Greinar sunnudaginn 19. september 1999

Forsíða

19. september 1999 | Forsíða | 169 orð

Fornar veirur geta herjað á mannkyn

Í KJÖLFAR hækkandi hitastigs yfirborðs jarðar og aukinnar bráðnunar á íshellum heimskautanna eykst hættan á því að lífshættulegar veirusýkingar herji á jarðarbúa. Jafnvel þótt það virðist reyfarakennt þá telja vísindamenn við Syracuse-háskóla í New York að hættan sem stafar af fornum veirum sé raunveruleg. Meira
19. september 1999 | Forsíða | 336 orð

Friðargæslusveitum hótað heilögu stríði

NÍU herskip, með hundruðum hermanna innanborðs, héldu í gær frá Darwin í Norður-Ástralíu áleiðis til Austur-Tímor þar sem þau munu taka sér stöðu undan ströndum landsins uns hersveitum sem um borð eru verða gefin fyrirmæli um að halda til lands og hefja friðargæslustörf undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. Eru þetta umfangsmestu herflutningar í Asíu síðan á dögum Víetnam-stríðsins. Meira
19. september 1999 | Forsíða | 127 orð

Lífshættulegur fótabúnaður

NOTKUN ungra kvenna á skóm með mjög háum hælum eða þykkum botnum hefur valdið áhyggjum eftir að 25 ára gömul japönsk kona í slíkum fótabúnaði hrasaði og dó fyrir skömmu. Misayo Shimizu fannst látin í bíl sínum 26. ágúst og við krufningu kom í ljós að hún hafði höfuðkúpubrotnað. Þótti allt benda til að hún hefði dottið vegna þykku botnanna á skónum, sem voru um 13 sm háir. Meira
19. september 1999 | Forsíða | 108 orð

Tímamótaákvörðun í málefnum N-Kóreu

BANDARÍKJASTJÓRN hefur tilkynnt að hún hafi slakað á viðskiptahömlum á Norður-Kóreu sem hafa verið í gildi í 50 ár gegn skuldbindingum N-Kóreustjórnar um að hún muni ekki gera tilraunir með langdrægar eldflaugar. Markar ákvörðun stjórnarinnar tímamót hvað alþjóðasamskipti hinnar einangruðu stjórnar N-Kóreu varðar. Meira

Fréttir

19. september 1999 | Innlendar fréttir | 85 orð

Banaslys á Breiðholtsbraut

FIMMTÍU og sjö ára gamall Reykvíkingur lést eftir að ekið var á hann á Breiðholtsbraut um klukkan átta í fyrrakvöld. Hann var fluttur alvarlega slasaður á Sjúkrahús Reykjavíkur eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær, og úrskurðaður látinn við komuna þangað. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Barnamál í Skólabæ

FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar í Skólabæ í kvöld, miðvikudagskvöld 22. september með Sigríði Sigurjónsdóttur, dósent í málfræði. Hefst fundurinn kl. 20.30. Nefnist erindi Sigríðar "Máltaka barna og málfræðirannsóknir". Sigríður mun fjalla um rannsóknir málfræðinga á máltöku barna. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 143 orð

Bílmerking ekki lögbrot

SAMKVÆMT dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp á fimmtudag hefur eigandi einkahlutafélagsins Vinnulyftna leyfi til að hafa auglýsingaspjöld með áletruninni VINNU fyrir ofan skráningarmerki á bifreið sem hann hefur umráðarétt yfir. Á skráningarnúmeraplötu bifreiðarinnar er skráð LYFTUR sem einkanúmer og voru auglýsingaskiltin fest á bifreiðina svo úr mátti lesa VINNU-LYFTUR. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 480 orð

Dagbók Háskóla Íslands

Dagbók HÍ 19.-25. september. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Mánudagur 20. september: Mánudaginn 20. september flytur Stefán Snævarr, heimspekingur, fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki. Fyrirlesturinn ber heitið "Sálin í Hrafnkötlu. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 396 orð

Doktorsritgerð um sjálfstæð vind/dísil- raforkukerfi

MAGNI Þór Pálsson varði í sumar doktorsritgerð sína í raforkuverkfræði við rafmagnsverkfræðideild Norges Teknisk-Naturvitenskapelige Universitet (NTNU) í Þrándheimi. Ritgerðin, sem ber titilinn "Converter control design for Battery Energy Storage Systems applied in autonomous wind/diesel systems", Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 103 orð

Dæmdir fyrir áfengissmygl

ÁTTA menn voru fundnir sekir um brot á tolla- og áfengislögum í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Mennirnir voru í áhöfn Hvítaness og stóðu að umfangsmiklu smygli á áfengi og tóbaki 26. apríl síðastliðinn. Meira
19. september 1999 | Erlendar fréttir | 417 orð

Fellibylur veldur miklu tjóni

FELLIBYLURINN Floyd geystist í vikunni yfir Bahama-eyjar og suðausturströnd Bandaríkjanna og olli víðtæku tjóni og mestu fólksflutningum á friðartímum. Aðfaranótt miðvikudags fór Floyd yfir Bahama-eyjar en hélt síðan í norðurátt og lét til sín taka á Flórída þar sem viðbúnaður hafði verið hinn allra mesti. Styrkur Floyds var yfir 200 km/klst. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 397 orð

Fimm brandandarpör komu upp 33 ungum

Borgarfjörðurinn er höfuðvígið og þar voru þrenn hjón með alls 19 unga, tvö pör með 7 unga hvort og eitt par með 5 unga. Ungar þessir komust allir á legg. Á svæðinu var einnig 22 fugla hópur í sumar sem álitið er að séu Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 46 orð

Forseti Íslands heimsækir Austfirði

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fer í opinbera heimsókn til Norður-Múlasýslu og Fjarðarbyggðar í næstu viku. Heimsóknin mun standa frá þriðjudegi til fimmtudags. Hún hefst á Reyðarfirði, en þaðan verður haldið til Eskifjarðar, Neskaupstaðar, Fellabæjar, Bakkafjarðar, Vopnafjarðar, Borgarfjarðar eystri, Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Fræðslumiðstöð á Þingvöllum

Fræðslumiðstöðin á Þingvöllum verður reist við Hakið, ofan við útsýnisskífuna við Almannagjá. Val staðarins er byggt á því að þar njóta flestir ferðamenn útsýnis um þjóðgarðinn og umhverfi hans. Fræðslumiðstöðinni er ætlað að gegna margþættu upplýsinga- og þjónustuhlutverki sem sinnt verður í máli og myndum. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 444 orð

Garðyrkjubændur nota vikur í auknum mæli

NOTKUN raflýsingar er sífellt að aukast í íslenskum gróðurhúsum og hefur hún valdið nokkrum breytingum í ræktun agúrkna og tómata hér á landi. Stór hluti agúrkubænda notar nú raflýsingu til ræktunar og hefur það leitt til þess að jafnt framboð er af agúrkum allt árið og þar að auki er verð á þeim stöðugra. Notkun á vikri við ræktunina hefur aukist verulega að undanförnu. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 51 orð

Grjótvörn endurnýjuð í Óshlíð

Flestir starfsmenn Vegagerðarinnar á Ísafirði vinna þessa dagana við endurbætur á grjótvörninni við veginn við Óshlíð, milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Grjótvörnin aflagast með tímanum auk þess sem grjót og snjór fer yfir hana. Össur Valdimarsson var að endurnýja vírnetskassa og hlaða grjóti í þá á ný. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 169 orð

Kemur í veg fyrir truflanir

LANDSSÍMINN hyggst setja upp nýja GSM-símstöð á næstu mánuðum þannig að kerfið verði tvöfalt í framtíðinni. Mun þá væntanlega ekki koma til þess sem gerðist á föstudag að verulegar truflanir verði á GSM-sambandi vegna bilana í símstöðinni. "Nýja símstöðin þýðir að bæði næst meiri afkastageta og öryggi ef eitthvað slíkt kemur upp á. Önnur stöðin tekur þá við ef hin bilar," segir Ólafur Þ. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 163 orð

Líkamsmeiðingar í miðbæ

HÖRÐ slagsmál brutust út milli tveggja manna fyrir framan skemmtistaðinn Glaumbar í Tryggvagötu um klukkan tvö í fyrrinótt. Lá annar maðurinn rotaður eftir átökin og var fluttur á slysadeild, m.a. með áverka á hnakka. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 180 orð

Lækkaði skaðabætur vélstjóra

HÆSTIRÉTTUR lækkaði skaðabótafjárhæð vélstjóra, sem slasaðist í baki við vinnu sína um borð í togara árið 1991, um tvær milljónir króna með dómi sínum á fimmtudag eftir að honum voru dæmdar 6 milljónir í héraði á síðasta ári. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Menningardagar í Sandgerðisbæ

