Greinar miðvikudaginn 14. júní 2000

Forsíða

14. júní 2000 | Forsíða | 281 orð | 1 mynd

Assad Sýrlandsforseti lagður til hinztu hvílu

HAFEZ al-Assad, fyrrverandi forseti Sýrlands, var lagður til hinztu hvílu í grafhýsi fjölskyldu sinnar í bænum Qardaha í gær. Assad lézt sl. laugardag. Meira
14. júní 2000 | Forsíða | 261 orð

Njósnir ekki útilokaðar

EMBÆTTISMENN bandaríska varnarmálaráðuneytisins sögðu í gær að "mannleg mistök" hefðu getað valdið því að tölvubúnaðar með háleynilegum upplýsingum um bandarísk og hugsanlega einnig rússnesk kjarnavopn hvarf fyrir um mánuði. Meira
14. júní 2000 | Forsíða | 440 orð | 1 mynd

Talinn marka tímamót í samskiptum ríkjanna

KIM Dae-jung, forseti Suður-Kóreu, lýsti í gær yfir von um að þriggja daga fundur hans og leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-il, yrði til þess að sameina aftur meira en milljón fjölskyldur sem hafa verið sundraðar í hálfa öld vegna átaka ríkjanna. Meira

Fréttir

14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 69 orð

166 kærðir fyrir of hraðan akstur

LÖGREGLAN á Blönduósi kærði 166 ökumenn fyrir of hraðan akstur um síðustu helgi. Enn fleiri ökumenn voru stöðvaðir og upplýstir um hættuna af hraðakstri og var það liður í umferðarátaki lögreglunnar á Blönduósi. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 134 orð

6 ára stúlka hætt komin í koju

Umboðsmanni barna barst í morgun erindi um sex ára stúlku sem lenti í stórhættu um hvítasunnuhelgina þegar hún og fjölskylda hennar dvöldu í sumarbústað sem þau höfðu tekið á leigu. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

81 nemandi brautskráður á vorönn

Keflavík - Fjölbrautaskóla Suðurnesja var nýlega slitið við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni á sal skólans. Að þessu sinni voru brautskráðir nemendur 81 og þar af var 51 sem lauk stúdentsprófi. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Aðgengi fyrir alla - þjóðfélag án þröskulda

30. ÞING Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, haldið á Akranesi dagana 2.-4. júní sl., hafði ferilmál að aðalumfjöllunarefni. Meira
14. júní 2000 | Erlendar fréttir | 1053 orð | 1 mynd

Arfleifð Ljónsins

Á arabísku þýðir nafn Hafez al-Assads, fyrrverandi Sýrlandsforseta, ljón. Hann var sagður ástríkur en strangur faðir og hans er sárt saknað, þótt einhverjir kunni að telja arfleifð hans vafasama á köflum. Það er heldur ekki víst að fullkominn friður verði um arftaka hans. Meira
14. júní 2000 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Áformum mótmælt

AÐALFUNDUR SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, var haldinn fyrir skömmu. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem harðlega er mótmælt áformum um að halda áfram námugreftri af botni Mývatns. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 104 orð

Banaslys á Akranesi í gærkvöldi

BANASLYS varð seint í gærkvöldi á mótum Kirkjubrautar og Akurgerðis á Akranesi. Lögreglu barst tilkynning um atburðinn klukkan 22.30 í gærkvöldi. Meira
14. júní 2000 | Erlendar fréttir | 168 orð

Búist við hörðum deilum

BÚIST er við hörðum deilum á fundi norsk-rússnesku fiskveiðinefndarinnar í Múrmansk í dag og á morgun en þar verður rætt um ástand þorskstofnsins í Barentshafi og líklegan kvóta á næsta ári. Meira
14. júní 2000 | Landsbyggðin | 298 orð | 2 myndir

Byrgið opnar starfsemi í Rocville

Keflavík - "Skjólstæðingar okkar eru í dag um 60 sem er um 40 % af því sem verður þegar starfsemin verður komin í fullan gang í haust. Þörfin er mikil, það sýna biðlistar. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Bæklingur sendur á öll heimili

NÆSTU daga munu landsmenn fá bækling um umferðarmál vegna Kristnihátíðar inn um lúguna hjá sér. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 59 orð

Dræm laxveiði í byrjun vertíðar

LAXVEIÐI hefur verið mjög dræm það sem af er sumri en laxveiðitímabilið er nú nýhafið. Frá mörgum ám berast þær fregnir að veiðin hafi sjaldan eða aldrei verið jafnlítil. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 111 orð

Ekki áformað að setja sérstakar reglur

HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, segir að ekki hafi verið rætt um að setja sérstakar reglur um bréfasendingar alþingismanna til kjósenda, en bréf sem þingmenn Samfylkingarinnar sendu í nafni Alþingis í vor urðu tilefni harðra umræðna á Alþingi undir... Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 735 orð | 1 mynd

Endurskoðuð útgáfa

Gunnar Haukur Kristinsson fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1968 en ólst upp í Bolungarvík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1988 og BSc-prófi í landafræði frá Háskóla Íslands 1995. Hann hefur einnig stundað mastersnám í landafræði við háskólann í Kaupmannahöfn. Hann stundaði ýmis sumarstörf á námsárum, m.a hjá BM Vallá, en er nú sölustjóri hjá Landmælingum Íslands. Gunnar er í sambúð með Hildi Karen Aðalsteinsdóttur, nema í Kennaraháskóla Íslands, og eiga þau tvö börn. Meira
14. júní 2000 | Erlendar fréttir | 132 orð

Enskan nagar ítölskuna

ÍTALSKIR þingmenn hafa blásið í herlúðra til varnar móðurmálinu en þeim er farið að ofbjóða yfirgangur enskunnar á öllum sviðum. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 32 orð

Fannst heill á húfi

TÓLF ára gamall drengur kom í leitirnar um helgina en hans hafði verið saknað síðan á mánudag. Lögreglan í Reykjavík lýsti eftir drengnum en hann kom í leitirnar sl. sunnudag heill á... Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 403 orð | 1 mynd

Fé tryggt til byggingar sambýla

SAMBÝLI fyrir þroskahefta á höfuðborgarsvæðinu verða byggð á næstunni og hefur fé þegar verið tryggt til að framkvæmdir geti hafist. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 536 orð | 1 mynd

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti útskrifar 202 nemendur

FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Breiðholti var slitið 26. maí sl. Þetta var í 53. sinn sem skólinn útskrifar nemendur, en hann verður 25 ára næsta haust. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 1076 orð | 1 mynd

Fleiri fyrirtæki krefjast lögbanns á aðgerðir Sleipnis

Fjögur hópferðafyrirtæki hafa fengið samþykkt lögbann á verkfallsaðgerðir Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis og ein lögbannsaðgerð til viðbótar var lögð fram í gær. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 113 orð

Fornleifum eytt í Áslandi

ÁSLANDSHVERFI í Hafnarfirði er skipulagt yfir skráðar fornleifar og hefur nokkrum þeirra verið eytt eða raskað við framkvæmdir á svæðinu. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð

Fundur um sameiningu verður eftir helgina

HALDA á fund næstkomandi mánudag í vinnuhópi sem hefur yfirumsjón með undirbúningi að sameiningu Verkamannasambandsins, Landssambands iðnverkafólks og Þjónustusambandsins. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 73 orð

Gengið og siglt milli hafnarsvæða

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð og sjóferð í kvöld, miðvikudagskvöld, milli gömlu hafnarinnar og Sundahafnar. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 208 orð

Geta óskað eftir starfslokasamningi 60 ára

FLUGMENN geta, samkvæmt nýjum kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Flugleiða, óskað eftir starfslokasamningi 60 ára. Flugmenn mega starfa til 65 ára aldurs. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 112 orð

Hafnarey fékk á sig brotsjó

SKUTTOGARINN Hafnarey SF 36 frá Höfn í Hornafirði fékk á sig brotsjó um 80 mílur suður af Færeyjum um sexleytið í gærmorgun. Gert var ráð fyrir að togarinn næði landi á Hjaltlandseyjum um eða eftir miðnætti liðna nótt. Meira
14. júní 2000 | Akureyri og nágrenni | 218 orð | 1 mynd

Haraldur Bessason kjörinn heiðursdoktor

HARALDUR Bessason, fyrrverandi rektor við Háskólann á Akureyri, var við útskrift skólans síðastliðinn laugardag kjörinn fyrsti heiðursdoktor við Háskólann á Akureyri. Við athöfnina á laugardag voru brautskráðir 117 kandídatar. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Hátíðarmessa og sýningaropnun í Viðey

Á ANNAN í hvítasunnu var óvenjuleg hátíðarmessa í Viðey þegar í fyrsta sinn í lútherskum sið hér á landi var líkt eftir þeim móttökum er biskupar fengu er þeir vísiteruðu klaustur í umdæmum sínum. Meira
14. júní 2000 | Akureyri og nágrenni | 208 orð | 2 myndir

Hefur mikla þýðingu fyrir rannsóknarstarf á Íslandi

VIÐURKENNINGIN sem Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri, hlaut fyrir rannsóknir sínar á sviði heilbrigðisvísinda hefur mikla þýðingu fyrir rannsóknir og vísindastarf á Íslandi og styrkir einnig það starf sem unnið er í Háskólanum á Akureyri. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 195 orð

Heldur vandlátari á störf en verið hefur

ÞRÁTT fyrir gott atvinnuástand eru enn um 700 námsmenn á skrá hjá Atvinnumiðstöð stúdenta. Að sögn Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur, rekstrarstjóra Atvinnumiðstöðvarinnar, skrá sig um 10 námsmenn á hverjum degi nú í júnímánuði, sem eru í leit að sumarstarfi. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Helgin 9.-12. júní

Auðgunarbrot Tilkynnt var um 6 innbrot í heimahús um helgina og 9 innbrot í bifreiðar. Bifreið var stöðvuð í akstri á á sunnudagsmorgni, við leit í bifreiðinni fundust tvö umferðarmerki. Á sunnudag var tilkynnt um þjófnað á listaverki við Sæbraut. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 95 orð

Hjálmagjöf til skólabarna

RAUÐA kross deild Álftaness gaf öllum fyrstu bekkingum reiðhjólahjálma í tilefni sumarsins. Þetta er fastur liður í starfi deildarinnar sem hefur með þessu móti stuðlað að slysavörnum á Álftanesi í fjöldamörg ár. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 124 orð

Hríseyjan siglir með Íslendingi

HRÍSEYJAN EA 410 verður fylgdarskip víkingaskipsins Íslendings á ferð þess síðarnefnda vestur um haf í sumar. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 124 orð

Hvalahátíð á Húsavík

HIN árlega Hvalahátíð á Húsavík verður sett fimmtudaginn 15. júní næstkomandi kl. 20 í húsnæði Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík. Hvalahátíðin er hluti af 50 ára afmælisdagskrá Húsavíkur og er í tengslum við Reykjavík, menningarborg 2000. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 133 orð

Hæstiréttur hafnar beiðni um endurupptöku

HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað endurupptökubeiðni í svokölluðu Vatneyrarmáli, en Svavar Rúnar Guðnason leitaði eftir endurupptöku málsins í apríl. Meira
14. júní 2000 | Landsbyggðin | 209 orð | 2 myndir

Höggmyndagarður Sólheima opnaður

Selfossi -Höggmyndagarðurinn á Sólheimum var opnaður formlega á laugardag. Björn Bjarnason menntamálaráðherra opnaði garðinn og kvaðst vona að sem flestir legðu leið sína að Sólheimum til að skoða myndirnar og kynnast um leið starfseminni að Sólheimum. Meira
14. júní 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 693 orð | 1 mynd

Íbúar Kvisthaga ósáttir við breytt deiliskipulag

54 íbúar Kvisthaga hafa skrifað undir mótmæli vegna fyrirhugaðra breytinga við Hjarðarhaga. Íbúar krefjast þess að tillögunni verði hafnað og segja hana m.a. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 68 orð

Íslandsmeistari í glerkúluspili

Íslandsmeistaramótinu í glerkúluspili lauk á mánudag, en mótið var haldið var í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Um það bil 300 manns tóku þátt í keppninni um helgina, en á mánudag fór fram10 manna, hörkuspennandi úrslitakeppni. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Jesúganga í miðbænum

JESÚGANGA fór fram í miðbænum á laugardaginn og stóðu íslensku söfnuðirnir Vegurinn, Fíladelfía, Krossinn, Frelsið og Íslenska kristkirkjan fyrir henni. Jesúgangan er alþjóðleg en gengið er í nafni Jesú einu sinni á ári víðsvegar um heiminn. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 190 orð | 2 myndir

Kirkjuklukkur og glerlistaverk komin upp

GLERLISTAVERKI eftir Leif Breiðfjörð, sem verða mun eitt af megindjásnum Grafarvogskirkju, var komið fyrir á endanlegum stað í kirkjunni um hvítasunnuhelgina. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

