ax fóruð til að vinna á kvöldin uppi í Fellsmúla, svo hægt yrði að flytja inn á brúðkaupsdaginn okkar. Ég man brúðkaupsdaginn okkar, það var yndislegur dagur og við fluttum inn í nýju íbúðirnar okkar. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 552 orð

Jón Sigurðsson

Hin æðsta list er að lifa, logana kynda í mannanna sál. Sumum er skylt að skrifa og skýra sitt hjartans mál. Sá snýr ekki við, er stefnuna fann. En stundum næðir kaldast um þann sem hugsar djarfast og heitast ann. (Davíð Stef. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 331 orð

Jón Sigurðsson

Hann tengdapabbi minn var einstakur og yndislegur maður. Það voru mikil forréttindi að fá að kynnast honum, en fimm ár er bara allt of stuttur tími og sárast þykir mér að strákarnir okkar fá ekki að njóta afa síns lengur. Fyrstu kynni okkar Jóns voru á þann veg að þau hafa oft verið rifjuð upp og munu seint gleymast. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 620 orð

Jón Sigurðsson

Mikið óskaplega á ég erfitt með að sætta mig við að pabbi minn sé farinn frá mér. Ég sem hélt að hann væri að hressast eftir sex erfiða daga á spítalanum. Mikið er ég þó lánsöm að hafa átt hann að. Það er nú ekki að ástæðulausu sem ég er kölluð pabbastelpan! Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að vera með honum pabba mínum í 26 ár þó að mér finnist hann nú hafa verið tekinn of fljótt frá mér. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 219 orð

Jón Sigurðsson

Okkur, nokkra vini og sundfélaga í Sundhöll Reykjavíkur, langar að minnast Jóns Sigurðssonar sem nú hefur kvatt þetta líf og lagt upp í hina miklu ferð. Það er ekki ætlun okkar að rekja æviferil Jóns. Hér verða aðeins skráð örfá kveðjuorð til þess að þakka Jóni persónulega góða samfylgd og þakka allar liðnar ánægjustundir á lífsleiðinni. Menn eru misjafnir. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 732 orð

Jón Sigurðsson

Við upphaf níunda áratugarins var mikið umrót á verslanamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Hagkaup hafði haslað sér völl og styrkti markaðsstöðu sína árvisst. KRON var enn við lýði með tiltölulega litla markaðshlutdeild. Rótleysi verslana fór vaxandi og viðskiptamynstur voru að breytast. Mikil uppstokkun var greinilega framundan. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 150 orð

Jón Sigurðsson

Kæri Jón. Mikið er þetta sárt. Þú tekinn næstum fyrirvaralaust frá okkur og það á besta aldri. Við hlökkuðum svo til brúðkaups barnanna okkar og ég veit að þú varst með hugann við þá stund er einkadóttir ykkar og yngri sonur okkar hugðust bindast tryggðarböndum. Við þökkum samveru og kynni liðinna ára. Þau hafa verið gefandi og góð. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 272 orð

Jón Sigurðsson

Þegar pabbi hringdi í mig á fimmtudaginn og sagði mér að Jón eða (jónsi mávur) væri dáinn brá mér og ég vissi eiginlega ekki hvernig ég átti að vera þann dag. Ég þekkti Jón alla mína ævi eða í um 22 ár. Hann var alltaf svo góður við mig líkt og öll fjölskyldan í Rituhólum 3. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 872 orð

Jón Sigurðsson

Það voru fyrstu fréttir sem ég fékk fimmtudagsmorguninn 10. júní síðastliðinn að Jón hefði dáið kvöldið áður. Það voru óvæntar og sorglegar fréttir sem ég satt best að segja átti ekki von á. Ég var staddur erlendis og gat ekki hitt Ólöfu Jónu konu hans eða Ollý frænku og frændur mína Ólaf Jón og Ásgeir og frænku mína Elísu Guðlaugu. Það var einkennilegt að fá þessar fréttir. Jón Sig. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 181 orð

Jón Sigurðsson

Veistu ef vin þú átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Hávamál) Vinarkveðja: Ég kveð þig nú kæri vinur, þú sækir mig ekki lengur á laugardagsmorgni á leið í sund með félögum okkar. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 220 orð

Jón Sigurðsson

Fallinn er í valinn, langt um aldur fram, Jón Sigurðsson, forstjóri og formaður Skólanefndar Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Við vorum harmi slegin hér í FB þegar við fréttum lát hans. Kynni okkar hérna í skólanum af Jóni hófust árið 1994 þegar hann var skipaður í Skólanefnd FB. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 274 orð

Jón Sigurðsson

Mig langar til þess að minnast frænda míns með nokkrum orðum. Þegar ég fékk fréttirnar um andlát þitt, þá varð allt hulið dimmum skýjum. En skyndilega birti til þegar minningarnar um þig fóru að streyma fram. Ég man alltaf góðu stundirnar í veiðihúsinu við Hvítárbrú, þar sem fjölskyldurnar komu saman hjá afa Hannesi og ömmu Ásu. Þar var ávallt slegið á létta strengi. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 425 orð

JÓN SIGURÐSSON

JÓN SIGURÐSSON Jón Sigurðsson fæddist í Ólafsvík 8. desember 1941, en ólst upp í Borgarnesi. Hann lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur þann 9. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Jóhannsson, skrifstofumaður, látinn; og Ása Sigríður J. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 291 orð

Sigríður Ragna Hermannsdóttir

Okkur systkinin langar að minnast frænku okkar Sigríðar Rögnu Hermannsdóttur eða Siggu frænku eins og við kölluðum hana alltaf. Margs er að minnast þegar horft er til baka. Fyrstu minningarnar eru frá Ísafirði en þangað kom Sigga ásamt fjölskyldu sinni akandi erfiða vegi til að heimsækja foreldra sína og aðra ættingja. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 381 orð

Sigríður Ragna Hermannsdóttir

Hún var heitin eftir vinkonu móður okkar, Sigríði húsfreyju á Garðsstöðum í Ögurvík, og syni hennar, Ragnari, er ungur dó af slysförum. Sigríður var fimmta í röðinni af ellefu börnum Salóme Rannveigar Gunnarsdóttur og Hermanns Hermannssonar á Svalbarði í Ögurvík við Djúp vestur og sú fjórða systkinanna, sem gengur fyrir ætternisstapann. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 293 orð