Keflavík-MENNINGARDAGAR standa nú yfir í Sandgerði, en þeir hófust á föstudag þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra heimsótti Fræðasetur Sandgerðisbæjar. Hann nýtur hér aðstoðar Guðmundar Víðis Guðmundssonar sjávarlíffræðings við að kynna sér botndýrarannsóknir sem stundaðar eru á Fræðasetrinu. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 278 orð

Mikil aukning í innanlandsflugi

FARÞEGUM í innanlandsflugi Flugfélags Íslands fjölgaði um tæp 10% í júní, júlí og ágúst miðað við sama tíma í fyrra. Einnig var umtalsverð farþegaaukning til Færeyja 32,4% og til Grænlands rúm 12%. Mesta aukning í innanlandsflugi var til Vestmannaeyja, eða 31,2%, þá var 15,4% aukning í farþegaflugi til Egilsstaða, 5,2% til Hornafjarðar og 4,2% til Akureyrar. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 753 orð

Miklar breytingar hafa orðið

Ráðstefna um kjör ungs fólks í stórborgum hefst í dag með opnunarhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur ræðu. Ráðstefnunni verður svo fram haldið á vinnutíma á Hótel Sögu til hádegis á miðvikudag. Þátttakendur eru 190 frá borgum á öllum Norðurlöndum, fólk sem vinnur að æskulýðsmálum. Dr. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 160 orð

Sagður vinna gegn hagsmunum launafólks

VERKALÝÐSFÉLAG Reyðarfjarðar samþykkti á almennum fundi félagsins ályktun þess efnis að Hrafnkeli A. Jónssyni, ritara Alþýðusambands Austurlands, yrði vikið úr stjórn þar sem hann, með aðgerðum sínum á Fljótsdalsheiði, hefði unnið gegn hagsmunum launafólks á Austurlandi. Erindið kom fyrir stjórn Alþýðusambands Austurlands á föstudag. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Skipun skattlaganefndar

FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur skipað ráðgjafarnefnd um þróun skattalaga. Nefndinni er einnig ætlað að meta þörf á aðlögun skattareglna að breytingum á þjóðfélagsháttum og breytingum og nýjungum á sviði atvinnulífs og viðskipta. Nefndin skal vera fjármálaráðherra til ráðgjafar um þróun skattalaga og gera tillögur um breytingar á skattalögum og reglum eftir því sem ástæða þykir til. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 136 orð

Strætisvagn fer sínar eigin leiðir

MANNLAUS strætisvagn rann nokkurn spöl eftir götu í Kópavogi, um klukkan hálf tíu leytið í gærmorgun og þykir mildi að hvorki aðrir bílar né gangandi vegfarendur hafi orðið fyrir vagninum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi lagði bílstjórinn vagni sínum á strætisvagnastöðinni á Digranesbrúnni og hefur líklega ekki sett hann nógu vel í handbremsu því þegar bílstjórinn var kominn Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 182 orð

Tveir í haldi vegna Strax-ránsins

LÖGREGLAN í Kópavogi handtók í fyrradag tvo menn á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í ráni í matvöruverslun Strax í Kópavogi. Annar þeirra var tekinn höndum síðdegis á föstudag en hinn seint í fyrrakvöld. Báðir hafa þeir komið við sögu lögreglu áður. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

Uppsteypa hafin við Vatnsfell

FRAMKVÆMDIR við Vatnsfellsvirkjun eru komnar vel á veg og eru nú 108 manns við vinnu á staðnum. Að sögn Geirs Sæmundssonar aðstoðarstöðvarstjóra ganga framkvæmdirnar mjög vel og samkvæmt áætlun. Verið er að setja upp steypumót fyrir um 100 metra langa botnrás sem mun hleypa vatni undir stífluna. Einnig er byrjað að grafa fyrir stöðvarhúsi og aðrennslisskurði. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 182 orð

Útlit fyrir vaxtahækkanir hjá bönkunum

ÚTLIT er fyrir að flestar lánastofnanir muni hækka vexti sína í kjölfar vaxtahækkana Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn hækkaði vexti í viðskiptum við lánastofnanir um 0,6% eða 60 punkta á föstudag. Ekki liggur fyrir hjá einstaka lánastofnunum hve mikið vextirnir hækka, sem verður þó að öllum líkindum á næstunni. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Þverá leigð til 2005

VEIÐIFÉLAGIÐ Sporður hefur endurleigt stangaveiðiréttindi í Þverá og Kjarrá til og með ársins 2005. Sporðsmenn hafa haft ána á leigu undanfarin ár, en hún er í röð bestu laxveiðiáa landsins. Er t.d. hæst á landsvísu á þeirri vertíð sem nú er að ljúka, með 2.140 laxa. Hækkun á leigu frá fyrri samningum bænda og sporðsmanna nemur 14% og heildarverð til bænda árið 2000 nemur 46,5 milljónum króna. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Ökumenn varist sauðkindur

LÖGREGLAN á Sauðárkróki vill koma því á framfæri við ökumenn að sýna fyllstu varfærni við akstur um Norðurárdal í dag, vegna smölunar úr Silfrastaðafjalli, sem vegurinn liggur um. Hætta er talin á að sauðfé slæðist inn á veginn. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 278 orð

Önnur sjónvarpsrás RÚV í athugun

RÍKISÚTVARPIÐ er með í athugun möguleika á að hefja útsendingar á annarri sjónvarpsrás til viðbótar þeirri sem fyrir er og er nú unnið að úttekt á því hvaða breytingar þurfi að eiga sér stað vegna þess. Meira
19. september 1999 | Innlendar fréttir | 394 orð

(fyrirsögn vantar)

Hægja þarf á efnahagsstarfseminni DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á stofnfundi Samtaka atvinnulífsins að hægja þurfi á efnahagsstarfseminni til að verðbólgan fari ekki úr böndunum. Hann sagði að stjórn peningamála yrði miðuð við að tryggja stöðugt verðlag. Meira

Ritstjórnargreinar

19. september 1999 | Leiðarar | 3561 orð

BBJÖRN M. OLSEN SEGIR í æviágripi sínu um Konráð Gíslason, fjölnismann: "Í

BBJÖRN M. OLSEN SEGIR í æviágripi sínu um Konráð Gíslason, fjölnismann: "Í þessa sömu stefnu ­ að hreinsa og bæta málið ­ gengur ræða Konráðs um íslenzkuna, sem prentuð er í 4. árgangi Fjölnis. Meira
19. september 1999 | Leiðarar | 594 orð

RÍKISSJÓNVARP MEÐ SÉRSTÖÐU

KÖNNUN á efni íslenskra sjónvarpsstöðva sem Hagstofan hefur birt og fjallað var um hér í Morgunblaðinu í vikunni sýnir að hlutur innlends efnis hefur farið hlutfallslega minnkandi frá því sjónvarpsútsendingar hófust hér á landi fyrir rúmum þrjátíu árum. Ríkissjónvarpið stendur best að vígi hvað þetta varðar en hlutur innlends efnis er rýr hjá öðrum íslenskum stöðvum. Meira

Menning

19. september 1999 | Menningarlíf | 114 orð

Alþjóðlegt ljóðaúrval í þýsku riti

ÞÝSKA tímaritið Text (1. hefti 1998­99) er komið út. Í ritinu sem gefið er út í Stuttgart og Sergiu Stefanescu ritstýrir, birtist efni eftir fjölda höfunda frá ýmsum löndum og er alþjóðlegt svipmót á ritinu. Einkum setur ljóðlist svip sinn á þetta hefti. Meira
19. september 1999 | Menningarlíf | 159 orð

Dagskrá í Neskirkju

Sunnudagur 19. september Kl. 14. Hátíðarmessa. Organisti safnaðarins, Reynir Jónasson, flytur nýtt verk eftir Jón Ásgeirsson, sem samið var fyrir orgelið og Peter Sykes organisti mun kynna orgelið og möguleika þess í lok messunnar. Kl. 20.30: Hátíðartónleikar: Sænski organistinn Anders Bondeman leikur á orgelið, verk eftir J.S. Bach, César Frank og Otto Olsson. Meira
19. september 1999 | Fólk í fréttum | 380 orð

