Greinar þriðjudaginn 7. september 1999

Forsíða

7. september 1999 | Forsíða | 450 orð

Árásarmaðurinn var skotinn til bana

LÍFVERÐIR Hosni Mubaraks, forseta Egyptalands, skutu mann til bana sem ógnaði forsetanum með eggvopni í gær. Mubarak sakaði ekki. Forsetinn var á ferð í bifreið í borginni Port Said við Súes-skurðinn í Egyptalandi og veifaði mannfjölda úr bílglugganum er maður kom aðvífandi og ógnaði honum með eggvopni. Lífverðir Mubaraks skutu manninn umsvifalaust til bana. Meira
7. september 1999 | Forsíða | 106 orð

Kartöflubyssa gerð upptæk

Kartöflubyssa gerð upptæk Ósló. Reuters. LÖGREGLAN í Kristiansand Noregi hefur gert upptæka heimagerða fallbyssu, sem getur skotið kartöflum eða líkum hlutum allt að 50 metra, og sögð er lífshættuleg. Sex unglingar í Kristiansand settu byssuna saman eftir leiðbeiningum sem þeir fundu á Netinu. Meira
7. september 1999 | Forsíða | 228 orð

Rússar skutu á Serba í Kosovo

RÚSSNESKIR friðargæsluliðar í Kosovo skutu þrjá Serba til bana í gær, eftir að Serbarnir höfðu ráðist á fimm óvopnaða Kosovo-Albana við bæinn Ranilug í suðausturhluta héraðsins. Í tilkynningu frá friðargæsluliði Atlantshafsbandalagsins í Kosovo, KFOR, segir að nokkrir Serbar hafi gert árás á bíl Kosovo-Albana í dögun í gær. Meira
7. september 1999 | Forsíða | 484 orð

Þrýst á um komu friðargæsluliðs

ERLEND ríki þrýstu í gær á stjórnvöld í Indónesíu um að leyfa komu alþjóðlegs gæsluliðs til að freista þess að stilla til friðar í vargöld þeirri er geisar í A-Tímor eftir að ofstækisfullir stuðningsmenn stjórnvalda í Jakarta gengu berserksgang í höfuðborginni Dili og víðar með þeim afleiðingum að þúsundir manna neyddust eða voru neyddir til að flýja. Meira

Fréttir

7. september 1999 | Innlendar fréttir | 105 orð

45% umfangsmeiri en síðast

ÍSLENSKA sjávarútvegssýningin var 45% umfangsmeiri en sú síðasta, sýnendum fjölgaði og gestir hafa aldrei verið fleiri. Sýningunni lauk síðastliðinn laugardag. 16.993 gestir komu á sýninguna, þar af 960 erlendir gestir frá 41 landi. Nánast allt gistirými á höfuðborgarsvæðinu var upppantað meðan á sýningunni stóð. Meira
7. september 1999 | Miðopna | 1246 orð

Afkomandi stiftamtmannsins rennir fyrir lax á Íslandi

Carl Emil Bardenfleth var stiftamtmaður á Íslandi á fyrri hluta síðustu aldar. Hann sat á Alþingi eftir endurreisn þess 1845 sem fulltrúi konungs, átti í ritdeilu við Jón Sigurðsson, en beitti sér fyrir málstað Íslendinga í skóla- og menningarmálum. Meira
7. september 1999 | Erlendar fréttir | 290 orð

Albanska mafían hefur störf í Kosovo

ALBANSKA mafían, sem sumir telja grimmustu skipulögðu glæpasamtök Evrópu, hefur nú teygt anga sína til Kosovo-héraðs þar sem hún innheimtir eigin skatta á vöruflutningabifreiðar, gerir íbúðir og hús upptæk, stjórnar eiturlyfjasölu og seilist í alþjóðlegt hjálparfé. Meira
7. september 1999 | Erlendar fréttir | 420 orð

Arabískir Ísraelar grunaðir um aðild

LÖGREGLA í Ísrael hefur grun um að ísraelskir arabar hafi verið í tveimur bifreiðum, sem hlaðnar voru sprengiefni og sprungu í norðurhluta landsins á sunnudag, eftir að skrifað hafði verið undir samkomulag milli Ísraela og Palestínumanna. Meira
7. september 1999 | Erlendar fréttir | 355 orð

Áfall fyrir stjórn Schröders

ÞÝZKIR jafnaðarmenn töpuðu stórt í kosningum sem fram fóru á sunnudag til sambandslandsþinganna í Saarlandi og Brandenburg, héruðum þar sem hefð er fyrir mjög sterkri stöðu Jafnaðarmannaflokksins, SPD. Er þessi niðurstaða áfall fyrir ríkisstjórn Gerhards Schröders kanzlara, þar sem kosningar helgarinnar voru öðrum þræði álitnar vinsældakönnun ríkisstjórnarinnar. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 75 orð

Árekstur á Grensásvegi

ÁREKSTUR varð á Grensásvegi við Hvammsgerði um klukkan þrjú á sunnudaginn, er tveir fólksbílar rákust saman, þ.e. fyrirtækisbíll og stór fólksbíll. Ökumaður fyrirtækisbílsins var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, ásamt sex manns úr hinum bílnum, þ.e. fullorðnum farþega og fimm börnum. Ökumaður stóra fólksbílsins var fluttur á slysadeildina af lögreglu. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 139 orð

Átak gegn einelti fær styrk

HAFNARFJARÐARBÆR hefur veitt tveimur framtakssömum mönnum 150 þúsund króna styrk til eflingar átaks gegn einelti. Þeir Haraldur Ólafsson og Arnar Ægisson, starfsmenn í Setrinu, sem er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Setbergshverfi, hafa í sumar verið að vinna í átaki gegn einelti. Þeir hafa m.a. unnið við gerð bæklinga og veggspjalda, þar sem fjallað er um einelti. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 191 orð

Beitti kylfum og piparúða sér til varnar

RÁÐIST var að lögreglumönnum á skemmtistaðnum Sportkaffi við Þingholtsstræti Í Reykjavík aðfaranótt sunnudags og þurfti lögreglan að nota kylfur og piparúða sér til varnar. Óskað var eftir aðstoð lögreglu að veitingahúsi við Þingholtsstræti um miðnætti á laugardag, en þar áttu dyraverðir í erfiðleikum með gesti staðarins og óskuðu eftir aðstoð við að vísa fólki frá. Meira
7. september 1999 | Erlendar fréttir | 617 orð

Bíður nú framsals í þýzku fangelsi

BANDARÍSKI fjármálamaðurinn Martin Frankel var handtekinn á hóteli í Hamborg sl. laugardagskvöld, eftir að hafa verið á flótta undan réttvísinni í fjóra mánuði. Hann bíður nú framsals til Bandaríkjanna í þýzku fangelsi. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 208 orð

Bresk yfirvöld leita ættingja hermannanna BRESKA varnarmálaráðuneytið s

Bresk yfirvöld leita ættingja hermannanna BRESKA varnarmálaráðuneytið stendur nú fyrir leit að ættingjum mannanna sem fórust hér á landi með sprengjuflugvél breska flughersins árið 1941. Eins og Morgunblaðið greindi frá á laugardag fannst flak vélarinnar nýlega, ásamt jarðneskum leifum mannanna fjögurra sem voru um borð, á hálendinu milli Öxnadals og Eyjafjarðar. Meira
7. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 322 orð

Brýnt fyrir sjúkrahús út um landið

AÐALFUNDUR Landssambands sjúkrahúsa var haldinn á Akureyri sl. föstudag og laugardag. Þar fjallaði Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, m.a. um nauðsyn þess að sjúkrahúsin á landsbyggðinni störfuðu saman, án þess þó að hann hafi verið að hvetja til sameiningar þeirra. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 146 orð

Eitt tilboð barst í Norðfjarðarveg

EITT tilboð barst Vegagerðinni í framkvæmdir við Norðfjarðarveg við Neskaupstað og var það 163% af kostnaðaráætlun. Það er Haki ehf. á Neskaupstað sem átti tilboðið og býður rúmar 8,2 milljónir í verkið en kostnaðaráætlun er rúmar 5 milljónir. Meira
7. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 169 orð

Ekið á fimm stokkendur

EKIÐ var á fimm stokkendur á Drottningarbrautinni á Akureyri sl. laugardag. Þrjár þeirra drápust, ein slapp með skrekkinn og þá fimmtu fann lögreglan á Akureyri í kartölfugarði í Búðarfjöru, skammt frá Leirutjörninni og reyndist hún fótbrotin. Meira
7. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 428 orð

Ekki áhugi meðal íbúanna

ÁRMANN Búason, bóndi á Myrkárbakka og oddviti Skriðuhrepps, sagði að í skoðanakönnun samfara síðustu sveitarstjórnakosningum um vilja íbúa til sameiningar sveitarfélaga í Eyjafirði, hefði ekki einn einasti þeirra valið sameinigu allra sveitarfélaga í Eyjafirði sem fyrsta kost. Meira
7. september 1999 | Erlendar fréttir | 355 orð

Ekki ákveðið hvenær AusturEvrópuríki fá inngöngu í ESB

FLEST aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) vilja ekki slá því föstu á leiðtogafundi í Helsinki í desember hvenær löndunum fimm í Mið- og Austur-Evrópu, sem auk Kýpur eiga nú í viðræðum um ESB- aðild, á að gefast kostur á því að hljóta inngöngu í sambandið. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 114 orð

Eldur í íbúð í Kópavogi

TALSVERÐAR skemmdir urðu á rishæð í íbúðarhúsi við Holtagerði í Kópavogi um miðjan dag í gær. Eldri hjón sem búa í íbúðinni höfðu komið sér undan áður en Slökkvilið Reykjavíkur kom á vettvang og sakaði þau ekki. Reykkafarar fóru inn í íbúðina og tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins. Rífa þurfti úr veggjum og lofti til að hefta útbreiðslu eldsins. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi

ELDUR kom upp í íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi á Akranesi um klukkan hálftólf á sunnudagsmorgun, en kona og tvö börn, sem í íbúðinni voru, komust út úr henni og hringdu í neyðarlínuna. Að sögn lögreglu eru eldsupptök enn ókunn en talið er að eldurinn hafi kviknað inni í stofunni. Meira
7. september 1999 | Landsbyggðin | 236 orð

Engin merki um vatnssöfnun undir jöklinum

Fagradal-HELGI Björnsson jöklafræðingur segir að engin merki sjáist um það að vatn hafi safnast fyrir undir Mýrdalsjökli, en að núverandi mælingar í ánum séu sennilega ekki nægilega nákvæmar til að greina rennsli sem er til komið vegna jarðhita undir jöklinum. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Enn einn fjöldaárekstur

EINN einn fjöldaárekstur varð í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Að þessu sinni lentu fimm bifreiðar í árekstri á Miklubrautinni og varð að flytja tvo á slysadeild með sjúkrabifreið. Meiðsl þeirra voru þó ekki alvarlegs eðlis. Flytja varð tvær bifreiðanna af vettvangi með kranabifreið. Að sögn lögreglunnar voru allir í bílbeltum í bifreiðunum fimm utan eins. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 95 orð

Fámennir skólar styrktir

AÐALFUNDUR Kennarasambands Vestfjarða, sem haldinn var nýlega á Núpi í Dýrafirði, beinir þeim tilmælum til Sambands íslenskra sveitarfélaga, að það beiti sér gegn því að fámennir skólar í dreifbýli verði lagðir niður. Það mætti gera með sérstöku fjárframlagi til þeirra, sem gæti m.a. falist í því að laun skólastjóra við slíka skóla verði greidd sérstaklega af jöfnunarsjóði. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð

Fíkniefnaneytendur handteknir

LÖGREGLAN á Ísafirði handtók fimm manns aðfaranótt laugardags, en hún kom að fólkinu í íbúð í bænum þar sem það var að neyta fíkniefna. Í íbúðinni fundust tæki og áhöld til fíkniefnaneyslu ásamt leifum af fíkniefnum. Meira
7. september 1999 | Erlendar fréttir | 306 orð

Fjórir myrtir í Frakklandi

MAÐUR á fertugsaldri, sem átt hefur við geðræn vandamál að stríða, skaut fjóra ættingja sína til bana og særði einn mann í þorpinu Verger í vesturhluta Frakklands í gær. Að sögn lögreglu er mannsins nú leitað, en hann flúði af vettvangi eftir ódæðið. Fórnarlömbin voru þrjár konur á aldrinum 50-75 ára og 78 ára gamal karlmaður. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 560 orð

Fluguveiðiskóli á Langárbökkum

FLUGUVEIÐISKÓLI er í burðarliðnum og verður hann starfræktur á bökkum Langár á Mýrum frá og með næsta sumri. Skólinn verður í tíu tveggja daga hollum dagana 1.­ 21. júní, eða áður en hefðbundin vertíð hefst. Alls verða átta nemendur í hverju holli, eða sem svarar þeim stangarfjölda sem notaður er á þessum tíma. Meira
7. september 1999 | Miðopna | 967 orð

Formennska Íslands hefur verið árangursrík

WALTER Schwimmer er lögfræðingur og á langan feril að baki sem þingmaður Austurríska lýðflokksins ÖVP, sem er kristilegur demókrataflokkur. Á fundi ráðherranefndar Evrópuráðsins hinn 23. júní sl. var hann kjörinn til að taka við embætti framkvæmdastjóra stofnunarinnar af Svíanum Daniel Tarschys. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 135 orð

