Greinar sunnudaginn 27. júní 1999

Forsíða

27. júní 1999 | Forsíða | 414 orð

Búast við árekstrum við skæruliða

SVEIT rússneskra sérfræðinga og 21 fallhlífahermaður komu til Kosovo um miðjan dag í gær, í fyrstu erlendu flugvélinni sem lenti á Slatina-flugvelli við Pristina eftir að friði var komið á í Kosovo fyrir hálfum mánuði. Háttsettur rússneskur hershöfðingi sagði í gær að búast mætti við því að samskipti rússneskra friðargæzlusveita í Kosovo og skæruliða Kosovo- Albana yrðu erfið. Meira
27. júní 1999 | Forsíða | 98 orð

Golf í miðnætursól

METÞÁTTTAKA var á Arctic Open, fjögurra daga golfmóti sem fram fór í blíðskaparveðri á Akureyri í vikunni. Leikið er á mótinu frá eftirmiðdegi þar til morgna tekur næsta dag. Um 180 keppendur, víðs vegar að úr heiminum, léku golf í skini miðnætursólar á Arctic Open. Meira
27. júní 1999 | Forsíða | 181 orð

Horta kemur til Indónesíu eftir 23 ár í útlegð

JOSÉ Ramos Horta, einn helzti leiðtogi baráttunnar fyrir sjálfstæði Austur-Tímor og friðarverðlaunahafi Nóbels, kom í gær til Djakarta, höfuðborgar Indónesíu, til viðræðna við þarlend stjórnvöld um framtíð heimalands síns. Horta hefur verið útlægur frá Austur-Tímor frá því indónesíski herinn hertók þessa fyrrverandi nýlendu Portúgals árið 1975. Meira
27. júní 1999 | Forsíða | 99 orð

Murdoch kvænist á ný

ÁSTRALSKI fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch kvæntist á föstudagskvöld sjónvarpskonunni Wendy Deng við látlausa athöfn um borð í snekkju Murdochs í New York-höfn. 82 gestir voru viðstaddir um borð í snekkjunni "Morning Glory" þegar dómari frá New York gaf þau Murdoch, sem er 68 ára og einn ríkasti maður heims, og Deng, sem er 31 árs, saman. Meira
27. júní 1999 | Forsíða | 206 orð

Óttast bláeygðan Dalai Lama

RÁÐGJAFI kínversku ríkisstjórnarinnar sagði í samtali við South China Morning Postí Hong Kong að kínversk yfirvöld myndu ekki viðurkenna stöðu Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbetbúa, er fæðast myndi utan Kína. Meira

Fréttir

27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 46 orð

Aðalfundur Hollvinafélags heimspekideildar HÍ

AÐALFUNDUR Hollvinafélags heimspekideildar Háskóla Íslands verður haldinn á morgun, mánudag, kl. 17, í Skólabæ við Suðurgötu. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Í stjórn Hollvinafélags heimspekideildar eru Ólafur Ragnarsson formaður, frú Vigdís Finnbogadóttir, Ármann Jakobsson, Auður Hauksdóttir og Pétur Gunnarsson. Fundurinn er öllum opinn. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Barnagátur komnar út

ÚT er komið fyrsta heftið af Barnagátum, sem er krossgátublað fyrir byrjendur. ÓP-útgáfan stendur að útgáfunni, en fyrirtækið hefur gefið út krossgátublöð og bækur í 16 ár. Í tilkynningu frá útgáfunni kemur fram að hún hafi í gegnum árin fengið margar áskoranir um að hefja útgáfu krossgátublaðs fyrir byrjendur. Í blaðinu eru lausnir sem hjálpa til ef fólk lendir í vandræðum. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 346 orð

Búnaðarbankinn úthlutar 12 námsstyrkjum

Búnaðarbankinn úthlutar 12 námsstyrkjum BÚNAÐARBANKINN afhenti 12 námsstyrki til félaga í Námsmannalínu Búnaðarbankans 16. júlí. Þetta er í níunda sinn sem Búnaðarbankinn veitir slíka styrki og að þessu sinni var hver styrkur að upphæð 150.000 kr. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 484 orð

Dagbók Háskóla Íslands

ALLT áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is Þriðjudagur 29. júní: Raymond Greenlaw, Department of Computer Science, Armstrong Atlantic State University, flytur fyrirlestur sem nefnist: "Topics in Parallel Computation and P-completeness Theory". Fyrirlesturinn hefst kl. 16. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 91 orð

Erfið sambúð

Erfið sambúð SAMBÚÐ fugla og stærri dýra getur verið vandasöm, að minnsta kosti fyrir þann sem er minni. Stóru dýrin gæta ekki að því hvar þau stíga niður og undir fótum þeirra gæti jafnvel leynst heimili þess fljúgandi. Krían á myndinni var að minnsta kosti ekki sátt við veru hryssunnar og folaldsins hennar á túninu. Meira
27. júní 1999 | Erlendar fréttir | 279 orð

Fer að tilmælum páfa varðandi fóstureyðingar

KAÞÓLSKA kirkjan í Þýskalandi tilkynnti í vikunni að hún myndi fara að tilmælum Jóhannesar Páls páfa um að hætta að gefa út gild vottorð um að konur, er hyggjast gangast undir fóstureyðingu, hafi leitað sér ráðgjafar. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 328 orð

Forsætisráðherra Japans í heimsókn

KEIZO Obuchi, forsætisráðherra Japans, kom í opinbera heimsókn til landsins á mánudag. Obuchi átti fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra í Höfða og ræddu þeir m.a. um undirbúning að stofnun íslensks sendiráðs í Japan og opnun upplýsingaskrifstofu Japana á Íslandi. Meira
27. júní 1999 | Erlendar fréttir | 1423 orð

"Fyrst líður manni illa en svo finnur maður ekki fyrir neinu" Hann kallar sig Petar og barðist sem sjálfboðaliði í vopnaðri

PETAR virðist ekki iðrast neins. Sem sjálfboðaliði í vopnaðri hersveit Serba í Kosovo framdi hann og varð jafnframt vitni að því er fjöldi morða var framinn, en í dag er sem hann muni varla eftir því. Petar er háður eiturlyfjum og á stundum virðist sem hann hugsi ekki alveg skýrt. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Gáfu nýrnadeild Landspítala minningargjöf

TIL MINNINGAR um frú Aðalheiði B. Rafnar, sem lést 31. janúar sl., hafa dætur hennar þrjár, Halldóra, Ingibjörg og Ásdís Rafnar, fært nýrnadeild Landspítalans að gjöf lífsmarkavöktunartæki og nákvæma sjúklingavog. Segir í fréttatilkynningu frá Landspítalanum að þessi tæki muni koma að mikilvægum notum við blóðskilunarmeðferð sjúklinga með nýrnabilun. PÁLL G. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 438 orð

Hlutur RARIK minnkar samhliða fólksfækkun

SALA Rafmagnsveitu ríkisins, RARIK, á rafmagni dróst eilítið saman á síðasta ári. Með áframhaldandi fólksfækkun á landsbyggðinni eru horfur á að hlutur fyrirtækisins í raforkusölu minnki umtalsvert. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 192 orð

Íslenska kvennaliðið endaði í 17. sæti á EM í brids

ÍSLENSKA kvennalandsliðið endaði í 17. sæti í kvennaflokki á Evrópumótinu í brids sem staðið hefur á Möltu undanfarnar tvær vikur. Bretum tókst að verja Evrópumeistaratitil sinn, en breska liðið endaði hálfu stigi ofan við austurríska liðið sem hafði leitt keppnina mest allt mótið. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 150 orð

Mikið af þýfi endur heimt

LÖGREGLUNNI í Reykjavík hefur að miklu leyti tekist að endurheimta þýfi sem talið er að sé að verðmæti nokkuð á þriðju milljón króna sem stolið var úr íbúðarhúsum í mörgum innbrotum frá janúar til apríl. Sambærilegar aðferðir voru notaðar við öll innbrotin. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 717 orð

Nákvæmari skilgreining

NÝ þróunaráætlun fyrir miðborg Reykjavíkur er að komast í framkvæmd um þessar mundir. Fyrsti áfangi hennar verður kynntur á borgarafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur annað kvöld klukkan 20.00. Þar mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir setja fundinn og mæla fyrir hinni nýju áætlun. Verkefnisstjóri áætlunarinnar er Anna Margrét Guðjónsdóttir. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 520 orð

Norðurhliðin úr gleri

HIÐ nýja 8.000 fermetra hús Háskóla Íslands, sem verið er að byggja í Vatnsmýrinni og á að hýsa náttúruvísindagreinarnar, er ekki aðeins stærsta hús menntastofnunarinnar heldur verður þar einn stærsti gluggi landsins, því norðurhlið hússins verður nánast öll úr gleri, um 1.500 fermetrar. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 395 orð