Dixie Chicks vinsælust

DIXIE Chicks hélt efsta sæti bandaríska breiðskífulistans aðra vikuna í röð á meðan Backstreet Boys náðu öðru sætinu af unglingastjörnunni Christinu Aguilera. "Fly" með kántrýsveitinni Dixie Chicks seldist í 204 þúsund eintökum í vikunni og hefur nú selst í 545 þúsund eintökum frá því hún kom út. Meira
19. september 1999 | Menningarlíf | 665 orð

Einstakt tækifæri

"Í mörg ár hef ég átt mjög ánægjuleg samskipti við organista, presta og sóknarnefndir Langholtskirkju og Neskirkju," segir Fritz Noack orgelsmiður sem smíðað hefur bæði orgelin sem vígð verða í dag í kirkjunum tveimur. Meira
19. september 1999 | Menningarlíf | 237 orð

Fjölskylduleikritið Töfratívolí frumsýnt

FJÖLLISTAHÓPURINN H.E.Y. frumsýnir barna- og fjölskylduleikritið Töfratívolí í Tjarnarbíói sunnudaginn 19. september. Þetta er ævintýraleikrit með söngvum og leikjum þar sem áhorfendur hjálpa til við framvindu verksins. Í fréttatilkynningu um verkið segir: "Frændi segir Teddu og krökkunum söguna af Töfratívolíinu og svörtu perlufestinni. Meira
19. september 1999 | Fólk í fréttum | 46 orð

Fríða og dýrið

TÓNLISTARMENNIRNIR Sheril Crow og Keith Richards komu fram saman á tónleikum í Central Park í New York á dögunum. Frír aðgangur var að tónleikunum sem haldir voru undir yfirskriftinni, "Sheril Crow og félagar", þar sem Crow kom fram ásamt fjölmörgum öðrum þekktum listamönnum. Meira
19. september 1999 | Menningarlíf | 379 orð

Fyrstu hljóðritanir af nýju orgelunum

Bandaríski organleikarinn Peter Sykes leikur á vígslutónleikum Langholtskirkju í dag mun einnig kynna orgel Neskirkju í hátíðarguðsþjónustunni í tilefni orgelvígslunnar. Hann mun í kjölfarið hljóðrita efni á tvær hljómplötur þar sem hann leikur á bæði nýju orgelin og ætlar hann að hljóðrita annars vegar baroktónlist og hins vegar 20. aldar tónverk fyrir orgel, þ.á.m. Meira
19. september 1999 | Fólk í fréttum | 932 orð

Gaman að tala sama tungumál og Björk

"Á ÉG að lesa fyrir þig úr Morgunblaðinu?" spyr Viktor Mandrik blaðamann á nær lýtalausri íslensku og byrjar síðan að lesa fréttir af forsíðu blaðsins. Hann kom í heimsókn til Íslands á dögunum í fyrsta skipti en hafði áður kynnst Íslendingum og þá sérstaklega íslensku tungunni. Meira
19. september 1999 | Fólk í fréttum | 517 orð

Gargandi snilld hjá Abbababb

Stuð og grínhljómsveitin Abbababb hélt tvenna vel heppnaða tónleika fyrr í vikunni. Sigríður Dögg Auðunsdóttirmætti á aðra og naut hverrar mínútu af tónlist og glensi. Meira
19. september 1999 | Fólk í fréttum | 333 orð

Gleði og skemmtun í fyrirrúmi

SÖNGKONAN Kristjana Stefánsdóttir, sem flestir þekkja úr Sirkus Skara skrípó eða SOS-kabarettinum, heldur tónleika í kvöld á Hótel Selfossi kl. 20.30, en húsið verður opnað kl. 20. Kristjana kemur fram ásamt fjölda góðra gesta; söngvurunum Soffíu Stefánsdóttur, Gísla Stefánssyni, Gísla Magnasyni, Margréti Eir Hjartardóttur, Helenu Káradóttur, Berglindi Helgu Sigurþórsdóttur, Meira
19. september 1999 | Menningarlíf | 580 orð

Hafði hugboð um hljóðfærið

"Það er engu líkara en kirkjan hafi stækkað við þetta," segir Reynir Jónasson, organisti Neskirkju, sem nú sér sinn langþráða draum rætast að fá nýtt og glæsilegt orgel í kirkjuna. Reyndar er það ekki alfarið huglægt atriði að kirkjan hafi stækkað því breytingar sem gerðar hafa verið á innviðum hennar vegna orgelsins hafa vissulega haft í för með sér að rýmið hefur aukist og opnast. Meira
19. september 1999 | Myndlist | -1 orð

"Hraun og menn"

Framtíðarverkefni. Opið alla daga og nætur. Aðgangur öllum heimill. TRÚLEGA hefur stórum meira verið hugsað og hoggið í Vestmannaeyjum á aflíðandi sumri en í annan tíma, í öllu falli hef ég engar spurnir af viðlíka athöfnum á eyjunum og nú áttu sér stað. Voru hér að verki 24 aðkomnir norrænir víkingar í skúlptúrlist ásamt tveim heimamönnum, flestir á miðjum aldri og yngri. Meira
19. september 1999 | Myndlist | 607 orð

Í draumveröld listanna

Sýningin er opin frá 11 til 17 alla daga nema mánudaga. HVAÐ sem hver segir lifir málverkið góðu lífi á Íslandi og til vitnis um það eru málverk nú á veggjum þriggja af stærstu söfnum Suðvesturlands, á Kjarvalsstöðum, í Hafnarborg og nú líka í Listasafni Íslands. Þar er verið að opna í stærsta salnum eins konar yfirlit um, eða a.m.k. Meira
19. september 1999 | Fólk í fréttum | 1283 orð

Mannsröddin er besta hljóðfærið Kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur eftir sögu föður hennar Halldórs Laxness, Ungfrúin og húsið,

Kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur eftir sögu föður hennar Halldórs Laxness, Ungfrúin og húsið, verður frumsýnd næstkomandi föstudag. Dóra Ósk Halldórsdóttir hitti Hilmar Örn Hilmarsson sem semur tónlistina í myndinni, en hann er nýkominn heim eftir langa dvöl erlendis. Meira
19. september 1999 | Fólk í fréttum | 105 orð

Málmur og gler

BRESKI tískuhönnuðurinn Alexander McQueen fór ótroðnar slóðir á tískuvikunni í New York sem fyrr og var bæði fatnaðurinn og umgjörð sýningarinnar frumleg og spennandi. Sýningarstúlkurnar þurftu að vaða vatn upp að ökklum sem flæddi um sýningarpallinn og glitraði í sterkum ljósunum í stíl við fötin sem sum voru úr málmkenndum efnum. Meira
19. september 1999 | Fólk í fréttum | 478 orð

MyndböndSpilamenn (Rounders)

Spilamenn (Rounders) Lipur og hnyttin pókermynd sem fer með áhorfandann í skemmtiferð um undirheima fjárhættuspilamennskunnar. Um leið er um óraunsæislega upphafningu á spilafíkninni að ræða. Meira
19. september 1999 | Menningarlíf | 595 orð

Nútímalegt barok-orgel

"Það hefur orðið ótrúleg breyting á kirkjunni við að fá í hana orgelið og steinda gluggann í gaflinn á bakvið," segir Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri Langholtskirkju, sem nú sér langþráðan draum rætast er hið nýja orgel kirkjunnar verður vígt í dag. Meira
19. september 1999 | Myndlist | 569 orð

Nýja málverkið á táningsaldri

Til 28. nóvember. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12­18. Aðgangur 300 kr. VANDINN við sýningu á borð við "Nýja málverkið á níunda áratugnum" sem nú hefur verið opnuð í Listasafni Íslands er plássleysið. Meira
19. september 1999 | Menningarlíf | 259 orð

Ragna og Finnbogi sýna í Köln

MYNDLISTARMENNIRNIR Ragna Róbertsdóttir og Finnbogi Pétursson taka þátt í samsýningu 13 myndlistarmanna sem nú stendur yfir í Galerie Sch¨uppenhauer í Köln. Þau voru bæði viðstödd opnunina 3. september sl. ásamt Eddu Jónsdóttur, eiganda Gallerís Ingólfsstrætis 8, en þátttaka þeirra í sýningunni er tilkomin í framhaldi af listamessunni í Madrid, sem þau fóru á fyrr á þessu ári. Meira
19. september 1999 | Kvikmyndir | 243 orð

Réttvísinni þjónað

Leikstjóri: David Kellogg. Handrit: Dana Olsen, Kerry Ehrin og Audrey Wells. Aðalhlutverk: Matthew Broderick, Rupert Everett, Joely Fisher og Michelle Trachtenberg. Walt Disney 1999. JOHN Brown er öryggisvörður sem dreymir um að vera lögregluþjónn sem bjargar samborgurum sínum á hættustundum og drýgir marga hetjudáðina. Meira
19. september 1999 | Fólk í fréttum | 52 orð