Sigríður Ragna Hermannsdóttir

Tengdamóðir mín, Sigríður Hermannsdóttir, er látin. Dauðinn var henni líkn og kærkomin hvíld eftir margra ára veikindi. Ég kynntist Sigríði fyrir þrettán árum. Hún var kona, sem lét ekki mikið yfir sér. Hún var hógvær og gerði litlar kröfur til lífsins. Hún hafði heldur ekki mörg orð um sjálfa sig eða liðna daga. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 354 orð

Sigríður Ragna Hermannsdóttir

Kvöld eitt veturinn 1978 þegar Sigríður Hermannsdóttir kom heim til sín stóð kappklæddur maður á skíðum uppi í stofusófanum. Maggi sonur hennar og þessir undarlegu vinir hans voru að skemmta sér. Þessi sérkennilega aðkoma raskaði ekki ró Siggu; hún tók þessum skrýtnu mönnum alltaf með þolinmæði, stillingu og af móðurlegum kærleika. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 161 orð

SIGRÍÐUR RAGNA HERMANNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR RAGNA HERMANNSDÓTTIR Sigríður Ragna Hermannsdóttir var fædd í Ögri við Ísafjarðardjúp hinn 7. janúar 1926. Hún lést 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Hermann Hermannsson frá Krossnesi á Ströndum og Salome Rannveig Gunnarsdóttir frá Eyri í Skötufirði. Sigríður var ein af ellefu systkinum. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 235 orð

Svanhvít Pálsdóttir

Ég vildi heldur óska vinkonu minni til hamingju með afmælið í gegnum síma en skrifa minningargrein. Svana var mamman í götunni fyrir okkur sem áttum okkar mömmur fyrir sunnan. Hún hafði alltaf tíma og ráð í handraðanum og stappaði í mann stálinu ef allt gekk ekki eins og maður vildi. Hún var alltaf glöð og sá björtu hliðarnar á öllum málum. Meira
20. júní 1999 | Minningargreinar | 28 orð

SVANHVÍT PÁLSDÓTTIR

SVANHVÍT PÁLSDÓTTIR Svanhvít Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 20. júní 1936. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 26. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 3. nóvember. Meira

Daglegt líf

20. júní 1999 | Bílar | 69 orð

4x4 Focus

FORD kynnir nýja gerð af Focus á bílasýningunni í Frankfurt næsta haust. Þarna er um að ræða aldrifsútfærslu af Focus og verður hann settur á markað í Evrópu og Bandaríkjunum. Líklegt er talið að bíllinn verði framleiddur í Mexíkó fyrir Bandaríkjamarkað en hugsanlega verður bíllinn markaðssettur undir heitinu 4x4 Cross Country í Evrópu. Meira
20. júní 1999 | Bílar | 83 orð

6,5% aukning í Evrópu

SALA á bílum í Evrópu jókst um 6,5% í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Söluaukning varð á öllum stærstu mörkuðum Evrópu. Í Þýskalandi var aukningin um 7% og 3% aukning í Bretlandi kom á óvart þar sem breytingar á númeramerkingum, sem fara fram í mars, voru taldar eiga eftir að draga úr sölunni þar. Meira
20. júní 1999 | Bílar | 114 orð

Audi TT quattro í prófun

SPURNINGAR hafa vaknað um aksturseiginleika hins 225 hestafla Audi TT Quattro í kjölfar prófunar sem Auto motor und sport gekkst fyrir. Blaðið prófaði aldrifsútgáfu bílsins ásamt öðrum bílum VW samsteypunnar sem hafa sama aldrifsbúnað, þ.á.m. Audi A3 quattro, S3 quattro, VW Golf V5 4motion og framhjóladrifinn Audi TT, 180 hestafla. Meira
20. júní 1999 | Bílar | 198 orð

Breyttur Coupe

HYUNDAI kynnti á bílasýningunni í Seoul fyrir skemmstu Coupe bílinn sem hefur fengið nýtt útlit. Hugsanlegt er að bíllinn verði boðinn í Evrópu með 2,5 lítra, V6 vél þegar hann kemur á markað síðar á þessu ári. Coupe hefur notið talsverðra vinsælda hérlendis og seldust t.a.m. 11 slíkir bílar fyrstu fjóra mánuði þessa árs og 39 á öllu síðasta ári. Meira
20. júní 1999 | Ferðalög | 1158 orð

Dæmigerðurferðamaðurfertugur karlmeð háskólapróf

HINN dæmigerði ferðamaður á Íslandi er fertugur karlmaður, með háskólapróf og hærri en meðaltekjur samkvæmt niðurstöðu könnunar Ferðamálaráðs meðal erlendra ferðamanna á Íslandi frá september á síðasta ári til janúar 1999. Meira
20. júní 1999 | Bílar | 326 orð

Eins og lítill Ferrari

EINN magnaðasti sportbíllinn sem er í almennri sölu hérlendis er án efa Fiat Coupé Turbo sem Ístraktor hf. í Garðabæ hefur nú til sölu. Þessi bíll er með fimm strokka, tveggja lítra vél, 20 ventla sem með forþjöppu og millikæli skilar að hámarki 220 hestöflum sem mikið afl fyrir svo lítinn bíl. Það sem eftir stendur stuttan kynningarakstur er yfirdrifið aflið og ásamt þægindum í akstri. Meira
20. júní 1999 | Ferðalög | 116 orð

Fetað í fótspor frelsarans

UM VERÖLD víða undirbúa menn nú aldamótin og virðast hugmyndafluginu engin takmörk sett, þegar freista á ferðamanna, eða hvað segja menn um möguleikann á að feta í fótspor Jesú og ganga á Genesaretvatni? Það er ísraelskur lögfræðingur, Ron Major, sem í samtali við blaðamann The Independent segist ætla að koma fyrir vökvakrönum í vatninu og eiga þeir að halda uppi palli, Meira
20. júní 1999 | Ferðalög | 163 orð

Frakkar undir stýri á þeim rauðu tveggja hæða

HINN sérstaki svipur sem rauðu tveggja hæða strætisvagnarnri hafa svo lengi sett á Lundúnaborg kann á breytast nokkuð á næstunni með tilkomu nokkurra franskra bílstjóra sem ráðnir hafa verið til starfa. Þegar hafa átta Frakkar sest undir stýri hjá London United, einu af stærstu rútubílafyrirtækjum borgarinnar, en þar var brugðið á þetta ráð vegna skorts á innfæddum strætóbílstjórum. Meira
20. júní 1999 | Bílar | 182 orð