Ný samningsfargjöld og Taílandsvinafélag stofnað

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs: "Taílenska konan Miss Nui er fulltrúi Heimsklúbbsins í Taílandi. Til marks um vinsældir hennar í starfi er að um 20 íslenskar fjölskyldur hafa boðið henni til dvalar á heimilum sínum í sumarleyfi hennar og er hún nú stödd á Íslandi. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 411 orð

Opnar Landsvirkjun leið inn á fjarskiptamarkað

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi í morgun, að tillögu Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra, að beita sér fyrir því að lögum um Landsvirkjun verði breytt þannig að fyrirtækið geti tekið þátt í útboði vegna gerðar Tetra-fjarskiptakerfis fyrir neyðarþjónustu, sem ríkislögreglustjóri og slökkviliðið í Reykjavík hyggjast koma upp á suðvesturhorninu 1. júní árið 2000. Meira
27. júní 1999 | Erlendar fréttir | 501 orð

Óeirðir í Kosovo er flóttamenn snúa heim

KFOR-friðargæzlusveitirnar, sem héldu inn í Kosovo fyrir hálfum mánuði, hafa mátt hafa sig allar við í vikunni til að hafa hemil á ofbeldi í héraðinu. Að minnsta kosti fjórtán íbúar Pristina, höfuðstaðar Kosovo, biðu bana á fimmtudag og föstudag í mestu óeirðum sem blossað hafa upp í héraðinu frá því hersveitir NATO tóku sér þar stöðu. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 224 orð

Ráðstefna um víkingaferðir til vesturheims

FJÖLFAGLEG ráðstefna um landnám norrænna manna á Nýfundnalandi í Kanada fyrir eitt þúsund árum verður haldin í St. John's og L'Anse aux Meadows á Nýfundnalandi dagana 16. til 24. september á næsta ári. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 360 orð

Sama sagan alls staðar

VEIÐI hófst í nokkrum ám á föstudaginn og má segja að framhaldssagan hafi haldið áfram. Alls staðar var kominn lax og veiði var góð. Um er að ræða Laxá í Dölum, Álftá á Mýrum og Leirvogsá, auk þess sem frést hefur af fyrstu löxunum víða annars staðar, t.d. í Soginu, Laugardalsá við Djúp, Sandá og Hafralónsá í Þistilfirði og Gljúfurá í Borgarfirði. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 364 orð

Skelfdar er þær heyrðu drunur og fundu jörð titra

FEGURÐARDROTTNING Íslands, Katrín Rós Baldursdóttir og systir hennar Hulda Birna eru staddar í Beirút höfuðborg Líbanon, en aðfararnótt föstudags gerðu Ísraelar loftárás á borgina með þeim afleiðingum að sjö óbreyttir borgara létu lífið. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 175 orð

Styrkir Íbúðalánasjóðs afhentir

STYRKIR stjórnar Íbúðalánasjóðs voru veittir á fimmtudag. 12 aðilar hlutu styrki til tækninýjunga og annarra umbóta í byggingariðnaði og húsnæðismálum. Í fréttatilkynningu frá Íbúðalánasjóði segir að 32 umsóknir frá einstaklingum, fyrirtækjum og rannsóknarstofnunum hafi borist og alls hafi verið sótt um 82 milljónir króna í styrki eða lán. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 267 orð

Styrkjum úthlutað til að rannsaka hagi barna

Á FULLTRÚARÁÐSFUNDI Barnaheilla úthlutaði stjórn Rannsóknarsjóðs Barnaheilla styrkjum til aðila er sinna rannsóknum á högum barna á Íslandi. Fjögur rannsóknarverkefni hlutu styrk að þessu sinni, segir í fréttatilkynningu. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, hlaut tvöhundruð þúsund króna styrk til rannsóknarinnar "Félagslegur munur á starfshugmyndum unglinga. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 162 orð

Tvö skemmtiferðaskip til Eskifjarðar

SKEMMTIFERÐASKIP kom til Eskifjarðar nýlega og annað skip er væntanlegt þangað í dag, sunnudag. Skipið, sem kom til Eskifjarðar fyrir viku, mun vera fyrsta skemmtiferðaskipið sem þangað kemur. Skipið heitir Caledonian Star, og er skráð í Nassau. Alls eru 70 manns í áhöfn, yfirmenn eru sænskir, en undirmenn frá Filippseyjum. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 304 orð

Valdið er í höndum Alþingis

LANDSVIRKJUN mun ekki sjálf fara fram á að Fljótsdalsvirkjun verði sett í lögformlegt umhverfismat en fyrirtækið mun í haust senda stjórnvöldum skýrslu um rannsóknir á svæðinu, segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Morgunblaðið í dag. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

Veiðum í síldarsmugu lokið

VEIÐAR úr norsk-íslenska síldarstofninum í síldarsmugunni voru stöðvaðar á miðnætti í fyrrinótt. 202 þúsund tonna kvóti Íslendinga til veiða á svæðinu var búinn. Sigurður Einarsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 448 orð

Yfirlýsingin ekki bindandi og veitir engum forgang

VILJAYFIRLÝSING um áframhaldandi samstarf stjórnvalda við Norsk Hydro verður undirrituð á Reyðarfirði á þriðjudag. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra segir að áhugi Columbia Ventures á að reisa álver á Reyðarfirði hafi ekki áhrif á viðræður íslenskra stjórnvalda við Norsk Hydro. Meira
27. júní 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Össur hf. gefur hjálpartæki til Háskólans á Akureyri

Össur hf. gefur hjálpartæki til Háskólans á Akureyri ÖSSUR hf. hefur gefið iðjuþjálfunardeild Háskólans á Akureyri hjálpartæki til nota við kennslu í iðjuþjálfun. "Hjálpartæki og notkun þeirra eru hluti af námi iðjuþjálfa við námsbrautina og er það von Össurar hf. Meira

Ritstjórnargreinar

27. júní 1999 | Leiðarar | 2336 orð

ReykjavíkurbréfMikið hefur verið rætt og ritað um atvinnu ástandið á Þingeyri

Mikið hefur verið rætt og ritað um atvinnu ástandið á Þingeyri og ýmsum spurningum varpað fram af því tilefni. Því hefur þá einnig verið haldið fram að ekki hafi verið mikil forsjálni að stofna fyrirtæki sem þyrfti að styðjast við aðfengið erlent hráefni. Meira
27. júní 1999 | Leiðarar | 809 orð

UMRÆÐUR UM SKÓLAMÁL

Flest bendir til, að málefni skólanna verði einhver veigamestu viðfangsefni sveitarstjórna á næstu árum. Þessa ályktun er einfaldlega hægt að draga af almennum fréttum og umræðum á opinberum vettvangi síðustu misseri. Skóla- og menntamál hafa öðlast stóraukið vægi í opinberum umræðum. Meira

Menning

27. júní 1999 | Fólk í fréttum | 156 orð

Dýrasti gítar sögunnar

GÍTAR úr eigu Erics Claptons seldist á 35 milljónir króna á uppboði á fimmtudag og er þar með orðinn dýrastur í sögunni. Clapton lék á rafmagnsgítarinn í laginu "Layla" sem hann gerði frægt með Derek and the Dominos. Gítarinn er af gerðinni Fender Stratocastur frá 1956 og kallaði Clapton hann "Brownie" og sagði að hann væri í sérlegu uppáhaldi hjá sér. Meira
27. júní 1999 | Myndlist | 395 orð

Eftir syndafallið

Til 1. september. Opið alla daga frá kl. 9 til 18. ÞAÐ er ekki svo galin hugmynd að opna kirkjulistahátíð með málverkum Georgs Guðna því trúlega er hann rómantískastur allra núlifandi listamanna okkar í andlegri merkingu þess hugtaks. Líkt og í verkum forvera hans, þeirra Caspar David Friedrich, William Turner og Thomas Cole, birtist guðdómurinn í líki ljóssins eftir storminn. Meira
27. júní 1999 | Fólk í fréttum | 489 orð

Eitt sinn kryddpía...