Saman á ströndinni

LEIKARINN Antonio Banderas var staddur ásamt eiginkonu sinni, Melanie Griffith, á Zurriola-ströndinni á Spáni á dögunum. Hjónakornin leyfðu ljósmyndurum að mynda sig í bak og fyrir vegna kynningar á fyrstu kvikmyndinni sem Banderas leikstýrir, "Crazy in Alabama", en hún mun keppa á hinni alþjóðlegu kvikmyndahátíð San Sebastian á næstunni. Meira
19. september 1999 | Menningarlíf | 133 orð

Septembertónleikar í Selfosskirkju

TÓNLEIKARÖÐ Selfosskirkju heldur áfram þriðjudaginn 21. september kl. 20.30. Flytjendur eru Margrét Bóasdóttir sópran og Björn Steinar Sólbergsson orgel. Þau Margrét og Björn hafa starfað saman allt frá árinu 1987 er þau stofnuðu Sumartónleika í kirkjum á Norðurlandi. Þau hafa lagt áherslu á flutning íslenskrar kirkjutónlistar og einnig kynnt hana á tónleikum erlendis. Meira
19. september 1999 | Menningarlíf | 394 orð

Sunnudagur 19. september

Sunnudagur 19. september Kl. 11: Vígslumessa. Frumflutningur á útsetningu eftir Þorkel Sigurbjörnsson á sálminum Heilagi Guð á himni og jörð og orgelverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Þátttakendur í messunni eru allir kórar kirkjunnar. Kl. 16:30: Vígslutónleikar: Peter Sykes, organleikari frá Bandaríkjunum. Meira
19. september 1999 | Fólk í fréttum | 225 orð

Victoria áhyggjufull móðir

KRYDDSTÚLKAN Victoria Beckham sagði á ráðstefnu um heilahimnubólgu sem haldin var í Bretlandi á dögunum, að hún væri mjög áhyggjufull móðir. Ráðstefnan var upphaf herferðar sem á að uppfræða nýbakaðar mæður í Bretlandi um fyrstu hættumerki heilahimnubólgu en hún getur leitt börn til dauða ef hún er ekki meðhöndluð nægilega snemma. Meira
19. september 1999 | Menningarlíf | 78 orð

(fyrirsögn vantar)

Í dag er merkisdagur í íslensku tónlistarlífi er tvö ný og glæsileg pípuorgel verða vígð í tveimur kirkjum í Reykjavík, Langholtskirkju og Neskirkju. Sérstaka athygli vekur að bæði hljóðfærin eru smíðuð af einum og sama manninum, hinum þýsk-bandaríska Fritz Noack. Meira

Umræðan

19. september 1999 | Bréf til blaðsins | 215 orð

Áminning Mandela

FYRIR nokkrum árum var mér kenndur sá góði siður að hengja orð innblásturs og visku upp á vegg til áminningar. Í nokkur ár hefur eftirfarandi texti veitt mér innblástur nær daglega. Hann er tekinn úr innsetningarræðu til forseta Suður-Afríku sem Nelson Mandela flutti árið 1994. Mig langaði til að deila honum með lesendum Morgunblaðsins. "Dýpsti ótti okkar er ekki að við séum ófullnægjandi. Meira
19. september 1999 | Bréf til blaðsins | 330 orð

Grjót á ferð og flugi

SLYS verða því miður oft í umferðinni. Orsakir eru margar en í flestum tilfellum mistök bílstjóra. Með reglum, fræðslu og eftirliti reynir hið opinbera að auka öryggi og fækka slysum í umferðinni. Einn er sá þáttur sem litla athygli hefur fengið. Hér nefni ég mikinn og hraðan akstur vörubifreiða sem flytja möl, vikur og grjót. Meira
19. september 1999 | Bréf til blaðsins | 291 orð

Ósmekkleg skilaboð til unglinga

Í DAGBLAÐINU Degi 17. september 1999 birtist grein sem hefði betur verið látin liggja óbirt. Þetta er viðtal við hljómsveitina Gyllinæð og frásögn af hljómleikaferð til Grænlands. Frásögnin af hljómleikunum er með þvílíkum ólíkindum að mann setur hljóðan. Meira
19. september 1999 | Aðsent efni | 1468 orð

UM SVÆÐISSKIPULAG EYJAFJARÐAR 1998-2010

Ef takast á að fjölga íbúum á Eyjafjarðarsvæðinu er það frumforsenda að góð samstaða náist um markmið, segir Benedikt Björnsson. Þá er einnig hægt að fylgja málum betur eftir. Meira

Minningargreinar

19. september 1999 | Minningargreinar | 180 orð

Brynja Ólafía Ragnarsdóttir

Við komum ný í Skálholt, að nýrri stofnun og fastir starfsmenn voru aðeins tveir; Kristján Valur og Brynja. Hún umvafði okkur strax með sinni hæglátu hlýju og mér fannst ég bæði finna móðurlegt viðmót og ömmuígildi fyrir strákana. Umhyggja hennar fyrir okkur var ómetanleg. Alltaf var hægt að leita til hennar og hjálpsemi hennar og ráð brugðust ekki. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 219 orð

Brynja Ólafía Ragnarsdóttir

Okkur langar til að minnast Binnu, móðursystur okkar, með nokkrum orðum. Þegar við hugsum til bernsku og unglingsáranna finnum við að Binna hefur alltaf átt sérstakan sess í huga okkar. Hún var svo hlý og gefandi að auðvelt var að láta sér þykja vænt um hana. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 31 orð

BRYNJA ÓLAFÍA RAGNARSDÓTTIR

BRYNJA ÓLAFÍA RAGNARSDÓTTIR Brynja Ólafía Ragnarsdóttir fæddist í Hlíð við Akureyri 29. september 1934. Hún lést á heimili sínu 4. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Skálholtskirkju 14. september. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 441 orð

Bústaðakirkja.

Bústaðakirkja. Æskulýðsfélagið fyrir unglinga í 8. bekk mánudagskvöld kl. 19.30 í félagsmiðstöðinni Bústöðum. Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Langholtskirkja. Opið hús ­ hádegistónleikar mánudag kl. 12-12.30. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 504 orð

Friðfinnur S. Árnason

Þegar vinir eru kvaddir sækja á hugann minningar liðinna ára. Þannig fór mér þegar ég heyrði lát félaga míns, Friðfinns Árnasonar. Ég var svo heppinn að kynnast þessum glæsilega manni í veiðiferð fyrir tæpum 30 árum. Það fann ég fljótt að þar var á ferð mikið náttúrubarn sem unni veiðimennsku og kyrrð fjallanna - alvörugefinn veiðifélagi þó stutt væri í grínið og barnið sem er í okkur öllum. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 139 orð

FRIÐFINNUR S. ÁRNASON

FRIÐFINNUR S. ÁRNASON Friðfinnur S. Árnason fæddist á Akureyri 5. september 1915. Hann lést á heimili sínu hinn 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Gunnhildur Friðfinnsdóttir, húsfreyja, f. 8.9. 1885, d. 28.12. 1969, og Árni Stefánsson, trésmíðameistari, f. 8.6. 1874, d. 16.6. 1946. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 257 orð

Friðrik Hjaltason

Friðrik Hjaltason er látinn eftir langa sjúkralegu, sjötugur að aldri. Friðrik var af merkri fjölskyldu kominn, faðir hans, Hjalti Gunnarsson, var bróðir Jóhannesar, fyrsta íslenska kaþólska biskupsins, og móðir hans, Ásta Ásgeirsdóttir, var systir Ásgeirs forseta. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 28 orð

FRIÐRIK HJALTASON

FRIÐRIK HJALTASON Friðrik Hjaltason fæddist í Reykjavík 9. júní 1929. Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 12. september síðastliðinn. Útför Friðriks fór fram frá Jósefskirkju í Hafnarfirði 16. september. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 500 orð

HOWARD I. GROSSMAN

Howard I. Grossman dómari í Atlanta í Georgíu varð áttræður hinn 20. ágúst síðastliðinn. Hann fæddist í Glasgow í Montana árið 1919. Faðir hans var Sam Grossman, sem var eigandi Ford-umboðsins í Glasgow, en móðir hans var Frances Segall, sem fædd var í Rúmeníu og fluttist í bernsku til Minneapolis. Grossman-fjölskyldan fluttist til Minneapolis árið 1931. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 236 orð