KOLBEINN FRIÐBJARNARSON

KOLBEINN Friðbjarnarson, fyrrverandi formaður Verkalýðsfélagsins Vöku og bæjarfulltrúi á Siglufirði, lést á heimili sínu hvítasunnudaginn 11. júní síðastliðinn, 68 ára að aldri. Kolbeinn fæddist 3. október 1931 á Siglufirði. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Leiðrétt

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Í FRÉTT á viðskiptasíðu Morgunblaðsins á laugardag misritaðist í fyrirsögn að Sigríður Hrólfsdóttir væri nýr forstöðumaður hjá Eimskip. Hið rétta er að hún er framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Eimskip. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 205 orð

Leitað nýrra lausna í velferðarmálum

NÝ ÖLD - NÝJAR LAUSNIR er yfirskriftin á Norrænu almannatryggingamóti sem haldið verður í Reykjavík dagana 14.-16. júní. Á mótinu verður fjallað um norræna velferðarkerfið og almannatryggingar í breiðari skilningi en alla jafna er gert. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 120 orð

Listaverki stolið á Sæbraut

EINU af útilistaverkum á Sæbraut, "Ég á mér draum", sem er útlínur kindar, hefur verið stolið en upp komst um þjófnaðinn um klukkan ellefu í gærmorgun að sögn lögreglu. Listaverkin voru á sýningunni Strandlengjan 2000. Meira
14. júní 2000 | Akureyri og nágrenni | 83 orð | 1 mynd

Lína.Net setur upp fjarskiptakerfi á Akureyri

LÍNA.NET hf. hefur tekið í notkun nýtt fjarskiptakerfi á Akureyri. Um er að ræða örbylgjukerfi sem nær yfir allt Akureyrarsvæðið og getur Lína.Net boðið upp á allt að tvær Mbps-tengingar á öllu Akureyrarsvæðinu. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 366 orð | 1 mynd

Lítið þokaðist á óformlegum sáttafundi í gærkvöldi

LÍTIÐ þokaðist á óformlegum viðræðufundi Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær, en þó var ákveðið að boða til formlegs viðræðufundar á morgun. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 68 orð

Lýst eftir vitnum að ákeyrslum

EKIÐ var á kyrrstæða bifreið við Vesturbæjarlaug milli klukkan 12 og 12.45 á laugardag. Bifreiðin ber einkennisstafina UU-457 og er af gerðinni Mercedes Benz, græn að lit. Þá var ekið á bifreið með einkanúmerinu B REAL se, er Volvo S40 svartur að lit. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 83 orð

Markaður í Skagafirði

FERÐAÞJÓNUSTAN í Lónkoti í Skagafirði stendur fyrir þremur markaðsdögum í sumar. Eru það síðustu sunnudagar í júní, júlí og ágúst, eða 25. júní, 30. júlí og 27. ágúst. Markaðurinn er opinn almenningi frá kl. 13 til 18, en sölufólk hefur tímann frá kl. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 317 orð | 3 myndir

Með því daufasta í mörg ár

LAXVEIÐIN hefur ekki byrjað vel þetta sumarið, en sums staðar telja menn að merki séu um að það muni lifna við stórstreymið um þjóðhátíðarhelgina. Veiði hófst í Laxánum í Aðaldal, Kjós og Leirársveit á laugardagsmorguninn og var fátt um fína drætti. Meira
14. júní 2000 | Miðopna | 1380 orð | 2 myndir

Mikilvægt að nýta meðbyrinn

Tvær sýningar verða haldnar í sumar í nýju húsi sem verið er að byggja við Vesturfarasetrið á Hofsósi. Áform eru um frekari uppbyggingu, meðal annars hótels í gamla þorpskjarnanum. Helgi Bjarnason kynnti sér áformin. Meira
14. júní 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 68 orð | 1 mynd

Ný bílastæði við Laugardalsvöll

LOKS gefst gestum Laugardalsvallar kostur á almennilegum bílastæðum er þeir sækja viðburði þar. Frá árinu 1957, en þá hófst starfsemi vallarins, hafa gestir þurft að gera sér malarstæði að góðu. Að sögn Jóhanns G. Meira
14. júní 2000 | Erlendar fréttir | 448 orð | 1 mynd

Ný ríkisstjórn Fídjí verði tilnefnd í vikunni

FRANK Bainimarama, herforingi og yfirmaður hers Fídjí-eyja, sem fyrir nokkru lýsti yfir herlögum á eyjunum, mun á næstu dögum tilnefna nýja ríkisstjórn Fídjí. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

OTTÓ A. MICHELSEN

LÁTINN er í Reykjavík Ottó A. Michelsen fv. forstjóri IBM á Íslandi 80 ára að aldri. Ottó var fæddur 10. júní árið 1920 á Sauðárkróki. Meira
14. júní 2000 | Erlendar fréttir | 1071 orð | 1 mynd

"Risastórt skref í átt að sameiningu"

Vonast er til að fyrstu viðræður leiðtoga kóresku ríkjanna, sem hófust í Norður-Kóreu í gær, greiði fyrir sáttum milli ríkjanna og hugsanlegri sameiningu eftir rúmlega 50 ára fjandskap. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

"Það er allt gott í lífinu"

INGIBJÖRG Narfadóttir hélt upp á 100 ára afmæli sitt í Kópavogi í gær ásamt ættingjum, vinum og venslafólki. Ingibjörg var hress og kát á afmælisdaginn og tók undir söng með gestunum en hún er við ágæta heilsu þó heyrnin sé farin að daprast. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 386 orð

Reykvískir bílar á svæði Keflvíkinga

SKIPTAR skoðanir eru meðal leigubílstjóra í Keflavík um það, hvort leigubílar úr Reykjavík fari inn á starfssvið þeirra með því að aka komufarþegum frá Leifsstöð til áfangastaða á höfuðborgarsvæðinu. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Samkomulag gert um starf að slysavörnum

GENGIÐ hefur verið frá formlegum samningi milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Sjóvár-Almennra trygginga hf. um tryggingar, slysavarnir og kynningarstarf. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 75 orð

Samstarfsráðherrar funda í Færeyjum

SIV Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra og norrænn samstarfsráðherra, mun sitja fund samstarfsráðherra Norðurlanda sem haldinn verður í Færeyjum í dag, 14. júní. Á fundinum verða m.a. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Seinni æfingin tókst mjög vel

FJÖLÞJÓÐLEGU vettvangsæfingunni Samverði 2000 lauk á sunnudag en á fjórtánda hundrað manns frá sjö löndum tóku þátt í æfingunni. Meira
14. júní 2000 | Erlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Setja sjálfstæðisstefnunni skorður

KJÓSENDUR í Svartfjallalandi, öðru sambandsríkja Júgóslavíu, virðist vera klofnir í afstöðu sinni til ríkisstjórnar umbótasinnans Milo Djukanovics, forseta landsins, eftir sveitarstjórnarkosningar í landinu um helgina. Meira
14. júní 2000 | Erlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Shas-flokkurinn hættir stjórnarþátttöku

SHAS-FLOKKURINN, harðlínuflokkur strangtrúaðra gyðinga, tilkynnti í gær að hann myndi hætta þátttöku sinni í samsteypustjórn Ehuds Baraks, forsætisráðherra Ísraels, eftir að stjórnin hafnaði kröfum flokksins um aukið fjármagn til menntakerfis landsins. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 474 orð | 1 mynd

Skólaslit Tónlistarskólans í Reykjavík

TÓNLISTARSKÓLANUM í Reykjavík var slitið 26. maí sl. í Háteigskirkju í 70. sinn. Strengjasveit Tónlistarskólans, undir stjórn Mark Reedman, lék þrjá þætti úr Apollon Musagéte eftir Igor Stravinskí. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 73 orð

Stunginn í lærið með dúkahníf

LÖGREGLAN á Selfossi var kölluð að fjölbýlishúsi um sjöleytið á mánudagsmorgun vegna líkamsárásar. Tveimur mönnum hafði sinnast með þeim afleiðingum að annar stakk hinn með dúkahnífi í lærið. Meira
14. júní 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 464 orð

Svæðið skipulagt yfir fornleifar

SKRÁÐUM fornleifum hefur verið eytt og raskað við framkvæmdir í Áslandi í Hafnarfirði. Meira
14. júní 2000 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Teikningar af Skautahöll og Strýtu ekki lagðar fyrir nefndina

SAMSTARFSNEFND um ferlimál fatlaðra hefur lýst yfir óánægju sinni með að teikningar af Skautahöll og þjónustubyggingu Strýtu í Hlíðarfjalli voru ekki lagðar fyrir skoðunarmenn teikninga í ferlinefndinni. Meira
14. júní 2000 | Landsbyggðin | 112 orð | 1 mynd

Tölvuver í Laugagerðisskóla

Eyja- og Miklaholtshreppi- Nýlega var tekið í notkun nýtt tölvuver í Laugagerðisskóla. Í því eru átta tölvur svo að það er nógu stórt fyrir alla bekki skólans en í skólanum voru 46 nemendur sl. vetur. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 112 orð

Um 12.000 manns í Laugardalnum

LÖGREGLAN telur að allt að 12 þúsund manns hafi verið samankomnir í Laugardalnum á tónleikum sl. sunnudagskvöld en nokkuð færri voru á tónleikunum á sama stað kvöldið áður. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 381 orð

Umsóknum um húsbréf hefur fækkað í ár

HELDUR færri umsóknir um húsbréfalán hafa borist til Íbúðalánasjóðs síðustu mánuðina en sömu mánuði í fyrra og gæti það verið vísbending um að heldur sé að draga úr spennu á húsnæðismarkaði hér á landi. Meira
14. júní 2000 | Miðopna | 427 orð | 2 myndir

Uppgröftur á víkingaraldarbæ stærsta verkefnið

Nokkrir aðilar standa að fornleifauppgreftri í sumar. Leitað verður minja frá landnámi en einnig verður leitað miðaldaklausturs í Fljótsdal og á Kirkjubæjarklaustri. Meira
14. júní 2000 | Erlendar fréttir | 233 orð

Vara við lélegum læknum

BREZK yfirvöld tilkynntu í gær um nýtt forvarnakerfi sem komið hefði verið á laggirnar í því augnamiði að afhjúpa lélega lækna og hindra að upp komi frekari tilfelli vanrækslu innan almannaheilsugæzlukerfisins. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

Verður fulltrúi Hollands á Heimssýningunni

EGILL Sveinbjörn Egilsson, nemandi í iðnhönnun við Iðnhönnunarakademíuna í Eindhoven, verður fulltrúi Hollands á Expo 2000 í Hannover vegna hugmyndar um vagn fyrir heimilislausa, sem hann sendi inn í keppni haldna á vegum Félags plastframleiðenda í... Meira
14. júní 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 50 orð | 1 mynd

Vinnuflokkur í sumarfríi

NÚ þegar skólarnir eru í fríi eru nemendurnir að sinna ýmsum verkefnum í gamni og alvöru. Þessi fríski og glaðlegi krakkahópur kemur saman í Laugardalnum, skammt frá Langholtsskóla, þar sem búið er að setja upp smíðavöll. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 35 orð

xtra.is-hátíð í Smash

FIMMTUDAGINN 15. júní kl. 18 verður xtra.is-hátíð í Smash, Laugavegi 89. Sýnd verður nýjasta fatalínan frá xtra.is. Aðalhönnuðir xtra.is eru þær Marta María Jónasdóttir, Katla G. Jónasdóttir og Birgitta Birgisdóttir. Plötusnúður kvöldsins verður Sóley. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Yfir tuttugu munstraðir á landsmót

Það voru hvorki fleiri né færri en 21 keppandi sem náði lágmarkseinkunn 6,67 til þátttöku í töltkeppni landsmótsins. Og gott betur en það því sigurvegarinn Þórður Þorgeirsson á Filmu frá Árbæ náði 8,37 í forkeppni og 8,54 í úrslitum. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 71 orð

Þrír slösuðust í bílveltu

ÞRENNT var flutt slasað á Sjúkrahús Reykjavíkur er bíll valt nokkrar veltur á Álftanesvegi í Garðabæ á fjórða tímanum aðfaranótt sl. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 146 orð

Þrjár konur í ránsleiðangri

ÞRJÁR reykvískar vinkonur um þrítugt voru handteknar í Keflavík sl. föstudag með varning að verðmæti 30-40 þúsund krónur sem þær höfðu hnuplað í 4-5 verslunum þar í bæ, að sögn lögreglunnar í Reykjanesbæ. Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 142 orð

Þroskahjálp fagnar ákvörðun ráðherra

LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Landssamtökin Þroskahjálp fagna því að félagsmálaráðherra hefur dregið til baka þá ákvörðun sína að hætta við áætlun um byggingu nýrra sambýla fyrir fatlaða á höfuðborgarsvæðinu... Meira
14. júní 2000 | Innlendar fréttir | 80 orð

Þróun refsinga sýnd á Blönduósi

Blönduósi - Þann 16. júní 2000 verður opnuð sýningin Refsingar á Íslandi í Hillebrandshúsi á Blönduósi. Sýningin er samvinnuverkefni Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna og Blönduósbæjar. Meira