KRYDDPÍAN Mel B hefur breytt nafninu í Mel G eftir að hún giftist barnsföður sínum, dansaranum Jimmy Gulzar. Henni er illa við að láta sjá sig ófarðaða, því að eigin sögn hefur húð hennar versnað síðan að hún átti dótturina Phoenix-Chi nú í febrúar. "Þetta eru hormónarnir. Húðin hefur gert uppreisn og er alveg hræðileg," segir Mel í samtali við blaðamann The Sunday Telegraph. Meira
27. júní 1999 | Fólk í fréttum | 552 orð

Góð íþrótt er gulli betri

ÁRLEGA er haldið púttmót þar sem Hrafnistuheimilin í Hafnarfirði og Reykjavík keppa um farandbikar. Að þessu sinni fór mótið fram á púttvelli heimilisins í Reykjavík og þótt frekar kalt væri í veðri og hvasst voru þátttakendur glaðir í bragði og með bros á vör. Síðan árið 1991 hefur verið stundað pútt á Hrafnistu í Hafnarfirði. Meira
27. júní 1999 | Fólk í fréttum | 680 orð

Góð myndbönd

Mjög skrítin og alveg sérstaklega vitlaus mynd en skemmtileg á köflum og sprenghlægileg inn á milli, og óhætt að mæla með við flesta sem leita sér að stundarafþreyingu. Fjárhættuspilarinn (The Gambler) Skemmtileg saga sem fléttar saman skáldskap og raunveruleika á margslunginn hátt. Meira
27. júní 1999 | Menningarlíf | 527 orð

GÓÐU BÖRNIN BJARGA SÉR SJÁLF

eftir Kate Wilhelm. Fawcett Books 1999. 262 síður. Bandaríski rithöfundurinn Kate Williams er afkastamikil og fjölhæf. Hún hefur sent frá sér eitthvað um þrjátíu bækur, þar á meðal spennusögur og einnig sögur um vísindaskáldskap, sem hún hefur unnið til verðlauna fyrir. Meira
27. júní 1999 | Fólk í fréttum | 1211 orð

Hlaupið í þágu friðar Annað hvert ár er hlaupið úti um allan heim í þágu friðar og nú er verið að hlaupa hringinn í kringum

Annað hvert ár er hlaupið úti um allan heim í þágu friðar og nú er verið að hlaupa hringinn í kringum Ísland af því tilefni. Dóra Ósk Halldórsdóttir hitti þau Stefán Inga Stefánsson og Rakel Tryggvadóttur sem taka þátt í hlaupinu hér heima en eru bæði búin að hlaupa yfir stóran hluta Evrópu og Rússlands. Meira
27. júní 1999 | Fólk í fréttum | 163 orð

Krakkar úr Vík í Mýrdal í Danmörku

Fagradal-Barnakór Grunnskóla Mýrdalshrepps er nýlega kominn heim úr velheppnaðri söngferð til Danmerkur. Krakkarnir og margir foreldrar þeirra höfðu lagt mikla vinnu í að afla peninga til fararinnar. Í kórnum eru 42 krakkar á aldrinum 10 til 17 ára, en með kórnum fóru auk þess stjórnandinn Anna Björnsdóttir, undirleikarinn Sigrún Steingrímsdóttir og tíu foreldrar. Meira
27. júní 1999 | Menningarlíf | 246 orð

Menningarmiðstöð tekin í notkun á Seyðisfirði

SEYÐFIRÐINGAR hófu fimmtu listahátíðina "Á seyði" með því m.a. að taka formlega í notkun menningarmiðstöðina Skaftfell, en að venju eru listsýningar á mörgum stöðum í bænum. Stofnað hefur verið sjálfseignarstofnunin Skaftfell menningarmiðstöð til þess að sjá um skipulagningu og rekstur hússins, Meira
27. júní 1999 | Menningarlíf | 152 orð

Nýjar bækur HVER er tilgangurinn?

HVER er tilgangurinn? - Svör við spurningum lífsins er eftirNorman Warren, í þýðingu sr. Hreins S. Hákonarsonar. Í fréttatilkynningu segir að þessi bók hafi farið sigurför um heiminn og verið þýdd á 64 tungumál. Bókin svari mörgum áleitnum spurningum um kristna trú. Meira
27. júní 1999 | Menningarlíf | 266 orð

Rattle varð fyrir valinu hjá Berlínar-fílharmóníunni

BRETINN Sir Simon Rattle verður næsti hljómsveitarstjóri Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Berlín sem er ein af þekktustu sinfóníuhljómsveitum veraldar. Það voru hljómsveitarmeðlimirnir sjálfir sem völdu Rattle í leynilegri atkvæðagreiðslu en ákvörðun þeirra er sögð til marks um að þeir séu reiðubúnir að feta nýjar brautir í list sinni. Meira
27. júní 1999 | Menningarlíf | 42 orð

Rithöfundakvöld í Gunnarshúsi

DANSKI rithöfundurinn Vagn Predbjørn Jensen les úr eigin verkum og segir frá rithöfundarferli sínum í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8 í Reykjavík, á morgun, mánudag, kl. 20. Einnig mun Anna S. Björnsdóttir lesa eigin ljóð á íslensku og dönsku. Aðgangur er ókeypis. Meira
27. júní 1999 | Fólk í fréttum | 108 orð

Siggi Björns á heimaslóðum

SIGGI Björns, trúbador og Flateyringur með meiru er enn á ný kominn til Íslands til tónleikaferðar. Hann hóf Íslandsdvölina á því að halda tónleika í Vagninum á Flateyri þar sem ferill hans hófst fyrir 11 árum síðan, þegar hann sagði skilið við sjóinn, kom í land og hóf feril sinn sem trúbador. Meira
27. júní 1999 | Menningarlíf | 242 orð

Sigríður Kjaran sýnir í Stykkishólmi

Stykkishólmi. Morgunblaðið­Sigríður Kjaran sýnir um þessar mundir verk sín í Norska húsinu í Stykkishólmi og stendur sýningin til 31. ágúst n.k. Átta verk eru á sýningunni. Eru þetta kvenbúningar sem þróast hafa í gegnum aldirnar. Þar er faldbúningurinn sá elsti. Hann var notaður við hátíðleg tækifæri og oft mikið í hann lagt. Meira
27. júní 1999 | Menningarlíf | 258 orð

Til móts við árið 2000 ­ kynning frá Bergen

Í NORRÆNA húsinu hefst kynning á Bergen menningarborg árið 2000 með sýningu norska dansarans Jo Strømgrens á morgun, mánudag, kl. 20. Björgvinjarbúinn Jo Strømgren er sem stendur einn athyglisverðasti dansari og dansahöfundur nútímadans á Norðurlöndum. Jo Strømgren er fæddur 1970. Meira
27. júní 1999 | Menningarlíf | 347 orð

Tímamótaverk í tónsköpun Beethovens

VERK eftir Leos Janácek, Antonin Dvorak, Arnold Schönberg og Ludwig van Beethoven eru á efnisskrá tónleika sem Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari halda í Salnum í Kópavogi á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Meira
27. júní 1999 | Fólk í fréttum | 923 orð

Tíu Japanir og Mike Myers Nýjasta kvikmyndin um Austin Powers skaut Stjörnustríði ref fyrir rass þegar hún var frumsýnd í

"HÚN gong sanj lí," eða eitthvað í þá áttina skrafa tíu japanskar konur hver ofan í aðra og er sem blaðamaður sitji í fuglamergðinni við Látrabjarg. Þetta er svolítið dæmigert fyrir óreiðuna í Cannes; að sitja við borð með japönskum stéttarbræðrum sínum og japönskum túlki og bíða eftir njósnaranum sem neglir allt sem hreyfist. Meira
27. júní 1999 | Menningarlíf | 150 orð

Tónleikaferð til Kanada

GRADUALEKÓR Langholtskirkju er farinn í tónleikaferð til Kanada. Kórinn kemur fram á Niagara Falls International Music Festival sem stendur yfir dagana 30. júní til 4. júlí. Áður fer kórinn til Nýja Íslands og heldur þar tónleika í Gimli, Árborg og Winnipeg. Stjórnandi kórsins er Jón Stefánsson og undirleikari Lára Bryndís Eggertsdóttir. Meira
27. júní 1999 | Fólk í fréttum | 125 orð

Veðurguðirnir tárfelldu eins og vanalega

SAUTJÁNDA júní-hátíðahöldin í Washington fóru fram á heimili sendiherrahjónanna Jóns Baldvins og Bryndísar Schram. Kvennakór Reykjavíkur ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur söng íslensk ættjarðarljóð fyrir gesti. Kórinn hefur að undanförnu verið á söngferðalagi um Bandaríkin og söng m.a. í Boston og New York. Það var mál manna að sannkallað 17. Meira

Umræðan

27. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 650 orð

Hríðirnar afstaðnar

ÞÁ ER hinum kvalafullu hríðaverkjum við myndun nýrrar ríkisstjórnar lokið og afkvæmið komið í ljós. Þeim sem efnaðir eru, eiga kvóta, eiga hlutabréf í svo og svo mörgum fyrirtækjum, hafa borgað í digra lífeyrissjóði og þar fram eftir götunum, líst eflaust vel á króann. Meira
27. júní 1999 | Aðsent efni | 1226 orð

"LÁNSAMA EYLAND ÞAR SEM ALLIR MENN ERU JAFNIR ­ EKKI SIÐLAUSIR ­ EKKI ENN"

Það er sennilega borin von að í staðinn fyrir góðæri, segir Halldór Þorsteinsson, komi nokkurn tíma það sem ég vildi kalla jafnæri, síst undir handleiðslu núverandi stjórnarherra, sem síbreikkandi launabil virðist vera mjög að skapi. Meira
27. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 312 orð

Rangar verðmerkingar

EFTIR eina af innkaupaferðum fjölskyldunnar í Bónus var af hreinni tilviljun lesið yfir strimilinn. Lesturinn leiddi það í ljós að verð í verslun var alls ekki það sama og á strimli á einni vörutegund og munaði þar um 100 kr. Sem gagnvirkur neytandi var ákveðið að hringja í Bónus og fá skýringu á þessu. Starfsfólkið var það önnum kafið að ekki tókst því að svara í símann þá tvo daga er hringt var. Meira
27. júní 1999 | Aðsent efni | 693 orð

Trú og vísindi eru systur

Eiga trúin og vísindin samleið inn í 21. öldina? Stefán Friðbjarnarsonleitar svara við þeirri spurningu. Meira
27. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 243 orð

Vatn fyrir vonda?!

