Greinar miðvikudaginn 6. október 1999

Forsíða

6. október 1999 | Forsíða | 254 orð

Belo biskup snýr heim á morgun

CARLOS Belo biskup, trúarlegur leiðtogi Austur-Tímorbúa og einn forystumanna sjálfstæðishreyfingarinnar á eynni, snýr til A-Tímors á morgun að sögn Davids Wirmursts, talsmanns Sameinuðu þjóðanna. Er heimkoma biskupsins talin til marks um aukna trú á að friðargæsluliði SÞ undir forystu Ástrala takist að tryggja frið í hinu stríðshrjáða landi. Meira
6. október 1999 | Forsíða | 176 orð

Fimm milljarðar í afgang

FÆREYSKA landsstjórnin lagði fram fjárlögin í síðustu viku og þar er gert ráð fyrir tekjuafgangi upp á fimm milljarða ísl. kr. Í þeirri miklu umræðu, sem verið hefur um sjálfstæði Færeyja, hefur mikil áhersla verið lögð á, að landsmenn sníði sér stakk eftir vexti og sýni ábyrgð í efnahagsmálunum. Má líta á fjárlögin sem mikilvæga yfirlýsingu um, að landstjórnin hafi þetta markmið að leiðarljósi. Meira
6. október 1999 | Forsíða | 360 orð

Herlög sett í Tsjetsjníu

RÚSSAR sögðust í gær hafa náð þriðjungi Tsjetsjníu á sitt vald eftir tíu daga loftárásir og innrás rússneskra hersveita sem hófst í vikunni sem leið. Þeir sögðu þó að því færi fjarri að herinn hefði náð því markmiði sínu að koma upp öryggissvæði í Tsjetsjníu til að hindra árásir tsjetsjneskra skæruliða. Meira
6. október 1999 | Forsíða | 168 orð

Ríkisstjórn Austurríkis segir af sér

VIKTOR Klima, kanzlari Austurríkis, gekk í gær á fund Thomas Klestils forseta og færði honum afsagnarbréf ríkisstjórnar sinnar. Stjórnin situr samt áfram til bráðabirgða unz ný stjórn hefur verið mynduð, en það kann að taka langan tíma þar sem báðir flokkarnir sem starfað hafa saman í stjórn undanfarin 13 ár töpuðu töluverðu fylgi í þingkosningunum um helgina. Meira
6. október 1999 | Forsíða | 96 orð

Stórslys í London

AÐ minnsta kosti 26 menn létust og 139 slösuðust, þar af 26 alvarlega, er tvær farþegalestir rákust saman skammt frá Paddington-brautarstöðinni í London í gærmorgun. Tók það langan tíma að ná sumum þeirra, sem komust lífs af, út úr brakinu og að sögn lögreglunnar var búist við, að allt að sólarhringur gæti liðið áður en fullljóst yrði hve margir fórust. Meira

Fréttir

6. október 1999 | Innlendar fréttir | 210 orð

2.000 rúmmetrar bjargs kurlast er haftið rofnar

"ÞAÐ verður aðallega mikill hávaði sem kveður við þegar haftið splundrast vegna alls þess sprengiefnis sem verið er að klára að troða í allar þær holur sem búið er að bora marga metra niður í haftið," sagði Torfi Ólafsson, eftirlitsverkfræðingur við Sultartangavirkjun, þegar fulltrúar Morgunblaðsins höfðu þar viðdvöl í gær. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 139 orð

83% vinnulyftna án leiðbeininga

83% vinnulyftna hér á landi hafa ekki leiðbeiningar á íslensku og leiðbeiningarmerki vantar í 73% vinnulyftna. Alls voru gerðar alvarlegar athugasemdir við fimmtu hverja vinnulyftu hér á landi, flestar vegna skorts á leiðbeiningum á íslensku. Þetta kom fram í skoðunarátaki sem gert var samtímis á öllum Norðurlöndum og Vinnueftirlitið tók þátt í hérlendis. Meira
6. október 1999 | Erlendar fréttir | 414 orð

Alvarlegasta lestarslys í Englandi í áratug

AÐ MINNSTA kosti átta manns létust er tvær fullar farþegalestir rákust saman í miðborg London í gærmorgun. Um 160 manns slösuðust, þar af um 30 alvarlega. Mun þetta vera alvarlegasta lestarslysið í Englandi í áratug, en ekki var ljóst í gær hvað olli því. Meira
6. október 1999 | Erlendar fréttir | 488 orð

Áhersla á mikilvægi tvíhliða menningarsamskipta

MENNINGARSAMSKIPTI landanna tveggja standa að sögn aðstandenda samráðsfundarins með miklum blóma um þessar mundir. Lögð var áhersla á að æskilegt væri að dýpka núverandi samstarf ennfremur, samhliða því að huga að fleiri samstarfssviðum. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 437 orð

Álklætt fjölbýlishús við Hringbraut

HAFNAR eru framkvæmdir við nýtt fjölbýlishús við Hringbraut 4, þar sem meðal annars verslunin Hringval stóð áður. Húsið verður tvær hæðir og ris og í því verða 10 íbúðir. Búið er að steypa sökklana að húsinu, sem verður að öðru leyti byggt úr forsteyptum einingum sem framleiddar eru hjá Forsteypunni ehf. Byggingaraðili er Listakjör ehf. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 365 orð

Ársþing Samtaka fámennra skóla

SAMTÖK fámennra skóla héldu 11. ársþing sitt á Flúðum dagana 17. og 18. september 1999. Yfirskrift þingsins var: Fámenni skólinn á tímamótum. Í tengslum við þingið var haldinn aðalfundur samtakanna. Fundurinn sendi frá sér svohljóðandi ályktanir: "Ársþing Samtaka fámennra skóla haldið á Flúðum 18. sept. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

Bannað að reykja í Alþingishúsinu

HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, hefur falið skrifstofu Alþingis að senda tölvupóst til allra alþingismanna og starfsmanna Alþingis þess efnis að frá og með fimmtudagsmorgni verði hvorki heimilt að reykja í Alþingishúsinu né í öðrum húsakynnum Alþingis sem opin séu almenningi. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

Bókakaffi í Gunnarshúsi

SÍUNG, félag barnabókahöfunda og Íslandsdeild IBBY, börn og bækur, standa fyrir bókakaffi í Gunnarshúsi fimmtudagskvöldið 7. október, kl. 20:30. "Kynntar verða tilnefningar frá Íslandi til H.C. Andersen-verðlaunanna árið 2000 og einnig tilnefningar á heiðurslista IBBY-samtakanna fyrir árið 2000. Meira
6. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 349 orð

Bæjarstjórn samþykkir "gáminn" fyrir barnagæslu til 9 mánaða

BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti í gær erindi Þrekhallarinnar, World Class um að setja upp bráðabirgðahúsnæði til 9 mánaða fyrir barnagæslu við húsnæði sitt við Strandgötu. Tíu bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með leyfinu en Oddur Helgi Halldórsson, Lista fólksins, var á móti. Atkvæði voru greidd að viðhöfðu nafnakalli að ósk Odds. Meira
6. október 1999 | Erlendar fréttir | 229 orð

Deilt um Evrópumál

HART var deilt um Evrópumál á öðrum degi flokksþings breska Íhaldsflokksins í Blackpool í gær. Kunnir stuðningsmenn Evrópusamruna gagnrýndu íhaldssamari flokkssystkini sín harðlega, en Margrét Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, svaraði þeim fullum hálsi. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 224 orð

Doktor í tæknilegri eðlisfræði

HINN 11. júní síðastliðinn varði Tryggvi Egilsson doktorsritgerð sína: "Bound Excitons in Silicon Carbide" við Háskólann í Linköping í Svíþjóð. Andmælandi var Gordon Davis, prófessor við Kings College í London. Ritgerðin greinir frá rannsóknum á kísil-karbíði (SiC). Áhugi manna á efni þessu stafar einkum af hinu háa hita- og spennuþoli þess samanborið við aðra hálfleiðara svo sem kísil (Si). Meira
6. október 1999 | Erlendar fréttir | 232 orð

Dómari hafnar ásökunum um eitrun

DÓMARI í Kuala Lumpur kvað í gær upp þann úrskurð að Anwari Ibrahim, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Malasíu, hafi ekki verið byrlað eitur í fangelsinu þar sem hann dvelur vegna ákæru um saknæma kynhegðun. Réttarhöldum í máli Anwars var frestað 10. september vegna gruns um að bágt heilsufar hans mætti rekja til arsenikeitrunar. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 264 orð

Eigandi segir kröfum fullnægt

BORGARYFIRVÖLD hafa ákveðið að leyfa ekki veitingarekstur í húsnæði við Klapparstíg sem áður hýsti krána Grand Rokk. Rekstraraðili staðarins, frönsk kona að nafni Stephanie Caradec, segir að hún hafi varið tveimur milljónum króna í að gera upp staðinn og hafi hann staðist allar kröfur heilbrigðis- og eldvarnareftirlits. Hún telur neitun borgaryfirvalda ekki eiga við nein rök að styðjast. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 799 orð

Ekki töff að vera drukkinn eða dópaður

FORVARNADAGUR var haldinn í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ (FG) í gær, en þetta er annað árið í röð sem slíkur dagur er haldinn í skólanum, að sögn Elísabetar Siemensen, forvarnafulltrúa skólans. Skólinn átti einnig 15 ára afmæli og því var ákveðið að samtvinna þetta tvennt, þ.e. afmælið og forvarnirnar. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 184 orð

Enn lækkar verð á gærum

HORFUR eru á að í haust fáist aðeins 40­100 krónur fyrir hverja gæru að sögn Aðalsteins Jónssonar, formanns Landssamtaka sauðfjárbænda, en árið 1997 fengu bændur um 650 krónur fyrir hverja gæru og sl. haust voru greiddar 250 krónur. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð

Fagna landafundinum

LÚTERSKUR söfnuður í Noregi hefur ákveðið að hefja á laugardaginn hátíðarhöld vegna Vínlandsferðar Leifs Eiríkssonar. Á laugardag og næstu níu daga mun söfnuðurinn fagna því með söng, messuhaldi og fyrirlestrum að eitt þúsund ár eru liðin frá því að Leifur Eiríksson kom til N-Ameríku. Meira
6. október 1999 | Miðopna | 2006 orð

Felst lausnin í breytingum á reglum um lífræna ræktun? Hlutverk sauðkindarinnar og mikilvægi hennar fyrir þjóðina hefur breyst

Hlutverk sauðkindarinnar og mikilvægi hennar fyrir þjóðina hefur breyst frá fyrri tíð og lægra verð fæst fyrir afurðirnar en áður. Anna Sigríður Einarsdóttir kynnti sér stöðu sauðfjárræktar og þann vanda sem við sauðfjárbændum blasir. Meira
6. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 138 orð

Fimm menn handteknir vegna fíkniefnamáls

RANNSÓKNARLÖGREGLAN á Akureyri handtók fimm menn á tvítugsaldri í gærmorgun vegna fíkniefnamáls en í fórum þeirra fundust 100 grömm af hassi. Við yfirheyrslu viðurkenndi einn mannanna að eiga efnið en þrír til viðbótar viðurkenndu neyslu á hassi. Meira
6. október 1999 | Landsbyggðin | 205 orð

Forvitnileg dagskrá á haustþingi kennara

Skagaströnd-Haustþing kennara og skólastjórnenda af Norðurlandi vestra var haldið á Skagaströnd 1. október. Á þingið mættu kennarar og skólastjórnendur af svæðinu frá Siglufirði að Reykjum í Hrútafirði, alls um 160 manns. Haustþing kennara eru árviss atburður þar sem kennarar koma saman til endurmenntunar í einn til tvo daga. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 515 orð

Framlög til kennslu aukin um nær 250 milljónir

ÁRLEG fjárframlög ríkisins til kennslu í Háskóla Íslands verða aukin um 246 milljónir og verða samskipti ríkisstjórnarinnar og Háskólans nú í fastari skorðum. Þetta tryggir samningur milli menntamálaráðuneytisins og Háskóla Íslands um kennslu og fjárhagsleg samskipti sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Gengið á milli fjarða

Í LJÓSASKIPTUNUM í kvöld, miðvikudagskvöld, stendur Hafnargönguhópurinn fyrir gönguferð suður í Skerfjafjörð. Farið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20 upp Grófina, með Tjörninni og um Háskólasvæðið suður í Strandastíginn í Skerjafirði, honum fylgt út með firðinum og síðan farið yfir á Valhúsahæð. Síðan inn með ströndinni í Kollafirði í Gömlu höfnina að Hafnarhúsinu. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 88 orð

Góð uppskera af vetrarhöfrum

UM síðustu helgi voru bændur á Hunkubökkum í Vestur-Skaftafellssýslu að hirða vetrarhafra sem sáð var til í vor. "Það var svo vond tíð í september að við gátum ekki náð þeim," sagði Björgvin Harðarson bóndi. Uppskeran í ár var góð og fékkst mun meira en fyrri ár. "Það er frekar óvenjulegt að við séum að slá hafra svona seint," sagði hann. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð

Grunur beinist að rafmagni

RANNSÓKN á brunanum í Hafbjörgu ÁR 15 frá Þorlákshöfn er að mestu lokið hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík. Endanlegar niðurstöður hafa þó ekki fengist á rannsókn á orsökum brunans, en grunur leikur á að kviknað hafi í út frá rafmagni. Rafmangstafla bátsins er til sérstakrar rannsóknar hjá rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu en niðurstöður eru ekki komnar. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 66 orð

Göng undir Reykjanesbraut

UNNIÐ er að framkvæmdum við undirgöng fyrir gangandi vegfarendur undir Reykjanesbraut á milli Öldugötu og Kaldárselsvegar í Hafnarfirði. Verkið er vandasamt vegna þess að á gatnamótunum er aðalvatnsæð Hafnfirðinga og færa þarf háspennustreng rafveitunnar. Undirgöngin eru þó talin nauðsynleg vegna tíðra slysa og fór verkið af stað eftir hörmulegt banaslys í vor. Meira
6. október 1999 | Erlendar fréttir | 551 orð

Haider gerir tilkall til stjórnarþátttöku

RÍKISSTJÓRN Austurríkis sagði formlega af sér í gær, í kjölfar mikils fylgistaps flokkanna tveggja sem að henni stóðu í þingkosningum um helgina. Hún mun samt vera áfram við stjórnvölinn til bráðabirgða, unz ný hefur verið mynduð. Jörg Haider, leiðtogi hins hægrisinnaða Frelsisflokks sem jók fylgi sitt til muna í kosningunum, lýsti yfir tilkalli sínu til setu í næstu ríkisstjórn. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 115 orð

Handaskurðlæknar hætta á SHR

BÁÐIR handaskurðlæknarnir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafa sagt upp störfum. Eru þeir einu handaskurðlæknarnir sem starfa á landinu, ásamt einum til viðbótar sem starfar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Jóhannes M. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 210 orð

Há tíðni lungnakrabbameins

LUNGNAKRABBAMEIN er tíðara meðal iðnverkakvenna en annarra og sama má segja um krabbamein í leghálsi. Ýmis önnur krabbamein, t.d. í ristli, þvagblöðru, heila, bandvef og í blóðfrumnamyndandi kerfi voru einnig tíðari meðal iðnverkakvenna en þær niðurstöður voru ekki tölfræðilega marktækar. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Hólmfríðar K. Meira
6. október 1999 | Landsbyggðin | 408 orð

Héraðsskólinn í Reykholti færður í upprunalegt útlit

Reykholti-Nú er unnið að því að fjarlægja vinnupalla af framhliðum gamla Héraðsskólans í Reykholti, en viðgerðir á húsinu hafa staðið yfir undanfarna mánuði. Leitast hefur verið við að færa útlit hússins sem næst upprunalegri mynd og hefur það verið málað í hvítum og ljósgráum litum. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

Hvaðan koma Finnar?

