Greinar miðvikudaginn 6. september 2000

Forsíða

6. september 2000 | Forsíða | 352 orð | 1 mynd

Aldrei fleiri þjóðhöfðingjar samankomnir

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að markmiði árþúsundamótaráðstefnu SÞ, að stuðla að því að minnka fátækt í heiminum um helming fyrir 2015, mætti ná fram með tilstuðlan nútímatækni. Meira
6. september 2000 | Forsíða | 189 orð | 1 mynd

Ásakanir um undirróður

KHIN Nyunt, hershöfðingi og yfirmaður leyniþjónustu hersins í Búrma, sakaði í gær tvö "vestræn ríki" um að ýta undir átök í landinu. Meira
6. september 2000 | Forsíða | 237 orð

Frakkar óttast bensínleysi

BENSÍN var í gær skammtað í Frakklandi samkvæmt tilskipun þarlendra stjórnvalda, eftir að bensínskorts fór að verða vart á nokkrum bensínstöðvum landsins. Meira
6. september 2000 | Forsíða | 241 orð | 2 myndir

Sök dönsku stjórnarinnar, segir Hoydal

SAMEINUÐU þjóðirnar taka ekki þátt í sjálfstæðisviðræðum Færeyinga nema Danir fari þess á leit við samtökin, að því er landstjórn Færeyinga greindi frá í gær. Meira

Fréttir

6. september 2000 | Innlendar fréttir | 199 orð

12 steindir gluggar vígðir í Suðureyrarkirkju

TÓLF steindir gluggar verða vígðir sunnudaginn 10. september í Suðureyrarkirkju. Höfundur verksins er Benedikt Gunnarsson listamaður en hann er Súgfirðingur að ætt og uppruna. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 265 orð

209 manns á biðlista

TVÖ HUNDRUÐ og níu manns eru á biðlista eftir húsnæði fyrir fatlaða, að sögn Sturlaugs Tómassonar, deildarstjóra félagsmálaráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum frá Þroskahjálp eru einnig langir biðlistar eftir skammtíma- og dagvistun. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 353 orð | 2 myndir

22 punda dreki úr Iðu

EINN af þremur stærstu löxum sem frést hefur af á sumrinu, 22 punda hængur, veiddist austur á Iðu á mánudagskvöldið. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 172 orð

Aldrei meiri umferð um flugstjórnarsvæðið

MJÖG mikil flugumferð hefur verið um íslenska flugstjórnarsvæðið undanfarna daga. Í fyrradag fóru 500 vélar um svæðið á leið yfir Atlantshafið og er það met, tveimur flugvélum meira en áður hefur þekkst á einum sólarhring. Meira
6. september 2000 | Miðopna | 374 orð

Áríðandi að greiðslur hefjist úr skaðabótasjóði

OTTO von Lambsdorff greifi, sem á að baki áratugalangan feril í þýzkum stjórnmálum - var m.a. formaður Frjálsra demókrata (FDP) og efnahagsmálaráðherra - var meðal farþega í þotu þýzka kanzlarans er hún hafði viðkomu á Íslandi í gær. Meira
6. september 2000 | Landsbyggðin | 611 orð | 1 mynd

Ástandið orðið erfitt fyrir íbúa Fáskrúðsfjarðar

Á Fáskrúðsfirði hefur návígi fólks og harðvítug vinnudeila litað andrúmsloftið undanfarna mánuði. Eiríkur P. Jörundsson og Jim Smart heimsóttu Fáskrúðsfirðinga á dögunum og kynntu sér ástandið, sem margir íbúar hafa áhyggjur af. Meira
6. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 120 orð

Boðið upp á náms- og starfsráðgjöf

SVÆÐISVINNUMIÐLUN Norðurlands eystra mun í tilefni af viku símenntunar sem nú stendur yfir bjóða upp á náms- og starfsráðgjöf, en ekki er skilyrði að vera atvinnulaus til að fá þjónustu. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 160 orð

Borgarafundur um umferðarmál í Ráðhúsinu

STANZ-hópurinn boðar til almenns borgarafundar um umferðaröryggismál í dag, miðvikudaginn 6. september kl. 17:30, undir kjörorðunum "Tökum slysin úr umferð". Meðal ræðumanna verða Árni Sigfússon, forstjóri Tæknivals og fv. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Borhola 19 á Nesjavöllum með þeim öflugri

FRAMKVÆMDUM er nýlokið hjá Orkuveitu Reykjavíkur við hitaveitulögn frá borholu númer 19 við Nesjavallavirkjun. Steyptur var 160 metra langur stokkur um lögnina frá borholunni að virkjuninni. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 345 orð

Breyttu samningi til að komast undan reglum EES

INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segist telja úrskurð setts fjármálaráðherra mjög eðlilegan. "Ég fagna því að hann skuli liggja fyrir. Meira
6. september 2000 | Erlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Bush talar af sér

GEORGE W. Bush, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét bandarískum kjósendum á mánudag að gera bandarísk stjórnmál siðsamleg og virðuleg á ný. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 78 orð

Danskennsla á vegum ÍR

ÍÞRÓTTASKÓLI ÍR býður í vetur upp á danskennslu fyrir alla aldurshópa í ÍR-heimilinu við Skógarsel. Þetta er þriðji veturinn sem boðið verður upp á dans í tengslum við Íþróttaskóla ÍR. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 55 orð

Eðlan laus við salmonellu

EÐLAN sem lögreglan í Reykjavík handsamaði nýverið við Eiðisgranda hýsti ekki salmonellubakteríu, að sögn Eggerts Gunnarsonar, dýralæknis á Keldum. Eðlan var flutt á Tilraunastöðina á Keldum þar sem tekin voru úr henni sýni og henni síðan lógað. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 335 orð

Engar lokanir og stöður vel mannaðar

MIKILL skortur á ófaglærðu starfsfólki við dvalar- og hjúkrunarheimili á ekki alls staðar við á höfuðborgarsvæðinu. Þannig stendur ekki til að loka deildum eða fækka þeim 120 rúmum sem eru á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi. Að sögn Birnu Kr. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 160 orð

Félagsstarf í Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins

VIKULEGT félagsstarf hefst fimmtudaginn 7. september kl. 11-14 í Sjálfboðamiðstöð Reykjavíkur-deildar RKÍ fyrir fólk eldra en 25 ára sem hefur áhuga á að vera með öðrum í leik og starfi. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 219 orð

Fjallað um siglingu Íslendings á ABC

FJALLAÐ verður um siglingu víkingaskipsins Íslendings í fréttaþættinum Chronical sem sendur er út á sjónvarpsstöðinni ABC. Umfjöllunin mun birtast á miðvikudagskvöld en stöðin hefur fylgst með ferðum Íslendings síðan lagt var upp frá Íslandi í júní. Meira
6. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 483 orð | 3 myndir

Fjöldi fólks fylgdist með réttum Mývetninga

RÉTTAÐ var í báðum réttum í Mývatnssveit á sunnudaginn í heiðskíru veðri og hægviðrisblíðu sem staðið hefur gangnadagana alla. Meira
6. september 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 49 orð | 1 mynd

Fjör á flóamarkaði

MOSFELLINGAR söfnuðust í Álafosskvosina á laugardag þar sem knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Aftureldingar var með hátíð. Flóamarkaður var haldinn þar sem ýmislegt var í boði og seldar voru veitingar. Meira
6. september 2000 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Flugslys í Ástralíu

STARFSMAÐUR rannsóknarnefndar flugslysa í Ástralíu kannar hér brak úr flugvél sem hrapaði á afskekktum stað í norðaustanverðri Ástralíu í gær. Vélin, sem var tveggja hreyfla og af Beechcraft King Air-gerð, hafði flogið á sjálfstýringu 2. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 53 orð

Forsætisráðherra á ráðstefnu SÞ

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hélt í gær ásamt fylgdarliði til New York, þar sem hann mun taka þátt í árþúsundamótaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Ráðstefnan verður sett í dag, í beinu framhaldi af 55. allsherjarþingi SÞ. Meira
6. september 2000 | Landsbyggðin | 589 orð | 1 mynd

Fyrirtækinu nauðsynlegt að ákveða fjöldann

GÍSLI Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf., segir samninga fyrst og fremst hafa strandað á því að starfsmenn vildu fjölga mönnum á vöktum, þ.e. að sex menn yrðu á vakt í stað fimm. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 195 orð

Goði greiðir fimm krónum hærra verð til bænda

GOÐI hf. hefur ákveðið að greiða fimm krónum hærra verð fyrir innlagt dilkakjöt í fyrsta verðflokki en áður hafði verið gefið út. Meira
6. september 2000 | Erlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Hákon afsali sér ríkiserfðum