ÉG OG félagi minn komum við á Kaffi List, einu af "kaffihúsum" borgarinnar, eitt föstudagskvöldið. Þannig var að ég og félagi minn ákváðum að fá okkur vatnsglas, mitt í þessum bjór- og brennivínskliði, svona rétt á meðan við vorum að átta okkur á því hvað snéri upp og hvað niður. Meira

Minningargreinar

27. júní 1999 | Minningargreinar | 326 orð

Benedikta Ólafsdóttir

Að fá fréttir af fráfalli náins ættingja verður alltaf mikið áfall, jafnvel þótt ljóst sé í hvað stefni. Svo var að sjálfsögðu með mig þegar Móeiður systir mín hringir í mig að morgni laugardagsins 19. þessa mánaðar og tilkynnir mér að Benedikta hafi dáið þá um nóttina. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 264 orð

Benedikta Ólafsdóttir

Einn félagi úr fjöllistahópnum er fallinn frá. Fjöllistahópurinn var félagsskapur þar sem einstaklingar fengu að rækta listhæfileika sína. Ég leyfi mér að fullyrða að Benedikta hafi verið þar fremst á meðal jafningja, henni var svo margt til lista lagt. Það sem einkenndi Benediktu öðru fremur var óbilandi þrautseigja, að gefast ekki upp. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 843 orð

Benedikta Ólafsdóttir

Lífið fer mismjúkum höndum um okkur mannfólkið. Sumir eru svo lánsamir að ferðast í gegnum lífið svo til áfallalaust á meðan aðrir þurfa að takast á við meiri erfiðleika og sársauka en hægt er að hugsa sér. Vinkona mín, hún Benedikta, þurfti á sinni alltof skömmu ævi að takast á við meiri vonbrigði og veikindi en nokkur önnur manneskja sem ég hef hitt. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 480 orð

Benedikta Ólafsdóttir

Elsku besta Dittlen (systir). Kæra vinkona, ég mun aldrei gleyma þeirri stund sem við kynntumst. Það var í Hólabrekkuskóla þegar við vorum fjórtán ára gamlar. Þú sem varst svo feimin og hlédræg en samt urðum við eins og samlokur, svo mikill var vinskapurinn. Mig langar til að minnast á hversu stóran þátt þú áttir í mínu lífi. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 462 orð

Benedikta Ólafsdóttir

Elsku Benedikta mín. Engin orð geta lýst öllu því sem mig langar að segja við þig. Síðan ég frétti að þú værir dáin hef ég hugsað stanslaust um þig og ég tala við þig stöðugt til að segja þér frá öllu sem ég er að hugsa og hvað mér finnst. Ég get ekki trúað að við eigum aldrei aftur eftir að tala saman um allt sem okkur liggur á hjarta. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 682 orð

Benedikta Ólafsdóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Það er sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta þig aftur, elsku Benedikta. En þó svo að sorgin sé mikil þá veit ég í hjarta mínu að þér líður vel þar sem þú ert nú. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 336 orð

Benedikta Ólafsdóttir

Elsku systir, nú eigum við um sárt að binda, okkur þótti svo óendanlega vænt um þig. Þú varst svo sérstök. En við áttum margar góðar stundir saman sem ekki verða teknar frá okkur. Það er svo sárt að horfa á eftir þér svona í blóma lífsins. En Guð einn ræður hversu lengi við erum í þessum heimi. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 228 orð

Benedikta Ólafsdóttir

Það var mikil sorg og margar hugsanir sem flugu í gegnum huga okkar laugardagsmorguninn 19. júní þegar við fréttum að frænka okkar, hún Benedikta, væri dáin. Þetta er svo óréttlátt, hún var aðeins 25 ára og allt lífið framundan. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 377 orð

Benedikta Ólafsdóttir

Það er óhætt að segja að hún Benedikta hafi verið öflugur félagi hjá Junior Chamber Reykjavík. Hún gekk inn 10. október 1997 og það geislaði svo sannarlega af henni. Hún heillaði okkur fljótt með fágaðri framkomu, dularfullum þokka og fegurð, og hún hafði ferskar hugmyndir sem Junior Chamber Reykjavík naut góðs af. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 262 orð

Benedikta Ólafsdóttir

Elsku Benedikta mín. Mikið var ég stolt af þér þegar þú fæddist, það var nú aldeilis gaman að eignast litla frænku. Sjálf var ég nýorðin 11 ára. En þú hafðir heilmikið fyrir því að komast í heiminn, fórst úr báðum mjaðmaliðum og öðrum axlarlið, en það fór nú allt vel. Ég man að það var líka gaman að fá litlu fötin þín til að máta á dúkkuna mína. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 127 orð

Benedikta Ólafsdóttir

Elsku Benedikta okkar. Takk fyrir árin sem við áttum saman. Við söknum þín. Þú gafst okkur svo mikið sem við getum lært af. Núna síðustu fimm árin hefur þú meira frekar en minna þjáðst, allir þessir verkir allur þessi sársauki, einn verkur deyfir annan. Við heimsóttum þig kvöldið áður en þú fórst í þína ferð. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 475 orð

Benedikta Ólafsdóttir

Laugardagurinn 19. júní rann upp bjartur og fallegur, en það átti ekki eftir að standa lengi í hugum okkar og hjörtum. Ein símhringing, og ský dró fyrir sólu, þegar bróðir okkar og mágkona tilkynntu okkur andlát dóttur sinnar, Benediktu, sem látist hafði fyrr um nóttina. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 201 orð

Benedikta Ólafsdóttir

Elsku Benedikta, ekki hefði mig grunað að ég þyrfti að setjast niður og minnast þín með þessum hætti. Þín, sem bjargaðir lífi mínu, með fádæma hetjuskap þínum, þegar þú lagðir á þig ómælt erfiði, langt inni í óbyggðum, í ókunnu umhverfi, að sækja hjálp handa mér, þegar ég lenti þar í slysi. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 71 orð

Benedikta Ólafsdóttir

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 148 orð

Benedikta Ólafsdóttir

Mig langar að kveðja þig, kæra frænka, með nokkrum línum. Það var svo skrítið að þrátt fyrir að það væri bara ár á milli okkar voru skoðanir okkar svo ólíkar. Það var svo margt sem þig langaði til að gera, ferðast, læra og kynnast fólki og sl. 5 ár hefur þú verið svo dugleg að gera það sem þig langaði til, þrátt fyrir allar þær hindranir sem urðu á vegi þínum. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 809 orð

Benedikta Ólafsdóttir

Þegar vorið er komið og sumarið rétt að byrja virðist allt svo bjart og fallegt. Trén laufgast og blómin springa út. Allt verður svo miklu léttara og tekið er á móti lífinu með von um bjarta framtíð og fagra drauma. Maður gleymir sér um stund og hugsar hve lífið er dásamlegt og hversu gott maður hefur það. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 493 orð

Benedikta Ólafsdóttir

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Ástkær frænka mín og vinkona er látin langt um aldur fram eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 188 orð

BENEDIKTA ÓLAFSDÓTTIR

BENEDIKTA ÓLAFSDÓTTIR Benedikta Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1973. Hún lést á líknardeild Landspítalans 19. júní síðastliðinn. Foreldrar Benediktu eru: Móeiður Jónsdóttir, f. 28. júlí 1953, bókavörður í Foldasafni, og Ólafur Benediktsson, f. 19. mars 1950, bílstjóri hjá Fóðurblöndunni h/f. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 217 orð

Eyþór Björgvinsson

Elsku Rannveig, það var sárt að fá símbréfið frá þér, kæra vinkona. Ég sá að mikið var að og þú baðst okkur að hafa samband. Þú gast varla talað fyrir ekka þegar þú sagðir: "Hann pabbi er dáinn." Elsku vinkona, ég vissi að fyrir þig var þetta mikið áfall. Þú og pabbi þinn voruð mjög samrýnd eins og ég sá oft þegar þið áttuð hjá mér góðar og fallegar samverustundir á veitingastaðnum. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 186 orð