Ritstjórnargreinar

14. júní 2000 | Staksteinar | 267 orð | 2 myndir

Endurunninn pappír

VEF-ÞJÓÐVILJINN flutti nýlega pistil, þar sem minnst er á fréttabréf prentsmiðjunnar Odda hf., en þar er rætt um endurunninn pappír, sem menn hafa verið að nota til þess að sýna fram á hve vistvænir þeir séu. En samkvæmt upplýsingum fréttabréfsins er ekki allt sem sýnist. Meira
14. júní 2000 | Leiðarar | 533 orð

FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI OG NETIÐ

Í nýrri skýrslu hins heimskunna bandaríska fjármálafyrirtækis J.P. Morgan er því spáð, að mikill vöxtur í bankaþjónustu á Netinu muni þvinga bankastofnanir í Evrópu til þess að ná niður rekstrarkostnaði, svo að þær geti skilað viðunandi hagnaði. Meira
14. júní 2000 | Leiðarar | 316 orð

Tímamót í Kóreu

Heimsókn forseta Suður-Kóreu til forseta Norður-Kóreu markar mikil tímamót í sögu Kóreumanna. En hún er einnig merkur áfangi á leið þjóða heims til friðsamlegri sambúðar. Stríðið á Kóreuskaga hafði ekki bara áhrif og afleiðingar fyrir íbúa Kóreu. Meira

Menning

14. júní 2000 | Fólk í fréttum | 886 orð | 3 myndir

14-2 fyrir íslensku sveitirnar

Laugardalshöllin, 11. júní 2000. Fram komu Botnleðja, Ensími, Maus, Chumbawamba, Kent, Ian Brown, Bloodhound Gang, 200.000 naglbítar og Bellatrix. Meira
14. júní 2000 | Fólk í fréttum | 95 orð | 1 mynd

Amazon.co.uk mælir með múm

NETVERSLUNIN Amazon.co.uk mælir sérstaklega með plötu íslensku raftónlistarsveitarinnar múm á heimasíðu sinni. Plata þeirra "Yesterday was dramatic, today is ok" er þar á sérstöku tilboði þar sem teknar eru fyrir athyglisverðar ungar sveitir. Meira
14. júní 2000 | Tónlist | 952 orð

Atómskjálfti

Mist Þorkelsdóttir: Til heiðurs þeim; Kvinnan fróma. Þorkell Sigurbjörnsson: Flökt; ÚSAMO; Rúnir. Hljóðritun af kammersveit Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Riga undir stjórn Guðmundar Emilssonar. Kynnir: Þorkell Sigurbjörnsson. Umsjón: Guðmundur Emilsson. Föstudaginn 9. júní kl. 17:30. Meira
14. júní 2000 | Fólk í fréttum | 97 orð | 1 mynd

Á fullri ferð

Spennumyndin Gone In 60 Seconds var forsýnd fyrir skömmu í Bíóborginni við Snorrabraut. Meira
14. júní 2000 | Fólk í fréttum | 73 orð | 1 mynd

Bobby bak við lás og slá

BOBBY Brown, eiginmaður Whitney Houston, hefur verið dæmdur í 75 daga fangelsi eftir að hafa rofið skilorð sitt sem hann var dæmdur í fyrir að aka undir áhrifum vímuefna. Meira
14. júní 2000 | Fólk í fréttum | 179 orð | 2 myndir

Cage í kappakstri

OFURTÖFFARINN Nicolas Cage reykspólaði framúr Tom Cruise um síðustu helgi þegar Gone In Sixty Seconds tók forystuna í kappinu um bíóáhorfendur vestra. Meira
14. júní 2000 | Fólk í fréttum | 99 orð | 1 mynd

Enrique er enginn hrappur

Það vakti heimsathygli þegar útvarpsmaðurinn illkvittni Howard Stern spilaði upptöku af því sem hann sagði vera söng súkkulaðidrengsins Enrique Iglesias. Söngurinn var allt annað en fallegur, maðurinn var algjörlega laglaus. Meira
14. júní 2000 | Fólk í fréttum | 621 orð | 3 myndir

Indverskir sítartónar og pólfarafarangur

Tónleikar í Skautahöllinni, laugardaginn 10. júni. Fram komu Bang Gang, Quarashi, Emiliana Torrini, Laurent Garnier, Asian Dub Foundation, Herbalizer og Gus Gus. Meira
14. júní 2000 | Fólk í fréttum | 135 orð | 1 mynd

Í blíðu og stríðu

Leikstjórn og handrit: Carole Link. Aðalhlutverk: Elea Geissler, Max Felder. (107 mín) Þýskaland, 1999. Góðar Stundir. Öllum leyfð. Meira
14. júní 2000 | Tónlist | 530 orð

Íslensk tónlist og flamengómessa

Reykjalundarkórinn undir stjórn Símonar H. Ívarssonar flutti trúarleg og veraldleg söngverk og naut til þess aðstoðar Judith Þorbergsson, er lék bæði á píanó og fagott. Sunnudagurinn 11. júní 2000. Meira
14. júní 2000 | Menningarlíf | 122 orð

Íslenskt vatn á ljósmyndasýningu

DÓRA Magnúsdóttir opnar ljósmyndasýningu í sýningarsal bókasafnsins í Nakskov á Lálandi í dag, miðvikudag. Sýningin heitir Aqua Islandica. Meira
14. júní 2000 | Fólk í fréttum | 183 orð | 1 mynd

Krimmi á krossgötum

Leikstjóri: Richard Pearce. Handrit: Daniel Therriault, byggt á grein eftir Robert Sabbag. Aðalhlutverk: Tom Sizemore, Mary Elizabeth Mastrantonio, Forest Whitaker. (111 mín.) Bandaríkin 1999. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. Meira
14. júní 2000 | Menningarlíf | 142 orð | 1 mynd

Landnám í Ráðhúsinu

KYNNINGARSÝNING Íslenska sögusafnsins verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, miðvikudag, kl. 18. Efni sýningarinnar er landnám Ingólfs Arnarsonar. Meira
14. júní 2000 | Fólk í fréttum | 350 orð | 5 myndir

Líf og fjör í Laugardalnum

ÞAÐ ER mál manna að fyrsta Tónlistarhátíðin í Reykjavík hafi heppnast vel í flesta staði. Aðstandendur segjast hæstánægðir með hvernig til tókst og að aðsóknin hafi uppfyllt vonir bjartsýnustu manna. Meira
14. júní 2000 | Menningarlíf | 123 orð

M-2000

Miðvikudagur 14. júní. Salurinn. Kl. 20.30. Ungir einsöngvarar. Íslenska einsöngslagið frá miðbiki aldarinnar í öndvegi. Fram koma Þórunn Guðmundsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Sigríður Jónsdóttir og Jónas Ingimundarson. Meira
14. júní 2000 | Menningarlíf | 116 orð

Málverkasýning á hvalahátíð

Í TENGSLUM við hina árlegu hvalahátíð á Húsavík verður opnuð myndlistarsýning japönsku listakonunnar Namiyo Kubo í húsnæði Hvalamiðstöðvarinnar á morgun, fimmtudag. Namiyo Kubo er vel þekkt listakona í heimalandi sínu og víðar. Meira
14. júní 2000 | Menningarlíf | 108 orð

Menning og náttúruauðæfi - Grindavík

Miðvikudagur 14. júní. Eldborg í Svartsengi. Kl. 17. Námur 1987-2000. Tónskáldaþing í Illahrauni (V): Frummælandi: William Harper. Meira
14. júní 2000 | Tónlist | 478 orð

"Að syngja fyrir þjóðir"

Kór Langholtskirkju, undir stjórn Jóns Stefánssonar, flutti íslenska og norræna kórtónlist. Einsöngvarar voru Guðríður Þóra Gísladóttir og Nanna Maria Cortes. Sunnudagurinn 4. júní 2000. Meira
14. júní 2000 | Menningarlíf | 793 orð | 2 myndir

"Bergljót og Gerður Kristný eru samhöfundar"

"Að beiðni Bergljótar Arnalds hef ég farið lauslega yfir það sem birst hefur opinberlega um ágreining hennar og Gerðar Kristnýjar, " segir Heimir Örn Herbertsson lögmaður í samtali við Morgunblaðið en eins og fram hefur komið hefur Bergljót... Meira
14. júní 2000 | Menningarlíf | 219 orð | 1 mynd

Rakarinn í Sevilla frumfluttur í Óperustúdíói Austurlands

ÓPERUSTÚDÍÓ Austurlands frumflutti gamanóperuna Rakarinn í Sevilla eftir C. Sterbini, með tónlist eftir Gioacchino Rossini, fyrir fullu húsi á Eiðum um helgina og var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sérstakur gestur sýningarinnar. Meira
14. júní 2000 | Menningarlíf | 259 orð | 1 mynd

Senda skilaboð úr Elliðaárdal

Í DAG klukkan 18 verður opnuð sýning í Elliðaárdalnum á Transplant og Heart, mynd- og hljóðverki þeirra Völku, Valborgar S. Ingólfsdóttur, og Maríu Duncker frá Finnlandi. Staðsetning verksins er nokkuð óvenjuleg, þ.e. Meira
14. júní 2000 | Fólk í fréttum | 822 orð | 3 myndir

Sorgbitin gleði

Laugardalshöll laugardaginn 10. júní 2000. Fram komu Sálin hans Jóns míns, Todmobile, Ray Davies, Youssou N'Dour og Egill Ólafsson ásamt Þursaflokknum. Meira
14. júní 2000 | Fólk í fréttum | 624 orð | 3 myndir

Stuð, stuð, þrumustuð

Skautahöllin í Laugardal, sunnudaginn 11. júní 2000. Fram komu Sóldögg, Skítamórall, Land og synir, ATB, Selma, Sash, Luke Slater ásamt hljómsveit og DJ Darren Emmerson. Meira
14. júní 2000 | Fólk í fréttum | 193 orð | 2 myndir

Stæltir strákar

Karlhormónarnir eru næstum yfirþyrmandi í toppmyndum vikunnar. Mikil karlmenni sem kunna að slást með berum hnefunum og svara fyrir sig af ískaldri yfirvegun ráða efstu sætunum. Meira
14. júní 2000 | Menningarlíf | 482 orð | 1 mynd

Tónleikar í Langholtskirkju og Salnum

FINNSKI kórinn Kansallis Kuoro, undir stjórn Johanna Rouhiainen-Sakari, heldur tónleika í Langholtskirkju í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30 og á morgun, fimmtudag, kl. 20.30 í Salnum. Meira
14. júní 2000 | Menningarlíf | 167 orð

Tónleikar til styrktar Spánarferð

"VIÐ söngvanna hljóma" er yfirskrift sumartónleika Unglingakórs Tónlistarskólans á Ísafirði sem haldnir verða í Ísafjarðarkirkju í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Meira
14. júní 2000 | Menningarlíf | 314 orð | 1 mynd

Tónlistarflutningur í Kirkjunni í Dimmuborgum

SUMARTÓNLEIKAR við Mývatn hefjast á Tónlistarhátíð föstudaginn 16. júní og standa til 18. júní. Þetta er í annað sinn sem Tónlistarhátíð er haldin en Sumartónleikar við Mývatn hafa verið haldnir í 12 ár. Meira
14. júní 2000 | Menningarlíf | 508 orð | 2 myndir

Uppgötva margar nýjar söngperlur

Einsöngvararnir Sigríður Jónsdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir munu ásamt Ólafi Kjartani Sigurðarsyni syngja á hátíð Tónskáldafélagsins í Salnum í kvöld klukkan 20:30. Eyrún Baldursdóttir hitti þær skömmu fyrir æfingu í gær. Meira
14. júní 2000 | Fólk í fréttum | 241 orð | 1 mynd

Verður engin lækning framar?

ROBERT SMITH, söngvari og eini upprunalegi meðlimur hljómsveitarinnar The Cure (og eigandi einnar þekktustu hárgreiðslu í heimi) hefur gefið út frá sér þá fréttatilkynningu að hann hafi í huga að leggja niður hljómsveitina að lokinni heimsreisu þeirri... Meira
14. júní 2000 | Menningarlíf | 529 orð | 1 mynd

Þar sem orðið hættir

William Harper frá Bandaríkjunum verður í sviðsljósinu á fimmta tónskáldaþinginu á hátíðinni Menning og náttúruauðæfi í Grindavík í dag kl. 17. Atli Heimir Sveinsson fjallar um starfsbróður sinn. Meira
14. júní 2000 | Fólk í fréttum | 1555 orð | 2 myndir

Þegar karlmenn gerðu kvikmyndir

Sólveig Anspach var í dómnefnd í Cannes eftir að hafa vakið athygli á hátíðinni í fyrra með Hertu upp hugann! Pétur Blöndal talar við hana um verðlaunamyndirnar, næstu verkefni, Dancer In the Dark, heimildarmynd í Reykjavík, kvikmynd í Vestmannaeyjum og alla kvenleikstjór- ana í Frakklandi. Meira
14. júní 2000 | Menningarlíf | 754 orð | 1 mynd

Þessi dularfulla eyja - fantasíu líkust

Nicola Lecca er einn af yngstu höfundum Bókmenntahraðlestarinnar, Literatur Express 2000, sem brunar nú á milli borga Evrópu. Einar Örn Gunnarsson rithöfundur ræddi við hann á leiðinni frá Lissabon til Madrid. Meira
14. júní 2000 | Fólk í fréttum | 52 orð | 1 mynd

Ævintýri í Skagafirði

GRUNNSKÓLALOK eru merkisáfangi sem vert er að halda upp á. 10. bekkur Tjarnarskóla hélt upp á grunnskólalokin með því að fara í ævintýraferð í Skagafjörðinn. Klettasig, flúðasigling og útreiðatúrar voru á dagskrá og skemmtu krakkarnir sér konunglega. Meira

Umræðan

14. júní 2000 | Bréf til blaðsins | 38 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 14. júní, verður fimmtugur Gunnar Ólafsson, húsasmíðameistari, Víðigrund 20, Akranesi. Eiginkona hans er Rannveig Sturlaugsdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum föstudaginn 16. júní kl. 20. Meira
14. júní 2000 | Bréf til blaðsins | 25 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 14. júní, er sjötug Kristín Sturludóttir, Sléttuvegi 13, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Guðbjörn Björnsson . Þau hjón dvelja nú á... Meira
14. júní 2000 | Bréf til blaðsins | 26 orð | 1 mynd

80 ÁRA.