KONUNGDÆMIÐ í Noregi skelfur nú vegna þess að Hákon krónprins hefur skýrt frá því að hann hyggist hefja sambúð með Mette-Marit Tjessem Høiby sem er einstæð móðir, á þriggja ára son. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 66 orð

Heimsókn Li Pengs lokið

LI Peng, forseti kínverska þjóðþingsins, hélt af landi brott í gærmorgun eftir þriggja daga opinbera heimsókn hér á landi í boði forseta Alþingis. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Heimsótti barnaspítala Hringsins

EIGINKONA forseta Litháens, frú Alma Adamkiene, heimsótti barnaspítala Hringsins í gærmorgun. Það voru læknarnir Ásgeir Haraldsson og Sveinn Kjartansson sem tóku á móti frú Adamkiene á barnaspítalanum þar sem hún skoðaði m.a. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 114 orð

Hjálparsveit skáta í Kópavogi leitar að nýjum félögum

KYNNING á starfi Hjálparsveitar skáta í Kópavogi verður haldin miðvikudaginn 6. september. Kynningarfundur þessi verður haldinn í "Skemmunni" á Bakkabraut við Kópavogshöfn kl. 20. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 812 orð | 1 mynd

Ice-Cargo flutti skotpalla og eldflaugar frá Búlgaríu til Líbýu

Flugvél og áhöfn íslensks fragtflugfélags, Ice-Cargo, tók þátt í flutningum á vopnum fyrir Líbýustjórn árið 1981, að því er fram kemur í væntanlegri ævisögu fyrrverandi sérsveitarmanns í breska hernum. Enska dagblaðið Sunday Times birti á dögunum kafla úr bókinni þar sem þetta kemur fram. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 41 orð

Innbrot í lögreglustöðina á Höfn

BROTIST var inn í lögreglustöðina á Höfn á Hornafirði í fyrrinótt og stolið skammbyssu og skotum. Lögreglan handsamaði þjófinn eftir að hafa nýtt sér vísbendingar. Hann mun ekki hafa skotið af byssunni. Þjófurinn braut sér leið inn um glugga. Meira
6. september 2000 | Erlendar fréttir | 110 orð

Innflytjendaskip tekið

ÍTALSKA strandgæslan stöðvaði á mánudag skip með um 430 ólöglega innflytjendur um borð, aðallega Kúrda og Pakistana. Skipið var togari, ekki á skipaskrá og kom frá Tyrklandi. Meira
6. september 2000 | Miðopna | 1180 orð | 1 mynd

Ísland er góður bandamaður Þýzkalands

ÍSLAND er góður bandamaður Þýzkalands og einkum Evrópu og það er hefð fyrir því," sagði Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýzkalands, þegar hann spurður hvers vegna utanríkisráðherra og kanzlari Þýzkalands kæmu til Íslands báðir í einu. Meira
6. september 2000 | Erlendar fréttir | 447 orð

Ísland, Noregur og hið ófyrirsjáanlega

NORSKA dagblaðið Aftenposten birti í vikunni leiðara þar sem meðal annars var fjallað um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu og áhrif þess á sjávarútveg í Noregi. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 492 orð | 1 mynd

Íslendingar geta reitt sig á stuðning Þýskalands

GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, kom ásamt Joschka Fischer utanríkisráðherra í heimsókn til Íslands í gær. Einnig var með í för Heidemarie Wieczorek-Zeul, ráðherra þróunarhjálparmála, og Otto von Lambsdorff greifi, fyrrverandi efnahagsmálaráðherra. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 445 orð | 4 myndir

Í tengslum við náttúruna

"ÞETTA er nú alveg dæmigert, logn á flugdrekahátíð," segir Sigurður Harðarson, arkitekt og "almennur áhugamaður um vind", eins og hann segir sjálfur. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 28 orð | 5 myndir

Í VERINU í dag er sagt...

Í VERINU í dag er sagt frá nýju fjölveiðiskipi Samherja, Vilhelm Þorsteinssyni EA, fjallað um upphaf síldarvertíðar og skiptingu síldarkvótans og fjallað um fiskeldi, bæði hér heima og... Meira
6. september 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 124 orð

Klukkan komin í ráðhúsið

FJÓRUM klukkum hefur verið komið fyrir í turni ráðhússins í Garðabæ við Garðatorg. Þær gnæfa yfir bæinn og segja bæjarbúum hvað tímanum líður. Klukkuturninn verður upplýstur að innan og vísar þannig Garðbæingum veginn heim á dimmum vetrarkvöldum. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Kosta skiltagerð í skógum

HÚSASMIÐJAN og Skógræktarfélag Íslands undirrituðu samstarfssamning sl. föstudag. Meira
6. september 2000 | Erlendar fréttir | 204 orð

Kúríl-eyjadeilan enn óleyst

LEIÐTOGUM Rússlands og Japans mistókst í gær að leysa 55 ára gamla deilu um yfirráð yfir fjórum smáeyjum, sem áður tilheyrðu Japan en voru hernumdar af Rauða hernum á síðustu dögum heimsstyrjaldarinnar síðari. Meira
6. september 2000 | Erlendar fréttir | 107 orð

Kærkominn Brúðarslóði

UNG hjón í Fauske í Norður-Noregi, Tore og Hanne Sandberg, fengu óvænta brúðargjöf á laugardag: Veg að húsinu sínu. Hjónaleysin þáverandi keyptu hús fyrir hálfu öðru ári en höfðu ekki efni á að laga lélegan moldarveg sem lá frá þjóðveginum að húsinu. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 240 orð

Landsfjórðungsráðstefna um náttúrufar og umhverfismál

NÁTTÚRUSTOFA Vesturlands efnir til málþings um náttúru á Vesturlandi að Varmalandi í Borgarfirði dagana 8. og 9. september næstkomandi. Margir af kunnustu náttúrufræðingum landsins munu halda erindi um náttúru Vesturlands. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 197 orð

Leiðrétt

Í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær sagði um Suðurnesjaferð Vinstri grænna að henni lyki í Garðabæ á fimmtudaginn kemur. Henni lýkur hins vegar í Grindavík. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Líklegt að kransæðastífla sé arfgeng

SAMKVÆMT afkomendarannsókn Hjartaverndar þykir líklegt að kransæðastífla sé arfgengur sjúkdómur. Meira
6. september 2000 | Miðopna | 746 orð | 1 mynd

Margt varðandi ESB skiptir einnig máli hér

Kanslari og utanríkisráðherra Þýskalands áttu viðkomu á Íslandi í gær og ræddu við íslenzka starfsbræður sína. Auðunn Arnórsson, Karl Blöndal og Steingrímur Sigurgeirsson fylgdust með heimsókninni og vörpuðu spurningum að gestunum. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 118 orð

Málstofa um Alþjóðahús í Miðstöð nýbúa

MÁLSTOFURNAR í Miðstöð nýbúa eru að hefjast aftur eftir sumarhlé. Málstofurnar verða í vetur eins og síðasta vetur alltaf fyrsta fimmtudagskvöld hvers mánaðar í Miðstöð nýbúa við Skeljanes kl. 20 og verða umfjöllunarefnin af ýmsum toga. Meira
6. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 225 orð

Nethátíð og vinnustaðaheimsóknir

FJÖLBREYTT dagskrá er í boði í Eyjafirði nú í viku símenntunar en m.a. munu þeir sem bjóða upp á fræðslu af ýmsu tagi fara í alls 23 vinnustaðaheimsóknir til að kynna hvað í boði er. Meira
6. september 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 56 orð | 1 mynd

Nýr einkarekinn leikskóli í Smárahverfi

FYRSTA skóflustungan að nýjum einkareknum leikskóla í Dalsmára í Kópavogi var tekin á fimmtudag. Leikskólinn verður tveggja deilda og mun rúma 48 börn samtímis en áætlað er að hann taki til starfa í maí á næsta ári. Meira
6. september 2000 | Landsbyggðin | 382 orð | 1 mynd

Orðin leið á sundrungu og illdeilum

VINNUDEILAN teygir anga sína víða um þetta litla samfélag. Þóra Kristjánsdóttir, sem rekur útgerðarfyrirtækið Sólborgu ehf. Meira
6. september 2000 | Landsbyggðin | 637 orð | 1 mynd

Óbreyttur fjöldi helsta baráttumálið

EIRÍKUR Stefánsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar, segir að árið 1997 hafi verkalýðsfélagið gert þá kröfu að sjö menn væru á vakt í Loðnuvinnslunni og það yrði sú mönnun sem framvegis yrði í verksmiðjunni. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 112 orð

