Greinar sunnudaginn 31. október 1999

Forsíða

31. október 1999 | Forsíða | 138 orð

AP "Fellibylur aldarinnar" á Indlandi YFIRVÖL

AP "Fellibylur aldarinnar" á Indlandi YFIRVÖLD á Indlandi hófu í gær umfangsmiklar ráðstafanir til neyðaraðstoðar við íbúa austurstrandar landsins, þar sem "fellibylur aldarinnar" gekk yfir í fyrradag. Meira
31. október 1999 | Forsíða | 90 orð

AP Kosið í Úkraínu LEONÍD Kútsjma, forseti Úkraínu, tekur utan

AP Kosið í Úkraínu LEONÍD Kútsjma, forseti Úkraínu, tekur utan um aldraða konu fyrir ljósmyndarana í kosningabaráttuheimsókn til Sumy-héraðs. Skoðanakannanir benda til að Kútsjma njóti mests fylgis frambjóðenda í forsetakosningunum, sem fara fram í dag. Meira
31. október 1999 | Forsíða | 131 orð

Harðar loftárásir Rússa

HERSVEITIR Rússa héldu uppi hörðum loftárásum á Tsjetsjníu í gær. Orrustuþotur og stórskotalið vörpuðu sprengjum á borgir og þorp í sjálfstjórnarlýðveldinu. Stórskotalið Rússa hélt árásum áfram á úthverfi Grosní úr fjöllunum í nágrenninu norðvestan við borgina. Þeir höfðu einnig þrengt hringinn um Gudermes, aðra stærstu borg Tsjetsjníu. Meira
31. október 1999 | Forsíða | 203 orð

Játar á sig morð á 140 börnum

YFIRSAKSÓKNARI Kólumbíu greindi frá því í gær, að flökkumaðurinn Luis Alfredo Garavito hefði á föstudag játað á sig morð á 140 börnum. Þar með gæti maðurinn verið einn hroðalegasti fjöldamorðingi allra tíma. Meira
31. október 1999 | Forsíða | 276 orð

Markmiðið að gera út af við Falun Gong

LÖGGJAFARÞING Kína samþykkti í gær hert lög gegn starfsemi sértrúarsöfnuða, með það að markmiði að gera endanlega út af við andlegu hreyfinguna Falun Gong, sem þegar hefur verið bönnuð með lögum. Fyrir utan Alþýðuhöllina í Peking héldu meðlimir Falun Gong áfram þöglum mótmælum sínum gegn ofsóknum stjórnvalda, sjötta daginn í röð. Meira

Fréttir

31. október 1999 | Innlendar fréttir | 42 orð

Breytingar á Hafnarfjarðarhöfn

HAFNARFJARÐARHÖFN hefur tekið á sig breytta mynd eftir mikla jarðvegsflutninga, sem átt hafa sér stað vegna breytinga á höfninni. Stendur ennfremur til að flytja flotkvína, sem staðsett er við nyrðri enda hafnarinnar, yfir að nýju uppfyllingunni í vikunni. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 904 orð

Brýnt að koma á sjálfbærum samfélögum Noeleen Heyzer, framkvæmdastjóri Þróunarsjóðs SÞ fyrir konur í þróunarlöndum (UNIFEM),

"UNIFEM er ekki góðgerðarstofnun," segir Noeleen Heyzer, framkvæmdastjóri alheimssamtaka UNIFEM, Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur í þróunarlöndum, í samtali við Morgunblaðið en hún var stödd hér á landi um síðustu helgi í þeim tilgangi að ávarpa 10 ára afmælisfund UNIFEM á Íslandi. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 1829 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK HÍ 31. október - 6. nóvember 1999. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html Mánudaginn 1. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 920 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK HÍ 31. október ­ 6. nóvember 1999. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http: //www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html Mánudaginn 1. nóvember kl. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 56 orð

Dræm aðsókn

AÐSÓKN í nám á sviði sjávarútvegs hefur minnkað verulega á undanförnum árum. Forráðamenn Háskólans á Akureyri hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með aðsókn í sjávarútvegsfræði. Á sama tíma sækja æ færri í skipstjóra- og stýrimannanám. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 148 orð

Eigendaskipti á Nesapóteki Eiðistorgi

EIGENDASKIPTI urðu á Nesapóteki, Eiðistorgi 1, 1. október sl. Eysteinn Arason lyfjafræðingur hefur tekið við rekstrinum af Magneu Rósu Tómasdóttur sem hefur verið apótekari frá stofnun apóteksins 1982. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 311 orð

Eindregið mælt með notkun flúortaflna

NÝLEGA hefur heilsugæslustöðvum borist hvatning frá tannverndarráði um að flúorskola tennur barna og unglinga í skólum landsins. Ennfremur hefur landlæknisembættið beint þeim tilmælum til starfsfólks heilsugæslustöðva að það hvetji foreldra til að gefa börnum sínum flúortöflur. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 728 orð

Hundrað ár frá fæðingu skáldsins

Hinn 4. nóvember nk. eru 100 ár síðan Jóhannes úr Kötlum fæddist. Það fimmtudagskvöld gangast Félag íslenskra fræða, Landsbókasafnið ­ Háskólabókasafn og Þjóðminjasafnið fyrir dagskrá um skáldið og verk hans í Þjóðarbókhlöðu og hefst hún klukkan 20. Ármann Jakobsson er formaður Félags íslenskra fræða, hann var spurður nánar um efni þessarar dagskrár. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 1423 orð

Hundrað ár frá fæðingu skáldsins

Hinn 4. nóvember nk. eru 100 ár síðan Jóhannes úr Kötlum fæddist. Það fimmtudagskvöld gangast Félag íslenskra fræða, Landsbókasafnið - Háskólabókasafn og Þjóðminjasafnið fyrir dagskrá um skáldið og verk hans í Þjóðarbókhlöðu og hefst hún klukkan 20. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Keppnisgjöld endurgreidd

FRAMKVÆMDARNEFND Íslandsmóts í hestaíþróttum árið 1999 hefur sent frá sér fréttatilkynningu um framkvæmd mótsins. "Á Íslandsmótinu 1999, sem haldið var á Hellu 9.­11. júlí sl. voru felldar niður þrjár keppnisgreinar, þ.e. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 167 orð

Morgunsjónvarp Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefst á morgun

Á MORGUN hefur morgunsjónvarp Stöðvar 2 og Bylgjunnar göngu sína. Um er að ræða fréttatengdan sjónvarpsþátt sem einnig verður sendur út á Bylgjunni. Snorri Már Skúlason, einn af stjórnendum þáttarins, segir að með morgunsjónvarpinu sé verið að brjóta blað í fjölmiðlun á Íslandi. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Ný stjórn Mannverndar

AÐALFUNDUR Mannverndar var haldinn fimmtudaginn 21. október sl. Á fundinum var kosin ný stjórn. Stjórnina skipa: Pétur Hauksson læknir, formaður, Einar Árnason prófessor, varformaður, Anna Atladóttir læknaritari, ritari, Ólafur Hannibaldsson gjaldkeri og Sigurbjörg Ármannsdóttir meðstjórnandi. Meira
31. október 1999 | Erlendar fréttir | 1356 orð

Ógnað með Karli III og Camillu drottningu

Ástralar munu um næstu helgi halda þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem ákveðið verður hvort stjórnarfarsleg tengsl við Bretland verði rofin, Elísabetu drottningu þakkað fyrir vel unnin störf og stofnað lýðveldi. Ekki er gert ráð fyrir forseta með raunveruleg völd, hann verður aðeins þjóðartákn og kosinn af þingmönnum. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 91 orð

Racine: Fedra í fyrsta sinn á íslensku leiksviði

Í ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANUM verður dagskrá mánudaginn 1. nóvember um franska sautjándu aldar leikskáldið Racine og harmleik hans "Fedru" sem verið er að sýna í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins, fjallar um Jean Racine og gullöld franskra bókmennta. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 163 orð

Racine: Fedra í fyrsta sinn á íslensku leiksviði

Í ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANUM verður dagskrá mánudaginn 1. nóvember um franska sautjándu aldar leikskáldið Racine og harmleik hans "Fedru" sem verið er að sýna í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Meira
31. október 1999 | Erlendar fréttir | 422 orð

