Greinar laugardaginn 3. mars 2001

Forsíða

3. mars 2001 | Forsíða | 268 orð | 1 mynd

Ben-Eliezer verður varnarmálaráðherra

MIÐSTJÓRN ísraelska Verkamannaflokksins kaus í gær Binyamin Ben-Eliezer til að gegna embætti varnarmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Ariels Sharons, leiðtoga Likud-flokksins. Meira
3. mars 2001 | Forsíða | 373 orð | 1 mynd

Gin- og klaufaveiki greinist í Tyrklandi

TYRKNESKIR embættismenn hafa staðfest að gin- og klaufaveiki hafi greinst í fjórum bæjum í héraðinu Konya í miðhluta landsins, að því er Anatolia -fréttastofan greindi frá í gærkvöld. Meira
3. mars 2001 | Forsíða | 107 orð | 1 mynd

Hyggjast varna handtöku Milosevic

UM fjörutíu ákafir stuðningsmenn Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, komu saman við hús hans í höfuðborginni Belgrad í gær og hétu því að reyna að koma í veg fyrir allar tilraunir til að taka hann höndum. Meira
3. mars 2001 | Forsíða | 169 orð

Ótti við svik hamlar netviðskiptum

SÉRFRÆÐINGAR telja að ótti almennings og fyrirtækja við fjársvik hamli aukningu viðskipta á Netinu. Meira

Fréttir

3. mars 2001 | Miðopna | 1222 orð | 1 mynd

Að móta öflugri Evrópu

SAMEIGINLEG evrópsk öryggis- og varnarmálastefna (ESDP) er liður í því stóra verkefni að skapa Evrópu pólitíska sjálfsvitund. Stefnan mun gera Evrópusambandinu (ESB) kleift að leika hlutverk í heiminum sem samsvarar íbúafjölda þess og efnahagsstyrk. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Allharður árekstur í Keflavík

ALLHARÐUR árekstur varð á Hafnargötu í Keflavík um klukkan 16 í gær og urðu talsverðar skemmdir á bílum. Minniháttar meiðsl urðu þó á fólki og segir lögreglan bílbeltum að þakka að þau urðu ekki meiri. Um aftanákeyrslu var að ræða. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 330 orð

Andvígum fækkar um 12%

TÆPLEGA 30% íbúa í Reykjavík eru mjög ósammála eða frekar ósammála því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram staðsettur í Vatnsmýrinni og hefur þeim fækkað um 11,8% frá því í október á síðasta ári. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 624 orð | 1 mynd

Athugasemdir við takmörk á hámarkseignarhlut í Noregi

FRUMVARP Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra um sölu á eignarhlutum ríkisins í Búnaðarbanka Íslands og Landsbanka Íslands hefur verið samþykkt í báðum stjórnarflokkunum og segist ráðherra vonast til að geta lagt það fyrir Alþingi innan hálfs... Meira
3. mars 2001 | Erlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Á þurru landi og þó

Eigendur þessarar 30 feta löngu skemmtisnekkju urðu fyrir því í fyrrinótt að festa hana á skeri skammt frá Viktoríueyju í Bresku Kólombíu í Kanada. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 23 orð | 1 mynd

Barn að leik

SNJÓRINN hefur látið bíða eftir sér, en þegar hann er kominn er um að gera að nota tækifærið og leika sér úti í... Meira
3. mars 2001 | Landsbyggðin | 173 orð | 1 mynd

Boðið til íbúaþings Vestur-Skaftfellinga

Fagradal- Í tengslum við stefnumótun á vegum Byggðaþróunarverkefnis í Vestur-Skaftafellssýslu er íbúum Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps boðið til íbúaþings dagana 4.-8. mars. Verkefninu stýrir Sigurborg Kr. Meira
3. mars 2001 | Erlendar fréttir | 230 orð

Danir hlynntir einræktun mannsfóstra

DANSKIR stjórnmálamenn eru enn sem komið er jákvæðir gagnvart hugmyndum um að leyfa einræktun mannsfrumna í lækningaskyni. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 353 orð | 1 mynd

Doktor í verkfræði

HARALDUR Óskar Haraldsson varði doktorsritgerð 18. maí sl. í orkuverkfræði við vélaverkfræðideild Konunglega Tækniháskólans í Stokkhólmi. Ritgerðin nefnist "Breakup of Jet and Drops During Premixing Phase of Fuel Coolant Interactions". Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 606 orð | 1 mynd

Eignarskattur afnuminn

Í greinargerð með tillögunni segir að núverandi form sé beinlínis íþyngjandi. Hvernig þá? "Núverandi kerfi er mjög íþyngjandi. Það er stefna íslenskra heilbrigðisyfirvalda að stýra málum með þeim hætti að aldraðir séu sem lengst heima hjá sér. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 219 orð

Ekki staðið rangt að meðferð

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum konu, sem fór fram á rúmar 10 milljónir króna í bætur fyrir ætluð læknamistök. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 81 orð

Elko heitir fundarlaunum

VERSLUNIN ELKO í Kópavogi býður þeim sem geta veitt upplýsingar um þjófnað á tölvum og raftækjum í eigu verslunarinnar fundarlaun, að sögn Jónasar Guðmundssonar rekstrarstjóra hjá ELKO. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 857 orð | 1 mynd

Erfitt þegar eldurinn er fyrir ofan viðvörunarkerfi húsa

ÞEGAR eldurinn kom upp fyrir ofan Hard Rock í Kringlunni á fimmtudag varð vegfarandi fyrstur til að gera Slökkviliðinu viðvart um kl. 17.01. Meira
3. mars 2001 | Miðopna | 2231 orð | 2 myndir

Ég er búin að þjást mikið

Landssöfnun Krabbameinsfélagsins er í dag. Krabbamein er sjúkdómur sem mikið hefur áunnist í baráttunni við en leggur þó ýmsa að velli enn. Sigríður Þóra Þorvaldsdóttir segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá baráttu sinni við krabbamein í bland við ágrip af öðrum þáttum sögu sinnar. Meira
3. mars 2001 | Erlendar fréttir | 491 orð | 1 mynd

Fallbyssur gegn líkneskjum

LIÐSMENN íslömsku hreyfingarinnar Taliban í Afganistan voru í gær sagðir hafa skotið sprengjum á tvær af þekktustu styttum heims, 2.000 ára gömul Búddha-líkneski, þrátt fyrir tilraunir sendimanns Sameinuðu þjóðanna til að bjarga höggmyndunum. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 88 orð

FEF veitir 22 námsstyrki

ÚTHLUTAÐ var úr námssjóði Félags einstæðra foreldra 19. febrúar. Hlutverk sjóðsins er að styðja einstæða foreldra til þess að bæta stöðu sína á vinnumarkaðnum. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 84 orð

Ferð að Gullfossi og Geysi með Útivist

FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir á sunnudaginn 3. mars kl. 10.30 til rútu- og skoðunarferðar þar sem farið verður að Gullfossi í klakaböndum, að Geysissvæðinu og víðar. Meira
3. mars 2001 | Landsbyggðin | 46 orð | 1 mynd

Fimm ættliðir á Dalvík

Dalvík - Þessi skemmtilega mynd var tekin um síðustu jól af fimm ættliðum í beinan kvenlegg. Meira
3. mars 2001 | Erlendar fréttir | 167 orð

Fjármagn aukið með hærri virðisaukaskatti?

FJÁRMÁLARÁÐHERRA Þýskalands, Hans Eichel, mun vera að íhuga að hækka virðisaukaskatt í því skyni að hjálpa til við fjármögnun lífeyriskerfisins, að því er fram kemur í dagblaðinu Berliner Zeitung á miðvikudag. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 109 orð

Flóttamaður bankaði upp á í miðbænum

ÚTLENDUR karlmaður bankaði á dyr húss í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt og bað öryggisvörð að aðstoða sig við að komast í samband við lögreglu. Meira
3. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 358 orð | 1 mynd

Frumkvöðlasetur stofnað

FRUMKVÖÐLASETUR Norðurlands var stofnað í gær en tilgangur þess er að efla nýsköpun á Norðurlandi, styðja frumkvöðla á svæðinu, aðstoða þá við öflun áhættufjármagns og veita þeim ráðgjöf við að stofna og reka fyrirtæki sín. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 85 orð

Fræðsluerindi um þjóðfélagsmótun í Portúgal

FÉLAG spænskra og rómansk-amerískra fræða stendur fyrir fræðsluerindi í Lögbergi, stofu 103, mánudaginn 5. mars næstkomandi kl. 16. Fyrirlesari að þessu sinni verður Elsa Rogrigues. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 133 orð

Fundur um áhrif fjölmiðla á lífsstíl ungs fólks

NÁUM ÁTTUM - fræðsluhópur stendur fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 6. mars 2001, kl. 8.30-10.30 í Sunnusal Hótel Sögu. Skráið þátttöku hjá: iae@rvk.is og bryndis@bvs.is. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 37 orð

Fyrirlestur um bragfræði og ljóðagerð

RAGNAR Ingi Aðalsteinsson heldur fyrirlestur um bragfræði og ljóðagerð í Kirkjuhvoli, Garðabæ, mánudaginn 5. mars kl. 15. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Færeyska stjórnarskrárnefndin í heimsókn

GÓÐIR gestir sóttu Alþingi heim í gær, var þar komin færeyska stjórnarskrárnefndin (grundlógarnevndin), fimm færeyskir þingmenn og sex embættismenn. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 82 orð

Gjaldskrá lækkar um 10%

ORKUVERÐ heimilistaxta Rafveitu Hafnarfjarðar lækkaði 1. mars, úr 6,23 krónum fyrir kílówattstund niður í 5,60 kr, eða um 10%. Taxti fyrir stærri notendur (afltaxti), miðað við orkunotkun 400.000 kWh/ári og afltopp 100 kW, lækkar einnig um 10%. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 55 orð | 2 myndir

Hundasund í Heiðmörk

LABRADORTÍKIN Píla komst í hann krappan í Silungapolli í Heiðmörk þegar gervibráðin sem hún hugðist hremma tók upp á því að stinga af í gegnum frárennslisrör. Píla lét það ekki stöðva sig og hikaði ekki við að stinga sér á eftir fengnum. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 79 orð

Hundasýning um helgina

HUNDARÆKTARFÉLAG Íslands stendur fyrir alþjóðlegri ræktunarsýningu helgina 3. og 4. mars í reiðhöll Gusts í Kópavogi. Dæmdir verða um 260 hundar af 40 tegundum og hefjast dómar kl. 11 báða dagana. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 86 orð

Hvíti Bim í bíósal MÍR

RÚSSNESKA verðlaunakvikmyndin Hvíti Bim Eyrnablakkur (Béli Bim Tsjornoga Úkha) verður sýnd sunnudaginn 4. mars kl. 15 í bíósal MÍR; Vatnsstíg 10. Myndin var gerð í Moskvu á árinu 1977 og byggð á sögu eftir rithöfundinn G. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 391 orð | 1 mynd