SUOMI-félagið heldur upp á hálfrar aldar afmæli sitt laugardaginn 9. október með fagnaði sem hefst kl. 19 í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11. Gestur félagsins verður prófessor Esko Häkli, yfirbókavörður Háskólabókasafnsins í Helsingfors, sem flytur hátíðarræðu um efnið "Hvaðan koma Finnar ­ uppruni Finna?" Auk þess flytur formaður félagsins, Hjörtur Pálsson, ávarp, Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 710 orð

Hver er kjarni deilunnar?

Mannréttindaskrifstofa Íslands stendur í dag fyrir málstofu um þjóðréttarstöðu Austur-Tímor. Málstofan hefst klukkan 17.15 í Litlu-Brekku, sal Lækjarbrekku, og er öllum opin og ókeypis. Fyrirlesari er Margrét Heinreksdóttir lögfræðingur. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 140 orð

Hætt við skýrslutökur fyrir dómi

EKKERT varð úr fyrirhuguðum skýrslutökum fjögurra gæsluvarðhaldsfanga í stóra fíkniefnamálinu fyrir dómi í gær. Hafði lögreglustjóraembættið fengið heimild til að taka skýrslu af fjórum sakborningum, sem handteknir voru saman hinn 10. september og hafa setið lengst í gæsluvarðhaldi af þeim níu mönnum sem eru í varðhaldi. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

Íslenskur barnavefur opnaður

ELLEFU ára nemendur í Austurbæjarskóla opnuðu á mánudag Vitann, Barnavef Ríkisútvarpsins, sem er tilraunaverkefni styrkt af Menningarsjóði útvarpsstöðva. Með Vitanum fer af stað tilraun til að bjóða íslenskt efni fyrir börn á Netinu. Auk þess verður útvarpsþáttur í tengslum við barnavefinn á dagskrá Rásar eitt alla virka daga klukkan 19. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 513 orð

Jarðskjálfta- og vatnsmælar í stöðugu sambandi

SÉRFRÆÐINGAR og tæknimaður frá Veðustofu Íslands vinna nú að uppsetningu síritandi jarðskjálftamælis við Láguhvola rétt sunnan við Vatnsrásarhöfuð skammt frá Höfðabrekkujökli. Er mælinum komið fyrir eins nálægt Kötlu og mögulegt er á láglendi, Meira
6. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 110 orð

Júdódeild KA fær ÍSÍ- bikarinn

BRYNJAR Helgi Ásgeirsson tók á dögunum við ÍSÍ-bikarnum sem Júlíus Hafstein fyrrverandi formaður Júdósambandsins afhenti til minningar um föður hans, Ásgeir Arngrímsson. Ásgeir lést af slysförum í desember á síðasta ári, en hann var m.a. stjórnarmaður í Júdósambandinu og í stjórn júdódeildar KA. Brynjar Helgi hefur æft júdó með KA um árabil og er landsliðsmaður í 66 kílóa flokki. Meira
6. október 1999 | Erlendar fréttir | 336 orð

"Kjarnaoddi" eytt í háloftunum

TALSMAÐUR Bandaríkjahers skýrði frá því á sunnudag, að tilraun með nýtt vopn til að verjast eldflaugum hefði tekist mjög vel. Sagði hann, að nýja vopnið yrði hugsanlega uppistaðan í bandarísku eldflaugavarnakerfi en William Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði, að ákvarðanir um það yrðu ekki teknar fyrr en einhvern tíma á næsta ári. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 276 orð

Klakveiðin gengur vel

VEIÐI er lokið í Stóru Laxá í Hreppum og veiddust um 170 laxar. Það er mun lakara en oft áður, en svona tölur hafa þó oft sést í ánni og raunar er með ólíkindum hversu vel aflaðist miðað við hve stór hluti veiðitímans var ónýtur vegna hlaupvatns í Hvítá og Ölfusá sem tafði göngur langt fram eftir sumri. Það var drjúg veiði um haustið sem bjargaði því sem bjargað varð. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 146 orð

Lágmarkslaun verði 120 þúsund

SAMNINGANEFND stéttarfélagsins Samstöðu á Blönduósi fundaði sl. mánudag og samþykkti áherslur í komandi kjarasamningum. Í þeim er m.a. kveðið á um að lágmarkslaun verði kr. 120 þúsund á mánuði, skattleysismörk hækki í kr. 100 þúsund og að dregið verði stórlega úr tekjutengingu verðandi ýmsar bótagreiðslur, með það fyrir augum að tryggja kjör bótaþega. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 551 orð

Leggja fram frumvarp um dreifða eignaraðild að bönkum

UMHVERFISMÁL, byggðamál og opinber þjónusta og einkarekstur eru meðal þeirra mála sem þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs telur mikilvægt að komi sem fyrst til umræðu á yfirstandandi löggjafarþingi. Þetta kom m.a. fram á blaðamannafundi þingflokksins sem haldinn var í gær en þá voru kynnt þau þingmál sem þingmenn flokksins hafa lagt fram á Alþingi í þessari viku. Meira
6. október 1999 | Erlendar fréttir | 498 orð

Lítilla breyt inga vænzt

KEIZO Obuchi, forsætisráðherra Japans, kynnti í gær nýja ríkisstjórn sína eftir róttæka uppstokkun í kjölfar þess að þriðji flokkurinn bættist í stjórnarsamstarfið. Nokkur gamalkunn andlit halda sér í lykilembættum og lítilla breytinga er vænzt á efnahagsstefnunni. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 499 orð

Losun á flúori yfir mörkunum í apríl

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Samtökunum um óspillt land í Hvalfirði: "SÓL í Hvalfirði hafa farið yfir skýrslur um umhverfisvöktun á Grundartanga í Hvalfirði frá september 1997 til júní á þessu ári ásamt skýrslu Norðuráls um árangur mengunarvarna á 1. og 2. ársfjórðungi 1999. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 204 orð

Lögleg en banvæn neysluvara

ALÞJÓÐAHEILBRIGÐISSTOFNUNIN hefur spáð því að af þeim sem búa nú í Evrópu muni að minnsta kosti 100 milljónir deyja af völdum tóbaks ef ekki dregur úr neyslu þess. Þá er sýnt að u.þ.b. þrjár milljónir manna deyi árlega í heiminum vegna afleiðinga af notkun tóbaks, að tóbak valdi 20% allra dauðsfalla í Evrópu, Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Menntaskólinn við Sund 30 ára

MENNTASKÓLINN við Sund á 30 ára afmæli nú í haust. Af því tilefni var haldin afmælishátíð í skólanum um helgina og söfnuðust þar saman bæði núverandi og fyrrverandi nemendur og kennarar. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 491 orð

Miðar að fjölgun farþega á viðskiptamannafarrými Flugleiða

FLUGLEIÐIR og SAS tilkynntu samtímis í Reykjavík og Stokkhólmi í gær um samning sem fyrirtækin hafa gert sín á milli um aukið samstarf í flugi á milli Skandinavíu og Bandaríkjanna. Í samningnum felst að allt flug Flugleiða milli höfuðborga SAS-landanna þriggja og þriggja borga í Bandaríkjunum verður í nafni beggja félaganna. Meira
6. október 1999 | Landsbyggðin | 260 orð

Mikill mannfjöldi í hrossaréttum í Víðidal

Hrossarétt Víðdælinga í Húnaþingi vestra var haldin laugardaginn 2. október. Að vanda var samankominn mikill mannfjöldi til að hittast við hefðbundna athöfn í sveitinni. Veðrið lék nú ekki við mannfólkið, norðan kaldi og hitinn 4-5 stig. Það var mál manna að Víðidalsrétt sé mesta hrossaréttin á landinu, með 800-1.000 hross. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

Myndakvökld um skordýr

ODDUR Sigurðsson mun halda myndakvöl á vegum Líffræðifélags Íslands, miðvikudaginn 6. október, og er yfirskrift þess: Skordýr. Þar mun Oddur sýna eigin myndir af skordýrum, teknar hér á landi síðustu 10 árin. "Þarna er gott tækifæri til að fá örlitla innsýn í heim skordýra, heim sem er nýstárlegur og næsta framandi fyrir venjulegt fólk," segir í fréttatilkynningu. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 65 orð

Ný fönsku námskei Alliance Française

ALLIANCE Française hefur lengt opnunartíma og aukið fjölbreytni í námskeiðum, og er nú opið frá kl. 11 til kl. 18. Auk kvöldnámskeiða er einnig í boði frönsku námskeið síðdegis sem sérstaklega eru ætluð börnum og eldri borgurum. Námskeiðin sem verða haldin einu sinni í viku hefjast 11. október og standa til 18. desember. Upplýsinginar eru veittar hjá Alliance Française, Austurstræti 3. Meira
6. október 1999 | Erlendar fréttir | 177 orð

Ofbeldi, EMU og Færeyjar meginefnið

"Án tillits til þess hvaða leið Færeyingar velja, munu Danir reyna að gera sitt besta," sagði Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, í stefnuræðu sinni við þingsetningu í gær. Hann varði drjúgum tíma í lokin til að ræða færeysk-dönsk málefni en einnig gerði hann Evrópska myntbandalaginu, EMU, og ofbeldi og innflytjendum góð skil. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Opið hús hjá RK á Hverfisgötu

FRÁ OG með 7. október verður opið hús á fimmtudögum frá kl. 14­17 í Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins á Hverfisgötu 105. Þar getur fólk komið saman og unnið handverk af ýmsu tagi til styrktar góðum málstað, segir í fréttatilkynningu. Margs konar verkefni eru á dagskrá en 7. október verður byrjað með haustskreytingar, pappírsgerð og hekl. Fleiri verkefni, s. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 162 orð

Reykjagarður hf. festir kaup á kælitækjum frá Kælitækni ehf.

UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur á milli Kælitækni ehf. og Reykjagarðs hf. sem framleiðir Holtakjúkling um kaup á kælibúnaði fyrir kjúklingasláturhúsið á Hellu. Markmiðið með kaupum á búnaðinum er að auka gæði kælingar á kjúklingakjöti eftir slátrun og bæta geymsluþol vörunnar. Um er að ræða búnað sem Kælitækni ehf. framleiðir í samstarfi við norska aðila. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð

Réttur samkynhneigðra foreldra og barna þeirra

FÉLAG samkynhneigðra stúdenta (FSS) við Háskóla Íslands boðar til fundar sem ber yfirskriftina "Réttur samkynhneigðra foreldra og barna þeirra". Fundurinn er haldinn fimmtudaginn 7. október í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101, kl. 12.05. Framsöguerindi flytja dr. Rannveig Traustadóttir, dósent, Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur, Þorgerður K. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 121 orð

Roger Whittaker til Íslands

HINN heimskunni söngvari Roger Whittaker er væntanlegur til landsins í febrúar á næsta ári. Mun hann halda þrenna tónleika á veitingastaðnum Broadway, dagana 1., 2. og 4. febrúar. Roger Whittaker fæddist í Nairobi íKenýa árið1936. Hannkom fyrstfram á tónleikum árið1958 og hefur síðan komið fram á tónleikum og ísjónvarpi umallan heim. Meira
6. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 476 orð

Sameiginlegur draumur að eiga lið í úrvalsdeild

FORMENN íþróttafélaganna Þórs og KA á Akureyri voru boðaðir á fund Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra fyrir helgi þar sem hann viðraði m.a. þá hugmynd að félögin sendu fram sameiginlega keppnislið í meistaraflokkum í handbolta og fótbolta. Málið var rætt á stjórnarfundum félaganna í vikunni og þar var samþykkt að skipa viðræðuhóp til að fara yfir hugmyndir bæjarstjóra. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 262 orð

Sameining er ekki endilega á döfinni

VIÐ fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær spurði Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar, hvort túlka bæri ummæli sem Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra lét falla á mánudagskvöld, við umræður um stefnuræðu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, á þann veg að ríkisstjórnin stefndi að sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 232 orð