Ráðamenn Armeníu myrtir í skotárás

VOPNAÐIR menn ruddust inn í þingsal armenska þjóðþingsins í Jerevan á miðvikudag og myrtu átta af æðstu embættismönnum landsins, þar á meðal forsætisráðherrann, Vazgen Sarksyan, og þingforsetann, Karen Demirchian. Byssumennirnir tóku tugi manna sem staddir voru í þinghúsinu í gíslingu. Hundruð lögreglu- og hermanna umkringdu þinghúsið. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð

Regnbogi yfir Reynisdröngum

HAUSTIÐ hefur verið vætusamt og tiltölulega hlýtt í Mýrdalnum. Sólin hefur þó oft náð að skína á dropana og mynda regnboga. Einn slíkur var upp af Reynisdröngum þegar þessi mynd var tekin. Í forgrunni sést Skiphellir, sem er í hömrunum rétt austan við Höfðabrekku. Útræði tók þar af í Kötluhlaupi árið 1660 en þá bar jökulhlaupið fram efnið í láglendið sem þjóðvegurinn austur á Mýrdalssand liggur nú um. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

Regnbogi yfir Reynisdröngum

HAUSTIÐ hefur verið vætusamt og tiltölulega hlýtt í Mýrdalnum. Sólin hefur þó oft náð að skína á dropana og mynda regnboga. Einn slíkur var upp af Reynisdröngum þegar þessi mynd var tekin. Í forgrunni sést Skiphellir, sem er í hömrunum rétt austan við Höfðabrekku. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 266 orð

Setja á stofn hrossaog sauðfjárræktarbú

BANDARÍKJAMAÐUR og Svisslendingur hafa í samstarfi við Benedikt Þorbjörnsson, bónda á Staðarhúsum í Borgarhreppi, fest kaup á jörðinni Eyri í Flókadal með það að markmiði að hefja þar uppbyggingu í hrossa- og sauðfjárrækt. Mun Benedikt halda utan á næstu dögum með nokkur hross í því skyni að kanna aðstæður og uppbyggingu á búgarði bandarísks samstarfsmanns síns í New York-ríki. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 509 orð

Stjórnvöld og fyrirtæki þurfa mun meira aðhald

GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að við stöndum frammi fyrir svipaðri stöðu nú og fyrir þjóðarsáttarsamningana árið 1990. Þá hafi þurft þjóðarsátt til að ná verðbólgunni niður og það hafi tekist. "Nú þarf þjóðarsátt gegn því að verðbólgan fari upp aftur. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 197 orð

Tilboðinu verður tekið

EYJÓLFUR Sveinsson, stjórnarformaður Orca SA, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ljóst væri að sá hópur fjárfesta, sem framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur boðið að kaupa 51% hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, myndi ganga að boði nefndarinnar. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 521 orð

Tókst ekki að sanna eignarrétt sinn

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ríkissjóð af kröfum manns, sem vildi bætur fyrir það tjón sem hann hefði orðið fyrir þegar hross hans voru boðin upp sem óskilahross. Hæstiréttur sagði manninn ekki hafa fært sönnur á að hann væri réttur eigandi hrossanna. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 530 orð

Úrslit kynnt í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

FYRRI hluti stærðfræðikeppni framhaldsskólanema var haldinn 12. október. Þátttakendur voru alls 681 og komu úr 19 skólum. Keppnin fer fram í skólunum undir umsjón kennara. Á neðra stigi, sem er ætlað nemendum á tveimur fyrstu árum framhaldsskólans, voru 403 keppendur og 278 á efra stigi. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 439 orð

Varð vitni að þremur slysum

BJARNI F. Einarsson fornleifafræðingur varð fyrir þeirri ótrúlegu lífsreynslu að verða vitni að þremur slysum á ferðalagi sínu um Norður- og Norðausturland í vikunni. Í þeim fórust samtals fjórir menn. Á ferðalaginu fékk hann auk þess fréttir af því að tveir vinir hans væru látnir. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð

Verslunin Betra líf 10 ára

VERSLUNIN Betra líf í Kringlunni hélt upp á 10 ára afmæli sitt 2. nóvember nk. Betra líf er sérverslun sem leggur áherslu á að þjóna fólki sem leitar andlegs þroska og hefur áhuga á heilbrigðu líferni. Boðið er uppá úrval af íslenskum og enskum bókatitlum sem fjalla um þessi málefni auk fjölda annarra vöruflokka tengdra því. Eigendur eru Snæfríður Jensdóttir og Stella Sæmundsdóttir. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 34 orð

Viðgerð við Akraneshöfn

Viðgerð við Akraneshöfn VIÐ AKRANESHÖFN er passað vel upp á að allur búnaður sé í góðu lagi. Þessi iðnaðarmaður var að gera við olíuleiðslu þegar ljósmyndari var á ferð um höfnina í vikunni. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 181 orð

Viðræður að hefjast á ný

VIÐRÆÐUR eru að hefjast á ný milli forráðamanna enska knattspyrnufélagsins Stoke City og fulltrúa Kaupþings, fyrir hönd nokkurra íslenskra fjárfesta, um hugsanleg kaup Íslendinganna á meirihluta í félaginu. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 164 orð

Vísindalæsi og náttúrufræðikennsla

HAFÞÓR Guðjónsson, kennari við Menntaskólann við Sund, heldur málstofu á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands næstkomandi miðvikudag, 3. nóvember kl. 15.15. Efni málstofunnar verður: Vísindalæsi og náttúrufræðikennsla. Á málstofunni mun Hafþór velta fyrir sér hugtakinu "vísindalæsi" eða því sem á enskri tungu kallast science literacy". Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 358 orð

Þrír menn létust

ÞRÍR menn létust í aftakaveðri á Mývatni aðfaranótt miðvikudags. Mennirnir voru að vinna við að leggja ljósleiðara yfir vatnið. Þeir réru af stað um kvöldmatarleytið á þriðjudag á litlum trébát. Þegar líða tók á kvöldið fór veður að versna með þeim afleiðingum að báturinn sökk. Leit hófst að mönnunum þegar þeirra var saknað en veðurskilyrði hömluðu leitarstarfinu. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 417 orð

Öryggiskennd landsbyggðarfólks meiri en íbúa Reykjavíkur

ÍBÚAR á landsbyggðinni eru mun líklegri til að finna til mikillar öryggiskenndar einir á gangi að næturlagi í heimabyggð sinni heldur en íbúar í Reykjavík. Kemur fram í nýrri rannsókn á viðhorfum Íslendinga til afbrota að 67% íbúa landsbyggðarinnar búa yfir mikilli öryggiskennd hvað þetta varðar á meðan sambærileg tala yfir höfuðborgarbúa er einungis 18%. Meira
31. október 1999 | Innlendar fréttir | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

Með Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá Míru, "Nýjar leiðir til að njóta lífsins". Meira

Ritstjórnargreinar

31. október 1999 | Leiðarar | 2093 orð

Fyrir skömmu var opnuð ný og glæsileg viðbygging við verzlunarmiðstöðina í

Fyrir skömmu var opnuð ný og glæsileg viðbygging við verzlunarmiðstöðina í Kringlunni. Fjárfestingin mun hafa numið a.m.k. tveimur milljörðum króna og kannski verulega hærri upphæð, ef allt er talið. Hér er ekki einungis um að ræða viðbót við Kringluna heldur er augljóst, að samhliða eru verzlanir á þessu svæði að fá á sig nýjan og nútímalegri svip, Meira
31. október 1999 | Leiðarar | 603 orð

VIÐUNANDI NIÐURSTAÐA

FLEST bendir til þess, að niðurstaða sé fengin í sölu á hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og að sú niðurstaða sé vel viðunandi. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem birtust í Morgunblaðinu í gær, er kominn fram á sjónarsviðið hópur bjóðenda, sem eru tilbúnir til að kaupa hlut ríkisins í bankanum á tæpa tíu milljarða. Meira

Menning

31. október 1999 | Fólk í fréttum | 110 orð

"Doddarnir" í berjamó

Vestmannaeyjum-Níu félagar í gönguklúbbnum "Doddarnir" brugðu sér í berjamó 24. október sl. Enn er góð ber að finna víða í hrauninu vestur við Hamarinn þrátt fyrir að fyrsti vetrardagur sé liðinn. Eftir stutta stund voru garparnir búnir að fylla ílátin af berjum. Þá var slegið upp hádegisberjaveislu til að kveðja sumarið, sem aldrei kom, og heilsa vetri. Meira
31. október 1999 | Menningarlíf | 1436 orð