80 ÁRA. Í dag, miðvikudaginn 14. júní, er áttræð Fjóla Jósefsdóttir, Reynimel 78, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 15 í... Meira
14. júní 2000 | Aðsent efni | 318 orð | 1 mynd

Atlantshafinu yljað í Nauthólsvík

Ylströndin í Nauthólsvík, segir Hrannar Björn Arnarsson, verður lifandi vitnisburður um hið risavaxna umhverfisverkefni Reykvíkinga, hreinsun strandlengjunnar. Meira
14. júní 2000 | Bréf til blaðsins | 405 orð

Áfram stelpur!

ÉG VIL BYRJA á að þakka þeim Ragnheiði Hansson og Guðrúnu Kristjánsdóttur kærlega fyrir það framtak að flytja inn Elton John til Íslands. Meira
14. júní 2000 | Bréf til blaðsins | 51 orð

Ásareiðin

Jóreyk sé ég víða vega velta fram um himinskaut - norðurljósa skærast skraut - Óðinn ríður ákaflega endilanga vetrarbraut. Sópar himinn síðum feldi Sigfaðir með reiddan geir, hrafnar elta' og úlfar tveir, vígabrandar vígja eldi veginn þann, sem fara... Meira
14. júní 2000 | Bréf til blaðsins | 360 orð | 1 mynd

Boð og bönn

Um þessar mundir er frelsi mikið til umræðu og ekki hvað síst meðal ungs fólks. Það segist ekki vilja boð og bönn. En því miður er það oft svo að frelsið verður að helsi. Það sýnir sagan okkur. Meira
14. júní 2000 | Aðsent efni | 628 orð | 1 mynd

Bréf til bænda á Suðurlandi

Ég mun hér eftir sem hingað til verða málsvari bænda, segir Egill Sigurðsson, í þeim trúnaðarstöðum sem ég gegni fyrir þá, en ekki kerfisins. Meira
14. júní 2000 | Aðsent efni | 121 orð | 2 myndir

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Kjördæmamótið 2000 Kjördæmamótið 2000 var spilað um hvítasunnuhelgina að venju. Gestgjafar að þessu sinni voru Vestfirðingar og var spilað í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp þar sem aðstæður allar og móttökur voru hinar bestu en þátttakendur voru 150. Meira
14. júní 2000 | Aðsent efni | 565 orð | 1 mynd

Enn um Geysi

Vona ég, segir Guðmundur E. Sigvaldason, að nú verði lát á kjánalegum tilraunum til að knýja fram Geysisgos með sóðaskap. Meira
14. júní 2000 | Aðsent efni | 1082 orð | 1 mynd

Enn um vistvænar fiskveiðar fyrir Mið-Norðurlandi

Ég er viss um að það er ekki fullrannsakað hvað t.d. þetta hafsvæði er með mikið veiðiþol, segir Sveinn Þorsteinsson, með því að nota aðeins handfæri og línu til veiðanna og vera með sóknardagakerfi. Meira
14. júní 2000 | Bréf til blaðsins | 639 orð

Er lífið fasaflétta?

Í BÓKINNI Nýal segir: "eigi einungis hefir hvert ódeili áhrif á allan heiminn, heldur einnig hver samögn (molecule), hvert efnasamband, hver líkami." Og: "hvort sem hún gerist í lifandi líkama eða líflausum. Meira
14. júní 2000 | Aðsent efni | 569 orð | 1 mynd

Framfaraskref í kennslu í leikskólafræðum

Með þessu námsframboði, segir Sigurrós Þorgrímsdóttir, leggur Kópavogur í samvinnu við HA sitt lóð á vogarskálarnar til að leiðbeinendur geti sérmenntað sig í leikskólafræðum. Meira
14. júní 2000 | Bréf til blaðsins | 552 orð | 1 mynd

Frasier aftur á skjáinn

KRISTÍN hafði samband við Velvakanda og vildi taka undir með Víkverja Morgunblaðsins föstudaginn 9. júni sl. um að endursýna Frasier þættina, ef ekki eru til nýir, þá að endursýna þá gömlu. Þessir þættir væru alveg frábær skemmtun. Meira
14. júní 2000 | Aðsent efni | 757 orð | 1 mynd

Gerum kennarastarfið eftirsóknarvert með nýjum kjarasamningi

Viðvarandi kennaraskortur og síendurteknar auglýsingar um lausar kennarastöður, segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, eru augljósasta dæmi þess að hækka þarf launin. Meira
14. júní 2000 | Aðsent efni | 1414 orð | 4 myndir

Grunnur lagður að glæstri sýningu

Kynbótasýningar undanfarnar vikur gefa meira en góð fyrirheit um eitthvað stórkostlegt á landsmótinu sem haldið verður eftir tæpan mánuð. Víða um land og þá sérstaklega á Suðurlandi hefur komið fram mikill fjöldi góðra hrossa og eru línur nú nokkuð farnar að skýrast meðan síðustu sýningarnar standa yfir. Valdimar Kristinsson rýndi í þær niðurstöður sem nú þegar eru ljósar og tók saman hvaða hross standa best að vígi fyrir lokaátökin. Meira
14. júní 2000 | Aðsent efni | 174 orð

Gylfi Baldursson efstur í sumarbridge 2000...

Gylfi Baldursson efstur í sumarbridge 2000 Miðvikudagskvöldið 7. júní var spilaður Mitchell með þátttöku 22 para. Meðalskor var 216 og þessi pör urðu efst: NS Magnús Aspelund - Steingrímur Jónass. 252 Eðvarð Hallgrímss. - Valdimar Sveinss. Meira
14. júní 2000 | Aðsent efni | 772 orð

Hræringar í leikhúsunum

"Í loftinu liggur nánast að fyrir þau forréttindi að starfa í Þjóðleikhúsinu eigi listamenn að fórna ákveðnum efnislegum gæðum á stalli listarinnar." Meira
14. júní 2000 | Aðsent efni | 808 orð | 1 mynd

Hvar eru Þingholtin?

Vek ég athygli hér í Morgunblaðinu á þeim misskilningi fasteignasala, segir Jón Aðalsteinn Jónsson, um staðsetningu Þingholtanna, sem virðist ríkja meðal þeirra. Meira
14. júní 2000 | Aðsent efni | 425 orð | 1 mynd

Klárum Náttúrufræðihúsið

Nauðsynlegt er, segir Eiríkur Jónsson, að byggingarfé fáist úr ríkissjóði ef Háskólinn á ekki að dragast aftur úr. Meira
14. júní 2000 | Aðsent efni | 884 orð | 1 mynd

Kristnihátíð

Hefði ritlistin borist til Íslands með kaþólskri trú, segir Ólafur Sigurgeirsson, hefðu Íslendingar ritað á latínu, en ekki á eigin máli. Meira
14. júní 2000 | Aðsent efni | 885 orð | 1 mynd

Kristnihátíð Þingvallakirkju - Hátíð í heimabæ þjóðar

Er Þingvöllur talinn, segir Þórhallur Heimisson, fyrsti eða annar lögformlegi kirkjustaðurinn á Íslandi. Meira
14. júní 2000 | Aðsent efni | 427 orð | 2 myndir

Málefni fatlaðra

Eiga ekki Hríseyingar rétt á afsökunarbeiðni, spyrja Pétur Bolli Jóhannesson og Haraldur L. Haraldsson, þar sem þeir hafa verið notaðir að ósekju til að koma á framfæri baráttumálum fatlaðra? Meira
14. júní 2000 | Bréf til blaðsins | 518 orð

Misrétti er víða að finna í mannlegum samskiptum

UNDANFARIÐ hefur mikið verið rætt um kynþáttamisrétti og telja sumir að Íslendingar hafi tilhneigingu til kynþáttafordóma og ýmislegt bendir til að svo sé. Meira
14. júní 2000 | Bréf til blaðsins | 65 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
14. júní 2000 | Aðsent efni | 1044 orð | 1 mynd

Neysluvenjur og nýir kvillar

Bókin er í heild mikill áfellisdómur yfir þeim nýju matarvenjum, sem Vesturlandabúar hafa tileinkað sér, segir Árni Gunnarsson, og við köllum stundum neyslu á ruslfæði. Meira
14. júní 2000 | Aðsent efni | 396 orð | 1 mynd

Stúdentar í Evrópu gegn skólagjöldum

Það er á ábyrgð stjórnvalda segir Haukur Agnarsson, að bjóða upp á endurgjaldslausa hágæðamenntun til að halda möguleikum fyrir námsmenn opnum, óháð efnahag þeirra. Meira
14. júní 2000 | Aðsent efni | 784 orð | 1 mynd

Sömu laun fyrir sömu vinnu?

Menn eiga að geta leyft sér að nýta þann frítíma sem þeim er ætlaður fyrir sjálfa sig og sína, segir Guðmundur Agnar Axelsson, í stað þess að þurfa sífellt að hendast í aukavinnu til að ná endum saman. Meira
14. júní 2000 | Aðsent efni | 894 orð

Úrslit

Félagsmót Geysis á Gaddstaðaflötum A-flokkur 1. Asi frá Kálfholti, eig.: Jónas Jónasson, kn.: Ísleifur Jónasson, 8,53 2. Gyðja frá Lækjarbotnum, eig.: Guðlaugur Kristmundsson, kn.: Marjolyn Tipen, 8,41 3. Tomba frá Stóra-Hofi, eig. Meira
14. júní 2000 | Bréf til blaðsins | 556 orð | 2 myndir

VÍKVERJI dagsins telur nú, að ekki...

VÍKVERJI dagsins telur nú, að ekki þurfi frekari vitnanna við um tregar gáfur og jafnvel slakt uppeldi íslenzkra unglinga. Meira
14. júní 2000 | Aðsent efni | 503 orð | 1 mynd

Þorgeir Ljósvetningagoði og þjóðkirkjan

Félagsmálaráðherra bæri fremur en kirkjunnar mönnum, segir Aðalbjörn Benediktsson, að mæra minningu Þorgeirs á Ljósavatni með einhverjum hætti. Meira

Minningargreinar

14. júní 2000 | Minningargreinar | 611 orð | 1 mynd

AÐALSTEINN SIGURÐSSON

Aðalsteinn Sigurðsson í Ási í Vopnafirði varð 75 ára annan dag hvítasunnu. Foreldrar hans voru þau Ingibjörg Pálsdóttir yfirsetukona og Sigurður Sveinsson bóndi. Ingibjörg var fædd í Víðidal í N-Múlasýslu en var Sigurður frá Vopnafirði. Meira  Kaupa minningabók
14. júní 2000 | Minningargreinar | 231 orð | 1 mynd

ÁSTA JÓNSDÓTTIR

Ásta Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 18. desember 1920. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 5. júní. Meira  Kaupa minningabók
14. júní 2000 | Minningargreinar | 480 orð | 1 mynd

BJÖRN ÞÓRARINN ÁSMUNDSSON

Björn Þórarinn Ásmundsson fæddist í Nýjabæ í Vestmannaeyjum 6. janúar 1918. Hann lést 3. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarkirkju 12. júní. Meira  Kaupa minningabók
14. júní 2000 | Minningargreinar | 2627 orð | 1 mynd

GUÐJÓN INGI MAGNÚSSON

Guðjón Ingi Magnússon fæddist 27. apríl 1976. Hann lést fimmtudaginn 1. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Magnús Sigurðsson, f. 30 október 1949, og Aðalheiður Birgisdóttir, f. 8. febrúar 1955. Foreldrar Magnúsar voru Sigurður Gíslason, f. 29. Meira  Kaupa minningabók
14. júní 2000 | Minningargreinar | 1035 orð | 1 mynd