Framleiða á 150.000 Citroën í Kína

Í KÍNA hóf Citroën fyrirtækið franska fyrir nokkru framleiðslu á bílum og er það sérhönnuð útgáfa af ZX-gerðinni sem kölluð er Fukong 988. Tölurnar þýða ágúst 1998 en þá hófst framleiðslan, auk þess segja talsmenn Citroën að átta sé happatala í Kína. Meira
20. júní 1999 | Bílar | 849 orð

Frá saumavélum og reiðhjólum til bíla

OPEL fagnar eitt hundrað ára afmæli sínu um þessar mundir. Í tilefni af því hefur fyrirtækið kynnt starfsemi sína og bauðst íslenskum blaðamönnum að heimsækja höfuðstöðvar fyrirtækisins í Rüsselsheim, skammt vestan Frankfurt, á dögunum, ásamt því að skoða verksmiðju Opel í Eisenach, sem er ein skilvirkasta bílaverksmiðja í Evrópu. Meira
20. júní 1999 | Bílar | 724 orð

Gerði upp Ford 1930 á þremur mánuðum

SÆVAR Pétursson, sem rekur samnefnt réttinga- og sprautunarverkstæði í Skeifunni, átti heiðurinn af uppgerð flestra bíla á fornbílasýningunni í Laugardalshöll í byrjun mánaðarins. Segja má um Sævar að hann sé nokkurs konar yfirsafnvörður í bílasafni Íslendinga því hann hefur komið að uppgerð fleiri forngripa en flestir aðrir. Meira
20. júní 1999 | Ferðalög | 1970 orð

Hátíðahöldí tilefni250 ára afmælisAndrúmsloftið í stórborginni Halifax í Nova Scotia er svolítið smábæjarlegt; friðsælt,

MINNISVARÐARNIR og söfnin eru flest um sjómennsku, hernað og hermenn. Enda er Halifax hafnarborg, sem á átjándu öld var helsta útstöð bresku nýlenduherranna í Norður- Ameríku. Að öðru leyti státar borgin og héraðið Nova Scotia á suðausturströnd Kanada einkum af hreinu lofti og umhverfi, náttúrufegurð, Meira
20. júní 1999 | Ferðalög | 611 orð

Íslandsferð fær einkunnina 8,6 og 95,9% vilja koma aftur

ÞRÍR af hverjum fimm þátttakendum í nýrri vetrarkönnun Ferðamálaráðs meðal erlendra ferðamanna komu til landsins í fríi. Rúmlega fjórðungur þeirra var einn á ferð, réttur fjórðungur með maka og gistu 92,6% í Reykjavík í 6,5 nætur. Flestir fóru í dagsferðir og böðuðu sig í hveralaugum og voru meðalútgjöld einstaklings í pakkaferð fyrir utan flugmiða og gistingu, sem kostaði 70. Meira
20. júní 1999 | Ferðalög | 21 orð

Kínakynning á Shanghæ

Kínakynning á Shanghæ UNNUR Guðjónsdóttir, hjá Kínaklúbbi Unnar, verður með sérstaka Kínakynningu á veitingastaðnum Shanghæ næstkomandi þriðjudag, 22. júní, kl. 19. Meira
20. júní 1999 | Bílar | 119 orð

Matiz smájeppi

DAEWOO sýndi hugmyndabílinn DMS-1 sem byggður er á smábílnum Matiz á bílasýningunni í Seoul. Bíllinn er með aldrifi, er grófgerður og hnyklóttur og á að höfða til yngri hóps bílkaupenda. Hann er með mikilli veghæð og var sýndur á 16 tommu léttmálmsfelgum. Hann er með opnanlegu þaki sem hægt er að taka af og stórum afturhlera. Meira
20. júní 1999 | Bílar | 821 orð

Mjúkur Mégane með andlitslyftingu REYNSLUAKSTUR

RENAULT Mégane hefur verið aðal sölubíllinn frá Renault á Íslandi að undanförnu og með andlitslyftingu nú má búast við að svo verði enn um sinn. Mégane hefur fengið nýjan framenda, afturluktir eru nýjar og í boði er ný 1.600 rúmsentimetra vél sem er 107 hestöfl. Verðið er frá 1.358 þúsund krónum upp í 1.658 þannig að hér kennir margra grasa. Meira
20. júní 1999 | Bílar | 242 orð

Umboðsmenn Mercedes sýna Chrysler áhuga

UMBOÐSAÐILAR Mercedes-Benz í Evrópu eru farnir að sýna því áhuga að taka einnig yfir umboð fyrir Chrysler og Jeep, en eins og kunnugt er runnu þessi fyrirtæki saman í eitt á síðasta ári og kallast nú DaimlerChrysler. Það hefur þó ekki breytt því að sérstök umboð eru fyrir Mercedes-Benz og önnur fyrir Chrysler/Jeep. Innan Evrópusambandsins eru 3. Meira

Fastir þættir

20. júní 1999 | Í dag | 23 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 20. júní, verður sextugur Guðjón Oddsson, Birkihæð 10, Garðabæ. Eiginkona hans er Gíslína S. Kristjánsdóttir. Þau eru erlendis. Meira
20. júní 1999 | Í dag | 33 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 20. júní, verður sjötug Alda Guðbjörnsdóttir, Heimatúni 2, Bessastaðahreppi. Munu hún og eiginmaður hennar Vilhjálmur Guðmundsson, taka á móti gestum í íþróttahúsi Bessastaðahrepps eftir kl. 16 á afmælisdaginn. Meira
20. júní 1999 | Í dag | 32 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 21. júní, verður áttræð Jóna Hallgrímsdóttir, húsmóðir í Hamri, Strandgötu 69, Hafnarfirði. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í Álfafelli, Íþróttahúsinu, Strandgötu, kl. 20 á afmælisdaginn. Meira
20. júní 1999 | Í dag | 36 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 20. júní, verður níræð Margrét Guðmundsdóttir frá Bjarkarlundi í Vestmannaeyjum. Eiginmaður hennar var Guðsteinn Þorbjörnsson, sem er látinn. Margrét dvelur nú á Sólvangi í Hafnarfirði. Hún er að heiman í dag. Meira
20. júní 1999 | Í dag | 57 orð

Ferðalok

Ástarstjörnu yfir Hraundranga skýla næturský; hló hún á himni, hryggur þráir sveinn í djúpum dali. --Greiddi ég þér lokka við Galtará vel og vandlega; brosa blómvarir, blika sjónstjörnur, roðnar heitur hlýr. Meira
20. júní 1999 | Í dag | 673 orð