EYÞÓR BJÖRGVINSSON

EYÞÓR BJÖRGVINSSON Eyþór Björgvinsson fæddist í Reykjavík 27. mars 1929. Hann var sonur hjónanna Björgvins Stefánssonar og Rannveigar Árnadóttur, sem bjuggu meirihlutann af búskapartíð sinni á Klöpp á Akranesi. Að Björgvini lágu skagfirskar og austfirskar ættir en Rannveig var Borgfirðingur. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 685 orð

Friðný Ísaksdóttir

Hún hvarf inn í vorið. Það hæfði vel þessari björtu sál. Friðný ólst upp við fátækt eins og fleiri á þeim tímum. Foreldrar hennar skildu á meðan hún var ung að árum. Með föður sínum var hún fyrst í stað, en síðan hjá vandalausum. Allir þekkja úr ævisögum fólks hve sjálfsagt þótti að nota vinnukraft umkomulausra til hins ýtrasta. Lífsbaráttan var hörð. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 81 orð

FRIÐNÝ ÍSAKSDÓTTIR

FRIÐNÝ ÍSAKSDÓTTIR Friðný Ísaksdóttir fæddist á Vestaralandi í Öxarfirði 19. maí 1920. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ísak Jónsson, bóndi á Vestaralandi, og kona hans Aðalbjörg Stefánsdóttir frá Harðbak á Sléttu. Þau skildu. Friðný ólst upp á Ærlæk í Öxarfirði. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 1341 orð

Guðbjartur Betúelsson

Um miðjan áttunda áratuginn þurftum við hjónin á að halda slyngum rafvirkja vegna úr sér genginna raflagna í húsi sem við höfðum þá fest kaup á. Góðkunningi okkar, Jónas heitinn Guðmundsson, listamaður jafnvígur á myndmál og ritmál, mælti þá eindregið með rafverktaka sem ætti ekki sinn líka og hefði unnið mikið fyrir listamenn. Guðbjartur Betúelsson var nafnið hans. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 533 orð

Guðbjartur Betúelsson

Mánudaginn 28. júní verður til moldar borinn tengdafaðir minn, Guðbjartur Betúelsson frá Höfn í Hornvík. Ég vil með þessum línum minnast hans og þakka honum fyrir öll árin sem við höfum átt saman, en líf okkar er þannig samtvinnað að við höfum áratugum saman búið undir sama þaki. Sambandið hefur verið mjög náið, meiri og minni samskipti daglega. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 64 orð

Guðbjartur Betúelsson

Elsku langafi, nú ertu dáinn. Nú ertu kominn til Guðs. Þú sem talaðir svo mikið um Guð og Jesú. Nú vitum við að þú ert hjá Guði og þér líður vel. Guð geymi þig, elsku langafi. Pálmar og Arnar. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 525 orð

Guðbjartur Betúelsson

Nú er hann dáinn, hann Guðbjartur frændi, aðeins fimm dögum eftir andlát Önnu systur sinnar. "Bjartur bróðir" var pabbi vanur að kalla hann og var það sannkallað réttnefni, því birta, hlýja og glaðværð er það, sem kemur ávallt upp í huga minn er ég hugsa um hann. Þeir voru þrír yngstir systkinanna úr Höfn í Hornvík, Guðbjartur, Sigurður og Ólafur, faðir minn. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 435 orð

GUÐBJARTUR BETÚELSSON

GUÐBJARTUR BETÚELSSON Guðbjartur Betúelsson fæddist í Höfn í Hornvík 27. janúar 1908. Hann lést á Kumbaravogi 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Betúel Betúelsson frá Dynjanda, bóndi í Höfn, f. 1857, d. 1952, og Anna Jóna Guðmundsdóttir frá Hesteyri, f. 1875, d. 1959. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 161 orð

Guðrún Þórhildur Björg Jónasdóttir

Þegar manni eru gerð orð, og þau höfð tvítekin að boði, til þess að bæta manns veg, af þeim sem veit dauðann nálgast, þá eru vinir að kveðja. Guðrún gerði mér þau orð. Enn gaf Guðrún, enn veitti hún eins og hún vissi best. Guðrún var fastur punktur í tilverunni í Innri Njarðvík frá fyrstu minnum mínum sem barns. Það tekur í, þegar slíkar konur hverfa af sjónarsviðinu. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 36 orð

GUÐRÚN ÞÓRHILDUR BJÖRG JÓNASDÓTTIR

GUÐRÚN ÞÓRHILDUR BJÖRG JÓNASDÓTTIR Guðrún Þórhildur Björg Jónasdóttir fæddist á Borg í Skötufirði við Ísafjarðardjúp hinn 26. júní 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju 11. júní. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 544 orð

Ingibjörg Einarsdóttir

Það var að morgni 16. júní sem Lára hringdi og sagði mér að Ingibjörg væri dáin. Það kom í sjálfu sér ekki á óvart, þar sem hún hafði um langt árabil barist við heilsuleysi. Að vissu leyti er þetta því góð ráðstöfun hjá almættinu og við sem þekktum hana og vorum henni samferða um áratuga skeið erum ekki ósátt við þessa ráðstöfun. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 123 orð

INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR

INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR Ingibjörg Einarsdóttir fæddist á Eyrarlandi í Eyjafjarðarsveit 5. nóvember 1918. Hún var yngsta dóttir hjónanna Margrétar Eiríksdóttur húsfreyju og Einars Árnasonar alþingismanns, sem þar bjuggu. Systkini hennar voru Sigríður, Aðalsteinn og Laufey, sem öll eru látin, og Hulda sem býr á Eyrarlandi. Hinn 3. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 155 orð

Jón Thorlacius

Elsku afi Jón, okkur langar að kveðja þig með örfáum orðum. Það er ávallt sárt að þurfa að kveðja, en við huggum okkur við það að nú hefur þú fengið hvíld. Við minnumst þess hve gott það var að koma í heimsókn á Kvisthagann þar sem þið amma tókuð ávallt vel á móti okkur, og þegar þú afi sýndir okkur stoltur verðlaunagripi þína frá golfmótum bæði hér heima og erlendis, Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 36 orð

Jón Thorlacius

Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Elsku langafi, Guð geymi þig. Anna Kristín, Elísa Björk og Agnes María. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 288 orð

JÓN THORLACIUS

JÓN THORLACIUS Jón Thorlacius fæddist í Reykjavík 1. júlí 1914. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 14. júní síðastliðinn. Foreldrar Jóns voru Árni Ólafur Thorlacius búfræðingur í Reykjavík, f. 15. apríl 1877, d. 13. ágúst 1960, og kona hans, Guðfinna Jónsdóttir, f. 18. júlí 1881, d. 23. okt. 1950. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 620 orð

Magnús Guðmundsson

Unnandi lista og ljóða, leiks og tóna hefur kvatt okkur hinztu kveðju. Hann Magnús var fagurkeri hinn mesti, unni fegurðinni hvar sem hana var að finna, næmur á litbrigði lífsins, tilfinningaríkur fullhugi sem tókst á við svo margt og skilaði fágætlega af sér hverju og einu. Ég gleðst í hjarta mínu yfir því í hve mörgu við Magnús áttum mæta samleið. Meira
27. júní 1999 | Minningargreinar | 26 orð

MAGNÚS GUÐMUNDSSON

MAGNÚS GUÐMUNDSSON Magnús Guðmundsson fæddist í Sandvík 26. júlí 1923. Hann lést á Landspítalanum 6. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Norðfjarðarkirkju 12. júní. Meira

Daglegt líf

27. júní 1999 | Bílar | 51 orð

55,3 milljónir bíla framleiddir í fyrra

SAMTALS voru framleiddir 55.358.913 bílar í heiminum á síðasta ári. Mest var framleiðslan í Vestur-Evrópu, 31,3% af heimsframleiðslunni, en skammt á eftir komu Bandaríkin, 29%. General Motors var í fyrra stærsti bílaframleiðandi heims, framleiddi alls 7.560.000 bíla en þar á eftir komu Ford og Toyota. Meira
27. júní 1999 | Ferðalög | 1971 orð

Alls staðar var Goethe Þar sem afbragðs vín, mat og fagrar konur var að finna, þar var Goethe.Hrönn Marinósdóttir fetaði slóðina

SUMARFRÍIN eru stutt í Japan en þarlendir eru spenntir fyrir Evrópu, ekki síst Þýskalandi. Talið er að um 5 milljónir Japana komi þangað á ári hverju í sumarfrí. Vegna tímaskorts er ekki óalgengt að þeir flakki milli sex borga á dag. Slíkar heimsóknir fela vanalega ekki meira í sér en nokkrar myndatökur og síðan er hlaupið í bílinn aftur. Meira
27. júní 1999 | Bílar | 179 orð