Hjörleifur Sigurðsson

Hjörleifur Sigurðsson fæddist 22. desember 1906 að Einholtum í Hraunhreppi. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni 8. júní sl. Foreldrar hans voru hjónin Sesselja Davíðsdóttir og Sigurður Jósefsson, börn þeirra urðu átta, ein dóttir og sjö... Meira  Kaupa minningabók
14. júní 2000 | Minningargreinar | 1923 orð | 1 mynd

Sigurgeir Gunnarsson

Sigurgeir Gunnarsson fæddist í Reykjavík 19. júní 1944. Hann lést á heimili sínu 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Gunnar Jóhannsson múrarameistari, f. 28.9. 1912, d. 31.5. 1976, og Una Kristjánsdóttir húsmóðir, f. 7.8. 1915, d. 18.12. 1972. Meira  Kaupa minningabók
14. júní 2000 | Minningargreinar | 4733 orð | 1 mynd

ÞORLEIFUR KJARTAN KRISTMUNDSSON

Séra Þorleifur Kjartan fæddist í Reykjavík hinn 12. júní 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðný Sigríður Kjartansdóttir húsmóðir, f. 29.12. 1902, d.19.4. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

14. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 1679 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 13.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 13.06.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Annar afli 88 66 78 2.177 170.665 Blálanga 50 26 37 236 8.658 Grálúða 168 168 168 60 10.080 Hlýri 110 68 80 3.217 255. Meira
14. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
14. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 253 orð

Hátt verð í Danmörku

MARGIR hafa orðið til þess að gagnrýna niðurstöður nýlegrar skýrslu samkeppnisstofnunarinnar í Danmörku, að því er segir í grein í D ansk handelsblad . Í niðurstöðum skýrslunnar kemur m.a. Meira
14. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 641 orð | 2 myndir

Hlutabréf Sjóvár-Almennra skráð á VÞÍ í dag

ERLEND samkeppni getur orðið Sjóvá-Almennum skeinuhætt en 150 vátryggingafélög innan Evrópusambandsins hafa þegar skráð sig hjá Fjármálaeftirlitinu og geta því starfað hér án frekari skilyrða, að því er fram kom í máli Einars Sveinssonar, annars... Meira
14. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 168 orð

Minna keypt af breskum innkaupalistum

STÆRSTA innkaupalista-fyrirtækið í Bretlandi, Great Universal Stores, hefur ákveðið að segja upp um átta hundruð starfsmönnum og kemur ákvörðunin í kjölfar 15% samdráttar í hagnaði fyrirtækisins. Meira
14. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 1661 orð | 2 myndir

Möguleika þarf að meta til fjár

Verðmat á fyrirtækjum er ekki einföld aðgerð. Það byggist á nákvæmri greiningu en líka innsæi og huglægu mati. Þetta kemur fram í máli nokkurra sérfræðinga á íslenskum fjármálamarkaði, sem Steingerður Ólafsdóttir ræddi við í tengslum við nýlegt verðmat Búnaðarbankans á Landssímanum. Meira
14. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 135 orð

Nasdaq hækkaði um 2%

FJÁRFESTAR í Bandaríkjunum önduðu léttar eftir ræðu Alans Greenspans seðlabankastjóra í gær en Greenspan minntist ekki á vaxtahækkun. Nasdaq hækkaði um rúm 2% í gær, eftir lækkanir fyrr um daginn, og endaði í 3.846,79 stigum. Meira
14. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 219 orð

Nýr vettvangur fyrir frumkvöðla

FYRSTA þriðjudag hvers mánaðar eru haldnir fundir í fjölda borga víða um heim á vegum fyrirtækisins First Tuesday. Meira
14. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 179 orð

Skráningarstofan skráir fyrir Norðurlönd

NÝLEGA var undirrituð viljayfirlýsing fjögurra Norðurlanda um samstarf á sviði skráninga á evrópskum gerðarviðurkenningum ökutækja. Skráningarstofan hf. Meira
14. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 310 orð

Starfsmönnum TölvuMynda boðnir kaupréttarsamningar

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ TölvuMyndir mun bjóða öllu starfsfólki sínu að gera samning um kauprétt á hlutabréfum í fyrirtækinu, en hjá fyrirtækinu starfa nú um 160 manns. Kaupþing hf. Meira
14. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 156 orð

Umhverfis- og gæðastjóri RARIK í stjórn IPMA

AÐALFUNDUR Alþjóða verkefnastjórnunarsambandsins, IPMA (International Project Management Association), var haldinn 22. maí síðastliðinn. Meira
14. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 64 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. maí '00 3 mán. RV00-0817 10,64 0,1 5-6 mán. RV00-1018 11,05 - 11-12 mán. Meira
14. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 82 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 13.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 13.6.2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Fastir þættir

14. júní 2000 | Fastir þættir | 318 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

"Þú tapaðir spilinu í þriðja slag," sagði austur, en það var gremja í röddinni, því þrátt fyrir allt hafði sagnhafi fengið sína tíu slagi í fjórum spöðum: Vestur gefur; enginn á hættu. Meira
14. júní 2000 | Í dag | 306 orð

Bústaðakirkja.

Bústaðakirkja. Félagsstarf aldraðra í dag kl. 13.30. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Samverustund eldri borgara kl. Meira
14. júní 2000 | Dagbók | 901 orð

(Jóh. 12, 46.)

Í dag er miðvikudagur 14. júní, 166. dagur ársins 2000. Imbrudagar. Orð dagsins: Ég er ljós í heiminn komið, svo að enginn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. Meira
14. júní 2000 | Fastir þættir | 591 orð | 2 myndir

Sigurbjörn Björnsson skákmeistari Hafnarfjarðar

9.-11. júní 2000 Meira
14. júní 2000 | Fastir þættir | 92 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

SIGURVEGARI efsta flokks minningarmóts Capablanca í ár, rússneski stórmeistarinn Alexander Volzhin (2548), hafði hvítt í meðfylgjandi stöðu gegn tékkneska stórmeistaranum Tomas Oral (2.540). 22. Hxg7+! Kxg7 23. Hg1+ Kh8 Svartur yrði strax mát eftir 23... Meira

Íþróttir

14. júní 2000 | Íþróttir | 138 orð

Arnar farinn til viðræðna við Lokeren

ARNAR Grétarsson fór í morgun til Belgíu til viðræðna við forráðamenn Lokeren sem hafa mikinn hug á að fá hann í sínar raðir fyrir næsta tímabil. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 123 orð

Áttum að fá þrjú stig

"VIÐ stjórnuðum leiknum allan tímann en Fylkismenn skoruðu úr eina markskotinu sem hitti mark okkar allan leikinn," sagði Pétur Pétursson, þjálfari KR. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 64 orð

Bakvörður til reynslu í Eyjum

SVETLANA Balinskaya, knattspyrnumaður frá Úkraínu, kom til Eyja í fyrradag og mun hún dvelja til reynslu hjá liðinu í 10 daga. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 462 orð | 2 myndir

Bara viðvörun þegar England skoraði

PORTÚGALIR sýndu á mánudaginn að það er óhætt að taka þá alvarlega í Evrópukeppninni. Þeir áttu magnaðan leik gegn Englendingum og unnu mjög verðskuldað 3:2 eftir að hafa lent 0:2 undir eftir aðeins 18 mínútna leik. Þeir standa þar með best að vígi í A-riðlinum því á undan gerðu Þýskaland og Rúmenía 1:1 jafntefli í slakasta leik keppninnar til þessa. Evrópumeistarar Þjóðverja þóttu ekki hefja meistaravörnina á sannfærandi hátt. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 826 orð | 1 mynd

Belgar áttu í erfiðleikum með Svía

FYRSTI leikur Evrópumótsins í knattspyrnu var leikur Belga og Svía í B-riðli og lauk honum eð 2:1 sigri heimamanna. Hinn leikurinn í riðlinum var milli Ítala og Tyrkja. Lyktaði þeirri viðureign einnig með 2:1 sigri og það voru Ítalir sem fögnuðu stigunum þremur. Það má segja að mótið hafi byrjað óvenju hressilega því leikirnir hafa verið skemmtilegir og fjöldi marktækifæra hefur sést. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 70 orð

Birgir Örn til liðs við KFÍ

BIRGIR Örn Birgisson körfuknattleiksmaður hefur gengið til liðs við KFÍ og mun leika með félaginu næsta vetur. Birgir Örn er fæddur og uppalinn á Ísafirði og hóf að leika körfuknattleik þar. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 474 orð

DAVID Beckham slapp við sekt vegna...

DAVID Beckham slapp við sekt vegna atviks eftir leik Englands og Portúgals. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 488 orð | 1 mynd

DIDIER Deschamps , fyrirliði Frakka ,...

DIDIER Deschamps , fyrirliði Frakka , neitaði að ræða við fréttamenn eftir leikinn við Dani og fylgdi þar með eftir svipuðum viðbrögðum fyrir leik en hann vildi ekkert við þá tala á laugardaginn. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 237 orð

Ég hef verið að æfa eftir...

Ómar Halldórsson frá Akureyri byrjaði ekki vel í fyrsta hring, sló tvo bolta í sjóinn á Bergvíkinni og lék holuna á 7 höggum, en hún er par þrír. "Ég var ekki búinn að stilla mig inn á flatirnar og var auk þess að gera allt of mörg mistök," sagði Ómar ánægður með seinni tvo hringina sem hann lék á 70 og 69 höggum. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 310 orð

Ég tók nokkra áhættu með innáskiptingum...

Ég tók nokkra áhættu með innáskiptingum undir lokin en það var ekki um annað að ræða síðasta stundarfjórðunginn því við höfðum engu að tapa eins og staðan var," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Fylkis, eftir jafnteflið við KR. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 917 orð | 1 mynd

Feðgarnir óstöðvandi

FEÐGARNIR Rúnar Jónsson og Jón R. Ragnarsson á Subaru Impreza eru óstöðvandi - fögnuðu sigri í annarri umferð á Íslandsmótinu í ralli, sem fór fram á Suðurnesjum um helgina. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 27 orð

Fjöldi leikja J T Mörk Stig...

Fjöldi leikja J T Mörk Stig U KR 4 4 0 0 21:3 12 Stjarnan 4 4 0 0 14:1 12 Breiðablik 3 2 0 1 12:3 6 ÍBV 3 1 1 1 4:4 4 ÍA 4 1 1 2 6:17 4 Valur 4 1 0 3 3:6 3 Þór/KA 4 0 1 3 3:13 1 FH 4 0 1 3 4:20... Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 16 orð

Fjöldi leikja U J T Mörk...

Fjöldi leikja U J T Mörk Stig Portúgal 1 1 0 0 3:2 3 Rúmenía 1 0 1 0 1:1 1 Þýskaland 1 0 1 0 1:1 1 England 1 0 0 1 2:3... Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 34 orð

Fjöldi leikja U J T Mörk...

Fjöldi leikja U J T Mörk Stig KR 6 4 1 1 9:5 13 Fylkir 6 3 3 0 12:5 12 Grindavík 6 3 3 0 9:2 12 Keflavík 6 3 2 1 7:9 11 ÍBV 6 2 4 0 10:3 10 ÍA 6 3 1 2 3:3 10 Fram 6 1 2 3 4:8 5 Leiftur 6 0 3 3 3:9 3 Breiðablik 6 1 0 5 7:14 3 Stjarnan 6 0 1 5 1:7... Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 16 orð

Fjöldi leikja U J T Mörk...

Fjöldi leikja U J T Mörk Stig Belgía 1 1 0 0 2:1 3 Ítalía 1 1 0 0 2:1 3 Svíþjóð 1 0 0 1 1:2 0 Tyrkland 1 0 0 1 1:2... Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 36 orð

Fjöldi leikja U J T Mörk...

Fjöldi leikja U J T Mörk Stig Þór Ak. 4 4 0 0 10:2 12 KÍB 4 4 0 0 10:3 12 Selfoss 4 3 0 1 12:4 9 KS 4 3 0 1 6:5 9 Afturelding 4 1 2 1 6:6 5 Víðir 4 1 1 2 3:5 4 Léttir 4 1 1 2 4:9 4 HK 4 0 1 3 3:8 1 KVA 4 0 1 3 3:8 1 Leiknir R. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 16 orð

Fjöldi leikja U J T Mörk...

Fjöldi leikja U J T Mörk Stig Frakkland 1 1 0 0 3:0 3 Holland 1 1 0 0 1:0 3 Tékkland 1 0 0 1 0:1 0 Danmörk 1 0 0 1 0:3... Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 162 orð

Frakkland - Danmörk 3:0 Brugge, Belgíu,...