Óvissuferð Ferðafélagsins

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til óvissuferðar um næstu helgi. Það liggur í orðanna hljóðan að áfangastaður fæst ekki uppgefinn en ferðafólki er lofað áhugaverðri ferð í fögru umhverfi, segir í fréttatilkynningu. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 1101 orð | 1 mynd

Pútín verður dæmdur af verkum sínum

Aleksei G. Arbatov, varaformaður varnarmálanefndar Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, segist hóflega bjartsýnn á að ástand mála í Rússlandi horfi nú loksins til betri vegar. Í samtali við Davíð Loga Sigurðsson lagði hann þó áherslu á að Pútín Rússlandsforseti yrði dæmdur af verkum sínum. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 948 orð | 1 mynd

Reykjavíkurborg braut gegn ákvæðum um útboð

Í ÁLITI kærunefndar útboðsmála frá 28. ágúst sl. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 66 orð

Reynt að smygla hvolpum

TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflugvelli stöðvaði nýlega smygl á tveimur hvolpum sem voru faldir í handfarangri tveggja Íslendinga sem voru á heimleið frá útlöndum. Meira
6. september 2000 | Erlendar fréttir | 445 orð

Saka Bandaríkjamenn um fáfræði

HÆSTSETTI fulltrúi Japana í Alþjóðahvalveiðiráðinu (IWC) sakar Bandaríkjamenn um fáfræði vegna hótana hinna síðarnefndu um að grípa til efnahagslegra refsiaðgerða vegna hvalveiða Japana. Meira
6. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 183 orð

Sammála um góðan september

VEÐURSPÁMENN í Veðurklúbbnum í Dalbæ á Dalvík voru allir sem einn sammála þegar kom að því að gera septemberspána. Það er samdóma álit þeirra að veðrið verði gott í september, þótt að sjálfsögðu megi búast við að eitthvað rigni og goli. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 156 orð

Samstarf við erlenda aðila rætt í vikunnni

FULLTRÚAR alþjóðlegrar hótelkeðju eru væntanlegir hingað til lands í þessari viku til viðræðna við forsvarsmenn Bláa lónsins um hugsanlega aðkomu hótelkeðjunnar að um 150 herbergja heilsulindarhóteli við Bláa lónið. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 454 orð

Segir málið vera skrípaleik

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að Reykjavíkurborg muni ekkert aðhafast vegna álits kærunefndar útboðsmála og úrskurðar setts fjármálaráðherra, enda sé ekkert tilefni til þess. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 61 orð

Sex ára drengur fyrir bíl

SEX ára drengur varð fyrir bíl skömmu eftir klukkan sex í gærkvöld á Arnarnesvegi á móts við Arnarsmára í Hafnarfirði. Drengurinn var fluttur á Landspítala - háskólasjúkrahús í Fossvogi með sjúkrabíl. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 94 orð

Sjö félög með 61% síldarkvótans

SKINNEY-Þinganes hf. á Hornafirði ræður yfir tæpum 18% heildarkvóta í íslensku sumargotssíldinni á þessu fiskveiðiári en veiðar hefjast væntanlega í næstu viku. Leyfilegur heildarafli á vertíðinni er 110 þúsund tonn. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 52 orð

Skipaður dómari

ÁRNI Kolbeinsson verður dómari við Hæstarétt Íslands 1. nóvember næstkomandi. Forseti Íslands skipaði hann í gær. Árni er 53 ára gamall. Að loknu lögfræðinámi starfaði hann í fjármálaráðuneytinu. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 116 orð

Skipulögð í samráði við gestina

LÖGREGLAN hefur verið með umfangsmikla löggæslu vegna opinberra heimsókna undanfarna daga. Meira
6. september 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 350 orð | 1 mynd

Stálbræðslan í Kapelluhrauni verður sprengd

UM 1.000 tonn af vélbúnaði úr stálbræðslunni í Kapelluhrauni voru send með skipi til Tyrklands í síðustu viku og stendur skemman, sem er um 3.000 fermetrar og 30 metra há, því auð og bíður eftir að verða jöfnuð við jörðu. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 56 orð

Strandaganga á fullu tungli

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, með strönd Skerjafjarðar. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 277 orð

Stúdentaráð segir fjárlögin bestu heimildina

STÚDENTARÁÐ samþykkti ályktun í síðustu viku þar sem skipting ríkisútgjalda til háskóla á Íslandi var gagnrýnd og bent á að Háskóli Íslands hefði fengið næstminnst framlag íslenskra háskóla á fjárlögum 2000. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 335 orð

Stöðugt fleiri útlendingar ráðnir

SAMKVÆMT upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa stöðugt fleiri útlendingar utan EES-ríkjanna fengið atvinnuleyfi vegna starfa ófaglærðra. Á sama tíma hefur útlendingum t.d. fækkað við fiskvinnslustörf. Meira
6. september 2000 | Erlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Tjáningarfrelsið heft

YFIRVÖLD á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna handtaka oftsinnis stjórnarandstæðinga og hefta þannig tjáningarfrelsi, að því er fram kemur í skýrslu sem mannréttindasamtökin Amnesty International kynntu í gær. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 104 orð

Ungmenni réðust á eldri mann

FJÖGUR ungmenni veittust að eldri manni á strætisvagnastöð í Kópavogi í fyrrakvöld. Manninum, sem er af erlendum uppruna en hefur búið hér á landi um langt skeið, og ungmennunum varð sundurorða í strætisvagni á leið frá Reykjavík til Kópavogs. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Valinn prestur í Hjallasókn

SÉRA Guðmundur Karl Brynjarsson hefur verið valinn prestur í Hjallasókn í Kópavogi. Valnefnd komst að einróma niðurstöðu á fundi í síðustu viku. Séra Guðmundur Karl hefur verið sóknarprestur á Skagaströnd undanfarin ár. Aðrir umsækjendur voru sr. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 391 orð

Valnefnd gert erfitt fyrir með undirskriftalista

VÍGSLUBISKUP og prófastur völdu að sitja hjá við val valnefndar á sóknarpresti í Seltjarnarnesprestakalli úr hópi umsækjenda sem fram fór síðastliðinn föstudag. Meira
6. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 161 orð | 1 mynd

Veiddu 56 gæsir á einni viku

GESTUR Antonsson hefur farið fjórar veiðiferðir til að skjóta gæs síðustu vikuna. Fyrstu ferðina fór hann 20. ágúst ásamt félögum sínum, þeim Gunnlaugi Sigursveinssyni, Gunnari Ásgrímssyni og syninum Antoni Geir. Þá fóru þeir austur í Kinnina. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Viðbúnaður vegna leka á ammoníaki

TILKYNNT var um ammoníaksleka í Bæjarútgerðarhúsinu á Norðurbakkanum við höfnina í Hafnarfirði um miðjan dag í gær. Lögregla og slökkvilið héldu þegar á staðinn og lokuðu nærliggjandi götum. Húsið var þegar rýmt, en í því fer fram ýmis starfsemi. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 750 orð | 1 mynd

Vill íslenskt íþróttaminjasafn

Lovísa Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 1943 hinn 18. ágúst. Hún lauk íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1962 og sjúkraliðaprófi árið 1977. Hún tók einnig sérstakt 100 tíma námskeið í íþróttum aldraðra við Íþróttaháskólann í Óðinsvéum í Danmörku. Lovísa hefur unnið mest við íþróttakennslu um áratugaskeið, en nú er hún samskiptafulltrúi við Hrafnistu í Hafnarfirði og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Lovísa er í sambúð með Ingimari Jónssyni kennara. Hún á tvær dætur og tvö barnabörn. Meira
6. september 2000 | Erlendar fréttir | 813 orð | 1 mynd

Vinnufundur en ekki hátíðarhöld

Vonandi munu þjóðir heims fylgjast með því hvernig framfylgt verður áætlunum sem samþykktar verða á leiðtogafundi SÞ í New York, segir Kofi Annan, framkvæmdastjóri samtakanna, í grein sinni. Meira
6. september 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 395 orð

Yngstu börnunum boðið upp á sundkennslu í vor

GRUNNSKÓLAR í Hafnarfirði koma að öllum líkindum til með að bjóða nemendum í 1. bekk upp á sundkennslu í vor, en það hefur ekki verið gert um nokkurt skeið, eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær. Meira
6. september 2000 | Erlendar fréttir | 585 orð | 1 mynd

Þjóðarleiðtogar ræða hlutverk SÞ á 21. öld

LEIÐTOGAR flestra ríkja heims koma saman á Árþúsundamótaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í höfuðstöðvum samtakanna í New York í dag, en ráðstefnan stendur í þrjá daga. Meira
6. september 2000 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Öryggismálin rædd