Íslenskar rannsóknir hljóta 16 milljóna króna styrk

TVEIMUR íslenskum vísindarannsóknum í öldrunarfræðum hefur verið veittur styrkur að upphæð ríflega 16 milljónir króna samtals, en styrkveitingin er lokaúhlutun úr söfnunarátaki Lions-hreyfingarinnar, Rauða fjöðrin, sem fram fór á Norðurlöndunum árið... Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 100 orð

Jarðvinnuverktakar vilja útboð

KLÚBBUR jarðvinnuverktaka skorar á borgaryfirvöld að endurskoða ákvörðun sína um að bjóða ekki út framkvæmdir í Kvosinni þar sem um er að ræða endurgerð gatna fyrir 230 milljónir króna. Meira
3. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 440 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag, sr. Svavar A. Jónsson. Barna- og unglingakór Akureyrarkirkju syngur. Kvöldmessa með fjölbreyttri tónlist á sunnudagskvöld kl. 20.30. Félagar úr Æskulýðsfélagi kirkjunnar aðstoða. Meira
3. mars 2001 | Erlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Kosið í Sviss um ESB-aðildarumsókn

SVISSLENDINGAR ganga á morgun, sunnudag, til þjóðaratkvæðagreiðslu um það, hvort endurvekja skuli umsókn landsins um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 75 orð

Leiðrétt

Rangar upplýsingar Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur nú fryst um 4.400 tonn af loðnu fyrir markaðinn í Rússlandi, en ekki 6.000 eins og stóð í frétt Morgunblaðsins um loðnufrystingu síðastliðinn fimmtudag. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 744 orð | 1 mynd

Lífið er handbolti hjá Haukum

Handboltinn virðist ganga í ættir hjá fjölda Hafnfirðinga, í það minnsta gildir það um feðgana Hermann Þórðarson og Árna Hermannsson, sem viðurkenna fúslega að lífið snúist um fátt annað en handboltann hjá Íslands- og nýkrýndum bikarmeisturunum Haukum. Meira
3. mars 2001 | Landsbyggðin | 309 orð

Líflegar umræður um RARIK á fundi í Stykkishólmi

Stykkishólmi- Viðskipta- og iðnaðarráðuneytið stóð fyrir opnun fundi í Stykkishólmi 28. febrúar. Þar mættu Valgerður Sverrisdóttir ráðherrra, Jónína Bjartmars alþingismaður og Magnús Stefánsson varaþingmaður. Meira
3. mars 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 100 orð | 1 mynd

Loksins skíðafæri

SKÍÐASVÆÐIÐ í Bláfjöllum er nú opið þótt snjór sé með minnsta móti. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 132 orð

Lýsa furðu sinni á launatölum í tilboði SNR

FÉLAGSFUNDUR Félags háskólakennara haldinn 1. mars 2001 lýsir furðu sinni á launatölum í tilboði samninganefndar ríkisins (SNR) til Félags háskólakennara sem lagt var fram á fundi samninganefndar félagsins og SNR sl. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 463 orð

Margir höfðu greitt fyrir ferðir og gistingu

AÐ MINNSTA kosti 37 íslenskir áhugamenn um hundarækt sjá fram á fjárhagslegt tjón vegna þess að ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri hundasýngu í Birmingham á Englandi vegna gin- og klaufaveikinnar sem geisar þar í landi. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 437 orð

Meðal markmiða að auka þjónustu og efla forvarnir

SJÁLFBOÐALIÐAR á vegum Krabbameinsfélags Íslands munu í dag ganga í hús og leita eftir fjárframlögum vegna landssöfnunar félagsins. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 1032 orð | 1 mynd

Munur á verði á fiskmörkuðum og beinni sölu að aukast

Fundað er nú daglega í sjómannadeilunni, en tvær vikur eru í að boðað verkfall sjómanna komi til framkvæmda. Eitt meginágreiningsefnið er nú sem fyrr verðmyndun fisks. Egill Ólafsson dró saman helstu ágreiningsefnin og skoðaði tölur frá Þjóðhagsstofnun og Verðlagsstofu skiptaverðs um fiskverð. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 82 orð

Mörg ár síðan Sókn samdi um aukið leyfi

SÓKN, sem nú er hluti af stéttarfélaginu Eflingu, var fyrsta stéttarfélagið sem samdi um aukinn rétt foreldra vegna veikinda barna. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 268 orð

Nálægð vallarins æskileg, ekki lífsnauðsynleg

"NÁLÆGÐ Reykjavíkurflugvallar við bráðaþjónustu sjúkrahússins vegna slysa eða veikinda er æskileg en ekki lífsnauðsynleg," segir Brynjólfur Mogensen, sviðsstjóri slysa- og bráðaþjónustusviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss, er hann er beðinn að... Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Nemendur og kennarar saman á tónleikum

LÍFLEG og fjölbreytt tónlist var flutt við góðar undirtektir á tónleikum í Félagslundi í Gaulverjabæjarhreppi nýverið. Saman léku á alls kyns hljóðfæri nemendur Gaulverjaskóla og kennarar við Tónlistarskóla Árnesinga. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 394 orð | 5 myndir

Nýtt "rúgbrauð" frá VW á leiðinni

Á bílasýningunni í Genf er bæði stóra og litla bíla að finna og bíla fyrir hvers kyns notkun. Jóhannes Tómasson minnist hér á nokkra þeirra. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 122 orð

Opið hús í Tækniskóla Íslands

TÆKNISKÓLI Íslands (TÍ) ásamt Hollvinafélagi TÍ standa fyrir kynningardagskrá sunnudaginn 4. mars í húsakynnum skólans á Höfðabakka 9, milli kl.13 og 18. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 213 orð

Póstmenn mótmæla stefnu Íslandspósts

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Póstmannafélagi Íslands: "Stjórn Póstmannafélags Íslands mótmælir þeirri stefnu Íslandspósts hf. að fá póstþjónustuna í hendur öðrum rekstraraðilum. Meira
3. mars 2001 | Erlendar fréttir | 959 orð | 1 mynd

"Getur gerst alls staðar"

Á fjölsóttri ráðstefnu Rannsóknarstofu í kvennafræðum um konur og Balkanstríðin fléttaðist saman reynsla fræðimanna frá ríkjum Balkanskagans og listamanna frá Íslandi og Bandaríkjunum. Sigríður B. Tómasdóttir fylgdist með. Meira
3. mars 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 247 orð | 1 mynd

Rampar leysa hringtorg af hólmi

HVERFISNEFND Grafarvogs hefur einróma lýst ánægju með þá ákvörðun embættis borgarverkfræðings að breyta fyrirhuguðum áformum um fyrsta áfanga framkvæmda við mislæg gatnamót á mótum Vesturlandsvegar, Víkurvegar og Reynisvatnsvegar og gera þá rampa til að... Meira
3. mars 2001 | Erlendar fréttir | 383 orð | 1 mynd

Ráðgjafar Clintons höfðu mælt gegn sakaruppgjöf

ÞRÍR af helstu ráðgjöfum Bills Clintons réðu honum frá því að veita bandaríska auðkýfingnum Marc Rich sakaruppgjöf áður en Clinton lét af embætti forseta 20. janúar. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 238 orð

Ráðstefna um Árneshrepp á Ströndum í nýju ljósi

"BÚSETA og menning, saga og náttúra, er yfirskrift ráðstefnu Landverndar sem haldin verður í Árneshreppi 17. og 18. mars nk. Markmið ráðstefnunnar eru m.a. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 57 orð

Skipstjóri Baldurs sektaður fyrir vanrækslu

HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hefur dæmt skipstjóra á Breiðafjarðarferjunni Baldri til að greiða 120.000 króna sekt fyrir að hafa með yfirsjónum og vanrækslu orðið valdur að því að ferjan sigldi á Brimsker á Breiðafirði 30. ágúst sl. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 150 orð

Skíðagönguferðir með Ferðafélagi Íslands

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til skíðagönguferðar sunnudaginn 4. mars fyrir áhugasamt skíðafólk. Síðasta sunnudag fór full rúta af fólki á skíði á Lyngdalsheiði í fínu færi og nú er ferðinni heitið norður fyrir Ármannsfell en þar er nægur og góður snjór. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 651 orð

Skortur á heildarhugsun og heildarsýn

RÁÐSTEFNA Skipulagsfræðingafélags Íslands um vöxt höfuðborgarsvæðisins og þýðingu þess fyrir Ísland fór fram í Norræna húsinu á fimmtudag. Á ráðstefnunni var farið yfir skipulagsmál lands og borgar í innlendu samhengi sem og alþjóðlegu. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Snjóléttur vetur auðveldar virkjunarvinnu

FRAMKVÆMDIR við Vatnsfellsvirkjun hafa gengið vel í vetur og ólíkt betur en snjóaveturinn í fyrra. Starfsmenn ÍAV Ísafls luku nýverið steypuvinnu við sjálft stöðvarhúsið að utan og eru byrjaðir á steypuvinnu innanhúss í kringum vélar. Meira
3. mars 2001 | Erlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Spáð er alvarlegri kreppu

HAGFRÆÐINGAR spáðu í gær alvarlegri efnahagskreppu í Japan á árinu vegna versnandi afkomu japanskra fyrirtækja. "Ástandið í efnahagsmálunum er mjög hættulegt," sagði Takao Hattori, hagfræðingur við Tsubasa-rannsóknastofnunina í Japan. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Styrktu SKB

JÓLATRÉSSALAN Landakot hefur undanfarin fjögur ár stutt við starfsemi SKB (Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna) með framlagi sem myndast við sölu jólatrjáa á ýmsum stöðum höfuðborgarsvæðisins. Meira
3. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 245 orð | 1 mynd

Sumartíð við heimskautsbaug

VETURINN hefur verið með ólíkindum mildur hér í Grímsey það sem af er þessu ári. Snjókorn sáust ekki og bátar voru á sjó dag eftir dag. Fólki hér fannst eins og veturinn hefði gleymt því að koma. Meira
3. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Sýning á Dalvík

SÝNING blaðaljósmyndara hefur verið sett upp í Ráðhúsinu á Dalvík í boði Sparisjóðs Dalvíkur. Sýningin hefur að geyma um 150 úrval ljósmynda eftir 33 blaðaljósmyndara á Íslandi, sýningin var í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni 27. janúar til 11. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 256 orð

Sækist áfram eftir forystuhlutverki í Reykjavík

INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segist sækjast eftir umboði flokksmanna sinna til að veita Sjálfstæðisflokknum áfram forystu í borginni. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 110 orð

Tilkynnt um vopnaðan mann í Kringlunni

LÖGREGLAN í Reykjavík var með talsverðan viðbúnað við verslunarmiðstöðina Kringluna á fjórða tímanum í gær vegna tilkynningar sem barst um að maður með vopn innanklæða væri hugsanlega á leið inn í húsið. Meira
3. mars 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 329 orð

Tillaga um mat á nábýli skóla og Sólvangs felld

BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar felldi á fimmtudag tillögu Samfylkingarinnar um að sérfróðir aðilar verði fengnir til að vinna mat á umhverfislegum áhrifum nábýlis fyrirhugaðra skóla- og íþróttamannvirkja á Hörðuvallarsvæðinu við elli- og hjúkrunarheimilið... Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 189 orð

