Greinar föstudaginn 13. ágúst 1999

Forsíða

13. ágúst 1999 | Forsíða | 269 orð

Indverjar sakaðir um "níðingsverk"

NAWAZ Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sagði í gær að Indverjar hefðu gerst sekir um mikið "níðingsverk" og sýnt "heigulshátt" er þeir grönduðu pakistanskri eftirlitsflugvél á þriðjudag. Sagði hann að atburðurinn myndi skaða samskipti Indlands og Pakistans enn frekar. Meira
13. ágúst 1999 | Forsíða | 366 orð

Prímakov sagður ganga í bandalagið

SJÖ rússneskir miðflokkar ákváðu í gær að ganga í nýstofnað kosningabandalag Júrís Lúzhkovs, borgarstjóra Moskvu, og leiðtoga helstu héraða Rússlands í von um að það verði til þess að Jevgení Prímakov, fyrrverandi forsætisráðherra, fallist á að veita bandalaginu forystu. Meira
13. ágúst 1999 | Forsíða | 265 orð

Uppstokkun í ríkisstjórn Júgóslavíu

MOMIR Bulatovic, forsætisráðherra Júgóslavíu, stokkaði upp í ríkisstjórn sambandsríkisins í gær er hann rak sjö ráðherra og skipaði tólf nýja úr röðum harðlínumanna og öfgaþjóðernissinna. Fréttaskýrendur telja að með þessu sé Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, að treysta sig í sessi, en nýja ríkisstjórnin samanstendur af 27 ráðherrum sem flestir koma úr flokki Milosevics, Meira
13. ágúst 1999 | Forsíða | 74 orð

Úrhelli í Genúa

MIKILL veðurofsi gerði íbúum Norðvestur-Ítalíu lífið leitt í gær. Um fimm þúsund manns í borginni Genúa voru án rafmagns um tíma og úrhellisrigningar ollu flóðum í Mílanó sem m.a. gerði það að verkum að loka þurfti einni af neðanjarðarlestarstöðvum borgarinnar. Raskaði veðrið einnig flugsamgöngum á flugvellinum í Genúa. Meira

Fréttir

13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 103 orð

17­47% lækkun á svínakjöti

VERSLANIR Nýkaups lækka í dag, föstudag, ferskt svínakjöt úr kjötborði um 17­47% á meðan birgðir endast. Tilboðið stendur aðeins í dag eða á meðan birgðir endast og nær það til 10­12 tonna af svínakjöti. Sem dæmi má nefna að svínabógur, sem kostaði kr. 569 kostar nú kr. 379, svínakótilettur, sem áður kostuðu kr. 1.049 kosta nú kr. 749, svínahnakki, sem kostaði kr. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 287 orð

26 ungar úr 19 hreiðrum

ARNARVARP gekk vel í sumar, annað árið í röð, að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar fuglafræðings, en alls komu 19 arnarpör 26 ungum á legg. 34 pör urpu svo vitað sé, en varpið misfórst hjá 15 pörum, auk þess sem ekki er vitað hvort sjö önnur pör urpu eða ekki, aðeins að þau komu ekki ungum upp. "Þetta er í fyrsta skipti í 12­15 ár sem við fáum tvö góð ár í röð. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 303 orð

67.000 setjast á skólabekk

GERA má ráð fyrir því að um 67 þúsund námsmenn frá fimm og sex ára aldri setjist á skólabekk í grunn-, framhalds- og háskólum landsins á hausti komanda. Menntamálaráðuneytinu hafa ekki borist nákvæmar tölur um fjölda þeirra sem skráðir eru í grunn- og framhaldsskóla landsins í haust en miðað við tölur síðustu ára má búast við að yfir 42. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 276 orð

Afkoman byggist á samningum

ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hitti fulltrúa stéttarfélaga og heimsótti útgerðarmenn og fyrirtæki á ferð sinni um Austurland í gær og fyrradag og segist hafa átt gagnlegar viðræður við heimamenn. "Menn eru hér á fullu að vinna að sínu og reyna að ná árangri," sagði hann. "Ég vissi það áður að uppsjávarfiskur skiptir meira máli á Austfjörðum miðað við aðra landshluta. Meira
13. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 104 orð

Áfengissýki algeng í Rússlandi

UM fjörutíu prósent allra rússneskra karlmanna og sautján prósent kvenna þjást af áfengissýki, að því er dagblaðið Segodnia greindi frá í gær, en heimildir þess ku vera fengnar úr rússneska heilbrigðisráðuneytinu. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 490 orð

Áhugaverðar hugmyndir ef rétt er að staðið

GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að hugmyndir um árangurstengd launakerfi séu áhugaverðar ef rétt og vel sé að þeim staðið. Hann segist hins vegar ekki geta lagt dóm á þá útfærslu á árangurstengdu launakerfi í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins sem sagt er frá í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær. Ólafur B. Meira
13. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 299 orð

Ásakanir færast í aukana

GEORGE W. Bush, ríkisstjóri í Texas og sonur fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem nú sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, þarf að láta sér lynda sífellt fleiri ásakanir um meinta notkun kókaíns. Hann neitar enn sem fyrr að svara spurningum þess efnis, sem gæti orðið honum dýrkeyptara en að svipta hulunni af fortíðinni. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 244 orð

Átak gegn ofbeldi

REGNIÐ draup á þátttakendur í athöfn Rauða kross Íslands á Ingólfstorgi í gær, en þar var 50 ára afmælis Genfarsamninganna minnst með táknrænum hætti. Undir tónlist frá Nýju-Gíneu vitnuðu sjálfboðaliðar Rauða krossins í Genfarsamningana og fóru með tilvitnanir í fólk sem upplifað hefur stríðsátök á undanförnum árum. Meira
13. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 427 orð

"Átök gætu blossað upp hvenær sem er"

KÍNVERSKI kommúnistaflokkurinn herti í gær þrýsting sinn á Taívana vegna meintrar aðskilnaðarstefnu þeirra og eitt af blöðum hans varaði við því að átök gætu blossað upp hvenær sem væri. Taívan óskaði aftur eftir aðild að Sameinuðu þjóðunum en Kínverjar sögðu að beiðninni yrði hafnað og sökuðu Taívana um að hafa mútað ríkjum til að styðja hana. Meira
13. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 271 orð

Bátum Grímseyinga fjölgar

ÁTTA nýir bátar bættust í flota Grímseyinga í sumar og einn er í smíðum sem von er á um miðjan næsta mánuð. Bátunum hefur fjölgað um sex en þrír bátar hafa farið. Eigendur Sigurbjarnar ehf. eiga hlut í fjórum af nýju bátunum. "Með kaupunum á bátunum eru Grímseyingar að bæta kvótastöðu sína og við í leiðinni að efla fyrirtækið okkar," sagði Gylfi Þ. Meira
13. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 126 orð

Bikarmót í hestaíþróttum

BIKARMÓT Norðurlands í hestaíþróttum verður haldið á vellinum við Hringsholt í Svarfaðardal um næstu helgi, dagana 14. og 15. ágúst. Þátttökurétt á mótinu hafa hestaíþróttadeildir úr Þingeyjar-, Eyjafjarðar-, Skagafjarðar- og einnig Húnavatnssýslum. Á mótinu verður keppt í öllum hefðbundnum greinum hestaíþrótta, auk 150 m skeiðs. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 88 orð

Blómstrandi dagar í Hveragerði

HÁTÍÐIN blómstrandi dagar í Hveragerði verður nú um helgina, 13.­15. ágúst. Hátíðin verður með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár. Á laugardaginn verður kvöldvaka í lystigarðinum við Varmá. Þar mun Árni Johnsen stjórna brekkusöng við varðeld. Kvöldið endar með glæsilegri flugeldasýningu. Á sunnudaginn mætir Sprell með barna- og unglingatæki og hestakerra verður á svæðinu. Meira
13. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 114 orð

Buslað í Leirutjörninni

ÞAÐ var heldur betur líf og fjör við Leirutjörnina á Akureyri í gærmorgun er þangað kom hópur barna og starfsfólk á leikskólanum Pálmholti. Börnin komu til að prófa þessa líka flottu báta sem þau höfðu smíðað og skreytt í leikskólanum og einnig til að busla ofurlítið. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 240 orð

Danskir dagar í Stykkishólmi

Fjölskylduhátíðin Danskir dagar verður haldin í Stykkishólmi um þessa helgi. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði og er skemmtidagskráin að mestu leyti heimafengin. Á föstudag verður skrúðganga með þátttöku leikskólabarna, trúða og fleiri furðuvera. Fánar verða dregnir að hún og nýja sundlaugin verður formlega vígð. Eyjaferðir bjóða upp á herforingjakvöldverð í "grand"-ferð sinni. Meira
13. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 309 orð

Eiginkonan sýnir Hague í nýju ljósi

FFION Jenkins, eiginkona Williams Hagues, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, hyggst gegna veigamiklu hlutverki í tilraunum til að hressa upp á ímynd hans og sannfæra kjósendur um að hann sé hæfur til að gegna embætti forsætisráðherra. Markmiðið er að sýna hann í nýju ljósi og leggja áherslu á að hann sé mikill fjölskyldu- og atorkumaður. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 496 orð

Ekki hægt að stemma stigu við útbreiðslu

NÝ tegund ryðsvepps greindist um síðustu helgi í Hveragerði. Samkvæmt upplýsingum Halldórs Sverrissonar plöntusjúkdómafræðings er um að ræða ryðsvepp af ættkvíslinni melampsora sem einvörðungu leggst á alaskaösp. Ekki hefur enn fengist staðfest af hvaða tegund hann er. Halldór segir sveppinn hafa breiðst út um Hveragerði og hans gæti einnig í minni mæli á Selfossi. Meira
13. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 116 orð

Engin þensla á landsbyggðinni

STJÓRN Verkalýðsfélags Húsavíkur hefur sent frá sér eftirfarandi samþykkt vegna frétta í fjölmiðlum um að stjórnvöld hyggist slá á þensluna í þjóðfélaginu með því m.a. að fresta framkvæmdum við Húsavíkurhöfn. Í fréttatilkynningunni segir að þensla sé eitthvað sem hafi farið fram hjá landsbyggðarfólki og því komi hugmyndin verulega á óvart. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 142 orð

Enn vegna ljósmynda

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Súsönnu Svavarsdóttur, umsjónarmanni helgarblaðs DV: "Vegna greinar sem Gullveig Sæmundsdóttir ritar í Morgunblaðinu í gær, varðandi ljósmyndir af Jónínu Benediktsdóttur og Jóhannesi í Bónusi, skal tekið fram að samtal okkar Hreins Hreinssonar, ljósmyndara hjá Fróða, var á allt annan hátt en þar kemur fram. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 494 orð

"Er ekki bergnumin yfir Eyjabökkum"

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra skoðaði fyrirhuguð virkjanasvæði hálendisins í gær ásamt samstarfsfólki úr umhverfisráðuneytinu. Ráðherra fór inn að fyrirhuguðu stíflustæði við Eyjabakka og gekk áleiðis upp í hlíðar Snæfells í ágætu skyggni. Þá var haldið inn að Dimmugljúfrum og fyrirhugað stíflustæði Hálslóns skoðað. Meira
13. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 344 orð

Fallizt á kröfu ESB um gæðaprófun matvæla

BELGÍSK stjórnvöld hafa fallist á að hlíta kröfu Evrópusambandsins (ESB) um að matvæli sem flytja á út frá Belgíu skuli undirgangast ströng gæðapróf til að gengið sé úr skugga um að þau séu ekki menguð af díoxíni, sem talið er vera krabbameinsvaldandi. Meira
13. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 216 orð

Flensufaraldrar frá kjúklingum?