FÓLK hefur talsvert kvartað undan því við Víkverja að það eig

FÓLK hefur talsvert kvartað undan því við Víkverja að það eigi erfitt með að skilja, eða að minnsta kosti að muna, hvað þrír metrar á sekúndu séu mikill vindur, eða fimm metrar eða 20 metrar. Fólk, sérstsklega það sem komið er yfir miðjan aldur, vill fá sín vindstig, þó þau séu úrelt að sögn Veðurstofumanna. Meira
20. júní 1999 | Fastir þættir | 908 orð

Hvers virði er frægðin? Kvilla Lewis má skrifa á reikning íþrótta, ofþjálfunar sem fylgdi því að vera í fremstu röð í langstökki

Frægð og frama fylgja oft miklir peningar. Og margt skemmtilegt er hægt að gera fyrir þessa peninga. Stundum er haft á orði að peningar kaupi ekki hamingju. Þeir kaupi ekki ást. Og þeir kaupi heldur ekki góða heilsu, þótt um það megi eflaust stundum deila. Þeir tryggja hins vegar aldrei góða heilsu, svo mikið er víst. Meira
20. júní 1999 | Í dag | 385 orð

Hver þekkir fólkið á myndinni?

MARILYNN Reykdal, litla stúlkan á myndinni, er bandarískur prófessor af íslenskum ættum. Hún veit nánast engin deili á ættingjum sínum íslenskum og biður þá sem geta að bæta í það skarð. Hún er hér á myndinni ásamt ömmu sinni, Völu Reykdal og afa, Óla Reykdal. Þau bjuggu fyrst í Gimli, Manitoba en fluttu síðan til High Prairie, Alberta, líklega um 1930. Meira
20. júní 1999 | Dagbók | 896 orð

Í dag er sunnudagur 20. júní, 170. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Eins

Í dag er sunnudagur 20. júní, 170. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Eins og móðir huggar son sinn, eins mun ég hugga yður. Í Jerúsalem skuluð þér huggaðir verða. (Jesaja 66, 13.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Rannes kemur í dag. Meira
20. júní 1999 | Í dag | 54 orð

Leo enn ófundinn

LEÓ er enn ekki kominn í leitirnar. Hann týndist á Geirsnefi, en býr í Borgahverfi í Grafarvogi. Hann er af írsku setter-kyni og er með hvíta stjörnu á bringunni. Þeir, sem geta veitt upplýsingar vinsamlegast hafi samband við Óskar í síma 897 2444 eða Jón í síma 893 4555. Fundarlaunum heitið. Meira
20. júní 1999 | Í dag | 439 orð

Safnaðarstarf Sumarkveðja frá Hallgrímskirkju

ÞEGAR sól hækkar á lofti og við fögnum sumri er gott að taka undir orð Valdimars Briem í þakklæti til Guðs sem allt gefur. Þakkargjörð er orð sem kannski best lýsir því sem framundan er í Hallgrímskirkju í sumar, og það er sannarlega ástæða til að þakka og gleðjast yfir þeim fjölmörgu sem á liðnum vetri hafa lagt safnaðarstarfinu lið með einum eða öðrum hætti. Meira

Íþróttir

20. júní 1999 | Íþróttir | 52 orð

Einum leik frestað

FIMMTA leik sjöttu umferðarinnar efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu, viðureign Vals og ÍA, hefur verið frestað til 26. júlí nk. vegna þátttöku Skagamanna í Getraunakeppni Evrópu í gær. Óhætt er að telja leikinn mikilvægan báðum liðum, sem sitja saman á botni efstu deildar með þrjú stig eftir fimm leiki. Meira
20. júní 1999 | Íþróttir | 315 orð

Staða San Antonio er vænleg

Leikmenn San Antonio sýndu andstæðingum sínum í New York enga miskunn í annarri viðureign liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í San Antonio á aðfaranótt laugardags. Heimamenn tók forystuna strax í fyrsta leikhluta og gáfu hana aldrei eftir og tryggðu sér 13 stiga sigur, 80:67. Meira
20. júní 1999 | Íþróttir | 609 orð

Tim Duncan tekur völdin

TIM Duncan, San Antonio, hefur ungur að aldri náð ótrúlegum árangri í körfuknattleik. Hann er á sínu öðru ári í NBA-deildinni og var nýlega valinn öðru sinni í lið ársins. Það er ekki að undra þegar haft er í huga að hann varð efstur í deildinni með 37 tvöfaldar tvennur (10 eða hærra í einhverjum tveimur flokkum tölfræðinnar, stig og fráköst í hans tilfelli), var efstur í stigum, Meira
20. júní 1999 | Íþróttir | 678 orð

Velgengni Blika er engin tilviljun

Þrír leikir eru á dagskrá efstu deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu í dag og ættu línur í deildinni nokkuð að skýrast í kjölfarið. Björn Ingi Hrafnsson fékk Arnór Guðjohnsen, leikmann Vals, til að rýna í leikina. Hann segir að velgengni Breiðabliks komi sér alls ekki á óvart, hún sé afsprengi mikillar skipulagningar þjálfarans Sigurðar Grétarssonar. Meira
20. júní 1999 | Íþróttir | 112 orð

Þórsarar greiði Purisevic 1,5 milljónir

KNATTSPYRNUDEILD Þórs á Akureyri var á föstudaginn dæmd í Héraðsdómi Norðurlands eystra til að greiða Ejup Purisevic 1.408.785 krónur, ásamt dráttarvöxtum, vegna vanefnda samnings. Purisevic, sem áður hafði leikið með Sindra á Hornafirði, gekk til liðs við Þór skv. samningi sem gerður var 24. október 1996 og átti m.a. Meira

Sunnudagsblað

20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 993 orð

Á albönskum söguslóðum

Í Albaníu býr bláfátækt fólk sem ber harm sinn í hljóði og þarf að sýna mikla útsjónarsemi til að láta launin eða bæturnar endast út mánuðinn. Ellert B. Schram heimsótti þessa þriggja milljón manna þjóð, sem lætur ekki örbirgðina hindra að hún taki á móti sex hundruð þúsund samlöndum sínum á flótta. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 554 orð

Áhrifamikið tvíeyki

Varla blandast nokkrum hugur um það að Chemical Brothers er eitt áhrifamesta tvíeyki áratugarins, hvort sem litið er til danstónlistar eða rokksins. Því má halda fram að þeir félagar Tom Rowlands og Ed Simons eigi heiðurinn af einni vinsælustu tónlistarstefnu heims í dag sem menn vilja kalla Big Beat, Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 458 orð