Samfylkingin verður í Þórshamri

RANNVEIG Guðmundsdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, kveðst í samtali við Morgunblaðið hafa orðið fyrir vonbrigðum með þá ákvörðun forseta Alþingis, Halldórs Blöndals, að verða ekki við þeirri ósk þingflokks Samfylkingarinnar um að fá starfsaðstöðu í Alþingishúsinu. Meira
6. október 1999 | Erlendar fréttir | 258 orð

Semja um opnun öruggs vegar

ÍSRAELAR og Palestínumenn undirrituðu í gær samkomulag um opnun "öruggrar leiðar" milli sjálfsstjórnarsvæða Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Verður vegurinn opnaður í næstu viku og geta Palestínumenn þá í fyrsta sinn ferðast að vild milli svæðanna. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 264 orð

SÍF semur við Wal-Mart keðjuna

SÍF hefur samið við bandarísku verslunarkeðjuna Wal-Mart í Bandaríkjunum um þjónustu og vöruúrval, sem getur hentað öllum markaðssvæðum bandarísku keðjunnar. Wal-Mart í Brasilíu hefur keypt um 100 tonn af salfiski frá SÍF á ári en SÍF hefur haft áhuga á að færa enn út kvíarnar á markaðnum vestan hafs og hafði því samband við höfuðstöðvar Wal- Mart með þeim árangri að samningar hafa tekist um aukna Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 511 orð

Spara á tæplega 250 milljónir til áramóta STJÓRNIR sjúkrahúsanna í Reykjavík hafa gripið til margvíslegra aðgerða vegna

STJÓRNIR sjúkrahúsanna í Reykjavík hafa gripið til margvíslegra aðgerða vegna rekstrarvandans sem við blasir, en á Sjúkrahúsi Reykjavíkur vantar á þessu ári um 620 milljónir króna og 750 milljónir á Landspítala. Við þessar tölur bætast um 400 milljónir sem áætlað er að breytingar vegna vinnutímatilskipunar ESB kosti spítalana, en nokkur óvissa er þó enn um þá upphæð. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 190 orð

Sprengja í umræðuna um virkjanamál

"VIÐ teljum brýnt að fá umræðu um virkjanamálin inn á Alþingi á næstu dögum ekki síst eftir þá sprengju sem ríkisstjórnin kastaði inn í umræðuna um þessi mál í gær [fyrradag]," segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar ­ Græns framboðs. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 43 orð

Steingrímur með skyndimyndir

STEINGRÍMUR St. Sigurðsson, listmálari, opnar sína 103. sýningu, heima og erlendis, í dag, í Kaffi Stíg, Rauðarárstíg 43. Þrettán ný verk verða á sýningunni en listamaðurinn gerir auk þess skyndimyndir af fólki á staðnum. Sýningunni lýkur á miðnætti í nótt. Meira
6. október 1999 | Erlendar fréttir | 499 orð

Stjórnaði "Auschwitz Króatíu"

FYRRVERANDI yfirmaður fangabúða í Króatíu á árum seinni heimsstyrjaldar var á mánudag dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir "glæpi gegn mannkyninu, fyrir að vanvirða alþjóðlega sáttmála og fyrir glæpi gegn óbreyttum borgurum". Almennt er talið að maðurinn sé síðasti stríðsglæpamaðurinn frá tímum heimsstyrjaldarnnar sem takast mun að leiða fyrir rétt. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 974 orð

Stjórnvöld sjálf sögð eiga sök á þenslu í ríkisfjármálum

VIÐ fyrstu umræðu fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2000 í gær lýstu flestir þeirra stjórnarandstæðinga, sem tóku til máls á Alþingi, ánægju sinni með það meginmarkmið frumvarpsins að skila tekjuafgangi af ríkissjóði. Meira
6. október 1999 | Erlendar fréttir | 232 orð

Stukku skelfingu lostin af svölunum

RÚMLEGA 100 manns slösuðust þegar jarðskjálfti reið yfir vinsælan ferðamannastað í suðvesturhluta Tyrklands í fyrrinótt, sjö vikum eftir að öflugur skjálfti varð rúmlega 15.800 manns að bana í landinu. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Sýning í Alliance Française

"OPNUN sýningarinnar Skáldsögur/leiðbeiningar verður í salarkynnum Alliance Française föstudaginn 8. október kl. 18. Denis Bouclon, nýr forstöðumaður Alliance Française mun kynna sýninguna og sjálfan sig fyrir félagsmönnum okkar, vinum, nemendum og svo íslenskum blaðamönnum. Meira
6. október 1999 | Miðopna | 1512 orð

TÆKNIHÁSKÓLINN VERÐI SJÁLF STÆÐ STOFNUN

TÆKNIHÁSKÓLINN VERÐI SJÁLF STÆÐ STOFNUN Menntamálaráðherra hefur veitt Samtökum iðnaðarins og ASÍ umboð til að taka að sér rekstur Tækniskóla Íslands og viðræður eru að hefjast milli Háskóla Íslands og Samtaka iðnaðarins um stofnun tækniháskóla. Meira
6. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 179 orð

Velheppnaðir tónleikar í Grímsey

RÓMANTÍSKIR, glaðlegir og í senn djassaðir tónar fylltu félagsheimilið Múla í Grímsey nú nýlega. Þá fóru fram lokatónleikar þeirra Önnu Sigríðar Helgadóttur söngkonu og Aðalheiðar Þorsteinsdóttur píanóleikara, en tónleikaför sína um Norðurland hófu þær í síðustu viku undir yfirskriftinni "Íslensk söng- og dægurlög fyrri ára. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Vestfirsk menningarvaka í Gjábakka

VESTFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík stendur fyrir menningarvöku þar sem Vestfirðingar búsettir syðra miðla gestum fróðleik og kitla hláturtaugarnar. Menningarvakan verður í Gjábakka, sem er félagsheimili eldra fólks í Kópavogi og er, í Fannborg 8, fimmtudaginn 7. október og hefst kl. 20. Meira
6. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

Vestnorrænar þjóðir á tímum hraðfara breytinga

VESTNORRÆNAR þjóðir á tímum hraðfara breytinga er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður á Fiðlaranum á Akureyri dagana 7. til 8. október næstkomandi. Ráðstefnan er skipulögð af Háskólanum á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar í samvinnu við háskólana í Grænlandi og Færeyjum. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Viðurkenndi þátt sinn í ráninu

TVÍTUGUR piltur hefur viðurkennt við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Reykjavík að hafa átt þátt í að ræna pitsusendil í Hraunbæ á sunnudaginn. Pilturinn var í hópi fjögurra ungra manna sem sátu fyrir sendlinum, en tveir þeirra höfðu sig mest í frammi, hótuðu honum og rændu af honum eitt þúsund krónum. Meira
6. október 1999 | Landsbyggðin | 142 orð

Viðurkenningar fyrir góða umgengni

Rangárvallahreppi-Umhverfisnefnd Rangárvallahrepps veitti nýverið viðurkenningar fyrir góða umgengni og snyrtimennsku á nokkrum stöðum í hreppnum. Fyrir fallegasta garðinn á Hellu hlutu viðurkenningu hjónin Þóranna Finnbogadóttir og Geir Tryggvason fyrir garð sinn á Þrúðvangi 29. Fyrir snyrtilegustu sumarhúsalóðina í hreppnum hlaut Sigrún S. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 272 orð

Vilja kanna verðlag á grænmeti

SAMFYLKINGIN hyggst á næstu dögum leggja fram á Alþingi beiðni til landbúnaðarráðherra um skýrslu um grænmetismarkaðinn á Íslandi. Að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, er tilgangur beiðnarinnar sá að ná fram hvernig verð og neysla á grænmeti hefur þróast hér á landi á undanförnum árum, m.a. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 236 orð

Vilja samninga til langs tíma

RAFIÐNAÐARSAMBAND Íslands ályktaði á kjaramálaráðstefnu sambandsins sl. helgi að kjarasamningar til lengri tíma væru frekar til þess fallnir að stuðla að stöðugleika og stígandi kaupmætti en stuttir samningar. Ráðstefna RSÍ telur að með sameiginlegu átaki eigi að vera hægt að jafna efnahagssveiflur. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 178 orð

Vilja stækka skólann

SKÓLANEFND Menntaskólans í Kópavogi (MK) hefur sent bæjaryfirvöldum beiðni, þar sem farið er fram á að skólinn verði stækkaður um 3.000 fermetra. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Margréti Friðriksdóttur skólastjóra. Meira
6. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 317 orð

Væntingar um meiri sölu á næsta ári

VALGERÐUR Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Fóðurverksmiðjunnar Laxár á Akureyri, væntir þess að á næstu misserum muni sala á fiskfóðri sem framleitt er í verksmiðjunni til Færeyja aukast. Unnið er að því þessa dagana að framleiða fóður sem sent verður til Funning Laks t.f. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 836 orð

Þokkaleg nýting hjá Sumarbyggð hf.

TÍU íbúðir í Súðavík voru leigðar út gestum og gangandi í sumar en í fyrra var stofnað fyrirtækið Sumarbyggð hf. um rekstur íbúðanna. Súðavíkurhreppur lagði fram nokkrar íbúðir sem hlutafé og 28 einstaklingar lögðu fram hlutafé á móti. Dagbjört Hjaltadóttir annast rekstur félagsins og segir hún nýtingu hafa verið góða í sumar og ljóst að starfseminni verði haldið áfram á sömu braut. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð

Þrír menn yfirheyrðir

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók tvo menn á fimmtugsaldri í fyrrakvöld í tengslum við rannsókn Hafnarfjarðarlögreglunnar á innbroti í flutningaskip í Hafnarfjarðarhöfn á sunnudagskvöld. Lögreglan í Hafnarfirði hafði gefið út handtökuskipun á mennina. Einn maður til viðbótar á fimmtugsaldri, sem ekki var í hópi hinna grunuðu, var yfirheyrður af lögreglu en öllum mönnunum hefur verið sleppt. Meira
6. október 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál verða á dagskrá: 1. Fjárlög 2000. Frh. 1. umræðu. (Atkv.gr.) 2. Vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. Fyrsta umræða. 3. Skattfrelsi norrænna verðlauna. Fyrsta umræða. 4. Tekjuskattur og eignarskattur. Fyrsta umræða. 5. Utandagskrárumræða um aðgang að sjúkraskýrslum. Ráðgert er að hún hefjist um kl. 15.30. Meira

Ritstjórnargreinar

6. október 1999 | Staksteinar | 307 orð

Bakstungan mikla

BAKSTUNGAN mikla er fyrirsögn á grein í Vefriti Grósku, sem er vefblað ungra Samfylkingarmanna á veraldarvefnum. Þar er grein Árna Þórs Sigurðssonar varaþingmanns Samfylkingarinnar í Morgunblaðinu á dögunum gerð að umtalsefni og virðast sárindi talsverð. Meira
6. október 1999 | Leiðarar | 619 orð

VERÐSAMANBURÐUR MILLI LANDA

VAXANDI óánægju gætir víða með mismunandi vöruverð eftir löndum. Í smækkandi heimi er óviðunandi fyrir neytendur, að mikill verðmunur sé milli ríkja og taka verður tillit til þess, að almenningur hefur í dag mun betri aðstöðu til þess að fylgjast með verðlagi. Í framtíðinni má því búast við, að fólk sætti sig ekki við það, sem einu sinni þótti sjálfsagt, að það væri "dýrt að vera Íslendingur". Meira

Menning

6. október 1999 | Fólk í fréttum | 586 orð

Á Unglist fær listsköpun allra menningarkima að njóta sín

UNGLIST, listahátíð ungs fólks, hefur verið árviss viðburður á haustdögum í Reykjavík síðan árið 1992 og sett fjörlegan og listrænan svip á borgarbraginn. Hátíðin stendur yfir í tíu daga en einstakar sýningar á hennar vegum verða þó uppi fram í jólamánuðinn. Meira
6. október 1999 | Fólk í fréttum | 65 orð

Domingo fagnað í Mexíkó

SPÆNSKI hetjutenórinn Placido Domingo sést hér veifa til ljósmyndara á blaðamannafundi á mánudaginn, en tilefnið var útgáfa nýjustu plötu hans sem ber nafnið "100 years of Mariachi". Á nýju plötunni flytur Domingo þekkt mexíkósk "mariachi"-lög eftir þekkt tónskáld heimamanna, tónskáld eins og Jose Alfredo Jimenez. Meira
6. október 1999 | Menningarlíf | 160 orð

Einhverfir sýna á Mokka

Á MOKKAKAFFI, Skólavörðustíg, stendur yfir sýning á pastel- og vatnslitamyndum Sigurðar Þórs Elíassonar og Gísla Steindórs Þórðarsonar, en þeir eru báðir einhverfir, heyrnarlausir og þroskaheftir. Þeir hafa báðir sótt námskeið hjá Öldu Sveinsdóttur. Sigurður Þór er fæddur árið 1964 á Neskaupstað. Meira
6. október 1999 | Fólk í fréttum | 445 orð

Elvis sviðsspaugsins

Andy Kaufman Revealed! Höf: Bob Zmuda og Matthew Scott Hansen. Útg: Little, Brown and Company, 1999. Bókin er 306 blaðsíður, fæst í Bóksölu stúdenta og kostar 2.896 krónur. ÞAÐ kannast líklega einhverjir við nafnið Andy Kaufman úr R.E.M.-laginu Man on the Moon. Meira
6. október 1999 | Fólk í fréttum | 101 orð

Er Robbie skemmtilegur?