HÆTTA er á, að gífurlegt kjúklingaeldi í Asíu geti orðið uppspretta nýrra inflúensufaraldra á borð við þann, sem lagði tugi þúsunda manna í gröfina 1968. Kom þetta fram hjá vísindamönnum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, á ráðstefnu veirufræðinga í Sydney í Ástralíu. Meira
13. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 34 orð

Flóamarkaður

HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri heldur í dag flóamarkað í húsnæði sínu að Hvannavöllum 10. Flóamarkaðurinn er opinn kl. 10-18 og segir í fréttatilkynningu að þar sé að finna mikið úrval af alls konar varningi. Meira
13. ágúst 1999 | Miðopna | 890 orð

Fróðleiksfús afburðanemandi

Chen Yuao, sem varð stigahæsti keppandi á Ólympíuleikunum í eðlisfræði í fyrra, hefur í sumar unnið við eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans. Eyrún Baldursdóttir ræddi við hann og forystumenn Ólympíunefndarinnar hér heima, sem telja Chen afburðamann á sviði eðlisfræði. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 276 orð

Fyrsta skóflustungan verður tekin á morgun

FYRSTA skóflustungan að fyrsta sérhannaða kvikmyndaverinu á Íslandi verður tekin á morgun, laugardag, á lóð Íslenska kvikmyndaversins við Fossaleyni í Grafarvogi í Reykjavík. Ráðgert er að reisa þar tvö stúdíó og tilheyrandi þjónustubyggingar en í fyrsta áfanga verður annað verið byggt. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 238 orð

Gengið á slóðir Jóns Arasonar í Viðey

TEKIN hafa verið í notkun fjögur ný fræðsluskilti í Viðey, sem bregða nokkru ljósi yfir liðna tíð. Eitt skilti er niðri við bryggju, yfirlitskort af eynni. Tvö eru að baki Viðeyjarstofu. Annað þeirra er hugmynd um útlit klaustursins um 1500, hitt sýnir Viðeyjarstað um 1800. Við skólann geta menn nú í fyrsta sinn fengið heildarmynd af þorpinu, sem var þarna á Sundbakkanum á árunum 1907­1943. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 216 orð

Gengið um Blikdal í Esjunni

FERÐAFÉLAG Íslands og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis efna til göngudags nk. sunnudag, 15. ágúst, þar sem gengið verður í Blikdal og er um að ræða gönguferð við allra hæfi. Frítt er í ferðina og verður brottför með rútu Vestfjarðaleiðar kl.11 frá BSÍ, austan megin, og einnig stansað við Mörkina 6. Fararstjórar FÍ verða með í för og í lok göngu verður boðið upp á hressingu. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 314 orð

Horfur ólíkar í landshlutum

ÞAÐ verður í mesta lagi þokkaleg kartöfluuppskera í Þykkvabænum í haust, en útlitið á Fljótsdalshéraði og í Eyjafirði er hinsvegar gott. Þetta kom fram í samtölum við kartöflubændur í gær. "Það eru ennþá ansi mörg "ef" í gangi en góðir dagar undanfarið hafa breytt miklu og ef ágúst helst góður þá gæti orðið svona þokkaleg uppskera," sagði Sigurbjartur Pálsson, Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð

Hólahátíð á sunnudag

HÓLAHÁTÍÐIN 1999 verður á sunnudaginn kemur, 15. ágúst, og hefst með guðsþjónustu í dómkirkjunni kl. 14. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup prédikar. Vígslubiskup og prestar úr stiftinu þjóna fyrir altari. Organisti er Rögnvaldur Valbergsson. Jóhann Már Jóhannsson og Gerður Bolladóttir leiða almennan safnaðarsöng. Að lokinni guðsþjónustu verður veitt kaffi í Bændaskólanum. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð

Í berjamó í Múlanum

HJÓNIN Jónmundur Stefánsson og Kristín Þorsteinsdóttir frá Ólafsfirði brugðu undir sig betri fætinum í gær og fóru í berjamó í Múlanum. "Þetta er nú okkar fyrsta ferð í sumar og það eru hér víða falleg ber, aðalbláber og krækiber, en bláberin eiga enn eftir að stækka nokkuð," sagði Jónmundur og bauð ljósmyndara Morgunblaðsins að bragða á stórum og fallegum aðalbláberjum. Meira
13. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 108 orð

Jónas Viðar sýnir í Ósló

JÓNAS Viðar myndlistarmaður opnar málverkasýningu í IsKunst Gallery í Ósló laugardaginn 14. ágúst. Þar sýnir hann málverk úr myndröðinni Portrait of Iceland. Þetta er 14. einkasýning hans en Jónas hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 136 orð

Kaffisala í Ölveri

SUMARBÚÐIR KFUM og K að Ölveri í Melasveit eru nú að ljúka sumarstarfi sínu. Sumarbúðirnar voru stofnaðar árið 1940 og hafa starfað óslitið síðan en verið starfræktar frá árinu 1952 í Ölveri. Sjö fastir starfsmenn störfuðu í Ölveri í sumar og var forstöðukona Hulda Björg Jónasdóttir. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Kartöflumygla á Suðurlandi

KARTÖFLUMYGLA fannst nýlega í Þykkvabæ og uppsveitum Árnessýslu. Myglunnar hefur ekki orðið vart með vissu hérlendis síðastliðin 7 ár. Hún olli miklu tjóni á Suðurlandi árin 1990 og 1991 en var landlæg hér frá um 1890 til 1960. Rakt loft og hlýindi skapa skilyrði fyrir mygluna, segir í frétt frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 150 orð

KRISTJÁN GÍSLASON

KRISTJÁN Gíslason, fyrrverandi verðlagsstjóri, er látinn í Reykjavík, 77 ára að aldri. Kristján fæddist 1. september 1921 að Sellátrum í Tálknafirði, sonur hjónanna Gísla Guðbjartssonar sjómanns og konu hans, Jónínu Kristjánsdóttur. Hann lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni árið 1941 og prófi frá Samvinnuskólanum árið 1944. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 245 orð

Lambakjöt selt á degi Leifs heppna

UNNIÐ er að athugun á útflutningi fersks dilkakjöts í Bandaríkjunum og Kanada. Hugmyndin er að nýta landafundaafmælið á næsta ári og dag Leifs heppna til að kynna lambakjöt úr Dölunum þar sem Leifur Eiríksson fæddist. Meira
13. ágúst 1999 | Miðopna | 1696 orð

Langir biðlistar eftir leikskólavist

Víða á höfuðborgarsvæðinu eru biðlistar á leikskóla langir, sérstaklega fyrir tveggja ára börn. Ásókn í heilsdagsvistun fyrir börn hefur einnig aukist mjög og meira en gert var ráð fyrir. Sigríður B. Tómasdóttir tók saman upplýsingar um stöðu leikskólamála á höfuðborgarsvæðinu. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 575 orð

Langþráð framkvæmd

FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við malbikun bílastæðanna við Laugardalsvöll. Frá upphafi hafa bílaeigendur orðið að leggja á óskipulögðu malarsvæði við völlinn. Það hefur haft ýmis vandkvæði í för með sér ásamt óþrifnaði vegna ryk- og sandfoks af stæðunum. Að sögn Jóhanns S. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 688 orð

Litið til nýrrar aldar

Norrænir byggingardagar verða haldnir í Háskólabíói og á Hótel Sögu dagana 5. til 8. september í haust. Þá koma saman fulltrúar frá öllum greinum sem tengjast byggingar- og skipulagsmálum á Norðurlöndum. Fyrsta slík ráðstefna var haldin í Stokkhólmi 1927 og hafa slíkar ráðstefnur verið haldnar síðan, fyrst á 5 ára fresti en á þriggja ára fresti síðan eftir seinni heimsstyrjöld. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 367 orð

Lækkun dollars hefur lítil áhrif

DOLLAR hefur lækkað úr 75,50 krónum í 72,72 krónur á tímabilinu 14. júlí til 11. ágúst sl. Í gær stóð dollarinn í 72,96 krónum miðað við miðgengi. Að því er fram kemur í máli forsvarsmanna fyrirtækja hérlendis hefur gengisþróunin ekki haft umtalsverð áhrif á inn- eða útflutning því á sama tíma hafa evrópskar myntir styrkst sem og jenið. Meira
13. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 238 orð

Miðborgin líkust vígstöðvum

MIÐBORG Salt Lake City líktist helst vígstöðvum í gær í kjölfar þess að hvirfilbylur gekk yfir borgina skömmu eftir hádegi að staðartíma í fyrradag. Einn lést og 79 slösuðust, þar af fjórir lífshættulega. Bylurinn er sá versti sem komið hefur í Utah-ríki, þar sem hvirfilbyljir eru fátíðir, og þetta er í fyrsta sinn sem dauðsfall verður þar af þessum völdum. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 333 orð

Mikil átök í Mýrdalsjökli

HELGI Björnsson, jöklafræðingur á Raunvísindastofnun, segir að nýjar sprungur sem myndast hafa í Mýrdalsjökli sýni að meginhluti jökulsins sé farinn að sýna viðbrögð við auknum jarðhita undir jöklinum. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

Minntust félaganna í Fossvogi

BRESKIR félagar úr flugsveit 269 frá Konunglega breska flughernum sem hér hafa verið á ferð í boði Atlanta heimsóttu Fossvogskirkjugarð í vikunni áður en þeir héldu til síns heima á fimmtudag. Vitjuðu þeir þar leiða félaga sinna, en nokkrir þeirra létust við störf sín hér við land á stríðsárunum. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Mjólkurdagur á Árbæjarsafni

ÁRBÆJARSAFN leggur sérstaka áherslu á mjólk og vinnslu úr mjólk n.k. sunnudag. Þá gefst ömmum og öfum tækifæri til að sýna barnabörnunum hvernig unnið var úr mjólkinni í gamla daga. Skilvindan og strokkurinn verða tekin í notkun og búinn verður til rjómi og smjör. Einnig verður sýnt hvernig skyr var gert. Kýrin á Árbæjarsafni verður mjólkuð um kl. 17. Meira
13. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 112 orð

Mun endingarbetri rafhlaða

NÝ rafhlaða, sem gerð er úr járni, á að vera bæði endingarbetri en venjuleg rafhlaða og auk þess inniheldur hún færri eiturefni og er því umhverfisvænni en hin hefðbundna, að því er ísraelskir vísindamenn greindu frá í gær. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 245 orð

Orgel Landakotskirkju í viðgerð til Danmerkur

TVEIR danskir orgelsmiðir vinna nú að því að taka í sundur orgelið í Kristskirkju í Landakoti. Stór hluti þess verður síðan fluttur til Danmerkur til viðgerða hjá fyrirtækinu Th. Frobenius & Sønner, sem smíðaði orgelið fyrir tæpum fimmtíu árum. Viðgerðinni og samsetningu orgelsins á að vera lokið fyrir jól. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 477 orð