Tískan 2001 haldin á Broadway

ÍSLANDSMEISTARAKEPPNIN Tískan 2001 verður haldin sunnudaginn 4. mars á Broadway. Slagorð keppninnar þetta árið er: "Velmegun fyrir alla". Í fréttatilkynningu segir: "Keppnin frá því í fyrra, Tískan 2000, er komin á Netið á slóðinni www. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 633 orð

Tollgæslan hyggst herða eftirlit með farþegum frá Bretlandi

TOLLGÆSLAN mun herða eftirlit með farþegum og varningi sem kemur frá Bretlandi vegna gin- og klaufaveikifaraldurs sem þar geisar. Þá stendur til að hengja upp veggspjöld í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að minna fólk á smithættuna. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 680 orð | 1 mynd

Tækniskóladagurinn

Svandís Ingimundardóttir fæddist í Kópavogi 5. ágúst 1960. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1980 og B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1985. Prófi í námsráðgjöf lauk hún frá Háskóla Íslands árið 1992. Hún hefur starfað við kennslu og skólastjórn, m.a. á Hofsósi, við sérkennslu og námsráðgjöf og nú er hún námsráðgjafi og kynningarfulltrúi Tækniskóla Íslands. Svandís á eina dóttur. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 66 orð

Um 225 millj. vetnisstyrkur frá ESB

FJÖGURRA ára þríþættu tilraunaverkefni um notkun á vetni var hleypt af stokkunum í gær. Verkefnið gengur undir nafninu Ectos en það er Íslensk nýorka ehf. sem stýrir því. Meira
3. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 364 orð

Urðir eiga að efla nýsköpun á Dalvík

FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ Urðir ehf. sem er í eigu Sparisjóðs Svarfdæla og Kaupfélags Eyfirðinga hefur verið stofnað en meginmarkmið þess er að efla nýsköpun í atvinnulífi á Dalvík og nágrannabyggðum. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Útboðsstefna ríkisins verði endurskoðuð

ÚTBOÐSSTEFNA ríkisins verður endurskoðuð með eflingu íslensks iðnaðar í huga, samkvæmt þingsályktunartillögu þeirra Ólafs Arnar Haraldssonar og Ísólfs Gylfa Pálmasonar, Framsóknarflokki, sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Útför Björgvins Vilmundarsonar

ÚTFÖR Björgvins Vilmundarsonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands, fór fram frá Fríkirkjunni í gær. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 121 orð

Varað við notkun saums við skurðaðgerðir

LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hefur beint þeim tilmælum til starfsfólks innan heilbrigðisgeirans að láta af notkun svokallaðs Catgut-saums við skurðaðgerðir vegna gruns um að saumurinn kunni að vera sýktur af kúariðu. Meira
3. mars 2001 | Erlendar fréttir | 210 orð

Varaleiðtogi Framfaraflokksins laus mála

SAKSÓKNARINN í Þelamerkurhéraði í Noregi sló því föstu í fyrradag, að Terje Søviknes, varaformaður norska Framfaraflokksins, hefði ekki gerzt sekur um refsivert athæfi, en öll spjót hafa staðið á Søviknes síðustu þrjár vikur eftir að sautján ára stúlka... Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 2386 orð | 1 mynd

Var falið leiðtogahlutverk og hef hugsað mér að vinna það verk til enda

Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segist sækjast eftir umboði flokksmanna sinna til að veita Sjálfstæðisflokknum áfram forystu í borginni. Í samtali við Egil Ólafsson gagnrýnir hún R-listann harðlega og segir að brýnt sé að koma honum frá völdum. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 137 orð

Venus færður til hafnar í Tromsø

FRYSTITOGARINN Venus frá Hafnarfirði var tekinn fyrir meintar ólöglegar veiðar í Barentshafi í gær. Skip norsku strandgæslunnar var með Venus á leið til hafnar í Tromsø í Noregi í gærkvöldi. Venus var á svokölluðum Fuglabanka þegar skipið var tekið. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 816 orð | 1 mynd

Vetnistilraun hleypt af stokkunum hér á landi

Á árinu 2003 verða þrír strætisvagnar knúnir vetni komnir inn í leiðakerfi SVR og hafin verður framleiðsla og áfylling vetnis við eina af bensínstöðvum Skeljungs. Guðjón Guðmundsson sat blaðamannafund og ráðstefnu um Ectos-verkefnið sem hleypt var af stokkunum í gær. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 218 orð

Viðgerðir á varðskipum fari fram hérlendis

AÐALFUNDUR Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri samþykkti ályktun á fundi sínum nýlegaþar sem lýst er vonbrigðum með þá tillögu Ríkiskaupa að ætla að ganga til samninga við pólska skipasmíðastöð um viðgerðir á varðskipum Íslendinga. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Við vátryggingar í samtals 98 ár

NÝLEGA luku starfsferli tveir af reyndari vátryggingamönnum þessa lands. Það voru þeir Einar Karlsson og Jóhann E. Björnsson en báðir hófu þeir störf hjá Almennum tryggingum árið 1951 og störfuðu því samtals í 98 ár. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 345 orð

Vinstri - grænir mælast með 26% fylgi

VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð fengi 26% atkvæða ef kosið yrði til Alþingis nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði í febrúar, en í janúar mældist fylgi flokksins 22%. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 215 orð

Vísar málinu til HÍ

HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðuneytið úrskurðaði á mánudag að vísa frá erindi Gunnars Þórs Jónssonar læknis um að ráðherra hlutist til um að forráðamenn Landspítala - háskólasjúkrahúss veiti honum starf og starfsaðstöðu í samræmi við úrskurð... Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 261 orð

Yfir 77% telja flugvallarmálið snerta alla landsmenn

RÚMLEGA 77% landsmanna telja að landsmenn eigi að fá að greiða atkvæði um framtíð Reykjavíkurflugvallar en ekki aðeins Reykvíkingar. Meira
3. mars 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 405 orð | 1 mynd

Það allra heitasta í dag

ÚTVARPSSTÖÐIN Einar er það allra heitasta í Mosfellsbæ þessa dagana, að sögn umsjónarmanna hennar og feðra, Halldórs Halldórssonar og Kristjáns Sturlu Bjarnasonar, sem eru nemendur í 10. bekk Varmárskóla. En síðastliðinn mánudag, 26. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 645 orð | 1 mynd

Þegar Steingrímur J. sagði sig úr kaupfélaginu

Umræður á Alþingi geta tekið á sig hinar margbreytilegustu myndir. Meira
3. mars 2001 | Innlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Þjóðminjasafnið og Landsvirkjun undirrita 50 milljóna samning

ÞJÓÐMINJASAFN Íslands og Landsvirkjun undirrituðu í gær samstarfssamning til þriggja ára sem metinn er á um 50 milljónir króna. Meira

Ritstjórnargreinar

3. mars 2001 | Leiðarar | 777 orð

LANDSSÖFNUN KRABBAMEINSFÉLAGSINS

Í tilefni 50 ára afmælis Krabbameinsfélags Íslands mun félagið í samvinnu við ýmsa aðila efna til landssöfnunar í dag, 3. marz. Meira
3. mars 2001 | Staksteinar | 282 orð | 2 myndir

Nýja hagkerfið breytir öllu

"HVAÐ er átt við með nýja hagkerfinu og hverju breytir það?" spyr Ágúst Einarsson á vefsíðu sinni. "Nýja hagkerfið lýsir breyttum atvinnuháttum með tæknivæðingu á grunni upplýsingatækninnar. Netið opnar áður óþekkta möguleika til nýrra viðskipta, verðmæti þekkingar eykst stórlega, fjármagnsmarkaðir stækka og verða hraðvirkari, vinnumarkaður gerbreytist og líftæknin opnar nýjar víddir í tilvist mannsins." Meira

Menning

3. mars 2001 | Fólk í fréttum | 1109 orð | 2 myndir

Brennandi áhugi ungra manna

Sæbjörn Jónsson, stofnandi Stórsveitar Reykjavíkur, stjórnar henni nú í síðasta sinn. Hann sagði Hildi Loftsdóttur að það væri tregi í honum við þau tímamót. Meira
3. mars 2001 | Menningarlíf | 366 orð | 1 mynd

Býður upp 90 listaverk

Uppboðsfyrirtækið Svarthamar heldur listaverkauppboð í Listamiðstöðinni Straumi á morgun, sunnudag, kl. 16. Boðin verða upp 90 verk eftir íslenska listamenn, gömlu meistarana jafnt sem yngri höfunda. Meira
3. mars 2001 | Fólk í fréttum | 184 orð | 1 mynd

Cruise er voldugasta stjarnan

VIÐSKIPTATÍMARITIÐ Forbes telur Tom Cruise voldugustu stjörnuna í skemmtanaheiminum í dag. Niðurstaða þessi er fundin út með því að taka saman laun, aðdráttarafl og magn umfjöllunar fjölmiðla um stjörnurnar. Meira
3. mars 2001 | Menningarlíf | 185 orð

Djassfunk á Múlanum

Á MÚLANUM, 2. hæð í Húsi málarans, leikur kvartettinn Öijen/Qvick Conspiracy frumsamið efni og útsetningar á þekktum ópusum úr djassfunkgeiranum á sunnudagskvöld kl. 21. Meira
3. mars 2001 | Fólk í fréttum | 183 orð | 2 myndir

Elva Dögg setti met

UNGFRÚ Ísland.is, Elva Dögg Melsteð, setti nýtt met í þættinum Viltu vinna milljón? á Stöð 2 á fimmtudagskvöldið þegar þar var haldin svokölluð stjörnumessa. Meira
3. mars 2001 | Fólk í fréttum | 228 orð | 2 myndir

Eminem sniðgenginn

SOUL TRAIN-tónlistarhátíðin var haldin á miðvikudaginn en viðburður sá hefur um alllanga hríð verið álitinn helsta uppskeruhátíð svartra listamanna í Bandaríkjunum. Meira
3. mars 2001 | Menningarlíf | 189 orð | 1 mynd

Flautubókmenntir í Neskirkju

ÁSHILDUR Haraldsdóttir og Margrét Stefánsdóttur flautuleikarar og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari koma fram á tónleikum í Neskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Meira
3. mars 2001 | Fólk í fréttum | 177 orð | 1 mynd

Fórnarlömb krabbameins

Á SKJÁEINUM er þáttur á miðvikudögum í umsjón Sigríðar Arnardóttur sem ber hið geðþekka nafn Fólk . Í hverjum þætti tekur Sigríður fyrir ákveðið málefni sem er í brennideplinum hverja stundina eða þarfnast frekari athygli og umhugsunar. Meira
3. mars 2001 | Menningarlíf | 94 orð | 1 mynd

Fyrirlestur um krossinn

ÓLAFUR H. Torfason heldur fyrirlestur í Skálholtsskóla á morgun, sunnudag, kl. 14 um kross kristninnar á Íslandi. Meira
3. mars 2001 | Fólk í fréttum | 250 orð | 1 mynd

Fær fjárstuðning frá Damon og Affleck

ÓSKARSVERÐLAUNAHAFARNIR og vinirnir Matt Damon og Ben Affleck hafa ákveðið að fjármagna og framleiða mynd eftir handriti og í leikstjórn atvinnulauss kvikmyndagerðarmanns. Drengirnir hafa því augljóslega ekki gleymt uppruna sínum. Meira
3. mars 2001 | Menningarlíf | 67 orð | 1 mynd