Fimm súmmarar

Safnið er opið frá klukkan 11 til 17 alla daga nema mánudaga. Meira
31. október 1999 | Menningarlíf | 733 orð

Fimm súmmarar

Safnið er opið frá klukkan 11 til 17 alla daga nema mánudaga. Í LISTASAFNI Íslands hefur nú verið opnuð sýning á verkum fimm þeirra listamanna sem forðum tilheyrðu SÚM-hópnum, þeirra Jóns Gunnars Árnasonar, Kristjáns Guðmundssonar, Hreins Friðfinnssonar, Sigurðar Guðmundssonar og Magnúsar Tómassonar. Meira
31. október 1999 | Menningarlíf | 770 orð

Grískur brautryðjandi

Nikos Skalkottas: Mærin og dauðinn, ballettsvíta fyrir hljómsveit (1938). Konsert nr. 1 fyrir píanó og hljómsveit (1931). Ouvertüre Concertante (1944/1945). Einleikari: Geoffrey Douglas Madge (píanó). Hljómsveitarstjóri: Nikos Christodoulou. Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveit Íslands. Útgáfa: BIS-CD-1014. Lengd: 55'44. Verð: kr. 1.499 (Japis). Meira
31. október 1999 | Menningarlíf | 787 orð

Handritin heim

­ i politisk belysning eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. Dönsk þýð. Kim Lembek. 408 bls. Odense Universitetsforlag. 1999. HANDRITAMÁLINU er endanlega lokið. Þar með er kominn tími til að skrá sögu þess. Eða sú er ætlan Sigrúnar Davíðsdóttur. Hún hefur skoðað og skyggnt allar hliðar málsins í þaula ­ svo mjög að telja má að verkefnið sé þar með tæmt í eitt skipti fyrir öll. Meira
31. október 1999 | Menningarlíf | -1 orð

INNRA RAUNSÆI

Sigurður Magnússon. Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 27. nóvember. Aðgangur 200 kr. í allt húsið. ÞÆR eru ekki margar íslenzku listspírurnar sem sótt hafa í mal enskrar og/eða breskrar hefðar í málaralist, hvorki eldri né nýrri, og er ekki gott að segja hvað veldur. Meira
31. október 1999 | Menningarlíf | 513 orð

KATLA

Til 19. desember. Opið daglega frá kl. 10 - 18. Aðgangur kr. 300. Ókeypis mánudaga RAGNA Róbertsdóttir er komin af Jackson Pollock í beinan kvenlegg. Verk hennar búa yfir því landslagi sem þekkir vart takmörk. Meira
31. október 1999 | Fólk í fréttum | 252 orð

Óheft hugmyndaflug

ÍSLENSK hönnun ungs fólks verður til sýnis í Galleríi Geysi í Hinu húsinu í dag og eru það nemendur í hönnunardeild Iðnskólans í Reykjavík sem sjá um sýninguna sem er hluti af Unglist. Óheftu hugmyndaflugi þeirra var leyft að ráða ferðinni í hönnun þess sem fyrir augu ber og mun því margt skrítið, skemmtilegt og sniðugt prýða galleríið. Meira
31. október 1999 | Menningarlíf | 1560 orð

ÞJÓÐARGERSEMAR

Ásgrímur Jónsson. Opið alla daga frá 12-17. Lokað mánudaga. Til 28. nóvember. Aðgangur 300 krónur. ÞAÐ er stöðugt að verða deginum ljósara, hvílíkum fjársjóði frumherjar okkar í sígildum módernisma skiluðu til þjóðarinnar í listsköpun sinni. Meira
31. október 1999 | Menningarlíf | -1 orð

ÞJÓÐARGERSEMAR

Ásgrímur Jónsson. Opið alla daga frá 12-17. Lokað mánudaga. Til 28. nóvember. Aðgangur 300 krónur. ÞAÐ er stöðugt að verða deginum ljósara, hvílíkum fjársjóði frumherjar okkar í sígildum módernisma skiluðu til þjóðarinnar í listsköpun sinni. Meira

Umræðan

31. október 1999 | Bréf til blaðsins | 373 orð

Börn gráta sömu tárunum í Trékyllisvík og Taívan

Í TILEFNI heimsóknar kínverskrar sendinefndar til landsins nýlega er eðlilegt að spyrja hver afstaða utanríkisráðuneytisins er til harðstjórnarinnar í Kína og hversu lengi ætla íslensk stjórnvöld að taka þátt í því að láta undan pólitískum þrýstingi frá stjórnvöldum í Peking. Meira
31. október 1999 | Bréf til blaðsins | 256 orð

Rangar upplýsingar um launamun kynjanna

LAUNAKÖNNUN sem gerð var fyrir Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur vakið mikla athygli. Einkum upplýsingar um mun á launum kynjanna. Í auglýsingu frá VR er því haldið fram að munur á launum fólks, eftir kyni, sé 30%. Þetta er rangt. Í auglýsingunni er því haldið fram að karlar hafi 30% hærri laun en konur. Meira
31. október 1999 | Aðsent efni | 1440 orð

UMHVERFISÁHRIF VATNSAFLSVIRKJANA

Það fyrirfinnst engin aðferð til að framleiða rafmagn, segir Jakob Björnsson, sem ekki hefur áhrif á náttúrulegt og félagslegt umhverfi. Meira

Minningargreinar

31. október 1999 | Minningargreinar | 729 orð

Anna Guðrún Árnadóttir

Mig langar að minnast konunnar í næsta húsi sem var sko engin venjuleg kona, nei, það var hún Anna og meira að segja Anna hans Gumma, hún var engri lík og þó svo að þungu fargi sé af mörgum létt er hennar sárt, já, sárt saknað af öllum sem til hennar þekktu. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 29 orð

ANNA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR

ANNA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR Anna Guðrún Árnadóttir fæddist á Akureyri 29. maí 1941. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 8. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 21. október. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 598 orð

Auður Auðuns

Við fráfall Auðar Auðuns er farin ein af merkustu konum Íslands á þessari öld. Hún var meðal fyrstu kvenna sem luku langskólanámi og fyrst kvenna á Íslandi til að ljúka embættisprófi í lögfræði. Hún var einn af þeim einstaklingum sem ruddu brautina fyrir konur á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Hún fylgdi ætíð stefnu Sjálfstæðisflokksins og komst þar til æðstu metorða. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 27 orð

AUÐUR AUÐUNS

AUÐUR AUÐUNS Auður J. Auðuns fæddist á Ísafirði 18. febrúar 1911. Hún lést á Droplaugarstöðum 19. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 26. október. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 604 orð

Guðfinna Jónína Sveinsdóttir

Nú hefur Guð kallað til sín elskulega tengdamóður mína Guðfinnu Jónínu Sveinsdóttur. Okkar góðu kynni hafa varað í um 38 ár. Guðfinna tók mér strax af hlýju, virðingu og innileik, sem hélst allt til hins síðasta. Hún bjó þá búi sínu á Stóra-Kálfalæk á Mýrum ásamt elstu dóttur sinni Ingibjörgu Haraldsdóttur, eiginmanni hennar Konráði Gíslasyni og fjölskyldu. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 356 orð

Guðfinna Jónína Sveinsdóttir

Okkur systkinin langar að skrifa nokkur orð í minningu ömmu okkar Guðfinnu Sveinsdóttur. Eitt af mörgu sem kemur upp í hugann er þegar við vorum börn og áttum heima í sveitinni. Amma bjó í Reykjavík og þegar hún sá sér fært að heimsækja okkur varð ætíð hátíð í bæ. Þessi yndislega kona gaf svo mikið af sér og reyndi að gleðja okkur af öllu hjarta sem henni fórst einstaklega vel úr hendi. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 510 orð

Guðfinna Jónína Sveinsdóttir

Komdu sæl, amma, vorum við vön að segja við þig þegar við heimsóttum þig í Seljahlíð. Alltaf tókst þú brosandi á móti okkur og faðmaðir fast að þér. Þú hafðir alltaf mikla þörf fyrir félagsskap og undir þér alltaf best í góðra vina hópi. Ef þig var farið að lengja eftir okkur þá lést þú ævinlega skilaboð út ganga. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 351 orð