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra bauð í gærkvöldi gesti velkomna á alþjóðlegt málþing um öryggismál á Norður-Atlantshafi. Móttaka í tilefni málþingsins var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira

Ritstjórnargreinar

6. september 2000 | Leiðarar | 807 orð

HEIMSÓKN SCHRÖDERS

Gerhard Schröder kanslari Þýskalands kom til Íslands í heimsókn í gær á leið sinni til New York, þar sem hann mun sitja leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna er hefst í dag. Meira
6. september 2000 | Staksteinar | 393 orð | 2 myndir

Svífur að haustið

SENN er sumarið á enda. Bæjarins besta, sem gefið er út á Ísafirði er með hausthugleiðingu í leiðara síðustu viku. Meira

Menning

6. september 2000 | Menningarlíf | 280 orð | 1 mynd

Afmælisár Skagfirsku söngsveitarinnar

SKAGFIRSKA söngsveitin er nú að hefja sitt 30. starfsár og af því tilefni mun kórinn á haustdögum halda tónleika í Skagafirði og Reykjavík þar sem á efnisskránni verða skagfirsk ljóð og sönglög. Meira
6. september 2000 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Afmælissýning á Sauðárkróki

Í TILEFNI af sjötugsafmæli sínu opnaði myndlistarmaðurinn Þórhallur Filippusson sýningu á verkum sínum í Safnahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 2. september. Meira
6. september 2000 | Fólk í fréttum | 353 orð | 1 mynd

Annars konar kraftur

FLÍS er skipað þremur ungum piltum sem allir nema við djassdeild Tónlistarskóla FÍH. Meira
6. september 2000 | Menningarlíf | 411 orð | 1 mynd

Bresk kammertónlist í Fríkirkjunni

F YRSTU tónleikarnir af þremur sem helgaðir eru breskri kammertónlist verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 20.30. Meira
6. september 2000 | Menningarlíf | 111 orð

Dagskrá Vindhátíðar

Miðvikudagur 6. september Faxaskáli: Kl. 16-22 Fastasýningar. Kl. 14. Walkabout Stalk - Uppákoma. Kl. 16.30 Reykjavík. Gjörningur IV: Hannes Lárusson myndlistarmaður. Kl. 20.30 12 vindstig. Meira
6. september 2000 | Fólk í fréttum | 200 orð | 6 myndir

Engir venjulegir pollagallar

ÞEGAR HAUSTA tekur og norðanáttin blæs sífellt kaldari kveðjum yfir landið og hver lægðin rekur aðra með tilheyrandi rigningarsudda er Vindhátíð haldin í Reykjavík. Dagana 3.-9. Meira
6. september 2000 | Bókmenntir | 1369 orð

Flóran í nýju ljósi

Ritstjóri Bengt Jonsell. 344 bls. Útgefendur eru Bergius-stofnunin og Konunglega sænska vísindaakademían. Stokkhólmur 2000. Meira
6. september 2000 | Fólk í fréttum | 1274 orð | 5 myndir

Geimverur í eldhúsinu hennar mömmu

Kunnuglegt stef hljómar í símanum þegar Jóhanna K. Jóhannesdóttir bíður eftir að fá samband við brellumeistarann sjálfan Rick Baker, manninn með töframátt sköpunarinnar í fingurgómunum og hugarflugið á hraðferð til framtíðar. En eitt nýlegasta dæmi um snilli kappans, Men in Black, kemur þessa dagana út á DVD-diskum í hátíðarbúningi. Meira
6. september 2000 | Fólk í fréttum | 246 orð | 1 mynd

Klappstýrurnar klappa enn

ÞAÐ ER óvenju dapurt um að litast á bandaríska bíólistanum þessa vikuna. Engin ný mynd er meðal þeirra fjögurra efstu sem er sannarlega saga til næsta bæjar. Meira
6. september 2000 | Menningarlíf | 646 orð | 1 mynd

Kvöld slagverksleikaranna

Terje Isungset: slagverk margskonar, Arve Henriksen: trompet og rödd, Jorma Tapio: basaklarinett og flautur og Hilmar Jensson: gítar. Dansari á myndbandi: Helena Jónsdóttir. Mánudagskvöldið 4. september, kl. 20.30. Meira
6. september 2000 | Kvikmyndir | 286 orð

Ljós í myrkrinu

Leikstjóri: David Twohy. Handrit: Ken og Jim Wheat og Twohy. Aðalhlutverk: Vin Diesel, Radha Mitchell Cole Hauser. 2000. Meira
6. september 2000 | Menningarlíf | 97 orð | 1 mynd

M-2000

BORGARBÓKASAFNIÐ KL: 16. Reykjavík málaranna Hrafnhildur Schram hefur ritstýrt og tekið saman bók þar sem leitast er við að draga saman þá ásýnd sem íslenskir málarar í fjórar kynslóðir hafa dregið upp af Reykjavík. Meira
6. september 2000 | Fólk í fréttum | 211 orð | 1 mynd

Martin í mömmuleik

ÍSLENSKIR bíóunnendur eru greinilega alveg æstir í að sjá Martin Lawrence í mömmuleik því nýjasta grínmynd hans sópaði að sér um 7000 bíógestum um helgina - viðtökur sem Guðmundur Breiðfjörð hjá Skífunni segist hæstánægður með. Meira
6. september 2000 | Menningarlíf | 141 orð

Nýjar bækur

LESTRARBÓKIN okkar er safn frásagna og ritgerða sem ritnefnd á vegum Íslenska lestrarfélagsins átti frumkvæði að. Meira
6. september 2000 | Menningarlíf | 111 orð

Nýjar bækur

Reynsla og menntun er eftir John Dewey . Bókin kom fyrst út fyrir rúmum sex áratugum og hefur verið endurprentuð ótal sinnum. Ritið er uppgjör höfundar við svokallaða framsækna menntastefnu, sem átti miklu fylgi að fagna í Bandaríkjunum á fyrri hluta 20. Meira
6. september 2000 | Menningarlíf | 144 orð

Nýjar bækur

Almanak Háskólans 2001. Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans hefur reiknað almanakið og búið það til prentunar. Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Meira
6. september 2000 | Menningarlíf | 109 orð

Óperutónlist á Seyðisfirði

SÍÐUSTU tónleikar í tónleikaröðinni Bláa kirkjan á Seyðisfirði verða í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30, en þá munu sjö tónlistamenn flytja tónlist úr óperum. Það verður söngur, einleikur á hljóðfæri, dúettar, tríó o.fl. Meira
6. september 2000 | Menningarlíf | 287 orð | 1 mynd

Óratóría eftir Hafliða Hallgrímsson

MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju er nú að hefja sitt nítjánda starfsár og meðal verkefna vetrarins eru ný óratóría eftir Hafliða Hallgrímsson, jólatónleikar í desember, tvennir tónleikar á Kirkjulistahátíð 2001 og söngferð á Íslendingaslóðir í Kanada í júní. Meira
6. september 2000 | Fólk í fréttum | 473 orð | 2 myndir

Persónulegar tónsmíðar

STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Íslensku óperunni í kvöld kl. 20.30 og leikur þá undir stjórn bandaríska hljómsveitarstjórnandans Mariu Schneider. Meira
6. september 2000 | Menningarlíf | 294 orð

Stormur í vatnsglasi

Danshöfundur: Lára Stefánsdóttir. Tónlist: Guðni Franzson. Flytjendur: Félagar úr Blásarasveit Reykjavíkur ásamt gestum. Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Ívar Örn Sverrisson, Nadia Katrín Banine, Valgerður Rúnarsdóttir, nemendur frá Listdansskóla Íslands. Útlit: Sigríður Guðjónsdóttir. Tæknimaður: Páll S. Guðmundsson. 3. september 2000 Meira
6. september 2000 | Bókmenntir | 653 orð | 1 mynd

Sú hreyfing handarinnar

Söguþáttur eftir Hannes Pétursson, endurútgefin, Mál og menning Reykjavík, 2000, 130 bls. Meira

Umræðan

6. september 2000 | Bréf til blaðsins | 22 orð | 1 mynd

40 ÁRA afmæli.