Fyrsta Samfylkingingar félagið

STOFNFUNDUR Samfylkingarinnar á Vestfjörðum var haldinn að Núpi í Dýrafirði hinn 4. september. Þetta er fyrsta Samfylkingarfélagið sem stofnað er á kjördæmavísu á landinu. Félagið heitir Samfylkingin á Vestfjörðum. Formaður var kjörinn Bryndís Friðgeirsdóttir, bæjarfulltrúi á Ísafirði. Aðrir í stjórn eru: Karvel Pálmason, Bolungarvík, Sigríður Ragnarsdóttir, Ísafirði, Ólafur B. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 439 orð

Gert án samráðs við Félag hrossabænda

KRISTINN Guðnason, formaður Félags hrossabænda, segir að ekkert samráð hafi verið haft við félagið um átak til að efla fagmennsku í hrossarækt, hestamennsku, hestaíþróttum og hestatengdri ferðaþjónustu sem landbúnaðarráðherra kynnti fyrir skömmu. Kristinn telur að undirbúa þurfi þetta átak betur og eins gerir hann athugasemd við að tengja eigi átakið sérstaklega við Skagafjörð. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 431 orð

Grafarvogsdagurinn haldinn hátíðlegur

GRAFARVOGSDAGURINN var haldinn hátíðlegur í annað sinn á laugardaginn og tókst vel að sögn aðstandenda. Yfirskrift dagsins var Máttur og menning og hófst dagskráin um morguninn með fjölmennri göngu frá Grafarvogskirkju að gamla kirkjustæðinu í Gufunesi. Á leiðinni voru sögulegir staðir skoðaðir undir leiðsögn Önnu Lísu Guðmundsdóttur frá Árbæjarsafni. Meira
7. september 1999 | Erlendar fréttir | 620 orð

Hillary og Bill Clinton á öndverðum meiði?

LEIÐTOGAR Bandaríkjamanna, sem eiga ættir að rekja til Rómönsku Ameríku, gagnrýndu Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, harðlega í gær fyrir að hafa hvatt eiginmann sinn, Bill Clinton Bandaríkjaforseta, til að draga til baka boð um að náða sextán meðlimi skæruliðahreyfingar í Púertó Ríkó, sem allir sitja í fangelsi í Bandaríkjunum. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 132 orð

Höfða mál gegn Ísafjarðarbæ

ÞRÍR húseigendur í Hnífsdal, sem áttu eignir á yfirlýstu snjóflóðahættusvæði þar, hafa ákveðið að höfða mál gegn Ísafjarðarbæ vegna kaupa bæjarins á húseignum þeirra með tilstyrk Ofanflóðasjóðs, en uppgjör vegna kaupanna fór fram í hitteðfyrra. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 333 orð

Kennarar semji um ofgreiðslu vegna þessa árs

ÁKVEÐIÐ hefur verið að senda öllum kennurum sem fengið hafa ofgreidd laun frá 1. ágúst 1997 yfirlit yfir greiðslur fyrir hvert ár og skora á þá sem fengið hafa ofgreidd laun á árinu 1999 að semja við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur um endurgreiðslu fyrir það ár. Ekki verður óskað eftir endurgreiðslu vegna áranna 1997 og 1998. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 280 orð

Krafist frávísunar frá Félagsdómi

LÖGMAÐUR Félags íslenskra leikskólakennara (FÍL) krefst þess að máli sem sveitarfélagið Árborg hefur höfðað gegn FÍL verði vísað frá Félagsdómi. Árborg höfðaði málið í þeim tilgangi að fá skorið úr um lögmæti uppsagna leikskólakennara sem starfa hjá sveitarfélaginu. Frávísunarkrafan var tekin fyrir í Félagsdómi í gær. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 391 orð

Kvartað undan umferðarhávaða við Lyngás

UMFERÐARHÁVAÐI við Hafnarfjarðarveg er líklega yfir viðmiðunarmörkum víða í húsum við veginn. Þrjár kvartanir vegna hávaða hafa borist bæjarstjórninni, ein þeirra frá Ásgeiri Long, íbúa við Lyngás. Ásgeir segir að hávaðann við Lyngás megi einkum rekja til mikillar og háværrar umferðar mótorhjóla niður Lyngásinn í viðgerðaraðstöðu neðar í hverfinu. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 1292 orð

Læknar verða að velja viðeigandi gjafa

AUGLÝST var eftir gjafaeggi í Morgunblaðinu um helgina og að sögn Þórðar Óskarssonar, yfirlæknis á tæknifrjóvgunardeild kvennadeildar Landspítala, hefur hann tvívegis áður rekist á samsvarandi auglýsingar. Í texta auglýsingarinnar segir m.a. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 241 orð

Lög takmarka ekki leit að eggjagjafa

EKKERT í lögum takmarkar auglýsingu eftir gjafa að eggjum fyrir tæknifrjóvgun en um síðustu helgi auglýsti kona eftir gjafa í Morgunblaðinu. Hins vegar er það talið varhugavert ef fólk fer að greiða hugsanlegum gjöfum eins og tíðkast sums staðar erlendis, að mati þeirra sem leitað var álits hjá. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 706 orð

Margir leita nýrra starfa

UM 75 lögreglumenn leita nú starfa á hinum almenna vinnumarkaði að því er Óskar Bjartmarz, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir. En stjórn Lögreglufélagsins telur að við núverandi aðstæður sé hagsmunum lögreglumanna best borgið í öðrum störfum. Meira
7. september 1999 | Erlendar fréttir | 320 orð

Meira en þúsund hafa farist

ÓTTAST er að meira en 220 hafi farist af völdum mikilla flóða í Zhejiang-héraði í Kína um helgina og hafa flóðin í Kína þá valdið dauða meira en þúsunds manna í ár. Ástandið er þó talsvert betra en í fyrra þegar fjögur þúsund manns fórust í verstu flóðum í Kína í meira en fjörutíu ár, að sögn Sólveigar Ólafsdóttur, sem starfar að upplýsingamálum fyrir Alþjóða Rauða krossinn í Kína. Meira
7. september 1999 | Landsbyggðin | 84 orð

Miklar vegaframkvæmdir á Tjörnesi

Laxamýri-Langþráðar vegabætur á Tjörnesi eru nú í augsýn en í sumar hefur verið unnið við þjóðveginn í norðurátt frá Héðinshöfða. Ljóst er að um mjög kostnaðarsamar breytingar á vegarkaflanum er að ræða og þykir mörgum sem hönnunarkostnaður sé of mikill og breytingarnar þurfi ekki að vera svo umfangsmiklar sem raun ber vitni. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 38 orð

Morgunblaðið/Egill Egilsson Indíáninn Mio

Morgunblaðið/Egill Egilsson Indíáninn Mio HANN Mio litli tók sig svo sannarlega vel út með indíánafjaðrir og heimasmíðaðan boga og í staðinn fyrir ör notaði hann sleikipinna og vildi endilega fá mömmu sína, Díönu, í indíánaleik með sér í góðviðrinu. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 468 orð

Mótfallnir tengingu við heimsmarkaðsverð

FORSTJÓRAR Olíufélagsins og Olís eru mótfallnir hugmyndum sem Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, hefur viðrað um að bensínverð skuli tengt heimsmarkaðsverði þannig að verð á bensíni geti breyst á tveggja til þriggja daga fresti eftir sveiflum á heimsmarkaðsverði. "Ég held að það yrði mjög í þá átt að rugla neytandann í ríminu. Við höfum reynt að breyta verði um mánaðamót. Meira
7. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 620 orð

Mun fleiri gistinætur en árið áður

FORSVARSMENN tjaldsvæðanna á Akureyri og í Húsabrekku og á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit eru nokkuð ánægðir með sumarið, enda gistinætur á svæðunum mun fleiri en í fyrra. Valur Hilmarsson, sem tekur tjaldsvæðið á Akureyri fyrir Skátafélagið Klakk, sagði að gestakomur á tjaldsvæðið við Þórunnarstræti hafi verið rúmlega 8.500. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 322 orð

Námsefnisgerð boðin út

RÍKISKAUP hafa fyrir hönd Námsgagnastofnunar auglýst eftir tilboðum í að semja kennsluefni í íþróttum, líkams- og heilsurækt. Þetta er í fyrsta sinn sem gerð námsefnis er boðin út á þennan hátt en til stendur að fleiri námsgreinar fylgi í kjölfarið. Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstjóri Námsgagnastofnunar, segir að þessi breyting sé í takt við nútímavinnuaðferðir. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 287 orð

Nokkrar fjárréttir haustið 1999

Auðkúlurétt í Svínavatnshr., A.-Hún.Laugardagur 11. sept. Áfangagilsrétt í Landmannaafrétti, Rang.Fimmtudagur 23. sept. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr.Sunnudagur 19. sept. Dalsrétt í Mosfellsdal, Kjós.Laugardagur 25. sept. Fellsendarétt í Miðdölum, Dal.Laugardagur 18. sept. Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang.Þrd. 14. sept. og sunnud. 19. sept. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 206 orð

Ólöglegum hugbúnaði útrýmt fyrir árslok

FYRSTU íslensku þýðingu Windows hefur verið skilað til yfirferðar hjá Microsoft-fyrirtækinu og er þýðing forritsins langt á veg komin að sögn Arnórs Guðmundssonar, deildarstjóra Þróunar- og áætlunardeildar menntamálaráðuneytisins. Meira
7. september 1999 | Erlendar fréttir | 144 orð

Pyntingar bannaðar

HÆSTIRÉTTUR Ísraels bannaði í gær leyniþjónustu landsins, Shin Beth, að beita aðferðum við yfirheyrslur á sakborningum sem mannréttindasamtök hafa sagt jaðra við pyntingar. Var haft eftir Aharon Barak, forseta hæstaréttar Ísraels, að notkun "aðferða sem miðast að því að beita fanga þrýstingi" væri ólögleg og að þessar aðferðir væri hægt að skilgreina sem pyntingar. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 590 orð

Sérfræðingar sakaðir um ófagleg vinnubrögð

ÍSLENSKIR, finnskir og austurrískir sérfræðingar, sem rannsökuðu ellefu lík í fjöldagröf í Ugljari í Kosovo í júlí sem talið er að séu af Serbum, eru sakaðir um ófagleg og óheiðarleg vinnubrögð af aðstoðardómsmálaráðherra Serbíu. Hann segir að stríðsglæpadómstóllinn í Haag og friðargæslusveitir NATO hafi skipulega unnið að því að koma í veg fyrir að hægt væri að bera kennsl á líkin. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 208 orð

Síðasta kvöldgangan í Viðey

NÚ er sá tími kominn, þegar flestum sumardagskrám lýkur. Svo er einnig í Viðey. Í dag verður kallað til kvöldgöngu í síðasta sinn á þessu sumri. Síðasta helgardagskráin er að baki. Eftir sem áður verður þó hægt að veita hópum leiðsögn. Þær ferðir þarf að panta sérstaklega hjá staðarhaldara. Í kvöld verður gengið um Suðaustureyna. Farið verður með Viðeyjarferjunni kl. 19.30. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 725 orð

Skynmat mikilvægt

DAGANA 9. til 11. september nk. verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík ráðstefna um skynmat og gæðamál í matvælaframleiðslu. Að ráðstefnunni standa Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, SIK og SMRI í Svíþjóð, MATFORSK í Noregi, VTT í Finnlandi og Bioteknologisk Institut í Danmörku. Meira
7. september 1999 | Erlendar fréttir | 262 orð

Sotheby's seldi fölsuð húsgögn um árabil

TALSMENN alþjóðlega uppboðsfyrirtækisins Sotheby's viðurkenndu um helgina að Sotheby's hefði um árabil selt fölsuð húsgögn og hafa tveir háttsettir yfirmenn í húsgagnadeild fyrirtækisins þegar sagt af sér vegna málsins. Frá þessu var sagt í helgarblaðinu The Sunday Times á sunnudag. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Sótt um framhald greiðslustöðvunar

Á FUNDI á Húsavík í dag verður lánardrottnum Kaupfélags Þingeyinga kynnt fyrirætlan um að sækja um áframhaldandi greiðslustöðvun fyrirtækisins. Kaupfélagið hefur haft greiðslustöðvun undanfarna mánuði og sagði Gísli Baldur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og umsjónarmaður með fyrirtækinu á greiðslustöðvunartímabilinu, Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 155 orð

Sæstrengur er margfalt dýrari

HAUKUR Tómasson, ráðgjafi hjá Orkustofnun, telur hugmynd Katrínar Fjeldsted alþingismanns, um flutning raforku með sæstreng til Austurlands, fela í sér margfalt meiri kostnað en væri raforkan flutt landleiðina. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 459 orð

Tíð umferðaróhöpp í Reykjavík

MIKIÐ hefur verið um umferðaróhöpp undanfarna daga án þess að lögreglan treysti sér til að tilgreina ástæður þeirra til hlítar. Ljóst er þó að mörg umferðarmannvirki í borginni anna vart þeirri umferð sem er á álagstímum. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 196 orð