Rangárnar fara á toppinn

ÞAÐ er ekki langt í að samanlögð veiðitala úr Rangánum verði sú hæsta af einstöku veiðisvæði hér á landi. Enn eru vangaveltur um það hvort nefna eigi árnar í einni andrá eða sína í hvoru lagi. Dæmi voru meira að segja um það í fyrra að harðir "aðskilnaðarsinnar" köstuðu trúnni þegar von var á nýju Íslandsmeti. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Róið á Þingvallavatni

ÞINGVALLAVATN er bæði djúpt og kalt og því viturlegt að skoða það og náttúru hins friðlýsta helgistaðar Íslendinga á kajak, eins og þessi ungi drengur gerði á sunnudaginn. Vatnið endurspeglar ekki aðeins töfra Þingvalla, staðarins sem hefur verið samtvinnaður sögu þjóðarinnar frá öndverðu, heldur er það hrein náttúruperla útaf fyrir sig. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 230 orð

Rúmlega 3.000 börn á biðlista

UM 3.100 börn eru á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ. Langflest eru þau fædd 1997 eða síðar. Börn fædd árið 1997 á biðlista eru um 1.170 talsins, um 600 í Reykjavík, 220 í Hafnarfirði, um 230 í Kópavogi og um 70 í Garðabæ. Börn fædd 1998 og 1999 á biðlistum eru um 1. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 364 orð

Sala á hlutabréfum félagsins í FBA samþykkt

FUNDUR stjórnar Scandinavian Holding, félags í eigu Sparisjóðanna, Kaupþings og Sparisjóðabankans, var haldinn í gær. Félagið seldi nýverið dótturfélag sitt ásamt 22,5% hlut þess í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins til eignarhaldsfélagsins Orca S.A. í Lúxemborg. Á stjórnarfundinum var salan samþykkt, að sögn Guðmundar Haukssonar, stjórnarformanns Scandinavian Holding. Meira
13. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 247 orð

Selaskoðunarbyrgi hlaðið

Hvammstanga-Hópur breskra ungmenna hlóð veggi selaskoðunarbyrgis við Ósa á Vatnsnesi. Verkefnið var skipulagt af Brynjólfi Gíslasyni, sveitarstjóra á Hvammstanga, en hann hefur náð góðum tengslum við samtök umhverfissinnaðra sjálfboðaliða úti um heim. Hópurinn er einn af sex, sem unnið hafa hér á landi í sumar. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 338 orð

Sett á sölu eftir helgi

MÁLVERKIÐ eftir Kjarval, sem keypt var á flóamarkaði í Svíþjóð fyrir 500 krónur í haust verður sett á sölu í Galleríi Fold eftir helgi, að sögn Tryggva P. Friðrikssonar, annars eiganda gallerísins. Meira
13. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 245 orð

Skammademba á Gerhard Schröder

SAMKVÆMT dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitungmun Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, eiga von á skammadembu frá Oskar Lafontaine, fyrrum fjármálaráðherra, í bók hans er kynnt verður á bókamessunni í Frankfurt í október næstkomandi. Meira
13. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 358 orð

Skipstjóri dæmdur til að greiða sekt

SKIPSTJÓRI norska nótaskipsins Österbris, John Harald Östervold, var í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær dæmdur til að greiða 600.000 krónur í sekt til Landhelgissjóðs Íslands, fyrir loðnuveiðibrot innan landhelgi Íslands í síðasta mánuði. Útgerð skipsins, Havbraut A/S, var hins vegar sýknuð af refsikröfu. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 727 orð

Skuldbinding RÚV hækkaði um 692 m. kr. í fyrra Verði Ríkisútvarpið eitt látið bera lífeyrisskuldbindingar, sem fallið hafa til

Verði Ríkisútvarpið eitt látið bera lífeyrisskuldbindingar, sem fallið hafa til vegna starfsmanna stofnunarinnar, verður að lækka eigið fé þess um 2,5 milljarða. Lífeyrisskuldbindingar stofnunarinnar hækkuðu um 692 milljónir í fyrra. Meira
13. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 806 orð

Skylt að flytja út þrátt fyrir nægan markað

Formaður Ferskra fjárbænda gagnrýnir harðlega hvernig staðið var að ákvörðun um útflutning kjöts úr sumarslátrun þrátt fyrir nægan markað fyrir ferskt kjöt á innanlandsmarkaði á þeim tíma. Hann segir Helga Bjarnasyni að útflutningsskyldan dragi úr áhuga bænda á að lengja sláturtímann. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 146 orð

Stuðmannasirkus í Straumi

STUÐMENN standa fyrir stórhátíð með sirkusívafi í Straumi í Straumsvík laugardaginn 14. ágúst. Í Straumi var forðum stundaður búskapur en nú er þar rekin fjölþætt listamiðstöð í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Hátíðin fer fram bæði utandyra- og innan. Samkomutjöld og skemmtitæki munu prýða svæðið af þessu tilefni. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 170 orð

Svör að berast frá tryggingafélögunum

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur leitað eftir sjónarmiðum nokkurra vátryggingafélaga vegna erindis sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda sendi stofnuninni í byrjun júní vegna hækkunar iðgjalda lögboðinna ábyrgðartrygginga ökutækja. Samkvæmt upplýsingum frá Samkeppnisstofnun eru svör tryggingafélaganna að berast þessa dagana en óvíst er hvenær stofnunin afgreiði málið frá sér. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 215 orð

Sýning á list inúíta í Kanada

NÚ stendur yfir sýning á fjórtán inúíta-listaverkum í anddyri Þjóðarbókhlöðu við Suðurgötu. Sýningin kemur úr safni Macdonald Stewart listamiðstöðvarinnar við háskólann í Guelph, Ontario í Kanada. Þar er eitt stærsta safn í Norður-Ameríku af teikningum inúíta á pappír. Í þessu úrvali úr safni listamiðstöðvarinnar má finna teikningar eftir marga af þekktustu listamönnum inúíta í Kanada. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 158 orð

Útgerðin sýknuð

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra dæmdi í gær skipstjóra norska nótaskipsins Österbris til að greiða 600 þúsund króna sekt fyrir að hafa notað ólöglegt veiðarfæri við loðnuveiðar innan landhelgi Íslands í síðasta mánuði. Útgerð skipsins var hins vegar sýknuð. Meira
13. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 198 orð

Varað við hrinu ofbeldisverka

SVISSNESK yfirvöld telja að um 300 fyrirtæki á innlendum fjármálamarkaði séu tengd skipulagðri glæpastarfsemi rússnesku mafíunnar. Yfirmaður dómsmálaráðuneytisins, Carla del Ponte, óttast að peningaþvætti mafíunnar innan bankakerfisins veiki stoðir svissnesks efnahagslífs og varar jafnframt við ofbeldishrinu í kjölfar aukinna umsvifa hennar. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 221 orð

Verðbréfaþingið frestar ákvörðun

FORRÁÐAMENN Verðbréfaþings Íslands funduðu í gær um málefni Skagstrendings hf. Kannað er hvort ákvæði í samþykkt félagsins um að Höfðahreppur skuli ávallt eiga tvo menn í stjórn þess án tillits til hlutafjáreigu hreppsins standist lög. Stefán Halldórsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaþingsins, sagði eftir fundinn að ekki yrði gripið til aðgerða strax. Meira
13. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 291 orð

Viðurkenningar fyrir fallegt umhverfi

VEITTAR voru viðurkenningar fyrir fallega garða, snyrtimennsku og fagurt umhverfi í Hafnarfirði í gær. Fegrunarnefnd bæjarins verðlaunaði nokkra garða, gamla og nýja og mismunandi að gerð og uppbyggingu. Jófríðarstaðavegur er stjörnugata Hafnarfjarðar í ár. Ásthildur Ragnarsdóttir og Jón Rúnar Halldórsson fengu viðurkenningu fyrir fallegan og hlýlegan garð í Birkibergi 8. Meira
13. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 273 orð

Warren Beatty kveðst íhuga forsetaframboð

BANDARÍSKI leikarinn og leikstjórinn Warren Beatty sagðist í samtali við The New York Times í vikunni íhuga að bjóða sig fram til forseta í kosningunum árið 2000. Beatty, sem verið hefur virkur meðlimur Demókrataflokksins í fjöldamörg ár, sagðist óánægður með frambjóðendur í forkosningum flokksins, þá Al Gore, varaforseta Bandaríkjanna, og Bill Bradley, fyrrverandi öldungadeildarþingmann. Meira

Ritstjórnargreinar

13. ágúst 1999 | Staksteinar | 517 orð

Fylkingarmenn í formannsslag

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra gerir að umræðuefni formannsslaginn í Samfylkingunni á nýlegri vefsíðu sinni. BJÖRN segir: "Umræður um forystumál fylkingar vinstrisinna ­ Samfylkingarinnar ­ halda áfram í Degi 7. ágúst í viðtali Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Guðmund Árna Stefánsson, þingmann fylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi. Meira
13. ágúst 1999 | Leiðarar | 1484 orð

UM DREIFÐA EIGNARAÐILD

LeiðariUM DREIFÐA EIGNARAÐILD SÍÐUSTU daga hefur hver sérfræðingurinn öðrum merkari komið fram á sjónarsviðið til þess að útskýra fyrir fólkinu í landinu, að það sé óframkvæmanlegt að tryggja dreifða eignaraðild að bönkum. Meira

Menning

13. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 474 orð

Almodóvar og konurnar

KVIKMYNDIR/Háskólabíó hefur tekið til sýninga nýjustu mynd spænska leikstjórans Pedros Almodóvars, Allt um móður mína, með Ceciliu Roth og Marisu Parades í aðalhlutverkum. Almodóvar og konurnar Meira
13. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 119 orð

Besta mynd Hitchcocks?