Börnin rótfiskuðu í Elliðavatni

ÁRLEGUR barna- og unglingadagur SVFR við Elliðavatn var haldinn um síðustu helgi og heppnaðist prýðilega að sögn Stefáns Á. Magnússonar umsjónarmanns barna- og unglingastarfs SVFR. Alls mættu 27 félagsmenn 16 ára og yngri ásamt systkinum og foreldrum. Alls veiddust 18 urriðar sem vógu á bilinu 200 til 350 grömm. Aflakló dagsins var Joscha T. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 3330 orð

Framtíðin óljós á fjármálamarkaði Undanfarin tvö ár hafa verið viðburðarrík í rekstri Landsbanka Íslands hf. Bankanum hefur

HALLDÓR J. KRISTJÁNSSON, BANKASTJÓRI LANDSBANKA ÍSLANDS HF. Í SEXTÁN MÁNUÐI Framtíðin óljós á fjármálamarkaði Undanfarin tvö ár hafa verið viðburðarrík í rekstri Landsbanka Íslands hf. Bankanum hefur verið breytt í hlutafélag og hann skráður á Verðbréfaþing Íslands. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 2514 orð

Hér þyrfti að leika DJASS! Árni Ísleifsson er þekktur tónlistarmaður sem hefur spilað með öllum helstu hljómlistarmönnum

Hér þyrfti að leika DJASS! Árni Ísleifsson er þekktur tónlistarmaður sem hefur spilað með öllum helstu hljómlistarmönnum landsins frá því um miðja öldina og reyndar lengur. Á áttunda áratugnum flutti hann til Egilsstaða og hefur um árabil staðið fyrir árlegum djasshátíðum á Egilsstöðum. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1522 orð

Hvorki hippar né öfgafólk í hestakerrum

UMHVERFISVERNDARSINNAR hafa þroskast, umhverfisstefna sem lýtur sömu lögmálum og góðgerðastarfsemi getur ekki gengið til lengdar," segir Graham Bell kennari í vistmenningu og ráðgjafi um sjálfbæra þróun. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 899 orð

ISTVÁN MOHÁCSI, SENDIHERRA UNGVERJALANDS Á ÍSLANDI

István Mohácsi, sendiherra Ungverjalands, var staddur hér fyrir skömmu og átti viðræður við íslensk stjórnvöld. Í samtali við Hrund Gunnsteinsdótturræddi hann um þróun mála í Kosovo, afstöðu ungverskra stjórnvalda og framvindu mála í ESB-viðræðum. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 780 orð

Íslenskir bormenn bora eftir írsku vatni

THURLES er dæmigerður írskur smábær. Aðalgatan, sem jafnframt er hluti af þjóðveginum, skartar nokkrum rykugum hverfisbörum. Inni á börunum sitja rykugir gamlir karlar með Guinnes-froðu í skegginu og tala saman í hálfum hljóðum. Íbúar Thurles eru um sjö þúsund, þar af níu íslenskir karlmenn. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 3075 orð

Kvalastaðurinn de Gevangenpoort Pyntingar og aftökur voru um aldaskeið næsta hversdagslegir atburðir í gamla hollenska

Pyntingar og aftökur voru um aldaskeið næsta hversdagslegir atburðir í gamla hollenska fangelsinu de Gevangenpoort í Haag. Guðrún Guðlaugsdóttirgekk þar um ganga og herbergi, hlustaði á hryllingssögur Anneke Mulder safnvarðar og skoðaði pyntingartæki og tól frá fyrri öldum. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 2372 orð

Ljósið í myrkrinu Stjórnleysi og grimmdarleg ógnarstjórn gagnvart óbreyttum borgurum á átakasvæðum sem er farin að einkenna svo

Stjórnleysi og grimmdarleg ógnarstjórn gagnvart óbreyttum borgurum á átakasvæðum sem er farin að einkenna svo mörg stríð okkar tíma, hafa haft þau áhrif að starf hjálparstofnana á átakasvæðum er orðið mjög andlega niðurbrjótandi, segir Hildur Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur í viðtali við Ómar Rafn Valdimarsson eftir reynslu sína í Sierra Leone. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 912 orð

Málfarsleg örvun

SVO virðist sem börn þurfi málfarslega örvun allt frá fæðingu. Börn læra að þekkja margvísleg hljóð móðurmálsins allt frá því að foreldrarnir byrja að tala við þau strax eftir fæðingu. Við hvers kyns sinningu kynnast þau stöðugt nýjum hljóðum; þegar skipt er á þeim, við matarborðið, þegar sungið er fyrir þau, lesið fyrir þau o.s.frv. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 2403 orð

NÝJA BÍÓ HELDUR Í VÍKING TIL NOREGS

Guðmundur Kristjánsson fæddist í Reykjavík 15. júní 1955. Hann nam kvikmyndatöku við The American Film Institute í Los Angeles og hefur unnið við fjölmargar bíómyndir, bæði hér og í Bandaríkjunum, verið aðaltökumaður við nokkur sjónvarpsleikrit og fjölda sjónvarpsþátta og stjórnað upptökum á sjónvarpsþáttum og þáttaröðum. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 3044 orð

Nýjar rætur og gamlar Margir Íslendin

ÞAÐ hefur lengi viðgengist að Íslendingar sæki sérmenntun sína út fyrir landsteinanna. Fyrr á tímum lá leiðin venjulega til Kaupmannahafnar, þar fengu langflestir Íslendingar háskólamenntun vel fram yfir síðustu aldamót. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 459 orð

Sáttmálinn andstæður stjórnarskránni

STJÓRNLAGARÁÐ Frakklands hefur kveðið upp þann dóm að Frakkar geti ekki að óbreyttri stjórnarskrá sinni fullgilt sáttmála Evrópuráðsins um svæðisbundin tungumál og tungumál minnihlutahópa. Sáttmálinn leggur aðildarríkjunum á herðar ýmsar skyldur til verndar tungumálum sem töluð eru á afmörkuðum svæðum og af minnihlutahópum. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1918 orð

Siðleysi og ókirkjulegar trúarsetningar

NÝ stjórnarskrá (Grundloven) var sett í konungsríkinu Danmörku 1849 í kjölfar þess að konungurinn afsalaði sér einveldinu, en öldur stjórnarbyltingarinnar í Frakklandi árið áður gengu yfir Evrópu um þær mundir. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 3460 orð

SJÁLFBÆR ÞRÓUN VERÐI LEIÐARLJÓSIÐ

Mikilvægt er að kanna vandlega öll rök með og á móti þegar framkvæmdir geta spillt náttúrunni, að sögn Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra. Hún segist í viðtali við Kristján Jónsson telja ólíklegt að breyting verði á þeirri afstöðu ríkisstjórnarinnar að Fljótsdalsvirkjun þurfi ekki að fara í lögformlegt umhverfismat. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 601 orð