Glerverk í Man

INGUNN Eydal opnar sýningu á glerverkum í sýningarsal Man, Skólavörðustíg 14, í dag, laugardag, kl. 15. Ingunn var valin borgarlistamaður árið 1983 og hefur fengið viðurkenningar á stórum erlendum samsýningum. Meira
3. mars 2001 | Tónlist | 257 orð | 1 mynd

Glæsileg Mímí

Eftir Puccini. Sólrún Bragadóttir söng Mími en að öðru leyti var sýningin framin af sama fólki og á frumsýningunni. Föstudagurinn 2. mars, 2001. Meira
3. mars 2001 | Fólk í fréttum | 165 orð | 1 mynd

Góðlegur morðingi

Leikstjórn og handrit Hampton Francher Leikarar Owen Wilson, Sheryl Crow, Dwight Yoakam, Mercedes Ruehl. Bandaríkin 1999. Háskólabíó. Bönnuð innan 12 ára. Meira
3. mars 2001 | Leiklist | 542 orð | 1 mynd

Götulíf og draumar

Höfundur: Jim Cartwright. Íslensk þýðing: Árni Ibsen. Leikstjóri: Ingólfur Níels Árnason. Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Björgvin Franz Gíslason, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Kristjana Skúladóttir, Lára Sveinsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Víkingur Kristjánsson. Leikmynda- og búningahönnun: Elín Edda Árnadóttir. Tónlistarstjóri: Margrét Örnólfsdóttir. Ljósahönnun: Egill Ingibergsson. Smiðjan 2. mars Meira
3. mars 2001 | Skólar/Menntun | 490 orð | 1 mynd

Heimspekilegar samræður nemenda

SAMKVÆMT endurnýjaðri aðalnámskrá fyrir grunnskóla frá haustinu 1999 er gert ráð fyrir nýjum námsþætti, svonefndri lífsleikni, en hún tekur til siðmenntunar barna og unglinga. Meira
3. mars 2001 | Fólk í fréttum | 107 orð | 1 mynd

Hitti í mark hjá mbl.is

EFTIRFARANDI tilkynning hefur borist frá markaðsdeild Morgunblaðsins: Á bás Morgunblaðsins á íslenska markaðsdeginum, sem Ímark hélt í samstarfi við Samband íslenskra auglýsingastofa, var fólk hvatt til að hitta í mark á mbl. Meira
3. mars 2001 | Fólk í fréttum | 241 orð | 1 mynd

Í strætó

NORLINSK, Síberíu. 1. mars 2001. Í dag þurfti ég að bregða mér milli bæja eins og svo oft áður en vegna veðurs komst ég hvorki lönd né strönd. Ég fékk því far með stórum Úraltrukk en við urðum að skilja Volguna eftir. Meira
3. mars 2001 | Tónlist | 663 orð | 1 mynd

Kústum hleypt á sprett

Útgáfutónleikar kvennakórsins Vocis feminae. Stjórnandi: Margrét Pálmadóttir. Píanóundirleikur: Arnhildur Valgarðsdóttir. Fimmtudaginn 1. marz kl. 20.30. Meira
3. mars 2001 | Menningarlíf | 34 orð

Loðinbarða frestað

FRUMSÝNING á brúðusýningu Sögusvuntunnar - Loðinbarði - sem vera átti sunnudaginn 4. mars kl. 14 & 15 fellur niður vegna veikinda. Áætlað er að frumsýning frestist um viku og verði því sunnudaginn 11. mars... Meira
3. mars 2001 | Menningarlíf | 132 orð | 1 mynd

Með sýningu í Eden 85 ára gamall

GUNNÞÓR Guðmundsson, heimspekingur, rithöfundur, skáld og listmálari á Hvammstanga, er þessa dagana að setja upp málverkasýningu í Eden í Hveragerði. Meira
3. mars 2001 | Menningarlíf | 78 orð

Nemandaverk frumflutt á tónleikum

TVÖ verk eftir Egil Guðmundsson, nemanda Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, verða frumflutt á tónleikum skólans í Víðistaðakirkju í dag kl. 17. Fyrra lagið heitir Slysaskot í Palestínu, sönglag við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Meira
3. mars 2001 | Menningarlíf | 56 orð

Opið í GUK

SÝNING á verki Alexander Steig í GUK verður opin á morgun, sunnudaginn, kl. 16-18, að staðartíma. GUK er í garðinum við Ártún 3 á Selfossi, í skúr við Kirkebakken 1 í Lejre í Danmörku og í eldhúsinu í Callinstrasse 8 í Hannover í Þýskalandi. Meira
3. mars 2001 | Fólk í fréttum | 112 orð | 1 mynd

Saga dýrlings

½ Leikstjóri Paul Cox. Handrit: John Briley. Leikarar David Wenham, Kris Kristofferson. Ástralía 1999. Öllum leyfð. Meira
3. mars 2001 | Fólk í fréttum | 118 orð | 1 mynd

Sambönd í Svíþjóð

RÝMISMENN slá hvergi slöku við í innflutningi á gæðaraftónlist frá öllum heimshornum. Síðast var það Brasilía en nú eru það frændur vorir í Svíaríki sem sjá okkur fyrir stafræna stuðinu. Meira
3. mars 2001 | Fólk í fréttum | 185 orð | 1 mynd

Sígild tónlist er svöl

ÁSA Briem er ungur píanóleikari sem lauk námi árið 1997. Eftir það fór hún að sinna öðru, dvaldi um hríð erlendis og "gerði eitthvað allt annað". Meira
3. mars 2001 | Menningarlíf | 171 orð

Sólrisuhátíð Ísfirðinga

SÓLRISUHÁTÍÐ Ísfirðinga stendur nú yfir og verður fjölbreytt dagskrá fram til sunnudagsins 11. mars. M.a. frumsýnir Leikfélag MÍ leikritið Land míns föður í sal MÍ annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Bókmenntakvöld verður á morgun, mánudag, kl.... Meira
3. mars 2001 | Menningarlíf | 62 orð

Sunnudagsdjass á Ozio

TRÍÓIÐ Jazzandi leikur á Ozio við Lækjargötu á sunnudagskvöld kl. 21.30. Meðlimir tríósins eru þeir Sigurjón Alexandersson (Sjonni) gítarleikari, Sigurdór Guðmundsson bassaleikari og Gestur Pálmason trommuleikari. Meira
3. mars 2001 | Menningarlíf | 86 orð

Tónlist úr útrýmingarbúðum

ÚR djúpunum, tónlistardagskrá með ljóða- og lausamálstextum, verður flutt tvisvar á Suðurlandi á sunnudag. Í Hraungerðiskirkju kl. 16 og í Þorlákskirkju kl. 20:30. Meira
3. mars 2001 | Skólar/Menntun | 1568 orð | 3 myndir

Tölur í tali fólks

Líf í tölum IX/ Gnægð tilefna til "stærðfræðiviðræðna" er í umhverfinu. Anna Kristjánsdóttir fjallar hér um að vera læs á stærðfræði og kennslu í þessu mikilvæga fagi. Meira
3. mars 2001 | Fólk í fréttum | 382 orð | 1 mynd

Þekkir leikhúsið eins og lófann á sér

KRISTRÚN Jónsdóttir, Dúrra, hefur tekið þátt í starfsemi Leikfélags Fljótsdalshéraðs frá árinu 1968 en þá tók hún þátt í uppsetningu félagsins á Valtý á grænni treyju. Það var í fyrsta sinn sem hún sté á fjalirnar. Meira

Umræðan

3. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 31 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 3. mars, er sjötugur Guðmundur Stefánsson, Skipholti 1 í Hrunamannahreppi. Eiginkona hans er Margrét Karlsdóttir. Þau ætla að skemmta sér á hjónaballinu á Flúðum í... Meira
3. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 583 orð

Aftarlega á merinni

MIKIÐ MEGUM við Íslendingar vera hreyknir af því að innan um velviljaða meðalmenn á Alþingi sitja hetjur og hugsjónamenn sem skirrast ekki við að vaða eld og reyk fyrir húsbændur sína. Meira
3. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 63 orð

Á Glæsivöllum

Hjá Goðmundi á Glæsivöllum gleði er í höll, glymja hlátra sköll, og trúðar og leikarar leika þar um völl, en lítt er af setningi slegið. Meira
3. mars 2001 | Aðsent efni | 28 orð

Bridsfélag Húsavíkur Að loknum 9 umferðum...

Bridsfélag Húsavíkur Að loknum 9 umferðum af 13 í Aðaltvímenningi Bridsfélags Húsavíkur er staða efstu para þannig: Óli Kristinss.- Pétur Skarphéðinss. 73 Friðrik Jónasson - Torfi Aðalsteinss. 57 Þórir Aðalsteinss. Meira
3. mars 2001 | Aðsent efni | 1062 orð | 1 mynd

Dómsmálaráðherra í stríði við lögregluna

Ef ekki ríkir gagnkvæmt traust milli dómsmálaráðherra og almennra lögreglumanna í landinu, segir Guðmundur Árni Stefánsson, er vá fyrir dyrum. Meira
3. mars 2001 | Aðsent efni | 616 orð | 1 mynd

Einkavæðing velferðarþjónustu

Það er tímabært að ræða um einkavæðingu eða fyrirtækjavæðingu allrar þessarar þjónustu, segir Jón Sigurðsson, einmitt í því skyni að styrkja árangur velferðarsamfélagsins. Meira
3. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 350 orð

Ert þú áhættuökumaður?

VIÐ ERUM tveir hópar sem sóttu umferðarskóla Sjóvár-Almennra fyrir unga ökumenn á Reykjavík í janúar. Við veltum fyrir okkur mikilvægum þætti sem dregið geti úr öryggi okkar í umferðinni, hvort við séum áhættuökumenn. Meira
3. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 196 orð

Fyrirspurn um rjúpur

Á DÖGUNUM svaraði umhverfisráðherra fyrirspurn á Alþingi um rjúpur. Fyrirspurnin var í mörgum liðum. Einn þeirra laut að því hvað hægt væri að gera til þess að tryggja framtíð rjúpnastofnsins. Þar var athygli mín vakin. Meira
3. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 383 orð | 1 mynd

Garðabær í góðum málum

TÖLUVERÐAR umræður hafa spunnist um bryggjuhverfi í Arnarnesvogi og sitt sýnist hverjum. Mikilvægt er að Garðbæingar haldi ró sinni og skoði vandlega þennan kost sem er á borðinu. Meira
3. mars 2001 | Aðsent efni | 1073 orð | 1 mynd

Gin- og klaufaveiki

Gin- og klaufaveiki er bráðsmitandi veirusjúkdómur. Sigurður Sigurðarson biður alla þá sem kynnu að ferðast um landbúnaðarhéruð Stóra-Bretlands að viðhafa sérstaka varúð. Meira
3. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 788 orð

(Hebr. 12, 7.)