Frakkland - Danmörk 3:0 Brugge, Belgíu, 11. júní. Laurent Blanc 16., Thierry Henry 64., Sylvain Wiltord 90. Áhorfendur : 29.000. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 81 orð

Frágengið hjá Ragnari og Dunkerque

RAGNAR Óskarsson handknattleiksmaður undirritaði á hvítasunnudagtveggja ára samning við franska handknattleiksliðið Dunkerque frá samnefndum bæ. Samningur Ragnars við félagið er til tveggja ára, en það leikur í efstu deild. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 522 orð | 1 mynd

Fylkir jafnaði einum færri

EINUM leikmanni færri sýndu Fylkismenn mikla þrautseigju gegn værukærum KR-ingum og tókst að jafna áður en yfir lauk. Tryggðu þeir sér þannig annað stigið úr viðureign liðanna í Árbænum á laugardaginn, 1:1. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 778 orð | 3 myndir

Gjafmildir Blikar

GRINDVÍKINGAR halda áfram velgengni sinni í efstu deild karla í knattspyrnu, lögðu lánlausa Breiðabliksmenn 3:0 á laugardaginn. Sigurinn var sanngjarn en heldur voru mörkin ódýr og má segja að Blikar hafi sýnt eindæma gjafmildi í því sambandi því eftir tæpar tvær mínútur var staðan orðin 1:0 og fjórum mínútum síðar 2:0. Sinisa Kekic gerði bæði mörkin og var síðan rekinn út af í síðari hálfleik þannig að það má segja að hann hafi komið mikið við sögu í leiknum. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 173 orð | 1 mynd

GRINDVÍKINGAR hafa til þessa ávallt mætt...

GRINDVÍKINGAR hafa til þessa ávallt mætt því liði sem leikið hefur við KR í umferðinni á undan. Á þessu verður þó breyting í næstu umferð því þá fara Grindvíkingar í Vesturbæinn . Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 89 orð

Groningen með sóknarmenn í sigtinu

ÚTSENDARI frá Groningen, nýliðunum í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, var hér á landi um helgina og fylgdist með þremur leikjum í úrvalsdeildinni, auk leikja í 2. og 3. flokki. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 153 orð

GUNNAR Oddsson fékk vænan blómvönd frá...

GUNNAR Oddsson fékk vænan blómvönd frá Keflvíkingum fyrir leikinn gegn Fram , í tilefni þess að hann sló leikjametið í efstu deild. HÓLMBERT Friðjónsson var heiðursgestur Fram og heilsaði upp á leikmenn liðanna. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 262 orð

Heppni og lagni á bakvið leikjametið

GUNNAR Oddsson, fyrirliði Keflvíkinga, sló leikjametið í efstu deildinni í knattspyrnu í fyrradag. Hann lék sinn 268. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 92 orð | 1 mynd

HVORKI Hlynur Birgisson , né Þorvaldur...

HVORKI Hlynur Birgisson , né Þorvaldur S. Guðbjörnsson léku með Leiftursmönnum gegn ÍBV á laugardag vegna meiðsla. Þeir vonast þó báðir til að vera tilbúnir í slaginn er Leiftur mætir svissneska liðinu FC Luzern í Intertoto-kppninni 18. júní á... Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 347 orð | 2 myndir

Jens Martin sá við Eyjamönnum

LEIFTUR hefur aðeins skorað þrjú mörk á Íslandsmótinu í sumar en fengið á sig níu. Í fyrri hálfleik á laugardag í Eyjum leit út fyrir að markahlutfall þeirra kæmi til með að versna til muna en ótrúleg markvarsla Jens Martins Knudsen kom í veg fyrir það. Eyjamenn sem skorað hafa 10 mörk á tímabilinu náðu með engu móti að koma knettinum framhjá þessum litríka markverði þrátt fyrir miklar tilraunir. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 159 orð

Júlíus aftur til Leifturs

LEIFTURSMAÐURINN Júlíus Tryggvason var lánaður til síns gamla félags, Þórs, í byrjun tímabils þar sem hann átti við lítilleg meiðsli að stríða. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 65 orð

Katrín skoraði í sigurleik

LANDSLIÐSMAÐURINN Katrín Jónsdóttir, sem leikur með norska liðinu Kolbotn, skoraði eitt mark í 4:1 sigri á Grand-Bodö um helgina. Katrín var felld í vítateig andstæðinganna, tók spyrnuna sjálf og skoraði örugglega. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 112 orð

Keflavík fær Englending

PAUL Shepherd, 22 ára enskur knattspyrnumaður, kom til liðs við Keflvíkinga í gær. Hann verður til reynslu hjá þeim á næstunni en fer vafalítið beint í byrjunarliðið, sem miðjumaður við hlið Gunnars Oddssonar. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 594 orð | 3 myndir

Keflvíkingar sáttari við stigið

KEFLVÍKINGAR geta verið sáttari en Framarar við markalausa jafnteflið í leik liðanna á Laugardalsvellinum í fyrradag. Þeir misstu reyndar af tækifæri til að ná KR-ingum að stigum á toppi deildarinnar en halda sér í hópi efstu liða á meðan Framarar sitja fastir í óþægilegri nánd við fallsætin. Jafntefli var í heildina séð sanngjörn niðurstaða þó bæði lið hefðu fengið tækifæri til að innbyrða öll stigin. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 104 orð

Kristinn í hvíld

"ÉG hef ekki verið að spá í að skipta yfir í annað lið. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 632 orð | 1 mynd

Loks kom Skagamark

EFTIR þrjá markalausa leiki í röð náðu Skagamenn loks að skora mark þegar þeir unnu nauman sigur á Stjörnunni í Garðabæ. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 530 orð

Megn óánægja með framkvæmdina

Megn óánægja var meðal fjölmargra kylfinga sem þátt tóku í öðru stigamóti Golfsambandsins um helgina. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 324 orð

Mér fannst við eiga að klára...

Mér fannst við eiga að klára þennan leik með sigri en okkur vantaði herslumuninn til að ljúka okkar sóknum," sagði Páll Guðlaugsson, þjálfari Keflvíkinga, við Morgunblaðið eftir leikinn gegn Fram í fyrradag. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 326 orð | 1 mynd

Mjög sátt við spilamennskuna

Herborg Arnarsdóttir úr GR varð í öðru sæti á stigamótinu í Leirunni, lék á einu höggi fleira en Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 401 orð | 1 mynd

Nú fer ég að æfa meira

"EIGUM við ekki að segja það?" sagði Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR spurð hvort hún ætlaði að hafa þetta svona í sumar, en hún hefur sigrað á báðum stigamótunum og er því efst að stigum. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 359 orð | 1 mynd

Ómar öryggið uppmálað

ÓMAR Halldórsson úr Golfklúbbi Akureyrar og Ragnhildur Sigurðardóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigruðu á öðru stigamóti Golfsambandsins, sem haldið var um helgina á Hólmsvelli í Leiru. Ómar sigraði með tveimur höggum en Ragnhildur með einu og var þetta annar sigur hennar á jafnmörgum stigamótum sumarsins en Ómar var að sigra í fyrsta sinn á stórmóti hérlendis. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 517 orð | 1 mynd

PAOLO Maldini , fyrirliði Ítala ,...

PAOLO Maldini , fyrirliði Ítala , setti leikjamet á laugardaginn er hann lék sinn 28. landsleik í Evrópukeppninni . Enginn Ítali hefur leikið eins marga leiki á EM . Fyrsti leikur hans í EM var gegn Þjóðverjum 1988. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 124 orð | 1 mynd

PETER Taylor var á mánudag ráðinn...

PETER Taylor var á mánudag ráðinn knattspyrnustjóri Leicester í staðinn fyrir Martin O'Neill sem er tekinn við Glasgow Celtic. Taylor leiddi Gillingham upp í ensku 1. deildina í vor. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 229 orð

"ÉG er mjög sáttur við stig...

"ÉG er mjög sáttur við stig í Eyjum, sérstaklega þar sem við töpuðum 5-0 síðast," sagði Jens Martin Knudsen, spilandi þjálfari Leifturs, eftir jafnteflið gegn ÍBV á laugardag. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 365 orð

"Of mörg jafntefli"

Ég hefði viljað sjá stöðu okkar aðeins betri. Ég hefði viljað ná allavega tveimur af þessum jafnteflisleikjum sem sigrum, þá væri staðan allt öðruvísi hjá okkur. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 250 orð | 1 mynd

"VIÐ bjuggumst alveg við því að...

"VIÐ bjuggumst alveg við því að sumarið yrði okkur erfitt. Það er hins vegar stutt í önnur lið og um leið og við náum að vinna leik erum við komnir inn í pakkann. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 225 orð | 1 mynd

RAUL Gonzalez og Michel Salgado gátu...

RAUL Gonzalez og Michel Salgado gátu báðir leikið með Spánverjum gegn Noregi í gær en tvísýnt var með þá báða fram á síðustu stundu. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 273 orð | 1 mynd

RÚNARI Geir Gunnarssyni, úr Nesklúbbi ,...

RÚNARI Geir Gunnarssyni, úr Nesklúbbi , brá í brún þegar hann opnaði skottið á bíl sínum fyrir utan golfskála GS snemma á laugardagsmorguninn. Golfsettið hafði orðið eftir heima! Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 302 orð

Rúnar í þriðja sæti á heimslistanum

Rúnar Alexandersson, fimleikakappi úr Gerplu, bætti um helgina enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn en þá sigraði hann í æfingum á bogahesti á heimsbikarmóti í Slóveníu. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 113 orð

Solskjær orðinn pabbi

NORÐMENN önduðu léttar þegar ljóst var að Ole Gunnar Solskjær myndi geta leikið með þeim gegn Spánverjum á EM í gær. Á fimmtudaginn varð Solskjær pabbi - er honum og unnustu hans, Silje Lynmgvær, fæddist lítill drengur. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 216 orð

Stefnt að átta leikjum í Þýskalandi

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, segir að undirbúningur landsliðsins fyrir heimsmeistarakeppnina í Frakklandi í janúar hefjist nú þegar og í reynd hafi hann þegar lagt ákveðnar línur í þeim efnum. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 173 orð

Svíar vilja tvo dómara

TOMMY Söderberg, annar þjálfari Svía, viðraði þær hugmyndir um helgina að best væri að koma á tveggja dómara kerfi í knattspyrnunni. Þá sæi hvor dómari um sig um annan vallarhelminginn. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 329 orð | 3 myndir

Sýndu hvað í þeim bjó

"ÞAÐ er mikill léttir að þessir leikir séu að baki og í raun kom munurinn á liðunum í síðari leiknum mér á óvart," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir síðari sigurleikinn á Makedóníu, 38:22, í Kaplakrika á sunnudaginn, sem tryggði Íslendingum keppnisrétt á HM í Frakklandi í janúar. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 72 orð

Sævar Þór og Kekic í tveggja leikja bann

FYLKISMAÐURINN Sævar Þór Gíslason og Grindvíkingurinn Sinisa Kekic, sem fengu að sjá rauða spjaldið í leikjum helgarinnar, voru í gær úrskurðaðir í tveggja leikja bann á fundi aganefndar KSÍ. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 49 orð

Tyrkir sektaðir

EVRÓPSKA knattspyrnusambandið hefur sektað tyrkneska knattspyrnusambandið um rúmar400.000 krónur vegna óláta tyrkneskra áhorfenda. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 135 orð

UM helgina skýrðist hvaða Evrópuþjóðir verða...

UM helgina skýrðist hvaða Evrópuþjóðir verða meðal keppenda á heimsmeistaramótinu í Frakklandi um mánaðamótin janúar og febrúar á næsta ári. Evrópa á tólf sæti í mótinu og gæti fengið það 13. ef Tékkar leggja Ástrali í aukaleikjum um laust sæti í mótinu. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 128 orð

UNI Arge kom inn í lið...

UNI Arge kom inn í lið Akurnesinga að nýju eftir meiðsli en hann meiddist á öxl í 1. umferðinni gegn Leiftri. KÁRI Steinn Reynisson , miðjumaður ÍA , lék sinn 100. leik í efstu deild í lei k ÍA og Stjörnunnar . Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 193 orð | 1 mynd

Verðskulduðum að komast á HM

Það var nokkur spenna í hópnum fyrir síðari leikinn eftir það sem á undan var gengið í þeim fyrri, en ég held að það hafi bara verið af hinu góða," sagði Ragnar Óskarsson eftir að íslenska landsliðið hafði tryggt sér sæti á heimsmeistaramótinu í... Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 527 orð | 2 myndir

Verndarengill á marklínu okkar

FRAKKAR og Hollendingar unnu sína leiki í fyrstu umferð D-riðilsins á sunnudaginn eins og reiknað hafði verið með. Ólíkt höfðust þessar þjóðir þó að; Frakkar lögðu Dani á nokkuð sannfærandi hátt, 3:0, á meðan Hollendingar voru stálheppnir gegn Tékkum og skoruðu sigurmark sitt úr umdeildri vítaspyrnu á síðustu stundu. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 469 orð | 1 mynd

Það var að duga eða drepast...