ALÞJÓÐLEGT ráð kvikmyndaleikstjóra úr fremstu röð hefur valið spennumyndina "Psycho" sem meistaraverk Alfreds Hitchcocks. Leikstjórarnir, sem eru m.a. Martin Scorsese frá Hollywood og Baz Lurhmann frá Ástralíu, voru beðnir um að velja helstu mynd Hitchcocks af tímaritinu Sight and Sound í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingarári hans. Meira
13. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 684 orð

Dansinn lengir lífið

Í LISTASMIÐJUNNI Straumi í Straumsvík standa Stuðmenn fyrir hátíð með sirkusívafi annað kvöld þar sem augu, bragðlaukar og dansgen verða kætt. Auk Stuðmanna koma hljómsveitirnar Quarashi og Súkkat fram að ógleymdum Úlfi skemmtara, Skara skrípó og Adda rokk. Meira
13. ágúst 1999 | Menningarlíf | 163 orð

Danskur söng- og látbragðsleikur

Á DÖGUNUM kom hópur danskra ungmenna til Tálknafjarðar og setti upp söngleikinn Völven. Hópurinn kallar sig Ragnarock. Sýningin er 50 mínútur að lengd og fjallar um danska menningu og helstu einkenni Danmerkur. Verkið byggist mikið á söng og látbragði, þannig að flestir gátu notið hennar hvort sem dönskukunnátta var fyrir hendi eða ekki. Meira
13. ágúst 1999 | Menningarlíf | 48 orð

Djasstríóið Svartfugl á Jómfrúnni

SUMARTÓNLEIKARÖÐ veitingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu heldur áfram í dag, laugardag, kl. 16. Á elleftu tónleikum sumarsins leikur djasstríóið Svartfugl. Tríóið er skipað Sigurði Flosasyni, saxófónleikara, Birni Thoroddsen, gítarleikara og Gunnari Hrafnssyni, kontrabassaleikara. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúrtorgi ef veður leyfir, annars inni á veitingahúsinu. Meira
13. ágúst 1999 | Menningarlíf | 477 orð

Erfiðasta aría sem ég þekki

MONICA Groop söng Jólaóratoríu Bachs með Mótettukórnum 1995. Hún er nú komin aftur til landsins til að taka þátt í flutningi H-moll messunnar. "Það stóð alltaf til að ég kæmi aftur því þetta var svo stutt heimsókn," segir Monika og vonast til að fá meiri tíma til að skoða sig um í þetta skipti. Messósópraninn Monika þykir söngkona á heimsmælikvarða. Meira
13. ágúst 1999 | Menningarlíf | 372 orð

Hollenskir hönnuðir í Kramhúsinu

NÚ stendur yfir samsýning hollenskra iðnhönnuða í Kramhúsinu. Á sýningunni eru nytjahlutir og nytjalist, mikið unnið með endurvinnslu og/eða hlutir teknir úr eðlilegri notkun og gefið nýtt hlutverk. Að sögn Vigdísar Jónsdóttur, sem stendur að sýningunni, eru hér á ferðinni hönnuðir og hönnunarfyrirtæki sem hafa hlotið margar viðurkenningar fyrir verk sín, bæði í Hollandi og alþjóðlega. Meira
13. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 290 orð

Íslenskufræðingur og tónskáld

NÆSTA þriðjudag kemur út ný íslensk poppbreiðskífa sem ber heitið Áki og Starkaður. Hún heitir í höfuðið á ungu mönnunum tveimur sem eiga af henni veg og vanda. Þeir eru báðir úr Keflavík og hafa verið vinir bæði vel og lengi. Meira
13. ágúst 1999 | Menningarlíf | 57 orð

Skagaleikflokkurinn 25 ára

Í TILEFNI 25 ára afmælis Skagaleikflokksins verður opnuð sýning í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, laugardaginn 14. ágúst kl. 15. Sýnd verða veggspjöld, leikskrár, leikmunir, búningar, handrit, ljósmyndir o.fl. Á myndbandi verða sýndir hlutar úr ýmsum verkum, úr ferðalögum og af öðru starfi. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15­18. Sýningunni lýkur 29. ágúst. Meira
13. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 205 orð

Spielberg hlýtur heiðursorðu

Spielberg hlýtur heiðursorðu LEIKSTJÓRINN Steven Spielberg hlaut í vikunni æðstu heiðursorðu sem Bandaríkjaher veitir óbreyttum borgurum. Viðurkenninguna hlaut hann fyrir að hafa vakið fólk til meðvitundar og aukið skilning þess á stöðu hermannanna sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni með kvikmynd sinni Björgun óbreytts Ryan. Meira
13. ágúst 1999 | Menningarlíf | 638 orð

Sungið til dýrðar Guði

ÞAÐ fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á H-moll-messu Bachs. Uppselt er á tónleikana í Skálholti í kvöld kl. 20 og miðar seljast ört á tónleikana í Hallgrímskirkju á sunnudagskvöldið kl. 20.30. H-moll-messan þykir með erfiðari kórverkum sem til eru og flytur Mótettukórinn, undir stjórn Harðar Áskelssonar, hana nú í fyrsta skipti. Meira
13. ágúst 1999 | Menningarlíf | 72 orð

Sýningu Kristine að ljúka

SÝNINGU Kristine Elfride frá Blönduósi á svokölluðum þrívíðum amerískum klippimyndum sem verið hefur í kaffihúsinu Við árbakkann á Blönduósi lýkur þriðjudaginn 17. ágúst. Kristine, sem heldur sína aðra einkasýningu, sýnir þarna tuttugu og sex klippimyndir. Kristine kynntist þessari listgrein í Kanada og fór sjálf að vinna myndir árið 1995. Meira
13. ágúst 1999 | Menningarlíf | 25 orð

Sýningum lýkur

Sýningum lýkur Gallerí Sölva Helgasonar MYNDLISTARSÝNINGU Sigurrósar Stefánsdóttur í Galleríi Sölva Helgasonar í Lónkoti í Skagafirði, lýkur nú á sunnudag. Yfirskrift sýningarinnar er Sumarstemmning í Lónkoti. Meira
13. ágúst 1999 | Menningarlíf | 1790 orð

Sögulegar mínútur

DEILAN um íslensku handritin stóð yfir alla þá öld sem nú er senn á enda. Íslendingar settu fram sína fyrstu kröfu um að fá til baka hinar fornu skinnbækur í Konunglega bókasafninu og handritin á Árnastofnun í Danmörku árið 1904. Meira
13. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 158 orð

Tónlist minninganna

VINSÆLASTA platan á Tónlistanum Gamalt og gott er Í dalnum: Eyjalögin sívinsælu og má gera því skóna að nýafstaðin verslunarmannahelgi eigi stóran þátt í að koma henni á toppinn, enda margir sem fóru til Eyja og eiga kannski góðar minningar við mörg lögin. Meira
13. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 482 orð

Upphaf geimóperunnar

KVIKMYNDIR/Stjörnustríð: Fyrsti hluti eftir George Lucas hefur verið frumsýnd í Regnboganum, Bíóhöllinni, Kringlubíói, Laugarásbíói, Nýja bíói Akureyri og Nýja bíói Keflavík en með aðalhlutverkin í henni fara Liam Neeson, Ewan McGregor og Natalie Portman. Upphaf geimóperunnar Frumsýning Meira
13. ágúst 1999 | Menningarlíf | 59 orð

Úrvalssöngvarar á Tíbrártónleikum

TÍBRÁRTÓNLEIKARÖÐ í Kópavogi hefst á þriðjudagskvöld kl. 20.30 í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Uppselt er á tónleikana á þriðjudagskvöld en þeir verða endurteknir fimmtudagskvöld kl. 20.30. Fram koma Kristinn Sigmundsson bassi, Gunnar Guðbjörnsson tenór, Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópran, Signý Sæmundsdóttir sópran og Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópran. Meira
13. ágúst 1999 | Myndlist | 951 orð

Úr vinnustofum þriggja listamanna

Opið alla daga nema mánudaga frá 14­18. Til 22. ágúst. HLUTI af aðdráttarafli listaverks er ekki aðeins hvað listamaðurinn sýnir með því, heldur ekki síður hvað listaverkið sýnir um listamanninn. Það hefur lengi tíðkast að líta á listaverkið sem afhjúpun á tilvist og persónu listamannsins. Meira
13. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 383 orð

Ævintýralegt tónlistarlandslag

Birgir Örn Steinarsson söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Maus fjallar um kvikmyndatónlist nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar. VIÐ VITUM öll hvernig Star Wars-myndirnar eru. Hasarinn og tæknibrellurnar eru svo stór hluti af myndunum að yfirleitt gefst ekki mikill tími fyrir mikla persónusköpun. Meira

Umræðan

13. ágúst 1999 | Aðsent efni | 283 orð

Ekki láta undan!

Markmið skrifanna, segir Arnar Þór Ragnarsson, er að þvinga stjórn Heimdallar til að velja stuðningsmenn Jónsar Þórs sem fulltrúa á SUS-þingi, hvað sem líður þátttöku þeirra í starfi félagsins. Meira
13. ágúst 1999 | Aðsent efni | 1268 orð

Er Ísland að verða ekkert nema urð og grjót?

Skera ber upp herör, safna liði og leggja til atlögu við öflin, segir Hermann Þorsteinsson, sem markvisst vinna að því að umbreyta landinu okkar kæra í urð og grjót. Meira
13. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 604 orð

Leitin að týnda árinu

HÉR á síðum Mbl. heldur Jón Brynjólfsson, verkfræðingur, áfram að réttlæta fyrir sjálfum sér og öðrum að næstu áramót séu aldamót. Í grein sinni 6. ágúst sl. viðurkennir hann þó að eitt ár vanti upp á að svo geti verið. Í leit sinni að þessu týnda ári telur hann að fæðing trésmiðsins frá Galíleu hafi átt sér stað árið 2 f.Kr. Meira
13. ágúst 1999 | Aðsent efni | 412 orð

Milljarðurinn gegn fíkniefnum kominn í nefnd!

Tæpir þrír mánuðir eru liðnir frá kosningum, segir Guðmundur Árni Stefánsson, en strax er farið að svíkja kosningaloforðin. Meira
13. ágúst 1999 | Aðsent efni | 979 orð

Skipulagsslys á Hveravöllum og verndun hálendisins

Þetta hraklega fyrirkomulag, segir Páll Sigurðsson, býður að sjálfsögðu upp á hörmuleg slys í skipulagsmálum. Meira
13. ágúst 1999 | Aðsent efni | 356 orð

Styðjum Jónas Þór sem formann SUS

Við skorum á fulltrúa á þinginu, segja Reynir Hjálmarsson, Þóra Sverrisdóttir, Agnar Sveinsson og Sigurður Þór Guðmundsson, að veita Jónasi brautargengi til að leiða samtökin inn í nýja öld. Meira

Minningargreinar

13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 287 orð

Agnar W. Agnarsson

Ef einhver var skilgetið afkvæmi kalda stríðsins, þá var það Agnar Agnarsson. Móðir hans, Betty, kom til Íslands í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar til að flýja atvinnuleysi Þýskalands eftirstríðsáranna. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 36 orð

AGNAR WILHELM AGNARSSON

AGNAR WILHELM AGNARSSON Agnar Wilhelm Agnarsson fæddist í Reykjavík 10. september 1951. Hann lést á heimili sínu 14. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 26. júlí. Jarðsett var í grafreit ásatrúarmanna í Gufunesi. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 461 orð

Guðrún Jóelsdóttir

Fastur punktur í tilverunni er horfinn. Hún Guðrún amma er dáin. Amma sem alltaf var til staðar og tilbúin að veita skjól og ást. Já, og alltaf átti íspinna. Amma var af þeirri kynslóð Íslendinga sem lifað hefur breytingar sem eru meiri en nokkur kynslóð hefur lifað áður. Hún ólst upp á íslensku sveitaheimili á Skógarströndinni. Heimili þar sem ríkidæmi var ekki til staðar. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 244 orð

Guðrún Jóelsdóttir

Elsku besta Gunnamma mín. Þú skilur eftir margar fallegar og góðar minningar í huga allra sem þig þekktu. Þú varst alltaf þessi geðþekka og góða amma á Sunnubrautinni, Blómsturvöllunum þínum. Þú varst amma allra barna sem voru þarna í nágrenninu og ég gleymi aldrei hvað það var alltaf einstakt að heimsækja þig og fá hjá þér ís eftir erfiðan leikdag úti í náttúrunni. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 732 orð