JOANNA Lumley er konan sem flestir Bretar vilja umgangast á meðan þeir vilja forðast William Hague í lengstu lög, samkvæmt nýrri könnun á því hvað Bretum finnst skemmtilegt. Lumley hafði betur en kynbomburnar Denise van Outen og Zoe Ball og hafnaði í efsta sæti könnunarinnar hjá 24% karlmanna. Meira
6. október 1999 | Bókmenntir | 658 orð

Fljótamenn á 19. öld

Tímabilið 1850­1890, VII. bindi. Aðalhöfundur: Guðmundur Sigurður Jóhannsson. Umsjón og ritstjórn: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1999, 339 bls. ÞETTA bindi Skagfirzkra æviskráa er hið fjórtánda í röð hins mikla æviþáttasafns þeirra Skagfirðinga. Fjögur bindi hafa komið út fyrir tímabilið 1890 1910. Meira
6. október 1999 | Bókmenntir | 341 orð

Frelsið í skóginum

eftir Arto Paasilinna. Guðrún Sigurðardóttir þýddi. Mál og menning 1999 ­ 160 síður. ARTO Paasilinna er meðal þeirra finnsku höfunda samtímans sem vinsælda njóta víða, enda þýddur á mörg tungumál. Paasilinna er kannski ekki einn þeirra höfunda sem beinlínis eru taldir í fararbroddi í heimalandi sínu, en menn geta verið sammála um að hann skrifar læsilega og er oft hugkvæmur. Meira
6. október 1999 | Menningarlíf | 71 orð

Gitar Islancio leikur á Puccini

TRÍÓ Gitar Islancio leikur á djasskvöldi á Kaffi Puccini, Vitastíg 10, í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21.30. Tríóið er skipað þeim Birni Thoroddsen, gítar, Gunnari Þórðarsyni, gítar og Jóni Rafnssyni, kontrabassa. Flutt verður gítartónlist 20. aldarinnar, djass, blús, latin og þjóðlög. Á efnisskránni eru m.a. Meira
6. október 1999 | Fólk í fréttum | 426 orð

Gæludýr á framandi plánetu

Nick and the Glimmung, barnasaga eftir Philip Kendred Dick. Bókin var skrifuð 1966, en kom ekki út fyrr en 22 árum síðar. 141 bls. og kostaði 7,95, ríflega 800 kr., í Bananabókabúðinni í Covent Garden í Lundúnum. Victor Gollancz gaf út. Meira
6. október 1999 | Fólk í fréttum | 219 orð

Heillandi heimur bandarískra unglinga

VINSÆLASTA mynd vikunnar er nýja unglingamyndin American Pie en hún hefur notið mikilla vinsælda vestanhafs. Myndin í öðru sætinu á sér einnig dygga stuðningsmenn af yngri kantinum en þar er sprellistelpan sænska, Lína Langsokkur, mætt í annað skiptið en þessi kjarkmikli rauðhærði stelpuhnokki hefur lengi heillað ungu kynslóðina. Meira
6. október 1999 | Menningarlíf | 399 orð

Hvetur til framleiðslu á leiknu efni

Á aðalfundi Leikskáldafélags Íslands sem haldinn var á dögunum komu fram eindregnar skoðanir félagsmanna um að hvetja sjónvarpsstöðvarnar íslensku til aukinnar framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni og voru eftirfarandi ályktanir samþykktar þar að lútandi. Meira
6. október 1999 | Menningarlíf | 63 orð

Hægan Elektra í Þjóðleikhúsinu

Hægan Elektra í Þjóðleikhúsinu ÆFINGAR hófust fyrir helgina á hinu nýja leikriti Hrafnhildar Guðmundsdóttur Hagalín, Hægan Elektra, sem frumsýnt verður á Litla sviði Þjóðleikhússins í lok janúar. Meira
6. október 1999 | Fólk í fréttum | 437 orð

Í keppnina um andlit næstu aldar

GUÐRÚN Ágústa Kjartansdóttir, sextán ára, var kosin á föstudagskvöldið til að taka þátt í stærstu fyrirsætukeppni veraldar, Metropolitan-keppninni, sem haldin verður í París í nóvembermánuði. Þema keppninnar er andlit næstu aldar og mun því sú stúlka sem hana vinnur væntanlega prýða margar forsíður tískurita. Meira
6. október 1999 | Myndlist | 530 orð

Í víðtækustu merkingu

Til 10. október. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14­18. EKKI er nema ein vika eftir af frábærri sýningu Kristjáns Guðmundssonar í Ingólfsstræti 8. Þar sýnir hann málverk, teikningar og fjölfeldi, eða smækkuð multiples af málverkunum, en málverkin og fjölfeldin eru lágmyndir sem settar eru saman úr rúðugleri og rúðugerðarefni. Meira
6. október 1999 | Menningarlíf | 72 orð

Judith Gans með söngnámskeið í Ými

BANDARÍSKA sópransöngkonan Judith Gans verður með Masterclass í Ými dagana 8. og 9. október á vegum Nýja söngskólans Hjartansmál. Judith Gans söng íslensk einsöngslög inn á geislaplötu við píanóundirleik Jónasar Ingimundarsonar sem kom út sl. vor. Hún hefur í þrígang haldið tónleika hér á landi og verið með söngnámskeið. Meira
6. október 1999 | Fólk í fréttum | 257 orð

Kastalahóf Vilhjálms

VILHJÁLMUR Bretaprins hefur boðið nokkrum íðilfögrum stúlkum í árþúsundafögnuð sinn í Windsor-kastala í grennd við London, að því er slúðurblaðið Sun greindi frá á þriðjudag. Kom fram að Elísabet Bretadrottning hefði gefið 17 ára sonarsyni sínum leyfi til þess að halda gleðskap í kastalanum sem er nærri Eton-framhaldsskólanum þar sem hann stundar nám. Meira
6. október 1999 | Fólk í fréttum | 110 orð

Keyrði á konu Moore

CHRISTINA Tholstrup, kærasta breska leikarans Roger Moore, þurfti að fara inn á spítala á laugardaginn eftir að bílstjóri bakkaði á hana fyrir utan Régine næturklúbbinn í París. Farið var með Tholstrup á spítala í Neuilly vegna höfuðáverka en búist er við að hún nái sér að fullu. Parið hafði ráðið bílstjórann til að aka þeim um París en ekki fór betur en raun bar vitni. Meira
6. október 1999 | Menningarlíf | 106 orð

Kuran Swing á Álafossföt best

MENNINGARSAMKOMUR vetarins á Álafossföt best í Mosfellsbæ hefjast með tónleikum Kuran Swing fimmtudagskvöldið 7. október kl. 22.15. Næstu tónleikar verða 21. október og bera yfirskriftina "Á írskum nótum". 4. nóvember leika Guitar Islancio lög úr ýmsum áttum, þ.ám. útsetningar á íslenskum þjóðlögum. Lokatónleikarnir í röðinni verða svo 18. Meira
6. október 1999 | Fólk í fréttum | 96 orð

Láta gott af sér leiða

ÍÞRÓTTAANDI sveif yfir vötnum á Barnaspítala Hringsins á laugardaginn var þegar meistaraflokkur KR ásamt þjálfurum og aðstandendum mætti til að færa spítalanum peningagjöf. Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, segir að hugmyndin að því að styrkja Barnaspítalann hafi komið upp strax í vor, en leikmenn gáfu hluta af bónusgreiðslum sínum fyrir sumarið, 180 þúsund krónur. Meira
6. október 1999 | Menningarlíf | 35 orð

Lesið úr nýrri bók í Gerðarsafni

ÞÓRÐUR Helgason, rithöfundur og ljóðskáld, les úr nýrri unglingabók sinni, Allir fyrir einn, á morgun, fimmtudag, kl. 17. Upplesturinn er á vegum Ritlistarhóps Kópavogs og fer fram í Kaffistofu Gerðarsafns. Meira
6. október 1999 | Tónlist | 845 orð

Listrænn Liszt

Alain Lef`evre lék verk eftir Franz Liszt og umritanir Liszts á verkum annarra tónskálda. Sunnudagskvöld kl. 20.30. FRANZ Liszt var ekki bara tónskáld og frábær píanóleikari. Mikilvægi hans í tónlistarsögunni liggur alveg jafnt í því, að hann var einn besti "agent" annarra tónskálda lífs og liðinna sem um getur. Meira
6. október 1999 | Myndlist | 631 orð

maggog· abb í oneoone

til 12. október. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 12­19; laugardaga frá kl. 12­16; og sunnudaga frá kl. 14­17. ÁÐUR hefur verið getið þess ágæta framtaks fataverslunarinnar Gallerí 101, við Laugaveg, að sýna myndlist í salarkynnum sínum. Meira
6. október 1999 | Fólk í fréttum | 173 orð

McCartney ánægður með Lennon

BÍTILLINN Paul McCartney hefur ekkert nema gott um það að segja að Liam Gallagher, söngvari Oasis, og eiginkona hans og leikkonan Patsy Kensit skírðu son sinn eftir John Lennon. McCartney sagði það viðeigandi fyrir þennan svarta sauð breskrar popptónlistar til að heiðra Lennon. "Mér finnst þetta fallegt nafn og virðingarvert uppátæki. Meira
6. október 1999 | Myndlist | 520 orð

Óbyggðir listarinnar

Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá 11­17. Sýningin stendur til 28. nóvember. LANDSLAGIÐ hefur verið áberandi í íslenskri list og virðist áhuginn á því ekki dofna. Hver ný kynslóð finnur nýjan flöt á þessu viðfangsefni og endurnýjar þannig tengsl lista og náttúru. Meira
6. október 1999 | Bókmenntir | 521 orð

Óreiða í innheimum

eftir Halldór Ásgeirsson, Silver Press, 1999 ­ 81 bls. ÖLL listsköpun er í eðli sínu skráning hvað sem sú fullyrðing segir um listgildi verka. Ég hygg það vera eitt af sérkennum nútímalistar að gera ekki stóran greinarmun á ytri veruleika og þeim innri hvað þessa skráningu varðar. Módernískar stefnur eru býsna líkar hvað þetta áhrærir. Meira
6. október 1999 | Myndlist | 399 orð

Óskir og hugdettur

Til 10. október. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12­18. Aðgangur kr. 200. EILÍTIÐ skondinn texti fylgir einblöðungi Ingu Rósu Loftsdóttur, sem sýnir um þessar mundir í kjallara Listasafns Kópavogs. Hann endar á eftirfarandi orðum: "Nú verður hver og einn að túlka verkin á sinn hátt. Meira
6. október 1999 | Menningarlíf | 189 orð

Sjálfstætt fólk á fjalirnar ná ný

Í Þjóðleikhúsinu eru að hefjast á ný sýningar á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness í leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur. Leikritið skiptist í tvo hluta, Bjart og Ástu Sóllilju, sýningar á fyrri hlutanum hefjast fimmtudag 7. október og á síðari hluta föstudag 8. október. Meira
6. október 1999 | Menningarlíf | 313 orð

Sjónþing, ritþing, sýningar og tónleikar

Í GERÐUBERGI er hafin vetrardagskrá og kennir þar að vanda ýmissa grasa. Nú þegar hefur bæði verið haldið sjónþing og ritþing, hið fyrra helgað myndlist Þorvaldar Þorsteinssonar og hið síðarnefnda rithöfundarferli Guðrúnar Helgadóttur. Meira
6. október 1999 | Fólk í fréttum | 343 orð

Skrautlegt vor hjá Dior

TÍSKUVIKAN í París stendur nú sem hæst og í gær sýndi breski tískuhönnuðurinn John Galliano hugmyndir sínar að tískunni fyrir vorið 2000. Galliano er einn helsti hönnuður hins virta franska tískuhúss, Christian Dior, en þessi fjörugi Breti hefur heldur betur hrist þar upp í hefðinni, Meira
6. október 1999 | Menningarlíf | 683 orð

Staldrað við, skoðað og spurt Bókastefnunni í Gautaborg er nýlokið. Í þessari fyrri grein þaðan staldrar Jenna Jensdóttir við á

ÞAÐ nærir hugann að ganga um hið víðfeðma sýningarsvæði á Bókastefnunni í Gautaborg 16.­19. sept. sl., svo margt skemmtilegt og fróðlegt er að sjá og heyra. Í raun er hér allt áhugavert af því bak við hverja uppsetningu og gjörninga er maðurinn sjálfur, sem lagt hefur hugvit og orku í að gera allt sem best úr garði. Meira
6. október 1999 | Fólk í fréttum | 164 orð

Stofnun Slysavarnafélagsins Sjálfsbjargar

ÞAÐ var fjölmennt í stórveislu í Laugardalshöllinni á laugardaginn þegar haldið var upp á stofnun Slysavarnafélagsins Sjálfsbjargar. Veitingamenn Múlakaffis sáu um veitingar fyrir u.þ.b. 2.600 manns og eins og sjá má af yfirlitsmynd yfir salinn má gera ráð fyrir að mikið hafi verið að gera hjá matreiðslumeisturunum. Meira
6. október 1999 | Menningarlíf | 214 orð

Svanurinn kemur út á Ítalíu

NÝLEGA tókust samningar um útgáfu Svansins eftir Guðberg Bergsson við il Saggiatore á Ítalíu og verður ítalska útgáfan sú 10. erlenda, en áður hefur bókin komið út í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Danmörku, Svíþjóð og Tékklandi, auk þess sem hún kemur út í Brasilíu og Búlgaríu í haust. Meira
6. október 1999 | Menningarlíf | 423 orð

Tangó fyrir tríó

TANGÓTÓNAR munu óma í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í kvöld en þar leika þau Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Izumi Tateno píanóleikari tangótónlist eftir Astor Piazzolla og Nazareth í tilefni af útgáfu geisladisks tríósins með tangótónlist Piazzolla í Japan og á Íslandi. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Meira
6. október 1999 | Fólk í fréttum | 1332 orð

Tilbúin gull allt í kring

Við upptökur kvikmyndarinnar Í faðmi hafsinseftir Jóakim Reynisson og Lýð Árnason þjónuðu Flateyrarbær og nágrenni hans sem eitt allsherjar kvikmyndaver. Egill Egilsson fylgdist grannt með. Meira
6. október 1999 | Menningarlíf | 445 orð