Í dag er laugardagur 3. mars, 62. dagur ársins 2001. Jónsmessa Hólabiskups á föstu. Orð dagsins: Þolið aga, Guð fer með yður eins og syni. Hver er sá sonur, sem faðirinn ekki agar? Meira
3. mars 2001 | Aðsent efni | 828 orð | 1 mynd

Heilsuferðir til Taílands

Læknislist hefur lengi staðið hátt í Taílandi. Ingólfur Guðbrandsson segir að nú bjóði sjúkrahús í Bangkok upp á heildarrannsóknir á heilsufari og heilsubótardvöl á sérhæfðum stofnunum. Meira
3. mars 2001 | Aðsent efni | 1117 orð | 1 mynd

Ísland, Evrópusambandið og innflytjendur

Samfylkingin styður aðild Íslands að Schengen, segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, en þar með hefur hún ekki kvittað undir innflytjendastefnu ESB. Meira
3. mars 2001 | Aðsent efni | 916 orð | 1 mynd

Kunna íslenskir leikstjórar ekki lengur að meta orðlist Shakespeares?

Þessir ólukkans leikstjórar, segir Halldór Þorsteinsson, þykjast víst vera þess umkomnir að setja sig á háan hest gagnvart Shakespeare. Meira
3. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 163 orð | 2 myndir

Kærleikurinn hin æðsta líkn

UMFJÖLLUN um krabbamein og krabbameinsvarnir hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu, þar hefur meðal annars komið fram sú átakanlega staðreynd, að engin fjölskylda á Íslandi sleppur við kynni af hinum illvíga sjúkdómi. Meira
3. mars 2001 | Aðsent efni | 865 orð | 1 mynd

Línudans Landsvirkjunar

Það er óþolandi að Landsvirkjun geti gengið svo harkalega á rétt hundruða manna, segir Reynir Ásgeirsson, að þeir bíði stórtjón af bæði á eignum sínum og tilfinningum. Meira
3. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 222 orð

Menntamálaráðherra gefur út veiðileyfi á íslenska tónlist

BJÖRN Bjarnason hefur með nýrri reglugerð gefið út veiðileyfi á íslenska tónlist, það þarf að greiða höfundarréttargjald af hverjum tómum geisladiski sem seldur er og þar að auki af geislaskrifurum (sem notaðir eru til að taka upp á diskana). Meira
3. mars 2001 | Aðsent efni | 224 orð | 1 mynd

Merkilegt brautryðjandastarf

Allt starf Krabbameinsfélagsins, segir Karl Sigurbjörnsson, hefur byggst að meira eða minna leyti á velvild og áhuga almennings. Meira
3. mars 2001 | Aðsent efni | 767 orð | 1 mynd

Ófremdarástand í húsnæðismálum lágtekjufólks

Ánægjulegt er til þess að vita, segir Steingrímur J. Sigfússon, að stefnumótun og frumkvæði VG í húsnæðismálum er nú að bera árangur og umræður fara vaxandi. Meira
3. mars 2001 | Aðsent efni | 656 orð | 1 mynd

"Óeðlilegir viðskiptahættir" Búnaðarbankans í Aðaltúnsmáli

Eru það eðlilegir viðskiptahættir, spyr Hallur Birgisson, að færa skuld frá gjaldþrota byggingafyrirtæki yfir á íbúðarbyggjendur sem ekkert hafa komið nálægt skuldinni? Meira
3. mars 2001 | Aðsent efni | 454 orð | 1 mynd

Safnað í þína og mína þágu

Þökk sé þeim, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem hafa í áratugi angrað okkur tóbaksfíklana með argaþrasi og afskiptasemi. Meira
3. mars 2001 | Aðsent efni | 571 orð | 1 mynd

Sterk samtök í þágu neytenda

Færa má fyrir því sterk rök, segir Jóhannes Gunnarsson, að þjónusta Neytendasamtakanna spari bæði einstaklingum og samfélaginu öllu mikla fjármuni. Meira
3. mars 2001 | Aðsent efni | 341 orð | 1 mynd

Styðjum félagið til að styðja okkur

Stuðningur við Krabbameinsfélagið, segir Ingibjörg Pálmadóttir, er stuðningur við þá samhjálp og samábyrgð sem við berum hvert gagnvart öðru. Meira
3. mars 2001 | Aðsent efni | 1193 orð | 1 mynd

Svona gera menn ekki

Sunnlendingar eiga því mikið að þakka Eyjólfi heitnum Konráði Jónssyni, segir Eggert Haukdal. Meira
3. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 550 orð

Umferðarráð og Ríkisútvarpið

ÉG, sem ökumaður og vegfarandi á hverjum degi, er afar undrandi á þolinmæði starfsfólks Umferðarráðs gagnvart Ríkisútvarpinu og hvað vinnu þeirra er lítill gaumur gefin í þeirri "rússnesku rúlletu" (eins og Umferðarráð réttilega kallar... Meira
3. mars 2001 | Aðsent efni | 270 orð | 1 mynd

Umhirða Tjarnarbakkanna

Með útboðinu á síðasta ári, segir Sigurður I. Skarphéðinsson, var hreinsun í miðborginni aukin verulega. Meira
3. mars 2001 | Aðsent efni | 377 orð | 1 mynd

Yfirvinnubann Samfylkingarinnar

Skal því engan undra, segir Magnús Þór Gylfason, að skattgreiðendur óski þess að Samfylkingin fái aldrei miklu ráðið um rekstur ríkissjóðs. Meira
3. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 486 orð

ÞAÐ er með margra vikna fyrirvara...

ÞAÐ er með margra vikna fyrirvara sem börn fara að huga að öskudegi og spá í búninga og hvað gert verði. Undanfarin fimmtán ár hefur Víkverji fylgst með börnunum sínum undirbúa þennan dag. Meira
3. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 22 orð | 1 mynd

Þessar glaðlegu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu...

Þessar glaðlegu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu til stuðnings Rauða krossi Íslands og söfnuðust 5.300 krónur. Þær heita Tanja Valdimarsdóttir og Aldís María... Meira

Minningargreinar

3. mars 2001 | Minningargreinar | 940 orð | 1 mynd

ARNÞÓR ÁGÚSTSSON

Arnþór Ágústsson fæddist 10. ágúst 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 22. febrúar síðastliðinn. Arnþór var sonur hjónanna Ágústar Kristins Einarssonar bónda, f. 6.8. 1888, d. 10.6. 1967, og Ingveldar Jónu Jónsdóttur húsfreyju, f. 12.6. 1901, d.... Meira  Kaupa minningabók
3. mars 2001 | Minningargreinar | 2874 orð | 1 mynd

ÁSLAUG SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Áslaug Sigurbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist í Reykjavík 6. september 1930. Hún lést á líknardeild Landspítalans 23. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 2. mars. Meira  Kaupa minningabók
3. mars 2001 | Minningargreinar | 1747 orð | 1 mynd

BJÖRGVIN INGIMUNDARSON

Björgvin Ingimundarson var fæddur að Garðstöðum í Garði 25. janúar 1917. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Guðmundsdóttir, f. 22.10. 1882, d. 6.3. Meira  Kaupa minningabók
3. mars 2001 | Minningargreinar | 681 orð | 1 mynd

DROPLAUG PÁLSDÓTTIR

Droplaug Pálsdóttir, fyrrum húsfreyja í Brekkugötu 25 á Akureyri, fæddist á Borg í Njarðvík við Borgarfjörð eystri 3. mars 1911. Hún lést á Landspítalanum 11. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 19. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
3. mars 2001 | Minningargreinar | 3251 orð | 1 mynd

GUÐNÝ MAGNÚSDÓTTIR ÖFJÖRÐ

Guðný Magnúsdóttir Öfjörð var fædd 23.3. 1922 að Hæli í Gnúpverjahreppi. Hún lést á Kumbaravogi 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórdís Ragnheiður Þorkelsdóttir, f. 10.3. 1892 í Reykjavík, d. 15.4. Meira  Kaupa minningabók
3. mars 2001 | Minningargreinar | 1038 orð | 1 mynd

JÓN BJARNASON

Jón Bjarnason fæddist í Hrafntóttum í Djúpárhreppi 5. nóvember 1923. Hann lést á heimili sínu 11. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stórólfshvolskirkju 17. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
3. mars 2001 | Minningargreinar | 3548 orð | 1 mynd

KJARTAN SIGTRYGGSSON

Kjartan Sigtryggsson bóndi á Hrauni í Aðaldal fæddist á Jarlsstöðum í sömu sveit 11. janúar 1904. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Jónína Jónsdóttir, f. 25.5. 1866, d. 28.7. Meira  Kaupa minningabók
3. mars 2001 | Minningargreinar | 2464 orð | 1 mynd

RAGNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR

Ragnheiður Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 1. desember 1926. Hún lést á Landspítalanum 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson, f. 19. sept. 1884 í Svefneyjum í Breiðafirði, d. 19. sept. 1959, og Guðrún Kristín Jónsdóttir, f. 28. Meira  Kaupa minningabók
3. mars 2001 | Minningargreinar | 859 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR M. JÓNSDÓTTIR

Sigríður Magðalena Jónsdóttir fæddist á Úlfarsfelli í Helgafellssveit 9. desember 1910. Hún lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Benediktsson bóndi á Úlfarsfelli í Helgafellssveit, f. 21. nóv. 1872,d. 12. Meira  Kaupa minningabók
3. mars 2001 | Minningargreinar | 2194 orð | 1 mynd

SOFFÍA HELGADÓTTIR

Soffía Helgadóttir var fædd á Mel í Norðfirði 23. janúar 1925. Hún lést á Landspítalanum 22. febrúar síðastliðinn. Foreldar hennar voru hjónin Soffía Guðmundsdóttir og Jón Helgi Bjarnason. Systkini Soffíu eru Guðmundur, f. Meira  Kaupa minningabók
3. mars 2001 | Minningargreinar | 590 orð | 1 mynd

ÞURÍÐUR SIGURBJÖRG ZOPHANÍASDÓTTIR

Þuríður Sigurbjörg Zophaníasdóttir fæddist 9. apríl 1932. Hún lést á sjúkrahúsi Stykkishólms hinn 25. febrúar síðastliðinn. Hún var dóttir Elínar Bjargar Jakobsdóttur, f. 7. júní 1906 á Snotrunesi, d. 16. júlí 1973, og Zophaníasar Bjarnasonar, f. 7. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 348 orð

125 milljóna varúðarfærsla

FJÁRFESTINGARSJÓÐURINN Talenta-Hátækni var rekinn með 188 milljóna króna tapi í fyrra en inni í þeirri tölu er 125 milljóna varúðarfærsla í rekstrarreikning sjóðsins vegna óskráðra bréfa í eign félagsins og hefur hún bein áhrif á rekstrarniðurstöðu... Meira
3. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 159 orð

3-4% verðbólgu spáð

VERÐBÓLGUSPÁR verðbréfafyrirtækjanna um hækkun milli febrúar og mars eru á bilinu 0,3% til 0,7%. Þetta samsvarar um þriggja til fjögurra prósenta verðbólgu á ársgrundvelli. Hagstofan birtir gildi neysluverðsvísitölunnar tólfta mars næstkomandi. Meira
3. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 386 orð

Afkoma Eimskips í samræmi við væntingar

AFKOMA Eimskipafélagsins var nokkru betri en spá Landsbankans gerði ráð fyrir, að sögn Jónasar Gauta Friðþjófssonar, á alþjóða- og fjármálasviði Landsbanka Íslands, þó í megindráttum í takt við væntingar. Meira
3. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 156 orð

ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar MARS 2001 Mánaðargreiðslur...

ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar MARS 2001 Mánaðargreiðslur Elli-/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 18.424 Elli-/örorkulífeyrir hjóna 16.582 Tekjutrygging ellilífeyrisþega óskert 31.679 Tekjutrygging örorkulífeyrisþega, óskert 32. Meira
3. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 252 orð

Bjóða bílaframleiðendur í F1?

DaimlerChrysler bílaframleiðandinn vill að aðrir bílaframleiðendur sem keppa í Formúlu eitt kappakstri reyni að koma í veg fyrir að þýska fyrirtækið Kirch Media Group komist yfir útsendingarréttinn á keppninni. Meira
3. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 1686 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 2.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 2.3.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) AUSTFJARÐAM. FÁSKRÚÐSFIRÐI Skarkoli 160 160 160 7 1.120 Steinbítur 84 50 84 1.638 137.314 Ýsa 188 174 182 526 95.506 Þorskur 145 145 145 277 40. Meira
3. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 527 orð | 1 mynd

Flestir rekstrarþættir verri en áætlanir

SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ Þormóður rammi - Sæberg hf. var rekið með 554 milljóna króna tapi á árinu 2000. Það eru mikil umskipti frá árinu áður en þá nam hagnaður félagsins 474 milljónum króna. Meira
3. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 117 orð

Flytjandi og Vesturfrakt í samstarf

FLYTJANDI (VM) og Vesturfrakt ehf. á Ísafirði hafa skrifað undir samning og hafið samstarf. Fyrirtækin eru bæði í vöruflutningum á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Vesturfrakt mun þess vegna aka í framtíðinni undir merkjum Flytjanda. Meira
3. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 536 orð | 1 mynd

Hagnaður Hampiðjunnar 125 milljónir

HAGNAÐUR af rekstri Hampiðjunnar nam 125,2 milljónum króna eftir skatta í fyrra á móti 147,4 milljónum árið áður. Hagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði jókst verulega eða úr tæpum 156 milljónum í 214 milljónir. Meira
3. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 275 orð

Lego tapar 10 milljörðum og segir upp 500 manns

"Til skammar og algerlega óviðunandi," sagði Kjeld Kirk Kristiansen, forstjóri danska leikfangaframleiðandans Lego á fimmtudag er hann kynnti afkomutölur sl. árs en samkvæmt þeim nemur tap Lego um 10 milljörðum ísl. kr. Meira
3. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 96 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi breyt.

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi breyt. % Úrvalsvísitala aðallista 1.216,43 0,06 FTSE 100 5.858,60 -0,85 DAX í Frankfurt 6.148,40 0,41 CAC 40 í París 5. Meira
3. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 361 orð

Markaðsvirði hlutafjár svipað og stofnfjár

MEÐ NÝJU frumvarpi til laga um breytingar á lögum um viðskiptabanka og sparisjóði, sem nú er til meðferðar í þingflokkum stjórnarflokkanna, er gert ráð fyrir að sparisjóðum verði veitt heimild til að breyta rekstrarformi sínu í hlutafélag. Meira
3. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 578 orð

Samkeppni á fjarskiptamarkaði af hinu góða

SAMKEPPNIN á fjarskiptamarkaði er af hinu góða jafnt fyrir neytendur sem og fjarskiptafyrirtækin, að mati forstjóra Landssímans, Tals og Íslandssíma. Meira
3. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 245 orð | 1 mynd

Tap Frjálsa fjárfestingarbankans 168 milljónir

TAP Frjálsa fjárfestingarbankans hf. samkvæmt endurskoðuðu ársuppgjöri fyrir árið 2000 nam 168 milljónum króna eftir skatta en 653 milljóna króna hagnaður var árið 1999. Meira
3. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 74 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 2.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 2.3. 2001 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira

Daglegt líf

3. mars 2001 | Neytendur | 356 orð

Hvað er te?

TE er þurrkuð og gerjuð lauf sígræna runnans camellia sinensis eða afbrigðis hans sem kallast camellia assamica. Meira
3. mars 2001 | Neytendur | 124 orð

Hvernig er best að haga telögun?

Notið ávallt ferskt sjóðandi vatn við telögun, alls ekki vatn sem soðið hefur lengi. Ekki er verra að hita teketilinn áður er teið er lagað í honum. Notið eina teskeið (um 2 grömm) á hvern bolla eða einn tepoka (í tepoka er um 1 gramm). Meira
3. mars 2001 | Neytendur | 133 orð | 1 mynd

Slæm áhrif af kaffi

SNORRI Sturluson hjá útgáfufyrirtækninu Thule drekkur te fremur en kaffi af heilsufarsástæðum. "Áður drakk ég mikið kaffi, oft um tíu bolla á dag, en nú aðallega jurtate sem fæst víða í verslunum svo sem með kamillu- eða piparmyntubragði. Meira
3. mars 2001 | Neytendur | 157 orð | 1 mynd

Te jafnvirði peninga

PAUL Newton, eigandi verslunarinnar Pipar og salt, er eins og flestir Bretar meiri te- en kaffimaður. Hann lagar te á morgnana og í eftirmiðdaginn og fær sér jafnvel gúrkusamloku eða skonsu með. Meira
3. mars 2001 | Bílar | 75 orð

Tónleikar í Laugaborg

FIMMTU tónleikar Tónlistarfélags Akureyrar verða á morgun, sunnudag, kl. 16 í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit. Þar mun Blásarakvintett Reykjavíkur koma fram ásamt Philip Jenkins píanóleikara. Flutt verða verk eftir Tryggva M. Meira
3. mars 2001 | Neytendur | 353 orð | 1 mynd

Um uppruna tesins og hvernig það barst til Íslands

ELSTU heimildir sem til eru um te eru skráðar í Kína um 300 f. Krist, en sagnir fara af því að keisarinn Shen Nung hafi uppgötvað örvandi áhrif telaufsins um 2.700 f.Kr. Fram yfir Kristsburð var teseyði notað sem lyf, en 300-500 e. Kr. Meira
3. mars 2001 | Neytendur | 936 orð | 3 myndir

Úrval tegundanna

Te er til í nánast óteljandi myndum en svart te, oloong-te og grænt te eru meginflokkarnir. Fremur lítið hefur þó runnið af drykknum um kverkar landsmanna, fyrr en nú. Hrönn Marinósdóttir drakk í sig fróðleik um þennan kínverskættaða vökva sem nýtur vinsælda víðast hvar í heiminum. Meira

Fastir þættir

3. mars 2001 | Fastir þættir | 476 orð | 1 mynd

Beikon

Kristín Gestsdóttir segist alltaf eiga beikon í kæliskápnum, en hún notar það mikið í tómatsósur með pasta, hrísgrjónum og baunum svo og með gómsætu ostabrauði. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 2097 orð | 6 myndir

Beinakerling á Sprengisandi

Margar sagnir eru til um beinakerlingar, segir Árni Björnsson og fjallar um eina. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 176 orð

Bóluefni gegn HIV

TILRAUNIR með bóluefni gegn HIV-veirunni, sem veldur alnæmi, hafa skilað svo góðum árangri í öpum að gert er ráð fyrir að tilraunir með þátttöku fólks geti hafist síðar á þessu ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lyfjarisanum GlaxoSmithKline. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 681 orð | 1 mynd

Bragi meðal efstu manna í Capelle la Grande

24.2.-3.3. 2001 Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 110 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Akureyrar Nú stendur yfir tveggja kvölda Góutvímenningur B.A. með þátttöku 18 para og er staða efstu para hér á eftir: Frímann Stefánss. - Guðm. Halldórss. 64,1% Erlingur Arnars. - Skúli Skúlas. 61,7% Pétur Guðjónss. - Sveinn Pálss. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 364 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

JEFF Meckstroth er einn af bestu spilurum heims og þekktur fyrir áræði sitt og útsjónarsemi í úrspilinu. Nú er lesandinn í hans sporum í suður, sem sagnhafi í þremur gröndum. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 347 orð | 1 mynd

Bætir bingó minni og snerpu?

BINGÓ kann ekki einungis að vera hin skemmtilegasta iðja heldur má ætla að það hjálpi fólki að viðhalda andlegri getu sinni. Þessi er að minnsta kosti skoðun Julie Winstone, sem nú vinnur að rannsóknum er tengjast doktorsritgerð hennar í sálarfræði. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 88 orð

Fákur selur hesthús

UNDIRRITAÐUR hefur verið kaupsamningur vegna sölu á næstsíðasta hesthúsinu í eigu Hestamannafélagsins Fáks á svæði félagsins í Víðidal. Nemur kaupverðið 18 milljónum króna. Aðeins eitt hesthús, svokallað stóðhestahús, er eftir í eigu félagsins. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 242 orð

Gróska í hestamennskunni

TILKOMA reiðhallarinnar Arnargerðis á Blönduósi hefur hleypt miklu lífi í hestamennskuna í Austur-Húnavatnssýslu. Í vetur verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá sem ýmist er á vegum Hestamannafélagsins Neista eða Arnargerðis ehf. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 352 orð | 1 mynd

Grænt te virðist gagnslaust gegn magakrabba

SAMKVÆMT nýrri og viðamikilli vísindarannsókn, sem fram hefur farið á grænu tei, hefur ekkert það komið fram, sem gefur til kynna að neysla þess geti veitt vörn gegn magakrabbameini. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 590 orð | 1 mynd

Hreyfigreining fyrir hesta

Alltaf fleygir tækninni fram og teygja þessar framfarir af og til anga sína inn í hestamennskuna. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 1568 orð | 1 mynd

Hvað er ríkjandi gen?

Spurningar streyma ört inn til Vísindavefjarins og eru áþreifanlegt merki um áhuga fólks á því að afla sér þekkingar með þessum nútímalega hætti. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 488 orð | 1 mynd

Hvað er vefjagigt?

Spurning: Hvað er vefjagigt? Hvernig lýsir hún sér? Hversu algeng er hún og er til lækning við henni? Svar: Vefjagigt er erfitt fyrirbæri sem dálítið skiptar skoðanir eru um. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 694 orð

Íslenski reiðskólinn á Ingólfshvoli tekinn til gjaldþrotaskipta

Uppbygging var mikil á Ingólfshvoli í Ölfusi en ekki gekk vel að koma upp reiðskóla til langframa. Á rústum Hestaskólans var reistur Íslenski reiðskólinn en hann er nú gjaldþrota. Ásdís Haraldsdóttir skoðaði fréttatilkynningar og greinargerðir um málið og ræddi við landbúnaðarráðherra. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 934 orð

Já, víst er ég valtur og...