Ingveldur Guðríður Kjartansdóttir

Elsku frænka, ég kveð þig með fáeinum orðum. Það er auðvelt að hugsa en penninn er stirður. Fyrstu minnigar mínar um þig eru þegar þið bjugguð í Árbænum. Ég fékk að gista hjá Villu og við vorum komnar í rúmið og áttum að fara að sofa. Við flissuðum og skríktum allt kvöldið, milli þess að þú komst inn, sussaðir á okkur, sagðir jafnvel stutta sögu og sagðir okkur að fara með bænirnar og svo að sofa. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 440 orð

Ingveldur Guðríður Kjartansdóttir

Elsku besta Inga amma mín. Ég bara trúi því ekki að ég sitji hér og sé að skrifa minningargrein um þig, ég mun eflaust ekki virkilega finna fyrir því að þú sért dáin, fyrr en ég kem heim og engin amma, sú sem ég heimsæki fyrst. Þegar ég hugsa um þig fyllist hjarta mitt bæði af gleði og sorg. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 191 orð

INGVELDUR GUÐRÍÐUR KJARTANSDÓTTIR

INGVELDUR GUÐRÍÐUR KJARTANSDÓTTIR Ingveldur Guðríður Kjartansdóttir fæddist í Þórisholti í Mýrdal 2. ágúst 1929. Hún lést á heimili sínu 9. september síðastliðinn. Faðir hennar var Kjartan Einarsson, f. 27.8. 1883, d. 28.7. 1970, bóndi í Þórisholti. Móðir hennar er Þorgerður Einarsdóttir, f. 28.3. 1901. Systkini hennar: Borghildur, f. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 199 orð

Jón Árni Guðmundsson

Daginn er tekið að stytta. Jón Árni er skyndilega horfinn úr þessum heimi langt um aldur fram. Kannski vissi maður innst inni að hverju stefndi, en samt er manni alltaf jafn brugðið, þegar kallið kemur. Við Jón kynntumst fyrir nokkrum árum er við unnum á sama vinnustað og tókst með okkur góður vinskapur, sem síðar leiddi til þess að við stofnuðum saman fyrirtæki ásamt fleirum. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 30 orð

JÓN ÁRNI GUÐMUNDSSON

JÓN ÁRNI GUÐMUNDSSON Jón Árni Guðmundsson, vélfræðingur, fæddist í Reykjavík 20. desember 1951. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 17. september. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 185 orð

Signý Þorgeirsdóttir

Elsku Signý. Það var okkur reiðarslag laugardagskvöldið 4. sept. er við fréttum að eitthvað hefði komið fyrir þig, við vissum ekki hversu alvarlegt það væri, stuttu seinna var hringt í okkur og sagt að þú værir dáin. Við urðum orðlausir, þetta gat ekki verið satt. Við vorum 13 ára þegar við kynntumst Signýju, það var í fermingarfræðsluferðalagi í Vatnaskógi, svo lífsglöð, hress og skemmtileg. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 350 orð

Signý Þorgeirsdóttir

Það er með mikilli sorg að ég sest niður og reyni að koma hugsunum mínum á blað. Allt frá því að ég heyrði um andlát Signýjar Þorgeirsdóttur þá hefur afneitun verið í huga mínum, en ekki getum við afneitað staðreyndum lífsins endalaust. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 534 orð

Signý Þorgeirsdóttir

Elsku Signý mín. Ég vil trúa að þessi veröld hafi einungis verið áfangastaður þinn á lengra ferðalagi og þó að mér sárni óendanlega mikið að missa þig þá huggar það mig að einn daginn fái ég aftur að njóta gæsku þinnar og fegurðar. Þú komst í heiminn svo lítil og brothætt að sjá en svo afskaplega dugleg og lífsglöð. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 135 orð

Signý Þorgeirsdóttir

Við stöndum ætíð hjálparvana þega dauðinn knýr dyra og eigum erfitt með að skilja og sætta okkur við að ungt fólk í blóma lífsins sé kallað skyndilega á braut. Þannig leið mér að morgni sunnudagsins 5. september þegar ég frétti að einn nemenda skólans hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu kvöldið áður. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 26 orð

SIGNÝ ÞORGEIRSDÓTTIR

SIGNÝ ÞORGEIRSDÓTTIR Signý Þorgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 20. mars 1982. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 4. september síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 998 orð

Stefán Jasonarson

Sunnudaginn 19. september er bóndinn, félagsmálafrömuðurinn og íþróttakappinn Stefán Jasonarson í Vorsabæ orðinn áttatíu og fimm ára að aldri. Stefán ber aldurinn vel þótt elli kerling beiti hann brögðum sínum sem aðra. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 495 orð

Steingrímur Hansen Hannesson

Ég veit í raun og veru lítið um Steingrím Hannesson annað en það að hann var pabbi minn. Ég þekkti hann í raun ekkert nema hans síðustu 40 ár, það er að segja eftir að ég kynntist honum. Þau ár sem ég þekkti hann voru honum ekki sérstaklega hliðholl hvað varðar velgengni og virðingu. Fljótlega eftir að ég komst til einhvers þroska sá ég að hann var ekki eins og flestir aðrir. Meira
19. september 1999 | Minningargreinar | 133 orð

STEINGRÍMUR HANSEN HANNESSON

STEINGRÍMUR HANSEN HANNESSON Steingrímur Hansen Hannesson fæddist á Akureyri 25. október 1927. Hann lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 8. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hannes Einarsson skipstjóri og Helga Sigrún Valdimarsdóttir verkakona. Meira

Daglegt líf

19. september 1999 | Ferðalög | 773 orð

Bestu kræklingar í bænum í heila öld

BRUSSEL Uppáhaldsveitingastaðir Árna Páls Árnasonar eru nokkrir Bestu kræklingar í bænum í heila öld Meira
19. september 1999 | Bílar | 520 orð

Bílabúð Benna í höfuðstöðvum Porsche

MARGIR íslenskir bílainnflytjendur voru með sína fulltrúa á bílasýningunni í Frankfurt, sem nú stendur yfir. Frankfurt er vettvangur þeirra til að kynna sér nýjungar, treysta viðskiptasambönd og jafnvel semja um verð og gera pantanir. Meira
19. september 1999 | Bílar | 99 orð

Cadillac vekur á sér athygli í Evrópu

CADILLAC hefur ekki verið áberandi í Evrópu síðustu áratugina og á þessu ári eru 50 ár síðan merkið keppti síðast í Le Mans þolkappaksturskeppninni. Í júní á næsta ári keppir Cadillac á ný í Le Mans á nýstárlegum götukappakstursbíl. Frumgerð bílsins er sýnd á bílasýningunni í Frankfurt ásamt hugmyndabílnum Evoq. Meira
19. september 1999 | Ferðalög | 492 orð

GOLF Í HALIFAX Golfsveinarnir þrífa golfsett

Þeir sem vilja framlengja golftímann ættu að skoða ferðir eins og Emilía Björg Björnsdóttir gerði á dögunum þegar hún brá sér til Halifax. Meira
19. september 1999 | Ferðalög | 471 orð

GRIKKLAND Dauðagildrur víða á vegum SAMKVÆMT niðurstöðum nýlegrar könnunar getur hver og einn einasti Grikki átt von á því að

SAMKVÆMT niðurstöðum nýlegrar könnunar getur hver og einn einasti Grikki átt von á því að lenda í alvarlegu bílslysi a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni. Kenna þarlendir lélegum vegakosti fremur en hraðakstri, einkum þröngum fjallavegum þar sem merkingar á vegarbrúnum eru litlar sem engar og fjölmörg dæmi um að ökumenn ókunnugir staðháttum keyri fram af þverbröttum brúnunum. Meira
19. september 1999 | Bílar | 705 orð

Græn bylgja og hestaflakeppni

ÞEGAR 58. alþjóðlega bílasýningin í Frankfurt opnaði í síðustu viku var 35 gráða hiti í borginni, heitir ljóskastarar og tugþúsundir blaðamanna, (10.000 blaðamenn sóttu sýninguna 1997), gerðu vistina í tíu sýningarhöllum á 225.000 fermetrum erfiða og ekki bætti úr skák að engin loftkæling er í höllunum. Meira
19. september 1999 | Ferðalög | 968 orð

Hvenær förum við aftur? Fjögur börn á aldrinum 8-9 ára gengu 100 km á fimm dögum um syðsta odda Grænlands nú í sumar. Með þeim í

Fjögur börn á aldrinum 8-9 ára gengu 100 km á fimm dögum um syðsta odda Grænlands nú í sumar. Með þeim í för voru 18 fullorðnir félagar í Trimmklúbbi Seltjarnarness. Sigríður Dögg Auðunsdóttir heimsótti fjölskyldu sem veit fátt skemmtilegra en ganga í guðsgrænni náttúrunni. Meira
19. september 1999 | Bílar | 681 orð