Guðrún Jóelsdóttir

Mikil kona er gengin. Einn af bestu fulltrúum þeirrar kynslóðar sem er óðum að hverfa, kynslóðar sem kynntist örbirgð og síðar uppgangi, mestu breytingum þessarar aldar og skilar til okkar, afkomenda sinna, öllu því sem við eigum í dag og skyldum aldrei gleyma hvaðan kemur frekar en við gleymum uppruna okkar. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 242 orð

Guðrún Jóelsdóttir

Mig langar að minnast með fáeinum orðum ömmu minnar, Gunnu ömmu eins og hún var gjarnan kölluð af barnabörnunum. Amma var alltaf mjög barngóð og var alltaf gaman að koma niður að Blómsturvöllum og heimsækja hana og Ingva afa. Alltaf átti amma eitthvert góðgæti fyrir smáar barnahendur og oftar en ekki ístoppur til í frystinum. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 258 orð

Guðrún Jóelsdóttir

Elsku, elsku amma mín. Mikið er allt saman skrýtið núna, skrýtið að þú skulir vera farin. Mér líður einhvern veginn eins og það vanti þakið ofan á mig, skilurðu. Efst varst þú og svo kom pabbi og svo ég. Og núna þegar þið eruð bæði farin finnst mér vanta einhverja hlíf ofan á mig og það er skrýtin tilfinning. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 469 orð

Guðrún Jóelsdóttir

Elsku amma mín. Þú átt alltaf stóran hluta af hjarta mínu. Við vorum nánar og þú veittir mér mikið og kenndir mér margt. Það var alltaf gott að koma til þín á Blómsturvelli og leita hjá þér ráða og stuðnings ef eitthvað bjátaði á. Alltaf stóðstu mér við hlið og studdir við bakið á mér ef ég steig hliðarspor. Þú hafðir á mér mikla trú og varst alltaf viss um að ég myndi spjara mig í lífinu. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 203 orð

GUÐRÚN JÓELSDÓTTIR

GUÐRÚN JÓELSDÓTTIR Guðrún Jóelsdóttir fæddist í Laxárdal á Skógarströnd 22. júní 1912. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 2. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Halldóra Einarsdóttir frá Borgum á Skógarströnd, f. 1888, d. 1927, og Jóel Gíslason, f. 1873 á Arnarhóli í Fróðárhreppi, d. 1966, bóndi í Laxárdal á Skógarströnd. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 515 orð

Hafsteinn Guðmundsson

Vel fram yfir miðja öldina var stundaður fjölþættur búskapur í Reykjavík. Sauðfjáreign var veruleg, enn var töluvert um alifugla og svín, og jafnvel nautgripi, og matjurtarækt var margri fjölskyldunni til búdrýginda. Þessi búskapur heyrir nú að mestu sögunni til, en ég var svo lánsamur að kynnast honum á unglingsárum mínum og þar með ýmsu ágætu fólki, einkum úr hópi fjáreigenda. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 28 orð

HAFSTEINN GUÐMUNDSSON

HAFSTEINN GUÐMUNDSSON Hafsteinn Guðmundsson járnsmiður fæddist í Reykjavík 4. febrúar 1912. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 16. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 21. maí. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 573 orð

Halldór Ólafsson

Mig langar í nokkrum orðum að kveðja hann pabba, sem dó 23. júlí sl. á sjúkrahúsinu á Húsavík og um leið þakka þeim sem léttu honum lífið síðustu æviárin. Pabbi var af þeirri kynslóð sem hefur upplifað miklar breytingar á þjóðfélaginu og kunni því frá mörgu að segja. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 719 orð

Halldór Ólafsson

Mig langar í fáeinum orðum að minnast tengdaföður míns, Halldórs Ólafssonar, sem lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 23. júlí sl. Okkar fyrstu kynni voru þegar ég kom á Kópasker haustið 1967. Ég sá fljótt að hann var að ýmsu leyti ákaflega sérstakur maður. Hann hafði afburða minni og mjög góðan húmor. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 568 orð

Halldór Ólafsson

Elsku afi minn. Þá ert þú búinn að fá hvíldina. Kominn til ömmu sem búin er að bíða eftir þér í níu ár. Ég er alveg viss um að nú líður þér vel ­ nú ertu laus við verki sem oft þjáðu þig, en samt er ég sorgmædd því ég sakna þín mikið. Ég sakna þess að geta ekki framar skroppið upp í Hvamm til þín að spjalla aðeins. Athuga hvernig þú hefðir það, segja þér fréttir og fá fréttir hjá þér. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 161 orð

HALLDÓR ÓLAFSSON

HALLDÓR ÓLAFSSON Halldór Ólafsson fæddist á Hróaldsstöðum í Vopnafirði 2. febrúar 1914. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 23. júlí síðastliðinn. Foreldrar Halldórs voru: Jóhanna María Ásgeirsdóttir, f. 28.12. 1888, d. 6.3. 1947 og Ólafur Vigfús Árnason, f. 9.2. 1886, d. 5.5. 1938. Systkini Halldórs voru: Guðrún Kristjana, f. 8.11. 1913, d. 22.5. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 1711 orð

Jón Sveinsson

Fóstri minn, Jón Sveinsson, lést að morgni fimmtudagsins 5. ágúst sl. á Landspítalanum. Undir það síðasta var hverjum manni ljóst að hverju stefndi og ekki síst honum sjálfum. Það var mikið lán að ég sótti mömmu á Vífilstaðaspítala og við heimsóttum hann síðasta daginn sem hann hafði meðvitund, daginn fyrir andlátið. Við gátum talað vel við hann enda hafði hann skýra hugsun uns yfir lauk. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 747 orð

Jón Sveinsson

Það er með söknuði að ég kveð vin minn Jón Sveinsson eftir átta ára kynni, eða frá því við hjónin fluttum í stigagang númer 47 við Skipholt. Það hefur verið skammt stórra högga á milli í stigaganginum en á tæpu ári hafa fjórir þeirra sem þar bjuggu látist. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 267 orð

JÓN SVEINSSON

JÓN SVEINSSON Jón Sveinsson var fæddur á Hofi í Álftafirði, S-Múlasýslu, 3. september 1912. Hann lést á Landspítalanum 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Sveinsson, f. 26.10. 1867, d. 1945 og Kristín Antoníusdóttir, f. 2.2. 1873, d. 1942. Systkini Jóns voru: Dagrún, f. 2.6. 1908, d. 4.10. 1950; Snorri, f. 18.4. 1910, d. 11.4. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 629 orð

Kristjana Elíasdóttir

Því lengur sem lifað er, því fleiri samferðamenn og ástvini þurfum við að kveðja áður en kallið kemur til okkar. Kristjana Elíasdóttir og maður hennar Jón Jóhannesson voru meðal þeirra vina er ég kynntist fljótlega eftir að ég flutti til Hafnarfjarðar 1951. Við Jana vorum báðar ættaðar úr Barðastrandarsýslu, en þekktumst ekki fyrr en þá. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 32 orð

KRISTJANA ELÍASDÓTTIR

KRISTJANA ELÍASDÓTTIR Kristjana Elíasdóttir fæddist á Neðri-Vaðli á Barðaströnd 27. júlí 1914. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, 15. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 482 orð

Kristján Gíslason

Látinn er gamall og góður vinur minn, Kristján Gíslason, fyrrverandi verðlagsstjóri, á 78. aldursári. Það er svo stutt síðan við töluðum saman í síma. Hann svaraði mér úr bílnum sínum, var þá á leið vestur í Reykhólasveit í sumarhúsið sitt, sem hann og fjölskyldan höfðu byggt á undanförnum árum, í fögru umhverfi, þar sem ríkti kyrrð og ró, fjarri ys og þys borgarinnar. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 206 orð

Kristján Gíslason

Elsku bróðir, mér finnst þessar ljóðlínur eiga svo vel við þig. Það þarf í raun og veru ekki að segja meira. Mér verður hugsað um ævi okkar í gegnum árin, hún var svo samtvinnuð, við vissum alltaf hvort af öðru. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 451 orð

Kristján Gíslason

Látinn er Kristján Gíslason, frændi minn og vinur. Við vorum systkinabörn. Tengslin milli systkina mæðra okkar voru með þeim hætti að á uppvaxtarárum okkar vorum við systkinabörnin nánast eins og stór systkinahópur. Þau tengsl hafa fylgt okkur fram til fullorðinsára. Öll höfum við vitað vel hvert af öðru, sérstaklega þegar erfiðleikar hafa steðjað að. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 432 orð

Kristján Gíslason

Hann Kristján var fíngerður og hljóðlátur maður, hógvær og hæglátur, með kankvíst blik í athugulum augunum. Hann var pabbi hennar Gerðar, bestu vinkonu minnar, og ég bar afar mikla virðingu fyrir honum. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 454 orð

Kristján Gíslason

Í dag verður til moldar borinn tengdafaðir minn Kristján Gíslason. Kynnin eru nú orðin nokkuð löng, farin að nálgast þrjátíu árin. Kristján var ákaflega hógvær maður, dulur og lítillátur og féll illa að trana sér fram, kunni best við sig í fárra vina hópi. Hann hafði mikla mannkosti til að bera, skarpgreindur, rökfastur og reglusamur. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 188 orð

Kristján Gíslason

Elsku afi minn! Nú ert þú farinn og ég svo óralangt í burtu. Það er sárt, og margt langar mig að segja við þig. Þú gafst mér mikið og kenndir mér svo margt. Þú kenndir mér meðal annars að elska náttúruna og landið mitt. Í því sambandi minnist ég göngutúranna um Elliðaárdalinn og fjöruferðanna við Korpu og úti á Reykjanesi. Þá var gaman og þú í essinu þínu. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 279 orð

KRISTJÁN GÍSLASON

KRISTJÁN GÍSLASON Kristján Gíslason fæddist á Sellátrum í Tálknafirði 1. september 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Kristjáns voru hjónin Gísli Guðbjartsson, sjómaður og verkamaður, f. 16.8. 1893, d. 10.2. 1974, og Jónína Kristjánsdóttir, húsmóðir, f. 12.7. 1891, d. 27.12. 1968. Systir Kristjáns er Þórey, f. 17.8. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 374 orð

Soffía Lárusdóttir

Í dag fylgjum við til grafar tengdamóður minni Soffíu Lárusdóttur. Kynni okkar Soffíu hófust fyrir 24 árum þegar ég kom með Brynjari syni hennar á heimili þeirra Sæmundar í Þorlákshöfn og hann kynnti mig fyrir foreldrum sínum. Ári síðar byrjuðum við að vinna í Þorlákshöfn og bjuggum þá á heimili þeirra hjóna. Góð vinátta tókst þá með okkur Soffíu sem síðan hefur styrkst í gegnum árin. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 155 orð

Soffía Lárusdóttir

Elsku amma okkar hefur nú fengið hvíldina eftir erfið veikindi sl. mánuði. Alltaf var gott að koma til hennar ömmu og fá hjá henni bestu kleinur í heimi og hlýjustu sokka og vettlinga sem til voru. Amma var dugleg kona og í veikindum sínum kvartaði hún aldrei. Af einstakri hugprýði mætti hún örlögum sínum með staðfastri trú á að hlutir hefðu sinn ákveðna gang í veröld okkar mannanna. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 230 orð