Í Lesbókinni 3. febrúar sl. skrifar Eiður Guðnason sendiherra Rabbþátt , þar sem hann bregst drengilega við í baráttunni gegn orðglópum og kæruleysislegu tali. Hann víkur þar mjög vinsamlega að mér, og er mér ljúft og skylt að þakka það. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 305 orð | 1 mynd

Kraftaverk í Kanada

ÞRETTÁN mánaða kanadísk stúlka er á batavegi eftir að hafa týnst í gríðarlegum frosthrökum í Edmonton í Kanada um liðna helgi. Læknar líkja því við kraftaverk að stúlkan skuli vera á lífi og í raun lítt sködduð miðað við aðstæður. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 101 orð

Landsliðsþjálfari ráðinn í þessum mánuði

EKKI hefur verið ákveðið hver verður þjálfari íslenska landsliðsins í hestaíþróttum, en helsta verkefni ársins er Heimsmeistaramót íslenskra hesta í Austurríki í ágúst. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 68 orð

Léleg mæting á höfuðborgarsvæðinu

FUNDARFERÐ forystusveitar hestamanna hefur gengið vel og verður síðasti fundurinn haldinn í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli í kvöld. Mæting hefur yfirleitt verið góð á fundunum og umræður fjörugar. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 1007 orð | 1 mynd

Líf og draumur

Hinn sofandi maður speglar sjálf sitt og sálarlíf, fortíð sína, nútíð og jafnvel framtíð ef vel liggur á honum í draumi. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 490 orð | 1 mynd

Lyfjarannsókn sögð ósiðleg

Er nokkurn tíma siðlegt að gefa sjúku fólki lyfleysu í stað lyfs sem vitað er að virkar? Meira
3. mars 2001 | Í dag | 2701 orð | 1 mynd

(Matt. 4)

Freisting Jesú. Meira
3. mars 2001 | Viðhorf | 684 orð

Mýs umfram menn?

Það fer ekkert á milli mála að mýslur eru litlar og ægilega sætar í teiknimyndunum og sumar, eins og t.d. Mikki mús, hafa náð til æðstu metorða í heimi kvikmyndanna. Í góðri bók segir líka að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Það er svo sem gott og blessað, en þeir sem horfa ekki lengra en í stóru teiknimyndamúsaraugun gleyma tilgangi dýratilraunanna. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 617 orð | 1 mynd

Niðurstöður rannsókna oft fáorðar um aukaverkanir lyfja

Fá læknar sem reiða sig á fagtímarit nógu góðar upplýsingar um þau lyf sem í boði eru? Í Bandaríkjunum telja ýmsir ástæðu til að efast um að svo sé. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 150 orð

Ný umsókn um Íslandsmótið

FJÓRIR einstaklingar hafa sótt um að halda Íslandsmótið í hestaíþróttum fyrir fullorðna og ungmenni á þessu ári. Það eru þeir Tómas Ragnarsson, Hinrik Bragason, Vilhjálmur Skúlason og Einar Ragnarsson. Meira
3. mars 2001 | Dagbók | 2270 orð

Pálínuboð með morgunmat í farteski

KLUKKAN er ekki nema hálftíu á sunnudagsmorgni. Foreldrar og börn streyma í safnaðarheimili Háteigskirkju. Velkomin í Pálínuboð, stendur á stóru skilti við innganginn. Sunnudaginn, 4. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 129 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

STEFÁN Kristjánsson (2385) og Dagur Arngrímsson urðu Norðurlandameistarar í skólaskák í sínum aldursflokkum en keppninni lauk fyrir skemmstu í Laugum í Dalasýslu. Í stöðunni hafði Stefán svart gegn Allan Rasmussen (2253) frá Danmörku. 30...Hxe4! 31. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 29 orð

Skráning til sunnudags

Ákveðið hefur verið að framlengja frest til að skrá þátttöku í fimimóti Morgunblaðsins og Gusts til kl. 16 á sunnudaginn. Skráning fer fram í síma 896 6753 eða á... Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 483 orð | 1 mynd

Von um nýja meðferð við MS?

BANDARÍSKIR vísindamenn segjast hafa fundið upp meðferð sem stöðvi í raun framgang sjúkdóms, sem er ekki ósvipaður heila- og mænusiggi, í öpum. Meira
3. mars 2001 | Fastir þættir | 120 orð | 1 mynd

Þekkt bridskona

Á BRIDSHÁTÍÐ mæta jafnan margir heimsþekktir bridsspilarar og fer jafnan meira fyrir sumum þeirra en öðrum. Á nýliðinni hátíð var kona sem bar ekki mikið á en er mjög þekkt í bridsheiminum. Meira

Íþróttir

3. mars 2001 | Íþróttir | 307 orð | 1 mynd

Bitlausir Eyjamenn engin fyrirstaða

ÞAÐ voru baráttuglaðir ÍR-ingar sem unnu sannfærandi sigur á bitlausum Eyjamönnum í Austurberginu í gærkvöldi. Fyrir leikinn voru bæði lið með 14 stig en ÍR-ingar færðust upp um eitt sæti með sigrinum. Meira
3. mars 2001 | Íþróttir | 101 orð

Eiríkur með brotið bátsbein

EIRÍKUR Önundarson, leikmaður ÍR í körfuknattleik, er með brotið bátsbein á hægri hendi. Hann ætlar þó að reyna að leika með liði sínu á morgun á Ísafirði. Meira
3. mars 2001 | Íþróttir | 41 orð

Fjöldi leikja U T Mörk Stig...

Fjöldi leikja U T Mörk Stig Haukar 15 13 2 436:354 26 Fram 16 12 4 427:359 24 KA 16 11 5 418:392 22 Grótta KR 16 11 5 392:377 22 FH 17 9 8 408:379 18 Afturelding 16 9 7 435:409 18 Valur 16 8 8 392:358 16 ÍR 16 8 8 369:364 16 ÍBV 17 7 10 444:456 14... Meira
3. mars 2001 | Íþróttir | 477 orð

HANDKNATTLEIKUR ÍR - ÍBV 31:20 Austurberg,...

HANDKNATTLEIKUR ÍR - ÍBV 31:20 Austurberg, 1. deild karla í handknattleik, Nissandeild, föstudagur 2. mars 2001. Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 2:4, 3:5, 7:5, 9:6, 11:8, 12:9, 18:10, 19:14, 23:16, 24:20, 31:20. Meira
3. mars 2001 | Íþróttir | 131 orð

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Evrópukeppnin: Ásvellir:Haukar - Sporting...

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Evrópukeppnin: Ásvellir:Haukar - Sporting 16 Nissandeildin 1. deild kvenna: Austurberg:ÍR - Fram 13.30 Ásvellir:Haukar - FH 13.30 Húsavík:KA/Þór - Stjarnan 13.30 Hlíðarendi:Valur - ÍBV 13. Meira
3. mars 2001 | Íþróttir | 104 orð

HAUKAR leika sinn tíunda Evrópuleik í...

HAUKAR leika sinn tíunda Evrópuleik í vetur, þegar þeir mæta Sporting. Ekkert íslenskt lið hefur leikið svo marga leiki í Evrópukeppninni á einu keppnistímabili. Meira
3. mars 2001 | Íþróttir | 479 orð | 1 mynd

HERMANN Hreiðarsson á möguleika á að...

HERMANN Hreiðarsson á möguleika á að vera í liði Ipswich á nýjan leik þegar það mætir Bradford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á morgun. Meira
3. mars 2001 | Íþróttir | 32 orð

Herrakvöld Herrakvöld FH verður haldið föstudaginn...

Herrakvöld Herrakvöld FH verður haldið föstudaginn 16. mars í Frímúrarahúsinu við Lækjargötu í Hafnarfirði. Ræðumaður kvöldsins er Davíð Oddsson, forsætisráðherra, veislustjóri Ingvar Viktorsson. Herrakvöld Stjörnunnar verður í Garðaholti föstudaginn 16. Meira
3. mars 2001 | Íþróttir | 235 orð

HSÍ kynnir hugmyndir að breyttu keppnisfyrirkomulagi

Á ársþingi Handknattleikssambands Íslands (HSÍ), sem fram fer eftir hálfan mánuð, verða að líkindum lagðar fram tvær tillögur um breytt fyrirkomulag á keppni í handknattleik karla. Meira
3. mars 2001 | Íþróttir | 117 orð

Jón Arnar keppir á HM

SÍÐDEGIS í gær bárust boð frá Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu um að fjölþrautarmanninum úr Breiðabliki Jóni Arnari Magnússyni væri boðin þátttaka á heimsmeistaramótinu innanhúss sem fram fer í Lissabon um næstu helgi. Meira
3. mars 2001 | Íþróttir | 511 orð

KR opnaði deildina upp á gátt

VESTURBÆINGAR gerðu góða ferð til Njarðvíkur í gærkvöldi og með 93:103 sigri á heimamönnum í mjög skemmtilegum og hröðum leik tókst þeim að opna baráttuna á toppnum upp á gátt. Tvær umferðir eru eftir í deildinni og þrjú lið með 30 stig, Njarðvík, Keflavík og Tindastóll, en KR-ingum tókst með þessum baráttusigri að halda í við liðin þrjú, eru með 28 stig. Meira
3. mars 2001 | Íþróttir | 78 orð

Magdeburg stendur vel að vígi

AUK liða Hauka og Sporting eru þýsku félögin Lemgo og Magdeburg eftir í EHF-keppninni, en einnig RK Metkovic Jambo og RK Brodomerkur Split, bæði frá Króatíu, ungverska liðið Pick Szeged og Bidasoa Irun frá Spáni. Meira
3. mars 2001 | Íþróttir | 53 orð

Rúmenskir dómarar

DÓMARAR leiks Hauka og Sporting á Ásvöllum í dag eru rúmenskir, Carligeanu og Bejinariu. Kýpurmenn dæmdu fyrri viðureign liðanna ytra. Eftirlitsmaður Evrópska handknattleikssambandsins er Anthonsen og kemur frá Noregi. Meira
3. mars 2001 | Íþróttir | 86 orð

STEINGRÍMUR Jóhannesson knattspyrnumaður úr Vestmannaeyjum ákvað...

STEINGRÍMUR Jóhannesson knattspyrnumaður úr Vestmannaeyjum ákvað í gær að ganga til liðs við Fylki úr Árbænum. Meira
3. mars 2001 | Íþróttir | 54 orð

Valur Guðjón brotinn

BLAKLIÐ Þróttar úr Reykjavík varð fyrir því áfalli á fimmtudaginn að uppspilari liðsins, Valur Guðjón Valsson, lenti í samstuði við samherja sinn með þeim afleiðingum að bein við öklann brotnaði. Meira
3. mars 2001 | Íþróttir | 212 orð

Það tók FH-inga stundarfjórðung að hrista...