Lupo og Bora Variant ekki til Íslands

VOLKSWAGEN AG var á síðasta ári fjórði stærsti bílaframleiðandi heims, stærsti bílaframleiðandi í Evrópu, framleiddi alls rúmar 4,8 milljónir bíla, þegar bílar dótturfyrirtækjanna, Audi, Seat og Skoda eru taldir með. Margar frumsýningar voru á öllum sýningarsvæðum samsteypunnar og sjálft móðurfyrirtækið hafði líka margt að sýna í sýningarhöll 4 í Frankfurt. Meira
19. september 1999 | Bílar | 128 orð

Lúxusbílar og umhverfisvænir bílar í Frankfurt

1.200 sýnendur hvaðanæva úr heiminum eru mættir til leiks á alþjóðlegu bílasýninguna sem nú stendur yfir í Frankfurt. Sýningin var að þessu sinni nokkuð tvískipt hvað varðar framleiðendur. Evrópskir framleiðendur sýndu sínar bestu hliðar og heimsfrumsýningar voru á fleiri bílum en oftast áður en svo virtist sem japanskir og kóreskir framleiðendur væru að spara kraftana fram til bílasýningarinnar í Meira
19. september 1999 | Ferðalög | 699 orð

Notting Hill hverfið í LondonStærsti flóamark

Bláar hurðir og bókabúðir í Notting Hill-hverfinu í London hafa verið ofarlega í umræðunni þessa dagana vegna samnefndrar bíómyndar. Guðlaug Sigurðardóttirbrá sér til Notting Hill og kíkti á Porto bello markaðinn. Meira
19. september 1999 | Ferðalög | 605 orð

Reka nú 80 manna hótel á Brjánsstöðum

"VIÐ vorum ákveðin í að lifa af því sem landið gaf þegar við fluttum af mölinni hingað á Brjánsstaði fyrir tíu árum," segja þau Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Gylfi Sigurðsson en þau reka núna reisulegt hótel á jörðinni. Upphaflega festu þau kaup á jörðinni Brjánsstöðum sem þá var kúabú sem þau ráku um árabil. Íbúðarhúsið var um 130 fermetrar að stærð. Meira
19. september 1999 | Ferðalög | 716 orð

Salan í Netklúbbi Flugleiða nemur um 2,2% af heildarsölu á Íslandi Um 1% þjóðarinnar hefur keypt flugmiða hjá Netklúbbi

Um 1% þjóðarinnar hefur keypt flugmiða hjá Netklúbbi Flugleiða frá síðustu áramótum. Sala farseðla þar fer að nálgast 2,2% af heildarsölu farmiða hjá Flugleiðum hér á landi og gert er ráð fyrir að salan nemi 5% árið 2000. Meira
19. september 1999 | Ferðalög | 359 orð

Upplýsingar og veitingar fyrir ferðamenn

Ferðakaffi eða Travel Cafe er heitið á nýrri veitinga­ og upplýsingaþjónustu sem stendur til að setja upp víðsvegar um landið. Þau fyrirtæki sem setja upp skilti með nafninu Ferðakaffi þurfa að uppfylla viss skilyrði. Hjá þeim á að vera hægt að nálgast upplýsingar um ferðaáætlanir samgöngutækja, rútna, ferja og flugvéla. Meira

Fastir þættir

19. september 1999 | Í dag | 42 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 19. september, verður fimmtugur Guðmundur Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri Nota Bene hf., Stararima 16, Reykjavík. Eiginkona hans er Helga Kristín Stefánsdóttir. Í tilefni dagsins taka þau hjónin á móti gestum í Kiwanishúsinu v/Engjateig, frá kl. 18-21 í dag. Meira
19. september 1999 | Í dag | 30 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 20. september, verður áttræð Ólöf María Guðmundsdóttir, Bólstaðarhlíð 41. Hún tekur á móti gestum sunnudaginn 19. september kl. 15 í sal þjónustumiðstöðvarinnar að Bólstaðarhlíð 43. Meira
19. september 1999 | Í dag | 217 orð

Að fara villur vega Í Mbl. 31. ágúst sl. mátti lesa eftirfarandi orðalag hjá

Í Mbl. 31. ágúst sl. mátti lesa eftirfarandi orðalag hjá blaðamanni: "En þar virðast menn hafa farið villur vega..." Ég hnaut hér um beygingu lo. villur, en það mun einvörðungu koma fyrir í orðasambandinu að fara villur vega. Samkv. OM merkir villur sama og villtur, sem hefur villzt. Merking orðasambandsins er því sú að vera villtur. Meira
19. september 1999 | Í dag | 366 orð

Betri læknisþjónustu

ÞEGAR ég hef þurft að hringja til að panta tíma hjá mínum heimilislækni á heilsugæslustöð sem er stutt heiman frá mér skal það ekki bregðast að enginn tími er laus fyrr en þremur til fjórum dögum seinna. Ég spurði hvað ég ætti að gera því ég væri lasin og slæmt að þurfa að bíða svo lengi. Svarið var það að mér var bent á læknavaktina. Meira
19. september 1999 | Fastir þættir | 615 orð

Hann orkti kjark í þjóðina

Hannes Hafstein var fyrsti íslenzki ráðherrann, heimastjórnarárið 1904. Stefán Friðbjarnarson segir hann hafa orkt kjark í þjóðina og sungið trúartraust í brjóst hennar. Meira
19. september 1999 | Dagbók | 949 orð

Í dag er sunnudagur 19. september, 262. dagur ársins 1999. Orð dagsins:

Í dag er sunnudagur 19. september, 262. dagur ársins 1999. Orð dagsins: En þú, gakk áfram til endalokanna, og þú munt hvílast og upp rísa til að taka þitt hlutskipti við endi daganna. (Daníel 12, 13. Meira
19. september 1999 | Dagbók | 119 orð

Kross 2LÁRÉTT: 1 fantaleg, 8 hæð, 9

Kross 2LÁRÉTT: 1 fantaleg, 8 hæð, 9 dugnaður, 10 riss, 11 regnýra, 13 hinn, 15 heilnæms, 18 karldýrs, 21 stök, 22 þakhæð, 23 algerlega, 24 sorglegt. LÓÐRÉTT: 2 vægðarlaus, 3 valdbjóði, 4 furða, 5 slægjulöndin, 6 kássa, 7 orgar, 12 launung, 14 lík, 15 skott, 16 hefja, 17 þolnu, 18 barefli, 19 útgerð, 20 fokka. Meira
19. september 1999 | Í dag | 32 orð

Næstkomandi þriðjudag 21. september verður sjötug Ingibjörg Páls

Næstkomandi þriðjudag 21. september verður sjötug Ingibjörg Pálsdóttir, Laufvangi 1, Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum á afmælisdaginn, ásamt manni sínum, Gunnari Hjálm, að Hjallahrauni 9, í húsi Slysavarnafélagsins, Hafnarfirði, frá kl. 16.-19. Meira
19. september 1999 | Í dag | 27 orð

SAMANBURÐUR ALDA

SAMANBURÐUR ALDA Frost oc kuldi kvelia þjód, koma nú skialdann árinn gód, ecki er nærri öld svo fród í guds ordi kláru, sem var hún á villu-árum. Meira
19. september 1999 | Í dag | 676 orð

Stór hópur barna hóf skólagöngu í haust, eins og árlega gerist. V

Stór hópur barna hóf skólagöngu í haust, eins og árlega gerist. Víkverji heyrði smellna sögu úr einum nýju bekkjanna: Eins og öll önnur börn á undan þeim þurfa þau að læra stafrófið og tiltekinn kennari ­ og eflaust einhverjir fleiri ­ komst að því að ágæt leið til þess er að láta bekkjarsystkinin raða sér í stafrófsröð oft á dag. Meira
19. september 1999 | Í dag | 78 orð

STÖÐUMYND E Staðan kom upp á minning

STÖÐUMYND E Staðan kom upp á minningarmótinu um Rubinstein í Polanica Zdroj í Póllandi í sumar Gurevich,M (2640) - Sutovsky,E (2585) [E91] Rubinstein Mem, Polanica Zdroj POL (3), 1999 26. Hxd4! - cxd4 27. Dxd4+ - Kg8 28. Bg4 - Kf7 29. Hh3 - h5 30. Df6+ - Ke8 31. De6 - Hxf4 32. Bxh5 - gxh5 33. Hxh5 - Hf1+ 34. Kg2 - Hf8 35. Meira
19. september 1999 | Í dag | 332 orð