Soffía Lárusdóttir

Kær er minningin um þig, mamma mín, sem af trygglyndi og kærleika hélst fjölskyldu þinni saman þrátt fyrir andstreymi og hvassviðri í lífinu. Dugnaður þinn og fórnarlund fyrir börnin þín, er mér sterk minning um kærleika þinn. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 272 orð

Soffía Lárusdóttir

Elsku mamma mín. Ég sit hér umkringd blómum frá ættingjum og vinum og sé þig fyrir mér brosandi innan um þau. Það er svo sárt að þú skulir vera farin, en nú ert þú laus við kvalir og erfið veikindi, sú hugsun gerir þetta þolanlegra. Hvernig þú tókst á veikindum þínum er ólýsanlegt, slíkur var dugnaðurinn og alltaf varstu að hlífa okkur við óþarfa áhyggjum. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 90 orð

Soffía Lárusdóttir

Elsku amma mín. Nú ertu farin frá okkur og við munum ætíð sakna þín. En lífið gengur áfram og við vitum að nú líður þér betur. Við minnumst þess sem þú gerðir fyrir okkur, allra sagnanna sem þú sagðir okkur af strákunum þínum þegar þeir voru litlir. Og eins hvernig þú hugsaðir alltaf um okkur þegar eitthvað var að. En nú ertu farin á betri stað en þú verður ávallt með okkur í huga og sál. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 232 orð

Soffía Lárusdóttir

Elsku Soffía amma. Nú er sá tími kominn í lífi mínu að við þurfum að kveðjast. En þó að við kveðjumst og þú farir til himna veit ég að þú munt alltaf vera hjá mér og ert alltaf til staðar þegar eitthvað bjátar á. Ég mun aldrei gleyma þeim degi sem ég kom og heimsótti þig í síðasta skipti. Þau orð sem þú mæltir eru orð sem ætíð hafa verið og munu verða mér kær. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 111 orð

Soffía Lárusdóttir

Elsku amma mín. Það er komið að kveðjustund en svona gengur lífið fyrir sig. Ég á eftir að sakna þess að koma í heimsókn til þín, hjálpa þér eða gera eitthvað skemmtilegt. Ég man alltaf eftir því þegar þú varst að kenna mér að prjóna og sauma á saumavélina þína. Við saumuðum föt á Binna, bangsann minn. Svo bökuðum við kleinur saman og ég gerði risa kleinukall og þú hlóst að honum. Meira
13. ágúst 1999 | Minningargreinar | 514 orð

SOFFÍA LÁRUSDÓTTIR

SOFFÍA LÁRUSDÓTTIR Soffía Lárusdóttir fæddist á Sauðárkróki 4. september 1931. Hún andaðist á Landspítalanum 4. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þuríður Ellen Guðlaugsdóttir, f. 24.7. 1905, d. 29.9. 1961, og Lárus Kristinn Runólfsson hafnsögumaður, f. 22.6. 1903, d. 4.10. 1982. Lárus og Þuríður eignuðust fimm börn og var Soffía næstelst. Meira

Viðskipti

13. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 55 orð

Aukinn hagnaður Frumherja

HAGNAÐUR samstæðu Frumherja hf. nam 16,6 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 3,2 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra, eins og greint var frá í frétt sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Á töflunni koma fram helstu lykiltölur úr rekstri samstæðu Frumherja hf. fyrstu sex mánuði þessa árs. Meira
13. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 361 orð

Hagnaður bankans jókst um 144%

REKSTRARHAGNAÐUR Búnaðarbanka Íslands hf. fyrstu sex mánuði ársins 1999 var samkvæmt árshlutauppgjöri 805 milljónir króna fyrir skatta, en 590 milljónir eftir skatta. Þetta er næstum jafnmikill hagnaður og allt síðastliðið ár en þá var hagnaður bankans fyrir skatta 876 milljónir króna. Meira
13. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 412 orð

Hagnaður eykst um 45%

HAGNAÐUR Olíufélagsins hf. ­ ESSO var 234 milljónir króna á fyrstu 6 mánuðum þessa árs en 161 milljónir árið áður og nemur aukningin 45% milli ára. Rekstrartekjur Olíufélagsins hf. og dótturfélaga á þessu tímabili námu 5.151 milljón króna og hafa aukist um 96 milljónir milli ára, eða 2%. Rekstrargjöld án afskrifta hækkuðu ekki á milli ára. Meira
13. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 228 orð

Hækkanir á evrópskum mörkuðum

VERÐ á hlutabréfamörkuðum í Evrópu hækkaði að jafnaði um 2% í gær miðað við daginn á undan. Dollarinn hélst stöðugur og komst í það hæsta gagnvart jeni, evru og svissneskum franka í tvær vikur. Gengi dollarans gagnvart evru var 1,0630, hver evra. Dow Jones vísitalan hækkaði um 20 stig eða 0,18% og var í lok viðskipta 10.807,75 stig. Nasdaq vísitalan lækkaði um 16 stig og var 2. Meira
13. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 413 orð

Hækkunin jafngildir 6,3% verðbólgu á ári

UNDANFARNA þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,5% sem jafngildir 6,3% verðbólgu á ári. Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í ágústbyrjun 1999 var 190,2 stig og hækkaði vísitalan um 0,4% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 191,6 stig og hækkaði um 0,3%. Meira
13. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 115 orð

Innherjaviðskipti í FBA

VIÐSKIPTI voru með hlutabréf í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. fyrir samtals 93,9 milljónir króna í gær og voru það mestu viðskiptin á Verðbréfaþingi. Hækkaði gengi bréfa í FBA um 1,4% frá lokaverði á VÞÍ í fyrradag. Verðbréfaþingi bárust í gær þrjár tilkynningar um að innherjar í FBA hafi selt hlutabréf í bankanum. Meira
13. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 688 orð

Kostnaður um 2,5 milljarðar

RARIK, Hveragerðisbær og Ölfuss hafa undirritað samning um stofnun einkahlutafélags um jarðgufuvirkjun í Grensdal skammt frá Hveragerði og hefur félagið hlotið nafnið Sunnlensk Orka ehf. RARIK mun eiga um 90% í hinu nýja félagi en sveitarfélögin samanlagt 10% hlut, með möguleika á að auka hlut sinn í 25% síðar, samkvæmt hluthafasamningi. Meira
13. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 221 orð

Nýir erlendir verðbréfasjóðir

VÍB hefur hafið rekstur tveggja verðbréfasjóða sem fjárfesta í erlendum hlutabréfum. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að annars vegar sé um að ræða Sjóð 12, sem samanstendur af sjóðum virtra bandarískra verðbréfasjóðafyrirtækja, og hins vegar Sjóð 14, sem er áhættumeiri sjóður þar sem VÍB velur hlutabréfin. Meira
13. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 136 orð

Samið um byggingu nýrra höfuðstöðva

GENGIÐ var frá samningi í gær milli Carnitech A/S, dótturfyrirtækis Marel hf., og danska verktakafyrirtækisins A. Enggaard A/S um byggingu nýs verksmiðju- og skrifstofuhúsnæðis fyrir Carnitech A/S, en hinar nýju höfuðstöðvar verða byggðar í Stövring, skammt sunnan Álaborgar, við hraðbrautina sem liggur eftir Jótlandi. Meira
13. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 203 orð

Statoil hugsanlega einkavætt

STJÓRN norska olíufélagsins Statoil mun líklega mæla með einkavæðingu félagsins að hluta, í skýrslu sem berst olíumálaráðherra Noregs, Anne Enger Lahnstein, í dag. Stjórnin fundaði í síðustu viku til að ræða sjónarmið um framtíð norska olíuiðnaðarins, en innihald skýrslunnar hefur ekki verið gert opinbert. Meira

Fastir þættir

13. ágúst 1999 | Í dag | 39 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 13. ágúst, verður sextug Renata Vilhjálmsdóttir, kennari og leiðsögumaður í Brekkugerði í Biskupstungum. Hún og maður hennar, Gunnlaugur Skúlason, dýralæknir í Laugarási, taka á móti gestum á heimili sínu frá kl. 17 á afmælisdaginn. Meira
13. ágúst 1999 | Í dag | 41 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í gær, fimmtudaginn 12. ágúst, varð sjötugur Pálmi Guðmundsson, Hringbraut 52, Keflavík. Af því tilefni tekur hann og eiginkona hans, Jófríður Jóna Jónsdóttir, á móti ættingjum og vinum í sal Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, Víkinni, Hafnargötu 80, kl. 16. Meira
13. ágúst 1999 | Í dag | 40 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 13. ágúst, verður sjötíu og fimm ára Þórunn Gunnarsdóttir, húsmóðir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Þórunn og eiginmaður hennar, Matthías Björnsson, munu taka á móti gestum í dag í samkomusal á Hjallabraut 33, Hafnarfirði, eftir kl. 19.30. Meira
13. ágúst 1999 | Í dag | 23 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 13. ágúst, verður sjötíu og fimm ára Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, Reynistað við Skildinganes í Reykjavík. Meira
13. ágúst 1999 | Í dag | 29 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 13. ágúst, verður níræð Kristín Jónsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Helgi Kristjánsson, vélstjóri, sem lést 1976. Kristín er að heiman í dag. Meira
13. ágúst 1999 | Fastir þættir | 329 orð

A/V

A/V Helgi Bogason ­ Vignir Hauksson466 Unnar Atli Guðmundsson ­ Helgi Samúelsson424 Guðmundur Þ. Gunnarss. ­ Frímann Stefánss.397 Sigrún Pétursdóttir ­ Harpa Fold Ingólfsdóttir386 Þriðjudaginn 10. ágúst var spilaður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 22 para. Meira
13. ágúst 1999 | Í dag | 138 orð

DRAUMUR HJARÐSVEINSINS

Í birkilaut hvíldi ég bakkanum á, þar bunaði smálækjar spræna. Mig dreymdi, að í sólskini sæti ég þá hjá smámey við kotbæinn græna. Og hóglega í draumnum með höfuð ég lá í hnjám hinnar fríðustu vinu, og ástfanginn mændi ég í augun hin blá, sem yfir mér ljómandi skinu. Úr fíflum og sóleyjum festar hún batt, þær fléttur hún yfir mig lagði. Meira
13. ágúst 1999 | Fastir þættir | 576 orð

Ivanchuk úr leik eftir ótrúlegan afleik

30. júlí ­ 29. ágúst VASSILY Ivanchuk (2.702) er úr leik á heimsmeistaramótinu í skák eftir tap gegn rúmenska stórmeistaranum Liviu-Dieter Nisipeanu (2.584) í úrslitum fimmtu umferðar. Það kemur á óvart að Ivanchuk, einn sterkasti skákmaður heims, tapi fyrir manni sem er meira en hundrað stigum lægri á FIDE-stigalistanum. Meira
13. ágúst 1999 | Fastir þættir | 1988 orð