Aukin sala á BMW

B&L, umboðsaðili BMW, hefur slegið met í sölu á BMW á Íslandi. Fyrstu sex mánuði ársins seldist 61 bíll sem er meiri sala en allt síðasta ár þegar 59 bílar seldust. Aðallega hefur sala aukist á minnstu bílunum í 3-línunni og þó einkum og sér í lagi á svonefndum Compact, sem er tveggja dyra og nokkru styttri en fernra dyra 3-bíllinn. Af þessum 61 bíl voru 22 BMW Compact. Meira
27. júní 1999 | Bílar | 1141 orð

Á flaggskipi Opel á hraðbrautunum

OPEL hefur í framleiðslu sjö gerðir fólksbíla og tvær gerðir jeppa og getur því boðið upp á breiða línu alls staðar þar sem eftirspurn er að finna. Fólksbílarnir eru Corsa, Astra, Vectra og Omega, fjölnotabílarnir Zaphira og Sintra, (sem reyndar verður hætt að framleiða innan skamms), sportbíllinn er Tigra og jepparnir eru Frontera og Monterey, sem er systurbíll Isuzu Trooper. Meira
27. júní 1999 | Ferðalög | 190 orð

Bæjarbúar ófeimnir við kaffidrykkju

"NAFNIÐ er drungalegt en rammíslenskt, jafnvel pínulítið göldrótt og hæfir því staðnum vel," segir Sigfús Almarsson um nafnið á veitingastaðnum Svörtuloftum sem hann rekur ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Sigurðardóttur. Staðurinn var opnaður á vordögum og dregur nafn sitt af bjarginu sem liggur frá Öndverðarnesi og út í Beruvík og kallast einu nafni Svörtuloft, sé horft utan frá sjó. Meira
27. júní 1999 | Ferðalög | 1199 orð

Kafað dýpra í efnið

JAMES Proctor hefur mikla reynslu af fjölmiðlaheiminum. Hann starfar fyrir BBC Radio 5 Live þar sem hann sér daglega um hálftíma langar Evrópufréttir ásamt því að vera með klukkutíma þátt á sunnudögum sem tileinkaður er heimsmálunum. Meira
27. júní 1999 | Ferðalög | 190 orð

Kínaklúbbur Unnar til Tíbet

ÞANN 17.september heldur Kínaklúbbur Unnar í þriggja vikna skemmti- og fróðleiksferð til Kína og Tíbet. Flogið er frá Keflavík til Bejing með millilendingu í Stokkhólmi. Þaðan er m.a. farið til Xian og einnig verður skoðað 6500 ára gamalt bæjarstæði þorpsins Banpo áður en haldið er Lhasa í Tíbet þar sem 1300 ára gamla hofið Jokhang er heimsótt ásamt fleiru. Meira
27. júní 1999 | Bílar | 52 orð

Leiðrétting

Í BÍLUM sl. sunnudag var sagt frá bílum sem Sævar Pétursson gerði upp og sýndir voru á fornbílasýningu í Laugardalshöll. Þar segir að Sævar hafi gert upp Thunderbird sem var kjörinn bíll sýningarinnar. Hið rétt er að Kristinn Valdimarsson gerði upp bílinn en Sævar vann hann undir sprautun og sprautaði hann. Meira
27. júní 1999 | Bílar | 329 orð

Nubira II hlaðin staðalbúnaði

NÝ kynslóð Daewoo Nubira er komin til landsins og var kynnt á blaðamannafundi í nýjum sýningarsal Bílabúðar Benna á Vagnhöfða 23. Nýi bíllinn hefur fengið nýjan framenda og afturstuðara ásamt nýjum framlugtum. Að innan er bíllinn einnig nýr sem og fjöðrunarkerfið. Meira
27. júní 1999 | Bílar | 316 orð

Ný verkefni Vegagerða

VEGAGERÐINNI hefur verið falið það verkefni að annast útgáfu leyfa til hópferðaaksturs auk þess að sinna eftirliti með starfsemi leyfishafa samkvæmt lögum sem tóku gildi 1. júní sl. um skipulag á fólksflutningum með hópferðabifreiðum. Fram til þessa hefur skipulagsnefnd fólksflutninga, sem heyrði undir samgönguráðuneytið, veitt slík leyfi en með nýju lögunum er sú nefnd lögð niður. Meira
27. júní 1999 | Bílar | 233 orð

Nætursýn í Kadiljákana

FYRIRTÆKIÐ Raytheon, sem var eitt hið fyrsta til að starfa sjálfstætt fyrir Bandaríkjaher, hefur nú beint sjónum sínum að bílaiðnaðinum. Fyrirtækið hefur hannað búnað sem gerir ökumönnum kleift að sjá lengra fram á veginn í myrkri, eins konar nætursjónauka líkt og þekkist úr herþotum og skriðdrekum. Búnaðurinn verður fáanlegur sem valbúnaður í 2000 árgerð Cadillac í haust. Meira
27. júní 1999 | Bílar | 921 orð

Stærri Space Star en sýnist

SPACE Star er nafnið á nýjum og afar forvitnilegum fjögurra metra löngum bíl frá Mitsubishi. Þetta er fimm manna bíll með 1,3 lítra vél, kallaður hlaðbakur í bæklingi frá umboðinu, Heklu hf., en mætti allt eins kalla langbak. Verðið er 1.495 þúsund og staðalbúnaður ríkulegur en það sem kemur mest á óvart eru aksturseiginleikarnir. Meira
27. júní 1999 | Bílar | 218 orð

Tölvutækt varahlutakerfi

FYRIRTÆKIÐ BSA í Kópavogi hefur fengið umboðs- og dreifingarrétt á Multicat varahlutakerfinu. Kerfið hentar þeim sem kaupa mikið af varahlutum í bíla, eins og verkstæðum og einstaklingum. Í frétt frá BSA segir að með Multicat sé hægt að komast hjá því að panta eða fá afgreiddan rangan hlut og draga þannig úr fjárútlátum og tímaeyðslu. Meira
27. júní 1999 | Ferðalög | 255 orð

Um Hornstrandir á eigin vegum

LEIÐSÖGUBÓK um Hornstrandir fyrir sjálfstæða ferðalanga er nú komin út hjá Máli og menningu. Bókin er ætluð þeim sem ferðast upp á eigin spýtur og er í henni bryddað upp á því nýmæli að birta lista yfir nokkra GPS-punkta til gagns fyrir ferðalanga. Meira
27. júní 1999 | Ferðalög | 280 orð

Vandaðir munir í endurbættri safnbúð

UNDANFARIÐ hefur verið unnið að breytingum á safnbúðinni í Árbæjarsafni. Samkvæmt Gerði Róbertsdóttur, deildarstjóra sýningadeildar, hefur verið tekin upp ný stefna sem felur í sér að leggja meiri áherslu á vandað íslenskt handverk í stað dæmigerðra minjagripa. Sem dæmi má nefna eru nú til sölu í safninu þjóðlegar tehettur, listileg nálabréf, útskornir fuglar o.fl. Meira

Fastir þættir

27. júní 1999 | Fastir þættir | 875 orð

Atvinna og ættarmót Hafi einhver skarað fram úr í því að fjölga störfum hérlendis hin síðari ár, þá er það ekki

Maðurinn sem fann upp ættarmótið á Fálkaorðuna skilið. Vísast veit enginn hvar hann er eða hver hann er, en ýmsir í þjóðfélaginu eru þessum merkilega uppfinningamanni eflaust ævarandi þakklátir. Meira
27. júní 1999 | Í dag | 162 orð

Friðrikskapella.

Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Fella- og Hólakirkja. Bænastund og fyrirbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænarefnum í kirkjunni. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga frá kl. Meira
27. júní 1999 | Dagbók | 920 orð

Í dag er sunnudagur 27. júní, Sjösofendadagur, 178. dagur ársins 1999. Orð dags

Í dag er sunnudagur 27. júní, Sjösofendadagur, 178. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámennirnir. (Matteus 7, 12. Meira
27. júní 1999 | Fastir þættir | 139 orð

Suðri og hans svífandi brokk

Suðri og hans svífandi brokk Stóðhesturinn er kynngimögnuð skepna. Útgeislun og göfgi fagurskapaðs stóðhests eiga sér engan samjöfnuð svo ekki sé nú talað um þegar með fylgir stórbrotin hreyfingafegurð, mikil spyrna og gott svif. Meira
27. júní 1999 | Í dag | 555 orð

Víkverji hefur glaðst mjög að undanförnu yfir fréttum sem bir

Víkverji hefur glaðst mjög að undanförnu yfir fréttum sem birst hafa nær daglega af velgengni íslensks tónlistarfólks á erlendri grundu. Samningar hafa tekist með íslensku tónlistarfólki og stórfyrirtækjum erlendum um útgáfu á íslenskri tónlist á alþjóðavísu og er í sumum tilvikum um geysilegar fjárhæðir að ræða. Meira
27. júní 1999 | Í dag | 140 orð

Þyrlulendingin í Hljómskálagarði

Mig langar til að eftirfarandi komi fram vegna fréttar í Morgunblaðinu fimmtudaginn 24. júní um að hætt hafi verið við þyrlulendinguna í Hljómskálagarðinum. Það voru þeir félagar í þættinum Tvíhöfða á útvarpsstöðinni X-inu sem hvöttu fólk eindregið til að fara í Hljómskálagarðinn til að mótmæla. Og skipti þá ekki máli hvort fólkið væri með eða á móti, bara mæta á staðinn og mótmæla. Meira
27. júní 1999 | Í dag | 41 orð

(fyrirsögn vantar)

80 ÁRA afmæli. Steinunn Gunnarsdóttir, fyrrverandi húsfreyja á Saurum í Dalasýslu, er áttræð á morgun, mánudaginn 28. júní. Eiginmaður hennar var Benedikt Jóhannesson, bóndi og húsasmiður á Saurum, en hann lést árið 1983. Steinunn dvelur nú á Silfurtúni, dvalarheimili aldraðra í Búðardal. Meira
27. júní 1999 | Í dag | 48 orð

(fyrirsögn vantar)

60 ÁRA afmæli. Á mánudaginn, 28. júní, verður sextug frú Halldóra Traustadóttir ljósmóðir. Á afmælisdaginn mun hún ásamt eiginmanni sínum, Einari G. Jónassyni múrarameistara, taka á móti gestum á heimili þeirra í Strýtuseli 16. Þeir sem vilja gleðjast með þeim og þiggja veitingar eru hjartanlega velkomnir eftir kl. 18. Meira
27. júní 1999 | Í dag | 36 orð

(fyrirsögn vantar)

40 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 27. júní, verður fertugur Pétur Pétursson, ljósmyndari og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, til heimilis á Seilugranda 7, Reykjavík. Eiginkona hans er Dagmar Haraldsdóttir. Hann hélt upp á afmælið í gær, laugardag. Meira
27. júní 1999 | Í dag | 115 orð

(fyrirsögn vantar)

Ó, fögur er vor fósturjörð um fríða sumardaga, er laufin grænu litka börð og leikur hjörð í haga, en dalur lyftir blárri brún mót blíðum sólar loga, og glitrar flötur, glóir tún og gyllir sunna voga. Meira
27. júní 1999 | Í dag | 25 orð

(fyrirsögn vantar)

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman hinn 27. júní 1998 í Áskirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Elísabet Dungal og Karl Brynjólfsson. Þau eru til heimilis í Stararima 14. Meira

Íþróttir

27. júní 1999 | Íþróttir | 803 orð

Spurs meistari

SAN Antonio Spurs tryggði fyrsta meistaratitil sinn í NBA-deildinni eftir eins stigs sigur á New York Knicks í fimmta leik liðanna, 78:77. Stórleikur Tim Duncan skóp sigur liðsins og var hann kosinn "leikmaður lokaúrslitanna" eftir að hafa skorað rúmlega 27 stig að meðaltali í keppninni. Spurs fagnaði sigri í viðureignunum með fjórum sigrum gegn einum og er verðugur meistari deildarinnar. Meira
27. júní 1999 | Íþróttir | 109 orð

Tími Robinsons er kominn

"ÉG er að reyna að anda rólega ­ reyna að hleypa spennu tíu keppnistímabila út úr líkamanum. Þetta er vissulega frábær tilfinning og ég ætla að njóta þess í kvöld. Leikmenn New York geta borið höfuðið hátt því þeir gerðu þetta erfitt fyrir okkur með mikilli baráttu. Meira

Sunnudagsblað

27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 2887 orð

"AÐEINS GUÐ EINN GETUR BJARGAÐ ÞESSARI ÞJÓÐ"

FYRIRSÖGNIN er sótt í svar heimamanns á Haiti sem var spurður hvað væri til ráða til að breyta hörmulegu ástandi í landi hans. Rafn Jónsson heimsótti Haiti, land ótrúlegrar örbirgðar og eymdar sem rambar nú á barmi borgarastyrjaldar. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1015 orð

Að hlusta, tala og hlýða

Í síðustu tveimur greinum var rætt eilítið um mál og málfarslegt uppeldi. Mál skiptir meginmáli fyrir öll samskipti barna og fullorðinna, milli barna innbyrðis og milli fullorðinna. Gott samband á milli barna og foreldra grundvallast á opnum og eðlilegum samskiptum. Helst viljum við að börnin deili með okkur tilfinningum sínum, segi okkur hug sinn allan og láti í ljósi skoðanir sínar. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 79 orð

AMARTYA K. SEN

1933: Fæddur í Shantiniketan 1953: Útskrifast frá Presidency College í Calcutta 1956-58: Prófessor í hagfræði við Jadavpur háskóla 1957-63: Félagi á Þrenningargarði (Trinity College) í Cambridge 1963-71: Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1167 orð

Bakland geimóperunnar

Það er ekki eins og Logi geimgengill og Svarthöfði hafi stokkið alskapaðir úr höfði Georgs Lucasar þegar hann gerði Stjörnustríðsbálkinn heldur hefur bandarískur vísindaskáldskapur á öldinni komið þar við sögu að sögn Arnaldar Indriðasonar, sem kynnti sér jarðveginn sem Stjörnustríð er að einhverju leyti sprottið úr. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1573 orð

BJÓÐUM ÞEKKINGU OG REYNSLU Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur

Jón Örn Guðbjartsson fæddist 8. júní 1962 í Reykjavík. Hann nam íslensku og bókmenntir við Háskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1985. Eftir nám starfaði Jón Örn fyrst sem blaðamaður á DV og síðar sem frétta- og dagskrárgerðarmaður á Stöð 2 og Bylgjunni. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 527 orð

Einkaframtakið í geimnum

UM þessar mundir er verið að ljúka gerð á dálítið furðulegu geimfari í Mojave-eyðimörkinni í Bandaríkjunum. Þetta er eins konar kynblendingur eins þreps margnota eldflaugar og þyrlu. Segja má í stórum dráttum að um sé að ræða eldflaug í flugtaki, þyrlu í lendingu en gervitungl þess á milli, semsé á brautarhreyfingu um jörðu. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 882 orð

Enginn vill bola Herdísi frá Kálfatjörn

Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps, segir að hvorki sveitarfélagið né landbúnaðarráðuneytið hafi nokkurn tímann viljað bola Herdísi Erlendsdóttur frá Kálfatjörn. Henni hafi ávallt staðið til boða að leigja skika í kringum hús sitt og dvelja þar áfram, en yngra fólk í fjölskyldunni hafi sótt það fast að fá jörðina alla, enda ætlað sér að halda hross. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 3631 orð

Fólk er sér betur meðvitandi um náttúruna

MIKLAR hræringar eru á orkumarkaði í heiminum og víða reynt að koma á breytingum með nýju skipulagi sem dragi fram kosti markaðsbúskapar. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að komið verði á samkeppni á orkumarkaði hér í samræmi við reglur Evrópusambandsins sem munu gilda á Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Verður m.a. skilið á milli framleiðslu, flutnings, dreifingar og sölu á orkunni. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1888 orð

Grafskrift hins gleymda ritstjóra

Grafskrift hins gleymda ritstjóra Gömul íslensk dagblöð og tímarit sem tekið hafa upp tugi fermetra af hilluplássi í bókasafni Harvard háskóla eru komin í harða samkeppni við glæsileg einkasöfn sem arfleidd hafa verið til safnsins. Nú á að skrá blöðin í tölvu og koma þeim í lokaða geymslu. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 101 orð

GSM í Georgíu

FRÁ 21. júní síðastliðnum hafa notendur GSM-þjónustu Landssíma Íslands getað notfært sér GSM þjónustu símafyrirtækisins Magticom í Georgíu. Nýlega bættust einnig í hóp fyrirtækja sem Landssíminn hefur samið við um GSM-þjónustu diAix í Sviss, sem býður þjónustu á tíðnisviðunum 900 og 1800 megarið, og New World í Hong Kong, sem býður GSM-1800 þjónustu. Mánudaginn 28. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1035 orð

Iceland Seafood í álögum

STÓRU fisksölusamtökin, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Íslenzkar sjávarafurðir, hafa verið mikið í fréttunum að undanförnu. Öllu hefir þar verið snúið á haus og margir hafa misst það, sem þeir héldu fyrir nokkru, að væri trygg framtíðar-atvinna. Óróinn og ólgan hefir náð alla leið út í heim og haft alls kyns breytingar í för með sér hjá dótturfyrirtækjum í ýmsum löndum. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 269 orð

Í hverju er ESB formennska fólgin?