Tvö óformleg tilboð hafa borist

HÓTEL Flókalundur í Vatnsfirði á Barðaströnd er til sölu. Hótelið var auglýst til sölu um síðustu helgi og hafa þegar tvö óformleg tilboð borist í hótelið, að sögn Péturs Sigurðssonar, forseta Alþýðusambands Vestfjarða. Sambandið er stærsti eignaraðili hótelsins ásamt verkalýðsfélaginu Baldri á Ísafirði og Eflingu í Reykjavík. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 203 orð

Tæki sem greinir heilablóðfall

HJÁ Taugagreiningu hf. er í þróun nýtt tæki sem greinir heilablóðfall á skjótari hátt en nú þekkist. Að sögn Egils Mássonar framkvæmdastjóra getur tækið greint heilablóðfall innan tíu mínútna. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 50 orð

Valt eftir árekstur

ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið eftir að bifreið hans lenti í árekstri við aðra á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Grensásvegar um miðjan laugardag með þeim afleiðingum að önnur bifreiðin valt og lenti upp á umferðareyju. Kranabifreið var kölluð á vettvang til að fjarlægja báðar bifreiðarnar. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 372 orð

Vandræði þar til fleira fólk fæst til starfa

ILLA gengur að ráða fólk til starfa í heilsdagsskólum í grunnskólum Reykjavíkur og er svo komið að vandræði hafa skapast í sumum skólum. Ragna Ólafsdóttir, skólastjóri Melaskóla, segir að verr hafi gengið að ráða starfsfólk í heilsdagsskólann hjá þeim en áður. "Það vantar að minnsta kosti sex manns hjá okkur ennþá," segir Ragna. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 451 orð

Verður seldur dreifðum hópi að loknu forvali

UNNIÐ er að undirbúningi forvals þar sem væntanlegir kaupendur að hlut ríkisins í Fjárfestingabanka atvinnulífsins verða valdir. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi að ákveðið væri að hlutur ríkisins í FBA yrði seldur í einu lagi en dreifðum hópi. Forval vegna sölunnar fari væntanlega fram eftir eina til tvær vikur og salan nokkrum vikum síðar. Meira
7. september 1999 | Erlendar fréttir | 731 orð

Vopnaðir ofstækismenn ganga berserksgang í Dili

ALGERT stjórnleysi og ógnarástand ríkti í gær í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, er vopnaðir hópar, andstæðinga sjálfstæðis héraðsins frá Indónesíu, gengu berserksgang í borginni með drápum og óhæfuverkum. Virtist allt benda til þess að verið væri að koma sem flestum stuðningsmönnum sjálfstæðis A- Tímor, frá eyjunni og líktu sjónarvottar aðferðum ofstækismannanna við "pólitískar hreinsanir". Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 148 orð

Yfir 18% hækkun grænmetis

HÆKKUN á grænmetisverði milli mánaðanna júlí og ágúst um 18,2% olli því að vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2%. Tómatar og agúrkur hækkuðu um 22% í verði og kál hækkaði um rúm 60% milli mánaðanna. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 227 orð

Yfir 500 manns í Kópavogssundi

AFHENDING verðlauna vegna Kópavogssunds fer fram í Sundlaug Kópavogs kl. 12 í dag. Rúmlega 500 manns tóku þátt í sundinu og var synt frá kl. 7 á sunnudagsmorgun til kl. 22 um kvöldið. Var þetta í sjötta sinn sem Kópavogssund var synt. Lengst allra þátttakenda synti Rakel Ingólfsdóttir úr aldurshópi 13­17 ára, en hún synti 28,1 km. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 588 orð

Yfirlýsing frá Verðbréfaþingi Íslands hf. Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Verðbréfaþings Íslands hf. "Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið rætt um hugsanlegt vanhæfi þriggja stjórnarmanna Verðbréfaþings Íslands hf. til að fjalla um hvort samþykktir Skagstrendings hf. fái staðist þær kröfur sem gerðar eru til hlutafélaga sem skráð eru á þinginu. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Þingflokkur VG á ferð um Vestfirði

ÞINGMENN Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs verða á ferð um Vestfjarðakjördæmi dagana 7.­9. september. Fyrirtæki og stofnanir verða heimsótt og fundað með forystumönnum sveitarfélaga og verkalýðshreyfingar. Einnig verður efnt til opinna funda þar sem atvinnu- og byggðamál verða sérstaklega til umræðu. Þriðjudagskvöldið 7. september kl. 20. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 761 orð

Þjóðsöngurinn til verndar hálendinu

Milli 120 og 140 manns komu saman við stíflustæði fyrirhugaðs Eyjabakkalóns á laugardag til þess að mótmæla fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum. Ragna Sara Jónsdóttir blaðamaður og Árni Sæberg ljósmyndari fylgdust með framkvæmd táknræns gjörnings á hálendinu. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 604 orð

Þróa nýtt tæki til að greina heilablóðfall

NÝTT TÆKI sem greinir heilablóðfall á skjótan hátt er nú í þróun hjá Taugagreiningu hf. Að sögn Egils Mássonar framkvæmdastjóra er nýja tækið mun fljótvirkara en heilarit sem nú er notað og getur greint heilablóðfall innan tíu mínútna. Tækið byggist á aðferð sem þróuð var af læknum við háskólasjúkrahúsið í Düsseldorf, og hefur Taugagreining hf. einkarétt á hagnýtingu þessarar aðferðar. Dr. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð

Ævintýraferð Land Rover- eigenda

HIN árlega ævintýraferð Land Rover er fyrirhuguð laugardaginn 18. september næstkomandi fyrir Land Rover-eigendur sem er boðið að koma með og taka þátt í skemmtilegri dagsferð ásamt mörgum öðrum Land Rover-eigendum. Áætlað er að leggja af stað frá B&L, Grjóthálsi 1, kl. 9 að morgni og verður stefnt á Þingvöll. Þaðan verður keyrt línuveginn á bak við Skjaldbreið og inn á Kaldadal. Meira
7. september 1999 | Innlendar fréttir | 65 orð

Öll tilboð undir áætlun

FJÖGUR tilboð bárust Vegagerðinni í framkvæmdir við Villingaholtsveg og voru þau öll undir kostnaðaráætlun en hún er rúmar 35,6 milljónir. Lægsta tilboð á Vörubílstjórafélagið Mjölnir, Árnessýslu, sem býður rúmar 27,7 millj. Næsta boð á Suðurverk hf., Hvolsvelli, sem býður rúmar 28,7 millj., þá Ræktunarsamband Flóa- og Skeiða, Selfossi, sem býður 31,6 millj. og Vélgrafan ehf. Meira

Ritstjórnargreinar

7. september 1999 | Leiðarar | 716 orð

FJARNÁM

FJARNÁM með aðstoð tölva og nýrrar fjarskiptatækni er vafalítið ein mesta bylting sem orðið hefur í menntamálum í seinni tíð. Fjarnám hefur vissulega verið stundað lengi með ýmsum hætti, einkum með bréfum, en ljóst má vera að ný tölvu- og fjarskiptatækni hefur opnað þessari tegund náms aðra vídd. Hægt er að vera í beinu sambandi við kennarann þó að hann sé staddur í öðru landi. Meira
7. september 1999 | Staksteinar | 489 orð

Sérkennilegur flótti

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra svarar Jóni Ólafssyni eða ummælum hans í DV um helgina, þar sem hann lýsir því yfir að hann hafi flutzt af landi brott og til Bretlands vegna umhyggju fyrir menntun barna sinna. Meira

Menning

7. september 1999 | Bókmenntir | 597 orð

Að yfirgefa...

eftir Hanif Kureishi, þýðandi Jón Karl Helgason, Bjartur, Reykjavík, 1999, 111 bls. SÖGUHETJA og sögumaður Náinna kynna hyggst yfirgefa konu og tvo syni að morgni. Frásögnin á sér öll stað um kvöld. "Þetta er hið dapurlegasta kvöld því ég er á förum og kem ekki aftur" (5); þannig hefst bókin. Meira
7. september 1999 | Fólk í fréttum | 201 orð

Alltaf í boltanum! Körfuhafnabolti (Baseketball)

Leikstjóri: David Zucker. Handritshöfundar: David Zucker, Robert LoCash, Lewis Friedman og Jeff Wright. Aðalhlutverk: Trey Parker og Matt Stone. (99 mín.) Bandarísk. CIC-myndbönd, ágúst 1999. Öllum leyfð. Meira
7. september 1999 | Menningarlíf | 519 orð

Belgurinn axlaður

SAGNABELGUR, úrval smásagna eftir Þórarin Eldjárn, kom út nýlega, en margar smásagna hans hafa lengi verið ófáanlegar á prenti. Bókin er m.a. gefin út í tilefni af 25 ára rithöfundarafmæli Þórarins, en ljóðabókin Ydd (1984) var einnig endurútgefin á árinu. Með útgáfu Ydds og Sagnabelgs er á vissan hátt litið yfir rithöfundarferil þinn. Meira
7. september 1999 | Fólk í fréttum | 47 orð

Bellucci í Feneyjum

Bellucci í Feneyjum ÍTALSKA leikkonan Monica Bellucci er stödd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum til að kynna mynd leikstjórans Richards Brandts Frank Spadone. Hún lék nýverið í myndinni Undir grun á móti Morgan Freeman og Gene Hackman og var tilnefnd til frönsku César-verðlaunanna fyrir frammistöðu sína í Íbúðinniárið 1996. Meira
7. september 1999 | Fólk í fréttum | 542 orð

BÍÓIN Í BORGINNI

The Big Swap Fimm pör í dáðlausu framhjáhaldi. Kemst hvorki að kjarnanum né niðurstöðu en nokkrir leikaranna sýna ágæt tilþrif. Svikamylla Meistaraþjófarnir Sean Connery og Catherine Zeta Jones gerast milljarðaræningjar. Það er stíll yfir þeim og myndinni, sem er vel lukkuð afþreying. Meira
7. september 1999 | Kvikmyndir | 546 orð

Breytingar til bóta en léttvægir leikendur

Leikstjóri John McTiernan. Handritshöfundar Leslie Dixon, Kurt Wimmer. Kvikmyndatökustjóri Tom Priestley, jr. Tónskáld Bill Conti. Aðalleikendur Pierce Brosnan, Rene Russo, David O'Leary, Faye Dunaway, Ben Gazzara. 110 mín. Bandarísk. MGM, 1999. Meira
7. september 1999 | Tónlist | 472 orð

Fallegur og þéttur hljómur

Kór Flensborgarskólans flutti íslensk og erlend söngverk undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Sunnudagurinn 5. september, 1999. HAFNARFJÖRÐUR getur státað af blómlegu tónlistarlífi, sérstaklega góðum kórum og glæsilegum nýbyggðum tónlistarskóla, sem í framtíðinni á eftir að skila bænum hópi vel menntaðs tónlistarfólks og vera miðstöð þess faguruppeldis og sjálfsögunar, Meira
7. september 1999 | Fólk í fréttum | 434 orð

Fengu nafnið lánað af irkinu

FIMMTÁNDA stefnumót Undirtóna á Gauki á Stöng verður í kvöld og munu hljómsveitirnar Dead Sea Apple, Url og Dan motan koma þar fram. Sú síðastnefnda er ættuð úr bítlabænum Keflavík og vann hljómsveitakeppnina Rokkstokk sem haldin var þar í bæ árið 1997. "Þá fengum við stúdíótíma í verðlaun en vorum fyrst í vor að nota þá," segir Jón Björgvin Stefánsson, gítarleikari sveitarinnar. Meira
7. september 1999 | Kvikmyndir | 315 orð

Freud hefði skilið hann

Leikstjóri: Harold Ramis. Aðalhlutverk: Robert De Niro, Billy Crystal, Lisa Kudrow og Chazz Palmiteri. Warner Bros. 1999. ÞAÐ er erfitt að ímynda sér nokkurn annan en Robert De Niro í öðru aðalhlutverkinu í bandarísku gamanmyndinni "Analyze This", sem frumsýnd var um helgina. Meira
7. september 1999 | Menningarlíf | 94 orð

Hjörtur Hjartarson sýnir í Ósló

NÚ stendur yfir sýning Hjartar Hjartarsonar í IS Kunst gallery & café í Ósló. Yfirskrift sýningarinnar er Fólk, nýjar teikningar og sækir Hjörtur hugmyndir sínar í atburði hversdagsins. Hjörtur útskrifaðist úr MHÍ árið 1996 og frá Granada á Spáni ári síðar. Hjörtur hélt sýningu á Spáni í sumar og í Bílar og list í Reykjavík. Meira
7. september 1999 | Fólk í fréttum | 151 orð

Hótel Búðir sigruðu í myrkrinu

HIÐ árlega knattspyrnumót Pub Cup var haldið á Tungubökkum við Mosfellsbæ um helgina. Eftir harðvítuga keppni sem stóð fram á kvöld bar Hótel Búðir sigurorð af Kaffibarnum í úrslitaleik með tveimur mörkum gegn einu. Var þá komið svartamyrkur svo leikmenn áttu erfitt með að sjá völlinn, hvað þá knöttinn, og setti það mark sitt á leikinn. Meira
7. september 1999 | Kvikmyndir | 372 orð