Ungir íslenskir danshöfundar og frumsamin tónlist

MIKIL fjölbreytni einkennir vetrardagskrá Íslenska dansflokksins að þessu sinni, að sögn Katrínar Hall, listdansstjóra. Þátttaka í verkefnum tengdum menningarborgum Evrópu árið 2000 setur einnig svip sinn á vetrarstarfið. Meira
6. október 1999 | Menningarlíf | 94 orð

Veggmynd afhjúpuð í Leifsstöð

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra afhjúpaði í gær veggmynd helgaða Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 í landgangi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Veggmyndin er nýtt tilbrigði við myndverk Menningarborgarinnar, grænt tré með níu skálum, eftir Sigurð Árna Sigurðsson myndlistarmann. Meira
6. október 1999 | Fólk í fréttum | 440 orð

Vér mótmælum allir

EFTIR annasama helgi vegna mótmæla við umdeilda sýningu í Brooklyn-safninu í New York fjölmenntu hundruð kaþólikka fyrir utan Lincoln Center þar sem Dogmavar frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í New York. Mótmælendurnir sungu, fóru með bænir og sveifluðu mótmælaspjöldum með áletrunum á borð við: "Stöðvið guðlastið. Meira
6. október 1999 | Fólk í fréttum | 1032 orð

Vissi ekki að það tæki svo langan tíma Cecil Adams kynnti sig til sögunnar árið 1973 sem gáfaðasta mann heimsins og fór að

Cecil Adams kynnti sig til sögunnar árið 1973 sem gáfaðasta mann heimsins og fór að berjast gegn fáfræði á síðum Chicago Reader með því að svara þeim spurningum sem lesendur sendu til hans. Örn Arnarson kynnti sér sögu þessa fróða manns sem virðist vita allt milli himins og jarðar. Meira
6. október 1999 | Fólk í fréttum | 483 orð

Yfirlýsing í húðflúrinu

"HUGMYNDIN að sögunni kviknaði bara eitt kvöldið," segir Haukur M. Hrafnsson sem gerði kvikmyndina (Ó)eðli. Hún var frumsýnd í Háskólabíói í sumar og kom út á myndbandi í viku liðinni. Fjallar myndin um strák sem kærastan hefur yfirgefið og hann leitar hefnda; koma ást, svik, afbrýði, eiturlyf og ofbeldi við sögu. Meira

Umræðan

6. október 1999 | Aðsent efni | 801 orð

Að reisa sér girðingu

Alþýðubandalagið hefur í skjóli Samfylkingarinnar, segir Stefán Pálsson, kúvent stefnu sinni í utanríkismálum. Meira
6. október 1999 | Aðsent efni | 657 orð

Afturhald og álver

Uppbygging álvera í Straumsvík og Hvalfirði er ekki eina leiðin til þess, segir Kristinn H. Gunnarsson, að auka fjölbreytni atvinnulífs við Faxaflóa. Meira
6. október 1999 | Bréf til blaðsins | 562 orð

Athugasemd frá formanni Fram

ÞAÐ hefur verið athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum við erindi undirritaðs til Knattspyrnusambands Íslands vegna kynþáttaáreitni sem leikmaður Víkings sýndi leikmanni Fram í leik liðanna þann 18. september sl. Í umræðu um málið er hugtökum skolað til. Meira
6. október 1999 | Bréf til blaðsins | 748 orð

Bréf frá manneskju í Júgóslavíu

ÉG VAR að fá bréf frá manni sem heitir Miroljub í Lazarevac í Júgóslavíu. Fram kemur í bréfinu að Mirjoljub hafi búið og starfað hér á landi fyrir mörgum árum. Af því íslenskir fjölmiðlar hafa nú ekki verið svo duglegir að birta hlið þeirra sem urðu fyrir loftárásunum í stríði NATO-ríkjanna gegn Júgóslavíu, langar mig að birta ykkur þetta bréf, þýtt úr ensku, í örlítið styttri endursögn. Meira
6. október 1999 | Bréf til blaðsins | 505 orð

Enn og aftur um heimilisuppbótina

ÞAÐ er óhjákvæmilegt að velta því fyrir sér hvort, hvenær og þá hvernig eigi að skoða mál þeirra öryrkja sem rétt hafa átt á greiðslu heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar en ekki fengið þær greiðslur, eða misst þær niður við barneignir. Meira
6. október 1999 | Aðsent efni | 952 orð

HVE· R Á JÖR· ÐINA?

Hvert álpaðist síldin? Njörður P. Njarðvíkspyr: Hver er okkar staður í tilverunni hér á þessari jörð okkar? Jörð, þitt líf er líf mitt. Jörð, þínir fætur eru fætur mínir. Jörð, þinn líkami er líkami minn. Jörð, þín hugsun er hugsun mín. Jörð, þín rödd er rödd mín. Meira
6. október 1999 | Aðsent efni | 888 orð

Ljótur leikur R- listans í leikskólamálum

Ég krefst þess að þessum málum verði sinnt tafarlaust, segir Andrés Erlingsson, og að borgin skammist til að borga uppalendum barna okkar mannsæmandi laun. Meira
6. október 1999 | Aðsent efni | 927 orð

Mathiesen-fjölskyldan og Fjarðargata 19

Allt þetta mál hefur vakið umræður, segir Árni Hjörleifsson, og orðið hlátursefni manna í milli. Meira
6. október 1999 | Aðsent efni | 621 orð

Menningarminjar hverfa í Menningarborg MinjarGömlu hús

Gömlu húsin sem enn standa í dag, segir Friðrik Erlingsson, eru skinnbækurnar sem við sem nú lifum þurfum að varðveita og viðhalda. Meira
6. október 1999 | Aðsent efni | 793 orð

Náttúruvernd er mannvernd

Haldi svo fram sem horfir í stóriðju og virkjanaframkvæmdum hér norður í hafi, segir Kristín Helga Gunnarsdóttir, bitnar það á komandi kynslóðum. Meira
6. október 1999 | Aðsent efni | 402 orð

Ómagar og hænsnab· ú

Fjármálaráðherra er því á réttri leið, segir Guðmundur Magnússon. Hann er að gera skattkerfið hlutlaust gagnvart verkaskiptingu hjóna. Meira
6. október 1999 | Aðsent efni | 1049 orð

Persónuleiki eða sál?

Ástæðan fyrir hinum innri tómleika, sem er svo algengur hjá fólki í dag, segir Gitte Lassen, er að við höfum gleymt hinu sanna sjálfi. Meira
6. október 1999 | Aðsent efni | 396 orð

Sofandi foreldrar

Það hlýtur að vera hagur samfélagsins, segir Brynja Þorgeirsdóttir, að sem best sé búið að börnunum. Meira

Minningargreinar

6. október 1999 | Minningargreinar | 254 orð

Guðríður Erna Guðmundsdóttir

Drottinn gaf og drottinn tók, yndisleg gjöf þegar fæðist fyrsta barn ungra foreldra, fyrsta barnabarn afa og ömmu, við öll glöð í vaxandi fjölskyldu. Litla stúlkan dafnar og er eins og maður getur best óskað sér, eignast lífsförunaut og tvær dætur, enn er okkur gefið og ættartréið vex. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 30 orð

GUÐRÍÐUR ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐRÍÐUR ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR Guðríður Erna Guðmundsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 4. mars 1963. Hún lést í Trönsberg í Noregi 24. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 2. október. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 509 orð

Guðrún Aðalsteinsdóttir

Elsku amma mín! Þegar pabbi færði mér fréttir af andláti þínu var mér mjög brugðið. Þetta var ekki frétt sem mér fannst vera á næsta leiti. Þú varst nýbúin að vera fyrir sunnan í heimsókn og ekki voru þá nein teikn um að það væri í síðasta skipti sem ég sæi þig á lífi. Þær eru margar minningarnar sem upp koma tengdar þér. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 26 orð

GUÐRÚN AÐALSTEINSDÓTTIR

GUÐRÚN AÐALSTEINSDÓTTIR Guðrún Aðalsteinsdóttir fæddist á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 25. maí 1923. Hún lést 24. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Egilsstaðakirkju 2. október. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 457 orð

Helga Bjargmundsdóttir

Gömlu félagarnir í upprunalegum baráttusamtökum berklasjúklinga, S.Í,B.S., kveðja nú sterka og trygga þjáningarsystur og samstarfsfélaga um árabil, Helgu Bjargmundsdóttur frá Suðurkoti á Vatnsleysuströnd. Æðrulaus gekk hún þrautabrautina við hlið okkar, baráttuglöð og bjartsýn, þótt oft syrti í álinn. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 30 orð

HELGA BJARGMUNDSDÓTTIR

HELGA BJARGMUNDSDÓTTIR Helga Bjargmundsdóttir fæddist í Suðurkoti á Vatnsleysuströnd 17. júní 1919. Hún lést á Reykjalundi 25. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 4. október. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 196 orð

Hrefna Ragnheiður Magnúsdóttir

Elsku Hrefna mín! Örfáar línur til að þakka þér fyrir allt sem þú og Gummi gerðuð fyrir mig. Það eru yndislegar minningar sem ég á um þann tíma þegar ég átti heima hjá ykkur á Hlíðarveginum. Seinna, þegar ég var flutt til Keflavíkur, var ég friðlaus nema ég kæmist vestur vor og haust. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 32 orð

HREFNA RAGNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR

HREFNA RAGNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR Hrefna Ragnheiður Magnúsdóttir fæddist að Sæbóli í Aðalvík 17. ágúst 1908. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 21. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ísafjarðarkirkju 2. október. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 617 orð

Jóhannes Benediktsson

Hann er farinn, horfinn, dáinn hann Jói Ben vinur okkar og við sitjum hljóð. Ótal blendnar tilfinningar setjast að í huganum, tómleiki, reiði, sársauki og söknuður, mikill söknuður. Við vitum hins vegar, ef við skoðum djúpt og ærlega inn í hugarfylgsni okkar, að þær eru flestar sprottnar af eigingirni, við vildum einfaldlega hafa hann lengur hjá okkur. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 88 orð

Jóhannes Benediktsson

Jóhannes Benediktsson Þegar um nætur þögla stund, ég þreyi einn og felli tár og hjartað slegið und við und um öll sín hugsar djúpa sár. Þá er sem góður andi þrátt að mér því hvísli skýrt, en lágt: "Senn er nú gjörvöll sigruð þraut, senn er á enda þyrnibraut." (Kristján Jónsson. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 478 orð

Jóhannes Benediktsson

Ástkær móðurbróðir minn, hann Jói Ben., er dáinn. Mig langar að reyna með örfáum orðum að minnast þín, elsku Jói. Ég ætla að vitna strax í grein sem þú skrifaðir í Morgunblaðið fyrir nokkrum árum en þar sagðir þú að orðið "Kærleikur" væri stórt orð, og líklega eitt það mikilvægasta sem til væri í orðasafninu. Ég er þér sammála. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 419 orð

Jóhannes Benediktsson

Mig setti hljóðan þegar bróðir minn hringdi í mig og tilkynnti mér að frændi okkar, hann Jóhannes Benediktsson, væri látinn. Ég fylltist miklum söknuði og settist niður og það runnu í gegnum huga minn ýmsar minningar frá liðnum árum. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 277 orð

Jóhannes Benediktsson

Mig langar til með örfáum orðum að kveðja góðan vin og samferðamann, Jóhannes Benediktsson. Ég kynntist honum þegar hópur bjartsýnisfólks í Dölum tók sér fyrir hendur að setja á fjalirnar söngleikinn Ævintýri á gönguför. Segja má að vinnan í kringum þetta hafi verið okkur sem þá vorum ung og áköf hreint ævintýri. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 410 orð

Jóhannes Benediktsson

Dauðinn er það eina sem við göngum að sem vísu í þessum heimi. Samt kemur hann okkur sífellt á óvart. Þessi dularfulli haustmaður er genginn úr garði áður en við vissum af komu hans og alltíeinu verður okkur ljóst að hann hefur haft einn heimilismann á brott með sér. Og alltaf spyrjum við agndofa: Hvers vegna hann? Hvers vegna núna? Þessar spurningar leita ekki endilega svars. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 182 orð

Jóhannes Benediktsson

Vinur minn Jói Ben hefur kvatt þennan heim. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hugurinn leitar allt til ársins 1963, þegar ég kynntist þér sem ungum dreng. Þú og ég unglingurinn náðum vel saman og alla tíð þar til leiðir nú skilja. Þú göfgaðir það sem þú umgekkst, gerðir öllum gott og vildir öllum vel. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 29 orð

JÓHANNES BENEDIKTSSON

JÓHANNES BENEDIKTSSON Jóhannes Benediktsson fæddist á Saurum í Dalasýslu 6. mars 1950. Hann lést hinn 18. september síðastliðinn og fór útför hans fram í Dalabúð í Búðardal 1. október. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 525 orð

JÓNAS H. HARALZ

Jónas H. Haralz áttræður. Jónas H. Haralz er hluti af Íslandssögunni. Hann hefur skapað hluta hennar sjálfur. Óhætt er að segja að hann sé með áhrifamestu mönnum, sem leiddu þjóðina af braut miðstýringar til opins hagkerfis og efnahagslegs sjálfstæðis. Óbilandi bjartsýni hans, staðfesta og trú á sérhverjum manni hjálpuðu honum í þessu sögulega hlutverki. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 402 orð

Kenneth Dean Nelson

Með nokkrum orðum langar mig að minnast gamals vinar míns og félaga, Kenneth Dean Nelson, sem nú er fallinn frá langt um aldur fram, 57 ára gamall, eftir langa og harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ég kynntist Nelson vel á þeim árum sem hann dvaldist hér á landi en við vorum saman til sjós á togaranum Hafliða frá Siglufirði seint á sjöunda áratugnum. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 168 orð

Kenneth Dean Nelson

Mig langar til að minnast fyrrverandi sambýlismanns míns og barnsföður, Kenneth Dean Nelson, sem lést hinn 3. september síðastliðinn, með eftirfarandi ljóði Sigurbjörns Einarssonar: Mig dreymdi mikinn draum: Ég stóð með Drottni háum tindi á og horfði yfir lífs míns leið, hann lét mig hvert mitt fótspor sjá. Þau blöstu við. Þá brosti hann. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 250 orð