40 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 6. september, verður fertugur Wilhelm G. Norðfjörð, framkvæmdastjóri, Vesturgötu 44a, Reykjavík. Unnusta hans er Ása Katrín... Meira
6. september 2000 | Bréf til blaðsins | 34 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 6. september, verður sextug Guðrún Halldórsdóttir, Fjarðarási 16, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Guðmundur Karlsson. Þau taka á móti gestum nk. laugardag 9. september kl. 20 í Skaftfellingabúð, Laugavegi... Meira
6. september 2000 | Aðsent efni | 793 orð | 1 mynd

Arðsemi jafnari byggðaþróunar á Íslandi

Straumur fólks til höfuðborgarsvæðisins heldur áfram og hann er dýr, segir Lárus Jónsson í annarri grein sinni. Meira
6. september 2000 | Bréf til blaðsins | 489 orð

FERÐ upp á hálendi Íslands er...

FERÐ upp á hálendi Íslands er heilsubót og endurnæring hvernig sem á það er litið og hvernig sem ferðamátinn er. Flestir fara sjálfsagt um á jeppum, aðrir í skipulögðum hópferðum, sumir gangandi og enn aðrir á hestum. Meira
6. september 2000 | Aðsent efni | 474 orð | 1 mynd

Framsóknarforystan og ESB

Andstaðan gegn aðild að ESB er mest til sjávar og sveita, segir Guðmundur Jónas Kristjánsson, einmitt þar sem kjarnafylgi Framsóknarflokksins liggur. Meira
6. september 2000 | Bréf til blaðsins | 35 orð | 1 mynd

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, miðvikudaginn 6. september, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Kristlaug Vilfríður Jónsdóttir og Kristinn Bjarnason. Meira
6. september 2000 | Bréf til blaðsins | 692 orð

Holl og nytsöm útivist

SIGMAR B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, skrifar mikið og frjálslega um að nú sé röðin komin að farfuglunum okkar, það er að segja hrossagauknum. Meira
6. september 2000 | Bréf til blaðsins | 42 orð

HUGSAÐ HEIM

Þegar sól roðar brún, gróa grænbylgjuð tún leikin ármorguns andvarakælu. Hreyfast hjarðir um ból, opnar Hulda sinn hól öllum vingjarnleg, engum til fælu. Meira
6. september 2000 | Aðsent efni | 630 orð | 1 mynd

Lítil gáta sem fékk vængi

Ekkert námsefni er til í skólakerfinu, segir Hrafn Sæmundsson, um félagslegan þátt ellinnar og félagslega aðlögun þessa tímabils í ævi mannsins. Meira
6. september 2000 | Aðsent efni | 450 orð | 1 mynd

Menntun er æviverk

Markmið viku símenntunar, sem nú stendur yfir, segir Elín Margrét Hallgrímsdóttir, er að auka skilning fólks á mikilvægi hennar. Meira
6. september 2000 | Aðsent efni | 383 orð | 1 mynd

Miðgarður og símenntun

Miðgarður telur mikilvægt, segir Sigrún Sigurðardóttir, að koma til móts við þá íbúa Grafarvogs sem hafa áhuga á því að leita sér frekari menntunar. Meira
6. september 2000 | Aðsent efni | 693 orð | 2 myndir

Mjóbaksverkir

Einn mikilvægasti þáttur í árangri meðferðar á langvarandi mjóbaksverkjum er, að mati Áslaugar Skúladóttur og Bylgju Elínar Björnsdóttur, hugarfar einstaklingsins. Meira
6. september 2000 | Bréf til blaðsins | 64 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
6. september 2000 | Bréf til blaðsins | 483 orð

Skotfélagið krefst...

AF TILVILJUN sá ég nýlega enn eina kröfugrein frá Guðmundi Kr. Gíslasyni, gjaldkera Skotveiðifélags Reykjavíkur, í Morgunblaðinu 19. ágúst sl. þar sem krafist er aðstöðu fyrir skotæfingar félagsmanna. Meira
6. september 2000 | Bréf til blaðsins | 143 orð

Söfnun fyrir fjölskylduna á Skriðulandi

EINS OG fram hefur komið í fréttum kviknaði eldur í bænum að Skriðulandi í Arnarneshreppi laugardaginn 2. september sl. og urðu af miklar brunaskemmdir. Meira
6. september 2000 | Bréf til blaðsins | 247 orð

Töfralyf við reykingum

ÉG ER fyrrverandi stórreykingamaður og hef síðastliðin fjögur ár hjálpað fólki að hætta að reykja, haldið fjöldann allan af forvarnarfyrirlestrum og unnið að tóbaksvarnarverkefnum með góðum árangri. Ég veit að reykingamenn eru fíklar. Meira

Minningargreinar

6. september 2000 | Minningargreinar | 833 orð | 1 mynd

BETTY M. LÖVE (MAH SUE CHING)

Betty fæddist í Stockton í Kaliforníu í Bandaríkjunum 7. janúar 1926. Hún andaðist á Landspítalanum 2. ágúst síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
6. september 2000 | Minningargreinar | 2097 orð | 1 mynd

KONRÁÐ GUNNARSSON

Konráð Gunnarsson skipstjóri, Ólafsbraut 50, Ólafsvík, var fæddur í Stykkishólmi 8. mars 1937. Hann lést á Costa del Sol 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristensa Valdís Jónsdóttir, f. 19. júní 1899, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
6. september 2000 | Minningargreinar | 3292 orð | 1 mynd

MARGRÉT KRISTRÚN SIGURÐARDÓTTIR

Margrét Kristrún Sigurðardóttir fæddist í gamla Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi 20. mars 1931 og lést á Landspítalanum í Fossvogi 28. ágúst síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
6. september 2000 | Minningargreinar | 1406 orð | 1 mynd

ÓLÖF SIGURJÓNSDÓTTIR

Ólöf Sigurjónsdóttir fæddist á Ísafirði hinn 19. febrúar 1916. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði hinn 25. ágúst síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
6. september 2000 | Minningargreinar | 2829 orð | 1 mynd

SIGURÐUR EGILSSON

Sigurður Egilsson, fyrrv. framkvæmdastjóri, Laugarásvegi 55, fæddist í Reykjavík 30. ágúst 1921. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. ágúst síðastliðinn. Hann var sonur hins landsþekkta athafnamanns Egils Vilhjálmssonar, f. 28.6. 1893, d. 29.11. Meira  Kaupa minningabók
6. september 2000 | Minningargreinar | 3451 orð | 1 mynd

VIKTOR MAGNÚSSON

Viktor Magnússon, hjarta- og lungnavélasérfræðingur, var fæddur 12. maí 1944 í Jena í Þýskalandi. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúsi, Fossvogi, hinn 29. ágúst síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

6. september 2000 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Athugasemd frá forstjóra Tals hf.

MORGUNBLAÐIÐ hefur fengið eftirfarandi athugasemd frá Þórólfi Árnasyni, forstjóra Tals hf., í tilefni af yfirlýsingu frá Íslandssíma í blaðinu í gær vegna fréttar um sameiningarþreifingar á milli Íslandssíma hf. og Tals hf. Meira
6. september 2000 | Viðskiptafréttir | 299 orð

Farsímaþjónusta boðin á næsta ári

HALLÓ Frjáls Fjarskipti og breska fjarskiptafyrirtækið Mint Telecom hafa stofnað nýtt íslenskt farsímafyrirtæki, Halló - GSM. Nýja fyrirtækið mun hefja farsímaþjónustu snemma á næsta ári. Meira
6. september 2000 | Viðskiptafréttir | 1138 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 05.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 05.09.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) AUSTFJARÐAM. FÁSKRÚÐSFIRÐI Blálanga 63 63 63 98 6.174 Langa 90 90 90 101 9.090 Skarkoli 112 112 112 10 1.120 Þykkvalúra 156 156 156 35 5. Meira
6. september 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
6. september 2000 | Viðskiptafréttir | 239 orð

Flugstöð Leifs Eiríkssonar gerð að hlutafélagi

STOFNAÐ hefur verið hlutafélag um rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli og var stofnfundur þess haldinn 30. ágúst síðastliðinn. Meira
6. september 2000 | Viðskiptafréttir | 350 orð

Ford fyrirtæki mánaðarins

VIÐSKIPTASTOFA SPH hefur valið Ford sem fyrirtæki mánaðarins. Ford er meðal helstu bílaframleiðenda í heimi. Meira
6. september 2000 | Viðskiptafréttir | 151 orð

Gagnvirk miðlun og Lína.Net í samstarf

GAGNVIRK Miðlun (GMi) og Lína.Net hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að Lína.Net tekur að sér að miðla stafrænum gagnvirkum sjónvarpssendingum GMi Digital í gegnum ljósleiðaradreifikerfi sitt. Meira
6. september 2000 | Viðskiptafréttir | 193 orð