GUÐFINNA JÓNÍNA SVEINSDÓTTIR

GUÐFINNA JÓNÍNA SVEINSDÓTTIR Guðfinna Jónína Sveinsdóttir var fædd í Hafnarfirði 17. febrúar 1907. Hún andaðist á hjúkrunardeild Seljahlíðar 21. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðlaug Ágústa Guðmundsdóttir, f. 7. ágúst 1882, d. 13. ágúst 1954, og Sveinn Guðmundsson, f. 23. mars 1875, d. 13. mars 1929. Guðfinna var elst níu systkina. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 156 orð

Guðrún Árnadóttir

Á hverju ári í meira en tuttugu ár kom Gunna frænka í heimsókn til okkar, hvar sem við bjuggum í heiminum. Seinasta skiptið sem hún kom, fyrir fjórum árum, var hún alveg að verða 92 ára. Í hvert sinn sem við svo komum til Íslands gistum við hjá Gunnu í Espigerðinu. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 42 orð

Guðrún Árnadóttir

Þegar ég var lítil og var að reyna að ímynda mér hvernig Guð liti út var ég viss um að hann hlyti að líta út eins og Gunna, af því að hún var elsta manneskjan í heiminum sem ég þekkti. María. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 166 orð

GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR

GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR Guðrún Árnadóttir fæddist í Vestmannaeyjum 23. desember 1903. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 24. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Árni Filippusson, kennari, f. 17. mars 1856, og Gíslína Jónsdóttir, f. 18. apríl 1871. Systkini Guðrúnar voru Guðmundur, f. 17. október 1898, Filippus, f. 7. júní 1902, og Katrín, f. 12. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 157 orð

Ingþór Haraldsson

Fyrrum félagi okkar Ingþór Haraldsson í Lionsklúbbnum Frey er fallinn frá. Þar er genginn góður félagi sem Lionshreyfingin á Íslandi á margt að þakka. Ingþór gegndi mörgum ábyrgðarstöðum innan hreyfingarinnar á þeim árum sem hann starfaði. Hann var félagi í Frey frá árinu 1972. Hann gegndi embætti unglingaskiptastjóra í tíu ár samfleytt 1981 til 1990 eða lengur en nokkur annar. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 747 orð

Ingþór Haraldsson

Það eru aðeins þrír mánuðir síðan ég hitti vin minn Ingþór Haraldsson síðast í verslun hans. Var hann þá ekki eins hress og hann átti vanda til, en kvartaði þó ekki. Var þá ekki búið að greina sjúkdóm þann, sem dregið hefur hann til dauða á örfáum vikum. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 812 orð

Ingþór Haraldsson

Mánudaginn 1. nóvember verður borinn til grafar vinur okkar, Ingþór Haraldsson, kaupmaður í Kópavogi. Hann lést eftir stutt en hörð veikindi. Hann hafði svo mikla lífsorku, áður en hann veiktist, og virtist eiga svo miklu ólokið. En enginn veit sína ævina, fyrr en hún er öll. Ingþór rak verkfæraverslun um áratuga skeið, fyrst í Reykjavík og síðar í Kópavogi. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 221 orð

INGÞÓR HARALDSSON

INGÞÓR HARALDSSON Ingþór Haraldsson kaupmaður fæddist í Reykjavík 17. nóvember 1932. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 26. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldóra Sigurjónsdóttir úr Hafnarfirði og Haraldur Sveinbjarnarson, kaupmaður í Reykjavík. Þau skildu. Seinni maður Halldóru var Óli J. Sigmundsson kaupmaður og húsasmiður á Ísafirði. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 195 orð

ÓSKAR B. PÉTURSSON

Óskar B. Pétursson gullsmiður er látinn. Við minnumst hans með virðingu og söknuði. Saga hans í faginu var sammerkt sögu þeirrar kynslóðar gullsmiða sem smíðuðu kvenbúningasilfur. Þar var Óskar á heimavelli, því aðalsmerki hans var víravirkið, hann hafði vart undan, þar þurfti snör og örugg handtök. Óskar var fyrsti nemandi Guðlaugs A. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 461 orð

Sigríður Ásgeirsdóttir

Látin er mágkona mín, Sigríður Ásgeirsdóttir, eftir langvarandi og erfið veikindi. Ég kynntist henni fyrst árið 1948, er samvistir og síðan hjónaband tókst milli mín og Ásgríms Ásgeirssonar, stýrimanns hjá Landhelgisgæslunni. Þau voru börn hins þjóðkunna skipstjóra Ásgeirs Sigurðssonar sem tíðast var kenndur við Esjuna og Ásu konu hans. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 287 orð

Sigríður Ásgeirsdóttir

Illur grunur læddist að mér þegar Imma frænka hringdi til mín í vinnuna kl. 9 á miðvikudagsmorgun, 20. þ.m. Sá grunur var því miður á rökum reistur. Hún tjáði mér að Sigga frænka væri dáin. Þegar ég hafði jafnað mig um stund, varð mér hugsað til allra góðu stundanna sem ég átti hjá henni. Sigga var systir hans pabba míns og þau voru mjög góðir vinir. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 317 orð

SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR

DÓTTIR Sigríður Ásgeirsdóttir var fædd í Reykjavík 19. janúar 1925. Hún lést 20. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásgeir Sigurðsson, f. 28.11. 1894, d. 22.9. 1961, skipstjóri á Heklunni og Esjunni, og Ása Gunnfríður Kristín Ásgrímsdóttir, f. 14.10. 1899, d. 25.2. 1977. Systkini Sigríðar eru: Sigurður Stefán, f. 17.11. 1918, d. 11.2. 1919; Ingibjörg, f. 20.2. 1921, d. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 363 orð

Sigurður Rögnvaldsson

Á einni nóttu var sem tíminn hætti að vera til. Svo kom gjörningaveður og buldi á gluggum, rafmagnið fór víða og bátar losnuðu við bryggjur. Næsta morgun var allt stillt. Eins og ekkert hefði gerst. Þann dag bankaði annar tími uppá. Ég hugsa um tímann. Tímann, sem líður svo mishratt eftir því hvernig hjartað slær. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 230 orð

Sigurður Rögnvaldsson

Aldrei hefur mér brugðið eins og þegar ég frétti af andláti besta vinar míns og fóstbróður, enda ekki hægt að ímynda sér neitt það sem varpað gæti ljósi á svo skelfilegan atburð. Hvernig eigum við hinir sem eftir lifum að lifa áfram án hans? Slíkt verður vinum hans erfitt þar sem fáir einstaklingar hafa haft svo djúpstæð áhrif á samferðafólk sitt og hann hafði. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 400 orð

Sigurður Rögnvaldsson

Það var okkur hjónunum mikið áfall að fá þær fregnir á mánudagskvöld að einn nánasti vinur okkar til margra ára hefði látist af slysförum fyrr um kvöldið. Var þetta ekki síst áfall þar sem við höfðum verið í heimsókn hjá honum og fjölskyldu hans aðeins tveimur dögum áður við besta yfirlæti. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 440 orð

Sigurður Rögnvaldsson

Sigurður Rögnvaldsson var starfsmaður minn á Jarðeðlissviði Veðurstofu Íslands. Þegar hann lét lífið í hörmulegu slysi voru við Sigurður að undirbúa mælingar vegna mikils alþjóðlegs rannsóknarverkefnis á sviði jarðskjálftafræði. Markmið verkefnisins er að þróa aðferðir til að draga úr hættu af völdum jarðskjálfta og segja fyrir um þá. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 238 orð

Sigurður Rögnvaldsson

Siguður Th. Rögnvaldsson jarðskjálftafræðingur lauk BS námi frá Háskóla Íslands rið 1987 og fjórðaársverkefni þaðan 1988. Sigurður stundaði framhaldsnám í jarðskjálftafræði við Háskólann í Uppsölum og lauk Ph.D. gráðu þar 1994. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 315 orð

SIGURÐUR THORLACIUS RÖGNVALDSSON

SIGURÐUR THORLACIUS RÖGNVALDSSON Sigurður Thorlacius Rögnvaldsson, jarðeðlisfræðingur, fæddist í Reykjavík 11. janúar 1964. Hann lést af slysförum 25. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kristín Rannveig Thorlacius, bókasafnskennari, f. 30. mars 1933, og séra Rögnvaldur Finnbogason, sóknarprestur, síðast að Staðastað, f. 15. október 1927, d. 3. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 707 orð