KENNETH DEAN NELSON

KENNETH DEAN NELSON Kenneth Dean Nelson fæddist í Cedar Rapids, Iowa, 12. nóvember 1941. Hann lést eftir löng og erfið veikindi á heimili sínu í Choteau, Montana, hinn 3. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Clair og Harvey Nelson, Cedar Rapids, Iowa. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 341 orð

Kristinn Rúnar Ingason

Elsku Kiddi. En hvað það er sárt að vita að þú sért dáinn og að þér hafi liðið svona illa. Þú varst svo góður og fallegur strákur. Það var svo gaman að sjá þig síðastliðið haust því við höfðum ekki sést svo lengi. Þú leist svo vel út og það gekk svo vel hjá þér. En hvað það var leiðinlegt hvað síðasta kveðjan okkar var snubbótt. Þú hefðir getað leitað til mín eins og þú hafðir gert áður. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 26 orð

KRISTINN RÚNAR INGASON

KRISTINN RÚNAR INGASON Kristinn Rúnar Ingason fæddist í Keflavík 3. febrúar 1974. Hann lést 11. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 21. júlí. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 28 orð

Rannveig Ingibjörg Sigurvaldadóttir

Rannveig Ingibjörg Sigurvaldadóttir Guð þig geymi góða systir, gleði þinnar ávallt naut. Þeir búa um sem fara fyrstir, á feti troðin ókunn braut. (Þorbjörn Haraldsson.) Þín systir, Guðrún Sigurvaldadóttir. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 460 orð

Rannveig Ingibjörg Sigurvaldadóttir

Það er með söknuði sem við kveðjum hana Rannveigu Sigurvaldadóttur frá Eldjárnstöðum. Það er einu sinni svo að þegar kemur að kveðjustund þá minnumst við allra þeirra yndislegu stunda sem við höfum átt með okkar elskulegu frænku. Rannveig var alla tíð okkur sem önnur mamma, hlýja hennar í okkar garð, ákveðni og yndislegi hlátur er sem greypt í minningunni. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 31 orð

RANNVEIG INGIBJÖRG SIGURVALDADÓTTIR

RANNVEIG INGIBJÖRG SIGURVALDADÓTTIR Rannveig Ingibjörg Sigurvaldadóttir fæddist á Eldjárnsstöðum í Blöndudal 11. febrúar 1928. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 24. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grensáskirkju 1. október. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 236 orð

Sveinn Jónasson

Þessi sálmur var ofarlega í huga tengdaföður míns síðustu árin og að hans ósk sunginn þegar ástvinir hans fylgdu honum síðasta spölinn. Það var vel við hæfi þar sem hann hafði átt við mikla vanheilsu að stríða síðastliðin níu ár. Nú þegar litið er um öxl eru það ekki þessi síðustu erfiðleikaár sem standa uppúr í minningunni, heldur öll góðu árin sem fjölskyldan átti með honum. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 268 orð

Sveinn Jónasson

"Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins (Jóh. 8.12.). Sunnudaginn 26. september sl. andaðist tengdafaðir minn, Sveinn Jónasson, 75 ára að aldri. Hann var viljasterkur og ákveðinn og hafði alltaf alla sína hluti á hreinu, og bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir brjósti. Meira
6. október 1999 | Minningargreinar | 125 orð

SVEINN JÓNASSON

SVEINN JÓNASSON Sveinn Jónasson fæddist að Borg í Reykhólasveit 18. nóvember 1923. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 26. september síðastliðinn eftir langvarandi veikindi. Foreldrar hans voru Jónas H. Sveinsson, bóndi að Borg, f. 3. apríl 1877, d. 14. júní 1943, og Kristín Guðmundsdóttir kona hans, f. 1. desember 1883, d. 9. febrúar 1927. Meira

Viðskipti

6. október 1999 | Viðskiptafréttir | 181 orð

CORUS íhugar að bjóða í Viag

CORUS, nýtt enskt-hollenzkt málmfyrirtæki sem varð til við samruna British Steel og Hoogovens, íhugar að bjóða í álarm þýzku almenningsveitunnar Viag, sem kann að vera metinn á tvo milljarða punda. Viag er í þann veginn að sameinast stærri keppinaut, Veba, með samningi upp á rúmlega 14 milljarða dollara. Meira
6. október 1999 | Viðskiptafréttir | 364 orð

ÐGestum frá Kanada kynnt viðskiptatækifæri

LEGA Íslands og aðgangur að Evrópumarkaði er meðal þess sem ætti að örva Kanadamenn til fjárfestinga hér á landi, en viðskipti milli landanna hafa verið minni hingað til en æskilegt er að mati íslenskra stjórnvalda. Meira
6. október 1999 | Viðskiptafréttir | 90 orð

Efi um gildi Sprintsamnings

WILLIAM Kennard, yfirmaður bandaríska fjarskiptaeftirlitsins FCC (Federal Communications Commission), brást hart við fréttum um að MCI WorldCom Inc. hyggist kaupa Sprint Corp. fyrir $115 milljarða dollara og sagði að fyrirtækin bæru þá ábyrgð að sýna að samningurinn væri almenningi til góðs. Meira
6. október 1999 | Viðskiptafréttir | 226 orð

Góð staða dollars og gulls vegna óbreyttra vaxxta

DOLLAR og evrópsk hlutabréf styrktust í gær, því að eins og við var búizt ákvað bandaríski seðlabankinn að halda vöxtum óbreyttum., en gaf til kynna þeir yrðu hækkaðir síðar vegna ofhitunar. Staða hlutabréfa batnaði í Wall Street jafnvel áður en fundi bankans lauk. Helztu verðbréfavísitölur Evrópu höfðu hækkað um 0,7% og og Dow Jone álíka mikið eftir 1,25% hækkun á mánudag. Meira
6. október 1999 | Viðskiptafréttir | 396 orð

Hagkvæmast að byggja á dreifðum söfnum

ÍSLENSKIR fjárfestar geta náð hærri ávöxtun án þess að auka áhættu með því að bæta bréfum í erlendum félögum í hlutabréfasafn sitt. Í erindi sem Árni Jón Árnason, viðskiptafræðingur hjá Landsbréfum, hélt á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í gær um fjárfestingar í erlendum félögum sagði hann unnt að bæta áhættudreifingu og hagkvæmni fjárfesta til muna, Meira
6. október 1999 | Viðskiptafréttir | 237 orð

Hlutafé aukið um 100 milljónir

MP VERÐBRÉF höfðu umsjón með hlutafjárútboði Íslandssíma sem nú er lokið. Seld voru hlutabréf að nafnverði 100 milljónir á genginu 3, að sögn Margeirs Péturssonar hjá MP verðbréfum, og er hlutafé nú 260 milljónir að nafnverði. Meira
6. október 1999 | Viðskiptafréttir | 373 orð

LANGSTÆRSTI SAMRUNI FYRIRTÆKJA TIL ÞESSA

MCI WorldCom Inc., næststærsta langlínufélag Bandaríkjanna, ætlar að kaupa þriðja stærsta langlínufélagið, Sprint Corp., með samningi upp á 129 milljarða dollara, eða 9.159 milljarða íslenskra króna, sem er mesta yfirtaka í fyrirtækjasögunni. Meira
6. október 1999 | Viðskiptafréttir | 449 orð

Nýr framkvæmdastjóri FBA-Ráðgjafar

JÓHANN Magnússon sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri Kers hf., dótturfélags Olíufélagsins hf., hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri FBA-Ráðgjafar og Björgólfur Thorsteinsson sem verið hefur framkvæmdastjóri fyrirtækisins mun snúa sér alfarið að verkefnastjórnun. Jafnframt hafa tveir nýir starfsmenn verið ráðnir til félagsins. Í fréttatilkynningu kemur fram að FBA- Ráðgjöf hf. Meira
6. október 1999 | Viðskiptafréttir | 638 orð

Sjónvarpsauglýsingar henta best fyrir uppbyggingu ímyndar

AVE Butensky hefur langa reynslu af markaðs- og auglýsingamálum og er nú forstjóri The Television Bureau of Advertising, hagsmunasamtaka bandaríska sjónvarpsiðnaðarins. Butensky hélt nýverið fyrirlestur á morgunverðarfundi sem haldinn var á vegum Íslenska útvarpsfélagsins í samvinnu við SÍA og ÍMARK. Í fyrirlestrinum kom m.a. Meira
6. október 1999 | Viðskiptafréttir | 223 orð

Slegizt um 38% hlut í pólska flugfélaginu LOT

ÞRJÚ stór flugfélög í Evrópu slást um 38% hlut í pólska flugfélaginu LOT, stærsta og eina arðbæra flugfélaginu í Austur-Evrópu. Flugfélögin þrjú ­ British Aiewats, Lufthansa og Swissair ­ hafa öll afhent pólsku stjórninni innsigluð tilboð. Búizt er við að pólska stjórnin taki ákvörðum innan eins mánaðar. Lokaslagur þeirra tveggja bjóðenda, sem bjóða hæst, kemur líka til greina. Meira
6. október 1999 | Viðskiptafréttir | 189 orð

VÞÍ hefur óskað eftir gögnum um viðskipti með ÍS

MIKIL viðskipti með hlutabréf í Íslenskum sjávarafurðum áður en tilkynnt var um samruna félagsins við SÍF hafa orðið tilefni athugunar af hálfu Verðbréfaþings Íslands í samráði við Fjármálaeftirlitið. "Við höfum óskað eftir gögnum frá þingaðilum um öll viðskipti með hlutabréf í Íslenskum sjávarafurðum frá þriðja ágúst. Meira

Fastir þættir

6. október 1999 | Í dag | 41 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 6. október, verður sextugur Kjartan L. Pálsson, blaðamaður og fararstjóri hjá Samvinnuferðum-Landsýn, Nóatúni 24, Reykjavík. Eiginkona Kjartans er Jónína S. Kristófersdóttir. Kjartan er við störf á Spáni þessa dagana en kemur heim 11. október í frí. Meira
6. október 1999 | Í dag | 24 orð

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 6. október, verður áttatíu og fimm ára Guðrún Ebba Jörundsdóttir, Hlaðbrekku 22, Kópavogi. Hún er að heiman í dag. Meira
6. október 1999 | Í dag | 25 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Föstudaginn 8. október verður níræður Finnbogi G. Lárusson, Laugarbrekku. Finnbogi tekur á móti gestum laugardaginn 9. október eftir kl. 16 í Félagsheimilinu Arnarstapa. Meira
6. október 1999 | Í dag | 524 orð

AFSLÁTTUR fyrir ellilífeyrisþega á fargjöldum Flugleiða er nokkuð

AFSLÁTTUR fyrir ellilífeyrisþega á fargjöldum Flugleiða er nokkuð sniðugt fyrirbæri en allmörg ár eru síðan fyrirtækið tók að bjóða hann. Felst hann í því að menn fá jafnmikinn afslátt og aldur þeirra, þ.e. 75% ef þeir eru 75 ára og svo framvegis. Þetta getur verið skemmtileg tilbreyting í ellinni ef menn eru ferðafærir og sæmilega vel í álnum til að geta ferðast. Meira
6. október 1999 | Fastir þættir | 101 orð

Árangur A-V

24 pör spiluðu tvímenningskeppni í Ásgarði í Glæsibæ fimmtudaginn 23. september. Árangur N-S Viggó Nordquist ­ Hjálmar Gíslason275 Jón Andrésson ­ Guðm. Guðmundsson241 Eysteinn Einarsson ­ Magnús Halldórss.236 Árangur A-V Auðunn Guðmundss. ­ Albert Þorsteinss.268 Fróði B. Meira
6. október 1999 | Fastir þættir | 98 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

ÞRIÐJUDAGINN 28. sept. spiluðu 18 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S:Albert Þorsteinss. - Björn Árnason265Jón Stefánsson - Lárus Hermannsson252Pétur Antonss. - Jóhann Benediktss.247Lokastaða efstu para í A/V: Þórarinn Árnason - Ólafur Ingvarsson286Guðm. Magnússon - Kristinn Guðmundss. Meira
6. október 1999 | Fastir þættir | 51 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

Þann 4. október sl. hófst haustbarómeter með þátttöku 26 para. Röð efstu para eftir 5 umferðir: Kristinn Kristinss. ­ Unnar A. Guðm.112 Friðjón Margeirss. ­ Valdimar Sveinsson60 Geirlaug Magnúsd. ­ Torfi Axelsson56 Jens Jensson ­ Jón Steinar Ingólfss.46 Bryndís Þorsteinsd. Meira
6. október 1999 | Fastir þættir | 77 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Íslandsmót í einmen

Íslandsmótið í einmenningi verður spilað 15.-16. okt. nk. Spilamennska hefst kl. 19.00 föstudagskvöld og lýkur um kl. 20.00 laugardag. Spilað er eftir mjög einföldu kerfi. Kerfiskort eru send út til þeirra sem þess óska. Skráning er hafin í s. 587 9360 eða isbridgeþislandia.is Meistarastigaskráin Nýjasta meistarastigaskrá er komin á heimasíðu BSÍ. Meira
6. október 1999 | Fastir þættir | 132 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Minningarmót um Einar

HIÐ árlega minningarmót um Einar Þorfinnsson verður haldið á Selfossi 9. október nk. Spilað verður í Sólvallaskóla (gagnfræðaskólanum) og er gengið inn Sólvallagötumegin. Spilamennskan hefst kl. 9.30 og er þátttökugjald 6.000 krónur á parið. Góð peningaverðlaun eru í boði. Meira
6. október 1999 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. apríl sl. í Háteigskirkju af sr. Sigurði Árnasyni Stefanía Dögg Hauksdóttir og Árni Sveinn Pálsson. Heimili þeirra er í Frostafold 34, Reykjavík. Meira
6. október 1999 | Fastir þættir | 674 orð

Dagur frímerkisins 1999

NÆSTKOMANDI fimmtudag, 7. þ.m., verður haldinn Dagur frímerkisins 1999. Er þetta í annað skiptið, sem hann er haldinn í samvinnu við Íslandspóst hf. Af því tilefni kemur að vanda út smáörk þennan dag með yfirverði, sem rennur í Frímerkja- og póstsögusjóð, en hann styrkir rannsóknarstarf varðandi íslenzka póst- og frímerkjasögu. Myndefni þessarar arkar er sótt til Skagafjarðar. Meira
6. október 1999 | Í dag | 595 orð

Enn um öryggisbelti í hópferðabílum

VIÐ, bílstjórar hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi, lásum í Velvakanda 28. sept. sl. bréf frá bílstjórum Hópbíla þar sem þeir segja fyrirtæki sitt eina fyrirtækið sem er með öryggisbelti í sínum bílum. Okkur leiðast svolítið svona staðhæfingar þegar þær eru ekki réttar. Meira
6. október 1999 | Í dag | 30 orð

GULLBRÚÐKAUP og 80 ÁRA afmæli.