Hluthafar missa trú á stjórn LSE

HÓPUR hluthafa í London Stock Exchange (LSE), undir forystu Winterflood Securities, mun biðja um fund með OM til að ræða tilboð sænska fyrirtækisins í LSE. Talsmaður hópsins segir að margir hluthafar hafi misst trúna á stjórn LSE. Meira
6. september 2000 | Viðskiptafréttir | 332 orð | 1 mynd

Kögun meðal þátttakenda

KÖGUN hf. hefur í samstarfi við Icecom ehf. og Mira MAR Copenhagen APS tekið þátt í opinberu útboði á fjarskiptarásum í Danmörku. Meira
6. september 2000 | Viðskiptafréttir | 88 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.525,331 -0,41 FTSE 100 6.752,50 -0,7 DAX í Frankfurt 7.395,07 -0,7 CAC 40 í París 6.856,76 -0,9 OMX í Stokkhólmi 1.372,25 -0,41 FTSE NOREX 30 samnorræn 1. Meira
6. september 2000 | Viðskiptafréttir | 672 orð | 1 mynd

Mikil frávik í hagnaðarspám

NÚ ÞEGAR öll hlutafélög á Verðbréfaþingi Íslands hafa skilað af sér milliuppgjöri er fróðlegt að bera saman spár verðbréfafyrirtækjanna um hagnað þeirra við þann hagnað sem raunverulega varð. Meira
6. september 2000 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Netbretti frá Noregi

NETIÐ verður aðgengilegt hvar sem er með því sem kalla má netbretti og norska fyrirtækið Norske Screen Media mun bráðlega markaðssetja. Meira
6. september 2000 | Viðskiptafréttir | 510 orð | 1 mynd

Standa framarlega á hátæknisviðinu

VERSLUNARRÁÐ Íslands hélt í gær litháenskt-íslenskt viðskiptaþing þar sem fulltrúar úr viðskiptalífi beggja landanna komu saman. Meira
6. september 2000 | Viðskiptafréttir | 64 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. ágúst '00 3 mán. RV00-0817 11,30 0,66 5-6 mán. RV00-1018 11,36 0,31 11-12 mán. Meira
6. september 2000 | Viðskiptafréttir | 47 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 05.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 05.09.2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Fastir þættir

6. september 2000 | Fastir þættir | 200 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bikarkeppni BSÍ Undanúrslit og úrslit verða spiluð 16. og 17. september en síðasti spiladagur í 8 liða úrslitum er 15. september. Meira
6. september 2000 | Fastir þættir | 56 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Vetrarstarf bridsfélaganna að hefjast Þessa dagana eru bridsfélögin að hefja vetrarstarfið. Að venju mun þátturinn birta helztu úrslit bridsfélaganna þ.e. þeirra sem þess óska. Meira
6. september 2000 | Fastir þættir | 313 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Sv. Hermannsson

ÞÓTT Íslendingar hafi byrjað illa í fjórðungsúrslitum gegn Pólverjum á ÓL í Maastrich áttu þeir samt enn möguleika þegar síðasta 16 spila lotan hófst á þriðjudagsmorgun. Meira
6. september 2000 | Í dag | 188 orð

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir í dag kl. 18. Langholtskirkja. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12.-12.30. Orgelleikur og sálmasöngur. Meira
6. september 2000 | Fastir þættir | 52 orð

Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára hóf...

Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára hóf vetrarstarf sitt með tvímenningi á tíu borðum í Félagsheimilinu að Gullsmára 13 mánudaginn 4. september. Meðalskor 168. Beztum árangri í NS náðu: Jón Andrésson - Guðm. Á. Guðmundss. 214 Arndís Magnúsd. Meira
6. september 2000 | Dagbók | 897 orð

(Hebr. 12, 28.)

Í dag er miðvikudagur 6. september, 250.dagur ársins 2000. Orð dagsins: .Þar sem vér því fáum ríki, sem ekki getur bifast, skulum vér þakka það og þjóna Guði, svo sem honum þóknast, með lotningu og ótta. Meira
6. september 2000 | Fastir þættir | 587 orð

Ísland úr leik á Ólympíumótinu í brids

Ólympíumótið í brids er haldið í Maastricht í Hollandi dagana 27. ágúst til 9. september. Íslendingar taka þátt í opnum flokki í sveitakeppni. Hægt er að fylgjast með mótinu á Netinu, m.a. á slóðinni: http://www. bridgeolympiad.nl Meira
6. september 2000 | Fastir þættir | 152 orð | 1 mynd

SkÁk - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

STAÐAN kom upp á Pentamedia stórmeistaramótinu sem lauk á Indlandi fyrir skömmu. Svörtu mönnunum stýrði sterkasti skákmaður Bangladesh, Bin-Sattar Reesfat (2467) gegn Úsbekistanum Saidaili Iuldachev (2515) 31...Hxg2+! 32.Kxg2 Hg8+ 33.Kf2? Tapleikurinn. Meira
6. september 2000 | Viðhorf | 941 orð

Spegill, spegill...

Slæm umfjöllun er betri en engin umfjöllun og trútt þeirri hugsun speglar markaðsleikhúsið sig í fjölmiðlunum. Meira

Íþróttir

6. september 2000 | Íþróttir | 434 orð

Ákveðnir í að gefast ekki upp

ÞAÐ var létt yfir í herbúðum Eyjamanna að leik loknum, en útlitið var óneitanlega svart er þrjár mínútur voru eftir af leik þeirra gegn Fylki. Kristinn Rúnar Jónsson, hinn gamalkunni refur úr Fram, þjálfari ÍBV, var í sjöunda himni - hann mun stýra liði í fyrsta skipti í bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum, þar sem hann er öllum hnútum kunnugur. Kristinn Rúnar hefur leikið marga leiki þar með Fram, meðal annars fimm bikarúrslitaleiki á sex árum, 1984-1989. Meira
6. september 2000 | Íþróttir | 204 orð

Bjarni varð að játa sig sigraðan

BJARNI Jóhannesson, þjálfari Fylkis, mátti sætta sig við tap á Hásteinsvelli í fyrsta sinn síðan hann stjórnaði ÍBV í tapleik gegn KR 22. júní 1997. Hann þjálfaði lið ÍBV í þrjú ár áður en hann tók við liði Fylkis. Meira
6. september 2000 | Íþróttir | 515 orð

Bæði FH og ÍA komust í...

LEIKUR ÍA og FH í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ fer fram á Skipaskaga í dag og hefst kl. 17. FH leikur í fyrstu deild en hefur þegar tryggt sér sæti í efstu deild að ári. Meira
6. september 2000 | Íþróttir | 135 orð

EGILL Drillo Olsen fyrrverandi framkvæmdastjóri enska...

EGILL Drillo Olsen fyrrverandi framkvæmdastjóri enska 1. deildarliðsins Wimbledon undrast þá ákvörðun norsku eigenda liðsins að selja Hermann Hreiðarsson til Ipswich. Meira
6. september 2000 | Íþróttir | 309 orð | 1 mynd

Fallbyssur Man. Utd. glumdu á Old Trafford

FJÓRIR leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld og erkifjendurnir frá Manchester voru í aðalhlutverkunum. Meistaralið Manchester United vann stórsigur, 6:0, á heimavelli sínum gegn Bradford og 1:2 sigur Manchester City á útivelli kom nokkuð á óvart og varð til þess að Leeds United komst ekki á topp úrvalsdeildarinnar að sinni. Meira
6. september 2000 | Íþróttir | 495 orð | 1 mynd

HEIÐAR Helguson skoraði eitt mark fyrir...

HEIÐAR Helguson skoraði eitt mark fyrir Watford, er liðið vann Cheltenham í deildarbikarkeppninni í gærkvöldi, 3:0. STOKE City er í þann veginn að kaupa Lee Sandford , sem var fyrirliði Sheffield United í ensku 1. deildinni á síðasta tímabili. Meira
6. september 2000 | Íþróttir | 102 orð

Helsta von Noregs á ÓL handtekinn

EINN allra fremsti frjálsíþróttamaður Norðmanna, spjótkastarinn Pål Arne Fagernes, var handtekinn í úthverfi Ósló um helgina fyrir ólæti og ölvunarakstur aðeins viku fyrir brottför kappans á ÓL í Sydney. Meira
6. september 2000 | Íþróttir | 13 orð

KNATTSPYRNA Coca Cola-bikarkeppnin (Bikarkeppni KSÍ) Undanúrslit:...

KNATTSPYRNA Coca Cola-bikarkeppnin (Bikarkeppni KSÍ) Undanúrslit: Akranes:ÍA - FH 17 3. deild karla: Undanúrslit, seinni leikir: Neskaups.:Þróttur N. - Nökkvi 17 Fjölnisv.Fjölnir - Haukar 17. Meira
6. september 2000 | Íþróttir | 331 orð

KNATTSPYRNA ÍBV - Fylkir Coca-Cola bikarkeppni...