Sjúkdómar og fordómar

FORDÓMAR í garð sjúklinga með vissa sjúkdóma eru gamalþekkt fyrirbæri. Þeir holdsveiku voru kallaðir óhreinir og reknir úr samfélagi manna, geðveikir voru lokaðir inni og stundum misþyrmt og flogaveikum var meinað ýmislegt sem telja má almenn mannréttindi svo nefnd séu vel þekkt dæmi. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 346 orð

Skynsemi frekar en bókstafstrú

KRISTÍN Magnúsdóttir, lífefnafræðingur og stundakennari við Tækniskóla Íslands, og Hannes Lárusson, myndlistarmaður og kennari, hafa bæði áhuga á lífrænni ræktun, vistvænum byggingaraðferðum og vistvænni hönnun og vildu því sækja námskeiðið á Sólheimum. Þau hjónin eru búin að gera upp torfbæ á Suðurlandi og hyggjast kannski stunda þar lífræna ræktun. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 2409 orð

SUNNUDAGAR Í SEVILLA Sagt er að Sevilla sé spænskasta borgin á Spáni. Márahöll, kirkjur skreyttar gulli í hólf og gólf,

Sagt er að Sevilla sé spænskasta borgin á Spáni. Márahöll, kirkjur skreyttar gulli í hólf og gólf, lystigarðar og glæsibyggingar gera borgina að einu stóru listaverki. Kristín Marja Baldursdóttir hafði þó meiri áhuga á íbúum borgarinnar meðan hún dvaldi þar, enda koma nautabanarnir og hinar einu sönnu senjorítur frá Sevilla. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 2359 orð

Svo kveður við hljómur um dalinn Það er ekki á hverjum degi sem manni gefst tækifæri til að hlusta á um 300 kraftmiklar

Í HRAÐA nútímans virðist stór hluti íslensku þjóðarinnar fá útrás í söng. Um allt land leggur ótrúlegur fjöldi fólks á sig mikla vinnu og fórnar dýrmætum tíma í söngæfingar, ferðalög og félagslíf sem Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 301 orð

TÓNLIST Í BLÓÐINU

FRÆGASTI tónlistarmaður Norðmanna er líkastil saxófónleikarinn Jan Garbarek. Anja dóttir hans virðist hafa erft eitthvað af tónlistarhæfileikum fður síns, því hún er óðum að vinna sér nafn sem framúrskarandi frumlegur tónlistarmaður og nefna menn gjarnan aðrar söngkonur norrænar til samanburðar. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 291 orð

TölvuMyndir með útibú í Bandaríkjunum

ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið TölvuMyndir hefur fært út kvíarnar og opnað skrifstofur í Seattle í Bandaríkjunum og Halifax í Kanada. Góður árangur hefur náðst í sölu og markaðssetningu á WiseFish hugbúnaðarkerfinu sem þróað hefur verið hjá fyrirtækinu. Hjá TölvuMyndum starfa nú 90 manns en fyrirtækið hefur stækkað mikið undanfarin ár. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 112 orð

Tölvuskóli stofnar netklúbb

Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, hefur komið á nýrri þjónustu fyrir viðskiptavini sína, svonefndan Netklúbb TV sem hægt er að skrá sig í á vefsíðu fyrirtækisins. Með því að smella á http://www.tv.is/netklubbur og fylla út skráningarblað fá áskrifendur reglulega send tilboð, fréttir og hagnýt ráð um tölvunotkun. Þátttakan er ókeypis og öllum opin. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 119 orð

Vötn þín og vængur

Vötn þín og vængur En tíminn sé flöktandi ljósbrot af vængjaðri löngun minni og leiti þar hvíldar sem vatnið er deyjandi iða á grjóti en vorið það beri ilminn af jarðarangan sinni að aftanskini sem leikur við straumþungann uppí móti; að snerting augans við himin sé Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1617 orð

Þjóðkirkjan ­ kirkja allrar þjóðarinnar

TUTTUGASTA öldin hefur haft í för með sér geysilegar breytingar á íslensku samfélagi og þar með stöðu kirkjunnar innan þess. Kirkjusókn er hverfandi og guðfræði kirkjunnar stjórnar ekki lengur viðhorfum og hegðun fólks eins og hún gerði áður. Fólk sem telur sig vera trúað veit jafnvel ekki í hverju kenning kirkjunnar felst og hefur alrangar hugmyndir þar um. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 267 orð

ÞUNGLYNDISLEGT DAUÐAPOPP

HELSTA rokksveit Bandaríkjanna nú um stundir er Korn sem hefur náð árangri með því að vera sjálfri sér trú. Þeir Korn-liðar reka eigin útgáfu og fyrsta sveitin sem ráðin var til þeirrar útgáfu var Orgy sem vakið hefur mikla athygli. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 294 orð

Þunglyndisnautnaseggir

ÆSINGURINN í kringum breska gítarpoppið hefur sjatnað að mestu, þó enn teljist sumar helstu sveitir Breta tilheyra þeirri flokkun. Flestar eru þær ráðsettar en inn á milli nýsveitir sem reyna að skapa eitthvað nýtt úr gömlu, þeirra á meðal hljómsveitin Hurricane #1. Meira
20. júní 1999 | Sunnudagsblað | 41 orð

Ömmubúð flytur

BLÓMA- og gjafavöruverslunin, Ömmubúð er flutt úr Hafnarstræti 4 í Suðurver. Eigendur eru þeir sömu og áður og áherslan verður að sögn þeirra áfram lögð á að bjóða fersk, afskorin blóm og skreytingar fyrir öll tækifæri, faglega þjónustu og gjafavöru. Meira

Fasteignablað

20. júní 1999 | Fasteignablað | 124 orð

Glæsilegir vinningar á vorhátíð

HÚSASMIÐJAN stóð fyrir vorhátíð á dögunum í byggingavöruverslun sinni á Lónsbakka. Fjölmargir gestir lögðu leið sína á Lónsbakka og þrátt fyrir leiðindaveður tókst hátíðin vel. Gestum var boðið að taka þátt í skemmtilegri getraun og áttu þeir möguleika á glæsilegum vinningum frá Húsasmiðjunni. Aðalvinningurinn var gasgrill og kom það í hlut Valdimars Friðgeirssonar, Reykjasíðu 13. Meira
20. júní 1999 | Fasteignablað | 105 orð