LÆRISVEINAR Larry Birds í Indiana Pacers lögðu Los Angeles Lakers 100:91 í þriðja leik liðanna í baráttunni um NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik. Lakers vann fyrstu tvo leikina í Los Angeles en er liðin mættust þriðja sinni í Indianapolis sigruðu heimamenn. Gestirnir léku án Kobe Bryant sem var meiddur. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 353 orð

Þjálfarinn skoraði markið

MARGRÉT Ákadóttir, þjálfari ÍA, var allt annað en ánægð með að hafa deilt stigum með Eyjastúlkum í 4. umferð Landssímadeildar kvenna í gærkvöldi. "Ég er alls ekki sátt við það að fá ekki öll stigin þrjú. Við fengum fullt af færum til að gera út um leikinn í fyrri hálfleik en náðum aðeins að setja eitt," sagði Margrét, en það var einmitt hún sem skoraði eina mark ÍA í leiknum, með skalla eftir hornspyrnu. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 492 orð | 1 mynd

Þriðja tap Vals í röð

VALUR tapaði þriðja leiknum sínum í röð á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu er liðið tapaði 3:0 fyrir Blikum á heimvelli í 4. umferð í gærkvöldi. Hafa Valsstúlkur aldrei byrjað Íslandsmótið jafn illa og eru nú í sjötta sæti með þrjú stig. Meira
14. júní 2000 | Íþróttir | 840 orð | 1 mynd

Ævintýralegur leikur í Charleroi

FRAMMISTAÐA Júgóslava gegn Slóvenum í fyrsta leik liðanna í EM í gær var með hreinum ólíkindum. Fyrsta klukkutímann gat liðið ekki neitt og Slóvenar réðu lögum og lofum, komust í 3:0 eftir 57 mínútur. Meira

Fasteignablað

14. júní 2000 | Fasteignablað | 18 orð | 1 mynd

Arftaki gamla bóndastólsins

J-39-stóllinn er arftaki gamla danska bóndastólsins, hönnuður hans er arkitektinn Börge Mogensen. Stóllinn er nú framleiddur hjá Kvist... Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 22 orð | 1 mynd

Armar með dýramyndum

Um 1880 var mikið í tísku að hafa útskorin dýra- og mannshöfuð á örmum stóla og sófa. Þessi stóll er dæmi um... Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 1031 orð | 1 mynd

Borgríkið Ísland?

Viðurkenning á þeirri staðreynd, að Reykjavík er miðja íslenzka byggðakerfisins er forsenda nýsköpunar í byggðamálum, segir Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur. Landsbyggðin mun einnig njóta góðs af því þegar fram líða stundir. Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd

Bók fyrir allt mögulegt

Sumir eru með minnismiða um allt, aðrir eru skipulegri og skrifa það sem máli skiptir inn í bók, það er kannski ekki svo vitlaus regla - sögulega... Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 47 orð

BYGGÐAÞRÓUN á Íslandi ber þess nú...

BYGGÐAÞRÓUN á Íslandi ber þess nú æ sterkari vott, að hér sé að verða til borgríki, segir Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur. Á höfuðborgarsvæðinu og áhrifasvæði þess búa nú þegar 75% landsmanna. Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 583 orð | 1 mynd

Byggingarstjóraskyldan er hrikaleg mistök

Nú má ekki byggja sólstofu né endurleggja ónýtt hitakerfi, án þess að byggingarstjóri sé skipaður, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Og húsbyggjandinn borgar brúsann, hver annar? Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 38 orð | 1 mynd

Dómhúsið á Nýjatorgi

Eftir brunann mikla 1795 í Kaupmannahöfn var þetta hús, Dómhúsið á Nýjatorgi, byggt sem ráðhús. Hönnuður þess var C.F. Hansen sem var mjög undir "klassískum" áhrifum - bæði grískum og ítölskum. Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 34 orð | 1 mynd

Dýrmæt tekrús

Te var dýrmætt á sautjándu öld og var þess vegna varðveitt í dýrmætum krúsum. Þessi var framleidd hjá Meissen í Þýskalandi um 1730 og er skreytt með kínamynstri eins og vinsælt var á þessum... Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 133 orð | 1 mynd

Fallegar íbúðir við Básbryggju

HJÁ fasteignasölunni Höfða eru nú í sölu 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir að Básbryggju 5 til 9. Þetta er steinhús sem er í byggingu og afhendist í lok ársins. Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 104 orð | 1 mynd

Fallegt endaraðhús með góðum bílskúr

Fasteignasalan Skeifan er nú með í sölu endaraðhús að Melseli 16. Þetta er hús á tveimur hæðum, steinsteypt, byggt 1981 og er 196 ferm. að stærð ásamt 55 ferm. stakstæðum, tvöföldum bílskúr. Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 144 orð | 1 mynd

Gott atvinnuhúsnæði við höfnina í Kópavogi

GOTT atvinnuhúsnæði við höfnina í Kópavogi vekur ávallt athygli þegar það kemur á markaðinn. Hjá fasteignasölunni Hraunhamri er nú til sölu eða leigu glæsilegt atvinnuhúsnæði við Bakkabraut 2, sem er um 2.500 ferm. Ásett verð er 182 millj. kr. Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 23 orð | 1 mynd

Hrukkuparið

Hnetubrjótar eru nauðsynleg tæki og vinsæl í grannlöndum okkar, hér er sænskt "hrukkupar" sem ætlað er að brjóta hnetur. Það var smíðað um... Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 338 orð | 2 myndir

Húsbréf og húsnæðisbréf

Bæði húsbréf og húsnæðisbréf eru markaðsverðbréf en að mörgu leyti ólík. Ásbjörn Þorleifsson hjá fjárstýringarsviði Íbúðalánasjóðs gerir grein fyrir þessum mun. Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 44 orð | 1 mynd

Kassabíll fyrir börn

Frá því fólk fór að nota húsgögn hafa húsgögn verið gerð sérstaklega fyrir börn - að ekki sé talað um leikföng. Þetta á líka við um bíla. Hér er kassabíllinn Trekkar, frá 1923, sem sex barna faðirinn og hönnuðurinn Gerrit Rietveld hannaði fyrir börn... Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 13 orð | 1 mynd

Kínverska hofið

í Friðriksbergsgarði í Kaupmannahöfn er þetta kínverska hof, sem m.a. arkitektinn Andreas Kirkerpu... Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 20 orð | 1 mynd

Konunglegar fígúrur

Api, flóðhestur og björn sem eiga það sameiginlegt að vera svokallaðar "stentöjsfigurer" gerðar af Knud Kyhn fyrir konunglegan aðila í... Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 1048 orð | 2 myndir

Kvistir á húsþökum

Það er tilvalið að setja kvist á þak húss um leið og komið er að því að gera þurfi við þakið, segir Bjarni Ólafsson. Yfirleitt hefur það bætandi áhrif á útlit hússins. Það verður oftast reisulegra og útlit þess tilkomumeira. Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd

Ljóst skal það vera

Diskagrindur á vegg hafa stundum verið vinsælar. Hér má sjá eina slíka, í henni eru eingöngu ljósir diskar og önnur ílát - óneitanlega farið sparlega með liti... Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 31 orð | 1 mynd

Loftvog Fabergé

Fyrr á árum þótt ekkert heimili með heimilum nema þar væri loftvog á vegg. Ekki státuðu þó margir af loftvog smíðaðri af sjálfum Fabergé. Þessi er frá 1888 og smíðuð í... Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 46 orð

MARGIR grípa til þess ráðs að...

MARGIR grípa til þess ráðs að setja kvist á þök til þess að drýgja íbúðarrýmið, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan . Í því felst töluverð hagsýni. En slíka breytingu verður að leggja fyrir viðkomandi byggingarnefnd. Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 22 orð | 1 mynd

Norskir línakrar

Lín þykir gott efni m.a. til að sofa við. Við Íslendingar erum ekki vanir línökrum - hér er einn slíkur norskur í... Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 852 orð | 3 myndir

Nóg lóðaframboð víða í bænum og lág gatnagerðargjöld

Það hefir ekki verið byggt mikið af íbúðarhúsum í Garðinum undanfarin ár en nú er að verða breyting á. Arnór Ragnarsson hitti sveitarstjórnarmenn á dögunum og komst að því að gatnagerðargjöld eru mjög lág og minnstu parhúsin fullbúin eru næstum á sama verði og dýrustu lóðirnar í Reykjavík. Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 282 orð

Nýbyggingar í atvinnuhúsnæði sjaldan verið meiri í Reykjavík

MIKIL aukning varð í byggingu nýs atvinnuhúsnæðis í Reykjavík á síðasta ári miðað við árin þar á undan og varð þessi aukning bæði í verzlunar- og skrifstofuhúsnæði svo og í iðnaðarhúsnæði. Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 197 orð | 1 mynd

NÝTT deiliskipulag fyrir þrjá byggðakjarna í...

NÝTT deiliskipulag fyrir þrjá byggðakjarna í Gerðahreppi var samþykkt fyrir skömmu og er nú nægt framboð á lóðum víða í Garðinum. Í grein eftir Arnór Ragnarsson blaðamann um þetta nýja skipulag kemur m.a. Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 162 orð | 1 mynd

Rúmgott raðhús við Norðurfell

HJÁ fasteignasölunni Lundur er nú í einkasölu tveggja hæða raðhús að Norðurfelli 9 í Breiðholti. Þetta er steinhús, byggt 1974 og er á tveimur hæðum. Alls er húsið 380 ferm. með innbyggðum bílskúr, sem er 24 ferm. Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd

Rúm og skrifborð

Þar sem gólfpláss er lítið en þörf fyrir bæði rúm og skrifborð þá gæti þetta verið... Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 1930 orð

SELJENDUR SÖLUUMBOÐ - Áður en fasteignasala...

SELJENDUR SÖLUUMBOÐ - Áður en fasteignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að hafa sérstakt söluumboð frá eiganda og skal það vera á stöðluðu formi sem dómsmálaráðuneytið staðfestir. Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd

Silfurrammar eru vinsælir

Silfurramminn á myndinni er í Jugend-stíl, slíkir rammar eru vinsælir og einnig þykja almanök úr silfri merkileg, þetta á myndinni er í svokölluðum "Edwardian"... Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 20 orð | 1 mynd

Slá fyrir potta og fleira

Það getur verið hentugt að hafa slá í eldhúsinu þar sem hægt er að hengja ýmislegt sem er í daglegri... Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Smjörkælir úr tini

Þessi smjörkælir út tini var smíðaður 1758, hann er af algengri danskri gerð og var framleiddur í... Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 31 orð | 1 mynd

Stólar eftir meistara

Þessir þægilegu og gullnu hægindastólar voru framleiddir snemma á 19. öld eftir teikningum G.F. Hetsch, sem kenndi heilli kynslóð af húsgagnasmiðum. Hann skrifaði bókina Fortegninger for haandværkere, sem hann gaf út... Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 426 orð | 1 mynd

Stórt hús í funkisstíl við Öldugötu

ÞAÐ er ekki oft sem heilar húseignir í Gamla bænum í Reykjavík koma í sölu. Hjá Fasteignamarkaðnum er nú til sölu húseignin Öldugata 2, sem er byggð í funkisstíl og er tvær hæðir, kjallari og ris auk 32,5 ferm. bílskúrs. Alls er húsið um 400 ferm. Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 121 orð | 1 mynd

Sumarbústaður í Húsafelli

TÍMI sumarbústaðanna stendur nú sem hæst. Hjá Fasteignamiðluninni Berg er nú til sölu sumarbústaður í landi Húsafells. Þetta er timburhús, byggt 1988 og er A-bústaður með svefnlofti, alls 30 fm að flatarmáli. Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 401 orð

Útreikningar í nýju greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
14. júní 2000 | Fasteignablað | 225 orð | 1 mynd

Vandað einbýlis-hús við Lynghaga

GÓÐ einbýlishús í vesturbæ Reykjavíkur vekja ávallt athygli, þegar þau koma í sölu. Hjá Eignamiðluninni er nú til sölu húseignin Lynghagi 5. Þetta er steinhús, byggt 1955 og 273 ferm. að stærð með bílskúr, sem er 32 ferm. Ásett verð er 29 millj. kr. Meira

Úr verinu

14. júní 2000 | Úr verinu | 346 orð

Ágætis rækjuveiði á Flæmingjagrunni

BÚIÐ er að veiða um 4.000 tonn af rækju á Flæmingjagrunni það sem af er árinu. Bráðabirgða rækjukvóti íslenskra skipa á Flæmingjagrunni er 9.300 tonn á þessu fiskveiðiári en á þessu svæði miðast fiskveiðiárið við áramót. Ekki hefur reynst unnt að taka lokaákvörðun um aflamark þessa árs vegna tafa á upplýsingum frá útlöndum en reiknað er með að sjávarútvegsráðherra tilkynni endanlegt aflamark fyrir þetta fiskveiðiár innan fárra daga. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 208 orð

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist.