KNATTSPYRNA ÍBV - Fylkir Coca-Cola bikarkeppni karla, undanúrslit, Hásteinsvöllur, Vestmannaeyjum, 5. september 2000. Aðstæður : Austan kaldi, sólskin með köflum og 10 stiga hiti. Frábær völlur. Mörk ÍBV: Ingi Sigurðsson (85. Meira
6. september 2000 | Íþróttir | 226 orð

Mikið er í húfi, því liðið...

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur tvo leiki við Rúmeníu um að halda sæti sínu í efsta styrkleikaflokki Evrópu. Leikdagar eru enn óákveðnir og hefur Knattspyrnusamband Íslands farið þess á leit við Evrópska knattspyrnusambandið að báðir leikir fari fram í september. Meira
6. september 2000 | Íþróttir | 95 orð

Óskar Örn til Coventry

ÓSKAR Örn Hauksson, 16 ára drengjalandsliðsmaður í knattspyrnu frá Njarðvík, fór í gær til æfinga hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Coventry í vikutíma. Meira
6. september 2000 | Íþróttir | 60 orð

Sigurður Jónsson ekki með gegn FH-ingum

SIGURÐUR Jónsson hefur átt við þrálát meiðsli í hásin að stríða í sumar og hefur löngum aðeins leikið með ÍA en æft lítið. Meiðslin eru enn að angra hann og ljóst er að Sigurður mun ekki leika gegn FH í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ í kvöld. Meira
6. september 2000 | Íþróttir | 395 orð

Við erum sárir og svekktir

ÞAÐ var ekki létt yfir leikmönnum Fylkis eftir leikinn og var það skiljanlegt - eftir að bikarúrslitaleikur var í sjónmáli, upplifðu leikmennirnir martröð. Sverrir Sverrisson, fyrrverandi leikmaður ÍBV, var afar ósáttur. "Við erum sárir og mjög svekktir. Það var svo stutt eftir, en leikur er aldrei búinn fyrr en dómarinn flautar hann af," sagði Sverrir. Meira
6. september 2000 | Íþróttir | 951 orð | 1 mynd

Þriggja mínútna martröð Fylkis í Eyjum

EYJAMENN tryggðu sér á ævintýralegan hátt sæti í úrslitaleik bikarkeppninnar þegar þeir lögðu Fylkismenn, 2:1, í dramatískum undanúrslitaleik á Hásteinsvelli í gærkvöldi. Meira
6. september 2000 | Íþróttir | 129 orð | 1 mynd

Ævintýri í Eyjum

EYJAMENN náðu ævintýralegum endaspretti í Vestmannaeyjum í gær, er þeir tryggðu sér rétt til að leika til úrslita í bikarkeppninni með því að leggja Fylki að velli, 2:1. Eyjamenn mæta sigurvegaranum úr leik ÍA og FH á Akranesi í kvöld í úrslitaleik á Laugardalsvellinum 24. september. Meira

Úr verinu

6. september 2000 | Úr verinu | 505 orð

Aflamet á kolmunna

BÖRKUR NK var væntanlegur til Neskaupstaðar í nótt með um 1.600 til 1.700 tonn af kolmunna og Jón Kjartansson SU verður í dag eða á morgun á Eskifirði með um 1.100 tonn. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 274 orð

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist.

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 89 orð

BRETAR hafa einnig aukið innflutning af...

BRETAR hafa einnig aukið innflutning af ýsu en þó ekki nærri eins mikið og af þorskinum. Fyrsta þriðjung ársins fluttu þeir inn 14.200 tonn af ýsu en tæplega 14.000 tonn á sama tíma í fyrra. Mest af ýsunni kaupa þeir frá Noregi, 4. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 128 orð

Bretar kaupa meira af þorski

BRETAR hafa aukið innflutning sinn á þorski á þessu ári. Á fyrsta þriðjungi ársins fluttu þeir inn um 41.300 tonn af þorski, bæði ferskum og frystum. Á sama tíma á síðasta ári nam þessi innflutningur um 31.500 tonnum. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 143 orð

Breytingar í Noregi

Töluverðar breytingar hafa orðið á útflutningi Norðmanna á þessu ári. Mikið hefur dregið úr útflutningi á saltfiski og skreið og útflutningur á fiskimjöli og lýsi er nærri þriðjungi minni á fyrri helmingi ársins en á sama tíma í fyrra. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 37 orð

Eldið mun vaxa í Chile

Á DÖGUNUM var staddur hér á landi Chilemaðurinn Rodrigo Infante Varas en hann er formaður Samtaka lax- og silungseldisframleiðenda í Chile en hann var staddur hér á landi vegna stjórnarfundar Alþjóðasambands laxeldisframleiðenda sem fór fram hér á landi. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 185 orð

Fiskmarkaðurinn seldur

ÍSFÉLAG Þorlákshafnar hf. hefur selt allt hlutafé sitt í Fiskmarksaðnum í Þorlákshöfn hf. og þar með rekstur fiskmarkaðarins til Fiskmarkaðar Suðurlands hf. í Þorlákshöfn. Fiskmarkaður Suðurlands hf. yfirtók rekstur markaðarins frá og með 1. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 137 orð | 3 myndir

Fjölmenni á bryggjunni

MIKILL mannfjöldi var á Togarabryggjunni á Akureyri á sunnudag til að fagna heimkomu hins nýja og glæsilega fjölveiðiskips Samherja hf., Vilhelms Þorsteinssonar EA , en við það tækifæri fékk Samherji skipið formlega afhent og því gefið nafn. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 38 orð

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 87 orð

Góð veiði á Hatton-banka

NORSKI línubáturinn Lóran náði algjörum mettúr á Hatton-banka vestur af Rockall djúpt suður af Íslandi nýlega. Hann tók þar 330 tonn af fiski að verðmæti um 120 milljónir króna. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 125 orð

Hátt verð á olíunni

MIKLAR eldsneytishækkanir eru fyrirsjáanlegar í Bretlandi og ljóst að þær eiga eftir að koma illa við breskan útveg. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 10 orð

HUMARBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

HUMARBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 62 orð

Humar í rjómaostasósu

HINNI eiginlegu humarvertíð er nú lokið, en veiða má humarinn allt árið og stunda einhverjir bátar veiðarnar með þeim hætti. Það er því alltaf hægt að fá góðan humar í matinn, en flestum finnst hann einstakt lostæti. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 1548 orð | 1 mynd

Leiðin lengri og skrefin styttri

HÓLASKÓLI og fiskeldisfyrirtækið Máki stóðu fyrir fundi sl. föstudag þar sem framtíðarhorfur og fjárfestingarmöguleikar í fiskeldi á Íslandi voru ræddir. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 61 orð

Metveiði í kolmunna

UM 10 til 12 skip voru á miðunum skammt utan við lögsögu Færeyja í gær og var veiði almennt góð en samkvæmt skýrslu Samtaka fiskvinnslustöðva hafði verið landað samtals um 180.000 tonnum í gærmorgun sem er met á einu ári. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 473 orð

Mikilvæg atvinnugrein

SPÆNSKT fiskeldi hefur undanfarið sótt í sig veðrið en kræklingur er langmikilvægasta tegundin sem þar er alin. Og ekki að ósekju því kræklingur er geysilega vinsæll á Spáni og er megnið af honum selt á heimamarkaði. Mest er eldið í fjörðum Galicia en þar eru bestu skilyrði til kræklingaræktunar á Spáni. Á síðasta ári seldu ræktendurnir krækling fyrir andvirði 9 milljarða íslenskra króna. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 539 orð

"Eldisiðnaður okkar mun halda áfram að stækka"

Á DÖGUNUM var staddur hér á landi Chilemaðurinn Rodrigo Infante Varas en hann er formaður Samtaka lax- og silungseldisframleiðenda í Chile en hann var staddur hér á landi vegna stjórnarfundar Alþjóðasambands laxeldisframleiðenda sem fór fram hér á landi. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 1003 orð | 3 myndir

"Færir nýjar víddir í íslenskan sjávarútveg"

NÝTT fjölveiðiskip Samherja hf. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 765 orð | 1 mynd

"Miklir möguleikar felast í sjókvíeldi"