Sigurður Th. Rögnvaldsson

"Getið þið bent mér á hótelið?" Þetta er elsta minningarbrot sem ég finn í hugarskotinu af okkur Sigga, sennilega þrjátíu ára gömul upplifun úr fjörunni í Seyðisfirði. Þá hafði sjónvarpið haldið innreið sína og andagtugur fréttamaður brugðið sér í morgungöngu til að kanna mannlífið í þessari Mekka síldarinnar, sem nú var reyndar horfin á braut. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 574 orð

Sigurður Th. Rögnvaldsson

Það er undarlegt að sitja suður í Prag og frétta fráfall kærs vinar. Og maður fer ósjálfrátt í búðir og kaupir gull handa börnunum meðan beðið er flugs heim til Íslands. Í þessari sögufrægu borg. En það er til önnur saga og það er góð saga. Saga vináttu sem staðið hefur í tæpa tvo áratugi. Hún hefst þegar við báðir sóttum nám í jarðeðlisfræði við Háskólann. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 346 orð

Sigurður Th. Rögnvaldsson

Þegar Sigurður Th. Rögnvaldsson fórst í hörmulegu bílslysi var stórt skarð höggvið í starfsmannahópinn á Jarðeðlissviði Veðurstofu Íslands. Við sem eftir lifum erum agndofa og sjáum ekki að það verði fyllt. Sigurður var ekki einungis afburða vísindamaður, heldur var hann einnig góður vinnufélagi, hjálpfús og lipur. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 596 orð

SIGURÐUR TH. RÖGNVALDSSON

Í janúar 1988 kom að tali við mig á Hótel Loftleiðum ungur maður sem hafði áhuga á að kanna möguleika sína á framhaldsnámi í jarðeðlisfræði við Uppsalaháskóla. Forsagan var sú að ég hafði beðið Sveinbjörn Björnsson, sem þá var prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, að benda mér á duglegan námsmann í jarðeðlisfræði sem hefði áhuga á framhaldsnámi erlendis. Sveinbjörn benti mér á Sigurð Th. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 680 orð

Stefán Jónsson

Þær voru langar og strangar þessar síðustu sjö vikur í lífi Stefáns frænda míns. En styrkur hans og þrek var ótrúlegt. Og allan þann tíma var Fjóla honum við hlið uppi á sjúkrahúsi, dag eftir dag, kvöld eftir kvöld, yfirveguð og æðrulaus. Þessi tími hefur kennt mér margt. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 388 orð

Stefán Jónsson

Á kveðjustund sem þessari vilja minningar leita upp í hugann. Minningar um ungan myndarlegan mann, rólegan og yfirvegaðan sem hafði gaman af að spjalla um heima og geima og hafði svo margt til brunns að bera. Minningar um eldri mann sem hlakkaði til að geta farið að gefa sér tóm til að sinna hugðarefnum sínum eftir langa starfsævi. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 737 orð

Stefán Jónsson

Með þakklátum huga kveð ég kæran bróður. Þakka honum hvað hann hefur alltaf reynst mér vel. Mun ég aldrei gleyma um ókomin ár þeim stuðningi sem hann og Fjóla veittu mér eftir þungt áfall í mínu lífi, þegar ég missti manninn minn. Kom þá Stebbi bróðir með sína styrku hjálparhönd og sitt stóra hjarta og hjálpaði mér yfir mörg erfið spor. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 149 orð

Stefán Jónsson

Það er alltaf þannig að á kveðjustund er margt sem rifjast upp og ætla ég ekki að vera með upptalningu í þessum fáu þakkarlínum. En í upprifjun minni um þig er alltaf það sama sem kemur upp hugann og það var hversu nærgætinn, orðvar og ljúfur maður þú varst. Það var auðvelt að þykja vænt um þig. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 195 orð

Stefán Jónsson

Elsku afi minn, hjarta mitt fyllist stolti þegar ég hugsa um hvað þú stóðst þig vel í veikindum þínum. Nú ert þú búinn að fá vel verðskuldaða hvíld og ert kominn á stað þar sem þér líður vel. Ég mun sakna þín sárt, Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 345 orð

STEFÁN JÓNSSON

STEFÁN JÓNSSON Stefán Jónsson fæddist á Gestsstöðum í Tungusveit 3. desember 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Guðbjörg Aðalsteinsdóttir, f. 15. mars 1897, d. 21. febrúar 1981, og Jón Níelsson, bóndi á Gestsstöðum og síðar Heiðarbæ í Tungusveit, f. 16. júní 1885, d. 10. nóvember 1932. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 488 orð

Þóra Kristjánsdóttir

Hinn 20. október síðastliðinn var merk kona til grafar borin. merk, ekki vegna stórafreka í þjóðmálum Íslendinga eða vegna skáldgáfu eða annarra afreka, sem við erum svo gjörn á að meta hvert annað eftir. Nei, Þóra var merkileg manneskja fyrir annarra hluta sakir. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 698 orð

Þóra Kristjánsdóttir

Hún Þóra systir mín var lífsglöð ung kona, vinsæl og skemmtileg. Hún var mjög sjálfstæð og þurfti snemma að fara að vinna fyrir sér. Hún vann ýmis verslunar- og þjónustustörf og var alls staðar vel látin sökum dugnaðar. Þegar hún ung að árum hóf búskap með manni sínum naut hún sín sem húsmóðir. Það var allt svo fínt og fágað hjá henni Þóru. Ég man hvað gott var að koma í heimsókn. Meira
31. október 1999 | Minningargreinar | 108 orð

ÞÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR

ÞÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR Þóra Kristjánsdóttir fæddist í Reykjavík 18. maí 1928. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 16. október síðastliðinn. Heimili hennar var á Skjóli við Kleppsveg. Foreldrar Þóru voru hjónin Margrét Elíasdóttir ættuð frá Vestmannaeyjum og Kristján Jóhannsson bifreiðarstjóri ættaður úr Skagafirði. Þau eru bæði látin. Meira

Daglegt líf

31. október 1999 | Ferðalög | 179 orð

Brúin hans Bangsímons endursmíðuð

BANGSÍMON og vinir hans í Hundraðekruskógi eru í vandræðum um þessar mundir. Brúin í skóginum er nefnilega að hruni komin. Höfundur bókanna um Bangsímon, A.A. Milne, sótti innblástur sinn til leikja sem hann sem barn lék sér í á gamalli brú í Ashdown Forrest í East Sussex í Englandi. Staðurinn er fjölsóttur af ferðamönnum og gengu um 50 þúsund gestir yfir brúna í fyrra. Meira
31. október 1999 | Ferðalög | 1077 orð

Dalur konunganna í Egyptalandi Enn ófundin grafhýsi á svæðinu?

Við komum akandi til borgarinnar Luxor frá El-Kharga vininni í vestur-eyðimörk Egyptalands. Luxor er um 150 þúsund manna borg og stendur á bakka Nílar, umlukt frjósömu landbúnaðarlandi. Þaðan er stutt til margra kunnustu fornminja Egyptalands og því kjörinn dvalarstaður í nokkra daga. Meira
31. október 1999 | Ferðalög | 380 orð

Evrópsk samtök um eflingu menningar og lista í ferðamálaþjónustu

FJÖLMARGA ferðamenn þyrstir í að kynnast menningar- og listalífi þess staðar sem þeir velja að heimsækja hverju sinni. Samtökin Art Cities in Europe" hafa sett sér að markmiði að efla þátt menningar og lista í ferðamálaþjónustu. Meira
31. október 1999 | Bílar | 113 orð

Ferð á Turkey Run

HÓPFERÐADEILD Flugleiða efnir til ferðar til Daytona í Flórída á stærstu fornbílasýningu í Bandaríkjunum, Turkey Run, dagana 22.-30. nóvember nk. Turkey Run sýningin, sem er mekka fornbílaáhugamanna, var fyrst haldin árið 1974 og hefur síðan verið árlegur viðburður á Daytona Beach. Meira
31. október 1999 | Ferðalög | 299 orð

Fjallabærinn Levi er vinsæll áfangastaður

ÁRLEGA kemur um ein og hálf milljón ferðamanna til Lapplands og lætur heillast af miklum víðáttum, stórkostlegri náttúrufegurð jafnt sumar sem vetur og aldagamalli rótgrónni menningu Lappa. Landið er tæpir hundrað þúsund ferkílómetrar en þar búa aðeins um tvö hundruð þúsund manns. Fjallabærinn Levi, sem er 170 kílómetra norðan við heimskautsbaug, er vinsæll áfangastaður fyrir skíðaiðkendur. Meira
31. október 1999 | Ferðalög | 140 orð