GULLBRÚÐKAUP og 80 ÁRA afmæli. Hinn 1. október síðastliðinn áttu 50 ára hjúskaparafmæli Ólöf Pétursdóttir og Þorsteinn Ólafsson, Bugðulæk 12. Í dag, 6. október, er Þorsteinn áttræður. Þau eru að heiman. Meira
6. október 1999 | Fastir þættir | 614 orð

Haustsúpa

"Nú er orðið fínt að vera meiddur á öxl," sagði kona nokkur við Kristínu Gestsdóttur, þegar hún mætti henni með hönd fatla um daginn. Meira
6. október 1999 | Dagbók | 824 orð

Í dag er miðvikudagur 6. október, 279. dagur ársins 1999. Fídesmessa, Eldadagur.

Í dag er miðvikudagur 6. október, 279. dagur ársins 1999. Fídesmessa, Eldadagur. Orð dagsins: Gleð þú sál þjóns þíns, því að til þín, Drottinn, hef ég sál mína. (Sálm. 86,4.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Maersk Bothnia, Shinney Maru 81, Reykjafoss og Otto N. Meira
6. október 1999 | Fastir þættir | 851 orð

Persóna og persónur "Er víst að skilningurinn opnist fyrir tilverknað

"Er víst að skilningurinn opnist fyrir tilverknað einföldunarinnar? Hvers eiga börnin að gjalda?" Meira
6. október 1999 | Fastir þættir | 838 orð

"Sagnakverið lét ei laust / las við rokk og prjóna"

segir í vísu eftir Herdísi Andrésdóttur. Hann er merkilegur þessi hæfileiki kvenna að geta gert fleiri en einn hlut í einu eins og þetta vísubrot vitnar um. Ef marka má eitt vinsælasta leikrit þessa áratugar ef ekki aldarinnar, "Hellisbúann", þá býr þessi hæfileiki ekki í karlmönnum. Meira
6. október 1999 | Í dag | 1005 orð

Vetrarstarf í Fíladelfíu

NÚ ERU hin vinsælu súpukvöld byrjuð aftur í Fíladelfíu. Aðsókn er alltaf að aukast og nú hefur verið ákveðið að breyta aðeins til með súpuna og auka meðlætið. Verðið hefur því aðeins hækkað og kostar núna kr. 200, en hægt er að kaupa 10 miða kort á kr. 1.600. Súpukvöldin eru á miðvikudögum kl. 18.30, en strax á eftir, eða kl. 19.30 hefst kennsla og þá skiptum við niður í deildir. Meira
6. október 1999 | Í dag | 47 orð

(fyrirsögn vantar)

Senn mun ráðin raunaglíman, rotnar moldarhnaus; bágt er að fúna fyrir tímann í fletinu hjálparlaus. Sálar allar banna bjargir bikkjur fjandakyns; fyrir sjónum svipir margir sveima djöfulsins. ­­­ Hvað er meira að hjala um fleira hels við nauðastjá. Það vill heyra ekkert eyra, auga neitt ei sjá. Meira
6. október 1999 | Dagbók | 3765 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

6. október 1999 | Íþróttir | 277 orð

ATLI Sveinn Þórarinsson og

ATLI Sveinn Þórarinsson og Sigurður Skúli Eyjólfsson, leikmenn með yngri flokkum KA í knattspyrnu, eru farnir til æfinga hjá sænska liðinu Örgryte. Atli Sveinn, sem er leikmaður með 2. flokki, hefur áður farið til sænska liðsins, en það hafði áhuga á að fá hann aftur. Meira
6. október 1999 | Íþróttir | 115 orð

Birkir ekki með gegn Ried

BIRKIR Kristinsson markvörður kemur til móts við íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu um hádegisbilið í dag í París. Lustenau, austurríska liðið sem hann leikur með um þessar mundir, leikur í kvöld í deildinni við Ried heima og stóð jafnvel til að fá heimild til að Birkir léki með í þeim leik og yrði svo ekið eða flogið beinustu leið til Parísar. Meira
6. október 1999 | Íþróttir | 60 orð

Blikar fá liðsstyrk

LAUFEY Ólafsdóttir, sem leikið hefur með Val, og Hrefna Jóhannesdóttir úr ÍBV, gengu til liðs við Breiðablik á sunnudag. Báðar hafa verið valdar efnilegustu leikmenn kvennadeildarinnar í knattspyrnu, Hrefna árið 1996 og Laufey, sem var frá í allt sumar vegna meiðsla, árið 1997. Allt bendir til þess að Breiðablik haldi sömu leikmönnum og voru með liðinu í sumar. Meira
6. október 1999 | Íþróttir | 170 orð

Busk kemur til að leggja á ráðin

DANSKI karatemaðurinn Alan Busk kemur hingað til landsins um helgina til að leggja á ráðin og aðstoða Halldór Svavarsson, landsliðsþjálfara í karate, við æfingar um helgina. Það er liður í undirbúningi íslenska karatelandsliðsins fyrir opna Norðurlandamótið, sem fer fram í Laugardalshöllinni 16. október. Meira
6. október 1999 | Íþróttir | 94 orð

Desailly ekki með?

MIKILL vafi leikur á því hvort varnarmaðurinn sterki, Marcel Desailly, geti leikið með franska landsliðinu gegn Íslandi á laugardaginn. Hann tognaði á liðböndum í fæti í leik með Chelsea gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Desailly hefur ekkert æft með franska liðinu til þessa frá því það kom saman á mánudaginn. Meira
6. október 1999 | Íþróttir | 87 orð

Hjörtur með lausan samning

HJÖRTUT Hjartarson, markakóngur 1. deildar í knattspyrnu og leikmaður Skallagríms í Borgarnesi, er með lausan samning við félagið og leikur líklega ekki með því næsta sumar. Hjörtur, sem skoraði 19 mörk í sumar í 1. deild, hefur leikið með Skallagrími undanfarin ár en hefur einnig leikið með Völsungi frá Húsavík. Hann gerði 10 mörk með Skallagrími árið á undan. Meira
6. október 1999 | Íþróttir | 87 orð

Kjartan til Ítalíu eða Skotlands?

KJARTAN Sturluson, markvörður Fylkis í knattspyrnu, hyggst leika erlendis í vetur. Líkur eru á að hann haldi annaðhvort til liða í neðri deildum á Ítalíu eða Skotlandi eftir áramót, en talið er að það skýrist innan tíðar. Enska 1. Meira
6. október 1999 | Íþróttir | 98 orð

Kristinn og Einar til Englands

KRISTINN Jakobsson, milliríkjadómari úr KR og nýkjörinn besti dómari ársins, mun dæma tvo landsleiki liða skipuðum leikmönnum 18 ára og yngri í Englandi um næstu helgi. Kristinn mun dæma viðureign Spánar og San Marínó 8. október og síðan leik Englands og San Marínó 10. október nk. Þá verður Kristinn aðstoðardómari í leik Spánar og Englands 6. október. Meira
6. október 1999 | Íþróttir | 441 orð

Lemerre rennir blint í sjóinn

"ÞAÐ verður algjört hneyksli ef við komumst ekki í úrslit Evrópukeppninnar í Belgíu og Hollandi næsta sumar," segir Zinedine Zidane, leikmaður Juventus og franska landsliðsins, um síðasta leik heimsmeistara Frakka við Íslendinga í París á laugardaginn. Meira
6. október 1999 | Íþróttir | 69 orð

Létt hjá Kielarmönnum

ÞÝSKU handknattleiksmeistararnir, Kiel, tók létt á sínum fyrsta leikjum í undankeppni meistaradeildar Evrópu. Ankara frá Tyrklandi var mótherji liðsins, og átti ekkert að gera í hendurnar á meisturum síðasta tímabils, sem loksins voru með fullskipað lið. Báðir leikirnir fóru fram í Þýskalandi ­ Kiel vann fyrri leikinn 34:21 og seinni leikinn 30:21. Meira
6. október 1999 | Íþróttir | 81 orð

Meistaraslagur í Magdeburg

ÞAÐ verður sannkallaður meistaraslagur í Magdeburg í Þýskalandi 18. og 19. desember, þar sem fer fram keppni fjögurra liða um nafnbótina "Meistari meistaranna" í Evrópu í handknattleik. Þau fjögur lið sem fögnuðu sigri í Evrópukeppni sl. keppnistímabil mætast þar. Evrópumeistarar Barcelona mæta Flensborg, sem vann Evrópukeppni borgarliða. Meira
6. október 1999 | Íþróttir | 437 orð

Pressan öll á heims- meisturum Frakka

ÍSLENSKA karlalandsliðið í knattspyrnu kemur saman í dag um hádegisbilið í París, höfuðborg Frakklands, en á laugardag etur það kappi við heimsmeistara heimamanna í borginni. Fámenn sendinefnd þjálfara og liðsstjórnar hélt frá Íslandi í bítið í morgun og í morgun hafa leikmenn íslenska liðsins verið að tínast til Parísar ­ víðs vegar úr Evrópu. Meira
6. október 1999 | Íþróttir | 144 orð

Róbert snéri við

GÖPPINGEN, lið Rúnars Sigtryggssonar, lagði Bayer Dormagen, 26:25 á heimavelli í 2. umferð þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í fyrrakvöld, en með Dormagen leika þrír Íslendingar, Daði Hafþórsson, Héðinn Gilsson og Róbert Sighvatsson, auk þess sem annar þjálfari liðsins er Guðmundur Þ. Guðmundsson. Meira
6. október 1999 | Íþróttir | 110 orð

Skotar eygja möguleika

SKOTAR eygja möguleika á sæti í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða eftir 1:0-sigur á Bosníu í gærkvöldi. Sigurinn tryggði Skotum 2. sætið í 9. riðli og því verða þeir eitt átta liða sem leika munu um fjögur laus sæti í keppninni, sem haldin verður í Hollandi og Belgíu næsta sumar. Eina mark leiksins gerði hinn gamalreyndi John Collins í fyrri hálfleik úr vítaspyrnu. Meira
6. október 1999 | Íþróttir | 189 orð

Spassky í boði KSÍ í París

BORÍS Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, sem er búsettur í Frakklandi, verður í boði Knattspyrnusambands Íslands á þjóðarleikvanginum í París þegar Íslendingar mæta Frökkum á laugardaginn. Ástæðan fyrir því er að Spassky hafði samband við Einar S. Einarsson, forstjóra VISA og fyrrverandi forseta Skáksambands Íslands, til að kanna hvort Einar gæti útvegað honum miða á leikinn. Meira
6. október 1999 | Íþróttir | 216 orð

"Trúi ekki öðru en þeim gangi gott eitt til"

GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari landsliðsins í knattspyrnu, telur ekki ástæðu til að hafa af því áhyggjur að íslensku leikmennirnir hafi verið nokkuð í sviðsljósinu upp á síðkastið. Leikmenn íslenska liðsins hafa verið að skipta um lið eða þá orðaðir við sölu frá liðum sínum, aðrir hafa átt í meiðslum og enn aðrir átt í útistöðum við þjálfara sína, Meira
6. október 1999 | Íþróttir | 164 orð

Útlit fyrir metþátttöku

ÚTLIT er fyrir að a.m.k. 40 erlendir badmintonmenn komi hingað til lands til þátttöku á Opna alþjóðlega badmintonmótinu sem haldið verður í TBR-húsinu 11.­14. nóvember nk. Er þetta í sjöunda sinn sem mótið er haldið og er það stöðugt að verða vinsælla á meðal evrópskra badmintonmanna. Meira
6. október 1999 | Íþróttir | 702 orð

Valur réð ekkert við FH

VALSSTÚLKUR gerðu góða ferð í Kaplakrika í gærkvöldi þegar þær lögðu FH að velli með 22:19 sigri. Leiksins verður samt ekki minnst fyrir góðan handknattleik, mest áhersla var lögð á varnarleik svo að sóknarleikur beggja var oft æði tilviljunarkenndur en sköpum skipti þegar FH-stúlkur með 14:13 forystu glutruðu niður niður sjö sóknum í röð á meðan Valur skoraði 6 mörk. Meira
6. október 1999 | Íþróttir | 219 orð

Viking vill Steinar

VIKING Stavanger, lið þeirra Ríkharðs Daðasonar og Auðuns Helgasonar í norsku úrvalsdeildinni, vill bæta þriðja Íslendingnum við. Samkvæmt frétt Stavanger Aftenblad í gær vilja forráðamenn Viking næla í Steinar Adolfsson, varnarmann Kongsvinger, sem ljóst er að fallið er úr úrvalsdeildinni. Meira
6. október 1999 | Íþróttir | 361 orð

Þorvaldur ráðinn þjálfari KA

ÞORVALDUR Örlygsson, knattspyrnumaður í Englandi, var í gær ráðinn þjálfari meistaraflokks KA. Samdi Þorvaldur við sitt gamla lið til tveggja ára og mun hann leika með liðinu ásamt því að þjálfa það. Í ár eru tíu ár síðan Þorvaldur yfirgaf herbúðir KA og hélt í atvinnumennsku til Englands eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Akureyrarliðinu. Meira