Í leit að lífi

Walter Salles/Brasilía 1998. UM AÐALJÁRNBRAUTARSTÖÐINA í Ríó de Janeiro fara þúsundir manna á dag. Mitt í þessum ys og þys, skít og hávaða situr hin fúla Dora, sem eitt sinn var kennari, en skrifar nú bréf fyrir fólk sem hún fyrirlítur. Ana kemur með níu ára son sinn, Josué, til Doru og lætur hana skrifa bréf til föður hans sem hann hefur aldrei þekkt. Meira
7. september 1999 | Menningarlíf | 400 orð

Jazzhátíð Reykjavíkur haldin í níunda sinn

NÍUNDA Jazzhátíð Reykjavíkur verður sett 8. september í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Dixilandhljómsveit Árna Ísleifs ríður á vaðið, síðan leikur hljómsveitin The Immigrants frá Svíþjóð og loks tríó Agnars Más Magnússonar. Um kvöldið leika The Immigrants í Súlnasal Hótels Sögu og Hilmar Jensson heldur útgáfutónleika með sextetti sínum í Kaffileikhúsinu, en þar leika m.a. Meira
7. september 1999 | Fólk í fréttum | 357 orð

Kafað í Pál Óskar

PÁLL ÓSKAR Hjálmtýsson hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðustu ár, en þó er langt síðan hann sendi síðast frá sér sólóskífu, Seif kom út 1996. Páll er nú staddur í hljóðveri í Wales að leggja síðustu hönd á nýja plötu sem hann vinnur með nokkrum frammámönnum í íslenskri danstónlist. Meira
7. september 1999 | Fólk í fréttum | 838 orð

Kátt á laugardagskvöldið á Broadway

ÞAÐ var sannarlega kátt hérna á laugardagskvöldið á veitingahúsinu Broadway, þar sem fluttar voru perlur frá fyrstu árum íslenskrar dægurtónlistar fyrir troðfullu húsi. Í upphafi dagskrárinnar flutti Björn Th. Meira
7. september 1999 | Fólk í fréttum | 184 orð

KLÁMFENGIÐ SAMBAND LOFSUNGIÐ

ÍTALSKIR gagnrýnendur héldu vart vatni yfir lítt þekktri kvikmynd svo til óþekkts belgísks leikstjóra á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og sögðu hana koma sterklega til greina í keppninni um gullljónið. Meira
7. september 1999 | Skólar/Menntun | 1039 orð

Krafa um menntun í ferðaþjónustu Nemendur geta farið í starfsþjálfun meðfram námi á annarri önn Kennsla fer fram á kvöldin.

Nemendur geta farið í starfsþjálfun meðfram námi á annarri önn Kennsla fer fram á kvöldin. Kennd verður löggjöf í ferðamálum FERÐAMÁLASKÓLINN í Kópavogi hefur um nokkurt skeið boðið upp á leiðsögunám, alþjóðlegt ferðaskrifstofunám og tveggja anna ferðafræðinám. Í janúar á næsta ári verður skipulagi ferðafræðinámsins breytt. Meira
7. september 1999 | Myndlist | 1090 orð

"List um list"

Opið alla daga frá kl. 12­18. Lokað mánudaga. Til 10. október. Aðgangur 200 krónur. Skrá í formi hugleiðinga um nútíma forvörslu 200 kr. FORVARSLA er heitið á viðgerðum hvers konar handgerðra listaverka sem listíða, og telst mikið mál í heimi hér. Meira
7. september 1999 | Skólar/Menntun | 223 orð

Námskeið styrkt af Comeníusi

SAMTALS 39 þátttakendur frá 19 löndum tóku nýlega þátt í námskeiði á Varmalandi um notkun Netsins í námi og kennslu. Símenntunarstofnun Kennaraháskóla Íslands fékk Sókrates/Comeníusar-styrk til að halda námskeið fyrir kennara hvaðanæva úr Evrópu. Samstarfsaðilar Símenntunarstofnunar KHÍ eru University of Stratclyde í Glasgow og Pädagogische Akademie des Bundes í Salzburg. Meira
7. september 1999 | Skólar/Menntun | 182 orð

Nýjar bækur GEITUNGURINN 1

GEITUNGURINN 1 eftir Árna Árnason og Halldór Baldurssoner verkefnabók handa börnum á forskólaaldri, einkum ætluð börnum sem farin eru að sýna áhuga á stöfum og tölum. Í fréttatilkynningu segir að bókin sé samin með það fyrir augum að veita undirbúning fyrir lestrarnám barna. Meira
7. september 1999 | Skólar/Menntun | 157 orð

Nýjar bækur MUNDOS 1 e

MUNDOS 1 er kennsluefni í spænsku fyrir byrjendur í þýðingu Sigurður Hjartarson. Bókin skiptist í fjóra þætti: lesbók, vinnubók, þrjár hljóðsnældur og kennarahandbók. Í bókinni er þrjátíu og einn leskafli með samtölum og fræðslutextum. Auk þess eru í henni málshættir, söngvar og ljóð. Meira
7. september 1999 | Menningarlíf | 82 orð

Orgeltónleikar í Selfosskirkju

TÓNLEIKARÖÐ Selfosskirkju verður framhaldið í kvöld, þriðjudagskvöld. Þá leikur Reynir Jónasson, organisti við Neskirkju í Reykjavík, á orgelið kl. 20.30. Reynir hóf nám í orgelleik hjá Páli Kr. Pálssyni og var í einn vetur við nám í Danmörku. Hann stundaði nám hjá dr. Róbert A. Ottóssyni í söngstjórn og tónfræði. Hann var organisti og stjórnandi lúðrarsveitar á Húsavík. Meira
7. september 1999 | Tónlist | 870 orð

Sinfónían á Naxos

Jean Síbelíus: Sinfónía nr. 2 í D-dúr op. 43. Stormurinn ­ svíta nr. 1 op. 109 nr. 2. Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari. Útgáfa: Naxos 8.554266. Lengd: 68,08. Verð: 690 kr. (Japis). Meira
7. september 1999 | Fólk í fréttum | 65 orð

Táningur selur 6 milljónir

POPPSTJARNAN Britney Spears er fyrsta táningsstúlkan sem nær að selja 6 milljónir eintaka af breiðskífu sinni í Bandaríkjunum. Spears, sem er 17 ára, náði þessum árangri með fyrstu breiðskífu sinni, Baby One More Time, og slær þar með met LeAnn Rimes, sem seldi breiðskífuna Blue í 5 milljónum eintaka. Meira
7. september 1999 | Menningarlíf | 882 orð

Tekur á umbrotatímum í sögu írskrar þjóðar

Söguleg skáldsaga frá írska rithöfundinum Roddy Doyle Tekur á umbrotatímum í sögu írskrar þjóðar NÝJASTA bók írska rithöfundarins Roddys Doyles er söguleg skáldsaga og óhætt er að segja að Doyle hafi ekki skort metnað eða hugrekki er hann ákvað viðfangsefni bókarinnar, Meira
7. september 1999 | Menningarlíf | 244 orð

Tímarit ÍSLENSKT mál og almenn mál

ÍSLENSKT mál og almenn málfræði 19.­20. árgangur er komið út. Útgefandi er Íslenska málfræðifélagið og er þetta nokkurs konar afmælishefti þar sem nú eru liðin 20 ár frá stofnun félagsins. Fremst í heftinu eru fáein minningarorð um prófessor Bruno Kress, sem lést haustið 1997, níræður að aldri. Meira
7. september 1999 | Skólar/Menntun | 276 orð

Tónlistarskóli í Fylkishöll

TÓNLISTARSKÓLI Árbæjar hefst 13. september næstkomandi í nýju húsnæði sem hefur verið innréttað í Fylkishöllinni gegnt Árbæjarsundlaug. Stefán S. Stefánsson skólastjóri segir að í húsinu efli börnin þar með bæði líkama og sál. Stefán var áður með Nýja músíkskólann en gerði á liðnu ári þjónustusamning við Reykjavíkurborg og breytti nafni skólans í kjölfarið. Meira
7. september 1999 | Fólk í fréttum | 89 orð

Við Skólavörðuholtið hátt

TÍSKUSÝNING var haldin í kvenfataversluninni Man í tilefni af því að hún flutti á Skólavörðustíg 14. Fatnaðurinn sem sýndur var kemur frá þýska fyrirtækinu Ane Kenssen og einnig voru sýndar prjónavörur frá ítalska fyrirtækinu Franco Ziche. Þá var sýndur kvöldfatnaður frá Renata Nucci. Meira
7. september 1999 | Skólar/Menntun | 94 orð

Viðurkenning fyrir mætingu

STJÓRNENDUR Húsaskóla í Reykjavík ákváðu á liðnum vetri að veita nemendum í 8.­10. bekkjar sérstaka viðurkennningu ef þeim tækist að fá 10 í mætingu á vorönn. Viðurkenningin fólst í óvissuferð en farið var í Hvammsvík í Hvalfirði, siglt á kajak og slegið upp grillveislu á eftir. Ferðin tókst afar vel og komu ferðalangar þreyttir en ánægðir heim. Meira

Umræðan

7. september 1999 | Bréf til blaðsins | 309 orð

Á jafnréttisdegi

ÖRYRKJUM í Reykjavík er eins og öðrum skylt að skila sinni skattskýrslu til Skattstjórans í Reykjavík, Tryggvagötu 19. Þegar þangað er komið er há brún af gangstétt að inngangi, engum í hjólastól er mögulegt að komast þetta án aðstoðar. Meira
7. september 1999 | Bréf til blaðsins | 343 orð

Ekki eru allir sammála um þýðingu dansins

Í ágætri grein um aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla sem birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 31. ágúst síðastliðinn er eftirtektarvert að ekki er minnst einu orði á dans. Sá sem tekur viðtalið við menntamálaráðherra er blaðamaður að nafni Gunnar Hersveinn. Nú þekki ég ekkert til þessa blaðamanns en eftir nafninu að dæma er hér um karlmann að ræða. Meira
7. september 1999 | Aðsent efni | 786 orð

Flugvöllur í Reykjavík eða Keflavík

Virðist mér augljóst, segir Sigríður Jóhannesdóttir, að milljörðunum væri betur varið til uppbyggingar Keflavíkurflugvallar og til að bæta samgöngur milli Reykjavíkur og hans. Meira
7. september 1999 | Aðsent efni | 1132 orð

Fullyrðingar öfgahópa um Eyjabakka ­ framtíð Austurlands

Fólki hefur fækkað utan höfuðborgarinnar undanfarin ár, segir Jóhannes Pálsson, vegna einhæfni í atvinnulífi. Meira
7. september 1999 | Aðsent efni | 483 orð

LÍN fær falleinkunn

Ráðstefna sem þessi afhjúpar augljósa galla íslenska námslánakerfisins, segir Eiríkur Jónsson, og gegn þeim munu stúdentar berjast af krafti. Meira
7. september 1999 | Aðsent efni | 1018 orð

Risaálbræðsla - tímaskekkja við aldahvörf

Það væri hörmuleg niðurstaða á aldamótum, segir Hjörleifur Guttormsson, ef teknar yrðu skammsýnar ákvarðanir. Meira
7. september 1999 | Bréf til blaðsins | 111 orð

R-listinn ekkert án Framsóknar

REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR verður ekki fluttur suður eftir nema utanríkisráðuneytið afsali sér núverandi yfirráðum yfir Keflavíkurflugvelli. Þetta skilja bæði samgönguráðherra og flugmálastjóri. Því ætti samgönguráðherra að afsala sér yfirráðum yfir innanlands- og millilandaflugi Reykjavíkurflugvallar í hendur R-listavininum Halldóri Ásgrímssyni? Ef Reykjavíkurflugvöllur yrði fluttur á varnarsvæði, Meira
7. september 1999 | Bréf til blaðsins | 370 orð

Vinsamleg ábending

Í umræðum manna um þýðingu almannavarna hafa forráðamenn Ríkisútvarpsins margsinnis bent á mikilvægan þátt stofnunarinnar sem ómissandi tengiliðs við almenning á hættustund. Um það ættu allir að vera sammála. Hitt er jafn augljóst að þá skiptir máli að rétt sé sagt til um tímann þegar fréttir eru lesnar. Meira
7. september 1999 | Aðsent efni | 1033 orð

"Þetta er heitasta svæðið í dag"

Ég tel, segir Þuríður Backman, að álver við Reyðarfjörð muni ekki snúa byggðaþróuninni við til frambúðar. Meira

Minningargreinar

7. september 1999 | Minningargreinar | 489 orð

Gunnar Magnús Magnússon

Vinur minn og tengdafaðir, Gunnar Magnússon, lést að kvöldi 26. ágúst með þeirri hógværð og æðruleysi sem einkenndi hann jafnan. Ég kom inn á heimili þeirra Borghildar og Gunnars fyrir liðugum 35 árum þegar við Addý kynntumst og frá þeirri stundu varð ég strax heimagangur þar og var tekið sem syni og vini. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 219 orð

Gunnar Magnús Magnússon

Við fráfall Gunnars Magnússonar er brostinn enn einn strengurinn sem tengir nútíð við fortíð. Ég minnist hans fyrst á Grenimel 17 þar sem hann spilaði brids við föður minn ásamt fleirum af vinnustaðnum Héðni. Mér fannst hann strax sérstaklega geðþekkur. Ég kynntist honum og fjölskyldu hans svo enn nánar þegar hann og faðir minn byggðu á sama tíma á Lynghaga. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 309 orð