Í hverju er ESB formennska fólgin? ÆÐSTA valdið í ESB liggur í ráðherraráðinu, sem fer með löggjafarvaldið í ESB. Hvaða ráðherrar sitja þar fer eftir því hvaða mál eru á dagskrá. Æðst er leiðtogaráðið, ráð forsætisráðherra og þjóðarleiðtoga, er fara með æðsta pólitíska valdið í hverju landi. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 128 orð

Nokkrar bækur eftir Amartya K. Sen

Choice of Techniques (1960) Growth Economics (1960) Collective Choice and Social Welfare (1970) On Economic Inequality (1973) Employment, Technology, and Development (1975) Poverty and Famines; An Essay on Entitlement and Deprivation (1981) Choice, Welfare and Measurement (ritgerðasafn) (1982) Resources, Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1951 orð

Norrænt stúdentamót fyrir 50 árum

Norræna stúdentamótið var haldið í Reykjavík dagana 18.­25. júní sumarið 1949. Það var annað stúdentamótið hér á landi. Hið fyrsta var haldið sumarið 1930, Alþingishátíðarsumarið. Í millitíðinni höfðu Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 635 orð

Quarashi minnir á sig

ÞEGAR Quarashi var á hátindi vinsælda sinna ákváðu liðsmenn hennar að taka sér frí, fóru í skóla hér heima og erlendis, eða lögðust í ferðalög. Fríið er liðið, skammt er síðan sveitin fór á kreik á ný með tónleikahaldi og tilheyrandi og á næstu dögum mun heyrast í útvarpi nýtt lag sveitarinnar sem gefið verður út eftir tvær vikur, það fyrsta nýja sem heyrist frá henni í langan tíma. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 263 orð

Rappað af snilld

RAWKUS-útgáfan bandaríska er með skemmtilegustu útgáfum vestanhafs um þessar mundir. Undanfarin misseri hefur hún sent frá sér hverja afbragðsskífuna af annarri, þar á meðal rappsafnið magnaða Soundbombing sem kom út síðla árs 1997. Í síðustu viku bárust hingað til lands fyrstu eintökin af framhaldi þess disks, sem heitir einfaldlega Soundbombing II. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 4484 orð

SAMVISKA hagfræðinnar Árið 1943 varð mikil hungursneyð í Bengal á Indlandi. Þrjár milljónir manna létu lífið, en meðal þeirra

SAGA hans er sérstaklega athyglisverð. Drengnum var gefið nafn af indverska skáldinu Rabindranath Tagore, risanum í indversku menningarlífi, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1913. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 425 orð

Skarpar línur

ROKKIÐ sækir enn í sig veðrið og fjölgar sveitum sem leika kraftmikið pönk- og fönskskotið rokk, jafnvel með rappáhrifum. Meðal brautryðjenda í þeirri gerð tónlistar var sveitin Limp Bizkit, sem sendi frá sér framúrskarandi skífu fyrir tveimur árum. Framhald hennar kom svo út í liðinni viku. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1697 orð

Steinlá fyrir leiklistargyðjunni

RÚNAR Freyr Gíslason hefur haft nóg að gera seinustu misseri. Samhliða námi í Leiklistarskólanum hefur hann farið með veigamikil hlutverk í hverju leikritinu á fætur öðru en þar ber leik hans í "Grease" í fyrrasumar einna hæst þar sem hann skellti sér í leðurjakkann hans Johns Travoltas og lék Danny. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 2739 orð

Sterk framkvæmdastjórn í þágu smáríkja

"TIL Brussel förum við hvorki með betlistaf, né til að taka við fyrirskipunum, heldur til að vera með," segir Paavo Lipponen forsætisráðherra Finna. Það er bjargföst sannfæring hans að sterk framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB sé smáríkjum í hag, þó honum hafi ekki gengið vel að koma löndum sínum í skilning um það. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1799 orð

Syngjandi smaladrengir og táningar með trúðsnef

ATVINNULEIKHÚS UNGS FÓLKS Í ÍSAFJARÐARBÆ Syngjandi smaladrengir og táningar með trúðsnef Þau leika gínur í búðargluggum, trúða á Silfurtorginu, taka á móti farþegum skemmtiferðaskipa og skemmta börnum í leikskólum svo fátt sé nefnt. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1138 orð

TIL LUNDÚNA ÁRIÐ 1959

Nú endurlifi ég unaðsdagana í London 1959, segir Leifur Sveinsson, með því að leigja eða kaupa myndbönd með Sir Ralph Richardson, Sir Michael Redgrave o.fl. Lengra verður ekki komist í snilldarleik, er ég naut þá. I Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 4067 orð

Tilviljanir hrannast upp

LINDA Rós Michaelsdóttir kennari ólst upp á Kálfatjörn frá því að hún var 9 ára gömul, en hjónin á Kálfatjörn, Erlendur Magnússon og Kristín Gunnarsdóttir, höfðu áður tekið hálfbróður hennar í fóstur. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 3043 orð

Tónlist í blíðu og stríðu

Kunnugir segja að þau hjónin Þórunni Björnsdóttir og Marteinn Hunger Friðriksson séu svo hógvær að það sé þeim nánast kvöl að þurfa að taka við opinberri viðurkenningu. Hvað sem þeirri staðhæfingum líður er þó óhætt að segja að þau hafi ekki baðað sig í sviðsljósinu. Framlag þeirra til tónlistar á Íslandi verður hins vegar seint ofmetið. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 291 orð

TölvuMyndir með útibú í Bandaríkjunum

ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið TölvuMyndir hefur fært út kvíarnar og opnað skrifstofur í Seattle í Bandaríkjunum og Halifax í Kanada. Góður árangur hefur náðst í sölu og markaðssetningu á WiseFish hugbúnaðarkerfinu sem þróað hefur verið hjá fyrirtækinu. Hjá TölvuMyndum starfa nú 90 manns en fyrirtækið hefur stækkað mikið undanfarin ár. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 112 orð

Tölvuskóli stofnar netklúbb

Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, hefur komið á nýrri þjónustu fyrir viðskiptavini sína, svonefndan Netklúbb TV sem hægt er að skrá sig í á vefsíðu fyrirtækisins. Með því að smella á http://www.tv.is/netklubbur og fylla út skráningarblað fá áskrifendur reglulega send tilboð, fréttir og hagnýt ráð um tölvunotkun. Þátttakan er ókeypis og öllum opin. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 297 orð

Vinna á ferðaskrifstofu í Ósló

AUGLÝST er eftir starfsmanni á ferðaskrifstofu í Ósló og eru helstu verkefnin sala á ferðum til Íslands og Ameríku. Sagt er að viðkomandi þurfi m.a. að vera "duglegur og ábyrgur" og nauðsynlegt að hann hafi reynslu af ferðaskrifstofustörfum eða sé með ferðamenntun, svo sem IATA-UFTAA-próf. Verkstjóri í stálsmíðadeild STÁLSMIÐJAN hf. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 2565 orð

VÆRINGAR Á VATNSLEYSUSTRÖND

Landbúnaðarráðuneytið gerði leigusamning við ábúandann á Kálfatjörn, sem sveitarfélagið hafnaði og síðar gerði ráðuneytið samning við sveitarfélagið og golfklúbbinn um leigu á jörðinni. Samningaumleitanir voru í gangi um að Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 964 orð

Þrenna frá Argentínu, hvítt púrtvín og Albarino

ÞRÁTT fyrir að Argentína sé í sjötta sæti yfir vínframleiðslu í heiminum hafa vín þaðan átt erfitt uppdráttar, ekki einungis hér á landi heldur víðast hvar í heiminum. Argentínumenn hafa orðið að sætta sig við að frændur þeirra handan Andesfjalla í Chile hafa náð traustri fótfestu á heimsmarkaðnum, sé stöðugt hrósað og njóta vaxandi velgengni. Þetta kann hins vegar að vera að breytast. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 200 orð

Þrjár tylftir laga

POTTÞÉTT safnplöturöðin heldur áfram að rúlla, enda jafnan traustar söluskífur. Fyrir stuttu kom út 16. platan í Pottþétt-röðinni, tvöföld að vanda. Á Pottþétt-skífunum er safnað saman lögum sem eru vinsæl í hvert sinn og í þá mund að verða vinsæl. Nokkuð er misjafnt hversu mikið er af íslensku efni á plötunum, en að þessu sinni eru þrjú íslensk lög á henni. Meira
27. júní 1999 | Sunnudagsblað | 99 orð

(fyrirsögn vantar)

Kvíði á sumri Þitt lauf er blær og hvísl sem enginn heyrir úr hljóðaklettum vors í þinni sál og það er eins og sárir fingur finni þá furunál í krepptri hendi sinni og hvíslið þitt er þögnin við mitt eyra og þei þei r Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.