SJÓKVÍELDI er hafið á nýjan leik við strendur Íslands og hefur landbúnaðarráðuneytið veitt tilraunaleyfi fyrir sjókvíeldi. Silungur ehf., handhafi leyfisins, er með kvíar sínar í sjó við Vogastapa á Reykjanesi en ætlunin er að meta hugsanleg áhrif eldisins á lífríki á svæðinu. Mikill áhugi er nú fyrir sjókvíeldi og hafa fiskeldisfyrirtæki víðar um landið sóst eftir leyfi til að hefja sjókvíeldi. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 66 orð

Rækjan lofar góðu

VÍSITALA stofnstærðar úthafsrækju samkvæmt fyrstu útreikningum eftir árlega stofnstærðarmælingu Hafrannsóknastofnunar, mælist nú 43% hærri en á síðasta ári, aðeins hærri en árið 1998, en um 20% lægri en árið 1997. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 238 orð

RÆKJUBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

RÆKJUBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 140 orð

Rækjueldi eykst í Íran

SAMKVÆMT fréttum Iran News er mikill uppgangur í rækjueldi í Íran við strendur Persaflóa. Síðasta áratug hafa saltar og ógjöfular strendur Hormuzgan-héraðsins breyst í miðstöð rækjuiðnaðarins í Íran. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 136 orð

Sameiginlegt eftirlit

KONUNGLEGI taílenski sjóherinn hefur tekið upp samstarf við starfsbræður sína í Indónesíu um sameiginlegt eftirlit með veiðum á Andamanhafi en talsvert hefur verið um ólöglegar veiðar á svæðinu. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 270 orð | 1 mynd

Sjaldséður gestur

BRANDHÁFUR er sjaldséður gestur við Íslandsstrendur en þessi myndarlegi brandháfur kom á línuna hjá Sævaldi VE frá Vestmannaeyjum fyrir skömmu, rétt austan við Elliðaey, á um 50 faðma dýpi. Sá reyndist 135 sentimetra langur hængur og vó hann 10 kíló. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 23 orð

SKELFISKBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf.

SKELFISKBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 297 orð

Skinney-Þinganes með tæp 18% síldarkvótans

VEIÐAR á íslensku sumargotssíldinni hefjast væntanlega í næstu viku. Úthlutað hefur verið 90 síldarkvótum á alls 51 skip en Skinney-Þinganes hf. á Hornafirði hefur yfir mestum síldarkvóta að ráða, nærri 20 þúsund tonnum eða rúmlega 15 síldarkvótum. Sjö fyrirtæki ráða yfir ríflega 60% heildarkvótans. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 1004 orð | 3 myndir

Stofnmæling rækju

HAFRANNSÓKNIR - Stofnmæling rækju fer fram árlega bæði á djúpslóð og grunnslóð og þar að auki tvisvar á ári innfjarða. Unnur Skúladóttir á Hafrannsóknastofnun fjallar hér um það hvernig mælingunum er háttað, en þær eru mikilvægur þáttur í stofnstærðarmati Hafrannsóknastofnunarinnar á rækju. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 203 orð

Stofnstærð rækju 43% hærri en í fyrra

VÍSITALA stofnstærðar úthafsrækju samkvæmt fyrstu útreikningum eftir árlega stofnstærðarmælingu Hafrannsóknastofnunar, mælist nú 43 % hærri en á síðasta ári, aðeins hærri en árið 1998, en um 20% lægri en árið 1997. "Þetta lofar góðu, en hversu góðu og hvenær er erfitt að segja. Það á eftir að vinna töluvert úr gögnum úr leiðangrinum og aflaskýrslum og því verður að bíða frekari niðurstaðna," segir Unnur Skúladóttir, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 39 orð | 1 mynd

TIL HEIMAHAFNAR

NÝTT fjölveiðiskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Akureyri á sunnudag. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 119 orð

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist.

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. BREKI VE 61 599 45* Karfi/Gullkarfi Gámur ERNIR BA 29 499 23 Þorskur Þorlákshöfn BERGLÍN GK 300 254 83 Karfi/Gullkarfi Sandgerði OTTÓ N. Meira
6. september 2000 | Úr verinu | 894 orð

Þorskveiðar dragast saman á heimsvísu

ÚTFLUTNINGSRÁÐ norsks sjávarútvegs segir að samkvæmt markaðsgreiningu þess stefni í að heildarþorskveiðar í heiminum nemi 1.340 þúsund tonn í ár. Það þýðir að þorskveiðar hafa dregist saman um 150 þúsund tonn frá fyrra ári og stefnir allt í að samdrátturinn gæti orðið enn meiri á næsta ári. Allir helstu þorskstofnar eru í ójafnvægi og því ekki gott að segja til um hve mikið er hægt að veiða úr þeim á komandi árum. Meira

Barnablað

6. september 2000 | Barnablað | 34 orð | 1 mynd

Bangsímon byrjar í skóla

SIGRÚN Helga Davíðsdóttir, 9 ára, Galtalind 6, 200 Kópavogur, er byrjuð í skólanum eins og önnur börn á landinu á skólaskyldualdri. Hún gerði þessa fínu mynd af Bangsímon, sem er byrjaður í sínum skóla,... Meira
6. september 2000 | Barnablað | 50 orð | 1 mynd

Gleði og rafstuð

ÉG HEITI Steinar Ágúst Steinarsson og er 8 ára. Ég á heima í Kópalind 8 í Kópavogi. Mér þætti gaman ef þið vilduð birta þessa Pokémon-mynd, sem ég bjó til. Chansey veitir gleði en Jolteon gefur 10.000 volta rafstuð. Meira
6. september 2000 | Barnablað | 85 orð | 1 mynd

HALLÓ allir!

HALLÓ allir! Ég óska eftir netvinum á aldrinum tólf og hálfs til fjórtán og hálfs árs. Netvinir sem ég er að leita að, verða helst að eiga heima á Norðurlandi, Norðausturlandi og Austfjörðum. Ég er 13 ára og bý í Reykjavík. Meira
6. september 2000 | Barnablað | 42 orð | 1 mynd

Harry Potter í háloftunum

BJARKI E. Ármannsson, 9 ára, Mánalind 8, 200 Kópavogur, sendi þessa skemmtilegu mynd af hinum geysivinsæla Harry Potter þar sem hann situr klofvega á hálfum fugli og hálfum hesti. Meira
6. september 2000 | Barnablað | 29 orð | 1 mynd

Hjálpið lækninum

KÖTTURINN hefur heldur betur ruglað sárabindum læknisins. Hjálpið lækninum að finna hvaða enda, 1, 2 eða 3, hann á að velja til þess að klára að binda um fót... Meira
6. september 2000 | Barnablað | 15 orð | 1 mynd

Hvaða hluti vantar?

Á EFRI myndinni eru 25 hlutir en á þeirri neðri aðeins 21. Hvaða 4 hluti... Meira
6. september 2000 | Barnablað | 38 orð | 1 mynd

Hvað heitir söngkonan?

RAKEL Rut, Þinghólsbraut 42, 200 Kópavogur, spyr hvað þessi söngkona heitir. Hún fer með brot úr texta þekkts lags, sem hún flytur einatt í sjónvarpi og útvarpi, og segir: úps, æ did it agein (Ups, I did it... Meira
6. september 2000 | Barnablað | 90 orð

Óska eftir Pokémon-meðspilara

HÆ! Ég heiti Bryndís Vigfúsdóttir og er 14 ára gömul með Pokémon-æði. Engum vina minna líst á Pokémon og mig sárvantar spilara. Ég kann spilið afturábak og áfram og get sömuleiðis kennt ykkur það ef einhver vill læra það. Meira
6. september 2000 | Barnablað | 262 orð | 1 mynd

Pennavinir

HÆ, hæ! Ég heiti Elísa Berglind og verð 12 ára á þessu ári. Mig langar að eignast pennavini/vinkonur á aldrinum 11-15 ára. Áhugamál mín eru: sætir strákar, diskótek, fótbolti, dýr, hjólabretti, snjóbretti og tímarit, t.d. Meira
6. september 2000 | Barnablað | 33 orð | 1 mynd

Rétthyrningar og ferningar

HVAÐ eru margir rétthyrningar á myndinni? Og hvað eru margir ferningar? Athugið! Rétthyrningar eru með rétt horn, 90° horn, en ógagnstæðu hliðarnar geta verið mislangar. Ferhyrningar eru með öll horn 90° og allar hliðar... Meira
6. september 2000 | Barnablað | 454 orð

Það eru ekki 300 silfur hér

ÉG SKRIFA þetta vegna sundgleraugnanna minna sem ég týndi en það gerðist fyrir nokkrum dögum. Þessi fyrirsögn tengist dálítið þeim atburði. Það var stelpa á líkum aldri og ég sem tók sundgleraugun. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.