Gunnar Magnús Magnússon

Elsku afi Gunn er nú farinn frá okkur, hátt í 76 ára, og endalaus fjöldi minninga streymir um hugann, svo ég veit varla hvar skal byrja. Eitt það fyrsta sem kemur upp í huga mér þegar minnst er á afa Gunn er stundvísi, áreiðanleiki, gjafmildi og virðulegi hatturinn hans. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 396 orð

Gunnar Magnús Magnússon

Þær eru ýmsar minningarnar sem bregður fyrir í huganum þegar ég hugsa um afa minn Gunnar. Ég er lánsöm að hafa fengið að eiga afa eins og hann. Afi fylgdist alla tíð vel með því sem við krakkarnir tókum okkur fyrir hendur, hvort heldur það var í náminu eða einhverju öðru. Hann spurði ætíð hvað væri að frétta, hvernig gengi, hvenær við færum, kæmum o.s.frv. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 130 orð

Gunnar Magnús Magnússon

Enn á ný hefur verið höggvið skarð í hóp okkar bekkjarsystkinanna fimmtíu, sem útskrifuðumst úr Verslunarskóla Íslands vorið 1943. Gunnar M. Magnússon, starfsmaður Vélsmiðjunnar Héðins hf., allt frá skóladögum til loka starfsára sinna, er nú kvaddur hinstu kveðju, en hann lést 26. ágúst síðastliðinn á 76. aldursári. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 929 orð

Gunnar Magnús Magnússon

Nú fer óðum að styttast í að við félagarnir í Lionsklúbbnum Baldri komum aftur til fundastarfa að afloknu fundahléi. Það hefur alltaf verið tilhlökkunarefni að hittast á ný á haustmánuðum, blanda geði og spjalla saman um það sem helst hefur drifið á daga okkar frá því við kvöddumst á síðasta fundinum í maí. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 191 orð

Gunnar Magnús Magnússon

"Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munnt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín" (Kahlil Gibran). Það var gleði mín að fá að kynnast afa Gunnari. Alltaf þegar hann kom í heimsókn á fína, rauða bílnum sínum og settist í gamla góða stólinn sinn og drakk kaffið sitt með okkur. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 177 orð

Gunnar Magnús Magnússon

Elsku afi minn. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn. Þú varst svo ríkur þáttur í daglegu lífi okkar allra í fjölskyldunni. Minningarnar um þig eru margar og ljúfar. Hvernig þú gabbaðir okkur hver jól með möndluna, hvernig þú laumaðir sælgæti að barnabörnunum og barnabarnabarni þannig að enginn átti að sjá til, Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 412 orð

GUNNAR MAGNÚS MAGNÚSSON

GUNNAR MAGNÚS MAGNÚSSON Gunnar Magnús Magnússon fæddist á Mýrargötu 1 í Reykjavík 22. nóvember 1923. Hann lést á Landspítalanum 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Þórðarson, sjómaður í Reykjavík, f. 6. apríl 1884 í Presthúsum í Mýrdal, d. 22. maí 1934, og Jóna Jónsdóttir, húsfreyja, f. 5. nóvember 1889, að Miðteigi á Akranesi, d. 16. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 221 orð

Gunnar Magnússon

Styrktar- og sjúkrasjóður verslunarmanna í Reykjavík var stofnaður 24. nóvember 1867 af kaupmönnum og faktorum í Reykjavík, Hafnarfirði og á Suðurnesjum. Þessi sjóður var stofnaður til þess að styrkja fátækar ekkjur og efnalitla starfsmenn. Í sjóðnum hafa alla tíð allt fram á þennan dag verið verslunarmenn, kaupmenn og heildsalar. Árið 1964 kom fram tillaga á aðalfundi að leggja sjóðinn niður. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 219 orð

Sigrún Sigurðardóttir

Tengdamóðir mín elskuleg er farin frá okkur og það er von mín og trú að hún sé komin á andlegra svið, laus við þjáningar sjúks líkama. Upp í hugann koma minningar um okkar fyrstu fundi fyrir meira en 30 árum. Þá fann ég strax hvað hún var sterkur persónuleiki sem ég gat borið fullt traust til og ótakmarkaða virðingu fyrir enda brást hún því trausti aldrei. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 477 orð

Sigrún Sigurðardóttir

Með örfáum orðum langar mig að minnast elskulegrar vinkonu og fyrrverandi samstarfsmanns, Sigrúnar Sigurðardóttur sem lést 30. ágúst sl. Við Sigrún kynntumst árið 1972 er ég hóf störf hjá skattstjóranum í Reykjavík eftir nokkurt hlé. Sigrún vann sem endurskoðandi í launþegadeild fyrirtækisins og innti það starfi vel af hendi eins og öll önnur verk sem hún tók sér fyrir hendur. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 231 orð

Sigrún Sigurðardóttir

Fyrstu minningar sem ég á af ömmu eru tengdar því þegar ég gisti hjá henni og afa eina nótt sem barn. Hún var nýkomin frá útlöndum og hafði keypt Star Wars-kall sem ég lék mér með í mörg ár á eftir. Ég kem alltaf til með að minnast hennar sem hlýrrar og umhyggjusamrar konu sem lá ekki á skoðunum sínum. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 1520 orð

Sigrún Sigurðardóttir

Sigrún systir mín er látin 76 ára að aldri. Við vorum svo nærri hvort öðru í aldri að fyrstu minningar mínar tengjast stjórn hennar á mér og gæslu á Grettisgötunni. Við vorum bæði fædd á Norðurpólnum- Hverfisgötu 125 - en fluttum 1927 á Grettisgötuna. Það voru mörg börn á Grettisgötunni þá. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 228 orð

SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR

SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR Sigrún Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 2. apríl 1923. Hún lést á Landakoti 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Jónsson, bátsmaður, f. 4. maí 1894, d. 1. júlí 1959 og Ingibjörg Pálsdóttir, f. 7. nóvember 1900, d. 26. september 1975. Bræður Sigrúnar eru Páll, fyrrv. ráðuneytisstjóri, f. 9. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 186 orð

Svava Ágústsdóttir

Svava Ágústsdóttir lést aðfaranótt 30. ágúst sl. eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm sem leggur svo marga að velli, langt um aldur fram. Ein af fyrstu minningum mínum tengdum Svövu er frá frumbýlingsárum þeirra Hrafnkels. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 277 orð

Svava Ágústsdóttir

Þegar ég kom til starfa sem apótekari í lyfjabúðinni Iðunni á haustdögum árið 1976 var þar fyrir glæsileg kona sem um áratuga skeið hafði sinnt skrifstofustörfum í apótekinu. Mér varð fljótlega ljóst hvílík afburða kona þar var við störf. Vandvirkni, nákvæmni og samviskusemi voru hennar aðalsmerki. Hún lét sér annt um viðgang og velferð apóteksins sem væri það hennar eigið fyrirtæki. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 325 orð

Svava Ágústsdóttir

Elskuleg mágkona mín Svava Ágústsdóttir er látin langt um aldur fram. Hún var fjórða barn foreldra sinna, en alls voru þau átta og var hún eina dóttirin. Svava ólst upp í glöðum systkinahópi hjá góðum foreldrum. Fór hún í Kvennaskólann í Reykjavík þegar hún hafði aldur til. Bjó hún þá hjá föðurbróður sínum Óskari Einarssyni lækni og konu hans Jóhönnu Magnúsdóttur lyfsala í Lyfjabúðinni Iðunni. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 82 orð

Svava Ágústsdóttir

Elsku amma. Guð, allur heimur, eins í lágu' og háu, er opin bók, um þig er fræðir mig, já, hvert eitt blað á blómi jarðar smáu er blað, sem margt er skrifað á um þig. Þá allt til lífsins vorið fagra vekur, það von til þín í brjósti glæðir mér, og þegar aftur hausta' og húma tekur, það hvetur mig að leita skjóls hjá þér. (V. Briem. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 377 orð

Svava Ágústsdóttir

Fyrir tveimur vikum hringdi ég í Svövu til að heyra í henni, en ég hafði verið að heiman um nokkurn tíma. "Hrafnkell er að hella á könnuna. Komið þið Stefán ekki í kaffi?" bauð hún. "Gerum það," svaraði ég. Við áttum saman yndislegan eftirmiðdag yfir veisluborði sem þau buðu okkur til. Þetta var í síðasta sinn er við Svava hittumst og er gott að minnast þess nú. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 531 orð

Svava Ágústsdóttir

Elsku mamma mín. Þótt þetta sé að öllum líkindum síðasta bréfið sem ég skrifa þér og mér sé í raun orða vant, þá ætla ég samt sem áður að hripa niður fáeinar línur. Ég á ennþá bréfin sem þú skrifaðir gjarnan á gömlu kúluritvélina í apótekinu og sendir til mín í sveitina á sumrin. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 224 orð

Svava Ágústsdóttir

Í dag kveð ég mína kæru tengdamóður Svövu Ágústsdóttur. Kynni okkar hófust fyrir tuttugu árum, þegar ég 17 ára unglingur kom í Skipholtið með Óskari eldri syni hennar. Hún tók strax á móti mér með sínu hlýja brosi og ljúfa viðmóti og ég varð ein af fjölskyldu hennar. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 350 orð

Svava Ágústsdóttir

Sumarið líður alltof fljótt. Leiðir okkar Svövu lágu saman vegna fjölskyldutengsla, sem leiddi til þess að Svava bjó hjá fjölskyldu minni að vetrinum til öll barnaskólaárin og nokkuð fram yfir fermingu. Hún ólst upp við ást og umhyggju í faðmi stórrar fjölskyldu. Eins og í ævintýrunum "prinsessa", sem átti bræður sjö. Auk þess var afi hennar og tvær ömmur á heimilinu. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 299 orð

SVAVA ÁGÚSTSDÓTTIR

SVAVA ÁGÚSTSDÓTTIR Svava Ágústsdóttir fæddist á Bjólu í Djúpárhreppi 6. mars 1933. Hún lést á Landspítalanum aðfaranótt mánudagsins 30. ágúst síðastliðins. Svava var dóttir hjónanna Ágústar Kristins Einarssonar, bónda, f. 6.8. 1888, d. 10.6. 1967, og Ingveldar Jónu Jónsdóttur, húsfreyju, f. 12.6. 1901. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 454 orð

Þórarinn Ingi Sigurðsson

Elskulegur faðir minn hefur farið í sína hinstu siglingu. Ég veit að hann mun nema land á ókunnugum slóðum þar sem hann mun fylgjast með mér, styðja og styrkja líkt og hann hefur ætíð gert. Pabbi minn var stórbrotinn maður; hann hafði sterkan persónuleika, vitur, ákveðinn, stóð ávallt fast á sínu og hafði verulega gott skopskyn. Hann hafði upplifað margt á sínu æviskeiði. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 621 orð

Þórarinn Ingi Sigurðsson

Mig langar í nokkrum orðum að minnast pabba míns, sem lést nýverið eftir stutta en erfiða sjúkralegu. Hlutirnir gerðust svo snöggt eftir að pabbi veiktist og mér finnst enn óraunverulegt að hann skuli nú vera dáinn. Ég er þó þakklátur fyrir að hann skuli ekki hafa þurft að þjást lengi sem sjúklingur, úr því sem komið var. Þegar pabba er minnst kemur margt fram í hugann. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 62 orð

Þórarinn Ingi Sigurðsson

Kveðja frá eiginkonu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, guð þér ný fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 57 orð

Þórarinn Ingi Sigurðsson

Elsku afi, mér finnst svo leiðinlegt að þú hafir dáið. Stundum óska ég að ég gæti galdrað þá myndi ég galdra að þú hefðir aldrei orðið veikur. Ég man þegar þú lést mig fá bjöllu og ef mig vantaði eitthvað átti ég að hringja bjöllunni. En ég vildi að þú værir á lífi. Sara Sjöfn. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 503 orð

Þórarinn Ingi Sigurðsson

Sem unglingur las ég margar ævisögur, sagnaþætti og alls kyns frásagnir sem faðir minn safnaði. Upphaflega var það leiði á námsbókunum eða námsleti sem leiddi mig í þennan heim bókmenntanna, en engu síður heillaðist ég, óharðnaður unglingurinn, af dulúðlegum frásögnum ævintýramanna sem siglt höfðu um fjarlæg höf. Skemmtilegastar þóttu mér frásagnir farmanna sem sigldu á árunum um og eftir stríð. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 328 orð

ÞÓRARINN INGI SIGURÐSSON

ÞÓRARINN INGI SIGURÐSSON Þórarinn Ingi Sigurðsson, skipstjóri fæddist í Brunnholti við Brekkustíg í Reykjavík 4. apríl 1923. Hann lést á Landspítalanum 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson, skipstjóri á togaranum Geir í Reykjavík, f. 20. júní 1891, d. 19. júní 1943 og Ólína Ágústa Jónsdóttir, húsfrú, f. 19. febrúar 1893, d. 27. Meira
7. september 1999 | Minningargreinar | 780 orð

(fyrirsögn vantar)