Gólfefnabúðin opnar sérverslun

GÓLFEFNABÚÐIN hefur opnað sérverslun með flísar á Akureyri og er hún staðsett í Laufásgötu 9 (skála við Kaldbaksgötu). Verslunin býður upp á mikið úrval gólfflísa, baðhergisflísa, eldhúsflísa og útiflísa og er einungis um fyrsta flokks flísar að ræða. Verslunin er rekin sem söluskrifstofa og er opin frá kl. 9 til 12 og 13 til 18 en lokað verður á laugardögum í sumar. Meira

Ýmis aukablöð

20. júní 1999 | Blaðaukar | 252 orð

100 styrkir til Íslands

ÍSLANDSDEILD Scandinavia- Japan Sasakawa Foundation hefur síðan árið 1992 veitt árlega um 4 milljónir króna til að styrkja tengsl Íslands og Japans á sviði vísinda, viðskipta og menningar. Alls eru styrkirnir að verðmæti á fjórða tug milljóna króna og hafa um 100 aðilar fengi styrki síðan hafið var að veita þá. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 567 orð

Annar blær á samskiptunum við Japana

RÆSIR tók við umboði fyrir bíla frá Mazda árið 1990 og var fyrsti bíllinn afhentur á Þorláksmessu þann dag. Hallgrímur Gunnarsson forstjóri segir söluna hafa byrjað að marki árið eftir og hann er í upphafi spurður hvers vegna Ræsir hafi haft áhuga á að taka við bílum frá öðrum framleiðanda við hlið Mercedes Benz-bíla. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 932 orð

Einkennist af kurteisi og stéttaskiptingu

Mikilvægt er að nota réttu orðin og málfræðireglurnar þegar talað er við þá sem standa ofar í virðingarstiganum í Japan, segir Eyþór Eyjólfsson sem hefur búið í Tókýó í 11 ár. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 1178 orð

Einlægir og traustir og leggja mikið upp úr formsatriðum

Hekla hf. hélt fyrir skömmu upp á 20 ára samband sitt við Mitsubishi- fyrirtækið í Japan. Einkum eru fluttir til landsins bílar frá Mitsubishi en einnig margs konar vélar og trúlega eru þekktastir hverflarnir fyrir raforkuverkin við Kröflu og Nesjavelli. Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu, er spurður hvernig sambandið við Mitsubishi hafi komist á: Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 476 orð

Einna fyrstir til að fá Suzuki-bíla

FYRSTU bílarnir frá Suzuki komu til Íslands í árslok 1980 sem árgerð 1981 og í dag er það fyrirtækið Suzuki-bílar sem annast innflutning þeirra. Úlfar Hinriksson framkvæmdastjóri starfaði áður hjá Sveini Egilssyni og hann skrifaði fyrsta bréfið til Suzuki á sínum tíma, árið 1978 og spurði hvort fyrirtækið hefði uppi ráðagerðir um að selja Suzuki í Evrópu. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 696 orð

Engin vandkvæði að reka fyrirtæki hér

ÍSLENSKAR sjávarafurðir reka dótturfyrirtæki í Japan sem Teitur Gylfason veitir forstöðu. Þar hefur hann verið í rúm þrjú ár og starfa ásamt honum tveir Japanir á skrifstofunni. Teitur var í upphafi spurður hvernig það hefði verið að koma til Japan og stofna þar fyrirtæki. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 548 orð

Eru nýtnir og vinnusamir

"VIÐ getum margt lært af Japönum, þeir eru nýtnir, vinnusamir og duglegir," sagði Rafn Haraldsson, framkvæmdastjóri Seifs, en fyrirtækið hefur um árabil flutt sjávarafurðir til Japans og hafa Rafn og starfsmenn hans átt margháttuð samskipti við Japana gegnum árin. Einkum hefur fyrirtækið selt rækju, karfa, loðnu og grálúðu. En hvernig byrjuðu samskiptin? Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 466 orð

Eru traustir á öllum sviðum

HONDA á Íslandi hóf að flytja inn vélhjól frá Honda fyrirtækinu árið 1962 en bílarnir komu til sögunnar nokkrum árum síðar. Gunnar Bernhard stofnaði fyrirtækið og starfar við það ennþá en synir hans, Geir, Gunnar og Gylfi sjá um daglegan rekstur. Geir er beðinn að lýsa fyrstu árunum í starfi fyrirtækisins. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 376 orð

Ferðamenn frá Japan

FERÐAMÖNNUM frá Japan til Íslands hefur fjölgað verulega á þessum áratug nema hvað örlítill afturkippur varð í fyrra. Árið 1990 voru þeir 1.100 en á síðasta ári 2.259 og flestir voru þeir árið 1997 eða 2.469. Ferðamálaráð hefur fulltrúa á sínum snærum í Tókýó og hann er einnig umboðsmaður fyrir Flugleiðir. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 168 orð

Framandi heimur

"ÞETTA var allt annar heimur. Þó að Japanar hefðu beðið ósigur í heimsstyrjöldinni héldu þeir áfram sjálfstæðu menningarlífi og höfðu fornar hefðir í heiðri. Hugsunarhátturinn var líka annar en hjá Vesturlandabúum. Japanar eru ákaflega háttprúðir og í sátt við tilveruna. Fátt virðist raska ró þeirra. Trú þeirra er samtvinnuð lífsmynstri þeirra; er þáttur í daglegu lífi, skipulag, kerfi. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 1158 orð

Hafa samkennd með Íslendingum

PÁLL Samúelsson hóf fyrir um þremur áratugum afskipti af innflutningi bíla frá Japan. Páll hóf að selja Toyota 1969 en stofnaði síðan Toyota umboðið, P. Samúelsson árið 1970 um bílainnflutninginn. Mun seinna var síðan stofnað sérstakt fyrirtæki, Kraftvélar ehf., sem tók yfir sölu á Toyota lyfturum og Komatsu vinnuvélum svo og öðrum tækjum sem bæst hafa við. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 1157 orð

Halda sig við öruggar brautir Japanir hafa fengið útlendinga til að stunda grunnrannsóknir í landinu og ýta undir dirfsku í

Japanir hafa fengið útlendinga til að stunda grunnrannsóknir í landinu og ýta undir dirfsku í rannsóknum. Einn þeirra er dr. Oddur Ingólfsson efnafræðingur. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 791 orð