Meiri sátt um dómana en fyrr

DEILDAR meiningar hafa verið um ágæti þess að vera með kynbótahross og dóma á þeim á heimsmeistaramótunum en eftir ágætlega heppnaðan þátt kynbótahrossa á nýafstöðnu móti í Þýskalandi virðist sem staða þeirra í þessum mótum sé nú sterkari en áður. Meira
13. ágúst 1999 | Í dag | 420 orð

Mótorsport góður þáttur

ÁHUGAMAÐUR um rallíþróttina hafði samband við Velvakanda og vildi hann koma á framfæri ánægju sinni með umfjöllun þáttarins Mótorsport á Stöð 2 um rallíþróttina og bifreiðaíþróttir almennt. Segir hann að Birgir Bragason, umsjónarmaður Mótorsports, geri þessari íþrótt mjög góð skil. Meira
13. ágúst 1999 | Fastir þættir | 869 orð

(Ó)vænt endalok Og víst er það satt að lífið tekur enda, en endirinn er sjaldnast undirbyggður eins og í skáldsögum og

Á röskri göngu sinni um söguna hefur mannkynið lagt að baki næstum öll árin sem hefjast á nítjánhundruð og stendur nú andspænis hinu spánnýja ári 2000. Tímamótunum fylgir ákveðinn órói og óvissa og það er sennilega af slíkri taugaveiklun sem menn hafa kastað sér út í rökræður um hvort aldamótin séu um þessi áramót eða hin næstu. Meira
13. ágúst 1999 | Í dag | 75 orð

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á heimsmeistaramótinu í Las Vegas sem nú stendur yfir. Rússinn Fedorov (2.655) hafði hvítt og átti leik gegn Boris Gulko(2.615), Bandaríkjunum sem lék síðast 28. ­ Ha8-g8 og tvöfaldaði hrókana á g-línunni. 29. Bxe5! ­ Hxg5 30. Hh7+ ­ Ke6 31. Meira
13. ágúst 1999 | Í dag | 63 orð

Söfnuðu fyrir Rauða krossinn

ÞESSIR hressu krakkar frá Akureyri söfnuðu flöskum og notuðu ágóðann til að styrkja Rauða krossinn. Alls söfnuðu þau 3.510 krónum. Þau eru frá vinstri: Vigdís Arna Magnúsdóttir, Brynjar Darri Jónasson, Elvar Þór Bjarnason og Ólafur Jóhann Magnússon. Reyndar kváðust strákarnir hafa séð um söfnunina en af góðmennsku sinni leyfðu þeir henni Vigdísi Örnu að vera með á myndinni. Meira
13. ágúst 1999 | Í dag | 452 orð

Útiguðsþjónusta og fjölskylduhátíð í Laugardalnum

ÚTIGUÐSÞJÓNUSTA verður haldin á Laugardalsvelli sunnudaginn 15. ágúst næstkomandi. Við athöfnina syngur 1.000 manna kór undir stjórn Jóns Stefánssonar og 60 manna lúðrasveit leikur undir. Kristinn Sigmundsson syngur einsöng og biskup Íslands, sr. Karl Sigurbjörnsson prédikar. Að útiguðsþjónustunni á Laugardalsvelli standa allir kristnir söfnuðir í Reykjavíkurprófastsdæmi. Meira
13. ágúst 1999 | Í dag | 635 orð

VÍKVERJI hefur til margra ára notað Öskjuhlíðina sem útivistar- og göngu

VÍKVERJI hefur til margra ára notað Öskjuhlíðina sem útivistar- og göngusvæði og fagnaði því mjög á sínum tíma þegar fallið var frá hugmyndinni um Fossvogsbrautina sem átti meðal annars að liggja meðfram Öskjuhlíðinni sunnanverðri. Meira

Íþróttir

13. ágúst 1999 | Íþróttir | 95 orð

Ánægður fyrir hönd Henrys

ROGER Lemerre, þjálfari Frakka, segist ánægður með að útherjinn Thierry Henry skuli genginn í raðir Arsenal á Englandi frá Juventus á Ítalíu. Þjálfarinn sagði þetta er hann kynnti landsliðshóp sinn í gær. "Á HM í fyrra sagði hann mér að það væri draumur sinn að leika með Arsenal," sagði þjálfarinn um Henry. Meira
13. ágúst 1999 | Íþróttir | 54 orð

Eyjólfur fær lof hjá ARD

MARK Eyjólfs Sverrissonar, landsliðsmanns hjá Herthu Berlin, gegn Dortmund í deildarbikarkeppninni í júlí var tilnefnt sem eitt af fimm mörkum júlímánaðar í Þýskalandi hjá ARD- sjónvarpsrásinni. Eyjólfur var mjög lofaður fyrir kraft sinn og ósérhlífni, og sagður geta leikið allar stöður á vellinum og vera einn dýrmætasti leikmaður Berlínarliðsins. Meira
13. ágúst 1999 | Íþróttir | 195 orð

Graydon hrósar Sigurði Ragnari

SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson, framherji enska 1. deildarliðsins Walsall, fær mikið lof frá knattspyrnustjóra liðsins eftir frækilega framgöngu í sigri liðsins á Plymouth Argyle í deildarbikarkeppninni á þriðjudagskvöld. Leiknum lyktaði með 4:1-sigri Walsall og Sigurður Ragnar stal senunni er hann kom inn á sem varamaður á 80. mínútu og skoraði tvö góð mörk. Meira
13. ágúst 1999 | Íþróttir | 143 orð

Guðjón gaf Eyjólfi frí

GUÐJÓN Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, varð í gær við ósk Eyjólfs Sverrissonar ­ að fá frí frá vináttuleik Íslands og Færeyja á miðvikudaginn kemur í Þórshöfn. Álagið er mikið á Eyjólfi og samherjum hans hjá Herthu Berlin þessa dagana. Liðið lék Evrópuleik sl. Meira
13. ágúst 1999 | Íþróttir | 638 orð

Helgi Sigurðsson á leið til Grikklands

NORSKA úrvalsdeildarliðið Stabæk hefur samþykkt að selja Helga Sigurðsson til gríska 1. deildar liðsins Panathinaikos. Hugsanlegt kaupverð leikmannsins, sem er staddur í Grikklandi til viðræðna við forráðamenn félagsins, er yfir 100 milljónir ísl. króna. Meira
13. ágúst 1999 | Íþróttir | 292 orð

JULIO Cesar, hinn gamalreyndi b

JULIO Cesar, hinn gamalreyndi brasilíski varnarmaður, hefur gengið til liðs við þýska liðið Werder Bremen. Cesar, sem er 36 ára, hefur leikið að undanförnu með gríska stórliðinu Panathinaikos en yfirgefur nú herbúðir þess um leið og Helgi Sigurðsson gengur í raðir þess. Meira
13. ágúst 1999 | Íþróttir | 420 orð

KA og Þróttur Nes. ekki með í 1. deild

Miklar líkur eru til þess að liðum fækki um tvö í 1. deild karla í blaki fyrir næsta vetur. Þróttur, Neskaupstað, hyggst ekki senda lið í 1. deild að öllu óbreyttu en fjórir leikmenn hafa horfið úr herbúðum liðsins. Þess í stað hefur félagið tilkynnt þátttöku í 2. deild. Meira
13. ágúst 1999 | Íþróttir | 105 orð

Leiftur fékk skell í Brussel

LEIFTUR tapaði 6:1 fyrir Anderlecht í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópukeppninnar sem fram fór í Brussel í gær, staðan í hálfleik var 3:1. Mark Leifturs var sjálfsmark Belgans De Boeck á 26. mínútu, en áður hafði Goor komið Anderlecht yfir á 19. mínútu. Steinn V. Gunnarsson skoraði í eigin mark á 40. mínútu og kom Anderlecht í 2:1 áður en Goor skoraði á ný, 3:1, einni mínútu síðar. Meira
13. ágúst 1999 | Íþróttir | 74 orð

Makedónía í Kaplakrika

ÁKVEÐIÐ hefur verið að hinn þýðingarmikli leikur Íslands og Makedóníu í undankeppni Evrópukeppni landsliða í handknattleik karla fari fram í Kaplakrika í Hafnarfiðri sunnudaginn 19. september kl. 20. "Krikinn" hefur verið happavöllur landsliðsins í þýðingarmiklum leikjum. Seinni leikurinn fer fram í Skopje sunnudaginn 26. september. Meira
13. ágúst 1999 | Íþróttir | 772 orð

Naumt veganesti

KR-ingar fóru illa að ráði sínu gegn slöku liði Kilmarnock í fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli. Eftir að hafa haft tögl og hagldir í fyrri hálfleik og fengið nokkur upplögð marktækifæri var uppskeran rýr. Meira
13. ágúst 1999 | Íþróttir | 81 orð

Odd hefur augastað á Guðmundi

GUÐMUNDUR Benediktsson, miðvallarleikmaður KR, er undir smásjánni hjá norska úrvalsdeildarliðinu Odd Grenland. Liðið ætlaði upphaflega að senda menn til Íslands til að fylgjast með Guðmundi í leik með KR-liðinu gegn Kilmarnock á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Meira
13. ágúst 1999 | Íþróttir | 87 orð

Ríkharður með þrennu

RÍKHARÐUR Daðason skoraði þrennu er Viking frá Stafangri lagði landsmeistara Andorra, Principat, 7:0, í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í Stafangri. Ríkharður skoraði fyrsta mark sitt á 40. mínútu er hann kom Viking í 3:0 og síðan gerði hann sjötta og sjöunda mark liðsins á 72. og 82. mínútu. Meira
13. ágúst 1999 | Íþróttir | 63 orð

Tap fyrir Angóla

ÍSLENSKA kvennalandsliðið skipað stúlkum undir 20 ára hafnaði í átjánda sæti á HM í Kína ­ tapaði fyrir Angóla í síðasta leik sínum, 20:19, eftir að hafa haft yfir í leikhléi, 11:8. Íslenska liðið vann einn leik á mótinu ­ lagði Japan, sem varð í nítjanda sæti, 20:16, tapaði fyrir Hollandi, 28:23, Kóngó, 17:14, Noregi, 36:20, Ungverjalandi, 28:20, og Rúmeníu, 30:16. Meira
13. ágúst 1999 | Íþróttir | 349 orð

Tekst vængstýfðri sveit GA hið ómögulega?