Það er komið haust. Haustið hefur í mínum huga alltaf haft vissan sjarma sem tengist rökkvuðum kvöldum, haustilmi, fögrum haustlitum og skólabyrjun. Það er komið haust. Það voru gráir rigningardagar og næturnar voru dimmar þessa viku sem ég sat við sjúkrabeð tengdaföður míns. Meira

Viðskipti

7. september 1999 | Viðskiptafréttir | 204 orð

Aukinn hagnaður hjá Air France

HAGNAÐUR franska flugfélagsins Air France, þriðja stærsta flugfélags Evrópu, hækkaði mjög á fyrsta fjórðungi reikningsársins, þó að rekstrarniðurstaðan sé vart sambærileg við sama tímabil í fyrra þegar félagið mátti glíma við verkfall flugmanna, segir á fréttavef CNN-fn. Meira
7. september 1999 | Viðskiptafréttir | 135 orð

Ársveltan rúmir 117 milljarðar

KAMPS bakarísfyrirtækið í Þýskalandi afréð í gær að kaupa keppinautinn Wendeln Brot und Backwaren fyrir tæpa 80 milljarða króna. Með því verður til stærsta bakarísvörufyrirtæki í Evrópu með ársveltu upp á rúma 117 milljarða króna. Kamps mun greiða fyrir kaupin með eigin hlutabréfum og breytanlegum skuldabréfum. Meira
7. september 1999 | Viðskiptafréttir | 252 orð

Býður StarOffice ókeypis á Netinu

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Sun Microsystems hefur ákveðið að bjóða StarOffice 5.1 hugbúnað ókeypis á Netinu. StarOffice er hugbúnaðarpakki á borð við Microsoft Office 2000 en tekur um helmingi minna rými í minni tölvunnar. Meira
7. september 1999 | Viðskiptafréttir | 96 orð

Fjallað um sameiningu á hluthafafundi

HLUTHAFAFUNDUR í Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal verður haldinn kl. 16 á morgun, miðvikudag, í húsakynnum félagsins við Hnífsdalsbryggju og verður á fundinum borin upp tillaga um sameiningu Gunnvarar hf. við félagið og að nafni félagsins verði breytt í Hraðfrystihúsið­Gunnvör hf. Meira
7. september 1999 | Viðskiptafréttir | 239 orð

Gjaldeyrisforðinn minnkaði í ágúst

GJALDEYRISFORÐI Seðlabankans dróst saman um 1,8 milljarða króna í ágúst og nam í lok mánaðarins 31,6 milljörðum króna, en frá áramótum hafði forðinn styrkst um 1,8 milljarða króna. Seðlabankinn átti engin viðskipti á innlendum millibankamarkaði með gjaldeyri í ágúst. Í frétt frá bankanum kemur fram að rýrnun gjaldeyrisforðans í mánuðinum skýrist af endurgreiðslu erlends langtímaláns bankans. Meira
7. september 1999 | Viðskiptafréttir | 156 orð

Hampiðjan selur hlutabréf í ÚA

FLÖGGUN var á Verðbréfaþingi Íslands í gær þegar Hampiðjan hf. seldi hlutabréf í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. að nafnvirði 11 milljónir króna, en markaðsvirði hlutabréfanna var tæpar 74 milljónir króna. Við þetta minnkaði eignarhlutur Hampiðjunnar í ÚA úr 5,4% í 4,2%. Meira
7. september 1999 | Viðskiptafréttir | 308 orð

Hærri en gengishækkun ein og saman

SÍÐASTLIÐINN laugardag kom fram í Morgunblaðinu að gengi hlutabréfa í Eimskipafélagi Íslands hefði hækkað um 8% árið 1998 og að engin hækkun hefði orðið á gengi bréfanna frá ársbyrjun til ársloka árið 1997. Meira
7. september 1999 | Viðskiptafréttir | 253 orð

Mcönd og Roquefortborgari

EINN af veitingastöðum McDonald's-skyndibitakeðjunnar í bænum Agen í Suðvestur-Frakklandi sá sig tilneyddan til að láta undan þrýstingi reiðra franskra bænda á svæðinu, og bauð þeim upp á hamborgara þar sem nautakjöti hafði verið skipt út fyrir andabringu og foie- gras-gæsalifrarpate af fínustu sort, og sneið af Roquefort-osti var sett í staðinn fyrir Cheddar-ost í ostborgurum, Meira
7. september 1999 | Viðskiptafréttir | 301 orð

Óstöðugleiki í Þýskalandi?

Gengi evrópskra hlutabréfa hækkaði nokkuð í gær, sem rekja má til ólgu í Bandaríkjunum á föstudag, að sögn sérfræðinga. Af einstökum gjaldmiðlum var evran enn þá undir þrýstingi eftir að hafa riðað nokkuð í kjölfar ósigurs þýska Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í kosningum til tveggja sambandsþinga á sunnudag. Meira
7. september 1999 | Viðskiptafréttir | 219 orð

Sagt hyggja á útgáfu skuldabréfa í rúblum

SVO kann að fara að hið svissneska Nestlé-stórfyrirtæki, sem er stærsta matvælafyrirtæki heims, muni innan skamms verða fyrst utanaðkomandi aðila til að sækja sér fjármagn á hinum unga rússneska fjármálamarkaði. Fregnir herma að Nestlé hyggist taka að láni um einn milljarð rúblna, sem jafngildir um 2,8 milljörðum króna, með útgáfu skuldabréfa í rúblum. Meira
7. september 1999 | Viðskiptafréttir | 181 orð

Samningur til eins árs í senn

ÞRÁTT fyrir að rammasamningur Kögunar hf. annars vegar og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins fyrir hönd Ratsjárstofnunar hins vegar hafi runnið út í maí sl., sér Kögun hf. ennþá um rekstur, viðhald og endurbætur á loftvarnarkerfi landsins. "Verksamningurinn hefur allan tímann verið gerður fyrir hvert fjárhagsár í senn," segir Gunnlaugur Sigmundsson, framkvæmdastjóri Kögunar hf. Meira
7. september 1999 | Viðskiptafréttir | 81 orð

Störfum fjölgar

STÖRFUM í Bandaríkjunum fjölgaði hægar í ágúst en áætlað var, að því er fram kemur í opinberri skýrslu, sem m.a. liggur til grundvallar ákvörðunum bandaríska seðlabankans. Bandaríski seðlabankinn hefur hækkað vexti tvisvar á tveimur mánuðum og atvinnustig í landinu er mikilvæg viðmiðun við slíkar ákvarðanir. Störfum fjölgaði um 124. Meira
7. september 1999 | Viðskiptafréttir | 518 orð

Verði leiðandi á sviði vefverslunar með farsíma

STRAX Holdings Inc., sem er að stærstum hluta í eigu Íslendinga, og Titan Holding SA, eignarhaldsfélag Skúla Mogensen, hafa stofnað nýtt internetfyrirtæki sem heitir MobileStop.com og er því ætlað að verða leiðandi aðili á sviði vefverslunar á alþjóðlegum vettvangi með farsíma, aukahluti og annan búnað sem tengist þráðlausum samskiptum. Meira

Daglegt líf

7. september 1999 | Neytendur | 596 orð

Verðkönnun samstarfsverkefnis NS og ASÍ-félaga á höfuðborgarsvæðin

Það er almennt ódýrara að fara í ökuskóla úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu og engar reglur eru til um tímafjölda þann sem ökunemar eiga að taka. Þá er engin skrá til um ökuskóla á landinu. Þetta kemur fram í verðkönnun sem Samstarfsverkefni Neytendasamtakanna og ASÍ-félaga á höfuðborgarsvæðinu gerðu nýlega. Meira

Fastir þættir

7. september 1999 | Í dag | 20 orð

40 ÁRA afmæli.

40 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 7. september, verður fertugur Sigvaldi Ómar Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri, Aðalbraut 31, Raufarhöfn. Sigvaldi verður að heiman. Meira
7. september 1999 | Í dag | 38 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 7. september, verður fimmtugur Guðmundur E. Kjartansson, Hlíðarvegi 20, Ísafirði. Eiginkona hans er Bryndís S. Jónasdóttir. Í tilefni þessa hafa hjónin opið hús í Oddfellow-salnum á Ísafirði föstudaginn 10. september, frá kl. 18-21. Meira
7. september 1999 | Í dag | 28 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 7. september, verður fimmtug Jónína Jóhannsdóttir, Lynghaga 8, Reykjavík. Hún og eiginmaður hennar, Ingolf J. Ágústsson, verða á Brisa Sol, Portúgal, á afmælisdaginn. Meira
7. september 1999 | Fastir þættir | 437 orð

AV

Föstudaginn 27. ágúst var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell tvímenningur með forgefnum spilum. 28 pör spiluðu 13 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 312 og efstu pör voru: NS Eyvindur Magnússon ­ Þórður Ingólfsson370 Jón Viðar Jónmundss. ­ Björn Svavarss. Meira
7. september 1999 | Fastir þættir | 54 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn

MIÐVIKUDAGINN 25. ágúst var haldinn eins kvölds tvímenningur hjá félaginu, og urðu úrslit efstu para þessi: Arnór Ragnarsson ­ Karl Hermannsson96 Þröstur Þorláksson ­ Stefán Ragnarsson90 Birkir Jónsson ­ Jóhannes Sigurðsson84 Miðlungur80 Miðvikudaginn 8. Meira
7. september 1999 | Fastir þættir | 841 orð

Eins og í útlöndum Þegar kvikmynd þykir bera af því sem áður hefur verið gert á landsvísu er sagt með aðdáun: "Noh, þetta gæti

Ung stúlka fór í nýjan skóla um daginn og kom óðamála heim að loknum upphafsdegi: "Vá, það eru læstir skápar á göngunum, svona eins og í Ameríku!" Sama dag hafði móðir hennar lent í hellidembu bíllaus í bænum og skýlt sér með dagblaði. Meira
7. september 1999 | Í dag | 98 orð

Grensáskirkja.

Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Fyrsta kennslustund af fjórum þar sem sr. Meira
7. september 1999 | Fastir þættir | 320 orð

HESTAR/FÓL· K

EINAR Ragnarsson HM-dómari og vinur hans, Tómas Ragnarsson, seildust í Hyllingarsjóðinn og buðu manna hæst, 31 þúsund krónur, í uppboðssætið í B-flokki og færðu sameiginlegum vini, Eysteini Leifssyni, sætið og mætti hann í úrslitin þrátt fyrir að hafa orðið í 15. sæti. Meira
7. september 1999 | Fastir þættir | 1243 orð

Hugarflugið á lausum taum

Haustmótin á Kjóavöllum hafa notið vinsælda þar sem frjálsræðið og hugmyndafluginu er gefinn laus taumur og prófaðir eru ýmsir hlutir sem áhugaverðir kunna að reynast. Engin breyting var þar á nú. Gæðingakeppnin fór að venju fram á beinni braut eins og tíðkast á skeiðmeistaramótum erlendis, heimilt var að nota písk og ekki þurftu knapar að bera reiðhjálm frekar en þeim þóknaðist. Meira
7. september 1999 | Dagbók | 714 orð

Í dag er þriðjudagur 7. september, 250. dagur ársins 1999. Orð dagsins:

Í dag er þriðjudagur 7. september, 250. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Því að sá, sem gengur inn til hvíldar hans, fær hvíld frá verkum sínum, eins og Guð hvíldist eftir sín verk. (Hebreabréfið 4, 10.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Olenty og Thor komu og fóru í gær. Meira
7. september 1999 | Fastir þættir | 1331 orð

Melaskólinn Norðurlandameistari

3.-5. sept. 1999 MELASKÓLI vann það frábæra afrek að sigra á Norðurlandamóti barnaskólasveita 1999. Melaskóli hreppti titilinn eftir harða baráttu við sænsku sveitina, en þessar tvær sveitir báru höfuð og herðar yfir aðrar sveitir á mótinu. Meira
7. september 1999 | Í dag | 22 orð

Morgunblaðið/Halldór Kolbeins. Þessir duglegu strákar söfnuðu með tom

Morgunblaðið/Halldór Kolbeins. Þessir duglegu strákar söfnuðu með tombólu kr. 4.463 til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Þeir heita Sigurður Freyr Birgisson og Gunnar Kristinn Þorgilsson. Meira
7. september 1999 | Í dag | 372 orð

Um lambakjöt

NÚ hefur verið skipuð enn ein nefndin. Og nú til þess að auka sölu á lambakjöti. Vildi ég gjarnan gefa þessari nefnd nokkur góð ráð. Ekki sýna endalausar myndir úr sláturhúsum á haustin, það getur varla verið að ég sé ein um að hætta þá í nokkrar vikur að borða lambakjöt. Þó finnst mér það alltaf best. Annað, að ekki sé hægt að vita hvar kjötið hefur verið í haga. Meira
7. september 1999 | Í dag | 50 orð

ÚR SIGURDRÍFUMÁLUM

Heilir æsir. Heilar ásynjur. Heil sjá in fjölnýta fold. Mál og mannvit gefið okkr mærum tveim og læknishendr, meðan lifum. Hún nefndist Sigurdrífa og var valkyrja. Hún sagði, að tveir konungar börðust, hét annar Hjálm-Gunnar, hann var þá gamall og hinn mesti hermaður, og hafði Óðinn honum sigri heitið. Meira
7. september 1999 | Í dag | 383 orð