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 411 orð

Bræla á síldinni

"VIÐ erum á landleið núna en annars er búin að vera bræluleiðindatíð undanfarna tvo daga," segir Marteinn Einarsson, skipstjóri á Óla í Sandgerði AK. "Það lægði síðan í fyrradag og þá fóru bátarnir að fiska. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 461 orð | 2 myndir

Byggðakvótinn hefur sannað gildi sitt

Höfði á Hofsósi sérhæfir sig í söltun og þurrkun ufsaflaka fyrir markað í Puerto Rico. Fyrirtækið fékk allan byggðakvóta Skagfirðinga og segir Árni Egilsson framkvæmdastjóri í samtali við Helga Bjarnason að það hafi aukið rekstraröryggi fyrirtækisins og vinnu landverkafólks. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 167 orð | 1 mynd

Byrja á beitukóngi

BEITUKÓNGSVEIÐAR og -vinnsla er ekki gömul atvinnugrein í Stykkishólmi, en hefur verið stunduð í nokkur ár. Nú er vertíðin að hefjast og mun standa út nóvembermánuð. Mikil óvissa er um veiðiþol stofnsins og mælir Hafrannsóknarstofnun með að ekki verði veitt á þessari vertíð meira en 1.200 tonn, sem er sama magn og veiddist árið 1997. 4 bátar munu stunda veiðarnar, tveir frá Stykkishólmi, einn frá Grundarfirði og annar frá Brjánslæk. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 12 orð

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 103 orð

Framboð af laxi stöðugt

FRAMBOÐ á laxi í heiminum hefur verið nokkuð stöðugt undanfarin ár í um 1,5 milljónum tonna. Laxeldi eykst stöðugt en veiðar á laxi skila á hinn bóginn minna. Um helmingur alls framboðsins kemur úr eldinu núna og stafar öll aukningin þaðan. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 48 orð

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 64 orð

Grillaður lax með appelsínum

NÚ er grilltíminn hafinn og því ekki úr vegi að grilla "soðninguna". Laxveiðitíminn er einnig hafinn og því grillum við lax að þessu sinni. Laxinn er auðvitað herramannsmatur og hægt að fara margar leiðir í matreiðslu hans. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 18 orð

HUMARBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

HUMARBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 930 orð | 5 myndir

Hvað ræður stærð þorskárganga?

HAFRANNSÓKNIR - Stærð þorskárganga er mjög mismunandi og ræðst hún af fjölmörgum þáttum. Konráð Þórisson fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun fjallar hér um þetta mikilvæga mál, en nú er verið að kanna rek og afkomu fisklirfna á hrygningarslóð við Suðvesturland. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 47 orð

Hvalveiðibanni aflétt?

Möguleiki er á því að banni á hvalveiðum verði aflétt til að koma veiðum undir eftirlit, þar sem ekki hefur reynst unnt að framfylgja banninu. Framkvæmdastjóri Hvalveiðiráðsins, segir að það sé að athuga möguleika þess að leyfa takmarkaðar veiðar. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 37 orð | 1 mynd

Í LÖNDUN Á ARNARSTAPA

Hún Þyrí Sölva hefur í nógu að snúast, en hún sér um að landa úr smábátunum á Arnarstapa. Þetta er fimmta sumarið, sem hún landar úr bátunum en um það bil 30 bátar róa frá Arnarstapa á... Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 1453 orð | 1 mynd

Íslenskar konur eru góðir sjómenn

Konur hafa ekki verið áberandi í sögu íslenskrar sjósóknar. Þær stunda þó sjóinn engu að síður og hafa gert öldum saman. Björn Gíslason ræddi við Þórunni Magnúsdóttur sagnfræðing um sjósókn íslenskra kvenna, en hún hefur meðal annars ritað tvær bækur um efnið. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 46 orð

Kolaveiðum seinkað

SKARKOLAVEIÐAR á Faxaflóa hefjast 15. ágúst en ekki 15. júlí eins og venja er. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 156 orð

Kvótinn hvorki til leigu né sölu

"KVÓTI Pólverja í lögsögu Noregs er hvorki til sölu né leigu og fregnir þess efnis í norskum fjölmiðlum eru uppspuni," segir Bohdan Jelinski, viðskiptafulltrúi Póllands í Noregi, í samtali við Morgunblaðið. Umræddar veiðiheimildir nema 1. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 90 orð

LANGMEST af laxinum er selt ferskt...

LANGMEST af laxinum er selt ferskt á heimsmarkaðnum, eða um 59%. Í þeim geira eru Norðmenn stærstir með 40%, en Danir eru í öðru sæti með 14%. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 146 orð

Lágt verð á lýsi og mjöli

VERÐ á fiskilýsi á heimsmarkaðnum var að meðaltali 17.400 krónur tonnið í aprílmánuði síðastliðnum og hafði það þá ekki verið lægra árum saman. Í janúar 1997 var verðið 33.600 krónur, en hæst fór það í 55.300 tonnið í júlí 1998 er toppnum mikla var náð. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 269 orð | 1 mynd

Mánaðarseinkun að ósk sjómanna

SKARKOLAVEIÐAR á Faxaflóa hefjast 15. ágúst en ekki 15. júlí eins og venja er. Samtök dragnótamanna óskuðu eftir þessari breytingu, fyrst og fremst vegna þess að margir eru búnir með kvótann og aðrir langt komnir, og að höfðu samráði við Hafrannsóknastofnun féllst sjávarútvegsráðuneytið á beiðni samtakanna. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 65 orð

Með 50 tonn af flökum

"Þetta var sæmilegt í fyrrakvöld en síldin er talsvert stygg og erfitt við hana að eiga. Annars erum við á landleið núna með 1.000 tonn af síld og ein 50 tonn af flökum, en við fengum 600 tonna kast í fyrrakvöld. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 137 orð

Meiri áhugi á þorskeldi

Pétur Bjarnason , framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands , ritar forystugrein í nýjasta tölublað tímaritsins Ægis . Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 67 orð

Minni kvóti

ÁKVEÐIÐ hefur verið að skerða alaskaufsakvótann í Rússlandi um 400.000 tonn í ár. Hann átti að vera 1.869.000 tonn en verður 1.429.000 tonn. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 386 orð

Möguleiki á að hvalveiðibanni verði aflétt

Möguleiki er á því að 14 ára löngu alheimsbanni á hvalveiðum verði aflétt til að koma veiðum undir eftirlit, þar sem ekki hefur reynst unnt að framfylgja banninu. Framkvæmdastjóri Alþjóða hvalveiðiráðsins segir að það sé að athuga möguleika þess að leyfa takmarkaðar veiðar þar sem því hefur ekki tekist að koma í veg fyrir hvalveiðar með banni sínu þar sem enn eru ríki sem stunda veiðar í trássi við bann ráðsins. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 133 orð

Pakistanar flytja meira út

ÚTFLUTNINGUR sjávarafurða frá Pakistan hefur aukist um 14% frá fyrra ári á tímabilinu júlí 1999 til apríl 2000. Heildarverðmæti afurðanna er vel á níunda milljarð íslenskra króna. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 1449 orð | 3 myndir

"Hinir heiðarlegu munu taka slaginn"

Bakkfirðingurinn og náttúrubarnið Kristinn Pétursson hefur verið áberandi í umræðunni um fiskveiðistjórnun og hafrannsóknir á undanförnum árum. Helgi Mar Árnason hitti Kristin við skreiðarhjallana á Bakkafirði en þar rekur Kristinn fiskvinnsluna Gunnólf ehf. í sátt og samlyndi við Guð og menn. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 35 orð

RÆKJUBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

RÆKJUBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 926 orð

Silungur og síld eru helsta fiskmetið á borðum Finna

FISKELDI jókst hröðum skrefum í Finnlandi á níunda áratugnum en þegar kom fram yfir 1990 kom afturkippur í það og síðan hefur það heldur verið að dragast saman. Var ástæðan fyrir því óhagstæð verðþróun. Hefur eldið alla tíð byggst mest á regnbogasilungi, sem er alinn í fersku vatni framan af en síðan í sjókvíum, að mestu við suðvesturströnd landsins og á Álandseyjum. Að eldisfisknum frátöldum er Eystrasaltssíldin sá fiskur, sem Finnar þekkja best. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 10 orð

SÍLDARBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf.

SÍLDARBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 76 orð

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist.

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
14. júní 2000 | Úr verinu | 39 orð | 1 mynd

UNA Í GARÐI STYTT

Una í Garði kom til Sandgerðishafnar fyrir skömmu frá Póllandi þar sem skipið var í beytingum. Skipið var m.a. stytt um tvo metra og er nú 29 metra langt. Auk þess var nýr gálgi settur á skipið og það... Meira

Barnablað

14. júní 2000 | Barnablað | 25 orð | 1 mynd

Brot úr Jónsaríki

ÞESSA skemmtilegu mynd af stjörnuskoðunarturni gerði Jón H. Geirsson (?) þegar hann var í 2. bekk Landakotsskóla. Það skal tekið fram, að myndin hefur lengi beðið... Meira
14. júní 2000 | Barnablað | 38 orð | 1 mynd

Ekki ógna mér

MYNDIN hennar Auðar Ýrar Geirsdóttur, sem er 10 ára og á heima á Vesturgötu 46 í Reykjavík, minnir okkur á, að aldrei á að beina oddhvössum hlutum, stórum sem smáum, að annarri manneskju. Bestu þakkir fyrir flotta mynd, Auður... Meira
14. júní 2000 | Barnablað | 33 orð | 1 mynd

Hvað heitir strákurinn?

HALLÓ, halló! Ég heiti Tinna og mig langar að spyrja hvað strákurinn á myndinni heitir. Fyrra nafnið er með rauðu stöfunum en seinna með þeim bleiku. Bless, bless, Tinna Björg Jónsdóttir, 8 ára, Skildinganesi 4, 101... Meira
14. júní 2000 | Barnablað | 54 orð | 1 mynd

Höfrungurinn skoðar sig um

STYRMIR Gunnarsson, 6 ára, Lækjarbergi 6, 220 Hafnarfjörður, hefur gaman af að teikna. Hann sendi meðal annars þessa mynd af skrautlegum höfrungi, sem stekkur upp úr haffletinum til þess að skoða sig um uppi á yfirborði sjávar. Meira
14. júní 2000 | Barnablað | 69 orð

Lausnin: Fyrst fer Lísa með köttinn...

Lausnin: Fyrst fer Lísa með köttinn yfir lækinn. Síðan rær hún til baka, nær í kanínuna og flytur hana yfir en tekur þá köttinn aftur með til baka. Þar bíður hundurinn, sem hún tekur með yfir til kanínunnar en skilur köttinn eftir. Meira
14. júní 2000 | Barnablað | 6 orð

Lausnin: Skuggamynd númer tvö er hin...

Lausnin: Skuggamynd númer tvö er hin... Meira
14. júní 2000 | Barnablað | 138 orð | 1 mynd

Pennavinir

ÉG heiti Kolbrún, kölluð Kobba, og er 10 ára. Ég óska eftir pennavini, stelpu eða strák, á aldrinum 9-11 ára. Áhugamál mín eru barnapössun, hestamennska, öll dýr og örugglega eitthvað fleira, sem ég man ekki eftir. Ég svara öllum bréfum sem fyrst. Meira
14. júní 2000 | Barnablað | 21 orð

SAFNARAR

ÉG safna öllu með Hanson. Í staðinn get ég látið myndir með Spice Girls. P.S. Engar úrklippur. Júlía K. Behrend Einbúablá 11 700 Egilsstaðir s. Meira
14. júní 2000 | Barnablað | 65 orð | 1 mynd

Sautjándi júní

EFTIR þrjá daga er þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga, 17. júní. Þá er mikið um að vera. Börnin fá mörg hver blöðrur - og sælgæti í meira magni en venjulega. Meira
14. júní 2000 | Barnablað | 45 orð | 1 mynd

Segja sís

ANDRÉSINA er ánægð með sjálfa sig. Og þegar hún leitar að myndefni, hvað er þá betra en hún sjálf! Til þess að fá smá brosviprur í alvarlegt andlitið notar hún hið gamla bragð ljósmyndaranna: segja síííís. Meira
14. júní 2000 | Barnablað | 5 orð | 1 mynd

Skuggi höggmyndarinnar

HVER skuggamyndanna 6 er skuggi... Meira
14. júní 2000 | Barnablað | 2 orð | 1 mynd

Svona tengjast þau

LAUSN við... Meira
14. júní 2000 | Barnablað | 26 orð | 1 mynd

Tengið saman

DRAGIÐ strik á milli hringa, sem hafa inni í sér sams konar bókstafi. Einfalt - nema hvað strikin mega ekki skerast! Sjá lausn annars staðar í blaðinu... Meira
14. júní 2000 | Barnablað | 103 orð | 1 mynd

Vandamál Lísu og dýranna

HÚN Lísa litla á við vanda að stríða. Dýrin hennar eru þrjú; köttur, hundur og kanína. Lísa þarf að flytja dýrin yfir læk en það er engin brú. Bátur er til taks en þá kemur upp vandamál. Báturinn er lítill og ber aðeins Lísu og eitt dýranna í einu. Meira
14. júní 2000 | Barnablað | 24 orð | 1 mynd

Vinir á Netinu

PENNAVINIR óskast á Netinu, 10 til 12 ára, sjálfur 11 ára. Á heima í Garðabæ. Áhugamál: skíði, bílasport, góð tónlist og margt fleira. Netfangið er: kek@isl. Meira
14. júní 2000 | Barnablað | 65 orð | 1 mynd

Þau eru að fara á ball

ÖLL eru þau klædd samkvæmt nýjustu tísku (eða er það ekki? Eins og það sé nú lífsnauðsynlegt, ha!). Krakkar, skemmtilegt gæti verið að heyra hvað ykkur finnst um tísku og tónlist dagsins í dag (þ.e.a.s. ársins!). Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.