ÝTNI er eigin

ÝTNI er eiginleiki sem fólk hefur gjarnan blendna afstöðu til. Öðrum þræði þykir slíkt skapgerðareinkenni kostur, því ýtinn maður kemur hlutunum í verk ­ eða réttara sagt lætur aðra vinna verkið. Sem er kannski ástæðan til þess að ýtni hefur einnig á sér neikvætt yfirbragð, og þá aðallega í huga þeirra sem ýtnin beinist að. Meira

Íþróttir

19. september 1999 | Íþróttir | 233 orð

Einn nýliði hjá Þórði

Einn nýliði er í sextán manna landsliðshópi kvenna sem Þórður Lárusson landsliðsþjálfari kynnti í gær og mætir Ítalíu í riðlakeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu á Laugardalsvelli á miðvikudaginn í næstu viku. Nýliðinn er Guðrún Sóley Gunnarsdóttir úr KR. Þá kom Helena Ólafsdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara KR, inn í landsliðið á ný eftir nokkra fjarveru. Meira
19. september 1999 | Íþróttir | 1333 orð

Sambaæði í Þýskalandi

GIOVANNI Elber er ekki fyrsti Brasílíumaðurinn sem leikur í þýsku knattspyrnunni, en aftur er hann er sá leikmaður sem olli þeirri flóðbylgju leikmanna frá Brasilíu sem nú tröllríður knattspyrnunni í Þýskalandi. Allir þekkja miðherjann Elber og samba-takta hans með Stuttgart og Bayern M¨unchen. Færri þekkja hina frábæru knattspyrnumenn og landa hans sem nýkomnir eru til liðanna í Þýskalandi. Meira
19. september 1999 | Íþróttir | 409 orð

Ætla sér að stöðva Duranona

Stevce Stefanovski, þjálfari makedónska landsliðsins í handknattleik, segir að erfitt verði að vinna upp níu marka forskot íslenska liðsins frá fyrri leik liðanna og leggur áherslu á að stöðva Róbert Julian Duranona, er skoraði 12 mörk gegn Makedóníumönnum í Kaplakrika síðastliðinn sunnudag. Meira

Sunnudagsblað

19. september 1999 | Sunnudagsblað | 2041 orð

ÁHUGAMÁLIÐ VARÐ ATVINNA

Auður Kristinsdóttir er fædd á Patreksfirði 17. ágúst 1946 og ólst þar upp. Eftir grunnskólanám fór hún á Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði þar sem hún lærði í tvö ár, en hélt síðan til Noregs þar sem hún stundaði nám í eitt ár við Ringsaker-lýðháskólann. Leiðin lá síðan í Kennaraskóla Íslands og útskrifaðist hún þaðan árið 1969 með handmennt sem sérgrein. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 535 orð

Daglegt líf á 21. öld í ljósi tækniþróunar

SVARIÐ ER: Margt! Ekki einungis er leikurinn léttur af því að sú öld hefst eftir tæplega eitt og hálft ár (og ekki hálft!). Við þurfum ekki heldur að aðhyllast vísindalega nauðhyggju, semsé að telja að þróun vísinda og tækni sé einföld orsök samfélagsbreytinga en ekki öfugt, til að trúa á þess háttar spásögn. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 3473 orð

Dyraverðir í Djúpinu Borgarey í Ísafjarðardjúpi telst til hlunninda prestsetursins í Vatnsfirði og þar er mikil lundabyggð. Á

Borgarey í Ísafjarðardjúpi telst til hlunninda prestsetursins í Vatnsfirði og þar er mikil lundabyggð. Á eyjunni og í landi hefur verið byggð upp fullkomin aðstaða til veiða á lunda og verkunar. Jón Fjörnir fékk að fylgjast með eyjaskeggjum að störfum. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 747 orð

Fiskin sú gamla

Veiðisögur fæðast á hverri vertíð og ein og ein kemst á kreik. Ein óborganleg á rætur að rekja í Hvammsvíkina, þar sem ungir sem aldnir draga regnbogasilunga á þurrt. Sunnudagsmorgun einn í sumar var reytingur af fólki að veiðum og fljótlega varð öllum ljóst að aðeins einn aðili var að setja í fisk. Það var kona nokkur, á rúmlega miðjum aldri. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 1564 orð

Fótumtroðinn af fjögurhundruð hreindýrum

Gunnar Óli Hákonarson, frá Árbót í Aðaldal, er annálaður skotveiðimaður. Hann veiðir gæsir, rjúpur, vinnur greni og eyðir vargfugli. Í Grænlandi stundar hann hreindýraveiðar, er leiðsögumaður veiðimanna og vinnur við það sem til fellur á hreindýrastöðinni í Isortoq. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 1613 orð

Frá Vogum til Vestdalseyrar sumarið 1939 Ég var

Ég var 12 ára þennan dag, segir Leifur Sveinsson, sem segir hér frá ferðalagi til Austfjarða, er hann fékk súkkulaði og rjómatertu á Hótel Elverhöj. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 188 orð

Fyrsta uppgræðsluverkefninu lokið

TÓLF fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu gerðust í vor stofnaðilar að umhverfisverkefninu SKIL 21 sem er samstarfsverkefni landgræðslusamtakanna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, Línuhönnunar hf. og Reykjavíkur sem er ein af menningarborgum Evrópu árið 2000. Með aðild að SKIL 21 skuldbinda fyrirtæki sig til að fylgja einföldum staðli um flokkun sorps. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 661 orð

Gjöfin mikilvæga

NÚ ER komið haust og ekki lengur undan því vikist að taka til í skápum og geymslum fyrir veturinn. Það fer þannig fram að maður nær í rúllu af svörtum plastpokum og tínir ofan í þá fortíð sína, ef svo má segja. Fyrst sortérar maður auðvitað allt dótið sem safnast hefur saman í hirslum heimilisins. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 2451 orð

Gullnir logar Malawi- vatns Í ágúst síðastliðnun fór Kristján Pálssonásamt fleirum í ferð til Malawi í Afríku, en

FERÐ sem þessi þurfti þó nokkurn aðdraganda vegna þess að Malawar búa við slakt heilbrigðisástand og margir sjúkdómar landlægir. Sprautað er því við taugaveiki, gulu og lifrarbólgu og pillur útvegaðar gegn malaríu. Malawi er í SA-Afríku, landlukt með landamæri að Tanzaníu, Zambíu og Mozambique. Flatarmál landsins er um 110 þús. ferkm og er Malawi-vatn um 25 þús. ferkm af því. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 201 orð

Hermaður skaut sjö til bana

YFIRMAÐUR í her Suður-Afríku skaut á fimmtudag til bana sjö manns og særði fimm í herstöð sem ber heitið Tempe. Atburðurinn átti sér stað laust fyrir klukkan níu í gærmorgun að staðartíma. Maðurinn hóf fyrirvaralaust skothríð að öðrum yfirmönnum hersins á staðnum og skaut að sögn vitna tilviljanakennt á þá sem á vegi hans urðu. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 752 orð

Í keppni við sjálfan sig

Íslenskt atvinnulíf einkenndist til skamms tíma af miklum ríkisafskiptum. En á þessu ári hefur annar vandi, fákeppni og hættan á einokun vegna samruna stórfyrirtækja, verið ofarlega á baugi. Kristján Jónsson kynnti sér málið. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 2374 orð

Íslenskar lopapeysur í Klettafjöllum "Ég þekkti prjónafólkið bæði með nafni og í sjón. Ég kom meira að segja heim til margra og

ÉG HEF oft verið spurður að því hvernig það hafi verið á frumherjadögunum að reyna að selja lopapeysur í Bandaríkjunum. Ég gæti sagt af því margar athyglisverðar sögur og hér fer á eftir ein þeirra sem ég vona að lesendur hafið þið gaman af. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 325 orð

Íslenskt HIPHOP

ÍSLENSKT hiphop lifir góðu lífi eins og sannast á fyrstu skífu Tha Faculty, sem kallast Tha Selected Works of Tha Faculty. Á þeirri skífu leggja saman í púkk ýmsir listamenn sem lengi hafa fengist við hiphop hér á landi, meðal annars í Subterranean, og einnig r&b söngstúlkurnar í Real Flavaz, aukinheldur sem ýmsir nýir listamenn koma við sögu, innlendir sem erlendir. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 529 orð