Flugleiðir fá nýtt útlit

NÝTT útlit Flugleiða verður afhjúpað eftir röska viku, eða 9. nóvember næstkomandi. Þá er von á nýmálaðri flugvél flugfélagsins til landsins, nýr einkennisfatnaður verður kynntur sem og nýtt útlit á öllu prentuðu efni frá fyrirtækinu. Meira
31. október 1999 | Ferðalög | 211 orð

Flug milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu fyrir 198 dollara

FLUGLEIÐIR buðu Bandaríkjamönnum í síðustu viku að kaupa sér flugfar frá Boston, New York, Baltimore og Minneapolis í Bandaríkjunum til London, Parísar, Amsterdam eða Frankfurt fyrir 198 dollara, eða um 14 þúsund krónur. Tilboðið var einugnis á Netinu og mátti m.a. finna á tveimur vefsetrum, www.trip.com og www.travelzoo.com. Tilboðið var bundið við ferðir fram og til baka. Meira
31. október 1999 | Ferðalög | 299 orð

Heitir réttir fyrir kalda Íslendinga

Veitingahúsaflóran í London er jafn fjölbreytt og mannlífið þar í borg. Guðlaug Sigurðardóttir rakst á skemmtilegt indverskt veitingahús. Meira
31. október 1999 | Ferðalög | -1 orð

Hjá Bjarna og Bryndísi í Billund Þegar Theodó

Þegar Theodór Þórðarson var á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Danmörku síðsumars gisti hann hjá íslenskum hjónum sem reka gistihús í gömlum bóndabæ. Meira
31. október 1999 | Ferðalög | 363 orð

Hvorki þögn né myrkur

NÆSTU áramót verða minnisstæð þeim sem þá munu dveljast í Helsinki, einni af níu menningarborgum Evrópu árið 2000. Fyrir utan fjölskrúðuga flugeldasýningu, sem Finnar þiggja að gjöf frá íbúum japönsku borgarinnar Nagaoka og lifandi ljósadýrð á torgum borgarinnar á gamlárskvöld verður mikið um menningarlegar dýrðir. Menningarstofnanir í borginni munu verða hafðar opnar bæði 1. og 2. Meira
31. október 1999 | Ferðalög | 59 orð

Lundúnir

FYRIR skömmu var opnuð heimasíða ferðaskrifstofu nokkurrar í Lundúnum sem sérhæfir sig í að miðla húsnæði til ferðamanna. Ferðaskrifstofan ber heitið The London Bed & Breakfast Agency Ltd. Netslóð heimasíðunnar er: www.londonbb.com og er þar að finna allar upplýsingar um gistingu á ólíku verði. Einnig er hægt að bóka gistingu á síðunni og senda tölvupóst fyrir frekari upplýsingar. Meira
31. október 1999 | Bílar | 1325 orð

Ný hönnun og fjölbreytileg tækni á Tókíósýningunni

Umhverfisvænir hugmyndabílar eru meginþemað á bílasýningunni í Makuhari í Chiba, útborg Tókíó, sem nú stendur yfir. Þar hafa markaðsstjórar og almenningstengslasérfræðingar risafyrirtækjanna fengið æskublóma Japans til að skrýðast framúrstefnufatnaði í naumhyggjustíl og stilla sér upp við gljáfægðan málm nýstárlegra ökutækja. Meira
31. október 1999 | Ferðalög | 551 orð

Nýta sér náttúruna í kring í matseldinni

ÞAÐ hefur mikið verið byggt á Efri-Brú í Grímsnesi undanfarin ár enda hefur ferðaþjónustan á bænum sífellt verið að vinda upp á sig frá því farið var af stað með hana fyrir níu árum. Næsta vor, þegar byggingarframkvæmdum er endanlega lokið, verður komin gistiaðstaða fyrir 45 manns og þegar er hægt að taka á móti 60 matargestum. Meira
31. október 1999 | Ferðalög | 350 orð

Pólland SAS flýgur til Kraká

30. ÁGÚST síðastliðinn hóf SAS áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Kraká. Flogið er daglega fram og til baka en farið er frá Kaupmannahöfn klukkan fimm mínútur í níu árdegis og komið til baka rétt fyrir hádegi. Kraká er sjötti áfangastaður SAS í Póllandi en flugfélagið flýgur einnig til Varsjár, Poznan, Stettin, Danzig og Wroclaw. Kraká er í Suður-Póllandi og þar búa um 750.000 manns. Meira
31. október 1999 | Bílar | 61 orð

Toyota Celica frumsýnd TOYOTA-UMBOÐIÐ frumsýnir sjöundu kynslóð Celica þessa helgi. Meginlínur í hönnun eru þægindi og

TOYOTA-UMBOÐIÐ frumsýnir sjöundu kynslóð Celica þessa helgi. Meginlínur í hönnun eru þægindi og glæsileiki í frísklegri umgjörð. Notuð er nýjasta tækni í smíði, efnisvali og búnaði og síðast en ekki síst er hófsemi gætt í vélarstærð og þyngd, sem gerir bílinn viðráðanlegan í verði og rekstrarkostnaði. Samt býr nýja Celican yfir þeirri snerpu sem ímynd hennar krefst. Meira
31. október 1999 | Bílar | 57 orð

VVT-i (Variable valve timing ­ intelligent) er nafn á tækni við að brey

VVT-i (Variable valve timing ­ intelligent) er nafn á tækni við að breytaventlatíma eftir aðstæðum, en á íslensku mætti kalla það stýranlegaventlatímagreind. Augnablikið sem útblásturslokinn er að lokast og soglokinnað byrja að opnast er breytilegt. Meira

Fastir þættir

31. október 1999 | Í dag | 24 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 31. október, verður sextug Guðrún Sigurðardóttir, Strangarholti 9. Guðrún tekur á móti gestum í kaffi í Eyktarási 8, Reykjavík. Meira
31. október 1999 | Í dag | 37 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 1. nóvember, verður sjötug Elín Kristbergsdóttir, Sunnuvegi 9, Hafnarfirði. Hún og eiginmaður hennar, Friðrik Guðmundsson, taka á móti ættingjum og vinum í Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði, á morgun, mánudag, milli kl. 19-20. Meira
31. október 1999 | Í dag | 29 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 1. nóvember, verður áttræð Guðrún E. Bergmann, Hæðargarði 35, Reykjavík. Guðrún tekur á móti ættingjum og vinum á Hótel Íslandi í dag kl. 15. Meira
31. október 1999 | Fastir þættir | 841 orð

Allir saman nú!

31. október 1999 | Fastir þættir | 833 orð

Allir saman nú!

Allir saman nú! ­ Þess vegna skulum við öll trúa með íslenskum ráðamönnum. (Ekki vera að þrasa þetta!) Ef við trúum því öll nógu staðfastlega þá hlýtur það að vera satt. Meira
31. október 1999 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. júlí sl. í Vor Frue kirke, Skive í Danmörku, Guðrún Garðarsdóttir og Jacob Rytter. Heimili þeirra er á Fredrikdal Alle 11, 7800 Skive, Danmörku. Meira
31. október 1999 | Dagbók | 923 orð

Í dag er sunnudagur 31. október, 304. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Þ

Í dag er sunnudagur 31. október, 304. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú. (2. Tím. 3, 15. Meira
31. október 1999 | Í dag | 912 orð

Kirkjuvika í Áskirkju

NÚ í vetrarbyrjun gengst sóknarnefnd Áskirkju fyrir kirkjuviku sem hefst með guðsþjónustu í Áskirkju, í dag, sunnudag, kl. 14. Sóknarpresturinn, sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson, prédikar, kirkjukór Áskirkju syngur undir stjórn Kristjáns Sigtryggssonar, organista og Anna Sigríður syngur einsöng. Meira
31. október 1999 | Fastir þættir | 597 orð

"Samfylgd sem má ei rofna"

Megi Hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar hljóma sem oftast, segir Stefán Friðbjarnarson, í kirkjum landsins næstu hundrað árin. Meira
31. október 1999 | Í dag | 230 orð