VERÐHÆKKANIR á bensíni í síðustu viku hafa farið fyrir brjó

VERÐHÆKKANIR á bensíni í síðustu viku hafa farið fyrir brjóstið á mörgum ökumanninum og kemur það ekki á óvart. Einhvern veginn virðist sem hátt heimsmarkaðsverð á olíu hafi mun meiri áhrif til hækkunar heldur en lágt heimsmarkaðsverð til lækkunar á bensíni hér á landi. Atvinnubílstjórar hafa mótmælt sem og venjulegir neytendur. Meira
7. september 1999 | Í dag | 53 orð

Þessi duglegu börn á Akureyri héldu tombólu til styrktar Rauða krossinu

Þessi duglegu börn á Akureyri héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum. Þau náðu að safna heilum 8.600 krónum og geri aðrir betur. Þau eru frá vinstri: Tinna Skúladóttir, Aron Skúlason og Rakel Matthíasdóttir. Þess má geta að Tinna og Aron eru systkini, en Rakel er "bara frænka þeirra" eins og hún orðaði það sjálf. Meira
7. september 1999 | Í dag | 24 orð

Þessir duglegu strákar, Haukur Oddgeirsson og Magnús Amadeus Guðmundsso

Þessir duglegu strákar, Haukur Oddgeirsson og Magnús Amadeus Guðmundsson, héldu nýlega tombólu á Akureyri til styrktar Rauða krossi Íslands og varð afraksturinn 675 krónur. Morgunblaðið/Kristján Meira

Íþróttir

7. september 1999 | Íþróttir | 295 orð

AFTURELDING sigraði KA 29:25 í úrslital

AFTURELDING sigraði KA 29:25 í úrslitaleik í karlaflokki á opna Reykjavíkurmótinu, sem lauk á sunnudag. Bjarki Sigurðsson skoraði 13 mörk í leiknum. Í undanúrslitum hafði Afturelding unnið ÍR 21:17 og KA lagt Val að velli 17:16. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 222 orð

Allt mögulegt gegn Úkraínumönnum

"MÉR fannst leikurinn þróast eins og ég átti von á. Þeir [Andorramenn] fengu engin færi og lögðu fyrst og fremst áherslu á að fá ekki á sig mark. Þeir lögðust allir í vörn og það tók tíma að brjóta niður slíkt lið. Við urðum því að vera þolinmóðir en eftir fyrsta markið má segja að leikurinn hafi verið kláraður. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 201 orð

Anelka hótar að hætta

NICOLAS Anelka, sem gekk til liðs við spænska félagið Real Madrid, kveðst ekki lengur hafa gaman af því að leika knattspyrnu. Hann gagnrýnir félaga sína hjá liðinu og hefur hótað að hætta knattspyrnuiðkun. "Ég er aðeins 20 ára og ætti að hafa gaman af því að leika knattspyrnu, en svo er ekki. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 105 orð

Birgir Leifur brýtur ísinn

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnumaður í golfi frá Akranesi, lék fjóra hringi á sjö höggum undir pari samanlagt í móti á áskorendamótaröðinni svokallaðri, er nefndist Formby Hall Challenge á ensku. Mótið fór fram í Englandi. Birgir Leifur hafnaði í 26. til 30. sæti, var þrettán höggum á eftir sigurvegaranum, og fékk tæpar fimmtíu þúsund krónur í verðlaunafé. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 380 orð

Blysin eru bönnuð

Áhorfendur kveiktu á blysum í stúku Laugardalsvallar á meðan landsleikur Íslands og Andorra fór fram og eins í lok leiksins á Laugardalsvelli sl. laugardag og greip lögreglan til þess ráðs að gera blysin upptæk. Var það gert sökum þess að notkun þeirra er með öllu óheimil samkvæmt reglugerð um meðferð skotelda, að sögn Geirs Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 166 orð

Christie sýknaður

DÓMSTÓLL breska frjálsíþróttasambandsins sýknaði í gær spretthlauparann Linford Christie af grun um notkun á ólöglegum lyfjum, en sýni frá kappanum sem tekið var af honum síðla vetrar benti til þess að hann hefði neytt vaxtarhormónsins nandrolone. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 446 orð

Edda fékk silfur og Bjarki brons

EDDA Lúvísa Blöndal úr Þórshamri og Bjarki Birgisson, KFR, unnu bæði til verðlauna á Opna breska meistaramótinu sem fram fór í Crystal Palace um helgina. Edda vann silfurverðlaun í opnum flokki og Bjarki brons í -70 kg flokki, en mótið þykir eitt það sterkasta sem fram fer í Evrópu ár hvert. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 806 orð

EM-baráttan heldur áfram

NORÐURLANDAÞJÓÐIRNAR þrjár: Noregur, Danmörk og Svíþjóð, eiga allar góða möguleika á að komast í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Svíar eru efstir í sínum riðli og fátt virðist geta komið í veg fyrir sigur liðsins. Staða Norðmanna er einnig sterk því liðið skortir aðeins þrjú stig úr síðustu tveimur leikjum til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta skipti. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 618 orð

Guðmundur stóð sig vel í marki Nordhorn

LEMGO, Kiel og Flensburg unnu öll stóra sigra í þriðju umferð í 1. deildarkeppninni í handknattleik í Þýskalandi. Nýliðar Nordhorn, sem Guðmundur Hrafnkelsson leikur með, hafa farið frábærlega af stað og er ósigraðir eftir fyrstu ­ í þriðja sæti, jafnt efstu liðum að stigum. Gummersbach tapaði öðrum leiknum í röð á heimavelli og nú fyrir Sigurði Bjarnasyni og samherjum hans hjá Wetzlar. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 464 orð

Guðrún þriðja í Rieti

Guðrún Arnardóttir úr Ármanni hafnaði í þriðja sæti í 400 metra grindahlaupi á stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins [Grand Prix II] í Rieti á Ítalíu á sunnudag. Guðrún kom í mark á 55,65 sekúndum ­ Íslandsmet hennar er 54,59. Sigurvegari í grindahlaupinu varð Rússinn Jekaterina Bakhvalova á 55,36 sekúndum og önnur í mark kom Debbie-Ann Parris, Jamaíku, á 55,49 sekúndum. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 668 orð

Hin þögla stjarna

ÞAÐ má segja að hápunktur ferils Oliver Neuville, hins 26 ára leikmanns Leverkusen, hafi verið þegar hann lék með þýska landsliðinu leikinn mikilvæga gegn Finnum í Helsinki sl. laugardag í Evrópukeppninni. Neuville átti stjörnuleik og skaust hvað eftir annað eldsnöggt framhjá varnarmönnunum finnsku, sem réðu ekkert við hann. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 209 orð

Íslendingar hafa örlög Frakka í hendi sér

Úkraínumenn og Frakkar gerðu markalaust jafntefli í Kænugarði undankeppni Evrópumótsins á laugardag. Úrslitin voru Frökkum sár vonbrigði og sagði Roger Lamerre, þjálfari liðsins, að örlög þess væru í höndum Íslendinga. Þrátt fyrir jafntefli kvaðst Vladimir Vererneyev, aðstoðarþjálfari Úkraínu, ánægður með úrslitin. "Við erum enn í efsta sæti og því eru möguleikar okkar verulega miklir. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 785 orð

Kraftarnir sparaðir, en markmiðinu náð

FYRIRHAFNARLÍTILL sigur íslenska landsliðsins í knattspyrnu á veikburða liði Andorrabúa síðastliðinn laugardag gerir það að verkum að nú standa Íslendingar frammi fyrir þýðingarmesta knattspyrnuleik þjóðar sinnar til þessa ­ gegn Úkraínu á Laugardalsvelli annað kvöld. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 271 orð

KRISTINN Guðbrandssson, leikmaður K

KRISTINN Guðbrandssson, leikmaður Keflavíkur, í knattspyrnu verður ekki meira með liðinu í sumar, að því er kemur fram á heimasíðu liðsins. Hann er sagður á leið í uppskurð vegna kviðslits. ÍSLENDINGALIÐIÐ Walsalltapaði 4:1 fyrir Nottingham Forest í ensku 1. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 91 orð

Kristinn og Sigurður ekki áfram

KRISTINN G. Bjarnason og Sigurður Pétursson, atvinnumenn í golfi, komust ekki áfram í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í golfi, sem fram fer í Kúala Lúmpúr, höfuðstað Malasíu, í desember. Kristinn og Sigurður léku í undankeppni á Jamaíku, sem lauk á laugardag, og höfnuðu þeir í ellefta sæti, en fimm efstu þjóðirnar í riðli Íslands fengu þátttökurétt í lokamótinu, Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 64 orð

Köstuðu peysum til áhorfenda

TVEIR leikmenn íslenska liðsins ­ bræðurnir Þórður og Bjarni Guðjónssynir, skiptu á keppnispeysum sínum við leikmenn Andorra að leik loknum. Margir aðrir leikmenn landsliðsins köstuðu peysum sínum til áhorfenda í stúkunni, eins og leikmenn hafa oft gert áður. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 118 orð

Makedónar hefja undirbúning fyrir Íslandsheimsókn

UNDIRBÚNINGUR makendóníska landsliðsins í handknattleik, sem mætir því íslenska í tveimur leikjum í undankeppni Evrópumótsins, hófst um helgina. Flestir leikmenn liðsins hafa komið frá Pelister Zito Ko, sem vann bikarkeppnina á síðasta tímabili og lenti í öðru sæti í deildinni í Makedóníu. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 549 orð

MARIO Basler, leikmaður Bayern,

MARIO Basler, leikmaður Bayern, meiddist í hásin í ágóðaleik sem Bayern var með, vegna flóðanna miklu í Þýskalandi í fyrra. Stefan Effenberg og Oliver Khan, markvörður, léku hins vegar með á ný eftir langvarandi meiðsli. Basler verður sennilega frá næstu þrjár vikur. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 248 orð

Orðið mjög tímabært

Herborg Arnarsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, fagnaði loks sigri á stigamóti en rúmlega tvö ár eru liðin síðan hún gerði það síðast. "Ég hef unnið nokkur stigamót en það er bara svo langt síðan að fólk man það ekki alveg. Þetta var orðið mjög tímabært," sagði Herborg. Hún var fimm höggum á eftir Ragnhildi Sigurðardóttur er níu holur voru eftir en þær voru orðnar jafnar á fimmtánda teig. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 385 orð

Patrekur ekki með gegn Makedóníu

Patrekur Jóhannesson, handknattleiksmaður með Essen í Þýskalandi, gefur ekki kost á sér til landsleikjanna tveggja við Makedóníu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fara um næstu og þarnæstu helgi hér heima og að heiman. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari tilkynnir í dag landsliðshópinn sem tekur þátt í leikjunum. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 84 orð

Royle afskrifar Bjarka

JOE Royle, knattspyrnustjóri enska knattspyrnuliðsins Manchester City, hefur misst áhugann á því að fá Bjarka Gunnlaugsson, leikmann KR, til liðs við félagið í haust þegar leiktíðin er úti hér á landi. Þetta kemur m.a. fram á spjallsíðu félagsins á Netinu í gær. Þar kemur ennfremur fram að KR verðleggi Bjarka á 20 milljónir króna. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 117 orð

Strákarnir mæta Úkrínu á Akranesi

Sex leikmenn, sem leika erlendis, eru í leikmannahópi 21 árs landsliðsins, sem mætir Úkraínu á Akranesvelli í dag. Atli Eðvaldssson, þjálfari liðsins, hefur valið 17 leikmenn fyrir leikinn, sem hefst klukkan 17:30. Íslenska liðið tapaði fyrri leiknum 5:1, sem fram fór í Úkraínu í mars. Bjarni Guðjónsson skoraði mark íslenska liðsins. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 254 orð

Tókst að loka fyrir vængspil Íslands

David Rodrigo, þjálfari Andorra, sagði að íslenska liðið hefði haft tögl og hagldir allan leikinn en kvaðst stoltur af frammistöðu sinna manna sem hefði tekist ágætlega að stöðva sóknarlotur Íslendinga. Hann sagði getumun liðanna mikinn og líkti íslenska liðinu við úrvalsdeildarlið og Andorra við lið úr neðri deildum. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 208 orð

Tutschkin meiddist alvarlega

RÚSSARNIR Alexander Tutschkin hjá Minden og félagi hans í rússneska landsliðinu í handknattleik, Igor Lavrov, leikmaður með Flensburg, lentu í mjög alvarlegu bílslysi aðfaranótt sunnudags. Það er ljóst að þeir verða lengi frá keppni. Þeir voru á ferð í bíl Tutschkins, á leið til móts við rússneska landsliðið, klukkan 1.30 aðfaranótt sunnudags. Það var Lavrov sem ók bifreiðinni. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 182 orð

Upphitun fyrir Úkraínuleikinn

"ÞETTA var nú ekki sérlega skemmtilegur leikur. Þeir [Andorra] bökkuðu og voru með tíu varnarmenn en eftir fyrsta markið var þetta öruggt," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, sem kom inn á í sínum öðrum landsleik og skoraði sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið. Eiður sagði að leikurinn gegn Andorra hefði ekki verið erfiður og taldi hann upphitun fyrir leikinn gegn Úkraínu. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 442 orð