SVEITAKEPPNIN í golfi hefst á Grafarholtsvelli Golfklúbbs Reykjavíkur á morgun og lýkur á sunnudag. Vitað er að titilhafarnir, Akureyringar í karlaflokki og Mosfellingar í kvennaflokki, munu eiga á brattann að sækja til að halda bikurum sínum. Sveitir Keilis eru sigurstranglegastar og kæmi engum á óvart ef klúbburinn ynni tvöfalt, líkt og hann gerði á Landsmótinu um síðustu helgi. Meira
13. ágúst 1999 | Íþróttir | 77 orð

Valsmenn senda Curkovic heim

VALSMENN hafa ákveðið að senda króatíska leikmanninn Davor Curkovic á ný til Króatíu. Valsmenn bundu vonir við komu leikmannsins enda ferilskrá hans í atvinnumennsku yfirgripsmikil, þar sem félagslið eins og Veróna, AC Mílan og Rauða Stjarnan voru nefnd til sögunnar. Meira
13. ágúst 1999 | Íþróttir | 947 orð

Verður örugglega "flugeldasýning"

ATLI Eðvaldsson, þjálfari KR, var vissulega ánægður með að lið sitt skyldi hafa náð að hrósa sigri er allt stefndi í markalaust jafntefli ­ nokkuð sem hefði valdið KR-ingum áhyggjum þegar haldið verður til Skotlands. Meira
13. ágúst 1999 | Íþróttir | 103 orð

Þórður Emil og Ívar koma langt að

ÞÓRÐUR Emil Ólafsson, sem hefur verið fremsti áhugamaður Skagamanna upp á síðkastið, kemur sérstaklega til Íslands til að leika með sveit Leynis í sveitakeppninni í Grafarholti. Golfklúbburinn tók þá ákvörðun að senda eftir Þórði, sem býr og starfar í Lúxemborg. Hann flýgur síðan aftur á brott þegar keppninni er lokið. Meira
13. ágúst 1999 | Íþróttir | 29 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Ásdís Marki fagnaðBJARKI Gunnlaugsson réttirupp hendur og fagnar sigurmarki Þórhalls Hinrikssonar, sem liggur á vellinumeftir að hafa skallað knöttinn í netið hjá Kilmarnock áLaugardalsvellinum í gærkvöldi, 1:0. Fóru illa... Meira

Úr verinu

13. ágúst 1999 | Úr verinu | 212 orð

Ný stjórn kjörin hjá Básafelli hf.

FJÓRIR nýir stjórnarmenn voru kosnir á hluthafafundi Básafells hf. sem haldinn var í gær. Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður frá Rifi, náði þá meirihluta í stjórninni í kjölfar þess að hann hefur keypt um það bil 40% hlut í fyrirtækinu. Ljóst var að breytingar myndu verða á stjórn félagsins í ljósi hlutafjárkaupa Guðmundar á hlutabréfum Arnars Kristinssonar og Olíufélagsins hf. Meira
13. ágúst 1999 | Úr verinu | 279 orð

Verðmæti aflans 5 milljörðum meira

HEILDARVERÐMÆTI fiskafla okkar í maí 1999 var rétt rúmir 5 milljarðar króna. Það er aukning um tæpar 300 milljónir króna miðað við sama mánuð í fyrra. Þá var heildarverðmætið rúmlega 4,7 milljarðar króna. Heildarverðmæti fiskaflans fyrstu 5 mánuði ársins var 27,5 milljarðar króna, sem er aukning um 5 milljarða miðað við sama tíma í fyrra. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

13. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 329 orð

"Á ég virkilega að hengja þetta á mig?"

"ÞAÐ sem stendur upp úr hjá mér er reyktur og grafinn lax," segir Una Sigurðardóttir, deildarstjóri í flugfreyjudeild hjá flugfélaginu Atlanta. Hún ferðast eins og gefur að skilja mikið í viðskiptaerindum, til að mynda til Bretlands og Bandaríkjanna, auk þess sem sem hún bjó um skeið á Ítalíu á árum áður. "Ég hef líka tekið upp á því að færa fólki krem úr Bláa lóninu. Meira
13. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 320 orð

Best að eiga hestastóð að norðan

"GÓÐ hönnun og gott handverk," svarar Eyjólfur Pálsson án þess að hika þegar spurt er hvað þurfi að einkenna minjagripi til gjafa. Eyjólfur er hönnuður og eigandi verslunarinnar Epal og hefur setið í stjórn Handverks og hönnunar. "Fyrir nokkrum árum var nánast kvöl að finna vandaða og vel unna íslenska gripi en þetta hefur mikið breyst. Meira
13. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1015 orð

Fatahönnuður með fiðrildi í maganum

Hátíska og nútími, selskinnsnærföt, fiðrildaklæði og fleira bar á góma í spjalli Ingu Rúnar Sigurðardóttur við Birnu Karen Einarsdóttur, sem nemur fatahönnun í Kaupmannahöfn. Meira
13. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 983 orð

Fléttur með fölsku ívafi Æ fleiri láta sig hafa það að sitja daglangt á hárgreiðslustofu þar sem þeir láta flétta hár sitt í

Æ fleiri láta sig hafa það að sitja daglangt á hárgreiðslustofu þar sem þeir láta flétta hár sitt í ótal örmjóar fléttur með gervihári í bland við eigið. Valgerður Þ. Jónsdóttir fylgdist með fléttukúnstinni og komst á snoðir um að nælonsokkur gegnir þýðingarmiklu hlutverki í að viðhalda greiðslunni. Meira
13. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 162 orð

Fróðleikur og fegurð handa gestum

GLERBRÉFAPRESSA með mynd af Alþingishúsinu við Austurvöll er vinsæl til gjafa þegar erlendir þingmenn og þingforsetar heimsækja Alþingishúsið í boði forseta Alþingis. Bækur um Ísland hafa einnig verið valdar til gjafa með sérprentaðri kveðju frá Alþingi Íslendinga," segir Belinda Theriault, starfandi forstöðumaður alþjóðasviðs Alþingis. Meira
13. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 807 orð

Glaðningur frá Ísa-fögru-landi

"ÞEGAR Íslendingar velja gjafir handa útlendingum hugsa þeir sig vandlega um og kaupa yfirleitt eitthvað sem þeir myndu sjálfir vilja eiga," sagði Silja Kristjánsdóttir, starfsstúlka í versluninni Islandia í Kringlunni, þegar Daglegt líf fór á stúfana í leit að mest keyptu minjagripum dagsins. Meira
13. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 21 orð

GOTNESK ÁHRIF Á DÆGURMENNINGU/2GLAÐNINGUR FRÁ ÍSA- K

GOTNESK ÁHRIF Á DÆGURMENNINGU/2GLAÐNINGUR FRÁ ÍSA- KÖLDU-LANDI /4HEILINN ER EINS OG GÆS SEM ÞARF AÐ GRÍPA Á RÉTTUM TÍMA/6MEÐ FIÐRILDI Í M Meira
13. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 491 orð

Hattarnir hennar Fríðar kveðja

DRING dring!!! "Hattabúðin Hadda, góðan dag." Góðan daginn, þetta er á Morgunblaðinu, er verslunin að hætta? "Ég er hrædd um það," svarar verslunardaman, "nú á allt á að seljast. Allir hattar eru á hálfvirði." Símtólinu er skellt á og í snatri er brunað niður á Hverfisgötu 35 þar sem verslunin hefur verið til húsa undanfarin 60 ár. Meira
13. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1645 orð

Heilinn er eins og gæs sem þarf að grípa á réttum tíma Frumur heilans eyðast hröðum skrefum í móðurkviði og eftir fæðingu og

HEILI átta mánaða gamals barns í móðurkviði hefur allt að því þrefalt fleiri heilafrumur en heili fullorðinnar manneskju og er fjöldi vísindamanna þeirrar skoðunar að örvun heilastarfsemi á meðgöngunni geti hindrað óhjákvæmilega eyðingu taugafruma eftir fæðingu. Meira
13. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 269 orð

Hið ritaða orð er áhrifamest

"ÉG FER nánast alltaf með eintak af Hávamálum á því tungumáli sem við á," svarar forstjóri Heimsferða, Andri Már Ingólfsson, að bragði þegar spurt er um bestu gjafavöruna. "Þótt spænsk eða ensk þýðing jafnist ekki fullkomlega á við frumtextann kemst inntakið vel til skila og erlendir vinir og viðskiptamenn eru jafnan lukkulegir með gjöfina. Meira
13. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 38 orð

Kirkjur, letur og bókmenntir

Frúarkirkjan í París og ákveðin leturgerð þykja táknræn fyrir gotneskan stíl. Dulúðugur og hrollvekjandi bókmenntir eru líka stundum kallaður gotneskar eða kirkjugarðs- eða hryllingsbókmenntir. Einn vinsælla nútímarithöfunda, sem hafa fjallað um efnið er Ann Rice. Meira
13. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 308 orð

Nennir síður að burðast með bækur

"ÞAÐ er nú algengast að við tökum með okkur lambakjöt þegar við förum til Finnlands að hitta vini og ættingja," segir Sigríður Anna Sigurðardóttir, gullsmiður í Hafnarfirði, sem rekur ásamt finnskum eiginmanni sínum gullsmíðaverkstæðið Sigga & Timo. "En af því að við rekum eigin verslun er líka mjög hentugt að grípa með sér gjafir þaðan. Meira
13. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 616 orð

Raftæki hengd á herðatré

ÁÐUR en langt um líður verður í bókstaflegri merkingu hægt að klæða sig í helstu heimilistæki. Í það minnsta í símann, geislaspilarann, loftvogina og miðstöðvarofninn. Breskir vísindamenn vinna nefnilega að því að fella þráðlaus og sveigjanleg raftæki inn í jakka, stuttbuxur, sundföt og fleiri flíkur og eru, að því er fram kemur í nýlegu tölublaði The Sunday Times, Meira
13. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 563 orð

Snældur fyrirlitla snillinga

FJALLAÐ er um áhrif sígildrar tónlistar á þroska fóstra í maíhefti Classic FM þar sem Vivaldi og Mozart þykja bera höfuð og herðar yfir önnur tónskáld. Viðhlítandi svör við því hvers vegna hin ófæddu börn kjósi þau umfram önnur fást ekki en getum að því leitt að kammerútsetningar komist betur til skila en önnur, hvað sem veldur. Meira
13. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 414 orð

Tengsl við trú, dulúð og hryllingsbókmenntir Margir þekkja gotneskan byggingarstíl, gotneskt letur og gotneskar bókmenntir.

UPPHAFLEGA gat einungis austur-germanska þjóðin Gotar kallað sig gotneska. Þessi þjóð sem á rætur að rekja til suðurhluta Svíþjóðar herjaði mikið á Rómverja og því töldu margir hana og allt gotneskt óheflað og ósmekklegt eftir því. Meira
13. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1332 orð

Tilfinningaríkt og leikrænt tjáningarform

ELÍSABET Rakel Sigurðardóttir og Guðrún Bernharðs eru tvítugar vinkonur sem leigja saman íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Auk þess að deila íbúðinni, deila þær sameiginlegum áhugamálum. Þær taka báðar virkan þátt í þeirri menningu sem kennd er við "goth", eins og þau vilja kalla hana. Meira
13. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 37 orð

Vísindamenn með skrýtnar hugmyndir vekja furðu, ótta eða aðdáun eftir atvikum. Sigur

Vísindamenn með skrýtnar hugmyndir vekja furðu, ótta eða aðdáun eftir atvikum. Sigurbjörg Þrastardóttir var ekki viss hvaða viðbrögð hæfðu best þegar hún heyrði af veðurglöggum skíðagöllum og lagvísum peysum sem að líkindum verða hluti af tæknivæddum flíkum framtíðarinnar. Meira
13. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 66 orð

(fyrirsögn vantar)

BÆKLINGURINN Handverk og hönnun á Íslandi (Crafts and Design from Iceland) geymir upplýsingar um helstu handverkshús, gallerí, vinnustofur og markaði hér og hvar á landinu. Hann var fyrst gefinn út sumarið 1997 af Handverki og hönnun með styrk frá smáverkefnasjóði landbúnaðarins og var að sögn aðstandenda vel tekið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.