FH-INGAR þurftu ekki að hafa fyrir mikið fyrir sigrinum á Breiðabliki á heimavelli sínum í Kaplakrika í gærkvöldi, lokatölur urðu 33:20. Leikurinn á eflaust ekki eftir að lifa lengi í minningunni hjá þeim 150 áhorfendum sem lögðu leið sína í Krikann nema fyrir það helst að helmingur marka FH komu úr hraðaupphlaupum. Þetta var annar sigur FH-inga í röð eftir tvo skelli þar á undan en Blikarnir voru að tapa sínum 16. leik af jafnmörgum í deildinni og eru löngu fallnir. Meira
3. mars 2001 | Íþróttir | 350 orð | 2 myndir

Þórður í hópnum hjá Derby í dag

ÞÓRÐUR Guðjónsson fékk leikheimild með enska knattspyrnufélaginu Derby County síðdegis í gær og er í leikmannahópnum fyrir leik gegn Tottenham í úrvalsdeildinni í dag. Derby hefur sem kunnugt er tekið hann á leigu frá Las Palmas á Spáni út þetta tímabil. Að því loknu á Derby kost á að kaupa Þórð og þarf þá væntanlega að greiða í kringum 180 milljónir króna en það er upphæðin sem Las Palmas keypti hann á frá Genk í Belgíu síðasta sumar. Meira
3. mars 2001 | Íþróttir | 762 orð | 1 mynd

Ætlum okkur í undanúrslitin

"ÞETTA er tíundi leikur okkar í Evrópukeppni á keppnistímabilinu og vonandi verða þeir fleiri, að minnsta kosti stefnum við á það," segir Viggó Sigurðsson, þjálfari handknattleiksliðs Hauka í glaðbeittum tón. Í dag kl. Meira

Sunnudagsblað

3. mars 2001 | Sunnudagsblað | 96 orð

Fundur um málefni útlendinga

SAMFYLKINGIN boðar til fundar um málefni útlendinga þriðjudaginn 6. mars kl. 20 í Litlu-Brekku, Bankastræti. Dagskráin hefst með stuttri kynningu á vinnu þingflokks Samfylkingarinnar í málefnum útlendinga. Meira

Úr verinu

3. mars 2001 | Úr verinu | 136 orð | 1 mynd

Í heimsókn í Þýskalandi

ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, hefur undanfarana daga verið á ferð um Norður-Þýskaland og kynnt sér sjávarútveg og fiskvinnslu á svæðinu. Meira
3. mars 2001 | Úr verinu | 418 orð | 1 mynd

Línubátar orðnir fleiri en rækjubátar

Í FYRSTA sinn í 35-40 ár eru vertíðarbátar á Ísafirði orðnir fleiri en rækjubátar, sem veiða í Ísafjarðardjúpinu. Meira

Lesbók

3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2665 orð | 1 mynd

AÐ BOÐA SÖGU

Fyrir mörgum árum leigði ég mér vinnuaðstöðu í kjallara við Grettisgötuna. Leigan var lág, staðurinn góður. Ég gekk umhverfis húsið um dyr á hárri trégirðingu, opnaði útidyrnar og stóð á ganginum. Inn af honum voru tvö herbergi og klósett. Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 32 orð | 1 mynd

Að lesa myndir

nefnist önnur grein Rögnu Sigurðardóttur um orð í myndlist fyrr og nú. Listamenn sem koma við sögu að þessu sinni eru einkum Carlo Carrà, René Magritte, Paul Klee, Kurt Schwitters og Marcel... Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 3093 orð | 5 myndir

AÐ LESA MYNDIR

Gluggar, áróður tekur á sig ýmsar myndir, um blekkingar og drauma, pissuskál og pípu, að ógleymdum sjálfum kræklingakóngnum. Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 837 orð | 1 mynd

AF JAPANSKRI LJÓÐLIST

Japaninn Shuntaro Tanikawa hefur sent frá sér fleiri en sjötíu ljóðabækur, en auk þess hefur hann skrifað næstum hundrað barnabækur, auk margra ritgerða, leikrita og ýmiss konar lausamálstexta. ÖRN ÓLAFSSON fjallar um höfundinn og rýnir ljóð. Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 36 orð

BÓN

Lof mér á ný að hvísla ástarorð í eyra þér án þess að orðin komi til baka með bergmálinu. Lof mér á ný að fanga Venus og færa þér að... Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1168 orð

BROS SJÁLFSVIRÐINGARINNAR

AÐ undanförnu hefur hugtakið sjálfsvirðing heyrst víða í fjölmiðlum og á öðrum opinberum vettvangi. Þetta er fallegt orð, gegnsætt eins og mörg önnur íslensk, og í því felst hvernig einstaklingar meta sjálfa sig. Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2301 orð | 5 myndir

ER TIL ÍSLENSK ÞÉTTBÝLISHEFÐ?

Á fyrri hluta 20. aldar varð til vísir að merkilegri þéttbýlishefð hér á landi sem óumdeilanlega er hluti af íslenskri menningu. Formaður alþjóðlegra skipulagssamtaka, Gjerlöff að nafni, sem hingað kom árið 1936 lét svo ummælt í blaðaviðtali "að íslendingar [stæðu] meðal fremstu þjóða, hvað byggingarlist og skipulagningu bæja snertir." Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 831 orð | 3 myndir

FLJÓTANDI LÍNUR OG FELULEIÐI

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld verk tveggja þekktra erlendra höfunda. ÞÓRUNN ÞÓRSDÓTTIR hitti þá Rui Horta og Jo Strömgren, kankvísa og stríðnislega í kaffipásu úr Borgarleikhúsinu. Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 363 orð | 1 mynd

Frönsk síðrómantík í Hafnarborg

ÞRIÐJU tónleikarnir í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, verða haldnir á morgun kl. 20. Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 77 orð | 1 mynd

Hamingja á svið í brúðuleikhúsi

KANADÍSKI brúðugerðarmaðurinn Ronnie Burkett sést hér sitja við hlið leikenda í verki hans "Happy", sem útleggja má á íslensku sem Hamingjan. Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 29 orð | 1 mynd

Heimildagildi

fornleifa er umfjöllunarefni Orra Vésteinssonar í grein sem hann nefnir Um hvað eru fornleifar heimildir? Orri segir að til sé að verða félagsleg fornleifafræði landnámsaldar og sjálfstæð orðræða um... Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 47 orð | 1 mynd

Kona með slör

VERKIÐ á myndinni nefnist Kona með slör og er eftir listamanninn Louis Anquetin. Kona með slör var málað árið 1891 en myndin er nú í hópi um 70 listaverka á sýningunni Vincent van Gogh og listamenn Petit Boulevard sem nú stendur yfir í Listasafni St. Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 166 orð

LEIÐSÖGN OG UMRÆÐUR

LEIÐSÖGN verður um sýninguna í Listasafni Íslands sem hér segir: Sunnudaginn 11. mars kl. 15: Margrét Elísabet Ólafsdóttir fagurfræðingur. Sunnudaginn 18. mars kl. 15: Stella Sigurgeirsdóttir, safnkennari og myndlistarmaður. Sunnudaginn 25. mars kl. Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 784 orð

MARSMORGUNN Í REYKJAVÍK

Á áttunda áratugnum bar nokkuð á því sem kallað er "opið ljóð" í íslenskri ljóðagerð. Í því felst að sneiða hjá svokölluðum ljóðrænum tilþrifum svo sem líkingum, persónugervingum, myndhverfingum, færslu milli skynsviða eða táknum. Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 484 orð | 2 myndir

MYNDIR AF SÖGU HEIMSINS

Veröldin, eins og hún kemur nokkrum af bestu ljósmyndurum heims fyrir sjónir, er efni ljósmyndasýningar sem nú stendur yfir í Louisiana-safninu skammt norður af Kaupmannahöfn. Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 47 orð | 1 mynd

Náttúrusýnir

er yfirskrift sýningar á franskri nítjándu aldar landslagslist sem er að hefjast í Listasafni Íslands. Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 381 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handritas. opin þri.-fös. kl. 14-16 til 15. maí. Galleri@hlemmur.is: Magnús Sigurðarson. Til 4. mars. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Kjartan Guðjónsson. Til 11. mars. Gallerí Sævars Karls: Gabríela Friðriksdóttir. Til 8. Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 603 orð | 6 myndir

"SENDIFULLTRÚAR PETIT PALAIS"

Íslenskum myndlistarunnendum gefst í fyrsta sinn færi á að sjá verk eftir franska meistara á borð við Monet, Cézanne, Sisley og Pissarro þegar franska sýningin Náttúrusýnir verður opnuð í öllum sölum Listasafns Íslands á morgun. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR slapp í gegnum nálarauga öryggisvörslu safnsins og gekk um sýninguna í fylgd með Ólafi Kvaran safnstjóra. Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 144 orð | 1 mynd

SIGURÐUR ÖRLYGSSON SÝNIR Í EYJUM

UNDANFARIN tvö ár hafa verið settar upp myndlistarsýningar í Vestmannaeyjum undir heitinu Myndlistarvor Íslandsbanka í Eyjum. Ákveðið hefur verið að hleypa myndlistinni hið þriðja sinn út í vorið í Eyjum og verður fyrsta sýningin opnuð í dag kl. Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 56 orð

TIL BJARNA THORARENSEN

"Hans undir rætur hverfðu tungu": sýndu þeim sandgröf sögurnar góðu; sýndu þeim it snauða, sópaða brjóst, illum öndum opið að byggja. Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 714 orð | 1 mynd

Tónleikar í minningu systur

INGUNN Ósk Sturludóttir söngkona og bóndi í Vigur heldur söngtónleika í tónleikasalnum Ými við Skógarhlíð í dag kl. 16. Með henni leika Guðrún Anna Tómasdóttir píanóleikari og Þórunn Ósk Marínósdóttir víóluleikari. Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 340 orð | 1 mynd

TVÍLEIKSTÓNLEIKAR Í SALNUM

UNA Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari halda tónleika í Salnum í Kópavogi í dag kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Beethoven, Saint-Saëns og Lutoslawski. Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 3506 orð | 8 myndir

UM HVAÐ ERU FORNLEIFAR HEIMILDIR?

Til hvers grafa menn þá eftir fornleifum og hætta lungum sínum við að handfjalla þær á rykugum söfnum? Hvað er vert að vita um sverð og spjót víkingaaldar annað en það sem fram kemur í ritheimildum: að þau voru til og notuð til að drepa menn? Þurfum við gripinn sjálfan til að skilja það? Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1995 orð | 1 mynd

UNG TÓNSKÁLD HLJÓTA ELDSKÍRN

Á þessu ári útskrifast sex upprennandi tónskáld úr tónfræðideild Tónlistarskólans í Reykjavík og efna til tvennra tónleika í tilefni af því. Fyrri tónleikarnir verða í Háskólabíói á morgun kl. 14 og er aðgangur að tónleikunum ókeypis. ÞORVARÐUR HJÁLMARSSON spjallaði við tónskáldin. Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 35 orð | 1 mynd

Þéttbýlishefð

á Íslandi er umfjöllunarefni Péturs H. Ármannssonar þar sem hann heldur því fram að á fyrri hluta tuttugustu aldar hafi orðið til vísir að merkilegri þéttbýlishefð hér á landi sem óumdeilanlega sé hluti af íslenskri... Meira
3. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1083 orð | 3 myndir

ÞRJÓSKUR, DANSKUR, SVART-HVÍTUR

Joachim Ladefoged hefur náð einna lengst danskra ljósmyndara og hefur nú gengið til liðs við Magnum ljósmyndasamtökin. Eftirlæti hans eru fréttaljósmyndir en hann hefur lifibrauð sitt af því að taka portrett. Urður Gunnarsdóttir ræddi við Ladefoged. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.