Vantaði meiri léttleika

GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari íslenska landsliðsins, taldi 3:0- sigur liðsins á Andorra viðunandi en sagði að sér hefði fundist vanta meiri léttleika í leik þess. Hann benti hins vegar á að erfitt hefði verið um vik því andstæðingurinn hefði lítið sótt. Hann kvað riðil íslenska liðsins enn galopinn og skemmtilegan. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 155 orð

Þakkaði Ragnheiði

"ÉG er súr því við hefðum átt að jafna að minnsta kosti og jafnvel skora ennþá fleiri, sem dugað hefði til sigurs og ekki bætir að við misstum af silfrinu við tapið," sagði Ásgerður H. Ingibergsdóttir, sem skoraði mark Vals í leiknum við KR á sunnudaginn, en með því marki varð hún markahæst í efstu deild ­ með marki meira en Helena Ólafsdóttir úr KR. Ásgerður skoraði 20 mörk, Helena 19. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 200 orð

Þarf að breyta fyrirkomulaginu

"VIÐ ætluðum alls ekki að tapa leiknum og taka síðan við Íslandsmeistaratitlinum ­ það yrði frekar leiðinlegt ­ heldur ljúka mótinu með sigri," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir þjálfari KR eftir sigurinn og hafði engar áhyggjur af því að Valur skoraði fyrsta markið. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 243 orð

ÞORSTEINN Páll Sverrissonog Wit

ÞORSTEINN Páll Sverrissonog Witek Bogdanski voru með góða forustu í flokki einsdrifsbíla þegar mismunadrifið fór á Kaldadalsleið en þeir urðu einnig að hætta keppni í fyrra vegna bilunar. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 473 orð

Ætluðum að ljúka mótinu með sigri

"VIÐ vorum staðráðnar í að enda mótið með sigri og láta Valsstelpur ekki geta sagt að við höfum aldrei náð að vinna þær í sumar," sagði Helena Ólafsdóttir fyrirliði kvennaliðs KR eftir 2:1 sigur á Val í Vesturbænum, sem tryggði KR sigur þriðja árið í röð. KR-ingar fóru án taps í gegnum mótið, sigruðu í öllum sínum leikjum nema í þeim fyrri við Val, sem lauk með markalausu jafntefli. Meira
7. september 1999 | Íþróttir | 742 orð

Öruggur sigur feðganna

FEÐGARNIR Rúnar Jónsson og Jón E. Ragnarsson á Subaru Impreza unnu alþjóðarallið eftir þriggja daga keppni og um 350 km akstur á sérleiðum. Ian Gwynne og Lyn Jenkins á Subaru Impreza náðu öðru sæti eftir mikla baráttu við feðgana og var á tímabili einungis ein sekúnda sem skildi þá að. Meira

Fasteignablað

7. september 1999 | Fasteignablað | 233 orð

Afþreyingarmiðstöð

Sony-samsteypan hefur reist glæsilega stórmiðstöð verslunar og afþreyingar í San Francisco. Miðstöðinni, sem heitir Metroen, hefur verið lýst sem ævintýralandi eða eins konar smáútgáfu af hinu víðfræga Disneylandi í Bandaríkjunum. Í Metroen er sambland ýmiss konar afþreyingarmöguleika. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 196 orð

Atvinnuhúsnæði við Dalveg í Kópavogi

FASTEIGNASALAN Framtíðin er með til sölu atvinnuhúsnæði að Dalvegi 16B. Þetta er 280 fermetra endabil til norðurs og er á tveimur hæðum. Húsið, sem er á tveimur hæðum, er steinsteypt, einangrað að utan og klætt múrsteini, reist árið 1998. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 30 orð

Austurlenskt teherbergi

HIÐ "austurlenska teherbergi" er yfirskriftin á þessu herbergi, sem er stofa í sumarhúsi Yves Cambier, framkvæmdastjóra Habitat. Á köldum dögum hitar honum eldurinn á arninum og hinir brennandi" litir. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 29 orð

Borð upp við skorstein

Borð upp við skorstein Stundum er skorsteinn inni í herbergjum og þykir kannski ekki til prýði. Hér hefur verið hannað borð utan með skorsteininum og plássið þannig nýtt sem vinnuaðstaða. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 181 orð

ÐAfgreiðsla lána gengur betur

Þó svo að nýjar reglur Íbúðalánasjóðs um greiðslumat hafi einungis gilt um tæpra þriggja vikna skeið virðist sem farið sé að draga úr hinu gríðarlega álagi sem komið var á markaðinn. Biðtími eftir afgreiðslu frá Íbúðalánasjóði, sem gat skipt fleiri vikum fyrr á árinu, styttist nú smám saman og ætti að fara niður í örfáa daga á næstu vikum. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 37 orð

ÐBreytt viðbótarlán

Með breytingum sem gerðar voru nýlega á ferli umsókna íbúðalána Íbúðalánasjóðs urðu breytingar á umsóknarferli viðbótarlána. Í þættinum Markaðurinn fjallar Hallur Magnússon um þessar breytingar og hvernig eigi að snúa sér í þessum málum. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 49 orð

ÐEnn um varmaskipta

ÞAÐ getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir leiðslur eldri húsa, sem oftast eru galvaniseruð stálrör, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í Lagnafréttum, þegar eigendum þeirra er sagt að auðveldasta leiðin til að lækka hita á kranavatni sé að hita upp kalt vatn í varmaskipti upp í kjörhita. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 270 orð

ÐFermetraverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 11,38% á fyrri hluta ársins

Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði gríðarlega á fyrstu sex mánuðum ársins, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem byggð er á upplýsingum frá Fasteignamati ríkisns. Vísitala fermetraverðs mældist 124,3 stig fyrir júnímánuð síðastliðinn en í desember 1998 var hún 111,6 stig sem þýðir að á árinu hefur hækkun vísitölunnar numið 12,7 stigum eða 11,38%. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 331 orð

ÐHús og lóðir í Nova Scotia ÍSLENDINGUM gefst nú kostur á að eignast

ÍSLENDINGUM gefst nú kostur á að eignast hús og lóðir stutt frá Halifax í Nova Scotia í Kanada. Seljandi er Fulton Bayer, fasteignasali í Nova Scotia, en hann kom til Íslands í sumar til þess að kynna sér íslenzkan fasteignamarkað en jafnframt til þess að koma á framfæri fasteignum sem hann hefur til sölu í Nova Scotia. Bayer kveðst hafa yfir 25 ára reynslu í sölu fasteigna í heimalandi sínu. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 187 orð

ÐVerslunar- og þjónustuhúsnæði til leigu

HJÁ fasteignasölu Ásbyrgi er til leigu atvinnuhúsnæði á Gylfaflöt 5 í Grafarvogi. Húsnæðið er á tveimur hæðum og er hvor hæð að grunnfleti um 850 fm. Jarðhæðin samanstendur af 5 einingum í stærðum frá u.þ.b. 100 til 230 fm auk sameignar. Góðir verslunargluggar eru á hæðinni og sérinngangur inn í hverja einingu. Á efri hæðinni eru óleigðar 4 einingar í sömu stærðum og á jarðhæðinni. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 651 orð

ÐViðbótarlán í breyttri leið að eigin húsnæði

Þegar ákvörðun húsnæðisnefndar um viðbótarlán liggur fyrir, segir Hallur Magnússon, yfirmaður gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs, er næsta skref að leita fasteignar á fasteignamarkaði og gera kauptilboð á grundvelli niðurstöðu greiðslumatsins og lánsloforðs húsnæðisnefndar. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 222 orð

Einbýlishús í Laugarásnum

BORGIR fasteignasala er með í sölu um þessar mundir einbýlishúsið á Laugarásvegi 45. Þetta er steinhús, byggt árið 1955 og er á tveimur hæðum, alls að flatarmáli 240 fermetrar með innbyggðum bílskúr. Teikning að húsinu er frá Teiknistofunni Ármúla 6, Gísla Halldórssyni og Jósep Reynissyni. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 444 orð

Fegurstu garðar Hveragerðisbæjar valdir

Hveragerði. Morgunblaðið. ÞAÐ er árviss viðburður í Hveragerðisbæ að veita garðeigendum viðurkenningu fyrir garða sem skara framúr. Bæjarfélagið leitar sífellt leiða til að fegra umhverfi bæjarins og er þessi viðurkenning ein leið til þess. Það er umhverfis- og skipulagsnefnd sem hefur veg og vanda að valinu og nýtur til þess stuðnings garðyrkjustjórans, Kolbrúnar Þóru Oddsdóttur. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 26 orð

Frægt bollastell

Frægt bollastell ÞETTA bollastell er frægt undir nafninu Blue Italian. Það er hluti af Blue Room Collection sem hefur verið framleitt frá árinu 1819 af fyrirtækinu Spode. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 641 orð

Fundarboðun

Boða skal til fundar tryggilega, segir Sandra Baldvinsdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Fundarboð þurfa því jafnan að vera skrifleg og fundir boðaðir með tryggilegum og sannanlegum hætti. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 171 orð

Fyrirmyndarlóð og glæsileg hönnun verðlaunuð

NÝLEGA voru veittar í Kópavogi viðurkenningar fyrir frágang lóða og góða hönnun. Að þessu sinni hlaut verslunar- og þjónustumiðstöðin Smáratorg viðurkenningu fyrir frágang húss og lóðar á nýbyggingarsvæði í Kópavogi og arkitektarnir Jakob E. Líndal og Kristján Ásgeirsson fengu viðurkenningu fyrir hönnun Tónlistarhúss Kópavogs. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 210 orð

Gott atvinnuhúsnæði í Kópavogi

FASTEIGNASALAN Valhöll er með til sölu núna atvinnuhúsnæði á Kársnesbraut 106 í Kópavogi. Þetta er 900 fermetra húsnæði á þremur hæðum í steinhúsi sem byggt var árið 1966. Húsið er klætt að utan með stáli. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 187 orð

Gott raðhús í Þorlákshöfn

Hreyfing er á sölu á fasteignum í Þorlákshöfn núna. Við erum nýlega búin að selja þarna raðhús og eigum von á einbýlishúsi í sölu, en erum nú með annað gott raðhús í sölu," sagði Kristinn Björnsson hjá Fasteignasölunni Lundi, en þar er til sölu núna 125 fermetra raðhús á einni hæð að Norðurbyggð 5. Þetta er steinhús, byggt árið 1989 og fylgir því innbyggður bílskúr, 36 fermetrar að stærð. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 141 orð

Háþrýstiþvottur á Steni klæðningu

BYKO, sem selur Steni húsaklæðningar á Íslandi, hefur í samstarfi við fyrirtækið Allt-af ehf. gert tilraunir með hreinsun á klæðningunum. Tilraunirnar hafa, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, skilað góðum árangri en farið var að ráðum framleiðanda klæðningarinnar með því að notast eingöngu við heitt háþrýstivatn. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 143 orð

Hitatækni með nýja tegund ofnloka

HITATÆKNI ehf. hefur hafið innflutning á ofnlokum frá fyrirtækinu Myson Heating Controls á Írlandi. Í fréttatilkynningu frá Hitatækni segir að Myson Heating Controls sé leiðandi fyrirtæki í þróun ofnloka og að það hafi nýlega sett á markað nýjan ofnloka sem heitir TRV 2. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 31 orð

Í hornskökku rými

Í hornskökku rými Stundum eru herbergi hornskökk og því erfitt að innrétta þau. Lausn getur verið að innrétta skápa inn í skekkjuna og rétta" þannig herbergið af - ef svo má segja. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 29 orð

Rómantísk borðskreyting

Rómantísk borðskreyting Þurrkuð blóm eru fallegt borðskraut - ekki síður en fersk blóm. Ný eða þurrkuð blóm má t.d. setja í gamla eða nýja garðkönnu eins og hér er gert. Meira
7. september 1999 | Fasteignablað | 830 orð

Varmaskiptar og loftræsing

Það er ekki furða þó blaðamenn og aðrir noti orðið loftræstikerfi þegar fagmenn gera það flestir, segir Sigurður Grétar Guðmundssonog skorar á fagmenn að nota orðið loftræsikerfi. Meira

Úr verinu

7. september 1999 | Úr verinu | 420 orð

Besta sýningin og sló öll met

ÍSLENSKA sjávarútvegssýningin, sem haldin var í Smáranum í Kópavogi 1. til 4. september, sló öll met. Hún var um 45% umfangsmeiri en síðast, sýnendum fjölgaði til muna, gestir hafa aldrei verið fleiri og aldrei hafa eins margir erlendir gestir komið gagngert til landsins vegna sýningarinnar. Boðið var upp á um 13. Meira
7. september 1999 | Úr verinu | 262 orð

Fjórtán fengu Íslensku sjávarútvegsverðlaunin

Á FÖSTUDAGSKVÖLD voru Íslensku sjávarútvegsverðlaunin veitt í fyrsta skipti. Fjórtán fyrirtæki og einstaklingar, sem þykja hafa náð framúrskarandi árangri á ýmsum sviðum sjávarútvegs, hlutu verðlaun. Þrír voru tilnefndir til verðlauna í hverjum flokki. Að verðlaununum standa tímaritið World Fishing, Fiskifréttir og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins, en Hampiðjan hf., Brunnar ehf. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.