Lögin ekki nógu skýr

SAMKEPPNISSTOFNUN og Samkeppnisráð mynda eitt stjórnvald og voru sett á laggirnar í kjölfar nýrra laga árið 1993. Áður var stuðst við lög "um verðlag, samkeppni og óréttmæta viðskiptahætti". Með nýju lögunum var endanlega hætt að reyna að stýra verðlagi í landinu með því að fyrirskipa hámarksverð eða hámarksálagningu á vöru og þjónustu. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 3765 orð

Paradís karlmennskunnar Hreindýrastöðin í Isortoq á Suður-Grænlandi er ekki langt frá hinni fornu Eystribyggð Íslendinga í

ISORTOQ er paradís karlmennskunnar," sagði Salik Hard, ferðamálastjóri í Narsaq, við greinarhöfund. Salik varð dreyminn á svip og rifjaði upp nokkur ævintýri sem hann hafði lent í með Stefáni. Salik er ekki einn um að kunna sögur af ótrúlegum dugnaði og dug þessa landa okkar sem Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 254 orð

Rekstur gagnagrunna

MARKAÐS- og þjónustufyrirtæki óskar eftir að ráða starfsmann í úrvinnsludeild fyrirtækisins, segir í auglýsingu frá Ráðningarþjónustu Gallup. Verkefnin eru einkum á sviði vinnslu markhópa og reksturs gagnagrunna. Notuð eru Oracle, Paradox, Access og fleiri kerfi. Plastsmiður hjá Akron AKRON ehf. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 189 orð

Ríkið dragi úr álögum á bensín

NEYTENDASAMTÖKIN telja að álögur á bifreiðar og vörur þeim tengdar séu komnar langt úr hófi fram, segir í ályktun frá Neytendasamtökunum. "Neytendasamtökin gera því þá kröfu til ríkisins að þessar álögur verði teknar til endurskoðunar með það að markmiði að lækka þær verulega. Neytendasamtökin telja að tilboð ríkisins um endurskoðun bensíngjalds sé með öllu ófullnægjandi. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 659 orð

Rokk, sýra og hippískt popp

EKKI verður sagt að breska sveitin Ocean Colour Scene hafi átt náðuga daga; þegar hún virtist vera komin á beinu brautina, með plötusamning í öðrum vasanum og bresku popppressuna í hinum, lenti hún upp á kant við útgáfu sína og allt fór til fjandans. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 363 orð

Sambandið stóð lengur en Portillo heldur fram

EKKI eru öll kurl komin til grafar í máli Michaels Portillos, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bretlands, sem hyggst nú snúa aftur til þingstarfa, en hann lýsti því yfir í liðinni viku að hann hefði "kynnst samkynhneigð lítillega" er hann var við nám í Cambridge-háskóla. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 194 orð

Samningur um tölvu- og kennslubúnað

NÝHERJI og Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn (NTV) í Kópavogi hafa undirritað samning um þjónustu- og rekstrarleigu á tölvu- og kennslubúnaði næstu þrjú árin, segir í fréttatilkynningu frá Nýherja. Er allur búnaðurinn af nýjustu og fullkomnustu gerð og má þar m.a. nefna IBM AS/400e netþjón sem tengir saman í eitt tölvunet 130 tölvur nemanda í báðum skólum NTV í Kópavogi og Hafnarfirði. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 276 orð

Sérvitringur

ÞAÐ stendur fæstum fyrir þrifum að vera furðufuglar þegar rapptónlist er annars vegar; það hefur reynst vel til að ná eyrum plötukaupenda að binda bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamennirnir. Allt er þó best í hófi og sumir vilja meina að Rusell Jones hafi gengið lengra í sinni sérvisku en skynsamlegt sé. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 1197 orð

SÍÐUSTU HOLLYWOOD-MYNDIRNAR IIGóðkunningja

Tim Burton, Jim Carrey, Milos Forman, George Clooney, Courtney Love, James Bond, Annette Bening, Robert De Niro og margir fleiri koma við sögu í bíómyndunum sem kvikmyndaverin í Hollywood senda frá sér fram að jólum. Arnaldur Indriðasonheldur áfram að skoða hvað draumaverksmiðjan býður upp á í haust og fyrripart vetrar. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 1741 orð

Sundrung í stærsta ríki íslams

BAKSVIÐ vargaldarinnar, er nú geisar á Austur-Tímor, eru mjög flókin átök innan valdastéttarinnar í Indónesíu. Ríkisstjórn Bacharuddin Jusuf Habibie stendur óstyrkum fótum og pólitísk átök vegna komandi forsetakosninga virðast í algleymingi. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 110 orð

Svarthöfði lífgar upp á messuna

ENSKUR prestur, sem hafði nokkrar áhyggjur af dvínandi kirkjusókn, brá á það ráð við sunnudagsmessu á dögunum að klæðast búningi Svarthöfða úr Stjörnustríðs-myndunum í stað hempu sinnar. Peter Evans, sem þjónar í bænum Croydon í suðurhluta Englands, sagði fréttamönnum að hann hefði viljað lífga aðeins upp á messugjörðina. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 2136 orð

Svolítið ringlaður markaður

Einokunaraðstaða getur reynst fyrirtækjum dýrkeypt, þau sofna á verðinum og vita ekki hvort reksturinn er í lagi. Séu fáir keppinautar lengi um sama markaðinn er hætta á að milli þeirra myndist samkennd og enginn vilji rugga bátnum með harðri samkeppni. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 1861 orð

Togstreita taívanskra stjórnmálamanna flækir stöðuna Samskipti Taívans og Alþýðulýðveldisins Kína hafa verið á viðkvæmu stigi

MIKIÐ hefur verið um það fjallað að undanförnu að samskipti Taívans og Kína hafi farið versnandi vegna ummæla forseta Taívans, Lee Teng-hui, um að líta bæri á samningaviðræður milli Kína og Taívans um frekari samskipti og hugsanlega sameiningu sem viðræður tveggja jafnrétthárra ríkja. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 1882 orð

ÚTSENDINGARÁ ANNARRI SJÓN-VARPSRÁS RÚV Í ATHUGUN

ÚTSENDINGAR á dagskrá á annarri sjónvarpsrás til viðbótar þeirri sem fyrir er eru nú til alvarlegrar skoðunar hjá Ríkisútvarpinu og vonast Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri til þess að hægt verði að ráðast í hana á afmælisári Ríkisútvarpsins á næsta ári þegar það verður sjötugt. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 583 orð

Það var á þessum árum, sem ég komst fyrst í kynni við hina stóru heimsl

Það var á þessum árum, sem ég komst fyrst í kynni við hina stóru heimslist, því á heimili afa míns og ömmu fann ég lítið kver, og í því voru myndir af ævintýralega fögrum byggingum, köstulum og skrautlegum turnum, súlum og alls konar prakti, jafnvel voru göturnar fínni en nýskúrað gólfið í stássstofunni. Að slík dýrð skyldi vera til á þessari jörð var ofar mínum skilningi. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 4761 orð

Þá hefði ég ekki piprað! Íslensk bændastétt á marga hæfileikamenn innan sinna vébanda, Guðrún Guðlaugsdóttir heimsótti einn

"ÉG VEIT ekki til að neinn á Íslandi eigi meira safn af markaskrám en hér er saman komið, ég hef náð saman öllu sem prentað hefur verið og miklu af skrifuðum skrám," segir Einar Hallsson í Hallkelsstaðahlíð um leið og hann opnar útskorinn eikarskáp - erfðagóss frá afa hans Einari Magnússyni, sem lengi var gjaldkeri hjá Sparisjóði Reykjavíkur. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 1019 orð

Þjónustan kynnt á Ári aldraðra

Öldrunarþjónusta sjúkrahúsanna gengst fyrir opnu húsi á Landakotsspítala nú um helgina. Er það gert í tilefni af Ári aldraðra sem nú stendur yfir. Að sögn Önnu Birnu Jensdóttur hjúkrunarframkvæmdastjóra er mikilsvert að opna stofnunina til að kynna hvað hún hefur upp á að bjóða og kveða niður hverjar þær ranghugmyndir sem kunna að vera á kreiki um hvað innandyra er að finna. Meira
19. september 1999 | Sunnudagsblað | 2111 orð

Ætlum að standa okkur í samkeppninni Í Mjólkursamlaginu í Búðardal eru framleiddar nokkrar af vinsælustu sérvöruunum sem

Mjólkursamlagið í Búðardal nýtur ávaxtanna af vel heppnaðri vöruþróun og færir út kvíarnar austur á bóginn Ætlum að standa okkur í samkeppninni Í Mjólkursamlaginu í Búðardal eru framleiddar nokkrar af vinsælustu sérvöruunum sem mjólkuriðnaðurinn hefur á boðstólum um þessar mundir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.