Úr verinu

6. október 1999 | Úr verinu | 1197 orð

Aflinn á síðasta ári um 10 þúsund tonn

Albert Haraldsson, aflaskipstjóri í Chile, gerir það ekki endasleppt. Hann fiskaði um 10 þúsund tonn á togarann Bonn á síðasta ári og fór auk þess í ævintýralegan túr með frystitogara frá Úrúgvæ. Hann sagði Helga Mar Árnasyni af aflabrögðum, skrautlegri áhöfn og Wolksvagen-bjöllu á 200 metra dýpi. Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 355 orð

Aukið samstarf SÍF og Wal-Mart keðjunnar

SÍF hefur samið við bandarísku verslunarkeðjuna Wal-Mart um þjónustu og vörubreidd, sem getur hentað öllum markaðssvæðum bandarísku keðjunnar. Wal-Mart í Brasilíu hefur keypt um 100 tonn af saltfiski frá SÍF á ári en SÍF hefur haft áhuga á að færa enn út kvíarnar á markaðnum vestan hafs og hafði því samband við höfuðstöðvar Wal-Mart með þeim árangri að samningar hafa tekist um aukna Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 78 orð

Á TÚNFISKVEIÐUM

BYR VE kom til Vestmannaeyja í fyrradag eftir mánaðarútiveru á túnfiskveiðum í landhelginni, um 180 mílur suður af landinu. Bræla var lengst af og veiðin því minni en búist hafði verið við en aflinn var um þrjú tonn. Helmingur hans fékkst á fjórum dögum og voru fiskarnir yfirleitt um 150 kg að þyngd en myndin var tekin þegar verið var að draga einn stóran um borð. Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 74 orð

FAO aðstoðar framleiðendur

ALJÞJÓÐA matvæla- og landbúnaðarstofnunin (FAO) hyggst veita framleiðendum sjávarafurða í Lettlandi, Litháen og Eistlandi, fjárhagslega aðstoð, en margir þeirra urðu fyrir barðinu á efnahagskreppuni í Rússlandi. Þannig ætla dönsk stjórnvöld að veita sem svarar um 12,6 milljónum íslenskra króna til verkefnis sem m.a. Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 282 orð

Fiskistofnarnir að rétta úr kútnum

FISKISTOFNAR við New England í Bandaríkjunum hafa verið í mikilli lægð um árabil en eru margir hverjir að ná sér á strik, samkvæmt nýjum rannsóknum. Vísindamenn þakka þetta hertum reglum og miklum fórnum fiskimanna á svæðinu, að því er segir í Seafood Business. Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 216 orð

Frysta saltfiskflök fyrir Spánarmarkað

HJÁ Hvammi hf. í Hrísey eru fryst saltfiskflök fyrir Spánarmarkað. Eigendur Hvamms segja að vinnslan geti gengið ef hráefnið fáist á vitrænu verði en það hefur gengið erfiðlega á undanförnu vegna hækkana á fiskmörkuðum við Eyjafjörð. Hvammur hf. er í eigu Jóhanns Sigurbjörnssonar útgerðarmanns og sona hans Jóhanns og Þrastar. Fyrirtækið gerir út rækjubátinn Haförn og rekur fiskverkunina. Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 89 orð

Fyrsta nýsmíðin í 15 ár

STÆRSTA sjávarútvegsfyrirtæki í Suður-Afríku, Irvin & Johnson, hefur tekið í notkun nýjan úthafveiðitogara. Togarinn, sem kostar um 360 milljónir króna, er fyrsta nýsmíðin sem tekin er í notkun í Suður-Ameríku í 15 ár og er liður í 3,6 milljarða króna endurnýjun á fiskvinnslu og fiskiskipaflota fyrirtækisins. M.a. Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 109 orð

Írar borði meiri fisk

ÍRAR hyggjast nú hefja herferð til að auka neyslu á sjávarafurðum í landinu og er herferðinni ætlað að fylgja eftir stækkandi hlutdeild Íra á bæði erlendum og innlendum mörkuðum fyrir sjávarafurðir. Áætlað er að kostnaðurinn við herferðina nemi um 70 milljónum íslenskra króna. Stefnt er að því að auka framboð sjávarrétta á öldurhúsum en þau eru helstu samkomustaðir. Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 565 orð

Langtímabreytingar í átu við Ísland

Rauðáta, segja þeir Ólafur S Ástþórssonog Ástþór Gíslasongegnir lykilhlutverki fæðukeðju sjávar. Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 274 orð

Laxeldi eykst mikið við Norður-Atlantshaf

ELDISFRAMLEIÐSLA á Atlantshafslaxi á síðasta ári var samtals um 710.342 tonn, samkvæmt skýrslu Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Þetta er mesta framleiðsla á Atlantshafslaxi frá upphafi, 12% aukning frá árinu 1997, þegar framleidd voru 634.418 tonn, en helmingsaukning frá meðaltali áranna 1993-7. Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 130 orð

Lítil spurn eftir botnfiski

EFTIRSPURN eftir botnfiskafurðum í Bandaríkjunum hefur verið dræm síðustu mánuði og almennt er lítið um að vera á markaðnum. Þorskveiðar hófust á ný við Nýfundnaland í júlí en aflabrögð hafa verið léleg til þessa og ekki er búist við að veiðarnar hafi áhrif á markaðinn eða verð á þessu ári. Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 268 orð

Loðnan óvenju norðarlega

NORSKA hafrannsóknaskipið Johan Hjort hefur fundið loðnu norðan við Kong Karls-land í Barentshafi að því er fram kemur í norska blaðinu Fiskaren. Kong Karls-land er austan við Svalbarða og er óvenjulegt að loðnan leiti svo langt norður en fiskifræðingar skýra þessa hegðun hennar með óvenju háu hitastigi sjávar. Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 704 orð

Lýsingurinn haslar sér völl sem staðgengill þorsksins

ÞORSKUR og ýsa eru orðin svo dýr matur í Bandaríkjunum, að það er varla boðið upp á þessar tegundir í almennum mötuneytum og jafnvel Alaskaufsinn er alveg á mörkunum. Af þeim sökum er mikill og vaxandi áhugi á lýsingnum enda hefur hann flest það til að bera, sem neytendur vilja: Hann er hvítur í kjötið, beinlaus og ódýr. Í vor er leið fór pundið af frystum þorskflökum á rúmlega 220 kr. ísl. Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 526 orð

Ný vefsíða opnuð um íslenskan sjávarútveg

UPPLÝSINGAVEITA um íslenskan sjávarútveg var formlega opnuð af Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, á Fiskiþingi í síðustu viku. Þar er að finna upplýsingar um fiskveiðistjórnun, fiskistofna, skipakost og sjávarafurðir. Veffangið er www.fisheries.is Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 305 orð

Of mikið framboð og lágt verð á saltsíld

Í UPPHAFI síldarvertíðar eru söluhorfur á saltsíld í töluverðum ólestri. SÍF hf. hefur gert sölusamninga á 40­50 þúsund tunnum af síld. Gunnar Jóakimsson, markaðsstjóri SÍF, segir að þessi síld fari fyrst og fremst til Norðurlanda og að fleiri samningar muni verða gerðir þegar á líður vertíðina. "Vegna mikils framboðs hefur verðið lækkað mikið síðan í fyrra. Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 196 orð

Ofnbakaður lax "Florentine"

NÚ er ágætu laxveiðisumri lokið og margur veiðimaðurinn farinn að huga að eldamennskunni. Lax má matreiða á ótal vegu en Smári V. Sæbjörnsson, matreiðslumaður og eigandi Listacafés og veislugallerís í Listhúsinu í Laugardalnum, býður lesendum Versins hér upp á ljúffengan og framandi rétt. Þetta er aðalréttur fyrir 4. Verði ykkur að góðu. Uppskriftin Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 113 orð

Perúmenn auka verðmætið

ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI sjávarafurða Perú jókst um 75,5% á fyrri helmingi þessa árs, borið saman við sama tímabil á síðasta ári, en verðmætið nam samtals um 30 milljörðum íslenskra króna. Þar af var verðmæti fiskimjöls og lýsis um 76% af heildarverðmætinu. Heildarverðmæti á fyrri helmingi síðasta árs var 17,5 milljarðar króna. Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 115 orð

Rannsókn á meintu broti hætt

SÝSLUMANNSEMBÆTTIÐ á Eskifirði hefur hætt rannsókn á meintu landhelgisbroti rússneska togarans Murman-2, sem var færður til Eskifjarðarhafnar sl. sunnudagskvöld. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær tilkynntu Rússarnir að þeir væru við síldveiðar innan lögsögunnar en í ljós kom að þeim var óheimilt að veiða á viðkomandi slóð. Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 485 orð

Rússinn fann síldina

NÚ ERU 10 skip á síldveiðum fyrir austan land og eru aflabrögðin þolanleg, að sögn skipstjórnarmanna, en síldin óþarflega smá. Skipin hafa leitað síldarinnar víða fyrir austan landið, allt norður í Héraðsflóa en aðallega fengið afla á Papagrunni, allt þar til í fyrrakvöld. Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 72 orð

Uppsjávarfiskur

NORSKUR makríll hefur verið ráðandi á makrílmörkuðum undanfarin ár en á síðasta ári fluttu Norðmenn út um 140 þúsund tonn af makríl til Japan og er búist við svipuðu magni á þessu ári. Rússar hafa hinsvegar að undanförnu veitt makríl rétt utan norsku efnahagslögsögunnar og hyggjast markaðssetja makrílinn í Japan sem "norskan" makríl. Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 122 orð

Verkefnisstjóri í vöruþróunarverkefnum hjá Rf

PÁLL Gunnar Pálsson hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri í vöruþróunarverkefnum hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Páll Gunnar lauk prófi í matvælafræði frá HÍ 1981 og síðar þriggja anna námi í viðskipta- og rekstrarfræði frá Endurmenntunarstofnun HÍ. Meira
6. október 1999 | Úr verinu | 1576 orð

Viðbrögð útvegsins ekki verið nógu snörp

Alþjóðasamningar og umhverfismál í tengslum við sjávarútveginn voru meginviðgangsefni Fiskiþings sem var haldið í 58. skipti í síðustu viku. Fjölmörg erindi voru haldin um málið. Örn Arnarsonsat þingið og kynnti sér hvað menn höfðu að segja um þessi veigamiklu mál. Meira

Barnablað

6. október 1999 | Barnablað | 60 orð

Athugasemd ­ vitlaust veffang

MYNDASÖGUR Moggans biðja lesendur sína afsökunar á því, að í litaleik (Konungurinn og ég) í síðasta blaði birtist vitlaust veffang vegna rangra upplýsinga sem blaðinu voru veittar. Rétt veffang er: www.landsbanki.is og á þeirri síðu er merki Krakkaklúbbsins. Með því að smella á það er hægt að komast í spurningaleikinn, sem vísað var á í litaleiknum. Meira
6. október 1999 | Barnablað | 183 orð

KR Íslandsmeistari 1999

ÞAÐ hefur ekki farið framhjá mörgum Íslendingnum, að KR varð Íslandsmeistari karla í knattspyrnu þetta árið ­ eftir þrjátíu og eins árs bið. Þeir unnu nefnilega síðast titilinn 1968. Kvennaliðið þeirra er líka hörkulið og það varð einnig Íslandsmeistari í knattspyrnu 1999. Og eins og það hafi ekki verið nóg, unnu bæði konurnar og karlarnir bikarkeppni KSÍ í ár. Meira
6. október 1999 | Barnablað | 302 orð

Little Caesars

GÓÐAN og blessaðan daginn! Þá er komið að því að birta úrslit í litaleik hins nýja pizza- staðar, Little Caesars, og Myndasagna Moggans. Við þökkum ykkur mjög góða þátttöku um leið og við óskum vinningshöfum til hamingju. Vinningar verða sendir út á næstu dögum. Meira
6. október 1999 | Barnablað | 87 orð

Meira Star Wars ­ hvað annað!

STJÖRNUSTRÍÐ geisar í bíósölum víða um heim um þessar mundir og er ekki laust við að þess hafi orðið vart hér á okkar ástkæra Íslandi. Fyrirferðarmikið Stjörnustríðsæði hefur gripið um sig og til marks um það er þessi saga: Kennari í einum af mörgum grunnskólum landsins ætlaði að kenna fyrstubekkingum að raða eftir stafrófsröð ­ en hvað haldið þið ­ þau héldu að það ætti að raða eftir Meira
6. október 1999 | Barnablað | 160 orð

Pöddulíf

GÓÐAN daginn! Í tilefni útkomu Pöddulífs á myndbandi 12. október nk. bregðum við á leik með Disney-myndum. Pöddulíf er um smáheim skordýranna. Fyrir hönd allra kúgaðra skordýra ræður hugmyndaríkur maur, Flik að nafni, stríðspöddur til að verja nýlendu sína fyrir engisprettum, sem Hopper leiðir. Meira
6. október 1999 | Barnablað | 83 orð

SKUGGALEGT LEIKHÚS

KLIPPIÐ út risaeðlur eftir ykkar eigin teikningum á pappír og límið þær með límbandi á prik eða prjóna (ekki oddhvassa). Hengið hvítt lak í dyragættina og stillið skermlausum lampa upp á bakvið. Þið standið á milli laksins og lampans með risaeðlurnar og sýnið draugalegt leikrit um risaeðlur fyrir áhorfendur, sem eru hinum megin við lakið í myrkvuðu herbergi. Meira
6. október 1999 | Barnablað | 28 orð

Star Warssverð

Star Warssverð HJÁLMAR Örn Hannesson, 5 ára, Blönduhlíð 7, 105 Reykjavík, er mjög hrifinn af öllu sem viðkemur Star Wars. Myndin er af geislasverðum, bæði tvöföldum og einföldum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.