Spjót

JÓN O. Edwald benti mér á eftirfarandi fyrirsögn, sem stóð í Mbl. 13. okt. sl., B 3: SÍF fyrsta íslenska fyrirtækið sem beinir spjótum sínum til neytenda í Frakklandi. Þetta orðalag er vissulega öllum auðskilið og augljóst, við hvað er átt með því. Hitt er annað mál, hvort það á við að tala um að beina spjótum sínum til neytenda. Þegar grannt er skoðað, felst neikvæð og árásargjörn merking í því. Meira
31. október 1999 | Í dag | 654 orð

VIGFÚS Hallgrímsson, kennari við Hjallaskóla í Kópavogi, hei

VIGFÚS Hallgrímsson, kennari við Hjallaskóla í Kópavogi, heimsótti barnaskóla á Írlandi vorið 1998 og skrifar skemmtilega grein um ferðina í októberhefti Fréttabréfs Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins. Kennurum standa til boða styrkir vegna slíkra ferða frá menntaáætlun Evrópusambandsins (ESB) sem gengur undir nafninu Sókrates, og þannig kom ferð Vigfúsar til. Meira
31. október 1999 | Í dag | 81 orð

VORHVÖT

Þú, vorgyðja, svífur úr suðrænum geim á sólgeisla vængjunum breiðum til Ísalands fannþöktu fjallanna heim að fossum og dimmbláum heiðum. Ég sé, hvar í skýjum þú brunar á braut. Ó, ber þú mitt ljóð heim í ættjarðar skaut. Meira
31. október 1999 | Í dag | 287 orð

Þakkir til Víkurskála

FYRSTU helgina í október sl. fórum við systkinin ásamt mökum í helgarferð til Víkur í Mýrdal. Gistum við í litlum sumarhúsum og borðuðum veislumat í Víkurskálanum á laugardagskvöldinu. Öll sú þjónusta sem við fengum var til fyrirmyndar. Húsin voru snyrtileg og notaleg og þjónustan og maturinn var í alla staði til fyrirmyndar. Meira

Íþróttir

31. október 1999 | Íþróttir | 1140 orð

Máttur eða máttleysi fyrirliðans?

HVERT er hlutverk fyrirliðans? Er hann fyrirmynd og leiðtogi leikmanna, aðstoðarmaður þjálfarans eða sökudólgur? Þessu hafa menn velt fyrir sér í Þýskalandi að undanförnu og þá hvert hlutverk fyrirliðanna hjá 1. deildar liðum er. Að bera fyrirliðabandið er ekki alltaf auðvelt. Meira

Sunnudagsblað

31. október 1999 | Sunnudagsblað | 478 orð

Alls kyns tilraunastarfsemi

ÍSLENSK dansmúsík stendur með blóma um þessar mundir, ekki síst fyrir tilstilli Þórhalls Skúlasonar og Thule-útgáfu hans sem sent hefur frá sér fjölmarga diska að undanförnu og gert hafa það gott ytra. Með nýjum útgáfum Thule er diskur Örnólfs Thorlaciusar, sem gefur út undir nafninu Early Groovers. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 1506 orð

Asíski efnahagsrisinn leitar leiða upp úr kreppudal

ÞEGAR lent er á Narita-alþjóðaflugvellinum við Tókýó og ekið inn í iðandi stórborgina kemur gestkomandi Vesturlandabúi í fljótu bragði auga á fátt, sem gefur tilefni til að ætla að hér sé kreppa. Bílarnir í endalausum umferðarteppunum eru mjög margir stórir, búnir kraftmiklum vélum og öllum hugsanlegum aukahlutum. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 293 orð

Asnakjálkar í apabúningum

MÚM-flokkurinn sendi á dögunum frá sér breiða stuttskífu; geisladisk með fjórum lögum en tvö þeirra eru unnin í samvinnu Múmliða og Músíkvats. Tvö laganna eru við aldur og tvö endurunnin. Múm skipa Örvar Smárason, Gunnar Örn Tynes og Kristín og Gyða Jónsdætur. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 263 orð

Bretar vilja endurríkisvæða járnbrautirnar

ÞRÍR af hverjum fjórum Bretum vilja að einkavæðing járnbrautanna í landinu verði látin ganga til baka. Óttast margir að sé slíkur rekstur grundvallaður á hagnaðarvoninni sé hætt við því að öryggi og áreiðanleiki þessarar almenningsþjónustu verði ábótavant. Þetta eru meðal helztu niðurstaðna nýrrar skoðanakönnunar. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 1102 orð

Ef æskan vill rétta þér...

STUNDUM hef ég verið gantast með það í skrifum mínum hvað eldra fólk fari halloka fyrir æskunni. Rifjað upp með nostalgíu hvað allt hafi verið mikið betra í gamla daga og allt hefur þetta verið gert í dálitlum hálfkæringi og ég veit það ekki einu sinni sjálfur hvort ég meini þetta í alvöru. Hvað þá að ég ætlist til að aðrir taki það alvarlega. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 333 orð

Gott að eiga aukasjálf

AUKASJÁLF eru til margra hluta nytsamleg, ekki síst fyrir tónlistarmenn sem gaman hafa af að breyta útaf í tónlistarstefnum og stílum. Jónas Þór Guðmundssson, sem gaf út skífu fyrir skemmstu undir nafninu Ruxpin, á sér fjölmörg aukalíf sem hann grípur til eftir því sem hentar. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 3224 orð

Gullið streymdi frá Moskvu allt til endalokanna

ÞRÁTT fyrir að efnahagshrun væri fyrirsjáanlegt og pólitísk spenna færi dagvaxandi töldu leiðtogar sovéska kommúnistaflokksins og skoðanabræður þeirra í Austur- Þýskalandi nauðsynlegt að halda áfram fjárhagslegum stuðningi við erlenda bræðraflokka. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 1199 orð

Harlin og hákarlarnir Finnski hasarleikstjórinn Renny Harlin hefur gert hasarmynd um risahákarl og kallar hana "Deep Blue Sea".

Finnski hasarleikstjórinn Renny Harlin hefur gert hasarmynd um risahákarl og kallar hana "Deep Blue Sea". Hún verður sjálfsagt borin saman við Ókindina eftir Spielberg en Harlin óttast ekki samanburðinn. Arnaldur Indriðason kynnti sér hvað Finninn hefur verið að gera neðanjávar að undanförnu Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 616 orð

Hefur þinglýsing misst gildi sitt?

"ÞAÐ sem við lögðum áherslu á var að við fundum landamerki hverrar einstakrar jarðar, tókum landamerki afréttarins og tókum auk þess út mjög marga fleti sem við teljum alveg tvímælalaust eign," segir Páll Lýðsson, sagnfræðingur og bóndi í Litlu-Sandvík, sem er formaður Afréttamálafélags Flóa og Skeiða, Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 2717 orð

Heimur á horninu Ég hef ekkert á móti stórmörkuðum, skrifar

Árni Þórarinsson, ég bara þoli þá ekki. En ég hef ekkert á móti þeim ­ fyrir aðra. Ég þarf ekki hundrað tegundir af súkkulaðikexi. Tuttugu og sjö ættu að duga. Þær fæ ég hjá kaupmanninum mínum á horninu, Heimi Fjeldsted í Kjörbúð Reykjavíkur. Þar fæst margt fleira ­ eins og persónulegt viðmót, þjónusta og góður mórall. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 1357 orð

HVER Á ÍSLAND?