Hlutdeildin er mælikvarði á frammistöðu okkar

INGVAR Helgason hf., sem flutt hefur inn bíla frá tveimur framleiðendum í Japan, Nissan og Subaru, hafði samanlagt í fyrra 16,9% markaðshlutdeild og hafa þessi merki hvort um sig rúmlega 8% hlutdeild. Helgi Ingvarsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og hefur langa reynslu af viðskiptum við Japani. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 470 orð

Íslendingar leita mikið til skrifstofunnar

AÐALRÆÐISMAÐUR Japans á Íslandi, Ólafur B. Thors, segir að Íslendingar leiti mikið til skrifstofunnar um allt mögulegt sem varði Japan. "Við reynum að svara en sennilega er orðið tímabært að Japanir komi sér upp meiri aðstöðu hér en þeir hafa núna. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 1215 orð

Japanar eru elskulegt og hjálpsamt fólk

Skrifstofu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Tókýó var komið á fót árið 1989 og hafði Friðrik Pálsson, þáverandi forstjóri, forgöngu um það mál. Jón Magnús Kristjánsson er forstöðumaður SH í Japan og hefur hann búið þar ásamt fjölskyldu sinni síðustu fimm árin. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 2069 orð

Japan með augum Íslendings Í Japan er margbrotin menning og alúðlegt fólk sem tókÞóroddi Bjarnasynivel þann tíma sem hann dvaldi

Í Japan er margbrotin menning og alúðlegt fólk sem tókÞóroddi Bjarnasynivel þann tíma sem hann dvaldi við nám í landinu. Hann segir hér af reynslu sinni af landi og þjóð og veltir fyrir sér listum og menningu landsins. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 642 orð

Leggja síaukna áherslu á Evrópumarkað

BÍLHEIMAR voru stofnaðir til að annast innflutning á bílum frá Isuzu og GM í Bandaríkjunum og tók fyrirtækið til starfa árið 1993. Isuzu-bílar höfðu verið fluttir til landsins um árabil og áttu sinn aðdáendahóp. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 710 orð

Leiðin til bílanna lá gegnum saumavélarnar

UMBOÐ fyrir bíla frá Daihatsu er í höndum Brimborgar sem nýverið hefur flutt sig í nýjar aðalstöðvar við Bíldshöfða í Reykjavík. Jóhann Jóhannsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, var einn stofnenda og hann er spurður hvenær þeir hafi byrjað á bílainnflutningnum. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 1335 orð

Leiðtogi sem hugsaði fram í tímann Forsætisráðherra Japans, Keizo Obuchi, ákvað snemma að stefna hátt og undirbjó sig af

Forsætisráðherra Japans, Keizo Obuchi, ákvað snemma að stefna hátt og undirbjó sig af kostgæfni fyrir lífshlutverkið. Hann á þó við erfiðan vanda að stríða, enn er ekki ljóst hvernig Japönum tekst að blása aftur lífi í efnahaginn. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 671 orð

Mannmergð og kurteisi

MANNMERGÐIN er það fyrsta sem ferðamaður í Tókýó tekur eftir þegar hann kemur í borgina. Á götuhornum og brautarstöðvum, veitingahúsum og verslunum, alls staðar er fjölmenni. Hitt einkennið sem strax vekur athygli vesturlandabúans er kurteisin og hneigingarnar. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 476 orð

Margvísleg menningarsamskipti

SAMSKIPTI Japana og Íslendinga í menningarefnum hafa lengst verið fremur lítil en góð og stundum hafa gerst óvæntir atburðir. Rifja má upp að japanskur kaupsýslumaður lét reisa endurgerð af Höfða í Japan eftir leiðtogafund Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík 1986. Starfandi er á Íslandi um 130 manna vináttufélag, Íslensk-japanska félagið, sem stofnað var 1981. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 1267 orð

Möguleikarnir eru miklir

Björn Ársæll Pétursson matvælaverkfræðingur segir að mikilvægt sé að kynna sér siði heimamanna og efla persónuleg samskipti, ætli menn að stunda útflutning til Asíulanda. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 209 orð

Sveiflukennd viðskipti

VIÐSKIPTI Japans og Íslands hafa verið mikil og vaxandi síðustu árin en jafnframt einkennst af miklum sveiflum. Einnig hefur vöruskiptajöfnuðurinn verið löndunum hagstæður til skiptis. Á síðasta ári voru fluttar vörur frá Íslandi til Japans fyrir 6,5 milljarða króna og eru það svo til eingöngu sjávarafurðir. Er það mun minna útflutningsverðmæti en mörg árin á undan. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 318 orð

Tákn ríkis og einingar

AKIHITO, keisari Japans, er 125. maðurinn sem gegnir þeirri stöðu í sögu landsins en hann tók við af föður sínum, Hirohito, sem lést 1989. Hirohito var lengst allra Japanskeisara við völd, í rúm 60 ár. Akihito er fæddur 1933 og hefur verið sagður fulltrúi nútímans í sögu keisaraembættisins. Heimildarmenn sem þekkja hann fullyrða að hann sé lýðræðis- og friðarsinni. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 1022 orð

Úr skófatnaði í hátækni og snyrtivörur

MJÓR er mikils vísir; samkvæmt skýrslum Hagstofunnar fluttum við inn vörur frá Japan fyrir um 61 þúsund krónur árið 1935 en verðlag var að sjálfsögðu margfalt lægra þá. Voru þetta einkum vefnaðarvörur, skófatnaður og pappírsvörur. Ekki er vitað til þess að við höfum selt þeim nokkuð. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 366 orð

Vaknað klukkan sex til að læra

Á VEGUM skiptinemasamtakanna AFS er nú íslenskur piltur, Baldur Sigurgeirsson, í Osaka í Japan og fyrir þrem árum var Dagný Ósk Ásgeirsdóttir í landinu sem skiptinemi. Hins vegar hefur japanskur nemi ekki verið hér á vegum samtakanna enn þá. Fjöldinn sem fer til hvers lands með aðstoð AFS er takmarkaður og Japan er mjög vinsælt hjá þátttökuþjóðunum, þangað vilja margir fara. Meira
20. júní 1999 | Blaðaukar | 1093 orð

Vestrænt yfirbragð í austri Yfirbragð þjóðfélagsins í Japan er vestrænt og háþróað en menningin á djúpar rætur í Asíuhefðum.

Yfirbragð þjóðfélagsins í Japan er vestrænt og háþróað en menningin á djúpar rætur í Asíuhefðum. Japanir glíma nú við efnahagsvanda sem erfitt er að leysa nema almenningur fái traust á stjórnvöldum og ráðum þeirra. Þau vilja m.a. stórauka eyðsluna og draga úr sparnaði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.