Kröfur heimamanna annars vegar og ríkisins hins vegar um landamerki í Árnessýslu hafa nú verið birtar. Skapti Hallgrímsson kynnti sér kröfur og sjónarmið beggja og forvitnaðist auk þess um óbyggðanefnd og þá vinnu sem hennar bíður. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 3143 orð

Í KÍSILDAL

ÞEGAR vel er að gáð, og ekið um drykklanga stund í þungri umferðinni á hraðbrautum, minni hliðarvegum og iðandi götum borganna, rennur smám saman upp fyrir ókunnugum að þarna er eitthvað mikið um að vera. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 730 orð

Kemur á óvart að gerðar séu kröfur um beinan einkaeignarétt til allra afrétta

"VIÐ mótun kröfugerðar okkar var litið til mjög margra atriða og sjónarmiða. Þinglýstar heimildir voru okkar fyrsta gagn og við tókum tillit til þeirra. Þó töldum við landamerkjalýsingar ekki alltaf einhlítt gagn um landamerki nema önnur atriði styddu slíka niðurstöðu, til dæmis viðurkenning þeirra sem rétt áttu til aðliggjandi landsvæða, afnot eða staðhættir," sagði Árni Kolbeinsson, Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 1214 orð

Kynjasamþætting er forsenda kvennabaráttu nútímans

Alþýðusamband Íslands vill aðstoða við uppbyggingu verkalýðsfélaga í Eystrasaltslöndunum Kynjasamþætting er forsenda kvennabaráttu nútímans Alls fimmtíu Íslendingar voru þátttakendur í vinnuhópum ráðstefnunnar Konur og lýðræði, sem haldin var í Reykjavík um miðjan þennan mánuð. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 703 orð

Lífið og vatnið

VATN er meðal undarlegustu efna sem við þekkjum. Lífið sjálft væri óhugsandi án vatns. Það eru sérstakir eiginleikar vatnsins sem gefa því þá sérstöðu sem það hefur í heimi lífsins. Einn af þessum eiginleikum er hæfileiki vatns til að leysa mikinn fjölda lífrænna og ólífrænna efna. Lífverur nota vatnslausnir, eins og blóð og meltingarvökva, sem vetfang margra undirstöðu efnahvarfa lífsstarfsins. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 1348 orð

Lífið og vatnið

VATN er meðal undarlegustu efna sem við þekkjum. Lífið sjálft væri óhugsandi án vatns. Það eru sérstakir eiginleikar vatnsins sem gefa því þá sérstöðu sem það hefur í heimi lífsins. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 885 orð

Megi sú hönd visna!

"MEGI sú hönd visna," sagði einn þjóðkunnur maður þegar til stóð að reisa hús Seðlabankans neðst í Arnarhólstúni. Mér var ekki ósvipað innanbrjósts þegar ég frétti að sex menn hefðu ráðist að manni mér nákomnum og misþyrmt honum. Sannarlega þætti mér óvitlaust af forsjóninni að gera ofbeldishendur sem slík verk vinna aðeins máttlausari ­ svo ekki sé sterkara að orði komist. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 1150 orð

Nýjar leiðir Maus

HLJÓMSVEITIN Maus sendir frá sér nýja breiðskífu í vikunni, Í þessi sekúndubrot sem ég flýt. Platan var tekin upp síðsumars. Þeir félagar, Birgir Örn Steinarsson gítarleikari og söngvari, Daníel Þorsteinsson trommuleikari, Eggert Gíslason bassaleikari og Páll Ragnar Pálsson gítarleikari, mæta allir til að segja frá lögunum á skífunni, tilurð þeirra og inntaki, Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 3554 orð

Nýja þjóðarsátt þarf gegn verðbólgunni

Forseti Alþýðusambands Íslands segir að við séum í svipaðri stöðu nú og við kjarasamningana 1990 Nýja þjóðarsátt þarf gegn verðbólgunni Það er nánast eins og náttúrulögmál að farið er að ræða um hættumerki og erfiðleika í efnahagslífinu þegar kjarasamningar eru í uppsiglingu, að sögn Grétars Þorsteinssonar, Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 1522 orð

Pokasjóður í hættu staddur

ÍSLENSKIR kaupendur kannast vel við merki á plastpokum sem sýnir ský, fugl, tré og öldurönd ­ þetta er merki Umhverfissjóðs verslunarinnar sem ávallt gengur undir nafninu Pokasjóður! Þetta merki er á plastpokum í mjög mörgum verslunum og það þýðir að viðkomandi verslunareigandi greiðir í Pokasjóðinn. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 2371 orð

Regína Rist með fagran fót Þjóðskáldið sjálft vildi ekki að vinur hans dæi fyrr en hann hefði litið fótinn á Regínu Rist. Pétur

Þjóðskáldið sjálft vildi ekki að vinur hans dæi fyrr en hann hefði litið fótinn á Regínu Rist. Pétur Pétursson segir hér nokkur deili á þessari ættmóður íslensku Rist-ættarinnar. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 130 orð

Reiður rappari

RAPPIÐ minnir á köflum á teiknimyndasögur þar sem allt gengur út á að ganga fram af hlustandanum. Oft ganga menn svo langt reyndar að ekki er annað hægt en að brosa að því, eins og reiði rapparinn, The Madd Rapper, gerir á nýrri skífu sinni. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 333 orð

Ruby Tuesday óskar eftir starfsfólki

VEITINGAHÚSAKEÐJAN Ruby Tuesday, sem starfrækir um 500 veitingastaði í Bandaríkjunum og 20 utan þeirra, er að opna fyrsta veitingastað sinn í Evrópu hér á Íslandi. Óskað er eftir fólki til þess að sinna þjónustustörfum í sal, fólki í gestamóttöku, á bar og starfsfólki í eldhús. Í auglýsingunni kemur fram að öllum umsóknum verði svarað. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 82 orð

Samræmdur hárlitur

LJÓSHÆRÐIR íbúar smábæjarins Virden í fylkinu Manitoba í Kanada urðu skelkaðir fyrir skömmu er þeir sáu að þeir voru að verða rauðhærðir. "Fólk er að fá einhvers konar rauðan lit í hárið," sagði Dave Reid bæjarstjóri, ljóshærð eiginkona hans var í hópi nýju rauðkollanna. Sagði Reid að vatnsveita bæjarins hefði sett upp ný hreinsunartæki fyrr á árinu. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 2287 orð

Saumaklúbbur sóttur heim

Ekki alls fyrir löngu lögðu systurnar Marta og Margrét Einarsdætur upp í heimsferð, sem ætlunin er þó að spila af fingrum fram og munu þær senda Morgunblaðinu ferðafrásagnir af og til. Fyrsti viðkomustaðurinn var þó kunnuglegur, Mósambík, þar sem þær höfðu starfað áður. Það er Marta sem segir frá en saman eiga þær systur myndirnar. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 364 orð

SKJÖLIN UM FJÁRSTUÐNINGINN VIÐ NORRÆNA SÓSÍALISTA

SKJÖLIN UM FJÁRSTUÐNINGINN VIÐ NORRÆNA SÓSÍALISTA "FOND 89" SKJÖL þau sem norski sagnfræðingurinn Sven G. Holtsmark hefur rannsakað og leiða m.a. í ljós að flokkur íslenskra sósíalista fékk beinar fjárveitingar frá Sovétríkjunum á árunum 1956- 1966 tilheyra svonefndum "Fond 89". Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 4226 orð

Tryggingarnar mesta framförin "Ég var aldrei hrædd í London en ég hef oft verið hrædd í Reykjavík. Ég vildi búa við frið og

MARÍA Magnúsdóttir þekkir miðborg Lundúna afar vel ­ hún bjó þar í áratugi og naut þess sem borgin hafði upp á að bjóða í listum og menningu. Svo kvaddi hún eril stórborgarinnar og flutti heim til Íslands, Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 1722 orð

TÆKIFÆRIN SNÚAST UM STÖÐUGAR BREYTINGAR

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim fjörutíu árum sem liðin eru síðan að hjónin Kristinn Albertsson og Dýrleif Jónsdóttir opnuðu bakarí í Álfheimunum. Í dag heitir fyrirtækið Myllan ­ Brauð hf., sem hefur afar sterka stöðu á íslenskum markaði og er nú að þreifa fyrir sér vestan hafs. Meira
31. október 1999 | Sunnudagsblað | 1600 orð

Vísað er til reynslu íslenskra kvenna

Á RÁÐSTEFNUNNI Konur og lýðræði við árþúsundamót ríkti einhugur meðal forsögumanna, sem margir voru þekktir stjórnmálamenn, um að kvenréttindi væru mannréttindi og ekki yrði lengur undan því skorast að virða borgararéttindi kvenna í þágu lýðræðislegra stjórnarhátta. Meira

Viðskiptablað

31. október 1999 | Viðskiptablað | 1311 orð

Upplýsingatækni BEITT GEGN umferðarteppum Víða í borgum Evrópu, flugvöllum, og höfnum er umferðarþunginn orðinn slíkur að til

Víða í borgum Evrópu, flugvöllum, og höfnum er umferðarþunginn orðinn slíkur að til vandræða horfir. Tveir ungir háskólanemar, Baldur Már Helgason og Gestur Þórisson sóttu fyrr á árinu ráðstefnu um hvernig nýjustu upplýsinga- og fjarskiptatækni er beitt til umbóta á flutningum í álfunni, og skoðuðu að auki sýningu um þetta efni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.